ferðamenn í - atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...suður-evrópa Ítalía, frakkland, spánn,...

23
Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í

Þingeyjarsýslum 2012

og þróunin frá 2005

Page 2: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada
Page 3: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012

og þróunin frá 2005

Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er að taka á sig mynd.

Samantekt unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

september 2013

Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf

Erluhrauni 4, 220 Hafnarfirði

Page 4: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ljósmyndir: Rögnvaldur Guðmundsson Kápumynd: Minjasafnið á Mánárbakka á Tjörnesi.

Page 5: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Efnisyfirlit

Helstu niðurstöður 1

1.0 Inngangur 3

1.1 Kannanir sem stuðst er við 3

1.1.1 Kannanir meðal Íslendinga 3

1.1.2 Dear Visitors könnunin 3

1.2 Úrvinnsla 3

2.0 Ferðamenn á Íslandi 2012 5

2.1 Erlendir ferðamenn 5

2.2 Innlendir ferðamenn 6

3.0 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar 2012 og þróunin frá 2005 7

3.1 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 7

3.2 Þróun í fjölda innlendra gesta 2005-2012 9

4.0 Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar 2012 og þróunin frá 2005 11

4.1 Erlendir ferðamenn og gistinætur þeirra í Þingeyjarsýslum 2012 11

4.2 Þróun í fjölda erlendra gesta og gistinátta 2005-2012 14

5.0 Allir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar 2012 og þróunin frá 2005 16

Page 6: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada
Page 7: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

1

Helstu niðurstöður

Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt nýlegum könnunum kváðust 38% Íslendinga hafa komið í Þingeyjarsýslur árið 2012,

29% í Mývatnssveit, 23% heimsóttu Húsavík, 15% komu að Goðafossi, 14% fóru í Ásbyrgi og

sama hlutfall að Dettifossi, um 5% að Kópaskeri og Raufarhöfn og ríflega 3% að Öskju. Sam-

kvæmt þessu má áætla að 114 þúsund Íslendingar hafi lagt leið sína um Þingeyjarsýslur árið 2012,

87 þúsund komið í Mývatnssveit, 69 þúsund á Húsavík, 46 þúsund komið að Goðafossi, 40

þúsund í Ásbyrgi og jafn margir að Dettifossi og 16 þúsund heimsótt Kópasker, 15 þúsund

Raufarhöfn og um 10 þúsund lagt leið sína að Öskju. Jafnframt er áætlað Íslendingar hafi gist í um

230 þúsund nætur Þingeyjarsýslum árið 2012.

Áætlað er að Íslendingum sem lögðu leið sína í Þingeyjarsýslur hafi fjölgað úr 95 þúsund árið

2005 í um 114 þúsund árið 2012, eða um 20%. Fjöldi heimsókna Íslendinga er þó mun hærri en

þetta þar sem allmargir koma þangað nokkrum sinnnum árlega. Mikil aukning á komum

Íslendinga að Dettifossi árið 2012 vekur athygli, en skýringin er líklega einkum nýr Dettifossvegur

norður með Jökulsá að vestanverðu.

Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF komu 48% erlendra ferðamanna sumarið 2012 í Þingeyjar-

sýslur og um 9% ferðamanna utan sumartíma. Alls má því áætla að um 188 þúsund erlendir

ferðamenn til Íslands hafi komi í Þingeyjarsýslur árið 2012; um 28% allra erlendra gesta til Íslands

(með flugi eða ferju). Af þeim hafi um 130 þúsund gist eða um 19% gesta til Íslands. Samkvæmt

þessu komu um 83% erlendra gesta í Þingeyjarsýslur yfir sumarmánuðina þrjá en 17% utan

þeirra. Þessi hlutföll voru áætluð nánast þau sömu árið 2007, þ.e. 84% og 16%.

Þá er áætlað að um 159 þúsund erlendir gestir með flugi eða ferju hafi komið í Mývatnssveit árið

2012, 144 þúsund að Goðafossi, 126 þúsund á Húsavík, 123 þúsund að Dettifossi, 56 þúsund hafi

komið í Ásbyrgi, um 22 þúsund að Öskju og 12-14 þúsund að þéttbýlisstöðunum Kópaskeri,

Raufarhöfn og Þórshöfn. Auk þess er áætlað að um 32 þúsund gestir með skemmtiferðaskipum

hafi komið í Þingeyjarsýslur árið 2012 og að þeir hafi allir farið að Goðafossi og um 22 þúsund í

Mývatnssveit.

Samkvæmt könnunum RRF er áætlað að rúmlega helmingur erlendra gesta í Þingeyjarsýslum hafi

verið frá Mið- eða Suður-Evrópu (52%) og enn stærra hlutfall næturgesta (56%). Þar af voru

ferðamenn frá Þýskalandi og síðan Frakklandi fjölmennastir. Erlendir ferðamenn sem leggja leið

sína á norðausturhornið, þ.e. til Kópaskers, Raufarhafnar og/eða Þórshafnar eru langflestir á

eigin vegum en fáir í skipulagðri hópferð.

Page 8: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

2

Áætlað er að erlendum gestum í Þingeyjarsýslum sem komu til Íslands með flugi eða ferju hafi

fjölgað úr 111 þúsund árið 2005 í 188 þúsund árið 2012, eða um nær 70%. Af einstökum stöðum

varð mikil fjölgun á gestum í Mývatnssveit, að Goðafossi, Húsavík og Dettifossi.

Allir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Fjöldi innlendra og erlendra gesta í Þingeyjarsýslum er áætlaður 302 þúsund árið 2012, 245

þúsund að Mývatni, 195 þúsund að Húsavík, 190 þúsund að Goðafossi, 163 þúsund að Dettifossi,

96 þúsund í Ásbyrgi, 32 þúsund að Öskju og 27-30 þúsund að Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn.

Útlendingar voru um þrír af hverjum fjórum gestum að Goðafossi og Dettifossi (75%) og um tveir

þriðju gesta að Húsavík, Mývatnssveit og Öskju (65-69%) og litlu færri í Þingeyjarsýslur (62%).

Meirihluti erlendra gesta var hins vegar minni í Ásbyrgi (58%). Þá er áætlað að heldur fleiri

innlendir gestir erlendir hafi heimsótt Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn árið 2012.

Áætlað er að heildarfjöldi gistinátta innlendra og erlendra gesta í Þingeyjarsýslum árið 2012 hafi

verið um 530 þúsund; þar af um 230 þúsund meðal Íslendinga (43%) og 300 þúsund meðal

erlendra ferðamanna (57%). Það samsvarar því að um 6% af gistinóttum erlendra ferðamanna á

Íslandi árið 2012 hafi verið í Þingeyjarsýslum og um 5% gistinátta innlendra ferðamanna.

Page 9: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

3

1.0 Inngangur

1.1 Kannanir sem stuðst er við

1.1.1 Kannanir meðal Íslendinga

Í kafla 3.0 í þessari samantekt er mest stuðst við tvær kannanir sem Félagsvísindastofnun Háskóla

Íslands framkvæmdi fyrir Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) í febrúar og apríl 2013. Í

báðum tilvikum fengust nær 1.300 nothæf svör Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Í fyrri

könnuninni var m.a. spurt um komur Íslendinga í Þingeyjarsýslur árið 2012 og einnig um komur

þeirra að Mývatni, Dettifossi og í Ásbyrgi. Í þeirri síðari var m.a. spurt um komur landsmanna að

Goðafossi, Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn árið 2012.

Auk þess er í kafla 3.0 stuðst við ýmsar síma- og netkannanir um ferðir Íslendinga innanlands á

tímabilinu 2005-2011. Árið 2005 var um að ræða símakönnun RRF þar sem m.a. var spurt um

komur og gistinætur fólks í Þingeyjarsýslur og komur á ýmsa staði það. Var fjöldi svara í kringum

800 og svörun ríflega 70%. Árin 2008 og 2010 er byggt á netkönnunum sem Miðlun ehf

framkvæmdi fyrir RRF. Fengust um 340 svör í fyrri könnuninni og um 780 svör í þeirri síðari. Þar

var spurt á sama hátt í símakönnuninni 2005 og var svörun 55-60%.

1.1.2 Dear Visitors könnunin

Í kafla 4.0, um erlenda ferðamenn í Þingeyjarsýslum, er stuðst við könnun RRF meðal erlendra

ferðamanna sem ber heitið Dear Visitors (DV). Í henni hefur frá 1996 verið spurt um komur og

gistinætur þeirra í Þingeyjarsýslum og frá sumrinu 2003 einnig um komur á ýmsa staði þar. Frá

sumrinu 2011 var Goðafossi bætt við. Dear Visitors könnunin hefur síðan nær stöðugt verið í

gangi allan ársins hring frá ársbyrjun 2004. Í þessari samantekt er endapunktur settur við

desember 2012. Könnunin er framkvæmd meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á

Seyðisfirði. Alls hafa yfir 40 þúsund erlendir ferðamenn tekið þátt Dear Visitors könnuninni frá

upphafi. Vel yfir 70% þeirra sem fá könnunina í hendur svara henni. Í þessari samantekt er lögð

áhersla á að greina frá niðurstöðum könnunarinnar árið 2012, en fyrri kannanir á tímabilinu

2005-2011 notaðar til samanburðar og til að varpa ljósi á þróunina.

1.2 Úrvinnsla

Við úrvinnslu síma- og netkannana meðal Íslendinga um komur þeirra í Þingeyjarsýslur árið 2012

eru þeir fyrst skoðaðir sem heild en síðan m.t.t. kyns, aldurshópa og búsetu (suðvesturhornið

annars vegar og landsbyggðin hins vegar). Síðan er þróunin í komum þeirra skoðuð út frá

könnunum 2005-2012.

Á svipaðan hátt er unnið úr niðurstöðum meðal erlendra ferðamanna sem þátt tóku í Dear

Visitors á árabilinu 2005 til 2012. Þar er lögð áhersla á að greina fjölda erlendra ferðamanna í

Þingeyjarsýslum eftir því hvort þeir gistu þar eða komu sem dagsgestir og sett fram áætlun um

Page 10: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

4

fjölda þeirra þangað og eftir stöðum í sýslunum, auk þess að áætla gistinætur þeirra. Þá er fjöldi

ferðamanna í Þingeyjarsýslum áætlaður eftir markaðssvæðum sem skilgreind eru í töflu 1.1.

Tafla 1.1 Skilgreining á markaðssvæðum

Markaðssvæði Lönd

Norðurlönd Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Mið-Evrópa Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Benelux löndin Belgía, Holland og Lúxemborg

Bretland England, Wales, Skotland, N-Írland og Írska lýðveldið. 1

Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi.

Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.

Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka.

Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna eru svokölluð fráviksmörk notuð sem

viðmið. Fráviksmörk eru reiknuð fyrir hverja hlutfallstölu og segja til um það með hve mikilli

nákvæmni megi yfirfæra niðurstöður úrtakskönnunar á þann viðmiðunarhóp eða „þýði“ sem til

skoðunar er. Í könnuninni Dear Visitor sumarið 2012 er þýðið t.d. allir erlendir ferðamenn sem

komu til Íslands frá júní til ágúst 2012, um 326 þúsund manns. Í síma- og netkönnun Félags-

vísindastofnunar fyrir RRF vegna 2012, sem um 1.300 manns svöruðu, var þýðið allir Íslendingar

18-95 ára, um 240 þúsund manns samkvæmt Hagstofu Íslands (www.hagstofan.is).2 Í töflu 1.2 má

sjá fráviksmörkin eftir því hve stórt úrtakið er og eftir hlutfallstölum.

Tafla 1.2 Fráviksmörk í úrtakskönnun – allar tölur í %

Fjöldi 5/95 10/90 15/85 20/80 25/75 30/70 40/60 50

100 4,3 5,9 7,0 7,8 8,5 9,0 9,6 9,8

300 2,5 3,4 4,0 4,5 4,9 5,2 5,5 5,7

400 2,1 2,9 3,5 3,9 4,2 4,5 4,8 4,9

600 1,8 2,4 2,9 3,3 3,6 3,8 4,0 4,2

800 1,6 2,2 2,5 2,9 3,2 3,3 3,6 3,7

1000 1,4 1,9 2,2 2,5 2,7 2,8 3,0 3,1

1300 1,2 1,6 1,9

9

2,2 2,4 2,5 2,7 2,7

1500 1,1 1,5 1,8 2,0 2,2 2,3 2,5 2,5

1700 1,0 1,4 1,7 1,9 2,1 2,2 2,3 2,4

2000 1,0 1,3 1,6 1,8 2,0 2,0 2,1 2,2

Dæmi um notkun á töflu 1.2

Sem dæmi má taka að ef 5% Íslendinga síma- og netkönnunum 2012 komu á ákveðinn stað þá

verður frávikið frá gefnu hlutfalli +/-1,2% miðað við 1.300 svarendur. Ef það hlutfall hefði hins

vegar verið 40% verður frávikið +/-2,7%. Þessa tölfræði er gott að hafa í huga við lestur

greinargerðarinnar og túlkun niðurstaðna.

1. Írska lýðveldið tilheyrir að sjálfsögðu ekki Bretum en er til einföldunar sett í þennan flokk þar sem

það er á sama markaðssvæði. 2. Í úrvinnslunni verða niðurstöður könnunarinnar yfirfærðar á 300.000 Íslendinga, af alls um 322.000

íbúum Íslands, til að forðast ofáætlanir. Líklegt að börn og ungmenni undir 18 ára aldri ferðíst heldur

minna um landið en fullorðið fólk, þó fyrri kannanir bendi til að þar muni litlu.

Page 11: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

5

2.0 Ferðamenn á Íslandi 2012

2.1 Erlendir ferðamenn

Árið 2012 er áætlað að 765 þúsund erlendir gestir hafi komið til Íslands; um 660 þúsund (86,3%)

með flugi, 92 þúsund (12,0%) með skemmtiferðaskipum og um 13 þúsund (1,7%) með ferjunni

Norrænu til Seyðisfjarðar.3 Gjaldeyristekjur af þeim eru áætlaðar í kringum 175 milljarðar króna.

Má lauslega áætla að þar af hafi 130 milljarðar (74%) verið vegna útgjalda ferðamanna

innanlands en um 45 milljarðar (26%) vegna fargjalda.

Samkvæmt könnunum gistu þeir 326 þúsund erlendu ferðamenn sem komu til Íslands með flugið

eða ferju sumarið 2012 að jafnaði 10 nætur hér á landi. Um 347 þúsund ferðamenn sem komu á

öðrum tímum ársins og gistu um 5 nætur að meðaltali. Þannig má áætla að erlendir ferðamenn

hafi dvalið um 5,0 milljónir nátta hérlendis árið 2012; um 3,3 milljónir yfir sumarmánuðina en 1,7

milljónir nátta á öðrum tímum ársins. Miðað við 130 milljarða króna útgjöld erlendra ferðamanna

á Íslandi árið 2012 voru meðalútgjöld þeirra því um 26 þúsund krónur á hverja gistinótt.

Síðustu tvö árin hefur orðið gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands. Þannig var fjöldi

þeirra um 560 þúsund árið 2010, að meðtöldum gestum með skemmtiferðaskipum. Þeim hefur

því fjölgað um nær 200 þúsund síðan þá (35%). Þessa miklu aukningu má líklega einkum þakka

mikilli umfjöllum um Íslands í öllum helstu fréttamiðlum heimsins í kjölfar eldgossins í

Eyjafjallajökli árið 2010, aukningu á sætaframboði í millilandaflugi og meiri fagmennsku í

markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar, svo sem hið verðlaunaða markaðsátak Inspired by

3. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru um 647 þúsund ferðamenn frá landinu um

Leifsstöð árið 2012. Þá er áætlað að um 13 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í beinu flugi um

Akureyrarflugvöll, Egilsstaðaflugvöll og með Flugfélagi Íslands og Atlandic Airways um Reykjavíkur-

flugvöll árið 2012 (gestir frá Færeyjum og Grænlandi). Alls 660 þúsund manns með flugi.

Við lok hvalaskoðunarferðar frá Húsavík.

Page 12: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

6

Iceland undir forystu Íslandsstofu, ber með sér. Tengt því er átakið Ísland allt árið. Það er sérlega

ánægjulegt að nú fjölgar ferðamönnum hraðar utan sumartíma en að sumri, sem leggur grunn að

bættri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þannig fjölgaði ferðamönnum utan sumartíma 2012 um

25% frá árinu 2011 en sumargestum um 13%. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári.

Lítil dreifing ferðamanna um landið, utan þægilegrar dagsferðafjarlægðar frá höfuðborgar-

svæðinu, er þó enn verulegt áhyggjuefni. Þó hefur talsverður árangur náðst í vetrarferðamennsku

utan þess svæðis, s.s. á Akureyri, við Mývatn og í Skaftafellssýslum. Ástæða þess að hægt gengur

á svæðum lengra frá höfðuborgarsvæðinu er sú að víða loka söfn og sýningar í lok ágúst eða

fljótlega í september, vöntun er á almenningssalernum, annarri grunnþjónustu og skipulagðri

afþreyingu.

Nú stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna sem koma til Íslands með flugi muni fara yfir eina

milljón árið 2015 og jafnframt má telja sennilegt að tvær milljónir ferðamanna komi til Íslands

fyrir árið 2023. Þá stefnir í að ferðaþjónustan verði orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein

Íslendinga fyrri lok þessa árs. En vandi fylgir vegsemd hverri. Það er brýnt að stórbæta aðstöðu til

móttöku ferðamanna á mörgum ferðamannastöðum en þó einkum á þeim fjölförnustu, s.s. við

Geysi, Gullfoss, Þingvelli og Landmannalaugar og að undirbúa aðra staði undir mikla aukningu á

komum ferðamanna. Gæðamál eru aðkallandi, sem og að stemma stigu við svartri atvinnu-

starfsemi, ósamþykktu gistirými o.s.frv.

2.2 Innlendir ferðamenn

Könnun RRF á ferðavenjum Íslendinga árið 2005 sýndi að 85% Íslendinga höfðu að jafnaði dvalið

15-18 nætur á ferðalögum innanlands það ár, alls 4,0 til 4,6 milljónir nátta (orlof, heimsóknir,

vinna, íþróttir o.s.frv.). Eru þá öll form gistingar meðtalin, s.s. gisting hjá vinum og kunningjum, í

eigin sumarhúsum eða orlofshúsum stéttarfélaga.4

Miðað við varkáran framreikning verður hér gert ráð fyrir að gistinætur Íslendinga á ferðum

innanlands árið 2012 hafi að lágmaki verið 4,5 milljónir talsins.

4. Í könnun Hagstofunnar, „Ferðavenjur Íslendinga 1996“, voru gistinætur Íslendinga 0-74 ára á

ferðum innanlands það ár áætlaðar um 3,3 milljónir talsins. Þar voru ekki meðtaldar gistinætur fólks

eldri en 74 ára. Þannig má lauslega áætla að gistinætur allra Íslendinga á ferðum innanlands hafi verið

nálægt 3,5 milljónum árið 1996. Hin hefðbundna gistináttatalning Hagstofunnar nær hins vegar ekki

yfir nema hluta af öllum gistinóttum Íslendinga á ferð um landið, sökum þess hve mikill fjöldi þeirra

dvelur í eigin sumarhúsum eða hjá vinum og kunningjum.

Page 13: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

7

3.0 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar

2012 og þróunin frá 2005

Skammdegissjónarspil í Mývatnssveit.

3.1 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012

38% Íslendinga kváðust hafa komið í Þingeyjarsýslur árið 2012, 29% í Mývatnsveit, 23% heimsóttu

Húsavík, 15% komu að Goðafossi, 14% fóru í Ásbyrgi og sama hlutfall að Dettifossi, um 5% að

Kópaskeri og Raufarhöfn og ríflega 3% að Öskju.

Mynd 3.1 Hlutfall innlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslur og á staði þar árið 2012

3,3

4,9

5,4

13,5

13,6

15,3

23

29

38

0 5 10 15 20 25 30 35 40

Askja

Raufarhöfn

Kópasker

Dettifoss

Ásbyrgi

Goðafoss

Húsavík

Mývatn

Í Þingeyjarsýslur

%

Ef reiknað er út frá 300 þúsund Íslendingum má samkvæmt þessu áætla að 114 þúsund

Íslendingar hafi lagt leið sína um Þingeyjarsýslur árið 2012, 87 þúsund komið í Mývatnssveit, 69

Page 14: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

8

þúsund á Húsavík, 46 þúsund komið að Goðafossi, 40 þúsund í Ásbyrgi og jafn margir að Detti-

fossi og 16 þúsund heimsótt Kópasker, 15 þúsund á Raufarhöfn og um 10 þúsund lagt leið sína að

Öskju.

Þessi Ford AA árgerð 1929 er til sýnis á Samgönguminjasafninu að Ystafelli í Kaldakinn.

Þegar niðurstöður eru greindar eftir kyni aldurshópum og búsetu kemur í ljós að karlar komu

heldur meira en konur í Þingeyjarsýslur og á staðina þar. Fremur lítill munur var á komum eftir

aldurshópum. Hins vegar kom landsbyggðarfólk mun frekar í Þingeyjarsýslur og á staði þar en

íbúar á höfuðborgarsvæðinu og var sá munur hlutfallslega mestur á Húsavík.

Tafla 3.1 Hlutfall Íslendinga í Þingeyjarsýslur og á staði þar árið 2012

eftir kyni, aldurshópum og búsetu

%

Kyn Aldur Búseta Meðal- tal Kona Karl 18-35 36-55 > 55ára HB-svæði Landsb

Þingeyjarsýslur 36 40 40 36 38 32 48 38

Mývatn 26 32 29 28 30 22 42 29

Húsavík 22 24 24 23 21 15 36 23

Goðafoss 14 17 14 15 16 11 22 15

Ásbyrgi 13 14 14 14 13 10 20 14

Dettifoss 12 15 15 12 13 11 18 14

Kópasker 5 6 3 8 5 4 8 5

Raufarhöfn 5 5 3 7 5 4 7 5

Askja 3 4 5 3 2 3 3 3

Þá hefur nokkrum sinnum verið spurt um komur Íslendinga í Herðubreiðarlindir og er niðurstaðan

sú að þangað komi heldur færri Íslendingar en að Öskju.

Page 15: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

9

3.2 Þróun í fjölda innlendra gesta 2005-2012

Á mynd 3.2 er sett fram áætlun um fjölda Íslendinga í Þingeyjarsýslur og eftir stöðum þar á

árabilinu 2005-2012.5 Samkvæmt því fjölgaði Íslendingum í Þingeyjarsýslur úr 95 þúsund árið

2005 í um 114 þúsund árið 2012 eða um 20%. 6 Mikil aukning á komum Íslendinga að Dettifossi

árið 2012 vekur athygli, en skýringin er líklega einkum nýr Dettifossvegur norður með Jökulsá að

vestanverðu. Þannig er áætlað að jafn margir Íslendingar hafi í fyrra komið að Dettifossi og

Ásbyrgi. Af einstökum stöðum komu þó flestir í Mývatnssveit og síðan að Húsavík en Goðafoss

var í þriðja sæti.

Mynd 3.2 Áætlaður fjöldi innlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslur og á staði þar 2005-2012

9598 *

103* 104

115

109 108

114

62

68 *

76*

81

89

83 8487

52

58*

62 *

68 6865

6769

3336 *

38 *

4240

44 45 46

3032 * 33 *

35

43 41 40

2224 * 25 *

2932 32

30

14 *15 * 16 * 15

14 * 15 * 1614

15 *14 * 14 * 14 13 * 14 * 15

11 12 * 13 * 13 12 *8 9 * 9 * 8 9

7 6

10

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

55

60

65

70

75

80

85

90

95

100

105

110

115

120

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Þúsu

nd

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

KópaskerÞórshöfnRaufarhöfn

Askja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

KópaskerÞórshöfnRaufarhöfn

Askja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

KópaskerÞórshöfnRaufarhöfn

Askja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

KópaskerÞórshöfnRaufarhöfnAskja

13 *

5. Til að halda samfellu í línuritinu eru komur Íslendinga í sýsluna og eftir stöðum áætlaðar miðað við

reynslutölur árið 2006 og 2007, þar sem ekki voru framkvæmdar kannanir af RRF meðal landsmanna

þau ár. Hið sama má segja um Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn árin 2010 og 2011. Það gildir um

þessa áætlun og allar aðrar sem settar eru fram í þessari greinargerð að þær verður að taka með

fyrirvara, enda eru fráviksmörk umtalsverð. 6. Heimsóknafjöldi Íslendinga var þó talsvert meiri en þessar hausatölur segja til um þar sem allmargir

koma í Þingeyjarsýslur og á helstu staði þar oftar en einu sinni á ári, einkum þeir sem eiga sumarhús

og ættingja á svæðinu.

Page 16: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

10

Fræðsluskilti á Hófaskarðsleið á Melrakkasléttu.

Símakannanir RRF á ferðum Íslendinga á árabilinu 2001-2005 (5 kannanir) sýndu að 40-47%

þeirra Íslendinga sem komu í Þingeyjarsýslur gistu þar í að jafnaði 4-5 gistinætur. Ef þessar

niðurstöður eru yfirfærðar á árið 2012 og miðað er við að 45% þeirra 114 þúsund Íslendinga sem

þangað komu á liðnu ári hafi gist í sýslunum að jafnaði í 4,5 nætur má lauslega áætla að

gistinætur þeirra hafi verið um 230 þúsund árið 2012. Hér eru ekki meðtaldar gistinætur á

hálendi svæðisins s.s. í Herðubreiðarlindum eða við Öskju. Til samanburðar voru gistinætur

Íslendinga í Þingeyjarsýslum áætlaðar tæplega 180 þúsund árið 2005, auk gistinga á hálendi

svæðisins.

Page 17: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

11

4.0 Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar

árið 2012 og þróunin frá 2005

4.1 Erlendir ferðamenn og gistinætur þeirra í Þingeyjarsýslum 2012

Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF komu 48% erlendra ferðamanna sumarið 2012 í Þingeyjar-

sýslur og um 9% ferðamanna utan sumartíma. Þar af gistu 34% sumargesta og 5% gesta utan

sumartíma. Alls má því áætla að um 188 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands hafi komi í

Þingeyjarsýslur árið 2012; um 28% allra erlendra gesta til Íslands á síðastliðnu ári (með flugi eða

ferju). 7 Af þeim hafi um 130 þúsund gist eða um 19% gesta til Íslands.

Þá er áætlað að um 159 þúsund erlendir gestir með flugi eða ferju hafi komið í Mývatnssveit árið

2012, 144 þúsund að Goðafossi, 126 þúsund á Húsavík, 123 þúsund að Dettifossi, 56 þúsund hafi

komið í Ásbyrgi, um 22 þúsund að Öskju og 12-14 þúsund að þéttbýlisstöðunum Kópaskeri,

Raufarhöfn og Þórshöfn.

Mynd 4.1 Áætlaður fjöldi erlendra flug- og ferjufarþega í Þingeyjarsýslur og á staði þar 2012 og hlutfall þeirra af gestum til Íslands

12

14

14

21

50

109

116

121

131

157

6

14

10

23

27

31

0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220

Þórshöfn

Raufarhöfn

Kópasker

Askja

Ásbyrgi

Dettifoss

Húsavík

Goðafoss

Mývatnssveit

Í Þingeyjarsýslur

Þúsund

Sumar Utan sumars

Samkvæmt þessu komu um 83% erlendra gesta í Þingeyjarsýslur yfir sumarmánuðina þrjá en 17%

utan þeirra. Þessi hlutföll voru áætluð nánast þau sömu árið 2007, þ.e. 84% og 16%. Því má segja

að hægt gangi að fjölga ferðamönnum utan sumartíma og vantar mikið upp á að ásættanlegur

7. Hér eru farþegar með skemmiferðaskipum ekki meðtaldir, en þeir voru um 66 þúsund til Akureyrar

árið 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Sérleyfisbílum Akureyrar fóru um 40 þúsund þeirra (60%) í

skoðunarferðir; þar af um 32 þúsund í Þingeyjarsýslur og allir fóru þeir jafnframt að Goðafossi og 22

þúsund í Mývatnssveit. Að þessum gestum meðtöldum má því áætla heildarfjölda erlendra gesta í

Þingeyjarsýslur um 220 þúsund árið 2012, 180 þúsund í Mývatnssveit og 176 þúsund að Goðafossi.

28%

24%

21%

19%

18%

8%

3%

2%

2%

2%

Page 18: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

12

Við Hverina undir Námaskarði í ljósaskiptunum.

árangur hafi náðst í þeim efnum. Þannig er hlutfall gesta utan sumartíma einungis 11% að

Dettifossi, 10% að Ásbyrgi, 8% að Húsavík og vart mælanlegt að Öskju og þéttbýlisstöð-unum á

norðausturhorninu.

Samkvæmt könnunum RRF er áætlað að rúmlega helmingur erlendra gesta í Þingeyjarsýslum árið

2012 hafi verið frá Mið-eða Suður-Evrópu (52%) og enn stærra hlutfall næturgesta (56%). Þar af

voru ferðamenn frá Þýskalandi og síðan Frakklandi fjölmennastir. Myndir 4.2 og 4.3 sýna þessa

skiptingu betur eftir markaðssvæðum.

Mynd 4.2 Áætlaður fjöldi og hlutfall erlendra komugesta í Þingeyjarsýslur eftir markaðssvæðum 2012

23

7,1

10,9

16

15,5

38,5

46

3,8

3,3

3,3

2,9

3,6

7

7,1

0 10 20 30 40 50 60

Aðrir

Bretland

Benelux

Norðurlönd

N-Ameríka

Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

Þúsund

Sumar Utan sumars

Mynd 4.3 Áætlaður fjöldi og hlutfall erlendra næturgesta í Þingeyjarsýslur eftir markaðssvæðum 2012

16,5

5,2

7,2

8,5

10,7

30

34

2,6

1,1

1,8

2,7

0,9

5,5

3,3

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45

Aðrir

Bretland

N-Ameríka

Benelux

Norðurlönd

Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

Þúsund

Sumar Utan sumars

28%

24%

10%

10%

8%

6%

14%

29%

27%

9%

9%

7%

5%

14%

Page 19: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

13

Eins og nefnt var hér framan þá er áætað að af 188 þúsund erlendum gestum í Þingeyjarsýslur

árið 2012 hafi 130 þúsund þeirra gist, eða 69% sem þangað komu. Ef þetta er skoðað nánar þá er

áætað að af 157 þúsund sumargestum hafi um 112 þúsund þeirra gist, eða 71%. Þá hafi 17

þúsund af um 31 þúsund gestum þangað utan sumartíma gist í sýslunni, eða 55%.

Á mynd 4.4 er sett fram áætlun um fjölda næturgesta og dagsgesta í Þingeyjarsýslum árið 2012

eftir markaðssvæðum og einnig eftir gestum að sumri og utan sumars. Þar má sjá að það er

talsvert misjafnt eftir markaðssvæðum hvort erlendu gestirnir sem komu í Þingeyjarsýslur gistu

þar eða komu sem dagsgestir. Þannig gistu nær 80% gesta frá Suður-Evrópu en einungis um 50%

gesta frá Norður-Ameríku, svo dæmi sé tekið.

Mynd 4.4 Áætlaður fjöldi næturgesta og dagsgesta

í Þingeyjarsýslur eftir markaðssvæðum 2012

2,6

0,9

1,1

1,8

2,7

3,3

5,5

16,5

5,2

7,2

8,5

10,7

30

34

1,2

2

2,2

1,8

0,6

3,8

1,5

6,5

1,9

8,4

2,4

4,7

8,5

12

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50

Aðrir

Norðurlönd

Bretland

N-Ameríka

Benelux

Mið-Evrópa

Suður-Evrópa

Aðrir

Bretland

N-Ameríka

Benelux

Norðurlönd

Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

Þúsund

Næturgestir Dagsgestir

Mjög margt fleira áhugavert má lesa úr niðurstöðum í gagnagrunni RRF um erlenda ferðamenn í

Þingeyjarsýslum, s.s. hvernig þeir dreifast um sýslurnar eftir því hvort þeir eru á ferð á eigin

vegum eða í skipulagðri hópferð. Þannig má nefna að erlendir ferðamenn sem leggja leið sína á

norðausturhornið, þ.e. til Kópaskers, Raufarhafnar og/eða Þórshafnar eru langflestir á eigin

vegum en fáir í skipulagðri hópferð.

Sumar

Utan sumars

Page 20: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

14

4.2 Þróun í fjölda erlendra gesta og gistinátta 2005-2012

Á mynd 4.5 er sett fram áætlun, byggð á könnunum RRF, um fjölda erlendra ferðamanna í

Þingeyjarsýslur og eftir stöðum þar á árabilinu 2005-2012 (gestir með skemmtiferðaskipum ekki

meðtaldir). Samkvæmt henni fjölgaði erlendum gestum í Þingeyjarsýslum sem komu til Íslands

með flugi eða ferju úr 111 þúsund árið 2005 í um 188 þúsund árið 2012, eða um nær 70%. Af

einstökum stöðum varð mikil fjölgun á gestum í Mývatnssveit, að Goðafossi, Húsavík og

Dettifossi en hins vegar fremur lítil fjölgun að Ásbyrgi og Öskju.8 Talsverð hlutfallsleg fjölgun

erlendra ferðamanna varð síðan að þéttbýlisstöðunum Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn

síðastiliðin tvö ár (2011 og 2012), eftir litla sem enga fjölgun 2005-2010.

Mynd 4.5 Áætlaður fjöldi erlendra flug- og ferjufarþega

í Þingeyjarsýslur og á staði þar 2005-2012

111

131

139 138136

142

158

188

0

96

113

122 121119

129

139

158

8090

96102

98101

110

126127

144

44

5451

54 51 5150

56

73

93

93

9390 92

100

123

610

1416 17 17 18 19

21 22 22

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

110

120

130

140

150

160

170

180

190

200

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Þú

sun

d

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

ÁsbyrgiDettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Goðafoss

Húsavík

Dettifoss

Ásbyrgi

Askja

Kópasker

RaufarhöfnÞórshöfn

Svo sem sjá má kom bakslag í þróunina frá 2007 til 2009 en eftir það varð á ný umtalsverð fjölgun

erlendra gesta á fjölsóttustu staðina og mest árið 2012.

8. Mælingar á komum ferðamanna að Goðafossi hófust árið 2011.

Page 21: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

15

Áætlað er að um 220 þúsund gestir hafi skoðað Goðafoss árið 2012.

Erlendum gistinóttum í Þingeyjarsýslum fjölgaði í takt við aukinn gestafjölda 2005-2912, en þó

talsvert hægar. Þannig er áætlað að gistinóttunum hafi fjölgað úr 200 þúsund árið 2005 í 303

þúsund árið 2012, eða um 52% á meðan erlendum gestum fjölgaði um 69%. Það bendir til þess

að betur megi gera til að halda ferðamönnum lengur á svæðinu, s.s. með því að auka framboð

skipulagðrar afþreyingar, fjölga gistirýmum o.fl.

Áætlað er að 130 þúsund erlendir gestir hafi alls gist í 303 þúsund nætur í Þingeyjarsýslum árið

2012 eða rúmlega 2,3 nætur að jafnaði. Að meðaltali dvelja erlendir næturgestir 2,2-2,7 nætur í

Þingeyjarsýslum að sumarlagi en um 2,0 nætur utan sumartíma.

Mynd 4.6 Áætlaður fjöldi erlendra gistinátta í Þingeyjarsýslum 2005-2012

- alls og eftir árstíðum

200

239 237 243230

252

270

303

180

215 210 219 209228

243

269

20 24 27 24 21 24 27 34

0

50

100

150

200

250

300

350

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Þú

sun

d

Gistinætur alls

Sumar

Utan sumars

Page 22: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2013

16

5.0 Allir ferðamenn í Þingeyjarsýslum og á staði þar

árið 2012 og þróunin frá 2005

Fjöldi innlendra og erlendra gesta í Þingeyjarsýslum er áætlaður 302 þúsund árið 2012, 245

þúsund að Mývatni, 195 þúsund að Húsavík, 190 þúsund að Goðafossi, 163 þúsund að Dettifossi,

96 þúsund í Ásbyrgi, 32 þúsund að Öskju og 27-30 þúsund að Kópaskeri, Raufarhöfn og

Þórshöfn.9

Mynd 5.1 Áætlaður fjöldi innlendra og innlendra gesta

í Þingeyjarsýslur og á staði þar 2005-2012

206

229

242 242251 251

264

302

0

158

181

198202

208212

223

245

132

148

158

170166 166

177

195

172

190

74

86 8489 91

9491

9695

117 118 122 122 124130

163

20 22 21 24 2717 18 20 19 19

3024 26 26 24 27 28 2832

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

200

220

240

260

280

300

320

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Þúsu

nd

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

Ásbyrgi

Dettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

Ásbyrgi

Dettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

Húsavík

Goðafoss

Ásbyrgi

Dettifoss

Kópasker

ÞórshöfnRaufarhöfnAskja

Þingeyjarsýslur

Mývatn

HúsavíkGoðafoss

Dettifoss

Ásbyrgi

Askja

KópaskerRaufarhöfnÞórshöfn

9. Það ber að ítreka að hér eru gestir með skemmtiferðaskipum til Akureyrar ekki meðtaldir, en eins og

fram kemur í kafla 4.1 er áætað að um 32 þúsund þeirra (af um 66 þúsund) hafi komið að Goðafossi

og 22 þúsund farið í Mývatnssveit árið 2012. Þá eru heimsóknir Íslendinga á helstu staði í

Þingeyjarsýslum talsvert fleiri en sem nemur höfðatölu landsmanna þangað, því allmargir koma

þanga nokkrum sinnum á ári hverju. Það er því tæplega ofáætlað þó áætlað sé að heimsóknir gesta í

Þingeyjarsýslur hafi verið a.m.k. 360-370 þúsund árið 2012, sé allt meðtalið.

Page 23: Ferðamenn í - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga...Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Miðjarðarhafi. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005

17

Mynd 5.2 sýnir betur fjölda og áætlaða skiptingu innlendra gesta og erlendra flug- og ferjugesta í

Þingeyjarsýslum og á stöðum þar árið 2012. Samkvæmt því voru útlendingar um þrír af hverjum

fjórum gestum að Goðafossi og Dettifossi (75%) og um tveir þriðju gesta að Húsavík,

Mývatnssveit og Öskju (65-69%) og litlu færri í Þingeyjarsýslur (62%). Meirihluti erlendra gesta

var hins vegar minni í Ásbyrgi (58%). Hins vegar er áætlað að heldur fleiri innlendir gestir en

erlendir hafi heimsótt Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn árið 2012.10

Mynd 5.2 Áætlaður fjöldi og hlutfall innlendra og erlendra gesta í Þingeyjarsýslur og á staði þar árið 2012

15

15

16

10

40

40

46

69

87

114

12

14

14

22

56

123

144

126

158

188

0 50 100 150 200 250 300 350

Þórshöfn

Raufarhöfn

Kópasker

Askja

Ásbyrgi

Dettifoss

Goðafoss

Húsavík

Mývatn

Þingeyjarsýslur

Þúsund

Íslendingar Erlendir ferðamenn

38+62%

35+65%

35+65%

24+76%

24+76%

42+58%

31+69%

53+47%

52+48%

56+44%

Hér er áætlað að heildarfjöldi gistinátta innlendra og erlendra gesta í Þingeyjarsýslum árið 2012

hafi verið um 530 þúsund; þar af um 230 þúsund meðal Íslendinga (43%) og 300 þúsund meðal

erlendra ferðamanna (57%). Það samsvarar því að um 6% af gistinóttum erlendra ferðamanna á

Íslandi árið 2012 hafi verið í Þingeyjarsýslum og um 5% gistinátta innlendra ferðamanna.

10. Ef gestum með skemmtiferðaskipum er bætt hér við verður hlutfall erlendra gesta um 66% í

Þingeyjarsýslum, 80% að Goðafossi og 67% í Mývatnssveit. Þá er ekki tekið tillit til að allmargir

Íslendingar koma oft í Þingeyjarsýslur ár hvert.

Gamli bærinn að Þverá í Laxárdal.