gaflari 1. tbl 2015

8
Gleðilegt ár Lítið að marka fjárhagsáætlun sem sett er til bráðabirgða 2 Sátt í máli dagforeldris 2 4 Gaflari.is eins árs Kíkt í kaffi: Vona að grænu fingurnir fari að láta sjá sig... 6 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 8. janúar 2015 1. tbl. 2. árg. – í miðbæ Hafnarfjarðar Útsala 30-70% afsláttur

Upload: gaflariis

Post on 07-Apr-2016

251 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið gaflari sem kom út 8. janúar 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 1. tbl 2015

Gleðilegt ár

Lítið að marka fjárhagsáætlun sem sett er til bráðabirgða2

Sátt í máli dagforeldris2

4 Gaflari.is eins árs

Kíkt í kaffi: Vona að grænu fingurnir fari að láta sjá sig...6

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 8. janúar 2015 1. tbl. 2. árg.

– í miðbæ HafnarfjarðarÚtsala 30-70% afsláttur

Page 2: Gaflari 1. tbl 2015

2 - gaflari.is

Bærinn biðst afsökunar – dagforeldrið sáttFRÉTTIR Hafnarfjarðarbær hef-ur beðið dagforeldrið, sem sat uppi bæði æru- og atvinnulaust í kjölfar ásakana sem reyndust til-hæfulausar, afsökunar og greitt því bætur.

Gaflarinn sagði frá því í byrj-un desember að dagforeldri í Hafnarfirði hefði misst atvinnu sína fyrirvaralaust í kjölfar þess að mar fannst á einu þeirra barna sem það hafði í sinni umsjón. Barnaverndarnefnd komst þó að þeirri niðurstöðu, eftir að barnið hafði verið fært til læknis-skoðunar, að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu og lét það niður falla. „Eftir sjö ára flekklausan feril sat ég eftir með sárt ennið og án barna eftir að þau voru tekin fyrirvarlaust úr umsjón minni. Þeim var komið fyrir á leikskóla og skiluðu sér ekki til baka þrátt fyrir að ekkert athugavert hafi fundist við störf mín,“ segir dagforeldrið sem var að vonum ósátt við málsmeð-ferðina og leitaði til Félags dag-foreldra í Hafnarfirði.

Fyrir jól barst svo dagforeldr-inu afsökunarbeiðni frá bæjaryf-irvöldum, auk þess sem því voru greidd, samkvæmt heimildum Gaflarans, starfslaun í að minnsta kosti sex mánuði.

Dagforeldrið segir að sér hafi létt við þessi málalok. „Ég er sátt og fegin að þessu máli er lokið. Ég fékk afsökunarbeiðni og bærinn hefur staðið við þá samninga sem við gerðum.“

Í fréttatilkynningu sem Hafnar-fjarðarbær sendi frá sér vegna málsins segir: “Hafnarfjarðarbæ láðist að tilkynna dagforeldri formlega um að börnunum hefði verið útvegað varanlegt leikskóla-pláss og að þau kæmu þess vegna ekki til baka. Sátt hefur náðst í málinu og hafa báðir aðilar sóma af.“

Steinunn Þorsteinsdóttir, upp-lýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæj-ar segir að gaumgæfilega hafi verið farið yfir verkferla í kjölfar þessa máls.

Lítið að marka fjár-hagsáætlun sem sett er til bráðabirgða

„Ég held það sé mjög mikilvægt að niðurstöðurnar komi fram sem fyrst svo að bæjarbúar fái séð í hvaða átt meirihlutinn vill stefna, hverjar áherslur þeirra séu. Sú vinna getur auðvitað haft áhrif á fjárhagsáætl-anagerð fyrir næsta ár en varla sem nokkru nemur á því rekstrarári sem nú þegar er hafið,“ segir oddviti Sam-fylkingarinnar um fjárhagsáætlun bæjarins og þá rekstrarúttekt sem nú stendur yfir á starfsemi bæjarins.

Í síðasta tölublaði Gaflarans var rætt við Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar, um nýsam-þykkta fjárhagsáætlun bæjarins og gagnrýni minnihlutans á vinnu vegna hennar. Vísaði Guðlaug athugasemd-um minnihlutans á bug, enda fjárhags-áætlunin unnin í sama tímaramma og áður hefði verið gert. Einnig væri beðið eftir niðurstöðu rekstarúttekt-ar á starfsemi bæjarins, og að taka þurfi í framhaldi af tillögum úttektt-araðilans frekari ákvarðanir um áætl-anir bæjarins. Guðlaug benti á í þessu samhengi að rekstrarúttektina hefðu allir kjörnir fulltrúar samþykkt á fundi bæjarstjórnar fyrr í vetur og því hefði það ekki átt að koma minnihlutanum á óvart að fjárhagsáætlunin væri bráða-birgða.

Engin drög að stefnumörkun til að fara yfir

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, seg-ir að á síðastliðnum árum hafi orðið

gífurlega jákvæðar breytingar á fyr-irkomulagi vinnu við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga almennt og Hafnar-fjörður tekið fullan þátt í þeirri þróun. Markmið breytinganna er að tryggja vandaðri og lýðræðislegri áætlana-gerð. Að hans mati var vinna við fjár-hagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar að þessu sinni undantekning frá þessari jákvæðu þróun.

„Frumvarpið sem lagt var fram í október og hefði með réttu átt að endurspegla áherslur nýs meirihluta og vera grundvöllur lýðræðislegrar umræðu innan og utan bæjarstjórn-ar var það alls ekki, heldur lagði meirihlutinn í raun ekkert fram við fyrri umræðu annað en framreiknaða út-komuspá fyrir árið 2014,“ segir Gunnar

Axel. Hann segir að ekkert hafi í raun verið til að ræða um. „Vinnan milli um-ræðna litaðist að sjálfsögðu af því að ekki lágu fyrir drög að stefnumörkun til að fara í gegnum og slípa til á opinn og lýðræðislegan hátt. Þær tillögur meirihlutans sem geta talist stefnu-markandi komu svo ekki fram fyrr en undir blálokin, svo seint að ekki var lengur neitt svigrúm til að ræða þær eða aðra mögulega valkosti.“

Gunnar Axel segir vinnulagið við vinnu á fjárhagsáætlun bæjarins á engan hátt ákjósanlegt. „Ég vona að þetta sé ekki það sem koma skal, enda alveg á skjön við þær áherslur sem við höfum verið að vinna eftir í Hafnarfirði á undanförnum árum. Við eigum auðvitað ekki að sætta okkur við slíkar breytingar sem koma í veg fyrir að almenningur fái tækifæri til þess að kynna sér málin og geti þannig haft áhrif á framgang ákvarðana bæj-arstjórnar. Við teljum það sömuleiðis ekki til marks um góð og vönduð vinnu-brögð að leggja fram fjárhagsáætlun með þeim formerkjum að hana sé lítið að marka. Slík hugsun hefur sem bet-ur fer verið víkjandi í rekstri íslenskra sveitarfélaga á síðustu árum. Það viðhorf hefur að sama skapi orðið ríkj-andi að fjárhagsáætlanir eigi að vinna með það fyrir augum að þær standist og þjóni þannig hlutverki sínu eitt af mikilvægustu stjórntækjum hvers sveitarfélags. Fjárhagsáætlun sem er sett fram með þeim orðum að hún sé til bráðabirgða gerir það ekki.“

Gunnar Axel Axelsson

Bæta á aksturþjónustu fatlaðra og aldraðraÖll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega aksturs-þjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Á grundvelli þess var Strætó falið að reka þjónustuna frá og með áramótunum, en Strætó hefur rekið hana í Reykjavík frá árinu 2001.Markmið Strætó er að tryggja notendum akstursþjón-ustunnar bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en þeir hafa áður fengið. Aukinn sveigjanleiki felst meðal annars í því að nú geta notendur pantað ferðir með tveggja klukku-stunda fyrirvara í stað eins sólarhrings áður. Þjónustuver-

ið verður opið mun lengur en áður, eða meðan ökutæki fyrirtækisins eru í akstri. Aukið öryggi notenda verður m.a. tryggt með endurnýjun ökutækja akstursþjónustunnar auk þess sem á þeim verða gerðar reglubundnar gæða- og öryggisúttektir.

Upplýsingabæklingur Strætó um akstursþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu er aðgengilegur á Þjónustumið-stöðum Reykjavíkurborgar, þjónustuverum Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness auk þess sem hann er að finna á heimasíðu Strætó.

Page 3: Gaflari 1. tbl 2015

gaflari.is - 3

HOT YOGA

WARM-FIT

FOAM-FLEX

SPINNING

YOGA

WARM-YOGA

ZUMBA

BODY PUMP

BODY ATTACK

SB 30/10

TABATA

VAXTARMÓTUN

FOAM-FIT

STÖÐVAR

U-FIT

SPINSPIRIT

HÓPTÍMAR:

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 [email protected] • www.hress.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

4920

ÁTAKHress býður nú upp á sex vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í gott form í góðum félagsskap. Námskeiðin hefjast 12. janúar.

Þrír árangursríkir og fjölbreyttir tímar á viku.

Vigtun og ummálsmælingar.

Fylgst með mataræði, vikulegur fræðandi netpóstur.

Frjáls mæting í alla opna tíma, tækjasali Hress og Ásvallarlaug.

Verð: 24.990 kr. Verð fyrir korthafa: 16.990 kr.

ÁTAK – KONURMÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 6.05MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 9.15MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 17.15

(DALSHRAUNI)

ÁTAK – KARLARMÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 18.30

(ÁSVELLIR)

6

12. JAN.

HRESST

NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STRÁKA • NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STELPUR

ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR

NÁMSKEIÐ:

SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIR • EINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN

AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI • AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM

ÞJÓNUSTA:

Page 4: Gaflari 1. tbl 2015

4 - gaflari.is

Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2515 • [email protected] • www.gamar.is

ww

w.m

aggi

oska

rs.c

om/2

1.99

2

Staðsetning Gámavalla: Berghella gengur suður úr Hringhellu, rétt vestan Krýsuvíkurvegar.

*Tekið er á móti öllum skilagjaldsskyldum umbúðum upp að 1000 stk. Þarf að vera flokkað og talið.

Á Gámavöllum er einnig hægt að losa sig við annað sem til fellur við tiltekt, t.d. í geymslunni eða bílskúrnum.

Gleðilegt nýtt ár!

Fatnaði má skila í gám Rauða krossins á Gámavöllum.

Ra

hella

Álverið Straumsvík

Rauðhella

Rauðhella

Steinhella

HringhellaH

ringhella

Hringhella

Ber

ghel

la

Móhella

Íshella

Gjáhella

Krýsuvíkurvegur

Hringhella

Reykjanesbraut

Ásbraut

Hafnarfjörður

Hraunhella

Krýsuvíkurvegur

Selhella

Miðhella

Suðurhella

Norðurhella

Golfvöllur

Gámavellir móttökustöð Berghellu 1

Gjáhella

Reykjanes

Reykjavík

Á Gámavöllum við Berghellu 1 í Hafnarfirði er tekið á móti öllum flokkuðum og óflokkuðum úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum ásamt skilagjaldsskyldum umbúðum*.

08.00–18.00 mánud.–föstud.

08.00–16.00 laugardaga

Loka› sunnudaga

OPNUNARTÍMI

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Tár, bros og takkaskór

Í upphafi nýs árs lítur maður oftar en ekki yfir farinn veg en um leið er maður farinn að huga að nýja árinu og þeim spennandi tímum sem bíða.

Ég er ekki undanskilin öðrum með það að líta yfir farinn veg og eitt af því sem stendur upp úr á síðasta ári er að ég gekk til liðs við lítinn hóp fólks sem ákvað að hleypa af stokkunum nýjum miðil í Hafnarfirði, gaflari.is. Þessum litla hópi sem hratt miðlinum af stað þótti vanta nýtt sjónarhorn af bæjarfréttunum sem fæli í sér fleiri fréttir af fólkinu í bænum og öllu því já-kvæða sem hér fer fram auk þess að vera frjáls og óháður miðill.

Fyrstu vikurnar í rekstri miðilsins voru ævin-týralegar enda allir meðlimir hópsins í öðrum störfum en hugmyndirnar voru háleitar og metn-aðurinn mikill. Svefn var eitthvað sem var fyrir aðra og vinkonur og vinir voru hættir að kannast

við mann. Þrátt fyrir góðan undirbúning var svo ótal margt sem kom á óvart og nánast á einni nóttu þurftum við að læra svo margt, svona dæmi hristir maður nefnilega ekki bara fram úr erminni si svona – en við viljum að sjálfsögðu að það líti þannig út.

Það er skrýtið til þess að hugsa að miðillinn sé orðinn ársgamall enda er eitt ár ekki langur tími. Bæði finnst mér ég hafa verið svo lengi í þessu og ótrúlega margt gerst og svo hefur tíminn flogið á ljóshraða. Eins og þeir sem hafa fylgst með okkur vita þá var gaflari.is fyrst um sinn netmiðill en í lok mars var ákveðið að gefa út blað. Hópurinn gekk til liðs við prentun.is og fyrsta tölublað Gaflarans leit dagsins ljós í lok mars og síðan hafa tuttugu og tvö önnur tölu-blöð fylgt í kjölfarið.

Strax frá fysta degi hafa viðtökurnar verið góðar og við sem skrifum fyrir miðilinn höfum ekki verið í vandræðum með efnistök – það er

frekar að við þrösum um hvað komist að hverju sinni. Viðmælendur okkar hafa tekið vel í að segja sögur sínar en án lesenda, fólksins í bæn-um, án ykkar værum við hvorki fugl né fiskur.

Eins og áður sagði þá er útgáfa Gaflarans eitt af því sem stendur upp úr á liðnu ári í mínu lífi enda steig ég langt út fyrir þægindarammann með því að ganga til liðs við hópinn sem lagði af stað í þetta verkefni. Ég hef fengið tækifæri til að eiga samtöl við áhugavert og skemmtilegt fólk og miðla því til ykkar hinna sem er eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Heilt yfir var árið 2014 gjöfult og gott og ef ég ætti að lýsa árinu 2014 í einni setningu kæmi titillinn á bók Þor-gríms Þráinssonar sterklega til greina; Tár, bros og takkaskór.

Framundan er 2015 sem ég tek fagnandi með öllum þeim sorgum og sigrum sem það kemur til með að bjóða upp á – gleðilegt ár.

Helga Kristín Gilsdóttir

Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Page 5: Gaflari 1. tbl 2015

gaflari.is - 5

Page 6: Gaflari 1. tbl 2015

6 - gaflari.is

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Það fyrsta sem þú gerir á morgnana?Ég reyni alltaf að byrja daginn fallega og helst í ró. Morgunmatur, kaffi, Morgun-blaðið og Fréttablaðið. Hef vaknað fyrr fyrir blöðin síðan ég var unglingurHvaða bók er á náttborðinu?Svarthvítir Dagar eftir Jóhönnu Krist-jónsdóttir sem ég fékk í jólagjöf frá systur minni. Ég vil helst bara lesa ævisögur eða um eitthvað sem hefur átt sér stað í raunveruleikanum Eftirlætis tónlistin?Ég er mikið fyrir íslenska tónlist og út í klassískt. Megas er mín aðal stjarna. Ég á erfitt með að hlusta á 80´S lög. Held að ég hafi hlustað yfir mig á einhverjum tímapunkti þegar ég hafði nægan tímaEftirlætismaturinn?Ég er alin upp við hollan og góðan mat og hef gaman að elda og borða nánast allt. Ástríðan mín er gott pasta. Ég var að eignast pastagerðavél í jólagjöf. Ég ætla að leggja mig fram um að búa til pasta frá grunni á þessu áriUppáhaldsdrykkurinn?Vatn er auðvitað alltaf besti drykkurinn og maður á margar draumastundir með vatni. Gott að hella því upp í sig og yfir sigSkemmtilegasta húsverkið?Að elda mat og bera á borð fyrir fjöl-skylduna mína er gleðilegt verkefniLeiðinlegasta húsverkið?Að ganga frá eftir matinn enda erum við hjónin með þau snilldarskipti, ég elda og hann, eða stelpurnar, ganga fráHelstu áhugamál?Að vera í sumarbústaðnum mínum á Laugarvatni, skíðaferðir, ferðast til útlanda. Ferðast um Ísland, stangveiði og svo vona ég að grænu fingurnir fari að láta sjá sigEftirlætis íþróttamaður/kona?

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Lindu Hilmarsdóttur, eiganda heilsuræktarstöðvarinnar Hress. Linda er fæddur Garðbæingur en hefur búið í Firðinum undanfarin tuttugu ár. Hún hefur verið leiðandi í heilsuefl-ingu Hafnfirðinga og dugleg að vekja athygli á nýjungum sem brotist hafa fram á sjónarsvið heilsueflingar og líkamsræktar hverju sinni. Linda er mikil fjölskyldukona og er dugleg að taka þátt í íþróttastarfi dætranna, Nóttar og Emlblu, en þær leika báðar knattspyrnu með FH og Embla einnig handbolta. Hún veit þó fátt betra en að slaka á í sumarbústað fjölskyldunnar við Laugarvatn eða bregða sér á skíði í austurrísku ölpunum.

Þakklát fyrir að eiga góða að

Það eru dætur mínar, þær gera mig stolta og áhugasama fyrir boltaíþrótt-um. Annars eru það Evrópumeistararnir í hópfimleikum... allar með töluEftirlætis leikarinn/kona?Maria Heba hún getur verið fyndin, sönn og sannfærandi á sömu mínút-unniÞað sem gefur lífinu gildi?Heilsan, fjölskyldan og vinirnir. Auð-vitað gaman að vera í vinnu sem er krefjandi, gefandi og vera í kringum skemmtilegt fólk alla dagaHvað stóð upp úr á árinu 2014?Ferð til Austuríkis á skíði með 12 vinum úr Garðabænum. Þetta eru vinir manns-ins míns Tapparnir og konur þeirra. Það var sól allan tímann, mikið hlegið og góðar sögur rifjaðar upp. Ég veiddi svo Maríulaxinn minn í Soginu í sumar. Hressleikarnir eru alltaf draumadagar. Embla varð Íslandsmeistari í 4. fl. í fót-bolta og Nótt í 2. sæti með 2 fl. Ég finn bara fyrir þakklæti fyrir hvað ég á góða að, duglegar dætur og mann sem geng-ur veginn með mérStærstu mistökin á árinu?Þau eru mörg en lærdómsrík. Undar-legt hvað algjört klúður, rangar ákvarð-anir og meiriháttar mistök geta orðið að góðri sögu eða bjarga manni eða öðrum frá því að gera slíkt hið sama aftur. Hefði viljað taka það meira alvar-lega fyrr þegar dóttir mín veiktist ítrek-að í sumar og endaði á sjúkrahús mjög alvarlega veikStrengdir þú áramótaheit og hvernig ætlarðu að standa við þau?Já, ég geri það alltaf og næ þeim oftast svona 50%. Ég ætla að reyna lágmarka streytuna í kringum mig, taka hlutina ekki of persónulega og sætta mig við hluti sem ég get ekki breytt

Hvernig getur Hafnarfjörður orðið betri bær?Mig langar mikið til að sjá bæinn minn iða af lífi. Þetta er svo fallegur bær og höfnin einstök. Ég vil sjá Reykvíkinga og aðra nærsveitarmenn koma hingað hjólandi, hlaupandi eða siglandi. Fara á veitingahúsin, kaffihúsin og versla í flottu búðunum okkar. Mig langar að sjá svæðið í kringum höfnina lifna við með veitingastöðum, farfuglaheimili og úti-vistarparadísum. Til þess að þetta sé hægt þurfum við að vera duglegri við að sækja vatnið ekki yfir lækinn. Það er ekkert skemmtilegra en að fara á hafn-firska viðburði og hitta bæjarbúaHvaða hreyfing hentar þér best?Ég elska að kenna Warm-fit . Þetta er tími þar sem við styrkjum, brennum, teygjum og slökum á. Sambland af góðu æfingunum sem ég veit að virka. Sumar eru í anda Jana Fonda og aðrar tengdar Yoga. Þetta gerum við í 37° og útkoman er dásamleg. Fyrir utan Hress er það að ganga úti í náttúrunni

Skondin saga úr vinnunni?Það eru margir dagar skondnir í Hress. Stundum held ég að ég stödd í sjón-varpsþætti. Þegar Hress var á Bæj-arhrauni heyrði ég af manni sem hafði ekið konunni sinni samviskusamlega á æfingu reglulega allan veturinn og sótt hana sæla og ánægða eftir æfingu. Í eitt skipið kom hann inn að sækja hana og fann hana ekki. Komst hann þá að því að hún hafði aldrei komist upp á þriðju hæðina í Hress heldur farið á gistiheim-ilið á 2. hæð að hitta nýja vin sinnSíðasta sms-ið og frá hverjum?“Krakkarnir ætla í BLáfjöll á morgun, viljið þið fjölskyldan koma og borða tacó hér um kvöldið?” Þetta er sms frá Borgari vini mínum, hann á oft hug-myndir af bráðnauðsynlegum matar-boðumÁ föstudagskvöldið var ég? Að slaka á fyrir 70 ára afmælið hennar mömmu sem var daginn eftir Ég mæli með: Því að velja að vera Hress alla daga

Page 7: Gaflari 1. tbl 2015

gaflari.is - 7

Tækjasalur/tækjakennsla • Stöðvaþjálfun • Þolfimitímar • Les Mills kynning

Fræðsla um hollt mataræði • Kynning á öllu því helsta sem Hress býður upp á

Heitir pottar • Sundmiðstöðin Ásvöllum • Pizzupartí í lokin

STRÁKAR 12–15 ára: TÍMAR: ÞRI. / FIM. / FÖS. kl. 16.30 KENNARI: Gunnar, Ásvöllum

STELPUR 12–15 ára: TÍMAR: MÁN. / ÞRI. / FIM. kl. 16.10 KENNARI: Lína, Dalshrauni

12 vikur á 29.990 kr. – niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ

Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 [email protected] . www.hress.is

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

INNIFALIÐ:

12. JAN.

Magnað 12 vikna námskeið þar sem árangur og geta hvers og eins eru metin að verðleikum.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

4922

Page 8: Gaflari 1. tbl 2015

8 - gaflari.is

Gunnar Freyr Steins-son, ljósmyndari: Þar sem við fjölskyldan erum búin að vera

með góða gesti frá Kanada frá því milli jóla og nýárs og sýna þeim eins mikið af landinu og skamm-degið og færðin hefur leyft okkur, þá er stefnan tekin á að gera sem minnst um helgina. Ég á þó von á að fara í bíó á föstudagskvöldið,

ásamt Hófí, eiginkonunni og Márusi, syninum sem varð 15 ára í vikunni, að sjá Hobbitann. Ætli við einbeitum ekki okkur síðan að því klára smákökur, konfekt og laufabrauð (sem má aldeilis ekki fara til spillis) og að sjálfsögðu að spila einhver af þeim skemmtilegu spilum sem við höfum fengið í jólagjöf – en eru aldrei spiluð nógu oft.

Brynhildur Barðadóttir, félags- og stjórn-sýslufræðingur: Eftir vinnu á föstu-

daginn ætla ég að gera nokkurs konar „eftir“ jólahreingerningu heima og taka svo bara Útsvarskvöld í sófanum. Á laugardaginn stefni ég hins vegar á að fara á skíði, en annars á ég von á ömmustráknum mínum og við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Líklega

förum við og veljum afmælisgjöf handa honum, en hann verður fimm ára þann 13 janúar. Sunnudagurinn er mjög spennandi því þá fer ég í árlegan Nýársbrunch Lóu til vinkonu minnar og athafnakonunnar, Þórdísar Lóu Þór-hallsdóttur formanns FKA. Þar hittast nokkrar flottar konur, fara yfir liðið ár og meta hvort markmiðin, sem sett voru í fyrra hafi náðst. Þá eru línurnar lagðar fyrir árið og ný markmið sett.

HELGIN MÍN

MEÐ OKKUR

VERTUHRESSÚRVAL HÓPTÍMA OG NÁMSKEIÐA VIÐ ALLRA HÆFI

TILBOÐ Í HRESS:

NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STRÁKA • NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STELPUR • ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR

NÁMSKEIÐ:

SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIREINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN • AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM

ÞJÓNUSTA:

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

4923

TILBOÐ I: Vinaklúbbur 6.490 kr. Kaupauki: Einn tími hjá

einkaþjálfara, æfingaáætlun, Hressbolur, Hress vatnsbrúsi, 2ja vikna gestakort og 2 þeytingar.

TILBOÐ II: Árskort á 59.990 kr. (Fullt verð 71.990 kr.) 50 kort í boði.

Kaupauki: Hress vatnsbrúsi, þeytingur og dagpassi í Hress.

TILBOÐ III: Þú kaupir þrjá mánuði á 26.990 kr. og færð aukamánuð með í kaupbæti.

Gildir til 10. janúar.

HOT YOGA

WARM-FIT

FOAM-FLEX

SPINNING

YOGA

WARM-YOGA

ZUMBA

BODY PUMP

BODY ATTACK

SB 30/10

TABATA

VAXTARMÓTUN

FOAM-FIT

STÖÐVAR

U-FIT

SPINSPIRIT

HÓPTÍMAR:

Í SPILARANUM

Hvað er í spilaranum hjá Starkarði Péturssyni?Guðjón Óskar Guðmundsson

skoraði á frænda sinn og Bítla-speking, Starkað Pétursson, í síð-

asta blaði. Skólinn fór aftur að stað í vikunni, en Starkaður nýtti tímann vel í jólafríinu til að vera með vinum og fjölskyldu, „svo er tónlistarskólinn að byrja aftur og erum við strákarnir í hljóm-sveitinni mikið að byrja að spila og semja aftur, svo þetta eru annasamir tímar en alveg hrika-lega skemmtilegir.“ Starkaður hlustaði mikið á jólalög í fríinu enda mikið jólabarn í sér. „En auðvitað fá Bítlarnir að snúast mest á plötuspilaranum eins og alla aðra daga. Hinsvegar ákvað ég fyrir nokkrum vikum síðan að taka Bubba Morthens í gegn og hlusta á verk eftir hann og ég hef ekki getað hætt síðan. Maðurinn er snillingur og alveg virkilega fágætur tónlistarmaður.“Starkaður á ekki í vandræðum með að skora á næsta við-mælanda. „Það væri mér mikill heiður að skora á brytann um

borð, manninn sem kominn er af tónelsku fólki af báðum kynj-um, vin minn og

skólafélaga Tómas Geir Howser.“

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]