stofnað 14. nóvember 1984 · fimmtudagur 9. júlí 2015 · 27 ...nýtur lífsins á brekkusöng...

12
Nýtur lífsins á brekkusöng Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 9. júlí 2015 · 27. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fáir vita að Addi á Ármúla, útgerðarmaður og skip- stjóri á Ísafirði, er löngu hættur að nota nafnið Guðjón Arnar Kristjánsson. Á ferlinum hefur hann marga fjöruna sopið. Ekki hvarflar að honum að flytja suður. „Ég hef stundum sagt að ég yrði einn af þeim sem slökkva ljósin.“ Addi er í viðtali vikunnar. – sjá bls. 6 og 7. Ríkidæmið er misjafnt Nýtur lífsins á brekkusöng Ína Daðey Eysteinsdóttir nýtur lífsins innan um lúpínuna í Bolungarvík

Upload: others

Post on 31-Dec-2019

15 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Nýtur lífsinsá brekkusöng

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 9. júlí 2015 · 27. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak

Fáir vita að Addi á Ármúla, útgerðarmaður og skip-stjóri á Ísafirði, er löngu hættur að nota nafnið GuðjónArnar Kristjánsson. Á ferlinum hefur hann margafjöruna sopið. Ekki hvarflar að honum að flytja suður.„Ég hef stundum sagt að ég yrði einn af þeim semslökkva ljósin.“ Addi er í viðtali vikunnar. – sjá bls. 6 og 7.

Ríkidæmiðer misjafnt

Nýtur lífsinsá brekkusöng

Ína Daðey Eysteinsdóttir nýturlífsins innan um lúpínuna í Bolungarvík

22222 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015

Koma fyrr með ferðamennFerðamönnum á Hornströnd-

um fjölgar ár frá ári. Bókanir ísiglingar til friðlandsins eru meðmeira móti í ár. Jón Smári Jóns-son, sem tók við umsjón frið-landsins í apríl segir að ferða-þjónustuaðilar séu farnir að siglameð einstaklinga og gönguhópatil friðlandsins á tilkynningar-skyldum tíma, þ.e. fyrir 15. júní,sem hann telur ekki vera jákvæðaþróun. „Það er sökum þess hvesvæðið er viðkvæmt á þessumtíma og marka göngumenn auð-

veldlega ljót för ef þeir gæta sínekki. Auk þess geta margskonarhættur steðjað að einstaklingumá ferð á þessu tímabili vors ogsumar og fáir ef einhverjir tilaðstoðar eða frásagnar.“

Jón Smári segir að sumarið áHornströndum hafi farið ágæt-lega af stað og gróður innan frið-landsins hafi tekið vel vð sér,þrátt fyrir kalt vor. Síðastliðinnvetur var mun snjóléttari en vet-urinn þar á undan, þannig svæðiðer betur í stakk búið að þorna fyrr

og ráða við þann fjölda einstakl-inga sem stefna á að sækja frið-landið heim í sumar. „Við erumað vinna að upprætingu framandiplöntutegunda innan marka frið-landsins. Ber það helst að nefnaLúpínu, en hún hefur fundist áþremur stöðum“.

Umgengni hefur verið meðágætum í friðlandinu að sögnJóns Smára. „Á tilkynninga-skyldum tíma sem er frá 15. apríl– 15. júní, fengu allir sem til-kynntu sig inn á friðlandið, upp-

lýsingar um ferðlög snemmsum-ars og reglur friðlandsins meðákvæðum friðlýsingar. Vonandihefur sú forvörn virkað, en þaðkemur yfirleitt ekki í ljós fyrr enbetri yfirsýn næst yfir svæðið.Eins og gefur að skilja þá tekurþað nokkrar vikur fyrir landverðiað yfirfara þá 600 km² og 16tjaldstæði sem tilheyra svæðinu.“

Tveir starfsmenn sinna land-vörslu í friðlandinu í sumar.Landvörður í sjö vikur og sér-fræðingur Umhverfisstofnunar,

sem jafnframt er heilsársstarfs-maður með aðsetur á Ísafirði.Flestir þeir sem hafa heimsóttfriðlandið á Hornströndum þettaárið eru erlendir ferðamenn oglandeigendur á Hornströndum.Jón Smári Jónsson biður þá semstefna á að heimsækja svæðið aðvirða þau verndunarákvæði semfram koma í friðlýsingu svæðis-ins, gista á skilgreindum tjald-svæðum og ganga innan merktraleiða.

[email protected]

Á þriðja þúsund manns í VíkinniBæjarhátíðir voru haldnar víða um land

um helgina í blíðskaparveðri, m.a. í Dýra-firði og í Bolungarvík þar sem árleg mark-aðshelgi fór fram með fjölbreyttri dagskrá.Hátíðin í Bolungarvík hófst á fimmtudagmeð tónleikum Björns Thoroddsen og síðantók við hver viðburðurinn á fætur öðrumeins og ljósmyndasýning, golfmót, skrúð-ganga, brekkusöngur og markaðstorg. Aðsögn Helga Hjálmtýssonar, markaðs- ogkynningarfulltrúa Bolungarvíkur, komu áþriðja þúsund manns á hátíðina í Bolungar-vík sem fór vel fram. „Hér blakti ekki hár áhöfði, veðrið var með eindæmum gott,“segir Helgi.

Ríflega tuttugu aðilar voru um sölubásaá markaðstorginu. „Við seldum 32 metra afbásaplássi á torginu,“ segir Helgi. Fjölmargtvar til skemmtunar á markaðstorginu s.s.andlitsmálun, hoppikastali og börnin fenguað fara á hestbak. Þá var sýning á gömlumbílum og söngkeppni. Fjölskyldudansleikurvar við félagsheimilið kl. 17 á laugardagþar sem María Ólafsdóttir, Júróvision fariog Húsið á sléttunni héldu uppi fjörinu ogsama gerðu þau á markaðsballinu sem hald-ið var um kvöldið. Meðfylgjandi myndirvoru teknar á markaðstorginu.

FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 33333

44444 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, [email protected]ýsingar: Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Hagsmunir margra í húfi

Spurning vikunnar

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Stöðugt er klifað á nauðsyn sátta um stjórnun fiskveiða. Frá þvíkvótakerfið leit dagsins ljós hefur ósætti markað umræðuna. Ef tilvill má segja að við öðru hafi ekki verið að búast þegar séð varðhvernig aðgangur að kerfi, sem stofnað var til verndar hnignandifiskistofnum, gekk kaupum og sölum líkt og um eignarétt væri aðræða, með öllu óátalið af hálfu stjórnvalda, sem síðar meir kórónaðivitleysuna með samþykkt Alþingis á veðtöku í óveiddum fiski. ,,Éger ekki viss um að allir þingmenn geri sér grein fyrir hvað þeir voruað samþykkja,“ eru fleyg orð Kristjáns Pálssonar (Hnífsdælings)þáv. þingmanns, þegar svefnvana alþingismenn björguðu banka-kerfinu fyrir horn með einskisverða pappíra, með því að heimilaveðsetningu aflaheimilda.

Frjálst framsal veiðiheimilda innan kerfisins hefur verið afar um-deilt. Margsinnis hefur komið til tals að banna það. Þannig kvaðstÁrni Mathiesen, þáv. sjávarútvegsráðherra, tilbúinn að skoða afnámleiguframsals á kvóta, 9. nóv. 2001. Fyrir kosningar 2003, kvaðHalldór heitinn Ásgrímsson, þáv. forsætisráðherra, framsalið allatíð hafa verið ágalla á kvótagerfinu. Og í sjónvarpsviðtali í janúar2007 sagði Árni Bjarnason, (form. Farmanna- og fiskimannasam-bands Íslands) fortakslaust að auka ætti veiðiskyldu og ,,leiguframsalinnan ársins (væri) undirrót flestra vandamála í greininni“

Ástæða er til að rifja þetta upp. Já, og fleira. Eins og t.d stjórn-leysinu sem fólst í því að einstaklingar gáti potað sér inn í kerfið á nýeftir að hafa selt hæstbjóðanda veiðiheimildir, fengnar fríar á silfurfati.Nóg var búið að gefa þeim.

Sjávarútvegsráðherra var gerður afurreka með þá fyrirætlan aðúthluta veiðiheimildum á Makríl, fyrst til 6 ára, síðan til 3ja ára.Sýnir þetta ekki að úr því sem komið er með stjórnun fiskveiða, eftirá þriðja áratuga reynslu af kvótakerfinu, að gaumgæfilega verður aðhuga að hverju skrefi sem stigið er til að ná endanlegri niðurstöðu íþessu mikilvæga og um leið viðkvæma og umdeilda máli? Er kerfiðekki enn eina ferðina til endurvinnslu í ,,sáttanefnd“? sem svo þykirvið hæfi að orða.

Axarsköftin í kvótakerfinu eru fleiri en tölu veður á komið í stuttumáli. Héðan af gildir ekki að gráta Björn bónda og milljarðana semmenn fóru með í rassvasanum út úr kerfinu. Sáttin marg umtalaðaútheimtir að horft verði til margra átta. Mörg byggðarlög hanga ísnörunni.

Við heildarendurskoðun kvótakerfisins verður að vanda til verks.Vítin til varnaðar blasa við. Af þeim verður að draga lærdóm. s.h.

Myndir þú giftast núverandi maka ef þú væri að gifta þig í dag?

Alls svöruðu 458.Já sögðu 311 eða 68%Nei sögðu 67 eða 15%

Er ekki gift(ur) sögðu 80 eða 17%

Smáhýsi hafa aðeins vafist fyr-ir í lögum og reglum um mann-virki og skipulag en um þau erfjallað í byggingarreglugerð aðsögn Gísla Halldórs Halldórs-sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar-bæjar. Greint er frá því hér aðofan að þyrping garðskúra hefðirisið á fjörukambinum að Látrumí Aðalvík, að því virðist án þessað leyfi hafi verið fyrir fram-kvæmdinni. „Smáhýsi er undir15m², án rafmagns, annarra lagnaog hitunar og hugsuð undir garð-áhöld og þess háttar. Ekki þarfbyggingarleyfi fyrir slíkum smá-hýsum séu þau á lóð og utanbyggingarreits. Í Aðalvík eruengar lóðir mér vitanlega og einibyggingarreiturinn er í deili-skipulagi Hjálmfríðarbóls, semundirritað var af Kristjáni ÞórJúlíussyni, þáverandi bæjar-stjóra, árið 1997. Það er því að

öllum líkindum óheimilt að dritaniður smáhýsum í Aðalvík,“ segirGísli Halldór.

„Þar að auki falla þessi smáhýsiklárlega undir það að kallastframkvæmd og því þarf að sækjaum framkvæmdina til sveitar-stjórnar sem sker úr um hvorthún er framkvæmdaleyfisskyld“.Gísli Halldór segist ekki kannastvið að það hafi verið gert. „Éghef hins vegar ekki fengið úr þvískorið enn hvort smáhýsi erumannvirki, en ég tel að svo hljótiað vera. Ef smáhýsi telst mann-virki þá þarf klárlega leyfi Um-hverfisstofnunar fyrir þeim íHornstrandafriðlandinu. Sam-kvæmt minni bestu vitund er þaðklárt mál að sækja þarf um leyfitil Ísafjarðarbæjar og jafnvel USTum gerð slíkra smáhýsa í Aðal-vík. Væntanlega er Ísafjarðarbæí lófa lagið að láta rífa þessi smá-

hýsi tafarlaust. Best væri auðvit-að, eins og Páll Ásgeir nefnir ífréttinni í BB, að fólk næði sam-komulagi um tilhögun og reyndijafnframt að hemja vélanotkunsína á svæðinu, en ef engin tilrauner gerð til samráðs við yfirvöldþá hlýtur það að vera stór spurn-ing hvort hnefanum verður ekkislegið í borðið.“

Gísli Halldór segir að undan-farin ár hafi Ísafjarðarbær reyntað fara mýkri leiðina og gefafólki kost á að afla fullnægjandileyfa fyrir óleyfisframkvæmd-um. „Mér sýnist það hins vegaraðeins leiða til þess að gengið erá lagið og framkvæmt í óleyfi.Bæjaryfirvöld hljóta því að íhugavandlega hvort þau neyðast ekkitil að rífa fyrst og spyrja svoþegar kemur að óleyfisfram-kvæmdum“.

[email protected]

Óleyfisframkvæmdir –rífa fyrst og spyrja svo?

Þyrping garðskúra á fjöru-kambinum að Látrum í Aðalvíkvakti athygli Páls Ásgeirs Ás-geirssonar, leiðsögumanns og rit-höfundar er hann átti leið umsvæðið fyrir stuttu. Páll Ásgeirsegir að í raun sé um nokkurskonar bílskúra að ræða því hverog einn hýsir eitt fjórhjól. Fjórirskúrar hafa þegar verið reistir ogundirstöður undir þann fimmtaeru tilbúnar. Ekki er hægt að finnanein gögn um að skúrarnir hafiverið reistir með leyfi eða sam-þykki skipulagsyfirvalda á Ísa-firði eða Umhverfisstofnunar ensaman fara þessir aðilar meðskipulagsmál í griðlandi Horn-stranda.

Páll segist írekað hafa reynt aðná í Ólöfu Guðnýju Valdimars-dóttur, skipulags- og bygginga-fulltrúa Ísafjarðarbæjar, vegna

þessa en án árangurs. „Það ererfitt að trúa því að landeigendurgeti haft sjálfdæmi um að breytaásýnd hinnar fornu byggðar einsog þessi skúraþyrping gerir. Réttfyrir innan þá í fjörunni stendurforkunnarfallegt tjargað hús fráþeim tíma sem Látrar voru út-gerðarþorp á hjara veraldar meðblómlegu mannlífi. Friðlýsingsvæðisins og skipulag sem þvívar gert hafa alla tíð miðað viðað halda svipmóti þess semminnst breyttu“.

Páll Ásgeir Pálsson er leið-sögumaður og kemur því oft áHornstrandir. „Í auglýsingu umgriðland Hornstranda er bann viðnotkun vélknúinna ökutækja.Sérstök nefnd, Hornstranda-nefnd, hefur veitt undanþágur tilnotkunar fjórhjóla þegar sérstak-lega stendur á við húsbyggingar

eða annað slíkt og sjálfsagt aðhafa umburðarlyndi í þessum efn-um“ Páll segist hafa séð meðmeð eigin augum för eftir fjórhjóluppi á Straumnesfjalli svo ljóster að fjórhjólin á Látrum eru not-uð við fleira en efnisflutningaeða flutning aldraðra frá bát íhús.

Páll Ásgeir vill hvetja þá opin-beru aðila sem að þessum málumkoma til að ná samstöðu um aðhemja þá vélvæðingu sem þarnavirðist vera í uppsiglingu. „Efeyðibyggðin á Hornströndumverður krökk af ódýrum garð-skúrum sem eigendur fjölga aðgeðþótta og látlaust vélarhljóðfjórhjóla og sexhjóla suðar þarum öll fjöll þá tapast eitthvaðsem er afar dýrmæt sameign allralandsmanna“.

[email protected]

Þyrping garðskúra í AðalvíkSkúraþyrpingin í Aðalvík. Ljósm: Páll Ásgeir Ásgeirsson.

FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 55555

Hákarl veiddur á Einarsson veiðihjólið„Nú er hávertíð hér á norður-

slóðum“, segir Magnús Hávarð-arson, markaðs- og sölustjóri hjáFossadal ehf. sem hannar ogframleiðir Einarsson fluguveiði-hjólin á Ísafirði, en framleiðslafyrirtækisins nýtur sívaxandi vin-sælda um heim allan. „Við seljumveiðihjólin víða og salan dreifistyfir allt árið enda er veiðitímabilí gangi einhvers staðar í heimin-um allt árið. Hjólin eru seld tilSkandinavíu, Bretlandseyja,Austurríkis, Þýskalands, Kanada,Bandaríkjanna og Ástralíu svofáein lönd séu nefnd. „Í lok aprílgerði fyrirtækið mikilvægansamning við skandinavíska fyrir-tækið Guideline sem dreifirEinarsson hjólunum til verslanaí Skandinavíu, Bretlandseyjum,Frakklandi, Spáni og Rússlandi,“segir Magnús.

Það er frumkvöðullinn, Stein-grímur Einarsson, sem hannarog framleiðir hjólin en sérstaðaþeirra er fólgin í vandaðri gæða-smíði sem og hönnuninni og þásérstaklega hönnun bremsunar

sem er einstæð.„Við erum með uppfærslur á

hjólum þessa árs og gerðum frá-bær veiðihjól enn betri og öflugri.Hérlendis er stór hluti veiði-manna farinn að nota Einarssonveiðihjólin og það sama er aðsegja um erlenda veiðimenn semkoma til landsins. Við höfum gertstórátak í markaðsmálum og er-um nú í samstarfi við ýmsa öflugaaðila víða um heim um markaðs-mál og myndefni. Við fórum ísérstaka ferð með kanadískumsamstafsaðilum nú á dögunumtil að taka myndir og vídeó íÞingvallavatni og Norðurá. Þettaefni verður notað við markaðs-setningu Einarsson í Kanada ogvíðar. Allskyns fiskar eru veiddirmeð Einarsson hjólunum og ersóst eftir þeim þegar veiða á viðerfiðar og krefjandi aðstæður ogekki síst þegar von er á að setja ístóra og öfluga fiska. Um daginnfengum við mynd frá samstarfs-aðila í Nýju Kaledóníu semveiddi hákarl á Einarsson veiði-hjólið,“ segir Magnús. Hákarl veiddur með Einarsson Invictus.

66666 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015

Á erfitt með að veralaunamaður hjá öðrum

Addi ólst upp á Ármúla viðKaldalón, innarlega í Ísafjarðar-djúpi að norðanverðu, og jafnankenndur við þann stað. Foreldrarhans voru Guðbjörg GuðlaugJónsdóttir og Kristján JörgenHannesson.

„Við erum fjögur systkinin.Það var tvíbýli á Ármúla og áhinum bænum ólust upp fjögurfósturbörn. Bændurnir á Ármúlavoru bræður, Kristján faðir minnog Sigurður Hólm. Það var oftglatt á hjalla á Ármúla, við krakk-arnir ólumst upp við góðan kostog brölluðum margt og sinntumþví sem til féll. Svo fór maðurbara að vinna þegar maður hafðialdur til.“

Bústofninn á Ármúla var bæðikýr og sauðfé. Foreldrar Addabrugðu búi árið 1980 og þá varjörðin seld. Þau fluttust á Ísafjörðog þar búa öll systkinin fjögurenn í dag.

Eitt sumar var Addi við aðbyggja nýja skólann í Reykjanesivið Djúp. Hann var fimmtán áraþegar hann vann þar við aðbyggja heimavistina og síðan varhann í vegavinnu á sumrum þegarverið var að opna Djúpið.

Endaði alltafaftur á Guðbjörginni

Addi segir að miðað við nú-tímagreiningu á börnum og ungl-ingum hafi hann „sennilega veriðfrekar ódæll, fyrirferðarmikillkrakki og unglingur“.

– Það er nú kannski ekki neinngalli, ætli það séu ekki duglegustumennirnir þegar fram í sækir?

„Nei, ég tel það nú ekki veraneinn galla, að minnsta kosti hef-ur það nýst mér ágætlega gegnumtíðina. Ég var svo sem ekki meðnein ákveðin plön. Maður reyndiýmislegt og átti svolítið erfitt meðað festa sig einhvers staðar.“

Sautján ára gamall „álpaðist“Addi fyrst á sjó, eins og hannhefur komist að orði, án þess aðhafa ætlað sér að verða sjómaður.Það var í ársbyrjun 1968 semhann fór á Guðbjörgina á Ísafirði.Hann kveðst hafa verið sveita-maður í sér og frekar viljað veraúti í náttúrunni en úti á sjó, fyrstog fremst yfir sumartímann. Þessvegna var hann í vegavinnu ífjögur sumur. Samt var hann við-loðandi Gugguna í fjórtán ár,enda best að vera þar, eins og

Þegar minnst er á Arnar Krist-jánsson á Ísafirði er ekki óalgengtað fólk hvái, spyrji hver það sé,jafnvel fólk sem kannast í raun-inni afskaplega vel við manninnað baki nafninu. Enda er hann ídaglegu tali aldrei kallaður annaðen Addi á Ármúla.

Fyrir hálfum mánuði kom nýttskip til heimahafnar á Ísafirði,Arnarborg ÍS 260. Skipið erreyndar fjarri því að vera nýtt,reyndar gamalkunnugt bæði áÞingeyri og á Ísafirði og í Bol-ungarvík, en þarna kom það úryfirhalningu í slipp á Akureyri íhendur nýs eiganda. Skip þettahét áður Gunnbjörn ÍS 302 ogþar áður Framnes ÍS 708, ogkannast þá líklega margir viðsögu þess í stórum dráttum.

Nýi eigandinn er útgerðarfé-lagið Sólberg á Ísafirði, sem er íeigu hjónanna Sigrúnar FjóluBaldursdóttur og áðurnefndsArnars Kristjánssonar útgerðar-manns og skipstjóra – Adda áÁrmúla. Á löngum útgerðarferlihefur Addi marga fjöruna sopið,eins og stundum er sagt og hérverður nánar greint frá.

Í útgerð í meira en þrjátíu árAddi á Ármúla er fæddur 1.

mars 1950 og þar með orðinnhálfsjötugur. Hann er búinn aðvera í útgerð í liðlega þrjátíu áreða nærri hálfa ævina.

„Ég er búinn að fara margarbrekkurnar á þeim tíma,“ sagðihann í örstuttu fréttaviðtali þegarArnarborgin kom nýklössuð tilÍsafjarðar um daginn. Fyrir gerirhann út Ísborg ÍS 250 og gegnumtíðina hefur hann átt og gert útýmis fleiri skip og báta. Hannverður skipstjóri á Arnarborginni,að minnsta kosti fyrst um sinn,en hefur verið skipstjóri á Ísborg-inni jafnframt því að gera út.„Og viðgerðarmaður og hvaðsem til fellur hjá einstaklingsút-gerð.“

Til að byrja með fer Arnarborgá rækjuveiðar hér við land ogleggur upp hjá Kampa á Ísafirði,en Ísborg er á rækjuveiðum. Arn-arborg er vínrauð eins og Ísborg,en meðan skipið hét Framnes ogeftir það Gunnbjörn var liturinnrústrauður.

Byggingarvinnaog vegavinna í Djúpi

hann hefur sagt.„Ég fór líka á önnur skip og

prófaði hitt og þetta, en endaðialltaf aftur á Guðbjörginni.“

Bændaskólinnog löggan á Ísafirði

– Þú hefur sagst hafa veriðsveitamaður í þér. Bjóstu við þvíþegar þú varst að alast upp heimaá Ármúla að þú yrðir bóndi aðævistarfi?

„Nei, ég gerði það nú reyndarekkert frekar.“

– En þú fórst ungur í Bænda-skólann á Hólum ...

„Já, ég prófaði það, og gekkágætlega.“

Þegar Addi var ungur maðurvar hann eitt ár í lögreglunni áÍsafirði og leysti þar svo af nokkr-um árum seinna þegar hann varað bíða meðan verið var að skiptaum Guðbjörgu.

– Varstu kannski í löggunnimeð Torfa Einarssyni, þeim önd-vegismanni?

„Það var Torfi sem bað mig aðkoma. Ég var þar með honum ogKristjáni Rafni og KristjániKristjánssyni (Kútta löggu) ogfleiri góðum mönnum. Það varágætur og lærdómsríkur tími. Þarkynntist maður mörgu góðu fólkiog hafði yfirleitt gaman af. En égvar ekki tilbúinn að leggja þettafyrir mig. Mér fannst frekar leið-inlegt að þurfa að skipta mér afþví sem samborgararnir voru aðgera.“

Guðjón Arnar KristjánssonÞegar blekberi þessa viðtals

leitaði í Íslendingabók að ArnariKristjánssyni (eins og hann eralltaf síleitandi að fólki) fannstenginn með því nafni sem gætialdurs vegna verið nálægt því aðvera Addi á Ármúla. Aðspurðurleiddi hann blekberann í allansannleika í þessu máli.

Fullu nafni heitir hann GuðjónArnar Kristjánsson, en notar al-drei fyrra skírnarnafnið og skrán-ingin í Íslendingabók er þessvegna Guðjón Arnar Kristjáns-son.

Eins og flestir vita heitir annargamall og góður Ísfirðingur líkaGuðjón Arnar Kristjánsson. Ogreyndar eru báðir öllu þekktari ídaglegu tali undir gælunöfnumsínum, annar sem Addi á Ármúla,hinn sem Addi Kitta Gau.

– Hefurðu aldrei notað Guð-jónsnafnið?

„Jú, ég notaði það fyrst, en svoþegar ég kom út á Ísafjörð, þávar hér alnafni minn fyrir, á þeimtíma skipstjóri á togaranum PáliPálssyni.“

– Eruð þið gömlu starfsbræð-urnir ekki vel kunnugir?

„Jú, við erum ágætis vinir.“

Þegar Addi Kitta Gauvar krafinn um meðlagiðAddi (á Ármúla) hefur dálitla

sögu að segja sem varðar sameig-inlegt fullt nafn þeirra tveggja.

„Eitt sinn fékk nafni minn upp-hringingu út á sjó frá konunnisinni, þess efnis að borist hefðikrafa á hann um barnsmeðlag.Þetta var fyrir tíma farsímans ogauðvitað heyrði þetta allur flot-inn. Hann bað konuna um aðbíða þangað til hann kæmi í landog gæti skýrt sitt mál. Þessi krafaátti þá að berast til mín.

Stuttu seinna hittumst við aftilviljun á skemmtistað hér í bæ.Þegar ég labba inn kallar hann ímig: Komdu hérna, þú þarft aðstanda fyrir máli þínu. Og segirsíðan við konuna sína: Þetta ermaðurinn sem átti að fá meðlags-kröfuna, hann heitir Guðjón Arn-ar Kristjánsson eins og ég. Nafniminn hefur sagt frá þessu oftaren einu sinni á góðri stundu.“

Konan og börninSigrún Fjóla Baldursdóttir eig-

inkona Adda á Ármúla er upp-runnin í Keflavík og saman eigaþau tvö börn. Sveinn Geir er fyrstistýrimaður á Júlíusi Geirmunds-syni og Kolbrún Fjóla er leik-skólakennari. „Sveinn býr hér ísömu götu og ég og Kolbrún býrhér úti í bæ. Hún á dreng sem ernafni minn og heitir ArnarEbenezer en Sveinn á dreng semheitir Guðmundur Jörgen.“

Fyrir átti Addi tvo stráka. Ann-ar heitir Kristján Ingi, búsettur áAkureyri, en hinn heitir KristjánHrafn, búsettur í Hafnarfirði.Hann ólst upp hjá þeim hjónumAdda og Sigrúnu. Síðan á Additvö fósturbarnabörn og tvö „al-vöru“ barnabörn, eins og hannkemst að orði.

Hugðist getaverið meira heima

Addi byrjaði eigin útgerð árið

1984. Þá bauðst honum og Gíslabróður hans að kaupa bát.

„Ætli það hafi ekki verið þásem ég ákvað að hætta að hugsaum eitthvað annað en sjómennsk-una og einbeita mér að henni. Enætlunin með því að kaupa bátinnog fara á rækju í Ísafjarðardjúpivar líka að geta verið meiraheima, frekar en úti á sjó á togara.En ég hef nú sennilega sjaldanverið minna heima en fyrstu árineftir að ég byrjaði í eigin útgerð.“

Fyrsta bátinn gerðu þeir bræð-ur út í tvö ár og voru á rækju íDjúpinu, en þá slitnaði upp úrsamstarfinu við meðeigandaþeirra. Þá tóku þeir Addi og Gísliupp í bátinn annan minni og fóruá net suður í Breiðafjörð. Síðantók við hitt og þetta hjá þeim tilað halda sér á floti.

Aldrei eins nálægtþví að fá magasár

Þrisvar hefur Addi lent í skips-skaða, án þess þó að mannskaðiyrði. Sá fyrsti varð á skelveiðumá Breiðafirði. Frá því hefur hanngreint á þessa leið:

„Ég hef sennilega aldrei veriðeins nálægt því að fá magasár ogþarna á Breiðafirðinum, hann ersvo skerjóttur. Við vorum ekkimeð almennileg tæki og maðurþekkti þetta ekki neitt.

Það kom líka að því að égstrandaði. Við vorum búnir aðsigla þessa sömu leið í margamánuði, en hún var mjög skerjótt.Við vorum reyndar alltaf að reynaað finna betri leið en það gekkeitthvað illa og við þóttumst orðiðþekkja þessa leið ágætlega.“

Bátstapar á Húna-flóa og í Mjóafirði

„En síðan strandar báturinn baraallt í einu við Kirkjusker við Flat-ey. Halldór Sigurðsson var ekkilangt frá og við komumst umborð í hann. Við ætluðum aðreyna að bjarga bátnum en þaðgerði vitlaust veður og hann eyði-lagðist. Okkur tókst að verða okk-ur úti um annan bát og haldaáfram veiðum, en stuttu síðarhrundi verðið á skelinni. Þá fór-um við á rækju í Djúpinu aftur.“

Næsti skipsskaði varð þegarAddi var á úthafsrækju á Húna-flóa á sextíu tonna bát og voruþrír um borð. Eldur kom upp,þeir komust í björgunarbát, en

FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 77777

rækjubáturinn brann fyrir augun-um á þeim.

Þriðji bátstapinn varð inni íMjóafirði í Djúpi þar sem nýjabrúin er núna. Addi hafði fariðinn fyrir eyju að leita að rækju ogvar á leiðinni til baka þegar hannlenti upp á skeri. „Við fórumdaginn eftir til að ná honum afskerinu og vorum búnir að réttahann við þegar við misstum hannsvo að hann sökk.“

Ósammála því að öll störfþurfi að vera syðra

„Kvótakerfið er ágætt eins ogþað var hugsað í upphafi,“ segirAddi spurður út í þá sálma. „Enþví miður er það ekki að virkaeins og allir vilja. Mér finnst veiði-heimildirnar vera að færast á offáar hendur. Það sem gerist er aðheimildirnar hverfa burt í fárramanna hendur og byggðarlöginsitja eftir. Menn hafa ekki boriðgæfu til að finna byggðarlögun-um ný verkefni.

Mér finnst ekkert sjálfgefið aðflytja öll störf á höfuðborgar-svæðið. Ég vil að við fjölgumstörfum úti á landi. Á tölvuöldskiptir í mörgum greinum engumáli hvar þú ert, en það myndihjálpa byggðarlögunum að hafaslík störf á landsbyggðinni. Éger bara ekkert sammála því að öll

störf þurfi að vera í Reykjavík,“segir hann.

Betra að fá fáa ríkaen marga auralausa

„Vissulega er ferðaþjónustanað gera stóra hluti út um land ogvið væntum góðs af því. Við ætt-um þó að gæta okkar á þeirrifólksmergð sem við erum aðflytja til landsins. Við verðumlíka að gæta þess að vernda nátt-úruna. Ég hef sagt við fólk í ferða-þjónustu hérna fyrir vestan varð-andi Hornstrandafriðlandið, aðvið eigum að vera með fáa enríka ferðamenn, ekki vera að ein-blína á að fá sem allra flesta semkoma hingað með bakpoka ognestið sitt í honum.

Við eigum að taka ríka fólkiðog sýna því friðlandið. Það erbetra að fá þúsund ferðamennsem borga mikið heldur en tíuþúsund ferðamenn sem borgamjög lítið. Við höfum ekkert aðgera með ferðafólk sem skilurekkert eftir nema troðið land.Ekki er heldur mjög gaman aðkoma á fáfarnar slóðir þar semeru mörg þúsund manns fyrir.Það eru þá ekki fáfarnar slóðirlengur!

Ég man vel þegar dóttir mínvar að vinna við Geysi þegar húnvar á íþróttaskólanum á Laugar-

vatni. Þar komu mörg þúsundmanns á viku, og þetta var baradrullusvað. Og varðandi þaðhvort eigi að láta ferðafólk borgafyrir að skoða landið: Ég kannastekki við það, ef ég fer til útlanda,að maður fái að vaða þar um alltán þess að borga fyrir það.“

Ríkidæmið er misjafnt– Þú hefur sagt að brekkurnar í

útgerðinni á liðnum áratugumhafi verið margar. Hefurðu ein-hvern tímann séð eftir því aðhafa farið þessa braut í staðinnfyrir að gera eitthvað allt annað?

„Nei, ég get ekki sagt það.Auðvitað er maður hugsi þegarilla gengur, hvort ekki væri betraað gera eitthvað annað. En það erillt að kenna gömlum hundi aðsitja. Ég ætti mjög erfitt með aðvera launamaður hjá öðrum. Égbara kann það ekki.“

– Og þú hefur alltaf komistupp brekkurnar fyrir rest ...

„Ja, einhvern veginn hefurmaður klöngrast þetta. Alltafkemur að því að maður sér ljós-ið.“

– Kannski þurft að setja keðjurundir sjálfan þig í allra erfiðustubrekkunum?

„Já, oftar en einu sinni. Stund-um hefur verið myrkur. En alltafhefur komið að því að maður sér

ljósið. Maður heldur bara áfram,það birtir alltaf til á ný. Ég kvartaekki í dag.“

– Stundum er talað um að út-gerðarmenn séu svo ríkir. Þá erað vísu reyndar yfirleitt átt viðstóru útgerðarfyrirtækin. Má égspyrja: Ert þú ríkur eftir ævi-starfið?

„Ég er ríkur að reynslu. Ís-landsbersi var ekki alltaf ríkur afpeningum.“

Vill ekki verðagamall í Reykjavík

– Þú ert sáttur ...„Já, ég er mjög sáttur við mitt

hlutskipti. Ég hef gaman af þessu,þó að það sé ekki alltaf sólskin.En þetta kann ég. Ætli það séu núekki líka brekkur í öðrum atvinnu-greinum.“

– Hefur þér aldrei dottið í hugað flytjast suður, eins og svomargir gera?

„Nei, það hefur ekki komið til.Ég hef stundum sagt að ég yrðieinn af þeim sem slökkva ljósin.Við kunnum vel við okkur hérnaá Ísafirði, hérna líður okkur vel,og hérna vilja krakkarnir vera.Maður þekkir alla hér.

Ég hef nú sagt að ég vilji ekkiverða gamall í Reykjavík. Ef þúbýrð í litlum bæ úti á landi, þágeturðu labbað allra þinna ferða

og þú hittir alltaf einhvern semþú þekkir. Það er miklu betra enað týnast í Reykjavík. Hér gengég undir nafninu Addi á Ármúla.Þá sjaldan að talað er um ArnarKristjánsson, þá vita fáir hverhann er, en allir vita um Adda áÁrmúla. Í Reykjavík væri ég baraeinhver Arnar Kristjánsson.“

Hættur að nennaað drekka brennivín

Addi segir að það sé kannskifyrst núna á seinni árum semhann sé farinn að hugsa um eitt-hvað fleira en að vinna fyrir sérog sínum. Hann starfar í Kiwanis-hreyfingunni og tekur þar þátt ímargs konar fjáröflun til góðramálefna.

„Svo hef ég gaman af því aðlesa ævisögur og þjóðleganfróðleik. Ég er antísportisti oghorfi því ekki á íþróttir, en erfíkill á fréttir og veður og spurn-ingaþætti.

Annars er maður orðinn svohundlatur í seinni tíð. Ég er meiraað segja hættur að nenna aðdrekka brennivín,“ segir GuðjónArnar Kristjánsson, skipstjóri ogútgerðarmaður á Ísafirði, öllubetur þekktur sem Addi á Ármúla.

– Hlynur Þór Magnússon.

88888 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015

Sumarið er komið

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Brekkusöngur í BolungarvíkFjölmenni tók þátt í hinum árlega brekkusöng Markaðshelgarinnar í Bolungarvík sem fram

fór á föstudagskvöld. Gengið var í skrúðgöngu til hátíðarinnar og voru bæjarbúar klæddirrauðu og bláu eftir því hvar þeir búa í bænum. Fyrir brekkusönginn fylgdust bæjarbúar meðkeppninni um Vestfjarðavíkinginn en síðan var haldið í gryfjuna við Hreggnasa þar semBenedikt Sigurðsson og félagar héldu uppi stuðinu og tóku viðstaddir vel undir svo ómaði umvíkina alla. Meðfylgjandi myndir voru teknar á brekkusöngnum. – [email protected]

Alþingi er farið í sumarleyfi og þá finnst mörgum að sumariðsé komið. Alþingi sat lengi og vakti litla aðdáun þeirra sem þónenntu að fylgjast með störfum þess. Því miður eru nýju þing-mennirnir ekki að lyfta þingstörfum eins og margir höfðu þóvonast eftir. Stjórnmál hafa lengi verið vetrarverkefni og ferkannski best á því. Nú eru bæðir reyndir og góðir þingmennkomnir í sumarfrí og hinir líka. Taka verður undir með SighvatiBjörgvinssyni sem ritaði grein í Morgunblaðið í síðustu vikuog vék að reynslu- og kunnáttuleysi margra á Alþingi, semræður lífi okkar hinna meira og minna. Réttilega benti Sighvaturá það að til þess að ná tökum á störfum þingmanns er hverjumog einum í þeim sporum nauðsyn þess að hafa fyrirmynd ogkennara. Benti hann á bæði Halldór Ásgrímsson sem nú ergengin á vit feðra sinna og Davíð Oddsson í þeim efnum. Umþá báða má að sjálfsögðu deila, en þeir voru fastir fyrir og tókuákvarðanir að ígrunduðu máli. Enginn var nefndur úr hópiSamfylkingarmanna og kom það á óvart þar eð Sighvatur áttií hlut. Sjálfur var hann í hópi bestu þingmanna krata, Alþýðu-flokksins, sem margir sakna í dag. Formaður Samfylkingargæti lært af lestri greinar Sighvatar, sem sennilega er reyndasti

kratinn á lífi í dag.Það er gott að sumarið skuli komið með orlofi Alþingis, sem

veitti ekki af smá hvíld eins og okkur hinum sem lifum sumariðglöð og kát án þess næstu vikur. Annar sumarboði eru hátíðirsem bæjarfélög halda um allt land og voru markaðs- og Dýra-fjarðardagar í Bolungarvík og á Þingeyri afar vel heppnaðir. Þaðer enda sérstakt ánægjuefni að slíkar hátíðir um allt land fóru velfram síðustu daga. Sumarið á nefnilega að færa okkur gleði oggott skap, umburðarlyndi og góða hegðun. Sumarið færir vonandialþingismönnum hið sama þannig að þeir komi betur áttaðir ogstilltir til starfa í september. Við eigum að nota sumarið til þessað létta okkur lund, læra á landið okkar, skoða það og njóta lífs-ins. Um leið þurfum við að læra að umgangast landið okkar oghvort annað. Fullorðnir eiga að vera börnum sínum og annarrafyrirmynd í þessum efnum, sem og útlendum gestum okkar.

Sumarið með öllum sínum fyrirheitum um gott veður, ferðalögog endurfundi við ættingja vini og kunningja er okkur nauðsyn.Fyrr en varir hallar að hausti og vetrarstörfin taka við þá er gottað hafa safnað kröftum og eiga góðar minningar. Vonandi verð-ur þetta farsælt ferðasumar á Vestfjörðum og annars staðar.

FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 99999

„Bæði sala og framleiðslangengur mjög vel. Það hjálpaðimikið í byrjun að við fengumstrax rífandi móttöku hér á landi.Nú erum við með salt í sölu í yfir1.200 verslunum,“ segir BjörnSteinar Jónsson, eigandi og salt-ari hjá Saltverki ehf., í Reykjanesivið Ísafjarðardjúp. Þá er saltiðeinnig selt á Norðurlöndunumog í Bandaríkjunum. Saltið fráSaltverki hefur verið í sérstakrikynningu hjá „Whole Food“verslunarkeðjunni í þessum mán-uði og er það merki um að versl-unarkeðjan mæli sérstaklega meðvörunni.

„Á síðasta ári endurnýjuðumvið allar pakkningar hjá fyrir-tækinu og hefur það komið velút. Flögusaltið er vinsælast í mat-vörubúðum en bragðbætt flögu-salt gengur best í ferðamanna-verslunum,“ segir Björn Steinar.Saltið er unnið þannig að sjó erdælt úr Ísafjarðardjúpi. Jarð-varminn í Reykjanesi hitar síðansjóinn í sterkan pækil og þegarákjósanlegu seltustigi er náð erpækillinn leiddur í stórar stál-pönnur þar sem saltkristallarbyrja að myndast á yfirborðinu.Þeim og flögunum er síðan pakk-að á staðnum.

Rífandi salaí náttúrusalti

Tófunni fjölgar eftir hrunÞað er ólíkt um að litast í Horn-

vík á Hornströndum í ár en ífyrra að sögn Esterar Rutar Unn-steinsdóttur spendýravistfræð-ings. Hún er nýkomin úr Hornvíkþar sem hún var við refatalningar.„Það eru öll óðöl tekin, stór gotog mörg hlaupadýr,“ segir hún. Ífyrra varð hrun í refastofninum áHornströndum. „Það gerist ofteftir léleg ár að það verður trukkárið eftir og það virðist vera aðgerast núna. Við sáum eina dauðatófu sem hefur drepist í vetur,“segir Ester Rut.

Ester Rut hefur bara farið íHornvíkina og bíður eftir veðritil að fara í Hlöðuvík, Hælavíkog Kjaransvík. „Svo fer annarhópur í Hornvík síðar í sumar ogþá sést hversu margir yrðlingarlifa af.“ Hrunið í fyrra var fæðu-

tengt að sögn Esterar, en veturinnvar afar harður. „Tófan þolir hörðveður en þegar veður hafa áhrif áfæðuframboðið á hún erfittuppdráttar eins og hefur gerst ífyrra. Ég fór núna í mars í Horn-vík og þá var mikið af sjóreknum

fugli í fjörum og verið ágætisástand í vetur og læðurnar frjó-samar,“ segir hún.

Níu óðöl eru í Hornvík, Hvanna-dal og Rekavík og eru þau öllsetin auk þess sem tvö gelddýrsitja eitt óðal. – [email protected]

Mikil frjósemi í friðlandinu eftir erfitt ár.Mynd Rúnar Óli Karlsson.

1010101010 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015

Krossgátan

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslandseftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarsson

9. júlí 1916: 9. júlí 1916: 9. júlí 1916: 9. júlí 1916: 9. júlí 1916: Vopnaður enskurtogari tók farþegaskipið Flórusem var á leið frá Reykjavík tilSiglufjarðar með rúmlega eitthundrað farþega. Flóru varskipað að sigla til Englandsen farþegarnir voru sendirheim með öðru skipi síðar ímánuðinum. Heimstyrjöldin

fyrri stóð sem hæst þá.10. júlí 1970:10. júlí 1970:10. júlí 1970:10. júlí 1970:10. júlí 1970: Ráðherrabú-

staðurinn á Þingvöllumbrann. Bjarni Benediktssonforsætisráðherra, SigríðurBjörnsdóttir kona hans og

Benedikt Vilmundarson dótt-ursonur þeirra fórst í brunan-

um. Tæpu ári síðan var reisturminnisvarðu á staðnum.

11. júlí 1911:11. júlí 1911:11. júlí 1911:11. júlí 1911:11. júlí 1911: Konur fengufullt jafnrétti til menntunar og

embætta við karla þegarkonungur staðfesti lög um rétt

kvenna til embættisnáms,námsstyrks og embætta.Hannes Hafstein hafði flutt

frumvarpið. Hann taldimenntun vera til blessunar og

lögin myndu gera þjóðlífiðánægjulegra og betra.

12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947: SíldveiðiskipiðSverrir sökk á Skagagrunni.

Það var áður olíuflutningaskipsmíðað 1928, hið fyrsta í

íslenskri eigu.13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959: Eyjólfur Jónssonsynti frá Vestmannaeyjum til

lands á fimm og hálfri klukku-stund en leiðin er 10,5 km.14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974: Vegurinn yfirSkeiðarársand var opnaður

og þar með var lokið viðhringveginn um landið.

Vegalengdin milli Núpsstað-ar og Skaftafells styttist úr

tæpum 1400 kílómetrum í 34kílómetra. Byggðar voru tólfbrýr, samanlagt 2004 metrarað langd, þar af var Skeiðar-

árbrú 904 metrar.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:NA-læg átt, 3-10 m/s. Tiltölu-lega skýjað og úrkoma á víð

og dreif, síst þó á Vestur-landi. Hiti breytist lítið.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:NA 10-15 m/s NV-lands en

hægari vindur annars stað-ar. Þurrt að mestu og hlýnar.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:NA-lægar áttir og bjart meðköflum suðvestan- og vest-

anlands. Hiti 6-16 stig.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 1111111111

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

smáarFasteignin Skólagata 8 á Ísafirðier til sölu. Mjög gott 265,5 m²parhús, glæsileg lóð, skjólgóð-ar suðursvalir og stór bílskúr.Nánari upplýsingar veittar í sím-um 585 880 og 896 2312.

Aðsóknarmet var slegið föstu-daginn 26. júní hjá ByggðasafniVestfjarða í Neðstakaupstað er960 ferðamenn komu í safnið.Lang flestir þeirra voru fráskemmtiferðaskipinu MSC Splen-dida sem hafði viðdvöl á Ísafirðiþann daginn sem og úr skemmti-ferðaskipinu MS Deutschlandsem lá við bryggju á Ísafirði.MSC Splendida kemur aftur tilÍsafjarðar 22. júlí og sama dagverður Saga Pearl á Ísafirði og erekki ólíklegt að nartað verði ímetið þann daginn.

Aðsóknarmet aðByggðasafninu

„Það er vægast sagt skelfilegtástand á fornminjum á Vestfjörð-um. Sem dæmi má nefna að Kera-víkin í Súgandafirði er í hættu ogFjallaskagi, milli Önundarfjarðarog Dýrafjarðar, er mjög illa farinnvegna brims,“ segir Eyþór Eð-varsson, formaður Fornminjafé-lags Súgandafjarðar, sem ásamtfélögum sínum hefur unnið aðskráningu fornminja á Vestfjörð-um. Á Fjallaskaga var mjög stórverbúð á miðöldum þar sem voruum 200 manns þegar mest var.Þar eru fornminjar frá um 1360að hverfa. „Það sama er að gerastá Kálfeyri í Önundarfirði. Þarvar útræði frá fyrstu tíð. Minj-arnar þar eru stórskemmdar oghreinlega bara að leka út í sjó enengin fjárveiting hefur fengist tilað rannsaka allar þessar minjar,“segir Eyþór.

„Á Ingjaldssandi er gerastmenningarlegt stórslys fyrirframan augun á okkur. Á Sæbóliá Ingjaldssandi hefur verði bú-skapur frá fyrstu tíð og þess er

getið í Landnámu. Þar hefur orðiðsvakalega mikið rof í ströndinaog sjórinn tekið miklar minjarum byggðirnar á ströndinni. Stór-ar torfur eru farnar úr svörðinumog má þar sjá í órannsakaðar forn-minjar. Þetta var verstöð á stærðvið Bolungarvík, sem var stærstaverstöð landsins á sínum tíma.Báðar verstöðvarnar réru ásvipuð fiskimið. Það er ekkertverið að gera í þessum málum áVestfjörðum. Mætum mannivarð á orði um daginn að hérþyrftum við enga Talibana til að

eyðileggja fornminjar, við barahorfum á það.“

„Fornleifar eru neðst á for-gangslistanum og þessar strand-minjar hafa ekki fengið neinaathygli. Íslenska ríkið ver aðeinsum 30 milljónum króna á ári tilrannsóknar á fornminjum, semer bara dropi í hafið. Á Gufu-skálum á Snæfellsnesi er staðangrátleg. Þar eru um átta metraháir hólar að renna í hafið.Ómetanlegar fornminjar, oghvergi væri betra að skrá íslenskaútvegssögu en þar“.

Menningarleg stórslysVerbúðirnar átján á Fjallaskaga í Dýrafirði. GoPro dróna mynd: Egill Ibsen.

1212121212 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015