starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og...

34
Starfsmannastefnur sveitarfélaga, samanburður og greining Halldór Halldórsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson W15:12 Desember 2015 ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES Halldór Halldórsson Háskóli Íslands Gimli v/Sæmundargötu 101 Reykjavík Ísland Sími: 5254500 Tölvupóstur: [email protected] Gylfi Dalmann aðalsteinsson Háskóli Íslands Gimli v/Sæmundargötu 101 Reykjavík Ísland Sími: 5254500 Tölvupóstur: [email protected] Institute of Business Research School of Business University of Iceland Gimli by Saemundargata 101 Reykjavík Iceland www.ibr.hi.is

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

 

Starfsmannastefnur  sveitarfélaga,   samanburður   og  greining  

 

Halldór Halldórsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

W15:12 Desember 2015

ISSN 1670-7168

INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH

WORKING PAPER SERIES

Halldór Halldórsson Háskóli Íslands Gimli v/Sæmundargötu 101 Reykjavík Ísland Sími: 5254500 Tölvupóstur: [email protected]

Gylfi Dalmann aðalsteinsson Háskóli Íslands Gimli v/Sæmundargötu 101 Reykjavík Ísland Sími: 5254500 Tölvupóstur: [email protected]

Institute of Business Research School of Business University of Iceland

Gimli by Saemundargata 101 Reykjavík

Iceland www.ibr.hi.is

Page 2: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

2      

Útdráttur

Starfsmannastefna er yfirlýsing skipulagsheildar í

starfsmannamálum og greinir frá hvernig starfsmannamálum er

fyrirkomið í skipulagsheildinni, hvers konar umhverfi

starfsmönnum er búið og hvaða kröfur eru gerðar til starfsmanna.

Með starfsmannastefnu er skipulagsheildum auðveldað að nýta

mannauðinn á sem skilvirkastan hátt og ná þannig fram helstu

markmiðum sínum. Þessi rannsókn greinir inntak

starfsmannastefnu allra þeirra sveitarfélaga sem hafa samþykkta

starfsmannastefnu. Þó að hlutverk sveitarfélaga samkvæmt lögum

sé hið sama þá eru þau að mörgu leyti ólík. Stærð þeirra er misjöfn

sem og grunngerðin. Mörg sveitarfélög, og þá sérstaklega þau

smærri, hafa ekki starfsmannastefnu og þær starfsmannastefnur

sveitarfélaga sem eru í gildi eru ólíkar. Með innihaldsgreiningu er

dregnir fram þeir lykilþætttir sem lagðir voru til grundvallar

samanburðinum. Alls er stuðst við 25 lykilþætti. Af 74

sveitarfélögum eru 37 með starfsmannastefnu. Af 25 stærstu

sveitarfélögum landsins eru einungis tvö minnstu þeirra án

starfsmannastefnu. Elstu starfsmannastefnurnar eru frá árinu 2001

hjá Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. Einungis 14 sveitarfélög hafa

uppfært starfsmannastefnu sína, níu sveitarfélög segja að það sé

samsvörun á milli starfsmannastefnu og annarra stefna og

starfsmenn koma að stefnumótun í 14 sveitarfélögum. Samkvæmt

innihaldsgreiningunni urðu lykilþættirnir flestir 21 hjá fjórum

sveitarfélögum. Þau eru Vestmannaeyjabær, Fjallabyggð, Garður

og Seyðisfjörður. Fæstir urðu lykilþættirnir átta hjá einu

Page 3: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   3      

sveitarfélagi, Flóahreppi, Fjarðarbyggð hefur næstfæsta eða 14

lykilþætti. Meðalfjöldi lykilþátta er 17,6.

Efnisorð: Sveitarfélög, starfsmannastefna, mannauðsstjórnun

Abstract  

A personnel policy is a organizational statement in matters

concerning employees which tells how personnel matters are

arranged in the organization, what kind of working environment

the organization has to offer and what requirements are expected

from the employees. Personnel policies help organizations to

utilize the workforce in efficient way and thus achieving its main

objectives. This research analyzes the input of personnel policies of

all municipalities in Iceland which has had such policies approved.

Although the legal role of municipalities is the same they are in

many ways different. They vary in size and structure. Many

municipalities, especially the smaller do not have personnel

policies or personnel policies are different. Through content

analysis we found 25 key factors to analyse personnel policices. Of

the 74 municipalities in Iceland 37 had approved personnel

policies. Of the 25 largest municipalities only two of the smallest

did not have personnel poilicies. The oldest policy is from the year

2001, Kópavogur and Seltjarnarnesbær. Only 14 municipalities

have updated their personnel policies, nine municipalities say their

personnel policies is in alignment with other policies and in 14

municipalities employees are involved in policy making.

According to the content analysis the key factors were most 21 in

four municipalities, Vestmannaeyjabær, Fjallabyggð, Garður and

Page 4: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

4      

Seyðisfjörður. Fewest key factors, eight, were in Flóahreppur and

Fjarðarbyggð came with the second fewest or 14 key factors. The

average number of key factors were 17.6.

Keywords: Municipalities, personnel policy, human resource

management

1. Inngangur

Starfsmannastefna er yfirlýsing skipulagsheildar í starfsmannamálum og

greinir frá hvernig starfsmannamálum er fyrirkomið í skipulagsheildinni,

hvers konar umhverfi starfsmönnum er búið og hvaða kröfur eru gerðar

til starfsmanna. Starfsmannastefna er ein af undirstefnum og hluti af

heildarstefnu skipulagsheilda og geymir sameiginlegan tilgang og

markmið starfsmanna og skipulagsheildarinnar. Með skýrri

starfsmannastefnu er starfsmönnum gert auðveldara að fylgja eftir stefnu

skipulagsheilda. Mikilvægt er að starfsmannastefna hafi skýr viðmið um

starfshlutverk og ábyrgð starfsmanna. Með starfsmannastefnu er

skipulagsheildum auðveldað að nýta mannauðinn á sem skilvirkastan hátt

og ná þannig fram helstu markmiðum sínum. Í þessari rannsókn er gerð

grein fyrir inntaki starfsmannastefnu allra þeirra sveitarfélaga sem hafa

slíka stefnu samþykkta. Starfsmannastefnurnar eru innihaldsgreindar og

dregnir fram þeir lykilþætttir sem lagðir voru til grundvallar

samanburðinum. Þó að hlutverk sveitarfélaga samkvæmt lögum sé hið

sama þá eru þau að mörgu leyti ólík. Stærð þeirra er misjöfn sem og

grunngerðin. Mörg sveitarfélög, og þá sérstaklega þau smærri, hafa ekki

starfsmannastefnu og þær starfsmannastefnur sveitarfélaga sem eru í gildi

eru að mörgu leyti ólíkar.

Page 5: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   5      

1. Fræðileg umfjöllun

Lítið hefur verið skrifað um starfsmannastefnu hér á landi ef undan er

skilin rannsókn Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar (2006). Hugtakið

starfsmannastefna er frekar ungt í viðskiptafræðunum. Í erlendum

kennslubókum um starfsmanna- og mannauðsstjórnun er ekki fjallað um

þetta hugtak sérstaklega og þó helst talað um starfsmannahandbækur

(Armstrong og Taylor, 2014; Beardwell, Holden og Claydon, 2004;

Bratton og Gold, 2003; Jackson og Schuler, 2000; Torrington, Hall og

Taylor, 2005). Þegar leitað er að orðinu starfsmannastefna á vefslóðinni

timarit.is þá er elsta greinin umfjöllun um starfsmannastefnu hins

opinbera í viðskiptablaði Morgunblaðsins dagsett 5. febrúar 1987 („Hvað

felst í starfsmannastefnu og starfsmannastjórnun“, 1987). Gylfi Dalmann

(2006) bendir á að starfsmannastefna sé hluti af almennri stefnu

skipulagsheilda og snýr sérstaklega að starfsmannamálum. Hún er

nokkurs konar yfirlýsing skipulagsheildar á starfsumhverfi í víðu

samhengi og fjallar um tekur á tilgangi og markmiðum starfsmanna og

skipulagsheildar sameiginlega. Starfsmannastefna tekur til aðgerða í

starfsmannamálum. Markmið starfsmannastefnu er að skipulagsheildir

geti á sem hagkvæmastan hátt nýtt mannauð þann sem þær búa yfir. Enn

fremur er tilgangur starfsmannastefnu að móta samskiptareglur á

vinnustaðnum og gera þannig starfsfólki ljóst hvers er ætlast til af þeim í

starfi. Þannig er hægt að samræma starfsmannamál innan skipulagsheilda

og starfsmenn ganga að því vísu hvernig einstök mál eru meðhöndluð og

afgreidd (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2006).

Þar sem starfsmannastefna er ein af undirstefnum skipulagsheilda er

mikilvægt að búið sé að móta heildarstefnu skipulagsheildarinnar í

samræmi við meginstefnu og menningu hennar áður en ráðist er í gerð

Page 6: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

6      

starfsmannastefnunnar. Mikilvægt er að starfsmannastefnan taki mið af

heildarstefnunni og sé samhljóma henni (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,

2006; Lynch, 2005). Heildarstefna og starfsmannastefna verða að vinna

saman og það er mikilvægur liður í stjórnun að hafa næga yfirsýn og

skýra sýn á hlutverk mannauðsstjórnunar í því samhengi.

Starfsmannastefna á að vera nægilega skýr og taka á nægilega mörgum

þáttum svo hægt sé að stuðla að samþættingu þessara stefna (Mankin,

2009; Beardwell og Claydon, 2010). Í athugun Hólmfríðar Erlu

Finnsdóttur (2000) á því hvað íslenskir stjórnendur telja vera helsta

hlutverk starfsmannastefnu kemur í ljós að markmiðið er í fyrsta lagi að

samræma stefnu og meðhöndlun starfsmannamála í heild sinni. Í öðru

lagi er hún vettvangur til að upplýsa starfsmenn hvers þeir geta vænst af

skipulagsheildinni og hvaða kröfur og væntingar eru gerðar til

starfsmanna af hálfu skipulagsheilda. Loks telja þeir að

starfsmannastefnan auðveldi yfirmönnum ákvörðunartöku í

starfsmannamálum.

Segja má að með virkri starfsmannastefnu sé skipulagsheildin komin

með ákveðið leiðarljós og leiðarvísi fyrir stjórnendur um hvernig best er

að stýra starfsfólkinu í þeim tilgangi að stuðla að auknum árangri og

góðri líðan fólks á vinnustaðnum (Armstrong og Taylor, 2014).

Starfsmannastefna er einn mikilvægasti árangursþátturinn í því að

skipulagsheildir geti nýtt mannauðinn sem best og nái þar með helstu

markmiðum sínum (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2006; Beardwell og

Claydon, 2010). Starfsmannastefnu er ætlað að vera leiðarljós

skipulagsheilda við starfsmannastjórnun í því stóra samhengi sem

nauðsynlegt er við samþættingu allra krafta innan starfsmannahópsins

(Armstrong og Taylor, 2014). Stefna í starfsmannamálum snýst að mati

Page 7: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   7      

Ulrich (1998) ekki síður um að starfsmenn finni að þeir eru metnir að

verðleikum og að stefnan undirstriki og stefnan eigi jafnframt að

samþætta krafta þeirra og verklag. Ef hlutverk starfsmanna er ekki

nægilega vel skilgreint og skýrt þá getur það haft áhrif á þjónustu

skipulagsheildarinnar og þar með árangur (Legge, 1989).

Ulrich (1998) telur að mannauðsstjórnun eigi miklu frekar að

skilgreina eftir því hverju hún skilar en hvað hún gerir. Hann nefnir fjóra

þætti varðandi starfsmannastefnu sem skipta höfuðmáli við hlutverk

mannauðsstjórnunar að skapa fyrirmyndarskipulagsheild. Í fyrsta lagi

þarf starfsmannastefnan að vinna með framkvæmdastjórum og

millistjórnendum við framkvæmd stefnunnar. Í öðru lagi á

starfsmannastefnan að vera samþætting varðandi skipulag vinnu og

framkvæmdarstefnu með það fyrir augum að auka framlegð og

framleiðni. Í þriðja lagi á starfsmannastefna að vera virk boðleið fyrir

starfsfólk til að koma einstökum málum til stjórnenda. Loks á

starfsmannastefnan að vera boðberi sífelldra breytinga hjá

skipulagsheildinni hvort sem það eru framleiðsluferlar, menning eða

annað sem skiptir máli til að fylgjast með síbreytilegum aðstæðum.

Þannig vinnur starfsmannastefnan með skipulagsheildinni, stjórnendum

og starfsfólki (Ulrich, 1998). Starfsmannastefna gegnir því mikilvæga

hlutverki að segja til um til hvers er ætlast af starfsfólki og hvert beri að

stefna (Ásta Bjarnadóttir, 2012; Ulrich, 1998; Gill og Meyer, 2011; Gylfi

Dalmann Aðalsteinsson, 2006).

Gylfi Dalmann (2006) greindi lykilþætti starfsmannastefnu 18

skipulagsheilda, sex fyrirtækja, sex stofnana og sex sveitarfélaga. Samtals

bendir Gylfi á 22 lykilþætti sem starfsmannastefnur innihalda. Í BS

ritgerð Helgu Þóru (2007) eru dregnir fram 41 þáttur. Í þessari rannsókn

Page 8: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

8      

er stuðst við 25 lykilþætti eftir ítarlega innihaldsgreiningu á

starfsmannastefnum sveitarfélaga. Auk þess að sameina þætti frá Gylfa

Dalmanni (2006) og Helgu Þóru (2007) hefur verið bætt inn í þættina

þeim atriðum sem talin eru mikilvæg við rannsókn starfsmannastefnu

sveitarfélaga. Nýr lykilþáttur er í þessari greiningu og heitir hann „aðrar

stefnur sveitarfélags“. Hann varð til vegna mikilvægis þess að

starfsmannastefna vinni með heildarstefnu og öðrum stefnum

sveitarfélags. Við endanlega ákvörðun lykilþátta er horft til þess að

rekstrarumhverfi sveitarfélaganna er að mörgu leyti frábrugðið

rekstrarumhverfi annarra skipulagsheilda svo sem fyrirtækja.

Lagaumhverfið og kröfur eru með öðrum hætti og hlutverk sveitarfélaga

er mjög fjölbreytt. Því fylgja ólík hlutverk starfsfólks þannig að reynst

getur krefjandi að ná fram sameiginlegri stefnu sem starfsfólk hinna ólíku

og fjölbreyttu deilda sveitarfélagsins geta samsamað sig við. Starfsfólkið

er ólíkt, störfin eru ólík, menntun og reynsla einnig þannig að í raun er

um fjölmarga vinnustaði að ræða innan sama sveitarfélagsins.

Hér á eftir má sjá í stafrófsröð þá 25 lykilþætti sem greiningin byggir

á með stuttri lýsingu hvers og eins:

1. Aðbúnaður á vinnustað: Hér er fjallað um aðstöðu og tækjabúnað á vinnustað. Tryggja skal starfsmönnum góð skilyrði til að sinna störfum sínum. Til grundvallar eru lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þátturinn fjallar einnig um fyrirtækjahollustu, streitu, heilsurækt og heilsuvernd starfsmanna. Jafnframt er fjallað um vinnuaðstæður þeirra sem þurfa sérstaka aðstöðu og/eða standa höllum fæti á vinnumarkaði.

Page 9: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   9      

2. Aðrar stefnur sveitarfélags: Starfsmannastefna styðji við aðrar stefnur sveitarfélags sem í gildi eru og stuðli að framkvæmd þeirra.

3. Árangursmælingar, frammistöðumat: Hver og einn starfsmaður er metinn út frá frammistöðu og árangri í starfi. Þetta helst í hendur við starfsþróun starfsmannsins sem og árangur skipulagsheildarinnar.

4. Frumkvæði og nýsköpun: Lögð er áhersla á frumkvæði og nýsköpunarkraft starfsfólks. Það sé opið fyrir áskorunum og leiti nýrra lausna.

5. Einelti og kynferðisleg áreitni: Með þessu er lögð áhersla á að einelti og kynferðisleg áreitni séu athæfi sem aldrei verði liðin á vinnustað.

6. Gildi, leiðarljós: Sett eru fram ákveðin gildi eða einkennisorð sem starfsmenn eiga að þekkja og starfa eftir. Þessi gildi eru leiðarljós vinnustaðarins þar sem virðing fyrir viðskiptavinum og samstarfsfólki, þjónustulund, trúnaður og heilindi eru algeng gildi.

7. Hlutverk og ábyrgð: Hér er skerpt á þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru til starfsfólks og þeirri ábyrgð sem það ber. Jafnframt er fjallað um hlutverk starfsfólks gagnvart vinnuveitanda. Oft er um skyldur samkvæmt lögum að ræða og tilgreint hvernig bregðast eigi við ef starfsmaður verður uppvís að yfirsjónum í starfi.

8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en í lögum nr. 96/2000 segir að vinna skuli sérstaka jafnréttisáætlun þar sem fleiri en 25 starfsmenn eru starfandi. Ef ekki er sérstök jafnréttisáætlun til staðar skal kveða sérstaklega á um jafnréttismál í starfsmannastefnunni. Undir þessum þætti er einnig fjallað um að virðingu skuli bera fyrir ólíkum einstaklingum og ólíkum hæfileikum. Á sveitarfélögum hvílir sú skylda að samkvæmt 12. gr. laganna skulu sveitarstjórnir skipa jafnréttisnefndir. Þessar nefndir skulu hafa umsjón með gerð

Page 10: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

10      

jafnréttisáætlana til fjögurra ára, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaráætlun um hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu karla og kvenna innan sveitarfélagsins. Undir þessum þætti er einnig fjallað um aðrar ómálefnalegar ástæður sem bannað er að mismuna eftir.

9. Launastefna og kjaramál: Hér er fjallað um launastefnu sveitarfélagsins. Semur það sjálft eða í gegnum miðstýrt kerfi?. Er greitt samkvæmt kjarasamningum eða einstökum samningum til að halda í við samkeppni á launamarkaði?. Hér eru samskipti við stéttarfélög tilgreind, starfsmat, launabreytingar, launaþróun, hlunnindi og ráðningarsamningar.

10. Markmið starfsmannastefnu: Sveitarfélög vilja ráða, halda í og efla hæft og traust starfsfólk sem veitir afburða þjónustu. Starfsmannastefnan á að styðja við starfsmarkmið sveitarfélagsins og starfsfólksins sem er áhugasamt um starf sitt. Krafa til starfsfólks kemur oft fram í starfsmannastefnum um að veita góða þjónustu og finna bestu lausnina fyrir viðskiptavini. Starfsmannastefna þarf að vera virk og henni fylgt eftir og reglulega gerðar á henni úrbætur.

11. Móttaka og kynning nýliða: Hér er fjallað um móttöku nýrra starfsmanna og hvernig þeir eru kynntir fyrir samstarfsfólki. Hvort starfsmannahandbók er til staðar hjá sveitarfélögum og hún afhent nýliðum og aðgengileg öllu starfsfólki. Koma skal fram hvaða nýliðaþjálfun stendur til boða, jafnvel starfsfóstri til ákveðins tíma. Þá er fjallað um hver ber ábyrgð á innleiðingarferli gagnvart hverjum og einum nýjum starfsmanni. Undir þessum þætti er jafnframt komið inn á þjálfun starfsmanna.

12. Notkun vímuefna: Í sumum starfsmannastefnum er kveðið á um bann við notkun á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum á

Page 11: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   11      

vinnustað. Sums staðar er kveðið á um refsingu sem er tafarlaus brottvikning úr starfi. Annars staðar er kveðið á um aðstoð og ráðgjöf sé um fyrsta brot að ræða.

13. Ráðningar: Með ráðningarstefnu setja sveitarfélög sér ákveðin markmið um hvernig standa skuli að ráðningu og vali nýrra starfsmanna. Kveðið er á um hvernig staðið skuli að auglýsingum, hvort öll störf skuli auglýst, hvort starfsmenn geti þróast í starfi og hvort möguleiki sé á innri ráðningum. Þá er sagt til um meðferð umsókna. Einnig er algengt að starfsmannastefna sé með ákvæði um hvers konar hæfis- og menntunarkröfur skuli gerðar til nýrra starfsmanna.

14. Samskipti og upplýsingamiðlun: Hér er fjallað um öflug og jákvæð samskipti og miðlun upplýsinga inn á við og út á við, milli starfsmanna og stjórnenda til að skapa traust milli hagsmunaaðila. Oft er talað um aðferð við miðlun upplýsinga s.s. með starfsmannafundum, fjöldapóstum, beinum samskiptum, innra neti o.fl. Jafnframt er fjallað hér um miðlun þekkingar innan sveitarfélagsins bæði formlega og óformlega.

15. Siðareglur: Í þessum þætti er fjallað um sérstakar siðareglur sem sveitarfélag hefur sett eða ákveðin gildi sem starfað skal eftir. Er ákvæði um meðferð gjafa og hvort starfsfólki sé heimilt að taka við gjöfum og hver mörk þeirra heimilda eru. Hér er fjallað um viðmót gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum. Einnig er farið fram á að starfsmenn sýni háttvísi, virðingu og jákvætt viðmót í samskiptum. Þá er fjallað um þagnarskyldu, agabrot og refsingu vegna brota á þeim.

16. Sí- og endurmenntun (starfsþróun): Sveitarfélag gefur starfsfólki tækifæri á því að vaxa í starfi með sí- og endurmenntun ásamt því að takast á við krefjandi verkefni. Fjallað er um

Page 12: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

12      

fræðslustefnu ásamt fræðslu og þjálfun nýliða. Einnig er tekið á starfsþróun og hvernig starfsfólk getur öðlast framgang í starfi innan sveitarfélagsins.

17. Starfsánægja: Hér er fjallað um góðan starfsanda og vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum. Gagnkvæm virðing starfsmanna, jákvæð viðhorf og jákvæðni í samskiptum er hér mikilvæg. Einnig notkun hróss og hvatningar til að stuðla að bættu starfsumhverfi og vellíðan starfsmanna þannig að þeir fái umbun og endurgjöf.

18. Starfið og fjölskyldan: Þessi þáttur fjallar um mikilvægi þess að starfsmenn samræmi sem best vinnu og einkalíf. Þarfir fjölskyldu og starfs fari saman til að tryggja sveitarfélögum sem ánægðasta starfsmenn. Sveigjanleiki í starfi er gerður mögulegur bæði hvað varðar staðsetningu starfsmanns og vinnutíma sé þess kostur. Starfsfólk á að eiga möguleika á að sinna tímabundið aukinni fjölskylduábyrgð s.s. umönnun barna og/eða sjúkra ástvina.

19. Starfslok og starfslokaviðtöl: Starfslok geta verið vegna aldurs eða margvíslegra annarra ástæðna. Þessi þáttur gerir ráð fyrir því að sveitarfélög bjóði þeim sem láta af störfum vegna aldurs upp á námskeið af því tilefni. Starfslokaviðtöl eru mikilvæg fyrir sveitarfélag til að hafa upplýsingar um ástæður þess að starfsfólk kýs að láta af störfum. Slíkar upplýsingar eiga að nýtast til að draga úr starfsmannaveltu.

20. Starfsgreining- og lýsing: Byggja þarf starfslýsingu á starfsgreiningu og þarf hún að liggja til grundvallar þegar ráðið er í störf. Í starfslýsingu kemur fram ábyrgðarsvið, staðsetning í skipuriti sveitarfélags og helstu verkefni starfsmanns.

21. Starfsmannasamtöl- og fundir: Þessi þáttur er um vettvang stjórnenda og starfsmanna um starfssvið starfsmannsins og starfsmarkmið

Page 13: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   13      

sveitarfélagsins. Sá vettvangur er meðal annars starfsmannafundir. Starfsmannasamtöl skulu fara fram reglulega um allt sem snýr að starfi og starfsumhverfi. Tilgangurinn er bætt velferð starfsmanns og meiri starfsárangur sökum þeirra upplýsinga sem fara á milli aðila í starfsmannasamtali. Höfuðmarkmið eru umbætur og endurgjöf.

22. Starfs- og verklagsreglur: Hér er fjallað um hvernig starfsfólk skuli vinna vinnu sína; starfsskyldur, háttvísi, stundvísi, mætingu og viðveru. Stundum er tekið á þagnarskyldu og trúnaði eigi það við vegna starfsins. Fjallað er um réttindi og skyldur með tilvísan til laga þar að lútandi. Þessi þáttur fjallar einnig um önnur störf eða aukastörf og hvort starfsmanni er það heimilt eða ekki. Í þessum þætti er einnig tekið á launalausu leyfi, orlofi, sveigjanleika á vinnustað, fyrirkomulag matar- og kaffitíma áréttað sem jafnframt er skilgreint í kjarasamningum.

23. Stjórnunarhættir: Kröfur eru gerðar til stjórnenda um að þeir tileinki sér góða og nútímalega stjórnunarhætti. Jákvæðni skal ríkja í garð starfsfólks og upplýsingagjöf þarf að vera regluleg og virk. Samráð skal haft við starfsfólk um málefni vinnustaðarins og að valdmörk og ábyrgð gagnvart starfsfólki sé vel skilgreint.

24. Yfirlýsing í starfsmannamálum: Þátturinn er almenn yfirlýsing sveitarfélags um tilgang starfsmannastefnunnar og til hverra stefnan nær. Yfirlýsingin er einnig um að gera skuli vel við starfsfólk og um heimild til flutnings milli starfa innan vinnustaðarins/sveitarfélagsins. Auk þess er tekið fram hvert hlutverk stefnunnar sé og hvenær hún skuli endurskoðuð.

25. Þátttaka starfsmanna í stefnumótun: Starfsfólk hafi áhrif á þróun vinnustaðarins og eigin starfsskilyrði. Hér er einnig tekið á því að sveitarfélagið telur mikilvægt að starfsfólk taki þátt í því að móta starfsmannastefnu og viðhalda

Page 14: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

14      

henni. Hvort sem starfsmannastefna er í mótun eða er samþykkt og í notkun er starfsfólk hvatt til að koma með ábendingar um atriði sem mega betur fara. Þannig stuðlar starfsfólk að lifandi og virkri starfsmannastefnu.

Í lok árs 2012 voru 74 sveitarfélög á landinu. Af 74 sveitarfélögum

eru 11 með 4.300 eða fleiri íbúa, öll hin 63 eru fámennari en það (Rekstur

sveitafélaga, e.d.). Um starfsemi sveitarfélaga og þjónustu sem þau veita

gilda sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og leystu þau af hólmi eldri lög frá

1998. Í þeim er kveðið á um þann ramma sem sveitarfélögum er ætlað að

starfa eftir. Enginn greinarmunur er gerður á skyldum sveitarfélaga eftir

stærð. Þannig gilda sömu lög um stærsta og minnsta sveitarfélag landsins

(Sveitarstjórnarlög, 2011; Stjórnsýsla sveitafélaga, e.d.). Sveitarfélögin

gegna stóru hlutverki á vinnumarkaði og innan opinbera geirans eru

sveitarfélögin stærri en ríkið með starfsfólk í 19.700 stöðugildum á

meðan stöðugildi ríkisstarfsmanna eru 16.800. Í mörgum smærri

byggðarlögum landsins eru sveitarfélög í þeirri stöðu að vera stærsti

vinnuveitandinn á sínu svæði (Karl Björnsson, 2006; Verkefni

sveitafélaga – kjara- og starfsmannamál, e.d.). Sveitarfélögin eru að

mörgu leyti flóknar skipulagsheildir sem skiptast í margar deildir með

fjölda starfsmanna sem fást við mjög ólík störf. Innan sama sveitarfélags í

hinum ýmsu deildum þess starfa kennarar, hjúkrunarfræðingar,

hafnarstarfsmenn, stjórnendur vinnuvéla, leikskólakennarar,

sorphirðumenn, skrifstofufólk, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri

starfsstéttir. Flest sveitarfélög hafa eflt starfsmannastjórnun sína á

undanförnum árum og má sjá það m.a. af fjölgun starfsmannastjóra og

virkra starfsmannastefna (Karl Björnsson, 2006).

Page 15: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   15      

Vinnuveitendahlutverk sveitarstjórna er tvíþætt. Annars vegar mótun

og ábyrgð á starfsmannastefnu viðkomandi sveitarfélags og hins vegar

ábyrgð á kjaraþáttum sem starfsmönnum sveitarfélags stendur til boða

(Karl Björnsson, 2006). Þetta kallar á skýra stefnu þar sem gæta verður

þess vandlega að þessi tvö hlutverk geta skarast þannig að nýr þáttur í

starfsmannastefnu skapar nýja umfjöllun í kjaraþáttum og að nýir

kjaraþættir geta kallað á breytingu á starfsmannastefnu. Skýr stefna kallar

jafnframt á að hún sé metin með reglubundnum hætti og að staðið sé að

framkvæmd hennar með réttum hætti svo tryggt sé að markmið hennar

nái fram að ganga. Starfsmannastefna sveitarfélaga þarf að uppfylla sömu

skilyrði og annarra skipulagsheilda sem er að vinna með heildarstefnunni

(Karl Björnsson, 2006; Armstrong og Taylor, 2014; Héðinn Unnsteinsson

og Pétur Berg Matthíasson, 2012).

2. Aðferð

Rannsóknin var framkvæmd þannig að heimasíður allra sveitarfélaganna

74 voru rannsakaðar ítarlega og leitað var eftir starfsmannastefnum

þeirra. Leitarvélin Google var alltaf notuð til að tryggja tilvist

starfsmannastefnu hjá sveitarfélögunum. Einnig var leitað eftir

hefðbundnum leiðum inni á heimasíðum sveitarfélaganna til að koma í

veg fyrir mistök ef leitarvélin vísaði á eldri stefnur þegar nýjar hefðu

verið samþykktar. Ekki var látið nægja að rannsaka heimasíðurnar heldur

voru spurningar sendar til allra forsvarsmanna og spurt hvort

starfsmannastefna væri í gildi, hvenær hún hafi verið samþykkt, hverjir

hefðu tekið þátt í gerð hennar og hvort hún ætti sér samsvörun eða

fyrirmynd í öðrum stefnum sveitarfélagsins. Tilgangurinn með þessum

spurningum var að dýpka skilning og þekkingu á þeim þáttum sem

Page 16: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

16      

starfsmannastefnur byggja á. Einnig var leitað að jafnréttisáætlun ef

starfsmannastefna fannst ekki, því í jafnréttisáætlunum sveitarfélaganna

er oft fjallað um starfsmannamál. Tilgangur spurningalistans var að

tryggja að upplýsingar af heimasíðunum væru réttar. Þær

starfsmannastefnur sem eru til staðar hjá sveitarfélögum landsins voru

allar teknar fyrir og innihaldsgreindar í samræmi við þá 25 lykilþætti sem

greiningin byggir á.

Greiningin er sett fram í töfluformi. Af sveitarfélögunum 74 svöruðu

57 útsendum spurningum. Það gerir 77% svarhlutfall. Hlutfall þeirra

sveitarfélaga sem eru með starfsmannastefnu er nákvæmlega 50% þannig

að 37 sveitarfélög hafa samþykkt starfsmannastefnaog mörg þeirra hafa

endurskoðað hana, sum oftar en einu sinni. Þau sem eru með samþykkta

starfsmannastefnu eru að meirihluta stærri sveitarfélög landsins.

3. Niðurstöður

Í töflu 1 kemur fram samantekt á íbúafjölda sveitarfélaganna, hvort

starfsmannastefna er til staðar, hvenær hún var samþykkt, hvort hún hefði

verið uppfærð og hvort finna megi samsvörun við aðrar stefnur innan

sveitarfélagsins. Loks kemur fram hvort starfsmenn hafi komið að

stefnumótun og hvort sveitarfélag sem ekki er með starfsmannastefnu vísi

til jafnréttisstefnu því í henni má oft finna atriði sem tengjast

starfsmönnum.

Tafla 1. Samantekt á sveitarfélögum.

Page 17: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   17      

Sveitarfélag Íbúa

rfjö

ldi 2

012

Star

fsman

naste

fna

Nýja

sta sa

mþy

kkt

Uppf

ærð s

tefn

a

Sam

svör

un við aðr

ar st

efnu

r

Star

fsmen

n að

stef

num

ótun

Star

fsm.st

efna

í jaf

nr.st

efnu

Reykjavík 118,81 x 2001 x xKópavogur 31,205 x 2002 x xHafnarfjörður 26,486 x 2003 x xAkureyri 17,875 x 2009 x x xReykjanesbær 14,137 x 2002 x x xGarðabær 13,702 x 2008 x x xMosfellsbær 8,854 x 2011 x x xSveitafélagið Árborg 7,783 x 2005 xAkranes 6,592 x 2012 xFjarðabyggð 4,600 x 2002 xSeltjarnarnes 4,313 x 2001Vestmannaeyjar 4,194 x 2008Sveitafélagið Skagafjörður 4,024 x 2008Ísafjarðarbær 3,755 x 2013 x x xBorgarbyggð 3,470 x 2011 x xFljótsdalshérað 3,408 x 2006 x xNorðurþing 2,884 x 2005Grindavíkurbær 2,830 x 2011 xHveragerði 2,283 x 2012 xSveitafélagið Hornafjörður 2,143 x 2008 xFjallabyggð 2,035 x 2009 x xSveitafélagið Ölfus 1,930 x 2009Dalvíkurbyggð 1,900 x 2010 x xRangárþing eystra 1,741Snæfellsbær 1,737Sandgerðisbær 1,672 x 2005 x xRangárþing ytra 1,504 x 2004 xSveitafélagið Garður 1,477 x 2012 x xHúnaþing vestra 1,187 x 2013 x xSveitafélagið Vogar 1,126Stykkishólmur 1,108Eyjafjarðarsveit 1,031 xÞingeyjarsveit 915 xVesturbyggð 910 x 2013Bláskógabyggð 906 x 2010

Page 18: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

18      

Sveitarfélag Íbúa

rfjöld

i 201

2

Star

fsman

naste

fna

Nýja

sta sa

mþy

kkt

Uppf

ærð s

tefna

Sam

svör

un við aðr

ar st

efnur

Star

fsmen

n að s

tefnu

mót

un

Star

fsm.st

efna í

jafn

r.stef

nu

Grundafjarðarbær 899 xBolungarvík 889 x 2006Blönduóssbær 871 x 2005Hrunamannahreppur 774 xDalabyggð 686 x 2010Seyðisfjörður 677 x ?Vopnafjarðarhreppur 670 xHvalfjarðarsveit 627 x 2013 xFlóahreppur 602 x 2008Hörgársveit 584 xStrandabyggð 516 xLanganesbyggð 512 xSveitarfélagið Skagaströnd 504 xSkeiða- og Gnúverjarhreppur 504 xDjúpavogshreppur 461 x ?Mýrdalshreppur 459 x 2011 xSkaftárhreppur 443Grímsnes- og Grafningshreppur 416 xHúnavatnshreppur 412Svalbarðsstrandarhreppur 390 xSkútustaðahreppur 385 xGrýtubakkahreppur 350 xTálknafjarðarhreppur 276Reykhólahreppur 271 xKjósarhreppur 220Ásahreppur 204Akrahreppur 197Breiðdalshreppur 190Súðavíkurhreppur 182 xEyja- og Miklaholtshreppur 132Borgarfjarðarhreppur 129Kaldrananeshreppur 104 xSkagabyggð 104Svalbarðshreppur 102Fljótsdalshreppur 78Skorradalshreppur 60Helgafellssveit 57

Tjörneshreppur 55Árneshreppur 52 x

Page 19: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   19      

Í töflunni kemur fram að í hópi 25 stærstu sveitarfélaga landsins eru

einungis tvö minnstu án starfsmannastefnu. Elstu starfsmannastefnurnar

eru frá árinu 2001 hjá Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. Í tilfelli Kópavogs er

stefnan frá 2001 uppfærsla á enn eldri stefnu en það á ekki við um

starfsmannastefnuna hjá Seltjarnarnesbæ. Einungis 14 sveitarfélög hafa

uppfært starfsmannastefnu sína, hjá níu sveitarfélögum er samsvörun á

milli starfsmannastefnu og annarra stefna og starfsmenn koma að

stefnumótun í 14 sveitarfélögum.

Starfsmannastefnurnar eru mislangar, t.d. er starfsmannastefna

Fljótsdalshéraðs 19 blaðsíður og er hún lengst. Flestar

starfsmannastefnurnar eru á fimm til sex blaðsíðum en margar eru allt

upp í 12-14 blaðsíður. Í löngum starfsmannastefnum er mikið um

endurtekningar og þrátt fyrir lengdina nær stefnan ekki öllum

lykilþáttunum sem eru grundvöllur innihaldsgreiningarinnar. Í tilfelli

Fljótsdalshéraðs inniheldur þessi langa starfsmannastefna einungis 14 af

25 lykilþáttum. Samkvæmt innihaldsgreiningunni urðu lykilþættirnir

flestir 21 hjá fjórum sveitarfélögum af þeim 37 sem eru með

starfsmannastefnu. Þau eru Vestmannaeyjabær, Fjallabyggð, Garður og

Seyðisfjörður. Fæstir urðu lykilþættirnir átta hjá einu sveitarfélagi,

Flóahreppi. Ekkert annað sveitarfélag er með svo fáa lykilþætti en

Fjarðarbyggð hefur næstfæsta eða 14 lykilþætti í starfsmannastefnu sinni.

Meðaltal lykilþáttanna fyrir þau 37 sveitarfélög sem eru með

starfsmannastefnur er 17,6.

Í töflu 1 má sjá innihaldsgreiningu 12 stærstu sveitarfélaga landsins

sem eru með starfsmannastefnu.

Tafla 2. Innihaldsgreining starfsmannastefna 25 stærstu

sveitarfélaganna

Page 20: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

20      

Lykilþættir Reyk

javík

Kóp

avog

ur

Haf

narfj

örðu

rA

kure

yri

Reyk

janes

bær

Garða

bær

Mos

fells

bær

Árb

org

Akr

anes

Fjarða

byggð

Seltj

arna

rnes

Ves

tman

naey

jar

Aðbúnaður á vinnustað x x x x x x x x x x x xAðrar stefnur sveitarfélagsÁrangursmælingar, frammistöðumat x x xFrumkvæði og nýsköpun x x x xEinelti og kynferðisleg áreitni x x x x x x x x xGildi, leiðarljós x x xHlutverk og ábyrgð x x x x x x x x x xJafnrétti og virðing x x x x x x x x x xLaunastefna og kjaramál x x x x x x x x xMarkmið starfsmannastefnu x x x x x x x x x xMótttaka og kynning nýliða x x x x x x x x xNotkun vímuefna x x x x x x x x x xRáðningar x x x x x x x x x x xSamskipti og upplýsingamiðlun x x x x x x x x x x xSiðareglur x x x x x x xSí- og endurmenntun (starfsþróun) x x x x x x x x x x x xStarfsánægja x x xStarfið og fjölskyldan x x x x x x x x x x x xStarfslok og starfslokaviðtöl x x x x x x x x x x x xStarfsgreining (-lýsing) x x x x x x x xStarfsmannasamtöl og fundir x x x x x x x xStarfs- og verklagsreglur x x x x x x x x xStjórnunarhættir x x x x x x x x xYfirlýsing í starfsmannamálum x x x x x x x x x xÞátttaka starfsmanna í stefnumótun x x x x xSamtals 17 18 17 18 17 17 17 17 17 14 16 21

Allar starfsmannastefnurnar innihalda þættina aðbúnaður á vinnustað,

sí- og endurmenntun (starfsþróun), starfið og fjölskyldan og starfslok og

starfslokaviðtöl. Engin stefnanna inniheldur þáttinn aðrar stefnur

sveitarfélags sem er ekki í samræmi við greiningu á heimasíðum og

svörum sveitarfélaganna sjálfra. Í spurningakönnuninni kom fram að 12

þessara sveitarfélaga sögðust vera með starfsmannastefnu í samsvörun

við aðrar stefnur. Þau fimm sveitarfélög sem ekki eru með þennan þátt

við innihaldsgreiningu eru Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær,

Page 21: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   21      

Garðabær og Mosfellsbær. Þá eru aðeins fimm með þátttöku starfsmanna

í stefnumótun þrátt fyrir að átta segist vera með þennan þátt. Þau sem

ekki eru með þennan þátt eru Reykjavík, Kópavogur, Reykjanesbær,

Mosfellsbær og Fjarðabyggð. Á móti kemur að tvö sveitarfélög greinast

ekki með þátttöku starfsmanna í stefnumótun samkvæmt svörum þeirra

sjálfra en eru með það í innihaldsgreiningu starfsmannastefnanna.

Vestmannaeyjabær er með flesta lykiþætti eða 21 og Fjarðabyggð fæsta

eða 14. Meðaltal þátta hjá þessum 12 stærstu sveitarfélögum landsins eru

17,2 eða rétt neðan við heildarmeðaltalið sem er 17,6.

Í töflu 3 eru upplýsingar um innihald starfsmannastefnu þeirra 12

sveitarfélaga sem teljast vera í millistærð.

Tafla 3. Innihaldsgreining starfsmannastefna miðstærðar

sveitarfélaga

Page 22: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

22      

Lykilþættir Skag

afjö

rður

Ísaf

jarð

arbæ

r

Bor

garb

yggð

Fljó

tsdal

shér

aðN

orðu

rþin

gG

rinda

víku

rbæ

rH

vera

gerð

iH

orna

fjörð

urFj

alla

byggð

Ölfu

sD

alví

kurb

yggð

Sand

gerð

i

Aðbúnaður á vinnustað x x x x x x x x x x xAðrar stefnur sveitarfélags xÁrangursmælingar, frammistöðumat x xFrumkvæði og nýsköpun x x x x x xEinelti og kynferðisleg áreitni x x x x xGildi, leiðarljós x x x x x xHlutverk og ábyrgð x x x x x x x x xJafnrétti og virðing x x x x x x x x xLaunastefna og kjaramál x x x x x x x xMarkmið starfsmannastefnu x x x x x x x x x x x xMótttaka og kynning nýliða x x x x x x x x x x x xNotkun vímuefna x x x x x x x x xRáðningar x x x x x x x x x xSamskipti og upplýsingamiðlun x x x x x x x x x x xSiðareglur x x x x x x x x xSí- og endurmenntun (starfsþróun) x x x x x x x x x x x xStarfsánægja x x x xStarfið og fjölskyldan x x x x x x x x x x x xStarfslok og starfslokaviðtöl x x x x x x x x x x x xStarfsgreining (-lýsing) x x x x x x xStarfsmannasamtöl og fundir x x x x x x x x x xStarfs- og verklagsreglur x x x x x x x x x x xStjórnunarhættir x x x x x x x xYfirlýsing í starfsmannamálum x x x x x x x x x xÞátttaka starfsmanna í stefnumótun x x x x x x xSamtals 17 18 18 14 19 18 20 15 21 17 16 20

Allar eru þessar starfsmannastefnur með þættina markmið

starfsmannastefnu, móttaka og kynningu nýliða, sí- og endurmenntun og

starfsþróun, starfið og fjölskyldan og starfslok og starfslokaviðtöl. Allar

nema ein innihalda þáttinn aðbúnaður á vinnustað. Aðeins Ísafjarðarbær

er með þáttinn aðrar stefnur sveitarfélags sem er ekki í samræmi við svör

Page 23: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   23      

sveitarfélaganna sjálfra þar sem fimm sveitarfélaganna segjast vera með

starfsmannastefnu í samsvörun við aðrar stefnur. Þau fjögur sem ekki

reynast vera með þennan þátt samkvæmt innihaldsgreiningunni eru

Fljótsdalshérað, Hornafjörður, Fjallabyggð og Sandgerðisbær. Þegar

þátttaka starfsmanna við stefnumótun er skoðuð kemur í ljós að sjö

sveitarfélaganna eru með þennan lykilþátt við innihaldsgreiningu. Það eru

Skagafjörður, Ísafjarðarbær, Norðurþing, Grindavík, Hveragerði,

Fjallabyggð og Sandgerðisbær. Sjö greindust með hana þegar heimasíður

og svör sveitarfélaga voru til grundvallar. Það voru hins vegar ekki þessi

sömu sjö sveitarfélög því þar voru Ísafjarðarbær, Borgarbyggð,

Fljótsdalshérað, Hveragerði, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og

Sandgerðisbær. Á móti kemur að tvö sveitarfélög greinast ekki með

þátttöku starfsmanna í stefnumótun samkvæmt svörum þeirra sjálfra en

eru með það í innihaldsgreiningu. Þetta eru Norðurþing og Grindavík. Af

þessum starfsmannastefnum eru sex með þáttinn gildi, leiðarljós og í

tveimur tilvikum er ekki ákvæði um starfsmannasamtöl og fundi. Hins

vegar eru allar starfsmannastefnurnar í þessum flokki með þáttinn

starfslok og starfslokaviðtöl. Fjórar stefnanna eru ekki með ákvæði um

launastefnu og kjaramál og ákvæði um starfsánægju er aðeins í fjórum

þeirra. Sveitarfélagið Fjallabyggð er með flesta lykilþætti eða 21

Fljótsdalshérað með fæsta eða 14. Meðaltal þátta hjá þessum 12

sveitarfélögum er 17,8.

Í töflu 4 má sjá 13 minnstu sveitarfélög landsins sem eru með

starfsmannastefnu.

Tafla 4. Innihaldsgreining starfsmannastefna minnstu

sveitarfélaganna

Page 24: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

24      

Lykilþættir Rang

árþi

ng y

traG

arðu

r

Hún

aþin

g ve

stra

Ves

turb

yggð

Blás

kóga

byggð

Bolu

ngar

vík

Blön

duós

Dala

byggð

Seyð

isfjö

rður

Hva

lfjarða

sveit

Flóa

hrep

pur

Djú

pavo

gshr

eppu

rMýr

dalsh

repp

ur

Aðbúnaður á vinnustað x x x x x x x x x x x xAðrar stefnur sveitarfélagsÁrangursmælingar, frammistöðumat x xFrumkvæði og nýsköpun x x x x x x x xEinelti og kynferðisleg áreitni x x x xGildi, leiðarljós x x x x xHlutverk og ábyrgð x x x x x x x x x x xJafnrétti og virðing x x x x x x x x x x x xLaunastefna og kjaramál x x x x x x x x x x x x xMarkmið starfsmannastefnu x x x x x x x x x x xMótttaka og kynning nýliða x x x x x x x xNotkun vímuefna x x x x x x x x x x x xRáðningar x x x x x x x x x x xSamskipti og upplýsingamiðlun x x x x x x x x x x x xSiðareglur x x x x x x x xSí- og endurmenntun (starfsþróun) x x x x x x x x x x x x xStarfsánægja x x x x x x xStarfið og fjölskyldan x x x x x x x x x x x x xStarfslok og starfslokaviðtöl x x x x x x x x x x x xStarfsgreining (-lýsing) x x x x x x x x x xStarfsmannasamtöl og fundir x x x x x x x x x x xStarfs- og verklagsreglur x x x x x x x x x x xStjórnunarhættir x x x x x x x x x x xYfirlýsing í starfsmannamálum x x x x x x x x x x xÞátttaka starfsmanna í stefnumótun x x x x xSamtals 20 21 19 16 19 20 20 17 21 17 8 18 17

Öll eru þessi sveitarfélög með þættina launastefna og kjaramál, sí- og

endurmenntun og starfsþróun og starfið og fjölskyldan. Engin stefnanna

inniheldur þáttinn aðrar stefnur sveitarfélags sem er ekki í samræmi við

greiningu á heimasíðum og svörum sveitarfélaga en þar segist Húnaþing

vestra vera með starfsmannastefnu í samsvörun við aðrar stefnur. Fimm

sveitarfélög eru með þátttöku starfsmanna í stefnumótun en það eru

Rangárþing ytra, Húnaþing vestra, Blönduós, Seyðisfjörður og

Page 25: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   25      

Djúpavogshreppur. Þetta eru fleiri en segjast vera með þennan þátt

samkvæmt heimasíðum og svörum sveitarfélaga en þar segjast þrjú vera

með þennan þátt. Þessi þrjú eru Rangárþing ytra, Garður og

Hvalfjarðarsveit. Af þessum stefnum eru fimm með þáttinn gildi,

leiðarljós og í tveimur tilvikum er ekki ákvæði um starfsmannasamtöl og

fundi. Hins vegar eru allar starfsmannastefnurnar í þessum flokki nema

ein með þáttinn starfslok og starfslokaviðtöl. Ákvæði um starfsánægju

eru aðeins í sjö þeirra. Hvalfjarðarsveit og Garður eru með flesta

lykilþætti eða 21 en Flóahreppur með fæsta eða átta. Meðaltal lykilþátta

hjá þessum 13 sveitarfélögum er 17,9.

4. Umræður og lokaorð

Við greiningu á starfsmannastefnum sveitarfélaganna kemur í ljós að þær

eru að mörgu leyti ólíkar. Sumar eru settar upp eins og lagabálkur með

mörgum greinum, aðrar sem samfelldur texti, enn aðrar eins og

auglýsingabæklingur. Aðrar eru mjög ítarlegar með markmiðum, leiðum

að þeim og framkvæmdaáætlun. Það er athyglisvert að þrátt fyrir fjölda

orða, greina og jafnvel kafla í starfsmannastefnum segja langar stefnur

ekki endilega mikið þegar búið er að greina innihald þeirra. Þegar

starfsmannastefnur sveitarfélaga eru rannsakaðar er áhugavert að skoða

samhengið sem þær verða til í og samhengi þeirra við heildarstefnu.

Mikil áhersla er lögð á það í mannauðsfræðunum að skipulagsheildir

samþætti stefnur sínar. Þannig vinni starfsmannastefnan með

heildarstefnu skipulagsheildarinnar. Hjá sveitarfélögum liggur sjaldnast

fyrir ein heildarstefna með sama hætti og hjá skipulagsheildum á borð við

fyrirtæki. Oftast er ígildi heildarstefnu meirihlutasamningur sem er

misjafnlega efnismikill og byggir á málamiðlun þeirra stjórnmálaafla sem

Page 26: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

26      

semja um meirihluta. Misjafnt er svo hvaða stefnur eru unnar en algengt

er að til staðar séu stefnur í jafnréttismálum, fjölskyldumálum,

atvinnumálum, íþrótta- og tómstundamálum svo dæmi sé tekin. En það er

m.a. hlutverk starfsmannastefnu að styðja við þessar stefnur og

framkvæmd þeirra. Nálgunin er þó ólík sem og aðferðafræðin við gerð

starfsmannastefnu hjá sveitarfélögum eða fyrirtækjum. Það breytir því þó

ekki að sameiginlegt á að vera með stefnum fyrirtækja og sveitarfélaga að

þær eiga að stuðla að sem mestum árangri starfsfólks og um leið

sveitarfélagsins. Spurningin um samsvörun við aðrar stefnur virtist vefjast

fyrir mörgum sem svöruðu spurningalistanum fyrir hönd

sveitarfélaganna. Stundum var vísað til þess að samsvörun eða fyrirmynd

sé við stefnur annarra sveitarfélaga. Af þeim sökum er við greiningu lesið

út úr starfsmannastefnunni hvort hún eigi samsvörun í öðrum stefnum

viðkomandi sveitarfélags og það látið svara þeirri spurningu endanlega.

Svör sveitarfélaga reyndust ekki nothæf hvað þessa spurningu varðaði en

þar sem greiningin er tvíþætt eru svörin látin halda sér við greiningu á

heimasíðum, studd svörum, og leiðrétt eftir innihaldsgreiningu. Í

greiningarvinnunni var hver einasta starfsmannastefna skoðuð og greind

nákvæmlega með innihaldsgreiningu. Þannig fæst samanburður á því

hvaða þættir eru í hverri og einni stefnu. Algengt er að lengd

starfsmannastefnu og innihald lykilþátta fari ekki saman. Langar

starfsmannastefnur eru ekki alltaf mjög innihaldsríkar. Það kom fyrir að

starfsmannastefnur væru nákvæm eftirlíking af stefnu annars

sveitarfélags. Nánast engan mun var að finna á sumum stefnunum og

orðalag sýndi fram á að um sömu stefnuna væri að ræða. Þetta var

staðfest í athugasemdum frá einu sveitarfélagi sem lét þess getið í svari

sínu. Kosturinn er sá að sveitarfélagið er þó með starfsmannastefnu en

Page 27: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   27      

ókosturinn er hins vegar sá að stefnan hefur ekki verið unnin frá grunni

með þátttöku starfsfólksins.

Það er erfitt og jafnvel ósanngjarnt að bera saman sveitarfélög af

ólíkri stærð frá tæplega 120.000 íbúum alveg niður í 52 íbúa. Þegar 23

stærstu sveitarfélög landsins eru tekin í röð eru þau öll með

starfsmannastefnu. Eftir það fer að vanta eitt og eitt inn á milli. Það er

athyglisvert að í þessum 23 sveitarfélögum bjuggu samtals 289.217 íbúar

í lok ársins 2012 eða 90,5% íbúa landsins. Meðaltalsíbúafjöldinn í þeim

er 12.575 íbúar þegar meðaltalið fyrir öll sveitarfélög á Íslandi er 4.319

íbúar. Samanlagður íbúafjöldi 23 minnstu sveitarfélaganna er 4809 eða

1,5% landsmanna. Meðalíbúafjöldi þeirra er 209 íbúar. Ekkert þeirra

hefur starfsmannastefnu. Það vekur athygli hversu oft upp kom misræmi

milli svara sveitarfélaganna og þess sem í ljós kom við

innihaldsgreininguna. Mörg sveitarfélög töldu sig vera með

starfsmannastefnu í samræmi við og samstillingu við aðrar stefnur. Það

reyndist einungis vera í einu tilviki.Vegna sameininga er stundum stuðst

við starfsmannastefnu eins af fyrrum sveitarfélögunum, yfirleitt því

stærra sem sameinast. Þetta á við um starfsmannastefnu Norðurþings sem

notar enn starfsmannastefnu Húsavíkurbæjar sem var stærsta

sveitarfélagið í sameiningu á svæðinu og í raun það eina sem var með

samþykkta starfsmannastefnu.

Margar starfsmannastefnur eru ódagsettar og engar upplýsingar

aðgengilegar um hvenær þær voru samþykktar. Í svörum sveitarfélaga

komu þessar upplýsingar fram en nokkur svöruðu ekki. Ákvæði eru í

þeim mörgum um að starfsmannastefnu skuli endurskoða á tveggja eða

fjögurra ára fresti en engin dagsetning sett fram. Meðaltal lykilþátta er

17,6 af 25 sem til grundvallar voru lagðir. Með öðrum orðum eru 70,4%

Page 28: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

28      

fyrirframgefinna lykilþátta í starfsmannastefnum sveitarfélaganna. Í

rannsókn Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar (2006) þar sem hann skoðaði

sex sveitarfélög var meðaltalið 15,3 lykilþættir af 22 eða 69,5%.

Nokkur sveitarfélög hafa tengt aðgerðaráætlun við sína

starfsmannastefnu. Þar eru tölusett markmið og aðgerðir til að ná þeim.

Þetta eru atriði á borð við minnkun streitu í vinnu, bætt upplýsingamiðlun

og fleira í þeirri viðleitni að bæta aðstæður starfsfólks og ná þannig

auknum árangri fyrir heildina. Nokkur dæmi eru um það að

starfsmannastefna hefur mjög marga lykilþætti en þegar betur er að gáð

skortir allt innihald. Það er eins og orðum hafi verið hrúgað á blað,

líklega tekið frá öðru sveitarfélagi og leitast sé við að koma sem flestum

þáttum á blað án þess að fyrir liggi einhver vilji eða samræmdar aðgerðir

um að gera þessa þætti að athöfnum í stað hátíðaryfirlýsingu.

Heimildir

Akrahreppur. (2013). Skriflegt svar oddvita. Akrahreppur: Oddviti . Akranes. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.akranes.is/pages/frettir/starfsmannastefna-akraneskaupstadar/ Akureyri. (e.d.). Mannauðsstefna. Sótt 12. mars 2013 frá

http://www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Mannaudur_baklingur_endalegur.pdf

Armstrong, M og Taylor, S. (2014) Armstrong's handbook of human resource management practice . Philadelphia: Kogan Page.

Árneshreppur. (2013). Skriflegt svar. Árneshreppur: Oddviti Árneshrepps.

Ásahreppur. (e.d.). Stjórnsýsla. Sótt 9. apríl 2013 frá http://www.asahreppur.is/stjornsysla/

Ásta Bjarnadóttir. (2012). Starfsmannaval. Reykjavík: JPV útgáfa. Beardwell, I, Holden, L. og Claydon, T. (2004). Human resource

management: A contemporary approach (4. útgáfa). Harlow: Prentice Hall.

Beardwell, J. og Claydon, T. (2010). Human resource management: A contemporary approach (6. útgáfa). Harlow: Prentice Hall.

Page 29: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   29      

Bláskógabyggð. (e.d.). Reglugerðir og samþykktir. Sótt 16. janúar 2013 frá http://www.blaskogabyggd.is/resources/Files/556_STARFSMANNASTEFNA%20samþykkt.pdf

Blönduóssbær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.blonduos.is/pdf/starfsmannastefna2005.pdf

Bolungarvík. (e.d.). Stjórnsýsla, starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.bolungarvik.is/index.asp?id=180&fl=20

Borgarbyggð. (e.d.). Samþykktir og reglur, starfsmannastefna. Sótt 21. febrúar 2013 frá http://www.borgarbyggd.is/stjornsysla/samthykktir-og-reglur/

Borgarfjarðarhreppur. (e.d.). Reglugerðir. Sótt 9. apríl 2013 frá http://www.borgarfjordureystri.is/borgarfjardarhreppur/reglugerdir

Bratton, J. og Gold, J. (2003). Human resource management: Theory and practice (3. útgáfa). Basingstoke: Palgrave Macmillan.

Breiðdalshreppur. (e.d.). Aðrar uppl. / reglur o.fl. Sótt 9. apríl 2013 frá http://www.breiddalur.is/?m=page&f=viewPage&id=5

Dalabyggð. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.dalir.is/thjonusta-og-starfsemi/starfsmenn/starfsmannastefna/

Dalvíkurbyggð. (e.d.). Starfsmannastefna Dalvíkurbyggðar. Sótt 21. mars 2013 frá http://www.dalvik.is/Stjornsysla/Starfsfolk/Starfsmannastefna-Dalvikurbyggdar/

Djúpavogshreppur. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.djupivogur.is/gogn/starfsmannastefna_djupavogshrepps.pdf

Eyja- og Miklaholtshreppur. (e.d.). Sveitarstjórn. Sótt 2. janúar 2013 frá http://www.samband.is/sveitarfelogin/vesturland/eyja--og-miklaholtshreppur/

Eyjafjarðarsveit. (e.d.). Samþykktir. Sótt 24. febrúar 2013 frá http://www.eyjafjardarsveit.is/is/stjornsysla/samthykktir

Fjallabyggð. (e.d.). Fréttir, starfsmannastefna. Sótt 3. mars 2013 frá http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/fb2009_starfsmannastefna.pdf

Fjarðabyggð. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.fjardabyggd.is/media/files/Starfsmannastefna.pdf

Fljótsdalshérað. (e.d.). Stefnur. Sótt 15. desember 2012 frá http://www.fljotsdalsherad.is/images/stories/dmdocuments/Samth-regl-stefnur/starfsmannastefna-flj.pdf

Page 30: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

30      

Fljótsdalshreppur. (e.d.). Stjórnsýsla. Sótt 25. janúar 2013 frá http://www.fljotsdalur.is/pages/stjF3rnsFDsla.php

Flóahreppur. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 9. janúar 2013 frá http://www.floahreppur.is/stjornsysla/um-floahrepp/starfsmannastefna-floahrepps/

Garðabær. (e.d.). Mannauðsstefna. Sótt 11. desember 2012 frá http://www.gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=32101

Gill, C. og Meyer D. (2011). The role and impact of HRM policy. International Journal of Organizational Analysis 19(1) , 5-28.

Grindavíkurbær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 21. janúar 2013 frá http://www.grindavik.is/gogn/starfsmannastefna2012.pdf

Grímsnes- og Grafningshreppur. (e.d.). Reglur og samþykktir. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.gogg.is/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/

Grundarfjarðarbær. (e.d.). Markmið og stefnur. Sótt 4. mars 2013 frá http://www.grundarfjordur.is/default.asp?sid_id=49788&tre_rod=001|007|014|&tId=1

Grýtubakkahreppur. (e.d.). Samþykktir og reglur. Sótt 28. febrúar 2013 frá http://www.grenivik.is/index.php?option=com_content&view=article&id=8&Itemid=42

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. (2006). Starfsmannastefna - stefnumiðað plagg eða hátíðaryfirlýsing:. Í I. Hannibalsson, Samanburður á starfsmannastefnu fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Rannsóknir í félagsvísindum VII, Viðskipta- og hagfræðideild (bls. 133-145). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Hafnarfjörður. (e.d.). Mannauðsstefna. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/mannaudstefna.pdf

Helgafellssveit. (e.d.). Helgafellssveit. Sótt 13. apríl 2013 frá http://www.samband.is/sveitarfelogin/vesturland/helgafellssveit/

Helga Þóra Jónasdóttir. (2007). Starfsmannastefnur skipulagsheilda: Ólíkar á mismunandi vettvangi. Óbirt BS ritgerð í viðskiptafræði: Háskóli Íslands: Viðskipta- og hagfræðideild.

Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson. (2012). Stefnumótun og áætlanagerð ráðuneyta. Leiðir að einföldun og samhæfingu. Stjórnmál & stjórnsýsla 8(1) , 153-172.

Hornafjörður. (e.d.). Stjórnsýsla, starfsmannastefna. Sótt 15. desember 2012 frá http://www2.hornafjordur.is/media/stjornsysla/Starfsmannastefna-mars-2012.pdf

Page 31: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   31      

Hólmfríður Erla Finnsdóttir. (2000). Starfsmannastefna fyrirtækja með tilliti til tilvistargrundvallar. Óbirt BS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskipta- og hagfræðideild.

Hrunamannahreppur. (e.d.). Samþykktir. Sótt 14. mars 2013 frá http://www.fludir.is/index.php/samthykktir

Húnavatnshreppur. (e.d.). Valmynd. Sótt 2. janúar 2013 frá http://www.hunavatnshreppur.is/

Húnaþing vestra. (e.d.). Reglugerðir og samþykktir. Sótt 16. desember 2012 frá http://www.hunathing.is/GetAsset.ashx?id=1444

Hvað felst í starfsmannastjórnun og starfsmannastefnu. (1987, 5. febrúar). Morgunblaðið. Sótt 1. júní 2006 af http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1608.

Hvalfjarðarsveit. (e.d.). Mannauðsstefna. Sótt 27. febrúar 2013 frá http://www.hvalfjardarsveit.is/Files/Skra_0059674.pdf

Hveragerði. (e.d.). Samþykktir og reglur. Sótt 21. janúar 2013 frá http://www.hveragerdi.is/files/5092a3ddbf911.pdf

Hörgársveit. (e.d.). Reglur sem gilda í Hörgársveit. Sótt 17. febrúar 2013 frá http://www.horgarsveit.is/default.asp?sid_id=7727&tre_rod=004|005|&tId=1

Ísafjarðarbær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.isafjordur.is/vinnustadurinn/starfsmannastefna/

Jackson, E.S. og Schuler, S.R. (2000) Managing Human Resources, A partnership Perspective (7. útgáfa). Cincinnati: South - Western Collage Publishing Kaldrananeshreppur. (e.d.). Stjórnsýslan. Sótt 9. apríl 2013 frá

http://www.drangsnes.is/index.php/kaldrananeshreppur/stjornsyslan- Karl Björnsson. (2006). Vinnuveitendahlutverk sveitarstjórna. Reykjavík:

Samband íslenskra sveitarfélaga. Kjarasvið. Kjósarhreppur. (e.d.). Samþykktir og gjaldskrár. Sótt 5. apríl 2013 frá

http://www.kjos.is/samthykktir-og-gjaldskrar/ Kópavogur. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 11. janúar 2013 frá

http://www.kopavogur.is/media/images/Starfsmannastefna.pdf Langanesbyggð. (e.d.). Samþykktir. Sótt 22. janúar 2013 frá

http://www.langanesbyggd.is/category.php?catID=62&sub=2 Legge, K. (1989). Human resource management - a critical analysis. New

Perspectives on Human Resource Management , 19-40. Lynch, R. (2005). Corporate strategy. London: FT Prentice Hall. Mankin, D. (2009). Human resource development. Oxford: Oxford University Press.

Page 32: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

32      

Mosfellsbær. (e.d.). Mannauðsstefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.mos.is/Stjornsysla/Stefnur/Mannaudsstefna/

Mýrdalshreppur. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.vik.is/files/27/20110607112523603.pdf

Norðurþing. (e.d.). Fréttir, starfsmannastefna Húsavíkurbæjar. Sótt 15. desember 2012 frá http://www.nordurthing.is/static/files/old/starfsmannastefna_2005.pdf

Rangárþing eystra. (e.d.). Reglugerðir og samþykktir. Sótt 28. febrúar 2013 frá http://www.hvolsvollur.is/stjornsysla/reglugerdir-og-samthykktir/

Rangárþing ytra. (e.d.). Starfsmenn, starfsmannastefna. Sótt 20. janúar 2013 frá http://www.ry.is/efni/starfsmannastefna

Rekstur sveitarfélaga. (e.d.). Sótt 6. apríl 2013 frá http://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/arbok-sveitarfelaga/

Reykhólahreppur. (e.d.). Samþykktir og reglugerðir. Sótt 2. janúar 2013 frá http://www.reykholar.is/stjornsysla/samthykktir_og_reglugerdir/

Reykjanesbær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 24. janúar 2013 frá http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/stefnumotun/starfsmannastefna/starfsmannastefna/

Reykjavík. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-245/5722_view-939/

Sandgerðisbær. (2013). Starfsmannastefna Sandgerðisbæjar. Sandgerði: Bæjarstjórn.

Seltjarnarnesbær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir/starfsmannastefna/

Seyðisfjörður. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://sfk.is/images/starfsmannastefna0001.pdf

Skaftárhreppur. (e.d.). Samþykktir. Sótt 11. janúar 2013 frá http://www.klaustur.is/Stjornsysla/Stjornkerfi/Samthykktir

Skagabyggð. (e.d.). Skagabyggð. Sótt 13. apríl 2013 frá http://www.hafnir.is/skipulag/

Skeiða- og Gnúpverjahreppur. (e.d.). Stjórnkerfið. Sótt 10. janúar 2013 frá http://www.skeidgnup.is/stjornkerfid

Skorradalshreppur. (e.d.). Stjórnsýsla. Sótt 23. janúar 2013 frá http://www.skorradalur.is/stjornsysla/

Skútustaðahreppur. (e.d.). Stjórnsýslan yfirlit. Sótt 21. janúar 2013 frá http://www.myv.is/stjornsyslan/

Snæfellsbær. (e.d.). Reglur og samþykktir. Sótt 1. mars 2013 frá http://www.snb.is/default.asp?sid_id=2150&tre_rod=001|010|&tId=1

Page 33: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

   33      

Stjórnsýsla sveitarfélaga.(e.d.). Sótt 31. janúar 2013 frá http://www.samband.is/verkefnin/stjornsysla-sveitarfelaga/

Strandabyggð. (e.d.). Skýrslur og samþykktir. Sótt 2. apríl 2013 frá http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/

Stykkishólmur. (e.d.). Starfsmenn. Sótt 24. febrúar 2013 frá http://www.stykkisholmur.is/stjornsyslan/starfsmenn/

Súðavíkurhreppur. (e.d.). Samþykktir og reglugerðir. Sótt 18. janúar 2013 frá http://www.sudavik.is/stjornsysla/samthykktir_og_reglugerdir/

Svalbarðshreppur. (e.d.). Stjórnsýsla. Sótt 2. apríl 2013 frá http://www.svalbardshreppur.is/hreppur/page/stjornsysla

Svalbarðsstrandarhreppur. (e.d.). Samþykktir. Sótt 2. janúar 2013 frá http://www.svalbardsstrond.is/is/page/samthykktir

Sveitafélagið Árborg. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.arborg.is/stjornsysla/stefnur/starfsmannastefna/

Sveitafélagið Skagafjörður. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 22. desember 2012 frá http://www.skagafjordur.is/upload/files/STARFSMANNASTEFNA_ok.pdf

Sveitafélagið Skagaströnd. (e.d.). Samþykktir. Sótt 10. janúar 2013 frá http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp

Sveitafélagið Vogar. (e.d.). Stjórnsýsla. Sótt 23. febrúar 2013 frá http://www.vogar.is/Stjornsysla/Skrifstofa/

Sveitafélagið Ölfus. (e.d.). Starfsmannamál. Sótt 16. febrúar 2013 frá http://www.olfus.is/stjornkerfi/starfsmannamal/starfsmannastefna/

Sveitarfélagið Garður. (e.d.). Forsíða, starfsmannastefna. Sótt 2. mars 2013 frá http://www.svgardur.is/?path=Controls/8&ID=569

Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. (2011). Lagasafn Alþingis. Reykjavík: Alþingi.

Tálknafjarðarhreppur. (e.d.). Stjórnsýslan. Sótt 2. apríl 2013 frá http://www.talknafjordur.is/stjornsyslan/

Tjörneshreppur. (e.d.). Stjórnkerfið. Sótt 10. janúar 2013 frá http://www.tjorneshreppur.is/stjornkerfid

Torrington, D. Hall, L., Taylor, S. (2005). Human resource management (6. útgáfa). Harlow: Prentice Hall

Ulrich, D. (1998). A new mandate for human resources. Harvard Business Review 76(1) , 124-134.

Verkefni sveitarfélaga - kjara- og starfsmannamál. (e.d.). Sótt 23. febrúar 2013 frá http://www.samband.is/verkefnin/kjara--og-starfsmannamal/spurt-og-svarad-um-kjaramal/

Page 34: Starfsmannastefnur+ sveitarfélaga, samanburður+ og greiningibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/gylfi2015.pdf · að yfirsjónum í starfi. 8. Jafnrétti og virðing: Hér er fjallað

34      

Vestmannaeyjabær. (e.d.). Starfsmannastefna. Sótt 21. janúar 2013 frá http://www.vestmannaeyjar.is/skrar/file/starfsmannamal/starfsmannastefna_vest.pdf

Vesturbyggð. (2013). Starfsmannastefna Vesturbyggðar. Vesturbyggð: Bæjarstjórn.

Vopnafjarðarhreppur. (e.d.). Samþykktir og reglur. Sótt 14. mars 2013 frá http://www.vopnafjardarhreppur.is/Stjornsysla/reglur_og_samthykktir

Þingeyjarsveit. (e.d.). Samþykktir-erindisbréf. Sótt 25. febrúar 2013 frá http://www.thingeyjarsveit.is/stjornsysla/samthykktirerindisbref/