og heimurinn - tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/flugskolinnkynningpdf.pdf · næst á...

6
OG HEIMURINN ER ÞINN Viltu vera flugmaður, flugvirki eða flugfreyja?

Upload: others

Post on 21-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur

OG HEIMURINN ER ÞINNViltu vera flugmaður, flugvirki eða flugfreyja?

Page 2: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur

Nemendur Flugskóla Íslands eru í skýjunum með námið.Nám sem uppfyllir æskudrauma þína.

Flugskóli Íslands menntar fólk til starfa í flugi og flugtengdum störfum. Við bjóðum upp á skemmtilegt og krefjandi nám sem veitir þér alþjóðleg réttindi. Flugskólinn vinnur í nánu samstarfi við atvinnulífið og fyrirtæki í fluginu og leggur því heiminn að fótum þér í flugtengdu námi..

Þeir sem sækja um að hefja nám í Flugskóla Íslands þurfa að hafa lokið námi úr grunnskóla. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Ýmsar námsleiðir eru í boði hjá Flugskóla Íslands og stendur útskrifuðum nemendum því margt til boða á vinnumarkaðinum að námi loknu. Sem dæmi má nefna störf flugmanna, flugvirkja og flugfreyju/flugþjóna.auk frekara náms á háskólastigi t.d. í flugrekstrarfræði.

Page 3: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur

LENGD NÁMSAÐGANGSKRÖFUR AÐ LOKINNI ÚTSKRIFT

HVERS VEGNAFLUGSKÓLI ÍSLANDS?

Þeir sem sækja um að hefja nám í Flugskólanum þurfa að hafa lokið námi

úr grunnskóla.

Fjölbreyttir möguleikar eftir út skrift td. áhafnasamstarf,

flug kennsla, auk frekara náms á háskólastigi t.d. í

flugrekstrarfræði.

Lengd náms er mismunandi eftir námleiðum frá 10 vikum upp í 24 mánuði.

SKÓLINNAlexander IngiÉg ætlaði ekki að læra flug en einhver stakk upp á því að ég færi í kynnisflug og eftir það var ekki aftur snúið. Það

kom mér mest á óvart hversu skemmtilegt þetta nám er. Mér fannst aldrei leiðinlegt í Flugskóla Íslands, nánast allt

sem maður lærir er mjög praktískt og tengist því sem maður er að gera í verklega náminu og vinnunni seinna meir. Svo er auðvitað bara geggjað gaman að fljúga. Mér fannst það skrítin tilfinning í fyrstu að hlakka alltaf til að fara í skólann. Það skemmtilegasta í náminu eru klárlega verklegu tímarnir og sérstaklega blindflugið. Það er mjög krefjandi og gaman þegar maður nær tökum á því. Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur við þjálfun og endurmenntun út starfsævina. Á vissan hátt hætta flugmenn aldrei í námi. Eftir fimm ár sé ég mig fyrir mér sem flugmann hjá einhverju flugfélagi og að kenna hjá Flugskóla Íslands í hlutastarfi. Á morgnana fæ ég mér

oftast banana, ég get aldrei vaknað fyrr en á síðustu stundu og hef því ekki tíma í merkilegri mat.

ATVINNULÍFIÐHildur Kristín GuðlaugsdóttirÞað langskemmtilegasta við vinnuna mína er að enginn vinnudagur er eins. Maður veit í rauninni aldrei við hverju

er að búast þegar maður mætir í vinnuna og maður vinnur frekar náið með fólki sem maður hefur aldrei hitt

eða umgengist áður. Þegar ég byrjaði í flugnáminu kom það mér mest á óvart hversu skemmtilegt þetta nám er. Auðvitað er það erfitt og krefjandi en áhuginn kemur manni langt eins og í flestu öðru. Ég var alltaf ákveðinn í að klára námið og sækja svo um vinnu sem flugmaður þegar ég útskrifaðist og ef eitthvað var þá gerði námið mig bara enn ákveðnari í því. Eftir að ég kláraði námið lærði ég flugkennarann og fór að starfa sem flugkennari hjá Flugskóla Íslands. Síðan þá hef ég lokið þjálfun á þotu og verið ráðin inn hjá flugfélagi.

Fjölgun ferðamanna sem átt hefur sér stað síðustu ár gefur vísbendingu um farsæla framtíð í flugbransanum

Markaðsherferðir svo sem „Inspired by Iceland“ og „Ísland allt árið“ sem fylgdu í kjölfar eldgosa og hrunsins

Fjölgun flugfélaga sem fljúga til landsins

Fjölgun ferðamanna sem hefur átt sér stað síðustu ár gefur vísbendingu um farsæla framtíð í flugbransanaum

Íslendingar fara í auknu mæli erlendis

Icelandair fjölgar vélum og áfangastöðum

WOW fjölgar einnig vélum og áfangastöðum

Starfsmöguleikar og tækifæri

Page 4: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur

HVERS VEGNAFLUGSKÓLI ÍSLANDS?

FélagslífFélagslíf í Flugskólanum er gott en það er bekkjarkefi i skólanum svo þar myndast skemmtileg vinasambönd sem endast sennilega út ævina. Nemendamót er á hverju sumri og hittast þá nýjir og útskrifaðir nemendur. Hlökkum til að sjá þig í Flugskólanum.

NámsleiðirEinkaflugmannsnámBóklegt nám: 8 -10 vikna staðnám. Kennt: 18:00-22:00 alla virka daga. Hvenær: Í janúar, júní og september.Verklegt nám: 45 flugtímar. Hægt er að meta námið sem 15-20 einingar til stúdentsprófs.

AtvinnuflugmannsnámBóklegt nám: 8 mánaða staðnám.Kennt: 08:30-15:00 alla virka daga. Hvenær: Kennsla hefst að hausti. Aðeins eru teknir inn 28 nemendur á ári. Námstími með verklegum flugtímum tekur allt að 18-24 mánuði. Námið er lánshæft hjá LÍN.

FlugvirkiBóklegt nám: 18 mánaða staðnám.Kennt: 08.30-17:00 alla virka daga. Hvenær: Kennsla hefst að hausti. Aðeins eru teknir inn 25 nemendur á ári. Námið er allt kennt hér á landi, í samstarfi við Lufthansa. Námið er lánshæft hjá LÍN.

Flugfreyja/flugþjónnBóklegt nám: 7 vikur, staðnám.Kennt: 18:00-22:00 alla virka daga. Hvenær: Kennsla hefst í einum bekk að hausti. Útskriftarskjal grunnnámskeiðs er notað við umsókn til starfa flugfreyju/flugþjóna hjá handhöfum evrópskra flugrekstrarleyfa.

FramtíðarflugmennBóklegt nám: tveggja daga námskeið. Markmið: Að nemendur kynnist störfum í og við flug. Skoðunarferðir, kynning á öllum störfum sem tengjast flugi og nemandinn fær að fljúga sjálfur. Hvenær: Um er að ræða sumarnámskeið sem kennt er tvisvar til þrisvar yfir sumarið.

Tækniskólinn býður upp á Náttúrufræði/Flugtæknibraut þar sem einkaflugmannsprófið (bóklegt) er innifalið í skólagjöldum.

www.flugskoli.is

Sími: 514 9400 - www.flugskoli.isNetfang: [email protected]

Fylgdu okkur á

twitterSjáðu okkur á

Snapchat

Finndu okkur á

Facebook

Vertuáskrifandi á

Page 5: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur
Page 6: OG HEIMURINN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/FlugskolinnKynningPDF.pdf · Næst á dagskrá hjá mér er að fá vinnu hjá flugfélagi. Þegar það er í höfn tekur

GJAFABRÉFÍ ÞYRLUFLUG

verð frá25.500 kr.

[email protected] • 562 2500 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 | rekstrarland.is

Menntun, virðing, fagmennska, framsækni

SK

ÓLA

UHO

LTI •

FLATAHRAUNI • HÁTEIGSVEGI

[email protected] • www.tskoli.is

• Sím

i: 5

14

90

00VIÐ ERUM MIÐSVÆÐISÍ REYKJAVÍKOG HAFNARFIRÐI

Að velja sér nám er ein mikilvægasta ákvörðunin í lífinu. Með þessum bæklingi hjálpar Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins þér við það val. Meginmarkmið skólans er að búa nemendur undir fjölbreytt störf í samfélaginu strax að loknum framhaldsskóla eða til áframhaldandi náms.

Tækniskólinn leggur mikla áherslu á handverk, sköpun og frumkvæði. Námið í skólanum er að mestu skipulagt sem verkefnabundið nám og er mikið lagt upp úr sjálfstæði og aga í vinnubrögðum. Skólinn er vel tækjum búinn með góð verkstæði og vel menntað og reynslumikið starfslið. Tækniskólinn vinnur náið með atvinnulífinu að mótun og þróun námsbrauta með hag nemenda og fyrirtækja að leiðarljósi.

Innan Tækniskólans eru faglega sjálfstæðir undirskólar.

Skólar Tækniskólans eru:ByggingatækniskólinnEndurmenntunarskólinnFlugskóli ÍslandsHandverksskólinnHönnunarbrautRaftækniskólinnSkipstjórnarskólinnTæknimenntaskólinnUpplýsingatækniskólinnVéltækniskólinn

Tækniakademían - Margmiðlunarskólinn - Meistaraskólinn - Vefþróun

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður ykkur velkomin