rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/vestfirdir-8-2014.pdf ·...

16
íshúsið ísvélar Rétt ísun – hærra skilaverð! 30 á r a r e y n s l a 1 9 8 3 - 2 0 1 3 www.ishusid.is S:566 6000 Fáðu tilboð! Eigum ísvélar á lager isvelar.is 21. ÁGÚST 2014 8. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Samgönguáætlun til 2022: Hjallahálsgöng í kjölfar Dýrafjarðarganga L ónsheiðargöng, milli Álftafjarðar og Lóns á Austurlandi, hafa lengi verið til umræðu, en samkvæmt Sam- gönguáætlun 2011-2022 er jarðgangnagerð forgangsraðað þannig að fyrst verði ráðist í gerð Norðfjarðarganga á árunum 2013-2016 sem þegar er byrjað á, þá Dýrafjarðarganga 2016-2018 og Hjallahálsganga í kjölfarið. Vilji Vegagerðarinnar er að leggja veg um Teigskóg fyrir Hallsteinsnes til Djúpafjarðar svo erfitt er að sjá að til standi að fara í gerð Hjallahálsganga eftir að Vestfirðingar hafa fagnað opnun jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, þ.e. ef áætlanir um vega- gerð um Teigskóg ganga eftir. Vegaáætlun verður endurskoðuð í haust og mun þá ná til ársins 2018. Bæjarráð Hornafjarðar telur skynsam- legra að framkvæmdir verði hafnar við göng undir Lónsheiði milli Álftafjarðar og Lóns, fremur en að reisa grjótvarnar- garð við veginn sem fyrir er. Segja má að grjóthrun sé kunnugt vandamál í augum Vestfirðinga, vegurinn um Óshlíð var oft stórhættulegur vegna grjóthruns þótt ým- islegt hafi verið gert til hindra óhöpp svo jarðgöngin voru löngu tímabær. Grjót- hrun er oft á Súðavíkurhlíðinni og veg- urinn reyndar oft tepptur á vetrum vegna snjóa og snjóflóðahættu svo líklega eiga Vestfirðingar að gera kröfu um jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á undan jargöngum undir Lónsheiði, svo ekki sé talað um Hjallaháls, Ódrjúgsháls og Kletts- háls. Fyrrverandi þingmaður Norðurlands vestra, Ólína Þorvarðardóttir, hefur marg- bent á það öryggisleysi sem fellst í því að aka um Súðavíkurhlíðina að vetrarlagi og að sumarlagi í mikilli vætutíð. Í dag er staðan sú að miða á rannsóknum og undirbúningi Seyðisfjarðarganga undir Fjarðarheiði með þeim hætti að hægt verði að hefja framkvæmdir í kjölfar Norðfjarðar- ganga og Dýrafjarðarganga en göng undir Lónsheiði eru ekki á áætlun. Enn um sinn á því að ýta jarðgangagerð á Vestfjörðum aftur fyrir í forgangsröð eftir að jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tekin í notkun. Gott er að rifja upp að í langtímaáætlun í vegagerð 1999 – 2010 voru fjárveitingar til uppbyggingar nokkurra vega á stöðum þar sem jarðgangaverkefni voru til skoðunar. Á þeim lista voru m.a. Klettsháls, Dynjandis- heiði, Eyrarfjall í Djúpi og Tröllatunguheiði auk að sjálfsögðu Óshlíðar. Ekki var þar minnst á Lónsheiði. Vegurinn um Hjallaháls er brattur og er mörgum ókunnugum ekki árennilegur, jafnvel um hásumar.

Upload: others

Post on 09-Jun-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

Þú færð eldsneytissparandidekkin frá

á dekkjahollin.is

íshúsiðísvélarRétt ísun – hærra skilaverð!

30ára reynsla

1983 - 2013

www.ishusid.is ∑ S:566 6000 Fáðu tilboð! Eigum ísvélar á lager

isvelar.is

21. ágúst 20148. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN

Samgönguáætlun til 2022:

Hjallahálsgöng í kjölfar DýrafjarðargangaLónsheiðargöng, milli Álftafjarðar og

Lóns á Austurlandi, hafa lengi verið til umræðu, en samkvæmt Sam-

gönguáætlun 2011-2022 er jarðgangnagerð forgangsraðað þannig að fyrst verði ráðist í gerð Norðfjarðarganga á árunum 2013-2016 sem þegar er byrjað á, þá Dýrafjarðarganga 2016-2018 og Hjallahálsganga í kjölfarið. Vilji Vegagerðarinnar er að leggja veg um

Teigskóg fyrir Hallsteinsnes til Djúpafjarðar svo erfitt er að sjá að til standi að fara í gerð Hjallahálsganga eftir að Vestfirðingar hafa fagnað opnun jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, þ.e. ef áætlanir um vega-gerð um Teigskóg ganga eftir. Vegaáætlun verður endurskoðuð í haust og mun þá ná til ársins 2018.

Bæjarráð Hornafjarðar telur skynsam-

legra að framkvæmdir verði hafnar við göng undir Lónsheiði milli Álftafjarðar og Lóns, fremur en að reisa grjótvarnar-garð við veginn sem fyrir er. Segja má að grjóthrun sé kunnugt vandamál í augum Vestfirðinga, vegurinn um Óshlíð var oft stórhættulegur vegna grjóthruns þótt ým-islegt hafi verið gert til hindra óhöpp svo jarðgöngin voru löngu tímabær. Grjót-hrun er oft á Súðavíkurhlíðinni og veg-urinn reyndar oft tepptur á vetrum vegna snjóa og snjóflóðahættu svo líklega eiga Vestfirðingar að gera kröfu um jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á undan jargöngum undir Lónsheiði, svo ekki sé talað um Hjallaháls, Ódrjúgsháls og Kletts-háls. Fyrrverandi þingmaður Norðurlands vestra, Ólína Þorvarðardóttir, hefur marg-bent á það öryggisleysi sem fellst í því að aka um Súðavíkurhlíðina að vetrarlagi og að sumarlagi í mikilli vætutíð.

Í dag er staðan sú að miða á rannsóknum og undirbúningi Seyðisfjarðarganga undir Fjarðarheiði með þeim hætti að hægt verði að hefja framkvæmdir í kjölfar Norðfjarðar-ganga og Dýrafjarðarganga en göng undir Lónsheiði eru ekki á áætlun. Enn um sinn á því að ýta jarðgangagerð á Vestfjörðum aftur fyrir í forgangsröð eftir að jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tekin í notkun.

Gott er að rifja upp að í langtímaáætlun í vegagerð 1999 – 2010 voru fjárveitingar til uppbyggingar nokkurra vega á stöðum þar sem jarðgangaverkefni voru til skoðunar. Á þeim lista voru m.a. Klettsháls, Dynjandis-heiði, Eyrarfjall í Djúpi og Tröllatunguheiði auk að sjálfsögðu Óshlíðar. Ekki var þar minnst á Lónsheiði.

Vegurinn um Hjallaháls er brattur og er mörgum ókunnugum ekki árennilegur, jafnvel um hásumar.

Page 2: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

2 21. ágúst 2014

Nýtt sjávarútvegblað hefur göngu sína í haust:

ALDAN, fréttablað um sjávarútveg kemur út mánaðarlegaFyrir kosningarnar í vor var því

oft haldið á lofti að þrátt fyrir allt ætti landið allt enn mikið

undir sjávarútvegi. Fótspor, sem gefur m.a. út VESTURLAND, hleypir senn af stokkunum nýju sjávarútvegsblaði sem beina mun sjónum að norðlenskum sjávarútvegi ekki síður en annars staðar á landinu. Ritstjóri er Geir A. Guð-steinsson, sem hefur áralanga þekk-ingu á sjávarútvegi í blaðamennsku, eftir áralöng störf í blaðamennsku á Degi og Degi-Tímanum og nú á seinni

árum við ritstjórn VESTURLANDS og VESTFJARÐA, svo eitthvað sé nefnt.

„Blaðið heitir Aldan, fréttablað um sjávarútveg. Blaðið mun fjalla um sjáv-arútveg almennt, útgerð, fiskvinnslu, þjónustufyrirtæki í atvinnugreininni, og ekki síst um fólkið sem kemur að þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, bæði þá sem stjórna fyr-irtækjum í atvinnugreininni og ekki síður þá sem vinna ýmis önnur störf í atvinnugreininni, s.s. í fiskmóttökunni, löndun, sjómennina og aðra. Engin

verður undanskilin. Með því mun blaðið gefa sem besta spegilmynd af sjávarútveginum í dag.

Blaðinu verður dreift til allra helstu aðila í sjávarútvegi í dag, liggja frammi á hafnarvogunum víðs vegar um landið og það mun verða aðgengilegt á völdum stöðum, s.s. bensínstöðvum.

Blaðið mun taka mið af því að mörg sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni, s.s. Samherji á Akureyri, eru lykistoð í atvinnulífinu á Akureyri. Þannig mætti einnig nefna Síldarvinnsluna á Neskaupstað, Ísfélag Vestmannaeyja, HB-Granda og fleiri. Meðan ég var blaðamaður fyrir norðan átti ég ágætt samstarf við forsvarsmenn Samherja og það verður enginn breyting á því. Sam-herji er einnig burðarás í atvinnulífinu á Dalvík, togarar fyrirtækisins landa oft í Hafnarfjarðarhöfn og þannig markar þetta eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins djúp spor í atvinnulífinu víðar um landið, ekki bara á Akureyri“

Fyrir á markaði eru a.m.k. tvö blöð sem helga sig sjávarútvegsmálum svo ALDAN verður og ætlar að marka sér ákveðna sérstöðu. Ekki síst að fjalla um undirstöðuna í þessum helsta atvinnu-vegi landsins, tala m.a. við fólk sem hefur atvinnu af því að starfa við sjáv-arútveg. Einnig verður sjónum beint að nýsköpun í sjávarútvegi, bæði vinnslu í landi og við veiðar. Þjónusta við sjáv-arútvegsfyrirtæki er stöðugt vaxandi atvinnugrein en nýjungar í þeirri grein

hafa vakið heimsathygli. Nægir þar að nefna fyrirtæki eins og Marel, en þau eru miklu fleiri. Einnig verður fjallað um markaðsmál sjávarútvegsins, rætt við neytendur hérlendis, en einnig að fá fram álit neytenda erlendis, ekki síst í Evrópu sem er mikilvægt. Fiskur er í vaxandi mæli fluttur út ferskur, það er krafa markaðarins, og að því þurfa íslenskir framleiðendur að laga sig sem best, og fylgjast með vel með.

Sjávarútvegi ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum„Stundum er haldið fram að hinum gömlu atvinnuvegum á Íslandi sé ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum leiðandi fjölmiðla. Kannski eru það fyrst og fremst áhrif þess að það þykir ekki mjög fínt að vinna við eina helstu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveg. Því þarf að breyta, og ég held að það muni gerast. Umfjöllun um ferðaþjónustu er nú í tísku en

kannski er sú grein ekki eins gjald-eyrisskapandi og oft er gefið í skyn, jafnvel af stofnunum í greininni. Ís-lenska sjávarútvegssýningin verður í Kópavogi í lok septembermánað-ar og ekki er ósennilegt að fyrsti forsíðuuppslátturinn í ÖLDUNNI muni tengjast sýningunni og muni m.a. fjalla um nýjungar sem íslensk fyrirtæki kynna þar.

Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa um sjávarútveg. Þegar ég var blaðamaður á Degi, Degi-Tímanum og DV var það að einhverju marki mín sérgrein. Ég hef starfað við önnur sjáv-arútvegsblöð og einnig skrifað greinar sem fjalla um sjávarúveg og þannig haldið þessum áhuga mínum og þekk-ingu við. Það hafa lesendur blaða eins og VESTURLAND og VESTFIRÐIR orðið varir við þó þau blöð séu ekki sérstök sjávarútvegsblöð. Ekki síst á Vestfjörðum snýst atvinnulífið meira og minna um útgerð og fiskvinnslu svo það hlýtur að teljast eðlilegt“Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Nýjar vörur frá

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar:

Deiliskipulag „Eyrin Ísafirði – Austurvegur“ samþykktÁ fundi bæjarráðs Ísafjarðar-

bæjar var m.a. tekin fyrir fundargerð hafnarstjórnar um

að steypa þekju við Suðureyrarhöfn. Bæjarráð samþykktir tillöguna og fól bæjarstjóra að gera endanlegan við-auka við fjárhagsáætlun. Ennfremur var samþykkt tillaga hafnarstjórnar um Vogarhús á Suðureyrarhöfn. Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna breytinga innandyra í Grunn-skólanum á Ísafirði, og hann sam-þykktur. Lagt var fram bréf Fjórðungs-sambands Vestfirðinga, dagsett 23. júní sl., þar sem falast er eftir því að Ísa-fjarðarbær skipi einn fulltrúa til að sitja í framkvæmdaráði vegna umhverfis-vottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Bæjarráð tilnefnir Nanný Örnu Guð-mundsdóttur í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar starfsemi sveitarfé-laga á Vestfjörðum. Lagt var fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með tillögum að úrbótum vegna geymsluvanda safnanna í Ísafjarðarbæ. Einnig fylgdi erindinu greinargerð forstöðumanns Safnahúss og teikning frá Tækniþjón-ustu Vestfjarða. Bæjarráð samþykkti að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir verkið og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna breytinga á deiliskipulagi „Eyrin Ísafirði – Austurvegur“ er lokið. Þjár athugasemdir bárust, frá Áslaugi Jó-hönnu Jesdóttur, Kristni Gunnar K Lyngmo og M. Halldóru Halldórs-dóttur og Sigurborgu Þorkellsdóttur.

Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 er svæðið sem um ræðir skil-greint sem skólalóð. Frá árinu 1997 hefur leiðin um Austurveg verið lokuð frá kl 07.00 - 16.00 á daginn til að veita skólabörnum aðgang að stærra leiksvæði. Nú þegar Austurvegur hefur verið hannaður sem skólalóð telur umhverfisnefnd að kaflaskipt opnun götunnar geti veitt börnum falskt öryggi og skapað umtalsverða hættu, því er sú leið ekki talin koma til greina. Umhverfisnefnd tekur undir athugasemd Kristinns Lyngmo og Halldóru Halldórsdóttur og leggur til við bæjarstjórn að bílastæði á lóðar-mörkum Austurvegar 11 og 13 verði felld út. Umhverfisnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagið yrði samþykkt með ofangreindri breytingu. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis-nefndar um deiliskipulag „Eyrin Ísa-firði – Austurvegi“Lagt var fram bréf frá skátafélaginu Einherjar-Valkyrjan þar sem þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar yngstu skáta á skátamót á Úlfljótsvatni. Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs 10. júní sl., þar sem nýrri bæjarstjórn var falið að afgreiða það endanlega. Bæjarráð samþykkir að veita skátafélaginu Einherjar-Val-kyrjan, 100.000 króna styrk styrk og lítur á styrkinn sem hvatningu vegna endurvakningar skátafélagsins.

Lagður var fram tölvupóstur Ferða-málastofu þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í svæð-isbundinn stýrihóp vegna kortlagn-ingu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

Bæjarráð tilnefndi Heimi Hansson í þennan stýrihóp.

Lagt var fram bréf Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita Fram-sóknarflokksins á Ísafirði, þar sem þess er farið á leit að flokkurinn fái áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í nefndum Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð samþykkti að Framsóknarflokk-urinn í Ísafjarðarbæ fengi umbeðna áheyrnarfulltrúa. Bæjarráð vísar þeim hluta beiðninnar er varðar greiðslur fyrir fundarsetu til nýrrar nefndar um íbúalýðræði.

Ályktun bæjarráðs um flutning Fiskistofu út á land„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum um flutning Fiskistofu út á land. Vonandi verður þetta til þess að fleiri stofnanir og verkefni á vegum hins opinbera verði flutt á landsbyggð-

irnar á næstum misserum“Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á að engin starf-semi Fiskistofu hefur verið á Ísafirði frá áramótum þrátt fyrir fyriráætlanir stjórnvalda að byggja upp starfsem-ina. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fjölga störfum Fiskistofu á Ísafirði og byggja enn frekar upp starfsemi Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði vegna nálægðar við fiskimið og fisk-eldi. Vestfirðir er sá landshluti þar sem fólksfækkun hefur orðið hvað mest og er nauðsynlegt að grípa til alvöru byggðaaðgerða. Bæjarráð Ísafjarðar-bæjar hvetur stjórnvöld til að horfa til Vestfjarða þegar flytja á störf út á land til að styrkja stoðir vestfirskrar byggðar.

Íslenska kalkþörungafé-lagið ehf. óskar eftir rannsóknarleyfiÁ fundi bæjarráðs nýverið var lagt fram fram bréf Bryndísar G. Róbertsdóttur,

f.h. orkumálastjóra þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsókna á kal-þörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jök-ulfjörðum. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og nefndar um umhverfis- og fram-kvæmdarmál.

Drykkjarfontur á AusturvelliBæjarráð tók fyrir bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, fráfarandi formanns Lionsklúbbs Ísafjarðar sem fjallar um gjöf klúbbsins á drykkjarfonti á Aust-urvelli. Bæjarráð þakkaði Lionsklúbbi Ísafjarðar kærlega fyrir góða gjöf og fól bæjarstjóra, Gísla H. Halldórssyni að hafa samband við Lionsklúbb Ísa-fjarðar.

Umsókn um Tunguskóg 68Á fundi skipulags- og mann-virkjanefndar Ísafjarðarbæjar 25. júlí sl. var lagt fram erindi frá Sigurði Gunnarssyni og Lindu Kristjánsdóttur þar sem sótt er um lóðina Tunguskóg-ur 68, Ísafirði. Skipulags- og mann-virkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Gunnarsson og Linda Kristjánsdóttir fái lóðina Tunguskóg-ur 68, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikn-ingar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Austurvöllur er við Austurveg. sést í grunnskólann lengst til hægri.

glaðbeittir Vestfirðingar á sjávarútvegssýningunni í Bruxelles.

Page 3: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

Raunverulegur sparnaður

Frekari upplýsingar á www.deltalausnir.isSími: 895 0640 eða 695 2091

með varmadælum

Loft í vatn - vatn í vatnfyrir heitt vatn og ofnakerfi

5 ára ábyrgð*

Allt að 80%sparnaður

Best í prófun hjá SP í SvíþjóðFujitsu LTCN - Loft í loft varmadæla * Nánar á heimasíðu

Margra ára reynsla við íslenskar aðstæðurog hundruð ánægðra viðskiptavinasegir allt sem segja þarf.

Rétt hitastig, betri loftgæði og þú sparar í leiðinni!

Fyrir heimili - sumarhús - vinnustaði - skóla - félagsheimili - sundlaugar - íþróttahús...

Page 4: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

4 21. ágúst 2014

VestFIRÐIR8. tBL. 3. ÁRGANGUR 2014Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: ÁmundiÁmundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, [email protected]. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: [email protected]. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: [email protected]. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.

FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM

Nú hallar sumri, helstu drykkjuhátíðir landsins um verslunar-mannahelgina eru að baki, framundan berjatínsla, haustferðir og svo auðvitað grár hversdagsleikinn sem maður er alltaf minntur

á þegar skólar hefja starfsemina. Ferðaþjónusta á haustin og veturna er alltaf að aukast, margir sem eiga nægja peninga koma til að fara á skíði, t.d. með þyrlu um Tröllaskaga, fara í sauðfjárréttir sem og hestaréttir og kannski bara til að skoða norðurljósin sem vekja alltaf athygli, ekki síst ferðamanna frá Austurlöndum fjær, s.s. frá Japan.Ferðaþjónustan á Íslandi, þó aðallega forystumenn hennar, eru að ofmeta gríðarlega tekjur sem eru og verða af vaxandi fjölda ferðamanna sem leggja leið sína til landsins til að skoða okkar sérstæðu náttúru. Stór hluti þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins í sumar eru svokallaðir bakpokaferðamenn, koma nestaðir að einhverju marki til landsins, versla því lítið til matar síns nema eitthvað lítilræði í BÓNUS og kaupa lítið eða ekkert af minja-gripum, fatnaði eða öðrum sem svokallaðir venjulegir ferðamenn kaupa. Á vinsælum veitingastöðum sem Íslendingar eru vanir að sækja er oft erfitt að fá borð sem kann að valda því að Íslendingar koma heldur ekki á þessa staði þegar nægjanlegt framboð er af sætum. Í þessu sambandi mætti nefna miðborg Reykjavíkur, göngugötuna á Akureyri, Tjöruhúsið á Ísafirði, Stúkuhúið á Patreksfirði og fleiri. Svo borga þessir ferðamenn ekki viðhald fjölförnustu ferðamannastaðanna þar sem náttúran skartar oft sínu fegursta, og því miður stefnir í það að margir þessara staða verða hreinlega úttraðkaðir í haust þegar hægir að ferðamannastraumnum, eða eru það kannski nú þegar, því miður.

Ekki er gott að segja hvort erlendum ferðamönnum blöskrar verðlagið á veitingum og gistingu hérlendis, en það hlýtur að vera. Tertusneiðin í Mývatnssveit, sem oft hefur verið nefnd, kostar 1.290 krónur sem auðvitað er okur af verstu gerð, og það er verðlag á öðrum stöðum á landinu, s.s. pylsa sem kostar 1.700 krónur, kaffibolli á 1.000 krónur og gisting í einu herbergi í sveitargistingu á 26.000 krónur. Hér ræður hrein græðgi ferðinni, ekki þjónustulund, sem kemur viðkomandi ferðaþjónustuaðilum í koll þegar fram í sækir, en skaðar um leið ímynd ferðaþjónustunnar hérlendis til lengri tíma, einnig þá fjölmörgu sem eru að gera góða hluti og halda verðlaginu innan skynsamlegra marka. Auðvitað væri hægt að nafngreina þá aðila sem láta græðgina ráða för, en það gerir auðvitað enginn því hver vill eiga á hættu að verða kærður fyrir meiðyrði og atvinnuróg? Hægt væri að sniðganga þessa staði, en þá vantar einhverja lista yfir þá. Lista yfir þá sem eru skynsamir væri auðvitað hægt að gera, því þeir gráðugu mundu vilja laga sig að þeim kröfum sem þar eru gerðar, þ.e. lækka verðið og það væri auðvitað það sem stefnt væri að með slíkum lista. Hluti af þessum hópi fólks sem er þjakað af græðgi, eru landeigendur við Geysi og Námaskarð sem hafa rukkað inn aðgangseyrir og bera svo við að þeir peningar séu ætlaðir til byggja upp þjónustu á þessum stöðum. Það er svipað og að selja gistingu á hóteli sem er í byggingu til þess að eiga fyrir byggingakostnaðinum.

Auðvitað ætti viðskiptaráðueytið að hafa komið á skipulagi á náttúrkort sem allir erlendir ferðamenn væru skyldugir að kaupa þegar þeir koma til landsins. Skipting þeirra tekna ákvaðast síðan af aðsókn á viðkomandi viðkomustaði ferðamanna. Við Íslendingar ættum hins vegar að fá frían aðgang að náttúruperlum okka lands, það er svo sjálfsagt að ekki ætti að þurfa að krefjast þess. Það er engin mismunun, erlendir ferðamenn koma þá til landsins á þeim forsendum sem við setjum, ekki forsendum sem bera keim af undirlægjuhætti fyrir erlendum ferðamönnum. Besta leiðin til að rukka erlenda ferðamenn fyrir að sjá og upplifa íslenska náttúru er að koma á 30 daga náttúrukorti sem veiti aðgang að helstu ferðamanna-stöðum landsins. Þetta er besta lausnin til langs tíma, hefur minni áhrif á eftirspurn eftir ferðum til landsins en almennur skattur og etur boðið upp á sanngjarna úthlutun fjármuna til ferðamannastaða í hlutfalli við þann fjölda sem kemur þangað. Heildartekjur af slíku 30 daga náttúrukorti gætu numið liðlega tveimur milljörðum króna. Ýmislegt væri hægt að gera fyrir þá peninga.

Geir A. Guðsteinssonritstjóri

Græðgi og svört atvinnu-starfsemi í ferðaiðnaði

Leiðari Samsæti heilagra í EdinborgarhúsinuÍ sýningunni Samsæti heilagra er

sjónum beint að hlutverki hins kvenlega í hugmyndasögu Vestur-landa. Listakonurnar Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Gunnhildur Hauks-dóttir hafa í þessu skyni efnt til samsæta þar sem tekist er á við umræðuefnið í spuna á mörkum veruleika og skáld-skapar. Samsætin eru skráð með hljóð- og myndbandsupptökum og rituð upp sem handrit. Þessu er miðlað í innsetn-ingu í Edinborgarhúsinu en hefur áður verið sýnt í Listasafni íslands á síðasta ári. Auk þess að sýna teikningar, bækur og myndbönd í Edinborgarhúsi, munu listakonurnar að auki efna til samsætis á Ísafirði. Það samsæti bætist þannig í þennan brunn umræðu um hið kven-lega og hið dýrslega í víðu samhengi. Verkið er langtímaverkefni þar sem hver uppsetning felur í sér viðbót sem markast af sögu og stað. Sýningin var opnuð 4. júlí sl.

„Hugmyndin að baki verkinu er að gangast við dýrinu í sögu hins kven-lega. Við samþykkjum og fögnum hugmyndinni um konuna sem dýr. Um leið viljum við tefla dýrinu saman

við hefðina um samsæti hugsuða og listamanna þar sem ólíkir karakterar mætast og vefa á milli sín heima. Í því skyni leitum við aftur fyrir post- modernismann og gerum tilraun til að staldra við á þeim tíma sem Súr-realisminn var að ryðja sér rúms og vinna útfrá ríkjandi hugmyndum þess tíma um eiginleika hins kvenlega. Rót þessara hugmynda má rekja aftur til þess tíma þegar aðskilnaður sálar og

líkama á sér stað í hugmyndum um mannlega tilvist. Samasemmerki var sett milli hins kvenlega og þess líkam-lega/náttúrulega í kringum 400-600 f.K. Þá voru hugmyndir Xenophanes og Augustine af Hippo ríkjandi þar sem hinu kvenlega var haldið á dýrslegu og líkamlegu plani og gildismat heil-agrar þrenningar; maður, kona, barn var allsráðandi,“ segja þær Gunnhildur og Bryndís Hrönn.

Edinborgarhúsið á Ísafirði hefur svo sannarlega verið menningunni á Ísafirði lyftistöng.

Athyglisverð hlunninda-sýning á ReykhólumAfar athyglisverð hlunnindasýning

hefur staðið yfir á Reykhólum í sumar í gömlu mjólkurstöðinni við Maríutröð. Þar er fuglalífinu á svæð-inu gerð góð skil, ýmsir munir eru til sýnis, bæði gamlir og nýir, handverk er þar á boðstólum og gamlir bátar eru þarna sem sannarlega segja söguna.

Meðal þeirra er Staðarskekktan Björg sem mun vera smíðuð í Hval-látrum veturinn 1916 – 1917 af feðg-unum Ólafi Bergsveinssyni og Gísla Ólafssyni. Þá var Gísli 17 ára og var skekktan gagngert smíðuð fyrir hann. Hún mun bera nafn ömmu Ólafs, Bjargar Eyhólfsdóttur á Sviðnum sem var uppi á árunum 1815 – 1899. Sumarið eftir fór Gísli á skekktunni upp að stað á Reykjanesi og gerðist vinnumaður og síðan ráðsmaður hjá Jóni Þorvaldssyni prófasti. Þau urðu afdrif Gísla að hann fórst á skekktunni síðla hausts árið 1925. Hann lagði af stað með póst yfir á Grónes handan Þorskafjarðar, nesið á milli Djúpa-fjarðar og Gufufjarðar, en bátinn rak mannlausan upp á lendingunni á Stað nóttina eftir eða mjög skömmu síðar. Staðarskekktan var alla tíð á Stað og var að líkindum í notkun fram undir 1970. Síðan lá hún þar á hvolfi þangað til sumarið 2005 þegar Félag áhuga-manna um Bátasafn Breiðafjarðar bjargaði henni og árið eftir var smíð-aður eftir henni báturinn Vinafastur, sem einnig er á sýningunni. Báturinn er eign Félags áhugamanna um Báta-safn Breiðafjarðar.

Aftan við Staðarskekktuna er Send-lingur, byggður 1886, en Ólafur Að-alsteinn, smíðaði bátinn þegar hann var 19 ára. Ólafur Aðalsteinn ólst upp hjá afa sínum sem var bóndi og bátasmiður á Sviðnum sem var ein af mörgum byggðum eyjum í Flat-eyjarhreppi.

Árið 1892 fór hann í Skáleyjar en þar átti hann stúlku sem beið eftir honum. Þau giftu sig og hann settist þar að næstu tvö árin. Árið 1894 fengu þau hálfa ábúð í Hvallátrum sem var næsta eyja við Skáleyjar. Þau fluttu búferlum um vorið, fóru á bátnum með fjölskyldu og búslóð, hún var nú ekki stærri en það. Í Hvallátrum bjó hann með sína fjölskyldu til dauða-dags 1939 og smíðaði þar fjölda báta.

Breiðfirskt bátalagSendlingur er smíðaður samkvæmt samkvæmt breiðfirsku bátalagi. Borðin hringinn í kringum bátinn eru kölluð umför. Í bátnum eru 9 umför. Umförin þarf að beygja, sérstaklega þau neðstu og til þess að þau brotni ekki né klofni þegar þau eru undin og beygð eru þau hituð fyrst í svoköllum svitastokki. Stór járnkúla, hálffyllt af vatni er hituð með gasi og gufunni hleypt í gegnum rör inn í stokkinn. Spýturnar er svo auðvelt að beygja blautar og heitar. Í bátnum er ein-göngu fura.

staðarskekktan nær, fjær er send-lingur.

Bláberjadagar í Súðavík um næstu helgiStofnað var áhugamannafélag um

Bláberjadaga í Súðavíkurhreppi í mars 2011 og hefur hátíðin verið

haldin allar götur síðan. Næsta hátíð er er dagana 22., 23 og 24. ágúst nk. Skipulagningin og framkvæmdin er framlag allra bæjarbúa sem bláberi geta valdið.

Bláberjadagar eru engin venjuleg bæjarhátíð þó svo að bæjarbúar muni klárlega skemmta sér vel saman ásamt gestum. Þemað eru bláber, þessi holla og næringarríka náttúruafurð sem vex villt allt í kringum Súðavík og eru einmitt best og mest á þessum tíma. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að tína sem mest af allskonar berjum og eru ýmsir viðburðir í boði til að hressa upp á sál og líkama milli berjatínslu-ferða.

Bláberin vaxa víða á Íslandi og eru víða að finna á Vestfjörðum. Bláberin eru ljósari á lit en aðalbláberin og eru örlítið sætari á bragðið. Það er fátt sem er skemmtilegra á þessum árstíma, en að sitja úti í guðsgrænni náttúrunni og tína bláber. Það er því full ástæða að skreppa til Súðavíkur.

Er eitthvað gómsætara en bláber og rjómi eða bláberjabaka?

Page 5: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

94.900T I L B O Ð S V E R Ð

149.900 94.900T I L B O Ð S V E R Ð

144.900 89.950T I L B O Ð S V E R Ð

179.900

Spanhelluborð, niðurfellanlegtHeildar afl 6.800 WTækjamál: 590x520x57mm

Spanhelluborð, niðurfellanlegtEin stór hella og ein multizon · Heildar afl 7.200 W Tækjamál: 575x505x56 mm

99.900T I L B O Ð S V E R Ð

176.900

Veggháfur, stálBreidd: 60 cm.Mesta sogafl: 753 m3/klst

NZ

64

F3

NM

1AB

NZ

63

3N

CN

BK

HD

C6

47

5T

G

NV

63

55

DG

SS

R Bakstursofn, blástursofnSjálfhreynsandiLítrar: 70 LLitir: Bustað stál og hvíturFylgihlutir: 1 skúffa, 2 bökunar-plötur og 1 rist

89.900T I L B O Ð S V E R Ð

139.900

Bakstursofn, blástursofnSjálfhreynsandiLítrar: 65 LÞrýstisnerlar og þrýstihnapparFylgihlutir: 1 skúffa, 2 bökunar-plötur og 1 ristB

F6

4C

CB

W

Allar vörurnar eru á tilboði á SPARIDÖGUM

199.900T ILBOÐSVERÐ

48" 279.900T ILBOÐSVERÐ

55" 549.900T ILBOÐSVERÐ

65"239.900

149.900T ILBOÐSVERÐ

51"189.900 329.900 649.900

afsláttur25%

Hágæðahljómflutningstæki

UE

xx

H6

47

5S

U

· Sería: 6470· Upplausn: 1920 x 1080· Clear Motion Rate 400Hz· Netvafri: Já· Örgjörvi: Quad Core· USB Movie: Já· Sjónvarpsmóttakari: Stafrænn DVB-T / C x1, Gervihnatta x1, Analog x 1

69.900T ILBOÐSVERÐ99.900

20.3 milljón pixlar · 20-50 mm linsa fylgir · APS-CMOS Sensor · Direct Wi-Fi · I-Function linsa · Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. · ISO 100-12800 · Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)

· Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði

PLASMASJÓNVARP

PS

51F

45

05

Highly recommended

PhotographyBlog.com

Frábær myndavél semuppfyllir kröfur fagmannsins

LED 3D Smart TV

30.000króna

afsláttur

Page 6: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

6 21. ágúst 2014

Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: [email protected]

Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf

ibuxin rapidfæst án lyfseðils í apótekum

ibuprofen

Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarly�a sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar-truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarly�um (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum ly�um, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir ly�nu. Júlí 2012.

HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI

Safnabókin 2014 geymir merkar upplýsingar um 160 söfnÍ Safnabókinni má finna upplýsingar

um meira en 160 söfn, setur, sýn-ingar, þjóðgarða og kirkjur um

allt land. Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í safnamenningu og fjölmörgum verkefnum hefur verið hrundið af stað í öllum landsfjórð-ungum, sem tengjast menningu og sögu landsins. Safnabókin kortleggur þetta menningarlandslag og er óhætt að segja að það komi á óvart hversu ríkt og frjósamt menningarlífið er um allt land.

Bókin er í handhægu formi, henni er skipt eftir landshlutum og geymir upplýsingar um opnunartíma og verð-skrá safnanna, stutta kynningu á hverju safni og ótal fallegar myndir. Safna-bókin er ókeypis, hana má nálgast í verslunum Samkaupa -Strax, Úrval og Nettóverslunum um land allt. Einnig má finna hana á upplýsingamið-stöðvum ferðamanna og á söfnunum sjálfum.

Tilvalið er að grípa með sér Safna-bókina í sumar ef ferðast er um landið, í bókinni leynast örugglega upplýsingar um söfn sem viðkomandi hefur ekki haft upplýsingar eða fræðslu um.Sjón er sannarlega sögu ríkari.

Á Vestfjörðum eru fjölmörg söfn. Hér má sjá nokkuð tæmandi lista yfir þau.•Minjasafn Egils Ólafssonar að

Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn merkilegra muna frá sunnan-verðum Vestfjörðum sem segja sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs.

• SafnSamúelsíSelárdalviðArnar-fjörð er afr merkilegt, en þar hefur farið fram endurreisn á stuyttum listamannsins.

•Hrafnseyri við Arnarfjörð erfæðingarstaður Jóns Sigurðssonar.

Á Hrafnseyri er sýning um Jón Sig-urðsson og þar er burstabær byggður 1997 og er eftirlíking af þeim bæ sem Jón var fæddur í og þar er veitinga-sala. Snotur kirkja er þar skammt frá.

• SmiðjaGuðmundarSigurðssonaráÞingeyri er liðlega 100 ára gömulk og er ein merkilegasta og upprunarleg-asta smiðja landsins. Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni og þar er hægt aðfræðast um forna verkhætti.

•DellusafniðáFlateyriersafnutanum ýmsa safnaradellu og þar er að sjá mörg ólík einkasöfn, m.a. lögregluminjasafn sem geymir yfir 100 lögregluhúfur frá ýmsum löndum og þarna er skipamódelsafn, sykurmolasafn, tókbakspakkar og eldspýtustokkasafn frá hernámsár-unum á Flateyri og í Önundarfirði.

• SýningávegumMinjasjóðsáFlateyrier í gömlu bókabúðinni og í svarta pakkhúsinu er sýningum harðfisk og

skreið. Auk þess hefur félagið Hús og fólk reist 16 söguskilti víðs vegar um þorpið.

• ByggðasafnVestfjarðaeríTurnhús-inu á Ísafirði, neðst á Skutulsfjarðar-eyri.

• SafnahúsiðígamasjúkrahúsinuáÍsafirði sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara. Þar er bókasafn, listasafn, ljósmyndasafn og skjalasafn.

•Náttúrugripasafn Bolungarvíkurgeymir m.a. hvítabjörn, hvalbein, fugla, egg. Seli,refi, mýs steina og stór surtabrandsstykki. Afar athyglisvert.

• SjóminjasafniðíÓsvöríBolungarvíkút undir Óshlíð er 19. aldar verbúð, salthús, fiskhjallur og áraskipið Öl-ver með öllum búnaði. Safnvörður er klæddur skinnklæðum.

•GrasagarðurVestfjarðaerímiðbæBolungarvíkur.

•ViktoríuhúsíVigurerupphaflegatimburhús frá því um 1800 en í viðbyggingu er starfrækt kaffihús. Í Vigur er einnig vindmylla.

•MelrakkaseturÍslandseríEyrardalí Súðavík, fræðasetur sem helgað er melrakkanum sem er eina upphaf-lega landspendýrið hérlendis.

• LitlibæríSkötufirðivarreistur1895með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og gras á þökum. Búið var í honum til 1969. Í bænum er kaffisala.

•Minja-oghandverkshúsiðKörteríTrékyllisvík. Þar er að finna fallegt safn með munum frá miðöldum og úrval af fallegu handverki og list-munum, unnum af heimafólki.

• Sauðfjársetrið á Ströndum er íSævangi sunnan Hólmavíkur. Munir sem tengjast sauðfjárbúskap fyrr og nú er þungamiðja sýningarinnar. Á sumrin hefur Sauðfjársetrið haft lömb á svæðinu.

safnabókin 2014, fræðandi upplýs-ingarit.

Kirkja sumarsins:

Stóra-Laugardals-kirkja í TálknafirðiStóri - Laugardalur er bær og

kirkjustaður við norðanverðan Tálknafjörð. Núverandi kirkja

var vígð 3. febrúar 1907, en efni-viðurinn í hana var fluttur inn frá Noregi, tilsniðinn að mestu leyti. Byggingin tekur um 120 manns í sæti. Einn merkasti gripur Laugar-dalskirkju er prédikunarstóll, mikill og forn. Sagan segir að hann sé kom-inn úr dómkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku og danskur kaupmaður

hafi gefið kirkjustaðnum í Laugardal hann.

Kirkjan á fleiri góða gripi, meðal annars afar fornan gylltan kaleik, pat-ínu og kirkjuklukkur. Er önnur þeirra með ártalinu 1701. Altaristafla kirkj-unnar er eftirlíking af síðustu kvöld-máltíðinni eftir Leonardo da Vinci. Orgel kirkjunnar er einnig hinn merkasti gripur en það var smíðað af Ísólfi Pálssyni og er sennilega frá því um 1920.

Kirkjan er fallegt, en látlaust guðshús.

Fegurð vestfirska fjalla er óviðjafnanlegVestfirsk fjöll eru engum lík,

slík er tign þeirra og fegurð, ekki síst þau sem standa

fremst á nesunum milli fjarðanna. Hér

er horft til Tálkna milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar og fjær sést í Blakks-nes sunnan við Patreksfjarðarflóa. Þarf nokkuð frekar vitnanna við?

Page 7: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is
Page 8: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

8 21. ágúst 2014

„Ef farið yrði í að þvera Þorskafjörð þyrfti að endur-byggja veginn niður í Reykhóla“- segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps

„Það er hreinlega til vansa í nútíma þjóðfélagi að bjóða upp á sam-göngur árið 2014 eins og eru í dag

um þjóðveg 60 héðan til suðurhluta Vestfjarða, og reyndar lengra,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitar-stjóri Reykhólahrepps. Í sveitarfélaginu búa um 300 manns og hafa verulegra hagsmuna að gæta hvað varðast sam-göngur en íbúarnir sækja þjónustu til Hólmavíkur og í einhverju mæli til Pat-reksfjarðar. Aðalhagsmunir sveitarfé-lagsins eru akstur skólabarna til og frá skóla 9 mánuði ársins“- Hvað veldur því að þessi hluti lands-ins hefur orðið jafn afskiptin sam-göngulega eins og raun ber vitni?

„Það væri fróðlegt að fá svar við því og það hefur verið uppi á borðinu löngu áður en þetta Teigskógsmál kom upp. Kannski fólksfæðin hafi eitthvað um það að segja en samstaða heima-manna hefur svo sannarlega verið til staðar á síðustu misserum,“ segir Ingi-björg Birna.

Teigskógsleiðin á aðal-skipulagi Reykhólahrepps- Hefði ekki verið skynsamlegt að beita þrýstingi í þá veru að þvera þrjá firði í stað þess að bíða ákvörðunar sam-gönguyfirvalda og Vegagerðarinnar?

„Þessi A-leið, sem er vegur beint frá Árbæ í Reykhólum yfir á Skálanes milli

Gufufjarðar og Kollafjarðar er seinni tíma hugmynd og kemur í kjölfarið á hugmynd um að reisa sjávarfallavirkjun í minni Þorskafjarðar. Það er samþykkt stefna Reykhólahrepps í skipulags-málum og samþykkt aðalskipulags, að leggja veg um Teigskóg fyrir Hallsteins-nes yfir í Djúpafjörð og þess vegna er það forgangskrafa sveitarfélagsins. Ef vegur 60 lægi um Reykhóla, þ.e. ef farið yrði að þvera Þorskafjörð, þyrfti að endurbyggja alveg veginn hingað niður eftir austanmeginn. Vegagerðin hefur sent inn til Skipulagsstofnunar ósk um að vegurinn um Teigskóg fari aftur í umhverfismat. Ég á frekar von

á því að það svar verði neikvætt, veg-urinn fari ekki aftur í umhverfismat. Það liggur fyrir Hæstaréttrdómur um þetta svæði, á því byggi ég þessa skoðun mína. Ef látið yrði reyna á upptöku á umhverfismati tekur það sinn tíma. En við íbúarnir vonum innilega að þessi vegagerð hefjist sem fyrst“- Svo virðist sem Vestfirðirnir sé eyland með margt fleira en vegi. Raforkan er fullnýtt að heita má, rafstrengir eru óvíða í jörð og afhendingaröruggi því oft alls ekki sem skyldi þegar herja hörð vetrarveður. Stundum er rafmgnslaust. Er þetta ekki líka mál sem þarf að koma til betri vegar?

„Vissulega, og kannski hefði bráttan átt að vera samhliða í orku- og vega-málum. Stórar orkuveitur á suðvest-urhorninu eru forgangsmál að því er virðist og orkan frá þeim seld til orkufreks iðnaðar. Á Vestfjörðum gæti líka verið orkufrekur iðnaðar, og það er vísir að því með Kalkþörunga-verksmiðjuna á Bíldudal. Við gætum gert betur og skapað þannig fleiri störf. Hér væri hægt að byggja sjávarfalla-virkjun í Þorskafirði og eins hefur virkjun Hvamsfjarðar verið nefnd. Slík orkuver yrðu vítamínssprauta fyrir at-vinnulífið hér. En þessar leiðir eru ekki samkeppnishæfar í dag“Á íbúafundi sem haldinn var að Reykhólum kom upp mikill áhugi á leið A í samgöngu-málum, þ.e. að þvera Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. En einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Vegagerðin vilj ekki skoða þessa leið, fyrst og fremst vegna þess að hún er um 3 milljörðum króna dýrari. Aðrar hliðar hafa því ekki verið kannaðar að neinu marki fremur en göng undir Hjallaháls, sem hafa verið rædd en ekki komist á neinn forgangslista. Þegar

umhverfismatið var gert með B-leiðina voru aðrar leiðir teknar í umhverfis-mat, þær eru tilbúnar í dag og gefa á þær framkvæmdaleyfi nú þegar. Göng undir Hjallaháls þyrftu eins og sér að fara í umhverfismat, annað á þeirri leið hefur þegar farið í mat og göngin eru þegar á samgönguáætlun þó það eitt og sér sé ekki neitt loforð um hvenær þau komi til framkvæmda,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

teigskógur, ef skóg skyldi kalla.

Minni Djúpafjarðar og gufufjarðar en við þverun þessara fjarða auk Þorska-fjarðar frá Reykhólum mundi vegurinn eða brúin koma í skálanes sem sést fjær.

„Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir góðri rekstrarafkomu“- segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Gísli Halldór Halldórsson, bæj-arstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fjárhagsstaða sveitarfélags-

ins hafi lengi verið þung en á undan-förnum árum hafi ágætlega tekist til að bæta fjárhagsstöðuna, og ýmsislegt hafi fallið með bæjarsjóði. Ísafjarðar-bæjar er undir viðmiðunarmörkum eftirlitsnefndar Sambands sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga, sem eru þau að skuldirnar séu ekki meiri en 150% af árstekjum sveitarfélagsins.

„Afkoman á síðasta ári var mjög góð og áætlun þessa árs gerir einnig ráð fyrir góðri rekstrarafkomu og allt bendir til að við mun geta staðið vel við þá áætlun. Róðurinn er að léttast, en Ísafjarðarbær er skuldsett sveitar-félag og eigum það sameiginlegt með Vesturbyggð að hér eru margar svo-kallaðar Íbúðalánsíbúðir sem eru yf-irskuldsettar allt að 160% og þar eru skuldir upp á um 700 milljónir króna. Á síðustu allt að tveimur áratugum hefur safnast hér upp mikil viðhalds-þörf gatna og innviða, mun meira en við hefðum kosið. Það hafa ekki verið til neinir peningar til viðhalds en við verðum að fara að þreifa á þessu viðhaldi,“ segir bæjarstjóri.- Eru framundan einhverjar fram-kvæmdir á vegum Ísafjarðarbæjar?

„Stærsta framkvæmdin nú er hjúkr-unarheimilið en stefnt er að því að ljúka henni næsta vor en framlag til þess er um 500 milljónir króna á þessu ári í samstarfi við ríkisstjóð og heilbrigðisyfirvöld. Við vildum fara í stóra framkvæmd sem er að gera við Hlíðarveginn á Ísafirði sem áætlað var að verja til um 100 milljónum króna, en vildum ekki taka þá áhættu nú, henni var frestað. Það er verið að steinleggja götur í gamla bænum, m.a. Þvergötu, sem er um 30 millj-ón króna framkvæmd og það verður haldið áfram með það á næstu árum. Það gleður íbúa því það gerir bæinn virkilega fallegan“ - Eru einstaklingar að byggja í sveitar-félaginu sem ætti að benda til þess að fólk trúi að Íslendingar séu að komast út úr mestu efnahagslægðinni?

„Það er enn tregða á því, þrátt fyrir að það sé svolítill skortur á húsnæði. Byggingakostnaður í dag er hins vegar ekki í neinum takti við tekjumöguleika fólks. Íbúðahúsnæði sem var um tíma laust í Bolungarvík og á Flateyri virðist stefna í að vera bundið en bæði í Dýra-firði og Ísafjarðardjúpi er gríðarlegur vöxtur í fiskeldi sem skapar mikla vinnu á Flateyri og Þingeyri, en auð-vitað líka í Hnífsdal. Það er stefnt að

því hér að fiskeldi verði 50 til 70 þús-und tonn og það er einnig aukning á sunnanverðum Vestfjörðum. En í þessu sambandi verðum við að vanda okkur, bæði umhverfislega og skipu-lega en það er engin vafi á því að það er þörf á þessari fiskframleiðslu í heiminum“ - Það hefur verið í fréttum ákvörðun innanríkisráðherra að staðsetja sýslu-mann og lögreglustjóra fyrir Vestfirði á Bolungarvík og Ísafirði. Það hefur valdið lítilli hrifningu í sveitarfé-lögunum fyrir vestan ykkur, þ.e. á Tálknafirði og Vesturbyggð. Hver er afstaða bæjarstjórnar Ísafjarðar í þessu máli?

„Við teljum eðlilegt að þar sem flestir íbúarnir eru, þ.e. á norðan-verðum Vestfjörðum, sé lögreglu-stjórinn staðsettur. Hér eru árlega um 80% af öllum almannavarnatilvikum og því teljum við fulla ástæðu til að lögreglustjórinn sé staðsettur á Ísafirði. Okkur finnst heldur ekki óeðlilegt að sýslumaðurinn sé einnig á þessu svæði. Ef vilji er til að fara í byggðaaðgerðir gagnvart Vesturbyggð, Tálknafirði og Bolungarvík sem allir eiga undir högg að sækja, kemur okkur verulega spánskt fyrir sjónir ef í því fellst að flytja störf frá Ísafjarðarbæ en ég get

haft á því skilning ef dreifa eigi þessu með einhverjum hætti um Vestfirði“ - Íbúar á sunnaverðum Vestfjörðum eru einnig afar ósáttir við flytja eigi yfir-stjórn heilbrigðismála, þ.e. sjúkrahúss og heilslugæstu til Ísafjarðar, þ.e. sam-eina þær undir einn hatt eins og heil-brigðisráðherra hefur ákveðið. Hver er ykkar afstaða til þess máls?

„Það er engin skynsemi í því að stjórna þessum stofnunum saman. Það er óravegur á milli þessara staða, ekki síst að vetrarlagi þegar Hrafns-eyrarheiði og jafnvel fleiri fjallvegir eru ófærir. Því fylgir því eingöngu óhag-

ræði og aukin kostnaður að ætla að sameina yfirstjórn þessara heilbrigð-isstofnana. Ég tel að allir Vestfirðingar séu því sammála. - Ég hef heyrt þær raddir á sunnan-verðum Vestfjörðum að ein af ástæðum þess að ekki er komið lengra með að gera heilsársláglendisveg um Barða-ströndina sé að til þess hafi skort stuðning íbúa og stjórnmálamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Er einhver fótur fyrir því að þínu mati?

„Það er alrangt, og eldgamalt bragð sem jafnvel hefur m.a. verið notað af nokkrum fyrrum samgönguráðherrum til að draga úr baráttuanda Vestfirðinga með því að etja þeim saman. Við höfum lengi stutt það að við gætum komist á öllum tíma árs á suðurhluta Vestfjarða, m.a. til Patreksfjarðar. Við höfum því alltaf stutt þessar vega-bætur sem og jarðgangagerð milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, og það er því alrangt að núa þessu okkur um nasir. Við munum miklu frekar aka um jarðgöng til Arnarfjarðar og um Barðaströnd í Reykhóla en að fara um Ísafjarðardjúp. Það er sú leið sem við höfum alltaf lagt áherslu á sem fram-tíðarveg héðan á höfuðborgarsvæðið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæj-arstjóri Ísafjarðarbæjar.

gísli Halldór Halldórsson.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

Page 9: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

21. ágúst 2014 9

„Hefðum mátt veiða 430 þúsund tonn af þorski en ekki 130 þúsund tonn“- segir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs á Tálknafirði

Guðjón Indriðason, fram-kvæmdastjóri útgerðar og fisk-vinnslufyrirtækisins Þórsbergs

á Tálknafirði, gerði könnum um svipað leiti og þorskkvótinn var skorinn niður í 130 þúsund tonn. Það var gert vegna þess að þá fengist svo gott tækifæri til að byggja upp þorskstofninn vegna mik-ils uppgangs í fjármálakerfinu. Guðjón segir að Hafrannsóknastofnun komist stundum stundum að þeirri niðurstöðu ef enginn fiskur finnst áákveðnu svæði þá sé hægt að reikna út hvað margir fiskar finnist í grenndinni!

„Ég veit það ekki en þeir hafa lært svo mikið að þeir eru ekki í vandræðum með það,“ segir Guðjón. „Sonur minn var búinn að róa á sömu trillunni á sömu miðunum í 5 sumur og ég fékk löndunarskýrslu yfir ákveðinn dag um miðjan maímánuð. Á fyrsta árinu var leyft að veiða 186 þúsund tonn og þá var meðalþyngdin 1,9 kg. Síðan jókst meðalþyngdin stöðugt þannig að á fimmta árinu var hún komin í 4,9 kg.

Ef meðalstærðin 4,9 kg er yfirfærð á fiskveiðiárið þar sem leyft var að veiða 186 þúsund tonn og reiknum með að veiðst hafa jafn margir einstaklingar, hefðum við mátt veiða 430 þúsund tonn af þorski en ekki 130 þúsund tonn. Ef þetta er breytingin á handfæraveiðum hvað varðar meðalstærð þá hlýtur að

vera sambærileg breyting á öðrum veiðarfærum. Þau fræði sem stuðst er við hvað varðar kvótasetningu einstaka fisktegunda er að mínu mati á alvar-legum villigötum, og hefur verið það í fjöldamörg ár. Á sama tíma og þeir skáru þorskinn niður i 130 þúsund tonn leyfðu þeir 100 þúsund tonna veiði á ýsu fyrir tvö fiskveiðitímabil, og jafnframt fylgdi því yfirlýsing um að engin hætta væri á ofveiði á ýsustofninum. Sjö árum seinna þurfti að skera ýsuna niður við trog, þrátt fyrir að mikið væri af ýsu í öllum fjörðum og flóum, og aðeins leyft að veiða 30 þúsund tonn. Það er ekki gerlegt að það þurfi að vera á línu þriðjungur meðaflans á ýsu.

Það er bannað að veiða lúðu og sagt að stofninn sé hættulega lítill. En ef farið er á matsölustaði í Reykjavík þar sem lúða er á boðstólum er sagt að hún sé norsk! Er það trúlegt?

Jón Jónsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, gagn-merkur vísindamaður, sagði að það

þyrfti ekki nema 10 hrygnur á Selvogs-bankann ef allt kæmist á legg. Þá þá mundu þær gera meira en við erum að taka í meðveiði, en auðvitað klekkst ekki allt út!

Guðjón Indriðason segir að nú sé verið að leggja veg út á Álftanes til að tryggja umferðaröruyggi á svæðinu. Það sé því löngu orðið tímabært að leggja á vegi um Teigskóg í Þorskafirði ef hugmyndin er að tryggja umferð-arörggi á þessu svæði með sama hætti

og á Álftanesi og að hægt sé að aka frá suðurhluta Vestfjarða suður á höfuð-borgarsvæðið á öllum árstímum. Í dag þurfa sjávarútvegsfyrirtæki á suður-hluta Vestfjarða að treysta á flutning með Breiðafjarðarferjunni Baldri milli Brjánslækjar á Barðaströnd og Stykk-ishólms sem er auk þess dýrari kostur, og krefst þess að vinnslu sé hætt fyrr á daginn ef um ferskan fisk er að ræða til þess að ná brottfarartíma ferjunnar á Brjánslæk.

guðjón Indriðason.

Einn báta Þórsbergs, Aðalberg BA-236.

Kálkþörungaverk-smiðjan á Bíldudal líður fyrir viðhald á byggðalínuLandsnet tilkynnti Kalkþör-

ungaverksmiðjunni á Bíldudal með tveggja vikna fyrirvara að

verksmiðjan yrði rafmagnslaus yfir hádeginn um nokkurt skeið. Vitað var á síðasta vetri að rafmagnið yrði tekið af vegna viðhalds á Tálknafjarðarlínu. Afleiðin er sú að framleiðslan dregst saman um 1.400 tonn á tímabilinu. Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmda-stóri Kalkþörungaverksmiðjunnar, segist afar ósáttur við þessi vinnu-brögð Landsnets. Samningur Lands-nets við Kálkþörungaverksmiðjuna

kveður reyndar á um að reynist það nauðsynlegt megi skerða raforku-notkun verksmiðjunnar en Einar Sveinn segir að hafi verið vitað um þessa skerðingu á vordögum hefði verið hægt að loka verksmiðjunni á þessum tíma og allir starfsmenn tækju sumarfrí umrædda 9 daga. Kæalkþör-ungaverksmiðjan nýtir um 10% af allri raforku á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ársframleiðsla Kálkþörungaverk-smiðjunnar er um 55 þúsund tonn og fer framleiðslan að mestu á markað í Frakklandi.

Kalkþörungaverksmiðjan.

Byggðalínan sniglast yfir brattar heiðar og á veturna getur orðið rafmagns-laust ef óveður slítur eða sligar hana.

Sumarið er tíminn…Tími útihátíða og bæjarhátíða

stendur enn yfir þó mest beri á þeim skemmtunum um

verslunarmannahelgina. Margir höfðu fyrir löngu ákveðið hvar þeir ætluðu að dvelja þessar útihátíðarhelgar. Ein-hverjir eiga sjálfsagt eftir að breyta fyrri áætlunum í takt við veðurspána þó aðrir láti ekki svoleiðis smámuni rugla skipulaginu á sumarfrí fjölskyldunnar.

Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknar-prestur á Þingeyri, segir að það að sækja útihátíð sé góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þar má yfirleitt finna eitthvað fyrir flesta. Skemmtiatriði, leiktæki, sölutjöld, listviðburðir, hand-verkssýningar, tónlist, matur og annað skemmtilegt fólk auðvitað.

„Það gleður mig alltaf jafn mikið að sjá fjölskyldur skemmta sér saman á slíkum hátíðum – því það er samveran sem skiptir svo miklu máli. Þessar há-tíðir, eins frábærar og þær eru, eiga sér þó hliðar sem ekki eru við hæfi barna. Þó ég hvetji fólk eindregið til

að skemmta sér með börnunum sínum þá ættu börn ekki að vera innanum illa drukkið fólk eða eftirlitslaus á slíkum hátíðum (unglingar er líka börn). Ef þú hefur ekki sama tónlistarsmekk og unglingurinn á heimilinu, sem e.t.v. hlustar eingöngu á það sem helst ætti að skilgreina sem hljóðmengun. Þá er ólíklegt að þú viljir sækja sömu tólistarviðburðina (hvort heldur sem þeir eru á sömu hátíðni eður ei) og unglingurinn. Þetta er þó ekkert sem heyrnarhlífar og góð bók bjargar ekki og ef á þarf að halda, heyrnartappar. Því það sem mestu skiptir er auðvitað að börnin okkar geti skemmt sér örugg og áhyggjulaus -og foreldrarnir líka.

Hóflega drukkið vín gleður manns-ins hjarta en sú gleði er fljót að snú-ast í andhverfu sína ef hún fer úr böndunum. Börn eru viðkvæm. Orð og atburðir, sem fullorðnir láta lítið á sig fá og kalla fyllirís röfl og rugl, taka börn nærri sér. Þegar það gerist hverfur gleðin eins og dögg fyrir sólu

og minningarnar litast af neikvæðum tilfinninum á borð við kvíða og ótta.

Í þessum skrifuðu orðum er verið að leggja lokahönd á undirbúning Dýrafjarðadaga. Við fjölskyldan ætlum að njóta þess að taka þátt í hátíðar-höldunum. Hápunkturinn verður grillveislan og kvöldvakan á laugar-dagskvöldið – sannkölluð fjölskyldu-skemmtun.

Útihátíðir eru fjölskylduskemmt-anir, en það er alltaf undir okkur foreldrunum komið hvort þær verða í raun skemmtun fyrir alla fjölskylduna eða ekki –ábyrgðin er ávalt okkar,“ segir sr.

Hildur Inga Rúnarsdóttir.

Þingeyri.

Grein þessi átti að birtast fyrir versl-unarmannahelgina, en því miður tókst það ekki. Efni hennar er hins vegar sígilt og á enn fullt erindi til lesenda.

Ritstjóri

Page 10: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

10 21. ágúst 2014

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected].

www.fotspor.is

Ferðamálaáætlun 2011–2020 er í fullu gildiFerðamálastofa hefur að beiðni

Ragnheiðar Elínar Árna-dóttur, ráðherra ferðamála,

unnið samantekt um stöðu aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaá-ætlun 2011-2020. Ferðamálaáætlun 2011-2020 leysti af hólmi fyrri stefnu Alþingis í ferðamálum eftir að hún var samþykkt í júní 2011. Þá höfðu orðið miklar breytingar í ferðaþjón-ustunni síðan fyrri stefna var unnin. Í tengslum við ferðamálaáætlunina var samþykkt aðgerðaáætlun í þrettán liðum sem felldir voru undir formerki þeirra fjögurra meginstoða sem ferða-málaáætlun byggir á. Það eru: I. Innviðir og grunngerð (3 að-

gerðir) II. Kannanir – rannsóknir-spár (3

aðgerðir)

III. Vöruþróun – nýsköpun (2 að-gerðir)

IV. Markaðsmál (5 aðgerðir).Í samatekt Ferðamálastofu er farið yfir hverja þessara aðgerða og hver staða þeirra er en samantektina má nálgast á „Ferðamálaáætlun 2011-2020“.

Í umræðum um ferðamál hefur stundum verið haldið fram að engin stefna sé til í málaflokknum en hið rétta er að Ferðamálaáætlun 2011-2020 er í gildi og eftir henni er unnið. Hún leysti af hólmi fyrri stefnu Al-þingis í ferðamálum eftir að hún var samþykkt í júní 2011. Í tengslum við ferðamálaáætlunina var samþykkt aðgerðaáætlun í þrettán liðum sem felldir voru undir formerki þeirra fjögurra meginstoða sem ferðamála-áætlun byggir á.

sÖgUsKILtI á DYNJANDIsHEIÐI. Eins og svo margar aðrar Íslendingasögur gengur gísla saga út á ósættir, mannvíg og blóðhefnd. gísli kom sér í vand-ræði með mannvígi og var stefnt fyrir vorþing af andstæðingum sínum. Hann taldi því sig og fjölskylduna ekki lengur örugga í Haukadal í Dýrafirði og seldi því jörðina og flutti eiginkonu sína og fóstru ásamt búslóð og búfé með skipi yfir í Arnarfjörð. Þar gerði hann bæ í geirþjófsfirði og dvaldi vetrarlangt. Vorið eftir, sem mun hafa verið árið 964, var gísli fundinn sekur á vorþingi Vestfirðinga og lagðist hann þá í útlegð sem endaði með því að hann var veginn af óvinum sínum rétt hjá bæ konu sinnar í geirþjófsfirði eftir að hafa verið skógarmaður í 14 ár. söguskiltið á Dynjandisheiði hefur vakið athygli margra ferðalanga en tréskurðarstytturnar á myndinni gerði listakonan Kristín Helgadóttir.

Átthagafélög vilja raunhæfar aðgerðir strax við Vestfjarðaveg í GufudalssveitFormenn vestfirsku átthagafé-

laganna, Ólafur Sæmundsson, formaður Patreksfirðingafé-

lagsins, og Guðmundur Bjarnason, formaður Arnfirðingafélagsins, segja í upphafi bréfs til þingmanna Norð-vesturkjördæmis að sjaldan vefjist Vestfirðingum tunga um tönn en þó er líklega óhætt að fullyrða að mjög sé um tregt tungu að hræra þegar kemur að því sem skiptir miklu máli; nefnilega samgöngumálum. Tími sé kominn til að láta í sér heyra enda langlundargeðið nær á þrotum.

„Samfélagið á sunnanverðum Vest-fjörðum hefur staðið veikt um árabil en með samheldni, vestfirskum krafti og áræðni hefur tekist að koma á við-snúningi og nú ríkir að mörgu leiti bjartsýni og trú á framtíðarhorfur svæðisins,“ segja þeir Ólafur og Guð-mundur m.a. „Útgerð hefur eflst, fisk-eldisfyrirtæki haslað sér völl og styrkst í sessi, aðstaða til móttöku ferðafólks hefur batnað, ferðamönnum fjölgað

og svo mætti áfram telja. En á sama tíma varpar vegakerfið löngum skugga sínum yfir svæðið. Lífsnauðsynlegar samgöngubætur sitja á hakanum og eru á byrjunarreit, rétt eins og fyrir mörgum árum. Ekkert þokast og stjórnvöld taka ekki af skarið eins og nauðsynlegt er og höggva á hnútinn. Hér er horft til vegabóta í Gufudals-sveit en þar kasta á milli sín stofnanir ríkisins hugmyndum sem allir, utan örfárra svokallaðra umhverfissinna, eru sammála um að séu ekki aðeins skynsamlegar, heldur og bráðnauðsyn-legar. Þessar vegabætur eru kjarninn í því að viðhalda og efla samfélagið en örfáir og háværir einstaklingar halda þeim í herkví. Dómstólar hafa komið að þessu en ekkert gerist.

Þarna er digurbarkalega talað um náttúruvernd og náttúruverndar-sjónarmið og menn sem jafnvel kenna sig við umhverfisstefnur og vernd, tala fyrir því að miklu betra sé fyrir Vestfirðinga og innlenda og erlenda

ferðamenn að fara áfram um tvo fjall-vegi í stað þess að aka um á láglendi. Slíkt myndi líklega aldrei verða liðið á suðvesturhorni landsins og orð eins og Krýsuvíkurleiðir, slysagildrur og þess háttar myndu heyrast. Fjallvegir eru stórhættulegir á vetrum og margir hreinlega treysta sér ekki til að aka um þá í snjó og hálku. Þetta á ekki síður við um ferðamenn sem sleppa svæðinu og fara þess í stað eitthvert annað.

Fólk er hluti náttúrunnar og það er hæglega hægt að benda á að það sé líka náttúruvernd að bjóða upp á skynsam-lega valkosti í vegagerð og það þarf ekki að liggja sérlega lengi yfir kortum til að sjá að núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp, kyrrstaðan er óviðunandi og framtíðin liggur í nýjum vegi. Sumir ræða um jarðgöng í þessu samhengi, en við spyrjum; vilja menn virkilega horfa á lausn sem kostar 3.000 milljónum króna meira og fer í einhverja óskil-greinda biðröð jarðganga í stað þess að ganga hreint til verks og framkvæma

hagkvæmustu lausnina? Sumarbústað-urinn í Teigskógi er örugglega verð-mæt eign, en getur nokkur virkilega metið fermetrann þar á 60 milljónir króna?<GÆS>

Hvers virði er mannlífið á Vestfjörðum?„Hvar er fólkið og vegfarendurnir í breytunni? Hvers virði er mannslífið og mannlífið á Vestfjörðum? Erum við ekki hluti þeirrar náttúru, þeirrar flóru sem þarf að vernda? Hvers eigum við að gjalda að þurfa að aka eftir vegum sem lagðir voru um miðja síðustu öld og eru niðurgrafnir með 180 gráðu beygjum þar sem bratti er meiri en framleiðendur ökutækja í dag gera ráð fyrir að bílum þeirra sé ekið? Áttið þið ykkur á að bílaframleiðendur mælast til að bílum sé sérstaklega breytt til að aka við slíkar aðstæður? Erum við virkilega komin á þann stað að það þurfi sérhannaðar bifreiðar til að aka á svæðinu? Við einfaldlega neitum að

trúa því að íslenskir þingmenn séu af-skiptalausir um velferð íbúa Vestfjarða. Við einfaldlega neitum að trúa því að þú, háttvirtur þingmaður, ætlir að sitja hjá og gera ekki neitt til að tryggja að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum og þeir sem þangað vilja leggja leið sína, fái að njóta nútíma samgangna með öryggi á vegum úti.

Við trúum því hins vegar að þú, hátt-virtur þingmaður, sért með okkur í liði og talir fyrir og greiðir atkvæði þitt með lagafrumvarpi um lög er varða þjóðveg nr. 60, Vestfjarðarveg, þar sem bundið er í lög að hann skuli leggj-ast samkvæmt B leið og kveðið á um að vegalagningin verði boðin út ekki seinna en 1. febrúar 2015“Þeir Ólafur og Guðmundur segjast í lok bréfsins bera í brjósti von og raunar vissu um skilning.

Hér hlykkjast vegurinn upp úr Þorska-firði yfir Hjallaháls. Nútímalegt, ekki satt?

Page 11: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

23Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011

Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?

MANITOU MLT 625- 75 HNett fjölnotatæki

Lyftigeta: 2.500 kgLyftihæð: 5.900 mm4-hjóladrifinn4-hjólastýrður75 hö, Kubota,Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús, skófla, gafflar, útvarp. STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 8.200.000 + VSK

2x10Þór

Á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum síðastliðin laugardag afhenti Hrossarækt.is styrk til Styrktarfélags krabba-meinssjúkra barna, (SKB). Styrkurinn er afrakstur söfnunar á vegum Hrossaræktar.is þar sem boðnir voru upp folatollar á Stóðhestaveislu í Ölfushöll sl.vetur og happdrættismiðar seldir í kjöl-farið.

Hrossaræktendur tóku málefninu mjög vel og rúmlega 50 stóðhests-eigendur gáfu folatolla sem nýttir voru í uppboðið og happdrættið. Hestamenn tóku málefninu ekki síður vel og útkoman var veglegur styrkur upp á kr. 2.015.000 sem afhentur var á stærstu hátíð hesta-manna á Íslandi í dag.

Hrossarækt.is er fyrirtæki sem á og rekur stóðhestavefinn stodhestar.com. Að auki stendur Hrossarækt.is fyrir stóðhestasýningum norð-an og sunnan heiða og gefur út Stóðhestabók. Í vetur kviknaði sú hugmynd hjá aðstandendum vefs-ins að standa fyrir söfnun til handa góðu málefni og leita þar liðsinnis hrossaræktenda í landinu. Fyrir val-inu varð að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem hefur um árabil stutt krabbameinsjúk börn og fjölskyldur þeirra.

Viðstaddir afhendinguna voru m.a. Hinrik Bragason frá Hestvit ásamt stóðhestinum Héðni frá Feti og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri, en þeir voru meðal þeirra sem lögðu sitt til fjáröflunarinnar.

Við styrknum tók fjölskylda hestafólks sem þekkir vel til starfs félagsins en eldri sonur þeirra var skjólstæðingu félagsins á sínum tíma en hefur nú náð fullum bata. Þau Rannveig Árnadóttir, Brynjar Jón Stefánsson og Brynjar Jón yngri tóku við styrknum fyrir hönd Styrktarfélagsins, en fyrir hönd Hrossaræktar.is afhenti ung hestakona Nadía Sif Gunnarsdóttir styrkinn.

Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðla-fulltrúi Hrossaræktar.is sagði það mikla ánægju að geta styrkt þetta góða málefni og vildi þakka þeim fjölmörgu hrossaræktendum sem gáfu folatolla til söfnunarinnar sem og hestamönnum sem voru duglegir að styrkja málefnið.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk styrk frá Hrossarækt.is

Frá afhendingu styrksins. Frá vinstri, Brynjar Jón Stefánsson, Rannveig Árnadóttir, Hinrik Bragason með Héðinn frá Feti, Hulda G. Geirsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Magnús Benediktsson, Björn Kristjánsson og Snorri Kristjánsson frá Hrossarækt.is og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri. Fyrir framan standa Brynjar Jón yngri og Nadía Sif Gunnarsdóttir með ávísunina á milli sín. Mynd / Gígja Einars

Page 12: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

21. ágúst 201412

Dýrfiskur með miklar framkvæmdir í Norð-ur-botni í TálknafirðiDýrfiskur, sem ræktar regn-

bogasilung í Dýrafirði sem slátrað er á Flateyri, er að

byggja nýja og stærri seiðiseldis-stöð í í Norður-botni í Tálknafirði. Stækkun seiðiseldisstöðvarinnar er liður í því að undirbúa aukna fram-leiðslu á regnbogasilungi í sjókvíum fyrirtækisins í Dýrafirði. Kerjarýmið verður aukið til muna og sett verða einnig útiker. Dýrfiskur keypti jörðina í Tálknafirði fyrir tveimur árum.

Dýrfiskur hefur haft leyfi fyrir

2.000 tonna framleiðslu í sjókvíum en aðstaðan hefur til þessa aðeins verið nýtt að hluta. Samkvæmt heimildum verður framleiðslan 5.000 tonn ef leyfi fæst samþykkt.

Nýjar stöðvar hafa verið teknar í notkun hjá Arctic-Fish, tengdu fyrir-tæki þar sem ræktuð er fyrsta flokks bleikja. Þessar stöðvar eru 3 talsins og eru þær staðsettar á Suðurlandi; á Bakka, Fiskilóni og við Húsatóftir. Framleiðsla er hafin og er áætluð um 5 þúsund tonn á ári að sinni.

seiðaeldisstöðin verður mikil að umfangi og táknrænt dæmi um gríðar-legan mikinn uppgang í fiskeldi á Vestfjörðum, allt frá Patreksfirði norður í Ísafjarðardjúp.

Tækniþróunarsjóður veitir 462 milljónum til nýsköpunarTækniþróunsjóður veitti fyrr á

þessu ári 462 milljónum króna til nýsköpunar og þróunar í

fyrirtækjum sem má teljast mikilvæg innspýting beint inn í atvinnulífið í landinu, en þetta er fyrri úthlutun ársins. Sjóðurinn fagnar 10 ára af-mæli á þessu ári, en hann var stofnaður árið 2004 og hefur verið ómetanlegur fyrir íslensk fyrirtæki og frumkvöðla sem hafa fengið styrk úr sjóðnum við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Mikill hugur er í stjórn Tækniþróunarsjóðs eftir tilkynningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Vísinda- og tækniráðs, um verulega stækkun sjóðsins.

Að þessu sinni ákvað stjórn sjóðsins að veita 45 verkefnum brautargengi og nema styrkirnir alls 462 milljónum króna. Renna styrkirnir annars vegar til 22 nýrra verkefna og 23 framhaldsverk-efna, en allar umsóknir um framhalds-styrki hlutu styrk. Eins og sjá má af þessum tölum, er Tækniþróunarsjóður eitt öflugasta stuðningstækið í um-hverfi nýsköpunar og þróunar fyrir fyr-irtæki á Íslandi. Tekjur Tækniþróunar-sjóðs eru framlög af fjárlögum og er framlagið fyrir 2014 alls 987,5 milljónir sem veitt er í tveimur úthlutunum, að undangengu umsóknarferli og faglegu mati. Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Stjórn-

arformaður er Hilmar Veigar Péturs-son forstjóri CCP. Sjóðurinn starfar skv. lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Hlutverk hans er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði allra atvinnugreina, sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Rannís hefur umsjón með starfsemi sjóðsins.

Tækniþróunarsjóður veltir miklum fjármunum af opinberu fé, eða 987,5 milljónum á þessu ári, sem eru bein innspýting í íslenskt atvinnulíf, og margir frumkvöðlar og nýsköpunar-fyrirtæki eiga gjarna mikið undir því að fá styrk úr sjóðnum á meðan hug-mynd er að komast á ákveðinn rekspöl og þróast.

Stjórnsýsluverkefni landbúnaðarins loks færð frá BændasamtökunumSjávarútvegs- og landbúnaðarráð-

herra hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni

landbúnaðarmála frá Bændasam-tökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Mat-vælastofnunar og hins vegar til Fram-leiðnisjóðs landbúnaðarins. Nú sinna 6-7 manns í 5 stöðugildum þessum verkefnum – sumir í hlutastörfum. Þessi flutningur er samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti.

Flutningurinn tekur mið af áliti Ríkisendurskoðunar varðandi út-vistun opinberra stjórnsýsluverkefna landbúnaðarmála. Það hillir því undir það að Bændasamtökin séu ekki lengur dómarar í eigin málum. Loksins eru stjórnsýsluverkefni færð frá hagmuna-

aðilum, það gat verið verjandi að ein-hverju marki á áratugunum 1950 til 1960, jafnvel fyrr, en alls ekki í dag, árið 2014. Gott er að landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, er að átta sig á því, en því fer fjarri að Bænda-samtökin séu sátt við þessa ákvörðun, þau telja sig vera að missa spón úr aski sínum. Miklu stærri atvinnugrein, sjávarútvegurinn, hefur aldrei verið í þessari kjörstöðu í eigin málum, og hefur aldrei kært sig um það. Þegar landbúnaðurinn hættir að vera undir áhrifavaldi eins stjórnmálaflokks skap-ast skapast kannski betri og eðlilegri staða í samkeppnismálum landbún-aðarins. Því ættu bændur að fagna, ekki síst á Vesturlandi, því blómlega landbúnaðarsvæði.

Bændasamtökin eru að missa spón úr aski sínum. starfsemin í Bændahöllinni hefur að sumu leiti verið eins og ríki í ríkinu.

Áætlunarakstur milli Ísafjarðar og Hólmavíkur hófst 1. ágúst slFjórðungssamband Vestfirðinga

og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf. hafa samið um akstur

á sérleyfinu Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður. Fyrsta áætlunarferð var ekin 1. ágúst sl. en síðan verður ekið á miðvikudögum og sunnudögum til 14. september n.k.. Eftir 14. sept-ember verður ekið á föstudögum og sunnudögum fram til vorsins 2015. Ekið verður í takt við áætlun Strætó bs. samkvæmt leið 59 til Hólmavíkur frá Borgarnesi (Reykjavík). Áætlunin er sem hér segir:• FráÍsafirði:kl16:00• FráSúðavík:kl16:20• FráHeydals-vegamótumkl:17:35• FráReykjanesi:kl17:45• Hólmavíkkoma;kl18:50• Hólmavíkbrottför19:30• Reykjanesbrottför20:35• Heydalur-vegamótbrottför20:45• Súðavíkbrottför22:00• Ísafjörður22:20

Ekið er frá/ til biðskýli við Pollgötu, Ísafirði og að/frá Kaupfélagi Stein-grímsfjarðar, Hólmavík. Pantanir í

ferðir verða fyrst um sinn hjá Hóp-ferðamiðstöð Vestfjarða en síðar einnig í þjónustuborði Strætó bs.

Grundvöllur þessa samnings er einkaleyfi landshlutasamtaka sveitar-

félaga, hér Fjórðungssamband Vest-firðinga (FV), með vísan til ákvæða samnings um almenningssamgöngur á Vestfjörðum sem FV hefur gert við Vegagerðina.

Hólmvíkingar og strandamenn komast nú til Ísafjarðar með áætlunarbifreið.

Rauði krossinn á Ísafirði:

Gengið til góðs 4. til 6. september nk.

Rauði krossinn mun ganga til góðs dagana 4. til 6. septem-ber nk, en það er í 8. sinn sem

gengið er til góðs og þá hefur alltaf verið safnað fyrir alþjóðaverkefnum. Í þetta sinn verður safnað fyrir innan-landsverkefni Rauða krossins sem eru afar fjölbreytt. Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum hafa öll árin tekið þátt í þessu sérstaka verkefni og ávallt hefur verið tekið vel á móti sjálfboðaliðum sem banka á dyr með rauðan bauk í hendi. Vestfirðingar eru hvattir til að taka vel á móti göngufólkinu og láta þannig gott af sér leiða.

Um 3000 sjálfboðaliðar vinna að fjölbreyttum verkefnum félagsins. Á hverju ári fá 900 aldraðir og sjúkir heimsóknir og hjálparsími Rauða

krossins, 1717, tekur á móti 14 þúsund símtölum. Konukot hýsir heimilis-lausar konur en fólk með geðraskanir fær athvarf á daginn. Hælisleitendur, flóttamenn og aðrir innflytjendur fá félagslegan stuðning. Fólk sem býr við þrengingar fær ókeypis fatnað. Áfalla-teymi og viðbragðshópur aðstoðar þolendur náttúruhamfara, slysa og annarra alvarlegra atburða. Ungt fólk sækir námskeið um börn og umhverfi þeirra, kynnist aðstæðum flóttafólks og fær fræðslu sem miðar að því að minnka fordóma í samfélaginu. Fjöl-skyldumiðstöð veitir fjölskyldum í vanda leiðsögn í erfiðum aðstæðum. Um 6500 þátttakendur sækja árlega skyndihjálparnámskeið. Sjúkrabílar flytja um 29.000 einstaklinga árlega. Ungur sjálfboðaliði.

Page 13: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

Frír flutningur á GARÐHÚSUM á allar

þjónustustöðvar Flytjanda.

·50% afsláttur af

flutningi á GESTAHÚSUM miðað við verðskrá Flytjanda

á allar þjónustustöðvar Flytjanda.

volundarhus.is · Sími 864-2400

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd

kr. 1.699.900,- án fylgihluta.

kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og

byggingarnefndar teiknisetti.

Grunnmynd og nánari

upplýsingar á heimasíðu

volundarhus.is

www.volundarhus.is

Vel valið fyrir húsið þitt

SUMARTILBOÐÁ GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

VH/14-01

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9m² -án gólfskr. 299.900,- án fylgihluta

kr. 339.900,- m/fylgihlutum

70 mm bjálki / Tvöföld nótun

28 mm bjálki / Einföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²

kr. 269.900,- án fylgihluta

kr. 299.900,- m/fylgihlutum

TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²kr. 149.900,- án fylgihluta

kr. 169.900,- m/fylgihlutum

28 mm bjálki / Einföld nótun

GESTAHÚS og GARÐHÚS

sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Sjá fleiri GESTAHÚS og

GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

50% afsláttur

af flutningi á GARÐHÚSUM og

GESTAHÚSUM miðað við verðskrá

Flytjanda á allar þjónustustöðvar

Flytjanda.

21. ágúst 2014 13

Vonsviknar rjúpna-skyttur?Þetta umferðarskilti á ótil-

teknum stað á suðurhluta Vestfjarða hefur orðið fyrir

barðinu á riffilskotum. Kannski þarna hafi verið á ferðinni veiði-maður sem ekki hefur getað stillt gremju sína eftir að hafa ekki fengið neina rjúpu, eða kannski ekki séð neina. Umferðarskilti er opinber eign og ætti að varða við lög og vera refsivert að skjóta á þá. Í myrki sést líka ver á umferðarskilti sem hefur verið notað sem skotskífa.

Fjórðungssamband Vestfirðinga:

Vill að endanlegri ákvörðun um staðsetningu aðalskrifstofu sýslu-manns og lögreglu verði frestaðFjórðungssamband Vestfirðinga

vill í tilefni frétta innanríkisráð-eytis af nýskipan sýslumanns-

embætta og lögreglustjóra í landinu árétta umsögn sína til innanríkisráðu-neytis, á grundvelli bókunar stjórn-arfundar 26. júní sl.. „Til grundvallar verði settar fram tillögur um að aðal-skrifstofa lögreglu verði á Patreksfirði og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Ísafirði. Fjármagn verði aukið til að tryggja stöðgildi löglærðra fulltrúa á öllum sýsluskrifstofum. Að auki verði tryggt að fjármagn sé í takti við erfiða stöðu heilsárssamgangna þannig að greið samskipti og ferðalög séu á milli starfstöðva sýslumanna og lögreglu líkt og í öðrum landshlutum“Ekki eru til staðar heilsárssamgöngur á milli nema hluta núverandi umdæma sýslumannsembætta á Vestfjörðum, þ.e. á milli Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Hólmavíkur. Heilsárssamgöngur eru ekki við Patreksfjörð. Í gagna-flutningskerfi vantar tengingu með ljósleiðara til Hólmavíkur við önnur embætti á Vestfjörðum og við landið í heild. Samkvæmt gildandi samgöngu-

áætlun og fjarskiptaáætlun er gert ráð fyrir úrbótum á þessum sviðum á Vestfjörðum. Óvissa er um nákvæma tímasetningu verkefna en miða má við árabilið 2018 til 2020 sé þeim að mestu lokið, nema að aukið fjármagn verði sett til þeirra. FV telur því mikilvægt að framlög til sýslumannsembættis á Vestfjörðum verði aukin við gildistöku laganna m.t.t. að mæta þeim auka til-kostnaði sem staða samgöngukerfa á Vestfjörðum leiðir af sér. Ljóst má vera að starfstöðvar þurfa að hafa fag-legt sjálfstæði og því er mikilvægt að fjölga löglærðum fulltrúum en í dag er enginn löglærður fulltrúi á Patreksfirði.

FV leitaði álits aðildarsveitarfélaga sambandsins um málið. Í áliti Vestur-byggðar er lagst gegn hugmyndum um-ræðuskjals um staðsetningu aðalskrifs-stofu sýslumanns í Bolungarvík ef sá flutningur tengist byggðarökum. Bent er á nálægð sveitarfélaga á norðan-verðum Vestfjörðum og greiðar sam-göngur þar á milli sem samanlagt gefi færi á sameiningu þeirra í nálægum tíma. Gangi tillögurnar fram þá telur Vesturbyggð, með vísan til stöðu heils-

árssamgangna í dag, að taka yrði til skoðunnar hvort umdæmi Sýslumanns á Vesturlandi yrði stækkað og skrifstofa á Patreksfirði myndi heyra þar undir.

Varðandi valkost um ný umdæma-mörk þá leggur FV áherslu á að um-dæmamörk falli að núverandi um-dæmamörkum landshlutasamtaka og varast ber aðgerðir sem leiði til þess að sveitarfélög finni sig knúinn að fara úr samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Til vara leggur FV til að endanleg ákvörðun um staðsetningu aðalskrif-stofu sýslumanns og lögreglu verði frestað, þar til fyrir liggi afmörkun stjórnsýsluverkefna ráðuneyta og undirstofnana þeirra um þau verkefni sem teljast ákjósanleg til flutnings á embættin. Þannig skapist svigrúm til að jafna verkefnum niður en samt halda í ákveðna stærð aðalskrifstofu sýslumanns og aðalskrifstofu lögreglu.

Í áliti bæjarstjórnar Vesturbyggðar er lagst gegn hugmyndum umræðuskjals innanríkisráðuneytisins um staðsetningu aðalskrifsstofu sýslumanns í Bol-ungarvík ef sá flutningur tengist byggðarökum.

Page 14: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

14 21. ágúst 2014

Kvöldsólin gleður augaðLíklega er kvöldsólin hvergi bjart-

ari, skærari eða tærari en á Íslandi. Svona skein hún fyrir íbúa Vesturlands sl. sunnudagskvöld og það er kannski táknrænt um breytta tíma að eina byggingin sem er sjáanleg og teygir sig uppí loftið er nýbygging, kannski dæmi um að það séu framundan bjartari tímar í íslensku atvinnulífi. Vonandi að svo sé.

Fótboltastelpurnar í BÍ/Bolungarvík sprækar á Símamótinu 2014Símamótið, sem er knattspyrnumót

stúlkna í 5., 6. og 7. aldurs-flokki og fer fram á félagssvæði

Breiðabliks í Kópavogi, fór fram í júlímánuði. Veðrið var ekki sem best en í byrjun þess, það hellirigndi sem gerði suma vellina líkari því að þar

færi fram keppni í mýrarbolta en undir lokin rættist úr veðrinu. Stúlkur frá Skallagrími í Borgarnesi, Víkingi Ólafs-vík og Íþróttabandalagi Akranes tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Mótið var afar vel skipulagt og var Breiðabliki til mikils sóma.

Þessar þrjár stelpur af Vesturlandi og Vestfjörðum léku ,,landsleikinn” í 5. flokki. F.v.: Hafdís Höskuldsdóttir BÍ/Bolungarvík sem lék með pressuliðinu, Anna Þóra Hannesdóttir ÍA sem lék með landsliðinu og Þórunn sara Arnar-dóttir skallagrími sem lék með pressuliðinu. Landsliðið vann leikinn 3:2, fyrir fullri stúku áhorfenda á Kópavogsvelli en auðvitað skiptu úrslitin engu máli, heiðurinn að fá að taka þátt í leiknum var mun mikilvægari.

tekið á því í leik gegn KR og boltanum komið til samherja.BÍ/Bolungarvíkurhópurinn tilbúinn í mótið.

Vestfjarðastelpur við setningu símamótsins 2014.

Page 15: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum.

Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum

stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.

Vagnar & þjónusta ehfTunguháls 10, 110 Reykjavík

Sími: 567­3440, Fax: 587­9192

BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR

Page 16: Rétt ísun – hærra skilaverð! ísvélarfotspor.is/.../uploads/2014/08/Vestfirdir-8-2014.pdf · 2014. 8. 21. · Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is

BÁTURDAGSINS

Gildir eingöngu fyrir 6 tommu bát. Gildir ekki með öðrum tilboðum eða afsláttarkjörum.

549krAðeins

Hver er bátur dagsins?

ÞRIÐJUDAGARKalkúnsbringaog skinka

MÁNUDAGARSterkur ítalskur

MIÐVIKUDAGARPizzabátur

FIMMTUDAGARSkinkubátur

FÖSTUDAGARTún�skbátur

LAUGARDAGARÍtalskur BMT

SUNNUDAGARKjúklingabringa