eystrahorn 7. tbl. 2016

8
Fimmtudagur 18. febrúar 2016 www.eystrahorn.is Eystrahorn 7. tbl. 34. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Hvað er Hvannadalshnjúkur hár? Á sunnudaginn var fór Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður á Hofsnesi sína 281. ferð á Hvannadalshnjúk. Það þykir ekki fréttnæmt að hann skjótist á toppinn á hvaða árstíma sem er, en nú fór hann heiman frá sér á skíðum alls 34 km leið á 9 klukkustundum og 24 mínútum. Þessi ferð hefur gefið fjölmiðlum tilefni til að ræða við Einar Rúnar og gera að umtalsefni vangaveltur hans um hæð þessa hæsta tinds landsins. Einar telur að tindurinn hafi bætt á sig og náð gömlu viðmiðunarhæðinni 2119 metrum. Fáir ættu að hafa betri tilfinningu fyrir því en einmitt Einar, án þess að vísindalegar mælingar liggi fyrir. Þegar Einar er ekki skíða á Hvannadalshnjúk þá eyðir hann mestu af tíma sínum inni í íshellum Vatnajökuls. Einar er upphafsmaður íshellaferða á Íslandi og í samtali við ritstjóra sagði hann m.a.; „Ég fór fyrstu ferðina með viðskiptavini í íshelli árið 1995, en fyrir um 10 árum fóru íshellaferðirnar að verða stærri hluti af vetrarferðaþjónustu Öræfaferða. Þar til fyrir 4-5 árum var fyrirtæki mitt eina fyrirtækið sem bauð ferðir í íshella á veturna, en núna síðustu 2-3 ár hefur orðið algjör sprenging í eftirspurn eftir svona ferðum. Í dag eru um 9-10 fyrirtæki með daglegar ferðir í íshellana, flest í Kristal íshellinn í Breiðamerkurjökli, sem ég byrjaði að ljósmynda árið 2007. Fyrirtæki mitt Öræfaferðir og fyrirtæki Arons sonar míns, Local Guide ehf. fara reyndar í mun fleiri hella en bara Kristal íshellinn sem betur fer því það er í raun ekki orðið pláss fyrir ljósmyndun í þeim helli. Sumir hellarnir sem við förum í eru í fjarlægum dölum þar sem þarf að ganga jafnvel 8 km á jökli til að komast í þá.“ Hellamyndin er tekin í dagsferð Einars sl. þriðjudag og er úr helli sem fáir koma í. Í þessu sambandi rifjar visir.is upp eldri fréttum um hæð Hnjúksins; „Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð.“ Einar leggur af stað á hnjúkinn.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 25-Jul-2016

223 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 7. tbl. 2016

Fimmtudagur 18. febrúar 2016 www.eystrahorn.is

Eystrahorn7. tbl. 34. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Hvað er Hvannadalshnjúkur hár?

Á sunnudaginn var fór Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður á Hofsnesi sína 281. ferð á Hvannadalshnjúk. Það þykir ekki fréttnæmt að hann skjótist á toppinn á hvaða árstíma sem er, en nú fór hann heiman frá sér á skíðum alls 34 km leið á 9 klukkustundum og 24 mínútum. Þessi ferð hefur gefið fjölmiðlum tilefni til að ræða við Einar Rúnar og gera að umtalsefni vangaveltur hans um hæð þessa hæsta tinds landsins. Einar telur að tindurinn hafi bætt á sig og náð gömlu viðmiðunarhæðinni 2119 metrum. Fáir ættu að hafa betri tilfinningu fyrir því en einmitt Einar, án þess að vísindalegar mælingar liggi fyrir.Þegar Einar er ekki að skíða á Hvannadalshnjúk þá eyðir hann mestu af tíma sínum inni í íshellum Vatnajökuls.Einar er upphafsmaður íshellaferða á Íslandi og í samtali við ritstjóra sagði hann m.a.;„Ég fór fyrstu ferðina með viðskiptavini í íshelli árið 1995, en fyrir um 10 árum fóru íshellaferðirnar að verða stærri hluti af

vetrarferðaþjónustu Öræfaferða. Þar til fyrir 4-5 árum var fyrirtæki mitt eina fyrirtækið sem bauð ferðir í íshella á veturna, en núna síðustu 2-3 ár hefur orðið algjör sprenging í eftirspurn eftir svona ferðum. Í dag eru um 9-10 fyrirtæki með daglegar ferðir í íshellana, flest í Kristal íshellinn í Breiðamerkurjökli, sem ég byrjaði að ljósmynda árið 2007.Fyrirtæki mitt Öræfaferðir og fyrirtæki Arons sonar míns, Local Guide ehf. fara reyndar í mun fleiri hella en bara Kristal íshellinn sem betur fer því það er í raun ekki orðið pláss fyrir ljósmyndun í þeim helli. Sumir hellarnir sem við förum í eru í fjarlægum dölum þar sem þarf að ganga jafnvel 8 km á jökli til að komast í þá.“ Hellamyndin er tekin í dagsferð Einars sl. þriðjudag og er úr helli sem fáir koma í.

Í þessu sambandi rifjar visir.is upp eldri fréttum um hæð Hnjúksins;

„Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð.“

Einar leggur af stað á hnjúkinn.

Page 2: Eystrahorn 7. tbl. 2016

2 EystrahornFimmtudagur 18. febrúar 2016

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Eystrahorn

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Húsnæði óskast Við í Handraðanum erum í vanda. Okkur vantar húsnæði til leigu,

til lengri eða skemmri tíma. Skoðum allt.

Upplýsingar gefa:

Guðný Eiríksdóttir ......................848-1959Lísa Þorsteinsdóttir .....................781-4481Heiða Maja ...................................846-5226

• Aðstoðarverslunarstjóri• Lagerstjórn• Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, hlutastörf og heilsdagsstörf• Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar• Umsjón kjötdeildar• Umsjón í mjólkurdeild• Umsjón með bakstri

Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á [email protected]. fyrir XX. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Falur J. Harðarson, starfs-mannastjóri í síma 421-5400.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nettó GraNdaeftir fáeiNar vikUr opNar Nettó Nýja stórverslUN á GraNda, fiskislóð, við GömlU höfNiNa í reykjavík

Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. á Grandanum, í Mjódd, Hverafold og við Salaveg í Kópavogi.

við leitUm að öflUGU starfsfólki til liðs við okkUr

Kræsingar & kostakjör

www.netto.is

NETTÓ HÖFNNettó starfrækir 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu.

Við leitum að öflugu starfsfólki til framtíðarstarfa.• Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, hlutastörf og heilsdagsstörf.

Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á [email protected].

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson, verslunarstjóri í síma 896-6465.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

AfmæliÉg mun halda upp á 80 ára afmæli mitt laugardaginn 20. febrúar frá kl. 18:00 í Ekrusalnum.

Gjafir afþakkaðar en andvirði viskýflösku væri vel varið í söfnun þríhjólsins í Skjólgarði.

Vinir og vandamenn velkomnir.

Arnbjörn Sigurbergsson

Félagsvistin í EKRUNNI

ÞRIggjA KvöldA spIlAvIstIN vERðUR sEm héR sEgIR:Fyrsta kvöldið 3. mars.Annað kvöldið 10. mars.Þriðja kvöldið 17. mars. Aðgangseyrir 1000 kr. Mætið vel !verðlaun fyrir hvert kvöld og síðan AðAlvERðlAUN.

spilanefnd Feh.

HafnarkirkjaSunnudaginn 21. febrúar Messa og sunnudagaskóli

kl. 11:00

Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu.

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum.

Prestarnir

Hafnarkirkja

50 ára

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 21. febrúar

Messa kl. 14:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Page 3: Eystrahorn 7. tbl. 2016

3Eystrahorn Fimmtudagur 18. febrúar 2016

Húsasmiðjan vill ráða starfsmann til sölu- og afgreiðslustarfa í verslun Húsasmiðjunnar á Höfn í Hornafirði

Um er að ræða framtíðarstarf með u.þ.b. 63% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Starfslýsing• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur • Reynsla af afgreiðslustörfum kostur• Samskiptahæfni og þjónustulund• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

Umsóknir berist fyrir 27. febrúar n.k.til Kristjáns Björgvinssonar, rekstrarstjó[email protected]

LEITUM AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Á HÖFN

MetnaðurÞjónustulundSérþekking

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

HLUTI AF BYGMA

Ungmennafélagið Sindri og Skinney-Þinganes skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum sem gildir til 2019. Skinney-Þinganes mun styrkja Sindra með árlegum greiðslum í fjögur ár samtals 19 milljónir króna. Ungmennafélagið Sindri kemur til með að nýta þetta fé til að endurnýja bíla félagsins þegar það á við, einnig verður hluti notaður til að létta undir rekstur deilda og til sérverkefna sem koma til með að efla íþróttastarf á starfsvæði UMF Sindra. Mjög öflugt og fjölbreytt starf er innan ungmennafélagsins sem mikill fjöldi barna og ungmenna taka þátt í ásamt fullorðnu fólki. Félagið er deildaskipt; knattspyrnudeild, fimleikadeild, körfuboltadeild, blakdeild, sunddeild og frjálsíþróttadeild og er starfið í deildunum misöflugt eins og gerist og gengur. Aðalstjórn og stjórnir deilda eru afar þakklát fyrir þann öfluga stuðning Skinneyjar-Þinganess sem skiptir sköpun fyrir starfsemina. Á myndinni takast þeir í hendur eftir undirritun samningsins Aðalsteinn Ingólfsson forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Valdimar Einarsson framkvæmdastjóri Sindra

Mikilvægur stuðningur

Afhending menningarverðlauna,

umhverfisviðurkenninga og styrkja

Sveitarfélagsins fer fram fimmtudaginn

25. febrúar kl.17:00 við hátíðlega athöfn í

Nýheimum. Allir styrkþegar eru hvattir til að

mæta og veita styrkjum viðtöku.

Allir velkomnir

Sveitarfélgið Hornafjörður

Page 4: Eystrahorn 7. tbl. 2016

4 EystrahornFimmtudagur 18. febrúar 2016

Þann 24. janúar tók Halldór Sævar Birgisson við starfi Matthildar Þorsteinsdóttur sem safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar Lifandi Vatns á Höfn. Matthildur hafði þá sinnt forstöðu safnaðarins, ásamt eiginmanni sínum Einari R. Sigurðssyni, frá 6. október 2005. Halldór Sævar sem er fæddur 1971 er giftur Cristiane Oliveira en þau gengu í hjónaband árið 2003 og eiga þau 4 börn. Halldór endurnýjaði fermingarheit sitt, að gera Jesú að leiðtoga lífsins, árið 2002. Hann hefur starfað í stjórn kirkjunnar síðan árið 2009 og var smurður inn sem öldungur í mars 2014. Áður starfaði Halldór sem djákni. Saman reka hjónin gistiheimili á Hornafirði, þar sem Halldór er fæddur og uppalinn. Cristiane er fædd 1980 og er uppalin Í Teófilo Otoni í Brasilíu. Hjónin voru formlega smurð inn í þjónustu sunnudaginn 7. febrúar 2016.

Ný forstöðuhjón í Hvítasunnukirkjunni

Afmælistilboð á Ósnum í tilefni 25 ára afmælisins föstudag og laugardag

frá kl. 18:00 - 21:00

smá upprifjun frá 1991Ósloka m/frönskum og sósu ..................1.390,-

Ósborgari m/frönskum og sósu .............1.690,-

Óspíta m/frönskum og sósu .....................390,-

Óspizza 12“ .............................................2.150,-

lambapiparsteik m/kryddsmjöri, frönskum, sósu og salati ..........................................1.990,-

Verið velkomin - Borðapantanir 478-1240

Konudagurinn á Hótel Höfn

kl. 18:00 - 21:00Hægeldaður saltfiskur

epli, sellerí, graslaukur

Lambahryggur ostakartafla, sveppir, rauðrófa, bláber

Verð kr. 5.900,-

Í tilefni dagsins fá konur frían eftirrétt.

Borðapantanir í síma 478-1240.

25 ára

Knattspyrnuskóli Sindra4. – 6. mars 2016

Skólinn er fyrir stráka og stelpur í 5., 4., og 3. flokkiSkráning í gegnum Nóra Meðal þjálfara og fyrirlesara eru:• Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari• Greta Mjöll Samúelsdóttir fyrrverandi landsliðskona • Auðun Helgason þjálfari m.fl. Sindra og fyrrverandi

landsliðs- og atvinnumaður• Þrándur Sigurðsson skólastjóri knattspyrnuskóla

Víkings• Sævar Þór Gylfason og Nihad Cober Hasecic sem

þarf ekki að kynna.Nánar auglýst síðar.

Knattspyrnudeild Sindra

Page 5: Eystrahorn 7. tbl. 2016

5Eystrahorn Fimmtudagur 18. febrúar 2016

Þessar ungu stúlkur þær Auður Freyja, Arney, Emilía Anna og Elín Ósk gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 11.746 krónum og færðu Hornafjarðardeild RKÍ. Deildin þakkar þessum duglegu stúlkum fyrir stuðninginn og fallega hugsun.

Fiskréttir á perúska vísuLaugardaginn 27. febrúar verður Yrma L. Rosas ástríðukokkur með námskeið í gerð fiskrétta á perúska vísu. Farið verður í undirstöður perúskrar matargerðar og fiskréttir eldaðir.

Tími: Laugardagur 27. febrúar kl. 10-14

Staður: Eldhúsið í Grunnskóla Hornafjarðar

Verð: 11.000

Leiðbeinandi: Yrma L. Rosas

Skráning fer fram hjá Möggu Gauju á netfangið [email protected] eða í síma 6645551 eða á facebook.com/maggagauja

Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Hornafirði

Um er að ræða leikskólakennarastöður eða leiðbeinanda á deild.

Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia.

Umsækjandi þarf að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, samviskusamur og hafa ánægju af útiveru.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gott væri að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Einnig munu losna stöður 1. maí.

Nánari upplýsingar hjá Margréti leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið [email protected]

Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra.

AtvinnaÓskum eftir að ráða sumarstarfsfólk

16 ára og eldra til almennra fiskvinnslustarfa í sumar.

Óskum einnig eftir afleysingarstarfsmanni í mötuneyti.

Umsóknum skal skila fyrir 15. mars.

Vinsamlega sendið inn umsóknir á netfangið [email protected].

Page 6: Eystrahorn 7. tbl. 2016

6 EystrahornFimmtudagur 18. febrúar 2016

Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun. Í ár tileinkum við dansinum konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Allir eru hjartanlega velkomnir í Þekkingarsetrið Nýheima, þann 19. febrúar stundvíslega kl. 11.45 til að taka þátt í dansbyltingu! Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karlmanna, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur. Í fjórða sinn ætlum við að sameinast fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast

gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Við ætlum að veita þeim samstöðu og dansa af krafti. Hátt í 10 þúsund hafa komið saman um land allt síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólf landsins. Í ár verður dansað í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupsstað og á Höfn í Hornafirði. Í ár pússum við dansskóna enn betur! UN Women hvetur alla til að rísa upp fyrir heimi án ofbeldis og mæta með Fokk ofbeldi húfuna í dansinn, bera hana með stolti og vekja um leið fólk til vitundar um það ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta og börn þeirra búa við um þessar mundir. Eins skorar UN Women á Íslandi á vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og taka þátt í byltingunni með dansinn að vopni. Ekki missa af stærstu dansveislu heims! Aðgangur

ókeypis. Myllumerkið er #milljardurris16 og #fokkofbeldi.

Konur á flótta þurfa vernd og öryggi

• Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar.

• Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu

• Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi

• Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst

• Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali

Milljarður rís 2016Dansbylting í Þekkingarsetrinu Nýheimum, föstudaginn 19. febrúar kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi

Íbúð í Reykjavík

3ja herbergja íbúð í Breiðholti til leigu fyrir fólk sem er að fara til

Reykjavíkur.

Einn dagur til vika í senn. Gott verð.

Upplýsingar síma 699-7371 eða

[email protected]

PóKermóT í PaKKhúSinu2 + 2 + 21.000- kr. endalaus endurkaup - þar sem staflinn stækkar um 5000 flögur við hver endurkaup.Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20:00, hægt að koma inn til kl. 21:30Nánari upplýsingar á facebook.com/pkhofn

Page 7: Eystrahorn 7. tbl. 2016

7Eystrahorn Fimmtudagur 18. febrúar 2016

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Hér

aðsp

rent

Orlofsíbúð AFLs á SpániUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante.

Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante.

Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).

Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 60.000,- fyrir félagsmenn.

Fyrstur kemur fyrstur fær! 1. - 15. mars, 15. mars - 29. mars, 29. mars - 12. apríl, 12. - 26. apríl, 26. apríl - 10. maí .

4. - 18. október, 18. október - 1. nóvember, 1. - 15. nóvember, 15. - 29. nóvember.

Úthlutað:10. - 24. maí, 24. maí - 7. júní, 28. júní - 12. júlí, 12. - 26. júlí, 9. - 23. ágúst, 23. ágúst - 6. sept., 6. - 20. sept.

Sækja má um á skrifstofum AFLs fyrir 1. mars nk.

Úthlutað verður 3. mars.

Um 40 Íslendingar leggja nú stund á skapandi tæknitengt háskólanám við Nord háskólann í Noregi, en undanfarin 3 ár hafa fulltrúar skólans komið í árlegar kynningarferðir til landsins. Námið sem um ræðir fer alfarið fram á ensku, en um er að ræða þrjár ólíkar námsbrautir. Sú fyrsta nefnist þrívíddarlist, kvikun og myndbrellur (3D art, animation & VFX), önnur, sjónvarps- og kvikmyndaframleiðsla (TV & film production) og að lokum er kennt í tölvuleikjahönnun (digital game design).Dagana 17. – 23. febrúar verða fulltrúar skólans á ferðinni í síðasta sinn með þessum hætti, og með í för verða meðal annars Berglind Sigurjónsdóttir, annars árs nemi í sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu sem mun kynna sjónarhorn nema – og Richard Hearsey, kennari við skólann, sem um árabil hefur starfað fyrir BBC og mun hann fræða áhugasama um sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslubrautina. Farið verður í ýmsa skóla víða um land en einnig verða haldnar opnir kynningarfundir. Í tengslum við kynningarferðina verður einnig boðið upp á stuttmyndasýningar, þar sem verk nemenda fá að njóta sín. Íslenskir nemendur hafa notið mikillar velgengni í náminu og meðal annars unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi

myndbrellur (VFX). Þess má geta að sambærilegt nám er ekki í boði á háskólastigi á Íslandi, en allar þrjár greinarnar eru þriggja ára bachelornám. Einnig er vert að taka fram, nú þegar

kostnaður við nám er óðum að aukast á Íslandi, að háskólanám í Noregi er nemendum að kostnaðarlausu (ef frá eru talin annargjöld, sem eru tæplega 10.000,- ISK á önn, miðað við núverandi gengi).

Nordháskólinn í NoregiFimmtudagur 18. febrúar kl. 19.00 verður opinn kynningarfundur í FAS, Nýheimum

Nemendur á öðru ári sem í fyrra fengu verðlaun fyrir myndbrellur í stuttmynd sinni Led meg (sú ljóshærða á myndinni er íslensk og heitir Lovísa Úlfarsdóttir).

Page 8: Eystrahorn 7. tbl. 2016

Nú er verið að senda út kjörseðla vegna kosninga um nýjan kjarasamning Alþýðusambands Íslands og aðildarsambanda þess.

Kjörseðlar eru sendir v. samninga fyrir eftirfarandi sambönd:

• Starfsgreinasamband Íslands • Landssamband íslenskra verzlunarmanna • Samiðn – Samband iðnfélaga

Félagsmenn AFLs sem starfa á eftirfarandi stöðum fá EKKI send kjörgögn og eru ekki með atkvæðisrétt í þessum kosningum:

• Starfsfólk ríkisfyrirtækja. • Starfsfólk sveitarfélaga • Starfsfólk hjá ALCOA Fjarðaál • Starfsfólk hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls – sem starfa á álverslóð. • (Ath! Sjómenn í AFLi Starfsgreinafélagi eru ekki á kjörskrá.)

Athugið að kjörskrá byggir á launaupplýsingum frá október 2015.

Félagsmenn sem ekki fá send kjörgögn en telja að þeir ættu að vera á

inn á kjörskrá eru afgreiddar samdægurs.

Tökum þátt í afgreiðslu kjarasamninga – notum atkvæðisrétt okkar.

KOSIÐ UM NÝJAN KJARASAMNING

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is