guðmundur stóri slökkvir segir frá

111
GUÐMUNDUR STÓRI SLÖKKVIR S E G I R F R Á . Pjetur S. Einarsson

Upload: petur-einarsson

Post on 24-Jan-2016

168 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Guðmundur Ragnar Guðmundsson var hreykinn af því að vera kallaður Stóri Slökkvir og vildi að þessi skrif hétu það. Þegar hann var 85 ára settist ég niður með honum og ritaði orðrétt frásögn hans af ævi hans.Pétur Einarsson fyrrv. flugmálastjóri.

TRANSCRIPT

Page 1: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

GUÐMUNDURSTÓRI

SLÖKKVIRS E G I R F R Á .

Page 2: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Pjetur S. Einarsson

3

Page 3: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Klukkan í stofunni hjá Guðmundi slær ellefu.

Eigum við ekki að stoppa klukkuna líka, segir Guðmundur því við höfum gert ráðstafanir til þess að hafa hljóð í kring um okkur við upptökurnar. Segðu frá henni Salvöru ömmu þinni, segi ég og þar með segir Guðmundur frá sleitulaust í sex daga.

Minnið er skýrt og frásögnin rennur lipurt. Svona sér hann sína jarðvist í svipleiftri orðinn áttatíu og fimm ára en er enn að stússa í hverju sem getur orðið einhverjum til gagns, eða jafnvel hægt að gera peningaleg verðmæti úr.

Segja frá henni Söllu ! Já, hún var föðuramma mín og faðir minn hét Guðmundur Jónsson, var verkstjóri hér við höfnina. Bæði við höfnina og eins við skip sem komu hingað til lands, sko, og hún var, eftir því sem mér var sagt og ég held að sé satt, að hún var sennilega fyrsta konan á Íslandi sem fékk karlmannskaup. Ég man eftir henni mest þannig að hún var í sláturtíðinni í Nordals íshúsi. Við áttum heima í Fischerssundi, ég og foreldrar mínir og náttúrulega systkini, Fischerssundi 1, það er búið að rífa það núna og allt sem því fylgdi. Það átti að flytja það einhvern tímann en ég held að það hafi hrunið bara áður en þeir snertu við því, sko, en hvað um það. Það er horfið og allt svona nokkuð. Fischersund er í Grjótaþorpinu. Liggur á milli Aðalstrætis og Garðastrætis. Reyndar norður suður, sem að reykvíkingar kalla núna vestur. Menn eru alveg búnir að rugla áttum hér í Reykjavík, að maður sé að fara vestur í bæ þegar maður er að fara í norður, undarlegt.

4

Page 4: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Ég fór oft með kaffi handa gömlu konunni, þá var það bara þriggja pela flaska í ullarsokk, til hennar þar sem hún var í gorinu í sláturhúsinu. Ég man mest eftir henni svona sko. Það voru ekki til neinir hitabrúsar á heimilinu eða neitt svona, sko. Þá er ég fimm til sex ára. Nordals íshúsið var þarna þar sem gamla verkamannaskýlið var í nágrenni við Bifreiðastöð Íslands nálægt Lækjartorgi. Það var þar á bakvið, sko. Það var ekki frystihús á núverandi vísu heldur var tekinn ís á tjörninni og fluttur þarna á veturna og fluttur þarna og það var gert á hestum og sleðum og pabbi, sálugi, hann var yfirleitt verkstjóri við þetta að taka ísinn og láta flytja hann þarna.

Amma var ábyggilega orðin gömul þegar þetta var, enda var hún ekki fríð, sko, en þetta var sómakerling, sko. Ég man ekki hvort það var Pétur Pétursson þulur, eða hvað sem að var að halda fyrirlestur um svona fyrir einum eða tveimur árum síðan og þá tók hann Söllu fyrir og var að segja frá þessu, einmitt, og það var þannig að þá voru bryggjurnar ekki tilbúnar. Það er svo langt síðan, sko, en það var flutt allt á litlum bátum að landi og þá að steinbryggjunni og þessum bryggjum sem þarna voru svona sem voru bara fyrir litla báta, og þar var borið upp á handbörum. Þannig að það voru tveir við hverjar handbörur. Það voru ekki hjól undir því, heldur handbörur, sko.

Það kemur þarna til verkstjórans, eftir því sem segir í þessu, þá segir hann kemur til verkstjórans maður að norðan og segir: Fæ ég vinnu hjá þér. Svo fær hann nú ekkert svar til að byrja með en síðan fær hann svar og verkstjórinn

5

Page 5: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

segir: Farðu svo og berðu á móti þessari konu. Á ég að bera á móti konu, huh, hvað heldurðu að ég sé ? Heldurðu að ég beri á móti konu ? Ja, þú færð enga vinnu nema þú berir á móti henni, og hún heyrir þetta. Svo fara þau niður á bryggju með sínar tómu börur og hún setur á börurnar þessi lifandis ósköp þangað til þessi norðlenski segir við hana: Heyrðu ætlar þú ekki að fara að hætta. Hvað ætlar þú að láta mikið á eiginlega ? Bara eins og venjulega segir hún. Nú, já. Hann var ekki kominn hálfa bryggjuna þegar hann þurfti að hvíla sig og hún sagði: Nú þarft þú að hvíla þig og berð á móti kvenmanni! Ég gæti skilið ef ég þyrfti að hvíla mig. Haaaa! Hann hafði ekki orð á því meira, sko, að hvort hann væri að bera á móti kvenmanni eða ekki en hún var nautsterk alveg kerlingin, sko. Já, það var sagt að hún hefði borið kolapokana upp úr skipunum. Hún átti nú tvö drengi, sko. Pabbi minn Guðmundur eldri og svo var Páll sem var kallaður Söllu Palli náttúrulega því að pabbi minn var kallaður Söllu Gvendur eða Guðmundur Söllu. Það var sagt að hún hefði átt Palla bara við kolabinginn, sko, hi, hi, hi aaaa.

Var amma ekkja ? Nei, nei ekki svo langt sem ég man. Ég man mikið minna eftir honum afa mínum sem slíkum, sko. Hann byggði þetta hús sem við bjuggum í upp á Týsgötu, sko, steinhús. Það gæti verið númer tvö eða fjögur, sennilega, eða eitthvað svona sko, frá Skólavörðustíg, svo ég hygg að það sé tvö eða fjögur. Líklega fjögur.

Já, þau voru saman til að byrja með en svo deyr hann. Ég man nú ekkert eftir því hvernig það atvikaðist en það en hann bara hvarf bara úr

6

Page 6: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

mínum huga, sko, en það gat hafa verið vegna þess að ég fór alltaf í sveit á sumrin alveg frá, líklega fimm ára aldri eða svo. Ég man það að ég fór í til dæmis í sveit til Rögnu. Hún var móðursystir mín. Hún bjó á Loftstöðum þar sem Keflavíkurflugvöllur er núna. Niður undir sjó. Þeir kölluðu þetta Loftsstaði þarna og þar lærði ég að tína kríuegg. Það var svo mikið af kríu þarna, uh, uh, uh, uh, hemmm, en til að komast þangað þá var farið með mjólkurbíl. Það var svona hálfkassabíll kallaður. Það var sæti fyrir aftan bílstjórann fyrir þrjá, fjóra og einn eða tvo hjá bílstjóranum og svo voru mjólkurbrúsar aftan á. Ég man það að við fórum úr Reykjavík um átta leitið um morguninn og vorum komin um miðnætti þarna suður eftir. Það var stoppað á hverjum bæ til að láta tómu brúsana af, sko, og annan varning. En maður fann ekkert fyrir þessu, sko. Það var setið undir mér alla leiðina. Það var ekki meira pláss en það.

Það er nú fátt minnisstætt frá þessari dvöl nema bara að ég lærði að tína kríuegg þar. Það er nefnilega ákveðin speki í að tína kríuegg, skal ég segja þér. Já, já, haaa.

Viltu fá að vita það ? Ég veit það ekki. Svo ferðu að segja öllum og þá vita allir hvernig á að finna kríuegg og .......haaaa!

Það byggist á því, skal ég segja þér, að þú sérð kríuna setjast og hún sest, maður var orðinn svo flinkur, sko, að maður gat spáð í það hvort hún átti eitt egg eða tvö egg eftir því hvernig hún settist og svo tók maður miðið. Það var þannig að annað hvort steinn eða þúfa eða eitthvað annað svona. Svo var það til hægri eða vinstri svona

7

Page 7: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

mikið frá þessum steini, sko, því þú sást ekkert hreiðrið hennar og svo hljóp maður þangað og það brást yfirleitt ekki, sko, neiiii, haaaa. Frekar mátti maður ekki vera alveg inni í varpinu, sko, vera fyrir utan aðeins og hlaupa svo. Já, já það er hægt að reikna hana út fyrir menn sem vilja taka eftir því, sko.

Móðurættin var þannig að amma mín var Guðrún á Öldunni. Hún rak kaffihúsið sem hún kallaði Ölduna og það var á milli Laugavegs og Hverfisgötu beint upp af Þjóðleikhúsinu í Traðarkotssundi. Það hús var síðar flutt út í Skerjafjörð og ég kom oft til hennar því þar fékk ég sítrón. Húnvar þarna gift manni sem hét Frans. Hann var nú drykkjumaður mikill. Hann var sjómaður og hann vissi það að mér þótti eiturvont að drekka sódavatn en hann var alltaf að reyna að koma ofan í mig einni sódavatnsflösku áður en ég tæki sítrónið, sko. Hann var svona prakkari, sko. Sítrón er svona nánast því að vera....það er ekki beint appelsín heldur var það sítróna, sjáðu, aaaa, eða bragð úr því. Þá var ekki kókakóla komið, eeee, og svo var límonaði. Þetta var sami drykkurinn með mismunandi bragði. Til dæmis var Póló eitt. Mér þótti þetta allt ágætt.

Það er nú líklega. Það þótti voða fínt að komast í þetta fyrir ekkert.

Það voru ekki miklir peningar í umferð. Ég man eftir því, það er nú mikið seinna, ég er um tvítugt, þegar að ég kem til hennar og, hérna, með mömmu og erindið var að fá lánað hjá henni. Við áttum engan pening, sko.

8

Page 8: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Já lánað já ! Lánað já ! Jæja, Guðmundur minn, hún reri sér svona, jæja Guðmundur minn viltu fá lánað. Heyrðu ég skal nú lána ykkur mömmu ykkar og þér. Ég skal lána ykkur þetta. Þið ætlið að kaupa hús. Ég skal tala við hann fasteignasalann. Svo finnur hann fyrir okkur hús og það er Njálsgata 40. Síðan lánar hún okkur fyrir útborguninni og eftir það gat maður nú lagað þetta allt saman. Svo kemur að því að við seljum þarna, svona í fljótu, náttúrulega skeði hitt og annað þarna á milli. Ég man að ég seldi vörubíl sem ég átti þegar ég byrja á flugvellinum þá fer ég til ömmu og segi við hana: Ég ætla að borga þér skuldina. Þú þarft að gefa mér kvittun. Jæja, Guðmundur minn á ég að gefa þér kvittun, á ég að gefa þér kvittun, já – því hún endurtók alltaf svona – á ég að gefa þér kvittun, já. Heyrðu, fékk ég nokkra kvittun þegar að ég lánaði þér í þetta. He, he, he. Ja, þér er alveg óhætt að segja það. Ja það er bara það að þú ert orðin gömul, segi ég og þegar að þú fellur frá þá koma hrafnarnir og vilja fá það sem eftir er. Jæja, ég skal segja manninum mínum frá þessu. Það er engin hætta á að það verði neitt talað um það meir. He, he, he, aaaa. Já, hún var svona, og þá sagði hún: Ég skal segja þér það Guðmundur minn að þegar ég bjó á Bókhlöðustígnum. Þegar að ég bjó á Bókhlöðustígnum þá keypti ég mér hænu og hún kostaði fimmtíu aura. Ég borgaði hana með fimm aurum á mánuði. Samdi við konuna sem átti pútuna og borgaði henni með fimm aurum á mánuði. Svona var það nú, en núna, núna gæti ég keypt þúsund pútur, eeeeee, svona var nú sagan hjá henni. Jammmm.

9

Page 9: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Stefán móðurafi minn var sjómaður. Hún var skilin við hann fyrir löngu, sko. Áður en ég vissi til voru þau skilin. Hann var nú drykkfelldur en mamma var búin að segja mér það að hún hefði farið með honum til Borgarfjarðar eystri. Hann fór þangað á vorin og var þar til sjós. Svo þegar ég kem þarna á Borgarfjörð eystri. Þá hitti ég þarna mann á veginum. Það var eitthvað að bílnum hjá honum svo ég spurði hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum og hann sagði já. Svo spurði ég hvað hann væri þarna. Þá var það presturinn á staðnum svo ég sagði: Já, hún móðir mín var nú einhvern tímann að segja mér það að hún hefði verið hér með pabba sínum og að hún hefði verið vinnukona á prestsetrinu. Já, segir hann, hvað hét pabbi hennar ? Ég segi honum það: Hann hét Stefán. Já, segir hann, hann var heimsfrægur hér á sínum tíma. Nú, það er ekkert meira að segja, bara heimsfrægur og hvernig stóð á því segi ég. Það gerði kolvitlaust veður og allir bátar voru á sjó, og það gerði svona kolvitlaust veður að það fórust þarna fleiri, fleiri bátar. Nema hann komst af og tveir menn með honum, þeir voru þrír á bátnum, og þegar hann kemur í einhverja vík sem þeir lentu í að þá hafi hann sagt þegar þeir voru lentir: Ja, ég hélt nú að ég myndi lenda í Helvíti en ekki þessari heimsvík hérna sem ég er kominn í, sem ég man nú ekki hvað hét, sko, en mennirnir sem voru með honum þeir fóru aldrei á sjó aftur. Hann hélt áfram að róa, sá gamli, sko. Þarna fóru menn á milli staða með póstbátnum, en annar þeirra þorði aldrei um borð í bát meir, labbaði bara, he, he, ja ég myndi halda að þetta hafi verið dauðanum næst, sko.

10

Page 10: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Stefán kom af Suðurnesjum og móðuramma mín úr Kjósinni frá Fossá. Ég veit mikið minna um föðurforeldra mína en ég heyrði einu sinni sögu. Ég held að það hljóti að vera úr þeim vængnum. Það var einn langafi minn sem átti heima í Kópavoginum. Hann lá fyrir dauðanum, eða var mjög veikur, svo það var hérna einhver kunningi hans hér einhvern tímann, heyrði ég þá sögu en ég kann ekki að segja hana alla, nema það að hún var á þann veg að þessi kunningi hans í Reykjavík hann labbar af stað og ætlar að hitta langafa minn og þegar hann kemur niður í Fossvog þá mætir hann honum og langafi minn tekur niður höfuðið og segir: Komdu sæll og blessaður. He, he, he....þetta þótti voða mikið til þessa koma, nema þá hugsaði kunninginn: Nú er hann dauður kallinn, haaaa, og hann tók þá klukkuna og þegar hann kom heim til hans að þá spyr hann: Hvenær dó hann ? Nákvæmlega á sömu mínútunni og þeir hittust þarna á leiðinni og hann tók ofan höfuðið til að heilsa honum, he, he, he........! Þetta var nú grínisti langafi minn og þetta er enn þá í þessari ætt svona grín oft á tíðum, já, já.

Ég er fæddur í Fischersundi 1 í Reykjavík 1919. Ég veit nú ekki klukkan hvað en ég veit daginn, 13. nóvember 1919. Já, já ég er fæddur heima. Það var allt fætt heima þá, allir krakkarnir. Við vorum tíu stykki og ég var í miðjunni.

Sko, við vorum tíu alsystkini, svo áttum við líka hálfsystkini. Ég átti hálfbræður tvo. Það var Jón sem var seinna með okkur á flugvellinum og það var Sigþór. Bráð helvíti myndarlegur maður. Já,

11

Page 11: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hann fórst á Gullfoss litla, sem kallaður var, sennilega lent á tundurdufli undan jökli, eða svona. Þeir fóru til Ísafjarðar, held ég, að kaupa fisk og svo átti að sigla og hann fór þarna bara fyrir kunningja sinn svo að hann tapaði ekki plássinu en þetta var sú eina ferð hans og síðasta ferðin hans, aldrei fundist, og þetta eru hálfbræður. Svo seinna meir, mikið seinna, þá hitti ég hálfsystir mína. Já, vissi og vissi ekki um, minnsta kosti hafði aldrei séð hana en ég hitti hana þá norður á Blönduósi og hún kemur undir þannig að það eru tveir Guðmundar þarna, sko, þá er hún orðin tvítug eða meir, ég er sennilega þarna í flugvallarveseni einhverju, þegar ég hitti hana, sko, en hún segir mér það að við séum systkini, hálfsystkini, sko, og hún heitir Lára, en skipið sem þeir voru að rífa, það hét líka Lára, he, he, he.......aaaaa. Þeir fóru hérna norður pabbi minn og Guðmundur Helgastaða. Þeir fóru í þessa vinnu þarna að rífa þetta skip og út kom þessi stúlka. Ég vissi það ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn maður, hérna, sko.

Ég verð áttatíu og fimm ára 13. nóvember næstkomandi. Góður mánuður og góð tala.

Já, já ég hef búið í Reykjavík allan þennan tíma en ég hef verið annars staðar.

Já, ég var víðar í sveit en á Loftstöðum. Þegar að pabbi deyr 1929 þá kemur móðurbróðir minn séra Sigurður Stefánsson frá Möðruvöllum í Hörgárdal við jarðarförina og systir hans biður hann um að taka Guðmund og, hérna, hafa hann hjá sér í sveitinni og þar er ég í skóla. Þá er ég níu ára gamall. Ég fer þangað og get alveg sagt það með sanni að ég er úr Möðruvallaskóla, sko,

12

Page 12: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

aaaaa, he, he, he.....ha, já, já við vorum tíu alsystkinin.

Þau voru nálægt því í þessari röð: Það var Ívar elstur, blaðamaður á Morgunblaðinu og seinna blaðamaður hjá Sameinuðu þjóðunum, alveg fram í dauðann. Næst honum var Kristín. Hún var gift Siggeiri Einarssyni póstmanni. Þarnæst var Hans. Hann var hjá Benna Pet í Lýsinu og þar á eftir kemur Guðfinna. Hún var gift Birni Halldórssyni leturgrafara. Þetta er allt saman dáið, sko. Svo er ég þarna næstur, sko, og á eftir mér kemur Guðbjörg árinu seinna og hún er dáin líka. Hennar maður var Guðmundur Guðmundsson kallaður Guðmundur rauði. Hann var seinna meir, skal ég segja þér, svona húsasali eða vann hjá honum Einari Sigurðssyni lögfræðingi sem seldi hús og svona. Var duglegur í því strákurinn og allt það en svo lenti hann í drykkiríi og varð hérna úti bara, hérna, frá hérna fyrir neðan Kringlumýrina. Hann bara fannst þar dauður þegar var farið að leita að honum sko. Svo kemur Magnússína. Hún var gift Agnari Sigurðssyni flugumferðarstjóra. Svo kemur Arndís. Hún var gift Ólafi Bjarnasyni. Jú, hann er lifandi ennþá en hann er orðinn alveg væskill. Hann er í skal ég segja þér á einhverju heimili við Selfoss. Bara við það að missa Dísu þá dettur hann alveg út, sko.

Já, já það er alltsaman farið nema ég og Súsí, Súsi Backmann. Hún var alveg nýfædd þegar að pabbi dó og móðir mín gaf hana. Stefáni Backmann og konunni hans. Hún var norsk. Hún veit núna að hún er systir mín en hún vissi það ekki lengi vel náttúrulega. Það mátti enginn vita

13

Page 13: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

þetta, eeeeeaaa. Mamma fór voðalega oft að heimsækja hana en hún mátti aldrei segja henni það að hún væri móðir hennar og hún sá óskaplega eftir þessu að þurfa að gera þetta. Það var ekkert um það að ræða þegar að fyrirvinnan dó.

En síðan eftir þetta fer ég níu ára gamall með Sigurði norður og ég er hjá honum fram yfir fermingu, á Möðruvöllum og þá er ég, líklega, fjórtán ára og þá er hann að koma hérna á prestastefnu og kemur náttúrulega heim til systur sinnar og þá segir hann við móður mína: Hvað á ég að gera við hann Munda ? Svo hún segir: Þú þarft nú ekkert að spyrja mig um hvað þú átt að gera við hann Munda, en ef þú ert í einhverjum vafa þá skaltu bara senda hann til mín, já! Svo það verður úr að ég er sendur heim með skipi. Ég man ekki hvort það var Súðin eða hvort það var danska skipið. Það voru dönsk skip sem fóru milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nema það að ég kem fyrir hádegi og þá er hún búin að útvega mér vinnu og ég verð sendisveinn hjá Karlstad, Ólafi Halldórssyni og Karlstad og þá er ég að verða fjórtán ára og ég er þar þangað til að þeir hætta þá er ég orðinn fimmtán ára. Þá fer ég niður á höfn og bað um vinnu. Ég vildi endilega vinna og fór í alla togara sem komu og var að snapa þar í soðið sem kallað var, að snapa í soðið. Ég var ekkert feiminn við það því maður mátti hirða fisk sem var undir trollinu á dekkjunum og einu sinni fann ég ekkert nema Karfa. Ég man sérstaklega eftir því, helvíti fallegan Karfa. Svo ég tek hann og flaka hann og kem svo með hann heim til mömmu og segi: Heyrðu, ég er hérna með Karfa, skínandi að

14

Page 14: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

steikja hann bara. Karfa! Neih, ég vil ekki Karfa. Við étum ekki Karfa. Farðu með hann og hentu honum út í öskutunnu. Ég var nú heldur fúll yfir því og ég skyldi nú launa henni þetta einhvern tímann. Svo næst þegar ekkert var nema bara Karfi þá tek ég Karfann og nú roðfletti ég hann og segi: Nú kem ég með fína Ýsu. Þetta er sú fallegasta Ýsa sem ég hef bara fundið svona, segi ég, svona úr togara. Svo steikir hún þetta segir svo við mig þegar búið er að borða: Guðmundur veistu það, þetta er sú besta Ýsa sem ég hef nokkurn tíma smakkað á. Ja, ég vissi það segi ég, en þú lést mig henda Karfanum mínum út í öskutunnu á undan þessum Karfa, aaaa! Karfa! Hva, var þetta Karfi ? He, he, he, já, já þá mátti ég koma með Karfa eftir það. Ja, það var bara ekkert étið af fiski nema Ýsa og Þorskur, haaa.....og svo var nú kjöt líka. Já, það var merkilegt hvað íslendingar voru kræsnir á fisk. Meira að segja dýrasta fiskinn. Það var bara eins og það væri eitur, óæti!

Ég var iðulega niður á bryggju að dorga en það var aldrei étið, ekki heima hjá mér.

15

Page 15: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Elín, kona Guðmundar gengur inn........Aldursmunur okkar Guðmundar. Ja, það er nærri fimm ár. Ég er áttræð en hann að verða áttatíu og fimm en ég verð áttatíu og eins þann 12. júlí.

Ég er fædd á Ósi á Skógarströnd. Frá tíu ellefu ára aldri er ég alin upp í Reykjavík en við bjuggum í eyju á Breiðafirði sem heitir Ólafsey. Pabbi minn leigði hana í átta eða níu ár og ég var tveggja ára þegar við fluttumst út í eyjuna og pabbi bjó þar til 1935. Þetta var alveg dýrðlegt. Það er svo fallegt þarna með miklu fuglalífi alveg dásamlegt. Síðan fór ég til systur minnar á Óspakseyri í Hrútafirði og var þar í ein sjö ár. Ég kom í bæinn 1938. Það var engin fátækt. Við höfðum alltaf nóg að borða en það þurfti að nýta allan mat. Þegar við vorum í eyjunni þá var nýmetið, rauðmagi, egg, fiskur, fuglar og auðvitað kjöt. Húsin voru hituð með kolum, mó og taði. Fatnaður var af skornum skammti. Það varð að vinna þetta allt heima. Það var ekkert hlaupið út í búð og keypt á krakkana, eða þannig. Þetta voru ullarföt mest og sauðskinnsskór þegar við vorum lítil en svo fóru náttúrulega að koma búðarskór. Maður var aldrei svangur en það voru margir sem áttu ekki ofan í sig og á, en ég kynntist því ekki enda af iðjufólki komin. Ja, við vorum nú níu systkinin og eitt hálfsystkin og fólk auðvitað á þessum tíma dó alveg í hrönnum úr barnaveiki, kíghósta, mislingum og svona. Mamma bjó til svona mixtúru, ég veit ekki úr hverju, og okkur heilsaðist vel þó við fengjum pestir. Það var ekkert hlaupið að því að fá lækni

16

Page 16: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

því hann var út í Stykkishólmi og þangað þurfti að fara á árabát sem var bara gert í ýtrustu neyð. Yngsta systir mín fæddist út í eyju og ljósmóður varð að sækja upp á strönd. Já, það var einkennilegt hér áður hvað mikið var af vörtum á höndum á krökkum og vogrís og þess háttar sem sést varla lengur.

Jú, jú einu sinni voru læknar alltaf að taka botnlanga úr fólki og kyrtla og allar tennur þessu er nú blessunarlega hætt. Ha! Var úfurinn líka tekinn þótt þess þyrfti ekki með. Ég er nú svo aldeilis hlessa!

...........og Guðmundur heldur áfram: Þegar ég var mjög ungur svona fimm ára snerist lífið yfirleitt um að leika sér. Leikurinn var oft fólginn í því að eignast fimm aura og kaupa sér öngul og snærisspotta og fara niður á bryggju og veiða. Það var nú mest svoleiðis og svo átti maður náttúrulega kunningja í Grjótaþorpinu þarna. Það voru strákar sem voru sama aldri og ég. Við vorum miklir vinir og lengi frameftir. Ég er búinn að týna þeim öllum núna. Það var nú einna þekktasti hann var kallaður Bommi. Hann átti heima í Garðastræti 13. Pabbi hans var Kringur, mikill fótboltamaður á sínum tíma, afar snjall. Ég held að hann hafi heitað Birgir. Svo átti maður alltaf vini þarna. Ég passaði mig alltaf á því að vera með yngri mönnum en mér. Yngri strákum. Af hverju ? Af því þá réði ég! He, he, he jáaaaá.

Ég man eftir því að eitt húsið upp í Garðastræti hét Gróubær og niður af honum þar var skemma svolítil og í þessari skemmu var

17

Page 17: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

fornbíll, í þá daga fornbíll, eins og maður sér í gömlum myndum þar sem að greifar og konungar eru að fara upp í bíla, sko. Við gátum oft farið þarna inn að leika okkur í bílnum en pössuðum okkur á að skemma ekki neitt en ég veit ekkert hvað hefur orðið af honum en þetta er elsti bíll sem ég hef séð, sko. Á þessum tíma var siður í Reykjavík, meðan ég var þetta ungur, að það var flutt tvisvar sinnum á ári og það var ýmist með handvögnum eða hestvögnum. Það var lítið um bíla og fólk sem leigði, sko, það var alltaf að skipta um íbúðir og vor og haust á fardögum. Fardagar voru 14. maí og svo í september.

Ég lenti aldrei í flutningum, bjó alltaf í Fischersundinu. Flutti þaðan ekki fyrr en fullorðinn maður og fluttum þá upp á Hallveigarstíg og þar vorum við þangað til við keyptum Njálsgötuna, sko.

Ég man ekki eftir öðru en það hafi verið alltaf malbikað þarna í Aðalstrætinu. Já, já það held ég en aftur á móti Fischersundið var ekki malbikað frekar en aðrar götur.

Á götunum voru bæði hestvagnar og bílar en það fór allt í rólegheitum fram, sko. Já, já í þá daga, já. Ég kunni nú ekkert á bíl þá, sko.

Það voru allstaðar kamrar, já. Þeir komu að ég held vikulega með hestvagna og losuðu og það var farið með það þar sem að læknadeild Háskóla Íslands er núna, rétt fyrir ofan flugvöllinn, sko. Jú, þetta var kallaður manni eða súkkulaði eða eitthvað svona. Ég get sagt þér það að þetta var í einhverjum blikkkössum á hestvögnum og venjulega var þetta í fötum sem fólk hafði skilið

18

Page 18: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

þetta eftir í, sko, á kamrinum, svo þeir tóku bara föturnar á kamrinum. Það var hægt að taka bara lokið á kamrinum og taka upp föturnar og hella í kerrurnar. Það gerðu ákveðnir menn alveg, sko. Þetta var yfirleitt gert á nóttunni, en ég vissi til að því var hent þarna, mikið til og þarna milli þessara staða þar sem þessi skóli er núna og Pólanna, þar er nú flugbraut þarna á milli, og þar var nú, að sagt var, grafið eftir gulli í gamla daga. Aldrei fann ég neitt gull þarna, svoleiðis, en það er sama. Svo voru kartöflugarðar þarna eitthvað.

Já, já menn ræktuðu til heimilis. Ég gerði það seinna meir til dæmis þar sem núna er Kringlan. Ég átti garð þar og ræktaði kartöflur og kál. Þá bjó ég á Njálsgötunni þegar það var. Seinna meir átti ég garð upp við Korpúlfsstaði.

Pabbi dó þannig að þeir drukknuðu þrír saman við bryggju hérna í Reykjavík. Það gerðist það að þeir voru dauðadrukknir, eða það sem ég held sko, og þegar þeir fóru úr bátnum, þetta var lystibátur sem að einn þeirra átti þarna af þessum þremur, og þegar þeir fóru úr bátnum þá dettur einn þeirra, sennilega, milli skips og bryggju og hinir fara að hjálpa honum og detta allir í sjóinn, jaaaá, og finnast svo bara um morguninn þarna. Ég var þá níu ára gamall og var í sveit á Saurbæ á Kjalarnesi, var annað sumarið mitt þar. Ég var káboy þar eða kúreki og það náttúrulega fór í mig þannig að ég fór bara að gráta og grét í fleiri vikur. SSSaaaa.....aumur eftir þetta, sko. Ég man það ég stalst í bæinn einu sinni. Það var siður á Kjalarnesinu að annað árið var inn á Eyri hátíð yfir miðju sumri og svo

19

Page 19: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hin hátíðin aftur á móti var inn í Kollafirði hitt árið. Svo einu sinni þegar hún er í Kollafirðinum þá er ég þarna, fóru allir sem vettlingi gátu valdið á þessa staði, þá eru bílar sem ganga hérna á milli og það síðasta sem ég sá föður minn var það að ég fékk að sitja í hjá vörubílstjóra þarna sem var með boddí á pallinum og hann var náttúrulega alveg rasandi yfir því að ég skyldi fara þetta. Spurði hver hefði leyft mér það og ég sagði honum að það hefði enginn leyft mér það. Ég bara kom og hann gaf mér eina krónu þegar að hann fór með mig í bílinn aftur til að láta mig fara upp eftir, sko. Svo þegar fólk frétti þetta í sveitinni þá fékk ég hundskammir frá hjónunum sem ég var hjá fyrir því að strjúka í bæinn, sko. En þessa krónu átti ég sennilega í tíu ár. Tímdi aldrei að nota hana en svo brást það eftir svona tíu ár. Ég vildi fara í Gamla bíó. Það kostaði krónu og ég átti ekki aðra krónu til. Ég varð að sjá þessa hasarmynd, sko, jaaaaaá sá mikið eftir henni.

Samband mitt við föður minn var yfirleitt mjög gott. Já, já, já mikil ósköp maður lifandi. Ég hefði bara ekki getað átt betri föður, þannig lagað og ég reyni að líkjast honum við mín börn, sko, ssssaaaah, ég veit ekki betur en ég sé góður við þau, þannig lagað, aaaa, ef þau gera eitthvað illt af sér þá skamma ég þau en ef þau gera eitthvað gott af sér þá segi ég: Fínt hjá þér! He, he, he, aaaaa.....Já, ég hef hælt þeim ef þau gera eitthvað gott en alveg hundskamma þau ef þau eru að prakkarast eitthvað, sko, ég vil það ekki. Já, nei, ég hef ekki legið á því. Ég hæli öllum sem gera vel. Jaaaaá. Hina læt ég frekar vera.

20

Page 20: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Pabbi gat ekkert skipt sér á milli sinna barna. Hann hafði nóg að gera í sinni vinnu bara því hann var höfuðið á allri vinnu við Eyrina,sem kallað var. Það var ekkert að gera fyrr en að hann kom því að hann var verkstjórinn. Hann var verkstjórinn yfir höfninni. Sko í fyrsta skipti sem ég kem hingað í Hvassaleitið, sem ég bý nú, þá kom ég hingað fyrst upp eftir í járnbraut frá höfninni, ha, sko, he, he, he, aaaaa......lygilegt en satt! Það stóð þannig á því að golfvöllurinn var hér í vestur séð úr stofunni en við endann á honum hérna þar voru sandgryfjur og hingað voru settir teinar upp eftir til að taka sand í bryggjurnar við höfnina sem voru til dæmis Löngulínu og Sprengisandur og þetta, það var tekinn sandur hérna og farið með þetta á Tíkinni, og hinn armurinn af þessu, þetta var svona ypsílon, hún gekk upp að Hafnarsmiðjunni sem er rétt upp af flugvellinum. Þar sem Valshúsið er, eða nálægt því, og einn anginn gekk inn í þar sem að tankarnir eru og þar var tekið grjótið í höfnina og alla garðana og allt þetta. Pabbi var verkstjóri yfir þessu öllu saman, sko, sssssjaaá. Ég fékk stundum að sitja í hjá Palla á Tíkinni, sko, Páll hét hann sem að stjórnaði Tíkinni og ég fékk oft að sitja í meira að segja hingað uppeftir sko. Þess vegna hef ég spurt marga: Þú getur aldrei upp á því hvernig ég kom fyrst hérna á þennan blett hérna í Hvassaleitinu! hummmmm.....það dettur engum í hug að ég hafi komið í járnbraut. Annars er þessi járnbraut niður á höfn ennþá. Hún er til sýnis þar.

Já, ég er nú hræddur um það. Ég á sannarlega góðar minningar um föður minn þau fáu ár sem við áttum saman.

21

Page 21: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Ég missti mikið þar. Jaaaaaáh.

Samband mitt við móður mína var eins gott og það hefði nokkurs staðar getað verið, Pétur minn. Ég hugsaði ekkert um það ef ég eignaðist pening eða eitthvað svona þá gaf ég henni það, jaaa, ég geri það ennþá við konuna mína, meira að segja, aaa, Ha. Ef ég fæ einhverja smáaura þá gef ég konunni minni það allt og hún notar það til að gefa börnunum afmælisgjafir og jólagjafir og svona. Já, það myndi ég segja að ég umgengst Ellu mína eins og ég umgekkst móður mína. Já, þær eru ekkert ólíkar svoleiðis sko, mamma og Ella mín. Nei, nei, annað en það að mamma var aldrei að þrasa neitt í mér, sko, he, he, he.......ummmm.

Það var unnið myrkrana á milli og sjaldan farið í skemmtiferðir en ég man eftir einni og þá var farið í boddí bíl. Ég held að það hafi verið Verkstjórafélagið sem fór til Þingvalla eða eitthvað annað. Það hefur ábyggilega verið stutt. Það hefur ekki verið lengra en upp á eða eitthvað svona sko. Því þetta tók töluverðan tíma að keyra í þá daga, sko, já.....og þá í bodí bílum og ég man að þetta voru fleiri bílar. Karlarnir voru á bílum með bekkjum en kvenfólkið og krakkarnir í bodíunum.

Pabbi kom afar sjaldan með menn heim. Ég minnist þess ekki. Það komu oft menn til hans þegar hann var að borga út, til dæmis, til að ná í kaupið sitt, sko. Já, já hann borgaði út heima. Ég hygg að hann hafi nefnilega tekið að sér vinnu, sko. Ég held að það hljóti að hafa verið svoleiðis eða mikið til hjá svona minni aðilum þá hafi hann

22

Page 22: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

gert það svona en svo vann hann fyrir Alliance og Kol og salt og allt þetta.

Svo kom Kolakraninn, já, já og þá héldu allir verkamenn að nú yrði vinnan búin bara, en það breyttist nú ekki svo voðalega mikið. Jaa, þetta var nú ekki mikill burður. Þetta var þannig að þegar komu kolaskip að þá var híft niður trog, stórt trog, stærra heldur en borðið hérna, og það var mokað í það og síðan var það híft upp aftur og upp á bíl eða hestvagn eða eitthvað svona og síðan keyrt upp í kolabinginn og sturtað þar og farið svo aftur. Þetta var þannig, en þegar að kraninn kemur þá er bara kjafturinn niður og í vagna.

Ég var einhversstaðar milli sjö og níu þegar að kraninn kom.

Nei, nei það voru engar bætur þegar að pabbi dó en ég hygg nú skal ég segja þér, nei sennilega ekki, en eitt atvik sem ég veit ekki hvort ég á að vera að segja þér frá. Það var þannig að, hérna, við jarðaförina, séra Bjarni vígslubiskup jarðaði hann, og síðan rukkaði hann mömmu og hún sagði: Ég borga þetta eins fljótt og ég eignast pening. Hans laun fyrir að, hérna, þetta. Svo eignast hún einhvern pening Hansa bróðir til hans með einhvern seðil en hann átti að fá til baka en séra Bjarni átti ekkert til að gefa til baka svo Hansi kemur aftur. Nei, segir hún, farðu aftur og segðu honum að ég hafi sent þig aftur og hún vilji fá til baka því hann hafi gengið hart að sér að fá þessa aura sína en hann fær ekki krónu meira en hann á að fá, aaaa, bara fyrir það að hann lét hana ekki í friði. Hann hélt að hún myndi aldrei borga sér, sko.

23

Page 23: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Nei mama var engin fyrirvinna þegar að pabbi dó. Hún varð bara að hugsa um heimilið.

Ja, eftir að ég kem heim, þarna, þrettán, fjórtán ára gamall þá fær hún mitt kaup alveg og fékk það alla tíð meðan við vorum í Fischersundinu, aaaa, svoleiðis að það var ekki mikið. Hefur verið 45 krónur, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki hvort við vorum svona öll systkinin en ég var alveg ósínkur á það að láta hana hafa alla peninga sem ég fékk inn. Já, yfirleitt var þröngt í búi, já yfirleitt var það nú en hún átti nú alltaf samt fyrir mjólk í grautinn og svona, sko.

Ja, mamma átti Fischersund 1 eftir að pabbi dó. Í því voru fjórar íbúðir og hún leigði þrjár svo hún mjakaðist áfram svoleiðis, sko, já, já, það held ég.

Ég var í tvö sumur í Saurbæ á Kjalarnesi í sveit. Ég á ekkert nema allt gott um það. Gömlu hjónin sem ég var hjá, Vilhelmína og Eyjólfur heitinn, þau eru bæði dáin náttúrulega fyrir löngu síðan, þau voru eins og afi minn og amma og vildu allt fyrir mig gera. Þau höfðu alið upp fleiri stráka, sko. Tvo, minnsta kosti tvo, sem hétu Axelar báðir. Eða hvort það voru ekki þrír Axelar ? Það var tvíbýli þarna en ég vissi það ekki fyrr en hann var dáinn og löngu, löngu seinna að kallinn var fokríkur hann Eyjólfur heitinn sem ég var hjá, já. Hann átti allan Bleikdalinn. Hann átti Ártúnið frá fjöllum niður að sjó og hann átti Saurbæinn og allt fyrir ofan hann og sjálfsagt fjallið líka, he, he, he og skarðið þarna. Svo var bær niðri þarna sem fórst þarna þyrlan einu sinni. Já, já hann Lúlli fórst með henni,

24

Page 24: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Hjarðarnes, hann átti það líka. Ég visst það bara ekki fyrr en hann dó því það var svo stutt á milli strákanna, sko.

Já, það kom snemma upp í mér sjálfstæðið sem kom fram þegar ég fór án leyfis frá skemmtuninni til Reykjavíkur en mig langaði auðvitað til að sjá foreldra mína og ég hafði talað þarna við bílstjóra og sagt: Þú kemur og ferð og allt svona, sko, svo ég spurði bara hvort ég mætti sitja í: Já, já.

Þegar ég var strákur gerði ég allt sem mér langaði til að gera, skal ég segja þér, alveg. Ja, það er nú svo margt sem ég gerði að það er nú eiginlega ekki hægt að segja frá því, en það fyrsta sem að ég hugsaði um alla tíð var að vera með yngri strákum heldur en ég var sjálfur til þess að ég gæti orðið höfðinginn, sko. Ég var alltaf höfðinginn yfir öllum strákunum. Þeir urðu að gera það sem ég sagði og þess vegna er ég líklega kominn svona langt sem er. Ég á ýmsar sögur af bíræfni en ekki sem strákur heldur þá sem ungur maður til dæmis á stríðsárunum að þá er ég í vinnu hjá Hitaveitu Reykjavíkur og ég fer upp að Reykjum, er í vinnuflokk uppi á Reykjum, og þar var verið að búa til stokka svona frá brunnunum og niður í dæluhúsið og svo höfðu þeir eitthvað gaflast, farnir að leka, svo það varð að brjóta þá upp aftur og steypa í þá og ég var svona gerður að reddara þarna. Einar sem var verkstjóri hann gerði mig að meðverkstjóra, sko, kallaður reddari, og kallarnir, það voru yfirleitt bara gamlir kallar sem voru þarna. Þeir voru kolfúlir út í mig að ráða strákinn sautján átján ára strák, láta hann svona ungann vera yfir

25

Page 25: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

okkur, sko. Þetta þótti þeim alveg vera þvæla sko. Nema það að einn góðan veðurdag þá kemur þarna verkfræðingurinn, danskur, Langman, eða hvað hann hét, og hann vill fá mig til þess að labba með sér stokkana þarna og fara að kíkja á þetta allt saman og þá vorum við búnir að gera við og ég stjórnaði því að gera við fullt af stokkum, svona, hann vildi fá að sjá þetta. Svo lítur hann á steinahrúgu og segir: Þetta er möl númer fimm. “Det er möl nummer fem” Já, já þetta er möl númer fimm. Og du nota ekki möl nummer fem ? Nei, segi ég, það geri ég ekki og þá segir hann: Af hverju ? Vegna þess, segi ég, að stokkarnir leka allir með möl númer fimm. Hann nefnilega sagði mér að hann hefði sent þessa möl uppeftir til að spara. “Þetta sparar ekki nokkurn skapaðan hlut” og af hverju, segir hann ? Af því að steinarnir eru svo stórir að þeir ná bara í gegn á milli spýtnanna og svo lekur á milli þeirra, sko, Haaaa, þetta var nú sístemið svona sko, en þetta var það stór möl og þess vegna erum við að gera við þetta, af því þetta lekur en það lekur ekkert eftir að við hættum að nota þessa möl. Hann sagði: Allt í lagi og ekki orð um það meir, sko. Svo lenti ég aftur í þessum kalli seinna því svo verð ég bílstjóri hjá Haukur og Schuzt og við vorum tveir þarna þeir áttu tvo vörubíla og það var tuttugu og fimm sautján sem Konni Hafliða keyrði og ég var með tuttugu og fimm átján fjörtíu og tvö módelið af Ford. Svo einn góðan veðurdag um haust þá segir hann: Ja, ja Gumunda nú verða við segja ykkur bílstjórana upp, hann kallaði mig alltaf Gumunda, af því að þeir segja hjá Þrótti að þeir vilja fá vinnan og við verða víst að gera það svoleiðis. Við megum ekki

26

Page 26: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

nota okkar bíla. Ég segi: Þú skalt bara selja okkur bílana og þá var ég ekki búinn að tala við Konna, sko. Ég segi við Konna: Við skulum kaupa bílana. Konni segir, ja ég á engan pening. Ekki ég heldur, en ég skal sjá um það við fáum bílana, segi ég, áááá. Svo fer ég bara til hans og segi: Já, við kaupum bílana og borgum þér bara með vinnunni. Þið takið bara svona mikið á viku. Við fáum sama taxta og er á vörubílastöðinni. Þið seljið okkur bílana og svo vinnum við þetta inn svona. Svo erum við ekki búnir að vera þarna nema svona eins og í eina eða tvær vikur þegar að verkfræðingurinn kemur til mín, Konni hafði farið norður fyrir þá, við höfðum verið þar fyrir þá sumarið áður, svo vildu þeir fá okkur aftur til þess að keyra úr Haganesvík og upp í Fljót en ég vildi ekki fara þangað því þetta var skítavegur þarna og var alltaf að slíta fyrir okkur fjaðrirnar, sérstaklega framfjaðrirnar, jæja nema það að hann kemur til mín þarna verkfræðingurinn og segir: Heyrðu Gumunda þú fara austur að Hjalla í Ölvusi taka torf þar ferð með þetta torf hérna niður á vigt, vigtar það og telur hvað þær eru margar torfurnar. Telur hvað þær eru margar. Svo áttu að fara með þær inn á línuna og sturta þeim þar eins og verkstjórinn segir. Ég geri þetta og ég fer fyrstu ferðina og þegar ég kem fyrstu ferðina þarna þá rífa þeir þetta upp rennandi blautt og ég segi setjið þetta bara á bílinn og þegar ég sé að bíllinn er að sligast undir þessu þá segi ég: Þetta er nóg. Það voru, held ég 75 eða 80 torfur, eitthvað svona og ég geri þetta og vigta og svona nokkuð. Svo held ég þessu áfram í heilan mánuð á hverjum degi fór ég þarna nokkrar ferðir en í staðinn fyrir að taka 70 til 80

27

Page 27: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

eins og í fyrstu ferðinni þá tók ég kannski tvö þrjú hundruð af því nú voru þær orðnar þurrar og léttar, sko, he, he, he þá kemur hann aftur til mín og segir: Gumunda þú plata mig laglega. Nei, segi ég, ég hef ekki platað þig. Jú þú hefur platað mig. Því þegar þú kemur hérna fyrstu ferðina þá kemur þú og það eru ekki nema 80 torfur en núna ertu bara með tvö og þrjú hundruð. Já, segi ég, en ég hef ekki platað þig. Nú, hvað þá! Nú skal ég bara segja þér söguna eins og hún er. Hún er þannig að þú biður mig um að fara og gera þetta og þú fyrirskipar mér að láta á bílinn eins og þú þorir og fara niður á vigt og vigta það og koma með vigtarseðilinn hingað til þín. Hann andar að sér og frá og segir svo: Heyrðu Gumunda. Þetta er alveg rétt. Haltu bara áfram he, he, he, haaaa, sko ég var náttúrulega þá bara á örskömmum tíma að borga bílinn. Hann kostaði okkur tuttugu og fimm þúsund krónur í þá daga, sko, því hann borgaði eftir fjölda af torfum. Ég gat þannig tekið að minnsta kosti sex til sjö þurrar torfur í staðinn fyrir eina blauta!

Á Möðruvöllum er ég frá níu ára og upp í fjórtán ára. Já, það voru fimm ár. Ég man nú allt ágætt þarna sem krakki, sko, að mestu leiti. Þess vegna, sko en það sem mér þótti slæmt, en ég vil bara helst ekki tala um það, sko. Nei, nei, nei ég læt það ekki koma. Það gæti stuðað einhvern. Ég vil ekki stuða. Æ, ég vil geyma það Pétur. Neei, það var ekki farið illa með mig, ekki svoleiðis, mér fannst það. Þóttist einu sinni strjúka út af því að mér fannst vera, hérna, ég ætti það ekki skilið að, ég ætti það ekki skilið. Það var logið upp á mig og hvað eina og mér fannst ég ekki eiga það

28

Page 28: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

skilið. Svo ég varð svo vondur að ég sló strákinn niður sem gerði þetta og labbaði síðan í burtu. Sagðist vera farinn. Hann var bróðursonur frúarinnar, kom þarna líka. Þau fóru til Reykjavíkur á þessa venjulegu kirkjufundi sína og okkur var sett fyrir að passa beljurnar annan daginn og raka túnið hinn daginn, það eeer skítinn á túninu, það var settur skítur á. Þegar þau koma aftur þá segir stráksi: Þetta allt saman gerði ég – það var það sem ég gerði – þetta var það sem Guðmundur gerði. Jaaaaá, svo ég sló hann bara niður he, he, he, það var svona líf í kring um mig, haaa. Svo bara fór ég og faldi mig einhvers staðar á milli þúfna í heilan sólarhring eða svo og þangað til að einhver fann mig þarna og, þá var ég sennilega ellefu tólf ára, sko, og þegar að Séra Sigurður spurði mig af hverju ég gerði þetta þá sagði ég honum bara sannleikann. Hann vildi ekkert gera í því. Hann var meinleysismaður svoleiðis. Því það hefði bara kostað það að frúin hafði svo mikla trú af stráknum sínum, sko, en hún segir við mig sem var sár: Þú ert að lemja aumingja drenginn sem á foreldra sína langt í burtu í Reykjavík, aaaaa. Það var ekki verið að hugsa um mig að ég ætti annað foreldri dáið og hitt í Reykjavík. Þau voru þó lifandi bæði hans, aaa. Þetta fannst mér svoleiðis fyrir neðan allar hellur að ég gat aldrei litið hana réttu auga eftir það.

Nei, það var engin óskapleg heimþrá í mér, ég tolldi allstaðar, þannig lagað, sko. Ég var bara svo vanur að fara að heiman á hverju sumri, sko. Mér þótti það ekki neitt og ég skildi það vel að hún gat ekki haft okkur öll fyrst að við gátum ekkert aflað í staðinn, en ég byrjaði strax, þarna,

29

Page 29: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

fimm ára gamall að snapa brennivínsflöskur, tómar brennivínsflöskur fyrir fimm og tíu aura svo að ég ætti í bíó um helgar sem kostaði fimmtíu aura, sko, barnabíó, aaaaaa, og geri það enn Pétur núna áttatíu og fimm ára, hummmm, en núna fer ég ekkert í bíó fyrir þetta heldur gef henni Ellu þetta allt saman. Hún er fjármálastjórinn og sér um að eyða þessu í afmælisgjafir handa krökkunum, sko. Þetta er ekkert notað til heimilisins, eða slíkt. Þeir peningar koma annar staðar frá.

Nei, ég hef ekki gert neina rellu út af því þótt að móti hafi blásið. Föðurmissir og allt hvað heita hefur. Ég hef ekki gert neina rellu fyrr en núna síðasta árið, Pétur, eða síðustu árin eða frá því ég er sjötugur. Þá fyrst fer ég að gera rellu, virkilega rellu, og verð bara vondur út í Pétur og Pál ef því er að skipta, sko. Sérstaklega ef mér finnst að sé ráðist á mig, sko. Um leið og ég hætti í reglulegri vinnu, verð sjötugur.

Já, ég verð pirraður, já. Nú skal ég segja þér það alveg frá byrjun hvað gerist. Þegar ég er fimmtán ára gamall, nú förum við aftur á bak svolítið, og alveg frá fimmtán ára og upp í sjötugs aldur. Þegar ég er fimmtán ára gamall þá er ég svona að snúast í kringum stráka þarna og einn heitir Guðmundur Blöndal Guðmundsson. Hann var mikið í Héðni og mikið í Heimdalli. Hann var gjaldkeri þar, sennilega. En ég var ekkert skráður í Heimdall þarna fjórtán ára en þá er ég að hjálpa honum niður á Morgunblaðsafgreiðslu, sem var í Austurstræti, að selja fyrir þá miða á ballið þeirra. Þeir héldu alltaf ball einu sinni í mánuði. Ég var sat alltaf fyrir Guðmund og við

30

Page 30: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

urðum vinir og erum enn þá vinir. Hann er lifandi. Ég hitti hann bara um daginn. Síðan átti ég vini í Óðni, málfundafélaginu Óðni, sem var sjálfstæðisfélag og ég ætla að ganga í það. Þá er formaður þar Sigurður Halldórsson. Þekkti hann vel og bróðir hans var giftur systur minni. Svo ég ætla að ganga í Óðinn, þarna, fimmtán ára gamall og þá segir hann: Nei, það er ekki hægt því að við tökum ekki við neinum fyrr en hann er orðin sextán ár og þetta var seinni part sumars. Svo náttúrulega eftir að nóvember kemur þá er ég kominn á þennan aldur svoleiðis að ég er orðinn sextán ára og geng þá í Óðinn. Seinna meir, sótti fundi þarna, seinna meir varð ég formaður Óðins og ég stofnaði þar byggingarsamvinnufélag sem kallað var verkamanna og sjómanna. Ég vann fyrir sjálfstæðisflokkinn fyrir allar kosningar. Tók aldrei nokkurn tímann krónu fyrir en ég vissi um menn sem voru bara á launum við þetta, að smala og það kom ýmislegt fyrir sem bæði má segja og má ekki segja.

Ha, láta allt koma! Þú segir það!

Ég var rukkari hjá bænum líklega átján ára. Þá er Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri. Hann bað mig að fara með tvo bíla frá Steindóri. Fara á Þingvöll. Það voru kosningar framundan og ná í fólk að kjósa og þá varð að fara til hreppstjóra, sem að ég hitti þarna, ég vissi hvar hann var og allt það og segi við hann hvaða erinda ég sé. Hann segir: Þú ferð bara þarna inn og lætur bara kjósa, sko. Ég hélt að þetta væri allt í þessu fína lagi. Hafði ekki hugmynd um að þetta var ólöglegt. Hafði ekki hugmynd um það.

31

Page 31: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Svo ég læt gera þetta í marga daga. Kem með bunka af atkvæðum heim, maður, og segi: Hérna eru atkvæði og segi honum hvernig þetta hafi orðið. Hann segir: Í öllum Guðanna bænum nefndu þetta ekki. Þetta hefði getað eyðilagt kosningarnar he, he, he, allar sko,he, he, he, sko því ég mátti ekki gera þetta. Hreppstjórinn varð að gera þetta, aaaaaa. Þetta var nú eitt af því. Maður hefur lent í hinu og öðru.

Nú, ég vann fyrir þennan indælis sjálfstæðisflokk hvorki meira né minna en frá fimmtán sextán ára aldri og þangað til að ég verð sjötugur. Eeeee, ég á hér inni í hillu bæði blöð um það að ég hafi verið varamaður í Flugráði, ég held í tuttugu og fimm ár. Nema það að þegar að ég verð sjötugur þá bið ég um það því ég er að hætta að vinna og ég bið um það, Pétur, tala við ráðherra sem að var Hafnfirðingur, Matthías Á. Mathísen, þóttist vera frændi minn en ég afskrifaði hann um leið og hann sveik mig, aaaaa. Svo hérna hann segir: Allt í lagi ég skal gera það segir hann þú færð að vera eitt tímabil í viðbót. Svo kemur að því að það er birt í blöðunum hverjir eru í Flugráði, en ég ekki nefndur. Svo ég hringi í hann aftur og segi: Hvernig stendur á að þú ert að svíkja mig ? Ja, við urðum að gera það. Við urðum að skipta á þér og krata! Ja það er bara svona, segi ég, nú er ég búinn að vinna fyrir flokkinn í öll þessi ár og aldrei nokkurn tíma tekið krónu fyrir mín verk í flokknum og ég bið ykkur um þetta. Þetta eru, hvað, tvö hundruð og fimmtíu þrjú hundruð krónur á mánuði í þetta. Ég hef ekkert við þessa peninga að gera. Ég á nóg af peningum. Svo hérna, við urðum að skipta á þér og krata. Svo líður að því að það eru

32

Page 32: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

komnar kosningar. Ég fer ekkert að kjósa og ekki Ella og ekki neitt og það er hringt hérna um ellefu leitið og sagt: Guðmundur þú átt eftir að kjósa. Ég segi: Hver vill vita það hvort ég kýs eða kýs ekki, nú þetta er hjá flokknum, ég er ekkert í þessum flokk lengur segi ég, ég veit ekki betur en þið hafið gert mig að krata og ég hef aldrei kosið kratana og ég ætla ekki að kjósa neitt, haaa, svo þið fáið mig ekki til þess að kjósa kratana þó þið hafið gert mig að krata. Það er ykkar mál.

Þarna fór nú þetta, sko, og ég var bara bálvondur út í þá út af þessu.

Svo koma, þarna, borgarstjórnarkosningar meðan ég var með byggingarfélagið og þá var ég formaður Óðins, líka áfram, ég man það ekki alveg hvaða ár það var en það gæti verið að þú sæir það á klukkunni þarna. Það er gripur sem mér var gefinn í afmælisgjöf, þarna, þetta árið. Það hlýtur að hafa verið, þarna, í kringum þetta ár, sko, sextíu og níu, já. Það getur hafa verið sextíu og átta eða sjötíu, og þá er ég beðinn af skrifstofu flokksins að taka á móti, það var alltaf haldið ball og svona samsæti á eftir kosningar. Það var á hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og ég er beðinn um að vera með hótel Borg og þar. Ég gerði það. Sátu hjá mér tveir eða þrír félagar úr Óðni. Koma inn tveir ungir menn frá flokkskrifstofunni, ég kannaðist við þá, og þeir segja við mig: Heyrðu Guðmundur, megum við setjast þarna. Já, gerið þið svo vel, til þess erum við hérna að taka á móti svona höfðingjum eins og ykkur. Þeir eru ekki fyrr sestir heldur en þeir segja: Nei, djöfull fórstu illa með flokkinn

33

Page 33: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Guðmundur, og ég segi: Hvað áttu við ? Hvernig fór ég illa með flokkinn ? Það kom ekki einn einasti trésmíðameistari eða múrarameistari með krónu í flokkinn. Nú, segi ég, djöfullinn ekki vissi ég það að sjálfstæðisflokkinn vantaði peninga. Mér hafði bara aldrei dottið það í hug, Ha! Ég hélt að það væru bara atkvæði sem þeir væru að biðja um og vildu fá. Númer eitt atkvæði en ekki peningar! Hafa þeir ekki fengið atkvæðin, segi ég. Ég veit ekki betur en þeir séu með tveimur meira en þeir höfðu og höfðu þó borgina, Ha, en nú fá þeir tveim meira og þá er ég bara skammaður fyrir það að byggingarmeistarar skili ekki peningum. Þetta er skrýtið. Ég bara skil ykkur ekki, segi ég. Heyrðu, þeir stóðu upp. Voru ekki búnir að drekka úr bollunum sínum eða glösunum og fóru, aaaaaa. Svo líður og bíður og það er aðalfundur í byggingarsamvinnufélaginu, þá vorum við með þriðju blokkina og íbúð númer 103, líklegast, þá kemur þar maður sem er stórfrændi Sólveigar, hvort þau eru systkinabörn eða hvað. Hann er einn af byggendum þarna. Hann kemur með þá speki inn á fundinn að það skuli vera samþykkt á þessum aðalfundi að byggingarsamvinnufélagið byggi aldrei meira, fleiri íbúðir. Ég vil fá skýringu á hvað hann meini með þessu. Þá er hann búinn að segja fólkinu sem að býr í þessari stærstu blokk, þarna, búinn að segja því öllu saman að ef að byggingarfélagið heldur áfram að byggja þá geti þeir farið á hausinn og þá missum við íbúðirnar okkar. Ég segi, þetta er bölvuð þvæla. Þið getið aldrei misst ykkar íbúðir hvort byggingarfélagið fer á hausinn eða ekki á hausinn. Þið verðið sjálf að fara á hausinn til að tapa íbúðinni, en ekki

34

Page 34: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

byggingarfélagið. Því að byggingarfélagið á enga íbúð til að fara á hausinn með, haaaa. Það var ekki komandi við að fá það leiðrétt, ekki komandi við. Hann var svona ákveðinn þessi apaköttur svo ég gafst upp á þessu og varð nú hálf feginn í sjálfu sér að hætta því að ég var búinn að vera í þessu í þrjú eða fjögur ár hverju einasta kvöldi og helgar og helgifrídaga og vanrækti heimilið fyrir þetta enda tekur hún Ella alveg undir það viðstöðulaust, sko. Jæja, nema það, Pétur, að ég tók aldrei pening fyrir þetta. Aldrei nokkurn hlut, nei, og við áttum vini eins og Bjarna Ben. en hann var nú dáinn þegar þetta var. Þetta er náttúrulega dálítið pólitískt, þetta með byggingarfélagið, sko, en þarna fá þeir tveimur mönnum inn í borgarstjórn meira heldur en þeir höfðu, sjáðu, en höfðu þó borgina. Nema það að næstu kosningar á eftir, þegar er búið að eyðileggja byggingarfélagið, það voru komin ellefu hundruð manns í félagið sem voru búin að kaupa sig inn, ég held það hafi kostað fimmtíu krónur að láta skrifa sig í félagið, og, og , og , og næstu kosningar þá tapa þeir borginni. Þeir tapa þessum tveimur og borginni líka, sko, ha, bara fyrir það að þeir voru búnir að svíkja þarna ellefu hundruð fjölskyldur, þarna, sem voru komnar í félagið, haaa, ég á við það. Það getur ekkert annað hafa skeð! Það voru ellefu hundruð manns komnir í félagið. Ellefu hundruð er minnsta kosti tvöfalt ef ekki meira og þegar að það er svikið svona því allir litu, sem ekki gátu eignast íbúð öðruvísi heldur en svona, litu allir upp til þess að þetta væri eina leiðin til þess að eignast íbúð. Þetta var eyðilagt svona fyrir það að þeir fengu ekki pening hjá múrurum eða

35

Page 35: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

trésmíðameisturum, haaa, í kosningasjóðinn og nú bíta þeir úr því og ná sér aldrei upp aftur.

Gerðist lítið, nú ég var bara þarna frá níu ára aldri, sko, haustið níu ára og ég er þarna til fjórtán ára aldurs. Ég er bara í barnaskóla þarna. Ég varð þó að ganga í skólann að Reistará. Já, en það eru bara svona tuttugu og fimm kílómetrar. Já, við gengum þangað, já, annan hvern dag, já. Fórum einu sinni vagnaferð. Guðmundur Guðmundsson sem átti heima á Nunnuhóli, sem er hjá prestsetrinu líka, reyndar, svo fer kona með tveimur eða þremur börnum sem hún átti. Hann hét Guðmundur Guðmundsson líka en var seinna meir prestur út á suðurnesjum. Ég veit ekki hvar hann er núna. Eeeeee við fórum þetta í alveg kolvitlausu veðri. Það var alveg stórhríð, já, já, ég man þetta það mætti enginn í skólann. Ekki einu sinni kennarinn he, he, he en við áttum lengst að sækja skóla. Já, já við vorum hálfan annan tíma eða tvo tíma að ganga þetta en við gátum nú farið greitt, sko, við löbbuðum þetta bara eða hlupum. Mér er sérstaklega minnisstætt þetta illveður þarna. Orðið úti ? Nei, nei ekki hætta á því!

Þarna á Möðruvöllum lærði ég hinsvegar öll almenn sveitarstörf og bjó auðvitað að því alla ævi, aaaa.

Minn tryggasti vinur á Möðruvöllum það var hundur. Já, ef þú segir mér hvað hann hét, þá ertu snillingur mikill ! Aaaaa, heitað Tryggur, nei, ja, hann var skírður af presti. Já, hundurinn. Þú mátt geta þrisvar sinnum en ekki meir. Nei, hann hét ekki Jóhannes. Ha, gamla testamentið! Það veit ég ekkert um hvaða testament það er.

36

Page 36: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Nei, nei hann hét ekki Móses. Nei, nei þú ert búinn núna. Hann hét Esop. Já eftir gríska spekingnum. Þú manst, dæmisögur Esop, aaaaaa. En hvað um það. Hann var svo mikill vinur minn að þegar að ég fór þá ýlfraði hann á eftir mér. Hann var afar tryggur. Þegar við vorum oft að leika okkur krakkarnir og ég þóttist verða undir þá kom hann og reif í þann sem var ofan á, sko, já og viðkomandi krakki hann var sko fljótur að koma sér burtu og þó vissum við alveg hvað við vorum að gera, sko. Svo kemur að því að ég fer einn vetur heim, á milli þess sem ég var þarna fram til fjórtán, sko, og er þá einn vetur hjá mömmu að þegar ég fer þá verður hundurinn alveg óður og ég verð að loka hann inni og þá fer hann að gráta. Ég hef aldrei séð hund gráta fyrr né síðar. Hrundu tárin úr augunum á honum. Þegar ég kem aftur um vorið þá bíður hann niður við Hörgárbrú eftir bílnum og hleypur með honum alla leið heim og leið og ég kem út úr bílnum þá hleypur hann í fangið á mér,hummmmm, en yfirleitt þá eru skepnur sem gleyma fljótt en hann gleymdi ekki neinu þessi. Já, þetta var besti vinur minn á Möðruvöllum. Tryggur vinur minn og síðan mörgum árum seinna þá fer ég til spákonu, einhverra hluta vegna, bara svona, oft verið veikur fyrir svoleiðis, jæja, nema það að þetta er þá ensk kona og hún segir mér það: Heyrðu mister Gudmundsson það fylgir þér hundur og það er sviðalykt af honum. Já, segi ég, þetta getur vel passað en hvernig veist þú um það ? Útlendingur, þar að auki. Því að þegar að brann á Möðruvöllum þá brann hundurinn inni, jááá, og hann er með mér alla tíð síðan, sko, já. Svona er maður forlagatrúar, skal

37

Page 37: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

ég segja þér, og eins með það að það er föðurbróðir minn. Hann er líka með mér, en það er bara þegar að ég keyri bíl, Páll. Páll Jónsson. Hann var bílstjóri númer tvö. Átti skírteini númer tvö, sko, og hann var nú drykkjumaður mikill en hann smakkaði aldrei vín ef hann snerti á bíl. Þegar ég sagði: Hvernig stendur á því, fáðu þér bara einn sopa eða tvo. Kemur sko ekki til mála því hann ætlaði, sko, ekki að tapa skírteini númer tvö. Svo það hélt honum alveg frá því að keyra fullum en hann keyrði mikið vörubíla og var þarna til dæmis við Sogsvirkjunina og keyrði aðra hverja viku menn í bæinn, sko. Já, hann er alltaf með mér í bíl því það er sama hver andskotinn kemur fyrir hjá mér, alltaf blessast það, sko, haaa. Ég veit að hann er með mér vegna þess að það getur bara ekkert annað verið. Ég er bara svona trúaður. Trúaður á því að þeir sem eru farnir þeir verndi okkur. Ég veit að þetta er hann, altso, mér finnst ég vita það, sko og það er vegna þess að ég hugsaði mikið til Palla vegna þess að þegar að ég fermdist að þá var hann eini maðurinn í fjölskyldunni sem sendi mér eitthvað, fyrir utan móðir mína. Hann sendi mér reiðhjól. Hvernig sem hann fór að því. Ég held að hann hafi borgað það bara fimm kall á mánuði meðan hann lifði, he, he, he, he, en Palli sendi mér tíkall, hann gaf mér tíkall. Svo þótti mér þetta afar, hérna, gott hjá honum að gera þetta og er ánægður með gjöfina. Það var sem sagt eitt reiðhjól og tíkall frá Palla. Svo verður hann veikur og kemur eitthvað í löppina á honum, en hann reykti voða mikið. Hann tók aldrei sígarettu út úr sér. Þetta var nú á stríðsárunum og ég gat fengið sígarettu karton á tiltölulega góðu verði

38

Page 38: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hjá Bretanum og keypti það og gaf alltaf Palla. Sá alltaf um það að hann ætti nógar sígarettur. Gaf honum þetta, allt fyrir tíkallinn og hjólið, sko, haaaa, hefði haldið því áfram ef hann hefði lifað kallinn, þess vegna, en svo verður það með Palla greyið að það er tekinn af honum annar fóturinn, ekki man ég það hvort það var hægri eða vinstri, á Landakoti. Fóturinn settur niður í geymslu niður í kjallara, kalda geymslu, þar var samt eitthvað meira af dóti frá einhverjum öðrum sem hafði dáið, þarna, Palli var nú ekki dauður þegar þetta var, og fóturinn var settur niður í kjallara hjá ýmsu dóti þarna. Svo kemur einhverjar konur og þær eru að vitja um eigur þessa manns sem hafði dáið þarna og þeim er vísað þarna niður. Þær taka allt saman og löppina af Palla líka. Svo bregður þeim heldur í brún þegar þær koma heim og taka utan af löppinni. Það er þá bara löppin af Kalla Palla, aaaaaaaaa, he, he, he.........og voru fljótar að koma og skila henni aftur, aaaaa!

Fermingin hún var.....ég gekk ekkert til prestsins, ég átti heima hjá honum, he, he, he......það gekk allt saman vel nema það leið yfir þrjá krakka í kirkjunni, sko. Af hverju ? Ha, ja bara af hita og öll svona eitthvað nervös nema ég fann ekkert fyrir því en þau voru borin út, minnsta kosti þrjú. Já, já þetta var mögnuð ferming. Svo var nú lítið annað í því því að prestshjónin fóru í fermingargilli hjá öðru barni sem að var annað hvort bróður eða dóttursonur skáldsins í Eyjafirði. Nei, ég fékk enga fermingarveislu enda var mér fjandans sama um það.

39

Page 39: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Ég er kristinnar trúar, já, já, en þó með fyrirvara, jaaaá, um það að ég veit það að þeir sem eru farnir á undan mér og voru mér kærir svoleiðis og ég þeim þeir fylgja mér. Ég er alveg hárviss um það, alveg hárviss, annars gæti þetta ekki gengið, Pétur, ha.

Ég sá einu sinni gamla konu meðan ég var á Möðruvöllum þegar ég var nýkominn þangað og ég var svo hræddur að ég hef aldrei séð neitt eftir það. Mér brá svona mikið. Ég og Kristín systir mín við sváfum upp í svo kölluðu símaherbergi, það var nú bara einn sími á bænum, og við vorum í því herbergi og þá segir hún: Mundi farðu og náðu í koppinn. Ég gleymdi koppinum niður í vaskahúsi. Svo ég fer og það var farið í gegnum hurð og niður dálítinn hringstiga og þegar að ég kem niður í miðjan stigann að þá sé ég þessa gömlu konu þarna, sem ekki var til. Svo ég fer bara eins og snjóbolti til baka, kalla það snjóbolta eða hvað annað, bara endasendist aftur á bak og segi: Ég fer ekkert eftir þessu. Það er einhver kona þarna sem ég hef aldrei séð áður en svo gat ég lýst henni og þá var þetta gömul kona sem hafði dáið þarna, sko, fyrir löngu síðan. Þetta er eina sem ég hef séð en eftir það var ég aldrei hræddur.

Já, margir hverjir sem eru farnir og mér þótti vænt um halda verndarhendi yfir mér og fylgja mér, já. Þeir sem voru vinir, sko, jáááá.

Ég trúi ekkert á annað líf. Ég er alveg klár á því þetta er ekkert líf, sko, hjá dánu fólki. Það er dáið og það heitir það. Það er ekki líf. Aftur á móti minningarnar og sálin um þetta fólk það lifir. Líkamlegt líf það er líf en hitt er náttúrulega

40

Page 40: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hlutir eða tilvist eða hvað sem er. Það má kalla það hvað sem er bara það sé ekki ljótt nafn á því. Jú, jú það gæti verið öðru vísi líf en mér finnst ákaflega einkennilegt, Pétur, að það skuli vera svona, sko, og ég veit ekki hvort ég á að vera segja það hvorki þér eða öðrum en ég get sagt þér það ef það er gert eitthvað á móti mér. Þá kemur það alltaf niður á þeim sem gerir það. Það er svo einkennilegt, haaa....já. Ég veit ekkert hvernig stendur á því en meðal annars er það sjálfstæðisflokkurinn, haaaaa, já. Það er ákkurat það. Gott skilar sér aftur og illt skilar sér aftur. Það er bara að hafa vit til að skilgreina það og maður veit hvað er slæmt fyrir mann sjálfan, sko, aaaa.

Já, já ég hef eignast óvini, já, já. Það getur verið hvoru tveggja að ég hafi orðið óvinur þeirra eða þeir mínir en ég veit ekki af hverju menn þurfa að vera óvinir mínir. Ég geri engum manni mein en ég segi bara sannleikann. Ég passa mig á að ljúga ekki neinu. Ja, heldur þú það Ella mín að stundum þurfi að ljúga til að eignast vini. Ja, þú segir nokkuð, haaa....Nei, þeir sem gera mér eitthvað svona það er eins og komi eitthvað fyrir þá, hummm. Já, það eru svo sem öfundarmennirnir sem eru að gera manni ógreiða, mikið til, já.

Ha, hef ég öfundað einhvern? Ekki svo ég viti til, ja öfundað nei, en ég get orðið fokvondur út í menn, já, en ég öfunda þá ekki af einu eða neinu. Þeir geta ekkert gert sem ég get ekki gert.

Ég reiðist yfir því, skal ég segja þér, og við það að ef ég er kærður fyrir að keyra inn á rautt ljós og ég fæ ekki að segja sannleikann, Pétur,

41

Page 41: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hvernig stóð á því að þetta henti, já, og ég er sagður ljúga öllu saman um þetta og ég skrifaði þeim á sínum tíma um þetta og þurfti ekkert að kveðja mig til. Ég fór sjálfur niður eftir til að gefa skýrslu og svona nokkuð en ég skrifaði þeim líka bréf um þetta og sagði þeim hvað væri að, þarna, að mínu áliti og þess vegna hefði ég lent í þessu, já, og það fyrsta væri það að það væru tveir, til dæmis, næstu ljósastaurar til hægri á þeim stæði sextíu – ja, sko, ég vil tala um þetta. Er eitthvað af þessu komið á filmuna hjá þér ? Nei, við tökum þetta ekkert seinna. Það er ekkert gagn að þessu nema það fari á filmuna núna. Ja, hvað ertu að spyrja þá, hvern fjandann ertu að spyrja þá, ef þú vilt ekki heyra þetta í bókinni. Vil ég hvíla mig. Ég vil fjandann ekkert hvíla mig. Ég vil bara fara í hádegismat!

Já, Esop af hverju við vorum að gera þetta. Jú, við vorum bara að gá hvernig Esop brygðist við að sjá mig kominn undir. Ja, hann þoldi það ekki frekar en ég sjálfur, sko, he, he, he......Já, en þetta var líka eina lífveran þarna fyrir norðan sem fór að gráta þegar ég fór. Það var hundurinn. Ég er alveg sannfærður að hann fylgir mér hvar sem er.

Já, allt hefur breyst. Áður flugust börn og unglingar á en núna fer allt í slagsmál, já, og illindi. Áður var þetta bara að gamni sínu, sko, allt í góðu gert og þótti eðlilegt. Já, já og fullorðnir flugust á við krakka, en þetta er hætt. Batnandi manni er best að lifa, kannski, menn hætta þá kannski að ráðast á krakkana he, he, he,......já, já það er betur farið með krakka í dag. Áður voru krakkar hirtir, skammaðir og

42

Page 42: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

rassskelltir. Ég var rassskelltur kannski einu sinni eða tvisvar eitthvað svoleiðis ég man það ekki alveg en mér var oft hótað því, sko. Ég var svolítið baldinn þegar ég var ungur, sko, fyrir níu ára aldurinn,sko. Hvernig baldinn ? Ja, ég kannski var of lengi úti. Átti að koma heim klukkan þetta og svo kannski kom ég ekkert heim fyrr en löngu, löngu seinna og þá var ég að svíkjast undan.

Ég man ekki hvort ég var hræddur við nokkurn skapaðan hlut þegar ég var barn. Ég held ekki. Ég varð myrkfælinn þegar ég sá kerlinguna en hvorki fyrr né síðar. Ég er búinn að gist á mínu flakki fyrir Flugmálastjórnina um allt land í allskonar skúrum og lesa um þá drauga draugasögur einmitt um þessa sömu skúra, sko, aldrei orðið var við neitt. Nei, nei. Ég segi bara þegar ég kem: Komið þið sæl og þegar ég fer, verið þið sæl, og það hefur nægt, he, he, he.......

Ég kynntist móðurforeldrum mínum sáralítið því ég kom mikið sjaldnar til þeirra þau voru ekki með neitt appelsín eða gosdrykk, sko, já, já, en ég kom oft til hennar ömmu á Öldunni, bara til að sníkja gosdrykk.

Já, við komumst öll systkinin á legg en þau eru öll farin núna við erum bara tvö eftir. Það yngsta, hún Súsý sem var gefin og ég. Hitt er allt saman farið, en það vill segja, sjáðu, að það fer fyrst sem Guðirnir elska, sko, aaaa. Kannski hef ég eitthvað hlutverk hér ennþá. Já, ég held það. Já, það er bara enginn vafi á því.

Þegar ég var sendisveinn þá var ég á reiðhjóli og á því var grind að framan og kassi eða

43

Page 43: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

eitthvað svona og fólst í því að sendast. Allt frá því að beðið var um einn eldspýtustokk upp á Öldugötu, Ránargötu eða eitthvað svona, sko. Fyrirtækið sem ég vann fyrir var í Garðastræti 17 og ég hjólaði þaðan í allar áttir eftir því sem beðið var um. Þetta var nýlenduvöruverslun en ég var ekkert í afgreiðslu þar. Ég var bara sendisveinninn og þarna var matvara og kjötvara, sko, já, já. Svo hætti þetta nú. Ég man ekki hvort ég var farinn áður en þeir hættu, eða hvað en þá ætlaði ég að fá vinnu á Eyrinni. Kaupið á Eyrinni var 1.36 á tímann og ég þekkti verkstjóra, og þekkti alla verkstjórana með nafni þá, og ég fór til þeirra þegar ég fékk ekkert að gera. Menn biðu þarna bara í stórum hópum, sko, troða sér í kringum verkstjórann og hann sagði: Far þú og gerðu þetta, gerðu hitt. Svo einhvern tímann fer ég til eins þeirra og segi: Mig vantar vinnu, ég er sonur Söllu Gvendar. Ertu hvað !? Ég er sonur Söllu Gvendar, segi ég. Já, ég er nú búinn að skipa vakt í dag en stattu nálægt mér á morgunn, það kemur annað skip á morgun hérna, og stattu nálægt. Eftir það fékk ég alltaf vinnu hjá þessum verkstjóra, sko, og ég notaði tækifærið þegar ekkert var að gera hjá honum og eitthvað hjá öðrum að þá fór ég til hans og sagði: Ég er sonur Söllu Gvendar, og það dugði. Ég þurfti ekkert annað, sko, fékk alltaf vinnu. Það sem var um að ræða hjá mér var það með togarana það var að fleygja fiski, bæði nýjum eða söltuðum, stundum kom togari inn með bara ísaðan fisk og það var það sem var tekið, og hert bara, þess vegna eru þessi tré hingað og þangað, trönurnar, svo yfir vetrarmánuðina var yfirleitt saltfiskur, svo kom skip með salt og þeir komu með kol og þá var að

44

Page 44: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

fara með skóflu ofan í lest og moka í poka. Svo var það keyrt í burtu. Ha, fleygja fiski, jú sko, fleygja honum neðan úr lest á togurunum alla leið upp á bryggju, það var ekki híft í þá daga. Það var selflutt þannig að þeir sem voru niður í lestinni þeir hentu upp í opið þar sem voru tveir, venjulega, sem skiptust á, og þeir hentu síðan upp á borð sem var á dekkinu og þaðan var hent upp á bryggju og þaðan í vagna eða hestvagna, í þá daga. Þetta var mikið magn, blessaður vertu. Þetta tók svona upp undir dag að losa togarann. Svo var oft að þurfti að setja um borð kol eða salt og það var nú mikið erfiðari vinna heldur en þetta, sko. Þetta var kallað að vinna á Eyrinni. Já, já Dagsbrún var til þarna og réði öllu á Eyrinni. Ég er nú alveg frá fimmtán ára aldri í þessu og ég fer í Sænska frystihúsið þar þekkti ég verkstjórann, já var svona rétt fyrir norðan þar sem Seðlabankinn er núna, það var Svíi sem var með það, þess vegna var það kallað Sænska frystihúsið. Ég bað verkstjóra þar um vinnu og sagði honum hver ég væri. Hann þekkti pabba vel og þeir voru góðir vinir. Ég fékk alltaf vinnu hjá honum. Svo kemur að því að Gustavsson, sem rak þetta, hann kemur til mín og segir: Gumunda, þú ekki nema fimmtán ára. Já, segi ég það er rétt. Ja, þú átt ekki að fá fullt kaup en ef þú vilt vinna fyrir krónu á tímann þá færðu alla vinnu sem þú vilt, já. Svo ég þáði það frekar en að vera að snapa þetta út um allt. Krónu á tímann, sko, og svo verður það að það er skipt um verkstjóra þarna, því hinn var nú svo drykkfelldur, hann Valdi vinur minn, en sá kemur með tvo stráka þarna, og hann kom frá Kveldúlfi. Honum var ekkert um mig gefið, en Gustavsson

45

Page 45: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hafði séð mig vinna og vissi að ég vann alveg á við fullorðinn mann, þó ég væri fimmtán ára. Svo einn góðan veðurdag hitti ég hann úti á plani og þá segir hann: Heyrðu, Gumunda, þú ekki mæta í vinnuna núna í fleiri vikur ? Jú, jú segi ég, alltaf kominn hér klukkan sex á morgnana. Ha, sex á morgnana ? Já, það er byrjað klukkan sjö og ég er alltaf kominn hér um sexleitið á morgnana og ég fæ bara ekki vinnu. Nú, hvernig stendur á því ? Það veit ég ekki, segi ég, það getur vel verið vegna þess að hann er kominn með tvo strákana sína sem eru á sama aldri og ég. Komdu bara áfram í fyrramálið, segir hann. Svo fer hann að tala við verkstjórann og eftir það þá náttúrulega var ekkert vit í því að vera þarna mikið lengur því þá tók hann þetta sem klögumál frá mér, sem var ekkert klögumál. Hann gerði þetta sjálfur kallinn því að hann var búinn að bjóða mér þessa vinnu og vildi standa við sitt loforð. Svo út úr þessu þarna fer ég og við fórum tveir strákar, þetta hefur verið að vori til, því fórum og réðum okkur sem síldarstelpur norður í Hrísey, já.

Í sænska frystihúsinu var það mikið þannig að ég var látinn keyra, skal ég segja þér, vagn, sem var keyrður frá því að fiskurinn var kominn niður í ílátum niður og þar var hann settur á vagn sem var svo ýtt inn í frystiklefann, sko, og ég ýtti honum inn í klefann. Svo var hann tekinn þar og ég fór með kassana til baka aftur. Þetta var aðallega svona og síðan ef þetta var ekki þá var bara að þrífa til og sópa og moka slori og drasli, svona. Þetta var aðal vinnan þarna. Svo var líka ís mikið en það þurfti nú meiri krafta til þess því strákarnir tóku bara pokana svona, fimmtíu kílóa poka, og skutluðu honum bara út á bíl, já. Þeir

46

Page 46: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

voru þræl helvíti sterkir strákarnir þarna en þetta voru fullorðnir menn, sjáðu til.

Við fórum báðir þarna í Hrísey. Síðan kemur það nú upp í Hrísey að það kemur engin síld, en það var mikið síldarár, síldarsumar, sko, og báturinn sem þeir áttu þarna, þetta voru menn rétt frá Akureyri, dottið úr mér núna hvað þeir hétu, en kemur kannski seinna, en með þeim var þarna maður sem hét Einar og var seinna meir verkstjóri hjá Hitaveitunni þar sem ég lenti seinna meir, sko, nema hvað það kemur engin síld til þeirra. Það treysti þeim enginn fyrir síldinni. Svo er þar kvenfólk og kemur ein konan til mín og segir: Heyrðu Guðmundur maður minn er með tvílembinga hérna. Hann er skipstjóri á mótorbát frá Akranesi og kokkurinn er að fara frá honum. Hann er að fara til Noregs að læra að verða, hérna, hvað er það kallað, jú, kristniboði.

Tvílembingur, eru tveir mótorbátar, sem veiða með sömu nót og það voru bátar sem var róið, sem voru með nótina, þeim var róið frá öðrum bátnum, sko, hinn var meira til að taka og flytja í land en svo þeir náttúrulega báðir fylltust þá náttúrulega fóru þeir báðir í land, ha, og það kom þó nokkuð út úr þessu. Ég man, ég held ég hafi fengið einar tvö þrjú hundruð krónur. Það var allt sem ég þénaði yfir sumarið,sko. Þá var ég kokkur og síldarstúlka. Byrjaði fyrst sem háseti á Hjalteyrinni, bátnum þeim, en þeir vildu ekkert nema.....skipstjórinn var hálfvitlaus. Þetta voru bara “búmm” og ef þú veist ekki hvað búmm var þá var það ónýtt kast. Hann lét svo illa að öll síld fældist í burtu, bara, frá honum. Ég mundi halda það, helvítis læti í honum, en svo þegar mér var

47

Page 47: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

boðið að vera kokkur þarna þá fór ég frá þeim og yfir og eldaði í sautján manns. Það gekk nú á ýmsu svona. Ég man eftir því einu sinni þá ætlaði ég að hafa kjötsúpu. Svo ég set yfir, náttúrulega, stóran pott, var vanur að fara á fætur klukkan fimm sex á morgnana til að ganga frá þessu, búa til handa þeim morgunmat, graut eða eitthvað svona, og svo var það vaninn að kokkurinn mátti fara fram í og leggja sig, svona, haaa, svo ég geri þetta og það er blíðskaparveður. Heldur þú að það geri ekki báru, maður, og ég sef þarna í rúman klukkutíma og finn það að hann er farinn að höggva svo ég vakna, fer aftur í eldhús, er ekki helvítis kjötpotturinn í gólfinu bara! Jaaaaá. Svo ég gerði mér lítið fyrir. Ég fór í svuntuna. Þurrkaði skítinn af kjötbitunum og setti það í pottinn aftur og hélt áfram að sjóða. Og í staðinn fyrir að hafa ketsúpu þá hafði ég bara brúna sósu svo það sæist ekkert að þetta hafði farið í gólfið – og þetta var étið alveg hreint eins og þetta væri kóngamatur, jáááá, ég sagði náttúrulega ekki neitt, en þegar við hættum og vorum að fara heim þá komu allir skipsverjarnir til mín og sögðu: Jæja Guðmundur þú ert sá besti kokkur sem við höfum haft. Við vorum ekki með niðurgang nema í þrjá daga, haaa, svoleiðis að ég var ánægður með það. Auðvitað sagði ég þeim aldrei með brúnu sósuna eða brúnu bitana, sko, en þetta var allt étið! Það varð enginn veikur af þessu.

Nei, skólagangan var ekki löng. Þarna var ég sextán ára og um fermingu er ég búinn í barnaskóla, sko, og það er það sem að þjóðin verður að líða fyrir núna, Pétur minn, að ég gat ekki fengið að læra, var ekki til efni á því, því ef

48

Page 48: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

ég hefði farið að læra og hefði farið í háskóla og allt svona nokkuð þá hefði ég orðið forsætisráðherra – og væri það enn, he, he, he, he, he,he..........hummmmm. Ég er að segja krökkunum þetta svona í gríni. Nei, nei það var ekki nokkur von til þess útaf peningaleysi. Maður varð að vinna, sko. Ha, langaði mig til að fara í skóla ? Nei !!! he, he, he, he........það er alveg satt að mig langaði ekkert til þess. Mig langaði bara til að vinna og vinna vel.

Jú, jú ég hef gaman að lesa sögur, sko, en þá hef ég annað hvort ævisögur sem er eitthvað vit í, sko, eða riddarasögur, eða eitthvað svona sko. Ævisaga sem vit er í ? Ja, það væri til dæmis ævisaga eins og þú myndir skrifa um mig, he, he, he.......haaaa, sem segir bara sannleikann af lífi sínu og bæði gott og slæmt, sko, þess vegna.

Svo bara fór ég aftur á Eyrina og Sænska, lítils háttar, en þá kemur það upp að einhver fær mig til þess að sækja um til þess að verða rukkari hjá bænum, já. Svo ég fer niður eftir og sæki um það og ég fæ stöðu þarna og það er á sama tíma,skal ég segja þér, svona viku eftir að ég byrja þá fer hann úr sem borgarstjóri, bíddu, hann hérna Halldórsson, Pétur Halldórsson, haaa, og Bjarni Ben. kemur inn í staðinn. Nei, ég kynntist honum ekki svo þarna, sko, nema, sko, Bjarni var borgarstjóri en ég var bara rukkari þarna. Við vorum einir fimm eða sex rukkarar. Fengum heilu göturnar til að rukka og kaupið var þá líklega svona hundrað og fjörtíu eða sextíu krónur á mánuði. Því ég man það að það var talið að togarasjómenn gerðu það gott og ég man að þeir voru með tvö hundruð og fjörtíu krónur á

49

Page 49: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

mánuði. Svo þetta var nú kannski ekki vel launað, en ég hefði komist í tvö hundruð og fjörtíu krónur ef ég hefði verið sex ár sem rukkari, já, en þegar ég er búinn að vera eitt ár, það voru allir skíthræddir við Bjarna því hann kom á hverjum morgni þegar átti að byrja að vinna og ef það var laus stóll: hver á að sitja þarna ?, já, og sá sem á að vera þarna hann á að koma að tala við mig þegar hann kemur og eftir það var hann alltaf mættur á réttum tíma og svo fór að enginn annar þorði annað en gera það. Svo einn góðan veðurdag segir Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri við mig: Jæja nafni, heyrðu, við eigum að fara inn til borgarstjórans. Djöfullinn, það getur bara ekki verið. Ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af mér, segi ég. Ég sé að hann er hinn alvarlegasti en snýr sér undan og kímir, svona, og ég tók það nú ekkert illa því ég sá nú ekki hvað var um að vera fyrr en á eftir en svo, hérna, förum við inn, er bankað og hann kemur með mér inn til Bjarna. Þá segir Bjarni við mig: Þú ert Guðmundur ? Já, ég er Guðmundur. Heyrðu, þú getur fengið mest þegar þú ert búinn að vera hérna í sex ár þá getur þú fengið tvö hundruð og fjörtíu krónur á mánuði en þú ert með hvað ?, hundrað og eitthvað, ég man ekki hvað, þrjátíu fjörtíu. Já, segi ég. Ég hef nefnilega ákveðið Guðmundur, ég hef ákveðið að þú skalt fá tvö hundruð og fjörtíu krónur um næstu mánaðarmót og eftirleiðis, já. Svo ég segi: Af hverju er það ? Það er alveg skiljanlegt maður, það er alveg skiljanlegt, ha. Nú, hvernig þá ? Nú, það eru fimm rukkarar og þú rukkar meira heldur en allir þeir til samans! Haaa, svona var Bjarni. Þetta eru fyrstu kynni mín af Bjarna,

50

Page 50: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

aaaa. Þegar ég var búinn að vera eitt ár og hann eitt ár eða svona, hann kom aðeins á eftir mér, þá vildi hann meta það við rukkarana hvað þeir gerðu mikið og allt svona nokkuð. Svo kom Bjarni mér til hjálpar aftur seinna, sko, og það var þannig að einn lögfræðingur þarna og tveir lögfræðingar sem að fóru út og gerðu lögtak hjá fólki, og svona, og stundum var ég með öðrum þeirra. Nema það að hann lendir í klandri, sá lögfræðingur, og ég hafði farið með honum nokkrar vikur einhvers staðar um tíma, en það var aðallega gamall maður sem var með honum, gamall rukkari, sem ég vil ekkert segja hvað hét, eða svona nokkuð, til þess að stuða engan. Hann er sjálfsagt dauður og þetta var leiðinda helvítis mál. Nema það að lögfræðingurinn hann er tekinn fyrir það að selja sykurmiða. Við vorum sendir stundum út með skömmtunarmiðana og þessi maður sem hafði verið með honum þarna í vinnunni, hann og þeir djöfluðu sér saman með það. Svo kemur þetta upp og þá kemur hann til mín og segir: Guðmundur, þú ert ungur maður nú verður þú að taka að þér, nú verður þú að taka að þér að segja það bara að það hafir verið þú sem lést mig hafa þessa miða því þeir gera ekkert við þig því þú ert ungur maður og þolir þetta alveg, en það fer á gamla manninn þarna þá er hann dauður, aaaaa. Svo ég asnast til að taka við þessu, Jaaaaaamm. Svo ég er bara dæmdur, settur inn fyrst og svo er verið að yfirheyra mann og svo er ég dæmdur, já, já, já, missi kosningarétt og annað og það verða allir steinhissa að ég skyldi vera glæpamaður bara. Nema það að ári seinna, ég missi alveg réttindin bæði kosningarétt og annað, öll réttindi, svo

51

Page 51: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

verður Bjarni Ben., hann verður, verður hérna, dómsmálaráðherra og hann kemst að sannleikanum, haaaaa......ja, það er nefnilega það hvernig hann komst að þessu. Hann var allstaðar með menn úti að njósna, sko, já, ha!, og hann finnur það út, það er einhver sem segir honum: Guðmundur átti þetta nú ekki skilið því þetta var ekki svona, segir honum hvernig þetta hafi verið. Ég hefði bara tekið þetta á mig vegna þess að mér var sagt að kallinn myndi bara drepast. Hann gerir sér lítið fyrir, ég fæ bara einn góðan veðurdag bara bréf um það að ég er bara laus allra mála í þessu, fæ minn rétt aftur. Hann gerði þetta sem dómsmálaráðherra. Ég bað hann aldrei um það, nei, nei, nei, nei. Hann bara gerði þetta sjálfur á þeim forsendum að hann vissi af mér. Hann vissi af mér sem rukkari þarna hjá bænum þegar hann var borgarstjóri, en þarna var það búið, sko. Ég var kominn í slökkviliðið þegar þetta var. Þegar þetta kemst upp. Þessi helvítis vitleysa, sko, var rekinn þaðan. Nú, rekinn úr slökkviliðinu, missti vinnuna við þetta. Já, mér datt það ekki í hug að ég missti vinnuna. Já, ég er hættur í rukkuninni þegar þetta kemst upp og búinn að vera í slökkviliði Reykjavíkur í eitt ár, eða svo. Já, ég ákveð að taka þetta á mig af unggæðingshætti. Mér var komið í skilning um það þá að þetta væri ekkert vandamál, sko, en ég missi bara réttinn, fæ ekki kosningarétt fyrir bragðið. Ég er orðinn yfir tvítugt þarna, sko. Mér datt ekkert í hug að gera þetta. Það var þeim sem datt þetta í hug og svo kemur bara helvítis góðvildin í mér til greina, sko, að taka þetta á mig. Jú, jú ég þekkti manninn. Ég vil bara ekkert segja hver hann var. Ja, þetta var gamall

52

Page 52: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

vinnufélagi og allt svona,sko, og af því mér var sagt þetta svona, sko, að þetta gerði honum að fullu en þetta voru lögfræðingar sem voru að segja mér þetta, í þessu tilfelli, eða lögfræðingur. Ja, sá sagði að þetta yrði ekki nokkur skapaður hlutur. Ég fengi kannski skammir fyrir að hafa gert þetta en ekkert meira. Ja, sko, afbrotið var að teknir voru skömmtunar miðar niður í Gúttó og hann fékk þá og seldi þá svo einhverjum sælgætisgerðarmanni. Það var eitthvað svoleiðis,sko. Hvort þetta hafi fengið eitthvað á mig ? Mig!!! Ég er nú aldeilis hræddur um það!!! Ég er búinn að jafna mig á því núna, sko, og fyrir löngu síðan en þess vegna segi ég það að Bjarni hann var góður maður. Hann fann það út, því hann hafði nú allstaðar eyru og fylgdist með öllu.

Já, Kjartan spyr hvort ég vilji ekki vera varaslökkviliðsstjóri hjá honum á Reykjavíkurflugvelli og þá er þarna flugmálastjóri, það er Ellingsen og ráðherrann, ef ég man rétt, Áki Jakobsson. Fyrir sósíalista. Þetta kom ekkert pólitík við, gagnvart mér, sko. Við byrjum á því fyrstu vikurnar að við fengum bíl frá Ameríkananum reyndar tvo Makka og við byrjuðum á að skrapa hernaðarlitinn af og máluðum þá rauða. Við vorum að þessu niður í skýli fimm á Reykjavíkurflugvelli. Svo um sumarið tökum við við þessu. Bretinn fer þarna smátt og smátt. Fyrst tókum við við einum bíl, Bedford. Þetta hefur líklega verið fjörtíu og fimm. Ég hef komið þarna líklega fyrst í apríl. Þá vorum við bara fyrst tveir þarna að skrapa bílana, sko, þangað til að Bretinn fór. Eftir það kemur Daníel Markússon og hann var bílstjóri frá Hvammstanga. Næstur honum Þorvaldur Jónsson

53

Page 53: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

bróðir Sigga flug og svo Böðvar. Ég held við höfum verið þrír á vakt til að byrja með og þá líklega bara um það bil sólarhring í einu, sko. Það kom fyrir að, til dæmis, að Kjartan átti að leysa mig af, því við vorum bara með tvær vaktir til að skipta, og það kom fyrir að hann lét ekki sjá sig. Hann bara sást ekki. Svo líður fram á dag og ég náttúrulega bíð og bíð og allt í lagi með það svo sem. Nema þegar að hann kemur segi ég: Hvar í fjandanum varstu? Vissir þú ekki að þú áttir vakt í morgun? Jú en ég var bara að veiða uppí Laxá í Kjós. Já, segi ég, það er bara ekkert annað? Þú hefðir nú minnsta kosti getað sagt mér frá því, sko, já. Svona var nú hugsunarhátturinn og hann var afleitur með þetta. Síðan einn góðan veðurdag kemur Kjartan til mín og segir: Heyrðu Guðmundur, það eru reglur hérna. Ég var að tala við flugmálastjóra og hann forbannar að nokkur af okkar mönnum hérna fari hvorki á slökkviliðsbílum eða öðrum bílum vallarins, útfyrir völlinn, til þess að draga aðra bíla í gang. Það var nefnilega oft sem að var beðið um þetta í þá daga. Þetta er bara bannað! Eftir svo sem tvær þrjár vikur, ég er á vakt, það er Kjartan Pétursson sem hringir og segir: Guðmundur, komdu og dragðu mig í gang. Ég fæ ekki bílinn í gang. Ég segi: Það get ég ekki Kjartan minn. Það er ekki nema eins og tvær vikur síðan þú sagðir við mig að þetta væri harðbannað, alveg, og ég geri það ekki, segi ég. Hann fær einhvern til þess að ýta bílnum í gang fyrir sig og fer beina leið í stjórann og segir: Ég ætla að biðja þig að segja honum Guðmundi upp. Hinn segir: Fyrir hvað? Kjartan er undarlegur að hann segir: Ég bað hann um að draga bílinn í gang og, hérna, hann

54

Page 54: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

neitaði mér um það. Þá sagði Ellingsen við hann: Heyrðu Kjartan, ég ætti að segja þér upp en ekki Guðmundi vegna þess að ég bað þig að koma þeim skilaboðum að þetta væri bannað. Þú hefur auðsjáanlega gert það en ætlaðir svo að misnota það. Eftir þetta var Kjartan aldrei vinur minn en annars vorum við góðir kunningjar, sko, því honum fannst það að ég hefði bara átt að hlýða honum. Svona eins og hann væri Hitler og ég bara einhver óbreyttur þýskur hermaður sem ætti bara að segja æ,æ, eða eitthvað svona, eða ó, ó, hummmm. Það var Kjartan sem stóð fyrir því með öllum þessum skrifum í blöðin um frammistöðu mína þarna á vellinum, sko. Þessi skrif voru í Nýjum vikutíðindum og öllu þessu helvítis dóti þarna. Mánudagsblaðinu dauðlangaði að fara í þetta líka en ég kannaðist nú við blaðamanninn þar og ég sagði honum bíddu bara svolítið með þetta. Svo vorum við kallaðir fyrir og þetta var orðið lögreglumál og hvað eina. Ívar bróðir sagði: Heyrðu Guðmundur, ég skal útvega þér lögfræðing. Hann á heima hér beint á móti Mogganum. Þá var Mogginn niður í Austurstræti. Hann var þá með stofu þar. Ég skal tala við hann og biddu hann bara um að hjálpa þér í þessu og allt sem að sagt var sagði ég bara satt og rétt frá. Það var búið að ljúga því að ég hefði leyft það að Guðni Jónsson setti tjöru á vatnstankana á vellinum. Það var vegna þess að Bretinn hafði skilið svo mikið eftir af tunnum með tjöru og þær voru að detta í sundur, tunnurnar, og tjaran lak út um allt og drápust fullt af fuglum, sko, sem að löbbuðu inní tjöruna og festu sig bara. Mér var kennt um þetta. Svo fer þetta alla leið fyrir Hæstarétt og einn góðan veðurdag

55

Page 55: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

þá hringir lögmaðurinn í mig og segir: Heyrðu Guðmundur, málið er búið. Við unnum málið. Ég var aldrei kallaður fyrir uppí rétt, sko, ha, eftir undirréttinn. Já, já þetta er svona ágrip af töluverðri sögu eða eftirmál brunans hjá Loftleiðum í janúar 1962. Það sem brann voru þrír braggar. Stórir braggar, um þúsund fermetrar að flatarmáli hver. Þeir voru fyrir sunnan hótelið sem er núna. Eldhúsið var í þriðja bragganum sem fór. Svo var sagt að ég hefði látið bara passa það að eldurinn færi inní slökkvistöðina. Svo ég sagði: Það þurfti ekkert að passa það. Ég var búinn að ganga frá því áður en að kviknaði í. Þá var spurt: Hvernig stendur á því? Það var vegna þess, segi ég, að samkvæmt reglum þá lét ég múra þarna vikurvegg í gegnum braggann. Í næsta bragga við hliðina var Haukur Classen með sitt dót og þar kviknaði í. Kviknaði í bensíni sem var verið að nota til að þvo þarna. Æ, ég man ekki hvað hann hét sem var að því, en skítt veri með það. Þeir eitthvað misstu niður bensín úr bílnum og það kviknaði í, já. Svo var næsti braggi þar við, það var geymsla Flugleiða og þar á meðal var áfengi geymt þar í klefa, í fjærsta endanum á þessum bragga, og það var svo vel gengið frá því að bæði hlið og loft og annað var álíka pappír og notaður er í Kassagerðinni til þess að pakka inn dóti, já. Braggarnir allir voru í rauninni bara pappakassar og ekkert annað. En ég átti sem sagt að vera sökudólgurinn en ég sýndi fram á það að það passaði engan veginn.

Jú, þarna verður sem sagt mikill eldhaf sem ekki var hægt að ráða við, bara ekki hægt að ráða við það. Slökkviliðið sprautaði auðvitað á

56

Page 56: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

þetta allt saman en við vorum ekki búnir að drepa í einni hliðinni en það byrjaði í þeirri næstu. Því þetta var kox og tjörupappi allan hringinn, allir braggarnir. Við náðum öllu nauðsynlegu vatni. Það var tankur þarna rétt hjá. Hann var fullur og allt í lagi með það. Svo var tankur beint fyrir framan afgreiðslu Flugleiða, sem er núna, þar sem var áður kallað Tunnan. Það var tankur þar. Hann var ofanjarðar. Þegar að Reykjavíkurliðið kemur, mjög fljótlega, þá segi ég: Þá farið þið í þennan tank hérna og takið þið vatn úr honum. Hann er fullur af vatni. Þeir fara þangað og koma eftir stutta stund og segja: Við náum engu vatni. Þá kalla ég í tvo strákana mína og segi: Farið með þessa dælu þarna og farið með hana upp á tankinn og dældu því þaðan og það tók mig svona fimm til sjö mínútur að gera þetta og þegar að það var komið vatn á línuna þá segja strákarnir hjá bæjarliðinu: Hvernig í andskotanum fóruð þið að þessu. Við fórum bara rétt að því, segi ég, það á ekkert að fara með slöngu svona að neðan. Koma með hana upp og láta hana svo aftur fara niður. Það dugar ekki. Hún lofttæmist aldrei til þess að vatnið komist í gegn, og þetta var það sem bjargaði mér raunverulega. Ég var sagður ljúga öllu svo ég segi: Fáið þið nú bara slökkviliðið í Reykjavík til þess að segja um það hvort það hafi bara verið tjara á þessum tönkum! Þeir auðvitað staðfestu að nóg vatn var til staðar og vatn á vatnstönkum.

Það sem um var að ræða í rauninni var að það átti bara að klekkja á mér. Af hverju? Af því að Kjartan Pétursson, ég frétti það norður á Akureyri. Það vissi náttúrulega enginn til að byrja með hver bar þetta í blöðin og þá auðvitað

57

Page 57: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

á svívirðilegasta máta, já. Ég átti þetta ekkert inni hjá Kjartani að hann gerði mér þetta, sko. Já, minn forveri í starfi slökkviliðsstjóra á Reykjavíkurflugvelli gerði mér þann óleik að segja það að ég hefði leyft að tjara yrði sett á neðanjarðarvatnstanka á flugvellinum sem svo engu vatni var hægt að ná úr við brunann og því hefði farið sem fór og orðið gífurlegt tjón. Þetta var nú bara svona, sko, og þarna átti bara að klekkja á mér, sko, og úr þessu varð mikið mál á hendur mér í blöðum, fyrir lögreglu og dómstólum.

Ég var hinsvegar alveg hreinsaður af þessu vegna þess að nóg vatn var til á nauðsynlegum tönkum, sem náðist allt og allt annar aðili, mér ofar settur, hafði látið setja tjöru á aðra vatnstanka, sem var mér og mínu starfi algerlega óviðkomandi.

En sagan er nú ekki alveg búin. Svo kemur það upp nokkrum árum seinna, eða nítján hundruð sjötíu og fimm, þá kviknar í hjá Flugfélaginu og þá hugsar þessi blaðamaður eða þessir sem að stjórnuðu þessu blaði sem að urðu að borga mér sekt. Þeir voru sektaðir í dómnum og þegar lögfræðingurinn hringdi í mig og segir: Heyrðu Guðmundur, við unnum málið eða þú vannst málið en þú færð ekki þá peninga alla segir hann. Nú, segi ég. Ja, ég verð að fá eitthvað fyrir minn snúð, segir hann. Að sjálfsögðu, segi ég, en gerðu mér greiða, sendu flugmálastjóranum reikninginn bara fullann, en í þá daga var nú lítið um peninga var mér sagt og ef menn voru að biðja um peninga fyrir ferð þangað eða hingað þá var ekki til peningur en Haukur heitinn Classen hafði

58

Page 58: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

verið búinn að segja mér, sama morguninn að ég frétti þetta, og sagði það Agnari og hann sagði mér að Agnar hefði sagt: Og vann hann það virkilega. Ha. Svo daginn eftir hringir lögfræðingurinn aftur í mig og segir: Heyrðu Guðmundur, þú mátt koma og sækja alla peningana því ég er búinn að fá þetta borgað í topp. Já, það stóð ekkert á því að borga þetta. Nei, nei, nei Agnar stóð ekki með mér í þessu. Það er ég alveg viss um að hann gerði ekki. Nei, það stóð enginn með mér í þessu, ekki þannig lagað, nema bara strákarnir mínir bara, þá.

Jú, auðvitað var hart að lenda í svona árás en það var hinsvegar gott að vera hreinsaður opinberlega af þessu slúðri. Ja, svo nokkrum árum seinna þá kviknar í hjá Flugfélaginu og þá byrja þessi skrif aftur í sama dúr. Já, Guðmundur leyfði það að skýlið var fóðrað að innan með tjörupappa og braggatexi. Nú, ég skil þetta ekki af hverju þeir eru að djöflast svona í þessu því þetta passaði ekkert. Þetta gekk held ég tvo daga í röð. Svo ekkert meir en þá hringir í mig brunamálastjóri og segir: Guðmundur þú sendir mér bréf þegar að var verið að gera þetta þarna og ég er búinn að tala við blöðin um það að þeir steinhaldi kjafti útaf þessu því þetta er ekkert þér að kenna. Þú bentir meira að segja okkur á Brunamálastofnun að það væri verið að gera þetta og þetta væri ólöglegt, en við gerðum ekkert í því. Svo hann sagði: Látið Guðmund eiga sig því hann á ekkert í þessu nema akkúrat öfugt. Og eftir það var ekkert meir, sko, jaaá. Svoleiðis að Bárður, í þetta skiptið, þá reddaði hann því þannig að hann viðurkenndi það að hafa fengið bréfið um þetta sem ekki var gert.

59

Page 59: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Nú svo verð ég hjá Bárði, fæ frí í eitt ár, og ætla að vera hjá honum í eftirliti um allt land. Ég fer í eftirlitsferð. Ég er kominn norður fyrir Akureyri, eða reyndar austur fyrir Akureyri þarna, þegar ég kem þar að skólahúsi sem er verið að byggja og ég sé það að þar er verið að einangra með eldfimu efni. Svo ég segi: Þetta má ekki. Þetta er fundarsalur og hér má ekki einangra með svona. Þið verðið að hætta við þetta. Viku seinna þá er ég kominn í bæinn og þá fæ ég þessar rosa djöfulsins skammir hjá Bárði, sko. Hvern djöfulinn ég sé að segja þeim að stoppa vinnu við þennan skóla? Vegna þess, segi ég, að samkvæmt þeim reglum sem þú hefur gefið mér þá er þetta bannað. “Já, en ég var búinn að leyfa þeim þetta.” Já, en ég segi: Þá var minnsta verkið fyrir þig, af því þú vissir að ég var á ferðinni, að láta mig vita af því, aaa, og þá sagði ég við hann: Nú er ég búinn að vera hérna hjá þér í hálft ár og nú er ég farinn. Því það er bara beðið um að ég komi aftur út á flugvöll, aaa. Ég ætla ekkert að segja við þig að ég geti komið á morgun því ég get bara farið á morgun. He, he, he, já svona endaði þetta þarna nú hjá Bárði.

Já, hvernig ég varð slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli? Ja, sko, einn góðan veðurdag þá kemur Kjartan, hittir mig og segir: Ég ætla að fara til Keflavíkur, þá var hann búinn að fá bíl hjá flugmálastjórninni sem að var svona einsog hitablásari til þess að hita upp mótora í vélum. Nema það ég segi: Hvað ætlar þú að fara að gera til Keflavíkur? Ég var nefnilega með stjóranum í Keflavík, við vorum á kendiríi í gær og hann sagðist ætla að ráða mig sem varaslökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli og ég

60

Page 60: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

ætla að fara þangað. Já, segi ég og hvað svo. “Ja, ég ætla að fara fyrst niður eftir og segja upp.” Svo ég segi: Kjartan minn vertu nú ekkert að þessari helvítis vitleysu. Vertu ekkert að segja upp fyrr en þú kemur til baka því ef það er sagt nei við þig þarna að þá færðu ekki jobbið. Svo fer hann niður eftir til Agnars og segir við hann: Heyrðu Agnar ég ætla að segja upp. Agnar segir: Já, það er hérna blað og blýantur, viltu skrifa þetta hérna væni minn. Gefa mér þetta skriflegt að þú segir upp starfi þínu. Kjartan gerir það og fer suður eftir. Nákvæmlega eins og ég var búinn að hugsa það, maðurinn sem ég vil ekki nefna nafnið á, og sagði: Þessi maður er á leiðinni til ykkar í þessum erindum og hendið honum út þar. Um leið og hann hitti slökkviliðsstjórann þá er vinskapurinn eiginlega búinn þar og hann segir: Ég hef ekkert leyfi til þess að ráða þig, ha. Ja, sko, það var Agnar sem hringdi í “number one” og frá honum kemur það niður til slökkvistjórans. Þannig að ekkert varð af ráðningunni og hinn vildi losna við hann hvort sem var, okkar maður. Haa, he, he, svona var það nú.

Svo hérna spyr Agnar hver væri tilbúinn að taka við þessu þarna eða biður Guðmund nafna minn sem var hjá liðinu í bænum, að tala við sig og taka við þessu þarna á flugvellinum. Guðmundur Karlsson sonur Kalla Bjarna varaslökkviliðsstjóra og hann tekur við því og er í nokkra mánuði en verður svo leiður á þessu og segir: Ég vil bara fara í mitt starf aftur. Ég nenni þessu ekki hérna og fer og segir Agnari það að hann sé bara farinn og þá spyr Agnar hann hvern hann geti sett af sínum mönnum í þetta. Það er ekki nema um einn að velja segir nafni, “og hver

61

Page 61: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

er það?” Nú og það var ég. Það var erkióvinurinn. Honum var ekkert um mig sem að ég skildi nú aldrei af hverju. Ég hafði aldrei gert manninum nokkurn skapaðan hlut, aaa? Þetta er á fyrsta árinu, sko, já.

Næsta sumar þá fer ég í sumarfrí, náttúrulega, og tek Ellu með og við keyrum hérna að Kirkjubæjarklaustri og á leiðinni fer ég á alla þessa sjúkraflugvelli og þetta og elti þetta uppi. Þegar ég kem til baka fer ég til Kjartans og segi: Þetta er allt í óreiðu þarna alla leiðina. Það voru þá trönur, þetta voru ekki hattar, og þetta var allt saman málningarlaust og allslaust og pokarnir rifnir og allt svona og ég segi: Þetta er bara ekki í lagi og getur verið hættulegt að segja mönnum að fara þarna ef þeir hafa ekki engan vísir um það af hvaða átt hann er, hvað þá meir, út af pokaleysi. Farðu bara og lagaðu það segir hann. Ég hef ekkert til þess,segi ég. “Fáðu bara lánaðan bíl hjá honum Guðna og fáðu slóða hjá trésmíðaverkstæðinu og drífðu bara í þessu”. Þetta var byrjunin á því að hugsa um sjúkraflugvellina, já. Svo var ég í því alla tíð síðan bara, yfir sumartímann, tók alltaf mitt frí bara í þetta.

Svo kemur að því að það er veitt hálf milljón í sjúkravelli. Ég átti eitthvað leið niður í bragga til Agnars og hann er þar í síma þegar ég kem inn og lít þarna á eitthvað blað á borðinu og sé þar að það eru sjö eða átta flugvellir sem að má búa til fyrir þessa hálfu milljón, he, he, he. Svo leggur Agnar símann frá sér “Heyrðu Guðmundur hvað varstu að segja?” Æ, fyrirgefðu, segi ég, mér varð á að lesa þetta blað og þetta er tóm helvítis

62

Page 62: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

vitleysa að það sé ekki hægt að gera nema sjö eða átta flugvelli fyrir hálfa milljón króna. “Nú hvað er hægt að gera marga.” Ég væri ekkert hissa þó væri hægt að gera þrisvar sinnum fleiri, segi ég. He, he, he.

“Farðu bara og gerðu það” Hann var vanur að segja þetta svona og svo ég segi: Það er nú ekki alveg leyst með það. Hingað til höfum við þurft að leita að sandgryfjum allstaðar til þess að ná valtanum af vörubílnum og við höfum þurft sandgryfju til að setja valtan á aftur en ef þú færð tíuhjóla trukk hjá Ameríkananum með spili þá getum við gert það léttilega og komið þessu vel fyrir og þú skalt fá þína velli eins og ég lofaði þér, og vel það. Svo hann gerir þetta, fær bílinn og þetta er útbúið þarna með gálga framan á. Þetta gekk svo eins og í sögu. Ég held ég hafi gert yfir þrjátíu sjúkraflugvelli og svo um haustið, rétt fyrir jólin, þá kallar hann í mig og segir: Guðmundur, við höfum ákveðið að sæma þig fimm þúsund krónum. En ég var bara búinn að hlera annað. Ég var búinn að hlera að Björn Pálsson og Haukur heitinn Classen sem áttu að vera í þessari þriggja manna nefnd ásamt mér um þessa flugvelli og ég hafði talað við þá einu sinni eða tvisvar. Þeir fengu sinn hvorar tíuþúsundirnar, aaa? Svo ég sagði: Agnar, nei ég á ekkert að fá fyrir þetta því að ég vil það ekki og það var bara skömmin af því að ég vildi ekkert vera að taka við helmingi, maðurinn sem gerði verkið, en hinir fengju helmingi meira sem að gerðu ekki neitt í verkinu, já. En ég sá eftir þessu í fjölda mörg ár því þetta voru mánaðarlaun þá, já, og munaði um á barnmörgu heimili. Ég sagði nú ekki Ellu frá þessu fyrr en mörgum, mörgum

63

Page 63: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

árum seinna. Já, svona gengur þetta fyrir sig allt saman.

Já, já, síðan var ég með viðhaldið á þessum völlum og að gera nýja eftir þetta. Ég gerði þetta bara sjálfur, sko. Þeir fóru nú þarna fyrir mig þeir Óli Bjarna og fleiri sem voru þarna. Þeir voru venjulega tveir eða þrír. Vellirnir urðu síðan vel á annað hundraðið þegar að mest var en þegar ég fór síðast þarna austur þá var allt komið í sama far og í byrjuninni.

Þetta var mikil yfirreið á hverju ári, ég er nú hræddur um það, og ég kynntist fjölda fólks í sambandi við þetta um allt landið innanvert og utanvert, já, já, já. Mér var allstaðar vel tekið. Jú, það voru margir sérstakir en Sigurbergur á Skaftafelli í Nesjahreppi. Það er einn sá merkilegasti að mínum dómi sem ég hef komist í með það að þegar ég bauð honum borgun fyrir greiðann að þá sagðist hann ekki taka fé af ferðamönnum fyrir smá greiða svona. Það reyndi ég hvergi annars staðar heldur en þarna.

Svo líður og bíður þarna og einn góðan veðurdag þá var hann Sigfús heitinn, þá var hann lifandi og vann hjá flugmálastjórn og Björn Jónsson sem var yfir í turninum, þeir koma til mín og segja: Heyrðu Guðmundur, hvernig mælir þú brautirnar. Ég segi, það er ekki nokkur vandi að mæla þær. Ég bara geng þær og þá veit ég hvað þær eru margir metrar. Ha, ég geng einn metra í einu! Ertu að gera grín að þessu, segja þeir við mig, he, he, he. Nei, nei, nei segi ég. Það er nú ekkert sem heitir, segja þeir, við verðum að fara þarna og við förum af stað og alla flugvallarleiðina austur að Klaustri og það

64

Page 64: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

munaði upp undir hálfum metra, hugsaðu þér það að til dæmis þar sem að var nú lengsta brautin á Skógarsandi, um þúsund metra löng, ég held að það hafi munað einum metra til eða frá á klofinu á mér eða mælitækjum þeirra. He, he, he. Já, já þeir voru bara með tommustokk eða band, sko. Nei þetta er enginn vandi að finna þetta út með því að skrefa þetta! Sko, þetta gerði ég og svo tók ég kílómetrastöðuna í bílnum og keyrði hann eftir endilangri brautinni og mældi. Ef þetta passaði saman þá var ég ánægður. Svona er nú hægt að gera hlutina á einfaldan máta. Ja, og svo sögðu þeir: Okkur hefði nú aldrei dottið í hug að þetta gæti verið svona nákvæmt, sko, ha?

Svo þegar við komum að Klaustri þá gistum við þar. Morguninn eftir að þá á að gera upp fyrir gistinguna og matinn og við náttúrulega fengum það borgað sem dagpeninga heima og þeir fara og þá er ráðskonan búin að fá það frá Siggeiri bónda að þessir þrír sem eru þarna með Guðmundi, og Guðmundur, þeir eigi ekkert að borga hvorki fyrir matinn eða gistinguna. Og hún segir við þá: Nei, þið eigið ekkert að borga. Eruð þið ekki með honum Guðmundi. Þeir eiga ekkert að borga, he, he, he, aaa. Þeir voru svo hissa að þeir göptu bara. Ja, svona er að vera vel liðinn, segi ég, sem starfsmaður flugmálastjórnarinnar, aaa, það er ekki verið að hundskast útí mann. Hann var mjög almennilegur alltaf við mig. Hann lánaði mér litla húsið sem liggur niður við lækinn þarna, rafstöðvarhús. Hann lánaði mér oft það, sko.

Varst þú ekki með þegar við komum að Hnausum, þarna? Ég sá að Eyjólfur kom þarna og

65

Page 65: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

baulaði á hann og fór og talaði við hann og þá sagði Eyjólfur: Hvað ertu að flækjast með þennan strák með þér? Strák, segi ég, þetta er hérna, flugmálastjóri. “Ha er þetta flugmálastjóri? “Má ekki bjóða ykkur uppá kaffi?” Svo fór hann beint og tók í höndina á þér, stráknum, haaaa, he, he, he.

Já, ég hef alltaf verið geysilegur útilífsmaður og haft gaman af veiðum, ég er nú aldeilis hræddur um það. Lifði alveg fyrir þetta, bæði færi og byssu og svona sko. Ég átti þetta allt saman til og á það enn, nema bátinn, sko. Ég fór um allar trissur hér í kring til veiða, ekkert voðalega langt samt en ef ég fór í ferðalag þá hafði ég þetta með mér alltaf svo maður svelti ekki, ef því var að skipta, sko. He, he, he, ummm.

Mér fannst hvorutveggja skemmtilegt, skotveiðin og fiskveiðin. Það fór nú bara eftir veiðinni, sko, hvort var skemmtilegra. Það var skemmtilegt þegar að maður veiddi vel en það var ekkert skemmtilegt þegar að ekkert fékkst. Þetta er bara mannlegt sérstaklega hjá aflamönnum. Ég var mikill aflamaður. Já, alveg lúsfiskinn og hittinn.

Ha, hvernig gerist það? Það gerist bara af góðmennsku held ég. Ja, góðmennskan er það að þegar að ég er búinn að drepa eitthvað þá bið ég bara Guð um að fyrirgefa mér að ég skuli vera að eyða lífi. Ja, það er bæði satt og logið. Það getur verið að ég gleymi því, já. Svoleiðis að ég vil ekki segja meira en efni standa til, sko. Já, ég hef alltaf nýtt það sem ég hef veitt. Já, já allt étið. Ég hef sem sagt alltaf verið að veiða til matar fyrir mig og fjölskylduna. Allt saman nýtt, ég er nú

66

Page 66: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

hræddur um það, og gefið fátækum ef því er að skipta og jafnvel ríkum. Já, já þetta var gæs, rjúpa og svartfugl og svo fiskur í sjó, ám og vötnum. Já, og eins með eggjatöku á vorin en núna treysti ég mér ekki til að fara útaf hnjánum á mér. Ég fór oft hér suður með sjó til að finna svartbaksegg. Ég fór oft bæði með konu og krakka í kríueggjaleit og þau voru alveg steinhissa á því hvað ég var hittinn á að finna eggin því þau fundu aldrei neitt. Ja, það er auðvelt en það kostar bara að miða Kríuna. Það er allt og sumt.

Ég var stundum með kunningjum mínum á sjó að veiða í matinn eins og Grásleppu og þannig. Þetta var nú bara í matinn fyrir okkur. Nei, nei, þetta þurfti ekkert til að hafa mat í fjölskylduna. Þessi útivist var bara ævintýramennska.

Ég var í stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur, til dæmis, það er sama hvar ég kem ég fer allstaðar í stjórn. Stangveiðifélagið var ágætis félagsskapur og bæði gott og gaman að vera þar. Ég veiddi til dæmis í Haffjarðará og var bara andskoti fiskinn, þó ég segi sjálfur frá. Nei, ég notaði ekkert aðrar aðferðir heldur en aðrir. Það er bara að vera ekki með nein læti við ána, sko. Ég man eftir einu sinni að ég var að veiða í á norður á Mýrum að ég veiddi þar með Georg nokkur blikksmiður sem að átti nú veiðihús þarna með öðrum, bauð mér með, og hann fór eitthvað annað. Ég var skilinn eftir niður undir brú og hann fór eitthvað lengra upp eftir til að veiða. Það mátti veiða eitthvað átta eða níu fiska yfir daginn á stöng og þegar að hann kom að mér aftur til baka þá hafði hann misst einn og hafði

67

Page 67: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

engan. Hvað ert þú með marga, segir hann, og ég segi: Ég er með átta því ég þorði ekki að veiða níu því ég vissi ekki nema þú hefðir fengið einn. Hann segist hafa misst sinn en spyr: Hvernig ferð þú að því að fá svona? Ég segi: Það er enginn vandi að fá það því það er ekkert annað en setja bara ánamaðka á öngulinn og henda þar sem fiskarnir eru, ha. Maður verður að finna það út hvert fiskurinn fer þegar hann hræðist þig og þegar hann er kominn á sinn stað þá veit hann ekkert annað en að þarna er ánamaðkur við nefið á honum og hann gleypir hann! Svo ég set niður og það er fiskur á eins og skot. Svo ég segi nú eru við búnir að fá það sem við megum veiða í dag og bara pökkum. Förum bara niður í bústað og fáum okkur að éta og byrjum aftur á morgun. Hann var alveg steinhissa, hann Goggi sko, skildi ekkert hvernig ég færi að þessu, en ég var svona helvíti heppinn með þetta. Það á nú reyndar við um allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur að ég er heppinn með allt, já. Svo framarlega sem ég er látinn í friði, aaaa, já.

Já, ég hef verið heppinn. Þú sérð nú hvað ég er heppinn með það að ég er nú formaður þarna fyrir sjálfstæðisfélaginu sem heitir Óðinn og ég bý til byggingarsamvinnufélag út úr því og það sem ég er að hugsa um, ég er ekki að hugsa um að byggja fyrir sjálfan mig. Ég er að hugsa um að byggja fyrir þá sem geta ekki byggt öðruvísi en svona með samvinnusniði. Þannig að þeir unnu sem mest af þessu sjálfir. Þeir eiga enga peninga til að borga öðrum kaup en þeir geta fengið lánað útá væntanlega íbúð og allt svona nokkuð hjá þessum sjóðum en eiga að vinna allt sem þeir geta sjálfir. Þetta gekk alveg prýðilega. Við

68

Page 68: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

smíðuðum þarna hundrað og þrjár íbúðir í þremur blokkum og það var til þess að blessaður Sjálfstæðisflokkurinn fékk tveimur meira en hann áður hafði í næstu kosningum, en hafði þó borgina, sko.

Það er ekkert merkilegt, þó þér finnist það, að ég sem sjálfstæðismaður stofna byggingarsamvinnufélag, sko, það sem að var í mínum huga var ekkert annað heldur en það að þessir menn sem voru þarna í málfundafélaginu Óðinn voru fátæku mennirnir í flokknum. Þetta eru verkamennirnir, bílstjórarnir og svona. Óæðri menn myndi ég segja, já, miðað við sem við köllum mannvirðingu, sko, og þessir menn þurftu hjálp og ef enginn gat hjálpað þá var ekkert annað að gera en að hjálpa sér sjálfur, já, og þetta var mín hugmynd, að stofna þetta og ég fékk félagana til að gera þetta og síðan gengu þeir í félagið. Mig minnir að við höfum haft það þannig að það kostaði fimmtíu krónur að láta skrifa sig inn. Það var allt og sumt sem þeir borguðu félaginu. Við þurftum auðvitað að kaupa einhver gögn til þess að skrifa þetta allt saman inn og allt sem gerðist. Svo fengum við lánaðan vinnuskúr og við fengum lóð vestur á Reynimel 88 til 92 fyrir þrjátíu og átta íbúðir. Það kom í öllum blöðum. Meira að segja Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu, Tímanum hverslags rosa fínt fyrirtæki þetta væri. Það væri bara byggt þarna og það kostaði ekki einu sinni helminginn af því sem að kostaði að kaupa íbúð, ha? Skildu ekkert í þessu. Já, og þá gátu þeir ekki þolað þetta.

Svo það er bara tvennt sem kemur til greina þarna. Annað hvort eru það byggingarmeistarar

69

Page 69: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

sem hafa fengið þennan mann til að gera þetta, að sprengja félagið, eða það var Sjálfstæðisflokkurinn. Af því að múrarar og byggingarmeistarar borguðu ekki sinn skatt í flokkinn, aaaa? Hugsaðu þér pólitíkina? Mér datt aldrei í hug að pólitíkin væri svona, sko!

Nei, nei, ég byggði ekki yfir sjálfan mig í gegnum þetta félag. Ég var búinn að byggja þetta hús sem að við erum í núna. Og meðal annars fór ég útí það að stofna þetta byggingarfélag því ég byggði mitt hús helmingi ódýrar en þetta hús var byggt fyrir hér við hliðina á okkur. Samskonar hús, eða jafnstórt. Ég spurði strákana sem voru að byggja þetta þarna. Elskan mín, ég var með þetta allt saman í vasabókhaldinu og ég gat sagt þeim alveg minn kostnað. Hver andskotinn, segir hann, það var vegna þess að ég keypti aldrei neitt, ég hafði hérna hann mág minn, hann Halldór. Hann var byggingarmeistarinn og hann var smiðurinn og var með einn mann með sér til að slá upp og ég var búinn að koma timbrinu fyrir þar sem það átti að vera og síðan þegar var búið að steypa þetta þá þurfti að rífa þetta. Ég gerði það sjálfur,einsamall. Það var nú hérna hjá mér reyndar annar mágur minn, hann Gunnar, sem fékk neðri hæðina hérna, að hann átti nú að vera með en hann mátti aldrei vera að neinu því að hann var alltaf að hugsa um kindur. Hann var nú bílstjóri hjá Árna Jónssyni, timburverslun og allt svona, sko. Þannig að ég gerði þetta allt saman og var að þessu frameftir öllu kvöldi. Hafði allt saman tilbúið að morgni þegar að þeir komu til að vinna þetta og svo þegar þetta var búið þá segi ég við strákana hérna hinumegin þar sem þeir voru að leggja þakið báðir á: Hvað

70

Page 70: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

kostar þetta hjá ykkur? Elskan mín, ég átti skal ég segja þér reyndar hús á Njálsgötu 40 sem ég seldi, en ég átti hundrað þúsund krónur þegar að ég byrjaði hérna og það dugði.

Þegar að ég flutti hérna inn þá átti ég líka hundrað þúsund krónur! Aaaa? Svo Njálsgatan hefur borgað minn part í þessu, sko.

Já, mín formennska í byggingarsamvinnufélaginu var hugsjónastarf, ekkert annað, ekkert annað.

Ég sá nú ekkert eftir því. Ég þurfti ekkert á íbúð að halda, en aftur á móti tengdasonur minn hann fékk íbúð þarna. Það var nú bara af því ég sagði þeim að ganga í félagið og allt svona nokkuð, og fleiri menn þarna.

Svo byggðu við aftur næstu íbúðir inná Bústaðarvegi fjórtán eða sextán íbúðir. Þegar það var tilbúið þá var kona þarna, einhleyp kona, sem að fékk eina íbúðina og þegar að hún var flutt inn þá kallar hún í mig og biður mig um að koma til sín, sem ég gerði. Hún segir við mig þarna, býður mér uppá kaffi og með því, flott hjá henni svona, og segir svo við mig: Heyrðu Guðmundur, þú mátt erfa íbúðina mína þegar ég er dáin, já. Svo ég segi: Af hverju ertu að því? “Þú ert eini karlmaðurinn sem hefur eitthvað gert fyrir mig.” Já, hún var einhleyp þessi kona, sko. Hún hafði aldrei verið við karlmann kennd, held ég. Hún var náskyld honum fræga stórkaupmanni hérna, Ásbirni Ólafssyni, en svo hef ég aldrei heyrt meira frá henni um þetta. Nei, nei, ég sagði nú við hana: Vertu ekkert að þessu. Ég veit hún hefði gengið frá því sko, en svo dó hún mörgum,

71

Page 71: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

mörgum árum seinna. Ég fór við jarðarförina en minntist ekki á eitt eða neitt með þetta, sko.

Nei, ég er ekki einn af stofnendum málfundafélagsins Óðins en ég gekk fljótt í það. Ég sótti um inngöngu þegar að ég var fimmtán ára og þá var mér sagt, skal ég segja þér, að ég fengi ekki inngöngu fyrr en ég yrði sextán ára. Þetta hefur verið, líklega, í október þegar að ég sæki um því að um miðjan nóvember þá var ég sextán ára og svo sótti ég um aftur og fékk inngöngu, en þá var ég orðinn sextán ára, sko. Ég þekkti svo marga sem voru í þessu. Það var nú Sigurður Halldórsson sem var formaðurinn. Hann var sonur Halldórs úrsmiðs. Björn bróðir hans, bróðir minn og hinir og aðrir. Mikið um bílstjóra og verkamenn. Þetta voru bara verkamenn og bílstjórar. Vörubílstjórar svona aðallega.

Er ég í Sjálfstæðisflokknum til þessa dags? Neeei, ekki til þessa dags núna! Ég er búinn að segja mig úr honum. Ja, af hverju gerði ég það. Ja, það er nú það. Ég gerði það, skal ég segja þér þegar ég varð sjötugur. Ég gerði það. Ég skrifaði þeim bréf og sagðist líta svo á að þeir hefðu rekið mig úr flokknum og ég fékk bréf til baka um það að þetta væri bara misskilningur og meira að segja það að það var Matthías Á. Mathiesen. Nema það að ég fékk bréf frá honum aftur en þetta var út á það að ég hafði talað við, ég var um það bil að hætta þegar ég varð sjötugur, svo ég talaði við mann sem að sagði mér að við værum frændur en ég er búinn að afskrifa hann sem slíkan. Hann var úr Hafnarfirði og var samgönguráðherra um tíma. Hann sagði að við

72

Page 72: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

værum frændur en ég er búinn að afskrifa það því ég vil ekki eiga svona frændur. Ég sagði honum að mig langaði til að vera eitt tímabil í viðbót sem varamaður í Flugráði. Þetta var ekki peninganna vegna. Ég held þetta hafi gefið hundrað og fimmtíu krónur á mánuði, eða svona, þegar að þetta var. Ef það væri peninganna vegna þá mættu þeir eiga það í flokkssjóðinn. Mig langaði til þess að ljúka mínum tæplega hálfrar aldar ferli í flugmálum þannig að fá að vera eitt kjörtímabil enn sem varamaður, en hann gat nú ekki staðið við það þó hann tæki því vel þannig að ég var viss um þetta. Nema það að svo les ég það í blöðunum nokkrum dögum seinna að það er búið að kjósa í Flugráð og ég er ekki nefndur. Svo ég hringi í hann og segi: Hvað meinar þú með þessu? Þú lofar mér þessu og svo er bara ekki neitt og ég er ekki látinn vita einu sinn. “Ja, við urðum að semja við krata. Við urðum að skipta á þér og krata.”

Þannig var ég sem sagt gerður að krata. Þetta mislíkaði mér ákaflega. Þótti þetta ónauðsynlegt. Það sem ég bað um var lítilræði og skipti engan nokkru nema sjálfan mig. Já, mér fannst þetta kaldar kveðjur eftir að hafa starfað í Sjálfstæðisflokknum frá sextán ára aldri. Já, sem sagt yfir fimmtíu ár. Það var nú það.

Sko, allt sem er gert á móti mér, Pétur minn, það getur ekki gengið, sko. Ég á við það að ef þeir svíkja mig um það, þó það sé ekki annað en að vera varamaður í Flugráði og segja mér það að þeir muni ekki kjósa aðra þar, og ljúga að mér, í þessu tilfelli í Flugráð að þeir kjósi aldrei sama manninn tvisvar í sömu nefnd. Haugalygi

73

Page 73: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

því ég var búinn að vera þarna í 24 ár. Þessi ríkisstjórn hún byrjaði á að skemma fyrir sér óskaplega mikið þegar að hún svíkur mig, jaaaá.

Það er sko þannig að þeir sem hafa reynst mér illa í lífinu þeir kollvarpast, já, ég hef tekið eftir því. Ég er ekki að biðja þeim bölbæna. Það er ekki svoleiðis, nei, nei, nei. Já, ég er enginn vinur þeirra á eftir. Ég get verið reiður en ekkert svo að ég sé eins og naut í flagi eða neitt svoleiðis en ég get sett þetta í samband og sagt sem svo að það er ekki von að þessi ríkisstjórn standist þegar hún svíkur jafnvel mann eins og mig. He, he, he. Lofar mér hlutum og svíkur.

Já, mér þótti þetta allt undarlegt. Margir sem kosnir eru í Flugráð hafa litla eða enga þekkingu á flugmálum en aftur á móti ég hafði víðtæka reynslu og þekkingu. Þekkti meðal annars mjög vel hvern einasta flugvöll á landinu og sérstaklega auðvitað slysa og brunavarnir og viðbúnað við þess háttar.

Já, ég hafði haft ánægju af að starfa í Flugráði því ég hafði áhuga á þessum málum. Jú, jú ég sat alla fundi sem ég var boðaður á en mig minnir að það hafi bara verið síðustu átta árin sem ég hafði seturétt og málfrelsi og tillögurétt. Jú, jú mér þótti gaman af þessu því þá vissi maður hvað var verið að tala um og oft á tíðum gat ég leiðrétt og sagt: Það er ekki svona það er hinsegin, he, he, he, af því að ég vissi miklu betur en þeir af því að margir þessir menn kosnir af Alþingi höfðu ekki hugmynd um hvað flugvöllur var, einu sinni, aaaa?

74

Page 74: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Já, já flugmálin voru fátækleg þegar ég byrjaði hjá stofnuninni. Það var enginn sem hugsaði um eitt eða neitt, sko. Í sambandi við flugmálin, þegar að ég kem þarna fyrst þá er Ellingsen sem er flugmálastjóri. Árið á eftir þá er Agnar Koefoed kominn og er þá nýr þarna. Hann var nú alltaf með einhvern snúð í mig til að byrja með sem ég vissi aldrei af hverju væri. Skildi það nú aldrei. Ég hafði aldrei gert manninum nokkurn skapaðan hlut en það blessaðist nú allt saman öll þessi ár. Hann treysti mér fyrir konu og börnum meira að segja uppá það að það var oft á tíðum sem hann sagði til dæmis: Konan vill ekki fljúga með mér til Akureyrar og krakkana og ég þar að fá þig til að keyra þau, he, he, he, sem að ég gerði, sko, já, já. Ég veit ekki hver andskotinn var í honum. Ég skil það ekki. Mér fannst alltaf eins og hann væri á einhverju varðbergi gagnvart mér, já, oftast.

Já, ég var þekktur fyrir það að ef mér var falið að gera eitthvað í starfi þá gerði ég það eins og skot. Það gat stundum orðið skrýtið því Agnar átti til að breyta um skoðun og þá gat farið í verra því ég var þá búinn að gera það sem hann vildi fyrst þegar hann vildi það síðara.

Já, ég var yfirmaður slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli og landinu öllu, reyndar, og sá um viðhald á sjúkraflugvöllum og gaf svo stutta skýrslu árlega um mín störf sem enn hljóta að vera til.

Ég var eitthvað í stjórn Félags flugmálastarfsmanna en það var nú ósköp lítið. Ég held að það sé ekki í frásögur færandi. Þetta var lítil starfsemi, svoleiðis sko.

75

Page 75: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Já, þetta var farsæll ferill hjá Flugmálastjórn og ekkert nema gott um það að segja. Indælis samstarfsmenn, yfirleitt og ekkert annað um það að segja.

Ég fór á námskeið í Bandaríkjunum í byrjun míns ferils. Það var þannig að við fórum hérna með flugumferðarstjórum og það var ágætt. Ég byrjaði nú í Washington, Washington National Airport og það sem að strákunum þótti verst, slökkviliðsmönnunum, það voru nú ungir menn og ég var nú ungur líka þá það var ekki það, að þeir gátu ekki sagt Guðmundur. Svo ég segi við þá: Getið þið þá ekki sagt Gvendur. Nei, það var ekki hægt því þeim þótti það vera kvenmannsnafn, Gwendoline! Nei, nei það er ekki hægt það er kvenmannsnafn, he, he, he, svo það var bara grín út úr þessu sko. Mikið vel tekið á móti okkur. Svo fór ég til New York og var þar um tíma hjá strandgæslunni, Coast Guard, og var þá hjá Ívari bróður mínum. Síðan fór ég frá honum og ég fór til Chicago og þar hitti ég fullt af góðu fólki. Þar kom fyrir í bæ þarna, sem var líklega fimmtíu sextíu kílómetra frá, að það kom þarna stormsveipur og lagði allt í rúst þar og það var ekkert annað að það var komin þyrla og ég sóttur til að fara og sjá afleiðingarnar og þar hitti ég slökkviliðsstjórann, skínandi mann alveg. Seinna meir kom hann hér og lét mig vita að hann var á ferðinni og ég sótti hann og kom með hann hérna heim. Hann hafði voða gaman af því. Hann missti jobbið greyið vegna þess að þetta var svo strangt hjá þeim. Þeir höfðu ákveðna línu sem þeir áttu að vinna en þeim kom ekkert við hvað var hinu megin við línuna, sko. Svo kemur það upp hjá honum að hann er með

76

Page 76: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

sjúkraflutningana þarna og það er kvenmaður sem að er að eiga barn,eða eitthvað svona, sem að er hinu megin við línuna svoleiðis að hann á ekkert að senda sjúkrabíl, eða má ekki senda sjúkrabíl en það er kvabbað á honum með það. Hann sagði mér þetta svona. Svo hann segir: Ég má ekki gera þetta og við það þá er hann bara rekinn af því hann neitaði því.

Bretland var ágætt líka. Það var nú þorskastríðið þá og við vorum þarna í alvöruskóla, bara heimavistarskóla þarna á Standstead flugvelli. Þarna voru flugvélahræ sem kveikt var í og svoleiðis. Ég fann það að Bretinn var svona hálf stúrinn útí mig vegna þess að þeir voru í stríði við Íslendinga. Ég tók því bara vel og ég sagði þeim að þeir skyldu bara passa sig því við værum djöfull sterkir. Við ættum mótorbát með byssu og þetta væri góð byssa því við hefðum keypt hana í Bretlandi. Hún væri úr Búastríðinu en væri alveg eins og ný. Svo ættum við gamlan togara sem við notuðum sem herskip og þeir skyldu bara vara sig. Þeir bara hættu að hugsa um þetta við þessar upplýsingar og við urðum bara ágætis vinir bara, aaaa? Svo var þarna einhver leikari í útvarpinu og hann var með allskonar skrýtlur og ég tók það upp að vera með svipað því ég sá að Bretinn hló svo mikið að honum. Svo þegar þeir voru að tala við mig um þorskastríðið þá bjó ég bara til sama grautinn og hann. Út úr þessu varð að til dæmis skólastjórinn tók mér afar vel. Þetta átti sko við þá. Hann kom hér og heimsótti mig seinna og ef ég fór til Bretlands þá fór ég ævinlega og heimsótti hann og fór með rækjur handa konunni eða jafnvel sendi þeim kíló af rækju. Þau voru afarhrifin af

77

Page 77: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

þessu og hann sendi mér alltaf jólakort og enn þann dag í dag.

Nei, nei það var ekki alltaf gammbítur milli flugmálastjórnar í Keflavík og Reykjavík því flugmálastjórnin öll var í byrjun rekin héðan úr Reykjavík. Það var bara flugvallarstjóri í Keflavík en flugmálastjóri í Reykjavík en flugvallaslökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var bandarískt og kom bara íslensku flugmálastjórninni ekkert við.

Já, já ég hef alltaf verið pólitískur. En ég er hættur að hugsa um pólitík. Ég hætti því bara þegar ég varð sjötugur. Þegar ég var gerður að krata þá hérna var verslað með mig og þá hætti ég í pólitík. Svo nokkrum mánuðum seinna þá komu kosningar og þá fór ég ekkert að kjósa og þá er hringt úr flokknum og sagt: Guðmundur þú átt eftir að kjósa, og konan, þið eigið að fara að kjósa. Já, ég veit það segi ég. “Nú ætlar þú ekki að fara að kjósa.” Nei, ég hef engan til að kjósa,segi ég. “Nú, það er skrýtið.” Já, þið um það, segi ég, þið gerið mig ekkert að neinum krata. Ég hef aldrei kosið kratana. “Hefur ekki kosið kratana. Hvað áttu við.” Ég veit ekki betur en þið hafið skipt á mér og krata, segi ég, ég hafi verið verslunarvara hjá ykkur. Þið skulið bara eiga það sjálfir. Síðan fór ég ekkert að kjósa, sko, og hef ekkert kosið síðan. Ég hef farið, sko, en ekki kosið neinn. Þeir fá ekkert frá mér fyrir ekkert, sko, ha. Ég tók nú lítið fyrir það sem ég gerði fyrir þá. Ég tók aldrei nokkurn tímann pening fyrir það sem ég vann fyrir þá í öll þessi ár frá sextán ára aldri til sjötugs.

78

Page 78: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

Nei, nei, lífið breyttist ekkert við að verða sjötugur. Ég var farinn að hlakka til að losna, sko, já, já, og þér að segja Pétur minn þá hef ég aldrei haft það betur heldur en eftir að ég hætti að vinna. Já, já, ég er mikið á flakki svona. Annars er ég náttúrulega orðinn hundgamall og lappirnar eru að fara hjá mér. Ég er með plastlappir og allskonar járnarusl í þeim svo ég á erfitt með að ganga en ég er alltaf í minni gömlu hjáverkum, sko, sem eru bara að tína upp það sem fólk hendir frá sér á götum úti og vegum og gera verðmæti úr. Já, já, það kostar níu krónur að taka upp eina flösku, en ég nota aldrei þennan pening sjálfur, sko. Ég safna þessu saman og fer með þetta í þessa sölu þarna og þá tek ég konuna með mér og það er eina sem hún á að gera er að halda á miðanum sem stendur á hvað er mikið af plasti, hvað er mikið af dósum og hvað er mikið af flöskum. Svo fær hún annan miða hjá móttakaranum og hún fer með það til gjaldkera og fær sína peninga, aaaa? Þetta getur orðið svona, ég myndi segja, allt uppí fimm þúsund krónur á mánuði og þessa peninga notar hún ekki til að kaupa í matinn. Hún notar það til að kaupa afmælisgjafir handa börnum og barnabörnum, aaaa? Þannig er þetta notað.

Það var spáð fyrir mér, skal ég segja þér, ja ég var yngri en þú. Þá var spákona sem spáði fyrir mér og hún segir við mig: Jæja, Guðmundur minn ég sé það, hún spáði alltaf í spil fyrir mig, ég sé það að þú eignast konu sem er milljónamæringur, forríka konu alveg, milljónamæringur. Nú svo náttúrulega giftist ég minni Ellu og hún átti engan pening en þegar að ég átti milljón, fyrstu milljónina sem ég eignaðist

79

Page 79: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

það lét ég í bók handa Ellu svo að kæmi fram spáin. Þar sem Ella var orðin milljónamæringur þá rættist spádómurinn, he, he, he. Svona getur maður verið vitlaus, ha.

Já, já ég fer aldrei út úr húsi án þess að lesa stjörnuspána í Mogganum. Nú þarf ég að passa mig því það er einhver sem vill fá aura hjá mér, já, og ég er ekkert hissa á því því ég sagði upp mínum tryggingum og gerði það tiltölulega tímanlega fyrir. Svo núna fyrir líklega tíu dögum eða svo þá fékk ég tilkynningu um það að ég ætti að borga þeim áttatíu þúsund krónur fyrir bílinn í tryggingargjald, en ég var búinn að segja upp, er ekkert hjá þeim lengur. Svo ég fór inní VISA því ég hafði látið taka þetta svoleiðis, sko, og sagði þeim að ég hefði sagt þessu upp og þeir ættu ekki að borga þetta og stúlkan tók því vel og sagði: Er það allt sem kemur frá þessu félagi. Já, ég segi, ég er búinn að segja öllu upp hjá þessu félagi, já skrifa það, segi ég. Það voru engin vandræði með það, en þeir ætluðu að rukka mig um þetta þrátt fyrir það að ég væri búinn að segja upp. Ég sagði upp vegna þess að það var tekið illa á móti mér, sko. Ég er búinn að vera tryggður hjá þessu félagi í fjöldamörg ár og ekki bara bílinn, ég hef borgað um áttatíu þúsund fyrir bílinn, hérna. Við það að hætta hjá þeim þá tryggi ég annars staðar og ég sé það að ég þéna þrjátíu og níu þúsund krónur á því að skipta um. Það er svo mikið billegra hjá hinum.

Já, ég lendi í því að það er keyrt á bílinn hjá mér og það kemur apaköttur þarna. Lögreglan er þarna rétt hjá og kemur og byrjar á því, þar sem ég er stopp, að tala við hinn bílstjórann og allt í

80

Page 80: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

lagi með það. Ég bara bíð drykklanga stund og svo kemur hann að bílnum hjá mér og ég skrúfa niður rúðuna og hann segir: Voruð þið með spennt beltin. Já, já, sko, Ella var við hliðina á mér. Já, já, við vorum bæði með spennt beltin. Nú svo fer hann að tala við hinn bílstjórann og ég verð ekkert var við hann meira svo ég fer bara. Ég hélt að hann hefði skilið það alveg rétt að ég var á kyrrstæður á fortói við Borgarleikhúsið þegar þessi bíll kemur á fleygiferð og nuddar sér utan í brettið og ég var ekkert með nein læti útaf því. En strákurinn sem ók á mig segir allt annað og lögregluþjónninn. Svo fæ ég afrit af skýrslunni hjá þeim og þar kemur fram nafnið á mér og konunni og aldur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo ég segi: Hvar fékk maðurinn þetta? Hann spurði aldrei um þetta. Hann bað aldrei um að sjá neitt skírteini hjá okkur hvorki ökuskírteini né annað og hvernig fær maðurinn það upp því hann gaf mér ekkert tækifæri til þess að gefa skýrslu á staðnum. Þetta var nefnilega bara allt tómt kjaftæði.

Svo fór ég í tryggingarfélagið og þá segir hann, þegar ég kem að tala við þennan apakött í tryggingarfélaginu, að þá segir hann bara um leið og hann sér mig: Þú varst í órétti. Svo ég segi: Hvað áttu við? Órétti, ég get ekki hafa verið í órétti. Hvað áttu við? “Ja, þú ert að koma út af einkalóð.” Ja, ég skal trúa því, segi ég. Ha, ég held þú sért eitthvað bilaður maður. Hvernig dettur þér í hug að segja einkalóð? Þú segir að ég hafi keyrt á þennan mann vestanverðu við Borgarleikhúsið. Það er fyrst og fremst haugalygi í öðru lagi er þetta engin einkalóð því að borgin á leikhúsið og hver er Reykjavíkurborg? Er það

81

Page 81: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

ekki þú og ég og allir hinir sem eiga heima hér í borginni? Heldur þú ungi maður að ég hafi verið á einkalóð okkar sjálfs, eða hvað? Hann nefndi nú þetta aldrei meira með einkalóðina því hann skammaðist sín fyrir þetta, sá að hann var með vitleysu þarna. Í þriðja lagi var þetta ekki fyrir vestan Borgarleikhúsið, segi ég, eða heldur þú að vesturhliðin sé sú sem snýr að svokölluðum vesturbæ í Reykjavík, haaa? Það er nú ekki alveg, það er norðurhlið. Nú svo verður ekkert meir úr því en ég fer aftur til hans nokkru seinna og það er sama helvítis þvælan, sko, og þá var hann búinn að segja mér að það yrði nú fundur hjá þeim í þessari nefnd sem þeir hafa og eftir það gæti hann sagt mér. Ja, þegar ég sem sagt kem þarna segir hann: Þú ert dæmdur í órétt. Svo ég segi: Ja, ef að það er þá er ég bara farinn hérna frá ykkur. Ég ætla sko ekki að fara að deila við ykkur um eitt eða neitt. Ég er ekkert kominn hingað til að biðja ykkur um að gera við bílinn. Ég get alveg séð um það sjálfur. Ég hef alveg efni á því, já, en ég var með bílinn tryggðan hérna hjá ykkur og þetta er haugalygi að ég hafi keyrt á þennan mann því það var hann sem nuddaði sér utan í bílinn hjá mér og ég var kyrrstæður.

Svo fer ég nú að tala við menn og segja að ég þoli þetta ekki, þennan órétt. Meira að segja það var ráðherrann sem ég fór til og hann segir talaðu við Jón Geir yfirlögregluþjón. Ég skal senda honum skeyti, segja honum að tala við þig, he, he, he. Svo gerir hann það og svo fæ ég tíma hjá Jón Geir og hann kemur með þennan pilt þarna og sá kemur upp og heilsar og það er það fyrsta sem hann segir: Þú varst togaraskipstjóri. Endemis þvæla. Ég var bara alltof fljótur á mér,

82

Page 82: Guðmundur Stóri Slökkvir Segir Frá

sko, ha. Ég átti að þegja nefnilega og segja: Heyrðu hvar fékkstu þetta, bara í rólegheitum, á hvaða togara var ég? Segðu mér nánar um þetta ég ætla að vita hvort að passar togarinn sem ég var skipstjóri á, ha, he, he, he. En Jón Geir sussaði á hann því Jón vissi alveg hver ég var, he, he, he. Svona helvítis vitleysingar. Þá ætlaði hann að slá sér uppá því að hann vissi sko allt um það af því að ég var að tala um vitlausar áttir, sko. Nú ég fór að spyrja hann um hvar hann hefði fengið allar þessar upplýsingar sem hann setti í skýrsluna því ekki talaði hann nema eitt orð við mig. Hann vildi ekkert segja um það og út úr þessu viðtali kom ekkert.

Þetta er annað tilvikið sem ég hef lent í vandræðum með lögregluna á lífsleiðinni. Hitt vil ég segja svolítið frá einnig en ég er að ergja mig á þessu því það er eins og lögreglan og tryggingarfélög haldi að það sé óhætt að taka ekkert mark á manni því ég sé orðinn áttatíu og fimm ára. Ég er bara aldeilis ekkert vanur því og tel þessa framkomu hið mesta óréttlæti og bara sætti mig ekkert við þetta að einhverjir strákar telji sig geta farið með mig eins og tusku af því ég sé orðinn svo gamall!

83