eystrahorn 20. tbl. 2014

8
Fimmtudagur 22. maí 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 20. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Grunnskóli Hornafjarðar hefur metnaðarfulla stefnu varðandi það að nýta tæknina sem best til að auka fjölbreytni í kennslu. Síðastliðið haust var hafin innleiðing á spjaldtölvum í kennslu og í sumar fara flestir kennarar skólans á 20 klst. námskeið í tölvuleikjaforritun. Á námskeiðinu verður veitt innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum tölvuleikjaforritun og er markmið námskeiðsins að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga. Einnig verða á námskeiðinu umræður um það hvernig forritun getur nýst í hefðbundnum námsgreinum. Skólinn telur mikilvægt að þjálfa nemendur í að nýta tölvur og tækni sem vinnutæki því í þessum geira felast ómæld tækifæri til náms og uppbyggilegrar vinnu. Tækniframfarir eru mjög örar og er því nauðsynlegt að kennarar hafi tækifæri til að fylgjast með þeim og efla sína fagmennsku með námskeiðum sem þessu. Fyrirtækið SKEMA mun senda hingað kennara og halda þetta námskeið en fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum og hefur sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi í starfi sínu. Námskeið sem þessi eru kostnaðarsöm en skólinn er svo heppinn að í samfélagi okkar eru félagasamtök sem hafa trú á því að tæknina sé hægt að nýta til góðs í almennri menntun og hana sé einnig hægt að nýta sem öfluga forvörn. Kiwanisklúbburinn Ós og Lionsklúbbur Hornafjarðar hafa tekið höndum saman um að styrkja skólann með veglegri peningaupphæð til að halda þetta námskeið svo hefja megi kennslu í þessum fræðum í haust. Klúbbarnir hafa áhyggjur af neyslu ungmenna á tölvutækni, bæði drengjanna sem gjarnan týnast inn í heim tölvuleikjanna og stúlknanna sem festast frekar á spjallsíðum margskonar. Klúbbarnir vilja með þessu reyna að hafa jákvæð áhrif á þróunina og breyta neyslu í sköpun. Fyrir hönd skólans þá þakka skólastjórarnir kærlega fyrir þennan frábæra stuðning. Kiwanis- og Lionsklúbbar styðja skólastarfið Skil á efni og auglýsingum í næsta blað eru í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 26. maí. Síðastliðinn föstudag var ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul formlega vígð. Verkefnið var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er hluti nýrrar gönguleiðar sem hefur verið nefnd Jöklaleið eða Jöklavegur. Leiðin mun liggja meðfram suðurjaðri Vatnajökuls. Ferðaþjónustan í Hólmi og Ferðaþjónusta bænda á Brunnhóli í samvinnu við sveitarfélagið höfðu frumkvæði að verkefninu. Göngubrúin er hengibrú yfir Hólmsá eins og sést á myndinni og opnar hún aðgengi að Fláajökli og að austurhluta Heinabergssvæðis sem eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Með göngubrúnni aukast bæði tækifæri til útivistar og atvinnusköpunar innan Vatnajökulsþjóðgarðs og greið leið opnast inn á mjög áhugavert svæði þar sem finna má óspilltar jökulminjar, bergmyndanir og áhugaverða gróðurframvindu. Svæðið er orðið vinsæll áfangastaður og hefur aðsókn vaxið jafnt og þétt og mun örugglega aukast nú. Ný göngubrú á Hólmsá Mynd: Kristín Hermannsdóttir Íslandsmótið í knattspyrnu laugardaginn 24. maí Sindravellir .................... kl. 14:00 ........ 2. deild karla................. Sindri – KF (Fjallabyggð) Sindravellir ................... kl. 16:30 ........ 1. deild kvenna ............. Sindri – ÍR Mánavöllur .................... kl. 11:30 ........ 3. flokkur karla.............. Sindri – Grótta Borgunarbikar karla þriðjudaginn 27. maí Sindravellir .................... kl. 19:15 ........ Meistaraflokkur............. Sindri – KV (Vesturbæingar)

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 09-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 20. tbl. 2014

Fimmtudagur 22. maí 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn20. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Grunnskóli Hornafjarðar hefur metnaðarfulla stefnu varðandi það að nýta tæknina sem best til að auka fjölbreytni í kennslu. Síðastliðið haust var hafin innleiðing á spjaldtölvum í kennslu og í sumar fara flestir kennarar skólans á 20 klst. námskeið í tölvuleikjaforritun. Á námskeiðinu verður veitt innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum tölvuleikjaforritun og er markmið námskeiðsins að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga. Einnig verða á námskeiðinu umræður um það hvernig forritun getur nýst í hefðbundnum námsgreinum. Skólinn telur mikilvægt að þjálfa nemendur í að nýta tölvur og tækni sem vinnutæki því í þessum geira felast ómæld tækifæri til náms og uppbyggilegrar vinnu. Tækniframfarir eru mjög örar og er því nauðsynlegt að kennarar hafi tækifæri til að fylgjast með þeim og efla sína fagmennsku með námskeiðum sem þessu. Fyrirtækið SKEMA mun senda hingað kennara og halda þetta námskeið en fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum og hefur sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi í starfi sínu. Námskeið sem þessi eru kostnaðarsöm en skólinn er svo heppinn að í samfélagi okkar eru félagasamtök sem hafa trú á því að tæknina sé hægt að nýta til góðs í almennri menntun og hana sé einnig hægt að nýta sem öfluga forvörn. Kiwanisklúbburinn Ós og Lionsklúbbur Hornafjarðar hafa tekið höndum saman um að styrkja skólann með veglegri peningaupphæð

til að halda þetta námskeið svo hefja megi kennslu í þessum fræðum í haust. Klúbbarnir hafa áhyggjur af neyslu ungmenna á tölvutækni, bæði drengjanna sem gjarnan týnast inn í heim tölvuleikjanna og stúlknanna sem festast frekar á spjallsíðum margskonar. Klúbbarnir vilja með þessu reyna að hafa jákvæð áhrif á þróunina og breyta neyslu í sköpun. Fyrir hönd skólans þá þakka skólastjórarnir kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Kiwanis- og Lionsklúbbar styðja skólastarfið

Skil á efni og auglýsingum í næsta blað eru í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 26. maí.

Síðastliðinn föstudag var ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul formlega vígð. Verkefnið var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er hluti nýrrar gönguleiðar sem hefur verið nefnd Jöklaleið eða Jöklavegur. Leiðin mun liggja meðfram suðurjaðri Vatnajökuls. Ferðaþjónustan í Hólmi og Ferðaþjónusta bænda á Brunnhóli í samvinnu við sveitarfélagið höfðu frumkvæði að verkefninu. Göngubrúin er hengibrú yfir Hólmsá eins og sést á myndinni og opnar hún aðgengi að Fláajökli og að austurhluta Heinabergssvæðis sem eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Með göngubrúnni aukast bæði tækifæri til útivistar og atvinnusköpunar innan Vatnajökulsþjóðgarðs og greið leið opnast inn á mjög áhugavert svæði þar sem finna má óspilltar jökulminjar, bergmyndanir og áhugaverða gróðurframvindu. Svæðið er orðið vinsæll áfangastaður og hefur aðsókn vaxið jafnt og þétt og mun örugglega aukast nú.

Ný göngubrú á HólmsáMynd: Kristín Hermannsdóttir

Íslandsmótið í knattspyrnu laugardaginn 24. maí Sindravellir .................... kl. 14:00 ........ 2. deild karla ................. Sindri – KF (Fjallabyggð)Sindravellir ................... kl. 16:30 ........ 1. deild kvenna ............. Sindri – ÍRMánavöllur .................... kl. 11:30 ........ 3. flokkur karla .............. Sindri – Grótta

Borgunarbikar karla þriðjudaginn 27. maíSindravellir .................... kl. 19:15 ........ Meistaraflokkur ............. Sindri – KV (Vesturbæingar)

Page 2: Eystrahorn 20. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 22. maí 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Aðalfundur Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar 2014Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar var stofnaður þann 23. maí 2013. Nú er komið að aðalfundi klúbbsins en hann verður haldinn í Pakkhúsinu, neðri hæð, þann 28. maí nk., kl. 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður talið í þegar nokkrir valinkunnir hornfirskir blús- og rokkhundar stíga á svið.

Félagar klúbbsins eru hvattir til að mæta og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Til frekari upplýsinga um klúbbinn og starfsemi hans er bent á www.facebook.com/hornablues

Stjórn Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar

Atvinna óskastTraust hjón vantar

framtíðarvinnu á Höfn.

Ýmislegt kemur til greina.

Sendið tölvupóst á [email protected]

Verstu flóð í manna minnum geisa nú á Balkanskaga eftir mesta úrfelli síðan mælingar hófust 1894. Stór landsvæði eru undir vatni – um 40% lands í Bosníu og Hersegóvínu en um 15% í Serbíu. Tugþúsundum manna hefur verið bjargað frá húsum sínum sem eru umlukt vatni. Þúsundir fjölskyldna hafa þurft að leita hælis hjá ættingjum og vinum eða leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins og stjórnvalda. Mikið tjón hefur orðið á byggingum, vegakerfi og öðrum innviðum. Hátt í 400 þúsund manns á flóðasvæðunum eru nú án vatns og rafmagns. Miklar aurskriður hafa fallið í kjölfarið og torveldað neyðaraðgerðir. Jarðsprengjur sem enn liggja í jörðu frá því Balkanstríðinu hafa færst úr stað og skapa aukna hættu fyrir heimamenn og björgunarlið. Rauðakrossfélögin í Serbíu og Bosníu brugðust við hamförnum þegar í stað og hafa unnið bæði að björgunarstörfum og dreifingu hjálpargagna. Vegna þessara hræðilegu náttúruhamfara stendur Rauði kross Íslands fyrir söfnun á landsvísu og ekki ætlum við í Hornafjarðardeild RKÍ að skorast undan. Margir íbúar á Höfn eru fæddir og uppaldir á þessu svæði og láta sig málið varða. Eitt af því sem vantar til hamfarasvæðanna er fatnaður og því verður opið hjá deildinni þessa viku frá 13 - 17 en á föstudaginn frá 13 - 17 og mun hún Anna Kristin verslunarstjórinn okkar standa vaktina og taka á móti fatnaði. Reikningur hefur verið opnaður í Sparisjóð Hornafjarðar til styrktar málefninu og er númerið 1147 – 05 – 404000, kennitala 620780 - 2439. Fleira verður lagt til og verður áheitahlaup frá Djúpavogi til Hafnar og verður það nánar auglýst síðar, og verður fyrirkomulag hlaupsins auglýst síðar. Stöndum saman öll sem eitt.

f.h. Hornafjarðardeildar RKÍ og söfnunarinnar á Höfn Magnhildur Gísladóttir formaður Hornafjarðardeildar RKÍ

Miralem Haseta hvatamaður söfnunarinnar

Safnað vegna flóðaá Balkanskaga

Póker (afmælismót) fimmtudaginn 22. maí kl .20:00

Þátttökugjald kr. 2.500,-

Hægt er að borga sig einu sinni aftur inn þegar leikmaður dettur út.

Frítt kaffi fyrir spilara

Víkin

GarðplönturHarðgerustu sumarblómin komin í sölu

Opnun fimmtudaginn 22. maíOpið virka daga kl. 13:00 -18:00

Laugardaga kl. 11:00 - 15:00 Uppstigningardag kl. 11:00 - 15:00

Verið velkominGróðarstöðin

Dilksnesi

KaþólsKa KirKjanSunnudaginn 25. maí

Börnin hittast kl. 11:00 Hl. messa kl. 12:00 Skriftir frá kl. 11:00Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Allir hjartanlega velkomnir

Page 3: Eystrahorn 20. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 22. maí 2014

Mörg mál koma upp í hugann og öll mikilsverð en þó eru heilbrigðismálin mér sérstaklega hugleikin núna. Á þessu kjörtímabili, sem senn lýkur, hef ég verið nefndarmaður í stjórn Heilbrigðisstofnunnar Suðausturlands, fyrst til vara en aðalmaður frá 2012. Heilbrigðismál eru eitt af stóru málunum í sveitarfélaginu, ekki af því að þar séu mikil átök og skoðanamunur milli framboða heldur miklu frekar af því að góð heilbrigðisþjónusta, hjúkrunar- og dvalarheimili eru ein stærsta grunnstoð hvers samfélags. Gott samfélag byggist á að allir hópar geti notið sín sem best og fái notið bestu mögulegu lífsgæða.

Heilbrigðismálin hugleikinVið höfum átt við vanda með stöðugleika í læknamálum sem að ég tel að nú hafi verið farssællega leyst, hér koma til skiptis 4 læknar og eru 1-2 vikur í senn. Með þessari lausn höfum við náð vissum stöðuleika í læknamálum og notið þess einnig að hver og einn þessara lækna hefur ólík sérsvið, sem að hentar okkur vel. Slíka lausn sé ég sem raunhæfan möguleika til að fylla stöðu ljósmóður á HSSA. Þ.e.a.s. að nokkrar ljósmæður skiptust á að vera á heilsugæslustöðinni og sinntu þá mæðravernd, ungbarnaeftirliti o.s.fv. Þannig gætum við búið konum aukið öryggi á meðgöngu. Hér hefur ekki verið fast starfandi ljósmóðir á HSSA í um ár og erfiðlega hefur

gengið að ráða til okkar fagmanneskju sem er tilbúin að búa hér. Við höfum verið það heppin að Áslaug ljósmóðir hefur komið þó alla jafna þrisvar sinnum í mánuði og sinnt mæðravernd, en ungbarnaeftirlit hefur verið á ábyrgð annarra hjúkrunarfræðinga. Það hefur því ekki verið í boði að fæða hér í Sveitarfélaginu á meðan engin ljósmóðir er að staðaldri. Reyndar hefur konum sem velja að fæða hér fækkað verulega síðustu ár, um 2006 voru um 50% barnshafandi kvenna sem völdu að fæða börn sín heima í héraði sem voru þá allt að 20 fæðingar á ári. Síðustu árin sem þessi valkostur var í boði hér voru fæðingar orðnar 3- 4 á ári og hlutfall af fæddum börnum í sveitarfélaginu því komið niður í og undir 10%. Hvort að heilsu kvenna á meðgöngu hefur hrakað svo mjög á þessum árum eða aðrar ástæður liggi að baki get ég ekki dæmt um. Í sveitarfélaginu eru vegalengdir langar og fyrir því finnur heilbrigðisstarfsfólk á hverjum degi. Þegar mannslíf eru í hættu er fjarlægð frá næsta sjúkrahúsi mikil og þarf því sterk bein fyrir ljósmóður að bjóða fæðingarþjónustu hér. En það er jafn langt og erfitt fyrir ófrísku konurnar að hafa ekki aðgang að ljósmóður alla daga ef að eitthvað kemur uppá og ljósmóðir sinnir svo miklu fleiri þáttum hjá verðandi og nýbökuðum mæðrum en sem snúa eingöngu að fæðingunni sjálfri. Bygging nýs hjúkrunarheimilis þarf að komast af stað sem allra fyrst. Það eru sjálfsögð mannréttindi okkar eldri borgara, fólkið sem byggði upp þetta samfélag, að geta búið sem lengst á eigin heimili og þegar því er ekki til að heilsa lengur að eiga þá þess kost að fá einstaklings/hjónaherbergi á hjúkrunarheimili. Við þurfum því að þrýsta á stjórnvöld að finna fjármagn til nýbyggingar hjúkrunarheimilis sem uppfyllir þessar sjálfsögðu kröfur nútímans.

Lovísa Rósa Bjarnadóttir, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Hver eru svo helstu kosningamál í Sveitarfélaginu Hornafirði?

Hagsmunir dreifbýlisins eru mér ofarlega í huga þar sem ég bý og starfa með manni mínum Birni Borgþóri Þorbergssyni á Gerði í Suðursveit. Margt hefur breyst frá þeim tíma sem ég var að alast upp í Suðursveit, fólki fækkaði mikið um tíma og aldur íbúanna hækkaði. Þar af leiðandi var ekki grundvöllur fyrir rekstri skóla eða leikskóla og færðist öll sú þjónusta út á Höfn. Með auknum ferðamannastraumi og endurkomu ungs fólks í sveitina hefur dæmið snúist við, fólki fjölgar og fleiri börn fæðast hér á ári hverju. Margir sem vilja koma og setjast að í sveitinni setja fyrir sig hve langt er í alla þjónustu er viðkemur börnum þeirra. Ef við getum ekki boðið íbúum sveitanna upp á grunnþjónustu eins og leikskóla og jafnvel skóla upp í 8 ára aldur þá erum við ekki að fá ungt fólk í sveitirnar okkar. Alveg sama hvað við sem sveitarfélag leggjum mikla áherslu á að styrkja atvinnulífið í sveitunum til að fjölga íbúum þá verðum við fyrst og fremst að geta boðið upp á ákveðna grunnþjónustu. Í framtíðarsýn

3. Framboðsins er gert ráð fyrir sameiningu leikskólanna og ætti það að greiða fyrir rekstri leikskóla í sveitunum. Vegurinn til Hafnar hefur batnað á þessum árum en ekki hefur náðst sátt til að stytta leið okkar dreifbýlisbúanna í þjónustuna á Höfn. Engu foreldri er ljúft að senda þriggja ára gamalt barn 60 kílómetra leið í leikskóla á Höfn 3 daga vikunnar, en það er sú lausn sem okkur var boðin fyrir eldri drenginn okkar í leikskólamálum. Til að styrkja sveitirnar sem búsetukost er því mikilvægt að leggja meiri áherslu á styttingu vegalengda innan sveitarfélagsins. Það vill 3. Framboðið gera með því að móta framtíðarstefnu í samgöngumálum og þrýsta á ríkisstjórnina og ráðuneytið að framkvæma í sveitarfélaginu. Húsnæðisskortur hrjáir sveitirnar eins og þéttbýlið. Með auknum ferðamannastraumi allan ársins hring fjölgar heilsársstarfsmönnum í ferðaþjónustunni. Margt af þessu fólki vill koma hingað og setjast að í nokkurn tíma og jafnvel með fjölskyldu sína, en verður frá að hverfa vegna skorts á þjónustu og ásættanlegu húsnæði. Reyndar er farin af stað vinna við deiliskipulag við Hrollaugsstaði með uppbyggingu leiguhúsnæðis í huga og er það vel. Vill 3. Framboðið leggja sitt af mörkum til að vinna að uppbyggingu leiguhúsnæðis víðar í sveitarfélaginu í framtíðinni.

Þórey Bjarnadóttir, 5. sæti 3. Framboðsins http://3frambod.wordpress.com/

Ferðaþjónustuaðilar athugiðKomið er að endurútgáfu á ferðaþjónustubæklingi Ríkis Vatnajökuls og er útgáfan til næstu tveggja

ára. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um þjónustu sína birta í bæklingnum geta sent skráningu eða beðið um nánari upplýsingar hjá Söndru Björgu ([email protected]).

Frestur til skráningar er til og með sunnudagsins 25. maí n.k.

Eitt sveitarfélag

Page 4: Eystrahorn 20. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 22. maí 2014

Það er krefjandi að starfa við leikskóla, ekki bara er hið daglega starf krefjandi, heldur líka að þurfa reglulega verða vitni að því að starfsvettvangurinn sé til umræðu opinberlega og krafa um að honum verði breytt. Það er rætt um starfið okkar en það eru fáir sem koma við hjá okkur og ræða við okkur um daglegt starf á leikskóla. Þessar aðstæður verða til þess að starfsfólk fer að efast um sig í starfi þrátt fyrir að svo virðist sem skipulagsmálin séu helsta ástæða umræðunnar. Við spyrjum „ Hvað er slæmt við núverandi skipulag?“ Leikskólar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum og sveitarfélög bera ábyrgð á þeirri starfsemi. Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla kveða á um „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara (Lög nr. 87 12. júní 2008, 9.gr.). Á Höfn er hlutfall starfsfólks með leikskólakennaramenntun ca. 1/4. Hver er stefna fólks sem hyggur á störf í þágu sveitarfélagsins í þeim efnum, hvernig má auka hlutfall menntaðra starfsmanna þannig að halda megi úti enn metnaðarfyllra starfi en nú er gert? Það eru jú ýmsar hömlur fylgjandi því að hafa ómenntað starfsfólk, t.d. hvaða kröfur er hægt að gera varðandi framfylgd á Aðalnámskrá leikskóla. Er kannski líka verið að taka inn á leikskólana of mörg börn miðað við hlutfall menntaðra starfsmanna? Við minnum frambjóðendur á að þeir sem starfa í þágu sveitarfélagsins þurfa að bera hag margra fyrir brjósti. Það á jafnt við um notendur þjónustunnar og þá sem starfa við hana.Í lok mars var haldin menntastefna í sveitarfélaginu þar sem öllum bæjarbúum gafst kostur á að sitja og taka þátt í að ræða um framtíðarsýn okkar í menntamálum, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þangað mættu kennarar þriggja skólastiga en það vakti eftirtekt hversu lítil þátttaka foreldra á öllum skólastigum var á menntastefnunni. Skólum er gert að stuðla að góðu foreldrasamstarfi og það reynir starfsfólk leikskóla eftir bestu getu og er ýmissa leiða leitað til að þátttaka geti orðið góð og fólk þannig unnið saman að því að skapa sem best skólastarf. Samfélagið okkar þarf á að halda fjölbreyttum hópi einstaklinga með fjölbreytta getu. Framtíðarsýn í menntun snýst ekki um að allir þurfi að læra það sama á sama tíma, heldur að einstaklingnum sé mætt þar sem hann er staddur og byggt sé ofan á styrkleika hvers og eins. Við skipuleggjum starfið þannig að öll börn fái notið sín á sem bestan hátt við nám og leik með börnum á öllum aldri. Þannig fá yngri börnin m.a. tækifæri til að læra af þeim eldri og þau eldri fá tækifæri til að sýna umhyggju í garð þeirra yngri. Eins og fram kom hjá fræðslustjóra Reykjanesbæjar á áðurnefndu menntaþingi eru skólamál ekki lengur kosningamál í þeirra bæ. Við viljum hvetja til þess að sú verði raunin í okkar sveitarfélagi. Við sköpum ekki traustan grunn fyrir leikskóla ef hann er háður því að taka breytingum jafn reglulega og kosningar eru haldnar. Breytingum sem jafnvel eru gerðar án faglegra röksemda eða undangenginna rannsókna. Stefnum að því að skapa metnaðarfulla menntastefnu með samtali hlutaðeigandi aðila, þ.e. stjórnsýslu, starfsmanna, foreldra og nemenda á öllum skólastigum og treystum um leið stoðirnar undir leikskólunum.

Starfsfólk á leikskólum Hornafjarðar

Leikskólamál frá öðru sjónarhorni

Sveitarstjórnarkosningar 2014Sameiginlegir framboðsfundir allra framboðanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verða sem hér segir: - Hrollaugsstaðir fimmtudaginn 22. maí kl. 15:00 - Nýheimar fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00

Allir velkomnir.

GOLFKENNSLA 28. - 30. maíStaðsetning: Golfvöllurinn Silfurnesvöllur, Hornafirði.Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari (kennir hjá MP golf við golfklúbbinn Odd).Í boði er þriggja daga námskeið (1 klst. í senn) þar sem farið verður yfir alla þætti golfsveiflunnar, vipp og pútt. Námskeiðin kosta 10.000 kr. og henta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Miðað er við 3 til 5 manns í hóp. (Nánari upplýsingar og tímasetningar þegar þátttaka verður ljós.) Einnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef þátttaka fæst.Einkakennsla:30 mínútur: 5.000 kr. 60 mínútur: 10.000 kr. (Fleiri geta komið saman í einkakennslu)Áhugasamir endilega hafi samband. Allar séróskir verða skoðaðar og breytingar verða í takt við áhuga og aðstæður.Golfkveðja, Andrea Ásgrímsdóttir, Netfang: [email protected] Sími: 616-2609

Meistaraflokkar Sindra hafa staðið sig vel í fyrstu leikjum í sumar. Í 2. deildinni unnu strákarnir öflugt lið Njarðvíkinga í fyrsta leik 2 – 1 en töpuðu á útivelli gegn Gróttu 4 - 3 eftir að hafa misst mann útaf þegar um 35 mínútur lifðu af leik og staðan var 3 – 0 fyrir Gróttu. Okkar menn sýndu mikla seiglu einum færri og jöfnuðu leikinn en Gróttuleikmönnum tókst að knýja fram sigur með fjórða markinu fyrir lok leiksins. Milli þessara leikja sigraði Sindri Huginn 4 – 3 í Borgunarbikarnum. Þar lentu okkar menn líka undir 1 – 3 en tókst að jafna og knýja fram framlengingu og skora markið sem kom þeim áfram í næstu umferð. Stúlkurnar eru búnar að leika einn leik gegn KR í Reykjavík. Þær héldu jöfnu gegn stórveldinu þar til að aðeins voru tvær mínútur eftir af leiktímanum og þá skoruðu KR-stúlkur tvö mörk. 2. flokkur drengja lék líka um helgina við ÍR/Léttir í Reykjavík og urðu að sætta sig við 2 – 1 tap eftir jafnan baráttuleik. Næstkomandi laugardag eru þrír heimaleikir eins og sjá má á auglýsingunni í blaðinu. Fólk er hvatt að mæta og hvetja unga fólkið.

Mikið að gerast í fótboltanum

Mynd: sindrafrettir.is

Page 5: Eystrahorn 20. tbl. 2014

5Eystrahorn Fimmtudagur 22. maí 2014

Eftir að hafa verið formaður umhverfis-og skipulagsnefndar í fjögur ár og sitja í bæjarstjórn á sama tíma er aðallega tvennt sem ég hef lært. Annað er að horfa á stóru myndina en festast ekki í smáatriðunum eða sérhagsmunagæslu fyrir einhverja þó að þrýstingurinn geti stundum verið talsverður. Hitt er það að vera tilbúinn skipta um skoðun þegar góð rök eru lögð fyrir mann og vera tilbúinn að hlusta á fólk sem kemur með hugmyndir og í sameiningu finna lausn sem flestir gera sætt sig við. Á undanförnum árum hefur töluverð vinna farið í að halda utan um aukinn ferðamannastraum á svæðinu. Mörg deiliskipulög hafa verið unnin á yfirstandandi kjörtímabili, sem dæmi höfum við verið með puttanna í þremur deiliskipulögum í dreifbýli til að auka lóðaúrval þar, auk þess sem lokið var við breytingar á aðalskipulagi. Eitt af leiðarljósum þess var að styrkja innviði í sveitarfélaginu svo hægt væri að taka sem best á móti fjölgun ferðamanna og framkvæmdum þeim tengdum. Í aðalskipulagi var þó leitast við að gera sveitarfélagið sem fýsilegast fyrir alla til að búa í, setja af stað fyrirtæki og/eða þróa sína starfsemi. Í því er mörkuð stefna til næstu ára og reynt að hafa fyrirhyggju í lóðaframboði, vegalagningum, hafnarmannvirkjum og þess gætt að ræktunar lönd séu til staðar.

RæktunarlöndOg hvers vegna er verið að gæta að ræktunarlöndum? Þó svo að hefðbundinn landbúnaður eigi núna undir högg að sækja höfum við þá trú að með hækkandi hitastigi á jörðinni komi til með að skapast fleiri tækifæri í framtíðinni fyrir ýmisskonar matvælaframleiðslu. Þess vegna leggjum við áherslu á að komandi kynslóðir hafi úr sem mestu ræktunarlandi að

spila. Samband náttúru og manns hefur oft verið stormasamt og fyrr á öldum var það oft maðurinn sem mátti lúta í lægra fyrir óblíðri náttúru. En með aukinni tækni á síðari árum er það þó einkum maðurinn sem hefur verið full frekur. Að þróa þetta samband á jafnréttis grundvelli með sjálfbærni að leiðarljósi verður verkefni næstu áratuga og er það báðum mikilvægt að vel til takist.

Skipulagsmál eru auðvitað umhverfismál Spurning sem ég hef ítrekað fengið eftir að við lukum við aðalskipulagið er, hvers vegna er verið að þétta byggð? Helstu rök fyrir þéttingu byggðar eru að þannig erum við að auka fjölbreytni lóðaframboðs, koma svæðum í notkun sem annað hvort kosta okkur í umhirðu eða hafa verið í órækt og engum til sóma. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að með þéttingu byggðar er verið að nýta land betur, vegalendir í þjónustu lengjast ekki úr hófi og verða viðráðanlegri á hjóli eða tveimur jafn fljótum. Liður í þessari viðleitni var fjölgun lóða norðan við núverandi byggð á Júllatúni, þær fimm lóðir sem settar voru þar voru hugsaðar sem viðbót á lóðaúrvalið, bæði ný staðsetning og minni byggingarreitir. Í vinnu við þær var sérstaklega hugað að skerða ekki útsýni frá byggingum sem eru fyrir á svæðinu og þrengja ekki að stækkunar möguleikum HSSA. Umhverfismál eru mikilvæg málMeð einstaka náttúru sem einkennir svæðið á Hornafjörður að skipa sér á fremsta bekk í umhverfismálum. Við höfum unnið að því að draga mjög úr magni urðaðs sorps, aukið endurvinnslu og staðið fyrir átaki í að taka til á svæðum í eigu sveitarfélagsins og ráðist í átak til að styðja við þá sem vilja gera slíkt við sínar eignir. Við höfum tekið upp tveggja tunnu kerfi á eins hagkvæman og þægilegan hátt og frekast var unnt. Ný stefna í umhverfismálum og fræðslusíða í þeim efnum sem nýlega opnaði er upphaf af einbeittri sókn í málefnum umhverfisins.

Ásgrímur Ingólfsson fjórði maður á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra. XB

Skipulagsmál - að horfa á stóru myndina

Öflug heilbrigðis- og félagsþjónusta er einn af hornsteinum góðs samfélags. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur notið þess um langt skeið að hafa forræði yfir þessum málaflokkum í heild sinni á meðan önnur sveitarfélög að Akureyri undanskildu hafa þurft að flétta sína þjónustu að þjónustu ríkisins.

HeilbrigðisþjónustaSkrifað var undir nýjan þjónustusamning um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSA) í janúar 2013 eftir áralanga bið þar sem unnið var eftir útrunnum samningi. Nýi samningurinn gildir út árið 2016. Verkefni okkar er að tryggja að sveitarfélagið haldi forræði sínu á málaflokknum þrátt fyrir hugmyndir um sameiningar stofnanna á landinu. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að undirbúningi nýs hjúkrunarheimilis. Samstaða hefur verið um það verkefni. Skoðað hefur verið hvort hægt sé að breyta því húsnæði sem hýsir hjúkrunardeild HSSA í dag en það er ekki hagkvæmur kostur. Því þarf að byggja nýtt heimili frá grunni í viðbyggingu við núverandi húsnæði. Þá hefur verið rætt að koma fyrir kapellu, líkhúsi og bættri aðstöðu fyrir endurhæfingu. Hið nýja hjúkrunarheimili stórbætir aðstöðu fyrir íbúa heimilisins, þar mun fólk hafa einkaherbergi, gott verður að taka á móti aðstandendum og sameiginlegt rými á heimilinu stórbatnar. Vinna við deiliskipulag á svæðinu er langt komin og því allt að verða tilbúið í undirbúningi sveitarfélagsins. Frá upphafi þessarar vinnu höfum við verið í góðu sambandi við Velferðarráðuneytið en fjármögnun verkefnisins er 85% á vegum ríkisins. Það sem vantar uppá og verður erfiðasti hjallinn er að komast á uppbyggingaráætlun ríkisins en við erum ekki á þeim lista í dag. Þörfin fyrir uppbyggingu hefur verið viðurkennd

en ráðherra hefur lýst því yfir að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir fjármögnun fyrr en framkvæmdasjóður aldraðra getur staðið undir nýjum fjárskuldbindingum. Verkefnið framundan er því að halda á lofti gagnvart ríkinu þeirri brýnu þörf sem er fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis svo við verðum fyrst til að detta inná framkvæmdalistann þegar glufa til þess opnast.

Málefni fatlaðraÁ kjörtímabilinu voru málefni fatlaðs fólks flutt frá ríki til sveitarfélaga. Almenna reglan var að 8.000 íbúar væru á þjónustusvæði sveitarfélaganna. Í ljósi reynslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar á rekstri málaflokksins fengum við undanþágu frá íbúareglunni og erum eitt þjónustusvæði sem fyrr nema það stækkaði þar sem sambýlið á Hólabrekku varð hluti af okkar rekstarsvæði. Núna árið 2014 stendur yfir mat á flutningi málaflokksins og þá að sama skapi hvernig við höfum staðið okkur í rekstri málaflokksins með þessu nýja sniði. Reksturinn hefur í heild sinni gengið ágætlega og er til mikils að vinna að halda því sem við höfum náð fram. Við viljum að allir íbúar sveitarfélagsins eigi gott líf og fái þann stuðning sem það þarf í heimabyggð sinni .

HeimaþjónustaHeimaþjónustudeild Hornafjarðar var stofnuð árið 2012 með það að markmiði að samþætta enn frekar þjónustu við þá íbúa sveitarfélagsins sem búa heima en þarfnast stuðnings hvort sem um öldrun, fötlun eða aðrar aðstæður er að ræða. Mjög vel hefur gengið í þróun deildarinnar og er nú tímabært að halda áfram í þeirri vegferð m.a. með því að efla stuðning við tómstundastarf og bæta aðstöðu dagvistar fatlaðra. Það viljum við gera á næsta kjörtímabili.

Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri og oddviti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.

Stöndum vörð um velferðarmálin!

Page 6: Eystrahorn 20. tbl. 2014

6 EystrahornFimmtudagur 22. maí 2014

Í dag, 22. maí 2014, eru nákvæmlega tíu ár frá því að írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney kom til Hafnar í Hornafirði og flutti dagskrána Skáldið og sekkjapípuleikarinn (The Poet and The Piper) í Nýheimum ásamt landa sínum Liam O´Flynn. Dagskráin var hluti af Listahátíð í Reykjavík en samkvæmt samkomulagi hátíðarinnar og Menningarráðs Austurlands tók Menningarmiðstöð Hornafjarðar að sér að skipuleggja þennan viðburð. Dagskráin var frumflutt á Höfn en dagana á eftir var hún í boði á Akureyri og í Reykjavík. Þetta laugardagskvöld var gestum í Nýheimum boðið upp á ógleymanlega dagskrá. Seamus sagði frá bernsku sinni á Norður-Írlandi í bundnu og óbundnu máli en Liam lék írska tónlist á hið sérstæða hljóðfæri Uilleann pipes sem er eins konar „olnbogapípa.“ Nóbelsskáldið hreifst mjög af Hornafirði, bæði náttúrufari og menningu.

Hann heimsótti m.a. Þórbergssetur og settist við skrifborð meistarans, skoðaði listaverk Svavars Guðnasonar og dáðist af skriðjöklum og öðru í sérstæðu náttúrufari héraðsins. Í ljóðabók skáldsins, District and Circle, sem kom út tveimur árum eftir heimsóknina til Hornafjarðar birtist ljóðið

Höfn sem hann samdi í heimsókn sinni eða fljótlega eftir hana. Ljóðið lýsir upplifun skáldsins á útsýninu yfir Vatnajökul og skriðjökla hans út um glugga flugvélarinnar. Ekki er laust við að skynja megi áhyggjutón í ljóðinu vegna rýrnunar jöklanna. Þýðing Karls J. Guðmundssonar leikara á ljóðinu birtist í Lesbók Morgunblaðsins 29. júlí 2006. Seamus Heaney lést 30. ágúst 2013 og Karl J. Guðmundsson 3. mars 2014. Ljóðið Höfn er vel þekkt meðal aðdáenda Seamusar Heaneys. Við það hafa einnig verið samin tónverk. Um leið og minnst er sögulegs menningarviðburðar sem fór fram í Nýheimum 22. maí 2004 er þeirri ábendingu komið á framfæri við Hornfirðinga að nýta þetta hugverk írska Nóbelsskáldsins til þess að vekja athygli á Ríki Vatnajökuls, síbreytilegri náttúru þess og menningu.

Gísli Sverrir Árnason

HöfnThe three-tongued glacier has begun to melt.What will we do, they ask, when boulder-miltComes wallowing across the delta flats

And the miles-deep shag ice makes its move?I saw it, ridged and rock-set, from above,Undead grey-gristed earth-pelt, aeon-scruff,

And feared its coldness that still seemed enoughTo iceblock the plane window dimmed with breath, Deepfreeze the seep of adamantine tilth

And every warm, mouthwatering word of mouth.

Seamus Heaney

HöfnÞrítyngdur jökull þiðna óðum fer.Hvað skal þá gert, er sagt, er borgíss-svilvagga sér fram að ósum eyralóns?

Djúpristir jakar hrjúfir hreyfa sér.Ég sá þá grýttu kamba, flugs úr hæð,uppvakið grá-fínmulið jarðskeiðs svarf

og kveið þess kuli, sem mér sýndist nægttil þess, með hélu, að blinda sjóngluggs skjá,djúpfrysta sérhvert seytl frá traustri rækt

og sérhvert hlýtt munnsvalandi talað orð.

Karl J. Guðmundsson þýddi

Seamus Heaney og Höfn

Sveitarstjórnarkosningar 2014Kjörskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði vegna sveitarstjórnakosninga 31. maí 2014 liggur frammi í afgreiðslu Ráðhúss á auglýstum afgreiðslutíma frá og með 19. maí.

Í sveitarfélaginu Hornafirði eru 6. kjörstaðir í Hofgarði, Hrollaugstöðum, Holti, Mánagarði, Sindrabæ og Fundarhúsinu Lóni.

Í yfirkjörstjórn eru Vignir Júlíusson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir og Anna Halldórsdóttir.

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er hafin, kjósandi sem ekki getur kosið á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu. Atkvæðagreiðsla á erlendri grundu er líka hafin á vegum utanríkisráðuneytisins.

Sjá nánar á www. kosning.is kosningavef innanríkisráðuneytisins.

Seamus Heaney og Gísli Sverrir Árnason.

Ársfundur Þekkingarsetursins NýheimaFyrsti ársfundur Þekkingarsetursins Nýheima verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 28. maí kl. 15:00.Dagskrá:• Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

Þekkingarsetursins Nýheima• skýrsla stjórnar• reikningar Nýheima• breytingar á aðild að stofnuninni • tilnefningar í stjórn • 2. Önnur mál Allir íbúar eru velkomnir og hvattir til að mæta

Hornafjörður 20. maí 2014 Stjórn Þekkingarsetursins Nýheima

Page 7: Eystrahorn 20. tbl. 2014

7Eystrahorn Fimmtudagur 22. maí 2014

Nú er ég er að stíga mín fyrstu skref á vettvangi stjórnmálanna og verð ég að segja að þetta er með þeim áhugaverðari verkefnum sem að ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í. Mig hefði ekki órað fyrir öllu því sem fylgir því að sitja í sveitarstjórn og hvernig samfélagið virkar sem heild nema fyrir þær sakir að hafa kynnst því á undanförnum mánuðum við það að sitja á pólitískum fundum. Þar hef ég meðal annars hlustað á þær áhugaverðu umræður sem eru í gangi í sveitarfélaginu í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna. Ég

hef gert mér meiri grein fyrir því hversu miklu máli það skiptir að hafa skoðanir á málefnum sem snerta samfélagið og framtíð þess og sömuleiðis að vera móttækur fyrir skoðunum og rökum annarra sem ekki eru á sama máli. Það skiptir okkur máli að taka vel upplýsta afstöðu og vil ég hér með hvetja unga Hornfirðinga að kynna sér stefnumál framboðanna til sveitarstjórnar vel og vandlega. Með því að taka afstöðu og hafa skoðanir getur hver og einn haft áhrif á framtíð Hornafjarðar. Með atkvæði okkar unga fólksins, getum við líka haft áhrif því við viljum öll ná fram því besta sem bærinn okkar hefur fram að bjóða.Taktu afstöðu, skoðun þín skiptir máli.

Þorkell Óskar Vignisson, frambjóðandi í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Skaftfellings, félag ungra

sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu.

Taktu afstöðu

AUGLÝSINGLeyfi til nýtingar við Fjallsárlón

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur ákveðið að auglýsa leyfi til nýtingar á landsvæði í Fjallsárlóni laust til umsóknar. Umrætt svæði er að hluta til í þjóðlendu. Leyfið er veitt á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 2. júní til 1. nóvember 2014. Handhafi leyfis skuldbindur sig til að greiða gjald vegna leyfisins og geta umsækjendur fengið nánari upplýsingar þar að lútandi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Með auglýsingu þessari vill sveitarfélagið lýsa eftir aðilum sem áhuga kunna að hafa á starfsemi í þjóðlendu og uppfylla þau skilyrði sem kveðið er á um í reglum um úthlutun leyfa til nýtingar í þjóðlendum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is og á skrifstofu sveitarfélagsins. Allar nánari upplýsingar má nálgast í síma 470-8000.

Áhugasamir aðilar vinsamlegast sendið umsókn til Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12:00 26. maí nk.

Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri

„Nei sko, er ekki smá Svavar í þessari“Óskar Guðnason

opnar málverkasýninguí Pakkhúsinu sunnudaginn 25. maí nk. kl. 16:00

Léttar veitingar og óvænt uppákoma

Allir velkomnir

Livet er ikke det værste man har om lidt er kaffen klar

Föstudaginn 23.maí opnar Kaffi Nýhöfn dyrnar frá kl.11:00 – 21:00.

Hjartanlega velkomin í smörrebröd og öl eða kaffi og kökur á Hafnarbraut 2.

Sími 478-1818.

Útskriftargjafirnar fást hjá okkurErum með úrval fallegra gjafa

Gjafir sem gleðja

Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga kl. 13:00 - 15:00 laugardaga

Húsgagnaval

Page 8: Eystrahorn 20. tbl. 2014

Komum af staðwww.n1.is facebook.com/enneinn

Er sumarstarfið í höfn?N1 á Höfn óskar eftir áreiðanlegum og þjónustuliprum starfskrafti í sumar. Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini ásamt tilfallandi verkefnum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru algjört skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er alltaf kostur.

Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega sækja um á www.n1.is en nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson verslunarstjóri í síma 478 1490.

ÍSLE

NSK

A/S

IA.I

S E

NN

691

1 05

/14

Konukvöld X-Bmiðvikudagskvöldið 28. maí kl.20:00-23:00

í gamla apótekinu við Hafnarbraut

Þingkonurnar Elsa Lára og Silja mæta á staðinn.Íris og Haukur verða með ljúfa tóna.Léttar veitingar í boði.

HÖFUM ÞAÐ NOTALEGT SAMAN ALLAR KONUR VELKOMNAR

Þín rödd – okkar vinna