amk 20 05 2016

20
MELLUBÖND AFTUR KOMIN Í TÍSKU SYNIRNIR VILJA ALLTAF VERA Í SUNDI SKÓGARJÓGA Í MIÐRI REYKJAVÍK ANDI TJÖRUHÚSSINS FLUTTUR TIL REYKJAVÍKUR 30 NÝR RITSTJÓRI MEÐ SON SINN Í VINNU FÖSTUDAGUR 20.05.16 ANNA FRÍÐA Hentugar göngur fyrir byrjendur Á NETINU ALLAN SÓLAR- HRINGINN

Upload: frettatiminn

Post on 30-Jul-2016

229 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

amk, iceland, news, fréttatíminn

TRANSCRIPT

Page 1: Amk 20 05 2016

MELLUBÖND AFTUR KOMIN Í TÍSKU

SYNIRNIR VILJA ALLTAF VERA Í SUNDI

SKÓGARJÓGA Í MIÐRI REYKJAVÍK

ANDI TJÖRUHÚSSINS FLUTTUR TIL REYKJAVÍKUR 30

NÝR RITSTJÓRI MEÐ SON

SINN Í VINNU

FÖSTUDAGUR 20.05.16

ANNA FRÍÐA

Hentugar göngur fyrir byrjendur

Á NETINU ALLAN SÓLAR- HRINGINN

Page 2: Amk 20 05 2016

Ánægð að fá kærastann heim eftir eins árs fjarbúð

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, er í vinnunni nánast allan sólarhringinn. Kærastinn er orðinn vanur því að hún svari fyrirspurnum og kvörtunum út um allan bæ, jafnvel á meðan þau sjálf eru úti að borða. Samt er hún dugleg að njóta þess að vera til. Hún þekkir af eigin raun hvað lífið getur verið hverfult, en hún missti föður sinn 19 ára gömul.

Anna Fríða Telur að Íslendingar séu of uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Sjálf reynir hún að taka ekki þátt í því, allavega ekki meðvitað. Hún vill frekar lifa lífinu fyrir sjálfa sig.Mynd | Rut

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Anna Fríða hefur í nógu að snúast við að halda utan um Dominos á samfélags­miðlum, skipuleggja

herferðir og taka þátt í vöruþróun, sem felur að miklu leyti í sér að smakka pítsur. En það eitt og sér getur stundum verið strembið, að hennar sögn, sérstaklega þegar hún ætlar að reyna að halda sig í hollustunni.

Hinn dularfulli tístariEinhverjir muna kannski eftir því þegar Anna Fríða steig fram í dagsljósið á síðasta ári sem hinn dularfulli Dominos tístari. Og varpaði þar með ljósi á mál sem valdið hafði mörgum heilabrot­um. Þá hafði Dominos á Íslandi vakið athygli á Twitter um tíma með skemmtilegum tístum og hnyttnum tilsvörum, ásamt skjótri þjónustu við viðskiptavini. „Ég fékk allt í einu símtal frá blaða­manni mbl.is sem vildi ræða við mig um samfélagsmiðla og mark­aðssetningu og þá uppljóstraðist leyndarmálið,“ segir Anna Fríða og hlær. Reyndar var aldrei um raunverulegt leyndarmál að ræða og hún sem tístari fór ekki huldu höfði sem slíkur. „En eftir þessa uppljóstrun virðist fólk vita eitt­hvað um Dominos á twitter. Ég fæ stundum að heyra: „Hei, ert þú ekki Dominos stelpan?“ Það er svolítið súrrealískt.“

Í vinnunni allan sólarhringinnAnna Fríða er 26 ára og hefur starfað hjá Dominos í rúm tvö ár, en hún byrjaði í 50 prósent starfi á síðasta árinu sínu í háskólanum og var svo ráðin fullt starf að námi loknu.

„Þetta er mjög fjölbreytt og krefjandi starf. Við erum bara tvö í markaðsdeildinni og það er mik­ið að gera. Ég er í raun í vinnunni 24 tíma á sólarhring. Kærastinn hefur alveg þurft að venjast því að þegar við erum úti að borða eða að fá okkur bjór þá þarf ég kannski að svara einhverjum manni í Mos­fellsbæ sem fékk ekki pepperoni á pítsuna sína. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og þurf­

um að vera til staðar fyrir við­skiptavinina. Það skiptir ekki máli hvort það er aðfangadagur eða einhver annar dagur,“ segir Anna Fríða en hún svarar viðskiptavin­um bæði í gegnum twitter og face­book. Það fer bara eftir því hvar kvörtunin eða fyrirspurnin berst.

Alltaf hressAnna Fríða er miðbæjarskvísa í húð og hár og sleit barnsskón­um á Freyjugötunni þar sem hún og móðir hennar bjuggu saman, þangað til Anna Fríða keypti sér sjálf íbúð í Vesturbænum fyrir þremur árum. Hún átti góða æsku og var vinamörg – sem hefur ekki breyst. „Ég hef alltaf verið mjög hress og átt auðvelt með að eign­ast vini. Og einhvern veginn enda ég alltaf í einhverjum nefndum hvar sem ég fer. Aðallega skemmti­nefndum,“ segir hún hlæjandi og kemur það blaðamanni ekki á óvart miðað við hvernig hún kem­ur fyrir – opin, glaðleg og dríf­andi. Hún lætur ekkert stöðva sig og telur sjálf að það hafi haft sitt að segja að hún sé alin upp af ein­stæðri móður, Kristínu Jóhann­esdóttur, skólastjóra Austurbæjar­skóla, sem hefur verið henni góð fyrirmynd.

Lífið tók völdinEftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og slys­aðist Anna Fríða í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, eins og hún orðar það sjálf. „Öll persónuleika­próf sem ég tók sögðu að ég ætti að verða leikkona, en ég var ekki alveg til í það. En besta vinkona mín var á leiðinni í viðskiptafræði og ég hugsaði með mér að hún væri alltaf svo sniðug, og ákvað að gera eins. Ég var sko á mála­braut í Versló og vissi ekki einu sinni hvað diffrun var. Fyrsti tím­inn sem ég mætti í var bókfærsla og ég skildi ekkert. En þetta kom fljótt og ég fann að námið átti vel við mig,“ segir Anna Fríða sem vill meina að lífið hafi einfaldlega stýrt henni á þann stað sem hún er í dag, frekar að hún hafi stýrt lífinu þangað. Bæði hvað varðar nám og vinnu.

„Ég man þegar ég var yngri, að spá í hvað ég ætti að verða þegar

ég yrði stór, þá leitaði ég ráða hjá mömmu. Spurði hana hvernig hún hefði valið sér nám og starfs­vettvang. Hennar svar var: „Lífið bara gerðist“ og mér fannst það ömurlegt ráð á þeim tíma. En svo er það nákvæmlega það sem ég er að lifa eftir í dag. Ég held að það sé nefnilega ástæða fyrir öllu sem gerist í lífinu,“ segir Anna Fríða hugsi en skellir svo upp úr. „Ég vil alls ekki hljóma of „spiritual“ því ég er svo langt frá því að vera þannig týpa.“

Missti föður sinnEn Anna Fríða hefur gengið í gegnum erfiða tíma þar sem einmitt þessi hugsunarháttur hjálpaði henni mikið. „Ég missti pabba minn þegar ég var að verða 19 ára og lærði mjög mikið af því,“ segir Anna Fríða, en faðir hennar, Gísli Reynisson athafnamað­ur, lést langt fyrir aldur fram eftir skammvinn veikindi. „Það var mjög sorglegt og þetta var ömurlegur tími. Ég upplifði alls konar flóknar og erfiðar tilfinningar. Það erfið­asta er ekki að hugsa til baka um þann tíma sem ég fékk með honum, heldur að hugsa um tímann sem ég mun aldrei fá. Svona lagað minnir mann á hvað lífið er hverfult,“ segir hún einlæg. „En lífið verður samt að halda áfram. Maður gefur sér tíma til syrgja og það er alltaf sorg yfir því að pabbi sé ekki til staðar, en á einhverjum tíma­punkti verður maður að hugsa; þetta er eitthvað sem gerðist og ég get ekki breytt því, nú þarf ég að lifa með þessu. Sem ég er að gera í dag.“

Allt önnur manneskja í dagAð missa föður sinn gerði Önnu Fríðu enn þakklátari fyrir það góða fólk sem hún hefur í kring­um sig. Sérstaklega er hún þakklát fyrir mömmu sína og ömmu sem hafa alltaf verið til staðar. En fjöl­skyldan hennar er mjög náin. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var mjög ung og ég er alin upp af mömmu og ömmu, þannig ég missti pabba ekki af heimilinu. Við pabbi vorum samt alltaf í góðu sambandi, þó hann byggi mik­ið í útlöndum,“ segir Anna Fríða sem tekur jafnframt fram á að hún eigi æðislega föðurfjölskyldu sem hafi reynst henni vel og henni þyki mjög vænt um.

Hún segist vera allt önnur manneskja í dag en hún var áður en faðir hennar lést. „Ég veit samt ekki hvort ástæðan er sú að pabbi dó á þessum tíma eða

hvort þetta hefur bara verið eðli­legt þroskaferli. Ætli það sé ekki blanda af ýmsu. Ég væri mikið til í að hann gæti séð hvað ég er allt öðruvísi í dag en þegar ég var 18 ára.“

Fjarsamband í heilt árAnna Fríða er í sambandi með Sverri Fal Björnssyni, en rúmt ár er síðan þau kynntust formlega í röðinni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið eftir að hafa vitað af hvort öðru um tíma. Þau hafa verið í fjarsambandi nánast frá því að þau byrjuðu saman, en það hefur gengið ótrúlega vel, að hennar sögn.

„Það var mjög áhugavert að fara í fjarsamband, en þegar við vorum nýbyrjuð saman þá komst hann inn í nám í Svíþjóð. Ég var ekki tilbúin að hætta í minni vinnu til að flytja út með honum. Ég hafði ekkert að sækja þar. Okkur báð­um fannst líka fáránlegt að hann hætti við þetta góða nám sem hann var kominn inn í. Þannig við ákváðum að gera þetta svona. Ég styð hann í því sem hann er að gera og hann styður mig í því sem ég er að gera. Það hefur bara virkað mjög vel og við erum ansi gott par,“ segir Anna Fríða og brosir. Það fer ekki á milli mála að hún er ástfangin. Nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem parið eyddi nokkrum góðum dögum saman.

„Svo má maður ekki gleyma því þegar maður í sambandi að maður er líka einstaklingur,“ bæt­ir hún við. „Maður má ekki setja allt líf sitt á pásu þó makinn sé að gera eitthvað. Auðvitað er gott að vera sem mest saman ef maður er ástfangin en ef það er ekki hægt þá lætur maður hlutina ganga ein­hvern veginn öðruvísi upp.“

Eins og í bíómyndEn nú er fjarsambandinu að ljúka og Anna Fríða hlakkar til að fá sinn mann heim. Þá tekur reynd­ar ekki við prófraun sambúðar því Sverrir flutti eiginlega inn til hennar á fyrsta stefnumótinu. Þau náðu því að búa saman í smá tíma áður en fjarbúðin hófst. „Þetta var bara eins og í bíómynd. Við smull­um saman á fyrsta deiti. Sátum og töluðum saman til klukkan sex um morguninn.“

Ekkert lífsgæðakapphlaupEftir að hafa gengið hinn hefð­bundna menntaveg, farið í menntaskóla og í beinu fram­haldi í háskólanám nýtur Anna Fríða þess nú að vera bara í vinnu og hafa frelsi til að gera það sem hana langar – þegar hana langar. „Íslendingar eru mjög uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Ég tek örugglega þátt í því að einhverju leyti – jafnvel ómeðvitað. En ég reyni að einblína ekki á það. Ég vil bara lifa lífinu fyrir mig. Og ef maður er hamingjusamur þá hlýt­ur maður að vera að gera eitthvað rétt. Hvort maður er hamingju­samur með Iittala glas eða Ikea glas, það skiptir engu máli,“ segir Anna Fríða sem telur einnig mik­ilvægt að hafa trú á sjálfum sér, þora að gera mistök og að hrósa sjálfum sér þegar vel gengur.

…viðtal 2 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Ég fæ stundum að heyra: „Hei, ert þú ekki Dominos stelpan?“

Það er svolítið súrrealískt.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • [email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, [email protected]; Kidda Svarfdal, [email protected] og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, [email protected]. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.

Frábært úrval aF sundFötum!

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun

Page 3: Amk 20 05 2016

HALLÓ SÓLSKIN, BLESS BLESS HRUKKUR.

MINNKAR HRUKKUR.VERNDAR GEGN ÖLDRUN

AF VÖLDUM SÓLARINNAR.

NIVEA.com

NÝTTSPF 30

Page 4: Amk 20 05 2016

ht.is

WHIRLPOOL DAGARÖLL WHIRLPOOL HEIMILISTÆKI MEÐ ALLT AÐ

40% AFSLÆTTI

TILBOÐ

FULLT VERÐ 79.995

49.995

38%

TILBOÐ

FULLT VERÐ 49.995

29.995

40%

TILBOÐ

FULLT VERÐ 44.995

34.995

22%

Þvær og þurrkar á

1 klst.

20%

TILBOÐ

FULLT VERÐ 119.995

99.995

TILBOÐ

FULLT VERÐ 94.995

74.995

21%

ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - ÖRBYLGJUOFNAR

- OFNAR - HELLUBORÐ - GUFUGLEYPAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR

LÝKUR Á LAUGARDAG

Andi Tjöruhússins fluttur til ReykjavíkurJón Mýrdal opnar sjávarréttastaðinn Messann í Lækjargötunni

verið á leiðinni þangað. Mér finnst bara vanta þennan einfaldleika. Ég þarf ekki að fá sjö rétti þegar ég fer út að borða. Þarna verður þetta bara ferskur fiskur á pönnu, gjörðu svo vel!“

Ekta kýrauga og akkeriJón hefur undirbúið opnun Mess-ans síðustu mánuði. Hann naut aðstoðar leikmyndahönnuðarins Axels Hallkels, betur þekktur sem Langi Seli, við að innrétta stað-inn. „Þetta er hannað eins og þú sért að koma um borð í skip. Ég hef verið að sanka að mér hlutum undanfarna mánuði. Það hefur verið smá mál að finna akkeri, kýrauga og fleira en nú er þetta að koma. Ég fékk til dæmis „original“ kýrauga úr skipi í slippnum.“ | hdm

Áform breska ríkisútvarpsins, BBC, um að loka fyrir uppskrifta-banka sinn á netinu hafa verið sett á ís. Tilkynnt var á dögunum að uppskriftabankinn, sem hefur að geyma yfir ellefu þúsund upp-skriftir, myndi heyra sögunni til er sparnaðaraðgerðir þar á bæ kæmu til framkvæmda. Meðal þeirra sjónvarpskokka sem eiga uppskriftir á síðunni eru Nigella Lawson, Rick Stein, Nigel Slater, Hugh Fearnley-Whittingstall og Heston Blumenthal.

Yfir 120 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til BBC á einum

degi um að hætta við þessi áform og viðbrögð almennings skiluðu sínu. Nú er stefnt að því að upp-skriftirnar vinsælu verði fluttar á vefsíðuna Good Food og verði áfram öllum aðgengilegar.

Deilt um 11.000 uppskriftir á vef BBC Hætt við áform um að loka vinsælum uppskriftabanka

Við getum áfram nálgast uppskriftir

Nigellu og félaga hennar á vefsíðunni Good Food. Mynd | NordicPhotos/Getty

Hér verða engir stælar og engin froða. Þetta verður bara afslapp-aður sjávarréttastað-ur,“ segir Jón Mýrdal

veitingamaður.

Hefur fengið blessun MaggaJón undirbýr nú opnun veitinga-staðarins Messans í miðborg Reykjavíkur. Messinn verður í kjallara Lækjargötu 6 þar sem síð-ast var veitingastaðurinn Veiði-kofinn en á árum áður Litli ljóti andarunginn. Jón stefnir að því að opna staðinn um mánaðamótin.

„Við ætlum að fanga andann á Tjöruhúsinu á Ísafirði og flytja hann hingað til Reykjavíkur. Ég og Maggi, eigandi Tjöruhússins, erum systkinabörn og ég kokkaði þar í dálítinn tíma. Hann hefur lagt blessun sína yfir staðinn og ætlar meira að segja að koma í heimsókn og elda fyrir okkur,“ segir Jón.

Tjöruhúsið er rómaður sjáv-arréttastaður fyrir vestan og eiga margir góðar minningar frá heimsóknum þangað. „Þetta er

frekar beisik matreiðsla en það er einhver fílingur sem gerir húsið einstakt. Við verðum með þetta eins, spriklandi glænýr fiskur sem eldaður er á pönnu og þú færð pönnuna beint á borðið. Þetta verður frekar einfaldur seðill, 5-6 réttir en við verðum með forrétt og eftirrétt sem er ekki fyrir vest-an.“

Keyrt vestur fyrir plokkarannYfirkokkur á Messanum verður Snorri Sigfinnsson. „Hann rúll-aði með mér vestur um síðustu helgi og við kíktum á Magga sem sýndi okkur nokkur leyni„touch“. Við þurftum að keyra vestur í skafrenninginn til að fá uppskrift að plokkaranum og fiskisúpunni,“ segir Jón sem kveðst munu reyna að sækja fisk að vestan, gellur og kola, til að elda á Messanum.

Nú er enginn skortur á veitinga-stöðum í miðborg Reykjavíkur. Vantaði svona stað?

„Ég ætlaði að opna svona stað þegar ég byrjaði með Bravó fyrir rúmum þremur árum, ég hef alltaf

Matmenn Jón Mýrdal og Snorri Sigfinnsson opna Messann í Lækjargötu um næstu mánaðamót. Þar bjóða þeir upp á ferskan fisk eins og hann er matreiddur á Tjöruhúsinu á Ísafirði. Myndir | Hari

Ég þarf ekki að fá sjö rétti þegar ég fer út að borða.

Þarna verður þetta bara ferskur fiskur á pönnu, gjörðu svo vel!

…matur 4 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 5: Amk 20 05 2016

PA‘ LL O‘SKAR · GLOWIE · SKI‘TAMO‘RALL · DU‘NDURFRE‘TTIR · MUSCLE BOY

DJ O‘LI GEIR · EMMSJE‘ GAUTI · I‘ SVO““RTUM FO““TUM · MA‘ NAR · U‘LFUR U‘LFUR · STU-DLABANDI-D

GEIRMUNDUR VALTY‘S · KARMA · SKJA‘ LFTAVAKTIN · LOVE GURU · SAELAN

A MIDI.IS OG GALLERI OZONE SELFOSSI‘

#KOTELETTAN FACEBOOK/KOTELETTAN WWW.KOTELETTAN.IS

SELFOSS 10. - 12. JUNI 2016‘ ‘

HLJÓÐ • LJÓS • MYND

TRYGGDU IPER MI-DA I FORSOLU A 5.900 KR. TIL 1. JU NIALMENNT VER-D 7.900 KR.

-

:

‘ ‘‘ ‘ ‘

Page 6: Amk 20 05 2016

Póstsendum frítt hvert á land sem er!

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

NÝ SENDING MEÐ FALLEGUM SUMARVÖRUM Í STÆRÐUM 14-28

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á WWW.CURVY.IS

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9Alla virka daga frá kl.11-18Laugardaga frá kl. 11-16

BLÚSSASTÆRÐIR 14-28VERÐ: 7.990 KR

STUTTBUXURSTÆRÐIR 14-26VERÐ: 6.590 KR

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Hin svokölluðu mellubönd, eða choker-bönd, hafa hægt og rólega verið að komast aftur í tísku eft-ir smá hlé. En slík hálsmen voru mjög áberandi á hálsum ungra stúlkna í upphafi tíunda áratugar-ins. Líkt og nú voru þá ýmsar út-færslur í gangi, en sú einfaldasta var án að efa sundurklipptur nælonsokkur – sem margir kann-ast eflaust við að hafa sett um hálsinn.

Choker tískubylgjan virðist vera að ná hámarki núna og má búast við því að böndin verði heitasta trendið í sumar. Allir helstu tísku-bloggarar og -snapparar landsins virðast vera búnir að næla sér í að minnsta kosti eitt band og skarta við hvert tækifæri.

Fékk bönd frá ömmuLína Birgitta Camilla Sigurðar-dóttir, einkaþjálfari og lífsstíls-bloggari, er hrifin af þessari tískubylgju og var búin að bíða óþreyjufull eftir því að choker bylgjan næði almennilega til Íslands. „Þetta er svolítið seint að koma til Íslands. Ég var alltaf að bíða eftir því að þetta kæmi í búðir hér og var farin að spá í að panta mér að utan. En um leið og böndin komu í búðir hérna þá voru allir komnir með þau,“ segir Lína sem á sjálf bönd af öllum

Glæsileg Að sögn Línu Birgittu er nú vinsælast að vera með bönd úr flaueli. Hér skartar hún sjálf einu slíku.

Alltaf flott og fer við hvað sem erMellubönd eða chok-er-bönd verða heit-asta trendið í sumar. Lína Birgitta beið eftir tískubylgjunni með óþreyju. Hana langaði svo að geta notað falleg bönd frá ömmu sinni.

stærðum og gerðum. Sum hefur hún keypt sér sjálf en önnur hef-ur amma hennar gefið henni.

„Amma mín er alltaf með choker og hefur verið með þannig síðan hún var ung. Ég á því fullt af choker-böndum frá henni sem eru mjög flott. Ég var alltaf að bíða eftir því að böndin kæmust aftur í tísku því þetta er svo nett. Og loksins gerðist það, þannig nú ég get notað böndin frá henni.“

„Það er bara sexí“Lína segist nota böndin bæði hversdags og spari. Enda margar gerðir til sem henta mismunandi tilefnum. Sum böndin eru einföld á meðan önnur eru sett skraut-steinum eða perlum. „Þetta er alltaf flott og fer við hvað sem er. Þetta er skemmtilegur auka-hlutur.“

Það fer auðvitað ekki á milli mála að choker-böndin líkjast ól og einhverjir hafa viljað meina að þau séu svolítið „kinky“ fylgihlutur. Slík um-ræða hefur til að mynda skapast inn á facebook--hópnum Beauty tips. „Þetta er auðvitað eins og ól og maður veit alveg hvað flestir hugsa þegar þeir sjá svona ól,“ segir Lína og hlær. „En það er bara sexí,“ bætir hún við.

Þær eldri eru feimnari„Það er vinsælast núna að vera með þunn bönd úr flaueli en svo er hægt að fá þykkari bönd með meiri teygju. Maður þarf bara að passa að vera ekki með oft þykkt band, þá getur það ýtt undir að maður fái undirhöku. Stelpur þurfa bara að finna út hvað passar

þeim best út frá andlitsfalli og öðru.“

Lína segist aðallega sjá yngri konur með choker--böndin á Íslandi. Það virð-ist því sem þær eldri séu feimnari við að skarta þeim. „Það er bara þannig með

konur að þær eru oft feimnar við að fara út fyrir þægindara-mmann. Finnst þær of gamlar fyrir hitt og þetta. En maður á ekki að vera hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Ef manni finnst eitthvað flott á maður bara að prófa það.“

Ef manni finnst eitthvað

flott á maður bara að prófa það.

Lína Birgitta Camilla Sig-urðardóttir, einkaþjálfari og lífsstílsbloggari

Fyrir alla Það eru aðallega yngri konur sem skreyta sig með choker böndum, en Lína Birgitta segir eldri konur oft feimnari við að fara út fyrir þægindarammann.

280cm

98cm

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

GÓÐ VERÐ ALLA DAGA

TOPPAR OG TUNIKUR -

VERÐ FRÁ KR 2900

BUXUR - VERÐ FRÁ KR 3000

MJÖG MIKIÐ ÚRVAL

SKÓR VERÐ FRÁ KR 3900

…tíska 6 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 7: Amk 20 05 2016

Dove brúnkukrem er gott fyrirhúðina og frábært fyrir útlitið

Tveir styrkleikar – fyrir ljósa/miðlungsdökka húð og fyrir miðlungsdökka/dökka húð.

Nú renna 8 kr. af öllum seldum Dove vörum til The Body Project sem vinnur að bættri líkamsmynd stúlkna á Íslandi. Lesið meira um verkefnið á www.sonnfegurd.is

#sönnfegurð

Rakagefandi húðkrem sem byggir smám saman upp fallega brúnan húðlit. Inniheldur náttúrulega litarefnið DHA og Cell-Moisturisers® sem næra húðina og metta hana af raka.

Náðu rauðvíninu úr með hvítvíni

Það er eflaust fátt leiðinlegra en að fá rauðvínsblett í hvíta flík, sér-staklega þegar maður er staddur í kokteilboði, partíi eða á barn-um og allt kvöldið er framundan. Flestir sem hafa lent í þessu vita að það dugir skammt að nudda blett-inn úr með vatni og það er sjaldan hægt að grípa í viðeigandi hreinsi-efni úti á galeiðunni.

Þá er um að gera að nýta sér það

sem er til taks, eins og hvítvín. Já, þið lásuð rétt. Að nudda rauðvíns-blett með hvítvíni skilar nefnilega ótrúlegum árangri og sé það gert strax máttu vera nokkuð viss um að ná blettinum alveg úr. Hvítvín-ið getur vissulega skilið eftir sig smá blett líka, en hann er töluvert minna áberandi en rauðvínið og mun auðveldra að nudda hann úr með vatni.

…tíska7 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 8: Amk 20 05 2016

Sæl og blessuð, góða Margrét Pála. Mikið hef ég gaman af pistlunum þínum og þeir eru mikilvægir fyrir foreldra og fjölskyldur því það er svo lítið talað um allt það sem fylgir því að vera foreldri … bara látið eins og allir eigi að kunna að ala upp barn en ef þú færð þér hund, ferðu á námskeið í hundafræðum til að læra um uppeldi hunda. … Enginn fer á uppeldisnámskeið … og mér finnst unga fólkið alltof lítið hugsa um hvað börnin þeirra eru að gera og fylgjast alls ekki nógu vel með þeim. … Ég ræði þetta stundum við son minn og tengdadóttur af því að 12 ára strákurinn þeirra hangir alltaf í tölvunni og nú er hitt barnið þeirra, sem er bara sjö ára, farið að gera það líka. Foreldrarnir afsaka sig með að þau hafi engan tíma en þegar ég kíki inn til þeirra, eru þau sjálf í tölvunni eða með þessa síma í höndunum sem eru auðvitað engir sím-ar heldur tölvur … Mér finnst nær að þau eyði frekar frítímanum sínum með börnunum og er margbúin að segja þeim það …

Þú afsakar þetta raus og kannski er ég ósköp gamaldags og af-skiptasöm amma en mig langaði að heyra álit þitt á öllum þessum tækjum … og hvort það sé ekki rétt hjá mér að foreldrar eigi að tala við börnin sín og gera eitthvað með þeim frekar en að hanga sjálf í tækjunum? …

Andlega fjarverandiKæra afskiptasama amma. Þakka þér innilega fyrir áhugavert bréf og það eru fleiri en þú sem hafa áhyggjur af net- og tölvunotkun bæði barna og fullorðinna. Þessi nýja tækni hefur á margan hátt breytt lífi okkar á aðeins tveimur áratugum og mestu breytingarnar urðu með tilkomu snjallsímanna. Við erum alltaf í kallfæri við alla í orðsins fyllstu merkingu og póst-urinn og skilaboðin og fjármálin og dagblöðin og afþreyingin eru líka í hendi okkar á hverju augna-bliki. Það er eins og við séum í mörgum veruleikum í senn, í vinnunni í símanum, sendandi skilaboð frá pósthúsinu og greið-andi reikninga í bankanum – þótt við séum í sófanum með barninu okkar. Vissulega til staðar en and-lega fjarverandi.

FortækniöldinVið vitum afskaplega lítið um áhrif og afleiðingar tækninnar. Við vitum ekki enn hvort þráðlausu netin séu skaðlaus og Frakkar eru byrjaðir að takmarka notkun þeirra í leik- og grunnskólum til að börn, sem eru mun viðkvæm-ari en fullorðnir, njóti vafans. Við vitum heldur ekki nóg um áhrif frá glóðheitum síma á heilastarf-semi okkar og við vitum of lítið um afleiðingar svonefnds skjátíma þar sem við rýnum í tifandi tölvu- og netskjái stóran hluta vökutíma okkar. Minnst vitum þó um hvað það gerir okkur að vera stöðugt „í sambandi“ við allt og alla og leyfa umræddri tækni að stjórna lífi okkar, bæði fullorðinna og barna. Ég hef leyft mér að tala um fortækniöld þar sem við prófum okkur áfram með lítilli og frum-stæðri vitneskju í græjum sem tala tungumálið 1 og 0!

Tímarnir breytastEn – tímarnir breytast og mennirnir með og oft erum við óþarflega hrædd við nýj-ungar. Það gildir sérlega um okkur sem erum alin upp á árdögum sjónvarpsins sem á sínum tíma skók

líf okkar með tilheyrandi ótta um að samskipti myndu líða undir lok. Auðvitað varð svo ekki enda erum við, mannskepnan, sérdeilis aðlögunarhæf og flink að endur-skapa umhverfi okkar til góðs – en það tekur tíma. Gamla „sjónvarp-skynslóðin“ stjórnast af þeirri dagskrá sem sjónvarpsrásir bjóða þeim upp á en yngra fólk velur að horfa þegar því hentar. Mögulega verður sonur þinn og tengdadótt-ir kynslóðin sem lætur tæknina stjórna sér en börnin okkar í dag munu láta græjurnar þjóna sér. Ég sé hvernig ungmenni eiga bæði mikil og góð samskipti á netinu og nýta sér aðgengið að heim-inum á veraldarvanan hátt. Þau sökkva sér í áhugamál og „hitta“ andlega skyld ungmenni hvar sem er í heiminum. Þau sem hafa lent í félagslegum erfiðleikum í skóla eða eiga erfitt heima, finna sér oft félaga og sáluhjálp á netinu.

Áhyggjuefni?Netið býður upp á endalausa og jákvæða möguleika en þar er líka villugjarnt. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og verða að fylgjast með ferðum þeirra í netheimum eins og annars staðar. Þau eiga líka að skammta tölvu- og tækjatíma og tölvufíkn getur orðið raunverulegt vandamál sem krefst sérfræðiaðstoðar. Við, ömmur og afar, erum mikilvægt uppeldisafl en stjórnum hvorki uppkomnum börnum okkar né barnabörnum. Hins vegar búum við yfir þekkingu og reynslu sem árin hafa fært okkur og getum gef-ið mikið af okkur. Ég ráðlegg þér að „gefa“ barnabörnunum þínum raunverulegan tíma – hið nýja gull Vesturlanda. Bjóddu þeim með þér að sinna skemmtilegum verk-efnum og leggið tækin til hliðar í „ömmu“ samveru. Það má spila, baka, laga til í garðinum, ís-rúnta, skreppa á safn eða í sund, horfa saman á bíómynd með hressingu eða bara spjalla saman. Börnin munu mögulega nöldra ögn yfir netleysinu en samt njóta þess að vera öll saman í einum veruleika

um stund.

Sendið Möggu Pálu spurningar á [email protected] og hún mun svara í næstu blöðum.

Uppeldisáhöldin „Hangir endalaust í tölvunni“

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum,

geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

sterkar og glæsilegar

Guðrún Veiga Guðmundsdó[email protected]

Helgarnar á mínu heimili eru yfirleitt þaulskipulagðar. Eiginmaður minn, Guðmundur Andri,

er sjómaður og því er ég ein með báða strákana okkar annan hvern mánuð. Hér er um tvo vel virka fjörkálfa að ræða, því er vissara fyrir mömmuna að vera svo-lítið skipulagða og passa að þeir hafi alveg nóg fyrir stafni,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, kennari og fjölmiðlafræðingur.

„Ef strákarnir mínir fengju al-farið að ráða þá færum við senni-lega í sund á föstudegi og kæm-um ekkert upp úr lauginni fyrr en á sunnudag. Uppáhalds laugin okkar í augnablikinu er Ásvalla-laug í Hafnarfirði og svo færist sundlaugin á Álftanesi sífellt ofar á vinsældarlistanum en þar er stór-skemmtileg öldulaug.“

Rannveig segir nauðsyn að all-ar huggulegar helgar endi á góðu kósíkvöldi. „Á slíkum kvöldum er öllum leyft að draga sængurnar fram í sófa. Þar liggjum við svo í einum haug með nóg af góðgæti og vel valda mynd á skjánum. Best finnst mér svo að sofna helst áður en myndin klárast, ég er þó hugsanlega ein á þeirri skoðun. Að mati eiginmanns míns sofna ég víst óþarflega oft á sófanum.“

Kósí Rannveig Jónína ásamt sonum sínum, Friðriki Franz og Stefáni Loga.

Dugleg að þræða hinar ýmsu sundlaugarRannveig Jónína væri líklega alltaf í sundi ef synir hennar fengju að ráða

…fjölskyldan 8 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Eiginmaður minn,

Guðmundur Andri, er sjómaður og því er ég ein með báða strákana okkar annan hvern mánuð.

Page 9: Amk 20 05 2016

ÞAÐ ER GRILLVEÐUR UM LAND ALLT Í DAG!

GRÁTBROSLEG SAMTÍMASAGA

NÚ LOKSINS FÁANLEG SEM KILJA BEINT Í FERÐALAGIÐ

VEISLAN ER RÉTT AÐ BYRJA

TVÆR NÝJAR FÓTBOLTABÆKUR ÓMISSANDI Í SAFNIÐ

MÖGNUÐ OG SPENNANDI SAGA

ALLT UM BIEBERINN

Page 10: Amk 20 05 2016

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Skógarjóga eða útijóga geturðu í raun gert hvar sem er. Líka í bland við aðra útivist. Það er frábært til dæmis

eftir göngur að taka jógateygjur,“ segir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir jógakennari. Hún er með jóga-stúdíó – Shree yoga – í Versölum í Kópavogi, en kennir jafnframt skógarjóga undir berum himni í Gufunesgarði á sumrin.

Heilun að hlusta á fuglanaHún segir dásamlegt að stunda jóga úti í náttúrunni, enda nái fólk alltaf betri jarðtengingu utandyra. „Jarðtengingin er það sem við erum að sækjast eftir. Þegar við erum úti þá náum við meiri tengsl-um við náttúruna og okkur sjálf. Það er viss heilun að vera úti og hlusta á fuglasönginn. Veðrið á Ís-landi er auðvitað ekki alltaf upp á sitt besta en ég hef alveg verið með jóga úti þó það sé smá rigningar-rúði. Það er reyndar ekki hægt að vera úti í ausandi rigningu og híf-andi roki,“ segir Gyða og bendir á að í Tælandi og Indlandi, þar sem jóga á uppruna sinn, sé það alltaf stundað úti. Eingöngu sé skýlt fyr-ir sólinni.

„Það er líka gott að taka öndunaræfingar úti í náttúrunni og hægt að gera hvar sem er. Þær styrkja líkamann og fyrirbyggja vandamál, bæði líkamleg og and-leg. Þær losa spennu og streitu,“ bætir Gyða við.

Kyrrð inni í borginniSkógarjógað hjá Gyðu hefur verið vel sótt og oft koma börnin jafn-vel með foreldrum sínum í tím-ana. „Við erum á fallegum stað í Gufunesgarðinum og þó þetta sé inni í borginni þá náum við að einangra okkur vel frá skarkalan-um og erum í algerri kyrrð. Fólk elskar að liggja í slökun úti í nátt-

úrunni. Enda er það alveg dásam-legt. Í náttúrunni nærðu enn meiri tengingu við núið og eininguna og þegar það á sér stað ertu að gera jóga. Að rækta huga, líkama og sál er akkúrat það sem jóga snýst um. Þú færð tækifæri til þess stíga út úr huganum og hverfa inn í sálina,“ út-skýrir Gyða, en upp úr miðjum júní er hún með fasta tíma í Gufunesinu á sunnudagsmorgnum.

Aðspurð segir hún jógað vera fyrir alla, byrjendur og lengra

komna. „Við förum alltaf rólega af stað en það er hægt að gera meira þegar við erum úti, undirlendið er svo mjúkt. Fólk er tilbúnara að gera jógastöður sem það hefur verið hrætt við að gera, eins og að standa á höndum og fara í höfuð-stöðu. Fólk finnur barnið í sér og slær til.“

Jóga á MenningarnóttÞá hefur Gyða verið með skógar-jóga á Menningarnótt og hefur

uppátækið lagst vel í fólk. „Þeir sem stunda jóga reglulega koma með dýnurnar sínar og þetta er skemmtileg viðbót inn í jógaheim-inn sem fer ört stækkandi. Ég hef tímasett jógað eftir hlaupið, þannig hlaupararnir hafa getað tekið þátt,“ segir Gyða og á þar að sjálfsögðu við Reykjavíkurmara-þonið. Töluverðar líkur eru á því að Gyða verði aftur með skógar-jóga á Menningarnótt í ár, en það skýrist betur þegar nær dregur.

Heilun Gyða Þórdís segir ákveðna heilun fólgna í því að vera úti í náttúrunni og hlusta á fuglasönginn.

Skógarjóga inni í miðri borgGyða Þórdís stendur fyrir skógarjóga í Grafarvogi á sunnudagsmorgnum í sumar. Hún segir fólk ná miklu meiri jarðtengingu utandyra og sé mun tilbúnara að gera erfiðar jógaæfingar.

Gönguhópur fyrir fólk sem kýs léttari göngurSigrún Ólafsdóttir stofnaði gönguhópinn Léttu skrefin

Sigrún Ólafsdóttir kennari stofnaði nýlega gönguhópinn Léttu Skrefin, sem er hópur fyrir fólk sem kýs að fara léttari göngur í styttri kantin-um og fólk sem vill ná upp þoli fyr-ir lengri göngur. „Margar göngur eru miðaðar við fólk sem á ekki við nein líkamleg vandamál að stríða og mér fannst vanta hóp fyrir fólk, til dæmis í ofþyngd, með astma eða annað sem gerir það að verkum að það treystir sér ekki í langar göngur eða þarf að ná upp þoli fyrir þær,“ segir Sigrún.

Að sögn Sigrúnar hefur hópur-inn fengið mikil og góð viðbrögð. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og það hefur verið vel mætt. Margir hafa einmitt haft orð á því hvað það sé svekkjandi að fara í göngur og ná ekki að halda í við gönguhópinn. Þannig að það hentar fólki vel að byrja að ganga með okkur áður en það leggur upp í lengri og erfiðari göngur.“

Léttu skrefin fara ekki lengra en fimm kílómetra í senn. „Ég reyni

að skipuleggja göngur sem eru ekki lengri en 5 kílómetrar og reyni að hafa þær sem mest á jafnsléttu. Það þarf engan sérstakan búnað til þess að ganga með okkur, en ég mæli með gönguskóm í léttari kantin-um.“

Allar göngur sem Léttu skrefin fara í eru auglýstar í gönguklúbbn-um Vesen og vergangur sem hægt er að finna á Facebook. Næsta ganga verður í kringum Tjörnina þann 23. maí og er mæting klukkan 16.45 við innganginn á Ráðhúsinu.

Góð byrjun Sigrún Ólafsdóttir, kennari og stofnandi Léttu skrefanna.

Vikulegar göngur hjá HeilsuborgGengið alla þriðjudaga klukkan 17Mörg freistandi fjöll eru á döfinni í sumar hjá gönguhópi Heilsu-borgar. Fyrsta gangan var síð-asta þriðjudag en þá var gengið á Úlfarsfell. Gengið verður undir leiðsögn þjálfara Heilsuborgar alla þriðjudaga í sumar klukkan 17 og verður hver ganga auglýst sérstak-lega á Facebooksíðu Heilsuborgar.

Fyrirhugaðar göngur í sumar: 24. maí Reykjafell í Mosfellsbæ

31. maí Haukafjöll og Tröllafoss

7. júní Helgafell í Hafnarfirði

14. júní Búrfellsgjá

21. júní Hengilssvæðið

28. júní Esjan

5. júlí Húsfell

12. júlí Helgafell í Mosfellsbæ

19. júlí Hafrafell við Hafravatn

26. júlí Lyklafell

2. ágúst Úlfarsfell (frá gróðrarstöð)

9. ágúst Vífilfell

16. ágúst Mosfell í Mosfellsdal

23. ágúst Akrafjall

Sumarið er tíminn Gönguhópur Heilsuborgar gekk á Úlfarsfellið á þriðjudag.

…útivist 10 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Síðumúla 6, 108 Reykjavík | 560 4000 | Opið alla virka daga

frá 10:00-18:00 | sibs.is/verslun | Finndu okkur á fb

VERSLUN

Fusion sokkar3140.-

Tvöföldu æfingar- og göngusokkarnir frá 1000 Mile koma í veg fyrir blöðrumyndun. Sokkarnir eru unnir úr hágæða efnum og hvort sem þú ert að leita af rakadrægum

íþróttasokkum, ullarsokkum eða göngusokkum, þá finnur þú þá hjá okkur.

Ultimate Trainer sokkar2020.-

Fusion göngusokkar4310.-

Approach göngusokkar3530.-

Page 11: Amk 20 05 2016

Incrediwear vörurnar eru magnaðar og bera nafn með rentu.Um er að ræða hlífar og fatnað með ótrúlega virkni við að auka blóðrás og hitamyndum sem getur dregið úr sársauka, bólgum, stífleika og þreytu.

Vörurnar hljóta meðmæli sérfræðinga á heil-brigðissviði og eru m.a notaðar af afreksíþrótta-fólki um heim allan og eru þróaðar út frá vísinda-legum rannsóknum.

Þessi mikla virkni kemur til út af byltingarkenndu fataefni sem samanstendur af bambus (kola) trefjum og Germaníum.

Ég æfi og keppi mjög mikið og það er gríðarlegt álag á líkama mínum. Ég hef verið að nota hnéhlíf, ökklahlíf og sokka frá Incrediware og ég finn verulegan mun á mér, minni spenna og bólgur. Ég mæli sérstaklega með sokkunum, þeir eru mjög þægilegir og ég þreytist mun síður í fótunum þegar ég nota þá.

Víðir Þór ÞrastarsonÍþrótta- og heilsufræðingur

ÚTSÖLUSTAÐIR: ÚTILÍF KRINGLUNNI - ÚTILÍF SMÁRALIND - INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA

Page 12: Amk 20 05 2016

barnanna leiða för og líkt og í öll-um ferðum Ferðafélags barnanna er gengið á forsendum barnanna,

farið rólega og þess notið að vera úti í

náttúrunni. Gott er að

vera í göngu- eða íþróttafatn-aði, göngu- eða

íþróttaskóm og klæða sig eftir veðri og taka með sér nesti í bak-poka. Boðið verður upp á glaðn-

ing í síðustu göngunni. Nánari upplýsingar má finna á Facebook og heimasíðu SÍBS og FÍ.

Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir

Guðrún Veiga Guðmundsdó[email protected]

Hildur Karen Sveinbjarnardótt-ir frá Seyðisfirði var ein af hinum fjölmörgu sem gengu á Hvanna-dalshnjúk um síðustu helgi við frá-bær skilyrði. „Ég var nú eiginlega plötuð út í þetta, haldandi að þessi ganga yrði aldrei að veruleika,“ segir Hildur Karen sem kveðst ekki hafa verið mikill göngugarp-ur eða fjallageit áður en hún skellti sér upp á Hvannadalshnjúk.

„Ég missti til dæmis lífsviljann á Snæfellsjökli fyrir ekki svo löngu,“ segir Hildur Karen hlæjandi. En gangan á Snæfellsjökul var hluti af undirbúningnum fyrir hæsta tind Íslands. „Það er auðvitað mikil-vægt að undirbúa sig vel og það gerir maður með því að ganga á fjöll. Mælt er með því að taka fjóra mánuði í að búa sig undir gönguna á Hnjúkinn og fara á miserfið fjöll á því tímabili. Ég fór nú svolítið seint af stað, en með látum, eins og ég á til og var að taka aðra gönguæfinguna mína á Snæ-

Göngugarpur Hildur Karen fór á Hvannadalshnjúk ásamt fleirum í frábæru veðri.

Hildur Karen Svein- bjarnardóttir fór fremur geyst af stað þegar hún hóf að undirbúa sig fyrir göngu á Hvannadals-hnjúk

Missti lífsviljann á Snæfellsjökli

fellsjökli, sem var 9 tíma ganga í vondu veðri. Lífsvilji minn var ekki mikill á köflum.“

Hildur Karen hélt áfram æfing-um eftir ævintýrið á Snæfellsjökli og segir mikilvægt að vera hluti af góðum hópi til þess að gera fjallgöngur skemmtilegar. „Áður en gönguhópurinn sem myndað-ist í kringum þess ferð á Hvanna-dalshnjúk varð til hafði ég afar lítinn áhuga á fjallgöngum. Það er merkilegt hvað góður félagsskap-ur gerir mikið og núna verð ég að játa að mér þykir þetta sport ansi skemmtilegt,“ segir Hildur sem hikar þó þegar hún er spurð hvort

hún ætli sér aftur á Snæfellsjökul. Gangan á hæsta tind Íslands

reyndist auðveldari en Hildur Karen hélt. „Þessi ganga er alveg á allra færi, þó ég mæli eingöngu með að fara í góðu veðri. Það er ekkert stuð í þessu nema það sé gott útsýni og hægt að taka reglu-legar sólbaðspásur. Gangan sjálf var alls ekki erfið, nema kannski helst á leiðinni niður þegar það var komin sólbráð. Annars voru þetta stórskemmtilegir 15 tímar í frá-bæru veðri og góðum félagsskap,“ segir Hildur Karen sem ætlar sér í næstu göngu á Fimmvörðuháls í lok júní.

Unnið í samstarfi við SÍBS og Ferðafélag Íslands

Sameiginlegt mark-mið SÍBS og FÍ er að stuðla að bættri heilsu þjóðarinn-

ar. Ferðafélag barnanna var stofnað til að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins en einnig má nefna fjallaverkefni FÍ og Biggest winner.

Í starfi SÍBS er lögð áhersla á vitundarvakningu, endurhæf-ingu, virkni og fræðslu, samanber Reykjalundarnámskeið SÍBS, SÍBS blaðið og gönguáskoranir SÍBS með gönguklúbbnum Veseni og vergangi og nú einnig með FÍ og Ferðafélagi barnanna.

Fararstjórar frá Ferðafélagi

Sunnudagsgöngur fjölskyldunnar í júní SÍBS, Ferðafélag barnanna og Ferðafélag Íslands (FÍ) bjóða upp á gönguferðir á sunnudögum í júní fyrir alla fjölskylduna

Dagskráin er sem hér segir:Sunnudagur 5. júní kl. 11 – 12.30 Nauthóll – gengið um í Öskjuhlíðinni

Sunnudagur 12. júní kl. 11 - 12.30 Bílastæði við Rauðhóla – ratleikur í reit FÍ um Heiðmörk

Sunnudagur 19. júní kl. 11 – 12.30 Árbæjarlaug – gengið um í Elliðaárdal

Sunnudagur 26. júní kl. 11 – 12.30 Grótta – gengið um í fjörunni við Gróttu

Góðar stundir Stoltir krakkar í Laugavegsgöngu Ferðafélags barn-anna í fyrrasumar.

Dömubindi og bómull sem fara betur með þig og umhverfið

…útivist 12 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 13: Amk 20 05 2016
Page 14: Amk 20 05 2016

Samtökin Sól í Tógó og Stelpur rokka! standa fyrir hljóðfærasöfnun fyrir rokkbúðir í Tógó fyrir 13 til 20 ára stelpur í ágúst. Rokkbúðirnar í Tógó

eru á vegum tógóískra tónlistarkvenna.

Lítið framboð er af rafmagnshljóðfærum í Tógó og því munu Stelpur rokka! og Sól í Tógó safna saman hljóðfærum og senda til rokkbúðanna.

Við óskum eftir trommusettum, rafmagnsgítörum, hljómborðum, rafmagnsbössum, gítarmögnurum, bassamögnurum & míkrafónum.

Hljóðfærin verða að vera í góðu ástandi.

Hægt er að koma með hljóðfærin í Tónastöðina, Skipholti 50D til 1. júní.

Opið frá 10 til 18 alla virka daga og 10 til 15 laugardaga.

Spurt til vegar fyrir alla fjölskyldunaSudoku miðlungs

3 5 2

7

9 6 3

1 4 2 9 6

6 7

2 5 1 8

7 1 4

6

9 1 5 4

Sudoku þung

5

9 1 7

4 5 9 1 2

4 7

2 5 6

3 8 9

8

3 7 8 4

7 2 6

Krossgáta á föstudegi

Eru 4 hliðar á venjulegum teningi?

JÁB

JÁP

JÁÐ

Var Stefán Íslandi söngvari?

JÁI

Eru fílar stærstu húsdýr í heimi?

JÁM

Er borgin Vasa á Ítalíu?

NEII

Eru taflmennirnir 32?

JÁÐ

Kallast tímatal vesturlanda Gregoríanska tímatalið?

NEIN

Hét æðsti guð Rómverja Seifur?

Bjó Hérastubbur í Kardimommubænum?

NEIL

NEIU

Lifa spendýr bæði í sjó og á landi?

NEIÓ

JÁR

JÁÆ

Skrifaði Þórbergur Þórðarson bókina

Bréf til Helgu?

NEIA

Samdi Mozart verkið Töfraflautuna?

NEII

Heitir söguhetjan í Sjálfstæðu fólki Bjartur?

JÁÚ

Var verslunarleiðin milli Kína og Rómar kölluð

Silkivegurinn?

JÁV

Eru keilurnar í keiluspili þrettán?

JÁÐ

Fann Celsius upp kvikasilfurshitamælinn?

JÁN

NEIN

JÁE

JÁD

NEIA

NEIR

NEIK

JÁA

JÁS

JÁR

JÁS

NEIE

JÁM

NEIL

NEIA

NEIA

JÁÉ

NEIG

NEIY

NEIÁ

NEIR

JÁT

NEIU

JÁI

NEIT

JÁY

JÁÓ

NEIN

KOMIN Í MARK!

BYRJAHÉR

Við hvað starfaði sá sem kallaður var beykir?

JÁÆ

Var Nýja testamentið upphaflega skrifað á

grísku?

NEIB

Lifa vilt ljón í Suður Ameríku?

Eru Ljóðaljóðin hluti af Passíusálmunum?

Stendur Selfoss við Ölfusá?

Er Atlantshafið stærsta haf jarðar?

Er talað um að

Er München höfuðborg Þýskalands?Var Rembrant tónskáld?

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

11 12

13 14

15 16

17 18 19

20 21 22

23 24 25 26 27 28 29 30

31 32 33

34 35

36 37

38 39

Lárétt1. Skeina6. Hald11. Bragarháttur12. Helber13. Dáð14. Handsama15. Drykkur16. Ávöxtur17. Álits18. Fisk19. Flan20. Flatfótur23. Kraftur26. Ólæti27. Mála31. Kjöt33. Laugun34. Espa35. Stjökun36. Kærleiks37. Líffæri38. Trappa39. Út

Lóðrétt1. Skellur2. Snúa heyi3. Rask4. Sjálfstæði5. Gljáhúð6. Rándýr7. Útungun8. Örðu9. Fága10. Dá18. Hylli21. Verri22. Missir23. Frárennsli24. Nær öll25. Hæð28. Ötull29. Mál30. Lykt32. Band33. Bær

Lausn síðustu viku

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín (þeir eru ekki endilega í réttri röð). Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

P A S T A A F R Á S

A L L A N F L A K K

S V E F N L A G A R

S E Ð L A R G U F A

A G I S A G R I P

S T U N A

B A B L S Á V Ö R

Æ T L I A L H Æ F A

K V Ó T I H A N G S

L I T U Ð Ú R T A K

A K A R N S T A R A

…heilabrot 14 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 15: Amk 20 05 2016

STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is

SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.ISOPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16

VORÚTSALAALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR

LG OLED SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 38% AFSLÆTTI

65" SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 200.000 KR AFSL.

YFIR 100 GERÐIR AF SJÓNVÖRPUM

YAMAHA RESTIO HLJÓMTÆKI MEÐ ALLT AÐ 58% AFSLÆTTI

YAMAHA MULTIROOM HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI

BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI

40" ULTRA HD 4K SMART SJÓNVÖRP FRÁ 89.990 KR

LÝKUR Á LAUGARDAG

LÝKUR Á LAUGARDAG

Page 16: Amk 20 05 2016

Föstudagur 20.05.16

Lokaorrustan í ÚtsvariRÚV Reykjavík – Fljótdalshérað, klukkan 20 Bein útsending frá

úrslitum í spurningakeppni sveitarfélaga. Það eru lið Reykjavíkur og Fljótsdalshéraðs sem heyja lokaorrustuna í ár. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir en höfundar spurninga eru Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Sveinn Guðmarsson er dómari.

Íslenskur leikari í X-MenSmárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó,

Egilshöll og Borgarbíó, Akureyri X-Men: Apocalypse Tómas Lemarquis fer með hlutverk stökkbrigðisins Caliban í X-Men: Apocalypse sem komin er í bíó. Caliban hefur þann hæfileika að geta skynjað aðrar stökkbreyttar manneskjur. X-Men: Apocalypse tekur þráðinn upp á sjöunda áratugnum, tíu árum eftir að myndinni X-Men: Days of Future Past lýkur. Prófessor X, Magneto og Mystique hafa ekki séð hvert annað

síðan þá en leiðir þeirra liggja saman á ný þegar hinn forni En Sabah Nur vaknar eftir að hafa legið í dvala í þúsundir ára.

Hann sækist eftir því að fá Storm, Angel, Psylocke og Magneto til liðs við sig til að gegna hlutverki hinna fjögurra reiðmanna heimsendans, sem er vísun í Biblíuna. En Sabah Nur ætlar sér að endurbyggja núverandi heim.

Örlög jarðarinnar eru í höndum Mystique og Prófessor X sem, ásamt hópi af ungu stökkbreyttu fólki, þurfa að stöðva

hreinsunina og bjarga mannkyninu frá tortímingu.

Grínþættir sem oftast standa fyrir sínu

Skjár einn How I Met Your Mother, klukkan 19.25 Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið og stundum er línuleg dagskrá bara alger snilld. Alla vega kemur sér það oft vel að geta dottið í gamlan og góðan grínþátt eins og How I Met Your Mother.

rúv16.10 Treystið lækninum (2:3) (Trust me I´m a Doctor) Fræðandi þættir frá BBC um heilsufar, lífsstíl og mýtur. Umsjónarmaður: Michael Mosley. e.17.00 EM í sundi (5:7) Bein útsending frá Evrópumótinu í sundi í London. Fimm íslenskir sundmenn verða meðal keppenda.18.40 Táknmálsfréttir18.50 Öldin hennar (21:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (182)19.30 Veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjón-varps (20:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augna-blik rifjuð upp með myndefni úr Gullkist-unni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.20.00 Útsvar (27:27) (Fljótsdalshérað - Reykjavík) Bein útsending frá úrslitum í spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónar-menn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnar-dóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.21.25 Little Miss Sunshine (Litla ungfrú sólskin) Margverðlaunuð gamanmynd með Steve Carell, Paul Dano og Abigail Breslin í aðalhlutverkum. Óvenjuleg fjölskylda ferðast þvert yfir Bandaríkin í Volkswagen--rúgbrauði í von um að yngsta dóttirin sigri í fegurðarsamkeppni. Leikstjórar: Jonathan Dayton og Valerie Faris.23.10 Lewis (Lewis) Á sama tíma og Lewis rannsóknarlögreglumaður reynir að venjast því að vera á eftirlaunum tekst fyrrum aðstoðarmaður hans, Hathaway, á við snúið morðmál. Þegar hann leitar ráða hjá fyrr-verandi yfirmanni sínum snýr Lewis dauð-feginn aftur til starfa. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (66)

skjár 106:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rules of Engagement (4:13) Banda-rísk gamansería um skrautlegan vinahóp. 08:20 Dr. Phil Bandarískur spjallþáttur

með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal. 09:00 America's Next Top Model (5:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. 09:45 Survivor (1:15) Það er komið að 26. þáttaröðinni af Survivor með kynninn Jeff Probst í fararbroddi og í þetta sinn er stefn-an tekin á Caramoan á Filippseyjum.10:30 Pepsi MAX tónlist12:50 Dr. Phil 13:30 Life In Pieces (17:22) Gamanþátta-röð um lífið, dauðann og öll vandræðalegu augnablikin þar á milli.13:55 Grandfathered (17:22) Gamanþáttur með John Stamos í aðalhlutverki. 14:20 The Grinder (17:22) Gamanþáttaröð með Rob Lowe og Fred Savage (The Wonder Years) í aðalhlutverkum. 14:45 The Millers (6:23) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. 15:05 The Voice (22:26) Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileika-ríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. 15:50 Three Rivers (9:13) Dramatísk og spennandi þáttaröð um lækna sem leggja allt í sölurnar til að bjarga sjúklingum sínum. 16:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon17:15 The Late Late Show with James Corden17:55 Dr. Phil18:35 Everybody Loves Raymond (4:25) Gamanþáttaröð um Ray Barone og furðu-lega fjölskyldu hans. 19:00 King of Queens (3:25) Bandarískir gamanþættir um turtildúfurnar Doug og Carrie. 19:25 How I Met Your Mother (8:20)19:50 America's Funniest Home Videos (31:44)20:15 The Voice (23:26) Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileika-ríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn.21:45 Blue Bloods (21:22)22:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon23:10 Code Black (4:18) Dramatísk þátta-röð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunar-fræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum.

23:55 American Crime (5:10)00:40 The Walking Dead (15:16) Spennandi en jafnframt hrollvekjandi þættir sem njóta gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. 01:25 House of Lies (3:12) Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskipta-lífsins. 01:55 Zoo (6:13) Spennuþáttaröð sem byggð er á metsölubók eftir James Patter-son. 02:40 Penny Dreadful (7:8) Sálfræðiþriller sem gerist á Viktoríutímabilinu í London. 03:25 Blue Bloods (21:22)04:10 The Tonight Show with Jimmy Fallon04:50 The Late Late Show with James Corden05:30 Pepsi MAX tónlist

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut08:00 Lífið / Mannamál (e)09:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)10:00 Lífið / Mannamál (e)11:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)12:00 Lífið / Mannamál (e)13:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)14:00Lífið / Mannamál (e)15:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)16:00 Lífið / Mannamál (e)17:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)18:00 Lífið / Mannamál (e)19:00 Þjóðbraut / Kjörklefinn (e)20:00 Heimili / Afsal21:00 Skúrinn21:30 Olísdeildin22:00 Heimild / Titanic23:00 Lífið / Fólk með Sirrý

N419:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana20:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana21:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana22:30 Föstudagsþátturinn Hilda JanaDagskrá N4 er endurtekin allan sólar-hringinn um helgar.

Braun rakvél Sport197-1

Kr. 12.900,-

Braun bartskeri bt7050

Kr. 14.900,-

Braun rakvél 320-4

Kr. 19.900,-

Braun hárskerihc3050

Kr. 7.990,-

Braun skeggsnyrtircruz-6

Kr. 13.900,-

Braun rakvél380

Kr. 26.900,-

vatnsheld

RaKvélaR fyRiR KaRla Fullkomin snyrting

Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt landOPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAuGARDAGA KL. 11-15

Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum

næringarefnum.

Hollusturettir

Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777 www.facebook.com/boksala

Útsala á erlendum bókum og völdum kaupfélagsvörum út maí í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.

Útsala 50-70% afsláttur

…sjónvarp 16 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 17: Amk 20 05 2016

„Ég hef dottið undarlega mikið inn í þætti sem snúa að endurbótum á fasteignum. Ég hef sérstaklega gaman af þáttum sem heita Flip or Flop, þar eru í aðalhlutverki amerísk hjón sem kaupa fasteignir á upp-boðum, gera þær upp og selja svo oftar en ekki með hagnaði. Hann er taugaveiklaður með meiru og tekur þessu „aaaðeins“ of alvarlega að mínu mati. Hún er svo með platín-um ljóst hár, nánast glærar tennur af tannhvíttun og árshátíðarförðuð upp á hvern einasta dag. Þau eiga

líka dóttur sem ég held að sé reglu-lega vanrækt því hver einasti þáttur byrjar á því að henni er plantað í pössun á meðan mamma og pabbi fara að kaupa hús. Svo hef ég líka horft á þætti sem heita Fixer Upper sem fjalla um hjón sem taka hús-næði annarra í gegn. Það er öllu viðkunnanlegra fólk. Annars eru uppáhalds þættirnir mínir Family Guy og ég missi ekki af þætti. Ég horfi líka á íþróttir eins og það sé lífsins nauðsyn. Ég er til dæmis mjög hrifinn af þáttunum hans Hilmars, íþróttastjóra á RÚV, um íþróttaafrek Íslendinga. Ég verð að viðurkenna að ég hef mikinn áhuga á öllu sem snýr að

sjónvarpi og kvikmyndum og er með tvær sjónvarpsstofur heima til að fullnægja undarlegum þörfum mín-um og trufla ekki aðra á heimilinu. Helsti gallinn við þennan sjónvarps-

ákafa, auk alls hins sem ég fæst við, er að ég og konan mín förum aldrei á sama tíma í háttinn. Það er umhugs-unarefni fyrir mig, skal ég viður-kenna.“

SófakartaflanAtli Þór Albertsson leikari með meiru.

Með tvær sjónvarpsstofur á heimilinu

Ákafamaður Atli Þór Albertsson er mikill áhugamaður um sjónvarp og kvikmyndir. Svo mikill að hann fer aldrei að sofa á sama tíma og konan hans. Mynd | Hari

Klappstýrur munu berjast

Netflix Bring It On 16 ára gömul mynd sem allir í kringum þrí-tugt (og jafnvel yngri) muna vel eftir og hafa sennilega séð oftar en einu sinni. Myndin segir frá hatrammri samkeppni á milli tveggja klappstýruliða, þar sem galvaskar klappstýrur svífast einskis til þess að bera sigur úr býtum í svokallaðri landskeppni klappstýra. Myndin er lauflétt og skemmtileg. Og auðvitað stútfull af glæsilegum dansatriðum. Nostal-gía fyrir þá sem voru unglingar í kringum árið 2000 og skylduáhorf fyrir þá sem misstu af henni á sínum tíma.

Ferðalag um rappheima

Stöð 2 Rapp í Reykjavík Frábærir þættir sem Dóri DNA og Gaukur Úlfarsson gera þar sem teknir eru fyrir allir helstu rapparar þjóðarinnar. Þættirnir eru frum-sýndir á sunnudagskvöldum en þú gætir gert margt verra en að kíkja í heimsókn til mömmu eða gamallar frænku þinnar og fá að laumast í Tímaflakkið. Í síðustu viku var fjórði þáttur af sex og þar var meðal annars spjallað við strákana í Úlfur Úlfur.

Sterk vinátta kvenna og flókin ástarmál

Netflix How to Make an American Quilt Virkilega vönduð kvikmynd með Winona Ryder í aðalhlut-verki. Myndin fjallar um háskólanemann Finn, sem ákveður að eyða sumrinu hjá ömmu sinni og frænku á meðan hún gerir upp við sig hvort hún vilji raunverulega giftast manninum sem er nýbúinn að biðja hennar. Þar eyðir Finn tíma með sauma-klúbbi ömmu sinnar sem sam-anstendur af stórmerkilegum konum sem allar eiga sína sögu. Stórgóð mynd sem sýnir hversu sterk vinátta á milli kvenna getur verið og hversu flókin ástin á það til að vera.

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

flísar fyrir vandlátaPORCELANOSA

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.”

www.versdagsins.is

…sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 18: Amk 20 05 2016

„Ég hef aldrei verið sterkari“Sharon Osbourne ætlar ekki að láta skilnaðinn

við Ozzy Osbourne brjóta sig niður. Þau hafa verið gift í 33 ár og eiga saman þrjú börn. Sharon sagði í viðtali við The Talk: „Ég hef aldrei verið sterkari en ég er núna, þrátt fyrir allt sem er að gerast í lífi mínu. Ég hef grátið í bílnum mínum en svo set ég upp sterku „grímuna“ og fer í vinnuna og geri það sem ég á að vera að gera.“

Julia Roberts berfætt í Cannes – aftur

Julia Roberts mætti á rauða dregilinn Cannes berfætt. Það kann ekki að þykja mikið tiltökumál nema fyrir þær sakir að það er ætlast til þess á Cannes að maður mæti í skóm. Hún var auðvitað stórglæsileg að vanda og náði alveg að halda sínum glæsileika í hámarki þrátt fyrir skóleysið. Orðið á götunni er að hún hafi verið í skóm til að komast inn á svæðið en farið

svo úr þeim um leið og hún var komin

inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Julia gerir þetta en hún mætti líka

berfætt á Cannes árið 1993.

Með ríka og fræga fólkinu í CannesHarpa Einarsdóttir dvelur í glæsihýsi og nýtur lífsins

Fengu sér alveg eins húðflúr á brúðkaupsafmælinu

Tori Spelling og Dean McDermott eru svakalega ástfangin og eru ekki feimin við að sýna heiminum það. Í tilefni af tíu ára brúðkaupsafmæli sínu fóru þau hjónin á húðflúrsstofu í París og fengu sér alveg eins húðflúr á upphandleggina. Þau létu skrifa setninguna „Tout mon coeur, Tout ma vie“ á sig en það þýðir „Allt mitt hjarta, allt mitt líf.“

Harpa Einarsdóttir fatahönnuður er nú stödd í Cannes þar sem hún dvelur í glæsihýsi á meðan kvik-myndahátíðin stendur yfir. Hún er þar í boði fyrirtækisins Beverly Hills Haute Coutere, líkt og hún greindi frá í viðtali í amk í síðustu viku. Þá hlakkaði hún mikið til ævintýrisins, sem nú er orðið að veruleika.

Tilgangurinn ferðarinnar er að taka þátt í sýningu á vegum áður-nefnds fyrirtækis þar sem hún fær tækifæri til að kynna nýja fatalínu sem hún hefur hannað undir vöru-

merkinu Myrka, fyrir fína og fræga fólkinu. Þá sérhannaði Harpa kjól fyrir einn af aðstandendum Beverly Hills Haute Coutere, en sá hinn sami vill hjálpa henni að koma nýju línunni á framfæri.

Harpa hefur birt myndir frá Cannes á facebook-síðu sinni þar sem hún er stórglæsileg til fara á leið í kokteilboð. Hún er svo heppin að förðunarmeistarinn Ísak Freyr er einnig staddur í Cannes og hefur hann séð um að farða hana eins og algjöra Hollywood-dívu.

Harpa sá um snapchat-reikn-

inginn fyrir tímaritið Nýtt líf í vikunni og birti þar skemmtileg myndbönd frá Cannes. Þar mátti sjá skvísurnar sem dvelja í glæsi-hýsinu punta sig og gera sig til-búnar fyrir partístand. Harpa sást meðal annars í fylgd norskrar feg-urðardrottningar sem bar borðann sinn með stolti svo ekki færi á milli mála hver hún væri. Harpa tók það að sér eitt kvöldið að aðstoða þá norsku úr kjólnum, enda enginn hægðarleikur að renna sjálfur nið-ur rennilás aftan á kjólnum sem maður klæðist.

Myn

dir

| Nor

dicP

hoto

s/G

etty

Myrka Harpa vonast til að klæða einhverja stjörnu á Cannes í flík

úr nýju línunni sinni.

Líkt og Harpa greindi frá í við-talinu í síðustu viku er svona glam-úr ansi fjarlægur hennar íslenska veruleika, enda hafa síðustu tvö ár verið henni erfið. Í byrjun árs var hún til að mynda heimilislaus og flakkaði um landið. En hún ætlar að nýta tækifærið í Cannes vel, reyna að mynda gott tengslanet og vonandi klæða einhverja stjörnuna í flík frá Myrka. | slr

Ég fékk ágætis uppeldi hjá Eiríki. Það verður ekki af honum tekið,“ segir Ásta Hrafnhildur Garðars-dóttir sem í vikunni tók

við starfi ritstjóra Séð og heyrt af Eiríki Jónssyni.

„Ég hlakka heilmikið til og er spennt. Ég hef tengst blaðinu lengi, eins og ég hef áður sagt, sem fyrrverandi Séð og heyrt stúlka innan gæsalappa og starfsmaður á blaðinu,“ segir Ásta sem var á hár-greiðslustofunni þegar amk náði af henni tali, að láta „mála yfir gráu hárin,“ eins og hún orðaði það í léttum tón.

Ásta segir að Séð og heyrt eigi að vera gleðisprengjublað. „Við eigum að halda í gleðina, glimmer og glamúrinn. Ég vil til dæmis fá fleiri fréttir af landsbyggðinni, ekki bara kokteilpartí í 101 þó þau verði auðvitað áfram vinsæl. Þetta verður bland í poka fyrir alla.“

Nú hefur forveri þinn í starfinu stundum verið umdeildur og hann verður seint talinn allra. Heldurðu að þú verðir jafn umdeild?

„Ég held að ég hafi ekki verið

Gleði og glamúr Ásta Hrafnhildur var þekkt á árum áður sem umsjónarmaður Stundarinnar okkar og var þá oft til umfjöll-unar í Séð og heyrt. Nú er hún ritstjóri blaðsins. Mynd | Rut

Við eigum að gleðja en ekki meiðaÁsta Hrafnhildur tekur við starfi ritstjóra Séð og heyrt

það hingað til og vonandi verð ég það ekki núna. Það er alla vega ekki markmiðið að koma mér í þá stöðu. Það hefur hver sinn stíl. Margir fíla Eirík og finnst brodd-urinn og oddurinn skemmtilegur

en það er ekki minn stíll. Við eig-um að gleðja en ekki meiða,“ segir Ásta sem boðar þó hresst blað undir sinni stjórn.

„Við viljum fylgjast vel með glaumlifnaði frægra Íslendinga. Við eigum ekkert kóngafólk og þurfum því annað fólk til að skrifa um. Ég verð með góða blaðamenn með mér. Ragna Gestsdóttir, sem var á DV, var að byrja og fyrir eru Loftur Atli Eiríksson, fyrrum rit-stjóri blaðsins, og ungur blaða-maður sem heitir Garðar. Hann er reyndar sonur minn. Ég réði hann í afleysingar í fyrra og hann er hér enn. Við höfum verið að sækja fram á vefnum og ætlum að gera það áfram.“

Tveir ættliðir Ásta er með Garðar, son sinn, í vinnu sem blaðamann á Séð og heyrt.

…fólk 18 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Við viljum fylgjast vel með glaumlifnaði frægra Íslendinga.

Við eigum ekkert kóngafólk og þurf-um því annað fólk til að skrifa um.

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kvartbuxur á 7.900 kr.

- 2 litir: blátt og svart- stærð 36 - 48- stretch og háar í mittið

Með hækkandi sól

Page 19: Amk 20 05 2016

Frá kr.49.900

KRÍT KRÍT SALOU MALLORCA

ALBIR COSTA DE ALMERÍA

Frá kr. 107.600m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 107.600 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 145.895 m.v. 2 í stúdíó. 26. maí í 11 nætur.

Frá kr. 78.845m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 78.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 98.495 m.v. 2 í herbergi.31. maí í 7 nætur.

Frá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 í herbergi/ íbúð/stúdíó.26. maí í 11 nætur.

Frá kr. 87.645 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 87.645 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíó superior. Netverð á mann frá kr. 124.895 m.v. 2 í stúdíó superior.2. júní í 11 nætur.

Frá kr. 76.595m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 76.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 153.190 m.v. 2 í herbergi.27. maí í 7 nætur.

Frá kr. 49.900 Netverð á mann frá kr. 49.900 m.v. 2 í herbergi/ íbúð/stúdíó.31. maí í 7 nætur.

Porto Platanias Village

Albir Playa

Stökktu

Hotel Playacapcicho

4R Regina Stökktu

COSTA DEL SOL

Frá kr. 69.145m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 69.145 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.195 m.v. 2 í stúdíó. 29. maí í 11 nætur.

Aparthotel Veramar

BENIDORM

Frá kr. 106.095 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 106.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 128.495 m.v. 2 í svítu.31. maí í 7 nætur.

Marconfort Benid. Suites

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

7541

8

SPOTTPRÍSALGJÖRUMSÓL Á

Allt að50.000 kr.afsláttur á mann

Bókaðu sól

Page 20: Amk 20 05 2016

Kylie Jenner virðist ekki ætla að dvelja við sambandsslit sín og rapparans Tyga. Þau voru saman í tvö ár en leiðir skildu á dögunum. Nei, hún Kylie er nú sögð vera að deita rapparann PartyNextDoor eða PND eins og hann kallar sig alla jafna.

Kylie og PND, sem heitir réttu nafni Jahron Anthony Brathwaite, hafa verið vinir um hríð en hann lét til skarar skríða eftir að sam-bandi Kylie og Tyga lauk. PND birti mynd á samfélagsmiðlum af þeim

saman og síðan hefur meint sam-band þeirra verið á allra vörum. Ekkert hefur þó verið staðfest, enn.

„Þau eru sem sköpuð fyrir hvort annað. Hún veit ekki af hverju hún var að eyða tíma sínum með Tyga,“ sagði vinur Kylie við banda-ríska fjölmiðla.

Allir á túristavagninn

Ferðamannatímabilið er komið á fullt og miðborg Reykjavíkur verð-ur líflegri með hverjum deginum sem líður. Mikil aukning í komu ferðamanna skapar vitaskuld tækifæri og sem betur fer ætlum við Íslendingar ekki bara að bjóða upp á lundabúðir og einsleita veitingastaði. Nú hefur tónlistarsér-fræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen sett á laggirnar gönguferð um Reykjavík sem kallast Reykjavik Music Walk en í henni kynnir hann útlendingum tónlistarsöguna hér og sýnir þeim áhugaverða staði. Gangan er ókeypis en gestgjafinn kveðst taka framlögum gesta fagnandi. Annar

viti í menningarlífinu, Örn Elías Guðmundsson

– Mugison – mun sömuleiðis vera að

undirbúa sókn á þennan

markað. Hann mun kynna tónleikaröð á næstunni þar sem spjallað er

við gesti á ensku.

Jói til skoðunar hjá Marvel

Vegur leikarans Jóhannesar Hauks Jóhannessonar vex stöðugt úti í heimi. Nú berast fregnir af því að hann sé til skoðunar hjá risanum Marvel og ekki þurfi að bíða lengi eftir að hann landi vænu hlutverki þar. Raunar var Jóhannes Haukur næstum kominn með flott hlutverk í Thor: Ragnarok sem nú er í undirbúningi en hún skartar ekki ómerkara fólki en Cate Blanchett, Mark Ruffalo, Tom Hiddleston og

Chris Hemsworth í aðalhlut-verkum. Leikstjórinn vildi fá Jóhannes en framleið-endur vildu annan leikara. Þrátt fyrir þessi vonbrigði komu þessar prufur

Jóhannesi inn undir hjá Marvel og hann gæti hreppt

annað hlutverk innan tíðar.

Gunna Dís kveðurÚtvarps-

konan Guðrún Dís Emilsdóttir á von á sínu þriðja barni og fer í fæðingar-orlof frá störfum sínum á Rás 2 í lok næsta mánaðar. Brotthvarf hennar þýðir að Virkir morgnar heyra brátt sögunni til og Andri Freyr Viðars-son mun stjórna vikulegum spjallþætti á Rás 2 og Sóli Hólm halda áfram með Svart og sykur-

laust um helgar. Í stað þeirra þriggja koma Hraðfrétta-mennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Er Kylie strax komin með nýjan?

Ný ást Kylie Jenner hefur fundið ástina á ný, að sögn bandarískra

fjölmiðla. Mynd | NordicPhotos/Getty

Afnám tollA =

lækkAð verð!

alla föstudaga og laugardaga

Fæ sting í hjartað þegar ég les neikvæð ummæli Steinunn Jónsdóttir í Amabadama í viðtali í amk... á morgun