miðvikudaginn 20. maí 2020. · miðvikudaginn 20. maí 2020. nr. 7/2020. a (Þorsteinn einarsson...

25
Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og og og og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber skipti. Dánarbússkipti. Kaupmáli. Eignarréttur. Sameign. Erlend réttarregla. Lagaskil. Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem krafa barna E heitins um að innstæður á tilteknum bankareikningum í Bandaríkjunum féllu undir opinber skipti á dánarbúi E var tekin til greina. A, eiginkona E, kærði úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar og krafðist viðurkenningar á því að innstæður á bankareikningunum féllu ekki undir skipti á dánarbúi E. Ágreiningur aðila laut að því hvort að um eignarhald fjármuna á reikningunum færi eftir ákvæðum íslenskra lagareglna eða laga í Suður Karólínu fylkií Bandaríkjunum um svokallað JTWROS sem fæli í sér að við andlát skammlífari sameiganda ljúki eignarrétti hans og öll eignin falli þar með óskipt til hins langlífari. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt ólögfestum lagaskilareglum væri sú meginregla talin gilda að um erfðir færi eftir reglum þess lands þar sem arfleiðandi átti síðast heimilisfesti. Sé í lögum erlends ríkis, þar sem eign er, mælt fyrir um sérstakar reglur varðandi slíkar eignir, sem komi í stað almennra reglna, víki meginreglan fyrir sérreglunni og beri þá að beita um eignina lögum þess lands þar sem hún er. Þegar sakarefni eða málsaðilar hafi slík tengsl við erlent ríki, að til beitingar reglna þess ríkis komi fyrir íslenskum dómstólum um sakarefnið í heild eða að hluta, þurfi að heimfæra lagareglur um hið erlenda lögfræðilega fyrirkomulag sem um ræðir til réttarsviðs en við slíka heimfærslu beri almennt að styðjast við lög dómstólslandsins. Ef hið erlenda fyrirkomulag sé mjög ólíkt því sem tíðkast í dómstólslandinu eða þekkist jafnvel ekki þar geti þó verið varhugavert eða orkað tvímælis að heimfæra það til annars réttarsviðs en þess sem miðað er við í því erlenda ríki þar sem reglan á uppruna sinn. Geti við þær aðstæður verið réttlætanlegt víkja frá meginreglunni um að heimfærsla til réttarsviðs lúti lögum dómstólslandsins og l áta hana þess í stað ráðast af lögum í hinu erlenda ríki. Taldi Hæstiréttur A hefði með framlagðri matsgerð dómkvadds manns sannað tilvist og efni þeirra bandarísku lagareglna sem málatilbúnaður hennar var reistur á. Jafnframt taldi Hæstiréttur umræddir bankareikningar hefðu verið stofnaðir, skráðir og varðveittir í fjármálastofnunum í Suður Karólínu fylki í samræmi við reglur bandarískrar löggjafar um fjármálastofnanir og fyrrnefndar JTWROS-reglur en á grundvelli síðarnefndu reglnanna hefði A við andlát E orðið eini eigandi þeirra. Var krafa A um að innstæður á bankareikningunum í Bandaríkjunum féllu ekki undir opinber skipti á dánarbúi E því tekin til greina. Dómur Dómur Dómur Dómur Hæstaréttar. Hæstaréttar. Hæstaréttar. Hæstaréttar.

Upload: others

Post on 21-Jul-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Miðvikudaginn 20. maí 2020.

Nr. 7/2020. AAAA

(Þorsteinn Einarsson lögmaður)

gegn

BBBB

CCCC ogogogog

DDDD

(Árni Ármann Árnason lögmaður)

Kærumál. Opinber skipti. Dánarbússkipti. Kaupmáli. Eignarréttur. Sameign. Erlendréttarregla. Lagaskil.

Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem krafa barna E heitins um að innstæður átilteknum bankareikningum í Bandaríkjunum féllu undir opinber skipti á dánarbúi E var tekintil greina. A, eiginkona E, kærði úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar og krafðistviðurkenningar á því að innstæður á bankareikningunum féllu ekki undir skipti á dánarbúi E.Ágreiningur aðila laut að því hvort að um eignarhald fjármuna á reikningunum færi eftirákvæðum íslenskra lagareglna eða laga í Suður Karólínu fylkií Bandaríkjunum um svokallaðJTWROS sem fæli í sér að við andlát skammlífari sameiganda ljúki eignarrétti hans og ölleignin falli þar með óskipt til hins langlífari. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmtólögfestum lagaskilareglum væri sú meginregla talin gilda að um erfðir færi eftir reglum þesslands þar sem arfleiðandi átti síðast heimilisfesti. Sé í lögum erlends ríkis, þar sem eign er,mælt fyrir um sérstakar reglur varðandi slíkar eignir, sem komi í stað almennra reglna, víkimeginreglan fyrir sérreglunni og beri þá að beita um eignina lögum þess lands þar sem húner. Þegar sakarefni eða málsaðilar hafi slík tengsl við erlent ríki, að til beitingar reglna þessríkis komi fyrir íslenskum dómstólum um sakarefnið í heild eða að hluta, þurfi að heimfæralagareglur um hið erlenda lögfræðilega fyrirkomulag sem um ræðir til réttarsviðs en við slíkaheimfærslu beri almennt að styðjast við lög dómstólslandsins. Ef hið erlenda fyrirkomulag sémjög ólíkt því sem tíðkast í dómstólslandinu eða þekkist jafnvel ekki þar geti þó veriðvarhugavert eða orkað tvímælis að heimfæra það til annars réttarsviðs en þess sem miðað ervið í því erlenda ríki þar sem reglan á uppruna sinn. Geti við þær aðstæður veriðréttlætanlegt að víkja frá meginreglunni um að heimfærsla til réttarsviðs lúti lögumdómstólslandsins og l áta hana þess í stað ráðast af lögum í hinu erlenda ríki. TaldiHæstiréttur að A hefði með framlagðri matsgerð dómkvadds manns sannað tilvist og efniþeirra bandarísku lagareglna sem málatilbúnaður hennar var reistur á. Jafnframt taldiHæstiréttur að umræddir bankareikningar hefðu verið stofnaðir, skráðir og varðveittir ífjármálastofnunum í Suður Karólínu fylki í samræmi við reglur bandarískrar löggjafar umfjármálastofnanir og fyrrnefndar JTWROS-reglur en á grundvelli síðarnefndu reglnannahefði A við andlát E orðið eini eigandi þeirra. Var krafa A um að innstæður ábankareikningunum í Bandaríkjunum féllu ekki undir opinber skipti á dánarbúi E því tekin tilgreina.

DómurDómurDómurDómur Hæstaréttar. Hæstaréttar. Hæstaréttar. Hæstaréttar.

Page 2: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason, Greta

Baldursdóttir, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar 2. janúar 2020 en kærumálsgögn bárust

réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 19. desember 2019.

Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að innstæður á reikningi [...] í Bank of

America og á reikningi [...] í Merill Edge falli ekki undir skipti á dánarbúi E. Þá krefst

sóknaraðili þess að varnaraðilar greiði sér óskipt kostnað vegna meðferðar málsins í héraði og

fyrir Landsrétti og Hæstarétti.

Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið munnlega flutt 13. maí 2020.

I

Í málinu greinir aðila á um hvort innstæður á reikningi [...] í Bank of America og á

reikningi [...] í Merill Edge banka, báðir í Bandaríkjunum, falli undir skipti á dánarbúi E sem

lést [...]. Krafa sóknaraðila sem er eftirlifandi maki E er á því reist að um eignarhald fjármuna

á reikningunum fari eftir ákvæðum laga í Suður Karólínu um svokallað „joint tenancy with

the right of survivorship“, skammstafað JTWROS. Reikningarnir sem stofnaðir hafi verið á

árunum [...] og [...] hafi frá upphafi verið skráð ir eign þeirra beggja, E og sóknaraðila,

samkvæmt JTWROS-reglunum. Reikningar sem lúti þeim reglum sé u í óskiptri sameign

tveggja eða fleiri. Við andlát skammlífari sameiganda ljúki eignarrétti hans og falli öll eignin

þá óskipt til hins langlífari. Samkvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar, sem séu hluti

íslensks landsréttar, beri um reikningana að beita reglum þess lands sem samningarnir hafi

sterkust tengsl við en það séu reglur í Suður Karólínu fylki í Bandaríkjunum.

Varnaraðilar, sem eru börn E af fyrra hjónabandi, telja á hinn bóginn að þar sem E og

sóknaraðili hafi verið íslenskir ríkisborgarar og með lögheimili á Íslandi eigi erfðalög nr.

8/1962 og lög nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. að gilda um dánarbússkiptin í heild og

umræddir reikningar að koma til skipta samkvæmt þeim. Reikningarnir hafi verið stofnaðir á

árunum [...] og [...] en E og sóknaraðili hafi gengið í hjónaband og gert með sér kaupmála

árið [...], eftir að meint samkomulag um „joint tenancy with the right of survivorship“ eigi að

hafa verið gert. Verði litið svo á að stofnast hafi til eignarréttar á grundvelli

JTWROS-reglnanna við stofnun reikninganna sé í öllu falli ljóst að þeirri eignarréttarskipan

hafi lokið við gerð kaupmálans.

Með úrskur ði héraðsdóms var fallist á kröfu sóknaraðila um að umræddir

bankareikningar skyldu ekki falla undir skipti á dánarbúinu en Landsréttur komst að

gagnstæðri niðurstöðu í hinum kærða úrskurði. Kæruleyfi var veitt 27. janúar 2020 á

Page 3: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

grundvelli 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um me

ðferð einkamála, þar sem úrslit málsins um það hvort beita eigi bandarískum eða íslenskum

lögum um ágreining málsaðila gæti haft fordæmisgildi.

II

1

E var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni eignaðist hann þrjú börn fædd árin [...], [...] og

[...] og eru þau varnaraðilar málsins. Fyrra hjónabandi E mun hafa lokið árið [...] og árið [...]

eignaðist hann barn með sóknaraðila. E og sóknaraðili gengu í hjónaband á Íslandi [...] og

gerðu með sér kaupmála [...]. Í honum kemur fram að sumarbústaður að Nesjavöllum í

Grímsnes- og Grafningshreppi skuli vera séreign sóknaraðila en um aðrar eignir þeirra fari

eftir almennum reglum hjúskaparlaga. Sameiginlegt heimilisfang E og sóknaraðila eftir að

þau gengu í hjónaband var á Íslandi.

Samkvæmt bréfi utanríkisráðuneytisins [...] var sóknaraðili á árunum [...] til [...]

staðarráðin við [...] hjá [...] og á [...] í [...] en hún hafði þá verið búsett í Bandaríkjunum um

nokkurra ára skeið. Hún kom til starfa við [...] í [...] í lok [...] og var þar til ársloka [...]. Í bréfi

ráðuneytisins segir að sóknaraðili hafi fengið ársleyfi frá störfum árið [...] til að vera með

maka sínum, E, þegar hann fluttist til [...] frá [...] það ár. Sóknaraðili hafi svo aftur komið til

starfa við [...] í [...] í [...] árið [...] og starfað þar til [...] þegar hún fór á eftirlaun. Um störf E í

Bandaríkjunum segir í bréfi ráðuneytisins að hann hafi hafið störf í [...] árið [...] að loknu

námi í Bandaríkjunum. Hann hafi orðið [...] við [...] hjá [...] í [...] árið [...] og starfað þar sem

slíkur til ársins [...]. Frá árinu [...] til ársins [...] hafi E starfað við [...] í [...] og frá árinu [...] til

ársins [...] í [...]. Þá hafi E fylgt maka sínum, sóknaraðila, þegar hún fór til starfa í [...] í [...]

árið [...] og dvalið þar með henni út árið [...].

2

Á árinu [...] festu E og sóknaraðili kaup á íbúð við [...] Suður Karólínu í

Bandaríkjunum. Í hæstaréttarmáli nr. 8/2020, sem er milli sömu aðila og þetta mál, er deilt

um hvort íbúðin falli undir skipti á dánarbúi E, og er dómur í því máli kveðinn upp í dag

samhliða dómi í þessu máli.

3

Sóknaraðili og E stofnuðu [...] saman reikning í Bank of America í Suður Karólínu í

Bandaríkjunum sem fékk númerið [...]. Þá stofnuðu þau [...] saman reikning í Bank of

America Investments í Suður Karólínu með númerinu [...]. Vegna sameiningar Bank of

America Investments við Merrill Lynch fékk seinni reikningurinn númerið [...] í Merril Edge.

Við andlát E voru innstæður á báðum reikningunum. Í skilmálum beggja reikninganna, sem E

Page 4: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

og sóknaraðili undirrituðu, kemur fram að um þá fari eftir reglum bandarískra laga um

sameiginlegt eignarhald, „joint tenancy with the right of survivorship“, skammstafað

JTWROS.

Í stofnskjali reikningsins við Bank of America sem stofnaður var á árinu [...] (Personal

Signature Card with Substitute Form W-9) kemur fram reikningsnúmerið og að um

tékkareikning sé að ræða. Þá segir undir fyrirsögninni „Account Title“ að reikningseigendur

séu sóknaraðili og E, hakað er við í reitinn „Joint with Survivorship“. Einnig segir í skjalinu:

„By signing below, I/we acknowledge and agree that this account is and shall be governed by

the terms and conditions set forth in the following documents, as amended from time to time

... By signing below I/we also acknowledge and agree that the signature(s) will serve as

verification for any transaction in connection with this account, any Line of Creditchecks

which I/we may sign, and as the certification (set forth below) of the taxpayer identification

number to which I/we want interest reported.“

Í stofnskjali reikningsins við Bank of America Investments sem stofnaður var á árinu

[...] (Brokerage Account Application) er E tilgreindur sem „Investor A“ og sóknaraðili sem

„Investor B“. Undir fyrirsögninni „Registration Types“ er skráð „J“ sem samkvæmt

skýringartexta stofnskjalsins stendur fyrir „Joint with Rights of Survivorship (J).“

Á bankayfirliti frá Merrill Edge vegna reiknings [...] eru eigendur reikningsins

tilgreindir „[...] and [...] JTWROS.“ Þá segir á yfirlitinu: „Merrill Edge is the marketing name

for two businesses: Merrill Edge Advisory Center, which offers team-based advice and

guidance brokerage services; and a self-directed online investing platform. Both are made

available through Merrill Lynch, Pierce, Fenner & Smith Incorporated (MLPF&S). MLPF&S

is a registered broker-dealer. Member SIPC and a wholly owned subsidiary of Bank of

America Corporation.“

Sem fyrr greinir lést E [...]. Í málinu er ágreiningslaust að eftir andlát hans lét

sóknaraðili breyta skráningu umræddra bankareikninga yfir á sitt nafn en þeir höfðu eins og

áður er fram komið verið skráðir á nöfn þeirra beggja.

4

Dánarbú E var tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur [...] og

nafngreindur lögmaður skipaður skiptastjóri. Í bréfi hans [...] til Héraðsdóms Reykjavíkur

kom fram að þegar E lést hafi verið tveir bankareikningar í Bandaríkjum Norður Ameríku me

ð innstæðu á nafni þeirra E og sóknaraðila, annar í Bank of America með innstæðu upp á

USD [...] og hinn í Merrill Edge með innstæðu upp á USD [...]. Þá segir í bréfi skiptastjóra að

sóknaraðili haldi því fram að samkvæmt ákvæðum laga í Bandaríkjunum falli þessir

Page 5: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

fjármunir ekki undir skipti á dánarbúinu heldur falli réttur E við andlát hans beint til hins

langlífari og beri að beita ákvæðum bandarískra laga í þessu tilviki. Varnaraðilar haldi því á

hinn bóginn fram að íslensk lög gildi um allar eignir hins látna, hvort sem þær séu hér á landi

eða annars staðar og falli innstæðurnar á bankareikningunum því undir dánarbússkiptin jafnt

sem aðrar eignir hins látna.

Í fyrrgreindu bréfi skiptastjóra segir einnig að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sé rekið

annað ágreiningsmál milli sömu aðila út af sömu dánarbússkiptum vegna eignarhalds á

fasteign í Bandaríkjum Norður Ameríku. Með vísan til þess máls hafi verið lögð fram

greinargerð lögmanns sóknaraðila til skiptastjóra dagsett [...], þar sem fram komi að hann telji

sömu rök og þar komi fram eiga við í þessu máli, og sé greinargerðin meðfylgjandi. Í

greinargerðinni færir lögmaðurinn fram rök sóknaraðila fyrir því að um fasteign þá í Suður

Karólínu í Bandaríkjunum, sem um er deilt í hæstaréttarmáli nr. 8/2020, gildi bandarísk lög

og eigi hún samkvæmt þeim ekki að falla undir skipti á dánarbúi E.

5

Ágreiningsmál um dánarbússkipti vegna bankareikninga þeirra sem mál þetta snýst um

var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur [...]. Sóknaraðili lagði fram greinargerð af sinni hálfu

8. febrúar 2019 og greinargerð varnaraðila var lögð fram 15. mars sama ár. Í þinghaldi 27.

mars 2019 lagði sóknaraðili fram matsgerð og er það matsgerð sú sem frá greinir í kafla III

hér á eftir. Í sama þinghaldi lögðu varnaraðilar fram bókun. Í henni kemur fram að þeir telji

matsgerðina ónothæfa og því sé óþarfi að óska yfirmats á þessu stigi. Þar fyrir utan telji

varnaraðilar að matsgerðin geti aldrei skipt neinu máli þar sem skiptin eigi að fara fram

samkvæmt íslenskum lögum. Þurfi þá meðal annars að taka mið af kaupmálanum sem gerður

var [...] þar sem fram komi að um allar aðrar eignir E og sóknaraðila en sumarbústaðinn á

Þingvöllum skuli fara eftir almennum reglum hjúskaparlaga. Í tilefni af framangreindri bókun

varnaraðila óskaði s óknaraðili bókað að mótmælt sé þeirri málsástæðu að matsgerðin sé

ónothæf og að hún geti aldrei skipt neinu máli og að skiptin eigi að fara fram samkvæmt

íslenskum lögum og kaupmálanum [...]. Í þinghaldi 3. október 2019 bókaði héraðsdómari að

skýrsla „sem Víðir Smári Petersen ... gaf ... í máli nr. Q-[...]verður einnig lögð til grundvallar

í þessu máli, Q-[...].“

III

Spurningar þær sem lagðar voru fyrir matsmanninn í máli nr. Q-[...] voru eftirfarandi:

„Spurning 1. Hvaða réttarreglur gilda í rétti Suður Karólínu fylkis í Bandaríkjunum (tilvist og

efni) um kaupsamninga um fasteign sem kveða á um að um fasteign gildi sameiginlegt

eignarhald með erfðarétti (e. joint tenancy with the right of survivorship) (SC Code 27-7-40

Page 6: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Creation of joint tenancy; filing; severance). Spurning 2. Þess er óskað að matsmaður lýsi

hinni erlendu réttarreglu og láti í ljós rökstutt álit á efni hennar og þá hvernig fari um

eignarhald á fasteign sem um gildi „joint tenancy with the right of survivorship“ við andlát

annars sameiganda fasteignarinnar. Þess er óskað að matsmaður skoði og meti efni

réttarreglunnar miðað við tímabilið 2002 til 2017.“

Í matsgerðinni tilgreinir matsmaður í upphafi hvaða gögn hann hafi haft til hliðsjónar

við samningu hennar. Í kafla undir fyrirsögninni „Almennt um regluna og uppruna hennar“

segir að matsgerðin fjalli um réttarreglu sem nefnist „joint tenancy with the right of

survivorship“, skammstafað, JTWROS, en mælt sé fyrir um hana í 40. gr., 7. kafla, 27. þáttar

lögbókar Suður Karólínu (Section 40, Chapter 7, Title 27 of the SC Code of Laws). Í

bandarískum rétti sé að finna ýmis eignarform sameigenda en algengustu tegundirnar séu

JTWROS og „Tenancy in Common“, skammstafað TIC. Fyrir aldamótin 2000 hafi

eignarformið JTWROS sjaldan verið notað í Suður Karólínu vegna þess að lögin sem átt hafi

við hafi verið óljós. Á árinu 2000 hafi verið sett sérstök löggjöf varðandi JTWROS og eigi

hún við í þessu máli, það er 40. gr., 7. kafla, 27. þáttar lögbókar Suður Karólínu.

Eignarformið sé ekki einskorðað við hjón en það hafi þó orðið vinsælt meðal þeirra í ríkinu.

Til einföldunar verði í umfjöllun matsmannsins gert ráð fyrir því að sameigendur í

eignarforminu JTWROS séu tveir, þar sem sú staða sé uppi í dómsmálinu sem rekið sé fyrir

Héraðsdómi Reykjavíkur, en reglurnar geri ráð fyrir því að sameigendur geti verið fleiri.

Miðað við þær upplýsingar sem matsmaður hafi haft verði ekki séð að réttarreglan hafi breyst

á árunum 2002 til 2017.

Munurinn á TIC og JTWROS felist fyrst og fremst í því hvernig yfirfærsla eignarréttar

sé útfærð við andlát skammlífari sameigandans. Í tilviki TIC verði eignarhlutur hans eign

dánarbús viðkomandi og skiptist eftir almennum reglum (e. intestacy law) eða í samræmi við

erfðaskrá hins látna. Þessu sé öðru vísi farið í tilviki JTWROS en í stuttu máli feli reglan það

í sér að eign sé í sameign á meðan sameigendur séu á lífi en við andlát hins skammlífari

eiganda renni eignin ásamt öllum réttindum og skyldum til langlífari sameiganda. Í þessu

felist að hinum sameiginlegu hagsmunum, sem JTWROS feli í sér, ljúki við andlát

skammlífari sameigandans og eigi hinn langlífari í kjölfari ð rétt á stærri hlut í eigninni. Í

bandarískum rétti sé ekki litið svo á að eignarhluti hins skammlífari færist til þess sem eftir

lifi eða að hann erfi eignarhlutinn heldur að hagsmunum hins látna einfaldlega ljúki og þar

með verði hagsmunir eftirlifandi sameiganda meiri yfir eigninni en áður.

Til þess að setja framangreint í annað samhengi megi segja að í tilviki TIC sé litið á

hvern og einn sameiganda sem sjálfstæðan eiganda. Sameignin sé óskipt í þeim skilningi að

Page 7: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

allir sameigendur hafi rétt til þess að hagnýta eignina en eignarhaldið sé skipt þannig að hver

sameigandi fari aðeins með tiltekinn eignarhluta í eigninni sem geti erfst eftir almennum

reglum. Af þeim sökum sé litið svo á í tilviki TIC að eignin sé í eigu margra sameigenda sem

geti ráðstafað hagsmunum sínum með þeim hætti sem þeir kjósi, til dæmis með framsali eða

arfleiðslu. Í tilviki JTWROS sé bæði hagnýtingin og eignarhaldið sameiginlega á hendi

sameigendanna og sé litið á þá sem einn eiganda. Þeir deili óskiptum hagsmunum í allri

eigninni og sé litið á þá sem sameiginlega eigendur. Sameigandi í JTWROS geti því ekki

ráðstafað hagsmunum sínum og þeir erfist ekki eftir almennum reglum enda sé litið svo á að

hagsmunir sameigandans hverfi við andlát hans.

Í kafla undir fyrirsögninni „Nánar um eðli eignarformsins“ segir í matsgerðinni að við

túlkun og beitingu hinnar umdeildu reglu sé mikilvægt að hafa í huga að JTWROS sé

eignarform í rétti Suður Karólínu, svipað eins og sérstök sameign eða séreignarréttur sé u

eignarform í íslenskum rétti. Í þessu sambandi megi benda á að heiti 27. þáttar lögbókar

Suður Karólínu sé „Eignir og yfirfærslur“ (Property and Conveyances) og 7. kafli þess þáttar

fjalli um „Form og framkvæmd yfirfærslu eignarréttinda“ (Form and Execution of

Conveyances). Á hinn bóginn sé erfitt að heimfæra eignarformið JTWROS upp á íslenskan

rétt. TIC sé að mestu leyti sambærilegt sérstakri sameign að íslenskum rétti sem felist meðal

annars í því að hagnýtingarréttur yfir sameigninni sé óskiptur, þótt eignarhaldið sé skipt, og

við andlát erfist hlutdeild hins látna í sameigninni eftir almennum reglum. JTWROS sé

frábrugðið eignarform að því leyti að sameigendur eigi ekki tiltekinn eignarhlut og hagsmunir

sameigandans erfist ekki heldur „sameinist“ hagsmunum þess sem lengur lifir. JTWROS

svipi að einhverju leyti til óðalsréttar eins og hann hafi verið í gildistíð eldri jarðalaga. Þá

megi jafnvel líta svo á að JTWROS sé nokkurs konar sjálfseignarstofnun með óskiptum

hagsmunum sameigenda sem báðir hafi í umráðum sínum en eðli „stofnunarinnar“ breytist í

hefðbundinn séreignarrétt við andlát hins skammlífari sameiganda.

Í kafla undir fyrirsögninni „Stofnun eignarformsins samkvæmt lögum“ segir að af

(a)-lið hins umdeilda lagaákvæðis lögbókar Suður Karólínu megi ráða að hægt sé að stofna til

eignarformsins með margvíslegum hætti. Í ákvæðinu komi fram að stofnað sé til JTWROS

með hvers kyns skjali um eignaryfirfærslu fasteignar sem innihaldi nöfn sameigendanna

ásamt orðunum „as joint tenants with the right of survivorship, and not as tenants in

common“. Í þessu sambandi megi nefna að í dómi Hæstaréttar Suður Karólínu 9. maí 2012 í

máli nr. 27123 (Eldridge IV III gegn Eldridge) hafi maður fært eign úr tilteknum sjóði

einhliða yfir á sig og eiginkonu sína samhliða stofnun eignarformsins JTWROS. Ekki hafi

verið uppi ágreiningur í málinu um að löglega hafi verið stofnað til þess.

Page 8: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Í kafla undir fyrirsögninni „Hvernig eign færist yfir til langlífari sameiganda að lögum“

segir að fræðilega virðist gengi ð út frá því að eignarrétturinn færist sjálfkrafa (e.

automatically eða immediately) yfir til langlífari sameigandans við andlát hins skammlífari

en að framlagning dánarvottorðs sé nauðsynleg til þess að breyta skráningunni í

fasteignaskrá. Í (b)-lið hins umdeilda lagaákvæðis komi fram að hinn eftirlifandi sameigandi

þurfi að leggja fram dánarvottorð til fasteignaskrár (e. Register of Deeds) í þeirri sýslu þar

sem fasteignin sé staðsett. Framlagning dánarvottorðsins feli í sér staðfestingu á að hinn

skammlífari sameigandi sé látinn og að hagsmunir hans í eigninni færist yfir til langlífari

eiganda. Loks segir í matsgerðinni í kafla undir fyrirsögninni „Sérákvæði um túlkun

ákvæðisins“ að í (c)-lið þess komi fram að ákvæðið eigi að túlka rúmt í því skyni að ná fram

vilja samningsaðilanna. Matsmaðurinn kom fyrir dóm í máli nr. Q-[...], staðfesti að hafa

unnið matsgerðina og að hún fæli í sér rétta lýsingu á þeim réttarreglum sem þar væri fjallað

um.

IV

Þegar ágreiningsefni kemur til kasta í slenskra dómstóla er algengast að þeir beiti

íslenskum réttarreglum við úrlausn máls (lex fori). Aðild máls eða sakarefni kann þó að vera

svo vaxið að í vissum tilvikum sé eðlilegra að beita erlendri r éttarreglu en íslenskri.

Alþjóðlegur einkamálaréttur eða lagaskilaréttur er það svið landsréttar sem segir til um hvers

lands lögum beita beri við úrlausn ágreinings sem tengist fleiri en einu réttarkerfi. Íslenskur

lagaskilaréttur er að mestu ólögfestur og reglur hans fyrst og fremst reistar á

dómafordæmum, réttarvenjum, eðli máls og fræðiskoðunum.

Meðal lögfestra lagaskilareglna eru lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar.

Þau eiga sér fyrirmynd í Rómarsamningnum svonefnda (The Rome Convention) sem

undirritaður var 19. júní 1980 en hann var öðrum þræði byggður á 220. gr. Rómarsáttmálans

(The Rome Treaty), stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu (EBE). Í athugasemdum

greinargerðar með frumvarpi til laga nr. 43/2000 kemur fram að vegna aðildar Íslands að

Evrópska efnahagssvæðinu sé brýnt að íslenskar lagaskilareglur á sviði samningaréttar séu í

samræmi við reglur annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Of þungt sé í vöfum að Ísland

gerist aðili að Rómarsamningnum en tryggja megi að í innlendan rétt séu settar reglur

samhljóða ákvæðum þess samnings, og sé það markmið frumvarpsins. Samkvæmt 2. gr. laga

nr. 43/2000 gilda lögin þótt þau leiði til þess að beita beri löggjöf ríkis sem er utan Evrópska

efnahagssvæðisins. Um það segir í lögskýringargögnum að með ákvæði 2. gr. sé lögð áhersla

á víðfeðmt gildissvið laganna. Þannig gildi þau einnig fullum fetum þótt þau leiði til þess að

beitt verði reglum lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, til dæmis vegna þess að aðilar hafi

Page 9: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

samið um það, sbr. ákvæði 3. gr. Aðrar reglur laganna geti einnig leitt til hins sama, sbr. til

dæmis 4. gr. þeirra, þegar samningur sé talinn hafa sterkust tengsl við tiltekið land.

Í máli þessu er ágreiningur um hvort innstæður á reikningi nr. [...] í Bank of America

og á reikningi nr. [...] í Merill Edge falli undir skipti á dánarbúi E sem fara fram hér á landi.

Eins og áður er rakið telur sóknaraðili, meðal annars með vísan til 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4.

gr. laga nr. 43/2000, að um eignarrétt að innstæðum á bankareikningunum fari eftir reglum

bandarískra laga og samkvæmt þeim séu innstæðurnar séreign sóknaraðila og falli því ekki

undir skiptin. Varnaraðilar telja á hinn bóginn að skipti dánarbúsins lúti í öllu íslenskum

réttarreglum og samkvæmt þeim falli innstæðurnar undir skiptin.

Í 1. gr. laga nr. 20/1991 kemur fram að eftir fyrirmælum þeirra skuli skipta dánarbúum

eftir þá menn sem áttu lögheimili eða höfðu annars fasta búsetu hér á landi á dánardægri,

nema skiptin fari fram í öðru ríki eftir reglum þjóðaréttar eða ákvæðum samnings sem

íslenska ríkið hefur gert við annað ríki og hefur lagagildi hér á landi. Eins og áður er fram

komið áttu sóknaraðili og E lögheimili hér á landi og höfðu hér fasta búsetu á dánardægri

hans. Kemur dánarbú hans því með réttu til skipta hér á landi.

Í XIV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993 eru reglur um fjárskipti milli hjóna vegna

hjúskaparslita o.fl. Þar segir í 2. mgr. 96. gr. að efnisreglur um skipti í þeim kafla eigi einnig

við um skipti vegna andláts maka nema annað leiði af einstökum ákvæðum. Samkvæmt 99.

gr. laganna taka skiptin til heildareigna hvors hjóna nema samningar um séreignir, reglur um

lögmæltar séreignir eða fyrirmæli gefanda eða arfleiðanda leiði til annarrar niðurstöðu.

Endurspeglast í þessu ákvæði sú grundvallarregla norræns réttar að við skipti dánarbúa fari í

einu lagi fram heildarskipti sem taki til allra eigna hins látna. Er reglan á Norðurlandamálum

ýmist nefnd heildarskiptareglan (princippet om bobehandlingens enhed og universalitet), eða

reglan um einn arfleiðanda, eitt bú og eitt uppgjör (prinsippet om skiftets enhet, ein arvelatar,

eitt bu, eitt uppgjer). Í reglunni felst meðal annars að dánarbússkipti sem fara fram hér á landi

lúta almennt einum lögum og þá íslenskum (lex fori) og ná til allra eigna bús án tillits til þess

hvar þær eru eða hvort um er að ræða fasteignir eða lausafé.

Samkvæmt ólögfestum lagaskilareglum í norrænum rétti og þar með talið íslenskum er

sú meginregla talin gilda að um erfðir fari eftir reglum þess lands þar sem arfleiðandi átti

síðast heimilisfesti (avdø des sidste hjemlands rett, personalstatuttet – arveladers sidste

domicil, hans domicillov på dødsfaldets tidspunkt). Jafnframt er viðurkennt að sé í lögum

erlends ríkis, þar sem eign er, mælt fyrir um sérstakar reglur varðandi slíkar eignir, sem komi

í stað almennra reglna, víki meginreglan fyrir sérreglunni. Eru þau sjónarmið sem almennt

liggja því til grundvallar að beita einum lögum um öll búskiptin þá ekki talin eiga við og ber

Page 10: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

þá að beita um eignina lögum þess lands þar sem hún er (lex rei sitae). Í því felst að til

viðbótar lögum í því landi þar sem arfleifandi átti síðast heimilisfesti sé um eign beitt þeim

reglum sem gilda í því landi þar sem hún er.

Þegar sakarefni eða málsaðilar hafa slík tengsl við erlent ríki, að til beitingar reglna þ

ess ríkis kemur fyrir íslenskum dómstólum um sakarefnið í heild eða að hluta, þarf að

heimfæra lagareglur um hið erlenda lögfræðilega fyrirkomulag sem um ræðir til réttarsviðs.

Það er óskráð meginregla í norrænum rétti sem á sér stoð í fræðiskoðunum og

dómaframkvæmd, sbr. dóm Hæstaréttar Noregs, sem birtur er í Rt. 1995, bls. 1415, og dóm

Hæstaréttar Svíþjóðar, sem birtur er í NJA 1970, bls. 420, að við heimfærslu til réttarsviðs er

meginreglan sú að stuðst er við lög dómstólslandsins (lex fori) og að frá henni eru fáar

undantekningar. Við dánarbús- og gjaldþrotaskipti, svo dæmi séu nefnd, er algengt að erlent

fyrirkomulag sem á reynir sé samkvæmt íslenskum rétti á sviði erfðaréttar, hjúskaparréttar,

samningaréttar eða eignarréttar. Eru það þá lagaskilareglur á þessum réttarsviðum sem eftir

heimfærslu (kvalifikation) ráða því hvers lands lögum beitt er við úrlausn málsins.

Ef erlendu fyrirkomulagi sem á reynir við úrlausn máls fyrir íslenskum dómstólum

svipar til þess sem gildir í íslenskum rétti er heimfærsla til réttarsviðs sjaldnast vandkvæðum

bundin og ræðst af lögum dómstólslandsins (lex fori). Öðru máli gegnir þegar hið erlenda

fyrirkomulag er mjög ólíkt því sem tíðkast í dómstólslandinu eða þekkist jafnvel alls ekki þar.

Getur þá verið varhugavert og orkað tvímælis að heimfæra það til annars réttarsviðs en þess

sem miðað er við í því erlenda ríki þar sem reglan á uppruna sinn. Hefur það sjónarmið verið

orðað í kenningum norrænna fræðimanna að við þær aðstæður geti verið réttlætanlegt að

víkja frá meginreglunni um að heimfærsla til réttarsviðs lúti lögum dómstólslandsins og láta

hana þess í stað ráðast af lögum í hinu erlenda ríki. Að þessu gættu kemur næst til skoðunar

hvort svo hagi til í máli þessu.

Eins og áður greinir stofnuðu sóknaraðili og E bankareikninga þá sem um ræðir í

málinu á árunum [...] og [...] í bandarísku bönkunum Bank of America og Merrill Lynch,

síðar Merrill Edge. Reikningarnir voru í upphafi stofnaðir og eftirleiðis skráðir á nöfn þeirra

beggja og var sérstaklega tekið fram í stofnskjölum reikninganna að um eignarhald á þeim

færi eftir JTWROS-reglunum. Ágreiningslaust er að eftir andlát E voru reikningarnir skráðir

á nafn sóknaraðila einnar í samræmi við JTWROS-reglurnar.

Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 þarf sá sem í dómsmáli ber fyrir sig erlenda

réttarreglu að sanna tilvist hennar og efni. Með framlagðri matsgerð hins dómkvadda manns,

sem ekki hefur verið hnekkt með yfirmati, hefur sóknaraðili sannað tilvist og efni þeirra

bandarísku lagareglna sem málatilbúnaður hennar er reistur á, JTWROS-reglnanna. Jafnframt

Page 11: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

hefur sóknaraðili með málatilbúnaði sínum að öðru leyti leitt í ljós að gildissvið þeirra reglna

er ekki takmarkað við fasteignir og ná þær einnig til lausafjár á borð við innstæður á

bankareikningum. Þá hefur sóknaraðili einnig sannað að til eignarhalds hennar og E á

reikningunum hafi í upphafi stofnast í samræmi við umræddar reglur og að eignarréttur E hafi

við andlát hans færst óskiptur yfir til hennar samkvæmt sömu reglum.

Með matsgerð hins dómkvadda manns og öðrum framlögðum gögnum telst í ljós leitt

að hinar svokölluðu JTWROS-reglur séu samkvæmt bandarískum rétti á sviði eignarréttar og

varði fyrirkomulag á sameignarrétti sem ekki þekkist í íslenskum rétti. Þá kemur einnig fram

í matsgerðinni að þó svo að þessar reglur njóti vinsælda meðal hjóna í Suður Karó línu sé

gildissvið þeirra ekki takmarkað við hjón og geti tveir eða fleiri nýtt sér þetta eignarform, til

dæmis viðskiptafélagar. Í þessu sambandi er þess að geta að þegar sóknaraðili og E stofnuðu

umrædda reikninga á árunum [...] og [...] höfðu þau ekki gengið í hjónaband en það gerðu þau

eins og áður er fram komið í ágúst ári ð [...]. Af framangreindu eðli þess erlenda

fyrirkomulags sem á reynir í málinu leiðir að það verður hvorki heimfært til sviðs erfðaréttar

né reglna um fjármál hjóna samkvæmt íslenskum rétti. Verða íslenskar lagaskilareglur á þeim

réttarsviðum því ekki lagðar til grundvallar við úrlausn málsins.

Þar sem hinar erlendu réttarreglur sem við eiga í málinu mæla fyrir um stofnun, inntak,

lögvernd, yfirfærslu og lok eignarréttar yfir verðmæti sem er í sameign, og um er að ræða

sérstakt tilbrigði sameignarréttar sem ekki þekkist í íslenskum rétti, verður að heimfæra

reglurnar til sviðs eignarréttar eins og gert er í Bandaríkjunum. Af því leiðir að það fer eftir

íslenskum lagaskilareglum á sviði eignarréttar hvers lands lögum skuli beitt við úrlausn

málsins varðandi eignarhald umræddra bankareikninga.

Samkvæmt íslenskum lagaskilareglum á sviði eignarréttar sem eru samræmi við

kenningar norrænna fræðimanna ræður staðsetning lausafjár almennt úrslitum við ákvörðun

um hvers lands lögum skuli beita við úrlausn um eignarréttarlega stöðu viðkomandi

verðmætis. Hafi verðmætið á því tímabili sem máli skiptir alltaf verið á sama forráðasvæðinu

er ekki vandkvæðum bundið að beita lögum þess forráðasvæðis þar sem eignin er (lex rei

sitae) um hina eignarréttarlegu stöðu. Beita norrænir dómstólar í því tilviki þeim lögum þar

sem eignin er, hvort sem hún er í tilteknu öðru norrænu ríki eða utan þess, og nær það meðal

annars til þess hvort framsal leiði til brottfalls beins eignarréttar eða takmarkaðra

eignarréttinda yfir verðmætinu.

Í því tilviki sem hér er til úrlausnar voru umræddir bankareikningar stofnaðir, skráðir

og varðveittir í fjármálastofnunum í Suður Karólínu í Bandaríkjunum í samræmi við reglur

bandarískrar löggjafar um fjármálastofnanir og hinar svokölluðu JTWROS-reglur, og eru það

Page 12: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

síðarnefndu reglurnar sem gilda um eignarréttarlega stöðu innstæðna á bankareikningunum.

Á sú niðurstaða sér einnig stoð í 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000. Í fyrrnefnda

ákvæðinu segir að um samninga skuli beita þeim lögum, sem samningsaðilar hafa valið

berum orðum, eða þeim lögum sem með vissu verða talin leiða af samningnum eða öðrum

atvikum, en reglan sækir samkvæmt lögskýringargögnum stoð sína í grundvallarregluna um

samningsfrelsið. Í síðarnefnda ákvæðinu segir að hafi samningur ekki að geyma ákvæði um

það hvers lands lögum skuli beita, sbr. 3. gr. laganna, skuli beita lögum þess lands sem

samningur hafi sterkust tengsl við.

Á grundvelli JTWROS-reglnanna varð sóknaraðili við andlát E og eftirfarandi skr

áningu bankareikninganna á hennar nafn eini eigandi þeirra beggja og öðluðust aðrir erfingjar

E við andlát hans enga hlutdeild í þeim eignarrétti sem áður hafði tilheyrt honum. Gerð

kaupmálans milli sóknaraðila og E árið [...] fær þessari niðurstöðu ekki breytt. Er í því

sambandi fyrst til þess að líta að samkvæmt efni sínu virðist kaupmálanum fyrst og fremst

ætlað að tryggja að sumarbústaðurinn að Nesjavöllum sé séreign sóknaraðila. Í annan stað

verður að leggja til grundvallar að til þess að kaupmálinn gæti breytt þeirri eignarréttarskipan

sem komið var á við stofnun bankareikningana hefði þurft að taka til þess afstöðu berum

orðum í honum og fylgja fyrirmælum hans síðan eftir með löggerningsgerð og breyttri

skráningu í samræmi við efni bandarískra reglna. Það var ekki gert. Verður í þessu sambandi

einnig að taka mið af því sem fram kemur í matsgerð hins dómkvadda manns að við túlkun

JTWROS-reglnanna eigi að túlka ákvæði þeirra rúmt í því skyni að ná fram vilja

samningsaðilanna.

Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða málsins að innstæður á reikningi nr. [...] í

Bank of America og á reikningi nr. [...] í Merill Edge falli ekki undir skipti á dánarbúi E.

Eftir framangreindum úrslitum verður varnaraðilum gert að greiða sóknaraðila óskipt

kostnað af rekstri máls þessa sem ákveðinn verður í einu lagi á öllum dómstigum eins og

nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun um málskostnað er tekið tillit til þess að samhliða

þessu máli er sem fyrr greinir rekið annað samkynja mál milli sömu aðila.

Dómsorð:

Innstæður á reikningi nr. [...] í Bank of America og á reikningi nr. [...] í Merill Edge

falla ekki undir skipti á dánarbúi E.

Varnaraðilar, B, C og D, greiði óskipt sóknaraðila, A, 1.000.000 krónur í málskostnað í

héraði, fyrir Landsrétti og Hæstarétti.

Page 13: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

ÚrskurðurÚrskurðurÚrskurðurÚrskurður Landsréttar Landsréttar Landsréttar LandsréttarLandsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttirkveða upp úrskurð í máli þessu.

Málsmeðferð og dómkröfur aðila1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 25. nóvember 2019 en málsgögn og

greinargerð bárust réttinum 9. desember sama ár. Greinargerð varnaraðila barst réttinum16. desember 2019. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2019 ímálinu nr. Q-[...]/2018 þar sem viðurkennt var að innstæður á reikningi varnaraðila íBank of America nr. [...] og á reikningi hennar í Merill Edge nr. [...] falli ekki undir skiptiá dánarbúi E og að beita beri ákvæðum laga í Suður-Karólínu um eignarhald á innstæðumá þeim bankareikningum. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti ádánarbúum o.fl.

2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið aðfallist verði á að allar innstæður á dánardegi E, [...], á fyrrgreindum reikningum falli undirskipti á dánarbúi E ásamt þeim vöxtum sem bæst hafi við innstæðurnar frá dánardegi. Þákrefjast sóknaraðilar þess að varnaraðila verði gert að greiða þeim málskostnað í héraðiog kærumálskostnað.

3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

Málsatvik4 Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði varðar sakarefni málsins það álitaefni hvort

nánar tilgreindar innstæður á tveimur bankareikningum í Bandaríkjunum skuli falla undiropinber skipti á dánarbúi E sem lést [...]. Varnaraðili var eiginkona E heitins ensóknaraðilar eru börn hans af fyrra hjónabandi. Fyrir liggur að varnaraðili og E stofnuðuumrædda bankareikninga sameiginlega árin [...] og [...] og voru þeir skráðir á nöfn þeirrabeggja. Fyrir liggur að í kjölfar andláts E voru reikningarnir að frumkvæði varnaraðilaskráðir á hennar nafn. Af hennar hálfu er á því byggt að um eignarhaldið ábankareikningunum hafi gilt réttarregla í bandarískum lögum sem nefnist í íslenskriþýðingu „sameiginlegt eignarhald með erfðarétti“ (e. joint tenancy with the right ofsurvivorship) og hafi breytingin á skráningu reikninganna yfir á hennar nafn byggst áþeirri reglu. Reglan mun fela efnislega í sér, samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð um efnihennar sem varðar þó fyrst og fremst skráningu fasteigna, að eignarréttur sameigendafærist yfir á hinn langlífari við andlát hins skammlífari.

5 Af hálfu varnaraðila er á því byggt að fyrrgreind réttarregla bandarískra laga feli í sér aðinnstæðurnar á bankareikningunum séu alfarið í hennar eigu og komi ekki til skipta ídánarbúinu og var á það fallist í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðilar byggja á hinnbóginn á því að innstæðurnar eins og þær voru á dánardegi E eigi að falla undirdánarbússkiptin eins og aðrar eignir sem ekki hefðu verið gerðar að séreign varnaraðilameð kaupmála, ásamt vöxtum sem á innstæðurnar hafi fallið frá þeim tíma.

Niðurstaða

Page 14: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

6 Samkvæmt 2. mgr. 96. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 skulu efnisreglur um fjárskipti millihjóna einnig eiga við um skipti vegna andláts maka nema annað leiði af lögum.Samkvæmt 1. mgr. 99. gr. sömu laga skulu skiptin ná til heildareigna hvors hjóna nemasamningar um séreignir, reglur um lögmæltar séreignir eða fyrirmæli gefanda eðaarfleiðanda leiði til annars, sbr. ákvæði 74. til 77. gr. og 94. gr. sömu laga.

7 Af framangreindum lagaákvæðum leiðir að allar hjúskapareignir varnaraðila falla undirskiptin á dánarbúi E en séreignir hennar standa þar fyrir utan.

8 Varnaraðili og E gengu í hjónaband [...]. Í málinu liggur fyrir kaupmáli sem þau gerðu[...] sama ár en umræddir bankareikningar höfðu eins og fyrr greinir báðir verið stofnaðirfyrir það tímamark. Samkvæmt 1. gr. kaupmálans var nánar tilgreindur sumarbústaður aðNesjavöllum við Þingvallavatn, sem þá var skráður sem eign E, gerður að séreignvarnaraðila. Í 2. gr. kaupmálans var hins vegar tekið fram að um aðrar eignir skyldi fariðeftir almennum reglum hjúskaparlaga.

9 Samkvæmt 54. gr. hjúskaparlaga verður eign maka hjúskapareign nema sérstakarheimildir standi til annars. Á þetta við um eignir sem maki flytur í búið viðhjúskaparstofnun eða öðlast síðar og gegnir einu með hverjum hætti eignar er aflað aðlögum. Eign verður ekki gerð að séreign maka nema fullnægt sé skilyrðum XI. kaflahjúskaparlaga um séreignir. Einu gögnin sem liggja fyrir um innstæðurnar á umræddumtveimur bankareikningum eru yfirlit um þær og undirritað umsóknareyðublað fyrir annanreikninginn. Gögnin bera með sér að varnaraðili og E hafi verið skráðir eigendur þeirra enaf þeim verður ekki afdráttarlaust ráðið að um eignarhaldið hafi átt að gilda fyrrgreindréttarregla bandarískra laga um „sameiginlegt eignarhald með erfðarétti“ (e. joint tenancywith the right of survivorship). Óháð því verður ekki fram hjá því litið að í fyrrgreindumkaupmála varnaraðila og E sem gerður var hér á landi eftir stofnun bankareikninganna erekkert minnst á að um þessar eignir ætti að gilda séreignarfyrirkomulag. Gefur það aðfyrra bragði til kynna að þau hafi sjálf ekki litið svo á eða hafi, eftir atvikum, ákveðið aðbreyta því fyrirkomulagi með gerð kaupmálans. Verður varnaraðili látin bera hallann afsönnunarskorti um hið gagnstæða en af því leiðir að hvorki reynir á það álitaefni hvort hinerlenda réttarregla hafi gilt um innstæðurnar né hvort til greina komi að leggja efni hennartil grundvallar við mat á því hvort líta beri á eignina sem séreign varnaraðila fremur enhjúskapareign. Í ljósi þess og að engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem fullnægjaskilyrðum XI. kafla hjúskaparlaga um stofnun séreignar yfir innstæðunum verður ekkitalið að fullnægt sé því skilyrði 54. gr. hjúskaparlaga að sérstök heimild standi til annarsen að telja þær til hjúskapareignar sem skal samkvæmt 1. mgr. 99. gr. hjúskaparlaga fallaundir dánarbússkiptin, sbr. 2. mgr. 96. gr. sömu laga.

10 Í málatilbúnaði varnaraðila í héraði var jafnframt á því byggt til vara að meta bærifyrirliggjandi gögn um innstæðurnar „sem erfðagerning“ í skilningi erfðalaga nr. 8/1962„sem rúmist innan heimildar 35. gr. laganna“. Eins og fyrr greinir hafa í málinu eingönguverið lögð fram yfirlit og stofngögn um bankareikningana sem fullnægja augljóslega ekkiformskilyrðum erfðalaga um erfðaskrár eða eftir atvikum um gerð annars konar„erfðagerninga“. Verður af þeim sökum ekki fallist á þessa málsástæðu varnaraðila.

Page 15: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

11 Samkvæmt framangreindu verður krafa sóknaraðila tekin til greina. Með hliðsjón af þeirriniðurstöðu verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði ogkærumálskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði.

Úrskurðarorð:Innstæður á dánardegi E þann [...] á reikningi nr. [...] í Bank of America og á reikningi íMerill Edge nr. [...] falla undir skipti á dánarbúi hans ásamt þeim vöxtum sem bæst hafa viðinnstæðurnar frá dánardegi.Varnaraðili, D, greiði sóknaraðilum, A, B og C, hverju um sig samtals 150.000 krónur ímálskostnað í héraði og kærumálskostnað.

ÚrskurðurÚrskurðurÚrskurðurÚrskurður HéraðsdómsHéraðsdómsHéraðsdómsHéraðsdóms ReykjavíkurReykjavíkurReykjavíkurReykjavíkur þriðjudaginnþriðjudaginnþriðjudaginnþriðjudaginn 12.12.12.12. nóvembernóvembernóvembernóvember 2019 2019 2019 2019

Mál þetta barst dómnum með málskoti Benedikts Ólafssonar, skiptastjóra í dánarbúi E, samkvæmt122. gr. laga nr. 20/1991. Erindi skiptastjóra er dagsett 13. nóvember 2018 og barst dómnum samadag. Aðilar málsins eru erfingjar dánarbúsins. Sóknaraðili er D, maki hins látna, til heimilis að […],Reykjavík. Til varnar eru börn hins látna af fyrra hjónabandi, A og B, báðir búsettir erlendis, og C,[…], […].

I. DómkröfurSóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að innstæður á reikningi sóknaraðila í Bank of America nr.[…] og á reikningi hennar í Meril Edge nr. […] falli ekki undir skipti á dánarbúi E, kt. […], og aðbeita beri ákvæðum laga í Suður-Karólínu um eignarhald á innstæðum á þeim bankareikningum.

Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðilar verði úrskurðaðir til greiðslu málskostnaðar in solidum aðmati dómsins.

Varnaraðilar krefjast þess að allar innstæður á dánardegi E, […], á reikningum í Bank of America nr.[…] og á reikningi í Merrill Edge nr. […] falli undir skipti á dánarbúi E ásamt þeim vöxtum sem bæsthafa á innstæðurnar frá dánardegi.

Að auki krefjast varnaraðilar þess að sóknaraðili verði dæmd til að greiða varnaraðilum málskostnaðsamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins.

II. MálsatvikMál þetta varðar dánarbú E. Hann kvæntist tvívegis á lífsleiðinni. Í fyrra hjónabandi sínu eignaðisthann þrjú börn, sem eru varnaraðilar í þessu máli. Fjórða barnið eignaðist hann árið [...] með síðarieiginkonu sinni, D.

Þann […]gengu þau E og D í hjúskap. Giftingin fór fram á Íslandi og skv. íslenskum lögum og voruhjónin bæði íslenskir ríkisborgarar og með lögheimili á Íslandi. Gerðu þau með sér kaupmála hinn[…]. Í 1. gr. hans kemur fram að sumarbústaður á […] skuli verða séreign D á grundvelli kaupmálans.Í 2. gr. kaupmálans kemur eftirfarandi fram: „Um aðrar eignir okkar en að ofan greinir skal fara að

Page 16: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

almennum reglum hjúskaparlaga. Skal kaupmáli þessi afhentur Sýslumanninum í Reykjavík tilskráningar lögum samkvæmt.“

Þann […] lést E á Íslandi eftir langvarandi veikindi.

Í september [...] var lögmaður varnaraðila í sambandi við J hrl., sem var þáverandi lögmaðursóknaraðila. Á fundi lögmanna aðila þann 26. september 2017 afhenti hún eignayfirlit ásamt nánariupplýsingum um þær eignir sem komu fram á yfirlitinu. Á yfirlitinu komu m.a. fram innstæður ábankareikningum í Belgíu sem tilheyra skyldu dánarbúinu. Í yfirlitinu var hins vegar ekki þeirrainnstæðna á bankareikningum í Bandaríkjunum sem deilt er um í þessu máli. Stuttu eftirframangreindan fund lögmanna aðila mun lögmaðurinn hafa sagt sig frá málinu og sóknaraðili ráðiðsér nýjan lögmann.

Þann 19. október 2017 sendi lögmaður varnaraðila bréf til lögmanns sóknaraðila. Í því bréfi var fariðyfir helstu eignir búsins sem varnaraðilum var kunnugt um. Þar var einnig óskað eftir upplýsingum frásóknaraðila um ýmis atriði, sbr. eftirfarandi orðrétta tilvísun:

„Upplýsingar um ráðstöfun á söluandvirði íbúðar í […] sem skráð var á D og seld var árið 2011.Söluverðið var USD […]. Fá þarf afrit af íslenskum skattframtölum þeirra hjóna vegna 2015-2016.Óskað er eftir afritum af amerískum (USA) skattframtölum D 2011-2016 (sem að öllumeinstaklingum með "resident alien" stöðu eða ríkisborgararétt ber skylda til að skila þar í landi).Einnig vilja þau fá upplýsingar um erlenda bankareikninga hennar en taka verður tillit til þeirra viðskiptin. Óskað er eftir upplýsingum um það hvort D eigi aðrar eignir sem ekki hafa komið fram íupptalningunni hér að framan eins og t.d. eignir í fjárfestingarsjóðum eða annað þess háttar. Óskað ereftir yfirlitum 24 mánuði aftur í tímann vegna allra bankareikninga þeirra hjóna sem getið er um hérað ofan og einnig yfir þá bankareikninga sem getið er um á skattskýrslu þeirra hjóna. Ef D er meðerlenda bankareikninga er óskað eftir samskonar yfirlitum vegna þeirra. Óskað er eftir upplýsingumum hver hafi aðgang/umboð vegna erlendra bankareikninga E.“

Í bréfinu var óskað eftir svari við því innan 14 daga frá dagsetningu þess en ekkert svar mun hafaborist að sögn varnaraðila.

Þann 7. desember 2017 kröfðust varnaraðilar þessa máls opinberra skipta á búinu. Ástæðan fyrir þvívar að lítið miðaði að þeirra mati áfram með skiptin og var því varnaraðilum að sögn nauðugur sákostur að óska eftir opinberum skiptum.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 6. febrúar 2018, var dánarbú Etekið til opinberra skipta og var Benedikt Ólafsson hrl. skipaður til að gegna starfi skiptastjóra ídánarbúinu.

Þann 26. febrúar 2018 var haldinn skiptafundur í dánarbúinu. Á þeim fundi var bókað að lögmaðursóknaraðila væri beðinn um að upplýsa um bankareikninga á hennar nafni og innstæður hér heima ogerlendis á dánardægri E […]. Á sama fundi var bókað að leitað hefði verið eftir vitneskjufundarmanna um aðrar eignir eða um skuldir en engar ábendingar hefðu komið fram. Á sama fundivísaði lögmaður varnaraðila ennfremur til framangreinds bréfs varnaraðila til lögmanns sóknaraðilafrá 19. október 2017.

Page 17: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Annar skiptafundur var haldinn 4. apríl 2018. Þar var m.a. bókað að ekki hefðu enn borist upplýsingarfrá lögmanni D um bankareikninga og innstæður á hennar nafni á dánardegi E. Var þá jafnframtbókað eftir lögmanni sóknaraðila að það yrði gert um leið og D kæmi heim frá Bandaríkjunum, enhún væri væntanleg 17. apríl það ár. Á sama fundi var einnig bókað að skiptastjóri hefði ítrekað óskaðeftir svörum frá H hrl. við spurningum sem komu fram í bréfi frá I hrl. til hans þann 19. október 2017þar sem þau svör hefðu ekki borist.

Aftur var haldinn fundur 9. ágúst 2018 þar sem skorað var á sóknaraðila að upplýsa umbankareikninga erlendis á dánardegi. Þá lýsti lögmaður sóknaraðila því yfir að hann myndi vikuna áeftir, senda skiptastjóra yfirlit um alla slíka reikninga á dánardægri E. Á sama skiptafundi ítrekaðivarnaraðilinn C beiðni á þá leið að D myndi afhenda skattframtal sem hefði verið útfyllt íBandaríkjunum.

Þann 29. ágúst 2018 sendi lögmaður sóknaraðila þrjú tölvuskeyti á skiptastjóra. Þar komu m.a. framupplýsingar um innstæður í Bank of America og Merrill Edge. Þar var um að ræða þær innstæður semdeilt er um í þessu máli. Lögmaður sóknaraðila hafði áður upplýst lögmann varnaraðila um þessarinnstæður með tölvuskeyti 15. ágúst 2018. Í tölvuskeytinu frá 29. ágúst 2018 var í fyrsta skipti lagtfram skattframtalið í Bandaríkjunum, en þar mátti sjá upplýsingar um bankareikningana sem hafa aðgeyma innstæðurnar sem deilt er um í þessu máli.

Í fundargerð skiptafundar 8. nóvember 2018 var tekið fram að þar sem engin sátt hefði náðst uminnstæðurnar á bankareikningunum í Bandaríkjunum yrði því máli skotið til héraðsdóms.

Sóknaraðili óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns í málinu og í þinghaldi 28. janúar sl. var Glögmaður dómkvaddur til að svara eftirfarandi matsspurningum:

„Matsspurning 1: Hvaða réttarreglur gilda í rétti Suður Karólínu fylkis í Bandaríkjunum (tilvist ogefni) um kaupsamninga um fasteign sem kveða á um að um fasteign gildi sameiginlegt eignarhaldmeð erfðarétti („joint tenancy with the right of survivorship “) (SC Code 27-7-40 Creation of jointtenancy; filing; severance).

Matsspurning 2: Þess er óskað að matsmaður lýsi hinni erlendu réttarreglu og láti í ljós rökstutt álit áefni hennar og þá hvernig fari um eignarhald á fasteign sem um gildi „joint tenancy with the right ofsurvivorship“ við andlát annars sameiganda fasteignarinnar. Þess er óskað að matsmaður skoði ogmeti efni réttarreglunnar miðað við tímabilið 2002-2017.“

Um niðurstöður matsmanns verður fjallað í niðurstöðukafla úrskurðarins eftir því sem ástæða þykirtil.

III. Málsástæður og lagarök sóknaraðilaSóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að innstæður á fyrrgreindum bankareikningum í Bank ofAmerica og Merrill Edge falli utan skipta á dánarbúi E heitins og að viðurkennt verði að ákvæðibandarískra laga gildi um eignarhald innstæðna á þeim bankareikningum. Sú staðreynd aðbankareikningar hafi eftir andlát E verið skráðir á nafn sóknaraðila staðfesti m.a. að sóknaraðili séréttur eigandi þessara innstæðna, óháð dánarbússkiptunum. Fyrir liggi að sóknaraðili og E heitinnvoru um tíma búsett í Bandaríkjunum, en á þeim tíma hafi þau stofnað fyrrgreinda bankareikninga.Samkvæmt skilmálum og reglum er giltu um bankareikningana, sem E og D hafi ákveðið að skyldugilda samkvæmt lögum þar í landi, gildi um reikningana og innstæður á þeim svokallað sameiginlegt

Page 18: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

eignarhald með erfðarétti (e. joint tenancy with the right of survivorship) samkvæmt ákvæðum laga íSuður-Karólínu. Í stofnsamningum séu þau kölluð sameiginlegir eigendur með gagnkvæman erfðarétt.Sóknaraðili vísar til stofnskjals reiknings í Bank og America þar sem fram komi að E og D hafiákveðið að um reikninginn skyldi gilda svokallað „Joint with Survivorship“. Þá vísist til yfirlitsMerrill Edge um bankareikning þar, en á yfirliti komi fram við hlið nafns sóknaraðila „JTWRO“, semsé skammstöfun á „joint tenancy with the right of survivorship.“

Samkvæmt lagareglum í Suður-Karólínu er gildi um „joint tenancy with the right of survivorship“skuli við andlát annars sameiginlegra eigenda m.a. bankareiknings og innstæðu á bankareikningi öllinnstæðan færast yfir til þess sameiganda er lengur lifir, og teljist hann þá einn eigandi innstæðunnar.Samkvæmt reglum ákvæðisins sé eiganda eignar samkvæmt slíku fyrirkomulagi óheimilt að ráðstafaréttindum sínum án samþykkis meðeigandans. Við andlát annars aðilans flytjist eignin samkvæmtlögum til hins langlífari og komi ekki til skipta í dánarbúi hins skammlífari. Sá langlífari verði einneigandi innstæðunnar og geti ráðstafað henni að vild. Við andlát hins langlífari fari um eigninasamkvæmt lögum um erfðir eftir hann. Þegar umrætt fyrirkomulag sé haft á eignarhaldi, þ.e.sameiginlegt eignarhald með erfðarétti, þýði það að eign sú sem háð sé þessu fyrirkomulagi getihvorki komið til skipta samkvæmt erfðaskrá eða reglum laga um erfðir, heldur falli rétturinn tillanglífari meðeigandans. Þetta fyrirkomulag á eignarhaldi sé þekkt í Bandaríkjunum og m.a. íSuður-Karólínu.

Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafi íslenskir dómstólar heimild tilað beita lagareglum annars lands en Íslands. Sá sem beri fyrir sig erlenda réttarreglu verði að leiðatilvist hennar og efni í ljós. Reynt hafi á beitingu þessa ákvæðis í dómum Hæstaréttar þannig að hafiþýðingu fyrir úrlausn málsins, eins og rakið verði í aðalmeðferð.

Lögð sé sérstök áhersla á það að sóknaraðili og E heitinn hafi gert með sér samninga um fyrrgreindabankareikninga og að um þá og innstæður á þeim skyldu gilda ákvæði laga í Suður-Karólínu, en þarvoru þau búsett. Þau hafi ákveðið berum orðum að hafa tiltekið fyrirkomulag á eignarhaldibankareikninga og innstæðum á þeim og að fara skyldi að bandarískum lögum um réttindi yfir þeimeignum, m.a. eftir andlát annars þeirra eða beggja. Vilji þeirra hafi verið mjög skýr og hljóti að teljastóumdeildur.

Sóknaraðili bendir einnig á meginreglu laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, ensamkvæmt 3. mgr. 4. gr. laganna skuli beita lögum þess lands sem samningur hefur sterkust tengslvið. Sóknaraðili vísar enn fremur til umfjöllunar fræðimanna um efnið. Þá geti réttlætis- ogsanngirnissjónarmið leitt til þess að rétt sé að beita erlendum lagareglum, enda markmiðlagaskilareglna að leitast við að sama niðurstaða fáist í lögfræðilegum álitaefnum án tillits til þesshvar mál sé höfðað. Komi einkum til álita að beita erlendum réttarreglum ef stofnast hefur til réttinda íerlendu ríki, en að mati sóknaraðila verði í því ljósi ekki hjá því komist að taka tillit til erlends réttarvið úrlausn málsins. Þá sé lykilatriði að vilji sóknaraðila og E heitins hafi verið skýr um að umbankareikninga og innistæður á þeim færi samkvæmt lögum í Suður-Karólínu um „jointsurvivorship“.

Þá telur sóknaraðili, hvað sem öðru líði, að fallast beri á kröfu hennar í málinu með vísan tilarfleiðsluheimildar 35. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Sóknaraðili bendir á að D og E heitinn hafi gert meðsér samning samkvæmt lögum sem giltu í Suður-Karólínu, Bandaríkjunum, þar sem þau voru búsettum að hið langlífara skyldi fá í sinn hlut innstæður á fyrrgreindum bankareikningum. Sóknaraðili telur

Page 19: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

að meta beri þann samning sem erfðagerning í skilningi laga nr. 8/1962 sem rúmist innan heimildar35. gr. laganna. Af þeim sökum beri m.a. að fallast á kröfu sóknaraðila.

Sóknaraðili byggir m.a. á 35. gr. erfðalaga nr. 8/1962, 2. mgr. 44. gr., 71. gr. og IX. kafla laga nr.91/1991 um meðferð einkamála og 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, sem ogóskráðum reglum á sviði lagaskilaréttar, sifjaréttar, erfðaréttar, samningaréttar og eignarréttar.

Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130.gr. þeirra, sem og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

IV. Málsástæður og lagarök varnaraðilaVarnaraðilar benda á að hinn látni hafi verið íslenskur ríkisborgari og um skiptin skuli því gildaíslensk erfðalög. Hinn látni og D hafi lengi verið starfsmenn í […] og um tíma staðsett íBandaríkjunum. Þannig hafi þau verið […] á erlendri grundu og þegið laun frá […]. […]. Hinn látniog D hafi alla tíð verið með lögheimili á Íslandi og, eins og lög geri ráð, fyrir verið skráð á samalögheimili að […] eftir að þau gengu í hjónaband.

Í 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. komi fram að eftir fyrirmælum laganna skuliskipta dánarbúum eftir þá menn sem áttu lögheimili eða höfðu annars fasta búsetu hér á landi ádánardægri, en þetta sé svokölluð heimilisfestisregla. Ágreiningslaust sé á milli aðila máls þessa aðhinn látni hafi verið með lögheimili á Íslandi og því eigi framangreind lög við um skiptin.

Varnaraðilar byggja á því að það sé viðurkennd regla í alþjóðlegum einkamálarétti á sviði erfða- ogskiptaréttar að skipti á dánarbúum skuli fara fram samfellt í tilteknu ríki og taka til allra eigna ogskulda hlutaðeigandi arfleifanda, óháð því hvar eignirnar séu niðurkomnar.

Hinn látni og D eiginkona hans hafi búið við hjúskapareignafyrirkomulag skv. hjúskaparlögum nr.31/1993. Því komi allar eignir þeirra til skipta sem hjúskapareignir, að undanskildumsumarbústaðnum við […] sem gerður hafi verið að séreign D með kaupmála.

Í 54. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 komi fram að eign maka verði hjúskapareign nema sérstakarheimildir standi til annars og að þetta eigi við um eignir sem maki flytji í búið við hjúskaparstofnuneða öðlist síðar og gegni einu með hverjum hætti eignar sé aflað að lögum. Í 55. gr. sömu laga komifram að séreign geti myndast með kaupmála hjóna eða hjónaefna, sbr. 74., 75., og 76. gr., eða fyrirákvörðun gefanda eða arfleiðanda, sbr. 77. gr., og einnig geti séreign verið lögmælt, sbr. 94. gr., svoog ákvæði annarra laga þar um. Varnaraðilar byggja á því í máli þessu að bústaðurinn á […] sé einaeignin sem uppfylli það skilyrði að hafa verið gerð að séreign en um allar aðrar eignir hins látna áÍslandi og annars staðar í heiminum gildi að þær séu hjúskapareignir hans og D og eigi að koma tilskipta eftir hann skv. ákvæðum íslenskra laga.

Þegar hjónin hafi gert með sér kaupmála […]hafi legið fyrir að þau hefðu þá átt hina umþrættu íbúð íBandaríkjunum í sjö ár, en hún var keypt árið 2002. Í 1. gr. kaupmálans komi fram að sumarbústaðurað Nesjavöllum skuli verða séreign D á grundvelli kaupmálans. Í 2. gr. kaupmálans sé síðaneftirfarandi ákvæði: „Um aðrar eignir okkar en að ofan greinir skal fara að almennum reglumhjúskaparlaga.“ Í þessu ákvæði kaupmálans felist að um allar aðrar eignir þeirra hjóna skyldi fara eftiralmennum reglum hjúskaparlaga.

Page 20: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Í 1. gr. laga nr. 14/2004 um erfðafjárskatt komi fram að af öllum fjárverðmætum sem við skipti ádánarbúi manns hverfi til erfingja hans skuli greiða skatt í ríkissjóð. Ef fallist yrði á málsgrundvöllsóknaraðila í þessu máli væri auðvelt fyrir arfleifanda og arfþega almennt að sniðganga þetta ákvæðimeð því að fara þá leið sem sóknaraðili byggi á í þessu máli. Slíkt gangi einfaldlega ekki upp og yrðitil þess að ríkissjóður yrði af gríðarlegum fjárhæðum í formi erfðafjárskatta sem hann ætti lögmætttilkall til.

-------

Varnaraðilar telja að enginn fótur sé fyrir kröfum sóknaraðila og byggja það á eftirfarandirökstuðningi.

Í fyrsta lagi byggja þau á því að skv. skilmálum bankareikninganna skyldi um þá gilda svokallaðsameiginlegt eignarhald með erfðarétti (e. joint tenancy with the right of survivorship) skv. ákvæðumbandarískra laga eins og það sé orðað í greinargerð sóknaraðila. Varnaraðilar mótmæla því að þessimeinta erlenda regla sem sóknaraðili vísar til komi til greina við skiptin á dánarbúinu og í öðru lagimótmæla varnaraðilar því að reglan hafi það innihald sem sóknaraðili leggi upp með í málinu. Í bestafalli væri hugsanlega um áframhaldandi stjórnunarrétt þess langlífari á reikningunum að ræða en ekkikomi til greina að um sé að ræða einhvern óskilyrtan eignarrétt á öllum innstæðunum. Enn langsóttarasé að halda því fram að í reglunni felist einhver samningur um séreign eða erfðagerningur, enda séengin stoð fyrir því.

Varnaraðilar benda einnig á að í greinargerð sóknaraðila sé ítrekað vísað til ákvæða bandarískra lagaán þess að tilgreina á nokkurn hátt til hvaða laga sé verið að vísa. Slík vanreifun leiði til þess að lítaverði fram hjá öllum slíkum tilvísunum sóknaraðila.

Varnaraðilar benda á það að enginn samningur hafi verið lagður fram í málinu af hálfu sóknaraðilaum að hún hafi gert samning við hinn látna um að á milli þeirra gilti einhvers konar „joint tenancywith the right of survivorship“. Varnaraðilar telja að það sé með hreinum ólíkindum að því sé haldiðfram í málinu af hálfu sóknaraðila að einhvers konar óljós og ódagsett bankayfirlit séu ígildi einhverssamnings á milli hjóna um „joint tenancy with the right of“. Slík framsetning af hálfu sóknaraðilastandist enga skoðun. Þar að auki séu bankayfirlitin á erlendu máli, án þess að nokkur þýðing yfir áíslensku hafi verið lögð fram með þeim, en slíkt samræmist ekki 3. tl. 10. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.

Jafnframt sé ljóst að þó viðurkennt væri að einhvers konar „joint tenancy with the right ofsurvivorship“ hefði eitthvert gildi á milli hins látna og D, hvað hina umdeildu bankareikninga varðar,og um gagnkvæman erfðarétt væri að ræða kæmi það eitt til greina að hið formlega skráða eignarhaldyrði á þann veg að bankareikningarnir yrðu skráðir á D. Í öllu falli kæmu þeir til skipta í sameiginlegubúi þeirra hjóna, enda hafi þessar umdeildu bankainnstæður ekki verið gerðar að séreign né hafi veriðgerð bréfleg erfðaskrá vegna þeirra.

Sóknaraðili haldi því fram að við andlát annars aðilans flytjist eignin samkvæmt lögum til hinslanglífara og að hún komi þá ekki til skipta í dánarbúi hins skammlífara. Varnaraðilar mótmælaþessari fullyrðingu sóknaraðila sem ósannaðri. Sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir því að einhverjaróskilgreindar erlendar lagareglur eigi við um hina umþrættu erlendu bankareikninga sem trompiíslensk lög um dánarbússkipti á Íslandi og að þær reglur séu þess efnis sem hún haldi fram, sbr. og 2.tl. 44. gr. laga nr. 91/1991. Hvorugt hafi sóknaraðila tekist að sanna og sé því ljóst að hinar umþrættu

Page 21: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

bankainnstæður verði aldrei undanskildar við skiptin á grundvelli einhverrar meintrar erlendrarlagareglu.

Varnaraðilar byggja einnig á því að ef talið verður koma til greina að skoða hvort einhver bandarísksérákvæði um eignarhald eigi við í ljósi þeirra fylgiskjala sem sóknaraðili hafi lagt fram verði aðskoða kaupmálann frá árinu [...] um leið. Af því leiði að skýrt ákvæði í 2. gr. kaupmálans á þá leið aðum allar aðrar eignir hjónanna en sumarbústaðinn skuli fara skv. reglum hjúskaparlaga hljóti alltaf aðganga framar einhverjum óljósum erlendum lagaákvæðum sem enginn samningur sé til um að eigi aðgilda á milli hins látna og sóknaraðila.

Til viðbótar við framangreint byggja varnaraðilar á því að reikningarnir hafi komið til fyrirkaupmálann og vísa í því sambandi m.a. til stofnskjals bankareikningsins í Bank of America. Þarkomi fram að reikningurinn hafi verið stofnaður árið 2005 og því verið til þegar kaupmálinn vargerður og því sé enginn vafi um það að reikningurinn falli undir ákvæði kaupmálans sem tilgreini aðum allar aðrar eignir hjónanna en sumarbústaðurinn skuli fara skv. reglum hjúskaparlaga.

Kröfum sínum til stuðnings vísi sóknaraðili í öðru lagi til nokkurra tilgreindra dóma Hæstaréttar. Þeirdómar virðist flestir eiga það sameiginlegt að þeim aðila sem hélt fram efni erlendrar réttarreglu hafiekki tekist að sýna fram á að hún ætti við og sé því vandséð af hverju sóknaraðili tíni þá inn ígreinargerð sína.

Í þriðja lagi byggi sóknaraðili á því að D og hinn látni hafi gert með sér samninga um bankareikningaí Bandaríkjunum á grundvelli ákvæða bandarískra laga á þeim tíma sem þau voru búsett íBandaríkjunum. Varnaraðilar telja að hér fari sóknaraðili rangt með því að samningar sem sóknaraðilivísi til í þessu sambandi séu ekki fyrir hendi og hafi þar af leiðandi ekki verið lagðir fram í málinu. Afframangreindu sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun en þá að D og hinn látni hafi aldrei gert ámilli sín neinn samning sem geti undanskilið hinar umþrættu innstæður í Bandaríkjunum frábúskiptum E heitins.

Þá haldi sóknaraðili því fram í greinargerð að hinn látni og D hafi „ákveðið berum orðum“ að hafatiltekið fyrirkomulag á eignarhaldi bankareikninga og innstæðum á þeim og að fara skyldi aðbandarískum lögum um réttindi yfir þeim eignum. Óljóst sé á hvaða réttarheimild sóknaraðili byggihér en burtséð frá því mótmæli varnaraðilar því að nokkur slík ákvörðun hafi verið tekin af hinumlátna og D sameiginlega sem bindandi sé í sambandi við búskiptin og varðað geti hina umþrættubankareikninga.

Í fjórða lagi vísi sóknaraðili til þess sem hún kalli meginreglu laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviðisamningaréttar og 3. mgr. 4. gr. laganna. Ljóst sé að tilvísun sóknaraðila í þessi lög standist enganveginn því skýrlega komi fram í b-lið 2. mgr. 1. gr. laganna að lögin gildi ekki um skuldbindingar semvarði erfðir, þ.m.t. erfðaskrár, og samninga milli hjóna um fjármál sín.

Í fimmta lagi vísi sóknaraðili til 35. gr. erfðalaga nr. 8/1962 og virðist byggja á því að hinn látni og Dhafi gert á milli sín samning, skv. lögum sem giltu í Bandaríkjunum, um að hið langlífara skyldi fá ísinn hlut hinar umþrættu bankainnstæður við fráfall hins skammlífara og að telja verði þann gerningerfðagerning sem rúmist innan heimildar 35. gr. erfðalaga. Varnaraðilar telja að þetta geti ekki staðistenda séu mjög ströng skilyrði um form erfðaskráa þar sem um bréferfð sé að ræða og þau séu ekkiuppfyllt í þessu máli. Vísist um það nánar til VI. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Upplýst hafi verið aðengin erfðaskrá hafi verið í gildi á milli hins látna og D og þegar þau hafi gert kaupmálann árið [...]

Page 22: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

hafi komið skýrt fram að um allar aðrar eignir þeirra en sumarbústaðinn skyldi fara að almennumreglum hjúskaparlaga.

Um lagarök vísa varnaraðilar til 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Einnig vísavarnaraðilar til hjúskaparlaga nr. 31/1993, og þá einkum til 54. og 55. gr. þeirra laga. Til viðbótar vísavarnaraðilar í 2. tl. 44. gr. laga nr. 91/1991 um það að sá sem vill bera fyrir sig erlenda réttarregluverði að leiða tilvist og efni hennar í ljós.

Krafa um málskostnað er studd við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

V. NiðurstaðaEkki er deilt um það í málinu að sóknaraðili og hinn látni, E, höfðu mjög sterk tengsl við Bandaríkinog sóknaraðili hefur slík tengsl enn í dag að því er virðist. Sú ráðstöfun sem þau hjónin gerðuvarðandi umrædda reikninga sem um er deilt er skiljanlegri fyrir vikið.

Ekki er ágreiningur um að hér sé deilt um tvo reikninga, þ.e. annars vegar reikning í Bank of Americanr. […] sem stofnaður var [...] og hins vegar reikning nr. […] í Bank of America Investments ServicesInc. sem stofnaður var [...] og fékk síðar númerið […] vegna sameiningar þess fyrirtækis við annanbanka sem eftir sameiningu fékk nafnið Merrill Edge (Bank of America Corporation).

Í stofnskjali fyrir reikninginn sem stofnaður var [...], og undirritað er af þeim hjónum, kemur skýrtfram að tegund reikningsins skyldi vera undir reglum um „joint with Rights of Surviorship“ en undirliðnum „Registration Type“ er handskrifaður bókstafurinn J sem vísar til þess forms. Því verður slegiðföstu að stofnskjalið hafi verið útfyllt af þeim hjónum eða a.m.k. samkvæmt fyrirmælum þeirra.Yfirlit frá Merrill Edge yfir reikninginn sem stofnaður var [...], sem virðist vera ágreiningslaust, berþað með sér að hann hafi verið stofnaður samkvæmt sömu reglum þar sem fyrir aftan nöfn þeirrahjóna er að finna skammstöfunina JTWROS sem dómurinn telur að vísi til framangreindra reglna. Sjáum sambærilega skammstöfun í kaupsamningi um fasteign þeirra hjóna í Bandaríkjunum sem deilt erum í máli nr. Q-[...], sbr. úrskurð dómsins sem kveðinn er upp í dag. Í reglum Merill Lynch Bank ofAmerica Corporation sem sóknaraðili hefur lagt fram er og útskýrt að JTWROS standi fyrir „JointTenancy With Right of Survivorship.“

Verður að mati dómsins ekki dregið í efa, miðað við framlögð gögn málsins, að það hafi verið viljiþeirra hjóna að framangreint fyrirkomulag skyldi gilda um þessa sameiginlegu reikninga þeirra einsog fasteign þeirra í Suður-Karólínu. Ekkert bendir heldur til þess að þau hafi ekki gert sér fulla greinfyrir því hvað fólst í þessu fyrirkomulagi, heldur í raun þvert á móti.

Varnaraðilar byggja á því að sóknaraðili hafi ekki sannað hvað felist í þessum reglum, þ.e. að þær getimeð einhverjum hætti í sjálfu sér girt fyrir það að innstæðurnar komi undir skipti á dánarbúi E. Vegnaþessa ágreinings óskaði sóknaraðili eftir dómkvaðningu matsmanns til að svara tveimurmatsspurningum sem lýst er í lok málavaxtalýsingar hér að framan. Sú matsgerð beindist, miðað viðmatsspurningar, að fasteign þeirra hjóna í Bandaríkjunum sem tekist var á um í málinu nr. Q-[...], enhún verður einnig lögð til grundvallar við úrlausn þessa máls enda um sömu reglur að ræða og ekkisjáanleg rökstudd mótmæli af hálfu varnaraðila í þá veru að aðrar reglur skuli gilda umbankainnstæður en fasteignir, þ.e. ef framangreind regla á við á annað borð. Lögmaður varnaraðila tókþó fram í málflutningsræðu sinni að matsgerðin varðaði einungis fasteignina og yrði því ekki lögð tilgrundvallar í þessu máli, en á það verður ekki fallist. Helstu niðurstöður matsmanns skulu reifaðar.

Page 23: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

Matsmaður lýsir því að matsgerðin fjalli um réttarreglu sem nefnist „joint tenancy with the right ofsurvivorship“ (A) og sé mælt fyrir um hana í 40. gr., 7. kafla, 27. þætti lögbókar Suður-Karólínu (e.Section 40, Chapter 7, Title 27 of the SC Code of Laws). Í bandarískum rétti sé að finna ýmiseignarform sameigenda, en algengustu tegundirnar séu A og „Tenancy in Common“ (B). Árið 2000hafi verið sett sérstök löggjöf varðandi A og sé hún undir í þessu máli. Matsmaður kvaðst ekki sjá aðréttarreglan hefði breyst á árunum 2002–2017.

Munurinn á B og A felist fyrst og fremst í því hvernig yfirfærsla eignarréttar sé útfærð við andlátskammlífari sameiganda ef þeir eru tveir, eins og í þessu máli, eða jafnvel fleiri.. Í tilviki B verðieignarhlutur sameigandans eign dánarbús viðkomandi og skiptist eftir almennum reglum (e. intestacylaw) eða í samræmi við erfðaskrá hins látna. Þessu sé öðruvísi farið í tilviki A, en í stuttu máli feli súregla í sér að eign sé í sameign á meðan sameigendur eru á lífi en við andlát renni eignin, ásamt öllumréttindum og skyldum, til hins langlífari sameiganda. Í þessu felist að hinum sameiginleguhagsmunum sem regla A feli í sér ljúki við andlát skammlífari sameigandans og hinn langlífari eigi íkjölfarið rétt á stærri hlut í eigninni eða eftir atvikum allri eigninni. Í bandarískum rétti sé ekki litiðsvo á að eignarhlutur hins látna færist yfir á þann sem eftir lifir eða að hann erfi eignarhlutinn, heldurað hagsmunum hins látna einfaldlega ljúki og þar með verði hagsmunir hins eftirlifandi sameigandameiri af eigninni en áður.

Dómkvaddur matsmaður telur mega ráða af framangreindu ákvæði lögbókar Suður-Karólínu aðmögulegt sé að stofna til eignarformsins með margvíslegum hætti. Í ákvæðinu komi fram að stofnaðsé til A með hvers kyns skjali um eignaryfirfærslu fasteignar sem innihaldi nöfn sameigendanna ásamtorðunum „as joint tenants with rights of survivorship, and not as tenants in common“.

Matsmaðurinn dregur þá ályktun að fræðilega virðist gengið út frá því að eignarrétturinn færistsjálfkrafa (e. automatically eða immediately) yfir til langlífari sameigandans við andlát hinsskammlífari, en að framlagning dánarvottorðs sé nauðsynleg til þess að breyta skráningunni ífasteignaskrá og með slíkri staðfestingu um að hinn skammlífari sameigandi sé látinn færist þeirhagsmunir sem hann átti í eigninni yfir til hins langlífari eiganda.

Þá komi fram í (c)-lið hins umdeilda lagaákvæðis að ákvæðið eigi að túlka rúmt (e. liberally) í þvískyni að ná fram vilja samningsaðilanna.

Matsmaður kom fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína. Kvað hann eign undir þessumkringumstæðum ekki koma til skipta milli erfingja og orðaði það svo að eignarréttur hins skammlífaraef um hjón væri að ræða hreinlega gufaði upp við andlátið þegar þetta fyrirkomulag væri við lýði.

Þýðing löggilts skjalaþýðanda á umræddum lagaákvæðum, sem lögð hefur verið fram, staðfestir aðmati dómsins meginniðurstöður matsmanns.

Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ljóst, eins og fyrr sagði, að sóknaraðili og E hafi viljaðhafa innstæður þær sem um er deilt með þessu fyrirkomulagi, og að það hafi verið sameiginlegákvörðun þeirra. Samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns, sem ekki hefur verið hnekkt og engirsjáanlegir hnökrar eru á, verður og að telja sýnt fram á að réttaráhrif þess að eign sé sannanlegaundirseld þessu ákvæði séu þau að eignarréttur færist sjálfkrafa til, í þessu tilviki, eftirlifandi maka,jafnvel þegar við framvísun dánarvottorðs. Ekkert bendir til þess að einhverjar ráðstafanir hafi veriðgerðar af hálfu þeirra hjóna í Bandaríkjunum til að leysa innstæðurnar undan þessum reglum, eða aðekki hafi verið stofnað til þessarar skipanar með réttum hætti á sínum tíma. Þær hafi því leitt til þess

Page 24: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

að sóknaraðili sé nú, a.m.k. samkvæmt bandarískum lögum, ein eigandi þessara bankainnstæðna. Þvíhefur ekki verið hnekkt.

Ekki er fallist á það með varnaraðilum sem fram kom í bókun sem lögð var fram 27. mars sl., aðvangaveltur matsmanns um heimfærslu þessarar reglu yfir á íslenskan rétt skipti máli eða dragi úrgildi matsgerðarinnar. Niðurstaða matsgerðarinnar um regluna stendur þrátt fyrir það.

Kemur þá til skoðunar hvort kaupmáli þeirra hjóna sem þau gerðu […] leiði til þess að hægt sé að lítasvo á að með honum hafi þau ákveðið að fella niður framangreindar reglur, þ.e. að þær skyldu ekkilengur gilda þeirra í millum um eignir í Bandaríkjunum. Dómurinn telur það ekki tæka niðurstöðu ogað kaupmálanum hafi þannig fyrst og fremst verið ætlað að tryggja að sumarbústaður sem þar er getiðskyldi vera séreign sóknaraðila og að um aðrar eignir skyldu gilda almennar reglur hjúskaparlaga.Dómurinn lítur svo á að undir það ákvæði, þ.e. „aðrar eignir“, verði ekki fellt sérstakt samkomulagsem hjónin höfðu þá þegar gert og hafði gilt um nokkurra ára skeið, heldur hefði þurft að geta þesssérstaklega í kaupmálanum ef sú hefði átt að verða raunin auk þess sem vænta má þess að gera hefðiþurft einhverjar ráðstafanir í Bandaríkjunum af því tilefni. Það athugist í þessu sambandi að þegarhjónin stofnuðu þessa reikninga í Bandaríkjunum voru þau ógift og hafði því tekið gildi þaðfyrirkomulag sem tveir lögráða einstaklingar samþykktu að skyldi gilda þeirra í millum, áður en þauákváðu að gifta sig og gera kaupmála. Þá verður að líta til þess að kaupmála er fyrst og fremst ætlaðað fastsetja ákveðna skiptingu eigna ef hjón skilja. Innstæður í Bandaríkjunum hefðu eftir atvikumvæntanlega skipst til helminga við skilnað, bæði með vísan til almennra reglna og ákvæðakaupmálans. Kaupmálinn breytti þannig engu í þeim efnum, en ekki verður hins vegar séð að meðhonum hafi hjónin ætlað sér að raska þeirri stöðu sem þau höfðu áður komið á um ráðstöfun eigna viðandlát.

Í ljósi þess að dómurinn hefur slegið því föstu að innstæður þær sem deilt er um séu í dag eignsóknaraðila, a.m.k. hefur því ekki verið haldið fram að sú sé ekki raunin, sbr. framangreindar reglur,verður fallist á kröfur sóknaraðila og að kaupmáli þeirra hjóna standi ekki í vegi þeirri niðurstöðu.Andspænis þeirri stöðu að lögum að eignin teljist að fullu í eigu sóknaraðila verður ekki séð hvernigsú krafa verður gerð og á hvaða lagagrunni að sóknaraðila verði gert að afhenda eignina til dánarbús Eþannig að hún komi til skipta þar. Þarf því að mati dómsins ekki umfjöllun um það hvort beita eigiíslenskum eða bandarískum lögum um skiptin sjálf. Um skipti búsins gilda þannig íslensk lög enákvæði í lögum Suður-Karólínu í Bandaríkjunum leiða til þess að fasteign þeirra hjóna íBandaríkjunum rennur ekki til búsins, enda nú þegar eign sóknaraðila.

Þá verður ekki fallist á að lög nr. 14/2004 um erfðafjárskatt geti haggað framangreindri niðurstöðu ogsú málsástæða því haldlaus. Benda má á í því sambandi að væntanlega verður greiddurerfðafjárskattur af þessum verðmætum á Íslandi við andlát hins langlífara, þ.e. ef þau verða þá tilstaðar.

Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaðurmilli aðila falli niður.

Fyrir sóknaraðila flutti málið Þorsteinn Einarsson lögmaður og fyrir varnaraðila Árni ÁrmannÁrnason lögmaður.

Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr.laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Page 25: Miðvikudaginn 20. maí 2020. · Miðvikudaginn 20. maí 2020. Nr. 7/2020. A (Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn B C og D (Árni Ármann Árnason lögmaður) Kærumál. Opinber

ÚÚÚÚ RRRR SSSS KKKK UUUU RRRR ÐÐÐÐ AAAA RRRR OOOO RRRR Ð Ð Ð ÐViðurkennt er að innstæður á reikningi sóknaraðila í Bank of America nr. […] og á reikningi hennar íMeril Edge nr. […] falli ekki undir skipti á dánarbúi E, kt. […], og að beita beri ákvæðum laga íSuður-Karólínu um eignarhald á innstæðum á þeim bankareikningum.

Málskostnaður fellur niður.