Íslenska leiðin

20
Íslendingar í eldlínu átaka um allan heim Ísland hefur um árabil starfrækt friðargæslu sem starfað hefur víða um heim og tekið þátt í margvíslegum verkefnum. En hvaða verkefni eru þetta sem hún sinnir, og að hvaða leyti hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Hvað er íslenska friðargæslan og hver er uppruni hennar? „Friðargæsla á vegum íslenskra stjórnvalda á sér nokkuð langa sögu, allt aftur til sjötta áratugarins, þegar íslenskir lögreglumenn störfuðu með friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Seinna fór að komast meira skrið á þessa starfsemi, þegar ófriðurinn á Balkanskaga geisaði. Þá sendi utanríkisráðuneytið fólk til starfa í nýju ríkjunum sem urðu til úr gömlu Júgóslavíu. Þetta voru lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar sem þá fóru til starfa, fyrst með breska hernum en seinna með norska hernum. Þetta var sem sagt á seinasta áratug aldarinnar. Ég man vel eftir þessari starfsemi á Balkanskaga, en þá fór ég með málefni Sameinuðu þjóðanna á alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins. Nokkrum árum síðar var Íslenska friðargæslan formlega stofnuð, þann 10. september 2001. Þá var farið að veita meira fé til friðargæslu, fjölgað starfstöðum og farið að vinna með fleiri samstarfsaðilum, það er fjölþjóðasamtökum. Við höfum þannig sent okkar fólk til starfa innan ramma fjölþjóðasamtaka. Friðargæslan starfar sem deild innan utanríkisráðuneytisins. Í deildinni hafa verið þrír til fjórir starfsmenn, sem hafa haldið utan um verkefnin og friðargæsluliðanna erlendis.“ Hver eru megin markmið friðargæslunnar? „Það má segja að meginmarkmiðið sé að leggja okkar á vogaskálinar til að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Friðargæsla almennt séð getur sinnt verkefnum á ýmsum stigum ófriðar og flokkadrátta. Stundum eru friðargæsluliðar sendir á vettvangi beinlínis til að reyna að koma í veg fyrir átök, það er að segja, að stuðla að stöðuleika og halda stríðandi fylkingum í sundur. Einnig geta verkefnin falist beinlínis í því að stilla til friðar. Síðast en ekki síst hafa friðargæsluliðar hlutverk að reyna að koma málum þannig fyrir að stríðandi aðilar geti farið að vinna saman þegar átökum lýkur. Íslenskir friðargæsluliðar hafa í flestum tilfellum verið við störf við slíkar aðstæður. Rétt er að taka það fram að allir íslenskir friðargæsluliðar eru borgaralegir starfsmenn. Þeir eru ekki í einkennisbúningum og bera þeir ekki vopn, nema þess sé krafist eins og t.d. á við um lögreglumenn sem starfa sem íslenskir friðargæsluliðar í Líberíu. Friðargæslustörfin eru margþætt og geta verið allt frá hefðbundinni friðargæslu og til ýmis konar eftirliststarfa eða þjálfunarstarfa.“ Er einnig verið að hjálpa við kosningareftirlit? „Kosningareftirlit hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi friðargæslunnar, en það hefur við unnið í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Við höfum sent fólk í kosningareftirlit til skemmri tíma, t.d. í Tajikistan og Úkraínu á þessu ári, en þar hefur verið þörf á eftirlit með því að kosningarnar fari fram á lýðræðislegan hátt. Einnig hefur friðargæslan sinnt ýmis konar mannúðar- og neyðaraðstoð við svæði og lönd þar sem hungursneyð geisar eða náttúruhamfarið, eins og t.d. í Haítí.“ Hvar í heiminum eruð þið stafandi? „Við erum að vinna á fjórum svæðum: Í Afganistan, þar sem er aðallega unnið að þróun og uppbyggingu, og í Líberíu í Afríku. Þar starfa lögreglumenn eins og ég nefndi hér á undan. Lögreglumennirnir vinna á vegum Friðargæslu S.Þ. í líberískum lögreglusveitunum og aðstoða við að uppbyggingalöggæslu í landinu. Einnig störfum við á Balkanskaga en þar hefur Íslenska friðargæslan starfað lengst. Þar erum við nú tvo starfsmenn í samvinnu við UNIFEM, sem sinna ýmsum hagsmunamálum kvenna og stöðu þeirra. Fjórða svæðið er Mið-Austurlönd og þar erum við líka í samvinnu við stofnanir S.Þ., Barnahjálpina UNICEF, Flóttamannahjálpina fyrir Palestínu-Araba UNWRA og skrifstofu fyrir samræmingu neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna OCHA. Þetta er því frekar víðtæk og fjölbreytileg starfsemi.“ Er nauðsynlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland, sérstaklega í erfiða því árferði sem við eru í núna, að taka þátt í friðargæslusamstarfi við aðrar þjóðir? „Alveg tvímælalaust og það er mikill áhugi á störfum friðargæslunnar. Mér finnst aftur á móti eðlilegt vegna árferðisins að laga starfsemina að ástandinu, eins og aðrir hafa þurft. Umsvif Íslensku friðargæslunnar voru mun viðameiri fyrir tveimur til þremur árum en þau eru nú. Höfum við þurft að skera töluvert niður hjá friðargæslunni og erum nú með tíu fastar heilsársstöður, en við gerum ráð fyrir að geta fjölgað þeir þegar líður á árið. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að miklu fleira fólk . Viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir spjallar um framboð sitt, jafnrétti og mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Vigdís er fyrirmynd og er viðtalið við hana einstaklega áhugavert. Síða 11 Sérstakt aukablað um árshátíð Politica fylgir Íslensku leiðinni Stjórnmálafræðinemar í skiptinámi „Ég hef ferðast frekar mikið innan Evrópu en lítið þar fyrir utan og mig langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég stefndi líka nánast frá upphafi á enskumælandi land. Svo er þetta frábært tækifæri því háskólanám í Bandaríkju- num er svo fáránlega dýrt en ef maður fer sem skiptinemi þá eru skólagjöldin felld niður. Að lokum skemmdi veðrið hérna á Miami alls ekki fyrir við ákvörðunatökuna“ Síða 8 Breska sendiráðið Ég lagði leið mína í breska sendiráðið eftir stúdentspróf og fékk þar lánaðar kennsluskrár ýmissa breskra háskóla. Þar sá ég að í háskólanum í Manchester var boðið upp á ölbreytt BA nám sem samanstóð... WINTER WONDERLAND! Þemað á árshátíðinni í ár er Winter Wonderland. Árshátíðarnefnd mun sjá um að velja bestu búninga og verða vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara. Árshátíðin verður haldin þann 4.mars . . FEELIÐ FYRIR ÞEMANU . . . ›› DAGSKRÁ ÁRSHÁTÍÐARINNAR ›› MATSEÐILLINN Á ÁRSHÁTÍÐINNI ›› ÓLAFUR RAGNAR MÆTTI Í FYRRA 18:30 - Hús opnar 18:45 - Fordrykkur í boði Árshátíðarnefndar 19:15 - Kynning veislustjóra 19:30 - Borðhald hefst 23:00 - Dansiball hefst Meðal dagskrárliða er ræða heiðursgests, ræða formanns Politica og skemmtiatriði í boði Videonefndar Politca Í forrétt verður rjómalöguð villisveppasúpa Í aðalrétt verður ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með kartöflugratíni, smjörsteiktu rótargrænmeti, fersku salati og rauðvínssósu Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með vanillufroðu og jarðaberjaculis. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og meint synjunarvald mætti á árshátíðina í fyrra. Hann var að sjálfsögðu í banastuði og spjallaði við nemendur deilarinnar sem hann stofnaði fyrir svo mörgum árum. Hann flutti stjórnmála- fræðinemum frábæra ræðu, áheyrendum til mikillar kátínu og undrunar. Eitthvað varð hann þó þreyttur kallinn á því að allir vildu fá mynd með honum og lét hann sig hverfa áður en allar stelpurnar gátu boðið honum upp í dans. Hann hefði þó gjarnan viljað stíga nokkur spor enda mikill tangómaður. Hér til vinstri má sjá Ólaf ásamt Frosta Logasyni, þáverandi formanni Politica. Á rshátíð Politica sem er stærsti og flottasti viðburður ársins er aðeins rétt handan við hornið. Síðustu ár hefur árshátíðin verið haldin með glæsibrag og í fyrra var hún einstaklega stórglæsileg þar sem Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði okkur stjórnmálafræðinema með nærveru sinni og stórkostlegum ræðuflutning. En virkilega gaman er að segja frá því að hann hjálpaði til við að koma deildinni á koppinn og var jafnframt einn fyrsti kennarinn við deildina. Þetta árið verður árshátíðin jafnvel ennþá glæsilegri og við í árshátíðarnefndinni höfum lagt hart að okkur til að gera hana ógleymanlega. Við stóðum fyrir ýmis konar fjáröflunum í vetur og má þar nefna miðnæturbíó sýninguna okkar á Die Hard í Háskólabíói, kolaportssölu og Bingó hald. Árshátíðin verður haldin 4. mars í Ýmishúsinu, en eins og einhverjir kannski vita þá verður því húsi fljótlega breytt í mosku og slagorð okkar er því „Síðasti sjéns fyrir svín og vín“ í húsinu. En svo skemmtilega vill til að Politica grísinn okkar er einmitt orðinn vel þyrstur og til í tjúttið. Þemað þetta árið verður Winter Wonderland með meginlitunum bláum, silfurlituðum og hvítum. Elegansinn mun fá að ráða ríkjum og kosið verður um Ísdrottningu og Ískóng deildarinnar auk fleiri titla. Heiðursgesturinn er enginn annar en Jón Baldvin Hannibalsson og konan hans frú Bryndís Schram. Við í árshátíðarnefndinni viljum þakka ykkur fyrir stuðninginn og Vertu sniðug/u GRÍNISTINN BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK: Á sviði stjórnmálanna Þegar Jón Sigurðsson fór fyrir sjálfstæðisbaráttu íslendinga gegn dönum hefur hann væntanlega ekki ýmindað sér fósturjörð sína undir stjórn fullvalda ríkis sem ekki kann að sjá fyrir sér sjálfum. Fullveldið var aðeins jákvætt í hans augum. Íslendingar hafa nú týnt eldmóðinum og ástinni á fósturjörðinni og hyggjast framselja stjórn landsins aftur á meginland Evrópu. MYND/BIRGIR ÞÓR TÁKN SJÁLFSTÆÐIS MEÐAL ÞJÓÐAR Jón Gnarr fer jafnan sínar eigin leiðir. Það er í raun óþarfi að kynna Jón Gnarr því hvert mannsbarn á Íslandi þekkir þennan hæfileikaríka og fjölhæfa listamann. Hann hefur verið þekktur fyrir ýmis uppátæki í gegnum tíðina, en í seinni tíð er hann helst þekktur fyrir túlkun sína á Georg Bjarnferðarsyni. Nú fetar hann hins vegar nýja braut og hefur ákveðið að hella sér út í stjórnmálin. Hann leiddi lista Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðasta vor sem varð að sögulegu framboði í stjórnmálasögu Íslendinga. Jón Gnarr er í dag borgarstjóri í Reykjavík. Hann sagði okkur í viðtali við Íslensku leiðina í fyrra að Norðmenn væru leiðinda fólk og að við mættum ekki gleyma því að forfeður okkar fóru frá Noregi vegna þess að Norðmenn voru svo leiðinlegir. Enn fremur lagði hann til að stofnað yrði „gettó“ í Skeifunni, því þar væru svo margar búðir. 41 ár liðið frá stofnun stjórnmálafræðideildar Í ár eru 41 ár liðin frá því að stjórnmálafræði var fyrst kennd innan veggja Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti stóran þátt í stofnun deildarinnar og var fyrst um sinn eini kennarinn við hana. Að því frumkvöðlastarfi búa stjórnmálafræðinemar í dag. Upphaflega ætlaði Ólafur Ragnar sér ekki að læra stjórnmálfræði, en segja má að örlögin hafi gripið inn í á hárréttum tíma. VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 1. TBL. 10. ÁRG.

Upload: birgir-bor-hardarson

Post on 10-Mar-2016

260 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Blað félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands

TRANSCRIPT

Page 1: Íslenska leiðin

Íslendingar í eldlínu átaka um allan heimÍsland hefur um árabil starfrækt friðargæslu sem starfað hefur víða um heim og tekið þátt í margvíslegum verkefnum. En hvaða verkefni eru þetta sem hún sinnir, og að hvaða leyti hefur Ísland lagt sitt af mörkum.Hvað er íslenska friðargæslan og hver er uppruni hennar? „Friðargæsla á vegum íslenskra stjórnvalda á sér nokkuð langa sögu, allt aftur til sjötta áratugarins, þegar íslenskir lögreglumenn störfuðu með friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Seinna fór að komast meira skrið á þessa starfsemi, þegar ófriðurinn á Balkanskaga geisaði. Þá sendi utanríkisráðuneytið fólk til starfa í nýju ríkjunum sem urðu til úr gömlu Júgóslavíu. Þetta voru lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar sem þá fóru til starfa, fyrst með breska hernum en seinna með norska hernum. Þetta var sem sagt á seinasta áratug aldarinnar. Ég man vel eftir þessari starfsemi á Balkanskaga, en þá fór ég með málefni Sameinuðu þjóðanna á alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins. Nokkrum árum síðar var Íslenska friðargæslan formlega stofnuð, þann 10. september 2001. Þá var farið að veita meira fé til friðargæslu, fjölgað starfstöðum og farið að vinna með fleiri samstarfsaðilum, það er fjölþjóðasamtökum. Við höfum þannig sent okkar fólk til starfa innan ramma fjölþjóðasamtaka. Friðargæslan starfar sem deild innan utanríkisráðuneytisins. Í deildinni hafa verið þrír til fjórir starfsmenn, sem hafa haldið utan um verkefnin og friðargæsluliðanna erlendis.“

Hver eru megin markmið friðargæslunnar?

„Það má segja að meginmarkmiðið sé að leggja okkar á vogaskálinar til að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Friðargæsla almennt séð

getur sinnt verkefnum á ýmsum stigum ófriðar og flokkadrátta. Stundum eru friðargæsluliðar sendir á vettvangi beinlínis til að reyna að koma í veg fyrir átök, það er að segja, að stuðla að stöðuleika og halda stríðandi fylkingum í sundur. Einnig geta verkefnin falist beinlínis í því að stilla til friðar. Síðast en ekki síst hafa friðargæsluliðar hlutverk að reyna að koma málum þannig fyrir að stríðandi aðilar geti farið að vinna saman þegar átökum lýkur. Íslenskir friðargæsluliðar hafa í flestum tilfellum verið við störf við slíkar aðstæður. Rétt er að taka það fram að allir íslenskir friðargæsluliðar eru borgaralegir starfsmenn. Þeir eru ekki í einkennisbúningum og bera þeir ekki vopn, nema þess sé krafist eins og t.d. á við um lögreglumenn sem starfa sem íslenskir friðargæsluliðar í Líberíu. Friðargæslustörfin eru margþætt og geta verið allt frá hefðbundinni friðargæslu og til ýmis konar eftirliststarfa eða þjálfunarstarfa.“

Er einnig verið að hjálpa við kosningareftirlit? „Kosningareftirlit hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi friðargæslunnar, en það hefur við unnið í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Við höfum sent fólk í kosningareftirlit til skemmri tíma, t.d. í Tajikistan og Úkraínu á þessu ári, en þar hefur verið þörf á eftirlit með því að kosningarnar fari fram á lýðræðislegan hátt. Einnig hefur friðargæslan sinnt ýmis konar mannúðar- og neyðaraðstoð við svæði og lönd þar sem hungursneyð geisar eða náttúruhamfarið, eins og t.d. í Haítí.“

Hvar í heiminum eruð þið stafandi? „Við erum að vinna á fjórum svæðum: Í Afganistan, þar sem er aðallega unnið að þróun og uppbyggingu, og í Líberíu í Afríku. Þar starfa lögreglumenn eins og ég nefndi hér á undan. Lögreglumennirnir vinna á vegum Friðargæslu S.Þ. í líberískum lögreglusveitunum og aðstoða við að uppbyggingalöggæslu í landinu. Einnig störfum við á Balkanskaga en þar hefur Íslenska friðargæslan starfað lengst. Þar erum við nú tvo starfsmenn í samvinnu við UNIFEM, sem sinna ýmsum hagsmunamálum kvenna og stöðu þeirra. Fjórða svæðið er Mið-Austurlönd og þar erum við líka í samvinnu við stofnanir S.Þ., Barnahjálpina UNICEF, Flóttamannahjálpina fyrir Palestínu-Araba UNWRA og skrifstofu fyrir samræmingu neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna OCHA. Þetta er því frekar víðtæk og fjölbreytileg starfsemi.“

Er nauðsynlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland,  sérstaklega í  erfiða  því árferði sem við eru í núna, að taka þátt í friðargæslusamstarfi við aðrar þjóðir?

„Alveg tvímælalaust og það er mikill áhugi á störfum friðargæslunnar. Mér finnst aftur á móti eðlilegt vegna árferðisins að laga starfsemina að ástandinu, eins og aðrir hafa þurft. Umsvif Íslensku friðargæslunnar voru mun viðameiri fyrir tveimur til þremur árum en þau eru nú. Höfum við þurft að skera töluvert niður hjá friðargæslunni og erum nú með tíu fastar heilsársstöður, en við gerum ráð fyrir að geta fjölgað þeir þegar líður á árið. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að miklu fleira fólk .

Viðtal við Vigdísi FinnbogadótturVigdís Finnbogadóttir spjallar um framboð sitt, jafnrétti og mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Vigdís er fyrirmynd og er viðtalið við hana einstaklega áhugavert.

Síða 11

Sérstakt aukablað um árshátíð Politica fylgir

Íslensku leiðinni

Stjórnmálafræðinemar í skiptinámi „Ég hef ferðast frekar mikið innan Evrópu en lítið þar fyrir utan og mig langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég stefndi líka nánast frá upphafi á enskumælandi land. Svo er þetta frábært tækifæri því háskólanám í Bandaríkju-num er svo fáránlega dýrt en ef maður fer sem skiptinemi þá eru skólagjöldin felld niður. Að lokum skemmdi veðrið hérna á Miami alls ekki fyrir við ákvörðunatökuna“

Síða 8

Breska sendiráðiðÉg lagði leið mína í breska sendiráðið eftir stúdentspróf og fékk þar lánaðar kennsluskrár ýmissa breskra háskóla. Þar sá ég að í háskólanum í Manchester var boðið upp á fjölbreytt BA nám sem samanstóð...

WINTER WONDERLAND!Þemað á árshátíðinni í ár er Winter Wonderland. Árshátíðarnefnd mun sjá um að velja bestu búninga og verða vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara.

Árshátíðin verður haldin þann 4.mars

FEEL

IÐ F

YRIR

ÞEM

ANU

. . .

FEELIÐ FYRIR ÞEMANU . . .

›› DAGSKRÁ ÁRSHÁTÍÐARINNAR

›› MATSEÐILLINN Á ÁRSHÁTÍÐINNI

›› ÓLAFUR RAGNAR MÆTTI Í FYRRA

18:30 - Hús opnar18:45 - Fordrykkur í boði Árshátíðarnefndar19:15 - Kynning veislustjóra19:30 - Borðhald hefst23:00 - Dansiball hefstMeðal dagskrárliða er ræða heiðursgests, ræða formanns Politica og

skemmtiatriði í boði Videonefndar Politca

› Í forrétt verður rjómalöguð villisveppasúpa› Í aðalrétt verður ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með

kartöflugratíni, smjörsteiktu rótargrænmeti, fersku salati og rauðvínssósu

› Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með vanillufroðu og jarðaberjaculis.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og meint synjunarvald mætti á árshátíðina í fyrra. Hann var að sjálfsögðu í banastuði og spjallaði við nemendur deilarinnar sem hann stofnaði fyrir svo mörgum árum.Hann flutti stjórnmála-fræðinemum frábæra ræðu, áheyrendum til mikillar kátínu og undrunar.

Eitthvað varð hann þó þreyttur kallinn á því að allir vildu fá mynd með honum og lét hann sig hverfa áður en allar stelpurnar gátu boðið honum upp í dans. Hann hefði þó gjarnan viljað stíga nokkur spor enda mikill tangómaður.Hér til vinstri má sjá Ólaf ásamt Frosta Logasyni, þáverandi formanni Politica.

Á rshátíð Politica sem er stærsti og flottasti viðburður ársins er aðeins rétt handan við hornið. Síðustu ár hefur árshátíðin verið haldin með glæsibrag og í fyrra var hún einstaklega stórglæsileg þar sem Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði okkur stjórnmálafræðinema með nærveru sinni og stórkostlegum ræðuflutning. En virkilega gaman er að segja frá því að hann hjálpaði til við að koma deildinni á koppinn og var jafnframt einn fyrsti kennarinn við deildina.

Þetta árið verður árshátíðin jafnvel ennþá glæsilegri og við í árshátíðarnefndinni höfum lagt hart að okkur til að gera hana ógleymanlega. Við stóðum fyrir ýmis konar fjáröflunum í vetur og má þar nefna miðnæturbíó sýninguna okkar á Die Hard í Háskólabíói, kolaportssölu og Bingó hald.

Árshátíðin verður haldin 4. mars í Ýmishúsinu, en eins og einhverjir kannski vita þá verður því húsi fljótlega breytt í mosku og slagorð okkar er því „Síðasti sjéns fyrir svín og vín“ í húsinu. En svo skemmtilega vill til að Politica

grísinn okkar er einmitt orðinn vel þyrstur og til í tjúttið.

Þemað þetta árið verður Winter Wonderland með meginlitunum bláum, silfurlituðum og hvítum. Elegansinn mun fá að ráða ríkjum og kosið verður um Ísdrottningu og Ískóng deildarinnar auk fleiri titla. Heiðursgesturinn er enginn annar en Jón Baldvin Hannibalsson og konan hans frú Bryndís Schram. Við í árshátíðarnefndinni viljum þakka

ykkur fyrir stuðninginn og hlökkum til að eyða yndislegu kvöldi með ykkur kæru samnemendur.

Það má deila um hversu

kynþokkafullir snjókarlar eru.

Snjógallinn er alltaf smart.

Loðin Moon-boots

geta komið sér vel.

Vertu sniðug/ur, sláðu í geng og taktu með þér gervisnjó.

GRÍNISTINN BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK:

Á sviði stjórnmálanna

Þegar Jón Sigurðsson fór fyrir sjálfstæðisbaráttu íslendinga gegn dönum hefur hann væntanlega ekki ýmindað sér fósturjörð sína undir stjórn fullvalda ríkis sem ekki kann að sjá fyrir sér sjálfum. Fullveldið var aðeins jákvætt í hans augum. Íslendingar hafa nú týnt eldmóðinum og ástinni á fósturjörðinni og hyggjast framselja stjórn landsins aftur á meginland Evrópu. MYND/BIRGIR ÞÓR

TÁKN SJÁLFSTÆÐIS MEÐAL ÞJÓÐAR

Jón Gnarr fer jafnan sínar eigin leiðir. Það er í raun óþarfi að kynna Jón Gnarr því hvert mannsbarn á Íslandi þekkir þennan hæfileikaríka og fjölhæfa listamann. Hann hefur verið þekktur fyrir ýmis uppátæki í gegnum tíðina, en í seinni tíð er hann helst þekktur fyrir túlkun sína á Georg Bjarnferðarsyni. Nú fetar hann hins vegar nýja braut og hefur ákveðið að hella sér út í stjórnmálin. Hann leiddi lista Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðasta vor sem varð að sögulegu framboði í stjórnmálasögu Íslendinga.

Jón Gnarr er í dag borgarstjóri í Reykjavík. Hann sagði okkur í viðtali við Íslensku leiðina í fyrra að Norðmenn væru leiðinda fólk og að við mættum ekki gleyma því að forfeður okkar fóru frá Noregi vegna þess að Norðmenn voru svo leiðinlegir. Enn fremur lagði hann til að stofnað yrði „gettó“ í Skeifunni, því þar væru svo margar búðir.

41 ár liðið frá stofnun stjórnmálafræðideildarÍ ár eru 41 ár liðin frá því að stjórnmálafræði var fyrst kennd innan veggja Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti stóran þátt í stofnun deildarinnar og var fyrst um sinn eini kennarinn við hana. Að því frumkvöðlastarfi búa stjórnmálafræðinemar í dag. Upphaflega ætlaði Ólafur Ragnar sér ekki að læra stjórnmálfræði, en segja má að örlögin hafi gripið inn í á hárréttum tíma.

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 1. TBL. 10. ÁRG.

Page 2: Íslenska leiðin

Ísle

nska

leið

in 2

011

er g

efin

út a

f Pol

itica

, fél

agi s

tjórn

mál

afræ

ðine

ma.

Rits

tjóri

og á

byrg

ðarm

aður

: Gun

nþór

unn

Jóns

dótti

r. Ri

tstjó

rn s

kipa

: Gun

nþór

unn

Jóns

dótti

r, Sv

errir

Fa

lur B

jörn

sson

, Ást

a H

ulda

Árm

ann,

Benó

ný H

arða

rson

og

Kam

illa G

uðm

unds

dótti

r Hön

nun

og u

mbr

ot: B

irgir

Þór H

arða

rson

. Ljó

smyn

dir:

Jöku

ll Tor

faso

n, Jó

n Jú

líus

Karls

son

og B

irgir

Þór H

arða

rson

For

síðum

ynd:

BJör

gvin

Jóns

son

og B

irgir

Þór H

arða

rson

Pre

ntun

: Sta

papr

ent Þ

akki

r: Ar

nar A

rnar

sson

, Ám

undi

Ósk

ar Jó

hans

son,

Bald

ur Þ

órha

llsso

n, Bi

rgir

Þór H

arða

rsso

n, El

fa E

llert

sdót

tir, F

anne

y H

elga

Jóns

dótti

r, G

uðrú

n Ró

s Ár

nadó

ttir,

Gun

nþór

un Jó

nsdó

ttir e

ldri,

Gyð

a M

argr

ét P

étur

sdót

tir, H

alla

Tryg

gvad

óttir

, Han

nes

Hól

mst

einn

, Hei

mir

Han

ness

on, H

jálm

ar K

arlss

on, In

ga V

alge

rður

Ste

fáns

dótti

r, Ja

nus A

rn G

uðm

unds

son,

Jón

Júlíu

s Ka

rlsso

n, Jö

kull T

orfa

son,

Krist

ín B

jörg

vinsd

óttir

, Mag

nús

Svei

nn

Ingi

mun

dars

on, S

ara

Sigu

rðad

óttir

, Sva

var í

Sta

papr

enti,

Tinn

a Ru

t Ise

barn

, Val

gerð

ur B

jörk

Pál

sdót

tir, V

era

Dag

sdót

tir, V

igdí

s Fi

nnbo

gadó

ttir o

g Þo

rger

ður E

inar

sdót

tir.

1. tbl. 10. árg. 2011

© Höfundar og rétthafar efnis. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndum, prentun, hljóðritun eða á sambærilegan hátt, að hluta eða heild, án leyfis höfunda, rétthafa efnis og útgefanda.

GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, RITSTJÓRI ÍSLENSKU LEIÐARINNAR SKRIFAR:

Ávarp ritstjóra Íslensku leiðarinnar

B lað okkar stjórnmálafræðinema, Íslenska

leiðin, er komin út. Í ár er blaðið með öðruvísi sniði en venjulega og ákváðum við að einblína frekar á nemendur og hið frábæra félagslíf sem við stjórnmálafræðinemar höfum einsett okkur að hafa virkilega skemmtilegt. Dagskráin í vetur hefur verið stíf. Vísindaferðir á hverjum föstudegi og stundum hafa fimmtudagarnir líka verið teknir. Stjórnmálafræðinemar eru fyrir vikið nánari og hefur myndast vinátta milli nemenda sem mun endast fram í ellina. Blaðið í ár er því hlaðið af myndum frá vísindaferðum og allskonar skemmtilegum viðburðum á vegum Politica. Einnig er mikið af pistlum og viðtölum við nemendur en það var einmeitt markmið nefndarinnar að færa blaðið nær nemendum og gera það persónulegra.

Vinnan við blaðið hefur verið mikil og hafa allir nefndarmeðlimir staðið sig með prýði. Hins vegar höfum við skemmt okkur virkilega vel saman við gerð blaðsins og þessi vinna er bara enn önnur reynsla í reynslubankann. Ég er mjög þakklát stjórnmálafræðinemum fyrir að vera treyst fyrir þessu starfi og vona að þið njótið vel.

Til hamingju með blaðið kæru stjórnmálafræðinemar!

Ásta Hulda Ármann

Kamilla Guðmundsdóttir

Sverrir Falur Björnsson

Benóný Harðarson

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201102

Page 3: Íslenska leiðin

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | [email protected] | allianz.is

Hugsaðu dæmið til endaFáðu ráðgjöf í síma 595 3400

Hvar er þínum séreignarsparnaði best borgið?

Ó · 1

3175

Page 4: Íslenska leiðin

GUÐRÚN RÓS ÁRNADÓTTIR, FORMAÐUR POLITICA 2010-2011

Ávarp formannsHeil og sæl kæru lesendur!

Það er mér mikill heiður að fá hér að koma að því í örfáum orðum hve vænt mér þykir um félagið okkar og ykkur öll. Politica hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað og er nú með virkustu nemendafélögum skólans, sérstaklega ef litið er til félagafjölda. Allir þeir sem koma að skipulagningu starfsins með einum eða öðrum hætti vita að þetta er ekki sjálfgefið. Bak við hvern viðburð félagsins liggur mikil vinna og er óhætt að segja að metnaðurinn sem fólk leggur í störf sín sé eins og beljandi stórfljót sem er aldrei í rénum. Við ætlum okkur alltaf stærri og betri hluti næst og má því treysta því að þrekvirkjum Politica sé hvergi nærri lokið.

Í ár var til að mynda ákveðið að flýta útgáfu Íslensku Leiðarinnar og lögð mikil áhersla á að blaðið kæmi út í kringum árshátíðina frekar en í lok vormisseris til þess að það næði til sem flestra innan deildarinnar sem utan. Þetta stytti að sjálfsögðu undirbúningstíma ritstjórnar töluvert en þau létu það ekki á sig fá og er blaðið sem þið eruð í þann mund að fletta í gegnum Gunnþórunni, ritnefndinni og öllum þeim sem komu að vinnslu þess til sóma og getum við verið stolt af því að eiga innan okkar raða slíka snillinga.

Politica er hjarta félagslífsins en það eru félagsmenn þess sem sjá til þess að það slái hratt, taktvisst og með mikilli ást. Mig langar til þess að nýta tækifærið hér og þakka ykkur öllum fyrir hönd stjórnarinnar fyir frábærar samverustundir á skólaárinu.

Þegar ég segi Poli- þá segið þið tica!

SARA SIGURÐARDÓTTIR SKEMMTANASTÝRA POLITICA 2010-2011

Annáll Politica 2010 - 2011S tarfsár stjórnar Politica hefur

gengið vonum framar. Sú ávörðun var tekin strax í byrjun að gefa ekkert eftir í þeirri hefð sem myndast hefur að

hafa viðburði á vegum Politica hvern einasta föstudag. Við byrjuðum því árið af fullum krafti þar sem við buðum nýnemunum okkar í svokallaða nýnemaferð út á Kjalarnes og áttum þar stórkostlegt kvöld saman.

Fyrsta vísindaferð vetrarins var farin í Ölgerðina. Henni deildum við með mastersnemum í alþjóðasamskiptum og ekki skemmdi það fyrir hversu gjafmildir starfsmenn Ölgerðarinnar voru. Föstudagarnir héldu áfam að vera hver öðrum betri og fengum við að heimsækja marga flotta og áhugaverða staði. Við héldum svo frábært fyrirparty fyrir Októberfest þar sem Janus Alþjóðafulltrúinn okkar var svo góður að bjóða okkar heim til sín, algjörlega ógleymanlegt kvöld. Auka-Aðalfundurinn var haldinn 1.október og þar var Jökull Tofason kosinn nýnemafulltrúi okkar. Stjórn-Hagdagurinn var haldinn þegar önnin var rétt að hálfna þar sem við kepptum við Hagfræðinema í hinum ýmsu þrautum í keppninni um Grettistakið. Því miður hafði Hagfræðin betur í þetta skiptið en heyrst hefur að ólga er komin í mannskapinn að hirða af þeim Grettistakið á næsta ári. Við héldum einnig Forum Politica, málþing okkar stjórnmálafræðinema um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar fengum við flotta framsögumenn og vel var mætt á þann viðburð.

Eftir annað próf haustmisseriss gerðist sá sorglegi atburður að einn stjórnarmeðlimur okkar og góður vinur veiktist skyndilega. Það setti mikinn svip á starfsemi stjórnarinnar og hafði mikil áhrif meðal nemenda deildarinnar. Það endaði sem betur fer vel og höfum við fengið þær fréttir staðfestar að hann mun mæta tvíefldur aftur í skólann næsta haust.

Próflokapartýið þessa önnina héldum við

á Hallveigarstöðum ásamt Hagfræðinni. Það heppnaðist mjög vel og dönsuðu nemendur sig út úr prófunum og inn í jólin.

Fyrsta föstudag vorannar tókum við með trompi með því að fara í heilar tvær vísindaferðir. Við byrjuðum að heimsækja kanadíska sendirráðið og færðum okkur síðan upp í Vífilfell. Skíðaferð Politica var plönuð fyrstu helgina í febrúar, en henni þurfti að aflýsa vegna óviðráðanlegra aðstæðna. En við létum ekki deigann síga og Arnar 2. og 3. árs skorafulltrúinn okkar bauð í party þar sem fólk fór heldur óvarlega í bolluna og jello-skotin með viðeigandi afleiðingum. Næstu föstudaga héldu vísindaferðirnar áfram og mikil gleði sem fylgir þeim að vana. Þeir föstu viðburðir Politica sem eiga eftir að eiga sér stað þegar þessi pistill er skrifaður er árshátíðin, kvenna- og karlakvöldið og svo að sjálfsögðu Aðalfundurinn þar sem ný stjórn verður kosin auk fjölda vísindaferða.

Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum fyrir yndislegt ár í alla staði!

STJÓRN POLITICA

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201104

Page 5: Íslenska leiðin

Stærstiskemmtista›ur

í heimi!

da

gu

r &

st

ein

i

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 490 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.

Page 6: Íslenska leiðin

MYNDIR ÚR FÉLAGSLÍFINU

Ábyrgðarmaður: Sverrir Falur

…Að Sara (2.ári) hafi fengið sílikon í gjöf frá Vöku vinkonu sinni. «Hefur enginn tekið eftir þessu? Er fólk blint eða er ég bara alltaf að glápa svona mikið?» Er haft eftir Styrmi (3.ári).

…að Viktor Orri (2.ári) sé að verða pabbi. Hér til hægri má sjá barnsmóður Viktors.

…að fyrsta árs nemar (1.ári) láta ekki mikið sjá sig í félagslífinu. Bensó (1.ári) segir skipulagðar föstudagsorgíur, sem haldnar eru í fundarherbergi 101 í Gimli vera ástæðuna fyrir lélegri mætingu þeirra í vísindaferðir.

…að Jökull (1.ári) og Janus (2.ári) hafa sést heitir saman í skíðapartíi heima hjá Arnari (2.ári)

…að Karólína (1.ári) sást ekki heima hjá Arnari í skíðapartíi

…að Pétur (3.ári) sé hættur að vera klámvæddur (út af kærustu)

…að Rúnar Nielsen (2.ári) sé bendlaður við þrísome. Sé quotað beint í hann sjálfan: „Ég hef farið í þrísome. Plís ekki segja neinum.“

…að Hafsteinn Birgir (2.ári) sé að leita sér að kærustu, áhugasamar geta haft samband við hann á www.hlaupaskór.is í gegnum linkinn: Langar þig að hlaupa með mér að altarinu?

…að Barbara Hafdís (2.ári) sé byrjuð að taka í vörina (efri)

…að Mikki (1.ári) sé að verða langafi.

SLÚÐURDÁLKUR TINNU OG VERU

HEYRST HEFUR…

The Stig tók stöðuna á fólkinu og fylgdist grannt með hverri hreyfingu.

Jökull breyttist í vampíru um nóttina mörgum til mikillar skelfingar.

Þessi tók sér pásu frá hljómsveitaræfingu fyrir Halloween Politica.

Janus daðraði við gesti og gangandi. Hann fór þó einn heim þetta kvöldið.

Hrefna, Sara og Sverrir fóru í trekant strax eftir bjórinn, enda miklir og nánir vinir.

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201106

Page 7: Íslenska leiðin

Jókerinn, Batman og Poison Ivy trylltu lýðinn og um stund héldu sumir að þakið myndi fjúka af Bar 11.

Menn taka ávallt upp veskin eftir vísindaferðir og splæsa á skvísurnar enda eru þær ófáar í deildinni.

Stúlkurnar í stjórn Politica eru meira en lítið sniðugar.

Barbara eða Barbalien eins og hún nefnist núna vakti mikla lukku með búningnum.

Þau hlæja að öllum bröndurum enda síkát og sælleg.Hún æsti upp margan karlpeninginn og hafði gaman að. Þessir vínberjaklasar fylltu marga munna af munnvatni.

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 07

Page 8: Íslenska leiðin

Það hlýtur að vera notalegt að geta skroppið á ströndina í lærdómspásum!

INGA VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR ER 23 ÁRA SKIPTINEMI Í MIAMI Í BANDARÍKJUNUM.

Háskólanámið gott tækifæri

HJÁLMAR KARLSSON ER 23 ÁRA SKIPTINEMI Í HALIFAX Í KANADA:

Námið í Kanada ekki eins krefjandi og hérAf hverju valdir þú landið sem þú ert

í núna? Ástæðan fyrir því að ég valdi Kanada er eiginlega eins ömurlega

klisjuleg og hægt er. Mig langaði að prufa eitthvað sem ég hafði ekki gert áður og þó svo að ég hafi valið Köben til vara-vara og komist þar að þá hef ég búið þar og hafði lengi haft augastað á Norður-Ameríku.

Ég valdi þennan skóla sem er staðsettur í Halifax á austurströnd Kanada í vara val og skóla í Seattle í fyrsta sætið en komst ekki þar að, þar sem það var bara eitt pláss laust þar og einhver nördi með hærri meðaleinkun en ég komst inní hann, leiðinlegt fyrir Seattle.

Hefur þig lengi dreymt um að búa þarna? Ég get nú varla sagt að það hafi einhvern tíman verið draumur minn að búa í Halifax í Kanada, enda væri það útaf fyrir sig fáránlegur draumur. Engu að síður kom þetta ástarvel á óvart því Kanadabúar eru óeðlilega vinalegir og þægilegir í umgengni og framkomu. Eitthvað sem Íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar enda kunna þeir sig upp til hópa ekki.

Tengist þetta jafnvel langtíma markmiðum þínum? Nei ég get tæplega sagt að þetta tengist langtímamarkmiðum mínum þar sem ég er með rosalega fá langtímamarkmið nema bara að halda áfram að vera flottur gaur, klára námið og vera rich and beautiful (djók, ég er nú þegar beautiful)

Getur þú ímyndað þér að búa þarna í framtíðinni, jafnvel frekar en á Íslandi? Ég gæti alveg hugsað mér að snúa aftur til Kanada í framtíðinni og búa þar hvort sem það væri vegna náms eða vinnu. Ekki samt að eilífu þar sem mig langar að búa á mörgum stöðum. Kanadabúar eru samt heppnir að þeir eru með allt það góða sem BNA hefur (tiltölulega ódýr, hægt að fá allt) og ekki það slæma (raðmorðingja og alla þá vitleysu).

Er mikill munur á námi þarna og á Íslandi? Hvernig þá? Er það betri eða verri munur? Það er alveg töluverður munur á námi þarna í Kanada og hérna á Íslandi. Í Kanada er þátttaka í tímum undantekningarlaust hluti af heildareinkun enda eru allir alveg á milljón að taka þátt í umræðum í tímum og maður er bara eins og fífl ef maður vippar sér ekki í þær eða veit ekki spurningu sem kennari blastar á mann (lenti

grimmt í því fyrstu vikurnar). Það er líka sniðugt því það hvetur mann til að lesa fyrir tíma af því maður vill ekki líta út eins og einhver hálfviti sem ekkert veit.

Face time (í. andlitstími) með kennurum er líka mjög mikill þarna og þeir staldra alltaf við eftir tíma ef maður hefur spurningar o.s.frv. Ekki það að kennarar hér séu óviljugir til að svara spurningum hérna á Íslandi heldur er það kannski frekar sjálfsagðara fyrir nemendur úti að

koma að kennurunum hvar sem er og henda á þá spurningar þarna.

Námið þarna fannst mér samt ekki eins krefjandi og hérna heima, sem þýðir bara að HÍ er með háa standarda og góða kennslu sem er flott mál. Ég komst upp með það að leggja ekkert alltof mikið á mig en var samt alveg á blússandi blús hvað varðar einkunnir. Það getur líka bara verið að ég sé bara þessi naturally gáfaða týpa sem allir eru að leita að.

Af hverju valdir þú landið sem þú ert í núna? Ég hef ferðast frekar mikið innan Evrópu en lítið þar fyrir

utan og mig langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég stefndi líka nánast frá upphafi á enskumælandi land. Svo er þetta frábært tækifæri því háskólanám í Bandaríkjunum er svo fáránlega dýrt en ef maður fer sem skiptinemi þá eru skólagjöldin felld niður. Að lokum skemmdi veðrið hérna á Miami alls ekki fyrir við ákvörðunatökuna :)

Tengist valið á landinu eitthvað langtímamarkmiðum þínum? Í rauninni ekki, ég er nokkuð óviss hvað ég vil stefna á í framtíðinni. Hver veit nema maður komi aftur til Bandaríkjanna, það verður bara að koma í ljós. Það er þá helst að ég hugsaði að það væri gott að ná góðum tökum á enskunni, kemur sér örugglega vel hvað sem maður gerir seinna meir.

Getur þú ímyndað þér að búa þarna í framtíðinni, jafnvel frekar en á Íslandi? Já ég gæti alveg hugsað mér að búa hérna, allavegana í ákveðinn tíma. Veit samt ekki með að setjast hérna að til frambúðar. Þetta er frábær staður og mér líður mjög vel hérna. Frábært veður, fullt af skemmtilegum hlutum að gera, þægilegt fólk og stutt og ódýrt að ferðast á marga spennandi staði í Karabíska hafinu og Suður-Ameríku. En þessi staður hefur að sjálfsögðu sína galla líka, þetta er víst ekki eintóm hamingja. Helst þá hvað það getur verið hættulegt hérna, maður þarf að vera mjög meðvitaður um hvert maður er að fara og passa sig að þvælast ekki óvart inn í hættuleg hverfi, sem er mjög auðvelt því oft er það alls ekki augljóst hvar mörkinu eru. Annar galli, sem er einkennandi fyrir Bandaríkin, eru vegalengdirnar. Það er allt svo langt í burtu og nánast nauðsynlegt að vera á bíl hérna.

Er mikill munur á námi þarna og á Íslandi? Hvernig þá? Já það er einhver munur, samt mismunandi eftir áföngum, alveg eins og áfangar heima geta verið mjög mismunandi

uppbyggðir. Helsti munurinn er líklega sá að það er mun minni áhersla á próf hérna, sérstaklega lokapróf. Vinnuálaginu er dreift jafnt og þétt yfir önnina með verkefnum, ritgerðum og hlutaprófum. Í sumum áföngum eru engin lokapróf og í öðrum gilda þau jafn mikið og önnur hlutapróf oft um 25-30%. Það er mjög þæginlegt að losna við þetta hræðilega yfirþyrmandi og þunglyndislega próftímabil sem maður þarf alltaf að fara í gegnum heima. Mér finnst líka að hérna sé mun mikilvægara að lesa og mæta undirbúinn í tíma. Sérstaklega þar sem það er ætlast til að fólk taki þátt í umræðunum og komi með spurningar um efnið. Mæting og virkni í tímum er nánast alltaf nokkuð stór hluti af lokaeinkunn. Það er mætingarskylda í alla tíma, ef maður missir af ákveðið mörgum tímum yfir önnina þá er maður fallinn á mætingu sem lækkar lokaeinkunnina, svo það er ekkert í boði að skrópa í tíma.

Er lífið betra þarna í sólinni? Ég veit nú ekki hvort ég myndi endilega segja betra en það er ansi ljúft! Veðrið er náttúrulega stór þáttur af því, ég er með sundlaug í garðinum þar sem ég get legið í sólbaði og lesið skólabækurnar í sólinni. Smá munur frá því að mygla uppi í Odda eða lesstofunum heima og reyna að læra:)

Eru Miami-búar skemmtilegri en Íslendingar? Að sjálfsögðu eru Íslendingar bestir í heimi og enginn sem kemst með tærnar þar sem við höfum hælana!;) Ég hef samt haldið mest hópinn með öðrum skiptinemum sem eru frá mörgum mismunandi löndum, fullt af snillingum sem leynast þar inn á milli. Auk þess eru þó nokkrir af kennurunum mínum ættaðir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, þannig ég er nú ekkert mjög mikið að umgangast Miami-búa. Helst þá krakkarnir sem eru með mér í tímum, sem eru flest frá Bandaríkjunum, en alls ekki allir frá Miami. Miami-búar upp til hópa eru hins flest allir mjög kurteisir og þægilegir.

Hjálmari finnst ekki leiðinlegt að skjóta úr byssu.

Hér er Hjálmar á stóra fótboltavellinum í skólanum sínum.

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201108

Page 9: Íslenska leiðin

Valgerður fyrir framan þjóðarbókhlöðuna í Vínarborg.

Af hverju valdir þú landið sem þú ert í núna? Mig langaði að fara til Evrópu í þetta skiptið (fór einnig

sem skiptinemi í framhaldsskóla og þá fór ég til Bandaríkjanna) og mig langaði að fara til þýskumælandi lands þar sem ég var með smá grunn í þýskunni síðan úr framhaldsskóla. Mig langaði til stórborgar og þá komu Berlín og Vínarborg helst til greina. Ég hafði farið til Vínar tveimur árum áður og fell fyrir borginni. Ég athugaði málið og þá kom í ljós að ágætis úrval af enskukúrsum eru í boði við Vínarháskóla (en það er nokkuð sjaldgæft í þýskumælandi löndum að bjóða upp á kúrsa á ensku í grunnnámi) og þá fór boltinn að rúlla.

Hvernig hefur gengið að læra tungumálið? Ertu orðin sleip í þýskunni? Tja, jájá ég er orðin nógu góð til þess að redda mér í einföldum samræðum. En því miður er ég ekki enn orðin nógu góð til þess að eiga í löngum samræðum við þýskumælandi vini mína.

Getur þú ímyndað þér að búa þarna í framtíðinni? Svarið við þessari spurningu breytist frá degi til dags. Ég væri jafnvel til í að búa hérna eitthvað aðeins lengur, en ég myndi ekki vilja setjast hér að. Næst langar mig helst að flytja eitthvert annað, á nýjan stað áður en ég flyt aftur heim til Íslands.

Heldur þú að þessi tími sem þú munt eyða þarna úti sé nægur til að læra á lífið og menninguna, eða þarf kannski mörg ár til þess? Það er góð spurning, og hef ég pælt mikið í þessu. Ég er aðeins búin að vera hérna í 4 mánuði og þegar ég hitti aðra Íslendinga sem hafa verið hér lengur, þá sé ég að maður þarf kannski að vera aðeins lengur en eitt ár til þess að ná tungumálinu og skilja betur menninguna. En þó finnst mér ég hafa lært nokkuð inn á hvernig Vínarbúar virka. (Stjórnmálin hérna eru mjög áhugaverð, þegar ég var nýkomin út voru borgarstjórakosningar sem var gaman að fylgjast með. Einn frambjóðandin sem býður sig fram fyrir hönd öfga-hægri flokksins í Vín fékk 27%. Hann er mjög umdeildur í Vín, allir austurrísku vinir mínir hlæja að honum en samt eru um fjórðungur Vínarbúa sem kjósa hann! Mjög sérstakur karakter, myndarlegur ungur maður, algjör popúlisti sem fer ekki venjulegar leiðir til þess að ná eyrum kjósenda. Hann tekur því verkefni bókstaflega og er þess vegna líka rappari þar sem hann drullar yfir hina flokkana og múslima í textunum sínum.

Hann er leiðtogi FPÖ, flokksins sem komst í samsteypustjórn árið 1999 sem sjokkeraði alþjóðasamfélagið og leiddi m.a. til þess að Evrópusambandið neitaði í fyrstu að vinna með austurrísku ríkisstjórninni.)

Er mikill munur á námi þarna og á Íslandi? Ef svo er, hvernig þá? Já það er frekar mikill munur á náminu og námsaðstöðu. Námið er svipað þungt og heima en hér virðist mun auðveldara að fá góðar einkunnir. Einkunnaskalinn er frá 1-5 (5 er falleinkunn) en hér er mun auðveldara að fá fyrstu einkunn heldur en t.d. 9-10 heima á Íslandi. Flestum námsvinum mínum finnst t.d. mjög eðlilegt að fá 1 í einkunn í meirihluta námskeiðanna! Fjölbreytni námsins er mikil, það eru fullt af spennandi námskeiðum í boði. Hins vegar er námsaðstaðan virkilega léleg hérna og það eru t.d hvergi rými á vegum háskólans þar sem hópar geta lært saman. Enda eru nemendurnir sífellt að mótmæla ástandinu, og fyrir jól voru vikulegar mótmælagöngur.

Hvort mundir þú telja lífið betra á Íslandi eða þarna úti og hvers vegna? Úff það er erfitt að segja! Sérstaklega í ljósi aðstæðna á Íslandi núna þar sem önnur hver frétt eða grein á Pressunni fjallar um hvað allt sé að fara til fjandans heima. Annars er námsmannalífið mitt voða svipað hér og heima, maður er svosem að gera sömu hluti en hér er meira um að vera og alltaf hægt að prófa eitthvað nýtt að gera í stórborginni.

Eru Austurríkismenn frábrugnir Íslendingum, hvað varðar sjálfsaga í námi og jafnvel húmor og fleira? Austurríkismenm eru bara nokkuð fínir. Vinir mínir í háskólanum eru ekki ólík mér að miklu leyti, með svipaðan humor, lífsskoðanir og eru flest nokkuð dugleg í skólanum. Semsagt, háskólakrakkarnir eru svipaðir krökkunum heima. Eldra fólkið hérna er svolítið frekt og heimtugjarnt (t.d. treður sér fram fyrir mann í röðum og finnst það eiga rétt á öllu), þjónustufólk hér er oft dónalegt og finnst það vera gera manni mikinn greiða með því að aðstoða mann. En svo á móti hef ég líka lent í fullt af hjálpsömu fólki í búðum og á lestarstöðum þegar maður er alveg glórulaus. Þannig að maður á ekki að alhæfa, það er yndislegt fólk hérna og líka dónalegt fólk.

Það má kannski segja að Austurríkismenn séu ekki mjög “líbó”, það er svakalegt skrifræði hérna og það er stíft farið eftir reglum.)

VALGERÐUR BJÖRK PÁLSDÓTTIR ER 23 ÁRA SKIPTINEMI Í VÍNARBORG Í AUSTURRÍKI:

Austurríkismenn ekki mjög „líbó“

TOPSHOPAfsláttur er eingöngu veittur gegn framvísun skólaskírteinis.

Afsláttur gildir ekki með öðrum afsláttum, tilboðum né kaupum á gjafakortum.

%10 AFSLÁTTURFYRIR FRAMHALDS-SKÓLANEMENDUR

%

10 AFSLÁTTUR

FYRIR FRAMHALDS-

SKÓLANEMENDUR

10 AFSLÁTTUR

FYRIR HÁSKÓLA-

NEMENDUR

%

Margir skemmtilegir markaðir eru í Vínarborg og heitir þessi markaður Naschmarkt.

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 09

Page 10: Íslenska leiðin

Virkjum bjartsýnina innan í okkur

Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands er löngu orðin þjóðargersemi. Gunnþórunn Jónsdóttir hitti Vigdísi í einlægt spjall að heimili hennar þar sem framboðið, jafnrétti og fleira var rætt. Í dag er Vigdís velgjörðasendiherra

UNESCO sem er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hún er einnig meðlimur í Council of Women World Leaders og frá 2001 hefur rannsóknarstofnun Háskóla Íslands í erlendum tungumálum verið kennd við Vigdísi.

H vað vakti upp það áræði þitt að bjóða þig fram til forseta? Hvaðan kom kjarkurinn?

„Það var ekki ég sem fann upp á því áræði,

skal ég segja þér. Það voru aðrir sem fundu upp á því. Eftir Kvennafrídaginn 1975, var það svo augljóst að íslenskt samfélag hvíldi jafnt á herðum kvenna og karla. Karlarnir litu á það með elskusemi og umburðarlyndi að stelpurnar væru að taka sér frí. En þjóðfélagið lamaðist. Það varð að loka bönkunum og frystishúsunum, vinnustaðir stöðvuðust. Konur og karlar öxluðu þar þjóðfélagsábyrgð saman. Í framhaldi af þessu þótti alveg ótækt að ekki væri kvenmaður í framboði til forseta.

Konur af minni kynslóð eru ekki svo framadjarfar. Þær létu sér ekki detta í hug að bjóða sig fram, heldur var byrjað að leita að konu í framboð. Þetta var mjög sérkennilegur tími. Ég las nafnið mitt í blöðum: Eigum við ekki að stinga upp á því að hún Vigdís Finnbogadóttir,

leikhússtjóri, bjóði sig fram. Mér hefði aldrei dottið þetta í hug.

Menn voru ofurlítið í geðshræringu yfir því hver ætti að vera forseti.

Kristján Eldjárn var stórkostlegur maður og fínn forseti að eiga. Það var mjög mikil umræða um það hver gæti eiginlega tekið við af honum og því nokkuð erfitt að það væri stungið upp á kvenmanni eins og mér.

Það var talað um konur eins og til dæmis Sigríði Thorlacius, sem var formaður kvenfélagssambandsins, og Ölma Thorarensen lækni, sem hafði getið sér gott orð.

Svo kom lesendabréf í Vísi, frá Laufeyju Jakobsdóttur, ágætis konu sem sagði: Af hverju biðjum við ekki hana Vigdísi Finnbogadóttur, ég legg það til.““

Eftir þetta varð uppi fótur og fit og fékk Vigdís mikla hvatningu til þess að bjóða sig fram. Þeir sem skoruðu á Vigdísi stóðu sem fastast við bak hennar og kölluðu hana oddvita sinn. Hún sló til.

„Ég kom heim á miðnætti [eftir að hafa tekið

ákvörðunina] og ég fylltist skelfingu. Síðan var ég andvaka um nóttina, ryksugaði og gekk um gólf og beið eftir því að ég gæti hringt og látið vita að ég væri hætt við. Ég hringdi rétt fyrir 7 en þá var sagt: „Blessuð góða, það er orðið of seint.

Blaðamenn koma til þin um hálf 9.“Og þá var ekki aftur snúið. Ég hafði afar flottan kosningastjóra, Svanhildi

Halldórsdóttur, sem hafði verið á Hagstofunni og þekkti landið eins og lófann sinn. Það var

alltaf svo ákaflega gaman á fundum hjá mér. Það var sífellt verið að spyrja: Hvað ætlarðu að gera? Þú átt ekki mann. Hvernig ætlarðu að vera ein í þessu? Ein kona. Hvernig ætlar hún að leysa þetta? Hver ætlar að vera húsfreyja á Bessastöðum? Þetta var allt afar gamaldags.

Hugsunin var svo allt öðruvísi og það eru aðeins 30 ár síðan. En það gjörbreytti öllu, að þetta skildi fara svona.“

Vigdís sigraði kosningarnar árið 1980. Meðal þeirra sem kusu Vigdísi voru karlmenn úr öllum stéttum, ekki síst sjómenn. Það varð að heimsfrétt: Kona verður forseti.

Það birtist mynd af mér í kínverskum blöðum með kínversku letri. Yfirleitt var nafnið mitt aldrei nefnt heldur aðeins að ég hefði náð þjóðarkjöri: Woman elected president.

Síðan kemur þessi vandi: Hvernig á að gera þetta? Þetta breytti svo mörgu. Það var fyrst og fremst horft til þess: Getur hún þetta? Misstígur hún sig ekki?“

Hvenær breyttist þetta viðhorf? Ég fór til

Vigdís Finnbogadóttir er glæsileg kona.

Það er alltaf verið að spyrja mig hvort það sé munur á konum og körlum í stjórnunarstöðum.Karlar líta á það sem framundan er sem verkefni, á meðan konur líta á það sem viðfangsefni, finnst mér, og nálgast það þannig á víðtækari hátt.

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201110

Page 11: Íslenska leiðin

Danmerkur í fyrstu opinberu heimsóknina mína og þar talaði ég dönsku og hélt góða ræðu. Þá allt í einu kveiktu Íslendingar almennt og sættust á það að ég væri ef til vill ekki alveg ómöguleg.

Það var ekki ég sem tók þá ákvörðun að bjóða mig fram, heldur voru aðrir sem tóku hana. Ég er ekki ennþá farin að fatta hvað þetta fólk sá í mínu fari, en það vissi allavega að ég væri sjóuð í því að koma fram erlendis.“

Vigdís segist vera hreykin af Íslendingum að hafa tekið þetta stóra skref að kjósa konu sem forseta. Eftir á að hyggja þá var hún bara tiltölulega lukkuleg með að hafa þorað að gera þetta.

„Það voru Íslendingar sjálfir sem höfðu þennan gríðarlega kjark. Þetta var mjög flott, alveg dæmigert fyrir þessa þjóð sem er svo tilbúin að taka áhættu. Þetta var áræði íslensku þjóðarinnar.“

Þú varst aldrei flokksbundin á þinni forsetatíð, var það ekkert erfitt? Eða var það frekar eitthvað sem kom þér vel?

„Nei, það var það góða við það. Ég hef alla tíð séð eitthvað í öllum flokkum. Ég átti vini inni í öllum flokkunum og það kom mér mjög vel því að ég vissi alltaf hvað var að gerast þar.

Af því að ég var óflokksbundin og hafði aldrei verið í neinum pólitískum flokki, þá voru vinir mínir mjög fúsir til að upplýsa mig. Þetta voru góðir vinir og ráðgjafar úr öllum flokkum, sem vildu mér og embættinu vel og ég sóttist eftir því að vera vel upplýst um allt.

Þetta er eitt mesta lán mitt, að hafa aldrei verið flokksbundin, finnst mér. Ég hef alltaf getað séð alla flokka og metið hvaða verkefni þeir eru að vinna að og vita hvað er að gerast. Ég get alltaf spurt og mér er yfirleitt alltaf sagt opinskátt frá. Það var mikið lífslán og er ennþá mikið lífslán að vera óflokksbundin. Ég er fegin að hafa haft það vit í kollinum að bindast aldrei stjórnmálum.“

Nú hafa orðið miklar framfarir í jafnréttismálum síðan þú varst forseti. Hvernig var að gegna þessu embætti umkringd karlmönnum? Finnur þú fyrir miklum breytingum í jafnréttismálum frá því að þú varst kjörin forseti?

„Já, þú situr hérna, og ert í stjórnmálafræði. Það hafa verið gríðarlega miklar breytingar,

það er frelsisþeyr í þessu öllu saman. Frelsi kvenna þykir alveg sjálfsagður hlutur.

Það er alltaf verið að spyrja mig hvort það sé munur á konum og körlum í stjórnunarstöðum.Karlar líta á það sem framundan er sem verkefni, á meðan konur líta á það sem viðfangsefni, finnst mér, og nálgast það þannig á víðtækari hátt. Karlmenn líta á skyldur sínar sem verkfræðiverkefni, að það komist í gang, komist af stað. Konur hafa ríkari tilfinningasýn á viðfangsefnið. Verkefni er að byggja eitthvað og koma því upp og koma því að og setja það niður. Viðfangsefni er að leysa verkefni út frá mörgum sjónarhornum. Verkefni, verkfræðilega leyst. Viðfangsefnið, leyst með margvíslegum athugunum frá ýmsum hliðum mála.

Ég held að konur séu í eðli sínu sveigjanlegri. Það er að hluta til af því að þær þurfa að umgangast mannúðarmálin í ríkara mæli en karlar þurfa að gera. Þær eru með börnin og þær eru með gamla fólkið og sjúka.

Það hefur þó breyst að börnin standa í dag mjög nálægt feðrum sínum og þeir eru tilfinningaríkari í garð barna sinna. Ég tek sem dæmi tengdason minn, flottur nútíma maður sem gengur í öll heimilisverk en það sá maður ekki þegar ég var að alast upp.

Svo er nú það, ef hægt er að bjarga heiminum, þá hef ég þá trú á að það verði konur sem gera það.“

Eftir á að hyggja, hvað er það sem þú lagðir mesta áherslu á í þinni forsetatíð?

„Ég lagði mesta áherslu á sjálfsmynd okkar. Hvað er það sem við eigum saman? Við eigum land, þjóð og tungu og svo eigum við saman frelsið, sem er gríðarlega mikilvægt og er fjórða atriðið í sameign okkar. Það er mjög mikilvægt

Land þjóð og tungaþrenning sönn og einþér var ég gefin barná móðurkné,

orti skáldið okkar góða, Snorri Hjartarson.

Þú ræður því ekki sjálfur hvar þú kemur í heiminn. Þar sem þú kemur í heiminn stýrir

því hver þú verður og hvað þú ferð svo að gera. Ég sinnti mjög vel íslenskunni og á afskaplega falleg verðlaun fyrir það. Ég hvatti til að varðveita hana og gæta hennar vel. Síðan var það landið. Ég vildi sinna landinu og menn urðu mjög hissa þegar ég byrjaði að gróðursetja. Ég vissi að mér yrði gefið eitthvað þegar ég færi út á land og ég hugsaði með mér hvað get ég gefið á móti? Svo ég kom bara alltaf með þrjú tré með mér til að gróðursetja. Mér skilst að ég hafi hreyft við mörgum til að græða upp landið og mér þykir vænt um það. Þetta voru áhersluatriðin í ljósi þess hvernig við erum samansett, land, þjóð og tunga og frelsi. Mér þótti afskaplega gaman fyrst

þegar ég byrjaði á þessu þá sögðu krakkarnir alltaf: Svo drepst þetta, og hvað eigum við þá að gera? Þá sagði ég: Gróðursetja nýtt. Það kemur alltaf gróður í gróðurs stað, ef maður sinnir því af árvekni.“

Hvernig er þín sýn á þjóðfélagið í dag? Hefur þjóðfélagsandinn breyst mikið frá þinni forsetatíð?

„Þjóðfélagsandinn hefur breyst fjarska mikið frá minni forsetatíð. Hann hefur því miður kannski hallast svolítið í átt að græðgi og blindu á umhverfið en einnig hefur hann breyst vegna aukinnar neyslu á eiturlyfjum. Það er að sjálfsögðu flótti. Aukinn flótti frá raunveruleikanum.

Ég er ekki í niðurrifsdeildinni. Ég er með það hugarfar að vilja byggja upp. Ég er bjartsýn, af því að ég ákveð að vera bjartsýn. Maður getur virkjað sig til að vera bjartsýnn með því að horfa á það jákvæða. Ef maður er svartsýnn þá gerir maður ekkert í málunum. Við verðum að virkja bjartsýnina innan í okkur sjálfum til þess að vinna að einhverju sem við getum byggt upp og ég er í því áfram alla tíð.“

Það sem m.a. hefur heillað mig mikið er hvað þú hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að halda í íslenska tungu. Hvers vegna er það svo mikilvægt? Finnst þér íslenskan hafa breyst eitthvað?

„Já, íslenskan hefur breyst mikið. Ég hef það stundum á tilfinningunni að það séu margir farnir að hugsa á ensku og tala svo á íslensku. Setningaskipanin brenglast: Ég er ekki að skilja, ég er ekki að fatta. Setningarskipan breytist svo mikið út frá enskunni. Þeir nota can og do. Annað sem hefur líka breyst, er að fólk nefnir oft sjálft sig fyrst. Dæmi: Ég og Jón, eða ég og Sigga. Þetta er óskaplega mikill skortur á háttvísi erlendis, að telja sjálfan sig fyrst. Í öllum tungumálum er hinn aðilinn nefndur fyrstur, nema í ítölsku. Enskan hefur haft alveg gríðarleg áhrif á íslensku með öllu þessu sjónvarpsefni sem er á ensku og aðallega þá setningaskipan.“ En hvað með slangur eða slettur? „Ég hef engar áhyggjur af því, vegna þess að það hverfur og breytist í eitthvað annað. Við notum hæ hæ og bæ bæ. Það er allt í lagi að segja hæ af því að Gilitrutt segir hæ hæ og hó hó, en ekki bæ, vegna þess að við eigum þessa fallegu kveðju vertu blessaður eða bless.

Ég hef löngum heyrt erlent fólk dást að því að við eigum fallegustu kveðjur í tungumálum sem

um getur: Komdu sæll og blessaður á minn fund og sæl að sinni er einnig mjög fallegt að segja.“

Hvað finnst þér vera spilling? Hefur spilling einkennt íslenska þjóð undanfarið?

„Já já, það hefur verið mikil spilling í gangi hér. Það er oft þannig með spillingu, að hún verður eins og smitandi sjúkdómur. Spilling er eiginlega eins og svínaflensa, eða spænska veikin. Þegar spilling fær að dafna, vindur hún upp á sig

Maðurinn er í eðli sínu eiginhagsmunavera en það eru reglur í þjóðfélaginu sem þarf að fara eftir, annars myndi ekkert ganga. Það eru ákveðnar reglur sem verður að lúta, ákveðið siðgæði og ákveðin siðvitund verður að vera til staðar. Ef siðvitundin sofnar, nær spillingin rótfestu. Það er dapurlegt til þess að hugsa. En spilling finnst í öllum þjóðfélögum og þjóðfélagið var miklu heiðarlegra þegar ég var að alast upp, á síðustu öld.“

Hver hefur verið fyrirmynd þín í lífinu og hvers vegna?

„Ég hef ekki mikið hugsað um fyrirmyndir, en ef það er einhver fyrirmynd sem ég ætti að nefna þá væri það hún móðir mín, sem var mjög sterk og sjálfstæð kona. Hún var líka svo frjáls. Þó fannst henni dálítið skrítið að ég skildi gangast inn á það að fara í forsetaframboð. Hún var af gamla skólanum. En hún var mjög sjálfstæð fyrir sinn tíma, hún var formaður Hjúkrunarfélags Íslands í mörg ár. Hún þorði að hafa sínar skoðanir og var mjög sterkur karakter.“

Hefur þú einhver ráð fyrir ungt fólk í dag?„Já, íslensk tunga er límið sem heldur okkur

saman. Þess vegna er það þannig að þegar fólk fer til útlanda, út af námi eða vinnu, þá þráir það oftast að koma heim og það er ekki aðeins landið sem togar í þau, það er tungan. Þú getur sagt allt sem þér býr í brjósti á íslensku, þar er kjarninn.

Svo eru einnig kynslóðatengsl. Það liggur gríðarlega mikil ábyrgð á herðum ykkar, ungu kynslóðarinnar í landinu að viðhalda tungunni fyrir börnin ykkar, að slíta ekki tengslum við fortíðina. Vegna þess að ef að við slítum tenglum við fortíðina þá fyrst verðum við lítil og smá.

Þú sérð það bara á nafninu sem þú berð sjálf, Gunnþórunn, það er í miklum í tengslum við fortíðina.

Passið tunguna, passið íslenskuna fyrir fólkið sem kemur á eftir ykkur, sem erfir eftir ykkur landið og frelsið.“

Það liggur gríðarlega mikil ábyrgð á herðum ykkar, ungu kynslóðarinnar í landinu að viðhalda tungunni fyrir börnin ykkar, að slíta ekki tengslum við fortíðina.

Á spjalli að heimili Vigdísar í Vesturbænum.

Ég er bjartsýn, af því að ég ákveð að vera bjartsýn. Maður getur virkjað sig til að vera bjartsýnn með því að horfa á það jákvæða. Ef maður er svartsýnn þá gerir maður ekkert í málunum. Við verðum að virkja bjartsýnina innan í okkur sjálfum til þess að vinna að einhverju sem við getum byggt upp og ég er í því áfram alla tíð.

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 11VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 11

Page 12: Íslenska leiðin

S tjórnmál er hugtak sem varðar daglegt líf hvers einasta manns . Mennirnir leggja þó mis munandi skilning á hugtakið en það getur

borið jákvæða, neikvæða, hlutlausa og ef til vill merki um stöðu og stétt. Hugtakið hefur þó merkingu sem allir geta sammælst um; vald og ákvörðunartöku. Jafnvel þó við gerum okkur ekki grein fyrir því eða höfum ekki þekkingu á sviðum stjórnmála þá snerta stjórnmál alla heimsbyggðina. Því ber að líta svo á að allir sem vilja geta haft áhrif á hluti sem gerast í kringum þá óháð skoðunum, kyni, kynhneigð, trú og litarhætti.

Lýðræði er hugtak sem flestir í hinum vestræna heimi kannast við og tengja margir orðið stjórnmál við hugtakið lýðræði. Þó liðið sé fram á 21. öldina þá búum við enn við mikinn óstöðugleika hvað lýðræði varðar. Nærtækast er að taka dæmi um Líbíu og Norður Kóreu en þar ríkir algjört einræði og ógnarstjórn. Með tilkomu hnattvæðingar hefur ástandi sem þessu verið ógnað eins og sést núna í Miðausturlöndum og nágrenni.

Eitt af hlutverkum stjórnmálfræðinnar er að leitast við að skýra frá atburðum sem þessum. Stjórnmálfræði leitast við að vera þverfaglegt með því að veita grunnþekkingu á hinum ýmsu sviðum háskólans; hagfræði, lögfræði og skilning á stjórnsýslunni í heild sinni. Námið veitir nemendum innsýn inn í allan þjóðfélagsskalann á innlendum sem erlendum vettvangi sem nýtist

nemendum svo sannarlega í starfi eða frekara námi. Því má segja að námið sé mjög praktískt og um leið spennandi.

Algengur misskilningur er að stjórn-málafræðingar ætli sér að verða stjórnmálamenn. Starfsvið stjórnmálafræðinga er mjög vítt og nær yfir hin ýmsu svið allt frá stjórnmálum til blaðamennsku, enda nýtist námið á næstum hvaða starfsvettvangi sem er. Ekki er óalgengt að fólk stundi námið með það að markmiði að drekka í sig þekkingu og öðlast betri skilning á sviðum alþjóðamála.

Í kjölfar hrunsins jókst áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samhliða því fjölgaði nemendum í stjórnmálfræði. Stjórnmálfræði sem grein hefur vaxið fiskur um hrygg á vesturlöndum seinasta áratug og í leiðinni opnað gáttir í alþjóðlegum samskiptum, aukið víðsýni stjórnmálanna og lýðræðisins og veitt mannréttindum byr í seglin. Stjórnmálafræði er víðtækt nám sem hentar öllum sem hafa ríka samfélagskennd og dug til að láta gott af sér leiða í málefnum alþjóðasamfélagsins og er því nám sem vert er að skoða af gaumgæfni.

T eiknimyndir eru að mínu mati yfirleitt mjög krúttlegar, saklausar og fallegar. Ég viðurkenni fúslega að ég horfi

gjarnan á þær og þá sérstaklega þegar mér líður illa, þær koma mér alltaf í betra skap.

Ég hef alltaf verið mikið fyrir teiknimyndir og þann einfaldleika sem þær endurspegla. Ég fékk hins vegar allt aðrar hugmyndir um sakleysi og einfaldleika teiknimynda þegar ég heyrði hversu oft það gerist að þær flækjast inn í heim stjórnmála, kynþáttafordóma og andfemínisma svo eitthvað sé nefnt. Ég áætla að allir kannist við bókina Animal Farm eftir George Orwell og teiknimyndina sem gerð var eftir henni. Barnabók, barnamynd en samt sem áður algjör samlíking við kommúnisma og kapítalisma. Þetta er upplýst dæmi um pólitískan áróður fyrir börn. En eru fleiri dæmi til um slíkt? Kíkjum aðeins nánar á það.

Strumparnir eru æðislegir. Þessar bláu litlu verur í hvítu buxunum sínum sem líkjast einna helst geimverum en eru ofsalega krúttlegar. Þeir strumpast saman í sátt og samlyndi og ekkert virðist getað stöðvað þá, ekki einu sinni Kjartan, vondi galdrakarlinn í hverfinu. Samfélagi strumpanna er þannig háttað að hver strumpur hefur ákveðnu hlutverki að gegna og er ekki ætlast til þess að skipt sé um þau hlutverk sem þeir hafa fengið gefin í upphafi. Þeir skipta öllu jafnt á milli sín og enginn strumpur á að fá meira en einhver annar. Allir strumparnir eru jafnir í einu og öllu. Æðsti Strumpur hefur síðan yfirumsjón með öllu og sér til þess að samfélag strumpanna gangi rétt fyrir sig. Kjartan vill ólmur skemma fyrir þeim, hann vill ná strumpunum, breyta þeim í gull og græða þannig á þeim. En bíðið nú hæg! Er ekki samfélagsmynd strumpanna óneitanlega lík þeim hugmyndum sem kommúnisminn byggir á?? Og ef þið kíkið aðeins nánar á strumpana þá er Æðsti Strumpur er mjög líkur honum Karl Marx. Takið líka eftir því að Æðsti Strumpur er sá eini sem að ber rauða húfu en rauður er einmitt litur kommúnismans. Ekki nóg með það heldur er hinn klári og gáfaði Gáfnastrumpur með mörg

svipbrigði frá hinum umdeilda Lev Trotsky. Þeir eiga einnig það sameiginlegt að gagnrýna hluti innan samfélagsins og eru þess vegna oft útilokaðir úr hópnum. Einnig væri hægt að líta á það þannig að Kraftastrumpur sé KGB eða leynilögregla Sovétríkjanna. Kjartan mun svo vera gott dæmi um kapítalismann, með einföldum orðum, tekur af öðrum og græðir.

Hvað er í gangi? Er þetta bara ég eða er þetta óneitanlega líkt?

Hafið þið síðan heyrt söguna á bakvið Strympu? Kjartan bjó Strympu til í þeim tilgangi að koma á ójöfnuði, öfund og afbrýðissemi í samfélag strumpanna. Hann gerði hana litla, ljóta og með svart, úfið hár. Í byrjun vildi enginn neitt með Strympu hafa því hún var bæði öðruvísi en hinir og stjórnsöm. Henni gekk illa að aðlagast samfélagi strumpanna en að lokum er henni breytt af góðmennsku og gjafmildi Æðsta Strumps. Hann breytti henni í alvöru strump en bætti svo sannarlega um betur með því að gera hana að algjörri yndismey með ljósa síða lokka. Það gerði það að verkum að allir strumparnir urðu yfir sig ástfangnir af henni. Markmið Kjartans varð því að engu og áætlun hans um að láta konu spilla gleði karlanna misheppnaðist. Þarna gilda greinilega ekki þau viðmið sem við lærðum um í Fríðu og Dýrinu um að hin rétta fegurð kæmi að innan. Það sem við lærum af strumpunum er að allar stelpur þurfa að vera góðar og fallegar. Er það ekki?

Eru teiknimyndir hinn rétti vettvangur fyrir pólitískan áróður? Þetta er hinn fullkomni vettvangur. Börnin eru framtíðin og það sem þau læra er sá farvegur sem þau munu að öllum líkindum fylgja. Hvort að það sé siðferðilega rétt er síðan önnur spurning.

M ér hefur lengi þótt merkilegt hvað heim-speki á rætur sínar að rekja til raunvísinda.

Upphafsmenn helstu greina raunvísindanna voru þegar upp er staðið, fyrstu heimspekingarnir. Til dæmis stærðfræðingarnir Plato og Pýþagóras, eðlis- og líffræðingurinn Aristóteles eða stjörnufræðingurinn Demókrítus.

Árið 1934 bættist maður í hóp þessara raunvísindamanna. Þennan hóp fræðimanna sem hefur það eitt sameiginlegt að búa yfir nægri þekkingu umfram aðra til þess að geta séð heiminn í nýju ljósi. Í öðru ljósi en því sem okkur er meðfætt, þar sem menn eru flokkaðir í hægri og vinstri, í ríka og fátæka, í svarta og hvíta, eða í karla og konur.

Maður þessi er Carl Sagan, fæddur 1934 í New York. Carl Sagan lagðist snemma yfir stjörnufræðina og öðlaðist árið 1960, 26 ára gamall, doktorsgráðu í stjörnu- og geimeðlisfræði að undangenginni mastersgráðu í eðlisfræði. Carl Sagan, eins mikill raunvísindamaður og menn gerast, átti eftir að afreka margt í sinni fræðigrein. Hann var viðriðinn bandarísku geimáætlunina frá upphafi og var m.a. stór hluti af Apollo geimáætluninni. Einnig lék hann stórt hlutverk í ómönnuðum geimförum, t.d. Pioneer 10 og 11, auk Voyager sem varð árið 2010 fyrsti manngerði hluturinn til að fara út fyrir sólkerfið okkar.

En arfleið sú er Carl Sagan skilur eftir er ekki endilega sú sem kom honum á forsíðu Time á sínum tíma. Arfleið Carl Sagan er hans einstaka sýn á heiminn sem við búum í. Litlu, ómerkilegu plánetuna sem við fyrir tilstilli örlaganna þekkjum sem heimili okkar.

Carl Sagan sá heiminn eins og hann raunverulega er. Lítill punktur í endalausu samspili sólkerfa og vetrarbrauta. Hann sá heiminn frá gests auga, og glöggt er gests augað. Eftirfarandi texti er lausþýtt brot úr bók hans

„Pale Blue Dot“, þar sem hann m.a. lýsir sýn sinni á jörðina, og framtíðar sýn mannkynsins í himingeimnum.

„Séð úr órafjarlægð, þar sem jörðin er aðeins punktur á meðal þúsunda punkta, þá kann jörðin ekki að virðast sérstaklega athyglisverð. En fyrir okkur er það öðruvísi. Þessi punktur er hér, hann er heima, hann er við. Á þessum punkti eru allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir, allir sem þú einhverntímann hefur heyrt af. Hver einasta mannvera sem einhverntímann var til, lifði sína ævi þar. Öll gleðin og öll sorgin, þúsundir sjálfsöruggra trúarbragða, hugmyndafræða og hagfræðikenninga. Allir veiðimenn og allir hirðingjar, allar hetjur og heiglar, allir konungar og kotbændur, allir þeir ungu og ástföngnu, allar mæður og feður, allir uppfinningamenn og landkönnuðir, allir kennarar og allir spilltir stjórnmálamenn, allar ofurstjörnur og allir ofurleiðtogar, dýrlingar og syndarar, allir í sögu mannkyns bjuggu hér. Í daufum punkti, hangandi á sólargeisla.

Jörðin er aðeins agnarsmátt svið í víðfemdu leikhúsi alheimsins. Hugsið ykkur blóðsúthellingar sögunnar unnar af hendi hershöfðingja og keisara til þess eins að kalla sig

í dýrð og hróðri, tímabundna ræðismenn yfir smábroti af agnarsmáum punkti. Hugsið ykkur þá endalausu grimmd sem íbúar eins horns þessa depils geta sýnt nánast óaðgreinanlegum íbúum annars horns. Hversu tíðir misskilningarnir eru og hversu áfjáðir þeir eru í að drepa hvorn annan, hve ákaft þeir hata hvorn annan. Uppstillingar þeirra og ímyndað mikillæti. Sú tálsýn að við njótum einhverskonar forréttinda í alheiminum. Allt þetta er dregið í vafa með þessum punkti af fölnu ljósi.

Jörðin er einmanalegur blettur á endalausu sviði alheimsins. Í óskýrleikanum öllum eru engar

vísbendingar um það að hjálp berist annarstaðar frá til að forða okkur frá okkur sjálfum. Jörðin er eini staðurinn sem við vitum um sem hýst getur líf. Hvergi annað getum við farið. Heimsótt? Já. Sest að? Ekki enn. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er jörðin okkar varnarþing, okkar heima.

Það hefur verið sagt að stjörnufræði sé auðmýkjandi upplifun. Það er líklega hvergi til trúverðugari vitnisburður um hroka okkar og heimsku en fjarlæg mynd af okkar litla heim. Fyrir mig, þá undirstrikar það ábyrgð okkar á að koma betur fram við hvort annað og til að varðveita og vernda þennan daufa bláa punkt. Eina punktinn sem við höfum nokkurntímann þekkt.“

Þegar horft er til þess viðhorfs sem Carl Sagan hefur gagnvart okkur heimalingum á jörðu niðri kemst ég ekki hjá því að hugsa eitt.

Sama hversu merkileg við teljum okkur og okkar málefni vera, þá erum við í besta falli, merkilega ómerkileg. Gleymum því ekki.

Í síðasta tímariti Íslensku leiðarinnar tók ungur maður, Pétur Magnús, þátt í þeirri umræðu sem hefur verið í háskólasamfélaginu varðandi

klámmenningu og klámvæðingu innan skólans. Það er jákvætt að þessi umræða skuli fara fram og við þökkum greinarhöfundi fyrir það að taka þátt í þessari umræðu og vekja athygli á öðrum sjónarmiðum. Það er hins vegar með ólíkindum að ritstjórn tímaritsins hafi gefið grænt ljós á greinina, svo illa unnin og á svo lágu plani er hún.

Þar að auki er greinin byggð á frelsis hug-myndum frjáls hyggjunnar og virðist höfundur-inn útiloka þá staðreynd að frelsi krefst þess að fólk hafi einhverja stjórn á því, hömlulaust frelsi skerðir nefnilega alltaf lífsgæði og frelsi einhvers annars.

Í greininni er tekinn fyrir fyrirlestur Ólafs Páls Jónssonar sem hann flutti á málþinginu Menning og klám í Háskóla Íslands. Það var þó í raun ekki fyrirlestur sem Ólafur flutti, heldur sýndi hann einfaldlega glærur þar sem myndir og greinar úr starfsemi skólans voru birtar. Þessar myndir og greinar höfðu augljósa vísun í klám og eru óyggjandi afleiðing klám-væðingar í há skólanum.

Í greininni er ekki bara snúið útúr heldur beinlínis farið rangt með það sem fram fór á málþinginu. Það lætur mann spyrja sig að því hvort að höfundur hennar hafi yfirleitt mætt á málþingið. Læknanemar auglýstu nefnilega ekki sloppasölu, það voru lyfjafræðinemar. Slopparnir voru þar að auki svo sannarlega ekki samskonar. Myndin af karlinum sýndi þekktan leikara sem fer með hlutverk í bandarískum læknaþáttum á meðan myndin af konunni var tekin úr auglýsingu frá búningasölu og var erótískur búningur. Ólafur Páll talaði aldrei

um að nemendafélög væru að troða klámi og kvenfyrirlitningu í fangið á nemendum, hann birti myndir og greinar og spurði síðan hvernig ætti að bregðast við þessum dæmum um klám og kvenfyrirlitningu og hvers konar samfélag við vildum rækta innan Háskóla Íslands.

Seinni fyrirlestur málþingsins var í höndum meistaranemans í kynjafræði, Thomas Brorsen Smidt. Thomas hóf fyrirlesturinn á því að segja að þetta væri ekki spurning um ritskoðun og við ættum að forðast í lengstu lög að færa umræðuna þangað, það myndi ekki skila neinu. Umræðurnar snerust nefnilega einmitt um það að boð og bönn væru ekki rétta leiðin til þess að fara, heldur þyrfti ákveðin hugarfarsbreyting að eiga sér stað og var málþingið hugsað sem vettvangur þar sem upplýst og opin umræða gæti farið fram.

Andstaða við klám og klámvæðingu byggir ekki á andstöðu við nekt og kynlíf, eins og höfundur rangtúlkar svo greinilega með því að gefa fólki það ráð að forðast sundstaði landsins. Eins og fram kemur í kynningu

málþingsins byggir andstaðan á ,,þeirri mynd af kynverund kvenna og karla sem er dregin upp í klámi og byggir á ofbeldi, valdatengslum og hlutgervingu.“

Höfundur greinar spyr hvort þurfi að setja siðareglur á nemendafélögin og hann veltir því fyrir sér hvort þeir sem berjast fyrir slíkum reglum fari í sund. Ekki er þörf að svara þessari spurningu því siðareglur Háskóla Íslands eru nú þegar til staðar. Bæði starfsmönnum og nemendum skólans ber að lúta þessum reglum. Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér reglurnar, en þær má finna á vefsíðu Háskólans.

Reglur þessar voru samþykktar af háskólafundi árið 2003 og hafa verið í gildi síðan þá. Það gæti í raun bara vel verið að þeir sem sátu háskólafundinn er reglurnar voru samþykktar á færu í sund annað slagið eins og flestu fólki sæmir.

Að lokum má nefna það viðhorf að vera ekki femínisti heldur jafnréttissinni, líkt og Pétur Magnús aðhyllist. Að okkar mati er maður femínisti ef að maður er jafnréttissinni vegna þess að staðreyndin er einfaldlega sú að við búum í samfélagi þar sem hallar á konur.

Þegar maður hefur áhuga á því að auka hlut, virðingu og völd kvenna í samfélaginu þá fyrst er maður raunverulegur jafnréttissinni.

Því spyrjum við Pétur Magnús að því hvernig hann skilgreini þessi tvö hugtök, hvers vegna er neikvætt að fera femínisti en jákvætt að vera jafnréttissinni þegar það er einmitt femínismi sem gerði það að verkum að konur eru t.d. með kosningarétt, hafi sama rétt og karlar til þess að mennta sig og að karlar hafa rétt á fæðingarorlofi. Við hvetjum Pétur Magnús og háskólasamfélagið allt til þess að kynna sér málið til hlýtar og mynda sér síðan upplýsta skoðun út frá því.

Klámvæðingin í HÍ

Tinna Rut Isebarnstjórnmálafræðinemi

Halla Tryggvadóttirhjúkrunarfræðinemi

Heimir Hannessonstjórnmálafræðinemi

Ásta Hulda Ármannstjórnmálafræði- og trúarbragðafræðinemi

Janus Arn Guðmundssonstjórnmálafræðinemi

Pólitískur áróður í teiknimyndum

Á þessum punkti eru allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir, allir sem þú hefur einhverntíma heyrt af.

Af hverju stjórnmálafræði?

Carl sér heiminn í nýju ljósi

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201112

Page 13: Íslenska leiðin

MYNDIR ÚR FÉLAGSLÍFINU

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 13VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 13

Page 14: Íslenska leiðin

A llir ættu að kannast við hina umdeildu stofnun Wikileaks. Stofnunin sem lekur leynilegum skjölum

til almennings. Stofnunin sem kemur með allt fram á yfirborðið. Stofnunin sem gerði allt vitlaust á síðasta ári.

Wikileaks hefur verið starfandi opinberlega síðan árið 2007 í þeim tilgangi að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri. Síðan er ekki rekin í hagnaðarskyni og eru aðaláherslur hennar að almenningur geti nálgast leynileg skjöl sem yfirvöld vilja ekki að komist upp á yfirborðið. Wikileaks fær send til sín ýmis konar skjöl frá ónafngreindum aðilum sem tengjast yfirleitt stórum stofnunum. Skjölin eru síðan sett á síðu Wikileaks þar sem hinn almenni borgari getur nálgast þau.

Það var árið 2010 sem Wikileaks fór fyrst að vekja athygli hjá almenningi og fjölmiðlum. Stofnunin birti nefnilega mjög umdeild skjöl um Bandaríkjaher og starfsemi hans í Afganistan og Írak. Myndband af þyrluhermönnum sem skjóta saklausa borgara vakti sérstaklega mikla athygli. Í myndbandinu sést hvernig hermenn skjóta á hóp manna sem þeir telja vera ógn. Ógnin voru byssur sem mennirnir áttu að hafa verið með og án þess að hafa nokkra staðfestingu á því skutu þeir að hópnum. Síðar kom í ljós að á meðal mannanna voru tveir fréttamenn frá Reuters og „byssurnar“ sem þeir áttu að hafa meðferðis voru myndavélar þeirra. Í kjölfarið fóru miklar vangaveltur af stað og háværar raddir spurðu sig hvort að Bandaríkjaher væri að sinna verki sínu á réttan og siðferðislegan hátt. Spurningar eins og hvert hlutverk Bandaríkjahers í Afganistan og Írak væri og hvað þeir væru í raun og veru að gera brutust út. Bandaríkjaher var mikið gagnrýndur fyrir þetta og yfirmenn hans reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig með mismiklum árangri.

Frumkvöðullinn á bakvið Wikileaks er hinn umdeildi Julian Assange en hann var snemma þekktur fyrir baráttu sína fyrir algjöru málfrelsi. Strax á unga aldri var Julian orðinn mikill tölvuþrjótur og var hann aðeins 19 ára gamall þegar hann var fyrst ákærður fyrir tölvuglæpi. Fyrir rétti játaði hann á sig 25 brot og átti hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi en þar sem barnæska hans hafði einkennst af mikilli sundrung slapp hann með sekt upp á 2100

ástralíudali (miðað við gengi dagsins í dag eru það 247.893,67 ísl. krónur). Þegar á leið fór Julian að halda marga fyrirlestra í fjölmörgum löndum um rannsóknarfréttamennsku og ritskoðun meðal annars. Hann hefur verið mikið lofaður fyrir verk sín og margir líta á hann sem mikla hetju og hugrakkan mann. En á sama tíma hefur hann verið gagnrýndur og sumir hafa gengið það langt að kalla hann hryðjuverkjamann og glæpamann. Árið 2006 byrjaði Julian að birta skjöl þegar hann hóf að opinbera efni um m.a. ólöglegar aflífanir í Kenía og um íslenska bankann Kaupþing. Hugmyndir hans þróuðust enn lengra og varð til þess að Wikileaks var stofnað.

Wikileaks segjast heita nafnleysi einstaklinga sem senda skjöl til þeirra. Það hefur þó komið fyrir að nöfn einstaklinga hafi komið upp á yfirborðið. Hinn 24 ára gamli Bradley Manning, hermaður hjá Bandaríska hernum,

hefur verið ákærður fyrir að leka yfir 250.000 skjölum til Wikileaks. Bradley hafði sagt á spjallrás að hann hefði verið í sambandi við Julian og í kjölfarið

reyndu bandarísk yfirvöld að komast að því hvort Julian hefði hjálpað Bradley að einhverju leyti að nálgast upplýsingarnar með tölvuhakki. Þetta atvik

er að margra mati mjög umdeilt því svo virðist

sem Wikileaks hafi að einhverju leyti ekki staðið

við bak orða sinna hvað þetta varðar. Wikileaks er mjög umdeild

stofnun. Skjölin sem hafa verið gerð opinber áttu ekki að verða það. Þau áttu að

vera falin almenningi. Margar siðferðislegar spurningar hafa vaknað um Wikileaks í kjölfarið sem vert er að athuga. Var gögnum haldið leyndum þar til að fela staðreyndir fyrir almenningi? Eru yfirvöld að gera eitthvað sem þau ættu ekki að vera gera? Er það ekki réttur almennings að fá að vita hvað yfirvöld og fulltrúar þeirra eru að gera? Er rétt að taka leynileg skjöl frá öðrum og gera þau opinber? Eins umdeild og þessi stofnun er tel ég langbest að hver og einn verði að gera það upp við sjálfan sig hvernig hann vill svara öllum þeim spurningum sem ég hef borið fram hér að ofan. Ég get allavega ekki og

mun ekki svara þeim fyrir ykkur.Til þess að nálgast frekari upplýsingar um Wikileaks þá

bendi ég öllum á að kíkja á heimasíðu þeirra: www.

wikileaks.org og skoða heimildarmynd sem

sænska ríkissjónvarpið gerði seint á síðasta ári.

Wikileaks: Almenn réttindi eða glæpur?

Ásta Hulda Ármannstjórnmála- og trúarbragða fræðinemi

P ólitíkin er of mikilvæg til að vera eftirlátin pólitíkusum“ (Politics is too important to be left to politicians). Það er ekki alveg

á tæru hvaðan þessi frasi kemur, sumir telja frá Charles De Gaulle Frakklandsforseta, aðrir telja annað. Það má einu gilda. Hann er á vissan hátt táknrænn fyrir þá tíma sem við lifum. 2011 runnið upp, eða þriðji í hruni, sjálfsstæðishetjan Jón Sigurðsson 200 ára og Háskólinn 100 ára. Og hvar stöndum við? Umræðan um spillingu, flokksræði og foringjavald eflist. Samkvæmt lífsgildakönnuninni European Value Study (2009-2010) eru Íslendingar almennt óánægðir með þróun lýðræðis í landinu í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Traust til stjórnmála og stjórnmálamanna sígur enn. Gallup Capacent mældi traust til Alþingis 13% í febrúar 2010 og í október sama ár mældi mmr (Market and media research) traust til Alþingis 8% og 11% til ríkisstjórnarinnar. Andúð á stjórnmálum er að verða hin nýja pólitísk sannfæring. Eitthvað svo kaldhæðnislegt að vantraust á stofnunum samfélagsins nái áður óþekktum hæðum á þessum táknrænu og merkingarbæru tímamótum.

En ekki er allt sem sýnist – og þetta er ekki nýtt af nálinni ef einhver heldur það. Þau rök hafa heyrst áður að pólitíkin sé svo mikið argaþras að hún sé bara fyrir suma og ekki aðra. „En svo mikið má segja, án þess að vera stórorður, að pólitíkin hjá oss Íslendingum er ekki svo á þessum tímum að hún göfgi hugsunarháttinn eða geri menn að betri mönnum. Bakmælgi, illyrði og rógburður eru algeng vopn pólitískra mótstöðumanna.“ Þessi orð féllu fyrir 100 árum, í grein í tímaritinu Ingólfi (8. júní 1911). En tilefnið var ekki það sama og nú. Þá var ekki kreppa og niðurskurður sem æsti menn til stóryrða heldur kosningaréttur kvenna, sem mörgum þótti fara yfir strikið: „Fyrir konuna álít ég þetta óheillaspor...“ sagði greinarhöfundurinn í Ingólfi um kosningaréttinn. Sama ár féllu þau orð á Alþingi að það væri „þjóðþrifaverk [...] að aftra konum frá því að gef sig í hið pólitíska skítkast“ (Alþingistíðindi 1911 B II, 934-935).

En hvað er þá pólitík, fyrir hverja á hún að vera, og hvernig eiga stjórnmálafræðinemendur að bregðast við öllu þessu?

Í fyrsta lagi er ekki í boði að leggja upp laupana. Við þurfum að ráða málum okkar til

lykta og einhvers konar lýðræðisleg stjórnmál er skásta leiðin til þess. Það er auðvitað breytilegt í tíma og rúmi hvert viðfangsefni stjórnmálanna er, en stjórnmál eru samt miklu víðara hugtak en látið er í veðri vaka. Nú eru t.d. hlutir á dagskrá stjórnmála sem varla voru til hugtök yfir fyrir nokkrum áratugum, eins og kynbundið ofbeldi, stjórnsýslulög, umhverfismat, hommar og hinsegin mæður. Pólítík þarf að feta einstigi milli einstaklingsfrelsis og forsjárhyggju. Pólítík byggist á því að samfélagið beri ábyrgð á velferð þegnanna, móti stefnu um sameiginlega hagsmuni og annað sem einstaklingarnir hafa ekki fullar forsendur til að hafa yfirsýn yfir. Og til þessa vandasama verks kjósum við okkur stjórnvöld, eða eins og Jón Sigurðsson forseti orðaði það: „Við veljum sveitum saman slíka menn sem allir treysta best og reyndir þykja að viturleik og góðgirni“ (Ný félagsrit, 1841). Í nútímasamfélagi er mikilvægt að þessar vitru og góðgjörnu manneskjur endurspegli allan margbreytileika þjóðfélagsins og séu verðugir fulltrúar okkar allra.

Í öðru lagi er andúðin á stjórnmálum og stjórnmálamönnum mikilvægt viðfangsefni fræðanna, og því spennandi fyrir stjórnmálafræðinema – eins fráleitt og það kann að hljóma. Það er hlutverk fræðanna að skoða hvað veldur andúðinni, hvernig hún birtist og hvernig hægt er að bregðast við henni. Samkvæmt lífsgildakönnuninni (European Value Study, 2008-2009) hafa Íslendingar mikinn áhuga á stjórnmálum, og með því mesta sem gerist, meðal Evrópuþjóða. Þetta er býsna áhugavert og sýnir að andstaða við stjórnmálaflokka og andúð á stjórnmálum getur líka verið afstaða. Það er merki um lífsmark og er því styrkur þegar allt kemur til alls. Já, pólitíkin er of mikilvæg til að vera eftirlátin pólitíkusum – hún varðar okkur öll og er sennilega mikilvægari núna en nokkru sinni fyrr.

Hið pólitíska skítkast

Þorgerður Einarsdóttirprófessor

Julian Assange

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201114

Page 15: Íslenska leiðin

T il er fræg teikning byltingarmálarans Davids af frönsku drottningunni Marie-Antoinette 16.

október 1793 á leið á höggstokkinn undir ópum götuskríls, í hestvagni með hendur bundnar fyrir aftan bak, mædd á svip og horfir fram fyrir sig. Hannes Pétursson hafði eflaust þessa teikningu í huga, þegar hann orti:

Er von hún skilji að allur þessi æstióhreini lýður, þetta grimma vopnsem blikar þarna blóðugt, óseðjandisem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvölsé hvítur draumur hugsuðanna, framtíðhollari betri og eina völ

en hitt sem nú skal rifið upp með rótum:hið rotna stjórnarfar og mikla bölsé hún, sem yfir hópinn orðlaus starirhrein og föl.

Margar spurningar vakna við lestur þessa kvæðis. Hver var „hvítur draumur“ hugsuðanna? Réð sá draumur, ef einhver var, úrslitum um framvindu frönsku byltingarinnar, sem hófst 1789, en lauk í ógnarstjórn jakóbínans Maximiliens Robespierres og hernaðareinræði Napóleons Bonapartes? Og var sú framtíð, sem jakobínarnir buðu upp á, hollari og betri en ella hefði orðið? Var hún hin „eina völ“ eins og skáldið sagði? Var ástandið í Frakklandi í október 1793, þegar Marie-Antoinette var hálshöggvin, til dæmis skárra en í október 1788, hálfu ári áður en byltingin hófst?

Fleiri en Marie-Antoinette af Austurríki áttu erfitt með að skilja, að mannblót væru nauðsynleg til að bæta heiminn. Enski stjórnmálamaðurinn Edmund Burke gagnrýndi byltinguna í löngu bréfi árið 1790, þegar aðeins var liðið ár, frá því að hún hófst. Að sögn Burkes voru byltingarmennirnir innblásnir af kenningum, sem þeir vildu þröngva upp á samborgara sína, í stað þess að reyna að finna vitið í gömlum siðum og mynda jafnvægi milli margra stofnana og valdahópa, eins og Bretar gerðu. Þessi „heimspeki villimennskunnar“ væri „afkvæmi kalins hjarta og óskýrrar hugsunar“. Menn væru skeikulir og misvitrir og yrðu að nýta sér reynslu og visku liðinna kynslóða. Þeir mættu ekki gleyma hugtökum eins og virðingu, varðveislu, arfi, sæmd, heiðri, trúnaði og tryggð. Þróun væri oftast heppilegri en bylting. Jakobínarnir væru ekki vinir raunverulegs frelsis, sem fælist í varnargörðum venju og réttar utan um einstaklingana. Í stað alræðis konungs settu jakobínarnir alræði múgsins, sem þeir stjórnuðu beint og óbeint með áróðri, hvatningarorðum, skömmtun upplýsinga og stundum harðneskju. Múgurinn væri nafnlaus, ábyrgðarlaus. „Ótakmarkað lýðræði er þess vegna allra fyrirbæra blygðunarlausast.“ Jakobínarnir frönsku væru svo sannfærðir um kenningu sína, að þeir leyfðu enga andstöðu við hana. Allir skyldu samsama sig almannaviljanum, eins og jakobínar skilgreindu hann. Afleiðingin yrði ógnarstjórn. „Í skógarrjóðrum þessara skólaspekinga, alls staðar þar sem út fyrir sést, ber gálga við himin.“1 Hugleiðingum Burkes um byltinguna í Frakklandi var í upphafi illa tekið. En síðar þótti hann mæla spámannlega, því að hann skrifaði bréf sitt, áður en konungur var hálshöggvinn og ógnarstjórn komið á. Burke sá fjöldaaftökurnar fyrir, þótt hann talaði um gálga, en ekki fallöxi. Raunar sá hann Napóleon líka fyrir, því að hann kvað í bréfi sínu hina rökréttu niðurstöðu byltingarinnar vera þá, að einhver herforingi tæki í taumana.

Þýski heimspekingurinn Georg W. F. Hegel var sammála Burke. Hann sagði í Fyrirbærafræði andans árið 1807: „Hið almenna frelsi bætir engu jákvæðu við, það lætur sér nægja hið neikvæða; það felur í sér fár

og tortímingu.“2 Hegel átti við það, að frelsið yrði að styðjast við eitthvað jarðbundið, ætti það að vera raunverulegt, reynslu, kunnáttu, siði, stofnanir. En þegar þrjátíu ár voru liðin frá því, að franska stjórnarbyltingin hófst, 13. febrúar 1819, hélt franski rithöfundurinn Benjamin Constant fyrirlestur í Athénée Royal-skólanum í París.3 Hann kallaði lesturinn „Um frelsi fornmanna í samanburði við það, sem nútímamenn njóta“ og leitaði þar skýringa á því, hvers vegna byltingin hefði mistekist, lokið með ógnarstjórn Robespierres og hernaðareinræði Napóleons. Skýring hans var í fæstum orðum, að jakobínar hefðu undir áhrifum franska heimspekingsins Jean-Jacques s einblínt á það frelsi, sem til hefði verið í hinum fornu borgríkjum Grikkja, en horft fram

hjá því frelsi, sem nútíminn krefðist.4 Hinn „hvíti draumur“ væri kenning Rousseaus um almannaheill og almannavilja, er getur að líta í Samfélagssáttmálanum, en það merkilega verk kom nýlega út í íslenskri þýðingu Björns Þorsteinssonar og Más Jónssonar sem eitt af lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags.5

Constant skilgreindi svo það frelsi, sem nútímamenn vildu njóta:

Það merkir rétt manns á því að lúta lögunum einum, en vera ekki handtekinn, fangelsaður, líflátinn eða pyndaður að geðþótta eins eða fleiri einstaklings. Það merkir rétt hvers manns á að láta skoðun sína í ljós, velja sér starf og sinna því að vild, fara með eigur sínar eins og honum sýnist, jafnvel að vanrækja þær, koma og fara án þess að verða að sækja um leyfi og þurfa ekki að standa neinum reikningsskil gerða sinna. Það merkir rétt manns til að mynda samtök með öðrum, hvort sem það er til að ræða sameiginleg hagsmunamál, rækja trúarbrögð, sem hann og félagar hans deila, eða í því skyni einu að verja dögum og lausum stundum til þess, er hugurinn girnist. Að lokum merkir það rétt allra manna til að hafa áhrif á stjórn sameiginlegra mála, annaðhvort með vali sumra eða allra embættismanna ríkisins eða með sérstökum fulltrúum, bænaskrám eða kröfum, sem valdhafar verða að taka tillit til.

Þetta er réttnefnt einstaklingsfrelsi. Það er frelsi manna gagnvart ríkinu. Það er frelsi þeirra til að vera í friði.

Constant bað áheyrendur sína í París að bera þetta einstaklingsfrelsi saman við frelsið, sem Grikkir hinir fornu nutu:

Það fólst í því að fara í sameiningu og beint með vald ríkisins, að ráða ráðum sínum opinberlega um stríð

og frið, gera samninga við önnur ríki, greiða atkvæði um lögin, kveða upp dóma, hafa eftirlit með starfsemi ríkisins og athöfnum trúnaðarmanna fólksins, kalla þá á fund fólks, draga þá fyrir rannsóknarrétt og sakfella þá eða sýkna.

Þetta er ekki frelsi manna gagnvart ríkinu, heldur frelsi þeirra í ríkinu. Það er frelsi þeirra til þátttöku. Eðlilegra er á íslensku að kalla það lýðfrelsi en þjóðfrelsi á íslensku, því að gríska þjóðin myndaði ekki eitt ríki að fornu, heldur var hver borg eitt ríki. Hins vegar ber að gera greinarmun á lýðfrelsi og lýðræði, þar sem lýðræði er hugsanlegt undir erlendri stjórn, en lýðfrelsi ekki.

Constant benti á, að Grikkir hinir fornu hefðu notið takmarkaðs einstaklingsfrelsis, þótt þeir hefðu búið við lýðfrelsi. Friðhelgi einkalífs þekktist ekki. Menn nutu hvorki skoðana- né athafnafrelsis, en umfram allt höfðu þeir ekkert trúfrelsi, sem nútímamenn telja á hinn bóginn dýrmætt og sjálfsagt. Þótt borgarinn hefði ákvörðunarrétt í opinberum málum, var hann ofurseldur öðrum um öll einkamál. Nefndi Constant mörg dæmi

um þetta frá Spörtu, sem þeir Rousseau og Robespierre dáðust báðir að. „Sparta skín eins og leiftrandi elding í hinu mikla myrkri,“ sagði Robespierre eitt sinn.6 En í Spörtu var stjórnarfar mjög ófrjálslynt. Allt var gert til að bæla niður einstaklingseðlið, reynt var að blása hernaðaranda í sveina frá blautu barnsbeini, og engin andstaða við stjórnina var leyfð. Tilraun jakobínanna til að breyta Frakklandi í risastóra Spörtu hlaut að enda með ósköpum.

Þótt stjórnarfar í Aþenu hefði verið frjálslegra en í Spörtu, minnti Constant einnig á, að heimspekingar og hugsuðir hefðu átt þar erfitt uppdráttar. Sókrates hefði til dæmis verið tekinn af lífi fyrir að trúa ekki á guði borgarinnar. Constant rakti muninn á lýðfrelsi Forn-Grikkja og einstaklingsfrelsi nútímamanna til ólíkra aðstæðna. Í fyrsta lagi voru ríki fornaldar miklu fámennari og smærri en nú gerist. Þess vegna var bein stjórn fjöldans þá framkvæmanleg, en það hafði einnig í för með sér, að eftirlit almennings með einstaklingum var miklu skilvirkara og víðtækara en nú á dögum. Þessi ríki áttu í öðru lagi í sífelldu stríði við grannríkin. Constant gerði í því viðfangi greinarmun á tveimur aðferðum til að eignast það, sem menn girnast: Önnur er að taka það með valdi, hin að bjóða fram eitthvað, sem eigandinn samþykkir að taka í skiptum fyrir það. Önnur er að fara að með sverði, hin með verði. Að fornu háðu menn stríð; nú stundar fólk viðskipti. Í skipulagi frjálsra viðskipta geta menn ekki gefið sig óskipta að stjórnmálum eins og í borgríkjum fornaldar, og með nútímamönnum hefur líka eflst sjálfstæðiskennd, sem fornmenn þekktu lítt. Í þriðja lagi tíðkaðist þrælahald að fornu, svo að borgararnir höfðu nægan tíma til að sinna opinberum málum.

Jakobínarnir og raunar margir aðrir franskir byltingarmenn kunnu að sögn Constants ekki nægileg skil á þessum tveimur frelsishugtökum. Þeir gerðu sér ekki fremur en Rousseau grein fyrir því, að lýðfrelsi væri að mörgu

leyti úrelt. Rousseau hefði ekki skilið, taldi Constant, að nútíminn væri ekki tími beinnar stjórnar fjöldans, heldur frjálsra viðskipta og einstaklingsbundinna réttinda. Nútímamenn gætu ekki sætt sig við ýmsa siði fornmanna, til dæmis útlegðardóma yfir þeim einstaklingum, sem almenningi væru ekki þóknanlegir, eða ritskoðun og siðferðilegt eftirlit með fólki. Nú á sögum væru menn orðnir ólíkir einstaklingar, sem létu ekki bjóða sér víðtæk afskipti stjórnarherranna af einkahögum sínum. Þeir væru ekki Persar, er þyrftu að lúta harðstjórn, eða Egyptar undir oki prestaveldis eða Gallar, sem Drúídar máttu fórna að vild, eða Grikkir og Rómverjar, sem yrðu að reyna bæta sér upp ófrelsi í einkamálum með þátttöku í stjórnmálum. „Við erum nútímamenn,“ sagði Constant, „sem allir viljum njóta réttinda okkar og þroska hæfileika okkar, eins og okkur sýnist, án þess að skaða með því aðra.“

Hvort tveggja var, taldi Constant, að einstaklingsfrelsi hæfði eitt nútímamönnum og að harðstjórn fjöldans væri orðin illframkvæmanleg. Skipulag nútímans hvíldi á frjálsum viðskiptum, og þeir, sem þau stunduðu, kynnu ýmis ráð til að forðast geðþóttaákvarðanir stjórnvalda. Um leið og valdhafar tækju að sverfa að fólki, kippti það peningum sínum úr umferð eða færði þá úr landi. Hin hraða peningavelta væri lífæð nútímans, og hún væri undir því komin, að einstaklingar treystu valdhöfunum til að láta sig í friði. Áður fyrr hefðu íbúar ólíkra landa verið fjandsamlegir hverjir öðrum, en nú hefðu frjáls viðskipti fært þá nær hverjum öðrum og einnig auðveldað undankomuleiðir undan ágjörnum og ráðríkum stjórnarherrum. Því mætti ekki gleyma, að frjáls viðskipti væru miklu ódýrari aðferð til að öðlast það, sem hugurinn girntist, en stríð. En Constant tók fram, að nútímafrelsið væri ekki hættulaust. Á sama hátt og lýðfrelsið hefði að fornu snúist í harðstjórn fjöldans, gæti einstaklingsfrelsið breyst í sinnuleysi um opinber mál og tortímt sjálfu sér. Ef menn kepptu aðeins að eigin hag hver í sínu horni, en skeyttu ekki um hag heildarinnar, þá gæti lýðræðisríkið fallið. Borgararnir yrðu því að fylgjast vel með fulltrúum sínum í valdastólum og vera reiðubúnir til að verja frelsi sitt, er nauðsyn krefði. Þeir yrðu að gegna þegnlegum skyldum sínum, taka þátt í stjórnmálum. Constant taldi, að stjórnmálaþátttaka væri ekki aðeins nauðsyn, heldur líka dygð. Menn þroskuðust af því að taka þátt í stjórnmálum, sinna með samborgurum sínum opinberum málum.7

Þótt Constant hafi ef til vill gert of mikið úr muninum á frelsi að fornu og nýju, er gagnrýni hans á hugmyndir Rousseaus skarpleg. Í rauninni táknaði franska stjórnarbyltingin afturhvarf til alræðis, þar sem alræðisherrann var ekki konungur, heldur lýðurinn eða öllu heldur sá, sem talaði hverju sinni áheyrilegast í nafni lýðsins. Tilraunir jakobína til að lögbjóða eina ríkistrú minntu einna helst á tilraunir Lúðvíks XIV. til að útrýma úr ríki sínu öllum öðrum trúarsöfnuðum en hinum kaþólska. Hin miklu höft, sem jakobínar settu á framleiðslu og verslun, voru lík þeim, er hinn stjórnlyndi fjármálaráðgjafi Lúðvíks XIV., Jean-Babtiste Colbert, beitti sér fyrir. Eins og Alexis de Tocqueville og fleiri sagnfræðingar hafa bent á, er franska stjórnarbyltingin um margt framhald af og fullkomnun á tilhneigingunni til miðstýringar í Frakklandi.8

Annar rithöfundur, eftirlætisskáld Fjölnismanna, Heinrich Heine, rakti eins og Constant gerðir byltingarmannanna til Rousseaus, þótt hann væri ekki eins gagnrýninn á þær. „Takið vel eftir þessu, þér stoltu athafnamenn. Þér eruð án þess að vita af því aðeins handlangarar hugmyndasmiðanna,“ sagði hann. „Maximilian Robespierre var ekkert annað en höndin á Jean-Jacques

Rousseau, — sú hin blóðuga hönd, sem tók úr skauti tímans á móti líkama með sál frá Rousseau.“9 Að sjálfsögðu verður Rousseau ekki sakaður um það, sem lærisveinar hans gerðu. Hugmyndir breyta ekki heldur sögunni, nema þær leggist á eitt með aðstæðum. Þessar aðstæður voru, að franska ríkið var nánast orðið gjaldþrota vegna stríðsreksturs erlendis og að árferði hafði verið óvenjuillt, ef til vill vegna Skaftárelda uppi á Íslandi.10 Eðlilegast er að líkja Samfélagssáttmála Rousseaus við frækorn: Á sama hátt og frækorn verður ekki að neinu án jarðvegs, sprettur ekkert úr jarðvegi án frækorns. Rousseau ber óbeina ábyrgð á gerðum frönsku byltingarmannanna. Þær voru rökréttar afleiðingar af kenningum hans, að minnsta kosti einn kosturinn á að hrinda þeim í framkvæmd. Ef almannaviljinn er ekki samanlagður vilji allra, heldur eitthvað annað og meira, eins og Rousseau hélt fram í Samfélagssáttmálanum, þá er hætt við því, að einhverjir telji sig bæra um að skilgreina hann fyrir alla. Hann verður þá vilji eins hóps, almannavarnanefndarinnar undir forystu Robespierres, og að lokum vilji eins manns, Napóleons. Þeir, sem telja sig almannaviljann, hafna siðspilltri veröldinni. Þeir sætta sig ekki við mennina, eins og þeir eru, heldur vilja bæta þá, ala þá upp. En þá verður til greinarmun á kennurum og nemendum, og hann breytist fyrr eða síðar í greinarmun á drottnurum og þegnum.

Rousseau taldi, að þjóðin væri fullvalda. Hún átti að vera alráð. En á nokkur einn aðili að vera alráður? Er ekki eðlilegra, að völdunum sé skipt milli margra aðila? Rousseau spurði sömu spurningar og Platón: Hver á að ráða? Platón hafði svarað: Vitringarnir, heimspekingarnir, en Rousseau svaraði: Lýðurinn, almenningur. Átti Rousseau ekki heldur að spyrja: Hverju á ríkið að ráða og hverju einstaklingarnir sjálfir? Mikilvægara er, hvernig ríkisvaldið er notað en í hvers nafni það er notað. Ágúst H. Bjarnason heimspekiprófessor skrifaði ekki að ófyrirsynju í hinu áhrifamikla riti sínu, Sögu mannsandans: „Aldrei hefur nein af draumsjónum heimspekinnar fengið jafnblóðuga ráðningu og þessi þjóðræðishugmynd Rousseaus fékk í stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi.“11

Ein hættan af almannaviljanum er, að allir borgararnir verði að gera þann vilja að sínum. Ef hann er einn og réttur, þá hafa menn rangt fyrir sér, þegar þeir fara ekki eftir honum. Þá er ógnarstjórnin var sem grimmust, létu jakobínar sér ekki nægja að krefjast þess, að þegnarnir hlýddu, heldur urðu allir að vera virkir þátttakendur með þeim. Þeir skyldu sækja baráttufundi og hrópa saman í kór. Í Frakklandi jakobína var hvergi neinn friður fyrir stjórnmálum. Menn höfðu ekki frelsi til að þegja, láta aðra afskiptalausa, draga sig í hlé. „Þetta þýðir það eitt að mönnum verður þröngvað til að vera frjálsir,“ sagði Rousseau sjálfur í Samfélagssáttmálanum.12 Minnir þetta á eitt meginstefið í skáldsögu Georges Orwells um alræði tuttugustu aldar: Þegnarnir urðu ekki aðeins að lúta Stóra bróður, heldur líka að elska hann. Byltingarmennirnir frönsku hlupu úr einum öfgum í aðra. Stjórnmál voru ekkert í konungsríkinu gamla. Nú áttu þau að verða allt. Og erfiðleikar stöfuðu ekki af illu árferði, mannlegum mistökum eða einskærri óheppni, heldur af skemmdarverkum gagnbyltingarsinna. Þetta var vítahringur: Því verr sem gekk, því harðar skyldi gengið fram. Því harðar sem gengið var fram, því verr gekk. Þótt jakobínarnir grunuðu andstæðinga sína um hvers kyns glæpi og viðurkenndu auðvitað með því, að ekki væru allir menn fullkomnir, gerðu þeir sér ekki heldur neina grein fyrir því, hvernig gerræðisvaldið gat gerspillt þeim sjálfum, leyst úr læðingi ýmsar hvatir í

„Hvítur draumur hugsuðanna“Rousseau og franska stjórnarbyltingin

Þótt stjórnarfar í Aþenu hefði verið frjálslegra en í Spörtu, minnti Constant einnig á, að heimspekingar og hugsuðir hefðu átt þar erfitt uppdráttar.

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU ››

Hannes Hólmsteinn Gissurarsonprófessor

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 15

Page 16: Íslenska leiðin

mannskepnunni, sem siðir og venjur halda oftast í skefjum. Víst er, að margir jakobínar notuðu tækifærið á dögum ógnarstjórnarinnar til þess ýmist að auðgast eða ná sér niður á ýmsum óvildarmönnum frá fyrri tíð. Þegar einhvers staðar myndast tómarúm, fyllist það jafnan aftur, en ekki alltaf af bestu mönnunum.

En var sú framtíð, sem jakobínarnir buðu upp á, hollari og betri en ella hefði orðið? Var hún hin „eina völ“ eins og Hannes Pétursson orti? Erfitt er að trúa því, þegar horft er yfir Ermarsundið og jafnvel lengra, yfir Norður-Atlantshafið. Á Bretlandi leiddi byltingin blóðlausa 1688 til þingbundinnar konungsstjórnar, og frelsi einstaklinganna jókst smám saman við friðsamlega þróun. Í þrettán nýlendum Breta í Vesturheimi leiddi byltingin 1776 til stofnunar Bandaríkjanna, sem enn standa í fullum blóma, land tækifæranna, auðugasta og voldugasta ríki heims. Munurinn er sá, að byltingarnar í Bretlandi og Bandaríkjunum voru gerðar til varnar fornum réttindum, sem ásælnir konungar vildu takmarka, en byltingin í Frakklandi var gerð til að hrinda í framkvæmd hugmyndum Rousseaus um almannaviljann, skapa nýtt skipulag, jafnvel nýjan mann.

Rousseau dáðist að vitrum löggjöfum, eins og Lýkúrgusi, sem setti Spartverjum lög. Hann virtist skilja illa hugmyndina, sem bresku heimspekingarnir Adam Smith, David Hume og Edmund Burke höfðu komið orðum að, um sjálfsprottna þróun.13 Þurfa lög löggjafa? Geta þau ekki þróast við fordæmi og venjur? Mörg fyrirbæri mannlegs samlífs eru ekki sköpuð, heldur myndast þau við gagnkvæma aðlögun, til dæmis mannlegt mál. Það er enginn einn maður, sem er höfundur þess, heldur verður það til í víxlverkun margra manna. Þess vegna felur þróun í sér, að stuðst er við þekkingu og reynslu margra kynslóða, en bylting oftar en ekki, að farið er eftir einni bók. Menntamönnum hættir við að einblína á einhverja eina slíka bók. Franski sagnfræðingurinn Hippolyte Taine skrifaði:

Í hugum slíkra manna, sem ýmist voru tómir eða öfugsnúnir, hlaut Samfélagssáttmálinn að verða einhvers konar guðspjall, því að með honum breyttust stjórnmál í nákvæma framkvæmd á frumlögmáli, svo að þeir losnuðu við allar rannsóknir og þurftu aðeins að afhenda alþýðunni völdin eða með öðrum orðum taka sjálfir við þeim. Þess vegna brjóta þeir niður allt það, sem eftir er af fornum stofnunum, og jafna það, sem þeir geta, uns allt er orðið slétt.14

„Hvítur draumur hugsuðanna,“ sem Hannes Pétursson orti um, tekur í sig lit. Hann getur orðið blóðrauður.

1 Edmund Burke: Reflections on the Revolution in France (London, 1790).

2 G. W. F. Hegel: „Die absolute Freiheit und der Schrecken,“ Phänomenologie des Geistes (Bamberg og Würzburg, 1807), VI., B., III.

3 Í lýsingunni hér á kenningu Constants er m. a. stuðst við bók mína, Stjórnmálaheimspeki (Reykjavík, 1999).

4 Benjamin Constant: „De la liberté des anciens comparée à celle des modernes,“ Collection complète des ouvrages publiés sur le gouvernement représentatif et la constitution actuelle, ou Cours de politique constitutionelle, IV. b. (París og Rouen, 1820), 238.–274. bls.; á e. „The Liberty of the Ancients Compared with That of the Moderns,“ Benjamin Constant: Political Writings, ritstj. og þýð. Biancamaria Fontana (Cambridge, 1988), 310.–311. bls.

5 Jean-Jacques Rousseau: Samfélagssáttmálinn, þýð. Björn Þorsteinsson og Már Jónsson (Rvík 2004).

6 Oeuvres de Maximilien Robespierre, ritstj. Laponneraye, III. b. (New York 1970), 608. bls.

7 Benjamin Constant: „The Liberty of the Ancients Compared With That of the Moderns,“ Benjamin Constant: Political Writings, ritstj. og þýð. Biancamaria Fontana (Cambridge 1988).

8 Alexis de Tocqueville: L’Ancien Régime et la Révolution, 7. útg. (París, 1866); á e. The Ancient Régime and the Revolution, þýð. Stuart Gilbert (London, 1966).

9 Heinrich Heine: Die Geschichte der Religion und Philosophie in Deutschland (1834), 3. bók. Á þ.: „Dieses merkt euch, ihr stolzen Männer der Tat. Ihr seid nichts als unbewußte Handlanger der Gedankenmänner. ... Maximilian Robespierre war nichts als die Hand von Jean-Jacques Rousseau, die blutige Hand, die aus dem Schoße der Zeit den Leib hervorzug, dessen Seele Rousseau geschaffen.“

10 Benjamín Franklín, sem var sendimaður Bandaríkjanna í París, lýsti til dæmis þessari móðu sumarið 1783. Gat hann sér til um, að hún kæmi frá Íslandi, en hann vissi af miklum eldgosum þar. Sjá m. a. Harald Sigurðsson: „Volcanic Pollution and Climate: the 1783 Laki Eruption,“ EOS, 63. árg. (1982), 601.–602. bls. Sbr. Harald Sigurðsson: „Tambora 1815: Mesta eldgos á jörðinni á sögulegum tíma,“ Náttúrufræðingurinn, 3.–4. tbl. 63. árg. (1993), 143. bls.

11 Ágúst H. Bjarnason: Saga mannsandans, V. b., Vesturlönd (Rvík 1954), 350. bls.

12 Samfélagssáttmálinn, 1. bók, 7. k., 80. bls.13 Adam Smith: Inquiry into the Origin

and Causes of the Wealth of Nations, ritstj. R. H. Campbell og A. S. Skinner (Indianapolis, 1982; upphafl. útg. 1776); David Hume: Essays, Moral, Political and Literary (Indianapolis, 1987; upphafl. útg. 1742).

14 Hippolyte Taine: The French Revolution, I. bók, IV. k., III. grein, 105. bls.

SVERRIR FALUR GEFUR KENNURUNUM STIG FYRIR HVERSDAGSLEIKANN:

Kennarakeppni Íslensku leiðarinnar

GyðaHefurðu farið á útihátið á seinustu 5 árum? Breyti í á seinustu 10 árum og svarið er já, fór á Neistaflug í Litlu Moskvu 2001. Neistarnir flugu og fljúga enn á milli mín og eiginmannsins sem ég fann þar.Hefur þú drukkið meira en 6 bjóra eða eina vínflösku á undanfarinni viku? Áfengið bjargaði mér frá íþróttunum þegar ég var unglingur, síðar björguðu íþróttirnar mér frá áfenginu.Hefurðu farið til S-Ameríku? Neibbs, en fór til Rússlands 1990, það hlýtur að skora hærra, meiri spilling.Stundar þú íþrótt? Já, heilaleikfimi og geðrækt.Í hvaða menntaskóla fórstu? MH, enn óútskrifuð, fékk undanþágu frá stúdentsprófi til að geta stundað háskólanám, er nú að sækja um að vera gerð að heiðursstúdent frá MH í ljósi námsafreka minna á háskólastigi. Bendi á að ég er í góðum félagsskap Bjarkar (of course) og Páls Óskars, bæði stunduðu nám við MH en hvorugt lauk námi.Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Viljiði gáfulega svarið eða rétta svarið? Gáfulega svarið: Horfi ekki á sjónvarpið. Rétta svarið: Allt amerískt og dramatískt.Hver er upphafssíðan sem kemur upp þegar þú ferð á internetið? https://webmail.hi.is/sqmail/src/webmail.phpÚr hvaða bæjarfélagi ertu? Seltjarnarnesi en getin á Ströndum verslunarmannahelgina ´72 – that has to count for something!Hvert fórstu þegar þú fórst seinast til útlanda og af hverju fórstu þangað? Bologna á fund alþjóðlegs netverks um foreldra- og fæðingarorlof (yfirlýst virkni) þar sem boðið var upp á truflað pasta og geðveikan ís (dulin virkni).Með hvaða íslenska íþróttafélagi heldurðu? KR (fyrir krítískan realisma)Skoðaru tölvupóstinn þinn í símanum? Nei, síminn minn er á lista yfir síma í útrýmingarhættu sökum aldurs.Hvað áttu marga Facebook vini? Er ekki á Facebook en á vini sem eru á Facebook og halda mér vel upplýstri.

Stigagjöf SverrisStigagjöf er algjörlega matskennd fyrir hverja spurningu og eru stig veitt fyrir þá hluti sem dómari telur eiga skilið stig og í því magni sem honum sýnist. Reynt er þó að sýna sanngirni eftir fremsta megni.

Hefuru farið á útihátið á seinustu 5 árum.Myndi sennilegast ekkert vilja hitta kennarann minn í Eyjum en gæti nú samt verið gaman að heyra einhverja kennarana skiptast á verslunarmannahelgar sögum á árshátíðinni. Gyða fær eitt bónusstig þarna því að dómarinn er sökker fyrir rómantík.

Hefur þú drukkið meira en 6 bjóra eða eina vínflösku á undanfarinni viku?0 stig á þau aftur vegna.....já, þarf ekki að útskýra nánar.

Hefurðu farið til S-Ameríku?Baldur fær tvö stig fyrir þetta. Eitt fyrir að hafa farið til S-Ameríku og annað fyrir skemmtilega plebbalegt svar.

Stundar þú íþrótt?Hvorugt þeirra fær stig þarna. Þó að allar íþróttir séu líkamsrækt þá er einfaldlega ekki öll líkamsrækt íþrótt. Crossfit er ekkert spennandi og því miður get ég ekki gefið Baldri stig fyrir að stunda Crossfit. Geðrækt er heldur ekki íþrótt. Punktur.

Í hvaða menntaskóla fórstu?Gyða er klárlega sigurvegarinn þarna! Sá sem tekst að verða heiðursstúdent vegna akademískra starfa án þess að hafa klárað stúdent á skilið amk 1 stig í svona keppni. Annað stig bíður hennar þegar hún fær heiðursstúdentatitilinn. Baldur fær ekkert stig fyrir sinn skóla. Því miður.

Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn?Dómara þykir bandarískar dramaseríur einstaklega óspennandi. Hann eyðir þó heldur ekki tíma sínum í að horfa á fréttaskýringa þætti á BBC en er þó mjög meðvitaður um að langa að vera þannig gaur. Baldur fær eitt stig og Gyða núll.

Hver er upphafssíðan sem kemur upp þegar þú ferð á internetið?Dómara finnst hann alltaf vera á mailinu sínu og finnst það hundleiðnlegt. Myndi aldrei gera það að upphafssíðunni minni þannig að Gyða fær klárlega ekki stig fyrir þetta svar. Baldur fær eitt stig fyrir þetta svar þó það sé ekki frumlegt.

Úr hvaða bæjarfélagi ertu?Það væri hræsni í dómara að gefa Baldri stig fyrir plebbaskap og svo ekki gefa Gyðu stig fyrir að vera frá Seltjarnanesi. Auk þess er landsbyggðin frekar leiðinleg... fyrir utan Ísafjörð sem er besti staður í heiminum.

Hvert fórstu þegar þú fórst seinast til útlanda og af hverju fórstu þangað?Gyða fær stig þarna fyir að viðurkenna það að hún fór ekki með því hugarfari eingöngu að vinna. Það er ekkert gaman að vinna, staðreynd. Baldur fór þó samt til tveggja staða og á skilið stig fyrir það en mér fannst svarið hjá Gyðu skemmtilegra þannig að hún fær tvö stig.

Með hvaða íslenska íþróttafélagi heldurðu?Dómari var búinn að ákveða löngu áður en þetta færi út að mínusstig gæfist fyrir að halda með KR og það stendur. Það er ekkert skemmtilegt við KR nema bumban á Bjögga Takafusa og núna er hann meira að segja farinn. Baldur fær samt stig fyrir að halda með Styrmi því að Styrmir vann Politica í fótbolta á seinustu önn en verður þó að taka fram að dómarinn (ég sjálfur þ.e., ekki alvöru dómari) mætti ekki umrætt kvöld.

Skoðar þú tölvupóstinn þinn í símanum?Dómari er mikill tækjadellu maður og dreymir ekki um neitt meira en góðan síma þar sem hann getur skoðað tölvupóstinn sinn. Hann er einnig mjög meðvitaður um að það er ekki töff! Það er töff að vera alveg sama um svona hluti og gamlir símar eru töff (má þó ekki rugla saman við nýja síma sem eru eins og gamlir. Það er ekkert asnalegra en að eiga síma sem er minna en tveggja ára og er ekki með litaskjá) Gyða fær stig.

Hvað áttu marga Facebook vini? Facebook er, eins og flottir símar, ekki töff. Gyða fær klárlega stig fyrir að vera ekki með facebook. Ekki fylgja hópnum. Farðu þínar eigin leiðir.

BaldurHefurðu farið á útihátið á seinustu 5 árum? Nei, fékk minn skammt á Þjóðhátíðunum hér á árum áður.Hefur þú drukkið meira en 6 bjóra eða eina vínflösku á undanfarinni viku? Nei. Hef ekki komist á Þjóðahátíð!Hefurðu farið til S-Ameríku? Já. Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suður-Ameríku sérstaklega Peru og Bólivíu. Mæli eindregið með Machu Picchu.Stundar þú íþrótt? Já. Crossfit hjá Crossfit Reykjavik. Skemmti legasta íþrótt sem ég hef stundað. Tekur brjál-æðislega á.Í hvaða menntaskóla fórstu? Mennta skólann að Laugarvatni.Hver er uppáhalds sjónvarps-þátturinn þinn? Newsnight á BBC.Hver er upphafssíðan sem kemur upp þegar þú ferð á internetið? BBC World Service http://www.bbc.co.uk/ worldservice/audioconsole/?stream=liveÚr hvaða bæjarfélagi ertu? Djúpár-hreppi!Hvert fórstu þegar þú fórst seinast til útlanda og af hverju fórstu þangað? SciencePo í París og Brussel. Rann-sóknavinna og fyrirlestur.Með hvaða íslenska íþróttafélagi heldurðu? Styrmi.Skoðar þú tölvupóstinn þinn í símanum? Gerði það í nokkra mánuði en er hættur því.Hvað áttu marga Facebook vini? 1.242

BALDUR: 6

NIÐURSTAÐA:

GYÐA: 5

Heitt og gott

- virka daga og á laugard

ögum

Mikið úrval af góðum samlokum

SkinkupastaPasta, skinka, ferskir sveppir, paprika, sveppasósa, krydd og salt.

KjúklingapastaKjúklingur, pasta, rautt pestó, grilluð paprika, svartar ólífur, fetaostur, salt og pipar, ferskt basil.

Nautakjöt með núðlum eða grjónumNúðlur eða grjón, nautakjöt, paprika, laukur, sveppir, teriaky-sósa og soya-sósa.

Nýbakað brauð fylgir með öllum heitum réttum.

Bakarí Jóa Fel-heitur matur og samlokurGómsætir tilbúnir réttir á góðu verði. Borðaðu á staðnum eða taktu matinn með þér.

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201116

Page 17: Íslenska leiðin

Hás

kóla

torg

i, 3.

ð S

æm

unda

rgöt

u 4

mi 5

70 0

700

fs@

fs.is

w

ww

.fs.

is

Þjó

nu

sta

fyri

r st

úd

enta

vi

ð H

áskó

la Ís

lan

ds

www.fs.is

ksa

la s

túd

enta

Alla

r n

ámsb

æku

rnar

og

mik

lu m

eira

á w

ww

.bo

ksal

a.is

ka

ffis

tofu

r s

túd

enta

Kaf

fist

ofu

r st

úd

enta

eru

í Á

rnag

arð

i, Ei

rber

gi,

Hás

kóla

bíó

i,

Lækn

agar

ði,

Od

da

og

Ösk

ju. F

jölb

reyt

t o

g g

ott

úrv

al á

lág

mar

ksve

rði

ma

Hám

a er

vei

tin

gas

tað

ur,

kaffi

s o

g b

ar s

tað

sett

í h

jart

a

hás

kóla

sam

féla

gsi

ns

á H

áskó

lato

rgi.

leik

skó

lar

stú

den

taSó

lgar

ðu

r o

g L

eikg

arð

ur

eru

fyr

ir s

ex m

ánað

a ti

l tve

gg

ja

ára

og

Mán

agar

ðu

r fy

rir

ein

s ti

l sex

ára

rn.

Nán

ari u

pp

lýsi

ng

ar á

hei

mas

íðu

FS.

stú

den

tag

ar

ða

rU

msó

knu

m þ

arf

að s

kila

með

raf

ræn

um

tti

á u

msó

knar

form

i sem

fin

na

á sí

ðu

nn

i

ww

w.s

tud

enta

gar

dar

.is

stú

den

tam

iðlu

nA

tvin

nu

-, h

úsn

æð

is-,

ken

nsl

u-

og

nám

sbó

kam

iðlu

n á

ww

w.s

tud

enta

mid

lun

.is

Smáratorgi + Gleráreyrum + [email protected] + www.a4.is + Sími: 580-0000

15% afsláttur af öllum vörum í verslunum okkar á árinu 2011 gegn framvísun miðans*Gildirekkiaftilboðsvörum,allartölvureruáskóla-tilboði.Þúnotarmiðanneinsoftogþúviltáárinu.

15%Afsláttur

Þú færð skrifstofu og skólavörurnar hjá okkur

A4 Smáratorgi

A4 Akureyri

Page 18: Íslenska leiðin

MYNDIR ÚR FÉLAGSLÍFINUTÍSKUPRÓF FYRIR STJÓRNMÁLAFRÆÐISTÚDÍNUR:

HVAÐA STJÓRNMÁLA­MANNI ÁTTU SAMLEIÐ MEÐ Í TÍSKUNNI

Tískupróf fyrir stjórnmálafræðistúdínurHvaða stjórnmálamanni áttu samleið með í tískunni?

1) STÓRIR skartgripir? ,,Því stærri - því betra,” er mitt mottó. Þegar ég er með stóra skartgripi er ég að sýna ríkidæmi

mitt, yfirburðastöðu og valdníðslu stéttar minnar á fólki sem minnamá sín.

Ef ég er í stuði, en þá geng ég með skartgripi á mínum eiginforsendum, ekki af því að þeir eru í tísku eða ekki í tísku.

Svo framarlega sem þeir eru keyptir í design-búð á Laugaveginumgeng ég með þá. Þeir mega samt sem áður ekki vera of stórir þannigað þeir missi allan elegance.

2) Hvað tilvitnun á best við þig? The difference between style and fashion is quality. Style is an expression of individualism mixed with charisma. Fashion

is something that comes after style. Hippie clothing will always stay in fashion. When in doubt, wear red.

3) Í hvernig fötum ertu frá degi til dags? Fötum sem minna mig á 7. áratuginn þegar allir voru vinir og trúðu á ást og kærleika, t.d. hippalegum mussum.

Jökkum sem eru rosalega skærir á litinn og svörtum buxum. Öðru vísi fötum sem eru samt töff Klassískum dýrum flíkum ? oftast svörtum, gráum eða hvítum.

4) Notar þú andlitsfarða? Ekkert endilega því mig langar til að vera smá öðru vísi en allar hinar stelpurnar. Auðvitað - allur pakkinn (meik, eye-liner, maskari, augnskuggi) á

hverjum degi. Já og rauður varalitur er mitt helsta trademark. Bara smá maskara - þarf ekki meira því ég er svo sæt af

náttúrunnar hendi

5) Hvernig er hárgreiðsla þín? Eins þægileg og hægt er, þ.e.a.s. stutt Ég reyni að hafa hárið mjög náttúrulegt Sítt og liðað hár og svolítið fönkí - hver vill þægindi

þegar maður getur verið öðru vísi? Ég vil hafa hárið snyrtilegt og með strípum

6) Hver kemst næst því að vera tískufyrirmyndin þín? Helena Bonna Carter Ally McBeal Ellen Page Angela?Merkel

7) Hvernig tösku gengurðu vanalega með? Hliðarpoka úr taui Praktískt leðurveski Einhverja alveg spes tösku sem engin önnur stelpa á. Prada veski

Niðurstöður: Hvaða tákn er oftast tengt við svörin þín. Þú og Jóhanna Sigurðardóttir eruð eitt! Því verður að breyta.

Þú átt helst samleið með Katrínu Jakobsdóttur! Þú ert svolítill hippi í þér, hlustar greinilega á Jefferson Airplaine á meðan þú hjólar í skólann. Þú ert líka ábyggilega að gera rétt varðandi fataval því Kata er alltaf töff. Þú hefur þann hæfileika að geta keypt hallærislega mussu í Kolaportinu og gert hana það töff að stelpurnar í HÍ fara að leita að alveg eins mussu í Spútnik á 5.000 kr. eftir að þær hafa séð þig í henni! Peace out.

Birgitta Jónsdóttir er þín manneskja! Þér finnst gaman að vera smá rebel í fatavali og púllar það alveg. Ef þú værir nýbúin að kaupa þér kjól og mættir í honum í skólann og sæir aðra stelpu í alveg eins kjól, myndirðu fara rakleitt heim og skipta um föt. Þú gerir ekki fatainnkaup í verslunarkeðjum eins og H&M.

Þú og Þorgerður Katrín hafið sama stíl. Það sést langar leiðir að þú ert elegant og finnst gaman að versla í dýrum búðum ? og þá helst í designbúðum. Þér líður eins og trúði ef þú ert í einhverjum öðrum litum en svörtu, gráu eða hvítu. Þú mættir vera aðeins djarfari endrum og eins ? prófaðu að kaupa þér bláa flík (byrja hægt), keypta í almúgabúð eins og Zöru eða H&M. Það mun ekki drepa þig.

ÍSLENSKA LEIÐIN VOR 201118

Page 19: Íslenska leiðin

TÍSKUPRÓF FYRIR STJÓRNMÁLAFRÆÐISTÚDENTA:

ÁTTU ÞÉR FRAMA Í STJÓNMÁLUM?

Áttu þér frama í stjórmálum? Þetta próf metur hversu gott tengslanet þú hefur og hversu gott tengslanet þú munnt líklega hafa í framtíðinni. Stjórnmálafræðingar elska spillingu því að það er greiðasta leiðin á toppinn. Svaraðu spurningunum og teldu stigin.

Er pabbi þinn frímúrari?- Já (1 stig)- Nei (0 stig)

Ertu flokksbundinn?- Nei (0 stig)- Já, Vinstri grænum (-1 stig)- Já, Samfylkingunni (1 stig)- Já, Sjálfstæðisflokknum (2 stig)

Varstu með góðar einkunnir í menntaskóla?- Já (0 stig)- Nei, ég var upptekinn við merkilegri hluti (1 stig)

Æfir þú íþrótt?- Nei, hef ekki áhuga á íþróttum (0 stig)- Já, það er mikilvægt að mynda sér tengsl innan stórra fylkinga eins og íþróttafélaga. (1 stig)

Hversu reglulega drekkur þú áfengi?- Dett í það svona einu sinni í viku (0 stig)- Dett í það svona einu sinni í mánuði (-1 stig)- Dett í það svona tvisvar í viku eða oftar (-2 stig)- Dett aldrei í það en er nokkuð léttur á því allan daginn alla daga því að þá er maður ferskastur (2 stig)

Áttu konu/kærustu?- Já (1 stig)- Nei (0 stig)- Já, tvær eins og Bill Clinton( 2 stig)

Hver er uppáhalds stjórnmálamaðurinn þinn af eftirtöldum?- Þór Saari (0 stig)- Ögmundur Jónsson (-1 stig)- Davíð Oddsson (1 stig)- Gunnar Birgisson (2 stig)- Finnur Ingólfsson (3 stig)

12. stig: Þú verður forsætisráðherra eða seðlabankastjóri. Þú ræður.9­11 stig: Þú gætir sennilegast orðið ráðherra ef þú spilar spilunum þínum rétt.7­10 stig: Sem betur fer er ekkert svo erfitt að komast langt í íslenskum stjórnmálum. Þú átt ennþá séns.4­6 stig: Þú ert búinn að gera þetta allt of erfitt fyrir sjálfan þig. Líttu í spegil og hugsaðu um hvort þú sért á réttri hillu í lífinu.0­3 stig: Ég geri ekki ráð fyrir að þú sért að læra stjórnmálafræði. Þú ert örugglega í japönsku.­4­0 stig: Þú ert klárlega í grunnskóla eða kannt fyrstu 100 tölustafina í pí.

VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 19VOR 2011 ÍSLENSKA LEIÐIN 19

Page 20: Íslenska leiðin

Einföldþægindi

www.kredia.is

sms smálán

* Smálán eru aðeins veitt fjárráða einstaklingum, 18 ára eða eldri, sem ekki eru á vanskilaskrá.

** Lántaki getur einungis haft eitt lán í einu, nýtt lán er ekki veitt nema fyrra lán sé endurgreitt að fullu.

VerðskráUpphæð Kostnaður Samtals

10.000 kr. 2.500 kr. 12.500 kr.20.000 kr. 4.750 kr. 24.750 kr.30.000 kr. 7.000 kr. 37.000 kr.40.000 kr. 9.250 kr. 49.250 kr.

Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími 515 1919

Þú skráir þig á www.kredia.is og

sækir um að gerast lántakandi (tekur

aðeins örfáar mínútur).

Þú getur sótt um lán hvenær sem er með

því að senda sms í númerið 1919.

Peningarnir eru lagðir inn á bankareikninginn

þinn strax.

www.kredia.is

1 2 3

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

103

084