skólavarðan 6. tbl. 2015

56
Skólavarðan KENNARASAMBAND íSLANDS NÓVEMBER 2015

Upload: kennarasamband-islands

Post on 24-Jul-2016

237 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Skólavarðan 6. tbl. 2015

SkólavarðanKennarasamband íslands nóvember 2015

Page 2: Skólavarðan 6. tbl. 2015

sKólavarðan nóvember 2015 6.tblefnisyfirlit

Álag úr hófi og launin lélegTæplega helmingur skólastjórnenda hefur íhugað að segja upp störfum sínum vegna álags eða lágra launa. Staðan er grafalvarleg að mati formanns Skólastjórafélags Íslands.

Göml húsgögn gefa nemendum tilgangNemendur í Tækniskólanum í Hafnarfirði hlúa að gömlum hlut-um undir handleiðslu Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur. Þau gera upp gömul húsgögn sem síðan eru seld á markaði.

af hverju ekki að tísta í nafni Grettis?Kennarasambandið efndi til málþings á Alþjóðadegi kennara þar sem fjallað var um gildi samfélagsmiðlanna í skólastofunni og hvort nýta beri þessa nýju tækni í kennslu.

rammasamkomulag án aðkomu KíÚtfærsla á lífeyrismálum réði mestu um að KÍ skrifaði ekki undir rammasamkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamn-inga. KÍ stendur ásamt BHM utan samkomulagsins.

fjölbreytt lesefni eykur lestraráhugaRannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald myndasagna betur en hefðbundins texta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Hafdísar Guðrúnar Hilmarsdóttur sem fjallar um lestur og lestraráhuga.

Ritstjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Arndís ÞorgeirsdóttirÁbyrgðarmaður: Þórður Á. HjaltestedHönnun og umbrot: KjarninnPrófarkalestur: Urður SnædalAuglýsingar: Stella Kristinsdóttir

Forsíðumyndina tók Styrmir Kári Erwinsson af Baldri Mikael Gunnarssyni, nemanda á starfs-braut Tækniskólans.

Kennarasamband ÍslandsKennarahúsinuLaufásvegi 81, 101 ReykjavíkSími 595 1111Netfang [email protected]

Page 3: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Nú er liðið á haustið og skólastarf komið vel í gang, haustönnin hálfnuð og vetrarfrí búin hjá þeim sem það taka. Kennarasambandið stóð fyrir fræðslufundum undir forystu fræðslunefndar KÍ í október. Fræðslan var þríþætt, fræðsla fyrir nýja trúnaðarmenn, fræðsla til forystufólks í röðum KÍ og að síðustu fræðsla um lífeyrismál þar sem markhópurinn er félagsmenn sem eiga stutt eftir fram að töku lífeyris. Fræðslan gekk vel og var góð þátttaka. Fundirnir voru teknir upp og hægt er að skoða myndböndin á heimasíðu KÍ. Ég vil þakka fræðslunefndinni góð störf.

Kjaramálin hafa einnig verið í brennidepli. Þrjú aðildarfélög KÍ, þ.e. Félag leikskólakennara, Skólastjóra-

félag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla, hafa verið með lausa samninga um alllangt skeið og hefur lítið miðað í kjara-samningagerð. Kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum losnar nú um mánaðamótin og bætist félagið

þá í hóp þeirra sem bíða. Ástæða þessar biðstöðu er að atvinnurekendur og við-

semjendur okkar, ríki og sveitarfélög, urðu fyrir því sem þau meta sem „áfall“ við úrskurð kjaradóms í kjaradeilu BHM

og FÍH (hjúkrunarfræðinga). Ramminn sem kjaradómur úrskurðaði varð mun stærri en þau höfðu gert ráð fyrir og því fór allt í lás. Það er meðal annars ástæða þess að hinn svokallaði SALEK hópur var kallaður saman til að fara yfir stöðuna, en að hópnum standa allir stærstu aðilar vinnumarkaðarins, þar á meðal KÍ.

Fyrir hópinn var lagt nýtt verkefni af hálfu ríkissáttasemjara sem fólst í því að leysa „bráðavandann“ og tengja við langtíma-verkefnið um að skapa nýtt íslenskt kjarasamningsumhverfi.

leiðari Nóvember 2015

Þórður Á. Hjaltestedformaður

Kennarasambands Íslands

ÁGæti félaGsmaður

Page 4: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Lausn á bráðavandanum snerist um að koma í veg fyrir að forsenduákvæði kjarasamninga SA og ASÍ í febrúar komandi yrði virkjað á grunni þess að launabreytingar annarra stétta hefðu verið umfram viðmið í kjarasamningum ASÍ. Þar með væru kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði lausir. Niðurstaðan var að ramma inn launahækkanir allra launamanna til ársloka 2018.

Framan af gekk illa að ná utan um verkefnið, en unnið var eftir grunnhugmyndum sem lagðar voru á borðið af hálfu SA, ASÍ og ríkis. Þetta upphafsskjal varð leiðarljósið fyrir alla vinnuna. KÍ reyndi margsinnis, ásamt BHM og BSRB, að fá því breytt en því varð ekki haggað, að því er virðist vegna ráðandi stöðu SA og ASÍ í samstarfinu. Af þeirri ástæðu, og ýmsum öðr-um, varð það niðurstaða forráðamanna KÍ að ekki væri rétt að skrifa undir samkomulagið eins og það lá fyrir.

KÍ samdi yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla, birt á heima-síðu KÍ og er einnig að finna aftar í þessu blaði. Þetta var gert um leið og niðurstaða SALEK hópsins var kunngjörð og ramma-samkomulag aðila undirritað. Í yfirlýsingunni er þessi ákvörðun KÍ rökstudd.

Meginástæðan er sú að blanda á inn í verkefnið breytingum á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og reikna útgjöld ríkis og sveitarfélaga sem tengjast þeim breytingum til frádráttar mögulegum launahækkunum til framtíðar. Önnur ástæða er sú að viðmiðunarárið, þar sem vísitala er núllstillt, er 2013 sem er vond tímasetning fyrir aðildarfélög KÍ, því þá var launastaða fé-lagsmanna afar slæm. Það var þá sem Kennarasambandið hóf þá vegferð að lagfæra laun kennara og hafði til þess gild og góð rök. Það var kynnt fyrir þjóðinni sem þjóðarátak í lagfæringu launa og að gera kennarastarfið áhugavert í augum ungs fólks sem er að velja sér ævistarf.

KÍ hefur ekki frekar en BHM sagt sig frá SALEK vinnunni eða dregið sig út úr hópnum. Við erum þeirrar skoðunar að það sé tilraunarinnar virði að reyna að skapa nýtt samningamódel á Íslandi. Við hefðum viljað að SALEK hópurinn hefði haft kjark

Page 5: Skólavarðan 6. tbl. 2015

til að skoða launasetningu einstakra hópa og bera þá saman við röðun sambærilegra hópa, t.d. í Danmörku. Við treystum okkur hins vegar ekki til þess að gera það með þeim ákvæðum sem felast í lausn bráðavandans til ársloka 2018.

Með félagskveðju,Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ.

leiðari Nóvember 2015

Page 6: Skólavarðan 6. tbl. 2015

sKorað Á rÁðherra að Kanna ÁsóKn í iðnnÁm

fréttir Nóvember 2015

Skólamálanefnd Félags grunnskólakennara hefur sent Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, áskorun er varðar kennslu list- og verkgreina í grunnskól-

um hér á landi. Í áskorun skólamálanefndar segir meðal annars að í

grunnskólum sé lagður grunnur til framtíðar og því mik-ilvægt að standa þar vel að list- og verkgreinum. Margir nemendur kynnist í fyrsta skipti heimi tónlistar, leiklist-ar, hönnunar, smíði og nýsköpunar í grunnskólanum.

„Mikilvægt er að list- og verkgreinanámi sé gert jafnhátt undir höfði og bóknámi, svo nemendur sjái sóknarfæri í list-

og verkgreinum,“ segir orðrétt í áskorun nefndarinnar. Skólamálanefnd skorar á menntamálaráðherra að láta

kanna hvort ásókn í verknám sé á undanhaldi og ef svo er, hvað valdi því og hvernig megi auka ásókn að nýju.

„Í grunnskólanum er lagður grunnur til framtíðar og því mikilvægt að standa vel að þessum greinum þar,“ segir í áskorun skólamálanefndar FG.

Page 7: Skólavarðan 6. tbl. 2015

ramma samKomu­laG undirritað Án aðKomu Kí oG bhmÚtfærsla á lífeyrismálum réði mestu um að KÍ skrifaði ekki undir ramma­samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga.

fréttir Nóvember 2015

Þriðjudaginn 27. október síðastliðinn skrifuðu flestir aðilar vinnumarkaðarins undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á vef Alþýðusambands Íslands segir að markmið samkomulagsins sé „að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og

Page 8: Skólavarðan 6. tbl. 2015

félagslegum stöðugleika í landinu. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps, þar sem eiga sæti helstu viðsemj-endur á almennum og opinberum vinnumarkaði“.

Tvö landssambönd launafólks stóðu ekki að samkomu-laginu, þ.e. Kennarasambandið og Bandalag Háskólamanna. KÍ birti á þriðjudaginn 27. október yfirlýsingu þar sem afstaða sambandsins var skýrð. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Undanfarna daga hefur svokallaður SALEK-hópur aðila vinnumarkaðarins unnið að rammasamningi um launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Kennara-samband Íslands tekur undir og styður þau megin-sjónarmið sem þar liggja til grundvallar, þ.e. að stuðla þurfi að meiri sátt á íslenskum vinnumarkaði með breyttum og bættum vinnubrögðum við gerð kjara-samninga. Einnig að auka þurfi kaupmátt með því að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs.

Árangur hefur náðst í samstarfi aðila vinnumark-aðarins og meðal annars orðið nokkur þróun í sam-ræðum um ábataskipti milli sveitarfélaga og viðsemj-enda þeirra hjá Kennarasambandinu.

KÍ gerir eftirtaldar meginathugasemdir við text-ann sem fyrir liggur:

Útgjöld sem kunna að falla á ríki og sveitarfélög fyrr en ella vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi lífeyrismála verði talin með kostnaðaráhrifum kjarasamninga opinberra starfsmanna og/eða launaskriðs þeirra. Þetta getur KÍ ekki sætt sig við enda væru slík útgjöld ekki ætluð til þess að bæta kjör opinberra starfsmanna heldur einungis hugsuð til að koma í veg fyrir kjaraskerðingu þeirra vegna breytinganna. Þau útgjöld sem um er að ræða hafa auk þess engin efri mörk í þeim texta sem fyrir liggur, meðal annars vegna þess að enn hefur ekki náðst niðurstaða um verðmæti bakábyrgðar líf-eyrisréttinda opinberra starfsmanna. Eins og málið er sett

„Opinberir starfsmenn

þurfa að bera kostnað af

því að halda óbreyttum líf­

eyrisréttind­um með lægri launasetningu

en ella...“

Page 9: Skólavarðan 6. tbl. 2015

upp, í textanum sem fyrir liggur, þurfa opinberir starfsmenn að bera kostnað af því að halda óbreyttum lífeyrisréttindum með lægri launasetningu en ella og/eða skertri launaskriðs-tryggingu.

KÍ gagnrýnir valið á upphafsstöðunni á árinu 2013. Þá var launastaða félagsmanna KÍ afar slæm og í kjölfarið fylgdu erfiðir og umdeildir kjarasamningar sem meðal annars hafa gjörbreytt vinnumati kennara bæði í grunn- og framhaldsskólum og haft áhrif á fleiri skólagerðir, til að mynda hafa á grunni þeirra verið gerðar grundvallarbreytingar á launauppbyggingu félagsmanna Félags leikskólakennara. Breytingarnar hafa þótt eftirsóttar af hálfu vinnuveitenda en verið íþyngjandi fyrir félagsmenn Kennarasambandsins. KÍ hefur sagt frá upphafi samstarfs SALEK-hópsins að þetta val á upphafsstöðu á árinu 2013 sé óásættanlegt.

KÍ hefur bent á að til þess að skapa þann félagslega stöðug-leika sem sóst er eftir sé nauðsynlegt að ræða og marka stefnu til langs tíma um launasetningu hópa á íslenskum vinnumarkaði. Þar liggur rót þess ósættis sem ríkt hefur á vinnumarkaði og ástæða þess sem kallað hefur verið höfrungahlaup launahækk-ana. KÍ er ljóst að verkefnið er flókið og erfitt mun reynast að ná niðurstöðu. Í þessu samhengi mætti þó leita fyrirmynda frá hinum Norðurlöndunum þannig að íslenskt vinnumarkaðslíkan byggði ekki aðeins á góðum umbúnaði frá þeim heldur einnig á inntaki sem meiri sátt hefur ríkt um heldur en þekkst hefur hér á landi.

Niðurstaða KÍ er að ekki sé verjandi að undirrita ramma-samning milli aðila vinnumarkaðar fyrr en komið hefur verið með ásættanlegum hætti til móts við framangreindar athugasemdir.

fréttir Nóvember 2015

Page 11: Skólavarðan 6. tbl. 2015

enGinn er einn í heiminumFellum grímuna nefnist ný heimildarmynd sem ætlað er að varpa ljósi á þá staðreynd að við erum öll mannleg og enginn er fullkominn. myndin er forvarnar verkefni sem þær Sigurbjörg bergsdóttir og Jóhanna Jakobsdóttir hafa sett saman undir merkjum fyrirtækis sem þær kalla ekta Ísland.

sKólavarðan Nóvember 2015

Sigurbjörg Bergsdóttir, Steindi jr. og Jóhanna Jakobsdóttir við tökur á myndinni Fellum grímuna.

Page 12: Skólavarðan 6. tbl. 2015

„Við vildum opna umræðuna um að það er engin skömm að glíma við kvíða, meðvirkni eða

aðra kvilla. Okkur langaði að sýna ungu fólki með einlægum og skemmtilegum hætti að þótt fólk

nái góðum árangri í lífinu og allt líti vel út á yfir-borðinu, þá þýðir það ekki endilega að allir hafi náð

settu marki eins og ekkert sé,“ segir Jóhanna Jakobs-dóttir sem ásamt Sigurbjörgu Bergsdóttur hefur unnið

að myndinni í hartnær tvö ár. Jóhanna segir að upphaflega hafi hugmyndin orðið

til vegna þess að Sigurbjörg þekkti til unglings sem glímdi við kvíða í barnæsku. „Við ákváðum að það þyrfti að gera

eitthvað í þessu því það eru svo margir sem glíma við vanda án þess að þora að tjá sig – halda að þeir séu einir í heimin-

um. Þetta á ekki síst við um börn og unglinga,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Sigur-

björg fóru á stúfana og leituðu til þjóðþekktra einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínum sviðum. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Páll Óskar, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs-dóttir, Þórunn Antonía,

Gunnar Nelson, Ari Eldjárn, Ólafur Stefánsson og Steindi jr. Jóhanna segir að það hafi verið ótrúlega auðvelt að fá fólk

til að taka þátt og allir eigi sína sögu um vanda sem þeir hafi þurft að takast á við; svo sem kvíða, fullkomnunaráráttu, þrá-hyggjuröskun og svo mætti áfram telja. „Viðmælendurnir eru allir nafntogaðir en við vildum sýna fólk sem unga fólkið lítur upp til. Svo höfum við reyndar séð að það skiptir ekki öllu hvort áhorfandinn þekkir til þeirra sem tala í myndinni. Ég sá ungan

Page 13: Skólavarðan 6. tbl. 2015

dreng fylgjast með Önnu Svövu Knútsdóttur segja frá kvíðanum sem hún þjáist af áður en hún kemur fram. Hann þekkti ekki Önnu Svövu en sagði við mig með tárin í augunum; „svona líður mér oft“. Þótt myndinni sé beint að ungu fólki þá teljum við að hún henti öllum aldurshópum,“ segir Jóhanna.

Þær stöllur fengu reynsluboltann Baldvin Z til að leikstýra myndinni, en hann á að baki bíómyndirnar Vonarstræti og Óróa auk þess sem hann gerði myndina Fáðu já sem sýnd var fyrir fáeinum misserum.

Jóhanna og Sigurbjörg eru að vonum ánægðar með að myndin sé tilbúin til sýningar. Þær hyggja á frekara samstarf og í bígerð er ritun bókar þar sem tekið er á kvíðavandamálum með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. „Ef vel gengur sjáum við fyrir okkur að gera sviðsverk í framhaldinu,“ segir Jóhanna.

Fellum grímuna verður frumsýnd í Bíó Paradís 11. nóvem-ber næstkomandi en fyrirhugað er að sýna hana í sem flestum grunnskólum og framhaldsskólum síðar í mánuðinum. Stiklur úr myndinni hafa verið settar á vefinn og hægt er að fylgjast með Ekta Ísland á Facebook.

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 14: Skólavarðan 6. tbl. 2015

„ÁlaGið er úr öllu hófi oG launin léleG“tæplega helmingur skólastjórnenda hefur íhugað að segja upp störfum sín­um vegna álags eða lágra launa. „Grafalvarleg staða,“ segir Svanhildur maría ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands.

sKólavarðan Nóvember 2015

„Skólastjórnendur eru í vonlausri stöðu og að þeim er sótt úr öllum áttum..., t.d. frá sveitarstjórn með vísan um árang-ur, vísan í ákvæði laga og reglna, frá starfsmönnum o.s.frv.

Stjórnendur standa aleinir í vonlausri stöðu. Álagið er úr öllu hófi og launin léleg“. Þannig lýsir einn félagsmaður

Skólastjórafélags Íslands upplifun sinni af stöðu stjórn-enda í grunnskólum, í könnun sem gerð var nýlega meðal skólastjórnenda. Í könnuninni var spurt hvort félagsmenn Skólastjórafélagsins hefðu íhugað uppsagnir, annað hvort

vegna stöðunnar í kjaraviðræðum við Samband íslenskra

Page 15: Skólavarðan 6. tbl. 2015

sveitarfélaga eða af öðrum ástæðum. Niður-staðan er sláandi því tæplega 48% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust hafa íhugað uppsögn vegna annað hvort kjara-mála eða álags. Margir tiltóku raunar báða þessa þætti sem ástæðu. Til viðbótar sagðist rúmlega 21% þátttakenda hafa íhugað upp-sögn af öðrum ástæðum. Aðeins rúmlega 30

prósent höfðu ekki íhugað að segja starfi sínu lausu.

litlar kjarabætur Í fyrra gerði Skólastjórafélag Íslands kjarasamning til eins árs þar sem félagsmönnum var tryggð að lágmarki 5,7% launahækk-un. Vegna breytinga á því hvernig félagsmenn raðast inn í launa-töflur eftir menntun gat samningurinn tryggt einstökum félags-mönnum mun meiri hækkanir, en ljóst er að það átti við um mjög fáa. Áður höfðu grunnskólakennarar gert samninga sem tryggðu þeim talsverðar kjarabætur, en í þeim samningi er eins og þekkt er kveðið á um vinnumat. Sú staðreynd að kennarar fengu í samningum sínum mun meiri hækkanir en skólastjórn-endur og að þar er kveðið á um vinnumat þýðir tvennt: annars vegar að kennarar eru í mörgum tilfellum með hærri laun en yfirmenn þeirra og hins vegar að hluti af þeirri vinnu sem fram

Já, aðallega vegna kjaramála

Já, aðallega vegna álags

Já, aðallega vegna persónulegra þátta

Já, nokkrir þættir spila inn í þær vangaveltur

Nei

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%

20,26%

19,24%

18,37%

31,20%

2,92%

hefurðu íhuGað uppsöGn Á starfi þínu Á undanförnum mÁnuðum eða misserum?

Athugasemd frá ritstjórn: Eftir að greinin var skrifuð komst skriður á kjaraviðræður Skólastjórafélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Allt útlit er fyrir að gengið verði frá nýjum kjarasamningi milli samnings-aðila í þessari viku (2. – 6. nóvem-ber).

Page 16: Skólavarðan 6. tbl. 2015

þarf að fara vegna vinnumats leggst á skólastjórnendur. Álag á þá hefur því aukist á síðustu mánuðum án þess að launin hafi fylgt í kjölfarið. Þetta vilja skólastjórnendur eðlilega að verði leiðrétt.

aftur í kennslu til að bæta kjörinÍ áðurnefndum samningi SÍ og Sambands íslenskra sveitar-félaga, sem skrifað var undir í júní í fyrra, er að finna sérstaka bókun um hvernig viðræðum framundan skuli háttað. Þar segir meðal annars að samninginn skuli endurnýja eigi síðar en 31. maí 2015. Þrátt fyrir að samninganefnd Sambands sveitarfélaga

hafi skrifað undir þá bókun eru félagsmenn Skóla-stjórafélagsins engu að síður enn án samnings. Það má, samkvæmt heimildum Skólavörðunnar, að stórum hluta rekja til þess að sama samninganefnd hefur dregið lappirnar í samningaferlinu. Þessi grafalvarlega staða var rædd á ársfundi Skóla-stjórafélagsins sem haldinn var í Reykjanesbæ 10. október síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt harðorð ályktun þar sem meðal annars segir: „Nú virðist helsta leið skólastjórnenda til að bæta kjör

sín vera að segja upp stöðu sinni og snúa aftur í kennslu. Við þetta tapast óhjákvæmilega mikilvæg reynsla sem erfitt verður að bæta. Fundurinn krefst þess að Samband íslenskra sveitar-félaga ljúki nú þegar kjarasamningi við Skólastjórafélag Íslands svo komið verði í veg fyrir fjöldaflótta úr stéttinni.“

Grafalvarleg staðaÁstæðan fyrir því að svo er tekið til orða má rekja til umræðu á fundindum. Þar stóð til að mynda einn félagsmaður upp og lýsti því yfir að hann hefði þegar sagt upp störfum út af lélegum kjörum og miklu álagi. Fleiri félagsmenn lýstu því yfir á fundin-um að þeir hefðu íhugað slíkt. Í kjölfarið tók einn félagsmaður Skólastjórafélagsins, Jón Baldvin Hannesson, sig til og gerði könnun á hversu útbreidd þessi skoðun væri. Niðurstaðan er eins og þegar hefur komið fram sláandi.

„Með litlar bjargir og endalausar/

óraunhæfar kröf­ur er eðlilegt

að menn brenni upp“

Page 17: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir niðurstöðuna áhyggjuefni. „Það kom upp umræða um þessi mál á ársþinginu og í framhaldi tók Jón Baldvin sig til og lagði könnunina fyrir meðal félagsmanna. Félagið átti þar hvergi hlut að máli,“ segir Svanhildur.

„Það breytir því ekki að niðurstöðurnar eru þessar og stjórn og samninganefnd SÍ þurfa að fara yfir þær. Einnig munum við skoða enn frekar hvernig hægt sé að vinna að því að bæta starfskjör skólastjórnenda svo viðunandi sé, bæði við samninga-

borðið og kannski ekki síst utan þess. Mikil vinna hefur farið fram innan félagsins við að setja niður kröfur og forgangs verkefni til að bæta starfskjör skóla-stjórnenda. Einnig hefur verið unnið að sameiginleg-um skilningi samninganefnda SÍ og SNS á hlutverki og starfsaðstæðum skólastjóra. Sú vinna er því miður ekki að skila sér nema að hluta til þegar kemur að samn-ingaviðræðum og launahækkunum.“

skilningsleysi á eðli starfsinsRétt er að taka fram að könnunin var gerð á netinu og þrátt fyrir að hún standist líklega ekki ströngustu kröfur um aðferðafræði og framkvæmd sem gerðar eru til slíkra kannana gefur hún engu að síður mikil-vægar vísbendingar um líðan og afstöðu skólastjórn-

enda. Auk þess sem þátttakendum gafst tækifæri á að haka við fyrirfram skilgreinda svarmöguleika gátu þeir einnig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. Margir nýttu sér þann möguleika og í athugasemdum þeirra kemur ýmislegt áhugavert fram. Nokkrir segjast óánægðir en í þannig stöðu að þeir geti ekki sagt starfi sínu lausu. Aðrir telja að rangt sé að nota upp-sagnir til að knýja á um endurnýjun kjarasamnings og vilja ekki taka þátt í slíku. Athygli vekur að margir tiltaka að svo stutt sé í starfslok að þeir ætli að þreyja þorrann en muni hætta við fyrsta tækifæri. Einn skólastjórnandi skrifar eftirfarandi í tengslum við spurningu um mögulega uppsögn: „Með litlar bjargir og enda-lausar/óraunhæfar kröfur er eðlilegt að menn brenni upp. Nýir

Svanhildur M. Ólafsdóttir, for-maður Skólastjórafélags Íslands.

Page 18: Skólavarðan 6. tbl. 2015

kjarasamningar kennara voru eiginlega dropinn sem fyllti mæl-inn. Þeir endurspegla skilningsleysi á eðli starfsins og mikilvægi öflugrar starfsmenningar.“ Annar tekur fram að „vinnutíminn sé orðinn allt of langur og erfitt sé að komast yfir öll verkefnin sem sífellt verði fleiri“. Fleiri taka í svipaðan steng.

„Ég hef ítrekað íhugað uppsögn, bæði vegna mikils álags og svo hafa nú kjaramálin bæst við. Ég er sem stendur á lægri launum en væri ég starfandi umsjónarkennari, en er á fastlauna-samningi og álagið er mjög mikið,“ segir í einni athugasemd sem barst með könnuninni. Á öðrum stað skrifar skólastjórnandi: „Veit ekki alveg hvernig ætlast er til að þessi nýju verkefni sem okkur er ætlað að sinna rúmist innan vinnuvikunnar. Bæði verkefni sem tengjast nýjum kjarasamningum kennara og vinna vegna innleiðingar aðalnámskrár. Þegar 9 – 10 tíma vinnudagur nægir ekki þá finnst mér komið nóg.“

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 19: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Karlar í ynGri barna Kennsluborgarstjóri vill gera aðgerðaáætlun með Fl og FSl um hvernig fjölga megi körlum í leikskólakennslu. velferðarráðherra segir að mögulega sé hægt að veita auknu fjármagni til leikskóla þar sem hlutfall karla meðal kennara er hátt.

sKólavarðan Nóvember 2015

Karlar á fundinum óvenju margir karlar tóku þátt í morgunverðarfundi FL og FSL á dögunum, enda var

umræðuefnið þar karlar í yngri barna kennslu.

Page 20: Skólavarðan 6. tbl. 2015

„Aðeins um eitt prósent leikskólakennara eru karlar. Það er staðreynd sem við getum ekki litið framhjá,“

sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ávarpi á málþinginu „Karlar í yngri barna kennslu“ föstu-

daginn 9. október síðastliðinn. Þar var þessi staða einmitt til umræðu, og hvað hægt væri að gera til að

breyta ástandinu. Dagur byrjaði á að ræða hvernig það var að ganga í leikskóla í Osló, þar sem allt

önnur mynd blasti við. „Þar var helmingur kennaranna karlar og stundum vel það, þeir

voru gjarnan síðhærðir með skegg enda var þetta á hippaárunum. Uppáhalds leikskóla-kennarinn minn hét Gisle, hann var maður mikill vexti með gríðarlegt yfirvaraskegg og

fór stundum í sendiferðir og þá fékk maður jafnvel að hanga með honum, jafnvel í búðir þar sem var mikil reykelsislykt. En hann var gríðarlega hlýr og góður náungi eins og reyndar allir leikskólakennararnir þarna, í minningunni allavega. Hann var ekki menntaður leikskólakennari frekar en kannski margir sem þarna unnu. Ég komst að því seinna að hátt hlutfall karla á leikskólum í Noregi var vegna þess að þeir þurftu að afplána samfélagsskyldu ef þeir neituðu að fara í herinn... Þannig að þetta voru mjúku mennirnir, friðelskandi hipparnir og það voru auðvitað alger forréttindi að alast upp í kringum þessa stráka, því þó manni hafi fundist þetta karlar þá voru þeir líklega bara um tvítugt.“

engin kvenna­ eða karlastörfÞrátt fyrir að borgarstjóri, sem og fleiri frummælendur á ráðstefnunni, hafi slegið á létta strengi í ávörpum sínum var öllum ljóst að um er að ræða mikið alvörumál. Það kom ber-sýnilega fram í orðum Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráð-herra sem gerði launamun kynjanna að umræðuefni. Hún benti á að þrátt fyrir að áratugir séu síðan sett voru lög til að útrýma kynbundnum launamun sé hann ennþá staðreynd hér á landi. Það rakti hún meðal annars til kynjaskiptingar

Page 21: Skólavarðan 6. tbl. 2015

vinnumarkaðarins. „Besta og árangursríkasta lausnin til að losna við kynbundinn launamun er einfaldlega að vera ekki með

kvenna- eða karlastörf,“ sagði hún og bætti við að hægt væri að búa til fjárhagslegan hvata til að fá stjórnendur leikskóla til að jafna kynja-hlutfallið í starfsmannahópnum. Eygló tók sem dæmi leið sem farin hefur verið í Noregi.

„Þar er það hreint og beint tengt hluta fjár-veitinga til viðkomandi stofnana hvernig þær standa sig í því að jafna kynjahlutföllin. Það er verið að umbuna fjárhagslega þeim leikskólum sem vinna markvisst að því að jafna kynja-hlutföllin. Þeir telja það svo mikilvægt, að það

er tengt þessari undirstöðu rekstrarins, peningunum,“ sagði Eygló en benti einnig á að það myndi ekki duga, heldur þyrfti

að gera fleira. „Vera með markvissa starfsmannastefnu sem gengur út á að ráða inn karla í þessi störf. Huga að því, hvort sem við erum að tala um leik- eða grunnskólana, umönnunarstörfin sem sveitar­félögin halda líka utan um eins og heimaþjónustuna, eða bara vel-ferðarsviðin í heild sinni, að vinna markvisst að því að leita uppi karla og ráða þá inn. Fyrsta skrefið getur snúið að sumarstörfunum, þannig að karlar átti sig á því hvað þetta eru spennandi og skemmtileg störf

og við þurfum helst að ná þeim áður en þeir taka ákvörðun um í hvaða nám þeir ætli í framhaldinu.“

Áhugaverður markhópurBorgarstjóri hafði einnig velt því fyrir sér hvað hægt væri að gera. Hans innlegg í umræðuna var meðal annars að benda á hóp ungra karlmanna sem mögulega hefði áhuga á að leggja

„Það er verið að umbuna fjárhags­

lega þeim leik­skólum sem vinna

markvisst að því að jafna kynja­

hlutföllin.“

borgarstjóri ætlar á næstunni að beita sér fyrir því að gerð verði aðgerðaáætlun fyrir reykjavík um hvernig fjölga megi körlum í hópi leikskólakennara.

Page 22: Skólavarðan 6. tbl. 2015

leikskólakennarastarfið fyrir sig. „Ég sagði að karlar væru eitt prósent leikskólakennara. Karlar eru reyndar 8,3% starfsfólks á leikskólum, 135 á móti rösklega 1.600 konum í borginni. Karl-ar eru svo í 19,4% stöðugilda í grunnskólum eða 485 á móti um 1.900 konum. Í frístundastarfinu er hlutfallið hærra. Þar er það 40% - 290 karlar á móti 470 konum. Þetta er stundum yngri hópur og ég hef velt því fyrir mér hvort þarna sé kominn ákveðinn markhópur. Þetta eru ungir, sprækir strákar og karlar sem hafa áhuga á að vinna með krökkum og ef við ættum að „targetera“ einhvern hóp þá gæti þarna verið áhugaverður mark-hópur,“ sagði Dagur B. Eggertsson.

KlisjurnarSigurður Sigurjónsson, varaformaður Félags stjórnenda leik-skóla, var einn þeirra sem ávarpaði fundinn. Hann taldi upp nokkrar klisjur sem reglulega heyrast í umræðunni um af hverju karlmenn velja sér ekki leikskólann sem framtíðarvinnustað.

eygló Harðardóttir og Sigurður Sigurjónsson voru meðal frummælenda á fundinum.

Page 23: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Þær eru meðal annars að þar sem konur ganga með börnin og gefa þeim brjóst sé barnauppeldi þeim eðlislægara en körlun-um. Einnig að karlar óttist að fá á sig ásakanir um kynferðislegt ofbeldi, og svo er það klisjan um hommana. „Það er auðvitað staðreynd að samkynhneigðir menn velja kennslu ungra barna sem framtíðarstarf. En ég held að það sé bara í sama hlutfalli og aðrir karlmenn,“ sagði Sigurður. Hinar klisjurnar eru alveg jafn fráleitar. „Ég man ekki eftir þeim tilfellum þar sem karlmaður, eða bara leikskólakennari, hefur verið ásakaður um brot gegn börnum“. Hann bætti við að þessar klisjur heyrðust reglulega, og það væri ómögulegt að átta sig á hversu mikil áhrif þær hefði

á að karlmenn velji sér síður leikskólakennslu sem fram-tíðarstarf. Þetta þurfi engu að síður að hafa í huga þegar málið er rætt.

Karlar en ekki kerl­ingarKjarnyrtasta innleggið í umræðuna kom frá Sverri Jörstad Sverrissyni, að-stoðarleikskólastjóra á leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði, sem beindi orð-um sínum að þeim konum sem sátu fundinn. „Það sem

ég hef rekið mig á og mér finnst skipta máli er ábyrgðin sem fylgir því að ráða karlmenn inn á leikskóla, og það er sú ábyrgð sem fylgir því að hlutirnir þurfa að breytast. Við getum ekki bara ráðið inn karlmenn af því að það er smart og flott. Ef við tökum inn karlmenn á leikskóla þá verðum við líka að axla þá ábyrgð að þeir hafi áhrif og þeir verða að taka pláss. Hlutirnir breytast og þeir koma með aðrar áherslur, og þið stúlkur verðið aðeins að bakka. Þið verðið að hleypa viðhorfum karlmannanna inn í leikskólann. Það er hluti af því að gera leikskólann að meira að-

Sverrir Jörstad Sverrisson átti kjarnyrtasta innlegg fundarins „Karl-ar í yngri barna kennslu“.

Page 24: Skólavarðan 6. tbl. 2015

laðandi starfsumhverfi fyrir stráka og það er það að þeir upplifi að það sé pláss fyrir þá. Við höfum ekkert gagn af því að fjölga karlmönnum ef þeir eiga bara að vera eins og hverjar aðrar kerlingar.“

orð til alls fyrstUmræðan um þetta þarfa mál mun halda áfram. Til dæmis munu Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla efna til ráðstefnu um „karla í yngri barna kennslu” á Grand Hóteli föstudaginn 13. febrúar 2016. Yfirskrift og nánari dagskrá verða auglýst síðar, en áhugasamir eru beðnir að taka daginn frá. Í næstu Skólavörðu verður málið einnig til umræðu, þó með víðari skírskotun, því Kennarasambandið hefur nú tekið saman tölur um kynjaþróun í kennarastétt auk þess sem hag-fræðingur KÍ hefur reiknað út hvernig kynjahlutfallið verður að óbreyttu innan fárra ára. Ljóst er að eitthvað þarf að gera og að orð eru til alls fyrst. Miðað við yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar á málþinginu er ástæða til að ætla að svo verði, en þegar hann kvaddi þátttakendur í lok fundar beindi hann orðum sínum að formanni Félags leikskólakennara, og sagði: „Ég er tilbúinn að taka ykkur á orðinu og setjast yfir það í samvinnu við félagið að gera aðgerðaáætlun fyrir Reykjavík og sjá hvað er hægt að finna út úr þessu.“

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 25: Skólavarðan 6. tbl. 2015
Page 26: Skólavarðan 6. tbl. 2015

þúsundir horfðu Á myndband um uppÁ­haldsKennarannKennarasambandið efndi til ýmissa viðburða á Alþjóðadegi kennara, sem haldinn er hátíðlegur 5. október ár hvert. málþing, úrslit í smásagna­

samkeppni nemenda á öllum skólastigum og myndband um uppáhalds­kennarann bar þar hæst.

sKólavarðan Nóvember 2015

Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ, afhendir Kjartani Kurt Gunnarssyni viðurkenningu fyrir bestu smásöguna í flokki leik-skólabarna. Kjartan Kurt ferðaðist um langan veg til að vera viðstaddur athöfn-ina en hann er búsettur í Þistilfirði.

Page 27: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Kennarar eru í sviðsljósinu um heim allan 5. október ár hvert enda dagurinn ætlaður til að vekja

athygli á mikilvægi menntunar og kennarastarfsins. Því miður hefur ekki skapast sterk hefð fyrir þessum

degi hérlendis en því vill Kennarasambandið breyta og af því tilefni var efnt til ýmissa viðburða á Alþjóðadeginum í

liðnum mánuði. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, sagði í ávarpi, sem

birtist í Skólavörðunni á Alþjóðadeginum, að það væri von sín að á næstu árum myndu fleiri skólar

taka þátt í að fagna þessum degi; með því að vekja athygli á störfum kennara og efna til viðburða sem gera kennara sýnilegri og opna skólana. Kennarasambandið skipaði starfshóp undir

stjórn Aðalheiðar Steingrímsdóttur til að skipuleggja viðburði dagsins.

Blásið var í fyrsta skipti til smásagnasamkeppni meðal nem-enda í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, þar sem þemað var „kennarinn“. Smásagnakeppin var samstarfsverkefni KÍ og Heimilis og skóla.

Viðtökurnar voru framar vonum, en 140 sögur bárust í keppnina. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og voru verð-launahafarnir þessir: Kjartan Kurt Gunnarsson leikskólabarn, Ásdís Einarsdóttir í flokki yngri grunnskólanema, Marta Ellerts-dóttir í flokki eldri grunnskólanema, og Dagný Gréta Hermanns-dóttir framhaldsskólanemi. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Þórarinsdóttur, dósent við HA, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, dósent við Menntavísindasvið HÍ, og Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis og skóla.

Ráðgert er að smásagnasamkeppnin verði árlegur viðburður í tengslum við Alþjóðadag kennara. Verðlaunasögurnar verða birtar í næstu Skólavörðu þannig að allir fái notið.

Áhrifamáttur kennaraKennarasambandið lét einnig gera skemmtilegt myndband þar sem sex manneskjur á öllum aldri voru spurðar hver væri uppá-

Page 28: Skólavarðan 6. tbl. 2015

haldskennarinn. Svör viðmælenda voru fjölbreytt og áhugaverð enda á hver og einn sínar minningar um góða kennara.

„Maður fann það svo glöggt í allri hennar kennslu hvað hún hafði alltaf mikla trú á manni,“ sagði Guðfinnur Sigurvins-son um Jónínu Guðmundsdóttur sem kenndi honum dönsku í Holtaskóla í Keflavík.

„Hún er skemmtilegasti kennari sem ég hef haft, alltaf svo jákvæð og hvetur mann áfram,“ sagði Hulda Fanný Pálsdóttir um Ósk sem kenndi henni í Barnaskóla Hjallastefnunnar. „Lilja kom inn í líf mitt þegar ég var feiminn unglingur. Hún var svo frábær og hjálpaði mér að brjótast út úr skel unglingsins og lagði í raun grundvöllinn að því sjálfstrausti sem ég hef í dag,“ sagði

marta ellertsdóttir, Ásdís einarsdóttir, Kjartan Kurt Gunnarsson, Dagný Gréta Hermannsdóttir og Þórður Hjaltested. Í aftari röð eru bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAmFOK og fulltrúi í dómnefnd, brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur, dósent og formaður dómnefndar, Anna margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla og Kristján Jóhann Jónsson, dósent og dómnefndarmaður.

Page 29: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Ásta Óskarsdóttir um uppáhaldskennarann sinn; Lilju Hjalta-dóttur fiðlukennara.

Aðrir viðmælendur voru Edda Sóley Óskarsdóttir, Jón Gunnar Kristjónsson og Markús Freyr Arnarsson. Þeir sem hafa ekki séð myndbandið geta gert það hér.

Þá efndi Kennarasambandið til málþings síðdegis á Alþjóða-degi kennara þar sem fjallað var um samfélagsmiðla og kennslu. Margt áhugavert kom fram í máli fyrirlesara og er fjallað um málþingið annars staðar í þessu tölublaði.

sKólavarðan Nóvember 2015

markús Freyr Arnarsson, yngstur viðmælenda í myndbandinu, segir fallega sögu af sínum kennara.

Page 30: Skólavarðan 6. tbl. 2015

hvers veGna eKKi að tísta sem Grettir?Samfélagsmiðlarnir geta verið gagnleg tæki í kennslu á öllum skólastigum. möguleikarnir eru margir; hvort sem er út frá kennslufræði og eða til að halda upp faglegri umræðu. málið var rætt frá ýmsum hliðum á málþingi KÍ á Alþjóðadegi kennara.

sKólavarðan Nóvember 2015

Kennarasambandið, í samstarfi við Heimili og skóla, efndu til málþings um samfélags-miðla og kennslu á Alþjóðadegi kennara, 5. október. Málþingið var vel sótt og fróðlegt í alla staði.

Page 31: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Fjölmargir kennarar og skólafólk sóttu málþing Kennarasambandsins og Heimilis og skóla sem haldið var á alþjóðadegi kennara, 5. október síðastliðinn. Yfir­

skrift málþingsins var „Samfélagsmiðlar og kennsla“ og voru frummælendur þau Sólveig Jakobsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ, Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni, og Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari og formað-ur skólamálanefndar FF.

Sólveig var fyrst frummælenda og hóf ræðu sína á að rifja upp hvernig við blasti gerbreytt landslag þegar hún sneri heim árið 1996 eftir áratugalanga námsdvöl vestanhafs. „Þetta var bylting og einangrun landsins var rofin með netinu,“ sagði Sólveig og bætti við að margir í menntakerfinu hafi verið áhuga-samir um að nýta tæknina strax frá fyrstu dögum. „Við unnum fyrstu samstarfsverkefnin með tölvupósti en það kviknaði strax mikill áhugi á að byggja upp samstarf á vettvangi internetsins.“

Sólveig sagði netið hafa verið frumstætt til að byrja með en áhrif þess á þekkingarsköpun, nám og menntun hafi verið gríðarmikil; svo sem á opinn hugbúnað, opið mennta-efni, netnámskeið, aðgengi að rannsóknum og fræði-mennsku.

„Með þessum nýju miðl-um þurfum við nýja hæfni,“ sagði Sólveig og bætti við að velta þyrfti vöngum yfir hvað

hinir nýju miðlar hefðu í för með sér og hvernig best væri að nýta þá í hefðbundnu landslagi skólanna. Þá sé mikilvægt að skoða hugtakið borgaravitund, hvað það merki að vera samfé-lagsþegn með þeim réttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir og endurspeglast í daglegu lífi með virkri þátttöku í samfélaginu. „Undirliggjandi gildi eru réttlæti og ábyrgð, mannréttindi og

„Mikilvægt er að við skóla­fólkið tökum að okkur að vera góðar fyrirmyndir. Eflum um­ræðuna um hvað sé við hæfi

og hvað ekki.“Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður

skólamálanefndar FF.

Page 32: Skólavarðan 6. tbl. 2015

jöfnuður, kærleikur og umburðarlyndi. Við erum ekki lengur borgarar í einu landi – við erum heimsborgarar.“

Sólveig fjallaði einnig um hugmyndafræði og kennsluað-ferðir. „Við erum að hugsa um aukið lýðræði og aukna þátttöku nemenda – að rödd nemenda sé virkari og með hinni nýju tækni megi víkka sjóndeildarhringinn, auka samkennd, nýta leitarað-ferðir, sækja upplýsingar og efna til umræðu og samræðu.

Þá sagði Sólveig eTwinning-verkefnið hafa gengið afar vel en yfir 300 skólar, og meira en 900 kennarar, hafa unnið og vinna að verkefnum með samherjum á erlendri grundu. Þar komi samfélagsmiðlarnir nú sterkir inn í stað tölvupóstsins sem var mest notaður í fyrstu. Hún sagðist þekkja til margvíslegra kennsluverkefna þar sem samfélagsmiðlarnir væru notaðir; svo sem Lífshlaupið þar sem allir vinna að sama markmiði og eru í keppni við sjálfa sig og fólkið sitt. Menntamiðja og Samspil 2015 eru að sögn Sólveigar spennandi upplýsingatorg þar sem margt áhugavert er að finna.

Krakkar lesa og skrifa meira en áðurIngvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni, hefur getið sér gott orð á Twitter þar sem hann heldur meðal annars úti menntaspjalli (#menntaspjall) en þar er fjallað um menntun frá ótal sjónarhornum.

Anna maría Gunnarsdóttir (lengst til vinstri) brýndi fyrir fundarmönnum að ganga um samfélagsmiðlana af sömu virðingu og fólk hegðaði sér annars staðar, svo sem á fundum. við hlið Önnu maríu sitja Anna mínerva Kristinsdóttir, fulltrúi nemenda, Þröstur Jónasson, fulltrúi foreldra, Ingvi Hrannar ómarsson og Sólveig Jak-obsdóttir en þau tóku öll þátt í pallborðsumræðum að loknum framsögum.

Page 33: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Ingvi hóf mál sitt á að segja frá því að símar íslenskra skóla-barna séu mun öflugri tæki en tölvurnar sem notaðar voru hjá NASA þegar fyrstu menn stigu á tunglið árið 1969.

Þá sagði hann það staðreynd að börn lesi nú og skrifi meira en nokkur önnur kynslóð í sögunni. Þau skrifi vissulega öðruvísi en áður var gert og sýnt hafi verið fram á það í Bandaríkjunum að þau skrifi mest utan skólastofunnar, eða um 60 prósent af því sem þau láta frá þér. „Í sömu rannsókn kemur fram að krakkar eru í miklum samskiptum við aðra, þau eru næm fyrir góðum

skrifum og eru betri í að skrifa en forverar þeirra. Þau eru alltaf að skrifa fyrir lesendur, fyrir einhverja aðra, og það er stór breyting,“ sagði Ingvi Hrannar.

Ingvi Hrannar sagði mikilvægt að huga að fyrstu skrefum barna inn í heim samfélags-miðlanna. Af sömu ástæðu og við setjum kúta á ósynd börn þá þurfum við að kenna börnun-um á umhverfi netsins og setja reglur. „Það er mikilvægt að kenna hægt og rólega á miðlana,“ sagði Ingvi Hrannar. Til dæmis væri hægt að stofna lokaðan Instagram-reikning og prófa sig smám saman áfram. Þá sagði hann nauðsyn-legt að taka umræðuna um að það sem sagt er á netinu verði ekki aftur tekið. „Að segja eitthvað

á netinu er mjög auðvelt, þú sérð ekki viðbrögðin og oft koma engin viðbrögð. Við þurfum að kenna börnum að setja sig í spor annarra, að finna til með öðrum. Þetta þurfum við að kynna fyrir börnunum áður en við treystum þeim til að fara á netið. Þetta eru hlutir sem gilda alltaf.“

Skólar geta notað samfélagsmiðlana með margvíslegum hætti. Ingi Hrannar segir að þótt heimasíður skóla kunni að vera ágætar og þar megi finna fréttir af skólastarfi þá séu fáir sem lesi þessar síður. „Þess vegna þurfa skólar að nota Twitter og Face-book til að deila fréttum.“

Þegar kemur að kennslunni eru möguleikarnir óþrjótandi

„Ef þú ert að gera verkefni fyrir allan

heiminn þá þarf það að vera gott en þú ætlar að gera það

fyrir kennarann þá þarf það bara að vera nógu gott.“

Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskóla-kennari og ráðgjafi í upplýsingatækni.

Page 34: Skólavarðan 6. tbl. 2015

að sögn Ingva Hrannars. Hægt er að setja upp bloggsíður, gefa út fréttabréf, stofna bekkjarblogg, nota Snapchat, senda út efni með Periscope. „Hvers vegna ekki að leyfa nemendum að skila efni í hlaðvarpi eða efna til prófa sem eru opin í heilan dag á vefnum. Þannig munu nemendur vinna í framtíðinni. Af hverju ekki að leika atriði úr Grettissögu og senda sem Snap eða búa til útvarpsþátt og skila í hlaðvarpi, eða fela nemendum að tísta

sem Grettir í eina viku?“ sagði Ingvi Hrannar og bætti við að með því að tísta eins og Grettir þá þurfi viðkom-andi nemandi að skilja söguna og hvað Grettir er að gera hverju sinni.

„Það er nefnilega best að gera alvöru verkefni fyrir alvöru áhorf-endur. Ef þú ert að gera verkefni fyrir allan heiminn þá þarf það að vera gott en þú ætlar að gera það fyrir kennarann þá þarf það bara að vera nógu gott. Það er auðvitað ekki hægt að gera öll verkefni svona en hvernig væri að gera einhver verkefni með þessum hætti?

skoðanir fljúga skjáa á milli – og verða ekki aftur teknarAnna María Gunnarsdóttir, fram-

haldsskólakennari og sérfræðingur í skólamálum, beindi sjónum að siðareglum í tengslum við notkun samfélagsmiðla í kennslu og skólastarfi. Hún sagði finnsk­sænsku kennarasamtökin hafa gefið út netsiðareglur og að dönsku kennarasamtökin væru að skoða málið – sem benti til að þörf væri á reglum af þessu tagi.

„Við göngum nú í gegnum endurskoðun á gildismati sam-félagsins á hinu ritaða orði. Persónulegir hlutir eins og ljós-myndir, hugleiðingar og skoðanir fljúga skjáa á milli hraðar en hug á festir og í hugsunarleysi látum við kannski ýmislegt flakka.“

Sólveig Jakobsdóttir, dósent á menntavísindasviði HÍ, sagði að nýta mætti hina nýju tækni samfélagsmiðlanna til að víkka sjóndeildarhring nenenda, auka lýðræði, samkennd og efna til umræðu og samræðu.

Page 35: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Anna María reifaði því næst tilurð þess að Kennarasam-bandið setti sér siðareglur en þær voru samþykktar á þingi KÍ árið 2002. Siðaráð var síðan stofnað árið 2008. „Eftir að hafa skoðað þessar reglur þá er það mitt álit að ástæða sé fyrir kennara að setja sér samskiptareglur um notkun samfélags-miðla. Í slíku regluverki ætti að hnykkja á hlutverki kennara sem sérfræðinga og setja fram leiðbeiningar um hvernig efla mætti umræðu um heppilega notkun á netinu. Margir skólar hafa þegar sett sér slíkar reglur og mér finnst að við kennarar eigum að vera þar í fararbroddi,“ sagði Anna María.

Hún sagði íslenskt samfélag mjög smátt og því sé rík ástæða fyrir kennara og skólafólk að vanda sig, enda felist mikil ábyrgð

í að leiðbeina ungu fólki. „Kennarar verða að koma fram af sömu virðingu á samfélagsmiðl-um og þeir gera í annan tíma, til dæmis á fund-um. Kennarar þurfa að gæta að mörkum einka-lífs og vinnu þegar þeir nota samfélagsmiðla og að samskipti þar séu eðlileg og fagleg.“

Þá sagði Anna María mikilvægt að kennarar gættu trúnaðar við nemendur á

samfélagsmiðlum; til dæmis hvað varðar félagslegar og efna-hagslegar aðstæður, kynþátt, skoðanir, trúarbrögð, kynhneigð, heilsufar og sakaskrá.

Kennarar þurfa að mati Önnu Maríu að tjá sig af sanngirni um vinnu sína á samfélagsmiðlum og ekki vera með upphrópan-ir á sameiginlegum síðum. „Hin hliðin á peningnum er nefnilega sú hversu auðvelt er að ná til fólks og sverta mannorð þess á samfélagsmiðlunum,“ sagði Anna og tók dæmi af því hvernig fjallað er um kennara á samfélagsmiðlum, en finna má síður á Instagram sem bera yfirskrift á borð við #sveittir kennarar og #ljótir kennarar. „Til þess að vinna gegn þessu þarf í fyrsta lagi fræðslu og ef hún dugar ekki til þá þurfum við að vita hvernig við ætlum að bregðast við. Í öðru lagi er hægt að setja reglur fyrir stjórnendur, kennara, nemendur og forráðamenn. Reglurn-ar þurfa að vera skýrar og augljóst hvernig á að fylgja þeim.

„Með þessum nýju miðlum þurfum við

nýja hæfni.“Svava Jakobsdóttir, dósent á

Menntavísindasviði HÍ.

Page 36: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Kennarar þurfa að beita sér fyrir því að skólar vinni markvisst gegn áreiti og einelti. Það verður að undirstrika endalaust þá staðreynd að það sem skrifað er á netið telst opinber birting og verður ekki tekið aftur.“

Anna María sagði kennara ekkert öðruvísi en aðra að því leyti að þeir eyddu ógnarlöngum tíma í hinum rafræna heimi. „Mikilvægt er að við skólafólkið tökum að okkur að vera góðar fyrirmyndir. Eflum umræðuna um hvað sé við hæfi og hvað ekki. Minnum okkur sífellt á að rafræn fótspor verða ekki afmáð,“ sagði Anna María Gunnarsdóttir.

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 37: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Gömul húsGöGn Gefa nemendum tilGanG

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 38: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Það berast hlátrasköll í bland við vélarnið frá gömlu hjáleigunni svokölluðu, vestan megin við Tækniskólann í Hafnar-

firði, þegar blaðamann ber að garði einn fimmtu-dagsmorguninn. Þar inni eru að störfum glaðbeittir nemendur í áfanga sem heitir því skemmtilega nafni „Hlúð að gömlu,“ undir handleiðslu Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur.

Áfanginn, sem hefur staðið nemendum á starfs-braut Tækniskólans til boða undanfarna þrjá vetur,

er hugarfóstur Sigríðar Júlíu sem hefur verið mynd-menntakennari við listnámsdeild skólans undanfarin ár.

„Ég er búin að kenna starfsbrautina í mörg ár og var orðin þreytt á að svara endurteknum spurningum nemenda minna um til hvers þau væru að gera hitt og þetta, eins og til dæmis að teikna fjarvídd eða einhverjar uppstillingar,“ segir Sigríður og hlær. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvað ég gæti látið þau gera sem þau sæju tilgang í.“

hugmynd sem kviknaði í sumarfríinuSigríður fékk þá hugmynd eitt sumarið að hafa samband við Góða hirðinn, nytjamarkað Sorpu, og falast þar eftir gömlum og löskuðum húsgögnum sem ekki höfðu selst, sem hún gæti svo

látið nemendur sína gera upp, fegra eða breyta til að beisla sköpunargáfu og ímyndunarafl þeirra.

Til að gera langa sögu stutta gekk hugmynd Sigríðar eftir, og undanfarna þrjá vetur hefur verið blásið til húsgagnamarkaðar í lok hverrar annar í anddyri Tækniskólans þar sem verk

nemendanna í áfanganum hafa verið boðin upp. „Gulrótin er náttúrulega að þau fá að lokum pening fyrir það sem þau eru að gera,“ segir Sigríður og brosir. „Þannig verður til metnaður hjá þeim að vanda til verka svo að húsgögnin seljist.“ Þau húsgögn sem ekki seljast eru send aftur til Góða hirðisins.

„Það er alveg jafn merkilegt að verða

rafvirki og lög­fræðingur“

Page 39: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Gaman að sjá glaðari nemendurSigríður segir áfangann hafa gefið góða raun. „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er hvað þeim finnst gaman. Þetta er eini tíminn þar sem þau beinlínis sækja mig ef ég er ekki mætt á mínútunni og spyrja hvort ég sé ekki að koma,“ segir Sigríður og hlær. Í dag sækjast allir tuttugu nemendurnir á starfs-braut Tækniskólans eftir því að sitja áfangann hjá Sigríði, og nokkrir þeirra hafa verið með frá upphafi. Um er að ræða þrjá hópa sem mæta einu sinni í viku, fjórar kennslu-stundir í senn.

„Það er mjög gaman að sjá hvað nemendur sem hafa verið hjá mér í nokkrar annir hafa öðlast mikla færni. Fyrst voru þeir margir hverjir miklir klaufar og þurftu mikla leiðsögn, en nú mæta þeir bara og hefjast handa og vinna vel. Þetta er

ég að sjá fyrst núna því ég sá þetta ekki í upphafi, en það hefur auðvitað gengið á ýmsu,“ segir Sigríður og brosir. „Mér finnst þeim bara líða miklu betur, og það er mjög ánægjulegt.“

iðnnám ekki nógu „smart“Sigríði finnst iðnnámi ekki vera gert nægilega hátt undir höfði, og of mikil áhersla sé lögð á að nemendur fari í almennt bók-nám. „Ég á sjálf dætur sem hafa farið í gegnum grunnskóla og ég varð alltaf voða sár yfir því, af því að ég var að kenna hérna í Iðnskólanum í Hafnarfirði, að það var einhvern veginn alltaf áherslan á það að fara í menntaskóla en ekki iðnskóla. Það var

Ærið verkefni. baldur mikael Gunnarsson virðir fyrir sér verkefni dagsins.

Page 40: Skólavarðan 6. tbl. 2015

alveg ótrúlegt og þessu þarf bara að breyta. Það er alveg jafn merkilegt að verða rafvirki og lögfræðingur,“ segir Sigríður. „Það eru svo margir sem hafa bara aðra greind og það er alveg jafn góð og mikil greind finnst mér, þessi verklega eins og sú bóklega. Það er ekkert öllum gefið að hafa verklag, en því miður hefur það verið þannig mjög lengi að iðnnámið hefur ekki þótt eins smart. Þetta er svo vitlaust því okkur vantar alla flóruna.“

„Hlúð að gömlu“ áfanginn hefur reynst vel og vonar Sigríður að hann sé kominn til að vera, en óvíst er þó með framtíð hans í ljósi sameiningar Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Hún er að minnsta kosti sannfærð um ágæti hans, og langar ekki til að gera neitt annað. „Ég var ráðin á listnámsdeildina, en þessir hópar á starfsbrautinni eru mun meira krefjandi, það verður bara að segjast alveg eins og er. Hins vegar þá hafði ég svo gaman af þessu að ég valdi mér það að kenna þeim, og núna kenni ég þeim eingöngu.“

Félagarnir og kennarinn. (Talið frá hægri) Ísleifur, Frímann Guðmundsson sem er aðstoðarmaður, Jóhannes Georg, Sigríður Júlía og Gunnar Ingi Sverrisson.

Page 41: Skólavarðan 6. tbl. 2015

ekki leiðinlegt að fá borgað fyrir að vera í skóla„Ég er að læra smíði þannig að þetta hefur reynst mér mjög vel,“ segir Jóhannes Georg Birkisson, sextán ára nemandi á starfs-braut Tækniskólans. Jóhannes Georg stefnir reyndar á að verða bifvélavirki, en bílar og mótorhjól eiga hug hans allan. „Ég hef elskað allt í kringum bíla og mótorhjól frá því að ég var lítill, lyktina, lætin og að keyra, og svo er gaman að gera við.“

Jóhannes Georg er hæstánægður með húsgagnaáfangann á starfsbrautinni og segir verknám vera gulls ígildi. „Það er tilvalið fyrir fólk eins og mig sem finnst leiðinlegt í bóknámi. Mér fannst það bara alls ekki skemmtilegt, þannig að ég fór beint í verknám og það er mjög gaman að gera upp þessi gömlu húsgögn. Svo er ekki leiðinlegt að fá borgað fyrir að vera í skóla,“ segir Jóhannes og hlær, en hann rennir greinilega hýru auga til húsgagnaupp-boðsins í lok annarinnar.

Gleðistund einbeitingin skín úr augum strákanna í „Hlúð að gömlu.“ (Talið frá hægri) Adam Dagur ólafsson, baldur mikael og Gunnar Ingi.

sKólavarðan Nóvember 2015

Page 42: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Lífeyr iss jóðurstarfsmanna r ík is ins

Engjateigi 11105 ReykjavíkSími: 510 6100lsr@lsr . iswww.lsr.is

Á sjóðfélagavef LSR færð þú m.a. upplýsingar um réttindi þín, greidd iðgjöld og séreignarsparnað ásamt því að hafa aðgang að Lífeyrisgáttinni. Lífeyrisgáttin er ný leið fyrir sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Með Lífeyrisgáttinni opnast greið leið að þessum upplýsingum.

Upplýsingar um lífeyrisréttindiá einum stað.

YFIRLIT UMRÉTTINDI ÞÍN Á EINUM STAÐ

Page 43: Skólavarðan 6. tbl. 2015

fjölbreytt lesefni eyKur lestrarÁhuGa

aðsend Grein Nóvember 2015

Lestur er að flestra mati mikilvæg undirstaða í lífi hverrar manneskju og einstaklingur sem les sér ekki til gagns á erfitt með að ná fótfestu í tilverunni. Það er því kappsmál nú sem fyrr að þeir sem ábyrgð bera á uppeldi og menntun barna stuðli markvisst að því að börn verði læs. Það má gera með margvís-legum hætti. Lestur virðist fara minnkandi og þeim fækkar sem geta lesið sér til gagns. Strax í öðrum bekk sjást merki um það. Lestrarskimanir sem lagðar eru fyrir alla nemendur í 2. bekk

í grunnskólum Reykjavíkur sýna að nú, árið 2015, geta 64% nemenda lesið sér til gagns (ná að minnsta kosti 65% árangri á prófinu) og er það næstlægsta hlutfall frá og með árinu 2006. Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari

þróun? Hlutverk hverra er það að snúa þessari þróun við? Eitt er að geta lesið sér til gagns og annað er að taka sér bók í hönd og lesa sér til gamans.

Áhugi á lestriLestraráhugahvöt er viljinn til að takast á við lestrarnámið þar

sem hvatinn til að læra að lesa drífur einstaklinginn áfram. Nemandi með lestraráhugahvöt er tilbúinn til að tileinka sér námið, þ.e. hann er áhugasamur, athugull, forvitinn og til-búinn að taka þátt. Mikilvægt er að hafa næga lestraráhuga-hvöt til að lestrarnámið verði jákvætt fyrir barnið og þannig

verða framfarir meiri. Lestraráhugahvöt má örva og virkja með áhugaverðu og skemmtilegu lesefni. Lesefni sem vekur

ekki áhuga eða er of erfitt getur dregið úr áhuga. Rannsóknir sýna að nemanda með mikla innri áhugahvöt í lestri gengur bet-ur í lesskilningi en nemanda með litla innri áhugahvöt og góður lesskilningur er forsenda þess að ganga vel í námi. Áhugahvöt barna spáir fyrir um magn og breidd lesefnis þeirra.

Hlutverk kennara er að hjálpa nemendum að efla og

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir

b.ed, m.ed og Ph.D nemi við HÍ.

Page 44: Skólavarðan 6. tbl. 2015

viðhalda áhugahvöt í lestri. Með markvissu inngripi er hægt að stuðla að miklum lestraráhuga á meðal nemenda. Samvinna í lestrarnámi er mjög mikilvæg og ýtir undir innri áhugahvöt; nemendur geta lesið hver fyrir annan, rætt innihald texta og kynnt lesefni sitt fyrir bekkjarfélögum. Nemendum sem setja sér markmið um félagslega ábyrgð í náminu, eins og að vinna með öðrum og hugsa út í hvernig hegðun þeirra hefur áhrif á aðra, vegnar betur í náminu en þeim sem setja sér ekki markmið. Þá geta félagslegar athafnir eins og spil og leikir aukið lestrargetu barna í gegnum leik. Kennarinn þarf að huga að vali á lesefni,

en efnið þarf að vera fjölbreytt og við hæfi hvers og eins. Takist að efla lestraráhuga-hvöt nemenda og fá þá til að lesa sér til gagns og gamans leiðir það til viðvarandi áhugahvatar og framfara í lestri. Stuðning-ur foreldra og vina er einnig mikilvægur.

Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval af lesefni er komið til móts við ólík áhuga-svið nemenda. Kennari þarf að huga að þyngd textans, stærð leturs, lengd bóka

og bókakafla, myndum í bókum og því að fjölbreytni sé í um-fjöllunarefnum og textategundum. Bjóða þarf upp á sögur, ljóð, ævintýri, fræðitexta, uppflettirit og fleira. Kennarinn getur gert áhugakannanir á meðal nemenda og notað niðurstöðurnar við að ákvarða hvaða lesefni hann býður upp á og þannig aukið áhuga nemenda sinna á lestri. Samvinnuverkefni nemenda, eins og að lesa hver fyrir annan, ræða innihald, spá fyrir um framhaldið og kynna lesefni fyrir samnemendum, kveikja og viðhalda áhuga á lestri og ættu að standa nemendum á öllum aldri til boða.

fjölbreytt lesefniBörn eru líklegri til að skilja og tileinka sér texta sem þeim finnst áhugaverður og áhugaverðastur er texti sem er um kunnuglegt efni, höfðar til þeirra og þeim tekst að tengja eigin reynslu. Kennari þarf því að þekkja nemendur sína vel til að skilja hvaða lesefni er líklegt til að vekja áhuga þeirra.

Rannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald myndasagna betur en hefðbundins

texta og hafa meiri ánægju af lestrinum.

Page 45: Skólavarðan 6. tbl. 2015

Góðar og vandaðar lestrarbækur geta ýtt undir aukinn lestur, lesskilning og orðaforða. Lesefni getur verið af ýmsum toga, og það sem einum finnst áhugavert er ekki endilega jafn

spennandi fyrir annan. Fræði-bækur og uppflettirit geta höfðað til einhverra en aðrir vilja helst lesa spennandi ævintýrasögur eða vísindaskáldskap. Enn aðrir vilja lesa ljóð eða myndasögur.

Á vefnum nams.is má finna lista yfir bækur sem flokkast sem lestrarkennsluefni. Á listanum er að finna 131 bók sem eru flokkað-ar í fimm þyngdarflokka. Tekið er fram að útgáfu einhverra þessara bóka hefur verið hætt en eintök af þeim eru þó til víða í skólum. Auk þessara fimm flokka eru 17 bækur á svipuðu þyngdarstigi og bækur í fimmta þyngdarflokki, en þeim fylgja að auki hljóðbækur. Skýrt er tekið fram að myndir styðji vel við efni bóka í fyrstu fjórum þyngdarflokkunum til að auðvelda skilning.

Á hverju ári bætast nokkrar bækur inn í þessa þyngdarflokka. Flokkarnir fimm varpa skýru ljósi á gerð texta og efni sem breytist og þyngist. Þessi sömu einkenni sjást í lestrarkennsluefni, hvort sem það kemur fyrir í einni og sömu bókinni eða bókaflokki. Nemendur eru misfljót-ir að tileinka sér lestrartækni. Sumir þurfa ekki að lesa allar bækurnar en öðrum nægir ekki að lesa þessar bækur til að taka eðlilegum framförum. Þá þurfa nemendur að lesa sumar eða jafnvel allar bækurnar aftur.

Eins og áður kom fram er val um lesefni eitt af því sem ýtir

Að hugsa sér til hvers saklaus bíltúr getur leitt –

Sjáðu stóra skiltið þarna, Andrésína!

SAMKEPPNI

HUGVITSMANNA

1. VERÐLAUN

100.000.000

KR

SLEPPIÐ SNILLD YKKAR LAUSRI

OG VINNIÐ FÚLGUR FJÁR

Vó! Skyldi Georg vita af þessu!

Hann yrði alvöru keppandi!

Segjum honum frá

þessu!

Já! Hann er alltaf

snuðaður af því að enginn borgar honum eins og snilld

hans verðskuldar!

Skrítið! Allt opið hér!

GEORG GÍRLAUSI OFURHEILI

LEIKUR LAUS

Geooorg!

Skrítið! Og af hverju er svona skítugt hérna?

Texti: Gorm Transgaard / Teikningar: Arild Midthun

Vonarsnillingur

2

„Sem kennari á yngsta stigi verð ég mikið vör við vinsældir Andrés-blaða og Syrpu,“ segir Hafdís Guðrún Hilmars-dóttir m.a. í grein sinni.

Page 46: Skólavarðan 6. tbl. 2015

undir lestraráhugahvöt og framfarir í lestri. Því er nauðsynlegt að úrvalið af lesefni sé nóg í hverjum þyngdarflokki til að allir geti haft val um lestrarbækur. Úrvalið þarf einnig að vera fjöl-breytt og höfða til áhuga hvers og eins.

Í dag eru miðlar sem ung börn meðhöndla af mörgum og misjöfnum toga og kenna þarf þeim að verða læs á þessa marg-víslegu miðla og þá þýðir ekki að kenna eingöngu ritmál. Miðla-læsi eða nýlæsi er sú færni að geta lesið og skrifað með því að velja á milli mismunandi táknkerfa og miðla. Myndasögur eru dæmi um táknkerfi sem lesa þarf með víðtækari þekkingu en einungis á ritmálinu.

myndasögur sem valkostur í lestrarnámiMyndasögur eru form texta og mynda sem notað hefur verið til að tjá tungumálið síðan í Egyptalandi til forna. Myndasögur hafa síðan náð miklum vinsældum um allan heim hjá lesendum á öllum aldri. Lestur myndasagna er eitt af þremur atriðum sem nemendur nefna í viðhorfakönnun í 2. bekk sem ánægjulegustu lestrarupplifunina. Ályktunarhæfni er ein af undirstöðum lesturs og hefur hún áhrif á lesskilning.

Myndasögur reyna mikið á ályktunarhæfni lesenda, margt er að gerast á myndunum og jafnvel á milli myndanna sem hvorki kemur beint fram á myndunum né í textanum. Lesandinn þarf þá að beita ályktunarhæfni til að geta sér til um hvað gerðist í efninu. Myndasögur kalla á annan og virkari lestur en lestur hefðbundins texta. Lesandinn þarf að beita flóknari tækni en hefðbundinni umskráningu og lesskilningi. Myndirnar gegna mikilvægu hlutverki og „lestur“ þeirra tekur til læsis í víðum skilningi. Þannig getur góð myndasaga gert lesandanum kleift að „heyra“ sögu sem ekki er sögð með texta.

Rannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald mynda-sagna betur en hefðbundins texta og hafa meiri ánægju af lestrinum. Auk þess gefa myndasögur nemendum með takmark-aða lestrargetu færi á lestrarupplifun sem veitir þeim mikla ánægju. Með lestri myndasagna gefst kostur á að æfa lesskilning og ályktunarhæfni, auk þess sem lestur myndasagna ýtir undir

Page 47: Skólavarðan 6. tbl. 2015

aukið ímyndunarafl, eykur ánægju og áhugahvöt og stuðlar að auknum lesskilningi.

Vitað er að margir einstaklingar, og skiptir þá ekki máli hvort um börn eða fullorðna er að ræða, læra betur það efni sem sett er fram myndrænt. Þungt lesefni eins og Íslendinga-sögurnar hefur verið fært í myndasögubúning fyrir nemendur á mið­ og unglingastigi. Meira efni er hægt að finna í myndasög-um á íslensku. Þótt ekkert sé til af lestrarkennsluefni á mynda-söguforminu fyrir yngstu nemendurna sækja þeir í það efni sem til er þótt lesmálið sé of erfitt fyrir þá. Nemendur geta skoðað myndirnar og dregið ályktanir um atburðarás út frá þeim þó þeir ráði ekki við að lesa þungan texta. Þannig æfist lesskilningur og ályktunarhæfni. Sem kennari á yngsta stigi verð ég mikið vör við vinsældir Andrésblaða og Syrpu. Myndasögur sem gagngert eru til að þjálfa lestur yngstu barnanna eru hins vegar af skornum skammti.

Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir möguleikum mynda-sagna í því margvíslega læsisumhverfi sem börn alast upp í, m.a. vegna sérstöðu myndasagna hvað varðar þátttöku lesandans í framvindu sögunnar. Sú ákveðna óvissa sem sköpuð er milli ramma í myndasögu gefur lesandanum frelsi til að geta sér til um söguþráðinn.

Í nútímaþjóðfélagi skiptir víðlæsi miklu máli og lestur bóka er mikilvægur, enda eitt algengasta form lesturs. Úr bókum kemur bættur orðaforði og aukinn lesskilningur. Þorri nemenda lærir að lesa í skóla með hjálp bóka og mikilvægt er að allir verði læsir. Aðgengileg og áhrifarík leið til að ná því markmiði er að höfða til áhuga hvers og eins. Lestraráhuga þarf að vekja og viðhalda hjá nemendum með því að halda að þeim áhugaverðu lesefni og geta myndasögur verið ein gerðin. Hafi einstaklingur áhuga á myndasögum ætti að nýta þann áhuga markvisst til að kenna einstaklingnum að lesa.

Breitt úrval af lesefni eykur líkur á að nemendur finni viðfangsefni við hæfi. Þá getur vaknað sú von að áhugi byrjand-ans í lestri kvikni og að lestraráhugi verði það mikill að hann

Page 48: Skólavarðan 6. tbl. 2015

efli lestrargetuna og viðhaldi henni áfram. Til að sporna við minnkandi lestri getum við kennarar hugað að fjölbreyttu úrvali lesefnis fyrir nemendur okkar og bókaútgefendur að útgáfu fjöl-breytts lesefnis, til dæmis myndasagna.

aðsend Grein Nóvember 2015

Page 49: Skólavarðan 6. tbl. 2015

foreldrasamstarf í leiKsKólavæntingar pólskra foreldra til leikskóla og viðhorf leikskólakennara til menntunar barna af erlendum uppruna.

aðsend Grein Nóvember 2015

Ísland er í dag fjölbreyttara samfélag en áður enda velja sífellt fleiri einstaklingar af erlendum uppruna að setjast

að og stunda nám og vinnu hérlendis. Börnum af erlendum uppruna hefur því fjölgað í íslenskum skólum og í desember 2012 voru 2.062 leikskólabörn (10,5%) með erlent tungumál sem sitt fyrsta mál. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska, en 783 leikskólabörn hafa pólsku að móðurmáli (Hagstofa Ís-lands, 2013). Nýjustu upplýsingar frá Hagstofunni eru frá því í desember 2014 en þá voru 2.197 börn í leikskólum með annað fyrsta tungumál en íslensku. Algengasta erlenda móðurmálið var þá enn pólska, sem var fyrsta mál 922 barna (Hagstofa Íslands, 2015).

Í rannsókn sem undirrituð gerði vorið 2014 voru viðhorf og væntingar þriggja pólskra mæðra til íslenska leikskóla

skoðaðar, en einnig upplifun leikskólakennara af því að starfa með börnum af erlendum uppruna í fjölmenningarlegum

leikskóla. Það er mikilvægt að huga að samstarfi foreldra af erlendum uppruna og leikskólakennara, til þess að varpa ljósi á hvaða kostir eru fyrir hendi og hvaða hindranir eru í veginum fyrir góðu foreldrasamstarfi.

Börn af erlendum uppruna sem hefja leikskólagöngu hafa mismunandi bakgrunn. Mikilvægt er að barnið geti gert

sig skiljanlegt í þessu nýja umhverfi, en einnig þarf að hafa í huga að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvað hentar börnum þeirra og hvaða þjónustu þau þurfa.

Mikilvægt er að sinna vel börnum af erlendum uppruna, því ekki er auðvelt fyrir þau að koma inn í íslenskan leikskóla þar sem allt önnur menning ríkir en þau eru vön. Það er margt

Iwona Maria Samson

leikskólakennari

Page 50: Skólavarðan 6. tbl. 2015

sem þessi börn þurfa að laga sig að og ber að taka tillit til þess. Rannsóknir um samstarf heimilis og leikskóla sýna að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvað henti barni þeirra og hvaða þjónustu það þurfi. Kennarar nefna helst daglegt spjall, foreldraviðtöl, almennar upplýsingar um starfið og kynningar og foreldrafundi sem leiðir í samstarfi við foreldra. Það sem helst var rætt við foreldra var líðan barns þeirra, almennt um dagskrá og starf leikskólans, nám og þroska barnsins, aðbúnað og hegðun (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Oft vita foreldrar ekki hvaða þjónusta er í boði og er það hlutverk leikskólakennara að sýna þeim hvaða réttindi þeir hafa í kerfinu. Því er það hlutverk leikskólans að leita eftir upplýsing-um frá foreldrum og hlusta á skoðanir þeirra.

rannsóknaraðferðÉg valdi að athuga væntingar pólskra mæðra af því að ég er líka pólsk og mig langaði til að fá að vita meira um leikskólagöngu pólskra barna og móttöku þeirra í skólunum. Einnig vildi ég kynnast viðhorfum leikskólakennara til leikskólamenntunar barna af erlendum uppruna. Í rannsókninni var leitast við að svara spurningunum „Hverjar eru væntingar þriggja pólskra mæðra til leikskólagöngu barna sinna“ og „Hvernig upplifa þrír leikskólakennarar hlutverk sitt og aðferðir við að vinna í fjöl-menningarlegum leikskóla og með börn af erlendum uppruna“. Rannsóknin fór fram vorið 2014. Í rannsókninni voru notaðar eigindlegar aðferðir og við öflun gagna voru notuð hálfopin viðtöl, þar sem notaður var sami viðtalsrammi fyrir sama hóp þátttakenda og síðan spurt ítarlega um einstök atriði. Haft var samband við foreldrana símleiðis, tilgangur viðtalanna út-skýrður og hvers vegna ég vildi heyra sjónarmið þeirra. Einnig var sagt frá því að lengd viðtalsins yrði um það bil hálf til ein klukkustund og að viðtalið yrði hljóðritað.

Við val á leikskólakennurunum var þess gætt að þeir hefðu átt í samskiptum við erlendar fjölskyldur í leikskólunum, en reynsla þeirra var mismikil. Haft var samband við kennarana símleiðis og sömuleiðis útskýrður fyrir þeim tilgangurinn með

Page 51: Skólavarðan 6. tbl. 2015

viðtölunum, sem og að mig langaði að heyra frá þeim um sam-starf heimila erlendra foreldra og viðkomandi leikskóla.

viðtöl við foreldraHelstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra barna af erlendum uppruna varðandi leikskólagöngu barna þeirra voru að leikskólann yrði mikilvægur fyrir börnin til að aðlagast íslensku samfélagi og kynnast íslenskri menningu. Mæðurnar þrjár sem rætt var við töldu allar að íslenskunám hefði vegið þungt þegar tekin var ákvörðun um að setja börn í leikskóla, en tvær sögðu að þær hefðu einnig þurft öruggan stað fyrir börnin meðan þær stunduðu vinnu.

„...læra samskipti við börn; hafa það betra; í leikskólanum lærir þú bara allt - tala við börnin, skrifa, mála, en þú veist, að þegar maður er að vinna, þá er lítill tími sem foreldri hefur; ég get ekki eytt eins miklum tíma og í leikskólanum; og tungumál-ið, það skiptir mestu máli, því hann fer í skóla“.

Í öllum viðtölunum kom líka fram, að mæðurnar vildu hafa gott samstarf milli leikskóla og heimila, fá allar upplýsingar um hvað börnin voru að gera í hópastarfi, hvernig barnið borðaði og hvort það hafi sofið vel. Þær sögðu að mjög misjafnt hefði verið hversu duglegir leikskólakennararnir voru að skila öllum upplýsingum um barnið til foreldra, en þær voru líka sammála um að foreldrar þyrftu stundum að miðla meiri upplýsingum til kennaranna. En allar voru sammála um að samstarf hefði breyst töluvert til hins betra.

„Kennarinn þarf að segja frá deginum, til dæmis ef barnið meiðist eða svoleiðis. Mig langar að fá upplýsingar um hvað þau eru að gera í hópastarfinu, eða svona daglegar upplýsingar hvað þau eru að gera. Ég man einu sinni að Anna var með hausverk allt kvöldið, svo ég spurði næsta dag í leikskólanum, hvort Anna hefði meitt sig eða einhvað. Þá kom í ljós að hún var að róla daginn áður og datt úr rólunni.“

Allar mæðurnar voru sammála um að þegar þær voru öruggar og treystu leikskólanum, þá voru börnin einnig örugg og ánægð. Þær sögðu það einnig vera eitt af undirstöðuatriðunum,

Page 52: Skólavarðan 6. tbl. 2015

til að starfið í leikskólanum gengi vel, að vera í góðu samstarfi við kennarana. Leikskólakennarar þyrftu að vera vandaðir í framkomu og sýna að þeir væru tilbúnir að veita allar upplýs-ingar um barnið og að þeim væri treystandi.

Allir foreldrarnir hlökkuðu til að barnið þeirra fengi tæki-færi til að leika við börn á sama aldri, læra að fara eftir reglum og læra íslensku.

„Ég ætla að segja aftur, að ég myndi ráðleggja öllum að senda börn í leikskóla, sérstaklega, já, fólki frá útlöndum, því barnið lærir íslensku og leikur sér við önnur börn og lærir það líka, áður en það fer í grunnskólann, hvernig er að vera í barna-hópi og hvaða reglur og allt gilda í íslensku samfélagi“

viðtöl við leikskólakennaraÍ viðtölum við leikskólakennarana kom fram að þeir voru allir tilbúnir að taka á móti börnum af erlendum uppruna, þó engin áætlun væri til um það í flestum leikskólum Ísafjarðabæjar, þar sem rannsóknin fór fram. Þeir töldu, að mikilvægt væri að ná til alla foreldra barna af erlendum uppruna og til að auðvelda það þá þyrfti að hafa kennara af erlendum uppruna í hverjum leikskóla. Það væri frábært að hafa fjölbreyttan starfsmannahóp í leikskólum, því samfélagið á Íslandi væri að verða fjölmenn-ingarlegt. Leikskólakennararnir í tveimum leikskólum sögðu að yfirleitt væri enginn sérstakur undirbúningur áður en barn af erlendum uppruna byrjaði í leikskólanum. Þó væri pantaður túlkur fyrir fyrsta viðtalið, en pólskur leikskólakennari væri einnig til staðar ef foreldrar samþykktu það.

„Leikskólar sem eru með starfsmenn af erlendum uppruna sem tala á öðrum tungumálum eru ríkir leikskólar. Það gerir starfið okkar fjölbreyttara. Samfélagið er að verða fjölmenn-ingarlegt og gott að hafa það líka í leikskólanum“.

Leikskólakennurunum fannst að undirstaða góðra sam-skipta væri fólgin í mikilvægi þess að upplýsingar um barnið kæmust til skila, bæði frá foreldrum og leikskólanum. Og til þess að starfið i leikskólanum gengi vel þyrftu kennarar að vera í nánu samstarfi við foreldrana.

Page 53: Skólavarðan 6. tbl. 2015

„En ef eitthvað er að þá reyni ég að kalla á kennara sem talar sama tungumál, til að útskýra fyrir foreldrunum og ég reyni líka að spyrja þau ef eitthvað er að gerast í leikskólanum. Ef ég sé að þau skilja ekki, þá reyni ég að fá upplýsingarnar á þeirra tungu-máli, fá pólska kennarar til að skrifa á pólsku, t.d vegna tilkynn-ingar um foreldraviðtöl. Við verðum að finna leið til að koma upplýsingum til þeirra. Ég hef verið svo heppin að hér hefur verið pólskur kennari og ég nota hann mikið.“

Það kom líka fram að starfsfólk þyrfti að vera vakandi yfir því hvernig samstarfið væri á milli foreldra barna af erlendum uppruna og leikskólans, sem og hvernig tekið væri á móti börn-um af erlendum uppruna.

„Það eru ekki allar þjóðir eins og við megum ekki dæma strax heldur upplýsa. Það þarf að hafa það skriflegt hvernig við eigum að taka á móti börnum af erlendum uppruna og hvern-ig við styðjum foreldra þeirra og höfum upplýsingar á þeirra tungumáli. Kynna foreldrum rétt þeirra, til dæmis réttinn til að fá túlk.“

lokaorðRannsókn mín og viðtöl benda til þess (og rannsóknir annarra styðja það) að foreldrar barna af erlendum uppruna telja að leikskólinn sé mikilvægur fyrir börn til að aðlagast íslensku samfélagi og kynnast íslenskri menningu. Ég tel að rannsóknin sýni ágætlega hvaða væntingar mæður pólsku barnanna hafa og hvaða viðhorf leikskólakennarar hafa til menntunar barna af erlendum uppruna og að báðir aðilar séu sammála um mikilvægi góðs samstarfs á milli þeirra. Að lokum vil ég segja að vitneskjan sem ég hef aflað mér við vinnu þessarar rannsóknar getur nýst mér vel í starfi mínu sem leikskólakennari og deildarstjóri, því á herðum deildarstjórans hvílir góð aðlögun barnanna ásamt ábyrgð á góðu foreldrasamstarfi.

Page 54: Skólavarðan 6. tbl. 2015

heimildasKrÁBryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir. (2007). Á mótum

tveggja heima. Samstarf heimila og leikskóla. Í Gunnar Þór Jóhann-esson (ritstjóri), Rannsóknir í félagsvísindum VIII (bls. 679–699). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hagstofa Íslands. Börn i leikskólum með erlent móðurmál. Sótt 8. október 2015 af http://www.hagstofa.is/?PageID=2604&s-rc=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=SKO01103%26ti=B%F6rn+%ED+leiksk%F3lum+me%F0+erlent+m%F3%F0urm%E1l+1998%2D2014++++% 26path=../Database/skolamal/lsNemendur/%26lang=3%26units=Fjöldi

Hagstofa Íslands. Mannfjöldi eftir sveitarfélögum, kyni, ríkisfangi og ársfjórðungum. Sótt 15. nóvember 2013 af http://www.hagstofa.is/?PageID=2593&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=MAN10001%26ti=Mannfj%F6ldi+eftir+sveitarf%E9l %F6gum%2C+kyni%2C+r%EDkisfangi+og+%E1rsfj%F3r%F0ungum+2010%2D2013%26path=../Database/mannfjoldi/sveitarfelog/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi

aðsend Grein Nóvember 2015

Page 55: Skólavarðan 6. tbl. 2015

félaGinn DýrLeIF SKJóLDAL INGImArSDóTTIr (52 ÁrA)

Á sextuGsaldri oG safnar GrÁu hÁri, því allir vita að með því Kemur visKan

félaGinn Nóvember 2015

Dýrleif Skjóldal, eða Dilla eins og hún er kölluð, er leikskólakennari í leikskól-anum Álfaborg á Svalbarðsströnd. Hún segist fá útrás í „vinnunum“ sínum og Ekvador er í uppáhaldi.

Hver: Leikskólakennari í leikskól-anum Álfaborg á Svalbarðsströnd, ritari stjórnar Félags leikskólakennara, sund-þjálfari hjá Sundfélaginu Óðni Akureyri og amma.

hvað er helst á döfinni í starfi leikskól­ans Álfaborgar? Það er allt að gerast þar. Álfaborg og Valsárskóli, sem er grunn-skóli sveitarinnar, voru sameinaðir í ágúst síðastliðnum og nú erum við að verða hluti af leiðtogasamfélaginu þar.hvað málefni eru í forgangi hjá félagi leikskólakennara þetta haustið? Fyrir utan að landa kjarasamningi þá höfum við sett stefnuna á fjölgun karla í yngri barna kennslu í vetur. Við stóðum fyrir vel heppnuðum morgunverðarfundi í byrjun október og verðum með ráðstefnu um málefnið í febrúar á næsta ári.

hvaða bók er á náttborðinu? Ég á ekki náttborð. Ég er hins vegar með margar bækur á stól við hliðina á rúminu. Þeirra á meðal eru Livet er som et banantre, Snikk, Snakk, Snute og World on a Maple Leaf sem innihalda allar sögur hinna ýmsu sagnaþula.hvert var uppáhaldsfagið í skóla? Það var sund, engin spurning. hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? Ég hefði gjarna viljað hafa Harald Frey Gíslason, formann FL, sem kennara.

Page 56: Skólavarðan 6. tbl. 2015

í hvaða félögum og klúbbum ertu? Ég er félagi í Sundfélaginu Óðni, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, Félagi leikskólakennara og AFS meðal annars.hvaða matur er í mestu uppáhaldi? Það er HEITT hangikjöt með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, jafningi og laufabrauði.hvernig færðu útrás? Í vinnunum mín-um.hundur eða köttur? Kötturinn í lífi mínu núna heitir Tiger Woods.fallegasta fjallið? Þetta er fáránleg

spurning. Af hverju ætti að vera einhver sérstakur áhugi á fjöllum, frekar en til dæmis vötnum, heiðum, fossum, ám, lækjum eða öðrum náttúrufyrirbrigðum? ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? Það lærir hver á sinn hátt, á sínum hraða og ég er síst til þess fallin að kenna þjóð-inni eitthvað.besti staðurinn í útlöndum? Það eru Galapagos, Quito og Zaruma í Ekvador.facebook, twitter eða instagram? Face-book.

félaGinn Nóvember 2015