hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum...

27
Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelaði Helena Aðalsteinsdóttir

Upload: others

Post on 22-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelaði Helena Aðalsteinsdóttir

Page 2: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

Page 3: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

Listaháskóli Íslands

Myndlistardeild

Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelaði

Helena Aðalsteinsdóttir

Leiðbeinandi: Jón Proppé

Vorönn 2014

Page 4: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

Listin felur meðal annars í sér uppgötvanir, rannsóknir og leik. Það sem

umlykur okkur öll er hversdagsleikinn. Þar þrífst allt það ósýnilega,

praktíska og venjubundna. Listin hefur þann eiginleika að gera

hversdagsleikann áhugaverðan. Listamenn búa yfir þeim hæfileika að gera

hið ósýnilega sýnilegt og búa til leik úr hinu praktíska. Í því felst að

uppgötva eitthvað í tóminu og skálda flókna sögu í kringum eitthvað ósköp

einfalt.

Hér er umfjöllun um einmitt þetta. Ég rannsaka hvernig

listamennirnir Fischli og Weiss, Marcel Duchamp, Mika Rottenberg og

Alison Knowles hafa tekist á við hversdagsleikann og hvernig

heimspekingarnir Sartre og Lefebvre hafa skilgreint hann. Ég kynni mér

einnig hvernig rithöfundurinn Georges Perec hefur gert hversdagsleikan

óþekkjanlegan og hvernig dada og flúxus listamenn hafa leikið sér að

honum með það fyrir augum að skoða hvernig ég hef nýtt hversdagsleikann í

listsköpun minni.

Page 5: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

Efnisyfirlit

Inngangur  .......................................................................................................................................  4    1. Snúið upp á hversdagsleikann  ...........................................................................................  5  2. Ólíklegar tengingar  ...............................................................................................................  6  2.1 Flokkunarkerfi  .......................................................................................................................  8  3. „Rökhugsun er líffærasjúkdómur“  ....................................................................................  9  4. Ferlið og flúxus  ....................................................................................................................  11  4.1 Kúnstin að sjá  .....................................................................................................................  13  5. Tilgangur hluta  ....................................................................................................................  15    Lokaorð  .......................................................................................................................................  18      Heimildir  ......................................................................................................................................  19  Viðauki  .........................................................................................................................................  20  

Page 6: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  4  

Inngangur

Ég gríp hluti að heiman, í matvöruverslunum, skrifstofum. Ódýrir og

hversdagslegir hlutir eins og þessir finnst mér áhugaverðir: heftari, gúmmíteygja,

appelsína, graslaukur, glas, uppþvottabursti. Stundum verð ég hugfangin fyrir

einum hlut í einu, ég hugsa um hann stanslaust þangað til ég loksins kaupi hann

eða að ég finn hlut úti á götu og fæ þá tilfinningu að ég verði finna not fyrir hann.

Fæðing hugmyndanna eru í þessum hlutum. Stundum, þegar ég er bjartsýn og

elska heiminn held ég að tilgangur minn með listinni sé að gera tilraun til þess að

skilja heiminn betur. Aðra daga þegar ég er ekki jafn bjartsýn held ég að

tilgangurinn með listinni minni sé að gera daginn skemmtilegri. Áhorfandinn má

svo sjá það sem honum sýnist en, ég vonast til þess að honum finnist ég sniðug.

Mér finnst sniðug list skemmtilegust – „sniðugt“ ástæðan fyrir því að tilveran er

skemmtileg (að undanskildri ástinni). Fyrir mér er listin hversdagsleg og hún á að

vera aðgengileg öllum sem hana vilja sjá, skilja og túlka. Það er ein ástæða þess

að mér finnst áhugavert að fjalla um hluti og gjörðir sem flestir í mínu samfélagi

kannast við úr sínu opinberlega lífi. Ég sýni samt hlutina ekki eins og þeir eru.

Ég velti fyrir mér rökvísu í órökvísu og tilgangi í tilgangsleysi. Ég velti fyrir

mér hversdagsleika í samhengi við listina. Hver er merking hlutanna í kringum

okkur sem við notum dagsdaglega og hvering er hægt að skapa nýja merkingu

fyrir þá? Ég kynni mér hvernig listamenn eins og Fischli og Weiss, Alison

Knowles og Mika Rottenberg hafa tekist á við að svara spurningum á við þessa. Í

ritgerðinni nýti ég mér kenningar frönsku heimspekinganna Sartre og Foucault og

ég velti fyrir mér vinnuferli dada og fúxus listamanna. Mér þykir áhugavert þegar

listamenn eru að skoða margvíslegar hliðar hverdagsleikann, til að öðlast betri

skilning á honum. Það er ómögulegt að skilja heiminn svo ég velti honum bara

fyrir mér. Ég reyni að gera hverdagsleikann áhugaverðan. Ég bý til leikvöll úr

gráum götum borgarinnar. Ég get umbreytt hlutum eins og appelsínusafa og skál

af kornflexi og gert þá að fjarsjóði1.

                                                                                                               1 Fjársjóður er víst rétta orðið en ég hef haldið alla mína tíð að það ætti að vera fjar-sjóður með a-i. Mig langar að halda við það orð því eitthvað sem er fjar og mystískt er mun skemmtilegra en það sem tengist fjár-munum.

Page 7: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  5  

1. Snúið upp á hversdagsleikann

Að mestu leyti, tel ég að listamaður skapar ekki neitt nýtt, hann kannar, sýnir og bendir á það sem þegar er til, setur hlutina í form eða umbreytir þeim... Ég uppgötva ekki neitt nýtt, en ég gef eitthvað nýtt til kynna. 2

Hversdagsdagurinn er algengt viðfangsefni í myndlist. Hversdagsdagurinn er

raunveruleikinn sem við þekkjum og það eru til jafn margir hversdagsdagar eins

og til eru staðir, fólk og leiðir til þess að lifa lífinu. 3 Svo orðar franski

heimspekingurinn Henri Lefebvre í grein sinni Clearing the Ground árið 1961.

Lefebvre skilgreinir hverdagsleikann og segir að þrátt fyrir að hverdagsleikinn sé

ekki sá sami í sitthvoru heimshorninu og hjá fólki sem tilheyrir mismunandi

stéttum, þá á hugtakið við það sem allir eiga sameiginlegt; að borða og drekka

o.s.frv.4 Allir upplifa sinn eigin hversdagsleika en þrátt fyrir það er hann oft

ræddur eins og einn raunveruleiki.

Það sem ég hef áhuga á er að snúa upp á hversdagsleikann með

auðveldum aðferðum. Ég hef áhuga á að nýta mér efni sem flestir með ólíkan

bakgrunn þekkja, hluti eins og t.d. glös og hatta. Þannig varpa ég fram hlutum

sem er nú þegar til, en sýni þá í nýju samhengi og bendi á það sem var þegar til

án þess að áhorfandinn hafði séð það áður. Þetta er leikur að sjónarhornum,

púsluspilum, flokkunarkerfum og ólíkum tengingum

Hverdagsleiki í myndlist er heldur nýtt viðfangsefni. Það kemur fyrst

fram í Hollandi á sextándu og sautjándu öld er hollenskir listamenn eins og Pieter

Bruegel og svo Vermeer fóru að mála fólk í sveitinni sinna störfum sínum,

borgarlandslag og hluti úr hversdagslífinu. Það þótti býsna frábrugðið þema en

áður þekktist en fyrir þann tíma voru myndlistarmenn að mestu leyti að mála

sögur úr biblíunni, guða og konungsfólk. Á nítjánda áratuginum kom fram

impressionismi. Það sem einkennir impressionisma er upphafning                                                                                                                2 Johnstone, Stephen, Introduction // Recent Art and the Everyday, Annette Messager: Word for Wor (2006), blaðsíða 12, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. „Mostly, I believe an artist doesn’t create something, but is there to sort through, to show, to point out what already exists, to put it into form and sometimes reformulate it. . . . I didn’t invent anything, I indicated.“ (höf. ritgerðar þýddi) 3 Johnstone, Stephen, Introduction // Recent Art and the Everyday, Henri Lefebvre: Clearing the Ground(1961), blaðsíða 32, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. 4 Johnstone, Stephen, Introduction // Recent Art and the Everyday, 2008.  

Page 8: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  6  

hverdagsleikans. Viðfangsefnið var aftur fólk að vinnu, portrett myndir af

óþekktu fólki og borgarlandslag. Má segja að dada og flúxus og seinna myndlist

nútímans hafi verið rökrétt frammhald af impressionisma en sú stefna gaf

myndlistarheiminum langt nef og hafði það markmið að gera myndlist fyrir

almenning.

Myndlist nútímans sem fjallar um hversdagsleikann getur verið beinskeit

og hreinskilin en nálgunin er ekki endilega á einfaldan heimildarlegan hátt.

Listamenn notast oft við blekkingar og brögð í þeim tilgangi að finna leið til þess

að tákngera eða taka þátt í hversdagsleikanum. 5

2. Ólíklegar tengingar Svissnenska listamanna tvíeykið Peter Fischli (1952- ) og David Weiss (1946 -

2012) laðast að hlutum og aðstæðum frá daglegu lífi og setja þá í listrænt

samhengi, oft með kímni og kaldhæðni. Þeir hafa unnið saman síðan 1979 og

unnið úr hvaða miðli sem hentar hugmyndum þeirra - myndband, ljósmyndun,

bókverk, skúlptúr og innsetningar úr ýmsum efnum. Wurstserie6 (1979) var

fyrsta samstarfsverkefni þeirra og setti það tóninn fyrir þann róttæka þátt sem

einkennir æviverk þeirra. Í því verki raða þeir pylsum í raðir, búa til

raunverulegar og manngerðar aðstæður og nota þær sem efni til þess að búa til

hversdagslega hluti eins og t.d. litla bíla. Þeir setja pylsurnar í samhengi við

samfélagslegar aðstæður og gefa bitunum mannleg hlutverk. Í þessum

ljósmyndum eru pylsur séðar bæði sem skúlptúr sem táknar til dæmis teppi, en

halda líka þeirri merkingu sem það sem þær raunverulega eru, pylsusneiðar.

Söguþráður myndast út frá þessum skúlptúrum. Sagan af pylsunum og öðrum

hlutum sem forma einhverskonar sviðsmynd er aðeins tilbúningur en þessi verk

endurspegla þá gjörð að skapa skammlífa skúlptúra og táknræna hluti úr efnum

sem tilheyra daglegu lífi.7 Þeir eru einfaldlega að taka þekkt efni úr

hversdagslegu lífi og færa það í nýjar aðstæður.

                                                                                                               5 Johnstone, Stephen, The Everday: Introduction // Recent Art and the Everyday, blaðsíða 16, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. 6 Sjá mynd 1 í viðauka 7 Fleck, Robert, Peter Fischli David Weiss: Adventures Close to Home, Phaidon Press Limited, London, blaðsíður 56 – 50, 2005.

Page 9: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  7  

Í viðtali við Jörg Heiser árið 2006 mælti Fischli:

Við tökum skref í átt til þess að sýna hluti í sínu sanna ljósi. Sem er það sem gerir hlutina áhugaverða: okkur langar ekki til þess að losna við meiningu hlutarins algjörlega, en okkur langar ekki heldur til þess að leyfa honum að vera eins og hann er. Þetta kemur fyrir í mörgum verka okkar: okkur langar til að taka hlutina úr stöðunum sem þeir eiga heima og færa þá eitthvert annað, án þess að neita uppruna þeirra. Þetta fjallar um að taka en einnig gefa til baka. 8

Með þessu móti nálgast áhorfandinn verkið sem kunnuglegt út frá efnisnotkun

listamannsins en söguþráðurinn verður nýr þar sem efnið fær nýjan tilgang.

Mér þykir þessi aðferð áhugaverð. Ég hef vanið mig á að safna innblástri

með því að sanka að mér dóti og drasli, oft ósköp ómerkilegum hlutum. Ég leik

mér að hlutunum dögum saman, finn ný not fyrir þá, teikna þá bak og fyrir og

finn samstæður við þá. Oft enda ég með að einblína á eingöngu fáeina hluti í

senn og úr því verður til verk.

Í sýningunni minni, Sólstofa, sem ég setti upp veturinn 2013 sýndi ég tvö

verk. Eitt verkanna ber titilinn Eggjagula → Satay Seasoning Mix (2013)9. Um er

að ræða límmiða með mynd af steiktu eggi sem þekur nánast heilan glugga. Ég

smíðaði hillu úr spónarplötu sem liggur að miðri gulunni. Á hillunni er fjall af

gulu og appelsínugulu kryddi (Satay Seasoning Mix). Toppur fjallsins nær upp

að rauðunni í egginu. Ég var að velta fyrir mér líkindum eggjarauðunni og

kryddsins og þá eiginleika sem þessir tveir hlutir eiga sameiginlega. Fyrsta

tengingin er guli liturinn en þegar betur er athugað koma fleiri tengingar upp á

yfirborðið. Stærsta tengingin er sólin, hitinn og þurkurinn. Ég nota tvo hluti sem

koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk.

                                                                                                               8 Johnstone, Stephen, The Everday: Introduction // Recent Art and the Everyday, Peter Fischli and David Weiss, The Odd Couple: Interview with Jörg Heiser (2006), bls 34, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. „We do take steps to show things in their true light. Which is also what makes it interesting: we don't want to be rid of it altogether, but we don't want to leave it as it is either. That's true of many of our works: we want to take things out of the niche where they belong and transport them somewhere else, but without denying their origins. It is about taking but also about giving back.·“ (höf. ritgerðar þýddi) 9 Sjá mynd 2 í viðauka  

Page 10: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  8  

2.1 Flokkunarkerfi

Ég bý til mín eigin flokkunarkerfi rétt eins og skáldið og heimspekingurinn Jorge

Loius Borges (1899 – 1986) skrifaði um. Í grein sinni The Analytical Language

of John Wilkins (1993) vísar hann í ævifornt kínverskt rit, Celestial Emporium of

Benevolent Knowledge í því skyni að varpa ljósi á hvöt mannsins og sérstöðu

tilrauna hans til þess að flokka og þar með fá betri skilning á heiminum. Þar eru

dýr flokkuð í fjórtán eftirfarandi hópa:

Þau sem tilheyra keisaranum. Þau sem eru uppstoppuð. Þau sem eru þjálfuð. Hafmeyjur. Þessi dásamlegu. Grísir sem eru enn á spena. Villihundar. Þau sem eiga heima í þessum flokki. Þau sem skjálfa þegar þau eru reið. Þau sem eru óteljandi. Þau sem eru vel greidd með bursta úr úlfalda hárum. Og svo framvegis. Þau sem voru að brjóta blómavasa. Þau sem líta út eins og flugur úr fjarlægð.10

Þessi óhefðbundna og óvísindalega leið til þess að flokka minnir á leiðir dada og

hvernig listamenn þess tíma kusu að horfa á heiminn sem einkenndist af

óhefðbundnum aðferðum og andspyrnu gegn almennri rökvísi.

Ég kýs að sjá heiminn eins og að allt í honum kæmist fyrir í einn flokk.

Hægt er að brjóta flokkinn upp í minni flokka, endalaust. Allt tengist og því gæti

hver einasti hlutur endað með hvaða hluti sem er í flokki. Sú gjörð að búa til nýtt

flokkunarkerfi heillar mig. Það heillar mig vegna þess að með því móti finnst

mér hlutirnir sem ég flokka saman öðlast nýjan tilgang saman og tækifæri til að

vera skoðaðir í tilliti til nýs tilgangs. Eftirfarandi eru dæmi um flokka í mínu

flokkunarkerfi og hluti sem falla þar undir:

Amerískur fótbolti: Skopparabolti, lárpera, skál.

Grundvallaratriði: Kornflex, appelsínusafi, grunnlitirnir (gulur, rauður og blár),

siðferði.                                                                                                                10 Jorge Luis Borges, The Analytical Language of John Wilkins, Vázquez, Lilia Graciela þýddi frá spænku á ensku, University of Texas Press, 1993. (höf. ritgerðar þýddi)

Page 11: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  9  

Hlutir sem maður horfir ekki beint á en eru í augnsýn: Hornskápur, kossar,

rúðupiss, hjólreiðamaður.

Náttúrulegir hlutir sem falla vel í hendi: Eggaldin, hamstur, limur, sjóslípaðir

steinar.

Valdir hlutir fyrir titil á ritgerð: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur, marmelaði.

Hlutirnir geta verið í eðli sínu ótrúlega ólíkir, sem dæmi get ég tekið verkið

Vaxtarræktarmaður → Sahara eyðimörkin 11 sem er úr minni eigin smiðju.

Verkið eru tvö prent, eitt þeirra sýnir brot út líkama vaxtarræktarmans og hitt

brot af eyðimörk. Ég set prentin upp eins og kort í samstæðuspili og eiga þessi

tvö saman. Nú eru þessir tveir hlutir komnir í einn flokk og sýni ég

áhorfandanum líkindi þeirra. Litur beggja fyrirbæranna er eins. Sandfjöllinn í

eyðimörkinni minna á kreppta vöðva mannsins og æðar hans á sprungur

eyðimarkar. Bæði fyrirbærin líta út fyrir að vera steikt af sól, en

vaxtarræktarmaðurinn hefur greinilega farið oft í ljós eða borið á sig brúnkukrem

og verður hann útlítandi eins og hann hafi varið miklum tíma í sólbaði, rétt eins

og eyðimörkin. Að flokka þessa hluti saman gefur mér þá tilfinningu að ég sé að

leysa úr gátum heimsins og sé því einu skrefi nær því að skilja hann – en skrefin

eru endalaus.

3. „Rökhugsun er líffærasjúkdómur“12

Dada reif í sundur ríkjandi fagurgildi og greiddi veginn fyrir nútímahugmyndir

um óheft frelsi listamannsins. Órökrænir hlutir og allt sem var skrýtið og

tilviljanakennt var í hávegum haft í hópi dadaistanna. List þeirra einkenndist af

tilviljanakenndum tengingum og útúrsnúningum á samfélagslegum gildum.

Endanlegur sannleikur er ekki til. Díalektíkin er smellin maskína sem fær okkur / með ómerkilegum aðferðum / til að aðhyllast skoðanir sem við myndum ætíð hafa aðhyllst hvort eð væri. Halda menn að þeim hafi tekist að afhjúpa sannleikann og renna stoðum undir óbrigðular skoðanir sínar með smásmugulegu nostri rökhugsunarinnar? Rökhugsun er

                                                                                                               11 Sjá mynd 3 í viðauka 12 Tzara, Tristan, Stefnuyfirlýsing Dada, 1918, Yfirlýsingar: Evrópska framúrstefnan, blaðsíður 316 - 330, hið íslenska bókmenntafélag, 2001.  

Page 12: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  10  

líffærasjúkdómur því skilningarvitin herpa að henni. Við þennan grundvallarþátt bæta heimspekingar gjarnan athugunarhæfinu. En þekkti stórfenglegi eiginleiki andans sannar einmitt getuleysi hans. Maður athugar, maður skoðar frá einu eða fleiri sjónarhornum sem maður velur úr hópi milljón mögulegra. Einnig reynslan er afsprengi tilviljuninnar og hinna einstaklingsbundnu hæfileika.13

Hugmyndin um samtímalega útfærslu hversdagsleikans í list er sprottin út frá

hugarheimi Dada hreyfingunnar. Árið 1916 skaut Dada hreyfingin upp kollinum

og rekur hún uppruna sinn til Zürich borgar. Nokkrir listamenn sem þangað

höfðu flúið vegna fyrri heimstyrjaldar tóku sig saman og störfuðu undir nafninu

Cabaret Voltaire, en kráin hans Hugo Ball gekk undir því nafni. Hugo Ball (1886

- 1927) var upphafsmaður Cabaret Voltaire ásamt kærustu sinni Emmy Hennings

(1885 - 1948). Emmy og Hugo sáu um skemmtiatriði á kránni fyrstu kvöldin þar

sem hún söng og hann spilaði undir á píanó. Rúmenska skáldið Tristan Tzara

(1896 – 1968) bættist í hópinn og fór með ljóð og þýsk/fransk ættaði

listamaðurinn Jean Arp (1886 - 1966) sá um sviðskreytingar. Allir þessir

listamenn áttu það sameiginlegt að hafa flúið heimili sín vegna átaka fyrri

heimstyrjaldar. Kráin varð fljótt vinsæl meðal fólks frá ýmsum stéttum

þjóðfélagsins þar sem skemmtiatriðin voru skrautlegri en áður tíðkaðist. Læti og

stjórnleysi einkenndu kvöldin á Cabaret Voltaire og áhorfendur urðu gjarnan

virkir þátttakendur í uppákomum. Listamennirnir áttu það sameiginlegt að vilja

skapa nýja stefnu með nýjum lífsviðhorfum og búa þannig til nýja tegund af

myndlist og bókmenntum sem samræmdist hugmyndum þeirra um heiminn.

Þessir listamenn voru á móti allri rökhyggju. Þeir vildu róttækar breytingar.

Ringulreið, læti og leikir einkenndu listsköpun þeirra og eins og Jean Arp orðaði

það voru þau „að eyðileggja blekkingar rökvísinnar og finna upp á órökvísu

skipulagi“.14 Dada var árás á öll viðurkennd hefðbundin gildi. Listin átti ekki að

vera alvarleg og í augum þeirra var allt list. Meðlimir dada hópsins tóku að nýta

hversdagslega hluti í verk sín, sem þótti óhefðbundið á þeim tíma, svo sem

strætisvagnamiða, sælgætisumbúðir, auglýsingar úr blöðum, hluti úr

                                                                                                               13 Tzara, Tristan, Stefnuyfirlýsing Dada, 1918. 14 Gardiner, Michael E., Critiques of Everyday Life, blaðsíða 31, Routledge, London, Bretland, 2006.  

Page 13: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  11  

verkfæratöskunni o.s.frv.15 Listamennirnir spurðu sig hver væri raunverulegur

tilgangur þessara hversdagslegu hluta. Hvernig hlutirnir væru hannaðir til þess að

stjórna atburðarrás daglegs lífs fólks og hvernig væri hægt að brjóta það upp. Þeir

snérust gegn samfélagslegum fyrirfram ákveðnum gildum og brutu þá upp í þeim

leik að snúa útúr og gera eitthvað út í hött. Fyrir þá var það frelsandi.

Að gefa sér tíma til þess að leika sér, lenda í ævintýrum og láta sig reka er

mikilvægur hluti af degi mínum, það er ástæðan fyrir því að mér finnst tilveran

skemmtileg. Fyrir mig er það einnig frelsandi. Að geta skapað verk með aðeins

morgunmatinn minn sem efnivið, skrifa þúsund blaðsíðna bók um styttuna í

glugganum hjá manninum á móti, telja spýturnar í grindverkinu í garðinum

mínum og búa til yfirnáttúrulega en (ó)rökrétta ástæðu fyrir fjölda þeirra og/eða

gefa kokteilskrauti tilgang í pennaveskinu mínu er markmiðið.

4. Ferlið og flúxus

Leikur og hendingar eiga mikilvægan þátt í listsköpun minni. Ég tengi mig oft

við vinnuferli flúxus listamanna, þá helst listakonuna Alison Knowles (1933 - )

en hún var ein af frumkvöðlum flúxus hreyfingarinnar á sjöunda áratuginum.

Flúxus var alþjóðleg listhreyfing sem lagði áherslu á samruna listar og lífs með

aðgerðum sem einkenndust af glettni, einfaldleika, hendingum og tilraunum.

Knowles vinnur verk sín náið við hversdagsleg atvik í lífi sínu. Svo náið að hún

nýtur einföldustu gjörðir sínar sem efnivið. Dæmi um slíkt verk er Identical

Lunch16 sem er gjörningur fyrst framinn árið 1969. Knowles vann í hjarta New

York borgar og hafði um margt að velja að borða í hádeginu. Af einhverri ástæðu

fór hún alltaf á sama staðinn og pantaði sér túnfisk samloku á hvítu ristuðu

brauði með smjöri og káli, engu mayonesi, og bolla af súpu eða smjörmjólk

(buttermilk).17 Þetta pantaði hún á hverjum einasta degi um nokkurt skeið.

Ástæðan fyrir þessum gjörning var sú að Alison hafði verið að borða þennan mat

í hádeginu á hverjum degi í nokkra daga án þess að gera sér grein fyrir því. Þegar

henni var bent á það ákvað hún að halda því áfram, einkum vegna þess að

viðbrögð starfsfólksins þótti henni skemmtileg en þegar þau spurðu hana hvað                                                                                                                15 Tomkins, Calvin, Líf og List Duchamps, Þorsteinn Thorarensen þýddi, Fjölva útgáfan, 1978 16 Sjá mynd 4 í viðauka 17 Knowels, Alison, “a tuna fish sandwich on wheat toast with butter and lettuce, no mayo, and a cup of soup or glass of buttermilk.”.  

Page 14: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  12  

hún var að gera þá sagðist hún vera að fremja gjörning. Þetta þótti fólkinu

undarlegt. Hún hefur flutt þennan gjörning víðsvegar um heiminn m.a. í Svíþjóð,

Ítalíu og Kína.18

Ferli mitt er samhliða ferli Knowles á þeim forsendum að við vinnum

báðar út frá einföldum hugmyndum sem mótast út frá hlutum í okkar nánasta

umhverfi eða hlutum sem áskotnast okkur á þann máta sem okkur finnst

ótrúlegur eða óvæntur. Þetta eru samt ósköp venjulegir hlutir ef það má kalla þá

svo. Verkið hennar Autumn (1984) er gott dæmi um það ótrúlega og óvænta þar

sem fjórir pokar úr mjúku efni hanga á gulum borða á vegg. Í pokunum hefur hún

komið fyrir fundnum hlutum sem eru settir þar í þeim tilgangi að búa til hljóð.

Það sem hægt er að finna í þessum pokum eru m.a. þrír hælar af skóm. Alison

lýsir broti úr vinnuferlinu svona:

Einu sinni fann ég skóhæl á göngustíg í mosagarði í Saihoji í Kyoto. Augnablikum síðar fann ég annan, og svo þann þriðja! Allir hælarnir voru einstakir, fullkomið dæmi um eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Þetta er sönn saga. Þú veist að notaður skó hæll getur ekki verið keyptur. Ekki til sölu neinstaðar. Er það ekki einstakt að hafa eytt slíkri orku í skóhæla - að hafa fundið þá fyrir tilviljun og leiðbeint þeim í átt að umbreytingu þeirra í list!19

Einlægni hennar í textanum fyrir ofan heillar mig og það skín í gegn hversu

spennt hún getur orðið að einföldustu uppákomum, eins og að finna þrjá

samskonar hluti á götunni á stuttum tíma.

Vinnuferlið að verkinu mínu Rannsakaðu hlut sem virðist tilgangslaus,

(2013) minnir á vinnuhætti Alison í fyrrnefndu verki, Autumn, en ég mun fjalla

betur um mitt verk síðar í þessum kafla.

                                                                                                               18 Smart Museum of Art, Identical Lunch: Alison Knowles, University of Chicago, 2013, http://vimeo.com/36770058, sótt 3. janúar, 2014. 19 Knowles, Alison, Alison Knowles: Autumn (1984), Alison Knowles, sótt 6. janúar 2013, http://www.aknowles.com/. „Once I found a shoe heel on a path of the moss garden of Saihoji in Kyoto. Moments later a second, and then a third! All unique, perfect examples of something I know not what. This is a true story. You know that used show heel cannot be bought. Not for sale anywhere. Isn't it special to have recognized the energy expended in the show heel - to have found it by chance and guided it toward its transformation into art!“  

Page 15: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  13  

4.1 Kúnstin að sjá

Georges Perec (1936 - 1982) var rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður sem

vann á tímum flúxus hreyfingarinnar í Frakklandi og var undir áhrifum

vinnuferla þeirra listamanna. Sjálfur var hann í Oulipo hópnum sem var hópur

bókmenntamanna sem skrifuðu nýstefnulega texta. Í eftirfarandi texta, The

Street, fjallar hann um hvernig manneskjan hefur svo oft verið blind fyrir

hversdagsleikanum og hvernig hægt væri að gera hann spennandi með nokkrum

gagnlegum æfingum. Hann skrifar um hvernig hægt er að komast að því að

allstaðar eru spennandi hlutir að gerast; maður þarf bara að læra að koma auga á

þá og læra að taka eftir umhverfi sínu til þess að sjá það á annan hátt.

Gagnlegar æfingar Fylgstu með götu, í tíma og ótíma. Einbeittu þér. Taktu þinn tíma. Skrifaðu niður staðinn: verönd á kaffihúsi nálægt gatnamótum Rue de Bac og Boulevard Saint-Germain. tími: 15. maí 1975 veður: milt Skrifaðu niður allt sem þú sérð. Allt áhugavert sem þú tekur eftir. Veistu hvernig á að sjá það áhugaverða? Er eitthvað sem hrífur þig? Ekkert hrífur þig. Þú veist ekki hvernig á að sjá.

Þú verður að gera þetta hægt og rólega, næstum heimskulega. Þvingaðu þig til að skrifa niður það sem þér finnst ekki áhugavert, það augljósasta, algengasta og litlausasta...20

Hann býður lesandanum að upplifa með sér öll smáatriði götunnar sem hann

stendur á, allt það sem gerist og það sem hann ímyndar sér að gæti gerst. Hann

gerir lesandanum auðvelt að koma sér í ákveðið hugarástand, vera meira vakandi

fyrir umhverfinu og uppgvöta leyndardóma þess ómerkilega.

                                                                                                               20 Johnstone, Stephen, The Everday: Introduction // Recent Art and the Everyday, Georges Perec: The Street (1960), bls 102, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. „III/Practical exercises/Observe a street, from time to time, with some concern for system perhaps./Apply yourself. Take your time./Note down the place: the terrace of a café near the junction of the Rue de Bac and the Boulevard Saint-Germain/the time: 15 May 1975/the weather: set fair/Note down everything you can see. Anything worthy of note going on./Do you know how to see what’s worthy of note?/Is there anything that strikes you?/Nothing strikes you. You don’t know how to see./You must set about it more slowly, almost stupidly./Force yourself to write down what is of no interest, what is most obvious, most common, most colourless.“ (höf. ritgerðar þýddi)  

Page 16: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  14  

Haltu áfram

Þangað til að vettvangurinn verður óraunverulegur, þar til þú hefur óljósa tilfinningu í augnablik um að þú sért staddur í borg sem þú hefur aldrei áður komið í, eða enn betra, að þú getur ekki lengur gert þér grein fyrir því hvað er að gerast og hvað er ekki að gerast, fyrr en allt umhverfið verður óþekkjanlegt og þú telur þig ekki lengur vita hvaða merking fellst í orðunum borg, gata, bygging, gangstétt... 21

Með þessum æfingum er hægt að sjá götuna sem þú gengur á hverjum degi í nýju

ljósi.

Ég á það til að koma mér í þetta hugarfar þegar ég er í leit að innblæstri.

Með þessu móti finn ég hluti sem ég hefði ekki fundið annars, skanna allt

umhverfið og geri mér grein fyrir ólíklegustu tengingum. Ég verð svo vakandi,

að hvert litla smáatriði sem ég tek eftir uppfyllist af merkingu og ég reyni að

finna hluti sem gætu gert þau enn merkilegri t.d. með einhverskonar samstæðu.

Það voru nokkrir dagar í sýningu sem ég var að setja upp ásamt hópi

listamanna í Nýlistasafninu. Ég átti eftir að klára eitt verk og ég upplifði mig eins

og ég hefði ekkert í höndunum. Á gangi heim frá fyrrnefndu safni gekk ég niður

Lindargötuna í Reykjavík. Ég horfði gaumgæfilega á hvert smáatriði í þessari

götu sem ég hef gengið svo oft áður. Ég rak augun í lítinn gulan hlut úr hörðu

plasti á gangstéttinni. Ég hafði ekki hugmynd um hvert raunverulegt hlutverk

hlutsins var, en ég hafði aldrei séð neitt líkt honum áður. Ég stakk honum í

vasann. Nokkrum húsum síðar sá ég mynd í kjallaraglugga af skorinni sítrónu. Þá

smullu þessir tveir hlutir saman og ég fékk hugmynd af verki. Verkið ber titillinn

Rannsakaðu hlut sem virðist tilgangslaus (2013).22 Verkið er prent, mynd af

höndum að kreista safa út sítrónu sem rennur svo niður mynstrið í plastinu og á

brúninni er gulur dropi safans. Hér er ég að velta fyrir mér hlutverki hluta og

hvernig hægt er að nálgast hluti með því hugarfari að vita ekkert hvaða tilgangi

þeir þjóna og þá nota ímyndunaraflið til þess að komast að nýjum aðferðum til

þess að nota hlutinn.

                                                                                                               21 Johnstone, Stephen, Introduction // Recent Art and the Everyday, 2008 „Carry on Until the scene becomes improbable, until you have the impression, for the briefest of moments, that you are in a strange town, or better still, until you can no longer understand what is happening or is not happening, until the whole place becomes strange, and you no longer even know what this is what is called a town, a street, buildings, pavements…“ (höf. ritgerðar þýddi) 22 Sjá mynd 4 í viðauka  

Page 17: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  15  

5. Tilgangur hluta

Í broti úr þætti úr hinni vinsælu bandarísku þáttaröð Sesame Street, Martians

Discover a Telephone (1974)23 fylgjumst við með Marsbúum uppgötva símann.

Þeir eru nýlentir á jörðinni og staðnemast fyrir framan glugga. Á litlu borði fyrir

framan gluggann situr stór svartur sími. Marsbúarnir eru forvitnir um hvaða

hlutur þetta er og hvernig væri hægt að greina hann. Meðferðis hafa þeir litla bók

með nöfn á dýrategundum jarðar eins og köttur, kýr og hæna. Í þeim tilgangi að

skilja þetta nýja fyrirbæri sem fyrir þeim blasir gera þeir tilraunir til þess að tala

við það. Fyrst dettur þeim í hug að síminn sé kú og prófa þeir að mynda tengsl

við hann með því að baula eins og kýr. Það virkar ekki og prófa þeir því fleiri

dýr. Í enda myndbandsins hringir síminn og marsbúarnir eru yfir sig ánægðir og

svara símanum með því að herma eftir hljóðinu sem hann gefur frá sér.

Marsbúarnir komast aldrei að því hver raunverulegur tilgangur símans er þrátt

fyrir margar tilraunir. Í lokinn komast þeir að niðurstöðu sem þeir tveir eru sáttir

með þó hún sé ekki sú rétta samkvæmt okkar raunveruleika . Þessi gjörningur

Marsbúanna á vel heima í listum eins og ég hef áður rætt í tengslum við dada og

flúxus. Gjörningur marsbúana er hægt að skoða í dýpri skilningi og fara inn á

umræðu um skilning okkar á hlutum og hlutverki þeirra. Einnig er hægt að skoða

hvernig listamaðurinn hefur leikið sér að því að skilgreina hluti.

Listakona að nafni Mika Rottenberg (1976 - ) fjallar meðal annars um

skilning sinn á hversdagslegum hlutum. Hún fjallar um uppruna þeirra og tilgang

með því að skálda sögur sem hún setur fram í myndböndum. Mary’s cherries24

(2005) fjallar um uppruna kokteil kirsuberja. Henni fannst áhugavert að líkja

kirsuberjum við rauðar málaðar neglur. Miku finnst hrífandi hve mikil líkindi

hún sér á milli þessa tveggja hluta. Neglur eru málaðar rauðar í þeim tilgangi til

þess að punta sig og berið er sett í drykki til þess að skreyta þá. Hún sér líka

samsvörun í áferðinni á efninu.25 Uppspretta hugmyndar Miku er sú að hún hafði

lengi velt því fyrir sér hvernig slík kirsuber eru búin til. Ákvað hún þá að búa til

sína eigin skýringu. Í Mary’s cherries sitja þrjár konur í lítilli þriggja hæða

verksmiðju, smíðuð af listakonunni sjálfri. Á efstu hæðinni situr kona við lítið

                                                                                                               23„Sesame Street,“, þáttaröð 5, á PBS, 13. febrúar, 1974. (sjá mynd 6 í viðauka) 24 Sjá mynd 7 í viðauka 25 TateShots: Mika Rottenberg, Tate Modern, 2005, sótt 8. janúar 2014, tate.org.uk/tateshots.  

Page 18: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  16  

borð þar sem hún ræktar rauðar neglur undir hitalampa sem er knúin með hjólum

sem konurnar sitja á. Þegar neglurnar ná hæfilegri lengd, klippir hún þær og setur

þær í holu í gólfinu sem kemur þeim áleiðis til konunnar á næstu hæð. Sú kona

hefur þá gert sér disk úr mjúkum leir sem hún leggur nöglina á. Hún kremur svo

nöglina með hnefanum þar til hún verður mjúk. Þegar nöglin er orðin mjúk fer

hún í gegnum aðra holu sem liggur til konunnar á neðstu hæðinni. Sú hnoðar

nöglina þar til hún verður að kúlu eða kokteil kirsuberi. Mika segir verk sín vera

leikur að merkingu og tilraunir til þess að skapa nýja merkingu. Hluturinn sem

hún notar skiptir ekki endilega miklu máli, heldur er það sagan sem hún býr til í

kringum hann. Enda er hluturinn fyrir henni, uppspretta hugmyndanna.26

Jean Paul Sartre (1905 - 1980) var franskur rithöfundur og heimspekingur og

einn aðal talsmaður tilvistarstefnunnar. Hann skrifaði um fyrirbærafræði þar á

meðal um tilgang hluta út frá stóru samhengi. Hann rannsakaði samfélagið og

hegðun fólks samkvæmt samfélagslegum gildum. Hann benti á að það eru til

leiðbeiningar fyrir alla daglega hegðun mannsins. Flestir fylgja þessum

leiðbeiningum. Pottar eru til í flestum eldhúsum og notagildi þeirra er að elda

með honum mat á hellu. Þeir sem snúa út úr þessum gildum gætu verið nefndir

stjórnlausir en þeir fara þá ekki eftir reglum samfélagsins. Sem dæmi er maður

sem gengur um með pott á höfðinu í rigningu. Þessi not fyrir pottinn eru þó ekki

gangslaus en þau eru ekki rétt samkvæmt ríkjandi gildum samfélagsins. Sartre

segir að manneskjan er aldrei algjörlega frjáls sem þegn samfélagsins. Heimspeki

hans er sú að manneskjan hagar sér út frá umhverfi sínu og að öll mannleg

samskipti og hegðun byggja á þeim gildum sem við höfum sjálf skapað okkur.27

Hvað ef við myndum gefa skít í ríkjandi gildum samfélagsins? Yrði til ringulreið

og stjórnleysi? Hvað með að snúa upp á þennan raunveruleika með leikjum og

spilum? Gerir það okkur frjálsari? Margir listamenn hafa spurt sig þessara

spurninga. Hér tek ég tvö klassísk dæmi úr myndlistarsögunni um verk sem

vöktu upp spurningar innan listaheimsins um hvað sé leyfilegt í myndlist.

Belgíski súrraelistinn Réne Margritte (1898-1967) málaði hið þekkta málverk

                                                                                                               26 Miller, Wesley, Nick, Ravich, Mika Rottenberg and the Amazing Invention Factory : New York Closeup, Art21, 2013, sótt 8. janúar 2014, http://www.art21.org/newyorkcloseup/artists/mika-rottenberg/ 27 Sartre, Jean Paul, Critique of Dialectical Reason: Vol: 1, Theory of Practical Ensembles, blaðsíða 22, Sheridan-Smith, Alan þýddi, Editions Gallimard, Paris, 1960.  

Page 19: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  17  

Ceci n'est pas une pipe 29 (Þetta er ekki pípa) árið 1926. Málverkið sýnir

vandlega málaða mynd af pípu á hvítum bakgrunni og undir henni stendur í

skrautskrift Þetta er ekki pípa. Málverkið ögraði náttúrulegri kenningu

myndarinnar (af pípunni) og þeirri hugmynd að myndin standi ótvíræð fyrir

ákveðinn hlut og hennar hlutverki sem fulltrúi fyrir ákveðið orð. Málverkið

varpar fram þeirri hugmynd að myndin geti haft breytilega merkingu.30 Hægt er

að spegla þessari hugmynd yfir á alla aðra hluti, með samskonar fullyrðingu.

Mér þykir athyglisvert að spyrja mig sífellt hvaða tækifæri felast í

hverjum hlut og halda áfram efast um viðurkennd hlutverk hluta sem hafa mótast

af ríkjandi gildum samfélagsins. Listamaðurinn Marcel Duchamp velti fyrir sér

þessari spurningu á undan sinni samtíð. Það gerði hann með fundnum skúlptúr,

Fountain31 (1917). Verkið er hlandskál úr postulíni, árituð af R. Mutt sem var

dulnafn Duchamp í þessu verki. Hlandskálin var lögð fyrir sýninganefnd félags

sjálfstæðra listamanna (Society of Independent Artists) árið 1917. Verkinu var

hafnað af nefndinni, jafnvel þótt reglurnar væru þær að öll verk listamanna sem

borguðu félaginu yrðu tekin inn, rétt eins og Duchamp gerði. Duchamp sýndi

verkið í vinnustofu Alfred Stieglitz sama ár og hefur það nú orðið eitt frægasta

verk í nútíma listasögu. Með þessu verki ruddi Duchamp veginn fyrir fundnum

hlutum í list og þeirri hugmynd að allt getur verið list. Enn heldur þessi umræða

áfram og er óragrúi af listamönnum vinna með þá hugmynd hvernig hægt er að

setja fram hversdagslega hluti sem list.

                                                                                                               29 sjá mynd 8 í viðauka  30 Foucault, Michel. This Is Not a Pipe, Tr. James Harkness, Berkeley, University of California Press, 1983. 31 sjá mynd 9 í viðauka  

Page 20: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  18  

Lokaorð Í þessari ritgerð hef ég fjallað um upphaf og þróun hversdagsleikans sem

umfangsefni í myndlist. Ég hef kannað umfangsefnið útfrá sjónarhorni

fræðimanna, heimspekinga, listamanna og loks útfrá mér sjálfri. Ég hef komist að

því að túlkun hvers einstaklings á hversdagsleikanum er mismunandi en þó koma

margir inn á sama flöt og varpa fram sömu spurningum. Hver er eiginlegur

tilgangur hlutanna sem umkringja okkur? Margir hafa velt því fyrir sér og reynt

að botna í einföldustu hlutum eins og t.d. hlutum í verkfæratöskunni eða í

eldhússkápnum. Eru listamenn að þessu til þess að gera hversdagsleikann okkar

skemmtilegri eða til þess að skilja hann betur? Fyrir mér er þetta leikur sem fellst

í að gera uppgötvanir. Hægt að er að nýta sér hversdagslegu hlutina á marga vegu

í myndlist. Dada listamenn léku sér að hlutum í pólitísku skyni, í gegnum

leikgleði og sprell. Leikur flúxus listamanna aftur á móti gekk út á frelsi

listamannsins til að gera hvað sem er með enga aðra ástæðu en að bara gera.

Heimspekingar hafa reynt að skilgreina hvernig hið hversdagslega og

kunnuglega hefur áhrif á okkur og hvernig það stjórnar okkur en

myndlistarmennirnir reyna að finna leiðir til þess að losa sig undan stjórninni. Ég

held að við eigum það öll sameiginlegt að vilja skilja umhverfi okkar betur t.d.

með því að kynnast efninu í kringum okkur, hvolfa því eða búa til nýjan tilgang

fyrir það. Við erum öll að reyna að leysa úr gátum heimsins, og gáturnar eru

endalausar. Þar af leiðandi eru leiðirnar óteljandi og möguleikarnir líka. Það eru

til óteljandi sjónarhorn á sama hlutinum og hverjum og einum er auðið að sjá

hlutina á mismunandi hátt og þá verður allt mögulegt. Enda er allt leyfilegt.

Page 21: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  19  

Heimildir

Bækur og greinar Borges, Jorge Luis, The Analytical Language of John Wilkins, Vázquez, Lilia Graciela þýddi frá spænku á ensku, University of Texas Press, 1993. Fischli, Peter, Weiss, David, The Odd Couple: Interview with Jörg Heiser, 2006,

The Everyday, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008.

Fleck, Robert, Peter Fischli David Weiss: Adventures Close to Home, Phaidon Press Limited, London, 2005. Foucault, Michel. This Is Not a Pipe, Tr. James Harkness, Berkeley, University of California Press, 1983. Gardiner, Michael E., Critiques of Everyday Life, Routledge, London, 2000. Johnstone, Stephen, The Everday, Introduction // Recent Art and the Everyday, Whitechapel Gallery, London, The MIT Press, Cambridge, Massachusetts, 2008. Sartre, Jean Paul, Critique of Dialectical Reason: Vol: 1, Theory of Practical Ensembles, Sheridan-Smith, Alan þýddi, Editions Gallimard, Paris, 1960. Tomkins, Calvin, Líf og List Duchamps, Þorsteinn Thorarensen þýddi, Fjölva útgáfan, 1978. Tzara, Tristan, Stefnuyfirlýsing Dada, 1918, Yfirlýsingar: Evrópska framúrstefnan, blaðsíður 316 - 330, hið íslenska bókmenntafélag, 2001. Vefsíður Knowles, Alison, Alison Knowles: Autumn (1984), Alison Knowles, sótt 6.

janúar 2013, http://www.aknowles.com/.

Myndbönd Miller, Wesley, Nick, Ravich, Mika Rottenberg and the Amazing Invention Factory: New York Closeup, Art21, 2013, sótt 8. janúar 2014

http://www.art21.org/newyorkcloseup/artists/mika-rottenberg/. „Sesame Street“, þáttaröð 5, PBS, 13. febrúar, 1974. Smart Museum of Art, Identical Lunch: Alison Knowles, University of Chicago, 2013, http://vimeo.com/36770058, sótt 3. janúar, 2014. TateShots: Mika Rottenberg, Tate Modern, 2005, sótt 8. janúar 2014, tate.org.uk/tateshots.

Page 22: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  20  

Viðauki

1

Fischli & Weiss, brot úr Wurstserie, ljósmyndir, stærðir: 17,7 cm x 25 cm. Verkið er í eigu Guggenheim Musem í New York.

Page 23: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  21  

2

Eggjagula à Satay seasoning mix, skúlptúr, 2013 3

Vaxtarræktarmaður à Sahara eyðimörkin, prent, stærð: 42 cm x 59,4 cm, 2013

Page 24: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  22  

4

Identical Lunch, Alison Knowles, gjörningur, 1969.

Rannsakaðu hlut sem virðist tilgangslaus, prent, stærð: 42 cm x 59,4 cm, 2013.

Page 25: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  23  

6

Marsbúar uppgötva símann (Martians discover a telephone), tekið úr þáttaröð Sesame street, 1974. 7

Mary’s cherries, Mika Rottenberg, myndband, lengd: 5:50 mín, 2005, í eigu MoMA.

Page 26: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  24  

8

Réne Margritte, Ceci n’est pas une pipe, málverk, stærð: 63.5 cm × 93.98 cm, 1926. Verkið er í eigu Los Angeles County Museum of Art.

9

Marchel Duchamp, Fountain, fundinn skúlptúr, stærð: 61 cm x 36 cm x 48 cm, 1917, gripurinn er týndur en til eru endurgerðir í eftirfarandi söfnum: Tate Modern, London, San Francisco Museum of Modern Art, Philadelphia Museum of Art, og Indiana University Art Museum.

Page 27: Hlaupabretti, reykelsi, hundaskítur og marmelað i · 2018. 10. 12. · koma úr ólíkum áttum og finn leið til þess að staðsetja þá í sama flokk. !!!!! 8 Johnstone, Stephen,

   

  25