vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · prentun: oddi vegagerÐin innanhúss...

12
1 4. tbl. 2012 nr. 462 4. tbl. 25. árg. nr. 463 4. maí 2012 Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Hjörleifur Ólafsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson (t.h.) spjalla um starfsferil Hjörleifs. Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri kallaði Hjörleif Ólafsson til fundar við sig þann 21. mars sl. og ræddi við hann um starfið og verkefnin hjá Vegagerðinni í rúmlega hálfa öld. Hjörleifur var rekstrarstjóri vega eftirlits og síðar deildarstjóri umferðareftirlits. Viktor Arnar Ingólfsson færði samtal þeirra í letur. Yfirlit um ætt og fjölskyldu Hjörleifs birtist með afmælisfrétt í Innanhússfréttum nr. 390, 11. tbl. 2006. Gunnar Gunnarsson: Eigum við ekki að byrja á hefð bundinn hátt og spyrja hvar þú ert fæddur og uppaldinn? Hjörleifur: Ég er fæddur hérna í Reykjavík 1936 og átti hér heima til 10 ára aldurs en var í sveit á sumrin vestur á Snæfellsnesi. Faðir minn var skipverji á Pétursey, skipi sem Þjóðverjar grönduðu í stríðinu 1941. Móðir mín leigði íbúð og vann fyrir sér og okkur bræðrunum tveimur með því að skúra skrifstofur á kvöldin á stríðsárunum. Kristinn bróðir minn vann hjá Vegagerðinni um skeið og Starfsmaður í nærmynd Hjörleifur Ólafsson fyrrverandi deildarstjóri umferðareftirlits var fyrsti lögræðingur stofnunarinnar. Árið 1946 flutti móðir mín með okkur bræðurna austur á Bakkafjörð. Hún gerðist ráðskona hjá Lúðvík Sigurjónssyni sem var þá útibússtjóri Kaupfélags Langnesinga. Þar gekk ég í hefðbundinn farskóla og var einnig í tvo vetur í heimavistarskóla á Torfastöðum í Vopnafirði. Hvernig pláss var Bakkafjörður á þeim tíma? Bakkafjörður var þá, eins og núna, mjög fámennur og einangraður. Þarna var mest útgerð smábáta sem fólk lifði á. Það voru mikið Færeyingar sem gerðu þar út. Talsverður landbúnaður var þar líka. Þarna var t.d. slátrað á haustin. Á landi var hesturinn eina samgöngu tækið. Þegar ég fór til Bakkafjarðar fyrst þá hafði ég verið í sveit um sumarið á Snæfellsnesi. Ég var sendur austur með strandferðaskipinu Súðinni í fylgd fullorðins manns frá Bakkafirði. Eftir viku ferð suður og austur með landinu komum

Upload: others

Post on 08-Jan-2020

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

1

4. tbl. 2012 nr. 462

4. tbl. 25. árg. nr. 463 4. maí 2012

Ritstjóri: Viktor Arnar IngólfssonPrentun: Oddi

VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna­þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra.

Hjörleifur Ólafsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson (t.h.) spjalla um starfsferil Hjörleifs.

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri kallaði Hjör leif Ólafsson til fundar við sig þann 21. mars sl. og ræddi við hann um starfið og verkefnin hjá Vegagerðinni í rúmlega hálfa öld. Hjörleifur var rekstrarstjóri vega­eftir lits og síðar deildarstjóri umferðareftirlits. Viktor Arnar Ingólfsson færði samtal þeirra í letur. Yfirlit um ætt og fjölskyldu Hjörleifs birtist með afmælisfrétt í Innanhússfréttum nr. 390, 11. tbl. 2006. Gunnar Gunnarsson: Eigum við ekki að byrja á hefð­bundinn hátt og spyrja hvar þú ert fæddur og uppaldinn?Hjörleifur: Ég er fæddur hérna í Reykjavík 1936 og átti hér heima til 10 ára aldurs en var í sveit á sumrin vestur á Snæfellsnesi. Faðir minn var skipverji á Pétursey, skipi sem Þjóðverjar grönduðu í stríðinu 1941. Móðir mín leigði íbúð og vann fyrir sér og okkur bræðrunum tveimur með því að skúra skrifstofur á kvöldin á stríðs árunum. Kristinn bróðir minn vann hjá Vegagerðinni um skeið og

Starfsmaður í nærmynd

Hjörleifur Ólafsson fyrrverandi deildarstjóri umferðareftirlitsvar fyrsti lögræðingur stofnunarinnar. Árið 1946 flutti móðir mín með okkur bræðurna austur á Bakkafjörð. Hún gerðist ráðskona hjá Lúðvík Sigurjónssyni sem var þá útibússtjóri Kaupfélags Langnesinga. Þar gekk ég í hefðbundinn farskóla og var einnig í tvo vetur í heimavistarskóla á Torfastöðum í Vopnafirði.Hvernig pláss var Bakkafjörður á þeim tíma?Bakkafjörður var þá, eins og núna, mjög fámennur og einangraður. Þarna var mest útgerð smábáta sem fólk lifði á. Það voru mikið Færeyingar sem gerðu þar út. Talsverður landbúnaður var þar líka. Þarna var t.d. slátrað á haustin. Á landi var hesturinn eina samgöngu­tæk ið. Þegar ég fór til Bakkafjarðar fyrst þá hafði ég verið í sveit um sumarið á Snæfellsnesi. Ég var sendur austur með strandferðaskipinu Súðinni í fylgd fullorðins manns frá Bakkafirði. Eftir viku ferð suður og austur með landinu komum

Page 2: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

2

við austur og þá var, eins og oft vildi verða á haustin, ófært að lenda á Bakkafirði og ekki hægt að afgreiða skipið. Það sigldi því áfram til Þórshafnar og þar fórum við í land. Daginn eftir fengum við svo far með bíl austur á Brekknaheiði, svo langt sem vegur náði þá, á austurbrún Brekknaheiðar. Síðan gengum við þaðan alla leið til Bakkafjarðar og vorum tvo daga á leiðinni. Hvað með frekari menntun eftir barnaskóla?Þegar ég komst á unglingastigið vildi afi minn og föð­ur systir sem bjuggu á Ísafirði aðstoða móður mína með skólagöngu mína og buðu mér að búa hjá þeim og vera í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Ég var þar í fyrsta bekk 1950­1951 en eftir það fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræðaprófi þar 1953 um vorið. Það með lauk formlegri skólagöngu.Kom frekara nám ekki til greina?Jú, það kom til greina og ég var hvattur til þess en ein­hver heimóttarskapur og löngun til að fara að vinna olli því að ekkert varð af. Hver voru störfin á unglingsárunum?Maður vann bara við það sem til féll á staðnum, réri

meira að segja á trillu þegar ég var fjórtán ára. Svo byrjaði ég í brúavinnu hjá Jónasi Gíslasyni þegar ég var 15 ára 1951. Hvernig kom það til að þú byrjaðir hjá Vegagerðinni?Ég býst við að þar hafi ég notið frændsemi við Jóhann Hjörleifsson móðurbróður minn. Hann var verkstjóri hjá Vegagerðinni víða á landinu. Hann var faðir Sigurðar síðar vegamálastjóra og Sigurðar Kr. tæknifræðings hjá Vegagerðinni á Selfossi.Hvar á landinu varstu í brúavinnu?Það var í Bakkafirðinum, við Finnafjarðará og Geysirófu. Þegar þær brýr voru komnar má segja að þá fyrst hafi verið orðið bílfært á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Ég var hjá Jónasi í tvö sumur ef þremur sem hann var í Bakkafirði.Hvernig var aðbúnaðurinn hjá Jónasi?Það var þessi hefðbundni tjaldbúskapur. Það var matar­skúr og svo voru allir í tjöldum. Ég man að við vorum þrír í tjaldi og vorum mjög ánægðir með það. Þarna voru ágætir menn sem maður átti eftir að kynnast betur seinna, t.d. Haukur Karlsson sem var jafn gamall mér og var líka að byrja í brúavinnu þetta sumar. Við vorum alltaf miklir mátar upp frá því. Haukur gerðist síðar brúasmiður og varð brúasmíði hans ævistarf. Þarna var líka Haukur Einarsson, mikill hagleiksmaður sem starfaði með Jónasi mest allan sinn starfsaldur. Páll Pétursson var vélameistarinn. Samgöngurnar voru ekki betri en það að þótt ekki væru nema 30 km heim til mín þá held ég að ég hafi ekki farið heim nema tvisvar til þrisvar yfir sumarið. Maður var bara þarna og þvoði sér og fötin upp úr sama vaskafatinu. Hvernig var vinnutíminn. Voru menn að vinna af sér til að komast í lengri frí?Nei, menn höfðu ekkert að fara. Menn bjuggu í flokknum allt sumarið.Var ekki stundum kalt í þessum tjöldum?Í minningunni er það ekki svo mikið. Móðir mín gaf mér stóra og þykka dúnsæng í upphafi. Svo þóttist mönnum aldrei verða kalt þótt þeir væru skjálfandi úr kulda. Svo voru steinolíuhitunartæki, t.d. Alladin ofnar, en þau gátu verið hættuleg ef þau fóru að ósa. Maður þorði ekki að hafa kveikt á þessu á nóttunni. Ég bjó í 10 sumur í tjaldi. Fyrst í brúavinnu og síðan í vegagerð. Hvað gerðirðu á veturna?Eftir 1955 var ég á strandferðaskipinu Heklu á veturna og hjá Vegagerðinni á sumrin. Þessi skip, Esja og Hekla, fóru hringinn um landið, annað austur og hitt vestur. Svo voru minni skip, Herðubreið og Skjaldbreið, sem fóru á smærri hafnirnar, t.d. í Breiðafirði og Húnaflóa. Hvað tók hringurinn langan tíma?Það var venjulega viku ferðalag. Skipið fór svona þrjá hringi í mánuði. Það var aðal samgönguæðin, bæði fyrir fólk og vörur.

Afmæli

Svavar Valtýr Valtýssonverkstjóri á Reyðarfirðivarð 60 ára 12. apríl.

Skúli Guðmundssonfyrrverandi flokksstjóriá verkstæði í Reykjavík

varð 75 ára 3. apríl.

Ríkharð Einarssonfyrrverandi verkstæðis­formaður á Reyðarfirði

varð 70 ára 29. apríl.

Kristín H. Sigurbjörnsdóttirframkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs í Reykjavíkvarð 50 ára 22. apríl.

Page 3: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

3

Hvar varstu svo í vegagerð?Eftir gagnfræðaprófið 1953 vann ég við vegagerð á leið inni frá Þórshöfn og upp á Heiðarfjall á Langanesi þar sem radarstöð var byggð. Keyrði þar trukk sem Vegagerðin átti og var gerður út frá Akureyri, 17 ára gamall og nýkominn með bílpróf. Maður hafði rétt indi á svona bíl þótt maður hefði ekki meirapróf. Banda­ríkjamenn byggðu stöðina og þótt Vegagerðin væri með mörg tæki á staðnum þá þótti þeim hægt ganga. Þeir sendu því vorið eftir tvær jarðýtur af stærstu gerð frá Keflavíkurflugvelli, Caterpillar 8, sem voru með vírahífingar á tönnunum. Jarðýturnar voru sendar með skipi austur en þær voru það stórar að það var ekki hægt að koma þeim í land á Þórshöfn. Skip með bómu, sem gat lyft ýtunum, gat ekki athafnað sig á Þórshöfn og þeir treystu heldur ekki bryggjunum á Raufarhöfn. Það var því ákveðið að setja ýturnar í land á Húsavík og keyra þær sjálfar alla leið austur á Langanes. Við voru sendir þrír úr Reykjavík á sumardaginn fyrsta vorið 1954 með flugi til Akureyrar, Gísli Hansen sem var vegagerðarýtumaður, þekktur á þeim tíma, og Ameríkani frá eigendum vélanna. Þar bættust við fararstjórinn, Egill Jónsson, sem seinna varð rekstrarstjóri á Austurlandi, og Trausti Guðmundsson frá Ólafsfirði sem var ýtumaður hjá Vegagerðinni árum saman. Skagfirskur vörubílstjóri, Stefán Valdimarsson frá Vallarnesi með nýjan Chevrolett vörubíl og Gunnar Egilsson. Við fórum síðan til Húsa­vík ur og þaðan var lagt af stað á laugardegi. Það var ekki hægt að fara skemmstu leið um Tjörnes því þá var bókstaflega enginn vegur fyrir Tjörnes og gömul brú var á Jökulsá í Axarfirði. Svo ákveðið var að keyra ýturnar upp Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og upp yfir Geitafell og suður Hólasand. Þá var þar enginn vegur en Kísilvegurinn kom þarna síðar. Við gistum fyrstu nóttina í Kasthvammi í Laxárdal, löbbuðum bara niður brekkuna. Bílarnir fóru hefðbundna leið í Mývatnssveit um Reykjadal. Aðra nóttina gistum við í Reynihlíð hjá Pétri Jónssyni sem þá var vegaverkstjóri. Þriðja daginn komumst við upp yfir Mývatnsöræfi og yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum. Okkur var sagt að við yrðum að keyra vélarnar framhjá öllum brúm og yfir árnar, nema Jökulsá. Jarðýturnar voru svo stórar og þungar en voru þó ekki nema um 24 tonn, held ég. Þaðan var keyrt um Hólssand niður í Axarfjörð. Eftir vikuferðalag komum við til Þórshafnar. Við áttum að moka allan snjó á leiðinni en gáfumst upp því það tók svo langan tíma. Hvernig var með aðdrætti fyrir vélarnar?Vörubíllinn fylgdi okkur og hann var með olíu. Við drógum bílana á eftir okkur þar sem þess þurfti. Svo var byrjað á veginum með þessum jarðýtum en þar var þá 70 sm þykkur klaki sem þurfti að losa um. Þegar fór að hlýna gerðist það stundum, að þegar við komum út í veg að morgni, þá hafði dagsverkið, frá deginum áður, runnið niður hlíðina þegar efnið þiðnaði. Hvernig gekk þér að læra á þessar vélar?Ég hafði aldrei snert á jarðýtu áður en Ameríkaninn var

mjög áhugasamur um að kenna mér. En það vita allir sem hafa notað svona tæki að það þarf mikla æfingu til vinna vel á jarðýtu. Ég hugsa að það hafi tekið mig hálft sumarið að ná tökum á þessu. Þegar búið var að koma veginum þarna upp seint um sumarið 1954 þá byrjuðu byggingaframkvæmdir og ég var lánaður til Sameinaðra verktaka til að grafa fyrir húsum og svoleiðis með jarðýtunni. Þeir sem stjórnuðu vegagerðinni voru Jóhann Hjörleifsson og Egill Jónsson. Einnig Þingeyingur, Jón Gíslason. Svo varstu hjá Ríkisskip á veturna. Fórstu í siglingar til útlanda?Hekla var í Norðurlandasiglingum á sumrin og eitt sum­arið var ég alveg í siglingunum nema í sumarfríinu fór ég í vegagerðina fyrir austan. Var það ekki ævintýri?Jú, maður sá engan annan möguleika á að fara til útlanda en að vinna á skipi. Það var siglt til Færeyja, þaðan til Bergen, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Kristiansand í Noregi, aftur til Færeyja og til Reykjavíkur.

Frá bókasafniHér á eftir er listi yfir ný aðföng

bóka safnsins í mars 2012Skýrslur:Ársskýrsla 2011, Rarik, Reykjavík, 2012Borgarfjarðaravegur (94-07): Kynningarskýrsla. Drög, Mannvit, Vegagerðin, Reykjavík, 2012Bræðratunguvegur (359); Flúðir – Tungufljót; Brú á Hvítá; Áfangaskýrsla eftirlits, VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík, 2009.Bræðratunguvegur (359); Flúðir – Tungufljót; Brú á Hvítá – niðurrekstrarstaurar, Skýrsla eftirlits, VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík, 2011.Bræðratunguvegur (359); Flúðir – Tungufljót; Brú á Hvítá; Skilagrein eftirlits, seinni áfangi brúarsmíði, VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík, 2009.Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins: Heildarskýrsla október – desember 2011, Capacent Gallup, Reykjavík, 2012.Framkvæmdaskýrsla 2011: Suðvestursvæði: Viðhald og þjónusta / Bjarni Stefánsson, Þórður Viðar Njálsson, Vegagerðin, Hafnarfirði 2012.Jarðgöng í Ísafjarðarsýslum, yfirlit um rekstur 2011 / Geir Sigurðsson, Vegagerðin, Ísafirði, 2012Lyngdalsheiðarvegur (365); Frá Laugarvatnsvegi (37) að Þingvallavegi (36): Skilagrein eftirlits, VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík, 2011.Lyngdalsheiðarvegur; Eftirfylgni og sannprófun vegna mats á umhverfisáhrifum. VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík, 2011.Múlagöng: Breikkun og endurnýjun búnaðar. Forathugun. (Greinargerð unnin fyrir Vegagerðina), Geotek, Vegagerðin, Reykjavík, 2011.Ólafsfjarðarvegur (82): Dalvík – Ólafsfjörður: Endurbætur og leiðaval (Greinargerð unnin fyrir Vegagerðina), Geotek, Vegagerðin, Reykjavík, 2012.Rannsókn á þróun hrýfi / sléttleika nýbygginga og festunar. Áfangaskýrsla / Valgeir S. Kárason, Vegagerðin, Sauðárkróki, 2012Samanburður á slit- og skriðeiginleikum íslensks malbiks; Áhrif sements í filler á skriðeiginleika malbiks; Áfangaskýrsla IV ( Skýrsla til rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar) / Pétur Pétursson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík, 2012.Sprengt berg í vegagerð: Handbók fyrir vegagerðarmenn / Ásbjörn Jóhannesson, Gunnar Bjarnason, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin, Reykjavík, 2012.

Page 4: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

4

Þarna hafið þið fengið nasasjón af heimsmenningunni?Já, þarna fékk maður meira að segja bjór. Ég var búinn að ráðgera að fara í Stýrimannaskólann og ætlaði að sækja þar um en um veturinn 1959 segir Jóhann frændi minn mér að nú eigi ég að verða vegaverkstjóri um sumarið. Þarna á Norðausturhorninu hafði verið vegaverkstjóri Lárus nokkur Jóhannsson, föðurbróðir Steingríms ráðherra, en hann hætti skyndilega. Þess vegna var ég gerður að vegaverkstjóra út úr neyð. Ég var ekki nema 22 ára, varð 23 ára um sumarið. Þetta var á svæðinu frá Raufarhöfn, um Þistilfjörð, Bakkafjörð og yfir Sandvíkurheiði en þar var vegurinn í byggingu á þessum tíma. Hver var yfirmaður þinn á þessu svæði?Það var fyrst Jóhann Hjörleifsson, hann var yfirverk­stjóri á þessu svæði og víðar en lést um haustið 1959. Síðan var það Snæbjörn Jónasson verkfræðingur.Varstu með flokk?Já, já, þá var ég með vinnuflokk þarna. Reyndar fyrst undir handleiðslu Sigurðar Árnasonar sem var með vinnuflokk, aðallega í Axarfirðinum og Kelduhverfi og á Melrakkasléttu. Hann varð síðar rekstrarstjóri á Þórshöfn og hafði umsjón með vegum vestan úr Kelduhverfi og til Vopnafjarðar og þaðan hringinn norður í Axarfjörð.Hvað var þetta stór flokkur sem þú varst með?Þetta var svona hefðbundinn vinnuflokkur. Um og innan við 10 menn og vörubílar eftir þörfum, allt bílar í einkaeigu. Við vorum bæði við viðhald og nýbyggingar á þessu svæði. Til dæmis á hálsunum sunnan við Raufarhöfn áleiðis í Þistilfjörð. Svo á Sandvíkurheiði. Reyndi ekki svolítið á ungan mann að taka við flokki?

Jú blessaður vertu. Ég var kannski ekki tekinn mjög alvarlega en ég vildi standa mig og það slapp til. Ég hafði góða leiðsögn hjá Sigurði og Jóhanni. Snæbjörn Jónasson hafði tæknilega umsjón og hann kom stöku sinnum í heimsókn. Við vorum m.a. að gera ómerkilegan vegarslóða út Langanes fyrir utan Heiðarfjall. Það var m.a. talið nauðsynlegt út af slysavörnum, ef skip strönduðu þar. Þessi vegur var lagður í smáskömmtum, í þrjú eða fjögur ár. Ég man að einu sinni kom Snæbjörn þangað í heimsókn og dóttir hans, Sigríður, með honum. Við höfðum fengið leyfi til að nota eyðibýli á Læknisstöðum. Það var búið að vera í eyði í 9 ár þegar við fengum það lánað. Við gerðum bara hreint, settum vatnskassaþétti á miðstöðvarkerfið á eldavélinni og svo bjuggum við þar hluta úr sumri. Snæbjörn gisti þar hjá okkur. Lentirðu í einhverjum rimmum í verkstjórninni?Það voru kannski ekki rimmur en það var þá eins og víðar að vörubílstjórarnir voru dálítið frekir til fjörsins þegar það var þessi svokallaði umframakstur. Þá gekk erfiðlega að stjórna mönnum. Það gekk út á það að menn fengu borgað tímakaup fyrir vörubílana þangað til þeir voru búnir að keyra 14 km á klst. að meðaltali yfir daginn. Þá fengu þeir greitt fyrir hvern km þar umfram. Þá varð allt vitlaust og ekki alltaf tekið mark á manni þegar maður var að segja þeim að taka kaffitíma og svoleiðis. Nú gat verið sukksamt í sumum vinnuflokkum. Lentirðu í einhverjum vandræðum með það?Nei, ég man aldrei eftir því. Vinnuflokkurinn var nátt­úru lega svo lítill því vörubílstjórarnir fóru þegar ekki var verið að vinna. Þetta var sumarvinna en fékkstu áfram vinnu þegar kom fram á haust?Eftir að ég byrjaði sem verkstjóri vildi ég gjarnan hafa vinnu yfir veturinn líka en það var ekkert um að vera þarna fyrir austan á veturna. Það var ekki verið að moka snjó eða neitt svoleiðis. Þá fékk ég vinnu hjá Vegagerðinni í Reykjavík og fyrsta veturinn var ég á jarðýtu við snjómokstur á Hellisheiði. Það var alltaf verið að moka snjó og Þrengslavegurinn var ekki kominn. Við bjuggum langtímum saman í skíðaskálanum í Hveradölum. Það voru menn eins og Björn Einarsson, Eiður Sveinsson, Sigurður Eiríksson, Arnkell Einarsson og fleiri. Þeir voru allir gamalreyndir vélamenn hjá Vegagerðinni. Seinna fékk ég vinnu í áhaldahúsinu hjá Kristjáni Guðmundssyni sem var yfirmaður áhaldahússins og miklu meira en það. Ég veit ekki hverju hann stjórnaði ekki hérna á svæðinu. Hann stjórnaði snjómokstrinum á öllu þessu svæði og viðhaldi á vegum á veturna, bæði á Suðurnesjum og hérna í kring. Síðan allri smíði á skúrum og öllu hérna. Það var mikill mannskapur í áhaldahúsinu. Ég var hjá honum á skrifstofunni. Seinna var ég farinn að vinna á bókhaldsskrifstofunni og var m.a. í endurskoðuninni

Kæra samstarfsfólk nær og fjær.Bestu þakkir fyrir kveðjur og góðar gjafir

sem mér bárust í tilefni af 50 ára afmæli mínu þann 21. mars sl.

Auður Þóra Árnadóttir, Reykjavík

Kæru samstarfsfélagarÉg þakka ykkur innilega fyrir góðar gjafir

og hlýjar kveðjur sem mér bárust í tilefni af 50 ára afmæli mínu þann 22. apríl sl. Kær kveðja.

Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík

Bridge mótaröðin í BorgartúniLokakvöld Bridge mótaraðarinnar í Borgartúni var haldið miðvikudaginn 25. apríl. Afhent voru verðlaun fyrir efstu sæti eftir veturinn. Í 1­2. sæti voru Ragnar Björnsson og Björn Svavarsson. Í 3. sæti var Gylfi Sigurðsson, í 4. Helgi Hallgrímsson, í 5. Björn Ólafsson og í 6. sæti Björg Helgadóttir.

Page 5: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

5

hjá Garðari Steinsen. Verkstjórarnir fengu fjárheimildir og peninga og urðu að skila fylgiskjölum í staðinn og sumir komu með þetta allt í einum bunka á haustin. Þá var farið yfir hvert einasta skjal og reiknaðar upp allar margfaldanir. Síðast vann ég talsvert í tæknideildinni. Þá var mikið um það að verkfræðistúdentar væru í mælingum á sumrin en skiluðu svo gögnunum á haustin og fóru í skóla. Þá var kannski eftir að vinna úr þessum mælingum og ég var talsvert í því og að teikna langsnið o.þ.h. Þetta lærði ég af Helga Hallgrímssyni og fleirum. Hvar var skrifstofan þá?Ég byrjaði á Laugavegi 114 og var þar fyrst í herbergi með Gunnari Kristjánssyni tækniteiknara. En þegar ég fór að vinna hérna í alvöru var skrifstofan nýflutt hingað í Borgartún 7, á 2. hæð. Hvernig var tækjakosturinn á skrifstofunni?Reiknivélarnar, þessar eldri, voru samlagningarvélar með þessu rosalega borði og ótal tökkum. Það þótti mikil framför þegar menn voru komnir með samlagningarvélar með tökkum bara frá 0 upp í 9. Þá gátu menn unnið blindandi á þær. Ég er svolítið lesblindur á tölur því ég sný þeim gjarnan við en komst upp á lag með að vinna með á nýju vélarnar blindandi og hef notið þess síðan. En svo hefurðu fengið önnur verkefni?Ég var síðast verkstjóri fyrir austan sumarið 1963 og kem á skrifstofuna í Reykjavík um haustið. Þá var það algengt á veturna að það væri verið að hringja t.d. í Snæbjörn Jónasson, Steingrím Arason eða Helga Hallgrímsson og spyrja um færð o.þ.h. hingað og þangað því það voru engir aðrir til að svara eða kanna

ástandið. Og smám saman þróaðist það svo að ég fór að svara þessu og fljótlega fór ég að hringja í alla verkstjóra og spyrja um færð. Síðan bjó ég til skrá þar sem upplýsingarnar voru skráðar á einskonar kótamáli til þess að það væri hægt að svara þessu á hraðbergi. Dagblöðin lærðu að það var hægt að fá upplýsingar um færð og ástand vega á einum stað og síðar varð talsvert um beinar útsendingar í ýmsum þáttum í ríkisútvarpinu. Ég var t.d. um tíma fastur gestur í Ríkisútvarpinu á laugardagsmorgnum hjá Páli Heiðari Jónssyni. Sá þáttur lifir enn og heitir „Vikulokin“. Var þetta stressandi?Ég svaf varla fyrst þegar ég átti að koma fram í beinni útsendingu. Mér fannst það alveg hræðilegt. Svo vandist það og gekk bara vel. Þegar sjónvarpið kom voru líka útsendingar í því, t.d. í kringum kosningar. Það þurfti að venjast því. Var þá farið að samræma vetrarþjónustu á landsvísu?Hún var svolítið tilviljanakennd. Það voru í gildi reglur á hverjum stað. Það var ekki fyrr en 1968 að settar eru samræmdar snjómokstursreglur um allt land, samdar af Snæbirni Jónassyni. Þetta þýddi nokkra aukningu sums staðar en samdrátt annars staðar. Þetta þróaðist þannig að mitt hlutverk var að fylgjast með þessu og samræma framkvæmdina um leið og ég aflaði upplýsinga um færð og ástand vega. Var ekki oft þrýstingur á starfsmenn okkar?Það er mergurinn málsins. Ég sagði við samstarfsmenn okkar úti á landi, þið eigið ekki að láta sem þið ráðið þessu sjálfir. Það er svo erfitt að standa frammi fyrir

Snjógöng á Holtavörðuheiði 1974.

Page 6: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

6

vinum og vandamönnum og þurfa kannski að segja nei. Þið eigið að vísa á okkur út af túlkunum á þessum reglum. Hvert var þá hlutverk þitt á sumrin?Það komu fleiri verkefni til og umferðartalningar var eitt af því sem var að byrja. Vegagerðin var byrjuð á talningum með sjálfvirkum teljurum þar sem settar voru slöngur yfir veginn og þegar bílar keyrðu yfir slönguna kom smá þrýstingur á membru í mælinum sem taldi.

Var friður með þetta?Já, svona að mestu leyti. En þetta var vand meðfarið. Það þurfti að stilla þessa teljara svo þeir teldu rétt. Voru þetta margir mælar?Nei. Þetta var hérna í kringum þéttbýlið í Reykjavík. Það hefur líklega verið 1964 að Vegagerðin kaupir tvo mæla sem voru síritandi. Þar sem var hægt að sjá umferðina á klukkutíma fresti allan sólarhringinn. Það voru spjöld í þeim. Ég man að Snæbjörn Jónasson var að garfa í þessu. Þessir mælar eru til á minja­safninu. Um sumarið 1964 fór ég að fara með umferðarteljara skipulega um allt landið, undir stjórn Steingríms Arasonar verkfræðings, bróður Guðmundar Ara­son ar sem lengi var verkfræðingur hjá Vegagerðinni og var m.a. yfirmaður brúa­deildar og seinast yfir umhverfis­ og

Fastur umferðarteljari (lykkja) grafinn niður hjá Höfn í Hornafirði 1978. Á myndinni er Þórður Kristjánsson sem var fyrst við vegaeftirlit sem lögreglumaður en síðar sem vegaeftirlitsmaður áður en hann sneri sér að jarðvegsathugunum. Vegaeftirlitsbíll R 1708. Vegagerðin keypti vogir sem voru svo fyrirferðamiklar að það var ekki hægt að flytja þær í smábílum. Þá voru keyptir tveir svona Mercedes Bens bílar. Arnkell Jónas Einarsson var með annan og Hjörleifur með hinn. Seinna voru bílarnir innréttaðir og hægt að sofa í þeim.

Hjörleifur setur niður umferðarteljara á Vesturlandsveginum á Kjalarnesi. Í baksýn er rússajeppi sem Vegagerðin átti.

skipu lagsmálum. Umferðarteljararnir voru settir niður í hálfan mánuð á hverjum stað og tekin kannski ein sýsla í einu, 20 mælar. Annars hafa umferðartalningar verið lengi stundaðar hér á landi, t.d. voru hliðverðir við sauðfjárvarnagirðingar beðnir um að gefa Vegagerðinni skýrslu um umferð. Svona margir hestvagnar o.s.frv. Þetta hefur átt að nota til að finna hvar brýnast væri að framkvæma?Já, eins og enn þann dag í dag, að skipuleggja fjárveitingar

Page 7: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

7

o.s.frv. Og það er skemmst frá að segja að þetta var á minni könnu í áratugi eftir þetta. Á þessum sama tíma var Vegagerðin farin að hafa áhyggjur af álagi á vegakerfið, þyngd bíla. Ég byrjaði aðeins um vorið 1963 að vigta bíla og þá var hámarks öxulþungi 7 tonn víðast á landinu en 9 tonn hér á suðvesturhorninu. Það brutu þetta allir sem vildu og enginn fylgdist með. Vegirnir fóru allir í svað á vorin. Þá var farið að reyna að stemma stigu við þessu og það var byrjað að vigta bíla og lækka öxulþunga á vorin. Ég var ekki fyrstur að vigta bíla, það voru aðrir búnir að vera í þessu á vorin, t.d. Ólafur Torfason. Voru þá gerðir út bílar?Það voru jafnvel fengnir vörubílar Vegagerðarinnar og lögregla með. Við vorum iðulega með vaktir heilu sólarhringana á vegunum í kringum Reykjavík, bæði við Rauðavatn og í Mosfellssveit. Við stoppuðum hvern einasta vörubíl.Þetta hefur ekki verið vinsælt?Nei, þetta þótti óþarfa afskiptasemi. Svo blandaðist inn í þetta innheimta þungaskattsins?Það kom svo mikið seinna. Ég man ekki hvenær farið var að nota mælana en eftir það var okkur falið að fylgjast með þeim. Svo var fleira sem kom til. Steingrímur Arason var líka með vegmerkingar og það atvikaðist þannig að ég fór að vinna fyrir hann líka. Voruð þið margir í vegaeftirliti?Það voru yfirleitt bara tveir flokkar í gangi í einu og

svo kannski einn á Austurlandi. Ég var iðulega sendur út á land og var heilmikið fyrir norðan, í Skagafirði, Húnavatnssýslum, Eyjafirði og austur á landi líka. Hver skipulagði þetta?Snæbjörn Jónasson sem hefur verið yfirverkfræðingur þá. Ég man eftir einu skemmtilegu atviki sem má nefna til gamans. Ég var austur á Fljótsdalshéraði og þá eins og víðar á vorin, voru vegirnir ekki færir nema traktorum. Það var verið að reyna að koma í veg fyrir skemmdirnar. Svo hægt væri að nota naumt skammtað fjármagn í raunverulegt viðhald en ekki bara bráðabirgðaaðgerðir á vorin. Við vorum að fylgjast með umferðinni og vigta bíla sem voru á ferðinni. Og lögreglumaður með mér. Svo kemur vörubíll og á pallinum var ámokstursvél frá Vegagerðinni. Við könnuðum málið og sáum að hann var alltof þungur miðað við þær reglur sem átti að fara eftir. Og honum var sagt að þetta gengi ekki. Þá kom vegaverkstjórinn þungur á brún, Helgi Gíslason, og vildi reka þessa menn úr héraði. Við sögðumst vera sendir til að passa þetta. Helgi var ákaflega ósáttur við okkur og hringdi í vegamálastjóra, Sigurð Jóhannsson. Það fór svo að hann var beðinn um að fara eftir því sem þessir menn vildu. Menn héldu að það væri verjandi að gera við vegina, jafnvel þótt þeir skemmdu stundum jafn mikið og þeir gerðu við. Ég man eftir annarri sögu sem þú hefur sagt þar sem Gunnar faðir minn fékk far með ykkur norður í land.Vorið 1963 voru alþingiskosningar. Lögreglan í Reykja­

Öxulþungakönnun í Varmahlíð í september 1980. Gunnlaugur Jónsson (Bóbó) og lögreglumaður.

Page 8: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

8

vík lagði þá til bíl í þungaeftirlitið, amerískan station bíl. Við vorum tveir, lögreglumaður og ég. Einu sinni fyrir páskana þetta vor, vorum við sendir norður í land og okkur er sagt að það séu tveir farþegar sem eigi að fá far með okkur. Annar var faðir þinn, Gunnar Gíslason prestur og þingmaður í Glaumbæ, og hinn var Björn Bjarnason sem seinna varð ráðherra. Hann var að fara norður í Reynisstað til að vera við jarðarför. Það fer ekki sögum að ferðum okkar fyrr en við komum norður í Víðidal en þar skýst svartur Volkswagen inn á veginn nokkuð langt fyrir framan okkur og fer geyst. Gunnar Jónsson, vinur minn, var lögreglumaðurinn. Honum rann blóðið til skyldunnar og vildi ná þessum ökuníðingi. Svo hann gaf í og setti blikkljósið á en nú fór að fara um farþegana. Það dróg lítið saman með okkur þangað til kom á Lækjarmótsmela en þá stoppaði þessi Volkswagen sem hafði skráningarnúmerið H1 og út úr honum sprettur sýslumaðurinn, Jón Ísberg. „Nú eruð það þið. Ég hélt að þetta væri leigubílsskratti úr Reykjavík. Ég ætlaði að hanka hann,“ sagði Jón sýslumaður. Þeir Gunnar voru þá saman á framboðslista. Séra Gunnar fór svo í bílinn til sýslumanns, sjálfsagt til að ræða pólitíkina. Þú komst líka að leiðamerkingum o.þ.h.?Það var Jón Birgir Jónsson sem stjórnaði því þegar verið var að númera vegakerfið og setja nöfn á vegina. Hann er höfundur að fyrstu skipulögðu leiðamerkingunum. Ég þykist vita að hann hafi horft til Noregs eftir fyrirmynd. Ég vann við það undir hans stjórn og hann var lengst af minn næsti yfirmaður. Ég hafði m.a. það verkefni að fara yfir allt vegakerfið og ákveða staðsetningar á viðvörunarmerkjum með umferðarlögreglunni og

rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á hverjum stað. Þannig fórum við á 3­4 árum yfir allt vegakerfið. Vegagerðin gerði árum saman út sérstakan vinnuflokk til að setja upp þessi merki og ég annaðist rekstur á því líka. Seinna fór svo þessi bíll yfir allt landið á vorin til að annast viðhald þangað til umdæmin fóru að annast þetta sjálf. Hvaða fleiri starfsmenn komu að þessum verkefnum?Fyrst var ég einn í 2­3 ár. Þá bætist við Arnkell Jónas Einarsson sem hafði verið flutningabílstjóri hjá Vegagerðinni. Hann var mjög fróður maður og þekkti landið vel. Hann annaðist upplýsingagjöfina og var líka í þungaeftirlitinu. Næstur kom svo til samstarfs með okkur Adolf J.E. Petersen, gamalreyndur verkstjóri og einnig fróður vel. Síðar bættust við fleiri menn, Sigurður Hauksson kom 1975 eftir að vinnu á Skeiðarársandi lauk, Karl Ásgrímsson sem hafði verið bifreiðaeftirlitsmaður, Ólafur Torfason og Gunnlaugur Jónsson. Fleiri voru tímabundið og svo vorum við með sumarfólk í upplýsingaþjónustunni. Svo bættust fleiri við síðar. Það voru gerðir út eftirlitsflokkar annars staðar á landinu, einkum á vorin. Svo sem á Ísafirði þar sem Guðmundur Gunnarsson frá Flateyri annaðist það. Á Akureyri var Valdimar Jónsson lengst við eftirlitsstörf en síðar Valdimar Steingrímsson frá Ólafsfirði. Á Reyðarfirði var Sigurjón Ólason lengst eftirlitsmaðurinn. Þetta er undanfari þjónustudeildarinnar að stofni til?Já, þetta er upphafið. Við sáum um upplýsingagjöf, sam­ræmingu vetrarþjónstu og kostnaðareftirlit tengdri henni. Það voru líka merkingarnar og umferðartalningarn ar. Þetta hét vegaeftirlit þangað til þjónustudeildin verður til og Björn Ólafsson varð yfirmaður. Þá bættust fleiri

Ný og breytt leiðamerki sett upp á Reykjanesbraut 31. júlí 1991. Þórir Þórðarson og Páll Pétursson voru á merkjabílnum á þessum tíma. Sjá má að tölur fyrir vegalengdir eru á gamla skiltinu en ekki því nýja. Þess í stað voru settar upp sérstakar vegalengdartöflur.

Page 9: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

9

verkefni við, fjárveitingar til þjónustunnar o.þ.h. Sum verkefni fóru síðan annað þegar þetta þróaðist frekar.Hvaða breytingar voru mestu byltingarnar á þessum tíma?Ef maður lítur til upplýsingaþjónustunnar þá er það náttúrulega tölvutæknin. Það var dálítið seinlegt þegar maður var að taka á móti upplýsingum frá 20 aðilum í gegnum síma að þurfa alltaf að skrifa upp texta eftir þeim. Þá datt mér í hug aðferð til að stytta þetta. Ég vissi að Veðurstofan notaði ákveðið kótamál í veðurskeytum. Við gerðum svona kóta sem voru bara tölur og þýddu ákveðin skilaboð. Þá gátu menn bara lesið upp kótann og það var fært inn á eyðublöð. Þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig. Þegar svo tölvutæknin var tekin upp þá var nákvæmlega þetta kótamál notað áfram. Að vísu tók það breytingum í tímans rás en hugmyndin var sú sama. Stærsta byltingin í upplýsingaþjónustunni var svo auðvitað þegar fólk gat farið að skoða færðina á netinu. Hvernig gekk þér að takast á við tækninýjungar?Ég hef stundum hugsað um það hvað yfirmenn mínir voru ótrúlega jákvæðir gagnvart mér því ég hafði svo litla undirstöðu. Ég bara lærði þetta smám saman af reynslunni og auðvitað fór ég á námskeið, verkstjóranám­skeið o.fl. Þegar tölvurnar komu var ég álíka staddur og verkfræðingarnir því ekki kunnu þeir á tölvurnar heldur. Auðvitað kenndu verkfræðingarnir manni hvað átti að gera. Lengi á veturna var t.d. eitt af mínum verkefnum að reikna út vegagerðarvísitöluna. Mér var bara kennt að gera þetta. En þú kaust að hætta sem yfirmaður umferðarþjónust­unnar 2001, 65 ára gamall?Ég hugsaði sem svo að maður veit ekki hvenær maður verður úreltur sjálfur. Það er betra að hætta áður. Þess vegna tókst mér að semja við yfirmenn mína um að fá að

hætta í þessu starfi en halda áfram í 2/3 starfi til sjötugs, í sérverkefnum sem ég þekkti best, leiðamerkingarnar. Það kerfi hafði allt verið endurhannað og við það vann ég líka. Það voru talsvert róttækar breytingar, t.d. voru alltaf vegalengdir á skiltunum fyrst. Þetta var felt niður nema á minni vegvísunum. Margir voru óánægðir með þetta og þá var farið að setja upp vegalengdartöflur. Nú hef ég tilfinningu fyrir því að þú hafir haft gaman að því að hafa líflegar umræður í kringum þig, t.d. að ræða pólitík?Á flestum vinnustöðum gera menn sér eitthvað til gamans en ég held að svona umræður hafi verið meira áberandi þegar ég var yngri. Pólitík er meira tabú í dag á vinnustað. Það var algengt að mönnum væri heitt í hamsi. Það var oft líflegt í kaffistofunni hjá Ingólfi Péturssyni sem var verkstjóri og sá lengi um launa­greiðslurnar hjá áhaldahúsinu. Hann var róttækur og við vorum ekki sammála, dálítið sitt hvoru megin. Hann gat verið snöggur upp á lagið en alltaf mjög fljótur niður og var ekki að erfa það við stráklinga sem voru að sperra sig. Og það var svona með marga. Vegagerðin hefur breyst mikið í þinni tíð?Það varð svo mikil breyting á Vegagerðinni þegar hún hætti að reka öll þessi tæki. Vegagerðin átti flestar jarðýturnar, ámokstursvélarnar og snjómoksturstækin. Þetta var ekki til í einkaeigu. Úti á landi voru það rækt unar sam böndin sem áttu jarðýtur og gröfur. Það voru engir dráttarbílar í einkaeigu nema í Reykjavík. Vegagerðin var eini aðilinn sem gat flutt vélar á vögnum annars staðar en í Reykjavík. Megnið af þessum vélum var keypt notað af hernum. Það þurfti að gera þær upp hérna á verkstæðunum. Það var gríðarlegur mannskapur sem vann við þetta.Þú varst hjá Vegagerðinni alla þína starfsævi en þó með

Námskeið fyrir rekstrarstjóra í mars 1981. Frá vinstri: Ólafur H. Torfason, Elís G. Þorsteinsson og Hjörleifur Ólafsson.

Page 10: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

10

Árs- Fastir Karlar Konur Hlutfallbyrjun starfsm. kvenna2012 288 246 42 14,6%2011 292 248 44 15,0%2010 302 258 44 14,6%2009 311 266 45 14,5%2008 311 269 42 13,5%2007 320 275 45 14,1%2006 328 282 46 14,0%2005 327 282 45 13,8%2004 328 287 41 12,5%2003 357 315 42 11,8%1998 350 314 36 10,3%1989 345 312 33 9,6%

Árs- Fastir Karlar Konur Hlutfallbyrjun starfsm. kvenna2012 94 79 15 17,5%2011 97 80 17 17,5%2010 100 84 16 16,0%2009 99 84 15 15,1%2008 97 83 14 14,4%2007 93 77 16 17,2%

Tafla 1. Fjöldi starfsmanna eftir kyni

Tafla 2. Fjöldi háskólamenntaðra eftir kyni

BHM félagar:Hópur 1 5 karlar 1 kona Enginn munurHópur 2 20 karl 3 konur Enginn munurHópur 3 13 karlar 2 konur Enginn munurHópur 4 17 karlar 2 konur Enginn munurHópur 5 21 karl 7 konur Enginn munurHópur 6 1 karl

SFR félagar:Hópur 2 1 karl 4 konur Enginn munurHópur 3 allt karlarHópur 4 allt karlarHópur 5 2 karlar 1 kona Enginn munurHópur 6 23 karlar 4 konur Enginn munurHópur 7 5 karlar 1 kona Enginn munurHópur 8 9 karlar 11 konur Enginn munurHópur 9 allt karlar

Tafla 4. Samanburður launa BHM félaga innan hópa

Tafla 5. Samanburður launa SFR félaga innan hópa

Kristín Bára Alfredsdóttir skrifar:

Skýrsla jafnréttisfulltrúa

Hlutverk jafnréttisfulltrúa er að fylgjast með að unnið sé eftir gild­andi jafnréttisáætlun stofnunar inn­ar. Liður í því starfi er að vinna

Finnboga dóttur, þar sem hún fór fram á að fá svör við spurn ingum í hina árlegu greinargerð sem send er Jafn­réttisstofu. Þeim spurningum hefur verið svarað.

að gerðarlista sem henni fylgir.Jafnréttisfulltrúa barst bréf þann 20. apríl 2012 frá

jafnréttisfulltrúa í innanríkisráðuneytinu, Elínu Rósu

Sveigjanleiki í starfiEitt atriðið á aðgerðarlistanum er að athuga sveigjanleika í starfi og skoða möguleika á því fyrir mismunandi hópa. Allar deildir í miðstöð nema vinnuflokkar og umferðareftirlit hafa sveigjanlegan vinnutíma. Ekki er munur þar á milli kynja. Á svæðunum hafa allar deildir sveigjanlegan vinnutíma utan vélaverkstæðin og almennir starfsmenn þjónustustöðva. Flestir yfirmenn þjónustustöðva og yfirmenn vélaverkstæða hafa

Ár Karlar Konur2011 27,0 klst. 29,9 klst.2010 27,3 klst. 27,9 klst. 2009 30,1 klst. 24,8 klst.2008 61,0 klst. 85,2 klst.

Tafla 3. Endurmenntun og námskeið. Notaðir tímar, meðaltal.

undantekningum, ekki satt? Þú vannst við byggingu ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli. Hvernig kom það til?Þegar átti að byggja ratarstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli þá var aðalverktakinn, Íslenskir aðalverktakar. En af pólitískum ástæðum var ákveðið að ef heimamenn gætu unnið þessi verk þá fengu þeir að gera það. Þess vegna varð til verktakafyrirtæki þarna fyrir austan sem hét Gunnólfur. Vestur í Bolungarvík var annar verktaki á Bolafjalli. Forsvarsmaður Gunnólfs var Kristinn Péturs­son sem var reyndar alþingismaður á þessum tíma. Hann kom að máli við mig um hvort ég gæti komið og unnið fyrir þá. Það varð niðurstaðan að ég fékk frí hjá Vega­gerðinni 1988 um vorið og var hjá þeim fyrir austan í 10 mánuði og sá um fjármálin. Þetta var krefjandi en skemmtilegt því ég hafði líka komið að vegagerðinni upp á Heiðarfjall. En ef við snúum til baka til upphafsins og Bakkafjarðar. Þú hefur haldið tengslunum við þorpið?

Jú, ég hef alltaf haft gaman af sjónum og 1980 keypti ég og Kristinn bróðir minn trillu og eftir það vorum við á henni í sumarfríum á Bakkafirði. Varstu með einhverja íbúðaraðstöðu þarna fyrir austan?Ég byrjaði á að eignast gamlan vegavinnuskúr, 1967 eða um það leyti. Ég var stundum í þessum skúr í sumar­fríum en svo byggðum við fjölskyldan sumarhús 1985. Þá fór maður að vera þarna meira og eftir að ég varð 65 ára og minnkaði vinnuna, var ég þarna kannski í tvo mánuði í einu á sumrin. Áttuð þið kvóta?Við áttum trillu en kvótinn réðist af því hvað menn höfðu aflað mikið áður þannig að sú kvótaeign var ekki teljandi. En við áttum þessa trillu í 20 ár og það var mjög skemmtilegt og hagkvæmt. Við seldum svo trilluna og nú erum við bara með lítinn bát. Þegar maður var í fullri vinnu þá var gríðarleg hvíld í því að komast í allt annað umhverfi. Vera í litlu fiskiþorpi þar sem flestir tala helst um aflabrögð og fisk.

Page 11: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

11

sveigjan legan vinnutíma. Niðurstaðan er því sú að alls staðar er reynt að koma á sveigjanlegum vinnutíma þar sem því verður við komið.

Kynjaskipting hjá VegagerðinniVið auglýsingu á lausum störfum hjá Vegagerðinni er alltaf vakin athygli á að störfin henti jafnt konum sem körlum. Nýlega var tekin upp sú stefna að hvetja konur með þá hæfni sem auglýst er eftir sérstaklega til að sækja um störf hjá Vegagerðinni. Þrátt fyrir þessar aðgerðir gengur hægt að fjölga konum.

Greining á hlutfalli kynja í nefndum og ráðum á vegum VegagerðarinnarFarið var í gegnum skiptingu á kynjum í nefndir og ráð á vegum Vegagerðarinnar.

Fjöldinn var 196 starfsmenn sem skiptist í 159 karlar og 37 konur. Starfsmannafjöldi Vegagerðarinnar var 288 í ársbyrjun 2012, þ.a. 246 karlar og 42 konur sem eru 85,4% karlar og 14,6% konur. Kynjaskiptingin í nefnd­ar skipaninni er 81,1% karlar og 18,9% konur. Þannig að á þessu sést að konur eru oft í fleiri en einni nefnd.

Kynjagreind greining á sókn í endurmenntun, námskeið og starfsþjálfunUnnin var skýrsla úr verkbókhaldinu sem sýnir skiptingu vinnutíma starfsfólks sem fer í endurmenntun, námskeið og starfsþjálfun sundurliðað niður á allar skipu lags ein­ing ar stofnunarinnar. Þar kom í ljós að Vega gerðin gerir ekki greinarmun á kynjum. 91,3% starfs manna þáðu fræðslu í einhvers konar mynd sem er tals vert meira en árið 2010 sem var 76,4% . Karlmenn notuðu að meðaltali 27 klst. í fræðslu, endurmenntun og námskeið og konur notuðu 29,9 klst.

Eins og sést í töflu 3 þá hafa orðið miklar breytingar á fjölda klst. sem starfsmenn verja í endurmenntun, nám­

skeið og starfsþjálfun frá árinu 2008. Síðustu þrjú ár eru svipuð nema að konur eru aðeins að bæta við sig á meðan karlarnir lækka lítillega.

Skoðaðir mælikvarðar og sett fram mælanleg markmiðHér eru engin mál sem snúa að jafnréttismálum

Könnun á aðstæðum á hverjum vinnustað m.t.t. jafnréttisÁ öllum helstu vinnustöðum Vegagerðarinnar eru að ­stæð ur m.t.t. jafnréttis í góðu lagi. Jafnréttisfulltrúi gerði þó athugasemd við sturtuaðstöðu starfsfólks í Borg ar­túni. Þar eru ekki til staðar aðskildar sturtur fyrir kynin. Sent var erindi um úrbætur til yfirstjórnar og það afgreitt með jákvæðum hætti. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu þannig að málið er enn óleyst.

Skoðuð launaniðurröðun starfsmannaLaun allra starfsmanna Vegagerðarinnar voru skoðuð og kannað hvort til staðar væri kynjabundinn launamunur. SFR og BHM­ félagar voru skoðaðir og sérstaklega þeir hópar sem eru með bæði kynin.

Niðurstaðan úr því kemur fram í töflum 4 og 5.Eins og kemur fram í þessum töflum kemur ekki

fram kynbundinn launamunur innan hópanna. En þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvernig er raðað í hópana með tilliti til kyns.

Þá var farið í að skoða laun verkamanna, verkstjóra, iðnaðarmanna, flokksstjóra og vélamanna. Í þeim hópi er 1 kona sem er verkamaður og hún er á sömu launum og karlarnir við sömu störf. Starfsfólk í ræstingum skiptast í 17 konur og 1 karl. Þar var enginn kynbundinn launamunur. Niðurstaðan var sú að enginn sýnilegur kynjabundinn launamunur er til staðar hjá Vegagerðinni.

Reykjavík 20. apríl 2012

Þú sérð samt ekki eftir því að hafa unnið hjá Vegagerðinni?Vegagerðin er mjög góður vinnustaður. Ekki síst í því starfi sem ég var í. Maður var alltaf að læra og takast á við eitthvað nýtt. Ég hef stundum hugsað að ég var heppinn að fara ekki í Stýrimannaskólann. Þeir jafnaldrar mínir sem fóru í skólann voru margir komnir til starfa í landi nokkrum árum síðar. Þú fórst til útlanda að sækja þér fróðleiks?Já, ég fór á fimm vetrarráðstefnur. Oftast sáum við eitt­hvað nýtt og gátum komið því á framfæri hér. Það var t.d. það sem við köllum kastplóg á vörubíla sem er mest notaða tækið í dag. Líka það sem við köllum fjölplóg sem hægt er að breyta í tönn eða spíssplóg. Er ekki hægt að segja það að lokum að það séu fáir menn sem þekkja landið og staðhætti betur en þú?Jú, ég er nokkuð góður í íslenskri landafræði. Starf mitt hjá Vegagerðinni leiddi til þess að ég kynntist land inu mjög vel. Stundum þegar ég var að ræða við

verkstjórana á veturna snerist umræðan iðulega um þennan eða hinn skaflinn á tilteknum stöðum. Maður var eiginlega kominn með vegakerfið á heilann. Svo naut ég líka þess að hafa áður siglt marga hringi í kring um landið. En ég þekki líka ýmsa Vegagerðarmenn sem þekkja landið ekki síður vel. Er nokkur vegur á landinu sem telst þjóðvegur sem þú hefur ekki farið?Þegar við vorum að merkja alla vegi með viðvörunar­merkjum þá fórum við kerfisbundið yfir alla vegi. En í nokkur sumur stóð maður í því að svara fólki um færð á hálendinu án þess að hafa komið á þessar leiðir. Þess vegna efndum við einu sinni til mikillar hálendisferðar og fengum Guðmund Jónasson til að keyra okkur. Seinna kynntist ég svo hálendinu mjög vel þegar ég annaðist leiðamerkingar á því svæði. Það byrjaði eiginlega á því að 1988 þá fór nokkur hópur Vega gerðarmanna ásamt mökum í jeppaferð saman, norður Sprengisand, Dyngjufjallaleið o.fl. seint í júlí.

Page 12: Vegagerðin innanhúss 4. tbl. 2012, nr. 463 · 2015-06-16 · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það

12

Haustið 1994 flutti þjónustudeild í nýtt húsnæði í vesturenda 4. hæðar Borgartúns 7. Áður hafði Sakadómur Reykjavíkur haft það húsnæði. Á myndinni er starfsfólk þjónustudeildar í nýrri afgreiðslu fyrir stofnuna sem þarna var sett upp. Frá vinstri talið: Björn Svavarsson, Karl G. Ásgrímsson, Björn Ólafsson, Ólafur H. Torfason, Hanna M. Tómasdóttir, Hjörleifur Ólafsson, Erla Cortes, Pálmi D. Jónsson og Sigurður Hauksson. Á myndina vantar Finnboga Guðmundsson.

Dæmi um leiðamerkingar á hálendisleiðum áður en átak var gert í að bæta þær 1989.

Við fengum inni í gamla Gæsavatnaskálanum en um nóttina snjóaði svo mikið að um morguninn urðum við að ganga á undan bílunum. Við höfðum mælt okkur mót við Svavar Jónsson rekstrarstjóra á Húsavík. Hann hafði í tvö sumur verið að vinna við nýja leið sem nú er kölluð Dyngjufjallaleið og liggur norðan við Trölladyngju. Hann hafði komið þessa leið frá Herðubreiðarlindum og lenti í þessum byl. Með honum var ungur franskur maður sem hafði vanbúinn álpast gangandi inn á þessa leið og Svavar hafði bókstaflega bjargað. Leiðin var ómerkt en slóðin sást. Í þessari ferð lögðum við drög að nýjum vegvísum á hálendinu. Við hönnuðum þetta

þá um veturinn, settum á þá vegalengdir og létum síðan smíða þessi skilti. Ég fór svo í leiðangur, ásamt fleirum, sumar á eftir og við settum öll skiltin upp. Nokkrum árum seinna var vegnúmerum breytt og við þurftum að endurnýja þessi skilti. Þarna kynntist maður hálendinu ákaflega vel. Hefur þú lent í einhverjum hrakningum á þínum ferðum?Nei. Maður hefur lent í vondum veðrum, eins og gerist og gengur hjá þeim sem eru á ferðinni á vetrum en aldrei lent á áföllum eða slysum.Og þar með lýkur þessu spjalli við Hjörleif Ólafsson.