skólavarðan 2. tbl. 2009

32
2. tbl. 9. árg. mars 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands HVERNIG ER AÐ VERA BARN Á ÍSLANDI? Útiskóli Kreppan og framtíðin Fagmennska Stærðfræði

Upload: kennarasamband-islands

Post on 28-Mar-2016

240 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Skólavarðan 2. tbl. 2009

2. tbl. 9. árg. mars 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands

Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Útiskóli

Kreppan og framtíðin

Fagmennska

stærðfræði

Page 2: Skólavarðan 2. tbl. 2009
Page 3: Skólavarðan 2. tbl. 2009

3

FORMANNSPISTILL

Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa

formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag

framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara

(FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT),

Skólastjórafélag Íslands (SÍ).

Ný lög um menntamál og erfiðar aðstæður á Íslandi

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Enn hafa aðstæður í þjóðfélaginu breyst verulega frá því að ég sendi Skólavörðunni nokkrar línur síðast. Nú hrærumst við í nýju lagaumhverfi. Ekki eru allir sammála um ágæti nýju laganna, kennarar hefðu vafalaust kosið að meira tillit væri tekið til umsagnar Kennarasambandsins um lagafrumvarpið. Sumir segja þó að sjaldan hafi jafn mikið fé verið ætlað í undirbúning að framkvæmd nýrra laga og nú er því ástæða til að láta hendur standa fram úr ermum og nýta nýja möguleika menntun í landinu til framdráttar. Nokkrir framhaldsskólar hafa þegar hafið vinnu að breytingum í sínum ranni. Frá hendi ráðuneytis menntamála er mælst til að vinnan geti nýst á milli skóla þannig að ekki sé unnið í öllum skólum að sömu málunum, mismunandi uppbygging og námsframboð hlýtur jú að kalla á mismunandi lausnir. Nokkur verkaskipting hlýtur þó að nýtast vel og auðvelda nauðsynlega samræmingu á milli skóla. Þessa dagana er svo námskeið í gangi sem hjálpar fólki að opna augun fyrir möguleikum breyttrar hugsunar. Þeir þátttakendur sem ég hef heyrt í bera lof á námskeiðið og vænta mikils af þeirri nýju hugsun sem þar er kynnt og leiðbeint við að framkvæma. Aðstæður í umhverfi okkar hafa væntanlega ekki áhrif á efnislegar breytingar sem nýju lögin kalla á. Hugsanlega hafa þær þó einhver áhrif á tímasetningar breytinga.

Í lok janúar síðastliðins sótti ég mjög áhugaverða ráðstefnu hagsmunasamtaka í málm- og véltækniiðnaði um stöðu hans og tækifæri í framtíðinni. Það fyrsta sem vakti athyglina var nafn ráðstefnunnar: „Björt framtíð málm- og véltækniiðnaðar á Íslandi ef ...“

Fyrst var litið til baka, á þróunina nokkuð aftur á síðustu öld. Samkeppnishæfni var eitt hugtakið en íslenskir iðnaðarmenn hafa gjarnan talist eftirsóttir starfskraftar. Á sumum sviðum hefur íslenskum iðnfyrirtækjum í málm- og véltæknigeiranum líka tekist að hasla sér völl erlendis, jafnvel í fjarlægum heimsálfum.

Staða okkar hefur þó á sumum sviðum átt mjög undir högg að sækja og samkeppnishæfni okkar telst hafa hrakað. Þar er því

miður ekki aðeins um að kenna ódýrara vinnuafli annars staðar frá. Alþjóðlegar menntunar- og gæðakröfur gera okkur erfitt fyrir á sumum sviðum. Rifjum aðeins upp heiti ráðstefnunnar: „Björt framtíð ... á Íslandi ef ...“. Framsögumenn töluðu um stöðuna og voru allir sannfærðir um að framtíðin er björt. Talið snerist reyndar talsvert um þetta „ef“ í enda ráðstefnuheitisins. „Tækifærin blasa við,“ sögðu menn. Það þarf þó að vinna að því að eyða „ef“-inu. Hvað þarf til? Ekkert iðnvætt þjóðfélag kemst af án vel menntaðra iðnaðarmanna. Eitt það fyrsta sem nefnt var er það sem ótal framámenn hafa einnig talað um á tyllidögum og jafnvel nefnt sem eitt af brýnustu verkefnum í íslenskum skólum: Að stórefla iðn- og tæknimenntun. Fyrirtækin sárvantar fleiri góða iðnaðarmenn. Iðn- og starfsmenntun þarf að verða meira aðlaðandi fyrir konur. Menn sjá sóknarfærin um allt, ný lög um menntamál opna ótal nýjar dyr. Auka þarf fjölbreytni í námsframboði. Fyrirtækin þurfa að vera virkari í samvinnu við skólana. Efla þarf kynningarstarf allra hagsmunaaðila meðal ungmenna. Iðnaðarstörf eru ekki lengur sama eðlis og fyrir fáeinum áratugum, tæki og aðbúnaður hafa stórbatnað. Mörg störf sem áður voru óhreinleg eru nú unnin í hvítum sloppum í dag. Möguleikar á framhaldsmenntun hafa farið sívaxandi. Þar opna ný lög enn nýjar dyr. Já, það voru engar kvartanir eða barlóm að heyra hjá málm- og véltæknimönnum. Ég játa að ég er sjálfur sprottinn úr þeim geira og langar því að koma þessum málum á framfæri. Ég ítreka að tækifærin eru handan við hornið. Það sem fyrst og fremst þarf að gera er það sama og ætíð er talað um þegar þrengir að í efnahag þjóðarinnar: Að efla og efla og efla menntun.

Ég óska þess að okkur Íslendingum auðnist að nýta okkur möguleika nýrra laga fyrir menntastofnanir við að vinna okkur í gegnum erfiðleikana sem að okkur steðja.

Guðmundur Guðlaugsson formaður FS.

Guðmundur Guðlaugsson formaður FS.

Ljós

myn

d f

rá h

öfun

di

Page 4: Skólavarðan 2. tbl. 2009

4

LEIÐARI

Forsíðumynd: Leikskólinn Kópahvoll, nemendur í Ugludeild.Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir [email protected] / sími 595 1142 eða 867-8959Prentun: ÍsafoldSkólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

EFNISYFIRLIT

Formannspistill: Ný lög um menntamál og erfiðar aðstæður á Íslandi 3

Leiðari: Pössum vel upp á skólann 4

Gestaskrif: „Vits er þörf þeim er víða ratar“ 5

Kjaramál: Veikindaréttur 7

eTwinning: Furugrund hreppti annað sætið 8

Skólaverkefni umboðsmanns barna: Hvernig er að vera barn á Íslandi? 10

Nýtt starfsheiti: Sérgreinastjórar í leikskólum 11

Ársfundur KÍ: Mótun nýs samfélags, setningarávarp Eiríks Jónssonar 12

Ársfundur skólamálaráðs: Gripið niður í nokkra fyrirlestra 14

Kennaraviðtalið: Inga H. Andreassen 18

Stærðfræði: Bilið brúað milli leikskóla og grunnskóla 21

Stærðfræði: Áhugaverð skýrsla um stærðfræðikennslu ungra barna 23

Ritdómur: Reynsla í bernsku, tilfinningaleg vellíðan og námsárangur 26

Fréttir og tilkynningar: Ályktun FF, námsstyrkur, fæðingarstyrkir o.fl. 27

Smiðshöggið: Fáir verða fullnuma í sjálfum sér 28

KÍ: Réttur atvinnulausra félagsmanna 30

Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir [email protected]Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson [email protected]ónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir [email protected] / sími 595 1115Hönnun: Zetor ehf.Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið

Kristín Elfa Guðnadóttir

Ljós

myn

d:

Kri

stjá

n Va

ldim

arss

on

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Nú er það svart maður, segjum við og brettum upp ermar. Við höfum gert ótæpilega grín að okkur sjálfum fyrir „þetta reddast“ en nú eins og oft áður kemur æðruleysið sér vel. Dugnaður og æðruleysi. Það vantar tvennt í þennan kokteil. Við eigum nóg af öðru: Samkennd. Hvað er þetta eina sem upp á vantar? Það er að koma okkur saman um leiðir. Kosningar eru handan hornsins en almenningur bíður ekki andaktugur, það hefur sýnt sig að hann lætur ekki segja sér fyrir verkum. Og málin þola enga bið. Við viljum réttlæti og við viljum jöfnuð.

Þetta er einmitt inntak skólakerfisins. Þar hefur hvað bestum árangri verið náð í að hindra uppgang misréttis og spillingar. Þar hefur heppnast hvað best að koma í veg fyrir að gróðahyggja yfirtaki fagmennsku. Þar hafa markaðssjónarmið mátt víkja æ ofan í æ fyrir öðrum gildum, svo sem að gæði skipti meira máli en magn og að menntun taki tíma. Auðvitað hefur það ekki alltaf tekist. En í flestum tilvikum hafa kennarar, sem eru nokkuð íhaldssöm stétt, spyrnt við fótum þegar nýfrjálshyggjan hefur bankað upp á: Nei, þú kemur ekki hér inn fröken.

Þegar við komum okkur saman um leiðirnar verðum við að gæta skólans. Að þangað komist allir inn. Að þar sitji allir við sama borð, háir sem lágir. Að þar fái allir frið til að læra, leyfi til að hlæja og rúm til að vera til.

Alþjóðasamband kennara (Education International, EI) sendi nýlega frá sér aðgerðaáætlun fyrir menntun og hagkerfi heimsins. Sýn EI er þessi:

• Menntun er almannaeign, ekki markaðsvara.• Menntun er miðlæg á ýmsa lund í samfélögum okkar, hún hefur mikla félagslega og hagræna þýðingu, hún leikur aðalhlutverk í að byggja upp og viðhalda lýðræði, hún leggur sitt af mörkum til fullnægju og velferðar einstaklinga og þróunar nærsamfélagsins, sem og hagkerfisins. Menntun á að stuðla að jafnrétti, vinna gegn misrétti og efla skilning milli fólks með ólíkan bakgrunn.• Góð menntun krefst góðra kennara sem njóta virðingar í sam-félaginu, viðunandi vinnuumhverfi er það sama og viðunandi lær-dómsumhverfi.• Stéttarfélög kennara eiga að vera í fararbroddi í mótun og framkvæmd menntastefnu.• Menntun er mannréttindi. Það er ósiðlegt að sætta sig við annað en að allir hafi aðgang að góðri almennri menntun, í öllum löndum heims.

EI hefur líka sett fram áætlun um tíu aðgerðir í þremur flokkum og hvetur aðildarsamtök sín á heimsvísu til að vinna eftir henni. Hún fer hér á eftir (nokkuð stytt og lauslega þýdd):

Útskýrið þörfina 1. Safnið upplýsingum um mönnun, þ.e. hvað margir kennarar og aðrir starfsmenn þurfa að vera í hverjum skóla. 2. Segið frá því hversu marga þarf til að halda uppi menntun í góðum og öruggum skólum fyrir börn og ungmenni.

Kallið eftir áætlunum á landsvísu 3. Teiknið upp áætlun um hvernig er hægt að mæta þörf fyrir kennara. 4. Kynnið hana fyrir stjórnvöldum og samstarfsaðilum, þ.á.m. samtökum foreldra, og vinnið að framgangi hennar á opinberum vettvangi.

Berjist fyrir ráðningum í stað uppsagna 5. Kallið eftir því að stjórnvöld vinni með ykkur í að halda í kennara og mennta og ráða fleiri ef þess er þörf. 6. Staðfestið á nýjan leik stefnu kennarasamtakanna um góða kennaramenntun. 7. Styðjið lengingu kennaramenntunar og símenntunar, einnig verkefni um stuðning og aðlögun fyrir nýja kennara og aðra starfsmenn skóla til að ýta undir að þeir haldist í starfi. 8. Þróið samvinnu þvert á skólastig og styðjið háskóla í rannsóknum, nýsköpun og kennslu, þ.á.m. menntun kennara. 9. Minnið ríkisvald og almenning á að þúsaldarmarkmiðin, þ.á.m. menntun fyrir alla, skipta sköpum í að heimsbyggðin komist út úr kreppunni. 10. Vinnið að meiri samvinnu Norðurs og Suðurs. Auka þarf þróunarsamvinnu, styrkja fjölþjóðlegar þróunarstofnanir og efla kennaramenntun í löndum sem eru að reyna að ná þúsaldarmarkmiðunum.

„Við megum engan tíma missa,“ segir Fred van Leeuwen fram-kvæmdastjóri EI í bréfi til aðildarsamtakanna þar sem áætlunin er kynnt. Ég er sammála. Ekki bara menntun til framtíðar. Menntun er framtíðin.

Kristín Elfa Guðnadóttir

Pössum vel upp á skólann

Page 5: Skólavarðan 2. tbl. 2009

5

GESTASKRIF: STEFÁN EINAR STEFÁNSSON

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Á síðustu misserum hafa áleitnar spurn-ingar risið um það hvernig íslenskir stór-hugar voru búnir til þeirrar víkingar sem þeir héldu í á síðastliðnum árum. Á tímabili var talið að þessir „útrásarvíkingar“, eins og þeir eru oftast nefndir, hefðu fundið upp nýjar aðferðir til ávöxtunar fjármuna. Gengu menn svo langt að halda því fram að þeim hefði hugkvæmst eitthvað það sem engum öðrum hafði dottið í hug annars staðar á jarðarkringlunni. Var þeim hampað hér heima sem fulltrúum nýrra tíma og aðferðafræði þeirra var talin færa lífsgæði þjóðarinnar á áður óþekkt stig. Litla Ísland, sem lengst af sögu sinnar hafði barist við erfitt tíðarfar, fátækt og vosbúð, var nú orðið land tækifæranna.

Þá gerðist það sem enginn trúði að gæti gerst. Þjóðin vaknaði upp af hinum sæla draumi og velgengnin reyndist hafa verið tálsýn og að mestu innistæðulaus. Er nú almennt talið að áhrifamestu viðskiptamenn landsins hafi gengið of langt og ekki hugað nægilega að þeim afleiðingum sem gjörðir þeirra gátu haft – afleiðingar sem nú hafa raungerst svo að ekki verður um villst. Þá vaknar sú spurning hvað olli því að menn gengu fram með þessum hætti og hvað hefði getað komið í veg fyrir atburði af þessu tagi?

„Fjórðungi bregður til fósturs“Þeir sem leiddu hina íslensku víkinga voru allir af því bergi brotnir sem sameinar okkur í einni þjóð og samfélagi. Þeir spruttu úr sama jarðvegi og aðrir Íslendingar, fetuðu

sama menntaveg og fengu í heimanmund það tungumál sem hér er hugsað og mælt. Af þeim sökum hljótum við að velta því fyrir okkur hvort eitthvað hafi skort á í þeim undirbúningi sem víkingarnir fengu áður en þeir tóku að vinna lönd og herja á markaði handan hafsins. Það er í engu gert til þess að varpa ábyrgð á gjörðum þeirra á land eða þjóð, heldur vegna þess að líkast til hafði Sigmundur Lambason rétt fyrir sér er hann fullyrti að fjórðungi brygði til fósturs. Má vera að uppeldið hafi farið úrskeiðis og siðvitið ekki náð nægum þroska, eða var það glýjan af gullinu sem gerði mönnum ókleift að standast freistingarnar? Má vera að ágirndin hafi orðið hinum gömlu góðu gildum yfirsterkari og að lokum yfirbugað þau með öllu?

Sitt sýnist hverjum um þetta en margt er enn á huldu um það hvað rak menn til þess sem þeir gerðu. Meiru skiptir á þessari stundu að kanna hvort nægilega sé hlúð að nemendum íslenska skólakerfisins þegar kemur að námi í siðfræði og því sem eflt getur siðvit þeirra. Þessarar spurningar hef ég spurt um nokkurt skeið og oft virðist viðkvæðið að það sé ekki hlutverk skóla-kerfisins að móta nemendur sem persónur,

heldur miklu frekar að auka með þeim hæfni til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni lífsins. En hefur skólakerfið ekki víðtækara hlutverki að gegna?

Mikilvægi uppfræðslu Á skólagöngunni fer einstaklingurinn í gegnum mesta mótunarferli lífsins. Það kemur ekki til af skólagöngunni einni saman en hún hefur þar virku hlutverki að gegna. Í skóla ná nemendur fyrst tökum á tungu-málinu, jafnt sínu eigin sem öðrum, og í gegnum allt skólakerfið fá þeir innsýn og skilning í menningu og grundvöll sinnar eigin þjóðar. Með öðrum orðum má segja að það geri nemendum kleift að móta sjálfskilning sinn. Einhver mikilvægasti þáttur verundar hvers og eins er fólginn í þeim skilningi að maður skipti máli, beri ábyrgð á eigin gjörðum og hafi áhrif á það umhverfi sem maður lifir og hrærist í. Ef skólakerfinu er ætlað að búa skjólstæðinga sína undir lífið og fjölþættar áskoranir þess getur það ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem felst í því að hlúa að sjálfskilningi nemenda. Ekki þannig að hann sé mótaður einhliða heldur miklu fremur þannig að hverjum og einum sé gert kleift að þekkja sjálfan sig, rætur sínar, vilja,

„Vits er þörf þeim er víða ratar“

Stefán Einar Stefánsson

Þeir sem leiddu hina íslensku víkinga voru allir af því bergi brotnir sem sameinar okkur í einni þjóð og samfélagi. Þeir spruttu úr sama jarðvegi og aðrir Íslendingar, fetuðu sama menntaveg og fengu í heimanmund það tungumál sem hér er hugsað og mælt.

Page 6: Skólavarðan 2. tbl. 2009

6SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

GESTASKRIF: STEFÁN EINAR STEFÁNSSON

veikleika, væntingar til lífsins.Sé það gert minnkar hættan á því að

einstaklingar álíti framferði sitt snúa að orðspori einu saman, en á síðustu árum hefur verið lögð þung áhersla á gildi þess fyrir hvern og einn. Þegar orðsporið er þannig vegið og metið til fjár með einum eða öðrum hætti er ætíð hætta á að einstaklingurinn finni sig í þeim aðstæðum að aðeins það sem sjáist og kunngjört sé skipti máli en ekki grundvallarviðhorf og hegðan, jafnvel þar sem enginn sér til. Orðsporið eitt og sér er einskis virði ef það byggist á fölskum forsendum. Mikilvægt er að hlúa þannig að einstaklingum, ekki síst á námsferli þeirra, að þeir skynji og skilji þá veigamiklu staðreynd að persónuleiki þeirra og viðhorf til grunngilda lífsins skiptir þá sjálfa miklu en ekki aðeins þá sem verða á leið þeirra um lífsveginn.

„Og þá er maður í háum skóla...“Til þess að einstaklingar geti skilið ábyrgð sína, réttindi og skyldur, er nauðsynlegt að móta með þeim skilning og getu til að greina umhverfi sitt og samfélag. Það er ekki meðfæddur hæfileiki og þess vegna hafa foreldrar og menntastofnanir það hlutverk með höndum að innræta börnum og unglingum ákveðin viðhorf til þess sem gott getur talist og sömuleiðis þess sem forðast ber og samræmist ekki góðum siðum. Af fjölþættum verkefnum menntakerfisins má jafnvel fullyrða, ekki síst nú á dögum, að þar sé á ferðinni mikilsverðasta framlag þess til samfélagsins. Þá staðreynd orðaði dr. Sigurbjörn Einarsson biskup vel er hann sagði í predikun sem hann flutti í tilefni 75 ára afmælis Háskóla Íslands:

Og þá er maður í háum skóla, þegar mest

reynir á manngildi og lífsgæfan er í húfi.Hinn háa skóla og mikilsverða er sam-

kvæmt honum ekki aðeins að finna í stofnunum sem kenna sig við það skólastig heldur á öllum þeim stöðum þar sem maðurinn reynir sjálfan sig og tekst á við spurningar er lúta að manngildi og gæfu lífsins. Sú glíma er nefnilega ekki aðeins háð í byggingum háskólanna heldur á heimilum, í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum.

Glímunni sem háð er innan skólanna við spurningar um manngildi og lífsgæfu er ætlað það sérstæða hlutverk að gera þann, sem til hennar gengur, betur undir það búinn að mæta raunverulegum áskorunum fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Sá sem fengið hefur tækifæri til þess að vega og meta hluti, aðstæður, jafnvel orð, á vogarskálum réttlætis og þess gildismats sem samfélagið byggir á er líklegri til þess að standast freistingar, gylliboð og siðlausa framgöngu, en sá sem ekki hefur glímt undir leiðsögn þeirra sem veginn hafa fetað á undan.

Hver er leiðarsteinninn?Hér að ofan fullyrti ég að lykillinn að því að þekkja sjálfan sig væri meðal annars fólginn í því að þekkja það samfélag sem maður er sprottinn úr, menningu þjóðar

sinnar, tungumál, bókmenntir og annað það erfðafé sem kynslóðir fyrri tíðar hafa skilið eftir sig. Skólakerfið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum og í aðalnámskrá grunnskólanna frá 2007 er sérstaklega tiltekið að nám í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum sé: „ætlað að stuðla að menntun og þroska nemenda og efla skilning þeirra á íslensku samfélagi og menningu í fortíð og nútíð.“ Er þar ennfremur sagt að: „saga og menning þjóðarinnar verður vart skilin án þekkingar á kristinni trú og siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“

Aðalnámskráin er skýr hvað þetta varðar en á síðustu árum hefur þó gætt aukinnar gagnrýni í garð skólakerfisins fyrir þann þátt uppfræðslunnar sem lýtur að kristnum lífsskoðunum og kristnum trúararfi. Hafa þar ýmsir aðilar gengið hart fram og krafið skólakerfið um hlutlausa afstöðu gagnvart trúarbrögðum heimsins. Hefur því meðal annars verið haldið á lofti að þekking á lífi og starfi Jesú frá Nasaret þjóni þeim tilgangi einum að vinna kristinni kirkju brautargengi. Ekki skal ég halda öðru fram en að frásagnir þessar birti jákvæða mynd af kristinni kirkju og þeirri lífsskoðun sem hún heldur á lofti, en þessar frásagnir hafa öðru og ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna. Þær gefa ungu fólki færi á því að spyrja áleitinna siðferðilegra spurninga um rétt og rangt, náungakærleika og réttlæti. Þær miðla gildismati sem verið hefur förunautur íslensku þjóðarinnar um allar aldir í sögu hennar.

Árin framundanÍslenska þjóðin hefur nú orðið fyrir miklu áfalli og enn munu neikvæðar fréttir berast um framtíðarhorfur í efnahagslegu tilliti. En íslensk þjóð mun um ókomna framtíð byggja landið sem hún hefur hlotið í arf og ekki er ástæða til að ætla annað en að með samhentu átaki og fyrirhyggju megi reisa landið við að nýju og byggja upp blómlega atvinnuvegi. Það verður þó aðeins gert ef unga fólkið í landinu fær til þess það veganesti sem best getur dugað til langrar framtíðar. Kennarar dagsins í dag hafa þar ríku hlutverki að gegna og munu ráða miklu um það hvernig til tekst á komandi áratugum. Í allri kennslu og nálgun á viðfangsefni nemenda verður að kosta kapps við að tala máli góðs siðgæðis, þeirra gilda sem lengst og best hafa dugað landi og þjóð. Verkvitið eitt og sér dugar skammt ef siðvitinu er áfátt.

Stefán Einar StefánssonHöfundur er sið- og guðfræðingur.

Þegar orðsporið er þannig vegið og metið til fjár með einum eða öðrum hætti, er ætíð hætta á því að einstaklingurinn finni sig í þeim aðstæðum að aðeins það sem sjáist og kunngjört er skipti máli en ekki grundvallarviðhorf og hegðan, jafnvel þar sem enginn sér til.

�������������������������������������������������������������������������

����������������������

���������������

������������������������

Page 7: Skólavarðan 2. tbl. 2009

7SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

KjARAMÁL

Í þetta sinn ætla ég að fjalla almennt um veikindarétt og helstu atriði sem honum tengjast, svo sem veikindi starfsmanns, vottorð, hvernig veikindaréttur endurnýjast eftir langtímaveikindi og rétt vegna veikinda barna.

Veikindaréttur miðast við starfsaldur og verður mest 360 dagar eftir 18 ár í starfi. Í veikindum greiðast, auk mánaðarlauna, föst yfirvinna og meðaltal tilfallandi yfirvinnu. Laun í veikindum eru þó ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa. Ef starfs-maður flytur sig milli skóla eða sveitarfélaga flyst veikindaréttur með viðkomandi. Á fyrstu þremur mánuðum samfelldrar ráðningar skal þó fyrri þjónustualdur ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi unnið samfellt hjá fyrri launagreiðendum í tólf mánuði eða lengur.

Veikindi að hlutaStarfsmaður getur að læknisráði og með leyfi yfirmanns unnið skert starf, t.d. 50% starf og 50% veikindi, og er greiðsla veik-indalauna miðuð við það starfshlutfall sem vantar á að hann vinni fullt starf. Taki starfsmaður hins vegar að sér meiri vinnu en vottorð læknis gerir ráð fyrir er litið svo á að hann sé vinnufær að stærri hluta en talið var og taki því veikindalaun að því sem nemur minni hluta, allt að fullum dagvinnulaunum.

VottorðEf starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss þarf að tilkynna það yfirmanni þegar í stað sem svo ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, verður viðkomandi að endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má þó veita undanþágu eftir tillögu trúnaðarlæknis ef ljóst er að um lengri veikindafjarvist verði að ræða.

Yfirmaður getur krafist vottorðs hvenær sem er, ef þörf þykir á, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða skammtíma, eða lang- tímaveikindi. Starfsmaður þarf aftur á móti ekki að gefa yfirmanni nákvæma lýsingu á

veikindum sínum þar sem yfirmaður á rétt á að senda viðkomandi til trúnaðarlæknis og fá vottorð ef þörf þykir. Rétt er að benda á að launagreiðandi skal endur- greiða starfsmanni gjald vegna læknisvott-orða sem krafist er og einnig gjald vegna viðtals hjá lækni vegna öflunar vottorðs. Ef slys verður á vinnustað skal launagreiðandi einnig greiða öll útgjöld sem starfsmaður verður fyrir og slysatryggingar almanna-trygginga bæta ekki. Þetta getur til dæmis verið kostnaður vegna læknisheimsóknar, vottorða, sjúkraþjálfunar o.þ.h.

Þegar starfsmaður hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í einn mánuð ber honum að skila svokölluðu starfs-hæfnisvottorði þegar hann hefur störf á ný. Starfsmaður má ekki hefja störf án þess að læknir votti að heilsa hans leyfi og heimilt er að krefjast vottorðs trúnaðarlæknis. Það er mjög mikilvægt fyrir starfsmann að skila inn 100% starfshæfnisvottorði að loknum veikindum þar sem hann byrjar ekki að ávinna sér veikindarétt að nýju nema það sé gert.

Veikindaréttur fullnýtturÞeir sem fullnýta veikindarétt sinn geta sótt um sjúkradagpeninga til Sjúkrasjóðs KÍ sem greiðast í allt að 360 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Ekki eru greidd laun vegna lang-tímaveikinda maka en Sjúkrasjóður greiðir þó sjúkradagpeninga vegna sjóðfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu sem er afleið- ing alvarlegra langtímaveikinda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið í a.m.k. þrjá mánuði.

Þegar starfsmaður er leystur frá störfum vegna heilsubrests, varanlegrar óvinnufærni eða ef hann hefur tæmt veikindarétt og/eða haldið starfinu launalaust jafn lengi og veikindaréttur varði, þá skulu honum greidd svokölluð lausnarlaun, þ.e. þrenn mán-aðarlaun. Sama gildir um greiðslu vegna látins starfsmanns ef hann var í hjúskap, staðfestri samvist eða skráðri sambúð. Vert er að minna á að auk lausnarlauna þarf starfsmaður að fá uppgjör orlofslauna ef um uppsafnað sumarorlof er einnig að ræða.

Veikindi barna yngri en þrettán áraFélag framhaldsskólakennara, leikskóla-

kennara, tónlistarskólakennara: Annað for- eldri barns yngra en þrettán ára á rétt á að vera frá vinnu í samtals tólf vinnudaga (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári og endurnýjast sá réttur um hver áramót. Ekki er nauðsynlegt að taka þessa daga út í heilum dögum heldur má taka út hálfa daga eða jafnvel nýta nokkrar klukkustundir í senn. Félag grunn-skólakennara: Annað foreldri barns yngra en þrettán ára á rétt á að vera frá vinnu í sam-tals tíu vinnudaga (80 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári.

Uppsögn í veikindum Veikindaréttur fellur niður við starfslok hvort heldur starfsmaður segir upp starfi eða honum er sagt upp störfum. Hafi starfsmanni borist uppsögn með venjulegum uppsagnar- fresti en veikist eftir það greiðast laun ekki lengur en til loka ráðningartímans. Hafi veik-indi hins vegar borið að áður en til uppsagnar kemur heldur starfsmaðurinn veikindarétti sínum þar til hann er vinnufær á ný eða veikindaréttur tæmdur. Vinnuveitanda er þar af leiðandi ekki heimilt að skerða veik- indarétt starfsmanns með uppsögn úr starfi. Mikilvægt er að leita upplýsinga hjá KÍ ef starfsmaður íhugar uppsögn vegna veik-inda svo að réttindum sé ekki fyrirgert með ótímabærri uppsögn.

Í lokin langar mig að minna ykkur á net-fangið mitt [email protected] ef þið hafið frekari spurningar um veikindarétt eða annað.

Ingibjörg Úlfarsdóttir

Veikindaréttur

Ingibjörg Úlfarsdóttirlaunafulltrúi KÍ

Ljós

myn

d:

Ste

inun

n Jó

nasd

ótti

r

Page 8: Skólavarðan 2. tbl. 2009

8

eTwINNING, SKóLAdAGAR

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

eTwinning er áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf. Árleg ráðstefna eTwinning var haldin í Prag 13. til 15. febrúar síðastliðinn. Yfir fjögur hundruð kennarar og fulltrúar eTwinning alls staðar að úr Evrópu sóttu ráðstefnuna. Dagskráin var glæsileg og af ræðumönnum má m.a. nefna hinn þekkta fræðimann Edward De Bono. Verkefni leikskólans Furugrundar hreppti 2. sætið í flokki stærðfræði- og vísindaverkefna í samkeppni um Evrópuverðlaun eTwinning. Tvö önnur íslensk verkefni, sem leikskólinn Bakki og Öskjuhlíðarskóli eru þátttakendur í, komust í undanúrslitahóp 22ja verkefna.Árleg ráðstefna eTwinning

Hin árlega ráðstefna eTwinning var að þessu sinni haldin í Prag. Ján Figel, yfirmaður menntamála hjá framkvæmdastjórn ESB, setti ráðstefnuna ásamt menntamálaráð-herra Tékklands, Ondej Liška. Þema ráð-stefnunnar að þessu sinni var „eTwinning og sköpun“ en árið 2009 er ár nýsköpunar hjá framkvæmdastjórn ESB.

Þátttakendur á ráðstefnunni voru yfir fjögur hundruð kennarar og fulltrúar land-skrifstofa eTwinning hvaðanæva úr Evrópu. Hver landskrifstofa var með bás til að kynna land og þjóð og árangur sinn í eTwinning. Sérstakir básar voru helgaðir verkefnum sem tóku þátt í Evrópusamkeppninni. Í íslensku sendinefndinni voru tveir starfsmenn land-skrifstofunnar, Guðmundur I. Markússon og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, og fimm kenn- arar, Helga Hólm, Stóru-Vogaskóla, Hilda Torres, Verzlunarskóla Íslands, Sonja Jóns-dóttir, leikskólanum Sólbrekku og Fjóla Þorvaldsdóttir og Halla Jónsdóttir, leik-skólanum Furugrund.

Dagskrá ráðstefnunnar samanstóð af fyrirlestrum og vinnustofum. Aðalfyrirlesari var hinn þekkti fræðimaður á sviði skapandi hugsunar, dr. Edward De Bono. Fyrirlestur hans var bæði ögrandi og áhugaverður og átti hann athygli gesta óskipta. Skilaboð hans voru í stuttu máli þau að skapandi

hugsun snerist ekki um meðfædda náðar-gáfu heldur ákveðnar aðferðir sem hægt væri að kenna. Jafnframt lagði hann áherslu á að kennsla í hugsun ætti að vera sérstakt fag í skólakerfinu. Hægt er að kynna sér De Bono og kenningar hans á heimasíðunni www.edwarddebono.com.

Íslenskur skóli í úrslitum til EvrópuverðlaunaMikil eftirvænting ríkti í íslenska hópnum því íslenskur fulltrúi, Fjóla Þorvaldsdóttir, leik- skólanum Furugrund, var í úrslitum Evrópu-verðlauna eTwinning. Er það í fyrsta skipti sem íslenskur þátttakandi nær svo góðum árangri. Verðlaun voru veitt fyrir besta eTwinning-verkefnið í fimm flokkum: 4-11 ára, 12-15 ára, 16-19 ára, frönsku og flokki stærðfræði og vísinda. Verkefni Furugrundar, 1, 2, Buckle my shoe, tilheyrði síðastnefnda flokknum sem er athyglisvert í ljósi þess að ekki hafa verið mörg leikskólaverkefni í þessum flokki. Verkefnið varð í 2. sæti sem er frábær árangur en yfir 500 skráningar bárust í keppnina.

1, 2, Buckle my shoe er samstarfsverkefni tólf skóla frá tíu löndum: Íslandi, Skotlandi, Englandi, Möltu, Spáni, Ítalíu, Litháen, Rúmeníu, Póllandi og Írlandi. Heiti verk-efnisins vísar til þulu sem notuð er til að kenna börnum að telja. Í verkefninu er unnið með ákveðið þema í hverjum mánuði, t.d. tölur, rými, form o.s.frv. Sem dæmi læra börnin húsnúmer sín, telja diska þegar þau leggja á borð, mæla vegalengdir o.s.frv. Afrakstrinum er miðlað með því að nota ýmis forrit, að mestu frían og opinn hugbúnað (e. open source), og er myndræn framsetning, þ.e. stafrænar myndir og myndbandsupptökur, mikilvægur þáttur. Verkefnið er með sína eigin heimasíðu sem er öllum opin: twinmath.wikispaces.com. Þar er ekki aðeins hægt að skoða afrakstur verkefnisins heldur er þar einnig að finna lista yfir þann opna hugbúnað sem notaður er í verkefninu. Því geta áhugasamir

kennarar sótt bæði hugmyndir og verkfæri á heimasíðu 1, 2, Buckle my shoe og notað til þess að þróa sín eigin verkefni.

Áður en tilkynnt var hvaða skólar kæmust í úrslit voru 22 verkefni valin í undanúrslit. Fyrir utan Furugrund komust tveir aðrir íslenskir skólar í þennan undanúrslitahóp: Leikskólinn Bakki með verkefnið Frumefnin fjögur og Öskjuhlíðarskóli sem tekið hefur þátt í sérkennsluverkefninu I am great the way I learn. Það verður að teljast frábær árangur að þrjú verkefni með íslenskri þátttöku hafi náð í undanúrslitahóp 22ja verkefna í keppni sem spannar nánast alla Evrópu.

eTwinning er óformleg og auðveld leið til EvrópusamstarfsLandskrifstofan hvetur kennara eindregið til að kynna sér möguleika eTwinning. Áætlunin hentar öllum kennslugreinum jafnframt því að vera óformleg og laus við skriffinnsku. Skráningu fylgir heldur engin skuldbind- ing og því er hægt að skrá sig til leiks og kanna möguleikana. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu landskrifstofunnar (Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins), aðalsíðu eTwinning í Evrópu og á íslenska eTwinning-blogginu:

www.etwinning.iswww.etwinning.netwww.etwinning.blog.is

Allar frekari upplýsingar gefur Guðmundur Ingi Markússon [email protected], sími 525 5854.

Guðmundur Ingi MarkússonHöfundur er verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.

Þátttakendur í verkefninu 1, 2, Buckle my shoe. Fjóla Þorvaldsdóttir er lengst til vinstri.

Ljós

myn

d f

rá h

öfun

di.

Furugrund hreppti annað sætið!Íslenskir skólar Í úrslitum og undanúrslitum til eVróPuVerðlauna etwinning

Page 9: Skólavarðan 2. tbl. 2009

Hlý og falleg ullarföt á alla fjölskylduna!

Frábært úrval!Gott verð!

www.janusbudin.is

Nýjar vörur

á börn!

- sæktu þér aukinn styrk

Fjölbreytt framboð sumarnámskeiða í samstar� við fagfélög kennara

Á vefsíðunni er einnig að �nna reglur um úthlutun styrkja auk annarra hagnýtra upplýsinga.

Minnum á umsóknarfrest um einstaklingsstyrki, gestafyrirlesara í skólum og fagfélögum sem og ráðstefnustyrki fagfélaga sem er tvisvar á ári – 30. apríl og 31. október.

Kennarastaða við ÞjórsárskólaÍ Þjórsárskóla við Árnes vantar kennara til afleysinga næsta skólaár. Meðal kennslugreina er sérkennsla, íslenska á yngsta og miðstigi, myndmennt, smíði/tæknimennt og heimilisfræði.

Þjórsárskóli telur 54 nemendur í 1.-7. bekk og við skólann starfa 11 einstaklingar. Þjórsárskóli er grænn skóli með mikla áherslu á umhverfis-mennt, náttúruna og nærsamfélagið. Nýsköpunarkennsla hefur einnig fengið fastan sess í skólanum. Skólinn er lítill og hlýlegur og opinn fyrir nýjum hugmyndum. Það er góð aðstaða í skólanum og gott umhverfi.

Leitað er eftir jákvæðum einstaklingi (kennara/þroskaþjálfa) sem er tilbúinn að vera með í þróun og mótun nýrra kennslu- og starfshátta í skólanum sem krefst samvinnu og samstarfs allra starfsmanna skólans.

Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2009.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingibjörg María Guðmunds-dóttir, 486-6000, 864-5481, skó[email protected]

Page 10: Skólavarðan 2. tbl. 2009

10

SKóLAvERKEFNI UMbOÐSMANNS bARNA

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Leik- og grunnskólabörn vinna verkefni með umboðsmanni barnaEmbætti umboðsmanns barna hleypti af stokkunum skólaverkefninu Hvernig er að vera barn á Íslandi? sl. haust sem felst í að nemendur tjá sig um þessa spurningu með því að fylla póstkort með myndum, sögu, ljóði, ljósmynd eða á hvern þann hátt sem þau kjósa. Tugir leik- og grunnskóla eru búnir að tilkynna þátttöku, fá sent kynningarefni og margir hafa líka fengið heimsókn frá embættinu. Verkefnisstjóri er Eðvald Einar Stefánsson.

Kynningarbréf voru send til skólastjórn-enda og þeir kennarar sem sýndu verk-efninu áhuga fengu svo senda kynningu á því hvernig hægt er að leggja það fyrir nemendur. Loks fengu nemendur sent bréf með upplýsingum fyrir sig. Í kynningarbréfi til nemenda sem taka þátt segir meðal annars:

Eitt af því sem umboðsmaður barna gerir er að hlusta á raddir barna. Hann vill fá að vita hvað börn eru að hugsa og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og nánasta umhverfi þeirra. Hann vill fá að vita hvernig það er að vera barn á Íslandi í dag. Þess vegna hefur þú fengið í hendur póstkort. Á það getur þú skrifað, teiknað eða jafnvel límt ljósmynd sem þú sjálf/sjálfur hefur tekið af einhverju sem er mjög mikilvægt fyrir þig.

Verkefnið tekur mið af 12. og 13. grein Barnasáttmálans og tilgangur þess er að gefa börnum tækifæri að láta raddir sínar heyrast á fjölbreyttan hátt. Á Degi barnsins sunnudaginn 24. maí, verður haldin sýning á póstkortum barnanna.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Eðvald verkefnisstjóri aðspurður en hann hefur ferðast um allt land að heim-sækja skóla í tengslum við verkefnið. „Við sóttum meðal annars heim níu barna grunnskóla í Þistilfirði sem var í senn gaman og sérstakt. Við erum í reglulegu sambandi við þátttökuskólana og erum nú þegar búin

að fá póstkort frá einum skóla, en það er Rimaskóli í Reykjavík. Krakkar í 2. og 5. bekk tóku þátt í verkefninu þar og við höfum átt mjög gott samband við Helga Árnason skólastjóra. Í hverjum skóla er tengi-liður, í mörgum tilvikum er það einhver í stjórn-unarstöðu en sums staðar sjá kennarar um verkefnið. Í sumum skólum taka nokkrir kennarar þátt í verkefninu en í öðrum bara einn – það er enginn skuldbundinn til þátttöku þótt skólastjóra lítist vel á! Þetta er þróunarverkefni og bara rétt að byrja. Skólar geta því enn skráð sig til þátttöku, við erum tilbúin með póstkort fyrir næsta ár og vonumst auðvitað til að þátttaka verði hundrað prósent áður en yfir lýkur.

Þótt við séum bara búin að fá skil frá einum skóla eru engu að síður sterk skilaboð fólgin í póstkortunum. Þeim var skilað í desember sl. og það má sjá þrjú þemu í póstkortum barnanna. Í fyrsta lagi vináttuna og fjölskylduna. Það er greinilegt hvað þetta skiptir börnin miklu máli og að þeim finnst mikilvægast að vera ekki ein. Í öðru lagi fjalla þau mikið um einelti, hvað þeim líður vel þegar allir eru vinir og hversu illa þeim líður þegar aðrir eru vondir við þau. Að stríða, leggja í einelti og útiloka eru þættir sem koma fram aftur og aftur. Í þriðja

Hvernig er að vera barn á Íslandi?

12. grein Barnasáttmálans:

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.

Eðvald Einar Stefánsson

Page 11: Skólavarðan 2. tbl. 2009

SKóLAvERKEFNI, NýTT STARFSHEITI

11SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Á aðalfundi Félags leikskólakennara 2008 var samþykkt að skipa nefnd til að fjalla um tillögu frá Faghópi listgreinakennara um viðurkenningu á stöðu listgreinakennara í leikskólum. Nefndin sem skipuð var tveimur fulltrúum frá Félagi leikskólakennara, einum fulltrúa leikskólastjóra, einum fulltrúa leikskólakennara og tveimur full-trúum faghópsins lauk störfum 15. júní síðastliðinn.

Niðurstaða nefndarinnar var að óska eftir því við samninganefnd FL að beita sér fyrir því að starfsheitið sérgreinastjóri í leikskólum yrði tekið upp í næstu samningum og því raðað í launaflokk. Ástæðan fyrir því að velja heitið sérgreinastjóri í stað listgreinastjóri var að með því væri komið til móts við stærri og fjölbreyttari hóp innan leikskólanna. Ástæða þess að velja heitið stjóri í stað kennari var að þannig væru meiri líkur á að staðan yrði í svipuðum launaflokki og staða deildastjóra í leikskólum, enda hugsuð sem stjórnunarstaða. Helstu rök nefndarinnar fyrir sérgreinastjórastöðunni voru þessi:• Leikskólar eru að stækka sem kallar á

meiri sérhæfingu innan starfsins.

• Leikskólar eru með ólíkar áherslur / uppeldisstarf sem kallar á meiri sérhæfingu.

• Leikskólar þurfa að takast á við fjölbreyttara samfélag.

• Leikskólastarfið verður markvissara og fjölbreyttara.

• Leikskólum gefst kostur á að þróa og dýpka námsþætti sem starfið byggist á.

Samninganefnd Félags leikskólakennara fjallaði um sérgreinastjórastöðuna í kjara- samningaviðræðum í desember sl. Sam-þykkt var að vísa málinu til umfjöllunar í samninganefnd FL og Launanefnd sveitar-

félaga. Á fundi nefndarinnar 27. febrúar síðastliðinn var samþykkt að taka upp starfsheitið sérgreinastjóri og raða því í sama launaflokk og deildarstjóra.

Starfslýsingin sem upphaflega nefndin setti fram var samþykkt óbreytt og er eftir-farandi. Starfsheiti: SérgreinastjóriNæsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunar.Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.Meginverkefni: Skipuleggur og stýrir verk-efnum sem tengjast markmiðum hvers leikskóla.

Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunar sem utan.

Sér um áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu.

Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.Annað: Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofn-unar.

Situr starfsmannafundi og aðra fundi sem yfirmaður segir til um og varða viðkomandi verkefni.

Sérgreinastjórastaðan er hugsuð sem ákveðin staða innan leikskólans til að skipu- leggja og hafa umsjón með sérstökum áherslum í starfinu, námssviðum eða grein- um samkvæmt markmiðum í skólanám-skrá leikskóla.

Með þessu opnast nýir starfsmöguleikar fyrir þá leikskólakennara sem lokið hafa framhaldsnámi í listgreinum eða öðrum sér-greinum í leikskólakennarafræðum.Þeir geta sótt um slíkar stöður verði þeim komið á fót

í leikskólum, sem verður vonandi. Þessi nýja staða gæti einnig orðið háskólum í landinu hvatning til að efla og auka fjölbreytni í námi í sérgreinum, þ.m.t. listgreinum, sem vissu-lega er þörf á.

Þessi staða verður væntanlega einnig til þess að hækka hlutfall leikskólakennara í leikskólum.

Það verður spennandi að sjá hvernig rekstaraðilar bregðast við þegar kemur að því að taka afstöðu til hvort staða sérgreina-stjóra verði tekin upp. Hvort þeir útdeili ákveðnum kvóta í hvern leikskóla líkt og gert er með sérkennsluna í Reykjavík eða geri ráð fyrir fastri stöðu sérgreinastjóra í hvern leikskóla?

Nú ríður á að skólastjórnendur leikskóla láti á það reyna að fá þessa stöðu viður-kennda í leikskólum þar sem skólanámskrá og skipulag starfseminnar gefur tilefni til. Þó að starfsheitið hafi verið tekið upp og því raðað í launaflokk er það undir hverjum rekstraraðila/skólastjóra komið hvort starfið verður til.

Að lokum eru allir þeir sem sinna þáttum tengdum listum í leikskólum hvattir til að gerast félagar í faghópi listgreinakennara í leikskólum. Umsóknareyðublað má innan tíðar finna á heimasíðu faghópsins fl.ki.is undir faghópar. Umsókn skal skila til for- manns eða gjaldkera faghópsins. Skilyrði fyrir inngöngu er að vera í Félagi leikskóla-kennara. Nýlega rýmkuðust skilyrði fyrir inngöngu í FL því nú geta þeir sem eru með þriggja ára háskólanám óháð grein gerst félagar.

Soffía ÞorsteinsdóttirFormaður faghóps listgreinakennara í leikskólum.

Sérgreinastjórastaða í leikskólumSoffía Þorsteinsdóttir Lj

ósm

ynd f

rá h

öfun

di.

og síðasta lagi er kreppan fyrirferðarmikil. Þessi póstkort eru samin á tímabilinu október – desember og við fengum meðal annars að sjá þessa jólakveðju: Gleðilega kreppu og farsælt komandi gjaldþrot.“

Póstkortin prýða nú veggi hjá embætti umboðsmanns barna og að sögn Eðvalds er embættið í samráði við Gerðuberg og fleiri aðila um sýninguna á Degi barnsins. En fleira stendur til með kortin. „Já, við ætlum að greina þemun sem koma fram á kortunum

og fá upplýsingar út úr þeim sem hægt er að vinna með, börnum til heilla,“ segir Eðvald. Þá ætlum við líka að nota menningarnóttina í ágúst til að vekja athygli á kortunum og þeim boðskap sem þau færa okkur. Það er einn af jákvæðum fylgifiskum kreppunnar að nú virðist vera auðveldara að vekja athygli fjölmiðla á börnum og þeim málefnum sem að þeim snúa en áður var.“

Kennurum er í sjálfsvald sett hvernig þeir vinna út frá aðalspurningunni en fá nokkrar

spurningar í hendur til að hafa til hliðsjónar ef þeir kjósa svo:

• Hvernig eiga góðir foreldrar að vera? • Hvernig er góð mamma? Hvernig er góður

pabbi? • Hvernig á góður kennari að vera? • Þegar ég er í skólanum þá finnst mér best

þegar ... • Þegar ég er í skólanum þá finnst mér

verst þegar ... • Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Umboðsmaður barna hvetur lesendur til að taka þátt og hafa samband í síma 5528999 eða senda tölvupóst til [email protected] til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.

keg

nemendur í Fálkaborg heimsóttu umboðsmann barna þann 16. mars sl. einn fimm ára gamall nemandi svaraði spurningunni Hvernig á góður kennari að vera? svona:

leyfir manni að leika sér, leyfir mér að lita og huggar mig, og leyfir mér svo að leika meira.

Page 12: Skólavarðan 2. tbl. 2009

12SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

ÁRSFUNdIR

Ágætu félagar.

Aðstæður eru um margt óvenjulegar nú þegar við hittumst á sameiginlegum árs- fundi KÍ og ársfundi skólamálaráðs KÍ. Daginn sem þingi KÍ lauk í apríl 2008 setti Ísland met í háum vöxtum, vaxtastig á Íslandi fór þá upp í hæðir sem ekki höfðu þekkst áður. Segja má að efnahagslægðin sem við glímum nú við hafi hafist um þetta leyti. Ég held að fáa hafi hins vegar órað fyrir því að ástandið gæti orðið eitthvað í líkingu við það sem nú er raunin. Öll starfsemi Kennarasambands Íslands hefur með einum eða öðrum hætti mótast af ríkjandi ástandi. Þannig hafa allar raunverulegar viðræður um kjaramál legið niðri og satt að segja eru ekki miklar líkur á að félögin komist að samningaborðinu á næstunni til að ræða kjarasamninga í venjulegri merkingu þess orðs.

Það kann að vera erfitt að bera saman ástand frá einum tíma til annars. Er lægðin nú til dæmis dýpri en lægðin 1968? Er vandi húsnæðiseigenda nú meiri en í byrjun níunda áratugarins? Við þessu eru engin ein-hlít svör þar sem aðstæður eru um margt gjörólíkar. Samfélagið er nú gjörólíkt því samfélagi sem 68 kynslóðin lifði í, kröfurnar aðrar, lífsgæðin allt önnur. Það hefur e.t.v. ekki mikinn tilgang að velta sér upp úr svona samanburði nema ef vera kynni þann að leitast við að læra af reynslunni. Reynsla okkar frá 1968 er sú að ástandið þá var erfitt, fjöldaatvinnuleysi og landflótti ásamt kaupmáttarrýrnun, gengisfellingum og vaxtaokri. Þetta lifðum við af og náðum okkur á strik að nýju. Ég er þess fullviss að við lifum þetta af líka núna, það er einungis spurning um hve langan tíma það tekur.

Það er vissulega ánægjulegt að á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta þingi hafa líka gerst jákvæðir hlutir. Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hafa verið samþykkt frá Alþingi sem eru um margt til bóta þó að sumt í þeim hafi verið gagnrýnt. Þá hafa verið samþykkt lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjóra en þau marka tímamót og segja má að Ísland hafi með þeim skipað sér á bekk með þeim þjóðum sem leggja hvað mestan metnað í kennaramenntun í heiminum. Vissulega er hætta á því að stjórnmálamenn velti fyrir sér þeim möguleika að fresta gildistöku laga-ákvæða sem fela í sér kostnaðarauka eins og til dæmis því að lengja kennaramenntun. Það verður því hlutverk okkar, ef til kemur, að

reyna að opna augu stjórnmálamanna fyrir þeirri hættu sem fylgir slíkum ákvörðunum. Að fresta lengingu kennaramenntunar eða gefa einhvern afslátt frá markaðri stefnu, væri mikið ógæfuspor því ólíklegt er að slík ákvörðun yrði til skamms tíma og því gæti orðið löng bið eftir lengingunni ef horfið yrði frá þessum áformum nú. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég hafi heyrt um slíkar fyrirætlanir heldur eingöngu vegna þess að efnahagslegur vandi þjóðarinnar er af þeirri stærðargráðu að allir hlutir eru í hættu þegar kemur að því að forgangsraða verkefnum. Það er von mín að vinna næstu vikna við reglugerðasmíði og námskrár skili okkur fram á veginn og víðtæk sátt náist um skólastarf næstu ára. Fátt er okkur mikilvægara á tímum eins og nú en að slá skjaldborg um skólana og tryggja með því starfsemi þeirra.

Kennarasamband Íslands ákvað fljót-lega eftir fjármálahrunið að skoða með

hvaða hætti það gæti best stutt við félagsmenn sína og þar með skólastarfið í heild. Í þessu sambandi tók KÍ upp form- legt samstarf við menntavísindasvið HÍ og landlæknisembættið. Einnig hefur fulltrúi KÍ setið í samráðshópi á vegum mennta-málaráðuneytis og í velferðarvaktinni sem félagsmálaráðherra setti á laggirnar fyrir skömmu, svo að dæmi séu tekin. Í öllum þessum starfshópum sitja fulltrúar margra hagsmunasamtaka sem láta sig varða hag heimila, skóla og samfélagsins í heild.

Þá ákvað stjórn KÍ að semja við þau Hugo Þórisson og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðinga um að þau veittu félagsmönn- um sálfræðilega ráðgjöf í síma og styddu þannig við þá sem stæðu frammi fyrir erfiðleikum í starfi eða einkalífi. Mein-ingin er að meta árangurinn af þessari nýjung nú um páska og taka ákvörðun um áframhaldið eftir það. Efnt var til fundaraðar í janúar og febrúar þar sem fulltrúar KÍ mættu á samtals

mótun nýs samFélagsSetningarávarp Eiríks Jónssonar formanns KÍ á ársfundi sambandsins 13. mars sl.

reynsla okkar frá 1968 er sú að ástandið þá var erfitt, fjöldaatvinnuleysi og landflótti ásamt kaupmáttarrýrnun, gengisfellingum og vaxtaokri. Þetta lifðum við af og náðum okkur á strik að nýju. ég er þess fullviss að við lifum þetta af líka núna.

Page 13: Skólavarðan 2. tbl. 2009

13

ÁRSFUNdIR

þrettán fundi vítt og breitt um landið. Þar var farið yfir ýmis mál sem tengjast fjár-málakreppunni og einnig mál sem tengjast réttindum félagsmanna. Fundasókn var misgóð eins og gengur en segja má að hér hafi verið gerð fyrsta tilraun til að bjóða upp á fræðslu til félagsmanna sem var ætluð öllum, burtséð frá félagsaðild. Vonandi verður hægt í framtíðinni að bjóða upp á fleiri þætti hjá KÍ þar sem mörkum milli félaga er ýtt til hliðar og fræðsla miðuð við atriði sem varða alla burtséð frá félagsaðild. Þetta kæmi að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir fræðslustarfsemi á vegum félaganna heldur væri hér um að ræða viðbót.

Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á undanförnum mánuðum. Þegar ljóst var að bankarnir væru komnir á hliðina óttuðumst við í fyrstu að KÍ hefði orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni þrátt fyrir þá staðreynd að mikill hluti fjár-muna sambandsins og sjóða væri í vörslu BYRS. Þó að tapið sé umtalsvert er það minna sem hlutfall af heildareignum en búast mátti við enda hefur verið rekin var-færin stefna í fjárfestingum KÍ á undan-förnum árum. Um afkomu KÍ og sjóða er að öðru leyti vísað til reikninga sambandsins en þar eru þessir þættir tíundaðir.

Tíminn frá áramótum hefur verið mjög sérstakur svo að ekki sé meira sagt. Mótmælin sem hófust í haust undu smátt og smátt upp á sig og þegar þing kom saman eftir áramót sauð endanlega upp úr. Þjóðinni var og er misboðið. Allt stoðkerfi efnahagslífsins hafði brugðist sem og stjórnmálamennirnir. Kennarasambandið tók strax þá ákvörðun að vera ekki virkur þátttakandi í mótmælaaðgerðum og einnig að setja ekki fram kröfur um afsögn einstakra stjórnmálamanna eða embættismanna. Ég tel þetta rétta afstöðu þar sem ekki er hefð fyrir því að Kennarasambandið setji fram kröfur af þessu tagi og mál sem þessi hafa ekki verið til umræðu á þingum sambandsins hingað til. Ég spyr mig hins vegar oft þeirrar spurningar hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta þessu að einhverju leyti þegar litið er til framtíðar. Ég er í þessu sambandi ekki að tala um að Kennarasambandið eigi að vera flokkspólitísk samtök heldur hvort það eigi ekki að láta álit sitt í ljós þegar augljóst er að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, láta hagsmuni sína og síns flokks ganga fyrir þjóðarhag.

Nokkur atriði til umhugsunar í þessu sambandi.

Er eðlilegt að alþingismenn ákveði að veita stjórnmálaflokkunum þrjú til fjögur hundruð milljónir króna af almannafé meðan ekki eru til peningar til að standa undir lögbundnum verkefnum? Þetta er gert þrátt fyrir að bókhald stjórnmálaflokka sé ekki að fullu opið almenningi.

Er eðlilegt að þingmenn ræði á Alþingi dögum saman um tæknileg atriði á borð við hvort ekki verði að rjúfa þing þennan daginn eða hinn til að uppfylla meint skilyrði um lágmarkstíma frá þingrofi til kosninga?

Er eðlilegt að eyða mörgum klukkutímum í umræðu um mál sem allir eru sammála um, eins og raun varð á í umræðunni um útgreiðslu séreignarsparnaðar?

Er eðlilegt að þetta gerist meðan ekki er hægt að taka til umræðu mál sem varða framtíð þjóðarinnar?

Við hljótum að gera þá kröfu til Alþingis Íslendinga að sandkassaleiknum linni.

Það virðist sama hver er í stjórn og hver í stjórnar-andstöðu, hegðun þingmanna og ráðherra er þeim oft og tíðum til skammar og í fullkomnu ósamræmi við vilja þjóðarinnar.

Við verðum að vona að þingkosning-arnar framundan verði upphaf að mótun nýs samfélags. Það er tími til kominn að menn hafni græðginni og snúi bökum saman við að byggja upp þjóðfélag þar sem einstaklingurinn er settur í öndvegi og Mammoni vikið til hliðar.

Ágætu ársfundarfulltrúar. Við eigum fyrir höndum langan vinnudag. Auk lögbundinna verkefna ársfundar höfum við fengið til liðs við okkur fjölda frummælenda til að fjalla um mörg mikilvæg mál á sviði kjara- og skólamála. Ég vona að við eigum eftir að eiga saman ánægjulegan dag og að við getum snúið heim margs vísari.

Sameiginlegur ársfundur KÍ og ársfundur skólamálaráðs KÍ er settur.

er eðlilegt að alþingismenn ákveði að veita stjórnmála-flokkunum þrjú til fjögur hundruð milljónir króna af almannafé meðan ekki eru til peningar til að standa undir lögbundnum verkefnum?

kennarasamband Íslands ákvað fljótlega eftir fjármálahrunið að skoða með hvaða hætti sambandið gæti best stutt við félagsmenn sína og þar með skólastarfið í heild.

Page 14: Skólavarðan 2. tbl. 2009

14

ÁRSFUNdIR

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Þann 12. og 13. mars sl. voru haldnir ársfundir Kennarasambandsins, skóla-

málaráðs og aðildarfélaga leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Til allra

fundanna mættu góðir gestir sem fluttu erindi um framkvæmd nýrra mennta-

laga, kjaramál, lífeyrismál, samflot KÍ og annarra launþegasamtaka, horfur

í skólamálum næstu ár, nýlegan starfsendurhæfingarsjóð sem KÍ á aðild að,

kennaramenntun, samstarf KÍ og menntavísindasviðs og margt fleira.

Dagskrá, fréttir og glærur fyrirlesara eru

á www.ki.is ásamt ályktunum og tillögum,

upplýsingum um nýja þjónustustefnu og um

aukið samstarf aðildarfélaga sambandsins

og fleira efni. Áfram verður fjallað um efni

ársfunda í apríltölublaði Skólavörðunnar.

Gripið niður í nokkra af þeim fyrirlestrum sem haldnir voru á fundunum

ÞEGAR ÖLL KERFIN BREGÐAST

Arna H. Jónsdóttir vakti í erindi sínu máls á því að jafnvel í góðæri þegar öll úrræði eiga að vera til staðar láta börn lífið sökum vanrækslu og ofbeldis. Hvað mun gerast í kreppunni? Getum við nýtt hin nýju menntalög nemendum og velferð þeirra, fagmennsku og skólastarfi til framdráttar?

Arna sagði ársfundargestum söguna af Victoriu Climbie sem dó af völdum áverka sem hún hlaut heima fyrir, níu ára gömul, í London árið 2000. Það vantaði ekki að ýmsir höfðu haft grunsemdir um að ekki væri allt með felldu og segja má að Victoria hafi verið umlukin félagsráðgjöfum, kennurum, læknum, lögreglu og prestum. Nágranni hafði haft samband við barnaverndaryfirvöld þar sem hann óttaðist um líf hennar, hún var oftar en einu sinni lögð inn á sjúkrahús vegna áverka. Engu að síður dó barnið. Dómari sem réttaði yfir morðingjunum (frænku og sambýlismanni hennar) lýsti ítrekuðum mistökum og skorti á samstarfi aðila sem komu að lífi Victoriu svo: Staurblind vangeta.

Hvernig gat kerfið brugðist svona heiftarlega? Skeknir fóru Bretar í endurskoðun á kerfum sínum í leit að svörum. Dauði Victoriu Climbie leiddi til nýrrar stefnumörkunar og gagngerrar endur- skoðunar á barnavernd en einnig á félags-, heilbrigðis- og mennta-kerfum þjóðarinnar í tengslum við velferð barna. Eitt af því sem krafist var úrbóta á var hugmyndin um fagmennsku. Arna vék stuttlega að þeirri breytingu á fagmennsku sem ruddi sér til rúms á tímum nýfrjálshyggjunnar. Ástæða er til að staldra við og skoða aðeins það sem Arna var að vísa í vegna þess að ekki er víst að allir lesendur þekki þessar hugmyndir. Þarna er raunar frekar um afnám fagmennsku að ræða enda kallast þessi breyting deprofessionalization. Hún felur í sér að siðræn gildi og hugsjónir víkja smám saman fyrir nýju markmiði, hámörkun gróða, og ýmislegt fleira fær að fjúka sem áður var í hávegum haft, svo sem samvinna, en samkeppni leysir hana af hólmi. Þetta ferli var í fullum gangi hjá mörgum fagstéttum og ekki hægt að svara því strax hvort og hvenær það gangi til baka. En aftur að Örnu. Hún upplýsti að ein af þeim leiðum sem Bretar gripu til var að hafna þessari „af-fagmennskun“ og hefja samstarfsmiðaða og lýðræðislega fagmennsku til vegs og virðingar. Öll börn áttu að fá að vera heilbrigð, örugg, njóta sín og ná árangri (meðal annars í námi), fá að leggja sitt af mörkum og loks njóta fjárhagslegrar heilsu. Til að þetta mætti takast þurftu allir í umhverfi barna að vinna skipulega saman og hugsa heildstætt um hvert og eitt barn. Hvernig til tekst hjá Bretum er of snemmt að segja til um er margvíslegt gott starf er nú þegar hafið á grundvelli þessarar stefnumörkunar og þeirra rannsókna, skýrslna, laga og reglugerða sem fylgdu í kjölfarið. Áhugasamir geta t.d. lesið skjalið Kennari 21. aldar - fagmennska í framkvæmd sem gefið var út í samhengi við stefnuna „Sérhvert barn skiptir máli“ (Every child matters). Skjalið er hér: www.sec-ed.co.uk/public/downloads/cent_supp.pdf

Viðamikil og þrusugóð dagskrá á ársfundum

Þá ræddi Arna um möguleika á að koma nýrri löggjöf um leik-skólann til framkvæmda og gildi nýrra laga fyrir velferð nemenda og fagmennsku kennara. Meðal annars nefndi hún að lögin boðuðu aukið foreldrasamstarf með tilkomu foreldraráða, en það væri mjög í anda samvinnumiðaðrar og lýðræðislegrar fagmennsku sem sett er á oddinn í breskri stefnumörkun. „Skólafólk veit á hverjum og hvernig kreppan kemur verst niður, vegna nálægðar við börnin,“ sagði Arna, „og það þarf að láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi og þróa til framtíðar samstarf við aðrar fagstéttir og samtök.“

Arna H. Jónsdóttir

Page 15: Skólavarðan 2. tbl. 2009

15

ÁRSFUNdIR

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

HæTTAN: AÐ VIÐ FESTUMST Í DOÐA!

Ef við tökum strax á vandanum og ef okkur tekst að skapa traust á íslensku efnahagslífi þá getum við farið að sjá til lands um eða upp úr 2011. Annars er hætt við að hagkerfið festist í doða. Þetta sagði Ólafur Darri Andrason í erindi sem umsvifalaust feykti öllum fundarmönnum upp úr doða hafi þeir á annað borð verið í honum. „Þetta er gríðarlegt samdráttarskeið,“ sagði Ólafur Darri. „Samdrátturinn var mikill 1968-69 og við þurfum að fara þangað til að finna eitthvað viðlíka og nú. En samdráttarskeiðið sem við erum rétt að byrja að sigla inn í verður meira en frá stofnun lýðveldis.“ Að sögn Ólafs Darra gæti orðið verðhjöðnun 2010 sem væri vissulega gott fyrir skuldara en endurspeglaði jafnframt mjög erfitt hagkerfi. Líklega færum við að að verja álíka miklu fé í atvinnuleysistryggingar og í allt framhaldsskólakerfið, eða um átján milljörðum. „Við verðum að minnka hallann um 50 milljarða árið 2010 og um 30 milljarða 2011, annars verða vaxtagreiðslur ríkisins óviðráðanlegar,“ sagði Ólafur Darri. Að hans sögn er óumflýjanlegt að stóru kerfin þrjú, sem Ágúst nefndi útgjaldaturnana í erindi sínu, verði fyrir barðinu á kreppunni. „Það verður lægra þjónustustig í öllum þessum kerfum og skattar hækka, en við verðum líka að dreifa byrðum réttlátlega. Þeir sem hafa vinnu verða að taka meira á sig, það er að segja taka frekar á sig kaupmáttarskerðingu en að auka atvinnuleysi. Við eigum ekki að sleppa því að taka á vandamálunum því þótt hörmungarnar séu ekki okkur að kenna þá skaðar slík afstaða okkur og börnin okkar.“

„Við verðum að tryggja að allir hafi aðgang að menntun,“ sagði Ólafur Darri jafnframt. „Það er varnarbarátta framundan og við getum búist við minni stoðþjónustu í skólum, stærri námshópum og fleiru. Það verður að auka sveigjanleika í skólastarfi en vera um leið vakandi fyrir því að ef girðingar eru teknar úr kjarasamningum auðveldar það ríkinu að gera ýmislegt óásættanlegt. Kennarasambandið á að

láta sig efnahags- og atvinnumál varða og það er skynsamlegt af KÍ að taka þátt í samflotinu.“

Ólafur Darri nefndi jafnframt mikilvægi þess að rannsaka banka-hrunið. „Þetta þarf að vera lærdómur og uppgjör. Við eigum að krefjast skýlausrar,viðamikillar og vandaðrar rannsóknar á bankahruninu. Við eigum að krefjast þess að þeir sem bera siðferðilega, pólitíska og lagalega ábyrgð axli hana. Ekki bara horfa á lagalega þáttinn. Já, árið 2007 var indælt ár. En viljum við fá það aftur? Nei. Því ef við gerum það þá lendum við bara aftur í sömu vitleysunni. Því miður er ekki hægt að fara í gegnum þessar þrengingar án þess að almenningur finni verulega fyrir því. En munum þetta: Við eigum þrjár gífurlegar auðlindir: Orkuna í fallvötnum og í jörðinni, fiskinn í sjónum og mannauðinn.“

Ólafur Darri Andrason

Já, árið 2007 var indælt ár. En viljum við fá það aftur? Nei.

Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður skólamálaráðs setti saman innihaldsríka dagskrá eftir hádegi 13. mars (á ársfundi skólamálaráðs) og einbeiting fundargesta leynir sér ekki.

Page 16: Skólavarðan 2. tbl. 2009

16SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

MENNTUN KEMUR OKKUR FYRR ÚT ÚR KREPPUNNI

Ágúst Einarsson var gallharður og kallaði eftir því að stjórn-málamenn hefðu dug í sér til að forgangsraða og segja hvað þeir tækju fram yfir annað. Hann sagði ljóst að útgjaldaturnarnir þrír, mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi, væru í eldlínunni á niðurskurðartímum. Ágúst lýsti þeirri skoðun sinni að í kreppu ætti markvisst og skipulega að forgangsraða í þágu mennt-unar. Allt væru þetta þjóðþrifamál sem enginn vildi að þyrftu að þola niðurskurð en ekkert eitt væri jafnmikilvægt og menntun.

„Af hverju skipta kennarar og kennsla meira máli í kreppu en við aðrar aðstæður?“ spurði Ágúst og svaraði að bragði: „Það er menntun sem kemur okkur fyrr út úr kreppunni en ella – en bara ef við hömlum gegn niðurskurði og forgangsröðum henni í vil.

Menntun er mannbætandi. Sá atvinnulausi kostar miklu meira en skólavistin og framleiðir ekki verðmæti á meðan hann er atvinnulaus. Menntun bætir lífskjör með því að auka landsframleiðslu, það er að segja framleiðni, öðru nafni afköst. Hér verður skorið niður. Mun aukin áhersla á velferðarmál eða heilbrigðismál koma okkur út úr kreppunni? Nei.“ Ágúst sagði það ákaflega óskynsamlegt og vont fyrir lífskjör framtíðarinnar að forgangsraða ekki í þágu menntunar. Framgangur kennslu réðist af vilja og getu. Í lok erindis síns hvatti Ágúst ársfundar-fólk til að „sannfærast og sannfæra aðra!“

Ágúst Einarsson

ÁRSFUNdIR

Af hverju skipta kennarar og kennsla meira máli í kreppu en við aðrar aðstæður?

Page 17: Skólavarðan 2. tbl. 2009

17SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

SAMRæÐA KEMUR HUGMYNDUM Í FRAMKVæMD

Jón Torfi Jónasson og Anna Kristín Sigurðardóttir fjölluðu um kennaramenntunina í HÍ og samstarf við Kennarasambandið til framtíðar. Anna Kristín talaði meðal annars um aðdraganda nýju kennaramenntunarlaganna, inntak undirbúningsvinnu að fimm ára kennaramenntun, lykilhugmyndir um kennarastarf og fagmennsku og um næstu skref hjá menntavísindasviði að framkvæmd laganna. Erindi Önnu Kristínar og þessari umfjöllun í heild, ásamt erindi Braga Guðmundssonar um kennaramenntun á Akureyri, verða gerð betri skil í apríltölublaði.

Jón Torfi var nýkominn frá Noregi og Svíþjóð og sagði að í þessum löndum auk Danmerkur væru miklar hræringar í kennaramenntun og jafnframt átök. Á Norðurlöndunum væru sýnu minnst átök í þessum málaflokki í Finnlandi og hérlendis. Til dæmis væri verið að dreifa kennaramenntun víðar en áður í fyrrnefndu löndunum. Stjórnvöld væru meira með puttana í þessu námi en öðru starfsnámi en eftirlitskerfið í Svíþjóð og prófakerfið í Danmörku væri í mótsögn við hugmyndir stjórnvalda um fagmennsku. Mikið er rætt um fagmennsku á norrænum vettvangi og spurningin er þessi: Hvað þarf til, til að undirbúa góðan fagmann sem ræður við það sem honum er ætlað? Að mati Jóns Torfa er ekki líklegt að sterkir kennarar spretti fram í stórum hópum ef menntun er dreift víða.

Annað sem þyrfti að varast væri gjá á milli fræðimanna, kennara, stjórnmálamanna og almennings. Fræðimenn væru til

að mynda mest að skrifa fyrir aðra fræðimenn. Jón Torfi bætti við að samræða væri sú leið sem við hefðum til að gera okkur mat úr því sem við höfum og nýta það í skólastarfi. Hann upplýsti að skýr ásetningur væri af hálfu beggja aðila, menntavísindasviðs HÍ og Kennarasambandsins, um virkt samstarf. Það myndi meðal annars fela í sér samræðu um grunn- og endurmenntun kennara og stjórnenda, vettvangstengingu námsins (Ingvar Sigurgeirsson stýrir vettvangsráði menntavísindasviðs, innskot blm.) og vett-vangstengingu menntavísindasviðs, rannsóknir og mótun fag-mennsku. Þá yrði rætt um hræringar í Evrópu,flæði upplýsinga - þ.m.t. útgáfu og mótun samstöðu ásamt fleiru.

keg

Jón Torfi Jónasson Anna Kristín Sigurðardóttir

Bragi Guðmundsson

Björg

Ólafur

Aðalheiður

ÁRSFUNdIR

Sigrún

Page 18: Skólavarðan 2. tbl. 2009

18SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

KENNARAvIÐTAL

Nokkuð margir íslenskir skólar eru úti-skólar eða með vísi að útiskóla og margir skólamenn stunda útikennslu. Þó hefur enn sem komið er verið fjallað frekar lítið um útiskóla í íslenskum fjölmiðlum og á vettvangi skólamálaumræðu. Dagana 8.- 12. júní verður haldið námskeið um útiskóla/náttúruskóla við kennaradeild Háskólans í Bergen og fer það fram í Bergen og nágrenni. Markmiðið er að kynna fyrir þátttakendum ýmsa möguleika í útikennslu. Skólavarðan greip Ingu H. Andreassen glóðvolga þegar hún var í skottúr til landsins og ræddi við hana um útiskóla, Noreg og Ísland, inntak kennslu og fleira gott.

Miklu betra en sólin á Spáni!Inga er alíslensk þrátt fyrir eftirnafnið sem hún erfði frá föðurafa sínum. Hún er búsett í Noregi og dag nokkurn var hún að spjalla við Oddrunu Hallås, samstarfskonu sína í Háskólanum í Bergen, en hún sér um íþrótta- og útiskólabraut í kennaranáminu þar ytra. Ingu datt í hug að spyrja: Er ekki rakið að koma á samstarfi við Ísland? Oddrunu leist vel á hugmyndina og í fyrra var haldið fyrsta útiskólanámskeiðið í þessu samstarfi. Átján íslenskir grunnskólakennarar fóru í þriggja sólarhringa strembinn en frábæran norskan útiskóla. „Frekar þrjá daga hér en tvær vikur á Spáni!“ sagði einn þátttakenda, Snorri Bergþórsson, í viðtali við þarlent dagblað um námskeið í hinni norsku „villimörk“ (n. villmarka).

Áhugi kennara og skólastjórnenda á útiskóla hefur aukist gífurlega á undanförnum árum, ekki síst á grunnskólastigi. Leikskólar hafa alltaf verið með útikennslu og því kannski ekki jafnmikil nýlunda fyrir þá, framhaldsskólar eru rétt að byrja að taka við sér og til dæmis er boðið upp á útivistaráfanga á Laugarvatni, í VMA og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ef til vill víðar. Þá hefur talsvert verið rætt um útikennslu í væntanlegum framhaldsskóla á Norðurlandi eystra. Segja má að allt komi saman nú til að ýta undir áhugann á útiskólum: Hugmyndafræðin er skýr og aðgengileg. Sambandið við útlönd er til staðar með möguleikum á námskeiðum, nemenda- og kennaraskiptum og samræðu. Vænt og grænt hefur notið vaxandi vinsælda undanfarið og aldrei eins og í kreppunni, útiskóli fellur vel að þeim áherslum. Námsgögn eru til, meira þó á erlendum tungumálum.

„Annaðhvort eða“ fólkInga upplýsir að Háskólinn í Bergen muni

enn á ný halda námskeið um útiskóla fyrir íslenska grunnskólakennara í júní næstkomandi og er það auglýst á öðrum stað hér í blaðinu. Samstarfið, sem hefur verið byggt upp undanfarin ár við grunnskóla á Íslandi og menntavísindasvið HÍ, er margvíslegt og hafa t.d. kennaranemar frá Bergen verið í æfingakennslu við Norðlingaskóla í Reykjavík. Samstarfskona Ingu í Bergen sem fyrr er nefnd, Oddrun Hallås, hafði áður sent nemendur sína í vettvangsnám til annarra landa og skipulagt bæði kennara- og nemendaskipti milli landa. „Íslensku kennararnir eru svo áhugasamir,“ segir Inga, „að þeir láta ekkert aftra sér! Ein mætti meira að segja þótt hún hefði handleggsbrotnað rétt fyrir ferðina.

Eftir bankahrunið héldu menn að ef til vill væri sjálfhætt, þetta væri allt of dýrt fyrir Íslendinga,“ segir Inga. „En Oddrun sótti um í þremur sjóðum sem styrkja verkefni af þessum toga og það er spennandi að sjá hvernig til tekst.“ Sjálf er Inga gamall skáti, var í Eilífsbúum á Sauðárkróki þegar hún kenndi þar um hríð, og að sjálfsögðu hliðholl útivist. Hún staðfestir það sem flestir Íslendingar telja sig vita, að Norðmenn séu mikið útivistarfólk og geri hlutina af krafti: „Norðmenn eru svona „annaðhvort eða“ fólk!“ segir hún.

Kennarar eiga að vera duglegir að afsanna klisjurInga er fædd árið 1952 og gekk í Lang-holtsskóla. Eftir landspróf fór hún í Kennara-skólann og var í næstsíðasta árganginum sem tók kennarapróf með gamla sniðinu. Af hverju ákvaðstu að verða kennari? spyr blaðamaður. „Ætli það sé ekki út af henni Brynhildi móðurömmu minni,“ segir Inga og brosir. „Sögur hafa áhrif á starfsval. Amma var kennari og sögur hennar frá kennslunni og hollráð hafa fylgt mér í gegnum minn kennsluferil og reyndar allt lífið. Það sem amma setti í fyrsta sæti í sinni kennslu var þetta: Að virða einstaklinginn og líta á hann sem persónu - en ekki viðfang til að koma í gegnum tiltekið námsefni. Þessari

hugsun kynntist hún í kennaranáminu en þá lásu kennaranemar bókina Börn, foreldrar og kennarar eftir D.C. Murphy sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1917. Murphy var greinilega mjög framsýnn maður og þessi bók hefur staðist tímans tönn.“

Inga fékk bókina til eignar frá ömmu sinni og les enn í henni. „Þar er lögð áhersla á samvinnu nemenda, að þeir læri hver af öðrum, og á foreldrasamstarf. Murphy var mjög áhugasamur um að miðla til kennaranema hversu mikil ábyrgð það er að vera kennari vegna áhrifanna sem þeir hafa á líf annarra,“ segir Inga. „Tilteknum störfum fylgja gjarnan tilteknar klisjur eins og að lögfræðingar séu lævísir, svo að dæmi sé tekið. Að mínu mati verða kennarar að vera ötulir við að sýna það í starfi sínu að klisjur um kennara eru hreinlega rangar.“

Noregur kallarAð loknu kennaranámi kenndi Inga í eitt ár í Garðabæ og lærði síðan sérkennslu og talkennslu. Í framhaldi af því kenndi hún í nokkur ár í Noregi. Maður hennar er Matthías Viktorsson sem lengst af hefur starfað á félagsmálasviðinu og þau eiga þrjú börn, Snorra sem nemur alþjóðastjórnmál

útiskólanámskeið Í Bergen • Viðtal Við ingu H. andreassen

Nemandi er ekki bara einhver sem kennari þarf að koma í gegnum námsefni

Útiskóli, útikennsla, útinám, Háskólinn í Bergen, námskeið um útiskóla fyrir íslenska grunnskólakennara, nemendaskipti, kennaraskipti, Björnslundur, Oddrun Hallås, Inga H. Andreassen, Náttúruskóli Reykjavíkur, útiskólavefur, skógræktarfélög, útikennslustofur, Álfheimar, Eyrarskjól, Fossvogsskóli, Hvolsskóli, Rauðhóll, Laxárskóli, Lundarskóli, Lönguhólar, Menntaskólinn að Laugarvatni, Norðlingaskóli, Sæmundarskóli, Urðarhóll, Þelamerkurskóli, vinnuskólar.

Inga H. Andreassen

LJós

myn

d:

keg

Page 19: Skólavarðan 2. tbl. 2009

KENNARAvIÐTAL

19SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

í Bretlandi, Eddu sem er viðskipta- og markaðsfræðingur og starfar í Bergen og Ernu sem hyggur á kennaranám. „Ég er mjög ánægð,“ segir Inga og hlær. „Erna ætlaði aldrei að verða kennari en henni snerist hugur, kennarinn blundar í henni. Hún er tölvufræðingur. Við Matthías búum í suðurborginni í Bergen með hundinum okkar af golden retriever kyni. Við höfum þó ekki verið í Noregi allan þennan tíma heldur bjuggum við í mörg ár hér heima. En svo fór ég aftur út í nám, í þetta sinn í almenna menntunarfræði, og þá ætluðum við að vera í tvö ár. Ég var mjög ánægð með námið í Háskólanum í Osló, Norðmenn eru sterkir á sviði menntunarfræði og áttu tiltölulega snemma öfluga fræðimenn þar. Ég lauk náminu en þá vildu Snorri og Erna, sem voru orðin 20 og 23 ára, búa áfram ytra.“

Fornt mál í SognsfirðiInga og Matthías ákváðu að vera eitthvað lengur og Inga fór að kenna í „högskole“ í Sognsfirði. „Munurinn á högskole og uni-versitet er að sá fyrrnefndi er starfsnáms-skóli,“ segir Inga. „Þarna vorum við í þrjú ár og þar var mjög gott að vera. Ég held enn sambandi við skólann og fer þangað sem gestafyrirlesari. Á þessum tíma var skólinn mjög fjölmennur. Fram til ársins 1994 voru sjálfstæðir starfsnámsskólar út um allt land, tækniskólar, kennaraskólar, hjúkrunarfræðiskólar og fleiri, en nú hafa þeir verið sameinaðir. Það var gaman að vera í Sogndal, íbúar voru lengi einangraðir og málið er fornt og líkt íslensku. Við höfðum vanist því að geta talað íslensku án þess að nokkur skildi okkur en í Sogndal uppgötvuðum við að þannig var það bara ekki lengur og þetta frelsi var fyrir bí. Við vorum kannski í strætó og þá kom fólk með athugasemd við það sem við vorum að tala um og spurði: „Voruð þið að meina þetta?“ Til gamans má bæta við þessa frásögn að sama ár og bókin eftir Murphy sem Inga og amma hennar notuðu kom út á íslensku, árið 1917, var bóndi nokkur í Sogndal að plægja akurinn sinn. Kemur þá ekki upp grafsteinn með rúnaletri sem hefur haft talsvert mikla þýðingu fyrir þekkingu okkar á forn-norrænu og sögu þeirrar tungu.

Ertu vitlaus maður!Í Sognsfirði kenndi Inga menntunarfræði og sérkennslufræði. Eftir að hún réð sig til Háskólans í Bergen hefur hún auk þess verið að þróa nýtt nám fyrir náms- og starfsráðgjafa. Þá situr hún í rekstrarstjórn eins grunnskóla í borginni. „Þetta er mjög áhugavert viðfangsefni,“ segir Inga. „Þannig

var að fræðsluskrifstofan í Bergen bauð grunnskólum upp á að prófa að vera með rekstrarstjórn við skólann en einungis einn skólastjóri þáði boðið. Félagar hans í stéttinni sögðu: „Ertu vitlaus maður! Ætlarðu að gefa frá þér öll völd!“ En hann ákvað að prófa.“ Gerð var tilraun til tveggja ára og skólastjórinn var svo ánægður að hann hélt áfram með þetta rekstrarform. „Núna eru allir nýir skólar í Bergen með rekstrarstjórn frá upphafi,“ segir Inga. „Í stjórninni eru fulltrúar kennara og annarra starfsmanna, nemenda, foreldra og svo tveir utanaðkomandi, ég er annar þeirra. Skólinn heitir Paradis skole, hvorki meira né minna, í höfuðið á hverfinu sem hann er í, Paradis. Stjórnin hittist þrisvar til fjórum sinnum á hverri önn. Fyrir nokkrum árum var gerð ítarleg stefnuskrá og ég hafði umsjón með því ferli, þetta hefur allt gengið mjög vel.“

Basl að fá gott fólk í kennaranám„Það er frábært að vera Íslendingur í Noregi,“ segir Inga. „Þar eru svo margir Íslandsvinir. Það hefur reyndar alltaf verið svoleiðis en aldrei eins og nú. Það kemur einhvers konar föðurleg tilfinning yfir Norðmenn þegar Íslendingar eiga í kröggum. Nýlega barst mér til dæmis fréttabréf frá Norræna félaginu þar sem óskað var eftir stuðningi við íslenska krakka til að komast á íþróttamót í Noregi. Ég ákvað að framsenda samstarfsmönnum mínum þetta erindi og það fór svo að ég fékk ekki matarfrið í hádeginu, allir vildu leggja hönd á plóg. Fólk hafði virkilega langað til að hjálpa með einhverjum hætti en vissi ekki hvernig það ætti að fara að því og þarna kom tækifæri.

Inga er komin hingað til lands í tengsl- um við rannsókn sem hún er að gera á starfshugmyndum íslenskra, breskra og norskra barna og unglinga. Þátttakendur eru í 6. og 9. bekk sem er 7. og 10. bekkur í Bretlandi. Markmiðið er að skoða hvernig börn og unglingar hugsa um framtíð sína með tilliti til starfsvals. „Þetta er svið sem lítt hefur verið skoðað í þessum aldurshópum,“ segir Inga, „en Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hefur kannað þetta hjá eldri nemendum. Ég legg spurningar fyrir nemendur í tveimur grunnskólum hérlendis og valdi skóla sem eru nokkuð áþekkir um félagslegan jöfnuð, það er að segja félagslega breidd.” Þá hefur Inga einnig verið í samstarfi við Kristínu Jónsdóttur á menntavísindasviði HÍ um kennaraskipti gegnum Nordplus og vegna uppbyggingar náms- og starfsráðgjafarmenntunar. „Ég reyni auðvitað að finna leiðir til að geta komið hingað reglulega,“ segir Inga og

„Útileikskólar byggjast á að efla frumkvæði og útsjónarsemi nemenda við aðrar aðstæður en í mótuðu umhverfi leikskólans. Nemendur læra m.a. að una úti í misjöfnu veðri, kynnast umhverfinu á annan hátt en í stuttum vettvangsferðum og að nýta sér það sem náttúran býður upp á til leikja, rannnsókna og dægrastyttingar.“

Fréttabréf leikskólans Barnabóls, 2. tbl. 3. árg. 2007

Á vefsíðu um Björnslund á vef Norð-lingaskóla:

Markmiðið er því að nemendur öðlist færni í að nota umhverfi sitt í öllu sínu námi og tengt sem flestum námsgreinum sem stuðlar að því að þeir geti yfirfært reynslu í þekkingu og gerir námið jafnframt fjölþættara og margbreytilegra.

---Í tengslum við hönnun útiskólastofunnar komst Norðlingaskóli í samstarf við Háskólann í Bergen (www.hib.no) en sá skóli starfrækir námsbraut fyrir meistaranema sem sérhæfa sig í úti-kennslu. Háskólinn í Bergen sendi á haustdögum 2006 fjóra nema til að vinna að hönnun útikennslustofu við Norðlingaskóla sem lokaverkefni sitt til meistaragráðu. Norsku meistaranem-arnir voru hér á Íslandi í u.þ.b. fimm vikur haustið 2006 ... og unnu að tillögum um notkun sem og hönnun svæðisins þannig að það nýttist sem best til útikennslu.

Mynd frá Náttúruskóla Reykjavíkur.

Page 20: Skólavarðan 2. tbl. 2009

20SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

brosir. „Svo eru þetta mínar ær og kýr, allt sem tengist menntun, og ég er þakklát fyrir að geta fengist við það sem mér finnst svona skemmtilegt. Í Noregi er reyndar svolítið basl að fá gott fólk inn í kennaramenntun og einnig að fá unga kennara til að tolla í starfi. En kennaradeildin í Háskólanum í Bergen er eftirsótt og hefur haldið því þrátt fyrir breytingu sem var gerð fyrir nokkrum árum, en þá var sett krafa um lágmarkseinkunnir í kennaramenntun. Margir minni skólar misstu þá nemendur.“

Við erum örlagavaldar„Skólinn er mikilvægasta stofnun sem til er í samfélaginu,“ heldur Inga áfram. „Það er mín skoðun að við getum aldrei orðið nógu meðvituð um hversu mikilvæg hún er fyrir nemendur. Kennarinn er í svo mörgum hlutverkum og ég verð stundum pirruð yfir hvað önnur hlutverk hans eru oft krefjandi og á kostnað kennslunnar. Ég á við að vera launþegi, undirmaður og samstarfsmaður. Þetta má aldrei skyggja á kennsluna. Ég hef séð í gegnum mín störf hversu sáralítið þarf til að nemandi fari út á óheillabraut. Og líka til að hann feti heillabrautina. Þess vegna verður þessi vitund alltaf að vera efst í huga kennarans: Að hann er örlagavaldur. Ég verð eiginlega bara að endurtaka þetta, við verðum aldrei nógu meðvituð um hversu mikilvæg stofnun skólinn er fyrir nemendur og um hversu mikil áhrif við höfum sjálf með kennslu okkar.“

Kjarninn er börnin„Það er gífurlegt álag á kennurum. Ríkis-vald og menntamálaráðuneyti ákveða hvað beri að leggja áherslu á, sömuleiðis borgar- og bæjaryfirvöld og loks skólastjórnendur. Þessir straumar koma úr mörgum áttum og flæða yfir kennara. Fyrir óörugga kennara er auðvitað gott að vera stýrt á þennan hátt en það er mjög erfitt fyrir þá sjálfstæðari. Kjarninn í starfinu vill stundum hverfa: Börnin sjálf. Ég hamra á þessu við nemendur mína.“

Að Murphy slepptum, heillaðist Inga mjög af George Herbert Mead og kenningum hans þegar hún var sjálf í námi. „Ég var lengi vel

með mynd af Mead á skrifborðinu mínu en hún týndist einhvern tímann. Kenningar hans höfðu mikil áhrif á mig og þær fjalla líka um áhrif, um hvernig við höfum áhrif hvert á annað og hvernig við getum unnið úr þeim. Eitt af því sem Mead kennir okkur er að vinsa úr þá sem við leyfum að vera áhrifavaldar í lífi okkar. Eru þeir það sem hann kallar „significant others“ eða „hinir mikilvægu“ í lífi okkar? Ef þeir eru ekki í þeim flokki þurfum við ekki að fara í mínus þótt þeir gagnrýni okkur. Kennarar eru oft og tíðum í mikilvæga flokknum í lífi nemenda sinna.

Broddi Jóhannesson var skólastjóri þegar ég var í Kennaraskólanum, hann var hlýr og yndislegur maður og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Margt af því sem Broddi sagði mótaði mig mikið, hann markaði djúp spor í mig sem ungling og ungan kennara. Eitt af því sem Broddi sagði var: Nám og menntun er ekki eitt og hið sama. Ég hélt að ég skildi þetta á þeim tíma en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem það rann fyllilega upp fyrir mér hvað hann átti við: Það er ekki hvað við lærum sem skiptir máli heldur hvað við gerum við það.“

keg

Í náttúrufræðihluta aðalnámskrár grunnskóla segir m.a.:

Óhætt er að fullyrða að útikennsla, það er að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt bæði líkama og sál... Vegna sérstöðu lands okkar og þjóðar er nauðsynlegt að nemendur ... séu vel upplýstir á sviðum náttúrufræðanna. Með því að efla þekk-ingu og þjálfa vinnulag nemenda eflum við skynjun þeirra á umhverfinu. Vart er hægt að hugsa sér betri vettvang fyrir náttúrufræðikennslu en náttúruna sjálfa.

Vopnafjarðarskóli auglýsir

Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Kennslugreinar eru smíðar, myndmennt, tungumál,

náttúrufræði og almenn kennsla.

Í Vopnafjarðarskóla eru 85 nemendur og góð aðstaða fyrir nemendur

og starfsfólk. Grunnskólinn, tónskóli og bókasafn sveitarfélagsins

eru undir sama þaki og leikskólinn handan götunnar. Nemendur

grunnskólans sækja tónskólann úr kennslustundum og æskulýðs- og

íþróttastarf er í beinum tengslum við grunnskólastarfið.

Vopnafjörður er fallegt og vinalegt byggðarlag sem býður upp á

fjölbreytta náttúru, fagra sveit og snyrtilega byggð, Góð almenn

þjónusta er í boði og staðurinn hefur verið lofaður fyrir gott veðurfar.

Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra.

Skólastjóri, sími 470-3251, 861-4256 netfang: [email protected]

Aðst.skólastjóri, sími 470-3252 netfang: [email protected]

Katrín Jakobsdóttir núverandi menntamálaráðherra á heimasíðu sinni í mars 2007: „Samhliða þessu viljum við ... að nemendur á öllum stigum grunnskólans njóti fjölbreytni í námi sínu þannig að verknám, listnám og útikennsla sé mikilvægur hluti af námi þeirra allt til loka skólaskyldu. Þá viljum við efla jafnréttisfræðslu, fræðslu um fjölmenningu og menntun til sjálfbærrar þróunar.“ (Feitletrun keg).

KENNARAvIÐTAL

Mynd frá Náttúruskóla Reykjavíkur.

Page 21: Skólavarðan 2. tbl. 2009

21

Kristin Wallis er grunnskólakennari og býr í Englandi. Hún er þýðandi Numicon námsefnisins og hefur haldið námskeið um kerfið bæði hérlendis og erlendis. Við fengum Kristinu til að segja frá Numicon, en þess má geta að þegar efnið var stuttlega kynnt í Skólavörðunni fyrir þremur árum sýndu kennarar áhuga á að fá frekari kynningu.

Numicon stærðfræðinámsefni og námsgögn (oft kallað Numicon kubbar) hefur náð hylli á Íslandi og víða um heim, þökk sé þaulhugsaðri heildarmynd höfunda. Kerfið byggist á hugmyndum Montessori, Stern og Cuisenaire og er samið af enskum skóla-mönnum. Rannsóknir á Numicon voru gerðar á árunum 1996-1998 og var efnið sett í framleiðslu í kjölfar þeirra enda kom í ljós að það ýtir undir að nemendur upp-götvi töfraveröld stærðfræðinnar. Numicon námsefnið er samið fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára en í haust bætist við nýtt efni fyrir eldri börn. Efnið hentar einnig vel fyrir börn og unglinga sem ekki hafa náð tökum á stærðfræði og fullorðna með lesblindu eða reikniblindu.

Almenna bekkjarnámsefnið skiptist í Grunnsett, Skólasett 1, Skólasett 2. Á hverju verkefnaspjaldi í ölllum settum eru markmið, hugtakalisti, skýr fyrirmæli og hugmyndir sem tengjast verkefninu. Grunn-settið hentar vel í leikskólum og á yngsta stigi í grunnskólum ef það hefur ekki verið lagt inn í leikskóla. Skólasett 1 tekur við af grunnsettinu og hentar yngri nemendum grunnskóla. Meðal efnis er innlögn á jafnt og merkinu, áframhaldandi uppbygging á samlagningu og frádrætti, mynsturvinna og sætisgildi. Verkefnum er skipt í þrjá flokka, tölur og talnakerfið, mynsturvinnu og reikniaðgerðir. Út í gegn er lögð áhersla á að nota eitt það mikilvægasta gagn sem við komumst í kynni við um ævina, talnalínuna. Skólasett 2 er eins uppbyggt, meðal efnis er margföldun, deiling, einföld brot, nám-undun, algebra ofl. Í haust er að vænta útgáfu á Skólasetti 3.

Verkefni eru unnin í réttri röð og ekki er byrjað á næsta verkefni nema það fyrra sé leyst. Handbók fylgir verkefnamöppunni og þar er fjallað um hugmyndir að baki Numicon, meðal annars sk. hugtaksímynd (concept image) þar sem upplýsingum sem viðkoma reynsluheimi nemandans er safnað saman. Skráningarblöð fylgja hverju verkefni og skráningarferlið hjálpar kennaranum að fylgjast grannt með stöðu mála. Leiðarvísir sem hjálpar við að finna

stöðu barnsins er bæklingur sem kemur með hverju skólasetti. Það er sagt til um á hvaða verkefni viðkomandi nemandi þarf að byrja og er það gagnlegt fyrir þá sem eru að nota Numicon í fyrsta skipti, eru með nýjan bekk, í nýjum skóla eða vilja finna út stöðu nýnemenda. Efni til ljósritunar fylgir hverju setti.

Loks eru það námsgögnin: Form, kubbar, plötur, spil, talnalínur o.fl. Þau eru notuð samhliða innlögn á verkefnum á öllum stigum. Þau styrkja sjónræna þáttinn sem er svo mikilvægur og allir fá tækifæri til að leysa verkefnin á hraða sem hentar þeim. Þannig er byggður upp grunnur fyrir áframhaldandi stærðfræðinám og skilning. Með notkun námsgagnanna læra börnin til dæmis að sjá hvern tölustaf sem heild. Þau átta sig á að tölustafir eru ekki handahófskennd tákn heldur mynda þeir skipulagt kerfi. Stærðfærðin er full af mynstri og því er æskilegt að nemendur verði meðvitaðir um mynsturveröld hennar sem allra fyrst.

Annað námsefni og námsgögnClosing the Gap eða „Brúum bilið“ kom út í fyrra og er samið fyrir nemendur á öllum

aldri sem þurfa að fara enn hægar og þéttar í að byggja upp grunnskilning sinn á stærð-fræði. Markmiðið er að nemendur öðlist jákvæðara viðhorf til stærðfræði og byggi upp sterkan grunn fyrir komandi nám. Lítil skref eru tekin við innlögn og hún er í alla staði fjölskynja (áþreifing, eftirtekt, tal, hlustun). „Brúum bilið“ notast við sömu námsgögn og uppbyggingu á möppu og hin skólasettin.

Grá form og hvítir og svartir kubbar: Formin og kubbarnir eru litrík. Hins vegar geta ekki allir unnið með alla liti (t.d. einhverfir). Numicon býður því einnig upp

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Sýnir skýr mörk milli stærða á tölum með notkun forma.

Bilið brúað milli leikskóla og grunnskóla

Numicon námsefni og námsgögn

Bæði form og talnastangir efla kunáttu barna.Vog og form henta vel við algebruvinnu.

Formin og viðeigandi talnalína hjálpa til við að skilja námundun betur

©Numicon Ltd

©Numicon Ltd ©Numicon Ltd

©Numicon Ltd

STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

Page 22: Skólavarðan 2. tbl. 2009

22SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

á grá form og svarta og hvíta kubba. Þess má geta að ensku Downs heilkennis félaga-samtökin mæla sérstaklega með Numicon fyrir nemendur með Downs.

Forrit: Fyrst og fremst hannað sem hjálp-argagn við innlögn. Það nýtist best á gagn- virkri töflu/snertitöflu en einnig er hægt að nota það í tölvu og varpa upp á vegg með skjávarpa. Vert er að hafa í huga að forritið er ekki ætlað til notkunar eitt og sér þar sem það býður ekki áþreifanlega tilfinningu sem svo margir þurfa á að halda til að geta styrkt hið sjónræna.

Þrautalausnir með Numicon - útgáfa vor 2009: Öll verkefnin byrja í léttari kant-inum og stuðst er við námsgögn (form og talnastangir) til að gefa sem flestum tæki-færi á að spreyta sig. Verkefnin eru opin í báða enda og gefa færi á að nota þann talnaskilning sem fyrir er, bæta hann og stærðfræðilega hugsun. Þá er þeim börnum sem eiga auðveldara með stærðfræði gefið færi á að flytja verkefnin yfir á flóknara stig. Þessar þrautir eru hannaðar fyrir börn frá um átta ára aldri.

Heimasettið sem hefur fengið nýtt nafn og kallast „Fyrstu skrefin með Numicon“ er mjög vinsælt. Það er tilvalið fyrir foreldra til að vinna með börnum á aldrinum 3-5 ára og þeim sem þurfa að fara hægar í stærð-fræðinámið. Leiðbeiningar, skemmtileg verk-efni og námsgögn fylgja heimasettinu.

Plastið eitt og sér leysir ekki málið„There is no magic in the plastic“ er frasi sem Numicon Ltd. notar til að minna fólk á að þegar fjárfest er í Numicon er ekki hægt að ætlast til að kraftaverk gerist við það að greiðslukortinu sé rennt í gegnum posann. Frasinn á að fá fólk til að átta sig á að þegar það fjárfestir í Numicon sé gott að:• Fá kynningu fyrir skólann og/eða sækja

námskeið til að fræðast meira um náms-efnið og námsgögnin,

• nýta sér stuðninginn og skoða síðu Numi- con - www.numicom.com

• senda inn fyrirspurnir [email protected] • lesa handbókina sem fylgir hverju setti, en

hún er full af fróðleik • vera undirbúin/n fyrir kennslu með því að

renna yfir verkefnin áður en þau eru lögð fyrir og hafa öll gögn við höndina

Jöfn tækifæri til námsEin af ástæðum þess að nemendur njóta þess að leysa Numicon verkefni er sú að þau sýna á augljósan hátt mynstrið sem unnið er með hverju sinni. Þau eru sjáanleg og áþreifanleg og því skiljanleg. Auk þess að vera litrík og fjölbreytt styrkja náms-gögnin nemandann og færa viðhorf hans til stærðfræði til betri vegar (ef það var neikvætt). Þetta fjölskynjunarnám veitir þeim sem leggur verkefnin fyrir upplýsingar um stöðu nemandans. Hægt er að vinna með Numicon, maður á mann, í litlum hópi eða með heilum bekk og kerfið, undirstrikar það markmið að, allir fái jöfn tækifæri til náms.

Brúum bilið milli leikskóla og grunnskólaNumicon hefur þá sérstöðu að vera samið fyrir börn frá þriggja ára aldri og grunnsettið hentar sérlega vel í leikskólum. Samvinna leik- og grunnskóla innan hverfa eða bæjarfélaga um að brúa bilið, stærðfræðilega séð, getur hæglega orðið að veruleika með notkun Numicon. Grunnsettið samanstendur af 57 verkefnum, aukaverkefnum og tengingum úr umhverfinu innan dyra sem utan. Því er hæfilegt að leggja inn að minnsta kosti eitt verkefni á viku samkvæmt uppröðun Numi- con og nýta þær hugmyndir sem fylgja við-komandi verkefnaspjaldi. Verkefnin í grunn- settinu skiptast þannig að nemendur læra:

• að telja• að þekkja Numicon formin • að raða formunum í röð• að þekkja og tengja Numicon form og

mynstur þess• að tengja tölutákn við form• að raða formum og tölutáknum • að nota mynstrin til frekari undirbúnings

fyrir sætisgildi, samlagningu og frádrátt • samlagningu með notkun forma (einblínt á

hugtakanotkun og farið að huga að einum meira)

• frádrátt (taka af og mismunur) með notkun forma (einblínt á hugtakanotkun og farið

að huga að einum minna)• að byggja upp rök

Með samvinnu leik- og grunnskóla gætu grunnskólar haft í höndunum stöðu hvers einasta barns sem var í leikskóla strax við upphaf skólagöngu þeirra. Þar sem Numicon er útbreitt í öllum landshlutum er vert að íhuga þessa hugmynd, hún er auðveld í framkvæmd. Bekkjarkennarar nemenda í grunnskóla upp að tíu ára, sem aldrei hafa notað Numicon, geta nýtt sér leiðarvísi sem fylgir skólasettunum, fundið út stöðu nemenda og byrjað á því verkefni sem leiðarvísirinn mælir með. Sama gildir um eldri nemendur og nemendur sem hafa ekki náð tökum á stærðfræði. Kennarinn getur þá hæglega séð hvaða grunn hver nemandi hefur, óháð aldri, og þannig haldið áfram að byggja ofan á þann grunn sem fyrir er með markvissri innlögn verkefna sam-kvæmt uppröðun Numicon.

Kristín [email protected]/ Höfundur er B.ed frá Kennaraháskólanum 1993, þýðandi Numicon grunnefnisins, Numicon námskeiðshaldari á Íslandi og í Englandi og móðir barns sem nýtir sér Numicon með mjög góðum árangri.

Auðvelt að sjá að þegar form eitt er bætt við viðkomandi form þá verður það jafnstórt og næsta form á eftir.

Formin eru þyngdarmæld þannig að með því að nota vog þá læra nemendur fyrr að skilja stærri en og minna en og jafngildi.

Form, mynstur og tölutákn allt búið til úr brauðdegi

Auðveldar börnum að skilja sætisgildi og skipan.

Mynsturvinna með talnastöngum – stærðfræðisögur

Góð hvatning til að borða hollan mat – frádráttur í hávegum hafður!

©Numicon Ltd

©Numicon Ltd

©Numicon Ltd

STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

Page 23: Skólavarðan 2. tbl. 2009

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

23

„Það er áhugavert að lesa lokaskýrslu samstarfshóps undir forystu Sir Peter Williams um stærðfræðikennslu leik- og grunnskólabarna á Bretlandi,“ segir Óskar Sigurðsson en grein hans um niðurstöður og ráðleggingar skýrsluhöfunda fer hér á eftir. Í viðauka með skýrslunni er fjallað um ólík kennslugögn og notkun þeirra, þ.á m. Numicon stærðfræðikerfið. Við gefum Óskari orðið.

Skýrslan var gerð að beiðni breskra mennta-málayfirvalda árið 2007 og lögð fram ári síðar. Ég fer örfáum orðum um skýrsluna og dreg síðan saman í lokin nokkrar niðurstöður m.t.t. Numicon kerfisins.

Skýrslan skiptist í sex aðalkafla: 1) Skilgreining verkefnisins, 2) kennarinn – stærðfræðikennaranám og sí- og endurmenntun, 3) fyrstu skólaárin, 4) árangursleysi og íhlutun – öll börn skipta máli, 5) námskrá og kennslufræði og 6) foreldrar og fjölskyldur. Víða var leitað fanga og alls má finna tíu ráðleggingar til stjórnvalda í skýrslunni.

Lögð er rík áhersla á mikilvægi fag-menntaðra stærðfræðikennara fyrir leik-skóla og yngsta stig grunnskólans og kennslufræðilega hæfni þeirra til að koma námsefni til skila. Um þetta er fjallað í öðrum kafla. Stærðfræðigrunnur breskra kennaranema er á heildina litið veikur og horfurnar á að úr rætist eru rýrar nema gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Auka þarf kröfur um fagþekkingu án þess að fæla kennaranema frá námi. Slíka þekkingu má öðlast með stöðugri sí- og endurmenntun starfandi kennara. Of lítið er þó almennt vitað um starfsframvindu kennara eftir að þeir luku formlegu námi í samanburði við aðrar breskar starfsstéttir. Þá hefur endurmenntun kennara færst frá skipulögðum námskeiðum yfirvalda yfir í óformlegri námskeið innan skólanna (oft kostuð af sveitarfélögum) og yfir til æðri menntastofnana (oft dýrari kostur).

Ein meginniðurstaða og ráðlegging hópsins er að ráða verði sérhæfða stærð-fræðikennara í alla leik- og grunnskóla. Lágmarkskrafan ætti að vera sú að a.m.k. einn slíkur starfi í hverjum skóla og styðji samkennara í eflingu stærðfræðikennslu. Áætlað er að í Bretlandi þurfi um þrettán þúsund fagmenntaða stærðfræðikennara á næstu tíu árum til að uppfylla þetta markmið og kostnaður er mikill en skýrsluhöfundar álíta að um fjárfestingu til framtíðar sé að ræða. Talið er að fyrir hvert pund sem

varið er til stærðfræðiíhlutunar hjá börnum sparist tólf pund fyrir samfélagið.

Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á mikilvægan þátt foreldra og annarra upp- alenda í að bæta námsárangur nemenda í stærðfræði. Þó er vitað að á milli 15-20% breskra foreldra hafa ekki nægan stærð-fræðigrunn til að aðstoða börn sín og margir þeirra telja sig allsendis ófæra um það.

Breska leikskólastigið er skilgreint frá fæðingu barns að fimm ára aldri. Um þetta skólastig er fjallað í þriðja kafla. Miklu máli skiptir að börn á þessum aldri fái jákvæða upplifun af stærðfræði og finni fyrir öryggi í leik með stærðfræðileg viðfangsefni. Þá skipta tengsl heimila og skóla miklu máli í þessu samhengi. Áherslan er á ýmsa leiki en hlutverk sérhæfðs stærðfræðikennara er engu minna hér en á grunnskólastigi. Lagður er grunnur að frekara stærðfræði-námi leikskólabarna í talnalæsi, ýmsum úrlausnarefnum, rökhugsun, formum, lögun og mælingum. Nauðsynlegt er að fylgst sé vel með árangri og framvindu leikskólabarna og að þeim upplýsingum sé skilað yfir til grunnskólans sem vinnur áfram með þær. Leikskólaumsögnin skiptir miklu máli í greiningu á stærðfræðikunnáttu barna og vali á úrræðum í grunnskóla ef með þarf.

Hvernig á að aðstoða 5-7 ára gömul

börn sem ná ekki viðunandi árangri í stærðfræði? Hvað veldur og hvaða leiðir eru til úrbóta? Hvað kostar íhlutun? Hvaða námsgögn og íhlutunarkerfi nýtast best? Um þetta snýst fjórði kafli. Styrkja þarf kennsluna, huga að félags- og efnahags- legum aðstæðum og lífeðlisfræðilegum þáttum svo sem reikniblindu (dyscalculia). Engin ein ástæða er fyrir slökum stærð-fræðiárangri barna og engin ein leið til úrbóta. Íhlutun er ætlað að hjálpa nem-endum inn á rétta braut og skýrsluhöfundar styðjast við líkan sem kallast Bylgjurnar þrjár (three waves). Bylgja 1: íhlutun í formi fyrsta flokks kennslu innan bekkjarins. Bylgja 2: íhlutun í formi hópkennslu (3-4 manna hópur innan bekkjarins). Bylgja 3: íhlutun í formi stuðnings- eða sérkennslu, sniðin að þörfum einstaklingsins (oftast valin, áhrifamest og hlutfallslega dýrust). Þetta líkan byggist því á þeirri aðferðafræði að farið sé frá hinu almenna til hins einstaka. Stuðst er við allar þessar gerðir íhlutunar í breskum skólum og ýmsum nálgunum beitt, til dæmis skimun, greiningu og mati, einstaklingsmiðu námi, ólíkum námsgögnum og kennslutækjum (þ.m.t. kennsluforrit og gagnvirkar skóla-töflur), verkefnum er byggjast á fjölskynjun (multi-sensory approaches) og þátttöku foreldra. Orðrétt segja skýrsluhöfundar eftir

numicon fær jákvæða umsögn

áhugaverð skýrsla um stærðfræðikennslu ungra barna

Óskar Sigurðsson

Ljós

myn

d f

rá h

öfun

di

STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

„ertu með hafragraut í stað heila!“

Page 24: Skólavarðan 2. tbl. 2009

24SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

að hafa heimsótt fjölmarga skóla og kynnt sér kennslugögn:

„...mikið af kennslutækjum sem byggjast á fjölskynjun voru notuð innan grunnskóla, þ.á m. Cuisenaire kubbar ásamt tilheyrandi talnalínubökkum, Numicon kubbar og tæki frá öðrum aðilum; mörg sem nota má með gagnvirkum skólatöflum. Í raun notaði hópur barna í blönduðum bekk öll þessi kennslugögn, stöku sinnum eða samtímis, þar sem klárasti nemandinn sneri sér strax eingöngu að sértækri framsetningu. Mörg kennslugagnanna eiga heima í leikskólum og grunnskólum.“

Þó að hópurinn mæli ekki með einstökum náms- og kennslugögnum er tekið fram að það sé æskilegt að slík gögn séu til í öllum skólum.

Í fimmta kafla er fjallað um breska aðalnámskrá í stærðfræði fyrir 5-7 ára börn og nemendamiðaða kennslufræði að baki henni. Skýrsluhöfundar gera ekki beinar tillögur um breytingar á núverandi nám- skrá heldur koma með almennar hugmyndir sem leitt gætu til breytinga. Það á t.d. við um hugmyndir þeirra um að efla vægi hugarreiknings og auka umræður barna um stærðfræði. Í ljós hefur komið að ung börn sem eiga í erfiðleikum með að læra stærðfræði eiga einnig í erfiðleikum með að reikna í huganum.

Hvernig er foreldrum og fjölskyldum best hjálpað til að styrkja stærðfræðinám barna sinna? Um þetta fjallar sjötti og síðasti kafli. Rannsóknir benda til að stór hluti foreldra vilji taka meiri þátt í námi barna sinna. Þeir þurfa ráðgjöf og aðstoð því margt hefur breyst frá því þeir voru sjálfir í grunnskóla. Aðstoðin er óháð stétt, stöðu og tekjum. Þátttaka foreldra í námi 7-16 ára barna vegur þyngra í námsframvindu þeirra en staða fjölskyldunnar, menntun innan hennar o.þ.h. Stærðfræði „utan skóla“ getur skilað góðum árangri í náminu, t.d. matreiðsluverkefni (skipta niður mat, vigta og mæla). Bresk stjórnvöld hafa áttað sig á þessu og gera grein fyrir stefnu sinni í skjali frá 2007: Sérhvert foreldri skiptir máli. Öll sveitarfélög eiga að móta fjölskyldustefnu sem kemur inn á þátttöku foreldra. Þetta

styrkir tengsl heimila og skóla og skapar jákvætt viðhorf en landlægt er í Bretlandi að telja að ekki sé hægt að bæta árangur í stærðfræði. Talið er að 6,8 miljónir fullorð-inna Breta glími við talnavanda og ljóst að samband er á milli talnavanda foreldra og slaks stærðfræðiárangurs barna þeirra. Ef ekkert er að gert verður þetta að vítahring og uppræta þarf goðsögnina um hulinsheima stærðfræðinnar.

Skýrslunni fylgja viðaukar og einn þeirra nefnist Íhlutunarkerfi, námsgögn og kennslu-tæki. Þar er fjallað sérstaklega um Numicon. Þar kemur eftirfarandi fram, í lauslegri þýðingu:

„Fjöldi lausna sem ætlaðar eru ungum börnum sem eiga við stærðfræðiörðugleika að stríða, tekur mið af þeirri staðreynd að stærðfræði og tölur eru í rótina sértækar hugmyndir og því skiptir miklu máli hvernig þær eru settar fram. Numicon ... birtir tölur á hlutlægan hátt ... í plastformum í tvívídd sem hentar vel til samhliða kennslu með Numicon forriti fyrir gagnvirkar töflur og tölvur. Numicon hentar einnig vel til að kynna talnareikning fyrir ungum börnum. Ennfremur hefur Numicon þann einstaka eiginleika að aðgreina oddatölur og jafnar tölur á skýran og gagngeran hátt, nokkuð sem ung börn taka strax eftir og er afar gagnlegt til að sætta þau við hugtakið pörun (þ.e. að heil tala getur bæði verið jöfn tala og oddatala).“

Eftir að hafa lesið skýrsluna flaug mér í hug atvik úr íslenskum grunnskóla þar sem umsjónarkennari hrópaði að nemanda: „Ertu með hafragraut í stað heila!“ Ástæðan? Nemandinn, sem hafði verið kallaður upp að töflu, gat ekki leyst tiltekið orðadæmi. Niðurbrot og niðurlæging hans var alger og hann átti í erfiðleikum með stærðfræði fram á fullorðinsár. „Hafragraut í stað heila,“ hvað merkir þessi setning kennslufræðilega séð? Í henni felst að kennarinn eigi ekki að þurfa að kenna eða aðstoða nemanda í stærðfræði heldur eigi sá síðarnefndi að vera gæddur þessum hæfileikum frá náttúrunnar hendi (eðlishyggja). Ef ekki þá er hafragrautur á boðstólum. Út frá þessu viðhorfi þarf kennarinn því ekki að vera

faglærður. Aðstandendur bresku skýrslunnar eru greinilega á öðru máli, sem betur fer. Þeir hallast að þeirri kennslufræði sem kemur fram hjá Platón í riti hans Menón: Að hjálpa og aðstoða til að rétt lausn fæðist að lokum hjá nemandanum. Hér er að verki hið mikilvæga ljósmóðurhlutverk kennarans.

Numicon fellur vel að þessu jákvæða við- horfi í garð kennara og nemenda. Kerfið leggur mikla áherslu á að öll börn geti tileinkað sér talnalæsi þó að það taki þau mislangan tíma. Ljósmóðurhlutverk kenn-arans er í hávegum haft og án hans eru námsgögnin bara líflausir hlutir. Numicon leggur áherslu á að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla og matsblöð fylgja ólíkum kennslupökkum í þeim tilgangi. Með þeim er hægt að halda utan um námsframvindu barnsins í leikskólanum og meta stöðu þess í upphafi grunnskólans. Með kerfinu er líka lögð áhersla á að brúa það bil sem skapast hjá nemendum á öllum aldri vegna margs konar stærðfræðiörðugleika. Nauðsynlegt er að greina slíka örðugleika strax við upphaf skólagöngu. Numicon nýtist vel í Bylgju 3 íhlutun, þó svo að það sé upphaflega hugsað sem íhlutunarefni Bylgju 1.

Þetta stærðfræðikerfi byggist á nálgun fjölskynjun og meðal annars á að nýta eftirtekt barnsins til að skilja heildar-myndina, þ.e. tölur og tengslin á milli talna. Numicon leggur einnig áherslu á leik barna, hugarreikning og að börn ræði um stærðfræði. Samræður kennara og barna eða foreldra og barna efla skilning þeirra á hugtökum stærðfræðinnar. Numicon býður sem dæmi foreldrum sérstakan heimapakka (Fyrstu skrefin með Numicon) til að taka þátt í stærðfræðinámi barna sinna.

Læt þetta nægja en bendi áhugasömum um að kynna sér bresku skýrsluna á vef okkar www.skola.is eða hér: publications.teachernet.gov.uk/eOrderingDownload/Williams%20Mathematics.pdf

Óskar SigurðssonHöfundur er vöru- og verkefnastjóri hjá A4 Skólavörubúðinni.

ein meginniðurstaða og ráðlegging hópsins er að ráða verði sérhæfða stærðfræðikennara í alla leik- og grunnskóla

STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

Page 25: Skólavarðan 2. tbl. 2009

ReykjavíkurAkademían er samfélag fræðimanna á sviði hug- og félagsvísindaFróðleiksfýsn fyrr og nú er sérsvið nokkurra þeirra Því býður ReykjavíkurAkademían starfs-fólki grunn- og framhaldsskóla fyrirlestra og námskeið til dýpkunar skilnings á menntun og sjálfsmenntun í ljósi sögunnar en með framtíðina í huga Fyrirlestrar og námskeið eru sniðin að þörfum hvers hóps Nánari upplýsingar á www.akademia.isog hjá Ásthildi Valtýsdóttur skrifstofustjóra, [email protected]

Menntun – skóli - sjálfsmenntun

Fróðleiksfýsn fyrr og nú

Á 19. öld gengu börn ekki í skóla

en mörg leituðu þekkingar hvar

sem hana var að fi nna

Á 21. öldinni er börn send í skóla

en leita þekkingar á netinu

FJÖLÞJÓÐAMENNING Í MANITOBA SKÓLAHEIMSÓKNIR TIL VESTURHEIMS

Ferðaskrifstofan VESTURHEIMUR SF skipuleggur heimsóknir í skóla og menningarstofnanir í Manitoba í Kanada.

Ferðatilhögun: 1: flug til Minneapolis og þaðan ekið til Winnipeg

2: gist á sama hóteli fimm nætur 3: skólaheimsóknir í borginni 4: skólaheimsóknir í Nýja Íslandi

5: fræðsla á vegum Menntamálaráðuneytis Manitoba 6: skoðunarferð um Íslendingabyggðir

Upplýsingar veitir Jónas Þór í síma 861-1046 milli kl. 09:00-16:00 og á [email protected]

Page 26: Skólavarðan 2. tbl. 2009

26

RITdóMUR

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

Rósbjörg S. Þórðardóttir rýnir í bókina Attachment in the classroom: The links between children´s early experience, emotional well-being and performance in school eftir dr. Heather Geddes. Höfundur bókarinnar er kennsluráðgjafi (educational therapist) og hefur unnið sem kennari og sérkennari á mismunandi stig- um skólakerfisins, við handleiðslu barna og í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga. Hún hefur einnig starfað sjálfstætt sem kennsluráðgjafi og stendur fyrir þjálfun kennsluráðgjafa, til dæmis á Caspari stofn-uninni í Bretlandi.

Bókin er byggð á doktorsrannsókn Gedd- es og margra ára starfi hennar með börnum, fjölskyldum og kennurum í mismunandi um- hverfi. Með rannsókninni bar hún kennsl á samband milli fyrri geðtengsla (attachment) sem börn hafa myndað og tiltekins mynsturs í viðbrögðum þeirra við kennurum og verk-efnum. Reynslan hefur rennt stoðum undir störf hennar og hvatt hana til að stuðla að vakningu í þá veru að tekið sé tillit til barna og þeim sinnt á viðeigandi hátt í skólastarfi.

Bókin er tvískipt. Í fyrri hluta eru kynntar fræðilegar kenningar og gefin dæmi um tengsl hegðunar og náms. Teknar eru fyrir þekktar tengslakenningar, rætt er sérstaklega um tengslakenningu (attachment theory) Johns Bowlbys og rannsókn Mary Ainsworth á geðtengslum móður og barns þar sem fjallað er um mynstur óöruggra geðtengsla (insecure attachment). Einnig er vísað í aðrar rannsóknir á þessu sviði. Þá er námsþríhyrningurinn (learning triangle) kynntur en hann sýnir sambandið á milli nema, kennara og verkefnis. Áhersla er lögð á notkun tengslakenningar og fleiri kenninga en einnig að eðli samskipta í frumbernsku hafi áhrif á hvernig nemendum gengur að tileinka sér námsaðferðir til að ná árangri í námi. Til frekari skýringa eru í báðum bókarhlutum tekin raunveruleg dæmi af vettvangi þar sem börn eiga í vanda. Dæmin skýra á hagnýtan hátt hvaða aðferðum er hægt að beita við mismunandi aðstæður.

Í seinni hluta bókarinnar er fjallað nánar um hve vitneskja um fyrri reynslu barna er mikilvæg til að skilja hegðun þeirra og geta brugðist við á faglegan og árangursríkan hátt. Í hverjum kafla er tekið fyrir tiltekið hegðunarmynstur barna sem bendir til óöruggra geðtengsla sam- kvæmt skilgreiningu Ainsworth. Það eru óörugg/frávísandi mynstur (avoidant patt- ern) þar sem nemandinn forðast eða útilokar kennarann. Dæmi um þetta er nemandi sem

biður ekki um aðstoð. Við slíkar aðstæður er leiðin að samskiptum í gegnum verkefni sem höfðar til nemans. Óörugg/tvístígandi mynstur (resistant/ambivalent pattern) eiga við um nemanda með kvíða sem leggur sig fram um að halda athygli kennarans. Óöruggt/óskipulagt mynstur (disorganised pattern) á við um nemendur sem eru óút-reiknanlegir. Fáir tilheyra þessum hópi. Mynstrin eru tekin fyrir og útskýrð ásamt því að nefndir eru dæmigerðir hæfileikar og erfiðleikar þessara barna. Útskýrt er í hvaða heilastöðvum mismunandi virkni fer fram og hvernig unnt er að vinna að frekari þroska. Þá er námsþríhyrningurinn við hvert dæmi sýndur en hann útskýrir á myndrænan hátt hvar erfiðleikarnir liggja. Með þríhyrningnum er skýrt hvernig hægt er að höfða til barnanna miðað við getu þeirra og hvaða viðbrögð eiga við í hverju tilfelli. Í lok hvers kafla er samantekt sem tekur fyrir aðalatriði hans.

Í bókinni er lögð áhersla á að kennarar

og starfsmenn skóla noti innsæi til að skilja hegðun barnanna og bregðast við í samræmi við hana. Hún fjallar ekki eingöngu um hvað á að gera heldur hvernig á að nálgast við-fangsefnið til að ná ákjósanlegum árangri að bættri líðan og námsárangri nemenda. Það kemur í ljós að þegar tekið er tillit til hegðunar barna og brugðist faglega við henni þá geta allir starfsmenn skóla haft mikil áhrif á vellíðan barna og fjölskyldna þeirra. Þegar þarfir nemenda eru virtar aukast framfarir í námi og lífsgæði barn-anna einnig, samkvæmt bókinni. Skólinn hefur þá sinnt hlutverki sínu sem öruggur grunnur að uppeldi barnsins.

Geddes nær að útskýra fræðilegar kenn-ingar og tengja þær við hagnýt viðbrögð. Þetta er gert á læsilegan hátt þannig að áhugasamir geta náð samhenginu án mik-illar þekkingar á efninu. Kenningalegur bak-grunnur bókarinnar er ekki nýr af nálinni en tengslakenning Bowlbys og rannsóknir Ainsworth hafa lengi verið áberandi í fræða-

Reynsla í barnæsku og tilfinningaleg vellíðan tengjast námsárangri

„over some years, working in a range of educational and health settings, it has been my experience that teachers are perfectly able to teach almost all pupils.“

Heather Geddes.

Page 27: Skólavarðan 2. tbl. 2009

RITdóMUR, FRéTTIR OG TILKYNNINGAR

Það kemur í ljós að þegar tekið er tillit til hegðunar barna og brugðist faglega við henni þá geta allir starfsmenn skóla haft mikil áhrif á vellíðan barna og fjölskyldna þeirra.

ályktun fulltrúafundar Félags framhaldsskólakennara

12. mars 2009

Stöndum vörð um menntun og skólastarf!

Á krepputímum er mikilvægt að efla fremur en draga úr jafnrétti til náms. Ef starfsemi og þjónusta leik- og grunnskóla við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra er skert vegna fjárhagslegs niðurskurðar er höggvið þar sem hlífa skyldi. Slíkur niðurskurður bitnar oftast þyngst á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega.

Framhaldsskólarnir eru í lykilaðstöðu til að opna dyr sínar fyrir því fólki á öllum aldri, sem vill bæta menntun sína til að fá aðgang að frekara námi og styrkja hæfni sína og stöðu á vinnumarkaði. Þetta er því aðeins fært að skólarnir fái rekstrarfé til að halda uppi nægilega mikilli og fjölbreyttri starfsemi. Fjármunum til menntunar er vel varið, hvort sem vel árar eða illa. Samfélagið þarf alltaf á mannauði og menningu skól-anna að halda.

Vanhugsaðar ákvarðanir um mikinn sparnað í skólakerfinu geta valdið óbætan-legum skaða um mörg ókomin ár.

Fundurinn hvetur ríkistjórn og Alþingi til dáða og væntir þess að fulltrúar þjóðarinnar hafi kjark til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu.

Fróðleiksfýsn fyrr og nú

Menntun – skóli – sjálfsmenntun, erindi

og námskeið fyrir skóla

Oft þarf baksýnisspegil til að átta sig á nútímanum og halda áfram vegferð sinni til framtíðar. Skólinn er ein þeirra stofnana sem þarfnast endurmats á umbreytingatímum. Ein þeirra spurninga sem spyrja þarf er hvort áhugahvöt barna til sjálfsnáms hafi minnkað síðan á 19. öldinni þegar þau fengu ekki að ganga í skóla eða hvort hún hafi einfaldlega breyst. Ýmsir fræðimenn í ReykjavíkurAkademíunni hafa velt þessu fyrir sér og skoðað skólastarf með gagnrýnum gleraugum. ReykjavíkurAkademían býður nú starfsfólki í grunn- og framhaldsskólum erindi eða námskeið um ýmislegt er varðar menntun, skóla og sjálfsmenntun.

ReykjavíkurAkademían er vettvangur sjálfstætt starfandi fræðimanna á helstu sviðum hug- og félagsvísinda. Akademían er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir, taka viðkvæm efni til umræðu og hrinda af stað rannsóknum á nýstárlegum fræðasviðum. Störf fræðimanna ReykjavíkurAkademí-unnar vísa veginn inn í 21. öldina en þó með sterkri vísan til fortíðarinnar. Með því að skoða nútíð, jafnt sem fortíð og framtíð, geta fræðimenn ReykjavíkurAkademíunnar unnið með kennurum sem finnst þessi nálgun áhugaverð í að varpa nýju ljósi á störf þeirra. Nánari upplýsingar má finna á vef Akademíunnar www.akademia.is eða hjá Ásthildi Valtýsdóttur skrifstofustjóra í netfanginu [email protected]

Frá og með 1. janúar 2009 greiðir Sjúkrasjóður KÍ út fæðingarstyrki til félagsmanna í stað Fjölskyldu- og styrktarsjóðs áður. Upphæðin er kr. 200.000 (kr. 125.600 eftir skatt) miðað við fullt starf í sex mánuði fyrir fæðingu barns eða samkvæmt meðalstarfshlutfalli þann tíma. Skilyrði er að sjóðfélagi/félagsmaður fari með forsjá barnsins og taki að lágmarki þriggja mánaða fæðingarorlof. Vegna fjölburafæðinga eru greiddar kr. 70.000 fyrir hvert barn umfram eitt.

Útfylla þarf sérstakt eyðublað sem nálgast má á www.ki.is. Umsókn skal fylgja ljósrit af fæðingarvottorði barns, staðfesting launagreiðanda um meðalstarfshlutfall síðustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins og staðfesting skólastjóra á samningi um töku a.m.k. þriggja mánaða fæðingarorlofs. Fæðingarvottorð eru gefin út af Hagstofunni. Allar umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar um næstu mánaðamót.

Með kveðju, María Norðdahl fulltrúi Sjúkrasjóða KÍ

umsókn um styrki úr menntunarsjóði til blindrakennslu

Auglýst er eftir styrkjum til sérnáms í kennslu og ráðgjöf við blinda og sjónskerta einstaklinga fyrir árið 2009.

Tilgangur Menntunarsjóðsins er að styrkja kennara og annað fagfólk til sérnáms hérlendis og erlendis sem tengist kennslu og þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Styrkir mega nema skólagjöldum, kostnaði við námsgögn og ferðakostnaði vegna náms erlendis.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009 og ber að skila umsóknum á eyðublöðum sem fást á heimasíðu Blindrafélagsins www.blind.is (sjá undir Nýtt á vefnum)

Umsóknum ásamt prófskírteinum úr háskólanámi og upplýsingum um starfsferil og um áformað nám skal skila til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, merktum ,,Menntunarsjóður til blindrakennslu“.

Um meðferð umsókna fer samkvæmt úthlutunarreglum sem nálgast má á heimasíðu Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi: www.blind.is/fraedin/menntunarsjodur-til-blindrakennslu

Bent er á upplýsingar á vef Blindrafélagsins um skóla erlendis sem bjóða nám til kennslu og ráðgjafar við blinda og sjónskerta einstaklinga.

Fæðingarstyrkur

heiminum til skýringar á mikilvægi tengsla á milli fólks. Heimildir um hagnýtar leiðir til að bregðast við vanda nemenda á grunni þessara kenninga eru hins vegar nýlegri eða frá því í kringum aldamótin 2000. Það skortir frekari heimildir um hvaðan náms-þríhyrningurinn kemur og er það miður ef lesandinn myndi vilja kynna sér hann betur.

Það sem mér þótti athyglisverðast við bókina var tengingin á milli fræða og hag-nýtingar í starfi. Þessi tenging gerir bókina að ágætri faglegri leiðsögn fyrir kennara og áhugasama sem vilja leggja sig fram um að bæta samskipti við nemendur og börn þannig að þeir geti skilið hegðun þeirra, brugðist faglega við og náð árangri í að bæta líðan þeirra. Lesandinn kynnist helstu kenningum á fræðasviðinu og fær raun-veruleg dæmi sem leiðbeina honum um

hvernig hægt er að sjá einkenni um óörugg tengsl hjá börnum. Fram koma útskýringar og ráð um hvernig hægt er að nálgast börnin og vinna með þeim í að byggja sig upp á ýmsan hátt, en slíka umfjöllun hefur mér fundist vanta í fræðibækur á þessu sviði. Bókin nær að mínu mati að gefa les-andanum heildarmynd af því hvernig hægt er að tengja kenningar og hagnýta þekkingu saman í starfi með börnum. Hún er því gagnleg upprifjun fyrir kennara með reynslu ásamt því að vera góð kynning fyrir alla sem vilja kynna sér málefnið og leggja sitt af mörkum til að bæta samskipti sín við börn.

Rósbjörg S. ÞórðardóttirHöfundur er nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.

Geddes, H. (2006). Attachment in the classroom: The links between children´s early experience, emotional well-being and performance in school. London: Worth Publishing.

27

Page 28: Skólavarðan 2. tbl. 2009

28SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

SMIÐSHÖGGIÐ

Eitt sinn átti ég í rökræðum sem mér finnst lýsa vel ólíkum viðhorfum til menntunar. Þær urðu í matarboði og kveikjan var sú að maður nokkur, sem ekki var viðstaddur, hafði ákveðið að hefja doktorsnám. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn glímdi við illvígan sjúkdóm.

Sumir gagnrýndu ákvörðun hans og töldu óábyrgt að eyða almannafé í dýra menntun til þess eins að taka hana með sér í gröfina. Öðrum fannst nám sem fyllti líf dauðvona manns tilgangi hafa meðferðargildi ef ekki lækningarmátt. Enn aðrir bentu á að þekking er flókið fyrirbæri og að nemendur sjúgi ekki þekkingu út úr skólum heldur skapi þeir hana ekki síður með þátttöku í skólastarfi.

Sjálf aðhyllist ég síðari sjónarmiðin. Ég tel að menntun geti verið mannbætandi og bætt árum við lífið og lífi við árin. Ég held að nemendur séu ekki bara þiggjendur þekkingar heldur skapi þeir hana líka. Þekking er ekki föst stærð heldur síbreytileg í meðförum manna. Hún er ekki eingöngu afurð hugsunar andans jöfra heldur það sem sérhver manneskja býr sér til úr reynslu sinni, forvitni og samskiptum. Engir tveir búa yfir sömu þekkingu þó að þeir hafi orðið samferða á skólagöngunni.

Ég tel að skóli sé ekki bara bygging þar sem kennarar útdeila þekkingu heldur geti skóli verið öll miðlun og mannleg samskipti. Þar af leiðandi er menntun ekki aðeins sú þekking sem viðurkenndir skólar staðfesta að nemendur hafi numið heldur öll reynsla sem hver og einn aflar sér á lífsleiðinni utan skóla sem innan. Menntun er að mínu viti miðlun á báða bóga og því held ég að maðurinn sem ég minntist á hafi af óeigingjörnum ástæðum ákveðið að fara í langt og strangt rannsóknarnám. Hann fór í doktorinn af því að hann vildi færa heiminum þekkingu sína í stað þess að taka hana með sér í gröfina.

Nám eða kennslaFramangreindar hugmyndir um þekkingu, skóla og menntun hafa verið áberandi í menntunarfræðum síðastliðinna áratuga. Ein þeirra er hugsmíðahyggja sem felur í sér að þekking sé ekki til í sjálfri sér heldur

smíði hver og einn sér eigin þekkingarheim. Hugsmíðahyggjan er sprottin úr hugmynd- um nútímans um að allt sé í heiminum afstætt og enginn stór sannleikur sé til heldur búi hver manneskja sér til eigin þekkingu úr námi sínu, reynslu og samskiptum. Með hugsmíðahyggju færist áherslan frá því að skoða hvernig kennarar kenna til þess hvernig nemendur læra. Mér finnst ekki þurfa nema stutta sögu til að réttlæta það breytta sjónarhorn:

Maður nokkur sagði við kunningja sinn:- Ég er búinn að kenna hundinum mínum

að syngja.- Ja hérna! Og kann hundurinn þinn að

syngja? - Nei, en ég er búinn að kenna honum það. Þó að kennari fari samviskusamlega yfir námsefni er ekki tryggt að nemendur læri. Þá er ég ekki að halda því fram að kennsla

Fáir Verða Fullnuma Í sJálFum sér - hugleiðingar um skóla, þekkingu og sjálfsþekkingu

ég held að framlag kennara sé það sem vegur þyngst í skólastarfi og að góðir kennarar geti jafnvel fengið hunda til að syngja.

Björg Árnadóttir

Page 29: Skólavarðan 2. tbl. 2009

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

SMIÐSHÖGGIÐ

skipti ekki máli. Síður en svo. Ég held að framlag kennara sé það atriði sem vegur þyngst í flóknu ferli skólastarfs og að góðir kennarar geti jafnvel fengið hunda til að syngja.

Sumir álíta að kennsla sé list sem krefst sömu skapandi hugsunar og aðrar list-greinar. Kennurum sem kenna af listfengi hefur verið lýst þannig að þeir hafi aðstæður undir vitsmunalegri stjórn en séu þó ávallt reiðubúnir að bregðast við óvæntum at- burðum á skapandi hátt, rétt eins og djass-tónlistarmenn sem leika af fingrum fram („impróvísera“) innan ákveðins ramma.

Hver kennslustund er óvissuferð. Kennari er eins og ferðalangur sem heldur til fjalla útbúinn áttavita, landakorti, fæði og fötum til skiptanna en getur þó aldrei verið viss um að komast heilu og höldnu aftur til byggða. Nemendur eru náttúruöfl sem erfitt er að átta sig á. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir og verða aldrei forritaðir. Hlutverk kennarans er að gera hverjum nemenda kleift að meðtaka kennsluna á sinn hátt og móta úr henni eigin þekkingu. Hlutverk kennarans er gjöfult en erfitt. Það er með ólíkindum hve lítið hefur verið gert úr starfsheiðri stéttar sem vinnur svo mikilvægt starf.

Að læra með huga, hjarta og höndLítil stelpa sem ég þekki lauk fimm ára námi í haust. Hún hlakkaði til að komast á æðra menntastig þó að hún hafi unað hag sín- um vel í leikskólanum. En grunnskólinn olli henni vonbrigðum. Hún gerðist hljóð heima fyrir þar til hún lét undan foreldrum sínum og tjáði sig um hvernig það er að byrja í sex ára bekk:

- Sko, það eru reglur. Þegar maður er nýbúinn að fara út á maður að koma inn og þegar maður er nýkominn inn á maður að fara út aftur.

Hún leit á skólabjölluna sem hindrun í námi af því að í leikskólanum er engin bjalla sem kveður á um hvenær börn séu að læra og hvenær þau séu að leika sér. Ég held að hin skólastigin fjögur geti lært margt af leikskólanum þar sem allt fléttast saman í allsherjar nám og notaðar eru óteljandi leiðir til að læra af því að börn vita sjálf hvaða leiðir henta þeim. Þegar sonur minn var fimm ára vöktu ógnarvíddir alheimsins honum ótta. Þá ákvað hann að læra um sólkerfið og sá að besta leiðin til að skilja sólkerfið væri að vera sólkerfið. Hann lék sólina frá morgni til kvölds í marga daga þar til ótti hans var horfinn.

Talað er um að mannshugurinn nýti þrjú meginsvið við öflun þekkingar; svið rök- hugsunar, leikni og tilfinninga eða með

öðrum orðum að við lærum með huga, hjarta og hönd. Reyndar hefur þessum leið- um fjölgað verulega eftir að orðið greind varð fleirtöluorð. Hugmyndir um fjölgreindir tiltaka tíu greindarsvið og telja mikilvægt að hver og einn nýti sterkustu greindir sínar í námi, lífi og starfi. Þeir sem nota fjölgreindir í skólastarfi líta svo á að í hverjum manni sé fjölbreytt flóra hæfileika sem allir séu jafnmikils virði. Skólakerfið hefur hins vegar löngum litið á tvær greindir - málgreind og rökgreind - sem mikilvægustu tæki manns- ins til náms og þar með merkilegustu greindirnar.

Hversu menntuð er þjóðin?Því má velta fyrir sér hvort nýjar hugmyndir um nám bæti skólastarf. Ég spyr oft full-orðna nemendur mína hvort þeim finnist skóli barna sinna betri en sá skóli sem þeir sjálfir gengu í. Svörin skiptast í tvennt; sumum finnst skólinn margfalt betri en aðrir telja skóla barna sinna svo slæman að magar þeirra herpist saman í hvert sinn sem börnin axli skólatöskurnar. Sjálfri finnst mér börn mín ganga í betri skóla en ég gerði. Taskan mín var ævinlega blýþung af slæmri samvisku. Ég lærði aldrei nógu vel heima né æfði mig á píanóið - og aldrei lauk ég við skyldustykkin í handavinnu, það gerði mamma kvöldið áður en þeim skyldi skilað. Mér finnst námsefni barna minna vera meira í samræmi við þarfir nemenda og þroska, kennsluaðferðir mannúðlegri, félagslífið þroskavænlegra og skólinn taka betur á náms- og félagsvanda. Hins vegar veit ég að það er ekki að ástæðulausu sem magar alltof margra ungmenna og foreldra þeirra herpast saman þegar hugurinn leitar til skólans.

Eitt af því sem við töldum okkur trú um í uppsveiflunni var að menntunarstig hér á landi væri hærra en annars staðar. Reyndar er það rétt að hér stunda fleiri háskólanám en víðast hvar í Evrópu – en hins vegar ljúka

mun færri framhaldsskólanámi. Miðað við önnur Evrópulönd eru hér óvenjustórir hópar þeirra sem aðeins ljúka grunnskóla og þeirra sem ljúka háskóla, en hópur fólks með framhaldsskólamenntun er óvenjulítill. Menntunarstig er því ójafnt hér á landi en rannsóknir sýna að þeim þjóðum farnast best þar sem það er sem jafnast.

Menntun fæst ekki aðeins í skóla. Lengd skólagöngu segir ekki allt um raunveru-legt menntunarstig, en hún er þó notuð sem mælikvarði á það og því þykir mikil-vægt að sem flestir ljúki framhaldsskóla. Brotthvarf úr skólum er hér með því hæsta sem þekkist. Nýjar hagtölur sýna að 38% árgangsins sem fæddur er 1982 hafði ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Ástæður þess að næstum 40% þjóðarinnar ljúka ekki framhaldsskólanámi á eðlilegum tíma eru ekki alslæmar. Gott atvinnuá-stand og opið framhaldsskólakerfi hefur hingað til valdið því að Íslendingar ljúka skólagöngu síðar á ævinni en aðrar þjóðir. Með vaxandi atvinnuleysi mun aðsókn að framhaldsskólum aukast en ólíklegt er að þeir geti mætt þeirri aukningu.

Þegar talað er um brotthvarf er sjaldan minnst á brotthvarf úr grunnskólum enda ljúka allir skólaskyldunni opinberlega. En allnokkur hópur stimplar sig samt út í efri bekkjum grunnskóla, hættir að fylgjast með eða mæta. Á Íslandi er fleira fullorðið fólk en flesta grunar sem aðeins getur stautað sig fram úr fyrirsögnum, kann ekki að leggja saman upp úr lítilli innkaupakörfu og lítur á tölvur sem leiktæki. Þetta er ekki fólk með skerta greind heldur fjölgreint fólk sem þrífst illa í skóla af ýmsum ástæðum. Talað er um að fjórðungi nemenda nýtist ekki nám í grunn- og framhaldsskólum sem skyldi.

Til hvers er skólinn?Ég spyr oft nemendur mína – fullorðið fólk með stutta skólagöngu – hvers vegna þeir hafi hætt ungir í skóla. Svarið er

Hlutverk kennarans er gjöfult en erfitt. Það er með ólíkindum hve lítið hefur verið gert úr starfsheiðri stéttar sem vinnur svo mikilvægt starf.

Þetta er ekki fólk með skerta greind heldur fjölgreint fólk sem þrífst illa í skóla af ýmsum ástæðum. talað er um að fjórðungi nemenda nýtist ekki nám í grunn- og framhaldsskólum sem skyldi.

Page 30: Skólavarðan 2. tbl. 2009

30

SMIÐSHÖGGIÐ, LEIÐRéTTING

SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009

undantekningarlaust að þeim hafi leiðst og liðið illa. Þegar ég spyr hvert þeir telji vera hlutverk skólans svara þeir að skólinn sé undirbúningur fyrir atvinnulífið. Geta verið tengsl á milli þessara tveggja svara? Leiðist sumum og líður illa af því að þeir upplifa skólann eingöngu sem undirbúning fyrir óljósa framtíð?

Tvö meginviðhorf til menntunar hafa tekist á í aldanna rás. Annað leggur áherslu á gildi menntunar fyrir atvinnuvegi og samfélag, hitt á gildi menntunar fyrir persónuþroska einstaklinga. Samfara mik-illi efnis- og vísindahyggju á síðustu öld fór áhersla á menntun í þágu atvinnu-lífsins vaxandi. Þjóðir heims vildu tryggja sér forskot með velmenntuðu vinnuafli. En raddir hinna heyrðust þó alltaf. Raddir sem töldu skólann einblína um of á hlutverk einstaklinga á vinnumarkaði í stað þess að

skoða hlutverk einstaklinga í eigin lífi. Raddir sem bentu á að skólinn undirbyggi ungmenni fyrir óljósar væntingar framtíðarinnar í stað þess að beina athygli þeirra að því krefjandi verkefni að kynnast sjálfum sér.

Það eru gömul sannindi og ný að fátt er meira virði en að þekkja og virða sjálfan sig. Samfélag fólks sem nýtur eigin virðingar og annarra er virðingarvert samfélag. Lýðræði fólks með heila sjálfsmynd er heilt lýðræði. Vinnumarkaður heiðarlegs fólks er heiðarlegur vinnumarkaður. Og skóli sem hefur á að skipa leitandi og fróðleiksfúsu starfsfólki, jafnt nemendum sem kennurum, er skóli sem býr til þekkingu úr athugunum fólks á umheiminum og sjálfum sér. Sjálfsþekking er forsenda þess að önnur þekking komi að gagni - en þeir eru fáir sem verða fullnuma í sjálfum sér.

Menntun er máttugt tækiEitt af því sem ég undraðist þegar ég þóttist komin til vits og ára var hve margir komust hægar til vits en ára. Ég hafði ímyndað mér að í þeirri framtíð sem skólinn bjó okkur undir lifðu allir í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. En framtíðarlandið reyndist ólíkt því sem skólinn hafði spáð og þar kom að landsfaðir þurfti að biðja guð í beinni útsendingu að bjarga þjóð sem var orðin andlega og efnislega gjaldþrota. Við vorum svo upptekin við að vinna inn peninga að við gleymdum að vinna með okkur sjálf sem einstaklinga og samfélag.

Og nú er æpt á breytingar á öllum sviðum. Menntun er máttugt tæki til breytinga. Sænskur skólamaður sagði eitt sinn að það væri eins og að færa kirkjugarð að breyta skóla því engrar hjálpar væri að vænta innan frá. Víst er skólinn bákn þaðan sem oft heyrast úrtöluraddir. En skólinn er samt virkt samfélagsafl þar sem fram fer kvik umræða sem veldur því að skólinn er í sífelldri endurnýjum.

Í mínum huga er skóli hvorki kirkjugarður né framtíðarland. Hann er ekki Gettu betur eða átöppunartæki fyrir framtíða vinnuafl. Skólinn á fyrst og fremst að hlú að nemendum og hjálpa þeim að þroskast sem heilar manneskjur. Besta leiðin til að undirbúa nemendur fyrir frjóa og virka þátttöku í lýðræði og atvinnulífi er að hjálpa þeim að lifa farsælu einkalífi. En er einkalífið ekki á ábyrgð heimilanna spyrja margir. Auðvitað er það líka hlutverk heimilanna að sinna tilfinningalegum þörfum en undir það hlutverk eru ekki allir foreldrar búnir frekar en að aðstoða börn við heimanám.

Þekking heimsins er orðin yfirþyrmandi sem og aðferðirnar við að afla hennar. Það er engin leið fyrir skólann að stýra þekkingarleit nemenda enda kunna nútímanemendur ótalmargt sem lærifeður þeirra hafa ekki hundsvit á. Við þurfum ekki öll að kunna það sama og það má ekki koma í veg fyrir að flinkir og fróðir krakkar læri það sem hugur þeirra stendur til að stærðfræðiformúlur og málfræðireglur vefjist fyrir þeim. Þar með er ég ekki að segja að margföldunartafla og orðflokkagreining sé ekki góð almenn menntun heldur að vanhæfni til að læra eitt megi ekki koma í veg fyrir að nemendur læri annað. Skólinn þarf að hjálpa nemendum að leita sér þekkingar en fyrst og fremst hjálpa þeim að skapa sér heimsmynd og sjálfsmynd úr þekkingarbrotunum. Náms-efni og kennsluaðferðir nútímans þurfa að ýta undir sveigjanlega, margræða og gagnrýna hugsun og kjark til að takast á við breytingar.

Og þær þurfa að stuðla að vellíðan. Við höfum ekki efni á að láta fjórðungi nemenda leiðast og líða illa. Í gamalli vísu segir að í skólanum, í skólanum sé skemmtilegt að vera. Höfum það að leiðarljósi.

Björg ÁrnadóttirHöfundur hefur kynnst skólakerfinu sem nemandi, foreldri, kennari, skólastjórnandi og embættismaður.

en framtíðarlandið reyndist ólíkt því sem skólinn hafði spáð og þar kom að landsfaðir þurfti að biðja guð í beinni útsendingu að bjarga þjóð sem var orðin andlega og efnislega gjaldþrota.

Það má ekki koma í veg fyrir að flinkir og fróðir krakkar læri það sem hugur þeirra stendur til að stærðfræðiformúlur og málfræðireglur vefjist fyrir þeim.

Röng útgáfa af greininni „Stöndum vörð um kjarasamninga“ var prentuð í síðasta tölublaði Skólavörðunnar og olli nokkru fjaðrafoki hjá lesendum. Ástæðan var sú að auðvelt var að skilja upplýsingar um rétt atvinnulausra hjá Kennarasambandinu svo að hann væri enginn. Hér er greinarhlutinn endurbirtur um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum.Greinin er í heild sinni á www.ki.is undir Kjaramál/Fundaröð KÍ í janúar 2009/Erna Gðumundsdóttir: Stöndum vörð um kjara-samninga. Helstu reglur sem gilda.

Atvinnuleysi og aðild að stéttarfélagi Mikilvægt er að halda tengslum við stéttar-félag ef til atvinnuleysis kemur. KÍ hvetur til þess að þeir sem sækja um atvinnu-leysisbætur merki við á umsókn sinni að þeir vilji greiða stéttarfélagsgjald. Tengsl við stéttarfélag eru sérstaklega mikilvæg varðandi aðild að sjóðum, þ.e. sjúkrasjóði, starfsmenntunarsjóði og orlofssjóði, auk annarrar aðstoðar og upplýsingagjafar af hálfu félaganna.

Félagsmenn athugið! réttur atvinnulausra hjá kÍ

• Áskrift að Skólavörðunni og öðru efni sem Kennarasambandið gefur út falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður.

• Réttur til úthlutunar orlofshúsa fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður og punktasöfnun stöðvast sem síðan rýrir rétt til úthlutunar eftir að starf er hafið að nýju.

• Réttur til úthlutunar úr Sjúkrasjóði Kenn-arasambandsins fellur niður meðan atvinnuleysið varir. Það tekur síðan 6 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju.

• Réttur til úthlutunar úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði, starfsmenntunar og vísindasjóðum fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður. Það tekur síðan aðila að Vísindasjóði leikskólakennara 3 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju.

• Aðstoð stéttarfélagsins og lögfræðinga falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður.

Page 31: Skólavarðan 2. tbl. 2009

Í öruggum höndum í bíl frá okkurFlottir bílar - frábær þjónusta

Bílarnir okkar eru:- í hæsta gæðaflokki- umhverfisvænir- með öryggisbelti í öllum sætum- með sjónvarpi & DVD- með fyrsta flokks bílstjórum

Hafðu samband:Iceland Excursions - Gray Line IcelandHöfðatún 12, 105 ReykjavíkSími: 540 1313www.ruta.is - [email protected]

Page 32: Skólavarðan 2. tbl. 2009

Smiðjuvegi 5

200 Kópavogi

Sími 585 0500

[email protected]

www.a4.is

Numicon er viðurkennt, breskt stærðfræðikerfi sem byggir á kennslufræði Montes-sori, Stern og Cuisenaire. Námsgögnin og kennsluefnið taka mið af þremur megin-styrkleikum barna sem hjálpar þeim að skilja tölur og tengsl á milli talna. Styrkleikar barna eru: Lærdómur í leik, eftirtekt og sterk tilfinning fyrir mynstrum. Numicon byggir á hugmyndum um fjölskynjun og hentar bæði leik- og grunnskóla- börnum að 11 ára aldri. Numicon hentar einnig eldri nemendum sem, af ólíkum ástæðum, ekki hafa náð tökum á stærðfræðinni, t.d. vegna reikniblindu. A4 Skólavörubúðin er dreifingaraðili Numicon vara á Íslandi og getur boðið upp á námskeið með viðurkenndum Numicon kennara.