15. tbl. 2011

40
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Miklir náttúruunnendur og njóta lífsins í botn Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson 16 15. TBL. 10. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR N1 Klapparhlíð - 50 ára og eldri EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is Mynd/MagnúsMár&RaggiÓla Gleðileg jól Gleðileg jól og farsælt komandi ár 586 8080 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Upload: mosfellingur

Post on 12-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Jólablað Mosfellings 22. desember 2011. Óskum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

TRANSCRIPT

Page 1: 15. tbl. 2011

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Miklir náttúruunnendur og njóta lífsins í botn

Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson

16

15. tbl. 10. árg. fimmtudagur 22. desember 2011 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

N1

Klapparhlíð - 50 ára og eldri

eign viKunnar www.fastmos.is

Myn

d/M

agnú

sMár

&Rag

giÓ

laGleðileg jólGleðileg jólog farsælt komandi ár 586 8080

selja...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Page 2: 15. tbl. 2011

Umsjón: Birgir D. Sveinsson

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

héðan og þaðan

www.isfugl.is

Nú fer árið 2011 að renna sitt skeið á enda og er því við

hæfi að huga að því hver hlýtur tilnefninguna Mosfellingur ársins.

Er þetta í sjöunda sinn sem blaðið stendur fyrir

þessu vali. Ég vil hvetja ykkur til að senda okkur tilnefningar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið mosfelling-

[email protected] eða skrifa á

vegginn okkar á Facebook.

Endilega látið skoð-

un ykkar í ljós um hver á þennan titil skilið að þessu sinni. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur á valinu.

Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus

Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir og nú síðast Steindi Jr. Í fyrsta tölu-blaði næsta árs verður svo tilkynnt um nýjan arftaka.

Mosfellingur óskar lesendum sínum til sjávar og sveita

gleðilegrar hátíðar. Njótið þess að vera saman og sjáumst á nýja árinu.

Val á Mosfellingi ársinsMOSFELLINGUR

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonBlaðamenn og ljósmyndarar:Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: LandsprentDreifing: ÍslandspósturUpplag: 4.000 eintökUmbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Hjördís Kvaran EinarsdóttirTekið er við aðsendum greinum á netfangið [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast

fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Miklir náttúruunnendur og njóta lífsins í botn

Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson

16

15. tbl. 10. árg. fimmtudagur 22. desember 2011 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

N1

Klapparhlíð - 50 ára og eldri

eign viKunnar www.fastmos.is

Myn

d/M

agnú

sMár

&Rag

giÓ

laGleðileg jólGleðileg jólog farsælt komandi ár 586 8080

selja...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Klara Klængsdóttir Fædd 24. ágúst 1920, dáin 30. nóvember 2011. Klara fluttist að Álafossi með móður sinni eftir andlát föður en bróðir hennar fór í fóstur. Klara ólst upp hjá móður sinni og var á yngri árum mikil sundkona, setti ýmis Íslandsmet og kenndi meðal annars sund fimmtán ára gömul við gömlu sundlaugina á Álafossi. Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf það haust kennslu við Brúarlandsskóla. Klara starfaði síðan við barnakennslu og sundkennslu við Brúarlandsskóla og síðar Varmárskóla allan sinn starfsaldur. Ætla má að Klara hafi kennt fleiri Mosfellingum að lesa en nokkur annar kennari. Klara bjó að Brúarlandi allan sinn starfstíma sem kennari og tók virkan þátt í lífi sveitunga sinna. Henni var falið að synda vígslusund Varmárlaugar 17. júní 1964 og var heiðursgestur við vígslu nýrrar sundlaugar Mosfellsbæjar, Lágafellslaug, 43 árum síðar eða árið 2007. Nokkru eftir að Klara lauk starfsferli sínum við Varmárskóla flutti hún í íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum og naut þar einstakrar umhyggju og umönnunar starfsmanna og undi hag sínum vel. Klara Klængsdóttir var ógift og barnlaus.

MinningÞótt ég lesi golfrönsku og skollaþýskuog sitji hokinn yfir handritumber mig iðulega að sama brunni:inn í sjö ára bekk til Klöru þegar Gagn og gaman og Talnadæmin töldust til heimsbókmenntannaog framtíðin var eins og ónotuð teikniblokk.Í nestistímanum sagði hún okkur ævintýrium prinsa og prinsessur, álfa og tröllsem við kyngdum niður með kæfubrauðiog volgri mjólk úr flösku.

Þegar bjallan hringdi í síðasta sinn kvaddi hún okkur á hlaðinu við Brúarland;það var sólskin á vori lífsins og hún sagði: góða ferð, skólabörnin mín öll.

Bjarki Bjarnason.

1965. Að loknum fótboltAleik við nemendur.Sr. bjArni, láruS, SigvAldi, birgir, tómAS, klArA og eyjólfur

lágAfellSlAug 2007

vArmárlAug 1964

klArA við kennSlu árið 1983

klArA klængSdóttir

Page 3: 15. tbl. 2011

arkarholt - einbýlishús á einni hæð

laxatunga

skeljatangi

blikahöfði

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

barrholt

þrastarhöfði

litlikriki

laxatunga

586 8080

selja...

austurkór

hlíðartún

efri reykir - einbýlishús

www.fastmos.is586 8080

Sími:

GleðileG jól

Þökkum viðskiptin á árinu.

og farsælt komandi ár.

Page 4: 15. tbl. 2011

24. desember - AðfangadagurKl. 13 Barnaguðsþjónusta í LágafellskirkjuKl. 18 Aftansöngur í Lágafellskirkju. Jóhann Friðgeir Valdimars-son einsöngur og Sigrún Harðardóttir fiðla.Kl. 23.30 Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Ingveldur Ýr Jónsdóttir einsöngur og Kristjana Helgadóttir þverflauta.

25. desember - JóladagurKl. 14 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Diddú, Þorkell og dætur.Kl. 16 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Diddú, Þorkell og dætur.

31. desember - Gamlársdagur Kl. 18 Aftansöngur í Lágafellskirkju. Jón Magnús Jónsson frá Reykjum og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngja.

8. janúar 2012Kl. 11 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

HelGiHAld næstu viknA

www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

GKj styður við bakið á atvinnulausumÁ aðalfundi Golfklúbbsins Kjalar var samþykkt að stjórn klúbbsins sé heimilt að veita þeim einstakl-ingum, sem misst hafa atvinnuna eða orðið fyrir öðrum alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum efnahagskreppunnar, afslátt frá árgjöldum til klúbbsins fyrir árið 2011 eða að fella þau niður að fullu.Sækja skal um slíkt skriflega til klúbbsins. Ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu árgjaldsins skal tekin sameiginlega af framkvæmda-stjóra klúbbsins auk eins aðila, sem stjórnin tilnefnir sérstaklega til þessa verks. Stjórn GKj metur það svo að mjög mikilvægt sé fyrir þá sem í áföllum lenda s.s. atvinnu-missi, að einangrast ekki félagslega og er þessi tillaga lögð fram í þeim tilgangi.

Nánari upplýsingar um safnaðarstarf Lágafellskirkju er hægt að sjá á heima-síðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is

Tilnefningar til Mosfellings ársinsVal á Mosfellingi ársins 2011 stendur nú yfir og gefst lesendumkostur á að tilnefna þá sem þeim finnst verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar með tölvupósti á netfangið [email protected]. Er þetta í sjöunda sinn sem þetta val fer fram á vegum Mosfell-ings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í valinu og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur á tilnefning-unni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir og Steindi Jr. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta árs, 12. janúar.

Þann 3. desember opnaði skemmtileg og óvenjuleg sýning, Neðanjarðar, í Kaffihúsinu að Álafossi. Til sýnis eru verk eftir Einar Grétarsson sem hann hefur unnið á árunum 2006-2011. Verkin eru jarðvegslistaverk og eru í stærðunum 20-150 cm. „Þetta eru óvenjuleg listaverk sem eiga sér engan líkan hér á landi. Verkin sýna hvernig íslenskur jarðvegur hefur þróast í gegnum árin og hvernig áfok frá hálendinu hefur áhrif á jarðveginn,“ segir Einar. Hugmyndin kom í framhaldi af verkefni sem Einar vann að hjá RALA (Rannsóknastofnun landbúnaðarins). Hann bjó til nokkur verk til að eiga sjálfur sem hafa vakið svo mikla athygli að hann ásamt konu sinni, Rósu Gunnlaugsdóttir, ákváðu að gera eitthvað meira úr þessu. „Útkoman er svo þessi sýning,“ segir Einar.

Á jarðvegslistaverkunum koma fram öskulög sem hafa myndast frá landnámi til dagsins í dag. Verkin eru frá mörgum landshlutum og eru fræðandi um náttúru og sögu Íslands mörg þúsund ár aftur í tímann. „Gísli Einars var með viðtal við okkur í Landanum í sumar sem var góð umfjöllun um ferlið við gerð vekanna en einnig má nálg-ast ýmsar upplýsingar á Facebook.com/nedanjardar,“ segir Einar að lokum og er hæst ánægður með viðbrögð fólks við sýningunni. Sýningin er sölusýning og verður opin fram yfir þrettándann og eru Mosfellingar hvattir til að skella sér í Kvosina og líta á þessi frábæru listaverk.

[email protected]

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 var afgreidd í bæjarstjórn í vikunni. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mos-fellsbæjar en jafnframt að skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniður-stöðu samstæðunnar sem nemur 64 m.kr. Veltufé frá rekstri verður 644 m.kr sem er 10,9% af tekjum sem þýðir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka. Eiginfjár-hlutfall verður um 29%.

Gert ráð fyrir afgangi af rekstrinum„Megináherslur í fjárhagsáætlun 2012

eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mos-fellsbæjar. Grunntónninn í áætluninni er aðhald og hagræðing en ekki niðurskurður. Segja má að botninum sé náð. Árin eftir bankahrun hafa verið sveitarfélögum erfið rekstrarlega og hefur Mosfellsbær ekki far-ið varhluta af því. Bærinn hefur hins vegar búið við það að hafa staðið traustum fótum í aðdraganda hrunsins og var því svigrúm fyrir að reka bæjarsjóð tímabundið með halla. Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ráð fyrir að afgangur verði af rekstrinum á árinu,“ segir Haraldur Sverrisson bæjar-stjóri.

Við áætlun útsvars er gert ráð fyrir að útsvarstekjur munu hækka í takt við al-mennar launahækkanir og um 2% fjölgun íbúa milli ára. Því er gert ráð fyrir að út-svarið nemi um 3.224 m.kr. á árinu, sem er hækkun um 221 milljónir milli ára. Á

móti hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið.

tvær stórar framkvæmdir á árinuÍ aðdraganda fjárhagsáætlunar fyrir yf-

irstandandi ár leitaði Mosfellsbær til íbúa eftir leiðum til hagræðingar. Haldinn var sérstakur íbúafundur þar sem bæjarbúar voru spurðir tveggja spurninga. Annars vegar hvar það teldi að mætti hagræða og hins vegar hvar ekki mætti hagræða. Fjárhagsáætlun ársins 2011 byggði meðal annars á áherslum íbúa sem fram komu á fundinum. Til þeirra er einnig horft í fjár-hagsáætlun fyrir árið 2012.

Áfram verður haldið að byggja upp sveitarfélagið og árið 2012 er gert ráð fyrir að tveimur stórum framkvæmdum, þ.e. byggingu hjúkrunarheimilis sem þegar er hafin og framhaldskóla í samvinnu við ríkisvaldið.

Einar Grétarsson fær góð viðbrögð við sýningunni Neðanjarðar á Kaffihúsinu Álafossi

jarðvegslistaverk í Álafosskvos

Að afgangur sé af rekstri bæjarins og veltufé frá rekstri verði jákvætt

um meira en 10% af tekjum.Að útsvarsprósenta verði óbreytt og álagningarhlutföll fasteignagjalda

íbúðarhúsnæðis einnig.Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.Að álagningarhlutfall fasteigna-skatts af atvinnuhúsnæði hækki

til samræmis við það sem er í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Að leikskólagjöld verði endurskoðuð til að mæta hækkun verðlags og

aukins kostnaðar, en hlutdeild foreldra í kostnaði við leikskólapláss sé áfram undir 25%.

Að tekjutengja afslætti af leikskólagjöldum.Að haldið verið áfram með sparnaði og hagræðingu í rekstri m.a. með

hagræðingu í yfirstjórn og stjórnun almennt, sem og í eignaliðum og rekstri fasteigna.

Að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs framhaldsskóla í

miðbæ Mosfellsbæjar og að byggingu hjúkrunarheimilis að Hlaðhömrum verði að mestu lokið á árinu.

Að tekin verði í notkun ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á

Hlaðhömrum.

Helstu áHerslur 2012

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar afgreidd í bæjarstjórn

gert ráð fyrir afgangi af rekstri bæjarins

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2012 við byggingu nýs framhaldsskóla.

Einar sýnir óvEnjulEglistavErk í kvosinni

Page 5: 15. tbl. 2011

Miðaverð: 6.900 kr. Miði eftir kl. 23.30: 2.500 kr. í forsölu / 3.000 kr. við inngang

laugardagskvöldið 21. janúar 2012íþróttahúsinu að varmá

Húsið opnar kl. 19

minni karlaminni kvennaveðurguðirniringó og

stormsveitinkarlakórinn veislustjóriHalldór gylfason

Miðasala er Hafin

á olís

BorðHald Hefst kl. 20vignir í Hlégarði sér um HlaðBorðið

Page 6: 15. tbl. 2011

Ánægð(ur)93,0%

Hvorki né 3%

Óánægð

(ur) 4

%

Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Bridsfólk! Óskum eftir fleiri þátttak-endum í spilamennsku á Eirhömrum, eftir hádegi á virkum dögum. Þar er einnig hægt að spila vist og tefla.Uppl. á skrifstofu félags-starfsins og í síma 5868014 kl. 13 -16.

Ný námskeiðSkráningar á ný nám-skeið byrja eftir áramót, þ.e. í bókband, tréskurð, leir og glernámskeið, einnig í leikfimi. Þessi námskeið byrja um miðjan janúar n.k.

Eldri borgarar! Við hlökkum til samstarfs við ykkur á nýju ári.

Gleðileg jólMegi nýja árið færa ykkur hreysti og hamingju

Elva og Svanhildur

Mikið af fallegum trjám í HamrahlíðJólasveinarnir hafa haft í mörgu að snúast í Hamrahlíðinni undanfarna daga. Það hefur færst í aukana að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu tré í jólagjöf og hafa nokkur fyrirtæki komið í skóginn í Hamrahlíðinni og fengið tré. Mikið hefur verið af fallegum trjám sem Skógræktarfé-lagið hefur ræktað í reitum hér og þar í Mosfellsbænum og fólk notið góðs af því að þar þarf að grisja.„Skógræktarfélagið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa leið sína í skóginn og fengið sér íslenskt tré en við erum að vona að mikil aukning verði á sölu íslenskra jólatrjáa. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hafa komið að sölu jólatrjánna en án þeirra hefðum við ekki getað sinnt öllum þeim sem komið hafa í skóginn.“Enn er til nóg af fallegum trjám í Hamrahlíðinni. Í kvöld, fimmtudag er opið til kl. 22 og kl. 11-16 á Þorláksmessu.

Kveikt í brennum í MosfellsbæÁ gamlárskvöld verður áramóta-brenna í Ullarnesbrekkum. Mosfellsbær og handknattleiksdeild Aftureldingar standa fyrir brenn-unni sem kveikt verður í kl. 20.30. Björgunarsveitin Kyndill verður með flugeldasýningu skömmu eftir að kveikt er í brennunni. Á þrettándanum, fimmtudagskvöld-ið 6. janúar, verður svo árleg þrett-ándabrenna þar sem jólin verða kvödd. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi og geta Mosfellingar haft skoðun á því hvort leggja eigi af stað kl. 18 eða 20. Hægt er að kjósa um tímasetningu á www.mos.is. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Karlakórs Kjalnesinga auk þess sem Grýla og Leppalúði verða á svæðinu með sitt hyski. Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.

Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur)Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með...

...Mosfellsbæ sem stað til að búa á? 93% 3% 4%

...aðstöðu til íþróttaiðkunar í Mosfellsbæ? 90% 6% 4%

...þjónustu leikskóla Mosfellsbæjar? 80% 15% 5%

...gæði umhverfisins í nágrenni við heimili þitt? 83% 8% 8%

...þjónustu grunnskóla Mosfellsbæjar? 79% 14% 7%

...hvernig Mosfellsbær sinnir menningarmálum? 68% 29% 3%

...þjónustu Mos. á heildina litið, bæði útfrá reynslu þinni og áliti? 80% 15% 5%

...þjónustu Mosfellsbæjar við barnafjölskyldur? 58% 30% 11%

...skipulagsmál almennt í Mosfellsbæ? 63% 24% 12%

...þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ? 63% 21% 16%

Í Mosfellsbæ eru 93% íbúa ánægð-ir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Þetta kemur fram í árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær einkunina 4,4 af 5 mögulegum og er með þriðju hæstu einkunn-ina af sveitarfélögum í landinu. Í Mosfellsbæ var úrtakið 452 manns og var svarhlutfall um 60%.

Mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar

Samkvæmt könnuninni eru um 90% bæjarbúa ánægðir með aðstöðu til íþrótta-iðkunar er Mosfellsbær þar í fjórða sæti meðal sveitarfélaga. Þegar kemur að skipu-lagsmálunum er Mosfellsbær í öðru sæti meðal sveitarfélaga en þar eru hlutföllin

töluvert lægri, 63% bæjarbúa eru ánægðir með þau mál hér og 12,4% óánægðir.

Almenn ánægja með skólanaUm 80% íbúa eru ánægðir með

leik- og grunnskóla bæjarins og erum við þar í 5. sæti meðal sveit-arfélaga.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist mjög ánægður með útkomu Mosfellsbæjar í könnuninni. „Það er ánægjulegt hvað bær-inn kemur alltaf vel út úr þessu mati. Hér finnst fólki greinilega gott að búa og er það einmitt markmiðið. Hinsvegar verðum við líka að horfa á það sem við getum bætt okk-ur í, við dölum t.d. aðeins í einkunn hvað varðar þjónustu við barnafjölskyldur sem er

örugglega afleiðing að þeim ráðstöfunum sem grípa hefur þurft til í kjölfar hrunsins og við þurfum að huga að þessu. Við hækk-um hinsvegar töluvert í einkunn varðandi þjónustu við eldri borgara og greinilegt er að það sem verið er að gera í þeim mála-flokki, bygging hjúkrunarheimilis og þjón-ustumiðstöðvar á Hlaðhömrum, mælist vel fyrir,“ segir Haraldur bæjarstjóri.

Mosfellsbær kemur vel út í árlegri könnun Capacent

Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn

93% íbúa eru ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á.

Eldri borgarar

Page 7: 15. tbl. 2011

Samvera er besta

jólagjöfinFjölskyldan

saman um jólin

Samvera er besta

jólagjöfinFjölskyldan

saman um jólin 4%

4%

Page 8: 15. tbl. 2011

Inga Elín gefur Mosfellskirkju gjöf Við skírnarathöfn í Mosfellskirkju þann 4. desember afhenti Inga Elín Kristinsdóttir myndlistarkona og hönnuður söfnuði Mosfellspresta-kalls vatnskönnu úr postulíni sem hún hefur sjálf hannað og skreytt. Kannan er gefin Mosfellskirkju í minningu móður Ingu Elínar, Eygerðar Ingimundardóttur frá Hrísbrú og er til notkunar við skírnarathafnir. Inga Elín afhenti sr. Ragnheiði Jónsdóttur sóknarpresti gjöfina við skírnarathöfn þar sem Sigmar Hrafn Blumenstein var skírður en hann er systursonur Ingu Elínar, sonur Steinunnar Kristjáns-dóttur og Sigfúsar Tryggva Blumen-stein. Inga Elín varð sjálf fyrst til að nota gjöf sína.

Handknattleiksdeild

- Hvað er að frétta?8

Flugeldasýning hefst skömmu síðar

MOSFELLINGURkemur næst út 12. janúar 2012

Starfið í íþróttamiðstöðvum bæjarins hefur gengið vel á árinu og vill starfsfólkið þakka þeim fjölmörgu viðskiptavinum, sem lagt hafa leið sína í þær, fyrir komuna.

„Við vonum að að gestirnir hafi átt góðar stundir hjá okkur í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins og notið þess að slaka á í heitum pottum sundlauganna. Fjöldi gesta sem heimsækir þessi mannvirki liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað en ljóst er að það eru ótrúlega margir iðkendur og gestir sem koma í húsin til að æfa, keppa og slaka á í frábærri aðstöðu sem fyrir er. Ef að líkum lætur þá mun heildargestafjölda bara í Íþrótta-miðstöðinni Lágafelli fara hátt í 280 þúsund manns á árinu sem er nú ekki neinn smá fjöldi og því má segja að svona hús sé stærsti samkomustaður fjölskyldunnar.“

Átak í öryggismálum„Við erum mjög stolt af því að hafa farið í mikið átak í

öryggismálum sundstaða og merkingum á þeim á árinu, allt samkvæmt nýjum öryggiskröfum þar um. Átakið endaði með því að öryggisáætlanir, sem unnið er eftir ef slys verður, voru

æfð á öllum vöktum starfsfólks Lágafells í síðustu viku og verða sömuleiðis æfð í Varmá strax eftir áramót. Auk þess fara allir starfsmenn og íþróttakennarar íþróttamannvirkja á námskeið þann 4. janúar næstkomandi þar sem árlegt hæfnispróf sund-laugastarfsmanna verður haldið. Þetta er gert til að auka öryggi gesta okkar svo og að æfa starfsfólk í viðbrögðum ef óhapp verður sem við vonum að aldrei komi til. Við viljum ítreka að þrátt fyrir allar öryggisáætlanir þá eru foreldrar sem eru með börnum sínum í sundi ábyrgir gagnvart eftirliti með þeim enda vita allir hversu hættulegar aðstæður eru á sundstöðum og þar má aldrei undan líta. Við viljum að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu til okkar á árinu sem er að líða og vonum að næsta ár verði öflugt heilsuræktarár.“ segir starfsfólkið að lokum.

Opið til hádegis á aðfangadagÁ aðfangadag er opið fyrir hádegi bæði að Varmá og í Lága-

fellslaug og eru Mosfellingar hvattir til að mæta í hátíðarskapi og fara í jólabaðið snemma. Boðið verður upp á piparkökur og

Íþróttamiðstöðvarnar í Mosfellsbæ eru stærsti samkomustaður fjölskyldunnar

Boðið upp á jólabað í lauginni

Myn

d/Ra

ggi Ó

la

lágafellslaug í vetrarbúningi

Page 9: 15. tbl. 2011

KrakkarFrábær 14 vikna námskeið

fyrir ykkur. Yngst 5 ára.

Í 50 árÍ 50 ár

Myn

d/Ra

ggi Ó

la

Page 10: 15. tbl. 2011

- Fréttir úr Mosfellsbæ10

Jólaandinn hefur svifið yfir vötnum í Brú-arlandi frá því í byrjun desember. Nem-endur, jafnt sem kennarar, hafa notið þess að stinga sér inn úr kuldanum í gamla, notalega skólahúsið okkar. Þegar desember gengur í garð kviknar áhugi nemenda á að skreyta skólann sinn og hafa þeir beðið um jólatré til að skreyta. Í ár varð nemendum að ósk sinni.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Fram-haldsskólinn í Mosfellsbæ hófu samstarf

þegar nemendur og starfsmenn skólans fengu skemmtilegt tækifæri til að fara í Hamrahlíð til að velja sér jólatré. Ágúst, starfsmaður Skógræktarfélagsins, tók vel á móti krökkunum og fræddi um starf Skóg-ræktarfélagsins um leið og arkað var um skóginn. Afrakstur ferðarinnar var falleg fura sem prýddi skólann fyrir þessi jól. Á komandi vorönn eru uppi hugmyndir um að nemendur veiti Skógræktarfélaginu hjálparhönd við einstök verkefni.

Síðustu dagar fyrir jól hafa verið annasamir hjá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Þann 15. desember lék hljómsveitin tvisvar í Smáralind. Um leið söfnuðu krakkarnir, með aðstoð foreldra, peningum handa Ellu Dís, litlu stúlkunni sem er mikið veik og þjáist af sjálfsofnæmi. Alls söfnuðust 104.480 kr. og var Rögnu, mömmu Ellu Dís-ar, afhent féð við athöfn sem hljómsveitin tók þátt í þegar kveikt var á ljósum á jólatré fyrirtækisins Mannvits. Alls eru fjórar perur á trénu en aðeins var kveikt á tveimur vegna samdráttar að sama hætti og Rarik gerir á ljósastaurum á Reykjanesbrautinni.

Leikið við útskrift í BorgarholtsskólaAð þessari spilamennsku lokinni var aft-

ur haldið í Mosfellsbæinn og jólalög leikin fyrir gesti í 50 ára afmæli bæjarstjórans. Síð-an var brunað niður á Ingólfstorg og leikið þar í 40 mínútur og þaðan upp á Hlemm og spilað fyrir farþega Strætó. Laugardaginn 17. desember var jólavertíðinni lokið en þá lék hljómsveitin við útskrift nýstúdenta í Borgarholtsskóla. Skólahljómsveitin hefur leikið við þessa athöfn frá því skólinn hóf starfsemi sína, bæði fyrir jól og að vori, alls 21 einu sinni.

Minnum á gjafakortin í jólapakkann

Óskum öllum Mosfellingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári.

Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Skólahljómsveitin safnaði rúmum 100.000 kr. fyrir Ellu Dís

Annasamir dagar hjá Skólahljómsveitinni

spilað í smáralind

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ í samstarfi við skógræktina

Jólagleðin ríkir í framhaldsskólanum

nemendur fmos fundu flotta furu í hamrahlíðarskógi

Page 11: 15. tbl. 2011

Restaurant - Bar - Sportbar5666-222

Stórglæsilegir vinningar, �ugeldapakkar og skotkökur frá

björgunarsveitinni Kyndli

BOMBU BINGÓ!Fimmtudaginn 29. desember

Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is

húsið opnar kl 01:00

Áramótaparty Hvíta RiddaransDúettinn Hljómur heldur uppi fjörinu

langt fram á nótt.Steindi Jr. tekur lagið!

1500 kr. í forsölu og 2000 kr. við hurð.

Fylgstu með okkur á facebook

Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is

Page 12: 15. tbl. 2011

Samsýning í Listasal Mosfellsbæjar Opnuð hefur verið sýningin „Með pensli og paletthníf II“ sem er samsýning listamannanna Kristins G. Jóhannssonar og Guðmundar Ármanns Sigurjónsson. Aðgangur er ókeypis og er sýningin opin á opnunartíma Bókasafnsins.

Jólatré bæjarins úr mosfellskum görðum Mosfellsbær skreytir sjö jólatré um þessi jól sem endranær. Tvö þeirra eru lifandi og standa allt árið en eru skreytt um jólin, þessi tré standa við Álafosskvos og á horni Baugshlíðar og Álfahlíðar. Fjögur trjánna eru gefin af íbúum í Mosfellsbæ og koma úr eftirtöldum görðum: Barrholti 19, en það tré er staðsett í Hlíðartúnshverfi; Bergholti 6, en það tré er staðsett í Leirvogstungu; Bjargartanga 16, en það tré er stað-sett í Reykjahverfi og Byggðarholti 10, en það tré er staðsett á bæjar-torginu. Ennfremur var eitt tré keypt af Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og stendur það tré í Mosfellsdal.Mosfellsbær færir gefendum trjánna kærar þakkir fyrir þeirra framlag.

- Stærsta frétta- og auglýsingablaðið í Mosfellsbæ12

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Karlakórs Kjalnesinga. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu.

Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður föstudaginn 6. janúar 2012

Þrettándinn 2012

Næg bílastæði við Þverholt

MosfellsbærBjörgunarsveitin KyndillKarlakór KjalnesingaLeikfélag MosfellssveitarSkátafélagið MosverjarSkólahljómsveit Mosfellsbæjar

Hestamannafélagið hlýtur verðlaun ÖBÍHestamannafélagið Hörður hlaut á dögunum hvatningarverðlaun ÖBÍ. Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem-ur flokkum: flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar.

Af gefnu tilefni hefur verið ákveðið að leyfa Mosfellingum að vera með í að ákveða hvort að tímasetningu á þrettándabrenn-

unni okkar verði breytt. Ábendingar hafa borist um að jafnvel myndi henta betur að hafa brennuna kl.18 í staðinn fyrir 20 til

að koma til móts við yngstu kynslóðina. Rík hefð er fyrir þessari brennu hér í bæ og viljum við ekki taka þessa ákvörðun án

þess að leyfa bæjarbúum að segja sína skoðun. Gefið ykkur því endilega tíma til að láta ykkar skoðun í ljós með því að taka

þátt í könnun á heimasíðu Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar á www.mos.is. Þó að tímasetning brennunnar sé ekki komin á hreint mun öll dagskrá vera með hefðbundnu sniði. Tímasetning brennunnar verður auglýst á mos.is 30. desember.

JóL Í TangaHverfiNemendur í leiklistarvali í Lágafells- og Varmárskóla sýndu á dögunum leikritið Jól í Tangahverfi. Boðnir voru nemendur af yngri stigum á sýningar í báðum skólunum. Verkið, Jól í Tangahverfi, var samið af krökkunum sjálfum í samstarfi við leiklistarkenn-arann, Maríu Pálsdóttur. Áhorfendur voru ánægðir með sýningarnar og leikarar þóttu standa sig frábærlega

Frá árlegum jólafundi skátafélagsins Mosverja.

Page 13: 15. tbl. 2011

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna í leikskólum bæjarins og hjá dagforeldrum.

Frá og með 1. janúar 2012 verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna. Þessar breytingar ná bæði til leikskólagjalda og til niðurgreiðslna vegna daggæslu barna í heimahúsi.

Breytingarnar eru þær að niðurgreiðslur verða tekjutengdar en ekki bundnar við stöðu foreldra (einstæðir foreldrar og báðir foreldrar í námi). Allir foreldrar geta því sótt um niðurgreidd leikskólagjöld og auknar niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi, óháð hjúskaparstöðu, frá næstu áramótum í samræmi við tekjuviðmið sem Mosfellsbær setur.

Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu leikskólagjalda og viðbótar niðurgreiðslu vegna vistunar barns hjá dagforeldri er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á framlagðri skattskýrslu og staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.

Hægt er að sækja um niðurgreidd leikskólagjöld og viðbótar niður-greiðslur vegna vistunar barna í heimahúsi, í samæmi við samþykkt

um niðurgreiðslur, á Íbúagátt Mosfellsbæjar frá 22. desember. Sækja þarf um fyrir 30. desember vegna janúarmánaðar og leggja fram umbeðin gögn sem eru skattaskýrsla frá síðasta ári og staðgreiðsluyfirlit síðustu 3ja mánaða. Þeir sem sækja um á tímabilinu frá 1. janúar til 20. janúar fá tvöfalda viðbótarniðurgreiðslu fyrir febrúarmánuð þ.e. afslátturinn verður gerður afturvirkur um einn mánuð.

ATH! Afrit af skattaskýrslu og staðgreiðsluyfirliti er aðgengilegt á heimasvæði hvers og eins hjá skattinum og er hægt að hengja fylgigögn rafrænt með umsókninni, www.rsk.is.

Ennfremur verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu barna í heimahúsi í þá veru að þegar barn verður 2ja ára getur foreldri/forráðamaður sótt um auknar niðurgreiðslur sem færir gjald foreldra til jafns við almennt gjald foreldra á leikskólum Mosfellsbæj-ar. Hægt er að sækja um þessar niðurgreiðslur á Íbúagátt Mosfells-bæjar frá og með þeim mánuði sem barnið verður 2ja ára og tekur afslátturinn gildi í mánuðinum á eftir.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Breytingar á niðurgreiðslum

13www.mosfellingur.is -

Page 14: 15. tbl. 2011

Sendið okkur tilnefningar að Mosfellingi ársins [email protected] ?MOSFELLINGUR

ársins

- Hvirfiljól14

Aðventustund á HvirfliAðventustund á Listagalleríi Þóru á Hvirfli í Mosfellsdal fór fram fullveldisdaginn 1. desmber. Huginn Þór Grétarsson frá bókaútgáfunni Óðinsauga kynnti nýjar bækur frá útgáfunni. Bjarki Bjarnason las úr gömlum bókum. Myndverk eftir Svanfríði Sigurþórsdóttur voru til sýnis og Birgir Haraldsson tók lagið.

bjarki bjarnason rithöfundur

huginn þór les upp úr verkum sínum

jólastemning í mosfellsdalnum hlustað af kostgæfni

Page 15: 15. tbl. 2011

?Hlégarður

Söltuð skata, kæst skata, tindabikkja, spænskur saltfiskréttur, plokkfiskur, saltfiskur, hákarl, síldarréttir, paella, fiskipaté, tartalettur, rauðspretta, fiskigratin, paté og fl.

Borið fram með rúgbrauði, rófum, kartöflum, hnoðmör, smjöri, hömsum, hangifloti og fl.

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

í hádeginu á ÞorláksmessuSkötuhlaðborð

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Vinsamlegast pantið borð í síma: 566-6195 eða 566-8215.

Húsið opnar kl. 01.00dúettinn hljómur spilar

fram á rauða nóttaðgangseyrir: 1.500 kr. í forsölu / 2.000 kr. við inngang

steindi jr. tekur lagið

15www.mosfellingur.is -

Page 16: 15. tbl. 2011

Þeir hafa verið saman í ellefu ár og í raun má segja að þeir séu eins

og franskur rennilás því þeir eru einfaldlega saman allan sólarhring-inn. Þeir eru miklir náttúruunnendur, steinasafnarar og eru umvafnir plöntum alla daga. Þeir elska að ferðast um heim-inn og kunna svo sannarlega að njóta lífsins til hins ítrasta.

„Við kynntumst í Reykjavík árið 2000 og það varð ást við fyrstu sýn. Ári seinna byrjuðum við okkar búskap í Hvammsgerði í Reykjavík en þar bjuggum við í níu ár eða þar til við fluttum að æskuheimili Kristjáns hér að Suður-Reykjum 3 í Mosfellsbæ,“ segir Einar Bogi er ég spyr hann hvar þeir félagarnir hafi kynnst.

Afi kom með lítið ljós„Það má í raun segja að örlögin hafi tengt

okkur saman því um morguninn daginn sem við Einar Bogi kynnumst dreymdi mig draum um að mamma mín kæmi inn til mín og vakti mig með þeim orðum að núna gangi þetta sukklíferni ekki á mér lengur og

að afi minn væri kominn með lítið ljós handa mér. Seinna þennan sama dag sat ég á bar í miðbæ Reykjavíkur með bjór

í hendi og horfði yfir fólkið sem þar var og fannst ég ekki eiga neina samleið með neinum þarna inni.

Ég ákvað að ganga upp Laugaveginn og þegar mér var litið yfir götuna sá ég mann standa undir skyggninu hjá Máli og Menn-ingu að reykja. Ég gekk áleiðis að honum, tók upp sígarettu og spurði: „áttu eld?“ Frá þessari stundu höfum við verið óað-skiljanlegir og staðfestum samvist okkar 8. ágúst 2002 og eftir að lögunum var breytt þá giftum við okkur 8. ágúst 2010“ segir Kristján Ingi.

Kristján ingi er fæddur í Reykja-vík 30. nóvember 1957. Foreldrar hans eru þau Hansína Margrét Bjarnadóttir húsfreyja ávallt kölluð Haddý og Jón Vig-fús Bjarnason garðyrkjubóndi kallaður Jovvi, en þau eru bæði látin. Systkini Kristjáns eru þau Ásta fædd árið 1950, Bjarni Ásgeir fæddur 1952 og Baldur fæddur árið 1963.

Kristján Ingi ólst upp í Mosfellsbæ en flutti til höfuðborgarinnar fjórtán ára gamall. Hann gekk í Brúarlandsskóla, Var-márskóla og Fjölbrautarskólann í Ármúla. Eftir útskrift árið 1974 flutti Kristján Ingi til Noregs og fór í garðyrkjuskólann Statens garten og blomsterdekor Vea í Moelv. Eftir heimkomu hóf hans störf hjá bróður sínum Bjarna Ásgeiri sem starfrækti gróðrastöðina Garðshorn og starfaði þar í fjögur ár.

Við tók nám í tækniteiknun við Iðnskól-ann í Reykjavík og eftir það starfaði hann hjá verkfræðistofunni Hnit. Hann vann hjá hinum ýmsu blómaverslunum þar til árið 1986 er hann stofnaði sína eigin verslun Blómálfinn á Vesturgötu. Árið 1989 seldi hann verslunina en stofnaði aðra blóma-verslun Blóm undir stiganum í Borgar-kringlunni og flutti hana síðar að Skipholti 50. Árið 1997 flutti Kristján til Amsterdam og nam glerblástur og glersteypu í Van Tatt-eroode og bjó þar í þrjú ár. Kristján Ingi bjó

með Haraldi Tómassyni frá Akureyri í sex-tán ár en hann lést af hvítblæði árið 1996 og var jarðsettur í Lágafellskirkjugarði.

Glerverk á leiðiðÁrið 2001 settu Kristján Ingi og Einar

Bogi glerverk á leiði Haralds sem Kristján Ingi hafði gert er hann var við nám í Am-sterdam. Er þeir voru í kirkjugarðinum því til undirbúnings sagði Kristján við Einar að hann kæmi síðar til með að liggja hérna og benti á frátekið leiði við hlið Haralds og svo væri eitt annað leiði frátekið mínum öðr-um manni þar við hliðina. Það var tilviljun ein að við hliðina á því leiði liggur Hulda Kolbrún Finnbogadóttir uppáhaldsfrænka Einars Boga en hún er föðursystir hans.

Einar Bogi er fæddur í Hafnarfirði 28. júlí 1959. Foreldrar hans eru þau Sigurður Ágúst Finnbogason húsasmíða-meistari og Guðríður Einarsdóttir fyrrv. bókavörður. Systur Einars Boga eru þær Jóhanna Ríkey fædd árið 1960 og Eva fædd 1967.

Einar Bogi ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Lækjarskóla, Flensborgarskólann, Versl-unarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í landfræði við Háskóla Íslands árið 1985. Í gegnum tíðina hefur hann unnið við hin ýmsu verslunarstörf, hann starfaði síðan við bankastörf í 27 ár, þar af átta sem útibús-stjóri á Reyðarfirði og á Höfn í Hornafirði. Hann hætti störfum í bankanum árið 2004 og hefur unnið sjálfstætt síðan. Einar Bogi giftist Hjördísi Rafnsdóttur árið 1982 og á

með henni þrjú börn, Ágúst Rafn fæddan 1983, Matthías fæddan árið 1989 og Ernu fædda 1993. Barnabörnin eru tvö þeir Alex Breki sex ára og Björn Andri fimm ára.

Hefur lifað tímana tvenna„Ég hef lifað tímana tvenna sem sam-

kynhneigður maður á Íslandi hvað viðhorf almennings varðar,“ segir Kristján Ingi. Í kringum árið 1980 var ekki mikið rætt um samkynhneigð og áttum við helst öll að hanga inni í skápunum en í dag hefur þetta mikið breyst og erum við mjög þakklátir fyrir það góða fólk sem hefur barist með okkur. Það hefur skilað svo góðum árangri að Ísland er orðið fyrirmynd annarra þjóða, þökk sé Samtökunum 78. Með hjúskapar-lögunum 2010 sem samþykkt voru einróma á Alþingi er fullu jafnræði náð við gagnkyn-hneigða.“

Systir mín ruddi veginn„Þegar ég kom út úr skápnum þá var

það að mörgu leyti léttara en hjá Kristjáni

- Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson16

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Kristján Ingi Jónsson arfasali og Einar BogiSigurðsson landfræðingur eru miklir náttúruunnendur og una sér hvergi betur en við árbakkann

Örlögin tengdu okkur saman

Ég skildi við eiginkonu mína til nítján ára sem var

það erfiðasta í mínu ferli en mér þykir mjög vænt um hana ennþá. Börnin áttu einnig mjög erfitt eins og alltaf þegar skilnaður á sér stað en það er mjög gott sam-band á milli okkar allra í dag.

Börnin: Matthías, Ágúst Rafn og Erna.

Page 17: 15. tbl. 2011

Inga að því leyti til að Hanna systir mín sem er samkynhneigð var búin að ryðja veginn innan fjölskyldunnar. Ég skildi við eiginkonu mína til nítján ára sem var það erfiðasta í mínu ferli en mér þykir mjög vænt um hana ennþá. Börnin áttu einnig mjög erfitt eins og alltaf þegar skilnaður á sér stað en það er mjög gott samband á milli okkar allra í dag. Yndislegustu stundir okkar eru þegar afastrákarnir koma í heim-sókn og gista hjá okkur.”

Óskaði þess að þekkja einhvern„Ég hafði einstaklega gaman af hesta-

mennsku á mínum yngri árum og reið oft út frá Þormóðsdal inn af Hafravatni en þar bjó æskuvinur minn Sveinbjörn Eyjólfsson. Það var ansi oft sem leið okkar lá í átt að Reykjahverfinu í Mosfellsbæ og þá óskaði ég mér þess að þekkja einhvern sem byggi á Suður-Reykjum. Mér fannst þetta einn

fallegasti staður á landinu og það má segja að það sé skrítin tilviljun eða örlög að þarna búum við Kristján Ingi í dag,“ segir Einar Bogi og brosir.

Hafa ferðast mikið um heiminn„Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að

ferðast um heiminn og höfum gert mikið af því. Í bólunni 2007 keyptum við okkur hús á Spáni og þar höfum við dvalið meira og minna enda báðir miklir sóldýrkendur. Við keyptum okkur bíl og ferðuðumst til nærliggjandi staða en í mestu uppáhaldi hjá okkur er staðurinn Sitges sem er 50 km suður af Barcelona. Til Bandaríkjanna reyn-um við að fara einu sinni á ári, þá aðallega til New York og Arizona en við eigum þar vini á báðum stöðum ásamt stórvini sem er sjö ára og heitir Alex Laxdal. Til Amsterdam förum við líka árlega og þar heimsækjum við guðdóttur okkar hana Sóleyju sem er þriggja ára og er ættuð frá Suður-Reykjum en móðir hennar er Ragna Björt frænka Kristjáns Inga.“

Frábærar stundir í náttúrunni„Á hverju ári skreppum við í veiðitúra og

veiðum á flugu. Við höfum farið í margar skemmtilegar ár en Hofsá í Vopnafirði er okkar uppáhalds. Þangað höfum við farið í góðra vina hópi árlega og eigum frábærar stundir í náttúrunni. Á milli veiðistunda söfnum við fræjum t.d. fjalldrapa og birki svo við tölum nú ekki um alla fallegu stein-ana sem verða á vegi okkar og koma með okkur heim og prýða meðal annars garðinn okkar.“

Vinurinn mætti með gjöf„Í mars s.l. kom æskuvinur Kristjáns Inga

hann Friðjón Hilmir í heimsókn til okkar. Umræðan yfir kaffibollanum fór út í dýra-hald og við sögðum honum að okkur hefði alltaf langað til að eignast landnámshænur. Viti menn, viku síðar mætti vinurinn með gjöf handa okkur, lítið hænsnahús og tvær hænur ættaðar úr Grindavík sem voru skírðar Lessa og Stressa. Þremur mánuðum seinna bættust þrjár hænur í hópinn þær Sóla, Drusla og Tungla og haninn Máni Margrétarson en hann er frá Fitjamýri undir Eyjafjöllum. Þetta eru yndislegir fuglar, þeir gefa okkur og mörgum öðrum í fjölskyldunni margar unaðsstundir.“

Frjálsari vinnutími„Eftir margra ára rútíneraða vinnu hjá

okkur báðum ákváðum við að venda kvæð-um okkar í kross og vera frjálsari við þ.e.a.s með frjálsari vinnutíma. Við tökum að okk-

ur að skreyta fyrir hinar ýmsu uppákomur meðal annars brúðkaup, árshátíðir, stóraf-mæli og að sjá um blóm og kransa vegna útfara. Við reynum að nota eins mikið og við getum af plöntum úr garðinum og nátt-úrunni því það er einstakur efniviður.

Í gróðurhúsinu okkar ræktum við ýmsar plöntur sem við höfum safnað græðlingum og fræjum af á ferðum okkar um heiminn. Okkur dreymir um að byggja nýtt gróðurhús og vinnustofu hér heima þar sem við getum unnið að áhugamálum okkar og jafnvel boðið upp á námskeið í blómaskreytingum og glerlist.

Ég hef verið stundakennari í blóma-skreytingum við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi í nokkur ár og hef haft mjög gaman af því,“ segir Kristján Ingi.

Hefur launað okkur lífgjöfina„Það er ein planta sem er í miklu uppá-

haldi hjá okkur og hefur launað okkur vel lífgjöfina en það er Paradísartré stundum kallað peningatré. Plöntuna fundum við í Engidal í Hafnarfjarðarhrauni síðla sept-embermánaðar 2002 er við vorum í berja-mó. Einar Bogi rak augun í hana þar sem hún lá brotin á jörðinni og kom henni fyrir í gjótu. Nóttina eftir dreymir Kristjáni Inga að til sín komi blómálfur sem biður hann um að fara og sækja plöntuna sem við og gerðum strax daginn eftir og fórum með hana upp í gróðurhús. Daginn eftir kom fyrsta næturfrostið svo það má segja að við höfum verið sendir út í hraun til að bjarga plöntunni. Önnur planta sem okkur þykir mjög vænt um er Fjalldrapi, sem við fund-um við Arnarhólshyl við Hofsá í Vopnafirði. Við tókum fræ af mjög beinvöxnu yrki sem að síðan hefur verið ræktað upp og hefur aldeilis slegið í gegn.“

Elda heilnæma máltíð„Við höfum einnig verið í annarskonar

sölumennsku í gegnum árin, má þar nefna Salatmaster eldhúsáhöld og Zinzino kaffi-vélar og Organic og Fair trade eðalkaffi. Við mætum í heimahús, kynnum vörurnar, eldum heilnæma máltíð og njótum þess að stjana við viðskiptavini okkar,“ segja þeir félagar að lokum er við kveðjumst.

Hvað gleður ykkur mest? Afastrákarnir okkar gleðja okkur óendanlega mikið, eins eru góðra vina fundir ómetanlegir.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Suður- Reykir.

Hvor ykkar sér um uppvaskið? Einar Bogi sér alfarið um það en bíður eftir að uppþvottavélin verði tengd.

Hvert er ykkar helsta takmark í lífinu?Að lifa lífinu lifandi og eiga enn fleiri stundir með vinum og vandamönnum.

Eigið þið óuppfylltan draum? Já, að eignast hlutabréf í fyrirtækinu sem framleiðir Jagermaster, ótrúlega góður drykkur. Eins að byggja upp vinnustofu og gróðurhús hér á Suður-Reykjum.

Hver er besta setning eða orðtak sem þið hafið heyrt? Lífið er frjáls aðferð. Lifðu lífinu lifandi, þú sleppur ekki lifandi frá því.

Hver er ykkar óvenjulegasta lífs-reynsla? Ferðin okkar til Albaníu sem var ólýsanleg í alla staði.

Uppáhaldsveitingastaður? AZ - 88 í Scottsdale Arizona og eldhúsið okkar heima þar sem matreiðslan fer fram í Salatmaster eldunarvörunum okkar.

Hverjir myndu leika ykkur í bíómynd? Einu sinni vorum við staddir í New York og fórum inn í verslun þar sem fólkið hélt að við værum John Travolta og John Voight svo eigum við ekki bara að halda okkur við þá. Sumir segja líka að Kristján Ingi sé eins og Gena Davies þegar hann skellir sér í drag.

HIN HLIÐIN

Mynd­ir: Ruth Örnólfs og úr einka­sa­fni 17Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson -

Viti menn, viku síðar mætti vinurinn með gjöf handa

okkur, lítið hænsnahús og tvær hænur ættaðar úr Grindavík sem voru skírðar Lessa og Stressa.

Fjölskyld­a­n á Suður-Reykjum árið 1960. Ha­nsína­,Jón Vigfús, Ásta­, Bja­rni Ásgeir og Kristján Ingi. Ba­ld­ur va­r ekki fæd­d­ur þega­r þessi mynd­ er tekin.

afastrákarnir alex breki og björn andri

suður-reykir

einar bogi fermdur æskuvinirnir sveinbjörn og einar bogi kristján ingi

Page 18: 15. tbl. 2011

Aðventukvöld Lágafellssóknar var haldið 4. desember. Að venju var mikið um dýrðir og frábært tónlistarfólk flutti hugljúfa dagskrá við góðar viðtökur kirkjugesta. Meðal tónlist-arflytjenda voru Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona, Einar Clausen söngvari, Skólakór Varmárskóla, Matthías Stefánsson fiðluleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari, Eydís Fransdóttir óbóleikari og Kirkjukór Lágafellssóknar. Tónlistinni stjórnaði nýráðinn org-anisti sóknarinnar, Arnhildur Valgarðsdóttir. Ræðumaður að þessu sinni var Ragnheiður Ríkarðsdóttir alþingiskona. Í lok aðventukvöldsins var kirkjugestum að venju boðið til kirkjukaffis í Safnaðarheimili sóknarinnar.

Lokahóf haldið í ÍþróttaskólanumÍþróttaskóla barnanna lauk á dögunum með litlu lokahófi þar sem börnin og for-eldrar hoppuðu og sprikluðu. Svo fengu allir sér smákökur og mjólk og krakkarnir gengu með jólakertin að vanda. Íþrótta-skólinn byrjar svo aftur eftir áramót.

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós18

Aðventukvöld Lágafellssóknar var haldið 4. desember

Mikið um dýrðir á aðventukvöldi

einar clausen og kirkjukórinn

ræðumaður kvöldsins kirkjukaffi í safnaðarheimilinu

Börn og foreldrar föndra saman og njóta jólastemningar

Skreytingadagur í Lágafellsskóla

Skólaliða vantar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Varmárskóli vill ráða skólaliða til starfa frá og með 4. janúar 2012

Um er að ræða:60% starf í ræstingu frá kl. 15 á daginn. 75% starf, sem felur í sér m.a. umsjón með kaffistofu starfs-fólks, aðstoð í mötuneyti ásamt gæslu með nemendum. Vinnutími ca. 7.50 – 14.

Hæfniskröfur:• Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og samviskusamur og sýna frumkvæði í starfi. • Góð færni í samskiptum er nauðsynleg. • Mikilvægt að viðkomandi hafa áhuga á að starfa með börnum.

Umsóknarfrestur er til 28. desember 2011Upplýsingar veitir Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri í síma 525 0700 / 863 3297.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á netfangið [email protected] eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Starfs-mannafélags Mosfellsbæjar.

Page 19: 15. tbl. 2011

skata

HáHolti 13-15 - sími: 578 6699

jólahumarhumarsúpa

grafinn laxreyktur lax

alltaf sanngjarnt verð

verslum í heimabyggð Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þökkumviðskiptiná árinu

opið alla virka daga 10-18:30

HáHolti 13-15 - sími 578-6699 skötuveislan byrjar

í fiskbúðinni mos

Page 20: 15. tbl. 2011

Heimabyggð

Styrkjum öflugtSjálfboðalið

í okkar

Flugeldasalan heFst 28. desember

Page 21: 15. tbl. 2011

Sölustaðir er að Völuteigi (björgunarsveitarhúsið) og á Krónuplaninu í Háholti 13-15

Heimabyggð

Styrkjum öflugtjálfboðaliðSStarf

Opnunartímar:28. deS. 10-2229. deS. 10-2230. deS. 10-2231. deS. 10-16

Page 22: 15. tbl. 2011

Gefðu heilsu, vellíðan og gott útlit

Hægt er að fá gjafabréf fyrir alla þjónustu sem er

í boði hjá snyrti-, nudd- og fótaaðgerðarstofunni

Líkama og sál. Tilvalin jólagjöf fyrir þá

sem þér þykir vænt um!

Við óskum Mosfellingum öllum gleðilegra jóla og

þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðarstofan

Líkami og sálÞverholt 11

s. 566 6307www.likamiogsal.is

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós22

t

Þann 14. nóvember söfnuðust fermingar-börn Lágafellssóknar saman í safnaðar-heimilinu og fengu úthlutað götum í bæn-um. Síðan gengu þau í litlum hópum í hús, þar sem fólk var ekki heima settu þau miða í póstlúgurnar til að minna á söfnun Hjálp-arstarfsins og leiðir sem fólk gæti farið til að styrkja verkefnið. Alls tóku um helmingur fermingarbarna þessa árs þátt í söfnuninni og þegar talið var upp úr baukunum í Arion banka kom í ljós að þau höfðu safnað um 260.000 kr.

Vikuna á undan fengu fermingarbörnin fræðslu um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Í fræðslunni heyrðu börnin um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar, hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem veita hreint vatn sem gjörbreytir aðstæðum fólksins sem þar býr til hins betra. Með þessari söfnun fengu fermingarbörnin tækifæri til að láta til sín taka og fá bæjarbúa með sér í lið til að leggja sitt af mörkum.

Gjöf til bráðavaktar LandsspítalansLionsklúbbur Mosfellsbæjar gaf tölvu til bráðavaktar Landsspítalans þar sem hún verður notuð á vegum Medicalert á Íslandi sem er neyðarþjónustukerfi sem rekið er án ágóða og í sjálfboðavinnu. Lions á Íslandi tók að sér rekstur og umsjá Medicalert hér á landi fyrir 25 árum.

Leikskólabörn færa Strætó í jólabúning

Safnað til vatnsverkefna Hjálparstafs kirkjunnar í Afríku

Fermingarbörn láta gott af sér leiða

söfnunarbauk-arnir klárir

fulltrúar lionsklúbbs Mosfellsbæjar, Medicalert á Íslandi og bráðavaktar landsspÍtalans.

Börnin á leikskólanum Huldubergi í Mos-fellsbæ fengu óvænta heimsókn um daginn, þegar jólasveinar komu til þeirra í strætó og fengu þau til að hjálpa sér að skreyta vagn-inn að innan. Spennan var mikil meðal barnanna þegar vagninn renndi í hlað og hámarki náði jólastemmingin þegar þeim var boðið í stuttan leiðangur um hverfið með strætó, þar sem að sjálfsögðu voru sungin jólalög.

Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa sitt nánasta umhverfi í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina.

„Það skortir ekkert á hugmyndaflugið hjá börnunum. Ég á von á því að þetta uppátæki gleðji strætófarþega og aðra vegfarendur og komi þeim í hátíðarskap,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

strætóinn skreyttur

sveinki hjálpar leikskólakrökkunuM

Page 23: 15. tbl. 2011

tt

t

GleðileG jól oG farsælt komandi ár

KJÖTKJÖTbúðinGrensásve i 48 - Sími 571 5511 -

búðing

t

t

t

t

Borðapantanir í síma 566 8030

Óskum viðskipavinum og landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

SKÖTUHLAÐBORÐ Á ÞORLÁKSMESSU

Þökkum móttökurnar

á árinu

23www.mosfellingur.is -

Page 24: 15. tbl. 2011

- Bæjarstjórinn fimmtugur24

í HamrahlíðJólatrjáasala

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu

við Vesturlandsveg.

Fim. 22. des. Opið til kl. 22Þorláksmessa. Opið kl. 11-16

Veljum íslenskt

Haraldur Sverrisson fagnaði 50 ára afmæli á dögunum

Fimmtugsafmæli bæjarstjórans

ragnheiður og haraldur tóku á móti gestum

herdís, ragnheiður, bryndís, hildur og júlía

gestir hófu upp raust

bæjarstjórnin heldur tölu

fljúgandi furðuhlutir settir á loft

skólahljómsveitin tekur lagið

slegið á létta strengi

Enn er nóg af fallegum trjám í Hamrahlíðinni.

tilbOð í gangi

Page 25: 15. tbl. 2011
Page 26: 15. tbl. 2011

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós26

Samstarf milli Reykjakots og ReykjalundarÞann 7. desember fóru 4 ára börnin af leikskólanum Reykjakoti í heimsókn á Reykjalund þar sem árleg jólasala þeirra á vegum iðjuþjálfunar fór fram. Börnin sungu nokkur jólalög og fengu svo kakó og vöfflur að launum. „Þetta er liður í samstarfi Reykjakots og Reykja-lundar en þetta er sjöunda árið sem þetta er gert og kemur öllum í jólaskap,“ segir Guðrún Björg Pálsdóttir leikskólakennari sem hefur séð um þetta fyrir Reykjakot. Það er gaman að sjá svona farsælt samstaf að milli stofnana í bænum okkar.

Óskum lesendum okkar gleðilegra jóla

og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða

jólalest coca-cola keyrir í gegnum mosó

alexandra líf , guðlaug ósk, jóna dís og Björn

Dagana 28. nóvember – 2. desember fóru tveir nemendur úr 10. bekk þau Björn Bjarnarson og Alexandra Líf Benedikts-dóttir og tveir kennarar þær Jóna Dís Bragadóttir og Guðlaug Ósk Gunanrsdótt-ir í Comeniusarferð til Malmö í Svíþjóð. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í verkefninu „Communication is an art“, en skólinn fékk styrk til að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er tveggja ára verkefni og taka sjö lönd þátt, en þau eru Tyrkland,

Ítalía, Spánn, Pólland, Þýskaland, Svíþjóð og Ísland. Í Malmö hittust fulltrúar frá öllum löndum, nemendur og kennarar og unnið var með leiki og leiklist. Nemendur Varmárskóla stóðu sig frábærlega og var sérstaklega rætt um það hversu góðir full-trúar þau væru. Þetta er fjórða ferðin sem farin er, en næsta ferð verður í apríl og þá verður farið til Þýskalands, í maí kemur hópurinn síðan til Íslands. Alls eru þetta um 70 manns, kennarar og nemendur.

Tveir nemendur og tveir kennarar fóru til Malmö í Svíþjóð

Varmárskóli tekur þátt í Comeniusarverkefni

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingumás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið [email protected]

Page 27: 15. tbl. 2011

Gaman samanum áramótinFjölskyldan saman

18 ár a ábyrgð

Gaman samanum áramótinFjölskyldan saman

18 ár a ábyrgð

Page 28: 15. tbl. 2011

- Hátíðardagskráin28

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

JólaballHið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður

haldið í Hlégarði þann27. desember 2007 kl. 17:00.

Edda Borg og hljómsveit skemmta!

Verð: 700 kr.Gleðileg Jól

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og

Hlégarður

JólaballHið árlega jólaball Mosfellsbæjar

verður haldið í Hlégarði þriðjudaginn 27. desember kl. 17.

Edda Borg og hljómsveit skemmta og jólasveinar kíkja í heimsókn!

Verð: 700 kr.

Gleðileg jól

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og Hlégarður

Sorphirðaum hátíðirnar

Sorphirða milli jóla og nýjárs verður þann 27. og 28. desember

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegra jóla

Að gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin.

Afgreiðslutími íþróttamiðstöðvaum hátíðirnarÍþróttamiðstöðin Lágafelli:23. desember – Þorláksmessa 6.30 – 1824. desember – Aðfangadagur 8 – 1225. desember – Jóladagur Lokað26. desember – Annar í jólum Lokað31. desember – Gamlársdagur 8 – 121. janúar – Nýársdagur Lokað

Íþróttamiðstöðin Varmá:23. desember – Þorláksmessa 6:30 – 1824. desember – Aðfangadagur 8 – 1225. desember – Jóladagur Lokað26. desember – Annar í jólum Lokað31. desember – Gamlársdagur 8 – 121. janúar – Nýársdagur Lokað2. janúar Lokað

Aðra daga er opið eins og venjulega.

JóLAbAðið er hJá okkur!Á aðfangadag er opið fyrir hádegi og vonum að allir mæti í hátíðarskapi og fari í jólabaðið hjá okkur þar sem boðið verður upp á piparkökur og rólega jólatónlist.

Gleðileg jól, þökkum innilega fyrir samstarfið og viðskiptin á árinu.

Starfsfólk íþróttamiðstöðvanna Lágafelli og Varmá.

(Worldclass opnar 6)

Page 29: 15. tbl. 2011

beint

í bílinn Grill nestiHáHolt 24 - S. 566 7273

opnunartími yfir hátíðarnar23. des kl. 10:00-22:3024. des kl. 10:00-14:0025. des lokað26. des kl. 12:00-19:0031. des kl. 11:00-16:001. jan lokað

50% afsláttur af nammibarnum til áramóta

hamborgari,

kók og prins

hóhóhó

gleðileg jól

790kr

luktirnarSkýja

...fást í Bymos

LoksinsfáanLegtá ísLandi

skýja-lukt (sky lantern) er eins og orðið gefur til kynna lukt/ljósker sem svífur á loft. Kveikt er á litlum vaxkubbi og luktin fyllist af heitu lofti þar til hún tekst á loft.

29www.mosfellingur.is -

Page 30: 15. tbl. 2011

- Íþróttir30

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Viðurkenningar afreks­íþróttafólks­Ós­kað er eftir útnefningu á íþróttafólki s­em náð hafa eftirfarandi árangri og hafa lögheimili í Mos­fells­bæ en æfa með íþróttafélögum utan Mos­fells­bæjar:hafa orðið Ís­lands­meis­tarar, deildarmeis­tarar, bikarmeis­tarar, lands­móts­meis­tarar og hafa tekið þátt í og/eða æft með lands­liði.Tilnefningar fara fram í tengls­um við kjör íþróttakonu og íþróttakarls­ Mos­fells­bæjar.

Vinsamlegast sendið útnefningar á [email protected] fyrir 28. des

Íþrótta- og tóms­tundanefnd Mos­fells­bæjar

Aldís Mjöll Helgadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Aftureldingu og hún mun því leika með liðinu næsta sumar.

Aldís Mjöll hefur spilað fyrir meistara-flokk Aftureldingar frá stofnun hans eða í rúm fimm ár, hún var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og hefur síðan verið ein af máttarstólpum liðs-ins. Hún á að baki 58 leiki og hefur skorað fimm mörk fyrir Aftureldingu í Íslandsmóti og Visa-bikar, fyrir utan fjölda æfingarleikja í vetrarmótum.

Aldís Mjöll gat ekkert spilað með liðinu í sumar þar sem hún sleit krossband í apríl sl. Hún hefur verið í stöðugri þjálfun síðan og er byrjuð á léttum æfingum með liðinu. Hún stefnir á að vera komin í fullt leikform fyrir fyrsta leik í Pepsídeildinni næsta vor.

„Það er fábært að vera komin aftur eftir meiðslin í vor. Ég hlakka mikið til að byrja að æfa á fullu. Við erum með fullt af ung-um og efnilegum stelpum og besta þjálfara landsins. Sumarið 2012 verður okkar sum-ar,“ segir Aldís Mjöll.

Síðastliðið sumar fór 20 manna hópur í vel heppnaða ferð til Esbjerg í Danmerkur á alþjóðlegar æfingarbúðir í Taekwondo þar sem yfir 1400 þáttakendur mættu. Mikið var lært og krakkarnir fengu tækifæri á að skemmta sér á kvöldin eftir æfingar enda gisti hópurinn í íþróttahöll mótstaðarins og leikfimissalir ekki leiðinlegir leikvangir.

19.-20. nóvember var haldið Bikarmót 1 í þriggja mótaröð hér í Mosfellsbæ og gekk iðkendum okkar ágætlega af þeim 160 þát-takendur sem mættu frá hinumTaekwond-ofélögum landsins.

Beltaprófin voru haldin viku seinna þann 26. nóvember. Þrjátíu og níu mans tóku beltapróf í þetta sinn. Viktor Ingi Ágústs-on og Geir Gunnar Geirsson tóku þriðju svörtu röndina á rauðabeltið og fara því í svartbeltispróf næsta haust.

Hin árlega jólasýning Taekwondodeild-arinnar var haldin laugardaginn 17. desem-

ber þar sem allir æfingarhópar voru með atriði sem tókst einstaklega vel og mikill fjöldi áhorfenda voru mættir til að fylgjast með sínu fólki. Endaði sýningin á hlaðborði veitinga, pakkaskiptum og bandýkeppni ið-kenda gegn áhorfendum.

Strákarnir í 2. flokki aðstoða jólasveininnStrákarnir í 2. flokki knatt-spyrnudeildar taka ýmis verk-efni að sér. Í kvöld, fimmtu-daginn 22. des., kl. 20–21 verða þeir í Vallarhúsi til að aðstoða þá sem eru önnum kafnir síðustu þrettán dagana fyrir jól og þeir sem vilja geta komið með innpakkað og vel merkt, sem keyrt er út laugar-daginn á eftir kl. 10-13. Kostn-aður er kr. 1.000 pr heimili.

Flottir Aftureldingarkrakkar á frjálsíþróttamóti á Akranesi þann 13. nóvember

Aldís Mjöll Helgadóttir skrifar undir tveggja ára samning

Aldís Mjöll áfram hjá Aftureldingu

aldís og john andrews

Mosfellsku þríburarnir Heiðrún Sunna Sigurðardóttir, Ásrún og Dagrún Sigurðar-dætur. Systurnar hafa skrifað undir samning við þýska stórliðið 1FFC Frankfurt. Heiðrún á að baki fimm landsleiki með U-17 ára liði Íslands en fjölskyldan hefur búið í Þýska-landi undanfarin þrjú ár.

Frankfurt er stórlið í alþjóðlegri kvenna-knattspyrnu. Liðið hefur þrisvar unnið Meist-aradeild Evrópu, síðast árið 2008.

Þær systur léku allar með VfR Limburg fyrsta árið í Þýskalands. Síðan léku þær tvö ár með Eintracht Frankfurt og þar tóku for-ráðamenn stórliðsins eftir góðri frammistöðu Heiðrúnar og buðu þeim systrum samning.

Þríburar hjá þýsku meistaraliði

20 manna hópur úr Taekwondodeildinni til Danmerkur

Æfingabúðir í Esbjerg

Page 31: 15. tbl. 2011

31www.mosfellingur.is -

Súperformþriðjudag og �mmtudag kl 06:10 mánudag og miðvikudag kl. 18:30

Fit 4 U - fyrir 13 - 16 áramánudag, miðvikudag og föstudag kl. 15:30- Persónuleg ráðgjöf- Góð eftirfylgni- Fræðsla og stuðningur

Heldri mennmánudag og miðvikudag kl. 18:00 - Áhersla á liðleika - Grunnstyrk- Fjölbreytni

Ný námskeið á nýju ári

Aðgangur í 9 stöðvar World Class er innifalinn í kortum og námskeiðumNánari upplýsingar á worldclass.is

OPNIR TÍMAR Á TÖFLU

NÁMSKEIÐ

Fit konurþriðjudag og �mmtudag kl. 18:30- Mjúk leik�mi- Engin hopp- Góðar mótandi og styrkjandi æ�ngar

NÝTT

frá jólasýningu fimleikadeildar

Svipmyndir

Page 32: 15. tbl. 2011

- Jólahugvekja32

gleðileg jól www.isband.iswww.100bilar.is

Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum viðskiptin á árinu.

Farvegur kærleikans í heiminumAðventan er senn á enda, myrkasta skammdeg-ið gengið í garð og bjartasta ljósið framundan, sjálf jólin. Við minnumst sögunnar um nýfædda barnið í Betlehem, sögu sem við höfum væntan-lega öll heyrt svo oft áður. En hvað táknar þetta barn sem er grundvöllurinn að boðskap jólanna? Hvað er það í boðskapnum sem fær okkur til að horfa á lífið í sínu víðasta samhengi og hvetur okkur til að koma auga á hin raunverulegu gildi í lífinu? Hvað er það í boðskap jólanna sem er svo mik-ilvægt?

Eitt það mikilvægasta og dýrmætasta í lífi sérhverrar manneskju eru tengslin sem hún á við annað fólk. Það er okkur mikilvægt að vera í einlægum og heiðarlegum samskiptum hvert við annað og að geta deilt með hvort öðru bæði sorg og gleði, vanmætti og sigrum. Við þurf-um ekki annað en hlusta á reynslu þeirra sem upplifa einangrun, einelti og útskúfun til að skilja að án jákvæðu tengslana við annað fólk, visnum við og deyjum.

Það sem einkennir helst þennan margbreytilega og oft annasama tíma aðventu og jóla eru umfram allt sam-

skiptin sem við eigum við hvort annað, við okkar nánustu, ættingja og vini og samferðarfólk nær og fjær. Við hugsum hvert til annars þegar við skrifum á jólakort, sendum jólakveðjur og velj-um gjafirnar. Við notum tímann til að safnast saman undir ýmiskonar formerkjum á jólafund-um og tónleikum, í jólaföndri eða bakstri, jóla-bingói eða hlaðborði, jólaboði eða balli. Jól og aðventa eru þar af leiðandi líka tilfinningaríkur

tími því þau gera okkur einstaklega meðvituð um tengsl-in sem við eigum við aðrar manneskjur, gæði þeirra eða jafnvel skort á þeim. Séu samskipti okkar heil og nærandi er næsta víst að við göngum til móts við þennan tíma með birtu í hjarta sem nær að lýsa upp skammdegið og útrýma myrkrinu.

Að sama skapi gildir að ef samskipti okkar við okk-ur sjálf, annað fólk og jafnvel Guð eru löskuð eða hafa rofnað er hætt við að við séum uppteknari af myrkrinu innra með okkur, finnum litla gleði og eigum erfitt með

að skynja birtu jólanna framundan. Hvergi verður okkur þetta ljósara en þegar við syrgjum og söknum og tökumst á við jólahátíðina án þeirra sem við elskum.

Kjarni þess sem fagnaðarerindi jólanna boðar okkur er kærleikur – kærleikur sem verður til í samskiptum. Ný-fædda barnið sem við horfum til í Betlehem er óskrifað blað, nýtt upphaf sem ber með sér fyrirheit um ótal lit-brigði mannlegra samskipta. Það eru fyrirheit jólanna. Jólasagan minnir okkur á að kærleikur Guðs verður til í jákvæðum samskiptum okkar mannanna, Guð er í tengsl-unum, við erum farvegur Guðs í heiminum. Guð hefur gert okkur ábyrg fyrir því að finna kærleikanum farveg á sem flestum stöðu og sem víðast í mannlegu samfélagi. Til þess höfum við óþrjótandi tækifæri. Það er boðskapur jólanna.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og kærleiksrík sam-skipti á nýju ári !

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, guðfræðingurJólahugvekja

Flugumýri 16ds. 577-1377 / 896-9497

www.retthjajoa.is

Page 33: 15. tbl. 2011

33Jólahugvekja -

Þjónusta við mosfellinga

Sky LanternSluktirSkýja

BYMOS - HáHOlti 14 - 270 MOSfellSBæ

...sem allir eru að tala um

textureH Á R S T O F A

textureSnyrtiStofa

naglaáSetning

textureHáholti 23, Mosfellsbæ566 8500

tímapantanir í síma

SnyrtiStofanaglaáSetning

Þegar góða veislu gjöra skal …

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Farvegur kærleikans í heiminum

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

SteinTeppi.is

AAFLTAK EHF.

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR PRENTUN NIKKA)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 34: 15. tbl. 2011

- Aðsendar greinar34

MOSFELLINGUR áRSINS

Þegar við hjónin fluttum til Mos-fellsbæjar, árið 2003, lá hingað vegur með aðeins tveimur akrein-um í hvora átt, byggðin var mun smærri og ekki búið að byggja upp Leirvogstunguna og engin var Lágafellslaugin. Við komum okk-ur fyrir og fundum fyrir hlýju frá nágrönnum okkar og samfélaginu í heild. Þegar fram liður stundir og stúlk-urnar okkar uxu úr grasi fóru þær í tónlist og þegar í Varmárskóla kom, eftir yndisleg ár í Reykjakoti, kynntust þær því frábæra starfi sem fer fram innan veggja skólans og ber þar hæst skólahljómsveitin.

Nú þegar hátíð okkar kristinna manna gengur garð, jólasveinarnir koma af fjöllum og hún Grýla blessunin lætur sjá sig, óma tónar víða í Mosfellsbæ. Nýlega voru ljós tendruð á Mosfellsbæjartrénu og þar söng okkar glæsilegi barnakór úr Varmárskóla og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði jóla-lög. Þá virkilega kemst maður í jólaskap og einnig þeir sem ekki eru kristnir. Það get ég fullyrt. Öll fjölskyldan kemst í jólaskap, börnin gleðjast og allt samfélagið brosir út að eyrum.

Nýlega áttum við fjölskyldan þess kost að hlýða á barnakór Varmárskóla og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í Hörpunni ásamt öðrum foreldrum barna í kórnum og skólahljómsveitinni. Þvílík fagmennska, fagur söngur, fagurt spil og örugg stjórn. Óhætt er að segja að það atriði hafi ver-ið það langsamlega besta sem flutt var í Hörpunni þann daginn. Snyrtimennska og fagmennska var það sem kom upp í huga okkar sem og hve vel er hlúð að börnum okkar sem stunda tónmennt þrátt fyrir oft þröngan kost.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er ómissandi í okkar litríka samfélagi hér í Mosfellsbæ. Geta börn okkar stigið þar sín fyrstu skref í tónlist, kynnst fagmennsku á þessu sviði og notið tónlistarinnar ásamt okk-ur hinum. Við foreldrarnir fyllumst stolti í hvert sinn sem við heyrum til þerra og sjáum þau spreyta sig á

þessari braut.Fyrir utan að koma fram fyrir okkur

foreldranna, spilar þessi föngulegi hópur einnig tvisvar á ári við útskrift stúdenta við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, spil-ar á þrettándanum hér í bæ, tekur þátt í hátíðardagskrá menningarhátíðar okkar sem ber heitið Í túninu heima og 17. júní svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hljóm-sveitin borið hróðurinn í útvarp okkar landsmanna, tekið þátt í samkeppni og hljómsveitakeppnum bæði hér á landi og erlendis. Það eru um 120 börn sem taka þátt í þessu starfi og sex tónlistarkennar-ar sem augljóslega leggja allt í sölurnar og sinna starfi sínu af hjartans list.

Það sem vekur reyndar spurningar er að Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hefur afar þrönga aðstöðu, fær sífellt minna fjármagn úr sjóðum bæjarins og virðist ekki fá þá at-hygli sem hún á skilið úr þeirri átt. Bæta má þar úr og byggja upp enn betri aðstöðu við vaxandi skóla, tryggja betri aðstöðu svo enn fleiri börn geti tekið þátt í þessu ótrúlega gefandi starfi sem við hin njótum í sífellt ríkari mæli. Lífsgæðin eru einmitt mæld í þessu. Það eru börn okkar sem ein-mitt veita öllum hamingju, ljós og frið um Jólin. Gleðileg Jól

Sveinn Óskar SigurðssonStjórnarmaður í Foreldrafélagi Varmárskóla

Skólahljómsveit MosfellsbæjarHljómsveit okkar allra

GleðileG jólKjósarsýsludeild

Rauða kross Íslands sendir öllum sjálfboðaliðum, velunnurum og gestum

Rauðakrosshússins hugheilar jóla- og nýjárskveðjur.

Kærar þakkir fyrir ykkar ómetanlega framlag og stuðning á árinu sem er að líða!

Fyrir unglinga sem vilja auka áhuga sinn á líkamlegu hreysti og heilbrigði.

Minnkandi hreyfing meðal barna og unglinga hefur farið vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum en hreyfingarleysi hefur margvísleg slæm áhrif á líkamann. Ávinningur líkamlegrar hreyfingar birtist bæði sem líkamlegur og andlegur ávinningur.

Það er vitað að hreyfing og líkamsrækt hafa jákvæð áhrif á unglinga á margan hátt. Þar sem regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi hefur hreyfing einnig jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina svo sem hjarta og æðakerfið og fleira.

Margir unglingar hafa ekki fundið sig í neinni sérstakri íþróttagrein eða hafa ekki, einhverra hluta vegna, áhuga á keppni, sem vill oft verða áhersla innan íþróttafélagana. Mikilvægt er að bjóða upp á hreyfingu við

hæfi fyrir þennan hóp.Nú í janúar er að fara í gang

námskeið hjá World Class hér í Mosfellsbæ sem einmitt leggur áherslu á almennt líkamlegt heil-brigði sem miðað er útfrá hverj-um og einum einstaklingi. Á nám-skeiðinu verður farið í fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu sem

hentar hverjum og einum. Áhersla er lögð á að hafa gaman, jákvæðan og hvetjandi félagsskap og að sjálfsögðu ávinningurinn sem skiptir mestu máli; aukin líkamsmeð-vitund og líkamlegt hreysti.

Á námskeiðið geta allir þeir komið sem hafa áhuga á að fjárfesta í sjálfum sér. Auka lífsgleði og njóta þess að vera í góðum fé-lagsskap. Hægt er að skrá sig í síma 5667888 og 5530000.

Árndís Hulda Óskarsdóttir

Fit4You

GleðileG jólSendum sveitungum okkar nær og fjær

bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir það liðna.

Vinstri græn í Mosfellsbæ

Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu

www.vgmos.is

Page 35: 15. tbl. 2011

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Kaffi- og veitingahús - Háholti 14 - S. 586 8040

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Júlíus Rafn ÁrmannOrðinn atvinnuflug-

maður með blindflugsrétt-indi ! heavy sáttur!� 5. desember

Andrea Gréta Axels-dóttirÉg var að

máta jólafötin frá því í fyrra og vitiði bara hvað?? ............. Ég passa ennþá í eyrnalokkana ;)� 18. desember

Ina Steinunn PalsdottirTattoo á morguuuun

get ekki BEÐIÐ!!7. desember

Sigrun Bjorg IngvadottirSmellti mér í pottinn í gær,

og þar sem pallurinn var á kafi í snjó, fór ég í vað-stígvél. Þegar uppúr var komið smellti ég mér úr bikiníinu áður en inn var farið, svo allt færi ekki á flot. Kyntröllið var hissa á svip þegar frúin snaraðist inn, ber í stígvélum, ;))� 2. desember

Jógvan HansenTakk kærlega fyrir alla

góða kveðjir elsku vinir. Prinsinn er yndislegur. Hávaksin og fallegur eins og mamma sín. Klár og þolinmóður eins og mamma sín. Dökt hár eins og pabbi sínn. Eftir að hafa veri vitni til fæðingu verð eg að segja að við menn eru aumingjar. Þessi strákur er eingu síður hetja að koma inn í heimin sem við erum búinn að vera að móta. Nú er eg bara að hlakka til að eiga fyrsti jólin mín með minni eigin fjöldskyldu.� 8. desember

Mundi Jó-hannessonkvöldmatur-inn dýrlegur

sómapizza og kók í bauk gerist ekki betra .....� 19. desember

Gerið verðsamanburð.Hundaheimur - Háholt i 18 - S ími 551-3040

Opið a l la v i rk a daga á mi l l i 12 :00 t i l 18 :00

Mikið úrval af sérvöru á góðu verði

fyrir hunda og ketti.

35Þjónusta við Mosfellinga -

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu

upplýsingum á netfangið [email protected]

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

ÚtfararstofanFold

Sími 892 4650Netfang: [email protected] - Vefsíða: foldehf.is

ÚtfararstofanÚtfÚÚÚtftftftfaftffarararsrsstotofofaoffanFoldFoldfFoFoldldl

Gísli Gunnar Guðmundsson

GuðmundurÞór Gíslason

Elfar Freyr Sigurjónsson

Þjónusta allan sólarhringinnÍslenskar kistur og krossar

Hagstætt verð

hundaeftirlitið í mosfellsbæhundaeigendur athugiðsamkvæmt samþykkt um hundahald í mosfellsbæ, skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi, með aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Vinsamlega virðið sam-þykktina. - Hafðu þinn hund í taumi.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

MOSFELLINGUR áRSINS 2011 Sendið okkur tilnefningar um Mosfelling á[email protected]

Page 36: 15. tbl. 2011

SpínatlasagnaKolbrún Pálína Helgadóttir, fjöl-miðlakona færir okkur uppskrift af spínatlasagna sem er tilvalið eftir hátíðirnar.

1 poki frosið spínat1-2 laukarsólþurrkaðir tómatar eftir smekk3-4 tómatar1 dós niðursoðnir tómatar með basilikum1 dós fetaosturostur1 peli rjómistór kotasælalasagne blöð hvítlaukursalt, pipar og basilikum

Látið spínatið þiðna, saxið laukinn niður og setjið allt á pönnu. Setjið rjómann, fetaostinn og kot-asæluna síðast út í. Þegar blandan er tilbúin setjið hana í eldfast mót til skiptis við lasagna plötur. Að lokum er osturinn settur yfir.

Eldist í ofni við 200°c í ca. 30mín.

Verði ykkur að góðu!

jólaþakk-láturÞað er þakklátur Ásgeir sem sendir

Mosfellingum jólakveðju að norð-

an. Þakklæti, það er orð sem á vel

við á jólunum. Að vera þakklátur

fyrir allt sem maður hefur í stað

þess að velta sér upp úr því sem

maður hefur ekki.

Ég er þakklátur fyrir margt þessa

dagana. Fyrir að hafa haldið upp á

eins árs afmæli dóttir minnar fyrir

skemmstu, fyrir að hafa náð öllum

prófunum eftir langa fjarveru

frá námi, fyrir að vera á góðum

batavegi eftir gríðarlega erfið og

langvarandi meiðsli, fyrir að eiga

gullfallega og yndislega konu og

yndislega fjölskyldu og tengdafjöl-

skyldu. Djöfull er ég heppinn ná-

ungi. Samt smá óheppinn í hárinu,

en samt fáránlega flottur.

Þetta er nefnilega ekki mjög flókið.

Maður getur annað hvort ver-

ið þakklátur og sáttur eða van-

þakklátur og ósáttur. Ef maður er

ósáttur þá er annað hvort að gráta

í pilsfaldinn hjá mömmu og kenna

öðrum um ófarir sínar eða að taka

ábyrgð og skapa sér þær aðstæður

sem maður sækist eftir.

Það getur enginn tekið ábyrgð

á neinum nema sjálfum sér. Við

erum annað hvort að reyna stýra

öðrum eða reyna fría okkur sjálf.

Svo teljum við okkur trú um að

það sé í lagi. Þetta er eitthvað sem

þarf að minna sjálfan sig á oft og

reglulega.

Á þessum djúpu nótum sendi ég

ykkur inn í jólafríið og þakka enn

og aftur fyrir mig. Fyrir að hafa

fengið að alast upp í Mosfellsbæ og

kynnast öllu þessu stórfurðulega og

gullfallega fólki. Gleðileg jól og farsælt komandi...

ásgeir

Kolbrún skorar á Eygerði Helgadóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði

- Heyrst hefur...

Hafmeyjar syngja inn jólinHafmeyjar eru hópur kvenna sem kemur beint upp úr Lágafellslaug í Mosfellsbæ og til að krydda tilveruna tóku þær upp á því að syngja saman við gítarundirleik Hjördís-ar Geirs. Núna fyrir jólin hafa Hafmeyjur farið víða og sungið með heimilismönnum við góðar undirtektir en viðkomustaðirnir eru Drafnarhús, Maríuhús, Hrafnista, Eir, Skálatún og Borgarspítalinn svo eitthvað sé nefnt og varla þarf að taka það fram að Haf-meyjur skemmta sér ekki síður en áheyrendur. Hafmeyjur vilja koma á framfæri bestu óskum um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

36

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingumás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið [email protected]

á 7. hæð borgarspítalans

hjá íþróttafélagi fatlaðra

Page 37: 15. tbl. 2011

jólaþakk-láturÞað er þakklátur Ásgeir sem sendir

dagana. Fyrir að hafa haldið upp á

eins árs afmæli dóttir minnar fyrir

skemmstu, fyrir að hafa náð öllum

-

ungi. Samt smá óheppinn í hárinu,

Þetta er nefnilega ekki mjög flókið.

í pilsfaldinn hjá mömmu og kenna

öðrum um ófarir sínar eða að taka

ábyrgð og skapa sér þær aðstæður

fengið að alast upp í Mosfellsbæ og

kynnast öllu þessu stórfurðulega og

Þjónusta við mosfellinga smáauglýsingar

Leiguíbúð óskast Ungt par með lítinn hund óskar eftir leiguíbúð í Mosfellsbæ eða nágrenni. Reglusemi og skilvísi heit-ið. Jón, s. 772-4999

Íbúð óskast Hótel Laxnes óskar eftir 2-3 herbergja ibuð til leigu. Albert simi 866 6684

Hesthús til leiguTil leigu gott 8 hesta hús með góðri aðstöðu, góðri kaffistofu og salerni. Getur einnig leigst sem vinnuaðstaða eða sem geymsluhúsnæði. Er framarlega í Mosfellsdal. Uppl. í síma: 8981527, 4863327

Hjól í óskilumTvö hjól eru í óskilum í íþróttahúsinu að Varmá. Annað hvítt og hitt grátt. Upplýsingar í afgreiðslu.

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

verslum í heimabyggð

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

Sá flottasti í bænum

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 21.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Kaffi, kökur og nýsmurt brauð

Verið velkomin

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

37Þjónusta við Mosfellinga - 37Þjónusta við Mosfellinga -

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sál

s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

MOSFELLINGURkemur næst

12. janúar

Page 38: 15. tbl. 2011

stuð á konukvöldibasicplus á hvíta riddaranum

- Hverjir voru hvar?38

kling

Nýja WiNter Sprey ColleCtioN 2011Sprey óskar viðskiptavinum og bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

Page 39: 15. tbl. 2011
Page 40: 15. tbl. 2011

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected]

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Háholt 14, 2. hæð, s. 588 55 30

Vel staðsett 288 fm tveggja hæða endaraðhús auk kjallarara með sér íbúð. Góður garður sem snýr í suð-vestur. Laust fljótlega.

Brekkutangi

Glæsileg 95 fm. íbúð á 2. hæð í enda.Vönduð gólfefni og innréttingar. Glæsi-legt baðherbergi og allt fyrsta flokks. Sér inngangur. Hagstæð áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóði.

Háholt

Vel staðsett 260 fm. einbýli.( þar af er bílskúr 55 fm.) Húsið er tibúið að utan, gler í gluggum, útyrahurðir og hurð fyrir bílskúr. Staðsteypt, fokhelt að innan. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið. Raflagnateikningar fylgja.

EiniteigurGlæsilegt 170 fm. parhús við Furubyggð. Bílskúr 27 fm. Mjög vandaðar innrétt-ingar og flott skipulag. 3 svefnherbergi. Björt stofa með sólskála. Mikil lofthæð. Allt fyrsta flokks. Stór og glæsilegur garður á baklóð. V. 38,9 m.

Furubyggð

Mjög vel staðsett 219 fm. raðhús á tveimur hæðum við Stórakrika í Mosfellsbæ. Húsið afhendist fokhelt. Laust strax.

V. 25,9 m.

Stórikriki

586 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Glæsileg jólasýning fimleikadeildar Aftureldingar fór fram í íþróttahús-inu að Varmá þann 4. desember. Sýningin var afar vel sótt og léku krakk-arnir á als oddi. Ágóði sýningarinnar rann í áhaldakaup fyrir deildina.

Flottar á jólasýningu

Mjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogs-tunguhverfi. Vandaðar innréttingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskylduvænt hús.

Leirvogstunga

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

Myn

d/H

ilmar

daniel g.björnssonlöggiltur leigumiðlari

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.

Þjónusta við Mosfellinga í 22 ár

áramótapartýHúsið opnar

kl. 01.00

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.