eystrahorn 28. tbl. 2014

4
Fimmtudagur 28. ágúst 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 28. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Nýlega var vígsluathöfn og formlega tekið í notkun sólkerfislíkan við göngustíginn meðfram vestur strandlínunni á Höfn. Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands sagði frá tilurð verkefnisins og lýsti líkaninu. Í viðtali við Kristínu af þessu tilefni kom m.a. fram; Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða sem er staðsett á Hornafirði og hefur verið starfandi í rúmt ár. Hún starfar eftir lögum frá 1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og er hlutverk hennar m.a. að safna gögnum og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir og varðveita heimildir um náttúrufar, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar. Einnig að veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga. Þau verkefni sem Náttúrustofa Suðausturlands er að vinna að þessa dagana er t.d. uppsetning á líkani sólkerfisins við náttúrustíg á Höfn, rannsaka og mæla ágang gæsa á ræktarlönd á SA-landi, skrá og telja helsingjahreiður í A-Skaftafellssýslu. Rannsaka gróðurleifar á Breiðamerkursandi, mæla skriðjökla og fylgjast með fjarreikistjörnum. Á Náttúrustofu Suðausturlands starfa auk mín Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur með jökla sem sérgrein og í sumar hefur Jóhann Helgi Stefánsson landfræðingur unnið hjá okkur. Líkan af sólkerfinu Fljótlega eftir að Náttúrustofa var sett á laggirnar fæddist hugmyndin að því að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíginn á Höfn, en stígurinn er mjög hentugur fyrir líkanið, bæði hvað varðar legu og lengd. Við höfðum líka samband við Grunnskóla Hornafjarðar og báðum þau að taka þátt í þessu verkefni og tókst það vel. Nú eiga allir árgangar skólans frá síðasta vetri efni á skiltunum við líkanið, en skiltin bera einnig tölulegar staðreyndir um sólkerfið og reikistjörnur öllum til fróðleiks og ánægju. Líklega var það þörfin fyrir afþreyingu á Höfn sem hvatti okkur áfram, en einnig viljinn til þess að gera Náttúrustofu Suðausturlands sýnilega. Því sóttum við um styrk til Vina Vatnajökuls í þetta verkefni og fengum úthlutað 1.5 milljónum í verkefnið í byrjun desember 2013. Einnig fengum við styrk frá Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar til að gefa út bækling um líkanið. Sólin á Óslandshrauni Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshrauninu en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar. Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund. Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni. Höfum áhuga á fleiri svona verkefnum Okkur langar að halda áfram að vinna með stíginn og setja upp fleiri upplýsingaskilti og fræðandi efni við hann sem tengist náttúrunni. T.d. væri hægt að gera jarðfræði, plöntufræði, dýralífi og norðurljósum skil á skiltum eða með áþreifanlegum upplýsingum. Og við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Grunnskólann og því munum við eflaust reyna að halda því áfram. Margir lagt verkefninu lið Við viljum þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við að setja líkanið upp, en Áhaldahús Sveitarfélagsins Hornafjarðar lánaði okkur verkfæri og tæki, Vélsmiðja Hornafjarðar sá um að útbúa allar festingar fyrir reikistjörnurnar og skiltin, Jón Þorgrímsson rennismiður í Reykjavík renndi reikistjörnurnar og skiltin voru prentuð í heimabyggð. Svo komu ótal aðrir að þessu verkefni sem eiga þakkir skilið fyrir vinnu, ráðleggingar eða samvinnu. „Göngustígurinn“ vinsæll Myndir: Jóhann Helgi Stefánsson og Snævarr Guðmundsson.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 02-Apr-2016

232 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 28. tbl. 2014

Fimmtudagur 28. ágúst 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn28. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Nýlega var vígsluathöfn og formlega tekið í notkun sólkerfislíkan við göngustíginn meðfram vestur strandlínunni á Höfn. Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands sagði frá tilurð verkefnisins og lýsti líkaninu. Í viðtali við Kristínu af þessu tilefni kom m.a. fram;Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða sem er staðsett á Hornafirði og hefur verið starfandi í rúmt ár. Hún starfar eftir lögum frá 1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og er hlutverk hennar m.a. að safna gögnum og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir og varðveita heimildir um náttúrufar, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar. Einnig að veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga. Þau verkefni sem Náttúrustofa Suðausturlands er að vinna að þessa dagana er t.d. uppsetning á líkani sólkerfisins við náttúrustíg á Höfn, rannsaka og mæla ágang gæsa á ræktarlönd á SA-landi, skrá og telja helsingjahreiður í A-Skaftafellssýslu. Rannsaka gróðurleifar á Breiðamerkursandi, mæla skriðjökla og fylgjast með fjarreikistjörnum.Á Náttúrustofu Suðausturlands starfa auk mín Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur með jökla sem sérgrein og í sumar hefur Jóhann Helgi Stefánsson landfræðingur unnið hjá okkur.

Líkan af sólkerfinuFljótlega eftir að Náttúrustofa var sett á laggirnar fæddist hugmyndin að því að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíginn á Höfn, en stígurinn er mjög hentugur fyrir

líkanið, bæði hvað varðar legu og lengd. Við höfðum líka samband við Grunnskóla Hornafjarðar og báðum þau að taka þátt í þessu verkefni og tókst það vel. Nú eiga allir árgangar skólans frá síðasta vetri efni á skiltunum við líkanið, en skiltin bera einnig tölulegar staðreyndir um sólkerfið og reikistjörnur öllum til fróðleiks og ánægju.Líklega var það þörfin fyrir afþreyingu á Höfn sem hvatti okkur áfram, en einnig viljinn til þess að gera Náttúrustofu Suðausturlands sýnilega. Því sóttum við um styrk til Vina Vatnajökuls í þetta verkefni og fengum úthlutað 1.5 milljónum í verkefnið í byrjun desember 2013. Einnig fengum við styrk frá Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar til að gefa út bækling um líkanið.

Sólin á ÓslandshrauniLíkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og

fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshrauninu en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar. Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund. Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.

Höfum áhuga á fleiri svona verkefnum

Okkur langar að halda áfram að vinna með stíginn og setja upp fleiri upplýsingaskilti og fræðandi efni við hann sem tengist náttúrunni. T.d. væri hægt að gera jarðfræði, plöntufræði, dýralífi og norðurljósum skil á skiltum eða með áþreifanlegum upplýsingum. Og við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Grunnskólann og því munum við eflaust reyna að halda því áfram.

Margir lagt verkefninu liðVið viljum þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við að setja líkanið upp, en Áhaldahús Sveitarfélagsins Hornafjarðar lánaði okkur verkfæri og tæki, Vélsmiðja Hornafjarðar sá um að útbúa allar festingar fyrir reikistjörnurnar og skiltin, Jón Þorgrímsson rennismiður í Reykjavík renndi reikistjörnurnar og skiltin voru prentuð í heimabyggð. Svo komu ótal aðrir að þessu verkefni sem eiga þakkir skilið fyrir vinnu, ráðleggingar eða samvinnu.

„Göngustígurinn“ vinsæll

Myndir: Jóhann Helgi Stefánsson og Snævarr Guðmundsson.

Page 2: Eystrahorn 28. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 28. ágúst 2014

AtvinnA Óska eftir röskum

starfsmanni í brettasmíði.

Getur hentað með skólagöngu.

Upplýsingar hjá Bjössa í síma 893-5444.

Viðtalstími verkefnisstjóra/ráðgjafa SASS í NýheimumMiðvikudaginn 3.september verður fulltrúi SASS (Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga) með viðtalstíma í Nýheimum frá kl. 10:00 -16:00.

Til að forðast bið er hægt að panta viðtal með tölvupósti á [email protected] eða í síma 898 0399.

Öll erindi velkomin, sérstaklega allt er lýtur að nýsköpun og atvinnumálum, styrkveitingum og stuðningskerfi frumkvöðla í stóru og smáu.

ATVINNAVeitingahúsið Víkin óskar eftir starfsfólki fyrir vetrarstarfið. Um er að ræða alls konar hlutastörf sem henta vel með annarri vinnu.

Áhugasamir setji sig í samband við framkvæmdastjóra Víkurinnar, Guðmund A. Ragnarsson í síma 478-2300 eða [email protected].

Kaþólska kirkjanSunnudaginn 31.ágúst.Við ætlum að opna nýja trúfræðsluárið formlega. Hittumst í hl. messu og biðjum bæði fyrir krökkum og kennurum.Hl. messa byrjar kl. 12:00.Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Samkór HornafjarðarVetrarstarf Samkórs Hornafjarðar hefst þriðjudaginn

2. september með kóræfingu í Hafnarkirkju.Samkór Hornafjarðar er góður félagsskapur karla og kvenna

á öllum aldri. Kórstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og einnig mjög gefandi.

Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 – 22:00.Tekið er fagnandi móti nýju söngfólki í allar raddir.

Áhugasamir geta haft samband við Kristínu kórstjóra í síma 860-2814 ([email protected]) eða Hafdísi formann

í síma 696 6508 ([email protected])

SöngnámskeiðFarið í raddbeitingu/söngtækni og unnið út frá rödd einstaklingsins og

hljómi raddarinnar í líkamanum. Í boði er námskeið, 5 skipti, og

einstakir tímar.

Nánari upplýsingar gefur Kristín Jóhannesdóttir

Söngkennari LRSM

860 2814 - [email protected]

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Laus störf í sauðfjársláturtíð

Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu starfsfólki í almenn störf í sauðfjársláturtíð á Höfn.

Slátrun hefst 16. september og stendur til loka október.

Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Norðlenska, www.nordlenska.is

Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 840 8805 eða netfang [email protected]

Norðlenska er eitt öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins með um 180 starfsmenn að jafnaði. Fyrirtækið hlaut nýlega gullmerki jafnlaunaúttektar PwC til marks um að jafnrétti kynjanna er haft að leiðarljósi við launaákvarðanir.

Hvetjum alla ökumenn til að sýna aðgát og tillitssemi í umferðinni nú þegar ungir nemar flykkjast spenntir með skólatöskurnar sínar í grunnskólann. Sumir í fyrsta sinn en aðrir reyndari og á reiðhjólum. Mikilvægt er að virða gangbrautarrétt og aka varlega um skólasvæði þar sem ungir vegfarendur fara um. Fjarlægðarskyn ungra vegfaranda er ekki fullþroskað líkt og hjá fullorðnum, og börn eiga því erfiðara með að meta hraða og fjarlægð ökutækja. Þá minnum við á reiðhjólahjálmana og biðjum foreldra og forráðamenn um að fylgjast með notkun þeirra.

Sýnum aðgát í umferðinni !Lögreglan á Höfn

Skólabörn og umferðin

Page 3: Eystrahorn 28. tbl. 2014

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi

Til úthlutunar eru 45 milljónir krónaUmsóknarfrestur er til og með 22. september

Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2014: • Vöruþróun og nýsköpun til dæmis í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Vöruþróun og markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi • Klasar og uppbygging þeirra • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtarOfangreindar áherslur eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs. Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma.Stuðningur SASS við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni, getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu hjá SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.Styrkveitingar til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar eru fjármagnaðar með samningi um framlög til byggðaþróunar á Suðurlandi árið 2014 og með fjármagni frá SASS.Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected]. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Kynningarfundur um styrkveitingar SASS verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 3. september kl. 12:00. Allir velkomnir.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS - Selfoss Austurvegur 56 480-8200

SASS – Vestmannaeyjar Þekkingarsetur VE 480-8200

SASS - Höfn Nýheimar 480-8200

SASS – Hvolsvöllur Ormsvöllur 1 480-8200

Þriðjudaginn 2. september verður lokahóf 3.- 4. flokks kk. og kvk. Sindra

haldið í Bárunni frá kl. 17:00-19:00.

Mini fótboltamót, verðlaunaveitingar og síðan endum við á að grilla

og hafa gaman.

Að sjálfsögðu er foreldrum og öðrum aðstandendum velkomið að mæta.

Hlökkum til að ykkur

Yngri flokka ráð Sindra

Lokahóf yngri flokka SindraFimmtudaginn 28. ágúst verður lokahóf 5.-7. flokks kk. og kvk. Sindra haldið í

Bárunni frá kl. 17:00 - 19:00. Krakkarnir fá að spila, veitt verða þátttökuverðlaun og að lokum verður pylsuveisla og fjör.

Foreldrar og aðrir aðstandendur hvattir til að mæta og hafa gaman með

krökkunum.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Yngri flokka ráð Sindra

Lokahóf yngri flokka Sindra

www.hornafjordur.is samfélagsvefurinn okkar

Page 4: Eystrahorn 28. tbl. 2014

DagskráDagskráin hefst á Hótel Héraði – sal á neðri hæð.

9:45 Kaffi - morgunhressing

10:15 Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir10:20 Skipulag dagsins –Sverrir Mar Albersson11:30 Samningamál – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir11:45 Lagt af stað út í óvissuna

12:45 Hádegisverður

13:30 "Börn í nýju menningarumhverfi" - Rúnar Helgi Haraldsson, sérfræðingur Fjölmenningarseturs. - Ewelina Helena Wojtas - félagsmaður AFLs Starfsgreinafélags með rætur í tveimur menningarheimum

15:20 Kaffihlé

15:50 Vinnuhópar 17:35 Umræður17:55 Slit

18:00 Kvöldverður

Skráning á [email protected] eða [email protected] eða í síma 4 700 300 og er æskilegt að fram komi bæði nafn, sími og netfang.

Fyrirkomulag ferða er skipulagt á hverjum stað fyrir sig sé óskað eftir því.

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna5. september 2014