35 tbl 2015

16
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 35. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR Slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn: Makrílbátur endaði uppi í grjóti X X Makrílbáturinn Hreggi AK slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn í óveðrinu í fyrrinótt og rak upp í grjót innan hafnarinnar. Björgunar- sveitin Suðurnes var kölluð til ásamt lögreglu og hafnsögubátnum Auðunni. Böndum var komið á bátinn, sem var kominn á hliðina í grjótinu þannig að sjór flæddi inn fyrir borðstokkinn, og hann dreginn aftur á flot og komið að bryggju. Meðfylgjandi mynd tók Siggeir Pálsson hjá Björgunarsveitinni Suðurnes á vettvangi í Njarðvíkurhöfn. Innpakkaður í trampólín í óveðri X XÍbúi í Sandgerði kom að bílnum sínum inn- pökkuðum í trampólín eftir óveðrið sem gekk yfir Suðurnes í fyrrinótt. Þrátt fyrir viðvaranir um að mikið óveður væri í vændum, þá létu einhverjir þær sem vind um eyru þjóta. Á meðfylgjandi mynd sem Kristinn Ingi Hjal- talín tók í Sandgerði í gærmorgun má sjá tram- pólínið þar sem það umvefur jepplinginn. Ekki er vitað um stórtjón af völdum veðursins en víða fóru smáhlutir af stað. Gámur fauk um koll í Grófinni í Keflavík, fánar slitnuðu niður og grill létu ófriðlega. Mannlaus á rúntinum X X Bifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bif- reið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð. Lítilsháttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu. S extánda Ljósanótt í Reykja- nesbæ fór fram um síðustu helgi þar sem tugþúsundir bæjarbúa og gesta komu saman á hápunkti hátíðarinnar á laugardagskvöldið þegar fram fóru stórtónleikar á sviði á há- tíðarsvæðinu, ljósin á Berginu voru kveikt og því fagnað með glæsilegri flugeldasýningu sem var sérstök í ár þar sem ljósa- gangurinn hvarf að hluta á bak- við súldarský. Fyrr um daginn söfnuðust þúsundir saman við Hafnargötuna og sameinuðust í hinni árlegu árgangagöngu sem svo rann niður Hafnar- götuna eins og stórfljót að há- tíðarsvæðinu. Nánar er fjallað um Ljósanótt í miðopnu VF og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN kl. 21:30. Árgangaganga eins og stórfljót á Hafnargötu

Upload: vikurfrettir-ehf

Post on 23-Jul-2016

250 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

35. tbl. 36. árg. 2015

TRANSCRIPT

Page 1: 35 tbl 2015

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 • 35. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn:

Makrílbátur endaði uppi í grjótiXXMakrílbáturinn Hreggi AK slitnaði upp í

Njarðvíkurhöfn í óveðrinu í fyrrinótt og rak upp í grjót innan hafnarinnar. Björgunar-sveitin Suðurnes var kölluð til ásamt lögreglu og hafnsögubátnum Auðunni.Böndum var komið á bátinn, sem var kominn á hliðina í grjótinu þannig að sjór flæddi inn fyrir borðstokkinn, og hann dreginn aftur á flot og komið að bryggju.Meðfylgjandi mynd tók Siggeir Pálsson hjá Björgunarsveitinni Suðurnes á vettvangi í Njarðvíkurhöfn.

Innpakkaður í trampólín

í óveðriXXÍbúi í Sandgerði kom að bílnum sínum inn-

pökkuðum í trampólín eftir óveðrið sem gekk yfir Suðurnes í fyrrinótt. Þrátt fyrir viðvaranir um að mikið óveður væri í vændum, þá létu einhverjir þær sem vind um eyru þjóta.Á meðfylgjandi mynd sem Kristinn Ingi Hjal-talín tók í Sandgerði í gærmorgun má sjá tram-pólínið þar sem það umvefur jepplinginn.Ekki er vitað um stórtjón af völdum veðursins en víða fóru smáhlutir af stað. Gámur fauk um koll í Grófinni í Keflavík, fánar slitnuðu niður og grill létu ófriðlega.

Mannlaus á rúntinum

XXBifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bif-reið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð.Lítilsháttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.

Sextánda Ljósanótt í Reykja-nesbæ fór fram um síðustu

helgi þar sem tugþúsundir bæjarbúa og gesta komu saman á hápunkti hátíðarinnar á laugardagskvöldið þegar fram fóru stórtónleikar á sviði á há-tíðarsvæðinu, ljósin á Berginu voru kveikt og því fagnað með glæsilegri flugeldasýningu sem var sérstök í ár þar sem ljósa-gangurinn hvarf að hluta á bak-við súldarský. Fyrr um daginn söfnuðust þúsundir saman við Hafnargötuna og sameinuðust í hinni árlegu árgangagöngu sem svo rann niður Hafnar-götuna eins og stórfljót að há-tíðarsvæðinu. Nánar er fjallað um Ljósanótt í miðopnu VF og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN kl. 21:30.

Árgangaganga eins og stórfljót á Hafnargötu

Page 2: 35 tbl 2015

2 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Kristinn Jakobsson bæjarfull-trúi Framsóknarflokks lagði

á dögunum til að fundur bæjar-ráðs Reykjanesbæjar haldinn fimmtudaginn 27. ágúst 2015 samþykki að áheyrnarfulltrúar í bæjarráði njóti sömu kjara og aðrir bæjarráðsmenn. Undirbún-ingur og þátttaka þeirra í fundum bæjarráðs er síst minni en annarra bæjarráðsmanna. Reglur um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ voru til umfjöllunar á fundinum. Tillaga Kristins var felld með fjórum atkvæðum en einn sat hjá.Bæjarráð Reykjanesbæjar sam-þykkti á fundinum reglur um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ. Með ákvörðuninni er ekki verið að breyta launum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna

og ákvörðun sem tekin var um skerðingu launa á síðasta ári er fest í reglunum, segir í fundargögnum bæjarráðs.Kristinn Jakobsson óskaði eftir að bóka eftirfarandi í kjölfar sam-þykktar bæjarráðs:„Þessi ákvörðun bæjarráðs, að halda sig við þrönga túlkun á sam-þykktum Reykjanesbæjar um að ekki sé heimild til greiðslu launa fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði er óskiljanleg og því til háborinnar skammar. Túlkun bæjarráðs er ekki í neinu samræmi við það sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum sem lúta sömu ákvæðum í sínum sam-þykktum. Því verður að telja þessa ákvörðun bæjarráðs einstaklega illkvittna. Hún er ekki neinu sam-ræmi samræmi við góða stjórnsýslu og lýsir vanvirðingu við undirbún-ing áheyrnarfulltrúa og þátttöku þeirra í fundum bæjarráðs“.

Áheyrnarfulltrúar njóta ekki sömu kjara og aðrir bæjarráðsmenn:

Ákvörðun bæjarráðs illkvittin– segir Kristinn Jakobsson bæjarfulltrúi framóknar

-fréttir pósturu [email protected]

Farþegar með Vogastrætó

yfir 7000?XuÁrið 2011 var bryddað upp á

þeirri nýung að koma á reglu-bundnum ferðum milli Voga og Reykjanesbrautar í tengslum við akstur SBK milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Sveitar-félagið Vogar er með 14 manna bíl við aksturinn.„Þetta verkefni hefur heldur betur undið upp á sig og gengið vel. Íbúar í Vogum hafa nú raunhæfan valkost um samgöngumáta, og ljóst ef litið er á farþegafjöldann og þróun hans að margir nýta sér þennan kost,“ segir Ásgeir Eiríks-son, bæjarstjóri í Vogum.Ef þróunin það sem eftir lifir ársins 2015 verður í samræmi við aukningu fyrri ára má gera ráð fyrir að fjöldi farþega fari að nálgast 7.000. Það er góð nýting á 14 manna bíl, segir Ásgeir bæjar-stjóri.

FÉLAGSRÁÐGJAFI ÓSKAST

TJARNARSEL

LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST

VELFERÐARSVIÐ

STARFSFÓLK ÓSKAST

Velferðarsvið Reykjanesbæjar auglýsir eftir félags-ráðgjafa í 100% starf í barnavernd. Starfssvið félags-ráðgjafa er vinna í barnavernd og samstarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir tengdar börnum.

Umsóknarfrestur er til og með 18. september nk.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanebaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur.

Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, í síma 421-6700, [email protected].

Leikskólinn Tjarnarsel auglýsir eftir leikskólakennara/ þroskaþjálfa í 100% starf. Leikskólastarfið í Tjarnarseli byggir á fjölbreyttum starfs- og kennsluháttum með áherslu á mál og læsi, útinámi og umhverfismennt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 22. september nk.

Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanebaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur.

Nánari upplýsingar veitir Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri (gsm: 616-9974) og Ragnhildur Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri (gsm: 863-0091) Tjarnarsels. Einnig má nálgast upplýsingar um leikskólann á vefsíðunniwww.tjarnarsel.is.

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir starfsmönnum í eftirtalin störf.Starfsmanni í 40% stöðu í Baklandi sem er eftirskólaúrræði fyrir börn í 3-7 bekk. Vinnutími er frá kl. 13:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga. Menntun og reynsla í starfi með börnum er kostur.

Starfsmanni í frekari liðveislu og aðstoðarmanni inn á heimili fatlaðs barns. Um tímavinnu seinnipart dags/helgar er að ræða. Hentugt fyrir námsmenn. Reynsla í starfi með fötluðum er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september nk. Umsóknum skal skilað ræfrænt á www.reykjanesbaer.is/sjornkerfi/laus-storf.

Frekar upplýsingar um störfin veitir Jóhanna María Ævarsdóttir, félagsráðgjafi í síma 421-6700 eða á netfangið [email protected].

NESVELLIR

LISTASMIÐJAByrjendanámskeið í Harðangri og klaustri verður haldið í september.

Áhugasamir hafi sam-band í síma 420-3447.

Sjónvarpsiðnaðurinn blómstrar um þessar mundir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tvö risastór

sjónvarpsverkefni eru nú í framleiðslu þar á vegum Sagafilm.Framleiðsla á þriðju seríu af Biggest Looser er að hefj-ast á Ásbrú en myndver innréttað í Officeraklúbbnum og þátttakendur leysa ýmsar þrautir víðsvegar um Suðurnes.Hitt verkefnið sem nú er unnið að tökum á á Ásbrú er The Voice Ísland. Fyrstu tökur fóru fram í Atlantic Studios á Ljósanótt. Í Atlantic Studios hefur verið

byggð risastór leikmynd fyrir þáttinn en næstu tökur fara fram eftir um mánuð.Um Ljósanæturhelgina fóru fram upptökur á „blind audition“ þar sem þjálfararnir, Helgi Björns, Svala Björgvins, Unnsteinn Manúel og Salka Sól völdu sér söngvara sem þeir munu þjálfa.Fylgjast má nánar með The Voice Ísland á www.thevo-iceisland.is.Myndefnið með fréttinni er frá fésbókarsíðum Saga-film og Skjá einum, sem sýnir The Voice.

Sjónvarpsiðnaðurinn blómstrar á Ásbrú- The Voice Ísland tekið upp í Atlantic Studios

Page 3: 35 tbl 2015

Það verður hrein og sönn gleði hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum söluaðila Toyota á Íslandi, nú um helgina. Við frumsýnum nýjan Auris Hybrid og bjóðum einnig til aukasýningar á rúmgóðum og rennilegum Avensis.

Láttu hjartað ráða för og aktu með okkur til framtíðar, laugardaginn 12. september kl. 12–16.

Nánari upplýsingar á www.toyotareykjanesbae.is

GJAFABRÉF FRÁ ICELANDAIR TIL EVRÓPU MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM**

*Verð fyrir Auris Live með 1.33 bensín- eða 1.4 dísilvél. **Gildir ekki með öðrum tilboðum.***Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðg jöfum.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 76

035

09/1

5

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið

Láginnborgun

Tryggtframtíðarvirði

Fastarmánaðargreiðslur

NÝR AURIS HYBRIDSannarlega ný og gleðileg hönnun. Hljóðlátur og lipur í akstri hvort heldur

með Hybrid-vél, bensín- eða dísilvél. Glæsilegur að innan sem utan með ríkulegum staðalbúnaði.

Verð frá 3.490.000 kr.*

500.000 Vild

arpunkta afmælis

vinningur

verður d

reginn úr h

ópi þeirra

sem fá

nýja Toyotu afh

enta í s

eptember***

Verð frá 3.970.000 kr.

NÝR AVENSIS

AKTU TIL FRAMTÍÐAR

SÖNN GLEÐIFRUMSÝNINGLaugardaginn 12. septemberkl. 12-16 hjá Toyota Reykjanesbæ

Láttu hjartað ráða för.

Page 4: 35 tbl 2015

4 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Reykjanes Geopark fékk um nýliðna helgi alþjóðlega

vottun og aðild að samtökunum European Geoparks Network en um er að ræða samtök svæða sem þykja jarðfræðilega merkileg og njóta þau stuðnings UNESCO, Mennta-, menningar- og vísinda-stofnun Sameinuðu þjóðanna.Reykjanes Geopark er eitt af stærstu verkefnum Heklunnar, at-vinnuþróunarfélags Suðurnesja og hófst undirbúningur að vottun árið 2012 með ráðningu verkefnastjóra Eggert Sólbergs Jónssonar en verk-efnið er unnið í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og sveitarfélögin fimm á Reykjanesi.Aðild að samtökunum er mikil viðurkenning fyrir íbúa og at-vinnurekendur á svæðinu og hún mun nýtast til markaðssetningar, fræðslu og uppbyggingar á Reykja-nesi.Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaga Grindavíkur-bæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðis-bæjar, Garðs og Voga og er samtals 825 km2 að stærð.Reykjanes Geopark líkt og aðrir slíkir staðir vinnur að því að vekja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhuga-verðri jarðsögu, menningarsögu, fræða og annast landið.

Samstöðumáttur sveitarfélaganna er mikill„Reykjanes Geopark er byggða-þróunarverkefni sem felur í sér skýra stefnu um sjálfbæra þróun, þátttöku heimamanna og sveitar-félaga og þar sem lög er áhersla á að auka vitund íbúa og gesta á sér-stöðu Reykjanesskagans. Verkefni sem þetta sýnir okkur líka hversu samstöðumáttur sveitarfélaganna á Reykjanesi getur verið mikill. Sveitastjórnir á svæðinu sem og starfsmenn bæjarfélaganna, sem leitað var til eiga þakkir skildar. Verkefni eins og þetta hefði ekki orðið að veruleika nema að allir lögðust á árarnar. Af því er ég afar stolt,“ segir Berglind Kristjáns-dóttir, framkvæmdastjóri Heklu-nnar.

Berglind segir ávinninginn bæði samfélagslegan og efnahagslegan.„Þessi áfangi er lyftistöng fyrir svæðið á sviði ferðamála, fram-leiðslu og fræðslu og þá styður verkefnið nýsköpun og sjálfbæra þróun heima í héraði. Þessi vottun og sú vinna sem unnin hefur verið innan Reykjanes Geopark á undan-förnum árum styrkir samkeppnis-hæfni svæðisins með auknu mark-aðsstarfi, betra aðgengi og öryggi að náttúruperlum, þróun fræðslu-efnis, lengingu ferðamannatímans og aðild að alþjóðlegu neti Jarð-vanga.“

Munum njóta ávinnings af samstarfinuRóbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík tók á móti viðurkenn-ingunni á haustfundi European Geopark Network í Rokua Geop-ark í Finnlandi. Samkvæmt Ró-berti er stefna sveitarfélaganna á Reykjanesi og ferðaþjónustunnar á svæðinu að leggja áherslu á jarð-minjar svæðisins og vellíðunar ferðamennsku í markaðsstarfi svæðisins.„ Við erum GEO, með flekaskilin, gígaraðir, háhitasvæði, jarðvarma og Bláa Lónið. Við erum líka með frábæra náttúru og aðstöðu til vel-líðunar ferðamennsku. Hreyfing, slökun, hugleiðsla og spa er okkar aðalsmerki. Við viljum auka vitund íbúa og gesta á sérstöðu Reykja-nesskagans í jarðfræðilegu tilliti

og koma sögu svæðisins á fram-færi. Þetta er m.a. gert með aukinni fræðslu og styrkingu innviða ferða-þjónustunnar“.Aðspurður um næstu skref segir Róbert: „Reykjanes Geopark er nú aðili að European Geoparks Net-work. Við munum njóta ávinnings af samstarfinu þar m.a. með auknu markaðsstarfi og aðgengi að evr-ópsku neti sérfræðinga. Nú reynir á ferðaþjónustuna, sveitarfélögin og aðra hagsmunaðila að nýta sér Reykjanes Geopark í starfsemi sinni, t.d. markaðssetningu.“

Unnið að aðild síðan 2012Hugmyndir um einhverskonar jarðminjagarð á Reykjanesi hafa verið lengi í bígerð. Unnið hefur verið af fullum krafti að Reykja-nes Geopark síðan 2012 á vegum Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Þar skipti miklu máli að samstaða var um verkefnið hjá sveitarfélögum og hagsmunaðilum en auk sveitarfélaganna fimm og atvinnuþróunarfélagsins eru Ferðamálasamtök Reykjaness, Bláa Lónið, Þekkingarsetur Suðurnesja, Keilir - miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs auk HS Orku aðilar að Reykjanes Geopark.Reykjanes er annað svæðið á Ís-landi til að fá umrædda vottun en Katla Geopark fékk aðild að sam-tökunum 2011. Aðild Kötlu Geop-ark að samtökunum var endurnýj-uð á laugardagskvöldið.

Reykjanes Geopark fær alþjóðlega vottun:

„Ánægjulegt að sjá þetta stóra verkefni í höfn“

-segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

-fréttir pósturu [email protected]

Horft til Keilis. Mynd: Olgeir Andrésson

Önglabrjótsnef. Mynd: Olgeir Andrésson

ÍBÚAÞING UM SKIPULAGSMÁL

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

UPPSKERUHÁTÍÐ SUMARLESTURS

Laugardaginn 19. september stendur Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fyrir íbúaþingi um skipu-lags- og samgöngumál í Merkinesi, sal Hljómahallar. Þingið hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00.

Farið verður yfir forsendur breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar en vinna við endurskoðun þess er að hefjast. Einnig verður farið yfir samgöngumál m.a. almenningssamgöngur. Íbúaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma að ábendingum og hugmyndum eða bara til að fylgjast með.

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari verður gestur uppskeruhátíðar, sem haldin verður í Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 15. september kl. 17:00. Gunnar les upp úr nýrri bók sinni, Mamma klikk.

Þátttakendur sumarlesturs eru sérstaklega boðnir velkomnir.

AKURSKÓLI

SAMKEPPNI UM SKÓLASÖNG

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

NÝJAR NÁMSGREINAR

Akurskóli efnir til samkeppni um skólasöng, lag og texta, í tilefni af 10 ára afmæli skólans. Lagið verður frumflutt á afmæli skólans 9. nóvember 2015. Lagið þarf að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans, sem eru: Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús. Skilafrestur er til 1.október 2015. Upplýsingar um sam-keppnina er að finna á vef skólans www.akurskoli.is.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Akurskóla, Sigurbjörg Róbertsdóttir í síma 4204550,netfang [email protected].

Innritun í Barnakór, Suzuki-blokkflautu og Rytmískan söng stendur yfir. Örfá pláss laus.„fyrstir koma, fyrstir fá.“

Skólastjóri

GARÐASEL

AÐSTOÐAR-MATRÁÐUR ÓSKASTStarfskraftur óskast í 100% stöðu aðstoðarmatráðs í leik-skólanum Garðaseli frá 1. október 2015 til að annast almenn störf í eldhúsi og þvottarhúsi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk.Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig eru að finna upplýsingar um starfssvið og hæfniskröfur.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 420-3160 eða 896-5058 eða með tölvupósti á [email protected]. Einnig má nálgast upp-lýsingar um leikskólann á vefsíðunni www.gardasel.is.

Page 5: 35 tbl 2015

lambalæri ferskt

1.487 ÁÐUr 1.690 kr/kg

kræsingar & kostakjör

grísa mínútUsteik ferskt

1.469ÁÐUr 2.449 kr/kg

orkUdrykkUrmonster khaos

229ÁÐUr 279 kr/stk

franskar kart.900 gr, coop

399 ÁÐUr 489 kr/pk

-50%

Tilboðin gilda 10. – 13. september 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

lambahryggUr ferskUr

1.849 ÁÐUr 2.098 kr/kg

kjúklingUr heill, ísfUgl

654 ÁÐUr 798 kr/kg

svínasnitselí raspi, ferskt

1.319 ÁÐUr 2.198 kr/kg

-40%

-40%

Nýslátrað!

lambahjörtU fersk, vacUmpökkUÐ

398 kr/kg

lambalifUr fersk, vacUmpökkUÐ

398 kr/kg

Nýslátrað!

kínakÁl íslenskt

199 ÁÐUr 398 kr/kg

-50%

emmess skafís 1lhnetU/karamellU

vanillU, súkkUlaÐi

399 kr/pk

Frábært verð!

Nýslátrað!

Nýslátrað!

HEILSU & LÍFSSTÍLS-DAGAR

allt að

25%afsláttur

af lífsstíls &

heilsuVörum

GLÆNÝTT Heilsu&lífstíls-BlAÐ NeTTÓ!

FULLT af frábærum

TilBoÐum!

ERU Í GILDI3-13 SEpTEmbER

Page 6: 35 tbl 2015

6 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar voru veittar

í ráðhúsi bæjarins á Ljósanótt. Margar góðar tilnefningar bárust eftir að óskað var eftir ábend-ingum um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Garðamenning á sér ekki langa sögu og stutt er síðan garðar voru flestir einungis grasbali og kannski fáein tré. Nokkur hugarfarsbreyt-ing varð hjá fólki fyrir nokkrum árum síðan og garðeigendur sýndu dirfsku, að sögn Berglindar Ás-geirsdóttur garðyrkjufræðings hjá Reykjanesbæ.„Bjartsýnir menn og konur fóru að planta trjám og móta garðana sína þegar kom í ljós að margar plöntur uxu bara vel. Samfara myndaðist skjól í heimilisgörðum og við uppgötvuðum að hægt er að vera úti í garði sér til yndisauka, borða saman og hafa það huggu-

legt,“ segir Berglind og þar með hafi garðamenning orðið til og hjá mörgum sé þetta hreinlega lífsstíll, útilífsstíll. „Nú má sjá fallega skjól-góða garða, palla og svalir víðs-vegar, útistofur með húsgögnum, grillum, trjám, blómum og skraut-munum“.

Fjölmargar viðurkenningarNorðurgarður fékk viðurkenningu í ár fyrir fallega götumynd þar sem nágrannar hjálpast að og eru sam-félaginu góð fyrirmynd.Veitingahúsið Ráin fékk viður-kenningu sem fyrirtæki til fyrir-myndar í umhirðu á nánasta um-hverfi.Borgarvegur 1 fékk viðurkenn-ingu fyrir snyrtilegt umhverfi og starf í þágu bæjarbúa við götu-beðin á Borgarvegi. Það voru þau Erla Hildur Jónsdóttir og Jónas Jóhannesson sem tóku við viður-kenningunni.Brekkustígur 31f fékk viðurkenn-ingu fyrir snyrtilegt umhverfi og

starf í þágu bæjarbúa við gróður-setningu í steinamön. Það var Snævar Vagnsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd íbúa.Hafnargata 69 fékk viðurkenningu fyrir sérlega fallegan miðbæjar-garð. Það voru Vilborg Jóhannes-dóttir og Benoný Haraldsson sem tóku við viðurkenningunni.Ránarvellir 2 fengu viðurkenningu fyrir fallegan garð og að íbúar væru til fyrirmyndar fyrir umhirðu í garði og nánsta umhverfi. Það voru þau Þórunn Halldórsdóttir og Axel Jónsson sem tóku við viðurkenn-ingunni.Heiðarhorn 1 fékk viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð sem er alltaf til fyrirmyndar. Það var Björn H. Jónsson sem tók á móti viðurkenningunni.Þá fékk Aðalgata 17 viðurkenningu fyrir ævintýralegan garð og snyrti-legt umhverfi. Þau Katrín Jóna Haf-steinsdóttir og Þorsteinn Jónsson tóku við viðurkenningunni.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected]ðrik K. Jónsson, [email protected]ý Gísladóttir, [email protected]ður Friðrik Gunnarsson, [email protected]ús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected]íkurfréttir ehf.Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006

Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected]ís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is og kylfingur.is

ÚTGEFANDI:AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:

RITSTJÓRI OG ÁBM.:FRÉTTASTJÓRI:

BLAÐAMENN:

AUGLÝSINGASTJÓRI:UMBROT OG HÖNNUN:

AFGREIÐSLA:

PRENTVINNSLA:UPPLAG:

DREIFING:DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-

dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri

útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

PÁLL KETILSSON

RITSTJÓRNARPISTILL

Andinn og samkenndinMikið svakalega var gaman á Ljósanótt. Ég ætla ekki að telja upp marga atburði heldur að minnast á andann, stemmn-inguna sem maður upplifði á lang flestum stöðum. Einhverjir kunna að segja að bæjarhátíðir séu ekki merkilegar og margir eiga það til að tala um þær eins og eitthvað lummó dæmi en

þegar farið er í saumana þá eru þær stórmerkilegar. Þær sameina fólk og fjölskyldur. Sjá mátti marga hópa hittast úr sama árgangi en árgangagangan er eins og einhver myndi segja gargandi (gangandi er kannski orðið) snilld. Og það var vel til fundið hjá Reykjanesbæ að fá fulltrúa 50 ára afmælisárgangs til að flytja ræðu dagsins eftir gönguna. Gunnar Oddsson, fyrrverandi íþróttakappi gerði það afar vel. Þúsundir fylgdust með. Heimatónleikar voru ein skemmtilegasta nýjungin í dagskránni. Í stað rándýrra aðkeyptra skemmtikrafta á stóra sviðinu á föstudagskvöldi buðu eigendur fjögurra gamalla húsa í gamla bænum á „heimatónleika“. Það atriði hlýtur að verða endurtekið og líklega verða stærra í sniðum á næsta ári.Það eru kannski ekki allir sammála um blöðruslepp-ingar en samstaða og samkennd var mjög ríkjandi á Ljósanótt. Allir voða glaðir og höfðu gaman af

því að hitta vini og ættingja. Bæjarstjórinn segir í pistli sínum að nú eins og vanalega verði farið yfir það hvað megi fara betur á næstu Ljósanótt. Hér er ein ábending í blálokin. Flugeldasýningin er mjög skemmtileg og eitthvað sem flestir vilja alls ekki missa af en upphafið að Ljósanótt var ljósa-lista-verkið á Berginu og tendrun á því. Einhvern veginn fór það ofan garð og neðan núna. Við skulum gefa því smá pláss í dagskránni, eftir flugeldasprengjur og kveikja aðeins fyrr þannig að Bergið ljómist upp á meðan flugeldasýningunni stendur.Bæjarhátíð Sandgerðinga er einnig nýafstaðin og þótti takast vel. Hins vegar hafa gamlir og brott-fluttir Sandgerðingar verið í sambandi við ritstjórn og bent á að það hafi verið afturför að færa hátíðina frá hafnarsvæðinu og að skólanum og íþróttahúsinu. Við hafnarsvæðið sé lífæð bæjarins og þar sé einnig að finna veitingahús bæjarins, þekkingarsetur með sína sali, listatorg og fleira. Þessir áfangastaðir séu komnir nokkuð úr leið hjá gestum Sandgerðisdaga þegar hátíðarsviðið sé komið í hinn enda bæjarins. Þessum athugasemdum er hér komið á framfæri við hlutaðeigandi aðila.Nú má segja að haustið sé tekið við af sumrinu. Við hverjum lesendur til að vera áfram í góðu sam-bandi við okkur með ábendingar um áhugavert efni í blaðið okkar, vefinn og sjónvarpsþáttinn. Sendið okkur línu á [email protected].

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar 2015:

Garðamenning orðin til í ReykjanesbæHópurinn sem tók við viðurkenn-

ingum fyrir garða og umhverfi á Ljósanótt. Ljósmynd: Hilmar Bragi

Gatan Norðurgarður í Keflavík.

Aðalgata 17 í Keflavík.

Borgarvegur 1 í Njarðvík.

Hafnargata 69 í Keflavík.

Page 7: 35 tbl 2015
Page 8: 35 tbl 2015

fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR8

Sextánda Ljósanóttin í Reykjanesbæ 2016 tókst vel og mikill fjöldi gesta sótti bæinn heim. Dagskráin var fjölbreytt og stóð yfir í á

fimmta dag en fyrsta atriði var frumsýnt á miðvikudagskvöldi. Því síðasta lauk á sunnudagskvöldi í minnsta hverfi bæjarins, Höfnum.Gott bland var af stórum og smærri viðburðum. Sýningin Lög unga fólksins hjá Blik í auga, heimatónleikar í gamla bænum, lokatónleikar á stóra sviðinu á laugardagskvöldi og ljósmyndasýningin Andlit bæjarins, voru meðal stórra viðburða en margir aðrir áhugaverðir tókust vel, m.a. tugir minni tónleika og myndlistarsýninga. Ljóst er að Ljósanótt er orðin þroskuð bæjarhátíð með mikilli þátttöku heimamanna en einnig koma gestir að viðburðum. Veðurguðir grétu aðeins en heilt yfir slapp veðrið og virtist ekki hafa mikil áhrif á sókn gesta á hátíðina.Heilt yfir gekk allt vel, hátíðin var slysalaus og löreglan var ánægð með gang mála.

Sextánda Ljósanótt gekk vel!

-ljósanótt

Heimatónleikar í gamla bænum í Keflavík var nýjung á þessari Ljósanótt en Menningarfélag Keflavíkur stóð fyrir þeim. Fjórar hljómsveitir léku í jafnmörgum húsum á föstudagskvöld. Hver hljómsveit hélt

tvenna klukkustundar tónleika. Hljómsveitirnar Æla, Trílogía, Gálan og SíGull komu fram. Í boði voru 180 miðar sem giltu á alla staðina. Seldust þeir fljótt upp og er óhætt að segja að uppátækið hafi heppnast vel. Eigendur húsanna voru mjög ánægðir hvernig til tókst og sama er hægt að segja um þá sem mættu. Hreint mögnuð stemmning og tónarnir ómuðu um þetta gamla hverfi þar sem eldri hús njóta sín. Ekki var að heyra annað á eigendum húsanna að þetta yrði endurtekið að ári og vonuðust þeir til að fleiri bættust við.

Heimatónleikar í gamla bænum

Á Melteig var mögnuð stemmning hjá hinni stórefnilegu hljómsveit SíGull.

Æla er bílskúrsband sem steig sín fyrstu skref í skúr við

Vallargötu. Æla var aftur mætt í skúrinn og spilaði af lífs-

og sálarkröftum.

Gálan lék á útisviði við Íshússtíg í gömlu Kristínarbúð

Húsfyllir var á hjólbörutónleikum á fimmtudagskvöld á Ljósanótt í Keflavíkurkirkju. Þremenningarnir Arnór Vilbergsson, Kjartan

Már Kjartansson og Elmar Þór Hauksson fóru á kostum í þessari nýjung. Gestir settu fram óskir um lög sem þeir félagar spiluðu og tókst það vel. Myndaðist skemmtileg stemmning í kirkjunni.

HJÓLBÖRURNAR FYLLTUST!

Þremenningarnir Kjartan, Arnór og Elmar í stuði í Keflavíkurkirkju á hjólbörutónleikum.

Page 9: 35 tbl 2015

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. september 2015 9

pósturu [email protected]

Lög unga fólksins var heiti tónleika Bliks í auga að

þessu sinni. Fjórir stórsöngvarar sungu þekkt lög frá sjöunda, átt-unda og níunda áratug síðustu aldar. Þau Egill Ólafsson, Pétur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefanía Svav-arsdóttir voru góð á sviðinu í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Forvígismenn Bliks, þeir Kristján Jóhannsson, Guðbrandur Einars-son og Arnór Vilbergsson lofuðu áframhaldi á næstu Ljósanótt og því fagna Suðurnesjamenn því þetta framtak er lofsvert og mjög skemmtilegt.

LÖG UNGA FÓLKSINS

Fjör á sviðinu í lokalaginu, dansarar stigu spor og mikð fjör.

Hafnamenn settu punktinn yfir i-ið á vel heppnaðri Ljósanæturhátíð með menningardagskrá undir heitinu „Hátíð í Höfnum“ í félagsheimilinu og tónleikum í Kirkjuvogskirkju.Húsfyllir var á báða viðburði, fyrst á safnastund með þeim Katli Jósefssyni og Sigurjóni Vilhjálmssyni en sá síðarnefndi er á tíræðisaldri og fór á kostum þegar hann rifjaði upp gamla

tíma í Höfnunum. Sigurjón var bróðir söngsystkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna. Þá var einnig myndlistarsýning í félagsheimilinu.Einn af nýbúunum í Höfnum er tónlistar- og söngkonan Elíza Newman en hún hélt núna tónleika í annað sinn í þessu minnsta hverfi Reykjanesbæjar en einu þekktasta. Elíza á ættir að rekja í Hafnirnar og kann vel við sig á þeim slóðum með fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar, Gísli Kristjánsson og tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson komu einnig fram á tónleikunum í kirkjunni. Kaffisala var í félagsheimilinu og heimsóttu margir Hafnirnar þennan dag og styrktu í leiðinni Kirkjuvogskirkju en öll innkoma og styrkir á tónleikunum runnu til hennar.Náttúran skartar sínu fegursta í þessu fyrrverandi sveitarfélagi. Nokkrir harðir Hafnamenn gengu skrefi lengra í tilefni dagsins og létu prenta fána með gamla bæjarmerki Hafnahrepps og flögguðu við félagsheimilið.

Hafnamenn lokuðu Ljósanótt 2015

Mikið fjölmenni mætti á sunnudegi í félags-heimilið í Höfnum.

Elíza Newman og fleiri sungu í Kirkjuvogskirkju, elstu kirkju á Suðurnesjum.

Nú að lokinni sextándu Ljósanóttinni er ástæða til þess að þakka öllum sem að

undirbúningi og framkvæmd þessar mikilvægu bæjarhátíðar komu. Samstarfs- og styrktarað-ilum færum við bestu þakkir. Einnig vil ég þakka öllum gestum, bæði íbúum Reykjanesbæjar sem og öðrum sem heimsóttu okkur um nýliðna helgi, fyrir skemmtilega samveru. Viðburðirnir skiptu tugum og voru hver öðrum betri. Mest um vert er þó að allt fór vel fram, engin slys eða óhöpp urðu svo vitað sé og allir sneru glaðir til síns heima. Eins og venjulega verður nú farið i saumana á framkvæmdinni og kannað hvort og þá hvað megi gera betur að ári.

Kær kveðjaKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.

Að lokinni Ljósanótt

Sveitapiltsins draumur var settur á svið á stóra sviðinu á laugar-

dagskvöldinu við mikinn fögnuð tugþúsunda Ljósanæturgesta.

Hljóm-sveitin Kolrassa krókríð-andi sam-einaðist á ný á Ljósa-nótt.

Árgangagangan er einn stærsti viðburður Ljósanætur ár hvert.

2000 gasblöðrum sleppt við setningu Ljósanætur við Myllubakkaskóla.

Tugir gamalla bíla óku í halarófu niður Hafnargötuna og voru sýndir á Keflavíkur-túninu við Duus.

Page 10: 35 tbl 2015

10 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Garðmenn gefa Reykja-nesbæ risastórt málverkXXBæjarráð Sveitarfélagsins

Garðs hefur samþykkt að fela Listasafni Reykjanesbæjar til eignar og umsjár listaverkið BREATH eftir japanska lista-mannin OZ-Keisuke Yama-guchi. Myndin er afrakstur síðustu listahátíðar Ferskra vinda í Garði og er risastórt málverk sem var málað á striga í sýningarrými við bæjarskrif-stofurnar í Garði.Í gögnum bæjarráðs Garðs segir að myndin verði skráð hjá Lista-verkasafni Reykjanesbæjar, sem hafi umsjón og eftirlit með verk-inu.Þá segir að Sveitarfélagið Garður og Ferskir vindar afhendi verkið Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar sem verkið verður til sýnis.

Eva Björk prestur í KeflavíkursóknXXBiskup Íslands hefur skipað

Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkur-prestakalli. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Alls sóttu sex umsækjendur um embættið, einn dró umsókn sína til baka. Embættið veitist frá 15. september.Umsækjendur um stöðuna voru auk Evu guðfræðingarnir Dís Gylfadóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Fritz Már Bendsen Jörgensen og María Gunnarsdóttir og séra Þór-hallur Heimisson.

Veitingastaður lokar á Garðskaga– stýrihópur á vegum sveitarfélagsins vinnur

að útfærslu ferðaþjónustu á Garðskaga

Sandgerðisbær veitti í gær ár-legar umhverfisviðurkenn-

ingar bæjarins til eigenda þeirra eigna sem þykja snyrtilegar og vel hirtar. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á setningu Sandgerðisdaga í Safn-aðarheimilinu.Holtsgata 3 var valin verðlauna-garðurinn í ár en eigendur hans

eru Hervör Steina Þorkelsdóttir og Sigurður Magnússon.Einnig voru aðrar viðurkenningar veittar:Viðurkenning fyrir snyrtilegt um-hverfi húss og lóðar:Bjarmaland 7, eigendur Salóme Kristjánsdóttir og Kári Sæbjörns-son.

Viðurkenning fyrir gróskumikinn og vel við haldinn garð:Stafnesvegur 4, eigendur Valgerður A. Bergsdóttir og Elís Björn Klem-ensson.Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis:I-Stay tjaldstæði, eigendur Hjördís Ósk Hjartardóttir og Jónas Ingason

-fréttir pósturX [email protected]

Holtsgata 3 var verðlaunagarður Sandgerðis

Verðlaunagarður Sandgerðisbæjar 2015 er að Holtsgötu 3. Mynd af vef Sandgerðisbæjar.

XXBæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaður sem starf-ræktur hefur verið í húsnæði byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitar-félaginu húsnæði veitingastaðarins í byggðasafninu á Garðskaga 30. sept-ember nk.Þá hefur bæjaryfrir-völdum í Garði bor-ist erindi er varðar f e rð a þ j ó nu s t u á Garðskaga. Í erind-inu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fast-eigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitar-félagið um rekstur á Garðskaga.

Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppbyggingu í ferða-þjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferða-þjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.

S t ý r i h ó p u r u m stefnumótun um at-vinnumál og ferða-þjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um star f s emi og rekstur ferðaþjón-ustu og byggðasafns á Garðskaga. Bæjar-ráð Garðs samþykkti samhljóða sl. vetur að fela stýrihópi að

vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrarfélagi sem annist allan rekstur og starfsemi á Garðskaga

TIL LEIGU ÓSKAST

TIL SÖLU

Til leigu raðhús 5 herb. Faxabraut Keflavik, frabaer stadsetning , 190þ. + rafm og hiti. Miklar kröfur gerðar til leigjanda um uppl. og meðmæli, aðeins reglufólk kemur til greina. Tilbúin til leigu 1. Okt. S 8982265 Guðmundur.

STUDIOÍBÚÐ 36.5 fm með sér-inngangi til leigu í Keflavik. Reglu-samt, reyklaust fólk með fasta vinnu koma til greina. Sími 854-6797.z

Reglusöm kona á 70 aldri óskar eftir 3 herb í íbúð í Keflavík eða ná-grenni frá miðjum Nóv 2015 nánari Uppl. í 8618311.

Chevrolet Lacetti árg 05, bein-skiptur ekinn 119 þús km. Ásett verð 500 þús kr. Uppl. í síma 456-3170.

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Verið velkomin á samkomu

alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

ATVINNAATVINNAÍslandsbleikja  Grindavík

 Íslandsbleikja Grindavík  óskar eftir starfsfólki. 

Um er að ræða framtíðarstörf. 

Upplýsingar gefur Bergþóra í síma 696-8781

A t v i n n aSorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir að ráða til starfa vélfræðing eða vélstjóra í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins.

Unnið er á vöktum.

Starfssvið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stöðvarinnar, viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum o.fl.

Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, geta unnið sjálfstætt og undir álagi.

Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvufærni og enskukunnáttu.

Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og var tekin í notkun árið 2004.

Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns.

Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505.Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til [email protected]

fyrir 25. september 2015.

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, ReykjanesbæOpnunartímarMiðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00Fatnaður, skór og gjafavara

Rauði krossinná Suðurnesjum

Hópsnes ehf. óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa í fullt starf í sorphirðuþjónustu fyrirtækisins. 

Nánari upplýsingar veitir Otti Rafn Sigmarsson á [email protected] eða í síma 823 1118.

ATVINNA

Page 11: 35 tbl 2015

FÓLK MEÐ SIRRÝ

kl. 20.45og kl. 22.45

23. SEPT

28. OKT

ATVINNULÍFIÐ

kl. 21.00og kl. 23.00

AFSAL

kl. 21.00og kl. 23.00

ÞJÓÐBRAUT

kl. 21.00og kl. 23.00

kl. 20.00og kl. 22.00

HEILSU- TÍMINN

LÍFSSTÍLL

kl. 20.00og kl. 22.00

HEIMILD

kl. 20.00og kl. 22.00

VITI MENN

kl. 20.00og kl. 22.00

KRYDDJURTIR

kl. 20.45og kl. 22.45

4·3·3

kl. 21.30og kl. 23.30

HOLLUSTA & HAMINGJA

kl. 20.45og kl. 22.45

FÓLK MEÐ SIRRÝ

kl. 20.00og kl. 22.00

OKKARFÓLK

kl. 20.00og kl. 22.00

kl. 20.00og kl. 22.00

HERRA- HORNIÐ

kl. 20.00og kl. 22.00

HELGIN

kl. 19.30

SJÓNAR-HORN

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

með Karli Th. Birgis

með Auði Rafns

með Sigmundi Ernimeð Sigmundi Erni

með Gígju Þórðar

með Sirrý

með Sirrý

DÖMU -HORNIÐ

kl. 20.15og kl. 22.15

með Sirrý með Helga Pé

með Karli Ágúst með Lóu Þórhalls

5. OKT

kl. 20.45og kl. 22.45

ALLT ER NÚ TIL

kl. 20.30og kl. 22.30

KÍKT Í SKÚRINN

kl. 21.30og kl. 23.30

LÍFSINS LIST

með Jóa Bachman

með Sirrý

kl. 21.00og kl. 23.00

ÚR SMIÐJU PÁLS

kl. 21.00og kl. 23.00

GOLF MEÐ EYFA

kl. 20.30og kl. 22.30

ÉG BARA SPYR

með Páli Steingríms með Eyfa Kristjáns

kl. 20.30og kl. 22.30

GRILL-SPAÐINN

með Sigurði K. Kolbeins

með Sigurði K. Kolbeinsmeð Rakel Sveins

með Páli Magnússyni

með Herði Jóns

með Rakel Sveins og Rakel Garðars

29. SEPT

kl. 21.30og kl. 23.30

RIT-STJÓRARNIR

www.hringbraut.is

Hringbraut er á rás

7 hjá Símanum og

25 hjá Vodafone

og 35 á örbylgjunni.

Dagskráin er öllum opin.

Upplýsandi, fróðlegir og stundum ögrandi sjónvarps-þættir. Innlend dagskrá eins og hún gerist best. Fylgstu með!

kl. 20.30og kl. 22.30

BÓKIN SEM BREYTTI MÉR

með Sigmundi Erni

KVENNARÁÐ

kl. 20.30og kl. 22.30

með Björku Eiðs

16. OKT

kl. 20.45og kl. 22.45

ALLT ER NÚ TIL

kl. 21.00og kl. 23.00

LÍFSINS LIST

með Sirrý

kl. 21.30og kl. 23.30

KÍKT Í SKÚRINN

með Jóa Bachman

VITI MENN

kl. 20.30og kl. 22.30

með Karli Th. Birgis

kl. 21.00og kl. 23.00

HERRA- HORNIÐ

með Sigmundi Erni

kl. 21.30og kl. 23.30

FÓLK & FRUMKVÆÐI

með Sölva Tryggva

kl. 20.00og kl. 22.00

MANNAMÁL

með Sigmundi Erni

DÖMU -HORNIÐ

kl. 21.15og kl. 23.15

með Sirrý

HEIMILD

kl. 21.30og kl. 23.30

við miðlum af reynslu

GLÆSILEG DAGSKRÁ Á H

RING

BRAUT

með Helgu Eir

með Helgu Eir þættir frá Bergvik

með Lukku Páls

þættir frá Bergvik

Page 12: 35 tbl 2015

12 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

VILT ÞÚ DREIFA PÓSTI Í SANDGERÐI?

Pósturinn óskar eftir öflugum bílstjóra/bréfbera til að dreifa bögglum og bréfum í Sandgerði. Um er að ræða 100% starf, vinnutími er 7.30 –15.45. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem fyrst.

Einnig vantar fólk í tilfallandi tímavinnu við dreifingu á sama stað.

Upplýsingar gefur Anna María – 421 4300 / 825 1140

Umsóknarfrestur er til 18. september. Umsóknir sendist á [email protected].

www.postur.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-1

86

6

Á hvaða braut ertu? Er á Málabraut og Félagsfræði-braut.Hvaðan ertu og aldur? Kem frá Reykjavík og er tvítugur.Helsti kostur FS? Færð að kynnast fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.Áhugamál? Saga, tónlist og það toppar ekkert að ferðast kringum heiminn.Hvað hræðistu mest? Að týna hinum sokknum.Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Fyrsta nafn sem mér dettur í hug er Sólborg Guðbrandsdóttir með sína sönghæfileika.

Hver er fyndnastur í skólanum?Held að það fari ekki framhjá neinum að Heba Ingvars gerir skóladaginn betri.Hvað sástu síðast í bíó? Kíkti á Straight Outta Compton sem kom mér verulega á óvart.Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Sigga Hall og Extra tyggjópakka.Hver er þinn helsti galli? Gleymi alltaf húslyklinum.Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Spotify og Instagram.Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi laga loftræstinguna og fá mötuneytið til að þjóna okkur í tímum líkt og í háloftunum.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „þetta reddast“ og „fæ ég einn sjéns?“Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Held að ég muni ekki eftir eins góðri byrjun á félagslífinu alla mína skólagöngu, erum svo sannarlega á uppleið.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Nám í hjúkrunarfræði við Há-skólann á Akureyri.Hver er best klædd/ur í FS? Róbert Freyr

Sindri Stefánsson er FS-ingur vikunnar. Hann er tvítugur, kemur frá Reykjavík og er á mála- og félagsfræðibraut.

Stefni á hjúkrunarfræði á Akureyri

-fs-ingur vikunnar

Kennari: Ve r ð a ð s e g j a a ð

það er erfitt að gera á milli John Richard Middleton og Rósu dönsku.Fag í skólanum: Bóklegu fögin eru svo mörg en hvaða snillingi datt í hug að kenna dans? Allan daginn vel ég dans fram yfir lestur og reikning!Sjónvarps-þættir: Leiðarljós með Ömmu.

Kvikmynd: Með allt á hreinu.Hljómsveit/tónlistarmaður: Kaleo og Freddy Mercury.

Leikari: Johnny Depp

Vefsíður: YoutubeFlíkin: Jakkinn og slaufan.Skyndibiti: Búllan.Hvaða tón-list/lag fíl-arðu í laumi (guilty pleasure)? George Mic-hael - Care-less Whisper

Eftirlætis

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Með Kela Keflvíking í broddi f y lkingar blés dei ldin

til morgunverðar í TM-höll-inni s.l. laugardag í þriðja sinn. Mikill fjöldi gesta styrkti starf-semina með því að mæta og njóta veitinga. Gaman er að geta þess að Keflvíkingar fæddir 1965 tóku daginn snemma og mættu í morgunverðinn áður en þeir

héldu í árgangagönguna. Deildin vill einnig þakka þeim Óla Ás-munds, Kalla Óskars, Guðjóni „vikapilti“ Skúla, Einari for-manni, starfsfólki íþróttahússins og fjölda fyrirtækja fyrir ómetan-lega aðstoð.

Sjáumst að ári! Stjórn KKDK

Morgunverður á LjósanóttKörfuknattleiksdeildin í Keflavík þakkar stuðninginn.

HELGAR NÁMSKEIÐBLÖNDUÐ TÆKNI

Kennt verður , Myndbygging, kol,Olí málun og INK blek málun.

25. september - 27. septemberí Ný Vídd.

Námskeiðið verður á föstudeginum k.l 17:30 - 20:30, laugardeginum kl. 10:00 - 17:00

og sunnudeginum kl. 10:00 - 17:00.

Allt efni er innifalið og boðið verður upp á léttar veitingar, gleði og gaman.

Upplýsingar í síma 699 7754.

Langbest óskar eftir að ráða hressa og duglega starfsmenn í 100% starf.

 Einnig vantar okkur fólk í 50% starf kvöld- og helgarvinnu. Unnið er eftir vaktarkerfi 2-2-3.

Áhugasamir sendi umsókn á netfangið [email protected]

ATVINNA

Page 13: 35 tbl 2015

13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. september 2015

RAFVIRKJAR

ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is

Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða öfluga rafvirkja/nema, til starfa á suðurnesjum.

Helstu verkefni ÍAV eru á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum.

Öll verk eru unnin í uppmælingu.

Verkefnastaða er mjög góð og má þar nefna m.a. • Kísilver í Helguvík • Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar • Fangelsi á Hólmsheiði • Uppbygging HB Grandi • Aðveitustöð á Akranesi • Ýmis þjónustuverkefni

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Gunnarsson fag-stjóri raflagna, í síma 693 4310. Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is

Við breytum vilja í verk

-ung

Sjúkra-þjálfarinn spennandi

Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir er nemandí í 10. bekk í Heiðarskóla. Kjúklingasalat er uppáhalds maturinn hennar og Bold and the Beautiful sjónvarpsþáttaröðin lýsir henni best!.

Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fæ mér að borða og fer svo yfir-leitt á æfingar eða hitti vini mína. Hver eru áhugamál þín? Að dansa og vera með vinum og fjölskyldu. Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði er í uppáhaldi. En leiðinlegasta? Ábyggilega nátt-úrufræði.Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Klárlega Beyoncé. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið!

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Er ekki farin að hugsa svo langt, en mér finnst sjúkraþjálfari spenn-andi. Hver er frægastur í símanum þínum? Það hlýtur að vera Höddi Sveins.Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Jón Jónsson.Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Gera það sem ég get ekki gert sýni-leg.Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat er í miklu uppáhaldi.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög þæginlegum bara. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Flippuð og elska að gera klikkaða hluti.Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Starfsfólkið og nemendurnir.Hvaða lag myndi lýsa þér best? Flestir segja sexy got back ha...ha...Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Bold and the beautiful, vegna þess það er oft mikið drama í gangi í mínu lífi.

Bíómynd? LOLSjónvarps-þáttur? Ég held að það sé Neighbo-urs. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Það eru svo margir, get ekki valið einn uppáhalds.Matur? Kjúklingasalat er í miklu uppá-haldi!Drykkur? Vatn eða Eplasvali.

Leikari/Leik-kona? Shailene Wood-ley eða Jennifer Aniston. Fatabúð? Ég elska Tops-hop og Bershku.Bók? Ég hef engan áhuga á að lesa og ég hef aldrei lesið góða bók.Vefsíða? Facebook.

Besta:

Page 14: 35 tbl 2015

14 fimmtudagur 10. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að íslenska karla-

landsliðið í körfubolta hefur verið að leika fantavel á Euro-basket og komið mörgum á óvart þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa öllum leikjum sínum til þessa. 6 stiga ósigrar gegn bæði Ítalíu og gestgjöfum Þýskalands hefðu vel getað endað sem sigrar og ágætis kaflar gegn gríðar-lega sterku Serbnesku liði hefur sannfært fólk í allri álfunni að Ísland sé ekki mætt til Berlínar til að vera „hvíldardagur“ fyrir önnur lið. Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, átti góð-an dag í Mercedes Arena gegn Serbíu á þriðjudag og var stiga-hæstur með 18 stig en auk þess reif hann niður 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu.Fjöldinn allur af íslenskum áhorf-endum er mættur til Berlínar til að styðja íslenska liðið og hefur verið fyrirmyndarstemmning á pöllum hallarinnar sem hér er leikið í. Þjóðverjar mega eiga það að allt skipulag og umgjörð í kringum mótið er eins og það gerist best og hefur t.a.m. verið spilað stíft á körfuboltavelli sem settur var niður fyrir utan Merce-

des Arena, en á einmitt þeim velli fór íslenskt lið ósgrað í gegnum lið frá öllum þjóðum sem taka þátt í riðlakeppninni á leikdegi gegn Serbíu.Í stærri leikjum hér í Berlín skyldi enginn reyna að halda því fram að körfubolti sé ekki risastór íþrótt. Í leik Þýskalands og Serbíu upp-lifði maður það sem maður gæti bara dreymt að gera með íslensku landsliði. Stútfull höll og ekki einn maður sitjandi eða ekki að kyrja söngva. Staðreyndin er sú að við erum að upplifa tíma þar sem að íslensk landslið í stærri íþróttagreinum eru að komast á stórmót og það ætti hvert einasti maður að íhuga sumardvöl í Frakklandi næsta sumar að horfa á fótbolta. Það er óvíst hvort okkur takist þetta aftur í bráð þótt efniviðurinn sé vissulega mjög góður og full ástæða til bjartsýni. Það þarf ýmislegt að ganga upp til að svo lítil þjóð haldi stöðug-leika á meðal þeirra bestu svo ég legg til að allir njóti þess á meðan það er að gerast. Þetta er eitthvað til að tala um seinna meir og lík-lega verður árið 2015 eitt það magnaðasta í íslenskri íþrótta-sögu í langan tíma.

Frábær stemmning í Þýskalandi

Sigurður F. Gunnarsson, íþróttafréttamaður, skrifar frá Berlín

Sigurganga bardagamanna úr Reykjanesbæ heldur áfram

XXUm helgina fór fram Mjölnir Open Unglinga í Mjölniskastalanum í Reykjavík. Þetta er keppni í svoköllallaðri uppgjarfarglímu þar sem keppt er án alls útbúnaðar, þangað til annar keppandinn gefst upp eða tíminn klárast og sá sem hefur skorað fleiri stig vinnur.Fimm keppendur tóku þátt fyrir hönd Sleipnis úr Reykjanesbæ og stóðu allir keppendur sig með prýði. Flestir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti í þessari grein. Það er styðst frá því að segja að Gunnar Örn Guðmundsson varð þriðji í þungavigt barna þar sem hann var yngstur og lang léttastur.Bjarni Darri Sigfússon varð annar í þungavigt unglinga þrátt fyrir að vera léttasti keppandinn. Hann sigraði síðan Opna flokkinn sem er eftirsóttasti titill þessa móts því í þeim flokki keppa allir sigurvegarar mótsins sín á milli.Það sem liðið er af þessu ári hefur Bjarni unnið til flestra stærstu titla í sínum aldursflokki í fimm bardagagreinum.

Fyrstu hnefaleikabardagar landsins án höfuðbúnaðar

fóru fram á boxkvöldi á Ljósa-nótt um nýliðna helgi. Þar fór fram einn merkasti íþróttavið-burður landsins á vegum Hnefa-leikafélags Reykjaness. Það eru liðin tæp tvö ár síðan Alþjóðlega hnefaleikasambandið breytti reglum sínum hvað varðar höfuð-búnað í ólympískum hnefa-leikum. Núna eru allir yfir 19 ára í karlaflokki án höfuðbúnaðar og er það í fyrsta skipti sem þeim reglum hefur verið fylgt eftir á íslenskri grundu.Björn Lúkas kom fram í þriðja bar-daga kvöldsins og var það fyrsti bardagi landsins án höfuðbúnaðar. Hann sýndi hreint frábæra takta og náði að slá niður andstæðing sinn í annarri lotu. Eftir talningu stöðv-aði dómari bardagann og sigurinn fór til HFR á tæknilegu rothöggi. Þetta er fyrsti bardagi Björns Lúk-asar í hnefaleikum og var hann sín-um félögum heldur betur til sóma.

Að öllu leyti var þetta vel heppn-aður viðburður á Ljósanótt og vel sóttur, en í áhorfendasal voru í kringum 250 manns. Þar á meðal voru MMA kapparnir Gunnar Nelson og Árni Ísaksson. Einnig var Kolbeinn Kristinsson, atvinnu-boxari Íslands, á svæðinu að styðja

sitt fólk. Eins og vanalega sá Skúli Steinn Vilbergsson um að kynna kvöldið, en sá maður er vel kunnur því að stíga í hringinn, segir í frétt frá Hnefaleikafélagi Reykjaness. Nánar er fjallað um keppnina á vef Víkurfrétta, vf.is.

Gunnar Nelson sótti boxkvöld á Ljósanótt:

Björn Lúkas stöðvar and-stæðing sinn í annarri lotu

Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkinga er

hvergi banginn þrátt fyrir að lið hans sé nú í harðri botnbáráttu í 2. deild karla en Njarðvíkingar taka á móti Sindra frá Hornafirði á laugardag í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins.„Mér líst vel á framhaldið. Við fáum Sindramenn í heimsókn til okkar og okkur langar svakalega mikið til að ná í sigur þar sem mundi í framhaldinu gera alveg rosalega mikið fyrir okkur. Svo eigum við Ægismenn í lokaleik mótsins og það gæti farið svo að hann mun

skera úr um hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni.“„Þær eru margar tilfinningarnar sem bærast innra með manni þessa dagana- sagði Guðmundur spurður útí hvað menn sjái í baksýnisspegl-inum þegar horft er yfir tímabilið sem er að klárast. „Að sjálfsögðu væri skemmtilegra að vera búinn að tryggja sætið í deildinni, tala nú ekki um ef liðið væri í baráttu á hinum enda töflunnar. En staðan er þessi og að sjálfsögðu spyr maður sjálfann sig að því hvort maður hefði átt að gera eitthvað öðruvísi. En því verður ekki breytt núna, það eina sem skiptir máli núna er að

tryggja sæti liðsins í deildinni. Við höfum smá reynslu af svona bar-áttu frá því í fyrra og ég er að vonast til þess að hún muni nýtast okkur í þeim leikjum sem eftir eru.“Ljóst er að leikur helgarinnar skyldumæting væri ekki fyrir alla sanna Njarðvíkinga á leik liðsins gegn Sindra um helgina var Guð-mundur ekki í vafa um að liðið fengi góðan stuðning. „Það væri vissulega frábært að sjá sem flesta mæta á völlinn og styðja strákana. Á sama tíma sína þeir sem mæta að þeim stendur ekki á sama um Njarðvík og þeirra stöðu.

HÖFUM REYNSLU AF ÞESSU SÍÐAN Í FYRRA

-segir Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkur

Tryggvi hefur verið að styrkja Njarðvíkurliðið

Björn Lúkas kom fram í þriðja bardaga kvöldsins og var það

fyrsti bardagi landsins án höfuðbúnaðar. Hann sýndi

hreint frábæra takta ognáði að slá niður andstæðing

sinn í annarri lotu. Eftir talningu stöðvaði dómari bar-dagann og sigurinn fór til HFR

á tæknilegu rothöggi.

Page 15: 35 tbl 2015

15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. september 2015

Skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi og undirbúningsnámskeið fyrir hæfnispróf veiðimanna.

Skráning fer fram á www.veidikort.is

Staðsetning: Hótel KeflavíkSkotvopn bóklegt: 1. og 2. október kl 18.00-22.00Skotvopn verklegt: 3. okt kl 10.00 Skotsvæði.

Veiðikortanámskeið: 8. okt kl 17.00-23.00Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 13.500,- og skotvopnanámskeiðið kr. 20.000.-

Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis. Skráning fer fram á vefnum veidikort.is. Nánari upplýsingar á veidikort.is.

Keflavík

– Ert þú utan höfuðborgarsvæðisins?

– Langar þig að ná fastari tökum á heilsunni með hjálp fagfólks?

– Getur þú æft sjálfstætt en vantar stuðning til að komast af stað?

– Viltu laga til í mataræðinu?

- Þín brú til betri heilsu

www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010

Nánari upplýsingar í síma 5601010

Fjarnámmeð stuðningi fagaðila - þrír mánuðir

pósturu [email protected]

Keppnin um „Sterkasta mann Suðurnesja“ var haldin í

tólfta sinn í tengslum við Ljósa-nótt í Reykjanesbæ.Það er Massi lyftinga og líkams-ræktardeild UMFN sem hefur séð um mótið frá upphafi og óhætt að segja að keppnin sé orðin órjúfan-legur hluti af Ljósanótt.Níu keppendur skráðu sig til leiks en aðeins sjö skiluðu sér á keppnis-dag enda þekkt að spennan beri menn ofurliði þegar líða fer að móti. Þeir Hervar Bragi Eggertsson, Þorvarður Ólafsson, Ásmundur Ólafsson, Arngrímur Anton Ólafs-son, Magnús Már Hallsson, Ivan Dragana Illevski og Hákon Stef-ánsson sýndu það og sönnuðu úr hverju Suðurnesjamenn eru gerðir þegar þeir reyndu með sér í 300kg dekkjaveltu sem fyrstu grein og ljóst að þarna væru menn komnir

til að gefa allt sem þeir ættu í afl-raunir dagsins.Strax í upphafi var þó ljóst að baráttan um fyrsta sætið stæði á milli Þorvarðs og Hákons. Svo jafnir voru þeir eftir fimm greinar að bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar.Mótstjórinn Sturla Ólafsson boð-aði að úr yrði skorið með dauða-göngu þ.e.a.s 200kg bóndagöngu eins langt og menn kæmust án þess að missa byrðina úr greipum sér. Þorvarður byrjaði og gerði sé lítið fyrir og gekk litla 46 metra. Hákon lagði svo grimmur af stað og fór hratt yfir en þurfti að lúta í lægra haldi aðeins tveimur metrum frá marki Þorvarðar og um leið annað sætið orðin staðreynd og sigurinn í höfn hjá Þorvarði. Í þriðja sæti var hinn ungi og efnilegi Hervar Bragi Eggertsson.

Keflvíkingar mæta Vals-mönnum í 18. umferð Pepsí deildar karla á sunnudag. Strákarnir úr bítlabænum hanga á síðustu vonar-glætum þess að halda sæti sínu í deildinni á meðan Valsmenn eru í baráttunni við topp deildarinnar og hafa auk þess unnið bikarmeistara-titilinn og tryggt sæti sitt í Evrópu-keppni næsta sumar. Það verður að telja Keflvíkinga svo gott sem fallna þar sem að úrslit úr öðrum leikjum þurfa að detta með þeim í öllum umferðum á sama tíma og Keflavík verður að innbyrða öll þau stig sem í boði eru.

Grindvíkingar hafa form-lega sagt skilið við tölfræðilega möguleika á því að komast upp í Pepsí deildina en liðið varð að játa sig sigrað gegn Þór Akureyri um síðustu helgi, 1-2, á Grindavíkur-velli. Þar með er nokkuð ljóst að tvö Suðurnesjalið munu leika í 1. deild karla næsta sumar en Grinda-vík siglir nú lygnan sjó í 7. sæti 1. deildar. Grindavík mætir KA í næstsíðustu umferð Íslandsmótið. Leikið er á Akureyri og hefst leikur-inn kl. 13.

Njarðvíkingar heyja harða fallbaráttu í 2. deild karla en liðið varð að sætta sig við 3-3 jafntefli við KV á Njarðtaksvell-inum s.l. helgi, 3-3. Jafnteflið gerir það að verkum að Njarðvíkingar verða að ná í a.m.k. einn sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru til að forðast fall í 3. deild en tapi Tindastóll báðum leikjum sínum þurfa Njarðvíkingar ekki að ná í eitt einasta stig í viðbót. Njarðvíkingar mæta Sindra á laugardag og hefst leikurinn kl. 14.

Reynir Sandgerði er aftur á móti að berjast um að komast upp í 2. deild úr þeirri þriðju en Sand-gerðingar hafa misst nokkur stig í síðustu umferðum sem gætu reynst liðinu mjög dýrkeypt þegar flautað verður til leiksloka á laugardag en liðið sækir þá KFS heim á Siglu-fjörð. Reynir er nú í 3. sæti deildar-innar, einu stigi á eftir Völsungi sem getur tryggt sér farseðilinn uppúr 3. deildinni með sigri á Berserkjum en Reynismenn verða að sigra og von-ast eftir því að Húsvíkingar missi frá sér stig.

Víðismenn sigla lygnan sjó en Garðmönnum tókst að leggja Sand-gerðinga sannfærandi um síðustu helgi þar sem að Milan Tasic gerði tvö mörk en kappinn hefur vart hætt að skora frá því að hann gekk til liðs við Víðismenn snemma í júlí. Víðir hefur að engu að keppa nema að ljúka tímabilinu sterkt og mæta KFR á laugardag kl. 14 á Nesfisk-svellinum í Garði.

Munu fjögur Suður-nesja lið leika í einni og sömu deildinni?

Glöggir lesendur hafa væntanlega rekið augun í þá stórmerkilegu staðreynd að sá möguleiki er fyrir hendi að 4 af 6 Suðurnesjaliðum í karlaboltanum gætu spilað í sömu deild næsta sumar. Ef að Njarð-víkingar falla úr 2. deild, Reynis-mönnum mistekst að vinna sér inn sæti í 2. deild og Þróttarar í Vogum fara uppúr 4. deildinni verður um að ræða sannkalla Suðurnesjadeild og í fyrsta skipti í sögunni sem öll þessi lið leika í einni og sömu deild-inni frá því að deildarkeppnin var sett á laggirnar.

Þorvarður sterkasti maður Suðurnesja

Kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84fimmtudaginn 17. september kl.20

Þetta kynningarkvöld er opið öllum að kostnaðarlausu til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa sé námskeið fyrir þig.

Námskeiðið er kennt á fimmtudögum milli kl.19 – 22Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur. Hvert kvöld hefst með léttri máltíð.

Kennsla hefst fimmtudaginn 24. september kl.19Kennsla hefst fimmtudaginn 24. september kl.19

Upplýsingar í síma 697 7993 Kristinn og 864 1330 Óðinn.

Velkomin á Alfa námskeið

Alfa stendur fyrir nýja byrjun.

Veistu um hvað „Kristin trú“ snýst?

Trúir þú á líf eftir þetta líf?

Page 16: 35 tbl 2015

vf.isvf.is

-mundiFIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER • 35. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Það er til skoðunar að mála teiknimyndafígúruna Línuna

á nýjan göngu- og hjólreiðastíg sem unnið er að því að leggja frá flugstöð Leifs Eiríkssonar og til Keflavíkur.Nú þegar hefur verið malbikaður stígur frá flugstöðinni og meðfram flugvallargirðingunni að Rósasel-storgi á Reykjanesbraut. Haldið verður áfram með stíginn framhjá Rósaselstjörnum og að Eyjavöllum í Keflavík þar sem stígurinn tengist inn á göngustígakerfi Reykjanes-bæjar.Á dögunum vakti Friðrik Frið-riksson úr Keflavík athygli á því að bútur úr stígnum nærri flugstöð-inni hafði ekki verið malbikaður og athugasemdinni fylgdi mynd af teiknimyndafígúrunni Línunni, sem fólk á miðjum aldri og aðeins yngra man eftir úr Ríkissjónvarp-inu frá því í gamla daga. Ljósmynd-ari Víkurfrétta tók nýja mynd af vettvangi þar sem malbikið endaði og útfærði „athugasemd“ Friðriks

með því að „mála“ Línuna á mal-bikið í myndvinnsluforriti.Myndin af Línunni rataði svo á fésbókina þar sem hún tók svo sannarlega flugið því á mánudag hafði myndinni verið deilt yfir 13.000 sinnum á a.m.k. tveimur fésbókarsíðum. Hugsanlega eru orðin til fleiri eintök af myndinni sem nú ferðast um óravíddir int-ernetsins. Viðbrögð netverja eru flest á þann veg að hugmyndin sé snjöll og flestir trúa því reyndar að myndin sé raunveruleg og að Línan hafi þegar verið máluð á stíginn.

Þær upplýsingar fengust hjá um-hverfissviði Reykjanesbæjar að nú sé til skoðunar að mála Línuna á göngu- og hjólastíginn. Hún yrði þá máluð þar sem stígurinn mætir Reykjanesbrautinni, enda brautin farartálmi og það er þekkt hjá Lín-unni úr teiknimyndunum að gera athugasemdir við það þegar hún komst ekki áfram vegna farartálma sem voru af ýmsum toga.Lokið verður við göngu- og hjóla-stíginn síðar í haust en hann verður m.a. lagður eftir vegi sem nú er notaður við lagninu á jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur.

15

-18

33

- H

VÍT

A H

ÚS

IÐ /

SÍA

Viltu gera gott lið enn betra

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinnaHjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

Við leitum að öflugu og reynslumiklu mannauðsfólki á skrifstofur okkar í Keflavík og Reykjavík.Við óskum e�ir reynslubolta til þess að stýra mannauðsmálum í Reykjavík og snjöllum mannauðsráðgjafa í mannauðsteymi okkar á Keflavíkurflugvelli.

Þú veist hvað þarf til en við gerum ráð fyrir haldgóðri háskólamenntun og reynslu á sviði mannauðsmála. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is/atvinna

Viltu vita meira? Hafðu samband við Sigurð Ólafsson, [email protected] eða Sóleyju Ragnarsdó�ur, soley.ragnarsdo�[email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 16. september.

13.000 manns hafa deilt mynd af nýjum göngu- og hjólastíg:

Skoða alvarlega að mála „Línuna“ á nýjan stíginn

Línan var teiknuð inn á þessa mynd í myndvinnslufor-riti. Margir halda að gjörningurinn sé raunverulegur.

Nú er hins vegar til skoðunar að mála Línuna á stíginn í alvöru. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sandgerðingar vilja flóttafólkXXBæjarráð Sandgerðis hefur lýst yfir vilja til þess að taka á móti flótta-

fólki frá Sýrlandi. Bæjarráðið fundaði á þriðjudag og tók þar fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu vegna málefna flóttafólks. Yfirvöld í Sandgerði munu í framhaldi af yfirlýsingu bæjarráðs eiga viðræður við ráðuneytið um málið.Þá hefur Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra í Grindavík, verið falið að setja saman minnisblað með nauðsynlegustu upplýsingum svo bæjarstjórn Grindavíkur geti tekið ákvörðun um flóttamannamál á fundi sínum þann 29. september nk.Bæjarráð Garðs gerir ráð fyrir að taka fyrir erindi Velferðarráðuneytisins í næstu viku.Erindi ráðuneytisins hefur ekki verið tekið til formlegrar skoðunar hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þó má geta þess að Reykjanesbær hefur sinnt móttöku hælisleitenda/flóttamanna um margra ára skeið og gerir enn.

Gleymdi gleraugunum og ók út í skurðXXÓheppinn ferðamaður sem var að aka bílaleigubíl sínum frá hóteli

í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og í flug á Keflavíkurflugvelli um helgina endaði ökuferðina ofan í skurði við hótelið. Hafði hann gleymt að setja upp gleraugun fyrir aksturinn og tók beygju of snemma með fyrrgreindum afleiðingum. Engum varð meint af óhappinu og skemmdir á bifreiðinni voru minniháttar.

Gleraugnalausi ferðamaðurinn hafnaði í skurði nærri smábátahöfninni í Gróf.

Ljósmynd: Eiríkur Barkarson