heimurinn er fullur af litlum heimum mismunandi notkun ......heimurinn er fullur af litlum heimum...

79
Heimurinn er fullur af litlum heimum - Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu og hins vegar eingöngu innlenda reynslu Erla Hjördís Gunnarsdóttir MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Viðskiptafræðideild Febrúar 2016

Upload: others

Post on 13-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

Heimurinn er fullur af litlum heimum

- Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar

erlenda reynslu og hins vegar eingöngu innlenda reynslu

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun

Viðskiptafræðideild

Febrúar 2016

Page 2: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

2

MS ritgerð í Stjórnun og stefnumótun

Heimurinn er fullur af litlum heimum

- Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar

erlenda reynslu og hins vegar eingöngu innlenda reynslu

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Magnús Þór Torfason lektor

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2016

Page 3: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

3

Heimurinn er fullur af litlum heimum.

Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til MS prófs við Viðskiptafræðideild,

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

© 2016 Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2016

Page 4: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

4

Útdráttur

Tengslanet er mikilvægt tæki fyrir stjórnendur í atvinnulífinu sem getur, sé það rétt

notað, skapað þeim forskot og ávinning í starfi. Það er mismunandi hvernig fólk nýtir og

notar tengslanet sín og meðal annars hefur verið sýnt fram á að kynin nota þau á ólíkan

hátt. Í þessari ritgerð verður varpað fram niðurstöðum úr rannsókn á því hvernig

stjórnendur nota tengslanet, hugsanlega á ólíkan hátt, eftir reynslu og eins eftir mun á

kynjum. Félagsleg tengslanetagreining (e. social network analysis) er tiltölulega ung

fræðigrein og hefur lítið verið nýtt á Íslandi. Kraftur tengslaneta felst í því hvern maður

þekkir og eru árangursríkar skipulagsheildir og samfélög í æ ríkara mæli að horfa til

krafta öflugra tengslaneta og áhrifa þeirra. Gert er grein fyrir félagslegri

tengslanetagreiningu (e. social network analysis), veikum og sterkum tengingum (e. weak

ties and strong ties) ásamt holrýmum (e. structural holes) sem eru notuð til útskýringar á

tengslanetum. Tengslanet snúast að mestu um að ná samkeppnisforskoti sem

einstaklingur og fyrir sína skipulagsheild með því að hafa betra aðgengi að upplýsingum

sem er forsenda þess að aðilar geti tekið ákvarðanir. Rannsóknin, sem þessi samantekt

byggir á, er eigindleg og byggir á eigindlegum viðtölum. Leitast var svara við því

hvernig íslenskir stjórnendur, með erlenda starfs- eða námsreynslu annars vegar, og

einungis innlenda starfs- eða námsreynslu hins vegar, nýta tengslanet sín, byggja þau upp

og hafa ávinning af þeim. Niðurstöður benda til að stjórnendur með erlenda reynslu nýti

sér tengslanet á annan hátt heldur en stjórnendur með innlenda reynslu, það er, út frá

hugmyndalegu sjónarmiði á meðan innlendu stjórnendurnir sjá hag sinn í notkun

tengslaneta út frá aðgengi að upplýsingum. Þegar fjallað er um hugmyndalegt sjónarmið

á það ekki endilega við að fá nýjar hugmyndir heldur til að fá viðurkenningu á ákveðnum

sjónarmiðum. Aðgengi að upplýsingum snýr að því forskoti sem viðkomandi hefur þegar

hann hefur gott aðgengi að upplýsingum. Konur virðast treysta sínum tengiliðum betur

en karlmenn og þá sérstaklega konur með erlenda reynslu. Einnig bendir ýmislegt til þess

að stjórnendur með erlenda reynslu séu duglegri en aðrir hópar við að byggja upp

tengslanet sitt með markvissum hætti.

Page 5: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

5

Abstract

Social network is an important tool for managers in the economy which can, if it is used

correctly, create advantage and benefits in their jobs. It is diverse how people employ and

use their social network and it has been demonstrated that men and women use it in

different ways. In this thesis the results will be lined up from the research on how

managers use social networks, potentially in a different way due to their experience. It

will also show the differences in using social networks between men and women. Social

network analysis is a relatively young discipline and has not been used much in Iceland.

The power of social networks refers to the circle one knows. Succesful businesses are

looking more to the power of intensive social networks and the effects they have. Social

network analysis, weak and strong ties and structural holes, among other things are used

to explain social networks. The role of social networks is mostly to gain competitive

advantage as an individual and for the relevant business by having better access to

information which is a premise for partners to make decisions. The research, which is the

foundation for this summary, took place with qualitative interviews where the researcher

looked for answers about how Icelandic supervisors with foreign job- or education

experience in contrast with same national experience use their social networks, how they

build them up and gain benefits from them. The outcome shows that managers with

foreign experience use social networks in a different way then managers with the same

national experience, that is, more idea-based network while the managers with national

experience use it to get better access to information. When discussing idea-based network

it is not necessary about getting new ideas but to gain approval for certain views. Access

to information is about the advantage which one gains when he or she has good access to

information. Women seem to trust their contacts better then men and especially women

with experience from abroad. The research indicates that managers with foreign

experience are more efficient than other colleagues building up their social networks.

Page 6: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

6

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni til meistaraprófs í Stjórnun og stefnumótun við

viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og er vægi hennar 30 einingar (ECTS). Leiðbeinandi

er Magnús Þór Torfason lektor og færi ég honum bestu þakkir fyrir að hafa kynnt mig

fyrir tengslanetum í upphafi námsins ásamt góðri leiðsögn við vinnslu rannsóknarinnar.

Fjölskyldu minni verð ég að þakka af einlægni fyrir þolinmæðina og skilninginn á þeim

tíma sem ég stundaði meistaranámið og vann þetta meistaraverkefni. Kann ég Guðbjörgu

Helgu Jóhannesdóttur og Katrínu Maríu Andrésdóttur einnig bestu þakkir fyrir að drífa

mig áfram og vera góðir vegvísar á þessari leið að settu takmarki ásamt því að taka að sér

yfirlestur og koma með gagnrýnar athugasemdir. Systur minni, Önnu Sigríði

Gunnarsdóttur þakka ég einnig fyrir prófarkalestur og glöggt auga ásamt Guðrúnu Björk

Kristjánsdóttur. Kennurum og samnemendum úr náminu þakka ég kærlega fyrir alla

tímana, vangavelturnar og þá víðsýni sem hlaust af samskiptum við þá. Viðmælendur

mínir fá sérstakar þakkir fyrir að hafa gefið mér af tíma sínum til að tala við mig og lýsa

fyrir mér upplifunum sínum á viðfangsefninu, án þeirra hefði rannsóknin aldrei orðið að

veruleika.

Ålvik í Noregi, 25. nóvember 2015

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Page 7: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

7

Efnisyfirlit

Útdráttur .......................................................................................................................... 4

Abstract ........................................................................................................................... 5

Formáli ............................................................................................................................ 6

Efnisyfirlit ....................................................................................................................... 7

Myndaskrá ....................................................................................................................... 8

Töfluskrá ......................................................................................................................... 8

1 Inngangur …………………………………………………………………………...9

2 Fræðilegt yfirlit ........................................................................................................ 11

2.1 Uppbygging tengslaneta ................................................................................... 11

2.2 Mikilvægir eiginleikar tengslaneta, holrými og traust ...................................... 15

2.3 Notkun tengslaneta í viðskiptasamhengi .......................................................... 18

2.4 Tengslanet í mismunandi menningarheimum ................................................... 22

2.5 Félagsleg tengslanet .......................................................................................... 24

2.6 Tengslanet og Ísland ......................................................................................... 27

3 Rannsóknaraðferð .................................................................................................... 29

3.1 Val á rannsóknarvettvangi ................................................................................ 29

3.2 Val á viðmælendum .......................................................................................... 30

3.3 Framkvæmd viðtala .......................................................................................... 31

3.4 Greiningarferlið ................................................................................................ 32

4 Niðurstöður .............................................................................................................. 37

4.1 Fjórir lykilþættir ................................................................................................ 37

4.2 Notkun og uppbygging tengslaneta .................................................................. 38

4.3 Aðgengi að upplýsingum .................................................................................. 43

4.4 Sterkar sem veikar tengingar hjálpa .................................................................. 47

4.5 Traust er lykilatriði ........................................................................................... 50

4.6 Ytra umhverfið og ákvarðanataka ..................................................................... 54

4.7 Samfélagsmiðlar og erlend tengsl ..................................................................... 56

5 Umræða og samantekt.............................................................................................. 61

Heimildaskrá ................................................................................................................. 66

Viðaukar ........................................................................................................................ 69

Viðauki 1 – Viðtalsrammi ............................................................................................. 69

Viðauki 2 – Kynningarbréf til viðmælenda .................................................................. 70

Viðauki 3 – Lykilatriði (Lykilatriði og Lýsing, 20 atriði) ............................................ 71

Viðauki 4 - Hugtakalisti ................................................................................................ 75

Page 8: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

8

Myndaskrá

Mynd 1: Átta manngerðir Mayer, Davis og Schoorman .............................................. 13

Mynd 2: Veik tengsl og sterk tengsl (e. weak ties and strong ties) ............................. 16

Mynd 3: Holrými tengslaneta (e. structural holes) ....................................................... 17

Mynd 4: Sýnishorn af tengslaneti meðalmanneskju ..................................................... 20

Mynd 5: Félagsleg tengslanetagreining (e. social network analysis) ........................... 25

Töfluskrá

Tafla 1: Lýsing á viðmælendum rannsóknarinnar .... Error! Bookmark not defined.34

Tafla 2: Byggja upp tengslanet markvisst eða ómarkvisst ........................................... 41

Tafla 3: Nýta tengslanet til að fá hugmyndir eða aðgengi að upplýsingum ................. 46

Tafla 4: Yfirlit yfir traust til tengiliða og ekki traust eða hlutleysi ............................... 52

Page 9: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

9

1 Inngangur

Tengslanet eru einn af þeim lykilþáttum sem þátttakendur úti í atvinnulífinu verða að

hafa yfir að ráða ef þeir ætla að njóta velgengni í starfi. Starfsmaður með gott og öflugt

tengslanet hefur samkeppnisforskot á mörgum sviðum, svo sem þegar kemur að því að

viðra hugmyndir á ólíkum stöðum, afla sér upplýsinga þar sem fram koma ólík sjónarmið

og getur þess vegna haft forskot til ákvarðanatöku. Tengslanet sameinar fólk og getur þar

af leiðandi leitt af sér aukið og betra samstarf milli aðila, eflt samstöðu þess og þekkingu.

Þrátt fyrir að tengslanet hafi verið til lengur en elstu menn muna þá eru fræðin um

tengslanet tiltölulega ung grein. Tengingar og samskipti fólks í tengslaneti mætti útskýra

sem punkta sem tengjast saman í netum, stundum mörgum og mynda eins konar

netakerfi. Þannig er hægt að líta á gott, virkt og öflugt tengslanet sem verðmæta auðlind

hvers og eins einstaklings en ekki síður fyrir skipulagsheildir.

Tilgangur með rannsókninni var að kanna hvernig íslenskir stjórnendur í

fjármálageiranum nýta tengslanet sín eftir því hvort þeir hafa erlenda starfs- eða

námsreynslu eða eingöngu innlenda reynslu. Þessi þáttur hafði ekki verið rannsakaður

áður á Íslandi og því ný nálgun í rannsóknum á notkun stjórnenda á tengslanetum

hérlendis.

Í rannsókninni var horft til þriggja meginþátta, það voru bakgrunnur viðmælenda

og reynsla, hvort munur væri á notkun tengslaneta milli kynja og hvernig stjórnendur í

fjármálageiranum nýta tengslanet sín. Á Íslandi hefur áður verið kannað hvernig munur

kemur fram hjá kynjum varðandi notkun tengslaneta en ekki hefur verið rannsakað

hvernig stjórnendur í fjármálageiranum nýta, þróa og nota sín tengslanet. Það viðmið sem

vó þyngst í rannsókninni var að kanna hvort munur væri á reynslu viðmælenda og því

hvernig þeir nýta tengslanet sín.

Rannsóknarverkefninu er skipt upp í nokkra kafla. Í fyrsta kafla á eftir inngangi er

fræðilegur kafli þar sem leitast er við að útskýra tengslanetafræðin. Þar að auki er horft til

mikilvægi tengslaneta og mismunandi þátta innan þeirra sem hafa áhrif á dínamík í

hverju neti fyrir sig. Einnig er fjallað um tengslanet í ólíkum menningarheimum og

ákveðnu viðskiptasamhengi ásamt því að farið er yfir rannsóknir sem framkvæmdar hafa

verið á Íslandi er lúta að tengslanetum.

Í seinni hluta verkefnisins er rannsókn sem byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð

þar sem niðurstöður úr hálfopnum viðtölum við tólf stjórnendur í fjármálageiranum eru

Page 10: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

10

settar fram og greindar. Með rannsókninni var leitast við að fá fram niðurstöður við

rannsóknarspurningunni:

Nýta íslenskir millistjórnendur tengslanet á ólíkan hátt eftir því hvort þeir hafa reynslu

af því að stunda nám og vinnu erlendis eða hafa eingöngu reynslu hérlendis frá? Er

munur á hvernig kynin byggja upp og nýta sér tengslanet sín?

Niðurstaða úr rannsóknarþætti verkefnisins verður tekin saman í umræðu- og

samantektarhluta þess þar sem upplifun og reynsla viðmælenda á notkun þeirra,

uppbyggingu og þróun á tengslanetum er skilgreind. Þar að auki verða niðurstöður teknar

saman og settar fram.

Ákveðnar vísbendingar eru um, út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, að viðmælendur

með erlenda reynslu nýti sér tengslanet sín á annan hátt heldur en viðmælendur eingöngu

með innlenda reynslu. Einnig benda niðurstöður til þess að viðmælendur með erlenda

reynslu séu meðvitaðri um að byggja upp tengslanet sín á markvissari hátt heldur en aðrir

hópar.

Page 11: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

11

2 Fræðilegt yfirlit

Markmið verkefnisins er að kanna hvernig íslenskir millistjórnendur nýta sér tengslanet í

sínum störfum, hvernig þeir byggja það upp og hvort þeir beiti kerfisbundinni styrkingu á

því eða stækkun. Einnig er kannað hvernig þessir sömu stjórnendur nýta tengsl sín í

gegnum tölvupóstsamskipti og samfélagsmiðla, hvort þeir hafi nýtt sér tengslanet sitt til

áhrifa í starfi og hvernig þeir upplifa að samstarfsfélagar þeirra nýti sér tengslanet sín í

starfi.

Í rannsókninni eru bornir saman tveir hópar, annars vegar þeir sem hafa eingöngu

innlenda starfs- eða námsreynslu og hins vegar þeir sem hafa erlenda starfs- og

námsreynslu. Kannað er hvort munur sé á notkun tengslaneta hjá þessum hópum. Í

rannsókninni var helmingur þátttakenda konur og hinn helmingurinn karlmenn þar sem

helmingur kvennanna hafði einungis innlenda reynslu og hinn erlenda. Sama skipting var

á karlmönnum varðandi reynslu.

Í næstu köflum verður kafað dýpra í fyrri rannsóknir á tengslanetum, eiginleikum

þeirra og hvernig þau eru byggð upp. Þar að auki verður horft til tengslaneta í

mismunandi menningarheimum, tengslanet í viðskiptalegu samhengi og farið yfir sumar

af þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi sem tengist málefninu.

Markmið með köflunum er að gefa betri sýn á hvað hugtakið tengslanet er og hvernig

þessi rannsókn kemur með nýtt sjónarhorn inn í málaflokkinn út frá fyrri rannsóknum hér

heima og erlendis.

2.1 Uppbygging tengslaneta

Það er mismunandi hvernig fólk byggir upp tengslanet sitt og nýtir það í einkalífi eða

vegna starfs og fer það jafnan eftir manngerð hvers og eins hvernig því er háttað. Einnig

fer það oft á tíðum eftir eðli vinnu hvers og eins hvernig einstaklingar nýta sér og þróa

með sér tengslanet í sinni skipulagsheild. Þar að auki er mismunandi eftir einstaklingum

og jafnvel kynjum hvort tengslanetin eru byggð upp á markvissan hátt eða ekki.

Tengslanet hafa verið til frá örófi alda en hagnýting þeirra hefur breyst í tímans

rás samhliða þróun mannsins. Í dag er þekkt að athafnafólk í atvinnulífinu og víðar nýti

Page 12: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

12

sér tengslanet til að auka samkeppnishæfni sína og þar með samkeppnisforskot sinna

skipulagsheilda og til að byggja upp ný tækifæri.

Upplýsingar flæða eftir óformlegum leiðum í starfi skipulagsheilda í gegnum

tengslanet og eru mikilvægur þáttur í skipulagi fyrirtækja. Ef tengslanetið er þéttriðið þá

flæða upplýsingar hraðar en ef tengslanetið er lausriðið þá flæða þær hægar. Munur er á

hvernig einstaklingar innan ólíkra menningarsamfélaga nýta sér tengslanet. Reynsla er

einnig þáttur sem hefur áhrif á nýtingu tengslaneta. Enn fremur er munur á kynjum

hvernig þau upplifa tilgang með notkun sinni á tengslanetum.

Hvaða þýðingu hefur tengslanetið fyrir stefnu og uppbyggingu

skipulagsheildarinnar, hvaðan koma áhrifin og hvað gerist þegar ágreiningur kemur upp?

Hvaða aðilar tengjast og hafa mikilvæga þýðingu innan skipulagsheildarinnar? Hvar

koma jákvæð áhrif fram í samskiptum og gjörðum starfsmanna? Hvernig nýta starfsmenn

tengslanet til að öðlast aðgang að upplýsingum, auðlindum og fleiru? Hefur það áhrif á

niðurstöðu í ákveðnum málum hvernig starfsmenn nýta sér tengslanet?

Það eru jafnan þrír áhersluþættir sem horft er til þegar tengslanet eru skoðuð og

þeir eru:

Tengslanet hafa áhrif á útkomu lykilþátta í aðgerðum fólks. Svo sem aðgengi að

upplýsingum, að afla hugmyndum fylgis og flýta fyrir ákvarðanatöku svo dæmi

séu tekin.

Eðli úrræða sem fæst með tengslanetum hefur áhrif á grunnstöðu fólks. Með

grunnstöðu er átt við félagslega hæfni og tengingar/samband við aðra í svipaðri

félagslegri stöðu.

Eðli úrræða sem fæst með tengslanetum hefur áhrif á styrk tengsla (Lin, 2001).

Meðlimir ólíkra menningarsvæða eru mismunandi eftir þéttleika vinnu þeirra og

vináttu, það er, hversu mikilli vináttu þeir deila í vinnunni. Atferli þeirra á vinnustað

fjallar um hvert lykilhlutverk þeirra er í tilfinningalegum tengslum og hvort fólkið sem

það sækir upplýsingar hjá sé einnig það sem veitir huggun og tilfinningalegan stuðning.

Þetta fer eftir styrkleika tengslanna, líftíma þeirra og hvort samböndum tengslanetanna sé

beint upp á við, til hliðar eða niður á við (Thompson, 2012).

Stjórnendur í efstu stöðum skipurits leita eftir aðstoð hjá nokkrum manngerðum

fólks, eða átta manngerðum. Þessar átta manngerðir hafa mismunandi mikið af getu,

Page 13: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

13

heiðarleika og velvilja. (Sjá mynd 1). Manngerðirnar má skýra sem stjörnuleikmanninn,

stranga sannleiks-leikmanninn, siðferðilega áttavitann, áreiðanlega félagann, hliðholla

stuðningsmanninn, samningsaðilann og klappstýruna. Stjórnendur sem eru klókir vita

hvaða stuðning hver og ein af þessum manngerðum getur gefið af sér. Manngerðir sem

hægt er að treysta á bæta ákvarðanatökuna, afla fleiri úrræða og draga úr streitu (Mayer,

Davis og Schoorman, 1995).

Mynd 1: Átta manngerðir fólks. Samkvæmt Mayer, Davis og Schoorman leita stjórnendur í æðstu stöðum

eftir aðstoð hjá átta manngerðum fólks sem hafa mismunandi mikið af getu, heiðarleika og

velvilja (1995).

McGrath og Zell rannsökuðu stuðningstengslanet fimmtíu háttsettra

framkvæmdastjóra í Fortune, 50 tæknifyrirtækjum sem eru á Forbes-listanum. Þær

Page 14: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

14

studdust við fyrri rannsóknir Mayer og könnuðu hvernig leiðtogar mátu virði tengslaneta

og kortlögðu við hverja stjórnendur höfðu samráð, eftir eðli erinda sem þeir eiga hverju

sinni. Þátttakendur héldu dagbók yfir allt fólk sem það sótti mismunandi ráð hjá, tóku

fram landfræðilega staðsetningu þess, samstarf innan sömu atvinnugreinar,

innbyrðisstöðu, staðsetningu í framboðskeðjunni og mat á áreiðanleika tengiliðsins.

Rannsóknin sýndi að háttsettir leiðtogar hafa mikla trú á virði tengslaneta bæði til að

fylgjast náið með þróun greinarinnar og sem leið til að bæta þekkingu. Einnig kom fram

að traust er lykilatriði hjá framkvæmdastjórum. Efstu stjórnendur hugsa taktískt um

hvernig ráð þeir vilja sækja hjá hvaða manngerð með lágmarksáhættu að leiðarljósi. Að

sama skapi finna stjórnendur það oftast út að eftir því sem þeir klifra metorðastigann

hærra því fækkar í tengslaneti þeirra af fólki sem það virkilega treystir (McGrath og Zell,

2009).

Mikilvægi tengslaneta felst ekki hvað síst í því að með þeim er hægt að hafa áhrif

á annað fólk og þegar stjórnendur átta sig á tengslanetum innan sinna skipulagsheilda þá

hefur það áhrif á hvernig fólk vinnur innan þeirra. Tengslanet gegna tvíþættu hlutverki,

það er, til að ná í upplýsingar sem geta nýst og einnig til að hafa áhrif og afla stuðnings

við verkefni, ákvarðanir, stefnu, fjárveitingar o.fl. Uppbygging tengslaneta skiptir

gríðarlega miklu máli í þessu sambandi. Aðili sem veit hvernig hann á að byggja upp sitt

tengslanet til að öðlast frekari tækifæri veit hverja hann vill mynda sterk tengsl við og

vinnur markvisst að því.

Hagfræðingurinn Malcolm Gladwell kom fram með hugmyndina um „lögmálið

um hina fáu“ þar sem hann fullyrðir að árangur verði fyrst og fremst til vegna þátttöku

fólks sem sé gætt sjaldgæfum félagslegum gjöfum. Gladwell kallar þessa meginreglu

„80/20“ sem er hugmyndin um að í kringum 80% af vinnunni sé framkvæmd af 20%

þeirra sem taka þátt í henni. Þessu fólki lýsir hann sem tengjendur, það er, fólk í

samfélagi sem þekkir ákveðið mengi fólks og hefur öflugt tengslanet. Þetta fólk hefur

bæði ríkjandi sterk og veik tengsl og þannig þekkir það fólk á ólíkum sviðum

þjóðfélagsins. Þetta eru manneskjur, að mati Malcolm, sem eru gæddar þeim einstaka

hæfileika að geta fært heiminn saman með tengingum sínum. Það sem einkennir þetta

fólk er ákveðinn persónuleiki sem nær að samhæfa forvitni, sjálfsöryggi, félagsfærni og

orku til að mynda ný tengslanet og halda í þau (Gladwell, 2000).

Það sem skiptir ekki eingöngu máli er hvað þú veist heldur hverja þú þekkir. Þrjár

víddir tengslaneta sem eru gagnlegar við félagsgreiningu eru þéttleiki, nálgun og

Page 15: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

15

miðlægni, (e. density, approach and centralization). Þéttleiki tengslaneta vísar til

víðfeðmi tenginga milli fólks og er mælt með því að bera saman heildarfjölda tenginga

sem eru til staðar til mögulegs fjölda sem myndi eiga sér stað ef allir í tengslanetinu væru

tengdir við hver annan. Nálgun vísar til tilvistar á mynstrum milli tveggja manneskja

sama í hvaða fjarlægð tengingin er. Manneskjur geta verið staðsettar með mörgum

milliliðum sem geta óbeint verið tengdir við hver annan. Miðlægni manneskju í

tengslaneti er ákvörðuð af tveimur þáttum:

1) Heildarfjarlægð frá aðalmanneskju til allra í tengslanetinu.

2) Heildarfjöldi í tengslanetinu sem aðalmanneskjan getur náð sambandi við.

Því fleiri manneskjur sem hægt er að ná til, því minni er samanlögð fjarlægð til þeirra og

því hærri er miðlægnin til aðalmanneskjunnar (Aldrich og Zimmer, 1990).

Eftir að hafa kynnt rannsóknina í inngangi verkefnisins er farið yfir uppbyggingu

tengslaneta og mikilvægi þeirra ásamt því að gera grein fyrir tengslanetum í alþjóðlegu

umhverfi. Einnig er farið yfir stöðu rannsókna á tengslanetum á Íslandi. Því næst er farið

yfir rannsóknaraðferð verkefnisins, val á þátttakendum, greiningarferlið og að endingu er

komið að niðurstöðukaflanum. Nýnæmi verkefnisins er að ekki hefur áður verið kannað á

Íslandi hvort reynsla fólks, með tilliti til tímabundinnar búsetu erlendis vegna náms eða

starfs, samanborið við búsetu einungis hér á landi hafi áhrif á hvernig það byggir upp og

nýtir tengslanet sín.

2.2 Mikilvægir eiginleikar tengslaneta, holrými og traust

Undanfarin ár og áratugi hefur sífellt færst í aukana hérlendis að stofnaðir eru

hagsmunahópar, efnt er til klasasamstarfs til að tengja saman ólíka aðila innan sömu

greinar og komið er á tengslanetahópum til dæmis til að virkja konur úti í atvinnulífinu.

Allar þessar framansögðu aðgerðir snúa að því að tengja saman leikendur, jafnt nátengda

sem fjartengda til að efla samstarf og mögulega til að ná samkeppnisforskoti á

einhverjum sviðum.

Page 16: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

16

Tengslanet eru besta leiðin til að vera virkur í tengslum, njóta hugsanlega

ávinnings af þeim og til að bæta við nýjum tengslum. Það er ríkjandi hugmynd í

tengslanetafræðunum að flokka megi tengsl undir veik tengsl og sterk tengsl. Þegar aðilar

búa yfir sterkum tengslum er upplýsingaflæði í gegnum þá reglulegra og betra en ella.

Það stuðlar frekar að trausti og getur flýtt fyrir samkomulagi því fólk á oft í samskiptum.

Upplýsingar þessara aðila geta oft verið einsleitar en traustar. Þegar aðili býr yfir veikum

tengslum þá hefur sá hinn sami jafnan yfir nýjum og fjölbreyttum upplýsingum að dreifa,

veiku tengslin styðja frekar við nýsköpun en upplýsingaflæðið er óreglulegt (Granovetter,

1973). Sjá mynd 2.

Mynd 2: Sterk tengsl og veik tengsl.Myndin sýnir hvernig veik tengsl og sterk tengsl milli fólks geta virkað.

Þannig sýnir brotalínan veik tengsl og óbrotin lína sterk tengsl.

Þar að auki er talað um holrými (e. structural holes) í tengslanetum sem snýr að

því hvort tengiliðir manneskju þekki hver annan í gegnum hana. (Sjá mynd 3). Síðan eru

til opin tengsl þar sem aðilar búa til ný tengsl upp úr þurru og þekkja þar af leiðandi

marga aðskilda hópa en einnig lokuð tengsl þar sem vinir viðkomandi þekkja flestir hver

annan. Hér geta verið sterk tengsl þar sem fólk sýnir stuðning, samstöðu og traust sín í

milli. Fólki líður oft mjög vel í lokuðum tengslum. Það er mjög gott að vera með lokaða

hópa í tengslaneti og einnig tengsl þar sem fólk þekkist ekki. Það byggir oft á tíðum á

stöðugleika, áreiðanleika og getur leitt til árangursríkrar samþættingar við ýmis verkefni

(Greve, Rowley og Shipilov, 2014).

Page 17: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

17

Mynd 3: Holrými. Hér má sjá hvernig holrými (e. structural hole) í tengslanetum myndast þar sem tveir

aðskildir hópar tengjast ekki innbyrðis þrátt fyrir að þeir tengist sama aðila.

Allir eiga sér einhvers konar tengslanet og þegar kemur að starfsfólki

skipulagsheilda þá getur það skipt máli hvernig tengslanet þeirra er uppbyggt og hvar

tengiliðir eru staðsettir í tengslanetinu. Það getur skapað þeim samkeppnisforskot og

starfsfólkið fengið hærri ávöxtun á fjárfestingu vegna þessa forskots. Uppbygging

tengslaneta er ekki notuð til að spá fyrir um viðmót eða hegðun heldur til að spá fyrir um

líkindi milli viðmóts og hegðunar (Burt, 1992).

Það er áskorun að fá fólk til að tala við einhvern fyrir utan félagslegt tengslanet

þess. Rannsókn, sem Ingram og Morris framkvæmdu árið 2007, sýndi að fólk blandar

ekki eins mikið geði við hvað annað eins og talið var áður, þegar vitað er fyrirfram um

tilgang þeirrar athafnar. Traust sem byggist á áhrifum (e. affect based) er ríkt hjá fólki

sem er með þétt tengslanet og hjá þeim sem veita félagslegan stuðning. Skilvitlegt (e.

cognitive) traust er hins vegar ríkara hjá þeim sem gegna lykilhlutverki á mörkuðum

(Ingram og Morris, 2007).

Traust byggt á skilviti hefur virðingu sem lykilhlutverk á meðan traust byggt á

áhrifum snýr að samúð, sambandi og afhjúpun. Þessar tvær tegundir trausts geta leitt til

mismunandi niðurstaðna í ákveðnum málum (Levin og Cross, 2004; McAllister, 1995;

Ng og Chua, 2006). Þannig lýsa Rempel, Holmes og Zanna því að skilvitlegt traust komi

frá hausnum (e. „from the head“), það er, útkoma sem byggist á sönnun þeirrar hæfni og

Page 18: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

18

áreiðanleika annars aðila sem síðan byggist á upplýsingum um hegðun hans undir

ákveðnum kringumstæðum. Traust byggt á áhrifum kemur frá hjartanu (e. „from the

heart“), og eru tengsl sem verða til vegna eigin tilfinninga og skilningar á tilfinningum og

hvötum annars aðila. Hér sýna einstaklingar umhyggju fyrir velferð félaga sinna og trúa á

innri dyggð slíkra sambanda (Rempel, Holmes, & Zanna, 1985).

Þegar uppbygging skipulagsheilda þróast yfir í að verða flöt og mörk skipulags

breytileg verður hið fagmannlega tengslanet stjórnenda jafnvel enn mikilvægara en áður.

Í niðurstöðum rannsóknar Chua, Ingram og Morris á stjórnendum í MBA-námi við stóran

háskóla í Bandaríkjunum kom í ljós að stjórnendur treysta meðlimum í sínu tengslaneti á

ólíkan hátt eftir því hvernig þeir tengjast þeim. Kemur sá munur í ljós með því hvaða

tegund trausts fæst með mismunandi tengingum. Stjórnendur hafa meira traust til

meðlima sinna tengslaneta sem byggist á áhrifum og eru vinir þeirra, hafa veitt leiðsögn

vegna frama eða eru þétt tengdir þeim í tengslanetinu. Traust byggt á skilviti er ríkara hjá

þeim sem veita hugmyndaráðgjöf, fjárhagslega ráðgjöf eða leiðbeiningar vegna frama.

Hér hafa jákvæðar tengingar engin áhrif en neikvæðar tengingar draga úr þessari tegund

trausts (Chua, Ingram og Morris, 2008).

Í þessari rannsókn var meðal annars leitast við að kanna hvort viðmælendur beiti

kerfisbundinni styrkingu eða stækkun á sínu tengslaneti. Einnig hvort þeir væru yfir

höfuð meðvitaðir um notkun sína á tengslanetum og hvaða ávinningur gæti hlotist af því.

Hér á landi hefur notkun stjórnenda á tengslanetum í fjármálageiranum ekki áður verið

rannsakað. Traust og orðspor var öllum viðmælendum mjög hugleikið en misjafnt var

hvort viðmælendur treystu öllum í sínu tengslaneti eða ekki.

2.3 Notkun tengslaneta í viðskiptasamhengi

Samskipti í gegnum tölvur og samskiptamiðla eru daglegt brauð í lífi og starfi fólks í dag

og þar er starfsfólk í fjármálageiranum ekki undanskilið. Þó að tölvupósturinn og hin

ýmsu samskiptaforrit séu mikið notuð í starfi fólks í dag eru hin félagslegu „maður á

mann“ samskipti enn gríðarlega mikilvæg og kom það glögglega fram í viðtölum við

viðmælendur rannsóknarinnar.

Page 19: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

19

Forsenda félagslegs auðs (e. social capital) er að félagslegt tengslanet hefur virði

og sú tilhneiging sem verður til í þessum tengslanetum að fólk geri hluti fyrir hvað

annað. Hér eru hagsmunir á ferð sem flæða saman í gegnum traust, gagnkvæmni,

upplýsingar og samvinnu. Það er í gegnum sambönd við félaga, vini og viðskiptavini sem

tækifæri kemur til að breyta fjárhagslegum auði (e. economic capital) og mennskum auði

(e. human capital) í hagnað. Félagslegur auður hefur úrslitaáhrif þegar kemur að

samkeppnisárangri og er úrræði sem tengiliður hefur og notar til að byggja upp tengiliði í

sínu tengslaneti. Fyrsta stigið, það er, fjárhagslegur auður, lýsir sér í því við hverja þú

byggir upp tengsl og það seinna, mennskur auður lýsir sér í hvernig þú nærð í

viðkomandi (Burt, 1992).

Þegar fólk þarfnast aðstoðar, eins og til dæmis upplýsinga eða úrræða, snúa þeir

sér oft strax að félagslega tengslaneti sínu. Þegar sú aðstoð býðst ekki notar fólk oft veik

tengsl eins og samband við kunningja eða ókunnuga. Gallinn á aðstoð í gegnum veik

tengsl er sá að upplýsingagjöfin eða aðstoðin gæti dregist eða verið lakari af gæðum. Í

hefðbundnum skipulagsheildum eru félagsleg tengslanet ákvörðuð af því hver ræðir við

hvern en í mörgum nútímaskipulagsheildum eru félagsleg tengslanet ákvörðuð af því

hver hefur samskipti við hvern í gegnum tæknina. Fólk sem er á jaðrinum og hefur

rafræn samskipti verður samþættara fyrirtæki sínu. Rafræn samskipti auka úrræði fólks

sem hefur tengslanet af lakari gæðum en geta líka dregið úr hefðbundnum samskiptum

hjá þeim (Eveland og Bikson, 1988).

Sumar skipulagsheildir, sérstaklega alþjóðlegar og í tækni- og

fjarskiptageiranum, reiða sig á tölvupóstsamskipti þar sem algengt er að starfsmenn

treysti á samskipti og aðstoð sem krefst ekki líkamlegrar nándar við samskiptaaðilann.

Hvatningin til að eyða tíma í að aðstoða einhvern sem er að kljást við vandamál og er

staðsettur í öðrum hluta heimsins er mjög lítil. Starfsmenn skipulagsheilda kjósa

venjulega að þiggja aðstoð í gegnum sterk tengsl við samstarfsmenn sína sem þróast í

gegnum nálægð við einstaklinginn og þekkingu (Thompson, 2012).

Rannsókn Robin Dunbar, mannfræðings við Oxford University, sýndi fram á,

fyrir nokkrum árum, að hinn vitsmunalegi kraftur heilans takmarkaði stærð á tengslaneti

sem nokkur einstaklingur af nokkurri tegund gæti þróað með sér. Hann framreiknaði eftir

stærð heila og tengslanetum apa og ályktaði sem svo að stærð á heila mannfólks gæti

leyft tengslanet upp að 150 manneskjum. Þessi kenning er þekkt sem númer Dunbars

Page 20: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

20

(e. Dunbar number). McGee, Thomas og Wilson fjalla um númer Dunbars í bók sinni

Strategy: Analysis and Practice í samhengi við þá kjarnaþætti sem þarf til í hverri

skipulagsheild til þess að starfsmenn taki rétta stefnu og að ákvarðanatakan verði

árangursrík. Einn af þeim kjarnaþáttum eru tengsl starfsmanna jafnt innan sem utan

skipulagsheildarinnar og ekki hvað síst hvernig þeir nýta þau, þróa og nota (McGee,

Thomas og Wilson, 2010). Sjá hugmynd að tengslaneti meðalmanneskju í mynd 4.

Mynd 4: Tengslanet meðalmanneskju. Myndin bregður upp sýnishorni af því hvernig tengslanet

meðalmanneskju getur litið út.

Breytingar í viðskiptaheiminum munu ekki hægja á sér á næstu árum. Þvert á

móti er sennilegt að samkeppni í flestum greinum muni auka hraðann á næstu áratugum.

Skipulagsheildir um allan heim og starfsmenn þeirra munu kynnast jafnvel enn meiri

áskorunum og dásamlegum tækifærum sem eru drifin áfram af alþjóðavæðingu hagkerfa

ásamt tengdum stefnum sem snúa að tækni og félagslegum þáttum. Í hröðum heimi eru

tengsl og teymisvinna gríðarlega hjálpleg tæki nánast öllum stundum (Kotter, 1996).

Page 21: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

21

Í gegnum vef tengslaneta í viðskiptaheiminum er ógerlegt að upplifa ekki

afleiðingar af samskiptum við aðra. Félagsleg tengslanet þýða að þó að ákveðnir

einstaklingar í skipulagsheildum hafi samskipti getur verið að þeir muni aldrei aftur hafa

samskipti og jafnvel aldrei sjá hver annan aftur. Skipulagsheildir þeirra munu mögulega

hafa samskipti aftur eða aðrir í félagsnetinu þeirra munu læra af samskiptunum, sem

getur haft áhrif á eðli samskipta skipulagsheildanna í framtíðinni (Thompson, 2012).

Af framansögðu má því sjá að starfsmenn skipulagsheilda í fjármálageiranum sem

og annarra skipulagsheilda þurfa góð tengsl og gott og öflugt tengslanet til að ná forskoti

og framúrskarandi árangri í sínu starfi. Þegar talað er um forskot er einn af mikilvægustu

þáttunum að hafa aðgengi að upplýsingum, jafnvel fyrr en keppinautarnir og hafa þannig

aðrar forsendur til að ljúka málum og ná góðum samningum. Það getur bæði gerst í

gegnum persónuleg tengsl eða í gegnum tæknina sem er orðinn ríkjandi þáttur við dagleg

störf flestra vinnandi starfsmanna í dag. Stöðugar tækninýjungar verða án efa um ókomna

framtíð en koma þó aldrei í stað líkamlegs atgervis og þeirrar nándar sem mannleg

samskipti gefa. Hér spilar tölvupósturinn og notkun samfélagsmiðla stórt hlutverk þar

sem bæði tólin geta gefið óskýra mynd af því hvar mörk einkalífs og vinnu liggja en eru

jafnframt afbragðs verkfæri til að styrkja og viðhalda tengslanetum.

Mikilvægi tengslaneta eru því gríðarleg jafnt hér á landi sem erlendis.

Fjármálageirinn er ekki undanskilinn og er mikilvægt fyrir starfsmenn innan hans að

huga að sínum fjárhagslega auði, það er, hvaða manneskjur það byggir upp tengsl við,

sem snýr síðan aftur að félagslega auðinum og því að ná samkeppnisárangri í gegnum

þessa þætti. Í þessari rannsókn er kannað hvaða sýn viðmælendur hafa á trausti, virðingu,

samskiptum og orðspori í sínu starfi. Einnig er kannað hvort þeir beri fullt traust til allra í

sínu tengslaneti og hvernig þeir upplifa að samstarfsfélagar nýta tengslanet sín innan og

utan skipulagsheildarinnar.

Page 22: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

22

2.4 Tengslanet í mismunandi menningarheimum

Samskiptin og hvernig þau fara fram, líkt og fjallað var um í kaflanum hér á undan, eru

lykillinn að árangri. Þannig skiptir orðspor starfsmanna og skipulagsheilda einnig

gríðarlega miklu máli ásamt trausti sem er einn af lykilþáttum allra sterkra og góðra

tengslaneta í atvinnulífinu.

Tengslanet snúast að miklu leyti um traust og í ljósi þess er áhugavert að skoða

hvernig hin kínversku guanxi-tengslanet virka. Þau hafa aðallega verið skoðuð af

amerískum rannsakendum út frá því hversu ólík þau eru amerískum tengslanetum.

Guanxi-tengslanet snúast um djúpt traust sem byggist upp á mörgum árum, jafnvel

áratugum. Í Kína eru mörg hagkerfi í þróun og í viðskiptum er andrúmsloftið litað af

vantrausti. Vegna þessa byggja Kínverjar upp trauststengslanet sem byggjast á

fjölskyldutengslum og hafa gert í áraraðir. Utanaðkomandi aðilum finnst nánast

ómögulegt að komast inn í þessi tengslanet nema þeir hafi dvalið í Kína um langt skeið

(Rein, 2010).

Fjölskyldan hefur forgang í kínverskri menningu og táknar hún oft á tíðum eins

konar skjöld yfir sambönd við aðra í lífinu, jafnt fagleg sambönd sem viðskiptasambönd.

Traust á annarri manneskju er háð því hvernig hann eða hún tengist innan tengslanetsins.

Þannig rækta kínverskir stjórnendur tengsl sín ekki endilega við þann sem hefur réttu

reynsluna eða bestu úrræðin heldur við þá sem eru tengdir ákveðnum einstaklingi sem

þeir þekkja. Þeir líta svo á að fólkið sem hefur tenginguna við lykilmanneskjuna geti

stækkað virðið óbeint með tengingunni sem þeir hafa við þá manneskju (Chua, R., Y.,

J, Morris, M., W, Ingram, P., 2009).

Guanxi þýðir tengingar og/eða samband og er nauðsynlegt að mati Kínverja til að

geta klárað fjölbreytt verkefni sem viðkoma félagslegu og daglegu lífi ásamt

samfélagslegum þáttum. Það þarf stöðugt að framleiða guanxi, rækta og viðhalda, hvort

sem er til dæmis í persónulegum tilgangi eða viðskiptalegum. Guanxi snýst alltaf um að

vera hluti af hópnum og að njóta ávinnings vegna þess. Þetta er kerfi gjafa og greiða þar

sem skuldbinding og skuldsetning er framleiðsluvaran og engin tímamörk eru á því

hvenær borgað skal tilbaka. Því má segja að þetta sé eins konar gjafahagkerfi sem er við

lýði í Kína sem hefur sérstaka siði, helgiathafnir og reglur sem þarf að framfylgja (Gold,

Guthrie og Wank, 2002).

Page 23: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

23

Rannsókn Chua, Morris og Ingram (2009) sem birtist í Journal of International

Business Studies sýndi fram á að munur var á kínverskum og amerískum stjórnendum

þegar kom að trausti í faglegu tengslaneti þeirra. Þannig var traust byggt á áhrifum og

vitsmunum meira ríkjandi hjá kínversku stjórnendunum en þeim amerísku. Að sama

skapi voru áhrif frá vinum sterkari þáttur hjá þeim amerísku (Chua, Morris og Ingram,

2009).

Kerfi Kínverjanna virðist vera um margt ólíkt því sem við þekkjum hérlendis frá

enda er stærð lands og markaða ekki saman að líkja. Allt bendir til að á Íslandi séu áhrif

frá Bandaríkjunum meira ríkjandi, það er, að treysta þeim sem eru næstir manni í

tengslanetinu.

Kraftur tengslaneta felst í því hverja þú þekkir. Hin félagslegu tengsl eru

krafturinn sem ákvarða hvaða aðgang framkvæmdastjórar hafa að öðru fólki fyrir innan

og fyrir utan skipulagsheildina. Félagslegu tengslin eru virðið sem kemur frá hverjum og

einum en snúast einnig um hvenær og hvernig fólk samstillir sig í gegnum mismunandi

tengiliði innan og utan skipulagsheilda (Burt, 1997).

Það kemur því ekki á óvart að niðurstaða Bertrand, Luttmer og Mullainathan

(1998) í rannsókn sinni á áhrifum tengslaneta og menningu velferðarsamfélaga í

Bandaríkjunum sýndi að fólk hefur tilhneigingu til að vera í sambandi við aðra sem hafa

sama móðurmál og þeir sjálfir. Þannig er fólk sem á heima á svæðum þar sem margir

hafa sama móðurmálið með fleiri tengiliði í kringum sig og þar af leiðandi með stærra

tengslanet og eru líklegri til að verða fyrir áhrifum af þeim sem hafa sama móðurmál

(Bertrand, Luttmer og Mullainathan, 1998).

Mikilvægi tengslaneta er þáttur sem árangursríkar skipulagsheildir og samfélög

gera sér í æ ríkari mæli grein fyrir. Litið er svo á að efnahagsleg virkni og velgengni sé

virkjuð og viðhaldið með félagslegum tengingum og að gott tengslanet starfsmanna

auðveldi aðgang að mikilvægum auðlindum og upplýsingum (Porter, 2008).

Samfélag okkar er agnarsmátt á heimsmælikvarða og því væri áhugavert að bera

það saman við önnur stærri menningarsvæði þegar kemur að notkun tengslaneta. Það

mætti leiða að því líkum, vegna smæðar samfélagsins, að á Íslandi sé almennt sterkt

tengslanet, það er að segja, allsstaðar má finna tengingar milli fólks. Þannig er heimurinn

hérlendis lítill og enn minni innan ákveðinna atvinnugreina þar sem mikilvægt er fyrir

starfsmenn að hafa tengingar út í sem flesta anga innan sinnar greinar en einnig utan

hennar.

Page 24: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

24

2.5 Félagsleg tengslanet

Tengslanet og notkun fólks á þeim hafa lítið verið könnuð á Íslandi. Þetta er þó verkfæri

sem er gríðarlega mikilvægt í daglegum athöfnum fólks en líklega að sama skapi

vanmetið eða réttara sagt áhrifum þeirra hefur ekki verið veitt nægileg eftirtekt í tímans

rás. Í fjármálageiranum, sem og í öðrum geirum er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsmenn

að halda viðskiptatengslum og samskiptum gangandi til að ná og halda forskoti.

Félagsleg tengslanet eru uppbyggð með sviðsmyndum félagslegra þátttakenda

eins og einstaklinga eða skipulagsheilda og tengslum þeirra á milli. Til að rannsaka þessi

tengsl hafa fræðimenn stuðst við félagslega tengslanetagreiningu (e. social network

analysis) til að greina félagsleg tengslanet. Með henni er teiknuð upp skýringarmynd þar

sem punktar eða hnútar merkja einstakling eða skipulagsheild og línur þeirra á milli tákna

tengslin. Tengslin geta verið af mismunandi toga milli aðila innan tengslanetsins og því

getur verið nytsamlegt að teikna upp skýringarmynd til að átta sig betur á tengslunum.

(Sjá mynd 5).

Félagsleg tengslanetagreining er notuð á ýmsum fræðasviðum og er í dag

lykiltækni í nútíma félagsfræði. Uppruna aðferðarinnar má rekja aftur til

félagsfræðinganna Georg Simmel og Émile Durkheim sem skrifuðu um mikilvægi þess

að rannsaka mynstur sambanda sem tengdu saman félagslega þátttakendur (Simmel,

1950, Durkheim, 1997).

Page 25: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

25

Mynd 5: Félagsleg tengslanetagreining. Myndin sýnir einfalda mynd af félagslegri tengslanetagreiningu.

Kenningar um tengslanet skera sig að nokkru frá hefðbundnum félagsfræðilegum

kenningum þar sem í þeim síðarnefndu er gert ráð fyrir að persónuleiki fólks skipti máli

varðandi tengslamyndun eins og hvort það sé vinalegt eða ekki, búi yfir góðri greind eða

lakari greind. Ný nálgun kemur fram með kenningum um tengslanet þar sem talið er að

eiginleiki einstaklinga skipti minna máli heldur en samband þeirra og tengsl við aðra

innan tengslanetsins. Þannig er til dæmis talið að möguleiki einstaklinga til að hafa áhrif

á eigin velgengni hvíli að miklu leyti á því hvernig tengslanetið þeirra er byggt upp. Þó

hefur verið sýnt fram á að eiginleikar skipta máli við tengslamyndun en áhrif þeirra á

aðrar útkomur, eins og til dæmis laun, er í gegnum áhrif þeirra í tengslaneti.

Fólk þróar með sér sambönd við aðra einstaklinga sem er líkt því sjálfu. Þannig

myndar efnað fólk tengsl við aðra efnaða einstaklinga og menntað fólk við aðra sér um

líka. Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að fólk með svipaðan félagslegan bakgrunn eyðir

tíma sínum á svipuðum stöðum. Sambönd þróast og fólk með félagslega svipaðan

Page 26: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

26

bakgrunn hefur meira af sameiginlegum áhugamálum og samböndum er þannig

viðhaldið. Einstaklingar eru ákaflega egósentrískir að því leyti að þeir finna og laðast að

fólki sem er með svipaðan smekk og stíl og þeir sjálfir (Burt, 1992).

Aðalmarkmið félagsfræðinga hefur í lengri tíma verið að sýna fram á að

uppbygging tengslaneta hefur afleiðingar fyrir hegðun og útkomu. Starfsemi sumra

skipulagsheilda byggir á að stjórna óvissu og gott dæmi um slíkt eru bankar. Starfsfólk í

bönkum starfar við óvissu jafnvel daglega og ein leið til að stjórna henni er að ráðfæra

sig við félaga sína.

Rannsókn á starfsfólki sem gegndi starfi sölumanna í leiðandi fjölþjóðlegum

viðskiptabanka sem hefur um 1.400 viðskiptavini og þar af margir stórir, ásamt

fjölþjóðlegum fyrirtækjum, leiddi í ljós, að í starfi þeirra er hægt að tala um tvenns konar

tengslanet sem það styðst við. Annars vegar er það upplýsingatengslanet sem eru

félagslegar tengingar til að tryggja sér upplýsingar en einnig samþykkistengslanet sem

starfsfólkið notar til að afla sér samþykkis og stuðnings á ákveðnum viðskiptum.

Rannsóknin sýndi einnig að við aðstæður sem lituðust af mikilli efnahagslegri óvissu

voru starfsmenn bankans líklegri til að ráðfæra sig við félaga sem þeir höfðu sterk tengsl

við til að nálgast upplýsingar og fá stuðning. Þessi aðgerð gerði starfsmönnunum erfiðara

fyrir að njóta árangurs og skapa þær aðstæður að erfiðara verður fyrir þá að klára

viðskipti. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi einnig að tengslanet sem eru dreifð og þar

sem allir innan þess njóta ekki samþykkis innbyrðis stuðlar að árangursríkri lokun á

viðskiptum. Þetta sýnir hvernig veikleiki sterkra tengsla getur komið fram og hver

styrkur veikra tengsla getur verið mikill en einnig hvernig félagsleg eðlishvöt getur farið

á skjön við bestu hagsmuni hverju sinni (Mizruchi og Stearns, 2001).

Viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um að þeir sækja sér ráð og

upplýsingar hjá þeim sem þeir treysta, jafnan hjá vini innan skipulagsheildarinnar eða hjá

aðila sem þeir treysta innan sömu greinar eða jafnvel á öðrum vettvangi. Í flestöllum

tilfellum er þetta liður í að fá inn fleiri en eitt sjónarhorn í tilteknum málaflokki og til að

auðvelda þannig ákvarðanatöku. Þar að auki var viðmælendunum annt um að eiga góð og

traust samskipti við samstarfsfólk sitt, jafnt innan sömu deildar en einnig innan

stoðdeilda.

Page 27: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

27

2.6 Tengslanet og Ísland

Á alheimsmælikvarða er Ísland lítið samfélag í samanburði við mörg önnur

menningarsamfélög. Rannsóknir á tengslanetum hafa aðeins verið framkvæmdar að litlu

leyti á Íslandi en mun meira víða erlendis. Þrátt fyrir það er áhugavert að rannsaka

þennan þátt hérlendis, sérstaklega vegna smæðar samfélagsins. Einnig er athyglisvert að

rannsaka hvort munur er á því hvernig Íslendingar nýta tengslanet sín í samanburði við

íbúa annarra menningarsvæða. Því þótti rannsakanda áhugavert að kanna hérlendis

hvernig Íslendingar nýta sín tengslanet, byggja þau upp og þróa og var sérstaklega horft

til fjármálageirans þar sem þessi þáttur hefur ekki áður verið kannaður þar.

Lítið hefur verið kannað á Íslandi hvernig stjórnendur í fyrirtækjum nýta sér

tengslanet í störfum sínum en þó skrifaði Birgir Hrafn Birgisson BA-ritgerð, árið 2010,

um tengslanet í viðskiptum og Valgerður Jóhannesdóttir skrifaði ári áður meistararitgerð

um tengslanet kvenna í atvinnulífinu. Birgir komst meðal annars að því að viðmælendur

hans töldu marga kosti við það að hafa yfir skipulögðum tengslanetum að ráða og að

tengsl þeirra voru til bóta fyrir þau fyrirtæki sem þau starfa hjá. Einnig komst hann að því

að karlmenn nota tengslanet á skilvirkari hátt en konur (Birgisson, 2010). Í ritgerð

Valgerðar komu þær niðurstöður fram að konur telja það gefa þeim meiri stuðning, það

veiti styrk og þær séu betur upplýstari með því að hafa yfir tengslanetum að ráða. Einnig

fannst viðmælendum Valgerðar það auka sýnileika kvenna að vera þátttakendur í

tengslanetum kvenna í atvinnulífinu (Valgerður Jóhannesdóttir, 2009).

Í ritrýndri grein Þórs Sigfússonar, sem kom út í Þjóðarspeglinum árið 2010, koma

fram upplýsingar um ákveðnar breytingar á notkun tengslaneta hjá frumkvöðlum á

alþjóðamarkaði í hátækni-hugbúnaðarfyrirtækjum. Hann komst að því að veik tengsl hafa

stærra hlutverki að gegna nú en áður, aðallega vegna nýrrar samskiptatækni á vefnum.

Þannig geta tengslanet á vefnum skapað tækifæri til að stækka veiku tengslin enn frekar

sem eru mikilvæg við þróun alþjóðlegra fyrirtækja (Þór Sigfússon, 2010).

Árið 2011 kom út fræðigreinin undir heitinu Viðbrögð tengslanets við gagnrýni á

fjármálastöðugleika Íslands í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar birta Þröstur

Olaf Sigurjónsson, David Schwartzkopf og Auður Arna Arnardóttir niðurstöðu

rannsóknar sinnar á notkun félagsnetafræða til að skýra út þau viðbrögð sem urðu við

gagnrýni á stöðugleika íslensku bankanna árið 2006 og gerðu gagnrýnendum og

almenningi illa kleift að fá raunsanna mynd á stöðu íslensku bankanna. Þannig sýnir

Page 28: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

28

tengslanetagreining rannsóknarinnar hvernig ábyrgir aðilar innan fjármálakerfisins

vörðust gagnrýni sem kom fram í skýrslu Danske Bank og hvernig flókið og þétt net

aðila varð til (Þröstur Olaf Sigurjónsson, Schwartzkopf og Auður Arna Arnardóttir,

2011).

Þó að lítið hafi verið rannsakað á Íslandi hvernig viðskiptasamböndum er háttað

og hvernig fólk í atvinnulífinu nýtir sín tengslanet þá kom í ljós árið 2014 í rannsókn

Þórðar Bergssonar og Arnars Boða Harðarsonar að viðskiptasambönd og tengsl við

önnur fyrirtæki og stofnanir sé grundvöllur fyrir rekstri og nýsköpun hjá íslenskum

líftæknifyrirtækjum. Þar kom einnig fram að langtímaviðskiptasambönd, sem byggð eru

á persónulegum tengslum, séu mun æskilegri en skammtímaviðskiptasambönd. Með

tengslanetum reyna fyrirtæki að tryggja hagsmuni sína og tengsl við erlenda aðila er

lykilþáttur í starfsemi þeirra (Þórður Bergsson og Arnar Boði Harðarson, 2014).

Í rannsókn Valgerðar sem komið var að fyrr í ritgerðinni kannaði hún hlut kvenna

í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Einnig horfði hún til hvernig þær nýta tengslanet sín

og hvaða ávinning þær hafa af því að búa yfir öflugum tengslanetum. Hún kannaði hvort

tengslanetið geti hjálpað þeim við að ná lengra og hærra í stjórnunarstöðum og jafnvel til

að öðlast sæti í stjórnum fyrirtækja (Valgerður Jóhannesdóttir, 2009).

Í þessari rannsókn er örlítið annað sjónarhorn tekið fyrir varðandi mun á kynjum

og notkun þeirra á tengslanetum. Þar sem rannsakandi ákvað að hafa jöfn kynjahlutföll

þegar kom að viðmælendum leiddi úrvinnslan til þess að bæði var kannaður munur

annars vegar á viðmælendum með erlenda reynslu og hins vegar viðmælendum einungis

með innlenda reynslu ásamt mun á því hvernig kynin byggja upp og þróa sitt tengslanet.

Ekki hefur áður verið rannsakað á Íslandi hvernig stjórnendur í

fjármálastofnunum nota tengslanet sín í störfum og hvort að reynsla þeirra, það er að

segja, erlend eða einungis innlend hefur áhrif á hvernig þeir nýta tengslanet sín. Þó ber að

nefna að áður hefur verið farið nálægt þessum efnisflokkum eins og sjá má hér að ofan

með rannsóknum á tengslanetum í viðskiptalífinu og tengslanet kvenna í atvinnulífinu.

Nýnæmi þessarar rannsóknar er fyrst og fremst samanburður á notkun tengslaneta með

tilliti til reynslu og því hvort kynin noti þau á ólíkan hátt. Það sem einnig telst til nýrrar

nálgunar á þessari rannsókn er að starfsmenn fjármálageirans á Íslandi eru viðmælendur

sem starfa í fjölmennum skipulagsheildum við stóra atvinnugrein á Íslandi sem hefur

starfsemi á alþjóða vettvangi.

Page 29: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

29

Rannsóknarspurning:

Nýta íslenskir millistjórnendur tengslanet á ólíkan hátt eftir því hvort þeir hafa reynslu af

því að stunda nám og vinnu erlendis eða hafa eingöngu reynslu hérlendis frá? Er munur

á hvernig kynin byggja upp og nýta sér tengslanet sín?

Líkt og fjallað hefur verið um í fræðilega hluta þessarar ritgerðar þurfa starfsmenn

skipulagsheilda að hafa góð tengsl og gott og öflugt tengslanet til að ná forskoti og

framúrskarandi árangri í starfi. Forskotið getur falist í upplýsingum en undirstaða góðra

tengsla er alltaf traust. Því eru það ekki einungis tengsl innan tengslanetsins sem skipta

máli heldur einnig dínamík innan þess og hvernig aðilar byggja upp sín tengslanet. Þar

skiptir síðan höfuðmáli eiginleiki hvers og eins einstaklings og það menningarsamfélag

sem um ræðir hverju sinni.

Dregin verður saman niðurstaða úr rannsóknarþætti verkefnisins í umræðuhluta

þess sem hefur það markmið að gera því skil hvernig stjórnendur með erlenda náms- eða

starfsreynslu samanborið við stjórnendur eingöngu með innlenda reynslu byggja upp og

nýta sér tengslanet sín. Þar að auki er kannað hvort munur sé á hvernig kynin nýta sér

tengslanet sín og þróa þau.

3 Rannsóknaraðferð

3.1 Val á rannsóknarvettvangi

Rannsakandi ákvað að rannsaka notkun tengslaneta hjá stjórnendum í fjármálageiranum

og réð tilviljun þar för, það er að segja, ekki lá ákveðin ástæða að baki því að rannsakandi

ákvað að rannsaka fjármálageirann sérstaklega. Fjármálageirinn hefur ekki verið

rannsakaður á Íslandi en skiptir miklu máli í íslensku atvinnu- og þjóðlífi. Þar að auki er

starfandi þar fólk með ólíkan bakgrunn, það er, bæði með erlenda reynslu og eingöngu

innlenda reynslu. Þetta var því aðlaðandi vettvangur til að leita svara við

Page 30: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

30

rannsóknarspurningunni. Það sem vakti þó áhuga hjá rannsakanda var að ekki hefur

fjármálageirinn verið rannsakaður með þessu sjónarmiði áður, það er að segja, út frá

notkun tengslaneta hjá starfsmönnum innan hans.

Frá byrjun var rannsakandi ákveðinn að kanna tengslanetanotkun stjórnenda á

Íslandi og eftir umræður og ráðgjöf við leiðbeinanda varð úr að rannsaka hvort munur

væri á tengslanetanotkun stjórnenda með mismunandi reynslu, það er, annars vegar

erlenda reynslu og hins vegar einungis innlenda reynslu.

3.2 Val á viðmælendum

Rannsakandi hefur reynslu úr fjölmiðlaumhverfinu og var því viðfangsefnið og val á

þátttakendum í rannsókninni ný reynsla fyrir honum. Viðtöl við viðmælendur voru tekin

á tímabilinu apríl til júlí 2015. Öll viðtölin voru tekin á vinnutíma og á vinnustöðum

viðmælenda. Gagnagreining fór fram samhliða og gagnaöflun fyrir ritgerðina. Reynt var

að beita tilviljanakenndu vali á viðmælendum en yfirmenn yfir hverri deild völdu þá

viðmælendur sem pössuðu inn í lýsingu rannsakanda og hafði rannsakandi engin tengsl

við viðmælendur. Rannsakandi nýtti sér þó tengslanet sitt til þess að fá upplýsingar um

tengiliði væntanlegra viðmælenda innan stóru bankanna þriggja. Allir viðmælendur sem

rætt var við störfuðu innan sams konar deildar innan bankanna.

Sú hugmynd að falast eftir viðmælendum í stóru bönkunum þremur helgaðist af

því að fá að komast nær inn í hugarheim fólks úr viðskiptalífinu um viðfangsefnið, sem

var notkun á tengslanetum og uppbyggingu þeirra. Einnig spilaði inn í að fá fram sýn

viðmælendanna á notkun samskiptamiðla og hvernig þeir upplifa umhverfið nú varðandi

samskipti og tengsl, nokkrum árum eftir efnahagshrunið 2008 og hvernig það var fyrir

þann tíma. Allir viðmælendur höfðu gengið í gegnum efnahagshrunið á sínum

vinnustöðum og var á tíðum samanburðurinn þeim hugleikinn. Rannsókninni var þó fyrst

og fremst ætlað að varpa ljósi á hvort munur væri á kynjum hvernig þau nota og upplifa

tengslanet og eins hvort munur sé á viðfangsefninu eftir því hvort viðmælendur hafi

starfað eða lært erlendis eða eingöngu hér á landi.

Viðmælendur voru af báðum kynjum, sex konur og sex karlar, helmingur kvenna

með erlenda reynslu og helmingur eingöngu með innlenda reynslu. Sama hlutfall

varðandi reynslu var að finna hjá körlunum. Meðalaldur viðmælenda var 42 ár og

meðalstarfsaldur var 11 ár.

Page 31: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

31

Í rannsókninni eru niðurstöður úr viðtölum við 12 íslenska stjórnendur greindar,

sex karlmenn og sex konur. Viðmælendur í rannsókninni starfa hjá

eignastýringardeildum þriggja stóru viðskiptabankanna, það er Landsbankans,

Íslandsbanka og Arion banka og voru valdir af handahófi. Helmingur kvennanna og

karlanna hefur stundað nám eða starfað erlendis og hinn helmingurinn hefur eingöngu

stundað nám og starfað hérlendis. Viðmælendur voru á ólíkum aldri og höfðu misjafna

reynslu úr viðskiptalífinu og mislangan starfsferil. Þeir voru allir í stjórnunarstöðum á

sínum vinnustöðum.

Í töflu 1 má sjá hvar rannsakandi lýsir hverjum og einum viðmælanda eftir að

hafa tekið viðtölin við þá og greint hvert og eitt viðtal. Til að ekki sé hægt að rekja

viðfangsefnin kemur ekki fram hjá hvaða fyrirtæki þau starfa, staða þeirra eða aldur. Röð

þeirra í töflunni er tilviljanakennd og því er ekki hægt að rekja í hvaða röð viðtölin við

þau voru tekin.

3.3 Framkvæmd viðtala

Viðtölin gengu í heildina mjög vel fyrir sig, öll voru þau tekin á heimavelli

viðmælendanna þar sem rannsakanda var í öllum tilfellum vel tekið. Allir viðmælendur

gáfu sér góðan tíma til að fara yfir viðtölin og svöruðu skilmerkilega og sýndu

viðfangsefninu mikinn áhuga. Rannsakandi nýtti sér reynslu sína úr fjölmiðlaheiminum

og var meðvitaður um að hafa andrúmsloftið þægilegt og að leyfa hverju og einu viðtali

að ganga í góðu samhengi þar sem viðmælendur höfðu gott rými til að koma sínum

sjónarmiðum á framfæri.

Viðtölin voru tekin á vinnustöðum viðmælenda, í fundarherbergjum og á

vinnutíma. Viðtalsramminn var saminn í samvinnu við leiðbeinanda rannsóknarinnar.

Það sem helst var leitast svara við var hvernig viðmælendur nýttu tengslanet í sínum

störfum, hvernig þeir byggðu þau upp, hvaða þýðingu traust hefði fyrir þá, hvort þeir

nýttu sér tengslanet sín til áhrifa í starfi, hvar bestu tækifærin lægju í tengslanetum,

notkun samfélagsmiðla og hvort þeir nýttu tengslanet sín á annan hátt við erlenda aðila

en innlenda. Viðtalsrammann má sjá í heild sinni í viðauka 1. Stuðst var við opnar

viðtalsspurningar og var form viðtalanna hálfopið.

Page 32: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

32

Rannsakandi studdist við spurningalista (sjá viðauka 1) sem innihélt 10 opnar

spurningar. Viðmælendur fengu spurningarnar ekki fyrirfram, einungis fyrirmæli um að

rannsóknin snéri að tengslanetum og notkun þeirra. Rannsakandi undirbjó öll viðtölin á

sama hátt, það er, með því að fara vel yfir spurningarnar og hafa þær útprentaðar á blaði

til stuðnings í sjálfu viðtalinu.

3.4 Greiningarferlið

Sá skilningur og það innsæi sem fæst út úr rannsókninni á fyrst og fremst upptök sín í

gögnunum og sýnir vel hvernig eigindleg gögn geta verið grunnur að nýjum hugmyndum

og túlkunum og gefa tækifæri á að uppgötva áður óþekkta þætti (2001, Esterberg).

Megintilgangurinn með rannókninni var að skilja hvernig fólk færir rök fyrir lífi sínu og

reynslu (2009, Merriam). Rannsakandi ákvað, með því að nota eigindlega

rannsóknaraðferð í stað megindlegrar, að nálgast viðfangsefnið með dýpri hætti og

styðjast við túlkunarfræði. Í þessari ritgerð er reynt eftir bestu getu að lýsa veruleika

viðmælenda eins og hann kom þeim fyrir sjónir á hlutlægan hátt. Rannsakandi leggur

ekki mat á upplifun viðmælenda, heldur reynir eingöngu að greina upplýsingarnar í

greiningarkafla skýrslunnar til að komast á dýptina og til að geta túlkað þær upplýsingar

sem viðmælendur létu honum í té. Unnið var út frá opnum viðtalsspurningum sem voru

sveigjanlegar og tóku stundum breytingum eftir því hvernig viðtölin þróuðust og unnið

var út frá hálfopnum viðtölum.

Kannað var, með eigindlegri aðferðafræði, hvort íslenskir stjórnendur séu

meðvitaðir um notkun tengslaneta og hvernig þeir nýta þau í starfi. Þessir þættir voru

fléttaðir saman við helstu kenningar á sviði tengslaneta. Spurningum er velt upp um

hvaða þýðingu tengslanet hafa fyrir íslenska stjórnendur og hvort þeir nýti sér þau til

verðmætasköpunar.

Í rannsókninni ákvað rannsakandi að greina gögnin út frá fyrirbærafræði þar sem

áherslan er á reynsluna sjálfa og hvernig upplifun er umbreytt í vitund (2009, Merriam).

Sumir fræðimenn fullyrða að fyrirbærafræðin sé vísindaleg í breiðum skilningi þess orðs

vegna þess að hún er kerfisbundin, greinargóð, sjálfsgagnrýnin og huglæg rannsókn

viðfangsefna hennar skipta máli, það er, persónuleg reynsla fólks (1990, Manen).

Fyrirbærin eru skoðuð á opinn hátt þar sem margræðni er talin nauðsynleg og áhugi á

Page 33: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

33

persónum er eitt af lykilatriðum fyrirbærafræðinnar. Nokkrir fræðimenn hafa skipt henni

í þrjá þætti, það er lýsing (e. description), samþætting (e. reduction) og túlkun (e.

interpretation). Við úrvinnslu gagna er hvert viðtal greint út frá mikilvægum lykilþáttum,

sem rannsakandi má ekki stjórna, heldur lýsa upplifun viðmælenda og eru dregin saman í

lokin og niðurstöður skráðar.

Í greiningarferlinu voru fræðin höfð til hliðsjónar allan tímann. Gagnagreining og

úrvinnsla á þeim ásamt fræðilegum hluta verksins var unnið samhliða í vinnsluferlinu.

Við afritun viðtalanna og fyrsta lestur var kappkostað að greina að auki hvort munur væri

á kynjunum varðandi notkun tengslaneta en einnig hvort munur sæist á notkun þeirra hjá

þeim sem höfðu reynslu erlendis frá eða eingöngu hérlendis frá.

Eftir að hafa afritað öll viðtölin hófst hin eiginlega greiningarvinna þar sem hin

afrituðu viðtöl voru tekin og byrjað var að gaumgæfa textann. Rannsakandi skildi eftir

það efni sem talið var óþarft til að fá grundvallaruppbyggingu á upplifuninni. Því næst, í

samþættingarferlinu, var fyrsta viðtalið lesið vel yfir aftur og voru orð og orðasambönd

eða aðrar upplýsingar sem rannsakandi taldi mikilvægt fyrir upplifun þátttakenda

undirstrikuð og að lokum voru fyrstu lykilatriðin sett í sviga og lituð með mismunandi

litum í skjalinu.

Sami háttur var hafður á með hin viðtölin og voru þau síðan öll lesin yfir aftur. Í

seinni lestrinum komu upp nokkrir nýir lykilþættir sem voru mjög sterkir og aðrir þurftu

að víkja fyrir vikið. Í þriðju endurlesningunni, þar sem notast var við frjálsa

hugmyndaflugið, það er, þar sem þættir í upplifun þátttakenda voru endurspeglaðir með

því að bera saman og finna andstæður, fann rannsakandi út hvaða lykilþáttum væri

nauðsynlegt að vinna út frá. Eftir þetta ferli voru nokkrir flokkar eða kóðar sem voru

lýsandi fyrir upplifun viðmælendanna. Þetta voru traust, lykilfólk, árangurssækni og

markmið, brautargengi hugmynda, ákvarðanataka, aðgengi að upplýsingum og tengingar.

Fjórir lykilþættir sem voru mest lýsandi fyrir upplifun viðmælandanna voru tengingar,

traust, ákvarðanataka og aðgengi að upplýsingum. Flokkana má sjá í heild sinni í viðauka

þrjú.

Allur yfirlestur viðtalanna, greiningarvinna, vinna við flokkun og ákvörðun á

lykilþáttum var gerð í tölvu og notaðar sérstakar litamerkingar til að skilgreina hvern

flokk fyrir sig. Fljótlega komu ákveðnir aðalflokkar í ljós við vinnslu viðtalanna og

bættust nokkrir við eftir yfirlestur allra viðtalanna. Samtals urðu flokkarnir 25 úr

Page 34: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

34

viðtölunum 12. Eftir að hafa greint viðtölin á þennan hátt kom í ljós mynstur sem er

undirstaða þeirrar niðurstöðu sem sett er fram í þessari ritgerð.

Tafla 1: Lýsing á viðmælendum rannsóknarinnar

Viðmælandi

kyn og reynsla

Lýsing

Viðmælandi A

kk. með erlenda reynslu

Var mjög vel undirbúinn fyrir viðtalið og

var áhugasamur og opinn fyrir

viðfangsefninu. Hafði mikla og góða

reynslu af störfum erlendis frá og var með

stórt tengslanet í kringum sig, jafnt á

vinnustað sem í einkalífi.

Viðmælandi B

kk. með innlenda reynslu

Mætti of seint í viðtalið og var ekki

undirbúinn. Var nokkuð áhugasamur en

viðurkenndi að hann gæti hafa verið

duglegri að hugsa um viðtalið fyrirfram og

setja sig í „stellingar“ fyrir það. Var þar af

leiðandi nokkuð áhugalaus en skilaði

nokkrum áhugaverðum atriðum inn í

rannsóknina.

Viðmælandi C

kk. með innlenda reynslu

Var þægilegur í viðtalinu og svaraði

skilmerkilega því sem rætt var um. Hafði

nokkuð sterkar skoðanir á málefninu og

hafði kynnst því af eigin raun í gegnum

nám.

Page 35: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

35

Viðmælandi D

kvk. með innlenda reynslu

Talaði tæpitungulaust og var mjög

áhugasöm um viðfangsefnið og hafði

sterkar skoðanir á notkun þess og

mikilvægi þegar kom að vinnu. Hafði

einnig gott tengslanet utan vinnu og vann

markvisst í því að byggja það upp og

styrkja eftir því sem tími gafst til.

Viðmælandi E

kvk. með erlenda reynslu

Var nokkuð tilbaka í viðtalinu og varkár í

svörum og því rann samtalið ekki eins vel

og hefði getað. Hafði þó áhuga á málefninu

en viðtalið litaðist af varfærninni.

Viðmælandi F

kk. með erlenda reynslu

Var mjög móttækilegur fyrir viðtalinu og

áhugasamur. Hafði mikla og góða reynslu

úr íslensku atvinnulífi og var vel tengdur

inn í það. Var rökfastur í svörum og

ábyrgðarfullur.

Viðmælandi G

kk. með innlenda reynslu

Hafði góða starfsreynslu úr bankageiranum

og hafði gegnt ábyrgðarstöðu í fjölmörg ár.

Skildi mikilvægi tengslaneta og lagði sig

fram um að viðhalda þeim og styrkja sem

kæmi starfinu til góða en þar fyrir utan

hafði viðmælandinn engan ofuráhuga á

tengslanetum almennt.

Viðmælandi H

kvk. með erlenda reynslu

Var mjög jákvæð og opin fyrir viðtalinu og

viðfangsefninu. Fór að hluta til fram á

glettnislegum nótum þar sem viðmælandi

var mjög lifandi í tilsvörum og litaði þau af

kímni á stundum.

Page 36: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

36

Viðmælandi I

kvk. með innlenda reynslu

Var mjög móttækileg fyrir viðfangsefninu

og sýndi því mikinn áhuga. Hafði ákveðnar

skoðanir á viðfangsefninu en viðurkenndi

þó að hefði mátt virkja sjálfa sig betur

þegar að því kæmi bæði varðandi vinnu og

einkalíf.

Viðmælandi J

kvk. með innlenda reynslu

Virtist áhugalaus í fyrstu en léttist þegar á

leið viðtalið. Var stutt í tilsvörum og

virkaði eins og væri í tímaþröng. Viðtalið

gekk þó ágætlega og út úr því komu

áhugaverð tilsvör fyrir rannsóknina.

Viðmælandi K

kk. með erlenda reynslu

Var áhugasamur og jákvæður. Viðmælandi

var með mikla reynslu úr sinni

atvinnugrein og með stórt tengslanet í

kringum sig. Hafði mikinn áhuga á

viðfangsefninu og var með sterkar

skoðanir.

Viðmælandi L

kvk. með erlenda reynslu

Var mjög þægileg í viðtalinu, áhugasöm

um viðfangsefnið og sýndi verkefninu í

heild mikinn áhuga. Fagnaði rannsókninni

og hlakkaði til að sjá niðurstöður úr henni.

Page 37: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

37

4 Niðurstöður

4.1 Fjórir lykilþættir

Rannsakandi dró saman fjóra lykilþætti úr viðtölunum sem komu úr frásögnum

viðmælenda og tengdust tengslanetum beint. Margir fleiri áhugaverðir þættir komu fram í

viðtölunum sem tengjast tengslanetum beint og óbeint en ógerlegt væri að greina alla þá

þætti í hörgul. Aðaláherslan varð því á að bera saman hópana tvo sem tóku þátt í

rannsókninni, það er, þá sem höfðu starfað eða numið erlendis og þá sem höfðu eingöngu

reynsluna hérlendis frá. Við úrvinnslu og birtingu niðurstaðna er einnig horft til munar á

svörum og viðhorfum viðmælenda eftir kynjum.

Niðurstöðukaflarnir beindu óumdeilanlega sjónum sínum að þeim lykilþáttum

sem úr viðtölunum komu og að þeim þáttum sem rannsakanda fannst hvað mest

áhugaverðir. Lykilþættirnir voru í fyrsta lagi: Aðgengi að upplýsingum, í öðru lagi:

Tengingar, í þriðja lagi: Traust og í fjórða lagi: Uppbygging tengslaneta. Því er fjallað

um notkun og uppbyggingu viðmælenda á sínum tengslanetum og á hvaða hátt þeir voru

helst að nýta sér tengslanetin í sínum störfum. Eins er komið inn á það hvort

viðmælendur beiti kerfisbundinni styrkingu og stækkun á sínu tengslaneti. Aðgengi að

upplýsingum var einn af þeim lykilþáttum sem komu fram í svörum viðmælenda og því

er það veigamikill kafli ásamt uppbyggingu tengslaneta, tengingum, sterkum og veikum,

sem meirihluti viðmælenda var sammála um að væri stór þáttur í þeirra starfi. Traust var

einnig lykilþáttur hjá viðmælendum ásamt orðspori, virðingu og góðum mannlegum

samskiptum. Allir ofansagðir þættir skiluðu betri tengingum út í ytra umhverfið og

stuðluðu að því að ákvarðanataka varð oft á tíðum markvissari, einfaldari og

árangursríkari. Einnig fléttast inn í niðurstöðukaflann hvernig viðmælendur þróa

tengslanet sín í gegnum tölvupóstsamskipti og samfélagsmiðla ásamt tengslum við

erlenda aðila vegna vinnu og hvernig sú tengslamyndun fari hugsanlega fram á annan

hátt heldur en við innlenda aðila.

Page 38: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

38

4.2 Notkun og uppbygging tengslaneta

Allir viðmælendur voru sammála um að þeir nýti sér tengslanet í störfum sínum en

mismunandi var á hvern hátt þeir gerðu það. Það sást ekki kynjamunur í svörun en

viðmælendur með erlenda reynslu höfðu opnara viðhorf til þessa og svöruðu þessu til á

ígrundaðri og víðsýnni hátt heldur en viðmælendur einvörðungu með innlenda reynslu.

Þannig svaraði karlmaður með erlenda reynslu þessu til:

„... ég hef mikla starfsreynslu úr alþjóðlegu umhverfi.

Tengslanet eru bæði út á við og inn á við og á fjölmennum

vinnustað er inn á við mikilvægt. Það getur margt gerst í

óformlega spjallinu og það að langt sé á milli manna getur

komið í veg fyrir alls konar samskipti sem myndu annars

verða ef hægt væri að standa upp og ganga yfir í næsta

herbergi. Landfræðilegur aðskilnaður truflar þótt þú sért

með síma og tölvur.“ (A)

Þannig getur tengslanetið verið litað af bæði sterkum tengingum og veikum

tengingum og voru allir viðmælendur á einu máli um að starf þeirra fjallaði að mestu

leyti um góð mannleg samskipti við viðskiptavini, tengingar og að sverma fyrir nýjum

tækifærum. Karlmaður með innlenda reynslu komst svo að orði:

„Starfið fjallar að miklu leyti um að grípa upplýsingar héðan

og þaðan og koma þeim í einhvern farveg. Þetta snýst um

ákvarðanatöku og þá skiptir bakgrunnur fólks oft á tíðum

ekki meginmáli heldur hvernig hópar innan deilda eru

samsettir. Annars byggi ég ekki upp tengslanetið mitt

meðvitað. Maður þarf að passa sig á því hvernig maður

hagar sér og maður þarf að vera heill í því sem maður er að

gera því annars bitnar það fljótt á öllu, þar á meðal

tengslanetinu.“ (G)

Page 39: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

39

Sumir viðmælendur byggðu sitt tengslanet upp meðvitað en aðrir ómeðvitað.

Þannig varð karlkynsviðmælanda með erlenda reynslu á orði að hann væri eins og;

„mannlegt fjöltengi á svo mörgum sviðum“ og átti þá við þá reynslu sem hann hefði

öðlast á mörgum árum í fjármálageiranum. Annar viðmælandi, karlmaður, með erlenda

reynslu, lýsti sinni uppbyggingu á tengslaneti á þennan hátt:

„... ég hugsa þessi samskipti líka til að nýta ráð og til að fá

hugmyndir. Ég reyni að læra af reynslu annarra og að

byggja upp almenn samskipti. Það hjálpar að fá aðgang að

upplýsingum frá fólki í þessum geira. Ég hef verið lengi í

þessu starfi og það hefur verið kjörinn vettvangur að nýta sér

networking á þeim tíma sem ég hef nýtt mér að einhverju

leyti.“ (F)

Það var áberandi að kvenkyns viðmælendur sögðu gjarnan í viðtölunum

að það hefði legið í dvala hjá þeim að byggja upp sitt tengslanet og að þetta

væri atriði sem þær ættu að fara að velta fyrir sér og efla. Einnig kom fram í

svörum þeirra að tengslanetaheimurinn væri meira karllægur heldur en

kvenlægur og það útskýrðist af því að konur hefðu skemmri stjórnunarreynslu

heldur en karlmenn. Stjórnunarstörfunum fylgdi oft meira félagslíf utan

vinnutíma og fleiri fundir við ólíka aðila og eftirsækni eftir nýjum tengingum

og viðskiptasamböndum. Þannig lýsti kvenkyns viðmælandi með innlenda

reynslu sinni upplifun:

„Ég hef töluvert verið að nota fagsamtök og hef reynt að

byggja upp tengslanet í kringum það. Ég fór fyrir nokkrum

árum í nám og það varð gríðarlega mikil stækkun á mínu

tengslaneti við að fara í það, bæði gagnvart nemendum og

kennurum. Það er tvíþætt hvers vegna ég sæki í fagsamtökin,

bæði til að sækja áhugaverða fyrirlestra og umræður en ekki

síður til að stækka tengslanetið. Þar eru oft samankomnir

aðilar með svipuð áhugamál og það er eitthvað sem ég horfi

mikið til. Þetta er góður vettvangur.“ (D)

Page 40: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

40

Tengslanet kvenna er áhrifavaldur þess að konur eiga auðveldara með að ná

árangri í atvinnulífinu en þær eiga greiðari leið til áhrifa með þessum tengslum og það er

frekar hlustað á þær úti í þjóðfélaginu. Í rannsókn Valgerðar Jóhannesdóttur, sem gefin

var út undir heitinu Dropinn holar steininn, árið 2009, kom í ljós að tengslanet kvenna

færir þeim stuðning, fræðslu og upplýsingar. Rannsakandi tók viðtöl við virkar konur

sem eru stjórnendur stórra fyrirtækja, stjórnarmenn eða stýra eigin fyrirtækjum.

Félagsskapur tengslaneta er þeim öllum mikilvægur enda flestar miklar félagsverur og

veitir félagsskapurinn þeim aukið sjálfstraust og vellíðan. Upplifun kvennanna var að

margar þeirra hefðu þurft að leggja mikið á sig til að ná sínum markmiðum og það veitti

þeim innblástur að hitta konur úr ólíkum atvinnugreinum. Sammerkt var með konunum

að þær telja sig þurfa að leggja meiri áherslu á að hvetja aðrar konur en þær hafa gert.

Konur hafa aðra reynslu og sýn en karlar og endurspeglast hún í öðrum áherslum í

stjórnun fyrirtækja. Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem leggja meira upp úr kynjajafnvægi

stjórnenda og stjórnarmanna sýna betri fjárhagslegri afkomu auk þess sem þau öðlast

jákvæðari ímynd í samfélaginu (Jóhannesdóttir, 2009).

Tengsl innan vinnustaðarins og við stoðdeildir voru ekki síður mikilvægur þáttur í

svörum viðmælenda eins og tengsl úti í atvinnulífinu og við fjölskyldu og vini.

Innanhússtengsl gerðu það oft að verkum að upplýsingar fóru hraðar sína boðleið sem gat

leitt til upplýstrar og vel ígrundaðrar ákvarðanatöku þar sem fleiri en ein sýn kom að

borðinu. Kona með innlenda reynslu sagði svo frá:

„... ég nýti tengslanetið mitt til að afla viðskiptavina og til að

koma þjónustunni og vörunni sem við höfum að bjóða á

framfæri. Innanhússtengslanet er ekki síður mikilvægt, að

kunna að þekkja fólk til að leita samstarfs með, það er mjög

mikilvægt. Persónulega er ég mikið í samskiptum við fólk úr

öðrum deildum en það mætti skerpa á því, eða ég mætti vera

duglegri við að byggja tengslanetið upp á markvissari hátt

og að vera sýnilegri til dæmis á ýmsum ráðstefnum og opnum

fundum sem eru haldnir.“ (J)

Page 41: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

41

Það var samdóma álit viðmælanda að tengslanet væri ekki byggt upp á neinum

hraða, það væri eins og einn kvenmaður með innlenda reynslu komst að orði;

„Eins og að byggja upp vináttu og traust, það þarf að

vinna fyrir því og rækta það.“ (I)

Fjórir af tólf viðmælendum sögðust byggja upp tengslanet sitt markvisst og

meðvitað. Tvær konur og tveir karlmenn voru í þeim hópi og af þeim voru þrír með

erlenda reynslu, tveir karlmenn og ein kona. Tvær konur með innlenda reynslu og tvær

konur með erlenda reynslu sögðust ekki þróa tengslanet sitt markvisst en þrír karlmenn

með innlenda reynslu og einn með erlenda reynslu voru á sama máli. Sjá nánar á

skýringarmynd í töflu 2 hér að neðan.

Tafla 2: Markviss eða ómarkviss þróun tengslaneta. Taflan sýnir hvernig svör

viðmælenda skiptust þegar kom að því að þróa tengslanet sín markvisst eða

ómarkvisst.

Markviss eða ómarkviss þróun tengslaneta

Markviss og meðvituð

þróun

Ekki markviss og

meðvituð þróun

Erlend reynsla Tveir karlmenn

Ein kona

Einn karlmaður

Tvær konur

Ekki erlend reynsla Enginn karlmaður

Ein kona

Þrír karlmenn

Tvær konur

Page 42: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

42

Þegar kom að þessari upplifun má því sjá að viðmælendur voru í meirihluta sem

sögðust ekki byggja upp tengslanet sitt markvisst og ívið fleiri með innlenda reynslu voru

á þessu máli. Kvenkyns viðmælandi með erlenda reynslu lýsti því svo:

„Fyrir mig persónulega er ég ekki að byggja upp

tengslanetið meðvitað. Ég nota það fyrir vinnuna. Við notum

mjög mikið tengslanet hér innan skipulagsheildarinnar og

það er mjög meðvitað í samskiptum meðal fólks hér að nýta

tengsl hvert annars.“ (E)

Viðskiptanet skipulagsheildarinnar var öllum viðmælendum mjög mikilvægt. Þar

voru flestallir sem hugsuðu til innlendra viðskiptasambanda og þar geta oft á tíðum

smátengingar hjálpað til ásamt sameiginlegum tengingum hvort sem er í gegnum vini eða

kunningja og fjölskyldumeðlimi. Þessa skoðun hafði karlmaður með erlenda reynslu á

málefninu:

„... ég er alltaf að reyna að stækka tengslanetið mitt, ég

hugsa það mjög meðvitað. Hluti af því hvernig við getum

verið að stækka netið okkar er til dæmis með því að fara á

ráðstefnur, sumar mæti ég á aftur og aftur þar sem sumt fólk

kemur alltaf á sama staðinn. Heimurinn er fullur af litlum

heimum og maður nær smá tengingu við einhverja og smám

saman stækkar netið. Einnig nýti ég oft grunn í neti til að

stækka það en í gegnum þetta lærði ég að vera meðvitaður

um hvernig ég þurfti að koma mér fyrir erlendis og var fljótt

mikil meðvitund fyrir mikilvægi tengslaneta.“ (A)

Jafnræði var milli kynja um meðvitund þess að byggja upp sitt tengslanet en

karlmenn voru áberandi skilmerkari í tilsvörum um hvaða leiðir væru góðar til þess að

byggja þau upp. Þannig komu hugmyndir frá karlmönnum með erlenda reynslu að sækja

reglulega viðburði, funda þvert á deildir, fara með mismunandi fólki í mat, skrifa greinar

á almennum vettvangi og svo framvegis. Á sama tíma útskýrðu konur með erlenda

Page 43: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

43

reynslu það jafnan á þann hátt að þær leituðu ekki beint eftir því að byggja það upp, „er

ekki skipulögð í því, það kemur af sjálfu sér og þetta er ekki mjög persónulegt hjá mér“.

Svipaða sögu mátti heyra hjá viðmælendum með innlenda reynslu. Þannig voru fimm af

sex konum á sama máli um að þær mættu vera duglegri við þessa hugsun og framkvæmd

og að þær væru ekki nógu góðar við að gera þetta kerfisbundið eins og karlmenn. Einnig

höfðu nokkrar á orði að þær þyrftu að bæta sig í þessum þætti og að þær gerðu sér grein

fyrir því. Eftirtektarvert var að viðmælendur með erlenda reynslu voru með mun opnara

viðhorf og úthugsaðra heldur en þeir sem voru eingöngu með innlenda reynslu. Inn í það

blandaðist einnig að viðmælendur með erlenda reynslu töldu sig upp til hópa hafa betra

og öflugra tengslanet erlendis heldur en þeir sem höfðu innlenda reynslu.

4.3 Aðgengi að upplýsingum

Þegar viðmælendur voru spurðir að því hvaða ávinningur væri fyrir þá að búa yfir

tengslaneti kom oftar en ekki fyrir að kostur þess væri betra aðgengi að upplýsingum.

Hér voru tvær konur, með innlenda reynslu, sem var umhugað um upplýsingaflæðið. Þrír

karlmenn með innlenda reynslu ræddu mikilvægi upplýsinga og einn karlmaður með

erlenda reynslu. Einnig kom fram að með góðu tengslaneti sem væri virkjað ynni

viðkomandi af meiri nákvæmni og á faglegri nótum en að sama skapi væri hann með

opinn huga til að liðka fyrir samskiptum. Allir þessir þættir hjálpuðu síðan til við að

þróast og þroskast í starfi og að afla nýrra viðskiptavina. Þannig komst kvenkyns

viðmælandi að orði sem hafði innlenda reynslu:

„... ætli ávinningurinn felist ekki í því að maður nær að vinna

vinnuna af meiri hraða og nákvæmni og faglegar. Þetta er

eins og mörg tannhjól og tengslanetin eru bara eitt af

tannhjólunum. Til þess að eitt snúist þurfa hin að snúast

með.“ (I)

Annar kvenkyns viðmælandi með erlenda reynslu taldi það mikilvægt fyrir sig

sem stjórnanda að fá hugmyndir með notkun tengslanetsins og bætti við:

Page 44: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

44

„Tengslanetið er gríðarlega mikilvægt í því ferli ákvarðana

sem maður tekur daglega. Sem stjórnandi er mikilvægt að

vera með tengslanet til að heyra hvernig aðrir eru að vinna

og til að fá hugmyndir að nýjum verkfærum og tólum.“ (L)

Segja má að viðmælendur hafi allir verið á sama máli um að ávinningurinn fælist

ekki hvað síst í því að hafa betra aðgengi að viðskiptavinum til að selja þá vöru sem þeir

höfðu upp á að bjóða. Samhliða því var viðmælendum hugleikið að tengslanetin inn á

við, það er að segja, innan þess fyrirtækis sem þeir störfuðu hjá væri einnig gríðarlega

mikilvægt og þá sérstaklega við stoðdeildir. Þannig komst einn kvenmaður að orði með

erlenda reynslu:

„Það er klárlega auðveldara að stækka reksturinn ef maður

býr yfir tengslaneti. Það er mikið flæði af

viðskiptahugmyndum sem fara hér í gegn hjá okkur og það er

mikill ávinningur fyrir viðskiptavini okkar af því hversu vel

tengd við erum. Fyrst og fremst eru allir að hugsa um

reksturinn og hvernig sé hægt að nýta góða eiginleika og

áunnin tæki til að sinna sínu starfi sem best. Þess vegna er

líka mjög mikilvægt að vera vel tengdur hér innanhúss.“ (E)

Annar viðmælandi, karlmaður, sem hefur erlenda reynslu hafði frá

svipaðri upplifun að segja:

„... og ég reyni alltaf að koma fagmannlega fram til að skapa

gott orðspor. Það er mjög mikilvægt að byggja upp traust,

virðingu og góð samskipti til þess að geta selt þá vöru sem

við höfum upp á að bjóða. Ávinningur af tengslanetunum er

einnig sá að maður fær hugmyndir af samskiptum við annað

fólk og góð ráð og þannig getur maður lært af reynslu

annarra. Almennt fær maður einnig aukið aðgengi að

upplýsingum sem er mjög mikilvægt.“ (F)

Page 45: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

45

Viðmælendur með innlenda reynslu sögðu ýmist að kostirnir við að hafa

tengslanet væru að það gerði þeim kleift að heyra fleiri skoðanir sem kæmu til góða í

starfinu eða að með því væri auðveldara að ná inn nýjum viðskiptavinum. Þannig komst

einn karlmaður að orði:

„Það er bara aðgengi að upplýsingum og mismunandi

skoðunum. Það er mikilvægt að hafa tengslanetið nógu öflugt

og nógu stórt þannig að hópurinn sem maður er í sambandi

við sé ekki of einsleitur. Mér finnst mikilvægt að vera með

breiðan sjóndeildarhring og að vera líka með netið út fyrir

fjármálageirann.“ (C)

Samskipti milli sviða innan hvers fyrirtækis var viðmælendum tíðrætt

um og mikilvægi þess að þau væru náin og innileg, það er, lituðust af trausti og

virðingu. Með því að kynnast nýju fólki fengu nokkrir viðmælendanna einnig

tækifæri á að stækka sitt tengslanet sem styrkti þá í átt til þess að taka við

nýjum áskorunum og að þroskast og þróast í starfi. Karlmaður sem hefur

innlenda reynslu lýsti kostunum svo:

„... það er gott að þekkja fólk og það er mikilvægt að vera í

góðu sambandi helst við sem flesta. Tækifæri opnast oft á

tíðum vegna þess að það er haft samband út af einhverju.

Það hefur enginn rétt fyrir sér og því er mikilvægt að geta

viðrað við aðra það sem maður er að hugsa. Þannig fær

maður upplýsingar og sjónarmið sem geta hjálpað manni við

að sjá hluti út frá fleiri en einni hlið.“ (G)

Allar upplifanir viðmælenda hnigu þó í sömu átt að því að góð tengsl, þar sem

gagnkvæm virðing væri til staðar, liðki fyrir samskiptum og auðveldaði á þann hátt að

miðla málum og koma þeim áfram. Einnig væri kosturinn sá að viðkomandi væri mun

betur inni í málum líðandi stundar en ella. Ekki var að finna marktækan mun á kynjunum

Page 46: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

46

eða þeim sem höfðu erlenda eða eingöngu innlenda reynslu þegar kom að mikilvægi

tengslaneta og ávinningi af því að búa yfir slíku.

Það sem var þó eftirtektarvert var að fjórir af viðmælendum með erlenda reynslu,

tveir karlmenn og tvær konur ræddu oftar en einu sinni um mikilvægi hugmynda og

hvernig þær gætu kviknað innan tengslanetsins á meðan hugtakið bar aðeins einu sinni á

góma hjá karlkyns viðmælanda með innlenda reynslu. Fimm viðmælendum af sex með

innlenda reynslu var tíðrætt um að tengslanetið skipti máli þegar kom að upplýsingum og

upplýsingagjöf, hvort sem var að fá áreiðanlegar upplýsingar, hafa tækifæri á að sækjast

eftir upplýsingum eða til að fiska eftir viðkvæmum upplýsingum. Allir karlmenn með

innlenda reynslu ræddu um mikilvægi upplýsinga á meðan tvær af þremur konum með

innlenda reynslu gerðu slíkt hið sama. Sjá skýringarmynd í töflu 3 hér að neðan.

Tafla 3: Notkun hugmynda eða upplýsinga í tengslanetum. Skýringarmyndin sýnir

mun á notkun tengslaneta vegna hugmynda annars vegar og upplýsinga hins vegar

eftir kynjum og reynslu.

Notkun hugmynda eða upplýsinga í tengslanetum

Notkun hugmynda Notkun upplýsinga

Erlend reynsla Tveir karlmenn

Tvær konur

Enginn karlmaður

Engin kona

Ekki erlend reynsla Einn karlmaður

Fjórar konur

Sex karlmenn

Tvær konur

Page 47: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

47

4.4 Sterkar sem veikar tengingar hjálpa

Viðmælendum í rannsókninni var tíðrætt um hvað tengingar skiptu miklu máli í þeirra

störfum og hversu mikla þýðingu það hefði fyrir tengslanet þeirra. Þá lögðu nokkrir

þeirra sérstaka áherslu á að hafa góðar tengingar jafnt inn á við, innan fyrirtækisins, sem

og út á við, til viðskiptavina og hugsanlegra nýrra viðskiptavina. Þessar sömu tengingar

hjálpuðu einnig gríðarlega til við aðgengi að upplýsingum sem gátu síðan flýtt fyrir

faglegri ákvarðanatöku. Þannig komst einn karlkynsviðmælandi með erlenda reynslu að

orði:

„Mér finnst sennilega mikilvægast fyrir mig að hitta fólk til

þess að heyra hvað er að gerast annars staðar og til að

breikka sjónarhornið. Hugmyndir kvikna í samtölum og með

því að hitta þá sem eru nánir mér og einnig þeir sem eru ekki

nánir mér, þá getur það leitt til þess að ég fæ hugmyndir og

get veitt öðrum innblástur þannig að menn gefi af sér í báðar

áttir. Það er komið ákveðið trúnaðarsamband með tengingu

sem er faglegt og þar sem ég get hjálpað til. Þá treystir til

dæmis viðkomandi mér til að koma fram með hugmyndir og

segja frá þeim. Þetta ferli geri ég mjög meðvitað. Þegar

maður er að vinna með viðskiptavini getur það líka búið til

tengingu fyrir mann sjálfan jafnvel sem starfsmann á öðrum

vettvangi sem getur líka verið jákvætt.“ (A)

Það var einnig áhugavert að heyra hjá viðmælendum að veikar tengingar eru ekki

síður mikilvægar en þær sterku. Þannig báru vina- og kunningjatengsl á góma í

samtölunum og jafnvel gamlir vinnufélagar sem leitað var til vegna aðgengis að

upplýsingum og til að kanna stöðu á markaði og úti í atvinnulífinu. Viðmælandi,

kvenkyns, með innlenda reynslu lagði sérstaka áherslu á tengingar inn í stoðdeildir og

mikilvægi þeirra:

Page 48: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

48

„... það er mjög misjafnt hverju við erum að vinna að hverju

sinni en samt sem áður keyrum við á tengslanetinu þegar við

erum að spá í viðskiptavini. Þetta gerum við alltaf. Ef það

eru tengingar þá nýtum við þær frekar en hitt en

viðskiptavinahópurinn okkar er mjög fjölbreyttur. Síðan eru

heilmikil tengsl hér hjá okkur inn í stoðdeildir sem skiptir

mjög miklu máli í flestöllum verkefnum sem við fáumst við.“

(J)

Einnig bentu þrír viðmælendur, tvær konur og einn karlmaður, á þann ávinning

sem það er fyrir viðskiptavini að geta leitað til starfsfólks innan fyrirtækjanna sem hefur

góðar tengingar. Ein konan hafði innlenda reynslu og hin erlenda reynslu en

karlmaðurinn hafði erlenda reynslu. Þetta, samhliða góðri tengingu inni á vinnustaðnum,

eru allt leiðir til að ná farsælum viðskiptasamböndum sem geta enst lengi með góðri

eftirfylgni, góðum tengingum og hæfni í mannlegum samskiptum. Karlmaður með

erlenda reynslu lýsti því svo:

„Tengingar gefa manni allt í þessu starfi og eiga að

gera það að verkum að það fer ekkert framhjá manni. Þetta

að vera inni í flæði fjárfestingakosta og að vera með yfirsýn

yfir allt það sem er í boði er mjög mikilvægt. Þegar félög og

fyrirtæki eru til dæmis í fjárhagslegri endurskipulagningu

eða þegar verið er að loka útboði þá sér maður oft hvar

áherslur manna liggja og maður getur jafnvel fyllt upp í með

sínum tengingum.“ (K)

Allir þessir ofansögðu þættir snúa að því að byggja upp þau almennu samskipti

sem eru stór hluti starfsins. Þessu tengdu komst annar karlmaður með erlenda reynslu svo

að orði:

Page 49: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

49

„Það skiptir miklu máli í okkar starfi að vinna nýja

viðskiptavini. Ef það er til dæmis einhver snerting eða

einhver hiti þá er vænlegra til árangurs að vera með tengilið

í útibúi til að koma á tengingu. Þar er traust á milli aðila og

líklegra að það gangi eftir heldur en að fá kalt símtal frá

einhverjum sem þú hefur aldrei hitt áður eða talað við. Það

er líka áhugavert að skoða hverjir eru í kringum núverandi

viðskiptavini því það geta legið tækifæri í tengslum við þá,

hvort sem það er fjölskyldu- eða vinnutengt. Mér finnst

mikilvægt að starfsfólk okkar sé meðvitað um þennan þátt því

þarna er hægt að búa til tengingar. Ef maður getur einhvers

staðar fundið sameiginlega tengingu þá getur hún skilað inn

jákvæðum þáttum til okkar.“ (A)

Einn af viðmælendunum hafði nýlega skipt um starfsvettvang og var það

hugleikið að hafa haft með sér í farteskinu tengingar frá fyrri vinnuveitanda sem hefðu

mjög fljótt komið sér vel í nýja starfinu. Kvenmaður með erlenda reynslu lýsti því svo:

„... þegar ég kom hingað lét ég alla vita af því og ýmist

hringdi eða sendi tölvupóst til að tilkynna að ég væri búin að

færa mig. Í kjölfarið bauð ég öllum á fund til að kynna þá

þjónustu sem í boði væri á nýja staðnum og ég fékk góða

endurgjöf á það. Ef ég er að ná inn nýjum viðskiptavinum þá

býð ég þeim gjarnan á vinnustaðinn í mat og úr því verður

oft þægilegt spjall og nýjar tengingar. Ég nota markvisst

nafnspjöldin mín og tek alltaf ef mér býðst á móti. Þá skrifa

ég aftan á þau dagsetningu til að rifja upp og er alltaf með

eftirfylgni í huga til að halda í þau tengsl sem hafa

myndast.“ (H)

Það er því ljóst að allar tengingar hjálpa og starfsmenn verða að vera vakandi fyrir

þeim og jafnvel að virkja hugmyndaflugið til að komast að þeim til að nýta þær í þágu

starfsins. Allir viðmælendur áttu það sammerkt að telja það fyrir víst að þeir og nánustu

Page 50: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

50

samstarfsmenn þeirra héldu ekki sínum tengslum eingöngu fyrir sig. Það væri hluti af

starfinu að hafa opinn huga fyrir sínum tengslum og ábendingum sem kæmu inn á þeirra

borð til þess að hámarka þann hagnað sem þau gætu náð fyrir skipulagsheildina.

Marktækur munur var á upplifunum kynjanna varðandi tengingar og var karlmönnunum

tíðræðara um að koma þessum þætti að en konunum. Þegar tengingar báru á góma hjá

konunum snéru þær því frekar að persónulegum upplifunum á meðan karlarnir töluðu

meira út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Ekki var marktækur munur í svörum á því

hvort viðmælendur höfðu erlenda reynslu eða eingöngu innlenda reynslu.

4.5 Traust er lykilatriði

Viðmælendum var traustið í starfi sínu hugleikið og lögðu allir mikla áherslu á það, hvort

sem þeir höfðu eingöngu innlenda reynslu eða erlenda eða af hvaða kyni þeir voru. Allir

viðmælendur höfðu gengið í gegnum tímabilið í kringum efnahagshrunið og bar það

jafnan á góma þegar traustið, virðingin, samskiptin og orðspor bar á góma. Voru þeir allir

sammála um að á löngu tímabili eftir fjármálakrísuna árið 2008 hefði það einkennst af

því að endurheimta aftur traustið á sumum vígstöðvum. Þannig lýsti karlkyns viðmælandi

með innlenda reynslu sinni upplifun:

„Mitt hlutverk byggist á trausti og útfrá starfinu sem ég er í,

sem er í raun þjónustustarf þarf að vera algjört traust til

staðar, það er lykilatriði. Ég hef verið í þessu starfi í sjö ár

og maður er búinn að fara í ákveðinn ólgusjó með ákveðinn

hóp fólks á þessu tímabili.“ (B)

Page 51: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

51

Að sama skapi hafði kvenkyns viðmælandi með erlenda reynslu þetta um traust

og orðspor að segja:

„... þetta hefur allt að segja. Það er að segja að það sé

gagnkvæmt traust og virðing til staðar milli aðila og að ég

sem starfsmaður gæti í sífellu orðspor bankans. Fólk er ekki

alveg fyllilega búið að jafna sig eftir efnahagshrunið en

traustið er að koma til baka.“ (E)

Rannsóknir á trausti hafa sýnt að á því eru nokkrar hliðar svo sem hvort aðilar sjá

sér hag í því að treysta öðrum og hvaða ástæðu þeir hafa til að treysta öðrum. Lykill að

góðri samvinnu kemur oft í gegnum traust milli aðila. Þannig getur traust komið fram

vegna tilfinningalegrar reynslu milli fólks eða vegna sönnunar annars aðilans á hæfni og

áreiðanleika hins aðilans (Butler,1991; Cook & Wall, 1980; Zucker, 1986).

„Traustið er mikilvægast í starfseminni“, hafði einn viðmælandi að orði og bætti

því jafnframt við að undanfarin ár væri búið að vinna markvisst í því að byggja upp traust

jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Karlmaður með innlenda reynslu útskýrði mál sitt á

þennan hátt:

„Það var mikið vantraust í kerfinu og er enn þá og er einnig

hjá mér. En til að mynda hjá okkur þá misstum við enga

viðskiptavini í hruninu og meðaávöxtunin var jákvæð árið

2008. Hrunið kom og það var óhjákvæmilega tjón við það, en

það hefur óvíða komið skárr út en hjá okkur, einingin er

meira en tvöfalt stærri en fyrir hrun til að mynda. Það finnst

mér vera besti mælikvarðinn á að viðskiptavinirnir treysta

okkur og hafa ekki farið með fjármuni sína í burtu. Við fáum

mikla endurgjöf frá viðskiptavinunum sem er okkur

mikilvægt.“ (G)

Page 52: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

52

Í framhaldi af umræðum um traust, virðingu, samskipti og orðspor kannaði

rannsakandi hvort viðmælendurnir treystu öllum í sínu tengslaneti. Sumum fannst erfitt

að svara því til en flestir voru á einu máli um að það gerðu þeir ekki, það færi í raun eftir

því hversu sterk eða veik tengsl þeir hefðu við aðila í sínu tengslaneti. Þannig sögðust

fjórir viðmælendur eingöngu með innlenda reynslu ekki hafa fullt traust til allra í sínu

tengslaneti, tvær konur og tveir karlmenn. Ein kona og einn karlmaður eingöngu með

innlenda reynslu voru hlutlaus þegar kom að þessu atriði og áttu erfitt með að svara

spurningunni. Einn karlmaður með erlenda reynslu svaraði því til „já og nei“ um hvort

hann treysti öllum í tengslanetinu. Þrjár konur með erlenda reynslu sögðust treysta öllum

í sínu tengslaneti á meðan tveir karlmenn með erlenda reynslu treystu ekki öllum sínum

tengiliðum. Sjá skýringarmynd í töflu 4 hér að neðan.

Tafla 4: Traust í tengslanetum. Í töflunni er dregin upp mynd af því hverjir bera

fullt traust til sinna tengiliða, hverjir bera ekki fullt traust til þeirra og síðan þeir

sem eru hlutlausir.

Traust í tengslanetum

Fullt traust til

tengiliða

Ekki fullt traust til

tengiliða

Hlutlaus

Erlend reynsla Þrjár konur

Enginn karlmaður

Tveir karlmenn

Engin kona

Einn karlmaður

Engin kona

Ekki erlend reynsla Enginn karlmaður

Engin kona

Tveir karlmenn

Tvær konur

Einn karlmaður

Ein kona

Page 53: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

53

Karlmaður með erlenda reynslu lýsti sinni upplifun af því hvort hann bæri traust

til allra í sínu tengslaneti þannig:

„... ég treysti ekki öllum í mínu tengslaneti og ber ekki fullt

traust til samkeppnisaðila minna. Þetta er ákveðin

leikjafræði „kiss and tell“, til dæmis þegar maður sér

tækifæri í ákveðnu félagi og er búinn að taka ákveðna stöðu

þá vill maður að fleiri sjái sama tækifæri þegar maður er

búinn að ná því sjálfur þannig að þetta fer eiginlega bara

hringinn. Ef þetta er alvöru tækifæri og menn sjá það þá

munu þeir elta og meta þá hvort búið er að frysta allt inni

eða ekki.“ (K)

Það var eftirtektarvert að karlkyns viðmælendum var þetta atriði meira hugleikið

heldur en kvenkyns viðmælendum, það er kvenkyns viðmælendur voru frekar stuttar í

spunann þegar að þessu kom á meðan karlkyns viðmælendur áttu það frekar til að útskýra

svör sín á ígrundaðri hátt. Einn karlkyns viðmælandi með innlenda reynslu sagði svo frá:

„Sumum treysti ég alveg en þetta er misjafnt og maður túlkar

misjafnlega það sem kemur frá misjöfnum aðilum. Síðan

lærir maður inn á fólk og áttar sig á hverju maður getur

spurt að og hverju ekki. Innan fyrirtækisins hef ég tengingar

inn í flesta anga þess og hef því breitt net. Það er mikill

kostur að vera með sem flestar snertingar og skilja hvernig

þetta fúnkerar, það er, boðleiðirnar og flæðið og hverjir

skipta máli.“(C)

Það var því sammerkt með viðmælendum að mannorð í viðskiptum

væri allt og að traustið væri lykilatriði í öllum þeirra störfum. Það var þó

áberandi að kvenkyns viðmælendur voru stuttar í svörum þegar kom að því að

treysta öllum í tengslanetinu en hér má sjá dæmi um nokkur af þeim svörum

sem komu frá þeim:

Page 54: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

54

„... það er gott fólk upp til hópa sem ég er í samskiptum við.“

(H)

„Ég er heppin að ég er að vinna með góðu fólki hér og þá

sækist maður meira í þá sem maður ber fullt traust til.“ (D)

„Ég treysti öllum í mínu nánasta tengslaneti en hvort ég

treysti einhverjum úr menntó er annað mál.“(E)

Ekki virtist skipta máli hvort viðmælendur höfðu eingöngu innlenda reynslu eða

erlenda að upplifun þeirra á trausti, virðingu, samskiptum og orðspori var sú sama. Þegar

kom að trausti á aðilum innan tengslanetsins var greinilegur munur á upplifunum

karlmanna og kvenmanna og því greinilegt að karlmenn í rannsókninni höfðu mun

sterkari skoðanir á þeim lið en konurnar og virtust hafa greiðari svör á höndum og

ígrundaðri en þær. Fleiri konur en karlar virtust bera traust til sinna tengiliða eða þrjár

konur með erlenda reynslu á meðan enginn karlmaður sagðist treysta öllum fullkomlega í

sínu tengslaneti. Niðurstaðan er því sú að munur er á kynjunum hvernig þau upplifa

traust innan síns tengslanets.

4.6 Ytra umhverfið og ákvarðanataka

Í gegnum viðtalsferlið var viðmælendum tíðrætt um sjálfa ákvarðanatökuna í einstökum

málum, skrefið að henni, það er undirbúningsvinnuna og þær upplýsingar sem fást á

ýmsum vígstöðvum, hvort sem það er innan eða utan fyrirtækisins á leiðinni að sjálfri

ákvarðanatökunni. Hér var einnig komið inn á það atriði hvernig viðmælendur upplifðu

samstarfsfélaga sína og það tengslanet sem þeir höfðu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins.

Karlmaður með innlenda reynslu komst svo að orði:

Page 55: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

55

„Ég held að flestir [samstarfsmenn] passi það að vera mjög

virkir að hitta aðra. Það er svo mikilvægt að hafa tilfinningu

fyrir ytra umhverfinu í ákvarðanatökunni. Það þarf að fá sem

flestar skoðanir og viðhorf fram.“ (C)

Karlkyns viðmælandi með erlenda reynslu hafði þessa skoðun:

„... menn hafa spýst í allar áttir, sérstaklega eftir hrunið. En

í þessum bankabransa þá þarftu að þekkja vel þarfirnar og

það þarf að vera mikið traust áður en að ákvarðanatöku

kemur. Maður reynir að hitta ákveðna aðila ef einhver

herferð er í gangi innan fyrirtækisins, á föstum fundum eða í

hádeginu eða eitthvað slíkt. Þetta gerir maður til að fá

jákvætt goodwill, það er ekkert sem heitir ókeypis

hádegisverður, ef þú skilur hvað ég meina. Þessi miðlun er

svolítið karllægur heimur og ég held að þessi tengslaheimur

sé það líka.“ (K)

Fram kom í svörum viðmælenda að starfsmenn sem þeir ynnu með

væru jafn ólíkir og fólk er flest. Sumir væru mjög duglegir að halda í

viðskiptatengsl í stað þess að sækja ný á meðan aðrir væru sterkir í að sækja ný

en jafnframt að viðhalda gömlum tengslum. Þannig lýsti kvenkyns viðmælandi

með erlenda reynslu sinni upplifun:

„... sko, það eru mjög margir sem eru að hugsa um þetta,

margir sem hugsa þetta miklu meira markvisst en ég sem eru

raunverulega að byggja upp tengslanet til að geta tekið skref

fram á við gagnvart vinnunni. Maður gerir ekkert á Íslandi

nema að þekkja einhvern, þannig eru tengslin sennilega

meira persónuleg en fagleg hér á landi. Það á ekkert að fara

leynt með það að tengjast fólki og hafa áhuga á að nýta sér

tækifærin þegar þau berast, síðan er spurning hvenær þú

Page 56: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

56

gerir það. Þú vilt ekki að þú fáir starf af því að þú þekkir

einhvern, það verður að vera faglegur grunnur.“ (L)

Sumir viðmælendur höfðu lítið velt þessum þætti fyrir sér, það er varðandi

samstarfsfélagana og hversu vel tengdir þeir væru og öflugir í undirbúningsferlinu að

sjálfri ákvarðanatökunni. Þannig hafði einn viðmælandi upplifað að horfa upp á nýjan

starfsmann með ekkert tengslanet þegar hann kom inn til fyrirtækisins og var þá í

vondum málum frá fyrsta degi. Viðmælandi, karlkyns, með innlenda reynslu sagði svo

frá sinni reynslu:

„Það eru sumir sem hafa gríðarlegt tengslanet en geta ekki

nýtt sér það í vinnunni. Það er til dæmis tengslanet í kringum

ákveðna viðburði og skemmtanir en það er ekki nægt traust í

gangi. Ég hef séð aðila sem eru gríðarlega vel tengdir en

þeir ná ekki frama í starfi.“(B)

Það er mikilvægt að styrkja sambandið við viðskiptavininn á einhvern

hátt en það er mismunandi eftir starfsmönnum hversu duglegir þeir eru við það.

Einnig er þeim mikilvægt að nýta hverja þá tengingu sem fyrirfinnst til að ná

hugsanlega til nýrra viðskiptavina. Margt af þessu gerist ómeðvitað og annað

meðvitað en tengslin geta alltaf verið mikilvæg við ákvarðanatöku og

undanfara hennar. Þá er líka gríðarlega mikilvægt að traust á milli aðila sé til

staðar. Ekki var munur á kynjum varðandi ákvarðanatöku eða hvernig þau

upplifðu að samstarfsfélagar nýttu sér tengslanet sín innan og utan

fyrirtækisins. Að auki var ekki hægt að greina mun á skoðunum viðmælenda

hvort sem þeir höfðu reynslu erlendis frá eða eingöngu innlendis frá.

4.7 Samfélagsmiðlar og erlend tengsl

Það var áhugavert að sjá þegar unnið var úr viðtölunum hversu veigalitlir

samfélagsmiðlar voru hjá nánast öllum viðmælendum. Þannig voru ellefu

viðmælendur af tólf á Facebook og aðeins einn af þeim tiltölulega virkur þar

Page 57: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

57

inni. Einn karlmaður með innlenda reynslu var ekki á Facebook. Af tólf

viðmælendum voru tíu skráðir á LinkedIn, meira af skyldurækni heldur en af

einskærum áhuga. Ein kona og einn karlmaður með erlenda reynslu voru ekki á

LinkedIn. Hér má sjá nokkrar útskýringar viðmælenda með innlenda reynslu

fyrir notkun sinni á samfélagsmiðlum:

„Ég er ekki á samfélagsmiðlunum, ég er inni á LinkedIn og

Facebook en sinni því ekki.“(G)

„... ég pósta bara af og til inn á Facebook, er meira eins og

gluggagægir þar. Er einnig á LinkedIn en meira þar inni

formsins vegna.“ (J)

„Ég nota ekki samskiptamiðla, ég tók þá ákvörðun þegar

þetta var komið á mikið skrið að ég hafði ekki áhuga á þessu.

Það eru ofboðslega margir í kringum mig á þessu, ég vil

frekar vera meira í persónulegum samskiptum.“(B)

„... Facebook er orðið mikið samskiptatæki og ég nota það

rosalega mikið, sérstaklega persónulega. Þar fara öll

samskipti fram og tekur oft við af símtölum. Þetta er líka

orðin góð fréttaveita.“ (C)

Svipaða sögu var að segja hjá viðmælendum með erlenda reynslu,

flestir voru óvirkir á samfélagsmiðlum eða hreint ekki búnir að tileinka sér þá

tækni og voru ýmsar ástæður fyrir því. Þannig sögðu nokkrir þeirra frá:

„... ég er á LinkedIn en ekki með virkni en passa að hafa mitt

í lagi þar. Ég pósta aldrei neinu á Facebook. Ég nota það

síðarnefnda aðallega til að vera í grúppum.“ (A)

„Hef aðeins verið að heyra af LinkedIn, ég er ekki þar inni á

skrá en á dagskránni að skoða það. Ég er sæmilega virkur

Page 58: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

58

notandi á Facebook en set ekki mikið inn, ég nota það

aðallega til að fylgjast með öðrum og tek ekki mikið þátt í

skoðanaskiptum.“ (F)

„Ég er á Facebook og set like og myndir af því sem ég er að

gera nokkuð oft. Ég er á leiðinni á LinkedIn, mér finnst það

ofboðslega sniðugt og það er alveg á planinu.“ (H)

Þetta er áhugavert að skoða í samhengi við niðurstöður rannsóknar sem Jóhanna

Gunnlaugsdóttir gaf út árið 2013 um samfélagsmiðlanotkun vegna einkaerinda í

fyrirtækjum. Í rannsókn hennar kom fram að stjórnendur og sérfræðingar voru jákvæðari

en mannauðsstjórar og almennir starfsmenn í garð persónulegrar samfélagsmiðlanotkunar

á vinnutíma. Í þremur af fimm fyrirtækjum þar sem viðtöl rannsakanda fóru fram kom í

ljós að opið var fyrir aðgang að samfélagsmiðlum og að notkun þessara miðla færðist

sífellt í aukana í viðskiptalegum tilgangi. Facebook var algengasti samfélagsmiðillinn og

tæplega helmingur starfsfólks, eða 49%, nýtti sér notkun samfélagsmiðla á vinnutíma og

varði töluverðum tíma vinnuvikunnar í að sinna einkamálum á samfélagsmiðlum, eða allt

upp í fjórar klukkustundir eða meira á viku. Það sem var einnig áhugavert við rannsókn

Jóhönnu var að hjá þeim fyrirtækjum þar sem starfsfólki var leyft að hafa aðgang að

samfélagsmiðlum á vinnutíma kom í ljós að konur upplifðu frekar takmarkaðan aðgang

að samfélagsmiðlum til einkanota eða 59% á móti 72% karla. Einnig var áhugavert við

rannsókn Jóhönnu að svo virtist að eftir því sem starfsmenn klifu hærra upp

metorðastigann, því meiri tíma eyddu þeir á samfélagsmiðlum á vinnutíma. Ungir karlar,

frekar en konur, vörðu meiri tíma til einkanota á samfélagsmiðlum á vinnutíma (Jóhanna

Gunnlaugsdóttir, 2013).

Einn viðmælandi með erlenda reynslu var ekki virkur samfélagsmiðlanotandi en

var skráður á LinkedIn og Facebook og notaði það í hófi, var meira skoðandi heldur en

að leggja eitthvað til málanna. Hann minntist á að LinkedIn væri mikilvægt til að halda í

gömlu erlendu tengingarnar þó að hann nýtti þær ekki markvisst í dag en þá gæti komið

að því síðar að taka upp þráðinn.

Þegar kom að erlendu samskiptunum og mun á þeim og samskiptum við innlenda

aðila áttu flestir viðmælendur það sammerkt að vera í litlum sem engum samskiptum við

erlenda aðila frá efnahagshruni og þá sérstaklega vegna gjaldeyrishafta. Það var áberandi

Page 59: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

59

í svörum viðmælenda að þeir sem voru eingöngu með innlenda reynslu höfðu minni

erlend samskipti og þar af leiðandi tengslanet erlendis á meðan viðmælendur með erlenda

reynslu voru í litlum erlendum samskiptum í dag vegna vinnu en bjuggu að erlendu

tengslaneti frá fyrri tímum sem gat verið að nýtast þeim jafnvel í vinnu í dag. Þannig

komust viðmælendur með erlenda reynslu að orði, annars vegar karlmaður (A) og hins

vegar kvenmaður (H):

„... mér finnst samskiptin við erlenda aðila ekkert endilega

vera öðruvísi, samskiptin skipta alltaf öllu máli í því sem

maður er að gera. Maður þarf að hitta fólk en tölvupóstur

getur hjálpað til og viðhaldið tengslum og tengslaneti en

maður getur ekki stækkað netið með því. Tæknin kemur

aldrei í veg fyrir samskiptin.“ (A)

„Það er meira virði í samskiptum og sambandi við innlenda

aðila því Ísland er svo lítið samfélag og ef maður vinnur gott

verk þá getur það hjálpað en ef þú ert með erlenda tengingu

þá er það meira bara úti í hinum stóra heimi þar sem hvert

samband er meira eins og eyðieyja. Ég fæ meira út úr

íslenska tengslanetinu.“ (H)

Einnig var kannað hvort samskipti við erlenda aðila eða innlenda væru

á einhvern hátt ólík eða hvort tengslin væru eins. Viðmælendur með innlenda

reynslu svöruðu því svo til, C er karlmaður og J er kvenmaður:

„Mér finnst samskiptin öðruvísi. Þau eru persónulegri við

innlenda aðila en ég hef aldrei náð persónulegum tengingum

við erlenda aðila, það er einhvern veginn meiri fjarlægð og

meiri varkárni í kringum þá, ég veit ekki af hverju, ég upplifi

það bara þannig.“ (C)

„... ég er mjög lítið í erlendum samskiptum því umhverfið er

þannig núna. Þetta var meira fyrir hrun og mér finnst

Page 60: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

60

tengslin við erlendu aðilana vera öðruvísi, maður notar

meira tölvupóstinn í samskiptum við þá og allt verður

formlegra. Mér finnst erlendir aðilar vera skipulagðari að

taka upp þráðinn og halda honum.“ (J)

Viðmælendur voru sammála um að tengslin við erlenda aðila væru

yfirleitt formlegri heldur en við innlenda aðila og að þau gætu ekki varað

jafnlengi eins og við innlenda aðila. Tíu af tólf viðmælendum voru ekki í

neinum erlendum samskiptum í tengslum við vinnu eftir efnahagshrun. Ekki

var munur í svörum á milli kynja eða því hvort viðmælendur höfðu innlenda

eða erlenda reynslu í því hvernig þeir upplifðu tengsl við erlenda aðila

samanborið við innlenda aðila. Þó var marktækur munur á því að viðmælendur

með erlenda reynslu höfðu ríkulegra erlent tengslanet vegna reynslu sinnar af

því að hafa verið í námi eða unnið tímabundið erlendis.

Page 61: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

61

5 Umræða og samantekt

Markmið með rannsókninni var að kanna tengslanetanotkun stjórnenda á Íslandi, það er

að segja millistjórnenda sem starfa í stóru viðskiptabönkunum þremur. Kannað var með

hvaða hætti 12 íslenskir millistjórnendur nýta, byggja upp og þróa tengslanet sín og

hvernig tengslanet þeirra geta komið þeim til góða við störf sín. Með viðtölum við sex

karlkyns stjórnendur og sex kvenkyns stjórnendur sem starfa í eignastýringardeildum

Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka og hafa ýmist starfs- eða námsreynslu

erlendis frá eða eingöngu innlendis frá, var leitast við að svara eftirfarandi

rannsóknarspurningu:

Nýta íslenskir millistjórnendur tengslanet á ólíkan hátt eftir því hvort þeir hafa reynslu af

því að stunda nám og vinnu erlendis eða hafa eingöngu reynslu hérlendis frá? Er munur

á hvernig kynin byggja upp og nýta sér tengslanet sín?

Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á hvort reynsla hefði áhrif á notkun

stjórnenda á tengslanetum og einnig hvort munur væri á hvernig kynin byggja upp og

þróa sín tengslanet. Helstu annmarkar á rannsókninni eru þeir að erfitt er að alhæfa út frá

henni um hvernig stjórnendur á Íslandi almennt nýta tengslanet sín í starfi. Hins vegar

gefur hún ákveðna mynd af því hvernig reynsla getur haft áhrif og hvernig kynin hugsa

um þennan þátt á ólíkan hátt. Rannsakandi lagði af stað í upphafi með 11

viðtalsspurningar en notaðist eingöngu við 10 þeirra. Sú spurning eða sá þáttur sem ekki

varð með í lokavinnsluferlinu sneri að því að viðmælendur áttu að svara því til hverjir af

þeirra tengiliðum innan tengslanetsins þekktu hver annan. Hér áttu viðmælendur að fylla

út eyðublað og merkja með tölustöfum á skalanum 1–10 fimm tengiliði sína á

vinnustaðnum og tengsl þeirra á milli. Rannsakandi beygði þó fljótt af þessari leið þar

sem viðmælendum fannst þetta þungt í vöfum og því fannst honum þessi tilraun missa

marks. Þó skal tekið fram að þessi þáttur er mjög áhugaverður og út úr honum gætu

komið niðurstöður sem varpa öðru ljósi á notkun tengslaneta hjá stjórnendum en áður

hefur verið sýnt fram á. Því er þetta einn liður sem gæti átt heima í frekari rannsóknum á

tengslanetum á Íslandi.

Page 62: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

62

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að stjórnendur með erlenda reynslu noti

tengslanet sín á annan hátt en stjórnendur með innlenda reynslu. Viðmælendur með

erlenda reynslu höfðu opnara viðhorf til tengslaneta á þann hátt að víla ekki fyrir sér að

leita til fleiri aðila en í nánasta tengslaneti, að halda í tengsl og þróa þau þar sem litið var

á þennan þátt sem ævilangt verkefni. Viðmælendur með erlenda reynslu virðast líta á

mikilvægi tengslaneta á annan hátt en viðmælendur eingöngu með innlenda reynslu að

því leyti að þeim finnst forskotið felast í hugmyndalegum ávinningi, hvernig

hugmyndirnar gætu kviknað og orðið að einhverju stærra og meira innan tengslanetsins.

Þessi niðurstaða átti bæði við hjá karlmönnum og kvenmönnum með erlenda reynslu.

Þegar kom að viðmælendum með innlenda reynslu sáu þeir hag sinn í því að eiga gott

tengslanet vegna betra aðgengis að upplýsingum til að ná forskoti í starfi og við

ákvarðanatöku sem um leið jók samkeppnishæfni þeirra. Allir karlmenn með innlenda

reynslu lögðu áherslu á þennan þátt og tvær af þremur konum með innlenda reynslu.

Niðurstöður benda einnig til þess að tengslanetaheimurinn sé meira karllægur

heldur en kvenlægur vegna þess að konur hafa skemmri stjórnunarreynslu heldur en

karlmenn. Það kom einnig í ljós að kvenkyns viðmælendurnir voru ekki jafn duglegir að

byggja upp sitt tengslanet og að viðhalda því, þetta væri hlutur sem hefði legið í dvala en

að þetta væri umhugsunarvert að fara að velta fyrir sér og efla þennan þátt. Þrátt fyrir

þetta voru aðeins fjórir viðmælendur af tólf sem sögðust byggja markvisst og meðvitað

upp sitt tengslanet, þar af voru tvær konur og tveir karlmenn en af þeim voru þrír með

erlenda reynslu. Þannig voru viðmælendur með erlenda reynslu í meirihluta þegar kom

að þessum þætti.

Þar að auki kom fram að karlmenn höfðu ákveðnari hugmyndir um hvernig það

væri árangursríkt að byggja upp sín tengslanet og voru karlmenn með erlenda reynslu

með skýr svör í þeim efnum, svo sem að vera duglegur að sýna sig og sjá aðra, sækja

fundi og viðburði, kynnast fólki úr öðrum deildum bankans o.s.frv. Konur með erlenda

reynslu voru óákveðnari í tilsvörum og leituðu gjarnan ekkert sérstaklega eftir því að

byggja upp sitt tengslanet. Meirihluti kvenna með innlenda reynslu útskýrðu þetta á

svipaðan hátt, að þær væru ekki nógu góðar við að byggja upp tengslanet sín á

kerfisbundinn hátt en flestar gerðu sér grein fyrir því og töldu sig þurfa að bæta sig þegar

að þessum þætti kom. Eftirtektarvert var að viðmælendur með erlenda reynslu voru með

mun opnara viðhorf og úthugsaðra heldur en þeir með innlenda reynslu. Inn í það

Page 63: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

63

blandaðist einnig að viðmælendur með erlenda reynslu töldu sig upp til hópa hafa betra

og öflugra tengslanet erlendis heldur en þeir sem höfðu eingöngu innlenda reynslu.

Þær vangaveltur um hvort að tengingar hjálpa þá áttu allir viðmælendur það

sammerkt að telja það fyrir víst að þeir og nánustu samstarfsmenn þeirra héldu ekki

sínum tengslum eingöngu fyrir sig. Marktækur munur var á upplifunum kynjanna

varðandi tengingar og var karlmönnunum tíðræðara um að koma þessum þætti að en

konunum. Þegar tengingar bar á góma hjá konunum sneru þær því frekar að

persónulegum upplifunum á meðan karlarnir töluðu meira út frá viðskiptalegum

sjónarmiðum. Ekki var marktækur munur í svörum á því hvort viðmælendur höfðu

erlenda reynslu eða innlenda reynslu.

Flestir viðmælendur voru á einu máli um að þeir treystu ekki öllum í sínu

tengslaneti. Fjórir viðmælendur með innlenda reynslu höfðu ekki fullt traust til allra í

sínu tengslaneti, tvær konur og tveir karlmenn. Ein kona og einn karlmaður með innlenda

reynslu voru hlutlaus þegar kom að þessu atriði og áttu erfitt með að svara spurningunni.

Einn karlmaður með erlenda reynslu svaraði því til „já og nei“ um hvort hann treysti

öllum í tengslanetinu. Þrjár konur með erlenda reynslu sögðust treysta öllum í sínu

tengslaneti á meðan tveir karlmenn með erlenda reynslu treystu ekki öllum sínum

tengiliðum. Það var eftirtektarvert að karlkyns viðmælendum var þetta atriði meira

hugleikið heldur en kvenkyns viðmælendum, það er kvenkyns viðmælendur voru frekar

stuttar í spunann þegar að þessu kom á meðan karlkyns viðmælendur áttu það frekar til

að útskýra svör sín á ígrundaðri hátt. Fleiri konur en karlar virtust bera traust til sinna

tengiliða, eða þrjár konur með erlenda reynslu á meðan enginn karlmaður sagðist treysta

öllum fullkomlega í sínu tengslaneti. Niðurstaðan er því sú að munur er á kynjunum

hvernig þau upplifa traust innan síns tengslanets.

Rannsóknin sýnir einnig að samfélagsmiðlar virðast gegna litlu hlutverki hjá

nánast öllum viðmælendum. Þannig voru ellefu viðmælendur af tólf á Facebook og

aðeins einn af þeim tiltölulega virkur þar inni. Einn karlmaður með innlenda reynslu var

ekki á Facebook. Af tólf viðmælendum voru tíu skráðir á LinkedIn, meira af skyldurækni

heldur en af einskærum áhuga. Ein kona og einn karlmaður með erlenda reynslu voru

ekki á LinkedIn.

Viðmælendur voru sammála um að tengslin við erlenda aðila væru yfirleitt

formlegri heldur en við innlenda aðila og að þau gætu ekki varað jafnlengi eins og við

innlenda aðila. Tíu af tólf viðmælendum voru ekki í neinum erlendum samskiptum í

Page 64: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

64

tengslum við vinnu eftir efnahagshrun. Ekki var munur í svörum á milli kynja eða því

hvort viðmælendur höfðu innlenda eða erlenda reynslu um það hvernig þeir upplifðu

tengsl við erlenda aðila samanborið við innlenda aðila. Þó var marktækur munur á því að

viðmælendur með erlenda reynslu höfðu ríkulegra erlent tengslanet vegna reynslu sinnar

af því að hafa verið í námi eða unnið tímabundið erlendis.

Af ofansögðu má því draga þá ályktun að viðmælendur með erlenda reynslu

virðast hugsa um tengslanet á annan hátt en viðmælendur eingöngu með innlenda

reynslu, það er að segja, út frá hugmyndalegu sjónarmiði, á meðan hinn hópurinn lítur

meira á það sem upplýsingatengt hlutverk að eiga gott tengslanet. Einnig má lesa út úr

niðurstöðunum að karlmenn með erlenda reynslu eru duglegri en aðrir hópar við að

byggja upp tengslanet á markvissan hátt. Karlmenn með erlenda reynslu voru einnig

skýrari í því en aðrir hópar hvernig væri árangurríkast að byggja upp sín tengslanet.

Þegar kom að tengingum var marktækur munur á upplifunum kynjanna þar sem

karlmenn nefndu þennan þátt talsvert oftar heldur en konurnar en ekki var marktækur

munur á því hvort viðmælendur höfðu erlenda reynslu eða innlenda reynslu. Munur er á

kynjunum þegar kemur að trausti á tengiliðum og voru konur með erlenda reynslu í

meirihluta þeirra sem báru traust til sinna tengiliða. Notkun samfélagsmiðla gegnir litlu

hlutverki hjá meirihluta viðmælenda og virtist ekki vera kynjamunur þar á eða að reynsla

skipti máli. Ekki var munur í svörum á milli kynja eða því hvort viðmælendur höfðu

eingöngu innlenda eða erlenda reynslu í því hvernig þeir upplifðu tengsl við erlenda aðila

samanborið við innlenda aðila.

Rannsóknin hafði ákveðnar takmarkanir og snýr það helst að stærð úrtaksins sem

við átti. Stærsta takmörkunin er sú að alls staðar þar sem bornir voru saman hópar er

einungis um vísbendingar að ræða þar sem úrtakið var ekki nógu stórt til að vera

tölfræðilega marktækt. Þrátt fyrir takmarkanir gefur rannsóknin ákveðnar upplýsingar um

hvernig stjórnendur í fjármálageiranum, með ólíka reynslu, nýta tengslanet sín. Þar að

auki sýna niðurstöðurnar einnig hvernig kynin nýta tengslanet sín á mismunandi hátt.

Rannsóknin er einn liður í því að kanna notkun tengslaneta á Íslandi og hvernig

stjórnendur í atvinnulífinu nýta sér þau í sínu starfi. Tengslanetin ná yfir víðfemt svið og

þar sem þau hafa tiltölulega lítið verið könnuð á Íslandi eru enn margir óplægðir akrar

við að rannsaka þróun þeirra, notkun og breytingar í tímans rás. Í framhaldi af þessari

rannsókn væri áhugavert að kanna frekar og bera saman notkun fólks sem sér annars

vegar ávinning út úr tengslanetum út frá hugmyndalegum sjónarmiðum og hins vegar út

Page 65: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

65

frá hagnýtingu upplýsinga. Einnig væri áhugavert að kanna frekar traust í tengslanetum

og hvort að togstreita myndist ef fólk þarf að velja á milli aðila innan tengslanetsins.

Tengingar og notkun þeirra innanhúss á vinnustöðum er einnig áhugavert rannsóknarefni

og gæti gefið skýrari mynd af því hverjir eru mikilvægastir í tengslanetinu á

vinnustöðum.

Rannsakandi gæti borið upp fleiri uppástungur að rannsóknarefnum enda

viðfangsefnið áhugavert og hefur upp á marga möguleika að bjóða. Kaus rannsakandi að

nota tilvitnun úr einu viðtalinu sem titil á ritgerðinni: „Heimurinn er fullur af litlum

heimum og maður nær smá tengingu við einhverja og smám saman stækkar netið“. Þetta

fannst rannsakanda lýsandi fyrir það hvað tengslanet eru í raun og veru, tengingar við

fólk úr mismunandi áttum, sem allt myndar, með samböndum sínum, litla heima úti í

hinum stóra heimi.

Page 66: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

66

Heimildaskrá

Aldrich, H., Zimmer, C. (1990). Entrepreneurship Through Social Networks. California

Management Review.

Bertrand, M., Luttmer, E.,F.P, Mullainathan, S. (1998). Network effects and welfare

cultures. NBER Working paper series.

Birgir H. Birgisson. (2010). Tengslanet í viðskiptum. Háskóli Íslands.

Burt, R.S. (1992). Structural Holes. The Social Structure of Competition. Harvard

University Press.

Burt, R.S. (1997). The contingent value of social capital. Administrative Science

Quarterly.

Butler, J. K. (1991). Toward understanding and measuringconditions of trust: Evolution

of a conditions of trust inventory. Journal of Management.

Chua, R.Y.J., Ingram, P., og Morris, M.W. (2008). From the head and the heart: Locating

cognition- and affect-based trust in managers´professional networks. Academy of

Management Journal.

Chua, R., Y., J, Morris, M., W, Ingram, P. (2009). Guanxi vs networking: Distinctive

configurations of affect- and cognition-based trust in the networks of Chinese vs

American managers. Journal of International Business Studies

Cook, J., & Wall, T. (1980). New work attitude measures of trust,organizational

commitment and personal need nonfulfillment. Journal of Occupational Psychology.

Durkheim, E. (1997). The Division of Labor in Society. New York: Free Press.

Esterberg, K.G. (2001). Qualitative Methods in Social Research. McGraw Hill.

Eveland, J. D., & Bikson, T. K. (1988). Work group structures and computer support: A

field experiment. ACM Transactions on Office Information Systems.

Page 67: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

67

Gladwell, M. (2000). The Tipping Point (dynamics of social groups) – The Law of the

Few. Little Brown.

Gold, T., Guthrie, D., Wank, D. (2002). Connections in China. Institutions, Culture, and

the Changing Nature of Guanxi. Cambridge University Press.

Granovetter, M., S. (1973). The Strength of Weak Ties. American Journal of Sociology.

Greve, H., Rowley, R., Shipilov, A. (2014). Network Advantage: How to Unlock Value

From Your Alliances and Partnerships. Jossey Bass.

Ingram, P., & Morris, M. W. (2007). Do people mix at mixers? Structure, homophily,

and the „life of the party“. Administrative Science Quarterely.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2013). Samfélagsmiðlanotkun vegna einkaerinda í

skipulagsheildum. Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands.

Kotter, John. P. (1996). Leading Change. Harvard Business Review Press.

Lin, N. (2001). Social Capital, theory and research. Transaction Publishers.

Levin, D. Z., & Cross, R. (2004). The strength of weak ties you can trust: The mediating

role of trust in effective knowledge transfer. Management Science.

Manen, M.V. (1990). Researching lived experience. Human Science for an Action

Sensitive Pedagogy. State University of New York Press.

Mayer, Roger. C., Davis, James. H., Schoorman, F. D. (1995). An Integrative Model Of

Organizational Trust. Academy of Management.

McAllister, D. J. (1995). Affect- and cognition-based trust as foundations for

interpersonal cooperation in organizations. Academy of Management Journal.

McGee, John, Thomas., Howard, Wilson., David. (2010). Strategy, analysis and

practice. McGraw - Hill Education.

McGrath, Cathleen., Zell, Deone. (2009). Profiles of Trust: Who to Turn To, And for

What. MIT Sloan Management Review.

Page 68: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

68

Merriam, S.B. (2009). Qualitative research. A Guide to Design and Implementation.

Jossey Bass.

Mizruchi, Mark, S. og Stearns, Linda, B. (2001). Getting Deals Done: The Use of Social

Networks in Bank Decision-Making.American Sociological Review.

Ng, K.Y., og Chua, R.Y. J. (2006). Do I contribute more when I trust more? Differential

effects of cognition- and affect-based trust. Management and OrganizationReview.

Porter, M., E. (2008). On Competition. Harvard Business Review.

Rein, S. (2010). How not to run a business in China. Business Week.

Rempel, J. K., Holmes, J. G., og Zanna, M. D. (1985). Trust in close relationships.

Journal of Personality and SocialPsychology.

Simmel, G. (1950). The Sociology of Georg Simmel. New York: Free Press.

Thompson, Leigh. L. (2012). The Mind and Heart of the Negotiatior. Pearson.

Valgerður Jóhannesdóttir. (2009). Tengslanet kvenna í atvinnulífinu. Dropinn holar

steininn. Háskóli Íslands.

Þór Sigfússon. (2010). How do international entreprenurial firms shape their network

relationships using the web? Háskóli Íslands.

Þórður Bergsson og Arnar B. Harðarson. (2014). Myndun viðskiptasambanda og

tengslaneta hjá íslenskum líftæknifyrirtækjum. Háskólinn í Reykjavík.

Þröstur Sigurjónsson, Schwartzkopf D., Auður Arna Arnardóttir. (2011). Viðbrögð

tengslanets við gagnrýni á fjármálastöðugleika Íslands. Stjórnmál og stjórnsýsla.

Zucker, L. G. (1986). Production of trust: Institutional sources ofeconomic structure. In

B. M. Staw & L. L. Cummings (Eds). Research in organizational behavior.

Page 69: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

69

Viðaukar

Viðauki 1 – Viðtalsrammi

Spurningar til viðmælenda í rannsókninni:

1. Nýtir þú þér tengslanet í störfum þínum? Ef svo er, á hvaða hátt?

2. Hvernig byggir þú upp þitt tengslanet?

3. Hvaða þýðingu hefur traust, samskipti og orðspor í þínu starfi? Treystir þú öllum í

þínu tengslaneti?

4. Nýtir þú þér tengslanet jafnt í vinnu sem/og í einkalífi?

5. Stækkar þú, viðheldur og þróar tengslanet þitt í gegnum tölvupóstsamskipti? Hversu

mikilvæg eru tölvupóstsamskipti í þínu starfi?

6. Nýtir þú þér tengslanet þín til áhrifa í starfi?

7. Hvar liggja bestu tækifærin í tengslanetum að þínu mati?

8. Nýtir þú þér tengslanet þitt á annan hátt við erlenda aðila en innlenda?

9. Er ávinningur fyrir þig, í þínu starfi að búa yfir tengslaneti?

10. Hverjir af þínum tengiliðum (það er innan tengslanetsins), þekkja hver annan? (Fylla

út eyðublað.)

11. Hvernig upplifir þú að samstarfsfélagar þínir nýta sér tengslanet innan og utan

fyrirtækisins?

Page 70: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

70

Viðauki 2 – Kynningarbréf til viðmælenda

Efni: Beiðni um viðtal v/meistaraverkefnis um tengslanet við viðskiptafræðideild HÍ

Sæl/l [nafn]

Ég er meistaranemi í Stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild HÍ og er að vinna

að meistaraverkefni mínu um tengslanet.

Verkefnið mitt fjallar um það hvernig íslenskir millistjórnendur nýta tengslanet sín og

hvort marktækur munur sé á því hvort þeir hafa reynslu af því að starfa og/eða stunda

nám erlendis eða hvort þeir hafi eingöngu sams konar reynslu hérlendis frá.

Í rannsókninni tek ég viðtöl við 12 millistjórnendur í stóru bönkunum þremur sem starfa

allir við sömu eða svipaða deild og þú og sinna þar af leiðandi svipuðum störfum. Val á

vinnustöðum og viðmælendum er algjörlega tilviljanakennt og minni ég á að fyllstu

nafnleyndar og trúnaðar verður gætt og því ómögulegt að rekja viðtalið til viðkomandi. Í

rannsókninni eru 6 konur viðmælendur og 6 karlmenn viðmælendur. Helmingur hvors

kyns hefur reynslu af því að starfa og/eða stunda nám erlendis frá á meðan hinn hefur

sams konar reynslu hérlendis frá.

Hvert viðtal tekur að hámarki klukkustund og verður tekið upp til að nota við afritun við

úrvinnslu gagnanna. Með von um jákvæð viðbrögð.

Með bestu kveðju,

Erla

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Meistaranemi í Stjórnun og stefnumótun

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Netfang: [email protected]

Farsími: 694-4420

Page 71: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

71

Viðauki 3 – Lykilatriði (Lykilatriði og Lýsing, 20 atriði)

Lykilatriði Lýsing

1. Traust Traust og trúverðugleiki er mikilvægt og á

því byggist orðsporið. Ef þessir þættir eru í

lagi þá fleytir það manni yfirleitt langt

áfram því heimurinn á Íslandi er lítill. Það

þýðir allt að vera rúinn trausti og það

vantar svakalega inn í samfélagið.

2. Lykilfólk Það eru vissar týpur sem eru virkilega

góðar í að vera lykilfólk á hverjum stað og

maður skynjar fljótt hvaða týpur þetta eru.

Kemur fólki oft langt. Maður velur þá sem

maður spyr til að fá upplýsingar til að hafa

áhrif á verkefnið. Maður sér hér á

vinnustaðnum hverjir eru með stærsta

formlega og síðan óformlega tengslanetið.

3. Ná árangri og markmiðum Reynir að komast í viðskiptasambönd til að

ná sínum markmiðum og árangri fyrir

heildina. Auðveldara ef maður hefur

einhverjar tengingar því þá er líklegra til

árangurs.

4. Brautargengi hugmynda Mikilvægt að hafa góðan aðgang að

stoðdeild til að vinna fyrir sig og að vera

ekki of ágengur við samstarfsfólk.

Tengslanet geta hjálpað til við að ná

hugmynd sinni alla leið. Þarf að sjá

heildina, ekki bara þetta eina verkefni sem

maður sjálfur hefur hagsmuni af.

5. Ákvarðanataka Með því að vera með gott tengslanet getur

maður unnið vinnuna markvissara og

Page 72: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

72

klárað vinnuna hraðar. Maður veit hvert

maður á að leita til að fá ráð og

upplýsingar og með því er auðveldara að

taka ákvörðun.

6. Aðgengi að upplýsingum Einn af þeim ávinningum við að hafa gott

tengslanet er að það getur og veitir þér

yfirleitt alltaf betra aðgengi að

upplýsingum. Við það getur maður unnið

hraðar og faglegar og þú getur haft

eitthvað extra fram að færa.

7. Tengingar Allar tengingar hjálpa, hvort sem það er

að ná tengingu við nýja viðskiptavini eða

að ná til dæmis sameiginlegum tengingum

á fundum. Það er ávinningur fyrir

viðskiptavini ef starfsfólkið hefur góðar

tengingar. Mikilvægt að vera vel tengdur

inni á vinnustaðnum.

8. Tengslanet Eru áunnin yfir tíma bæði meðvitað og

ómeðvitað. Gott að hafa þau nógu öflug og

nógu stór með breiðum hópi fólks.

Tengslanet eru eins og kónguló með vef

sinn, ef þú vinnur vinnuna vel getur það

gefið þér mikið til baka.

9. Viðskiptavinir Viðskiptavinirnir eru hjartað í starfseminni

því án þeirra væri ekki grundvöllur fyrir

rekstrareiningu. Hafa alltaf í huga hvað er

best fyrir viðskiptavininn og hvað er best

fyrir fyrirtækið.

10. Fjárfestingar Lykillinn í starfinu er að meta fjárfestingar

og fjárfestingakosti, að kaupa og selja eða

að halda. Einnig að mynda

fjárfestingastefnu fyrir mismunandi aðila.

Margir óhefðbundnir fjárfestingakostir.

Page 73: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

73

Starfið fjallar um að vera tímabundinn

gæslumaður fjár sem annar á og því þarf

að passa að fara með það sem slíkt.

11. Facebook Er virkur notandi, geri like og set inn

myndir af því sem ég er að gera. Ég er á

Facebook aðallega til að vera í grúppum

en pósta aldrei neinu þar inni. Er sæmilega

virkur notandi á Facebook, set ekki mikið

inn og tek lítið þátt í skoðanaskiptum en

nota aðallega til að fylgjast með öðrum.

12. LinkedIn Nota ekki mikið samfélagsmiðla til að nota

tengslanet, er á LinkedIn meira af

skyldurækni en annað. Ég nota ekki

samfélagsmiðla, tók þá ákvörðun einn

daginn. Er aðeins á LinkedIn, bara til að

vera með ferilskrána mína þar inni. Er á

leiðinni inn á LinkedIn, finnst það

ofboðslega sniðugt.

13. Mannorð - orðsporsáhætta Reynir að byggja upp góð samskipti og

koma vel fram út á við. Það skiptir öllu

máli að orðsporið sé gott og að heilindi

milli manna séu alltaf til staðar. Ég er

alltaf með minn trúverðugleika og mitt

orðspor undir.

14. Áhugi á fólki Ef maður ætlar að vera góður varðandi

tengslanetin þá verður maður að hafa

raunverulegan áhuga á fólki. Það er hægt

að læra þetta en sumir hafa þetta meira í

sér en aðrir.

Page 74: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

74

15. Erlend samskipti Tengslanetið úti er lítið, sérstaklega eftir

efnahagshrunið. Er mjög lítið í erlendum

samskiptum og á því ekkert tengslanet

erlendis. Formlegri samskipti við erlenda

aðila og tölvupóstur meira notaður.

16. Væntingastjórnun Helmingur af starfinu snýst um að fylgjast

með og meta þjóðfélagsandann og að finna

þær væntingar sem eru úti á markaði. Sný

mér til fólks sem ég get fengið heilbrigð

svör frá, svo það snýst að einhverju leyti

um væntingastjórnun.

17. Mannleg samskipti Fólk er missterkt í mannlegum samskiptum

og tengingum. Þar er allur skalinn, þú

gerir ekkert á Íslandi nema að þekkja

einhvern persónulega.

18. Einsleitni Ætti að setja sér markið svolítið hátt og

kynnast sem flestum á sem flestum stöðum

og passa þannig að tengslanetið verði ekki

of einsleitt. Maður ætti klárlega að horfa á

sem flesta geira til að hafa fjölbreyttan hóp

í kringum sig.

19. Stoðdeildir Mikil samkennd og samband við

stoðdeildir og það er gott fyrir

viðskiptavininn að sterkur hópur hjálpist

að. Mikilvægt að hafa góðan aðgang að

stoðdeildum til að vinna fyrir sig en þarf

að passa að vera ekki of ágengur.

20. Gjaldeyrishöft Vegna gjaldeyrishafta eru ekki samskipti

við erlenda aðila í dag. Þannig eru

aðstæður á Íslandi í dag. Gerði

gjaldeyrissamninga áður en það dó með

hruninu.

Page 75: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

75

Viðauki 4 - Hugtakalisti

Hugtak Lýsing

Tengslanetagreining – e. Social

network analysis

Mynstur rannsakaðra sambanda sem

tengja saman félagslega þátttakendur.

Holrými – e. Structural holes Snýst um hvort tengiliðir manneskju

þekki hver annan í gegnum hana.

Veik tengsl – e. Weak ties Þegar aðili býr yfir eiginleikum veikra

tengsla þá hefur sá hinn sami jafnan yfir

nýjum og fjölbreyttum upplýsingum til að

dreifa, veiku tengslin styðja frekar við

nýsköpun en upplýsingaflæðið er

óreglulegt.

Sterk tengsl – e. Strong ties Þegar aðilar búa yfir eiginleikum sterkra

tengsla er upplýsingaflæði í gegnum þá

reglulegra og betra en ella, það stuðlar

frekar að trausti, það getur flýtt fyrir

samkomulagi því fólk á oft samskipti og

upplýsingar þessara aðila geta oft verið

einsleitar en traustar.

Opin tengsl – e. Open network Aðilar búa til ný tengsl upp úr þurru og

þekkja þar af leiðandi marga aðskilda

hópa.

Lokuð tengsl – e. Closed network Þar sem vinir viðkomandi þekkja flestir

hver annan. Hér geta verið sterk tengsl þar

sem fólk sýnir stuðning, samstöðu og traust

sín í milli. Fólki líður oft mjög vel í

lokuðum tengslum.

Page 76: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

76

Tenglar – e. Network contacts Fólk í samfélagi sem þekkir stóran hluta

fólks og hefur öflugt tengslanet. Þetta fólk

hefur bæði ríkjandi sterk og veik tengsl og

þannig þekkir það fólk á ólíkum sviðum

þjóðfélagsins. Þetta eru manneskjur, sem

eru gæddar þeim einstaka hæfileika að geta

fært heiminn saman með tengingum sínum.

Félagsauður – e. Social capital Þýðir að félagslegt tengslanet hefur

virði og að í þeim geri fólk hluti fyrir hvað

annað. Hér eru hagsmunir á ferð sem flæða

saman í gegnum traust, gagnkvæmni,

upplýsingar og samvinnu.

Page 77: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

3

Page 78: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

4

Page 79: Heimurinn er fullur af litlum heimum Mismunandi notkun ......Heimurinn er fullur af litlum heimum -Mismunandi notkun tengslaneta íslenskra stjórnenda með annarsvegar erlenda reynslu

5