halendi 02 07 2016

12
Sérblað um hálendisferðir sumarið 2016 Sími: 587 6000 - Netfang: [email protected] Nánari upplýsingar á trex.is Trex er eitt af stærstu rútufyrirtækjum landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa. Eigum bíla fyrir litla og stóra hópa allt frá 14 sæta bílum upp í 69 sæta bíla. Hafið samband og látið okkur um aksturinn! EKKI FLÆKJA FERÐINA TAKTU RÚTU! Sjö heimsóknir til Íslands Eldgjá – Volker Jähnke „Þetta er í annað skiptið sem ég heimsæki Eldgjá en í fyrra skiptið gafst mér ekki tæki- færi til að ganga að Ófærufossi. Þegar ég heimsótti Ísland í sjöunda skiptið ferðað- ist ég með fjölskyldunni um hálendið. Við heimsóttum Hrauneyjar í nokkra daga og í kjölfarið Fjallabaksleið nyrðri að Eldgjá. Leiðin var stórkostleg og veðrið sömuleiðis, svo við héldum að Ófærufossi fótgangandi. Veðrið tók skyndilegum breytingum en við vorum ekki klædd fyrir slíka rigningu sem tók við okkur. Það voru allir dálítið svekktir út í mig fyrir að hafa dregið sig þangað upp, orðin blaut í gegn. Það hinsvegar gleymd- ist allt þegar þessi fagri regnbogi lét sjá sig. Þetta er ein af mínu bestu minningum frá Ís- landi, þessi afskekkti staður og fegurðin var ógleymanleg.“ @volkerjahnke á Instagram @mmkwock á Instagram @joshuaarrgh á Instagram Næturganga um Hornvík Hornstrandir – Matt Kwock „Hornstrandir er ótrúlega fallegur staður. Ég ferðaðist með hópi ljósmyndara og við gengum heila nótt til árla morguns. Það var hlýtt í veðri þetta júníkvöld og við nutum útsýnisins yfir stórbrotnu landslagi Hornvíkur- klettanna. Við vorum heppin með veður og gátum notið miðnætursólarinnar setjast og rísa aftur um morgun- inn á meðan við könnuðum svæðið. Ég mun aldrei gleyma fegurðinni og kyrrðinni á svæðinu. Það er einstök og öflug tilfinning að vera fjarri byggð og samfélagi manni í slíkri náttúruperlu.“ Fékk loksins að sjá fossinn Dettifoss – Joshua Robertson „Í gegnum árin sem ég hef heimsótt Ísland hefur mér ekki gefist tæki- færi til að heimsækja Dettifoss. Það hefur ýmist verið ófært vegna rigningar eða þungs snjós. Í ár fékk ég loksins drauminn uppfylltan og upplifði krafta þessa stórkostlega foss. Ótrúleg tilfinning sem ég mun aldrei gleyma.“ Sögur af óbyggðinni Ferðamenn sjá fegurðina í okkar hversdags- leika. Það er ekki nema nokkurra klukkustunda akstur að ógleymanlegum náttúruperlum sem Íslendingar verða að heimsækja.

Upload: frettatiminn

Post on 04-Aug-2016

255 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Hihglands, lifestyle, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: Halendi 02 07 2016

Sérblað um hálendisferðir sumarið 2016

Sími: 587 6000 - Netfang: [email protected]

Nánari upplýsingar átrex.is

Trex er eitt af stærstu rútufyrirtækjum landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa. Eigum bíla fyrir litla og stóra hópa allt frá 14 sæta bílum upp í 69 sæta bíla.

Hafið samband og látið okkur um aksturinn!

EKKI FLÆKJA FERÐINA TAKTU RÚTU!

Sjö heimsóknir til ÍslandsEldgjá – Volker Jähnke „Þetta er í annað skiptið sem ég heimsæki Eldgjá en í fyrra skiptið gafst mér ekki tæki-færi til að ganga að Ófærufossi. Þegar ég heimsótti Ísland í sjöunda skiptið ferðað-ist ég með fjölskyldunni um hálendið. Við heimsóttum Hrauneyjar í nokkra daga og í kjölfarið Fjallabaksleið nyrðri að Eldgjá. Leiðin var stórkostleg og veðrið sömuleiðis, svo við héldum að Ófærufossi fótgangandi. Veðrið tók skyndilegum breytingum en við vorum ekki klædd fyrir slíka rigningu sem tók við okkur. Það voru allir dálítið svekktir út í mig fyrir að hafa dregið sig þangað upp, orðin blaut í gegn. Það hinsvegar gleymd-ist allt þegar þessi fagri regnbogi lét sjá sig. Þetta er ein af mínu bestu minningum frá Ís-landi, þessi afskekkti staður og fegurðin var ógleymanleg.“

@volkerjahnkeá Instagram

@mmkwocká Instagram

@joshuaarrghá Instagram

Næturganga um HornvíkHornstrandir – Matt Kwock „Hornstrandir er ótrúlega fallegur staður. Ég ferðaðist með hópi ljósmyndara og við gengum heila nótt til árla morguns. Það var hlýtt í veðri þetta júníkvöld og við nutum útsýnisins yfir stórbrotnu landslagi Hornvíkur-klettanna. Við vorum heppin með veður og gátum notið miðnætursólarinnar setjast og rísa aftur um morgun-inn á meðan við könnuðum svæðið. Ég mun aldrei gleyma fegurðinni og kyrrðinni á svæðinu. Það er einstök og öflug tilfinning að vera fjarri byggð og samfélagi manni í slíkri náttúruperlu.“

Fékk loksins að sjá fossinn Dettifoss – Joshua Robertson„Í gegnum árin sem ég hef heimsótt Ísland hefur mér ekki gefist tæki-færi til að heimsækja Dettifoss. Það hefur ýmist verið ófært vegna rigningar eða þungs snjós. Í ár fékk ég loksins drauminn uppfylltan og upplifði krafta þessa stórkostlega foss. Ótrúleg tilfinning sem ég mun aldrei gleyma.“

Sögur af óbyggðinni Ferðamenn sjá fegurðina í okkar hversdags­leika. Það er ekki nema nokkurra klukkustunda akstur að ógleymanlegum náttúruperlum sem Íslendingar verða að heimsækja.

Page 2: Halendi 02 07 2016

Unnið í samstarfi við Útivist

Ferðafélagið Útivist býð-ur upp á skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á hálendinu. Hægt er, meðal

annars, að fara í gönguferðir um Strútsstíg, Sveinstind og Dalastíg. Útivist á einnig nokkra skála að Fjallabaki – við Strút, Sveinstind, Skælinga, í Álftavötnum og í Reykjadölum sem nýtast í mörgum góðum gönguleiðum á svæðinu.

Sveinstindur – SkælingarGönguleiðin um Sveinstind er helsta skrautfjöður Ferðafélagsins Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langa-sjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Ef skyggni er gott má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga, en ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli.

StrútsstígurUm sunnanvert Fjallabak liggur fal-leg gönguleið frá Hólaskjóli í austri og vestur í Hvannagil. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Fagrir fossar verða á vegi okkar og fög-ur fjallasýn. Farið er um dalverpi í

Hólmsábotnum þar sem Torfajökul ber við himin og hin rómaða Strút-slaug bíður göngumanna. Óhætt er að segja að umhverfi skálans við Strút sé draumaland göngu-mannsins með ótal möguleikum á skemmtilegum gönguleiðum. Því er dvalið tvær nætur í Strúti til að kynnast betur þessu skemmtilega svæði. Á lokadegi göngunnar er haldið áfram frá Strúti vestur yfir Veðurháls og að Hvannagili þar sem rúta sækir hópinn.

DalastígurDalastígur er ný gönguleið

á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst við Mosa, skammt frá Markarfljóti. Þaðan er gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum

gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er

haldið í skálann á Hungurfitj-um þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann í gistingu. Frá Dalakofanum er gengið um mik-ið hverasvæði og yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar finna göngumenn sérkennilega uppsprettu Rauðufossakvíslar og er ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan er gengið í Landmannahelli og gist þar. Á fjórða degi göngunn-ar er gengið frá Landmannahelli um Hellismannaleið í Landmanna-laugar.

Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á hálendinuFerðafélagið Útivist býður upp á áhugaverðar gönguferðir og gistingu í skálum

Fjölbreyttar gönguleiðir Hægt er að fara í gönguferðir um Strútsstíg, Sveinstind og Dalastíg.

Hálendisferðir Ferðafélagið Útivist býður upp á skemmtilegar gönguferðir á hálendinu.

Unnið í samstarfi við Buggy Adventures

Það er mun meiri nánd við náttúruna að ferðast um hálendið á buggy-bílum en hefðbundnum bíl, og

í þokkabót miklu skemmtilegra. Þú ert í tengslum við veðurfarið, aðstæðurnar og umhverfið,“ segir Harpa Groiss, einn eiganda Buggy Adventures á Íslandi.

Buggy-bílar eru ný tegund af af-þreyingu hérlendis. Um er að ræða tveggja manna fjórhjóladrifna bíla. „Það má kannski helst bera þetta saman við fjórhjól, nema það er einfaldara og öruggara að keyra buggy, sem eru útbúnir veltibúri og fjögurra punkta öryggisbelti. Þetta er rallýstemning, rykið þyrl-ast upp og drullan líka. Bílarnir komast nánast hvert sem er svo þetta alveg ótrúlega skemmtilegt sport. Það eru tveir saman í bíl og nóg pláss fyrir grill, nesti og útilegubúnað á palli bílsins.“

Buggy adventures bjóða upp á fjöl-breyttar ferðir um íslenska náttúru, allt frá klukkustundar ferð í nágrenni Reykjavíkur til nokkurra daga ferða um hálendið. Landmanna-laugar, Þórsmörk, gullni hringur-inn, Eyjafjallajökull og Fjallabak eru á meðal kennileita sem leið-sögumenn Buggy Adventures

bjóða upp á. Tekið er á móti einstaklingum og hópum en

alls eru 33 buggy-bíl-ar til leigu. Í samstarfi

við leiðsögumenn geta einstaklingar eða hópar skipulagt sína ævintýraferð. „Fyrir þau sem kjósa lengri ferðir er gist í

skálum á Hveravöllum þar sem náttúrulaugar

eru innan handar eftir við-burðaríkan dag um Langjökul,

Kjöl og Kerlingarfjöll, til dæmis,“ segir Harpa.

Í hverri ferð eru tveir leiðsögu-menn í för og skaffa þeir öllum til-heyrandi búnað fyrir hópinn. Farið er yfir grundvallaratriðin, hvar

má keyra og hvað skal varast, en bílarnir eru sjálfskiptir og einfald-ir í akstri. Á leiðinni er stoppað á fallegum útsýnisstöðum og keyrt á merktum slóðum og vegum á götuskráðum buggy-bílunum sem komast nánast allt; á jökla, fjöll og yfir ár. Ferðirnar eru fyrir alla þá sem vilja upplifa íslenska náttúru á spennandi máta. „Þórsmörkin og Landmannalaugar eru í dálæti hjá mér, það er einstök upplifun að keyra þar um í náttúrufegurð,“ segir Harpa og hvetur sem flesta til þess að kynna sér ferðir Buggy Adventures.

Allar nánari upplýsingar um ferðir og bókanir á buggyadventures.is eða í síma 825-9060.

Ævintýraferðir um hálendið á buggy-bílumBuggy-bílar eru ný tegund af afþreyingu á Íslandi. Einstakur og ævintýralegur ferðamáti um hálendi Íslands, jökla, ár og fjöll

Komast allt Buggy-bílarnir eru einfaldir og öruggir á akstri og ævintýralegur ferðamáti um náttúru Íslands.

Buggy adventures

bjóða upp á

fjölbreyttar ferðir

um íslenska náttúru

…ferðir kynningar 2 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Dalastígur er ný gönguleið

á fáförnum en virki-lega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst við Mosa, skammt frá Markarfljóti. Þaðan er gengið í Þverárgil og komið við í sér-stæðum gististað.

Margt kætir hug og anda á

þessari leið.

Dagbjört Heimisdó[email protected]

Helga María er 33 ára leiðsögumað­ur hjá Íslenskum fjallaleiðsögu­mönnum og mikil áhugamanneskja um jökla, enda jöklafræðingur að mennt, með menntun frá bæði Há­skóla Íslands og Osló í þeim efnum.

Hún hefur gengið á fjöll í fjölda ára, eða frá árinu 2008 og hefur gríðarlega reynslu sem leiðsögumað­ur og sérlegur aðdáandi íslenskrar náttúru. Þessi brosmildi og hressi leiðsögumaður hefur gengið, hlaup­ið og klifið fjöllin í þónokkuð mörg ár og var hún beðin að gefa upp eina af sínum uppáhalds náttúrurperlum á hálendinu, sem fáir vita af.

„Það eru óteljandi fallegir staðir á hálendinu og um allt Ísland,“ segir Helga María og bætir því við að þó komi fljótt upp í huga einn uppá­

haldsstaður á hálendinu en það er Snæfell, sem er norðan Vatnajök­uls. Tjaldstæðið og skálinn eru á svo fallegum og friðsælum stað og náttúrufegurðin engu lík og gangan þangað er flestum fær. „Útsýnið er 200 milljóna króna virði,“ segir hún og er klárt mál að hún veit um hvað hún talar.

Snæfell er innan Vatnajökulsþjóð­garðs og er það hæsta fjall Íslands, utan jökla, og ef þú stendur á toppi fjallsins getur þú horft yfir landið í nánast allar áttir úr 1833 metra hæð. Við rætur fjallsins er fallegur og veglegur skáli sem rúmar allt að 45 manns, en þar er einnig sturta, sal­erni, tjaldstæði og almennt góð að­staða fyrir ferðamenn. Gangan upp á toppinn er möguleg fyrir flesta, en ekki er mikið um skipulagðar ferðir á topp þessa fagra náttúruundurs Íslands.

Útsýnið á toppnum er ekki hægt að setja í verð Þaulreyndur fjallaleiðsögumaður segir frá sínum uppáhaldsstað

Víðsýni Helga María ásamt eiginmanni sínum, Árna Þór Hlynssyni, á toppi Snæfells.

Page 3: Halendi 02 07 2016

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð!Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins.

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð

GestastofurGestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum.

Gestastofur þjóðgarðsins eru: sKaftÁrstofa á Kirkjubæjarklaustri, sKaftafellsstofa í Skaftafelli, GaMlaBÚÐ á Höfn, snæfellsstofa á Skriðuklaustri og GljÚfrastofa í Ásbyrgi.

upplifÐu æVintýri Í VatnajöKulsþjóÐGarÐi Í suMar!

PORT

hön

nun

Vík

Húsa- vík

GljÚfrastofaÁsbyrgiHljóðaklettarDettifoss

Snæfell

Skaftafell

Kverkfjöll

Askja

Hvannalindir

HeinabergEldgjá

Nýidalur

Jökulheimar

LakisKaftafellsstofa

sKaftÁrstofaKirkjubæjarklaustur

snæfellsstofa

GaMlaBÚÐHöfn

Egilsstaðir

Ísafjörður

Snæfellsnes

Fræðsludagskrá landvarða

Gestastofur

Skaftafellsstofa

Skaftárstofa

Gljúfrastofa

Snæfellsstofa

Gamlabúð

Page 4: Halendi 02 07 2016

Hálendisferðir fyrir allaFriðsæld og fegurð í óspilltri náttúru. Komdu með áður en það verður of seint!

Unnið í samstarfi við Hálendisferðir

Ósk Vilhjálmsdóttir er myndlistarmaður og ferðafrömuður. Hún hefur verð virk í nátt-

úruverndarbaráttu í 20 ár og skipulagði meðal annars göngu-ferðir um landsvæðin við Jöklu, Kringilsárrana og öræfin við Snæfell í þrjú sumur (2003-2006) ásamt Ástu Arnardóttur, áður en landinu var sökkt undir Hálslón. Þær ferðir vöktu mikla athygli á sínum tíma.

Ósk stofnaði til Hálendisferða árið 2006, í kjölfar deilna um Kárahnjúkavirkjun. Markmiðið með Hálendisferðum er að vekja athygli almennings á hálendi Ís-lands, einstæðum landslagsheild-um og náttúruundrum sem þar er að finna. Almenningi gefst því færi á að upplifa fegurð landsins á þeim stöðum sem staðið hefur til að reisa virkjanir, alls er óvíst hversu lengi til viðbótar það tæki-færi gefst.

Fólk á öllum aldri getur notið gönguferða um ósnortna nátt-úru landsins. Hálendisferðir hafa sérhæft sig í að skipuleggja ferðir, bæði fyrir vana fjallgöngumenn en einnig fyrir þá sem eru óvan-ir og kjósa að fara hægar yfir. Flestar ferðirnar eru trússferð-ir og því þarf fólk ekki að ganga með þungar byrðar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á gómsæt-an og hollan mat. Góðar máltíðir og samvist ferðafélaga er hluti af upplifuninni. Ferðir Hálendisferða eru mislangar, þær lengstu eru 6 daga.

Hvar er gengið? Hálendisferðir skipuleggja ferð-ir um Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið, Skjálfanda-fljót, Eyjabakka og Lónsör-æfi, Reykjanes og Ölkelduháls. Gönguleiðirnar liggja um fáfarna slóða. Í göngunum gefst friður frá öllu heimsins amstri í faðmi fjalla og ósnortinna öræfa. Ferðalangar finna sinn líkamlega og andlega

styrk, sem ýtir undir almenna vellíðan og lífshamingju.

Margrét H. Blöndal og Ósk Vil-hjálmsdóttir leiða flesta hópana en einnig verður í boði jógaferð með Auði Bjarnadóttur og ferðir í Þjórsárver með Hjálmari Sveins-syni, Ólöfu Ýrr Atladóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Þjórsárver Boðið er upp á tvennskonar ferðir; þriggja daga trússferð og 5 daga bakpokaferð. Í báðum tilvikum er ekið inn á hálendið að Hofsjökli um Hrunamannaafrétt. Tími gefst fyrir göngu um Kerlingarfjalla-svæðið á leiðinni. Tjaldbúðum er slegið upp við Hnífá, rétt við jök-ulána Blautukvísl við rætur Hofs-jökuls. Þar verður gist næstu tvær nætur í styttri ferðinni. Á öðrum degi verður gengið yfir í friðland Þjórsárvera. Þar kvíslast jökulárn-ar eins og háræðanet um landið

sunnan jökulsins og næra ein-stætt vistkerfi sem hefur meðal annars að geyma eitt af mikilvæg-ustu varpsvæðum heiðargæsar í heiminum. Gengið verður inn að Múlajökli þar sem litríkur gróður skartar sínu fegursta í skjóli jarð-vegshrauka sem jökullinn hefur ýtt upp. Á heimleiðinni verður keyrt suður Gnúpverjaafrétt og ferðin notuð til að skoða fossinn Dynk. Í lengri ferðinni er geng-ið með bakpoka inni í friðlandið í Þjórsárverum og tjaldað í fjór-ar nætur í friðlandinu og dags-göngurnar teknar þaðan.

Gönguferð að Fjallabaki Gönguferð og fjallabað að Fjallabaki í nánd við eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökuls-svæðið. Tilvalinn leiðangur fyrir börn, fullorðna, eldra fólk og alla þá sem vilja njóta fjallalífsins á auðveldan hátt í góðum félags-

skap. Leiðsögumennirnir eru jafn-framt myndlistarmenn og boðið er upp á tilsögn í myndlist fyrir þá sem vilja spreyta sig á að teikna og mála það sem fyrir augu ber.

Jógaferð um háhitasvæði Fimm og þriggja daga gönguferð um Torfajökulssvæðið utan al-faraleiðar. Hin mögnuðu hvera-svæði í Reykjadölum skoðuð. Þar er eitt fjölbreyttasta háhitasvæði heims en fáir þekkja það. Auður Bjarnadóttir jógakennari verður með í för og mun leiða jógaæf-ingar kvölds og morgna til að full-komna upplifunina. Skálagisting og gómsætur matur innifalinn.

Upplýsingar:[email protected]ími: 6914212

…ferðir kynningar 4 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Fjallabað Barna- og fjölskylduferð býður upp á bað í Strútslaug.

Friðsæld á hálendinu Ósk Vilhjálmsdóttir í friðlandi Þjórsárvera.

Í grænni lautu Margrét H. Blöndal leiðsögumaður í grænni lautu.

Fólk áöllum aldri

getur notið gönguferða um ósnortna nátt-úru landsins.

Page 5: Halendi 02 07 2016

Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • [email protected] • www.re.is • www.ioyo.is

Frítt Internetþegar mögulegt erKynntu þér möguleikana á www.ioyo.is

ORVIÐURKENND

FERÐAÞJÓNUSTA

CERTIFIEDTRAVEL SERVICE

GOLD-CLASSENVIRONMENTALUMHVERFISFLOKKUN

ÁÆTLUNARFERÐIR & RÚTUPASSAR

Page 6: Halendi 02 07 2016

…ferðirkynningar

6 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Þægindi Áætlunarferðir Gray Line Iceland milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar eru aukin þægindi fyrir ferðamenn.

Lúxus Sérútbúin lúxusrúta er nýtt til ferðarinnar og lögð er áhersla á gott pláss á milli sæta, auk salernisaðstöðu og ókeypis nettengingar.

Norðurland Grayline Iceland hefur mikla trú á ferðaþjónustu á Norðurlandi og stuðlar því að ferðamannastraumi þangað með ferðum frá Keflavíkurflugvelli.

„Við höfum mikla trú

á ferðaþjónustu á Norðurlandi og besta leiðin í dag til að koma erlend-um ferðamönnum norður er í gegnum Keflavíkurflugvöll,“

Þórir Garðarsson Stjórnarformaður Gray Line Iceland

Um-ferðamið-

stöð Gray Line

Iceland er í Holta-

görðum í Reykjavík

en flugvallarrútan

stoppar einnig í Mjóddinni.

Beinar ferðir milli Keflavíkur, Reykjavíkur og Akureyrar

Áætlunarferðir Gray Line milli Akureyrar, Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar eru einstök nýjung í ferðaþjónustu sem byltir ferðatilhögun fólks á Norðurlandi á leið til útlanda eða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Í rútum Gray Line geta

farþegar látið fara vel um sig í þægilegum lúxussætum sem hægt er að halla vel aftur og njóta ferðarinnar. Gray Line býður jafnframt ferðir milli Keflavíkur og Reykjavíkur frá umferðarmiðstöð Gray Line í Holtagörðum og frá Mjóddinni.

Unnið í samstarfi við Gray Line Iceland

Gray Line Iceland er þekkt fyrir vandaða þjónustu og fjölmargir velja flug-vallarrútu Gray Line milli

Keflavíkur og Reykjavíkur. Í vor hóf Gray Line áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akur- eyrar, sem er einstök þjónusta fyr-ir þá sem búa utan höfuðborgar-svæðins. Gray Line Iceland er alhliða ferðaþjónustu fyrirtæki í meirihluta-eigu æsku- og skólafélaga frá Flateyri, þeirra Þóris Garðars-sonar og Sigur-dórs Sigurðssonar. Fyrirtækið býr yfir glæsilegum bílaflota sem ekur um landið með ferðamenn á vinsæla ferða-mannastaði á svæði sem spannar Jökulsárlón í austri að Látrabjargi í vestri.

„Hingað til hefur ferðalagi þeirra á Norðurlandi sem eru á leið í flug til útlanda að morgni oftast verið þannig háttað að þeir þurfa að koma sér suður deginum áður og gista eina nótt fyrir flug. Til að spara fólki kostnað og tíma sem þessu ferðalagi fylgir, býður Gray Line ferðir með lúxusrútu frá Ak-ureyri seint að kvöldi þar sem fólk getur lagt sig á leiðinni og vaknað snemma að morgni þegar rútan er komin til Keflavíkur. Fólk er mjög ánægt með þennan einfalda og þægilega ferðamáta,“ segir Þórir. Þjónustan hentar ekki bara þeim sem vilja komast til eða frá Ak-ureyri því rútan stoppar einnig á nokkrum stöðum á leiðinni.

Sérútbúin lúxusrúta er nýtt til ferðarinnar og lögð er áhersla á gott pláss á milli sæta, auk salernisaðstöðu og ókeypis nettengingar. Gray Line rútan til Akureyrar leggur af stað daglega

frá Keflavík klukkan fimm síðdegis kemur við í Holtagörðum þar sem farþegar geta einnig komið um borð og síðan er stoppað í Borg-arnesi, Staðarskála, Blönduósi, Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 23. Frá Akureyri fer bílinn kl. 23.15, Varmahlíð kl. 00.25, Blönduósi kl. 01.05, Staðar-skála kl. 02, Borgarnesi, kl. 03.10, komið til Reykjavíkur kl. 04.10 og Keflavíkurflugvallar kl. 05. Aðeins

er stoppað á þessum stöðum ef farþegar eiga pantað

far. Norðurrúta Gray

Line hefur mikla möguleika á auk-inni ferðaþjónustu á Norðurlandi í för með sér því hún auðveldar

erlendum ferðamönn-um að komast norður,

beint frá Keflavíkurflug-velli.

„Við höfum mikla trú á ferða-þjónustu á Norðurlandi og besta leiðin í dag til að koma erlendum ferðamönnum norður er í gegnum

Keflavíkurflugvöll,“ segir Þórir.Umferðamiðstöð Gray Line

Iceland er í Holtagörðum í Reykja-vík en flugvallarrútan stoppar einnig í Mjóddinni. Allar upplýs-ingar um ferðir milli Keflavíkur og Reykjavíkur og Keflavíkur og Akureyrar er að finna á vefsíðunni airportexpress.is.

Page 7: Halendi 02 07 2016

Nánari upplýsingar Tel. +354 540 1313 | [email protected] | grayline.is |airportexpress.is

2006-035

Keflavík Reykjavík Akureyri

Reykjavík Keflavík

WIFI um borðHallanleg sætiLengra bil á milli sætaFæranleg sætiSalerni um borðFrítt fyrir 11 ára og yngri50% afsláttur fyrir 12–17 ára

Bókaðu núna airportexpress.is

Keflavík – Akureyri Akureyri – KeflavíkKeflavík 17:00 Akureyri 23:15Reykjavík 17:45 Varmahlíð 00:25Borgarnes 18:45 Blönduós 01:05Staðarskáli 19:50 Staðarskáli 02:00Blönduós 21:00 Borgarnes 03:10Varmahlíð 21:40 Reykjavík 04:10Akureyri 23:00 Keflavík 05:00

AH301AH300

Tímatafla

Daglegar brottfarir til 30. september 2016

Brottfarir tengdar öllu áætlunarflugi til og frá Keflavíkurflugvelli.Brottfarir frá Holtagörðum og Mjódd í Reykjavík.

Fullorðnir (18+)

Frá/TilReykjavík

Frá/Til Keflavík

Reykjavík 2.100 krBorgarnes 2.500 kr. 4.500 krStaðarskáli 5.000 kr. 7.000 krBlönduós 7.000 kr. 9.000 krVarmahlíð 8.000 kr. 10.000 krAkureyri 9.000 kr. 11.000 kr

Verð

Öll verð með 11% virðisaukaskatti

aðeins 2.100 kr

Page 8: Halendi 02 07 2016

Langidalur á Þórsmörk Skemmtilegar gönguleiðir og falleg náttúraSkagfjörðsskáli er skáli Ferða-félags Íslands í Langadal á Þórsmörk, með gistiaðstöðu fyrir 75 ferðamann. Jafnframt er þar hreinlætishús með vatnssalernum og sturtum, lítill svefnskáli og lítil verslun. Tjaldsvæði er við fallegan lund sem kallaður er Sólskinsdalur.

„Það er veðursælla í Þórsmörk,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdótt-

ir skálavörður. „Hér er talsverð umferð af fólki og við fáum mikið af dagsgestum. Fólk labbar mikið upp á Valahnjúka yfir í Húsdal og öfugt. Flestum finnst það algert æði. Þar er svo ótrúlega flott út-sýni yfir Þórsmörkina og Goða-landið.“

Eyrún Ósk segir að íslenskir ferðamenn séu duglegir að heim-

sækja Þórsmörk, bæði þeir sem eru að ganga Laugaveginn og margir hafi það að hefð að koma á hverju ári. „Í gær fékk ég hingað konu sem ætlar að dvelja í sex nætur með barnabarninu sínu. Og um daginn mætti stórfjölskylda hingað og hélt upp á 75 ára afmæli ættmóðurinn-ar,“ sem Eyrún Ósk segir gott dæmi um hvernig hefðin heldur áfram

innan fjölskyldunnar. „Mér finnst svakalega gaman þegar fólk kemur og heldur afmæli hérna.“

„Þórsmörkin er einstaklega falleg og það er svo margt sem er hægt að gera hérna. Mikið er af gönguleiðum, bæði stutt-um og löngum og allt þar á milli. Það er ótrúlega gaman að koma í Þórsmörk.“

Náttúran í fyrsta sætiFerðafélag Íslands vill stuðla að því að Íslendingar ferðist um landið, kynnist landfræðilegri

sögu þess og nýti þau forréttindi að búa í návígi við einstaka náttúru.

Hálendið og óbyggðirReimt á fjöllumStefán Jökull Jakobsson er yfir-skálavörður og sem slíkur ferð-ast hann mikið um hálendið og óbyggðir.

„Gistiskálar Ferðafélags Íslands eru til þess fallnir að fólk eigi auð-velt aðgengi að landinu. Mest eru það erlendir ferðamenn sem eru að nýta þá en Íslendingar mættu nota þá meira. Skála er á finna bæði á vinsælum stöðum, eins og Þórsmörk og við Landmanna-laugar, og á afskekktum stöðum eins og við Hlöðufell og Horn-bjargsvita. Frá hverjum skála eru áhugaverðar gönguleiðir sem ger-ir fólki kleift að kynnast stórbrot-inni og fjölbreyttri náttúru og sjá mótunarsögu landsins.“

Á afskekktari stöðum, þar sem lítið er um göngufólk og jafn-vel engin bílaumferð, er hægt að upplifa algera kyrrð. Þar í kyrrðinni verða sumir varir við draugagang. „Já, fólk hefur orðið fyrir ónæði en enginn hlotið neinn skaða. Að mestu leyti er þetta fólk sem hefur orðið úti sem er að leita sér húsaskjóls í skálunum. Einn drauginn köllum við myrk-fælna drauginn því á veturna á hann það til að kveikja ljós á nótt-unni. Annar draugur ónáðar fólk sem sefur í ákveðinni koju í einum af okkar skálum. Oftast stend-ur kojan auð en menn hafa látið

Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands

Á hálendinu og víðar er að finna skála Ferðafé-lags Íslands sem reistir voru upphaflega í þeim

tilgangi að auðvelda íslendingum að sækja afskekkta staði heim enda er einn tilgangur félags-ins að greiða fyrir ferðalögum um landið. Allir eru skálarnir staðsettir í fallegri náttúru og umhverfis þá eru góð-ar gönguleiðir sem skálaverðir geta vísað fólki inn á. Jafnframt eru þar góð tjaldstæði og önnur aðstaða fyrir ferða-menn sem eru á ferðalagi í óbyggðum.

„Það er mjög ánægjulegt að fjöldi Íslendinga sem ferðast innanlands og fer í ferðir upp á hálendið og í óbyggð-ir hefur auk-ist jafnt og þétt undanfarin ár. Því fleiri sem kynn-ast og þekkja landið okkar og stórbrotna náttúru þess, því betra,“ segir Páll Guðmunds-son, framkvæmdastjóri Ferðafé-lags Íslands. „Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind en um leið sú viðkvæmasta og mikil-vægt að við setjum hana í fyrsta sæti. Við verðum sem þjóð að hraða okkar vinnu þegar kemur að uppbyggingu innviða sem og stýringu ferðamanna. Sumar-ið er yndislegt á Íslandi og um leið og við njótum þess að ferð-ast um náttúru landsins eigum við að sýna gott fordæmi með góðri umgengni,“ segir Páll Guð-mundsson.

Vinsæl gönguleið Margir ganga Laugaveginn, en á leiðinni er hægt að gista í skálum Ferðafélags Íslands. Fjallið Hattfell er í baksýn. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir

Náttúrufegurð í Þórsmörk Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands, byggður 1954. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir

á það reyna að sofa þar og flestir sofa vel alla nótina, þó einhverjir segjast hafa þurft að vakna um miðja nótt og víkja úr koju svo draugurinn komist leiðar sinnar,“ segir Stefán Jökull. Jafnframt ítrekar hann að það sé ekkert að óttast og viðurkennir sjálfur að hafa fundið fyrir óútskýrðri nærveru. „Það er sérstök upplif-un að vera staddur í óbyggðum og anda að sér hálendisloftinu,“ segir Stefán Jökull. Að hans mati er mikilvægast að njóta náttúr-unnar og sýna henni virðingu. „Það er gott að muna það að fólk á að taka allt með sér til baka til byggða, bæði farangur og sorp. Þar að auki er mikilvægt að ganga vel um skálana og skilja vel við fyrir næsta ferðlang sem á þar leið um.“

…ferðir kynningar 8 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Skálarnir gera fólki kleift að

kynnast stórbrot-inni og fjölbreyttri náttúru.

Við eigum

að sýna gott

fordæmi með góðri

umgengni.

Því fleiri sem

kynnast og þekkja

landið okkar og

stórbrotna náttúru

þess, því betra.

Page 9: Halendi 02 07 2016

LandmannalaugarGott að vera í fjallaloftinuFerðafélag Íslands rekur gisti-skála í Landmannalaugum með plássi fyrir 75 manns. Þar að auki er stórt hreinlætishús á svæðinu, með sturtum og vatnssalernum, og skála- og landvarðarhús. Tjald-stæði eru á flötunum í grennd við skálann. Heit, náttúruleg laug er í göngufæri frá skála.

Vegurinn í Landmannalaugar var nýverið opnaður eftir veturinn og þá hefst formlega ferðamanna-tímabilið. Sara Dögg Arnardóttir er skálavörður Ferðafélags Íslands annað sumarið í röð í Landmanna-

laugum. „Þetta er rosalega fallegt svæði og ólíkt öllu öðru. Það er ofsalega gott að vera í fjalla-loftinu hérna,“ segir Sara Dögg. Ferðmannastraumurinn er hafinn í Landmannalaugar en Sara Dögg segir að mest séu það erlend-ir ferðamann sem eru á ferðinni. „Íslendingar sem koma hingað eru flestir að ganga Laugaveginn eða koma í dagsferð,“ segir Sara Dögg. Með auknum ferðamanna-straumi hefur rútuferðum í Land-mannalaugar verið fjölgað og auð-velt að koma þangað í dagsferð.

„Á flottum degi er hægt að koma og dvelja í tvo til þrjá tíma, ganga um og skella sér í heitu náttúru-laugina. Við seljum dagsferðakort sem sýnir helstu gönguleiðir og litinn á stikunum sem á að fylgja, en landverðirnir hafa verið dug-legir að ganga um og stika helstu leiðir.“ Vinsælt er að ganga upp á Brennisteinsöldur og á Bláhnúk, hringinn í kringum hraunið og ofan í Græna gil. „Útlendingarn-ir kalla Brennisteinsöldu Color-ful Mountain, enda er það mjög litríkt. Þar er útsýni til allra átta

ÁlftavatnÁ fjöllum eru allir vinirVið Álftavatn er Ferðafélag Ís-lands með tvo skála sem rúma 72 manns í kojum. Skálarnir eru á miðri gönguleiðinni um Lauga-veginn. Þar er einnig klósetthús og sturtur. Tjaldstæði er á vatns-bakkanum.

„Á fallegum degi er útsýnið einstakt. Við sjáum yfir vatnið og Tindafjallajökull blasir við. Það er endurnærandi að rölta niður að vatninu, setjast niður og njóta kyrrðarinnar,“ segir Einar Bessi Gestsson, skálavörður við Álfta-vatn.

„Langflestir sem koma hing-að eru að ganga Laugaveginn en við erum á miðri leið. Maður hittir mikið af skemmtilegu fólki sem er að labba hér í gegn, mikið af ævintýrafólki, þess vegna er gam-an að vera hér. Mér fannst mjög gaman um daginn þegar hingað kom íslensk fjölskylda með 10 ára stráka sem voru að ganga Lauga-veginn. Við horfðum á landsleik-inn gegn Austurríki saman og það var mikið fjör. Mér finnst flott þegar krakkar eru að rölta Lauga-veginn. Í raun ættu allir sem hafa minnsta áhuga á náttúrunni að ganga þessa leið eða að minnsta kosti hluta hennar, þetta er alger-lega frábær náttúra hérna sem enginn ætti að láta framhjá sér fara,“ segir Einar Bessi

Hann segir einstaka stemningu ríkja á fjöllum sem hvergi er að finna annarsstaðar. „Það hjálpast allir að á fjöllum og allir eru vinir.“

Ferðin hafin Lagt af stað í Laugavegsgöngu frá Landmannalaugum. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir

Fögur fjallasýn Álftavatn er á miðri Laugavegsgöngu. Þar er hægt að gista í skálum Ferðafélags Íslands. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir

sem sýnir brot af því besta.“ Hún segir alla sem koma í Landmanna-laugar heillast en það komi fyrir að fólk sé að leita að stöðum sem það hefur séð á myndum.“ Stund-um þarf að minna fólk á að það er búið að eiga við myndir og litirnir eru ekki raunverulegir. Hér kom maður með mynd af bláu gili og vildi vita hvar hann fyndi það. Í raunveruleikanum er gilið grænt, en ekki blátt,“ segir Sara Dögg. Vegurinn að Landmannalaugum er opinn fram í september, eða á meðan veður leyfir.

…ferðir kynningar9 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Við seljum dagsferðakort

sem sýnir helstu gönguleiðir og litinn á stikunum sem á að fylgja.

Page 10: Halendi 02 07 2016

…ferðirkynningar

10 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Göngur við allra hæfi Fallegar og miskrefjandi gönguleiðir eru í Kerlingarfjöllum

Ævintýraland Kerlingarfjöll eru sannkallað ævintýraland

Sér á parti Kerlingarfjöll eru fegursti staður á landinu, að sögn Þóris Guðmundssonar.

Kerlingarfjöll Fjöllin sjást mjög langt að Flott á fjöllum Þórir Guðmundsson ásamt eiginkonu sinni í Kerlingarfjöllum

Þetta er einn fegursti staður á landinu. Auðvitað má segja

það um svo marga staði á Íslandi en Kerlingarfjöll eru bara sér á parti. Þú ert úti í óbyggðum, inni í miðju landi og umkringdur óspilltri náttúru.

Þórir Guðmundsson Forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík

Við hverina myndast

hveraleir og

allt berg er

sundursoðið.

Eitt fjölbreyttasta útivistarsvæði Íslands

Einstök náttúrufegurð og góð aðstaða þar sem þú hefur allt til alls

Unnið í samstarfi við Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru sannar-lega eitt fjölbreyttasta útivistarsvæði Íslands. Þar eru fallegar og miskrefj-

andi gönguleiðir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða hæstu toppa eða fara um eitt stærsta jarðhitasvæði Íslands. Sumar leiðir eru merktar en aðrar eru ómerktar. Þú getur farið um og notið þess að rekast ekki á annað fólk tímunum saman. Segja má að í Kerlingar-fjöllum renni maðurinn og náttúran saman og verði eitt.

Þórir Guðmundsson, forstöðu-maður Rauða krossins Í Reykja-vík, fór fyrst í Kerlingarfjöll þegar hann var barn og á að eigin sögn óskaplega góðar minningar frá Kerlingarfjöllum. „Í minningunni var þetta heilmikið ferða-lag en í dag er þetta bara skottúr, þú ert engan tíma að kom-ast þarna. Vegirnir eru orðnir svo góð-ir og móttökurn-ar sem maður fær eru alveg frábær-ar. Starfsfólkið er líka alveg sérstak-lega viljugt að leiðbeina manni og þess vegna ekkert mál að finna gönguleið við hæfi,“ segir Þórir sem nýlega heimsótti Kerlingarfjöll ásamt ferðafélögum sínum í gönguhópi sem gengur saman á fjöll víða um land.

Kerlingarfjöll eru skammt í suð-vestur frá Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár. Þau eru þyrping strókmyndaðra tinda og eggja sem ná yfir um það bil 150 ferkílómetra svæði. Fjöllin sjást mjög langt að og eru hæstu tindarnir í 1500 metra hæð yfir sjó. Ásgarðsá og Kisa mynda mikil árskörð í gegn-um fjöllin og kljúfa þau í tvo megin hluta, austur- og vesturfjöll.

Í Kerlingarfjöllum eru 12 hús í útleigu fyrir bæði litla og stóra

hópa. Í boði er gisting í uppábún-um rúmum ásamt því að

hægt er að vera í svefn-pokaplássi. Heildar-

gistirými er fyrir um 90 manns en auk þess er mikið og gott pláss á tjald-svæðinu. Veitinga-

staður er á svæðinu og fært er í Kerlingar-

fjöll á öllum bílum yfir sumartímann, eins er GSM

símasamband í Kerlingarfjöll-um.

„Aðstaðan í Kerlingarfjöllum er virkilega góð, þar hefur þú allt til alls – sturtuaðstöðu, snyrtingar og hægt er að setjast niður og fá sér kaffibolla. Kvöldvökurnar í gamla skálanum í Kerlingarfjöllum hafa einnig setið fastar í minninu síðan ég kom þangað fyrst og það var stórkostlegt að upplifa þær á ný. Söngur og kæti eins og best ger-ist,“ segir Þórir.

Einstök náttúrufegurð er í Kerl-ingarfjöllum og eru Hveradalir eitt af þremur skilgreindum háhita-svæðum í Kerlingarfjöllum, en þar getur að líta gufu- og leirhveri og er útstreymi þeirra blandað

brennisteini. Við hverina myndast hveraleir og allt berg er sundur-soðið. Þar sem jökultungur ganga niður í dali hafa hverirnir sumstað-ar brætt frá sér ísinn og myndað tilkomumiklar hvelfingar, íshella eða íshamra. Einnig vex í kringum hverina mjög sérstæður gróður. Marglitur hveraleirinn, gufumökk-urinn, líparítfjöllin, jökultungurn-ar og gróðurvinjar inn á milli búa til fjölbreytni og litaauðgi sem gerir svæðið engu líkt. Hveradalir eru sannkallað ævintýraland fyrir áhugamenn um ljósmyndun og ljósmyndara.

Hægt er að fullyrða að þeirra bíði veisla sem fjöllin sækja heim, einkum og sérílagi ef fólk kann að meta fallega og fjölbreytta nátt-úru, litbrigði, liti og landslag með fjöllum, dölum, tindum og giljum.

„Þetta er einn fegursti staður á landinu. Auðvitað má segja það um svo marga staði á Íslandi en Kerl-ingarfjöll eru sér á parti. Þú ert úti í óbyggðum, inni í miðju landi og umkringdur óspilltri náttúru. Lita-brigðin í leirnum eru einstök, það er óvíða sem maður kemst nær þeim ógnarkröftum sem leynast undir yfirborði jarðar, “ segir Þórir.

Page 11: Halendi 02 07 2016

…ferðirkynningar

11 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Fiskveiði Anna Rut með sjö punda urriða úr Skálavatni. Mynd | Örn Óskarsson

Paradís Litla og Stóra Fossvatn. Mynd | Örn Óskarsson Vatnadýrð Hraunvötn - Rauðigígur í forgrunni. Mynd | Örn Óskarsson

Útsýni Yfirlit yfir Tjaldvatn, Skálavatn og Langavatn og hluta af skálunum þar sem veiðimenngista. Mynd | Örn Óskarsson

Bleikja hefur fundist í Snjóölduvatni, Nýjavatni, Austurbjallavatni, Krókspolli, Skyggnisvatni,

Kvíslarvatni, Eskivatni, Langavatni, Tjaldvatni, Stóra-Skálavatni og Hamrafellsvatni.

Mörg Veiðivatnanna

eru gígvötn sem

mynduðust í

Veiðivatnagos-

inu árið 1477.

Alls eru 50

vötn og pollar á

svæðinu.

Vötn sem þekkt eru fyrir gjöfula silungsveiði„Öll aðstaða við Veiðivötn er alveg til fyrirmyndar og náttúrufegurðin einstök.“

Unnið í samstarfi við Veiði- og fiskræktarfélag Landmannafréttar

Veiðivötn eru vatnaklasi norðan Tungnaár á Land-mannafrétti. Alls eru 50 vötn og pollar á svæð-

inu. Vötnin liggja í aflangri dæld sem er breiðust um fimm kílómetra og 20 kílómetra löng frá Snjóöldu-vatni í suðurvestri að Hraunvötnum í norðaustri. Þau eru í 560-600 m hæð yfir sjávarmáli. Austan Veiðivatna liggja Snjóöldufjalla-garðar en Vatnaöldur vest-an þeirra. Veiðifélag Landmanna-fréttar var stofnað um vötnin árið 1965 af bændum í Holta- og Landsveit og hefur svæðið verið byggt upp með innkomu Veiðifé-lagsins. Að mati margra eru Veiði-vötn og Veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Mörg Veiðivatnanna eru gíg-vötn sem mynduðust í Veiðivatna-gosinu árið 1477. Þau eru flest lítil um sig, innan við 1 ferkílómetri, en oft hyldjúp. Eskivatn og Nýja-vatn eru dýpst, um og yfir 30 m djúp. Stærstu vötnin eru Litlisjór, Grænavatn, Ónýtavatn og Snjó-ölduvatn. Litlisjór er langstærstur, svo kemur Grænavatn og Snjó-ölduvatn. Þessi vötn eru ekki gíg-vötn og voru til fyrir 1480. Tjald-vatn og Breiðavatn eru grynnst,

meðaldýpi um 1-3 metrar. Á neðri hluta Veiðivatnasvæð-

isins eru gróðurlitlar vikuröld-ur og melar áberandi í umhverfi vatnanna en þegar farið er norðar setja mosavaxin hraun sterk-an svip á landslagið. Hraunin og

klepragígarnir á Hraunvatna-svæðinu eru sérlega til-

komumikil. Sömuleiðis eru fallegar hraun-myndarnir í Foss-vatnahrauni, við Skálavörn og Pyttl-ur.

Þekktust eru vötnin fyrir gjöfula

silungsveiði. Urriði er náttúrulegur á svæðinu

og er nú í flestum vötn-um, en bleikja hefur komist úr Tungnaá í nokkur af neðstu vötn-unum. Hornsíli finnast í flestum vötnum. Vötnin eru flest mjög lífauðug.

Urriðinn í Veiðivötnum er einstakur. Hann er óvíða stórvaxnari og feitari. Samkvæmt niðurstöð-um erfðarannsókna virðist Veiðivatnaur-riðinn hafa einangr-ast ofan ófiskgengra fossa fljótlega eftir að ísöld lauk. Á fáum stöðum í heiminum er til hreinni stofn af þessum ísaldarurriða. Urriðinn í Þing-vallarvatni er af sömu gerð.

Bleikju varð fyrst vart í Snjó-ölduvatni árið 1972 en árið 1983

finnst hún einnig í Skyggnisvatni, Breiðavatni, Nýjavatni og Langa-vatni. Í Veiðivötn hefur bleikja gengið úr Tungnaá eftir kvísl-um. Á 7. áratugnum var bleikju sleppt í vötn á Skaftártungna-

frétti og barst hún þaðan út í Tungnaá. Nú er

bleikja í 11 vötnum á Veiðivatnasvæðinu. Bleikja hefur fund-ist í Snjóöldu-vatni, Nýjavatni, Austurbjallavatni, Krókspolli,

Skyggnisvatni, Kvíslarvatni, Eski-

vatni, Langavatni, Tjaldvatni, Stóra-

-Skálavatni og Hamrafells-vatni.

Þröstur Þorláksson veiðimaður hefur stundað veiðar á svæðinu í

27 ár og fer stundum í veiði oftar en einu sinni á ári. „Það má líkja þessu áhugamáli við það að byrja að stunda sund,“ segir Þröstur og hlær við. „Ef þér líkar það og finn-ur að þér líður vel eftir sundið þá er það fljótt að verða ómissandi partur af lífinu.“

Að sögn Þrastar er öll aðstaða við Veiðivötn alveg til fyrirmynd-ar. „Aðstaðan á svæðinu er alveg frábær, enda sækja menn þarna ár eftir ár. Tjaldsvæðið er gott, rafmagn er á svæðinu og sturtur, segja má að allt sé til alls. Að ógleymdri náttúrufegurðinni, nóg er af gönguleiðum og er þetta rosalega skemmtilegt svæði að ganga um. Gróðursælt er í kring-um vötnin og alveg ótrúleg feg-urð. Við Veiðivötn er nóg að sjá og áhugaverðar þjóðsögur sem fylgja landsvæðinu.“

Leyfð er veiði á flugu, maðk, makríl og spón í Veiðivötnum og er verið að veiða á allt að 100 stangir á dag út veiðitímabil-ið sem stendur frá 18. júní og til 20. ágúst ár hvert. Margir gisti-möguleikar eru á svæðinu en þar eru 15 veiðihús, skálar fyrir allt að 40 manns og tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla. Hafa ber í huga að öll gisting í veiði-húsum og skálum er yfirleitt uppseld fyrir 1. mars ár hvert.

Vert er að minnast á það að í ár kemur mögulega út bók um sögu Veiðivatna sem Gunnar Guðmundsson tók saman.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is

Page 12: Halendi 02 07 2016

Ferðir fyrir alla Tanni Travel býður upp á persónulega, alhliða þjónustu fyrir hópa. Náttúrufegurð Rauðubjörg við Barðsnes, paradís göngumannsins.

Ævintýraleg skíðasvæði Í Oddskarði og Stafdal eru skemmtileg skíðasvæði.

Hafrahvammagljúfur Mikilfengsta gljúfur landsins.

Vetrardásemd Heita laugin í Laugarfelli á fljótsdalsheiði er á meðal kennileita á Austurlandi.

…ferðir kynningar12 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Snæfell er hæsta fjall Ís-

lands, utan jökla, og er svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóð-garðs.

„Fyrir marga er

Austurland líkt

og að koma til útlanda.

Persónuleg þjónusta um Austurland

Tanni Travel býður upp á lausnir fyrir hópa með áherslu á Austurland. Metnaður er settur í persónulega þjónustu um svæðið sem fjölskyldu fyrirtækið rekur rætur sínar til. Komið er til móts við allar óskir svo draumaferðin sé uppfyllt.

Unnið í samstarfi við Tanna Travel

Tanni Travel hefur í ár-anna rás ferðast með hópa um allt Ísland en lagt

áherslu á Austurland. Fyrirtækið rekur sína eigin hópbifreiðar í öll-um stærðum og gerð-um sem henta hverjum hópi og skilyrðum fyrir sig. „Við þjónustum alla hópa og það er okkar stefna að veita alhliða, persónulega þjónustu. Hvort sem það eru gönguhóp-ar, ráðstefnugestir, félagasam-tök, fjölskyldur, vinahópar eða íþróttafélög þá aðstoðum við alla til að skapa sitt ævintýri,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir, fram-kvæmdastjóri Tanna Travel.

Við þekkjum svæðið „Fyrir marga er Austurland líkt og að koma til útlanda. Þeir sem eiga ekki rætur þangað að rekja hafa margir ekki heimsótt Austurland áður. Náttúran og umhverfið er framandi og allt annar heimur inn-an Íslands. Við þekkjum svæðið vel og leggjum okkur fram við að kynna allt það frábæra sem Aust-urland hefur upp á að bjóða með hálendið, skóga og firðina í for-grunni,“ segir Díana Mjöll.

Tanni Travel er fjölskyldu- rekið fyrirtæki með sterk tengsl

við Austurland og fáir sem hafa slíka þekkingu á

svæðinu. Að ferðast með þeim er líkt og að heimsækja gamlan vin í heima-bæinn sinn, hann sýnir þér allt það

sem heimamennirn-ir bardúsa og allt það

sem er áhugavert að sjá. „Pakkaferðirnar okkar eru vin-sælar en við erum sveigjanleg og vinnum okkur að átt sem báðir aðilar eru sáttir með og komum til móts við allar óskir. Við útvegum flug, ferjur, leiðsögn, afþreyingu, gistingu, mat og annað sem að ferðalaginu lýtur,“ segir Díana Mjöll.

Magnaðar náttúruperlur Á meðal kennileita á hálendi Austurlands, sem Tanni Travel hefur yfirgripsmikla þekkingu á, ber að nefna svæðið í kring-um Snæfell, náttúrulaugina í Laugarfelli á Fljótsdalsheiði, þar sem hægt er að baða sig allt árið og er einstök upplifun, svæðið í kringum Kárahnjúkavirkjun og Hafrahvammagljúfur, eitt mik-ilfenglegasta gljúfur á landinu, 15 km langt og 200 m djúpt. Þangað ættu allir Íslendingar að

leggja leið sína og upplifa smæð sína í náttúrunni. Mikilfenglegar gönguleiðir eru í og við gljúfrið.

Á veturna er Tanni Travel við öllu búið með fjórhjóla-drifnar rútur, vegbúnar fyrir hálendið. „Veturinn á Austurlandi er æv-intýri líkastur, þar eigum við tvo stórkostleg skíðasvæði, í Odds-skarði og Stafdal, en svæðin eru miðstöð vetraríþrótta á Aust-urlandi. Nú eru fjallaskíði orðin vinsæl íþrótt og við komum við til móts við alla hópa með persónu-legri ráðgjöf um hvert sé best að sækja og gista.“

Vinsælar ferðir Samkvæmt Díönu Mjöll eru ferðir á Snæfellssvæðið vinsælar þegar Austurland er heimsótt. Snæfell er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er svæðið umhverfis það inn-an marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Við rætur fjallsins eru gistiskálar og tiltölulega auðvelt að ganga þaðan á fjallið, útsýnið á toppnum nær yfir þjóðgarðinn. „Við höf-um meðal annars verið að vinna með Óbyggðasetrinu og hafa þær ferðir slegið í gegn. Þá fá gestir að upplifa Ísland á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Boðið er upp á að gista í baðstofu, smakka reykt

kjöt beint úr reykkofanum, draga sig yfir Jökulsá á kláfi og fólki gefin innsýn í gamlan tíðaranda á Íslandi og hvernig var að búa í og við óbyggðir Íslands.

Tanni Travel vinnur náið með þjónustu, afþreyingu og gistirým-um Austurlands. Hvort sem um er að ræða skíðaferðir, hestaferð-ir, útsýnisferðir um skóga, fjöll, hálendi og fossa.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tanna Travel www.tannitravel.is eða í síma 476-1399.