sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 ma ritgerð okt....

31
Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002- 2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Post on 19-Dec-2015

237 views

Category:

Documents


5 download

TRANSCRIPT

Page 1: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir

dómstólum á Íslandi 2002-2009

MA ritgerð okt. 2010Guðrún Jónsdóttir

Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Page 2: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Rannsóknin

• Dómsskjöl barnaverndarmála skv. 27., 28. og 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 (vistun barns utan heimilis til skemmri eða lengri tíma án samþykkis foreldris eða barns)– 27. gr.: Úrskurður bvn um vistun barns utan heimilis

til allt að 2ja mánaða er kærður til dómstóla– 28. gr.: Bvn höfðar mál fyrir dómstólum um vistun

barns utan heimilis til allt að 12 mánaða– 29. gr.: Bvn höfðar mál fyrir dómstólum um

forsjársviptingu yfir foreldrum

Page 3: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Rannsóknarspurning

• Hvernig birtist barnið í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi?– Er lögð áhersla á að gæta að hagsmunum barnsins?– Er talað við barnið og eru sjónarmið þess birt?– Er eitthvað sem bendir til þess að hagsmuna

barnsins sé ekki gætt eða að áhersla sé ekki lögð á barnið?

– Eru einhverjar sérstakar aðstæður hjá börnunum sem auka eða minnka líkur á að þau fái að tjá sig?

Page 4: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Barnaverndarlög nr. 80/2002

• Úrskurðarvald til dómstóla• Aukin áhersla á réttindi og

sjónarmið barna

Page 5: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

9. gr.1. Aðildarríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lögbær stjórnvöld ákveða samkvæmt viðeigandi lögum og reglum um málsmeðferð að aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins

enda sé sú ákvörðun háð endurskoðun dómstóla. Slík ákvörðun kann að vera nauðsynleg í ákveðnum tilvikum, svo

sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt af foreldrum sínum, eða þegar foreldrar búa ekki saman og ákveða verður

hver skuli vera dvalarstaður þess.

Page 6: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

3.gr.1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar

félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.

12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til

að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.

2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann

hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.

Page 7: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Hvers vegna þátttaka barna?

• Réttindi samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum• Lýðræðisvitund í uppeldi• Valdefling• Hæfni barnsins• Ávinningur þess að taka börnin með

Page 8: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Hvernig ættu börnin að taka þátt?

• Markmiðið með þátttöku – Þátttökupýramídi : manipulation-tokenism-

citizenship• Hverjir ættu að vera málsvarar?– Talsmenn/matsmenn/bvn starfsmenn

• Hvernig nálgumst við barnið?– Viðkvæm staða barnsins – valdleysi,

hollustuklemma, “citizenship by proxy”– Taka þarf tillit til aldurs og þroska og aðstæðna

Page 9: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Aðferð

• Gagnarýni (document analysis) – eigindleg aðferð

• Ekki hægt að alhæfa yfir á þýðið• Skoðuð fyrirliggjandi dómsskjöl • Takmarkast við það sem fram kemur í

skjölunum • Ekki öll sagan, þyngstu barnaverndarmálin• Tengsl rannsakanda við málaflokkinn

Page 10: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Aðferð

• Aðgengileg og áreiðanleg málsskjöl• Tæmandi yfirlit yfir tímabilið (úrtaksvandi ekki

til staðar)• Ekki þörf á að rjúfa friðhelgi svarenda• Hlutlaus málsskjöl• Ekki persónugreinanlegar niðurstöður• Nöfn og kennitölur málsaðila ekki birt

Page 11: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Aðferð

• Gagnaöflun – dómstólar, barnaverndarnefndir, Barnaverndarstofa

• Greining út frá rannsóknarskema – Rannsóknarefnið afmarkað út frá

rannsóknarspurningu– Sýnishorn af gögnum skoðað og breytur skrásettar– Skemað prófað út frá yfirferð skjala– Bakgrunnsbreytur (tölfræðilegar upplýsingar) og

rannsóknarbreytur (hvernig koma sjónarmið, réttindi og hagsmunir barnsins fram í skjölunum)

Page 12: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

65 dómar og úrskurðir fyrir tímabilið 2002-200927.gr. 7 mál28.gr. 31 mál29.gr. 27 mál

Eingöngu mál sem fengu efnislega úrlausn (ekki dómssáttir, niðurfelld mál, frávísanir, málskostnaður)

2-13 mál árlega, flest árið 2007

Page 13: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• Héraðsdómur Reykjavíkur 46 mál• Héraðsdómur Reykjaness 12 mál• Héraðsdómur Suðurlands 3 mál• Héraðsdómur Vestfjarða 2 mál• Héraðsdómur Norðurlands ey 1 mál• Héraðsdómur Vesturlands 1 mál• Héraðsdómur Austurlands 0 mál• Héraðsdómur Norðurlands ve 0 mál

Page 14: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• 34% mála áfrýjað til Hæstaréttar

• 55 mál af 65 þar sem fallist er á kröfu bvn– 6 mál úrskurðað foreldrum í vil– 4 mál fallist á varakröfu foreldris eða barns

– Fjöldi barna í 65 málum: 91 börn• 1-4 börn í hverju máli (33 mál þar sem aðeins er 1 barn)

Page 15: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• 17 af 91 barni sögð eiga við þroskafrávik að stríða (19%)– Í einhverjum tilvikum ekki skilgreind fötlun– Sambærilegt við tölur um sértæka erfiðleika (15-

20%)– Börn með skilgreinda fötlun 1-3,5%

• Kynjaskipting– Drengir 51 (56%) – Stúlkur 40 (44%)

Page 16: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• Aldur barnanna– 15 ára og eldri 16%– 12-14 ára 20%– 8-11 ára 23%– 4-7 ára 22%– 0-3 ára 11%– Vantar upplýs. 8%

Börn 12 ára og eldri (36%) eiga ótvíræðan rétt til að tjá sig en þau sem yngri eru miðað við þroska og aðstæðurBörn 15 ára og eldri aðilar máls

Page 17: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• Málsmeðferð– Hlutfall bvn mála sem er áfrýjað virðist hærra en

annarra einkamála– Seta meðdómenda í forsjársviptingarmálum • Í 9 málum af 27 eru engir meðdómendur þrátt fyrir

áskilnað þess í lögum• Virðist sem oftar séu meðdómendur eða dómkvaddir

matsmenn í forsjárdeilumálum en barnav.málum

Page 18: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður

• Málsmeðferðartími– 7-645 dagar, skýrist ekki alfarið af umfangi mála– Meðalmálsferðartími 144 dagar (27, 65, 236)– Meðalmálsmeðferðartími dómsmála almennt að

meðaltali 268 dagar– Flýtimeðferð bvn mála?– Sambærilegt við rannsóknir m.a. í Bretlandi – of

langur málsmeðferðartími barnaverndarmála sem skýrist m.a. af öflun sérfræðivitna

Page 19: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

NiðurstöðurSýnileiki barnsins

• Engin tilvísan til barns: 3 mál• Vísað til almennra hagsmuna

eða réttinda barns 31 mál• Sjónarmið barnsins kemur fram 10 mál• Sjónarmiði barnsins svarað 21 mál

Alls 65 mál

Page 20: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Engin tilvísan til barns

• Það verður því niðurstaða dómsins að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á, með þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir dóminn, að högum varnaraðila, þ.m.t. vímuefnaneyslu, sé þannig háttað nú, eða hafi verið það nú um nokkurn tíma, að réttlætanlegt sé að vista son hennar lengur utan heimilis en orðið er. (Úrskurður U-1/2003 bls. 6).– (4 ára drengur. Kröfu um 12 mán. vistun hafnað).

Page 21: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Vísað til hagsmuna/réttinda

• Gögn málsins sýni, svo ekki verði um villst, að daglegri umönnun og uppeldi drengsins verði stefnt í verulega hættu fari stefnda áfram með forsjá hans.....Heilsu og ekki síst þroska drengsins sé hætta búin fari stefnda með forsjá hans eins og málum hennar sé háttað. Hagsmunir hans mæli því eindregið með því að stefnda verði svipt forsjá hans og að honum verði komið fyrir í varanlegt fóstur á heimili þar sem vel verði hlúð að honum og réttur hans til viðunandi uppeldis og umönnunar tryggður. Ekki megi fórna meiri tíma í óvissu en þegar hafi verið gert. (Dómur 413/2005, bls. 8).– (6 ára drengur. Forsjársvipting samþykkt)

Page 22: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Sjónarmið barns kemur fram• .... A gefinn kostur á að tjá sig um málið. Ræddu dómendur við hana utan

dómsalar að viðstöddum talsmanni hennar og lögmönnum aðila. ... kom fram að hún unir hag sínum vel hjá föður sínum í ... Hún sagðist vilja eiga þar heima áfram, þekkir aðstæðurnar vel og hefur aðlagast þeim og lýsti jákvæðum tengslum og trúnaðarsamböndum ... lýsti A mikilli ábyrgð sem hún hafi þurft að axla langtímum saman á umönnun bróður síns og á sjálfri sér og heimilisstörfum síðustu mánuðina sem hún bjó hjá stefndu ... Lýsingarnar bera með sér að telpan hafi engan veginn risið undir þeirri ábyrgð sem þessu fylgdi. ... lýsti hún því að hún hafi á þessum tíma farið að kvíða framtíðinni, haft miklar áhyggjur af bróður sínum og fundið sig vanmáttuga að hugsa um hann og halda uppi reglu á heimilinu ... Skólasókn hennar og námsárangri hafi hrakað, hún hafi byrjað að neyta áfengis og vinatengsl rofnað. Hún hafi á þessum tíma orðað það við stefndu að hún vildi flytja til föður síns en stefnda neitað. (Dómur nr. E-1025/2006, bls. 13).– (14 ára stúlka. Forsjársviptingu hafnað)

Page 23: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Sjónarmiði barns svarað

• Þrátt fyrir að lagt yrði til grundvallar að vilji stúlkunnar sjálfrar sé sá sem fram kom í skýrslu hennar fyrir héraðsdómi verður talið að hagsmunum henar sé best borgið með því að tekin verði til greina krafa sóknaraðila um vistun hennar utan heimilis varnaaðila í 12 mánuði frá 15. janúar 2008 að telja. Verður því fallist á hana (Hæstaréttardómur 313/2008 bls. 1). – (14 ára stúlka. 12 mánaða vistun utan heimilis samþykkt)

Page 24: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Rætt er við börnin í tæpum helmingi mála• Í þriðjungi mála „hlustað á börnin“ (t.d. minnst á

sjónarmið þeirra í niðurstöðum)– Sjónarmið valdeflingar - skiptir ekki endilega máli hvort

allar óskir barnsins hafi verið uppfylltar heldur að það finni að það hafi verið raunverulega hlustað á það og sjónarmið þess tekið til umfjöllunar

– „Ef þau ákveða að ég verði hérna, þá verð ég hérna“– Málamyndaþátttaka (tokenismi)?

• Sjónarmið yngri barna síður virt?

Page 25: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Oftast fallist á niðurstöður barnaverndarnefnda en staðfesta virðist málsrök þeirra með utanaðkomandi mati (foreldrahæfnismat, meðdómendur, dómkvaddir matsmenn)– Hefur áhrif á málsmeðferðartímann– Ólík aðferðafræði lögfræðinga og félagsráðgjafa?

• Fordæmi – það sem hefur gerst• Líkur á skaða í framtíðinni

– Þurfa félagsráðgjafar að vera „vísindalegri?“– Eru barnaverndarstarfsmenn hlutlausir sérfræðingar eða

hlutdrægir málsaðilar?

Page 26: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Þegar ekki er fallist á kröfu barnaverndarnefndar:– Meðalhófsreglan - ágreiningur– Sjónarmið barnsins ekki til staðar– Óháð sérfræðimat vantar– Athugasemdir við málsmeðferð (lögfræðileg

álitaefni)

Page 27: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Vísbendingar um að þegar um vímuefnaneyslu foreldra sé að ræða fái þeir foreldrar fleiri tækifæri en t.d. foreldrar sem hafa skerta forsjárhæfni af öðrum orsökum (t.d. eiga við geðræn vandkvæði eða þroskaskerðingu að stríða)

• Dómarar meira hikandi við að taka afgerandi afstöðu þegar foreldrar „geta tekið sig á“?

• Njóta börn vímuefnaneytenda minni réttinda til öryggis?• Eða fá foreldrar með almennt skerta forsjárhæfni færri

tækifæri eða minni aðstoð?

Page 28: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Langur málsmeðferðartími vinnur gegn börnunum– Endurteknar skammtímavistanir– Barnaverndarnefndir hika við að fara í dómsmál?– Meðalhófsreglan – ólík túlkun

dómstóla/barnaverndarnefnda?

Page 29: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Niðurstöður – umræða

• Hlutverk talsmanna barns?– Barnaverndarstarfsmenn– Talsmenn– Dómarar - meðdómendur– Lögfræðingar– Dómkvaddir matsmenn– Hver á að tala við (yngstu) börnin og hvernig?

Page 30: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Til athugunar fyrir dómstóla

• Málsmeðferðartími• Sjónarmið barnsins komi oftar fram og sé oftar

tekið til umfjöllunar (t.d. vísa til þess í dómsniðurstöðum)

• Mál sé nægilega upplýst – með utanaðkomandi sérfræðiáliti ef þörf krefur?

• Samræmi sé milli dóma að þessu leyti

Page 31: Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009 MA ritgerð okt. 2010 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen

Til athugunar fyrir barnaverndarnefndir

• Hlusta á börnin frá upphafi – Kenna þeim að tala við fullorðna– Sjónarmið þeirra komi alltaf fram– Læra að tala við börnin – og hlusta á þau

• Fræðilega og faglega umfjöllun– Dómstóla og barnaverndarnefndir greinir sjaldan á– Áhersla í málflutningi – ekki bara hvað þarf að gera heldur hvers vegna– Vinna með lögfræðingum – lögfræðingurinn sjái um málareksturinn,

félagsráðgjafinn um sérfræðiálitið• Samþætting sjónarmiða = valdefling barnsins

– Hvað er barninu fyrir bestu?– Hver er réttur barnsins?