tímarit um lyfjafræði - 3. tbl. 2015

40
E N G A R A U G L Ý S I N G A R Á L Y F S E Ð I L S S K Y L D U M L Y F J U M MÁ VERA Á BIÐSTOFUM 3. tbl - 50. árg. - 2015 viðtal LEIFUR FRANZSON lyfjafræðingur PHARMACOPOEIA DANICA Lyfjafræðisafnið LYFJAFRÆÐINGUR Í BARCELONA Bjarni Bærings FRUMÚTGÁFA FRÁ 1772

Upload: soekkolfur-ehf

Post on 26-Jul-2016

304 views

Category:

Documents


16 download

DESCRIPTION

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands

TRANSCRIPT

EN

GA

R AUGLÝSINGAR Á

LY

FSEÐILSSKYLDUM L

YFJU

M

MÁ VERA Á

BIÐSTOFUM

3. tbl - 50. árg. - 2015

viðtalLEIFUR FRANZSON

lyfjafræðingur

PHARMACOPOEIA DANICALyfjafræðisafnið

LYFJAFRÆÐINGUR Í BARCELONABjarni Bærings

FRUMÚTGÁFA FRÁ 1772

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

EFNISYFIRLIT

3. tölublað - desember 2015 - 50. árg.

Útgefandi:Lyfjafræðingafélag ÍslandsLyfjafræðisafninu við SafnatröðPósthólf 252172 SeltjarnarnesiSími 561 [email protected]

Ritstjórn:Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóriBessi H. JóhannessonBrynhildur BriemHákon Hrafn SigurðssonHákon SteinssonUppsetning: Hákon SteinssonPrentun: LitrófPökkun og merking: Bjarkarás

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Catharanthus roseus – Madagaskar periwinkle – vorlaufi. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.

Í Morgunblaðinu 3. desember birtist grein eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem fjallaði um ráðstefnu um lyfjaglæpi sem hann sótti á vegum Evrópuráðsins. Þar kom fram að lyfjaglæpir hafa vaxið mikið um heim allan og er talið að um 70% af póstsendingum innan Evrópusambandsins vegna lyfjasölu á netinu innihaldi fölsuð lyf. Þarna er um mjög varasama iðju að ræða og geta sjúklingar orðið fyrir heilsufarslegu tjóni ásamt fjárhagslegu en talið er að um sé að ræða árlega veltu að upphæð 59 milljarða evra.

Hvernig er þessu háttað á Íslandi? Samkvæmt Ögmundi er Ísland í fararbroddi hvað varðar baráttu gegn lyfjafölsunum. Ísland var með fyrstu þjóðum sem undirritaði samning Evrópuráðsins gegn lyfjaglæpum og er Einar Magnússon lyfjamálastjóri nú formaður nefndar Evrópuráðsins um lyfjamál.

Hvað varðar almennan innflutning á lyfjum til dreifingar og sölu þá tryggja umboðsaðilar ávallt lyf sem fengin eru beint frá framleiðanda og þar með er keðjan til sjúklings órofin. Einnig er að fara af stað vinna, sem tekur í gildi frá og með febrúar 2019, framleiðenda og dreifingaraðila sem bætir verulega rekjanleika sendinga frá framleiðslu til sjúklings. Allar pakkningar munu fá nýjan einkenniskóða sem framleiðandi, dreifingaraðili og apótek þurfa að sannreyna áður en sjúklingurinn fær lyfið til notkunar. Erfiðara verður að falsa lyfin ásamt því að innsigli verður á öllum pakkningum. Þrátt fyrir umtalsverðan kostnað sem hlýst af þessari breytingu þá mun hún skila öryggari meðferð sjúklinga.

Með þátttöku stjórnvalda og eftirlitsaðila er hægt að draga úr innflutningi á fölsuðum lyfjum en aldrei er hægt að tryggja að lyf sem einstaklingar panta af netinu til eigin nota og fá send með pósti séu ekki fölsuð, slíkt verður ávallt á ábyggð þess sem pantar lyfið og á ábyrgð viðkomandi hvort lyfið á endanum veldur viðkomandi heilsutjóni.

Með kveðju,Ritstjórn TUL

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

FRÁ RITSTJÓRNKæru félagar

FÉLAGIÐFormannsþankar 5NFU fundurinn 14Helsinki, ágúst 2015

Dagur lyfjafræðinnar 2015 22Kynning á LFÍ fyrir fjórða og fimmta árs lyfjafræðinema 25Jólaball LFÍ 2015 25

FÓLKIÐLYFJAFRÆÐINGUR Í BARCELONA 10Bjarni Bærings

Essential Pharmacokinetics: A Primer for Pharmaceutical Scientists 13Þorsteinn Loftsson

Skimað fyrir efnaskipta-sjúkdómum í nýburum 20Viðtal við Leif Franzson

ERLENDUR LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍSLANDI 26Ramon Flavia Piera

Næsta árs FIP ráðstefna: Buenos Aires 38Pistill félagsmanna 39Aðalsteinn Jens Loftsson

FRÆÐINVelferðarráðuneytið 6Lyfjastefna til 2020 og frumvarp til nýrra lyfjalaga

Áhugaverð lesning 7Catharanthus roseus – Madagaskar periwinkle – vorlauf 9Forsíðumyndin

Lyfjafræðisafnið eignast frumútgáfu Pharmacopoeia Danica frá 1772 18Lyfjastofnun 19Lyfjastofnun 15 ára

Hvað er að gerast í rannsóknum og meðferð við mígreni? 28Lárus S. Guðmundsson

Heilsutorg – nýtt þverfaglegt nám og samvinna á Heilbrigðisvísindasviði HÍ 30Priyanka Sahariah 31Kítósanafleiður sem líkja eftir byggingareinkennum örverudrepandi peptíða - (Efnasmíð og bakteríudrepandi eiginleikar)

Ráðstefna alþjóða-lyfjafræðisamtakanna FIP 2015 32Ráðstefna alþjóða-lyfjafræðisamtakanna FIP 2015 36Veggspjöld íslenskra þátttakenda á ráðstefnunni

Hreinsifroða

Procto-eze Krem og Procto-eze Hreinsir fást í apótekum. Umboðsaðili á Íslandi: LYFIS ehf., Grensásvegi 22, 108 Reykjavík. Sími: 534 3500 netfang: [email protected] www.lyfis.is

Þríþætt verkun – verndar, gefur raka og græðir

Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum

Inniheldur ekki stera

Má nota á meðgöngu

Procto-eze Hreinsir er hreinsifroða sem ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga úr óþægindum tengdum gyllinæð. Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur í stað sápu sem oft ertir viðkvæmt svæðið.

Procto-eze Krem veitir góða vörn með því að búa til vatns-fitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir að húðin springi og valdi óþægindum.

Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.

Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið.

Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum

Gyllinæð eru bólgnar og þrútnar æðar í eða við endaþarmsopið og um 50% einstaklinga fá gyllinæð einhvern tíma ævinnar.

Blæðing úr endaþarmi ásamt kláða og sársauka eru helstu einkenni gyllinæðar og er hún algengust hjá eldra fólki og konum á meðgöngu.

Léttir á einkennum gyllinæðar

Krem

5Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

Árlegt þing FIP (alþjóðasamtaka lyfjafræðinga) var haldið í Düsseldorf mánaðar-mótin september/október sl. Auk ýmis konar funda sem aðildarríkin eiga fulltrúa á var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra í boði og var hægt að fá þessa fyrirlestra metna sem hluta af endurmenntun í þeim löndum sem gera kröfu um slíkt. Þing sem þetta er frábært tækifæri fyrir lyfjafræðinga hvaðanæva að til að hittast og bera saman bækur sínar og veita og þiggja ráð, fræðast og hafa gaman af. Mig langar sérstaklega til að hvetja lyfjafræðinga á Íslandi til að sækja þetta árlega þing FIP því þar eru ótal mörg tækifæri til að fræðast og í leiðinni að kynnast lyfjafræðingum alls staðar að.

Meðan á þingi FIP stóð skrifuðu Lyfjafræðingafélag Íslands og breska lyfja-fræðingafélagið (RPS, Royal Pharmaceutical Society) undir samstarfssamning við hátíðlega athöfn að viðstöddum formanni FIP og stjórnarmönnum. Í ræðu sem einn stjórnarmanna FIP hélt við þetta tilefni benti hann á að félögin væru með þessu að sýna frumkvæði í samstarfi milli þjóða sem stjórn FIP teldi vera til fyrirmyndar og eftirbreytni fyrir önnur félög.

Ég tel að samstarfssamningur þessi feli í sér endalaus tækifæri til endurmenntunar/símenntunar fyrir okkur, lyfjafræðinga í LFÍ, sem við þurfum að vera dugleg að nýta okkur. RPS er fagfélag, ekki stéttarfélag, og aðaláherslur félagsins eru á endurmenntun/símenntun og faglegan stuðning við félagsmenn sína. Á heimasíðu RPS er mikið magn upplýsinga og fræðslu sem félagsmenn þeirra hafa aðgang að. Félagar í LFÍ geta einnig gerst félagar í RPS með skráningu og greiðslu félagsgjalda í gegnum skrifstofu LFÍ og fengið þannig aðgang að þessu efni.

Kjaramál hafa verið mjög ofarlega á baugi hjá flestum landsmönnum þetta árið og á það einnig við um okkur lyfjafræðinga. Kjaranefnd LFÍ hefur staðið í ströngu en hún getur alls ekki ein séð um gerð og viðhald kjarasamninga fyrir félagið. Til að hægt sé að skilgreina hvort og þá hvaða breytinga er þörf verða félagsmenn að vera tilbúnir til að svara könnunum og taka þátt í vinnu við undirbúning samninga.

Félagatalan í LFÍ er kannski ekki há en hins vegar hefur hver félagsmaður mikið vægi. Sameinumst því í þessu starfi því möguleikarnir eru óendanlegir og með nútímatækni opnast dyr sem spennandi er að gægjast inn um.

Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Formannsþankar

6 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

VelferðarráðuneytiðVE L F E R Ð A R R Á Ð U N E Y T I Ð

Þann 30. janúar 2015 skipaði ráðherra nefnd til að vinna að umbótum í lyfjamálum og fékk nefndinni þau verkefni að:

1. Semja drög að nýrri lyfjastefnu til 2020 á grundvelli Lyfjastefnu til 2012, fyrir nóvember 2015.

2. Semja drög að frumvarpi til lyfjalaga sem verði tilbúið til framlagningar vorið 2016.

3. Endurskoða stjórnsýslu lyfjamála og gera tillögur að úrbótum.

Eftirfarandi aðilar voru skipaðir í nefndina:• Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins,

formaður• Brynjar Níelsson, alþingismaður• Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar

Starfsmenn nefndarinnar eru:• Einar Magnússon, lyfjamálstjóri í velferðarráðuneytinu• Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur í velferðar-

ráðuneytinu• Sindri Kristjánsson, lögfræðingur hjá Lyfjastofnun

Nefndin hefur lokið gerð draga um lyfjastefnu og vinnur nú að drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga sem hafa verið send út til umsagnar. Við gerð lyfjastefnunnar hafði nefndin víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Hún sendi hagsmunaaðilum bæði fyrstu og önnur drög að lyfjastefnunni til umsagnar auk þess sem drögin voru birt á heimasíðu ráðuneytisins og öllum gefinn kostur á að senda inn umsagnir, sem fjölmargir gerðu. Þá boðaði nefndin umsagnaraðila á fund þann 29. september 2015 þar sem helstu þættir stefnunnar voru ræddir. Reynt var að taka fullt tillit til ábendinga og sjónarmiða umsagnaraðila.Við gerð lyfjastefnu til ársins 2020 var tekið mið af lyfjastefnu til 2012 sem mörkuð var árið 2007, áherslum heilbrigðis-yfirvalda í lyfjamálum, stefnu grannþjóða á þessu sviði og þróun lyfjamála á liðnum árum. Eins og fyrri lyfjastefna tekur lyfjastefnan til 2020 einnig mið af tilskipunum Evrópusambandsins, samþykktum Evrópuráðsins, mark-miðum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um lyf og því markmiði í 1. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994:„að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsyn-legum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni“. Heilbrigðisútgjöld vaxa hraðar en heildarútgjöld hins opinbera og útgjöld vegna nýrra lyfja vaxa hraðar en útgjöld vegna almennra lyfja og annarra heilbrigðismála. Væntingar sjúklinga til meðferðar með nýjum dýrum lyfjum aukast enn hraðar og ljóst er að erfiðara og erfiðara verður

að mæta auknum kostnaði vegna þessarar þróunar. Helstu áskoranir lyfjastefnunnar og í raun lyfjastefnu allra landa verður því í vaxandi mæli að skapa sátt um innleiðingu nýrra lyfja og brúa bilið milli væntinga, vísindalegrar framþróunar og fjárheimilda.Helstu áherslur og nýjungar sem fram koma í lyfjastefnunni snúa að þessum þáttum og með einstökum aðgerðum er reynt að efla fagfólk og stofnanir til að takast á við vandann, t.d. með því að einfalda stjórnsýslu og bæta verkferli lyfjamála og samræma rafræna umsýslu.Af öðrum áherslum má nefna að lagt er til að skoðuð verði hagkvæmni þess að útvista rekstri gagnagrunna og rafrænni umsýslu lyfjamála. Einnig er lagt til að verkaskipting Lyfjastofnunar, Embættis landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands hvað varðar eftirlit með allri notkun lyfja verði endurskoðuð.Ágætur árangur hefur orðið af nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja sem tók gildi 4. maí 2013. Gert er þó ráð fyrir að áfram verði hugað að lagfæringum á kerfinu og bætt við það einstökum lyfjaflokkum, s.s. sýklalyfjum fyrir fullorðna og hjálpartækjum vegna sykursýkislyfja. Einnig er gert ráð fyrir að viðmiðunarmörk til endurgreiðslu á umtalsverðum útgjöldum sjúkratryggðra vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar séu árlega uppfærð í reglugerð. Til að auka hagkvæmni og skynsemi í notkun lyfja þykir nefndinni rétt að skoðuð verði sú leið sem Svíar hafa farið með því að láta niðurgreiðslur fara gegnum þjónustuaðila, s.s. heilsugæslustöðvar sem niðurgreiða lyfin eftir ákveðnum leikreglum. Í Svíþjóð eru gefnir út ráðgefandi listar yfir lyfjaval og læknum sent yfirlit yfir lyfjaútskriftir og hversu vel þeir fylgja lyfjalistum. Þannig er skapað aðhald í lyfjanotkun og sá sparnaður sem getur orðið nýtist í aðra þjónustu.Innkaup og verð lyfja eru mikilvægir þættir er varða aðgengi að lyfjum og lögð er áhersla á að leitað verði allra ráða til að ná hagræðingu í innkaupum, sérstaklega á dýrum lyfjum. Þetta er m.a. talið mögulegt með því að breyta lögum um opinber innkaup þannig að innlendum aðilum verði gert kleift að taka þátt í sameiginlegum útboðum og innkaupum á lyfjum með öðrum löndum, t.d. Danmörku og Noregi. Mikilvægt er að skoða fleiri leiðir til að ná fram hagkvæmi og ein lausn getur verið að fela SÍ að semja um lyfjameðferð frekar en kaup á lyfjum. Í lyfjastefnunni er lögð áhersla á að lyf séu á viðráðanlegu verði og að greiðsluþátttaka af hálfu hins opinbera sé nægileg í kostnaði notenda þeirra svo stuðlað sé að sem mestum jöfnuði og jöfnu aðgengi. Einnig er lögð áhersla á að hindranir komi ekki í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðinum og að rannsóknar- og

Lyfjastefna til 2020 og frumvarp til nýrra lyfjalaga

7Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

lyfjafyrirtæki búi við skilyrði sem eru sambærileg við það sem best þekkist annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.Lagt er til að hugtakið lyfjafræðileg umsjá verði nánar skýrt í lyfjalögum eða reglugerð og kannað hvort unnt sé að auka hagkvæmni lyfjanotkunar og bæta meðferðarheldni með samkomulagi við lyfjaverslanir, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir um faglega þjónustu lyfjafræðinga og lyfjatækna og lyfjafræðilega umsjá.Lagt er til að frekari stefnumörkun fari fram um einstaka þætti lyfjamála, s.s. er varða dýralyf og líftæknihliðstæður (biosimilars). Til að ná markmiðum lyfjastefnunnar þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og hagsmunasamtaka að koma til og sameinast í því markmiði að efla og vernda heilsu fólks alla ævi þess og draga úr tíðni sjúkdóma og lina þær þjáningar sem þeir valda.

Lyfjastefnan gildir til ársins 2020 og nefndin gerir ráð fyrir að yfirumsjón með framkvæmd hennar verði á hendi velferðarráðuneytisins sem muni setja starfshóp til að vinna að framkvæmd hennar og framkvæmdaáætlunarinnar og sinna eftirfylgni og samráði við umsagnaraðila. Gert er ráð fyrir að ábyrgð á framkvæmd einstakra þátta lyfjastefnunnar beri Embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Lyfjagreiðslunefnd, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítali sem og aðrar heilbrigðisstofnanir. Áætlað er að þessir aðilar setji sér áætlun þar sem fram munu koma leiðir að einstökum markmiðum áætlunarinnar og mælikvarðar eftir því sem unnt er.

Áhugaverð lesning,,The Silent World of Doctor and Patient” eftir Jay Katz

Í kynningu á bókinni segir: Athyglisverð sýn á samband læknis og sjúklings í ákvörðunarferli meðferðar þar sem Jay Katz, læknir og prófessor í lögum, kannar þá skoðun sem í tímans rás hefur verið ríkjandi um þögnina sem dyggð í umönnun og meðferðarheldni. Sögulega hefur traust í sambandi læknis og sjúklings aðeins verið á annan veginn, þrátt fyrir nýlegar lagalegar tilraunir til að veita sjúklingum rödd með ákvæði um upplýst samþykki. Katz gagnrýnir lækna fyrir að hvetja sjúklinga til að afsala sjálfræði sínu og sýnir fram á skaðleg áhrif sem þögn þeirra hefur á góða ummönnun sjúklinga. Á tímum mikilla framfara í læknavísindum og hátækni sér hann vaxandi þörf fyrir – og leggur áherslu á - upplýst samráð læknis og sjúklings sem virðir réttindi og þarfir beggja.

Ábending: Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur

8 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Eldur inni í þér?20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki

Omeprazol Actavis– Við brjóstsviða og súru bakflæði

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

Act

avis

51

11

40

Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi- lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens- Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð- verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.

9Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Catharanthus roseus – Madagaskar periwinkle – vorlauf ForsíðumyndinForsíðu blaðsins prýðir mynd af blómfagurri plöntu Cathar-anthus roseus sem er af Neríuætt (Apocynaceae). Fyrra nafnið „catharanthus“ er ættað úr grísku og þýðir „hreint blóm“ en seinna nafnið „roseus“ þýðir rauður (rós) og höfðar því til þess að plantan ber áberandi rauðleit blóm. Stundum er hún einnig kölluð Vinca rosea. Plantan á uppruna sinn á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi, en er nú ræktuð víða um heim sem skrautjurt. Hún er vinsælt stofublóm á kaldari svæðum, m.a. á Íslandi og ber íslenska heitið vorlauf. Vorlaufið er fjölær jurt, 30-100 cm að hæð og ber glansandi, dökkgræn blöð. Blómin eru áberandi, geta verið hvít en eru oftast bleik á lit.

Catharanthus roseus plantan var notuð sem lækningajurt af frumbyggjum Madagaskar gegn sykursýki (diabetes mellitus). Það barst til eyrna kanadískra vísindamanna sem leituðu nýrra lyfjaefna við sykursýki seint á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir hófu rannsóknir á plöntunni sem reyndist vera sannkölluð efnaverksmiðja sem framleiðir a.m.k. 130 mismunandi gerðir indólalkalóíða. Sumir þeirra reyndust hafa óvænt áhrif til fækkunar á hvítum blóðflögum í tilraunadýrum, sem var mjög spennandi enda mikil þörf á lyfjum til að stöðva framgang krabbameinsfruma í sjúkdómum eins og hvítblæði á þessum tíma.

Til allra heilla þá leiddi forvitni vísindamanna á virkum innihaldsefnum í plöntum til rannsókna á vorlaufinu frá Madagaskar. Þó upphaflega væri leitað að efnum með virkni gegn sykursýki þá fundust í henni ný efnasambönd með einstaka virkni á krabbamein (mynd 1).

Mynd 1. Efnabyggingar vincristins og vinblastins

Efnin, sem fengu nöfnin vincristin og vinblastin, eru stórar og flóknar sameindir og því þarf að vinna þau beint úr plöntunni sjálfri. Þau eru heteródímerar af terpen indólalkalóíð mónómerum sem eru lífmyndaðir út frá amínósýrunni trýptófan. Vincristin, vinblastin og afleiður þeirra teljast til svokallaðra vinca alkalóíða. Mónómerarnir eru í enn meira magni í plöntunni heldur en dímerarnir sjálfir og það er hægt að nota þá til að hlutsmíða dímerana. Þannig má fá meira magn af lyfjaefnum fyrir hvert kg af plöntuefni sem ræktað er. Til að anna vaxandi eftirspurn þarf nýjar og afkastameiri aðferðir til framleiðslu vinca alkalóíða og eru margar rannsóknir nú í gangi, m.a. með nýtingu líftækniaðferða.

Verkunarmáti vincristins og vinblastins er að hindra uppbyggingu örpípla og koma þannig í veg fyrir frumu-

skiptingu. Við það deyja frumur (apoptosis) og í mestum mæli þær sem fjölga sér hraðast, eins og krabbameinsfrumur. Áhrif á heilbrigðar frumur endurspeglast í auka- og eiturverkunum lyfjanna, t.d. á meltingarfæri og beinmerg og hárlos fylgir einnig meðferðinni.

Vincristin og vinblastin eru notuð við ýmsum gerðum af krabbameini, oft með öðrum lyfjum. Vincristin er mikilvægt lyf gegn hvítblæði, eitlakrabbameini og smáfrumulungna-krabbameini. Það kom fyrst á markað árið 1963 undir heitinu Oncovin og hefur gegnt lykilhlutverki í stórauknu lækningahlutfalli bráðahvítblæðis hjá börnum. Vinblastin er ekki skráð á Íslandi nú en tvær hlutsmíðaðar afleiður, vinorelbin (lungna- og brjóstakrabbamein) og vinflunin (þvagfærakrabbamein), eru skráðar hér. Lyfin eru sjúkrahúslyf og eru gefin í æð. Þetta eru allt eitruð frumudrepandi efni og þarf að gæta sérstakrar varúðar í umgengni og meðferð þeirra eins og annarra eiturefna.

Æxlissjúkdómar geta leitt sjúklinga til dauða ef ekki er gripið inn í þróun þeirra nægilega snemma. Krabbameins-lyfjameðferð bjargar mörgum mannslífum og vincristin og vinblastin eru mikilvæg lyf í þeirri baráttu. Þau eru á lista alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir ómissandi lyf (WHO Model list of Essential Medicines, apríl 2015).

Vincristin og vinblastin eru eins og svo mörg önnur lyf sótt í lífefnabanka náttúrunnar. Madagaskar er dæmi um svæði sem er sérstaklega tegundaríkt af bæði plöntum og dýrum og sumar þeirra eru nú í útrýmingarhættu vegna ágangs manna á náttúrulegt umhverfi þeirra. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti af tegundum lífríkis jarðar hefur verið rannsakaður m.t.t. lífvirkra innihaldsefna, minnir dæmið um vinca alkalóíðana okkur á mikilvægi þess að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á jörðinni okkar.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

Heimildir:• Noble RL. The discovery of the vinca alkaloids—chemotherapeutic agents

against cancer. Biochem. Cell Biol. 1990, 68(12): 1344-1351.• Bernonville TD, Clastre M, Besseau S, Oudin A. Burlat V, Glevarec

G, Lanoue A, Papon N, Guivarch NG, St-Pierre B, Courdavault V. Phytochemical genomics of the Madagascar periwinkle: Unravelling the last twists of the alkaloid engine. Phytochem. 2015, 113:9-23.

• “19th WHO Model List of Essential Medicines”. World Health Organization. Apríl 2015. Sótt 7. nóv. 2015.

• Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 6th revised edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

• Medicinal Plants of the World (2004), eds. Wyk BE & Wink M. Timber Press Inc. Portland, Oregon, USA.

• Ágúst H. Bjarnason. Fróðleikur um flóru og gróður: Plöntuættir. http://ahb.is/plontuaettir/. Sótt 7.nóvember 2015.

• Kew Royal Botanical Garden. Catharanthus roseus (Madagascar periwinkle) http://www.kew.org/science-conservation/plants-fungi/catharanthus-roseus-madagascar-periwinkle . Sótt 7. nóvember 2015.

NH

N

HO

H

N

N

OOH

O

OO

OO

OO

NH

N

HO

H

N

N

OOH

O

OO

OO

O

Eldur inni í þér?20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki

Omeprazol Actavis– Við brjóstsviða og súru bakflæði

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

Act

avis

51

11

40

Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi- lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens- Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð- verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.

10 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

LYFJAFRÆÐINGUR Í BARCELONABjarni BæringsÚtrásarævintýrið mitt hófst í raun á lokaári lyfjafræði-námsins í HÍ árið 1999, því með aðstoð Davíðs Ingasonar hjá AstraZeneca hélt ég til Svíþjóðar og vann lokaverkefni mitt hjá AstraZeneca í Lundi. Eftir störf í apótekum með námi og eftir útskrift, ásamt vinnu hjá Pharmaco/AstraZeneca og í lyfjahugbúnaðargeiranum hjá TM Software, lá leiðin í Hafnarfjörðinn. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Valur Ragnarsson töldu mig nothæfan í útrás Delta, síðar Actavis, gegnum dótturfyrirtækið Medis. Þar byrjuðu hjólin heldur betur að snúast og heimur alþjóðlegra viðskipta með samheitalyf opnaðist mér. Verkefnin voru gríðarlega spennandi, allt vaðandi í tækifærum sem fyrirtækið þurfti að krækja í, salan að margfaldast milli ára, og mikill happafengur að vera lærisveinn Eddu og Vals, enda bæði hokin af reynslu og heimsþekkt í bransanum. Að maður tali nú ekki um „þann gamla“, Ottó B. Ólafsson, sem reyndar er ekkert svo gamall, en sletti reglulega og ríkmannlega úr

viskubrunni sínum yfir okkur nýbrumið hjá Medis.

MBA nám í KöbenÁrið 2007, eftir 5 farsæl og lærdómsrík ár innan veggja Medis, var komið að því að taka stóra skrefið út í heim. Lyfjafræðinám sem bakgrunnur fyrir samheitalyfjaviðskipti er frábær, en viðskiptafræðigrunninn fannst mér vanta – eitthvað sem mér fannst MBA nám geta bætt úr. Ég ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og hefja nám í Copenhagen Business School. Ég var staðráðinn í að þreifa fyrir mér með störf erlendis að námi loknu, þ.a. allt dótið á Íslandi var selt – og önnur leiðin til Köben keypt. Námið reyndist frábært, dvölin yndisleg, og gott að gíra sig niður í einfaldleika námsmannsins í minnsta herbergi stúdentagarðanna, eftir allt lífsgæðakapphlaupið á Íslandi. Í Köben blómstraði ástin að sjálfsögðu líka, enda krækti ég mér fljótlega í kvonfang – hana Emblu Torfadóttur sem einnig stundaði nám við

Fjölskyldan á síðdegisgöngu á ströndinni í Barcelona í október

11Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

CBS. Embla er gamall menntskælingur úr Menntaskólanum á Akureyri eins og ég – en ég hafði ekki séð hana síðan hún var með spangir. Í þetta skiptið var það ég sem skartaði gulllituðum bling-bling spöngum og vil ég meina að hún hafi fallið fyrir spöngunum!

Frá Mannheim til MunchenValfögin í lokahluta MBA námsins tók ég í samstarfsskóla CBS; Mannheim Business School. Ég kunni vel við mig í Þýskalandi, stúdentaþýskan lét gjarnan á sér kræla eftir nokkra kalda, og það hafði lengi verið draumur að búa í Þýskalandi og aka Porsche eftir hraðbrautunum á leið í vinnuna. Þýski lyfjamarkaðurinn er einn sá stærsti í Evrópu og þar er að finna endalaust af tækifærum fyrir fólk með reynslu af samheitalyfjum. Því varð úr að við Embla settumst að í Þýskalandi; fyrst um sinn áfram í Mannheim en síðan til lengri tíma í Munchen. Munchen er frábær borg og vel staðsett til lyfjaviðskipta og ferðalaga innan Evrópu. Fullt af öflugum lyfjafyrirtækjum eru í nágrenninu sem og góður flugvöllur, góðar lestarsamgöngur og hraðbrautir í allar áttir.

Vamos a la playa – stefnan sett á BarcelonaEftir MBA útskrift vann ég fyrir Actavis í söluverkefnum, og að þeim loknum vann ég fyrir gríska samheitalyfjafyrirtækið Genepharm – með starfsstöð í Munchen. Árið 2010 bauðst mér að taka þátt í að byggja upp lyfjaviðskipti indverska lyfjafyrirtækisins Hetero Drugs í Evrópu, en fyrirtækið er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki á Indlandi. Auk virkra hráefna þróar fyrirtækið og selur fullbúin lyf. Á einungis rúmum 20 árum hefur fyrirtækið byggt upp tæplega 200 milljarða króna veltu, starfrækir 25 lyfjaverksmiðjur og hefur 15.000 starfsmenn í vinnu. Ég stökk inn í þetta spennandi verkefni að stofna og byggja upp dótturfyrirtæki í Evrópu, Hetero Europe – með höfuðstöðvar í Barcelona. Ég byrjaði sem viðskiptaþróunarstjóri, og á öðru ári varð ég sviðsstjóri

viðskiptaþróunar. Eftir rúm þrjú ár yfirgaf forstjóri Hetero Europe félagið, og stjórn Hetero Drugs bauð mér að taka við. Eftir 5 frábær ár í Munchen var stefnan tekin á hinar gylltu sólarstrendur Barcelona. Farsælum ferli framherjans hjá þýska neðri-deildar stórliðinu TSV Ottobrunn lauk þar með, og takkaskórnir settir á hilluna. Virkilega slæmt þar sem ég var loksins farinn að skilja bæjaríska mállýsku þjálfarans. Á þessum tíma var kærastan orðin kasólétt og fæddi okkur dótturina Elísu í mars 2014, en þremur mánuðum síðar var haldið suður á bóginn, á vit nýrra ævintýra.

Fullbókað á Hótel Emblu í Barcelona Í dag erum við fjölskyldan búin að koma okkur vel fyrir í Barcelona. Elísa dafnar og lærir um sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, á katalónsku, í leikskólanum meðan við foreldrarnir rembumst við að læra spænskuna. Um helgar þarf spænska heimanámið að keppa við sólina, sundlaugina, ströndina, tapas réttina og rauðvínið – og lýtur gjarnan í lægra haldi. Gestaherbergin eru nánast fullbókuð 6 mánuði ársins af sólarþyrstri fjölskyldu og vinum, enda heldur Embla úti pantanabók til að gæta þess að tvíbóka ekki. Mamma kemur gjarnan í 2 mánuði yfir mesta íslenska skammdegið til að njóta sólar, skokka á ströndinni, og til að passa Elísu svo við Embla getum notið alls sem Barcelona hefur upp á að bjóða.

Salan tvöfaldast milli áraLyfjaviðskipti Hetero Europe blómstra, veltan og umsvifin aukast jafnt og þétt, og starfsmönnum fjölgar. Við veljum samheitalyf til þróunar fyrir Evrópumarkaðinn, skráum lyfin á helstu mörkuðum, og gerum sölu-samninga við evrópsk samheita-lyfjafyrirtæki um markaðssetningu og sölu lyfjanna. Indverska móðurfélagið þróar og framleiðir lyfin, en Hetero Europe sér um skráningamál og sölumál, sem og einkaleyfamál. Um þriðjungur starfsmanna í Barcelona eru lyfjafræðingar, sem starfa ýmist í skráningadeild eða í

Starfsmenn Hetero Europe eru frá 8 mismunandi löndum og vinnan fer öll fram á ensku

12 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

viðskiptaþróun. Fyrirtækið er leiðandi í sölu samheitalyfja gegn HIV, en selur einnig mikið af hjarta- og æðasjúkdómalyfjum, krabbameinslyfjum, tauga- og geðlyfjum, sýkingalyfjum og meltingafæralyfjum. Síðustu tvö ár hefur sala Hetero Europe á samheitalyfjum tvöfaldast milli ára, og stefnir í að slíkt gerist aftur á næsta ári. Samstarfsaðilar okkar í Þýskalandi hafa verið duglegir að vinna stór lyfjaútboð sjúkratryggingafélaganna með lyf frá okkur, og í slíkum tilfellum fáum við lyfjapantanir sem hver um sig getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Í byrjun var frekar skrítið að mæta í vinnuna í glampandi sól og 30 stiga blíðu, og maður hugsar gjarnan um fyrirtækin á Íslandi sem sum loka vegna veðurs ef mælirinn slær í 20 gráðurnar – en með þá reglu í Barcelona væri nú bara unnið 3 mánuði ársins. Við höfum fengið til liðs við okkur 2 Íslendinga á þessu ári. Á næstu árum reiknum við með mörgum nýjum ráðningum, og væri gaman að sjá enn fleiri Íslendinga bætast í okkar öfluga hóp.

Hasta la vista!

Bjarni Bærings, lyfjafræðingurForstjóri Hetero Europe

Hópmynd frá CPhI ráðstefnunni í Madríd í október 2015. Eigandi og stjórnarformaður Hetero Drugs, Dr. BPS Reddy, situr mér við hlið, fremst fyrir miðju.

ICEPHARMA styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

13Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Enn og aftur berast fréttir af okkar góða vísindafólki við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands en í apríl á þessu ári var gefin út ný kennslubók eftir Þorstein Loftsson, prófessor við deildina. Bókin fjallar um lyfjahvarfafræði (pharmacokinetics) og ber heitið „Essential Pharmacokinetics: A Primer for Pharmaceutical Scientists“ og var gefin út af Elsevier/Academic Press eins og fyrri bók Þorsteins. Hægt er að nálgast bókina hjá útgefanda, Amazon og víðar. Vert er að minna á að á síðasta ári kom einnig út önnur bók eftir Þorstein, kennslubókin „Drug Stability for Pharmaceutical Scientists“ sem óneitanlega verður að teljast frábær árangur á stuttum tíma. Á vefsíðu útgefanda er eftirfarandi ritað um bókina „A concise and straightforward overview of the concepts and applications of pharmacokinetics containing numerous examples, figures and practice questions to enhance learning and comprehension.“

Þorsteinn Loftsson valinn á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heimsTil viðbótar má nefna þá miklu viðurkenningu er Þorsteinn Loftsson hlaut er hann var valinn á lista Thomson Reuters yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans „The World’s Most Influential Scientific Minds 2014.“ Á listanum eru rúmlega 3000 vísindamenn sem að mati

Thomson Reuters hafa mest áhrif í heiminum í dag. Verður það að teljast mikið afrek því á þeim lista eru margir vísindamenn sem starfað hafa við mun betri aðstæður en Þorsteinn, bæði hvað varðar bakland og aðgengi að styrktarfé. Thomson Reuters er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að halda utan um og túlka gögn um árangur í vísindarannsóknum. Listann má finna á http://highlycited.com/. Þess má geta að Þorsteinn er nú í ár, 2015, aftur á þessum lista.Rektor Háskóla Íslands fjallaði um þessa viðurkenningu í ræðu sinni við útskrift nemenda í júní síðastliðnum og kom fram hjá rektor að stofnun sprotafyrirtækja og einkaleyfi fengin í tengslum við rannsóknir við Háskóla Íslands væru mörg tengd lyfjaþróun og heilbrigðisvísindum. Þorsteinn er handhafi tveggja slíkra einkaleyfa en fyrirtækin sem um ræðir eru Oculis (http://ocul.is/) og Lipid pharmaceuticals (http://lipid.is/ en bæði fyrirtækin eru að fara með lyf í fasa III rannsóknir.Ritnefnd TUL óskar Þorsteini innilega til hamingju með útgáfu þessarar bókar og verðskuldaða viðurkenningu.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Essential Pharmacokinetics: A Primer for Pharmaceutical ScientistsÞorsteinn Loftsson

14 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

NFU-fundurinn var haldinn í Helsinki dagana 20. – 22. ágúst sl. Þátttakendur voru 17 og þar af voru þrír frá Íslandi, þ.e. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ, Sigríður Siemsen framkvæmdastjóri LFÍ og Brynhildur Briem fyrir hönd TUL.

Síðan síðast

Undir þessum lið fer formaður hvers lyfjafræðingafélags yfir það markverðasta sem gerst hefur í starfsemi félagsins frá síðasta fundi.

DanmörkÍ máli Antje Marquardsen formanns kom m.a. eftirfarandi fram:

Ný lyfjalög

Ný lyfjalög tóku gildi í Danmörku á þessu ári. Rætt hafði verið um að breyta lögunum þannig að afnema einkarétt lyfjabúða til að selja lyfseðilsskyld lyf, en af þessum breytingum varð ekki. Markmið með lögunum er m.a. að auka samkeppni milli lyfjabúða. Það er gert með því að nú verður auðveldara að koma upp lyfjaútibúum og lyfjadeildum inni í öðrum verslunum (shop-i-shop). Helstu breytingar á lögunum eru þær að nú er heimilt að koma upp allt að sjö lyfjaútibúum í 75 km radíus frá móðurapótekinu. Apótekum sem sinna vaktþjónustu á tímabilinu kl. 6 til 24 mun fækka úr 50 í 34 og þau sem sinna þjónustunni verða valin af yfirvöldum í samráði við svæðisráðin, sólarhringsþjónusta mun hverfa úr stórum bæjum. Ef lyfjadeild er inni í annarri verslun skal útibúið hafa sinn eigin afgreiðslukassa, útibú sem er lengra en 10 km frá næsta lyfjadreifingarstað mun enn fá styrk til reksturs, á árinu 2016 á þó að endurskoða út frá sjónarmiðum um birgðahald hvort þessi rekstur og styrkir skuli halda áfram. Þá á að skoða hvort heimila eigi lyfjabúðum að afgreiða ákveðin lyfseðilsskyld lyf ef ekki næst í lækni.

Frá 1. janúar 2016 skulu lyfjafræðingar ræða formlega við einstaklinga um lyf þeirra (medcinsamtaler), að frumkvæði

lyfjafræðings. Slík samtöl þurfa ekki endilega að fara fram í lyfjabúðum, gætu líka farið fram á vegum sveitafálaga og ekki má láta sjúklinginn greiða fyrir þjónustuna.

Lyfjastofnunin aftur sjálfstæð stofnunÁrið 2012 voru danska lyfjastofnunin og lýðheilsustofnunin sameinaðar. Nú hefur verið ákveðið að skilja þær að aftur. Danska lyfjafræðingafélagið fagnar þessari breytingu því að mati félagsins hefur úrvinnsla lyfjamála í sameinaðri stofnun verið verri og hægari en áður.

LöggildingÁ síðasta ári óskaði félagið eftir að lyfjafræðingar í Danmörku fengju löggildingu eins og aðrar heilbrigðisstéttir. Ein af rökunum var sú að fleiri og fleiri leituðu vinnu utan Danmerkur. Enn hefur þeim ekki tekist fá umbeðna löggildinu.

VinnumarkaðurinnAtvinnuleysi hefur minnkað meðal félagsmanna og var 1,9% í apríl 2015 en á sama tíma var atvinnuleysi þeirra sem eru að útskrifast 17,3%. Óttast er að atvinnuleysi meðal þeirra sem lokið hafa doktorsprófi muni aukast. Aftur á móti er sóst eftir starfsmönnum í skráningar (RA) og gæðatryggingu (QA), bæði í lyfjaiðnaðinum og í lækningatækjaiðnaðinum.

Stefnumörkun félagsins til 2020Stefnt er að eftirfarandi þáttum:

• Varpa ljósi á þjóðhagfræðilega þýðingu lyfjamála

• Greina félagið í samburði við samkeppnisfélög/-samtök

• Meiri og virkari þátttaka í opinberri umræðu

• Koma upp mikilvægum bandalögum

• Bæta samstöðu innan félagsins – félagið er ekki eingöngu fyrir lyfjafræðinga

• Úr því að vera fagfélag yfir í að vera þverfaglegt félag – vinna á þverfaglega og stofna fag-net

Að mati stjórnarinnar ætti félagið að hafa stefnu á rannsóknar- og menntunarsviði, í heilbrigðismálum, atvinnumálum og jafnvel líka á sviði lækningatækja og í félagsmálum.

NFU fundurinnHelsinki, ágúst 2015

Þátttakendur á NFU fundinum 2015. Mynd: Petri Laurila.

15Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

FinnlandÍ máli Kirsi Kvarnström formanns kom m.a. eftirfarandi fram:

Nefnd um þróun starfssemi lyfjabúða og annarra lyfjamálNefnd á vegum heilbrigðisráðuneytis hefur lagt fram tillögur um hvernig bæta má öryggi lyfja og stuðla að umbótum í heilbrigðisþjónustunni. Þar kemur eftirfarandi fram:

• Alltaf á að horfa til notanda lyfjanna í allri þróunarvinnu

• Auka þarf samstarf lyfjabúða og sjúkrahúsapóteka

• Þau lyf sem framleidd eru í lyfjabúðum eiga að koma sem viðbót við það sem fyrir er

• Stungið er upp á því að komið verði upp hópi sérfræðinga sem ákveði hvaða lyf sé æskilegt að framleiða í lyfjabúðum

• Rekstraform lyfjabúða ætti að vera óbreytt

• Til að tryggja bólusetningar ættu lyfjabúðir að fá heimild til að sjá um árstíðabundnar bólusetningar

Stefna ríkisins í lyfjamálum• Spara á 150 milljónir evra hjá hinu opinbera frá og með

2017

• Breyting verður gerð á greiðsluþátttöku hins opinbera

• Auka á heildræna skoðun á lyfjamálum aldraðra

• Koma á upp skynsamri lyfjastefnu með það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga, stuðla að færni þeirra og koma á hagkvæmni í lyfjagjöfum

LausasölulyfFinnska lyfjastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um lausasölulyf. Þar er m.a. fjallað um útval slíkra lyfja, leiðbeiningar fyrir þá sem vilja markaðssetja slík lyf og að lausasölulyf verði áfram eingöngu seld í lyfjabúðum.

Upplýsingagjöf um lyfFinnska lyfjastofnunin hefur markað stefnu um upplýsingagjöf um lyf sem nær bæði til almennings og heilbrigðisstarfsmanna. Stungið er upp á að koma upp netverki yfir allt Finnland um upplýsingagjöf um lyf.

FélagsmennFélagsmönnum hefur fjölgað undanfarið ár, sérstaklega þeim sem hafa mastergráðu. Kvöldfundum og fræðslu-dögum hefur fjölgað og lögð hefur verið áhersla á að ná til lyfjafræðinema.

LyfjafræðimenntunHaustið 2014 var tekið upp nýtt skipulag í lyfjafræðinámi. Byggt er á 3 + 1 þáttum

1. Vísindi og fræðimennska2. Sjúklingar og lyfjanotkun3. Lyfjafræðileg náttúrvísindi4. Val sem getur verið um lyfjabúðir, sjúkrahúsapótek,

iðnaðinn, hið opinbera og/eða vísindahyggju

Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á kennslu er að bein kennsla hefur minnkað en sjálfstæð vinna nemenda aukist. Þannig hefur hlutverk kennara færst úr beinni mötun yfir í að styðja og leiðbeina nemendum við sjálfsnám.

EndurmenntunHaldin hafa verið námskeið fyrir starfsmenn um hvaða rétt þeir hafa þegar nýr lyfsöluleyfishafi tekur við. Árlega eru haldin tveggja daga námskeið fyrir lyfjafræðinga í stjórnunarstöðum. Tvisvar á ári er boðið upp á námskeið um heilsugæslu- og sjúkrahúslyfjafræði. Á árinu hafa líka verið haldin námskeið fyrir félaga sem starfa í lyfjaiðnaði og hjá hinu opinbera.

Félagið lét útbúa fimm fræðslumyndbönd sem sett voru á YouTube. https://www.youtube.com/channel/UCMsH2ZMM3V4yyEhT9wak2mQ

ÍslandÍ máli Lóu Maríu Magnúsdóttur, formanns LFÍ, kom fram að á Íslandi væri unnið að því að endurskoða lyfjalögin frá 1994, að marka lyfjastefnu til 2020 og breyta reglugerðum um lyfseðla og afgreiðslu lyfja og lyfjaauglýsingar. Hún ræddi um S-merkt lyf og að gerður hafi verið samningur við margar lyfjabúðir um afgreiðslu slíkra lyfja.

Þá greindi hún frá því að virkir félagar í LFÍ væru 422, þar af væru 90% með a.m.k. mastersgráðu og að 66% félagsmanna væru konur. Félagsmenn skiptast á eftirfarandi hátt niður á vinnustaði:

Fram kom að mesta breyting á störfum lyfjafræðinga væri í lyfjaframleiðslu og greindi hún frá kaupum Watson/Actavis á Allergan og nafnabreytingunni og tilkynningu um lokun verksmiðjunnar innan tveggja ára. Einnig kom fram um kaup TEVA á „samheitalyfja-hluta“ Allergan. Þá greindi hún frá að hátæknisetur Alvogen væri brátt tilbúið og að þar muni fara fram þróun og framleiðsla á líftæknilyfjum.

Þá ræddi hún um launamál lyfjafræðinga þar sem fram kom að lyfjafræðingar sem starfa í apótekum og lyfjaiðnaði eru á markaðslaunum, þ.e. hver og einn verður að semja um sín laun. Samningar lyfjafræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru lausir og verið er að vinna í samningamálum.

16 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

Loks greindi Lóa frá uppákomu á Degi lyfjafræðinga 25. september 2014, þátttöku Íslendinga í EAHP (the European Association of Hospital Pharmacists) og Degi lyfjafræðinnar sem haldinn hefur verið til margra ára (þegar hefur verið fjallað um allar þessar uppákomu í TUL) og að út hafi komið 2 tölublöð af Tímariti um lyfjafræði á árinu. Blaðið væri unnið í frítíma ritstjórnar og að mestu fjármagnað með auglýsingum. Eingöngu sé um auglýsingar á lausasölulyfjum að ræða þannig að blaðið má liggja frammi á biðstofum fyrir almenning.

NoregurÍ mál Tove Ytterbö formanns kom m.a. eftirfarandi fram:

Slagorð félagsins er Rétt lyf. Bætt heilsa – góður þjóðarhagur.

Markmið fyrir lyfjafræðinga

1. Rétt lyf – hverfa frá því að einblína á það ódýrasta yfir á það rétta

• Markaðssetning nýrra og áhrifamikilla lyfja á að ganga hratt fyrir sig

• Nægjanlegt magn af lyfjum verður að vera til staðar

• Verðlagning lyfja verður að stuðla að nýsköpun og þróun

2. Rétt lyfjanotkun – fjölbreytt framboð af leiðbeiningum

• Gera leiðbeiningar aðgengilegar

• Öll sveitafélög ættu að bjóða upp á leiðbeiningar lyfjafræðings

• Á sjúkrahúsum eiga lyfjafræðingar að koma að starfsemi allra deilda

• Lyfjafræðingar eiga að hafa aðgang að sjúkraskýrslum

3. Hæfni og að kalla til starfa – þróa og gera hlutverk lyfjafræðinga sýnilegt

• Stöðugt skal benda á hæfni lyfjafræðinga og þróa hlutverk þeirra

• Tryggja að nýtt fólk verði kallað til starfa og þróun starfsins

• Vinna að góðum launakjörum og vinnuaðstæðum

Umræða um fjárlagafrumvarpÍ umræðu um fjárlagafrumvarp lagði félagið áherslu á rétta lyfjanotkun, aðgengi að lyfjum og aðgerðir til rafrænna skráninga og samskipta í heilbrigðiskerfinu. Yfirvöld óskuðu eftir tillögum að því hvernig lyfjafræðingar geti nýst betur. Bent var á að verðlag á lyfjum í Noregi geri landið ekki aðlaðandi til markaðssetningar nýrra lyfja sem síðan hefur áhrif á aðgengi lyfja.

Ný lyfjastefnaNý lyfjastefna, Rétt notkun – betri heilsa, (Legemiddel-meldingen, Meld. St. 28), var lögð fram í maí.

Eftirfarandi aðalmarkmið koma þar fram:• Kappkosta skal gæði í lyfjameðferðum

• Lyf skulu vera eins ódýr og hægt er

• Tryggja skal jafnrétti og skjótan aðgang að áhrifamiklum lyfjum

• Leggja skal áherslu á rannsóknir og nýsköpun

Auk þess kemur eftirfarandi fram:• Lögbundið verður að fara yfir lyfjanotkun þeirra sem

dvelja á hjúkrunarheimilum

• Koma skal upp sameiginlegum lyfjalistum

• Skoða skal hvort fjölga skuli þeim lausasölulyfjum sem eingöngu lyfjafræðingar mega afhenda og jafnvel hvort sama ætti að gilda um sum lyfseðilsskyld lyf

• Fara skal yfir verðlagningu lyfja

• Koma á fót net-apótekum í Noregi (jan. 2016)

• Skilgreina bólusetningaáætlun fyrir fullorðna

• Kanna á hvernig hægt er að auka klíniskar rannsóknir í Noregi

Barátta geng sýklalyfjaónæmiUnnið er að aðgerðaplani sem ætlað er að draga úr sýklalyfjaónæmi. Markmiðið er að draga úr notkun sýklalyfja, stuðla að því að lyfin séu notuð á réttan hátt og fræðsla um sýklalyfjaónæmi verði aukin. Lyfjafræðingar hafa komið að þessu verkefni.

LyfjafræðinámiðFrá haustinu 2012 hafa allir skólar sem bjóða upp á lyfjafræðinám í Noregi unnið að því að koma upp sama formi yfir allt landið, kallað 3 + 2, þ.e. BS- og master-gráða. Nú eru skólarnir ekki lengur sammála um hvaða inngangskröfur skuli gera fyrir lyfjafræðinám svo háskólarnir í Osló og Bergen eru búnir að draga sig út úr samstarfinu.

Löggildir lyfjafræðingarTölur yfir löggilda lyfjafræðinga í Noregi

Lyfjafræðingar (provisorframasöyter)

Aðstoðalyfjafræðingar (reseptar farmasöyter)

Menntunarland

Noregur 2.339 1.809

Svíþjóð 389 202

Danmörk 199

Finnland 28 57

Ísland 28 1

Önnur lönd 516 67

Samtals frá öllum löndum

3.499 2.200

Ný heimasíða Ný heimasíða – „Min side“ var opnuð í lok janúar 2015. Á þeirri síðu geta félagsmenn uppfært upplýsingar um sig, s.s. netföng og skráð sig á námskeið og atburði og sótt staðfestingu á þátttöku.

17Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

EndurmenntunYfirlit yfir endurmenntun 2012-2014

Fjöldi námskeiða 178

Fjöldi þátttakenda 1.095

Í júní 2015 höfðu verið haldin 55 námskeið það sem af var árinu.

Svíþjóð

Í máli Kristina Fritjofsson formanns kom m.a. eftirfarandi fram:

RéttindamálÍ Svíþjóð er unnið að því að koma innflytjendum sem hafa rétt til að starfa í landinu sem fyrst út í atvinnulífið, bæði hvað lyfjafræðinga og aðra varðar. Nú tekur ferillinn allt að tvö ár.

Gripið verður til eftirfarandi aðgerða:

• Fjölga verknámsstöðum fyrir nema

• Fjölga námsstöðum til að bæta við sig námi

• Hraða útgáfu leyfa

• Auka þekkingu á fögum hjá vinnumálastofnun

• Áframhaldandi umræða um flýtimeðferð þar sem að koma lyfjafræðingafélagið, Háskólann í Uppsölum, apótekarafélagið, vinnumálastofnun og velferðar-ráðuneytið

Danskir, hollenskir og þýskir lyfjatæknar hafa fengið starfsréttindi í Svíþjóð sem aðstoðarlyfjafræðingar (receptar). Sænska lyfjafræðingafélagið hefur sett sig upp á móti þessu því störfin eru ekki sambærileg.

Ný handbók frá Socialstyrelsen Verið er að gefa út nýja handbók þar sem fram kemur hvað hver heilbrigðisstétt má gera. Og núna eru lyfjafræðingar með, en voru það ekki áður. Þar er m.a. fjallað um upplýsingagjöf í lyfjabúðum og skal hún vera í höndum lyfjafræðinga og aðstoðarlyfjafræðinga. Ef annað starfsfólk lyfjabúða annast slíka upplýsingagjöf skal lyfsöluleyfishafi tryggja að viðkomandi hafi nægjanlega þekkingu til verksins. Þetta gildir jafnt þegar veittar eru upplýsingar um lyfseðilsskyld lyf og lausasölulyf.

Sænska lyfjastofnunin fékk það verkefni árið 2013 að prófa og meta gildi formlegra samtala við einstaklinga um lyfin þeirra. Eftir tilraunina tók stofnunin ekki afstöðu til hvort skylda eigi slík samtöl en sú aðferð sem notuð var reyndist vel.

Hætt að selja paracetamol utan lyfjabúðaFrá og með 1. nóvember 2015 verður ekki lengur heimilt að selja paracetamol utan lyfjabúða. Ástæðan er sú að eftir að slík sala var heimiluð árið 2009 hafa eitranir af völdum paracetamols aukist, sérstaklega meðal kvenna og þeirra

sem eru í sjálfsvígshugleiðingum.

Innanfélagsmál• Á degi lyfjafræðinnar er valinn lyfjafræðingur ársins

• Ekki er mikil fjölgun í félaginu og er þar helst um að kenna hvað margir hafa farið á eftirlaun

• Á árinu 2014 hækkuðu laun félagsmanna um 3,7% á meðan að almenn hækkun á sænskum vinnumarkaði var 2,8%

Á fundinum var einnig kynnt EFPIA (European Federation of Pharmaceutical Industries and Associations) Disclosure Code – þar sem greint var frá því hvernig EFPIA vinnur með lyfjafræðingafélögum og læknafélögum að því að birtar séu upplýsingar um þá styrki sem veittir eru til ýmissa verkefna. Markmiðið er að allar upplýsingar séu upp á borðinu, þó þannig að ef styrkþegar vilja ekki að nafn þeirra komi fram þá er eingöngu birt upphæð og hver styrkinn veitir.

Þá var fjallað um endurmenntun. Fram kom m.a. að víða í Evrópu er endurmenntun lyfjafræðinga skylda en annars staðar er hún valfrjáls, sjá mynd hér á eftir.

CPD (continuous professionaldevelopment) situation inEurope

Voluntary CPD

Mandatory CPDVoluntary + Mandatory CPD

Absence of formal CPD structure

Study concerning the review and mapping of continuous professional development and lifelong learning for health professionals in the EU, 2015

Einnig var fjallað um klíniska lyfjafræði þar sem rannsóknir eru hluti af þjálfuninni.

Loks var kynnt EPhEU (Employed community Pharmacists in Europe) sem hefur það markmið að aðstoða lyfjafræðinga sem vilja starfa í öðrum löndum. Bæði er um upplýsingagjöf að ræða og að aðstoða við starfsumsóknir. Þegar eru nokkur lyfjafræðingafélög í Evrópu í þessum samtökum og rætt var á fundinum hvort þau Norðurlönd sem eru í Evrópusambandinu ættu að sækja um aðgang. Málið verður skoðað í hverju landi fyrir sig.

Brynhildur Briem, ritstjórn

18 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Lyfjafræðisafninu hefur verið færð að gjöf frumútgáfa af fyrstu dönsku lyfjaskránni, Pharmacopoeia Danica frá 1772. Útgáfa þessarar lyfjaskrár var talin marka tímamót.

Fyrsta forskriftabókin sem kom út á prenti, 1658 í Danmörku, var Dispensatorium Hafniense og var í gildi fyrir þau þrjú apótek sem þá voru í Kaupmannahöfn. Eftir að fyrstu heilbrigðislög voru sett 1672 var forskriftabókin látin gilda fyrir öll apótek í Danaveldi, en brýnt þótti að vinna að nýrri útgáfu. Var það gert af Læknaháskólanum og heilbrigðisyfirvöldum. Forvígismenn voru hirðlæknirinn Johan Just von Berger, Christian Gottlieb Kratzenstein prófessor í eðlisfræði og lækningum við Kaupmannahafnarháskóla og apótekarinn í sjúkrahúsapótekinu sem kennt var við Friðrik V í Kaupmannahöfn, Joachim Dietrich Cappel.

Lyfjaskráin lagði grunn að reglum um framleiðslu, geymslu, staðla og framleiðsluhætti, bæði hvað varðar hráefni og forskriftir fyrir samsett lyf. Í lyfjaskránni var listi yfir u.þ.b. 580 hráefni og 640 samsett lyf.

Lyfjaskráin tók mið af erlendum eldri lyfjaskrám, einkum þýskum.

Útgáfunni var hrósað, einnig í öðrum löndum en í henni var tekið mið af efnafræðiþekkingu þess tíma og reynslu í framleiðslu lyfja. Lyfjaskráin var byggð á sambærilegum erlendum útgáfum þess tíma og jafnvel notuð sem fyrirmynd annarra. Í formála hennar er sagt m.a. að séu þar forskriftir sem væru verulega úreltar eins og t.d. Theriaca Andromachi og tilheyri frekar alþýðulækningum, en nauðsyn væri að gefa út nákvæmari uppskriftir.

Útgáfunni var mjög vel tekið, hún var jafnvel þýdd á þýsku að hluta.

Lyfjaskráin 1772 var sú fyrsta í röð níu útgáfa með sama nafni í Danmörku, en þær næstu þóttu ekki allar jafn

vandaðar. Næstu komu út árið 1805, 1840 og 1850. Útgáfan 1868 þótti vönduð og útgáfan 1893 var sú fyrsta á dönsku. Þá þótti latína orðið úrelt tungumál.

Á tuttugustu öldinni komu þrjár útgáfur, árið 1907, 1933 og 1948 sem voru unnar samkvæmt aukinni þekkingu og alþjóðlegum gæðastöðlum.

Markmiðið var að öll þessi lyf gætu verið framleidd í dönskum apótekum.

Danir gáfu út á þessum árum fleiri lyfjaskrár í sérstökum tilgangi, eins og sjúkrahúslyfjaskrá, lyfjaskrá fyrir herinn og einnig sérstaka lyfjaskrá handa fátækum, Pharmacopoea Pauperum. Þar var leitast við að nota ódýrustu hráefnin.

Danir hættu að gefa út lyfjaskrá þegar Norðurlönd sameinuðust um gerð norrænar lyfjaskrár, Pharmacopea Nordica 1963 og eftir að Danmörk gekk í Evrópubandalagið var Evrópska lyfjaskráin lögleidd 1978 og þá einnig á Íslandi.

Kristín Einarsdóttir, formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins

Lyfjafræðisafnið eignast frumútgáfu Pharmacopoeia Danica frá 1772

19Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Á árinu 2015 fagnar Lyfjastofnun 15 ára afmæli sínu. Meðal þess sem gert hefur verið í tilefni afmælisársins er umfjöllun um gagnsemi fylgiseðla. Í því skyni var starfsfólk stofnunarinnar hvatt til að deila með landsmönnum þekkingu sinni á umsýslu og innihaldi fylgiseðla auk persónulegrar reynslu og reynslu ættingja og vina af því að kynna sér eða hunsa fylgiseðla. Reynslusögur starfsmanna hafa verið birtir á fréttaformi á vef Lyfjastofnunar. Einnig hafa skýringar um fylgiseðla undir yfirskriftinni „Lesum fylgiseðilinn“ sem fyrst voru birtar á vef stofnunarinnar 2009 verið uppfærðar.

Frá morgunfundi Lyfjastofnunar 10. nóvember 2015

Á morgunverðarfundi sem Lyfjastofnun hélt 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Er fylgiseðillinn vannýtt auðlind eða vesen“ var fjallað um fylgiseðla frá ólíkum sjónarhornum í fimm erindum.

Af hverju fylgiseðill?Í erindi sínu lagði Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar, m.a. áherslu á gildi fylgiseðilsins, nauðsyn þess að lesa hann vandlega áður

en lyf er notað og að leita til læknis, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum og láta lækni, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir, einnig þær sem ekki er minnst á í fylgiseðlinum.

Áherslur neytenda varðandi fylgiseðla Gunnar Alexander Ólafsson talaði af hálfu Neytenda-samtakanna. Hann taldi það skýra kröfu neytenda að allar nauðsynlegar upplýsingar um lyf skili sér til þeirra og læknum beri að upplýsa sjúklinga um sinn sjúkdóm og þau lyf sem þeir ávísa þeim.

Sjónarmið sjúklinga Frá sjónarhóli sjúklinga talaði Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands. Hans niðurstaða var að fylgiseðlar væru nauðsynlegir enda væru þeir nýttir.

Sjónarmið apótekslyfjafræðings Svanhildur Kristinsdóttir lyfjafræðingur talaði fyrir hönd Lyfjafræðingafélags Íslands. Taldi hún að einfalda mætti fylgiseðla og vísa í Sérlyfjaskrá sem er aðgengileg á netinu. Einnig lagði hún áherslu á mikilvægi fylgiseðla með lausasölulyfjum.

Sjónarmið heimilislæknisÞórarinn Ingólfsson læknir talaði af hálfu Félags íslenskra heimilislækna. Hann lagði áherslu á að lyfjanotkun væri sameiginleg ákvörðun læknis og sjúklings og til þess að svo megi verða þurfi sjúklingurinn að vera upplýstur um lyfið. Þá væri það skylda læknis að gera sjúklingi grein fyrir hættum sem geta stafað af lyfjum. Þórarinn taldi nauðsynlegt að vandað sé að allri gerð fylgiseðla og benti á að rannsóknir hafi sýnt að allt að fjórðungur fólks fer ekki eftir ráðleggingum um lyf vegna kvíða eða hræðslu eftir að hafa lesið illa framsett efni í fylgiseðli. Þetta geti leitt til verri meðferðarheldni, kostnaðarauka og versnun sjúkdóms.

Skyggnur ræðumanna hafa verið birtar í frétt af fundinum á vef Lyfjastofnunar.

Lyfjastofnun

Lyfjastofnun 15 ára

www.ly�astofnun.is

Þekkir þú ly�n þín?Notaðu ly�n rétt. Lestu fylgiseðilinn sem er í pakkningu lyfsins eða á www.serly�askra.is

Icelandic Medicines Agency

www.ly�astofnun.is

Notaðu ly�n rétt.Í apótekum færð þú

Miði sem fyrirhugað er að láta fylgja lyfjum þegar þau eru afhent í lyfjabúðum.

20 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Leifur Franzson er sonur Jóninnu Margrétar Pálsdóttur og Franz E. Pálssonar og ólst upp í Vesturbænum.

„Ég bjó fyrstu árin við Hringbraut 43 - í blokkinni á móti elliheimilinu Grund“ segir hann en það voru margir krakkar á öllum aldri í hverfinu. „Það léku sér allir saman. Við vorum í fótbolta og vorum með alls konar prakkaraskap“ Hann kímir. „Melavöllurinn er þarna rétt hjá og ég var mikið þar þó fótboltinn hafi aðallega verið á túninu sunnan megin við blokkina.

Ég horfi til þessara ára með mikilli ánægju og þarna mynduðust vina-tengsl sem rofna aldrei. Ég og vinur minn, Gunnar Erlendsson, vorum eiginlega öll sumur niðri í Vatns-mýri. Við fylgdumst með fuglunum og skoðuðum hreiður; við gengum meðfram skurðum í Vatnsmýrinni og leituðum að andarhreiðrum og svo fylgdumst við með ungunum. Þarna voru lóur og spóar og fleiri fuglar. Þetta var rosalega gaman. Náttúran hefur alltaf heillað mig.“

Þegar grunnskólanum var lokið hóf Leifur nám við náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. „Ég var

ekki það góður í stærðfræði en efnafræðin hentaði mér vel.“

Hann segir að hann hafi verið í 6. bekk þegar hann notaði útilokunar-aðferðina við val á háskólanámi. „Það var gaman í efnafræðinni og líffræðinni og þegar ég beitti útilokunaraðferðinni þá varð lyfjafræðin fyrir valinu.“

Raunvísindastofnun

Leifur hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 1972.

„Ég var í náminu í tvö ár hérna heima en fór síðan til Kaupmannahafnar, þar sem ég var í fjögur ár og lauk námi sem lyfjafræðingur árið 1977. Konan mín, Margrét Ormslev, var að læra frönsku og átti þá eftir eitt ár af sínu námi. Ég notaði þess vegna tækifærið og tók námskeið í lífefnafræði, tölfræði og ýmsu öðru sem ég hafði áhuga á.“

Hann segir að hann hafi haft meiri áhuga á að vinna á rannsóknarstofu heldur en í apóteki.

„Mér fannst það vera meira spennandi. Það er meiri fjölbreytileiki á rann-sóknarstofum.“

Leifur og Margrét fluttu síðan aftur til Íslands árið 1978. Hann hafði sumarið 1975 unnið hjá Sigmundi Guðbjarnarsyni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands við að skoða fitusýrur í sjávarfangi og þegar heim kom 1978 hóf hann störf hjá Sigmundi og Jóni Braga Bjarnasyni og var þar í fjögur ár.

„Ég byrjaði að vinna við einangrun á meltingarensímum úr þorskgörnum og vann við það í um þrjú ár. Það gekk heldur brösuglega því í byrjun var ekki mikill tækjabúnaður þarna til að vinna við svona próteinhreinsun. En um 20 árum síðar setti Jón Bragi Penzimið, sem inniheldur hreint trypsin, á markaðinn og mikið hefur verið fjallað um.

Ég vann svo í eitt ár við að kanna aðferðir til þess að nýta mysuna betur því miklu magni af henni var hent. Vandamálið við mysuna er mjólkur-sykurinn sem gerir það að verkum að hvorki var hægt að nýta hana í dýrafóður né matvælaiðnað. Við vorum í sambandi við finnskt fyrirtæki sem hafði þróað ensímatískar aðferðir til að umbreyta mjólkursykrinum í glúkosa og galaktosa. Þannig var hægt að nýta mysuna miklu betur í matvælaiðnaðinum.“

Leifur var ánægður hjá Raunvísinda-stofnun. „Ég held að Raunvísinda-stofnun hafi verið skemmtilegasti vinnustaður sem hægt var að hugsa sér. Þarna voru karakterar sem höfðu skemmtilegar skoðanir, m.a. stjarnfræðingar, eðlisfræðingar og efnafræðingar og samkomulagið var gott. Ég horfi til þessara ára með miklum hlýhug og þarna stofnaði maður til tengsla sem eru ennþá sterk. Vissulega voru launin ekki há en þetta skemmtilega umhverfi voru vissulega laun að ákveðnu leyti.“

Rannsóknardeild Borgarspítalans

Leifur fór svo að vinna í Háaleitis-apóteki þar sem hann var í eitt ár. Hann leysti stundum af í apótekum úti á landi og tók vaktir hjá Stellu í Breiðholtsapóteki.

„Hugur minn var þó alltaf við lífefnafræðina. Ég hitti Gunnar Sigurðsson, yfirlækni á Borgar-spítalanum, sem benti mér á að tala við Eggert Ó. Jóhannsson, yfirlækni á rannsóknadeild Borgarspítalans.

Viðtal við Leif Franzson Leifur Franzson lyfjafræðingur vinnur við nýburaskimun á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans. Þar er skimað fyrir um 40 mismunandi arfgengum efnaskiptasjúkdómum í nýfæddum börnum. Greining á sjúkdómunum getur bjargað lífi þeirra barna sem greinast.

Leifur Franzson við „massann”. „Við skimum m.a. fyrir svokölluðum amínósýrusjúkdómum sem lýsa sér þannig að vegna ákveðinna erfðagalla myndast ekki ensím sem umbreyta amínósýrunum yfir í önnur efni. Við það eykst styrkurinn á amínósýrunni og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir taugakerfið og getur jafnvel valdið dauða.“

Skimað fyrir efnaskipta-sjúkdómum í nýburum

21Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÓLKIÐÞað varð úr að ég talaði við hann og var ráðinn lífefnafræðingur eða lyfjafræðingur árið 1983 og þar var ég í 20 ár.“

Leifur segir að helstu verkefnin hafi tengst lyfjamælingum og svokölluðum immunoassay-tækni sem þá var að ryðja sér til rúms. „Um er að ræða mælingu á efnum með hjálp mótefna. Þannig er t.d. hægt að mæla hormón og prótein á sérhæfðan hátt. Það var m.a. mitt starfssvið að sinna slíkum rannsóknum varðandi uppsetningu og gæðaeftirlit.

Ég átti því láni að fagna að vinna með ýmsum hópum að margvíslegum rannsóknarverkefnum. Mest vann ég þó með prófessor Gunnari Sigurðssyni að rannsóknum á D-vítamíni og kalk- og beinabúskap sem var einstaklega gaman því það hefur aldrei verið nein lognmolla í kringum Gunnar. Með starfinu á spítalanum hef ég að auki sinnt ýmsum kennslustörfum við HÍ, m.a. í klínískri lífefnafræði og ég hef einnig verið í hlutastarfi við Rannsóknastofuna í Mjódd.“

Nýburaskimun

Leifur byrjaði í núverandi starfi árið 2003 við erfða- og sameinda-læknisfræðideild Landspítalans.

„Ég vinn við svokallaða nýburaskimun, mitt fyrsta verkefni þegar ég byrjaði á deildinni var að skoða nýjar aðferðir við þær skimanir.

Við keyptum svokallaðan raðmassa-greini, en hann hafði valdið byltingu í greiningu þessara arfgengu efna-skiptasjúkdóma og í dag skimum við fyrir um 40 mismunandi arfgengum efnaskiptasjúkdómum í nýfæddum börnum.“

Leifur segir að nýburaskimun fari þannig fram að þegar barnið er 48 stunda gamalt þá er stungið í hælinn á því og blóðdropar látnir á þerripappír. Pappírinn er síðan gataður og tekinn 3 mm blettur sem inniheldur þrjá þúsundustu úr millílítra af blóði. Úr því magni er hægt að skima fyrir fjölmörgum tegundum sjúkdóma.

„Við skimum fyrir svokölluðum amínó-sýrusjúkdómum, sem lýsa sér þannig að vegna ákveðinna erfðagalla myndast ekki ensím sem umbreyta amínósýrunum yfir í önnur efni. Við það eykst styrkurinn á amínósýrunni og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir taugakerfið og getur jafnvel valdið dauða.

Frægasta dæmið er svokallaður PKU-sjúkdómur sem stendur fyrir Phenylketonuria og skimað hefur verið fyrir í um 50 ár. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ef ensímið fenýlalanínhydroxylasa vantar þá hækkar styrkurinn á fenylalaníni í blóði. Afleiðingar þess að uppgötva sjúkdóminn ekki í tæka tíð geta verið þær að einstaklingurinn verður

andlega vanheill og mjög sennilega lagður inn á stofnun síðar meir. Sé þetta hins vegar greint strax þá er barnið sett nær ævilangt á ákveðna fæðu sem inniheldur ekki fenylalanín og þannig má koma í veg fyrir skaðann.

Við skimum einnig fyrir svokölluðum fitusýrugöllum sem lýsa sér í því að fitusýrur brotna ekki eðlilega niður. Sá sjúkdómur getur valdið vöggudauða en lækningin felst í að forðast föstu og að barnið drekki sykurvatn þegar það fær hita eða uppköst. Að auki er skimað fyrir óeðlilegri myndun lífrænna sýra.“

Leifur segir að eitt til tvö börn greinist á ári með einhverja af þeim um 40 sjúkdómum sem um ræðir. „Að auki greinast um þrjú börn á ári með galla í skjaldkirtlinum og stundum vantar hann algjörlega. Þá þarf að grípa strax inn í en ef barn vantar skjaldkirtilshormón í langan tíma þá verður það andlega vanheilt. Það hefur sýnt sig að greindartalan snarminnkar með hverri vikunni sem líður. Lækningin felst í að gefa barninu skjaldkirtilshormón daglega, sem leiðir til þess að einstaklingurinn verður fullkomlega eðlilegur.

Við erum að taka upp skimunaraðferð við svokallaðri meðfæddri vanstarf-semi nýrnahetta sem lýsir sér í að það getur verið galli í framleiðslu á sterahormónum. Börn geta dáið á fyrstu dögunum og tengist þetta líka óeðlilegum kynfærum barna sem töluvert hefur verið fjallað um í fréttunum undanfarið.“

Þá er einnig að hefjast skimun fyrir “The bubble boy sjúkdómnum” (SCID) sem lýsir sér í brenglun á myndun mótefna.

Fjallgöngur

Það er margt spennandi framundan. Leifur segir að alltaf séu að koma fram nýjar skimunaraðferðir og sjúk-dómunum fjölgi sem skimað er fyrir.

„Það er farið að síga á seinni hlutann og maður þarf að fara að undirbúa það. Ég vil vinna eins lengi og ég hef gaman af þessu. Verkefnin eru mjög spennandi og á meðan ég nýt þess að vinna og sinna þessum verkefnum þá held ég því áfram. „Það er hópur af góðu fólki á Landspítalanum. Spítalaumhverfið á vel við mig því það gefur mér tækifæri til að sækja ráðstefnur erlendis, fara á fyrirlestra á ýmsum deildum og endurmennta mig á annan hátt. Ég er þess vegna í góðum tengslum við þá aðila sem nýta þessar rannsóknir sem ég vinn við og það gerir starfið mjög lifandi.“

Leifur hefur mikinn áhuga á náttúrunni og hann nýtur þess að stunda útivist.

„Ég reyni að hreyfa mig eins mikið og ég get. Ég er í nokkrum gönguhópum og reyni að fara í þær fjallaferðir sem eru hvað skemmtilegastar. Svo hjóla ég töluvert og auðvitað tekur fjölskyldan sinn tíma.“

Leifur og Margrét eiga þrjú uppkomin börn. Gunnar Páll er sálfræðingur, Hildur er lögfræðingur og María er rekstrarverkfræðingur. Barnabörnin eru þrjú og von á því fjórða innan tíðar.

Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Leifur í Landmannalaugum

22 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2015Dagur lyfjafræðinnar 2015 var haldinn þann 7. nóvember sl. Um 107 manns mættu til að hlýða á fyrirlestra dagsins en dagurinn var haldinn í Þróttarasalnum í Laugardal. Fundarstjóri, Tinna Rán Ægisdóttir, bauð gesti velkomna og setti daginn.

Eftirfarandi er samantekt frá fyrirlestri Guðrúnar Indriðadóttur á deginum.

Guðrún IndriðadóttirKrabbameinslyf – Þurfum við að gæta meiri varúðarNokkur atriði er snúa að öryggismálum er varða vinnu með krabbameinslyf og önnur hættuleg lyfKrabbameinslyf eru mikilvirk lyf sem notuð eru við krabbameini og fleiri sjúkdómum. Þeim getur fylgt ýmiskonar áhætta, ekki eingöngu fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir lyfjafræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlar þessi lyf. Vegna þessarar áhættu hafa verið gerðar ýmiskonar öryggisreglur, gæðahandbækur og vinnuverndarreglugerðir sem stuðla eiga að öruggri meðhöndlun og minni áhættu fyrir starfsfólk. Ekki eru til neinar heildstæðar reglur er varða umgengni og vinnuvernd þeirra sem vinna með krabbameinslyf á Íslandi. Mig langar því að nefna nokkur atriði sem hugsanlega gætu vakið áhuga og umræðu um þetta mál og tel ég brýnt að þessum málum verði sinnt sem skildi hér á landi.

Samkvæmt skilgreiningu ASHP á hættulegum lyfjum eru það lyf sem hugsanlega geta talist:Krabbameinsvaldandi - Carcinogenicity Fósturskemandi eða áhrif á þroska fósturs -Teratogenicity or other developmental toxicity Hafa áhrif á frjósemi - Reproductive toxicityHafa alvarleg áhrif á líffæri í jafnvel í lágum skömmtum - Organ toxicity at low doses Valda stökkbreytingum - Genotoxicity

NIOSH (The National Institute for Occupational Safety and Health, þ.e. bandaríska vinnueftirlitið) styðst við þessa skilgreiningu og samkvæmt lista þeirra frá 2014 eru þetta 144 lyf.http://www.cdc.gov/niosh/docs/2014-138/pdfs/2014-138.pdf

Hættulegustu lyfin eru þau sem hugsanlega geta verið krabbameinsvaldandi, samkvæmt The International Agency

for Research on Cancer in Lyon, Frakklandi eru það 26 lyf. Einnig má geta þess að í flokki D eða X með hættu á fósturskemmdum eru 50 lyf. Þar sem hættan á áhrifum á fóstur er almennt mest á fyrsta þriðjungi meðgöngu er rétt að huga sérstaklega að þeim sem eru í barneignahugleiðingum. Ekki er nóg að bíða eftir því að þungun sé staðfest. Starfsmenn eru í hættu vegna útsetningar;• Við blöndun lyfja• Við gjöf innrennslislyfja, stungulyfja• Við að fylla á skömmtunarvélar (robota)• Við að mylja töflur eða tæma úr hylkjum fyrir sjúklinga

sem þurfa lyf í sondu• Við að skammta töflur eða hylki• Við að sinna um sjúklinga, ath - lyfjaleifar finnast í

líkamsvessum eins og svita, ælu, þvagi og saur• Við snertingu eða innöndun agna frá menguðum

pakkningum, líni eða sorpi • Við slys þar sem pakkningar brotna og efni dreifast út í

umhverfið

Segja má að allir sem á einhvern máta meðhöndla krabbameinslyf eða sinna sjúklingum í meðferð geti orðið fyrir mengun, svo sem:• Lyfjafræðingar og lyfjatæknar• Starfsmenn í lyfjaframleiðslu• Hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar og aðrir í

ummönnun• Flutningsaðilar, starfsmenn á lager• Þeir sem vinna við hreingerningar, sorphirðu og förgun

úrgangs

Carcinogenic to humans

Probable carcinogens Possible carcinogens

Azathioprine Azacitidine Bleomycin

Busulfan (Busulfex) Carmustine (BiCNU) Dacarbazine

Chlorambucil (Leukeran)

Cisplatin Daunorubicin

Cyclophosphamide Doxorubicin Mitomycin

Melphalan Etoposide Mitoxantrone

Semustine* Lomustine Streptozocin (Zanosar)

Tamoxifen Mechlorethamine

Thiotepa (nitrogen mustard)

Treosulfan* Procarbazine

Mynd: Hákon Steinsson

23Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

Dagur Lyfjafræðinnar 2015 Laugardaginn 7. Nóvember nk. mun hinn árlegi Dagur lyfjafræðinnar fara fram í Þróttarasalnum við Laugardal. Að

vanda verður boðið upp á áhugaverða fyrirlestra. Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á veitingar á bæði föstu og fljótandi formi.

Fundarstjóri er Tinna Rán Ægisdóttir Dagskrá

Fyrr i hálf le ikur 16:20 Mæting og velja sér borð og spjalla 16:30 Dagskrá hefst

16:35 Krabbameinslyf – þurfum að gæta varúðar Guðrún Indriðadóttir, lyfjafræðingur 16:55 Meistaranám í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Breta

Freyja Jónsdóttir, lyfjafræðingur Pétur S. Gunnarsson, lyfjafræðingur 17:15 Við lofuðum að breyta – nýtt samstarf LFÍ og Royal Pharmaceutical Society

Inga J Arnardóttir, lyfjafræðingur Hlé

17:40 Veggspjaldasýning Kynning á ráðstefnu FIP í Argentínu

Boðið verður uppá léttar veitingar og drykki Seinni hálf le ikur 18:10 Árangursrík menning er hönnuð af ásetningi – ekki tilviljun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi

19:15 Afhending viðurkenninga til lyfjafræðinema Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor, deildarforseti lyfjafræðideildar HÍ Eva Ágústsdóttir, varaformaður LFÍ

Matur og skemmtiatr iði

Veisluþjónustan SoHo sér um veitingar Grínistinn Andri Ívars skemmtir Skráning er hafin hjá skrifstofu LFÍ, s. 561 6166 eða á [email protected], og lýkur henni sunnudaginn 1.nóvember nk.

Lengi hefur verið hugað að þessum málum í Apóteki LSH, einkum í blöndunareiningunni. Þar má segja að vinnureglur og gæðahandbækur séu í samræmi við alþjóðlega staðla. Stöðugt er fylgst með þróun mála í gegnum alþjóðlega samvinnu, einkum ESOP (Europian Society of Oncolocy Pharmacy). Frá og með næsta ári verður t.d. öllum sem hafa vinnu við blöndun eða gjöf krabbameinslyfja að aðalstarfi boðið upp á sérstakt lækniseftirlit.

1. Áður en starfsmaður hefur störf2. Með reglulegu millibili á meðan viðkomandi vinnur við

blöndun, gjöf eða aðra umsýslu krabbameinslyfja3. Þegar viðkomandi lætur af stöfum eða breytir um

starfsvettvang4. Þegar óhöpp verða þar sem krabbameinslyf eða önnur

hættuleg efni eiga í hlut og hætta er á að eitthvað starfsfólk verði fyrir skaðlegum áhrifum

Með þessu lækniseftirliti er ætlunin að fylgjast með hugsanlegum áhrifum krabbameinslyfja á heilsu starfsmanna. Margt er þó enn ógert á Landspítalanum. Ekki er til nein heildarstefna er tekur á vinnu með hættuleg lyf, sama á við um aðrar sjúkrastofnanir og fyrirtæki í landinu eftir því ég best veit. Segja má að alls staðar þar sem með einum eða öðrum hætti er komið nálægt þessum lyfjum þurfi að huga að eftirfarandi þáttum.

• Lista yfir þau lyf sem eru í notkun á viðkomandi vinnustað

• Merkingum, staðsetningu• Vinnureglum eða gæðahandbókum um vinnu með

hættuleg lyf• Fræðslu til starfsmanna

Vert er að nefna að með stöðugri fjölgun krabbameinslyfja sem gefin eru um munn og breytingum á reglum er varða svokölluð S-lyf þá færast krabbameinslyf í auknum mæli í almenn apótek og á aðrar stofnanir en LSH, svo þetta á í síauknum mæli einnig við um aðra lyfjafræðinga en lyfjafræðinga á LSH. Vinnueftirlitið eða aðrar opinberar stofnanir þurfa einnig að útbúa samsvarandi reglur fyrir Ísland í heild sem þá eru viðkomandi fyrirtækjum eða stofnunum til leiðbeiningar, svo sem;

• Skilgreina hvaða lyf eru hættuleg og útbúa lista fyrir Ísland eða ákveða hvaða tilbúna lista á að nota

• Reglur um merkingu hættulegra lyfja• Leiðbeiningar um vinnu með hættuleg lyf• Eftirlit með vinnuaðstöðu, mengun og heilsu

starfsmanna

Að lokum við ég nefna að hér er kjörið tækifæri fyrir lyfjafræðinga til að láta að sér kveða til hagsbóta fyrir stétt sína og einnig í almanna þágu.

Á eftir erindi Guðrúnar fjölluðu Freyja Jónsdóttir og Pétur S. Gunnarsson um meistaranám í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Breta og í framhaldi af því fjallaði Inga J. Arnardóttir um nýtt samstarf LFÍ og Royal Parmaceutical Society.

Eftir hlé hélt Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi fyrirlestur sem hún kallaði ,,Árangursrík menning er hönnuð af ásetningi - ekki tilviljun”. Meðal annars kom fram í hennar fyrirlestri að ,,Menning er það sem menn gera” - þ.e. sameiginleg hegðun fólksins. Menning fyrirtækja væri ekki eitthvað sem gerðist heldur væri hún sköpuð af ásetningi og leidd af leiðtogum með skýra framtíðarsýn. (frh. á næstu síðu)

Mynd: Hákon Steinsson

Mynd: Hákon Steinsson

24 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

LYFJAFRÆÐISAFNIÐtækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota við hvaða tækifæri sem er.

Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur.Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

LYFJAFRÆÐISAFNIÐvið Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi

[email protected]

Afhending viðurkenninga HÍ og LFÍ. Þrír lyfjafræðinemar og einn nýútskrifaður lyfjafræðingur hlutu nú viðurkenningu frá HÍ og LFÍ og er þetta í áttunda sinn sem slíkt er gert. Brynja Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á 1. ári, Inga Sæbjörg Magnúsdóttir og Freydís Selma Guðmundsdóttir voru jafnar og hlutu báðar viðurkenningu fyrir námsárangur á BS prófi og Ása Guðrún Guðmundsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á MS prófi vorið 2015.

Lokaorð: Fundarstjóri þakkaði fyrirlesurum og skipu-leggjendum ásamt framkvæmdastjóra fyrir fróðlegan og skemmtilegan dag.

Mikil ánægja var með fyrirlestrana meðal þátttakanda og eiga allir sem stóðu að því að gera daginn ánægjulegan þakkir skildar.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri TUL

Deildarforseti lyfjafræðideildar og varaformaður LFÍ ásamt þeim sem fengu viðurkenningu fyrir námsárangur. F.v. Hákon Hrafn Sigurðsson, deildarforseti lyfjafræðideildar, Brynja Gunnarsdóttir, Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, Freydís Selma Guðmundsdóttir og Eva Ágústsdóttir, varaformaður LFÍ. Mynd: Hákon Steinsson.

25Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÉLAGIÐ

Hin árlega kynning á LFÍ fyrir fimmta árs lyfjafræðinema, og nú einnig fjórða árs nema, var haldin fimmtudaginn 29. október síðastliðinn. Á kynninguna var ásamt nemunum einnig boðið formönnum nefnda LFÍ, Lyfjafræðisafnsins og ritstjóra Tímarits um lyfjafræði, að vanda. Fjölmennt var að þessu sinni eða 21 nemi og 11 stjórnar- og nefndarmenn. Lyfjafræðisafnið var opið fyrir nemana til að skoða áður en félagið var kynnt og boðið var upp á veitingar. Lóa María, formaður LFÍ, bauð nemana velkomna og sagði frá félaginu ásamt því að segja frá nýlegu samstarfi félagsins við Royal Pharmaceutical Society. Töluverðar umræður spruttu um ýmis málefni, bæði tengd félaginu og nefndum, s.s. hlutverk laganefndar, mánaðargjald til félagsins, orlofsrétt, sjúkrasjóð og margt fleira. Var mjög ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir nemarnir voru um framtíðina og áhuga þeirra á breytingum á ýmsum þáttum, sérstaklega hvað varðar vinnu í apótekunum. Voru nemarnir hvattir til að kynna sér kosti félagsaðildar en saman erum við sterkari en hvert fyrir sig.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Kynning á LFÍ fyrir fjórða og fimmta árs lyfjafræðinema

Jólaball LFÍ 2015Jólaball LFÍ var haldið þann 27. desember 2015 í Lyfjafræði-safninu að Safnatröð. Að venju var það vel sótt af félagsmönnum en fjöldi manns, börn og fullorðnir, mættu enda einn af hápunktum jólanna hjá börnum að fara á skemmtilegt jólaball. Dansað var í kringum fallega skreytt jólatré og Skjóða, systir jólasveinanna, kom í heimsókn og sagði sögu. Stórskemmtilegir jólasveinar glöddu unga sem aldna og svo fengu börnin sinn góða nammipoka frá jólasveinunum. Fullorðna fólkið var svo glatt með kaffi og kökum. Fræðslu- og skemmtinefnd LFÍ sá um jólaballið og færum við þeim bestu þakkir fyrir vel heppnað jólaball.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Mynd: Regína Hallgrímsdóttir

Myndir: Hákon SteinssonHér segir Skjóða, systir jólasveinanna, börnunum sögu af jólakettinum.

26 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Þegar ég sagði tveimur vinum mínum frá því að ég hafði verið beðinn um að skrifa smá grein um sjálfan mig fyrir „Tímarit um lyfjafræði“ svaraði annar þeirra sem er ljóðskáld og þýðandi: „Nú! Á greinin að fjalla um lyfjafræðing frá Mars eða frá „somewhereovertherainbow“ sem lendir á hjara veraldar hér á Íslandi… eða ætlarðu bara að segja frá vinnunni þinni á Patreksfirði?“Bæði, enda er þetta akkúrat sagan um hvernig katalónskur lyfjafræðinemi kemur til Íslands til að taka bara þriggja mánaða nám, og sjö árum seinna er hann ennþá í þessum heimshluta, kominn með vinnu sem lyfjafræðingur og búinn að læra næga íslensku til að geta skrifað sjálfur þennan texta með lítilli hjálp. Og ekki alveg tilbúinn til að fara ennþá.

Þannig að svona byrjar þetta. Ég lærði lyfjafræði í háskólanum í Barselóna, borginni minni. Þar tekur námið fimm ár (að minnsta kosti) og er ekki skipt í tvo hluta (grunnnám og meistaranám) eins og er gert hér á Íslandi heldur er það eitt langt nám sem veitir manni réttindi til að vinna sem lyfjafræðingur. Það er mjög merkilegt að ég lærði lyfjafræði af því að þegar ég var að klára menntaskólann langaði mig helst að skella mér í flugmálaverkfræði. En á síðustu stundu skipti ég alveg um skoðun, því þó að ég hefði alltaf verið betri í stærðfræði og eðlisfræði, var ég reyndar orðinn ástfanginn af efnafræðinni, örugglega vegna

kennaranna í menntaskólanum. Hver veit hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki skipt um áhuga. Það er stundum áhugavert að rifja upp þessar stóru ákvarðanir sem við tókum fyrir löngu síðan án þess að átta okkur á því hversu mikil áhrif þær myndu hafa á okkar líf.

Á síðasta árinu í háskóla fékk ég styrk til að koma til Íslands eina önn, með möguleika á að framlengja í aðra önn. Svarið við stóru spurningunni um af hverju ég valdi Ísland er einfalt. Í raun og veru mætti segja að ég var valinn til að koma til Íslands frekar en að ég hafi valið það sjálfur. Þegar ég fyllti út umsóknina til að fá Erasmus styrk þurfti ég að tilgreina, ekki bara einn heldur fimm, háskóla sem ég hefði áhuga á, af þeim sem komu til greina. Allir háskólar sem ég valdi eru á norðurlöndunum. Greinilega langaði mig að yfirgefa í smá stund hið milda loftslag miðjarðarhafsins og uppgötva önnur lönd sem ég hafði aldrei heimsótt áður. Það var nefnd í háskóladeildinni minni sem sá um að úthluta nemendunum sínum áfangastað.Það var um miðjan september 2008 sem ég lagði af stað loftleiðina frá Barselóna til Íslands og ég man, eins og það hafði gerst í gær, að þegar ég lenti í Keflavík var komin nótt og veðrið var alveg brjálað. Ég sat í flugrútunni á leiðinni í miðbæ Reykjavíkur og hugsaði: Guð! Hverjum dettur þetta í hug? En svo ég segi satt, þetta allt

fannst mér afskaplega spennandi. Þegar ég vaknaði um morgunninn 15. september í mínu nýja herbergi, var bara sól og blíða úti og ég gat ekkert skilið hvert stormurinn hafði farið eftir svona stuttan tíma.

Það tók mig ekki marga daga að ganga frá öllum skráningum og skjölum og byrja á rannsókninni minni við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Örfáum dögum eftir komuna til landsins var ég búinn að átta mig á að þrír mánuðir yrði ekki nógur tími til að upplifa allt sem Ísland hafði upp á að bjóða, og sótti því um framlengingu á dvölinni. Fyrir jólin 2008 varði ég rannsóknarverkefnið og eftir jólin hóf ég sex mánaða starfsnám í sjúkrahúsapóteki Landspítalans.Allt þetta fyrsta ár mitt á Íslandi var ólýsanlega skemmtilegur tími, ég kynntist mörgum Íslendingum og líka fólki frá öðrum löndum og lærði mín fyrstu íslensku orð. Hér ber að segja að samstarfsfólk mitt á Landspítalanum hjálpaði mér mjög mikið í því. Þau tóku mjög vel á móti mér og fannst mér strax að ég væri þar sem ég átti heima.Ég lærði mikið á þessu tímabili, en ekki bara hvað skólann varðar. Ég hafði aldrei áður verið langt í burtu að heiman í svona langan tíma og ég þurfti að sjálfsögðu að hugsa um sjálfan mig og þroskast í samræmi við það. Sumt af fólkinu sem ég kynntist þá urðu vinir mínir og eru það enn þann dag í dag.

ERLENDUR LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍSLANDIRamon Flavia Piera

27Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Eftir þessa stórkostlegu upplifun og eftir að hafa staðist síðasta prófið í Barselóna, útskrifaðist ég. En áður en ég flaug til baka til Katalóníu skrifaði ég undir samning til að vinna sem rannsóknarmaður í Háskóla Íslands, um leið og ég hafði lokið öllu og væri kominn með háskólaskírteinið mitt. Þannig að þegar ég fór héðan vissi ég samt að ég mundi koma til baka nokkrum vikum seinna.

Til þess að vinna sem rannsóknarmaður í háskólanum þurfti ég að vera búinn með lyfjafræði en það var ekki nauðsynlegt að vera með starfsleyfi sem lyfjafræðingur hér á Íslandi. Það þurfti ég hinsvegar seinna þegar ég fór að sækja um vinnu í apóteki. Það var erfiðara en ég bjóst við og ég varð að ferðast tvisvar til Barselóna til að sækja persónulega nokkur skjöl sem ég þurfti að afhenda Landlæknisembættinu. Þetta gekk ekki svoleiðis vegna þess að þetta væri sérstaklega flókið, heldur vegna þess að ég fékk því miður frekar lélegar útskýringar frá starfsmanni embættisins. Það var ekki fyrr en ég fékk að tala við einhvern annan sem þetta mál leystist og þá mjög auðveldlega. Á þessum tíma (árið 2011) þurftu lyfjafræðingar sem höfðu lært innan Evrópusambandsins ekki að taka próf hérlendis. Það var nóg fyrir mig að afhenda nokkur skjöl þýdd á íslensku og bíða eftir staðfestingu á starfsleyfi.

Síðan þá hef ég unnið í apótekum og lyfjafyrirtæki. Fyrir tæplega þremur

árum síðan fylgdi ég ástinni minni úr höfuðborginni alla leið á Vestfirði, og í dag bý ég á Patreksfirði. Í apótekinu þar sem ég er að vinna þjónusta ég alla sunnanverða Vestfirði. Það er mikill heiður fyrir mig að gera það og mér finnst það mjög skemmtilegt og áhugavert. Það er merkilegt að finna hvað það er allt öðruvísi að vinna í apóteki í borg eða úti á landi. Mér finnst það mjög gott að hafa upplifað hvoru tveggja og að geta borið þau saman.

Ég hef líka unnið í apótekum í Barselóna. Það gerði ég um helgar á meðan ég var háskólanemi þar. Það fannst mér líka allt öðruvísi. Í Katalóníu hefur hvert apótek sinn eiganda, það eru engar keðjur. Skiljanlega er markaðurinn þar miklu stærri en hérlendis og það gerir það að verkum, meðal annars, að það eru fáanlegar mun fleiri vörutegundir. Bæði lyf og heilsuvörur. Það hefur, að sjálfsögðu, kosti og galla. Það er, til dæmis, óþægilegt að þurfa að vera með mörg samheitalyf á lager.

Síðan að ég flutti frá Kalatóníu hefur margt breyst í apóteka- og heilbrigðiskerfinu, t.d. rafræna lyfseðlakerfið. Það byrjaði eftir að ég var farinn til Íslands og ég náði aldrei að vinna með það. Vinir mínir sem eru apótekslyfjafræðingar í Barselóna segja að það hafi lagað ýmis vandamál. Til að mynda er núna hægt að fylgjast með sjúklingunum mun betur og læknarnir þurfa ekki að eyða

eins miklum tíma í að skrifa lyfseðla.

Ýmislegt er þó eins í löndunum tveim. Það eru atriði sem við apótekarar þurfum að berjast gegn dags daglega í vinnunni, bæði hér og þar. Til dæmis, misnotkun lausasölulyfja sem mér finnst mjög algengt og er alvarlegt lýðheilsu og samfélags vandamál. Alltof oft koma lyfin í staðinn fyrir heilbrigðan lífstíl og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.

Heilsuvandamálin eru ekki eins allsstaðar í heiminum og ekki lausnir-nar heldur, þetta er eitthvað sem ég hef lært vel. Þess vegna erum við, lyfjafræðingar, til staðar. Til að læra réttu aðferðirnar sem henta vel okkar menningu og samfélagi, og vinna hörðum höndum að því að leiðrétta rangar upplýsingar, veita þær réttu og brýna heilbrigt líferni fyrir sjúklingum og viðskiptavinum okkar.

Ramon Flavia Piera, lyfjafræðingur

Frá Patreksfirði

28 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

styrkþegi

Undirritaður fór á ráðstefnu ameríska taugalæknisfræðifélagsins (American Academi of Neurology) í apríl 2015 til þess að fá upplýsingar um hvað væri að gerast í rannsóknum á faraldsfræði höfuðverkja og meðferð við þeim. Á þessu þingi koma saman taugalæknar og vísindamenn sem leggja stund á rannsóknir ýmiskonar tengdar taugakerfinu eins og höfuðverk, Parkinsons, Alzheimers, sértækri meðferð eftir heilablóðfall og langtímaáhrif HIV á taugakerfið svo fátt eitt sé nefnt. Rannsóknirnar má almennt flokka í þrennt:

Flokkur 1, rannsóknir framkvæmdar á tilraunastofum, þar sem t.d. er verið að vinna með tiltekin efni og lyf þar sem

áhrif þeirra á frumur eða tilraunadýr eru metin.

Flokkur 2, klínískar rannsóknir þar sem verið er að prófa mismunandi meðferð á einstaklingum með hina ýmsu taugasjúkdóma.

Flokkur 3, faraldsfræðirannsóknir, þar sem margskonar áhrif áreitis, bæði jákvæðs og neikvæðs, eru metin í tengslum við þróun og einkenni taugasjúkdóma.

Helsti munurinn á flokki 2 og 3 er að í flokki 2 er slembiröðun yfirleitt beitt þannig að þeir hópar sem eru rannsakaðir eru tiltölulega líkir hvað varðar aldur, sjúkdómssögu og heilsu sem gerir það að verkum að innra réttmæti (samræmi) er betra.

Í flokki 3 er engri slembiröðun beitt, þetta eru einskonar áhorfsrannsóknir sem gerir innra réttmæti verra en í flokki 2 en í faraldsfræðirannsóknunum er meira verið að athuga hvernig hlutirnir eru úti í feltinu þar sem allir eru teknir með, sem gerir ytra réttmæti og yfirfæranleika niðurstaðna betri (generalizability). Þessir þrír flokkar hafa því hver sína kosti og galla en þegar niðurstöður rannsókna úr þeim öllum eru teknar saman þá vega þær upp vankanta hverrar annarrar.

Þeir rannsóknaflokkar sem ég gaf mestan gaum í tengslum við höfuðverk voru í flokki 2 og 3, það eru klínískar rannsóknir og faraldsfræðirannsóknir. Hér verður fjallað um það sem mér fannst markvert í þessum flokkum.

Greint var frá niðurstöðum rann-sóknar á þrálátu mígreni „The Chronic Migraine Epidemiology and Outcomes (CaMEO) Study“. Þrálátt mígreni (chronic migraine) er tengt mjög mikilli skerðingu lífsgæða. Einstaklingar með þrálátt mígreni hafa 15 eða fleiri daga í mánuði með höfuðverkjum á þriggja mánaða tímabili og verkirnir líkjast mígreni (migraine features) 8 daga eða fleiri í mánuði. Rannsóknarhópur (Research Now, Plano, TX) sem inniheldur 2,4 milljón einstaklinga var notaður og úr honum valdir einstaklingar sem var boðið að taka þátt. Ákveðnum fjöldatakmörkunum var beitt í boðun þátttöku með það að markmiði að fá rannsóknarhóp sem líktist bandarísku þýði hvað lýðfræðilegar upplýsingar varðar.

489.537 einstaklingum var boðin þátttaka með tölvupósti, af þeim fengust 58.313 (11,9%) nothæf svör, þar af voru 19.789 með mígreni samkvæmt alþjóðlegum skilmerkjum

Hvað er að gerast í rannsóknum og meðferð við mígreni?Lárus S. Guðmundsson

Vel á þriðja þúsund rannsóknaágripa voru kynnt á ráðstefnunni. Til þess að koma öllum veggspjöldunum fyrir voru tvær veggspjaldakynningar haldnar á dag með samtals um 600 ágripum.

29Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

ICHD-3. Af þeim voru 15.313 (91,2%) með mígreni (<15 höfuðverkjardagar í mánuði) og 1.476 (8,8%) með þrálátt mígreni (>=15 höfuðverkjardagar í mánuði). Samanburður var gerður á þeim sem voru með mígreni (köst) og þeim sem voru með þrálátt mígreni. Þeir sem voru með þrálátt mígreni voru líklegri til að vera kvenkyns, hvítir, með offitu, með minni menntun, meira algengi þunglyndis og kvíða.

Einstaklingum var skipt upp í þrjá hópa a) mígreni í köstum (Episodic Migraine EM: <15 dagar í mánuði), b) þrálátt mígreni ekki daglega (CM 15-29 höfuðverkjardagar í mánuði) og c) þrálátt mígreni daglega (CM 30 höfuðverkjardagar í mánuði).

Meðal þessara þriggja hópa var algengi verkja, annarra en höfuð-verkjar, metið. Meðal þeirra sem svöruðu spurningum um verki aðra en höfuðverk, n=12.810, voru 11.699 með mígreniköst, 1.024 með þrálátt mígreni ekki daglega og 87 með þrálátt mígreni daglega. Algengustu staðir líkamans sem einstaklingar höfðu verki voru andlit, háls/axlir, bak, hendur, fætur og magi. Ef heildarfjöldi staða á líkamanum voru taldir þá voru þeir sem höfðu þrálátt mígreni ekki daglega (CM non-daily) með tvöfalt (104%) fleiri verkjastaði en þeir sem voru með mígreniköst og þeir sem höfðu þrálátt mígreni daglega höfðu 46% fleiri verkjastaði en þeir sem höfðu þrálátt mígreni ekki daglega. Þessar rannsóknir gefa innsýn í hve mikil sjúkdómsbyrgði fylgir því að hafa mígreni og að hún kemur ekki eingöngu fram í höfuðverk heldur í verkjum víðsvegar í líkamanum.

Birtar voru niðurstöður úr fasa 3 tvíblindu meðferðarprófi með víxlsniði á sumatriptani sem gefið er í nef

(Breath-Powered Nasal Delivery of 22 mg Powdered Sumatriptan, AVP-825, a Phase 3 Study TARGET). Þetta var klínisk rannsókn á sjúklingum með umtalsverða höfuðverki (1-8 köst í mánuði) að jafnaði. Aðal útkoma var metin sem lítill eða meðal svæsinn höfuðverkur tveimur tímum eftir að lyf var tekið. Mun fleiri sjúklingar (n=230, skipt í tvo hópa) sem notuðu sumatriptan (AVP-825) upplifðu að verkir minnkuðu umtalsvert (70% á móti 45% fyrir lyfleysu p<0,001). Af þeim einstaklingum sem upplifðu svæsnustu verkina (n=36, 18 í hvorum hópi) þá losnuðu 17% alveg við verkina tveimur tímum eftir töku lyfsins á móti 0% hjá lyfleysuhópnum. Verkunin kom fljótt og entist í tvo sólarhringa. Einnig var sýnt að lyfið þoldist vel (lyf gefið í nef). Þetta lyf gæti komið að góðum notum fyrir marga með mígreni, t.d. þá sem fá ógleði og uppköst þegar þeir fá mígreniköst.

Þar sem ný lyfjameðferð við mígreni kemur sjaldan fram á sjónarsviðið vill undirritaður nefna eina meðferð sem verið er að prófa þessa dagana. Árið 2014 var gerð lýðgrunduð þversniðsrannsókn sem sýndi samband milli notkunar statina og höfuðverkjar sem var háð magni D-vítamíns í blóði þátttakenda (Buettner Cephalalgia 2014). Í ár var svo gert meðferðarpróf þar sem virkni og þolanleiki simvastatins og D-vítamíns var reynt sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni. Meðferðarprófið var tvíblint með víxlsniði og notast var við lyfleysu. Meðferðarprófið tók 36 vikur og voru fyrstu tólf vikur notaðar í að finna algengi mígrenikasta og aðrar tólf í að meta virkni og þolanleika meðferðarinnar í samanburði við lyfleysu. Fimmtíu og sjö einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og fengu

þeir ýmist lyfleysu eða 20 mg af simvastatini tvisvar á dag og 1000 alþjóðaeiningar D3-vítamíns tvisvar á dag. Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem fengu meðferðina höfðu færri höfuðverkjadaga í mánuði, -8,0 (fjórðungs mörk IQR: -15,0 til -2,0). Í meðferðarhópnum voru 8 þátttakendur (25%) sem upplifðu helmingsfækkun á höfuð-verkjardögum eftir 12 vikur og 9 þátttakendur (29%) eftir 24 vikur. Til samanburðar var einn (3%) einstaklingur í lyfleysuhópnum sem upplifði helmings fækkun á höfuðverkjardögum. Fjöldi auka-verkana var svipaður í meðferðar- og lyfleysuhópi. Hér er dæmi um hvernig uppgötvun í faraldsfræðirannsókn leiðir af sér klíníska rannsókn og mögulega nýja meðferð við mígreni og höfuðverk.

Af framangreindu má sjá að ýmislegt áhugavert er að gerast í rannsóknum á faraldsfræði mígrenis og meðferð við því.

Lárus S. Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur

Margt áhugavert var kynnt á ráðstefnunni í tengslum við meðferð og greiningu taugasjúkdóma.

Washington DC skartaði sýnu fegursta meðan á ráðstefnunni stóð (Cherry Blossom).

30 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Í mars 2010 var skipaður stýrihópur á vegum Heilbrigðis-vísindasviðs Háskóla Íslands til að annars vegar þróa þverfræðilegt nám fyrir nemendur í öllum deildum og námsbrautum Heilbrigðisvísindasviðs (8 fræðigreinar) og hinsvegar að skapa klínískan vettvang (göngudeild) fyrir háskólastúdenta og börn þeirra. Göngudeildin fékk nafnið Heilsutorg og stýrihópurinn setti fram eftirfarandi markmið fyrir Heilsutorg til að vinna eftir:

• Að stuðla að bættu heilbrigði og þar með námsárangri háskólastúdenta.

• Að skapa þverfræðilegan vettvang þar sem klínísk kennsla og rannsóknir fari fram.

• Að skapa ný námstækifæri fyrir nemendur í heilbrigðisvísindagreinum.

Anna Birna Almarsdóttir var fulltrúi Lyfjafræðideildar í samstarfinu en nú er það Anna Bryndís Blöndal sem er helsti tengiliður deildarinnar við Heilsutorgið. Stýrihópurinn vann að stofnun Heilsutorgs frá 2010 en námið hófst haustið 2014, og þann 7. október það ár opnaði Heilsutorgið formlega. Heilsugæslan í Glæsibæ tekur þátt í námskeiðinu og nemendur hafa aðstöðu þar. Læknir og hjúkrunarfræðingur hafa yfirumsjón með starfseminni og aðrir í stýrihópnum eru aðstoðarmenn.

Meistaranemar í lyfjafræði sækja tvö námskeið sem tengjast Heilsutorgi, annars vegar námskeið um þverfaglega samvinnu í heilbrigðisvísindum og svo hinsvegar klínískt samvinnunámskeið sem fer fram á Heilsutorginu. Í fyrra námskeiðinu, sem er bóklegt að mestu, er lögð megináhersla á þverfræðilega hugmyndafræði, fagmennsku, þróun og eflingu þverfræðilegra samskipta, teymisvinnu og siðferðislega ákvarðanatöku í heilbrigðisþjónustu. Í lok námskeiðsins eiga nemendur m.a. að þekkja til starfssviðs mismunandi faggreina í heilbrigðisþjónustu, geta útskýrt hugmyndafræði og aðferðir þverfræðilegrar teymisvinnu, þekkja árangursrík samskipti í þverfræðilegri teymisvinnu og geta útskýrt hvernig samvinna og samskipti heilbrigðisstétta gagnast þjónustuþegum.

Seinna námskeiðið fer fram á Heilsutorgi þar sem stuðlað er að heilsueflingu og veitt þverfræðileg heilbrigðis-þjónusta fyrir háskólastúdenta er þangað leita. Unnið er eftir þverfræðilegri hugmyndafræði á klínískum vettvangi. Nemendur starfa í teymum undir handleiðslu leiðbeinenda. Lögð er áhersla á fagmennsku í samskiptum við þjónustuþega, samnemendur og aðra. Nemendur leita álits nemendateymis úr öðrum heilbrigðisvísindagreinum við úrlausn viðfangsefna/vandamála þjónustuþega og sýna þannig fram á heildræna úrlausn á viðfangsefninu. Hver nemandi tekur virkan þátt í meðferðarferli (upplýsingasöfnun, skoðun, greining, markmið, meðferð) þjónustuþega samkvæmt bestu aðferðum sem kenndar eru á hverju sviði og notar það mat sem best á við hverju sinni. Í lok námskeiðsins eiga nemendur m.a. að geta greint frá helstu niðurstöðum úr eigin íhlutun á sameiginlegum teymisfundum og geta rökstutt ákvarðanir sínar (case report) og sýnt hæfni til málamiðlana þegar andstæð sjónarmið koma fram í umræðum. Einnig þurfa nemendur að skrá skilmerkilega í Sögukerfi heilsugæslunnar um meðferðarferli hvers þjónustuþega Heilsutorgs.

Heilsutorg er frábært tækifæri fyrir lyfjafræðinema til að vinna með sjúklinga og fellur vel að stefnu Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á að efla þverfræðilegt samstarf, hafa markvissa samþættingu kennslu og rannsókna og að nemendur í klínísku námi fái fjölbreytta þjálfun á vettvangi. Lyfjafræðinemar eru nokkuð ánægðir með námskeiðin. Í hverjum hópi eru einn til tveir lyfjafræðinemar ásamt nemum úr öðrum deildum Heilbrigðisvísindasviðs en misjafnt er hvernig hlutföllin eru og hvort það eru nemendur úr öllum deildum í hverjum hópi. Einnig eru vandamál þjónustuþeganna mismunandi og sum eru ekki lyfjatengd á meðan önnur eru það. Þjónustan hefur verið ágætlega sótt af háskólanemum og hugsanlega verður þjónustuhópurinn stækkaður, t.d. með því að bjóða fjölskyldum háskólanema einnig upp á þjónustuna (sem er ókeypis). Nánari upplýsingar eru á www.heilsutorg.hi.is.

Hákon Hrafn Sigurðsson,deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ

Heilsutorg – nýtt þverfaglegt nám og samvinna á Heilbrigðisvísindasviði HÍ

31Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Frá vinstri: dr. Sigríður Guðrún Suman, Priyanka Sahariah, dr. Francisco Fernandez-Trillo og dr. Sesselja Ómarsdóttir.

Doktorsvörn

Priyanka Sahariah

Kítósanafleiður sem líkja eftir byggingareinkennum örverudrepandi peptíða - (Efnasmíð og bakteríudrepandi eiginleikar)Priyanka Sahariah varði doktorsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 9. júní sl. Ritgerðin ber heitið: Kítósanafleiður sem líkja eftir byggingareinkennum örverudrepandi peptíða (Efnasmíð og bakteríudrepandi eiginleikar) – Chitosan Derivatives mimicking structural motifs present in Antimicrobial peptides (Synthesis and Antibacterial Properties).

Leiðbeinandi var dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild, en auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Knud Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, dr. Snorri Þór Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild, dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild.

Andmælendur voru dr. Francisco Fernandez-Trillo, vísindamaður við University of Birmingham, og dr. Sigríður Guðrún Suman, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Markmið verkefnisins var að þróa efnasmíði kítósanafleiða með byggingareinkenni sem líkjast bakteríudrepandi peptíðum og rannsaka bakteríudrepandi eiginleika þeirra. Kítósan er lífsamræmanleg fjölliða sem unnin er úr rækjuskel og hefur hún reynst virk gegn bakteríum. Kítósan verkar á frumuhimnur á líkan máta og þau bakteríudrepandi peptíð sem æðri lífverur mynda í varnarskyni. Í verkefninu voru tengsl byggingar og virkni kítósanafleiða rannsökuð og kannað hvort megi bæta eiginleika þeirra með því að líkja eftir byggingareinkennum bakteríudrepandi peptíða. TBDMS-kítósan var nýtt sem forefni í efnasmíðum kítósanafleiða sem innihéldu katjóníska og fitusækna sethópa tengda 2-N amínóhópnum. Katjónísku hóparnir voru annaðhvort guandínium hópar eða fjórgildir ammóníum hópar. Þeir voru tengdir beint við fjölliðuna eða tengdir í gegnum tengihóp. Fitusæknu hóparnir voru N-alkýlhópar eða N-asýlhópar með mismunandi alkýlkeðjulengd. Efnahvörfin voru framkvæmd í lífrænum leysi og með því fékkst hátt hlutfall sethópa á fjölliðunni og allt að 100% setni á 2-amínóhópnum. Með þessari aðferð var líka auðvelt að stýra fjölda sethópa. Þessar vel skilgreindu kítósanafleiður voru rannsakaðar fyrir virkni gegn mikilvægum bakteríustofnum þekktra sjúkdómsvalda. Áhrif á rof rauðra blóðkorna og eituráhrif á Caco-2 frumur var einnig rannsakað. Kítósanafleiður þar sem katjóníski hópurinn var nálægt fjölliðukeðjunni höfðu mesta virkni. Það dró úr virkni að setja inn tengihóp sem tengdi katjóníska hópinn við fjölliðukeðjuna. Virknin jókst með auknum þéttleika katjónísku sethópana. Afleiður með trímetýlammóníum hópum höfðu meiri virkni en sambærlegar afleiður með guandíníunmýl og pyridínumýl

hópum. Áhrif keðjulengdar N-alkýl hliðarhópa á virkni N-alkýlkítósanafleiða var háð tegund bakteríunar en áhrif á rof rauðra blóðkorna og eiturháhrif á Caco-2 frumur jukust með lengd alkýlkeðjunnar. Kítósan-peptíð afleiður voru einnig smíðaðar. Þær voru virkari gegn bakteríum en bakteríu¬drepandi peptíðin sem þær voru afleiddar af og höfðu jafnframt minni eituráhrif á rauð blóðkorn og Caco-2 frumur. Hönnun tilrauna (Design of Experiment, DOE) var nýtt til að finna þá samsetningu katjónískra og vatnsfælinna hópa sem gaf góða virkni gegn bakteríum, jafnframt því að hafa lítil eituráhrif á mannafrumur. Polýpropylene og polýlaktíð trefjar voru húðaðar með trímetýlkítósani. Þær höfðu bakteríudrepandi áhrif á Staphylococcus aureus í 24 klukkustundir og því mætti nota slík efni í bakteríudrepandi sáraumbúðir. Heildarsamantekt á niðurstöðum verkefnisins sýndu að það hafði neikvæð áhrif að auka líkindi kítósanfleiða við bakteríudrepandi peptíð með því að setja inn guanidíum sem katjónískan hóp eða með því að tengja katjóníska hópinn við grunnkeðjuna með stuttum tengihópi. Það dró úr virkni miðað við N-alkýlafleiður þar sem katjónískir hópar voru tengdir beint við keðjuna. Það gaf betri raun að tengja lítil bakteríudrepandi peptíð beint við kítósan. Það jók bakteríudrepandi virkni og dró úr eituráhrifum.

Priyanka er fædd árið 1978. Hún lauk BS-gráðu í efnafræði frá Gauhati University á Indlandi árið 2002 og MS-prófi í lífrænni efnafræði frá sama háskóla árið 2005. Priyanka hóf doktorsnám við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2010.

Ágrip

32 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Árleg ráðstefna FIP var að þessu sinni haldin í Düsseldorf í Þýskalandi dagana 29. september til 3. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Better practice, - science based, evidence driven“, sem þýða mætti sem „Betri framkvæmd, - byggð á vísindum og gagnadrifin“. Íslendingahópurinn sem þátt tók var ekki fjölmennur. Fyrir utan formann Lyfjafræðingafélgs Íslands (LFÍ), Lóu Maríu Magnúsdóttur, voru Inga J. Arnardóttir og Ólafur Ólafsson skráð frá Íslandi. Ingunn Björnsdóttir mætti með blaðamannshatt TUL, frá Noregi. Meðal ráðstefnuþátttakenda var einnig Íslendingurinn Stefán Pétursson, apótekari í Hedenrud í Danmörku. Ólafur og Ingunn voru með veggspjöld, Ólafur undir yfirskriftinni akademísk lyfjafræði en Ingunn innan félagslyfjafræði. Útdrættir veggspjaldanna eru birtir á bls 36 og 37 í blaðinu. Lóa María og Inga höfðu annað mikilvægt verkefni, sem vikið verður að síðar í þessum pistli. Sem formaður LFÍ sat Lóa María fundi FIP

ráðsins, sem er æðsta vald í málefnum samtakanna, og einnig stjórnarfund apótekslyfjafræðieiningarinnar.

Lyfjafræði í Þýskalandi: Fyrsta daginn gafst kostur á að kynna sér lyfjafræði í Þýskalandi. Fjallað var um það sem efst er á baugi í apótekslyfjafræði, sjúkrahúslyfjafræði, hernaðarlyfjafræði og rannsóknum og þróun, auk nokkurrar umfjöllunar um hvernig best yrði staðið að undirbúningi lyfjafræðinga fyrir störf þeirra í framtíðinni.

Apótekslyfjafræðin er núna með áherslu á stjórnun lyfjameðferðar, enda öryggi lyfjameðferðar mikið áhersluatriði og algengt áhyggjuefni sjúklinga. Mikil áhersla er á faglegar upplýsingar/samskipti í þýskum apótek-um og fjöldi verkefna þar að lútandi í gangi. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn með netkönnunum, ráðstefnum og vinnustofum. Áhersla er lögð á að geta svarað öllum spurningum og rætt öll áhyggjuefni

sjúklinga um öryggi lyfja, líka þegar um flókna fjöllyfjameðferð er að ræða. Lyfjafræðingurinn er sérfræðingur í lyfjum og gefur gagn-reyndar upplýsingar. Verið er að laga menntunina að nýjum áherslum. Fagleg þekking og samskiptahæfileikar eru mjög mismunandi nú, og þarf að samræma betur. Einnig er verið að þróa hugbúnað til stuðnings við stjórnun lyfjameðferðar (medication management). Læknar og lyfja-fræðingar fá sömu greiðslu fyrir lyfjayfirferð (medication review). Símenntun er orðin skylda fyrir lyfjafræðinga í Þýskalandi. Út úr einni rannsókn kom að lyfjafræðingar fundu að meðaltali 2 lyfjatengd vandamál per sjúkling, og einnig að þótt til sé meðferðaráætlun er frekar sjaldgæft að sjúklingurinn fari alveg eftir henni.

Í máli sjúkrahúslyfjafræðingsins kom fram að 22% þýskra sjúkrahúsa hafa eigið sjúkrahúsapótek. Sum sjúkrahús semja um þjónustu við önnur sjúkrahúsapótek og sum semja við venjuleg apótek. Öryggis-atriði sem huga þarf að er hætta á lyfjafölsunum, lyfjaskortur og lyfjaverð. Hvað verðþáttinn varðar væri æskilegt að leita lausna í heilsuhagfræði. Blaðamaður gefur sér að takmarkaður áhugi sé á hernaðar-lyfjafræði á Íslandi. Því verður ekki fjölyrt um hana. Þó má segja að á tímum hörmunga, hryðjuverka og flóttamannavanda sé þörf fyrir einhver atriði úr hernaðarlyfjafræði. Að því er varðar undirbúning undir framtíðina, þá kom fram að lyfjafræði er kennd á 22 stöðum í Þýskalandi, og lyfjafræðinemar eru alls um 14.000. Gróf skipting námsins er þannig að verklegt nám vegur þyngst, er um 45% námsins. Fyrirlestrar eru um 34% og 21% eru málstofur. Eins

Ráðstefna alþjóða-lyfjafræðisamtakanna FIP 2015

Mynd af íslenska hópnum. F.v. Ólafur Ólafsson, Inga J. Arnardóttir, Ingunn Björnsdóttir og Lóa María Magnúsdóttir.

33Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

árs starfsþjálfun er að námi loknu og skulu að lágmarki 6 mánuðir þess vera í apóteki. Í Þýskalandi stendur lyfjaiðnaður í talsverðum blóma og nær t.d. starfsemi Bayer til Norðurlandanna (Osló og Turku), auk þess sem þýsk lyf eru seld í nokkrum mæli á öllum Norðurlöndunum.

Opnunarhátíð ráðstefnunnar: Síðdegis þann 29. september var opnunarhátíðin. Þar hélt formaðurinn, Carmen Peña, fyrirlestur, verðlaun voru veitt og flutt tónlistaratriði. Framkvæmdastjóri FIP, Luc Besançon, kynnti heit/eið lyfjafræðinga, sem vonandi gefst tækifæri til að kynna íslenskum lyfjafræðingum síðar. Opnunarmóttakan á eftir var haldin í ráðstefnumiðstöðinni.

Expopharm sýningin: Morguninn eftir var sýningarsvæðið „expopharm“ opnað og voru fulltrúar LFÍ á staðnum. Dagskrá opnunarinnar var öll á þýsku og fór því fyrir ofan garð og neðan hjá íslensku fulltrúunum, sem ekki voru vel að sér í máli gestgjafanna.

Opnunardagskrá FIP: Á opnuninni var fjallað um að það verður æ algengara að lyfjafræðingar safni gögnum um þátttöku sína í ráðstefnum og námskeiðum vegna aukinnar áherslu á endurmenntun og símenntun. Hjá FIP fer þetta utanumhald þannig fram að ráðstefnugestir eru skannaðir inn og út úr sölunum þar sem þeir hlusta á dagskrárliði. Hver ráðstefnugestur ber strikamerki á nafnspjaldinu og hjá hinum nákvæmu Þjóðverjum var líka skannað inn og út af sýningarsvæðinu. Annað atriði sem menn voru nokkuð uppteknir af var „Yes“/“No“ skilti sem prentað var inn í ráðstefnudagskrána og ætlað til að áheyrendur gætu tjáð álit sitt á ýmsum spurningum sem upp voru bornar. Allir dagskrárliðir höfðu skilgreind markmið svo áheyrendur gætu metið hvort markmiðunum hafi verið náð þegar dagskránni lauk.

Fjallað var um hvernig bilið milli apótekslyfjafræði og annarra greina lyfjafræðinnar er að breikka og verða að hálfgerðri gjá, sem þyrfti að komast yfir. Einnig var fjallað um spurninguna hvort klínískar leiðbeiningar gengju alltaf út frá gagnreyndri læknisfræði og í því samhengi þá staðreynd að oft

eru klínískar leiðbeiningar frá ólíkum aðilum ögn (eða mikið) mismunandi. Velt var upp spurningunni um hvort klínískar leiðbeiningar gætu komið í stað læknis/lyfjafræðings. Sértæka dæmið í þessu samhengi var statínmeðferð. Í dagskránni fór einn fyrirlesarinn líka á hraðferð í gegnum sögu vísindakenninga. Hann endaði á umfjöllun um kosti og galla klínískra prófana með því að kynna nokkur hugsanleg ný rannsóknasnið. Einn fyrirlesari fjallaði um hlutverk lyfjafræðinga í blóðþynningarmeðferð og kynnti að þar gætu lyfjafræðingar haft mikil áhrif til góðs, ef rétt væri á málum haldið.

„Týndur í þýðingunni“: Dagskráin um þýðingar vegna miðlægt skráðra lyfja (CP) fjallaði um mikilvægi þess að vanda til þýðinga og að hafa í huga fyrir hverja þýðingin er ætluð. Við þýðingar á upplýsingum um lyf þarf að gæta að því að þýðing á samantekt á eiginleikum lyfs ásamt ýmsum viðaukum (Annexes) er ætluð heilbrigðisstarfsfólki en þýðing á fylgiseðli er ætluð fyrir notendur lyfja. Fyrirtækin, það er markaðsleyfishafarnir, bera ábyrgð á gæðum þýðinga og ber að tryggja að þeir hópar sem þýðingin er ætluð geti skilið hana. Allir sjúklingar í Evrópu eiga rétt á sömu gæðum þýðinga.

Tímalínur við þýðingar miðlægt skráðra lyfja eru mjög stífar. Einu sinni í mánuði er fjallað um fyrirliggjandi umsóknir um breytingar hjá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Eftir samþykkt breytinga hafa fyrirtækin 5 daga til að þýða samþykkta textann (enskur texti). Yfirleitt liggur hann fyrir á fimmtudegi og skiladagur er þá þriðjudagur. Oft er um að ræða nokkra texta sem hvert fyrirtæki þarf að skila af sér á sama tíma.

Almenna reglan er sú að einn aðili þýð-ir og annar þýðandi sama tungumáls fer yfir þýðinguna. Mörg fyrirtæki eru með innra gæðaeftirlit þar sem farið er yfir ákveðin atriði í öllum þýðingunum; uppsetningu, tölur, fræðiorð (terminology), samkvæmni (consistency) og fleira sem hægt er að fara yfir án þess að skilja tungumálið. Síðan er farið yfir þýðingarnar af lyfjayfirvöldum hvers lands og þá geta

komið athugasemdir og tillögur að breytingum á þýðingum.

Gæði þýðinga eru mismunandi og eru helstu vandamálin t.d. ósamkvæmni í þýðingum fræðiorða í textanum, stafsetningavillur og villur í setningamerkjum, setningar eða orð annað hvort endurtekin eða vantar, aukaorð eða setningar sem bætt er við og fleira. Villur í þýðingum geta verið margskonar og misalvarlegar. Alvarlegar villur geta leitt til innköllunar lyfs.

Hvort er heppilegra að þýðing lyfja-texta sé gerð af löggiltum þýðanda í viðkomandi máli eða lyfjafræðingi (fagaðila)? Löggilta þýðandann vantar fagþekkinguna og þekkingu á sérkröf-um fyrir lyfjatextana. Lyfjafræðingur-inn (fagaðilinn) er hins vegar oft fastur í fagorðaforða sem ekki er heppilegt að nota í fylgiseðlum. Best væri að um samvinnu væri að ræða því báðir aðilar eru sérfræðingar á sínu sviði en vantar þekkingu á sérsviði hins.

Høst-Madsen fyrirlesturinn: Hollendingurinn Hans Junginger, sem starfar í Þýskalandi, hlaut Høst-Madsen verðlaunin og hélt fyrirlestur af því tilefni í hádeginu 30. september. Fyrirlesturinn fjallaði um meðferð við parkinsonssjúkdómi og plástrar virtust form sem var vísindamanninum hugleikið. Einnig kom hann inn á aðrar og ögn umdeildari leiðir, þar sem bæði tóbak og áfengi kom við sögu.

„Að gera lyfjameðferð einstaka með persónulegri skömmtun“: Hér var lýst ýmsum nýjungum sem nota má til að gefa nákvæmari skammta sem henta hverjum einstökum sjúklingi.

Fjallað var um hvernig hægt er að ná einstaklingsmiðuðum skömmtum með erfðafræðilegum prófunum. Lyfjaerfðafræði (Pharmacogenetics) getur spáð fyrir um svörun sjúklings við lyfi og aukaverkanir sem fram geta komið. Erfðafræðileg áhrif á lyf eru mjög mismikil. Ákvarðanir um meðferð er hægt að taka byggðar á erfðafræðilegum þáttum. Raðgreining á genamengi manna er ódýrari en áður var. Gagnabankar eru/verða til með upplýsingum um lífmerki (biomarker) sjúklinga og þangað væri hægt að sækja upplýsingar um sjúkling og í lok meðferðar senda svo upplýsingar aftur

34 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

til baka.

Við barnasjúkrahús í USA er verið að útbúa og hafa verið útbúnar klínískar leiðbeiningar út frá lyfjaerfðafræði vegna nokkurra vandmeðfarinna lyfja. Þessar leiðbeiningar eru til að hjálpa læknum að ná fram sem bestum árangri af lyfjameðferð. Gerð eru arfgerðarpróf (genotype test) á sjúklingi og niðurstöður skráðar í heilsufarsskýrslu hans. Þessar niðurstöður eru síðan nýttar til að gefa læknum ráðleggingar eða leiðbeiningar um hvaða lyf best er að nota og hvernig.

Nýtt lyfjaform er í þróun í Þýskalandi sem gerir nákvæma skömmtun auðveldari. Um er að ræða stöng sem inniheldur lyfið sem nota á og er hún sett í lyfjapenna. Penninn er þannig útbúinn að í honum er hnífur sem sker af stönginni ákveðinn skammt. Hægt er að skera misstóra búta af stönginni. Verið er að þróa forðalyfjaform fyrir pennann en þá gæti lyfjastöngin t.d. verið byggð upp af hæglosandi perlum (sustained release pellets). Helsti ókosturinn við þetta lyfjaform er að þegar búið er að skera bút af stönginni þarf að nota hann strax vegna óstöðugleika í snertingu við andrúmsloftið.

Þrívíddarprentun lyfja til inntöku gefur möguleika á nákvæmum skömmtum, sérstaklega þegar um lágskammtameðferð er að ræða, t.d. fyrir börn. FDA samþykkti í ágúst 2015 fyrsta þrívíddarprentaða lyfið. Hægt er að prenta lyf í ýmis konar prenturum, t.d. Inkjet prenturum og þá er notað ætilegt blek sem prentað er á ætilega filmu, t.d. úr sykri, sterkju eða hrísgrjónum. Kvörðun og gæðaeftirlit þarf að þróa áfram fyrir þessi lyfjaform. Í skoðun er hvort hægt verður að prenta lyfjaform eins og hormónalykkju, skeiðarinnlegg, vefjalyf og fleira.

Samstarfssamningur Konunglega breska lyfjafræðingafélagsins og Lyfja-fræðingafélags Íslands: 30. september var hápunktur ráðstefnunnar að því er varðar íslenska lyfjafræðinga. Síðla þann dag var undirritaður samstar-fssamningur Konunglega breska lyfjafræðingafélagsins (RPS) og Lyf-jafræðingafélags Íslands og undirri-

taði Lóa María hann fyrir hönd LFÍ. Jafnframt var undirrituð viljayfirlýs-ing um samstarf milli RPS, LFÍ, LSH og HÍ vegna fyrirhugaðs framhaldsnáms í klínískri lyfjafræði og undirrituðu hann Lóa María fyrir hönd LFÍ og Inga fyrir hönd sjúkrahúsapóteksins/LSH. Samstarfssamningurinn auðveld-ar íslenskum lyfjafræðingum að nýta sér símenntunarmöguleika innan sí-menntunarramma með mjög víðtæka viðurkenningu. Samningurinn hefur þegar verið kynntur munnlega á Degi lyfjafræðinnar og verður væntan-lega kynntur félagsmönnum betur á komandi mánuðum.

Samvinna heilbrigðisstétta: Tveir Íslendinganna sátu hluta af dagskrá um hvernig ná megi fram samvinnu heilbrigðisstétta í náminu. Þótt báðir Íslendingarnir væru komnir á miðjan aldur og löngu búnir að ljúka grunnnámi í lyfjafræði þá bauðst þeim þjálfun í að tjá sig um fagstéttasamvinnu. Þar sem lítið var um aðrar stéttir en lyfjafræðinga á ráðstefnunni bauðst ekki beint að þjálfa sig í fagstéttasamvinnu, en á þessari dagskrá kom skýrt fram að munur er á samræmingu og þverfaglegri samvinnu. Samræming

er þegar sjúklingum er vísað á milli fagstétta eftir því hvaða fagstétt er talin sérfróðust um einstök vandamál sjúklingsins. Þverfagleg samvinna er þegar teymið vinnur saman að sem bestri lausn fyrir sjúklinginn, án þess að festast um of í sérsviði hvers og eins. Leitað er sameiginlegra lausna og leitast við að sameina kraftana sem best í átt til þess markmiðs.

„Sérhæfing í lyfjafræði, fagleg viðurkenning í Evrópusambandinu“: Rætt var um Evróputilskipun 2013/55 um viðurkenningu faglegrar hæfni, en í þeirri tilskipun eru eingöngu læknar og tannlæknar með skilgreiningu sem sérfræðingar en ekki lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður. Starf lyfjafræðinga er að breytast og verða mun klínískara og flóknara. Til að lyfjafræðingar geti unnið með sjúklinga í flóknu umhverfi eins og heilbrigðiskerfið er orðið, er nauðsynlegt fyrir þá að fara í starfsnám til að fá þjálfun í að nýta þekkingu sína að loknu meistaranámi. Nauðsynlegt er fyrir sjúkrahúslyfjafræðinga að skilgreind verði sameiginleg skilyrði fyrir þennan hóp til að geta kallað sig sérfræðinga. Á vegum Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) er verið að vinna að sameiginlegum þjálfunarramma. Þar verða sett fram

Frá undirritun samstarfssamnings Konunglega breska lyfjafræðingafélagsins (RPS) og Lyfjafræðingafélags Íslands. F.v. Helen Gordon er framkvæmdastjóri RPS og Ash Soni er forseti RPS og Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ.

35Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

ákveðin skilyrði sem lyfjafræðingur þarf að uppfylla til að geta kallað sig klínískan lyfjafræðing, hvort sem það sérfræðingsheiti verður notað eða annað. Pétur S. Gunnarson, lyfjafræðingur á LSH, er fulltrúi Íslands í þeirri vinnu. Stéttin þarf að vera samstíga og tala einum rómi varðandi þessi mál.

Tveir fyrirlesarar komu frá Bandaríkjunum. Þar er sérhæfingin lengra komin og þar er orðin krafa að fara í starfsnám eða þjálfun að loknu prófi. Þeir tala um fyrsta og annað eftirútskriftarár (Post graduate year, PGY1 & PGY2). Á fyrra árinu er almenn þjálfun í verkefnum lyfjafræðinga í sjúkrahúsapóteki en seinna árið er hægt að velja meiri sérhæfingu. Starfsnámið er metið og staðfest af réttum aðilum. Krafan um endurmenntun til að halda starfsleyfi og/eða sérfræðiviðurkenningu verður alls staðar háværari.

„Sjálfbært endurgjald“: Mikil umræða var um að lyfjafræðingar, bæði í apótekum og á sjúkrahúsum, eigi að stefna að því að fá greitt fyrir skilgreind verkefni. Í stað þess að vera kostnaðarmiðaðar stofnanir eigi apótekin að vera virðismiðuð. Þau þurfa að vinna að því að breyta ásýnd sinni gagnvart stjórnvöldum og öðrum. Apótek fá oftast greidda ákveðna smásöluálagningu. Innifalin er öll þjónusta sem veitt er. Lyfjafræðingar eiga að skilgreina verkefnin og fá greitt fyrir þau. Veikleiki apótekanna er að verkefnin og ávinningur þeirra er ekki skilgreindur og oft illa mælanlegur. Í framsöguerindi var einnig rætt um að sjúkrahúsapótekin ættu að taka gjald fyrir skilgreind verkefni lyfjafræðinga. Sífellt er beðið um aukna þjónustu, án þess að sjúkrahúsið greiði apótekinu fyrir. Lyfjafræðingar þurfa að skilgreina viðmið og ávinning af störfum sínum, svo auðveldara sé að innheimta þóknun fyrir þau. Nauðsynlegt er að sýna stjórnvöldum ávinninginn af störfum lyfjafræðinga. Staðan er mismunandi eftir löndum.

„Sjúklingavæn lyfjaþróun?“: Nú er sjúklingurinn í brennidepli við þróun lyfja en áður var lyfjaþróun með lyfjamólekúlið í brennidepli. Sjúklingurinn borgar á einn eða

annan hátt fyrir heilbrigðisþjónustu, hann vill því ráða að einhverju leyti í hvað peningarnir fara. Sjúklingar búa jafnframt yfir meiri þekkingu en áður vegna tilkomu netsins. Brjóta þarf múra á milli deilda á sjúkrahúsum, auka samvinnu, hlusta á sjúklinginn og skilja upplifun hans.

Í klínískum rannsóknum á að hlusta á sjúklinginn frá upphafi rannsóknarinnar. Hægt er að læra af því að hlusta á sjúklinginn og heyra hvernig honum líður. Finna þarf leið til að meta upplýsingar frá sjúklingum og nota svo þær upplýsingar áfram við þróun og hönnun lyfsins. Ef sjúklingurinn er með í þróun lyfsins er áhættan minni. Yfirleitt alltaf er eitthvað til í því sem sjúklingurinn segir, hann segir frá því hvernig honum líður. Það mun verða krafa í framtíðinni að sjúklingar taki þátt í þróun lyfja.

Lyfjahagfræðin setur sjúklinginn í forgrunn, hagfræði er ekki bara kost-naður heldur líka ávinningur. Er hægt að ákvarða verð nýjunga í lyfjafræði? Heilsutengd lífsgæði (HRQoL, Health Related Quality of Life), útkoma ko-stnaðargreiningar gefin upp í QALY (Quality Adjusted Life Years) sem er hlutfall kostnaðar á móti ávinningi er ein leið. Ný meðferð fyrir einn sjúkling kostar fórn fyrir annan sjúkling (fær ekki sína meðferð) í heilbrigðisker-finu. QALY gerir samanburð mögule-gan, einbeita sér að því hvað skiptir sjúklinginn máli, ýmis konar kvarðar eru til sem meta ástand sjúklinga með hina ýmsu sjúkdóma. Taka þarf tillit til aðstæðna, til dæmis sjúkdómsbyrðar, ábyrgðar á sjúkdómi, aldurs, nýjunga, æviloka.

Sjúklingar vilja öryggi og gæði og sjúklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu sem er fáanleg, aðgengileg og ásættanleg. Sjúklingur getur dregið samþykki sitt til baka hvenær sem er. Sýna þarf virðingu og ábyrgð í samskiptum við sjúklinga. Tryggja þarf að sjálfsákvörðunarréttur og gildi sjúklings séu virt við allar klínískar ákvarðanir. Mikilvægar nýjungar fyrir sjúklinginn bæta aðgengi, auka meðferðarheldni og gera flóknar meðferðir einfaldari og auðvelda sjúklingnum að lifa eðlilegu lífi.

Í stuttu máli: Ef tala má um rauða þræði gegnum dagskrá ráðstefnunnar þá eru lykilorðin: þverfagleg samvinna og teymisvinna sem þjálfuð er allt frá upphafi náms í heilbrigðisgreinum, - og greiðsla fyrir apóteksþjónustu. Undanfarna áratugi hafa tekjur apó-tekanna alfarið byggst á álagningu, en nú eru mjög víða að opnast leiðir til að nýta sérþekkingu lyfjafræðinga betur í þágu sjúklinganna með það að markmiði að hámarka árangur lyfjameðferðar. Augu yfirvalda eru víða að opnast fyrir því að rökrétt er að greiða sérstaklega fyrir þessa þjónustu þannig að hún sé óháð álagningunni.

Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur Inga J. Arnardóttir, lyfjafræðingur

Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

36 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

Ráðstefna alþjóða-lyfjafræðisamtakanna FIP 2015Veggspjöld íslenskra þátttakenda á ráðstefnunni

Þrjú veggspjöld voru kynnt á ráðstefnu FIP í Düsseldorf á haustmánuðum 2015. Útdrættir þeirra eru birtir hér á eftir.Ingunn Björnsdóttir og Ólafur Adolfsson fjölluðu um hvernig Embætti landlæknis hefur höndlað ábyrgðina á áreiðanleika lyfjagagnagrunnsins og mikilvægi þess að grunnupplýsingar séu réttar og aðgengilegar ef þær eiga að nýtast til eftirlits með lyfjaávísunum og lyfjanotkun.

Ashwak Kazem Hamza, Karin Svensberg og Ingunn Björnsdóttir gerðu samanburð á fyrirkomulagi á verðlagningu og greiðsluþátttöku í Noregi og Írak, en í Írak hefur lyfjageirinn orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna óróa í landinu. Þetta eru ólík lönd og þó að draga megi lærdóm af samanburði er ljóst að aðlögunar er þörf fremur en „afritunar“ á því fyrirkomulagi sem notað er í Noregi.

Ólafur Ólafsson kynnti hluta af niðurstöðum sínum úr meistaranámi í hagnýtri síðfræði með áherslu á eflingu meðferðarheldni. Rannsóknir hafa sýnt að þó að meðferðarheldni mælist almennt slæm er hún þó með besta móti þegar samband sjúklings og fagfólks byggist á heiðarlegum, opnum samskiptum og gagnkvæmri virðingu.

EFLNING MEÐFERÐARHELDNI MEÐ SAMRÁÐI SJÚKLINGS OG FAGMANNS

Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur, Skráningardeild Vistor hf.

Inngangur: Léleg meðferðarheldni er talin vera verulegt vandamál í heilbrigðisþjónustu. Vísbendingar eru um að gott samband á milli sjúklings og fagfólks leiði til góðrar meðferðarheldni. Rannsóknir og greinar á sviði heimspeki og siðfræði voru kannaðar með það fyrir augum að finna líkan sem gæti leitt til farsælla samskipta aðilanna.Markmið: Birtar vísindagreinar og kenningar voru kannaðar með það fyrir augum að finna samskiptalíkan sem líklegast væri til að vera hryggjarstykkið í samskiptum sjúklings við fagfólk, byggt á grundvelli þekkingar og reynslu. Tilgáta mín var að líkan sem byggði á persónulegum samskiptum í anda gagnkvæmrar virðingar og trúnaðar væri líklegt til að leiða til betri meðferðarheldni.Aðferðir: Leitað var fanga í fræðigreinum siðfræði og heimspeki og einnig birtum vísindagreinum um meðferðarheldni. Rannsóknin var gerð sem lokaverkefni í meistaranámi í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands.Niðurstöður: Greinileg vísbending var um betri meðferðarheldni hjá sjúklingum sem áttu góð og opin samskipti við fagfólk. Viðleitni til að bæta meðferðarheldni með tæknilausnum og útfærslum hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Halda má því fram að samskipti sem byggjast á kenningum í siðfræði myndu leiða til betri meðferðarheldni

og vera mikilvægt skref í átt að betri velferð sjúklinga. Ályktun: Heiðarleg og opin samskipti á milli sjúklinga og fagfólks eru líkleg til að efla meðferðarheldni. Samskiptahæfni og siðfræði verða að vera hluti af námi og þjálfun lyfjafræðinga.

Ólafur Ólafsson við veggspjald sitt.

37Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FRÆÐIN

ÁREIÐANLEIKI OG ÁBYRG NOTKUN LYFJAGAGNAGRUNNA, - TILVIK FRÁ ÍSLANDI.

Ingunn Björnsdóttir, Oslóarháskóla; Ólafur Adolfsson, Apóteki Vesturlands

Inngangur: Lyfjagagnagrunnar eru verðmæt uppspretta upplýsinga um notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Öll Norðurlöndin hafa gagnagrunna til nota í vísindarannsóknum og að einhverju marki til leiðsagnar í ákvarðanatöku. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn er auk þess ætlaður sem eftirlitstæki, til að líta eftir lyfjaávísunum lækna og notkun sjúklinga á ávanabindandi lyfjum. Slíku tæki verður að vera treystandi. Markmið: Að lýsa hvernig Embætti landlæknis höndlaði ábyrgðina á áreiðanleika lyfjagagnagrunnsins frá upphafi og fram til 2015, með sterk verkjalyf (ópíóíða) sem dæmi. Aðferðir: Afhjúpun alvarlegra tilviljanakenndra villna í DDD skilgreiningum leiddi til kortlagningar á DDD skilgreiningum í lyfjagagnagrunninum. Þegar viðbótar villuuppspretta fannst var farið í gagngera athugun á gæðamálum. Krafist var gagna um gæðaúttektina frá Embætti landlæknis í janúar 2013, og þeirri kröfu fylgt eftir með ítrekunum og kærum. Dauðsföll af völdum lyfseðilsskyldra ópíóíða sýna hvernig eftirlitstækið var notað. Niðurstöður: 27. apríl 2015 hafði Embætti landlæknis enn ekki afhent gögnin þrátt fyrir þrjá úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar að lútandi. Gögnin voru afhent 7. ágúst 2015, viku eftir fjórða úrskurð nefndarinnar og sólarhring eftir að nýr landlæknir fékk úrskurðinn í hendurnar. Fjölmiðlaumfjöllun bendir til að hvorki dauðsfall af völdum ketobemidons í blöndu (notkun vanmetin), fentanyls (notkun ofmetin) né morfíns (notkun

nokkuð rétt metin) hafi haft afleiðingar sem orð sé á gerandi fyrir þá lækna sem ávísuðu lyfjunum.Ályktun: Lyfjagagnagrunnurinn hefur ekki virkað sem eftirlitstæki, rannsóknagrunnur eða hjálpartæki við ákvarðanatöku. Ef íhugað er að setja upp slíka gagnagrunna, ætti að skoða kosti og galla. Ef síðan er ákveðið að fara í þannig upplýsingasöfnun, þá þarf að tryggja næg tilföng.

Veggspjald Ingunnar og Ólafs.

SAMANBURÐUR VERÐLAGNINGAR OG GREIÐSLUÞÁTTTÖKU VEGNA LYFJA Í ÍRAK OG NOREGI

Ashwak Kazem Hamza, Karin Svensberg & Ingunn Björnsdóttir, Oslóarháskóla

Inngangur: Áratugir óróleika hafa skemmt lyfjadreifingar-kerfið í Írak svo rými er þar fyrir úrbætur, ef til vill með að læra af öðrum. Önnur olíuþjóð, Noregur, hefur fyrirmyndar velferðaráherslur. Markmið: Að lýsa núverandi verðlagningar- og greiðsluþátttökukerfi í Írak og kortleggja, út frá sjónarhóli lyfjafræðingsins, fýsileika þess að Írak lærði af Noregi, varðandi lyfjaverð og greiðsluþátttöku.Aðferðir: Eftir yfirferð ritaðra heimilda voru tekin hálfstöðluð viðtöl við íraska lyfjafræðinga í Írak og Noregi, og einnig skoðað tilvik um sykursýkismeðferð. Viðtölin voru greind með þáttagreiningu og HyperResearch notað til hjálpar í því. Tilviksathugunin er samanburður á birtu opinberu verði og greiðsluþátttöku í Noregi og óbirtum upplýsingum frá Írak (látnum í té af íröskum lyfjafræðingi), þar sem ekkert opinberlega birt verð er fáanlegt í Írak um þau lyf sem um er að ræða. Niðurstöður: Sjúklingar í Írak fá lyf úr opinbera og/eða einkageiranum, samanborið við einsleitara/gagnsærra kerfi í Noregi. Þátttakendur staðfestu þörf fyrir endurhönnun og endurskoðun til að bæta aðgengi að lyfjum. Almenn greiðsluþátttaka í lyfjum gæti gagnast sjúklingum í Írak.

Norska útfærslan þyrfti aðlögun að innanlandsþörfum og greiðslugetu sjúklinga. Sykursýkislyfja-greiningin gefur dæmi um mun á aðgengi og viðráðanleika verðs og sýndi lakari gæði meðferðarvalkosta í Írak en í Noregi.Ályktun: Norsku útfærsluna ætti ekki að „afrita“ heldur aðlaga að aðstæðum í Írak. Frekari rannsókna er þörf, t.d. varðandi forgangsröðun, til að styðja sjúklinga í opinbera- og einkageiranum og ná fram skynsamlegri nýtingu.

Veggspjald Ashwaks, Karinar og Ingunnar.

38 Tímarit um lyfjafræði tölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Næsta árs FIP ráðstefna: Buenos Aires, Argentínu

FIP ráðstefnan 2016 verður haldin um mánaðamót ágúst-september í Buenos Aires í Argentínu, undir yfirskriftinni „Standa undir áskoruninni að draga úr sjúkdómsbyrði heimsins“. Að venju verða nokkur undirþemu, en 4 stórir dagskrárliðir verða á ráðstefnunni auk margra smærri. Stóru liðirnir eru: Félagslegir áhrifaþættir heilbrigðis, Ný verkfæri í forvörnum og meðferð, Sjúkdóms-greiningar og meðferðarfylgni – framfarir innleiddar í samvinnuverkefni og Sjálfbær og hagkvæm heilsa á heimsvísu. Áætluð efnisstök í einstökum dagskrárliðum er hægt að kynna sér á heimasíðu ráðstefnunnar: http://buenosaires2016.fip.org/

Þegar svo langt er farið til að sækja ráðstefnu er freistandi að ferðast aðeins meira á ráðstefnuslóðum, þótt vonandi láti menn ekki tangóæfingar eða líflegt næturlíf glepja sig frá ráðstefnudagskránni þegar á hólminn er komið. Tangó varð til í Argentínu, og er á menningar-heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, enda er hægt að sjá ekta tangó, nútímatangó, metsölutangó og tangó með kennslu í tangóhúsum Buenos Aires. Borgin er einnig þekkt fyrir líflegt næturlíf. Meðal vinsælustu ferðamannastaða í borginni eru Palermo hverfið, hafnarsvæðið Puerto Madero, tangó- og fótboltahverfið La Boca, listamarkaðurinn San Telmo, Microcentro sem er breiðasta breiðstræti heimsins, forsetahöllin á Plaza de Mayo, Jugendstílsvæðið Recoleta, Grasagarðurinn, hringlaga kirkjan La Redonda og gamli bærinn Tigre.

Möguleg ferðalög í tengslum við ráðstefnuna gætu til dæmis verið til Salta í norðurhluta Argentinu, en þaðan er hægt að fara í dagsferðir eða tveggja daga ferðir um nágrennið. Áhugasömum er ráðlagt að skoða myndbönd um Salta og nágrenni á netinu. Salta er nokkuð nálægt landamærunum til Bólivíu og einnig nokkuð nálægt landamærunum til Chile, en ferðir til þeirra landa frá Salta fælu samt í sér nokkurt umstang, þar sem um nokkuð fjöllótt landslag er að fara.

Ferðalag að Iguazu fossunum er einnig

möguleiki, og gæfist þá gott tækifæri til að heimsækja nágrannalöndin Paragvæ og Brazilíu. Slík ferðalög eru einfalt mál, góðar samgöngur á milli og margir telja nauðsynlegt að skoða fossana, bæði frá Brazilíuhliðinni og Argentínuhliðinni, þegar menn á annað borð eru komnir á staðinn.

Frá Buenos Aires er nokkuð vinsælt að fara í dagsferðir til Úrúgvæ, til dæmis til Colonia del Sacramento. Slíkar ferðir eru auðveldar með almenningssamgöngum, og kosta lítið, ferjutúr kostar um 40 bandaríkjadali.

Flestir Íslendingar hafa áhuga á kostnaðar-hliðinni þegar ferðalög á fjarlægar slóðir eru skipulögð. Sú hlið er í dálítilli óvissu í Argentínu, ef skipulagt er langt fram í tímann. Þessu veldur vandamál sem er vel þekkt á Íslandi: óðaverðbólga. Enn hefur lítið fengist upp um áætlaðan hótelkostnað og annað slíkt, því að argentínsk hótel og ferðaþjónustufyrirtæki vilja helst ekki gefa upp slíkar tölur nærri ár fram í tímann. Hvað ráðstefnugjaldið varðar eru tölurnar meira á hreinu, en verða þó ekki endanlega ákveðnar fyrr en þær birtast á heimasíðu FIP. Gera má ráð fyrir að rástefnuþátttakan kosti lyfjafræðinema og nýútskrifaða (minna en 5 ár frá útskrift) um 300 evrur. Félagar í FIP munu líklega verða rukkaðir um 700 evrur og þeir sem ekki eru félagar og heldur ekki námsmenn eða nýútskrifaðir um 900 evrur. Allar þessar tölur miðast við skráningu snemma, væntanlega fyrir 1. maí 2016.

Sú sem þetta ritar er í sambandi við argentínskan ferðafrömuð sem skipuleggur hjólaferðir fyrir ferðamenn í Osló á sumrin en alls konar ferðalög fyrir ferðamenn í Argentínu á veturna. Ferðafrömuðurinn er tilbúinn að leggja íslenskum lyfjafræðingum lið við skipulagningu hópferðar ef áhugi er fyrir því. Áhugasamir um slíka hópferð geta haft samband við undirritaða.

Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur [email protected]

39Tímarit um lyfjafræðitölublað 3 - 2015

FÓLKIÐ

Eru flogaveikilyf mikið misnotuð? Kveikjan að þessum skrifum var frekar ótrúverðug saga frá fullorðnum karlmanni sem kom ásamt vini sínum og vildi leysa út rafrænan lyfseðil fyrir 2 mg Rivotril töflur nokkrum dögum áður en komið var að gildistíma næstu afgreiðslu núna í október 2015.

Fyrst bað hann mig um að hjálpa sér af því að hann næði ekki í lækninn sinn því hann hefði verið lagður inn á spítala vegna bakveikinda. Það var svo sem ekki það ótrúverðugasta. Ég sagði honum hins vegar að úr því svona væri komið þá gæti ég ekki heldur náð í lækninn og að ég mætti ekki afgreiða þennan seðil fyrir uppgefinn tíma nema læknirinn heimilaði það.

Þá kom næsti kafli í sögunni eftir smá þögn... hann væri jú að fara út á sjó og hann yrði (með mikilli áherslu) að fá lyfið áður en skipið færi úr höfn. Jahá sagði ég og var ekki voða sannfærður innst inni en reyndi að halda andlitinu. Hvað á maður að gera í svona tilvikum? Jú, maður reynir að segja aftur nei með kurteislegum viðbótum og skýringum, sem voru greinilega ekki að ná mikið í gegn því hann ítrekaði spurninguna. Svo ég bætti við kurteislegum viðbótum um að ef ég fengi undirritað bréf frá skipstjóranum á bréfsefni útgerðarinnar um að hann væri skráður í áhöfn og upplýsingar um brottfarardag eða þær upplýsingar sendar í tölvupósti þá væri mögulega unnt að skoða málið. Geturðu ekki bara talað við hann í síma var næsta spurning. Nei, því miður svaraði ég ákveðið, ég skoða þetta ekki frekar nema ég fái þetta undirritað frá skipstjóranum og með það fóru vinirnir.

Síðan liðu 15 eða 20 mínútur og þá mætti vinur hins meinta sjómanns einsamall inn í apótekið til að kaupa smá „dash“ af sprautum og nálum.

Skráð ábending fyrir Rivotril töflur er allar gerðir floga, en á aðeins að vera fyrsta val við meðferð á vöðvakippaflogum og Lennox-Gastaut heilkenni. Í kjölfarið af þessari reynslu spyr maður sig einu sinni enn. Af

hverju er Rivotril með greiðsluþátttöku? Hvað ætli maður hafi afgreitt marga einstaklinga með flogaveikilyf og Rivotril? Æ, ég man nú bara ekki eftir að það hafi gerst. Og þó... ef til vill einn eða tveir. Æ, ég er samt ekki viss eða bara man þetta ekki. Er ekki hægt að gá að þessu í gagnagrunni Landlæknis? En ég man samt eftir að hafa afgreitt nokkra foreldra með Stesolid endaþarmslausn fyrir börn með flogaveiki og það er ekki með greiðsluþátttöku og ég man ekki til þess að börnin hafi verið með lyfjaskírteini fyrir Stesolid endaþarmslausn.

Svo grunar mann líka að bæði gabapentin og pregabalin séu í einhverjum mæli misnotuð líka. Það er að minnsta kosti reyndin samkvæmt opinberum upplýsingum frá SÁÁ að pregabalin sé selt dýrum dómi á svörtum markaði ásamt meiru af „læknadópi“. http://saa.is/wp-content/uploads/2015/10/Ver%C3%B0k%C3%B6nnun-S%C3%81%C3%81-sept-2015-samr%C3%A6mt-skjal-PG.pdf

Spurningarnar sem ég spyr mig eru: Hvernig ætlum við að bregðast við sem fagaðilar?

Eigum við bara að halda áfram að stinga hausnum í sandinn?

Mér finnst sjálfsagt að fólk með flogaveiki og þeir sem nota lyfið við viðurkenndum ábendingum fái þessi lyf G-merkt. Aðra notkun þarf að skoða og taka upplýsta ákvörðun um hvernig við viljum haga greiðsluþátttöku og eftirliti með notkun Rivotrils og annarra lyfja sem við vitum að eru misnotuð.

Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur

Eru flogaveikilyf mikið misnotuð?

Pistill félagsmanna

Aðalsteinn Jens Loftsson

Við erum MylanLægra lyfjaverð fyrir þig

MYL

1601

02