námskrá mss haust 2015

21
Komdu í nám! Námskrá haust 2015 Hljóðsmiðja I & II - Grafísk hönnunarsmiðja - Tákn með tali Líkamsbeiting við umönnun sjúklinga - Clowning Sterkari stjórnandi - Grunnmenntaskólinn

Upload: midstoed-simenntunar-a-sudurnesjum

Post on 23-Jul-2016

232 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum haustönn 2015

TRANSCRIPT

Komdu í nám!Námskrá haust 2015

Hljóðsmiðja I & II - Grafísk hönnunarsmiðja - Tákn með taliLíkamsbeiting við umönnun sjúklinga - ClowningSterkari stjórnandi - Grunnmenntaskólinn

Haust 2015 — 2

Guðjónína SæmundsdóttirForstöðumaður [email protected]

Kristinn Þór Jakobsson Verkefnastjó[email protected]

Ragnheiður EyjólfsdóttirVerkefnastjóri [email protected]

Hrönn Auður Gestsdóttir Þjónustufulltrú[email protected]

Unnar Stefán SigurðssonVerkefnastjóri [email protected]

Eydís EyjólfsdóttirÞjónustufulltrúi [email protected]

Rannveig S. RagnarsdóttirFélagsráðgjafi [email protected]

R. Helga GuðbrandsdóttirVerkefnastjóri [email protected]

Jónína MagnúsdóttirNáms- og starfsráðgjafi [email protected]

María Rós Skúladóttir Félagsráðgjafi [email protected]

Jenný Þ. MagnúsdóttirRáðgjafi [email protected]

Steinunn Björk JónatansdóttirNáms- og starfsráðgjafi [email protected]

Birna V. JakobsdóttirVerkefnastjóri [email protected]

Sveindís ValidmarsdóttirVerkefnastjóri íslenskukennslu [email protected]

Kristinn BergssonÞjónustufulltrúi  [email protected]

Særún Rósa Ástþórsdóttir Verkefnastjó[email protected] í leyfi til 1. september 2016

Starfsfólk

Haust 2015 — 3

Náms- og starfsráðgjöf

Hjá MSS starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við mark-miðasetningu, metið áhugasvið, færni og persónulega styrkleika. Þá getur verið gott að leita til þeirra þegar þörf þykir að efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf.

Ráðgjafar MSS búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að gerð ferilskrár, geta aðstoðað við atvinnuumsóknina og gefið allar upplýsingar varðandi raunfærnimat.

Það er hægt að panta ráðgjöf beint á netinu á heimasíðu MSS með því að smella á hnappinn „Pantaðu ráðgjöf“ eða hafa samband í gegnum síma 421 7500 eða skrifa ráðgjöfunum beint: Upplýsingar veita:

Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: [email protected]

Steinunn B. Jónatansdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: [email protected]

Markþjálfun

MSS býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrir-tæki. Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða fram það besta í hverjum og einum. Í markþjálfun er áherslan á að einstaklingurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Markþjálfinn heldur utan um ferlið og nær að beina einstaklingnum sjálfum að kjarna málsins. Markþjálfi vinnur markvisst að því að virkja einstaklinginn og aðstoða við að hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum. Markþjálfun hefur líka reynst gott verkfæri til að finna lausnir á afmörkuðum vanda-málum innan fyrirtækja og stofnana.

Upplýsingar veitir:

Unnar Sigurðsson Markþjálfi, netfang: [email protected]

Hönnun, myndskreytingar og umbrot: M74. St. | [email protected] | m74studio.net

Haust 2015 — 4

Námskeið fyrir millistjórnendurNámið samanstendur af fjórum námskeiðsdögum sem styrkja og efla einstaklinginn sem stjórnanda í störfum sínum. Lögð er áhersla á fjölbreytni í vali á námskeiðum. Þau eru blanda fyrirlestra, umræðna, æfinga og hópavinnu.

• Starfsmannastjórnun og hlutverk millistjórnenda• Samskipti við erfiða viðskiptavini• Skyldur á vinnumarkaði• Sjálfstraust og réttindi• Árangursrík samskipti• Erfið starfsmannamál• Meðferð kvartana

Umsóknir og frekari upplýsingar mss.is

Sterkari stjórnandi

Haust 2015 — 5

Íslenska 1

Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig frá upphafi og nýti sér það sem þeir læra frá degi til dags. Viðfangsefni:Stafrófið og hljóðfræði, kveðjur og kurteisi, frasar og sam- töl, klukkan og tímahugtök, matur og heimilið, fjölskyldan og áhugamál. Nafnorð, fornöfn, töluorð og sagnir.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 18.08.2015

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 2

Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að nemendur noti tungumálið sér til gagns og gamans. Viðfangsefni:Upprifjun af stigi 1 (eftir þörfum), almenn samtöl, störf og daglegar athafnir. Áhugamál og tómstundir, veðrið, mann- lýsingar, líðan og tilfinningar. Nafnorð og föll, fornöfn og föll, sagnir, spurnarorð, forsetningar og lýsingarorð.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 15.09.2015

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 3

Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda. Viðfangsefni: Staðir í borginni, föt, daglegt mál, áhugamál, verslanir, líkaminn og heilsa.Fallbeyging fornafna og nafnorða – sagnareglur 1-5 í nútíð, fleirtala, þátíð veikra og sterkra sagna, lýsingarháttur þátíðar, lýsingarorð og ópersónulegar sagnir.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 25.08.2015

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 4

Áhersla er lögð á umræður um texta og samtöl á meðal nemenda auk þess á sögu og menningu Íslands.Markmiðið er að nemendur geti tjáð sig á íslensku og öðlist skilning á málinu. Viðfangsefni: Lögð er áhersla á les- skilning og eru margir textarnir tengdir menningu og sögu Íslands.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 25.08.2015

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 5

Áhersla er lögð á málfærni og orðaforða. Í lok þessa áfanga eiga nemendur að hafa öðlast nokkra almenna færni í ís-lensku máli. Markmiðið er að nemendur þjálfi alla þætti tungumálsins og verði færir um að bjarga sér í daglegu lífi. Viðfangsefni: Að auka orðaforða og þjálfa talmál. Textaskrif og talþjálfun eru í forgrunni.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 01.09.2015

Verð: 38.000 kr.

Íslenska fyrir útlendingaMarkmiðið er að nemendur þjálfi sig í að hlusta, skilja, tala, lesa og skrifa. Hvert námskeið er 60 kennslustundir og kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn.

Haust 2015 — 6

Íslenska tal

Námskeið fyrir þá sem vilja styrkja talfærni og þjálfa íslenskan framburð. Unnið verður með bókmenntatexta, kvikmyndir, dagblöð og tímarit en efni af Netinu verður ríkur þáttur í verkefnavinnu. Verkefnin stuðla öll að því að þjálfa tal, skilning og samskiptafærni.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeið hefst 01.09.2015

Verð: 38.000 kr.

Að lesa og skrifa á íslensku

Að lesa og skrifa á íslensku er námsskrá ætluð fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra, glímir við ólæsi og hefur hug á að læra eða þjálfa lestur og skrift á íslensku.Tilgangur námsskrárinnar er að koma til móts við innflytjendur á Íslandi sem eru ólæsir á latneska letrið eða hafa litla skólagöngu að baki og þurfa sérúrræði utan hefðbundinna íslenskunámskeiða til að læra og þjálfa lestur og skrift. Í náminu er lögð áhersla á að náms-menn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli þannig sjálfstraust sitt.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeið hefst 14.09.2015

Verð: 23.000 kr.

Landnemaskólinn

Nám fyrir útlendinga sem náð hafa nokkurri færni í íslensku. Farið í íslensku, samfélagsfræði, tölvur, færni-möppu, sjálfstyrkingu og samskipti. Samstarfshópurinn er blanda af Íslendingum og fólki af erlendum uppruna og gert er ráð fyrir því að nota alfarið íslensku í náminu. Lögð er áhersla á íslenskt talmál og kynningu á íslensku samfélagi og atvinnulífi.

Leiðbeinandi: Sveindís ValdimarsdóttirTími: Fyrsta námskeið hefst 14.09.2015

Verð: 23.000 kr.

Haust 2015 — 7

Námsbrautir

Grunnmenntaskólinn

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópa-vinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa.Námsmenn læra að læra. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám.

Kennsla fer fram síðdegis 5 daga í viku frá kl 08:30 til12:30. Alls 300 kennslustundir.

Tími: 14.09.2015

Verð: 58.000 kr.

Skrifstofuskólinn

Námsleiðin er ætluð þeim sem vinna almenn skrifstofu- störf eða þeim sem hafa hug á því að starfa á þeim vett- vangi. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Skrifstofuskólinn er kenndur 3 sinnum í viku frá kl 16.30 til 20:30. Alls 160 klukkustundir.

Tími: Tími: 07.09.2015

Verð: 47.000 kr.

Sterkari starfsmaður - Tölvur og samskipti

Námsleiðin Tölvur og samskipti, gefur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í leik og starfi auk ýmissa annarra þátta.

Námið er 150 kennslustundir. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati. Tími: Hefst í október eða þegar næg þátttaka næst.

Verð: 29.000 kr.

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

Námið veitir námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu-, markaðs-, og rekstrarmála. Helstu námsþættir eru: námstækni, markmiðasetning og tímastjórnun, upplýsinga og tölvu-tækni, sölutækni, viðskiptatengsl, verslunarreikningur, markaðsfræði, samskipti, framsögn og framkoma, gerð kynningarefnis, sjálfstraust, markaðsrannsóknir, Excel við áætlanagerð, markaðssetning á samfélagsmiðlum, sam- ningatækni, frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja, verk-efnastjórnun og gerð viðskiptaáætlunar. SRM námið er 273 klukkustundir að lengd og er kennt á tveim önnum.

Kennt verður síðdegis tvo daga í viku og einstaka laugar-daga. Hluti námsins verður fjarnám.

Tími: Opið er fyrir skráningu, hefst í janúar 2016.

Grafísk hönnunarsmiðja

Námið er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (mynd- vinnsla) og InDesign (umbrot). Markmið námskeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni með samþættingu allra forritanna og geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi. Námskeiðið byggir mest á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum.

Námskeiðið er 120 kennslustundir og verður kennt á þriðju- dags og fimmtudagskvöldum frá kl 19:00 til kl 22:00.

Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að hafa þekkingu á Windows stýrikerfinu og reynslu af Internetnotkun. Ekki er krafist þekkingar áteikni-, myndvinnslu- eða umbrotsforritum.

Tími: Hefst í lok september eða þegar næg þátttaka næst.

Verð: 28.000 kr.

Lærðu á lesblinduna (Aftur í nám)

Lærðu á lesblinduna - Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðug- leika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblindu- leiðréttingu í námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrk- ingu, íslensku og tölvur. Lærðu á lesblinduna er 95 kennslu- stundir þar af 40 einkatímar með Ron Davis lesblindu-ráðgjafa. 

Stuðst er við Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu sem miða að því að námsmenn tileinki sér tækni til að halda athygli og úthaldi við lestur og skrift auk þess að bæta lesskilning.

Tími: Hefst 27.10.2015. Nánari upplýsingar gefur Kristin í síma 412 5947 eða 421 7500 eða á [email protected]

Hljóðsmiðja I

Námið er 120 kennslustundir og er kennt í 3 lotum um og í kringum helgar. Nemendur hljóta yfirgripsmikla kynningu á virkni og notkun hljóðbúnaðar, hljóðvera, upptöku-búnaðar og hljóðvinnsluforrita sem þeir nota á meðan á námskeiðinu stendur. Nemendur vinna verkefni í sam-einingu og skila í lok námskeiðs fullunnum hljóðvörum sem svo er farið yfir.

Markmið• Að byggja upp grunnþekkingu á virkni og notkun búnaðar til upptöku.• Að þróa skilning á ferlum sem notast er við við upptöku og hljóðvinnslu.• Að auka getu til samstarfs við ólíka aðila með ólík sjónarmið.• Að skilja hvað felst í því að skila af sér fullunnu hljóði til afhendingar.

Tími: Hefst 24.09.2015Verð: 28.000 kr.

Hljóðsmiðja II

Námið er 120 kennslustundir og er kennt í 3 lotum um og í kringum helgar. Nemendur kynnast því hvernig hljóð fyrir bíó er unnið, hvernig stærri stúdíóverkefni ganga fyrir sig og hvernig uppsetning og vinna við lifandi hljóð fer fram. Nemendur þreyta sérnámskeið í Pro Tools hljóðvinnslu-forritinu samkvæmt viðurkenndu námsefni frá Avid fram-leiðanda þess og eiga þess kost að taka próf sem veitir þeim viðurkennda gráðu frá Avid sem ACU (Avid Certified User).

Markmið• Að byggja frekar ofan á grunnþekkingu nemenda á virkni og notkun búnaðar til upptöku og eftirvinnslu.• Að skilja mun á milli mismunandi greina er falla undir hljóðvinnslu og ná grunntökum á 3 helstu greinunum.• Að ná góðum tökum á hljóðvinnsluforritinu Pro Tools.• Að læra að vinna samkvæmt verkskipulagi.

Tími: Hefst 22.10.2015Verð: 28.000 kr.

Haust 2015 — 9

C++

Sterkari stjórnandi, Hljóðsmiðja I & II, Tölvunámskeið fyrir byrjendur, Kvikmyndasmiðja,Grunnatriði fjármála á mannamáli.

Viltu læra eitthvað nýtt og spennandi?

Haust 2015 — 10

Kvikmyndasmiðja

Námskeiðið er 120 kennslustundir og er kennt á þremur löngum helgum. Kvikmyndasmiðjan er yfirleitt 3ja vikna námskeið í kvikmyndasköpun þar sem farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu stuttmyndar - allt frá handrits- gerð til lokavinnslu. Nemendur vinna verkefni í sameiningu og skila í lok námskeiðs fullunnu myndbandi sem svo er farið yfir.

Markmið• Að kynna kvikmyndagerð og aðferðafræðina á bakvið kvikmyndaverk.• Að þróa skilning á helstu verkþáttum við kvikmyndagerð.• Að nemendur komi að framleiðslu á kvikmyndaverki.• Að nemendur fái innsýn í verk sem unnin eru á tökustað og við eftirvinnslu.• Að nemendur fái að takast á við raunhæf verkefni á tökustað.

Tími: Hefst 08.10. 2015

Verð: 28.000 kr.

Að lesa og skrifa á íslensku

Að lesa og skrifa á íslensku er námsskrá ætluð fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra, glímir við ólæsi og hefur hug á að læra eða þjálfa lestur og skrift á íslensku.Tilgangur námsskrárinnar er að koma til móts við innflytjendur á Íslandi sem eru ólæsir á latneska letrið eða hafa litla skólagöngu að baki og þurfa sérúrræði utan hefðbundinna íslenskunámskeiða til að læra og þjálfa lestur og skrift. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli þannig sjálfstraust sitt.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 14.09.2015

Verð: 23.000 kr.

Menntastoðir

Menntastoðir er undirbúningsnám t.d. fyrir: • Háskólabrú Keilis• Frumgreinadeildir við Bifröst og HR.• Einingar metnar inní nám í framhaldsskóla Boðið er uppá þrjár leiðir í janúar 2016:

Staðnám 1:50 einingum lokið á 6 mánuðum. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10. 

Staðnám 2: 12 mánuðir/tvær annir. Kennd eru 4 fög (25 einingar) á fyrri önn og 3 fög (25 einingar) á seinni önn. skv.stundaskrá staðnámshóps.

Fjarnám: 50 einingum lokið á 10 mánuðum, staðlotur á ca. 6 vikna fresti og mikið efni á netinu.  

Tími: Hefst í janúar 2016

Landnemaskólinn

Nám fyrir útlendinga sem náð hafa nokkurri færni í íslensku. Farið í íslensku, samfélagsfræði, tölvur, færni-möppu, sjálfstyrkingu og samskipti. Samstarfshópurinn er blanda af Íslendingum og fólki af erlendum uppruna og gert er ráð fyrir því að nota alfarið íslensku í náminu. Lögð er áhersla á íslenskt talmál og kynningu á íslensku samfélagi og atvinnulífi.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 14.09.2015

Verð: 23.000 kr.

Haust 2015 — 11

Sterkari stjórnandi

Nám sem samanstendur af fjórum námskeiðsdögum sem styrkja og efla millistjórnendur í störfum sínum.Fjallað verður m.a. um starfsmannastjórnun og hlutverk millistjórnenda, erfið starfsmannamál, samskipti við erfiða viðskiptavini, meðferð kvartana, árangursrík samskipti, sjálfstraust og réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Leiðbeinandi: Ýmsir sérfræðingarTími: Hefst 13.10.2015- boðið verður upp á tvo hópaþannig að námskeiðið henti sem best vaktavinnufólki.

Verð: 77.000 kr.

Grunnatriði fjármála á mannamáli

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum sem hafa ekki menntun á sviði við- skiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og aðferðafræði reksturs og fjármála. Efnið verður kynnt og framsett á aðgengilegan og þægilegan máta.

Leiðbeinandi: Haukur Skúlason, B.A., B.Sc. og MBA Tími: 3. og 10.11.2015. Kl.09:00 – 13:00

Verð: 23.900 kr.

Sjúkraliðar

Líkamsbeiting og vinnutækni við umönnun sjúklinga. Fjallað verður um áhrif líkamlegs álags sem fylgir vinnu með sjúklinga og hvernig hægt sé að draga úr því. Farið verður yfir ávinning starfsmanna á því að nota góða líkamsbeitingu og vinnutækni. Kynntar verða nýjungar í hjálpartækjum sem hægt er að nýta við flutning og færslu á sjúklingum.

Leiðbeinandi: Berglind Helgadóttir,starfsmannasjúkraþjálfari á LandsspítalaTími: 3. og 10.11.2015. Kl. 16:30 - 20:30

Verð: 18.900 kr.

Starfstengd námskeið

Haust 2015 — 12

Leið 1

Tólf vikna endurhæfingarleið sérsniðin til að mæta einstaklingum sem hafa verið frá vinnumarkaði vegna andlegra, líkamlegra og/eða félagslegra ástæðna eða annarra veikinda og þurfa á lengri endurhæfingu að halda til að byggja sig upp fyrir áframhaldandi endurhæfingu, nám eða vinnu.

Leið 2

Endurhæfingarleið sem hentar þeim einstaklingum sem lokið hafa Leið 1 eða eru komnir vel af stað með að gera breytingar á lífstíl sínum eða daglegum venjum. Einstaklingar verða meðvitaðri um stöðu sína og ábyrgð gagnvart sjálfum sér í endurhæfingunni, auk þess sem áhugahvöt og vilji til vinnu er efldur. Þessi leið getur verið allt frá 3 til 12 mánuðum.

Sérsniðin endurhæfing

Er sniðin að þörfum hvers og eins og getur falið í sér; stuðning í námi eða starfi, viðtöl hjá sálfræðingi, viðtöl hjá fjármálaráðgjafa, fjölskylduráðgjöf, lesblindu-greiningu, viðtöl og ráðgjöf sérfræðinga.

Hreysti

Er átta vikna endurhæfingarleið fyrir þá sem þurfa að byggja sig upp líkamlega og auka andlega vellíðan. Þungamiðja endurhæfingarinnar er hreyfing en einnig er lögð áhersla á heilsutengda fræðslu og núvitund. Leiðin hentar vel einstaklingum sem glíma við stoðkerfisvanda eða eru að jafna sig eftir slys og/eða veikindi. Einnig hentar úrræðið vel einstaklingum sem eru á bið eftir öðrum úrræðum og þurfa að byggja sig upp áður eða að loknum öðrum endurhæfingarúrræðum.

Stökkpallurinn fyrir ungmenni

Tólf vikna endurhæfingarleið ætluð ungum einstaklingum á aldrinum 18-25 ára sem hafa dottið úr námi og/eða eru án atvinnu. Markmiðið er að auðvelda einstaklingum aðtakast á við starfstengd verkefni, efla sjálfstraust og stuðla að jákvæðu viðhorfi til lífsins.

Frekari upplýsingar á www.mss.is

Samvinna - starfsendurhæfingÁ haustönn 2015 verður boðið uppá fimm leiðir

KynningarfundurHaldinn verður kynningarfundur á námskeiðum hjáfullorðinsfræðslu fatlaðra í september og verðurhann auglýstur sérstaklega.

Frekari upplýsingar mss.is

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Haust 2015 — 14

Enska talað mál I

Langar þig að bæta enskukunnáttu þína? Ert þú feimin að tala ensku fyrir framan aðra? Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður.

Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirTími: 10.09. - 15.10.2015. Kl. 17:30 - 19:30 (6 skipti)

Verð: 27.000 kr.

Töskur úr kaffipokum

Töskurnar eru saumaðar úr notuðum kaffipokum. Þátt-takendur þurfa að hafa með sér a.m.k. 14-24 stóra kaffi-poka eða 24-30 minni poka, fer eftir því hversu stór task-an á að vera og léreft eða annað þykkara t.d. gallaefni (Þarf að vera 20-30 cm. x 140 cm.) til þess að ganga frá töskunni að ofan og í handföngum, saumavél, málband, títuprjóna og skæri.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 14.09.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 6.500 kr.

Mimi Tákn með tali

Á námskeiðinu er farið í grunninn á TMT (tákn með tali) aðferðafræðinni, fjallað um uppruna, tilgang og hagnýtingu á TMT og hvernig best er að nýta aðferðina til að ná sem mestum árangri í að örva máltöku barna. Þátttakendur fá vinnubók sem gefin er út af MiMi Creations og er sérsniðin fyrir námskeiðið. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu MSS.

Leiðbeinandi: Hanna Kristín Skaftadóttir MSCTími: 15. og 17.09.2015. Kl. 16:30 - 19:30

Verð: kr. 15.900

Lesa eftir táknum - Uppskriftir

Að lesa hekl- og prjónauppskriftir eftir táknum. Farið er í hvað táknin þýða og þau útskýrð. Þátttakendur þurfa að hafa með sér heklunál nr. 3-31/2 og garn sem hæfir nálinni. Einnig hafa þátttakendur með sér prjóna númer 3 eða 3,5 annað hvort tvo eða hringprjón og viðeigandi garn.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 15.09.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 6.500 kr.

Handmálun og spaði

Unnið með olíu á striga, notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fara heim með tvær myndir af stærðinni 20x80 cm. Allt efni er innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba)Tími: 24.09.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 11.000 kr.

Tómstunda-, tölvu- og tungumálanámskeið

SEPTEMBER

Haust 2015 — 15

Norska I

Farið verður í undirstöður í málfræði, mállýskur, framburð og orðaforða. Þátttakendur eiga að geta spurt um ein-falda hluti. Kennsla fer fram á fimmtudögum.

Leiðbeinandi: Líney Björk ÍvarsdóttirTími: 01.10. - 19.11.2015. Kl. 17:30 - 19:30

Verð: 34.000 kr.

Sterkari eftir hálfleik

Ertu í hálfleik eða að nálgast hálfleik? Komdu á skemmti-legt fræðslukvöld um næstu skref fyrir konur á miðjum aldri. Fjallað verður um seinna kynþroskaskeiðið, áskoranir, mark- mið, hormóna, ný verkefni, sjálfsmynd, sköpunarkraft og síðast en ekki síst hvort tími sé ekki komin til að sinna þér? Leiðbeinandi: Árelía Eydís GuðmundsdóttirTími: 06.10.2015. Kl. 20:00 - 22:00

Verð: 7.900 kr.

Tvöfalt prjón

Prjón þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðal- litur öðrumegin en munsturlitur hinumegin og öfugt.Þátttakendur fá kennslu í þessari aðferð og er nauð-synlegt að þátttakendur kunni að prjóna þar sem nám-skeiðið er aðeins ein kvöldstund. Þátttakendur hafi með sér hringprjón nr. 3 eða 3,5, 60 – 80 cm. langan og garn sem hæfir prjónastærðinni t.d. kambgarn, tvo liti eða sam-bærilegt garn.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 06. og 08.10.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 11.900 kr.

Litatækni

Litabækur fyrir fullorðna eru að slá í gegn þessa dagana og allir vilja læra að lita. Secret Garden litabókin og aðrar fullorðins litabækur seljast eins og heitar lummur enda er skemmtileg afþreying og tilbreyting frá öðru handverki að lita. MSS ætlar að bjóða upp á námskeið þar sem þátt-takendur læra grunn að litatækni auk þess sem þeir fá fræðslufyrirlestur um litafræði Johannes Itten.

Leiðbeinandi: Hrönn TraustadóttirTími: 15.10.2015. Kl. 17:00 - 20:00

Verð: 5.800 kr.

Skapandi skrif

Áttu þér draum um að skrifa skáldsögu eða smásögu? þátttakendur fá innsýn í uppbyggingu skáldsagna, persónusköpun og hvernig hægt er að fanga athygli lesenda. Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni sem þeir segja frá seinna kvöldið ef þeim hentar, einnig verða nokk-ur ritunarverkefni bæði kvöldin. Unnið verður á tölvu og mega þátttakendur koma með sína eigin en annars er hægt að fá tölvu lánaða á staðnum.

Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson rithöfundurTími: 20. og 27.10.2015. Kl. 17:00 - 20:00

Verð: kr. 12.900

Tölvunámskeið fyrir byrjendur

Námskeið fyrir fólk með litla eða enga kunnáttu á tölvur og markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna ásamt fleiru. Kennsla fer fram á mánu--dögum og fimmtudögum.

Leiðbeinandi: Helga María FinnbjörnsdóttirTími: 26.10. - 26.11.2015. Kl. 18:00 - 20:00

Verð: 36.000 kr.

OKTÓBER

Haust 2015 — 16

Ljómandi 10 árum yngri í snatri

Þorbjörg kennir þér einfaldar leiðir til að losa þig við sykur- púkann og fylginauta hans. Rétt val og samsett mataræði vinna á þreytu, bólgum og magafitunni. Þú verður glaðari og hraustari og tilbúin í kaldan vetur og skammdegið. Þorbjörg rúllar þessu upp á einfaldan og skemmtilegan hátt eins og henni einni er lagið. 

Leiðbeinandi: Þorbjörg HafsteinsdóttirTími: 27.10.2015. Kl. 18:00 - 20:30

Verð: 7.900 kr.

Láréttar lykkjur

Láréttar lykkjur geta brotið upp og gert flíkur mjög fallegar. Njóttu þess eina kvöldstund að læra að prjóna láréttar lykkjur. Þátttakendur hafa með sér fimm prjóna nr. 4 og garn sem hæfir prjónastærðinni t.d. kambgarn eða lopa.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 29.10.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 6.500 kr.

Skrautskrift fyrir byrjendur

Þátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu. Innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftar-blokk en þátttakendur verða að koma með sér skrifblokk.

Leiðbeinandi: Jens Guðmundsson Tími: 03, 05 og 10.11.2015. Kl. 17:30 - 21:30

Verð: 13.900 kr.

Heklað jólaskraut

Hvernig væri að hekla sitt eigið jólaskraut? Á námskeiðinu verður kenndur grunnur að hekluðu jóla--skrauti en þátttakendur velja á milli eftirfarandi verkefna: Heklaðar jólakúlur, hekluð snjókorn eða hekluð jólasería. Sjá nánar á heimasíðu MSS hvað þarf að koma með sér í það verkefni sem þátttakandi velur sér.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 04.11.2015. Kl. 18:00 - 21:00

Verð: 6.500 kr.

Listin að smakka vín

Grunnnámskeið um hvernig er best að nálgast vínin? Hvað er sýra? Hvað eru tannín? Hvernig er vín búið til? Hvernig þekkir maður eikina? Námskeið fyrir alla, skemmtileg stund sem hjálpar þér að finna eigin smekk í úrvali vína sem finnst í Vínbúðum.

Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson frá VínskólanumTími: 12.11.1015. Kl. 20:00 - 22:00

Verð: 4.900 kr.

Heklað úr gömlu

Heklaðar mottur eða körfur úr gömlum bolum eða tuskum. Þátttakendur þurfa að hafa með sér góð skæri, gömul lök eða rúmföt, gamla bómullarboli. Heklunálar nr. 6, 8 eða 10 eftir því hversu gróft maður vill hafa heklið. Bæði er hægt að hafa marga liti til að fá fram litagleði eða að halda sig við einn litatón.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 16 og 23.11.2015. Kl. 17:30 - 20:30

Verð: 11.900 kr.

Fylgist með MSS á FacebookVið minnum á Facebook síðu MSS sem má finna með því að slá inn MSS í leitarstreng og ýta svo á líkar við hnappinn og þá er hægt að fylgjast með hvaða námskeið eru fram-undan hjá okkur. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is

NÓVEMBER

Haust 2015 — 17

Félagsfræði 103

Hefst 31. ágúst og lýkur 2. október, kennt á mánudögum frá kl. 17:10 - 20:10

Verð 14.100 kr.

Öldrun 103

Hefst 02. september og lýkur 4. október, kennt á miðvikudögum frá kl 17:10 - 20:10

Verð 14.100 kr.

Fötlun og samfélag 104

Hefst 09. september og lýkur 16. desember, kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:10 - 20:10

Verð 18.300 kr.

Öldrun 202

Hefst 4. janúar 2016 og lýkur 22. febrúar, kennt á mánudögum frá 17:10 - 20:10

Verð 9.400 kr.

Lyfjafræði 113

Hefst 6. janúar 2016 og lýkur 9. mars, kennt á miðvikdögum frá kl 17:10 - 20:10

Verð 14.100 kr.

Samskipti og samstarf 103

Hefst 31. ágúst og lýkur 2. nóvember, kennt er á mánudögum frá kl 17:15 - 20:15

Verð 14.100 kr.

Sálfræði 203

Hefst 02. september og lýkur 4. nóvember, kennt á miðvikudögum frá kl 17:15 - 20:15

Verð 14.100 kr.

Siðfræði 102

Hefst 09. nóvember og lýkur 2. desember, kennt á mánudögum og miðvikdögum frá kl frá kl 17:15 - 20:15

Verð 9.400 kr.

Þroski og hreyfing 103

Hefst 04. janúar 2016 og lýkur 7. mars, kennt á mánudögum frá kl 17:15 - 20:15

Verð 0.000 kr.

Uppeldisfræði 203

Hefst 06. janúar 2016 og lýkur 9. mars, kennt á miðvikudögum frá kl 17.15 - 20:15

Verð 14.100 kr.

Hegðun og atferlismótun 103

Hefst 14. mars 2016 og lýkur 16. maí, kennt á mánudögum frá kl 17:15 til kl 20:15.

Verð 14.100 kr.

Kennslustofan og nemandinn 103

Hefst 16. mars og lýkur 18. maí, kennt á miðvikudögum frá kl 17:15 - 20:15

Verð 14.100 kr.

Nánari upplýsingar eru á www.mss.is

BrúarnámNámskeið innan Félagsliða, Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrúa á haustönn 2015 og vorönn 2016.

Haust 2015 — 18

Námskeið í gæsaflautun

Að blása í gæsaflautu krefst talsverðrar tækni ef vel á að takast til. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði þess að blása í gæsaflautur af ýmsum ólíkum gerðum. Nemendur þurfa að taka með sér sínar eigin flautur sem verða yfirfarnar á námskeiðinu. Mælt er með Zink grágæsa og Zink heiðagæsaflautum til notkunar og æfinga á nám-skeiðinu. Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 20 manns.

Leiðbeinandi: Kjartan LorangeTími: 15. september frá kl. 19:30 - 22:00

Verð: 3.500 kr.

Kvöldnámskeið í tálgun fyrir börn og foreldra

Á námskeiðinu er börnum kennt að tálga með öruggu (lokuðu) hnífsbragði en lokað hnífsbragð minnkar líkur á því að tálgarinn meiði sig eða aðra á hnífnum. Sýnt er hvernig tálga má einfaldan nytjahlut og lítinn fugl úr ferskum efniviði. Ef einhver á tálgunarhníf má gjarnan taka hann með en annars eru hnífar og efniviður á staðnum. Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja,Garðvegi 1, Sandgerði.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 börn með foreldri meðsér. Aldur þátttakenda: 8 - 12 ára.

Leiðbeinandi: Guðrún Gísladóttir, smíðakennariTími: 26. september frá kl. 14:00 - 17:00

Verð: 2.000 kr. fyrir börn, ókeypis fyrir foreldra

Námskeið í gæsaflautun

Að blása í gæsaflautu krefst talsverðrar tækni ef vel á að takast til. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði þess að blása í gæsaflautur af ýmsum ólíkum gerðum. Nemendur þurfa að taka með sér sínar eigin flautur sem verða yfirfarnar á námskeiðinu. Mælt er með Zink grágæsa og Zink heiðagæsaflautum til notkunar og æfinga á nám- skeiðinu. Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 20 manns.

Leiðbeinandi: Kjartan LorangeTími: 5. október frá kl. 19:30 - 22:00

Verð: 3.500 kr.

Námskeið í tóvinnu

Íslenska ullin hefur einstaka eiginleika og á þessu átta tíma tóvinnunámskeiði mun Marianne Guckelsberger kenna gömul handbrögð við vinnslu ullar. Kennt verður að aðskilja tog og þel og ullin kembd, spunnin og tvinnuð. Einnig verður spjallað um orðatiltæki og málshætti tengda ullarvinnu. Að námskeiði loknu fá nemendur afraksturinn heim með sér. Námskeiðsgögn, ull og afnot af ullar-kömbum og halasnældum er innifalið í námskeiðsgjaldi. Þátttakendum er velkomið að koma með eigin snældu.Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 8 manns

Leiðbeinandi: Marianne GuckelsbergerTími: 10. október og sunnudaginn 11. október frá kl. 18:00 - 22:00

Verð: 15.000 kr.

Námskeið haldin af Þekkingarsetri Suðurnesja í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum haust 2015.

Haust 2015 — 19

Íslenska 1

Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig frá upphafi og nýti sér það sem þeir læra frá degi til dags. Viðfangsefni: Stafrófið og hljóðfræði, kveðjur og kurteisi, frasar og sam-töl, klukkan og tímahugtök, matur og heimilið, fjölskyldan og áhugamál. Nafnorð, fornöfn, töluorð og sagnir.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 15.09.2015. Kl: 18:00 - 20:00

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 2

Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að nemendur noti tungumálið sér til gagns og gamans. Viðfangsefni: Upprifjun af stigi 1 (eftir þörfum) – almenn samtöl, störf og daglegar athafnir, áhugamál og tómstundir, veðrið, mannlýsingar, líðan og tilfinningar. Nafnorð og föll, fornöfn og föll, sagnir, spurnarorð, forsetningar og lýsingarorð.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 14.09.2015. Kl: 18:00 - 20:00

Verð: 38.000 kr.

Íslenska 3

Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda. Viðfangsefni: Staðir í borginni, föt, daglegt mál, áhugamál, verslanir, líkaminn og heilsa.Fallbeyging fornafna og nafnorða, sagnareglur 1-5 í nútíð, fleirtala, þátíð veikra og sterkra sagna, lýsingarháttur þátíðar, lýsingarorð og ópersónulegar sagnir.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 14.09.2015. Kl: 18:00 - 20:00

Verð: 38.000 kr.

Að lesa og skrifa á íslensku

Að lesa og skrifa á íslensku er námsskrá ætluð fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra, glímir við ólæsi og hefur hug á að læra eða þjálfa lestur og skrift á íslensku.Tilgangur námsskrárinnar er að koma til móts við innflytjendur á Íslandi sem eru ólæsir á latneska letrið eða hafa litla skólagöngu að baki og þurfa sérúrræði utan hefðbundinna íslenskunámskeiða til að læra og þjálfa lestur og skrift. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli þannig sjálfstraust sitt.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Kennsla hefst 14.09.2015

Verð: 23.000 kr.

Námsframboð í Grindavík

Haust 2015 — 20

Skissuteikningar

Þriggja kvölda námskeið í skissuteikningum þar sem kennd verður uppbygging teikninga, tækni og aðferðir. Sniðugt fyrir þá sem vilja bæta sig eða læra tökin á skissu-teikningum. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Jón Ágúst Pálmason, grafískur hönnuður og myndskreytir, en hann hefur starfað sem hönnuður og myndskreytir fyrir fjölda auglýsingastofa undanfarin ár ásamt því að hafa reynslu af myndlistarkennslu á ýmsum skólastigum.

Leiðbeinandi: Jón Ágúst PálmasonTími: Kennt 15, 22 og 29. október. Kl. 18:00 - 21:00

Verð: 19.500 kr.

Hollt mataræði og heilbrigður lífsstíll

Heilbrigður lífsstíll helst gjarnan í hendur við hollt, fjöl-breytt og gott fæðuval. Á námskeiðinu verður farið verður yfir hvað er hollt mataræði og áhrif mataræðis og máltíð á daglega líðan okkar.

Einnig verður kennt á umbúðamerkingar, umbúðalæsi og magnvitund.

Leiðbeinandi: Klemenz Sæmundsson, íþróttakennari, næringar- og matvælafræðingur

Tími: Kennt þrjú kvöld; þriðjudag 22., fimmtudag 24. og þriðjudag 29.10.2015 Kl. 18:00 - 20:00

Verð: 14.000 kr.

Heklað jólaskraut

Í aðdraganda jólanna er gaman að útbúa eigið jólaskraut. Á námskeiðinu læra þátttakendur að hekla jólaskraut en velja á milli eftirfarandi verkefna: • Heklaðar jólakúlur • Hekluð snjókorn• Hekluð jólasería

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 11. nóvember. Kl. 18:00 til 21:00

Verð: 6.500 kr.

Bútasaumur

Fjögurra kvölda námskeið í bútasaumi Þar sem þátt-takendur koma með verkefni og efni að eigin vali og vinna undir leiðsögn leiðbeinanda. Kennd verður tækni við að sníða/skera niður í búta, svo er unnið undir leiðsögn ogleiðbeint við lokafrágang.

Tími: Áætlað í okt. Frekari upplýsingar hjá Röggu í síma412 5967 eða [email protected]

Verð: 24.000 kr.

Silfursmíði - Sandsteypa

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá að hanna og smíða hálsmen í vax sem þeir síðan taka mót af í sérstökum sandi. Svo munum við bræða silfur og hella í mótin, hreinsa og fægja. Loks fá þátttakendur að taka menið með sér heim. Leiðbeinandi: Þorgrímur KolbeinssonTími: 10. og 11. 10.2015. Kl. 12:00 - 17:00.

Verð: 23.000 kr.

Menntastoðir, hefst janúar 2016

Viltu taka fyrsta skrefið að háskólanámi? Menntastoðir er undirbúningsnám t.d. fyrir:

• Háskólabrú Keilis • Frumgreinadeildir við Bifröst og HR. • Einingar metnar inní nám í framhaldsskóla

Í boði bæði staðnám og fjarnám.Umsóknir og frekari upplýsingar mss.is