jafnrétti lífsskoðunarfélaga

Post on 21-Mar-2016

48 Views

Category:

Documents

3 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Jafnrétti lífsskoðunarfélaga. Siðmennt, félag siðrænna húmanista er lífsskoðunarfélag sem óskar eftir breytingum á lögum til þess að njóta jafnræðis á við trúfélög í landinu. Tillögur Siðmenntar. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Jafnrétti lífsskoðunarfélaga• Siðmennt, félag siðrænna

húmanista er lífsskoðunarfélag sem óskar eftir breytingum á lögum til þess að njóta jafnræðis á við trúfélög í landinu.

Tillögur Siðmenntar• Siðmennt, leggur til að samin verði

sérstök lög um skráð lífsskoðunarfélög sem eru sambærileg við núgildandi lög um skráð trúfélög

• Að auki leggjum við fyrir Allsherjarnefnd tillögur um að breytingar verði gerðar á lögum um sóknargjöld, (nr. 91 1987),

Staðan í dag• Samkvæmt núgildandi lögum frá 1999

eru aðeins trúfélög viðurkennd sem lífsskoðunarfélög

• Með lífsskoðunarfélögum á ég hér við félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun.

Breyttir tímar• Í dag eru breyttar aðstæður og það eru

ekki eingöngu trúfélög sem eru starfandi lífsskoðunarfélög á Íslandi.

• Trúlausir einstaklingar um allan heim hafa í vaxandi mæli viljað sjá um þessar félagslegu athafnir sjálfir og hafa myndað lífsskoðunarfélög í þeim tilgangi.

IHEU• Stærst lífsskoðunarfélaga án trúar á

æðri mátt er Félag siðrænna húmanista (International Humanist and Ethical Union) sem var stofnað árið 1952.

Mismunun vegna lífsskoðana• Við hjá Siðmennt teljum að íslenskum

þegnum sé mismunað eftir því hvort þeir aðhyllast trú sem felur í sér hefðbundin átrúnað á yfirnáttúruleg fyrirbrygði eða hvort þeir aðhyllast lífsviðhorfi óháðu trúarsetningum.

Mismunun vegna lífsskoðana• Stjórnvöld styrkja eiginleg trúfélög beint

meðal annars með innheimtu sóknargjalda á meðan lífsskoðunarfélög, sem þó vilja veita sömu þjónustu og eiginleg trúfélög, fá engan stuðning.

Mismunun vegna lífsskoðana• Eins og lögin um skráð trúfélög og

sóknargjöld standa í dag telur Siðmennt því að hallað sé á trúfrelsi, lífsskoðunarfrelsi og jafnræði í íslensku samfélagi.

Sótt um skráningu sem trúfélag

• Siðmennt, hefur í tvígang á síðastliðnum fjórum árum sótt um að vera skráð sem trúfélag og njóta þannig sömu þjónustu og réttinda sem trúfélög njóta hér á landi.

Réttindi trúfélaga• Þessi réttindi fela m.a. í sér að þeir

félagar í Siðmennt sem standa utan trúfélaga og borga árlega svokölluð sóknargjöld til Háskóla Íslands geta látið upphæðina renna til Siðmenntar í staðinn (um 7200 krónur á ári).

Réttindi trúfélaga• Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef

greiða þeir sem standa utan trúfélaga um 60 milljónir á ári til Háskóla Íslands umfram það sem aðrir þurfa að greiða til sömu stofnunnar.

Trúfélag eða lífsskoðunarfélag?

• Samkvæmt núgildandi lögum er aðeins hægt að láta svokölluð sóknargjöld renna til skráðra trúfélaga en hvergi er kveðið á um rétt einstaklinga til að láta þessa upphæð renna til lífsskoðunarfélaga.

Trúfélag eða lífsskoðunarfélag?

• Þó að Siðmennt sé lífsskoðunarfélag en ekki trúfélag í hefðbundinni skilgreiningu þessara orða þá taldi stjórn Siðmenntar hér áður það reynandi að fá félagið skráð sem trúfélag, enda höfum við talið að mikið óréttlæti felist í núverandi fyrirkomulagi.

Lögfræðiálit• Eftir að ljóst varð að seinni umsókn

okkar um skráningu sem trúfélag hafði verið hafnað ákvað stjórn Siðmenntar að leita álits lögfræðings á stöðu Siðmenntar og lögunum um skráð trúfélög.

Álitsgerð lögfræðings• Lögfræðingur Siðmenntar, Oddný Mjöll

Arnardóttir hdl• Lög um skráð trúfélög (nr. 108/1999)

taka einungis til lífsskoðunarfélaga sem byggja á trúarlegum grunni.

Álitsgerð lögfræðings• “Það er niðurstaða undirritaðrar að í ljósi

framangreinds séu Siðmennt og “eiginleg trúfélög” í sambærilegri aðstöðu og eigi því lagalega kröfu til þess að njóta sambærilegrar meðferðar”

Álitsgerð lögfræðings• Annað mikilvægt atriði sem kemur fram

í álitsgerð lögfræðingsins er að í trúfrelsiskafla stjórnarskrár Íslands er einnig sneitt framhjá öðrum lífsskoðunum en trúarlegum og segir m.a. í álitsgerðinni:

Álitsgerð lögfræðings• “Vernd íslensku stjórnarskrárinnar er

samkvæmt því í raun lakari en vernd mannréttindasáttmálanna og er beinlínis kveðið á um mismunandi meðferð trúarlegra lífsskoðana og annarra lífsskoðana í henni.“

Álitsgerð lögfræðings– “Það er álit undirritaðrar að það veki

áleitnar spurningar um þörf á endurskoðun á 63. gr. stjórnarskrárinnar og hvort ekki sé rétt að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um að ríki heims tryggi að stjórnskipun þeirra og lög veiti virka og jafna vernd hugsana-, samvisku-, trúar- og sannfæringarfrelsis.”

Erindi til stjórnarskrárnefndar• Það er í höndum stjórnarskránefndar,

sem nú er að störfum, að breyta umræddum greinum stjórnarskrárinnar og hefur Siðmennt þegar sent nefndinni erindi þessa efnis.

Fyrirmynd frá Noregi • Í Noregi hafa lífsskoðunarfélög eins og

Siðmennt notið sömu réttinda og hefðbundin trúfélög.

• Norsku systursamtökum Siðmenntar, Human-Etisk Forbund fengu viðurkenningu sem trúfélag af norskum stjórnvöldum árið 1981 (þar sem þá voru ekki til sérstök lög um lífsskoðunarfélög)

Fordæmi Norðmanna• Skömmu eftir 1981 var lögunum í

Noregi breytt þannig að sóknargjöld í Noregi renna nú til lífsskoðunarfélaga, auk trúfélaga.

• Í HEF eru nú um 65 þúsund manns og eru margir af helstu framámönnum og fræðimönnum Noregs í því.

Jafnrétti í íslenskum lögum• Við viljum því með þessum fundi óska

eftir því að allsherjarnefnd beiti sér fyrir því að lögum verði breytt í þá veru að staða ólíkra lífsskoðana verði jöfnuð.

Framkvæmd / útfærsla• Annars vegar með því að breyta lögum

um skráð trúfélög þannig að þau tryggi rétt allra lífsskoðunarfélaga

• Hins vegar með því að setja sérstök lög um stöðu lífsskoðunarfélaga eins og gert var í Noregi.

Að lokum• Það er einlæg von okkar að þessi

fundur og meðfylgjandi tillögur verði til þess að íslenskum lögum verði breytt í átt til jafnræðis lífsskoðana. – Siðmennt, félag siðrænna húmanista á

Íslandi

Ítarefni• Meðfylgjandi eru eftirtalin gögn:

1. Álit lögfræðings Siðmenntar dagssett 09/06/2005.2. Tillaga að lögum um skráð lífsskoðunafélög.3. Tillaga að breytingum á lögum um sóknargjöld.4. Norsk lög um trú- og lífsskoðunarfélög (LOV 1981-06-12 nr 64: Lov om tilskott til livssynssamfunn og Forskrift om tilskot til livssynssamfunn).5. Lausleg þýðing á norsku lögunum.

• Nánari upplýsingar á vef Siðmenntar: www.sidmennt.is

top related