nat fr ttir n v. '98 - nato - homepage · nato fréttir haust 1998 frá því að...

36
NATO NATO Félagsskapur NATO Félagsskapur NATO Nr.2 HAUST 1998 fréttir fréttir

Upload: others

Post on 22-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

NATONATO

FélagsskapurNATO

FélagsskapurNATO

Nr.2HAUST 1998

fréttirfréttir

Page 2: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Útgefandi: Peter Daniel – 1110 Brussel, BelgíuPrentvinnsla: Steindórsprent Gutenberg

Ritstjóri: Keir BonineFramleiðsla: Felicity BreezeÚtlit: Grafísk hönnun NATO

Tímarit þetta er gefið út í umboði framkvæmdastjóraAtlantshafsbandalagsins (NATO). Því er ætlað að veraframlag til málefnalegra umræðna um mál sem tengjaststarfi bandalagsins. Greinar gefa því ekki endilega tilkynna opinber sjónarmið eða stefnu ríkisstjórna aðildar-ríkjanna eða NATO.

Sé fengið leyfi ritstjóra má endurbirta efni ritsins, endasé vísað til NATO-frétta. Greinar undir nafni skulu bir-tast með höfundarnafni.

Tímaritið heitir NATO Review á ensku og kemur út fjórumsinnum á ári, jafnoft og á frönsku, undir heitinu Revuedel’OTAN, á þýsku, NATO Brief, á ítölsku, NotizieNATO,á dönsku NATO Nyt, á hollensku, NATO Kroniek,á spænsku, Revista de la OTAN,á norsku, NATO Nytt,ágrísku, Deltio NATO,á portúgölsku, Noticias da NATOog á tyrknesku, NATO Dergisi.Að minnsta kosti eitt heftikemur út árlega á íslensku, NATO-fréttir.

Ritið er einnig gefið út á ensku og frönsku á Netinu meðöðrum útgáfum NATO og er slóðin:HTTP://WWW.NATO.INT/ .

Sumt upplýsingaefni NATO er til á íslensku.Nánari upplýsingar veitir:

Upplýsingaskrifstofa NATO á Íslandi,pósthólf 28, Reykjavík.Sími 561 0015, bréfsími 551 0015.

Einnig má hafa samband við:

NATO Office of Information and Press,1110 Brussels, Belgium.Bréfsími +32-2 707 4579Tölvupóstur:[email protected]

ISSN 1029-581X

NATO

Bréf frá framkvæmdastjóranum

3 Verulega árangursríkt ár fyrir félagsskap NATO

Sergio Balanzino, sendiherra

4 Ári eftir fundinn í Sintra: Öryggi næst með samstarfi í EAPC og FÞF

Volodymyr Horbulin

9 Framlag Úkraínu til öryggis og stöðugleika í Evrópu

Valentin Kalchenko

13 Samstarf NATO og Úkraínu á sviði almannavarna

Klaus-Peter Klaiber, sendiherra

16 Samband NATO og Rússlands ári eftir Parísarfundinn

András Simonyi, sendiherra

20 Klifrað um borð í NATO-lestina

Francesco Palmeri

24 Hamfaraviðbrögð á Evró-Atlantshafssvæðinu

John Kriendler

28 Stjórn FÞF á hættutímum: Efling viðbúnaðar og samstarfs

Frank Boland

32 Herjaáætlanir í hinu nýja NATO

Frá NATO

8 NATO/FÞF-skrifstofa í Albaníu

12 Ný upplýsingaskrifstofa NATO íKiev – NATO-miðstöðin ársgömul

19 Málstofa í Moskvu í tilefni af ársafmæli grundvallarskjals NATO ogRússlands

Skýrslur

S2-S8 Utanríkisráðherrafundur íLúxemborg 22.-29. maí1998

S9-S15 Varnarmálaráðherrafundurí Brussel 11.-12. júní 1998

S16 Aðrar yfirlýsingar Atlantshafsráðsins

Kápa: Grafísk hönnun NATO

EFNISYFIRLITfréttir Haust 1998

Page 3: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

3NATO fréttir

lég ende, lége

ç

NATO fréttir

Javier Solana (t.v.) tekur á mótiLeonid Kuchma, forseta Úkraínu,við undirritun sáttmálans milliNATO og Úkraínu í Madrid ásíðasta ári. (Belga-mynd.)

Br”f fr framkv mdastjŠranum

Verulega árangursríkt ár fyrir félagsskap NATOsíðustu vikum höfum við fagna∂ ársafmælum ýmissa verkefna NATO, sem ætlað er að færa öryggissamstarf á Evró-

Atlanshafssvæðinu betur saman. Ég held við getum verið stolt af þeim árangri, sem þegar hefur náðst.◆ Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC) er að setja af stað víðtæka framkvæmdáætlun.◆ Öflugri Félagsskapur í þágu friðar færir félagana æ nær bandalaginu.◆ Með grundvallarskjalinu um samstarf NATO og Rússlands hefur fjölmörgum samráðs- og samstarfsverkefnum verið

hleypt af stokkunum.◆ Sáttmálinn milli NATO og Úkraínu um sérstakan félagsskap hefur fært með sér ný samstarfsverkefni.◆ Samstarfshópurinn um Miðjarðarhafssvæðið heldur viðræðum áfram af fullum krafti.Mig langar að fjalla stuttlega um hvert þessara verkefna.EAPC – með 44 ríki með mismunandi bakgrunn og hefðir í öryggismálum – hefur reynst vera mikilvægur vettvangur

reglulegs samráðs og samstarfs í öryggismálum. Við höfum notað EAPC til að hafa samráð um ástandið í Kosovo, um veruStöðugleikaliðsins (SFOR) í Bosníu og um framtíðarhorfur í svæðisbundnu öryggissamstarfi. Við höfum einnig rætt um mál ávíðara sviði, svo sem um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi, umhverfismál, sem tengjast varnarmálum, og mál sem tengjastútbreiðslu gjöreyðingarvopna. Í Brussel hefur verið stofnuð Evró-Atlantshafssamhæfingarmiðstöð vegna hamfara, og er hún hlutiaf öflugra, raunhæfu samstarfi okkar á sviði alþjóðlegra hamfaraviðbragða.

Félagsskapur í þágu friðar – flaggskipið í daglegu samstarfi okkar - hefur verið efldur til þess að hann nái yfir nánaritengsl milli bandalagsríkja og félaganna. Starfsemi félagsskaparins hefur verið aukin, bæði að umfangi og dýpt, sem byggist ásameiginlegri reynslu okkar í Bosníu og nauðsyn á flóknari og erfiðari æfingum. Félagarnir hafa nú meiri áhrif á þróun FÞF ogtaka einnig þátt í herstjórnarkerfi NATO á ýmsum stigum.

Ef litið er til félagsskapar NATO og Rússlands, má nota nýja fastaráðið sem verkfæri til að þróa samstarf í öryggis- ogvarnarmálum. Meðal málefna, sem þegar er haft samráð og samstarf um, má nefna friðargæslu, samstarf okkar „á vettvangi“ íSFOR, útbreiðslu gjöreyðingarvopna, umskipti í vígbúnaði og þjálfun uppgjafahermanna til nýrra starfa. Bein samskipti milli heraflaeru hafin. Í stuttu máli hefur síðastliðið ár fyllt okkur trú á varanlegu og árangursríku samstarfi milli NATO og Rússlands.

NATO-Úkraínunefndin (NUC) var einnig fljót að skila árangri. Frá því hún var stofnuð hefur hún samið um skipulagalmannavarna og sett á stofn vinnuhóp um umbætur í varnarmálum. Hún hefur einnig ákveðið að skipa tengslaforingja í Kievsíðar á þessu ári til að hjálpa Úkraínu að auka enn hlut sinn í FÞF. Þessi áþreifanlegu samstarfsverkefni eru til viðbótar við starfupplýsingamiðstöðvar NATO í Kiev, sem veitir almenningi í Úkraínu aðgang að nýjustu fréttum af bandalaginu. Þessar aðgerðirmunu auðvelda Úkraínumönnum að finna sinn rétta sess í hinni nýju Evrópu.

Samstarfshópnum um Miðjarðarhafssvæðið hefur einnig orðið mikið ágengt frá því að honum var komið á fót fyrir ári.Skipst hefur verið á skoðunum um margvísleg málefni, er snerta öryggismál á Miðjarðarhafssvæðinu, við viðmælendur okkar afsunnananverðu svæðinu – í Egyptalandi, Ísrael, Jórdaníu, Máritaníu, Marokkó og Túnis. Verkefni á sviði vísinda ogupplýsingamála (þar á meðal tilnefning tengslasendiráða NATO í þessum ríkjum til þess að styrkja tengsl okkar við þau) ásamtNATO-skóla fyrir foringja frá viðræðulöndunum, sýna þann eindregna ásetningokkar að stofna til vinsamlegra samskipta við nágranna okkar í suðri.

Þessi nýju samstarfsverkefni opna daglega hvert og eitt nýjar leiðir ísíaukinni starfsemi, sem færir bandalagsþjóðir og félaga sífellt hvora nær öðrum. Sélitið á þau öll til samans, efla þau verulega trú okkar á að raunverulegursamstarfsandi sé ríkjandi á Evró-Atlantshafssvæðinu. Við skulum halda áfram aðreyna að nýta þessi miklu tækifæri.

Javier Solana

Haust 1998

Page 4: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

vö verkefni NATO, Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðið og Félagsskapur í þágu friðar, hafa átt veru-

legan þátt í þeim bætta samstarfsanda í öryggismálum,sem við sjáum í dag í Evrópu. Bæði gegna lykilhlut-verki í aðlögun og umbreytingu NATO, og bæði gefabandalagsríkjum og félögum sífellt fleiri leiðir til aðhafa áhrif á umhverfi öryggismála í Evrópu.

Félagsskapur í þágu friðar er kjarninn í raunhæfusamstarfi bandalagsins og félaganna. FÞF var hleypt afstokkunum í janúar 1994 á leiðtogafundi NATO í Brus-sel, og er helsta hlutverk hans að efla hernaðarsamstarfNATO við önnur ríki. Markmið þessa samstarfs eru

margvísleg: Að auðvelda gegnsæi í skipulagi og fjár-málum varnarmála, tryggja lýðræðislega stjórn herafla,efla getu til að sinna friðargæslu, leitar- og björgunar-störfum og mannúðarstörfum og þróa herafla, sem get-ur betur starfað með herafla NATO. Öll þessi markmiðeru nauðsynlegir þættir til að koma á sameiginlegristefnu í öryggismálum Evró-Atlantshafssvæðisins.

Það, hversu vel FÞF hefur farið af stað, hefurnæstum óhjákvæmilega leitt til óska bandalagsríkjajafnt og félaga um að verkefni FÞF verði aukin að um-fangi og dýpt. Í framhaldi af því var settur upp hópurháttsettra embættismanna, sem ég hafði þann heiður aðveita forystu, til að koma með tillögur til ráðherraNATO um hvernig best sé að auka samstarf við félag-ana á öllum sviðum.

Af þessu leiddi að utanríkisráðherrar NATO tókutvíþætta ákvörðun í Sintra í Portúgal í maí 1997: Ífyrsta lagi að efla Félagsskap í þágu friðar og í öðrulagi setja á stofn Evró-Atlantshafssamstarfsráðið semvettvang samráðs og samstarfs um öryggis- og varn-armál.

Öflugri Félagsskapur í þágu friðarÁkvörðunin um að efla FÞF byggðist á ýmsum

þáttum. Við vildum fá félagana til að taka meiri þátt íundirbúningi og framkvæmd FÞF-æfinga, en með þvíyrði framkvæmdaþáttur FÞF meira áberandi. Viðvildum einnig sinna samstarfsverkefnum á breiðarasviði, sem endurspegluðu betur ný markmið NATO ífriðargæslu og áfallastjórn. Þá vildum við byggja ájákvæðri reynslu af árangursríku samstarfi bandalags-ríkja og félaga í Stöðugleikaliðinu (SFOR) í Bosníu ogHerzegóvínu.

Ári eftir ákvörðunina í Sintra sjáum við þegar fram-farir á öllum þessum þremur sviðum.

4NATO fréttir Haust 1998

Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum í Sintra á síðasta ári, hafa verkefniþeirra vaxið verulega, bæði að umfangi og dýpt, að sögn Balanzino sendiherra. Meðal þess helsta, sem náðst hefur fram, má nefna auknaþátttöku félaganna í ákvörðunum og skipulagningu verkefna, nýjar stöður fyrir félagana innan hernaðarskipulags bandalagsins, samráð ogsamstarfsverkefni um áfallastjórn og stofnun samhæfingarstöðvar vegna hamfaraviðbragða. Á grundvelli þessara tveggja stofnana eru ríki

Evró-Atlantshafssvæðisins að skapa nýjan hugsunarhátt í öryggismálum, auka stöðugleika og treysta friðinn öllum til handa.

T

Ári eftir fundinn í Sintra:Öryggi næst með samstarfi í EAPC og FÞF

Sergio Balanzinovaraframkvæmdastjóri NATO

Sergio Balanzino,sendiherra (t.h.),kemur ásamt JavierSolana, fram-kvæmdastjóra, tilChateau Bourg-linster 27. maí1998 fyrir ráð-herrafundina íLúxemborg. (NATO-mynd.)

Page 5: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Félagarnir hafa nú um nokkurt skeið átt þátt í tökuákvarðana innan FÞF. Undanfarna mánuði hafa félag-arnir átt aðild að því að þróa alhliða vinnuáætlun FÞFog unnið náið með bandalaginu við að sníða til sérstak-ar verkefnaáætlanir fyrir einstaka félaga. Að auki takafélagarnir beinni þátt í skipulagningu stöðugt flóknariFÞF-æfinga, einkum þeirra sem haldnar eru hjáfélögunum. Hernaðarnefnd NATO hefur eftir samráðvið fulltrúa félaganna samið fimm ára áætlun fyrirNATO/FÞF-æfingar.

Verið er að opna hernaðarskipulag bandalagsinsfyrir meiri þátttöku. Frá því í sumar hafa 38 foringjarfrá ríkjum félaganna hafið störf á fyrstu tveimur stig-unum – æðstu herstjórnum NATO og í helstu undirher-stjórnum – í sameiginlegu hernaðarskipulagi banda-lagsins, við hlið starfsbræðra sinna frá NATO-ríkjun-um. Sjö stöðum til viðbótar hefur verið komið á fót viðsamhæfingardeild félagsskaparins í Mons í Belgíu. Núfyrst starfa herforingjar félaganna á alþjóðlegum vett-

bandalagsins við hvers kyns FÞF-aðgerðir, sem ogþjálfun og æfingar þeim tengdar. Ennfremur er veriðað útvíkka sameiginlega mannvirkjaáætlun bandalags-ins – mannvirkjasjóð NATO – svo taka megi með verk-efni frá félögunum. Það mun leiða til meiri samhæfnimilli bandalagsins og félaganna á svokölluðum „sam-skiptastöðum“, svo sem í fjarskiptum, í höfnum og áflugvöllum.

Þessir nýju þættir áætlunarinnar munu auðveldaokkur enn frekar að ná meginmarkmiðum FÞF. Þeirmunu auka getu herafla okkar til að starfa náið samanmeð þróun sameiginlegra hugmynda og sameiginleg-um æfingum og þjálfun.

Reynsla okkar í Bosníu og Herzegóvínu hefur sýntokkur hversu mikilvægur FÞF er við undirbúning,liðsskipun og rekstur flókinna, fjölþjóðlegra friðarað-gerða. FÞF hefur sýnt gildi sitt „í raunheimi“ með þvíað auðvelda liðveislu félaganna við Framkvæmdaliðið

5NATO fréttir Haust 1998

Allir félagarnir 28 eiga aðild að EAPC og allir nema Tatsíkistan eiga aðild að FÞF

Fél agar NATO

Albaní

a, Armenía, Aserbaítsjan, Austurríki, Búlgaría, Eistland, Finnland, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Lettland, Litháen, Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía, (1)

Moldóva, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Svíþjóð, Tatsíkistan,Tékkland, Túrkmenistan, Ungverjaland, Úkraína og Úsbekistan

Frá upphafiráðherrafundar

EAPC þann29. maí 1998.(NATO-mynd.)

(1)TyrklandviðurkennirlýðveldiðMakedóníumeð stjórnar-skrárbundnunafni þess.

vangi beinlínis á vegum félagsskaparins en ekki ein-göngu sem fulltrúar lands síns.

Við þróun FÞF til betra samræmis við markmiðbandalagsins höfum við aðlagað og víkkað áætlana- ogendurmatskerfi FÞF (PARP). Þátttaka í kerfinu er ekkiskylda. Því er ætlað að auka gegnsæi við gerð hernað-aráætlana og búa herafla félaganna betur undir sam-starf við herafla bandalagsins. Því er ætlað að hvetja tilaukinnar samhæfni milli herafla félaganna og herafla

(IFOR) og Stöðugleikaliðið (SFOR). Án félagsskapar-ins hefði ekki verið hægt að koma saman svo einstöku,alþjóðlegu hernaðarsambandi á jafnskjótan og árang-ursríkan hátt.

Reynslan í Bosníu hefur einnig staðfest nauðsyninaá að þróa í samvinnu við félagana pólitískan og hern-aðarlegan ramma fyrir frekari FÞF-aðgerðir undir for-ystu NATO. Aðalmarkmiðið í þessu sambandi er aðefla þátttöku félaganna, eins og mögulegt er, í pólitísku

Page 6: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

6NATO fréttir Haust 1998

samráði jafnt og skipulagi vegna friðargæslu og annarraFÞF-aðgerða. Í öryggisumhverfi, sem er stöðugt að breyt-ast, ber nauðsyn til að viðræður okkar leiði til skjótrar ogsveigjanlegrar þróunar sameiginlegra viðbragða.

Fyrsta ár EAPCEvró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC), sem sett

var á stofn fyrir ári, myndar pólitískan heildarrammaum öll tengsl og samstarf milli bandalagsríkja ogfélaga, sem bætast við þau auknu tækifæri sem bjóðastmeð öflugra FÞF. EAPCtók við hlutverki Norður-At-lantshafssamstarfsráðsins (NACC), sem var fyrsta tækiNATO til að koma skipu-lagi á tengsl sínút á við. Eftirmeira en fimmára starfsemi þóttihins vegar fullþörf á að skapanýjan vettvang,sem spannaði víð-ara svið, hefðis v e i g j a n l e g r askipulag á fund-um og, sem mestumáli skipti, veittitækifæri til nánarasamráðs milli banda-lagsríkja og félaga.

Fyrsta verk EAPCvar að gera fram-kvæmdaáætlun, þar sem nánar var tilgreint, á hvaðasviðum aðildarríki EAPC mundu stefna að nánarasamráði og samstarfi. Áætlunin var samþykkt á ráð-herrafundi EAPC í desember síðastliðnum.1

Síðan hefur samráð innan EAPC einkum verið umýmis öryggismál, svo sem stöðuna í Bosníu og Herze-góvínu, ástandið í Kosovo, svæðisbundið samstarf íöryggismálum, alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi, um-hverfismál, sem snerta varnarmál, útbreiðslu gjöreyð-ingarvopna og þróun pólitísks og hernaðarlegs rammafyrir frekari FÞF-aðgerðir undir forystu NATO.

Framkvæmdaáætlun EAPC lagði einnig ríkaáherslu á raunhæft samstarf. Sem dæmi má nefna aðsérlega árangursrík æfing í áfallastjórn var haldin ífebrúar.2 Félögum hefur verið veittur aðgangur að vís-indaáætlun bandalagsins. Og á þessu ári, í fyrri hlutajúní, var Evró-Atlantshafssamhæfingarstöð um ham-faraviðbrögð (EADRCC) formlega opnuð í höfuð-stöðvum NATO af framkvæmdastjóranum. Stöðinmun í nánu samráði við Samhæfingarstofnun SÞ í

FÞF-starfsmannaeiningar

Níu FÞF-starfsmannaeiningar (PSE), sveitir foringja frá NATO og

félögunum, hafa verið settar á stofn í höfuðstöðvum NATO innan

alþjóðlegs starfsliðs hermálanefndarinnar og á fyrsta og öðru stigi í

sameiginlegu hernaðarskipulagi NATO (æðstu herstjórnir NATO og

helstu undirherstjórnir). Til að byrja með hafa þrjátíu og átta foringjar

frá félögunum verið valdir til að gegna þessum stöðum og hafa þeir

þegar hafið störf. Þeir starfa á alþjóðlegu sviði, rétt eins og herforingj-

ar bandalagsríkja, sem gegna störfum við höfuðstöðvarnar. Fé-

lagaforingjar í starfsmannaeiningunum starfa við hlið starfsbræðra

sinna frá NATO við skipulagningu og framkvæmd FÞF-aðgerða.

Pólskar SFOR-sveitir á æfingu íBosníu ogHerzegóvínu ímars s.l.(Reuters-mynd.)

Friðargæslusveitiræfa óeirðastjórn áFÞF-æfingunniCooperativeLantern 98, semhaldin var íUngverjalandi ímaí.(NATO-mynd.)

(1)Sjá heimasíðu NATO,http://www.nato.int.

(2)Sjá grein eftir JohnKriendler á bls. 28 íþessu tölublaði.

Page 7: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

mannúðarmálum samhæfa viðbrögð aðildarríkja EAPCvið hamförum á EAPC-svæðinu.3

FÞF og EAPC: Mikilvæg tæki við stjórná hættutímumSaman eru EAPC og FÞF mikilvæg tæki, sem nota

má til að þróa viðbrögð við tilteknum aðstæðum íöryggismálum. Áframhaldandi vera SFOR í Bosníu ogHerzegóvínu og viðbrögð við ástandinu í Kosovo erutvö dæmi þessa.

Félagar í SFOR taka þátt í reglulegum upplýsinga-og samráðsfundum í höfuðstöðvum NATO í Brusselvarðandi ýmsa þætti aðgerða SFOR. Til dæmis var haftsamráð á vettvangi EAPC meðal bandalagsríkja ogfélaga, sem sendu liðssveitir, við undirbúning aðgerða-áætlunar fyrir „Joint Forge“, framhald á aðgerðumSFOR í Bosníu og Herzegóvínu.

EAPC hefur einnig verið vettvangur bandalagsríkjaog félaga við að reyna að móta sameiginlega stefnu íbrennandi öryggisvandamálum eins og ástandinu íKosovo. Aftur á móti hefur komið í ljós, að FÞF ætti aðnýtast sem tæki til að koma í veg fyrir að slík átökbreiðist út. Á nýlegum fundi sínum í Lúxemborg sam-þykktu utanríkisráðherrar NATO margvíslegar aðgerð-ir til að hjálpa tveimur félögum, Albaníu og Fyrrver-andi júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu,4 að bregð-ast við vandamálum, sem hljótast af ástandinu í Kosovo.

7NATO fréttir Haust 1998

(3)Sjá grein eftir FrancescoPalmeri á bls. 24 í þessutölublaði.

(4)Tyrkland viðurkennirlýðveldið Makedoníu meðstjórnarskrárbundnu nafniþess.

Samhæfingardeild FÞF

Samhæfingardeild FÞF (PCC) er einstök FÞF-deild, sem heyrir undir Norður-At-lantshafsráðið og hefur aðsetur í Mons í Belgíu, en þar eru einnig æðstu höfuðstöðvarEvrópuherstjórnar bandalagsins (SHAPE). Í alþjóðlegu starfsliði PCC eru starfsmennNATO og síðan í ársbyrjun 1998 foringjar frá FÞF-félögunum, og taka þeir fullan þáttí störfum deildarinnar. Fulltrúar NATO-ríkja og einstakra félaga hafa fullan aðgang aðdeildinni og eru óaðskiljanlegur hluti hennar.Samhæfingardeildin samræmir sameiginlegar hernaðaraðgerðir innan FÞF í sam-vinnu við starfslið NATO, herstjórnir og stofnanir. Hún hefur einnig með höndum nauð-synlega áætlanagerð vegna hernaðarlegrar hliðar vinnuáætlunar félagsskaparins,einkum vegna æfinga og skyldra aðgerða við friðargæslu, mannúðaraðgerðir og leit-ar- og björgunarstörf, og tekur þátt í mati á fyrri aðgerðum. Nákvæmar aðgerða-áætlanir vegna friðargæslu og hernaðaræfinga heyra undir þá herstjórn, sem stjórnaraðgerðum hverju sinni.

Sjö foringjar frá fimm félögum hafa verið skipaðir fastafulltrúar í alþjóðlegastarfsliðinu, þar á meðal er búlgarskur foringi yfirmaður mennta- og þjálfunarsviðssamhæfingardeildarinnar, en hann er fyrsti foringinn frá félögunum, sem gegnir yfir-mannsstöðu hjá FÞF.

Page 8: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

8NATO fréttir Haust 1998

Mir-GamzaEfendiev, sendiherraAserbaítsjans, einshinna 25 félaga,sem skipað hafafastanefnd hjáNATO, afhendirJavier Solana,framkvæmdastjóraNATO, skipunarbréfsitt 13. maí 1998.(NATO-mynd.)

Bandalagið nýtir FÞF til að hjálpa báðum ríkjunumvið umbætur á landamæragæslu, endurskipulagninguheraflans og eflingu öryggis og stöðugleika. Af ein-stökum aðgerðum má nefna að hleypt hefur verið afstokkunum hjálparáætlun undir forystu NATO. Viða-meiri FÞF-æfingar hafa verið skipulagðar, rætt hefurverið um FÞF-æfingabúðir og NATO/FÞF-deild hefurverið sett á laggirnar í Albaníu.

Nýtt samstarfsfúst öryggissamfélagÞótt FÞF og EAPC séu tiltölulega nýstofnuð, bera

þau vitni um nýja skipan mála: Langtímastöðugleiki íEvrópu er um þessar mundir best tryggður meðsamstarfi. Hin nýja skipan lýsir sér einnig í því að núhafa 25 félaganna skipað fastanefnd við aðalstöðvarNATO. Hin nývígða Manfred Wörner-bygging, semhýsir flestar sendinefndir félaganna, er táknræn fyrirtraustan og sívaxandi félagsskap okkar.

Þau verkefni, sem blasa við okkur, eru að brýnaþessi verkfæri félagsskapar og samstarfs. EAPC ogFÞF munu áfram aðstoða áhugasöm ríki við að undir-búa hugsanlega NATO-aðild. Fyrir önnur ríki bjóðaþau tækifæri til að starfa áfram náið með bandalaginu.

Með EAPC og öflugri FÞF byggjum við upp sam-eiginlegan hugsunarhátt í öryggismálum Evró-Atlants-hafssvæðins. Með nauðsynlegum pólitískum vilja ograunhæfri getu til að starfa saman munum við uppfyllameginskyldu okkar – að styrkja öryggi og stöðugleikaog viðhalda friði, öllum til hagsbóta.

NATO/FÞF-skrifstofa í Albaníu

NATO/FÞF-skrifstofa var opnuð í Tirana í Albaníu þann 1.júní 1998 í samræmi við samkomulag milli Norður-Atlants-hafsráðsins og Albaníustjórnar. Skrifstofan mun taka beinanþátt í heildarsamhæfingu og framkvæmd sérstakrar verk-efnaáætlunar innan vébanda FÞF fyrir Albaníu fyrir árið1998.

Opnun skrifstofunnar er tákn um áhuga bandalagsins áað þróa nánara samstarf við albönsk yfirvöld um framkvæmdFÞF-aðgerða. Þetta er fyrsta skrifstofan af sinni tegund og bervitni um staðfastan vilja NATO til að hrinda sérstöku verk-efnaáætluninni í framkvæmd við hinar einstöku aðstæður,sem er að finna í Albaníu.

Skrifstofan er í fyrstu mönnuð einum borgaralegumstarfsmanni úr alþjóðlegu starfsliði NATO, einum foringja ogeinum settum foringja.

Samstarfsáætlunin fyrir Albaníu árið 1998 gerir ráð fyriraðgerðum til aðstoðar albönskum stjórnvöldum til að bregð-ast við hugsanlegum afleiðingum ástandsins í Kosovo, þar ámeðal hugsanlegri aðstoð við samskipti, landamæragæslu ogmálefni flóttamanna. Sex ferðir sérfræðinga hafa verið farn-ar til Albaníu það sem af er 1998 sem liður í verkefnaáætl-uninni. Sveitir NATO-sérfræðinga munu halda áfram aðaðstoða Albana á ýmsum sviðum, svo sem við að gefa leið-beiningar um skipulag hersveita og um áfallastjórn, við lausná vandamálum við núverandi hergagnageymslur og við þró-un umbóta á mannvirkjum.

Hjálparáætlanir, sérstaklega varðandi mannvirki og bún-að, eru nauðsynlegar til enduruppbyggingar og endurskipu-lags herafla Albaníu. Raunhæf samhæfing þjálfunar- og hjálp-aráætlana Albaníu og NATO verður forgangsverkefni NATO-/FÞF-skrifstofunnar.

Page 9: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

9NATO fréttir Haust 1998

skipulagi verður að vera virðing fyrir mannréttindumog réttindum minnihlutahópa og fullveldi ríkja.

Öryggi og stöðugleiki í Evrópu eru Úkraínumönn-um mjög hugleikin, en Úkraína var stofnaðili Samein-uðu þjóðanna, og milljónir Úkraínumanna voru fórnar-lömb seinni heimsstyrjaldarinnar og alræðisstjórnar Sovét-ríkjanna. Frá því að Úkraínumenn hlutu sjálfstæði íárslok 1991, hafa þeir reynt að leggja sitt af mörkum tilað auka stöðugleika í Evrópu. Ekki skyldi til að myndavanmeta sögulegt mikilvægi hinnar fordæmislausuákvörðunar Úkraínumanna að afneita kjarnavopnumsjálfviljugir og gerast aðilar að samningnum um tak-

ameiginleg framtíð ríkja Evró-Atlantshafssvæðisinshefur einnig í för með sér sameiginlega ábyrgð. Nú,

þegar við fögnum því að ár er liðið frá undirritunsáttmálans milli NATO og Úkraínu, eins helsta merkisinsum þátttöku okkar í Evrópumálum, vil ég vekja athygli ásumu því, sem Úkraínumenn hafa fram að færa tilöryggis og stöðugleika í Evrópu og því hlutverki, semvið hyggjumst leika á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Nú, mitt á milli leiðtogafundanna í Madrid og Was-hington, þegar 21. öldin nálgast, reynir Evrópa að finnaáreiðanlegt öryggiskerfi, sem færir okkur nær stöðugraog siðmenntaðra heimsskipulagi. Kjarninn í þessu nýja

Frá því að Úkraínumenn hlutu sjálfstæði í árslok 1991, hafa þeir ekki einungis leitað aðildar að stofnunum Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins, heldur hafa þeir einnig reynt að leggja nokkuð af mörkum til öryggis og stöðugleika svæðisins. Þetta

hefur, að sögn Horbulins, haft í för með sér pólitískar og efnahagslegar umbætur heima fyrir, þátttöku í friðargæslu- ogmannúðaraðgerðum erlendis, auk þess sem þeir hafa sett heiminum einstakt fordæmi með því að gefa kjarnorkuvopn sín

upp á bátinn. Þótt Úkraínumenn viðurkenni að enn sé langur vegur fram undan og mikið starf óunnið, eru þeir til þess búnir að leikalykilhlutverk í nýju öryggiskerfi Evrópu og hjálpa til að viðhalda öryggi og stöðugleika í Evrópu.

S

Framlag Úkraínu til öryggisog stöðugleika í Evrópu

Volodymyr Horbulinritari Þjóðaröryggis- og varnarmálaráðs Úkraínu

Boris Tarasiuk,utanríkisráðherra

Úkraínu (t.v.),heldur frétta-

mannafund ásamtJavier Solana,

framkvæmdastjóraNATO, eftir utan-ríkisráðherrafund

NATO-Úkraínu-nefndarinnar í

Lúxemborg29. maí 1998.(NATO-mynd.)

Page 10: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

10NATO fréttir Haust 1998

mörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem kjarnorkuvopna-laust ríki. Mikilvægi þess að flytja öll kjarnorkuvopnfrá Úkraínu og þáttur þess í að draga úr kjarnorkuógn-inni og mynda sameiginlegt öryggissvæði í Evrópuhlaut sérstaka athygli á leiðtogafundi Öryggissam-vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Lissabon 1996.

Stöðugleiki í Evrópu byggist á stöðugleika ríkjaStöðugleiki í ríkjum Evrópu er skilyrði fyrir stöðug-

leika í Evrópu. Ekki hefur reynst auðvelt fyrir Úkraínu-menn að snúa aftur í fjölskyldu evrópskra lýðræðisríkjaog taka virkan þátt í uppbyggingu nýs öryggiskerfis Evr-ópu. Ég held samt að við getum verið stoltir af árangriokkar við að byggja upp lýðræðislegt, félagslega ábyrgtríki, sem stjórnað er að lögum, þrátt fyrir erfiðar aðstæð-ur, svo sem efnahagslega arfleifð Sovétríkjannaog stöðnun einstakra stjórnmálahreyfinga.

Fráþví að við hlutum sjálfstæði, höfum við samþykkt nýjastjórnarskrá, sem er í fullu samræmi við evrópskar venjurum lýðræðisríki, sem stjórnað er að lögum og þar semborgaraleg réttindi eru tryggð. Hún gerir ráð fyrir skýrustjórnkerfi, með forseta sem þjóðhöfðingja, þing í einnideild, Verkhovna Rada, sem kosið er til í almennumkosningum, löggjafarkerfi sem byggist á viðteknum,evrópskum lagavenjum og sjálfstjórn einstakra héraða.Að auki hefur úkraínsk löggjöf um réttindi minnihluta-hópa hlotið alþjóðlega virðingu og lof.

Erfiðasta vandamálið í dag er hins vegar óstöðugleikihagkerfisins, sem þarf einnig að glíma við að bæta skað-

ann af Tsjernobylslysinu. Samt sem áður skipar ófrá-víkjanleg umbótastefna okkar í efnahagsmálum Úkraínukirfilega á bekk með löndum á breytingastigi. Við höfumeinnig þrátt fyrir pólitíska og félagslega margbreytniúkraínsks samfélags náð að hrinda þessum breytingum íframkvæmd á friðsamlegan og siðmenntaðan hátt, ánþess að komið hafi til fjöldaóeirða eða átaka eða þurft hafiað beita pólitíska andstæðinga valdi.

Okkur er brýn nauðsyn á aðstoð alþjóðasamfé-lagsins til að sigrast á efnahagslegum erfiðleikum okk-ar, bæði fjármagn og búnað, auk sérfræðiaðstoðar.Þessa aðstoð má samt ekki líta á sem ölmusu, heldursem framlag til sameiginlegra markmiða okkar. Það erreyndar í þágu allra Evró-Atlantshafsríkja að Úkraínu-menn, 52 milljón manna Evrópuþjóð, verði ekki skildireftir andspænis gífurlegum efnahagsörðugleikum meðarfleifð félagslegra vandamála og afleiðingar um-

hverfisslyss á heimsmælikvarða.

Góð samskipti við nágrannaríkiÚkraínumenn hafa, frá því að þeir fengu

sjálfstæði, gert það að forgangsmáli utanríkis-

stefnusinnar að koma á góðum samskiptum við nágrannarík-in og staðfesta þau lögformlega. Lausn á vandamálumtengdum minnihlutahópum milli Úkraínu og Ung-verjalands árið 1991 er verðugt dæmi um þessa stefnuog um einarðan stuðning okkar við mannréttindi ogréttindi minnihlutahópa. Í seinni tíð hefur okkur orðiðverulega ágengt við að staðfesta góð samskipti okkarvið nágrannaríkin. Við höfum gengið frá pólitískumgrundvallarsamningum við Rússa og Rúmena, undir-ritað samkomulag við Rússa um Svartahafsflotann,lokið landamærasamningum við Hvíta-Rússland ogundirritað yfirlýsingu um sættir og einingu við Pól-land. Allir þessir samningar eru mikilvægir hlekkir í

Að fengnusjálfstæðisamþykktuÚkraínumenn nýjastjórnarskrá, semgerir ráð fyrirskýru stjórnkerfi,þar á meðal þingi íeinni málstofu,Verkhovna Rada.(Reuters)

Page 11: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

„Þátttaka ísvæðisbundnu

samstarfi er mikil-vægur þáttur íutanríkisstefnuÚkraínu.“ Frávinstri: Leonid

Kuchma, forsetiÚkraínu, Gaidar

Aliev, forsetiAserbaítsjans,

Petru Lucinschi,forseti Moldóvu,

og Sergei Kiri-yenko, þáverandiforsætisráðherraRússlands, brosavið myndatöku á

leiðtogafundiEfnahagssamstarfs

Svartahafsríkja íYalta 5. júní

1998.(AP-mynd.)

keðjunni, sem bindur ríki okkar við svæði stöðugleikaog góðra nágranna, eins og sagt er fyrir um í sáttmálan-um um stöðugleika í Evrópu frá 1995.

Óskipt öryggi með sameiginlegu átakiÞótt Úkraínumenn hafi þurft að mæta mörgum

vandamálum heima fyrir á fyrstu sex árum sjálfstæðis-ins, hefur það ekki komið í veg fyrir að þeir tækju virk-an þátt í alþjóðlegum tilraunum til að binda enda ásvæðisbundin átök í Evrópu. Ber þar helst að nefna aðÚkraína tekur þátt í alþjóðlegum aðgerðum við fram-kvæmd friðarsamkomulagsins í Bosníu og Herze-góvínu. Friðargæsluliðar okkar starfa þar við hlið her-manna NATO og félaganna í Stöðugleikaliðinu(SFOR) til að skapa nauðsynleg skilyrði fyrir varan-legum friði og munu halda því áfram í samræmi viðnýtt umboð þar að lútandi, sem tók gildi í júní. Úkraínavar einnig meðal fyrstu ríkja til að taka þátt í aðgerðumÖSE í Nagorno-Karabakh og lagði til eftirlitsmenn tillangtímaaðgerða.

Við fylgjumst einnig sérstaklega vel með lausndeilunnar í nágrannahéraðinu Transdnjester í Mold-óvu, en þar eru Úkraínumenn næststærsta þjóðarbrotið.Sú staðreynd, að Úkraína skuli ásamt Rússlandi ogÖSE vera meðal ábyrgðaraðila fyrir samkomulagi íTransdnjester-deilunni, sýnir að hið alþjóðlega sam-félag hefur trú á virku framlagi okkar til friðargæslu íEvrópu. Við búum líka yfir þekkingu á svæðisbundn-um innanríkismálum eftir að hafa leyst mál sjálfstjórn-arlýðveldisins á Krím á farsælan hátt.

Þátttaka okkar í Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu(EAPC) og Félagsskap í þágu friðar (FÞF) hefur þar aðauki sannfært okkur um að reynslu og getu NATO ífriðargæslu eigi að nýta á virkari hátt í svæðisbundnumdeilum á EAPC-svæðinu. Í þessu samhengi fagnaÚkraínumenn þróun pólitísks og hernaðarlegs rammafyrir FÞF-aðgerðir undir forystu NATO.

Svæði EvrópuÞátttaka í svæðisbundnu samstarfi er mikilvægur

þáttur í utanríkisstefnu Úkraínu, sem sjá má af fram-

taki okkar í svæðisbundnum samtökum, svo sem Mið-Evrópusamtökunum, Efnahagssamstarfi Svartahafsríkja,Karpata-Evrópusvæðinu og Bug-Evrópusvæðinu. Viðsjáum mikla möguleika á að auka svæðisbundinnstöðugleika með hjálp þessara samtaka og höfum lagttil að ÖSE og Mið-Evrópusamtökin vinni saman að þvíað tryggja stöðugleika og öryggi í Mið- og Austur-Evr-ópu. Við erum einnig bjartsýnir á að auka þríhliðasamstarf Úkraínu, Póllands og Rúmeníu annars vegarog Úkraínu, Rúmeníu og Moldóvu hins vegar, aukfrekari möguleika á strategískum félagsskap við Pól-land. Auk þess höfum gefið glöggt til kynna áhugaokkar á starfsemi Svartahafsráðsins og mundum fagnahvers kyns samstarfi við það.

Aðild að Evró-AtlantshafsstofnunumSú stefna okkar, að Úkraína fái fulla aðild að sam-

starfsstofnunum Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðis-ins, er grundvallarþáttur í tilraunum okkar til að byggjasameinaða og stöðuga Evrópu. Þrátt fyrir það gerumvið okkur grein fyrir því að sami hraði hentar ekki öll-um og styðjum því í hvívetna að félagar okkar í Mið-Evrópu, sem eru lengra komnir á veg, hljóti fyrr aðildað stofnunum Evró-Atlantshafssvæðisins. Um leiðþykjumst við þess fullvissir, að meira ætti að gera til aðminnka bilið í efnahagsþróun og þar af leiðandi hraðaaðildarferlis milli einstakra ríkja. Minnkun á þessummun mundi hjálpa til að minnka hættuna á því aðstækkunarferlið hefði neikvæð áhrif á virkni þessarastofnana. Við trúum því að þetta sé eina leiðin til aðtryggja örugga og stöðuga Evrópu, þar sem ríki starfasaman innan vébanda gegnsærra stofnana, eiga sérsömu gildi og eru dæmd á sömu forsendum.

Við styðjum og erum fyllilega sammála þeim sam-stöðuanda og þeim sameiginlegu gildum, sem Evrópu-ráðið, ÖSE og Evrópusambandið (ESB) standa fyrir.Úkraína á nú þegar aðild að Evrópuráðinu og ÖSE ogvinnur stöðugt að því að hljóta einnig aðild að Evrópu-sambandinu. Með gildistöku samnings Úkraínu umfélagsskap og samstarf við ESB fyrr á þessu ári stefn-um við að frekari þróun pólitískra, efnahagslegra, fjár-hagslegra, félagslegra og menningarlegra tengsla viðEvrópusambandið.

11NATO fréttir Haust 1998

Page 12: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

12NATO fréttir Haust 1998

Við sækjumst einnig eftir nánari tengslum viðVestur-Evrópusambandið (VES), sem við teljummikilvægan þátt í öryggi Evrópu. Í júní 1997 genguÚkraína og VES frá samningi, sem gerir ráð fyrirnotum af langfleygum flutningavélum Úkraínumanna.Þessi samningur, sem er sá fyrsti sinnar tegundar semVES gerir, er raunhæft dæmi um samstarfi okkar til aðstyrkja öryggi og stöðugleika í Evrópu. Á grundvelliþessa samnings vonumst við til að vera í aðstöðu til aðstofna til formlegra sambands við VES í framtíðinni.

mála um sérstakan félagsskap milli NATO og Úkraínu,sem undirritaður var á leiðtogafundinum í Madrid í júlí1997. Þessi víðtæki félagsskapur merkir ekki endilegaað Úkraína óski aðildar að bandalaginu, að minnstakosti ekki á þessu stigi. Við gerum okkur grein fyrir aðvið erum ekki enn búnir undir aðild að NATO, bæðihvað varðar að uppfylla skilyrði fyrir aðild og hvaðvarðar álit almennings í Úkraínu.

Við höfum hins vegar hafið víðtæka, opinberakynningu til að skýra út gagnkvæman hag af samstarfiÚkraínu og NATO. Ég er þess fullviss að þegar tímarlíða mun úkraínsku þjóðinni verða það ljóst, að okkurstafar engin ógn af NATO, sem þvert á móti veitirtryggingu fyrir stöðugleika í Evrópu og styrkir þar meðeinnig öryggi okkar. Þess vegna fögnum við því aðPóllandi, Tékklandi og Ungverjalandi - en tvö þessararíkja eiga land að Úkraínu - hefur verið boðið að gangaí bandalagið.

Sáttmáli NATO og Úkraínu hefur opnað ný sviðfyrir samstarf og myndað traustan grundvöll fyrirkraftmikla, frekari þróun sambands okkar. Áþreif-anlegasti hluti sáttmálans er stofnun NATO-Úkraínu-nefndarinnar, en á vettvangi hennar hittum við fulltrúabandalagsríkjanna sextán og eigum við þá samráð ummargvísleg pólitísk og hernaðarleg samstarfsverkefni.Í nefndinni hafa nú verið haldnir tveir utanríkisráð-herrafundir, einn fundur varnarmálaráðherra og sendi-herrar eiga fundi með vissu millibili. Samráð okkarhefur náð yfir málefni eins og styrkingu á samstarfi viðfriðargæslu, stofnun samstarfshóps um umbætur ívarnarmálum og samstarfshóps um almannavarnir.1

Sé litið á hermálasviðið, tók hermálafulltrúi Úkraínuhjá NATO við stöðu sinni í janúar, og við væntum þessað tengslaforingi NATO í Kiev verði skipaður í náinniframtíð. Okkur gefst þá kostur á að efla hernaðartengslokkar við bandalagið, sem veitir tækifæri til að fræðasthvor um herafla annars, og veitir okkur reynslu, semkemur að gagni við umbætur á heraflanum.

En mikilvægi sáttmálans milli NATO og Úkraínuer meira en sem nemur þeim fjölmörgu samstarfsverk-efnum, sem hann veitir brautargengi. Ásamt stækkun-arferli NATO, grundvallarskjalinu milli NATO ogRússlands og Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu gegnirsáttmálinn milli NATO og Úkraínu mikilvægu hlut-verki við að fylla tómarúmið í öryggi og stöðugleikaEvrópu, sem varð til við lok kalda stríðsins.

Úkraínumenn hafa því með fjölmörgum samstarfs-verkefnum og leiðandi þátttöku í stofnunum og eink-um og sér í lagi með sérstökum félagsskap við NATOtekið sér lykilstöðu í hinu nýja öryggiskerfi Evrópu,sem nú er í mótun, og sem mikilvægir þátttakendur í aðviðhalda öryggi og stöðugleika í Evrópu.

(1)Frekari upplýsingar umsamstarf NATO ogÚkraínu á sviði almanna-varna er að finna í næstugrein.

Ný upplýsingaskrifstofa NATO í Kiev –NATO-miðstöðin ársgömul

Javier Solana, fram-kvæmdastjóri NATO, hefurskipað Taras Kuzio upplýs-ingaforingja NATO og yfir-mann upplýsinga- og skjala-miðstöðvar NATO í Kiev íÚkraínu. Dr. Kuzio (40 ára),sem er breskur ríkisborgari,hefur á ferli sínum einkumfengist við málefni Úkraínu,en hann hefur ritað mikiðum úkraínsk stjórnmál ogöryggismál. Áður en hanngekk til liðs við NATO gegndihann rannsóknarstöðu viðmiðstöð rússneskra og austur-evrópskra fræða við háskólann íBirmingham, auk rannsóknarstöðu við ráðgjafarnefnd úkraínskaþingsins. Þar áður starfaði hann sem blaðamaður og ritstjóri meðúkraínsk málefni sem sérsvið. Dr. Kuzio tekur við stöðu sinni íseptember.

Upplýsinga- og skjalamiðstöð NATO, sem er til húsa í alþjóða-samskiptastofnun Taras Shevchenko-ríkisháskólans í Kiev, er ný-lega orðin ársgömul. Markmiðið með miðstöðinni er að auðveldatvíhliða upplýsingaflæði milli bandalagsins og Úkraínu, hjálpa tilað vinna bug á gamaldags ranghugmyndum og gefa Úkraínu-mönnum réttar upplýsingar um NATO. Miðstöðin, sem starfarsamkvæmt ákvæðum sáttmálans um sérstakan félagsskap NATOog Úkraínu, á mikilvægan þátt í auknu samstarfi NATO og Úkra-ínu.

Sérstakur félagsskapur við NATOAf öllum stofnunum Evró-Atlantshafssvæðisins,

sem Úkraína á sífellt nánari samskipti við, er NATOokkur sérstaklega mikilvægt. Við lítum á NATO semáreiðanlegustu og gagnlegustu stoðina undir öryggiEvrópu og höfum myndað formlegt samband með sátt-

Page 13: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

13NATO fréttir Haust 1998

Safeguard 97, sem fram fór á Íslandi í júlí, auk æfing-arinnar Sea Breeze 97, sem haldin var í Úkraínu íágúst. Í september héldu Úkraínumenn sameiginlegt

námskeið með NATO í Kiev, um „Sjúkraloftflutn-

inga og björgunaraðgerðir í neyðar-tilvikum“, þar sem meira en 100 fulltrúar frá NATO ogfélögunum tóku þátt í umræðum og þjálfun um þaðnýjasta á þessu sviði.

Samstarf á nýju stigiÞessar æfingar, námskeið og aðrir viðburðir sýna

fram á notagildi FÞF sem ramma um langtíma verkefniog verklegar æfingar milli NATO og félaganna til und-irbúnings raunverulegum leitar- og björgunaraðgerð-um. Samt sem áður þótti okkur Úkraínumönnum aðvið gætum lagt meira af mörkum. Því var það að ídesember 1997 lyftum við samstarfi okkar á sviðialmannavarna á mun hærra stig, er almannavarnaráðu-neyti Úkraínu undirritaði samkomulag um skipulag al-mannavarna og viðbúnað við hamförum. Þetta sam-komulag, sem er annað tveggja sem NATO hefur gert á

ilgangur almannavarna er að vernda almennaborgara á neyðartímum, svo sem í stríði eða viðnáttúruhamfarir. Almannavarnir gegna mikilvægu

hlutverki í samstarfi NATO við félagana íMið- og Austur-Evrópu, innan vébandaFélagsskapar í þágu friðar, vegna hagnýtsgildis slíkra aðgerða. Úkraína tók fyrstþátt í samstarfi um almannavarnir árið1992, innan við ári eftir að landið hlautsjálfstæði. Tveimur árum síðar, eftir aðÚkraína hafði gerst aðili að FÞF ífebrúar 1994, tilnefndi almannavarna-ráðuneytið tvær sveitir í samstarfsað-gerðir á sviði almannavarna, véladeildalmannavarnarliðsins, með aðsetri íKiev, og sérhæfða björgunarsveit hers-ins, með aðsetri í Poltava.

Í desember 1995 heimsótti sendi-nefnd skipuð fulltrúum ýmissa stofn-ana í Úkraínu, sem starfa við skipulagalmannavarna, höfuðstöðvar NATO.Heimsóknin leiddi enn betur í ljós þærgríðarlegu breytingar, sem orðið höfðuá bandalaginu frá lokum kalda stríðsins, jafnt ogvaxandi mikilvægi ýmissa verkefna, sem stofnað hafðiverið til innan ramma þeirrar víðtæku öryggisstefnu,sem NATO hafði tekið upp 1991. Í framhaldinu varsamþykkt traust áætlun um samstarf við NATO umalmannavarnir.

Árið eftir héldum við svo í Kiev fyrsta fundskipulagsnefndar almannavarna, sem haldinn hefurverið utan NATO. Á árinu 1996 var einnig haldinn íLviv fundur almannavarnanefndar NATO og samstarfs-félaganna í tengslum við stjórnstöðvar- og vettvangs-æfinguna Carpathian Safety 96, sem haldin var í Lviv-héraði. Björgunarsveitir frá Bandaríkjunum, Póllandi,Slóvakíu og Ungverjalandi tóku þátt í æfingunni.

Árið 1997 tóku björgunarsveitarmenn og verkfræð-ingasveit úr sjálfstæðu véladeildinni frá almanna-varnaráðuneytinu þátt í FÞF-æfingunni Cooperative

Stórt skref var stigið í samstarfi NATO og Úkraínu, þegar sáttmálinn um sérstakan félagsskap þeirra var undirritaður í Madrid í júlí 1997.Við framkvæmd sáttmálans reyna Úkraínumenn að nýta sér hann sem best og eru almannavarnir eitt áþreifanlegasta dæmið um samstarfvið NATO. Í þessari grein gerir Kalchenko grein fyrir áföngum í samstarfi NATO og Úkraínu á þessu sviði og mikilvægi þess fyrir Úkraínu.

T

Samstarf NATO og Úkraínuá sviði almannavarna

V. Kalchenkoalmannavarnaráðherra Úkraínu

Valentin Kalchenko(t.v.) er samfagn-að af Herpert vanForeest, aðstoðar-

framkvæmdastjóraNATO á sviði

varnarmannvirkja,birgða og almanna-

varna, við undir-ritun samkomulags

um skipulagalmannavarnamilli NATO og

Úkraínu þann 16.desember 1997.

(NATO-mynd.)

Page 14: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

14NATO fréttir Haust 1998

sviði almannavarna, myndar lagaramma fyrir auknasamhæfingu ráðuneytisins, ekki einungis við NATO,heldur einnig við einstök bandalagsríki.

Eitt víðtækasta ákvæði samkomulagsins er um þró-un sameiginlegra athugana, sem miða að því að eflameð alþjóðlegu samstarfi heildarviðbragðsgetu vegnakjarnorkuslysa. Þessi sameiginlega starfsemi, sembyggist á víðtækri og kerfisbundinni greiningu á Tsjer-nobylslysinu, fer fram í samstarfi við viðkomanditækninefndir NATO, sem heyra aftur undir yfirnefndalmannavarnaáætlana – einkum almannavarnanefnd,sameiginlega læknanefnd, skipulagsnefnd um matvæliog landbúnað og skipulagsnefnd flugmála. Við vonumað þetta leiði til betri skilnings á áhrifum slysa á borðvið Tsjernobylslysið á fólk, landbúnað, vatnsbúskap ogaðrar lífsnauðsynlegar auðlindir.

Hvað varðar almannahættu sem stafar af losungeislavirkra efna, munu Úkraína og NATO eiga sam-starf innan vébanda sérfræðingahóps NATO um við-vörunar- og greiningarkerfi.

Vinnuhópi Úkraínu og NATO um almannavarnir,sem komið var á fót undir yfirstjórn NATO-Úkraínu-nefndarinnar, er ætlað að framkvæma ákvæði samkomu-lagsins og skipuleggja og samræma sameiginlegar að-gerðir. Fyrsti fundur vinnuhópsins var haldinn í Kiev ímars með þátttöku háttsettra embættismanna NATO ogfulltrúa frá ríkisstjórn Úkraínu og viðkomandi ráðu-neytum og stofnunum. Margar mikilvægar ákvarðanirvoru teknar á þessum fundi varðandi samstarf okkar íframtíðinni og sameiginleg fréttatilkynning var gefinút.

Úkraínskur foringifrá almannavarna-ráðuneytinu (ímiðið) ræðir viðstarfsbræður sínafrá Íslandi og Dan-mörku á FÞF-æfingunni Cooper-ative Safeguard97. (Í bakgrunni:Björgunarsveitiræfa sig í ham-faraviðbrögðum ávettvangi áæfingunni, semhaldin var á Íslandií júlí 1997.)(NATO-mynd.)

Page 15: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

„Úkraínumenn búayfir dýrmætrireynslu af aðbregðast við

kjarnorkuslysi.“Starfsmaður beitirborvél við prófanirundir steinsteypu-hvelfingunni, sem

byggð var yfirfjórða kjarnakljúforkuversins eftir

slysið 1986.(Reuters-mynd.)

Helst ber að nefna, að í framhaldi af kynningu for-manna skipulagsnefndar NATO um matvæli og land-búnað og sameiginlegrar læknanefndar og eftir ítar-legar umræður, sem á eftir fóru, höfum við ákveðið aðúkraínskir sérfræðingar taki þátt í fundum nefndanna ánæsta ári, sem haldnir verða í Vín annars vegar ogBrussel hins vegar til þess að byrja að deila með þeimupplýsingum um reynsluna af Tsjernobyl.

Að auki í ljósi þeirrar ákvörðunar NATO að veitafélögum aðgang að skipulagsnefndum og ráðum ásviði almannavarna hefur náðst samkomulag um aðauka smátt og smátt þátttöku Úkraínumanna í yfir-nefnd almannavarnaáætlana, sem og tæknilegum und-irnefndum og ráðum.

Við erum sérlega vongóðir um að Úkraína geti lagtsitthvað af mörkum við nýju Evró-Atlantshafssamhæf-ingarstöðina um hamfaraviðbrögð, sem nýlega var settá stofn í höfuðstöðvum NATO í Brussel og við Evró-Atlantshafshamfaraviðbragðssveitina. Almannavarna-ráðuneytið býr yfir reyndu starfsliði, sem sveitin gætinýtt sér til að veita sérfræðiaðstoð til handa fórnar-lömbum hamfara, hvort sem er í NATO-ríkjum eða hjáfélögunum. Ásamt dýrmætri reynslu af að bregðast viðkjarnorkuslysi, sem fékkst í kjölfar Tsjernobylslyssins,búum við einnig yfir mikilli flutningsgetu. Ráðuneytiðjafnt sem úkraínskir vísindamenn er reiðubúið að deilaþekkingu sinni og reynslu með starfsbræðrum fráNATO og félögunum í samhæfingarmiðstöðinni.

Óþarft er að taka fram að þessi þróun leiðir til efl-ingar samstarfs og virkra tengsla úkraínskra sérfræð-inga á þeim margvíslegu sviðum, sem óumflýjanlegatengjast almannavörnum, og hjálpa þar með við að-lögun Úkraínumanna að efnahagslegu og félagslegukerfi Evró-Atlantshafssvæðisins, þar sem þeir eru stað-ráðnir í að leika mikilvægt hlutverk.

Öruggari framtíðVið höfum þegar komið okkur niður á sumar nauð-

synlegar samstarfsaðferðir við alþjóðlegu áfallastjórn-aræfinguna „CMX-98“, sem haldin var í mars síðast-liðnum í höfuðstöðvum NATO. Almannavarnaráðu-neytið og utanríkisráðuneytið hafa nú komið sér samanum hvernig tilnefna skuli fulltrúa frá almannavarna-ráðuneytinu við úkraínsku sendinefndina hjá NATO tilað samhæfa betur starf okkar með bandalaginu. Virkþátttaka fulltrúa Úkraínu í starfi yfirnefndar almanna-varnaáætlana og undirnefndum hennar mun styrkja sam-starf okkar og leiða til meiri samhæfingar milli al-mannavarna Úkraínu og NATO-ríkja.

Framtíðin er í okkar höndum. Með hagnýtu sam-starfi á sviði almannavarna höfum við tækifæri til aðtryggja börnum okkar, barnabörnum og kynslóðumframtíðar öruggt og farsælt líf. Við Úkraínumenn erumtilbúnir að nýta þetta tækifæri til fulls.

NATO fréttir15

Haust 1998

Page 16: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

yrir litlu meira en ári undirrituðu NATO og Rúss-land „Grundvallarskjal um gagnkvæm samskipti,

samvinnu og öryggi“. Athöfnin, sem fór fram í Parísnokkrum vikum fyrir leiðtogafundinn í Madrid, varmeira en diplómatísk athöfn. Hún var merki um stefnu-breytingu á tímanum eftir kalda stríðið. Með undirritungrundvallarskjalsins lögðu NATO og Rússland grund-völl að nýju strategísku sambandi. Það getur enginnvafi verið á því: Við berum sameiginlega ábyrgð á aðmóta nýtt öryggisástand Evrópu langt fram á 21. öld-ina.

Okkur hefur orðið vel ágengt fyrsta árið við aðhrinda ákvæðum þessa sögulega samkomulags í fram-kvæmd. NATO og Rússland hafa stofnað til samráðsum öryggismál í nýju formi í fastaráðinu, sem stofnaðvar samkvæmt ákvæðum grundvallarskjalsins. Með

starfi okkar í fastaráðinu leitum við nýrra samstarfsleiða,sem ekki eru fordæmi fyrir.

Eins og í hverju nýju sambandi hefur tekið tíma ogdiplómatíska færni að kynnast og venjast. Sigrast þurfti ámargra áratuga skorti á trausti og eyða ranghugmyndum.Okkur lætur sífellt betur að starfa saman, þótt mörg erfiðverkefni séu fram undan. Við viljum gera félagsskapNATO og Rússlands að föstum punkti í öryggi Evrópu.

Víðara samhengiAf öllum þeim breytingum, sem átt hafa sér stað í

Evrópu og NATO á undanförnum árum, er sambandiðnýja milli NATO og Rússlands hreinlega byltingar-kennt. Sú tíð er liðin að tvær hernaðarblokkir stóðu

16NATO fréttir Haust 1998

Frá því að grundvallarskjalið var undirritað í fyrra og sameiginlega fastaráðið var sett á stofn, hefur samband NATO ogRússlands færst á hærra og betra stig. Með reglulegri starfsemi í fastaráðinu skiptast NATO og Rússland á skoðunum og

hafa samráð um öryggismál Evró-Atlantshafssvæðisins, sem báðum er umhugað um. Pólitíska samráðið er stutt af beinumtengslum milli herafla, þar á meðal með sameiginlegri þátttöku í Stöðugleikaliðinu (SFOR) í Bosníu og

friðargæsluæfingum. Klaiber sendiherra heldur því fram, að við séum á réttri leið í átt að sameiginlegu öryggi og stöðug-leika í Evrópu í framtíðinni.

F

Samband NATO og Rússlands ári eftir ParísarfundinnKlaus-Peter Klaiber

aðstoðarframkvæmdastjóri NATO á sviði stjórnmála

Yevgeni Primakov,þáverandi utan-ríkisráðherra Rúss-lands (við ræðu-púlt t.v.), ræðir viðfréttamenn ásamtutanríkisráðherraFrakklands, HubertVédrine (í miðið),og framkvæmda-stjóra NATO, JavierSolana, forsetumsameiginlegafastaráðsins, eftirráðherrafund ráðs-ins í Lúxemborg28. maí 1998.(NATO-mynd.)

Page 17: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

VarnarmálaráðherraRússlands, IgorSergeyev, mar-

skálkur, spjallar viðJavier Solana,

framkvæmdastjóraNATO, og AlainRichard, varnar-

málaráðherra Frakk-lands (t.v.), fyrir

varnarmálaráð-herrafund fasta-ráðsins í Brussel

12. júní 1998. (AP-mynd.)

hvor andspænis annarri í miðri Evrópu. Fyrrverandimarkalínur í Evrópu eru horfnar. Flest lönd í Mið- ogAustur-Evrópu treysta nú efnahagslegar og pólitískarumbætur heima fyrir og leita nánari tengsla við stofnanirEvró-Atlantshafssvæðisins. Og í Rússlandi eiga sér staðmestu umbreytingar í síðari tíma sögu landsins.

Sama má segja um NATO. Í byrjun þessa áratugartók bandalagið þá grundvallarákvörðun að samstarf og

Árangursríkt árFyrsti ráðherrafundur í fastaráði NATO og Rúss-

lands, sem haldinn var í september síðastliðnum, komsamstarfi okkar á rétta braut. Í desember komu NATO ogRússland sér saman um víðtæka verkáætlun fyrir árið1998, sem nær yfir fjölmörg málefni sem samráð eðasamstarf verður haft um, svo sem friðargæslu, umskipti ívígbúnaði, umhverfismál sem snúa að varnarmálum og

17NATO fréttir Haust 1998

aukin samskipti við fyrrum keppinauta skyldu verahelstu tækin til að ná fram öryggi og stöðugleika í Evr-ópu nútímans. NATO tók því að sér víðtækara hlutverken að verja landamæri aðildarríkja sinna: Að vinna aðöryggi og stöðugleika um Evrópu alla.

Það var einnig ljóst að ekki var hægt að byggja uppnýtt öryggiskerfi Evrópu án þátttöku Rússlands, sem hefursérlega mikil áhrif á stöðugleika í Evrópu. Með grund-vallarskjalinu hafa NATO og Rússland myndað formleganramma um leit að sameiginlegum aðferðum og lausnumvið sameiginlegum úrlausnarefnum. Samband NATO ogRússlands styður önnur stefnumál bandalagsins í átt tilaukins öryggis, svo sem stækkun, sérstakan félagsskap viðÚkraínu, efldar umræður um Miðjarðarhafssvæðið ognáin pólitísk og hernaðarleg tengsl milli NATO og félag-anna um tvö helstu atriði öryggissamstarfsins - Evró-At-lantshafssamstarfsráðið og Félagsskap í þágu friðar.

útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Í sama mánuði var haldinmálstefna um endurmenntun uppgjafaherforingja.

Frá því í júlí 1997 hafa sendiherrar fundað reglu-lega í fastaráðinu. Nú í febrúar skiptumst við til dæmisá skoðunum um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemiog í mars var farið yfir pólitískar og hernaðarlegar að-gerðir gegn útbreiðslu kjarnavopna, lífrænna vopna ogefnavopna og tækja til að flytja þau. Einnig hefur veriðkomið á fót pólitískum og hernaðarlegum sérfræðinga-hópi um friðargæslu og hittist hann reglulega.

Seint í apríl ræddu sendiherrarnir í fyrsta skipti ummálefni kjarnavopna, þar á meðal um grundvallar-stefnu, herstjórn og öryggismál. Með fundinum varsýnt fram á að NATO og Rússar víluðu ekki fyrir sér aðræða viðkvæm málefni. Í maí ræddum við um her-stjórn, stefnu í varnarmálum, grundvallarstefnu NATO

Page 18: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

18NATO fréttir Haust 1998

og Rússlands í hernaði og fjármál og mannvirkja-áætlanir.

Á sviði almannavarna hafa NATO og Rússar hleyptaf stokkunum tilraunaverkefni um „notkun gervi-hnattatækni við mat á hamförum og viðbrögð viðþeim“. Við höfum einnig veitt um 1500 rússneskumvísindamönnum aðgang að áætlun NATO um vísindifyrir frið. Á ráðherrafundi fastaráðsins í Lúxemborgþann 28. maí undirrituðu fulltrúar NATO og Rússlandssamkomulag um vísindasamstarf.

Á utanríkisráðherrafundi í fastaráði NATO og Rúss-lands í maí og á fundi varnarmálaráðherra í júní voru for-gangsatriði í vinnuáætlun fastaráðsins athuguð og fariðyfir stöðu mála í Bosníu og Herzegóvínu, þar á meðalsamstarf NATO og Rússlands í Stöðugleikaliðinu (SFOR)

og viðbrögð alþjóðasamfélagsins við ástandinu íKosovo. Viðræður ráðherranna um ástandið í Kosovoásamt tveimur sérlegum sendiherrafundum í fasta-ráðinu báru því sérstaklega vitni hversu mjög gegn-sæið og samstarfið hefur þróast á síðustu 12 mánuðum.Þá sendu utanríkisráðherrar fastaráðsins á fundi sínumþann 28. maí í Lúxemborg frá sér yfirlýsingu vegnakjarnorkuvopnatilrauna Indverja og Pakistana og und-irstrikuðu um leið staðfastan vilja NATO og Rússlandsað vinna áfram saman að því að koma í veg fyrir út-breiðslu kjarnavopna, lífrænna vopna og efnavopna ogflutningstækja þeirra.1

Bein samskipti milli heraflaEitt mál hefur stöðugt verið til umræðu í samstarfi

NATO og Rússlands, en það er ástandið í Bosníu ogHerzegóvínu. Fáir hefðu þorað að spá því, jafnvel fyrirfáeinum árum, að herlið NATO og Rússlands ættu eftirað starfa hlið við hlið við að fylgja eftir friðar-samningum í fyrrverandi Júgóslavíu. Þátttaka Rússa íFramkvæmdaliðinu (IFOR) undir forystu NATO ogStöðugleikaliðinu (SFOR) við hlið bandalagsríkja ogannarra félaga er lifandi sönnun um raunhæfu hliðina ásamstarfi okkar. Rússar leggja enn fram herlið til Stöð-ugleikaliðsins undir forystu NATO í Bosníu, en umboðþess var endurnýjað í júní síðastliðnum. Þetta sýnir aðí hinni nýju Evrópu geta NATO og Rússland hjálpastað við að skapa öryggi. Við verðum að byggja á þeirrireynslu, sem fengist hefur í Bosníu, ef við tökumst áhendur sameiginlega friðargæslu síðar meir, eins oggert er ráð fyrir í grundvallarskjalinu milli NATO ogRússlands.

Ef litið er framhjá Bosníu, hafa hernaðarleg sam-skipti milli NATO og Rússlands aukist verulega á síð-ustu mánuðum. Fundir hermálafulltrúa á vettvangi fasta-ráðsins fara fram með reglulegu millibili. Fyrr á þessu

ári var Viktor Zavarzin, hershöfðingi, skipaðurfyrsti rússneski hermálafulltrúinn hjá

NATO. Báðir aðilar hafa samþykkt aðskiptast á hermálasendinefndum, semkomið verður á fót í Moskvu og Brusselfyrir árslok. Í maí tóku Rússar þátt í sam-eiginlegu FÞF-aðgerðinni CooperativeJaguar í Danmörku ásamt bandalags-ríkjum og félögum.

Við hlökkum til að efla frekar slíksamskipti. Einkum vonum við að Rúss-ar nýti til fulls þau tækifæri á samstarfi,sem Félagsskapur í þágu friðar veitir.Verið er að hugleiða sérstakt FÞF-verkefni, sérsniðið að þörfum og ósk-um Rússa. Það myndi styrkja samstarfmilli Rússlands og NATO-ríkja og ann-arra félaga og myndi auka stöðugleika,gagnkvæma hreinskilni og traust.

Upplýsingar og almannasamskiptiUpplýsingar og almannasamskipti eru önnur mikil-

væg hlið á nýju sambandi NATO og Rússlands. Ótaldirrússneskir blaðamenn, námsmenn og embættismennhafa heimsótt höfuðstöðvar NATO í Brussel undan-farin ár. Líklegt er að gestum fjölgi enn á komandi ár-um. Þar að auki hefur Norður-Atlantshafsþingið gegntlykilhlutverki við að efla samskipti milli rússneskuDúmunnar og löggjafarþinga aðildarríkja NATO.

(1) Sjá bls. 6 í skýrslu-viðauka þessa tölublaðs.

Rússneskur ogbandarískur SFOR-foringi bera samanbækur sínar viðlok sameiginlegrareftirlitsferðar íBosníu ogHerzegóvínu.(SFOR PIO.)

Page 19: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Í febrúar síðastliðnum naut ég þeirra forréttinda aðmega hjálpa til við að vígja skjalamiðstöð NATO fyrirevrópsk öryggismál í Moskvu. Þessi miðstöð, sem ertil húsa hjá hinni virtu INION-stofnun, veitir númargvíslegum stofnunum sem og almennum rússnesk-um borgurum aðgang að upplýsingum um NATO ogöryggismál Evrópu almennt. Ég vona að hún hjálpi tilað útbreiða rétta skoðun á stefnu NATO.

Rússland og stækkun NATOÁrangursrík almannasamskipti verða áfram sérlega

mikilvæg við að eyða stöðugum ranghugmyndumRússa um stækkun NATO. Skilaboð okkar til rússneskravina okkar verða óbreytt: Stækkun NATO felur ekki ísér nokkra ógn við öryggishagsmuni Rússlands. Ölluheldur erum við að styrkja öryggi og stöðugleika í allriEvrópu, að Rússlandi meðtöldu, með því að innlima ríkiMið- og Austur-Evrópu í kerfi öryggissamstarfs.

NATO er ekki heldur að flytja hernaðarmátt sinnaustur á bóginn. Í grundvallarskjalinu ítrekaði NATOeinhliða yfirlýsingu sína frá 14. mars 1997 um að í nú-verandi og fyrirsjáanlegu öryggisumhverfi myndibandalagið sinna sameiginlegum varnarskyldum sín-um og öðrum verkefnum með því að búa í haginn fyrirliðsauka, með því að leggja áherslu á samhæfni ívopnabúnaði, samræmi innan heraflans og samstilltátak, frekar en að halda úti föstum, verulegum herafla.Ég held að þessi yfirlýsing skýri sig sjálf. Til viðbótarþessu hafa bandalagsríkin ítrekað að þau hafi engináform, enga áætlun og enga ástæðu til að koma fyrirkjarnorkuvopnum á landsvæði nýju aðildarríkjanna, néhafi þau nokkra þörf fyrir að breyta nokkru í skipankjarnorkuvopna NATO né stefnu þess í kjarnorku-málum – og sjái ekki fram undan neina þörf á því.

Umræðan um stækkun NATO sýnir að við munumekki ævinlega verða sammála um öll málefni. Ágrein-ingur um einstök mál ætti hins vegar ekki að varpa

19NATO fréttir Haust 1998

skugga á heildarmyndina: Staðfastan vilja beggja til aðbyggja upp traust með því að starfa saman.

Reynslan af samskiptum NATO og Rússlands hef-ur afsannað spár þeirra, sem héldu því fram, að bættsamskipti við Rússland yrðu á kostnað öryggis Mið-og Austur-Evrópuríkja.

Horft fram á viðSú staða, sem Rússar taka sér innan nýrrar Evrópu, er

hugsanlega mikilvægasti áhrifaþáttur öryggis í Evrópu ákomandi árum. Okkur sýnist framtíðin vænlegust fyrirvelmegandi og opið Rússland, félaga sem deilir áhugaokkar á viðskiptum og stöðugleika, félaga sem hjálparvið að leysa hugsanlegar svæðisbundnar deilur, nágrannasem stefnir að markmiðum sínum af sjálfsöryggi enjafnframt á gegnsæjan og friðsamlegan hátt; viðsemj-anda sem treystir okkur í samningum um takmörkun víg-búnaðar og ríki, sem tekst á við úrlausnarefni framtíð-arinnar með öðrum ríkjum á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Rússar verða sjálfir að stjórna þessu verkefni. Viðhöfum hins vegar ekki bara tækifæri til að hjálpa, heldurber okkur skylda til þess. Það er verkefni fyrir allarstofnanir, þar með taldar NATO og Evrópusambandið.Og það er hægt með því að veita Rússlandi lögformlegthlutverk, sem hæfir stærð þess og pólitísku mikilvægi.

Við erum þess fullvissir að grundvallarskjalið milliNATO og Rússlands auðveldi okkur að ná þessummarkmiðum. Þó það hafi þegar lyft samskiptum NATOog Rússlands á nýtt og betra stig, bíður okkar þaðverkefni að fullkomna þær samstarfsaðferðir okkar. Íþessu tilliti er – eins og nafnið bendir til – fastaráðiðmeira en vettvangur samráðs. Sem föst stofnun tryggirþað samfellu í samskiptum okkar. Ég er þess fullvissað við stefnum í rétta átt. Þegar til lengri tíma er litið,munu samskiptin vaxa og dafna og verða kjölfestan ísameiginlegu öryggi og stöðugleika í allri álfunni.

Málstofa í Moskvu í tilefni af árs afmæli grundvallarskjals NATO og Rússlands

Til að halda upp á það að ár er liðið frá undirritun grundvallarskjalsins milli NATO og Rússlands var haldin málstofa háttsettra fulltrúa í Vís-indalegu upplýsingastofnuninni í félagsvísindum (INION) í Moskvu þann 19.-20. júní. Málstofan, sem var skipulögð í sameiningu af Skjalamið-stöð NATO fyrir evrópsk öryggismál, sem er til húsa í INION, og Upplýsingaþjónustu NATO var liður í vinnuáætlun fastaráðs NATO og Rússlandsfyrir árið 1998.

Á málstofunni hittust í fyrsta sinn þeir, sem framfylgja stefnu NATO og Rússlands almennt og í hermálum, og hópur menntamanna frá 14NATO-löndum og frá Moskvu og háskólum í öðrum rússneskum héruðum. Um 90 þátttakendur fóru yfir það, sem áunnist hafði á fyrsta ári sam-starfs NATO og Rússlands á grundvelli grundvallarskjalsins, og ræddu hugmyndir um frekara samstarf á víðtæku sviði, svo sem í friðargæslu,vísindum, almannavörnum, vopnabúnaðarsamstarfi og endurmenntun uppgjafahermanna.

Meðal rússneskra frummælenda má nefna Nikolai Afanasiyevsky, aðstoðarutanríkisráðherra, og Valery Manilov, fyrsta varaforseta herráðsvarnarmálaráðuneytisins. Helstu ræðumenn frá NATO voru Chris Donnelly, sérlegur ráðgjafi framkvæmdastjórans í málefnum Mið- og Austur-Evrópu, og Nicholas Kehoe, hershöfðingi, varaformaður hermálanefndar.

Skipuleggjendur málstofunnar ráðgera að fylgja henni eftir með útgáfu rits.

Rússneskirfótgönguliðar

koma til Suður-Jótlands, 18. maí,

til að taka þátt íFÞF-æfingunni

CooperativeJaguar 98

(AP-mynd.)

Page 20: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

rá hinum sögulega degi á leiðtogafundinum íMadrid í fyrra, þegar Ungverjalandi, ásamt Tékk-

landi og Póllandi, var boðið að ganga í Atlantshafs-bandalagið, höfum við unnið ötullega að undirbúningiaðildar. Við viljum vera vissir um, að þegar að hennikemur, taki Ungverjaland fullan þátt í störfum banda-lagsins, pólitískum jafnt sem hernaðarlegum.

Í Ungverjalandi hafa farið fram þrennar lýðræðis-legar þingkosningar frá kerfisbreytingunni 1989. Enlýðræðið verður einungis sterkara við hver stjórnar-skipti. Og rétt er að leggja áherslu á, að nýja stjórninhefur sömu markmið í utanríkismálum og fyrri stjórn,þar á meðal að færa ríki Evró-Atlantshafssvæðisinssaman og að veita myndun góðra tengsla við nágranna-ríkin forgang.

Það eru ekki aðeins ríkisstjórnin og og flokkar áþingi, sem styðja eindregið aðild að NATO, heldur erallur almenningur sama sinnis. Þetta sást best á úr-slitum þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að bandalaginusíðastliðið haust, en 85% voru henni fylgjandi. Þetta ervísbending um mikinn stuðning Ungverja við að færaEvró-Atlantshafssvæðið saman.

Síðan skjöl um aðild Ungverjalands, Póllands ogTékklands voru undirrituð í desember síðastliðnum afutanríkisráðherrum NATO-ríkjanna sextán, hafa„boðslöndin“ þrjú haft sérstaka stöðu hjá NATO, ekkiósvipaða stöðu áheyrnarfulltrúa. Með henni höfumsmám saman tekið þátt í störfum fleiri og fleiri banda-lagsstofnana, þar á meðal Norður-Atlantshafsráðsinsog undirnefndum þess, auk helstu herstjórna NATO,

20NATO fréttir Haust 1998

Fullgildingarferlinu fer nú að ljúka í NATO-ríkjunum sextán, og í löndunum þremur sem boðin var aðild, Ungverjalandi, Tékklandi og Póllandi, er aðhefjast lokaundirbúningur fyrir inngöngu í bandalagið. Simonyi sendiherrra lýsir hér málinu frá því sjónarhorni, sem „sérstök staða“ Ungverjalands

og hinna ríkjanna tveggja veitir, er þau búa sig undir NATO-aðild - en hann líkir því við klifra um borð í lest á ferð.

F

Klifrað um borð í NATO-lestinaAndrás Simonyi

formaður sendinefndar Ungverjalands hjá NATO

András Simonyi,sendiherra (t.v.), ígóðu skapi, eftirað hafa afhentJavier Solana,framkvæmdastjóraNATO, skipunar-bréf sitt í októbersíðastliðnum viðskipun ungverskrarsendinefndar hjáNATO.(NATO-mynd.)

Page 21: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

og unnið ötullega að framkvæmdahlið inngöngunnar.Augljóst markmið okkar er að við inngöngu okkar íbandalagið verðum við tilbúnir að taka fullan þátt ístörfum bandalagsins.

Eins og aðrar þjóðir, sem sækjast eftir aðild, þar ámeðal nokkrar nágrannaþjóðir okkar sem ekki var boð-ið með fyrsta hópnum, hafa Ungverjar látið það óspartí ljós að þeir séu því fylgjandi að bandalagið verði opiðfyrir frekari stækkun og fleiri þjóðir eigi þess kost aðganga í bandalagið, hafi þau til þess getu og vilja. Einsog forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, sagði við leið-toga Tékklands, Ungverjalands og Póllands á leiðtoga-fundi NATO í fyrra: „Möguleikinn á frekari stækkunmun að miklu leyti byggjast á því hvernig fyrstahópnum reiðir af. Ef okkur tekst að gera bandalagiðekki bara stærra, heldur einnig sterkara, og það verðuráfram samheldið, höfum við byggt sterkan grunn undirfrekari stækkun.“

Við gerum okkur fulla grein fyrir ábyrgð okkar áþví að innganga okkar í bandalagið takist í alla staðivel. Eftir því sem okkur miðar fram, munu bæði ríkinþrjú og NATO öðlast geysimikla reynslu í fram-kvæmdahlið aðlögunar og skýrari mynd af nauðsyn-legum umbótum. Það er einnig mikilvægt að við mun-um með ánægju deila þessari dýrmætu reynslu meðríkjum, sem ganga í bandalagið á eftir okkur. Þó viðgetum ekki tryggt að umbætur og aðild verði sárs-aukaminni í framkvæmd, getaaðildarumsækjendur framtíðar-innar örugglega haft gagn afreynslu okkar og sloppið við aðþurfa að „finna aftur upp hjólið.“

Litið aftur á upphafiðÉg man greinilega vonbrigði

okkar Ungverja árið 1992, þegarengin tilkynning kom um að nýjulýðræðisríkin fengju skjóta aðild.Þetta var sársaukafullt vegnaþess að okkur hafði verið haldiðutan þessarar „fjölskyldu“ svolengi. Þegar ég lít nú til baka, skilég þetta betur: Í upphafi áratug-arins var hefðbundin ógn óðumað hverfa og frá sjónarhóli banda-lagsins voru engin knýjandi rökfyrir stækkun. NATO og Evrópaalmennt voru ekki tilbúin, néheldur Ungverjaland, ef satt skalsegja. Við áttum enn eftir aðbyggja traustan grunn fyrir lýð-ræðislegar, efnahagslegar og fjár-hagslegar stofnanir og kerfi, sem

enn voru í þróun, og fyrir umbætur á herafla okkar.Aðild styrkir vissulega þessar stofnanir, en ekki mágleyma að hvert og eitt aðildarríki ber ábyrgð á aðviðhalda styrk bandalagsins. Bandalagið má ekkiveikjast né samheldni þess minnka, þegar það stækkar.

Aðdragandinn að aðild okkar að NATO hófst þegarvið gengum í Norður-Atlantshafssamstarfsráðið (NACC)í desember 1991. Rúmlega tveimur árum síðar urðumvið svo félagar í Félagsskap í þágu friðar og síðan íEvró-Atlantssamstarfsráðinu (EAPC), sem tók við afNACC í maí 1997. Þessar samstarfsstofnanir hafahjálpað til að mynda víðari Atlantshafsfjölskyldu, jafn-framt því sem þær hafa verið gagnlegar við undirbún-ing aðildar að bandalaginu. Eins og sendimaður fráeinu bandalagsríkinu sagði eitt sinn: „Þið munuð áendanum vaxa á náttúrlegan hátt inn í bandalagið,“ ogþað er það sem er að gerast.

Þrátt fyrir að því væri í ýmsu ábótavant, var NACCmikilvægt tæki til að kynnast starfsaðferðum NATO ogþar með að skilja hve djúp Atlantshafstengslin eru,hvernig pólitískar ákvarðanir eru teknar og hvernigtengslin eru milli pólitíska og hernaðarlega kerfisins.Persónuleg tengsl, sem skjótt mynduðust við aðila aðAtlantshafsráðinu, alþjóðlega starfsliðinu og hernaðar-yfirvöld NATO, hafa veitt okkur meiri skilning á starfiþessara stofnana. Þetta hefur verið mikilvægt við aðbyggja upp starfssamband, sem byggist á trausti.

21NATO fréttir Haust 1998

Fráfarandiforsætisráðherra

Ungverjalands,Gyula Horn, óskar

arftaka sínum,Viktor Orban, til

hamingju viðviðræður um

stjórnarskipti 23.júní 1998, eftir að

flokkur Orbanshafði unnið þing-

kosningarnar ímaí. (Í bakgrunnisést Arpad Goncz,forseti, setja nýja

þingið.(AP-mynd.)

Page 22: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

22NATO fréttir Haust 1998

Ungverskir T-72skriðdrekar viðæfingar í Tata,Ungverjalandi, ímars 1998.(Reuters-mynd.)

Þátttaka í NACC og síðar í EAPC hefur einniggefið okkur innsýn í nokkuð, sem ég hef núna reglu-lega reynslu af: Hvernig NATO-þjóðirnar vinna samanað því að ná fram almennu samkomulagi. Til að við-halda samheldni og virkni þarf að ná fram jafnvægimilli hagsmuna einstakra þjóða og hagsmuna banda-lagsins.

Ungverjaland var eitt fyrsta landið til að ganga íFÞF þrátt fyrir tortryggni í fyrstu, en við óttuðumst aðþað gæti sett strik í stækkun NATO. Fjölmargar póli-tískar og hernaðarlegar stofnanir í Ungverjalandi hafafagnað FÞF, sem hefur reynst vera frambúðarþáttur íöryggiskerfi Evrópu. Það hefur gefið herforingjumokkar, sem og öðrum sérfræðingum í varnarmálum,tækifæri til að kynnast bandalaginu og starfsaðferðumþess með raunhæfu hernaðarsamstarfi og sameigin-legum æfingum. Það hefur einnig aukið skilning okkará hvernig aðlaga beri ungverska heraflann að lýðræðis-legri, borgaralegri stjórn.

Ég hef alltaf verið viss um að árangur aðgerðanna íBosníu og Herzegóvínu undir forystu NATO hafi að mikluleyti verið FÞF að þakka. Það hefði verið miklu erfiðara aðmynda svo víðtæka alþjóðlega samstöðu án reynslunnar afFÞF. Nauðsynlegt traust og trú á getu annarra þátttakendahlaust með margra mánaða nánu samstarfi, áður en NATOtók ákvörðun um myndun Framkvæmdaliðsins/Stöðug-leikaliðsins (IFOR/SFOR) í Bosníu.

Hernaðarsamstarf og umbæturÉg er liðþjálfi í varaliðinu og hef litla beina reynslu af

hermálum. En á síðustu fimm árum hef ég haft miklaánægju af að starfa með herforingjum bandalagsins jafntog með ungverskum foringjum. Ungverjaland hefurgengið í gegnum sársaukafullar umbætur á herafla sínumfrá 1993 til 1998. Við árslok 1997 höfðum við lokiðfyrsta hluta, sem sneri að fjölda hermanna, en þeimfækkaði úr 160.000 í 55.000. Einnig var tekið upp nýtt,einfaldað stjórnskipulag í því skyni að gera það virkaraog laga það að stjórnkerfi NATO-ríkja.

Í öðrum hluta, sem hófst við árslok 1997, er mark-miðið að bæta reksturinn. Í því felst algjör endurskipu-lagning varnarstefnu okkar og tæknileg endurnýjun her-aflans. Þetta er gert í fullu samræmi við varnar-áætlanagerð NATO með setningu herjamarkmiðs.

Samhæfni herja er ofarlega á verkefnaskrá okkar,og hefur þátttaka okkar í IFOR og SFOR verið okkurómetanleg reynsla. Ein helsta forsenda samhæfni erhins vegar getan til að eiga samskipti á öðru hvoruopinberu tungumáli bandalagsins, ensku eða frönsku, ogþað mun þurfa átak til að ná því markmiði fyrir meirihluta

heraflans. Samanlagt verður þetta mikið starf, sem munhalda áfram löngu eftir að aðild er fengin.

Eitt atriði, sem er mér sérlega hugstætt af eiginreynslu, varðar útvegun vopna og búnaðar. Til að víg-búa herafla er nauðsyn á viðeigandi búnaði, hvort semhalda skal í aðgerðir samkvæmt 5. grein Atlantshafs-sáttmálans um sameiginlegar varnir eða taka þátt ífriðargæslu. En þegar ráðin eru lítil, ber brýna nauðsyntil að einungis sé útvegaður réttur búnaður og í réttriforgangsröð. Ráðleggingar og stuðningur NATO varð-andi öflun búnaðar hafa verið okkur ómetanlegar. Égvil leggja á það áherslu, að aldrei nokkurn tíma, meðanUngverjaland hefur færst nær aðild, höfum við veriðbeittir þrýstingi af neinu tagi af NATO varðandi út-vegun herbúnaðar. Þvert á móti hafa skilaboð NATOverið þau, að kaup á nýjum búnaði ættu að koma á eftirskipulagsbreytingum, menntun og þjálfun. Ungverja-land er ekki fórnarlamb sölumanna.

NATO-lestin á ferðAð búa sig undir aðild að NATO er eins og að

reyna að klifra um borð í lest á ferð. Á meðan viðhöfum reynt að koma á umbótum hefur bandalagið

Page 23: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Langan tíma tekur að koma á fullgildri, lýðræðis-legri og borgaralegri stjórn á heraflanum; það verðurekki gert á einum degi. Ekki er einungis um það aðræða að koma á fót kerfi. Við höfum lært af samvinnuokkar við bandalagið, að borgaraleg og hernaðarlegyfirvöld verða að starfa náið saman og pólitískir leið-togar, sem sæti eiga í Atlantshafsráðinu, eiga síðastaorðið. Hernaðaryfirvöld leggja til ráð en verða að lok-um að hlíta pólitískri ákvörðun.

Stundum, meðan á undirbúningnum hefur staðið,höfum við fengið velviljuð en ákveðin skilaboð frábandalaginu og tilfinningahiti hefur stundum sett svipá umræður okkar. En árangurinn er augljós. Við höfumeinnig lært að við verðum alltaf að leita ungverskralausna, sem falla að siðvenjum okkar, skoðunum ogáhugamálum. Almennt má segja að það sé engin þörfað apa eftir öðrum. Það sem skiptir máli er ekki aðlausnir séu fullkomlega sambærilegar, heldur að þærbyggist á sameiginlegum grundvallaratriðum. Það erengin ein lausn til, en það eru margar gagnlegar fyrir-myndir, sem hægt er að hafa til hliðsjónar.

Á lokasprettinumÞessa fyrstu sex mánuði, sem við höfum haft „sér-

staka stöðu“, höfum við þurft að læra mikið og hratt.Við erum komnir með fullmannaða, samræmda sendi-nefnd við höfuðstöðvar NATO og reynum að grípa ölltækifæri, sem okkur bjóðast, eins fljótt og við getum.Ýmislegt höfum við þegar lært: Gæði eru betri enmagn, nákvæmni er betri en hraði. Það er stöðug ogerfið glíma fyrir mig og starfsbræður mína að aðlagastdaglegu lífi bandalagsins. Við erum hins vegar hvorkilátnir afskiptalausir né heldur er komið fram við okkursem börn.

Við höfum lært að það er nauðsynlegt að hafa réttpólitísk, hernaðarleg, menningarleg og mannleg við-horf. Einnig þarf réttar stofnanir, mannaðar réttu fólki.Það þarf að vera atvinnufólk og hafa rétta sýn á heim-inn, geta átt samskipti í samræmi við viðeigandi hugs-unarhátt og á öðru tveggja opinberu tungumáli banda-lagsins. Og loks þurfum við að vera óþreytandi við aðgera sífellt kröfur til bandalagsins og til okkar sjálfra.

Umbætur taka langan tíma og það er langt frá þvíað þeim sé lokið. En ef hægt er að halda jafnvægi millistöðugleika og breytinga, þrautseigju og sveigjanleika,mun land mitt vafalaust leggja meira af mörkum tilhins nýja NATO en það þiggur þaðan. Þannig hyggj-umst við halda áfram undirbúningi okkar að fullri aðildá komandi mánuðum.

23NATO fréttir Haust 1998

sjálft verið að breytast. Umbætur, endurnýjun og að-lögun halda áfram af krafti í Ungverjalandi og munugera það áfram, eftir að við höfum fengið aðild aðbandalaginu.

Eitt helsta skilyrðið fyrir aðild, sem Ungverjalandhefur kappkostað að ná á undanförnum árum, er góðsamskipti við nágrannaríkin. Land mitt hefur náð aðbæta söguleg tengsl við flesta nágranna sína. Þetta er íþágu hlutaðeigandi landa og þjóða, svæðisins alls, aukEvrópu í heild sinni. En það er ekki vegna þess aðNATO eða Evrópusambandið mæli svo fyrir, aðsækjast ber eftir góðum samskiptum við nágrannana.Þau verður að styrkja vegna þess að þau eru forsendafyrir uppbyggingu þjóða og friðar og stöðugleika íEvrópu.

Annað lykilatriði við aðlögun í landi mínu hefurverið mikið átak við að koma á fullgildri, lýðræðislegriog borgaralegri stjórn á heraflanum. Frá því að viðáttum fyrst samskipti við NATO varðandi hugsanlegaaðild okkar að bandalaginu, hefur NATO gert okkurljóst, stundum á vingjarnlegan hátt, stundum án nokk-urra vífilengja, að þetta væri eitt mikilvægasta skilyrð-ið, sem yrði að uppfylla. Bandalaginu er mjög umhug-að að tryggja að herinn geti aldrei stefnt lýðræðis-legum stofnunum aðildarríkja sinna í hættu. Þá er lýð-ræðisleg stjórn undir eftirliti þingsins besta leiðin til aðtryggja að peningar skattgreiðenda séu notaðir á réttanhátt.

Page 24: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

24NATO fréttir Haust 1998

istinn langi yfir skammstafanir NATO lengdisteilítið, er EADRCC bættist í safnið. Þessi óþjála

skammstöfun er samt sem áður næstum það eina viðEvró-Atlantshafssamhæfingarstöð um hamfaravið-brögð, sem minnir á NATO fortíðarinnar. Í raun bygg-ist hún á algjörlega nýrri hugmynd, sem hagnýtir sam-starfsaðferðir NATO og langa reynslu bandalagsins afalmannavörnum.

Með samræmdum hamfaraviðbrögðum á Evró-Atlantshafssvæðinu eykst hæfni alþjóðasamfélagsins til aðbregðast við hamförum hvarvetna á þessu gríðarstórasvæði, allt frá Vancouver í Kanada til Sakhalin í Rússlandi.Á svæðinu eru sex af sjö iðnvæddustu ríkjum heims og þarer mest hætta á hamförum, náttúrlegum eða af mannavöldum, en einnig mesti viðbúnaðurinn gegn þeim.

Þótt á endanum hagnist þau ríki mest á þessu al-þjóðasamstarfi, sem verða fyrir hamförum sem þauráða ekki við ein, er það samhæfingarstöð Sameinuðuþjóðanna í mannúðarmálum (UN OCHA), helsta al-þjóðastofnunin á þessu sviði, sem í fyrstu nýtur góðsaf. Hlutverk EADRCC er að samhæfa viðbragðsgetu44 aðildarlanda Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins(EAPC) til að tryggja að Sameinuðu þjóðunum beristfljótt og vel boð um hamfarahjálp. EADRCC myndarþví þriðja hlekkinn í samstarfi NATO og Sameinuðuþjóðanna og bætist við þá tvo hlekki, sem fyrir eru ápólitísku sviði og í öryggismálum.

EADRCC er byggð á nær 50 ára reynslu í alþjóð-legu samstarfi á sviði almannavarna innan vébandaNATO – þar á meðal neti borgaralegra sérfræðingameð reynslu af samstarfi, auk staðlaðra og samhæfðraáætlana, aðferða, þjónustu og búnaðar, borgaralegs oghernaðarlegs samstarfs, fjarskipta o.s.frv. – og traustusambandi milli NATO og mið- og austur-evrópsku fé-laganna um samstarf um almannavarnir innan vébandaFélagsskapar í þágu friðar (FÞF).

Upphafið að þessari nýbreytni má þó rekja aftur til1992, áður en FÞF varð til, þegar Manfred heitinnWörner, þáverandi framkvæmdastjóri NATO, sýndi þá

framsýni að halda ráðstefnu um alþjóðlega hamfara-hjálp í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Þessi við-burður, sem skipulagður var af Sameinuðu þjóðunumog Alþjóðlega Rauða krossinum og yfir 40 ríki og 20alþjóðastofnanir tóku þátt í, hleypti af stokkunum áætl-un um að leyfa nýtingu vígbúnaðar til að bregðast viðalmennum hamförum. Áætlunin um nýtingu vígbúnað-ar til almannavarna (MCDA) veitir bæði færi á kerfis-bundnu yfirliti yfir vígbúnað og almennan búnað, semhægt er að grípa til, ef hamfarir verða og býður upp áskipulag, sem tryggir að þetta nýja, alþjóðlega sam-starf verði framkvæmanlegt.

Wörner framkvæmdastjóri, sem lagði mikla áhersluá borgaraleg verkefni bandalagsins, jafnvel á tímumkalda stríðsins, hafði í raun gert sér grein fyrir því, aðþetta svið yrði vænlegast til að leiða til viðræðna, sam-starfs og aukins trausts milli fyrrum óvina. Þar að aukiveitti þetta tækifæri til að koma til móts við væntingarmargra eftir lok kalda stríðsins um að fjármagn og bún-aður til hermála yrðu nýtt í borgaralegum tilgangi. Því erþað engin tilviljun að bygging sú, sem hýsir EADRCCvið hlið núverandi höfuðstöðva NATO í Brussel, hefurhlotið nafnið Manfred Wörner-byggingin.

Það var árið 1953 að bandalagið þróaði fyrst kerfifyrir gagnkvæma hjálp bandalagsríkja ef verulegarhamfarir yrðu. Stuttu eftir að samstarf hófst við fé-lagana um almannavarnir árið 1994, tók bandalagið þámikilvægu ákvörðun að sömu ákvæðin um gagn-kvæma hjálp og giltu milli bandalagsríkja skyldueinnig ná til félaganna. Síðan þessi ákvörðun var tekinhafa ákvæðin nokkrum sinnum komið til fram-kvæmda, þar á meðal í Úkraínu það sama ár, og núsíðast í flóðunum miklu í Mið-Evrópu sumarið 1997.

Á grundvelli reynslunnar á vettvangi og í samræmivið ákvarðanir, sem leiðtogar bandalagsríkja tóku íMadrid í júlí 1997, um að efla raunhæft samstarf viðfélagana, kom aukin yfirnefnd almannavarnaáætlana(þ.e. á sameiginlegum fundi með samstarfsfélögum)fram með þá hugmynd að endurnýja núverandi áætl-anir um hamfaraviðbrögð. Í samræmi við víðtæka til-

Að baki stofnunar Evró-Atlantshafssamhæfingarstöðvar um hamfaraviðbrögð í Brussel í júní síðastliðnum liggur sannkölluð „Kópernikusarbylting“ innan bandalagsins, að sögn dr. Palmeri. Nýja stöðin, sem byggist á nærri 50 ára

reynslu bandalagsríkja af almannavörnum og traustu samstarfi á þessu sviði við félaga utan NATO, er dæmi um hinar víðtæku breytingar,sem eru að verða á bandalaginu. Þetta nýmæli, sem auðveldar alþjóðasamfélaginu að bregðast við hamförum, lýsir breytingu á áherslum

hjá NATO í átt að þeim öryggisþáttum, sem falla utan hermála.

L

Hamfaraviðbrögð á Evró-AtlantshafssvæðinuFrancesco Palmeri

framkvæmdastjóri skipulagsstofnunar NATO um almannavarnir ogformaður yfirnefndar um almannavarnaáætlanir

Page 25: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Herpert vanForeest, aðstoðar-framkvæmdastjóri

NATO á sviðivarnarmannvirkja,

birgða og al-mannavarna(t.v.), Sergei

Kislyak, sendiherraRússlands hjá

NATO, og JavierSolana, fram-kvæmdastjóriNATO, fagna

opnun EADRCC 3.júní 1998.

(NATO-mynd.)

lögu frá Rússum, sem lögð var fram í Moskvu í apríl1997 – á fyrsta fundi yfirnefndar almannavarnaáætlanasem haldinn var af félaga - var nýtt kerfi þróað, sem aðlokum leiddi til stofnunar Evró-Atlantshafssamhæfing-armiðstöðvarinnar.

Árangursríkara starfSameinuðu þjóðirnar, helstu þátttökulönd og sjálf-

stæðar stofnanir stefna öll að því marki að auka árang-ur af alþjóðlegri hamfarahjálp. Menn hafa frá upphafigert sér grein fyrir að fjármagn og búnaður, sem Sam-einuðu þjóðirnar nota, tilheyrir einstökum þjóðum, ogþar sem þeim séu takmörk sett, verði að gera alþjóðlegthjálparstarf árangursríkara með því að:

a) veita aðstoð hraðar;b) forðast tvíverknað;c) forðast að eyða fjármagni og búnaði til einskis.

Þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru sjálfar sífellt aðreyna að efla alþjóðlega hamfarahjálp, ætti að gætaþess að annað starf sem stefnir að sama marki:

a) rekist ekki á nýja kerfið, sem verið er að skipuleggja afSameinuðu þjóðunum (þ.e. MCDA-áætlunina);

b) skapi „virðisauka“ fyrir Sameinuðu þjóðirnar.Með þetta í huga tóku utanríkisráðherrar Evró-At-

lantshafssamstarfsráðsríkja ákvörðun í desember síðast-liðnum um samræmd viðbrögð vegna hamfara á Evró-Atlantshafssvæðinu. Aukin yfirnefnd almannavarna-áætlana fékk það hlutverk að semja ítarlega skýrslu, semmarkaði stefnuna og tilgreindi þær aðferðir, sem beitaþarf til að koma þessari pólitísku ákvörðun í fram-kvæmd. Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Eflt, raunhæftsamstarf í alþjóðlegri hamfarahjálp“, verður notuð semgrundvallarskjal fyrir EADRCC. Óformlegt sambandvið samhæfingarstofnun SÞ í mannúðarmálum við gerðskýrslunnar dró úr áhyggjum um að þetta framtak myndiá einhvern hátt skerða umboð annarra alþjóðlegra hjálp-arstofnana, eins og til dæmis samhæfingarstofnunar SÞ,og greiddi því fyrir almennum stuðningi 44 aðildarríkjaEvró-Atlantshafssamstarfsráðsins.

Fyrir sitt leyti lagði samhæfingarstofnun SÞ í mann-úðarmálum fram eftirfarandi tillögur á námsstefnu á

vegum FÞF, sem haldin var í Sviss í apríl síðastliðnum,og byggði þær á nákvæmri könnun á þróun ogverkefnum varðandi samhæfingu hjálparstarfs íEvrópu og hinum nýlega sjálfstæðu ríkjum fyrrumSovétríkjanna.

25NATO fréttir Haust 1998

Page 26: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

26NATO fréttir Haust 1998

„Alþjóðlega hjálparsamfélagið verður af öllummætti að:

– samhæfa fjárfestingar til hamfaraviðbúnaðar;– bæta samhæfingu og aðferðir við útkall;– bæta samskipti innan svæðisbundinna samhæf-

ingarkerfa fyrir hjálparstarf;– skilgreina sérstök verkefni til að bæta hjálpar-

aðgerðir á kerfisbundinn hátt;– vinna sameiginlega að því að virkja fjármagn

og búnað til að sinna verkefninu.“

Þetta er nákvæmlega það, sem samstarfsáætlun FÞFum almannavarnir hefur reynt að ná fram frá byrjun, ogmeð nýju, samræmdu viðbrögðunum vegna hamfara áEvró-Atlantshafssvæðinu verður stefnt að sömu markmið-um. En árangursríkari starfsemi á Evró-Atlantshafssvæð-inu mun einnig gagnast Sameinuðu þjóðunum með því aðlosa um fjármagn og búnað fyrir önnur svæði heimsins.

Skipulag samræmdra viðbragðaá Evró-AtlantshafssvæðinuMeginþættir nýju samræmdu viðbragðanna við

náttúruhamförum eru tveir:

· Evró-Atlantshafshamfaraviðbragðssveitin (EADRU),sem er mynduð af hópum hverju sinni (þ.e. ekkifastskipuðum) af ýmsu þjóðerni, þar á meðal hjálp-arsveitum, læknasveitum, flutningadeildum o.fl.,sem aðilar Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins bjóðafram. Sveitina er hægt að senda til hamfarasvæðasamkvæmt ósk samstarfsráðsríkja, er fyrir hamför-um verða. Þau aðildarríki, sem leggja til hópa ísveitina, ákveða nýtingu þeirra og bera ábyrgð ákostnaði við þá.

· Evró-Atlantshafssamhæfingarstöð um hamfaravið-brögð (EADRCC) við höfuðstöðvar NATO, semmönnuð er starfsfólki úr alþjóðlega starfsliðinu ognokkrum starfsmönnum frá áhugasömum NATO-ríkjum og félögum. Ef hamfarir verða getur stöðinlagt til kjarnann í hamfaramatssveit, sem áætlarnauðsyn á alþjóðlegri hamfarahjálp í nánu sam-starfi við almannavarnayfirvöld landsins, sem fyrirhamförunum hafa orðið, og fulltrúa SÞ á staðnum.

EADRCC samhæfir boð um aðstoð frá aðildarríkj-um Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins við Sameinuðuþjóðirnar. Stöðin mun til undirbúnings aðgerða vegnahamfara þróa viðeigandi áætlanir og aðferðir til handaEADRU og tekur þá tillit til áhættumats í hverju landi,marghliða og tvíhliða samninga sem eru í gildi, aukviðbragðsgetu. Stöðin heldur einnig lista yfir borgara-legar og hernaðarlegar deildir, sem standa til boða íhverju landi, og vinnur að samhæfni sveita með sam-eiginlegri þjálfun og æfingum.

Heildarskipulagið gerir ráð fyrir að ákvarðanir séuteknar af einstökum ríkjum en að bæði NATO-ríki ogfélagar, sem taka þátt, komi fram undir merkjum Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins.

Kofi Annan,aðalritari Sam-einuðu þjóðanna(t.v.), og JavierSolana, fram-kvæmdastjóriNATO, ræðaástandið í fyrrumJúgóslavíu í Róm15. júní 1998.(Belga-mynd.)

Page 27: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

(1)25. grein varnarstefn-unnar frá 1991. SjáNATO-fréttir 1991 ogheimasíðu NATO,http://www.nato.int.

Íslenskar ogeistneskar björg-

unarsveitir gera sigklárar á CooperativeSafeguard 97, FÞF-

æfingu í hamfara-viðbrögðum sem

haldin var á Íslandi.(NATO-mynd.)

varnir ætti í raun að líta á sem mikilvægan vitnisburðum þá framsýni, sem fólgin er í víðtækri stefnu íöryggismálum.

Hvað er í húfi?Það kom því ekki á óvart, að utanríkisráðherrar

aðildarríkja Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins studduákaft stofnun EADRCC á fundi sínum í Lúxemborghinn 29. maí. Fimm dögum síðar vígði Javier Solana,framkvæmdastjóri NATO, Evró-Atlantshafssamhæfing-arstöð um hamfaraviðbrögð í höfuðstöðvum NATO aðviðstöddum sendiherrum aðildarríkja ráðsins. Þannsama dag varð bylgja flóttamanna frá Kosovo til þessað strax var tekið til starfa í stofnuninni nýju. Í lok júníhafði stöðin skipulagt 16 flugferðir með 165 tonn afáríðandi hjálpargögnum til nágrannalandsins Albaníutil stuðnings flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna,sem hafði forystu um hjálparstarf.

Óþarft ætti að vera að taka fram, að fórnfýsi undirmerkjum alþjóðasamtaka réð ekki ein ferðinni, þegarEADRCC var stofnuð. Það, sem hér er umfram allt íhúfi, er að efla stöðugleika, öryggi og frið á Evró-At-lantshafssvæðinu, en það er helsta takmark Félags-skapar í þágu friðar. Hugsanlega hefur verkefni

KópernikusarbyltingStofnanabundið samstarf við Sameinuðu þjóðirnar

á sviði alþjóðlegrar hamfarahjálpar, eins og EADRCCer dæmi um, sýnir í hnotskurn heildarstefnu bandalags-ins eftir kalda stríðið í sinni víðtækustu mynd, það eráhersluna á öryggismál á breiðum grunni, sem kveðiðer á um í varnarstefnunni frá 1991. Þessi víðtækastefna, sem að öllum líkindum verður staðfest og hugs-anlega styrkt, þegar endurskoðun og hugsanlegri end-urnýjun varnarstefnunnar frá 1991 lýkur, færir áherslurNATO frá hernaðarlegum aðferðum til pólitískra að-ferða, ásamt samstarfi við ríki utan bandalagsins, til aðbregðast við nýjum hættum í breyttu öryggisumhverfi.Einkum „...með hinum róttæku breytingum á stöðuöryggismála hefur bandalagið meiri tækifæri ennokkru sinni fyrr til að ná markmiðum sínum eftir póli-tískum leiðum. Nú er unnt að nýta sér til fulls þá stað-reynd að á öryggi og stöðugleika eru einnig pólitískar,efnahagslegar, félagslegar og umhverfislegar hliðarfyrir utan hina óhjákvæmilegu varnarhlið.“ 1

Þessi „Kópernikusarbylting“ í varnarstefnu NATO,þar sem varnarhlið öryggismálanna er nefnd á eftirpólitísku, efnahagslegu, félagslegu og umhverfisleguhliðinni, hlýtur að draga fram það verkefnasvið NATO,sem tekur til allra þessara þátta: almannavarnir. Ein-stakan árangur af samstarfsverkefninu um almanna-

NATO fréttir27

Haust 1998

Page 28: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

ríkja og félaga stóð engin ógn af þeim. En skipulagstjórnar á hættutímum og þær starfsaðferðir, samráðs-aðferðir og fjarskipti, sem notuð voru til að kljást viðþessa tilbúnu atburði, voru raunveruleg, eins og þaðgagn, sem bandalagsríki og félagar sem þátt tóku í æf-ingunni höfðu af henni.

Eins og aðrar slíkar árlegar æfingar, var CMX 98ætlað að æfa starfsaðferðir, aðgerðir og ráðstafanir NATOvið stjórn á hættutímum, þar með talið borgaralegt oghernaðarlegt samstarf, til að bæta og viðhalda hæfnibandalagsins á þessu sviði. Eitt lykilmarkmið til við-bótar var að efla samstarf við áhugasama FÞF-félagameð því að láta þá taka þátt í undirbúningi við frið-araðgerðir undir forystu NATO samkvæmt umboði frá

immtudagurinn 12. febrúar 1998 var óvenjufjölbreyttur dagur hjá NATO: Könnunarsveit lentií vandræðum; njósn barst af því að efnavopnasér-

fræðingar frá „LD“-hernum þjónuðu í Fríríkishernum;floti NATO fylgdist með „WT“-kaupskipum, kafbátumog freigátum á austanverðu Atlantshafi, sem grunur léká að væru með eldflaugaskotkerfi; og í bænum Chopvoru menn rétt að byrja að hreinsa til eftir jarðskjálfta,sem mældist sjö stig.

Um þessi mál var mikið rætt og ráðgast meðalfulltrúa bandalagsríkja og FÞF-félaga, sem þátt tóku íCMX 98, árlegri æfingu NATO í stjórn á hættutímum íhöfuðstöðvunum í Brussel. Sem betur fer voru þessiruggvænlegu atburðir skáldskapur og öryggi bandalags-

Aukin þátttaka félaganna í FÞF-verkefnum á sviði stjórnar á hættutímum er dæmi bæði um áhersluna á slíka stjórn innanbandalagsins svo og eflingu samstarfsverkefna með ríkjum utan bandalagsins. Dæmi um þetta var CMX 98-æfingin, en þartók þátttaka félaganna risastökk fram á við, að því er höfundur segir. Þessar framfarir hafa leitt til aukins viðbúnaðar og

samstarfs, sem gagnast bandalaginu jafnt og félögunum.

F

Stjórn FÞF á hættutímum: Efling viðbúnaðar og samstarfs

John Kriendleryfirmaður stjórnar og aðgerðadeildar NATO vegna stjórnar á hættutímum

28NATO fréttir Haust 1998

EADRCC best verið orðað af Andrei Piontkovsky,yfirmanni Hermálarannsóknastofnunarinnar í Moskvu,en hann skrifaði, meðan fulltrúar Rússlands og NATOræddu um að skipuleggja sameiginlega viðbrögð viðhamförum á Evró-Atlantshafssvæðinu:

„Sjö ár eru liðin frá því að Þýskaland var sameinað.Öll þessi ár hefur múr beiskju staðið milli hinna svo-kölluðu Ossis og Wessis, og hefur reynst erfiðara að

brjóta hann niður en Berlínarmúrinn. Það þurfti tjónvegna flóða til að Ossis og Wessis skildu að þeir eru íraun allir sömu Þjóðverjarnir. Kannski verður okkuröllum ljóst, eftir einhverjar sameiginlegar hjálparað-gerðir vegna hamfara í framtíðinni, að við erum í raunbara sams konar mannverur.“ 2

(2)Andrei Piontkovsky,„NATO þarfnast mannlegsandlits“, í MoscowTimes, 29. ágúst 1997.

EADRCC útvegaðiþessa norsku C-130 flutningavéltil flutninga ááríðandi hjálpar-gögnum fyrirflóttamannahjálpSÞ, ætluðumflóttamönnum fráKosovo.(Belga-mynd.)

Page 29: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

29NATO fréttir Haust 1998

Fánar þátttöku-þjóða bornir viðsetningarathöfn

FÞF-æfingarinnarCooperative

Osprey 98 í CampLejeune, Norður-

Karólínu, íBandaríkjunum

þann 3. júní1998.

(AP-mynd.)

öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. En áður en farið eryfir það gagn, sem hlaust af CMX 98, er rétt að setjaæfingarnar í samhengi.

Samstarf um stjórn á hættutímumRökin fyrir samstarfi um stjórn á hættutímum og

umboð til þess eru ljós. Í Atlantshafssáttmálanum kem-ur fram hlutverk bandalagsins við stjórn á hættutímum,með áherslu á að efla stöðugleika og velferð og tryggjafrelsi, frið og öryggi. Þótt stjórn á hættutímum hafiætíð verið hluti af verkefnum NATO, hefur eðli þeirraatburða, sem yfir hafa dunið og þau tæki sem fyrirhendi eru til að bregðast við þeim, tekið miklum breyt-ingum frá lokum kalda stríðsins. Í varnarstefnu NATOfrá 1991 er tekið tillit til þessara breytinga, og hefurheildarstefna bandalagsins verið útvíkkuð frá vörnumog fælingu og tekur nú einnig til stjórnar á hættutím-um, sem byggist á þremur meginþáttum sem styrkjahver annan: Viðræðum, samstarfi og viðhaldi sameig-inlegra varna. Bandalagsríki hafa skuldbundið sig tilsamstarfs við öll ríki Evrópu á grundvelli Parísarsátt-mála RÖSE frá 1991.

Að auki hafa Norður-Atlantshafssamstarfsráðið ogsíðar Evró-Atlantshafssamstarfsráðið einbeitt sér aðsamvinnu um stjórn á hættutímum, að heita má frá þvíað NATO tók upp þá stefnu að auka samstarf við ríkiutan bandalagsins. Félagarnir fundu að efling viðbún-

aðar og samstarfs varðandi stjórn á hættutímum gegndimikilvægu hlutverki við að mæta úrlausnarefnum hinsnýja öryggisumhverfis. Enn fremur veitti mikilvægtframlag félaganna til Framkvæmdaliðsins (IFOR) ogStöðugleikaliðsins (SFOR) í Bosníu og Herzegóvínu, þarmeð talinn pólitískur stuðningur, mannafli og aðstaða ájörðu niðri, ásamt góðum árangri af þessum aðgerðum,FÞF-aðgerðum varðandi stjórn á hættutímum aukinnkraft. Áherslan, sem lögð er á samstarfsverkefni við stjórná hættutímum, verður enn ljósari af vísunum til hennar íframkvæmdaáætlun Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins,grundvallarskjalinu um samstarf NATO og Rússlands ogsáttmálanum um sérstakan félagsskap NATO og Úkraínu.1

FÞF-aðgerðir vegna stjórnar á hættutímumAð sínu leyti hefur verkáætlun FÞF verið svar við

áhuganum á stjórn á hættutímum, því meðal markmiðahennar er samstarf á sviði stjórnar á hættutímum ogefling viðbúnaðar vegna hennar undir lýðræðislegristjórn. Til að ná þessum markmiðum hafa bandalags-ríki og félagar efnt til ýmissa aðgerða, svo sem æfingameð félögunum, þátttöku félaga í NATO-æfingum umstjórn á hættutímum (eins og CMX 98), funda ráðs-nefndar um aðgerðir og æfingar (COEC) með félögun-um, heimsókna sérfræðingahópa til félagaríkja, kynn-ingarfunda í höfuðstöðvum NATO, heimsókna til að-gerðastjórnar NATO og hafa að auki stutt æfingar umstjórn á hættutímum og námsstefnur á vegum félag-

(1)Þessi skjöl er að finna áheimasíðu NATO,http://www.nato.int.

Page 30: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

30NATO fréttir Haust 1998

anna. Að auki skipuleggja SHAPE æfinguna Coopera-tive Aura, árlega æfingu starfsliðs í starfsaðferðum,sem er ætlað að aðstoða félaga við undirbúning þátt-töku í CMX. Þá heldur NATO-skólinn (SHAPE) röðsérhæfðra námskeiða um stjórn á hættutímum fyrirfélaga og veitir einnig nákvæmt yfirlit um slíka stjórn íöðrum samstarfsnámskeiðum.

Nýlega er farið að skiptast á upplýsingum umskipulag og starfsaðferðir við stjórn einstakra ríkja áhættutímum á fundum COEC-nefndarinnar, sem fjallarum skipulag, starfsaðferðir, aðgerðir og æfingar á sviðistjórnar á hættutímum hjá bandalaginu – með aðildar-ríkjum Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins.

Við höfum einnig reynt að efla samstarf og viðbúnaðvarðandi stjórn á hættutímum með því að færa félögunumröð almennra rita um hana, en þar á meðal eru: Almennhandbók um stjórn á hættutímum, Almennt yfirlit yfirfyrirbyggjandi aðgerðir, Almennur listi yfir hernaðarlegviðbragðsúrræði og Almenn handbók um varúðar-ráðstafanir. Eitt lykilatriðið í stefnu NATO varðandi stjórná hættutímum er að undirbúa fjölbreyttar aðgerðir, semhægt er að hrinda í framkvæmd við raunverulegt hættu-ástand eða á æfingum eftir þörfum. Þrjú ritanna eru byggðnákvæmlega á aðgerðaáætlunum bandalagsins sjálfs oger hægt að nota beint við stjórn á hættutímum.

Almennt yfirlit yfir fyrirbyggjandi aðgerðir lýsir tildæmis ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum á diplómat-ísku, efnahagslegu og hernaðarlegu sviði, sem ríkis-stjórnir geta valið úr til að beita á hættutímum, einareða í samstarfi við önnur ríki. Hægt er að nota Almenn-an lista yfir hernaðarleg viðbragðsúrræði og Almennahandbók um varúðarráðstafanir á svipaðan hátt. Öllþrjú ritin má nota beint til að takast á við raunverulegáföll, sem kunna að dynja yfir félagana, og til að útfærafrekari úrræði á sviði stjórnar á hættutímum, sem sér-staklega eru sniðin að þörfum einstakra félaga.

Fjórða ritið er af öðrum toga. Almenn handbók umstjórn á hættutímum geymir upplýsingar um skipulagog starfsaðferðir á þessu sviði í einstökum ríkjum oghjá NATO. Þótt ekki sé um opinbert bandalagsskjal aðræða, er það byggt á upplýsingum frá einstökum aðild-arríkjum, sem gætu reynst félögunum gagnlegar viðuppbyggingu eigin skipulags og starfsaðferða viðstjórn á hættutímum. Meðal annars er þar að finnaramma fyrir slíka stjórn og dæmi um leiðsögn, nefnda-kerfi og skipulag við töku ákvarðana hjá einstökumríkjum, auk upplýsinga um aðgerðir við stjórn á hættu-tímum, varúðarkerfi NATO (notað til að tryggja borg-aralegan og hernaðarlegan viðbúnað og samhæfð við-brögð við hverri hættu, sem bandalagið gæti þurft aðglíma við) og æfingar og aðgerðastjórn NATO. Við-brögð félaganna við þessum ritum hafa verið mjög góðog er verið að þýða þau á tungumál margra félaga.

Einnig er mikilvægt að geta þess að aðrar FÞF-að-gerðir, einkum á sviði hernaðarsamstarfs og friðargæslu,auka beinlínis getu varðandi stjórn á hættutímum.

CMX 98Af öllum FÞF-aðgerðum varðandi stjórn á hættu-

tímum segjast félagarnir hafa mest gagn af þátttöku íCMX-æfingunum. Byggt hefur verið á lítilli æfingu,sem sérsniðin var að þörfum félaga árið 1995 (PCM95), en þátttaka félaga í allsherjar NATO-æfingu hófstfyrir alvöru með CMX 97, þar sem þeir kynntustnáttúruhamfaraþætti æfingarinnar og þeim var kynnthugsanleg ógn – samkvæmt 5. grein – sem bandalags-ríkin voru að bregðast við. Hlutur félaganna jókst hinsvegar stórlega á CMX 98 og tóku félagarnir þá virkanþátt í viðbrögðum við jarðskjálfta og ráðslagi um póli-tíska og hernaðarlega þróun, svo og skipulagi og liðs-söfnunarferli fyrir friðaraðgerðir undir forystu NATO.

Ein vísbending um hversu mikilvæg félögunumþykir CMX 98 var fjöldi þátttakenda: 21 sendinefndfélaga tók þátt í eða fylgdist með æfingunni með meiraen 100 embættismönnum, flestum frá höfuðborgum,bæði í höfuðstöðvum NATO og í Mons (Belgíu), þarsem rætt var um liðssöfnun. Í athugasemdum sínum oggreiningu eftir æfinguna fóru félagarnir yfir það gagn,sem þeir höfðu af CMX 98, og tiltóku eftirtalin atriði:

a) þá innsýn, sem hún veitti í stjórn NATO á hættu-tímum og aðferðir við samráð og töku ákvarðana,þar á meðal hlutverk einstakra NATO-nefnda viðstjórn á hættutímum;

b) reynslu í æfingu aðferða og aðgerða við stjórn áhættutímum, þar á meðal borgaralegt og hernaðar-legt samstarf;

c) reynslu í samskiptum milli stofnana á sviði áfalla-stjórnar í höfuðborgum og sendinefndum á CMX98, þar á meðal að finna flöskuhálsa í stofnunun-um;

d) tækifæri til að endurskoða aðferðir við liðssöfnunog liðsskipan í einstökum ríkjum;

e) upplýsingar um starfsaðferðir við þátttöku félaga ífriðaraðgerðum undir forystu NATO og aðstoð viðað koma á ákveðnum starfsaðferðum í einstökumlöndum vegna slíkrar þátttöku;

f) upplýsingar um skipulag og framkvæmd stjórnar áhættutímum;

g) prófun fjarskipta milli sendinefnda og höfuðborgaog milli NATO-sendinefnda og samhæfingardeild-ar æfingarinnar í Mons;

h) sköpun tengsla við embættismenn frá NATO ogfélögunum, sem starfa við stjórn á hættutímum;

i) eflingu á samstarfi milli bandalagsríkja og félagaog á milli félaga.

Page 31: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Rúmenskirhermenn æfa sig í

óeirðastjórn áCooperativeOsprey 98.

(DoD-mynd.)

NATO fréttir31

Haust 1998

Þegar öllu er á botninn hvolft, var þátttaka félag-anna til gagnkvæmra hagsbóta fyrir bandalagsríki ogfélaga og ætti að halda áfram á komandi æfingum, þarsem við á. Þá verður tekið tillit til skoðana og tillagnafélaganna við undirbúning CMX 99.

CMX 99Á CMX 99, sem áætlað er að halda í febrúar næst-

komandi, er gert ráð fyrir að áhugasamir félagar gegnimikilvægu hlutverki við að einbeita sér að annarskonar friðaraðgerðum en æfðar voru á CMX 98 -fyrirbyggjandi staðsetningu liðs samkvæmt umboðiöryggisráðs SÞ. Eitt yfirlýstra markmiða CMX 99verður efling samstarfs við áhugasama félaga með við-eigandi samráði um pólitíska leiðsögn og eftirlit meðskipulagi og framkvæmd friðaraðgerða.

Áhugasamir félagar munu taka þátt í mikilvægumþáttum CMX 99 á vettvangi Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðsins, með starfsliði í höfuðborgum, í höfuðstöðvumNATO og helstu herstjórnum NATO. Þó byggt verði á al-mennum aðstæðum, eins og venjan er á CMX-æfingum,verða gefnar nógu miklar ímyndaðar pólitískar upplýs-ingar til að byggja á pólitískt og hernaðarlegt mat og

túlkun á viðburðum æfingarinnar. Er þá stundum rætt aftilfinningahita og fá félagarnir að taka þátt. Eftir því semundirbúningi miðar, verður tryggt að CMX 99 hafi mikiláhrif til bætts samstarfs við stjórn á hættutímum.

Sameiginleg viðbrögðOkkur hefur þegar orðið verulega ágengt við efl-

ingu samstarfs og viðbúnaðar við stjórn á hættutímum.Fundur utanríkisráðherra aðildarríkja Evró-Atlants-hafssamstarfsráðsins hinn 28. maí, sem lýsti þungumáhyggjum af þróun mála í Kosovo og hvatti til lausnardeilunnar (sjá yfirlýsingu Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðsins á bls. 8 í skýrsluviðauka), er einungis eitt dæmium sameiginleg viðbrögð við raunverulegu vandamáliog þann samstarfsanda í öryggismálum, sem NATOhefur stutt. En það er greinilega meira, sem hægt er ogá að gera, og bandalagsríki og félagar munu leita fleirileiða til að efla sameiginlegar tilraunir okkar til að hafabetri stjórn á hættutímum. Hin beinu tengsl milliöryggis bandalagsríkja og allrar Evrópu, sem leiðtogarbandalagsins lögðu áherslu á í Madridyfirlýsingunni íjúlí 1997, undirstrika haginn af að halda áfram sam-eiginlegum tilraunum til að efla samstarf og viðbúnaðvið stjórn á hættutímum.

Page 32: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

ríkja til sameiginlegra varna og tengja saman varnar-áætlanakerfi NATO-ríkja, þar á meðal með samþættuhernaðarskipulagi til þess að efla stöðugleika á svæðibandalagsins.

Eftir lok kalda stríðsins, þegar utanaðkomandi ógnvið bandalagið virtist horfin, voru margir efins um aðsvo flóknar og krefjandi ráðstafanir gætu haldið velli.Án utanaðkomandi hættu hlytu sameiginlegar varnirað verða óþarfar. Í stað þeirra tæki við lauslegra kerfi,þar sem ríki teldu sameiginlegar varnir minna for-gangsmál gagnvart brýnum pólitískum og efnahags-legum úrlausnarefnum heima fyrir.

Nú, þegar bráðum tíu ár eru liðin frá falli Berlínar-múrsins, lifa herjaáætlanir bandalagsins góðu lífi. Þærhafa verið aðlagaðar nýjum þörfum – að efla

viðbúnað fyrir stjórn á hættutímum og friðar-gæslu, búa í haginn fyrir fjölþjóða-

sveitir, glíma við útbreiðslukjarnorkuvopna, styðja verk-

efni Vestur-Evrópusam-bandsins (VES), búa

Tékkland, Ungverja-land og Pólland

erjaáætlanir eru „límið“ sem heldur bandalaginusaman. Þær gegna lykilhlutverki við að tryggja að

NATO byggi upp nauðsynlegan herafla og viðbúnaðfyrir mismunandi aðgerðir og við að tengja saman starfannarra áætlanasviða. Herjaáætlanir gegna nú einniglykilhlutverki við að efla samband FÞF-félaga viðbandalagið.

Byrjað var á herjaáætlunum NATO árið 1952 tilþess að nýta sem best varnarmátt bandalagsríkja gagn-

vart þáverandi úrlausnarefnum. Þeim var ætlaðað mynda traustan ramma um sameigin-

legar varnir herafla bandalagsins,leiða til sanngjarns framlags

evrópskra bandalags-

Eftir því sem NATO hefur aðlagast nýjum þörfum í evrópskum öryggismálum, hafa herjaáætlanir verið lagaðar að nýjumverkefnum bandalagsins. Eins og höfundurinn lýsir hér, felur þetta meðal annars í sér að efla viðbúnað fyrir friðargæslu,stuðning við hugsanlegar aðgerðir VES, undirbúning boðslanda fyrir aðild að NATO, þróun aðferða til að meta viðbúnað

félaga og örva samhæfni milli herja félaga og bandalagsríkja. Herjaáætlanir, sem tryggja að varnarmáttur okkar sé nýtturá sem bestan hátt, leggja því til bæði þær hugmyndir og þau raunhæfu tæki, sem bandalagið þarf til að mæta

úrlausnarefnum framtíðarinnar í öryggismálum.

H

Herjaáætlanir í hinu nýja NATOFrank Boland

yfirmaður herjaáætlunarsviðs varnaráætlana- og aðgerðadeildar NATO

Tvær AV-88 Harrierárásarþotur ádekki USS Wasp áAdríahafi fyrirNATO-æfingunaDeterminedFalcon. 85bandalagsflugvélartóku þátt íæfingunni þann15. júní 1998, ogvar flogið yfirAlbaníu og Fyrr-verandi júgóslav-neska lýðveldiðMakedóníu sýntfram á getu NATOtil að beitaherstyrk sínum ásvæðinu meðstuttum fyrirvara.(Reuters-mynd.)

32NATO fréttir Haust 1998

(1)Tyrkland viður-kennir lýðveldiðMakedóníu meðstjórnarskrár-bundnu nafniþess.

Page 33: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

(1)Fifteen allies takepart in NATO forceplanning. France doesnot participate since itdoes not belong tothe integrated mili-tary structure of theAlliance.

NATO fréttir33

Haust 1998

undir skyldur NATO-aðildar og vera fyrirmynd aðáætlunar- og endurmatsferli (PARP) með FÞF-félögum– auk þess að sinna þeim grundvallarverkefnum, semþær hafa alltaf sinnt.

Grundvallaratriði herjaáætlanaHelstu þættir herjaáætlana felast í setningu mark-

miða (með „herjamarkmiðum NATO“, sem byggð eruá nákvæmum „ráðherraleiðbeiningum“ frá varnar-málaráðherrum á tveggja ára fresti, þar sem tilgreinderu forgangsmál og áhyggjuefni) og eftirliti meðframmistöðu með tilliti til þeirra (með „árlegu varnar-endurmati“ varnarmálaráðherranna). Hvort tveggjakrefst sérþekkingar á hermálum, en hana er að finna íæðstu höfuðstöðvum Evrópuherstjórnarinnar (SHAPE),hjá yfirmanni Atlantshafsflotastjórnarinnar (SACLANT)og í hermálanefndinni, en áætlanagerðin er undirstyrkri pólitískri stjórn og eru helstu ákvarðanir teknaraf varnarmálaráðherrum bandalagsríkja.

Herjaáætlanir verða að taka tillit til tveggja grund-vallarskilyrða. Í fyrsta lagi verður að virða fullveldibandalagsríkja, sem kjósa að taka þátt í sameiginlegriáætlanagerð, af því að þau sjá sér hag í því; í öðru lagiverða þær að vera raunhæfar. Borgaralegir jafnt semhernaðarlegir starfsmenn við áætlanagerð, sem og þaubandalagsríki sem taka þátt, skilja að ekki er hægt aðgera óframkvæmanlegar kröfur. NATO-ríkin eru mis-jafnlega efnuð, setja mismunandi málefni á oddinn ogbúa við mismunandi skipulag í varnarmálum. Heildar-ramminn, sem finna má í ráðherraleiðbeiningunum, ogþau markmið, sem samþykkt hafa verið fyrir hverjaþjóð í herjamarkmiðum NATO, verða að taka mið afþessum mismun.

Þetta þýðir ekki að áætlanir geti ekki breytt þvíhvernig ríki leggja verkefnum bandalagsins lið. Ölluheldur merkir þetta að breytingar verði smám saman.Þetta er að nokkru leyti af tæknilegum orsökum.Hvorki er hægt að breyta varnarskipulagi þjóða né

byggja upp nýjar deildir í einu vetfangi,því að til þess þarf flóknar tilfærslur

fjármagns og búnaðar, auk mikillarvinnu við að koma á nýju skipu-lagi. Einnig þarf að færa pólitískrök fyrir því að breytingar séu nauð-synlegar. Ríkisstjórnir gætu þáþurft að byrja að útskýra ástæðurslíkra breytinga fyrir almenningi.

Tekist á við ný úrlausnarefniStarfið, sem hófst eftir að varnarstefna bandalags-

ins var samþykkt árið 1991, við að laga varnarskipulagbandalagsins að líklegum úrlausnarefnum, hefur einnigaukist samhliða verkefnum NATO í fyrrverandi Júgó-slavíu til þess að búa bandalagið undir friðargæslu-verkefni.

Varnarskipulag bandalagsins er nú sveigjanlegra enáður og það getur sent hraðlið með litlum fyrirvara, tildæmis vegna fyrirliggjandi ráðstafana um afnot afborgaralegum flugvélum og flutningaskipum og upp-byggingu á flugvélaflota NATO til flutninga á hraðliði.Einnig þarf að vera hægt að sjá herafla fyrir vistum ílengri tíma með flutningi á meiri búnaði en áætlað vará tímum kalda stríðsins og með nægjanlegu viðhaldi,eldsneyti, flutningum á vettvangi og læknisaðstoð tilað heraflinn geti verið sjálfum sér nógur. Það, hversufljótt gekk að hrinda af stað IFOR/SFOR-aðgerðunumí Bosníu og Herzegóvínu, dreifa liðinu og sjá því fyrirvistum, er áhrifaríkt dæmi um hvernig kerfið starfar.

Við höfum einnig notað reynslu okkar í Bosníu tilað svara pólitískum kröfum um friðaraðgerðir, annað-hvort til stuðnings Sameinuðu þjóðunum eða Öryggis-samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), eða undir forystuNATO, eins og IFOR/SFOR. Sérstök vandamál skap-ast með slíkum aðgerðum. Til dæmis höfum við lært aðslíkar aðgerðir eru aldrei eingöngu hernaðarlegar. Her-aflinn þarf að styðja mikilvægar, borgaralegar stofn-anir, eins og reyndin er í Bosníu. Þetta eykur til dæmisþörfina á flutningum, fjarskiptasveitum og verkfræð-ingasveitum. Við höfum nú beðið bandalagsríki að búasig undir að leggja til slíkar sveitir í friðaraðgerðir,jafnvel þótt bardagasveitirnar, sem þær eru hluti af, séuóþarfar.

Frá því í byrjun áratugarins hafa herjaáætlanireinnig þurft að glíma við það flókna verkefni að setjasaman fjölþjóðlegar sveitir, einkum undir merkjumEvrópuherstjórnarinnar (ACE), hraðliðið og fjölþjóða-deildina (miðsvæðis). Við þetta þurfti flókna greininguá fjölda undirsveita, sem þurfti til að byggja upptrausta heild, og ítarlegar samningaviðræður við ein-stök ríki til að tryggja að skipting milli landa yrði sann-gjörn. Ráðstafanir vegna birgðaflutninga, vegna NATO-herafla á vettvangi, verða einnig sífellt fjölþjóðlegri ogþurfa herjaáætlanir að gera ráð fyrir því.

Herjaáætlanir þurfa einnig að taka tillit til verka-skiptingar milli landa, sem hlýst af mikilli fjölgunsveita frá tveimur eða fleiri ríkjum á þessum áratug. Á

Page 34: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

34NATO fréttir Haust 1998

næsta ári bætist enn ein við, þegar Danir, Þjóðverjar ogPólverjar mynda saman þríhliða hersveit í kjölfarinngöngu Pólverja í bandalagið. Aukið mikilvægi fjöl-þjóðasveita í bandalaginu hefur einnig orðið hvatningað myndun fjölþjóðasveita meðal aðildarríkja FÞF,sem eiga nú í síauknu samstarfi við myndun fjölþjóð-legra friðargæslusveita.

Við leggjum einnig mikla áherslu á að efla viðbún-að við þeirri hættu, sem herafla NATO stafar af efna-vopnum og lífrænum vopnum. Flest bandalagsríki eruvið því búin að glíma við efnavopn en fyrir mörg hverskapar hugsanleg notkun lífrænna vopna ný vandamál.Bandalagið hefur sinnt þessu sviði sérstaklega og viðhöfum lagt herjamarkmið fyrir aðildarríkin, þar semleitað er viðbúnaðar, sem nauðsynlegur verður í fram-tíðinni, en þar á meðal eru njósnir, viðvörunarkerfi gegnefnavopnum og lífrænum vopnum og öryggisbúnaður.

Evrópska hliðinÁrangursríkar aðferðir okkar í varnaráætlanagerð

eru nú notaðar við þróun gæslu sérstakra evrópskraöryggis- og varnarhagsmuna innan vébanda banda-lagsins. Á síðastliðnu vori lagði VES-ráðið fram upp-lýsingar til ráðherraleiðbeininga NATO varðandi lík-legt umfang VES-aðgerða. Við varnarendurmat NATOsíðastliðið haustvar lagt bráðabirgðamat á getu

Evrópuríkja til að mætaþörfum

vegna

ímyndaðra VES-aðgerða, sem VES hafði tiltekið oghernaðaryfirvöld NATO metið. Þetta var fyrstagreiningin á evrópskum hernaðarmætti og verður húnendurbætt við varnarendurmat framvegis.

Herjamarkmið NATO, sem varnarmálaráðherrarnirsettu í júní, gefa nú til kynna hvaða viðbúnaður evr-ópskra bandalagsríkja hentar best þörfum VES. Áætl-unardeild VES tók beinan þátt í vinnu við herjamark-miðin. Hún átti einnig þátt í gerð spurningalista varnar-áætlana NATO, sem er grunnurinn að árlegu varnar-endurmati og er nú þannig upp byggður, að evrópskbandalagsríki geta notað hann til gefa VES upplýs-ingar um herstyrk og viðbúnað.

Áætlunaraðferðir okkar eru nú einnig notaðar til aðskilgreina hvað einstök ríki geta lagt fram til aðgerðasameinuðu, fjölþættu hersveitanna (CJTF). CJTF-sveitir gefa NATO færi á sveigjanlegri stjórn aðgerðajafnt innan sem utan NATO-svæðisins og verða mikil-vægt tæki komi til aðgerða undir forystu VES.

Undirbúningur nýju aðildarlandannaReynsla okkar á undanförnum árum hefur sýnt að

aðferðir herjaáætlana bandalagsins eru árangursríkar.Bandalagsríkin samþykktu því á síðasta ári að nota þærtil að búa Tékkland, Ungverjaland og Pólland undir til-vonandi skyldur, sem fylgja aðild að bandalaginu. Eftirleiðtogafundinn í Madrid var því öllum ríkjunum boð-ið að fylla út spurningalista varnaráætlana. Fyrir ríki,sem ekki höfðu áður gert slíkt, var þetta ekkert áhlaupa-

verk. Ríkin þrjú skiluðu hins vegarútfylltum spurningalistum í

byrjunoktóber, sem

voru ítarlegir ogyfirleitt álíka vel útfylltirog listar frá bandalags-ríkjunum, sem ber vott

um gott starf þeirra og þá aðstoð,sem þeir fengu frá starfsliði NATO og nokkrum

bandalagsríkjanna.

Bandarískirlandgönguliðaræfa brottflutningflugvéla og liðs umborð í landgöngu-skipinu USS Waspá NATO-æfingunniDetermined Falcon15. júní 1998.(Reuters-mynd.)

Page 35: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Ríkin þrjú eru sem stendur að endurskipuleggja ogendurnýja herafla sinn. Þau ráðgera að auka verulegaframlag til varnarmála til að rækja betur skyldur sínarsem aðilar að bandalaginu og hefur þegar orðið veru-lega ágengt við að ná samhæfni við NATO með þátt-töku sinni í Félagsskap í þágu friðar og tvíhliða aðstoð-arverkefnum, þó enn sé margt ógert.

Á grundvelli mats okkar á hernaðarmætti boðs-landanna var samið við þau hvert um sig um sérstökherjamarkmið, svipuð herjamarkmiðum NATO. Þaugefa til kynna hversu mikils er vænst af ríkjunumþremur, þegar þau hafa fengið aðild. Sérstöku herja-markmiðin gera ráð fyrir að NATO hafi afnot afmeginhluta herstyrks þeirra vegna aðgerða samkvæmt5. grein (sameiginlegar varnir) til varnar þeim sjálfum.Að auki tilnefna þau hersveitir vegna hugsanlegraaðgerða til varnar öðrum bandalagsríkjum með þátt-töku í hraðliði NATO. Sérstöku herjamarkmiðin leggjaeinnig línuna fyrir frekari samhæfingu við NATO, þarsem einkum er horft til stjórnunar og umsjónar, kenn-inga og starfsaðferða, þjálfunar (þar á meðal tungu-málakennslu), loftvarna, aðstöðu til að taka á mótiliðsstyrk og, til lengri tíma litið, endurnýjun búnaðar.

Stækkun NATO mun augljóslega hafa áhrif á varn-aráætlanir núverandi bandalagsríkja. Grein 5 í Atlants-hafssáttmálanum, sem tryggir sameiginlegar varnir,mun ná til stærra svæðis og fleiri ríkja. Þegar viðathuguðum afleiðingar stækkunar síðastliðið haust,komumst við hins vegar að þeirri niðurstöðu að nú-verandi og áætlaður hernaðarmáttur bandalagsins værinægilegur til að tryggja að 5. grein næði einnig til nýjuaðildarríkjanna þriggja. Að auki myndu nýju aðildar-ríkin sjálf taka verulegan þátt í eigin vörnum innanramma bandalagsaðgerða.

Herjaáætlanir innan vébanda FÞFAðferðir við herjaáætlanir NATO hafa verið notað-

ar með góðum árangri innan FÞF. Árið 1994 þróuðumvið áætlunar- og endurmatskerfi FÞF (PARP) til þessað fá fram gegnsæi í varnaráætlunum milli félagannaog bandalagsins og efla samhæfingu herafla félagannaog bandalagsins. Við notuðum spurningalista varnar-áætlana NATO til að semja yfirlit um FÞF-samhæfingufyrir félagana. Nákvæm samhæfingarmarkmið, sniðineftir herjamarkmiðum NATO, voru fengin félögunum,og náðu þau yfir samhæfingu í fjarskiptum, stjórnunar-og umsjónaraðferðir, birgðaflutninga, samhæfni flug-véla og flugvallarbúnaðar auk annarra sviða. Þá leggj-um við nákvæmt mat á áætlanir félaganna líkt og viðgerum fyrir bandalagsríkin.

Reynsla okkar, þar á meðal athugasemdir frá félög-unum, gefur til kynna að PARP hafi reynst ákaflegaárangursríkt. Nákvæm og kerfisbundin framsetningauðveldar félögunum 18, sem taka þátt í ferlinu, aðeinbeita sér að uppbyggingu herafla, sem er betur undir

það búinn að taka þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum meðbandalagsríkjunum.

Bandalagsríki og félagar, sem taka þátt, hafa orðiðásátt um að gera PARP enn líkara varnaráætlunumNATO. Varnarmálaráðherrar bandalagsríkjanna 16 ogPARP-þátttakendanna 18 munu setja saman ráðherra-leiðbeiningar. Sett verða markmið fyrir áætlanirnar,sem kölluð verða félagsskaparmarkmið, og varða þauekki eingöngu samhæfni, heldur einnig herafla ogbúnað félaga sem nota mætti í friðaraðgerðum. Einnigmunum við leitast við að auka gegnsæi, en það er eittaf markmiðum PARP.

Yfirsýn og framkvæmdRáðstafanir þær, sem nauðsynlegt er að gera til að

mæta öryggiskröfum framtíðarinnar, þarfnast mikillaryfirsýnar en einnig hæfni til nákvæmni í framkvæmd.Herjaáætlanir bandalagsins búa yfir hvoru tveggja. Ánæstu öld er ólíklegt að sífellt flóknari áætlunarverk-efnum, sem bandalagið þarf við að glíma fækki, ensýnt hefur verið fram á að aðferðir okkar við herjaáætl-anir eru nógu sveigjanlegar til að mæta nýjum kröfum.

35NATO fréttir Haust 1998

„Aðildarríki FÞFeiga nú í síauknusamstarfi við aðstofna fjölþjóð-

legar friðar-gæslusveitir.“ Frá

vinstri: varnar-málaráðherrar

Litháens, Lettlandsog Eistlands,

CeslavasStankevicius,

Talavs Jundzis ogAndrus Öövel, eftir

undirritun sam-komulagsins umBALTRON, sam-

eiginlega flotadeildmeð skipum frá

hverju Eystra-saltslandanna.(NATO-mynd.)

Page 36: Nat fr ttir n v. '98 - NATO - Homepage · NATO fréttir Haust 1998 Frá því að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu og öflugri Félagsskap í þágu friðar var hleypt af stokkunum

Evró-atlantshafssamstarfsráðiðAlbanía Armenía

Aserbaítsjan Austurríki Bandaríkin Belgía

Bretland Búlgaría DanmörkEistland Frakkland

Finnland Georgía Grikkland

Holland Hvíta-Rússland Ísland

Ítalía Kanada Kasakstan Kirgistan Lettland

Litháen Lúxemborg Moldóva Noregur

Portúgal Pólland Rúmenía

Rússland Slóvakía Slóvenía Spánn

Sviss SvíþjóðFyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía*

Tatsíkistan Tékkland Túrkmenistan Tyrkland Ungverjaland Úkraína Úsbekistan Þýskaland