viljinn 2. tbl 2015

40
1 VILJINN 2. TÖLUBLAÐ 2015 108. ÁRGANGUR

Upload: viljinn

Post on 21-Jul-2016

274 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Viljinn skólablað Verzlunarskólans

TRANSCRIPT

Page 1: Viljinn 2. tbl 2015

1

V I L J I N N2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 1 5

1 0 8 . Á R G A N G U R

Page 2: Viljinn 2. tbl 2015

2

Kæri verzlingurNú er komið að síðasta Vilja þessa skólaárs. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt og vil ég þakka öllum Verzlingum fyrir að gera þetta nemendafélag að því sem það er í dag. Við höfum unnið hörðum höndum síðustu vikur að gerð þessa blaðs. Margir hafa komið að gerð blaðsins og værum við ekki að gefa það út án þeirra. Við tókum myndaþátt sem við erum mjög stolt af og vonum að ykkur líki hann jafn vel og okkur. Að öðrum málefnum, ef þú ert ennþá að lesa og átt eftir að skila bók upp á bókasafn þá endilega gera það sem fyrst, bækurnar skila sér ekki sjálfar. Að lokum vil ég þakka nefndinni minni og öllum Verzlingum fyrir samfylgdina á liðnu skólaári og óska ég ykkur gleðilegs sumars.

Alm

a K

aren

Knú

tsd

ótt

ir

Hau

kur K

ristin

sso

nB

jörg

Bja

rnad

ótt

ir

Guð

rún

Eirík

sdó

ttir

Teitu

r Gis

sura

rso

n

Þóru

nn S

alka

Pét

ursd

ótt

ir

Axe

l Hel

gi Í

vars

son

Ásh

ildur

Frið

riksd

ótt

ir

Útgefandi: N.F.V.Í.Prentun: PrentmetUppsetning: Haukur KristinssonLjósmyndir: Björg Bjarnadóttir & Haukur Kristinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Kristinsson

SÉRSTAKAR ÞAKKIR:Adda Þóreyjardóttir SmáradóttirAri FriðfinssonArnar Þór HelgasonÁsdís Lilja ÓlafsdóttirBára Lind ÞórarinsdóttirBenedikt BenediktssonBergrún Mist JóhannesdóttirBirkir Örn KarlssonBirna María MásdóttirBjarklind Björk GunnarsdóttirBjörn BergssonEiríkur Búi HalldórssonGísli Hrafn Jónsson

Gunnar BirgissonGunnhildur Sif OddsdóttirHafsteinn Björn GunnarssonHallur Örn JónssonHildur Karen JóhannsdóttirHildur LaxdalHildur ÓlafsdóttirHöskuldur Þór JónssonIngileif FriðriksdóttirÍsak ValssonJóhanna Gunnþóra GuðmundsdóttirJóna Þórey PétursdóttirKaren JónasdóttirKristín Valdís Örnólfsdóttir

Kristján Þór SigurðssonLárus Örn ArnarsonMagnús Jóhann RagnarssonMargrét ValdimarsdóttirMartin HermannssonNúmi Már AtlasonÓlafur Íshólm ÓlafssonPáll Magnús PálssonRakel MatthíasdóttirRán Ísold EysteinsdóttirSara Rut KjartansdóttirSigrún Dís HauksdóttirSigurður KristinssonSteinn Arnar KjartanssonStyrmir Elí IngólfssonSunneva Rán PétursdóttirSveinn Ólafur LúðvíkssonVaka NjálsdóttirVaka VigfúsdóttirÞórhallur Valur Benónýsson

Page 3: Viljinn 2. tbl 2015

3

EFNISYFIRLITTökum niður grímuna

Twitter / Hvernig á að fara ekki í útskriftarferð

Útskriftarferðin

Stjórn

Heitt & kalt

Hugleiðsla

Handan við sjóndeildarhringinn

Tískumyndaþáttur

Réttur nemenda

#FreeTheNipple

Líffæragjöf / Hitler og ég

Helförin

Lífið eftir Verzló

Instagram

Litrof

4

6

7

8

10

12

14

16

20

22

24

26

28

30

32

Page 4: Viljinn 2. tbl 2015

Tökum niður grímuna

Öll eigum við okkar vandamál, lítil sem stór. Ástæða þess að ég ákvað að skrifa þessa grein nafnlaust er að þar sem að ég veit með vissu að það eru fleiri en ég innan skólans sem eiga við það sama að stríða og ég vil ekki vera að gera meira úr mínum vandamálum en vandamálum annarra. Það skiptir í raun litlu máli hver ég er eða hvað ég heiti. Það sem skiptir máli er það sem að ég vil tala um. Þess vegna ákvað ég að skrifa þessa grein nafnlaust.

Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna þess að mig langar til að opna umræðuna um málefni sem mér finnst mega fara hærra í íslensku samfélagi. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu er talið að 1 af hverjum 5 Íslendingum upplifi depurð eða þunglyndi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta þýðir að um 12.000 Íslendingar eru þjakaðir af þunglyndi á hverjum degi. Kvíði, þunglyndi, streita og annar tilfinningavandi er algengur, lamandi og líklegur til þess að vera vangreindur og meðhöndlaður með ófullnægjandi hætti hér á landi. Geðraskanir eru almennt vangreindar í heilbrigðiskerfum, jafnvel í allt að 70% tilfella.

Ég er þunglyndur. Varð að koma þessu frá. Ástæður þunglyndis geta verið margar en í mínu tilfelli er ástæðan sú að ég lenti í erfiðum meiðslum síðasta sumar sem að urðu þess valdandi að ég þurfti að hætta að gera það sem að líf mitt hefur snúist um undanfarin 8 ár. Ástæður þunglyndis geta hins vegar verið aðrar og meiri eins og ástvinamissir, misnotkun eða geðrænir sjúkdómar. Það sést heldur ekki mikið utan á mér að ég eigi við vandamál að stríða. Ég tók ósjálfrátt þá stefnu að setja upp grímu í öllum þeim samskiptum sem ég átti. Það eru margir sem þekkja mig vel sem gætu aldrei getið sér til um að ég sé þunglyndur. Það eru ekki nema mínir allra bestu vinir sem að vita hvernig staðan er en samt er ég hræddur um að þeir átti sig ekki á því hversu alvarleg staðan verður stundum. Ég get ekki sagt að mér finnist það skrýtið, mér líður lang best þegar ég er innan um fólk sem að mér þykir vænt um og er að gera eitthvað með því. Þegar manni líður betur er maður miklu tregari til þess að segja frá. En þar liggur einmitt kötturinn grafinn. Þetta er einmitt það sem að hræðir mig. Ég hef það á tilfinningunni að ég sé alls ekki sá eini sem glímir við það að enginn viti hvernig þér líður í raun og þurfa stanslaust að setja upp grímu til þess að fela það þegar að verstu dagarnir koma og allt er vonlaust. Þegar maður þarf virkilega á vinum sínum að halda. Þrátt fyrir að ég sé þunglyndur þýðir það þó ekki að ég sé alltaf leiður eða fúll og með allan heiminn á herðum mér. Mér líður vel 90% af tímanum en það eru hins vegar hin 10% sem að fólk sem þekkir ekki þunglyndi af eigin raun á erfitt með að skilja.

Það koma nefnilega tímar þar sem ég er gjörsamlega lamaður af vanlíðan og finnst framtíðin gjörsamlega svört þrátt fyrir það að lífið ætti í raun að leika við mig. Vandamálið er líka það að

sumt fólk áttar sig ekki á því að þunglyndi er raunverulegur sjúkdómur. Þetta er ekki einhver athyglissýki, sjálfsvorkun eða depurð sem að maður á bara að rífa sig upp úr. Þunglyndi er ekki tegund af skapi. Það er með öðrum orðum ekki eitthvað sem verður til út af því að fólki leiðist eða er svo latt. Þetta er sjúkdómur og ótrúlega algengur sjúkdómur.

Ef þú lesandi góður hefur fundið fyrir einhverju í líkingu við það sem ég er að lýsa eða grunar að þú sért þunglyndur þá eru góðu fréttirnar samt þær að það er til lausn. Það eru meira að segja til margar lausnir. En ég ætla að reyna að segja frá því sem að ég hef gert til þess að halda mér gangandi sem mér hefur tekist 90% af tímanum. Í fyrsta lagi, segðu einhverjum sem þú treystir hvernig þér líður. Það hjálpar strax að geta losað um það sem maður birgir innra með sér eins og ég er í raun að gera með þessari grein. Hvort sem að það er vinur/vinir, fjölskylda eða einhver annar sem þú treystir. Í öðru lagi, ekki hika við að leita hjálpar hjá sérfræðingum. Þó að fólkið sem stendur manni næst sé yndislegt þá er ekki réttlátt að búast við því að það sé með lausnir á reiðum höndum auk þess sem að það setur óþarfa pressu á þeirra lausnir. En þar komum við vissulega að öðrum vanda. Heilbrigðiskerfið er ekki betur í stakk búið en það að tími hjá sálfræðingi kostar á bilinu 10-15 þúsund krónur. Þetta eru peningar sem ekki allir hafa á milli handanna öllum stundum. Ég vil samt að fólk átti sig á því að hjá góðum sálfræðingi eru peningarnir algjörlega þess virði. Í þriðja lagi langar mig að nefna hugleiðslu sem hefur verið mín helsta aðferð sem að ég beiti í daglegu lífi. Ég hef fundið samhengi á milli þess að dagana sem ég hugleiði ekki þá er líðanin verri. Það er í raun ótrúlegt hvað bara 10 mínútur á dag geta gert fyrir mann. Rannsókn í Cambridge sýndi að þeir sem að hugleiddu daglega í rannsóknarúrtakinu voru 3 sinnum ólíklegri til að finna fyrir þunglyndi næsta árið.

Ég vona að þessi hugleiðing mín geti hjálpað einhverjum sem á við þunglyndi eða aðrar geðraskanir að stríða. Þetta er nákvæmlega ekkert til þess að skammast sín fyrir þó að samfélagið, því miður, virðist ekki taka andlega sjúkdóma nærri því jafn alvarlega og þá líkamlegu. Ég vona einnig að með þessu takist mér að opna umræðu um þunglyndi og geðraskanir, þá sérstaklega hjá ungu fólki.

Höfundur: ónafngreindur

Page 5: Viljinn 2. tbl 2015

5

Page 6: Viljinn 2. tbl 2015

6

TWITTER

Karen Kristinsdóttir @karennibrautÞað deyr eitthvað inni í mér þegar fólk skrifar “hæðstu” og “stæðstu”,,, WTF how?!

0 35

Jasmin Dúfa Pitt @JasminDfaPittÉg held að þú tárist þegar þú geispar v/þess að þú saknar rúmsins þíns og það gerir þig leiða/n...

11 75

Ari Jakobsson @AriFridfinnsGaman að segja frá því þá vann ég Hall kennara í sverðabardaga. Ætlaði ekki að segja meir.

0 39

Kúri Eldjárn @karibusaboiÉg er að drulla á KR klósettinu og var að heyra frammi frá ehv gellu, “hver að fokking drulla í fokking 2 ár”ég er bara alls ekki að fara út

0 22

pjölli™ @jokulldreki“Typpið á mér er eins og Ingi skólastjóri, lítið og með mikilmennskubrjálæði” #Heimir

1 27

Lára Borg @laraborg96Bjarni: “Óli hvað finnst þér um júllurnar?”Óli rek: “Ég hef nú alltaf verið aðdáandi þeirra.”

3 75

Steinn Arnar @steinnarnarMætti í tvítugsafmæli með flösku sem ég fékk i gjöf. Afmælisbarnið tók við gjöfinni og spurði: “ertu að skila flöskunni?” #worst

1 40

Helga Lárusdóttir @helgalarusdTil hamingju verzló virgins vona þig skemmtið ykkur á nörda listó sýningunni í nóvember

22 91

anna bergmann @annabergmann95Imma female version of Good Luck Chuck

0 14

Hvernig á að fara ekki í

útskriftarferð

Gunnar Birgisson & Ólafur Íshólm Ólafsson | 6-A

Við heitum Gunnar og Ólafur og erum báðir í 6-A. Við félagarnir eigum það sameiginlegt að við erum ekki að fara í útskriftarferðina. Skrýtið segja sumir, asnalegir segja aðrir, jújú. Við höfum báðir okkar ástæður fyrir því. Óli er að spila fótbolta með Fylki og Gunnar er að þjálfa stórlið Aftureldingar í 6. flokki í fótbolta ásamt því að þurfa að horfa á Kim Anderssen rústa Íslandsmótinu í skvassi. Við höfum nóg á okkar könnu en hvað um það. Fólk er mikið að vinna með að spyrja hvort við séum ekki fúlir yfir því að vera ekki að fara... Það er einfalt svar við þeirri spurningu, NEI!

Við erum bílstjórar Edrúvagnsins og í 6. bekk er það gífurlega vel mannaður vagn. Okkur er því í raun alveg sama um einhverja ömurlega djammferð til Tyrklands sem er by the way ömurlegt land. Við félagarnir verðum bara hérna heima að gera mikið skemmtilegri hluti. Við erum t.d. búnir að panta okkur tíma í tattoo, stefnum að því að fá okkur eins, hugmyndir vel þegnar. Svo ætlum við að fara í diskókeilu og dinner á Hereford á eftir, kvöldið myndi svo sennilega enda á því að Gunnar læsi upp úr Mein Kampf fyrir Ólaf #bromance #bannaðaðdæma. Það verður af nógu að taka hjá okkur, Fylkir stefnir hátt í Pepsi-deildinni í sumar og 6. flokkur Aftureldingar stefnir á að taka Shellmóts-titilinn í A, B og C liðum auk háttvísisverðlauna svo að Gunnar er búinn að vera með guttana í Boot Camp í allan vetur #seinnibylgjan #leið1.

Fyrir utan fótboltann hjá okkur þá er Óli búinn að fá vinnu hjá Þór Hf að selja traktora, borvélar og ýmislegt annað iðnaðartengt #ÓliÞórðar. Ásamt því að vinna og æfa fótbolta mun hann einnig halda námskeið í sápukúlublæstri með lokuð augun. Gunnar ætlar svo að draga fram krikketsettið og stúdera það enn betur en hann hefur gert undanfarin sumur. Annars ætlum við bara að spila þetta eftir eyranu og sjá hvernig þetta fer. Það er allavega alveg á hreinu að það verður geggjað fjör og geggjað gaman hjá okkur í sólinni hérna á Íslandi.

Page 7: Viljinn 2. tbl 2015

7

Axel Helgi Ívarsson | 6-A

Þórunn Salka Pétursdóttir | 6-D

Kæri 6. bekkingur. Hérna kemur klassískur litið til baka yfir árin texti. Þínum fjórum árum hér í Verzlunarskóla Íslands fer senn að ljúka. Þetta hefur verið ein heljarinnar ferð og sennilega ein bestu ár lífs þíns. Þú hefur kynnst helling af fólki, kynnst döðlubitanum, kíkt í Hellinn og byggt þig upp af reynslu fyrir komandi ár. Nú ertu búinn að seiglast í gegnum síðasta árið og bíður nú í ofvæni eftir máli málanna, útskriftarferðinni. Rétt rúmur mánuður í Marmarisför og því ber að fagna. Við tókum saman léttleikandi lista um hvað er sniðugt og hvað er ekki eins sniðugt að gera í Tyrklandi.

• DJAMMA• Synda með höfrungum • Snorkla • Fara í froðupartý • A local girl/boy • FREE THE NIPPLE, ekkert bikinifar á oi• Komast í Mile High klúbbinn• Fara í menningarferð um bæinn • Fara í karaoke• Prútta á markaði

Magnús?Hey fórstu í sólbað í dag? Það skín nefnilega af þér fegurðin.Það er svo heitt hérna, eigum við ekki að fara úr fötunum?Ertu með landakort? Ég er nefnilega að týnast í augunum þínum.Ég er ekki full/ur, ég er bara undir þínum áhrifum.Má ég fylgja þér heim? Foreldrar mínir sögðu mér að elta draumana mína.Er heitt hérna eða ert þetta bara þú?

• Vera 4 saman í herbergi, við erum ekki með aldur til þess• Taka steina með úr landinu, ekki vel séð hjá Tyrkjanum• Æla í rúmið hjá einhverjum • Drugs, not cool!!• Lenda í fangelsi • Vera edrú (hóst hóst, Haukur Kri)• Sofa allan daginn og missa af sólinni

GÓÐA SKAPIÐ - Njóta og lifa

VEGABRÉF - Ef þið viljið komast heim

Sólarvörn - Nema þið viljið brenna og deyja

Fjöltengi - Allir þessir iPhone-ar, sléttu- og krullujárn

Sundgleraugu - Það er fkn gaman að kafa

Smokka - Better 2 be safe than sorry

Íslensk-Tyrknesk orðabók - Algjört lykilatriði

TO DO

PICK UP LÍNURNOT TO DO

must have

Page 8: Viljinn 2. tbl 2015

8

Skemmtinefnd

Forseti

Féhirðir

Málfundafélagið Nemendamótsnefnd Markaðsstjóri

Listafélagið Viljinn

íþróttafélagið Verzlunarskólablaðið

Fráfarandi: Benedikt BenediktssonNúverandi: Lára Borg Lárusdóttir

Fráfarandi: Sigrún Dís HauksdóttirNúverandi: Styrmir Elí Ingólfsson

Fráfarandi: Steinn Arnar KjartanssonNúverandi: Hafsteinn Björn Gunnarsson

Fráfarandi: Gunnhildur Sif OddsdóttirNúverandi: Magnús Jóhann Ragnarsson

Fráfarandi: Vaka VigfúsdóttirNúverandi: Kristján Þór Sigurðsson

Fráfarandi: Karen JónasdóttirNúverandi: Ásdís Lilja Ólafsdóttir

Fráfarandi: Rán Ísold EysteinsdóttirNúverandi: Bára Lind Þórarinsdóttir

Fráfarandi: Haukur KristinssonNúverandi: Alma Karen Knútsdóttir

Fráfarandi: Björn BergssonNúverandi: Gísli Hrafn Jónsson

Fráfarandi: Jóna Þórey PétursdóttirNúverandi: Vaka Njálsdóttir

Ég heiti sem sagt Styrmir Elí og er nýkjörinn forseti NFVÍ.

Það er mikill heiður að fá að taka við embætti forseta NFVÍ og hvað þá að taka við því embætti af Sigrúnu Dís, þeirri kjarnakonu sem hún er. Nemendafélag Verzlunarskólans er öflugasta nemendafélag landsins. Á því liggur enginn vafi. Við höfum áorkað margt og mikið á þessu skólaári. Við héldum stærsta menntaskólaball í sögu landsins, við rústuðum mr á VÍ-mr daginn, héldum sturlað Væl og bilað Nemó! Meira að segja Kósý-vikan fór fram úr væntingum.

Vorönnin fer nú að líða að lokum og prófin taka brátt við. Eftir það förum við í sumarfrí og (flestir) nemendur á elsta ári útskrifast. Eftir langt og gott sumar af eirðarleysi tekur ný önn við. Við komum okkur í rútínuna og fjörið hefst að nýju. Nýskipaðar nefndir hefja störf sín og nýta alla sína krafta til þess að toppa störf fyrri ára. Það má í raun líkja nemendafélaginu við lögmál Edwin Hubble um útþenslu alheimsins. Hann taldi að alheimurinn væri að þenjast út og útþensluhraðinn yxi eftir því sem fjarlægðin til fyrirbærisins væri meiri. Alveg eins og alheimurinn þenst út gerir nemendafélagið það líka.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég þarf að fara að læra fyrir stærðfræðipróf.

Gangi ykkur öllum sjúklega ótrúlega vel í prófunum - sjáumst hress á nýju skólaári!

P.s. Það eru 5 dagar í peysó (nice!!)

Page 9: Viljinn 2. tbl 2015

9

Page 10: Viljinn 2. tbl 2015

10

The Color Run

Morfís-liðið

Koddaskór

Að pissa í sturtu

Headspace - Hugleiðsluapp

Roast þættirnir

#FreeTheNipple

Þriðjuhax

Gleði, hamingja, ánægja OG vellíðan

What a fuckin team

Like walking on clouds

Umhverfisvænt og sexy

10 mínútur á dag kemurskapinu í lag

Eina skiptið þar sem hate er í lagi

FRELSI

Klikkar aldrei

PrikiðGott prik sko

Page 11: Viljinn 2. tbl 2015

11

Headspace - Hugleiðsluapp10 mínútur á dag kemurskapinu í lag

Cut for marmaris

Vera ekki kominn með sumarvinnu

Glimmerklæðnaður

Umgengnin í nemendakjallaranum

Uptown Funk

Tilvistarkreppa

How to get a bikini body, have a body put a bikini on

Ströggl

Ég meina, what year is it?

Er ekki í lagi?

Orðið vel þreytt

Ha?

LokaprófinErt ekki tilbúin/n og þú veist það

Page 12: Viljinn 2. tbl 2015

12

Hugleiðsla

Hugleiðsla er af mörgum mjög vanmetin en við undirritaðar höfum komist að því að hún er frábær aðferð til þess að útiloka sig frá umheiminum um stund. Margir tengja hugleiðslu við trúarbrögð en auðvitað er alveg hægt að hugleiða án þess að vera munkur í klaustri. Með hugleiðslu safnar maður orku sem maður getur notað til þess að efla andlegu hliðina sína og rækta sjálfan sig í leiðinni. Það er því engin tilviljun að margt afreksfólk nýti sér hugleiðslu til þess að ná betri árangri á sínu sviði. Hugleiðsla hjálpar okkur að draga fram jákvæða eiginleika sem við getum nýtt í hin ýmsu verkefni sem við

tökum okkur fyrir hendur. Markmiðasetning er eitthvað sem margir nýta sér til þess að ganga betur í því sem þeir eru að gera. Með hugleiðslu getum við sett okkur skýrari markmið og þannig náð meiri árangri. Til eru margar mismunandi gerðir af hugleiðslu t.d. Zen, Chakra, PSM og Kundalin. Það er engin ein rétt leið til að hugleiða og hefur fólk mjög mismunandi skoðanir á hugleiðsluháttum. Margir vilja hugleiða með sérstakri hugleiðslutónlist, aðrir hlusta á róandi rödd og enn aðrir vilja hafa grafarþögn á meðan á hugleiðslunni stendur.

Þau ár sem við erum að ganga í gegnum núna eru af mörgum talin skemmtilegustu en einnig, á ýmsan hátt, erfiðustu ár lífsins. Menntaskólaárunum fylgja miklar tilfinningar, stress og streita. Þetta er eins konar brú á milli æskunnar, þar sem aðhaldið er mest, og fullorðinsáranna þar sem maður stendur loks á eigin fótum. Mörg erum við að reyna að átta okkur á því hvert við stefnum í framtíðinni og hvernig lífi við viljum lifa. Í öllu annríkinu er nauðsynlegt að geta slakað á og losað um stress og streitu.

SvefnEins og flestir vita er svefn lykillinn að góðri heilsu og velgengni, t.d. í skóla. Svefntruflanir geta haft slæm áhrif á daglega starfsemi okkar og er því mikilvægt að ná góðum samfelldum svefni á hverri nóttu. Stress eykur líkur á svefntruflunum sem getur t.d. haft slæm áhrif á minnið, hjartað, ónæmiskerfið og geðheilsuna. Með hugleiðslu getum við róað hugann og þar með fengið betri nætursvefn.

ÞjálfunÞað krefst þjálfunar að hugleiða og því mikilvægt að gera það reglulega ef maður ætlar sér að ná árangri. Hugleiðsla þarf ekki að taka meira en 15-20 mínútur á dag en auðvitað er hægt að gera það mun lengur ef þess er þörf. Sumum finnst erfitt að byrja að tileinka sér það að hugleiða og því getur það hjálpað mikið að fara á námskeið eða nýta sér hugleiðsluöpp, t.d. Headspace, til þess að koma sér af stað.

Gagn af hugleiðsluHugleiðsla er vísindalega sönnuð tækni til þess að lifa í núinu en t.d. einstaklingar með kvíðaröskun eða þunglyndi eiga oft í erfiðleikum með það. Hugurinn er fullur af hugsunum um eitthvað sem gæti gerst eða það sem hefur gerst og týnast einstaklingar því oft í hugsunum sínum. Hugur á fullri ferð getur verið óhamingjusamur og þess vegna er mikilvægt að geta losað sig við óþarfa hugsanir.

Áshildur Friðriksdóttir | 5-D

Guðrún Eiríksdóttir | 5-U

Page 13: Viljinn 2. tbl 2015

13

Byrjaðu á önduninniDjúp öndun hægir á hjartslætti, slakar á vöðvum og

hjálpar heilanum að ná einbeitingu.

Hugleiddu með tilgangEkki hugleiða því einhver segir þér að gera það. Hugleiddu fyrir sjálfan þig af því að þú vilt það.

Gerðu tilraunirPrófaðu mismunandi hugleiðsluaðferðir til að sjá hvað hentar þér. Prófaðu að sitja, liggja, loka augum, opna

augu, hlusta á mismunandi tónlist o.s.frv.

Vertu á stað þar sem enginn getur truflað þigVeldu stað þar sem þér líður vel. Komdu í veg fyrir ytri

truflanir eins og símhringingar, vekjaraklukkur eða önnur hljóð sem hugsanlega gætu truflað þig.

Notaðu heyrnartólFyrir þá sem vilja hlusta á tónlist mælum við með því

að nota heyrnartól. Þau hjálpa til við að útiloka sig frá umhverfinu og ná betri einbeitingu.

Farðu á námskeiðTil eru mörg hugleiðslunámskeið á Íslandi. Hvort sem þú

ert byrjandi eða lengra kominn þá eru námskeið góð leið til þess að læra nýjar hugleiðsluaðferðir og betri tækni.

Þetta gæti opnað nýjan heim fyrir þér.

• Er viðurkennd aðferð til þess að ná slökun • Gengur út á það að vísa athyglinni inn á við • Er af mörgum mjög vanmetin • Þarf alls ekki að tengjast trúarbrögðum • Er góð leið til þess að kynnast sinni andlegu hlið • Þarf ekki að taka meira en 15-20 mínútur á dag • Getur unnið gegn ýmsum geðrænum vandamálum, svo sem þunglyndi • Getur lækkað blóðþrýsting og þar með unnið gegn ýmsum sjúkdómum • Hjálpar þér að skilja hver þú raunverulega ert • Dregur fram jákvæða eiginleika • Er partur af heilbrigðum lífsstíl • Hjálpar fólki við að verða umburðarlyndara

hugleiðslaGóð heilræði

Page 14: Viljinn 2. tbl 2015

14

Handan við sjóndeildarhringinnÞví lengra sem atburðir gerast frá okkur því minni athygli fá þeir. Varða þeir okkur minna?

Af hverju sameinast heimurinn þegar 12 manns eru myrtir í París en þegar meira en 150 nemendur í Keníu eru myrtir af vígamönnum þá gengur heimurinn áfram við sinn vanagang? Svarið er voðalega einfalt, Kenía varðar þig ekki neitt. Þú tengir við París af því að það er evrópsk borg og þú telur að svona atburður eigi ekki að vera mögulegur á þessum stað en á meðan er skotárás í Afríku frekar venjulegt af því að þú heyrir oft um það. Fréttir sem berast frá Afríku eru í flestum tilvikum frekar neikvæðar; árásir, styrjaldir, hungursneyð og fátækt. Það er þín ímynd af Afríku. Þegar þú hugsar um París þá hugsarðu um Eiffel turninn, crossaint og Dexter að segja “Omelette du Fromage”. Þess vegna sjokkera fjöldamorð í París þig meira en fjöldamorð í Afríku. Einnig má bæta við að árásin í París var bein árás á fjölmiðil og málfrelsi og því vakti það þar af leiðandi meiri athygli. Það sorglega er að fjöldamorð í háskólanum í Garissa í Kenía ætti ekki að varða okkur minna. Meira en 150 nemendur á aldur við þig eru farnir. Kristnir nemendur flokkaðir út og myrtir. Saklaust fólk sem var aðeins að sækja menntun fyrir sig sjálft og fjölskyldu sína. Opinber fordæming á morðunum eru að sjálfsögðu góðar fréttir en þær gera ekki neitt. Hashtag á Twitter er fín leið til að senda samúðarkveðjur en hashtag gerir ekkert. Með Twitter hashtagginu #BringBackOurGirls um skólastelpurnar sem Boko Haram rændu á síðasta ári sýndi heimurinn á ákveðnu tímabili að honum væri ekki sama en sú barátta fjaraði alltaf smám saman út. Hashtag trend var ekki að fara hjálpa. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo gerðist 7. janúar síðastliðinn. Það sem að þú veist ekki er að þann 7. janúar lauk fjögurra daga árás Boko Haram um bæinn Baga í Nígeríu. Talað er um að 2000 manns hafi látið lífið en enginn vissi neitt um það af því að #JeSuisCharlie.

Manstu eftir gíslatökunni á kaffihúsinu í Sydney í desember á síðasta ári? Mögulega, kannski ekki jafn mikið og Charlie Hebdo en samt sem áður vakti þetta mikla athygli og mikla umfjöllun, skiljanlega. Sami dagur, 16. desember, Pakistan. Talíbanar gera árás á skóla í borginni Peshawar, 145 láta lífið og þar af eru 132 börn. Málið fékk töluverða athygli í fjölmiðlum á þeim tíma en hvað situr eftir í dag? Ekki mikið. Eins og staðan er í dag skipta átök og mannslíf í Afríku og Mið-Austurlöndum okkur ekki miklu máli, það er bara þannig. Á það að vera

þannig? Að sjálfsögðu ekki. Það sem við heyrum og fréttum frá lífinu í Afríku og Mið-Austurlöndum er mikið málað einni mynd og það er ekki falleg mynd. Okkar hugsunarháttur er þannig að átök og styrjaldir í Mið-Austurlöndum séu hlutir sem einkenna þau lönd. Þar er alltaf allt í rugli og fólk lifir við ömurleg kjör og lífsgæði. Jú, á sumum stöðum er það oft þannig en er það hin rétta heildarmynd af þessu landsvæði? Nei, og mjög langt frá því. Okkur varðar minna um skotárás í Mið-Austurlöndum af því að skotáras þar er inn í okkar mynd af daglegum fréttum þaðan.

Fyrir um ári síðan fóru fram veigamestu kosningar í mannkynssögunni. Nei, ég er ekki að tala um NFVÍ kosningarnar í fyrra en þær komast ansi nálægt þessum titli samt sem áður. Þetta eru þingkosningarnar í Indlandi. Ég veit, þessi setning kveikir sennilega allan þinn áhuga á þessari grein, kosningar og Indland. Ekki verður farið út í hvaða flokkur sigraði kosningarnar og þingsætafjölda, því miður. Ástæðan fyrir því að þetta eru veigamestu kosningar allra tíma er sú staðreynd að þetta eru fjölmennustu kosningar allra tíma. Um 815 milljónir manna höfðu kosningarétt sem er 100 milljóna fjölgun frá seinustu kosningum árið 2009. Ok, svona 97% af ykkur er frekar sama, allt í lagi.

Tilgangurinn með þessari grein er ekki til að gera lítið úr ákveðnum atburðum heldur frekar að varpa því fram að aðrir atburðir eiga skilið sömu athygli og alþjóðavitneskju. Ísland er lítið, krúttlegt land með skúrum á köflum og er almennt nokkuð týnt þegar kemur að deilumálum í hinum stóra heimi. Vissulega fjalla fjölmiðlar hér á landi um atburðina en þegar kemur að vitneskju hvers og eins um það sem er að gerast í löndum fjarri okkur er hún ekki upp á marga fiska. Almennt áhugaleysi Vesturlandanna á Afríku og Mið-Austurlöndum er mikið og þá sérstaklega er Íslendingum upp til hópa frekar sama um allt sem gerist austur af Helsinki eða sunnar en Spánn. Sama þótt þú berir enga hagsmuni eða tengsl við ríki sem skelfilegir atburðir gerast í þá þýðir það ekki að okkur varði hreinlega ekkert um það. Líf fólks fjarri okkar eigin heimastað eru metin í tölustöfum. Það eru engin nöfn á bak við þau, einungis tölur. Fyrst að þú getur verið Charlie þá getur þú verið nemandi í Garissa, þú getur verið nemandi í Peshawar og þú getur verið íbúi í Baga.

Axel Helgi Ívarsson | 6-A

Page 15: Viljinn 2. tbl 2015

15

Page 16: Viljinn 2. tbl 2015

16

Page 17: Viljinn 2. tbl 2015

17

Page 18: Viljinn 2. tbl 2015
Page 19: Viljinn 2. tbl 2015

19

Page 20: Viljinn 2. tbl 2015

20

Réttur nemenda

Ég hef setið að minnsta kosti átta áfanga þar sem ég hef hreint út sagt verið mjög ósáttur með kennarann, kennsluaðferðirnar eða kennsluefnið. Ég hef tvisvar sinnum verið með kennara sem ég held að hafi líkað virkilega illa við mig og tvisvar sinnum hef ég verið í áfanga þar sem mér fannst vera að eyða tíma mínum í að hlusta á kennara tala um eitthvað sem ég vissi fyrir og þar af leiðandi ekki fundist ég þurfa að sitja áfangann. Ég hef marg oft verið á barmi þess að öskra á samnemendur mína þegar mig vantar frið til að læra, það eina sem stoppar mig þar er að ég er engu skárri.

Oft hafa þessar aðstæður skilað því að ég nennti ekki að mæta í skólann eða ákveðna tíma því að hvatinn til að vera þar var enginn. Það að mig vanti hvata í nám sem ég borga fyrir á aldrei að vera í lagi. Ég var bara ekki byrjaður að spá nógu mikið í framtíðinni til að átta mig á hvað ég var að eyða dýrmætum tíma í ekkert. Vandamálið mitt var að ég þorði aldrei að tala við kennarann til að leita lausna við þessum vandamálum mínum. Mér fannst alltaf vanta einhvern vettvang þar sem kennari og nemandi geta átt í alvarlegum samræðum um kennsluefnið, aðferðirnar eða efnið. Mér fannst ég aldrei hafa neina rödd í skólanum. Ég sem í rauninni er þjónustukaupandi í skólakerfinu fékk það oft á tilfinninguna að þjónustan, í þessu tilfelli kennsla, væri bara alls ekki að standast þær kröfur sem ég setti fyrir hana. Ég varð oft mjög pirraður á þessu og blótaði kerfinu í sand og ösku. Á þessarri önn fékk ég nóg og fór og talaði við bæði kennara og stjórnendur í skólanum til að fá svör við því afhverju það vantaði þennan grundvöll fyrir nemendur til að hafa áhrif á þá kennslu sem við réttilega erum að borga fyrir að fá bæði með skólagjöldum og sköttum.

Svarið sem ég fékk var einfalt. Við getum haft áhrif, við þurfum bara að tjá okkur um þau á réttum stað, á réttum tíma og við réttu einstaklingana. Þegar þér finnst bekkurinn þinn vera með óþarfa truflun í kennslustofunni skaltu standa upp og öskra „hvar er vinnufriðurinn“ það mun virka í fyrstu, seinna meir muntu þurfa hjálp kennarans. Þegar þú vilt hafa áhrif á kennsluefnið eða aðferðir, þá hefurðu rétt á að hitta kennarann einslega og ræða við hann í einrúmi. Þegar þér finnst kennarinn þinn leiðinlegur við þig eða beita þið einhverju misrétti, fáðu tíma með honum og námsráðgjafa og

leysið málið. Það vill enginn að ykkur líði illa í skólanum, það þarf oft bara að benda kennaranum á svona og það hættir strax.

Grundvöllurinn fyrir starfi kennarans eru nemendurnir svo að þeir hafa hagsmunum að gæta í að okkur líði vel í skólanum. Stundum er staðan þannig að ekki er hægt að fá sátt milli nemenda og kennara, þá á að tilkynna málið til skólastjóra eða yfirkennara. Þeir munu alltaf finna réttláta lausn á málinu, sama hvort nemandi sæki sömu tíma hjá öðrum kennara, taki áfangann í fjarnámi eða hvað það svosem er. Það finnst alltaf lausn.

Lykillinn í aðstæðunum er að reyna ekki að ná til kennarans þar sem þú gætir verið að meiða orðspor hans eða að draga vald hans í efa. Lykillinn í starfi kennarans er að hann haldi virðingu og trausti nemenda. Þegar nemandi stendur upp fyrir framan allan bekkinn og dregur störf kennarans í efa þá skapar það stórt vandamál fyrir kennarann, hann verður pirraður eða særist, viðhorf hans til þín og bekkjarins mun breytast. Til að geta leyst málið skaltu senda kennaranum póst þar sem þú óskar eftir viðtalstíma með honum. Sá viðtalstími er hárréttur vettvangur til að láta skoðanir þínar í ljós. Kennarinn hefur meira frelsi til að segja sína skoðun á móti og hjálpa þér að breyta til hins betra.

Sama hvað gengur á þarf alltaf að passa að tala málefnalega til kennarans og hafa rök fyrir því sem þú ert að segja. Rök geta verið til dæmis „mér finnst þessi bók mjög illa upp sett og ég næ ekki að læra neitt af henni, dæmin í henni eru óraunveruleg og ég sé aldrei fram á að nýta mér það sem ég læri í henni. Mér finnst að við ættum frekar að leita annara aðferða við að koma efninu til skila“. Rök geta ekki verið „þessi bók er mjög leiðinlega og mér finnst kennslan alls ekki góð“, það tekur þetta enginn alvarlega. Verum málefnaleg og látum í okkur heyrast, við eigum aldrei að sætta okkur við að vera ósátt í skólanum, ekki með neitt. Reynum að hjálpa kennurunum að kenna okkur. Reynum að láta kennarana finnast þeir vera jafningjar okkar, þá fara þeir að láta okkur líða eins og við séum jafningjar þeirra og við byggjum upp gagnkvæmt traust í kennslustofunni. Þannig náum við miklu betri árangri í samvinnu kennara og nemenda.

Nú þegar ég er um það bil að ljúka minni síðustu önn hef ég mikið verið að velta því fyrir mér hvað betur hefði mátt fara á skólagöngu minni í Versló. Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr að taka virkan þátt í félagslífinu, ég vildi að ég hefði lagt meira í leiðinlega en mikilvæga áfanga, ég vildi að ég hefði unnið minna með skóla en það samt truflar mig mest er að ég hafi ekki látið meira í mér heyra þegar ég var ósáttur með eitthvað í skólanum.

Þórhallur Valur Benónýsson | 6-B

Page 21: Viljinn 2. tbl 2015

21

Page 22: Viljinn 2. tbl 2015

22

#FreeTheNipple

Jæja Adda, hver er Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir?

Adda er 16 ára stelpa sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Hún er mjög félagslynd, hefur mikla réttlætiskennd, eyðir rosalegum tíma í lestur og fundarhöld fyrir hinar og þessar ungliðahreyfingar auk þess sem hún á kött sem heitir Kynjakvóti. Hún fýlar chillið en sömuleiðis æsing.

Hvað varð til þess að þú settir myndina á Twitter?

Eftir mikla umræðu um ritskoðun í kosningavikunni hafði ég pælt mjög mikið í þessum efnum. Það var svo auðvitað #FreeTheNipple dagur Femínistafélagsins sem hrinti alvöru pælingunum um þessa hreyfingu af stað. Af hverju má ég ekki gera það sama og strákar á þessum sviðum án þess að vera litin hornauga. Það hófst einhver umræða á Twitter þar sem vinur minn setti mynd af geirvörtunni sinni. ENGINN kippti sér upp við það og ákvað ég að gera það sama, mér fannst það svo sjálfsagt mál að ég endaði á að pósta mynd af brjóstunum mínum í heild með textanum “Í kvöld segi ég FOKKAÐU ÞÉR alheimssamfélagið og í rassgat með þá aðila sem ætla dissa þessa mynd #FreeTheNipple”. Hún var uppi í nokkrar mínútur og skapaði strax umræður.

Hvers vegna tókst þú myndina þína út af?

Ég tók hana útaf vegna fjandans skiptináminu mínu, pabbi benti mér á að hún gæti haft áhrif á það og eyddi ég henni þessvegna. Ekki úr skömm né hræðslu. Á þeim tíma vissi ég þessi mynd gæti haft áhrif á möguleikana mína í framtíðinni og var sama en var samt ekki tilbúin að láta það gerast strax.

Hvernig leið þér þegar þú sást aðrar stelpur setja samskonar myndir af sér, þér til stuðnings?

Það var bara magnað að sjá hversu mikið allar stelpurnar stóðu saman og studdu hvora aðra. Ég var aldrei að búast við að þetta yrði svona stórt eða að stuðningurinn og samstaðan

yrði svona mikil. Ég held líka að án alls stuðnings hafi ég aldrei getað gert neitt og hefði örugglega verið slutshameuð í drasl fyrir þetta.

Hvernig fannst þér að sjá umfjöllum um þig á fréttamiðlum um allan heim?

Ég hef alltaf fýlað athygli, ég viðurkenni það og var að búast við að tilfinningin yrði fullnægjandi en hún var svo miklu meiri en það, ég fylltist bara af stolti af íslenska samfélaginu, mér og öllum sem hafa staðið í þessu og ég var ánægð að sjá hversu vel fólk í mismunandi löndum var að taka þátt í þessu. Ég fékk ótal pósta frá fólki sem var að senda mér linka af greinum á sínum tungumálum sem ég skildi ekkert í en var dugleg að biðja um þýðingar og flest allt sem ég hef lesið er gott.

Hefurðu fengið einhver neikvæð viðbrögð vegna myndbirtingarinnar?

Það voru neikvæð viðbrögð sem hrintu samstöðunni af stað sem var auðvitað magnað. Svo hafa auðvitað verið nóg af þeim eftir á en ég var ekki að búast við neinu öðru. Maður tekst bara á við það og lætur það ekki stoppa sig enda góðu viðbrögðin margfalt fleiri. Ég var að búast fleiri neikvæðum kommentum frá eldri konum en svo hefur ekki verið, margar þeirra höfðu ekki einu sinni gert sér grein fyrir að þetta væri vandamál enda var það það ekki fyrir ca. 30-40 árum. Okkur hefur farið aftur í þessari baráttu vegna klámvæðingarinnar. Neikvæðu komentin um að kvennmannsbrjóst séu bara kynfæri og kynferðislegur hlutur alltaf hafa samt bara sýnt hversu mikil þörf er á þessu.

Hefur þetta leitt eitthvað annað af sér í kjölfarið?

Síðan á miðvikudaginn 25. mars, daginn eftir að ég póstaði myndinni hef ég verið á fullu! Ég fór fyrst í nokkur blaðaviðtöl í gegnum síma. Ég fór á ráðstefnu á Stykkishólmi á miðvikudeginum sem heitir Ungt fólk og lýðræði og átti að vera þar fram á föstudag en dreif mig heim á fimmtudeginum

Miðvikudaginn 25. mars fylltust samskiptamiðlar Íslands af hashtagginu #FreeTheNipple með meðfylgjandi myndum af geirvörtum og berum brjóstum kvenna. Neistinn sem varð að báli var mynd Öddu Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára Verzlings, sem hún birti af brjóstum sínum í kjölfar umræðu á Twitter um kynvæðingu kvenmannsbrjósta. Hugrekki Öddu hratt þannig af stað mikilvægri umræðu um kynvæðingu brjósta kvenna, jafnrétti kynjanna og baráttu gegn hefndarklámi sem vakti mikla athygli innan lands sem utan.

Björg Bjarnadóttir | 5-V

Page 23: Viljinn 2. tbl 2015

23

og fór í Ísland í dag, þaðan beint í Síðdegisútvarpið og endaði daginn á því að vera í Kastljósinu um kvöldið. Föstudeginum, laugardeginum og sunnudeginum eyddi ég síðan í hin og þessi viðtöl bæði við erlenda og innlenda fréttamenn og tók þátt í nokkrum myndböndum. Á mánudeginum talaði ég síðan á fundi hjá Vinstri Grænum ásamt fleiri stelpum. Á þriðjudeginum talaði ég í tíma uppí Háskóla Íslands. Síðan kom fréttasprengingin í sambandi við skiptinámið mitt en núna eru hlutirnir loksins farnir að verða rólegri.

Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem þú hefur vakið athygli á mikilvægum málefnum en þú fórst óhefðbundnar leiðir til að styrkja krabbameinsfélagið fyrir 2 árum. Getur þú sagt okkur aðeins frá því?

Um jólin 2012 fékk ég þá hugmynd eftir að einhverjar stelpur höfðu rakað á sér hárið að þetta væri kannski eitthvað sem ég gæti gert til að safna peningum fyrir krabbameinsfélagið. Þá voru ca. 20 mánuðir síðan mamma mín dó úr krabbameini og fannst mér ég þurfa gera eitthvað til að endurgjalda krabbameinsfélaginu allt sem þau gera til að styðja og standa við þá sem eru veikir og aðstandendur þeirra. Ég ákvað að raka á mér hárið þann 6. janúar 2013 og safna peningum. Þetta vakti þónokkra athygli og tókst mér að safna tæpilega 600.000 kr á nokkrum vikum. Ég hafði líka ætlað mér að gefa hárið mitt til hárkollugerðar en vegna þess að það var litað og ekki mjög sítt gekk það ekki upp.

Hvert verður framhaldið hjá þér í þessari #FreeTheNipple baráttu?

Ég er búin að vera í sambandi við Linu Esco, konuna sem byrjaði þetta allt í heiminum og bjó til myndina Free The Nipple sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um jólin. Við stefnum á að reyna vera í einhverju samstarfi og gera eitthvað töff en annars veit ég mjög lítið um framhaldið. Byltingar eru ekki planaðar en ég mun gera mitt besta til að þetta haldi áfram og að þetta verði normið á endanum. Þetta snýst mjög mikið um að þetta gleymist ekki og að við stöndum saman í að halda þessu lifandi, við erum strax byrjuð að breyta og það er hægt að gera meira.

Eru einhver önnur málefni sem þig langar að vekja athygli á?

Þessi brjóstaumræða leiddi til dæmis til umræðu um geðraskanir og meira í þá áttina og finnst mér mjög mikilvægt að hafa þá umræðu opnari enda eru fordómar fyrir geðsjúkdómum mjög miklir og á meðan þeir eru til staðar á fólkið sem er veikt erfiðara með að taka það í sátt og reyna vinna úr þeim. Af minni eigin reynslu veit ég að þessi umræða er nauðsyn og mætti fræðslan vera meiri. Það er nóg af málefnum sem mig langar að berjast fyrir í framtíðinni og geri það sem ég get hverju sinni. Ég hef t.d. ég verið dugleg í ungliðahreyfingu Amnesty International að gera það sem ég get þar á því sviði í bili.

Page 24: Viljinn 2. tbl 2015

24

Líffæragjöf

Hitler og égMistökin: Fáviskan og hjarðeðlið

Þegar yngsta systir mín, Auður, fæddist haustið 2002 greindist hún með lifrarsjúkdóm sem gerði það að verkum að hún fékk skorpulifur á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Við fjölskyldan fluttum til Pittsburgh í Pensilvaniu-fylki Bandaríkjanna en þar starfaði læknateymi sem eru frumkvöðlar í líffæraígræðslum barna. Auður var komin á biðlista eftir lifur 3.júlí og þá var bara að bíða. Sjö mánaða gömul nærðist hún illa, þyngdist lítið sem ekkert, gat ekki setið upprétt og var gulgræn á litinn. Þann 26.júlí hringdi síminn í íbúðinni okkar og tíminn stóð í stað. Líffærateymið frá spítalanum var komið fljúgandi til St. Louis yfir næstum þver Bandaríkin til að sækja lifur og þarma í mjög veikt barn. Þar voru svo þarmarnir dæmdir ónothæfir á staðnum og Auður datt í lukkupottinn. Þetta barn var í sama blóðflokki og hún, það var búið að finna lifur fyrir Auði. Lifrarígræðslan gekk eins og í sögu. Örfáum dögum eftir uppskurðinn settist hún upp, öðlaðist matarlist og fór loks að nærast. Það var búið að gefa Auði nýtt líf.

Líffæraígræðsla getur verið björgun á mannslífi og afhverju ættum við ekki að vilja bjarga öðrum? Eins manns dauði getur verið lífsbjörg fyrir marga. Um fjórðungur allra þeirra sem deyja á ári eru brenndir og þar geta líffæri farið til spillis í stað þess að öðlast áframhaldandi líf í nýjum líkama. Hver líkami getur gefið 6 einstaklingum nýtt líf. Hægt er að gefa hjarta, lungu, lifur, nýru, bris, þarma og hornhimnu ef einstaklingur er úrskurðaður látinn vegna heiladauða og öll líffæri eru heil og starfandi.

Þegar ástvinur deyr þá getur ákvörðunin um hvort gefa eigi líffærin úr honum verið erfið. Þú getur komið í veg fyrir þessa erfiðu ákvörðun með því að vera búinn að taka ákvörðun. Taktu þér tíma, ræddu kosti, galla og þína skoðun við þína nánustu og taktu ákvörðunina sjálf/ur. Hvort sem þú velur, skráðu ákvörðun þína inn á vef Landlæknisembættisins og ræddu hana við ástvini þína.

Eins og kerfið er í dag þá er gengið útfrá því að enginn vilji vera líffæragjafi nema hann greini frá öðru sjálfur. Komin er af stað þingsályktunartillaga um ætlað samþykki. Það þýðir að líffæri eru gefin nema annað sé tekið fram og gengið er út frá því að allir vilji bjarga mannslífum með líffærum sínum.

Rannsóknir sýna að stór hluti þeirra Íslendinga sem hafa kynnt sér málið styðja tillöguna og flestir vilja vera líffæragjafar. Lítill hluti eru þó skráðir líffæragjafar. Fólk styður málefnið en gefur sér ekki tíma í að skrá sig sem líffæragjafa.

„Maður hugsar ekkert út í þetta fyrr en maður lendir allt í einu í að barnið manns þarf lífsnauðsynlega líffæri úr einhverjum öðrum. Barnið okkar hefði ekki lifað af ef enginn hefði viljað gefa henni lifur.“ -Ásdís Ásgeirsdóttir móðir líffæraþega

Opnum umræðuna og tölum um líffæragjöf. Tökum umræðuna og ákvörðunina á meðan allt leikur í lyndi. Ef að slys verður og hörmulegir atburðir gerast er erfitt að ræða svona mál á ögurstundu. Þín ákvörðun um að gefa líffæri getur bjargað mörgum mannslífum. Taktu ákvörðun og talaðu um hana við þína nánustu.

Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á sögu og vissi lítið um atburði heimstyrjaldanna fyrr en í áfanganum sögu 203 sem ég tók þetta ár. Ég hafði heyrt um heimsstyrjaldirnar en hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst í þeim. Ég vissi ekki einu sinni að þær hefðu verið tvær. Það er sorglegt en satt, því miður.

Fyrir myndatöku nemendafélagsins í ár ákvað bekkurinn minn að klæðast þýskum herbúning sem einn bekkjarbróðir minn hafði fundið í kjallaranum heima hjá sér. Fyrir mér þýddi „þýskur herbúningur“ ekki neitt, við vorum bara með svona hermannaþema. Daginn fyrir myndatökuna var létt grín í gangi í bekknum um að halda annarri hendinni beint uppi, líkt og nasistakveðjan, hins vegar hélt ég að þetta væri bara eitthvað hermannapós og hló með hinum að gríninu þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað væri svona fyndið.

Daginn eftir mætti ég í myndatökuna, sátt og sæl með þemað okkar og búin að plana pósið. Hjarðeðlið tók yfir og jú ég lét

aðra hendi beint fram og upp í loft og var tilbúin fyrir myndina. Ég þakka guði fyrir tvennt í dag: 1. Myndaramminn var ekki nægilega stór svo ég neyddist til að hafa hendina bogna. 2. Á nemendaskírteininu er myndin nógu mikið klippt svo það sést ekki í hendina á mér. Ég sver að ef hendin á mér sæist á nemendaskírteininu þá myndi ég aldrei nýta afslættina, aldrei.

Ég áttaði mig á því í sögutíma tæpum mánuði seinna hvað grín bekkjarfélaga minna hafði snúist um, þá var ég að læra um seinni heimsstyrjöldina. Núna veit ég að þær voru tvær en ekki fjórar eins og ég hélt áður. Eftir þann tíma hef ég oft íhugað að biðja um að fá að taka myndina niður því ég skammaðist mín. Ég vildi með þessu viðurkenna fávisku mína, lýsa því yfir að ég er ekki nasisti og styð ekki aðgerðir Adolfs Hitler. Fokking hjarðeðli.

Margrét Valdimarsdóttir | 5-Z

Sara Rut Kjartansdóttir | 5-Z

Page 25: Viljinn 2. tbl 2015

ÉG ÞARF FÖTIN ÞÍN, STÍGVÉLIN OG MÓTORHJÓLIÐ

THEGOVERNOR

«67

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

Page 26: Viljinn 2. tbl 2015

26

Helförin

Loksins var komið að deginum sem allir höfðu beðið spenntir eftir, og þá sérstaklega Kata sögukennari. Hún hafði tekið að sér embætti niðurtalningar-stjóra fyrir ferðina og sinnti því starfi af mikilli alvöru. Þrátt fyrir töluverða seinkun á fluginu til Berlínar gekk það vel og stórslysalaust fyrir sig. Það átti þó ekki við um allt sem framundan var í þessari mögnuðu ferð. Rútuferðin frá Berlín til Krakár var áætluð 7 klst og byrjaði vel en ekki leið þó á löngu þar til ein rútan bilaði. Seinna á leiðinni þurftum við að fara hjáleið vegna umferðarslyss en það var

einmitt á þeim parti leiðarinnar sem þvagblöðrur flestra voru við það að gefa sig. Sögusagnir fóru af því að einhverjir hefðu pissað í flösku og aðrir (ekki eins nákvæmir) í Pringles dollu. Rétt eftir miðnætti komum við loksins til Krakár eftir að hafa ferðast í um 17 klukkustundir. Borgin var falleg og kom flestum á óvart enda sáum við lítið annað en iðnaðarhverfi og draugalega bæi í rútuferðinni. Hópnum var skipt niður á tvö hostel á fallegu torgi í miðbæ Krakár og voru allt að 14 manns saman í herbergi. Daginn eftir tókum við því rólega enda allir

Fimmtudaginn 26. mars síðastliðinn héldu 128 nemendur úr 5. bekk Verzlunarskóla Íslands í sjö daga námsferð til Þýskalands og Póllands í þeim tilgangi að skoða hluti tengda námsefni annarinnar í valáfanganum Á slóðum helfararinnar. Meirihluti hópsins flaug til Berlínar og tók þaðan rútu til Krakár. Nokkrir vel valdir fengu þó að fljúga til London og þaðan til Krakár og sluppu þ.a.l. við 13 tíma rúnt um sveitavegi Póllands. Undirritaðar voru ekki meðal þessara vel völdu nemenda en telja sig þó reynslunni ríkari eftir átakanlega rútuferð og góð stopp í vegasjoppum Póllands. Guðrún Eiríksdóttir | 5-U

Alma Karen Knútsdóttir | 5-V

Page 27: Viljinn 2. tbl 2015

27

dauðþreyttir eftir ferðalagið. Við fórum í göngutúr um Kraká og skoðuðum okkur um undir skemmtilegri frásögn Óla Njáls og Halls. Að því loknu fengum við frjálsan tíma en þá lá leið flestra í mallið, Galeria Krakowska. Í Kraká er ódýrt að vera og sérstaklega þegar kemur að því að borða og drekka. Það hentaði hópi af fátækum námsmönnum afar vel að geta farið á fínasta steikhús og borðað veglega máltíð fyrir 1500 íslenskar krónur. Á föstudagskvöldið hittust allir á Polski Pub, pólskum sportbar, sem live-streamaði úrslitum NFVÍ kosninga fyrir okkur á stórum skjá. Staðurinn fylltist af djammþyrstum Verzlingum og gáfust fótboltabullurnar fljótlega upp á okkur. Við höfðum staðinn nánast út af fyrir okkur og nutum kvöldsins.

Snemma á laugardagsmorgni heimsóttum við bæinn Nowa Huta. Svenni hafði þó gleymst uppi á hosteli og herbergisfélögum hans hafði tekist að læsa hann úti á meðan hann var í sturtu. Svenni beið heima á handklæðu einu klæða en flestir voru sammála um að hann hefði ekki misst af miklu. Þennan sama dag var farið í Wielizcka-saltnámurnar sem eru rétt fyrir utan Kraká. Þær eru vægast sagt magnaðar en búið er að meitla heilu samkomusalina, fulla af skreytingum, út úr

berginu. Við gengum niður stiga niður á 130 metra dýpi og eftir að hafa gengið í gegn um saltnámuna á u.þ.b. þremur klukkustundum fórum við upp með lyftu sem var, að okkar mati, ekki sú traustasta sem við höfum stigið inn í.

Aðaltilgangur ferðarinnar var að heimsækja Auschwitz og á sunnudeginum var komið að því. Við vöknuðum snemma

og fórum með rútu til Auschwitz. Búðirnar skiptast í tvennt; Auschwitz I, fangabúðir, og Auschwitz II, fanga- og útrýmingabúðir. Töluvert stendur eftir af Auschwitz I og er búið að gera safn þar en lítið er eftir af Auschwitz II. Það kom okkur á óvart hvað búðirnar voru staðsettar á fjölförnum stað, ef svo má að orði komast. Við höfðum ímyndað okkur að Auschwitz væri á afskekktum stað en svo reyndist ekki vera, íbúðarhverfi voru allt í kring.

Á sunnudagskvöldið var mikið fjör og fórum við öll saman í “bingó” á skemmtilegum stað í nánd við hostelin. Sumir (Kristrún og Gugga) voru ekki með heppnina með sér þetta kvöld og enduðu uppi á spítala í gipsi og meðfylgjandi. Kristrún var strax útskrifuð en þurfti að komast leiða sinna á hækjum það sem eftir var ferðarinnar. Gugga slapp ekki alveg jafn vel og þurfti að dvelja á pólskum spítala í 5 daga. Hún og Kata kennari voru svo hrifnar af pólska spítalamatnum að þær urðu eftir og misstu alveg af Berlínarferðinni. (Að öllu djóki slepptu þá vonum við að hrakfallabálkarnir okkar hafi það gott og jafni sig hratt og örugglega).

Eftir góða og viðburðaríka daga í Kraká var ferðinni haldið til Berlínar þar sem við eyddum síðustu tveimur dögunum okkar í ferðinni. Þar skoðuðum við leifar af Berlínarmúrnum, Brandenburgarhliðið, Dómkirkjuna, minnisvarða um gyðinga og samkynhneigða sem létust í helförinni og margt fleira. Verslunargötur borgarinnar voru grandskoðaðar og ferðatöskur fylltar. Á fimmtudagsmorgni var komið að heimferð hjá flestum en um 40 krakkar voru þó eftir og nutu lífsins í Berlín fram á Páskadag. Allir komust þó heim á endanum þrátt fyrir stolin vegabréf, týnda síma og fótbrot. Ferð sem þessi er ómetanleg upplifun og viljum við, fyrir hönd hópsins, þakka kennurunum sem fylgdu okkur og höfðu þolinmæði fyrir okkur allan þennan tíma.

Page 28: Viljinn 2. tbl 2015

28

Lífið eftir verzló

Bergún Mist Jóhannesdóttir Það var í svartasta skammdegi janúarmánaðar á síðasta ári, þegar bróðurpartur vina minna voru á leið í heimsreisu, sem ég ákvað að ég nennti helst ekki að eyða viku í viðbót á þessu skeri. Því fór ég að leita mér að einhverju skemmtilegu sem ég gæti gert næstu mánuðina. Mér datt strax í hug að fara út sem Au Pair þar sem ég hafði ekki safnað mér miklum peningi og þyrfti að gera eitthvað ódýrt og jafnvel fá borgað fyrirfram. Eitt leiddi af öðru og fáeinum vikum síðar var ég komin til Kaupmannahafnar þar sem ég bjó næstu 14 vikurnar.

Það kom ekki sú stund þar sem ég var einmana enda bjuggu nokkrar mjög góðar vinkonur mínar í borginni og ég eyddi mestum mínum frítíma með þeim. Ég get ekki talað fyrir aðra, en fyrir mig sjálfa fannst mér það mikill kostur að búa miðsvæðis í Kaupmannahöfn frekar en í litlu þorpi eða smábæ. Möguleikarnir eru svo margir og það er erfitt að láta sér leiðast. Yfir heildina litið var þetta frábær lífsreynsla þó þetta hafi auðvitað líka stundum verið erfitt. Það er skrítið að búa með fólki sem þú þekkir ekki neitt og þurfa fara eftir þeirra reglum í einu og öllu en á sama tíma mjög gaman. Mín ráð til fólks í þessum hugleiðingum eru að velja fjölskyldu og staðsetningu vel, vera með ráðningarsamning og skilyrði á hreinu, nýta tímann úti sem best og upplifa nýja hluti en fyrst og fremst skemmta sér.

Lárus Örn ArnarsonEftir Verzló fluttum við kærastan mín til Los Angeles. Ég er í tónlistarskóla sem er staðsettur í Hollywood og er að fíla mig mjög vel þar. Mér finnst algjör draumur að vera í tónlistarskóla, fá að gera það sem mér finnst skemmtilegt

og skapa góð tengsl í leiðinni. Ég var líka orðinn nokkuð þreyttur á því sem

ég var að læra í Verzló þannig að þetta er góð breyting.

Við búum í Santa Monica sem er mjög miðsvæðis og við ströndina þannig það tekur ekki langan tíma að komast á helstu staði LA eins og Hollywood, Malibu og Beverly Hills. Mér líður mjög vel hérna og ekki skemmir veðrið fyrir þar sem það er líka gott. Það er líka skrítið að vera umrkingdur öllu þessu fræga fólki sem býr hérna. Maður spottar þau stundum ekki nógu vel eins og um daginn þegar við vorum að bíða eftir sætum á veitingarstað þá stóðum við mjög lengi við hliðina á Iggy Azalea. Við tókum ekki eftir henni fyrr en 8 paparazzi’s voru komnir fyrir utan staðinn að taka myndir af henni. Svo var ég mjög heppinn að fá að fara heim til eins af mínum helstu idolum, Avicii, í eftirpartý og chilla með honum í studioinu hans, það var magnað. Lífið eftir Verzló hefur annars verið ágætt en ég sakna þess samt mikið að mæta kl. 8, sofna, fá mér beyglu í korterinu og chilla svo á marmz.

Nú styttist í útskrift hjá nemendum í 6. bekk og því margir (m.a. undirrituð) í tilvistarkreppu varðandi framhaldið. Allt í einu er lífið í þínum höndum þar sem stórar ákvarðanir fylgja í kjölfarið. Sem betur fer er allt opið og mikið af möguleikum í boði. En hvað á að gera eftir Verzló? Fara beint í nám? Ferðast? Vinna? Hver sem ákvörðunin verður þá er það algjörlega þitt val, það er það besta.

Ég talaði við nokkra fyrrverandi Verzlinga og fékk að heyra hvernig líf þeirra er eftir Verzló.

Þórunn Salka Pétursdóttir | 6-D

Page 29: Viljinn 2. tbl 2015

29

Martin HermannssonLífið eftir Verzló er bara að fara vel með mig. Í dag bý ég í Brooklyn, New York, þar sem ég stunda nám ásamt því að spila körfubolta á fullum skólastyrk. Það þýðir að námið, íbúðin, matur, allar bækur og fleira er allt borgað af skólanum. Það er frekar skrítið að fara úr því að sjá Hallgrímskirkjuna á hverjum degi í það að sjá Empire State.

Námið er 4 ár og ég er að læra viðskiptafræði. Að búa í New York er mikil upplifun. Aðeins þeir sem að hafa komið hingað skilja hvað þetta er virkilega mögnuð borg. Þó að mest allur tíminn fari í æfingar og lærdóm þá er ég búinn að vera duglegur að skoða borgina með kærustunni minni. Það tekur mig um 15 mínútur að koma mér frá húsinu þar sem ég bý og á Times Square með neðanjarðarlestinni og um 10 mínútur að labba að Brooklyn Bridge þannig að ég get ekki kvartað.

Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir

Eftir Verzló ákvað ég að taka mér ársfrí frá skóla, bæði vegna þess að ég var komin með mikinn skólaleiða og af því ég vissi ekki hvað ég átti að læra. Ég fór að vinna við umönun

á Landakoti um haustið sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt, gaman að

prófa eitthvað annað en að sitja á skólabekk til tilbreytingar. Eftir áramót fór ég í

reisu með þremur vinkonum mínum. Við ferðuðumst í fjóra mánuði til tólf mismunandi landa, mest í Asíu en við enduðum ferðina í Ástralíu. Þessi reisa var algjör snilld og þrátt fyrir að vera skítblönk þegar ég kom heim hefði ég ekki viljað breyta neinu við hana. Ég hef aldrei séð og upplifað eins mikið nýtt og ég gerði í þessari ferð.

Þegar ég kom heim fann ég að ég var tilbúin að fara aftur í skóla svo ég skráði mig í heimspeki í HÍ og núna er ég að klára fyrsta árið. Ég hef verið virk í félagslífinu og sit til að mynda í stúdentaráði HÍ sem berst fyrir hagsmunum nemenda. Ég hef kynnst fullt af frábæru fólki og finnst stemningin í HÍ ótrúlega skemmtileg. Mörgum fannst þeir í lausu lofti eftir Verzló og mjög margir tóku sér frí, leyfðu sér gjörsamlega að njóta lífsins í heilt ár. Flestum fannst síðan gott að komast aftur í rútínu og endurupplifa kosti hins hversdagslega lífs.

Ingileif FriðriksdóttirMikið vatn hefur runnið til sjávar eftir að ég útskrifaðist úr Verzló vorið 2013. Á þessum tíma fékk ég draumastarfið mitt, trúlofaði mig og keypti mína fyrstu íbúð. Það er kannski ekki rökrétta leiðin, en hún var engu að síður sú rétta fyrir mig.

Ég tók þá ákvörðun eftir útskrift að taka mér árspásu frá skóla. Ég var komin með nóg af því að liggja yfir skólabókum og þráði að gera eitthvað sem krefðist þess ekki að ég væri með magasár yfir lærdómi alla daga. Á meðan stór hópur vina minna skipulagði reisu eða háskólanám þótti mér það mjög frelsandi að vinna og safna peningum. Það var einmitt tilgangurinn til að byrja með og ég vann hjá Nova fyrsta árið og stefndi á háskólanám um haustið. Í maí bauðst mér svo starf sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is sem var eitthvað sem mig hafði lengi langað að gera. Þá hætti vinna skyndilega að snúast um peningasöfnun og fór að snúast um ánægju, lærdóm og reynslu sem ég öðlaðist á hverjum degi. Ég fékk tækifæri á áframhaldandi starfi um haustið og var ekki lengi að fresta háskólanámi. Nám snýst nefnilega ekki bara um það sem maður lærir í skóla.

Í haust mun ég svo feta menntaveginn að nýju, og hlakka ég vissulega til þrátt fyrir að vera treg við að sleppa taki á starfinu. Þó ég muni byrja í háskóla tveimur árum seinna en margir vinir mínir sé ég alls ekki eftir því að hafa forgangsraðað eins og ég gerði, enda hefur það veitt mér mörg tækifæri sem ég hefði annars ekki fengið.

Sunneva Rán Pétursdóttir & Sigurður KristinssonHálfu ári áður en við útskrifuðumst úr Verzló ákváðum við að fara í

nám til Danmerkur. Við vissum samt ekkert hvað við vildum læra eða hvar

í Danmörku við vildum búa. Eftir að hafa leitað og leitað að námi sem passaði,

fundum við að endingu nám í Alþjóðaviðskipta-verkfræði við Álaborgarháskóla. Já, við fórum í sama námið og já, við búum saman og já, við erum saman 16 klst á dag. Nei það er ekki of mikið – við erum bara aðeins meira en bara vinir (já, við spilum 12:00 í partýum).

Að búa í Danmörku er algjör draumur. Til dæmis er ekki stormur á hverjum einasta degi, øl kostar minna en skálin fyrir grautinn í korterinu og síðan finnst öllum geðveikt nett að maður sé Íslendingur. Almennt eru engin skólagjöld auk þess sem flestir eiga möguleika á námsstyrk frá danska ríkinu svo í rauninni getur verið hagstæðara að fara út í nám en að vera heima.

Við mælum eindregið með því að nema í Danmörku. Það er risastórt skref en þú munt ekki sjá eftir því, sérstaklega ekki þegar skólavikan endar alltaf á Fredagsbarnum. Maður kynnist heilum hellingi af nýju fólki, lærir inn á öðruvísi menningu, masterar tungumálið og nýtur lífsins í leiðinni.

Page 30: Viljinn 2. tbl 2015

30

INSTAGRAM

@ragnabirna98 @thordisr97 @sigrunagusts @hoddilux

@kristbjorgmaria@hrafnhildurarna96@davidreynis@3_fall

@anitabjorkbardardottir @unnukaldalons @unnurlaraa @olinjall1

Bestu vinir mínir eru single og meira en ready to mingle!!!!!!!*endilega addið þeim á snapchatfridrikroberts og mikaelhardarr*

Stórfjölskyldan skellti sér til Bled í dag #sloVÍNia

Mine #helfor2015 Hér er mynd af heimsókn í Kauphöll Íslands. #SeðlabankiNFVÍ #nfvi $VD

#freethenippleVið og Brandenburgarhliðið í Berlín #helfor2015 #stickyrice

Vinir í Feneyjum#freethenipple

#sloVÍNia Krakow er svo falleg borg og kom borgin mikið á óvart! Next stop Berlínemojiemoji #helfor2015

Flashback Valur slær í gegn #helfor2015

151 likes 80 likes 43 likes 50 likes

124 likes123 likes60 likes31 likes

55 likes 46 likes 74 likes 42 likes

#nfvi

Page 31: Viljinn 2. tbl 2015

31

#nfvi

20% nemendaafsláttur

Page 32: Viljinn 2. tbl 2015

32

LITRoFMódel: Birkir Örn Karlsson Hildur Ólafsdóttir Höskuldur Þór Jónsson Rakel MatthíasdóttirLjósmyndir: Haukur KristinssonMyndvinnsla: Haukur Kristinsson

Page 33: Viljinn 2. tbl 2015

33

Page 34: Viljinn 2. tbl 2015

34

Page 35: Viljinn 2. tbl 2015
Page 36: Viljinn 2. tbl 2015

36

Page 37: Viljinn 2. tbl 2015

37

Page 38: Viljinn 2. tbl 2015

38

Page 39: Viljinn 2. tbl 2015

39

Page 40: Viljinn 2. tbl 2015

40