tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

40
3. tbl - 49. árg. - 2014 E N G A R A U G L Ý S I N G A R Á L Y F S E Ð I L S S K Y L D U M L Y F J U M MÁ VERA Á BIÐSTOFUM viðtal AÐALHEIÐUR PÁLMADÓTTIR Lyfjafræðingur LYFJAFRÆÐILEG UMSJÁ Anna Bryndís Blöndal DAGUR Í LÍFI APÓTEKSLYFJAFRÆÐINGS Margrét Birgisdóttir Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM

Upload: soekkolfur-ehf

Post on 07-Apr-2016

269 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands

TRANSCRIPT

Page 1: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

3. tbl - 49. árg. - 2014

EN

GA

R AUGLÝSINGAR Á

LY

FSEÐILSSKYLDUM L

YFJU

M

MÁ VERA Á

BIÐSTOFUM

viðtalAÐALHEIÐUR PÁLMADÓTTIR

Lyfjafræðingur

LYFJAFRÆÐILEG UMSJÁAnna Bryndís Blöndal

DAGUR Í LÍFI APÓTEKSLYFJAFRÆÐINGSMargrét Birgisdóttir

Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM

Page 2: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Page 3: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

EFNISYFIRLIT

3. tölublað - desember 2014 - 49. árg.

Útgefandi:Lyfjafræðingafélag ÍslandsLyfjafræðisafninu við SafnatröðPósthólf 252172 SeltjarnarnesiSími 561 [email protected]

Ritstjórn:Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóriBessi H. JóhannessonBrynhildur BriemHákon Hrafn SigurðssonHákon SteinssonUppsetning: Hákon SteinssonPrentun: LitrófPökkun og merking: Bjarkarás

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Colchicum automnale eða haustlilju. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.

Alþjóðadagur lyfjafræðinga var haldinn 25. september sl. um allan heim. Þessi dagur hefur hingað til ekki verið haldinn hátíðlegur af lyfjafræðingum á Íslandi en nú varð breyting á. Fulltrúar Landsspítalans tóku af skarið með Freyju og öðrum lyfjafræðingum spítalans og héldu upp á daginn. Skipulagður var frábær dagur þar sem starf lyfjafræðinga var kynnt fyrir almenningi, bæði innan og utan Landspítalans. Markmið dagsins var að minna á mikilvægi lyfjafræðinga sem heilbrigðisstéttar og að vekja athygli almennings á deginum og mikilvægi þess að þekkja lyfin sín og nota þau rétt. Lengi hefur verið talið að aðgengi að lyfjum hafi mikil áhrif á heilsu fólks og lyfjafræðingar koma að dreifingu lyfja á öllum stigum til að tryggja gæði og framboð lyfja. Hins vegar tryggir aðgengi að lyfjum ekki sjálfkrafa bestu mögulegu útkomu að bættri heilsu en sýnt hefur verið fram á að hægt er að spara háar fjárhæðir árlega með ábyrgri notkun lyfja. Þekking lyfjafræðinga hefur verið vannýtt auðlind sem hægt væri að nota til að bæta þekkingu á lyfjum og ábyrga notkun þeirra og því mikilvægt að sameina aðgengi að lyfjum og þekkingu lyfjafræðinga.

Þökkum við lyfjafræðingum á Landspítala fyrir frábært framtak og vonumst til að sjá enn fleiri lyfjafræðinga taka þátt í Alþjóðadegi lyfjafræðinnar að ári.

Við lyfjafræðingar þurfum einnig að velta fyrir okkur hvernig við getum sem best stutt við heilbrigðiskerfið á jafn viðkvæmum tímum og nú eru. Mikið er þrengt að sjúklingum, bæði fjárhagslega og að möguleikum þeirra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu án langrar biðar. Hlutverk lyfjafræðinga í þverfaglegri vinnu með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum hefur því aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. Lyfjafræðileg umsjá á því vel við í dag.

Með kveðju,Ritstjórn TUL

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

FRÁ RITSTJÓRN

FRÆÐINColchicum automnale – medow saffron - haustlilja 9Forsíðumyndin

Ráðgjöf lyfjafræðinga 10Upplýsingagjöf um lyf – veitum við nægar upplýsingar um bólgueyðandi gigtarlyf?

Álitaefni varðandi lyfjagagnagrunn embættis landlæknis 13Ingunn Björnsdóttir

Hvernig er lyfjafræðilegri umsjá best komið fyrir í heilsugæslu á Íslandi? 16Anna Bryndís Blöndal

Lyfjastofnun 24Eiga rafsígarettur heima á almennum markaði?

Design and Manufacture of Pharmaceutical Tablets eftir Reyni Eyjólfsson 28Áhugaverð lesning 28Pinsestævne 2014 29Norræn ráðstefna lyfjafræðinema í Svíðþjóð

Sjúkratryggingar Íslands 30Notkun og kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja

Velferðarráðuneytið 31Hreyfiseðlar Jafnt aðgengi að lyfjum í efnahagskreppum

Lyfjagreiðslunefnd 31Fréttir

ESOP – ECOP 2014 32Guðrún Indriðadóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

Lokaverkefni nemenda 2014 36

FÉLAGIÐFormannsþankar 5Dagur lyfjafræðinnar 2014 14Málþing í Urtagarðinum í Nesi 22Epli, ber og annað góðgæti. Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.

NFU fundurinn 34Stokkhólmur, ágúst 2014

Könnun um ráðstöfun sjúkrasjóðs 35Niðurstöður

Haustfagnaður LFÍ 35

FÓLKIÐDagur í lífi apótekslyfjafræðings 6Margrét Birgisdóttir

Alþjóðadagur lyfjafræðinga 2014 19„Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu“

Þráðlaus tækni nýtt til að tryggja gæði 20Viðtal við Aðalheiði Pálmadóttur

LYFJAFRÆÐINGUR Í DANMÖRKU 26Steinunn Agla Gunnarsdóttir

Pistill félagsmanna 38Ingunn Björnsdóttir

Kæru félagar

Page 4: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

Hjartamagnýl®– Dýrmæt forvörn75 mg sýruþolnar töflur

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Act

avis

31

01

41

Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar tö�ur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug. Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og ly�agjöf: Almennt er ráðlagður skammtur 75-160 mg einu sinni á dag. Tö�unum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja, brjóta eða tyggja tö�urnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í ne� eða aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar. Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú �nnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er ge�n börnum. Reye's heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða ly�afræðingi áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Október 2013.

Fyrir þig, hjartað mitt

Page 5: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

5Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

Það er gaman að vera lyfjafræðingur og félagi í LFÍ þegar vel gengur

Um þessar mundir eru læknar í kjarabaráttu og beita skyndiverkföllum. Stjórn LFÍ hefur sent læknafélaginu stuðningsyfirlýsingu.

Dagur Lyfjafræðinnar var haldinn viku af nóvember og fór aðsókn fram úr björtustu vonum hjá skipuleggjendum. Aðsóknin var meira að segja svo mikil að það þurfti að leigja stærri sal en hafði verið pantaður. Eins og venjulega var dagskráin pökkuð með áhugaverðum fyrirlestrum og fyrirlesarar stóðu sig vel. Sem sagt frábær fundur og við þökkum fræðslu- og skemmtinefnd, félagsmönnum sem mættu og fyrirlesurum fyrir frábæran fund.

Í september var haldin hausthátíð, í staðinn fyrir sumarhátíð, sem var mjög vel sótt og í sömu viku var haldinn alþjóðadagur lyfjafræðinga. Af því tilefni var gerð blaðaauglýsing, veggspjald og einblöðungur í takt við þemað í ár sem var og er „aðgengi að lyfjafræðingi er aðgengi að heilsu“. Yfirskriftin í auglýsingunni, veggspjaldinu og einblöðungnum er „Þekktu lyfin þín“. Með þessu erum við að byggja nýja brú í samskiptum lyfjafræðinga við almenning.

Í ágúst var haldið Málþing Urtagarðsins í Nesi og var sá fundur opinn almenningi. Málþingið vakti greinilega miklu meiri athygli en ráð var fyrir gert því fundarsalurinn var fullur út úr dyrum og ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn margir samankomnir í húsinu. Ég komst að því að saga þessa garðs er mörgum sinnum merkilegri en ég hafði haldið og því er ánægjulegt og mikilvægt að sjá svona frábæra þátttöku á málþinginu. Einkum og sér í lagi í ljósi þeirra neikvæðu radda sem hafa stundum heyrst frá yngri lyfjafræðingum sem hafa gagnrýnt að við séum að standa í að endurgera og varðveita þessa sögu.

Vonandi getum við haldið áfram á þessari braut og haldið áfram að vera ánægðir og stoltir lyfjafræðingar.

Aðalsteinn Jens Loftssonformaður LFÍ

Formannsþankar

Page 6: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

6 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Þegar ég var í námi velti einn kennarinn okkar því upp hver ímynd lyfjafræðingsins væri. Niðurstaða hans var að lyfjafræðingurinn væri miðaldra karlmaður með gleraugu, klæddist hvítum sloppi og starfaði í apóteki, hann væri á bakvið þilið, væri hlédrægur, svolítill einfari og jafnvel aðeins skrýtinn.

En hvað er það sem við apótekslyfja-fræðingar erum að gera alla daga í vinnunni? Ég ætla í þessari stuttu grein að leyfa ykkur að skyggnast aðeins yfir öxlina á okkur og kynnast starfinu eilítið.

Stærstur hluti af deginum hjá lyfjafræðingnum í apótekinu fer í að afgreiða lyfseðla. Langflestir lyfseðlar sem berast apótekunum í dag koma í gegnum rafræna lyfseðlagátt og eru lesnir beint inn í tölvur apóteksins. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar læknar handskrifuðu flesta lyfseðla og það þótti mikill kostur í fari lyfjafræðinga að ráða við rúna- og táknalestur. Upplýsingar af lyfseðlum eru færðar í sérstakt lyfjaafgreiðslukerfi apóteksins sem

vistar upplýsingarnar og prentar út límmiða merktum viðskipavininum með fyrirmælum um notkun lyfjanna, verði þeirra og heimilisfangi viðskipta-vinar. Lyfjafræðingur þarf að vera til staðar í apótekinu og lyfseðla má ekki afgreiða nema lyfjafræðingur yfirfari afgreiðsluna og samþykki hana með því að rita fangamark sitt og leyfisnúmer á lyfseðilinn og fangamark á lyfjapakkninguna. Ávallt fer svo annar starfsmaður, lyfjafræðingur, lyfjatæknir eða þjálfaður starfsmaður yfir lyfseðilinn og afgreiðsluna til að tryggja að allt sé eins og það á að vera, um sé að ræða réttan sjúkling, rétt lyf, í réttum styrkleika og með þeim notkunarfyrirmælum sem læknirinn fyrirskipar. Það er okkar helsta keppikefli í apótekunum að viðskiptavinurinn geti treyst því að fá rétt lyf afgreitt. Í apótekum eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og í öllum apótekum er gæðahandbók sem unnið er eftir og miðar að því að geymsla, afgreiðsla og afhending lyfja fari fram eftir ákveðnum verklags-reglum sem tryggja öryggi og rétta meðhöndlun og afgreiðslu lyfja.

Lyf eru mikilvirk efni og á ávallt að meðhöndla sem slík. Lyfjafræðingurinn þarf að huga að mörgu þegar hann afgreiðir lyfseðil. Er lyfseðillinn löglegur? Er mögulegt að læknirinn hafi gert einhverja villu, t.d. við val á lyfi eða í notkunarfyrirmælum lyfs? Eru milliverkanir milli lyfsins sem verið er að ávísa og annarra lyfja sem viðskiptavinur tekur, og ef svo er, veit læknirinn af því. Ef um vafaatriði er að ræða þá hefur lyfjafræðingurinn samband við lækninn og leitar stað-festingar hjá honum.

Flesta lyfseðla er einfalt og fljótlegt að afgreiða og biðin því stutt fyrir viðskiptavininn í apótekinu, en stundum getur afgreiðslan orðið snúnari og tímafrekari. Ég ætla að tilgreina nokkur atriði sem svo háttar um. Stundum eru lyf ófáanleg í landinu. Þá þarf að leita lausna fyrir viðskiptavininn, t.d. hringja í önnur apótek til að reyna að hafa uppi á lyfinu og vísa síðan viðskiptavininum þangað. Oft dugar það ekki til og nauðsynlegt reynist að hafa samband við lækninn og fá hann til að gera breytingar á lyfjameðferð með hliðsjón af þeim lyfjum sem fáanleg eru.

Það getur tekið lengri tíma að afgreiða sum lyf en önnur, t.d. eftirritunarskyld lyf og undanþágulyf. Eftirritunarskyld lyf eru lyf sem eru undir sérstöku eftirliti. Þetta eru ákveðin ávana- og fíknilyf, t.d. sterk verkjalyf og sum lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Afgreiðsla á slíkum lyfseðlum krefst töluvert meiri skriffinnsku en afgreiðsla annarra lyfseðla. Haldið er sérstaklega utan um birgðir þessara lyfja og notkun þeirra með skráningu í eftirritunarskrá. Þar ber að skrá öll innkaup og sölu apóteksins, einnig þarf viðtakandi lyfjanna að kvitta á bakhlið lyfseðilsins og framvísa persónuskilríkjum ef hann er starfmanni apóteksins ekki kunnugur. Lyfjafræðingur þarf síðan í upphafi hvers mánaðar að senda alla eftirritunarskylda lyfseðla afgreidda

Dagur í lífi apótekslyfjafræðingsMargrét Birgisdóttir

Þorbjörg Friðbertsdóttir og Kristín Björk Lárusdóttir, lyfjafræðinemi.

Page 7: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

7Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

mánuðinn á undan til Lyfjastofnunar, þar sem þeir eru yfirfarnir.

Undanþágulyf eru lyf sem ekki er heimilt að selja á Íslandi nema gegn leyfi Lyfjastofnunar og þarf að ávísa á sérstökum undanþágulyfseðlum. Afgreiðsla undanþágulyfja getur tekið marga daga.

Mikil aukning hefur orðið á samheita-lyfjum undanfarin ár og er það til hagsbóta fyrir viðskiptavini apóteka því undantekningarlaust lækkar það lyfjaverð. Ef verðmunur ódýrasta lyfsins og þess lyfs sem er ávísað er meiri en 5% þá ber okkur að spyrja viðskiptavininn hvort hann vilji ódýrari kostinn. Ef mörg samheitalyf eru til fyrir sama sérlyfið þá getur það skapað rugling fyrir viðskiptavininn að vera alltaf að skipta um nafn á sama lyfinu.

Stór hluti af tíma lyfjafræðingsins fer í að veita upplýsingar, ráðgjöf og fræðslu til viðskiptavina en ekki síður til lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks, því við erum jú sérfræðingar um lyf og lyfjatöku. Drjúgur tími fer einnig í að útskýra fyrir viðskiptavinum hvernig greiðsluþátttökukerfi lyfja er uppbyggt enda er það nokkuð flókið og margir eiga í vandræðum með að skilja þrepaskiptinguna í því.

Um hver mánaðarmót er ný lyfja-verðskrá innleidd í lyfjaafgreiðslukerfi allra apóteka landsins og þá koma mögulega ný lyf/samheitalyf og verðbreytingar sem krefjast þess að apótekin taki inn ný lyf á lager og e.t.v. minnki lager af öðrum. Þessu þarf lyfjafræðingurinn að vera vakandi fyrir því lyf geta verið mjög dýr og mikilvægt að skynsamlega sé haldið utan um birgðirnar, m.a. til að lágmarka lyf sem fyrnast hjá okkur í hillunum.

Apótek bjóða einnig ýmsa þjónustu sem lyfjafræðingar taka fullan þátt í eins og t.d. skömmtun lyfja og framleiðslu, yfirferð á lyfjakistum skipa og björgunarfara, yfirferð á sjúkrakössum og ýmiskonar heilsufarsmælingar, s.s. blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar.

Einnig selja apótek og veita ráðgjöf um ýmis hjálpartæki og stoðvörur, s.s. blóðsykurmæla og vörur til mælinga á blóðsykri, sprautur og nálar, stómavörur og næringardrykki svo fátt eitt sé nefnt.

Að framansögðu má ljóst vera að ef sú ímynd sem dregin var upp af lyfjafræðingnum í upphafi greinar-innar átti við einhver rök að styðjast hafa hlutirnir breyst verulega. Mun fleiri konur en karlar eru lyfjafræðingar og starf lyfjafræðingsins er ekki bundið við apótek heldur gegna lyfjafræðingar hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu. Lyfjafræðingar, eins og aðrar heilbrigðisstéttir, eru á alþjóðlegum vinnumarkaði og hafa margir horfið út fyrir landsteinana á undanförnum árum. Starf apóteks-lyfjafræðingsins er einnig verulega breytt og við höfum mun meiri samskipti við viðskiptavinina en áður var. Viðskiptavinurinn er í auknum mæli að notfæra sér sérfræðiþekkingu okkar og sífellt fleiri koma reglulega í apótekið sitt til að hitta lyfjafræðinginn og ræða sín lyfjamál.

Það að vera apótekslyfjafræðingur er í raun mjög fjölbreytt starf. Verkefnin eru af ýmsum toga, eins og að framan er getið, og lyfjafræðingurinn veit í raun aldrei hvað dagurinn mun bera í skauti sér.

Margrét Birgisdóttir, lyfjafræðingur og lyfsöluleyfishafi í

Reykjavíkur Apóteki

María Jóhannsdóttir lyfjafræðingur, Guðrún Björg Einarsdóttir lyfjatæknir, Þorbjörg Friðbertsdóttir og Margrét Birgisdóttir lyfjafræðingur og lyfsöluleyfishafi.

Reykjavíkur Apótek.

Page 8: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

8 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð

Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum

100% virkni gegn höfuðlús og nit

Náttúrulegt, án eiturefna

Lúsasjampóeyðir höfuðlús og nit

í einni meðferð

* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.

Fyrir 2 ára og eldri

Vandaður stálkambur fylgir

FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM

Íslenskar upplýsingar er aðfinna á www.licener.com/is

Virkni staðfest í klínískum prófunum*

Mjög auðvelt að skola úr hári!

Page 9: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

9Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Forsíðumyndin að þessu sinni er af Colchicum automnale af liljuætt (Liliaceae). Hún er kölluð „medow saffron“ eða „autumn crocus“ á ensku og haustlilja á íslensku. „Colchis“ er gamalt, grískt heiti á svæði við austurenda Svartahafs þar sem nú er Georgía. „Colchicum“ höfðar til uppruna plöntunnar á þessu svæði, en seinna nafn plöntutegundarinnar „automnale“ höfðar til haustsins, enda blómstrar hún á haustin. Haustlilja vex um alla Evrópu, frá Bretlandseyjum þvert yfir meginlandið og allt til Úkraínu, en er einnig ræktuð víðar. Hún er lágvaxin, fjölær jurt með aflöng laufblöð sem koma upp af þykkum neðanjarðarstöngli að vori ásamt aldini fyrra árs. Að hausti þegar laufblöðin eru sölnuð, koma upp falleg, bleik blóm með sex krónublöðum. Þroskuð fræ geymast síðan neðanjarðar og mynda aldin næsta vor.

C. automnale er eitruð planta en einnig lækningajurt. Hún er m.a. skráð á papýrusstangir Egypta frá því um 1500 f.K. og sögð verka gegn gigt og bólgum. Öll plantan er virk en fræin, blómin og neðanjarðarstönglarnir eru helst notuð og innihalda virka efnið kólkisín (colchicine).

Virkni C. automnale gegn þvagsýrugigt hefur verið þekkt í meira en tvö þúsund ár. Þvagsýrugigt eða „gout“ eins og hún er kölluð á ensku er mjög sársaukafullur sjúkdómur sem kemur í köstum og stafar af útfellingu þvagsýru í liðamótum og tilheyrandi bólguviðbrögðum ónæmiskerfisins. Hún byrjar oftast sem óbærilegur sársauki í stórutá en getur breiðst út í aðra liði. Sjúkdómurinn var fyrr á árum gjarnan kenndur við aðalinn og ekki hvað síst karlmenn sem stunduðu óhóflegan lífstíl í mat og drykk. Dæmi

um frægar persónur sögunnar sem að öllum líkindum þjáðust af þvagsýrugigt eru Lúðvík 14., Hinrik 8., Benjamín Franklín, Isac Newton og Voltaire. Í dag vitum við að þessi sjúkdómur er blanda erfðaþátta og lífstíls og getur hrjáð hraustasta fólk.

C. automnale vakti snemma forvitni vísindamanna sem leituðust eftir að einangra virk náttúruefni úr eitruðum plöntum. Frönsku efnafræðingarnir Pelletier og Caventou einangruðu hreint kólkisín úr haustlilju árið 1820. Efnabygging þess var þó ekki endanlega greind fyrr en 1952 (mynd 1).

Mynd 1. Efnabygging kólkisíns

Kólkisín er óvenjulegur alkalóíði sem inniheldur m.a. tvo sjöliðaða hringi og köfnunarefni sem ekki er basískt. Það er einangrað úr haustlilju og skyldum plöntutegundum og notað í lyfjaform eins og töflur og stungulyf. Kólkisín í litlum skömmtum dregur úr bólgum og verkjum sem fylgja þvagsýrugigt (1-2 mg við köstum, 0,5 mg til að fyrirbyggja köst) og er verkunin talin tengjast því að það binst tubulin dímer og hindrar myndun örpípla. Það leiðir af sér minni flutning átfruma og annarra bólguaukandi þátta á bólgustaðinn.

Kólkisín hefur einnig reynst vera gagnlegt við öðrum gigtarsjúkdómum

og ákveðnum hjartasjúkdómum þar sem bólgur koma við sögu. Í stærri skömmtum er kólkisín hins vegar eitrað og fyrstu einkenni eitrunar eru frá meltingarvegi og fækkun blóðkorna vegna hindrunar á frumuskiptingu. Þótt kolkisín hindri sannarlega vöxt krabbameinsfruma, þá er það of eitrað til að nota sem örpípluhindrandi krabbameinslyf. Minna eitruð afleiða eða demekólsín (demecolcine), hefur verið notuð sem lyf við hvítblæði og eitlakrabbameini.

Meðferð þvagsýrugigtar, eins og annarra gigtarsjúkdóma þar sem ofvirkni í ónæmiskerfinu kemur við sögu, mun að öllum líkindum þróast til betri vegar í framtíðinni í takt við aukinn skilning okkar á þessu margþætta varnarkerfi líkamans. Þvagsýrugigt er ekki á undanhaldi í okkar samfélagi nema síður sé og rík þörf fyrir góð lyf gegn þessum sársaukafulla sjúkdómi. Kólkisín er enn í fullu gildi gegn erfiðri þvagsýrugigt, sérstaklega þegar minna eitruð bólgueyðandi lyf eins og NSAID lyfin duga ekki.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

Heimildir:• Drugs of Natural Origin, A Treatise of

Pharmacognosy, 6th revised edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

• Medicinal Plants of the World (2004), eds. Wyk BE & Wink M. Timber Press Inc. Portland, Oregon, USA

• Goodman and Gilman´s Pharmacological Basis of Therapeutics, 12th edition (2011) ed. Bruneton L. McGraw Hill Medical, New York, USA.

• Appun J, Siehl HU; Zeller KP, Steinke K., Sicker D. Colchicin. Chem. Unserer Zeit 2014;48:36-44.

• http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gout/basics/treatment/con-

20019400 sótt: 27.10.14

Colchicum automnale – medow saffron - haustliljaForsíðumyndin

Page 10: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

10 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að sjúklingar séu upplýstir um lyfin sín til þess að stuðla að markvissri og öruggri lyfjameðferð. Heilbrigðisstarfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingagjöfinni. Þegar læknir ávísar lyfi handa einstaklingi er það skylda hans að upplýsa viðkomandi um þau atriði sem hafa ber í huga við töku lyfsins. Hvert er hlutverk okkar lyfjafræðinga? Er hlutverkið ef til vill enn ríkara þegar um lausasölulyf er að ræða, þar sem yfirleitt hefur ekki átt sér stað samtal sjúklings við lækni um lyfið?

Markmiðið með þessum pistli er að hvetja til umræðu og umhugsunar meðal lyfjafræðinga og koma með tillögu að mögulegri upplýsingagjöf um bólgueyðandi gigtar-lyf í lausasölu. Ástæða þess að valið er að fjalla um bólgueyðandi gigtarlyf er að þau eru sá lyfjaflokkur sem veldur oftast lyfja-tengdum vandamálum.1

Þegar lyfjafræðingar á Landspítala taka lyfjasögu sjúklinga er ætíð spurt um önnur lyf en þau sem tekin eru að staðaldri, m.a. lausasölulyf og náttúrulyf. Sérstaklega er spurt um

verkjalyfjanotkun. Oft kemur í ljós að sjúklingar sem ættu ekki að nota bólgueyðandi gigtarlyf, nota þau án þess að gera sér grein fyrir áhættunni. Oft án þess að læknar þeirra viti af því. Sjúklingar sem nota blóðþynnandi lyf hafa yfirleitt fengið upplýsingar frá sínum lækni um að þeir megi ekki nota bólgueyðandi gigtarlyf en sömu sögu er ekki að segja hjá sjúklingum sem eru á blóðþrýstingslækkandi meðferð með ACE-hemlum og angíótensínblokkum (ARB) eða á blóðþynnandi meðferð með asetýlsalicýlsýru. Þá eru sjúklingar stundum á meðferð með asetýlsalicýlsýru að eigin frumkvæði og þá ekki í samráði við lækni.

Engar samræmdar leiðbeiningar eru um hvernig skuli veita upplýsingar almennt um lyf í lausasölu. Í lyfjalögum segir:

„Lyfsölum er skylt að veita neytendum og heilbrigðisstéttum upplýsingar um lyf, notkun þeirra og geymslu. Þá er þeim jafnframt skylt að kynna lyfjanotkun og lyfjafræðilega umsjá í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir með það að markmiði að draga úr líkum á sjúkdómum og auka almennt heilbrigði.“2 Í siðareglum lyfjafræðinga er svohljóðandi ákvæði:

„Lyfjafræðingur skal sjá til þess að allar upplýsingar sem hann veitir almenningi og öðru heilbrigðisstarfsfólki séu áreiðanlegar, nákvæmar og hlutlausar. Einnig skal tryggja að þeim sé komið til skila á þann hátt að þær séu auðskiljanlegar.“3

Bretar standa framarlega þegar kemur að upplýsingagjöf til sjúklinga. Í siðareglum breskra lyfjafræðinga er fjallað um það lykilhlutverk lyfjafræðinga að veita sjúklingum ráðgjöf til að tryggja þekkingu og skilning á lyfjameðferðinni, hlutverki lyfjanna í að stuðla að heilbrigði og gera sjúklingum kleift að nota lyfin sín á markvissan og öruggan hátt. Upplýsingagjöf um lyf ætti ekki að takmarka við nýlega ávísuð lyf heldur ætti einnig að hafa í huga lyf sem hafa verið notuð til lengri tíma. Einföld spurning eins og: „Hvernig gengur þér að taka lyfin þín, er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af?“ getur opnað fyrir samtal lyfjafræðings og sjúklings um lyfin og lyfjatengd vandamál.4

Hver er staðan á Íslandi? Er hugsanlega tækifæri til að gera betur í að upplýsa sjúklinga um bólgueyðandi gigtarlyf í lausasölu? Almennt eru lyf afhent án munnlegra upplýsinga nema óskað sé eftir þeim.

Lyfjastofnun hóf fyrir nokkru herferð til að vekja athygli almennings á mikilvægi þess að lesa fylgiseðilinn.5 Í fylgiseðlinum eru mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að sá sem tekur lyfið hafi aðgengi að. Er aðgengi að fylgiseðli nóg til þess að sjúklingur geti tekið lyfin á markvissan og öruggan hátt? Rannsóknir sýna að einungis fjórðungur sjúklinga les fylgiseðilinn og sá kafli sem vekur minnsta athygli sjúklinga snýr að varúð og frábendingum. Umhugsunarvert er að sjúklingar gera ráð fyrir að fá fullnægjandi munnlegar upplýsingar frá lækni eða lyfjafræðingi.6

Bólgueyðandi gigtarlyfBólgueyðandi gigtarlyf skiptast í sértæka (COX-2) og ósértæka (COX-1 og COX-2) cyclooxygenasa hemla. Notkun ósértækra cyclooxygenasa hemla er mun algengari en sértækra hemla, enda flestir fáanlegir án lyfseðils. Eingöngu verður fjallað um ósértæka cyclooxygenasa hemla hér á eftir.

Asetýlsalicýlsýra, ibúprófen, naproxen og díklófenak eru meðal þeirra lyfja sem flokkast sem bólgueyðandi gigtarlyf. Asetýlsalicýlsýra er notuð til að fyrirbyggja samloðun blóðflagna og þannig draga úr líkum á hjarta- og heilaáföllum hjá sjúklingum. Hin bólgueyðandi gigtarlyfin eru notuð til hitalækkunar og verkjastillingar við ýmis konar verkjum. Bólgueyðandi gigtarlyf eru seld í lausasölu og því er aðgengi að þeim gott. Auk þess eru auglýsingar víða áberandi, m.a. í lyfjabúðum, tímaritum og utan á pakkningum sem geyma skömmtuð lyf.

Ráðgjöf lyfjafræðingaUpplýsingagjöf um lyf – veitum við nægar upplýsingar um bólgueyðandi gigtarlyf?

Markmiðið með þessum pistli er að hvetja til umræðu og umhugsunar meðal lyfjafræðinga og koma með tillögu að mögulegri upplýsingagjöf um bólgueyðandi gigtarlyf í lausasölu.

Page 11: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

11Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

VarnaðarorðÝmsir sjúklingahópar eru í aukinni áhættu á lyfjatengdum vandamálum vegna töku bólgueyðandi gigtarlyfja. Dæmi um slíka sjúklingahópa eru sjúklingar með þekktan sára- eða bólgusjúkdóm í meltingarvegi, skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, hjartasjúkdóm og astma.

Öll bólgueyðandi gigtarlyf geta valdið blæðingu í meltingarvegi.

Sjúklingar eru í aukinni áhættu ef þeir:7

- eru eldri en 60 ára - hafa sögu um fyrri magablæðingu eða magabólgur- taka blóðþynnandi lyf samhliða - taka stera samhliða- taka önnur bólgueyðandi gigtarlyf samhliða- drekka 3 áfenga drykki á dag eða fleiri- taka stærri skammt en ráðlagðan dagskammt- taka bólgueyðandi gigtarlyf í langan tíma

Einnig geta bólgueyðandi gigtarlyf milliverkað við önnur lyf og er helst að nefna milliverkanir við ACE-hemla og ARB sem geta aukið líkur á skertri nýrnastarfsemi, sérstaklega ef sjúklingur er á þvagræsandi lyfi líka. Bólgueyðandi gigtarlyf valda æðasamdrætti í aðlægu nýrnaslagæðinni (afferent renal arteriole). Þessi samdráttur getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, minnkuðu blóðflæði um nýru og jafnvel skerðingu á nýrnastarfsemi, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi nýrnasjúkdóm. Þessi áhrif eru aukin með samhliða notkun ACE-hemla og ARB. ACE-hemlar og ARB koma í veg fyrir samdrátt í frálægu nýrnaslagæðinni (efferent renal arteriole). Þvagræsilyf draga úr rúmmáli plasma en það getur dregið úr blóðflæði til nýrna og hækkað kreatínín í blóði. Samspil þessara þriggja lyfjaflokka kemur í veg fyrir aðlögunarhæfni nýrna og getur leitt til minnkunar á gaukulsíunarhraða, hækkunar í kreatíníní og til bráðrar nýrnabilunar.8

Nýlegar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að bólgueyðandi gigtarlyf auka líkur á blæðingu frá meltingarvegi.9,10 Vegna þessarar áhættu og klínískrar reynslu okkar leggjum við til að auknar upplýsingar séu veittar við afhendingu bólgueyðandi gigtarlyfja í lausasölu og þá sérstaklega fyrir sjúklingahópa í aukinni áhættu á lyfjatengdum vandamálum.

Hugmynd að upplýsingagjöf7

- Að sjúklingum í áhættuhópi m.t.t. blæðingar vegna annarra lyfja eða sjúkdóma séu veittar upplýsingar um að lyfið geti haft aukaverkanir á maga og valdið magablæðingu. Ráðleggja skal sjúklingi að hafa strax samband við lækni ef fram kemur blóð í hægðum, svartar hægðir eða uppköst. Einnig að láta lækni vita um óútskýrða magaverki.

- Að sjúklingar með astma séu látnir vita að lyfin geta valdið versnun á astma. Hætta skal töku lyfs strax ef astmi versnar.

- Ef sjúklingur er með sykursýki, háan blóðþrýsting, nýrnasjúkdóm, tekur þvagræsilyf eða blóðþrýstingslyf af flokki ACE-hemla eða ARB ætti viðkomandi ávallt að leita ráða hjá sínum lækni áður en hann notar bólgueyðandi gigtarlyf.

- Asetýlsalicýlsýru ætti ekki að taka nema ef læknir ráðleggur meðferð.

- Í lausasölu skal ráðleggja minni skammt en meðferðarskammt að læknisráði (t.d. fyrir íbúprófen 1.200mg/sólarhring).

- Ef verkur hefur ekki lagast innan 10 daga eða hiti innan 3 daga þá skal ráðfæra sig við lækni.

Tilfelli 136 ára karl (AT) kom á bráðamóttöku með bráða nýrnabilun. AT hafði sögu um áverka á hné en hafði þrátt fyrir það tekið þátt í löngu víðavangshlaupi nokkrum dögum áður.

Lyf við innlögn:Vegna verkja í hné hafði hann keypt sér díklófenak 25mg og tekið hámarksskammt, 2x25mg, 3svar á dag, sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir hlaupið. Hann tók engin önnur lyf.

Í hlaupinu hafði AT orðið þurr og hafði samspil þurrks og díklófenaks notkunar í hármarksskammti valdið bráðri nýrnabilun. Nýrnabilunin gekk til baka þegar díklófenak notkun var hætt.

Sjúkratilfelli af LandspítalaEftirfarandi eru nokkur dæmi um tilfelli af bráðamóttöku Landspítala þar sem notkun bólgueyðandi gigtarlyfja hafði óæskilegar afleiðingar. Valin voru tilfelli þar sem aukin upplýsingagjöf hefði mögulega geta komið í veg fyrir vandamálið.

Tilfelli 292 ára kona (EN) kom með sjúkrabíl á bráðamóttöku eftir að aðstandendur komu að henni í ruglástandi. EN var illa áttuð og átti erfitt með að tjá sig. Hún hafði verið á blóðþrýstingslækkandi meðferð sem ekki hafði skilað tilskyldum árangri og hafði konan einnig þjáðst af höfuðverk. Lyfjafræðingur tók ítarlega lyfjasögu.

Lyf við innlögn:- Amlódipín 5mg x 1- Fúrósemíð 20mg x 1 - Losartan/hydrochlorotíazíð 50/12,5mg x 1 og - Atenólól 25mg x 1

Í ljós kom að EN hafði tekið talsvert af íbúprófeni við höfuðverk í langan tíma. Hún hafði ekki sagt heimilislækni sínum frá þessari lyfjanotkun. Kreatínín var þó ekki hækkað.

Ráðlegging lyfjafræðings: Ekki nota bólgueyðandi gigtarlyf vegna mögulegs samspils við önnur lyf og einnig vegna aldurs. Nota frekar paracetamól við höfuðverknum. Í þessu tilviki var einnig talið að íbúprófen notkun gæti dregið úr verkun blóðþrýstingslækkandi lyfjanna en slíkt er þekkt.

Framhald á næstu síðu.

Page 12: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

12 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Heimildir:

1. Pirmohamed M et al. Adverse drug reactions as cause of admission to hospital: prospective analysis of 18,820 patients. BMJ 2004; 329; 15-172. Alþingi (2014) Lyfjalög nr. 93/1994. Sótt af www.althingi.is/lagas/137/1994093.htmlLyfjalög nr. 93/19943. Landlæknisembættið (2014). Siðareglur lyfjafræðinga. Sótt af: www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/sidareglur/item13861/4. Royal Pharmaceutical Society. 2014. Medicines, Ethics and Practice - The professional guide for pharmacists. ed. RP Society. London: Royal Pharmaceutical

Society.5. Lyfjastofnun (2013). Sótt 4.nóvember 2014 frá www.lyfjastofnun.is/utgefid-efni/frettir/nr/25966. Leemans L, Heylen N, Quanten A, Deferme S. Consumer study on the use of patient information leaflets. J Pharm Belg. 2011 Dec;(4):109-16.7. Kayne, S. B., Ritschel, W. A., Kearns, G. L., Houghton, P., Mukherjee, P. K., Azzopardi, L. M., ... & Angelo, L. B. (2010). Elaine D. Mackowiak Essentials of

Nonprescription Medications and Devices Pharmaceutical Press, 2010. American journal of pharmaceutical education, 74(5), 95.8. Horn JR, Hansten PD. Diuretics, ACEIs, ARBs, and NSAIDs: A Nephrotoxic Combination. Pharmacy Times (2013). Sótt 4. nóvember 2014. Frá www.

pharmacytimes.com/publications/issue/2013/April2013/Diuretics-ACEIs-ARBs-and-NSAIDs-A-Nephrotoxic-Combination#sthash.OmSypPlo.dpuf9. Hreinsson, J. P., Kalaitzakis, E., Gudmundsson, S., & Björnsson, E. S. (2013). Upper gastrointestinal bleeding: incidence, etiology and outcomes in a

population-based setting. Scandinavian journal of gastroenterology, 48(4), 439-447.10. Hreinsson, J. P., Gumundsson, S., Kalaitzakis, E., & Björnsson, E. S. (2013). Lower gastrointestinal bleeding: incidence, etiology, and outcomes in a

population-based setting. European journal of gastroenterology & hepatology,25(1), 37-43

Tilfelli 456 ára karl (SR) kom á bráðamóttöku beint af flugvellinum eftir að hafa verið í 2 vikur á Kanaríeyjum. Blóðprufur sýndu að hann var með bráða nýrnabilun af óþekktum orsökum en hugsanlega að hluta til vegna ofþornunar í sól. Lyfjafræðingur tók ítarlega lyfjasögu. SR skammtar lyfin sín sjálfur í skömmtunarbox.

Lyf við innlögn:

Í skömmtunarboxi:

- Enalapril 20mg, 1x1 kl. 9 (háþrýstingur)- Simvastatin 40mg, 1x1 kl. 18 (blóðfitulækkandi)- Zopiclon 7,5mg, 1x1 kl. 22 (svefnleysi)

Utan skömmtunarboxs:

- Íbúprofen 400mg, 1x3 kl. 9, 15 og 22

Aðspurður um ástæðu ibúprófen notkunar sagði SR „það er svo merkilegt að ef ég nota íbúprófen reglulega þarf ég ekki að fara eins oft á klósettið“. SR notaði íbúprófen til að draga úr tíðum klósettferðum. Þannig nýtti hann sér milliverkun (án þess að vita af því) enalaprils og íbúprófens til að skerða nýrnastarfsemi sína og lenti að lokum í bráðri nýrnabilun. Nýrnabilunin gekk til baka þegar íbúprófen inntaka var stöðvað og hann fékk vökva í æð.

Við leggjum til að við lyfjafræðingar styðjum betur við sjúklinga sem taka eða hyggjast taka bólgueyðandi gigtarlyf með því að veita þeim auknar munnlegar ráðleggingar, auk þess að benda á mikilvægi þess að lesa fylgiseðilinn. Einnig mætti í mörgum tilfellum þar sem sjúklingar eru með frábendingar fyrir bólgueyðandi gigtarlyfjum ráðleggja frekar notkun paracetamóls.

Elín Jacobsen, lyfjafræðingur

Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingurSjúkrahúsapótek Landspítala

Tilfelli 392 ára karl (GS) kom á bráðamóttöku vegna slappleika og byltu í heimahúsi. GS lýsti auknu þróttleysi undanfarnar vikur. Hann hafði dottið þegar hann var á leið á salernið og var með skurð á enni, auk þess að vera með eymsli í hægri mjöðm. Töluvert hafði blætt úr sárinu á höfðinu. Lyfjafræðingur á bráðamóttöku tók ítarlega lyfjasögu. GS fékk lyfin sín skömmtuð frá apóteki og auk þess sendi apótekið til hans lausasölulyf sem hann notaði til viðbótar við skömmtuðu lyfin. Heilsufarssaga: Gáttatif, háþrýstingur, hjartabilun og slitgigt í hnjám.

Lyf við innlögn:

Í skömmtun:

- Warfarin 2mg, 2x1 alla daga nema miðvikud. og föstud. þá 3x1 kl. 18 (gáttatif)

- Amlodipin 5mg, 1x1 kl. 9 (háþrýtstingur)- Metóprólol 47,5mg, 1x1 kl. 9 (hjartabilun)- Fúrósemíð 40mg, 1x1 kl. 9 (hjartabilun)- Kalíum 750mg, 2x1 kl. 9 (kalíum uppbót með

fúrósemíði)- Mírtazapín 15mg, 1x1 kl. 9 (bæta svefn, auka

matarlyst)- Fínasteríð 5mg, 1x1 kl. 22 (góðkynja stækkun

blöðruhálskirtils)

Utan skömmtunar: - Naproxen 250mg, 2x2 kl. 9 og 21 (slitgigt í hnjám)- D-vítamín, 1x1 kl. 9 - Lýsi, 1 matskeið kl. 9

GS hafði tekið eftir svörtum hægðum undanfarið. Blóðprufur sýndu að hann var með hemóglóbín 89. Gert var að sárum hans og hann sendur í myndatöku. GS reyndist ekki brotinn. Hann var meðhöndlaður með tranexamsýru til draga úr blæðingu í meltingarvegi vegna milliverkunar warfarins og naproxens. Þá var omeprazóli bætt við meðferðina vegna magasárs.

Page 13: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

13Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Ég fékk styrk úr vísindasjóði Lyfjafræðingafélags Íslands til að kynna vinnu mína við lyfjagagnagrunn embættis landlæknis á ráðstefnu í Boston í sumar, og hér er stutt samantekt á henni af því tilefni.

Meðhöfundar eru tveir, Rúna Hauksdóttir, en hún og hennar starfsfólk hjá lyfjagreiðslunefnd tóku virkan þátt í kortlagningu á DDD villunum og svo Ólafur Adolfsson, sem var fyrstur til að benda á að afturkallanavillur gætu verið í lyfjagagnagrunninum. Eftir að fyrsta tilvikið fannst sem staðfesti tilvist slíkra villna lagði hann til lyfseðlanúmer til að kanna hvort tilvikið væri einstakt eða hvort gleymst hefði að girða fyrir þessa tegund villna. Bæði voru síðan með í ráðum við skrif útdráttar og undirbúning erindis.

Gæði gagna um lyfjanotkun - tilviksathugun frá ÍslandiMarkmið: Að lýsa tilviljanakenndum gæðavandamálum sem fundust í lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis og eftirfylgjandi aðgerðum til úrbóta.

Aðferðir: Í ágúst 2011 fundust alvarlegar og að því er virtist tilviljanakenndar villur í DDD skilgreiningum í lyfjagagnagrunninum, sem leiddu til kortlagningar á öllum DDD skilgreiningum sem notaðar voru í grunninum, nema DDD fyrir lyf sem ekki höfðu skráða notkun á Íslandi. Önnur tegund gæðavandamála kom í ljós í nóvember 2011, og afhjúpaði vandamál í meðferð afturkallaðra lyfjaávísana, þ.e. að afturkallaðar lyfjaávísanir héldust áfram inni í gagnagrunninum. Afhjúpun gæðavandamálanna kallaði á spurningar um hvaða aðgerðir hefðu verið innleiddar til að vakta gæði grunnsins.

Niðurstöður: Kortlagning DDD skilgreininganna afhjúpaði frávik frá WHO skilgreindum DDD í ~ 10 - 20% kortlagðra norrænna vörunúmera, eftir því hvort „0“ í stað „ “ skyldi telja sem frávik og því hvaða munur skyldi telja sem frávik. Tíðni afturkallana sem hlutfall af afgreiðslum lyfjaávísana var ~ 0,1-0,2%. Ein stök ávísun á 72.712 pakka var afturkölluð vegna þess að hún hafði átt að vera upp á einn pakka, þannig að tíðni afturkallana segir ekki mikið um mögulega stærð á villum sem þessi galli kann að valda. Tilraunir í meira en eitt ár til að fá Embætti landlæknis til að bregðast við þessum villum og/eða opna gögnin til greiningar fyrir rannsóknafólk hafa borið takmarkaðan árangur.

Ályktun: Ákveðni í að lágmarka villur í gagnagrunnum er forsenda fyrir góðum gagnagrunnum. Rými er fyrir umbætur

í gæðamati og gæðavöktun íslenska lyfjagagnagrunnsins.

Óhætt er að segja að erindið hafi vakið athygli í Boston, en einhverjir áheyrendanna þekktu dæmi af einhverjum álíka villum.

Helgu Birnu Gunnarsdóttur lyfjafræðinema eru færðar bestu þakkir fyrir ómælt vinnuframlag við “línu fyrir línu“ kortlagningu á DDD villunum sem útdrátturinn fjallar um, og Sjúkratryggingum Íslands fyrir að veita svigrúm til að hún gæti að hluta unnið þá vinnu í vinnutíma sínum hjá Sjúkratryggingum.

Ingunn Björnsdóttir lyfjafræðingur, dósent við Oslóarháskóla

Álitaefni varðandi lyfjagagna-grunn embættis landlæknis

Mynd: Geir HolmIngunn Björnsdóttir

Ingunn við veggspjald sitt sem sýnt var á Degi lyfjafræðinnar 2014. Mynd: Lárus Steinþór Guðmundsson.

styrkþegi

Page 14: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

14 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2014 var haldinn þann 8. nóvember sl. Um 140 manns mættu til að hlýða á fyrirlestra dagsins en dagurinn var haldinn á Hótel Natura. Fundarstjóri, Ólafur Ólafsson, bauð gesti velkomna og setti daginn.

Eftirfarandi eru samantektir frá fyrirlesurum dagsins.

Alvotech – líftækni í VatnsmýrinniNína Björk Ásbjörnsdóttir, lyfja-fræðingurNína Björk sagði frá fyrirtækinu Alvotech og áætlaðri starfsemi þess í Vatnsmýrinni.

Hvernig veita á lyfjafræðilega umsjá í samstarfi við heilsugæsluna á ÍslandiAnna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur, doktorsnemi við lyfjafræðideild HÍSjá bls. 16.

Að byggja brýr – um vellíðan og hamingju á vinnustaðGuðrún Snorradóttir, ACC stjórnenda-markþjálfi

Í erindi sínu kynnti Guðrún nokkra þætti sem geta haft áhrif á vellíðan og hamingju. Eftirfarandi efnisþættir voru tek-nir sérstaklega fyrir:

- Hvað er jákvæð sálfræði? - Mikilvægi sjálfsrýni og sjálfs-

umhyggju- Hamingjan og núvitund- Hvað er að blómstra?- Fjórar undirstöður að vellíðan.

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á mannlegum styrkleikum og dyggðum. Jákvæð sálfræði skoðar meðalmanninn með það fyrir augum að finna hvað hann er að gera rétt, hvað reynist honum vel og hvað hann gæti gert enn betur. Annað viðfangsefni greinarinnar er að velta fyrir sér hvað einkennir vel starfhæfan einstakling sem nær á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu. Vegna þróunarlegra skýringa búumst við oft á tíðum við hinu versta. Því er mikilvægt að beina sjónum okkar að hinu jákvæða og hvernig við getum nýtt okkur þá þætti í okkar lífi. Tækifæri okkar til þess að vaxa sem einstaklingur og/eða stjórnandi felst í því að leita inná við og nefndi Guðrún þar kenningar um Self leadership. Einnig möguleikann á því að kanna eigin styrkleika og var kynnt til sögunnar VIA survey http://www.viacharacter.org/www/The-Survey þar sem almenningi er boðið upp á að taka styrkleikapróf án endurgjalds. Komið var inná hamingjuna og hvar hana má finna eftir mismunandi leiðum. Kynnt var til sögunnar núvitund en kjarni núvitundar er að taka eftir á ákveðinn hátt, vísvitandi, á líðandi stund og án þess að dæma.

Kenning Martin Seligmans PERMA var reifuð þar sem fram koma 5 eftirfarandi þættir sem hjálpa okkur við að „blómstra“: PERMA stendur fyrir hvaða atriði það eru sem stuðla að því að fólk blómstri og þrífist í einkalífi og starfi.

P – positive feelings – jákvæðar tilfinningar

E – engagement – áhugi á verkefni, nýting á eigin styrkleikum

R – relationships - samböndM – meaning - merkingA – accomplishment – árangur

Í lok erindi síns lagði Guðrún áherslu á eftirfarandi fjóra þætti, sem samkvæmt rannsóknum innan jákvæðrar sálfræði, eru þungamiðja þess að upplifa meiri vellíðan: jákvæðar tilfinningar, styrkleikar, tilgangur og síðast en ekki síst góð samskipti og þétt tengslanet.

Þátttakendur fengu spurningar í lokin til að íhuga eftir fyrirlesturinn og hvatningu til að halda áfram á eigin vegferð til aukinnar hamingju.

1. Hvað er það mikilvægasta sem að þú tekur með þér eftir þennan fyrirlestur?

2. Listaðu upp 3 lítil skref sem að þú getur tekið til aukinnar vellíðunar í þínu lífi.

3. Taktu ákvörðun um hvaða aðili í þínu lífi fær að vita um þessi markmið og hvernig hann/hún getur hjálpað þér við að halda áætlun.

Guðrún Snorradóttir er stjórnendamark-þjálfi frá CoachUniversity og Háskólanum í Reykjavík og með ACC vottun frá alþjóðasamtökum markþjálfa, ICF. Nánari upplýsingar um Guðrúnu má finna hér: http://hamingjuhusid.is/starfsmenn/gudrun-snorradottir/

Dagur lyfjafræðinnar 2014Mynd: Elín I. Jacobsen

Page 15: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

15Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2014

Laugardaginn 8. nóvember nk. mun hinn árlegi Dagur lyfjafræðinnar fara fram í Hótel Natura,

þingsölum 2, við Nauthólsveg 52. Að vanda verður boðið upp á áhugaverða fyrirlestra. Að

lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á veitingar á bæði föstu og fljótandi formi.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur

16:20 - Mæting

16:30 – Dagskrá hefst

16:35 – Alvotech – líftækni í Vatnsmýrinni

- Nína Björk Ásbjörnsdóttir, lyfjafræðingur

17:00 – Hvernig veita á lyfjafræðilega umsjá í samstarfi við heilsugæsluna á Íslandi

- Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur, doktorsnemi við lyfjafræðideild HÍ

17:40 – Kaffihlé og veggspjaldakynning

18:00 – „Að byggja brýr“ - um vellíðan og hamingju á vinnustað

- Guðrún Snorradóttir, markþjálfi

18: 45 – Herberia

- Kolbrún Hrafnkelsdóttir, lyfjafræðingur

19:00 – Áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ: Evrópuyfirlýsingar um lyfjaþjónustu á

sjúkrahúsum

- Þórunn K. Guðmundsdóttir klínískur lyfjafræðingur, formaður áhugahóps um

sjúkrahúslyfjafræði

19:15 – Afhending viðurkenninga til lyfjafræðinema

- Már Másson, prófessor, deildarforseti lyfjafræðideildar HÍ

19:30 – Formlegri dagskrá lokið

Skemmtiatriði og gestum er boðið að þiggja veitingar að dagskrá lokinni.

Skráning er hafin hjá skrifstofu LFÍ, s. 561 6166 eða á [email protected], og lýkur henni föstudaginn

31. október nk.

HERBERIAKolbrún Hrafnkelsdóttir,Meðstofnandi og framkvæmdastjóri

Herberia er nýtt íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu skráðra jurtalyfja fyrir Evrópumarkað. Jurtalyf eru viðurkennd lyf sem framleidd eru úr virkum náttúruefnum samkvæmt sömu gæðastöðlum og hefðbundin lyf. Þau eru við vægum algengum sjúkdómum og verða fáanleg í apótekum án lyfseðils. Tækifæri myndaðist til að setja skráð jurtalyf á markað vegna breyttra reglugerða innan Evrópu sem gerðar voru með neytendavernd í huga. Skráð jurtalyf eru áreiðanleg og aðgengileg meðferðarúrræði við vægum algengum sjúkdómum og eru góð viðbót við það úrval sem þegar er til staðar á markaðnum. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) er þegar búin að gefa út yfir 100 lyfjaforskriftir fyrir jurtalyf sem byggja á úttekt á öryggi og virkni jurtaefnisins til lyfjanotkunar. Viðskiptavinir Herberia geta verið vissir um að þegar þeir kaupa okkar jurtalyf þá fá þeir gæðalyf sem uppfylla innihaldslýsingar og þeir fá áreiðanlegar upplýsingar um hvernig á að nota lyfið, við hverju það er og hvað ber að varast. Herberia hefur þá sýn að auka fagmennsku innan náttúruvörugeirans með gæði, öryggi og áreiðanleika að leiðarljósi.

Evrópuyfirlýsingar um lyfjaþjónustu á sjúkrahúsumÞórunn K. Guðmundsdóttir, formaður Áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ

Evrópusamtök sjúkrahúslyfjafræðinga stóðu fyrir leiðtogafundi í maí s.l. undir því yfirskini að setja fram framtíðarhlutverk og hæfni sem

fagstéttin mun leitast við að ná og viðhalda í aðildarlöndum Evrópu. Af því tilefni var útbúið þriggja mínútna myndband um störf sjúkrahúslyfjafræðinga, einnig með íslenskum texta (http://youtu.be/lytOyYGtB6Q). Allir þeir sem mættu á leiðtogafundinn aðstoðuðu við að skipuleggja framtíðarstefnu fag-stéttarinnar, hvernig hún getur enn frekar þjónað skjólstæðingum og aukið samstarf við aðrar heilbrigðis-stéttir. Varpað var ljósi á alla þá góðu starfsemi sem nú þegar er til staðar í sjúkrahúsapótekum víða um Evrópu og læra má af, og á leiðtogafundinum var unnið að því að gera gátlista og verkferla, þannig að þær umbætur sem okkur eru kappsmál verði að veruleika ásamt því að móta hvaða hæfni og hlutverki sjúkrahúslyfjafræðingar ættu að stefna að í hverju Evrópulandi fyrir sig. Öll störf sjúkrahúslyfjafræðinga miða að því að hjálpa skjólstæðingum og innan veggja sjúkrahúsa er það ávallt, og mun ávallt vera, teymisvinna. Með þetta í huga var ýmsum skjólstæðingum, almenningi, hjúkrunarfræðingum, læknum og öðrum klínískum sérfræðingum boðið að mæta og taka þátt.Yfirlýsingarnar, sem eru 44 talsins í 6 köflum, eru útfærsla á sameigin-legum samþykktum um þá lágmarks lyfjafræðiþjónustu á sjúkrahúsum sem heilbrigðiskerfi í Evrópu ætti að stefna að að veita.Yfirlýsingarnar hafa mótast á 18 mánaða endurskoðunarferli sem meðal annars fól í sér tvær umferðir Delphi-viðræðufunda á netinu með þátttöku 34 aðildarlanda EAHP og 34 samtaka sjúklinga og heilbrigðis-starfsfólks

Endanlegt samkomulag um orðalag og umfang var gert á leiðtogafundinum í Brussel í maí 2014. Greidd voru atkvæði um yfirlýsingarnar í veginni atkvæðagreiðslu innan landssamtaka

sem eiga aðild að EAHP (50%), Evrópusamtaka sjúklinga (25%) og Evrópusamtaka lækna og hjúkrunar-fræðinga (25%). Gerð var krafa um að hver einstök yfirlýsing þyrfti að fá 85% atkvæða til að hljóta staðfestingu.Til viðbótar þótti nauðsynlegt að útbúa glósur varðandi einstaka orð og orðalag, því ljóst varð á fundinum að þegar um 34 tungumál er að ræða og þýtt úr ensku er skilningurinn margþættur og oft á tíðum ruglandi.Áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði innan LFÍ hefur fengið skjalið þýtt yfir á íslensku, á kostnað EAHP, en það á eftir að lesa það betur yfir m.t.t. orðalags og málfars.Yfirlýsingarnar er að finna á ensku á heimasíðu EAHP (http://www.eahp.eu/practice-and-policy/european-statements-hospital-pharmacy) og í tímariti samtakanna (Eur J Hosp Pharm October 2014 Vol 21 No 5)

Afhending viðurkenninga til lyfja-fræðinemaMár Másson, prófessor, deildarforseti lyfjafræðideildar HÍ

Tveir lyfjafræðinemar og einn ný-útskrifaður lyfjafræðingur hlutu að vanda viðurkenningu frá HÍ og LFÍ og er þetta í sjöunda sinn sem slíkt er gert. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á 1. ári, Ingunn Harpa Bjarkadóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á BS prófi og Auður Elín Finnbogadóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á MS prófi árið 2014.

Lokaorð: Fundarstjóri þakkaði fyrir-lesurum og skipuleggjendum ásamt framkvæmdastjóra fyrir fróðlegan og skemmtilegan dag.

Mikil ánægja var með fyrirlestrana meðal þátttakanda og eiga allir sem stóðu að því að gera daginn ánægjulegan þakkir skildar.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri TUL

F.v.: Aðalsteinn J. Loftsson, Auður Elín Finnbogadóttir, Ingunn Harpa Bjarkardóttir, Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir og Már Másson.

Mynd: Elín I. Jacobsen

Page 16: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

16 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Líkt og titilinn gefur til kynna þá fjallar doktorsverkefnið mitt um hvernig lyfjafræðilegri umsjá sé best komið fyrir í heilsugæslu á Íslandi. Hvað er skilgreining lyfjafræðilegrar umsjár? Lyfjafræðileg umsjá er þjónusta sem lyfjafræðingur veitir sjúklingi. Hún felst í því að lyfjafræðingur skilgreinir markmið lyfjanotkunar með sjúklingi og leitar bestu leiða til að ná þeim markmiðum. Þetta gerir hann með því að fara yfir allar lyfjatökur sjúklinga með það fyrir augum að öðlast yfirsýn yfir virkt/virk efni hvers lyfs, samverkanir þeirra, gagn- og aukaverkanir. Í þessu verkefni notast ég við aðferð Cippolle, Strand og Morley. Fyrst er lagt mat á hvers vegna einstaklingur er á ákveðnu lyfi. Sé ábending til staðar er skoðað hvort lyfið sé viðeigandi, virkt og öruggt. Að lokum er meðferðarheldni sjúklings metin (Cipolle, 2012) . Þegar litið er til lyfjamála hérlendis hefur umræðan á síðustu árum oftar en ekki snúist um fjöllyfjanotkun. Fjöllyfjanotkun hefur ekki verið skilgreind sem slík í skrifum en oftar en ekki er átt við að viðkomandi sé á 5 lyfjum eða fleiri. Hefur fjöllyfjanotkun í heiminum verið að aukast jafnt og þétt síðastliðna áratugi (Maher, Hanlon, & Hajjar, 2014). Aldraðir eru sá sjúklingahópur sem er í mestri hættu á að upplifa lyfjatengd vandamál í tengslum við fjöllyfjanotkun og leggjast jafnvel inn á spítala vegna þeirra (Crome, 2003; Kongkaew, Noyce, & Ashcroft, 2008; Leendertse, Egberts, Stoker, van den Bemt, & HARM Study Group, 2008). Samkvæmt yfirlitsgrein Cohrane Researchers styðja margar rannsóknir að lyfjafræðingar veiti lyfjafræðilega umsjá, ráðgjöf til sjúklinga sem og veita heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar um lyf og lyfjameðferðir (Nkansah et al., 2010).Ástæðan fyrir því að ég fór í doktorsnám í tengslum við þetta viðfangsefni er að í dag eru lyfjafræðingar á Íslandi ekki nægjanlega miklir þátttakendur í umönnun sjúklinga að mínu mati. Líkt og sjá má hér framar þá sýna rannsóknir að brýnar ástæður eru til þess.Bandaríkin, Ástralía og Bretland eru fyrstu löndin sem samþykkja skv. lögum lyfjayfirferð til sjúklinga utan sjúkrahúsa (Blenkinsopp, Bond, & Raynor, 2012; Leikola, Virolainen,

Tuomainen, Tuominen, & Airaksinen, 2012; The pharmacy guild of Australia, n.d.) og er það verklag vel skráð í heimildum (Christensen, Roth, Trygstad, & Byrd, 2007; “Professional Practice Standards version 4,” n.d.; Shaw, Seal, & Pilling, 2002).Heimilislæknar á Heilsugæslunni í Garðabæ eru samstarfsaðilar í rannsókninni. Auk þess vinn ég þetta með upphafsmanni lyfjafræðilegra umsjár, Lindu Strand. Hún er einn að stofnendum Medication Management System sem sérhæfir sig í hugbúnaði við að veita þessa þjónustu. Í upphafi árs 2013 fór ég á námskeið um hvernig eigi að veita lyfjafræðilega umsjá. Jafnframt nota ég hugbúnað sem þróaður hefur verið af Medication Managment System í doktorsverkefninu. Þessi hugbúnaður hefur verið í þróun mjög lengi og er hægt að fá upplýsingar úr hugbúnaðinum um fjölda lyfjatengdra vandamála, hvort markmiðum meðferðar sé náð, fjöldi lyfja og sjúkdóma, meðferðarheldni sjúklings og hvort læknir samþykkir ábendingar lyfjafræðingsins. Jafnframt er þar að finna milliverkanaforrit og ýmsar klínískar upplýsingar um hvernig veita eigi lyfjafræðilega umsjá. Heimilislæknar á Heilsugæslunni í Garðabæ finna þátttakendur fyrir rannsóknina eftir ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin sem ég nota í þessu verkefni koma frá Home Medication Review í Ástralíu sem var sett á laggirnar árið 2001. Má nefna að viðkomandi þarf að vera á 5 lyfjum eða fleiri, vera hjá mörgum mismunandi læknum og svo framvegis. Þegar ég hef tekið viðtal við sjúkling og veitt honum lyfjafræðilega umsjá, sendi ég skýrslu til heimilislæknis viðkomandi og kem með hugmyndir að breytingum. Læknir tekur síðan ákvörðun í samráði við sjúkling um þær breytingar sem ég legg til. Lokið hefur verið við að gera forrannsókn þar sem ég veitti lyfjafræðilega umsjá í heimsóknum til aldraðra einstaklinga (65 ára og eldri) í samvinnu við heimilislækna á Heilsugæslunni í Garðabæ. Var sú rannsókn gerð vorið 2013. Það var mjög mikilvægt að gera þessa forrannsókn til þess að fá betri sýn á hvernig eigi að veita þessa þjónustu hér á landi. Eftir að forrannsókninni lauk, breytti ég doktorsverkefninu mínu frá því að vita „hvort veita ætti lyfjafræðilega umsjá á Íslandi“ í

Hvernig er lyfjafræðilegri umsjá best komið fyrir í heilsugæslu á Íslandi?

styrkþegi

Anna Bryndís Blöndal

Page 17: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

17Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

„hvernig eigi að veita lyfjafræðilega umsjá á Íslandi“. Breytingin fólst í því að taka hálf-opin viðtöl við lækna á Heilsugæslunni í Garðabæ um hvernig best væri að veita lyfjafræðilega umsjá í samvinnu við heilsugæsluna og prófa síðan tvær mismunandi íhlutanir. Í fyrri íhlutuninni sem ég er að ljúka við núna velur læknir þátttakanda fyrir mig og ég fer heim til viðkomandi og veiti honum lyfjafræðilega umsjá. Í þessari fyrstu íhlutun hef ég hvorki aðgang að lyfja- né sjúkrasögu, heldur koma allar upplýsingar frá sjúklingnum sjálfum. Í seinni íhlutuninni mun ég starfa inni á heilsugæslustöðinni. Líkt og áður velur læknir þátttakanda fyrir mig en ég mun einnig hafa aðgang að sjúkra- og lyfjasögu sjúklings ásamt því að fá upplýsingar frá sjúklingnum sjálfum.

Auk þess sem ég tek hálf opin-viðtöl við lækna á Heilsugæslunni í Garðabæ, þá mun ég jafnframt taka viðtöl við aðra heimilislækna, sjúklinga sem taka þátt í rannsókninni og aðra mögulega hagsmunaaðila. Í þeim viðtölum mun ég einblína á stöðuna eins og hún er í dag, hvað við getum gert betur og hvort þeir sjái lyfjafræðinga vera meiri þátttakendur í umönnun sjúklinga.

Anna Bryndís Blöndal útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2006 en hóf doktorsnám við Háskóla Íslands haustið 2012 undir leiðsögn Önnu Birnu Almarsdóttur og Sveinbjörns Gizurarsonar prófessora. Áætluð námslok eru lok árs 2015.

Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur og doktorsnemi í lyfjafræði við HÍ

Heimildaskrá

Blenkinsopp, A., Bond, C., & Raynor, D. K. (2012). Medication reviews. British Journal of Clinical Pharmacology, 74(4), 573–580. doi:10.1111/j.1365-2125.2012.04331.x

Christensen, D. B., Roth, M., Trygstad, T., & Byrd, J. (2007). Evaluation of a pilot medication therapy management project within the North Carolina State Health Plan. Journal of the American Pharmacists Association, 47(4), 471–483. doi:10.1331/JAPhA.2007.06111

Cipolle, R. J. (2012). Pharmaceutical Care Practice: The Patient-Centered Approach to Medication Management, Third Edition (3 edition.). McGraw-Hill Medical.

Crome, P. (2003). What’s different about older people. Toxicology, 192(1), 49–54.

Kongkaew, C., Noyce, P. R., & Ashcroft, D. M. (2008). Hospital admissions associated with adverse drug reactions: a systematic review of prospective observational studies. The Annals of Pharmacotherapy, 42(7), 1017–1025. doi:10.1345/aph.1L037

Leendertse, A. J., Egberts, A. C. G., Stoker, L. J., van den Bemt, P. M. L. A., & HARM Study Group. (2008). Frequency of and risk factors for preventable medication-related hospital admissions in the Netherlands. Archives of Internal Medicine, 168(17), 1890–1896. doi:10.1001/archinternmed.2008.3

Leikola, S. N. S., Virolainen, J., Tuomainen, L., Tuominen, R. K., & Airaksinen, M. S. A. (2012). Comprehensive medication reviews for elderly patients: findings and recommendations to physicians. Journal of the American Pharmacists Association, 52(5), 630–633. doi:10.1331/JAPhA.2012.10163

Maher, R. L., Hanlon, J., & Hajjar, E. R. (2014). Clinical consequences of polypharmacy in elderly. Expert Opinion on Drug Safety, 13(1), 57–65. doi:10.1517/14740338.2013.827660

Nkansah, N., Mostovetsky, O., Yu, C., Chheng, T., Beney, J., Bond, C. M., & Bero, L. (2010). Effect of outpatient pharmacists’ non-dispensing roles on patient outcomes and prescribing patterns. The Cochrane Database of Systematic Reviews, (7), CD000336. doi:10.1002/14651858.CD000336.pub2

Professional Practice Standards version 4. (n.d.). Retrieved August 5, 2014, from http://www.psa.org.au/supporting-practice/professional-practice-standards/version-4

Shaw, J., Seal, R., & Pilling, M. (2002). Room for review A guide to medication review : the agenda for patients, practitioners and managers.

The pharmacy guild of Australia. (n.d.). Home medication review. Retrieved from http://www.guild.org.au/services-programs/medication-management/home-medicines-reviews

Anna Bryndís tekur viðtal við sjúkling.

Page 18: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

18 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

Á s vinnustofa / Bjarkara s Ás vinnustofa / Bjarkarás er rekið af Ási styrktarfélagi. Þar er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á að efla sjáfsöryggi einstaklingins og starfshæfni með það að markmiði að starfa á almennum vinnumarkaði.

Megin verkefni okkar eru að vinna fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Undanfarin 40 ár höfum við sérhæft okkur í þessari vinnu.

Við erum sérfræðingar á mörgum sviðum og bjóðum uppá vandaða þjónustu.

Þau verkefni sem við tökum að okkur eru til dæmis:

Umslagapökkun Blaðapökkun í plast Talning og pökkun á stórum sem smáum

hlutum Álímingaverkefni ýmisskonar Samlestur verkefna og flokkun.

Í Ási vinnustofu er starfrækt saumastofa þar sem saumaðir eru ýmsir heimilisklútar, ungbarnableiur, hárklæði og einnig ýmiss konar sérsaumur. Í Bjarkarási er listasmiðja þar sem framleitt er mikið af fallegum gjafavörum.

Opið er frá kl 9 – 16 alla virka daga og eru allir velkomnir að skoða úrvalið okkar.

Ás vinnustofa Brautarholt 6, 105 Reykjavík. Sími 414 0530

Bjarkarás Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík. Sími 414 0540

Fylgist með okkur á Facebook: Ás vinnustofa eða Bjarkarás og Lækjarás

Page 19: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

19Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Mikilvægt er að: » Taka lyfin á réttum tíma og á réttan hátt. » Fylgjast með hvort einkenni sjúkdóms batna (eða

versna). Ef einkenni versna eða lyfin hafa ekki þau áhrif sem búist var við, láttu þá lækni eða lyfjafræðing vita eins fljótt og hægt er.

» Fylgjast með mögulegum aukaverkunum. » Gæta þess að eiga alltaf lyfin til ef þarf að taka þau

reglulega. » Þekkja hvernig á að geyma lyfin. » Lesa fylgiseðilinn.

Dæmi um spurningar » Við hverju tek ég lyfið og hvernig mun það hjálpa mér? » Hvernig og hvenær á ég að nota lyfið? » Hverjar eru mögulegar aukaverkanir lyfsins og hvernig á ég að bregðast

við ef ég fæ aukaverkanir? » Hversu lengi á ég að nota lyfið? » Á ég að forðast einhvern mat, drykk eða lyf samtímis notkun lyfsins? » Á ég að forðast einhver náttúrulyf, náttúruvörur eða vítamín samtímis

notkun lyfsins? » Hvenær ætti lyfið að byrja að virka, hvernig veit ég að það er að virka? » Hvað á ég að gera ef ég gleymi að taka lyfið? » Hvernig fæ ég meira af lyfinu þegar það klárast ef ég þarf lyfið áfram? » Við hvern á ég að tala ef ég er með fleiri spurningar um lyfið?

Þekktu lyfin þínLeitaðu til lyfjafræðings ef þig vantar aðstoð með lyfin þín

Alþjóðadagur lyfjafræðinga er haldinn árlega að frumkvæði alþjóðasamtaka lyfjafræðinga (FIP). Í ár var þemað ,,Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu”. Lyfjafræðingar eru vissulega lykilaðilar í að tryggja aðgengi að lyfjum en aðgengi eitt og sér tryggir ekki markvissa lyfjanotkun. Rannsókn frá árinu 2012 sýndi að spara má 500 billjónir bandaríkjadali árlega ef lyf eru notuð á markvissan hátt. FIP leggur áherslu á í því samhengi að lyfjafræðingar séu mikilvægir aðilar sem sérfræðingar í lyfjum og sú stétt sem nýta þurfi betur til að stuðla að markvissari lyfjanotkun og þannig bættri heilsu.

Lyfjafræðingar á Landspítala, í tilefni aljóðadagsins, ákváðu að hrinda af stað átaki, undir yfirskriftinni „Þekktu lyfin þín“. Höfðað var til sjúklinga og aðstandenda þeirra til að minna þá á að mörgu er að hyggja í tengslum við lyfjameðferð. Mikilvægt er að vita nákvæmlega við hverju lyfin sem viðkomandi tekur eru notuð, hvernig þau virka og hvenær og hvernig eigi að taka þau. Auk þess að hvatt var til þess að fólk nýti sér betur þá aðstoð sem býðst, s.s. aðstoð lyfjafræðinga. Minnt var á að aðgengi að lyfjafræðingum er gott því apótek eru víða, sum þeirra eru opin stóran hluta sólarhringsins og ekki er þörf á að panta tíma. Ætíð er hægt að óska eftir samtali við lyfjafræðinga í apótekum. Einnig var tekið fram að ef lyfjafræðingur telur þörf á að viðkomandi leiti til læknis þá muni hann ráðleggja það. Heilbrigðisstarfsfólk var einnig minnt á að það er sameiginlegt hlutverk okkar að veita upplýsingar um lyf til sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Vaxandi lyfjakostnaður hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Minna hefur verið fjallað um mikilvægi þess að lyfjameðferðir séu réttar og að við nýtum lyfin eins vel og kostur er. Þjóðin er að eldast og lyfjanotkun mun halda áfram að aukast á næstu árum. Því verðum við að styðja betur við þá sem taka lyf og sérstaklega þá sem þurfa að reiða sig á lyfjameðferð til lengri tíma til að halda góðri heilsu.

Rannsóknir sýna glöggt að sjúklingar sem eru vel upplýstir um lyfin sem þeir taka eru líklegri til að geta þrifist og lifað með sínum sjúkdómi. Þeir eru jafnframt líklegri til að taka lyfin sín. Þannig getur fræðsla um lyf stuðlað að markvissari meðferð á sjúkdómum og um leið dregið úr sóun lyfja og óþarfa sóun skattpeninga. Rannsóknir hafa að auki sýnt að röng lyfjanotkun hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og er í mörgum tilfellum ástæða innlagnar á spítala. Á bráðamóttöku Landspítalans verða oft innlagnir sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með aukinni fræðslu um lyf og markvissari stuðningi við sjúklinga í tengslum við lyfjamál. Sýnt hefur verið fram á að aðkoma lyfjafræðinga, t.d. á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur, sem fræða sjúklinga og stuðla að markvissari lyfjanotkun þeirra getur bætt heilsu umtalsvert og dregið úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.

Það er þjóðarhagur að stuðla að markvissari lyfjanotkun á Íslandi og til þess að ná því markmiði verða allir að leggjast á eitt - sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn.

Lyfjafræðingafélagið hefur ákveðið að halda umræðunni á lofti með því að dreifa plakatinu „Þekktu lyfin þín“ í öll apótek landsins og einnig bæklingum til dreifingar til sjúklinga með sama þema. Þetta er gert með stuðningi Actavis. Lyfjafræðingar eru hvattir til að vera sýnilegir og bjóða í auknum mæli ráðgjöf að eigin frumkvæði.

Lyfjafræðingar eru hvattir til að vera sýnilegir og leitast við að nýta öll tækifæri til að koma fræðslu um lyf til sjúklinga og aðstandenda.

Birtar voru greinar í tilefni dagsins á vegum lyfjafræðinga á Landspítala: - Um störf lyfjafræðinga í Framleiðsludeild Sjúkrahús-

apóteks LSH- Um störf sjúkrahúslyfjafræðinga og aðild íslenskra

lyfjafræðinga að Evrópusamtökum sjúkrahúslyfja-fræðinga

- Þekktu lyfin þín

Auk skrifuðu greinanna voru lyfjafræðingar í útvarps-viðtölum í morgunútvarpi ríkisútvarpsins og Í bítinu á Bylgjunni.

Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á LSH

Alþjóðadagur lyfjafræðinga 2014„Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu“

Veggspjaldið “Þekktu lyfin þín”.

Page 20: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

20 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Aðalheiður Pálmadóttir er svæðisstjóri hjá Controlant þar sem lögð er áhersla á að þróa og framleiða þráðlausa tækni til þess að framkvæma mælingar sem safnað er á gagnaský og er lausn fyrirtækisins fyrst og fremst seld í lyfja- og matvælabransanum víða um heim. Tæplega 200 fyrirtæki í 17 löndum eru með búnað frá Controlant. Aðalheiður ákvað ung að verða lyfjafræðingur.

Viðtal við Aðalheiði Pálmadóttur

„Það hefur líka mikið að segja að við nýtum tæknina til hins ýtrasta og erum sífellt að þróa og bæta í samræmi við þarfir viðskiptavina okkar.“

Ljósmyndari: Classi

Þráðlaus tækni nýtt til að tryggja gæði

Hún er Reykvíkingur og segist hafa verið mikil prinsessutýpa sem barn og að sig hafi langað til að læra hárgreiðslu þegar hún yrði stór.„Ég fór síðustu ár grunnskólans að hafa áhuga á stærðfræði en ég fann að hún var spennandi og lá ágætlega fyrir mér. “Hún var mikið í íþróttum á þessum árum. „Við krakkarnir lékum okkur mikið úti og síðar voru íþróttir mikið áhugamál en ég stundaði frjálsar íþróttir, handbolta og líkamsrækt. Svo var ég send í sveit á sumrin og tók þar þátt í íþróttastarfi.“Aðalheiður talar um apótekin í hverfunum sem hún bjó í; henni fannst starfsfólkið þar vera ábúðarfullt. „Mér fannst konurnar í hvítu sloppunum í Breiðholtsapóteki og Holtsapóteki vera æðislegar. Það leit út fyrir að

þær væru bæði elegant og að þær vissu allt. Þarna var hægt að spyrja og fá svör. Mér fannst það vera svolítið flott.“Hún talar líka um að á þessum tíma hafi verið kona í stjórnmálum sem var menntuð sem lyfjafræðingur. „Mér fannst vera athyglisvert að hún skyldi vera lyfjafræðingur og ég fór að kynna mér hvað lyfjafræðingar gera. Það hefur áhrif á ungt fólk að sjá hvaða bakgrunn fólk í áhrifastöðum hefur; maður tekur alveg eftir því.“Fræinu var sáð. Rannsóknir frekar en apótek Ákvörðun var tekin á fyrsta ári í menntaskóla. „Ég ákvað þá að ég færi í lyfjafræði eftir stúdentspróf; kannski fyrst og fremst af því að mér fannst það vera góður raungreinagrunnur

og ég var heilluð af því hvað hægt væri að hafa mikil áhrif á starfsemi líkamans með einni pillu.“ Aðalheiður var á eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund. Stúdents-húfan var sett á kollinn eftir árin fjögur og ákvað Aðalheiður að taka sér frí frá skóla í eitt ár og vann þá í ljósmyndavöruverslun. „Þá velti ég því fyrir mér hvort lyfjafræðin væri raunverulega það sem ég ætti að læra, hvort þetta hefði verið rétt ákvörðun á sínum tíma.“Jú, svo var og hóf Aðalheiður nám í lyfjafræði árið 1987.„Ég sá alltaf fyrir mér að ég færi frekar í rannsóknir eftir nám heldur en að fara að vinna í apóteki. Á þeim tíma var námið miðað að því að útskrifa slíka lyfjafræðinga. Það átti heldur betur eftir að breytast. “

Page 21: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

21Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÓLKIÐGæðastjóri hjá Lyfju„Það má eiginlega segja að ég heillist af því sem ég tek mér fyrir hendur hverju sinni. Ég vann lokaverkefni mitt á sviði lyfjafræði náttúruefna hjá Kristínu Ingólfsdóttur prófessor, hún var góður leiðbeinandi og fyrirmynd.“ Nýútskrifaður lyfjafræðingurinn fékk svo vinnu á Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands. „Þar vann ég með frábæru fólki m.a. við lyfjamælingar á lífsýnum. Ég tók þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum og heillaðist bæði af eiturefnafræði og réttarefnafræði og aldrei að vita hvaða leið ég hefði valið mér ef ég hefði ekki orðið ófrísk af seinna barni mínu á þessum tíma og farið í fæðingarorlof. Mér fannst þetta vera mjög spennandi,“ segir hún með áherslu.Aðalheiður, fyrrverandi eiginmaðurinn og börnin tvö fluttu svo til Akraness í eitt ár og síðan á Hvammstanga þar sem hún rak lyfsölu í eitt ár og eftir það aftur til Reykjavíkur þar sem hún hóf störf hjá Lyfju. „Þetta voru mjög spennandi tímar. Lyfja var fyrsta apótekið sem var opnað eftir breytt lyfjalög og mikið að gerast. Ég var gæðastjóri og kom fyrsta gæðakerfi Lyfju á laggirnar. Þarna kviknaði sú hugmynd að fara í MBA nám því hjá Lyfju heillaðist ég af rekstri og stjórnun.“

Noregur í níu ár Fjölskyldan flutti svo til Osló þar sem þau bjuggu í níu ár. „Ég byrjaði á því að vinna sem lyfjafræðingur í apóteki í fjögur ár en fékk svo leyfi frá störfum og fór í MBA-nám á árunum 2001-2002.“ Að námi loknu varð hún apótekari og ráðgjafi hjá sömu apótekskeðju. „Það var gott að ala upp börn í Noregi og ég kunni vel við mig í vinnunni þar sem ég sérhæfði mig í að straumlínulaga rekstur apóteka. Við fluttum öll heim til Íslands árið 2006 en við hjónin höfðum skilið árið 2003.“ Eftir heimkomuna vann Aðalheiður fyrst hjá Lyfju í þrjú ár sem markaðs- og rekstarstjóri en tók þá við sem framkvæmdastjóri Artasan sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lausasölulyfjum og samheitalyfjum og þar var hún líka í þrjú ár. Í dag eru þrjú ár frá því að hún hóf störf hjá Controlant.

Þurfti að farga lyfjum fyrir milljónirUpphaflega var Aðalheiður beðin um að aðstoða stofnendur Controlant með því að nýta tengslanet hennar í Noregi en svo þróuðust málin þannig að hún fór að vinna hjá fyrirtækinu. „Ég átti auðvelt með að sjá kosti lausnarinnar og fannst spennandi að taka þátt í að byggja eitthvað frá

grunni. Þegar ég var lyfsali í Osló og sinnti venjubundinni skráningu á hitastigi einn mánudagsmorguninn sá ég að kælir með lyfjum og bóluefnum í hafði farið niður í mínus tvær gráður og var ómögulegt að segja nokkuð um hvenær eða hversu lengi frá síðustu hitastigsskráningu sem hafði verið á föstudeginum. Það kom í ljós síðar að það þurfti að farga öllu úr skápnum og var það andvirði fleiri milljóna. Fyrsti viðskiptavinurinn þennan dag var með lyfseðil upp á insúlín sem ekki var hægt að afgreiða þar því gæði birgðanna voru ekki tryggð.“

Rétt hitastig lyfja mikilvægtControlant, sem var stofnað árið 2007, leggur áherslu á að þróa og framleiða þráðlausa tækni til að framkvæma mælingar á ýmsum umhverfisþáttum svo sem hita- og rakastigi og nýtist það vel í lyfjabransanum. Controlant lausnin hefur frá árinu 2009 verið notuð á heilsugæslum á landsbyggðinni til þess að vakta hitastig bóluefna. Mörg apótek hérlendis nýta sér lausnina, báðar stóru lyfjaheildsölurnar sem og fyrirtæki sem sjá um flutning lyfja jafnt innanlands sem til og frá landinu. Aðalheiður segir að síritum sé komið fyrir þar sem mæla á hitastig og móðurstöð sett í samband við rafmagn. Þetta tekur örfáar mínútur og hægt að fá sjálfvirkar skýrslur og viðvaranir ef eitthvað er ekki í lagi. Þannig má koma í veg fyrir sóun verðmæta og tryggja að sjúklingar fái lyf af réttum gæðum. „Það er hægt að setja það fram á þann hátt að þegar lyf kemur frá framleiðanda eru gæðin hundrað prósent. Á síðari stigum í virðis-keðjunni er ekki hægt að bæta við gæðum, aðeins varðveita þau og þannig tryggja að sjúklingar fái lyf af réttum gæðum.“

Um 200 viðskiptavinir í 17 löndumUm 200 fyrirtæki í 17 löndum nota kerfið frá Controlant og segir Aðalheiður að algengt sé að viðskipta-vinir Controlant í lyfjabransanum séu lyfjaheildsölur, lyfjaframleiðendur og flutningafyrirtæki sem nota búnaðinn til að vakta vöruhús, flutningabíla og lyfjasendingar. Helstu markaðir Controlant eru Skandinavía, Bretland, Norður-Evrópa og Bandaríkin. „Við erum stundum með frá byrjun þegar vöruhús fyrir lyf eru byggð og tökum þátt í öllu vottunarferlinu sem er flókið og margþætt.“Aðalheiður segir að það gangi vel að koma vörunni á markað erlendis en að oft sé um langan söluferil að ræða sem geti tekið allt frá nokkrum mánuðum upp í meira en ár. „Oft þurfa gæða-, tækni- og fjármáladeild að samþykkja vöruna. Við höfum farið í gegnum

margar síur þar sem Controlant lausninni er stillt upp gegn þremur til fjórum samkeppnisaðilum og hefur niðurstaðan verið sú að fyrirtækin vilja lausnina frá Controlant en þar fer saman blanda af gæðum, góðu verði og góðri þjónustu. Það hefur líka mikið að segja að við nýtum tæknina til hins ýtrasta og erum sífellt að þróa og bæta í samræmi við þarfir viðskiptavina okkar. Það er mjög gefandi að vinna með meisturunum í Controlant en þar eru frábærir sérfræðingar á sviði hugbúnaðar- og vélbúnaðarþróunar.“

Er mikið í útlöndumAðalheiður er mikið í útlöndum starfs síns vegna en hún fer að jafnaði út tvisvar til þrisvar í mánuði og er þá yfirleitt í um fimm til sjö daga í hverri ferð. „Mér finnst ég eiginlega hafa verið í skóla síðustu þrjú árin þar sem ég hef lært mikið um starfsemi fyrirtækja á hinum ýmsu sviðum í mörgum löndum og kynnst vel nýjustu upplýsingatækni í tengslum við lausnina okkar.“ Hún segir líka áhugavert að koma á nýja staði. Tíminn er vel nýttur í ferðunum til vinnu en stundum gefist tími til að skoða viðkomandi staði, fara á söfn eða tónleika. „Þegar maður ferðast svona mikið vegna vinnu er alltaf gott að koma heim og njóta tíma með fjölskyldunni.“Aðalheiður er gift Pétri Sigurði Gunnarssyni lyfjafræðingi. Börnin tvö af fyrra hjónabandi, Daníel og Emma, eru bæði í háskólanámi og búa ennþá heima. Hver eru svo áhugamálin? „Ég hef áhuga á faginu mínu, stjórnun og rekstri, les mikið og er í bókaklúbbi og rithring þó ég skrifi nánast eingöngu fyrir skúffuna eins og annar hver Íslendingur. Ég hef gaman af laxveiði, fer á skíði, tónleika, í bíó og hitti fólkið mitt. Svo finnst mér líka rosalega gott að taka dekurdag heima.“Aðalheiður var formaður LFÍ frá 2009-2013 og hefur verið formaður kjörnefndar frá 2013. Hún hefur mikinn áhuga á framgangi fagsins. „Mér finnst mikilvægt að nýta þekkingu og reynslu lyfjafræðinga þjóðfélaginu til heilla og finnst sjálfsagt að lyfjafræðingar komi að borðinu í öllu því sem hefur með lyf að gera.“

Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Page 22: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

22 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

Haldið var málþing um Urtagarðinn í Nesi við Seltjörn í ágústlok undir yfirskriftinni Epli, ber og annað góðgæti. Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld. Þar voru flutt erindi um aðdraganda þess að stofnaður var Urtagarður í Nesi árið 2010, sagt frá sögu lyfsala sem höfðu starfað í Nesi og sögu ræktunar Björns Jónssonar lyfsala í Nesi. Að málþinginu stóð stjórn Urtagarðsins í Nesi.

Urtagarður í Nesi – gömul saga og ný.Lilja Sigrún Jónsdóttir flutti erindi með titlinum Urtagarður í Nesi – gömul saga og ný. Hún rakti hve ræktunarsaga Íslands væri nátengd landi Ness og Nesstofu. Hjá Seltjarnarnesbæ hefði verið áhugi á að rækta þessa sögu og í deiliskipulagi fyrir Nes frá seinni hluta 20. aldar var minnst á að gera ráð fyrir garði til ræktunar. Í aðdraganda tveggja viðburða árið 2010, þ.e. 250 ára afmælis Landlæknisembættisins og 125 ára afmælis Garðyrkjufélags Íslands, var stofnað til samstarfs milli Garðyrkjufélags Íslands, Embættis landlæknis, Lyfjafræðingafélags Íslands, Lyfjafræðisafns Íslands, Læknafélags Íslands, Lækningaminjasafns Íslands og Seltjarnarnesbæjar til að koma á fót sögulegum lækningajurtagarði í Nesi. Hann skyldi vera til minningar um Bjarna Pálsson fyrsta landlækninn, Björn Jónsson fyrsta lyfsalann og Hans Georg Schierbeck landlækni sem var stofnandi Garðyrkjufélags Íslands. Stofnuð var stjórn Urtagarðsins í Nesi og stóð hún fyrir undirbúningi garðsins í góðu samstarfi við Seltjarnarnesbæ. Leggja þurfti í heimildaleit um ræktun í Nesi á árunum 1760 – 1834 í samstarfi við sagnfræðinga og garðyrkjufræðinga. Þar lögðu margir fram vinnu, Þuríður Kolbeins vann

námsritgerð við Landbúnaðarháskóla Íslands um sögu ræktunar í Nesi og Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur vann með stjórn Urtagarðsins að vali á plöntum í fyrstu sýninguna. Rannsóknir Jóhönnu Guðmundsdóttur sagnfræðings nýttust einnig vel. Valdar voru þær plöntur sem dönskum lyfsölum bar að rækta samkvæmt dönsku lyfjaskránni Pharmacopea Danica frá 1772, þ.e. þær þeirra sem talið var líklegt að hefðu getað þrifist hér á þeim tíma. Ennfremur matjurtir sem skrásettar voru í ræktun í Nesi árið 1777 og nokkuð af alþýðulækningajurtum frá þeim tíma þegar Bjarni Pálsson og Björn Jónsson voru að hefja störf hér á landi. Fyrsta plöntusýningin hefur verið kölluð tilgátusýning og hefur síðan þá verið haldið áfram rannsóknum og meiri þekking safnast um sögu ræktunar í Nesi. Frá þeim greinir í samantekt Jóhönnu Guðmundsdóttur. Urtagarðurinn í Nesi er lifandi safn sem er rekið í samstarfi þeirra aðila sem áður eru nefndir að undanskildu Lækningaminjasafni Íslands en í þess stað hefur Þjóðminjasafn Íslands tekið við sem samstarfsaðili í stjórn Urtagarðsins. Það eru væntingar um að garðurinn geti nýst sem kennsluumhverfi fyrir skóla bæði eldri og yngri nemenda og að umfjöllun um sögu lyfjagerðar og heilbrigðisvísinda eigi erindi við almenning. Það er ekkert nýtt við að hollur og næringarríkur matur sé manninum nauðsynlegur þó að honum sé nú lýst sem næringarbombu eða ofurfæði. Jafnframt þarf að velta fyrir sér vinsældum gamalla alþýðulækningajurta sem nú eru seldar í hylkjum með hástemmdum lýsingum á virkni.

Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir.

Apótekarar í Nesi 1763 - 1834Saga apóteka á Íslandi er oftast miðuð við þann dag sem Bjarni Pálsson fékk skipunarbréf, sem fyrsti landlæknirinn, eða 19. maí 1760. Bjarna var gert að sinna öllum læknisstörfum, kenna lækna- og ljósmæðranemum og stofnsetja apótek. Hann dvaldi á Bessastöðum á meðan Nesstofa var í byggingu og opnaði apótek þar. Bjarni annaðist lyfsöluna fyrstu árin, en árið 1768 réð hann Björn Jónsson lyfjafræðing til að sjá um apótekið í Nesi. Björn hafði stundað nám í lyfjafræði í Danmörku á árunum 1760-1766 og tekið próf og starfað eftir það sem aðstoðarlyfjafræðingur til ársins 1768. Á sama tíma var Magnús Ormsson, stúdent frá Skálholti ráðinn í Nes, í fyrstu í læknanám, en síðar einnig sem lyfjasveinn, en það kölluðust nemar í lyfjafræði.

Lög um heilbrigðismál frá 1672 voru þau sömu í Danmörku og hérlendis og var gerður nokkuð skýr greinamunur á starfi lækna og lyfjafræðinga. Árið 1770 kom þriggja manna sendinefnd frá Danmörku til að skoða aðstæður hér og ræddi um að rétt væri að aðskilja apótekið frá landlæknisembættinu. Sagt er að Bjarna landlækni hafi þótt það óþarfi, en Björn lyfjafræðingur fór fram á formlegan

Málþing í Urtagarðinum í NesiEpli, ber og annað góðgæti. Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.

Hvað var ræktað í Nesi á tímum Bjarna Pálssonar

landlæknis og Björns Jónssonar lyfsala?

Málþing í Urtagarðinum í Nesi

fimmtudaginn 28. ágúst kl 17:00 – 19:00

í sal Lyfjafræðisafnsins við Neströð á Seltjarnarnesi.

Epli, ber og annað góðgæti.

Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.

Dagskrá málþingsins:

Urtagarður í Nesi – gömul saga og ný.

Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir.

Saga apótekara í Nesi

Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur

Eplatré og fleiri nytjajurtir í garði Björns apótekara í Nesi við

Seltjörn. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur.

Hlé að loknum kynningum (hressing í boði, kaffi og myntute)

Í lok dagskrár býðst leiðsögn um Lyfjafræðisafnið, Nesstofu og

Urtagarðinn.

Málþingið er á vegum stjórnar Urtagarðsins í Nesi.

Mynd: Regína Hallgrímsdóttir

Page 23: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

23Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐaðskilnað. Kanselíið mælti með skipting-unni með því skilyrði að Björn tæki próf og fengi erindisbréf. Það varð úr að Björn sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1771 og tók próf og var síðan skipaður, 18. mars 1772, fyrsti apótekari á Íslandi.

Apótekið var áfram rekið í sama húsnæði, og gegndi Björn starfi apótekara til dauðadags 1798. Nesstofu var skipt og var þar tvíbýli landlæknis og apótekara allt þar til apótekið flutti til Reykjavíkur. Vitað er hvaða lyf voru til í apótekinu, samkvæmt úttekt sem gerð var við skiptingu embættanna. Í upptalningunni eru mörg tilbúin útlend lyf, jurtir og efni, en engar íslenskar jurtir.

Samkvæmt reglugerðinni frá 1672 bar apótekum, þar sem það var hægt, að koma sér upp urtagarði og rækta þar lækningajurtir eftir bestu getu. Björn hóf strax umfangsmikla ræktun matjurta og lækningajurta, samkvæmt danskri hefð og gerði tilraunir með kornrækt. Ekki er vitað hvaða lækningajurtir hann reyndi að rækta, en það má leiða líkum að því út frá fyrstu formlegu lyfjaskránni sem kom út 1772.

Magnús Ormsson varð hægri hönd Björns apótekara og lærði af honum, en námstíminn var sex ár samkvæmt reglugerð. Magnús hafði hug á að sigla til Kaupmannahafnar og taka próf til að öðlast réttindi til að reka apótek. En Björn var heilsulítill og þess vegna dróst að Magnús fengi faraleyfi þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir. Ekki þótti ráðlegt að skilja apótekið eftir á ábyrgð Björns svo að sótt var um til yfirvalda að Magnús fengi að taka cand. pharm. próf í lyfjafræði hér heima. Það leyfi fékkst og voru prófspurningar sendar hingað og Magnús tók prófið með konungsleyfi 30. júlí 1793, í viðurvist þriggja manna, sýslumanns, prófasts og lögmanns en landlæknir fór yfir svörin. Magnús stóðst prófið með prýði og var þetta í fyrsta og eina skiptið, þar til 1987 að kandídatspróf var tekið hér á landi. En Björn Jónsson hresstist og fékk að halda apótekaraleyfinu til dánardags í september 1798. Magnús var ekki sáttur við þessa stöðu, sótti hann því um að fá að stofna annað apótek. Hann fékk konungsleyfi til þess 1794, en notaði ekki leyfið. Eftir dauða Björns var Magnús skipaður apótekari í Nesi 1799, rúmum þrjátíu árum eftir að hann réðst sem lærlingur í Nes. Magnús fékk að eigin ósk lausn frá embætti tæpum tveimur árum síðar, í janúar 1801.

Lítið er vitað um ræktun Magnúsar, en skilyrði til ræktunar versnuðu mikið í kjölfar Skaftárelda 1783, en þó er vitað að Magnús keypti timburkirkjuna í Nesi eftir að hún var aflögð 1797, og hugðist nýta hana til þurrkunar jurta. En hvort svo varð er ekki vitað, en kirkjan fauk af grunni og brotnaði í spón í Básendaveðrinu 1799.

Þriðji apótekari í Nesi var Guðbrandur Vigfússon. Hann hóf nám í lyfjafræði í Nesi árið 1788, en árið 1793 hélt hann til Danmerkur til frekara náms, og lauk

þaðan cand. pharm. prófi 15. júlí 1800. Hann fékk veitingu fyrir Nes Apóteki 27. janúar 1801 og var apótekari þar til dánardags 1822. Það vekur athygli að hann fékk 4. desember 1801 leyfi til að flytja apótekið til Reykjavíkur, en notaði ekki leyfið.

Síðast apótekarinn í Nesi var Oddur Thorarensen. Hann hóf nám í lyfjafræði í Nesi 1812 og síðan í Kaupmannahöfn frá 1814 og lauk þaðan cand. pharm. prófi 1919.

Í elstu dönsku prentuðu kennslubók í lyfjagerðarfræði frá 1802 er fjallað um jurtir á um 874 blaðsíðum. Lögð er áhersla á nákvæma greiningu jurta og ítarlegar reglur um meðhöndlun. Hafa bar í huga hvaða árstími væri heppilegastur fyrir hverja jurt, varðandi uppskeru, þurrkun og geymslu. Þar er einnig tekið fram að endurnýja þurfi birgðir árlega. Nemum eru einnig lagðar lífsreglur, þeim er ráðlagt að forðast sætindi, tóbak og vín og nota frítíma sinn sem reyndar var mjög lítill til að lesa grasafræði og vísindarit.

Hvort Oddur fór eftir þessum reglum vitum við ekki en heimkominn fékk hann leyfi til að stofna fyrsta apótekið á Akureyri og rak hann það þar til hann fékk leyfi fyrir Apótekinu í Nesi 1823 og rak það, þar til hann flutti apótekið úr Nesi til Reykjavíkur 1834.

Kristín Einarsdóttir,lyfjafræðingur

Heimildir: 1. Lyfjafræðingatal 2002 útg. 20042. Christian 5‘s 1672 Forordning om Medicis oc

Apotecker & c.3. Saga lyfjafræði á Íslandi (í handriti), Hilma

Gunnarsdóttir (Árbækur JónsEspólíns).4. Seltirningabók útg. 1991, Heimir Þorleifsson5. Theoretisk og Praktisk Anvisning til

Apotekerkunsten útg.1804,Tychsen, Nicolay

Eplatré og fleiri nytjajurtir í garði Björns apótekara í Nesi við SeltjörnÁgripUrtagarður Björns Jónssonar lyfsala (1772–1798) stóð við suðurgafl Nesstofu en þar ræktaði hann bæði lækningajurtir fyrir apótekið, grænmeti og ávaxtatré. Garðurinn hefur verið nokkuð stór því hann er sagður hafa verið afgirtur með 108 faðma löngu torfgerði (u.þ.b. 200 metrar). Björn ræktaði m.a. kartöflur og reyndi fyrir sér með kornrækt. Best gekk honum að rækta bygg og hafra en tilraunir hans með rúg og hveiti gengu mun verr. Í skýrslu frá árinu 1777 er getið um 20 tegundir grænmetis og kryddjurta í garði Björns: grænkál, hvítkál, gulrófur, næpur, botfelskar rófur, salat, sellerí, radísur, spínat, lauka, bæði hvíta og rauða, rauðrófur, piparrót, snitkál, blöðrukál, „kaalrabi under jorden,“ steinselju, karsa, meiran og timian. Erfiðast hefur gengið að finna heimildir um lækningajurtir Björns. Í bréf til Hannesar Finnssonar biskups frá 1769 nefnir Björn þrjár lækningaplöntur sem hann var með í garðinum, allt vel þekktar íslenskar plöntur: skarfakál, sæhvönn og burnirót. Auk þess mætti nefna baldursbrá en um hana getur Sveinn Pálsson í Ferðabók sinni 1791–97. Þó heimildir séu litlar verður að telja næsta víst að Björn hafi ræktað flestar þær sömu tegundir lækningajurta og ræktaðar voru í Danmörku á þessum tíma. Við val á lækningaplöntum í Urtagarðinn eins og hann er í dag var tekið mið af dönsku lyfjaskránni frá árinu 1772, en eftir henni starfaði Björn og hefur þá að sjálfsögðu tekið mið af henni við val á plöntum í garðinn sinn. Björn fékkst einnig við trjárækt og í garði hans er getið um sjö grenitré, fjóra ylla, eitt eplatré, einn rifsberjarunna og tvo stikilsberjarunna sem voru með fjórum berjum haustið 1769.

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur

Mynd: Regína Hallgrímsdóttir

Page 24: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

24 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Reykingar eru ein alvarlegasta heilbrigðisógnin í vestrænu samfélagi. Í sígarettureyk eru ýmis efni sem valda krabbameinum, hjarta- og æðasjúkdómum og alvarlegum öndunarfærakvillum. Í honum er einnig nikótín sem er lyfjavirkt og mjög ávanabindandi. Vegna þessarar heilbrigðisógnar er mjög mikilvægt að hjálpa þeim sem hafa ánetjast nikótíni að hætta að reykja tóbak. Hérlendis er á markaði mikið úrval nikótínlyfja til að losa fólk undan áhættunni sem fylgir tóbaksreykingum. Nikótínlyf með markaðsleyfi hér á landi eru á formi nefúða, forðaplástra, innöndunar-gufu, munnholsúða, munnsogstaflna, tungurótartaflna eða tyggigúmmís1. Fyrir nokkrum árum komu á markað í Bretlandi og Bandaríkjunum svo-kallaðar rafsígarettur sem innihalda nikótín fyrir þá sem vilja hætta að reykja tóbak. Þar sem notkun á rafsígarettum líkist því að reykja venjulegar sígarettur telja margir að þær séu líklegri til að hjálpa reykingamönnum að hætta að reykja en þau lyf sem þegar eru á markaði. Niðurstöður rannsókna hafa ekki stutt þá skoðun svo óyggjandi sé 2,3,4,5.

Rafsígarettur eru samsettar úr rafhlöðu annars vegar og hins vegar hylki sem geymir glóðarþráð og nikótín blandað t.d. glýseróli og própýlenglýkóli. Algengt er að nikótínblandan innihaldi einnig bragðefni, t.d. piparmyntu-, ávaxta- eða súkkulaðibragð. Þegar kveikt er

á rafsígarettunni er straumi hleypt á glóðarþráðinn svo hann hitnar þannig að nikótínið og önnur efni blöndunnar gufa upp og neytandinn sogar þau niður í lungu.Nú er sala á rafsígarettum leyfð í Bandaríkjunum og Bretlandi en stjórnvöld á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hafa sett hömlur á söluna. Ástæða þess að stjórnvöld víða í Evrópu hafa ekki leyft sölu á rafsígarettum með nikótíni á neytendamarkaði er að ekki hefur enn verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að vörurnar séu skaðlausar og að þær virki eins og ætlast er til.

Lyf þurfa að uppfylla kröfur um gæði, öryggi og verkun til að fá markaðsleyfi en engar rafsígarettur eru nú á markaði sem sannanlega uppfylla þessar kröfur. Efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfjastofnunarinnar á

gufum úr tveimur algengum gerðum af rafsígarettum með nikótíni leiddu í ljós að gæðum og öryggi rafsígarettanna gat verið ábótavant6. Rannsókn á vegum Bresku lyfjastofnunarinnar gaf svipaðar niðurstöður7. Merkingar á nikótínmagni í vöru voru ekki alltaf í samræmi við mælingar á innihaldi og efnasamsetning varanna var stundum breytileg frá einni vörusendingu til annarrar. Þar gat munað allt að 60% á nikótínmagni8. Slíkur breytileiki getur valdið aukaverkunum og ofskömmtun ef magnið af nikótíninu er of mikið, eða fráhvarfseinkennum ef of lítið er af nikótíninu. Sýnt var að gufurnar úr rafsígarettum innihalda efni sem geta verið eitruð (t.d. díetýlenglýkól) eða krabbameinsvaldandi (t.d. nítrosamín). Nýlega kom í ljós að glóðarþráðurinn og lóðuð samskeyti í algengri gerð af rafsígarettum geta gefið frá sér málmagnir, t.d. nikkel, króm og tin, sem gætu valdið skaða í lungum og víðar í líkamanum9.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að efnin sem myndast við hitun og uppgufun nikótínvökvans séu skaðlaus þegar til lengri tíma er litið. Framleiðsla á rafsígarettum með nikótíni sem seldar eru erlendis eru ekki undir neinu eftirliti og því engin trygging fyrir því að notandinn fái það sem hann heldur að hann sé að kaupa. Í Bretlandi voru gefnar út sérstakar reglur til að leyfa sölu á rafsígarettum 2011, vegna þess að talið var að þær væru hættuminni en venjulegar sígarettur. Í Bretlandi hefur nú verið

Lyfjastofnun

Eiga rafsígarettur heima á almennum markaði?

Efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfjastofnunarinnar á gufum úr tveimur algengum gerðum af rafsígarettum með nikótíni leiddu í ljós að gæðum og öryggi rafsígarettanna gat verið ábótavant

Page 25: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

25Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Rafsígarettur gætu orðið áhugaverð viðbót við nikótínlyf, en ekki er ástæða til að undanskilja þær kröfunum um gæði, öryggi og verkun.

ákveðið að draga söluleyfið til baka. Árið 2016 munu Bretar gera kröfur um að allar rafsígarettur sem innihalda nikótín uppfylli sömu kröfur um gæði, öryggi og verkun og nikótínlyf10.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að notendum rafsígaretta fjölgar hratt í Bandaríkjunum. Það er athyglisvert að fjöldi unglinga sem notuðu raf-sígarettur tvöfaldaðist milli áranna 2011 og 2012 og að einn af hverjum fimm rafsígarettunotendum á aldrinum 12-14 ára hafði aldrei prófað sígarettur áður11. Vitað er að nikótín berst út í andrúmsloftið þar sem rafsígarettur eru notaðar og berst óhjákvæmilega í vit nærstaddra og útsetur þá fyrir aukaverkunum nikótíns12,13. Upplýsingar sem þessar gefa tilefni til að huga að því hvort rafsígarettur eigi ekki að lúta sömu takmörkunum og tóbak um reykingarstaði og sölu skv. lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 og reglugerð nr. 326/2007 um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Eins og áður er getið er ríkulegt úrval af nikótínlyfjum á markaði sem hafa verið rannsökuð með tilliti til gæða, öryggis og verkunar. Framleiðsla þeirra er undir eftirliti lyfjastofnana svo innihald þeirra er þekkt og vel skilgreint. Rafsígarettur gætu orðið áhugaverð viðbót við nikótínlyf, en ekki er ástæða til að undanskilja þær kröfunum um gæði, öryggi og verkun. Á grundvelli góðra upplýsinga um áhættu og ávinning eiga neytendur að geta ákveðið hvort þeir vilja neyta vöru eða ekki.

Sigríður Ólafsdóttir, Kristín Loftsdóttir,

eftirlitssviði Lyfjastofnunar

1. http://serlyfjaskra.is/ShowResult.aspx?d=1&p=0&n=0&i=1&t=0&a=0&at=0&m=0&q=Nicotinum (sótt 22. júní 2014)

2. Harrell, Paul Truman, et al. “Electronic Nicotine Delivery Systems (“E-cigarettes”) Review of Safety and Smoking Cessation Efficacy.” Otolaryngology--Head and Neck Surgery (2014): 0194599814536847.

3. Grana, Rachel, Neal Benowitz, and Stanton A. Glantz. “E-Cigarettes A Scientific Review.” Circulation 129.19 (2014): 1972-1986.

4. Polosa, Riccardo, et al. “A fresh look at tobacco harm reduction: the case for the electronic cigarette.” Harm reduction journal 10.1 (2013): 19.

5. Burstyn, Igor. “Peering through the mist: systematic review of what the chemistry of contaminants in electronic cigarettes tells us about health risks.” BMC public health 14.1 (2014): 18.

6. http://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm173222.htm (sótt 22. júní 2014)

7. http://www.mhra.gov.uk/home/groups/comms-ic/documents/websiteresources/con286843.pdf (sótt 22. júní 2014)

8. http://www.mhra.gov.uk/home/groups/

comms-ic/documents/websiteresources/con286839.pdf

9. Williams, Monique, et al. “Metal and silicate particles including nanoparticles are present in electronic cigarette cartomizer fluid and aerosol.” PloS one 8.3 (2013): e57987.

10. http:/ /www.mhra.gov.uk/NewsCentre/Pressreleases/CON286855 (sótt 24. júní 2014)

11. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). “Notes from the field: electronic cigarette use among middle and high school students-United States, 2011-2012.” MMWR. Morbidity and mortality weekly report 62.35 (2013): 729.

12. Czogala, Jan, et al. “Secondhand exposure to vapors from electronic cigarettes.” Nicotine & Tobacco Research 16.6 (2014): 655-662.

13. Schripp, T., et al. “Does e‐cigarette consumption cause passive vaping?.” Indoor Air 23.1 (2013): 25-31.

Page 26: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

26 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Ég starfa sem verkefnastjóri í þeirri deild Sundhedsstyrelsen sem annast skráningu lyfja og fylgist með lyfjabirgðum.

Sundhedsstyrelsen er sú stofnun sem fer með heilbrigðis- og lyfjamál í Danmörku og var stofnuð 1.mars 2012 með samruna Lægemiddelstyrelsen (lyfjastofnunar) og Sundhedsstyrelsen (lýðheilsustofnun).

Árið 1980 flutti ég til Danmerkur því á þeim tíma var ekki hægt að ljúka kandídatsprófi frá Háskóla Íslands. Ég lauk þar kandídatsprófi sumarið 1984.

Í áranna rás hafa margir Íslendingar lagt stund á lyfjafræði í Danmörku, oft margir í hverjum árgangi. En í

mínu árgangi voru bara ég og Trausti Pétursson, sem nú starfar hjá Actavis. Þar sem við vorum ekki góð í dönsku til að byrja með þótti sjálfgefið að við ynnum saman í náminu. Til dæmis í verklegum tímum þar sem ég var með tíu þumalfingur en Trausti sveiflaði mæliglösum og kolbum léttilega. Íslendingarnir á lyfjafræðiskólanum héldu yfirleitt vel saman, brids var t.d. mikið spilað. Og að sjálfsögðu var efnt til margra íslenskra teita.

Ég var svo heppin að fá strax inni á stúdentagarðinum Nordisk Kollegium (NK) á Austurbrú, þar sem bjuggu á sama tíma tíu íslenskir stúdentar. NK var á þeim tíma mikill lúxus stúdentagarður því hann var að hluta til rekinn af fyrirtækinu Nordisk Fjer sem var með höfuðstöðvar í einni álmunni. Það var því eftirsóknarvert að fá inni á NK því húsaleigan var mjög sanngjörn, þar sem húsgögn og fullt fæði voru innifalin. Við fengum meira að segja nesti með okkur þegar við hjóluðum yfir í Farmaceutisk Højskole, sem stendur við Universitetsparken, u.þ.b. 15 mínútur frá NK.

Matarkaup voru því ekki dýrustu útgjöldin hjá mér heldur voru það ferðirnar þegar ég einu sinni eða tvisvar í mánuði hjólaði inn á aðal-pósthúsið í Købmagergade og hringdi heim. Mínútan kostaði a.m.k. 5 dkr svo maður þurfti að vera stuttorður. En aðalsamskipti mín við fjölskyldu og vini heima voru þá með sendibréfum.

Þegar ég, árið 1984 lauk lyfjafræðinámi fékk meginpartur lyfjafræðinganna

vinnu í apótekum. Ég var á sínum tíma nemi í Reykjavíkurapóteki, það var góður vinnustaður, og ég sá fyrir mér að ég yrði apótekslyfjafræðingur á Íslandi.

En þannig fór það ekki, bæði vegna þess að ég varð ástfangin af dönskum manni og að ég hélt áfram að búa í Danmörku, þar sem ekki var svo mikla vinnu að fá þegar ég útskrifaðist 1984. Annað vandamál sem kom upp var að ég þurfti að verða mér út um danska löggildingu til að mega starfa sem í lyfjafræðingur í dönskum apótekum. Í byrjun var ég svo heppin að fá vinnu á sjúkrahúsapótekinu á Kommunehospitalet í Kaupmannhöfn og um tíma vann ég líka í apóteki í Nykøbing á Falstri þangað til ég fékk svo vinnu hjá heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn.

Á íslenskan mælikvarða er Kaupmannahöfn tiltölulega stór borg með u.þ.b. 500.000 íbúa. Heilbrigðis- og lyfjakostnaður er allstór hluti af útgjöldum borgarinnar. Ég var fyrsti lyfjafræðingurinn sem var ráðinn til borgarinnar og þurfti oft að sinna verkefnum sem voru þverfagleg og margir faghópar tóku þátt í vinnunni, allt frá viðskiptafræðingum til lækna því borgin vildi halda lyfjaneyslu borgarbúa í skefjum. Í fyrstu vann ég þó oft ein við að fá yfirsýn yfir lyfjaneysluna út frá aðgengilegum gögnum, sem fyrir hendi voru. Það er að segja gögnum sem voru reiknuð út frá niðurgreiðslu lyfja sem ávísað var og keypt af íbúum borgarinnar í apótekum.

LYFJAFRÆÐINGUR Í DANMÖRKUSteinunn Agla Gunnarsdóttir

Sundhedsstyrelsen er á Islands Brygge og þar starfa um 700 manns. Meginhlutinn starfar í stórum sameiginlegum skrifstofum, sem komið er fyrir í húsum sem áður hýstu danska sojaköku-verksmiðju. Í verksmiðjunni var á sínum tíma framleidd matarolía og fóður fyrir danskan landbúnað úr innfluttum sojabaunum. Starfseminni var snögglega hætt árið 1980 þegar verksmiðjan sprakk í loft upp. Við framleiðsluna var bæði notað kvikasilfur og klór sem leiddi til þess að nauðsynlegt var að hreinsa svæðið vandlega áður en hægt var að koma þar upp skrifstofu- og íbúðarhúsnæði.

Steinunn Agla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri við skráningu lyfja fyrir framan vinnustaðinn sinn, Sundhedsstyrelsen

Page 27: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

27Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÓLKIÐRafræn meðhöndlun gagna var á þeim tíma enn í mótun en smátt og smátt gátum við betur greint hið mikla magn upplýsinga, sem var aðgengilegt eftir því sem apótekin fóru að nota rafrænt bókhald í auknu mæli. Þá gátum við í fyrsta skipti fengið yfirsýn yfir notkun ýmissa niðurgreiddra lyfja og einnig fylgst með ávísunum lækna, þ.e. skoðað ávísanavenjur og jafnvel tínt út þá lækna sem skáru sig frá meðaltalinu. Til dæmis gátum við tínt út lækna sem ávísuðu miklu magni af breiðvirkum sýklalyfjum eða ávísuðu alltaf dýrustu lyfjunum. Þegar ávísanavenjur lækna eru skoðaðar á þennan hátt þarf auðvitað alltaf að taka tillit til félags-legra og landfræðilegra þátta á svæði læknisins, en þrátt fyrir það sást iðulega athyglisvert munstur.

Eftir nokkur ár var komið upp deild þar sem unnið var að skynsamlegri lyfjanotkun, með nokkrum árangri, með því að fá almenna lækna til að velja lyf þar sem mest samræmi er milli verkunar og kostnaðar. Eitt af hjálpartækjunum sem við notuðum voru töflur og gröf þar sem hver einstakur læknir gat borið ávísanavenjur sínar saman við annarra lækna í borginni. Að lokum voru útbúnir viðmiðunarlistar.

Lyfjageirinn, sem er fyrirferðamikill í dönskum iðnaði, hefur stundum litið hornauga tilraunir okkar við að koma á því vinnulagi að valin séu lyf út frá verði og gæðum. Lyfjaiðnaðurinn heldur því réttilega fram að þróun nýrra lyfja sé afar kostnaðarsöm. Iðnaðurinn heldur því líka fram að þróun nýrra lyfja stöðvist ef ekki er markaður fyrir ný lyf. Það er þó þannig að ný lyf eru með einkaleyfi í 10 ár þar sem iðnaðurinn hefur einkarétt á að fá inn fyrir þróunarkostnaði og fær oft ríflegan ágóða. En þar sem íbúarnir stynja yfir vaxandi skattheimtu var vinnan sem ég var með í að koma á fót hjá Kaupmannahafnarborg nauðsynleg til að koma í veg fyrir að opinber lyfjaútgjöld sprengdu alla ramma.

Í Danmörku beinist athyglin að lyfja-málum m.a. vegna mikils lyfjaiðnaðar sem skilar miklum fjármunum heim til Danmerkur. Sem eftirlitsstofnun er Sundhedsstyrelsen einnig mikilvægur liður í því starfi og þess vegna var það að ég valdi að skipta um vinnu árið 2002 og leita að nýjum áskorunum á svið löggjafarinnar þ.e. skráningu nýrra lyfja.

Ég skipti frá frekar litum vinnustað yfir í stofnun þar sem starfa um 700 manns úr u.þ.b. 20 mismunandi faghópum. Þar af eru um 110 lyfjafræðingar.

Sundhedsstyrelsen er spennandi vinnu-staður þar sem mörg og fjölbreytileg verkefni eru leyst á þverfaglegan hátt

og í samstarfi við aðrar stofnanir, samtök og sérfræðinga bæði í Danmörku, Evrópusambandinu og annars staðar í heiminum.

Sundhedsstyrelsen heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Aðalverkefni okkar er að vinna að því að gera Dönum kleift að lifa heilbrigðu lífi og jafnframt að tryggja að borgurunum bjóðist meðhöndlun í heilbrigðiskerfi sem getur státað af faglegum gæðum.

Verkefni Sundhedsstyrelsen eru m.a. að hafa eftirlit með lyfjamálum, þar á meðal apótekum, verðlagningu lyfja, aukaverkunum og fleiri þáttum. Nú á dögum fara helstu samskipti fram gegnum netið og það gera samskiptin líka hjá Sundhedsstyrelsen, þar sem skipt var yfir í rafræn samskipti árið 2010. Við skráningu lyfja þurfa framleiðendurnir að skila inn viðamiklum gögnum. Oft var magnið það mikið að það kom í flutningabílum á vörubrettum. Þetta skapaði ekki mikla gleði á skrifstofunum þar sem stundum var allt yfirfullt af kössum með gögnum. Árið 2010 var sem sagt farið yfir í pappírslaus viðskipti, sem gerir marga hluti auðveldari, en niðurhaldið gengur stundum erfiðlega þar sem við vinnum með mikið magn gagna. Auk þess þurftum við, sérstaklega þeir sem eldri eru, að venjast nýjum vinnuaðferðum og sitja fyrir framan skjáinn til að komast í gegnum stórar töflur með upplýsingum.

Við gefum út starfsleyfi fyrir 18 mismunandi fagstéttir heilbrigðis-starfsmanna. Annað mikilvægt verkefni er að hafa eftirlit með að þessar heilbrigðisstéttir ástundi fagleg vinnubrögð.

Hjá Sundhedsstyrelsen er einnig veitt heilbrigðisráðgjöf bæði til hins almenna borgara og til ýmissa faghópa á sviði heilbrigðisfræða. Auk þess sem Sundhedsstyrelsen er yfirvöldum til ráðgjafar á svið lyfja- og heilbrigðismála. Sem dæmi má nefna að útbúa meðhöndlunarleiðbeiningar og ráðleggingar vegna smitsjúkdóma eins og inflúensu og Ebólu.

Í Danmörku er mikill áhugi á heilbrigðismálum og á hverjum degi er

Sundhedsstyrelsen nefnd í fréttamiðlum. Stundum vegna þess að brestir í heilbrigðiskerfinu koma í ljós eða óvæntar aukaverkanir lyfja koma fram. Hjá þessu verður víst vart komist en hefur þau áhrif að hvetja okkur sem vinnum hjá Sundhedsstyrelsen til að gera okkar besta.

Frá því ég hóf störf hjá Sundheds-styrelsen árið 2002 hef ég unnið í „regulatorisk sektion“ sem er eitt af fimm teymum sem heyra undir “godkendelsesafdelingen“. Í mínu teymi erum við 39, næstum öll lyfjafræðingar.

Aðalverkefni okkar er að meta umsóknir um markaðsleyfi og breytingar á þeim, bæði fyrir lands-skráð lyf og miðlægt skráð lyf.

Við veitum markaðsleyfi og berum ábyrgð á að meta merkingu lyfja, nöfn, fylgiseðla og samantekt um eiginleika lyfs. Á síðustu árum hef ég líka tekið þátt í skráningu dýralyfja, sem er viðamikil í Danmörku.

Starfið mitt á Sundhedstyrelsen er alþjóðlegt og daglega er ég í sam-bandi við starfsmenn iðnaðarins og starfsmenn annarra evrópskra yfir-valda. Vinnumálið er oftast enska en það kemur fyrir að ég hef tækifæri til að æfa mig í íslenskunni þegar ég hitti samstarfsaðila frá Íslandi.

Steinunn Agla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Sundhedsstyrelsen.

Allt ferlið hefur verið rafrænt frá árinu 2010. Hér sést Steinunn á vinnustaðnum

Steinunn ræðir málin við samstarfsmann sinn Gitte Jørgensen.

Page 28: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

28 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Aftur berast fréttir af því að lyfjafræðingur er að gefa út bók um lyfjafræði en í október á þessu ári var gefin út handbók eftir Reyni Eyjólfsson lyfjafræðing. Ber hún heitið „Design and Manufacture of Pharmaceutical Tablets“ og var gefin út af Elsevier. Bókin er um hagnýta hönnun og framleiðslu lyfjatafla með áherslu á tölfræðilega tilhögun tilrauna og duftblöndun. Hægt er að nálgast bókina hjá Elsevier (www.store.elsevier.com), Amazon og víðar en einnig er hægt að fá hana lánaða hjá LFÍ, en Reynir færði félaginu hana að gjöf. Færum við Reyni þökk fyrir að hugsa til okkar lyfjafræðinga með aðgang að bókinni.

Ritnefnd TUL óskar Reyni til hamingju með útgáfu bókarinnar.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Design and Manufacture of Pharmaceutical Tablets eftir Reyni Eyjólfsson

Áhugaverð lesning“Professionalism, Work and Clinical Responsibility in Pharmacy” eftir David Tipton.

Ábending: Ingunn Björnsdóttir

Trick or Treatment? Alternative Medicine on Trial eftir Edzard Ernst and Simon Singh.

Ábending: Gauti Einarsson

Pharmaceutical Care Practice: The Patient-Centered Approach to Medication Management, Third Edition eftir Robert J. Cipolle, Linda Strand, Peter Morley.

Í henni er m.a. kafli eftir Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessor í klínískri lyfjafræði við Syddansk Universitet, þar sem fjallað er um Ísland og Skandinavíu á bls. 556.

Ábending: Elín Ingibjörg Jacobsen

Drugs in Use eftir Lindu J. Dodds.

Þessi bók er frábær ef fólki finnst gaman að grúska svolítið. Komin ný útgáfa.

Ábending: Elín Ingibjörg Jacobsen

Vaccinated: One Man’s Quest to Defeat the World’s Deadliest Diseases eftir Paul Offit.

Bókin fjllar um upphaf bólusetninga

Ábending: Hróðmar Jónsson

Do You Believe in Magic?: Vitamins, Supplements, and All Things Natural: A Look Behind the Curtain eftir Paul Offit.

Bókin fjallar um náttúru- og fæðubótarefni.

Ábending: Hróðmar Jónsson

An Anatomy of Addiction: Sigmund Freud, William Halsted, and the Miracle Drug, Cocaine eftir Howard Markel

Ábending: Lárus S. Guðmundsson

Page 29: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

29Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Dagana 1.-6. apríl 2014 var haldin hin árleg ráðstefna lyfjafræðinema á Norðurlöndum, Pinsestævne (Pinse). Þetta var í 72. skipti sem þessi ráðstefna var haldin og sendi Tinktúra, félag lyfjafræðinema, fjóra fulltrúa á þessa ráðstefnu. Ráðstefnufarar voru nemar á 2. og 3. ári í lyfjafræði og voru Andrea Benediktsdóttir, Daði Freyr Ingólfsson, Guðrún Linda Sveinsdóttir og Sigurjón Viðar Gunnlaugsson. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Uppsala í Svíðþjóð, en Pinse ráðstefnan flyst á milli Norðurlandanna fjögurra, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.

Tilgangur þessarar ráðstefnu hefur ávallt verið að mynda tengsl milli lyfjafræðinema á Norðurlöndunum og einnig til að kynnast nýjungum í námi og starfi.Vikan var samblanda af lærdómsríkum sem og félagslegum viðburðum. Dagurinn byrjaði oftast snemma á einum eða tveimur fyrirlestrum og síðan var farið í heimsóknir í fyrirtæki.Meðal fyrirtækja sem voru heimsótt voru The Swedish Medical Products Agency, AstraZeneca, The Swedish Pharmaceutical Society og Háskólann í Uppsala. Áhugaverðustu fyrirlestrarnir sem við fórum á voru m.a. hjá AstraZeneca, en þar fengum við fræðslu um fyrirtækið og fórum síðan í síðan skoðunarferð um framleiðsluna. Einnig var mjög fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur sem var haldinn í Háskólanum í Uppsala, þar sem farið var yfir sögu þessarar ráðstefnu allt frá því að hún hófst árið 1937. Ráðstefnan hefur verið haldin nánast á hverju ári síðan 1937, þó að undanskyldu hléi sem var þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Einnig fór hópurinn í afar áhugaverða skoðunarferð í lyfjafræðisafnið, þar sem ráðstefnufarar fengu fyrirlestur um sögu lyfjagerðar í Svíþjóð.

Ráðstefna hefur einnig sína félagslegu hlið og siði, en þar má nefna Materia sem er hátíðarkvöldverður og er aðalatriðið söngur, en mikill söngur einkennir þessa ráðstefnu og hefur verið útbúin sér lyfjafræðisöngbók sem er gripið til við hvert tilefni. Fleiri viðburði má nefna eins og „pubcrawl“ og „Nordic night“, sem af okkur er talin lang skemmtilegasti viðburðurinn, en þar kemur hvert land með einhverjar veigar frá sínu heimalandi og klæðir sig upp í eitthvað sem tengist sínu landi. Við í íslensku sendinefndinni voru klædd sem Björk í svanabúningnum. Íslenska sendinefndin í ár bauð upp á veitingar, aðallega í fljótandi formi, og má þar nefna Brennivín og Opal. Aðalatriðið er svo galakvöldið á lokadegi ráðstefnunar þar sem allir klæddu sig í sitt fínasta púss og borðuðu saman.

Þessi ráðstefna var mjög fróðleg og skemmtileg lífsreynsla og líka áhugavert að geta borið sig saman við hin Norðurlöndin um hvernig náminu er háttað og hvaða starfsvettvangur er í boði fyrir verðandi lyfjafræðinga.

Einnig viljum við koma fram kærlegum þökkum til Lyfjafræðingafélagsins, Alvogen, LYFIS og Ölgerðarinnar sem styrktu okkur til farar á þessa ráðstefnu, sem eflir tengsl og samvinnu við hin Norðurlöndin.

Andrea Benediktsdóttir, Daði Freyr Ingólfsson,

Guðrún Linda Sveinsdóttir, Sigurjón Viðar Gunnlaugsson,

lyfjafræðinemar

Pinsestævne 2014Norræn ráðstefna lyfjafræðinema í Svíðþjóð

Allir ráðstefnugestir frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Mynd: Mads Lundgren Petersen.

Frá vinstri: Guðrún Linda Sveinsdóttir, Sigurjón Viðar Gunnlaugsson, Andrea Benediktsdóttir, Daði Freyr Ingólfsson.

styrkþegi

Page 30: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

30 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Sjúkra-

Kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja nam 370 milljónum kr. árið 2013. Kostnaðurinn hefur lækkað um 722 milljónir kr. frá 2009 eða um 66%, þrátt fyrir að notkun þunglyndislyfja hafi aukist um 19% á sama tímabili.

Helstu ástæður fyrir lækkuninni eru breytingar sem gerðar voru á greiðsluþátttökunni þann 1. júní 2010 en þær fólu í sér að eingöngu ódýrustu lyfin fengu greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef þau lyf reyndust ófullnægjandi gat læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfjunum. Áhrifin af breytingunum eru að notkun ódýrari lyfja hefur aukist, verð á mörgum lyfjum hefur lækkað og fleiri samheitalyf hafa komið á markaðinn. Ástæður fyrir enn meiri lækkun á kostnaði á árinu 2013 eru verðlækkanir á þunglyndislyfjum

með tilkomu fleiri samheitalyfja á markaðinn og vegna verðendurskoðunar lyfjagreiðslunefndar. Jafnframt lækkaði kostnaður tímabundið vegna nýs greiðsluþátttökukerfis sem tók gildi þann 4. maí 2013, þar sem notendur greiða lyf sín að fullu í fyrsta þrepi. Kostnaður SÍ er því minni fyrstu mánuðina eftir gildistöku nýja greiðsluþátttökukerfisins þar sem kerfið hefur ekki náð jafnvægi. Hafa verður í huga að ýmsir aðrir þættir hafa einnig áhrif á lyfjakostnaðinn, svo sem breyting á smásöluálagningu lyfja, hækkun virðisaukaskatts, almenn hækkun á hluta sjúklings og gengi krónunnar sem hefur mikil áhrif því verð meirihluta lyfja er skráð í erlendri mynt sem uppreiknast mánaðarlega með útgáfu nýrrar lyfjaverðskrár.

Upplýsingar um kostnað og notkun eru fengnar úr tölfræðigagnagrunni SÍ sem í eru upplýsingar um notkun lyfseðilsskyldra lyfja sem afgreidd eru úr apótekum, en hvorki upplýsingar um lyf sem seld eru án lyfseðils né almenn lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum.

Notkun og kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja

Kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja. Notkun þunglyndislyfja (mæld í þúsundum skammta, DDD).

Page 31: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

31Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Velferðarráðuneytið

LyfjagreiðslunefndFréttir

LY F J A G R E I Ð S L U N E F N D

VE L F E R Ð A R R Á Ð U N E Y T I Ð

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hvort ný lyf séu tekin seinna í notkun á Íslandi en í nágrannalöndunum.

Nýtt lyf við lifrarbólgu C fékk ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum í síðasta mánuði. Þetta lyf og önnur lyf við lifarbólgu C sem ekki eru komin á markað hafa verið til umfjöllunar hjá þeim erlendu stjórnvöldum sem lyfjagreiðslunefnd er í samstarfi við og þar er verðlagning lyfjanna ein helsta fyrirstaða notkunar.

Áður hefur komið fram að Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og velferðarráðuneytið hefur lagt áherslu á samstarf landanna með það að markmiði að lækka lyfjakostnað og samræma reglur um notkun lyfjanna og hvenær þau eru tekin í notkun.

Íslensku samtök frumlyfjaframleiðenda – Frumtök - hafa kortlagt í nýrri skýrslu umhverfi leyfisskyldra lyfja og í framhaldinu kallað eftir gagnsæju og tímasettu ferli við að taka ný lyf í notkun ásamt því að fjármögnun verði tryggð.

Kostnaður SÍ vegna S-merktra lyfja er verulegur og árið 2013 nam hann 6.387 milljónum kr., kostnaður á þessu ári

stefnir í 6.756 milljónum kr., sem er innan fjárheimilda og í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 6.640 milljónum kr. í þennan flokk lyfja árið 2015.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2015 verða S-merkt lyf og leyfisskyld lyf sem ávísað er til notkunar utan sjúkrahúsa felld undir lyfjagreiðslukerfið frá 1. janúar næstkomandi. Velferðarráðherra hefur skipað vinnuhóp til að útfæra það afmarkaða verkefni sem felst í að bæta við greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga þeim S-merktu og leyfisskyldu lyfjum sem ávísað er með lyfseðli til notkunar utan heilbrigðisstofnana. Hlutverk vinnuhópsins er að útfæra framangreindar breytingar og mun hópurinn skila tillögum sínum fyrir lok október .

Annað sem mikið hefur verið til umræðu hérlendis er gæði og aðgengi að lyfjagagnagrunnum. Eitt af því sem talið er mikilvægt við að meta ávinning af því að taka ný lyf í notkun eru góðar heilbrigðisskrár þar sem hægt er að meta og fylgjast með notkun og ávinningi af lyfjum.

Hreyfiseðill er nýtt ávísanaform læknis þar sem læknir getur ávísað hreyfingu fyrir sjúklinga sem hluta af meðferð. Velferðarráðuneytið hefur gert samninga um innleiðingu hreyfiseðla í samræmi við ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að gera hreyfiseðla hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Innleiðing hreyfiseðla byggir á sænskri fyrirmynd en þetta meðferðarform hefur náð mikilli útbreiðslu þar og víðar um lönd á undanförnum árum og þykir árangursrík.

Notkun hreyfiseðla felst í því að læknar geta á formlegan hátt ávísað hreyfingu á sjúklinga telji þeir að reglubundin og skipulögð hreyfing geti gagnast þeim sem hluti af meðferð. Þegar mat læknis liggur fyrir tekur svokallaður hreyfistjóri við sem útbýr, í samráði við sjúklinginn, áætlun um hvers konar hreyfingu hann eigi að stunda, hve oft, hve

lengi í einu og af hve mikilli ákefð. Áætlunin tekur mið af áhrifum hreyfingar á þau vandamál sem sjúklingurinn á við að etja.

Tilraunaverkefni um notkun hreyfiseðla á höfuðborgar-svæðinu og á Akureyri hefur staðið yfir frá árinu 2011. Verkefnið hefur gefist vel og eftir því sem skipulag og utanumhald hefur þróast hefur árangurinn batnað og meðferðarheldni aukist. Fyrstu fjóra mánuði ársins 2013 var meðferðarheldnin um 57% en fyrstu fjóra mánuði þessa árs var hún um 78%, sem er mjög góður árangur. Tilraunaverkefni um notkun hreyfiseðla er lokið og nú er tekin við áætlun um innleiðingu þessa meðferðarforms hjá heilbrigðisstofnunum um allt land.

Á vegum Evrópuráðsins er nú unnið að kortlagningu á þeim möguleikum og aðferðum sem hægt er að beita til að tryggja jafnt aðgengi að lyfjum í löndum sem glíma við efnahagsörðugleika. Heiti verkefnisins er á ensku: „Preventing inequlaities in access to medication and risk for public health in financial crisis in Europe through practices,

processes and policies“. Einar Magnússon lyfjamálastjóri, sem kosinn hefur verið varaformaður stýrinefndar Evrópu-ráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu (Committee on Pharmaceuticals and Pharmaceutical Care), stýrir verkefninu sem er unnið í vinnuhópi á vegum stýrinefndarinnar.

Hreyfiseðlar

Jafnt aðgengi að lyfjum í efnahagskreppum

Page 32: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

32 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

European Society of Oncology Pharmacy (ESOP) eru samtök um krabbameinslyfjafræði sem voru stofnuð sem deild innan ISOP, Alþjóðasamtaka um krabbameins-lyfjafræði, árið 2000. Stofnmeðlimir voru frá Austurríki, Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lúxemborg, Póllandi, Slóveníu, Sviss, Svíþjóð, Tékklandi og Þýskalandi. Í félaginu eru nú yfir 3.300 félagar frá 38 löndum og er Ísland eitt þeirra landa sem bæst hafa í hópinn.Formaður félagsins frá upphafi er Dr. Klaus Mayer, lyfjafræðingur frá Þýskalandi. Hann hefur af óbilandi elju og áhuga lyft grettistaki í málum sem snerta krabbameinslyfjafræði. Í Þýskalandi er nú hægt að fara í tveggja ára framhaldsnám í krabba-meinslyfjafræði og hafa Þjóðverjar verið duglegir við að aðstoða nágranna sína við að koma á framförum í krabbameinslyfjafræði.

Markmið ESOP er að stuðla að bestu mögulegu meðferð fyrir krabba-meinssjúklinga. Þetta er að hluta til gert með því að þróa og efla klíníska vinnu við gjöf krabbameinslyfja með:

-menntun og þjálfun-öruggri meðhöndlun lyfja-gæðastjórnun-rannsóknum og þróun-lyfjafræðilegri umsjá

Einn stærsti þátturinn í starfsemi ESOP er að halda námskeið (masterclass) fyrir lyfjafræðinga sem vilja efla þekkingu sína á þessu sviði. Námskeiðin eru þrenns konar; í fyrsta lagi er fjallað almennt um krabbameinslyf, þ.e. um blöndun, aðstöðu og gæðaeftirlit. Annars vegar er fjallað um grunnatriði varðandi stöðugleika, lyfjahvarfa-fræði, skammta og fleira og síðast en ekki síst er kennsla í klínískri vinnu

við krabbameinslyf. Þessi námskeið standa félögum til boða gegn hóflegu gjaldi. Ætlast er til að viðkomandi lyfjafræðingur vinni annað hvort við lyfjablöndun eða sem klínískur lyfjafræðingur. Nú þegar hafa tveir lyfjafræðingar af LSH sótt námskeið á vegum ESOP og sá þriðji mun sækja næsta masterclass sem verður haldið í Istanbúl nú í nóvember.

ESOP hefur gefið út gæðastaðal, Quapos - Quality Standard for the Oncology Pharmacy Service og má panta fjórðu útgáfu hans á http://www.esop.li/downloads/Quapos4_Bestellformular_englisch.pdf. Quapos er mjög gagnleg bók fyrir alla þá sem vinna með krabbameinslyf en þar er tæpt á flestu því sem nauðsynlegt er fyrir lyfjafræðinga að vita um notkun krabbameinslyfja.

Samtökin héldu ráðsstefnu (European Conference of Oncology Pharmacy, ECOP) í Kraká í júní 2014. Ráðstefnuna sóttu um 500 lyfjafræðingar, flestir frá Evrópu en einnig nokkrir frá löndum utan Evrópu eins og t.d. Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu og nokkrum Afríkuríkjum. Þrír íslenskir sjúkrahúslyfjafræðingar sóttu fundinn, Guðrún Indriðadóttir, Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir. Mörg, ólík viðfangsefni voru tekin fyrir á ráðstefnunni og má þar nefna hlutverk klínískra lyfja-fræðinga, lyfjaskort í Evrópu, mikilvægi lyfjahvarfafræði, áþekk líftæknilyf, verkjalyfjameðferðir fyrir krabbameinssjúklinga, gjöf krabba-meinslyfja um munn og margt fleira. Verkefni ESOP skipuðu einnig stóran sess á ráðstefnunni.

Gaman er frá því að segja að íslenskt erindi var á ráðstefnunni. Þórunn K. Guðmundsdóttir var með veggspjald og kynnti rannsókn um velgjuvarnarlyf eða “Clinical guidelines on the Use of Antiemetic Agents to prevent chemotherapy induced nausea and vomiting and attitudes of health care professionals towards the guidelines”.Daginn fyrir ECOP ráðstefnuna var haldinn fundur aðildarfélaga ESOP í Lyfjafræðisafninu í Kraká. Fundinn sótti Guðrún Indriðadóttir sem fulltrúi Íslands. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni sem ESOP er með í gangi og framtíðarverkefni.

ESOP hefur einnig verið með nokkur stór verkefni í gangi undanfarin ár sem lúta að gæðamálum við blöndun krabbameinslyfja. Þar má nefna:

Rannsókn á yfirborðsmengun frá krabbameinslyfjablöndun (Monitoring of surfaces contamination with antineoplastic drugs in preparation and administration areas)

ESOP hefur staðið fyrir rannsókn á mengun frá blöndun krabbameinslyfja undanfarin tvö ár. Rannsóknin fór fram á 19 sjúkrahúsum í 14 löndum. Höfuðviðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hugsanlega yfirborðs-mengun af völdum krabbameinslyfja á vinnusvæði heilbrigðisstarfsfólks á evrópskum sjúkrahúsum, meta magn þessarar mengunar og kanna áhrif breyttra vinnubragða á hana. Rannsóknin var gerð bæði í sjúkrahús-apótekum og á deildum þar sem lyfin voru gefin. Niðurstöður voru mjög áhugaverðar. Þar kom m.a. fram að góð vinnuaðstaða er mikilvæg en þó kemur ekkert í stað vandaðra vinnubragða og vel þjálfaðs og agaðs starfsfólks. Lesa má

ESOP – ECOP 2014Guðrún Indriðadóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

styrkþegi

Page 33: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

33Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

um rannsóknina á http://www.esop.li/downloads/ESOP_project.pdf.

Blöndun með smitgát (Clean Working)Vinnuhópur um vinnu með smitgát við blöndun krabbameinslyfja hefur verið starfandi síðastliðið ár. Unnið hefur verið að því að auka meðvitund um þörf á öguðum vinnubrögðum og blöndun með smitgát. Unnið hefur verið að því að gera fulltrúum frá öllum þátttökulöndunum kleift að taka þátt í þessari vinnu þannig að hægt sé að samræma vinnubrögð í Evrópu. Þeir sem taka þátt í þessari vinnu geta síðan þjálfað sitt fólk þegar heim er komið og „útskrifað“ starfsmenn. Guðrún Indriðadóttir hefur tekið þátt í þessari vinnu fyrir Íslands hönd. Í lok ECOP 2014 var haldinn vinnufundur um verkefnið og tóku bæði Guðrún og Ragnheiður þátt í honum.

Gula höndin (Yellow hand)ESOP hefur hannað merki sem nota á til að merkja krabbameinslyf allt frá framleiðanda til sjúklings. Með því að lyfin séu eins merkt alla leið og allir sem nálægt þeim koma séu upplýstir um þá hættu sem af þeim getur stafað má auka árvekni í umgengni um

krabbameinslyf. Nánari upplýsingar má nálgast á; http://www.esop.li/downloads/yellowhand/Recommendations.pdf. Á ECOP 2014 voru afhentar viðurkenningar til eftirtalinna fyrir-tækja fyrir framúrskarandi notkun á Gulu hendinni í Evrópu: Actavis, Celgene, Lilly, Mundipharma, Pfizer og Sanofi.

Starfskynning milli landa (The Centers of Exchanges project) Ákveðið hefur verið að koma upp skipulögðu kerfi þar sem lyfjafræðingar geta sótt um að koma í heimsókn í Sjúkrahúsapótek í öðrum löndum til að kynna sér mismunandi vinnuaðferðir, aðstöðu og tæki sem notuð eru við blöndun krabbameinslyfja. Eins og er, er verið að safna upplýsingum um þá staði sem komið gætu til greina sem fyrirmyndir annarra í þessum efnum. Þegar þeirri vinnu er lokið er hægt að sækja um að komast í heimsókn og fá frekari kynningu á viðkomandi stöðum.

Spillisett (Spill Kit)ESOP hefur hannað handhægt sett efna og tækja og sett í þar til gerðan kassa. Settinu er ætlað að auka árvekni og minnka mengun frá „slysum“ sem verða við meðhöndlun krabbameinslyfja. ESOP hefur haldið námskið í notkun spillisettsins. Nánari upplýsingar má nálgast á http://www.esop.li/activities.php.

Ákveðið var að halda næstu ECOP ráðstefnu í Dubrownic í Króatíu árið 2016. Að lokum er bent á að aðgangur að ESOP er öllum lyfjafræðingum opinn og félagsgjald hóflegt. ESOP gefur út tímarit sem fróðlegt er að glugga í, European Journal of

Oncology Pharmacy (EJOP).

Lyfjafræðisafnið í Kraká hýsir fjölda

muna sem tengjast lyfjum og lyfjagerð eins og vera ber. Á lyfjafræðisafninu var einnig ákaflega skemmtileg sýning myndlistarmanns sem túlkaði sársauka við þvagsýrugigt í verkum sínum.

Guðrún Indriðadóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir,

lyfjafræðingar í blöndunareiningu apóteks LSH

Frá vinstri: Guðrún Indriðadóttir, Pamela Kantelhardt, þýskalandi, Þórunn Guðmundsdóttir, Eva Hartvig Honore, Danmörku og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir.

Page 34: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

34 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

NFU (Nordisk Farmaceut Union) fundurinn var haldinn dagana 14. – 16. ágúst 2014 í Stokkhólmi en Svíar buðu heim að þessu sinni. Þátttakendur voru 17. Ísland, Finnland og Svíþjóð voru með þrjá þátttakendur hvert en Noregur og Danmörk fjóra hvort. Gestgjafarnir settu fundinn og sáu um fundarstjórn.

Síðan síðast. Undir þeim lið fer hvert lyfjafræðingafélag yfir það markverðasta sem gerst hefur í starfsemi félaganna frá síðasta fundi.

Finnland: Formaður finnska lyfjafræðingafélagsins, Kirsi Kvarnström, gerði grein fyrir því helsta hjá finnska félaginu. Finnar hafa verið að vinna að því að gera félagið sýnilegra og vinna að því að fjölga meðlimum. Í því skyni hefur m.a. verið sett upp ný heimasíða félagsins, hannað hefur verið nýtt „lógó“ félagsins og það hefur fengið nýtt slagorð. Félagið býður félagsmönnum aðstoð við að finna vinnu og boðið er upp á ókeypis ráðgjöf um möguleika og þróun starfsframa. Gefin eru út 6 tölublöð á ári af tímaritinu þeirra. Tímaritið er sent félagsmönnum sem hluta af félagsgjöldum en þeir sem ekki eru í félaginu og óska eftir að fá tímaritið, s.s. lyfjafræðingar sem komnir eru á eftirlaun, borga hóflegt gjald fyrir það.

Noregur: Formaður norska lyfjafræðingafélagsins, Tove Ytterbø, gerði grein fyrir því helsta hjá norska félaginu. Gerð var könnun hjá þeim þar sem lyfjafræðingar voru beðnir að tjá sig um hvað þeim þætti best og hvað þeim þætti verst við sitt starf í dag. Átaki var hrint af stað í að upplýsa almenning vegna blóðþynningarlyfja en fjögur nýleg dauðsföll voru rakin beint til þeirra. Hafa þeir einnig verið að leggja áherslu á að þegar sjúklingurinn er settur í fókus er þverfaglegt samstarf nauðsynlegt. Félagið leggur mikla áherslu á tímaritið en gefin eru út 11 tölublöð á ári. Þetta er vísindalegt tímarit með ritrýndum greinum. Fram kom að félagsmenn eru mjög ánægðir með tímaritið.

Danmörk: Formaður danska lyfjafræðingafélagsins, Antje Marquardsen, gerði grein fyrir því helsta hjá danska félaginu. Frumvarp um breytingu á lyfjalögum hefur verið lagt fram til umsagnar hjá þeim og var fresturinn fram í ágúst. Apótekin eru sjálfseignarstofnanir og eingöngu lyfjafræðingar geta átt apótek. Í dag má hver lyfjafræðingur eiga mest 4 apótek og 4 útibú og gefið hefur verið meira frjálsræði um hvar þau mega vera staðsett. Einnig hefur verið veitt heimild fyrir 34 apótekum sem mega vera opin allan sólarhringinn. Þeir sem ætla að starfa sem lyfjafræðingar í Danmörku þurfa að taka próf í dönsku lyfjalöggjöfinni.

Ísland: Formaður íslenska lyfjafræðingafélagsins, Aðalsteinn Jens Loftsson, gerði grein fyrir því helsta í starfsemi íslenska félagsins. Sagði hann frá því að í ár er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem skortur er á lyfjafræðingum á Íslandi, aðallega í

apótekin, þó svo atvinnuleysi almennt sé 4,6%. Félögum í LFÍ fjölgaði um 2,2% á síðasta ári. Formaðurinn fjallaði einnig um breytinguna á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og stöðu launamála m.t.t. samninga. Þrjú tölublöð af tímariti félagsins voru gefin út eins og áætlað var. Ritnefnd er í samvinnu við Háskóla Íslands að vinna að því að birta ritrýndar greinar í blaðinu.

Svíþjóð: Formaður sænska lyfjafræðingafélagsins, Thony Björk, gerði grein fyrir því helsta hjá sænska félaginu. Hann sagði frá því að mikil umræða hefur verið um hvernig starfsfólk í apótekum er merkt, þ.e. hvað stendur á nafnspjöldunum sem það ber. Oft stendur einungis að viðkomandi sé til ráðgjafar en hvergi kemur fram hvaða menntun viðkomandi hefur. Hann sagði einnig frá því að lyfjafræðingar hafa verið ráðnir af sveitarfélögunum til að vinna m.a. á elliheimilum og stofnunum sveitarfélaganna, sem hefur skapað eftirspurn hjá almenningi eftir lyfjafræðilegri ráðgjöf.

Ritstjórafundur. Sú nýbreytni var á þessum NFU fundi að sérstakur fundur var fyrir ritstjóra tímarita félaganna. Á fundinum var farið yfir hvernig málum væri háttað í hverju landi fyrir sig, m.a. hvernig blöðin væru upp byggð, hverjir skrifuðu í þau, hverjir kostuðu blaðið og hvað væri framundan hjá hverju félaganna. Einnig voru heimasíður félaganna ræddar.

E-ávísanakerfi í Svíþjóð. Kynnt var hvernig rafræna ávísanakerfið í Svíþjóð er upp byggt. Hugmyndafræði kerfisins er þó að það verði einhvers konar „Gátt“ sem verði opin fyrir alla Evrópu, fyrst verði Norðurlöndin hluti af þessu kerfi og svo önnur EU-lönd. Í Svíþjóð eru öll apótek tengd við e-Health og geta þau skoðað lyfjasögu einstaklinga, þ.e. ef einstaklingurinn hefur gefið leyfi til að þessar upplýsingar verði notaðar af apótekum. Upplýsingarnar um einstaklingana eru geymdar í grunninum í 27 mánuði og eru aðgengilegar öllum apótekum sem einstaklingurinn fer í.

Samantekt og FIP Formaður sænska lyfjafræðinga-félagsins, Thony Björk, tók saman það sem fjallað hafði verið um á fundinum en fjallaði einnig um málefni á næsta fundi FIP og ræddi um þemað á degi lyfjafræðinga sem væri í ár „Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu“.

Næsti NFU fundurFundinum lauk að vanda með kvöldverði þar sem núverandi gestgjafar afhentu Finnum fundarbjölluna og gestabókina góðu fyrir næsta fund en hann verður haldinn í Finnlandi 20.-22. ágúst 2015.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri TUL

NFU fundurinnStokkhólmur, ágúst 2014

Page 35: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

35Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÉLAGIÐ

Könnun um ráðstöfun sjúkrasjóðs

Haustfagnaður LFÍ

NiðurstöðurKönnun var lögð fyrir félagsmenn LFÍ um ráðstöfun sjúkrasjóðs félagsins síðastliðið vor. Allir meðlimir LFÍ með kjaraaðild fengu sendan spurningarlista samhliða kosningagögnum fyrir komandi aðalfund og félagsmenn voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með núverandi ráðstöfun sjúkrasjóðs, það er í kaupum á starfsörorku- og líftryggingu. Þeir sem lýstu óánægju sinni gátu valið um fimm atriði af fyrirfram skilgreindum lista og/eða komið með uppástungur, sem lýsti þeirra vilja um ráðstöfun sjúkrasjóðs LFÍ.

Alls greiddu atkvæði 80 af 334 félagsmönnum sem eru á kjörskrá, kosningaþátttaka var því 24%. Meiri-hluti þeirra félagsmanna sem tóku þátt í kosningunni lýstu ánægju með núverandi ráðstöfun sjóðsins, eða 51%, 35% voru óánægðir og óákveðnir og hlutlausir voru 14%.

Af þeim sem tóku ákvörðun voru 59% hlynntir núverandi fyrirkomulagi á meðan 41% voru mótfallnir. Því virðist vera grundvöllur fyrir áframhaldandi kaupum á starfsörorku- og líftryggingu fyrir félagsmenn. Blikur eru þó á lofti því eins og hefur komið fram í ársskýrslu LFÍ síðastliðin tvö ár, þá er iðgjaldið af hóptryggingunni hærra en greiðslur félgasmanna í sjóðinn. Ekki er séð að breyting verði á þessu

í komandi framtíð og því er spurning hvort að kaupunum á tryggingunni í núverandi mynd sé sjálfhætt.

Hægt er að bregðast við hækkuðum iðgjöldum á ýmsa máta, sem dæmi er hægt að lækka bótafjárhæð, sleppa líftryggingu eða einfaldlega segja upp tryggingunni. Við uppsögn tryggingarinnar þarf að skilgreina nýtt hlutverk fyrir sjúkrasjóð LFÍ, hlutverk hans er að sjálfsögðu ákvörðun félags-manna og nauðsynlegt er að grípa fyrr en seinna til viðeigandi ráðstafana,

hverjar svo sem þær verða.

Með tilliti til þessarar stöðu sem komin er upp varðandi sjúkrasjóðinn voru teknar saman tillögur og hugmyndir frá þeim félagsmönnum sem voru óánægðir með ráðstöfun sjóðsins í könnuninni í vor. Þær hugmyndir að nýtingu sjóðsins sem fengu mestan hljómgrunn eru eftirfarandi:

1. Niðurgreiðsla meðferða á líkama og sál (dæmi: sjúkraþjálfun, sálfræðingur, hnykkjari). (17%)

2. Þátttaka í líkamsræktarkostnaði. (15%)

3. Aðstoð við kaup á gleraugum eða laseraðgerð á augum. (12%)

4. Greiðsla dagpeninga vegna slysa eða veikinda. (11%)

5. Styrkur vegna fyrirbyggjandi læknisskoðana eins og krabba-meinsskoðunar. (11%)

Þessi listi gefur kannski einhverja hugmynd um hvert stefnir ef tryggingarkaupunum verður hætt, en að sjálfsögðu þarf að halda félagsfund og leggja til lagabreytingar fyrir næsta aðalfund til þess að geta endurskilgreint hlutverk sjúkrasjóðs félagsins sama hvað það verður. Stjórn LFí biðlar því til félagsmanna og þeirra sem vilja láta sig málið varða að hafa samband við okkur og viðra sínar skoðanir.

Stjórn LFÍ

 

35%

10%

4%

51%

Ert þú ánægð/ánægður með núverandi ráðstöfun 

sjúkrasjóðs?Nei Veit Ekki Hef ekki skoðun Já

Blásið var til haustfagnaðar hjá LFÍ þann 26. september sl. Ágæt mæting var og góð stemming. Formaður LFÍ, Aðalsteinn Jens Loftsson, sagði frá því að þessi haustfagnaður væri haldinn þar sem ekki náðist að hafa sumarhátíð í vor eins og stefnt var að. Boðið var upp á glæsilegar veitingar af hálfu LFÍ og þar fengu lyfjafræðingar og makar þeirra gott tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og hafa gaman saman. Var þetta hin besta skemmtun og gaman að hitta kollegana utan amsturs hversdagsins.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Page 36: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

36 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

Lokaverkefni nemenda 2014

Auður Elín FinnbogadóttirSala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi 2003-2013. Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja.Inngangur: Rekstur lyfjabúða er mismunandi á Norðurlöndum og er sífellt að taka breytingum. Í því skyni að auka aðgengi almennings að lyfjum og minnka álag á heilbrigðisstofnanir hefur sala ákveðinna lyfja verið heimiluð utan lyfjabúða víða á Norðurlöndum. Á sama tíma minnkar fagleg ráðgjöf samhliða lyfjakaupum þar sem hún er ekki veitt utan lyfjabúða. Bólgueyðandi NSAID-lyf (e. Non-steroidal anti inflammatory drugs) eru mikið seld lyf í lausasölu. Klínískar rannsóknir hafa áður sýnt samband milli notkunar tiltekinna NSAID-lyfja og blæðinga í meltingarvegi. Mikilvægt er að slíkum lyfjum fylgi áreiðanlegar upplýsingar um notkun svo takmarka megi alvarlegar aukaverkanir lyfjanna líkt og blæðingar í meltingarvegi.Markmið: Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort þessi tengsl milli notkunar NSAID-lyfja og blæðinga í meltingarvegi mætti sjá í sölu NSAID-lyfja á landsvísu og heildarfjölda innlagna vegna blæðinga í meltingarvegi á Íslandi á árunum 2003-2013. Í því samhengi var fjallað um hvort æskilegt væri að heimila sölu þessara lyfja utan lyfjabúða á Íslandi eins og víða er gert á Norðurlöndum. Aðferðir og gagnaöflun: Gögn um lyfjasölu á Íslandi 1993-2013 voru fengin frá Lyfjastofnun. Gögn um lyfjasölu á öðrum löndum á Norðurlöndum voru fengin úr lyfjagagnagrunnum í hverju landi. Gögn um fjölda tilfella blæðinga í meltingarvegi voru fengin frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi.Niðurstöður og umræður: Heildarsala NSAID-lyfjanna á Íslandi jókst um 23,3% og sala á NSAID-lyfjum í lausasölu um 19,7% á tímabilinu 2003-2013. Á sama tímabili fjölgaði tilfellum blæðinga í meltingarvegi um 47% á Íslandi. Við samanburð á löndunum á Norðurlöndum var áhugavert að sjá að aukningu í heildarsölu NSAID-lyfjanna á tímabilinu 2009-2012 var bara að finna á Íslandi. Með aukinni ráðgjöf lyfjafræðinga í lyfjabúðum má komast hjá mörgum lyfjatengdum vandamálum sem gæti minnkað álag á heilbrigðisstofnanir.

Leiðbeinendur: Lárus Steinþór Guðmundsson og Brynhildur Briem

Amanda da Silva CortesSvefnlyfjanotkun og fjöllyfjanotkun ávanabindandi lyfja á Íslandi 2003-2013. Inngangur: Svefnröskun er algengt heilkenni sem getur haft ýmis áhrif á andlega- og líkamlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi eykst með aldri. Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi fyrir því að bera saman notkun ávanabindandi lyfja milli landa, þar sem vísbendingar eru um að slík notkun hefur aukist mikið. Meðal annars hefur áhugi verið fyrir faraldsfræði notkunar

örvandi lyfja, svo og róandi- og svefnlyfja. Rannsóknir hafa sýnt að notkun róandi- og svefnlyfja á Íslandi er mest á meðal Norðurlandanna, svo og notkun örvandi lyfja.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og nýgengi notkunar róandi- og svefnlyfja á Íslandi árin 2003-2013. Auk þess var skoðað heildarmagn notkunar ávanabindandi lyfja hjá þjóðinni og svefnlyfjanotendum.

Aðferðir: Notast var við ópersónugreinanleg samantektargögn frá Embætti landlæknis fyrir tímabilið 2003-2013. Einstaklingum var skipt upp í aldurshópa og eftir kyni.

Niðurstöður: Svefnlyfjanotkun er meiri hjá konum en körlum auk þess sem aukning í ávísuðum dagskömmtum hefur verið meiri í gegnum árin. Bæði svefnlyfjanotkun og aukning svefnlyfjanotkunar er meiri hjá eldri konum en þeim yngri.

Notkun svefnlyfja og annarra ávanabindandi lyfja jókst umtalsvert á árunum 2003-2009, virðist ná toppi árin 2010-2011, og haldast stöðug eftir það.

Umræður: Notkun Íslendinga á ávanabindandi lyfjum og svefnlyfjum á undanförnum árum er mikil í samanburði við önnur Norðurlönd. Konur á aldrinum 50-70 ára eru flestar ekki komnar á öldurnarstofnanir á þessum aldri, en þó hefur notkun svefn- og ávanabindandi lyfja þá þegar aukist umtalsvert meðal þeirra í samanburði við yngri konur.

Hjá konum er mynstur notkunar á svefnlyfjum og ávanabindandi lyfjum svipuð í heildarþýði. Hjá körlum reyndist meiri aukning í heildarnotkun ávanabindandi lyfja en í svefnlyfjum.

Leiðbeinandi: Lárus Steinþór Guðmundsson

Perla Sif GeirsdóttirÁhrif fituefna úr Halichondria sitiens á boðefnamyndun og virkjun innanfrumuboðleiða í THP-1 einkjörn-ungumInngangur: Hafið hefur að geyma mikinn líffræðilegan fjölbreytileika. Þar á meðal eru svampar en þeir eru ríkir af annars stigs efnasamböndum og úr þeim hafa t.d. verið einangruð fituefni eins og sterólar, sfingólípíð og fitusýrur með óvenjulegar byggingar. Úr svömpum hafa fundist efni með ýmis konar líffræðileg áhrif, s.s. frumudrepandi, sveppahemjandi og bólguhemjandi áhrif, en engum efnum hefur enn verið lýst úr Halichondria sitiens og Geodia macandrewi, þó nokkrum efnum hafi verið lýst úr Halichondria og Geodia tegundum. Ónæmisstýrandi áhrif fitusækinna efna úr svömpum sem er safnað á Íslandsmiðum hafa lítið verið rannsökuð en það er áhugavert að skoða þau sökum sérstakra umhverfisaðstæðna í hafinu í kringum Ísland.

Markmið: Markmiðið var að úrhluta fituefni úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi og meta áhrif útdráttanna á boðefnaseytingu og virkjun innanfrumuboðleiða í THP-1 einkjörnungum.

Page 37: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

37Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FRÆÐIN

Niðurstöður: Úrhlutun fituefna úr Geodia macandrewi heppnaðist ekki svo ekki var hægt að vinna frekar með efni úr honum. Fituefnin úr Halichondria sitiens höfðu ekki áhrif á lífvænleika THP-1 einkjörnunga samanborið við örvað viðmið en þeir einkjörnungar sem voru örvaðir í návist fitusækins útdrátts mynduðu anga sem ekki voru sjáanlegir í einkjörnungum sem voru örvaðir án fituefnanna. THP-1 einkjörnungar sem voru örvaðir í návist fituefna úr Halichondria sitiens mynduðu minna af IL-6, IL-12p40 og IL-27 en engin áhrif voru á myndun IL-1Ra, IL-10 og IL-23. Ekki sáust áhrif af völdum fituefnanna á virkjun p38, ERK1/2 og Akt innanfrumuboðleiða frumnanna.

Ályktanir: Þar sem fituefni úr Halichondria sitiens minnkuðu seytingu THP-1 einkjörnunga á boðefnum sem tengd eru við bólguhvatningu en höfðu ekki áhrif á myndun boðefna sem tengjast bólguhömlun benda niðurstöður verkefnisins til að þau hafi bólguhemjandi eiginleika. Áhugavert væri að einangra hrein efni úr svampaútdrættingum, greina þau og skoða nánar ónæmisstýrandi áhrif þeirra.

Leiðbeinendur: Sesselja S. Ómarsdóttir, Jóna Freysdóttir og Ingibjörg Harðardóttir.

Maria BongardtMíkróhúðun doxýcýklíns með algínat og HPMC og áhrif þess á stöðuleika virkniefnisnsÍ bólgusjúkdómum eins og til dæmis tannslíðursbólgu, sýna ensím sem kallast matrix metallopróteasi (MMP) aukna virkni. Tetracýklín lyf, eins og doxýcýklín, hafa hamlandi áhrif á MMP ensím. Samt sem áður brotnar doxýcýklín niður þegar það verður fyrir umhverfisþáttum eins og háu hitastigi, breytingum á sýrustigi og raka.

Míkróhúðun er hugsanlegt tæki til að vernda virkniefni eins og doxýcýklín fyrir umhverfisáhrifum. Míkróagnir eru einnig nógu litlar til að komast inn í þröng svæði eins og tannholdspoka.

Í þessari mastersritgerð voru nokkrar míkróhúðunarafurðir framleiddar. Í þremur af þessum afurðum fengust nógu miklar heimtur til að halda áfram með frekari rannsóknir. Ein afurð innihélt algínat sem fjölliðu fyrir míkróhúðun á meðan hinar tvær innhéldu blöndu af algínati og hýdroxýprópýl metýlsellulósa (HPMC) í tveimur mismunandi hlutföllum: 7 hlutum af algínati : 3 hlutum af HPMC og 5 hlutum af algínati

: 5 hlutum af HPMC. Nýtni míkróhúðuninnar var 94,96% til 101,53%.

Sýni af míkróhúðunarafurðum og af doxýcýklíni voru tekin og geymd við þrjár mismunandi aðstæður og stöðuleiki virkniefnisins var kannaður. Aðstæðurnar voru: (i) 4-8°C, (ii) 25°C (iii) 40°C og 75% rakastig. Við 25°C sýndu míkróhúðunarafurðirnar með HPMC : algínat í hlutfalli 3:7 og eingöngu algínat sem húðunarefni hægara niðurbrot af virkniefni en doxýcýklín sýnin og við 40°C og 75% rakastig sýndu allar afurðirnar hraðara niðurbrot af virkniefni heldur en doxýcýklín sýnin.

Uppleysingarnar af doxýcýklín úr húðunarafurðunum voru kannaðar og sýnt fram á að blanda af HPMC og algínat hægir á losun virkniefnisins, þar sem algjörri losun er náð eftir um það bil 60 mínútur.

Dreifing á styrkleika doxýcýklíns innan afurðanna þriggja var kannaður og útkoman var að dreifingin var jöfn í hverri framleiðslu.

Athugaðar voru stærðirnar á míkróögnunum í framleiðslunum þremur og sýnt fram á að þær voru mismunandi. Meðalstærðir og algengustu stærðirnar voru minni en nothæfar eru til notkunar í tannholdspoka.

Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir og Peter Holbrook.

styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

Page 38: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

38 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Kveikjan að þessum greinaskrifum hjá mér var þegar mér barst í hendur Tímarit um lyfjafræði, 2. tölublað 2014, sem ég byrjaði að fletta með nokkurri tilhlökkun. Þegar ég kom á blaðsíðu 34 og 35 veik spenningurinn fyrir öðrum hugsunum og öllu óþægilegri. Þær urðu til þess að greinin hér á eftir var fest á blað, en hún birtist upphaflega á visir.is 29. september sl.

„Rangfærslur“ – þegar bjálkinn í eigin auga byrgir mönnum sýn

„Rangfærslur“ er orð sem virðist njóta vaxandi vinsælda hjá yfirmönnum og millistjórnendum opinberra stofnana sem sýsla með heilbrigðismál/lyfjamál. Hér verða rakin tvö nýleg, athyglisverð dæmi um þetta. Þau eiga það sammerkt að lesandinn verður sjálfur að reyna að ráða í hvað meintar rangfærslur snúast um. Fyrra dæmið kom til í umfjöllun um beiðni um gæðaúttektargögn vegna lyfjagagnagrunns, hið síðara vegna eftirritunarskyldu á tramadóli, lyfi sem á tæplega 10 ára tímabili kom við sögu í a.m.k. 37 lyfjatengdum dauðsföllum.

Blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði frétt 19. júní í sumar, undir yfirskriftinni „Hindrar aðgengi að gögnum“, þar sem meðal annars kom fram að margítrekaðar tilraunir í nærri hálft annað ár til að fá rafræn gögn á óendurskrifanlegum geisladiski höfðu ekki borið árangur. Embætti landlæknis hefur enn ekki afhent umbeðin gögn, en hins vegar fjallað um Morgunblaðsfréttina, og þar notað orðið „rangfærslur“ um þá staðreynd að umbeðin gögn hafa enn ekki verið afhent, með vísan í að gögnin hafi í langan tíma verið tilbúin til afhendingar. Rétt er að gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar, því að það voru þau strax laust fyrir áramót 2012 /2013. Embættið hefur hins vegar enn ekki verið tilbúið að afhenda þau eins og þau liggja fyrir. Ekki er því allskostar ljóst hvað átt er við með orðinu „rangfærslur“ þarna.

Nýtt tilbrigði við svona notkun á orðinu „rangfærslur“ kemur svo fyrir í óánægju landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar með gagnrýni Ólafs Adolfssonar á þá ákvörðun stofnananna að gera lyfið tramadól eftirritunarskylt.* Í umfjöllun landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar kemur sem sé

ekki fram í hverju meintar rangfærslur Ólafs felist. Í staðinn er fjallað ítarlega um af hverju nauðsynlegt hafi þótt að gera lyfið eftirritunarskylt.

Þeir sem vildu fræðast nánar um málið hafa ef til vill hnotið um aðra grein frá Lyfjastofnun, birta degi seinna á vef Lyfjastofnunar. Þar kemur orðið „rangfærslur“ reyndar ekki fyrir. Hins vegar er talað um að nauðsynlegt sé að leiðrétta þá umsögn Ólafs að 2 lyfjafræðingar í fullu starfi sinni yfirferð eftirritunarskyldra lyfseðla hjá Lyfjastofnun. Við lestur greinar Ólafs sést að hann minnist ekkert á lyfjafræðinga, heldur talar um stöðugildi, sem geta sem hægast verið skipuð einhverjum öðrum starfskröftum en lyfjafræðingum. Millistjórnanda hjá Lyfjastofnun verða því á, daginn eftir grein forstjóra og landlæknis, þær rangfærslur að gera Ólafi upp orð við framsetningu talna sem ekki ber saman við Ólafs tölur, sem þó eru hafðar eftir Lyfjastofnun.

Þar sem gagnrýni Ólafs virðist snerta auman blett hjá báðum stofnunum, má varpa þeirri spurningu til lesenda, hvort sé áhrifaríkara til að stemma stigu við notkun tramadols:

að gera það eftirritunarskylt þannig að: a) skriffinnska í apótekunum margfaldist, b) sjúklingurinn verði fyrir smávægilegum óþægindum af lengri bið og kvittun fyrir móttöku, en c) læknirinn verði harla lítið var við breytinguna,

eða

að taka á þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum of frjálslega, með: a) ráðgjöf, b) eftirliti ef ráðgjöfin hrekkur ekki til, og c) aðgerðum til að hefta ávísanagleði læknanna ef ráðgjöf og eftirlit hafa ekkert að segja.

Síðarnefndi kosturinn hefur gefist vel til að leiðrétta ýmsar brotalamir á ávísanavenjum í nágrannalöndunum, en lítið verið notaður á Íslandi. Getur verið að takmarkað bolmagn landlæknis til að leiða kollega sína á rétta braut í lyfjaávísunum valdi svo sorglegum varnarviðbrögðum? Hvað veldur því að Lyfjastofnun velur að taka undir svo hæpinn söng? Er „rangfærslur“ orð sem ríkisstarfsmenn grípa til þegar þeir eiga vondan málstað að verja?

„Rangfærslur“

Pistill félagsmanna

Ingunn Björnsdóttir

Mynd: Geir Holm

Page 39: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

39Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2014

FÓLKIÐ

Í kjölfar greinaskrifanna bar þetta tramadól-mál eitthvað á góma í samtali mínu við sænskan lyfjafræðing og doktorsnema sem ég leiðbeini. Hún kannaðist ekki við að tramadól væri undir sérlega ströngum afgreiðsluákvæðum í Svíþjóð, sem varð til þess að ég ákvað að kanna það mál ofan í kjölinn. Niðurstaða þeirrar könnunar varð til þess að greinin hér á eftir varð til. Hún birtist á visir.is 2. október.

Sjúddírarírei

Landlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ásökuðu á dögunum virðulegan lyfsala á Vesturlandi um rangfærslur. Í sama pistli frá þessum ágætu yfirmönnum kom fram að lyfið tramadól væri eftirritunarskylt í Svíþjóð. Eins og sjá má á innlögðum hlekkjunum hér og á eftir, er þetta ekki allskostar rétt. Rétt er að lyfið er nú í flokki með «narkotika», sem á ástkæra ylhýra gæti útlagst sem «ávana- og fíknilyf». Um leið og það var fært yfir í þann flokk var það sett á undantekningarákvæði frá þeim ákvæðum sem almennt gilda um flokkinn í Svíþjóð. Einu hömlurnar sem eru á ávísun þess eru að ávísa skal lyfinu á sérstöku lyfseðilseyðublaði, sem er ögn frábrugðið venjulegu sænsku lyfseðilseyðublaði. Þarna varð yfirmönnunum á í messunni, og mætti um það nota orðið …. sjúddírarírei, sjúddírarírei …..

Þessi lítillegi misskilningur yfirmannanna væri samt ef til vill ekki efni í pistil, ef hann hefði ekki valdið því að á Íslandi var sett eftirritunarskylda á tramadól. Íslendingar lærðu það vonandi af hruninu að við sem þjóð erum ekki best í heimi, ekki fæddir snillingar sem aðrir ættu að læra sem allra mest af. Þess vegna er ekki beint ástæða fyrir okkur að feta slóð fyrstir þjóða. Það er samt einmitt það sem Ísland gerir í tramadólmálinu, ef litið er til þeirra landa sem við berum okkur helst saman við, þ.e. Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar.

Í greinargerð yfirmannanna tveggja koma fram fleiri rök fyrir ákvörðuninni um að gera lyfið eftirritunarskylt. Ekki verður þó séð að eftirritunarskylda, einkum ef hún er eina aðgerðin, sé líkleg til að breyta miklu varðandi neinn þeirra punkta. Eins og kemur fram í frétt í Morgunblaðinu 1. október sl., snýr eftirlit Lyfjastofnunar með eftirritunarskyldum lyfjum einkum að formsatriðum eins og hvort réttur sjúklingur kvitti fyrir móttöku og hvort apótekið hafi staðið rétt að afgreiðslunni, en ekki að því hvort einhverjir læknar séu óhóflega ávísanaglaðir. Eftirlit með ávísanagleði lækna liggur nefnilega annars staðar, - hjá landlækni.

Fyrir rúmum 15 árum varði ég doktorsritgerð, sem meðal annars fjallaði um ávísanir íslenskra lækna á sýklalyf. Ég fól börnum mínum að gera tillögur að forsíðumynd, til að þeim fyndist þau eiga eitthvað í verkinu. Dóttirin, þá 9 ára, átti myndina sem fór á forsíðuna. Það steig henni nokkuð til höfuðs, fannst mér þá. Hún taldi meðal annars hreinan óþarfa að lesa innihald ritsins, þar sem fyllilega nægði að skoða bara forsíðuna. Hún hafði samt nokkuð til síns máls,

eins og menn sjá ef þeir skoða þessa forsíðumynd:

Níu ára barn skildi það sem virðist vefjast fyrir landlækni að skilja: að það eru læknarnir sem halda á lyklinum.

Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning varðandi fyrirsögnina ”Sjúddírarírei” skal þess getið að hún er ekki til heiðurs Gylfa Ægissyni, heldur frænku sem fallin er frá, en hún átti það til að syngja lag við sjúddírarírei-texta þegar vel lá á henni, löngu áður en Gylfi Ægisson kom með sinn texta fram á sjónarsviðið.

*Greinar Ólafs má finna í „Tímarit um lyfjafræði“ í 1. tölublaði 2013, bls. 30 og 1. tölublaði 2014, bls. 38 og 39, en svar Lyfjastofnunar og svör forstjórans og landlæknis eru í 2. tölublaði 2014 á bls. 34 og 35. Hvað aðrar heimildir varðar, vísast á hlekki í upprunalegu greinunum á visir.is og hægt er að tengjast á rafrænni útgáfu blaðsins á www.lfi.is.

Ingunn Björnsdóttir lyfjafræðingur, dósent við Oslóarháskóla

Pistlahöfundur ber ábyrgð á efni

pistilsins

Page 40: Tímarit um lyfjafræði, 3. tbl. 2014

Lægra lyfjaverð fyrir þig

Við erum MylanEitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

MYL141013