40 tbl 2013

20
vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR � e�.FÍTON / SÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUdagUrInn 24. OKTÓBEr 2013 40. TölUBlað 34. árgangUr Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslá af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ ÚRVAL FISK- OG KJÖTRÉTTA MÁN–FÖS LAU 11.00–18.00 12.00–15.00 OPIÐ: WWW.SHIPOHOJ.IS VERZLUN n Flugvél frá Keili nauðlenti á veginum við Gullfoss og Geysi: Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Keyptu Útskála með um 50% afslætti H ömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt að taka kauptilboði Sveitarfélagsins Garðs í Menningar- setrið að Útskálum. Um er að ræða gamla prestsetrið en framkvæmdir voru hafnar við að breyta húsinu í menningarsetur. Félag um þá framkvæmd fór í þrot og eignaðist bankinn húsið í framhaldinu. Kauptilboð Sveitarfélagsins Garðs hljóðaði upp á 12 milljónir króna en eignin var auglýst í sumar á 23 milljónir króna. Hömlur, eignar- haldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt til- boðið með fyrirvara um samþykki stjórnar. Þá hefur Sveitarfélagið Garður samþykkt að ganga til kaupanna og greitt verði með handbæru fé. Glæsileg sýning úr safni Heimis G læsileg ný sýning um Heimi Stígsson, ljósmyndara var opnuð í Bíósal Duus- húsa sl. fimmtudag, á fæðingardegi Heimis sem hefði orðið áttræður þann dag. Ljósmyndararnir Oddgeir Karlsson og Sólveig Þórðardóttir völdu myndir úr safni Heimis til sýningar með áherslu á sjöunda áratuginn og upphaf þess áttunda. Safn hans er í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar og er það mikil- vægur heimildabanki um sögu og menningu svæðisins á ofanverðri 20. öld. Á sýningunni eru 99 útprentaðar myndir og að auki eru 500 aðrar myndir á tölvuskjá í sýningarrýminu. Eſtir Heimi liggja um 300.000 ljósmyndir en hann var starfandi ljósmyndari á Suðurnesjum í um óra áratugi. Heimir Stígsson (17.10.1933 – 12.08.2009) rak ljósmyndastofu í Keflavík frá 1961 og fram undir aldamótin síðustu. Eſtir hann liggur mikið magn mynda af margvíslegum toga, bæði teknar á stofunni og bæjarlífsmyndir. Sýningin stendur til 22. desember og er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13- 17 og aðgangur er ókeypis. V ið hjónin vorum úti við í blíðunni þegar vélin kom svíf- andi mjög lágt í áttina að okkur en jörðin okkar er þarna rétt hjá. Fyrsta hugsun var að þetta væri örugglega einhver sem þekkti okkur þar sem hún lækkaði stöðugt og vaggaði lítillega,“ segir Keflvíkingur- inn Margeir Ingólfsson en hann varð vitni að nauðlendingu kennsluflug- vélar frá Keili sl. sunnudag. Vélinni var lent á veginum milli Gullfoss og Geysis. „Ég heyrði ekkert í mótornum en var að hugsa að það kæmi örugglega þegar hún færi að hækka sig aſtur. En það gerðist ekki og vélin lenti síðan á veginum stutt frá okkur. Hún hoppaði nokkrum sinnum á veginum og rakst lítillega í vegskilti og slóst í nokkrar veg- stikur áður en hún stoppaði.“ Forráðamaður Keilis sagði í viðtali að nemandinn sem hafði 77 flugtíma að baki hafi brugðist hárrétt við í þessu til- viki þegar boð um að ekki væri allt með feldu komu upp í mælaborði vélarinnar. Þetta var fyrsta ferð flugmannsins með farþega en hann varð að lenda þar sem smurþrýstingurinn féll, enda lak smur- olía af vélinni, sagði Margeir sem er fyrr- verandi oddviti Bláskógabyggðar. Vélin var flutt til Keflavíkurflugvallar seinna um kvöldið með stórum flutn- ingabíl. FLUGNEMINN BRÁST RÉTT VIÐ Vélin á veginum skömmu eftir lendingu. Allt gekk að óskum og enginn slasaðist. Margeir Ingólfsson. Skemmtilega mynd af Gvendi þribba er meðal sýningargripa á yfirlitssýningu úr safni Heimis Stígssonar.

Upload: vikurfrettir-ehf

Post on 31-Mar-2016

289 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

40.tbl.34.árg.

TRANSCRIPT

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

������� ���������� e���.��

FÍT

ON

/ S

ÍA

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUdagUrInn 24. OKTÓBEr 2013 • 40. TölUBlað • 34. árgangUr

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ

ÚRVAL FISK-OG KJÖTRÉTTA

MÁN–FÖSLAU

11.00–18.0012.00–15.00

OPIÐ:

WWW.SHIPOHOJ.IS

NÝVERZLUN

n Flugvél frá Keili nauðlenti á veginum við Gullfoss og Geysi:

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Keyptu Útskála meðum 50% afslætti

Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt að taka kauptilboði

Sveitarfélagsins Garðs í Menningar-setrið að Útskálum. Um er að ræ ða gamla prestsetrið en framkvæmdir voru hafnar við að breyta húsinu í menningarsetur. Félag um þá framkvæmd fór í þrot og eignaðist bankinn húsið í framhaldinu.Kauptilboð Sveitarfélagsins Garðs hljóðaði upp á 12 milljónir króna en eignin var auglýst í sumar á 23 milljónir króna. Hömlur, eignar-haldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt til-boðið með fyrirvara um samþykki stjórnar. Þá hefur Sveitarfélagið Garður samþykkt að ganga til kaupanna og greitt verði með handbæru fé.

Glæsileg sýning úr safni HeimisGlæsileg ný sýning um Heimi Stígsson,

ljósmyndara var opnuð í Bíósal Duus-húsa sl. fimmtudag, á fæðingardegi Heimis sem hefði orðið áttræður þann dag.Ljósmyndararnir Oddgeir Karlsson og Sólveig Þórðardóttir völdu myndir úr safni Heimis til sýningar með áherslu á sjöunda áratuginn og upphaf þess áttunda. Safn hans er í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar og er það mikil-vægur heimildabanki um sögu og menningu svæðisins á ofanverðri 20. öld. Á sýningunni eru 99 útprentaðar myndir og að auki eru 500 aðrar myndir á tölvuskjá í sýningarrýminu. Eftir Heimi liggja um 300.000 ljósmyndir en hann var starfandi ljósmyndari á Suðurnesjum í um fjóra áratugi.Heimir Stígsson (17.10.1933 – 12.08.2009) rak ljósmyndastofu í Keflavík frá 1961 og fram undir aldamótin síðustu. Eftir hann liggur mikið magn mynda af margvíslegum toga, bæði teknar á stofunni og bæjarlífsmyndir.Sýningin stendur til 22. desember og er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.

Við hjónin vorum úti við í blíðunni

þegar vélin kom svíf-andi mjög lágt í áttina að okkur en jörðin okkar er þarna rétt hjá. Fyrsta hugsun var að þetta væri örugglega einhver sem þekkti okkur þar sem hún lækkaði stöðugt og vaggaði lítillega,“ segir Keflvíkingur-inn Margeir Ingólfsson en hann varð vitni að nauðlendingu kennsluflug-vélar frá Keili sl. sunnudag. Vélinni var lent á veginum milli Gullfoss og Geysis. „Ég heyrði ekkert í mótornum en var að hugsa að það kæmi örugglega þegar hún færi að hækka sig aftur. En

það gerðist ekki og vélin lenti síðan á veginum stutt frá okkur. Hún hoppaði nokkrum sinnum á veginum og rakst lítillega í vegskilti og slóst í nokkrar veg-stikur áður en hún stoppaði.“ Forráðamaður Keilis sagði í viðtali að nemandinn sem hafði 77 flugtíma að baki hafi brugðist hárrétt við í þessu til-viki þegar boð um að ekki væri allt með feldu komu upp í mælaborði vélarinnar.Þetta var fyrsta ferð flugmannsins með farþega en hann varð að lenda þar sem smurþrýstingurinn féll, enda lak smur-olía af vélinni, sagði Margeir sem er fyrr-verandi oddviti Bláskógabyggðar.Vélin var flutt til Keflavíkurflugvallar seinna um kvöldið með stórum flutn-ingabíl.

FluGneminn brást rétt við

Vélin á veginum skömmu eftir lendingu.Allt gekk að óskum og enginn slasaðist.Margeir

Ingólfsson.

Skemmtilega mynd af Gvendi þribba er meðal sýningargripa á yfirlitssýningu úr safni Heimis Stígssonar.

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR2

30

„Fögnum prakkarastrik-unum og útiveru krakkanna“- segir Bryndís Gunnlaugsdóttir bæjarfulltrúi í Grindavík og fórnarlamb prakkara

Það er talið mjög jákvætt þegar börn fara út að leika sér en

eru ekki fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna í tölvuleikjum eða video-glápi. Friðurinn var hins vegar úti í Grindavík í síðustu viku þegar börnin voru úti að leika sér. Þau voru nefnilega úti að leika sér með fjarstýringu að sjónvarpsmyndlykli og læddust að gluggum hjá saklausum bæj-arbúum sem voru niðursokknir í sjónvarpsgláp og skiptu á milli sjónvarpsstöðva eða slökktu á myndlyklunum.„Einhverjir krakkar búnir að næla sér í fjarstýringu af myndlykli og hlaupa um hverfið og slökkva á myndlyklum fólks inn um glugga og skipta um stöðvar. Þar sem ég kannast sjálf við slík prakk-arastrik þá læt ég ekki gabbast til að hlaupa út og skammast heldur kveiki bara aftur og bíð róleg - þetta getur ekki verið gaman endalaust,“ skrifar Bryndís Gunnlaugsdóttir

Holm, bæjarfulltrúi í Grindavík á fésbókarsíðu sína þegar hrekk-irnir stóðu sem hæst. Bryndís hafði lúmskt gaman af uppátækjum barnanna í hverfinu og spunnust fjörugar umræður um uppátækið.„Við fögnum prakkarastrikunum og útiveru krakkanna - ég var reyndar

að slökkva á sjónvarpinu til að sjá við gríslingunum en spurning um að ég kveiki aftur til að halda þeim úti,“ sagði Bryndís jafnframt og sagði enga ástæðu til að breytast í Skúla fúla, heldur hafa gaman af þessu uppátæki.

Vilja hlaða 530 metra af sjóvörnum á Vatns-leysuströnd

Vegagerðin hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna

framkvæmda við sjóvarnagarða á þremur stöðum á Vatnsleysu-strönd.Fyrst má nefna um 240 metra langan sjóvarnagarð við Stóru-Vogaskóla og eiðið við Vogatjörn í Vogum. Við Stóra-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd óskar Vega-gerðin eftir að gera alls um 150 metra langan sjóvarnagarð.Að endingu óskar Vegagerðin eftir að gera 140 metra langan sjóv-arnagarð við Narfakot á Vatns-leysuströnd.

1710 metrar í nýjar sjóvarnir frá 2008

Sjóvarnir hafa verið gerðar nokkuð reglulega á Suður-

nesjum á stöðum þar sem land-rof er farið að ógna byggð eða mannvirkjum, eða þar sem land er lágt fyrir innan og því hætta á flóðum ef sjávarkamburinn rofnar. Frá árinu 2008 hafa verið gerðir samtals 1710 metrar af sjóvarnagörðumÁrið 2008 var gerður um 520 metra langur sjóvarnagarður við Gerðistanga í Grindavík. Sama ár var lagður um 150 metra nýr sjóv-arnagarður í Garði og eldri garður einnig lagfærður. Árið 2008 var einnig byggður 360 metra sjóv-arnagarður í Innri Narðvík.Tveir sjóvarnagarðar, samtals um 200 metrar voru byggðir í Sand-gerði árið 2009 og um 180 metrar við Buðlungu í Grindavík. Þá var gerður um 300 metra langur sjóv-arnagarður í Höfnum á síðasta ári.

Vill reisa kirkju að Minna KnarrarnesiBirgir Þórarinsson guðfræð-

ingur og fv. varaþingmaður í Suðurkjördæmi hefur sent umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga umsókn um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna- Knarrarnesi samkvæmt aðaluppdráttum Óla Jóhanns Ás-mundssonar arkitekts.

Umhverfis- og skipulagsnefnd álítur að byggingin samræmist aðalskipulagi en að liggja þurfi fyrir samþykkt deiliskipulag í samræmi við gildandi aðalskipulag og skipu-lagslög og skipulagsreglugerð svo unnt sé að veita byggingarleyfi.

Sveitarfélagið Vogar:

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur

veitt Skipulagsstofnun umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd.Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóv-arnargarða á umræddum stöðum í sveitarfélaginu samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir

íbúar sveitarfélagsins búi við góð bú-setuskilyrði í fallegu og öruggu um-hverfi þ.m.t. vegna náttúruvár, segir í umsögn nefndarinnar. Engu að síður telur nefndin að framkvæmdin sé þess eðlis að hún skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum af þeim ástæðum að svæðið er hverfisverndað og á náttúruminjaskrá og framkvæmda-svæðið í Vogum er á viðkvæmu úti-vistarsvæði í hjarta bæjarins.

Sjóvarnir á viðkvæmu útivistarsvæði

Bryndís Gunnlaugs-

dóttir for-seti bæjar-

stjórnar Grindavíkur

www.okkar.is - til öryggis síðan 1966

OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL

OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir.

Fimm bótaflokkarTryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka eftir eðli sjúkdóma. Sé sótt um nýja tryggingu eftir greiðslu bóta er sá flokkur undanskilinn sem bætur hafa verið greiddar úr. Þannig er aðeins hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki.

Karlar og konur greiða sama iðgjald af Sjúkdómatryggingu XL, séu þau jafn gömul.

Kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400.

Sjúkdóma-trygging sem hægt er að endurvekja

NÝJUNGÁ ÍSLANDI

OKKAR líftryggingar – með þér alla ævi

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR4

LÖGGU FRÉTTIR

Fjórir óku sviptir réttindum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina fjóra

ökumenn sem allir óku sviptir öku-réttindum. Tveir þeirra hafa ítrekað verið stö ðvaðir

vegna sama brots og er annar þeirra sviptur ökurétt-indum ævilangt með dómi.Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Allir óku þeir eftir Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða. Loks gerði lögregla athugasemdir við ljósabúnað tveggja bifreiða.

Lasergeisla beint að kennsluflugvél á Suðurnesjum

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust nýverið tvær til-

kynningar um að grænum lasergeisla hefði verið beint að fólki. Í öðru tilvikinu, sem átti sér stað í gærkvöld, barst lögreglu tilkynn-ing frá flugturn-inum á Keflavíkur-flugvelli þess efnis að grænum lasergeisla hefði verið beint að kennsluflugvél á lokastefnu.Í hinu tilvikinu, sem átti sér stað í fyrrakvöld var grænum lasergeisla beint að manni sem ók bifreið sinni eftir Hafnargötu í Keflavík. Geislanum var beint í andlit ökumannsins með þeim afleiðingum að hann missti nær stjórn á ökutæki sínu.Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins, sem litið er mjög alvarlegum augun, þar sem um er að ræða athæfi sem getur reynst stórhættulegt.

Svölurnar, er félagsskapur flug-freyja og þjóna þar sem mark-

miðið er að láta gott af sér leiða á sama tíma og verið er að viðhalda vináttu og kunningsskap. Svöl-urnar, sem fagna 40 ára afmæli í vor, hafa það að markmiði að styrkja líknarverkefni af ýmsu tagi og þá er áherslan lögð á að styrkja þá aðila sem ekki njóta opinberra styrkja. Sem dæmi má nefna að félagið hefur á undan-förnum árum styrkt MND-félagið og MS-setrið og eru einn stærsti styrktaraðili Guðmundar Felix Grétarssonar, sem freistar þess að gangast undir handleggjaág-ræðslu. Þá hefur félagið styrkt Sunnu Valdísi Sigurðardóttur, sjö ára stúlku sem berst við sjald-gæfan og alvarlegan taugasjúk-dóm (AHC) og styrkt þjálfun á fylgdarhundinum Víga fyrir stúlku með Dravet heilkenni.Jólakortasala og nóvembermark-aður eru stærstu verkefnin sem Svölurnar standa fyrir og VF fékk þær stöllur Oddnýju Björgúlfs-dóttur, Sigríði Jónu Jónsdóttur og Önnu Lóu Ólafsdóttur, allt fyrrver-andi flugfreyjur, til að segja nánar frá þessum tveimur verkefnum. Þær vildu byrja á því að þakka fyrir frábærar móttökur og stuðning á síðasta ári en jólakortin hefðu selst

með afbrigðum vel hér á Suður-nesjum. Þær færu því bjartsýnar af stað núna en í ár yrði ágóðanum varið til að styrkja nokkur verkefni og vonir standa til að hægt verði að veita veglega styrki á þessu af-mælisári. Nóvembermarkaðurinn er 2. og 3. nóvember milli kl. 12:00 og 16:00 á Icelandair Hótel Natura. Hvetja þær stöllur þá sem hafa eitthvað til að leggja af mörkum á markaðinn að athuga að tekið er á móti vörum í kjallara Hótels Natura 30. og 31. október og 1. nóvember kl. 09:00 - 18:00.Á myndinni má sjá sýnishorn af kortunum en í ár eru þau í tveimur litum, gyllt og fjólublá. Kortin eru 7 í búnti og kostar búntið 1000 kr. með umslagi. Sölustaðir hér á Suðurnesjum eru Lyfja Kross-móa, Lyfja Grindavík, Álnabær Reykjanesbæ, Átak Nesvöllum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ.Um leið og vonast er eftir áfram-haldi á góðum viðbrögðum Suður-nesjamanna senda Svölurnar hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir þann mikilvæga stuðning sem kemur héðan. Þá eru núverandi og fyrr-verandi flugfreyjur og þjónar hvött til að kynna sér félagsskapinn og vonandi bætast í hópinn en upp-lýsingar má finna á svolurnar.is.

Svölurnar á „flug“ með jólakortin

HafnargötuS

um helgina25.-26. okt.

Föstudagskvöld:

Laugardagskvöld:

GylfiÆgisson

sér um stuðið frá 23:00 til 03:00

Þjónum þér og þínum í mat og drykk!

Óli Árni - Trúbador

“Sing´along” og dansmúsik!

Þú færð það á Ránni!

ORLOFSHÚSÁ SPÁNI

Starfsmannafélag Suðurnesja, auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska. Einnig auglýsir félagið

Spánarhús laust til umsóknar fyrir sumar.

Páskaúthlutun 2014

Orlofshús á La Marina á Spáni.11. apríl til 25. apríl.

Umsóknarfrestur til 10. desember

Sumarúthlutun

Orlofshús á La Marina á Spáni.Sumarúthlutun er frá 27. maí

(2 vikur hver úthlutun)

Umsóknarfrestur til 10. desember

Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á vefnum www.stfs.is.

Orlofsnefnd STFS

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt að brotist hefði

verið inn í hesthús að Mánagrund í Keflavík fyrir síðustu helgi. Þar hafði hurð verið spennt upp með kúbeini eða sporjárni, að því er virtist, og sá eða þeir sem þar voru að verki komist inn með þeim hætti. Greipar voru látnar sópa og saknaði eigandi hesthúss-ins tuttugu beisla, þar af þriggja mjög verðmætra, og þriggja leðurhnakka. Tveir hnakkanna voru svartir og einn brúnn að lit. Tjónið nemur um þremur millj-ónum króna.Lögregla rannsakar málið og biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um það að hafa samband í síma 420-1800.

Dýrum reiðtygjum stolið

Tillaga að fimm manna stjórn Hljómahallarinnar

hefur verið samþykkt í bæjar-stjórn Reykjanesbæjar. Í nefnd-inni sitja Kjartan Már Kjartans-son, framkvæmdstjóri Securitas á Reykjanesi og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Kefla-víkur sem formaður, Kjartan Þ. Eiríksson framkvæmdastjóri Kadeco, Inga Birna Ragnars-dóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air, Kamilla Ingibergsdóttir kynn-ingarstjóri Icelandic Airwaves og Valgerður Guðmundsdóttir,

framkvæmdastjóri menningar-sviðs Reykjanesbæjar. Seturétt á fundum hefur Haraldur Á. Har-aldsson, skólastjóri Tónlistar-skóla Reykjanesbæjar.Framkvæmdir hafa verið fullum gangi undanfarið ár í Hljóma-höllinni vegna flutnings tónlistar-skólans í húsið. Stefnt er að því að það gangi í gegn um áramótin. Eins og sjá má í auglýsingu á vf.is verður ráðinn framkvæmdastjóri hússins en auk þess verður ráðið í fleiri störf. Nýja Hljómahöllinn verður ný menningarmiðstöð Reykjanesbæjar.

Kjartan Már formaður stjórnar Hljómahallar

Framkvæmdir standa yfir í Hljómahöllinni. Þessi

mynd var tekin þar í gær. VF-mynd/HilmarBragi.

Hér má sjá þær Oddnýju Björgúlfsdóttur, Sigríði Jónu Jóns-dóttur og Önnu Lóu Ólafsdóttur, allt fyrrverandi flugfreyjur með jólakortin.

LÖGGU FRÉTTIR

Mar

khön

nun

ehf

Kræsingar & kostakjör

ANDARBRINGURFRANSKAR

3.284ÁÐUR 4.498 KR/KG

ÖND HEILFRÖNSK

1.189ÁÐUR 1.698 KR/KG

-27%

-30%

KALKÚNNFRANSKUR - HEILL

1.390ÁÐUR 1.598 KR/KG

LAMBAFILEM/FITU

3.982ÁÐUR 4.577 KR/KG

KALKÚNAFYLLING700 G FROSIÐ

HREFNA SÆTRAN

1.188KR/PK

KEINGÚRUFILEFROSIÐ

3.499ÁÐUR 4.998 KR/KG

-30% VATNSMELÓNUR

99ÁÐUR 197 KR/KG

-50%

Tilboðin gilda 24. - 27. októberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR6

AuglýsingAsíminn er 421 0001

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) gegnir mikil-

vægu hlutverki við eflingu ör-yggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins. Innan stofnunarinnar sem staðsett er í Vín fer fram reglubundið samráð á sviði mannréttindamála, lýð-ræðis, réttinda minnihlutahópa, auk öryggis- og afvopnunarmála. Einnig má nefna víðtækt kosn-ingaeftirlit á vegum stofnunar-innar í aðildarríkjunum. Öll ríki Evrópu eiga aðild að ÖSE auk Bandaríkjanna, Kanada, Ka-sakstan, Kirgisía, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.Með framlagi stofnunarinnar á ofangreindum sviðum, ekki síst með starfi sendinefnda ÖSE á vettvangi (OSCE missions) í að-ildarríkjunum, gegnir ÖSE þýð-ingarmiklu hlutverki við að tryggja stöðugleika og festa lýðræði í sessi. Ísland hefur á vettvangi ÖSE lagt sérstaka áherslu á vernd mannrétt-inda og baráttuna gegn mansali auk aðgerða stofnunarinnar til að stemma stigu við hryðjuverkum.Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, al-þingismaður og Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og fyrrverandi vara-

þingmaður ásamt Hauki Arnþórs-syni stjórnsýslufræðingi voru send fyrr í mánuðinum til Azerbaijan á vegum Utanríkisráðuneytisins til að gegna kosningaeftirliti á vegum ÖSE við forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. október sl. Víkur-fréttir heyrðu í Silju um þessa ferðog spurði hana í hverju starf þeirra hafi verið fólgið og hvernig það hafi farið fram?„Leiðangurinn var mjög vel skipu-lagður af hálfu ÖSE og í tvo daga vorum við á námskeiði um hvernig við ættum að sinna okkar störfum. Öryggisgæslan var einnig mjög góð

og allar upplýsingar sem við fengum mjög greinargóðar. Á þriðja degi vorum við síðan send á okkar eftir-litssvæði en landinu var skipt í 15 svæði. Minn hópur var á svæði tólf en hópinn skipuðu fjórtán einstak-lingar alls staðar að úr heiminum; Kazakstan, USA, Spáni, Úkraínu

svo eitthvað sé nefnt. Við vorum síðan pöruð saman og minn félagi var reyndur maður sem hafði farið í 11 slíkar eftirlitsferðir víða um heiminn. Hann heitir Bernhard, 67 ára gamall dómari frá Karlsruhe í Þýskalandi. Eðal náungi.Fyrsta daginn á svæðinu hittum við bílstjórann okkar og túlkinn en við ferðuðumst alltaf fjögur saman. Þá fórum við um okkar kjördæmi, kynntum okkur aðstæður, kynntum okkur á kjörstöðum, tímamældum okkur og kortlögðum leiðina sem við ætluðum að fara á kjördag. Á kjördaginn sjálfan, þann 9. október

þá vöknuðum við fyrir allar aldir til að vera viðstödd opnun kjörstaðar, en hlutverk okkar fólst í að fylgjast með opnun, fara á milli kjörstaða yfir daginn, vera viðstödd talningu um kvöldið og síðast en ekki síst fylgjast með úrvinnslu kjörgagna um nóttina. Þetta gerðum við Bernhard samviskusamlega allan daginn, fylltum út eyðublöð og skiluðum þeim reglulega af okkur með faxi til Baku þar sem úrvinnsla tölfræðiupplýsinga fór fram.Daginn eftir hittist hópurinn á svæði tólf, fór yfir reynsluna og síðan var haldið af stað aftur til Baku. Þegar þangað var komið var fundað með stjórn kosningaeftir-lits ÖSE og öllum 300 einstakling-unum sem tóku þátt í eftirlitinu um land allt. Þá voru komnar fyrstu niðurstöður úr eftirlitinu og þær voru kynntar fyrir okkur.“

Hvernig upplifðir þú samfélagið þarna úti?„Ég get að minnsta kosti sagt að þetta var lífsreynsla sem ég mun ávallt búa að; mjög lærdómsríkt. Borgin Baku sem stendur við Ka-spíahaf er í örum vexti enda er landið mjög auðugt af olíu og gasi. Þannig að þarna er mikið af mjög ríku fólki en líka mjög fátæku. Baku er merkileg borg fyrir margt, forn-minjar og nútímaarkitektur. Ég var staðsett í landbúnaðarhéraði og þar var sagan allt önnur. Aðbúnaður fólks er mjög langt frá því sem við eigum að venjast hér á landi. Vegir voru flestir í lamasessi, mörg þorp hafa ekki gas eða vatn, rafmagns-flutningur er alla veganna en er eitthvað að skána samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk. Þeir eru ekki með sorphirðukerfi og því er rusl mjög víða og vandamál og þarna er heldur ekki skolpkerfi. Þannig að innviðirnir eru víða skammt á veg komnir. Hið sama má segja um lýðræðið en athugun ÖSE sýndi fram á að því væri verulega ábótavant. En fólkið sem ég hitti var allt mjög vingjarnlegt og okkur var alls staðar boðið te. Skoðanaskiptin urðu þó að fara fram í gegnum túlkinn þar sem annað tungumál á eftir azeri er rússneska. Azerar eru af tyrkneskum uppruna. Þeir eru múslimar en mjög frjálslyndir og hefur gengið mjög vel að lifa í sátt með ýmsum þjóðarbrotum sem í landinu búa.“ Þú hefur verið dugleg á Alþingi í haust, með þrjú frumvörp og þingsályktun um flutning Land-helgisgæslunnar til Suðurnesja. Hvaða vonir hefurðu um að frum-vörpin nái fram að ganga?

„Ég mælti fyrir tveimur frum-vörpum í síðustu viku. Bæði fjalla um útvíkkun á fánalögum. Hið fyrra um leyfi til að nota íslenska fánann við markaðssetningu á ís-lenskum vörum og hitt er um útvíkkun fánatímans svo fáninn okkar verði sýnilegri, þ.e. að hann megi vera uppi allan sólarhringinn yfir sumartímann og alltaf ef hann er flóðlýstur. Þriðja frumvarpið fjallar um breytingar á lögum um líffæragjafir, þ.e. að gengið verði út frá ætluðu samþykki þegar fólk deyr. Nú eru lögin þannig að fólk verður að skrá ef það vill gefa. Ég vil snúa þessu við og tel eðlilegt að flestir vilji láta gott af sér leiða ef þeir geta og því verði gengið út frá ætluðu samþykki. Öll þessi frum-vörp hafa verið flutt áður en ekki hlotið afgreiðslu þannig að ég á von á að þau verði samþykkt á þessu þingi; ég vona það að minnsta kosti.Ég veit ekki enn hvenær þings-ályktunartillagan um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja kemst á dagskrá. Það mál er mun pólitískara en hin þrjú og verður eflaust þingra í vöfum. En að mínu mati er full ástæða til að halda því máli á lofti þar sem starfsemi Land-helgisgæslunnar er nú mjög dreifð og aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli, þar sem þyrlusveitin er staðsett, fyrir löngu úr sér gengin. Fram-tíðarstaðsetning Gæslunnar hefur enn ekki verið ákveðin. Á öryggis-svæðinu á Ásbrú er hins vegar mjög góður húsakostur, nægt landrými, velvilji sveitafélaganna er til staðar og Njarðvíkurhöfn er talin henta mjög vel fyrir flota gæslunnar.“

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected]þór Sæmundsson, [email protected]

Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected]íkurfréttir ehf.Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, [email protected]Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected] Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

ÚtgefAndi:AfgreiðslA og ritstjórn:

ritstjóri og ábm.:fréttAstjóri:

blAðAmenn:

AuglýsingAdeild:umbrot og hönnun:

AfgreiðslA:

PrentvinnslA:uPPlAg:

dreifing:dAgleg stAfræn ÚtgáfA:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka

smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá

færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-

aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

PÁLL KETILSSON

RITSTJÓRNARBRÉF

Bleiki mánuðurinnÁ sama tíma og við tileinkum í góðri samvinnu októbermáuði baráttunni við krabbamein þá er það svolítið sérstakt að fylgjast með nýjustu fréttum frá stærsta sjúkrahúsi landsins, Landsspítalanum.Þó þar sé unnið frábært starf í baráttunni við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein þá er það með öllu óskiljanlegt hvað stjórn-völd eiga erfitt með að finna nægt fjármagn í heilbrigðismál. Landsspítalinn er ekki eina heilbrigðisstofnunin sem hefur þurft að skera niður í sinni starfsemi heldur allar á landinu. Þessu verður að linna. Það eru allir sammála því að heilbrigðisgeirinn á Íslandi eigi ekki að lenda undir hníf fjárveitingavaldsins. Þó svo alls staðar megi án efa hagræða í rekstri þá er nú nóg komið. Við Íslendingar verðum að standa saman í því að halda utan um þessa eina af stærstu grunnstoðum þjóðar okkar. Það gerum við með því að veita stjórnmálamönnum okkar aðhald og ræða við þá um þetta mál. Hvernig í ósköpunum má það vera að við séum komin í svona slæma stöðu í heil-brigðisþjónustunni?Að geta farið á sjúkrahús eða heilsugæslu og fengið þá þjónustu sem þarf á að vera réttur hvers og eins Íslend-ings. Nú er hreinlega svo komið að slíkt er ekki. Vegna umræðunnar veigrar fólk jafnvel sér við að mæta til að fá úrlausn sinna mála. Það er ekki gott.Það vita allir að Ísland hefur gengið í gegnum efn-hagshrun og vitanlega hefur það áhrif á allt í okkar samfélagi. En nú er botninum náð og eina ráð okkar er að láta í okkur heyra og þjarma að þeim sem ráða.

Ef ný ríkisstjórn tekur ekki til óspilltra málanna í þessu þá er ekki von á góðu. Nú er liðið um hálft ár og fátt um fína drætti frá ríkisstjórnar-borðinu nema liðkun hjá útgerðinni sem hefur það best eftir hrun. Hvenær verða loforðin efnd? Það er ekki nóg að tala digurbarkalega fyrir kosningar. Það þarf að standa við stóru orðin. Vonandi á það eftir að gerast en eins og staðan er nú er ríkisstjórnin ekki með meirihluta stuðn-ing þjóðarinnar samkvæmt nýjustu skoðana-könnunum, nokkuð sem hún fékk í vöggugjöf

í kosningunum. Nú er hveitibrauðsdögunum lokið hjá Sigmundi og Bjarna.Við Suðurnesjamenn þurfum að ýta við þingmönnum okkar og ráðherra í þessu máli sem og öðrum. Öðru-vísi höfum við ekki áhrif. Af hverju hefur enginn þeirra látið í sér heyra um þá staðreynd að það sé til dæmis ódýrast og best að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur? Styrkja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þannig að þá væri hægt að taka við sjúklingum hversu veikir sem þeir væru. Spítalamál koma alltaf fyrst upp í umræðunni um innanlandsflugið frá fólki á lands-byggðinni. Af hverju í ósköpunum hefur styrking HSS ekki komið upp í þeiri umræðu?Bleiki liturinn í októbermánuði er tákn samheldni og stuðnings, litur slaufunnar sem hver og einn ber með stolti, liturinn sem við sýnum í þessum mánuði hér og þar, á prentverki eða byggingum. Liturinn sem tengir hjörtun saman. Notum samheldni og samvinnu til að halda stefnunni og klára stóru málin saman, ráðherrar, þingmenn og fólkið í landinu.

Mikil upplifun að vera í kosningaeftirliti í Azerbaijan

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona byrjar af krafti á Alþingi:

-hefur flutt frumvörp um fánalög og líffæragjafir

„Þeir eru ekki með sorphirðukerfi og því er rusl mjög

víða og vandamál og þarna er heldur ekki skolpkerfi.

Þannig að innviðirnir eru víða skammt á veg komnir.

Hið sama má segja um lýðræðið“

Fyrir utan skrifstofu kjör-dæmisstjóra í Sabirabad.

á kjördag í sveitinni en algengt var að okkur væri boðið upp á te utan við kjörstaði.

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 24. október 2013 7

26. október frá kl. 12:00 til 17:00Sýning, reynsluakstur og léttar veitingar í boði.

Sjón er sögu ríkari.Vonumst til að sjá þig!

K.Steinarsson - Holtsgata 52 - 260 Reykjanesbæ - S. 420 5000 - www.ksteinarsson.is

umboðsaðili fyrir Suzuki á Suðurnesjum.

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR8

Hvaða nám fyrir hvaða störf?Hægt er að segja að þrjár leiðir eru til þess að draga úr misræmi milli þekk-ingarþarfa atvinnulífs og framboðs vinnuafls. Í fyrsta lagi er aukin náms og starfsráðgjöf á öllum skólastigum, í öðru lagi meta reynslu með raunfærni-mati og í þriðja lagi að skoða hvaða störf verða til í framtíðinni.

Í rannsókn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS) á þekkingarþörf atvinnulífs kom í ljós ákveðin þörf á þekkingu og menntun í störf sem að líkindum myndast í fyrirsjáanlegri framtíð.Í mars 2013 voru íbúar 16-69 ára á Suðurnesjum 14.610 (VMST 2013) áætlað vinnuafl var 11.513 og atvinnu-lausir 949 eða 8,2%. Á landinu öllu var atvinnuleysi á sama tíma 5,1%.Engar íslenskar rannsóknir eru til um misræmi milli hæfni starfsmanna og þarfa atvinnulífs en margar fróðlegar rannsóknir og greinar hafa verið ritaðar um efnið. Misræmi milli hæfni starfsmanna og þarfa vinnumarkaðarins eykst líklega með endurskipulagn-ingu og nýsköpun, sem í kjölfarið veldur tímabundinni aukningu atvinnuleysis og ofmenntun vinnuafls og einnig skorti á færni.Það er því afar brýnt að fylgjast með og spá í fram-tíðarþróun vinnumarkaðar þegar kemur að ákvörðun um framboð menntunar. Hinsvegar hafa fyrirtæki einnig lykilhlutverki að gegna, að tryggja í gegnum vinnustað endur- og símenntun starfsmanna sinna til að auka við hæfni þeirra og tryggja stöðugt áframhald starfsemi sinnar. Niðurskurður í opinberum fjárfram-lögum til atvinnumála og menntastofnana, kallar á aukið samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og skilning á sameiginlegri ábyrgð, til að mæta mark-miðum sem sett eru í stefnumótun fyrir Ísland 20/20.En hvaða möguleikar eru fyrir fólk að mennta sig þannig að eftirspurn mæti framboði á starfsfólki með viðeigandi menntun.Í mynd að ofan er menntun atvinnuleitenda á Suður-nesjum borin saman við atvinnuleitendur á landinu öllu.Á myndinni má lesa að hlutfallslega fleiri atvinnuleit-endur á Suðurnesjum eru aðeins með grunnskóla-menntun samanborið við landið allt, en hinsvegar eru hlutfallslega færri iðnaðarmenn og stúdentar og fólk með háskólapróf án vinnu á Suðurnesjum. Lítil formleg menntun fólks í atvinnuleit er vandmál sem þörf er á að bæta úr. Til að auka líkur á að fólk leiti í frekara nám eftir grunnskóla þarf á öllum skólastigum að auka náms og starfsráðgjöf til nemenda svo þeir átti sig snemma á starfsmöguleikum sínum.

Að meta reynslu og þekkinguRaunfærnimat getur hækkað formlegt þekkingarstig samfélagsins. Flest ríki í Evrópu gera miklar kröfur til raunfærni íbúa sinna. Það er samfélaginu öllu til góðs ef íbúarnir eru meðvitaðir um raunfærni sína og finna hjá sér þörf til að þroska og bæta við hana. Með því að viðurkenna raunfærni er verið að hvetja fólk til áfram-haldandi uppbyggingar. Þannig er komið í veg fyrir að þeir sem hafa verið lengi á vinnumarkaði þurfi að fara á byrjunarreit í námi og endurtaka nám sem þeir hafa þegar náð tökum á með reynslu sinni. Raunfærni

er sú færni og þekking sem einstaklingur hefur í raun öðlast í lífi og starfi, með ýmsum hætti til dæmis starfs-reynslu, starfsnámi, frístundum, námi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Þetta getur verið bæði formlegt nám sem fer fram innan skólakerfisins og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins. Raunfærnimat er unnið í samstarfi Símenntunarstöðva, framhaldskóla og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Inntökuskilyrði í raunfærnimat er 25 ára lífaldur og 60 mánaða starf í faginu.

Frakt og ferðaþjónusta -aukning -tækifæriEftir 2008 dró mikið úr fraktflutningum gegnum Keflavíkurflugvöll en þeir hafa svo aukist um ríflega 6% á ári síðustu árin. Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg útflutningshöfn fyrir íslensk matvæli og þá sérstaklega fullunnar fisk-, og kjöt- og mjólkurafurðir auk margs-konar iðnaðarvéla. Hlutverk flugvallarins kemur til með að aukast í framtíðinni. Þörf verður á menntuðu fólki í flutningafræðum og verkafólki til að taka á móti fyrirsjáanlegri aukningu. MSS getur boðið upp á Vöru-flutningaskólann sem er 226 klukkustunda fyrir starfs-menn flutningafyrirtækja til að efla þá í starfi með sjálfstrausti og styrkja faglega þekkingu þeirra. Fyrir þá sem vilja afla sér enn meiri þekkingar í flutninga-fræðum býður Opni háskólinn í samráði við Samtök verslunar og þjónustu upp á nám í flutningafræði.Greinlegt er á öllum tölum um ferðaþjónustu á Íslandi að von er á gríðarlegri aukningu komu ferðamanna til landsins á næstu árum. Samfara þeirri aukningu verður aukin þörf fyrir fólk með þekkingu og menntun innan ferðaþjónustunnar, hvort heldur fólk nýti sér styttri námsleiðir eins og Færni í ferðaþjónustu MSS, Ferðaþjónustubraut FS eða nám á háskólastigi eins og BS í Ferðamálafræðum. Þá verður síaukin þörf á faglærðum framreiðslu og matreiðslumönnum frá Menntaskólanum í Kópavogi (MK). Fólk með marg-víslega tungumálakunnáttu þarf til starfa við leiðsögn ferðamanna.Í næstu viku held ég áfram að fjalla um hvers konar nám þarf í hvaða störf. Hvaða nám í hvaða störf? Hvað býður framtíðin á Suðurnesjum uppá? Fylgstu með áframhaldandi umfjöllun í næstu viku

Kristinn Þór JakobssonVerkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Bústoð er reyklaus vinnustaður.Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir í síma 849 3822. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2013.Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur óskast sendar rafrænt á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað.

ATVINNAHúsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð óskar eftir

að ráða verslunarstjóra og fólk í afgreiðslu.

Starfsvið verslunarstjóra:Daglegur rekstur verslunarAfgreiðsla UppstillingarSamskipti við birgja erlendisViðhald heimasíðuog ýmislegt �eira sem viðkemur daglegum rekstri verslunar.

Starfsvið afgreiðslufólks:AfgreiðslaUppstillingarog ýmislegt �eira sem viðkemur vinnu í verslun. Menntunar- og hæfniskröfur:Menntun og hæfni sem nýtist í star�Sjálfstæð vinnubrögðHæfni í mannlegum samskiptumÞjónustulund

ÞEKKING REYNSLAGILDIR TIL 31.12.2013

LEIKHÚSFERÐFélags eldri borgara verður farin

21. nóvember. Farið verður í Borgarleikhúsið 21. nóvember að sjá

Jeppa á Fjalli. Farið frá SBK kl. 18:30.Komið við í Hornbjargi, Nesvöllum,

Grindavíkurtorgi og Vogatorgi.

Sýningin hefst kl. 20:00. Miði og rúta kr. 5000 -.Skráning hjá Ólu Björk í síma 421-2972 og 898-2243,

Björgu í síma 421-5709 og 865-9897 ogGuðrúnu í síma 659-0201 eftir kl. 13:00.

Miðar seldir á Nesvöllum miðvikudaginn 6. nóvember.Kl. 16.00 – 19.00.

Leikhúsnefnd FEBSGeymið auglýsinguna

Kristinn Jakobsson Verkefnastjóri hjá MSS skrifar:

Hvað er þetta með Suðurnesin? 2. hluti

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi:

Yfir hundrað aðildarfélög -verkefni SAR er að skapa atvinnu og og koma af stað nýjum verkefnum á Reykjanesi

Samtök atvinnurek-enda á Reykjanesi

voru stofnuð í maí 2010 í þeim tilgangi að reyna að skapa atvinnu með hlutaðeigandi að-ilum. Stofnaðilar voru 31 en í dag eru aðildarfélög vel yfir 100 með aðkomu Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum og Ferðamálasamtökum Suður-nesja en þau gengu í raðir SAR fyrir nokkru.

Guðmundur Pétursson er for-maður félagsins. Margir spyrja, hvers vegna SAR? „SAR eru samtök sem eru að vinna með fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og ríkisstjórnum í að skapa atvinnu og koma af stað nýjum

verkefnum á Reykjanesi í samráði og samvinnu við hlutaðeigandi að-ila. Með því að ganga í samtökin þá er verið að stuðla að auknum framgangi og samstarfi milli aðila á svæðinu,“ segir Guðmundur.Frá árinu 2010 hefur SAR komið að fjölmörgum verkefnum, unnið með aðilum að koma verkefnum í farveg. Helstu verkefni SAR framundan er undirbúningur að atvinnumála-fundum í öllum sveitarfélögum seinnipart í nóvember. Í dag er í gangi vinnuhópur á vegum SAR sem er að skoða hvað þarf að gera hérna til að hjól atvinnulífsins fari af alvöru í gang. SAR er einnig að vinna með fjölmörgum aðilum að undirbúningi að svokölluðu Norðurslóðaverkefni. Fyrir skömmu var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu milli SAR, At-

vinnuþróunarfélagsins Heklunnar og Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga um samvinnu vegna verkefna á Norðurslóðum. SAR er jafnframt að vinna með ISAVIA og Heklunni að undirbúningi verkefna sem snúa að Norðurslóðum. Guðmundur segir að á heimasíðu SAR, sar.is, muni þar koma fram þau verkefni sem verið er að undir-búa. Einnig sé mikill áhugi á að koma á útboðsvakt þar sem bæði einkaaðilar og opinberir aðilar svo sem sveitarfélögin geti auglýst þau útboð sem framundan eru.„Við hvetjum fólk til að skoða reglu-lega sar.is og fá upplýsingar um hvað við erum að gera. Við munum vera með nýjustu tíðindi um gang mála á síðunni,“ sagði Guðmundur Péturs-son.

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Með nýja American Express kortinu safna viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka punktum að lágmarki tvöfalt hraðar en á öðrum kortum bankans. Kortinu fylgja líka víðtækar ferðatryggingar og sértilboð til korthafa American Express.

Í Vildarþjónustu Íslandsbanka safnar þú punktum fyrir kortanotkun, sparnað, bílalán og aðra bankaþjónustu. Þessir punktar eru frjálsir og þú getur notað þá eins og þér hentar í hvað sem þú vilt.

Kynntu þér Íslandsbankapunktana og nýja American Express kortið á islandsbanki.is

Frjálsir punktar sem þú notar að vild

• Peninga

• Vildarpunkta Icelandair

• Ferðaávísun

• Sparnað

• Framlag til góðgerðarmála

Þú getur breytt punktunum í:

Kor

tið

er g

efið

út

af Í

slan

dsba

nka

í sa

mræ

mi v

ið v

eitt

a h

eim

ild

frá

Am

eric

an E

xpre

ss. A

mer

ican

Exp

ress

er

skrá

sett

vör

um

erki

Am

eric

an E

xpre

ss.

Nýtt ÍslandsbankaAmerican Express® kortmeð tvöfalt fleiri punktum

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

59

45

6

FRELSIÐ ER DÁSAMLEGT

Keflvíska tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson sjötugt:

- býður til afmælistónleika á sunnudag

„Ég er frjáls maður og ræð mér sjálfur,“ segir Eiríkur Árni Sig-tryggsson tónskáld þegar blaða-maður hringir í hann og spyr hvaða tími henti best fyrir viðtal.Hvernig er að vera frjáls maður, spyr blaðamaður.„Ég hafði beðið eftir þessum degi í 50 ár,“ segir Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld í Reykja-nesbæ og bætir við: „Þetta er bara dásamlegt. Það eru svo margir sem kvíða þessum tíma. Ég var hins vegar alltaf að starfa eitt-hvað fyrir utan atvinnuna. Þegar venjulegum vinnudegi lauk fór ég að skapa eitthvað annað, gera eitthvað listrænt í frístundum“.Eiríkur Árni er bæði að fást við myndlist og tónlist en þessar vikurnar á tónlistin hug hans allan. Eiríkur Árni fagnaði 70 ára afmæli þann 14. september sl. og í tilefni af þeim tímamótum býður tónskáldið til tónleika í Hljómahöllinni (Stapa) nk. sunnudag, 27. október kl. 14:00. Þar verða flutt 20 ný einsöngs-lög eftir Eirík Árna. Flytjendur verða Dagný Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

Ertu eingöngu í klassískri tónlist?„Já, en stundum koma jazz-áhrif. Ég er gamall jazzari og hef gaman af því að blanda saman jazz og klassík. Set jazz-krydd í hljóma þegar ég er að búa til undirleik í sönglög“.

Hvað ertu að fást við stór verk?„Ég er að skrifa verk fyrir strengja-sveitir og blásarasveitir og jafnvel heilu sinfóníuhljómsveitirnar“.

Þetta er mikil vinna„Já, en tölvan hefur breytt óskap-lega miklu fyrir okkur tónskáldin. Áður fyrr skrifaði maður allt í höndunum, þúsundir og tugþús-undir af nótum. Heilu sumurin fóru í að skrifa raddir og maður var orðinn handlama á haustin. Nú ýtir maður bara á takka og prentarinn spýtir þessu út,“ segir Eiríkur Árni og hlær við tilhugsunina. „Þetta er allt annað líf, drengur minn“.

Eiríkur Árni hefur skrifað sjö sin-fóníur og tvær þeirra hafa verið fluttar opinberlega. „Og þar er alltaf von á frekari flutningi,“ segir tónskáldið sem í dag segist bíða á

hliðarlínunni hjá Sinfóníuhljóm-sveit Íslands, sem hefur verið að skoða verk hans.

Hvernig verður sinfónlía til?„Ég byrja með hugmynd að heild eða heildarhugsun. Þessi heildar-hugsun er þá hljómagrind eða laglínuhugmyndir sem hægt er að flétta saman. Svo sest maður niður og opnar tölvuna og setur niður öll þau hljóðfæri sem maður ætlar að nota. Það er óskaplega gaman að notast við forrit sem getur sett niður 23 eða fleiri hljóðfæri eða raddir sem maður ætlar að not-ast við. Svo horfir maður á þetta lengi áður en maður kemur sér að því að láta þetta byrja. Oft byrjar maður rólega,“ segir Eiríkur Árni og hummar hljóðdæmi fyrir blaða-mann. „Svo bara kemur þetta og ef maður er ekki ánægður þá þurrkar maður þetta bara út og byrjar upp á nýtt“.

Ertu að segja sögur í þinni tónlist?„Stundum er maður með þær í huga þó svo enginn viti af því og enginn komi til með að heyra það. Annars er þetta mikið bara reynsla, þjálfun, kunnátta og þekking“.

Eiríkur Árni vinnur alla sína tónlist í stóru nótnaskriftarforriti sem heitir Finale. Hann segir það mikinn kost því forritið spili fyrir hann tónlistina sem hann semur. Áður hafi hann þurft að lesa sig í gegnum nóturnar og reynt að ná út öllum hljómunum í gegnum píanó eða hljómborð.

Í dag hefst vinnudagur tónskálds-ins um hádegisbil. Þá segist Eiríkur Árni vera kominn í gott stuð til að vinna. Hann taki morgnana í rólegheit og praktíska hluti. „Ég var að skrifa undirleik fyrir sönglag þegar þú hringdir í mig áðan,“ segir tónskáldið.

- Þú ert að fara að halda 70 ára afmælistónleika. Hver er efnisskráin?„Það á að flytja 20 ný sönglög sem enginn, eða mjög fáir hafa heyrt áður. Þau eru bæði falleg, frumleg og furðuleg“.

Ertu að semja bæði lag og texta?„Ég fæ stundum lög í höfuðið og þá verð ég að skrifa þau niður. Þá kemur að því að finna texta við

lagið. Stundum finn ég hann ekki og þá sem ég hann sjálfur. Ég hef gert það við um það bil helminginn af þessum lögum. Svo eru textar eftir Laxness, Bólu-Hjálmar, Krist-inn Reyr, Þór Stefánsson, Þorstein Valdimarsson og fleiri“.

En ertu eitthvað að taka í penslana?„Ég er alltaf eitthvað að mála en það er miklu minna en það var. Ég veit ekki af hverju það er en það kemur að því aftur að ég set kraft í málaralistina. Ég er aðallega í því að snurfusa gamlar myndir og laga þær til. Það er alltaf hægt að bæta myndirnar,“ segir Eiríkur Árni og hlær.

Hvert er svo framhaldið hjá þér eftir tónleikana á sunnu-daginn?„Það verða fleiri tónleikar. Tón-skáldafélagið ætlar að heiðra mig með tónleikum í vor á Myrkum músíkdögum. Þá er ég að plana það að láta flytja píanókonsert eftir mig í vor. Ég er búinn að fá píanista og hljómsveit. Svo byrjar maður bara að safna efni í 75 ára afmælið,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sig-tryggsson og hlær.

Eiríkur Árni Sigtryggsson fæddist í Keflavík 14. september 1943. Hann nam píanóleik hjá Ragn-ari Björnssyni í Tónlistarskóla Keflavíkur en síðan lá leiðin í söngkennaradeild Tón-listarskólans í Reykjavík og útskrifaðist hann sem söngkennari tvítugur árið 1963. Síðan þá hefur Eiríkur Árni stundað tónlistarkennslu og önnur tónlistarstörf.Árið 1965 tók hann þátt í námskeiði í Handíða-og mynd-listarskólanum undir handleiðslu Kurt Zier skólastjóra og fékk við það kennsluréttindi í myndlist. Eiríkur Árni stundaði mynd-listarnám hjá Valtý Péturssyni og Hring Jóhannessyni og hefur einnig starfað sem myndlistarkennari og myndlistarmaður. Hann er með margar einkasýningar að baki.Eiríkur hélt til Bandaríkjanna árið 1983 til frekara náms í tónlist. Hann stundaði nám í tónsmíðum í Andrews University og flutti sig síðan yfir í Manitoba-háskóla. Þegar heim kom kláraði hann nám við Tónfræðideild Tónlistarskóalns í Reykjavík árið 1989. Síðan hefur Eiríkur Árni stundað tónsmíðar ásamt kennslu.Hann hefur samið fjölda tónverka, m.a. sinfóníur, strengjakvartetta, kórverk, orgelverk, sönglög og fl. Mörg verka Eiríks Árna hafa verið flutt opniberlega. Sem dæmi var fluttur Konsert fyrir enskt horn og blásarasveit á Myrkum músíkdögum í vor sem leið.

Útgáfufélagið KRASS hélt veislu í tilefni útgáfu bókarinnar „Söngur Súlu“ eftir Hrafnhildi

Valgarðsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta skáld-saga höfundar en Hrafnhildur hefur um árabil verið ástsæll barna- og unglingabókahöfundur.Hún hefur gefið út yfir tug barna- og unglingabóka auk smásagnasafnanna „Í rangri veröld“ og „Olnboga-börn“. Hrafnhildur hefur hlotið margskonar verðlaun

fyrir ritstörf, m.a. fyrstu verðlaun í alþjóðlegri sam-keppni fyrir smásöguna „Jólagjöf heilagrar Maríu“.Söngur Súlu segir frá ungu fólki af landsbyggðinni sem leitaði ævintýra í Reykjavík um miðja síðustu öld. Þau keyptu sér hálfan bragga og byrjuðu búskap. Þar upplifðu þau miklar raunir sem sköpuðu þeim hörmuleg örlög. En lífið hélt áfram og fylgst er með einu barni þeirra, Súlu sem síðan leiðir söguna.

SÖNGUR SÚLU GEFIN ÚT Í VOGUM

FRELSIÐ ER DÁSAMLEGT

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi

Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir

Selfoss · Akureyri bækur

Lágkolvetnalífsstíllinn

3.998 KR

NÝ BÓK

Mar

khön

nun

ehf

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR12

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar (ÆSKÞ) fer fram í

Reykjanesbæ dagana 25.-27. októ-ber nk. Um er að ræða unglinga-landsmót æskulýðsfélaganna þar sem um 600 unglingar á aldrinum 14-17 ára koma saman heila helgi og láta gott af sér leiða.Á landsmóti æskulýðsfélaga kirkj-unnar er lögð áhersla á hjálpar-starf. Í ár verður fjallað um fátækt á Íslandi en yfirskrift mótsins er ENERGÍ OG TRÚ sem er sótt í hið frábæra starf sem Keflavíkur-kirkja hefur verið að vinna með ungu atvinnulausu fólki. Það verk-efni miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálf-stæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi. Prestar Keflavíkurkirkju veittu okkur góðfúslegt leyfi til að tengja lands-mót við þetta góða verkefni með þessum hætti.Á landsmóti verður safnað fyrir Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkj-unnar með því að setja upp hátíð með karnival-sniði í íþróttahús-inu við Sunnubraut. Karnivalið stendur frá kl. 14:00 til 15.30 á laugardeginum. Hátíðin er öllum opin. Sjóðurinn styður ungmenni á aldrinum 16-20 ára til stúdents-

prófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Sjóðurinn tryggir að nemandi fái aðstoð við að greiða námsgögn, skólagjöld, kaupa tölvu eða greiða annað sem gæti orðið efnaminni nemendum hindrun í að ljúka námi. Menntun eykur líkur á öruggri framfærslu og farsælu lífshlaupi.Dagskrá mótsins fer fram í íþrótta-húsi Keflavíkur við Sunnubraut þar sem kvöldvökur, hæfileikakeppni, búningaball, fræðsla og matmáls-tímar fara fram. Ungmennin 600 munu svo gista í Holtaskóla og Myllubakkaskóla.Eins og venja er á landsmóti verður haldið búningaball á laugardags-kvöldinu. Æskulýðsfélögin mæta þá í búningum og það æskulýðsfélag sem mætir í flottasta búningnum, að mati dómnefndar, fær verðlaun. Þemalitur Landsmóts 2013 er blár og því er auðvitað nauðsynlegt að búningarnir innihaldi bláan lit.Seinnipartinn á laugardag verður hæfileikakeppni haldin. Eitt atriði frá hverju æskulýðsfélagi getur tekið þátt í keppninni og má það vera í mesta lagi 3 mínútur að lengd.

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar haldið í Reykjanesbæ um helgina:

Von á 600 ungmennum - setja upp karnival í íþróttahúsinu við Sunnubraut

Reykjanesbær býður, sem hluta af forvarnarstefnu

sinni, verðandi foreldrum og for-eldrum barna allt að 3ja ára aldri námskeiðið „Að verða foreldri“ að kostnaðarlausu. Ung hjón á Suðurnesjum, Hanna María og Sigurður Ingi sóttu námskeiðið og fannst það bæði skemmtilegt og gagnlegt. Það vakti þau til um-hugsunar um að hamingjusamir foreldrar og gott fjölskyldulíf eru grundvöllurinn að hamingju-sömu lífi barnanna.„Við vorum búin að vera saman í rúm tvö ár áður en við eignuðumst stelpuna okkar. Stefnan var alltaf að eignast börn saman og tilhlökkunin að sjálfsögðu mikil á meðgöngunni. Við gerðum okkur samt sem áður grein fyrir því að miklar breytingar yrðu þegar barnið kæmi í heiminn og vildum passa vel upp á samband okkar tveggja þó að fjölskyldan stækkaði. Þegar við sáum nám-skeiðið „Að verða foreldri“ auglýst ákváðum við því að skrá okkur,“ segir Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja sem ásamt eiginmanni sínum Sigurði Inga Kristóferssyni byggingartæknifræðingi ákváðu að undirbúa sig saman fyrir foreldra-hlutverkið.

Námskeiðið stuðlar að því að undirbúa verðandi foreldra og for-eldra allt að 3ja ára barna að takast á við foreldrahlutverkið þannig að barnið sé félagslega og tilfinn-

ingalega heilbrigt. Til þess að það takist sem best er veitt fræðsla um hvernig efla má parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Fjöldi rannsókna sýna að foreldrar upplifa minni ánægju í parsam-bandinu fyrstu árin eftir fæðingu og má rekja það til þeirra breytinga

sem eiga sér stað í parsambandinu með tilkomu barns. Rannsóknir úr þessu námskeiði sýna að með undirbúningi megi snúa þessari breytingu við.„Námskeiðið var bæði skemmtilegt og gagnlegt. Það vekur mann til umhugsunar um það sem við flest vitum, að grundvöllurinn fyrir hamingjusömum börnum og góðu fjölskyldulífi eru hamingjusamir foreldrar,“ segir Hanna María um reynslu sína af námskeiðinu. „Það minnir mann líka á það að hjónabandið er stanslaus vinna og það má ekki sofna á verðinum. Við fengum auk þess gagnleg ráð varðandi uppeldið sem koma sér alltaf vel. Við hvetjum alla verðandi foreldra til að skrá sig, jafnvel þó að börnin séu orðin fleiri en eitt og sambandið margra ára gamalt, því umfjöllunarefni námskeiðsins er vísa sem er aldrei of oft kveðin.“Námskeiðið er haldið af Rann-sóknarstofnun í barna- og fjöl-skylduvernd og verður í safnaðar-heimili Keflavíkurkirkju 2. og 3. nóvember kl. 10.00–16.30 báða dagana.Skráning hjá RBF í síma 525-5200 og [email protected]örn undir 6 mánaða aldri eru velkomin með foreldrum sínum.

Grundvöllurinn fyrir hamingjusömum börnum og góðu fjölskyldulífi -eru hamingjusamir foreldrar, segja þau Hanna María Kristjánsdóttir og Sigurður Ingi Kristófersson

Reykjanesbær býður verðandi foreldrum og foreldrum barna að 3ja ára aldrei ókeypis á námskeiðið „Að verða foreldri“:

Hanna María og Sigurður og dóttirin Ljósbrá Líf.

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:

viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.

viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og mannvirkjum. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni.

Suðurgötu 39,101 Reykjavík

Sími: 570 1300

www.minjastofnun.is

[email protected]

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr

húsafriðunarsjóði fyrir árið 2014

HÁDEGISBRUNCHTIL STYRKTAR ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA

Bókanir í síma 420 8800 eða með tölvupósti á [email protected]

Brunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins, laugardaginn 26. október kl. 12.00 í Bláa Lóninu.

Hljómsveitin Ylja kemur fram.

3.900,- kr. fyrir fullorðna1.950,- kr. fyrir 7-12 ára börnFrítt fyrir 6 ára og yngri

Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði.

Öll innkoma rennur óskert til Íþróttasambands fatlaðra.

VERÐ:

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR14

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Sími 421 1090 - [email protected] - www.murbudin.is

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið virka daga kl. 8-18

Asaki VERKFÆRI

AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm

18.890

AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna

13.900

AV245 900W Brothamar 45mm 5,3Kg

21.900

ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm

36.890

ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm

39.990ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar

41.890

AS103 370W 10mm borvél

4.990ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm

14.890

***** 5 stjörnu verkfæri

ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél!

11.165 3.74014.165

27.665 29.925

10.425 16.425

25% kynningarafsláttur á Suðurnesjum til 1. nóv.Asaki verkfæri fyririðnaðarmanninn

31.420

ATH: Afslátturinn gildir aðeins í Múrbúðinni í Reykjanesbæ

Orkudrykkir – Börn og unglingar

Ég lenti á spjalli við kennara í liðinni viku og hann benti mér á hvað óhófleg neysla á orkudrykkjum væri orðin algeng nú til dags meðal unglinga í framhalds-

skólum. Sjálf hef ég einnig orðið vör við þetta á íþróttamótum hjá börnunum mínum en það sem stendur til boða að kaupa fyrir krakkana til að nærast á meðan á mótunum stendur eru yfirleitt orku/íþróttadrykkir, sælgæti, ávaxta-safar, samlokur, stundum pizzusneiðar og jafn-vel sætabrauð. Vissulega orkurík fæða í orðsins fyllstu merkingu en hvernig væri að endur-skoða þetta aðeins og bjóða upp á aðeins hollari valkosti hvort heldur í skólunum eða í tengslum við íþróttamótin. T.d. er hægt að selja ávexti, grænmetisstangir, orkustangir úr hnetum og þurrkuðum ávöxtum, tilbúin boost í gleri, skyr, o.fl. Hvað hafa börn og unglingar að gera við

allt þetta koffín, fljótandi sykur og litarefni þegar kemur að íþróttaiðkun eða skóla? Er þetta málið til að auka frammistöðuna og úthaldið? Orkudrykkir geta haft slæm áhrif á líkamsstarfsemi barna og unglinga en þeir innihalda yfirleitt koffín sem getur valdið því að æð-arnar víkka út og hjartsláttur verður örari. Koffín hefur áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið svefnleysi, svima, skjálfta, hjart-sláttartruflunum og kvíða. Koffín er ávanabindandi og allt of sterkt efni fyrir börn og unglinga en sem dæmi þá inniheldur 500 ml orkudrykkur allt að 160 mg af koffíni og einstaklingur sem er 50 kg má ekki fá meira en sem nemur 125 mg af koffíni á dag. Hámarsneysla koffíns fyrir börn og unglinga er 2,5 mg/kg á dag. Svo má ekki gleyma því að til viðbótar við koffíninnihald þá eru þessir drykkir annað hvort skærbláir, neongulir, rauðir á litinn svo dæmi sé nefnt og uppfullir af sykri til að gera þá enn kræsilegri og meira spennandi fyrir þessa aldurshópa. Að mínu mati er þetta orðið allt of algengt og þá sérstaklega meðal unglinga en sala á orkudrykkjum hefur aukist töluvert milli ára sem bendir til aukinnar neyslu á þessum vörum. Við sem foreldrar þurfum klárlega að vera vakandi og meðvituð um áhrif þessara drykkja og fylgjast með hvað börnin okkar eru að innbyrða af þessum drykkum.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir

heIlsUhoRnIð

Ásdísgrasalæknirskrifar

Heilsubækur eru vinsælastar og skáldsögukiljur frá Norðurlöndum,“ sögðu þær Rannveig

Garðarsdóttir og Guðný Húnbogadóttir starfsmenn Bókasafns Reykjanesbæjar. Stutt er síðan safnið flutti í húsnæði Reykjanesbæjar við Tjarnargötu í Keflavík eftir að hafa verið í mörg ár við Hafnargötu 57.Daglega koma um 300 manns í bókasafnið sem er á tveimur hæðum í sama húsnæði og Sparisjóðurinn og síðan Landsbankinn voru í. Rannveig segir að bókin sé enn mjög vinsæl þó svo að rafbækur og fleira tengt

tölvum sé einnig í boði. Þúsundir titla eru í boði í bókasafninu og þangað koma reglulegar nýir titlar í hús. Opið er alla daga nema sunnudaga.Aðstaðan í nýja bókasafninu er skemmtileg þó sumir sakni gamla staðarins en þar var aðstaðan eins og hún gerðist best. Það sem nýi staðurinn hefur umfram er að þar er m.a. hægt að tylla sér með kaffibolla því þar er einnig kaffihús sem Angela Marina Barbedo Amaro rekur. Hún segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og hún sé mjög ánægð. Í boði eru m.a. kaffidrykkir og fjölbreytt meðlæti.

Heilsubækur vinsælastar

í bókasafni Reykjanesbæjar rannveig og guðrún í afgreiðslu bókasafninsins.

angela Marina Barbedo amaro rekur nýttkaffihús í sama húsnæði og bókasafnið.

litskrúðugir og þægilegir sófar og stólar eru á nýja staðnum.

Ungu krakkarnir velja sumir rafbókina umfram gömlu harð-

spjaldabókina.

-sem flutti nýlega í ráðhús bæjarins við Tjarnargötu

ÆSKÞ færir eftirtöldum aðilum þakkir fyrir stuðning við Landsmót 2013

14.00 - Karnival hefst

14.15 - Hljómsveitin Tilviljun?

14.30 - Dansatriði

14.45 - Leikhópur ÆSKÞ

15.00 - Söngatriði

* Kaf�i og heimagerðar pönnukökur og bollakökur

* Andlitsmálun, Candy-floss og blöðrur

* Handgerðir munir til sölu* Föndurhorn fyrir börnin

* Skólahreystibraut* Bílaþvottur

Allur ágóði af Karnivalinurennur óskiptur

í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR16

Þorsteinn Finnbogason er 24 ára Grindvíkingur sem hefur

samhliða háskólanámi sínu í við-skiptafræði, rekið veitingastaðinn Mamma Mía síðastliðin þrjú ár. Eldri bræður Þorsteins eru eig-endur staðarins en yngsti bróðir-inn sér um daglegan rekstur. „Þetta er búinn að vera frábær skóli og ég hef í raun lært mun meira um fyrirtækjarekstur með reynslunni heldur en í háskól-anum,“ segir Þorsteinn. Ásamt því að stunda háskólanám og reka veitingastaðinn spilar Þor-steinn körfubolta með Haukum í Hafnarfirði.Mamma Mía hefur verið fastur punktur í tilveru Grindvíkinga til fjölda ára. Boðið er upp á fjöl-breyttan matseðil þar sem pizza spilar aðalhlutverkið en einnig er hægt að fá hamborgara, samlokur, salöt og fisk. Sumarið er alltaf besti tími ársins í veitingabrans-

anum fyrir lítil bæjarfélög og var sumarið í ár gott í ferðaþjónustu í Grindavík. „Opnun Suðurstrand-avegar hefur breytt miklu og laðað að sér fleiri ferðamenn í bæinn. Þá er mikilvægt að geta boðið upp á góðan mat á góðu verði,“ segir Þor-steinn.Húsnæðið sem hýsir veitingahús Mamma Mía er rúmgott og hefur Þorsteinn nýtt sér rýmið með frum-legum og skemmtilegum hætti. „Mig langaði að skapa skemmtilega barstemningu og ákvað að opna bar fyrir sjómannahelgina þegar

bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn Síkáti fór fram. Bærinn iðaði af lífi þá helgi og var fullt út úr dyrum.“Þorsteinn hannaði og innréttaði allt rýmið sjálfur með ákveðinn stíl í huga sem kemur ansi skemmtilega út. Barborðið er gert úr gömlum vörubrettum og á barnum hanga glerkrukkur sem notaðar eru undir drykki. Barinn hefur vakið athygli og birtist umfjöllun um staðinn í Hús og híbýli fyrr í sumar þar sem borgarbúar voru hvattir til þess að gera sér ferð í Grindavík á þennan skemmtilega stað. Varðandi fram-haldið segist Þorsteinn ætla að reyna að halda barnum opnum um helgar. „Einnig verða viðburðir á dagskrá við og við í vetur fyrir skemmtanaþyrsta Grindvíkinga,“ segir Þorsteinn að lokum. Þess má geta að Bjartmar Guðlaugsson treður upp í hliðarsal Mamma Mía núna á laugardaginn, húsið opnar klukkan 22:00.

Sýslumaðurinn í KeflavíkVatnsnesvegi 33, 230 Keflavík,

s: 420 2400 UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is.Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu emb-ættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykja-nesbæ, sem hér segir: Álftafell KE-090 sknr. 1195, þingl. eig. Norður Atlantshafs Fiskveið ehf, gerðarbeiðandi N1 hf., þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 08:45.

Háteigur 14 fnr. 208-8294, Keflavík, þingl. eig. Gunnar H Pálsson, gerðar-beiðendur Íbúðalánasjóður og Olíu-verslun Íslands hf, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 09:00. Háteigur 14 fnr. 208-8296, Keflavík, þingl. eig. Árný Rós Böðvarsdóttir og Guðlaugur Tómasson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 09:10. Kópubraut 23 fnr. 228-0365, Njarð-vík, þingl. eig. Sólveig Steinunn Bjarna-dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalána-sjóður, Reykjanesbær og Trygginga-

miðstöðin hf, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 09:35. Melavegur 11 fnr. 224-6604, Njarðvík, þingl. eig. Haraldur Gíslason, gerðar-beiðendur Íbúðalánasjóður, Reykja-nesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vörður tryggingar hf, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 09:25.

Sýslumaðurinn í Keflavík22. október 2013Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000

NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU

ÓSKAST

TIL SÖLU GÆLUDÝR

Til leigu efrihæð í einbýli í Vogum.Efri hæð í Vogum,Vatns-leysustr. til leigu, 1 ár ,128fm, 3 mán bankatrygging. Leiga150þ m /rafm og hita. Uppl 696 2334 [email protected]

4 x 40fm nýr bílskúr NjarðvíkTil leigu fjórir nýbyggðir bílskúrar. Allir að stærð 40fm við Þórustíg 30-32, Njarðvík. stórt plan fylgir. Leigist annað hvort í einu lagi eða sitt hvoru lagi. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 822 3858 eða 820 0099.

4-5 herbergja leiguhúsnæði óskastTraust og reglusöm fjölskylda óskar eftir 4 til 5 herb. leiguhúsnæði í Keflavík. Móðir í traustri vinnu, faðir í námi. Dætur í Holtaskóla og æfa sund með ÍRB. Reyklaus og engin gæludýr. Sími 860 0267. [email protected]

Makamura reiðhjól ' 267 gíra með breiðum þykkum dekkjum. Uppl. í síma 553 0263

Simbi er týndurSimbi er gulur loðinn skógarköttur. Er örmerktur en ekki með ól. Ef einhver hefur séð hann vinsam-legast hringið s:848-6619.

Hundasnyrting.Tek að mér að klippa og snyrta hunda.Löng reynsla og vönduð vinnubrögð. Er í Innri Njarðvík.15% afláttur út október. Kristín s. 897 9002.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 24. - 30. okt. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk

• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.• Félagsvist • Bridge

• Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Föstudaginn 25.okt n.k. á Nesvöllum kl. 14:00.

HattakaffiAtriði úr söngleiknum Grís

Allir velkomnirNánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á

www.nesvellir.is/

BílaviðgerðirUmfelgun

SmurþjónustaVarahlutir

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðavellir 9c - sími 421 7979www.bilarogpartar.is

Hvað er skemmtilegast við skólann? Seinasti tíminn á föstudögum.

Hjúskaparstaða? Einhleyp.

Hvað hræðistu mest? Að vera alein um nóttina eftir að hafa horft á hryllingsmynd.

Hvað borðar þú í morgunmat? Bláberja ananas boozt með fullt af klökum.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Guðrún Sigmundsdóttir á eftir að verða heimsfrægur lögfræðingur.

Hver er fyndnastur í skólanum? Djókin hans Gunnlaugs kennara klikka seint.

Hvað sástu síðast í bíó? Prisoners.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Sushi og salat.

Hver er þinn helsti galli? Er enn að leita að honum.

Hvað er heitasta parið í skólanum? Það rýkur alveg af Ísafoldu og Gylfa.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja upp slökunarherbergi með nuddstólum og hengirúmi.

Af hverju valdir þú FS? Er einhver annar skóli til?

Áttu þér viðurnefni? Er stundum kölluð Silla.

Hvaða frasa notar þú oftast? Hláturinn lengir lífið.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er bara fínt.

Áhugamál? Finnst gaman að ferðast og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Er ekki alveg viss en langar að ferðast um heiminn.

Hvað finnst þér um Hnísuna? Veit ekki með nýju Hnísuna en gamla klikkar ekki.

Ertu að vinna með skóla? Nei.

Hver er best klædd/ur í FS? Eru ekki flestir í FS klæddir alveg eins?

FS-INGUR VIKUNNAR

Vantar slökunarherbergi með nuddstólum og hengirúmi í FS

Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir er FS-ingur vikunnar hjáVíkurfréttum. Hún kemur frá Innri-Njarðvík og innan skamms verður hún 18 ára gömul.

Hún stundar nám á félagsfræðibraut.

EFTIRLÆTIS...

Sjónvarpsþættir Criminal minds og Pretty little liars.

KvikmyndKevin Hart Let Me Explain.

Hljómsveit/tónlistarmaður Drake og Rihanna eru í upp-

áhaldi núna

LeikariJake Gyllenhaal

VefsíðurYoutube og Google.

FlíkinKósý sokkarnir mínir.

SkyndibitiSubway.

KennariSara Harðar og Sumarrós.

Fag í skólanumEnska.

Tónlistin sem þú hlustar mest á? Það fer eftir hvað er á FM.

Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?

Rihanna - Stay (Branchez Remix)

AFMÆLI

Þessi fallega kona, Kristín Gests-dóttir verður 90 ára næstkomandi laugardag, 26. október.Elsku mamma, innilegar hamingju-óskir á afmælisdaginn.Richard, Margrét og fjölskyldur.

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

– Afslátt eða gott verð?

Fyrir lagermanninn!

Pallettu-tjakkur 2 Tonna lyftigeta

35.900,-

Flísjakki

5.990,-

Skv. staðliEN471

Sýndur hér með ál hjólum. Fánlegur með nylon hjólum á kr. 34.990

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Akureyri

Vestmannaeyjum

Mamma Mía fastur punktur í tilveru Grindvíkinga-Ungur háskólanemi og körfuboltamaður rekur staðinn ásamt bræðrum sínum

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 24. október 2013 17

Þegar ég byrjaði að skrifa pistlana í Hamingju-horninu fyrir tæpum tveimur árum síðan hefði mig ekki grunað að þeir yrðu hátt í 100. Ég setti mér markmið með skrifunum sem ég skrifaði einmitt í fyrsta pistilinn en þar stendur „Ég hef haldið ótal fyrirlestra um hamingjuna á síðustu tveimur árum og hef í framhaldinu ákveðið að skrifa nokkrar greinar um þetta áhugaverða efni, með það markmið að leiðar-ljósi að hækka hamingjustigið á Suðurnesjum.“

É g v a r a l v e g ákveðin í því að hafa áhrif á þetta svæði og trúi því að mér hafi tekist að vekja fólk til umhugsunar um ýmislegt sem við-kemur lífinu og tilverunni. Ég hef því náð markmiði mínu og fyrir það er ég þakklát. Ég hef ákveðið að þetta verði síðasti pistillinn í Hamingjuhorninu í bili og langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölda sem hefur lesið það sem ég hef skrifað, en það hefur verið

ómetanlegt að finna þann meðbyr sem ég hef fundið frá byrjun. Ég var líka ákveðin í því að ef mér fyndist ég vera farin að endurtaka mig eða búin að segja allt í bili, mundi ég hafa vit á því að skrifa ekki meira í bili. Ég hef náð þeim stað núna og hlusta því á hug og hjarta og læt þetta gott heita.Við sem einstaklingar getum öll haft áhrif á það umhverfi sem við búum í og getum meðvitað valið hvort þau áhrif séu jákvæð eða neikvæð. Samskipti eru sjaldnast hlutlaus, þau eru yfir-leitt alltaf annað hvort jákvæð eða neikvæð og ég hef meðvitað valið að hafa frekar jákvæðari sýn á lífið. Ég hef til að mynda reynt að vera duglegri að veita athygli því sem vel er gert og deila því með öðrum. Ég hef aukið það að hrósa fólki og þakka því fyrir þegar það gerir vel og

finn hvernig það hefur jákvæð margföldunar-áhrif á umhverfið. Þannig hef ég reynt að vera meðvituð um að allt það sem ég segi og geri hefur áhrif á umhverfið mitt og tel mikilvægt að gangast við þeirri ábyrgð. Ég hef ákveðið að taka hvorki sjálfa mig né lífið of alvarlega, sjá spaugilegu hlutina á tilverunni þegar það er hægt og hlæja svolítið meira. Þá hef ég þurft að minna sjálfa mig aftur og aftur á að ég er ekki

bara þiggjandi - ég er ekkí síður gefandi í þessu samfélagi og er svo óendanlega þakklát fyrir allt sem ég hef fengið til baka eftir að ég fór að vera meðvituð um að gefa meira. Vona svo innilega að þessi viðhorf mín til lífsins hafi skinið í gegn því það skiptir mig máli.Ég mun halda áfram að stefna

að því að hækka hamingjustigið í kringum mig og er á engan hátt búin að segja skilið við Hamingjuhornið. Ég er með Facebooksíðu þar sem ég skrifa pistla, er með fyrirlestra um hamingjuna, námskeið um hamingju og heilsu og margt fleira. Það var stórt skref að stíga að birta skrif mín opinberlega því ég var ekki komin í „öryggið“ mitt þegar kom að skrifum. En þetta er eitt af betri skrefum sem ég hef tekið og aukið sjálfstraustið, skapandi hugsun mína og ritfærni fyrir utan svo margt annað jákvætt. Það þurfti kjark til að stíga út fyrir þæginda-hringinn og opinbera sig en það þarf ekki síður kjark til að átta sig á hvenær er kominn tími til að endurskoða og endurhlaða og því er þetta skref núna ekki síður liður í að standa með sjálfri mér.Langar að nota tækifærið og þakka starfsfólki og eigendum Víkurfrétta fyrir að taka mér opnum örmum - án þeirra hefði Hamingjuhornið ekki blómstrað.

Því segi ég full af þakklæti - takk fyrir mig!Kærleikskveðja

Anna Lóa

Takk fyrir mig!

ANNA LÓAÓLAFSDÓTTIRSKRIFAR

HAmINgjuHoRNIð

Ég mun halda áfram að stefna að því að hækka hamingjustigið í kringum mig

Anna Lóa

Á ÍSLANDI

VIÐ ÓSKUM FISKMARKAÐI SUÐURNESJATIL HAMINGJU MEÐ STÓRBÆTTA AÐSTÖÐUÁ NÝAFGIRTU VINNUSVÆÐI ÞEIRRA

Traust öryggishliðog girðingarlausnirINOVA.IS SÍMI 771-7711 [email protected]

WWW.SHIPOHOJ.IS

ATVINNAVegna frábærra undirtekta við opnun nýrrar verslunar

auglýsum við eftir starfsfólki í hlutastörf.

Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið: [email protected] eða komið við í versluninni að Hólagötu 15 fyrir kl 14.00.

AtvinnaBlaðberar óskast í Ytri og Innri Njarðvík.

Upplýsingar gefur Kristrún í S: 862-0382

Eygló Björg Óladóttir,Þorsteinn Kristinsson, Ellen Ósk Kristjánsdóttir,Einar Már Sigurðsson,Erla Björg Þorsteinsdóttir.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi

Kristinn Þorsteinsson,Stekkjargötu 63, Reykjanesbæ,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. október sl.Útförin fór fram þann 18. október

Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýhug.

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heimahjúkrunar

AuglýsingAsíminn er 421 0001

fimmtudagurinn 24. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR18

Samúel Kári skoraði sigurmarkið í upp-bótartíma

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson skoraði sigur-

mark Reading gegn Arsenal þegar unglingalið félagana áttust við í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Reading en Samúel lék á miðjunni í leiknum.Samúel sem samdi við enska liðið í vor fékk nýlega leikheimild en þetta er fyrsta mark hans í deildinni. Undanfarið hefur Samúel verið í verkefnum með U19 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur komið nokkuð við sögu.

SPORTIÐ

Grindvíkingar framleiða unga og efnilega íþróttamenn á

færibandi að því er virðist. Hilmar Andrew McShane er einn þeirra en hann er 14 ára knattspyrnu-maður. Á undanförnum dögum hefur Hilmar dvalið í Sviss þar sem hann lék með undir 15 ára landsliði Íslands. Liðið tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Kína á næsta ári. Það gerði liðið með því að sigra tvo leiki gegn Finnum og Moldavíu. Hilmar Andrew skoraði í báðum leikjunum en hann leikur sem miðju-maður. Faðir Hilm-ars er Skotinn Paul McShane sem leikið hefur á Íslandi síðan árið 1998, mestmegnis með Grindvíkingum. Hilmar hefur nú þegar þrátt fyrir ungan aldur farið á reynslu til stór-liða á Bretlandseyjum. Hann heimsótti enska liðið Newcastle og síðan skoska stórveldið Glas-gow Rangers, en það lið er í uppáhaldi hjá pilti. Honum gekk vel og þá sérstaklega hjá Rangers en þar skoraði hann tvö mörk og lagði annað upp í þremur leikjum með unglingaliði félagsins.Hilmar segir íslenska hópinn sem náði á Ólympíuleikana vera

glæsilegan. „Þarna eru frábærir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér. Allt teymið var gott og ég tel okkur geta lært mikið af Frey (Sverrissyni) þjálfara, hann getur gert okkur að flottum leikmönnum.“ Það yrði óneitanlega mikil upp-lifun að fara til Kína og spila þar við sterk lið. „Það leggst bara mjög vel í mig að fara til Kína. Það verða aftur úr-

takshópar fyrir leikana en von-andi verður maður valinn aftur til þess að fara.“Hilmar á skoskan föður eins og áður segir og reglulega fer hann

í heimsókn til fjölskyldu sinnar í Skotlandi. Blaða-maður gat ekki á sér setið og spurði ef það kæmi sá dagur að hann þyrfti að velja á milli landsliða, Ís-

land eða Skotland? „Það er erfitt að svara því en þegar það kemur tími þar sem ég verð að velja á milli þá svara ég því,“ segir Hilmar eins og sannur atvinnumaður. Nú þegar hefur þessi 14 ára efnilegi leikmaður farið á æfingar með meistara-flokki Grindavíkur en hann er ekkert að hugsa um það

hvort tilboð komi frá erlendu liðunum sem hann heimsótti í janúar. „Ég er ekkert að spá í því, heldur bara að reyna að bæta mig og verða betri leik-

maður,“ segir Hilmar And-rew McShane að lokum.

Efnilegur: Grindvíkingurinn Hilmar McShane gerir það gott með ungmennaliði Íslands:

Á reynslu hjá Rangers, en Hilmar styður það lið

Í baráttunni með boltann í Grindavíkurbúningi. Á neðri myndinni með föður sínum, Paul McShane.

Elstu sundmenn ÍRB áttu frábæran dag með glæsilegum hópi 10 danskra sundmanna frá

Álaborg sem heimsóttu félagið á dögunum. Í hópnum voru m.a. Mia Nielsen verðlaunahafi af HM og Viktor Bromer verðlaunahafi af EM. Eftir að hafa tekið hefðbundna morgunæfingu syntu 14 elstu krakkarnir með danska liðinu undir stjórn Eyleifs Jóhannessonar. Eyleifur hefur verið yfirþjálfari Ála-

borgarliðsins í 6 ár og skilað þar góðum árangri. Í ár var hann valinn þjálfari ársins í Danmörku.Eftir sameiginlegu æfinguna fór allur hópurinn saman í Bláa Lónið og naut þar lífsins. Eftir lónið var slegið í grillveislu þar sem foreldrar ÍRB-liða grilluðu girnilega borgara ofan í sísvanga sundfólkið. Eftir góða máltíð talaði Leifi um reynslu sína sem þjálfari og hvað þarf til þess að verða frábær sundmaður.

Frábær heimsókn frá Danmörku

Suðurnesjamenn náðu sér í svarta beltið

Um helgina tóku fjölmargir Suðurnesjamenn svartbeltispróf hjá taekwondo samband Íslands. Alls náðu níu Suðurnesjamenn

prófinu en þar á meðal voru átta Keflvíkingar og einn Grindvíkingur, en Björn Lúkas Haraldsson varð fyrstur Grindvíkinga til þess að hljóta svarta beltið.Eftirfarandi náðu prófinu:Victoría Ósk Anítudóttir frá Keflavík, Björn Lúkas Haraldsson frá Grinda-vík, Ágúst Kristinn Eðvarðsson frá Keflavík, Kolbrún Guðjónsdóttir frá Keflavík, Svanur þór Mikaelson frá Keflavík, Kristmundur Gíslason frá Keflavík, Ástrós Brynjarssdóttir frá Keflavík, Karel Bergmann Gunnars-son frá Keflavík, Sverrir Örvar Elefsen frá Keflavík

Henning og Árni Íslandsmeistarar í rallakstri

Félagarnir Henning Ólafsson og Árni Gunn-laugsson úr Reykjanesbæ urðu um helgina

Íslandsmeistarar í rally. Þeir höfðu leitt Íslands-mótið í rallakstri í allt sumar og voru með 7 stiga forskot fyrir lokakeppnina. Til að tryggja Íslandsmeistarasætið þurftu þeir félagar að hafna í 6. sæti eða ofar. Þeir náðu 6. sætinu í lokakeppninni og þar með var Íslandsmeistaratitillinn í höfn.

Glæsilegur árangur hnefaleikafólks í Danmörku

Fimm keppendur frá Suðurnesjum tóku þá í hinu árlega hnefa-leikamóti Hsk Box cup í Hilleröd í Danmörku á dögunum. Um

300 keppendur voru skráðir til leiks í mótið þar á meðal voru fulltrúar Hnefaleikafélags Reykjanesbæjar.Af Suðurnesjamönnum þá fengu þau Alexander Róbertsson, Tómas Einar Ólafsson og Ína Rut Eiríksdóttir bronsverðlaun, Árni Kristgeirsson komst í úrslitin og fékk silfur.Átta keppendur fóru frá Hafnarfirði en Njarðvíkurmærin Helga Valdís Björnsdóttir var þeirra á meðal. Hún hlaut gullverðlaun í sínum flokki. Keflvíkingurinn Gunnar Davíð Gunanrsson vann til gullverðlauna en hann keppir einnig fyrir hönd Hafnarfjarðar. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Suðurnesjafólkinu.

Fjórtán ára knatt-spyrnukona úr Garð-inum fékk gullskóinn

Emelía Britt Einarsdóttir, 14 ára stúlka úr Garðinum, sem hefur

búið í Höfðaborg í Suður Afríku sl. tvö ár, er heldur betur að gera góða hluti í knattspyrnunni í sínu nýja heimalandi. Hún hlaut á dögunum gullskóinn hjá Bothasig Football Club sem hún æfði með að hluta til í vetur. Það er vetur á suðurhveli jarðar þegar sumarið ríkir hér.Emelía spilar með sér eldri stúlkum, 16 – 18 ára, en Emelía er 14 ára eins og áður segir. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað með stúlkunum hálft tímabil.Hún er jafnframt eina stúlkan sem leikur með drengjaliði á hennar aldri og það lið fór til Brasilíu á dögunum og tók þátt í keppni fimm þjóða. Liðið hennar hafnaði í 2. sæti á því móti.

Hefur heimsótt stórlið á Bretlandseyjum

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 24. október 2013 19

Samsettir �áröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Öflug �áröflun fyrir hópinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

132

874

www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

auglýsir eftir umsóknumAVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 17, 2. desember 2013. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið [email protected] og bréflega á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur.

Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka:

a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefnaStyrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar-verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fullnægjandi framvindu verkefnisins áður en styrkumsókn er afgreidd.

b. Smá- eða forverkefniHægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að

einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan tólf mánaða frá úthlutun.

c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðumVeittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggð-um. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár milljónir króna.

Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar.

Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- ný sköpunar-ráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi · Háeyri 1 · 550 Sauðárkrókur · sími 453 6161 · www.avs.is

Íslenska undir 15 ára landslið karla í knattspyrnu tryggði sér í vikunni þátt-

tökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína á næsta ári.Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson þjálfar liðið en tveir Suðurnesjamenn eru í nú-verandi hóp. Það eru þeir Hilmar Andrew McShane frá Grindavík og Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík. Hilmar skor-aði í öðrum leik sínum í röð í dag en þá vannst 4-1 sigur á Moldav-íu. Áður sigraði liðið Finna 2-0.Grindvíkingar í kanavand-ræðumKarlalið Grindavíkur í Dom-inos-deildinni í körfubolta hefur sagt Kendall Timmons upp störfum. Þótti kappinn ekki standast væntingar og verður því leitað af arftaka hans. Þetta er annar erlendi leikmaðurinn sem Grindvíkingar senda heim í ár en áður hafði Grindavík látið Banda-ríkjamanninn Chris Stephenson taka poka sinn.

Freyr á leið til Kína með undir 15 ára lið Íslands- Leika á Ólympíuleikum ungmenna

TENERIFE FERÐFyrirhuguð ferð til Tenerife ef næg þátttaka fæst 6. – 20. mars 2014 á 4 stjörnu hóteli Iberostar Bouganville Playa, side sea view í tvær vikur.

2 í herbergi með hálfu fæði á mann kr. 196.900.- 1 í herbergi með hálfu fæði kr. 256.900.-

viðbótargjald ef allt er innifalið: kr. 59.500.-Möguleiki á aukaviku kr. 70.000.- með hálfu fæði á mann.

Bóka þarf fyrir 1. nóvember og greiða staðfestingagjald í síðasta lagi 15. nóvember.

Fullgreiða þarf mánuði fyrir brottför.

Ekki innifalið: Forfallatrygging né akstur til og frá �ugvelli en hægt að panta það með.

Hópstjóri í ferðinni er Oddný J. B. Mattadóttir.

Skráning hefst 24 október hjá Oddnýju 421 2474 og 695 9474, Lellu 421 2177 og 861 8133.

AuglýsingAsíminn er 421 0001

Stefna og samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum um stjórnun og uppbyggingu hjúkrunarheimila í framtíð og nútíð

Frummælendur:Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur �allar um skýrslu sína um hjúkrunarheimilið Garðvang og hjúkrunarrými á Suðurnesjum.

Jórunn Alda Guðmundsdóttir varaformaður FEB á Suðurnesjum:

Hjúkrunar- og öldrunarmál á tímamótum.

Eyjólfur Eysteinsson formaður FEB á Suðurnesjum:

Stjórnun og uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðurnesjum.

Fundarstjóri Sigurður Jónsson ritstjóri.

Allir velkomnir.

Fundur á Nesvöllum

�mmtudaginn 31. október kl. 14:00.

vf.isvf.is

fimmtuDAGuRiNN 24. októbeR 2013 • 40. tölublAð • 34. áRGANGuR

Instagram

#vikurfrettir

VIKAN Á VEFNUMSuðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélags-

miðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suður-

nesjamönnum. Hægt er að merkja þína stöðuuppfærslu með #vikurfrettir á facebook, Twitter eða Instagram ef þér liggur eitthvað á hjarta, og Víkurfréttir sjá um að koma því til skila.

Eggert Sólberg Jónssontók verkjatöflu áðan og kveikti á sjónvarpinu fyrir

soninn. Þar spurði talandi mörgæs mig að því hvort ég vildi komast í "meira stuð". fyrr en mig varði sat ég á gólfinu í kaffiboði með ísbirni, mörgæs, uglu og nokkrum strumpum... #varþettaekkiörugglegabarap-aratabs

Sævar Sævarssonmorguninn hjá mér hófst með yfirliði þegar ég áttaði mig á því að dómara-

kostnaðurinn við leik keflavíkur og kfÍ sl. föstudag í Domino´s deildinni var "aðeins" 85.000 kr... og nei, það var ekki verið að slípa og lakka parketið á gólfinu!

Marína Ósk Þórólfsdóttirkræst þetta hjóladæmi á svo sannarlega ekki við

mig! Reif fram hjólið sem mér var skaffað þegar ég flutti inn, fínt hjól... dásamlegt veður...til að gera langa sögu stutta þá olli ég næstum árekstri, tvisvar og gæjinn á ofurhraðskreiða scooter-inu var alveg brjááál... Veit ekki hvað hann sagði við mig, en það var ekki fallegt...

Brynja Lind Sævarsdóttirerum við að átta okkur á því að við erum aðeins

330.000??? Skil ekki allan þennan fjölda sem þarf í nefndir og skil ekki til hvers við þurfum 63 alþingismenn...

Illugi Gunnarsson, mennta-málaráðherra, og Árni Sigfús-

son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hafa opnað formlega fyrir að-gang að upptökum á netinu sem innihalda kennsluefni í nátt-úrufræðum fyrir 8. - 10. bekk grunnskóla. Efnið er ætlað fyrir svokallaða flippaða eða speglaða kennslu. Athöfnin fór fram í Keili á Ásbrú en Keilir er leiðandi hér á landi í að innleiða þessa nýju kennsluhætti

Á dögunum var opnuð heimasíða með kennsluefni í náttúrufræði ætlaður nemendum og kennurum í 8. - 10. bekk grunnskóla. Vefurinn er afurð grunnskólakennara og Keilis við þróun speglaðra kennslu-hátta. Mikill áhugi er meðal skóla-fólks á speglaðri kennslu og hafa yfir þúsund manns hafa heimsótt Keili á þessu ári til að kynna sér slíka kennsluhætti sem Keilir hefur innleitt undanfarin ár. Þá komu um 500 manns á ráðstefnu hjá Keili

í vor um sama efni. Með opnun á síðunni eru stigin alvöru skref í þessa átt. Kennararnir Ragnar Þór Pétursson og Þormóður Logi Björnsson hafa skipulagt og tekið upp. Þetta þýðir að allir kennarar og nemendur á landinu geta nýtt sér þessar innlagnir. Hægt er að skoða heimasíðuna á slóðinni www.flipp.is. Einnig er hægt að kynna sér nánar speglaða kennsluhætti á heimasíðu Keilis á slóðinni www.keilir.net/flipp

Ráðherra flippar í Keili

X-ICE• Hjólbarði hannaður fyrir borgarbíla og fjölskyldubíla

• Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip í hverskyns aðstæðum.

• Endingargott naglalaust vetrardekk

X-ICE NORTH• Léttir álnaglar sem eru níðsterkir og hljóðlátir

• 10% styttri hemlunarvegalengd á ís

• Allt að 30% færri naglar

• Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu

NÁÐU GÓÐU GRIPI Á VETRINUMMEÐ MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM

ALPIN A4• Hljóðlátt og gripgott

• Naglalaust vetrardekk

• Ný APS gúmmí blanda tryggir gott grip í öllum hitastigum

• Flipamunstur tryggir gott grip þó líði á líftíma dekksins

• Margátta flipamunstur tryggir hliðar, fram og hemlagrip

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 | REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552OPIÐ MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG KL. 09-13SÍMI 440 1372 | WWW.DEKK.IS

- opnaði vefgátt um speglaða kennslu með hvelli