eystrahorn 33. tbl. 2014

6
Fimmtudagur 2. október 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 33. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Það vakti nokkra athygli að þrjú systkini Friðbjörn, Vala og Friðrik (börn Garðars Sigvaldasonar og Sveinbjargar Friðbjarnardóttur) voru fulltrúar Hornafjarðar í spurningakeppni sjónvarpsins Útsvari. Sömuleiðis systir þeirra Þura Sigríður sem var símavinurinn. Frammistaða þeirra var með miklum ágætum og sérstaklega vakti athygli hvað þau leystu látbragðsþáttinn vel. Ritstjóri hafði samband við Völu og ræddi við hana í léttum dúr um þáttinn. „Það var nú þannig að hún Br yndís Bjarnason upplýsinga- og gæðastjóri Sveitarfélagsins hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka þátt. Ég hugsaði það aðeins og í kjölfarið benti ég á bræður mína sem liðsfélaga ef það vantaði í liðið! Því var vel tekið og þannig fór sú saga. Þar sem við búum á víð og dreif og mikið flakk á bræðrum mínum náðum við lítið að undirbúa okkur. Við hittumst aðeins kvöldið áður og fórum yfir kerfi fyrir látbragðsleikinn, það var vel til fundið enda gekk okkur mjög vel. Í keppninni var ég frekar stressuð svona til að byrja með en það rjátlaði af manni svona eftir því sem tíminn leið. Ég vona að ég verði yfirvegaðri í næsta þætti og ekki eins fljótfær. Bræður mínir voru heldur rólegri svona á yfirborðinu, enda held ég að þeir myndu aldrei viðurkenna að finna fyrir stressi. Við þekkjum hvort annað auðvitað mjög vel og vorum búin að undirbúa okkur með eitthvað, eins og ég nefndi áðan, kvöldið fyrir Útsvar. Það kom sér vel, en burt séð frá því þá átti Frikki bróðir gott kvöld og skilaði af sér afburða látbragði ef ekki leiksigri, svei mér þá ef ekki leynist í honum leikari af guðs náð. Framundan er svo bara hið hefðbundna, við reynum auðvitað öll að vera vakandi yfir fréttum og því sem er að gerast í heiminum í dag. Svo verður maður að grípa í sögubækurnar oftar en vanalega áður en maður leggst á koddann og lesa sér til og rifja upp. Þetta er auðvitað fyrst og fremst skemmtun en öllu svona fylgir auðvitað spenna, ég fer allavega í alla leiki og öll verkefni til að gera vel og helst vinna, en hitt verður svo að koma í ljós hvort af því verði. Ég mun allavega taka því sem hverju öðru hundsbiti ef við töpum.“ Svo óskum við þeim góðs gengis í næstu umferð Systkinin stóðu sig vel í Útsvari Nú er lokið við málun utanhúss og viðgerð á Hafnarkirkju og mikill munur að sjá. Þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag var nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á byggingunni. Eins og áður hefur komið fram voru sóknargjöld skert meira en almennt gerðist með sambærilegar stofnanir. Til að forðast misskilning er rétt taka fram að laun presta eru ekki greidd af sóknarnefndum svo að sóknargjöld renna óskipt til að standa undir rekstri, viðhaldi kirknanna og safnaðarstarfinu almennt. Vegna fjárskorts hefur sóknarnefnd beitt miklu aðhaldi varðandi allan rekstrarkostnað og hefur það m.a. komið niður á viðhaldi utan- og innanhúss svo og viðhaldi pípuorgelsins. Það hefur leyst brýnustu þarfirnar að kirkjan hefur notið velvildar ýmissa safnaðarmeðlima eins og svo oft áður og er þakkað fyrir enn og aftur. Sem dæmi má nefna að ágóðinn af síðustu jólatónleikum, sem rann til kirkjunnar, hjálpaði mikið til svo hægt var að ráðast í viðgerð og málun utanhús. Þetta nægir samt ekki til að gera upp alla reikninga og þess vegna er er vakið máls á þessu hér. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt í að styðja við þessar framkvæmdir eða starfsemina þá er í Landsbankanum sparisjóðsbók ( 172 – 5 – 61552 kt. 590169- 7309 ) þar sem styrkir eru lagðir inná. Inn á heimasíðunni bjarnarnesprestakall. is er hægt að fá ýmsar upplýsingar um starfsemi safnaðanna í sýslunni og meðal annars ársskýrslu Hafnarsóknar þar sem gerð er grein fyrir rekstrinum og fjárhag hennar. Albert Eymundsson, formaður Sóknarnefndar Hafnarsóknar Kirkjan máluð

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 04-Apr-2016

252 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 33. tbl. 2014

Fimmtudagur 2. október 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn33. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Það vakti nokkra athygli að þrjú systkini Friðbjörn, Vala og Friðrik (börn Garðars Sigvaldasonar og Sveinbjargar Friðbjarnardóttur) voru fulltrúar Hornafjarðar í spurningakeppni sjónvarpsins Útsvari. Sömuleiðis systir þeirra Þura Sigríður sem var símavinurinn. Frammistaða þeirra var með miklum ágætum og sérstaklega vakti athygli hvað þau leystu látbragðsþáttinn vel. Ritstjóri hafði samband við Völu og ræddi við hana í léttum dúr um þáttinn. „Það var nú þannig að hún Bryndís Bjarnason upplýsinga- og gæðastjóri Sveitarfélagsins hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka þátt. Ég hugsaði það aðeins og í kjölfarið benti ég á bræður mína sem liðsfélaga ef það vantaði í liðið! Því var vel tekið og þannig fór sú saga. Þar sem við búum á víð og dreif og mikið flakk á bræðrum mínum náðum við lítið að undirbúa okkur. Við hittumst aðeins kvöldið áður og fórum yfir kerfi fyrir látbragðsleikinn, það var vel til fundið enda gekk okkur mjög vel. Í keppninni var ég frekar stressuð svona til að byrja með en það rjátlaði af manni svona eftir því sem tíminn leið. Ég vona að ég verði yfirvegaðri í næsta þætti og ekki eins fljótfær. Bræður mínir voru heldur rólegri svona á yfirborðinu, enda held ég að þeir myndu aldrei viðurkenna að finna fyrir stressi. Við þekkjum hvort annað

auðvitað mjög vel og vorum búin að undirbúa okkur með eitthvað, eins og ég nefndi áðan, kvöldið fyrir Útsvar. Það kom sér vel, en burt séð frá því þá átti Frikki bróðir gott kvöld og skilaði af sér afburða látbragði ef ekki leiksigri, svei mér þá ef ekki leynist í honum leikari af guðs náð. Framundan er svo bara hið hefðbundna, við reynum auðvitað öll að vera vakandi yfir fréttum og því sem er að gerast í heiminum í dag. Svo verður maður

að grípa í sögubækurnar oftar en vanalega áður en maður leggst á koddann og lesa sér til og rifja upp. Þetta er auðvitað fyrst og fremst skemmtun en öllu svona fylgir auðvitað spenna, ég fer allavega í alla leiki og öll verkefni til að gera vel og helst vinna, en hitt verður svo að koma í ljós hvort af því verði. Ég mun allavega taka því sem hverju öðru hundsbiti ef við töpum.“ Svo óskum við þeim góðs gengis í næstu umferð

Systkinin stóðu sig vel í Útsvari

Nú er lokið við málun utanhúss og viðgerð á Hafnarkirkju og mikill munur að sjá. Þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag var nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á byggingunni. Eins og áður hefur komið fram voru sóknargjöld skert meira en almennt gerðist með sambærilegar stofnanir. Til að forðast misskilning er rétt taka fram að laun presta eru ekki greidd af sóknarnefndum svo að sóknargjöld renna óskipt til að standa undir rekstri, viðhaldi kirknanna og safnaðarstarfinu almennt. Vegna fjárskorts hefur sóknarnefnd beitt miklu aðhaldi varðandi allan rekstrarkostnað og hefur það m.a. komið niður á viðhaldi utan- og innanhúss svo og viðhaldi pípuorgelsins. Það hefur leyst brýnustu þarfirnar að kirkjan hefur notið velvildar ýmissa safnaðarmeðlima eins og svo oft áður og er þakkað fyrir enn og aftur. Sem dæmi má nefna að ágóðinn af síðustu jólatónleikum, sem rann til kirkjunnar, hjálpaði mikið til svo hægt var að ráðast í viðgerð og málun utanhús. Þetta nægir samt ekki til að gera upp alla reikninga og þess vegna er er vakið máls á þessu hér. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt í að styðja við þessar framkvæmdir eða starfsemina þá er í Landsbankanum sparisjóðsbók ( 172 – 5 – 61552 kt. 590169-7309 ) þar sem styrkir eru lagðir inná. Inn á heimasíðunni bjarnarnesprestakall.is er hægt að fá ýmsar upplýsingar um starfsemi safnaðanna í sýslunni og meðal annars ársskýrslu Hafnarsóknar þar sem gerð er grein fyrir rekstrinum og fjárhag hennar.

Albert Eymundsson, formaður Sóknarnefndar Hafnarsóknar

Kirkjan máluð

Page 2: Eystrahorn 33. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 2. október 2014

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

HafnarkirkjaSunnudaginn 5. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Beint frá býli Afurðasala MiðskeriOpið laugardaga kl. 13:00 - 16:00.

Ferskt lambakjöt næstkomandi laugardag. Svínakjöt í úrvali.

Einnig kartöflur og rófur.Velkomin í sveitina, Miðskersbændur

Bleikur mánuðurNú er að hefjast hin árlega sala

á bleiku slaufunni. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Verið velkomin

Húsgagnaval

SýningarFrumsýning laugardaginn 4. október2. sýning laugardaginn 11. október3. sýning laugardaginn 18. október4. sýning laugardaginn 25. október5. sýning laugardaginn 1. nóvember

Örfáir miðar lausir. Miðapantanir og nánari upplýsingar

á Hótel Höfn í síma 478-1240

Frumsýnt á Hótel Höfn laugardaginn 4. október

Á nýafstaðinni Sjávarútvegssýningu í Kópavogi var Skinney-Þinganesi veitt viðurkenning fyrir „Framúrskarandi framlag til sjávarútvegs“. Í umsögn dómnefndar segir; „Þessi viðurkenning er veitt forráðamönnum Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði fyrir ötula uppbyggingu glæsilegs sjávarútvegsfyrirtækis á liðnum árum sem er burðarásinn í byggðarlagi sínu.“ Á myndinni er Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins að taka við viðurkenningunni úr hendi fulltrúa Sjávarútvegssýningarinnar.

Skinney-Þinganes fær viðurkenningu

Í ár eru 25 ár liðin síðan Jaspis var stofnað eða 21. september 1989. Í dag er Jaspis hársnyrtistofa, verslun, umboðsaðili TM á Höfn, umboðsaðili Fasteignasölunnar INNI ehf á Höfn og með umsjón með verslunarmiðstöðinni Miðbæ á Höfn. Starfsemi Jaspis hefur verið á 4 stöðum á Höfn en lengst í Miðbæ eða 13 ár. Í tilefni af þessum tímamótum var gestum og gangandi boði upp á veitingar föstudaginn 19. september og 25% afsláttur var af öllum hárvörum í eina viku. Nöfn viðskiptavina fóru í pott og dregin voru út nöfn fjögurra heppinna viðskiptavina. Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir hlaut aðalvinning sem voru tveir miðar á sýninguna Blítt og létt á Hótel Höfn. Ásgerður Arnardóttir, Valdís Harðardóttir og Ásgerður Haraldsdóttir fengu úrval af glæsilegum hárvörum að verðmæti um kr 12.000. Óskum við þeim innilega til hamingju. Fyrir hönd Jaspis ehf, þökkum við fyrir ánægjuleg viðskipti í þennan aldarfjórðung.

Heiða Dís og Snorri

Jaspis 25 ára

!

 

Jaspis Hársnyrtistofa – Sími 478 2000

Heiða Dís Einarsdóttir

Hársnyrtimeistari.

Page 3: Eystrahorn 33. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 2. október 2014

Konukvöld fræðsla í bleikum mánuði

Konukvöld verður fimmtudaginn 2. október kl. 20:00 í Pakkhúsinu.

Teitur Guðmundsson læknir flytur fræðsluerindi um kvenheilsu.

Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri Fræðslunets Suðurlands verður með örræðu.

Höfum gaman saman og mætum í einhverju bleiku.

Kaffi og með því.

Allar konur hjartanlega velkomnar

Aðgangur ókeypis

Krabbameinsfélag Suðausturlands

Ráðhús Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður lokað

föstudaginn 3. október vegna starfsdags starfsfólks

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

Námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu

SASS í samstarfi við Sponta stendur fyrir námskeiði fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónustu

Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni Tripadvisor.com og Facebook. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum: · Hverjar eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki? · Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar? · Hvernig finn ég tíma til að sinna markaðsmálum?

Markmiðið er að þátttakendur geti strax byrjað að auka sýnileika sinn á netinu, með áherslu á þær umsagnir sem viðskiptavinir veita þeim m.a. Tripadvisor.com

Námskeiði stendur yfir í 6 vikur og hefst þriðjudaginn 7. október með fjarnámi sem undirbúningur fyrir vinnustofu. Þátttakendur fá vikulega send kennslumyndbönd og verkefnablöð. Kennari er Helgi Þór Jónsson, kerfisfræðingur og markþjálfi

Innifalið í námskeiðinu · 4 kennslumyndbönd full af fróðleik · 4 heimaverkefni (ca. 0,5-2 tíma ástundun á viku) · Hnitmiðuð handbók sem þú sníður að þínu fyrirtæki · Stuðningshópur á Facebook · Þjálfun og æfingar á vinnustofum í grennd við þig: - Vík í Mýrdal fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13-17 - Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13-17 - Selfossi fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17

Skráningu lýkur 2. október. Takmarkaður sætafjöldi.

Námskeiðsgjaldið er niðurgreitt af SASS og er því einungis 7.500 kr.Allar nánari upplýsingar og skráning á slóðinni http://bit.ly/meirisalaeða á skrifstofu SASS, sími 480 8200

Nú er hafið nýtt kvótaár sem byrjaði 1. september. Eins og áður mun Eystrahorn flytja fréttir af aflabrögðum og vinnslunni. Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum segir að septembermánuður hafi verið frekar rólegur og kemur þar til að smábátarnir hafa lítið róið vegna brælu og sömuleiðis virðast línubátarnir og handfærabátarnir vera að færa sig norðar hér fyrir austan. Þó hefur það komið á móti að Skinneyjar-Þinganesbátar hafa verið að landa töluvert á Fiskmarkaðnum. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja; „Veiði á nýju kvótaári hefur farið mjög misjafnt af stað eftir veiðarfærum. Mjög góð veiði hefur verið í snurvoðina hjá Hvanney af blönduðum afla og hefur veiðisvæðið verið frá Lónsbugt og vestur í Meðallandsbugt. Steinunn hefur einnig verið að fiska vel og er búin að vera á veiðum á grunnunum frá Hvalbakshalli vestur á Kötlugrunn í september. Ufsi og þorskur hefur verið uppistaðan í afla hans. Humarveiði hefur verið dræm það sem af er kvótaári. Botninn datt úr veiðunum fyrir vestan í lok ágúst og komu þá humarbátarnir heim en veiði hefur áfram verið frekar dræm og afleitt tíðarfar síðustu daga. Uppsjávarskipin halda til síldveiða nú um helgina og stólum við á að vertíðin verði góð eins og sl. haust. Síldin hefur haldið uppi góðu atvinnustigi hjá okkur í haust og mikilvægt er að hún bregðist okkur ekki, en eins og flestir vita er þetta ólíkindartól hvað varðar vetursetu og hvort vel gangi að veiða hana. Söluhorfur á flestum tegundum eru góðar en ástandið í Austur-Evrópu veldur okkur áhyggjum hvað varðar sölu á uppsjávartegundum.“

Fiskirí og vinnsla

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ......................... dragnót .... 12 ........243,6.. blandaður afliSigurður Ólafsson SF 44 ......... humart ...... 3 ..........25,6..blandaður afliSkinney SF 20 .......................... humart ...... 7 ........139,0..blandaður afliÞórir SF 77 ............................... humart ...... 6 ........115,7..blandaður afliSteinunn SF 10 ......................... botnv ......... 6 ........368,2.. blandaður afliÞinganes SF 25 ........................ rækjuv .......4 ..........93,9.. rækja 33,3Benni SU 65 ............................. lína .............8 ..........50,2..þorskur 44,1Beta VE 36 ............................... lína ............. 9 ..........52,8..þorskur 44,4 Guðmundur Sig SF 650 .......... lína ............. 5 ..........86,2.. þorskur 61,9Dögg SU 118 ............................ handf .........4 ..........20,2..makríllHerborg SF 69 ......................... handf ......... 3 ............2,3.. þorskurHulda SF 197 ........................... handf ......... 6 ............7,3.. þorskurHúni SF 17 ............................... handf ......... 7 ............4,1.. þorskur Kalli SF 144 .............................. handf ......... 3 ............1,0.. þorskurSævar SF 272 ........................... handf ......... 5 ............5,9.. þorskur/ufsiÁsgrímur Halld. SF 270 .......... flotv ............ 2 ..... 1.030 t..makríll/síldJóna Eðvalds SF 200................ lotv. ............ 1 ........ 869 t.. síld

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð í september

Page 4: Eystrahorn 33. tbl. 2014

doce gustokaffivélverð áður 34.995,-

24.497,-

Keylujárnremingtonverð áður 7.495,-

5.247 ,-

safapressaphilips 500wverð áður 17.995,-

12.597,-

Magig vacvacum vélverð áður 24.998,-

17.499,-

raKvélremingtonverð áður 10.995,-

7.697,-

síMi þráðlausphilips Dectverð áður 5.995,-

4.197,-

frystiKistawhirpool 311 lítraverð áður 99.995,-

69.997,-

BartsKeriremingtonverð áður 7.995,-

5.597,-

lg sjónvarp42”verð áður 129.995,-

90.997,-

sléttujárnremingtonverð áður 8.995,-

6.297,-

straujárnrussel hobbsverð áður 10.995,-

7.697,-

panasonic sjónvarp50”verð áður 189.995,-

132.997,-

eggjasuðuvélstylo egg boilerverð áður 7.995,-

5.597,-

gufusjóðarihome&cookverð áður 12.495,-

8.747,-

Blandariphilips 600wverð áður 14.995,-

10.497,-

KælisKápurwhirpool 187 cmverð áður 104.995,-

73.497,-

eggjasjóðaristylo eggverð áður 7.995,-

5.597,-

eldhúsútvarpphilips m/stoðvaminniverð áður 12.995,-

9.097,-

þurrKariwhirpool - barkalausverð áður 99.995,-

69.997,-

Kaffivélrussel hobbsverð áður 11.995,-

8.397,-

Kaffivélphilips 1000wverð áður 6.995,-

4.897,-

þvottavélwhirpool 7 kgverð áður 99.995,-

69.997,-

hárBlásari remingtonverð áður 5.495,-

3.847,-

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RAFTÆKJUM

FÉLAGSMANNATILBOÐ

30%

KasK ∙ Ká ∙ KB ∙ Kea ∙ KffB ∙ Kh ∙ KhB ∙ KsK ∙ Kþ

MiKið úrval! - tilboðin gilda 2.-8. okt 2014

þú færð afsláttinn gegn framvísun félagsmannakortsins

afsláttur af ÖlluMraftæKjuM

tilBoð tilfélagsManna!

tilboðin gilda í: nettó reykjanesbæ | nettó grindavík | nettó borgarnesi | nettó akureyri | nettó egilsstöðum | nettó selfossi | nettó höfn | Úrval blönduósi | Úrval Ólafsfirði | Úrval Dalvík | Úrval hafnafirði | Úrval neskaupstað

Page 5: Eystrahorn 33. tbl. 2014

doce gustokaffivélverð áður 34.995,-

24.497,-

Keylujárnremingtonverð áður 7.495,-

5.247 ,-

safapressaphilips 500wverð áður 17.995,-

12.597,-

Magig vacvacum vélverð áður 24.998,-

17.499,-

raKvélremingtonverð áður 10.995,-

7.697,-

síMi þráðlausphilips Dectverð áður 5.995,-

4.197,-

frystiKistawhirpool 311 lítraverð áður 99.995,-

69.997,-

BartsKeriremingtonverð áður 7.995,-

5.597,-

lg sjónvarp42”verð áður 129.995,-

90.997,-

sléttujárnremingtonverð áður 8.995,-

6.297,-

straujárnrussel hobbsverð áður 10.995,-

7.697,-

panasonic sjónvarp50”verð áður 189.995,-

132.997,-

eggjasuðuvélstylo egg boilerverð áður 7.995,-

5.597,-

gufusjóðarihome&cookverð áður 12.495,-

8.747,-

Blandariphilips 600wverð áður 14.995,-

10.497,-

KælisKápurwhirpool 187 cmverð áður 104.995,-

73.497,-

eggjasjóðaristylo eggverð áður 7.995,-

5.597,-

eldhúsútvarpphilips m/stoðvaminniverð áður 12.995,-

9.097,-

þurrKariwhirpool - barkalausverð áður 99.995,-

69.997,-

Kaffivélrussel hobbsverð áður 11.995,-

8.397,-

Kaffivélphilips 1000wverð áður 6.995,-

4.897,-

þvottavélwhirpool 7 kgverð áður 99.995,-

69.997,-

hárBlásari remingtonverð áður 5.495,-

3.847,-

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RAFTÆKJUM

FÉLAGSMANNATILBOÐ

30%

KasK ∙ Ká ∙ KB ∙ Kea ∙ KffB ∙ Kh ∙ KhB ∙ KsK ∙ Kþ

MiKið úrval! - tilboðin gilda 2.-8. okt 2014

þú færð afsláttinn gegn framvísun félagsmannakortsins

afsláttur af ÖlluMraftæKjuM

tilBoð tilfélagsManna!

tilboðin gilda í: nettó reykjanesbæ | nettó grindavík | nettó borgarnesi | nettó akureyri | nettó egilsstöðum | nettó selfossi | nettó höfn | Úrval blönduósi | Úrval Ólafsfirði | Úrval Dalvík | Úrval hafnafirði | Úrval neskaupstað

Page 6: Eystrahorn 33. tbl. 2014

Olíuverzlun Íslands hf.

Við óskum eftir starfsfólki í afleysingar/aukavinnu á þjónustustöð Olís á Höfn.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Um starfið og hæfni

• Starfið felur í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi.

• Unnið er á tvískiptum vöktum

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

PIPA

R\TB

WA

· S

ÍA ·

143

311

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir.

Nánari upplýsingar um starfið fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected], fyrir 15. október nk.

Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is.

Afleysingar – aukavinna á Höfn

Námskeið í forritun og stýring Arduino iðntölva. Kennd verða undirstöðuatriði í helstu forritunarmálum og hvernig hægt er að tengja þau við iðntölvur. Námskeiðið er ætlað byrjendum í forritun og er haldið í Vöruhúsinu helgarnar 11.-12. og 18.19. október. Námskeiðsgjald 5000 kr. Hrafn Eiríksson tölvunar- fræðingur kennir námskeiðið. Loka dagsetning skráninga er 6. október.

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Forritunar- NÁMSKEId- Forritunar- NÁMSKEId-

Vilhjálmur S: 862-0648 - [email protected]

SLÁTURSALA Á HÖFN 2014

Slátursala hófst mánudaginn 29. september og lýkur föstudaginn 24.október.

Opið frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00 alla virka dagaATH - nýr inngangur á miðhæð

að vestanverðu.Í öllum tilfellum

er veruleg hagræðing í því að vörur séu pantaðar fyrirfram.

Sími í slátursölu er 840-8877

Hollur og góður MAtur á fráBæru verðIGeymið auglýsinguna