siðareglur hjá opinberum stofnunum - skemman · siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt...

51

Upload: others

Post on 09-Oct-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama
Page 2: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

Siðareglur hjá opinberum stofnunum

Hrefna V. Jónsdóttir

Lokaritgerð til BS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2015

Page 3: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

3

Siðareglur hjá opinberum stofnunum.

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2015 Hrefna V. Jónsdóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2015

Page 4: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

4

Formáli

Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til BS gráðu af námslínu stjórnunar og forystu við

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin er metin til 12 eininga (ECTS) og er unnin

á vorönn 2015.

Leiðbeinandi ritgerðarinnar er Elmar Hallgríms Hallgrímsson lektor við Háskóla

Íslands og fær hann miklar þakkir fyrir góðar leiðbeiningar og ráð. Þá vil ég þakka Huldu

Dögg Proppé, íslenskukennara fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Jafnframt vil ég

þakka eiginmanni mínum, Tómasi Rúnarssyni og börnum okkar tveimur, Maríu Dagmar

og Óliver Rúnari, fyrir að vera mér ómetanleg.

Page 5: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

5

Útdráttur

Siðfræði er málefni sem kemur öllum við. Flestir einstaklingar vilja vera samfélagslega

ábyrgir og fara eftir þeim venjum og gildum sem samfélagið hefur markað. Undanfarin

ár hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu um þennan málaflokk en með því vaknaði

áhugi á því að skoða hann í samhengi við siðareglur hjá opinberum stofnunum.

Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort til séu skráðar siðareglur hjá

opinberum stofnunum og hvaða áhrif þær hafi á starfsemi þeirra. Ritgerðinni er skipt

upp í þrjá parta, fræðilega umfjöllun, rannsókn og niðurstöður.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestar stofnanirnar sem svöruðu

spurningakönnuninni störfuðu eftir siðareglum. Misjafnt var þó eftir hvaða siðareglum

var starfað og fór það jafnan eftir starfsemi og umfangi hverrar stofnunar. Þar sem um

er að ræða opinberar stofnanir, telur rannsakandi mikilvægt að siðareglur séu sýnilegri

en þær nú eru ásamt því að eftirlit með siðareglum ætti að vera í betri farvegi,

stofnunum og starfsfólki til hagsbóta.

Page 6: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

6

Efnisyfirlit

Myndaskrá ......................................................................................................... 8

1 Inngangur ..................................................................................................... 9

2 Fræðileg umfjöllun ..................................................................................... 10

2.1 Hvað er siðfræði ......................................................................................... 10

2.1.1 Kenningar í siðfræði ............................................................................ 11

2.2 Hvað er siðferði .......................................................................................... 13

2.3 Siðareglur ................................................................................................... 15

2.3.1 Skráning siðareglna ............................................................................. 17

2.3.2 Kostir og ókostir við skráningu siðareglna .......................................... 18

2.3.3 Skráðar siðareglur til hagsbóta ........................................................... 19

2.3.4 Lög og siðferði ..................................................................................... 21

3 Lög og samþykktir hjá opinberum stofnunum ............................................. 23

4 ESB og OECD ............................................................................................... 26

4.1 Fjárhagslegt hrun á Íslandi ......................................................................... 27

4.2 Góðir stjórnarhættir ................................................................................... 29

5 Rannsókn ................................................................................................... 31

5.1 Aðferð og framkvæmd rannsóknar ............................................................ 31

5.2 Greining ganga og úrvinnsla ....................................................................... 32

6 Svör stofnana við spurningakönnun ............................................................ 33

6.1 Svör við innleiðingu, eftirliti, hagsbótum og skrásetningu siðareglna í

spurningakönnun ........................................................................................ 35

6.2 Samantekt spurningakönnunar .................................................................. 37

7 Niðurstöður................................................................................................ 41

8 Lokaorð ...................................................................................................... 44

Page 7: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

7

Heimildaskrá .................................................................................................... 46

Spurningalisti: .................................................................................................. 49

Page 8: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

8

Myndaskrá

Mynd 1. Fjöldi starfsmanna hjá stofnunum. .................................................................... 33

Mynd 2. Eru til skráðar siðareglur hjá þinni stofnun? ...................................................... 33

Mynd 3. Tengsl milli stærðar stofnanna og siðareglna. ................................................... 38

Page 9: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

9

1 Inngangur

Í kjölfar efnahagslegra erfiðleika á Íslandi hefur siðferði verið mikið til umfjöllunar í

þjóðfélaginu undanfarin ár. Gott siðferði er einn af lykilþáttum góðra samskipta þar sem

það snýst fyrst og fremst um að láta skynsemina ráða.

Í þessu lokaverkefni verður fjallað um siðareglur og áhrif þeirra á opinberar

stofnanir. Í kaflanum fræðileg umfjöllun verður fjallað um siðfræði, siðferði og

siðareglur ásamt því sem helstu lög og samþykktir verða skoðaðar. Spurningakönnun var

lögð fyrir starfsmenn tveggja ráðuneyta og undirstofnanir þeirra, til að öðlast sýn á

siðareglur og notkun þeirra og verða niðurstöður síðan dregnar út frá rannsókninni.

Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort til séu skráðar siðareglur hjá opinberum

stofnunum og hvaða áhrif þær hafi á starfsemi þeirra. Hagnýtt gildi verkefnisins felst í

því að kanna hvort umbóta sé þörf varðandi setningu siðareglna, þar sem slíkur rammi

gerir starfsmönnum auðveldara um vik að standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Rannsóknarspurningin í verkefni þessu er að athuga hvort til staðar séu skráðar

siðareglur hjá opinberum stofnunum?

Page 10: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

10

2 Fræðileg umfjöllun

2.1 Hvað er siðfræði

Siðfræði er ein af undirgreinum heimspeki og er viðfangsefni hennar siðferði. Siðfræði

er fræðigrein sem saman stendur af ákveðnum hugmyndum, hugtökum, aðferðum og

kenningum. Siðfræði leitast eftir að gera grein fyrir eðli og undirstöðum siðferðis, finna

grundvöll og rökstuðning fyrir meginreglum þess, með það að markmiði að stuðla að

betra samfélagi (Páll Skúlason, 1990). Siðfræði lýsir ríkjandi hugmyndum um það hvað er

rétt eða rangt, gott eða illt og þeim almennu lögmálum sem gilda um siðferðilega rétta

breytni. Siðfræði er í raun skipulagður vettvangur til að öðlast skilning á eðli siðferðis og

þeim kröfum sem siðferðið gerir til okkar (Rachels, 1997).

Helstu hugtök siðfræðinnar eru fjögur og skilgreina þau mismunandi áherslur á

fræðigreinina. Hugtökin eru gildisdómur, siðferðileg verðmæti, siðareglur og

aðstæðubundinn siðadómur. Gildisdómur lýsir því hvað teljist siðferðileg verðmæti og

er gildismat einstaklinga dæmi um. Gildismat leggur mat á það sem er einstaklingum

verðmætt í lífinu, jafnt veraldlega hluti sem persónulega þætti (Vilhjálmur Árnason,

1993).

Siðferðileg verðmæti lýsa því hvað sé brýnt fyrir gott samlíf manna, eins og hegðun

einastaklinga gagnvart hvert öðru, þeim sjálfum, dýrum og náttúrunni. Sem dæmi um

siðferðileg verðmæti má nefna réttlæti eða kærleik, en það eru mikilvægir þættir í

samskiptum manna ef skapa á gott samfélag (Vilhjálmur Árnason, 1993).

Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald

um siðferðilega rétta breytni. Sama hvert litið er, eru siðareglur allt í kringum okkur

markaðar af venjum eða gildum frá fjölskyldum, vinnustöðum eða samfélagi (Vilhjálmur

Árnason, 1993).

Aðstæðubundinn siðadómur fjallar um siðferðilegar ákvarðanir sem taka þarf í

tilteknum aðstæðum. Í siðferðisvanda þarf að gera upp á milli tveggja eða fleiri

siðferðilegra verðmæta og vega og meta hvað sé skynsamlegast að gera í stöðunni

hverju sinni (Vilhjálmur Árnason, 1993).

Page 11: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

11

Með aðferðum siðfræðinnar er siðferði lýst og ólíkir þættir hennar greindir, fræðin

er gagnrýnd og úrbóta leitað þar sem þeirra er þörf. Þannig er reynt að stuðla að

farsælla lífi fyrir einstaklinginn og betra samfélagi. Skipta má aðferðum siðfræðinnar í

fimm hluta, rökræðuna, hugtakagreiningu, hugsunartilraunir, siðferði og frjóa hugsun og

empírískar rannsóknir (Vilhjálmur Árnason, 2008).

Rökræðan leitar skipulega að betra lífi með rökræðum við sjálfan sig og aðra, lítur

bestu rökum og viðurkennir takmarkaða þekkingu sína. Hugtakagreining greinir

merkingu siðferðilegra hugtaka og leitar skilgreininga á þeim. Hugsanatilraunir eru

skýrðar með dæmi- eða klípusögum. Í klípusögum þurfa einstaklingar að setja sig í spor

annara og ákvarða út frá því hvað er rétt og hvað er rangt í hverju tilfelli fyrir sig. Í

siðferði og frjórri hugsun felst það að finna lausn á siðferðilegum vandamálum, sjá

hlutina í nýju ljósi og koma auga á sem flesta og besta valkosti. Að lokum eru empírískar

rannsóknir sem eru eigind- og megindlegar rannsóknir ásamt skoðanakönnunum

(Vilhjálmur Árnason, 2008).

2.1.1 Kenningar í siðfræði

Kenningar í siðfræði eru margar og verður hér fjallað um fjórar þeirra; dygðasiðfræði,

skylduboð, sáttmálakenninguna og nytjastefnuna.

Rekja má rætur dygðasiðfræði allt aftur til Forngrikkja en heimspekingarnir Platon

og Aristóteles lögðu áherslu á hlutverk dygða í kenningum sínum. Aristóteles skilgreinir

dygð sem þá tilhneigingu mannsins til að velja og rata meðalhófið á milli tveggja öfga og

ákvarðast hún af dómgreind hvers og eins. Öfgar gætu til að mynda verið hugleysi og

fífldirfska en meðalhófið þar á milli hugrekki (Rachels,1997).

Dyggðin getur verið tvenns konar, vitræn eða siðræn.Vitræn dyggð verður til og vex

við kennslu, eins og skilningur og þekking, en siðræn dyggð hlýst af siðvenju og þeim

áherslum sem hver einstaklingur er alinn upp við, svo sem hugrekki eða réttlæti. Í stuttu

máli má segja að dygðasiðfræðin byggi á því að einstaklingurinn þrói með sér ákveðnar

dyggðir sem geri honum kleift að breyta rétt (Rachels, 1997).

Page 12: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

12

Skylduboð er kennt við heimspekinginn Immanuel Kant. Það byggir í meginatriðum

á þeirri hugmynd að gjörðir manna séu annað hvort siðferðilega réttar eða rangar, óháð

því hvaða afleiðingar þær hafa. Því séu til algildar siðareglur sem byggja á rökhyggju og

ákvarða þannig hvað sé rétt eða rangt. Skilyrðislausa skylduboðið hljóðar í

meginatriðum þannig að maður eigi aldrei að nota aðra einstaklinga til að ná fram sínum

eigin markmiðum heldur skuli maður ávallt virða aðra sem sjálfstæðar manneskjur

(Rachels, 1997).

Kant sagði að einstaklingar ættu alltaf að breyta á þann veg að hegðun þeirra og

gjörðir yrðu algildar. Kant vildi meina að það væri skylda hvers einstaklings að meiða

ekki saklaust fólk ásamt því að það væri skilyrðislaust boð að maður skyldi aldrei ljúga.

Með því að leggja upp dæmi, má sjá að fullyrðingar Kants stangast á. Hann vildi meina

að undir engum kringumstæðum væri réttlætanlegt að ljúga, jafnvel þótt maður kæmi

til okkar leitandi að öðrum manni sem hann hefði í hyggju að drepa. Samkvæmt Kant

mætti einstaklingurinn alls ekki ljúga og ætti því að láta hann vita hvar maðurinn væri

staddur sem hann ætlaði sér að drepa. Það stangast hins vegar á við þá skilyrðislausa

skyldu hvers einstaklings að meiða ekki aðra. Af þessu má sjá að fullyrðingar Kants

stangast á (Rachels, 1997).

Kant hefur því eflaust stigið einu skrefi lengra en nauðsynlegt var þegar hann sagði

að reglan um að ljúga aldrei væri ófrávíkjanleg. Í þessu tilviki hefði verið hægt að

réttlæta lygina, þar sem flestir myndu brjóta hana ef þeir væru staddir í sömu sporum

(Rachels, 1997).

Í sáttmálakenningunni segir að í náttúrulegu ástandi sé líf manna andstyggilegt,

grimmilegt og stutt. Í náttúrulegu ástandi eru engin stjórnvöld, engin lög og engir

dómstólar. Í þannig ástandi yrði varanlegt stríðsástand milli manna, þar sem allir væru á

móti öllum. Samkvæmt Thomas Hobbes upphafsmanni sáttmálakenningarinnar, væri

hægt að bæta þetta ástand, þannig að fólk gæti lifað við lágmarksótta og einstaklingar

myndu standa við gerða samninga sín á milli. Til þess að það myndi gerast, þyrfti að

setja á fót ríkisstjórn og með henni myndu fylgja lagakerfi, lögregla og dómstólar.

Hobbes vildi meina að ríkið væri nauðsynleg eining til að halda utan um reglur í

samfélaginu og til að allir gætu lifað í sátt og samlyndi. Þetta samkomulag heitir

Page 13: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

13

samfélagssáttmálinn. Sáttmálakenningin varpar einnig ljósi á grundvöll siðferðis, en

segja má að þessi tvö atriði séu nátengd. Tilgangur ríkisins er að framfylgja reglum sem

nauðsynlegar eru til að samfélög fái þrifist og grundvöllur siðferðis er fólginn í reglunum

sem styðja við samlíf fólks (Rachels, 1997).

Nytjastefnan gengur út frá þeirri hugmynd að siðferði snúist um nytjar af breytni og

athöfnum fólks, útkomu og afleiðingum af gjörðum þeirra. John Stuart Mills sagði að

nytjastefnan byggði á þeirri hugsjón að rétt breytni væri sú sem hámarkaði hamingju

heildarinnar. Sú sem ekki næði því takmarki væri röng. Ef einstaklingur á um tvo eða

fleiri kosti sé að velja er það siðferðileg skylda hans, samkvæmt nytjastefnunni, að velja

þann kostinn sem mestu hamingjuna veitir. Ekki sé þó nóg að einstaklingurinn hámarki

eigin hamingju, heldur er nauðsynlegt að reikna með hamingju allra þeirra sem að

athöfninni komi (Vilhjálmur Árnason, 2008).

Skoðum dæmi þar sem einstaklingur ræður sig til vinnu með þeim skilmálum að

hann fái háan bónus að ári liðnu. Bónusgreiðslan er óháð gengi fyrirtækisins og að ári

liðnu hefur fyrirtækinu vegnað illa fjárhagslega. Til að fyrirtækið geti staðið við

samninginn um bónusgreiðsluna, þarf það að segja upp fjölda starfsmanna. Þessi

ráðstöfun gengur gegn siðferði nytjastefnunnar þar sem hagsmunir heildarinnar eiga

alltaf að ganga framar hagsmunum einstaklingsins. Þessi ráðstöfun samræmist þó

sáttmálakenningunni, þar sem gerðir samningar skulu ávallt standa burt séð frá

hagmunum fjöldans (Rachels, 1997).

2.2 Hvað er siðferði

Siðferði er samansafn af grundvallarreglum og gildum sem varða athafnir fólks og þau

áhrif sem þær hafa á aðra. Því getur verið lýst sem þeirri lágmarkskröfu sem

einstaklingar leitast við að haga sér í samræmi við skynsemi, um leið og tekið er tillit til

hagsmuna sérhvers einstaklings. Siðferði lýsir því hvernig fólk eigi að koma fram hvert

við annað og er það gert með reglum sem einstaklingar samþykkja að fara eftir, sér og

öðrum til gagnkvæmra hagsbóta. Það má því segja að siðferði sé í raun og veru

Page 14: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

14

samræming á viðurkenndum kóða, kenningum eða kerfi á reglum um það hvað sé rétt

og hvað sé rangt. Það varðar því í raun alla grundvallarþætti mannlegrar breytni og er

ætlast til að fólk hegði sér í samræmi við það (Rachels, 1997).

Siðferði er fyrst og fremst spurning um að láta skynsemina ráða. Hvað er

siðferðilega rétt að gera hverju sinni ákvarðast þannig af því hvaða breytni er studd

bestum rökum. Einnig er hægt að lýsa siðferðinu þannig að það sé fólgið í ákveðnum

kröfum eða væntingum sem gerðar eru til okkar í lífinu. Með hegðun okkar eða breytni

hafa athafnir okkar áhrif á annað fólk, dýr eða umhverfi með beinum eða óbeinum hætti

(Rachels, 1997).

Siðferði er gjarnan skipt niður í fjóra hluta, í verðmæti, siðareglur, dyggðir og lesti

og skyldur og ábyrgð. Verðmæti má skilgreina á þá leið að það séu gæði sem

einstaklingar sækjast eftir og gera líf þeirra betra, eins og efnahagsleg eða listræn gæði.

Siðareglur eru staðhæfingar um hvað sé rétt eða rangt og standa vörð um áðurnefnd

verðmæti. Dyggð er sá eiginleiki í fari manneskju sem birtist í vanabundinni breytni.

Dyggð er jákvæð og gerir það að verkum að aðrir sækjast eftir samskiptum við

einstaklinginn. Dygðir eru til dæmis hugrekki, heiðarleiki og viska en lesti er hægt að

skýra sem hugleysi eða fífldirfsku. Skyldur og ábyrgð felast í því hvað við tökum okkur á

hendur sem einstaklingar. Það er til að mynda bæði ábyrgð og skylda foreldra að vernda

börn sín og koma þeim áfram sem heilsteyptum manneskjum út í lífið (Páll Skúlason,

1990).

Siðferðilegir mælikvarðar geta verið einstaklings- eða menningarbundnir.

Einstaklingsbundinn mælikvarði er huglæg eða persónuleg upplifun, líkt og smekkur

manna á mat eða bíómyndum en menningarbundinn mælikvarði tengist menningu

hvers samfélags fyrir sig. Góð eiginkona á Íslandi myndi til dæmis tæplegast teljast góð

eiginkona í Afganistan. Mælikvörðum siðferðis er hægt að skipta í þrennt; réttlæti og

virðingu, ást og vináttu og frelsi og skynsemi. Samkvæmt eðli málsins er óumflýjanlegt

að þessir þættir skarist í einhverjum tilfellum, rétt eins og þeir skarast á við aðrar

tegundir af gæðum. Mælikvarðarnir sýna fram á að menn þurfa ekki einungis að gera

upp á milli ólíkra skoðana og gæða í siðferðisvanda, heldur þurfa þeir einnig að geta

skýrt hvenær réttlætanlegt er að taka réttlæti fram yfir ást eða ást fram yfir frelsi. Það

hvað best er að gera hverju sinni tengist stað og stund (Rachels, 1997 ).

Page 15: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

15

Siðferði tengist gjörðum einstaklinga. Það þróast og breytist og viðfangsefni þess

einnig. Þættir eins og ný tækni eða breyttar samfélagslegar aðstæður hafa áhrif, þar sem

stöðugt skapast ný viðfangsefni sem taka þarf siðferðilega afstöðu til. Vandi siðferðis

samkvæmt Páli Skúlasyni er að ekki hefur tekist að gera áðurnefnd gæði, það er réttlæti

og virðingu, ást og vináttu og frelsi og skynsemi að lifandi veruleika í samfélaginu. Ein af

ástæðum þess orsakast af spillingu sem steðjar að siðferðinu, en spillingin kemur frá

mönnunum sjálfum og eða dómgreindarleysi þeirra. Spillingin getur orsakast af því að

maðurinn er í sjálfu sér eiginhagsmunaseggur og vill gera það sem kemur honum sjálfum

best og þannig aðlagað siðferðið að sjálfum sér (Páll Skúlason, 1990).

Í nútímasamfélögum er sameiginlegt siðferði arfleið frá fyrri kynslóðum, mótað af

hugmyndum þeirra og lífsreynslu. Hið sameiginlega siðferði verður sífellt rýrara þar sem

ný viðfangsefni koma inn og segja má að vandinn liggi í því hvernig endurnýja megi hið

sameiginlega siðferði í takt við nýja tíma (Katrín Jakobsdóttir, 2010).

2.3 Siðareglur

Siðareglur veita fólki aðhald og eru viðmið um æskilega hegðun og gjörðir. Siðareglur

segja til um það hvað megi gera og hvað ekki, þær fjalla um skyldur fólks hvert við annað

og hvetja þannig til góðrar og æskilegrar hegðunar. Siðareglur geta aldrei orðið tæmandi

í því hraða samfélagi sem við búum við í dag og því er það líklega óvinnandi vegur að

reyna að formesta allt siðferðið. Það sem mestu máli skiptir er að siðareglur skapi

almennan ramma sem leiðbeini fólki við að taka sjálfstæða afstöðu þegar upp koma

siðferðileg álitamál (Sigurður Kristinsson, 1991).

Mikilvægt er að einstaklingar hafi í heiðri ákveðnar siðareglur og siðferðileg gildi, því

annars er hætta á sundrung, ótta og hvers kyns trúnaðarbresti í samskiptum fólks.

Sérhvert samfélag þarf að byggja á grunni sameiginlegra hugmynda um hvað sé æskilegt

og hvað ekki til að samfélagið geti dafnað. Mikilvægt er að siðareglur skapi einhvers

konar ramma utan um hvert málefni fyrir sig, að ramminn sé sveigjanlegur og að gert sé

ráð fyrir að reglurnar þróist og verði áfram lifandi leiðbeiningar í huga fólks. Samfélagið

breytist ekki á einni nóttu og aðlagast siðareglur því meðfram þeim breytingum sem

eiga sér stað í samfélaginu (Sigurður Kristinsson, 1991).

Page 16: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

16

Allir einstaklingar búa yfir siðgæðisvitund, þótt hún sé mismikil milli manna. Frá því

að einstaklingur vex úr grasi þarf hann að læra að hegða sér í samræmi við helstu reglur

og venjur siðferðis. Er þá sama hvort reglurnar tengjast hegðun og gerðum innan

fjölskyldu eða sjálfu samfélaginu. Þetta hlutverk og ábyrgðin sem því fylgir á sér engan

afmarkaðan stað eða tíma, heldur gegnir fólk því öllum stundum í sínum daglegu

athöfnum. Allt sem einstaklingurinn gerir, ber á vissan hátt með sér siðferðilega ábyrgð

og má með sanni segja að skuldbindingar og kröfur siðferðisins segi aldrei skilið við

mannfólkið.

En af hverju urðu siðareglur til? Thomas Hobbes var enskur heimspekingur sem

taldi að samlíf manna sem ekki myndi lúta siðareglum og viðurlögum þeirra væri

óhugsandi. En hann taldi að sérgæska og sjálfsbjargarviðleitni væru allsráðandi þættir í

fari hvers manns og því myndi frumskógarlögmálið eitt gilda um það hver kæmist af.

Hobbes komst þannig að orði að í náttúrulegu ástandi væri líf manna einmanalegt,

fátæklegt, andstyggilegt, grimmilegt og stutt (Vilhjálmur Árnason, 2000).

Hobbes vildi meina að hinn stöðugi ótti við dauðann bæri með sér korn af skynsemi

og þess vegna hafi menn séð að besta leiðin væri að semja frið hver við annan og afsala

sér náttúruréttindum í hendur sameiginlegs valdhafa og út frá þeim sáttmála má segja

að ríkið hafi komið til. Ríkið varð því sáttmáli sem búinn var til samkvæmt Hobbs, með

það að leiðarljósi að tryggja varðveislu og borgaralegt öryggi. Þannig má segja að

siðareglur hafi orðið til vegna þess að fólk hafi gert sér grein fyrir því, að til þess að

samfélag myndi ganga upp, þyrftu samskipti að ganga friðsamlega fyrir sig á milli fólks.

Það væri því öllum til hagsbóta og hagsmuna að lifa í sátt og samlyndi (Rachels, 1997).

Eitt af megineinkennum siðmenningar er að fólk skiptir með sér þeim verkum sem

nauðsynlegt er að inna af hendi svo samfélög fái þrifist. Þessi verkaskipting og sérhæfing

mun halda áfram að ágerast, þar sem verkin sem vinna þarf verða sífellt flóknari og

sérhæfðari. Meðfram þessari þróun hefur það gerst að fátíðara er að fólk taki að sér

starf án þess að ganga um leið til liðs við ákveðna starfsstétt. Margar starfsstéttir hafa

sett sér siðareglur um starfsemi sína, sem mikilvægt er að hver starfsmaður kynni sér

(Vilhjálmur Árnason, 2008).

Siðareglur starfsstétta þurfa því að vera þannig úr garði gerðar að auðvelt sé að

skilja þær, þær séu hnitmiðaðar og dragi skýr mörk. Þær þurfa að hafa beina skírskotun

Page 17: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

17

til daglegra athafna eða starfa og vera úrlausnamiðaðar. Siðareglurnar mega ekki vera of

miklar að vöxtum, þannig að auðvelt sé að hafa yfirsýn yfir þær. Þau siðferðilegu gildi

sem einstaklingar fara eftir almennt, eiga þó alltaf að vera höfð til hliðsjónar þegar fólk

sinnir sérhæfðum störfum. Almennar reglur setja einstaklingum mörk um hvernig þeir

eigi að haga sér og oft er hægt að byggja á og treysta á reynslu og siðferðisvitund hvers

og eins þegar taka þarf siðferðilegar ákvarðanir (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2011).

Þegar viðmið eða sameiginleg grunngildi vantar geta komið upp ýmis álitaefni sem

hver og einn verður að túlka og bregðast við án þess að hafa nokkuð til að styðjast við.

Oft getur verið erfitt að vita hvernig bregðast eigi við aðstæðum þegar markmiðin eru

óljós eða ekki er almenn vitneskja um hvað sé best að gera í stöðunni. Þá er mikilvægt

að treysta á eigin siðferðisvitund og taka út frá því henni ákvarðanir sem þarf hverju

sinni (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2011).

Á Vísindavef Háskóla Íslands er skemmtileg skilgreining á siðareglum, hún hljómar

svona: „Siðareglur eru dálítið eins og umferðarreglur, þær koma skikki á umferðina sem

gerir manni kleift að komast leiðar sinnar þótt það geti skaðað stundarhagsmuni manns

að bíða á rauðu ljós þegar mikið liggur við (Vilhjálmur Árnason, 2000).

2.3.1 Skráning siðareglna

Siðferðilegar skyldur okkar sem einstaklinga ná til okkar í gegnum siðareglur eða

siðaboð. Flestar reglur siðferðis eru svo sjálfsagður þáttur í okkar daglega lífi að við

fylgjum þeim án þess að veita þeim sérstaka eftirtekt. Þegar aðstæður koma upp í lífinu,

sem við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við, leitum við oft til siðareglna og

reynum þannig að finna út hvernig best er að ráða við tilteknar aðstæður. Segja má að

siðferðilegur þroski einstaklinga endurspeglist í því ferli (Sigurður Kristinsson, 1991).

Eftir því sem samfélagið hefur þróast og stækkað hafa fleiri atvinnugreinar sett sér

sértækar siðareglur. Þær eru viðbót við þær almennu siðareglur sem gilda í samfélaginu.

Þrátt fyrir að reglurnar eigi að vera mönnum með þroskaða siðferðisvitund ljósar, hefur

þótt gagnlegt að skrá þær niður á hinum ýmsu starfssviðum og auðvelda þannig

starfsstéttum að fara eftir þeim. Með skráningu siðareglna er því auðveldara en ella að

Page 18: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

18

að brýna fyrir starfsfólki hverjar skyldur þess eru. Siðareglurnar minna því reglulega á þá

ábyrgð sem starfið leggur á herðar starfsmannsins (Sigurður Kristinsson, 1991).

2.3.2 Kostir og ókostir við skráningu siðareglna

Samkvæmt bókinni Siðareglur felst ávinningur af skráningu siðareglna aðallega í sex

atriðum. Í fyrsta lagi er að með skráðum siðareglum á starfsfólk auðveldara með að átta

sig á hvaða skyldum það gegnir, en reglurnar eiga að lýsa meginhlutverki starfsins og til

hvers sé ætlast af þeim sem starfsmönnum. Í öðru lagi segir frá gagnsemi þess að

starfsgrein skrái niður sínar eigin siðareglur. Það komi í veg fyrir að fólk þurfi langan

umhugsunarfrest í hvert sinn sem upp komi siðferðileg álitaefni. Skráðar siðareglur geta

þannig miðlað uppsafnaðri reynslu og gert þann sem kemur inn í starfsgreinina betur

undirbúinn undir að taka ákvarðanir í vafasömum málum. Í þriðja lagi er að skráningin

getur aukið samheldni innan stéttarinnar. Slík samheldni leiðir til meira jafnréttis og

jafnari stöðu þeirra sem vinna innan sömu starfstéttar. Í fjórða lagi eiga skráðar

siðareglur að vera eins konar verkfæri til að leysa ágreining eða skera úr í deilum. Þannig

eiga skráðar reglur að beina ágreiningsmálum í viðurkenndan farveg sem tryggir að rétt

sé tekið á þeim vandamálum sem upp koma. Fimmti ávinningurinn er sá að með hinum

skráðu reglum er það gert opinbert með hvaða hætti starfsstéttir skuldbindi sig til að

vinna störf sín og því meiri kröfur sem gerðar eru til starfsfólksins, því betra álits getur

stéttin vonast eftir meðal almennings. Í sjötta og síðasta lagi ættu skráðar siðareglur að

vera starfsfólki hvatning til að vanda til verka. Siðareglur eru opinberar skrár yfir skyldur

starfsins sem allir innan starfsstéttarinnar verða að taka mið af og með því að taka mið

af þeim, halda þeir starfsheiðri stéttarinnar uppi (Sigurður Kristinsson, 1991).

Með skrásetningu siðareglna fylgja þó nokkrir ókostir. Til dæmis er ákveðin

þversögn í þeirri áætlun að skrásetja siðferði og reglur þess. Hafa þarf í huga að

siðferðileg dómgreind og ábyrgð einstaklinga er aldrei lokið þrátt fyrir að búið sé að

skrásetja siðareglur. Fólk þarf alltaf sjálft að taka ábyrgð á gjörðum sínum, þrátt fyrir að

siðareglur setji ákveðinn ramma utan um æskilega háttsemi. Engin trygging hlýst með

formlegri skráningu siðareglna, enda segja þær ekki til um hvaða ákvarðanir skuli teknar

í hvaða skipti, heldur minna þær á æskilega breytni. Skráðar siðareglur án siðferðilegrar

Page 19: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

19

hugsunar er erfitt að nota. Hægt er að líkja þeim við þvottavél sem er staðsett þar sem

ekkert er rafmagnið, tækið er sem sagt til staðar en er ónothæft rétt eins og reglurnar ef

enginn kann að lesa úr þeim. Einnig er hægt að benda á að siðareglur segja til um þá

lágmarksskyldu sem hvílir á hverjum og einum, en hvetur ekki til þess að reynt sé að

gera betur (Sigurður Kristinsson, 1991).

2.3.3 Skráðar siðareglur til hagsbóta

Til að skráðar siðareglur séu til hagsbóta fyrir starfsstéttir og samfélagið í heild sinni,

þarf að huga að tveimur þáttum, annars vegar hvernig reglurnar eru samdar og hins

vegar hvernig stutt er við þær. Tilgangur þess að skrásetja siðareglur er að auka traust

og trúverðugleika þeirrar starfstéttar sem um ræðir og upplýsa um helstu atriði.

Reglurnar þarf einnig að semja með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Til að siðareglurnar

nái að þjóna þeim tilgangi að vera til hagsbóta, þarf samsetning þeirra að fara eftir

nokkrum atriðum sem hér verða nefnd (Sigurður Kristinsson, 1991).

Mikilvægt er að siðareglurnar endurspegli það hlutverk sem stéttinni ber að þjóna í

samfélaginu. Þær þurfa að vera útfærðar þannig að auðvelt sé að tengja þær

raunverulegum aðstæðum og að almenn markmið þeirra og sjónarmið séu skýr. Hafa

þarf í huga að reglurnar séu ávallt orðaðar með skýrum og ótvíræðum hætti, en það er

nauðsynlegt til að auðvelda starfsmönnun að beita þeim á ábyrgan máta. Reglurnar

verða að vera sjálfum sér samkvæmar og ekki mega felast tvíræð skilaboð í þeim sem

brjóta hvort á öðru. Gæta þarf þess að siðareglurnar nái yfir nægilega vítt svið. Með

skrásetningu reglnanna er starfsfólk hvatt til að vekja athygli á mistökum í starfi sínu

ásamt því að æskilegt er að það komi fram í reglunum hvers konar viðurlög liggja við

brotum gegn þeim (Sigurður Kristinsson, 1991).

Umgjörð skráðra siðareglna þarf að byggja á því að þær skili sem bestum árangri.

Það er gert með menntun og fræðslu, samráði við aðra og að þær séu notaðar til að

jafna ágreining. Alla jafna þjóna siðareglur ekki hlutverki sínu nema þær séu notaðar af

fólki sem umhugað er um að rækja skyldur sínar. Því er mikilvægt að starfsstéttir eða

stofnanir sem hafa skráðar siðareglur veiti starfsmönnum sínum viðeigandi menntun í

siðferðilegri hugsun auk almennrar fræðslu um siðferði. Eins og gefur að skilja eru

Page 20: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

20

siðferðileg vandamál oft afar erfið viðfangs og gott getur verið fyrir einstaklinga að hafa

samráð við aðra. Skráðar siðareglur hjálpa þannig til við að greiða úr siðferðilegum

vandamálum. Ef þessir tveir þættir eru sameinaðir í þeim vandamálum sem upp koma

eru þannig til tvær leiðir sem gott er að haldist í hendur þegar taka þarf erfiðar

siðferðilegar ákvarðanir. Eitt af hlutverkum siðareglna er að leggja grunn að úrskurðum í

ágreiningsmálum og leggja þannig upp leiðir til að jafna ágreining eða siðferðileg

álitamál (Sigurður Kristinsson, 1991).

Flokkun siðareglna eftir starfsstéttum er notuð sem viðmið eða rammi fyrir þá sem

búa til siðareglur. Flokkunin skiptist í fernt, frumskyldur, hæfnisskyldur, borgaralegar

skyldur og bróðurlegar skyldur.

• Frumskyldur felast í því að virða sjálfræði einstaklingsins og bera

umhyggju fyrir honum og einkalífi hans. Þrjá þætti þarf til að uppfylla

frumskyldu, það er samskiptahæfni, umhyggju og tillitssemi.

• Hæfnisskylda felst í vönduðum vinnubrögðum, þekkingu og færni og er

henni síðan viðhaldið með viðeigandi endurmenntun. Hæfnisskylda hefur það í

för með sér að ákveðin störf kalla á ákveðna hæfni.

• Borgaralegar skyldur felast í viðleitni einstaklingsins til að stuðla að

velferð almennings og er það gert með því að miðla upplýsingum ásamt

forvörnum. Dæmi um borgaralega skyldu er að hjálpa náunganum.

• Bróðurleg skylda felst í góðum samskiptum við samstarfsfólk sitt og

heilindum í að verja heiður og orðstýr starfsstéttarinnar. Því fæst áorkað með

virðingu fyrir samstarfsfólki og samskiptahæfileikum einstaklingsins.

(Vilhjálmur Árnason, 1993).

Einhliða áhersla á siðareglur getur þó orkað tvímælis. Í stað siðferðilegrar

umhugsunar er vísað gagnrýnislaust í siðareglur ýmissa stétta og þeim framfylgt án tillits

til persónulegrar ábyrgðar. Því er mikilvægt að starfsfólk sem vinnur eftir settum

siðareglum líti alltaf í eigin barm og leysi viðfangsefnin einnig með tilliti til eigin

hyggjuvits (Sigurður Kristinsson, 1991).

Page 21: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

21

2.3.4 Lög og siðferði

Lög og réttur í landinu eru ekki eingöngu almennar lagareglur um hegðan manna og

háttsemi, heldur einnig meginreglur, frumreglur, sanngirnissjónarmið og

réttlætishugsjónir. Með þessum meginreglum, sjónarmiðum og hugsjónum byggir

lagaumhverfið á. Lögfræðin hefur ákveðna aðferð til að greina lagareglur frá öðrum

þjóðfélagsreglum. Á Íslandi er réttarkerfi fyrir hendi þar sem viðmið eða stoðir eru

notaðar og reglur þurfa að styðjast við til þess að teljast lagareglur. Þessum stoðum eða

viðmiðum er síðan beitt þegar lagareglur þrýtur til að komast að niðurstöðu í

dómsmálum. Stoðirnar eða viðmiðin eru kallaðar réttarheimildir á lagamáli.

Réttarheimildir segja frá hvar réttarins og laganna skuli leitað, hvaðan lögin koma, hvert

sé kennimerki lagagildis og á hverju dómarar og aðrir úrskurðaraðilar megi byggja

niðurstöður sínar (Garðar Gíslason, 1990). Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru

tilheyra ákveðnu réttarkerfi, eins og réttarkerfi ríkisins. Það fer eftir réttarheimildum

hvers réttarríkis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi (Stefán M. Stefánsson, 1971).

Réttarreglur eru einn þáttur í undirstöðuatriðum laga og má segja að siðareglur

skipi sams konar sess í siðferði. En geta þá siðareglur hugsanlega komið í stað

réttarreglna? Svarið er nei, þar sem engin viðurlög fylgja siðareglum. Einstaklingar hafa

ekki alltaf yfir að skipa góðum vilja eða skynsemi og því þurfa viðurlög alltaf að fylgja, ef

við ætlumst til að einstaklingar fylgi reglum. Þrátt fyrir að allir einstaklingar myndu búa

yfir góðum vilja og skynsemi, gengi það heldur ekki upp að skipta réttarreglum út fyrir

siðareglur. Það stafar einfaldlega af þeirri ástæðu að siðareglur skipta sér ekki af

mörgum þáttum sem lagareglur gera, líkt og lög um kosningar eða lög um

umferðarreglur (Garðar Gíslason, 1990).

Rökin fyrir því að siðareglur geti ekki leyst réttarreglur af hólmi eru jafnframt rökin

fyrir því að siðareglur séu kjarninn í þjóðskipulagi manna. Siðareglur eru rammi utan um

æskilega hegðun einstaklinga, en lagareglur mynda öryggisnet þar utan um. Rök geta

ekki alltaf höfðað til allra einstaklinga þar sem fólk er jafn misjafnt eins og það er margt.

Öryggiskerfið saman stendur af lagareglum í formi þvingana sem höfða til tilfinninga

manna. Aðalatriðið er að skynsemin segi hverjum og einum hvað sé rétt að gera.

Page 22: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

22

Einstaklingar hafa síðan lögin til þess að koma skipulagi á samfélag sitt og vernda

lífsgæði, ná fram réttlæti og stuðla að almannaheill (Garðar Gíslason, 1990).

Page 23: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

23

3 Lög og samþykktir hjá opinberum stofnunum

Lög nr. 70/1996 eru um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í lögunum er farið yfir

helstu þætti varðandi ráðningar, skyldur og réttindi opinberra starfsmanna. Lögin ná yfir

alla þá starfsmenn sem skipaðir eru, settir eða ráðnir í þjónustu hjá ríkinu til lengri tíma

en eins mánaðar. Utan við það gildissvið falla þó forseti, ráðherrar, alþingismenn,

hlutafélög á vegum ríkisins og sjálfseignarstofnanir (Lög nr. 70/1996, um réttindi og

skyldur starfsmanna ríkisins).

Fram kemur í 2. mgr. 15. gr. umræddra laga nr. 70/1996 að kjósi forstöðumaður

stofnunar eða ráðuneytis að útfæra siðareglur starfsmanna sinna nánar með sérstökum

hætti, skuli haft samráð við viðkomandi starfsmenn og félög þeirra (Lög nr. 70/1996, um

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins). Einnig kemur fram í lögum nr. 115/2011 um

Stjórnarráð Íslands í 1. mgr. 24. gr. heimild til að útfæra siðareglur nánar í hverju

ráðuneyti með hliðsjón af þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Í frumvarpi til

laga nr. 115/2011 kemur fram að breytingar varðandi siðareglur eiga að miða að því að

efla innleiðingu og eftirfylgni innan Stjórnarráðsins (Lög um Stjórnarráð Íslands nr.

115/2011).

Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins voru samþykktar af fjármála- og

efnahagsráðherra þann 22. apríl árið 2013 með samþykkt nr. 491/2013 sem birt var í B-

deild Stjórnartíðinda. Reglurnar voru settar með það að markmiði að efla fagleg

vinnubrögð og auka traust á stjórnsýsluna. Við gerð siðareglnanna var haft samráð við

samtök ríkisstarfsmanna, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Siðfræðistofnun Háskóla

Íslands og samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. Í

Stjórnartíðindum skulu allar reglugerðir, samþykktir og auglýsingar birtar sem gefnar

hafa verið út eða staðfestar af ráðherra. Réttaráhrif birtingarinnar eru þau að birt

fyrirmæli skuli alltaf binda starfsmenn frá og með deginum eftir útgáfudag þeirra þar

sem fyrirmælin voru birt. Með þessari samþykkt var komið á almennum siðareglum fyrir

flesta starfsmenn opinberra stofnana (Stjórnartíðindi, 2013).

Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins nr.491/2013 eru almennt orðaðar og stikla

á stóru hvað almenna hegðun og umgengni milli samstarfsaðila varðar. Þeim eru gerð

skil í sextán reglum sem hér verða taldar upp;

Page 24: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

24

1. Starfa í þágu almennings af vandvirkni, heiðarleika og samkvæmt bestu dómgreind.

2. Tileinka sér vinnubrögð sem skapað geta traust á starfi þeirra og stofnun

3. Vinna gegn sóun og ómarkvissri meðferð fjármuna

4. Efla vitund um jafnrétti og önnur mannréttindi

5. Stuðla að gagnsæjum starfsaðferðum og góðum samskiptum á vinnustað

6. Láta samstarfsfólk njóta sannmælis og sanngirni

7. Gæta að orðspori vinnustaðar í samskiptum utan vinnu

8. Hvetja samstarfsfólk til að leita réttar síns telji það á sér brotið

9. Koma fram við borgarana af háttvísi og virðingu

10. Virða skoðana- og tjáningarfrelsi

11. Forðast hagsmunaárekstra

12. Gæta þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf þeirra

13. Leita samvinnu um úrlausn mála eftir því sem kostur er

14. Standa vörð um óhlutdrægni og faglegt sjálfstæði

15. Vekja athygli viðeigandi aðila á ólögmætum ákvörðunum og athöfnum

16. Axla ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum

(Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins nr.491/2013).

Stjórnarráð Íslands staðfesti sínar eigin siðareglur þann 3. maí 2012, tæpu ári áður

en almennar siðareglur fyrir opinbera starfsmenn voru samþykktar. Reglurnar heita

Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands og eru nr. 410/2012. Stjórnarráðið ásamt

forseta er æðsta stig framkvæmdavalds á Íslandi og samanstendur í dag af átta

ráðuneytum og tíu ráðherrum. Forsætisráðherra staðfestir siðareglur fyrir starfsmenn

Stjórnarráðsins og eiga þær að endurspegla ákveðin grunngildi í opinberum störfum eins

og heilindi, óhlutdrægni og skilvirkni (Forsætisráðuneytið, 2012).

Stjórnendur í ráðuneytum skulu sjá til þess að starfsmenn þeirra viti af tilurð

siðareglnanna og þær séu eðlilegur þáttur í starfi hvers ráðuneytis. Hver starfsmaður

skal þó gæta þess sjálfur að fara eftir reglunum í hvívetna. Siðareglum Stjórnarráðsins

(410/2012) er skipt niður í fimm yfirflokka, þeir eru vinnubrögð og samskipti á

Page 25: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

25

vinnustað, háttsemi og framkoma, hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar, samskipti við

fjölmiðla, almenning og eftirlitsaðila og ábyrgð og eftirfylgni.

1. Í flokknum vinnubrögð og samskipti á vinnustað er m.a. lögð áhersla á samvinnu og

gagnkvæma virðingu starfsfólks, að starfsfólk gæti að mörkum stjórnmála og stjórnsýslu

og að það sýni ráðdeild við meðferð fjármuna ríkisins.

2. Í flokknum háttsemi og vinnubrögð er m.a. lögð áhersla á að starfsfólk dragi skýr mörk

á milli einkalífs og opinberra skyldustarfa, að starfsfólk nýti sér ekki stöðu sína eða

upplýsingar í eiginhagsmunaskyni og að starfsfólk rýri ekki trúverðugleika ráðuneytis

síns með ámælisverðri framkomu.

3. Í flokknum hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar er lögð áhersla á að starfsfólk

Stjórnarráðsins gæti þess að hagsmuna- og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þess,

ef slíkt gerist eigi að skrá slíkt í málaskrá og að starfsfólk hafi alltaf í huga að skyldur

stjórnsýslunnar eru fyrst og fremst við almenning.

4. Í flokknum samskipti við fjölmiðla, almenning og eftirlitsaðila er lögð áhersla á kurteisi

í samskiptum og erindum sé sinnt innan tímamarka, upplýsingar séu veittar greiðlega og

að starfólk eigi greið og opin samskipti við hagsmunahópa, Alþingi og eftirlitsstofnanir

þess.

5. Í flokknum ábyrgð og eftirfylgni er lögð áhersla á að hver starfsmaður sé ábyrgur fyrir

athöfnum sínum og gjörðum, sem skulu vera almenningi til heilla og í samræmi við

stjórnarskrá og landslög

(Siðareglur Stjórnarráðsins, 2012).

Lög um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum (siðareglur) eru

nr. 86/2010. Í þeim eru meðal annars gerðar breytinar á lögum nr. 73/1969 um

Stjórnarráð Íslands (lög felld úr gildi) og breyting á lögum nr. 70/1996 um réttindi og

skyldur opinberra starfsmanna ríkisins.

Page 26: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

26

4 ESB og OECD

ESB stendur fyrir Evrópusambandið og eiga 28 fullvalda og sjálfstæð ríki aðild að því. Öll

ríkin deila fullveldi sínu til að auka styrk sinn og stærðarhagkvæmni. Aðildarríkin

framselja hluta af ákvörðunarvaldi sínu til sameiginlegra stofnana sem þau hafa sett á

laggirnar til að hægt sé að taka lýðræðislegar ákvarðanir um málefni sem varða

sameiginlega hagsmuni á samevrópskum vettvangi. ESB hefur komið á fót

sameiginlegum markaði fyrir vörur og þjónustu, skapað sameiginlegan gjaldmiðil, Evru

ásamt því að veita hæstu framlög í heimi til þróunar og mannúðarmála. Löggjöf

Evrópusambandsins er í meginatriðum tvenns konar, í formi reglugerða og tilskipana.

Íslenskum stjórnvöldum ber að lögfesta þær ESB-reglugerðir sem falla undir EES-

samninginn óbreyttar eða sem stjórnvaldsreglur. Innleiðing tilskipana eru hins vegar

sveigjanlegri þar sem þær eru einungis bindandi og ríkjunum í sjálfsvald sett hvernig

markmiðum þeirra er náð (Evrópuvefurinn, á.á).

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða

Efnahags- og framfarastofnun og eru 34 ríki innan sambandsins. Tilgangur Efnahags- og

framfarastofnunarinnar er að veita sameiginlegan vettvang til að bera saman

stefnumótun aðildarríkjana og reynslu þeirra í efnahags-, félags-, og umhverfismálum.

Stofnunin setur ekki fram bindandi samninga eða lagasetningar fyrir aðildarríki þess,

heldur er stofnunin hugsuð sem samræðu- og samhæfingargrundvöllur þar sem

umræða og gagnrýni á að leiða til stefnubreytinga hjá aðildarríkjum þess. Með þessu

móti reynir stofnunin að stuðla að varanlegum hagvexti, háu atvinnustigi, auknum

lífsgæðum og almennri efnahagsþróun fyrir ríkin innan sambandsins. Efnahags- og

framfarastofnun heyrir undir Utanríkisráðuneytið hér á landi (OECD, á.á.).

Efnahags- og framfarastofnun gegnir ýmis konar hlutverkum hjá aðildarríkjum

sínum. Til að mynda starfrækir stofnunin nefnd sem er leiðbeinandi í aðgerðum gegn

spillingu og á sviði siðferðis. Samkvæmt skýrslunni Trust in Government, ethics

Measures in OECD Countries samþykktu öll aðildarlöndin árið 1998 að skuldbinda sig til

að endurskoða reglulega reglur, aðferðir og venjur til að koma í veg fyrir alls konar

misferli, spillingu og siðferðileg vandamál, hvert innan sinna landa. Í því skyni setti

Page 27: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

27

stofnunin fram stefnumótandi leiðbeiningar sem ríkin gátu stuðst við og áttu reglurnar

að leiða stjórnvöld í aðgerðir sem myndu meðal annars stuðla að háum stöðlum um

háttsemi, virka gegn spillingu og að samþætt siðferðileg vídd í stjórnun yrði viðhöfð í

samræmi við þau gildi sem væru ríkjandi hverju sinni (OECD, 2000).

Eins og kom fram í kaflanum hér að framan, var það ekki fyrr en árið 2012 sem

settar voru siðareglur fyrir Stjórnarráðið og almennar siðareglur starfsmanna ríkisins

voru samþykktar árið 2013. Það sem vekur athygli er hversu langur aðdragandinn var frá

því að stefnan var samþykkt hjá aðildarríkjum OECD fram að því að íslensk yfirvöld settu

niður skýrari reglur um siðferði. Var það í rauninni ekki gert fyrr en eftir fjárhagslegt

hrun hjá íslenska markaðinum, þar sem fram komu sterkar kröfur frá almenningi um að

betrumbæta þyrfti verkferla og aðferðir hjá hinu opinbera (OECD, 2000).

4.1 Fjárhagslegt hrun á Íslandi

Í skýrslu um aðdraganda og orsakir á falli íslensku bankanna árið 2008 kom í ljós ýmiss

konar vandkvæði á fjármálamarkaðnum sem leiddu til áðurnefnds hruns. Fram kemur í

skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti að þrátt fyrir ítarlegar regluhandbækur,

starfsreglur og löggjöf á fjármálamarkaðnum, hafi skort áþreifanlega á vilja aðila til að

fara eftir settum reglum. Stjórnendur og eigendur á fjármálamarkaðnum litu á lög og

siðareglur sem hindranir, frekar en að nota þær sem tæki til að efla meðvitund um góða

starfshætti og siðferðilega dómgreind. Vöxtur fyrirtækja fór langt fram úr mörkum og

getu samfélagsins til að takast á við og ekki var hugað að vandvirkni. Fámenn

stjórnunarteymi höfðu hvorki getu né kunnáttu til að taka á málunum og því fór sem fór

(Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal, Kristín Ástgeirsdóttir, 2011).

Fjórir þættir spiluðu stórt hlutverk í því hvernig fór, það voru eftirlitsstofnanir,

starfshættir í stjórnsýslu, stjórnmál og viðskiptalíf og samfélagssýn. Segja má að

eftirlitsstofnanir hafi brugðust hlutverki sínu á allan mögulegan máta. Starfshættir þeirra

báru þess merki að samfélagið væri vanbúið þeim gríðarlegu breytingum sem urðu í

fjármálakerfinu árin fyrir hrun. Einnig einkenndust starfshættir þeirra af trausti til

bankamanna sem endurspeglaðist í því að þeir fengu óáreittir að blása út bankakerfið

með fyrr greindum afleiðingum. Starfsháttum stjórnsýslunnar var einnig á margan hátt

Page 28: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

28

ábótavant. Sjálfsstæði embættismanna gagnvart ráðherrum var mikið og einkenndust

samskipti innan stjórnsýslunnar af slæmum boðleiðum, framkvæmdaleysi og vondum

áhrifum af pólítískum ráðningum. Mikilvægar ákvarðanir voru illa ígrundaðar og óttinn

við að valda áfalli olli því að enginn gerði neitt til að sporna við þeim hættum sem

steðjuðu að á fjármálamarkaðnum (Vilhjálmur Árnason ofl., 2011).

Stjórnvöld stóðu illa að einkavæðingu bankanna og vantaði alla stefnumótun fyrir

fjármálakerfið í heild sinni sem hefði þurft að vera til, þegar farið var út í svo viðamiklar

aðgerðir. Stjórnmálamenn sýndu ítrekað ógagnrýna samstöðu með bankamönnum og

færðu með því ábyrgð sem þeir áttu að bera yfir á almenning. Alþingi brást einnig

eftirlits- og umræðuhlutverki sínu og sýndi andvaraleysi gagnvart því að auður og völd

söfnuðust á fáar hendur. Samfélagssýn var einnig orðin röng á þessum tíma þar sem

orðræða um útrásarvíkinga og velgengi íslensk viðskiptalífs var hafin til himins og vissu

fáir því hversu illa leikið fjármálakerfið var á Íslandi fyrr hrunið varð (Vilhjálmur Árnason

ofl., 2011).

Niðurstaða skýrslunnar var á þá leið vandinn í íslenskri fjármálastarfsemi hafi verið

víðtækur og kerfislægur, upplýstar umræður hafi átt erfitt uppdráttar og

hagmunaárekstrar verið tíðir vegna tengsla milli fyrirtækja á fjármálamarkaðnum. Þeir

sem stjórnuðu hafi ekki séð sameiginlega hagsmuni þjóðfélagsins fyrir sínum eigin og að

lokum ekki haft reynslu né kunnáttu til að afstýra þeim atburðum sem urðu, til að

lágmarka hið samfélagslega tjón (Vilhjálmur Árnason ofl., 2011).

Í kjölfar hrunsins blés almenningur til mótmæla til þess að andmæla þeirri

fjárhagslegu ringulreið sem einkenndi markaðinn, auknu atvinnuleysi sem fylgdi í

kjölfarið, hækkandi skuldum og þeirri ríkisstjórn sem var við völd. Almenningur vildi

einnig að komið yrði í veg fyrir að framkvæmdavaldið hefði áhrif á dómsvaldið, komið

yrði í veg fyrir spillingu við ráðningar á embættismönnum og að eftirlitsstofnanir yrðu

efldar til að geta sinnt hlutverkum sínum (Einar Franz Ragnarsson, 2011).

Með þeirri almennu vitundavakningu sem varð í kjölfar efnaghagshrunsins, beitti

almenningur sér fyrir því að að siðferði og siðareglur yrðu gerðar marktækar og farið

yrði eftir þeim. En eins og sjá má í skýrslunni var pottur víða brotinn í siðferði þar sem

stjórnmálamenn töluðu t.d. fyrir starfsemi bankanna á meðan þeir þáðu greiðslur í

kosningasjóði sína. Í dag hafa lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og

Page 29: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

29

frambjóðenda og um upplýsingaskyldu verið uppfærð með lögum nr. 126/2011, til að

auka traust samfélagsins til stjórnmálastarfsemi. Í dag hafa einnig verið settar siðareglur

fyrir almenna starfsmenn ríkisins, starfsfólk stjórnarráðsins og siðareglur fyrir ráðherra

en með því má sjá að ríkisvaldið hefur ákveðið að taka fastari tökum á siðferðimálum hjá

ríkinu.

4.2 Góðir stjórnarhættir

Með stjórnarháttum fyrirtækja er átt við þætti eins og stjórnun og völd, ábyrgð og áhrif,

áreiðanleika og eftirlit. Í þessu sambandi hefur heiðarleiki og gagnsæi einnig mikið að

segja. Rekstur opinberra stofnana er frábrugðinn rekstri einkafyrirtækja, en er þó ætlað

að einhverju leyti að líkja eftir þeirri starfsemi, enda hafa framangreindir þættir allir

áhrif á opinberar stofnanir (Fjármálaráðuneytið, 2004). En hvaða máli skipta góðir

stjórnarhættir?

Góðir stjórnarhættir hjálpa til við að byggja upp nauðsynlegt traust þannig að

markaðurinn virki, sama hvort um er að ræða starfsemi hjá opinberum stofnunum eða

hjá einkafyrirtækjum. Traust er forsenda þess að samfélög fái þrifist á góðan máta. Með

leiðbeinandi reglum, er komið á stöðluðum verkferlum sem gefa svipaðar niðurstöður í

keimlíkum málum. Það er mikilvægt, enda skiptir máli að allir aðilar fái sömu niðurstöðu

burt séð frá því hverjir þeir eru. Reglur um stjórnarhætti hjá opinberum stofnunum eða

fyrirtækjum efla og styrkja traust almennings, starfsmanna þeirra og hagsmunaaðila.

Ákvörðunartaka á grundvelli góðra stjórnarhátta verður að vera byggð á markmiðum til

lengri og skemmri tíma. Gengi stofnana eða fyrirtækja grundvallast því á hversu vel

þessar ákvarðanir eru ígrundaðar og má færa rök fyrir því að góðir stjórnarhættir séu

tæki til að hámarka frammistöðu (Fjármálaráðuneytið, 2004).

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru gefnar útaf Viðskiptaráði Íslands,

Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins í skýrslu sem heitir Stjórnarhættir

fyrirtækja og er meginmarkmið hennar að bæta starfshætti með því að skýra hlutverk og

ábyrgð stjórnenda. Leiðbeiningunum er ekki ætlað að koma í stað löggjafar, heldur er

þeim ætlað að útfæra löggjöfina nánar og fela þær í sér auknar skyldur umfram lög og

reglur (Viðskiptaráð Íslands ofl., 2012).

Page 30: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

30

Í leiðbeiningunum er sérkafli sem fjallar um siðferði og samfélagslega ábyrgð, en í

honum er lögð áhersla á að fyrirtæki setji sér, stjórnendum sínum og starfsmönnum

siðareglur og stefnu um samfélagslega ábyrgð. Með því stuðli fyrirtækið að heilbrigðara

atvinnulífi og bættum samskiptum. Með setningu siðareglnanna eykur fyrirtækið

ánægju starfsfólks síns, samkeppnisfærni og ásýnd og traust og trúverðugleika á

markaðnum (Viðskiptaráð Íslands ofl., 2012).

Samfélagið í dag er undir áhrifum hraðra breytinga og tækninýjunga. Því er

mikilvægt að stofnanir og fyrirtæki starfi eftir viðurkenndum verkferlum sem einnig

nýtast sem leiðbeiningar fyrir starfmenn í ákvarðanatökum. Skráðar siðareglur fyrir

stofnanir og fyrirtæki ættu því að notast sem hjálpartæki við ákvarðanatöku og

úrvinnslu hinna ýmsu þátta.

Page 31: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

31

5 Rannsókn

Rannsóknarspurningin í verkefni þessu er að athuga hvort til séu skráðar siðareglur hjá

opinberum stofnunum? Framkvæmd rannsóknarinnar var þannig háttað að

spurningakönnun var send með tölvupósti til 21 stofnunar. Þá var svargögnum safnað

saman til frekari úrvinnslu. Hér að neðan verður farið yfir aðferð og framkvæmd við

rannsóknina og hvernig úrvinnslu og greiningu gagna var háttað. Þá verða svör

þátttakenda tekin saman.

5.1 Aðferð og framkvæmd rannsóknar

Megindleg aðferðafræði varð fyrir valinu til að vinna áðurnefnda spurningakönnun. Slík

rannsóknaraðferð hentar einna best þegar safna þarf saman gögnum með til dæmis

spurningalista eins og var í þessu tilviki. Notast var við lýsandi rannsókn, en hún er

gjarnan notuð þegar mæla þarf ýmiss konar þætti eða lýsa umfangi (Lawrence, 2002).

Framkvæmdin var svohljóðandi: Könnun í formi spurningalista var send út í

tölvupósti til forsvarsmanna 21 stofnunar. Þar af voru tvö ráðuneyti og 19

undirstofnanir þeirra. Spurningalistinn innihélt alls 11 spurningar og gaf síðasta

spurningin svarendum tækifæri á að koma sínum skoðunum eða athugasemdum á

framfæri. Höfundur ritgerðarinnar sendi sjálfur út tölvupóstinn af háskólanetfangi sínu

til áðurnefndra stofnana, en í honum kom fram hver tilgangur spurningalistans væri,

hver hefði samið hann og hvernig hann yrði notaður. Tölvupósturinn með

spurningakönnuninni var sendur út þann 23. mars og var ítrekunarpóstur sendur út 4

dögum síðan eða þann 27. mars til þeirra stofnana sem ekki höfðu svarað. Fyrsta svarið

barst þann 23. mars og það síðasta 30. mars. Eftir það hófst úrvinnsla á niðurstöðum

könnunarinnar.

Page 32: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

32

5.2 Greining ganga og úrvinnsla

Rannsóknargögnin sem unnið var með voru eingöngu frumgögn, þar sem enginn

milliliður túlkaði svargögnin frá svarendum til rannsakanda. Unnið var úr

rannsóknargögnunum í forritunum Word og Excel til að öðlast heildarmynd af

könnuninni. Excel var einnig notað til myndrænnar úrvinnslu. Alls svöruðu 14 stofnanir

af 21 sem fengu sendan tölvupóst, en það gerir 66,7% svarhlutfall.

Helstu annmarkar á rannsókninni voru þeir að hún náði einungis til tveggja

ráðuneyta af átta. Könnunin hefði getað verið stærri í sniðum, það er stærra úrtak til að

marktækari niðurstöður myndu fást. Þrátt fyrir það gefur könnunin vísbendingar um

stöðu rannsóknarefnisins í dag og þá stöðu sem siðareglur gegna hjá opinberum

stofnunum.

Page 33: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

33

6 Svör stofnana við spurningakönnun

Hér að neðan verða svör stofnana tekin saman en svör einstakra stofnana verða ekki

rakin til svarenda. Í ljós kom að flestar stofnanir sem svöruðu spurningakönnuninni

störfuðu eftir siðareglum.

Á mynd 1 hér að neðan má sjá fjölda starfsmanna hjá stofnunum. Fjöldi

starfsmanna er á xás og fjöldi stofnana á yás.

Mynd 1. Fjöldi starfsmanna hjá stofnunum.

Mynd 2 sýnir svör stofnana hvort til séu skráðar siðareglur hjá þeirra stofnun?

Mynd 2 Eru til skráðar siðareglur hjá þinni stofnun?

0

1

2

3

4

5

< 9 10 - 19 20 - 29 30 - 39 > 40

Fjöldi starfsmanna hjá stofnunum

Fjöldi svara

50% 50%

Eru til skráðar siðareglur hjá þinni stofnun?

Já Nei

Page 34: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

34

Í svörum var misjafnt hvort vísað væri til sérstaklega settra siðareglna fyrir einstaka

stofnanir eða hvort vísað væri til almennt settra siðareglna fyrir ríkisstarfsmenn eða

ráðuneyti.

Vert er að geta þess að svarendur virðast hafa lagt mismunandi skilning í þessa

spurningu. 6 af þeim 7 stofnunum sem svöruðu spurningunni neitandi, sögðust þó starfa

eftir annað hvort almennum siðareglum starfsmanna ríkisins eða eftir sérhæfðum

siðareglum sem fylgdi þeirri starfsstétt sem ynni hjá stofnuninni. Einnig voru stofnanir

sem svöruðu því játandi að stofnunin þeirra ynni eftir skráðum siðareglum, sem vísuðu í

sömu siðareglur og þeir gerðu sem svöruðu spurningunni neitandi.

Ef dregin er ályktun út frá því að 13 af 14 stofnunum vísuðu til siðareglna sem

stofnunin styddist við í sínu starfi, burt séð frá því hvort spurningunni var svarað játandi

eða neitandi, er hægt að segja að tæp 93% þeirra stofnana sem svöruðu könnuninni

störfuðu að einhverju leiti eftir siðareglum.

Stofnanirnar sjö sem svöruðu játandi að starfa eftir siðareglum, vísuðu til settra

siðareglna sem unnið væri eftir hjá þeirra stofnun. Siðareglurnar sem vísað var til voru

almennar siðareglur starfsmanna ríkisins, siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands

og siðareglur sem vísuðu til einstakra stofnana og/-eða starfsstétta. Reglur þeirra verða

ekki nefndar á nafn hér til að gæta þess að ekki verði unnt að rekja niðurstöður

úrtaksins. 6 af þeim 7 stofnunum sem svöruðu því neitandi að stofnun þeirra hefði

skráðar siðareglur, vísuðu einnig til almennra siðareglna starfsmanna ríkisins og

siðareglna fyrir ákveðnar starfstéttir.

Ýmsar ástæður voru gefnar upp af hverju stofnanir höfðu skrásettar siðareglur hjá

sinni stofnun. Sumir svöruðu á þann veg að siðareglur hefðu verið settar til að bæta

fagleg vinnubrögð og efla traust almennings gagnvart stofnuninni. Þá kom fram að

mikilvægt væri fyrir opinberar stofnanir að fylgja góðum starfsháttum eftir í hvívetna og

myndu siðareglur efla trú almennings á því að stofnunin fylgdi eftir góðum starfsháttum.

Einnig var því svarað að siðareglum væri ætlað að stuðla að góðum viðskiptaháttum þar

sem vönduð stjórnsýsla væri sett ofar persónulegum hagsmunum. Siðareglurnar væru

rammi til að styðjast við þegar ýmis álitaefni kæmu upp og mikilvægt væri fyrir starfsfólk

að það gerði sér grein fyrir því að það væri ábyrgt fyrir ákvörðunum sínum, árangri og

háttsemi í starfi burt séð frá því hvort starfað væri eftir siðareglum eða ekki.

Page 35: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

35

Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru samdar af starfshópi á vegum

forsætisráðherra. Við undirbúning reglnanna var haft samráð við starfsmenn

ráðuneytanna, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og samhæfingarnefnd um siðferðileg

viðmið fyrir stjórnsýsluna. Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins voru samdar af

ráðgjafahópi og staðfestar af Fjármálaráðuneytinu. Við undirbúning þeirra var haft

samráð við samtök ríkisstarfsmanna, Félag forstöðumanna ríkisstofnana,

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir

stjórnsýsluna. Hjá einni stofnun sömdu starfsmenn sértækari siðareglur á grundvelli

fyrirmyndar um Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins. Hjá annarri stofnun kom fram

að starfsmenn hefðu í sameiningu samið siðareglur fyrir stofnun sína, sem

endurspeglaði starfshætti hennar og þau atriði sem þeim fannst skipta siðferðilegu máli

í rekstri hennar.

6.1 Svör við innleiðingu, eftirliti, hagsbótum og skrásetningu siðareglna í spurningakönnun

Innleiðingu siðareglna var mismunandi háttað hjá stofnunum. Hjá tveimur stofnunum er

starfsræktur Stjórnsýsluskóli, þar sem boðið er upp á námskeið um siðareglur í opinberri

stjórnsýslu. Aðrar stofnanir höfðu mismunandi hátt á innleiðingu reglnanna og ekkert

samræmi virðist vera þar á milli stofnanna. Ein stofnun hafði þann háttinn á að senda út

tölvupóst á starfsmenn sína og í framhaldinu var haldinn starfsmannafundur til nánari

kynningar á reglunum. Þá hélt ein stofnun starfsmannafund til kynningar. Önnur stofnun

hafði það sem reglu að þegar nýtt starfsfólk væri ráðið til starfa, fengi það afrit af

siðareglum stofnunarinnar með ráðningarsamningi sínum. Þá sagði ein stofnun það

algerlega vera í höndum hvers starfsmanns að kynna sér þær siðareglur sem væru í gildi

hjá þeim og hjá síðustu stofnuninni var ekki vitað hvernig innleiðingu siðareglnanna var

háttað, en þær væru engu að síður við líði.

Eftirliti með siðareglum var misjafnlega háttað hjá stofnunum og virtist það oftar en

ekki vera í óskilgreindum farvegi. Skrifstofa löggjafarmála heldur utan um ábendingar er

varða brot á siðareglum hjá ráðuneytum. Hjá einni stofnun var ekkert eftirlit til staðar og

Page 36: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

36

hjá annarri stofnun átti hver starfsmaður að gæta þess að farið væri eftir settum

siðareglum. Almennt orðalag í einum siðareglum segir, að verði starfsmaður áskynja um

siðferðislega ámælisverð vinnubrögð eða athæfi skuli hann koma með ábendingu um

það til næsta yfirmanns. Ætla má af því að yfirmaður stofnunarinnar sjái þar um eftirlit.

Þar kemur einnig fram að sýni starfsmaður af sér ótilhlýðilega háttsemi samkvæmt

gildandi reglum eða leiðbeiningum, geti hann átt von á áminningu eða uppsögn úr starfi.

Tvær stofnanir svöruðu ekki hvernig eftirliti væri háttað.

Nær allar stofnanirnar svöruðu á þann veg að þær teldu engan mun á siðferði fyrir

og eftir setningu siðareglnanna. Aðeins ein stofnun svaraði með svarmöguleikanum veit

ekki. Fram kom í tveimur svörum að tilgangur með setningu siðareglna hjá hinu

opinbera væri að tryggja vönduð vinnubrögð og ábyrga meðferð á fjármunum til að

auka traust á stjórnsýsluna.

Allar stofnanirnar svöruðu þessari spurningu játandi nema ein. Ástæður þeirra sem

töldu skráðar siðareglur til hagsbóta voru til dæmis að þær efldu siðvitund hjá

starfsmönnum. Ein stofnun sagði að siðareglur væru til hagsbóta vegna þess að þær

settu ramma og feril utan um ákvarðanatöku til að taka á álitamálum og væru góð

viðbót við ákvæði starfsmannalaganna. Önnur stofnun sagði að siðareglur minntu

starfsfólk á mikilvægi þess að starfa ekki einungis samkvæmt lögum heldur þyrfti einnig

að hafa í huga að vinna ávallt út frá því sem einstaklingurinn teldi siðferðilega rétt. Þá

var bent á að reglurnar ættu að stuðla að góðum viðskiptaháttum þar sem vönduð

stjórnsýsla væri sett ofar persónulegum hagsmunum starfsmanna. Að lokum kom fram

að reglurnar ættu einnig að tryggja óhlutdrægar ákvarðanir og viðhalda trausti innan

stofnunarinnar sem og utan.

Sú stofnun sem svaraði neitandi, taldi óljóst hvað siðareglur ættu að ná utan um

sem ekki væri dekkað af lögum um opinbera starfsmenn. Einnig væri óljóst hvernig

settum siðareglum yrði framfylgt. Mætti til dæmis áminna eða reka starfsfólk fyrir brot á

siðareglum einum saman?

Spurt var af hverju stofnanir hefðu ekki skrásettar siðareglur. Nokkrar stofnanir

svöruðu á þá leið að ekki hafi verið talin þörf á því að útfæra almennar siðareglur

opinberra starfsmanna frekar fyrir viðkomandi stofnun og voru nokkrar ástæður gefnar

upp fyrir því. Ein svaraði því að stofnunin væri fámenn og aðrar sögðu að fyrirliggjandi

Page 37: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

37

siðareglur myndu halda utan um þá áhersluþætti sem þyrfti í starfseminni. Ein stofnun

sagði að allir starfsmenn skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu í upphafi starfs og önnur

stofnun sagði að innan stofnunarinnar væru ýmsar reglur í gangi sem ekki höfðu verið

skrifaðar formlega niður en giltu engu að síður. Að lokum sagði ein stofnunin að í lögum

um opinbera starfsmenn væri markaður farvegur og því væru sértækar siðareglur

óþarfar.

Að lokum var stofnunum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við

könnunina eða ábendingum. Ein stofnunin benti á að siðareglur væru málefni sem þyrfti

sífellt að vera í umræðunni, sama hvort um væri að ræða í stofnunum, fyrirtækjum eða

samfélaginu í heild sinni. Siðareglur væru mikilvægar, þar sem ekki væri hægt að

lögfesta alla hluti. Nokkrar stofnanir bentu á siðareglur sem unnið væri eftir hjá þeirra

stofnun, það er siðareglur sem stofnunin styddist við án þess þó að hafa sett sér

sértækar siðareglur.

6.2 Samantekt spurningakönnunar

Eins og áður kom fram voru 14 stofnanir af 21 sem svöruðu könnuninni eða tæp 67%.

Í byrjun könnunarinnar var spurst fyrir um fjölda fastráðinna starfsmanna hjá

stofnununum og dreifðist svörunin ágætlega milli flokka, en í einungis einum

stærðarflokki var einn svarandi. Í annarri spurningu kom rannsóknarspurning

könnunarinnar, það er að kanna hvort til staðar séu skráðar siðareglur hjá opinberum

stofnunum. 7 stofnanir svöruðu játandi en 7 svöruðu neitandi. Rannsakandi skoðaði

þessar tvær spurningar saman, til að kanna hvort tenging væri milli þess hvort smærri

stofnanir störfuðu síður eftir siðareglum en þær stærri. Engin tenging fannst þar á milli,

eins og mynd 3 sýnir hér að neðan.

Page 38: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

38

Mynd 3 Tengsl milli stærðar stofnanna og siðareglna.

Hafa verður í huga þegar mynd 3 er skoðuð, að 6 af 7 stofnunum sem ekki sögðust

starfa eftir skráðum siðareglum hjá sinni stofnun, vísuðu þrátt fyrir það á siðareglur sem

stofnunin styddist við í sinni starfsemi. Ef gengið er út frá því, að 13 af 14 stofnunum

starfi eftir siðareglum, myndi myndin líta töluvert öðruvísi út.

Líkt og áður hefur komið fram er siðareglum í grunninn ætlað að standa vörð um

siðferðileg gildi og hvetja til góðra verka, leiðbeina starfsmönnum um meginskyldur

sínar og ábyrgð og auðvelda þeim þannig ákvarðanatöku í siðferðilegum málefnum.

Samkvæmt skýrslu sem Ríkisendurskoðun útbjó fyrir Alþingi um siðareglur, kemur fram

að ástæðan fyrir setningu siðareglna í opinberri stjórnsýslu sé sú að þær eru hugsaðar

sem viðbót við lög og reglur sem nú þegar gilda um stjórnsýsluna. Í siðareglunum eigi að

vera er lögð megináhersla á ábyrgð og skyldur opinberra starfsmanna þar sem þeir

starfa í þágu almennings og eiga að haga störfum sínum þannig að almenningur geti

borið traust til þeirra, enda skerpi siðareglunar á siðferðilegri vitund starfsmanna og efli

góða starfshætti (Skýrsla ríkisendurskoðunar, 2014).

Niðurstöður spurningakönnunarinnar eru í góðu samræmi við niðurstöður úr

skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í svörum könnunarinnar kom meðal annars fram að

stofnanir hefðu sett siðareglur til að bæta fagleg vinnubrögð sín og efla traust

almennings til stofnunarinnar en það kemur heim og saman við áðurnefnda skýrslu.

0

1

2

3

4

< 9 10 - 19 20 - 29 30 - 39 > 40

Tengsl milli stærðar stofnana og siðareglna

Nei

Page 39: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

39

Flestar stofnanir töldu siðferði á vinnustaðnum hafa breyst lítið sem ekkert eftir

setningu siðareglna. Eins og fram kom í fræðilega hlutanum var tilgangurinn með

setningu siðareglnanna sá að auka traust almennings á stjórnsýslunni með því að

samræma og vanda vinnubrögð ásamt því að gæta að ábyrgri meðferð á opinberum

fjármunum. Óumdeilanlegt er að setning siðareglna er til bóta. Með setningu þeirra er

starfsmönnum gerð grein fyrir ábyrgð sinni, skyldum og réttindum og með þeim verða

starfsmenn betur upplýstir. Með því að hafa siðareglurnar einfaldar og skýrar er auðvelt

að skilja þær og yfirfæra í þær aðstæður þar sem taka þarf ákvarðanir. Vel heppnaðar

siðareglur geta þannig hugsanlega tekið til atriða sem koma ekki fram í lagareglum og

geta þannig aðstoðað við mál þar sem mörk eru óljós. Þannig að þrátt fyrir að svörunin

sé á þann veg að setning siðareglna hafi breytt litlu sem engu, getur verið mikilvægt að

hafa slíkan ramma ef álitamál koma upp.

Allar stofnanirnar í könnuninni fyrir utan eina svöruðu því játandi að skráðar

siðareglur væru til hagsbóta. Skriflegar siðareglur marka starfsfólki skýran bás og veita

því aðhald og leiða til skilvirkari starfsemi. Siðareglurnar geta einnig aukið

umburðarlyndi og virðingu fyrir skoðunum annarra en með því ætti ósjálfsrátt að draga

úr hættu á hagsmunaárekstrum. Skriflegar siðareglur ættu því að leiða til meðvitaðra

starfsfólks. Í fræðilega kaflanum hér að ofan er stiklað á stóru yfir þá þætti sem teljast til

hagsbóta og eru þær í samræmi við niðurstöður sem fengust úr spurningakönnuninni.

Þættirnir sem taldir voru upp voru meðal annars að starfsfólk ætti auðveldara með að

átta sig á hlutverki sínu, að skráning myndi auka samheldni innan stéttarinnar og að

ramminn væri starfsfólki hvatning til að vanda til verka. Sú stofnun sem ekki sá

hagsbætur í skráningu siðareglna benti á að það væri óljóst hvað siðareglur ættu að ná

utan um sem ekki væri nú þegar markað af lögum. Einnig fannst stofnuninni óljóst

hvernig taka ætti á málum sem upp kæmu, þar sem enga refsingu væri að finna í

siðareglunum, ef þeim væri ekki fylgt.

Ókostirnir úr fræðilegu kaflanum eru einnig í samræmi við niðurstöður

könnunarinnar, en þar kemur m.a. fram að engin trygging hlýst af skráningu siðareglna

þar sem þær minna einungis á æskileg viðmið. Siðareglur án siðferðilegrar hugsunar

væru ónothæfar og því ætti að láta reyna á hyggjuvit hvers og eins.

Page 40: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

40

Ýmsar ástæður eru fyrir því að ekki eru til sérstaklega skráðar siðareglur fyrir allar

stofnanirnar sem tóku þátt í könnuninni. Til dæmis var að allar stofnanirnar væru

ríkisstofnanir, en þær starfa í býsna ítarlegu lagaumhverfi, sem ætti að ná utan um

meirihlutann af því sem þarf. Einnig gæti komið til greina að aðrar reglur, líkt og

vinnustaðareglur eða fagsiðareglur myndu taka á þeirri starfsemi sem fram færi innan

stofnunarinnar.

Page 41: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

41

7 Niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestar stofnanir sem svöruðu

spurningakönnuninni störfuðu að einhverju leiti eftir siðareglum. Misjafnt var þó eftir

hvaða siðareglum var starfað og fór það jafnan eftir starfsemi og umfangi hverrar

stofnunar. Nokkrar stofnanir svöruðu því neitandi að til væru skráðar siðareglur, en

vísuðu þá jafnframt á aðrar siðareglur sem stofnunin styddist við í sinni starfssemi eins

og siðareglur hjá fagstéttum.

Skráðar siðareglur gegna mikilvægu hlutverki en þær gefa meðal annars til kynna

hvaða gildi stjórnendur telja mikilvæg fyrir menningu vinnustaðarins. Siðareglurnar

hvetja einnig til faglegra vinnubragða og auðvelda starfsmönnum að vinna vinnuna sína

vel í gegnum fyrirfram ákveðna verkferla. Siðareglur leysa þó fólk ekki undan þeirri

ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Hver manneskja er bundin af

almennum siðferðisviðmiðum sem gilda í mannlífinu og skyldan við hin almennu

siðferðisgildi fellur að sjálfsögðu ekki niður þótt gengið sé til liðs við sérhæfða

starfsstétt. Hins vegar getur þurft sérstaka umhugsun til að átta síg á því hvernig

almennar reglur siðferðis eigi við undir þeim sérstöku sem starfið býður heim.

Mikilvægt er að siðareglur starfsstétta séu þannig úr garði gerðar að auðvelt sé fyrir

starfsfólk að skilja þær. Reglurnar verða að vera hnitmiðaðar og draga skýr mörk um það

hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Siðareglurnar þurfa þannig að hafa beina skírskotun til

daglegra athafna eða starfa og vera úrlausnamiðaðar. Siðareglurnar mega ekki vera of

miklar að vöxtum, þannig að auðvelt sé fyrir starfsfólk að hafa yfirsýn yfir þær og fara

eftir þeim. Þau siðferðilegu gildi sem einstaklingar fara almennt eftir, eiga þó alltaf að

vera höfð til hliðsjónar þegar fólk sinnir sérhæfðum störfum. Almennar reglur setja

einstaklingum mörk um hvernig það eigi að haga sér en oft er hægt að byggja á og

treysta reynslu og siðferðisvitund hvers og eins þegar taka þarf siðferðilegar ákvarðanir.

Tilgangurinn með setningu siðareglna í stjórnsýslunni snýr að hegðun og verklagi hjá

tilteknum starfsstéttum, stofnunum og ráðuneytum. Eins og áður hefur verið getið er

setning siðareglna ein og sér ekki líkleg til breytinga, en sé vandað til setningarinnar og

ferlið undirbúið vel geta siðareglur verið stór og mikilvægur þáttur í því að efla fagleg

vinnubrögð. Þannig geta reglurnar búið yfir leiðsagnargildi fyrir starfsmenn og mótað

Page 42: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

42

störf þeirra sem vinna með þær. Siðareglur geta einnig staðið fyrir ákveðnu eftirliti, en

til þess þurfa reglurnar að vera skýrar og mögulegt að beita þeim gegn óæskilegri

hegðun. Ef vel tekst til við innleiðingu siðareglnanna, verða þær hluti af menningu

hverrar stofnunar og sjálfsagður þáttur í starfi þeirra sem þar vinna.

Til að siðareglur skili sem bestum árangri í starfi, þurfa stofnanir að bjóða upp á

viðeigandi menntun og fræðslu fyrir starfsmenn sína. Það er gert í þeim tilgangi að

starfsmennirnir geti rækt skyldur sínar á sem bestan máta. Þar sem siðareglur þjóna alla

jafna ekki hlutverki sínu, nema að þær séu notaðar af einstaklingum sem er umhugað að

stunda vinnu sína af heilindum er mikilvægt að allar stofnanir veiti starfsmönnum sínum

viðeigandi fræðslu á hverjum stað.

Misjafnlega var staðið að innleiðingu siðareglna eftir því hvort um var að ræða

ráðuneyti eða undirstofnanir þeirra. Hjá ráðuneytunum er starfræktur Stjórnsýsluskóli,

sem framfylgir markmiðum reglnanna, að raungera tiltekin lagafyrirmæli, áætlanir og

stefnur til að ná settum markmiðum. En hjá undirstofnunum er innleiðing reglnanna

aftur á móti ómarkviss og mismunandi hvernig þær voru kynntar fyrir starfsmönnum.

Kemur þetta heim og saman við áðurnefnda skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014 á

siðareglum, en þar kemur fram að fræðsla á siðareglum sé eingöngu bundin við

Ráðuneytin og ennþá sé eftir að móta fræðsluáætlun fyrir aðrar ríkisstofnanir, þar á

meðal allar undirstofnanir. Það skýrir að einhverju leiti hvers vegna einungis 7 stofnanir

af 14 sögðust starfa eftir siðareglum.

Greint er frá mikilvægi þess í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og

orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 að siðareglum sé fylgt eftir þannig að þær verði

virkar og að viðurlög séu við brotum á þeim. Ef engin viðurlög eru, rýrir það gildi

reglnanna, þar sem það skiptir starfsfólk litlu sem engu máli hvort það fari eftir

reglunum eða ekki. Það kemur þó fram í skýrslu Rannsóknarnefndar að þrátt fyrir að

siðareglur mæli ekki fyrir um viðurlög, komi til greina að beita ákvæðum

starfsmannalaga vegna brota starfsfólks á starfsskyldum sínum.

Markvert er að allar stofnanirnar fyrir utan eina töldu það vera til bóta fyrir

starfsemi stofnunnar sinnar að setja siðareglur. Þó svöruðu nær allar stofnanirnar á

þann veg að þær finndu engan mun á siðferði fyrir og eftir setningu siðareglnanna. Af

hverju það er, er umhugsunarvert. Vitað er að reglurnar hafa góð áhrif bæði á starfsfólk

Page 43: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

43

og til að auka traust almennings á stjórnsýsluna. Líklegt má þó telja að lítil eftirfylgni

með reglunum og eða engin viðurlög við brotum hafi áhrif á þessa skoðun. Ef eftirlit

væri í föstum skorðum og viðurlög væru við brotum á þeim, væru starfsmenn eflaust

meðvitaðari um siðareglur stofnana sinna og framfylgd sína á þeim.

Virðing og traust skipta miklu máli þegar fjallað er um samskipti fólks. Siðareglur

spila þar stórt hlutverk, þar sem þær stuðla að góðu siðferði og auka skilning, ábyrgð og

árangur stofnunnar. Gott siðferði er því lykillinn að góðum samskiptum þar sem siðferði

snýst fyrst og fremst um að láta skynsemina ráða.

Page 44: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

44

8 Lokaorð

Markmið þessarar ritgerðar var að svara rannsóknarspurningunni hvort til staðar væru

skráðar siðareglur hjá opinberum stofnunum? Rannsóknin leiddi í ljós að meirihluti

þeirra stofnana sem tóku þátt í könnuninni starfar með einum eða öðrum hætti eftir

siðareglum í starfsemi sinni. Rannsakandi telur þó mikilvægt að allar opinberar stofnanir

setji sér sínar eigin siðareglur út frá sameiginlegum grunni og útfæri þær eftir þeirri

starfsemi sem fram fer hjá hverri stofnun. Það myndi skila sér í auknu trausti almennings

gangvart opinberum stofnunum, en jafnframt er það mikilvægt að opinberar stofnanir

fari fram með góðu fordæmi á markaðnum.

Til heilla hefur á undanförnum árum orðið siðferðisleg vitundarvakning í

samfélaginu. Það á ekki einungis við um siðferði hjá hinu opinbera, heldur einnig bæði á

markaðnum sjálfum sem og hjá einstaklingum og einkafyrirtækjum. Siðferðisvitund

einstaklinga spilar stórt hlutverk þegar teknar eru ákvarðanir út frá siðferðilegum

málefnum en með setningu siðareglna hafa hinir ýmsu verkferlar verið staðlaðir,

starfsmönnum og stofnunum til góða.

Rannsóknin sýndi fram á að töluverðar umbætur hafa orðið í formi lagasetningar og

reglugerða síðastliðin ár en niðurstöðurnar benda þó til þess að lítið eftirlit væri til

staðar með framfylgd reglnanna. Án eftirlits eru siðareglurnar einungis orð á blaði og

skiptir það starfsmenn jafnan litlu máli hvort farið sé eftir þeim eða ekki, þegar engin

viðurlög eru. Því er mikilvægt að sett verði einhvers konar viðurlög, sem taka á því ef

starfsmenn eða stofnanir fara ekki eftir settum reglum.

Innleiðingu siðareglna mætti einnig taka fastari tökum. Innleiðingin hefur gengið

ágætlega eftir hjá ráðuneytunum þar sem Stjórnsýsluskóli sér um að fræða starfsmenn

þeirra. Hjá undirstofnunum hafa hins vegar ekki enn verið mótaðir neinir starfshættir

varðandi innleiðingu reglnanna en vinna þarf að markvissu ferli í þeim efnum enda eru

siðareglurnar til lítils ef starfsfólk veit ekki af þeim. Lausn við því væri að fá

Stjórnsýsluskólann einnig til að halda námskeið fyrir undirstofnanir ráðuneytana.

Page 45: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

45

Margir góðir hlutir hafa gerst síðastliðin ár, en eins og sjá má á eftir að útfæra ófáa

þætti til að ná viðunandi niðurstöðum. Því á þessi málsháttur ágætlega við hér og verður

hann lokaorð þessarar ritgerðar.

-Betur má ef duga skal –

Page 46: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

46

Heimildaskrá

Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins nr. 491/2013

Alþingi (á.á.). Skoðað 21. febrúar 2015 á http://www.althingi.is/

Aristóteles (2011). Siðfræði Níkomokkosar (Svavar Hrafn Svavarsson, þýð.). Reykjavík:

Hið Íslenska bókmenntafélag.

DeGeorge, R. (2014). Business ethics (7. útg.). Upper Saddle River: Pearson.

Einar Franz Ragnarsson (2011). Frá Búsáhaldabyltingu til Stjórnlagaþings. Óútgefin

BA-ritgerð, Háskólinn á Bifröst. Skoðað 20. apríl 2015 á

http://skemman.is/stream/get/1946/10046/25112/1/BA_Ritger%C3%B0_Einar_Franz

_Ragnarsson.pdf

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB (á.á.) Evrópusambandið í stuttu máli. Skoðað 29.

apríl 2015 á http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hvad-er-esb.html

Evrópuvefurinn, upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál (á.á.)

Evrópusambandið í stuttu máli. Skoðað þann 4.apríl 2015 á http://evropuvefur.is/

Fjármálaráðuneytið (2004). Árangursstjórnun í ríkissrekstri [handbók]. Reykjavík:

Gutenberg.

Forsætisráðuneytið (2012). Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands. Skoðað 25.

febrúar 2015 á http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/sidareglur/starfsfolk/

Forsætisráðuneytið (á.á.). Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð

Íslands, nr. 115/2011, með síðari breytingum. Skoðað 1. mars 2015 á

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir2/frumvarp-stjornarrad.pdf

Garðar Gíslason (1990). Um lög og siðferði. Úlfljótur, 43(3-4), 241-254.

Geir Þ. Þórarinsson (2005). „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?“. Skoðað 25.2.2015

á Vísindavefnum http://visindavefur.is/?id=5247

Katrín Jakobsdóttir (2010). Siðareglur geta aldrei orðið tæmandi. Skólavarðan 10(5), 19.

Lawrence, N. (2002). Social research methods: Qualitative and quantitative approaches.

Boston: Allyn & Bacon.

Page 47: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

47

Lög um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum (siðareglur) nr.

86/2010

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996

Lög um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011

OECD (2000). Trust in Government, Ethics measures in OECD countries. France: Head

of Publication Division

OECD (á.á.) Skoðað 25. mars 2015 á http://www.oecd.org/about/

Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritstj.) (2010).

Aðdragandi og orskair falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Reykjavík:

Oddi hf.

Páll Skúlason (1990). Siðfræði. Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana.

Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði.

Rachels, J. (1997). Stefnur og straumar í siðfræði (Jón Á. Kalmansson, þýð.). Reykjavík:

Siðfræðistofnun Háskólaútgáfan (Upphaflega gefið út 1986)

Ríkisendurskoðun (2003). Siðareglur í opinberri stjórnsýslu. Reykjavík:

Ríkisendurskoðun.

Ríkisendurskoðun (2014). Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla til

Alþingis. Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Róbert H. Haraldsson (2005). Aðferðarfræði, gagnrýnin hugsun og siðfræði. Skoðað 28.

mars 2015 á https://notendur.hi.is/robhar/

Samband íslenskra sveitarfélaga (2011). Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í

sveitarfélögum. Reykjavík: Samband íslenskra sveitarfélaga.

Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands nr. 410/2012

Sigurður Kristinsson (1991). Siðareglur. Greining á siðareglum ásamt skráðum

siðareglum starfsgreina á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, Háskóli

Íslands.

Stefán Már Stefánsson (1971). Réttarfarsathafnir. Úlfljótur, 24(4), 271-285.

Stjórnartíðindi (á.á.). Skoðað 25. febrúar 2015 á http://www.stjornartidindi.is/

Stjórnendavefur (á.á.). Skoðað 18. apríl 2015 á http://www.stjornendavefur.is/

Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins (2012).

Stjórnarhættir fyrirtækja, leiðbeiningar. Reykjavík: Prentmet.

Page 48: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

48

Vilhjálmur Árnason (1993). Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í

heilbrigðisþjónustu. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, Háskóli Íslands.

Vilhjálmur Árnason (2000). „Hvernig urðu siðareglur til“. Skoðað 25.2.2015 á

Vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=621

Vilhjálmur Árnason (2008). Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði.

Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar.

Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal, Kristín Ástgeirsdóttir (ritstj.). (2011) Skýrsla

vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Skoðað þann 29. apríl 2015 á

http://www.rna.is/eldri-nefndir/addragandi-og-orsakir-falls-islensku-bankanna-

2008/skyrsla-nefndarinnar/bindi-8/vidauki-1/

Page 49: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

49

Viðauki

Siðareglur – opinber stjórnsýsla

Góðan dag. Ég heiti Hrefna Jónsdóttir og er nemandi við Háskóla Íslands. Þessi spurningalisti er hluti af lokaverkefni mínu í BS námi og fjallar um siðareglur í opinberri stjórnsýslu.

Ég bið ykkur um að svara meðfylgjandi spurningum eftir bestu getu, en niðurstöður könnunarinnar verða ekki notaðar í öðrum fræðilegum tilgangi. Könnunin er nafnlaus og mun svörun ekki verða rakin til einstakra stofnana.

Leiðbeinandi verkefnisins er Elmar H. Hallgrímsson, lektor við HÍ.

Ef einhverjar spurningar vakna, er hægt að ná í mig í síma 867-3347 eða [email protected].

Spurningalisti:

1. Hver er fjöldi fastráðinna starfsmanna hjá þinni stofnun?

□ Færri en 9 starfsmenn

□ Milli 10 – 19 starfsmenn

□ Milli 20 – 29 starfsmenn

□ Milli 30 – 39 starfsmenn

□ Fleiri en 40 starfsmenn

2. Eru til skráðar siðareglur hjá þinni stofnun ?

□ Já

□ Nei

* Ef svarið er neitandi, vinsamlega haldið áfram á spurningu 9.

3. Ef svarið er játandi í spurningu 2, vinsamlega vísið í settar siðareglur.

__________________________________________________________________

Page 50: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

50

4. Hverjar eru ástæður þess að siðareglur voru skráðar hjá þinni stofnun?

__________________________________________________________________

5. Hver samdi siðareglurnar?

__________________________________________________________________

6. Hvernig var innleiðingu siðareglnanna háttað hjá stofnuninni, þ.e. hvernig voru

þær kynntar fyrir starfsmönnum?

□ Með tölvupósti ?

□ Með starfsmannafundi?

□ Engin formleg kynning?

□ Annað? ________________________________________________________

7. Hvernig er staðið að eftirliti varðandi brot á settum siðareglunum hjá þinni

stofnun?

□ Starfsmenn hafa aðgang að skráningarkerfi til að tilkynna brot

□ Ákveðnir starfsmenn halda utan um eftirlit

□ Utanaðkomandi aðili sér um eftirlit

□ Ekkert eftirlit er til staðar

□ Annað? ________________________________________________________

8. Telur þú að með setningu siðareglna hafi siðferðið batnað hjá stofnuninni?

□ Já

□ Nei

□ Veit ekki

□ Enginn munur

Page 51: Siðareglur hjá opinberum stofnunum - Skemman · Siðareglur segja til um hvaða hegðun sé rétt eða röng og veita þannig fólki aðhald um siðferðilega rétta breytni. Sama

51

9. Telur þú að skráðar siðareglur séu til hagsbóta fyrir stofnanir?

□ Já, vegna þess að _________________________________________________

□ Nei, vegna þess að______________________________________________

10. Ef ekki hafa verið settar siðareglur hjá þinni stofnum, hverja telur þú vera

ástæðuna fyrir því?

* Ef stofnunin hefur siðareglur, skal sleppa því að svara þessari spurningu.

__________________________________________________________________

11. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

________________________________________________________________

Kærar þakkir fyrir að svara könnuninni