séð og heyrt tbl. 11 2016

48
Davíð Örn og Jana Maren giftu sig með stæl: Nr. 11 31. mars. 2016 Verð 1.495 kr. 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Lísa Dögg og Svava Kristín ástfangnar: GAMLA KÆRASTA HEBBA FÉLL FYRIR KONU Sjokk! Ótrúlegar myndir! MAKASKIPTI FRÆGRA Jóhann Egill stefnir á óperuhúsið í Sydney: 14 ÁRA UNDRABARN FLUTTU INN PLÖTUSNÚÐ FRÁ IBIZA Róbert Ólíver, sonur Eddu Björgvins og Gísla Rúnars: Söngstjarnan Glowie: ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LEIKARI – EN VARÐ PABBI YRÐI DRAUMAFORSETI Amor í stuði!

Upload: birtingur

Post on 27-Jul-2016

283 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Davíð Örn og Jana Maren giftu sig með stæl:

Nr. 11 31. mars. 2016 Verð 1.495 kr.

977

1025

9560

09

Lísa Dögg og Svava Kristín ástfangnar:

GAMLA KÆRASTA HEBBA FÉLL FYRIR KONU

Sjokk!

Ótrúlegar myndir!

MAKASKIPTIFRÆGRA

Jóhann Egill stefnir á óperuhúsið í Sydney:

14 ÁRA UNDRABARN

FLUTTU INN PLÖTUSNÚÐ FRÁ IBIZA

Róbert Ólíver, sonur Eddu Björgvins og Gísla Rúnars:

Söngstjarnan Glowie:

ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LEIKARI – EN VARÐ

PABBI YRÐI DRAUMAFORSETI

Amor í stuði!

Page 2: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Davíð Örn Jóhannsson, kerfisstjóri hjá Sensa, og unnusta hans, Jana Maren Óskarsdóttir, birgðastjóri hjá Eirvík, létu pússa sig saman í Fríkirkjunni í Reykjavík og héldu síðan magnaða brúðkaupsveislu í gamla sjónvarpshúsinu á Laugavegi þar sem dansað var fram eftir við dúndrandi tónlist. Hjónin halda mikið upp á DJ Lovebirds og fluttu hann inn til landsins til þess að spila í brúðkaupsveislunni.

Fjörugur Amor „Þessi DJ á lagið okkar, I Want You in My Soul. Við fórum á sínum

tíma til Ibiza þar sem að hann var að spila og biðum eftir því að heyra lagið en svo spilaði hann það aldrei. En þar sem við enduðum á að eyða kvöldinu með honum þá ákváðum við að flytja hann inn til landsins með hjálp strákanna á Paloma bar. Hann spilaði svo í brúðkaupinu okkar líka,“ segir hin nýgifta Jana Maren Óskarsdóttir.

Parið hefur verið saman frá árinu

2011 og fannst kominn tími til að taka skrefið til fulls og ganga í hjónaband. Brúðkaupsveislan var hin glæsilegasta, auk DJ Lovebirds var stjörnulið plötusnúða á svæðinu sem sá til þess að trylla gestina á dansgólfinu.

„Við erum auðvitað í skýjunum með þetta allt saman og að það skyldi hafa heppnast að fá uppáhaldið okkar í brúðkaupið, þetta var samt ótrúleg tilviljun. Hann gaf sig á tal við okkur á Ibiza þegar við vorum að dansa í klúbbnum sem hann

var að spila í. Hann kom til okkar og þakkaði okkur fyrir að dansa svona mikið. Við sögðum honum frá laginu okkar og að við ætluðum að gifta okkur og svo grínuðumst við eitthvað með það hvort að hann myndi ekki bara koma til Íslands og spila í brúðkaupinu. Hann tók okkur á orðinu og mætti.“

Hjónin eru að sögn vina mikil partídýr og kunna að skemmta sér og öðrum. Þau eru með eindæmum vinamörg og því dugði ekkert

minna en gamli upptökusalur RÚV við Laugaveg fyrir veisluna. Margir gesta höfðu á orði að það væri ekki verra að dansa á sjónvarpssettinu, verst að veislan hafi ekki verið í beinni.

„Þetta gekk órúlega vel. Við fengum svo fallegt veður á brúðkaupsdaginn, þetta var draumi líkast,“ segir hin nýbakaða brúður sem flýgur um á vængjum ástarinnar inn í íslenska vorið undir dynjandi takti frá DJ Lovebirds.

Davíð Örn Jóhannsson (34) og Jana Maren Óskarsdóttir (27) giftu sig með stæl.

TURTILDÚFUR: Þau sögðu já. Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir voru gefin saman í hjónaband laugardaginn 19. mars en þau giftu sig í Fríkirkjunni í Reykjavík.

FLUTTU INN DJ FRÁ ÚTLÖNDUM TIL AÐ SPILA Í BRÚÐKAUPSVEISLUNNI

Page 3: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Davíð Örn Jóhannsson (34) og Jana Maren Óskarsdóttir (27) giftu sig með stæl.

TRUFLAÐ PARTÍ: Það fór ekki á milli mála að brúðhjónin eru vinamörg. Allir gestir stilltu sér upp við brúðkaupsskiltið og smelltu af.

SKVÍSUR Í STUÐI: Vinkonur brúðarinnar skemmtu sér frábærlega og brostu sínu breiðasta fyrir myndavélina.

HEY MISTER DJ PLAY A SONG FOR ME: Uppáhaldslag hjónanna heitir I Want You in My Soul og er eftir DJ Lovebirds en hann mætti til landsins og spilaði í brúðkaupinu. Hjónin fluttu hann sérstaklega inn í samstarfi við Paloma bar í Reykjavík þar sem að hann hélt svo tónleika nokkrum dögum eftir brúðkaupið.

DÓTTIRIN: Ástrós, 9 ára dóttir

Davíðs, og amma hennar voru alsælar með

brúðkaupið og veisluna.

Á DISKÓBAR:

Davíð Örn og Jana Maren hittu uppáhaldsplötusnúðinn sinn á bar á Ibiza, þau fengu hann til að koma til landsins

og spila í brúðkaupinu þeirra.

ÞRUSU ÞRENNA: Það var margt um manninn í brúðkaupinu og mikið hlegið og skrafað.

FLOTTUR HÓPUR: Þetta er klárlega brúðkaup aldarinnar sögðu þessir gestir sem voru alsælir með veisluna.

TVÆR EKKI ÚR TUNGUNUM: Þessum skvísum leiddist ekki og voru staðráðnar í að dansa fram undir morgun.

Page 4: Séð og heyrt tbl. 11 2016

FRÉTTASKOT sími: 515 5683BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 ÚTGeFANdI: Hreinn Loftsson FRAmKvæmdASTjóRI: Karl Steinar Óskarsson FjáRmáLASTjóRI: Matthías Björnsson dReIFINGARSTjóRI: Halldór Rúnarsson RITSTjóRI: Eiríkur Jónsson, [email protected] BLAðAmeNN: Ásta hrafnhildur Garðarsdóttir, [email protected] Garðar B Sigurjónsson [email protected] og Loftur Atli Eiríksson [email protected] AUGLýSINGAR: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: [email protected] UmBROT: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. myNdvINNSLA: Guðný Þórarinsdóttir

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið [email protected]. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Það er af sem áður var þegar dugði að skutla stórum hrygg í ofn, brúna kartöflur og sjóða upp sósu þegar fjölskyldan kom í páskamat. Allir ánægðir en nú er öldin önnur.

Einn í fjölskyldunni er glútenfrír, borðar að vísu kjöt en ekki með sósu því í henni er hveiti. Honum er bjargað með soðinu og hrísgrjónum í stað kartaflna.

Annar er grænmetisæta en borðar þó kjöt á stórhátíðum en bara lítið.

Þriðji er svo „vegan“ en það þýðir að hann borðar alls ekki kjöt, kartöflur eða sósu. Bara grænmeti. Honum

var reddað með taílenskum grænmetisrétti, úr eldhúsi Mogensen, sem hitaður var upp í örbylgju og settur á postulínsdisk til að halda hátíðleikanum.

Svo hófst máltíðin.

Ekki leið á löngu áður en sá glútenfríi fór að teygja sig yfir í brúnuðu kartöflurnar, varlega í fyrstu en svo missti hann sig alveg. „Það eru nú bara páskar einu sinni á ári,“ sagði hann eins og við sjálfan sig.

Grænmetisætan var svo gott sem farin að drekka rjómasósuna en vegan-gesturinn hélt sínu striki og lét taílenska grænmetið á postulíninu nægja.

Segja má að breytilegt mataræði sé gott í sjálfu sér og það er alltaf einhver fegurð í fjölbreytninni. En hér áður fyrr varð fólk að gera sér að góðu það sem upp á var boðið því annað var ekki til. Nýja mataræðið, sem skiptist í ýmsa flokka og gerðir, er líklega skýrasta dæmið um bættan efnahag þjóðarinnar þegar fólk getur ráðið því hvað það setur ekki ofan í sig.

Um næstu jól ætla ég að láta börnin bjóða okkur hjónunum í hátíðarmat því það er miklu einfaldara. Síðasta þegar ég minntist á það, fyrir um ári eða svo, stóð ekki á svörunum sem hljómuðu í kór: „En, pabbi! Það er svo dýrt!“

Við sjáum til en allt gerir þetta lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt vikulega og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

FLÓKIN FJÖLSKYLDUVEISLA

Amor „Við kynntumst fyrst í góðgerðaverkefni sem við tókum þátt í fyrir tveimur

árum og svo ekki söguna meir fyrr en við tókum upp þráðinn á Facebook fyrir nokkrum mánuðum og nú erum við saman,“ segir Lísa Dögg sem varð landsþekkt sem kærasta poppstjörnunnar Herberts Guðmundssonar en þegar upp úr sambandi þeirra slitnaði samdi Herbert fyrir hana lag og texta sem var í raun syngjandi bónorð. En allt kom fyrir ekki.

„Ég hef alltaf verið fyrir bæði kynin og ekki farið leynt með,“ segir Lísa Dögg ánægð með kærustuna í nýja sambandinu.

En vissi Herbert að þú værir upp á kvenhöndina meðan á sambandi ykkar stóð?

„Hann vissi að ég hef alltaf verið opin fyrir því að vera með öðrum konum, þannig að þetta ætti ekki að koma honum á óvart.“

Herbert Guðmundsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

GAMLA KÆRASTA HEBBA FÉLL FYRIR KONUÁstamál mannfólksins taka á sig ýmsar myndir eins og best sést á förðunarfræðingunum Lísu Dögg Helgadóttur og Svövu Kristínu Sveinbjörnsdóttur sem felldu hugi saman en Lísa Dögg er fyrrum kærasta poppstjörnunnar Herberts Guðmundssonar og Svava Kristín á fimm mánaða gamlan son, 16 ára dóttur og 13 ára son.

Lísa dögg Helgadóttir (36) og Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir (39) ástfangnar:

ÁÐUR FYRR: Lísa Dögg og Herbert Guðmundsson á meðan allt lék í lyndi.

KOSS Á KINN:

Svava smellir kossi á kinn Lísu.

Page 5: Séð og heyrt tbl. 11 2016

GAMLA KÆRASTA HEBBA FÉLL FYRIR KONU

Guðrún Daníelsdóttir (40), aðstoðarleikstjóri Ligeglad:

LIGEGLAD Á LIGEGLAD

Ligeglad Sjónvarpsþátturinn Ligeglad var frumsýndur í Listasafni Reykjavíkur

og það má með sanni segja að undirtektirnar hafi veirð frábærar. Ligeglad hefur beittan húmor og framleiðendur þáttanna eru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér og Íslendingum. Guðrún Daníelsdóttir, jafnan þekkt sem Garún, var aðstoðarleikstjóri Ligeglad og segir framleiðsluferlið hafa verið frábæra skemmtun.

„Þetta var algjörlega geðveikt. Það var svo skemmtilegt og gleðilegt á þessari frumsýninginu. Ég hef farið á fjölmargarar frumsýningar og fyrir það fyrsta þá er svo rosalega gaman að fara á frumsýningar og sjá árangur erfiðins, maður er til dæmis búin að vera úti í kulda og frá fjölskyldunni heillengi en svo sér maður hvað þetta hefur heppnast vel. Það er frábær tilfinning,“ segir Garún.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að fara erlendis í íslenskt verkefni. Við fórum til Danmerkur og vorum þar í þrjár til fjórar vikur og það var frábært að vinna með Dönunum, við vinnum mjög vel saman þrátt fyrir að það séu ólíkir vinnuhættir í gangi. Svo að sjá þetta á skjánum var ég svo glöð því þetta gekk svo vel.“

Hundrað sinnum afturGarún er vel sjóuð þegar kemur að sjónvarps- og kvikmyndabransanum en segir þetta verkefni hafa verið eitt það

skemmtilegasta.„Ég fékk bara símtal frá RÚV um

að ég ætti að vera aðstoðarleikstjóri í Danmörku. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og allt gekk upp. Þetta var alveg frábær tími, það var ógeðslega skemmtilegt í tökum og þetta var bara frábært. Það var líka frábært að vinna með þessu fólki. Anna Svava, Viggi og Helgi Björns eru náttúrlega snillingar og svo er Arnór leikstjóri svo klár maður. Þú veist að þú ert að vinna með kláru fólki þegar það kemur brosandi í vinnuna og er fullt auðmýktar. Þannig er Arnór. Ég myndi gera þetta hundrað sinnum aftur. Ef mér væri sagt að við værum að fara að gera Ligeglad 2 þá væri ég komin upp í vél og ég er rosalega flughrædd. Ég tók Norrænu heim frá Danmörku, svo flughrædd er ég.“

TVÆR GÓÐAR: Garún og Tinna Ólafsdóttir

forsetadóttir skemmtu sér vel á frumsýningunni en þær tvær eru

góðar vinkonur. Garún hefur meðal annars kennt dóttur Tinnu leiklist.

HRESSIR: Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason

og Arnar Knútsson, einn af framleiðendum Ligeglad, voru

ligeglad.

SÆTAR SAMAN: Lísa og Svava eru alsælar í nýja sambandinu.

TÖFF TVENNA: Þær horfa til framtíðar í sambandinu.

GAMAN SAMAN: Tvær förðunar-stúlkur fundu

hvor aðra.

Page 6: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Blúshátíð í Reykjavík var haldin í þrettánda sinn og hefur aldrei verið betri. Hátíðin hófst á Skólavörðustígnum sem var undirlagður af músík, gömlum drossíum og glyskvendum og svo tóku við blústónleikar þrjú kvöld í röð á Hilton við Suðurlandsbraut þar sem minnst 700 manns mættu hvert kvöld. Margir af áhrifamestu blúslistamönnum heims og sérvaldir íslenskir tónlistarmenn komu fram og þá var slegið upp tónleikum í Cadilacklúbbnum í Skeifunni sem seint líða úr minni þeirra sem þar voru.

BLÍÐUR BLÚS Í REYKJAVÍK

FRÁBÆR: Robert Barber, sendiherra

Bandaríkjanna, stillti sér upp með söngkonunni Karen Lovely

en Robert var svo hrifinn af söng Lovely að hann ákvað að

gefa henni sendiherranælu sína sem þakklætisvott fyrir frábæra

frammistöðu á sviði.

TVEIR GÓÐIR: Halldór Bragason, listrænn stjórnandi Blúshátíðarinnar, og fjölmiðlastjarnan fyrrverandi, Stefán Jón Hafstein, fíla blúsinn eins og svo margir aðrir.

TODMOBEAU: Söngkonan Andrea Gylfadóttir

stillti sér upp ásamt blúsgoðsögninni Chicago Beau

og dóttur hans.

HELLUHARÐUR: Þorsteinn Daníelsson í Hljómsýn var eitursvalur að vanda, tottandi glæsilegan vindil.

Page 7: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Framhald á næstu opnu

DÚNDUR DROSSÍA: Þessi fagra snót settist undir stýrið á 1953 árgerð af Ford og hann klæðir hana svo sannarlega vel.

OFURPÖR: Páll Winkel fangelsismálastjóri og Marta María fjölmiðlastjarna skemmtu sér vel ásamt Kalla Baggalút og dægurstjörnunni Tobbu Marinós.

GÓÐ: Sigga og Andri

voru ein af þeim sem að

héldu utan um hátíðina og voru hæstánægð með

hvernig gekk.

STJÖRNUR: John „Del Toro“ og Karen Lovely eru heimsþekkt í blúsbransanum og þau stóðu svo sannarlega fyrir sínu.

GÓÐUR: Luis Arreaga, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna, skemmti sér konunglega á Blúshátíðinni enda mikill blúsáhugamaður.

BLÚSBRÆÐUR: Valdi og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna, mættu í stíl enda miklir blúsbræður.

KÚL KVARTETT: Kolfinna Baldvinsdóttir, Bryndís Schram, leikarinn Valdimar Flygenring og tónlistarmaðurinn Beggi Morthens mynduðu flottasta kvartett kvöldsins.

Page 8: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Framhald af síðustu opnu

ÞRÍR GÓÐIR: Blúsarinn Chicago Beau skemmti sér vel ásamt rithöfundunum Einari Kárasyni og

Ólafi Gunnarssyni en Chicago var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016.

FLOTTUR HATTUR: Jói byssusmiður og Maggi á Texasborgurum létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á tónleikana í Cadillac-kjallaranum. Texas-Maggi vekur athygli hvert sem hann fer og hann mætti með langflottasta hattinn.

FIMM FRÆKNIR: Þessir fimm félagar voru undir

miklum áhrifum Blúsbræðra.

BLÚS: Ljúfir blústónar hljómuðu í

Cadillac-kjallaranum.

NIKKAN: Tryggvi Hübner og Davíð Þór Jónsson eru einir allra færustu tónlistarmenn landsins og þeir héldu uppi stemningunni í Cadillac-kjallaranum sem er einn svalasti tónleikastaður landsins.

GAMLIR OG GÓÐIR:

Eldri maður lítur ofan í brot minningana því

undir þessu húddi leynist sá kraftur æskunnar sem

hann man svo vel.

FÉLAGAR: Eggert feldskeri og Davíð Þór Jónsson eru miklir félagar og blúsuðu saman á Hilton.

Page 9: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Væntanlegt 6.apríl.

Fylgstu með á Facebook #LindexIceland

Gallabuxur,

5 755,-

Lindex-IS-Mars30-210x297-Vikan_SeOgHeyrt.indd 2 2016-03-10 15:07

Page 10: Séð og heyrt tbl. 11 2016

KÓNGABLÁ KJARNAKONA

Margir sakna lögmannsins Herdísar úr forsetaframboðinu að þessu sinni. Hún býr yfir víðækum hæfileikum og var stórglæsileg með kóngablátt sjal við opnun myndlistarsýningar í listhúsinu Tveimur hröfnum.

Ný verk níu listamanna Listhúsið Tveir hrafnar er með fjölda frambærilegra

listamanna á sínum vegum. Nýverið var opnuð samsýning þeirra undir heitinu „Whatever ... Works!“ „Hugmyndin að sýningunni kviknaði hjá okkur út frá myndinni hans Woody Allen, Whatever Works, en við fáum titilinn hans að láni og tökum smávegis snúning á hann,“ segja þau Halla og Ágúst, eigendur gallerísins. „Það er hægt að leika sér með hann þannig að hann verði ansi margræður og veki upp allskonar rökræður og samræður, t.d. um það hvað það er sem virkar eða ekki í myndlistinni og bara almennt fyrir hvern, á hvaða hátt, til hvers og svo fram vegis.“

Sýningin virkaði vel á

viðstadda og þar á meðal forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Herdísi Þorgeirsdóttur.

„Sýningin var alveg frábær en það var svo margt fólk á opnuninni að maður náði ekki að skoða listaverkin nógu vel. Þetta eru flottir listamenn sem eru að sýna þannig að þetta var eins og við var að búast en þau Jón Óskar og Hulda Hákon eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir Herdís sem bauð sig fram til forseta árið 2012. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Georg Óskar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hallgrímur Helgason, Hulda Hákon, Húbert Nói Jóhannesson, Jón Óskar, Óli G. Jóhannsson og Steinunn Þórarinsdóttir.

Í FÍNU FORMI:Þorgerður Agla Magnúsdóttir, kona Hallgríms Helgasonar sem á verk á sýningunni, og Herdís Þorgeirsdóttir voru í fínu formi í listhúsinu Tveimur hröfnum.

GOTT SPJALL:Skúli Guðlaugsson,

listaverkasafnari og hjartalæknir,

átti gott spjall við myndlistarmennina Helga

Þorgils og Sigurð Árna.

BÆÐI MEÐ:Þau Húbert Nói og Hulda Hákon

eiga bæði verk á sýningunni.

MENNINGAR-MÆÐGUR:Mæðgurnar Jódís

Hlöðversdóttir og Arna Einarsdóttir pældu í

verkunum með Gunnari Gunnarssyni.

GLÖDDUST:Hjónin Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður og Snorri

Einarsson glöddust með vinafólki á opnuninni.

LÉT SIG EKKI VANTA:

Hallgrímur Helgason lét sig ekki vanta við

opnunina.

Herdís Þorgeirsdóttir (62), fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er mikill myndlistarunnandi:

Page 11: Séð og heyrt tbl. 11 2016

1.409BRAKANDI FERSKT BBQ SALAT INNIHELDUR SALATBLÖNDU, KJÚKLING, MAÍS SALSA, PICO DE GALLO (MILD SALSA), SÝRÐAN RJÓMA, KÓRÍANDER, RAUÐLAUK, BBQ SÓSU OG ER TOPPAÐ MEÐ RISTUÐUM PEKANHNETUM.

BBQ SALAT INNIHELDUR 352 KALÓRÍUR.

FERSKUR KOSTUR

Page 12: Séð og heyrt tbl. 11 2016

SNILLAR: Póri í Laxnesi í góðum félagsskap með Eiríki

athafnamanni sem áður fyrr var einn þekktasti

hárgreiðslumeistari þjóðarinnar.

Ljósmyndarinn Gavin Evans með David Bowie í Hörpu:

GAMAN: Árni Einarsson og eiginmaður hans, Ómar Ellertsson,

skemmtu sér vel en þeir reka blóma- og

gjafavöruverslun í anddyri Hörpu.

ÞRUSU ÞRENNA:

Gavin Evans, Goddur listaprófessor og

kvikmyndaframleiðandinn Ingvar Þórðarson sem

leiddi ljósmyndarann til Íslands.

Í HVÍLDARSAL BJÖRGÓLFS

MEÐ FALLEGRI KONU: Athafnamaðurinn Hallur Helgason með Ragnheiði Gíslason, bústýru á Laxnesi í Mosfellssveit.

GÓÐIR BRÆÐUR: Ingvar Björn, lengst til hæri, með Jóni Erni Þorsteinssyni, bróður sínum, og eiginkonu

hans, Ólínu Þorvaldsdóttur.

BLÓMLEG RÓSA: Rósa Guðbjartsdóttir, stjórnmálaforingi í Hafnarfirði, hreifst af reykingarmynd af Bowie þó að hún sjálf hafi aldrei reykt.

Tveir toppar „Þetta er alveg frábær náungi. Þegar þú ert búinn að tala við hann

í nokkrrar mínútur er eins og þú hafi þekkt hann alla ævi,“ segir myndlistarmaðurinn Ingvar Björn um Gavin Evans en báðir eru þeir búsettir í Berlín og vinna þar að list sinni.

Kvikmyndaframleiðandinn Ingvar Þórðarson, sem einnig er búsettur í Berlín, tekur undir orð Ingvars Björns en Ingvar stóð fyrir því að Gavin kæmi hingað til lands með myndir sínar af David Bowie en Gavin fékk aðeins fimmtán mínútur

til að taka myndaseríuna af Bowie fyrir nokkrum árum og náði honum algerlega.

Fjöldi gesta mætti á opnun sýningarinnar og dáðust þeir ekki síður að útsýninu úr nýja sýningarsalnum í Hörpu en sjálfum myndunum en þarna er um að ræða tvær hæðir sem ætlaðar voru athafnamanninum Björgólfi Guðmundssyni og gestum hans á upphaflegum teikningum, mjóir langir gangar með stiga á milli – alveg toppstaður sem nú hefur fengið nýtt hlutverk.

Einn merkasti ljósmyndari sinnar kynslóðar, Gavin Evans, opnaði ljósmyndasýningu með myndum af David heitnum Bowie í nýjum sýningarsal Hörpu sem heitir Esja og er á fjórðu hæð með útsýni yfir flóann til Esjunnar. Hann var á upphaflegum teikningum merktur sem hvíldarafdrep fyrir athafnamanninn Björgólf Guðmundsson sem kom manna fyrstur að byggingu tónlistarhússins.

BÍÓMEISTARI: Kvikmyndaleikstjórinn

Baldvin Z með eiginkonu sinni Heiðu X.

Page 13: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is

50% afsláttur af aukahlutum með öllum fermingarrúmum

Rúm, verð frá 74.669 kr.

Fermingartilboð

Page 14: Séð og heyrt tbl. 11 2016

UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÆTTIR KVIKMYNDALEIKSTJÓRAÞeir gefa menningarlífinu lit með listsköpun sinni og hafa leikstýrt mörgum af albestu kvikmyndum Íslands. Þeir eru þó ekki allir á kafi í kvikmyndum því hinir ýmsu sjónvarpsþættir heilla fólk og þar eru kvikmyndaleikstjórar engin undantekning. Þessir íslensku leikstjórar eiga það sameiginlegt að hafa gaman af sjónvarpsþáttum.

Baldvin Z (38):MEÐ EINSTAKAN ÁHUGA Á VINYL-TÍMABILINUÉg er að horfa á Vinyl sem eru sýndir á Stöð 2, þeir eru mjög skemmtilegir. Þetta er skemmtileg paríóda og ég er með einstakan áhuga á þessum áratug. Ég hef líka verið að horfa á O.J. Sipmson-þættina en þeir eru hræðilegir. Ég held samt alltaf áfram að horfa því þetta er svo áhugavert efni en það lítur út fyrir að allt sem Cuba Gooding Jr. gerir verði bara ofleikið og slæmt. Annars held ég að Mad Men og Sopranos séu einhverjar tvær bestu seríur sem ég hef horft á ásamt því

að ég verð að nefna Breaking Bad, þar er komið með svona öðruvísi tvist á þetta. Svo eru Masters of Sex sú sería sem kom mér mest á óvart. Það er alveg mögnuð saga. Rectify eru einnig snilldarþættir og ég hvet fólk til að horfa á þessa seríu. Ég las viðtal við leikstjórann og hann sagðist hafa fengið hugmyndina að þessu eftir að hann sá Mad Men og Sopranos, hann vildi gera svona karakterdrifna seríu sem er alveg magnað fyrirbæri.

Ragnar Bragason (44):SPENNTUR FYRIR LIGEGLADÉg er búinn að vera algjörlega „off“ eftir áramót en bíð spenntur eftir Ligeglad á RÚV, ég verð alltaf spenntur þegar eitthvert íslenskt efni fer í sýningu. Þær seríur sem standa samt upp úr hjá mér eru þessar klassísku, eins og Mad Men og Boardwalk Empire ásamt Deadwood en það er eflaust mín uppáhaldssería. Það eru nokkur ár síðan hún var sýnd en þetta var svona fyrsta alvöruserían. Hún var algjör snilld.

Óskar Jónasson (52):BREAKING BAD ER VERÐANDI KLASSÍKÉg er að horfa aftur á Breaking Bad. Mér finnst þetta svo vel skrifaðir og vel útfærðir þættir. Þetta er sería sem var alveg úthugsuð frá upphafi. Áður en þeir byrjuðu á fyrsta þætti þá var búið að úthugsa allar fimm seríurnar. Svo finnst mér þetta vera svo nálægt okkur, svona fjölskyldufaðir sem er ofboðslega duglegur að skaffa fyrir fjölskyldu sína. Ég hef líka verið að horfa á Bloodline og Rectify en Breaking Bad er bara nútíma Shakespeare, þetta er verðandi klassík í sjónvarpsheiminum.

Ásgrímur Sverrisson (51):BETTER CALL SAUL ÁHÆTTA SEM BORGAÐI SIGÉg er að horfa á Better Call Saul, það eru þessir „spin off“ þættir af Breaking Bad en þeir eru Dostojevskí sjónvarpsins. Breaking Bad eru þeir bestu sem hafa verið gerðir, allir sem hafa lágmarkssmekk sjá það. Better Call Saul eru einnig mjög góðir, þetta eru rosalega flottir þættir og það er svo áhugavert að sjá hvert þetta leiðir, þetta er forsaga lögfræðingsins Saul að tímalínu Breaking Bad-þáttanna. Svo er Mike, sköllótti leigumorðinginn, algjörlega stórbrotinn karakter. Hann og Saul eru alveg stórkostlegir karakterar á svo mismunandi hátt. Ég bjóst ekki við því að það væri hægt að gera eitthvað sem stæðist samanburð við Breaking Bad og þetta var mikil áhætta en þeir ná að halda sama gæðastaðli sem sýnir að fólkið á bak við þessa þætti eru gargandi snillingar. www.sedogheyrt.is

Líka á netinu allan sólarhringinnSÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

Page 15: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Friðrik Þór Friðriksson (61):HEFUR GAMAN AF SLÆMUM SERÍUMÉg hef mjög gaman af slæmum seríum en ég er nokkurs konar alæta á þetta allt saman. Ég hafði til dæmis mjög gaman af Brúnni og þessum dönsku seríum. Þetta er samt allt eins, þetta fjarar svona út í lokinn því þá eru þeir að undirbúa næstu seríu og þá verður þetta svo lélegt. Forbrydelsen var líka ágæt.

Guðný Halldórsdóttir (62):ÓFÆRÐ FÍN EN BÍÐUR EFTIR UMRÆÐUÞÆTTIÉg horfi nú frekar lítið á sjónvarp. Ég er alltaf að bíða eftir því að það komi svona umræðuþættir eins og í gamla daga. Þetta virðist vera eina landið þar sem fjölmiðlamenn eru ekki að ræða við stjórnmálamenn og spyrja þá spjörunum út. Ég leggst nú ekki í framhaldsþætti nema þá kannski Ófærð, mér fannst þeir fínir og hvet þá til þess að halda áfram. Það myndaðist rass í enninu á sumum, áhyggjurnar voru svo miklar yfir þáttunum. Annars bíð ég alltaf í stólnum eftir alvöru umræðuþætti.

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

Grímur Hákonarsson (39):MEIRI BÍÓMYNDAKALL EN HEFUR GAMAN AF HOUSE OF CARDSÉg er nú ekki að horfa á neitt sérstakt þessa stundina, ég er búinn að einbeita mér meira að því að fara á kvikmyndir. Ég hef hins vegar mjög gaman af House of Cards og svo auðvitað Breaking Bad. Boardwalk Empire eru líka góðir en annars hef ég upp á síðkastið verið að horfa meira á bíómyndir. Ég hef verið með Netflix og svo hef ég líka bara fengið mikið af þessu lánað. Maður á það líka til að detta inn á RÚV. Ég er samt miklu meiri bíómyndakall heldur en þáttakall. Síðasta myndin sem stóð upp úr hjá mér er myndin Room eftir Lenny Abrahamson. Maður finnur fyrir ógeðinu í myndinni en hún er meira sýnd frá sjónarhóli stráksins. Hún er svona svipuð eins og Hrútar þar sem hún er afmörkuð við einn stað en nær að halda spennunni allan tímann.

Hrafn Gunnlaugsson (67):ÉG ER SVO MIKILL SÉRVITRINGURÉg horfi eiginlega aldrei á það sem er verið að sýna á hverjum tíma. Ég finn mér eitthvað á Netinu, ég er svo mikill sérvitringur. Ég er svona svona tuttugustu aldar maður. Ég hef mjög gaman af eldri hlutum, þegar sagan er búin að sigta þetta út og segir að þetta sé gott þá kíki ég á það en það er enginn sérstakur þáttur sem ég horfi á þessa stundina.

Page 16: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Guðrún Eva Mínervudóttir (40) bauð öllum í fertugsaafmælið sitt:

Verðlaunarithöfundurinn Guðrún Eva er með stórt hjarta. Nýverið fagnaði hún fertugsafmæli sínu og bauð til öllum sem vildu til veglegrar veislu í Petersen-svítunni í Gamla bíói.

Elskar ólífur Guðrún Mínerva fer ekki í mann-greinarálit þegar hún vill

gleðja fólk og fagna lífinu. Hún gerði sér lítið fyrir og hélt svokallað „opið afmæli“ þegar hún varð fertug á dögunum en gleðin fór fram í Petersen svítunni í Gamla bíói.

Um tvö hundruð manns mættu og samglöddust afmælisbarninu vegna tímamótanna en auk vina og vandamanna bauð hún öllum sem hún náði í og auglýsti gleðina eftir getu. Afmælið átti að vera gjafalaust og Guðrún Eva hugðist ekki bjóða upp á veitingar en það breyttist á síðustu stundu.

,,Við gátum ekki stillt okkur og komum með nokkra ostabakka,“ segir hún. „Einnig keypti ég ólífur, þær eru það besta sem ég veit.“  

Hjónin Ólafur Darri og Lovísa vildu gleðja afmælisbarnið sérstaklega og mættu óvænt með franska súkkulaðiköku í miklu magni og samróma álit gesta að hún væri besta súkkulaðiterta sem þeir hefðu smakkað. 

SÆLKERI OG HÖFÐINGI:Ólafur Darri Ólafsson er sælkeri og höfðingi og þau Lovísa, eiginkona hans, færðu afmælisbarninu franska súkkulaðiköku sem var ótrúlega góð.

SPRÆKAR MÆÐGUR:

Mægðurnar Guðrún Eva og Mínerva, fjögurra ára, tóku vel á móti Andra Snæ rithöfundi

og Arnari vinum sínum.

SKEMMTU SÉR VEL:

Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuður og Marteinn Þórsson, kvikmyndagerðarmaður og eiginmaður afmælisbarnsins,

voru skemmtu sér vel í veislunni.

FLOTTAR Í SVÍTUNNI:Þær Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, dansari og eiginkona Ólafs Darra, Þóra Karitas

leikkona og Sigríður Þóra Árdal teiknari voru flottar í Petersen svítunni.

SUMAR-BARNFÓSTRA:

Alena Da Silva Bjarnadóttir, frænka Guðrúnar Evu og fyrrum sumarbarnfóstra, var í fínu formi

í afmælinu.

TVÆR GÓÐAR:María Júlía, systir Guðrúnar Evu, var með vinkonu sinni í

veislunni.

ÓLAFUR DARRI KOM MEÐ KÖKUNA

Page 17: Séð og heyrt tbl. 11 2016

NÝR BAR Í AUSTURSTRÆTI

KYNNINGAndrés Þór Björnsson (38) og Ómar Ingimarsson (36) opnuðu bar:

The Drunk Rabbitt Irish Pub er splunkunýr bar sem opnaði nýlega í Austurstæti. Barinn er með írsku sniði en þar er einnig boðið upp á fjölbreytt úrval af kokteilum.

Nýtt „Okkur fannst vanta alvöru írskan bar í bænum. Við viljum bjóða upp á

góðan bar þar sem gestir geta fylgst með íþróttaviðburðum og notið þess að drekka gæðabjór. Við bjóðum líka upp á frábæra kokteila sem eru gerðir frá grunni. Við erum með flinka barþjóna sem kunna til verka og eru að okkar mati bestu kokteilþjónar bæjarins. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Andrés Þór Björnsson sem rekur barinn.

Nafn barsins vekur óneitanlega athygli en hann sækir nafn sitt til bars í New York. „Við félagarnir vorum á ferð í New York og fórum þar á bar sem heitir The Dead Rabbitt; okkur fannst nafnið flott og datt í hug að nota það á barinn okkar. Við vissum að eigendur barsins í New York væru ekki með einkaleyfi á nafninu í Evrópu þannig að við slógum til. Þeir urðu nú lítið ánægðir með þetta þegar þeir fréttu af okkar bar en við breyttum nafninu því að við vildum eiga okkar sögu hér á landi.Við erum hæstáægðir með nafnabreytinguna og finnst The Drunk Rabbitt skemmtilegt nafn.“

The DRUNk RABBIT IRISh PUB

ALLIR VELKOMNIR: Félagarnir Andrés Þór Björnsson

og Ómar Ingimarsson opnuðu barinn The Drunk Rabbitt í

Austurstræti. Á barnum er ekki einungis boðið upp á bjór heldur er fjölbreytt úrval kokteila í boði.

FJÖR: Það lá vel á

þessum félögum sem skemmtu sér hið besta.

VINSÆLL: The Drunk Rabbitt sló í gegn á fyrsta degi. Barinn er opinn alla virka daga og langt fram á nótt um helgar.

FERÐAMENN SÁTTIR: Erlendir ferðamenn hafa verið

duglegir að sækja staðinn strax frá fyrsta degi.

RÁBÆR STEMNING: Boðið er upp á lifandi tónlist öll kvöld og í sumar verður opnaður sólpallur á efri hæð húsins og þar verður sannkölluð sólarstemning í allt sumar.

LUKKU-HJÓLIÐ Á

SÍNUM STAÐ: Hér er hægt að hafa heppnina með sér, og það er alltaf

vinningur.

Page 18: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Sitthvor bylgjulengdin „Þetta er mjög falleg sýning og gaman að sjá

allt þetta fólk en það voru mjög margir sem sóttu opnunina,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Ragnar Skjálfti, tengdapabbi listamannsins. „Maður heyrði sýninguna kannski ekki sem skildi en mér fannst það sem ég sá mjög fallegt. Þetta er líka svo fallegur og skemmtilegur sýningarsalur.“

Tengdafeðgarnir ná vel saman þótt faglega séu þeir ekki á sömu bylgjulengd. „Við erum báðir að hugsa um bylgjur og ræðum þær gjarnan,“ segir Skjálftinn. „Þetta er samt talsvert önnur bylgjulengd og hærri tíðni á þessu heyranlega hljóði sem Finnbogi er að vinna með. Ég er meira með hljóð sem

við heyrum ekki því tíðnin er svo lág. Reyndar var eitt verkið á sýningunni þess eðlis að maður átti bara að sjá hljóðið.“

Tengdafeðgarnir hafa jafnvel pælt í sameiginlegum verkefnum að sögn Ragnars en þau hafa ekki enn orðið að veruleika. „Við náum vel saman og það er ekki hægt að hugsa sér betri tengdason en Finnboga.“

Finnbogi er virtur listamaður víða um heim og flestir eiga auðvelt með að tengja við verkin hans. „Þetta eru fleiri verk og meiri fjölbreytileiki en ég hef séð áður hjá Finnboga því oft sýnir hann bara eitt verk,“ segir tengdapabbi. „Svo er svo mikil fínpússning og fágun á framsetningunni að það sló mig hvað sýningin er falleg á allan hátt.“

Stútfullt var á opnunarsýningu í galleríi Berg á Klapparstíg við opnun fyrstu sýningarinnar sem haldin er þar. Hljóðlistamaðurinn Finnbogi Pétursson reið á vaðið en hann vinnur mikið með hljóðbylgjur sem hann gerir sýnilegar á ótrúlegan hátt.

EKKI HÆGT AÐ HUGSA SÉR BETRI TENGDASON

TENGDAPABBI:Ragnar Skjálfti Stefánsson jarðskjálftafræðingur er tengdapabbi

listamannsins og þeir eru báðir áhugasamir um bylgjur.

FYLGJAST MEÐ:Hrafnhildur Schram listfræðingur og Borgþór

Kærnested, fyrrverandi fjölmiðlamaður og framkvæmdastjóri, fylgjast vel með listalífinu.

FAGURKERI:Athafnamaðurinn Davíð Pitt er mikill fagurkeri og lét sig ekki vanta á opnunina.

SPÁÐU OG SPEKÚLERUÐU:

Myndlistarmennirnir Jóhann Ludwig Torfason og Þorri Hringsson spáðu og spekúleruðu í verkunum.

SKILUR FINNBOGA:

Jón Proppé listfræðingur skilur verk Finnboga

betur en margur annar.

VATN FREKAR EN VÍN:

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson drakk

vatn ferkar en vín og er duglegur að mæta á

mannamót.

HEILLANDI VERK:

Finnbogi Pétursson er í hópi bestu listamanna

landsins og verkin hans heilla fjölmiðlastjörnuna Sigmund

Erni Rúnarsson, líkt og aðra Íslendinga.

Ragnar Skjálfti Stefánsson (77) og Finnbogi Pétursson (56) hugsa báðir um bylgjur:

Page 19: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar

tegundir lyfja. Mikið og

fjölbreytt úrval af heilsulyfjum,

bað- og ilmvörum, gjafavörum

auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er

sjálfstætt starfandi apótek sem

leggur áherslu á persónulega

þjónustu og hagstætt verð.

Apótekið þittí gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Afgreiðslutími:9-18:30 virka daga

10-16:00 laugardaga

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | [email protected]

Page 20: Séð og heyrt tbl. 11 2016

MAKASKIPTI FRÆGRAÞað getur tekið tíma að finna rétta makann, stundum gerist það strax, stundum tekur það hálft lífið og sumir eru alltaf að leita. En hvernig liti þetta út ef hlutirnir hefðu æxlast með eilítið öðrum hætti en raun varð á. Við víxluðum mökum hjá nokkrum landsfrægum pörum.

BESSASTAÐABLÚSÞetta gegur ekki alveg upp.

Jakob Frímann Magnússon og Dorrit Moussaieff forsetafrú

gætu svo sem verið par enda Dorrit aðeins ári eldri en Jakob en Ólafur Ragnar

Grímsson forseti og Birna Rún Gísladóttir, eiginkona Jakob, eru eins og hvítt og svart og hún allt of ung fyrir hann. En

það er kannski allt í lagi.

RÁÐHERRABOMBABjarni Benediktsson fjármálaráðherra á góða eiginkonu og er ekki með síðri aðstoðarkonu sem er Svanhildur Hólm Valsdóttir. Svanhildur er eiginkona sjónvarpsstjörnunnar Loga Bergmanns Eiðssonar og vegna fyrrgreindra tengsla bralla þau hjónin ýmsilegt saman og sundur. En ef örlaganornirnar hefðu spunnið sinn vef á þann hátt sem sést hér – hefði það svo sem verið allt í lagi.

REYKJAVÍKURSVINGÞau taka sig bara vel út, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og

Kastljósstjarnan Þóra Arnórsdóttir. Líkt og þau hafi verið saman um áratugaskeið. Og það sama gildir reyndar um maka þeirra, Svavar

Halldórsson, kaupmann og talsmann sauðfjárbænda, og eiginkonu Dags,

Örnu Dögg Einarsdóttur lækni.

Framhald á næstu opnu

Page 21: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Stefán Elí

www.gudjono.is · Sími 511 1234

4ra rétta matseðlar

Bókaðu borð562 [email protected]

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina BragðFrakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain deClairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus(2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á EdAuberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun semútskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni

GjafabréfPerlunnarGóð gjöf viðöll tækifæri!

Einstakir4ra rétta matseðlar

Matreiðslumeistari

VEGANRauðrófu-carpaccio

með piparrot, furuhnetum,rauðrofum og fennikkusalati

Sveppaseyðimeð seljurotar-ravioli

Hnetusteikmeð jarðskokkum, rauðkali

og klettasalati

Döðlukakameð hindberjasultu og sítronukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðlifylgir frír fordrykkur!

KJÖT OG FISKURNauta-carpaccio

með parmesan, furuhnetum, rauðrofum,sveppum og klettasalati

HumarsúpaRjomaloguð með Madeiraog grilluðum humarholum

Fiskur dagsinsferskasti hverju sinni utfærður

af matreiðslumonnum Perlunnar

~ eða ~

Andarbringameð andarlæri, eggaldinmauki, gulrotum,

kartoflum og larviðar-soðgljaa

Mjólkursúkkulaðimúsmeð mandarinum og dokkum sukkulaðiís

Með hverjum 4ra rétta seðlifylgir frír fordrykkur!

Page 22: Séð og heyrt tbl. 11 2016

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

PÓLITÍSK ARÍABergþór Pálsson

óperusöngvari og Albert Eiríksson, eiginmaður

hans, eru með glæsilegri mönnum enda á Bergþór

þrýst að bjóða sig fram í væntanlegum forsetakosningum. Svipaða sögu er að segja um Jóhönnu

Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, og

eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur rithöfund. Bergþór og Jóhanna

smella alveg saman og Albert og Jónína líka.

Framhald af síðustu opnu

STJÖRNUMIXLeiklistarstjarnan Þorvaldur Davíð Kristjánsson og pelsaprinsessan

Hrafntinna Viktoría eru sæt saman og vekja athygli hvert sem þau

fara. Það sama má segja nýja um stjörnuparið, Sölku Sól og Arnar Frey í hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Öll eru þau þeirrar gerðar að prýði væri af með hverjum sem þau

væru. Og þegar þeim er skipt yfir á hvert annað smellpassar þetta

allt saman.

Page 23: Séð og heyrt tbl. 11 2016

ReykjavíkTangarhöfða 8590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18Laugardaga frá 12 til 16

Kynntu þér Opel fjölskylduna á opel.is eða á benni.is.Verið velkomin í reynsluakstur.

4.690.000 kr.Cosmo, dísel, sjálfskiptur.

OPEL INSIGNIA

ÞÝSKUR OG STÓRGLÆSILEGUR.Sportlegt útlit og ríkulegur staðalbúnaður.

Opel Insignia er eðalbíll sem sameinar glæsilegt útlit og afburða aksturseiginleika. Insignia hefu það allt; sparneytna vél, sportlegt útlit og ríkulegan staðalbúnað. Þetta er bíll sem þú elskar að keyra. Hann fæst í mörgum útgáfum og meira aðsegja fjórhjóladrifinn. Kynntu þér Opel Insignia.

benni.is

Page 24: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Jóhann Egill Svavarson er glæsilegur ungur drengur sem veit hvað hann vill í lífinu. Hann er í söng og tónlistarnámi og stefnir að því að syngja fyrir heiminn í framtíðinni.

Jóhann Egill Svavarson (14) langar að syngja í Óperuhúsinu í Sidney:

FJÓRTÁN ÁRA UNDRABARNDraumur “Ég byrjaði að

syngja þegar að ég var 10 ára í Drengjakór Reykjavíkur.

Á meðan ég var með þeim þá var ég í Carmen og í íslensku ævintýraóperuni Baldursbrá sem fer aftur á svið í maí, en ég leik yrðling í þeirri uppfærslu,” segir Jóhann Egill sem ætlar sér langt í lífinu.

Jóhann Egill er orkumikill og duglegur drengur sem stundar ekki bara söngnám hann er einnig í gítar og píanónámi. Þrátt fyrir ungan aldur er hann með það á hreinu hvert á að stefna í lífinu.

“Ég væri til í að syngja í óperuhúsinu í Sidney, ég hef reyndar ekki komið þangað enn þá. Í sumar fer ég með fjölskyldunni til Rómar að kíkja á menninguna og óperuhúsin þar.”

Það er ekki ólagengt að krakkar sem syngja eigi söngelska fjölskyldur, en foreldrar Jóhanns eru ekki í þeim hópi, hinsvegar var stórstöngvarinn Stefán Íslandi frændi Jóhanns í föðurætt.

“Pabbi og mamma syngja ekki en ég hef verið að syngja og leika frá því að ég var bara smá gutti. Ég hef leikið í nokkrum auglýsingum en ég verð svo aftur í Baldursbrá þegar að sýningar byrja núna aftur í maí.”

MaestroJóhann Egill þenur raddböndin í söngskóla Reykjavíkur undri dyggri stjórn Bergþórs Pálssonar, óperusöngvara.

“Hann er frábær kennari, hann kann allt og er svo og fljótur að sjá hvað maður kann og hvað ekki. Ég byrjaði fyrir einum mánuði og

O SOLE MIO:Bergþór Pálsson og Jóhann Egill kifra

upp tónstigann í Söngskóla Reykjvaíkur. Jóhann Egill er contra tenor og stefnir að

því að verða stórsöngvari í framtíðinni, eins Stefán Íslandi sem var frændi hans.

NÆSTA STOPP, SCALA: Jóhann Egill hefur gaman af því að syngja og leika á sviði og ætlar sér stóra hluti í óperuheiminum í framtíðinni.

Page 25: Séð og heyrt tbl. 11 2016

verð í söngnáminu fram á sumarið, ég geri ráð fyrir því að halda áfram næsta haust. Ég er contra tenor, en kemst hátt upp og mér skilst að ég hafi nokkuð vítt raddsvið.”

Framtíðin býður þessa unga manns sem er nokkuð viss um hvert hann vilji stefna. Mestur hans tími fer í söng og tónlistarnám svo ekki gefst mikill tími til að sinna örðum verkefnum. “Ég hef nú ekki mikinn tíma til gera margt annað, en ég reyni að komast í að forrita þegar að ég er ekki að syngja. Ég hef verið að dunda mér við að forrita og stefni á að mennta mig í því í framtíðinni samhliða söngnum. Í framtíðinni væri ég til í að syngja í heimsin flottustu óperuhúsum eða vera forritari í stórfyrirtæki erlendis,” segir þessi ungi ákveðni drengur sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.

FJÖLHÆFUR:Jóhann Egill er fjölhæfur, hann æfir bæði gítar og píanó meðfram söngnáminu.

ÆVINTÝRAÓPERAN

BALDURSBRÁ:

Jóhann Egill fer með hlutverk

yrðlings í íslensku óperunni

Baldursbrá sem verður tekin aftur til

sýninga í Hörpu í maí.

SLEGIÐ Á STRENGI:

Jóhann Egill æfir á gítar í Gítarskóla

Íslands.

FRÁBÆR KENNARI:

“Bergþór Pálsson er frábær kennari.”

Page 26: Séð og heyrt tbl. 11 2016

DÓTTIR SÚSÖNNU SVAVARS Á SVIÐLeiklistarbakterían hefur kraumað innra með Jenný Láru frá því hún var lítil stelpa. Hún stofnaði sitt eigið leikfélag með frændsystkinum sínum en ætlaði sér samt allt aðra framtíð en á sviðinu.

Eftir einn ei aki neinn Jenný er dóttir Arnórs Benónýssonar leikara

og Súsönnu Svavarsdóttur leiklistargagnrýnanda þannig að segja má að hún hafi fengið leiklistarbakteríuna með móðurmjólkinni. Hún fer með annað aðalhlutverkið í verkinu Djúp spor sem verið er að frumsýna í Tjarnarbíói.

„Ég var byrjuð að fara í leikhús eins og hálfs árs gömul en pabbi var að leika þegar ég var pínulítil og flutti síðan norður og leikstýrði mikið þar,“ segir Jenný. „Leiklistin hefur því alltaf verið í lífi mínu en ég reyndi samt að afneita henni mjög lengi. Ég taldi mér trú um fram að tvítugu að ég kærði mig ekki um að starfa við þetta en var samt alltaf eitthvað að leika með áhugaleikfélögum og bjó til mitt eigið leikfélag með frændsystkinunum þegar ég var krakki. Það er mjög fyndið að ég

vildi ekki sjá að þetta væri það sem ég vildi í rauninni gera.“

Súsanna, mamma Jennýar, er þekkt fyrir að liggja ekkert á skoðunum sínum en það fældi Jenný ekki frá leiklistinni.

„Mamma hefur mest gagnrýnt en hún hefur líka skrifað og þýtt leikverk,“ segir hún. „Það er mjög dýrmætt að hafa einhvern sem er bara hreinskilinn við þig og segir þér ef það sem þú ert að gera sé ömurlegt. Það er líka gott að geta borið hluti undir hana og fá að heyra hvort það sé eitthvað vit í þeim eða ekki.“

Djúp sporDjúp spor er heimildarverk um ölvunarakstur sem Jenný vann með mótleikara sínum Jóel Sæmundssyni.

„Við höfum síðustu tvö árin tekið

viðtöl við fólk sem tengist alvarlegum afleiðingum ölvunaraksturs,“ segir hún. „Þetta er ekki um eitthvert eitt atvik heldur höfum við notað þessi viðtöl til að búa til tvær persónur sem eru skáldskapur en það sem þær segja og upplifa er komið úr raunverulegum aðstæðum.“

Að sögn Jennýar kemur hugmyndin að verkinu úr tveimur áttum. „Annars vegar er það frá því að hafa verið í leiklistarskóla með fólki víðs vegar að úr heiminum og það var svo athyglisvert að sjá muninn á því eftir þjóðerni hvernig fólk hugsaði um manndráp. Fyrir suma var það eitthvað sem þeir þekktu til, eins og ein sem er frá Brasilíu þar sem götuslagsmál eru algeng. Hún upplifði manndráp því ekki eins sterkt og Íslendingar því það er eiginlega ekki til í þjóðarsál okkar að taka líf. Það er helst að það sé í bílslysum sem það gerist hér. Síðan veltum við upp hvaða hugsun það

er sem er á ferðinni þegar fólk hugsar með sér að sem betur fer hafi löggan ekki náð sér þegar það ekur undir áhrifum. Þetta er svo miklu meira en það og áhrifin og langtímaáhrifin sem ölvunarakstur hefur á líf allra hlutaðeigandi eru svo gífurleg hvort sem um þolanda, geranda eða aðstandendur er að ræða.“

Dýrt augnablikEfni verksins á fullt erindi við unga sem aldna og Jenný og Jóel langar að fara með það lengra þegar sýningum líkur í vor.

„Okkur langar að fara með sýninguna í skólana næsta vetur því þetta er málefni sem er gott að byrja að ræða við ungt fólk því það er þá sem hegðunin mótast. Margir pæla ekkert í þessu fyrr en of seint og lífið tekur óafturkræfum breytingum á einu augnabliki.“

Jenný Lára Arnórsdóttir (30) byrjaði að fara í leikhús eins og hálfs árs gömul:

MEÐ MÓÐURMJÓLKINNI:Jenný er dóttir Arnórs Benónýssonar leikara og Súsönnu Svavarsdóttur leiklistargagnrýnanda þannig að segja má að hún hafi fengið leiklistarbakteríuna með móðurmjólkinni.

SPRÆKAR MÆÐGUR:Systurnar Jenný Lára og Vala Fannell starfa báðar í leihúsinu og hér skála þær við leiklistargagnrýnandann Súsönnu, móður sína.

ÁLEITIÐ VERK:

Jenný Lára og Jóel Sæmundsson sýna

áleitið verk í Tjarnarbíói sem byggir

á viðtölum við fólk sem glímir við

afleiðingar ölvunaraksturs.

Page 27: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Nurofen Apelsin Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára

Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

• Hitalækkandi• Verkjastillandi• Bólgueyðandi

Fæst án lyfseðils í apótekum

Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Nurofen A4-2015 copy.pdf 1 31/08/15 12:06

Page 28: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Ljósmynd: Hildur Jakobína Tryggvadóttir

Ljósmynd: Halla María

GRÍMA ROKKAR GRÍMA ROKKAR Kvikmyndin Reykjavík hefur fengið góða dóma en í henni leikur einvalalið frægra leikara. Það eru samt ekki þeir sem fengið hafa mesta athyglina, heldur Gríma en þetta er fyrsta stóra hlutverkið hennar í bíómynd.

Ný stjarna „Ég er að læra leiklist og lýk þriggja ára námi í vor frá leiklistarskóla í

Kaupmannahöfn,“ segir Gríma sem skaust beint upp á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í kvikmyndinni Reykjavík sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum. „Það var frábært að leika í myndinni en þetta er fyrsta stóra hlutverkið mitt í bíómynd. Þetta er ótrúlega mikilvæg reynsla og framleiðslan var afslöppuð, þannig að maður fékk mikinn stuðning og listrænt frelsi.“

Hvað finnst þér um viðtökurnar? „Það er ekki leiðinlegt að heyra

að maður sé senuþjófur. Það var vissulega svekkjandi að geta ekki verið heima á frumsýningunni því ég var að leika hérna úti en þegar dómarnir fóru að hrynja inn fann ég gleðina á ný. Maður veit aldrei fyrr en maður heyrir það frá einhverjum sem

maður þekkir ekki neitt hvort maður er að skila sannfærandi hlutverki. Fólk sem þekkir mann á erfiðara með að trúa karakternum manns því það veit hvernig maður er.“

Hvernig kona er þetta sem þú leikur?

„Einhver gagnrýnandi lýsti henni sem daðrara með massa sjálfstrausts. Hún er alltaf með eitthvert plan í gangi og þorir að fara yfir mörk annarra til að ná sínu fram. Hún vill bara njóta þess að vera ung og leika sér og hafa gaman. Hún er alveg tilbúin að hrista kókdósina þó að það komi smásprenging. Hún er ekkert hrædd við það.“

Hvernig gekk þér að tengja við hana?

„Fyrst þegar ég kom á settið var ég með allt aðra hugmynd í hausnum en þessi varð síðan ofan á. Ási leikstjóri ýtti mér aðeins í hina áttina og þá varð

instant-tenging og ég fattaði hvað hann var að meina. Allir karakterar eru ákveðnar hliðar á manni sjálfum, þannig að ég get svo sem alveg tengt mig við hana að einhverju leyti.“

Gríma á tveggja og hálfs árs gamlan son en Arnar Ingvarsson, eiginmaður hennar, rekur Tjarnarbarinn og er sviðsstjóri í Tjarnarbíói. „Hann er með strákinn okkar því ég gat ekki verið með hann hér. Það er stuðningur heima en fyrsta árið eftir að hann fæddist tók ég pásu frá náminu. Svo vorum við bæði úti í eitt ár en feðgarnir hafa verið saman heima frá því í haust. Þetta hefur gengið vel nema hvað mamma mín dó í haust og þá var þetta ansi hart.“

Grímu Kristjánsdóttur (26) líkar vel að vera senuþjófur:

Á UPPLEIÐ:Gríma stimplar sig eftirminnilega inn

í Reykjavík og á án efa eftir að leika í mörgum kvikmyndum í framtíðinni.

SLEKIR SÁRIN Í KÖBEN:Gríma varð fyrir erfiðri reynslu í haust þegar hún

missti móður sína en hún sleikir sárin í Köben.

STAL SENUNNI:

Stórleikararnir Atli Rafn Sigurðarson og Nanna Kristín

Magnúsdóttir fara með aðalhlutverkin í Reykjavík en

Gríma gerði sér lítið fyrir og stal senunni.

Page 29: Séð og heyrt tbl. 11 2016
Page 30: Séð og heyrt tbl. 11 2016

STJÖRNUSPEKI!Þegar litið er yfir sögu mannkynsins eru nokkrir menn sem koma oftar fyrir en aðrir. Þetta eru þó ekki allt menn sem hafa haft áhrif á heiminn með hæfileikum sínum í leiklist eða tónlist, heldur nokkrir af þeim allra verstu sem gengið hafa á þessari jörð. Hér má sjá nokkur fræg ummæli frá einhverjum af verstu harðstjórum sögunnar.

„Til að ná valdi yfir þjóð þarftu fyrst að

afvopna lýðinn.“ – Adolf Hitler

„Mér er alveg sama þótt fólkið sýni mér ekki virðingu. Ég vil bara að

það hræðist mig.“ – Caligula

„Stjórnmál eru stríð án blóðsúthellingar á meðan stríð eru stjórnmál með

blóðsúthellingum.“ – Mao Tse-Tung

„Dauði er lausnin á öllu. Enginn maður – ekkert vandamál.“

– Jósef Stalin

„Ómögulegt er orð sem finnst aðeins í

orðabók flóns.“ – Napoleon Bonaparte

„Lygi sem er sögð nógu oft verður að

sannleika.“ – Vladimir Lenin

„Meira að segja sósíalískir

einræðisherrar hafa áhuga á

ofurmódelum.“ – Hugo Chaves

„Þú getur ekki hlaupið hraðar en

byssukúla.“ – Idi Amin

Page 31: Séð og heyrt tbl. 11 2016
Page 32: Séð og heyrt tbl. 11 2016

bíó

HIN MÖRGU ANDLIT COHENbreski grínistinn Sacha baron Cohen er með magnað ímyndunarafl og þorir á meðan aðrir þegja. Hann hefur náð gríðarlegum árangri í kvikmyndabransanum enda á persónusköpun hans sér enga hliðstæðu og karakterarnir hans orðið gríðarlega vinsælir. Hann gengur skrefinu lengra en flestir og hefur margoft sannað það að máttur grínsins getur gert ótrulegustu hluti. Borat (Borat: Cultural Learnings of America for Make

Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, 2006)„Mæneima Borat“. Hver man ekki eftir því þegar annar hver maður henti í þessa setningu og oftar en ekki fylgdi setningin „Very nice“ í kjölfarið með þvinguðum hreim. Borat var karakterinn sem gerði Cohen að súperstjörnu. Borat er kasakstanskur fréttamaður sem leggur leið sína til Bandaríkjanna til að búa til heimildarmynd. Húmor Borat einkennist af mikilli kvenfyrirlitngu, hommafóbíu og gríðarlegum fordómum gagnvart gyðingum. Myndin um Borat vakti mikla athygli og var sú allra vinsælasta árið 2006 sér í lagi vegna þess að áhorfendur gátu sjaldnast vitað hvenær um handrit væri að ræða og hvenær ekki. Atriði á borð við það þegar Borat rænir Pamelu Anderson, glímir nakinn við aðstoðarmann sinn og fer í afdrifaríka bílferð með nokkrum ungum mönnum fengu mikið umtal og þá sérstaklega bílferðin afdrifaríka. Ungu mennirnir sem tóku þátt í bílferðinni kærðu Cohen þar sem þeir sögðust ekki vita af myndavélunum en í atriðinu umdeilda sjást þeir tala gríðarlega niðrandi um kvenmenn.

Bruno (Bruno, 2009)Bruno var næsta skref Cohen en

varð þó ekki nærrum því eins vinsæll og fyrirrennari hans, Borat. Bruno

er samkynhneigður, austurrískur tískublaðamaður og það fer mikið

fyrir þessum manni. Hann skal alltaf vera miðpunktur athyglinnar sem

kristallast mögulega best í því þegar hann mætti á MTV Movie Awards

klæddur eins og engill með englavængi límda á rasskinnar sínar. Nokkrir

úr LGBT félaginu gagnrýndu Cohen harkalega vegna Bruno þar sem þeir

töldu hann sína samkynhneigðum mikla vanvirðingu. Myndin um Bruno

var svipað upp sett og Borat en Bruno er fréttamaður og oftar en ekki

vita viðmælendur hans ekki að um kvikmynd sé að ræða. Cohen gekk þó skrefinu lengra í þetta skiptið og hneikslaði marga með fremur

grófum atriðum, eins og til dæmis kynlífssvallsatriðið en það sem fór

hvað mest fyrir brjóstið á sumum var þegar Bruno tók þyrluna, þar sem

karlmaður sveiflar lim sínum í hringi, og endaði á því að láta typpi sitt öskra

nafnið Bruno.

Aladeen (The Dictator, 2012)

Árið 2012 var Cohen mættur aftur og nú var komið að Admiral General Haffaz

Aladeen, einræðisherra Wadiya. Cohen fékk innblástur sinn að Aladeen frá

mönnum eins og Idi Amin, Muammar Gaddafi og Kim Jong-Il. Aladeen er

barnslegur en stjórnar ríki sínu með harðri hendi. Hann hefur aldrei þurft

að hafa fyrir neinu í lífinu og lifir í vellystingum á meðan þjóð hans hefur

það svo sannarlega ekki jafn gott. Aladeen heimsækir New York en frændi

hans hafði komið því fyrir að Aladeen yrði rænt. Nú eru góð ráð dýr þar sem Aladeen hefur misst allt og er aleinn í New York, hefur misst einkennandi

skegg sitt og enginn sem þekkir hann. Við fylgjumst með Aladeen þar sem hann

reynir að fóta sig í New York og þrátt fyrir að myndin sé ágætis skemmtun þá verður að segjast eins og er að þessi er

sú sísta í Cohen seríunni.

Nobby Butcher (The Brothers Grimsby, 2016)Nobby Butcher er bresk, neðri stéttar fótboltabulla. Hann lifir einföldu lífi sem saman stendur af því að fara á fótboltaleiki, kíkja á barinn og reyna allt sem hann getur til að fá sem mest frá ríkinu. Nobby hefur þó leitað Sebastian, bróður síns, í 28 ár en þeir urðu viðskila ungir að aldri eftir að hafa verið ættleiddir af munaðarleysingjahælinu. Fyrir tilviljun hittir Nobby bróður sinn og kemst að því að Sebastian er einkaspæjari frá MI6. Sebastian er þó á flótta eftir að vera ranglega sakaður um morð. Saman leggja þeir á flótta og enda að sjálfsögðu á því að vera mættir á úrslitaleik HM í fótbolta og þar þurfa þeir að bjarga heiminum frá glötun. Það er þó ekki tekið sem sældinni að vera einkaspæjari á flótta og saman lenda þeir í miklum hremmingum. Cohen er mættur af fullum krafti og hann veit hvað stuðar fólk. Myndin er stútfull af skemmtilegum atriðum eins og til dæmis þegar Nobby þarf að sjúga eitur úr eista bróður síns og þegar þeir þurfa að fela sig í leggöngum fíls.

Ali G (Ali G Indahouse,

2002)Ali G er karakterinn sem kom Sacha Baron

Cohen á flug. Ali G er hvítur maður sem

heldur að hann sé svartur og frá Jamaíka.

Það eina sem Ali G leitast eftir í lífinu eru

tíkur, peningar, tíkur og kynlíf. Oftast er

hann klæddur í gul íþróttaföt, með húfu og

sólgleraugu. Ali G kom upprunanlega fram í

sjónvarpi en fékk síðan sína eigin mynd. Það

var algjör snúningspunktur í lífi Cohen þegar

hann ræddi við nokkra brettagaura sem Ali G

og komst að því að fólk hélt virkilega að þessi

karakter væri alvöru. Þá byrjaði boltinn að rúlla.

Page 33: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Pólýhúðun

Persónuleg þjónusta

DekkjahótelDekkjaverkstæði

Láttu okkur geyma dekkin fyrir þig

Nýdekk Umboðssala fyrir notuð dekk og felgur

Nýjar felgur

SUMARDEKK OG FLOTTAR FELGUR

Page 34: Séð og heyrt tbl. 11 2016

skoðar heiminnSPILA-

BORGIN: Lars leikur

rússneskan forseta í hinni mögnuðu

sjónvarpseríu House of Cards.

ILLMENNI: Í hinni mögnuðu

Bond-mynd, Casino Royal, lék Mads

illmennið Le Chiffre.

GAME OF

THRONES: Nýjasta þáttaröðin af

Game of Thrones verður frumsýnd í apríl en þar fer Pilou með hlutverk

Euron Greyjoy.

SJÓÐHEITIR DANSKIR STÓRLEIKARARÞrátt fyrir að konungssamband á milli Dana og Íslendinga sé löngu fallið úr gildi þá er taugin á milli landanna enn nokkuð sterk. Íslendingar sitja fastir fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar danskir þættir eru á dagskrá. Dönum hefur vegnað vel á þessu sviði og eru margir löngu orðnir heimilisvinir Íslendinga – og jafnvel heimsfrægir.

Mads Mikkelsen (50):SÁ SVIPSTERKIVið þekkjum hann úr sjónvarpsþáttaröðinni Rejseholdet, eða Sérsveitin eins og hún heitir á íslensku. Sem ungur maður æfði hann bæði dans og fimleika og náði langt á því sviði þar til að leiklistinn tók hug hans allan. Mads Mikkelsen hefur stingandi augnaráð og skarpa andlitsdrætti. Hann hefur eftirminnilega nærveru á skjánum og muna eflaust margir eftir honum sem illmenni í James Bond-kvikmyndinni Casino Royal. Hann mun leika í næstu Star Wars-mynd sem verður frumsýnda að ári.

Viggo Mortensen (57)SÁ HÁLFDANSKI:Hann er kannski ekki alveg 100% danskur en það má liggja á milli hluta. Viggo á danskan föður og bandaríska móður en foreldrar hans kynntust í Noregi. Viggo er að mestu alinn upp í Bandaríkjunum. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Aragon í Hringadróttinssögu. Hann hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum og jafnframt verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Danir eru stoltir af þessum hálfsyni sínum og telja hann Dana, þrátt fyrir móðernið.

Pilou Asbæk (34):SÁ UNGIAsbæk er fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans eiga og reka listagallerí í Kaupmannahöfn. Pilou fór á aðrar slóðir og nam leiklist en báðir bræður hans eiga og reka listagallerí. Íslendingar þekkja hann úr þáttunum Forbrydelsen og Borgen sem voru feykivinsælir hér á landi. Pilou lék Simon Spies í kvikmynd um þann fræga danska ferðamálafrömuð. Á þessu ári verða frumsýndar tvær myndir sem hann leikur í, annars vegar um Woodstock og hins vegar endurgerð á Ben Hur. Pilou leikur einnig í sjöttu þáttaröðinni af Game of Thrones en þar fer hann með hlutverk Euron Greyjoy. Það á án efa eftir að sjást meira til kappans í framtíðinni. www.sedogheyrt.is

Líka á netinu allan sólarhringinnSÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

BRÆÐURNIR MIKKELSEN:

Þeir grípa augað og fanga athygli áhorfenda um leið og þeir birtast á skjánum,

þeir hafa kraftmikla nærveru og eru virkilega

kynþokkafullir.

Page 35: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Í BLÍÐU OG STRÍÐU Í 15 ÁRÍ BLÍÐU OG STRÍÐU Í 15 ÁRÞað vakti óskipta athygli í Hollywood þegar stórstjörnurnar Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas fóru að draga sig saman. Þau fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli en á ýmsu hefur gengið í hjónabandi sem hékk á bláþræði fyrir ekki svo löngu síðan.

Seigla „Hjónaband er vinna og þrautaganga á köflum, fólk gefst of snemma upp,“

sagði leikkonan í nýlegu viðtali við tímaritið Good Housekeeping. „Þú verður að gera þitt besta þegar vandi steðjar að, vandamálin verða mörg og uppgjöf er ekki lausnin.“

Hjónaband leikaranna hékk á bláþræði fyrir nokkrum misserum

en margvíslegur vandi hafði steðjað að, Michael glímdi við munn- og hálskrabbamein og Catherine barðist við geðhvarfasýki. Erfiðleikarnir settu djúp spor í líf þeirra.

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas eiga saman tvö börn, 15 ára dreng og 12 ára stúlku.

Á þeim hjónum er 25 ára aldursmunur sem þótti hneysklanlegur þegar samband þeirra komst í hámæli. Hún var 31 árs þegar þau giftu sig, hann 56 ára. Hún kom ung frá Wales til að reyna fyrir sér sem leikkona í höfuðborg kvikmyndanna þegar þau feldu hugi saman, hann var gamall refur og af þekktri leikarafjölskyldu. En þolinmæði þrautir vinnur allar og með mikilli vinnu tókst þeim að bjarga hjónabandinu en þau voru á barmi hjónaskilnaðar fyrir rétt tveimur árum síðan.

Leikaraparið Catherine Zeta-Jones (46) og Michale Douglas (71) eru enn gift:

UPPHAFIÐ: Leikaraparið Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas fagna nú 15 ára brúðkaupsafmæli.

NJÓTA LÍFSINS: Hjónin kunna að njóta lífsins saman og láta ekki 25 ára aldursmun koma í veg fyrir lífshamingjuna.

BARIST VIÐ

KRABBA: Michael Douglas hefur

barist við erfitt krabbamein í nokkur ár, sú barátta hefur tekið þungan toll

af leikaranum.

AFTUR GLÖÐ: Hjónabandið hékk á bláþræði fyrir nokkurum misserum. En með mikilli vinnu náðu þau hjón að vinna sig út úr erfiðleikunum. Saman eiga þau tvö börn.

RÚSSÍBANA-REIÐ:

Líf Catherine Zeta-Jones hefur verið algör rússíbanareið en hún glímir við geðhvarfasýki sem hún hefur rætt opinskátt

til að vekja athygli á sjúkdómnum.

Lars Mikkelsen (51):SÁ ELDRIHann birtist okkur sem hinn staðfasti stjórnmálamaður Jens Otto Kragh í dönsku sjónvarpseríunni Krónikan. Lars, sem er eldri bróðir Mads, hefur leikið í fjölmörgum dönskum sjónarpsþáttum og kvikmyndum. Frægð hans hefur náð nýjum hæðum en hann leikur forseta Rússlands í sjónvarpseríunni House of Cards. Persóna hans þykir minna nokkuð á Pútín þó að það hafi ekki fengist staðfest. Lars þykir eiga stórleik í House of Cards og gefur Kevin Spacey ekkert eftir.

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

Page 36: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Runólfur Oddsson (59) konsúll með viðskiptajöfur í heimsókn:

Úkraína Viktor Muzalev, aðstoðarforstjóri Tavria V sem er ein af stærri

verslunarkeðjum í Úkraínu, var í heimsókn hér á landi og naut leiðsagnar Runólfs Oddssonar, ræðismanns Slóvakíu hér á landi, en Runólfur er sífellt að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og lætur sér ekki nægja að flytja mörg hundruð íslenska læknanema út til Slóvakíu þar sem þeir una hag sínum vel í viðurkenndum og virtum háskóla heldur beinir nú sjónum sínum að nágrannaríkinu Úkraínu.

Úkraínski aðstoðarforstjórinn fór víða um land með Runólfi og aðstoðarkonu sinni, Darya Bodrova.

Þau hittu framámenn í íslenskum stjórnmálum, fóru á Sauðárkrók og brögðuðu á lambakjöti, átu hákrl með Kristjáni Loftssyni í Hval og Granda á veitingastaðnum Þremur frökkum en hrifnust urðu þau Viktor og Darya af íslenska skyrinu eftir að hafa komið við hjá Ara Edwald forstjóra í Mjólkursamsölunni.

Í framhaldinu má telja meira en líklegt að íslenska skyrið verði komið í hillur Tavria V áður en langt um líður og jafnvel hákarlinn og lambakjötið líka.

„Þarna eru miklir möguleikar. Í Úkraínu býr gott fólk,“ segir Runólfur Oddsson ræðismaður sem fylgdi gestum sínum hvert fótmál.

ÍSLENSKA SKYRIÐ Á LEIÐ TIL ÚKRAÍNU

NAMMI NAMM:

Viktor og Anastasya eiginkona hans voru

ánægð með hákarlinn sem þau fengu á Þremur frökkum á Baldursgötu.

MEÐ RÁÐHERRANUM: Viktor Muzalev, aðstoðarforstjóri Tavria V í Úkraínu,

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Darya

Bodrova, aðstoðarkona Viktors. Þau ræddu við Sigurð um

ástandið í Úkraínu og möguleg viðskipti milli landanna.

Á ALÞINGI: Úkraínsku gestirnir fóru í skoðunarferð um Alþingi undir leiðsögn Ásmundar

Einars Daðasonar framsóknarþingmanns.

MEÐ ÞYRLU TIL EYJA: Gestirnir heimsóttu Vinnslustöðina

í Eyjum; Darya Bodrova, Dmitriy Kovalev, Viktor Muzalev, Anastázia

Muzaleva og Runólfur Oddsson.

SKYRGLEÐI: Viktor var ánægður

í heimsókninni í Mjólkursamsöluna þar sem hann fékk að vita allt um íslenska skyrið og smakka

allar tegundir.

Page 37: Séð og heyrt tbl. 11 2016

SYKURLAUST STREPSILS með jarðarberjabragði

Við eymslum og ertingu í hálsi!

Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstö�ur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og ly�agjöf: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogsta�a er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Ly�ð skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Ly�ð inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka ly�ð. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsley�sha�: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

- nú sykurlaust og með jarðarberjabragði

Strepsils-jardaber-A4 copy.pdf 1 12/02/16 15:17

Page 38: Séð og heyrt tbl. 11 2016

stjörnukrossgátaFERÐBÚA

BRÝNA

HRUMUR

UMRÓT STÆKKASTÖNG

FLASKA

GREFTRUN

MASSA

SKJÓTUR

UNDIRFLÍK

LAUGA

GJALD-MIÐILL

MÁTTUR

NESODDI

LÆRA

Í RÖÐ

ÓNEFNDUR

RÖLT

VÖRU-MERKI

GRÖM

ÍLÁT ÆXLUN RÓTA STELA

MEST

RÍKI Í ARABÍU

ARÐA

UMRÓT

KLASTUR

SKÓLI

KVK NAFN

UNNA

BLEK

FÓSTRA

SLÉTTUR

TALA

EGNA

SAMSTÆÐA

Í RÖÐ

TVEIR EINS

YFIRHÖFN

TVEIR EINS

KÆLA

KIRKJU-LEIÐTOGI

GÁLA HVORT

ALDRAÐI

TILRÆÐI ALUR

STUNDA FUGLA-HLJÓÐ

ÚTUNGUNTVEIR EINS

PENINGAR

HITA

BORGARÍS

FLÝTIR

SAMTÖKDENGJAST

SKJÖNFLÍK

HEIMUR

RIFTUN

LOSTI

Í RÖÐ

SÖNG

LA

STÓR

ÁI

Page 39: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Svona ræður þú þrautirnarÁ þess ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut ir með tölu stöf um. Not aðu töl urn ar 1-9. Sami tölu staf ur inn má að eins koma fyr ir einu sinni í hverj um kassa, hverri röð og hverj um dálki.

Sudoku

heyrt og hlegið

Ung móðir var að segja vinkonu sinni frá syni sínum. - Hann Óli minn er nú orðinn tveggja ára og hann er búinn að ganga síðan hann var níu mánaða. Vinkonan rak upp stór augu: - Þú segir ekki!! Blessaður drengurinn, ósköp hlýtur hann að vera orðinn þreyttur!

Einhverju sinni er Tóti á fylliríi og er orðinn áfengislaus, hann gengur niður í fjöru og finnur þar flösku svo hann opnar flöskuna en úr henni kemur andi mikill sem gefur honum 2 óskir fyrir að hleypa sér úr flöskunni. Tóti hugsar sig lengi um og segir svo: „Ég vil fá bjór sem aldrei tæmist og ég get aldrei týnt.“ Púff bjórinn kominn svo Tóti prufar hann. Hann hellir og hellir en aldrei tæmist flaskan svo reynir hann að kasta henni en hún kemur alltaf aftur. Þá segir Tóti: „Vá, ég vil fá aðra.“

Guðrún fór einn daginn til prestsins í kirkjunni sinni. „Séra,“ sagði hún, „ég á við svolítið vandamál að stríða, eiginmaður minn steinsofnar alltaf í messunum þínum. Það er orðið ansi vandræðalegt. Hvað get ég eiginlega gert?“  „Ég er með hugmynd,“ segir presturinn. „Taktu þessa saumnál með þér næst og þegar ég tek eftir því að hann sé að sofna, þá gef ég þér merki með því að kinka kolli og þú stingur hann í lærið með nálinni.“  Næsta sunnudag í kirkjunni tók presturinn eftir því þegar Einar, maður Guðrúnar, var að sofna og ákvað að setja plan sitt í gang.

 „Og hver var það sem fórnaði sér fyrir syndir ykkar,“ sagði presturinn, kinkandi kolli til Guðrúnar.  „Jesús Kristur!“ öskrar Einar þegar Guðrún stingur

hann í lærið.  „Mikið rétt hjá þér, Einar,“ segir presturinn brosandi.  Presturinn tekur svo eftir því þegar Einar er að dotta aftur.  „Hver hefur gefið ykkur frjálsan vilja og mun gefa ykkur eilíft líf?“ spyr hann söfnuðinn um leið og hann gefur Guðrúnu merki.  „Guð, minn góður!“ öskrar Einar þegar hann fær nálina í lærið.  „Rétt hjá þér á ný, Einar,“ segir presturinn skælbrosandi.  Presturinn heldur áfram að predika en tekur ekki eftir því þegar Einar sofnar á ný. Presturinn gleymir sér í ræðunni og þegar hann leggur áherslu á setningarnar sínar kinkar hann óvart kolli.  „Og hvað sagði Eva við Adam eftir að hafa fætt honum nítugasta og níunda son hans?“ spyr presturinn söfnuðinn hátt og snjallt.  Nálin stingst í lærið á Einari sem öskrar: „EF ÞÚ STINGUR ÞESSUM HELVÍTANS HLUT Í MIG EINU SINNI ENN, ÞÁ BRÝT ÉG HANN Í SUNDUR OG TREÐ HONUM UPP Í RASSGATIÐ Á ÞÉR.“  „Amen,“ svarar söfnuðurinn.

Einar bóndi í Túni ók í hlað á næsta bæ og hringdi bjöllunni. Níu ára strákur kom til dyra. „Er pabbi þinn eða mamma heima,“ spurði Einar.

„Nei, þau skruppu í kaupstað.“ „En hvað með bróður þinn, hann Halldór, er hann heima?“ „Nei, hann fór með mömmu og pabba.“ Einar stóð stundarkorn tvístígandi á tröppunum og tautaði eitthvað fyrir munni sér. „Ég veit hvar öll verkfærin eru, ef þú þarft að fá eitthvað lánað – og ég get líka tekið skilaboð til pabba ef þú vilt.“ „Jæja,“ sagði Einar heldur vandræðalega, „ég þyrfti helst að tala við pabba þinn. Það er varðandi Halldór bróður þinn sem er búinn að barna hana Siggu, dóttur mína.“ Stráksi velti þessu andartak fyrir sér ...

„Þú mundir verða að tala um það við hann pabba,“ sagði stráksi. „Ég veit að hann rukkar 45.000 kr. fyrir nautið og 7.000 kr. fyrir göltinn en ég veit ekkert hvað hann rukkar fyrir Dóra.“

Hafið þið heyrt um öndina sem gekk inn á bar og spurði barþjóninn: - Áttu brauð? - Nei, svaraði barþjóninn. Aftur spurði öndin með sinni nefmæltu rödd: - Áttu brauð? - Nei, var svarað aftur. Enn spurði öndin: - Áttu brauð? Nú var farið að fjúka í barþjóninn og hann hvæsti á öndina: - Þú ert inni á bar, hér er ekkert brauð og ef þú hættir þessu ekki þá negli ég aftur á þér gogginn við borðið. Öndin hallaði undir flatt, leit á barþjóninn og spurði: - Áttu nagla? - NEI! hvæsti barþjónninn. Þá brosti öndin og sagði: - Áttu brauð?

Nonni litli fylgdist spenntur með þar sem mamma hans makaði á sig einhverju fegurðarkremi úr dollu. „Af hverju ertu að setja þetta krem framan í þig mamma?“ spurði hann. „Til að ég verði fallegri,“ segir mamma hans. ...  Nokkrum mínútum seinna byrjar hún að þurrka kremið framan úr sér með bómull. „Hvað er að?“ spyr Nonni. „Gafstu upp?“

Siggi sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætisbústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn. - Verönd, hvað er það? - Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað. - Nei, það er ekkert svoleiðis. - En salernisaðstaða? - Það er fínasti kamar rétt hjá. - En ekkert klósett inni?  - Nei. Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum. - Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.

- Málarameistari

Page 40: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu eða Finni í Dr. Spock, er eigandi veisluhúsnæðisins Ægisgarðs á Granda. Víking Ölgerð blés til bjórveislu í Ægisgarði til að fagna því að 27 ár voru liðin frá því að bjórinn var leyfður aftur á Íslandi og þar var mikið um dýrðir og frábær stemning.

Bjór „Við opnuðum í september á síðastliðnu ári. Þetta er í raun og veru

bara veisluhúsnæði. Það er tilvalið að halda alls kyns veislur þarna hjá okkur, eins og fermingar- og brúðkaupsveislur,“ segir Finni.

„Við erum með fimm mismunandi bari á staðnum og er hver þeirra tengdur við íslenska skemmtanamenningu á sinn sérstaka máta. Til að mynda er gamli Amsterdam barinn frá Tryggvagötu einn af börum Ægisgarðs.“

Frábært hópefliÆgisgarður býður hópum að sækja hin ýmsu námskeið sem njóta mikilla vinsælda.

„Við erum í samstarfi við Vífilfell þar sem við bjóðum hópum að koma til okkar á Víking-leika en þar er keppt til dæmis í bjórsmakki, einnig bjóðum við upp á margvísleg önnur námskeið, eins og vín- og kaffinámskeið. Þetta er mjög vinsælt hjá okkur og þetta er tilvalið fyrir samstarfshópa og steggjanir. Þarna færðu til dæmis að fræðast um bjórinn á meðan þú drekkur hann. Þetta er meira hugsað sem hópefli og stuð frekar en svona fyrirlestur. Það er farið í keppni á milli borða og ávallt mikil stemning.“

BOTNINN UPP: Rapparinn Erpur Eyvindarson

veit hvað hann vill þegar viskí er annars vegar. Enga klaka, takk.

GÚRKUTÍÐ: Þessi hressi gestur stillti sér upp með gúrkunni sinni.

STEMNING: Þessi ungi maður var í stuði með sígó og bjór.

RAPP-HUNDUR:

Rapparinn Ágúst Bent lét sig að

sjálfsögðu ekki vanta og var eitursvalur,

eins og hans er von og vísa.

Finni á Prikinu (42), eigandi Ægisgarðs:

BANASTUÐ Í BJÓRVEISLU

Í gegnum árin hefur sú hefð skapast að fjölskylda mín fer í frí til Spánar, Tenerife eða bara eitthvað þar sem er sól og hiti. Saman fer öll fjölskyldan í viku eða tvær til að pústa aðeins og komast burt frá kuldanum hér á Íslandi. Það er algjörlega nauðsynlegt að komast aðeins í burtu frá öllu áreitinu og spranga um á sundfötunum við sundlaugarbakkann, drekka Corona á ströndinni og synda um í heitum sjónum.

Svona fjölskylduferðir eru oft planaðar langt fram í tímann. Það þarf að huga að því að allir komist með og svo þarf að panta þægilegt hótel. Þetta er hin fullkomna fjölskyldustund.

Í síðustu sjö skipti sem fjölskylda mín hefur farið í frí til sólarlanda hef ég haft það náðugt heima hjá mér. Þessi hefð sem ég talaði um í byrjun, og hefur verið í meira en fimm ár, snýst nefnilega um það að aldrei hef ég farið með.

Einni minningu mun ég eflaust aldrei gleyma. Ég var að keyra um og ákvað að hringja í mömmu og spyrja hvað væri í matinn. Ég bý einn þannig að það er fínt að geta stokkið í mat til mömmu endrum og sinnum. Þegar mamma svaraði og ég var búinn að spyrja hvað yrði í matinn fékk ég einfalt svar frá minni elskulegu móður: ,,Í matinn? Við erum uppi í Leifsstöð.” Ég man eftir því að mamma spurði þáverandi eiginmann sinn: ,,Lést þú ekki Garðar vita?” og eftir langa vandræðalega þögn, þar sem ég get best ímyndað mér að fyrrum stjúppabbi minn hafi staðið fyrir framan mömmu með vandræðalegan svip, kom svar frá mömmu: ,,Ég legg inn á þig fyrir mat.”

Páskarnir sem nú voru að líða voru öðruvísi en áður í þeim skilningi að ég var einn um páskana þar sem fjölskylda mín móðurmegin fór öll til Tenerife. Sá sem les þetta gæti hugsað að ég hefði nú kannski getað farið í mat til pabba en ég komst að því á páskasunnudag að pabbi og hans fjölskylda hefðu líka farið til Tenerife. Ég var því aleinn heima.

Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei komist með er eflaust sú að ég spila handbolta í efstu deild og því ómögulegt að stökkva í frí á miðju tímabili. Þegar ferðirnar til sólarlanda án mín eru samt orðnar sjö, já þær eru sjö, ég taldi, þá mætti fjölskylda mín fara að huga að því að finna betri tíma en þegar handboltatímabilið er í fullum gangi til að fara í frí.

Á meðan þau slaka á í sólbaði með einn ískaldan Mojito, fá ,,special price for you my friend” díla alveg hægri vinstri þá sit ég heima hjá mér með páskaegg og ég sem borða ekki einu sinni páskaegg.

Garðar B. SiGurjónSSon

mÓmENT

EINN HEImA Um PÁSKANA

Page 41: Séð og heyrt tbl. 11 2016

SVALUR:Högni í Hjaltalín

lét sig ekki vanta í bjórveisluna.

HERRA MJÖLNIR: Jón Viðar Arnþórsson, einn af

stofnendum Mjölnis, mætti ásamt félögum sínum.

TÖFFARI: Gunnlaugur Páll

Pálsson sér um viskí- og léttvínsnámskeið á vegum

Vífilfells, enda fáir með jafnmikla viskíþekkingu

og hann.

SÖNGFUGL:Friðrik Dór hélt uppi stemningunni og sá

til þess að allir skemmtu sér

vel.

SLURP: Gestum var boðið upp á fríar veitingar og fæstir sem segja nei við slíku.PÖNK: Heiðar Örn úr Pollapönkinu skellti í sig einum ísköldum bjór.

TVEIR GÓÐIR:

Kokkarnir Douglas

Rodriguez og Siggi Hall skemmtu sér

konunglega saman.

KAFFIKALL: Jón Gestur sér um kaffinámskeið Vífilfells og býður gestum upp á rjúkandi bolla.

FYLGIST MEÐ: Bergur Kristjánsson, starfsmaður Ægisgarðs, fylgdist vel með gestum bjórveislunnar.

BRJÁLAÐ STUÐ: Það vantar ekki plássið í Ægisgarð

og nægt rými til að gestir geti skemmt sér vel.

Finni á Prikinu (42), eigandi Ægisgarðs:

PÖNK:Heiðar Örn úr Pollapönkinu skellti í sig einum ísköldum bjór.

Page 42: Séð og heyrt tbl. 11 2016

a

Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNARVefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

MARTA MARÍA GIFTIR SIGÁstin logar hjá Ísland Got Talent-dómaranum og Smartlandsdrottningunni Mörtu Maríu Jónasdóttur og Páli Winkel fangelsismálastjóra.1

234

5

6

7

89

10 MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR VINNUR FYRIR HILLARY CLINTONMargrét Hrafnsdóttir, kvikmyndaframleiðandi og eiginkona Jóns Óttars Herbalife-konungs, vinnur þessa dagana með framboði Hillary Clinton til forseta Bandaríkjanna.

REYNIR KEYPTI SÉR ÍBÚÐReynir Þór Eggertsson er þekktur sem Júró-Reynir, enda fáir jafnmiklir aðdáendur og vel að sér í sögu Eurovision-keppninnar. Hann svarar spurningum vikunnar.

FRÆGIR TVÍBURAR – FORSETADÆTURNARTinna og Dalla, eins og þær eru jafnan kallaðar, eru tvíburadætur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Guðrún Tinna er viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla er stjórnmálafræðingur og lögfræðingur.

CHELSEA HANDLER ÓSKAÐI REESE WITHERSPOON TIL HAMINGJU MEÐ NEKTARMYND – MYNDIRSjónvarpskonan og leikkonan Chelsea Handler óskaði vinkonu sinni, Reese Witherspoon, til hamingju með fertugsafmælið sitt á Instagram og fór heldur óvenjulega leið.

JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON OG SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR NÝTT PARMjölnismaðurinn Jón Viðar Arnþórsson og Sóllilja Baltasarsdóttir, dóttir Baltasars Kormáks, eru nýtt par.

FRÆGIR MEÐ PÁSKABJÓR Á AKUREYRIHeyrst hefur að Akureyri sé einn vinsælasti staður stjarnanna til að slappa af um páskana en það þurfti ekki að leita lengra en á KEA hótelið til að rekast á eitt heitasta tónlistarpar landsins, söngkonuna Sölku Sól og rapparann Arnar Frey.

SÉÐ OG HEYRT STÚLKA FYRIR 14 ÁRUMSéð og Heyrt-stúlkan prýddi öftustu síðu blaðsins um árabil og þær eru margar sem setið hafa fyrir. Hjá sumum var þetta upphafið að glæstum fyrirsætuferli en hjá öðrum einungis örstutt gaman. Áslaug Ósk Reynisdóttir var ein af Séð og Heyrt-stúlkunum.

ÁSDÍS RÁN ORÐIN FLUGMAÐURÁsdís Rán er þekkt fyrir að fara eigin leiðir í lífinu og láta drauma sína rætast. Nýjasta skrautfjöðrin í hatt ísdrottningarinnar er þyrluflugmannspróf sem hún nældi sér í í Rúmeníu.

MYGLUTRUFFLUR Í ÍSLANDSBANKAMyglusveppur hefur herjað á starfsfólk Íslandsbanka á Kirkjusandi, fólk hefur farið veikt heim auk þess sem almennra óþæginda hefur gætt, eins og þekkt er úr fjölmörgum byggingum frá þessum tíma.

Page 43: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Nýtt útlit á vefnum -

Spar

aðu

með áskrift -

Nýtt útlit á vefnum

- S

par

aðu með áskrift -

Nýtt útlit á vefnum

- S

par

aðu með áskrift - Nýtt útlit á vefnum - S

parað

u m

eð áskrift -

birtingur.isBESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

Komdu í áskrift

NÝTT LÍF

HÚS OG HÍBÝLI

GESTGJAFINN

VIKAN

SÉÐ OG HEYRT

JÚLÍA

SAGAN ÖLL

342 HÚ

S OG

HÍBÝLI 3. tBL. 2016

n r . 3 4 2 • 3 . t B L . • 2 0 1 6 • V E r ð 2 1 9 5 K r .

6 falleg heimili

8 mjög smart heimili

KonfeKtmoli í Þingholtunum

Auður Gná innAnhússArkitekter fAGurkeri frAm í finGurGómA

einstakt innlit á glæsiheimili úr gleri

sjArmi í hverAGerði

svArthvítt heimili smekkpíu

Gestakokkar elda

mmm við elskum marens

Spriklandi ferSkir

fiSkréttir

naked Cake´SGómsætir bitar með kampavíni

GlæsileGar veislutertur

skotheld ráð fyrir veisluna

vínin í veisluna

569

0691

1600

05

4. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

www.gestgjafinn.is matur og vín

Gestgjafinn 4. tbl. 2016

Veislu- og páskablað

ww

w.gestgjafinn.is

páSkalegur dögurður

5 690691 200008

Jóhanna Vigdís og Þórunn arna sameinast í abba-ástinni

„Elskum að segja þessa sögu“

Frábært starF Fyrir spennuFíkla

Fersk Form í Vortískunni

Thelma hrönn SigurðardóTTir spilar á hjartastrengi fólks í hofi

9. tbl. 78. árg. 10. mars 2016 1595 kr.

smurbrauð með grilluðum humri og sítrónumajónesiBakaður Þorskhnakki lakkrís panna cotta

nokkrar fráBærar TíSkufyrirmyndir

Jóni ArnAri Péturssyni Fannst gaman að leika magga í óFærð

Guðrún HArPA Heimisdóttir vArð á milli Húss oG bíls „líF mitt umturnaðist á augnabliki“

CHLOË GRACE MORETZ • ALEX ROE • LITTLE MIX • NINA DOBREV

• DEMI LOVATO • NICK ROBINSON • JUSTIN BIEBER

Próf: Hvernig tilfinningavera ert þú?

Elskaðu sjálfa þig

Svona eru strákar

ShawnMendes

Júlía hitti

Plaköt:

Justin

Demi

Alex

Bella

Gregg

Plaköt:

Bollakökur fullar af ást

9 771670 840005

ISSN 1670 -8407

2. tb

l. 8.

árg

. 201

6 V

erð

1.79

5 kr.

Ástin977

1025

9560

09

Nr. 9 10. mars. 2016 Verð 1.495 kr.

MEÐ PÓLFARA Í GUFUBAÐI

Þokkadísin Rikka og Haraldur

Örn Ólafsson á Laugarvatni:

Sjóðheitt!

Sjónvarpsdívan Ólöf Rún og William James Tullock:

FUNDU ÁSTINA Á NÝ

22 ára aldursmunur!

Stefán Ásgrímur úr Biggest Loser:

BJARTSÝNN EFTIR HJÓNASKILNAÐ

168 sentimetrar – 153 kíló!

Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi:

„ÉG Á EKKI MANN TIL AÐ HLÝJA MÉR Á TÁNUM“

Sefur í ullarsokkum!BESTI

VINUR AÐAL

Vinir lýsa frægum vinum:

sagan öll

OFSÆKIÐKATARA!

Páfi boðaði til krossferðar til Suður-Frakklands árið 1209

FARTÖLVUR FORNRA GRIKKJA

– ekki er öll vitleysan eins!

DALTONBRÆÐURReyndu að ræna tvo banka í senn

Ríki Khmera

stÓrvelDi Í FrUMskÓGinUM

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

Við erum á sextán stöðum - www.lodur.is - 5680000

NR 3/2016 1.895 kr.

Áhrifakonurforsetafrúr í Bandaríkjunum7

YAKUZA

HúÐFLúRAÐIR mAFíóSAR í

JApAN

Page 44: Séð og heyrt tbl. 11 2016

ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LEIKARI

ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LEIKARI

Foreldrar hans hafa kitlað hláturtaugar þjóðarinnar í áratugi, eldri bróðir hans, Björgvin Franz, fetaði í fótspor foreldranna og nú er röðin komin að Róberti Ólíver. Foreldrana þarf vart að kynna fyrir þjóðinni, en þau Edda Björgvins og Gísli Rúnar eru bæði leikarar og eiga stórt pláss í hjarta þjóðarinnar. Róbert Ólíver ákvað ungur að hann ætlaði aldrei að verða leikari en svo fór sem fór, hann er nýkominn heim frá Los Angeles með leikarapróf upp á vasann.

Genin „Ég var alveg staðráðinn í því að verða aldrei leikari, ég gerði hvað

sem ég gat á tímabili til að styrkja mín sérstöðu á öðru sviði, en svo fór sem fór og í dag er ég útskrifaður úr leiklistarnámi,“ segir Róbert Ólíver Gíslason en hann er nýkominn heim frá höfuðborg kvikmyndanna, Los Angeles.

Róbert var vart lentur á landinu þegar hann steig á svið með móður sinni í sýningunni Eddan sem hefur verið á fjölunum í vetur og fengið feiknagóðar viðtökur.

„Þetta var nú allt í gríni gert, ég stökk inn og átti að leysa Björgvin Franz, bróður minn, af en hann hins vegar vissi ekkert af því. Þetta var bara skemmtilegt, ég tók lagið með Bergþóri Pálssyni en hann er í sýningunni með mömmu og Björgvini. Ég skemmti mér vel og held að áhorfendur hafi gert það líka.“

Alveg eins og pabbiÞað er sterkur svipur með Róberti og föður hans, Gísla Rúnari. Kunnugir jafnt sem ókunnugir hafa oft haft það á orði við þá báða hversu líkir þeir eru. Þetta fór lengi vel í taugarnar á þeim yngri, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera barn þekktra foreldra.

„Ég gæti ekki svarið af mér föður minn þótt lífið lægi við, við erum mjög líkir, bæði í útliti og í skapgerð. Það fór hins vegar óstjórnlega í taugarnar á mér lengi vel þegar fólk hafði orð á þessu en í dag finnst mér þetta bara vinalegt. Ég skil vel að fólk hrökkvi við þegar það sér mig, margir hafa orð á þessu algjörlega óvart um leið og þeir hitta mig.“

Róbert Ólíver er fluttur til landsins aftur en hann lauk nýlega leiklistarnámi frá Stella Adler

– EN VARÐ

NÝÚTSKRIFAÐUR LEIKARI: Róbert Ólíver Gíslason er nýkominn heim frá Los Angeles með leikarapróf upp á vasann frá leiklistarskólanum Stella Adler Academy.

LÍKIR HVOR ÖÐRUM:

Feðgarnir Gísli Rúnar Jónsson og Róbert Ólíver Gíslason á góðri stundu.

MEÐ SIXPACK: Á yngri árum barðist Róbert

við aukakílóin, hann var lengi vel alltof þungur en er í dag í frábæru formi.

„Ég tók sjálfan mig í gegn fyrir nokkrum árum, ég

var duglegur að æfa úti í LA, fór í ræktina og styttri fjallgöngur sem er frábær

leið til að koma sér í form. Mamma fylgist nú

með því sem ég læt ofan í mig, en hún er algjör

heilsudrottning.“

Róbert Ólíver Gíslason (22), sonur Eddu Björgvins (63) og Gísla Rúnars (63):

Page 45: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Academy Of Acting And Theater sem er í Los Angeles. Námið er krefjandi og mikið á nemendur lagt. Stórleikarinn Mark Ruffalo er formaður stjórnar skólans og er virkur sem slíkur.

„Þegar ég tók ákvörðun um að gefa mig leiklistargyðjunni á vald fór ég að leita að skóla og þessi varð fyrir valinu. Námið er stíft, þetta er fjögurra ára nám sem er pakkað saman í tvö ár. Það er gengið nærri manni þarna. Maður gefur og gefur allan daginn en reynslan jafnaðist á við góða og djúpa sálfræðimeðferð. Nei, svona meira í gamni en alvöru þá tekur það á að vera í miklum samskiptum við samnemendur. Þeir þekkja það sem gengið hafa í gegnum leiklistarnám að það er mjög krefjandi og getur verið mikið áreiti á sálina. Þetta er ekki fyrir hvern sem er að þola.“

Hollywood skrýtinn staðurÍ augum margra er bara orðið Hollywood ávísun á glys og glamúr. En reynsla Róberts af borginni er ekki glansmynd sem margir halda að lífið þar bjóði upp á.

„Ég bjó rétt hjá Hollywood Boulevard og þar er mikið um að vera. Það tekur tíma að læra að

ganga niður götuna án þess að verða fyrir áreitni frá götusölum og dópistum. Þarna er Walk of Fame, stjörnum prýddar gangstéttarhellur, sem er gaman að sjá, en ef menn vilja sjá glimmerútgáfuna þá bendi ég á Beverly Hills-hverfið. Við besti vinur minn leigðum saman um tíma þarna úti en ákváðum síðan að leigja hvor á sínum stað. Við vorum saman í náminu og bjuggum saman, það varð einfaldlega of mikið fyrir okkur báða.“

Sveitamennska Íslendinga lætur á sér kræla þegar þeir hitta landa sína sem búa í borg englanna og vilja gjarnan fá að vita hvort þeir hafi hitt einhverja fræga. „Vissulega sá maður einhverja fræga, ég var til dæmis að kaupa í matinn og þá stóð Robert Patterson, leikari í Twilight-myndunum, fyrir aftan mig í röðinni á kassanum. Ég fékk svonu pínu „úh, hann er frægur móment“, ég mætti líka Ozzy Osbourne á gangi en það hreyfði ekkert við mér. Vissulega rakst maður á hina og þessa, en hver og einn er að sinna sínu og hálfkjánalegt að góna á fólk sem er frægt.“

New York freistar„Ég bý á hótel mömmu og þar er mér pakkað inn í bómull og

dekrað við mig eins og páskaunga. Ég er svo nýkominn til landsins að ég er varla búinn að taka upp úr töskunum og því er ég ekki farinn að leita að vinnu. En ég stefni á sviðsleik, ég hef gaman af kvikmyndum en ég hreinlega elska að leika á sviði.“

Það liggur beinast við halda að Róbert fari beina leið í grínið og gefi dramatíkinni ekki séns. „Í náminu var farið í allt, bæði sviðsleik og kvikmyndaleik, grín og drama. Þrátt fyrir að fjölskyldan sé meira í gríninu þá er nú stutt í dramatíkina. Ég er til í allt, ég er ungur og þetta er það sem ég ætla mér að gera í framtíðinni.“

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil orti Steinn Steinarr eitt sinn og botnaði með því að ekki væri alltaf rétt gefið. Samkeppni sviðslistamanna úti í hinum stóra heimi er gífurleg, þar eru margir til kallaðir en örfáir útvaldir. Frægðin getur verið fallvölt og dofnað hraðar en flugeldur á gamlárskvöldi.

„Ég stefni ekki á að reyna fyrir mér í Los Angeles, samkeppnin er gífurleg og ég vil skipta um umhverfi. Ég er hrifinn af draumsýninni um fátæka leikarann

sem reynir fyrir sér í New York, tíminn leiðir svo í ljós hvort ég þræði götur Broadway og banki upp á í leikhúsunum þar. Ég á nokkra kunningja í borginni, ætli ég fái ekki að fleygja mér í sófann hjá einhverjum þeirra við tækifæri og fer í leit að draumahlutverkinu.“

Fjölskyldusería?Foreldrar Róberts og Björgvin Franz, bróðir hans, eru ekki einhöm þegar kemur að leikhúsinu. Þau hafa skrifað fjöldann allan af leikritum og sjónvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. Áhugasamir vilja vita hvort fjölskyldan stefnir að því að setja saman leikrit eða sjónvarpsþátt þar sem þau öll koma að borðinu.

„Sko, ég neita því ekki að sú hugmynd hefur komið fram, ég sé strax fyrir mér ýmsar skondnar og skemmtilegar senur sem væri gaman að setja á svið. Hver veit nema að við skellum í eina létta dramatíska fjölskyldusýningu með miklu grínívafi. Sjáum hvað setur, nóg efni er til í margar seríur,“ segir Róbert Ólíver sem er heltekinn af leiklistarbakteríunni og vill ekkert meðal gegn henni – þó að hann hafi ákveðið ungur að verða aldrei leikari.

AÐ VERA, EÐA EKKI

VERA: Róbert Ólíver er tilbúinn

að takast á við krefjandi hlutverk.

TVEIR EINS:

Feðgasvipurinn leynir sér ekki. „Lengi vel fór það í taugarnar á mér að heyra minnst á það hve líkir við værum en í dag þykir mér

vænt um að heyra það.“

TRÓÐ SÉR Á SVIÐ MEÐ MÖMMU:

Róbert Ólíver átti skemmtilega og óvænta innkomu á Eddunni þar

sem hann „stal“ senunni af eldri bróður sínum,

Björgvini Franz.

Í SKÓLANUM, Í SKÓLANUM: Námið í leiklistarskólanum var strangt og

yfirgripsmikið.Nemendur fengu mikla reynslu af því að setja verk á svið.

EKKI BARA GAMAN, LÍKA

DRAMA: Róbert Ólíver vill takast á við fjölbreytt hlutverk,

jafnt grín sem alvöru.

STUTT Í GLEÐINA:„Ég hef fundið mína hillu í lífinu. Ég reyndi allt til að aðgreina mig frá foreldrum mínum, var rappari og graffari og ætlaði aldrei í leiklistina, í dag get ég ekki hugsað mér neitt annað.“

Róbert Ólíver Gíslason (22), sonur Eddu Björgvins (63) og Gísla Rúnars (63):

Page 46: Séð og heyrt tbl. 11 2016

SOS spurt og svarað

DONALD TRUMP ER ...? Vitleysingur.

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Colgate.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Geðveikur kjúlli.

BRENND EÐA GRAFIN? Brennd.

MÉR FINNST GAMAN AÐ ...? Borða.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hárgreiðslustofu Modus.

BORÐARÐU SVIÐ? Nei, ojj.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Syng, elda og borða.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Hárspennu. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hef smakkað hvorugt en held mér muni lítast betur á hvítvín.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Ásgeir Páll Ágústsson. HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Ógeðslegur. HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Gafst aldrei upp! HVER ER DRAUMABÍLLINN? Einhver trukkur/pallbíll.

FERÐU Í KIRKJU? Stundum.

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hræðir mig.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Bláa lónið.

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt.

GIST Í FANGAKLEFA? Aldrei.

DRAUMAFORSETI? Pabbi.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

REYKIRÐU? Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Engu. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Eitthvað sem tengist tónlistinni bara, var mjög stillt barn. HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Sjónvarpsþættirnir Friends. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nálar, blautt hár, blautar tásur.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Fjórtán ára datt ég á gólfið inni í strætó og ég fór geðveikt að hlæja en var bara ein, og allir störðu á mig. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? 9. ICELANDAIR EÐA WOW? Veit ekki, ferðast ekki mikið.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Hvorugt. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Veit ekki. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Man ekki.

PABBI ER DRAUMAFORSETINN

Söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir eins og hún heitir réttu nafni, hefur skotist upp á stjörnuhimininn og er ein allra efnilegasta söngkona landsins. Hún svarar spurningum vikunnar.

Page 47: Séð og heyrt tbl. 11 2016

ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • OUTLET FÁKAFEN 9GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20

VERSLANIR ICEWEAR Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land

KÁRI | FlíspeysaKr. 14.900

Page 48: Séð og heyrt tbl. 11 2016

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur

VANTAR

ÞIG

ORKU?

• Á morgnana

• Í vinnuna

• Í skólann og prófalesturinn

• Fyrir æfinguna

ÞÆGILEG ORKA

ÞEGAR ÞÚ ÞARFT

Á HENNI AÐ HALDA

ÁN ALLRA AUKAEFNA

Fæst í næsta apóteki ásamt Hagkaupum, Fjarðarkaupum,10-11 og Iceland