· web viewsamþætting . kynja- og jafnréttissjónarmiða. í. starfsemi norrænu...

48

Upload: others

Post on 30-Mar-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Samþætting

kynja- og jafnréttissjónarmiða

í

starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar

Efnisyfirlit

Formáli...........................................................................................................................................................5

1. Inngangur...................................................................................................................................................71.1 Bakgrunnur..........................................................................................................................................71.2 Meginþættir skýrslunnar.....................................................................................................................8

2. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar...........................92.1 Skilgreining á samþættingarstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar....................................................92.2 Hvað er kynjasjónarmið?..................................................................................................................112.3 Hvað eru jafnréttissjónarmið?...........................................................................................................11

3. Aðferðir til að kanna hvort afleiðingar af ákvörðunum hafi áhrif á jafnrétti kynjanna...........................153.1 Skilgreining á aðferðum....................................................................................................................153.2 Kynbundnar afleiðingar....................................................................................................................163.3. Mat á afleiðingum ákvarðana á jafnrétti..........................................................................................16

4. Jafnrétti í tengslum við málaþætti og verksvið........................................................................................194.1. Menningarmál..................................................................................................................................194.2. Mennta- og rannsóknasamstarf........................................................................................................194.3. Samstarf um umhverfismál og auðlindir..........................................................................................214.4 Velferðar- og iðnaðarsvið.................................................................................................................234.5 Upplýsingar.......................................................................................................................................254.6 Fjármála- og stjórnunarsvið..............................................................................................................264.7 Skrifstofa framkvæmdastjóra............................................................................................................26

5. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í verkefnum sem eru fjármögnuð með norrænu fé................275.1 Umsóknir um verkefni......................................................................................................................275.2 Greinargerð verkefna........................................................................................................................28

6. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í norrænu sjóða- og styrkjakerfi.............................................296.1 Sjóðakerfi..........................................................................................................................................296.2 Styrkjakerfi........................................................................................................................................29

7. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í samnorrænum stofnunum....................................................31

8. Dreifing á verkefnum og ábyrgð í daglegri starfsemi..............................................................................338.1 Ráðherranefndir................................................................................................................................338.2 Embættismannanefndir.....................................................................................................................338.3 Framkvæmdastjóri............................................................................................................................338.4 Skrifstofustjórar................................................................................................................................348.5 Deildarsérfræðingar..........................................................................................................................34

Fylgiskjal 1: Ákvörðun Norrænu samstarfsráðherranna um framkvæmdaáætlun.......................................35

Fylgiskjal 2: Tilvísanir.................................................................................................................................37

2

Formáli

Í janúar 1998 tilnefndi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar fulltrúa í starfshóp um samþættingu jafnréttismála. Samkvæmt erindisbréfi átti hópurinn að:

”búa til ferli, sem tryggja jafna dreifingu kynjanna í stjórnir og ráðgefandi nefndir. taka frumkvæði að yfirliti yfir aðgerðir í jafnréttismálum í Norrænu ráðherranefnd-

inni og aðstoða við skilgreiningu samstarfsáætlana út frá jafnréttissjónarmiðum. semja leiðbeiningar í að samþætta jafnréttisjónarmið í verkefnum sem fjármögnuð

eru með norrænu fé. semja leiðbeiningar fyrir norræn sjóða- og styrkjakerfi í samráði við viðkomandi

aðila til þess að uppfylla markmið um jafnrétti kynjanna. aðstoða stofnanir við að taka mið af jafnréttissjónarmiðum í starfsemi þeirra. Ein

leið er að stofnanirnar geri eigin jafnréttisáætlanir.”

Framkvæmdastjórinn tilnefndi í janúar 1998 deildarsérfræðingana Jon Tore Dokken, Marianne Laxén, Gunnar M. Sandholt og Ylva Tilander í verkefnahópinn. Ráðningu Gunnars M. Sandholts hjá Norrænu ráðherranefndinni lauk í júlí 1998 og Ylva Tilander fór í barnsburðarleyfi í september 1998. Þá voru Magnus Magnusson og Ragnheiður Þórarinsdóttir tilnefnd í hópinn. Trine Brüsch var ritari hans allt starfstímabilið.

Hér á eftir fylgir skýrsla starfshópsins. Allir deildarsérfræðingar og yfirmenn á skrif-stofu Norrænu ráðherranefndarinnar fengu afhent drög að skýrslunni í árslok 1998 svo hægt væri að koma með athugasemdir við innihald skýrslunnar og lagfæra hugsanlegar villur. Athugasemdir og leiðréttingar koma fram í þessari lokaútgáfu hennar.

Í október 1998 var haldið námskeið fyrir starfsfólk skrifstofu Norrænu ráðherranefndar-innar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í alla starfsemi hennar. Bengt Westerberg, Agneta Stark og Anne Havnør (skrifstofu framkvæmdastjórnar ESB) fluttu framsögu-erindi á námskeiðinu.

September 1999

fyrir hönd starfshópsins

Marianne Laxén Trine Brüsch

formaður ritari

3

1. Inngangur

1.1 Bakgrunnur

Meginmarkmið jafnréttisstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar er að afnema mismunun

kynjanna og vinna að því að konur og karlar hafi sömu möguleika, réttindi og skyldur á

öllum meginsviðum samfélagsins og að hæfileikar, þekking og reynsla beggja kynja

nýtist sem best (Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norrænt jafnréttissamstarf

1995-2000).

Í október 1985 sendu norrænu samstarfsráðherrarnir bréf til allra embættismannanefnda

þar sem því var slegið föstu að samstarfssviðin ættu að taka tillit til jafnréttissjónarmiða

við mótun samstarfsáætlana og verkefna. Í framhaldi af því hefur jafnrétti verið aukið í

sumum verkefnum ráðherranefndarinnar, en ekki var um samræmdar aðgerðir að ræða.

Samstarfsráðherrarnir samþykktu hinn 9. desember 1997 framkvæmdaáætlun um sam-

þættingu jafnréttissjónamiða í allri starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar (sjá fylgi-

skjal nr. 1), með það að markmiði að auðvelda framkvæmd stefnu Norrænu ráðherra-

nefndarinnar í jafnréttismálum.

Áætlunin á að tryggja betri efndir og felur í sér að framvegis beri að flétta kynja- og

jafnréttissjónarmið inn í alla starfsemi. Samþættingin felst í að beita vissum aðferðum

og leiðum til að sýna fram á kynjasjónarmið í allri starfsemi og meta afleiðingar hennar

fyrir jafnrétti kynjanna.

Markmið samþættingaráætlunarinnar er að á hverju starfssviði axli menn ábyrgð á

auknu jafnrétti kynjanna. Þetta felur í sér ábyrgð á að skilgreina og framkvæma raun-

veruleg og sértæk markmið um jafnrétti kynjanna innan hvers málaflokks.

Þótt hvert samstarfssvið beri framvegis fulla ábyrgð á auknu jafnrétti í sínum málaflokki

er mikilvægt að varðveita samstarfssviðið um jafnréttismál. Hlutverk þess er sem fyrr að

taka frumkvæði og afla sérfræðiþekkingar sem gagnast samþættingarstarfinu og þróa

hefðbundna jafnréttismálastefnu á meðan hennar er enn þörf.

4

Þess er vænst að samþætting jafnréttissjónarmiða stuðli af auknu jafnrétti kynjanna. Inn-

an ríkjanna er unnið að svipuðu samþættingarferli. Svíar og Norðmenn eru í fararbroddi

en þeir hafa unnið að samþættingu jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum stjórnmála bæði

í sveitarstjórnum og á landsvísu í áraraðir. Norðmenn hófust handa um miðjan níunda

áratuginn, Svíar í byrjun hins tíunda. Öll aðildarríkin hafa þó unnið að samþættingu inn-

an afmarkaðra sviða, til að mynda þróunarhjálpar ríkjanna á undanförnum áratug.

Áætlunin öðlaðist viðurkenningu á fjórðu ráðstefnu S.Þ. um málefni kvenna í Peking

1995. Þar var samþykkt yfirgripsmikil framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynjanna (Plat-

form for Action). Í framkvæmdaáætluninni er staðfest að: ”governments and actors

should promote an active and visible policy of mainstreaming a gender perspective in

all policies and programmes so that, before decisions are taken, an analysis is made of

the effects on women and men, respectively”. Þessi tilmæli eru tilgreind í öllum megin-

köflum framkvæmdaáætlunarinnar.

Eftir Pekingráðstefnuna hafa allar Norðurlandaþjóðir hrint af stað verkefnum til að þróa

leiðir til samþættingar jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þá hefur jafn-

réttissvið Norrænu ráðherranefndarinnar hafið verkefnaáætlun þar sem aðildarríkin taka

þátt í ýmsum verkefnum. Markmið þeirra er að þróa leiðir til að samþætta jafnréttissjón-

armið í æskulýðsstefnu og atvinnumálastefnu á Norðurlöndum.

1.2 Meginþættir skýrslunnar

Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar um skilgreiningar á hugtökum varðandi samþættingu og

jafnréttis- og kynjasjónarmið. Þá eru þar tilteknar aðferðir til að meta afleiðingar af

ákvörðunartillögum.

Í öðrum hluta skýrslunnar er fjallað um samstarfssvið, verkefni, sjóða- og styrkjakerfi

og samnorrænar stofnanir. Þar er lagt mat á mikilvægi samþættingar kynja- og jafnrétt-

issjónarmiða í starfseminni. Í lokakafla eru kynntar leiðbeiningar um samþættingu

kynja- og jafnréttissjónarmiða í daglegri starfsemi.

5

2. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnarEins og fram kom í inngangi hafa alþjóðlegar stofnanir hafið aðgerðir til að stuðla að

samþættingu jafnréttis á öllum meginsviðum stjórnmála. Í mörgum löndum er sú leið

kölluð “mainstreaming” eða samþætting.

Í samþættingaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar velur starfshópurinn að nota orða-

lagið samþættingu jafnréttissjónarmiða (á dönsku integrering af ligestilling) þar sem

enska hugtakið “mainstreaming” er einnig notað á öðrum sviðum og þá í allt annarri

merkingu.

2.1 Skilgreining á samþættingarstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar

Árið 1995 skipaði Evrópuráðið sérfræðinganefnd til að taka saman reynslu manna af

“mainstreaming” og á grundvelli þess starfs að semja hugtök og aðferðir til að samþætta

kynja- og jafnréttissjónarmið. Í skýrslu sérfræðinganna er samþættingarstefnan útfærð

nánar og fellur sú skilgreining vel að þörfum Norrænu ráðherranefndarinnar.

”Forsenda samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða er að öll ferli stefnumörkunar

séu metin, bætt, þróuð og endurskipulögð þannig að málsaðilar taki mið af kynja- og

jafnréttissjónarmiðum á öllum þjóðfélagssviðum, á öllum stigum ákvarðanatöku og í

allri meðferð mála.”

Þessi skilgreining er almenn og víðtæk og nefnir öll atriði sem mikilvæg eru fyrir sam-

þættingarstefnu.

Skilgreiningin byggist á því að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt öllum sam-

starfssviðum. Í köflunum 2.2 og 2.3 verður nánar greint frá því hvað átt er við með

kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Í þessu sambandi ber að taka fram að skilgreiningin

fjallar frekar um kynjasjónarmið en kvennasjónarmið. Í upphafi tók stefna í jafnréttis-

málum mið af sjónarhorni kvenna, en með aukinni þekkingu og þróun aðferða hefur at-

hyglin beinst meir að stöðu beggja kynja og kynjahlutverkum karla. Þessi áhersla hefur

sett mark sitt á starfsemi á jafnréttismálasviði Norrænu ráðherranefndarinnar.

6

Skilgreiningin tekur til viðfangsefna samþættingar (kyn og jafnrétti), en er opin gagn-

vart því hvar beri að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið. Engir málaflokkar eru

fyrirfram útilokaðir því samstarfssvið sem í fljótu bragði geta virst kynjahlutlaus geta

engu að síður haft áhrif á stöðu kynjanna. Á sumum samstarfssviðum Norrænu ráð-

herranefndarinnar er hefð fyrir því að fást við jafnréttismál, oft í formi verkefna fyrir

konur eða varðandi þátttöku kynjanna. Þó er ástæða til að samþætta kynja- og jafnréttis-

sjónarmið á miklu fleiri samstarfssviðum en hingað til, en það er einmitt tilefni þessarar

áætlunar.

Þá er tekið sérstaklega fram í skilgreiningunni að samþætta beri kynja- og jafnréttissjón-

armið á öllum stigum ákvarðanatöku. Mikilvægt er að kynja- og jafnréttissjónarmiða

gæti í forsendum allra ákvarðana á öllum stigum ákvarðanatöku þar sem það á við.

Óheppilegt er að undanskilja fyrirfram viss stig ákvarðanatöku frá því að taka mið af

kynjasjónarmiðum því slíkt getur unnið gegn ákvörðunum sem teknar eru á seinni stig-

um málsins. Í þriðja kafla þessarar skýrslu er greint frá aðferð til þess að meta hvaða

afleiðingar ákvarðanir hafa fyrir jafnrétti. Þessi leið getur beint athygli þeirra sem

ákvarðanir taka á öllum stigum að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á þeirra sviði. For-

sendur aukins jafnréttis er að kynjasjónarmið séu gerð sýnileg og þau séu viðurkennd á

öllum stigum málsins áður en ákvarðanir eru teknar.

Það er því mikilvægt að samþætta beri kynja- og jafnréttissjónarmið á öllum stigum

ákvarðanatöku. Þá er líka mikilvægt að kynjasjónarmiða gæti í allri efnismeðferð. Það

felur í sér að tekið sé mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum við undirbúning tillögu,

ákvarðanatöku, framkvæmd og mat. Mat á afleiðingum verður mikilvæg leið til að

tryggja að þetta eigi sér raunverulega stað. Aðrar stjórnsýsluaðferðir geta einnig haft

áhrif á að tekið sé tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða. Hægt er að flétta sérstakar

aðferðir eða aðgerðir inn þau ferli sem fyrir eru, stjórnsýslu og stjórnunarskjöl þar sem

þörf krefur. Í áttunda kafla skýrslunnar er fjallað um verkaskiptingu og ábyrgð, sem á að

tryggja framkvæmd áætlunar um samþættingu jafnréttissjónarmiða.

Síðasta atriði greiningarinnar snertir málsaðila. Tekið er skýrt fram að þeir aðilar sem

eiga að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið, séu þeir sem vinna að þessu málasviði

7

að öllu jöfnu. Skrifstofan, stjórnir, embættismannanefndir og ráðherranefndir á hverju

málasviði bera því ábyrgð á að tekið sé mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þannig

hafa þessir aðilar meiri áhrif á skilgreiningu vandans og þau markmið og leiðir sem

valdar eru til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Það mun þó efa gagnast samþættingarferl-

inu að allir nýjir málsaðilar tileinki sér þekkingu um stöðu kynjanna. Þá tryggir ferlið

sjálft aukna þekkingu á aðstæðum bæði karla og kvenna á hinum ýmsu málasviðum.

2.2 Hvað er kynjasjónarmið?

Eins og nefnt hefur verið fjallar samþættingaraðferðin um að taka mið af kynja- og jafn-

réttissjónarmiðum á öllum málaflokkum þar sem ástæða þykir til. Þegar mál er skoðað

frá kynjasjónarhóli felur það í sér að lýsa aðstæðum karla og kvenna á tilteknu sviði.

Kynjasjónarmið er skilgreint út frá því að kynferði sé grundvallarstærð í mannlegri til-

veru og alllir tilheyri annað hvort karlkyni eða kvenkyni. Hvoru kyni fylgja sérstakar

þarfir, venjur og atferli. Þessir þættir geta breyst bæði hjá einstaklingunum og í þjóðfél-

aginu í heild. Munur er á lífi kvenna og karla og þeirri þekkingu og reynslu sem karlar

og konur afla sér. Því er mikilvægt að lýsa stöðu beggja kynja fyrir sig og samskiptum

þeirra. Samskipti kynjanna eiga sér stað m.a. innan fjölskyldunnar, í skólum, á vinnu-

markaði og í stjórnmálum. Samskiptin byggjast ýmist á því að kynin standi jafnfætis

eða valdamisræmi þar sem annað kynið er lægra sett en hitt.

Kynferðið er einn þeirra þátta sem hefur afgerandi áhrif á kjör og tækifæri einstaklings-

ins. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðu kvenna og karla þegar fengist er við kjör

almennings eða þar sem áhrif á stöðu kvenna og karla eru óbein.

2.3 Hvað eru jafnréttissjónarmið?

Sé mál skoðað út frá jafnréttissjónarmiði er markmikið að kanna hvort kjör og tækifæri

karla og kvenna séu jöfn á tilteknu sviði. Þegar athugað er hvort kynjajafnrétti ríki er

mikilvægt að vera meðvitaður um að formlegt jafnrétti er ekki endilega það sama og

jafnrétti í reynd.

Formlegt jafnrétti byggist á jöfnum formlegum réttindum, tækifærum og kjörum kvenna

og karla. Það byggist oft á lögformlegum atriðum eins og löggjöf um jafnrétti.

8

Jafnrétti í reynd (de facto) er til merkis um að formlegt jafnrétti hafi leitt til jafnra áhrifa

og jafnrar stöðu kvenna og karla á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Nefna má nokkur lykilhugtök sem mikilvægt er að huga að þegar rannsaka skal hvort

jafnrétti ríki milli kynjanna á tilteknu málaflokki (Gertrud Åström). Lykilhugtökin verða

skýrð nánar hér á eftir. Þau fjalla um þátttöku, fjármagn og aðstæður, réttindi/skyldur/

ábyrgð og viðmið/gildi.

Þátttaka er hlutlægur mælikvarði á jafnrétti á tilteknu málasviði. Oft er hægt að leggja

fram nákvæmar tölur eða að minnsta kosti áætla hlutfall kvenna og karla í þjóðfélaginu.

Það getur verið hlutfall kynjanna miðað við samstarfssviðið í heild eða miðað við hluta

starfseminnar. Tölulegar upplýsingar verða nákvæmari eftir því sem málasviðið er

áþreifanlegra.

Kvótar eru tengdir þessu atriði því hægt er að ákveða aðgerðir til að stuðla að breyttu

hlutfalli kynjanna. Td. samþykktu norrænu samstarfsráðherrarnir í júlí 1998 reglur til að

tryggja að minnsta kosti 40% þátttöku beggja kynja í öllum embættismannanefndum,

stjórnum í samnorrænum stofnunum, öðrum nefndum, ráðum og starfshópum.

Fjármagn og aðstæður eru annar hlutlægur mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Þá er átt við

fjármagn, tíma, stað, menntun og upplýsingar. Mikilvægt er að huga að því hvernig

þessum gæðum er skipt milli karla og kvenna nú og framvegis þegar gripið er til nýrra

aðgerða. Þar sem vinnumarkaðurinn er mjög kynjaskiptur geta þróunarstyrkir til starfs-

greina haft áhrif á skiptingu fjármagns og aðstæðna milli karla og kvenna. Annað dæmi

er símenntun en þar eru konur í meirihluta nemenda. Nauðsynlegt er að vita skiptingu

fjármagns og aðstæðna þegar skipulagðar eru nýjar aðgerðir, til þess að tryggja að tillit

sé tekið til beggja kynja.

Réttindi, skyldur og ábyrð fjalla um formlegt jafnrétti kynjanna og eru lagalegs eðlis.

Þegar reglur og lög eru samin er mikilvægt að gæta þess að þau stuðli hvorki að beinni

né óbeinni mismunun karla og kvenna. Beint misrétti er ólöglegt á öllum Norðurlönd-

um. Misrétti í lögum getur myndast vegna þess að gengið hefur verið út frá því að konur

og karlar njóti sömu kjara og tækifæra. Sú er þó ekki reyndin á fjölmörgum sviðum og

9

því getur löggjöfin óbeint aukið enn frekar muninn á milli kynjanna, þar sem hún er

blind gagnvart þeim muni sem fyrir er. Auk þess að vera meðvitaður um mismun kynj-

anna þegar reglur eru samdar er hægt að nota þá þekkingu til þess að semja reglur um

sértækar aðgerðir. Sértækar aðgerðir eru aðferð til að rétta hlut þess kyns sem hallar á.

Viðmið og gildi fjalla um eigindlega þætti jafnréttis. Konur og karlar hafa hver sín

kynjahlutverk og lifa mismunandi lífi. Gildi þeirra eru ekki metin að jöfnu. Launastörf

karla eru betur borguð og karllægir eiginleikar eru vel metnir í þjóðfélaginu. Konur

sinna meiri hluta ólaunaðrar vinnu í þjóðfélaginu og launastörf þeirra eru minna metin

en störf karla.

Þrátt fyrir að hér sé sterkt að orði kveðið er viss hreyfing að komast á þessa hluti í þjóð-

félaginu. Skilgreining á hinu karllæga og hinu kvenlæga breytist hægt og um leið regl-

urnar fyrir því hvernig konur og karlar geta brugðist við. Í daglegu starfi er mikilvægt

að gera sér ljóst hvaða viðmiðanir og gildi eru ráðandi varðandi konur og karla, hið

kvenlæga og hið karllæga, því þau hafa í mismunandi mæli áhrif á þær aðgerðir og

lausnir sem gripið er til.

10

3. Aðferðir til að kanna hvort afleiðingar af ákvörðunum hafi áhrif á jafnrétti kynjanna

3.1 Skilgreining á aðferðum

Markmið aðferðarinnar er að varpa ljósi á hvernig tiltekin ákvörðun hefur áhrif á lífs-

kjör og samskipti karla og kvenna (stúlkna og drengja). Fyrri hluti greiningarinnar er að

tryggja að kynjamismunur á tilteknu málasviði sé gerður sýnilegur þar sem hann er til

staðar, en seinni hluti hennar miðast við að meta afleiðingar af tillögu til ákvörðunar út

frá jafnréttissjónarmiði.

Aðferðin skal notuð:

Þegar tillögur til ákvörðunar eru lagðar fyrir t.d. framkvæmdastjóra, embættis-

mannanefndir og ráðherranefndir (í samræmi við þrjár “súlur” norræns samstarfs)

Þegar erindisbréf eru samin fyrir starfsnefndir og verkefnishópa.

Við gerð samninga og fjárlaga fyrir samstarfssaðila sem lúta samningsstjórn.

Í innanhúsmálum stofnunarinnar, t.d. í stjórnsýsluhandbók og starfsmannahaldi.

Mikilvægt er að nota aðferðina á öllum stigum samstarfsáætlana á tilteknu sviði. Þannig

má koma í veg fyrir að fyrst verði hugað að jafnréttissjónarmiði í starfsferlinu þegar

orðið er of seint að hnika við tillögum til ákvörðunar.

Aðferðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn felur í sér tvær spurningar sem leita skal svara

við, hvort ástæða sé til að gæta kynjasjónarmiða í tillögum til ákvörðunar eða á tilteknu

málasviði. Seinni hlutinn á að bregða ljósi á afleiðingar ákvörðunarinnar fyrir jafnrétti

kynjanna.

Spurningum í kafla 3.3. skal svarað ef ástæða þykir til að taka mið af kynjasjónarmið-

um. Svo framarlega sem unnt er skulu svörin byggjast á kyngreindri tölfræði og heim-

ildum. Við greiningu er mikilvægt að muna að karlar og konur eru ekki einleitir hópar.

Aðstæður kvenna og karla geta verið mismunandi eftir aldri, uppruna, þjóðfélagsað-

stæðum o.s.frv.

11

3.2 Kynbundnar afleiðingar

1. spurning

Felur ákvörðunin í sér aðgerðir sem beint er að sérstökum þjóðfélagshópum?

Leiðbeiningar: Með sérstökum þjóðfélagshópum er t.d. átt við hvort aðgerðirnar beinist

að sérstökum hluta almennings, t.d. skólabörnum á aldrinum 12-15 ára eða vísinda-

mönnum á tilteknu sviði.

Ef aðgerðirnar beinast að sérstökum þjóðfélagshópi, hafa þær að öllum líkindum áhrif á

stöðu kvenna og karla (drengja og stúlkna). Ástæðan er sú að slíkar ákvarðanir fela oft í

sér skiptingu fjármagns, tækja og tóla. Þar sem slík skipting gæða er oft misjöfn milli

kvenna og karla eru miklar líkur á hún hafi mismunandi afleiðingar fyrir konur og karla.

2. spurning

Hvernig er staða kvenna og karla (stúlkna og drengja) í tilteknum málaflokki hvað

varðar:

-þátttöku; þe. kynjaskiptingu t.d. í stjórnum, nefndum, verkefnisstjórn eða meðal þeirra

sem taka ákvarðanir.

-fjármagn, tæki og gæði; þeas. skipting þeirra og aðgang kvenna og karla að fjármagni,

tíma, rúmi og upplýsingum.

-réttindi, skyldur og ábyrgð.

-viðmiðun og gildi.

(Gert er nánar grein fyrir þessum breytum í kafla 2.3 “Hvað eru jafnréttissjónarmið?”.)

Niðurstöður 1. og 2. spurningar:

Ef ákvörðun beinist að sérstökum þjóðfélagshópi og/eða aðstæður kvenna og karla

(stúlkna og drengja) eru mismunandi á þessu sviði, hefur ákvörðunin áhrif á stöðu

kvenna og karla. Haldið áfram með 3. spurningu.

12

3.3. Mat á afleiðingum ákvarðana á jafnrétti

3. spurning

Hvernig hefur ákvörðunin áhrif á stöðu kvenna og karla (stúlkna og drengja) hvað

varðar þátttöku, fjármagn/tæki/gæði, réttindi/skyldur/ábyrgð og viðmiðun/gildi?

Svar við þessari spurningu felur í sér mat á því hvort ákvörðunin:

- Eykur mismun kynjanna?

- Viðheldur núverandi kynjaskiptingu?

- Eykur jafnrétti kynjanna?

Þegar metið er hvort ákvörðunin hafi áhrif á jafnrétti kynjanna er einnig mikilvægt að

skoða þau áhrif í ljósi almennra jafnréttismarkmiða sem liggja fyrir á tilteknu samstarfs-

sviði.

Ef ákvörðunin dregur úr jafnvægi milli kynjanna, verður að meta hvort aðalmarkmiði

ákvörðunarinnar verði einungis náð á þennan hátt eða hvort hægt sé að breyta leiðum til

að komast hjá því að rýra jafnrétti kynjanna.

Til að breyta tillögu til ákvörðunar getur verið nauðsynlegt að afla sér þekkingar á því

hvers vegna sé mismunur á stöðu kvenna og karla á þessu málasviði.

13

4. Jafnrétti í tengslum við málaþætti og verksviðÍ þessum kafla verður fjallað um öll samstarfssvið á vegum skrifstofunnar og innan

hennar. Hann er byggður á ýmsum framkvæmdaáætlunum, ritinu “Jafnrétti í norrrænu

samstarfi” og viðtölum við deildarsérfræðinga.

Hér er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi þess að kynja- og jafnréttissjónarmið séu sam-

þætt daglegu starfi á öllum samstarfssviðum.

Greining á samstarfssviðum byggist á fyrri hluta aðferðarinnar í kafla 3.2. Þá eru sam-

starfssvið skoðuð út frá því hvort starfsemin beinist að sérstökum þjóðfélagshópi og

hvort munur sé á stöðu kvenna og karla í viðkomandi málaflokki.

Við greininguna eru dæmi fyrst og fremst sótt í aðstæður á Norðurlöndum. Aðrar sam-

starfssúlur; Norðurlönd og Evrópa/ESB/EES og Norðurlönd og grannsvæði geta falið í

sér önnur dæmi sem vert er að skoða frá kynjasjónarmiði. Þessi atriði verða skoðuð þeg-

ar aðferðinni er beitt á öllum samstarfssviðum og á öllum stigum málsins á hverju sviði

fyrir sig.

4.1. Menningarmál

Markmið mað norrænu menningarsamstarfi er að efla norræna meðvitund og menning-

arlega samkennd. Sérstök áhersla er lögð á starf sem nær til barna og unglinga, því það

þykir sérlega mikilvægt að veita þesumm aldurshópum norræna menningarlega sam-

kennd. Starfsemin felur í sér að efla faglegt samstarf atvinnumanna og auka þekkingu

almennings á norrænni list og menningu. Menningarsamstarfið er víðtækt og nær til

allra hugsanlegra menningar- og listforma. Norræni menningarsjóðurinn, aðrar

stofnanir, sjóðir og styrkjakerfi veita fé til viðburða og verkefna. Stór munur er á

þátttöku kvenna og karla og vali þeirra hvað varðar starfsemi á menningarsviði og því

þykir ástæða til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið á þessu sviði.

4.2. Mennta- og rannsóknasamstarf

Skólasamstarfið byggist m.a. á samstarfsnetum, styrkjakerfum og samstarfsáætlunum,

þ.á.m. NORDMÅL (samstarfsáætlun um norrænan málskilning). Meginmarkmið starfs-

14

ins er að efla þekkingu skólafólks á norrænni menningu og þjóðfélagsmálum og auka

færni Norðurlandabúa í tungumálum nágrannaþjóðanna. Samstarfið nær til nemenda,

kennara, kennaranema, kennaramenntastofnana, fræðimanna og skólayfirvalda. Líkt og

menningarsviðið leggur skólasamstarfið áherslu á börn og unglinga í norrænu samstarfi.

Árið 1993 gaf samstarfssviðið út framkvæmdaáætlun um jafnrétti í skólum. Þar voru

tillögur um samþættingu jafnréttis á samstarfssviðinu lagðar fram. Á þessu

samstarfssviði eru menn meðvitaðir um að samþætta beri kynja- og jafnréttissjónarmið.

Samstarf um fullorðinsfræðslu og símenntun (FOVU) er ætlað að þróa og endurnýja

norræna fullorðinsfræðslu. Grundvöllur samstarfsins er að veita einstaklingnum

tækifæri til símenntunar. Markhópurinn er því allur fullorðinn almenningur. Stór munur

er á því hve margar konur og karlar notfæra sér fullorðinsfræðslu og hvaða námsgreinar

kynin velja. Því er mikilvægt að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í þessari

starfsemi.

Meginmarkmið Norræna rannsóknaráðsins er að þróa sameiginlega norræna menntun

og rannsóknir. Það er gert með ferðastyrkjum, samningum um aðgang námsmanna að

menntastofnunum á öllum Norðurlöndum og styrkjum til rannsókna í gegnum rann-

sóknaráætlanir og rannsóknastofnanir. Markhópur starfseminnar eru námsmenn og

rannsóknaaðilar á Norðurlöndum. Á flestum sviðum rannsókna er ástæða til að sam-

þætting kynja- og jafnréttissjónarmið sé þverfaglegt sjónarmið í rannsóknaáætlunum,

eins og gert hefur verið í rannsóknaáætluninni “Norðurlönd og Evrópa”. Konur og

karlar velja mismunandi menntun og þátttaka þeirra á ýmsum rannsóknasviðum er mjög

mismunandi. Mikilvægt er að rétta hlut þess kyns sem hallar á eftir því sem kostur er.

Samstarf um upplýsingatækni

Samstarf um upplýsingatækni er í þróun og er nú verið að veita verkefnum forgangsröð.

Þar er vísað í skjal sem unnið var í nóvember 1997 þar sem taldir eru þættir sem leggja

skuli áherslu á. Þeir eru: Að nota upplýsingatækni til að styrkja lýðræðið, að tryggja

jöfn tækifæri allra í upplýsingaþjóðfélaginu, efla norræn tungumál og menningu, skipu-

leggja rafræn viðskipti og örva tengsl lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja. Full ástæða er

til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið, ekki síst hvað varðar jöfn tækifæri allra í

upplýsingaþjóðfélaginu.

15

4.3. Samstarf um umhverfismál og auðlindir

4.3.1 Orkumál

Samstarf um orkumál fjallar um betri nýtingu orku, tækniþróun og umhverfismál. Það

felst í rannsóknum, úttektum, upplýsingamiðlun, umræðum og samningagerð. Flestir

málaflokkar varða tækniatriði og kalla því ekki á samþættingu kynja- og jafnréttissjón-

armiða. Beinist verkefni að neyslu eða þörfum sérstakra þjóðfélagshópa er ástæða til að

athuga þau mál frá kynja- og jafnréttissjónarhóli.

4.3.2 Umhverfismál

Forgangsverkefni á sviði umhverfismála eru náttúruvernd, heimskautssvæðin (sjálfbærir

umhverfisþættir), samþætting umhverfissjónarmiða í öðrum málaflokkum, samræming

umhverfiseftirlits, þekkingaröflun og alþjóðasamstarf. Ástæða er til að samþætta kynja-

og jafnréttissjónarmið þegar fjallað er um kjör og tækifæri almennings.

4.3.3 Efnahagsmál

Markmið efnahagssamstarfa ráðherranefndarinnar er að stuðla að jafnvægi í efnahags-

legum, vistfræðilegum og félagslegum vexti á Norðurlöndum, skapa forsendur fyrir

auknum fjárhagslegum samruna við Evrópu og standa vörð um norræna hagsmuni á

alþjóðavettvangi.

Þar eru rædd og könnuð mál sem varða norræna efnahagsþróun, opinberan rekstur,

efnahagsstefnu, hagræna stjórnun, skatta, fjármálageirann, vinnumarkað, hagrænar að-

gerðir í umhverfismálum, þróun efnahagsmála, atvinnulíf, fjármálageirann á grannsvæð-

um og mál tengd ESB, þ.á.m. Evrópska myntbandalagið.

Ástæða er til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið á þessu sviði. Lífskjör kvenna

og karla á Norðurlöndum eru mjög ólík og er mikilvægt að skoða efnahagsstefnuna út

frá jafnréttissjónarmiði. Þá er ástæða til að kyngreina betur tölfræði um efnahagsmál.

4.3.4 Byggðastefna

Samstarf um byggðamál fjallar um að bæta lífsskilyrði dreifbýlismanna hvað varðar

jafna stöðu, valkosti, lífsgæði, góðan efnahag og áframhaldandi dreifbýli. Farsæl

dreifbýlisþróun krefst þess að fjármagn og aðstæður séu skoðuð. Mikilvægt er að meta

16

aðgerðir sem beinast að íbúum á afmörkuðu landsvæði út frá kynja- og jafnréttissjónar-

miði. Lífsskilyrði og þarfir kvenna og karla eru mismunandi og kvenekla er sívaxandi

vandamál í dreifbýlinu.

4.3.5 Samgöngumál

Samstarf um samgöngumál fjallar aðallega um öryggi í umferðinni. Þegar úttektir, rann-

sóknir og ákvarðanir fjalla um almenning eða einstaka þjóðfélagshópa er ástæða til að

gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða, þar sem þarfir og venjur karla og kvenna eru mjög

mismunandi í þessum málaflokki. Þá er fjármagni og gæðum misskipt á þessu sviði og

því er ástæða til að gæta jafnréttissjónarmiða þegar ákvarðanir eru teknar um forgangs-

röðun í framtíðinni.

4.3.6 Landbúnaður og skógrækt

Á árunum 1996-2000 skiptist samstarf um skógrækt og landbúnað í fjóra málaflokka:

gæðaframleiðslu í landbúnaði með sérstaka skírskotun til umhverfisþátta, stjórnun

erfðaþróunar, þróun skógræktar- og landbúnaðarsvæða og sjálfbærrar skógræktar. Mik-

ilvægt er að gæta jafnréttissjónarmiða þegar aðgerðir ná til einstakra þjóðfélagshópa þar

sem konum og körlum er mismunað. Þróun landbúnaðar- og skógræktarsvæða felst

bæði í tilhögun og endurskipulagningu aðalatvinnuveganna og sköpun nýrra atvinnu-

tækifæra fyrir íbúa þessara svæða. Sérstakan forgang hefur þróun atvinnutækifæra fyrir

konur. Það er ástæða til að athuga þennan málaflokk almennt frá kynja- og jafnréttis-

sjónarmiði. Mikilvægt er að skoða þróun atvinnutækifæra í heild sinni svo aðgerðir sem

eiga að rétta hlut annars kynsins verði ekki á kostnað hins.

4.3.7 Sjávarútvegur

Meginmarkmið samstarfs um sjávarútvegsmál er að stuðla að þróun sjávarútvegs á

Norðurlöndum. Það byggist á óskum um sjálfbæra og skynsamlega nýtingu á lifandi

auðlindum hafsins. Sérlega mikilvægt er að efna til aðgerða sem skipta máli fyrir þjóðir

og landssvæði sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. Ástæða er til að taka mið af kynja- og

jafnréttissjónarmiðum þegar sjávarútvegssamstarf beinist að íbúm fyrrnefndra svæða.

Mikilvægt er að velja leiðir sem bæta kjör beggja kynja til þess að varðveita eða endur-

skapa jafna kynjaskiptingu íbúanna, því fleiri konur en karlar flytja á brott frá mörgum

jaðarsvæðum.

17

4.4 Velferðar- og iðnaðarsvið

4.4.1 Vinnumarkaðs- og vinnuumhverfismál

Samstarf um vinnumarkað og vinnuumhverfismál fjallar um þrjú aðalatriði: Norræna

líkanið á vinnumarkaðssviði (samningagerð aðila vinnumarkaðarins), virkri atvinnu-

málastefnu og þróun vinnuumhverfismála. Í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um

samstarf á sviði vinnumarkaðs- og vinnuumhverfismála 1995-2000 er fjallað um sjö

megindleg markmið þar sem minnst er á mikilvægi jafnréttis varðandi fulla atvinnu, að-

gerðir gegn kynþáttafordómum og tryggingu jafnréttis á vinnumarkaði varðandi kyn-

ferði, uppruna, trúarbrögð og búsetu. Jafnrétti er því skýrt tekið fram í samstarfsáætlun-

inni. Norrænn atvinnumarkaður er mjög kynjaskiptur, bæði lárétt og lóðrétt. Því er enn

langt í land varðandi jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Sérleg ástæða er til að huga að

kynja- og jafnréttissjónarmiðum á þessu sviði.

4.4.2 Félags- og heilbrigðismál

Samstarf um félags- og heilbrigðismál byggist á gildum og undirstöðureglum norræna

velferðarlíkansins. Hér er átt við jafnan rétt borgaranna, félagslega samstöðu, almanna-

tryggingar, gæði og öryggi borgaranna. Tryggð eru félagsleg réttindi almennings, rétt-

indi flóttamanna og nýbúa, hagsmunum minnihlutahópa er veittur forgangur (þ.á.m.

fatlaðra), tryggður er jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu, réttindi sjúklinga, gæða-

trygging og hagkvæmni í framleiðslu lyfja og lækningatækja. Samstarfsstofnanir annast

stóran hluta starfseminnar en lítill hluti fjármagns fer til verkefna og takmarkaðra að-

gerða. Starfsemin miðast því í miklum mæli að íbúum Norðurlanda, og þá sérstaklega

þeirra sem minna mega sín. Þá er fé veitt í félags- og heilbrigðisverkefni á grannsvæð-

um Norðurlanda, þ.e. Eystrasaltsríkjunum og NV-Rússlandi. Þessi verkefni fjalla um

þekkingarmiðlun og þróun kerfa til að tryggja réttindi almennings á sviði félags- og

heilbrigðismála.

Ástæða er til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið á þessu sviði. Munur er á stöðu

kvenna og karla hvað varðar heilsuvernd, sjúkdóma og félagslega aðstöðu. Þá er ástæða

til að gæta að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í starfi sem beinist að sérstökum þjóðfél-

agshópum, t.d. flóttamönnum, nýbúum og öðrum minnihlutahópum.

18

Félags- og heilbrigðisgeirinn tekur mið af kynjasjónarmiðum í starfi sínu. T.d. er unnin

kyngreind tölfræði þegar ástæða þykir til og kynjafræði er kennd við Norræna heilsu-

verndarháskólann.

4.4.3 Jafnréttismál

Samstarf um jafnréttismál byggist á norrænu jafnréttislíkani, en það felst í því að konur

og karlar njóti sömu réttinda og tækifæra og axli sömu ábyrgð á öllum mikilvægum

sviðum lífsins. Á tímabili samstarfsáætlunar 1995-2000 fjallar starfsemin um að tryggja

jafnan aðgang kvenna og karla að pólitískum og efnahagslegum ákvarðanatökum, stuðla

að efnahagslegum jöfnuði og áhrifum (jöfnum launum) kvenna og karla, efla jafnrétti í

atvinnulífi, auðvelda sameiningu foreldrahlutverks og launastarfs og hafa áhrif á þróun

jafnréttismála á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi. Þá er lögð áhersla á að þróa að-

ferðir til að efla virkt jafnréttisstarf. Starfsemin byggist á rannsóknum, verkefnum, ráð-

stefnum og fræðslustarfi. Markhópur samstarfsins er það kyn sem hallar á hverju sinni,

hvort sem það eru karlar eða konur. Grundvöllur samstarfssviðsins er að efla jafnrétti

kynjanna.

4.4.4 Samstarf um vímuvarnir

Stefna í forvarnarmálum er hluti norrænnar velferðarstefnu þar sem lögð er áhersla á

samstöðu og ábyrgð þjóðfélagsins og einstaklingsins. Að samræma beri aðgerðir lög-

reglu og tollyfirvalda við aðrar forvarnaraðgerðir. Fylgst er með þróun misnotkunar-

mynstra og –menningar, unnið er forvarnarstarf meðal barna og unglinga, efnt er til að-

gerða varðandi meðferð og endurhæfingu og fjallað um réttarfarsleg atriði. Ástæða er til

að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða þegar samstarfið miðast við tiltekna þjóðfélags-

hópa.

4.4.5 Iðnaður

Samstarfið fjallar um að efla nýsköpun og samkeppnishæfni smárra og miðlungsstórra

fyrirtækja. Sviðið er náskylt atvinnumálasviðinu. Stór munur er á því hvaða starfsgrein-

ar konur og karlar velja. Þar sem aðgerðir eru taldar hafa áhrif á starfsgreinar hafa þær

líka áhrif á jafnrétti kynjanna sökum þess hvað atvinnumarkaður á Norðurlöndum er

kynjaskiptur. Því er rík ástæða til að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða á þessu sviði.

Til þess teljast Nordpraktik, Østjob, Norræni iðnaðarsjóðurinn og Nordtest. Ástæða er

til að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða í styrkjakerfi þar þau taka til einstaklinga.

19

4.4.6 Skipulags- og byggingarmál

Markmið samstarfsins er að efla þróun byggingariðnaðar á Norðurlöndum sem veiga-

mikils þáttar í efnahagslífi hverrar þjóðar. Markmiðið er að efla aðlögunar-, þróunar- og

samkeppnishæfni byggingariðnaðar varðandi sparnað á hráefnum, vistvænt skipulag,

húsagerð og gæði húsnæðis. Skipst er á reynslu um hvernig skapa megi góð húsnæðis-

og lífsskilyrði fyrir alla þjóðfélagshópa fyrir viðráðanlegan kostnað að hálfu hins opin-

bera og einstaklinga.

4.4.7 Neytenda- og matvælamál

Markmið neytendasamstarfsins er að styrkja stöðu neytenda með fræðslu, áhrifum og

löggjöf. Staða neytenda er réttarfarsleg og fjárhagsleg og snertir heilbrigði og öryggi.

Fjárlögum sviðsins er veitt í verkefni. Fengist er við ýmsar hliðar á stöðu neytendans.

Neyslumynstur og –atferli kvenna og karla eru mismunandi. Ástæða er að gæta kynja-

og jafnréttissjónarmiða þar sem hægt er að sýna fram á kynjamismun og þar með auka

gæði verkefnanna.

Samstarf um matvælamál skiptist í fimm svið: Matvæli og næringu, eiturefnaeftirlit,

örlíffræði matvæla, matvælaeftirlit og matvælalöggjöf. Fjárlögum samstarfssviðsins er

veitt í einstök verkefni. Ástæða er til að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða þar sem

verkefnin snerta sérstaka þjóðfélagshópa eða þar sem kynjasjónarmið geta aukið gæði

verkefnisins, eins og fram kemur í tilmælum Nordisk Næring.

4.4.8 Réttarfarslegt samstarf

Réttarfarslegt samstarf fjallar um mál sem eru á verksviði dómsmálaráðherra í hverju

landi. Stuðlað er að norrænni samræmingu á löggjöf sem á að tryggja jafnrétti í lögum.

Það getur t.d. verið forvarnir gegn afbrotum eða rannsóknir á sviði sifjaréttar (stöðu

feðra við skilnað). Fé er veitt í ráðstefnur, málþing, rannsóknir og úttektir. Ástæða er til

að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða þegar fengist er við réttarstöðu einstaklingsins.

4.5 Upplýsingar

Upplýsingadeildin skipuleggur upplýsingaherferðir m.a. fyrir fréttamenn, semur frétta-

tilkynningar, ber ábyrgð á vefsíðum skrifstofunnar, fréttabréfinu “Norðurlönd í vikunni”

ásamt fréttabréfum og útvarpsfréttum á ensku. Markhópur starfsins eru embættismenn,

fjölmiðlar og almenningur. Ástæða er til að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfi

20

deildarinnar sérstaklega varðandi undirbúning og framkvæmd upplýsingaherferða, því

karlar og konur hafa mismunandi aðgang að hinum ýmsu upplýsingaveitum. Þá ber að

gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða í ársskýrslum og tölfræðiársritum.

4.6 Fjármála- og stjórnunarsvið

Fjármála- og stjórnunarsvið annast fjármálastjórnun, upplýsingatækni, starfsmannahald,

launagreiðslur, rekstur og þjónustustörf. Starfsfólk fæst við stefnumótandi áætlanir,

starfsáætlanir formennskulands, fjárlagagerð og bókhald fyrir samstarfssvið og

samstarfsstofnanir, auk þess að fylgja árangursstjórnun eftir. Mikilvægt er að flétta

eigindleg og megindleg markmið jafnréttis og endurmat á árangri (viðmiðun) inn í

venjuleg ferli bæði innan sviðsins og í sambandi við önnur samstarfssvið og

samstarfsaðila. Þetta er t.d. gert við samningastjórnun.

Í launa- og starfsmannamálum er mikilvægt að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða í

starfsmannastjórnun, t.d. varðandi umgengni og samskipti á vinnustað, vinnuumhverfi,

reglur um vinnutíma, laun og símenntun. Nú eru kynja- og jafnréttissjónarmið fléttuð

inn í heilsuvernd, vinnuumhverfi og öryggi á vinnustað. Sama á við skipun starfshópa

innan skrifstofunnar.

Við mannaráðningar er jafnréttissjónarmiðið þýðingarmikið til þess ýmist að auka eða

viðhalda jafnri kynjaskiptingu á öllum þrepum stofnunarinnar. Slík samþætting á sér

þegar stað og er ein af viðmiðunum við mannaráðningar. Þá er unnin tölfræði sem nota

má við endurmat.

4.7 Skrifstofa framkvæmdastjóra

Á skrifstofu framkvæmdastjóra eru undirbúnar tillögur fyrir nefndir norrænu samstarfs-

ráðherranna (MR-SAM) og embættismanna þeirra (NSK). Flestar tillögur eru tengdar

öðrum samstarfssviðum. Því er það fyrst og fremst ábyrgð samstarfssviðanna að gæta

kynja- og jafnréttissjónarmiða þegar það á við. Hlutverk framkvæmdastjóra er að sjá til

þess að jafnréttismat sé á rökum reist.

Þá er ástæða til að gæta kynja- og jafnréttissjónarmiða í sambandi við stefnumótandi

áætlun á starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar.

21

5. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í verkefnum sem eru fjármögnuð með norrænu fé

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í norrænum verkefnum krefst þess að samdar

verði starfsreglur á öllum stigum verkefnisferlisins.

Þegar nýjar áherslur fá forgang, þar sem hægt er að sækja um styrki til verkefna, ber að

athuga hvort ástæða sé til að meta áhrif þeirra á jafnrétti.

Á umsóknareyðublaði um verkefnisstyrki frá Norrænu ráðherranefndinni verður fram-

vegis spurt um (sjá næstu grein) kynja- og jafnréttissjónarmið verkefnisins. Svar um-

sækjenda geta mótað grundvöll endurmats á kynja- og jafnréttissjónarmiði verkefnisins

að því loknu.

Þar sem ástæða þykir að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið verkefna verður að taka

afstöðu til þess við fjárveitingu. Við afgreiðslu umsóknar og fjárveitingu er það hlutverk

þess sem ákvörðun tekur að leggja áherslu á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

þannig að verkefni sem efla eða viðhalda jafnrétti kynjanna hafi meiri möguleika á fjár-

veitingu en verkefni sem þykja rýra jafnrétti.

5.1 Umsóknir um verkefni

Stöðluð spurning:

Hvernig tekur verkefnið mið af kynjasjónarmiðum og/eða jafnrétti karla og kvenna?

Leiðbeiningar varðandi spurninguna:

Starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar er skyldað að taka mið af kynja- og jafnréttis-

sjónarmiðum á öllum samstarfssviðum þar sem ástæða þykir til.

Ástæða er til að greina frá kynjasjónarmiði verkefnisins ef konumog körlum er mismun-

að innan málaflokksins.

Greinargerðin á að fela í sér lýsingu á því hvernig verkefnið hefur áhrif á stöðu kvenna

og karla með tilliti til:

þátttöku

22

aðgangs og hlutdeildar í fjármagni og gæðum (t.d. peningum, tíma, þekkingu og

upplýsingum)

viðmiða og gilda sem snerta kynferði.

5.2 Greinargerð verkefna

Að verkefni loknu ber að afhenda greinargerð um verkefnið. Þar skal tekið fram hvernig

tókst að ná markmiði um aukið jafnrétti.

23

6. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í norrænu sjóða- og styrkjakerfi

6.1 Sjóðakerfi

Stefna ber að jafnri kynjaskiptingu styrkþega. Sjóðsstjórn ber að huga að þessu við út-

hlutun styrkja. Í ársskýrslu og endurmati ber að meta hvernig starfsemi sjóðsins gagnast

kynjasjónarmiðum. Ef annað kynið reynist í meirihluta styrkþega ber að meta hvort út-

hlutunarreglurnar eða styrkir halli á annað kynið. Niðurstöðurnar skulu þá leiða til þess

að úthlutunarreglur eða styrkirnir breytist svo þeir gagnist báðum kynjum.

6.2 Styrkjakerfi

Öll styrkjakerfi hafa skilgreindan markhóp innan starfssviðs styrkjakerfisins. Sum

styrkjakerfi lúta stjórnunarsamningi. Stjórnunarsamningar byggjast á því að stofnanir

viti hvernig starfsemin eigi að fara fram. Samningurinn skilgreinir ramma starfseminnar

og starfsleiðir, áherslur og markmið starfseminnar, þ.e.a.s. hvað stofnunin eigi að gera.

Embættismannanefndir bera ábyrgð á að samningur eða erindisbréf styrkjakerfisins feli í

sér kröfur um styrkþegar taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum. T.d. er hægt að

skjóta inn kafla um kyn og jafnrétti í staðlaða samninga á eftir kaflanum um norræna

nytsemd, þar sem kveðið er á um eigindleg og megindleg markmið varðandi þátttöku,

fjármagn og gæði, réttindi og viðmið/gildi.

Styrkjakerfin bera ábyrgð á að taka mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum í starfsemi

sinni þar sem það á við. Hægt er að nota aðferðina í 3. grein í daglegri starfsemi. Þá er

hægt að bæta við spurningu um kynja- og jafnréttissjónarmið í umsóknareyðublöð um

styrki. Það veitir stjórn/nefnd gagnlegar upplýsingar til að meta afleiðingar umsóknar-

innar fyrir jafnrétti.

Við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs og árlegrar árangursskýrslu ber að taka fram hvern-

ig forgangsverkefni hafa áhrif á jafnrétti kynjanna. Þar er við hæfi að kanna eigindlega

og megindlega þætti eins og þátttöku, fjármagn/aðstæður, réttindi og viðmiðun/gildi.

24

7. Leiðbeiningar um samþættingu jafnréttis í samnorrænum stofnunum

Allar samnorrænar stofnanir lúta stjórnunarsamningum, að undanskildum Norræna fjár-

festingarbankanum og Norræna þróunarsjóðnum.

Samningsstjórnun byggist á því að stofnanirnar viti hvernig starfseminni skuli háttað.

Samningurinn skilgreinir ramma starfseminnar og segir til um starfsleiðir, áherslur og

markmið starfseminnar, þ.e.a.s. hvað stofnunin eigi að gera.

Í stöðluðum samningum ber fjármála- og stjórnunardeild að bæta við grein um kyn og

jafnrétti, t.d. á eftir kaflanum um norræna nytsemd. Í samningnum ber að taka fram

eigindleg og megindleg markmið jafnréttis kynjanna innan starfssviðs stofnunarinnar.

Markmiðið getur t.d. miðast við tölfræðilegar upplýsingar sem skoðaðar eru í aðferðinni

(í grein 3) um þátttöku, fjármagn og aðstæður, réttindi og viðmið/gildi.

Embættismannanefndir bera ábyrgð á að setja markmið þegar nýir samningar eru gerðir.

Stofnanir bera ábyrgð á að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið í starfsemina þar sem það

á við. Þar er hægt að nota aðferðina í 3. grein í daglegri starfsemi. Ef stofnunin veitir

styrki t.d. til verkefna á hún að bæta við spurningu í umsóknareyðublaðið varðandi

kynja- og jafnréttissjónarmið. Þannig fær stofnunin gagnlegar upplýsingar til að meta

afleiðingar umsóknarinnar fyrir jafnrétti.

Við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs og árlegrar árangursskýrslu ber að gera grein fyrir

því hvernig forgangsverkefni hafa áhrif á jafnrétti kynjanna. Þar er við hæfi að kanna

eigindlega og megindlega þætti eins og þátttöku, fjármagn og aðstæður, réttindi og

viðmið/gildi.

25

8. Dreifing á verkefnum og ábyrgð í daglegri starfsemi

8.1 Ráðherranefndir

Ráðherranefndir bera ábyrgð á samþykkt meginmarkmiða jafnréttis kynjanna á þeirra

verksviði.

Við samþykkt nýrra samstarfsáætlana og framkvæmdaáætlana ber að samþætta kynja-

og jafnréttissjónarmið þar sem ástæða þykir.

Ráðherranefndir bera ábyrgð á að stefnumótandi áætlanir á sviði þeirra taki mið af

kynja- og jafnréttissjónarmiðum.

Ráðherranefndir bera ábyrgð á að fé sé veitt til aðgerða sem efla jafnrétti á samstarfs-

sviði þeirra ef árangursmælingar sýna fram á þörf þess.

8.2 Embættismannanefndir

Hlutverk þeirra er að taka ákvarðanir sem taka mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum.

Þetta á t.d. við um samþykkt nýrra stjórnunarsamninga fyrir samstarfsstofnanir. Í því

sambandi bera embættismannanefndir ábyrgð á því að í samningum felist eigindleg og

megindleg markmið jafnréttis á samstarfssviðinu. Ef ákvörðunartillaga er ekki metin út

frá kynja- og jafnréttissjónarmiði verður að fresta ákvörðun þar til gerð hefur verið

nægileg grein fyrir þessum þætti. Þá þarf að finna aðrar lausnir ef ákvörðunartillagan

þykir rýra jafnrétti kynjanna.

8.3 Framkvæmdastjóri

Ber ábyrgð á að allar ákvörðunartillögur sem lagðar eru fyrir samstarfsráðherra og em-

bættismannanefnd þeirra séu metnar út frá jafnréttissjónarmiði.

Ber meginábyrgð á samþættingu jafnréttis í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Í

ársskýrslu ber framkvæmdastjóra að gera grein fyrir framvindu á öllum samstarfssvið-

um og hvernig miðað hefur í átt að jafnrétti kynjanna.

26

8.4 Skrifstofustjórar

Þeir bera meginábyrgð á að stefnt sé að jafnrétti í öllum málaflokkum sviðsins varðandi

markmið og viðmið og að jafnréttissjónarmið séu fléttuð inn í fjárlagagerð sviðsins.

Þeir bera ábyrgð á að veita fræðslustarfi forgang í samráði við starfsmannadeild. Þá

samræma þeir ráðgjöf frá sérfræðingum eftir þörfum.

Á hverju ári ber þeim að vinna yfirlit úr framvinduskýrslum á þeirra verksviði til þess

að fá yfirsýn yfir fengna reynslu. Yfirlitið á að ná til þriggja súlna samstarfsins, fela í

sér mat á völdum leiðum og koma með tillögur til úrbóta.

8.5 Deildarsérfræðingar

Deildarsérfræðingar bera ábyrgð á að allar ákvörðunartillögur á sviði þeirra til embætt-

ismannanefnda og ráðherranefnda séu metnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Það á

t.d. við um tillögur um úttektir, verkefni, styrki- og sjóðakerfi og stofnanir. Það á eink-

um við um ákvarðanir um frumkvæði, framkvæmd og endurmat. Flétta ber kynja- og

jafnréttissjónarmið í samninga og fjárlög stofnana og annarra samningsstýrðra sam-

starfsstofnana. Í ársskýrslum skal greint frá jafnrétti kynjanna á samstarfssviðinu. Grein-

argerðir byggist á árangursmælingum, sem framkvæmdar voru á árinu og innihalda

kafla um nýjar aðgerðir um jafnrétti eða breytingar á fyrri stefnu í kjölfar árangursmæl-

inga.

27

Fylgiskjal 1: Ákvörðun Norrænu samstarfsráðherranna um framkvæmdaáætlun

Samþætting jafnréttis í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar

Samþykkt á fundi MR-SAM 9.12.1997

1. Markmið

Norrænu samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) hafa allt frá árinu 1985 verið meðvitaðir um þörf á

samþættingu jafnréttissjónarmiða á öllum samstarfssviðum. Í október 1985 sendi ráðherranefnd-

in bréf til allra embættismannanefnda þar sem því var slegið föstu að taka bæri mið af jafnréttis-

sjónarmiðum við gerð samstarfsáætlana og verkefna á ýmsum samstarfssviðum.

Á sumum samstarfssviðum ráðherranefndarinnar var tekið mið af jafnréttissjónarmiðum en samræmd samþætting jafnréttissjónarmiða í starfsemi ráðherranefndarinnar hefur ekki orðið í raun.

Þegar jafnréttissjónarmið eru fléttuð á öllum sviðum er mikilvægt að huga að óformlegum og

formlegum skipulagsatriðum sem viðhalda eða jafnvel auka bilið milli kynjanna og valdamis-

ræmi. Kynferðið er sjálfsmynd okkar sem hefur áhrif á daglegt líf okkar og því svokallaðar

kynjahlutlausar ákvarðanir haft mismunandi afleiðingar á konur og karla og því óviljandi unnið

gegn jafnrétti.

Við mótun stefnun og leiða til samþættingar jafnréttissjónarmiða í allri starfsemi hefur embætt-

ismannanefnd á sviði jafnréttismála (MR- JÄM) hrint af stað norrænu verkefni um samþættingu.

Markmið verkefnisins er að reyna aðferðir og líkön til að flétta jafnréttissjónarmið í æskulýðs-

stefnu og atvinnumálastefnu á Norðurlöndum.

Samtímis norræna verkefninu skuli jafnrétti samþætt starfsemi ráðherranefndarinnar með eftir-

farandi markmiðum:

1. í öllum nefndum ráðherranefndarinnar séu a.m.k. 40% þátttakenda af hvoru kyni.

2. öll tölfræði um einstaklinga sé kyngreind ef ástæða er til.

3. leitað sé leiða til að gera alla sem sjá um ákvarðanatökur og sérfræðinga meðvitaða um

kynjasjónarmið með því að gera kynja- og jafnréttissjónarmið að föstum lið í almennu

starfi. Þetta á við um ráðherranefndir, embættismannanefndir, stofnanir og stjórnir þeirra.

4. að sýna fram á samþættingu jafnréttissjónarmiða í fjárlagagerð. Jafnréttisþættir skulu koma

fram á áætlunar- og framkvæmdastigi.

28

5. í áætlun og framkvæmd verkefna, sjóða- og styrkjakerfa sem fjármögnuð eru af Norrænu

ráðherranefndinni bera að taka fram hvernig starfsemin hefur áhrif á jafnrétti kvenna og

karla.

6. að skipuleggja þverfaglegt samstarf sem stuðlar að jafnrétti kynjanna.

2. Skipulag samþættingar hjá Norrænu ráðherranefndinni

Til þess að þróa stefnu í jafnréttismálum verður einhver að axla ábyrgð á samræmingu jafnrétt-

isstarfs í ýmsum málaflokkum. Í því felst m.a. að fylgjast náið með þróun á ýmsum sviðum,

semja reglur eftir þörfum fyrir samþættingarstarfið, veita ráðgjöf, styðja og taka frumkvæði þeg-

ar þörf krefur á viðkomandi sviðum.

- Verkefnishópur verði skipaður

með það hlutverk að:

1. búa til ferli, sem tryggja jafna dreifingu kynjanna í stjórnir og ráðgefandi nefndir.

2. taka frumkvæði að yfirliti yfir aðgerðir í jafnréttismálum í Norrænu ráðherranefndinni og

aðstoða við að skilgreina samstarfsáætlanir á hverju sviði út frá jafnréttissjónarmiðum.

3. semja leiðbeiningar í að samþætta jafnréttisjónarmið í verkefnum sem fjármögnuð eru með

norrænu fé.

4. semja leiðbeiningar fyrir norræn sjóða- og styrkjakerfi í samráði við viðkomandi aðila til

þess að uppfylla markmið um jafnrétti kynjanna

5. aðstoða stofnanir við að taka mið af jafnréttissjónarmiðum í starfsemi þeirra. Ein leið er að

stofnanirnar geri eigin jafnréttisáætlanir.

Verkefnishópurinn sem skipaður er af framkvæmdastjóranum á m.a. að skipuleggja fundi með

deildarsérfræðingum og embættismannanefndum Norrænu ráðherranefndarinnar til þess að ræða

hvernig taka megi mið af jafnréttissjónarmiðum. Þá má efna til tilraunaverkefna á norrænum

stofnunum sem reiðubúnar eru til að þróa starfsmannastjórnun og taka mið af jafnrétti kynjanna

í starfsemi sinni.

- Hópur um starfsmannastjórnun

Við þróun starfsmannastjórnunar er hópur skipaður til að semja framkvæmdaáætlun sem felur í

sér tillögur um aðgerðir í jafnréttismálum skrifstofunnar. Hlutverk hans er að taka frumkvæði og

sinna fræðslu um jafnréttismál. Markmiðið er að efla kynjavitund deildarsérfræðinga á skrif-

stofu Norrænu ráðherranefndarinnar.

3. Tímaáætlun

Starfið hefst haustið 1997 og fer fram árið 1997 og 1998. Þá fer endurmat fram í lok árs 1999.

29

Fylgiskjal 2: Tilvísanir.

Framkvæmdastjórn ESB: Incorporating equal opportunities for women and men into all

community policies and activities. Communication: Bruxelles, 21.02.1996. Strategy Paper:

31.01.1997.

Framkvæmdastjórn ESB: A guide to gender impact assessment. Bruxelles, 08.10.1997.

Evrópuráðið: Gender Mainstreaming, Strasbourg, May 1998.

Jafnréttismál: Enkel metod för jämställdhetssanalys. Stockholm.

Jafnréttissvið Norrænu ráherranefndarinnar: Jämställhetsperspektiv i det nordiska

samarbetet. København, 1998.

Birgitta Åseskog: Mainstreaming. Stockholm, 05.08.1996.

Gertrud Åström: 3R – metoden samt Varför mainstreaming?. Svenska Kommunforbundet.

30