jafnrétti lífsskoðunarfélaga

26
Jafnrétti lífsskoðunarfélaga • Siðmennt, félag siðrænna húmanista er lífsskoðunarfélag sem óskar eftir breytingum á lögum til þess að njóta jafnræðis á við trúfélög í landinu.

Upload: chuong

Post on 21-Mar-2016

47 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Jafnrétti lífsskoðunarfélaga. Siðmennt, félag siðrænna húmanista er lífsskoðunarfélag sem óskar eftir breytingum á lögum til þess að njóta jafnræðis á við trúfélög í landinu. Tillögur Siðmenntar. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Jafnrétti lífsskoðunarfélaga• Siðmennt, félag siðrænna

húmanista er lífsskoðunarfélag sem óskar eftir breytingum á lögum til þess að njóta jafnræðis á við trúfélög í landinu.

Page 2: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Tillögur Siðmenntar• Siðmennt, leggur til að samin verði

sérstök lög um skráð lífsskoðunarfélög sem eru sambærileg við núgildandi lög um skráð trúfélög

• Að auki leggjum við fyrir Allsherjarnefnd tillögur um að breytingar verði gerðar á lögum um sóknargjöld, (nr. 91 1987),

Page 3: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Staðan í dag• Samkvæmt núgildandi lögum frá 1999

eru aðeins trúfélög viðurkennd sem lífsskoðunarfélög

• Með lífsskoðunarfélögum á ég hér við félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun.

Page 4: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Breyttir tímar• Í dag eru breyttar aðstæður og það eru

ekki eingöngu trúfélög sem eru starfandi lífsskoðunarfélög á Íslandi.

• Trúlausir einstaklingar um allan heim hafa í vaxandi mæli viljað sjá um þessar félagslegu athafnir sjálfir og hafa myndað lífsskoðunarfélög í þeim tilgangi.

Page 5: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

IHEU• Stærst lífsskoðunarfélaga án trúar á

æðri mátt er Félag siðrænna húmanista (International Humanist and Ethical Union) sem var stofnað árið 1952.

Page 6: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Mismunun vegna lífsskoðana• Við hjá Siðmennt teljum að íslenskum

þegnum sé mismunað eftir því hvort þeir aðhyllast trú sem felur í sér hefðbundin átrúnað á yfirnáttúruleg fyrirbrygði eða hvort þeir aðhyllast lífsviðhorfi óháðu trúarsetningum.

Page 7: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Mismunun vegna lífsskoðana• Stjórnvöld styrkja eiginleg trúfélög beint

meðal annars með innheimtu sóknargjalda á meðan lífsskoðunarfélög, sem þó vilja veita sömu þjónustu og eiginleg trúfélög, fá engan stuðning.

Page 8: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Mismunun vegna lífsskoðana• Eins og lögin um skráð trúfélög og

sóknargjöld standa í dag telur Siðmennt því að hallað sé á trúfrelsi, lífsskoðunarfrelsi og jafnræði í íslensku samfélagi.

Page 9: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Sótt um skráningu sem trúfélag

• Siðmennt, hefur í tvígang á síðastliðnum fjórum árum sótt um að vera skráð sem trúfélag og njóta þannig sömu þjónustu og réttinda sem trúfélög njóta hér á landi.

Page 10: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Réttindi trúfélaga• Þessi réttindi fela m.a. í sér að þeir

félagar í Siðmennt sem standa utan trúfélaga og borga árlega svokölluð sóknargjöld til Háskóla Íslands geta látið upphæðina renna til Siðmenntar í staðinn (um 7200 krónur á ári).

Page 11: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Réttindi trúfélaga• Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef

greiða þeir sem standa utan trúfélaga um 60 milljónir á ári til Háskóla Íslands umfram það sem aðrir þurfa að greiða til sömu stofnunnar.

Page 12: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Trúfélag eða lífsskoðunarfélag?

• Samkvæmt núgildandi lögum er aðeins hægt að láta svokölluð sóknargjöld renna til skráðra trúfélaga en hvergi er kveðið á um rétt einstaklinga til að láta þessa upphæð renna til lífsskoðunarfélaga.

Page 13: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Trúfélag eða lífsskoðunarfélag?

• Þó að Siðmennt sé lífsskoðunarfélag en ekki trúfélag í hefðbundinni skilgreiningu þessara orða þá taldi stjórn Siðmenntar hér áður það reynandi að fá félagið skráð sem trúfélag, enda höfum við talið að mikið óréttlæti felist í núverandi fyrirkomulagi.

Page 14: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Lögfræðiálit• Eftir að ljóst varð að seinni umsókn

okkar um skráningu sem trúfélag hafði verið hafnað ákvað stjórn Siðmenntar að leita álits lögfræðings á stöðu Siðmenntar og lögunum um skráð trúfélög.

Page 15: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Álitsgerð lögfræðings• Lögfræðingur Siðmenntar, Oddný Mjöll

Arnardóttir hdl• Lög um skráð trúfélög (nr. 108/1999)

taka einungis til lífsskoðunarfélaga sem byggja á trúarlegum grunni.

Page 16: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Álitsgerð lögfræðings• “Það er niðurstaða undirritaðrar að í ljósi

framangreinds séu Siðmennt og “eiginleg trúfélög” í sambærilegri aðstöðu og eigi því lagalega kröfu til þess að njóta sambærilegrar meðferðar”

Page 17: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Álitsgerð lögfræðings• Annað mikilvægt atriði sem kemur fram

í álitsgerð lögfræðingsins er að í trúfrelsiskafla stjórnarskrár Íslands er einnig sneitt framhjá öðrum lífsskoðunum en trúarlegum og segir m.a. í álitsgerðinni:

Page 18: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Álitsgerð lögfræðings• “Vernd íslensku stjórnarskrárinnar er

samkvæmt því í raun lakari en vernd mannréttindasáttmálanna og er beinlínis kveðið á um mismunandi meðferð trúarlegra lífsskoðana og annarra lífsskoðana í henni.“

Page 19: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Álitsgerð lögfræðings– “Það er álit undirritaðrar að það veki

áleitnar spurningar um þörf á endurskoðun á 63. gr. stjórnarskrárinnar og hvort ekki sé rétt að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um að ríki heims tryggi að stjórnskipun þeirra og lög veiti virka og jafna vernd hugsana-, samvisku-, trúar- og sannfæringarfrelsis.”

Page 20: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Erindi til stjórnarskrárnefndar• Það er í höndum stjórnarskránefndar,

sem nú er að störfum, að breyta umræddum greinum stjórnarskrárinnar og hefur Siðmennt þegar sent nefndinni erindi þessa efnis.

Page 21: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Fyrirmynd frá Noregi • Í Noregi hafa lífsskoðunarfélög eins og

Siðmennt notið sömu réttinda og hefðbundin trúfélög.

• Norsku systursamtökum Siðmenntar, Human-Etisk Forbund fengu viðurkenningu sem trúfélag af norskum stjórnvöldum árið 1981 (þar sem þá voru ekki til sérstök lög um lífsskoðunarfélög)

Page 22: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Fordæmi Norðmanna• Skömmu eftir 1981 var lögunum í

Noregi breytt þannig að sóknargjöld í Noregi renna nú til lífsskoðunarfélaga, auk trúfélaga.

• Í HEF eru nú um 65 þúsund manns og eru margir af helstu framámönnum og fræðimönnum Noregs í því.

Page 23: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Jafnrétti í íslenskum lögum• Við viljum því með þessum fundi óska

eftir því að allsherjarnefnd beiti sér fyrir því að lögum verði breytt í þá veru að staða ólíkra lífsskoðana verði jöfnuð.

Page 24: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Framkvæmd / útfærsla• Annars vegar með því að breyta lögum

um skráð trúfélög þannig að þau tryggi rétt allra lífsskoðunarfélaga

• Hins vegar með því að setja sérstök lög um stöðu lífsskoðunarfélaga eins og gert var í Noregi.

Page 25: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Að lokum• Það er einlæg von okkar að þessi

fundur og meðfylgjandi tillögur verði til þess að íslenskum lögum verði breytt í átt til jafnræðis lífsskoðana. – Siðmennt, félag siðrænna húmanista á

Íslandi

Page 26: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Ítarefni• Meðfylgjandi eru eftirtalin gögn:

1. Álit lögfræðings Siðmenntar dagssett 09/06/2005.2. Tillaga að lögum um skráð lífsskoðunafélög.3. Tillaga að breytingum á lögum um sóknargjöld.4. Norsk lög um trú- og lífsskoðunarfélög (LOV 1981-06-12 nr 64: Lov om tilskott til livssynssamfunn og Forskrift om tilskot til livssynssamfunn).5. Lausleg þýðing á norsku lögunum.

• Nánari upplýsingar á vef Siðmenntar: www.sidmennt.is