hugsaðu málið! - gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu,...

61
Hugsaðu málið! Kennsluefni í gagnrýninni hugsun og siðfræði FYRIR EFSTA STIG GRUNNSKÓLA OG FYRSTA HÆFNIÞREP FRAMHALDSSKÓLA Elsa Haraldsdóttir Henry Alexander Henrysson

Upload: others

Post on 13-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Hugsaðu málið! Kennsluefni í gagnrýninni hugsun og siðfræði

FYRIR EFSTA STIG GRUNNSKÓLA OG FYRSTA HÆFNIÞREP FRAMHALDSSKÓLA

Elsa Haraldsdóttir

Henry Alexander Henrysson

Page 2: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 1 of 61

Hugsaðu málið!: Kennsluefni í gagnrýninni hugsun og siðfræði. Fyrir efsta stig grunnskóla

og fyrsta hæfniþrep framhaldsskóla.

Höfundar: Elsa Haraldsdóttir og Henry Alexander Henrysson, 2015

Gerð kennsluefnisins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna, RANNÍS

Page 3: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 2 of 61

Hér er að finna kennsluefni um gagnrýna hugsun og siðfræði. Um er að ræða kennsluefni en ekki

námsefni í þeim skilningi að efnið er ætlað kennurum sem síðan miðla efninu til nemenda með ólíkum

hætti. Kennsluefnið byggist á kverinu Hugleiðingar um gagnrýna hugsun eftir Henry Alexander

Henrysson og Pál Skúlason sem er inngangskver um gildi

og gagnsemi gagnrýninnar hugsunar, fyrir einstaklinginn

og samfélagið. Kverið var m.a. samið með þarfir kennara

í huga í ljósi markmiða aðalnámskrár og almennra

hugmynda um tilgang menntunar, þar sem gagnrýnin

hugsun hefur tiltekið hlutverk. Gerð kennsluefnisins var

styrkt af Þróunarsjóði námsgagna, Rannís.

Fræðilegan bakgrunn kennsluefnisins má finna í

heimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið

sérstaklega valið með tilteknar heimspekilegar spurningar í huga. Viðfangsefnið vísar bæði í efni

ritsins en jafnframt í tiltekin hæfniviðmið eða áhersluþætti í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla

frá 2011 og 2013. Kennsluefnið er hannað fyrir stig grunnskóla og fyrsta þrep framhaldsskóla.

Kennsluefnið er samansafn sjálfstæðra dæma en hægt er að vinna hvert dæmi fyrir sig og í hvaða

röð sem er. Um er að ræða raunveruleg dæmi, ýmist úr samtímanum eða söguleg, og annaðhvort

eru þau tengd sérstakri námsgrein eða þverfagleg. Þá getur viðfangsefnið verið kunnulegt eða

eitthvað sem þarfnast meiri víðsýni til að skilja. Úrvinnsla þess byggist fyrst og fremst á umræðum og

verkefnum þeim tengdum. Í kennsluefninu er þá að finna umræðupunkta sem ætlað er að draga

fram kjarna verkefnisins en markmiðið er að kennarar hafi einnig nokkuð frjálsar hendur við úrvinnslu

og heimspekilegrar nálgunar á viðfangsefnið. Meginviðfangsefni kennsluefnisins er gagnrýnin

hugsun og siðfræði og þar af leiðandi er rökhugsun og málefnaleg umræða gegnumgangandi

þema við úrvinnslu þess.

Notkun kennsluefnisins byggist þá einnig á því að kennarinn hafi kynnt sér verkefnin vel og

hugmyndina að baki kennslufræði þess. Nánari umfjöllun um kennslufræði kennsluefnisins má finna

hér og almenna umfjöllum um heimspekikennslu má finna hér.

„Markmiðin með þessu kveri eru tvö. Í fyrsta

lagi er því ætlað að vekja fólk til

umhugsunar um mikilvægi gagnrýninnar

hugsunar. … Seinna markmiðið er öllu

metnaðarfyllra en það er að hvetja til

markvissari umræðna um eðli gagnrýninnar

hugsunar og tilgang. Það væri sérstaklega

ánægjulegt ef þetta kver yrði til þess að

ritun kennsluefnis um gagnrýna hugsun fyrir

öll skólastig yrði að veruleika. Þar eru

tækifærin nær óþrjótandi.“ - bls. 5.

Page 4: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 3 of 61

Efnisyfirlit

I. Að mynda sér skoðun

II. Andóf og samfélag

III. Dýr og menn

IV. Fordómar og samfélag

V. Fræðsla eða áróður

VI. Hamingja

VII. Hefðir og venjur

VIII. Heimsmynd

IX. Hlutleysi vísinda

X. Hugsunarleysi

XI. Ritskoðun

XII. Rökstudd afstaða

XIII. Sanngirni og rök

XIV. Siðferðileg álitamál

XV. Staðhæfingar

XVI. Trúarbrögð og vísindi

XVII. Trúfrelsi

XVIII. Umburðarlyndi

Page 5: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 4 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Að mynda sér skoðun

Oftar en ekki myndum við okkur skoðun án þess að gera okkur

grein fyrir því á hverju við byggjum hana. Til að mynda er ekki

óalgengt að fólk taki afstöðu til hluta án þess að hafa nægilega

þekkingu á tilteknu atriði til að geta myndað sér réttmæta

skoðun á því. Þegar við myndum okkur skoðun er mikilvægt er

gera sér grein fyrir forsendum skoðana okkar. Sér í lagi ef

afleiðingar skoðunarinnar eru þess eðlis að þær hafa mótandi i

áhrif á lífsskoðanir okkar eða heimsmynd og ekki síður ef þær

hafa bein áhrif á líf þriðja aðila. Þá skiptir máli að gera sér grein

fyrir takmörkum þekkingar sinnar, hvenær fræðileg þekking er

nauðsynleg og jafnvel hvort skynsamlegt sé að taka afstöðu til

tiltekinna hluta yfir höfuð. Það er þá í ljósi þess að ekki er alltaf

hægt að vita nægilega mikið um tiltekinn hlut til þess að geta

tekið afstöðu til þess.

Hér er að finna „video-blogg“ bandarísku unglingstúlkunnar

Marinu. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að hafa ígrundað vel það

sem þú ákveður að taka opinbera afstöðu til og, í því samhengi,

að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni sem fyrirmyndar í lífi annarra. Í

umfjöllun sinni bendir Marina á dæmi þar sem frægar söng- og

leikkonur hafi tekið það fram í viðtölum að þær væru ekki yfirlýstir

feministar. Það telur Marina í sjálfu sér sjálfsagt mál en það sem hún

gerir athugasemdir við er að í kjölfarið lýsir viðkomandi eigin

hugmyndum um samskipti kynjanna sem reynast oftar en ekki vera

í samræmi við hugmyndafræði feminisma. En af hverju stafar sú

mótsögn sem það felur í sér?

Marina vill ekki meina að vandamálið sé að fleiri ættu að lýsa því

yfir að þeir séu feministar. Vandamálið felist öllu heldur í því að

þegar einstaklingur tigreinir það sérstaklega að hann eða hún sé

ekki feministi en í kjölfarið segist síðan trúa á jafnrétti kynjanna og

að útrýma beri kynjabundnu misrétti (e. sexism). Það geri það að

verkum að fólk sem á þetta hlusti gætu skiliði það sem svo að þessi

atriði feli ekki í sér skilgreininguna á feminisma.

Lykilhugtök

Skoðanamyndun

Ábyrgð

Forsendur

Rök

Hugmyndafræði

Hugtakaskilgreining

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. og III. hluta kversins.

Page 6: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 5 of 61

Marina bendir á að þegar fólk hefur ekki nægilega þekkingu á því

sem það tekur afstöðu til og hefur jafnvel fengið upplýsingar um

efnið frá þriðja aðila, og þ.a.l. ekki rannsakað viðfangsefnið sjálfur,

þá hefur það ekki forsendurnar til að taka afstöðu til þess. Sér í lagi

ekki ef um er að ræða opinbera persónu sem á sér marga

aðdáendur, þar á meðal ungar óharðnaðar unglingsstúlkur sem

Marina telur að gætu líklega haft ávinning af því að þekkja

hugmyndafræði feminismans.

Sjá nánar: “Explaining feminism”

Umræðupunktar:

Geta frægir einstaklingar haft áhrif á skoðanir annarra

eingöngu í nafni frægðar sinnar? Ef svo er, hvers vegna?

Hvað þýðir það að vera fyrirmynd? [Hugtakaskilgreining]

Þarf einstaklingur að vita allt um tiltekið atriði til að geta

myndað sér skoðun á því?

Hversu mikla þekkingu á tilteknum hlut/atriði þarf einstaklingur

að búa yfir til að geta myndað sér skoðun á honum eða tekið

afstöðu til hans?

Hvað ákvarðar hversu mikla þekkingu þarf til að mynda sér

skoðun eða taka afstöðu til einhvers?

o Er það ástríða/áhugi einstaklingsins fyrir

hlutnum/atriðinu?

o Er það vægi þess í eigin lífi?

o Er það vægi þess sem skoðunin/afstaðan hefur á líf

(lífsgæði) annarra?

o Er það vægi þess sem skoðunin/afstaðan hefur til

lengri tíma?

Getum við nefnt sambærileg dæmi og Marina fjallar um úr

eigin lífi?

o Hefur einhver einstaklingur haft áhrif á skoðanir okkar

vegna stöðu sinnar (eingöngu)?

Hugtakaskilgreining: Hvað er feminismi?

Ítarefni

Leikkonan Emma Watson er

dæmi um einstakling sem

nýtt hefur sér frægð sína til

að hafa áhrif á samfélagið.

Hér má sjá fyrirlestur sem hún

hélt á þingi Sameinuðu

þjóðanna sem sendiherra

góðgerðamála.

Hér má sjá dæmi um þau

áhrif sem hún hefur haft á

ungt fólk.

Hér má nálgast vefsíðu

átaksins „HeforShe“.

Page 7: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 6 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Andóf og samfélag

Gagnrýnin hugsun er bæði skilgreind sem viðhorf og sem hæfni.

Einstaklingar geta búið yfir viðhorfi gagnrýninnar hugsunar og

talað er um að efla eða kenna gagnrýna hugsun. Hvernig hún

er kennd eða efld er ýmist í samræðu, í menntun og í uppeldi.

Það sama má segja um siðferðilegt innsæi en það er einnig

bundið menntun okkar og uppeldi. Við lærum um og tileinkum

okkur ríkjandi gildi og viðmið í samfélaginu. Þau eru hins vegar

breytileg eftir stað og stund. Það sem áður þótti réttlætanlegt

verður seinna óréttlætanlegt. Hvernig gildin og viðmiðin verða

til má segja að í grunninn séu mótuð af einstaklingunum sjálfum

en þeir sem völdin hafa í samfélaginu geta haft mikil áhrif þar

á. Þegar svo ber undir þá eru það sumir sem synda með

straumnum á meðan aðrir reyna að spyrna á móti ofríki

yfirvalda. Hvað greinir þar á milli er hins vegar ekki einfalt að

segja til um.

Þýskaland í seinni heimstyrjöldinni

Í Þýskalandi í seinni heimstyrjöldinni vildi fámennur hópur

einstaklinga stjórna viðhorfi og hugmyndum samfélagsins í heild

sinni. Ritskoðun hugmynda og siðferðilegra gilda og viðmiða í

samfélaginu teygði anga sína víða. Skólar, fjölmiðlar og

fræðasamfélagið var m.a. undir hæl valdhafanna. Með áróðri og

skoðanakúgun varð með tímanum stór hluti þjóðarinnar hlynntur

þeim viðhorfum sem valdhafarnir boðuðu, hvor sem það var

einlæg sannfæring þeirra eða ekki. Þetta er einföld framsetning á

mjög svo margþættum viðburðum á þessum tíma en

meginútgangspunkturinn er fyrst og fremst í hugmyndunum um

áróð og andóf.

Það að reyna að ná alfarið yfirráðum yfir hugmyndum fólks og

viðhorfi er ekki einfalt mál. Á þeim tímum sem hér um ræðir mátti

finna hóp námsmanna í Munich sem tók sig til og skrifaði og dreifði

ávarpi sem fól í sér gagnrýni á skoðunarkúgun og áróður valdhafa

Lykilhugtök

Ábyrgð

Áróður

Réttindi

Mannréttindi

Sanngirni

Siðferði

Lífsgæði

Sjálfstæð hugsun

Andóf

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. og III. hluta kversins.

Page 8: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 7 of 61

og yfirlýsing um það að ekki yrði þaggað niður í þýsku þjóðinni.

Námsmennirnir voru handteknir í kjölfarið og líflátnir.

Í þeirri útgáfu af ávarpinu sem hér er að finna má sjá bresk

inngangsorð að ávarpi stúdentanna þar sem sagt er frá afdrifum

þeirra sem og viðhorfi þeirra sem þá dreifðu því í Bretlandi. Þar á

eftir var að finna ávarpið sjálft en þar kom fram viðhorf

námsmannanna til valdhafa Þýskalands, sýn þeirra á stöðu

þjóðarinnar og von þeirra um bjartari framtíð.

Sjá nánar: „Manifesto of the Munich Students“

Umræðupunktar:

Hvernig er hægt að bera kennsl á hvað sé satt, rétt eða

sanngjarnt og hvað ekki?

Hver ákvarðar það hvað er satt, rétt og sanngjarnt?

Hvað var það sem gerði það að verkum að námsmennirnir í

Munich gagnrýndu samfélagið og stjórn þess?

Hvert er gildi og hlutverk samfélagsins?

Ítarefni

„Bréf frá Blaine.“ Freyja. Ritstj.

Margrét J. Benedictsson. XI

bindi/nr. 10, maí 1909.

Hessel, Stéphane. 2012.

Mótmælið öll! Þýð. Friðrik

Rafnsson. Reykjavík: Skrudda.

Page 9: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 8 of 61

Norður Kórea

Umhverfi okkar er sá veruleiki sem við þekkjum. Ef engin leið er til að heimsækja önnur samfélög

eða kynnast þeim með öðrum hætti er þekking okkar bundin við umhverfi okkar eingöngu. Viðmið

okkar og gildi um hvað sé satt, rétt og sanngjarnt mótast af samfélagsskipaninni sem við búum í. Til

eru dæmi þess að samfélög séu undir valdi eins manns eða fámennum hópi manna með miklum

einræðistilburðum. Með tímanum alast þar upp kynslóðir sem þekkja ekkert annað en að lifa í þeim

veruleika. En hvernig berum við kennsl á það að samfélagið sem við lifum í sé ómanneskjulegt,

ósanngjarnt eða óréttlátt, ef við þekkjum ekki annað?

Hér er að finna umfjöllun um unga stúlku sem flúði frá Norður-Kóreu með fjölskyldu sinni. Í umfjöllun

um málið segir amerískur heimspekingur að það sé ekki þjáningin sjálf sem fái fólk til að leggja á

flótta heldur hugmyndin um betra líf sé mögulegt.

Sjá nánar:

• http://www.washingtonpost.com/opinions/yeon-mi-park-the-hopes-of-north-koreas-black-

market-generation/2014/05/25/dcab911c-dc49-11e3-8009-71de85b9c527_story.html

• https://www.youtube.com/watch?v=uDXkdjx7VAE

• http://www.businessinsider.com/yeonmi-park-talks-about-growing-up-in-north-korea-2014-4

• http://www.theguardian.com/world/2014/aug/26/north-korea-defector-titanic

Umræðupunktar

• Hvaðan koma hugmyndir okkar um gott líf?

• Hvað getur þjáning eða áþján gert einstaklingnum?

• Hvernig veit ég hvort lífið sem ég lifi sé gott eða ekki?

• Hvernig veit ég hvort samfélagið sem ég tilheyri sé gott eða ekki?

• Hver stýrir samfélaginu og á hvaða forsendum?

• Hvernig mótum við okkar eigið samfélag?

• Hvað er sjálfstæð hugsun?

• Hvað felst í einræði?

• Hvað felst í lýðræði?

Page 10: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 9 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Dýr og menn

Hvað felst í réttindum, réttlæti og siðferði gagnvart dýrum hefur

lengi verið deilt um. Hvað skuli haft í huga þegar meta á

hagsmuni dýra hefur meðal annars verið til umræðu í tengslum

við ræktun búfjárs, í umgengni okkar við villta dýrastofna sem

og við veiðar af ýmsum toga. Sumir telja að velferð dýra og

réttindi þeirra eigi að meta með sambærilegum hætti og okkar

eigin velferð og réttindi. Aðrir horfa til þess að maðurinn sé hluti

af fæðukeðjunni og í ljósi þess sé hann yfir aðrar lífverur hafin og

lúti ekki sömu lögmálum og þau. Önnur dýr séu manninum

ætluð til matar eða skemmtunar eða megi lifa óáreitt svo lengi

sem þau raski ekki lífi hans. En umræðan er sjaldnast svo einföld

að menn stilli sér upp sitt hvoru megin á viðhorfspólnum.

Umræðan er flókin og margt ber að skoða útfrá líffræðilegu,

siðfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni.

Bandaríska unglingsstúlkan Kendall Jones komst fyrst í kastljós

fjölmiðla eftir að hún birti myndir af sér að nýloknum veiðum í Afríku.

Á myndunum stillti Kendall sér upp brosandi við hlið dýranna og

birti þær svo á facebook síðu sinni þar sem hún var með fjölda

áhangenda. Það að veiðimenn stilli sér upp á mynd með

nýfengna bráð sína er ekki óalgeng sjón en það sem vakti einna

helst viðbrögð gagnrýnenda var sú sýn sem hún varpaði, af

bandarískri unglingstúlku sem virtist lifa við mikil forréttindi, í

vernduðu samfélagi, að hreykja sér af því að hafa drepið villt dýr í

útrýmingahættu.

Kendall virðist lifa öruggu og áhyggjulausu lífi en foreldrar hennar

sáu um að greiða fyrir veiðarnar. Þar er hún langt frá hinni klassísku

ímynd veiðimannsins, bæði af hinum innfædda veiðimanni sem

veiðir sér til matar sem og hinum hvíta ríka miðaldra veiðimanni

sem veiðir sér til ánægju. Það sem vakti einnig reiði margra var að

Kendall ferðast sér til ánægju til Afríku til að veiða villt dýr á afgirtu

svæði þar sem dýrin eru sérstaklega ræktuð til veiðanna.

Lykilhugtök

Siðferði

Siðfræði

Réttlæti

Vald

Hugsunarleysi

Hugrekki

Hugleysi

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í III. hluta kversins.

Page 11: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 10 of 61

Veiðarnar kallast „canned hunting“ en með því er átt við að dýrin

eru ræktuð til þess eins að vera veidd af mönnum sem stunda

veiðar af áhugamennsku, sér til skemmtunar, og borga fyrir það

háar fjárupphæðir. Helstu rökin sem færð eru fyrir þessum veiðum

er að samfélag fátækra Afríkubúa hafi fjárhagslegan ávinning af

þeim. Andstæðingar veiðanna halda því hins vegar fram að

einungis mjög fámennur hópur manna græði á þessum viðskiptum

og að þau skili sér ekki til samfélagsins.

Sjá nánar: „Meet Kendall Jones, The Texan Cheerleader Whose

Exotic Animal Hunts Outraged The Internet“

Umræðupunktar

Hvernig eru veiðar almennt réttlættar?

Hver er munurinn á því að veiða sér til matar og því að veiða

sér til ánægju?

Er siðferðilega rétt að ala dýr til þess eins að selja þau til

veiða?

o Hvað ef um er að ræða fisk?

Víkurlax – https://www.facebook.com/Vikurlax

Er siðferðilega réttlætanlegt að drepa dýr sér til skemmtunar

eða ánægju?

Hver er réttur dýra? Er brotið á rétti þeirra þegar þau eru svipt

tilteknum lífsgæðum eða möguleikanum á lífi við hæfi?

Hver er mælikvarðinn á óréttlæti gagnvart dýrum? Er það

líðan þeirra eða okkar eigin?

Er veiðimenn hugrakkir? Eru veiðimenn sem veiða á afgirtum

svæðum („canned hunting“) hugrakkir?

Hvaða rök setur Kendall sjálf fyrir veiðunum?

Er einstaklingur hugrakkur eða fífldjarfur ef hann stofnar lífi sínu

í hættu við veiðar þar sem þær eru frumforsenda

mataröflunar?

Er einstaklingur hugrakkur eða fífldjarfur ef hann stofnar lífi sínu

í hættu við veiðar sér til skemmtunar?

Ítarefni

Hér er að finna umfjöllun um

aðra unga konu sem varð

umdeild í bandarísku

samfélagið eftir að hafa byrt

myndir af sér með dýrum í

útrýmingarhættu með

sambærilegum hætti og

Kendall Jones: „Happy

huntress the next Melissa

Bachman?“

Hér er að finna grein af

breska fréttmiðlinum The

Guardian um „dósaveiðar“

(e. „canned hunting“) þar

sem vilt dýr eru ræktuð til

þess eins að verða bráð

veiðimanna sem borga fyrir

að veiða þau á afgirtu

svæði.

Page 12: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 11 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Fordómar

Hverjar eru forsendur skoðana okkar, hvernig verða fordómar til

og hvernig má bera kennsl á þá? Hver eru tengsl reynslu og

fordóma? Í tilraunum okkar til að skilja reynslu annarra reynum

við að ímynda okkur hvernig eitthvað er, einhver tilfinning, líðan

eða upplifun. Oft er talað um það „að setja sig í spor“ einhvers

sem leið til að átta okkur á eða skilja reynslu annarra. Það getur

hins vegar verið þrautinni þyngra. Sama hversu mikið við

reynum að ímynda okkur hvernig eitthvað er þá jafnast sú

upplifun aldrei á við það að upplifa eitthvað á eigin skinni.

Reynsla dýpkar þannig skilning okkar. Þannig getur verið mikill

munur á því að hafa þekkingu á fordómum og upplifa þá á

eigin skinni. Flestir hafa upplifað fordóma af einhverju tagi á

lífsleiðinni, t.d. fordómum sem byggjast á kyni, aldri, kynþætti,

uppruna eða þjóðerni. Suma þessa þætti er hægt að fela eða

hafa áhrif á en húðlitur er hinsvegar dæmi um eitthvað sem ekki

hægt að breyta auðveldlega.

Blá eða brún augu

Á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar átti réttindabarátta

blökkumanna sér stað eða the Civil Rights Movement í Ameríku og

svo víðsvegar í hinum vestræna heimi. Þá gerðist það þann 4. apríl

árið 1968 að einn þekktasti baráttumaður gegn kynþáttamisrétti í

Bandaríkjunum, Martin Luther King, var skotinn til bana. Þann dag sat

Jane Elliot, bandarískur grunnskólakennari, fyrir framan sjónvarpið og

fylgdist með fréttaflutningi af atburðnum. Síðar greindi hún frá því

hvernig hún fylgdist með fréttaþuli, hvítum á hörund, spyrja

blökkumenn spurninga á borð við „hver mun sameina ykkur?“ og

„hver mun hafa stjórn á ykkur?“ Líkt og þeir væru hauslaus her

manna.

Lykilhugtök

Fordómar

Mannréttindi

Reynsla

Þekking

Fáfræði

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. hluta kversins.

Page 13: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 12 of 61

Í kjölfarið greindi fréttaþulurinn frá því að þegar þau

hafi misst leiðtoga sinn (John F. Kennedy) þá hafi ekkja

hans, Jacqueline Kennedy, sameinað þjóðina; hver

myndi sameina þá [blökkumenn]? Í þessum orðum

birtist með skýrum hætti hversu djúpur aðskilnaður

blökkumanna og hvítra manna var í Bandaríkjunum

þegar þetta átti sér stað. Jane blöskraði sú framkoma

sem birtist henni á sjónvarpsskjánum en að hennar mati

var hún niðurlægjandi. Ekkert þótti athugavert við það

að spurningar fréttaþulsins fælu í sér niðrandi ummæli

og gerðu lítið úr tilverurétti blökkumanna í bandarísku

samfélagi.

Í skólanum daginn eftir spurði einn nemenda Jane hvers vegna „þessi kóngur“ hefði verið skotinn.

Að tali nemendanna mátti greina að þeir gerðu sér grein fyrir því að ekki væri komið fram við

blökkumenn með sanngjörnum hætti en að þau skildu ekki fyllilega hvað sú framkoma fæli í sér né

ástæður þess að hún ætti sér stað. Jane taldi að hægt væri að fjalla um og greina frá fordómum

og birtingarmynd þeirra í samfélaginu með því að lýsa upplifun og reynslu þeirra sem verða fyrir

fordómum og kynþáttamisrétti, en jafnframt, að skilningur okkar væri afmarkaður við marga ólíka

þætti, bæði líffræðilega og persónubundna.

Jane taldi þar af leiðandi að ekki dygði eingöngu að

ræða málið til að nemendurnir myndu fyllilega skilja

hvers vegna þetta ætti sér stað. Hún taldi að það að

reyna eitthvað á eigin skinni myndi dýpka skilning

þeirra á því að sæta mismunun og óréttlæti vegna

einhvers sem þú hefur enga stjórn á. Ákvað hún því að

endurskapa tiltekna útgáfu af aðskilnaðarstefnunni

sem einkenndi bandarískt samfélag þess tíma meðal

nemendanna með því að setja nemendur í spor

blokkumanna. Hvernig Jane fór að því má sjá í

upptökunni hér fyrir neðan.

Aðferðin sem Jane beitti í tilraun sinni hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ómanneskjuleg og truflandi

fyrir sálarlíf þeirra sem taka þátt í henni. Gerðar hafa verið fræðilegar rannsóknir á aðferðinni af

ýmsum háskólum og stofnunum þar sem sjónum var sérstaklega beint á sálrænar afleiðingar

hennar. Rannsóknir sýndu að árangur tilraunarinnar var í meðallagi og að erfitt var að færa

siðferðileg rök fyrir tilrauninni í ljósi þess hvort ávinningurinn gæti vegið þyngra en neikvæðar

sálrænar afleiðingar. Þá var tilraunin árið 1990 skilgreind sem ófullkomin leið til að draga úr

fordómum af Murdoch University í Bandaríkjunum. Óháð kostum eða göllum rannsóknarinnar vekur

hún upp mikilvægar spurningar um fordóma, eðli þeirra og uppruna og hvernig eða hvort sé hægt

að uppræta þá.

Page 14: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 13 of 61

Sjá nánar: Upptaka af tilraun Jane Elliot árið 1970,

heimildaþáttur frá 1985

Umræðupunktar:

Er hægt að hafa skiling á einhverju án þess að hafa reynslu

af því?

Þegar tilraunin var gerð í Englandi árið 2009 kom fram að

bera megi kennsl á menningarmun þegar kemur að

kynþáttafordómum og birtingarmynd þeirra. Í Englandi virtist

tíðkast að fordómarnir birtust með mun „lúmskari“ hætti en í

Bandaríkjunum. Fordómafull hegðun sem einn þátttakandi

lýsti í sinn garð birtist oft líkt og hegðunin ætti sér „óvart“

stað. Hvað eru dæmi um áberandi fordómafulla hegðun og

hvað eru dæmi um óáberandi fordómafulla hegðun?

Hvernig verða fordómar til?

Hvað, ef eitthvað, er jákvætt við fordóma?

Er samkennd það sama og samúð? Hvers vegna, hvers

vegna ekki?

Hverju getum við ráðið um okkur sjálf og hverju ekki?

Ítarefni

Jane Elliot segir frá tilrauninni.

Vefsíða um verkefnið

Tilraunin unnin á

bandarískum unglingum

Gagnrýni á aðferðina

Page 15: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 14 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Fræðsla eða áróður

Páll Skúlason heimspekingur er einn þeirra er hefur sett fram þá

hugmynd að skólinn sem menntastofnun eigi að vera

griðastaður fyrir hugann, til að hugsa og menntast. Þannig er

hann sá vettvangur þar sem nemandinn hefur frelsi til og frelsi

frá; frelsi til að hugsa, þroskast og efla hæfni sína, og sömuleiðis

frelsi frá t.d. áreiti trúarbragða, pólitíkur eða annarra

hagsmunaaðila. Í umfjöllun um frelsi er oftar en ekki meiri áhersla

lögð á frelsi til athafna, eða athafnafrelsi. Sem dæmi um það

má nefna að fólk hafi frelsi til að athafna sig, tjá sig, hafa

skoðanir, trúa, mynda sér lífsskoðanir og móta líf sitt með einum

eða öðrum hætti. Tjáningarfrelsi er dæmi um frelsi til einhvers. Í

Bandaríkjunum er oft gripið til þess að vísa í fyrsta atriði

stjórnarskrárinnar sem felur í sér trú og tjáningarfrelsi, sem og frelsi

til að leita réttar síns. En frelsi frá er þó ekki síður skilgreint sem

mikilvægur þáttur frelsis. Sem dæmi um frelsi frá einhverju má

nefna hugmyndina um friðhelgi einkalífsins sem og atriði í

barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem til dæmis er

talað um réttindi barna til að sæta ekki ofbeldi.

Hvernig fræðsla?

Hilmar Hilmarsson, skólastjóri, fjallar um hlutverk skólans í grein sem

birtist í Fréttablaðinu árið 2014, og nefnist „Auðveldasta leiðin er

ekki alltaf sú rétta“. Viðfangsefni greinarinnar er aðgengi hinna

ýmsu hagsmunaaðila að nemendum grunnskóla og hvaða

hlutverk skólar hafa að gegna í að miðla upplýsingum til nemenda

sem snerta ekki skólastarfið sjálft. Í greininni svarar Hilmar gagnrýni

sem hafði átt sér stað nokkru fyrr á sama vettvangi á reglur

Reykjavíkurborgar um auglýsingar í skóla og frístundastarfi.

Gagnrýnin var af hálfu talsmanna íþróttafélaga um möguleika

þeirra til að kynna starf sitt fyrir nemendum grunnskólanna og vildu

þeir meina að dræm þátttaka nemenda í tilteknu íþróttastarfi væri

birtingarmynd þess.

Lykilhugtök

Frelsi

Gildi

Vald

Mannréttindi

Ábyrgð

Forsendur

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. hluta kversins.

Page 16: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 15 of 61

Gagnrýni þeirra beindist einnig að því að með þessu væri verið að

halda frá nemendum upplýsingum um atriði sem hefðu mikið gildi

fyrir líf þeirra og myndu efla gæði þess. Í umfjöllun sinni bendir

Hilmar hins vegar á að það sjónarmið liggi að baki reglunum að

óviðeigandi sé að beina auglýsingum að börnum og að „skólakerfi

sem skyldar öll börn til skólagöngu hljóti að ábyrgjast að í skólanum

séu börn óhult fyrir auglýsingum.“ Þetta á ekki eingöngu við um

nemendur en Hilmar bendir á að foreldrar verða jafnframt að geta

treyst því „að þeir séu ekki nýttir til markaðssetningar.“

Í því samhengi bendir hann á það sem er að mörgu leiti kjarni

röksemdanna fyrir reglunum, en það er að það gildir einu „hvort

hið auglýsta getur í einhverjum skilningi talist göfugt eða jákvætt

fyrir þroska barnanna.“ Af þeim orsökum er ekki hægt að mismuna,

ef svo mætti að orði komast, hagsmunaaðilum þegar kemur að

auglýsingum eða kynningarstarfi í skólum. Þannig er það ekki

hlutverk skólanna að taka afstöðu til þess hvort eða hversu göfugt

eða jákvætt tiltekið starf er fyrir þroska barnanna. Að lokum bendir

Hjálmar á að þrátt fyrir að skólinn sé heppilegur vettvangur til að

nálgast börn og unglinga eru margar aðrar leiðir færar.

Auðveldasta leiðin sé alls ekki ávallt sú rétta.

Sjá umfjöllun: „Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú rétta“

Umræðupunktar

Hvernig auglýsingar á að banna eða leyfa í skólum? Hvers

vegna?

Hvað eru hagsmunir?

Er það hlutverk skóla að kynna starf íþróttafélaga?

Er það hlutverk skóla að kynna starf trúfélaga?

Er það hlutverk skóla að bjóða fyrirtækjum að kynna vörur

sínar fyrir börnum og unglingum?

Er það viðeigandi að stjórnmálasamtök fái að heimsækja

skóla og kynna starf sitt og hugmyndafræði?

o Væri hægt að skylda nemendur til að sitja þess

háttar kynningar?

Ítarefni

Hér og hér má finna

umfjöllunina sem Hjálmar

svarar í grein sinni.

Hér er að finna dæmi um

það þegar skólinn verður

skjól til að hugsa og vera til.

Page 17: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 16 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Hamingja

Hugtakið hamingja er eitt þeirra hugtaka sem heimspekingar

hafa fjallað um alla heimspekisöguna. Hugmyndin um

hamingjuna er einnig samofin hugmyndasögu mannsins frá

örófi alda. Allt frá umræðunni um hvað felist í hamingju, hvað

sé hamingja, hvort hún sé möguleg eða einungis tálsýn. Hvað

skilgreinir hamingjuna og hvernig eigi að leita hennar. Einnig má

spyrja sig hvort hún sé meðfædd eða áunninn, hvernig beri að

viðhalda henni eða stuðla að henni. Hamingjan er eitthvað sem

við viljum öll öðlast, við viljum upplifa hana sem oftast og sem

lengst. Hvað hamingjan er er hins vegar ekki einfalt að skýra.

Hver og einn upplifir hamingjuna á ótal vegu og velta má fyrir

sér hvort hamingjan sé fólgin í því sem er eða í viðhorfi

einstaklingsins, sem og því hvort hún sé fólgin í líkamlegum

nautnum eða andlegum gæðum.

Einn af pistlahöfundum danska fréttablaðsins Berlinske, Edith

Thingsrup, tekur þetta viðfangsefni fyrir í einum af pistlum sínum. Í

pistlinum fjallar Edith um hamingjuhugtakið og rétt einstaklingsins til

að leita hamingjunnar. Tilurð pistilsins má finna í ummælum

hagfræðings nokkurs um skyldur stjórnmálamanna til að stuðla að

hamingju allra einstaklinga samfélagsins. Hagfræðingurinn heldur

því fram að það sé hlutverk stjórnmálamanna að stuðla að sem

mestri hamingju í samfélaginu en til að stuðla að því selur hann

bæjarfélögum í Danmörku svokallað „hamingjulíkan“, sem felur í

sér hagfræðilega útreikninga á velferð íbúa samfélagsins. Edith er

þessu ósammála en hún telur að réttur einstaklingsins felist öllu

heldur í því að leita hamingjunnar frekar en að hann eigi rétt á

hamingju. Þannig vill hún frekar að stjórnmálamenn stuðli að því að

samfélagsþegnarnir borgi t.d. lægri skatta svo þeir geti sjálfir

ráðstafað tekjum til að stuðla að hamingju sinni, frekar en að

stjórnendur samfélagsins fái peninga til að stuðla að hamingju

samfélagsins í heild sinni.

Sjá umfjöllun: „Retten til lykke“

Lykilhugtök

Samfélagsleg ábyrgð

Forræðishyggja

Samkennd

Hamingja

Réttlæti

Siðferðileg ákvörðun

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í III. hluta kversins.

Page 18: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 17 of 61

Umræðupunktar

Höfum við rétt á hamingju eða réttinn til að leita hamingju?

Getum við ætlast til þess að aðrir stuðli að hamingju okkar

eða er hamingja okkar í okkar eigin höndum, á okkar eigin

ábyrgð?

Hvert er hlutverk samfélagsins, stjórnmálamanna, í þessu

samhengi?

Berum við ábyrgð á hamingju annarra?

o Þarf ég að hafa áhyggjur af því nágranni minn sé

hamingjusamur?

Vil ég að sem flestir í samfélaginu sé hamingjusamir?

o Hefur það ekki áhrif á mína eigin hamingju?

Ítarefni

Hér má finna umfjöllun

Stanford Encyclopedia of

Philosophy um

hamingjuhugtakið.

Page 19: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 18 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Hefðir og venjur

Hér er fjallað um forsendur skoðana og hvernig vani eða hefð

hefur áhrif á það hvernig við myndum okkur skoðun. Það að

eitthvað hafi verið með tilteknum hætti í langan tíma getur verið

sett fram sem réttlæting fyrir áframhaldi þess. Það eitt og sér er

hins vegar í flestum tilfellum hæpin réttlæting eða rök. Aðrir

þættir skipta einnig máli. Sem dæmi má nefna þætti er snúa

að siðferði og samfélagslegri ábyrgð og hvaða áhrif það sem

um ræðir getur haft til framtíðar. Í sumum tilfellum er borið við

að um menningarleg verðmæti sé að ræða en þá þarf einnig

að hafa í huga hvort þau vegi þyngra en aðrir mögulega

neikvæðir þættir.

Nautaat

Nautaat er umdeildur atburður en rökin fyrir því að viðhalda

honum eru oftar en ekki sóttar í hefð eða vana. Hér er að finna

þrjár blaðagreinar sem gefa innsýn inn í deiluna um tilvist nautaats

á Spáni. Greinarnar fjalla allar um það sama en eru ólíkar að lengd

og þyngd í orðanotkun (sú fyrsta einföldust í framsetningu). Kennari

getur því valið eina af inngangsgreininum til að lesa sem hann telur

henta nemendahópnum sem um ræðir.

1. „Nautaati bjargað frá exinni þar sem Spánn skilgreinir

það sem listgrein“

2. „Þrátt fyrir allan ágreining mun þetta nautahlaup ekki

verða það síðasta í Pamplona“

3. „Mun nautaat lifa af í nútíma Spáni?“

Lykilhugtök

Rök

Hefðir og venjur

Forsendur

Siðir

Réttmæti

Siðfræði lífs og dauða

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. og III. hluta kversins.

Page 20: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 19 of 61

Umræðupunktar

Í inngangsgreinunum koma fram bæði rök með og á móti nautaati

og nægir að lesa eingöngu inngangsgrein til að fá efni í umræður

um viðfangsefnið. Til að kafa dýpra í viðfangsefnið má hins vegar

fara beint í að lesa II. hluta.

1. Að skoða rökin og fjalla um þau:

a. Helstu rök fyrir nautaati eru…

b. Helstu rök gegn nautaati eru…

Hægt er að skoða rökin (með og á móti) og raða þeim línulega frá

léttvægt til mikilvægt. Markmið umræðunnar er þá að færa rök fyrir

því hvar rökin eru staðsett og velta upp gildi þeirra og réttmæti.

Þetta getur hópurinn gert sameiginlega á töflu eða nokkrir saman í

litlum hópum. Hér má einnig fara á slóð síðunnar sem er að finna í

hluta III og finna fleiri rök með og á móti nautaati.

2. Að fjalla um eigin viðhorf nemenda til nautaats og styðjast við

það sem fram kemur í inngangsgreinunum í umræðunum.

a. Hver er tilgangur nautaats?

b. Er um menningarleg vermæti að ræða?

c. Hvaða afleiðingar hefði það til lengri tíma að banna

nautaat alfarið?

d. Hvaða hagsmunir eru í húfi ef banna ætti nautaat?

e. Hvert er skemmtanagildi nautaats?

3. Að fá nemendur til að taka afstöðu með eða á móti og færa

rök fyrir afstöðu sinni. Hver og einn fyrir sig eða nokkrir saman

í hóp.

a. Ætti að banna nautaat (á heimsvísu)?

b. Er nautaat leyfilegt á Íslandi? Ef ekki, ætti þá að leyfa

það? Hvers vegna/hvers vegna ekki?

c. Er nautaat listgrein?

Ítarefni

Hér má finna slóð á vefsíðu

samtakanna Human Society

International en þar má

jafnframt finna umfjöllun um

nautaat á heimsvísu of

myndbönd af atburðinum.

Page 21: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 20 of 61

Rök fyrir réttmæti nautaats

Höfundur greinarinnar „Það besta sem getur gerst fyrir naut er að deyja í nautaati“ telur að í

nautaatinu öðlist nautið æðri tilgang í tilverunni en það hefði geta öðlast með því að lifa

„eingöngu“ sem naut. Greinin var skrifuð stuttu eftir að nautaat var bannað með lögum í

Catalonia héraðinu í Spáni.

Sjá nánar: „Dying in a bullfight is the best thing that can happen to a bull“

Umræðupunktar:

Dragðu saman helstu rök greinahöfundar.

Er nautaat listgrein?

Hvað gefur lífi nauts tilgang?

Hvað gefur lífi mannsins tilgang?

Er menning meira virði en náttúran?

Gerir greinahöfundur lítið úr andstæðingum skoðana sinna? Ef svo, hvernig þá?

Rök með og á móti nautaati

Á vefsíðunni debate.org er að finna spurningar um ýmis álitamál þar sem lesendur síðunnar geta

tekið afstöðu til með eða á móti með því að setja fram rök þess efnis. Þar er því hægt að skoða

ýmisskonar rök með og á móti nautaati sett fram af fjölbreyttum hópi fólks. Hægt er að skoða rökin,

réttmæti þeirra og gildi, og taka fyrir einstaka rök og fjalla um þau sérstaklega.

Sjá nánar: „Is bullfighting an acceptable sport in the modern day?“

Umræðupunktar

Hvernig er hægt að bera kennsl á gild rök?

Geta rök verið gild en samt óréttmæt?

Geta rök verið réttmæt en ógild?

Hvort vegur þyngra gildi eða réttmæti? Er hægt að greina þar í sundur?

Er hægt að finna dæmi um rökvillu í rökum með og/eða á móti (sem finna má á síðunni)?

Page 22: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 21 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Heimsmynd

Ótal þættir í umhverfi okkar eru sérstaklega hannaðir til þess að

hafa áhrif á viðhorf okkar og skoðanir. Auglýsingaheimurinn allur

snýst um það að hafa áhrif á hegðun okkar sem neytendur. Allir

sem hafa hagsmuni af viðhorfi almennings geta freistast til að

hafa áhrif á það. Þar má m.a. nefna stjórnmálamenn,

ríkisstjórnir, trúfélög, fyrirtæki og stofnanir. Með nýrri tækni

byggja þessar tilraunir til áhrifa ekki eingöngu á sálfræði- og

félagsfræðikenningum heldur er hægt að greina hegðun

einstaklinga í gegnum notkun þeirra á ýmsum hugbúnaði og

snjalltækjum. Þannig getur hver og einn ómeðvitað orðið að

tæki í höndum hagsmunaðila. Eigendur hugbúnaðar sem er

notaður af mörgum milljónum manna í heiminum getur þannig

miðlað hegðunarmynstrum og tilteknum viðhorfum einstaklinga

til hagsmunaðila.

Facebook

Miðlar á borð við Facebook nýta sjálfir tæknina til að hafa áhrif á

upplifun einstaklinga og nota upplýsingar sem þeir fá um

einstaklinginn til að sníða þær upplýsingar sem viðkomandi fær að

áhugasviði hans. En hvað er til í þessu og hver gætu orðið áhrif

þessarar þróunar? Á veftímaritinu Wired er að finna grein undir

heitinu „Ég líkaði við allt sem á sá á facebook í tvo daga“.

Viðfangsefni greinarinnar er tveggja daga tilraun sem

blaðamaðurinn ákvað að framkvæma á facebooksíðu sinni. En

tiltaunin fólst í að „líka við“ allt sem kæmi upp á síðu hans, án

undantekninga. Markmiðið var að athuga hvaða áhrif, ef einhver,

það myndi hafa á efni síðunnar og upplifun hans á því. Strax að

nokkrum klukkustundum liðnum mátti greina nýjar áherslur á vegg

facebook síðunnar. Greina mátti öfgakenndari skoðanir en áður, til

öfga hægri eða öfga vinstri, og meira var um stöðuuppfærslum frá

hugbúnaði en frá raunverulegu fólki, sbr. vinum og fjölskyldu

blaðamannsins.

Lykilhugtök

Hugsunarleysi

Læsi

Hagsmunir

Forsendur

Vald

Þekking

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í I., II., III. og IV. hluta

kversins.

Page 23: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 22 of 61

Hugmyndin að tilrauninni varð til í kjölfar hugleiðinga um það að

facebook reyni að stjórna upplifun notenda af síðunni. Sem dæmi

má nefna er að ef notandi skoðar ekki myndir eða „líkar ekki við“

neinar stöðuuppfærslur sem tiltekinn vinur hans á facebook setur

inn þá smá saman hverfur þessi einstaklingur af fréttaveitu

facebook notandans þar sem facebook telur að notandinn hafi

ekki áhuga á þessum tiltekna vini. Þannig „losar“ facebook

notendur við „óþægilega“ upplifun og reynir að stýra því að

facebook notandinn fái aðeins upplýsingar og fréttir af því sem

hann hefur áhuga á – og að upplifun hans af notkun síðunnar verði

einkum ánægjuleg og þannig muni hann heimsækja síðuna sem

oftast.

Sjá nánar: „I Liked Everything I Saw on Facebook for Two Days“

Umræðupunktar

Þegar leitarvélin Google er notuð til að leita að vefsíðum og öðru

efni birtast oftar en ekki auglýsingar frá sambærilegum síðum eða

síðunum sjálfum á facebook veggnum. Hvaða áhrif hefur

samkeyrsla sem þessi á upplifun einstaklingsins á facebook? Hvaða

áhrif hefur samkeyrslan á líf einstaklingsins sem neytenda? Með

tímanum verður veruleikinn eins og hann birtist einstaklingnum meir

og meir sniðin að hans áhugamálum og viðhorfum. Hvaða áhrif

hefur það á gagnrýna hugsun einstaklingsins?

Hvernig hafa Google og Facebook áhrif á það hvernig við

upplifum veruleikann?

Skiptir máli að vita hvernig heimsmynd manns, hugmyndir

manns um lífið og tilveruna, verða til eða mótast?

Hvaða áhrif hefur það á tengsl okkar við raunveruleikann ef

við fáum ritskoðaða mynd af honum sem er hönnuð með

þeim hætti að hún passi sem best við okkar eigin viðhorf og

skoðanir?

Ítarefni

Hér er að finna viðtal við

Baldvin Þór Bergþórsson,

doktorsnema í

stjórnmálafræði, á Rás 2

undir heitinu „Hverju stjórnar

þú á fésbókinni?“

Viðfangsefni viðtalsins er

umrædd grein af

veftímaritinu Wired sem og

doktorsrannsókn Baldvins í

stjórnmálafræði.

Í viðtalinu lýsir hann

niðurstöðum tilraunar

blaðamannsins og skýrir frá

ýmsu þessu tengdu, meðal

annars tengslum Facebook

og stjórnmála.

Page 24: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 23 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Hlutleysi vísinda

Til að vera tekin alvarlega sem fræðimaður á tilteknu sviði þurfa

menn að fylgja vísindalegri aðferðafræði í rannsóknum sínum.

Vísindaleg aðferðafræði krefst hlutleysis af hálfu rannsakanda

gagnvart viðfangsefninu. Fræðimenn mega ekki láta

persónulegar lífsskoðanir sínar hafa áhrif á efnistök og

framsetningu viðfangsefnisins. Í sumum tilvikum er erfitt að vera

fullkomlega hlutlaus en vísindamönnum ber ávallt að hafa

þann þátt í huga við gerð rannsóknarinnar og tilgreina

mögulega hagsmuni sína. Þessi nálgun á ekki eingöngu við um

fræðimenn en margar aðrar starfstéttir þurfa að gæta hlutleysis

og fagmennsku í störfum sínum umfram aðrar sbr. dómara,

lögreglu og blaðamenn. Þegar um áreiðanleika staðhæfinga

er að ræða eru forsendur þeirra lykilatrðið.

Hér er að finna viðtal af bandaríska fréttaþættinum Fox News. Þar

tekur þáttastjórnandinn, Lauren Greene, viðtal við höfund

bókarinnar, Zealot: the lives and times of Jesus of Nazareth.

Höfundurinn, Reza Aslan, er bandarískur fræðimaður og hefur áður

fjallað um trúarbrögð í ræða og riti. Að lokinni kynningu á

viðmælenda sínum og bók hans hefur Lauren viðtalið á eftirfarandi

spurningu: „Þetta er áhugaverð bók, ég vil byrja á því að benda á

að þú ert múslimi, hvers vegna skrifaðir þú bók um upphafsmann

kristni?“

Í viðtalinu bendir Lauren ítrekað á að Reza er múslimi að skrifa um

kristni og að efni bókarinnar hljóti þannig að litast af trúarlegri

afstöðu hans. Svar höfundarins við þessu er að í ljósi þess að hann

skrifi bókina sem fræðimaður á tilteknu sviði þá geri það að verkum

að hans persónulega trú hafi ekki áhrif á efnistök bókarinnar. Sem

fræðimaður beri honum að fylgja tiltekinni aðferðafræði vísinda ef

hann vilji vera tekin alvarlega sem fræðimaður og megi ekki láta

persónulegar lífsskoðanir hafa áhrif á efnistök og framsetningu þess

sem hann fjallar um.

Lykilhugtök

Vísindi

Fagmennska

Áreiðanleiki

Þekking

Hlutlægni/huglægni

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í IV. hluta kversins.

Page 25: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 24 of 61

Sjá nánar: Viðtal Fox News við Reza Azland

Umræðupunktar:

• Þáttastjórnandinn gefur í skyn að það sé ekkert að marka

bók höfundarins þar sem hann sé að skrifa um trúarbrögð

sem ekki eru hans eigin. Er mögulegt að markmið

höfundarins hafi verið að fjalla um kristna trú á neikvæðan

hátt þar sem hann er múslimi? – af hverju/af hverju ekki? Ef

við erum tiltekinnar trúar, höfum við þá ekki rétt á að fjalla

um önnur trúarbrögð? Hver er munurinn á því að múslímskur

prestur skrifaði um kristna trú og að múslímskur fræðimaður

skrifaði um kristna trú?

• Svo virðist sem tilgangur viðtalsins hafi verið gera lítið úr

trúverðugleika höfundarins með því að leggja áherslu á að

hann væri Múslimi að skrifa um kristindóminn og Jesús.

Trúverðugleiki einstaklingins er dregin í efa á forsendum trúar

hans. Þá á þeirri forsendu að þar sem hann væri múslimi þá

gæti hann ekki fjallað með hlutlausum hætti um

kristindóminn. Hver er munurinn á trúarbrögðum og

vísindum? Er hægt að vera fullkomlega hlutlaus?

• Þegar við greinum viðfangsefni texta, bókar, skiptir þá máli

hver höfundur hennar er?

• Orðnotkun þáttastjórnenda er önnur en viðmælenda þegar

kemur að umfjöllun um réttmæti höfundar til að skrifa

bókina. Svo virðist sem þáttastjórnandi og viðmælandi hafi í

grundvallaratriðum ólíka sýn eða skilning á hvers eðlis bókin

er, eða markmið höfundar hennar. Kemur einhverstaðar

fram í viðtalinu að Lauren líti svo á að Reza skrifi bókina sem

fræðimaður?

• Fyrir þá er vilja leggja stund á fræðileg vísindi er þetta

áhugavert viðfangsefni. Hvernig get ég látið taka mig

alvarlega sem vísindamann? Hvað gæti komið í veg fyrir að

ég væri tekin alvarlega? Hvað felst í hlutleysi vísinda?

Hlutleysi frá hverju? Það að leggja stund á tiltekna

vísindalega aðferð við að rannsaka viðfangsefni sitt á að

stuðla að því að hægt sé að meta rannsóknina þína út frá

tiltekinni aðferðafræði.

Ítarefni

Hér má finna vefsíðu Reza

Azlan.

Hér má finna umfjöllun um

málefnalegar umræður.

Hér er að finna viðtal af

sjónvarpsstöðinni Fox News

þar sem gagnrýni á viðtalið

er mótmælt.

Page 26: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 25 of 61

Þegar Reza skýrir frá hugmyndum sínum

um Jesús þá má sjá að frumforsendan í

umfjöllun hans er að Jesús hafi

raunverulega verið til. Það að skoða

persónuna Jesús út frá þeim heimildum

sem hægt er að finna um hann og þann

tíma sem hann lifði á er áhugavert og

getur varpað ljósi á það hvernig samfélag

okkar hefur t.a.m. þróast. Mögulega mætti

segja að umfjöllun hans sé sambærileg

umfjöllun bókmenntafræðinga um Gunnar

á Hlíðarenda, um samfélagið sem hann lifði í, þar sem heimildirnar væru bæði

Íslendingasögurnar sem og aðrar sagnfræðilegar heimildir. Hvernig getum við vitað hvort

eitthvað hafi átt sér stað eða ekki?

Þar sem Reza er sjálfur trúaður maður má velta því fyrir sér hversu mikið fræðileg umfjöllun

hans byggir á forsendum trúar. Það er að segja að það sem trúarbrögðin halda fram er

óhrekjanlegt en einnig ósannanlegt. Trúarbragðafræði felur þá einnig í sér að fjalla um

trúarbrögð útfrá forsendum trúarbragðanna en ekki að meta sannleiksgildi þeirra. Það er

hlutverk heimspekinnar að fjalla um trúarbrögðin og gildi þeirra. Hvað þýðir það að eitthvað

sé óhrekjanlegt eða ósannanlegt?

Hvernig viðtal

Hér má sjá viðtal við höfundinn, Reza Aslan, þar sem hann er gestur í bandarískum háskóla.

Viðfangsefni viðtalsins er sem fyrr efni bókarinnar en með því að bera viðtölin saman má sjá

hvernig efnisleg umræða stýrist af viðhorfi og hlutleysi spyrilsins. Í viðtalinu má einnig fá skýrari mynd

af bakgrunni Reza sem og viðhorf hans til viðfangsefnisins, eitthvað sem Lauren Green var að leita

eftir.

Sjá nánar: „Inside the Scholars Studio“

Umræðupunktar

• Hversu heppilegt er viðtalsformið sem tíðkast á Fox News, sem og fleiri fréttastöðvum í

heiminum, þar sem viðtalstíminn er knappur og lítill tími til að fjalla efnislega um

viðfangsefnið þótt að yfirskriftin sé sú að fara eigi í saumana á tilteknu efni?

Page 27: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 26 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Hugsunarleysi

Þekkingar- eða hugsunarleysi getur komið í kollinn á fólki og

velta má fyrir sér hvort það sé undir einhverjum kringumstæðum

afsakanlegt. Í sumum tilvikum ber fólk fyrir sig þekkingarleysi en í

sumum tilvikum er ekki endilega um illan ásetning að ræða þó

að þekkingin sé til staðar. Hvers vegna skiptir máli að bera

virðingu fyrir tilteknum stöðum, líkt og kirkjugörðum eða jafnvel

fornminjum? Af hverju er óviðeigandi að taka myndir á safni

Önnu Frank og hvers vegna fer það fyrir brjóstið á mörgum

þegar unglingssúlka tekur brosandi sjálfsmynd af sér fyrir framan

útrýmingarbúðir nasista og birtir hana á samfélagsmiðlum?

Skiptir máli hvað gerðist fyrir mörgum áratugum eða jafnvel

hundruðum árum síðan? Margir tjá tilfinningar sínar á

samfélagsmiðlum með þeim hætti að það sem fyrir mörgum er

talið persónulegt verður aðgengilegt öllum sem það vilja.

Sjálfsmynd í Auschwitz

Sumarið 2014 fór Breanna Mitchell, bandarísk unglinsstúlka, á slóðir

helfararinnar í Auschwitz-útrýmingbúðunum í Þýskalandi. Á meðan

dvölinni stóð tók Breanna sjálfsmynd á símann sinn og birti hana á

samskiptavefnum Twitter. Á myndinni stillti Breanna sér upp

brosandi fyrir framan útrýmingabúðirnar og undir myndina skrifaði

hún: „Sjálfsmynd í Auschwitz-útrýmingbúðunum.“ (e. “Selfie in the

Auschwitz Concentration Camp”). Myndbirtingin vakti gríðarmikla

athygli og var Breanna óspart gagnrýnd fyrir atvikið.

Sjá nánar: „Teen criticized on Twitter for Auschwitz concentration

camp selfie“

„Auschwitz selfie girl defends actions“

Lykilhugtök

Virðingarleysi

Samkennd

Umburðarlyndi

Þekking

Siðfræði

Siðferði

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í III. hluta kversins.

Page 28: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 27 of 61

Umræðupunktar

Hvað er „selfie“ – mynd og hverjir taka þannig myndir?

o Hver er tilgangurinn með myndinni?

Getur „selfie“ eða sjálfsmynd verið óviðeigandi í vissum

aðstæðum? Hvernig aðstæður eru það?

Hvað er það sem gerir hana óviðeigandi?

o Virðingarleysi? Er það vanvirðing við það sem átti sér

stað að taka sjálfsmynd af sér á staðnum? Skiptir máli

hvort einstaklingurinn er brosandi eða ekki á myndinni?

o Hugsunarleysi? Er myndin minna óviðeigandi ef maður

gerði það óvart? Það er að segja hafði ekki þekkingu

eða skilning á samhenginu?

Hvað gerðist í útrýmingarbúðunum?

Hvers vegna skiptir máli að einstaklingar beri virðingu fyrir og

hugsi um/taki tillit til þess sem átti sér stað á tilteknum stað?

Hvað er átt við með „óviðeigandi“?

Réttlætir það myndatökuna að helförin og seinni

heimstyrjöldin hafi verið uppáhaldsviðfangsefni Breönnu í

sögu, líkt og hún orðar það sjálf, og að pabbi hennar sem

ætlaði að fara með henni í ferðina lést stuttu fyrr?

Samfélagsmiðlar, virðingarleysi og núið

Höfundur pistilsins, „Brosað fyrir Auschwitz-sjálfsmynd og ákall í hinni

stafrænu víðáttu“, bendir á að freistingin við notkun samfélagsmiðla

er að gera vini okkar að áheyrendum. Þannig geta staður og stund

þar sem það að vera á staðnum og njóta augnabliksins,

upplifunarinnar, er markmið heimsókanarinnar en á sama tíma erum

við upptekin af því að finna „augnablik“ til að varpa út (e.

broadcast) á samfélagsmiðlana.

Sjá nánar: „Smiling for 'Auschwitz selfies,' and crying into the

digital wilderness“

Ítarefni

Hér má finna slóð á vefsíðu

um sjálfsmyndir sem teknar

eru á, er talið er, óviðeigandi

stöðum.

Grein Ólafs Páls Jónssonar

heimspekings, „Hugsandi

manneskjur“, fjallar um

mikilvægi gagnrýninnar

hugsunar og því hvað

hugsunarleysi getur falið í sér í

m.a. sögulegu samhengi. Sjá

nánar: Hugur 23/2011, s: 121-

131.

Hér er að finna grein undir

heitinu „Ætti Auschwitz að

vera vettvangur

sjálfsmynda?“ Þar fjallar

greinarhöfundur um

sjálfsmyndir Ísraelskra

unglinga í Auschwitz þar sem

þeir voru í skólaferðalagi.

Myndirnar voru gagnrýndar

fyrir að vera óviðeigandi og

sýna lítinn skilning á því hvað

átti sér stað í

útrýmingarbúðunum.

Page 29: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 28 of 61

Umræðupunktar

Hvers vegna ættum við að tjá sorgir okkar og gleði á samfélagsmiðlum? Hverjum erum við að

tjá sorgir okkar og gleði?

Er stigsmunur á tengslum okkar við fólk? Erum við í samskonar sambandi við alla? Líkt og

fjölskyldu, kunningja og vini?

Hver er munurinn á opinberu lífi og einkalífi?

Er hægt að krefjast afskiptileysis frá einhverju sem þú póstar opinberlega og er öllum

aðgengilegt sem vilja?

Hvað glatast, ef eitthvað, þegar við stillum myndavélinni/myndsímanum upp á milli okkar og

þess sem við erum að upplifa? Hvers virði er upplifunin?

Sjálfsmyndir – sjálfhverfa eða skráning atburða

Höfundur greinarinar, „Hin hliðin á hinni alræmdu „Auscwitz sjálfsmynd““, veltir upp réttmæti

myndatökunnar og dregur fram sjónarmið sem ýmsir félagsfræðingar og fræðingar um

samfélagsmiðla hafa haldið fram en það er að sjálfsmyndir þurfi ekki ávallt að fela í sér

sjálfsupphafningu, líkt og oft er haldið fram, heldur geti þær einnig verið birtingarmynd þess að

einstaklingar hafa tilhneigingu til vilja skrá sögu sína, sbr. „ég var hér“ eða „þetta gerðist“.

Greinahöfundur vill þó meina að það afsaki ekki hversu tillitslaus, óviðeigandi og sjálfshverf

myndartaka Breönnu var. Líkt og að þjáningar milljónir manna væru á einhvern hátt innlimaðar af

hennar eigin persónulegu sögu/upplifun. Þrátt fyrir það gagnrýnir höfundurinn þá tilhneigingu

netmiðla til að nýta sér feilspor unglinga til að auka heimsóknartíðni á síður sínar til þess eins að

græða á því fjárhagslega. Þannig dragi þeir athyglina frá því að ekki er um einangrað tilvik að

ræða heldur að um sé að ræða mjög algengt fyrirbæri sem þarf að ræða og rannsaka.

Sjá nánar: „The other side of the infamous “Auschwitz selfie”

Umræðupunktar

Upplifun Breönnu á heimsókninni var mjög persónuleg. Gat hún álásað fólki fyrir að setja

myndina hennar í annað samhengi en hennar eigin?

Page 30: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 29 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Ritskoðun

Með tímanum getur viðhorf samfélagsins til ýmissa hluta breyst.

Eitt sem áður þótti viðgeigandi verður með tímanum

óviðeigandi og ýmsar ástæður eru fyrir viðhorfsbreytingunum.

Ýmislegt sem áður taldist til afþreyingar getur seinna talist

óviðeigandi vegna boðskaparins sem finna má í efninu. Þar má

meðal annars nefna viðhorf sem finna má í kvikmyndum og

sjónvarpsþáttum en einnig í bókmenntum. Þá standa menn

frammi fyrir því hvort vegi þyngra menningarlegt gildi hlutarins

eða neikvæður boðskapur. Geta fordómafullar skoðanir verið

menningararfur sem ber að varveita? Getur menningarlegt gildi

einhvers vegið þyngra en boðskapurinn sem það boðar?

Tíu litlir negrastrákar

Árið 2007 ákváðu bókaútgáfa að endurútgefa barnabókina Tíu litlir

negrastrákar sem fyrst var gefin út hér á landi árið 1922. Tíu litlir

negrastrákar er heiti á vinsælli barnagælu sem samin var af

bandaríska vísnaskáldinu Septimus Winner og fyrst gefin út árið

1868 undir heitinu Ten Little Niggers. Nokkru síðar var heitinu breytt í

Ten Little Injuns eða Ten Little Indians og textanum sömuleiðis í ljósi

þess hve niðrandi orðið „nigger“ var (og er) í augum þeldökkra

bandaríkjamanna. Endurútgáfa bókarinnar hér á landi sætti

gagnrýni í ljósi þess að það viðhorf til blökkumanna sem bókin gaf

til kynna þótti úrelt og óviðeigandi. Til að mynda ályktaði lýðræðis-

og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar að ráðið harmaði endurútgáfu

bókarinnar og taldi að boðskapur hennar „byggi á fáfræði, úreltri

hugmyndafræði og rasisma sem hafi ekkert uppeldisgildi og eigi

því ekki erindi á borð íslenskra barna í dag.“ Sumir töldu þó að um

menningararf væri að ræða þar sem bókin hefði verið myndskreitt

af virtum íslenskum listamálara og tryggðu sér eintak.

Sjá nánar: „Negrastrákarnir seljast eins og heitar lummur“

Lykilhugtök

Menning

Uppeldi

Bókmenntir

Listrænt gildi

Samfélag

Afstæði

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í III. hluta kversins.

Page 31: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 30 of 61

Umræðupunktar:

Hvert er menningarlegt gildi bókarinnar?

Eiga þau viðhorf sem koma fram í bókinni heima á safni?

o Gauti B. Eggertsson. „Einn lítill negrastrákur.“

Fréttablaðið, 31. október 2007

Hvaða erindi á bókin við samtímann?

Er allt leyfilegt í nafni listarinnar?

Er endilega um algildar hugmyndir þess tíma að ræða?

o Myndir Muggs vs. myndir upprunalegu bókarinnar

Á að ritskoða gamlar bækur sem hafa að geyma

fordómafullar skoðanir (sbr. við endurútgáfu þeirra) eða leyfa

þeim að halda sér?

Að horfast í augu við eigin viðhorf og skoðanir. Hversu saklaust

var það samfélag sem ólumst upp í?

o Kristín Loftsdóttir. „Augljósir fordómar um

negrastrákana.“ RÚV, viðtal 21. mars 2012.

Hvaða viðhorf kynnum við fyrir börnunum okkar og hversu

gagnrýnin geta þau verið á réttmæti skoðana / hegðunar?

o „Barnabækur fyrir börn“

Er rétt að hafa umburðarlyndi fyrir fordómum?

o „Tíu litlir negrastrákar í Eymundsson“

Ítarefni

Í Svíþjóð átti sér stað

umræða um hvort klippa

ætti út valda þætti úr

verkum Astrid Lindren sem

taldir voru fordómafullir og

barn síns tíma.

Þar kom meðal annars fram

að markhópur verkanna

væru börn og að það að

klippa út tilgreinda þætti

myndu ekki hafa áhrif á

innihald verksins. Þar að auki

hefði Astrid Lindgren staðið

fyrir allt annað en fordóma.

Sjá umfjöllunina hér

Hér má einnig finna íslenska

umfjöllun um málið:

„Klippa rasismann burt úr Línu

langsokki“

Page 32: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 31 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Rökstudd afstaða

Í umfjöllun um gagnrýna hugsun og rökfræði er auðvelt að tína

til dæmi þar sem einstaklingar hafa, í gegnum söguna, fylkt sér

í tvær fylkingar, með eða á móti, tilteknum atriðum. Sögulega

hafa verið færð rök gegn ýmsu sem þykir jafnvel sjálfsagður

hlutur í dag. Það að skoða rökin sem sett voru gegn einhverju

sem við sjáum ekki ástæðu til að réttlæta í dag getur gefið

innsýn inn í á hvaða hugmyndum það byggist og jafnvel hvers

vegna mikilvægt er að hlúa að halda því í heiðri. Þá getur það

einnig aukið skilning okkar á hvers vegna það taldist ekki

sjálfsagt áður fyrr og í hvaða sögulega samhengi hlutirnir áttu

sér stað. Það að skoða röksemdafærslur eykur skilning okkar á

eðli og einkenni röksemda, hvað beri að varast og hvernig

hægt sé að ræða gildi þeirra með uppbyggilegum hætti.

Röksemdafærslur geta verið af mörgum toga og ein helsta

leiðin til að fjalla um þær er að velta fyrir sér rökvillum og skoða

gildi og réttmæti þeirra röksemda sem settar eru fram.

Röksemdafærsla getur einnig verið rökfræðilega rétt en

réttmæti hennar umdeilanlegt.

Kosningarréttur kvenna

Kosningaréttur kvenna þykir mörgum eflaust sjálfsagt mál í dag.

Staðreyndin er hins vegar sú að það eru rétt um hundrað ár frá því

konur á Íslandi fengu kosningarétt en það er um tæpum 200 árum

eftir að saga kosningaréttar kvenna hófst í Svíþjóð árið 1718. Þá

fengu konur sem greiddu skatta fyrstar kvenna að kjósa á jafnt við

menn. 19. öldin var þó sá tími þar sem mörg ríki fóru að veita

konum kosningarrétt. Kosningaréttur er hins vegar ekki sjálfsagt mál

og enn þann dag í dag finnast ríki þar sem konur hafa

takmarkaðan eða engan rétt til að kjósa, sem dæmi má nefna

Sádí Arabíu og Brunei. Hér verða rökin með og á móti kosningarétti

kvenna skoðuð líkt og þau birtust í kvenfrelsisbaráttunni í

Bandaríkjunum í upphafi 20. aldar.

Lykilhugtök

Mannréttindi

Feminsmi

Réttlæti

Jafnrétti

Röksemdafærslur

Rökvillur

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í I. hluta kversins.

Page 33: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 32 of 61

Rök gegn kosningarétti kvenna

Fólki í dag kann að þykja það óhugsandi en til að byrja með var

aðeins um að ræða fámennan hóp kvenna (og karla) sem studdi

tillöguna um kosningarétt kvenna til jafns á við karla. Oftar en ekki

var stór hluti kvenna í samfélaginu á móti kosningarétti fyrir konur.

Hér er að finna grein sem birtist í bandaríska fréttablaðinu The

Atlantic Monthly haustið 1903 eftir Lyman Abbott. Heiti greinarinnar

er „Hvers vegna konur kjósa ekki kosningarrétt kvenna“ og er

markmið hennar að taka upp málstað þeirra kvenna sem eru á móti

kosningarétti kvenna og að útskýra á hvaða rökum það viðhorf

byggist.

Sjá nánar: Abbott, Lyman. 1903. „Why Woman Do Not Wish the

Suffrage.“ The Atlantic Monthly, 3/9/1903. [Volume 92,

No. 551; page 289-296.]

Umræðupunktar

Hvaða, ef einhverjar, rökvillur má finna í greininni?

Í greininni segir Abbot m.a. að trjáhögg og námugröftur sé

ekki kvenmansverk. Í fyrri og seinni heimstyrjöldinni kom það

hins vegar í hlut margra kvenna að sinna karlmannsstörfum

þarf sem mennirnir voru á vígvellinum. Þannig hafði stríðið

áhrif á hugmyndir karla og kvenna um hlutverk þeirra og

getu. Er hægt að nefna fleiri sambærileg dæmi um breytt

viðhorf til getu kvenna?

Ítarefni

Hér að finna slóð á vefsíðu í

tilefni 100 ára afmæli

kosningarréttar kvenna á

Íslandi.

Hér má finna greinna

„Women's suffrage in

Iceland“ af vefsíðunni

Kvennasögusafn.is.

Hér má finna myndband þar

sem leikkonan Emma Watson

talar um feminisma.

Hér má finna grein eftir Þorleif

H. Bjarnason undir heitinu

„Um kosningarrétt kvenna“

frá árinu 1907.

Page 34: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 33 of 61

Hér fyrir neðan er að finna dreifirit sem samið var af the Woman Anti-Suffrage samtökunum í New

York í kringum 1916. Þar eru sett fram níu ástæður eða rök fyrir því að konur ættu ekki að fá

kosningarétt og einstaklingar hvattir til að kjósa gegn tillögunni. Hægt er að vinna með rökin á

marga ólíka vegu, sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Þá er mikilvægt að skoða gildi og

réttmæti þeira röksemda sem settar eru fram og ræða forsendur þeirra og jafnvel sögulegt

samhengi. Hvaða viðhorfum lýsa þau, eru einhver þeirra sem sett eru fram enn þann dag í dag í

sambærilegri mynd?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um verkefni:

A.

i. Veljið eina af ástæðunum sem

settar er fram af samtökunum og

þýðið hana yfir á íslensku.

ii. Takið afstöðu með eða á móti

staðhæfingunni og færið rök fyrir

afstöðunni.

B. Raðið staðhæfingunum eftir

vægi, frá verst til best.

C. Finnið dæmi um mismunandi

rökvillur í þeim staðhæfingum sem

settar eru fram.

D. Finnið dæmi um rök sem enn er

beitt í dag í sambærilegu

samhengi.

E. Er hægt að finna dæmi um rök

sem byggja á ófullnægjandi

forsendum?

F. Hvaða rök eru bestu rökin að

ykkar mati og hvers vegna eru þau

það?

G. Hvers vegna tóku konur

afstöðu gegn kosningaréttinum

á þessum tíma? Gætu konur

verið á móti honum í dag?

Page 35: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 34 of 61

Hér er má sjá fleiri veggspjöld sem notuð voru í baráttunni gegn kosningarétti kvenna í upphafi 19.

aldarinnar:

Umræðupunktar

Eru rökin sem sett eru fram í veggspjöldunum

sanngjörn?

Er eitthvað til í því sem fram kemur á veggspjöldunum?

Hvaða ólíku tegundir röksemdafærslna má finna á

veggspjöldunum?

Page 36: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 35 of 61

Rök með kosningarétti kvenna

Hér er að finna dæmi um rök sem sett voru

fyrir kosningarétti kvenna á sama tíma. Hvað

má segja um þau rök? Eru þau öll réttmæt og

sanngjörn?

Umræðuspurningar

Um hverskonar röksemdafærslur er að

ræða?

Er hægt að finna betri rök fyrir

kosningarétti kvenna? Ef svo er, hvers

vegna eru þau rök betri? Hvað er það

sem gerir rök gild og réttmæt?

Er hægt að finna dæmi um rök sem

vísa í tilfinningar í þeim staðhæfingum

sem settar eru fram?

Hvað annað var að gerast í heiminum

á þessum tíma sem gæti hafa haft áhrif

á viðhorf til kvenna? Hvers vegna hafði

það áhrif á viðhorf til kvenna?

Hvers vegna voru bæði karlar og konur

með og á móti hugmyndinni um

kosningarétt kvenna en ekki eingöngu

konur með honum og karlar á móti

honum?

Mynd 6: „Við erum tilbúnar til að vinna við hlið ykkar, berjast við hlið ykkar og deyja við hlið ykkar. Leyfið okkur

að kjósa við hlið ykkar.“

Page 37: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 36 of 61

Hér er að finna dreifirit sem gefið var út af útgáfufyrirtækinu National Woman Suffragate í New

York. Dreifiritið bar heitið „Hver stendur fyrir hana?“ og eru settar fram fimm spurningar til að draga

fram þá staðreynd að þegar konan brýtur af sér þá er engin annar en hún sjálf sem ber ábyrgð á

verknaðnum. Að lokum er sett fram spurningin „Hvers vegna er það svo að eini staðurinn í

heiminum þar sem karlmaðurinn vill koma fram sem staðgengill konunnar þá er það við

kjörkassann?“

Umræðuspunktar

Hvað kemur fram í staðhæfingunum

sem settar eru fram, eru þær allar

réttmætar?

Hvað segir það um stöðu einstaklingsins í

samfélaginu þegar hann ber eingöngu

ábyrgð á sjálfum sér í tilteknu samhengi en

ekki öllum stundum?

Er jafnrétti á milli einstaklinga þegar

annar einstaklingurinn hefur fleiri

samfélagsleg réttindi umfram hinn?

Hvað þýðir að vera fullgildur meðlimur

samfélagsins?

Er það kostur eða galli að bera ekki alla

ábyrgð á sjáfum sér sem einstaklingur?

Page 38: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 37 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Sanngirni og rök

Það að vera unglingur í heimi fullorðinna er ekki alltaf auðvelt.

Löngunin til að vera tekin alvarlega á jafnt við aðra fullorðna

getur valdið óþreyju þegar viðmótið er ekki í þeim anda.

Unglingurinn getur mætt fordómum vegna ungs aldurs og

fengið það viðmót að viðhorf hans og hugleiðingar eigi ekki

heima í heimi fullorðinna. Í raun er það viðmót hins fullorðna sem

er úrslitakostur um farsæl samskipti en virðing er eitthvað sem

einstaklingar ávinna sér, óháð aldri. Dæmið hér fyrir neðan segir

frá samskiptum unglings og fullorðinna þar sem viðfangsefnið

sjálft hefur mikið vægi. Þar má sjá dæmi þess að á meðan

unglingurinn vandar sig gerist hinn fullorðni sekur um

mælskubrögð og það að tala niður til viðmælenda síns í ljósi

ungs aldurs hans.

Í þættinum The Lang and O’Leary Exchange, af sjónvarpsstöðinni

CBC NEWS, var tekið viðtal við hina14 ára gömul Rachel Parent.

Viðfangsefni viðtalsins er spurningin um réttmæti erfðrarbreyttra

matvæla og réttindi neytenda í því samhengi. Rachel leggst ekki

alfarið gegn erfðabreyttum matvælum en leggur þess þá heldur

áherslu á mikilvægi þess að erfðabreytt matvæli séu merkt til að

tryggja réttindi neytenda til að velja og taka afstöðu til þeirra á

eigin forsendum. Annar þáttastjórnandanna hafði áður fjallað um

erfðabreytt matvæli við fleiri tækifæri og sett fram rök fyrir gildi

þeirra og má því segja að hann sé því ekki fyllilega hlutlaus

gagnvart viðfangsefninu. Viðfangsefnið, erfðabreytt matvæli, er

ekki einfalt enda bæði vísindalegir, siðferðilegir og pólitískir fletir á

viðfangsefninu. Rachel virðist þó ekki eiga í erfiðleikum við að tjá

skoðanir sýnar og virðist leggja sig fram við að halda sig við

viðfangsefnið og færa rök fyrir máli sínu.

Sjá nánar: Viðtal

Lykilhugtök

Málefnalegur

Rökræður

Siðferði

Réttindi

Vísindi

Vald

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. og IV. hluta kversins.

Page 39: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 38 of 61

Umræðupunktar

Hvaða mælskubrögð gerist annar þáttastjórnandinn sekur

um?

o Stundum er talað um „að fara í manninn en ekki

málefnið“, hvað er átt við með því?

o Finndu dæmi í viðtalinu þar sem þáttastjórnandi

reynir að gera lítið úr málflutningi Rachel með því að

leggja áherslu á aldur hennar.

o Finndu dæmi í viðtalinu þar sem þáttastjórnandi

reynir að tortryggja Rachel með því að leiða líkur að

því að það sé verið að nota hana, í ljósi þess að hún

sé svo ung og þarf af leiðandi að leiða að því líkur að

hún sé jafnvel barnaleg eða auðtrúa.

o Finndu dæmi þar sem þáttastjórnandi reynir að skipta

um umræðuefni. Hvað kallast það í rökfræði?

o Geturðu fundið fleiri dæmi um mælskubrögð eða

rökvillur?

Gestu þáttarins, Rachel, situr ein á móti tveimur

þáttastjórnendum, hvaða áhrif hefur það á viðtalið, ef

einhver?

o Hefði verið réttara/sanngjarnara ef það hefði

eingöngu verið einn þáttastjórnandi?

o Hefði viðtalið verið betra/verra ef O´Leary hefði einn

séð um að stýra viðtalinu? Hvers vegna?

o Hefði viðtalið verið betra/verra ef Lang hefði ein séð

um að stýra viðtalinu? Hvers vegna?

Hvað felst í því að vera talsmaður einhvers?

Hvernig er hægt að bera kennsl á áróður?

Til kennara

Gott er að kynna viðfangsefni

viðtalsins fyrir nemendum áður

en þeir horfa á myndbandið. Í

viðtalinu er nokkuð um

fræðilega notkun í tengslum við

erfðabreytt matvæli en það er

ekki markmið verkefnisins að

nemendur skilji orð frá orði hvað

er sagt í viðtalinu (nema

samhliða markmiðum t.d.

enskukennslu). Öllu heldur skiptir

máli að bera kennsl á hvernig

viðtalið fer fram, hvernig

viðmælendur svara andmælum

og setja fram röksemdafærslur

sínar. Þá má einnig lesa í

líkamstjáningu og raddbeitingu í

þessu samhengi. Efnislega er

viðtalið þó einnig áhugavert og

er hægt að tengja það við ýmis

hefðbundnari viðfangsefni

kennslu t.d. í líffræði, efnafræði

eða samfélagsfræði. Þá má

velta fyrir sér með ítarlegri hætti

hvað Rachel hefur til síns máls,

ef eitthvað, og hvort þær

skoðanir sem þáttastjórnandinn

setur fram séu réttmætar eða

óréttmætar. Hafa ber í huga að

framsetning

röksemdafærslanna hefur þá

oftar en ekki jafn mikið vægi og

innihald þeirra.

Page 40: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 39 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Siðferðileg álitamál

Í umfjöllun um siðferðileg álitamál er oftar en ekki auðveldast að

bera kennsl á þau í tengslum við heilbrigðismál. Þar má nefna

sem dæmi fóstureyðingar, líknadauða og staðgöngumæðrun.

Hér er fjallað um nokkur dæmi sem upp hafa komið í tengslum

við staðgöngumæðrun og fötluð börn. Velt er upp spurningum

á borð við „Hver eru réttindi barna?“, „Hvað felst í því að vera

foreldri?“ og „Hvenær eru börn börnin manns?“

Staðgöngumæðrun er og hefur verið umdeild þá einna helst í

ljósi réttmæti hennar en þá má velta fyrir sér hvort það sé

siðferðilega rétt að gera allt sem er tæknilega hægt. Þá eru til

dæmi þess að umsýslun með staðgöngumæðrun sé gerð með

ólögmætum hætti og að misnotuð sé bágborin aðstaða

staðgöngumóðurinna. Annar útgangspunktur verkefnisins er

fatlanir en fleiri en eitt dæmanna fjalla um það þegar foreldrar

neita að taka við fötluðu barni frá staðgöngumóðurinni. Velt er

upp spurningum á borð við „hvað það að vera „fullkomin“?“

og „hver er ábyrgð foreldra?“. Hver ber ábyrgð á því að barn

komi í heiminn?

Gammy

Árið 2013 fæddi tælensk staðgöngumóðir tvíbura, dreng og stúlku.

Í kjölfar fæðingarinnar fór af stað atburðárás sem varð til þess að

stúlkan fór með blóðforeldrum sínum til Ástralíu en drengurinn varð

eftir hjá staðgöngumóðurinni í Tælandi. Upphafsaga málsins er sú

að staðgöngumóðirin hafði fengið greitt fyrir það að ganga með

börnin af áströlsku pari á miðjum aldri. Staðgöngumóðirin og

ástralska parið hafði ekki hist fyrr en að fæðingunni lokinni en

umboðsskrifstofa hafði verið milligönguliður fram að því.

Atburðarrásin í kjölfar fæðingarinnar er ekki augljós en

staðgöngumóðirin og ástralska parið sögðu hvort sína söguna.

Greina mátti þó meiri samkvæmni í frásögn staðgöngumóðurinnar

á meðan ástralska parið var margsaga í frásögn sinni.

Lykilhugtök

Mannréttindi

Siðferði

Siðfræði vísinda

Réttindi barnsins

Foreldrahlutverkið

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í III. hluta kversins.

Page 41: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 40 of 61

Þegar staðgöngumóðirin, Pattharamon, var gengin fjóra mánuði á

leið kom í ljós að annar tvíburanna var með Downs-heilkennið. Það

fékk hún hins vegar ekki sjálf að vita fyrr en hún var komin sjö

mánuði á leið en þá var hún beðin um af foreldrunum að fara í

fóstureyðingu. Því neitaði Pattharamon af trúarlegum ástæðum.

Samkvæmt frásögn staðgöngurmóðurinnar var í kjölfarið rætt um

að drengurinn yrði settur á fósturheimili fyrir fötluð börn en hún gat

ekki hugsað sér að drengurinn færi á stofnun þar sem enginn

elskaði hann. Pattharamon ákvað þá að taka sjálf drenginn að sér

og ala hann upp sem sitt eigið barn en sjálf átti hún tvö börn fyrir.

Málið kemst í fjölmiðla þegar staðgöngumóðirin leitar aðstoðar þar

sem drengurinn þarf á hjartaðgerð að halda nokkurra mánaða

gamall. Í kjölfarið er reynt að hafa upp á líffræðilegum foreldrum

hans til að fá skýringu þeirra á atburðarrásinni og afdrifum hins

tvíburans. Erfitt reynist að hafa uppi á foreldrunum sem flýja heimili

sitt og neita að tjá sig um málið við fjölmiðla. Félagsmálayfirvöld í

Ástralíu blandast í málið þegar í ljós kemur að faðirinn er dæmdur

barnaníðingur og óttast er um velferð stúlkunnar sem þau héldu

eftir.

Sjá nánar:

Fréttaskýringar af ástralskri sjónvarpsstöð, ABC News:

Paying for parenting

Baby Gammy's biological father revealed as convicted

paedophile, raises surrogacy law questions

Baby Gammy story takes startling turn as extreme options

revealed

Umfjöllun The Guardian

“Baby Gammy: conflicting reports about baby boy

'abandoned' in Thailand”

International surrogacy laws in the spotlight amid row over

baby Gammy

Child abuse convictions of Gammy's father prompt

investigation

Gammy: Australian parents wanted a refund and would

have aborted him

Umræðupunktar:

Málið vekur upp ótal spurningar um staðgöngumæðrun, um

hagsmuni foreldranna, staðgöngumóðrinnar og barnsins.

Ítarefni

Hér má sjá myndasyrpu af

Gammy og

staðgöngumóður hans.

Hér fyrir neðan má finna

umfjöllun af vef innanríkis-

ráðuneytisins um

staðgöngumæðrun:

„Réttarstaða barns við

staðgöngumæðrun – ýmis

álitaefni“

Page 42: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 41 of 61

Fullkomin börn: Einum tvíbura haldið, annar skilinn eftir

Í breska fréttamiðlinum The Daily Mail er að finna frásögn af breskum foreldrum sem skildu eftir

fatlað barn hjá staðgöngumóður í Bretlandi en tóku með sér heilbrigðan tvíburabróður stúlkunnar.

Samkvæmt því sem fram kemur í blaðinnu fékk staðgöngumóðirin greitt fyrir þjónustuna og eftir

umfjöllun um mál Gammy ákvað staðgöngumóðirin að koma fram með sögu sína til að sýna fram

að sambærileg mál og Gammys geti, og hafið komið upp, í Bretlandi. Við fæðingu vor börnin tekin

með keisaraskurði og um leið og drengurinn var orðin nógu

hraustur fékk hann að fara heim með blóðforeldrum sínum.

Stúlkan var áfram á spítalanum á meðan fylgst var með

ástandi hennar. Á spítalanum var hún síðan greind með

Congential Myotonic Dystrophy, sjúkdóm sem veldur mikilli

líkamlegri og andlegri fötlun. Þegar staðgöngumóðirin tilkynnti

foreldrum stúlkunnar um ástand hennar neituðu þau að taka

við henni en samkvæmt frásögn staðgöngumóðirinnar

sagðist líffræðileg móðir barnanna ekki vilja grænmeti fyrir

dóttur. Í kjölfarið ákvað staðgöngumóðirin að ala stúlkuna

upp með manni sínum en þau áttu nokkur börn fyrir. Vegna

ástands stúlkunnar hefur fjölskyldan þurft að stækka við sig í

húsnæði og heimilisfaðirinn bætt við sig í vinnu til að standa

undir öllum kostnaði. Þrátt fyrir auknar fjárhagslegar byrðar

segir staðgöngumóðirin að stúlkan sé 100% dóttir hennar og

að hún elski hana jafnmikið og önnur börn sín.

Sjá nánar: “'I don't want a dribbling cabbage for a daughter': What mother told her surrogate

before rejecting disabled baby girl”

Umræðupunktar:

Hvað hefði gerst ef móðirin hefði sjálf eignast tvíburana á spítala, hefði hún þá getað skilið

annan eftir líkt og hún gerði? (ath. í þessu samhengi dæmið hér á eftir)

Hvers vegna ættu foreldrar ekki að vilja fatlað barn?

Hver er mælikvarðinn á fullkomið barn?

Hvað ef það kemur í ljós að barnið sem foreldrarnir héldu eftir er með sjúkdóm af einhverju

tagi, hafa þeir þá rétt á að skila því barni líka? Af hverju ættu þau að halda því barni?

Hver er siðferðileg ábyrgð foreldranna í þessu samhengi?

Page 43: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 42 of 61

Breskir foreldrar „skila“ öðrum tvíburanum til yfirvalda

Önnur umfjöllun fréttamiðilsins The Daily Mail fjallar um bresk hjón sem eru amma og afi

tvíburastúlkna sem fæddar voru árið 2004. Samkvæmt frásögn þeirra ákváðu foreldrar stúlknanna

að þeir vildu ekki eiga annan tvíburann þar sem hún væri með Downs heilkennið en í kjölfarið gáfu

þau hana til ættleiðingar. Fólkið bjó í Bandaríkjunum en flaug aftur til Bretlands og afhentu stúlkuna

félagsþjónustunni í Bretlandi. Foreldrarnir eru bæði í háum stöðum og búsett í Bandaríkjunum þar

sem dóttir þeirra gengur í alþjóðlegan einkaskóla. Hinn tvíburinn býr hins vegar í Bretlandi hjá

fósturforeldrum sínum og gengur í almennan skóla. Amman og afinn sem viðtalið er tekið við sjá

eftir barninu og vilja fá að hitta stúlkuna á ný gegn vilja blóðforeldra hennar. Það hefur reynst

ömmunni og afanum erfitt að fá að mynda tengsl við stúlkuna á ný en í umfjölluninni kemur fram

að þau hafi fengið leyfi til að hitta hana einu sinni á ári.

Sjá nánar: “Britain’s Gammy: Grandparents’ grief over Down's syndrome twin who was given up

for adoption – while her sister now attends top private school”

Umræðupunktar:

Er hægt að skila barni líkt og gallaðri vöru?

Hvaða áhrif hefur það á tvíbura, ef einhver, að aðskilja þá?

„Hver á mig? Hvers vegna er ég hér?“

Vorið 2014 komst bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Sherri Shepherd í fréttirnar þegar hún

og eiginmaður hennar sóttu um skilnað. Ástæða umfjöllunarinnar varð einna helst í ljósi þess að

Sherri og eiginmaður hennar, Lamar Shelly, áttu von á barni sem staðgöngumóðir gékk með fyrir

þau. Staðgöngumóðirin var komin sex mánuði á leið þegar þau sækja um skilnað og veltu

fjölmiðlar því fyrir sér hvaða áhrif það hefði á framtíð barnsins. Þegar Sherri og Lamar ákveða að

þeim langaði að eignast barn saman ákváðu þau að leita til staðgöngumóður. Þegar í ljós kom að

ekki væri hægt að nota egg Sherri keyptu þau gjafaegg. Líffræðilegir foreldrar barnsins eru því

óþekkt kona og Lamar Shelly. Staðgöngumóðirin er þá fjórði aðilinn er kemur að fæðingu barnsins.

Sherri á að hafa sagt á sínum tíma að hún myndi elska barnið sem sitt eigið og að það skiptir ekki

máli hvers egg það er, hún muni strax mynda tengsl við barnið, „það er að vera móðir“. Stuttu eftir

að barnið fæðist, kemur Lamar hins vegar fram í fjölmiðlum og skýrir frá því að Sherri vilji ekkert með

barnið hafa, að hún telji það ekki sitt eigið barn. Þegar hjón skilja en eiga von á barni saman (sem

eiginkonan gengur með) elur konan barnið og foreldrarnir skipta með sér forræði. Í tilviki Sherri og

Lamars er það ekki eins augljóst þar sem Sherri gengur ekki með barnið. Það breytir því þó ekki að

þegar Sherri og Lamar taka þá ákvörðun sem hjón að eignast barn saman er sú ákvörðun ekki

frábrugðin ákvörðun annarra foreldra sem eignast barn saman.

Sjá nánar: Sherri Shepherd’s Estranged Husband Speaks Out About Surrogate Baby Drama

Page 44: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 43 of 61

Umræðupunktar:

Hvenær er barn barnið manns?

o Er það ákvörðunin?

o Er það meðgangan?

o Er það líffræðin?

o Eitthvað annað?

Getur maður hætt við að verða foreldri?

En ef ákvörðunin var ekki meðvituð? Hvað um börnin sem óvart verða til. Er hægt að hætta við

að eiga þau? (sbr. Fóstureiðingar)

Til eru dæmi þess að konur komast ekki að því að þær eiga von á sér fyrr en þær eru komnar

fram yfir þann tíma sem fóstureyðingar eru leyfilegar á. Ættu þær að hafa rétt á því að „skila“

barninu þegar það kemur í heiminn?

Um staðgöngumæðrun og réttmæti hennar

Hér er að finna slóð á vefsíðuna debate.org þar sem settar eru fram spurningar um fjölmörg

álitamál og lesendur síðunnar geta tekið afstöðu til. Hér er sett fram spurningin „Eru

staðgöngumæðrun mikilvæg leið fyrir ófrjó pör til að verða foreldrar?“

Sjá nánar: “Surrogate mothers: Is surrogacy an important means to parenthood for infertile

couples?”

Umræðupunktar:

Öll dæmin hér að framan eru dæmi um neikvæðar afleiðingar staðgöngumæðrunar og segja

eflaust meira um fólkið sem að dæmunum standa frekar en tæknina sjálfa. Á að banna

staðgöngumæðrun í ljósi þess að það er til fólk sem misnotar hana og umgengst hana líkt og

verslun og viðskipti?

Getur verið að vandamálið er ekki tæknin sjálf heldur „við“ sem beytum henni. Að vandamálið

liggi í því að við tökum ekki ábyrgð, að við umgöngumst ekki tæknina eða lífið sem hún gefur

af virðingu þar sem við erum sjálfselsk, sjálfhverf og óábyrg?

Page 45: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 44 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Staðhæfingar

Gagnrýnin hugsun felur í sér íhugun, ígrundun og oftar en ekki í

sér ákveðna rannsókn á viðfangsefni. Þess vegna þarfnast hún

tíma. Áhugavert að skoða það hvernig skortur á tíma getur haft

áhrif á það hvernig við myndum okkur skoðun og gæði

skoðana okkar en einnig um það hvernig skoðanir okkar hafa

áhrif á athafnir okkar. Tímaskortur getur gert það að verkum að

við myndum okkur skoðun eða setjum fram staðhæfingu án

þess að ígrunda hana nægilega vel, þ.e.a.s. þannig að við

getum fært sannfærandi rök fyrir henni eða gerum okkur grein

fyrir forsendum hennar. Tímaskortur getur komið til hvort sem er

af nauðsyn, þvingun, eða verið valkvæður. Þannig getur það

orðið af ásetningi, af fljótfærni eða af öðrum hvötum þess sem

á í hlut, að viðkomandi velur, meðvitað eða ómeðvitað, að

íhuga, ígrunda eða rannsaka málið ekki frekar.

Dagana 9. og 10. apríl 2014 bar mikið á fréttaumfjöllun í helstu

fréttamiðlum landsins um meinta innbrotstilraun sorphirðumanns inn

á heimili fyrrum landsliðsmanns í fótbolta. Fréttinn birtist fyrst á

miðvikudagseftirmiðdegi, 9. apríl 2014, á visir.is og var titill hennar

„Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar.“

Fréttinni var svo fylgt eftir af blaðamanni Vísis seinna um kvöldið þar

sem fram kom að ekki tókst að varpa nánari mynd af málinu þrátt

fyrir samtal við upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Snemma

morguninn eftir, þann 10. apríl 2014, mætti fjöldi sorphirðumanna á

sorpbílum fyrir framan húsnæði 365 ehf. og mótmæltu

fréttaflutningnum en ekki síður þeim viðbrögðum sem flutningurinn

olli á meðal almennings.

Hér fyrir neðan má rekja sig í gegnum atburðarásina eins og hún

birtist í fjölmiðlum dagana 9. og 10. apríl.

Lykilhugtök

Fagleg vinnubrögð

Siðferði

Siðareglur

Ábyrgð

Orsakasamhengi

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í I. og II. hluta kversins.

Page 46: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 45 of 61

Sjá nánar: Fyrsta frétt um málið

„Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar“

Önnur frétt

„Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða“

Gagnrýni Sorphirðumanna

„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“

„Ruslabílar borgarinnar við 365“

„Sorphirðumenn mótmæltu við 365“

„Mér leið eins og glæpamanni“

„Mótmæltu fréttamennskunni“

Viðbrögð fjölmiðilsins

„Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar“

„Vísir biðst afsökunar“

„Aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk“

„Leið eins og ótíndum glæpamanni“

„Tekur tíma að læra á tunnurnar“

„Fréttastjóri vísis biðst afsökunar“

Eftirmáli

„Vinnubrögð sorphirðumanna voru með öllu eðlileg“

„Hvorki innbrot né innbrotstilraun“

„Eik biður starfsmennina afsökunar“

Page 47: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 46 of 61

Umræðupunktar:

• Hver var ætlan blaðamanns?

Telja má sem svo að þarna hafi kappsamur og jafnvel reynslulaus

blaðamaður hlaupið á sig. Mögulega hafi pressa verið á

blaðamönnum að vera fyrstir með fréttirnar og jafnvel að við fyrstu

sýn hafi verið um „stórfrétt“ að ræða. Í frásögn höfundar facebook

færslunnar, sem fréttin byggðist á, er hins vegar gefið í skyn að

ætlan eða hvatir blaðamanns við skrif fréttarinnar hafi verið

margþættari.

Voru vinnubrögð blaðamanns fagmannleg?

Hverjar eru siðareglur blaðamanna?

Braut blaðamaðurinn af sér?

o Ef ekki, hvers vegna ekki?

o Ef svo, hversu alvarlegt var brot hans?

Hversu áreiðanlegar voru upplýsingarnar sem fréttinn byggði

á?

Var fyrirsögn fréttarinnar „ótímarbær“ líkt og fréttastjóri gaf til

kynna í afsökunarbeiðni blaðsins – eða var hún fyrst og

fremst óviðeigandi?

Hvað má segja um ætlan blaðamannsins af fyrirsögn

fréttarinnar?

Líkt og fréttaflutningur sjálfur af málinu var ámælisverður þá

var sú umfjöllun sem flutningurinn olli ekki síður alvarlegur.

o Hvað má segja um viðbrögð sorphirðumanna?

o Brugðust þeir of harkalega við?

Ítarefni

Umfjöllun Fréttablaðsins

Mun nákvæmari umfjöllun af

innbrotinu var að finna í

Fréttablaðinu þann 10.4.14,

bls. 2. Sjá nánar hér.

Í tilviki umfjöllunarinnar á

visir.is mætti mögulega skrifa

fréttaflutninginn á óvönduð

vinnubrögð blaðamanns eða

fljótfærni.

Við útgáfu prentmiðils er um

nákvæmari yfirlestur að

ræða en við fréttaflutning á

vefmiðlum en þar fyrir utan er

fréttin mun nákvæmari og

sett fram líkt og enginn vafi

sé á að um brot hafi verið að

ræða.

Page 48: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 47 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Trúarbrögð og vísindi

Trúarbrögð og vísindi eru að mati sumra tvær ólíkar leiðir til að

nálgast veruleikann. Þá vilja sumir meina að án hvorugs geti

maðurinn lifað. Hvort þær útiloki hvor aðra eða vinni saman að

einhverju leiti verður ekki svarað með einföldum hætti. Sumir

vilja halda því fram, líkt og í dæminu hér fyrir neðan, að um

jafngilda nálganir á veruleikann sé að ræða og einstaklingurinn

þurfi einfaldlega að velja á milli. Aðrir benda á að vísindin taki

tillit til allra manna óháð trúarbrögðum og séu í eðli sínu algild.

Risaeðlur í Biblíunni

Í fyrirlestrinum „Risaeðlur og Biblían“ reynir dr. Jason Lisle,

stjarneðlisfræðingur, að sýna fram á með rökfræðilegum hætti að

svör við mörgum spurningum um risaeðlurnar megi finna í Biblíunni. Í

kynningunni á fyrirlestrinum kemur m.a. fram eftirfarandi

röksemdafærsla:

Í fyrirlestri sínum leggur Jason vísindi og trúarbrögð að jöfnu með því

að skilgreina þau sem tvö ólík gleraugu til þess að skoða heiminn.

Markmið verkefnisins er að skoða þau rök sem Jason setur fram í

fyrirlestri sínum og greina þau. Hvers eðlis eru rökin og hvert er gildi

þeirra og réttmæti?

Myndbandið hefst á þeim orðum að áhorfendur þess muni

uppgötva það að, ólíkt almennu viðhorfi, þá lifðu risaeðlur ekki á

jörðinni fyrir mörgum miljónum ára heldur voru uppi á sama tíma og

mennirnir.

Lykilhugtök

Vísindi og gervivísindi

Þróunarkenningin

Röksemdarfærslur

Rökvillur

Afstæðishyggja

Trúarbrögð

Kennisetningar

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í I. og IV hluta kversins.

T-rex er landdýr

Landdýr (og maðurinn) voru sköpuð á degi 6

T-rex var skapaður á degi 6

Page 49: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 48 of 61

Jason byrjar fyrirlesturinn á að taka fram að fullt af fólki setur

samansemmerki á milli risaeðla og þróunar. Það segir hann vera

vegna þess að í gegnum söguna hafa men notað hugmyndina

um risaeðlur til að færa rök fyrir milljónir ára af þróun. Það sem

Jason vill hins vegar halda fram er að auðvelt er að útskýra tilvist

risaeðla ef útgangspunkturinn er tekinn í Biblíunni. Þær geti í raun

gert það að verkum að fólk líti á Biblíuna sem orð Guðs og að hún

gefi skýra mynd af sögunni.

En þá má velta fyrir sér; hvernig fær maður kenningar um risaeðlur

til að samræmast Biblíunni? Svar Jasons við því er að hans mati

einfalt. Spurningin sjálf felur í sér ranga nálgun á viðfangsefnið. Um

þetta segir hann: „Við byrjum ekki á því sem við teljum vera satt og

rétt og aðlögum það að orði Guðs, alls ekki. Við viljum byrja á orði

Guðs, með Biblíunni, það er forsendan.“

Að lokum tekur hann fram að öll höfum við okkar leið til að skoða

sönnunargögn; „Við getum annaðhvort nálgast veruleikann með

augum þróunarkenningarinnar, m.t.t. milljón ára hægrar þróunnar,

eða við getum nálgast

veruleikann í gegnum

orð Guðs.“

Með þessu stillir Jason

viðfangsefninu þannig

upp að um tvær

jafngildar nálgar sé að

ræða og það sé

einfaldlega okkar að

velja hvora við viljum

nota.

Sjá nánar: Fyrirlestur Jasons Lisle

Framsetning á rökum

Hér er að finna tvær staðhæfingar og þrjár spurningar sem Jason

reynir að svara með þeim hætti að þær styðji við kenningar um að

risaeðlur hafi verið uppi á sama tíma og maðurinn. En sú kenning

styður við þá trú að Guð hafi skapað heiminn og manninn líkt og

Biblían segir til um.

Ítarefni

Almossawi, Ali. 2013. An

illustrated book of bad

arguments. Jasper Collins

Publishers: New York.

Hér má finna umfjöllun um

ólíkar leiðir til að útskýra

þróun mannsins: Alternatives

to evolution theory.

Hér má finna grein um líkindi

dreka og risaeðla og líkurnar

á að um sömu lífveru sé að

ræða út frá sjónarhorni

vísindanna:

Strauss, Bob. „Dinosaurs and

Dragons: Untangling the

Dragon Myth, from Prehistory

to the Modern Era. “ About

Education, about.com.

Page 50: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 49 of 61

I. Risaeðlur eru ekki milljón ára gamlar

Þessari staðhæfingu svarar Jason með eftirfarandi hætti:

T-rex er landdýr

Landdýr (og maðurinn) voru sköpuð á degi 6

T-rex var skapaður á degi 6

Þá segir hann að af þessu megi draga þá ályktun að

risaeðlur eru ekki milljón ára gamlar, heldur hafi þær

lifað samhliða manninum.

II. Steingervingar eru ekki milljón ára gamlir

Þessari staðhæfingu svarar Jason á þá leið að „steingervingar geta ekki verið milljón ára gamlir þar

sem dauðinn varð ekki hluti af heiminum fyrr en eftir að Adam hafi syndgað. Þar af leiðandi eru

þeir steingervingar sem við finnum eftir tíma falls Adams.“

„Fólk segir að steingervingar séu milljón ára gamlir en

þeir koma ekki með miða sem stendur á hversu gamlir

þeir eru.“ Þá bendir hann á að fundist hafa

steingervingar með lífefnum og vef sem væru

„svampkenndir og mjúkir, ekki milljón ára gamlir. Alls ekki

68 milljón ára gamlir, langt í frá.“ Jason tekur fram að

þeir væri miklu nýlegri og að þessi dæmi samræmist því

sem Biblían kenni.

III. Hvað um tennurnar í T-rex?

Hér veltir Jason því fyrir sér hvernig útlit risaeðlunnar samræmist því að hún hafi lifiað samtímis

manninum, og þá því hvernig hann hafi átt að geta lifað af innan um risaeðlur. Við því segir hann

að T-rex var plöntuæta og að sönnunina fyrir því megi finna í Biblíunni. „Fyrsta risaeðlan mundi hafa

étið plöntur þar sem öll dýr voru upphaflega plöntuætur. Hann gæti ekki hafa borðað kjöt þar sem

að þegar þú étur kjöt þá étur þú dauða hluti og það var enginn dauði fyrir synd Adams. Þar af

leiðandi hafa þau að sjálfsögðu borðað plöntur upphaflega.“ Þá veltir Jason fram þeirri spurning

hvers vegna tennur risaeðlunnar séu svo beittar þá bendir hann á að þær séu „fullkomlega

hannaðar til að éta plöntur“ og að það séu „sumar plöntur sem þarfnist beittra tanna til að éta.“

Sjá nánar rannsóknina sem Jason vísar til:

Mary H. Schweitzer, Jennifer L. Wittmeyer,

John R. Horner and Jan K. Toporski. „Soft-

Tissue Vessels and Cellular Preservation in

Tyrannosaurus rex.” Science, árg. 307, tlb.

5717, bls. 1952-1955.

eða

“Geologists Find First Clue To Tyrannosaurus

Rex Gender In Bone Tissue.” Science Daily, 3.

júní 2015.

Page 51: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 50 of 61

IV. Hvers vegna er ekki hægt að finna orðið „risaeðla“ í Biblíunni?

Þó Jason vísi í Biblíuna til að færa rök fyrir máli sínu

þá er orðið risaeðla ekki að finna í Biblíunni. Ef að

risaeðlur hafi átt að vera skapaðar af Guði og lifa

samhliða mönnum, hvers vegna er þá ekki fjallað

um þær í Biblíunni? Þessu svarar Jason á þá leið að

orðið sé nýtt og „ekki nógu gamalt til að vera fundið

í Bilblíunni.“ Þar sé þó hægt að finna „lýsingar af

dýrum, drekum, sem mætti vísa til sem risaeðla.“

V. Voru risaeðlur í örkinni hans Nóa?

Ef risaeðlur voru uppi á tímum fyrstu mannana voru þá risaeðlur í örkinni hans Nóa? En Nói tók í skip

sitt tvö dýr af öllum þeim dýrum sem Guð hafi skapað til að bjarga þeim frá syndaflóðinu.

Gagnrýnendur kenningarinnar hafa bent á að miðað við stærð þeirra þá væru engar líkur á að

risaeðlurnar hafi komist fyrir í örkinni. Þessu svarar Jason á þá leið að jú, risaeðlurnar hafi verið um

borð í örkinni hans Nóa en eingöngu þær litlu, þ.e.a.s. ungarnir.

Umræðupunktar

• Hvaða þýðingu hefur „ hver og einn hefur rétt á eigin skoðun“ (e. „everyone is entitled to

their opinion“)? (sbr. trúfrelsi).

• Í verkefninu má finna mynd sem hefur að geyma tvo menn sem ræða saman um veruleikann

út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Hvað felur það í sér?

• Hvað einkennir kenningar í vísindum annars vegar og kenningar trúarbragða hins vegar?

• Hvernig getur reynsla (eða skortur á reynslu) verið rök? Sbr. það að sköpunarsinnar afneiti

þróunarkenningunni vegna þess að enginn hefur séð þetta gerast.

• Hvað felst í óhlutdrægni vísinda?

Page 52: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 51 of 61

Einföld rök gegn þróunarkenningunni

Hér er að finna tvö dæmi um rök gegn þróunarkenningunni. Í fyrra dæminu reynir viðkomandi að

afsanna þróunarkenningu Darwins með því að sýna fram á að líf geti ekki orðið til úr engu. Sem rök

fyrir því bendir hann á að hversu oft sem við opnum krukku af hnetusmjöri þá hefur ekki í neinu tilfelli

kveiknað líf í krukkunni af sjálfu sér. Í seinna dæminu reynir viðkomandi að sýna fram á að

þróunarkenningin eigi ekki við rök að styðjast með því að benda á hvernig banani er fullkomlega

hannaður fyrir manninn til að opna hann og borða.

Sjá nánar: „The peanutbutter argument“

„The banana argument“

Umræðupunktar

• Hvernig rök eru það sem sett eru fram í myndböndunum tveimur?

• Er auðvelt að hrekja rökin? Hvers vegna/hvers vegna ekki?

Page 53: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 52 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Trúfrelsi

Þegar fylgja á lögum eða beita þeim fyrir dómstólum skiptir

skilningur eða túlkun á lögunum öllu máli. Lög eru sjaldnast

einföld í framsetningu þó að það sé markmiðið en í þeim má

finna hugtök og orðnotkun sem túlka má á ólíka vegu. Tilgangur

löggjafar er að skilgreina hvað sé rétt og hvað sé rangt í ljósi

hvers viðfangsefnis fyrir sig. Lög gera ekki allt að viðfangsefni

sínu en það er fátt sem ekki er hægt að finna einhvern

lagabókstaf um. Þar sem lögunum sleppir er oft vísað til

siðareglna eða samfélagslegra gilda og viðmiða. Löggjöf er

jafnframt vandmeðfarin. Það getur jafnvel tekið langan tíma til

að fá lög samþykkt og það getur verið hægara en sagt að fella

lög úr gildi. Stundum þykir nauðsynlegt að breyta lögum,

orðalagi þeirra, til að þau falli betur að breyttu viðhorfi

samfélagsins eða vegna þess að þau þvælast fyrir eða stangast

á við önnur lög. Stundum verður það hins vegar svo að

veruleikinn er látinn aðlagast lagabókstafnum. Þá er horft til

laganna sem forsenda þess sem er frekar en að horfa til

foresenda laganna og þeirra heimspekilegu spurninga sem þar

liggja að baki.

Hobby Lobby er bandarískt fyrirtæki sem selur hannyrða- og

föndurvörur og var stofnað árið 1972. Fyrirtækið, sem er

fjölskyldufyrirtæki, starfrækir 584 verslanir víðsvegar um bandaríkin.

Eigendur þess eru mjög opinskáir með það að markmið þeirra sé

að reka fyrirtækið í anda kristilegra gilda. Á vefsíðu verslunarinnar

kemur m.a. fram að þau leitist við að heiðra Drottinn í öllu sem þau

gera með því að reka fyrirtækið á þann hátt sem samræmist

meginreglum Biblíunnar. Árið 2012 úrskurðaði hæstiréttur

Bandaríkjanna að Hobby Lobby væri heimilt að fara á svið við

heilbrigðislöggjöf Bandaríkjanna í ljósi þess að hún stangaðist á við

trúarskoðanir þeirra. Þetta var í fyrsta skipti sem hæstiréttur

úrskurðaði að fyrirtæki hefði rétt á trúfrelsi jafnt á við einstaklinga.

Lykilhugtök

Trúfrelsi

Siðferði

Vald

Kynjamisrétti

Réttlæti

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í IV. hluta kversins.

Page 54: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 53 of 61

The Affordable Care Act lögin voru samþykkt árið 2010. Lögin fjalla

um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum og er markmið þeirra að

auka aðgengi almennings að henni. Samkvæmt lögunum var

Hobby Lobby gert að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir,

ef þeir óskuðu eftir því, sem hluta af heilbrigðisþjónustu fyrirtækisins.

Eigendur Hobby Lobby, Green fjölskyldan, vildi hins vegar ekki

útvega allar þær tegundir getnaðarvarna sem þeim bar skylda til

þar sem að hluti þeirra gekk gegn trúarskoðunum þeirra. Töldu þau

að lögin gerðu það að verkum að þau þyrftu að velja á milli þess

að fylgja lögum Guðs og lögum ríkisins en þau töldu að þau gætu

ekki gengið gegn lögum trúar sinnar. Fóru þau því með málið fyrir

dómstóla þar sem hæstiréttur úrskurðaði þeim í hag á þeim

forsendum að trúfrelsi þeirra væri stjórnarskrárbundinn réttur þeirra

sem ekki væri hægt að hnika frá. Fjölskyldan fagnaði dómnum og

sagði að með honum hefði trúfrelsi verið staðfest sem ein af

grunnstoðum samfélagsins og væri sigur fyrir alla þá sem kysu að

lifa samkvæmt trú sinni.

Sjá nánar:

„What Does The Hobby Lobby Supreme Court Ruling Mean?”

Umræðupunktar

Hvað felst í trúfrelsi?

Hafa fyrirtæki sömu réttindi og einstaklingar?

Geta fyrirtæki neitað að fylgja lögum, sem ríkið setur, í nafni

trúar „sinnar“?

Geta fyrirtæki verið trúuð?

Green fjöskyldan er ekki tilbúin til að fylgja lögum ríkisins ef

þau stangast á við lög trúar þeirra. Lög trúarinnar verða

þannig ofar lögum ríkisins. Þá fagna þau trúfrelsi sem einu af

grunnréttindum samfélagsins. Ef önnur fyrirtæki, annarrar

trúar, velja að fylgja frekar lögum trúar sinnar getur það haft

áhrif á þeirra rekstur/líf. Hver á þá að dæma þar á milli og á

hvaða forsendum?

Ítarefni

Hér má finna frekari

upplýsingar um Affordable

care act.

Hér má finna nánari umfjöllun

um hugtakið „corporate

personhood“.

Hér er að finna brot úr

fréttaskýringaþætti af

bandarísku sjónvarpsstöðinni

Fox News. Viðmælendur

þáttarins eru

útvarpsþáttastjórnandinn

Dana Loesch, og fyrrverandi

forseti alþjóðasamtaka

kvenna, National

Organisation for Women,

Patricia Ireland.

Page 55: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 54 of 61

Geta fyrirtæki haft sömu réttindi

og einstaklingar?

Í Bandaríkjunum er til hugtak í lögum sem

kallast „corporate personhood“ en það

felur í sér að fyrirtæki hafi sömu réttindi og

einstaklingar líkt og í máli Hobby Lobby.

Hugtakið verður til við túlkun á bandarísku

stjórnarskránni í málum fyrirtækja en þá er

lögunum beitt með þeim hætti að þó að

orðalagið gefi það ekki til kynna þá megi

segja sem svo að það sem þar komi fram

eigi jafnt við einstaklinga og fyrirtæki.

Orðnotkunin við gerð laganna gerir það

að verkum að hægt er að túlka þau með

þeim hætti ef viljinn er fyrir hendi. Þeir sem

styðja hugmyndina um „corporate personhood“ horfa hins vegar fram hjá spurningunni hvort

hægt sé, eða rétt sé, að skilgreina fyrirtæki með sama hætti og einstaklinga og hvaða siðferðilegu

spurningar það felur í sér. Í stað þess er farið beint í að færa rök fyrir því hvers vegna það er

mikilvægt að fyrirtæki séu skilgreind sem fólk í ljósi laganna.

Sjá nánar:

Eric Williamson. „In Wake of Wall

Street Protests, Professors

Illuminate ‘Corporate

Personhood’“. UVA Lawier,

haust 2011.

Umræðupunktar

• Þurfa fyrirtæki sérstaklega

að hafa skilgreint málfrelsi?

• Hvað gerist þegar við

persónugerum fyrirtæki?

• Eru lög ávallt gild

forsenda? Sbr. „það

stendur í lögunum að ...“

Geta lög orðið úreld?

Page 56: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 55 of 61

Um trúfrelsi

Lög í Bandaríkjunum eru með þeim hætti að markmið

þeirra er að gæta trúfrelsis einstaklingsins en ekki að

vernda trúarbrögðin sjálf. Þannig er tilgangur þeirra að

vernda frelsi einstaklingsins til að trúa, hverju því sem hann

kýs, en ekki að gæta hagsmuna trúarbragðanna sjálfra.

Sjá nánar:

„When Does The US Legally Recognize A Religion?“

og „3 Examples Of 'Religious Freedom' That Come With A

Side Of 'Are You Kidding Me?!'“

Umræðupunktar

• Hvort vegur þyngra lög einstakra trúarbragða eða lög ríksisins?

• Hvor lögin hafa víðari skýrskotun? Á hverju byggja lögin?

Viðbrögð Hobby Lobby við niðurstöðu dómsins

Hér er að finna viðtal við lögfræðing Hobby Lobby, Lori Windham. Þar segir hún niðurstöðu dómsins

vera merki um það að „fjölskyldur gefi ekki frá sér stjórnarskrár bundinn rétt sinn til trúfrelsis þrátt fyrir

að þau stofni fjölskyldufyrirtæki.“ Með lögunum hafi ríkistjórnin þvingað eigendur Hobby Lobby að

gera eitthvað sem gengur gegn trú þeirra og þess vegna hafi þau neyðst til að fara með málið fyrir

dómstóla. Þau hafi ávallt reynt að reka fyrirtækið í samræmi við trú sína, til dæmis með því að

borga starfsmönnum sínum tvöföld lágmarkslaun og gefa þeim frí á sunnudögum. Fyrir þá sem

benda á það að með því að neita starfsmönnum um tilteknar

getnaðarvarnir sé Hobby Lobby að ganga inn á svið einkalífs

starfsmanna sinna svarar Lori því til að Hobby Lobby myndi

gjarnan vilja hafa ekkert um þetta að segja en með því að

neyða Hobby Lobby til að taka þátt í að niðurgreiða þessa

hluti, þrátt fyrir að það brjóti gegn trú þeirra, hafi ríkisstjórnin

þvingað fyrirtækið til þess.

Sjá nánar: „Hobby Lobby responds to Supreme Court win“

Umræðupunktar

• Hvort vegur þyngra; réttindi Hobby Lobby til trúfrelsis eða starfsmanna fyrirtækisins til

heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum?

Page 57: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 56 of 61

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Umburðarlyndi Þetta verkefni hefur að geyma fjögur ólík viðfangsefni er fjalla um

umburðarlyndi á einn eða annan hátt.

Hvað felst í því að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og því

að búa yfir umburðalyndi? Á það alltaf við og á öllum stundum?

Velta má fyrir sér hvert gildi málfrelsi einstaklingins er á kostnað

frelsis einstaklingsins til að lifa lífi laust við fordóma. Hver er

ábyrgð einstaklingsins í þessu samhengi. Er til að mynda

nauðsynlegt að mótmæla ef sagður er brandari sem felur í

fordóma í einkasamkvæmi eða á vinnustað? En ef við verðum

vitni af því þegar einstaklingur verður fyrir fordómum

opinberlega? Hvaða máli skipta lög og reglur í þessu

samhengi? Geta lög stuðlað að fordómum eða viðhaldið

þeim? Hvað er siðferðileg ábyrgð einstaklingsins í þessu

samhengi? Hvað felst í góðu samfélagi og hvernig stuðlum við

að því?

Umburðarlyndi fyrir fordómum

Er rétt að umbera fordóma t.d. ömmu sinnar og afa af því að þau

eru „af annari kynslóð“? Er hægt að afsaka fordómafullar skoðanir

sökum aldurs? Hvað með sökum fáfræði eða vanþekkingar? Má

halda því fram að fordómafullar skoðanir séu undir engum

kringumstæðum afsakanlegar? Á vefsíðunni Wikihow er að finna

samantekt á því hvernig best sé að umbera fordóma ömmu og

afa, gefið að þau séu fordómafull. Í samantektinni er gefið í skyn

að í ljósi þess að amma og afi séu gömul þá sé engin tilgangur

með því að rökræða við þau um fordómafullar skoðanir þeirra.

Betra sé að finna leiðir til að horfa framhjá þeim eða leiða þá hjá

sér.

Sjá nánar: „How to tolerate your grandparent‘s prejudices“

Lykilhugtök

Lífsskoðanir

Siðferði

Verðmæti

Siðaboð

Mannréttindi

Málfrelsi

Kverið

Nánari umfjöllun um

fræðilegan bakgrunn

viðfangsefnisins má finna í

kverinu Hugleiðingar um

gagnrýna hugsun: gildi

hennar og gagnsemi eftir

Henry Alexander Henrysson

og Pál Skúlason,

Háskólaútgáfan, 2014.

Umfjöllun sem tengist þessu

viðfangsefni sérstaklega má

finna í II. og III. hluta kversins.

Page 58: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 57 of 61

Umræðupunktar:

Hafa eldri borgara rétt á því að vera fordómafullir sökum

aldurs?

Hver er munurinn á umburðalyndi gagnvart einhverju og

samþykki fyrir einhverju?

Er hægt að umbera hvað sem er?

Ef ég elst upp á tíma þar sem tilteknir fordómar eru

ásættanlegir réttlætir það að ég hafi þessa fordóma allt

mitt líf?

o Hvað má segja um: „samfélagið breytist og mennirnir

með“ í þessu samhengi?

Er í lagi að horfa framhjá fordómum þegar þeir snerta mann

ekki persónulega (og jafnvel engan annan viðstaddan)?

„Félagsfræðileg tilraun“ um kynþáttamisrétti

Í bandaríska sjónvarpsþættinum What would you do? má finna

dæmi um viðbrögð fólks við fordómum í garð annarra en þeirra

sjálfra. Í þættinum eru sviðsett samskipti á milli afgreiðslumanns í

verslun sem er múslimi og viðskiptavinar, bandarísks ungs manns,

en bæði afgreiðslumaðurinn og viðskiptavinurinn eru leikarar. Aðrir

viðskiptavinir vita ekki að um leikin þátt er að ræða en markmið

þáttarins er að fjalla um viðbrögð þeirra við því sem fram fer.

Samskiptin hefjast á því að viðskiptavinurinn neitar afgreiðslu frá

afgreiðslumanninum og biður um að einhver annar starfsmaður

afgreiði sig. Þá sakar hann afgreiðslumanninn um að vera

hryðjuverkamann og hafa tekið þátt á árásinni á Tvíburaturnana

2001 en einnig að hann og aðrir viðskiptavinir séu þau betri en

hann þar sem þau séu Ameríkanar. Viðbrögð annarra

viðskiptavina eru með ýmsum hætti en áður en þeir yfirgefa

staðinn kemur þáttastjórnandi fram og tilkynnir þeim að um leikin

þátt hafi verið að ræða og ræðir viðbrögð þeirra.

Sjá nánar: „A Boy Makes Anti-Muslim Comments In Front Of

An American Soldier. The Soldier's Reply:

Priceless.” Upworthy.

Ítarefni

Hér má finna umfjöllun um

það sem nefnt er Paradox of

tolerance.

Heimspekingurinn John

Locke fjallaðu um

umburðarlyndi og fordóma í

grein frá 1689. Sjá nánar:John

Locke.,1689, A letter

concerning toleration.

Ítarlega umfjöllun Stanford

Encyclopaedia of Philosophy

um tjáningarfrelsi má nálgast

hér.

Page 59: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 58 of 61

Umræðupunktar

• Hvað felst í trúfrelsi?

• Var hegðun unga mannsins

óviðeigandi?

• Hvað má segja um viðhorf hermannsins?

• Hver er skilgreining hermannsins á

trúfrelsi?

• Hvernig hefðir þú brugðist við?

• Gæti þetta hafa átt sér stað í verslun á Íslandi?

• Hvenær er rétt að hafa umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra?

Kynþáttafordómar og tjáningarfrelsi

Á vefsíðunni Upworthy er að finna brot úr uppstandi ástralsks uppistandara. Þar gagnrýnir hann

tjáningarfrelsisrök fordómafullra einstaklinga. Þau rök felast jafnan í því að bera fyrir sig tjáningarfrelsi

þegar skoðanir þeirra eru gagnrýndar fyrir að vera fordómafullar. Um þær mundir sem uppistandið

átti sér stað var verið að ræða breytingar á svokölluðum „Racial Discrimination Act“ lögum á

ástralska þinginu. Það eru lög er fjalla um misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar, uppruna,

þjóðerni eða sem innflytjanda. Talsmenn lagabreytinganna höfðu það yfirlýsta markmið að stuðla

að jafnvægi á milli tjáningarfrelsis (e. freedom of speech) og réttarins til að lifa lífi laust við fordóma.

Það fólst í því að fella úr gildi greinar úr lögunum er varða skilgreiningar á misrétti eða „einfalda“

þær. Forsvarsmaður breytinganna, George Brandis, þáverandi dómsmálaráðherra Ástralíu, tók fram

í umræðum um á þinginu að „fólk hefur rétt á því að vera „bigots“ (fordómafull), þú veist. Í frjálsu

landi hefur fólk rétt á því að segja hluti sem öðrum geta þótt

óviðeigandi, móðgandi eða „bigoted“.“ Þá vildi hann

meina að tilgangur laganna væri að gæta þess að ekki

mætti „særa tilfinningar annarra“. Sumir studdu

breytingartillöguna en meirihluti Ástrala mótmæltu þeim og

var fjölda undirskrifta safnað til að mótmæla aðgerðinni. Í

ágúst 2014 tilkynnti forsætisráðherra Ástralíu, en hann var

einnig stuðningsmaður tillögunnar, að tillagan um

breytingar á lögunum yrði tekin af borðinu til að stuðla að

einingu meðal íbúa landsins.

Sjá uppistandið: „He Was Sick Of Racists Crying ‘Free Speech,’ So He Grabbed A Mic And Free

Speech'd Right Back.“ Upworthy.

Page 60: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 59 of 61

Umræðupunktar

• Hvort vegur þyngra, tjáningarfrelsi eða jafnrétti?

• Má segja hvað sem er í nafni tjáningarfrelsis?

• Hver er munurinn á frelsi til og frelsi undan í þessu

samhengi?

• Ætti að banna fólki að tjá fordómafullar skoðanir sínar

opinberlega?

• Hvað gerir fordómafullar skoðanir fordómafullar?

Misrétti á grundvelli útlits og lífsskoðana

Danski stjórnmálamaðurinn Ole Birk Olesen fjallar um misrétti á grundvelli útlits og lífsskoðana í grein

undir heitinu „Þeir sem ráðast ekki í vinnu“. Greinin birtist í danska fjölmiðlinum Berlinske en þar lýsir

Ole Birk þeirri skoðun sinni að einstaklingar sem leggja sig ekki fram við að falla að þeirri

samfélagshugmynd um hvað telst hefðbundið eða eðlilegt ættu ekki að fá atvinnuleysisbætur og

aðrar tryggingar tengdar því þar sem atvinnuleysi þeirra er að mestu leiti þeim sjálfum að kenna á

grundvelli útlits þeirra og lífsskoðana.

Sjá umfjöllun: Olesen, Ole Birk. „De uansættelige – ansigtstatoveringer, rygmærker og

niqaber“ Berlinske, 24. september 2014

Umræðupunktar

• Má samkvæmt lögum mismuna einstaklingum á grundvelli útlits og lífsskoðana?

• Hver er birtingarmynd mismununar/fordóma á grundvelli útlits?

• Hver er birtingarmynd mismununar/fordóma á grundvelli lífskoðana?

• Hvað gerist ef einstaklingur með tattúverað andlit

vinnur sem gjaldkeri í banka?

• Hvaða afleiðingar gæti það haft að ráða einstakling

með tattúverað andlit og hringi nefi og eyrum sem

kennara í grunnskóla?

• Hver skilgreinir hvað sé ásættanlegt í útliti og hegðun?

• Hver ræður því hvernig við lítum út? Hvernig við

klippum á okkur hárið, klæðum okkur osfrv.?

Brot úr ummæli

dómsmálaráðherrans:

„Fólk hefur rétt á að vera

fordómafullt, þú veist. Í frjálsu

landi hefur fólk rétt á að segja

hluti sem öðrum þykja

óviðeigandi, móðgandi eða

fordómafullir.“ – sjá ummælin

í heild sinni hér.

Page 61: Hugsaðu málið! - Gagnrýnin hugsun og siðfræðiheimspeki, hugmyndum um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði, og er viðfangsefnið sérstaklega valið með tilteknar

Page 60 of 61