kæfisvefn og svefngæði barna í heilsuskóla barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. ·...

52
Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans Davíð Þór Jónsson Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 24-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla

Barnaspítalans

Davíð Þór Jónsson

Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands

Læknadeild! Heilbrigðisvísindasvið!!

!

Page 2: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans

Davíð Þór Jónsson

Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu í læknisfræði

Leiðbeinendur: Ragnar Bjarnason1,2, Tryggvi Helgason2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins

Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Maí 2015

Page 3: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Sc. í læknisfræði og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Davíð Þór Jónsson 2015

Prentun: Háskólaprent.

Reykjavík, Ísland 2015

Page 4: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

Ágrip

Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans.

Davíð Þór Jónsson1, Ragnar Bjarnason1,2, Tryggvi Helgason2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins

Inngangur: Offita er einn helsti áhættuþáttur kæfisvefns fullorðinna og er þekktur áhættuþáttur hjá

börnum og unglingum. Algengi kæfisvefns í almennu þýði barna er 1-5% en hjá of feitum börnum er

algengið mun hærra. Kæfisvefn hjá of feitum börnum hefur lítið verið rannsakaður. Þá helst hjá yngri

börnum en næstum ekkert hjá unglingum. Hann er almennt talinn vangreindur og í hópi of feitra

unglinga er líklegt að algengið sé hátt. Þar sem kæfisvefn er sjálfstæður áhættuþáttur hjarta-og

æðasjúkdóma og veldur einkennum sem minnka lífsgæði er mikilvægt að greina kæfisvefninn í

þessum hópi. Kæfisvefn er staðfestur með svefnmælingu og algengast er að nota AHI (apnea-

hypopnea index) til greiningar, skilgreindur sem fjöldi vanönduna (e. hypopnea) og öndunarhléa (e.

apnea) á hverja klukkustund. AHI ≥ 1 er almennt talið vera viðmið kæfisvefns í yngri börnum en AHI ≥

5 viðmið í fullorðnum.

Markmið rannsóknarinnar er að meta fýsileika þess að nota svefnmælingar í heimahúsum til

greiningar kæfisvefns hjá of feitum börnum, sjá hvort hægt er að nota spurningalista um svefnvenjur

barna (Children’s Sleep Habits Questionnaire) til að skima fyrir kæfisvefni og að meta algengi

kæfisvefns í hópi of feitra barna á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn þversniðsrannsókn. Þýðið voru öll börn á

aldrinum 12-18 ára sem vísað hefur verið til Heilsuskóla Barnaspítalans, samtals 104 börn. Ákveðið

var að lagskipta hópnum eftir aldri og miða við að boða 30 þátttakendur í viðtal. Mæld var hæð, þyngd,

ummál mittis, upphandleggs og blóðþrýstingur. Í viðtalinu svöruðu þátttakendur spurningalista, útskýrt

var hvernig setja átti svefnmælitækið á sig og þátttakendur sváfu með það um nóttina. Einnig voru

bakgrunnsbreytur í sjúkraskrá og sjúkrasaga þáttttakenda skoðuð. Við tölfræðiúrvinnslu var notast við

SPSS.

Niðurstöður: 27 mælingar af 30 voru taldar tæknilega heppnaðar, hjá 3 einstaklingum náðist ekki

nothæf mæling. Einnig þurfti að endurtaka 7 mælingar. Af 27 voru 3 með kæfisvefn samkvæmt

ströngustu viðmiðum. Meðal AHI var 2,46 ± 2,08 þegar notast var við fullorðins skilmerki en 3,29 ±

2,25 þegar notast var við barna skilmerki. Marktæk tengsl fundust ekki milli spurningalista um

svefnvenjur barna eða breyta úr sjúkraskrá við vísa úr svefnmælingu.

Ályktanir og umræður: Í úrtakinu var algengi kæfisvefns að lágmarki 11% en hærra ef notast var

við önnur skilmerki. Óháð því hvaða skilmerki var miðað við þá virðist kæfisvefn algengur í of feitum

unglingum á Íslandi. Niðurstöður þess að nota spurningalista um svefnvenjur barna til skimunar fyrir

kæfisvefni voru ómarktækar, kannski er hægt að svara þeirri spurningu með stærra úrtaki. Íhuga þarf

hvort að taka eigi upp skimun á kæfisvefni barna í heilsuskólanum. Örfáar rannsóknir eru til um

kæfisvefn í unglingum og brýn þörf er á því að auka þekkingu á því sviði.

Page 5: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

2

Þakkir

Ég vil þakka leiðbeinendum mínum Tryggva Helgasyni og Ragnari Bjarnasyni fyrir mikla aðstoð við

úrvinnslu gagna, þolinmæði við yfirlestur ritgerðar og fyrir góða leiðsögn allt rannsóknartímabilið. Ég vil

sérstaklega þakka Tryggva Helgasyni fyrir mikla hjálp og mikinn stuðning. Einnig þakka ég teymi

Heilsuskólans fyrir hjálpina. Ég vil þakka Nox Medical fyrir að lána svefnmælitækin og aðstoð við

framkvæmd svefnmælinga og Tonie Sörensen fyrir mikla hjálp við framkvæmd svefnmælinga. Atla

Jósefssyni vil ég þakka fyrir hjálp varðandi skilgreiningar á greiningarskilmerkjum kæfisvefns. Elías

Eyþórssyni þakka ég kærlega fyrir hjálp við tölfræðiúrvinnslu og yfirlestur ritgerðar. Síðast en ekki síst

vil ég þakka Föstudagshópnum og öllum þeim sem komu að honum fyrir stuðning og aðstoð allt

rannsóknartímbilið.

Page 6: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

3

Efnisyfirlit Ágrip ........................................................................................................................................................ 1!Þakkir ...................................................................................................................................................... 2!Myndaskrá ............................................................................................................................................... 5!Töfluskrá ................................................................................................................................................. 5!Skammstafanir ........................................................................................................................................ 6!1! Inngangur .......................................................................................................................................... 7!

1.1! Saga og algengi kæfisvefns ....................................................................................................... 7!1.2! Heilsuskóli Barnaspítalans ......................................................................................................... 7!1.3! Svefnmynstur einstaklings með kæfisvefn ................................................................................. 8!1.4! Meinafræði kæfisvefns ............................................................................................................... 8!

1.4.1! Helstu þættir kæfisvefns ..................................................................................................... 9!1.4.2! Orsakir kæfisvefns .............................................................................................................. 9!

1.5! Þáttur offitu í meingerð kæfisvefns .......................................................................................... 10!1.6! Hvernig samfall koks veldur slæmum afleiðingum ................................................................... 11!1.7! Einkenni og klínísk teikn kæfisvefns ........................................................................................ 12!1.8! Afleiðingar kæfisvefns .............................................................................................................. 13!

1.8.1! Afleiðingar kæfisvefns á hjarta- og æðakerfi ..................................................................... 13!1.8.2! Áhrif kæfisvefns á taugakerfi og atferli .............................................................................. 13!1.8.3! Tengsl kæfisvefns og efnaskiptasjúkdóma ....................................................................... 14!1.8.4! Samspil kæfisvefns og offitu ............................................................................................. 14!

1.9! Helstu meðferðir við kæfisvefni barna ...................................................................................... 14!1.9.1! Síblástur ............................................................................................................................ 14!1.9.2! Þyngdartap ........................................................................................................................ 15!1.9.3! Háls- og nefkirtlataka og aðrar skurðaðgerðir ................................................................... 15!1.9.4! Aðrar meðferðir ................................................................................................................. 15!

1.10! BMI-SDS ................................................................................................................................ 16!1.11! Spurningalisti ......................................................................................................................... 16!1.12! Greining kæfisvefns ............................................................................................................... 17!

1.12.1! Polysomnography ........................................................................................................... 17!1.12.2! Svefnmælitæki ................................................................................................................ 17!

Page 7: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

4

1.12.3! Samanburður PSG og HRP mælinga ............................................................................. 17!1.12.4! Greiningarskilmerki kæfisvefns ....................................................................................... 18!1.12.5! Vísar súrefnismettunar .................................................................................................... 20!1.12.6! Munur á notkun barna eða fullorðins kæfisvefns atburða ............................................... 20!1.12.7! Algengi kæfisvefns hjá of feitum börnum ........................................................................ 20!

1.13! Markmið rannsóknarinnar ...................................................................................................... 21!2! Efniviður og aðferðir ........................................................................................................................ 22!

2.1! Framkvæmd rannsóknar .......................................................................................................... 22!2.2! Svefnmæling ............................................................................................................................ 22!2.3! Úrvinnsla .................................................................................................................................. 22!2.4! Rannsóknarleyfi ....................................................................................................................... 23!

3! Niðurstöður ..................................................................................................................................... 24!4! Umræður ......................................................................................................................................... 29!

4.1! Algengi kæfisvefns ................................................................................................................... 29!4.2! Breyting vísa yfir unglingsárin .................................................................................................. 30!4.3! Vísar úr svefnmælitækjum ....................................................................................................... 30!4.4! Styrkleikar og veikleikar ........................................................................................................... 30!4.5! Meðferðarúrræði fyrir þátttakendur rannsóknarinnar ............................................................... 31!4.6! Ályktanir og framtíðaráhorf ....................................................................................................... 32!

5! Heimildaskrá ................................................................................................................................... 33!6! Fylgiskjöl ......................................................................................................................................... 37!

Page 8: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

5

Myndaskrá

Mynd 1. Sýnir kok fullorðinnar manneskju, miðsagittal skurður ......................................................... 8!Mynd 2. Hvernig offita veldur kæfisvefni og hvaða aðrir þættir geta spilað inn í ............................. 10!Mynd 3. Framkvæmd rannsóknarinnar. ........................................................................................... 24!Mynd 4. AHI allra þátttakenda metið samkvæmt fullorðins skilmerkjum ......................................... 26!Mynd 5. AHI allra þátttakenda metið samkvæmt fullorðins skilmerkjum ......................................... 26!Mynd 6. Algengi kæfisvefns eftir mismunandi skilmerkjum og viðmiðunargildum. .......................... 27!

Töfluskrá

Tafla 1. Helstu einkenni kæfisvefns hjá börnum .............................................................................. 12!Tafla 2. Helstu teikn sem hægt er að finna við klíníska skoðun ....................................................... 12!Tafla 3. CSHQ spurningarnar eru í heild 33 og skiptast niður í 8 flokka .......................................... 16!Tafla 4. Skilgreiningar á kæfisvefns atburðum ................................................................................. 18!Tafla 5. Helstu vísar sem notaðir eru við greiningu kæfisvefns. ...................................................... 19!Tafla 6. AHI viðmiðunargildi kæfisvefns. .......................................................................................... 19!Tafla 7. Rannsóknir sem bera saman barna og fullorðins skilmerki í unglingum. ............................ 20!Tafla 8. Hvernig breytur úr sjúkrasögu þátttakenda voru skilgreindar. ............................................ 22!Tafla 9. Upplýsingar um úrtak rannsóknarinnar og heildarútkomu spurningalista. .......................... 25!Tafla 10. Yfirlit tæknilega heppnaðra svefnmælinga, metið eftir fullorðins og barna skilmerkjum. .. 25!Tafla 11. Algengi kæfisvefns eftir mismunandi skilmerkjum og viðmiðunargildum .......................... 27!Tafla 12. Fjöldi í úrtaki sem skilgreindist með breytu úr sjúkraskrá. ................................................ 28!Tafla 13. Samband hegðunarvandmála og þess að skora hærra á spurningalistanum. ................. 28!

Page 9: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

6

Skammstafanir

AAP American Academy of Pediatrics.

AASM American Academy of Sleep Medicine.

AH Adenotonsillar hypertrophy. Ofvöxtur háls- og nefkirtla.

AHI Apnea-hypopnea index. Öndunarhlé-vanöndunar vísir.

AT Adenotonsillectomy. Háls- og nefkirtlataka.

BMI Body mass index. Líkamsþyngdarstuðull.

BMI-SDS Body mass index – Standard deviation score. BMI staðafráviksstig.

CPAP Continuous positive airway pressure. Síblásturstæki.

CRP C-Reactive protein.

CSHQ Children’s Sleep habits Questionnaire. Spurningalisti um svefnvenjur barna.

HRP Home respiratory polygraphy.

OAHI Obstructive apnea-hypopnea index. Teppu öndunarhlé-vanöndunar vísir.

ODI Oxygen desaturation index. Mettunarfallsvísir.

ORDI Obstructive respiratory disturbance index.

OSAS Obstructive sleep apnea syndrome. Kæfisvefn.

PSG Polysomnography.

RDI Respiratory disturbance index.

REM Rapid eye movement sleep. Draumsvefn.

RERA Respiratory effort related arousal. Öndunarerfiði tengt örvöknun.

TST Total sleep time. Heildarsvefntími.

Page 10: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

7

1 Inngangur Kæfisvefn er algengur sjúkdómur hjá börnum, veldur einkennum sem minnka lífsgæði og eykur líkur á

hjarta-og æðasjúkdómum seinna á lífsleiðinni. Offita er einn helsti áhættuþáttur kæfisvefns barna en

hefur verið lítið rannsakaður miðað við hinn helsta áhættuþátt kæfisvefns barna, ofvöxt háls- og

nefkirtla. Sérstaklega er lítið til af rannsóknum um kæfisvefn hjá börnum á unglingsaldri.

Kæfisvefn er greindur með svefnmælitæki og er helsta markmið þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt

að komast að algengi kæfisvefns í þýði of feitra unglinga á Íslandi.

1.1 Saga og algengi kæfisvefns Kæfisvefni var fyrst lýst árið 19661 þótt að tengsl offitu við dagsyfju hafi verið lýst á 19. öldinni. Fyrst

var töluverður efi varðandi kæfisvefn og margir töldu að þetta væri tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur.

Tenging kæfisvefns við offitu og rannsóknir á algengi kæfisvefns upp úr 1990 gerði kæfisvefn að

mikilvægu lýðheilsu málefni.2, 3 Margar lýðgrundaðar rannsóknir (e. population-based studies) hafa

verið framkvæmdar síðan.2 Almennt er talað um að algengi kæfisvefns fullorðinna sé um 3-7% hjá

körlum og 2-5% hjá konum.4

Kæfisvefni barna var fyrst lýst með tilfellaröð (e. case series) árið 19765 en mun færri rannsóknir

eru til á börnum en á fullorðnum. Flestar rannsóknir sem kanna algengi kæfisvefns í almennu þýði

barna styðjast við klínísk einkenni og spurningalista en rannsóknir hafa sýnt að þetta eru ekki nógu

næmar aðferðir til að greina kæfisvefn.6, 7 Mæling með viðurkenndu svefnmælitæki er talin vera besta

greining kæfisvefns, bæði hjá börnum og fullorðnum.6 Stærsta vandamálið varðandi úrlestur og túlkun

á gögnum svefnmælitækja í börnum er að það er ekki samhljómur (e. consensus) um hver

viðmiðunargildi kæfisvefns eiga að vera. Það er helsta ástæða þess að tölurnar um algengi kæfisvefns

barna eru á reiki.8 Samkvæmt nokkrum stórum ferilrannsóknum sem AASM (American Academy of

Sleep Medicine) hefur tekið saman og notast allar við svefnmælitæki þá er algengi kæfisvefns hjá

börnum 1 - 5%.6

Kæfisvefn barna er því algengt vandamál og er almennt talið vera vangreint.6 Kæfisvefn barna

hefur mest verið rannsakaður í tengslum við ofvöxt háls- og nefkirtla (e. adenotonsillar hypertrophy -

AH) og þá í yngri börnum en minna í tengslum við offitu.9 Algengi offitu hjá börnum hefur fjórfaldast í

mörgum löndum á seinustu áratugum10 og því er mikilvægt að rannsaka kæfisvefn í of feitum börnum.

1.2 Heilsuskóli Barnaspítalans Heilsuskóli Barnaspítalans var stofnaður árið 2011 í kjölfar 5 ára rannsóknarvinnu Þrúðar

Gunnarsdóttur.11 Börn á aldrinum 1-18 ára geta leitað til Heilsuskólans séu þau í ofþyngd og með

lífsstílstengd vandamál. Þau leita til skólans að ósk foreldra eða fagaðila. Boðið er upp á

einstaklingsmeðferð og einnig hópmeðferð fyrir 8-12 ára og fyrir unglinga.12

Kæfisvefn barna í Heilsuskólanum hefur ekki verið rannsakaður skipulega þótt vitað sé að algengi

kæfisvefns sé hátt í þýði of feitra barna.13 Áhugi var á því að skoða algengi kæfisvefns í þýði

Heilsuskóla Barnaspítalans og ákveðið að skoða elsta aldursbilið, 12-18 ára, að mestu vegna þess að

Page 11: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

8

offita er megin orsök kæfisvefns barna á þessum aldri9 og fáir hafa rannsakað þennan aldur með tilliti

til kæfisvefns.

1.3 Svefnmynstur einstaklings með kæfisvefn Orðið kæfisvefn er lýsandi fyrir sjúkdóminn, einstaklingur er í raun að kafna í svefni en alls ekki allan

svefntímann. Inn á milli koma kæfisvefns atburðir (e. apneic events) sem vara í nokkrar sekúndur en

við þá atburði lokast efri öndunarvegur að hluta til eða alveg. Þrátt fyrir að atburðirnir sjálfir vari stutt

geta þeir valdið verulegum áhrifum á svefngæði og lífsgæði einstaklings sem þjáist af kæfisvefni.9, 14, 15

Viðbragð líkamans við kæfisvefns atburði er svokölluð�örvaka (e. arousal), þar sem svefn einstaklings

grynnist svo líkja má�við�vökuástand. Þetta stendur hins vegar stutt yfir og viðkomandi fer aftur � svefn,

oftast �n �ess a� ver�a var vi� a� vakna.3 Svefni er skipt niður í nokkur svefnstig og er eitt svefnstigið

draumsvefn (e. rapid eye movement). Í því svefnstigi er vöðvaspenna (e. muscle tone) lægst og því

eru kæfisvefns atburðir algengastir í draumsvefni, bæði í fullorðnum16 og börnum.17 Helstu áhrif

kæfisvefns á svefnmynstur er að minnka hlutfall draumsvefns sem hluta af heildar svefntíma og að

rjúfa svefn tímabundið. Því er svefnmynstur einstaklings með kæfisvefn töluvert frábrugðið

svefnmynstri heilbrigðs einstaklings.3

1.4 Meinafræði kæfisvefns

Mynd 1. Sýnir kok fullorðinnar manneskju, miðsagittal skurður. Tölur sýna dæmi um hvernig bygging

efri öndunarvegs getur aukið líkur á kæfisvefni. 1. Nefstífla. 2. og 3. Ofvöxtur háls- og

nefkirtla. 4. Stór tunga (e. macroglossia).6 Heimild myndar: http://thevoicenotes.com/wp-

content/uploads/2013/05/tax_HN_7_lg.gif, sótt 04.04.2015.

Page 12: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

9

1.4.1 Helstu þættir kæfisvefns Efri öndunarvegurinn samanstendur af nefholi, koki og barkakýli að raddböndum. Fyrir ofan kokið er

nefholið sem er haldið opið af beinum og fyrir neðan er barkinn sem helst opinn af brjóski. Kokið er

eini hluti efri öndunarvegs sem helst opinn af vöðvum og getur því fallið saman (sjá mynd 1).

Kæfisvefns atburður á sér stað þegar efri öndunarvegur lokast og hann lokast vegna samfalls

koksins.3

Helstu þættir sem spila inn í myndun kæfisvefns eru þeir sem hafa áhrif á loftflæði efri öndunarvegs

og eins á taugakerfið stóran þátt. Varðandi byggingu og loftflæði efri öndunarvegs eru tvö flæðilögmál

sem þarf að hafa í huga. Venturi áhrifin lýsa því að hraði lofts eykst þegar þverskurðsflatarmál súlu

minnkar.18 Lögmál Bernoulli lýsir flæði lofts í súlu. Því hærri hraði lofts því minni verður þrýstingur hols

og því líklegra er að samfall eigi sér stað.3, 18 Þess vegna er allt sem minnkar þverskurðsflatarmál

koksins að auka líkur á samfalli þess.16 Sjá mynd 1 fyrir dæmi um hvernig bygging efri öndunarvegs

getur aukið líkur á kæfisvefni.

Efri öndunarvegur einstaklinga sem greindir eru með kæfisvefn fellur ekki saman á daginn en það

bendir til að líffærafræðilegir þættir (e. anatomical factors) geti ekki verið þeir einu sem skipta máli.9

Margar vísbendingar eru um þátt taugakerfisins í að viðhalda opnun koks.3 Eitt dæmi er rannsókn

Gozal og Burnside, 2004, hún leiddi í ljós að vöðvaspenna kokvöðva barna sem greinast með OSAS

er hærri en viðmiðunarhóps á meðan þau eru vakandi.19 Annað dæmi sem sýnir mikilvægi

taugakerfisins í kæfisvefni eru rannsóknir sem skoðað hafa áhrif áfengisneyslu á kæfisvefn. Inntaka

áfengis fyrir svefn eykur líkur á kæfisvefns atburði og eykur einnig alvarleika meðfylgjandi súrefnisfalls.

Alkóhólið veldur því að taugakerfið minnkar boð til vöðva efri öndunarvegs, þannig minnkar

vöðvaspenna kokvöðva og þá aukast líkur á samfalli koksins.4

Þegar kokið fellur saman eru viðbrögð líkamans örvaka, vöðvaspenna kokvöðva hækkar og þannig

opnast kokið aftur, mikilvægt er að þetta gerist hratt því að annars verður súrefnisfall sem hefur enn

verri áhrif en það eitt að vakna.3 Aflnemar (e. mechanoreceptors) og efnanemar (e. chemoreceptors)

segja líkamanum að eitthvað sé að þegar kæfisvefns atburður á sér stað. Viðbrögð líkamans við

kæfisvefns atburði í þeim börnum og fullorðnum sem greinst hafa með kæfisvefn eru marktækt

minnkuð, það virðist þurfa meiri truflun á loftskiptum og meiri öndunarerfðileika til að kæfisvefn valdi

örvöku þegar þessir einstaklingar eru í draumsvefni.20

Kæfisvefn er þess vegna breytilegur (e. dynamic) sjúkdómur þar sem samfall koks er orsökin og

ráðast líkur á samfalli að mestu af tveimur þáttum, uppbyggingu öndunarvegs og vöðvaspennu

kokvöðva. Fyrir alvarleika kæfisvefnsins skiptir einnig máli hversu skjót viðbrögð líkamans eru við

samfalli koksins.9

1.4.2 Orsakir kæfisvefns Allar orsakir kæfisvefns tengjast annaðhvort anatómísku eða taugaþáttum kæfisvefns. Helstu orsakir

kæfisvefns fullorðinna er offita og að vera karlkyns. Þá er bygging öndunarvegs mikilvægur þáttur

ásamt aldri einstaklings, að vera yfir fertugt er einn áhættuþáttur kæfisvefns.3

Á kynþroskaskeiði lengist kokið meira í körlum en konum, barkakýlið færist lengra niður. Þessi

kynbundni munur kæfisvefns sést því ekki hjá börnum áður en kynþroska lýkur. Þar sem ummál

Page 13: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

10

koksins er minna í börnum eru of stórir háls- og nefkirtlar ein helsta orsök kæfisvefns barna en er

óalgeng orsök kæfisvefns hjá fullorðnum. Þar sem offita hefur verið að aukast síðustu áratugi, hefur

algengi hennar sem orsakavalds breyst úr því að vera sjaldgæf orsök í að vera ein algengasta orsök

kæfisvefns hjá börnum. Offita og AH eru algengustu orsakir kæfisvefns barna í dag6, 14 en mest

rannsakaða orsök kæfisvefns barna er AH.9 Í dag er verið að skipta út hinni dæmigerðu mynd af barni

með kæfisvefn, grannt með AH, yfir í börn sem eru of þung eða of feit.21

1.5 Þáttur offitu í meingerð kæfisvefns

Mynd 2. Hvernig offita veldur kæfisvefni og hvaða aðrir þættir geta spilað inn í, þýtt og staðfært frá

Tan et al., 2013.8

Það eru margir þættir sem talið er að leiði til hærra algengis kæfisvefns í of feitum börnum en hinum

sem eru í kjörþyngd. Fituvefur í kringum efri öndunarveg þrengir að holi koksins og eykur þannig líkur

á samfalli koksins. Fitusöfnun í kvið eykur þrýsting í kviðarholi sem gerir það að verkum að þindin þarf

að ýta gegn meiri þrýstingi.9 Þar sem drifkraftur öndunar (e. ventilatory drive) er almennt minni í svefni

og kviðöndun er mikilvæg í hvíld þá er kviðfita einn áhrifaþáttur í kæfisvefni of feitra barna.15 Fita utan

um brjóstvegg minnkar eftirgefanleika (e. compliance) lungna þannig að öndunarerfiði verður meira.15

Einnig eru vísbendingar um að frávik séu í stjórnun á viðhaldi á opnun efri öndunarvegs of feitra barna

og þannig sé það ekki einungis gegnum líffærafræðilega þætti sem offitan er að auka líkur á

kæfisvefni.8

Page 14: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

11

1.6 Hvernig samfall koks veldur slæmum afleiðingum Samfall koksins veldur ýmsum afleiðingum en það eru að mestu tveir þættir sem eiga þátt í meingerð

sjúkdómsins. Annar meginþátturinn er brotakenndur svefn vegna örvaka en hinn er súrefnisfallið sem

fylgir því að loftskipti lungna truflast eftir samfall koksins. Báðir þessir þættir eru taldir valda breytingum

á stjórn hjarta- og æðakerfisins og virkja drifkerfis (e. sympathetic) hluta ósjálfráða taugakerfisins (sjá

mynd 3). Aðrir þættir eru taldir skipta máli, til dæmis að hindrun loftflæðis í efri öndunarvegi veldur

miklum breytingum í innanþrýstingi brjóstkassa (e. intrathoracic fluxes) og það ásamt endurteknum

skilaboðum frá heila um að vakna (örvökur) hvetur til endurtekinnar vikjunnar sympatíska kerfisins í

svefni.21

Mynd 3. Skematísk mynd sem sýnir áhrif kæfisvefns hjá börnum, þýtt og staðfært frá Muzumdar og

Arens, 2013.15

Page 15: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

12

1.7 Einkenni og klínísk teikn kæfisvefns Tafla 1. Helstu einkenni kæfisvefns hjá börnum, aðlagað frá Marcus et al., 2012.22

*Lýsir sér mismunandi í börnum og fullorðnum. **Fjallað um í afleiðingakafla.

Einkenni kæfisvefns eru mörg og að hluta til önnur hjá börnum en fullorðnum. Dagsyfja og hrotur eru

helstu kvartanir sjúklinga sem hafa kæfisvefn. Hrotur eru einkennismerki kæfisvefns í fullorðnum og

eru einnig mikilvægt einkenni í börnum en flestir sem hrjóta eru þó ekki með kæfisvefn.9 Nýlegar

rannsóknir benda til þess að samband sé á milli hrota án kæfisvefns hjá börnum og minni vitmunalegs

þroska (e. neurocognitive deficits).9, 23 Þrátt fyrir að þessu hafi verið lýst er almennt ekki talið í dag að

að hrotur séu sjúkdómur. Oftast er miðað við hrotur ≥3 nætur á viku þegar verið er að skoða hvort

hrotur geti aukið líkur á kæfisvefni.6, 9, 22 Dagsyfja, ásamt hrotum, er best þekkta einkenni kæfisvefns í

fullorðnum22 en í börnum er vel þekkt að kæfisvefn getur lýst sér í ofvirkni og athyglisbresti í stað

dagsyfju.24 Öll merki um erfiði við öndun í svefni; að taka andköf og að hætta að anda í smá stund eru

talin vera vandgreind vegna þess að mörg börn sofa ein í herbergi. Þegar vitað er að þessi einkenni

eru til staðar hafa þau sýnt mesta fylgni við kæfisvefn.22 Að pissa undir í svefni er eitt merki kæfisvefns

en algengi þess minnkar verulega með hækkandi aldri barna og lýsir einkennið sér hjá eldri börnum í

tíðum klósettferðum á næturna.22, 24, 25 Nætursviti er þekkt einkenni í fullorðnum og börnum.26, 27 Börn

breyta oft um svefnsstöðu til að minnka líkur á kæfisvefns atburði. Sofa þá í sitjandi stöðu eða opna

fyrir öndunarveginn með því að reigja höfuðið aftur og lengja hálsinn.22

Tafla 2. Helstu teikn sem hægt er að finna við klíníska skoðun, þýtt frá Marcus et al., 2012.22

*Sjá í afleiðingakafla.

Allt sem truflar eða lokar fyrir flæði efri öndunarvegar getur verið áhrifaþáttur í þróun kæfisvefns hjá

einstaklingi. Klínísku teiknin varða því oftast að skoða efri öndunarveg og sjá hvort að eitthvað sé

þarna sem geti valdið truflun á loftflæði um öndunarveginn.22 Vanþrif (e. failure to thrive) var eitt

algengasta klíníska teikn kæfisvefns barna.9 Það er einkenni sem er næstum einungis til staðar í

Einkenni í svefni Einkenni í vöku

Hrotur, ≥3 nætur á viku Dagsyfja*

Erfiðar við öndun á meðan sofandi ADHD lík einkenni*

Tíð næturþvaglát (e. sleep enuresis) Námserfðileikar* **

Nætursviti Hausverkur þegar vakna

Sefur í sitjandi stöðu eða með hökuna upp

Helstu teikn sem sjást við klíníska skoðun

Ofvöxtur háls- og nefkirtla Vanþrif (e. failure to thrive)

Lítil haka (e. micrognathia) Offita

Hár gómur (e. high-arched palate) Háþrýstingur*

Page 16: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

13

börnum undir fimm ára og hefur algengi þessa einkennis minnkað verulega vegna góðs eftirlits á

ungabörnum.28 Offita er einnig eitt af teiknum kæfisvefns.24, 29

1.8 Afleiðingar kæfisvefns Sjá má á mynd 3 að helstu afleiðingar kæfisvefns hjá börnum eru í gegnum áhrif á hjarta- og

æðakerfið annars vegar og taugakerfið hins vegar. Einnig hafa fundist tengsl kæfisvefns og ákveðinna

efnaskiptasjúkdóma (insúlín ónæmi, sykursýki 2 og fitulifur).

1.8.1 Afleiðingar kæfisvefns á hjarta- og æðakerfi Alvarlegasta afleiðing kæfisvefns er lungnaháþrýstingur en hann getur einungis þróast hjá

einstaklingum með alvarlegan kæfisvefn.8 Margar rannsóknir hafa skoðað áhættu á hjarta- og

æðasjúkdómum hjá fullorðnum með kæfisvefn. Endapunktarnir eru þá m.a. hjarta- og æðakerfis

tengdur atburður (e. cardiovascular event) og dauði af öllum orsökum. Kendzerska et al. er dæmi um

yfirlitsgrein sem tók nokkrar svona rannsóknir saman og þar kom skýrt í ljós að tengsl eru á milli

kæfisvefns og hjarta- og æðakerfis tengdra atburða og á milli kæfisvefns og dauða af öllum orsökum.30

Í börnum hafa rannsóknir einblínt á að rannsaka hvort að barn greint með kæfisvefn hafi einhver

frávik í blóðgildum eða einhver önnur teikn sem vitað er að valdi aukinni áhættu á hjarta- og

æðasjúkdómum. Ýmis gildi í blóði, sem tengjast bólgu og virkjun æðaþelsins, eru almennt hærri hjá

börnum með kæfisvefn, CRP (C-reactive protein) þar mest rannsakað. Sýnt hefur verið fram á að CRP

er almennt hærra eftir því sem kæfisvefninn er alvarlegri og að CRP lækkar eftir viðeigandi meðferð

kæfisvefns.8 Sýnt hefur verið fram á að börn greind með kæfisvefn hafi aukna áhættu á að þróa með

sér háþrýsting31 og endurmótun vinstri slegils sem barn.32 Síðan hefur verið sýnt fram á tengsl

kæfisvefns barna við truflun á starfsemi æðaþels8, 33 en það er fyrsta skrefið í myndun æðakölkunar. 34

1.8.2 Áhrif kæfisvefns á taugakerfi og atferli Talið er að kæfisvefn barna hafi áhrif á þroska taugakerfisins og af því stafi tauga- og atferlis

afleiðingar og einkenni.9 Fyrsta greinin til að sýna fram á tengsl kæfisvefns við verri námsárangur var

Gozal et al., 1998. Í henni var skimað fyrir kæfisvefni hjá þeim hópi barna sem voru í lægstu 10%

einkunnaskalans og fannst þá að algengi kæfisvefns í þeim hópi var mun hærra en í almennu þýði.

Síðan fékk hluti meðferð, sem samanstóð að mestu leyti af háls- og nefkirtlatöku, og ári seinna kom í

ljós að einkunn meðferðarhóps hafði hækkað marktækt miðað við þá sem fengu enga meðferð.35 Í

kjölfarið hafa margar rannsóknir komist að sömu niðurstöðu og tengsl kæfisvefns barna við lakan

námsárangur staðfest.8 AAP (American Academy of Pediatrics) tók saman 61 grein þar sem

rannsökuð voru tengsl kæfisvefns við tauga-og atferlis einkenni og afleiðingar. Ofvirkni,

einbeitingaskortur, dagsyfja og óvenjuleg félagsleg hegðun voru algengustu einkennin sem fundust í

tengslum við kæfisvefn en mörg önnur voru líka til staðar.22 Greindarskerðingin (e. cognitive deficits)

sem kemur í kjölfar kæfisvefnsins og kemur fram í þessum einkennum er líklega að einhverju leyti

afturkræf en það er ekki vitað hversu mikið. Í flestum tilfellum virðist vera að athygli, hegðun og

félagsleg samskipti batni við meðhöndlun kæfisvefnsins.6 Þetta þarf klárlega að rannsaka betur og

komast að því hversu afturkræfar tauga-og atferlis afleiðingarnar eru en nú er almennt álitið að því fyrr

sem meðferð er hafin því betra.6, 8, 9

Page 17: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

14

1.8.3 Tengsl kæfisvefns og efnaskiptasjúkdóma Fundist hafa tengsl kæfisvefns við ýmsa efnaskiptasjúkdóma, kæfisvefn fullorðinna eykur áhættu á

sykursýki týpu 2 og fitulifur (e. non-alcoholic fatty liver), óháð offitu. Niðurstöður þeirra rannsókna sem

gerðar hafa verið á börnum eru misvísandi og ekki er alveg ljóst hversu mikið hlutverk kæfisvefn spilar

í fráviki blóðgilda hjá börnum.6 Ef offita er einnig til staðar þá er víst að tengsl eru á milli insúlín

ónæmis, hækkaðra lifrarensíma og hækkaðra blóðfita umfram of feit börn án kæfisvefns.9 Nýlega var

sýnt á samband milli lifrarskemmda og alvarleika kæfisvefns í of feitum unglingum.36 Sambandið á milli

kæfisvefns og efnaskiptasjúkdóma í börnum þarf að rannsaka mun betur.

1.8.4 Samspil kæfisvefns og offitu Offita hefur einnig alvarlegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni, best þekktar eru afleiðingar á hjarta-og

æðasjúkdóma og þá í gegnum svipaða þætti og kæfisvefn virkjar (sjá mynd 3). Talið er að ef

kæfisvefn er til staðar magni hann þessar afleiðingar offitu. Þetta hefur mikið verið skoðað í fullorðnum

en einnig hafa nýlega komið fram rannsóknir um þetta samspil offitu og kæfisvefns í börnum. Vitað er

að offita veldur krónísku lággráðu systemísku bólguástandi, bæði í börnum og fullorðnum og er það

ein helsta leið offitu til að valda auknum líkum á hjarta-og æðasjúkdómum.37 Hér fyrir neðan eru dæmi

um rannsóknir sem hafa sýnt fram á að kæfisvefn veldur einnig lággráðu systemísku bólguástandi,

bæði í fullorðnum og börnum.

Ein rannsókn hjá fullorðnum einstaklingum fann marktækt hækkað magn NO í útöndunarlofti

einstaklinga með kæfisvefn miðað við þýði sem hafði ekki kæfisvefn.38 Ýmis gildi í blóði, sem tengjast

bólgu, eru almennt hærri hjá börnum með kæfisvefn.8 Rannsóknir í börnum hafa sýnt að hálskirtlar

sem teknir hafa verið vegna kæfisvefns hafa meiri frumuskiptingu (e. proliferation) bólgufrumna og

meira af bólguþáttum (t.d. IL-6, TNF-α, IL-1α) miðað við kirtla tekna vegna endurtekinnar hálsbólgu.39

Vegna þessara þátta sem nefndir eru hér að ofan og fleiri21 er talið að of feitur einstaklingur, barn

eða fullorðinn, með kæfisvefn er verr settur hvað varðar afleiðingar hjarta-og æðakerfis miðað við

einstakling sem einungis hefur kæfisvefn eða er einungis of feitur.9

1.9 Helstu meðferðir við kæfisvefni barna

1.9.1 Síblástur Síblásturstæki (e. continuous positive airway pressure - CPAP) er fyrsta meðferðarúrræði fyrir

fullorðna með kæfisvefn á meðalháu eða háu stigi.40 Síblástur er oftast notaður í yngri börnum þegar

háls- og nefkirtlataka (e. adenotonsillectomy – AT) hefur ekki gefið nóg góða raun.6 Vegna þess að

virkni AT sem meðferð kæfisvefns lækkar með aldri og að helsta orsök kæfisvefns í unglingum er talin

vera offita hefur CPAP orðið ein helsta meðferð kæfisvefns unglinga.41

Þegar CPAP er notað sem meðferðarúrræði er lofti blásið í öndunarveg alla nóttina og helst þá

loftþrýstingur öndunarvegsins yfir ákveðnu lágmarksgildi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir samfall

koksins. CPAP virkar næstum alltaf ef meðferðarheldni einstaklings er góð en það er einmitt stóra

vandamálið. Mörgum finnst erfitt að sofa með svona tæki.42, 43 Margar mismunandi gerðir af grímum

eru til, sumar yfir munn og nef á meðan aðrar fara einungis í nefið. Stundum þarf að prófa margar

grímur áður en þægilegasta gríman fyrir einstaklinginn finnst.40

Page 18: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

15

1.9.2 Þyngdartap Þyngdartap er góð meðferð ef helsta orsök kæfisvefnsins er offita. Annað gott við þyngdartap sem

meðferð er að hægt er að beita henni samhliða öðrum meðferðum.44, 45

Flestar rannsóknir varðandi kæfisvefn og þyngdartap hafa rannsakað fullorðna45 en til eru

rannsóknir í unglingum sem sýna svipaðar niðurstöður, að ef of feitur unglingur með kæfisvefn léttist

þá minnkar alvarleiki kæfisvefnsins.44 Í einni rannsókn var framkvæmd magaminnkun (e. bariatric

surgery) á mjög of feita (e. extremely obese) unglinga með kæfisvefn. Alvarleiki kæfisvefns í úrtakinu

minnkaði markvert. Meðalfjöldi kæfisvefns atburða fór frá 9,10 niður í 0,65 nokkrum mánuðum síðar.46

Þetta sýnir að þyngdartap getur haft jákvæð áhrif á kæfisvefn í unglingum rétt eins og fullorðnum.

1.9.3 Háls- og nefkirtlataka og aðrar skurðaðgerðir Algengi AH í börnum nær hámarki á aldrinum 2-8 ára.8, 21 Fyrsta meðferðarúrræði fyrir kæfisvefn hjá

yngri börnum er AT. Börn hafa minni öndunarveg en fullorðnir og því skiptir stærð háls- og nefkirtla

mun minna máli í meingerð kæfisvefns fullorðinna.47 AT var talin góð meðferð, lækna næstum öll yngri

börn með kæfisvefn.48 Brietzke et al. gerðu stóra meta-analýsu til að rannsaka hversu mörg börn

greind með kæfisvefn læknast (skilgreint sem AHI<1) eftir AT ef þau hafa einungis ofvöxt háls- og

nefkirtla sem áhættuþátt. Meðalaldurinn í rannsókninni var 6,5 ár. Niðurstaðan var sú að 66,3%

læknuðust eftir AT. Þótt AT lækni einungis 66% bötnuðu lífsgæði næstum allra þátttakenda í þeim

rannsóknum sem tilteknar voru í meta-analýsunni.48 Sýnt hefur verið fram á að AT læknar færri eftir

því sem barnið er eldra og ef kæfisvefninn er af annarri orsök, t.d. offitu49, astma, erfða svo sem

Downs heilkenni o.fl.6 AT er því skilvirk meðferð ef barn hefur AH sem helstu orsök kæfisvefns og er

ekki of gamalt. Þó er AT ekki jafn góð meðferð og áður var haldið fram.50

Algengustu fylgikvillar AT eru öndunartengdir og koma strax fram. Þeir valda því að börn eru lengur

að jafna sig og þurfa jafnvel að leggjast inn á spítalann á ný í að minnsta kosti einn dag.51 Ef barn er of

feitt, með astma eða eitthvað heilkenni þá aukast líkurnar á fylgikvillum.6 Einnig er hægt að taka

einungis hálskirtla (e. tonsillectomy) eða einungis nefkirtla (e. adenoidectomy), þær aðgerðir eru ekki

jafn mikið rannsakaðar og AT.6

Margar aðrar skurðaðgerðir eru til en þær eru hugsaðar fyrir kæfisvefn vegna sjaldgæfari orsaka og

fáar rannsóknir standa á bak við þær meðferðir.52 Ef allt annað hefur brugðist er notað neyðarúrræðið,

sett inn barkatúba (e. tracheotomy), það læknar kæfisvefninn en fylgikvillar geta verið alvarlegir.52

1.9.4 Aðrar meðferðir Þar sem AT eða CPAP eru ekki taldir vænlegir kostir í meðferð og kæfisvefninn er vægur, er möguleiki

að nota innöndunarstera eða leukotriene lyf t.d. montelukast saman.6, 53 Verkun lyfjanna er almennt

minni ef barnið er of feitt eða eldra en sjö ára.53

Það getur gerst að kæfisvefninn sé verri í ákveðinni svefnstöðu, að flestir kæfisvefns atburðir eigi

sér stað í ákveðinni svefnstöðu. Ef sú niðurstaða kemur úr svefnmælitækinu þá er möguleiki að beita

svefnstöðumeðferð samhliða öðrum meðferðum. Þá væri til dæmis hægt að sofa með sérstakan

kodda sem þröngvar sjúklinginn í að sofa á hliðinni. Þessi meðferð hefur ekki verið mikið rannsökuð

Page 19: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

16

hjá börnum.54 Rannsóknir benda til að almennt er kæfisvefn of feitra barna meiri ef barn sefur á bakinu

en það er talið vera mjög einstaklingsbundið hversu mikill sá munur er.14

Dæmi um nýja meðferð sem hefur verið lítið rannsökuð, eru lítlir tappar sem festast í nösunum og

er hugsaður fyrir þá sem þola ekki CPAP. Þegar andað er út þá halda tapparnir lágmarksþrýstingi í

öndunarverginum með því að búa til viðnám gegn loftflæðinu. Ein rannsókn hefur verið gerð á

unglingum. Úrtakið var 14 unglingar, 8 þoldu þetta og bötnuðu lífsgæði þeirra mikið, samkvæmt

spurningalista.55 Rannsóknir í fullorðnum benda til þess að virkni meðferðarinnar sé marktækt minni

en þegar beitt er CPAP meðferðinni en að meðferðarheldni sé marktækt hærri.56

1.10 BMI-SDS Líkamsþyngdarstuðull (body mass index - BMI) er skilgreindur sem hlutfall þyngdar og hæðar í öðru

veldi; kg/m2 og er helsti stuðullinn sem notaður er til að meta hvort að einstaklingur sé í yfirvigt2. Í

börnum breytist BMI með tilliti til aldurs og kyns, 5 ára strákur með BMI 20 kg/m2 vigtast of feitur en 15

ára strákur með BMI 20 kg/m2 er um meðaltal síns aldurshóps í þyngd. Vegna þessara vankanta er

notast við BMI-SDS (standard deviation score), sem leiðréttir BMI miðað við aldur og kyn. Við gerð

BMI-SDS var miðað við hæðar- og þyngdarmælingar í stóru almennu þýði sænskra barna.57, 58 Offita á

Íslandi er skilgreind sem BMI-SDS yfir 2,5.12

1.11 Spurningalisti Notast var við þýdda útgáfu spurningalistans Children’s Sleep habits Questionnaire (CSHQ). Sjá má

spurningalistann í heild sinni í viðauka 5. Listinn er hannaður til að meta svefnvenjur barna á aldrinum

4-10 ára. CSHQ tekur til allra helstu svefnraskanir barna á þessum aldri en í þessari rannsókn er verið

að skoða ákveðna gerð svefnraskana. Hærri útkoma á listanum bendir til verri svefnvenja. Ef skorað

er 41 eða hærra á CSHQ bendir það til þess að barnið sé yfir klínískum viðmiðunarmörkum (e. cut-off

point) samkvæmt úrtaki Judith Owens et al.59

Listinn var þýddur yfir á íslensku af Sigrúnu Þorsteinsdóttur og hefur verið notaður á Íslandi í BS

rannsókninni Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD. Í þeirri rannsókn var heildarmeðaltal úr CSHQ

fyrir allan hópinn 48,76 stig og staðalfrávik 8,78 og fengu þeir með ADHD marktækt hærri útkomu úr

spurningalista en viðmiðunarhópur.60

Tafla 3. CSHQ spurningarnar eru í heild 33 og skiptast niður í 8 flokka.59 *Tvær spurningar í þessum

flokkum eru þær sömu og einungis önnur af þeim telst með í heildarútkomu.

Flokkur Fjöldi

spurninga

Flokkur Fjöldi

spurninga

Háttatími* 6 Næturvöknun 3

Að falla í svefn 1 Sértækar svefnraskanir 7

Svefnlengd 3 Öndunarerfðileikar í svefni 3

Svefnkvíði* 3 Dagsyfja 8

Page 20: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

17

Markovich et al. er rannsókn sem kom út 2015. Þar reyna rannsakendur að staðla CSHQ við

svefnmælingu. Helsta niðurstaðan var sú að næmi reyndist lág en sértæki há, þannig að ef barn

skorar hátt á listanum þá er það líklegra til að vera með kæfisvefn en ef það skorar lágt á listanum

útilokar það ekki kæfisvefn. Hér var aldursbil þátttakenda í rannsókninni 6-12 ára. Niðurstaða

Markovich et al. var sú að ekki væri sniðugt að nota CSHQ sem eina skimunartólið þegar skimað væri

fyrir svefnvandamálum hjá börnum.61

1.12 Greining kæfisvefns Amecican Academy of Pediadiatrics (AAP) tók saman nokkrar sambærilegar rannsóknir og mátu að

jákvætt forspárgildi (e. positive predictive value) góðrar sögutöku væri 65% og jákvætt forspárgildi

klínískrar skoðunnar væru 46%. Leyfilegt er að nota þessar klínísku aðferðir til að skima fyrir

kæfisvefni en neikvæðar niðurstöður útiloka ekki kæfisvefn.6 Með þessum aðferðum er einnig erfitt að

meta alvarleika kæfisvefnsins8 og því er til greiningar talið best að notast við svefnmælingar.6

1.12.1 Polysomnography Hinn gullni staðall svefnmælinga er að framkvæma polysomnographiu (PSG) á rannsóknarstofu. Þá er

rás fyrir heilalínurit (e. electroencephalography - EEG), augnrit (e. electrooculography - EOG),

vöðvarafrit (e. electromyography - EMG), tveggja leiðslu hjartalínurit (e. electrocardiography - ECG)

ásamt því að mæla hlutfall koltvíoxíðs í útöndunarlofti (e. end-tidal capnography) og öndunartengda

þætti.29 Mælingarnar eru framkvæmdar á rannsóknarstofu og því oft með hljóð- og myndupptöku alla

nóttina.6

1.12.2 Svefnmælitæki Svefnmælitæki eru flokkuð í fjóra flokka eftir því hvaða þætti þau mæla. Tæki af flokk 1, þá notast við

PSG mælingu sem framkvæmd er á rannsóknarstofu og inniheldur hljóð-og myndbandsupptöku.

Flokkur 2 mælir alla öndunarþætti ásamt örvökum en notar færri rásir, jafnvel bara eina rás, til að

greina örvökur. Flokkur 3 hefur allt sem þarf til að greina kæfisvefns atburði en ekki örvökur. Þau tæki

hafa að minnsta kosti tvær rásir til að mæla öndunartengda þætti, t.d. belti til að mæla hreyfingar kviðs

og slöngu til að mæla flæði lofts. Flokkur 4 eru öll önnur tæki sem uppfylla ekki skilyrði þess að vera í

flokki 3.62

Tækið sem notast verður við í þessari rannsókn uppfyllir skilyrði flokks 3 en tekur einnig upp hrotur,

metur svefnstöðu og mælir ef hreyfing er á viðkomandi. Svefnmæling með svona tæki kallast

respiratory polygraphy (RP)63 og í þessari rannsókn verða mælingarnar framkvæmdar heima hjá

viðkomandi þátttakanda þannig að mælingin er flokkuð sem home respiratory polygraphy (HRP) eða

mæling gerð í heimahúsi með tæki af flokki 3.64

1.12.3 Samanburður PSG og HRP mælinga Helsta vandamál PSG mælinga eru fyrstu nætur áhrif (e. first night effect), þ.e. sjúklingur sefur ekki

eins og venjulega nótt vegna mælitækisins og óþæginda við að sofa á rannsóknarstofu.6 Helsta

vandamál HRP mælinga er að tæki af flokki 3 mælir heildarupptöktutíma en ekki heildarsvefntíma (e.

total sleeping time - TST) vegna þess að ekki er vitað nákvæmlega hvenær einstaklingur er sofandi

Page 21: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

18

með tæki í flokki 3. Ef einstaklingur vaknar um nóttina þá telst það með í heildarupptökutíma. Því er

heildarupptökutími líklegri til að vera að meðaltali lengri en TST. Í útreikninga á öllum vísum

kæfisvefns er notast við TST. Taldir eru meðalfjöldi atburða á klukkustund sem hlutfall af TST. Vísar

kæfisvefns geta þá verið vanmetnir en þeir eru notaðir til þess að meta alvarleika kæfisvefns.29, 62

Ódýrara er að framkvæma HRP mælingar, einnig er það minna inngrip í lífsjúklins og því er sú leið oft

valin í daglegri vinnu með sjúklinga.29

1.12.4 Greiningarskilmerki kæfisvefns American academy of sleep medicine (AASM) gaf út árið 2007 reglur varðandi skilmerki kæfisvefns úr

svefnmælingum.65 Rannsóknir sem birtar hafa verið á seinustu árum notast við þessar reglur, m.a.

AAP notast við reglur AASM.6 Reglurnar voru endurmetnar árið 2012 og þeim breytt að hluta til.

Kæfisvefns atburðum er skipt í þrennt og síðan eru um tvær mismunandi skilgreiningar að ræða eftir

því hvort að um sé að ræða barn eða fullorðinn einstakling. Öndunartíðni barna er hærri. Því var

skilgreint að lengd atburðar þarf að vera amk 10 sekúndur í fullorðnum en miðað er við amk tvo

andrardrætti í börnum.66

Tafla 4. Skilgreiningar á kæfisvefns atburðum samkvæmt AASM reglum gefnar út 200766 og 201267.

amk = að minnsta kosti. Barnaskilgreiningin er sú sama nema miðað er við amk tvo

andardrætti ekki 10 sekúndur.

Öndurnarhléum er síðan skipt í undirhópa. Teppu (e. obstructive), miðlæg (e. central) eða blönduð

(e. mixed) öndurnarhlé. Ef atburðurinn fellur undir öndunarhlé en engin hreyfing er á brjóstkassa og

kvið á sama tíma (ummerki öndunarhreyfinga) er það flokkað sem miðlægt öndurnarhlé. Ef hreyfing er

á brjóstkassa og kvið þá eru öndunarhléin flokkuð sem teppu öndurnarhlé. Ef engin ummerki

öndunarhreyfinga eru þar til í enda atburðar er atburðurinn flokkaður sem blandað öndurnarhlé.67

Vanöndunar atburðum er líka hægt að skipta í teppu, miðlæga og blandaða undirhópa, sömu

skilgreiningar eru notaðar og fyrir öndunarhlé3 en samkvæmt AASM er það valkvætt og oftast ekki

gert.67 Úr þessum skilgreiningum er hægt að reikna vísa (e. indices), sem áætla alvarleika

kæfisvefnsins með því að lýsa hversu oft kæfisvefns atburðir gerast á hverja klukkustund svefns.

Kæfisvefns atburðir Fullorðinsskilgreining

Öndunarhlé (e. apnea) Flæði lofts minnkar um ≥90%, varir í amk 10 sekúndur og amk

≥3% fall í súrefnismettun í kjölfarið.

Vanöndun (e. hypopnea) Flæði lofts minnkar um ≥30%, varir í amk 10 sekúndur og ≥3%

fall í súrefnismettun eða örvaka í kjölfarið.

Öndunarerfiði tengt örvöknun (e.

respiratory effort related arousal -

RERA)

Merkið um aukið öndunarerfiði eða hrotur, varir í amk 10

sekúndur og veldur örvöku en nær ekki að uppfylla kröfur

öndunarhlés eða vanöndunar.

Page 22: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

19

Tafla 5. Helstu vísar sem notaðir eru við greiningu kæfisvefns.23, 67-69 Fyrstu fimm vísarnir telja

meðalfjölda atburða á hverja klukkustund svefns.

Heiti vísa Þeir atburðir sem vísir telur

Respiratory disturbance index (RDI) Öll vanöndun, RERA og öndunarhlé.

Obstructive RDI (ORDI) Öll Vanöndun, teppu RERA og öndunarhlé.

Apnea-hypopnea index (AHI) Öll vanöndun og öndunarhlé.

Obstructive AHI (OAHI) Öll vanöndun, teppu og blönduð öndunarhlé.

ODI (e. oxygen desaturation index) Súrefnisföll ≥3% ef barna skilmerki67 en súrefnisföll ≥4%

ef fullorðins skilmerki.70-72

Meðal súrefnismettun (e. average SpO2) Meðal súrefnismettun allan svefntímann.

SpO2 < 90% Prósenta af svefntíma undir 90% súrefnismettun.

AHI og RDI eru vísar sem flestir vilja nota því að þeir telja alla þá atburði sem hafa áhrif á gæði

svefns.62 RDI hefur aðeins víðari skilgreiningu, inniheldur AHI og allar örvökur sem ná ekki

skilgreiningu öndunarhlés eða vanöndunar (sjá töflu 5). AHI er sá vísir sem flestir líta á varðandi

kæfisvefn. Viðmiðunargildin fyrir kæfisvefn fullorðinna eru vel skilgreind og eru notuð sömu viðmiðin

notuð alls staðar (sjá töflu 6). Ef fullorðinn einstaklingur hefur AHI >5 og einkenni kæfisvefns eða ef

AHI >15 óháð einkennum þá er hann greindur með kæfisvefn.40, 73

Börn hafa annað svefnmynstur en fullorðnir, fleiri miðlæg öndunarhlé en færri teppu. Þegar rætt er

um börn er ekki samhljómur um hvert viðmiðunargildi kæfisvefns eigi að vera23 og líklega ætti

viðmiðunargildið að breytast eftir aldri barns.74 AHI lækkar fram að kynþroskaaldri ef skoðað er þýði

barna sem ekki hafa aukna áhættu né einkenni kæfisvefns.74, 75

Tafla 6. AHI viðmiðunargildi kæfisvefns. Viðmiðunargildi fullorðinna fengin frá Park et al.,201140 en

barna viðmiðunargildi fengin frá Muzumdar og Arens, 2008.23

AHI ≥1 sem viðmið fyrir kæfisvefn barns er það sem flestir eru sammála um að nota.6, 23, 50, 76-78 Oft er

einnig notast við önnur AHI viðmið, t.d. ≥1,56 eða AHI ≥2.77, 79 Þá telst 1≤ AHI <5 vægur kæfisvefn, 5≤

AHI <10 meðalmikill kæfisvefn og ≥10 AHI mikill kæfisvefn.23 Viðmiðunargildi barna og fullorðinna eru

byggð á rannsóknum í almennu þýði barna og fullorðinna. Það er mun algengara fyrir heilbrigðan

fullorðinn einstakling að fá marga kæfisvefns atburði yfir eina nótt heldur en fyrir barn.23, 74

Viðmiðunargildi fullorðinna Viðmiðunargildi barna

Vægur kæfisvefn 5-10 1-5

Meðalmikill kæfisvefn 10-30 5-10

Mikill kæfisvefn >30 >10

Page 23: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

20

1.12.5 Vísar súrefnismettunar Þar sem kæfisvefn hefur einnig áhrif á súrefnismettunina er hún skoðuð til að geta metið betur

alvarleika kæfisvefns, margir vísar eru til sem meta hana. Dæmi um tvo vísa eru SpO2<90% og ODI,

sjá töflu 6 varðandi skilgreiningar á þeim. ODI hefur svipaðan skala viðmiðunar og AHI, viðmið

kæfisvefns er ≥1 hjá börnum80 og ≥5 hjá fullorðnum71 en ODI er ekki jafn mikið notaður vísir og AHI. Ef

mettun í svefni fer eitthvað undir 90% í börnum er það talið óeðlilegt, jafnvel er miðað við hærra gildi

en 90% í börnum76. Mettun í svefni er almennt lægri hjá þeim sem eru í yfirvigt eða of feitir miðað við

almennt þýði barna, óháð kæfisvefni.81

1.12.6 Munur á notkun barna eða fullorðins kæfisvefns atburða Ef skoðað er töflu 4 og 5 má sá að gildi vísa hljóta að vera mismunandi eftir því hvort notað er barna

eða fullorðins skilgreiningar á kæfisvefns atburðum. Hér eftir verður talað um skilgreiningar kæfisvefns

atburða sem skilmerki. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum AASM þá er leyfilegt að greina börn ≥13

ára eftir bæði barna og fullorðins skilmerkjum65 en það er vegna þess að ekki eru nægar rannsóknir

sem sýna hvort væri betra að nota.82

Handfylli rannsókna hafa skoðað hvor skilmerkin eigi að nota í unglingum. Hér eru tvær nefndar. Tapia

et al. skoðuðu hvort væri betra að nota í úrtaki barna sem hafa ekki einkenni og algengustu

áhættuþætti kæfisvefns. Marktækur munur var á milli skilmerkjanna (p = 0,048) en munurinn hafði ekki

klínískt gildi.82 Accardo et al. skoðuðu einnig muninn á barna og fullorðins skilmerkjum en úrtakið

þeirra innihélt marga einstaklinga með áhættuþætti fyrir kæfisvefn. Ekki var marktækur munur milli

barna og fullorðins skilmerkja í þeirri rannsókn.72

Tafla 7. Rannsóknir sem bera saman barna og fullorðins skilmerki í unglingum.

Rannsóknir Meðal OAHI og spönn

(fullorðins skilmerki)

Meðal OAHI og spönn

(barna skilmerki)

Fjöldi í

úrtaki

Aldursbil

þátttakenda

Tapia et al. 200882 0 (0-0,5) 0 (0-0,9) 32 13-18 ára

Accardo et al. 201072 1,4 (0-38,4) 1,7 (0-42,9) 101 13-18 ára

Það virðist ekki skipta miklu máli hvort notast er við barna eða fullorðins skilmerki (sjá töflu 7).

Munurinn á þessum skilmerkjum er að tímalengd kæfisvefns atburða með barnaskilmerkjum er

skilgreind sem tveir andardrættir en hjá fullorðnum sem 10 sekúndur (sjá töflu 4). Rökin fyrir þessu er

að börn anda hraðar. Tapia et al. komust ályktuðu að það væri ekki mikill munur milli skilmerkjanna

vegna þess að öndunartíðni unglinga er svipuð og fullorðinna.82 Það vantar fleiri rannsóknir þar sem

þessi tvö skilmerki eru borin saman.

1.12.7 Algengi kæfisvefns hjá of feitum börnum Algengi kæfisvefns hjá börnum er á reiki því að rannsóknir notast við mismunandi skilgreiningar,

viðmiðunargildi og svefnmælitæki. Algengi kæfisvefns fer eftir hvernig allt þetta er skilgreint. Hér er

dæmi um tvær rannsóknir sem fylgja nýjustu skilgreiningum AASM.67 Alonso-Álvarez et al, 2014

skoðuðu algengi kæfisvefns í úrtaki 248 of feitra barna með meðalaldurinn 10,8 ± 2,6. Kitamura et al.,

Page 24: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

21

2014 skoðuðu algengi kæfisvefns í úrtaki 170 barna úr sama skóla með meðalaldurinn 7.01 ± 0.69. Af

þeim börnum voru 6% of feit. Algengi kæfivefns var 21,5% - 46,6% samkvæmt Alonso-Álvarez13 og

2,9% - 9,4% samkvæmt Kitamura.77 Þetta eru nýjar rannsóknir, tiltölulega sambærilegar og sýna

hversu mikið meira algengið er í of feitum börnum. Einnig það að fleiri rannsókna er þörf til að fá

nákvæmara gildi, þá helst að samstaða náist við hvaða gildi draga eigi mörkin til skilgreiningar

kæfisvefns hjá börnum.13

1.13 Markmið rannsóknarinnar Markmið rannsóknarinnar var að skoða svefngæði og kæfisvefn í elsta hópi þeirra barna sem skráð

eru í Heilsuskóla Barnaspítalans. Kæfisvefn hefur ekki verið rannsakaður skipulega hjá of feitum

unglingum á Íslandi með notkun svefnmælitækis og þetta þýði hefur heldur ekki verið mikið rannsakað

erlendis með svefnmælingum. Tilgangur rannsóknarinnar var þríþættur. Fyrst hvort auðvelt sé að

mæla þennan hóp barna, þá hversu margar mælingar þarf að endurtaka og hvort hægt sé að fá

nothæfa svefnmælingu frá öllum þátttakendum. Í öðru lagi hvert algengi kæfisvefns í þessu úrtaki

barna er. Að lokum leitað að vísbendingum um hvort að hægt sé að skima fyrir kæfisvefni með notkun

spurningalista um svefnvenjur barna eða að getað skilgreint undirhópa sem eru í meiri áhættu að vera

með kæfsvefn út frá sjúkraskrá barnanna. Með því að skoða þessa þætti væri áhugavert að geta

svarað spurningunni hvort nauðsynlegt sé að taka upp skimun kæfisvefns í þessu þýði barna með

notkun svefnmælitækis, hvort sem er alla í þýðinu eða ákveðna undirhópa.

Page 25: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

22

2 Efniviður og aðferðir

2.1 Framkvæmd rannsóknar Rannsóknin var framskyggn þversniðsrannsókn. Sent var bréf til allra sem skráðir voru í meðferð hjá

Heilsuskóla Barnaspítalans og voru 12-18 ára í mars 2015, samtals 104 börn. Hópnum var lagskipt

eftir aldri, ákveðið var að hafa skiptipunktinn í 14,5 ára, miðgildi aldurs þýðisins.

Hópunum var slembiraðað og hringt í forráðamenn. Stefnt var að 15 börn fengjust í viðtal úr

hvorum hóp. Í viðtalinu var mæld hæð, þyngd, blóðþrýstingur, mittisummál og ummál upphandleggs

og þátttakendur fylltu út CSHQ spurningalistann. Þátttakendum var kennt á svefnmælitæki sem þeir

síðan sváfu með í eina nótt en fleiri ef mæling tókst ekki nægilega vel. Svefnmælitækinu var skilað

aftur á spítalann um morguninn daginn eftir. Gögnin voru stiguð af svefnmælifræðingi. Einnig var farið

í sjúkraskrár og bakgrunnsbreytur skoðaðar; fjöldi systkina, menntun og hjúskaparstaða foreldra.

Einnig var sjúkrasaga þátttakenda athuguð og skoðaðar breytur sem tengjast kæfisvefni. Ákveðið var

að skilgreina breytur sem flokkabreytur og hafa tvo flokka, já og nei. Sjá töflu 8 varðandi hvaða breytur

þetta voru.

Tafla 8. Hvernig breytur úr sjúkrasögu þátttakenda voru skilgreindar.

2.2 Svefnmæling Svefnmælitækið sem notast var við í þessari rannsókn er tæki úr flokki 3 og heitir „Nox T3, portable

respiratory sleep monitor”, framleitt af Nox Medical í Reykjavík. Tækið mælir flæði lofts í gegnum nefið,

hreyfingar belta sem fest eru um brjóstkassa og kvið, púls, súrefnismettun, hljóð, hreyfingu og stöðu.

Út frá þessu má meðal annars greina öndunarhlé og aðrar öndunartruflanir í svefni, hrotur, stöðu og

hreyfingar með hjálp forritsins Noxturnal 4,3. Í þessari rannsókn var notast við skilgreiningar

kæfisvefns atburða samkvæmt nýjustu klínískum leiðbeiningum AASM frá 201267 og skilgreiningar

vísa í töflu 1. Vanöndunum var ekki skipt í undirhópa, RDI og ODRI vísarnir voru ekki notaðir því

einungis er hægt að nota þá ef örvökur eru mældar. Niðurstöður svefnmælinga voru stigaðar bæði eftir

barna og fullorðins skilmerkjum.

2.3 Úrvinnsla BMI, aldur og kyn þátttakenda var sett í PC PAL SD Calculator 1,0,1,11 og reiknað út BMI-SDS.

Svefnmæligögnin voru metin með forritinu Noxturnal 4,3. Þau gögn voru síðan færð inn í excel og við

Breytur úr sjúkrasögu Skilyrði þess að uppfylla flokk

Með hegðunarvandamál Kvíði, þunglyndi, ofvirkni, athyglisbrestur eða miklir námserfðileikar

Með sjúkdóma í öndunarfærum

Krónískur rhinitis eða astmi

Með frávik í blóðprufum Hækkað insúlin, blóðfitur eða lifrarensím

Hefur látið taka háls- og/eða nefkirtla

Látið taka úr sér háls- og/eða nefkirtla

Page 26: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

23

tölfræðiúrvinnslu var notast við SPSS, útgáfu 22,0. Mest var notast við lýsandi tölfræði en T próf notuð

til að bera saman meðaltöl milli kynja og milli aldurshópanna tveggja. Einnig voru T próf notuð til að

rannsaka tengsl breyta úr sjúkrasögu við spurningalistann. Fylgnigreining (e. correlation analysis) var

notuð til að bera saman aldur þátttakenda og vísa úr svefnmælingu. Marktækni var miðuð við p<0,05.

2.4 Rannsóknarleyfi Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá Vísindasiðanefnd (tilvísunarnúmer: VSN-14-011), framkvæmdastjóra

lækninga og persónuvernd. Einnig skrifuðu allir þátttakendur undir upplýst samþykki. Sjá viðauka 1-4.

Page 27: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

24

3 Niðurstöður Af þeim sem boðið var í viðtal mættu 16 úr eldri hópnum og 8 neituðu, 14 úr yngri og 4 neituðu.

Samtals mættu því 30 börn í viðtal. Helsta ástæða neitunar var búseta utan höfuðborgarsvæðisins, hin

meginástæða neitunar var að barnið vildi ekki taka þátt þótt aðstandandi vildi það. Endurtaka þurfti 7

mælingar til að fá tæknilega heppnaða mælingu og helsta ástæða endurtekningar var að

loftflæðimælir datt af snemma nætur. Hjá 3 þátttakendum var ekki hægt að fá tæknilega heppnaða

mælingu og voru þær niðurstöður ekki notaðar við útreikninga. Ástæður þessara þriggja sem ekki var

hægt að mæla: Einum þátttakanda fannst óþægilegt að sofa með svefnmælitækið vegna

loftflæðimælis, annar þátttakandi svaf minna en tvo tíma í bæði skiptin sem reynt var að mæla og sá

þriðji reif alla mæla af sér í svefni í bæði skiptin sem reynt var að mæla. Allir þessir þrír einstaklingar

voru með einkenni sem féllu undir skilgreiningu breytunnar hegðunarvandamál. Allir sem mættu í

viðtalið svöruðu spurningalista og í viðtalinu náðist að taka allar mælingar á þátttakendum sem ætlunin

var að mæla.

Mynd 3. Framkvæmd rannsóknarinnar.

Page 28: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

25

Tafla 9. Upplýsingar um úrtak rannsóknarinnar og heildarútkomu spurningalista.

Breytur Meðatal ± staðalfrávik

Aldur 14,25 ± 1,69

Kyn

Stelpur, % (N) 56,7 (17)

Strákar, % (N) 43,3 (13)

Hæð [m] 1,70 ± 0,08

Þyngd [kg] 100,56 ± 18,16

BMI [kg/m2] 34,45 ± 4,16

BMI-SDS 3,43 ± 0,67

Ummál mittis [cm] 116,90 ± 15,70

Ummál upphandleggs [cm] 36,20 ± 3,55

Heildarútkoma spurningalista 48,63 ± 6,70

Strákar höfðu marktækt hærra BMI-SDS (3,86 ± 0,48 á móti 3,11 ± 0,62, p=0,001) og voru marktækt

hærri (1,74 ± 0,74 á móti 1,67 ± 0,72, p=0,016). Að öðru leyti var ekki marktækur munur á milli kynja.

Þátttakendurnir í rannsókninni mælast verulega fyrir ofan þau mörk sem miðað er við til skilgreiningar

á offitu, eða að meðaltali tæplega einu staðalfráviki fyrir ofan þau mörk. Eins er mittismálið að

meðaltali vel fyrir ofan þau mörk sem teljast óeðlileg í fullorðnum.

Tafla 10. Yfirlit tæknilega heppnaðra svefnmælinga, metið eftir fullorðins og barna skilmerkjum.

Ekki var marktækur munur milli meðaltala barna og fullorðins skilmerkja AHI (p=0,17) eða OAHI

(p=0,08), en marktækur munur var á milli meðaltala barna og fullorðins skilmerkja ODI (p=0,02).

Þegar skoðuð var fylgni hækkandi aldurs og gilda úr svefnmælitækjum fannst ekkert marktækt

samhengi en fylgnistuðull milli aldurs og AHI metið með fullorðins skilmerkjum var 0,33 (p=0,093) og

fylgnistuðull milli aldurs og OAHI metið með fullorðins skilmerkjum var 0,38 (p=0,053). Það fannst

ekkert marktækt samhengi milli breyta sem mældar voru í viðtalinu (sjá töflu 9) og vísa úr

svefnmælingu (sjá töflu 10).

Fullorðins skilmerki Barna skilmerki

p-gildi á samanburði

milli skilmerkja

Breytur Meðaltal (spönn) Meðaltal (spönn)

eða ± staðalfrávik eða ± staðalfrávik

Áætlaður TST (klst) 7,03 (2,88 - 9,93) 6,98 (2,88 - 9,93)

AHI 2,46 ± 2,08 3,29 ± 2,25 0,17

OAHI 2,19 ± 1,76 3,12 ± 2,08 0,08

ODI 1,259 ± 1,14 2,89 ± 2,40 0,02

Page 29: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

26

Mynd 4. AHI allra þátttakenda metið samkvæmt fullorðins skilmerkjum. Hægra megin við örvar eru

þeir þáttakendur sem hafa kæfisvefn samkvæmt viðeigandi viðmiðunargildi.

Mynd 5. AHI allra þátttakenda metið samkvæmt fullorðins skilmerkjum. Hægra megin við örvar

eru þeir þátttakendur sem hafa kæfisvefn samkvæmt viðeigandi viðmiðunargildi.

Page 30: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

27

Myndir 4 og 5 sýna AHI gildi hvers einstaklings, 27 tæknilega heppnaðar mælingar. Stigaðar eftir

fullorðins (mynd 4) og barna (mynd 5) skilmerkjum. Fjöldi þátttakenda yfir ákveðnum gildum AHI er

merktur inn á myndirnar. Fjöldi yfir ákveðnu viðmiðunargildi breytist ekki mikið eftir því hvort barna eða

fullorðins skilmerki eru notuð. Samkvæmt barna viðmiðunargildum voru 3-4 þátttakendur með

meðalmikinn kæfisvefn en næstum allir þátttakendur rannsóknarinnar flokkast með vægan kæfisvefn.

Samkvæmt fullorðins viðmiðunargildum voru 3-4 með vægan kæfisvefn. Spönn AHI gildanna í

myndum 4 og 5 er frá 0,5 til 10,1.

Tafla 11. Algengi kæfisvefns eftir mismunandi skilmerkjum og viðmiðunargildum. Algengi er gefið upp

í prósentum.

Mynd 6. Algengi kæfisvefns eftir mismunandi skilmerkjum og viðmiðunargildum.

Viðmiðunargildi

Algengi (fullorðins skilmerki)

Algengi (barna skilmerki) Viðmiðunargildi

Algengi (fullorðins skilmerki)

Algengi (barna skilmerki)

AHI ≥ 1 81,5 100 OAHI ≥ 1 81,5 96,3

AHI ≥ 2 59,3 70,4 OAHI ≥ 2 44,4 66,7

AHI ≥ 3 22,2 37,0 OAHI ≥ 3 14,8 37,0

AHI ≥ 5 11,1 14,8 OAHI ≥ 5 11,1 14,8

Page 31: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

28

Tafla 11 og mynd 6 sýna bæði algengi kæfisvefns hjá úrtakinu í prósentum. Mynd 6 sýnir

niðurstöðurnar sjónrænt og tafla 11 sýnir gildin. Algengi kæfisvefns í þessu úrtaki er lægst 11% og

hæst 100% eftir því hvaða skilmerki eru notuð, 11-82% ef notast er við AHI metið með fullorðins

skilmerkjum og 15-100% ef notast er við AHI metið með barna skilmerkjum. Ef notast er við OAHI til

skilgreiningar á kæfisvefni eru sambærilegar tölur 11-82% metið með fullorðins skilmerkjum og 15-

96%.

Tafla 12. Fjöldi í úrtaki sem skilgreindist með breytu úr sjúkraskrá.

.

Tafla 13. Samband hegðunarvandmála og þess að skora hærra á spurningalistanum.

Í töflu 12 og 13 eru einnig þeir sem höfðu óáreiðanlegar mæliniðurstöður úr svefnmælingu (n=3). Tafla

12 sýnir einungis þær breytur úr sjúkraskrá sem hægt var að finna hjá öllum þátttakendum. Engar

breytur sem athugaðar voru í sjúkraskrá reyndust marktækar í tengslum við spurningalistann nema

hegðunarvandamál. Í töflu 14 sést að þátttakendur með hegðunarvandamál fengu marktækt hærri

heildarútkomu spurningalistans, sem bendir til meiri vanda í svefni og marktækt hærri útkomu í þremur

undirflokkum spurningalistans. Ekki fannst marktækt samband milli útkomu svefnmælinga og breyta úr

sjúkraskrá.

Breytur úr sjúkraskrá (heildarfjöldi = 30) %, (N)

Með hegðunarvandamál 60, (18)

Með sjúkdóma í öndunarfærum 10, (3)

Með frávik í blóðprufum 40, (12)

Búið að fjarlægja háls- og/eða nefkirtla 37, (7)

Hjúskaparstaða foreldra (fjöldi giftra) 47, (14)

Hegðunar-vandamál

Meðaltal ± staðalfrávik

p-gildi samanburðar

Heildarniðurstaða spurningalista

Nei 45,00 ± 6,18 0,013 Já 51,06 ± 6,03

Sértækar svefnraskanir

Nei 8,0 ± 1,48 0,025 Já 9,44 ± 1,72

Öndunarerfðileikar í svefni

Nei 3,33 ± 0,49 0,013 Já 4,00 ± 0,77

Dagsyfja Nei 13,75 ± 2,34 0,040

Já 15,61 ± 2,30

Page 32: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

29

4 Umræður Algengi kæfisvefns í þessu úrtaki hjá unglingum með offitu er háð hvaða viðmiðunargildi og skilmerki

eru notuð en er minnst 11% og mest 100%. Samkvæmt barna viðmiðunargildum voru 3-4 þátttakendur

með meðalmikinn kæfisvefn en samkæmt fullorðins viðmiðunargildum vægan kæfisvefn. Næstum allir

þátttakendur rannsóknarinnar flokkast með vægan kæfisvefn samkvæmt barna viðmiðunargildum. Hjá

3 þátttakendum af 30 var ekki hægt að fá tæknilega heppnaðar mælingar og voru þær niðurstöður ekki

notaðar við útreikninga. Ekki fundust marktæk tengsl milli útkomu spurningalistans eða breyta úr

sjúkraskrá við vísa úr svefnmælingu. Þátttakendur með hegðunarvandamál fengu marktækt hærri

útkomu á spurningalista um svefnvenjur barna.

4.1 Algengi kæfisvefns Erfitt er að bera saman niðurstöður rannsóknarinnar við aðrar sambærilegar rannsóknir. Í fyrsta lagi af

því að skilgreiningar kæfisvefns atburða voru ekki samrýmdar almennilega fyrr en AASM gaf út

klínískar leiðbeiningar 200766 sem voru síðan endurskoðaðar 2012.67 Margar eldri rannsóknir notast

við aðrar skilgreiningar en þessi rannsókn sem gerir samanburð erfiðari. Í öðru lagi er erfitt að bera

saman niðurstöðurnar við aðrar rannsóknir því að flestar rannsóknir á kæfisvefni hjá börnum skoða

yngri aldurshóp sem fyrst og fremst eru með ofvöxt háls- og nefkirtla en ekki offitu sem orsök

kæfisvefns.9 Kæfisvefn hefur ekki verið rannsakaður áður í þýði of feitra barna á aldrinum 12-18 ára

með notkun svefnmælitækis. Alonso-Álvarez et al.13 er líkust okkar rannsókn. Þar er notast við nánast

sömu skilgreiningar á kæfisvefns atburðum og þeir rannsökuðu líka algengi kæfisvefns í þýði of feitra

barna. Úrtakið var stórt, 248 börn og aldurinn var hærri en almennt er í rannsóknum á kæfisvefni

barna. Algengi kæfsivefns hjá þeim var OAHI ≥3 = 21,5% og OAHI ≥1 = 46,6% en hjá okkur var

algengi kæfisvefns OAHI ≥3 = 37,0% og OAHI ≥1 = 96,3%. Meðal OAHI hjá Alonso-Álvarez er 3,39 ±

8,79 en hér 3,12 ± 2,08. Algengi kæfisvefns er mun hærra í okkar rannsókn, meðal OAHI er svipað en

staðalfrávik OAHI mun hærra hjá Alonso-Álvarez. Meiri breytileika hjá Alonso-Álvarez er hægt að

skýra að hluta til vegna aldursbilsins, 3-14 ára en vitað er að svefnmynstur og vísar kæfisvefns

breytast mikið á þessum aldri.74, 75 Alonso-Álvarez taka útlaga ekki sérstaklega fyrir í sinni rannsókn en

önnur ástæða gæti verið að sumir í úrtaki Alonso-Álvarez eru með ofvöxt háls- og nefkirtla auk offitu.

Þá væri lítill hluti með miklu hærri OAHI stuðul. Í okkar rannsókn eru eldri börn og því minni líkur á að

ofvöxtur háls- og nefkirtla sé truflandi þáttur.8, 21

Ef miðað er við 1-5%6 í almennu þýði barna er algengið mun hærra í okkar rannsókn, en þetta

algengi úr fyrri rannsóknum byggir að mestu á yngri börnum og óvissa er um algengi kæfisvefns í

almennu þýði unglinga. Kitamura et al. voru með eins skilgreiningar á kæfisvefns atburðum, notuðu

einnig tæki af flokki 3 og voru að rannsaka algengi kæfisvefns í hópi barna á aldrinum 6-8 ára. Öll

börnin voru frá sama skóla og notast var við stórt úrtak, 170 börn þar sem 6% voru of feit. Hjá

Kitamura et al. var algengið 2,9% ef AHI ≥5 og 43,5% ef AHI ≥1 en í okkar rannsókn var algengi

kæfisvefns 11% ef AHI≥5 og 100% ef AHI ≥1. Mun hærra algengi er í þessari rannsókn þótt vitað sé

að AHI lækki með hækkandi aldri, fram að unglingsárum.74, 75 Ljóst má vera af umræðunni að ofan að

offita er sterkur áhættuþáttur fyrir kæfisvefni hjá unglingum.

Page 33: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

30

Úrtak Accardo et al.72 er næstum það sama og okkar rannsókn með tilliti til aldurs en þar voru

skoðuð börn sem höfðu farið í svefnmælingu vegna gruns um svefnraskanir, n=101, 7% með Downs

heilkenni, 25% með astma, og 5% með sigðkorna blóðleysi sem eru allt áhættuþættir kæfisvefns.

Meðal OAHI eftir fullorðins skilmerkjum var 1,4 og eftir barna skilmerkjum 1,7. Í okkar rannsókn var

meðal OAHI 2,19 og 3,12 sem er mun hærra heldur en hjá Accardo et al. Þetta sýnir hversu óeðlilega

háir vísar kæfisvefns eru í þessu úrtaki og undirstrikar það aftur hversu sterkur áhrifaþáttur offita er

fyrir kæfisvefn unglinga.

4.2 Breyting vísa yfir unglingsárin Þær fáu rannsóknir sem skoðað hafa breytingu AHI yfir unglingsárin notast við úrtak þar sem börn

með einkenni eða hafa áhættuþætti kæfisvefns eru útilokuð. Þær rannsóknir sýna að AHI og OAHI

breytast lítið yfir unglingsárin.75, 82 Þetta er einkennilegt því að viðmiðunargildi kæfisvefns eru AHI ≥1 í

börnum23 en AHI ≥5 í fullorðnum4 og vitað er að OAHI er mun hærri í almennu þýði fullorðna en

barna.74 Í okkar rannsókn var ekki marktæk fylgni milli vísa kæfisvefns og hækkandi aldurs en næstum

marktækt hjá OAHI metið með fullorðins skilmerkjum, fylgnistuðull 0,38, p=0,058. Þó voru allir vísar

með jákvæða fylgni við hækkandi aldur. Það væri áhugavert að geta sýnt fram á hækkun á vísum

kæfisvefns með aldri en erfitt að gera það með svo fáa í úrtakinu.

4.3 Vísar úr svefnmælitækjum Ekki var marktæktur munur á OAHI og AHI og þar sem fjöldi miðlægra öndunarhléa er eini munurinn

milli þessara vísa, virðast þátttakendur úrtaksins sjaldan fá miðlæg öndunarhlé. Þetta passar við þá

þekkingu að fjöldi miðlægra öndunarhléa minnka með aldri.74 Ef mynd 6 er skoðuð þá er lítill munur á

algengi eftir því hvort notast er við AHI eða OAHI og miðað við þessa niðurstöðu virðist ekki vera

ástæða til að notast við OAHI í stað AHI í þýði of feitra unglinga, þó að það geti skipt máli í yngri

börnum.74

Ekki var marktækur munur á barna og fullorðins skilmerkjum nema við ODI. Að ekki sé marktækur

munur á AHI samrýmist öðrum rannsóknum.72, 82 Ef skoðuð eru barna og fullorðins skilmerki AHI á

myndum 4 og 5 þá er munur á fjölda þeirra sem mælast yfir viðmiðunargildunum sem notast er við, en

munurinn er ekki mikill. Nú er samhljómur um að það megi notast við bæði skilmerkin ef barn er ≥13

ára vegna skorts á rannsóknum í unglingum22 en betra væri að ákveða hvort skilmerkið er rétt að nota

og rannsaka nákvæmlega við hvaða aldur best væri að draga mörk barna og fullorðins skilmerkja.72, 82

Ekki fundust nein marktæk tengsl spurningalista né breyta úr sjúkraskrá við kæfisvefn en við því

var að búast vegna lítils úrtaks. Þeir sem voru skilgreindir með hegðunarvandamál fengu marktækt

hærri útkomu í heildarútkomu spurningalista (p=0,013). Samrýmist það annarri íslenskri rannsókn sem

skoðaði sama spurningalista og tengsl hans við ADHD.60

4.4 Styrkleikar og veikleikar Helsta takmörkun rannsóknarinnar er lítið úrtak. Ef úrtakið hefði verið stærra hefði mögulega verið

hægt að finna undirhópa í úrtaki sem væru líklegri til þess að vera með kæfisvefn en aðrir. Stærð

Page 34: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

31

úrtaksins takmarkaði tölfræðiúrvinnslu og möguleika á að leiðrétta fyrir truflandi þáttum (e.

confounders).

Þau börn og unglingar sem eru í Heilsuskóla Barnaspítalans eru mjög valinn hópur og alls ekki víst

að þau endurspegli þýði of feitra unglinga á Íslandi. Sem dæmi um að þýði Heisluskólans endurspegli

ekki alveg þýði of feitra barna þá voru strákar úrtaksins marktækt feitari en stelpur. Það sást líka í

annarri rannsókn, framkvæmd 2013, þar sem einnig var notast við þýði Heilsuskólans.12 Mögulega

verða stelpur fyrir meiri þrýstingi frá samfélaginu en strákar og takast því fyrr á við offituna og þau

vandamál sem fylgja henni.

Þýði rannsóknarinnar var slembiraðað innan hópsins og þátttakendum boðið í viðtal með því að

hringja. Auðveldara hefði verið að taka hentugleikaúrtak þeirra sem mæta oftar í Heilsuskólann en

með þessum hætti fæst betri sýn á allt þýðið frekar en þá sem eru í mestri meðferð þá stundina.

Helsta ástæða neitunar á þáttöku í rannsókninni var búseta og er það ekki talið valda úrtaksbjögun.

Í þessari rannsókn var notast við svefnmælitæki af flokki 3 en „gullni staðall” svefnmælingar er að

notast við svefnmælitæki af flokki 1, PSG mæling framkvæmd á rannsóknarstofu.62 Ákveðið var að

nota tæki af flokki 3 því að þau mæla allt sem þarf til að greina kæfisvefn og eru mun ódýrari og

þægilegri í notkun. Einnig eru þau venjulega notuð til að greina kæfisvefn í fullorðnum ef grunur er um

kæfisvefn en ekki til skimunar. Notkun þeirra hefur verið gagnrýnd vegna þess að þau geta ofmetið

heildarsvefntímann, ef einstaklingur vaknar inn á milli. Allir vísar eru reiknaðir sem hlutfall af

heildarsvefntíma og ef hann er of langur gæti tækið verið að vanmeta alvarleika kæfisvefnsins.29

Tækið sem notast er við í þessari rannsókn mælir líka hreyfingu þátttakenda og því er ólíklegt að þetta

hafi mikil áhrif en samt mögulegt. PSG mæling framkæmd á rannsóknarstofu hefur líka verið gagnrýnd

vegna þess að þátttakendur sofa oft illa fyrstu nóttina og endurspeglar sú nótt ekki venjulega nótt

þátttakanda. Dýrara er að framkvæma PSG mælingar á rannsóknarstofu og meira inngrip í líf

þátttakanda að þurfa sofa á öðrum stað en heima hjá sér. Ávinningurinn af því að notast við tæki af

flokki 3 er því mikill en það þarf að hafa í huga að vísar t.d. AHI eru líklegri til að vera vanmetnir heldur

en ofmetnir.29

Spurningalisti um svefnvenjur barna var upphaflega hugsaður fyrir 4-10 ára börn. Aðrar rannsóknir

sem notast við spurningalistann eru að rannsaka börn yngri en 12 ára og því erfitt að bera saman

niðurstöður spurningalistans við aðrar rannsóknir.59

4.5 Meðferðarúrræði fyrir þátttakendur rannsóknarinnar Ef myndir 4 og 5 eru skoðaðar og miðað við barna viðmiðunargildi (tafla 6) má sjá að næstum allir eru

með vægan kæfisvefn, rúmlega 10% eru með meðalmikinn kæfisvefn en bara einn þátttakandi nær

upp flokkinn mikinn kæfisvefn. Mikilvægt er að vita hversu alvarlegur kæfisvefninn er því helsta

meðferð kæfisvefns of feitra unglinga, CPAP41 er oft ekki notuð nema alvarleiki kæfisvefnsins sé

metinn meira en vægur þar sem mörgum finnst óþægilegt að sofa með CPAP.42 Niðurstöður

svefnmælinga flestra verða því líklega frekar notaðar sem hvatning til barnanna varðandi

lífsstílsbreytingu og þannig geti þau sjálf hjálpað með aðra meðferð kæfisvefns, þyngdartap. Þó mætti

mögulega reyna CPAP meðferð á þá 3-4 sem eru með hæstu AHI gildin. Flest börnin í úrtakinu eru of

Page 35: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

32

gömul til að AT sé líklegt til að bæta ástandið en vissulega væri rétt að skoða efri öndunarveg og sjá

hvort frávik séu til staðar.

4.6 Ályktanir og framtíðaráhorf Í samanburði þessa úrtaks unglinga með offitu við þær fáu sambærilegu rannsóknir sem til eru þá er

algengi kæfisvefns hátt. Næstum allir þátttakendur hafa vægan kæfisvefn en þó fáir sem hafa

alvarlegan kæfisvefn. Það tókst ekki að finna undirhópa sem eru í meiri áhættu á að hafa kæfisvefn.

Sár þörf er á fleiri rannsóknum í bæði almennu þýði og of feitum unglingum. Þessi rannsókn er ein

af örfáum sem skoða þýði unglinga í áhættuhópi fyrir kæfisvefn. Samræming skilgreininga og

skilmerkja hefur batnað mikið síðustu árin, flestir í dag fylgja reglum AASM en þó ekki allir. Þetta þarf

að bæta.

Notkun tækja af flokki 3 eru mikið notuð til greiningar kæfisvefns fullorðinna en ekki hafa verið birtar

margar rannsóknir um slíkar mælingar í börnum. Þar sem kæfisvefn er algengur sjúkdómur í þessu

þýði væri dýrt að notast við PSG svefnmælingar til greiningar og því væri gagnlegt að framkvæma fleiri

rannsóknir með þessum tækjum svo betri þekking fáist á hvenær þau koma að mestu gagni.

Næsta skref í rannsóknum á þessum hópi er að stækka úrtak rannsóknarinnar og fá þannig

heildstæðari mynd á algengi kæfisvefns í þýði of feitra unglinga. Þá væri betur hægt að svara því hvort

taka eigi upp skimun kæfisvefns með svefnmælitæki í þessu þýði. Einnig væri áhugavert að skoða

algengi kæfisvefns í almennu þýði unglinga á Íslandi til samanburðar.

Page 36: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

33

5 Heimildaskrá 1. Gastaut H, Tassinari CA, Duron B. Polygraphic study of the episodic diurnal and nocturnal

(hypnic and respiratory) manifestations of the Pickwick syndrome. Brain research. 1966;1(2):167-86.

2. Pack AI. Advances in sleep-disordered breathing. American journal of respiratory and critical care medicine. 2006;173(1):7-15.

3. Dempsey JA, Veasey SC, Morgan BJ, O'Donnell CP. Pathophysiology of Sleep Apnea2010 2010-01-01 00:00:00. 47-112 p.

4. Punjabi NM. The epidemiology of adult obstructive sleep apnea. Proc Am Thorac Soc. 2008;5(2):136-43.

5. Guilleminault C, Eldridge FL, Simmons FB, Dement WC. Sleep apnea in eight children. Pediatrics. 1976;58(1):23-30.

6. Marcus CL, Brooks LJ, Draper KA, Gozal D, Halbower AC, Jones J, et al. Diagnosis and management of childhood obstructive sleep apnea syndrome. Pediatrics. 2012;130(3):e714-55.

7. Redline S, Amin R, Beebe D, Chervin RD, Garetz SL, Giordani B, et al. The Childhood Adenotonsillectomy Trial (CHAT): Rationale, design, and challenges of a randomized controlled trial evaluating a standard surgical procedure in a pediatric population. Sleep. 2011;34(11):1509-17.

8. Tan HL, Gozal D, Kheirandish-Gozal L. Obstructive sleep apnea in children: a critical update. Nature and science of sleep. 2013;5:109-23.

9. Tauman R, Gozal D. Obstructive sleep apnea syndrome in children. Expert review of respiratory medicine. 2011;5(3):425-40.

10. Yanovski JA. Pediatric obesity. An introduction. Appetite. 2015. 11. Gunnarsdottir T, Njardvik U, Olafsdottir AS, Craighead L, Bjarnason R. Childhood obesity and

co-morbid problems: effects of Epstein's family-based behavioural treatment in an Icelandic sample. Journal of evaluation in clinical practice. 2012;18(2):465-72.

12. Lárusdóttir ÁE. Áhrif holdafars á frávik í efnaskiptum barna og unglinga. 2013. 13. Alonso-Alvarez ML, Cordero-Guevara JA, Teran-Santos J, Gonzalez-Martinez M, Jurado-

Luque MJ, Corral-Penafiel J, et al. Obstructive sleep apnea in obese community-dwelling children: the NANOS study. Sleep. 2014;37(5):943-9.

14. Arens R, Muzumdar H. Childhood obesity and obstructive sleep apnea syndrome. Journal of applied physiology (Bethesda, Md : 1985). 2010;108(2):436-44.

15. Muzumdar H, Arens R. Physiological effects of obstructive sleep apnea syndrome in childhood. Respiratory physiology & neurobiology. 2013;188(3):370-82.

16. Katz ES, D'Ambrosio CM. Pathophysiology of pediatric obstructive sleep apnea. Proc Am Thorac Soc. 2008;5(2):253-62.

17. Goh DY, Galster P, Marcus CL. Sleep architecture and respiratory disturbances in children with obstructive sleep apnea. American journal of respiratory and critical care medicine. 2000;162(2 Pt 1):682-6.

18. Dalmasso F, Prota R. Snoring: analysis, measurement, clinical implications and applications. The European respiratory journal. 1996;9(1):146-59.

19. Gozal D, Burnside MM. Increased upper airway collapsibility in children with obstructive sleep apnea during wakefulness. American journal of respiratory and critical care medicine. 2004;169(2):163-7.

20. Marcus CL, Moreira GA, Bamford O, Lutz J. Response to inspiratory resistive loading during sleep in normal children and children with obstructive apnea1999 1999-10-01 00:00:00. 1448-54 p.

21. Bhattacharjee R, Kim J, Kheirandish-Gozal L, Gozal D. Obesity and Obstructive Sleep Apnea Syndrome in Children: A Tale of Inflammatory Cascades. Pediatric pulmonology. 2011;46(4):313-23.

22. Marcus CL, Brooks LJ, Draper KA, Gozal D, Halbower AC, Jones J, et al. Diagnosis and management of childhood obstructive sleep apnea syndrome. Pediatrics. 2012;130(3):576-84.

23. Muzumdar H, Arens R. Diagnostic issues in pediatric obstructive sleep apnea. Proc Am Thorac Soc. 2008;5(2):263-73.

24. Trosman I. Childhood obstructive sleep apnea syndrome: a review of the 2012 American Academy of Pediatrics guidelines. Pediatric annals. 2013;42(10):195-9.

Page 37: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

34

25. Hunskaar S, Arnold EP, Burgio K, Diokno AC, Herzog AR, Mallett VT. Epidemiology and Natural History of Urinary Incontinence. Int Urogynecol J. 2000;11(5):301-19.

26. Arnardóttir ES. Depression and obesity among untreated people, diagnosed with sleep apnea syndrome. 2013.

27. So HK, Li AM, Au CT, Zhang J, Lau J, Fok TF, et al. Night sweats in children: prevalence and associated factors. Archives of disease in childhood. 2012;97(5):470-3.

28. Cole SZ, Lanham JS. Failure to thrive: an update. American family physician. 2011;83(7):829-34.

29. Tan HL, Gozal D, Ramirez HM, Bandla HP, Kheirandish-Gozal L. Overnight polysomnography versus respiratory polygraphy in the diagnosis of pediatric obstructive sleep apnea. Sleep. 2014;37(2):255-60.

30. Kendzerska T, Mollayeva T, Gershon AS, Leung RS, Hawker G, Tomlinson G. Untreated obstructive sleep apnea and the risk for serious long-term adverse outcomes: A systematic review. Sleep medicine reviews. 2014;18(1):49-59.

31. Amin RS, Carroll JL, Jeffries JL, Grone C, Bean JA, Chini B, et al. Twenty-four-hour ambulatory blood pressure in children with sleep-disordered breathing. American journal of respiratory and critical care medicine. 2004;169(8):950-6.

32. Amin R, Somers VK, McConnell K, Willging P, Myer C, Sherman M, et al. Activity-adjusted 24-hour ambulatory blood pressure and cardiac remodeling in children with sleep disordered breathing. Hypertension. 2008;51(1):84-91.

33. Gozal D, Kheirandish-Gozal L, Serpero LD, Sans Capdevila O, Dayyat E. Obstructive sleep apnea and endothelial function in school-aged nonobese children: effect of adenotonsillectomy. Circulation. 2007;116(20):2307-14.

34. Bonetti PO, Lerman LO, Lerman A. Endothelial dysfunction: a marker of atherosclerotic risk. Arteriosclerosis, thrombosis, and vascular biology. 2003;23(2):168-75.

35. Gozal D. Sleep-disordered breathing and school performance in children. Pediatrics. 1998;102(3 Pt 1):616-20.

36. Sundaram SS, Sokol RJ, Capocelli KE, Pan Z, Sullivan JS, Robbins K, et al. Obstructive sleep apnea and hypoxemia are associated with advanced liver histology in pediatric nonalcoholic fatty liver disease. The Journal of pediatrics. 2014;164(4):699-706.e1.

37. Schwarzenberg SJ, Sinaiko AR. Obesity and inflammation in children. Paediatric respiratory reviews. 2006;7(4):239-46.

38. Hua-Huy T, Le-Dong NN, Duong-Quy S, Luchon L, Rouhani S, Dinh-Xuan AT. Increased alveolar nitric oxide concentration is related to nocturnal oxygen desaturation in obstructive sleep apnoea. Nitric oxide : biology and chemistry / official journal of the Nitric Oxide Society. 2015;45:27-34.

39. Kim J, Bhattacharjee R, Dayyat E, Snow AB, Kheirandish-Gozal L, Goldman JL, et al. Increased cellular proliferation and inflammatory cytokines in tonsils derived from children with obstructive sleep apnea. Pediatr Res. 2009;66(4):423-8.

40. Park JG, Ramar K, Olson EJ. Updates on Definition, Consequences, and Management of Obstructive Sleep Apnea. Mayo Clinic Proceedings. 2011;86(6):549-55.

41. Prashad PS, Marcus CL, Maggs J, Stettler N, Cornaglia MA, Costa P, et al. Investigating reasons for CPAP adherence in adolescents: a qualitative approach. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2013;9(12):1303-13.

42. Marcus CL, Ward SL, Mallory GB, Rosen CL, Beckerman RC, Weese-Mayer DE, et al. Use of nasal continuous positive airway pressure as treatment of childhood obstructive sleep apnea. The Journal of pediatrics. 1995;127(1):88-94.

43. Marcus CL, Rosen G, Ward SL, Halbower AC, Sterni L, Lutz J, et al. Adherence to and effectiveness of positive airway pressure therapy in children with obstructive sleep apnea. Pediatrics. 2006;117(3):e442-51.

44. Verhulst SL, Franckx H, Van Gaal L, De Backer W, Desager K. The effect of weight loss on sleep-disordered breathing in obese teenagers. Obesity (Silver Spring, Md). 2009;17(6):1178-83.

45. Epstein LJ, Kristo D, Strollo PJ, Jr., Friedman N, Malhotra A, Patil SP, et al. Clinical guideline for the evaluation, management and long-term care of obstructive sleep apnea in adults. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2009;5(3):263-76.

Page 38: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

35

46. Kalra M, Inge T, Garcia V, Daniels S, Lawson L, Curti R, et al. Obstructive sleep apnea in extremely overweight adolescents undergoing bariatric surgery. Obesity research. 2005;13(7):1175-9.

47. Urquhart D. Investigation and management of childhood sleep apnoea. Hippokratia. 2013;17(3):196-202.

48. Brietzke SE, Gallagher D. The effectiveness of tonsillectomy and adenoidectomy in the treatment of pediatric obstructive sleep apnea/hypopnea syndrome: a meta-analysis. Otolaryngology--head and neck surgery : official journal of American Academy of Otolaryngology-Head and Neck Surgery. 2006;134(6):979-84.

49. Kang KT, Chou CH, Weng WC, Lee PL, Hsu WC. Associations between adenotonsillar hypertrophy, age, and obesity in children with obstructive sleep apnea. PloS one. 2013;8(10):e78666.

50. Friedman M, Wilson M, Lin HC, Chang HW. Updated systematic review of tonsillectomy and adenoidectomy for treatment of pediatric obstructive sleep apnea/hypopnea syndrome. Otolaryngology--head and neck surgery : official journal of American Academy of Otolaryngology-Head and Neck Surgery. 2009;140(6):800-8.

51. Mofid M. Obstructive sleep apnea: the sleeping giant of the childhood obesity epidemic. JAAPA : official journal of the American Academy of Physician Assistants. 2014;27(10):27-30.

52. Aurora RN, Casey KR, Kristo D, Auerbach S, Bista SR, Chowdhuri S, et al. Practice parameters for the surgical modifications of the upper airway for obstructive sleep apnea in adults. Sleep. 2010;33(10):1408-13.

53. Kheirandish-Gozal L, Bhattacharjee R, Bandla HP, Gozal D. Antiinflammatory therapy outcomes for mild OSA in children. Chest. 2014;146(1):88-95.

54. Afrashi A, Ucar ZZ. Effect of prone positioning in mild to moderate obstructive sleep apnea syndrome. Sleep & breathing = Schlaf & Atmung. 2015.

55. Kureshi SA, Gallagher PR, McDonough JM, Cornaglia MA, Maggs J, Samuel J, et al. Pilot study of nasal expiratory positive airway pressure devices for the treatment of childhood obstructive sleep apnea syndrome. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2014;10(6):663-9.

56. Weaver TE, Calik MW, Farabi SS, Fink AM, Galang-Boquiren MT, Kapella MC, et al. Innovative treatments for adults with obstructive sleep apnea. Nature and science of sleep. 2014;6:137-47.

57. Cole TJ, Bellizzi MC, Flegal KM, Dietz WH. Establishing a standard definition for child overweight and obesity worldwide: international survey. BMJ (Clinical research ed). 2000;320(7244):1240-3.

58. Wikland KA, Luo ZC, Niklasson A, Karlberg J. Swedish population-based longitudinal reference values from birth to 18 years of age for height, weight and head circumference. Acta Pædiatrica. 2002;91(7):739-54.

59. Judith A. Owens AS, Melissa McGuinn. The Children's Sleep Habits Questionnaire. 2000. 60. Björgvinsdóttir KOs. Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD 2014. 61. Markovich AN, Gendron MA, Corkum PV. Validating the Children’s Sleep Habits

Questionnaire against polysomnography and actigraphy in school-aged children. Frontiers in Psychiatry. 2015;5.

62. Trikalinos TA, Ip S, Raman G, Cepeda MS, Balk EM, D'Ambrosio C, et al. AHRQ Technology Assessments. Home Diagnosis of Obstructive Sleep Apnea-Hypopnea Syndrome. Rockville (MD): Agency for Healthcare Research and Quality (US); 2007.

63. Alonso-Alvarez ML, Teran-Santos J, Ordax Carbajo E, Cordero-Guevara JA, Navazo-Eguia AI, Kheirandish-Gozal L, et al. Reliability of home respiratory polygraphy for the diagnosis of sleep apnea in children. Chest. 2014.

64. El Shayeb M, Topfer LA, Stafinski T, Pawluk L, Menon D. Diagnostic accuracy of level 3 portable sleep tests versus level 1 polysomnography for sleep-disordered breathing: a systematic review and meta-analysis. CMAJ : Canadian Medical Association journal = journal de l'Association medicale canadienne. 2014;186(1):E25-51.

65. Iber CA-I, S.; Chesson, A. L. Jr.; Quan, S. F. The AASM manual for the scoring of sleep and associated events: rules, terminology and technical specifications. 2007(1st edition).

66. Collop NA, Anderson WM, Boehlecke B, Claman D, Goldberg R, Gottlieb DJ, et al. Clinical guidelines for the use of unattended portable monitors in the diagnosis of obstructive sleep apnea in adult patients. Portable Monitoring Task Force of the American Academy of Sleep Medicine. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2007;3(7):737-47.

Page 39: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

36

67. Berry RB, Budhiraja R, Gottlieb DJ, Gozal D, Iber C, Kapur VK, et al. Rules for scoring respiratory events in sleep: update of the 2007 AASM Manual for the Scoring of Sleep and Associated Events. Deliberations of the Sleep Apnea Definitions Task Force of the American Academy of Sleep Medicine. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2012;8(5):597-619.

68. Grigg-Damberger MM. The AASM Scoring Manual four years later. Journal of clinical sleep medicine : JCSM : official publication of the American Academy of Sleep Medicine. 2012;8(3):323-32.

69. Verhulst SL, Aerts L, Jacobs S, Schrauwen N, Haentjens D, Claes R, et al. Sleep-disordered breathing, obesity, and airway inflammation in children and adolescents. Chest. 2008;134(6):1169-75.

70. Aaronson JA, van Bezeij T, van den Aardweg JG, van Bennekom CA, Hofman WF. Diagnostic accuracy of nocturnal oximetry for detection of sleep apnea syndrome in stroke rehabilitation. Stroke; a journal of cerebral circulation. 2012;43(9):2491-3.

71. Chung F, Liao P, Elsaid H, Islam S, Shapiro CM, Sun Y. Oxygen desaturation index from nocturnal oximetry: a sensitive and specific tool to detect sleep-disordered breathing in surgical patients. Anesthesia and analgesia. 2012;114(5):993-1000.

72. Accardo JA, Shults J, Leonard MB, Traylor J, Marcus CL. Differences in overnight polysomnography scores using the adult and pediatric criteria for respiratory events in adolescents. Sleep. 2010;33(10):1333-9.

73. Myers KA, Mrkobrada M, Simel DL. Does this patient have obstructive sleep apnea?: The Rational Clinical Examination systematic review. Jama. 2013;310(7):731-41.

74. Montgomery-Downs HE, O'Brien LM, Gulliver TE, Gozal D. Polysomnographic characteristics in normal preschool and early school-aged children. Pediatrics. 2006;117(3):741-53.

75. Scholle S, Wiater A, Scholle HC. Normative values of polysomnographic parameters in childhood and adolescence: cardiorespiratory parameters. Sleep medicine. 2011;12(10):988-96.

76. Chan J, Edman JC, Koltai PJ. Obstructive sleep apnea in children. American family physician. 2004;69(5):1147-54.

77. Kitamura T, Miyazaki S, Kadotani H, Suzuki H, Kanemura T, Komada I, et al. Prevalence of obstructive sleep apnea syndrome in Japanese elementary school children aged 6-8 years. Sleep & breathing = Schlaf & Atmung. 2014;18(2):359-66.

78. Costa DJ, Mitchell R. Adenotonsillectomy for obstructive sleep apnea in obese children: a meta-analysis. Otolaryngology--head and neck surgery : official journal of American Academy of Otolaryngology-Head and Neck Surgery. 2009;140(4):455-60.

79. Huang J, Marcus CL, Davenport PW, Colrain IM, Gallagher PR, Tapia IE. Respiratory and Auditory Cortical Processing in Children with Obstructive Sleep Apnea Syndrome. American journal of respiratory and critical care medicine. 2013;188(7):852-7.

80. Chang L, Wu J, Cao L. Combination of symptoms and oxygen desaturation index in predicting childhood obstructive sleep apnea. International journal of pediatric otorhinolaryngology. 2013;77(3):365-71.

81. Verhulst SL, Schrauwen N, Haentjens D, Van Gaal L, De Backer WA, Desager KN. Reference values for sleep-related respiratory variables in asymptomatic European children and adolescents. Pediatric pulmonology. 2007;42(2):159-67.

82. Tapia IE, Karamessinis L, Bandla P, Huang J, Kelly A, Pepe M, et al. Polysomnographic values in children undergoing puberty: pediatric vs. adult respiratory rules in adolescents. Sleep. 2008;31(12):1737-44.

Page 40: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

37

6 Fylgiskjöl

Viðauki 1. Leyfi hjá framkvæmdastjóra lækninga til að skoða gögn.

Page 41: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

38

Viðauki 2a. Samþykki vísindasiðanefndar.

Page 42: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

39

Viðauki 2b. Samþykki breytingar á umsókn til vísindasiðanefndar.

Page 43: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

40

Viðauki 3. Leyfi frá persónuvernd.

Page 44: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

41

Page 45: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

42

Page 46: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

43

Page 47: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

44

Viðauki 4. Upplýst samþykki sem allir þátttakendur skrifuðu undir.

Ef þú hefur spurningar um rétt þinn sem þátttakandi í vísindarannsókn, aðrar spurningar tengdar rannsókninni eða vilt hætta þátttöku getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Hafnarhúsi Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Sími: 551-7100, fax: 551-1444

Rannsóknin „Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans“ Kæri viðtakandi. Við rannsakendur ætlum með litlu úrtaki að kanna gæði svefns og tíðni kæfisvefns þeirra barna sem vísað hefur verið á Heilsuskóla Barnaspítalans. Erum þakklát fyrir ykkar þátttöku í þessari rannsókn. Ábyrgðarmaður: Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins v. Hringbraut. Sími: 5431000. Netfang: [email protected] Aðrir rannsakendur: Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Anna S. Ólafsdóttir, næringarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, dósent, Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Háskóla Íslands, Ólöf Elsa Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ragnar Bjarnason, prófessór og yfirlæknir. Davíð Þór Jónsson, læknanemi við Háskóla Íslands. Inntak rannsóknar og markmið: Þessi rannsókn hefur hlotið samþykki frá Vísindasiðanefnd og Persónuverndar. Rannsóknin er nemaverkefni Davíðs Þórs við Háskóla Íslands og miðar að fá mynd af gæðum svefns meðal þeirra barna sem vísað hefur verið til Heilsuskóla Barnaspítalans. Upplýsingar um hvernig nafn þátttakanda var fengið og úrtak valið: Rannsóknin er unnin út frá sjúklingahópi sem kom sjálfur eða var vísað af læknum/skólahjúkrunarfræðingum til meðferðar vegna ofþyngdar á göngudeild Heilsuskóla Barnaspítalans. Hvað felst í þátttöku? Rannsóknin felst í að gerðar eru mælingar með sérstökum svefnmælitækjum. Þátttakendur fara heim með slíkt tæki og festa það á sig samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar hafa verið. Tækinu og meðfylgjandi nemum er svo skilað aftur á Barnaspítalann og lesið úr gögnunum í framhaldi af rannsakendum. Ennfremur verður upplýsingum safnað úr sjúkraskrá, svo sem um aldur, kyn, fjölskyldustöðu og búsetu. Þar sem upplýsingar liggja fyrir um hegðun og líðan, svo sem í spurningalistum eða sjúkraskrá að öðru leyti verður þeim upplýsingum einnig safnað. Unnið verður úr þessum gögnum nafnlaust með tölfræðilegum hætti og með umræddri gagnasöfnun reynt að fá yfirsýn yfir algengi kæfisvefns og svefngæði út frá lífsstíl, líðan og holdafari barna á Íslandi. Fólki er frjálst að hætta þátttöku í rannsókninni á hvaða stigi rannsóknar sem er án nokkurra útskýringa eða afleiðinga á frekari meðferð í framtíðinni. Öllum rannsóknargögnum verður eytt að lokinni rannsókn.

Ávinningur þátttakenda felst í að greina kæfisvefn sé hann til staðar, svo hægt sé að taka á honum sem sérstöku úrlausnarefni. Teymið í Heilsuskólanum og aðrir sem sinna of þungum börnum öðlast dýpri þekkingu á kæfisvefni hjá of þungum börnum í dag og hvort hann hefur áhrif á þau. Ef niðurstöðurnar gefa tilefni til, má telja líklegt að mælingar á svefni verði teknar upp í ríkara mæli á vegum Heilsuskólans. Áhætta: Þær mælingar á líffræðilegum gildum sem fyrirhugað er að gera með kæfisvefnsmælingu er vel stöðluð og notuð í daglegri meðferð barna. Mælingin felur ekki í sér sérstaka áhættu, enda eru hún ekki inngrípandi (invasive). Sumir gætu fundið fyrir minni háttar óþægindum við að vera með mælitæki á sér í svefni. Hvergi verða birtar persónugreinanlegar upplýsingar í þessarri rannsókn.. Ekki er vitað hver staða barna á Íslandi er í þeim efnum. Þátttaka í rannsókninni er öllum að kostnaðarlausu. Með von um gott og árangursríkt samstarf, ________________________________ Tryggvi Helgason, ábyrgðarmaður

Page 48: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

45

Ef þú hefur spurningar um rétt þinn sem þátttakandi í vísindarannsókn, aðrar spurningar tengdar rannsókninni eða vilt hætta þátttöku getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Hafnarhúsi Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Sími: 551-7100, fax: 551-1444

SAMÞYKKISBLAÐ RANNSÓKNAR

Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans Ég undirrituð/undirritaður samþykki hér með þátttöku mína og sonar míns/dóttur minnar í ofannefndri rannsókn. Ég hef lesið upplýsingatexta frá rannsakendum og samþykki það sem í þátttöku felst og fram kemur á kynningarblaði frá aðstandendum rannsóknarinnar. Dagsetning: Undirskrift forráðamanns/foreldris: ________________________________________ Undirskrift barns og kennitala: ________________________________________ Undirskrift þess sem leggur yfirlýsinguna fyrir: ________________________________________

Page 49: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

46

Viðauki 5. Spurningalisti um svefnvenjur barna (CSHQ)

Eftirfarandi fullyrðingar fjalla um barnið þitt og svefnvenjur þess sem og hugsanleg svefnvandamál.

Þegar þú svarar spurningunum skaltu hafa í huga síðustu viku. Ef síðasta vika var óvenjuleg fyrir

einhverra hluta sakir, veldu þá eins nýlega og venjulega viku úr lífi þínu og þú getur.

Merktu við Yfirleitt ef það á við 5-6 sinnum í viku, Stundum, ef það á við 2-4 sinnum í viku og

Sjaldan/Aldrei ef það á við einu sinni í viku eða sjaldnar.

Háttatími Hvenær er venjubundinn háttatími barnsins: Virka daga_____:_____

Helgar _____:_____

3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið fer í háttinn á sama tíma á hverju kvöldi. ( ) ( ) ( )

Barnið sofnar eitt í rúminu sínu. ( ) ( ) ( )

Barnið sofnar í rúmi foreldris eða systkinis.** ( ) ( ) ( )

Barnið þarf að hafa foreldri í herberginu til að það

geti sofnað.

( ) ( ) ( )

Barnið streitist á móti því að fara að sofa á

háttatíma (grætur, vill ekki vera kyrrt í rúminu).

( ) ( ) ( )

Barnið er hrætt við að sofa eitt.** ( ) ( ) ( )

Nafn:__________________________________________ Dagsetning:____________________

Page 50: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

47

Að falla í svefn 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið sofnar innan 20 mínútna frá því það fer í

háttinn.

( ) ( ) ( )

Svefnlengd 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið sefur of lítið. ( ) ( ) ( )

Barnið sefur passlega. ( ) ( ) ( )

Barnið sefur jafn mikið hvern sólarhring. ( ) ( ) ( )

Svefnkvíði 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið þarf að hafa foreldri í herberginu til að það

geti sofnað.*

( ) ( ) ( )

Barnið er hrætt við að sofa í myrkri. ( ) ( ) ( )

Barnið er hrætt við að sofa eitt. ** ( ) ( ) ( )

Barnið á erfitt með að sofa annars staðar en

heima (t.d. á ferðalagi, hjá ættingjum).

( ) ( ) ( )

Page 51: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

48

Næturvöknun 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið færir sig yfir í rúm foreldris eða systkinis

yfir nóttina.

( ) ( ) ( )

Barnið vaknar einu sinni yfir nóttina. ( ) ( ) ( )

Barnið vaknar oftar en einu sinni yfir nóttina. ( ) ( ) ( )

Ef barnið vaknar að nóttu til, hversu margar mínútur er það yfirleitt vakandi í einu?: _____________

Sértækar svefnraskanir 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið pissar undir á nóttunni. ( ) ( ) ( )

Barnið talar í svefni. ( ) ( ) ( )

Barnið er eirðarlaust og hreyfir sig mikið í svefni. ( ) ( ) ( )

Barnið gengur í svefni. ( ) ( ) ( )

Barnið gnístir tönnum í svefni (tannlæknirinn gæti

hugsanlega hafa minnst á það).

( ) ( ) ( )

Barnið vaknar að nóttu til í svitabaði, öskrandi og

óhuggandi.

( ) ( ) ( )

Barnið vaknar upp af vondum draumi/martröð. ( ) ( ) ( )

Page 52: Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans¦fisvefn og... · 2018. 10. 15. · Ágrip. Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð

49

Öndunarerfiðleikar í svefni 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið hrýtur hátt. ( ) ( ) ( )

Barnið virðist hætta að anda í svefni. ( ) ( ) ( )

Barnið sýgur upp í nefið og tekur andköf í svefni. ( ) ( ) ( )

Vinsamlegast skrifaðu hversu mikið barnið þitt sefur að jafnaði hvern sólarhring (samanlagður nætursvefn og lúrar): _____ klukkustundir og _____ mínútur

Barnið lúrir ekki ___

Hvenær er venjubundinn fótferðartími barnsins: Virka daga_____:_____

Helgar _____:_____

Dagsyfja 3

Yfirleitt

2

Stundum

1

Sjaldan/Aldrei

Barnið vaknar sjálft (er ekki vakið). ( ) ( ) ( )

Barnið vaknar í vondu skapi. ( ) ( ) ( )

Barnið er vakið af öðrum (t.d. foreldri eða

systkini).

( ) ( ) ( )

Barnið virðist eiga erfitt með að fara fram úr. ( ) ( ) ( )

Það tekur langan tíma fyrir barnið að vakna

almennilega.

( ) ( ) ( )

Barnið virðist þreytt yfir daginn. ( ) ( ) ( )

Barnið sofnar fyrir framan sjónvarpið. *** ( ) ( ) ( )

Barnið sofnar í bíl á ferð.*** ( ) ( ) ( )

* Endurtekin spurning, einungis annað skiptið notað við útreikninga á heildarskori.

** Endurtekin spurning, einungis annað skiptið notað við útreikninga á heildarskori.

Children‘s Sleep Habits Questionnaire © Judith Owens

Íslensk þýðing: Sigrún Þórsteinsdóttir