sjonaukinn35 tbl 2013

8
Sjónaukinn 35. tbl 28.árg 28. ág—3. sept 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Upload: karlasgeir

Post on 22-Mar-2016

221 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn35.tbl.2013.pdf

TRANSCRIPT

Page 1: Sjonaukinn35 tbl 2013

Sjónaukinn 35. tbl 28.árg

28. ág—3. sept 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Page 2: Sjonaukinn35 tbl 2013

Á döfinni

Tími Hvað-Hvar tbl Miðvikudagur 28. ágúst

kl. 18.30 Badminton byrjar í Íþróttamiðstöðinni 35

Sunnudagur 1. september

kl.14 Messa og ganga. Staðarbakkakirkja 35

kl.13 Golfmót Kormáks (not open) Akranesi 35

Þriðjudagur 3. september

kl.18.30 Blakæfingar hefjast í Íþróttamiðstöðinni 35

Mánudagur 9. september

Æfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 34

Sjónaukinn

Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormáks

Badminton Er ekki gott að fara að hreyfa sig,

badminton er góð og krefjandi íþrótt

Badminton er á mánudögum og miðvikudögum

Spilum í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga

Mánudaga kl. 18.30-20.00

Miðvikudaga kl. 18.30-20.00

Badmintonflugur eru ekki í verði aðgöngumiða.

Nýir og eldri félagar velkomnir.

Byrjum miðvikudaginn 28. ágúst

Badmintonsdeild Kormáks

Page 3: Sjonaukinn35 tbl 2013

Sá/sú sem tók "Gull" lykilinn af brúna skápnum

sem stóð frammi á Nytjamarkaðnum 17. ágúst er

vinsamlegast beðin um að setja hann inn um

bréfalúguna á Hlíðarvegi 25 n.h.n.

Með fyrirfram þakklæti. Gærurnar.

Staðarbakkakirkja

Messa og ganga. Messa nk. sunnudag kl. 14. Eftir messu verður ganga að Melstað

og kaffisopi í safnaðarheimili. Bílferð til baka. Gangan hentar

börnum og fullorðnum.

Sóknarprestur og sóknarnefnd

Page 4: Sjonaukinn35 tbl 2013

Grunnskóli Húnaþings vestra 530 Hvammstangi Góður skóli – gjöful framtíð S: 4552900 / 4552910

Íbúð til leigu

Til leigu er íbúð í skólanum á Laugarbakka.

Kennaraíbúð 1, um 100 fermetra, 4 herbergja.

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2013 og umsóknum skal skila

skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra eða á netfangið

[email protected].

100.000 kr. tryggingargjald þarf að greiða fyrirfram ef íbúð er

leigð.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri.

Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

[email protected]

862-5466

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST

FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI. Netfang: [email protected]

sími: 869-0353

Page 5: Sjonaukinn35 tbl 2013

Girðingar Bændur /landeigendur.

Úttektir á girðingum meðfram vegum fara fram í september .

Þeir sem ætla að tilkynna girðingar í lagi en hafa ekki gert það

ennþá eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu viðkomandi

sveitarfélags sem fyrst og tilkynna girðingar í lagi.

Vegagerðin Hvammstanga

Geymslupláss til leigu í Grettisbóli á

Laugarbakka í vetur

Vantar þig að koma fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða öðru

sambærilegum tækjum í geymslu í vetur? Geymslupláss til leigu

í góðu upphituðu og rakaheldu húsnæði.

Verð á geymslu miðast við tímabilið

1. september til 30. apríl 2014

Dæmi um verð:

Tjaldvagn: 5.000 pr. mán.

Fellihýsi: 5.500 pr. mán.

Bíll (meðalstærð): 6.500 pr. mán.

Hjólhýsi (meðalstærð): 6.500 pr. mán.

* Eigendur þurfa að fjarlægja gas og rafgeyma og tækin eru ekki

tryggð í húsnæðinu og eru því á ábyrgð eigenda.

Upplýsingar eru veittar í síma 891-7464 og einnig má senda

tölvupóst á [email protected]

Page 6: Sjonaukinn35 tbl 2013

Helgarnámskeið fyrir byrjendur í Fab Lab á

Sauðárkróki

Tveggja helga námskeið í Fab Lab (Stafræn smiðja) verður haldið á í

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. helgarnar 14.-15. sept og

21.-22. sept 2013, ef næg þátttaka fæst.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til

að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum

einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og

hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og

framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Sjá nánar á http://vimeo.com/37345394.

Námskeiðgjald er kr. 9.500 og efnisgjald fer eftir verkefnum.

Boðið er upp á hagkvæma gistingu á Heimavist FNV fyrir þá sem koma

langt að.

Skráning og nánari upplýsingar í síma: 455-8000.

Þjónusta í boði- óskast

Hvað Þjónustuaðili tbl Geymslupláss til leigu Grettisból 35

Fab Lab námskeið Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra 35

Girðingar Vegagerðin 35

Íbúð til leigu Grunnskóli Húnaþings vestra 35

Starfsmaður óskast-ræsting N1 35

Starfsmaður óskast-almennt N1 35

Námsframboð framhaldsd. FNV– Framhaldsdeild Hvammstanga 34

WC-pappír til sölu Umf. Kormákur 34

Frystigeymsla Kjötsögun KVH 34

Hesthús til leigu Siggi í Mörk 33 Sjónaukinn fyrir þig og þína

Page 7: Sjonaukinn35 tbl 2013

Eins dags ferð, Félags eldri borgara, sem vera átti 30. ágúst 2013 er aflýst.

Félag eldri borgara.

Blak

Nú hefst blakfjörið aftur.

Æfingar hefjast þriðjudaginn 3. september

kl. 18.30-20.00 Blak verður á þriðjudögum og fimmtudögum

í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.

Þriðjudaga kl. 18.30-20.00

Fimmtdaga kl. 19.00-20.30

Allir velkomnir bæði konur sem karlar.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Birnur

Page 8: Sjonaukinn35 tbl 2013

_________________________________________________________________________

Verkefnastyrkir til menningarstarfs

Aukaúthlutun 2013 Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um

verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og

menningarmálaráðuneytis og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis við

SSNV.

Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda

ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Til úthlutunar eru að hámarki um

5 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2013.

Umsækjendur skulu að öllu jöfnu vera einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki,

stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra.

Menningarráð hefur ákveðið að þau menningarverkefni hafi forgang sem uppfylla

eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Verkefni með börnum og unglingum á öllu Norðurlandi vestra

Verkefni sem tengja ungt listafólk frá Norðurlandi vestra við heimabyggð

Verkefni sem leiða til samstarfs við aðra landshluta eða önnur lönd

Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem

hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð.

Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545

Skagaströnd, eigi síðar en 16. september 2013. Þær má senda rafrænt á netfangið

[email protected]. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en

síðasta umsóknardag.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson

menningarfulltrúi, símar 452 2901 / 892 3080, netfang [email protected].