grunnskóli seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol,...

21
Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 v. Nesveg S: 5959-200 S: 5959-250 v. Skólabraut 170 Seltjarnarnesi 5959-201 myndsendir 5959-251 myndsendir 170 Seltjarnarnesi

Upload: others

Post on 12-Jul-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Grunnskóli Seltjarnarness

2007-2008

v. Nesveg S: 5959-200 S: 5959-250 v. Skólabraut 170 Seltjarnarnesi 5959-201 myndsendir 5959-251 myndsendir 170 Seltjarnarnesi

Page 2: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Inngangur 9. bekkur Í 9. bekk raðast nemendur í nýja bekki eftir námsbrautum. Um er að ræða samfélagsfræðibraut, náttúrufræðibraut og list- og verkgreinabraut. Á hverri braut er aukin áhersla á þær greinar sem brautin dregur nafn af. Þó eru allar greinar kenndar í kjarna þannig að val á braut á ekki að útiloka nemendur frá neinu samræmdu prófi. Bekkirnir eru ekki getuskiptir, en kennarar geta raðað tímabundið í getuskipta hópa til þess að koma betur til móts við þarfir hvers og eins. Nú er hluti námsins valgreinar, algengt er að nemendur taki tvær til þrjár valgreinar, sem hann velur eftir áhugasviði. Hægt er að sækja um að fá nám utan skólans, t.d. í tónlistarskóla, metið sem valgrein. Seinni hluta vetrar í 9. bekk velja nemendur braut og valgreinar sem þeir vilja leggja stund á í 10. bekk og geta þá valið aðra braut og aðrar valgreinar en í 9. bekk. Lögð er áhersla á gott samstarf heimila og skóla, allir kennarar hafa vikulega viðtalstíma og einfalt er að hafa samskipti í tölvupósti. Foreldrar geta fylgst vel með námi og skólastarfi í gegnum tölvusamskiptakerfið Mentor og heimasíðu skólans. Foreldradagar, þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, er tvisvar á ári. Kennarar setja upplýsingar um heimanám á Mentor. Stuðningur við heimanám er í boði eftir að kennslu lýkur a.m.k. þrjá daga vikunnar. Þeir sem vilja nýta sér þann stuðning þurfa að sækja sérstaklega um og setja sér markmið. Þeir sem koma í heimanámsstuðning verða að nýta tímann vel og mega ekki trufla aðra sem þar eru að læra. Ákveðnar reglur gilda ef nemendur hafa áhuga á að taka samræmd próf í 9. bekk. “Þeir nemendur í (...) 9. bekk sem að mati skólastjóra og umsjónarkennara, hafa staðist þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt aðalnámskrá við lok grunnskóla í einstökum námsgreinum, geta, með samþykki forsjáraðila, valið að þreyta samræmd lokapróf í þeim námsgreinum” (Úr reglugerð um sæmræmd lokapróf nr. 414/2000 með breytingu nr. 333/2005). Einstaka framhaldsskólar eru farnir að gefa nemendum kost á að byrja nám hjá sér eftir 9. bekk í grunnskóla. Þeir skólar setja þá inntökuskilyrði, t.d. um að nemandi hafi lokið tveimur tilteknum samræmdum prófum og geti sýnt fram á mjög góðan námsárangur að öðru leiti.

Page 3: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Íslenska 9. bekkur Markmið Lestur/Bókmenntir: Nemendur verði færari í lestri og túlkun ýmiss konar texta, geti myndað sér skoðun á því sem þeir hafa lesið og rökstutt skoðun sína. Nemendur þjálfist í heimildaöflun á bókasafni og/eða tölvutæku formi og verði færir um að nýta sér slíkar upplýsingar. Nemendur kynnist bókmenntum frá ólíkum tímum og öðlist hæfni í að beita hugtökum brag- og bókmenntafræðinnar. Framsögn: Nemendur öðlist aukna færni í upplestri mismunandi texta og geti tjáð sig skýrt og áheyrilega frammi fyrir hóp. Nemendur geti rökrætt um ákveðin málefni og komist að niðurstöðu. Hlustun/Áhorf: Nemendur geti hlustað á og tileinkað sér flókin fyrirmæli, frásagnir, ljóð, fræðslu- og skemmtiefni í máli og myndum. Nemendur þjálfist í að hlusta á gagnrýninn hátt á fréttir, umræðuþætti og auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi og geti rætt efnið við aðra. Ritun: Nemendur þjálfist í uppsetningu og frágangi ritsmíða, geti unnið úr gagnrýni, þjálfist í að taka glósur og vinna útdrætti. Nemendur þjálfist í að skrifa um mismunandi efni og að beita mismunandi stíl og myndmáli eftir aðstæðum. Nemendur geri sér grein fyrir mun á stíl talaðs máls og ritaðs. Stafsetning: Nemendur auki færni sína í stafsetningu og geti beitt öllum helstu stafsetningarreglum rétt og af skilningi. Málfræði/Setningafræði: Nemendur nái tökum á öllum beygingaratriðum fallorða, sagnorða og læri að flokka smáorð. Nemendur geti nýtt sér málfræðiþekkingu sína í ræðu og riti. Auk þess læri þeir markvisst setningafræði og uppbyggingu málsgreina. Inntak Íslenskukennslan skiptist í málfræði, setningafræði, bókmenntir og stafsetningu. Nemendur fá að jafnaði tvær vikustundir í málfræði/setningafræði og bókmenntum og eina kennslustund á viku í stafsetningu og ritun. Lestur/Bókmenntir: Laxdæla verður lesin á haustönn og unnin verkefni í tengslum við hana, bæði einstaklings- og hópverkefni. Auk þess verður farið í kvæðið Áfanga eftir Jón Helgason og unnið með ýmsa texta og fróðleik tengdan því. Á vorönn verður Íslandsklukka Halldórs Laxness lesin og verkefni unnin. Stefnt er að því að taka fleiri verk til umfjöllunar. Nemendur eiga jafnframt að

Page 4: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

lesa a.m.k. tvær bækur á önn að eigin vali og gera grein fyrir þeim skriflega og/eða munnlega. Ritun/Framsögn: Rifjaðar verða upp helstu reglur varðandi uppsetningu og frágang ritgerða, framsögn og upplýsingamiðlun. Unnið verður með heftið Ritun í 9. bekk eftir Þórunni Halldóru Matthíasdóttur, Ólöfu Guðfinnu Siemsen og Helgu Kristínu Gunnarsdóttur. Stafsetning: Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í 8. bekk og lokið við Kennslubók í stafsetningu eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson. Því næst verða reglur sem teknar voru fyrir í 8. bekk rifjaðar upp. Málfræði: Byrjað verður á bókinni Smáorð eftir Magnús Jón Árnason og farið í alla flokka smáorða. Því næst verða fallorð og sagnorð rifjuð upp. Eftir yfirferð orðflokka verður farið í setningafræði. Stuðst verður við efni unnið af kennurum skólans. Samhliða annarri yfirferð verður unnið með Orðhák 2 eftir Magnús Jón Árnason. Auk þessa vinna nemendur talsvert af aukaverkefnum. Leiðir Lestur/Bókmenntir: Einstaklingsverkefni, hópverkefni, ritgerðir og myndbönd verða unnin í tengslum við sögurnar. Til frekari þjálfunar í lestri og hlustun eiga nemendur að lesa nokkrar bækur að eigin vali og gera grein fyrir þeim, munnlega og skriflega. Ritun/Framsögn: Nemendur skrifa ritgerðir, ljóð og aðra texta og skila ýmist á tölvutæku formi eða handskrifuðu. Nemendur gera grein fyrir valbókum, munnlega og skriflega. Einnig verða unnin verkefni sem byggja á upplýsingaöflun og miðlun. Verkefnin og umfjöllun um valbækur á að vinna á tölvu og skila á útprentuðu formi með forsíðu. Stafsetning: Unnar verða að meðaltali tvær æfingar fyrir hvern tíma. Ætlast er til þess að nemendur skrifi æfingarnar með penna í aðra hverja línu og útskýri stafsetningu orðanna í æfingunum. Auk þess verða unnin ýmiss konar aukaverkefni. Málfræði: Nemendur vinna skriflegar æfingar sem farið er yfir í tímum ýmist munnlega eða af glærum. Verkefnavinna og skil: Nemendur eiga að vinna heima fyrir hverja kennslustund. Tvisvar yfir veturinn velja nemendur nokkur verkefni úr mismunandi þáttum íslenskunámsins, setja í möppu og skila kennurum. Við leggjum áherslu á að móðurmálsnámið byggist annars vegar á vinnu í skólanum og hins vegar á heimavinnu. Mælt er með að nemendur skrái hjá sér

Page 5: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

einkunnir skyndiprófa og heimavinnupunkta og fylgist þannig með framvindu námsins. Námsgögn Laxdæla, Áfangar m/verkefnum, Íslandsklukkan m/verkefnum, Kennslubók í stafsetningu, Fallorð, Sagnorð, Smáorð og Orðhákur 2, auka- og setningafræðiverkefni unnin af kennurum, Ritun í 9. bekk. Í öllum þáttum íslenskunnar verður notast við hljómbönd, myndbönd, tölvur, geisladiska, glærur og orðabækur. Námsmat Jólapróf: Stafsetning 15%, málfræði 40%, bókmenntir 40%, ástundun 5%. Vorpróf: Stafsetning 15%, málfræði 40%, bókmenntir 30%, ritun 10%, ástundun 5%. Kennarar Ólöf Guðfinna Siemsen, Rakel María Óskarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir. Fjöldi vikustunda 5

Page 6: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Stærðfræði 9. bekkur Markmið Að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. Að nemendur temji sér markviss vinnubrögð, öðlist leikni í rökréttri og skýrri framsetningu lausna. Að nemendur geri sér grein fyrir að leiðin að lausn er jafn mikilvæg og lausnin sjálf. Að nemendur geti útskýrt hugtök, aðferðir og niðurstöður eigin lausna, bæði skriflega og munnlega fyrir hópnum. Að nemendur fái tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði við lausn viðfangsefna og geri sér grein fyrir hve vel stærðfræðin er fallin til að lýsa fyrirbærum í umhverfinu. Að nemendur öðlist nægilega kunnáttu í stærðfræði til að byggja á áframhaldandi nám. Áfanga- og þrepamarkmið aðalnámskrár í stærðfræði við lok 9. bekkjar má nálgast á vef menntamálaráðuneytis (http://www.menntamalaraduneyti.is) Inntak Nemendur vinna með náttúrlegar tölur, tugabrot, almenn brot, prósentur, negatífar tölur, veldi og staðalform. Þeir kynnast nánar samhengi tugabrota, almennra brota, prósentu og æfa sig í að áætla svar, námunda, lesa og skrifa stórar og litlar stærðir. Nemendur gera verkefni tengd flatarmáli, ummáli og rúmmáli mismunandi forma. Þeir vinna hlutbundin og óhlutbundin verkefni við mælingar til að dýpka skilning sinn á tengslum metrakerfisins. Nemendur vinna með hlutföll og mælikvarða. Þeir vinna með algebru, m.a. að einfalda stæður, leysa jöfnur, þátta og vinna með sviga. Nemendur læra um hnitakerfið, jöfnur grafs og þjálfast í því að teikna graf jöfnu. Einnig vinna nemendur tölfræðileg verkefni og þjálfast í að greina villandi upplýsingar í myndritum og öðrum tölulegum gögnum. Nemendur fá einnig örlitla innsýn í sögu stærðfræðinnar.

Page 7: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Leiðir Lögð er áhersla á að nemendur sýni þær aðgerðir sem þeir nota, vandi frágang og temji sér að vinna á skipulagðan hátt og að nýta sér skýringarmyndir. Kennari útskýrir ný atriði við töflu með þátttöku nemenda. Nemendur eru hvattir til að finna sjálfir leiðir og reglur og áhersla er lögð á að þeir geti gert grein fyrir aðferðum sínum munnlega og fært rök fyrir máli sínu. Nemendur vinna einstaklingsvinnu og í hópi. Nemendur eru hvattir til þátttöku í Stærðfræðikeppni grunnskóla og vinna saman að undirbúningi fyrir hana í skólanum. Nemendur fást reglulega við þrautir þar sem aðferðum þrautalausnar er beitt og hafa nokkuð greiðan aðgang að tölvum og leysa mismunandi verkefni í þeim. Sum verkefni kalla á vinnu utan skólastofu, svo sem vinna með hlutföll, mælikvarða eða öflun tölfræðilegra gagna. Heimavinna er sett fyrir hverja kennslustund. Reglulega eiga nemendur að skila sjálfsprófum og/eða verkefnum þar sem áhersla er lögð á skýra rökfærslu og vönduð vinnubrögð. Námsgögn Kennslubækur eru: Átta-tíu 3 (kennd á haustönn) og Átta-tíu 4 (kennd á vorönn) eftir Guðnýju Helgu Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Pálsdóttur. Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla II eftir Björk, Björksten, Brolin, Ernestam og Ljungström. Einnig er notast við valda kafla úr bókunum Hornalína, Sjónarhorn og Skuggsjá eftir Önnu Kristjánsdóttur. Unnið verður með stærðfræðivefi, stærðfræðiþrautir og önnur verkefni sem tengjast daglegu lífi. Námsmat Auk símats eru stöðu- eða áfangapróf lögð fyrir nemendur að jafnaði mánaðarlega. Námsmat fyrir skólaárið 2007 – 2008 verður á eftirfarandi hátt: Einkunn um jól: Prófað úr námsefni haustannar og gefin einkunn. Einkunn að vori:

Verkefnaskil og vinnusemi …………………….. .10% Áfangapróf í október …………………….……….10% Jólapróf ………………………………………......20% Áfangapróf í mars ……………………………......10%

Page 8: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Kaflapróf (samtals)….………….………………...20% Vorpróf (allt námsefni vetrar) ……………….…. .30%

Kennarar: Brynja Dagmar Matthíasdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir. Fjöldi vikustunda 5

Page 9: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Náttúrufræði 9. bekkur Líffræði Markmið Að nemendur kynnist helstu einkennum plantna, hryggleysingja og hryggdýra. Að nemendur fái fræðslu um kynþroska. Að nemendur fái kynfræðslu, læri um helstu kynsjúkdóma og hvernig koma megi í veg fyrir þá. Inntak Gerð fræplantna, berfrævingar, dulfrævingar, einkenni hryggleysingja, svampdýr, holdýr, ormar, lindýr, liðdýr, skrápdýr, einkenni hryggdýra, fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar, spendýr, æxlun, kynþroski, getnaður, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar. Leiðir Nemendur lesa kennslubókina og horfa á myndbönd. Tíndar verða plöntur í nágrenni skólans og þær flokkaðar. Nemendur vinna hópverkefni um hryggdýr. Auk þess verður kennslan færð út þegar það á við. Í kynfræðslu verður dreift aukaefni og verkefni unnin í tengslum við það. Nemendur velja sér viðfangsefni um kynheilbrigði og vinna hópverkefni.

Stjörnufræði Markmið Að nemendur þekki einkenni sólkerfis okkar. Að nemendur þekki reikistjörnur á sporbaug um sólina. Að nemendur þekki nöfn, einkenni, staðsetningu og helstu fylgitungl reikistjarna á sporbaug um sólina. Að nemendur þekki muninn á lífsskilyrðum á reikistjörnum og á jörðu. Að nemendur geti lýst fæðingu, þróun og endalokum stjarna.

Page 10: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Að nemendur geti fjallað um hvernig alheimurinn varð til samkvæmt kenningu um Miklahvell. Að nemendur þekki samspil tungls og jarðar Inntak Fastastjörnur, reikistjörnur, tungl, sólmyrkvar, loftsteinar, halastjörnur, stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir Nemendur lesa kennslubókina og horfa á myndbönd. Nemendur velja sér viðfangsefni á sviði stjörnufræðinnar og útbúa kynningu. Eðlisfræði Markmið Að nemendur þekki hina vísindalegu aðferð og vinnubrögð í vísindum. Að nemendur þekki krafta og hvernig þeir eru mældir, vinnu og einfaldar vélar. Að nemendur þekki hreyfingu og þyngd, þrjú lögmál Newtons um hreyfingu og þyngdarlögmálið. Inntak Mælieiningar, hin vísindalega aðferð, tæki vísindamanna, kraftur, vinna, orka, afl, vélar, vegalengd, hraði, hraðabreyting, lögmál um hreyfingu, þyngd og hreyfing. Leiðir Nemendur lesa kennslubækurnar, horfa á myndbönd og gera tilraunir. Tíndar verða plöntur í nágrenni skólans og þær flokkaðar. Auk þess verður kennslan færð út þegar það á við. Í kynfræðslu verður dreift aukaefni. Námsgögn Kraftur og hreyfing, Lifandi veröld (6.-8. kafli), Sól, tungl og stjörnur, aukaefni um kynfræðslu, glósur frá kennara og myndbönd.

Page 11: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Námsmat á haustönn Jólapróf 25%, kannanir og verkefni 55%, ástundun 20%. Námsmat á vorönn Vorpróf 25%, kannanir og verkefni 55%, ástundun 20%. Fjöldi vikustunda 5 í náttúrufræðivali.

3 á öðrum brautum.

Page 12: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Samfélagsfræði 9. bekkur

Landafræði Markmið Skoðað verður náttúrufar á jörðinni og þær auðlindir sem eru nýttar og ýmislegt sem þeirri nýtingu fylgir, svo sem hráefnaskortur og mengun. Þá verður bent á hvernig menn leitast við að leysa þessi vandamál til þess að jörðin verði áfram lífvænleg. Inntak Námsefninu er ætlað að veita heildarmynd af greininni landafræði. Landafræðin fjallar um austanverða Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu, Suðurskautslandið, Norður-Ameríku og Perú. Námsgreinin fjallar líka um okkur jarðarbúa og hvernig unnt er afla viðværis fyrir æ fleira fólk. Leiðir Rík áhersla er lögð á að nemendur lesi kennslubókina sjálfir heima og vinni verkefnin í bókinni og verkefni sem þeir fá afhent. Í tímum verða útskýringar, fyrirlestrar, almennar umræður og kortavinna. Námsgögn Landafræði handa unglingum 2. hefti eftir Göran Andersson og Arvid Joelsson, kort, fræðslumyndbönd og verkefni á vef Námsgagnastofnunar og á Skólavefnum. Námsmat Próf 40%., skyndipróf, skil á verkefnum og frammistaða 60%. Með því að vinna jafnt og þétt allan veturinn er hægt að hækka lokaeinkunn. Fjöldi vikustunda 1

Page 13: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Saga Markmið Nemendur skoði stjórnmálasögu 20. aldar: Heimastjórnartímabilið 1902-1918, árin milli stríða, stríðið og hernámsárin. Nemendur skoði þætti úr hag- og félagssögu, meðal annars mannfjöldaþróun og byggðaröskun. Í lok vetrar verður dægurmenning og daglegt líf á þessu tímabili skoðað. Inntak Á 20. öldinni breyttist íslenskt þjóðfélag úr því að vera bændasamfélag undir stjórn Danakonungs í sjálfstætt lýðveldi og háþróað nútímasamfélag. Leiðir Nemendur lesa kennslubókina Úr sveit í borg, þættir úr sögu 20. aldar og þau gögn sem kennari útvegar og leysa verkefni þeim tengd. Fyrirlestrar, fræðslumyndbönd og umræður í tímum. Stutt heimildaritgerð. Námsgögn Úr sveit í borg, þættir úr sögu 20. aldar eftir Guðmund J. Guðmundsson. Stríðsárin á Íslandi eftir Jennýju Björk Olsen og Unni Björk Jóhannsdóttur. Mannkynssaga eftir 1850 eftir A.Sveen og S.A. Aastad. Einnig verður námsefni af Skólavefnum notað við kennsluna. Námsmat Próf 40%, skyndipróf, skil á verkefnum og frammistaða í tímum 60%. Með því að vinna jafnt og þétt allan veturinn er hægt að hækka lokaeinkunn. Fjöldi vikustunda 2

Page 14: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Íþróttir 9. bekkur Markmið Nemendur efli líkamlegan þroska, heilbrigði og þrek. Nemendur efli líkamsvitund og hæfileika til tjáningar og sköpunar. Nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar. Nemendur öðlist aukinn félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska. Nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Nemendur þroski hreyfieiginleika og hreyfifærni og bæti færni í íþróttum. Inntak Að stuðla að alhliða þroska nemenda, efla heilsufar og afkastagetu og vekja áhuga á reglubundinni íþróttaiðkun og líkamsrækt. Leiðir Grunnþjálfun, knattspyrna, frjálsar íþróttir, blak, tennis, glíma, körfubolti, fimleikar, handbolti, badminton, golf, (gönguskíði á Valhúsahæð?). Inn í þetta fléttast svo leikir, þrek-og liðleikaæfingar. Kennslutilhögun:

Útitímabil: Grunnþjálfun, þol og styrkur. Frjálsar íþróttir, knattspyrna og leikir.

Knattleikir: Knatttækni í hverri grein fyrir sig og þekking á leikreglum. Áhaldaleikfimi: Mismunandi stökk á áhöldum og samsettar dýnuæfingar. Badminton og tennis: Rétt grip um spaða, leikreglur, slagtækni, forhönd,

bakhönd og uppgjafir, einliða- og tvíliðaleikir. Glíma: Glíma og hin ýmsu brögð hennar og reglur. Frjálsar íþróttir: 4 km skólahlaup, 800 m hlaup, 60 m hlaup, langstökk og

þrístökk án atrennu, hástökk og frjálsíþróttaleikir.

Page 15: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Námsgögn Góðir íþróttaskór, almennur íþrótta- og hlífðarfatnaður, handklæði, íþróttataska og ,,vellyktandi". Námsmat Ástundun er meira en helmingur af íþróttaeinkunn þannig að nemendur þurfa að leggja sig fram allan veturinn. Ástundun 70%, áhaldaleikfimi 10%, boltafærni 10%, kannanir 10%. Fjöldi vikustunda 3

Page 16: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Sund 9. bekkur Markmið Nemendur fái markvissa sundkennslu og verði færir um að bjarga sjálfum sér og öðrum. Nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar sundiðkunar og geti nýtt sér sund sem líkams- og heilsurækt þegar fram líða stundir. Sundstig verði markmið fyrir nemendur í sundnámi þar sem hver nemandi fær verkefni við sitt hæfi. Nemendur beri ábyrgð á eigin hreinlæti. Nemendur öðlist aukið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. Nemendur hafi gaman af og hlakki til að mæta í sund. Nemendur ljúki 9. sundstigi. Inntak Að stuðla að alhliða þroska nemenda, efla heilsufar og afkastagetu og vekja áhuga á reglubundinni sundiðkun. Að nemandi geti bjargað sér og öðrum á sundi. Leiðir Prófatriði og skýringar við 9. sundstig.

500 metra þolsund. Nemendur noti að lágmarki 3 sundaðferðir. Ekki skal synda hverja aðferð skemur en 75 metra.

Sund í fötum: Stunga af bakka, 50 metra fatasund þar af 8 -10 metra kafsund. Troða marvaða og afklæðast á sundi. Synt til baka sömu vegalengd.

25 metra flugsund. Synt innan tímamarka. Nemendur velja tvær aðferðir af þremur:

100 metra bringusund á tíma: Lágmark: Drengir 2:15 mín. Stúlkur 2:20 mín. 50 metra skriðsund á tíma: Lágmark: Drengir 60,0 sek. Stúlkur 62,0 sek. 25 metra baksund á tíma: Lágmark: Drengir 32,0 sek.

Page 17: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Stúlkur 34,0 sek. Námsgögn Sundfatnaður, handklæði, sundgleraugu fyrir þá sem þurfa og ,,vellyktandi". Námsmat Vetrareinkunn: Ástundun, vinnusemi 50%, próf (sundgeta) 50%. Fjöldi vikustunda 1

Page 18: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Enska 9. bekkur Markmið Nemendur auki málskilning og orðaforða. Nemendur bæti munnlega og skriflega tjáningu. Nemendur nái tökum á grundvallaratriðum enskrar málfræði. Inntak Lögð verður aukin áhersla á málnotkun, málfræði og að nemendur geti beitt helstu málnotkunarreglum í ritmáli. Aukin áhersla verður lögð á upplýsingatækni, lestur bóka og notkun orðabóka. Einnig kynnast nemendur menningu enskumælandi þjóða. Leiðir Aðalkennsluefni er Matrix ásamt vinnubók og snældu. Nemendur hlusta á og lesa texta í nemendabók og vinna verkefni í tengslum við efnið. Nemendur skrifa dagbók og vinna ýmis ritunarverkefni í stílabók. Aukin áhersla verður lögð á lestur val bóka og að nemendur skili "bookreport". Nemendur vinna verkefni tengd bíómynd og tónlist. Nemendur vinna hópverkefni sem þeir kynna fyrir bekknum. Nemendur vinna ýmsar málfræðiæfingar á tölvu og afla sér heimilda á netinu. Einhver heimavinna verður fyrir hvern tíma og könnunarpróf á hvorri önn. Nemendur fá námsáætlanir reglulega. Námsgögn Matrix ásamt vinnubók og snældu, val bækur, myndbönd, tónlist, verkefni af netinu.

Page 19: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Námsmat Auk jólaprófs og vorprófs tekur einkunn mið af skyndiprófum og könnunum yfir veturinn ásamt heimavinnu, virkni í kennslustundum og hegðun. Fjöldi vikustunda 4 Kennarar: Brynhildur Ásgeirsdóttir og Hulda Biering

Page 20: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Danska 9. bekkur Markmið Að nemendur þjálfi málskilning og auki orðaforða og verður sérstök áhersla á lestur. Að nemendur læri málfræðireglur og geti notað kunnáttu sína í stílum og ritun. Inntak Byggt verður á þeim grunni sem nemendur öðluðust í 7. og 8. bekk. Farið verður í meginreglur um málnotkun og málfræði. Áfram verður menning Danmerkur kynnt fyrir nemendum og áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð. Notkun tölvu við upplýsingaleit og samskipti og skrifleg færni þjálfuð. Leitast verður við að hafa námsefnið fjölbreytilegt svo það höfði til nemenda, aldurs þeirra og þroska. Lögð er áhersla á réttan framburð hljóðanna. Leiðir Unnið verður með grunnnámsefnið en auk þess verða tekin fyrir efni úr dagblöðum, á neti og í sjónvarpi sem tengist líðandi stundu. Samhliða textalestri verður farið í málfræði og skrifaðir stílar og dagbækur. Notað verður málfræðihefti. . Góðar danskar bíómyndir verða sýndar, smásögur verða lesnar og prófað úr þeim. Námsefni á vef. Námsgögn Glimrende (lesbók og vinnubók) eftir Kristínu Jóhannesdóttur og Arnbjörgu Eiðsdóttur. Og det er Danmark! (myndbandsefni og verkefni) eftir Elísabetu Valtýsdóttur, Ernu Jessen og Hlín Pálsdóttur. Þemaheftið God nok, fjölritað efni, smásögur, efni frá kennara, tónlistadiskar og myndbönd.

Page 21: Grunnskóli Seltjarnarness 2007-2008 · stjörnuhröp, stjörnumerki, fjölstirni, svarthol, stjörnuþokur, vetrarbrautir og ýmis önnur kennileiti sókerfisins og alheimsins. Leiðir

Námsmat Auk jóla- og vorprófs taka nemendur skyndipróf og kannanir með ákveðnu millibili sem vetrareinkunn tekur mið af. Munnlegt próf um jól og hlustunarpróf að vori. Vetrareinkunn: Próf og kannanir, öll verkefnaskil, heimavinna, virkni í kennslustundum og hegðun. Kennarar Erla Lárusdóttir og Gísli Ellerup Fjöldi vikustunda: 4