hýraugað - janfrétti og fordómar - nóvember 2010

12
HÝRAUGAÐ hinsegin fréttabréf FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI // nóvember 2010 02. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR EVRÓPUMÁL Transgender Europe vinnur með ráðamönnum í Evrópu ... Bls. 3 MENNING Skáldsagan um Dorian Gray var notuð gegn höfundinum, Oscar Wilde, fyrir rétti. Bls. 6 FRÉTTASKÝRING Fordómar drepa! Átta tán- ingar tóku líf sitt á meðan greinin var skrifuð... Bls. 10 & 11 DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI HINSEGIN SAGA Jóhanna meðal áhrifavalda í sögu hinsegin fólks LANDSDÓMUR Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis Margir ungliðar eru ósáttir við hugmyndir um að lækka hámarksaldur ungliða. Á stofnfundi U78 í ágúst sl. var ákveðið að lækka hann úr tuttugu ára og yngri niður í átján ára og yngri, vegna þess að þróunin er sú að sífellt yngri krakkar taka þátt í U78. Nokkur dæmi eru um að 10 ára börn hafi sótt starfið. Ákveðið var lækka hámarkið í tveim þrepum, fyrst niður í 19 ára í febrúar á næsta ári og svo í 18 ára í ágúst sama ár. „Í ljósi þess hve margir hafa mótmælt ákvörðunni hefur komið fram sú tillaga að hætt verði við aldurslækkun,“ segir í tilkynningu stjórnar. Þá hefur stjórn lagt til að aðalfundur félagsins í febrúar taki málið fyrir. - AÞF Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið valin á lista yfir hvetjandi fyrirmyndir hinsegin fólks í tilefni af hinsegin sögumánuði í Bandaríkjunum sem haldinn var í október. Hvern dag mánaðarins fékk einhver áhrifamikil persóna úr sögu hinsegin fólks titilinn. Jóhanna er þar í góðum félagsskap en á listanum eru Matthew Shepard, Jane Lynch, Leslie Feinberg, Patsy Lynch og Rufus Wainwright, svo nokkur dæmi séu nefnd. Miðvikudagurinn 27. október var dagur Jóhönnu Sigurðar- dóttur, „fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta hinsegin þjóðarleiðtoga í heiminum sem kosinn er í lýðræðislegum kosningum,“segir á síðunni. - AÞF Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur verið skipuð saksóknari Alþingis í kjölfar ákvörðunar þingsins um að ákæra skuli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Sigríður er fædd 1961 og starfar sem varasaksóknari ríkisins. Hún er skráð í staðfesta sambúð með Sigríði Pálmadóttur. „Þetta er svolítið sérstakt mál og það eru viss frávik í lögum um landsdóm frá venjulegum saksóknum. Sama gildir í þessu máli eins og öðrum að grundvallarskylda saksóknara er að leiða hið sanna í ljós,“ sagði Sigríður í samtali við Smuguna. Þrjátíu og sex þingmenn greiddu henni atkvæði sitt. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við kosninguna, þar sem flokkurinn hafði lýst sig andsnúinn ákærum frá upphafi. - AÞF MÓTMÆLA BREYTINGUM Á UNGLIÐAHREYFINGU SAMTAKANNA VIÐTAL Davíð Tryggvason ræðir um bróður sinn Örn Washington, sem margir þekkja sem dragdrottninguna Venus. Örn féll fyrir eigin hendi árið 2005 eftir að hafa upplifað fordóma á Íslandi og í Danmörku vegna kynhneigðar og hörundslitar ... Bls. 8 & 9 SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE MYND: Ingólfur Júlíusson / smugan.is MYND: LGBT- history month

Upload: hyraugad-frettabref

Post on 08-Mar-2016

246 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Hýraugað er fréttabréf Samtakanna '78. Að þessu sinni er þema blaðsins jafnrétti og fordómar.

TRANSCRIPT

Page 1: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

HÝRAUGAÐhinsegin fréttabréf

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI// nóvember 201002. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR

EVRÓPUMÁL

Transgender Europe vinnur með ráðamönnum í Evrópu ... Bls. 3

MENNING

Skáldsagan um Dorian Gray var notuð gegn höfundinum, Oscar Wilde, fyrir rétti. Bls. 6

FRÉTTASKÝRING

Fordómar drepa! Átta tán-ingar tóku líf sitt á meðan greinin var skrifuð...Bls. 10 & 11

DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI

HINSEGIN SAGA

Jóhanna meðal áhrifavalda í sögu hinsegin fólks

LANDSDÓMUR

Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis

Margir ungliðar eru ósáttir við hugmyndir um að lækka hámarksaldur ungliða. Á stofnfundi U78 í ágúst sl. var ákveðið að lækka hann úr tuttugu ára og yngri niður í átján ára og yngri, vegna þess

að þróunin er sú að sífellt yngri krakkar taka þátt í U78. Nokkur dæmi eru um að 10 ára börn hafi sótt starfið.

Ákveðið var að lækka hámarkið í tveim þrepum, fyrst niður í 19 ára í febrúar

á næsta ári og svo í 18 ára í ágúst sama ár. „Í ljósi þess hve margir hafa mótmælt ákvörðunni hefur komið fram sú tillaga að hætt verði við aldurslækkun,“ segir í tilkynningu stjórnar. Þá hefur stjórn lagt til að aðalfundur félagsins í febrúar taki málið fyrir.

- AÞF

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið valin á lista yfir hvetjandi fyrirmyndir hinsegin fólks í tilefni af hinsegin sögumánuði í Bandaríkjunum sem haldinn var í október. Hvern dag mánaðarins fékk einhver áhrifamikil persóna úr sögu hinsegin fólks titilinn.

Jóhanna er þar í góðum félagsskap en á listanum eru Matthew Shepard, Jane Lynch,

Leslie Feinberg, Patsy Lynch og Rufus Wainwright, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Miðvikudagurinn 27. október var dagur Jóhönnu Sigurðar-dóttur, „fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta hinsegin þjóðarleiðtoga í heiminum sem kosinn er í lýðræðislegum kosningum,“segir á síðunni.

- AÞF

Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur verið skipuð saksóknari Alþingis í kjölfar ákvörðunar þingsins um að ákæra skuli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Sigríður er fædd 1961 og starfar sem varasaksóknari ríkisins. Hún er skráð í staðfesta sambúð með Sigríði Pálmadóttur.

„Þetta er svolítið sérstakt mál og það eru viss frávik í lögum

um landsdóm frá venjulegum saksóknum. Sama gildir í þessu máli eins og öðrum að grundvallarskylda saksóknara er að leiða hið sanna í ljós,“ sagði Sigríður í samtali við Smuguna. Þrjátíu og sex þingmenn greiddu henni atkvæði sitt. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við kosninguna, þar sem flokkurinn hafði lýst sig andsnúinn ákærum frá upphafi.

- AÞF

MÓTMÆLA BREYTINGUM Á UNGLIÐAHREYFINGU SAMTAKANNA

VIÐTALDavíð Tryggvason ræðir um bróður sinn Örn Washington, sem margir þekkja sem dragdrottninguna Venus. Örn féll fyrir eigin hendi árið 2005 eftir að hafa upplifað fordóma á Íslandi og í Danmörku vegna kynhneigðar og hörundslitar ...Bls. 8 & 9

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

MYND: Ingólfur Júlíusson / smugan.is

MYND: LGBT-history month

Page 2: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Á Jafnréttisdögum er fjallað um jafnrétti frá fjölmörgum sjónarhornum með fyrirlestrum, umræðufundum og listviðburðum af ýmsu tagi.

Á opnunarviðburði daganna er fjallað um karlmennskuímyndir og gagnkynhneigðarhyggju (20/09) en meðal annarra helstu viðburða

eru Kvöldstund með rauðsokkum (20/09), fyrirlestur um börn og mansal (21/09), umræðufundur um fjölmenningu, fólksflutninga og

fordóma (21/09), tónleikar Táknmálskórsins (22/09), málþing um rétt og raunveruleika fatlaðra nemenda (23/09), fyrirlestrar og

umræður um klámvæðingu (24/09), auk fjölda annarra spennandi viðburða. Dagskrá Jafnréttisdaga er að finna á www.jafnretti.hi.is

Equality Days focus on equality from a broad perspective with lectures, discussions and art presentations. The opening event offers

talks and discussion on Images of Masculinity and Heteronormativity (20/09), other main events include Multiculturallity, Migration and

Racism (21/09), a concert by the Sign Language Choir (22/09), a discussion meeting exploring the Challenges and Possibilities in the

life of International Students (22/09), discussions on Gender and Global Media (24/09), discussions on Pornification of Society (24/09)

and many more interesting events. The programme can be found at www.jafnretti.hi.is

Alþjóðaskrifstofa HÍ, ESN Reykjavík, Femínistafélag HÍ, Félags- og mannvísindadeild, FS – HÁMA & Bóksala stúdenta, Hagsmunanefnd SHÍ, Jafnréttisfulltrúi HÍ, Jafnréttisfulltrúi SHÍ, Jafnréttisnefndir HÍ, SHÍ, Félagsvísindasviðs, Heilbrigðisvísindasviðs, Hugvísindasviðs, Menntavísindasviðs & Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Markaðs- og samskiptasvið, Kennslusvið, Manía – Geðverndarfélag innan HÍ, Matsalan Baunin, Námsbrautir í blaða- og fréttamennsku, fötlunarfræði, kynjafræði, mannfræði & táknmálsfræði, Náms- og starfsráðgjöf HÍ, Q – félag hinsegin stúdenta, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Rannsóknasetur um fólksflutninga og fjölmenningu, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Ráð um málefni fatlaðs fólks, Skyn – félag nemenda með sértæka og falda námsörðugleika, Stúdentaráð HÍ, Táknmálstúlkur HÍ, UNICEF

Háskóli Íslands / University of Iceland Dagskrá / programme: jafnretti.hi.is

www.jafnretti.hi.is

SEPT 201020-24

Jafnréttisdagar HÍ 2010

Kvikmyndaröð um jafnrétti

Katrín Dögg ung-mennafulltrúi S’78

Vel heppnað trans-ungmenna kvöld

Tólf síður og mánaðarlega

Dagana 20.–24. september voru haldnir Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands. Q – félag hinsegin stúdenta tók virkan þátt í skipulagningu þetta árið og stóð fyrir opnunaratriðinu, sem var fyrirlestur Ingólfs V. Gíslasonar dósents og Páls Óskars Hjálmtýssonar.

Erindið bar heitið „Tár, bros og testósterón. Erindi og umræður um karlmennskuímyndir og gagnkynhneigðarhyggju“. Páll ræddi málin út frá sjónarhorni samkynhneigðs karlmanns og flutti lagið „What makes a Man“ ásamt Moniku Abendroth hörpuleikara. Ingólfur talaði um þröngan skilning á karlmennsku og nefndi að nú færist í aukana að ungt fólk neiti að skilgreina sig, t.d. með því að neita að gefa upp kyn í könnunum.

Á eftir voru líflegar pall-borðsumræður sem gengu afar vel. Til dæmis var áhugavert að heyra sögu ungrar transkonu af því hvernig fólk kemur öðruvísi fram við hana eftir að hún fór að lifa í sínu kynhlutverki sem kona, t.d. eru gerðar aðrar kröfur til

Q – félag hinsegin stúdenta, ásamt Stúdentaráði HÍ og öðrum hagsmunafélögum innan HÍ, stendur nú fyrir kvikmyndaröð um jafnrétti. Q reið á vaðið 14. október sl. og sýndi myndina Prayers for Bobby. Sú mynd varð fyrir valinu vegna umræðu um sjálfsvíg ungs hinsegin fólks en þetta er sannsöguleg mynd um strák sem fremur sjálfsvíg eftir að hafa mætt miklu skilningsleysi frá fjölskyldu sinni. Kvikmyndaröðin heldur áfram í nóvember.

Nýlega réðu Samtökin ‘78 ungmennafulltrúa til starfa, sem mun sjá um Ungliðahreyfinguna og jafn-ingjafræðslu. Sú sem fékk stöðuna er Katrín Dögg Valsdóttir og hún mun hafa fasta viðveru á skrifstofu S’78 á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13–17.

Hægt er að hafa samband við Katrínu með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

- ÁKB

Þann 16. október sl. var haldin samkoma fyrir transungmenni í sal S’78. Að atburðinum stóðu Trans Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin ‘78, Ung-liðahreyfingin og Samtökin ‘78 á Norðurlandi. Markmiðið var að ungt transfólk að 30 ára aldri, hvort sem það væri komið út eða ekki, gæti mætt og fengið ráðgjöf eða spjallað. Fyllsta trúnaðar var gætt og myndatökur ekki leyfðar. 12 ungmenni mættu og skipuleggjendur segja kvöldið hafa heppnast afar vel.

- ÁKB

Hér kemur 2. tölublað Hýraugans, mánuði fyrr en ætlað var. Ritstjórnin fann fyrir almennri ánægju með fyrsta blaðið og fannst að það væri alveg grundvöllur fyrir mánaðarlegri útgáfu fréttabréfs.

Þar að auki birtist Hýraugað nú í stækkaðri mynd, heilar 12 síður, en það var blaðamönnum mikill höfuðverkur að koma öllu efni fyrir í því takmarkaða plássi sem við gáfum okkur síðast. Í þessu tölublaði setjum við fókusinn á jafnrétti og fordóma. Þau mál hafa verið mikið í brennidepli að undanförnu, bæði með Jafnréttisdögum í Háskóla Íslands og Fjólubláa deginum svokallaða í kjölfar eineltis og sjálfsvígsöldu í Bandaríkjunum. Eins og fréttir að undanförnu sýna er björninn ekki unninn þó að lögin séu okkar megin. Enn heyrum við af fórdómum sem mæta okkur og fólki er jafnvel neitað um afgreiðslu vegna kynhneigðar. Sem betur fer tók viðkomandi fyrirtæki þó á því máli af festu.Nýir þættir líta dagsins ljós í blaðinu, „Hrósið“ og „Félagsmaðurinn“, auk almennrar umfjöllunar um hin ýmsu hinsegin málefni. Afturendann skrifar að þessu sinni Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Njótið vel!Guðmundur Helgason

ritstjóri

ÚTGEFANDI OG ÁBM:Samtökin ‘78 RITSTJÓRI:Guðmundur HelgasonRITSTJÓRNAtli Þór FanndalÁsta Kristín BenediktsdóttirEva ÁgústaGuðmundur HelgasonSigurður Júlíus GuðmundssonHÖNNUN OG UMBROTAtli Þór FanndalMYNDRITSTJÓRNEva ÁgústaMÁLFARSRÁÐUNAUTURÁsta Kristín Benediktsdó[email protected] réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers

kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.2

HÁSKÓLI ÍSLANDS

JAFNRÉTTI UNGLIÐAR UNGLIÐAR / TRANSFÓLK

RITSJÓRNARSPJALL

Erindið bar heitið „Tár, bros og testó-sterón. Erindi og umræður um karl-mennskuímyndir og gagnkynhneigðar-hyggju .

hennar við vinnu en áður.

Stjórn Q vill að félagið verði áfram eitt öflugasta hagsmunafélagið innan HÍ. Ósýnileiki er einn helsti óvinur hinsegin fólks á Íslandi og með því að standa að opnunarviðburði Jafnréttisdaga

og styrkja hann fjárhagslega gat Q varpað ljósi á málefni er varða kynhneigð, sjálfsmynd og karlmennsku. Stjórn Q er afar stolt af Jafnréttisdögum og færir starfshópnum innilegar þakkir fyrir samstarfið.

- Q – félag hinsegin stúdenta,

- ÁKB

MYNDIR; Q-félag hinsegin stúdenta / queer.is

Page 3: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Nýlega bárust fréttir af því að ráðist hefði verið á tvo þátttakendur á ráðstefnu á vegum samtakanna Transgender Europe (TGEU) í Malmö í Svíþjóð. Fórnarlömbin voru frá Tyrklandi og voru á leiðinni út af veitingastað er hópur ungra manna veittist að þeim.

Ráðstefnur TGEU eru stærstu viðburðir í Evrópu þar sem transmálefni eru til umræðu. Philippa James, fráfarandi stjórnarmaður TGEU, segir að hatursglæpir gagnvart transfólki séu hluti af lífi margra. „Transfólk verður að hafa varann á sér, það er því miður staðreynd.“ Hún bætir þó við að stundum séu árásir rangtúlkaðar; í Malmö sé há glæpatíðni og það sé alls ekki ljóst hvort ástæðan fyrir þessari árás var transfóbía eða einfaldlega rasismi.

TGEU var stofnað árið 2005 sem hópur transaktífista en nú, fimm árum síðar, eru samtökin fremur pólitískur þrýstihópur. „Það er ágætt að mótmæla en þú verður líka að vinna með ráðamönnum til að ná árangri,“ segir Philippa. TGEU vinnur „top-down“, þ.e. leggur fremur áherslu á að vinna náið með Evrópusambandinu og Evrópuráðinu en að tala við einstakar ríkisstjórnir. Philippa nefnir að núna sé Tyrkland að sækja um aðild að ESB, en transréttindi eru afar slæm þar í landi. Verkefni TGEU er því að ýta á ESB að láta Tyrkland bæta mannréttindi áður en það er tekið inn.

Annað hlutverk TGEU er stuðningur við samtök sem vinna að transmálefnum. „Við erum sérfræðingar á þessu sviði og viljum að félög geti leitað til okkar með ráðgjöf,“ segir Philippa. Vandamálið er þó tímaskortur, því samtökin

hafa ekkert fólk í vinnu. „TGEU er sjálfboðaliðasamtök sem hafa enga fasta innkomu. Okkur sárvantar fjármagn og erum núna að leita að föstum styrkjum,“ segir Philippa og bætir við að TGEU muni á næstu árum beina sjónum sínum í auknum mæli að A- og S-Evrópu þar sem ástandið er mun alvarlegra en í vesturhluta álfunnar. -ÁKB

Við gefumst ekki upp

Transvirðing á móti transfóbíu!

Transgender Europe

Það er ekki nóg að mótmælaA n n a Kristjáns-d ó t t i r , g ja ld ker i S’78, var m e ð a l þeirra sem s to fnuðu TGEU árið 2005 og sat í stjórn

sam takanna fyrstu þrjú árin. Hún segir á bloggi sínu eftir ráð stefnuna í Mal mö nú í októ-ber:

„Bar áttan er unnin en sam-tímis er hún rétt að hefjast. Á meðan transgender manneskja er myrt að meðal tali annan hvern dag vegna þess að hún er transgender erum við á byrjunar reit. En við gefumst ekki upp og munum sigra að lokum.“

>>> Meira

Trans respect versus Tran-sphobia Worldwi de (TvT) er verk efni sem TGEU setti á lag-girnar og er nú orðið al þjóð-legt. Mark miðið með því er að búa til yfir lit um stöðu mann-réttinda trans fólks í heiminum og hafa til reiðu gagn lega töl-fræði og að stoð í bar áttunni fyrir al þjóð legar stofnanir, mann réttinda sam tök, trans-hreyfinguna og al menning.

Transgender Europe (TGEU) er evrópskt tengslanet fyrir félög sem styðja eða vinna að bættum réttindum transfólks og aðra sem láta sig transmálefni varða. Samtökin voru stofnuð árið 2005 þegar um 130 manna hópur kom saman í Vín, langþreyttur á áralangri mismunun og ofbeldi. Þriðji aðalfundur TGEU var haldinn í Malmö í október sl. og þangað mættu um 240 manns.

www.tgeu.org

Transfólk verður að hafa varann á sér, það er því miður staðreynd.

3

EVRÓPUMÁL

/// 01

/// 01

/// 02

/// 02

Philippa Jones er fráfarandi stjórnarmaður TGEU. MYND: Anna Kristjánsdóttir

MYND: Anna Kristjánsdóttir

TGEU ráðstefna í Malmö. MYND: Mirjam Logonder (TGEU)

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Page 4: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Hinsegin kaffihús í Reykjavík!

TRÚNÓ FÆR FRÁBÆRAR MÓTTÖKURHinsegin kaffihúsið Trúnó opnaði nýlega á Laugavegi 22. Húsið spilar stórt hlutverk í íslenskri hinsegin sögu en áður var skemmtistaðurinn 22 þar til húsa. Opnunarkvöldið var glæsilegt með eindæmum og húsið smekkfullt af ánægðum gestum.

Upphaflega var stefnt á að opna í september en framkvæmdir við húsið töfðust nokkuð og því var opnað í síðari hluta október. Biðin var þó þess virði því Trúnó er bjartur og hýr staður eftir framkvæmdir.

Birna Hrönn Björnsdóttir er annar rekstrarstjóra Trúnó. „Ég er alveg ótrúlega glöð með viðtökurnar. Gestirnir hrósuðu

staðnum frá fyrstu mínútum og sögðu að þeim liði eins og heima hjá sér. Það er alltaf gott að heyra að fólk er ánægt. Trúnó á að vera huggulegur staður til að tylla sér í morgunkaffinu, snæða í hádeginu eða súpa á einum eftir vinnu og mér heyrist okkur vera að takast það.“

Jómfrúardagarnir hafa gengið gríðarlega vel. „Ég get ekki annað en þakkað fólki fyrir frábærar móttökur. Bæði er fólk duglegt að koma í mat og kaffi á daginn og að líta við á kvöldin í einn kaldan,“ segir Birna.

Hún segir sambúðina með Barböru ganga vel. „Reksturinn er ólíkur en þær stöllur fara vel saman. Barbara er eldri og því

eins konar stóra systir Trúnó, en þær styðja vel hvor við aðra.“Birna er fullviss um að Trúnó sé komið til að vera „Vilji okkar er að Trúnó verði til frambúðar og þeir sem ég hef talað við eru sama sinnis. Séu viðbrögð síðustu daga vísbending um það þá erum við ekki á leiðinni burt.“

Barbara er eldri og því eins konar stóra systir Trúnó, en þær styðja vel hvor við aðra.

Mán. 8. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Trúnó

Miðv. 10.nóv kl. 20

Regnbogasal

Fim. 11. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Þri. 16. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Fim. 18. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Trúnó

Lau. 20. nóv.

Mán. 22. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Fim. 25. nóv. kl. 20

Regnbogasal

Lau. 27. nóv. kl. 22–?

Nánar auglýst síðar

Mán. 29.nóv kl. 20

Regnbogasal

Regnbogasalur & bókasafn er opið mán.

og fim. frá kl. 20–23.

Q – félag hinsegin stúdenta er með

uppákomur á föstu-dagskvöldum.

Ungliðarnir hittast á sunnudagskvöldum.

samtokin78.is

ÍTA

RE

FN

I

Kaffið á Trúnó

Kaffið er afar gott, bragðmikið og jafnast jafnvel á við kaffidrykki á kaffihúsum sem sérhæfa sig í slíku. Framsetningin er skemmtileg og vönduð.

Livin la vida langloka

Langlokan er stílhrein og góð í einfaldleika sínum. Trúnó-sósan setur sértakan brag á réttinn og gerir hann að meiru en bara „venjulegri samloku“.

Trúnó Brownies

Kakan er ekki of sæt heldur er af henni höfugt kakóbragð. Fyllingin er góð og meðlætið er viðeigandi. Þessi eftirréttur einfaldlega bráðnar í munni.

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: Trúnó á Laugavegi 22

ÁHUGAVERT/// ATBURÐIR & ÞJÓ[email protected]

4

>>> MYNDIR FRÁ OPNUN

MYND: Ingólfur Júlíusson / smugan.is

Page 5: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Margir lesendur hafa eflaust tekið eftir atriði heyrnarlausra homma og lesbía í Gleðigöngum undanfarinna ára. Hýraugað grennslaðist fyrir um félagið HLDI’94 og spjallaði við formanninn, Þórhall Arnarson.

„HLDI’94 (Hommar Lesbíur Döff Ísland) er félag fyrir samkynhneigt heyrnarlaust fólk og er undirfélag í Félagi heyrnarlausra og Samtökunum ‘78,“ segir Þórhallur. „Samkynhneigt heyrnarlaust fólk getur átt í erfiðleikum með samskipti við aðra. HLDI’94 er mikilvægur vettvangur sem gefur fólki færi á að rjúfa einangrunina og eiga félagslíf. Heyrnarlaust fólk finnur oft fyrir fordómum og þegar samkynhneigð bætist við geta fordómarnir aukist. Þess vegna fannst mér mikilvægt að stofna HLDI’94, til að sýna að við erum alveg eins og aðrir. Gleðiganga Hinsegin daga er mikilvæg fyrir okkur af því að þar sýnum við að það er ekkert að óttast við að vera bæði heyrnarlaus og samkynhneigður.“

Þórhallur segir að starfsemi félagsins hafi breyst nokkuð frá stofnun þess árið 1994. „Í upphafi voru meðlimirnir 5–6 talsins en í dag eru fleiri en tíu skráðir í félagið. Stjórnin hittist reglulega og síðan skipuleggjum við skemmtanir fyrir allan hópinn, t.d. jólahlaðborð og sumarbústaðaferðir. Við

skreppum til útlanda þegar HLDI’94 á stórafmæli og tökum líka á móti erlendum heyrnarlausum ferðamönnum.“ Hann bætir við að félagið hafi engar tekjur og innheimti ekki félagsgjöld og starfsemin takmarkist af því.

Um síðustu áramót skipulagði stjórnin hátíð í tilefni af 15 ára afmæli félagsins. „Skipulagningin tók okkur marga mánuði,“

segir Þórhallur. „Við sóttum um styrki og buðum fólki víða að. Á endanum mættu 20 erlendir gestir og við fórum m.a. í Bláa lónið. Á gamlárskvöld fórum við að borða á Grand hóteli, í Perluna til að horfa á flugeldasýninguna og eftir það á djammið í miðbænum.“ Þórhallur er mjög ánægður með hve vel tókst til, sérstaklega í ljósi þess að stjórn HLDI’94 hafði aldrei skipulagt stórviðburð áður.

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um HLDI’94 og/eða ganga í félagið er bent á að hafa samband við Félag heyrnarlausra sem vísar áfram á HLDI’94.

- ÁKB

Hrós Hýraugans fær að þessu sinni Davíð Guðmundsson fyrir að eiga frumkvæði að Fjólubláa deginum á Íslandi.

Davíð þýddi texta sem útskýrði tilurð og tilgang Fjólubláa dagsins, sem stofnað var til í Bandaríkjunum, setti textann á netið og hvatti Íslendinga til að taka þátt. Tiltækið vakti athygli á eineltismálum og úr varð nokkur

umræða hér heima. Fyrir það kunnum við Davíð bestu þakkir, sem og fyrir að hafa komið fram og sagt einlæglega frá eigin reynslu af því að vera í skápnum.

HRÓSIÐ!

HLDI’94 er mikilvægur vett-vangur sem gefur fólki færi á að rjúfa einan- grunina og eiga félagslíf.

FÉLAGSMAÐURINN

5

Ekkert að óttast við að vera bæði heyrnarlaus og samkynhneigður

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Gísli Magnason

39 ÁRAEiINHLEYPUR

BÚSETTUR:Í KAUPMANNAHÖFN

ATVINNA: TÓNLISTARMAÐUR

SKEMMTILEGAST Í TÓMSTUNDUM:

HITTA FJÖLSKYLDUNA OG

VININA

UPPÁHALDS- BÓK:

ÞESSA DAGANA, AFLEGGJARINN

TÓNLISTARMAÐUR: K.D. LANGBÍÓMYND:

HITCHCOCK KLIKKAR ALDREI

BORG: PARÍSLAND:

PORTUGALSKEMMTISTAÐUR/

BAR: BUDDHA BAR Í PARÍS

HÖNNUÐUR: ARNE JACOBSEN

STJÓRNMÁLAMAÐUR: PASS!

Á DÖFINNI ÞESSA DAGANA:

SYNGJA BAKRADDIR MEÐ PALLA OG SINFÓ

NÆST Á DAGSKRÁ: AFTUR TIL KÖBEN OG

VINNA MIG Í KAF

HIN SEGIN FÓLK BJÓÐI FRAM KRAFTA SÍNA TIL STJÓRN-LAGA ÞINGS

Bleiki hnefinn - að gerða-hópur rót tækra kyn villinga og Q - fé lag hin segin stúdenta skoruðu sitt í hvoru lagi á hin segin fólk að bjóða sig fram til stjórn laga þings.

Í á skorun Q segir m.a. að mikil-v æ g t sé að á stjórn-l a g a þ i n g kjósist fólk sem haldi merkjum m a n n r é t t i n d a og virðingu hin-segin fólks á lofti. Bleiki hnefinn segir á byrgðina mikla, hin segin fólk verði að fylkja sér að baki þeim fram bjóð endum sem tala muni fyrir hin segin gildum.

Af þeim sem skorað var á á kváðu Anna Kristín Kristjáns dóttir (9068), Hannes Páll Páls son (9508) og Sigur steinn Róbert Más son (7858) að gefa kost á sér.

Bleiki hnefinn undraðist „sinnu leysi S’78“ í sinni á skorun og sagði Sam tökin hafa kúplað sig út úr um-ræðunni.

Í kjöl farið boðuðu S’78 til fundar um málið og hvöttu hin segin fólk til að taka virkan þátt í að semja nýja stjórnar-skrá. Listi yfir fram bjóð endur var birtur 3. nóvember og í kjöl farið munu S‘78 senda öllum fram bjóð endum bréf þar sem mikil vægi jafn réttis og mann réttinda eru undir-strikuð.

- AÞF

MYND; Ingólfur

Júlíusson / smugan.is

Page 6: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

OSCAR WILDE

OSCAR WILDE OG MYNDIN AF DORIAN GRAYLíklega hafa fá skáldverk verið notuð eins grimmt sem sönnunargögn í réttarhöldum og skáldsaga Oscars Wilde, The Picture of Dorian Gray. Sagan birtist fyrst í tímaritinu Lippincott’s árið 1890 og þótti lýsa óþægilega nánum samskiptum karlpersóna. Þegar bókin var gefin út ári síðar hafði Wilde lagfært ýmislegt til að láta textann „líta betur út“. Undir niðri er hómóerótíkin þó enn blossandi þótt fátt sé sagt berum orðum.

Sagan gerist á Viktoríutímanum og fjallar um hinn unga og saklausa Dorian Gray sem situr fyrir hjá listmálaranum Basil Hallward, en Basil er hugfanginn af hinu gullfallega módeli. Vinur Basils, Lord Henry Wotton, hrífst einnig af Dorian og kennir piltinum að dá sjálfan sig og lifa hátt án þess að láta dóma samfélagsins á sig fá. Þegar Basil hefur lokið við málverkið er Dorian orðinn svo upptekinn af sjálfum sér, æsku sinni og

fegurð að hann óskar þess að myndin megi eldast en hann fái að vera ungur að eilífu. Þegar frá líður kemur í ljós að ósk hans hefur ræst og þá fer að síga á ógæfuhliðina. Málverkið er leyndarmál Dorians og verður í raun spegill sem sýnir hans rétta andlit, ellimerki og grimmd. Hið tvöfalda líferni má túlka sem táknrænt fyrir líf Wilde en hann faldi einnig sín leyndarmál.

Árið 1895 kærði Wilde mark-greifann af Queensberry fyrir að hafa kallað sig „sódómíta“ en sonur greifans, Alfred Douglas, og Wilde höfðu fellt hugi saman nokkrum árum áður. Samkynhneigð hafði verið ólögleg í Englandi frá 1885 og fljótlega snerust ákærurnar gegn Wilde, því til voru gögn sem bentu til þess að hann væri í raun og veru sekur. Að lokum var hann dæmdur í tveggja ára fangelsisvist og þrælkunarvinnu fyrir vítavert ósiðlæti (gross indecency).

Meðal þeirra gagna sem notuð

voru gegn Wilde var skáldsaga hans en í upphaflegu útgáfunni segir Basil t.d. við Dorian: „It is quite true that I have worshipped you with far more romance of feeling than a man usually gives to a friend. Somehow, I had never loved a woman. I suppose I never had time.“

- ÁKBHEIMILDIR:

Douglas O. Linder. „The Trials of Oscar Wilde: An Account.

John M. L. Drew. Inngangur að Wordsworth Classics

útgáfunni af The Picture of Dorian Gray frá 2001.

„I have worshipped you with far more romance of feeling than a man usually gives to a friend.“

HVER VAROSCAR WILDE?Oscar Fingal O’Flahertie Wills Wilde fæddist í Dublin árið 1854, sonur nafnkunnra og vel stæðra hjóna. Hann var frægt ljóð- og leikritaskáld og rithöfundur. Wilde lést bláfátækur langt fyrir aldur fram í París árið 1900 eftir erfið réttarhöld, fangelsisvist og þrælkunarvinnu sökum samkynhneigðar.

Brot úr The Picture of Dorian Gray:

There is no such thing as a moral or an immoral book. Books are well written, or badly written. That is all. –

Oscar Wilde, formáli

Never marry at all, Dorian. Men marry because they

are tired; women, because they are curious: both are

disappointed. – Lord Henry

Dorian, from the moment I met you, your personality

had the most extraordinary influence over me. I was

dominated, soul, brain, and power, by you. [...] I

worshipped you. I grew jealous of every one

to whom you spoke. I wanted to have you all to myself. I was only happy when I was with you. [...]Of course, I never let you

know anything about this. It would have been

impossible. You would not have understood it. I hardly

understood it myself. – Basil

ÍTA

RE

FN

I

Bíómyndir um Dorian GrayKVIKMYNDIRTvær myndir hafa verið gerðar eftir sögunni. Fyrst árið 1945 og árið 2009 kom út myndin Dorian Gray með Colin Firth og Ben Barnes. Sú eldri hefur fengið betri dóma og fylgir einnig söguþræði bókarinnar betur.

Myndin af Dorian GraySKÁLDSAGASkáldsögunni Myndin af Dorian Gray sem kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Einarssonar árið 1949 og í endurbættri útgáfu árið 1987.

Kvæðið um fangannKVÆÐIBallaða Oscars Wilde, The Ballad of Reading Gaol, sem hann orti eftir fangelsisvistina í Reading-fangelsinu, er til í vandaðri og vinsælli íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og nefnist Kvæðið um fangann.

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: Oscar Wilde ...

6

Stytta af Oscar Wilde í St. Stephen’s Green

garðinum í Dublin.MYND: Helga K. Bjarnadóttir

Page 7: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Þetta eru fordómarnir sem fæstir vilja eða þora að tala um. Hver veit hvers vegna; hugsanlega er vonin að ef ekki sé minnst á þá muni þeir minnka eða hætta að vera til. En sú er því miður ekki raunin. Sama hvort okkur líkar það vel eður ei þá er staðreynd að það eru fordómar innan sjálfs hinsegin samfélagins, t.d. á milli kynslóðanna.

Stærsti rígurinn sem myndast hefur er líklega á milli fólks sem nú er komið á miðjan aldur annars vegar og unglinganna hins vegar. Sumu eldra fólki finnst unglingarnir hafa það gott, að þeir skilgreini sig minna og berjist lítið fyrir málstaðnum. Á hinn bóginn finnst mörgu ungu fólki þeir eldri vera steyptir í stein hvað varðar réttindabaráttuna og að þeir taki kynhneigð sína

of mikið inn í sjálfsmyndina. Margir sem koma út í dag fá sem betur fer það viðmót að kynhneigð þeirra sé bara lítill partur af persónuleikanum en áður einblíndi fólk oft á manneskjuna sem HOMMANN eða LESSUNA í staðinn fyrir að skilja hversu lítið þessir þættir spila inn í persónuleika fólks.

Báðar þessar skoðanir eiga rétt á sér og eru rökréttar þegar maður skoðar tímana sem þessar tvær kynslóðir hafa lifað. Hinsegin fólk sem er á miðjum aldri í dag kom orðinu ,samkynhneigð‘ inn á kortið á Íslandi og þau þurftu að sæta ásökunum um að þau væru geðveik og pervertar. Hins vegar er þetta alls ekki sá raunveruleiki sem yngstu kynslóðir hinsegin samfélagsins alast upp við í dag, þökk sé baráttu eldri kynslóðanna. Í dag kemur fólk

Fyrir löngu þegar ég var ennþá í dansskóla var ég einu sinni fenginn ásamt öðrum strák til þess að dansa á hárgreiðslusýningu á Hótel Íslandi.

Það var ekkert til sparað til að gera atriðið sem flottast. Módelin voru voða myndarlegar stúlkur og miklar pæjur og þar sem ég var nú ekki kominn út úr skápnum á þessum tíma fannst mér ég verða að allavega láta sem mér þætti spennandi að horfa á þær. Þar sem við

vorum að undirbúa okkur fyrir sýninguna, hárgreiðslufólkið á fullu í greiðslunum, sat ég og beið eftir að það kæmi að mér. Eftir smá bið lít ég yfir öxlina og þar er einhver sem snýr baki í mig og beygir sig fram. Ég hélt þetta væri ein stelpnanna svo ég ákvað að það væri nú best að ég horfði soldið á rassinn á „henni“ til að sýnast hafa smá áhuga…

Þegar manneskjan svo reisti sig upp aftur kom í ljós að rassinn tilheyrði einum hárgreiðslu- MANNINUM! ROÐN!

… hvað ég vonaði að enginn hefði tekið eftir því hvað ég starði … Allur leikurinn og látalætin höfðu eiginlega bara gert mig mun augljósari homma ef eitthvað var.

KYNSLÓÐARÍGUR Í HINSEGIN SAMFÉLAGINU– séð frá sjónarhorni ungliða

STARÐI Á KARLMANNSRASS... ÓVART!Allur leikurinn og látalætin höfðu eiginlega bara gert mig mun augljósari homma ef eitthvað var.

SKÁPURINN

UMFJÖLLUNHINSEGIN FRÉTTIR

SMUGAN.IS /// 12.10.2010FORDÓMAR ERFIÐASTIR ÞEIM SEM ERU Í SKÁPNUM

PRESSAN.IS /// 15.10.2010BLEIKI HNEFINN - AÐGERÐAHÓPUR RÓTTÆKRA KYNVILLINGA: VILL SJÁ HINSEGIN FÓLK Á STJÓRNLAGAÞINGI

PRESSAN.IS /// 16.10.2010ÓTTAST AÐ UNDIRHÓPAR HINSEGIN FÓLKS VERÐI ÚTUNDAN - NOTUM KYNVILLINGUR Á JÁKVÆÐAN HÁTT

BYLGJAN /// 23.10.2010FRÉTTAVIÐTAL VIÐ JOEL BURNS

FRÉTTABLAÐIÐ /// 26.10.2010NEITAÐI AÐ AFGREIÐA HOMMA

SMUGAN.IS /// 27.10.2010 SKRIFIÐ OG TALIÐ SEM MEST UM TRANSFITU

DV.IS /// 27.10.2010SVEITASTÚLKAN SEM VAR PILTUR

EYJAN.IS /// 28.10.2010 KYNVILLINGAR ÓSÁTTIR VIÐ ORÐAVALIÐ Á RÚV

HUGSANDI.IS /// 28.10.2010 AF KELLINGUM: KNATTSPYRNA Í HINSEGIN LJÓSI

SMUGAN.IS /// 29.10.2010SKILABOÐ FRÁ TRÚFÉLÖGUM ÁSTÆÐA SJÁLFSMORÐA

PRESSAN.IS /// 01.11.2010SNORRI Í BETEL: PRESTURINN MÁ EKKI KOMA Í SKÓLANN EN SVO MÁ FULLTRÚI S’78 KOMA OG FUNDA

VISIR.IS /// 02.11.2010HÖRÐUR HLÝTUR HÚMANISTAVIÐUR-KENNINGUNA

MBL.IS /// 02.11.2010MÆTIR LÍKLEGA Í BOÐ TIL JÓHÖNNU

7 SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

INHVERFIR FORDÓMAR

út mun yngra og það Ísland sem við búum á í dag er mun öruggari vettvangur en t.d. fyrir 30–40 árum síðan. Það er vel hægt að skilja að sumum af eldri kynslóðinni þyki öfundsvert að þessi unga kynslóð fái að njóta sín meira og í öruggara umhverfi þar sem unga fólkið er mun samþykktara en kynslóðirnar á undan.

Gagnkvæmur skilningur er líklega besta lausnin á þessum ríg. Yngri kynslóðirnar verða að gera sér grein fyrir hve mikið þær eldri hafa lagt til baráttunnar gegn fordómum og vera þakklátar. Hins vegar verður líka að hafa í huga að yngri kynslóðirnar skulda þeim eldri ekki neitt og ungt fólk ætti ekki að skynja að það lifi í skugga þeirra eldri fyrir að vera ekki brautryðjendur í hinsegin málefnum á Íslandi. Til að fordómar geti horfið út af kortinu þykir mér viturlegast að báðar kynslóðirnar geri sér grein fyrir því að þær hafa alist upp á mismunandi tímum og þar af leiðandi eru skoðanir þeirra og hvernig þær upplifa sig hinsegin eðlilega mismunandi.

- ÁL

Gagnkvæmur skilningur er líklega besta lausnin á þessum ríg.

© Commons / Bains news service

Page 8: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

VIÐTAL

Davíð á góðar minningar frá samskiptum bræðranna. „Í dag hefur maður aðra sýn á þetta. Ég man að þegar ég var yngri fannst mér að hann þyrfti vernd. Hann var alla tíð eins og stelpa. Meira að segja þegar hann var barn var algengt að spurt væri hvað hún héti. Nú sér maður greinilega að um margra ára þróun var að ræða.“

Davíð flutti að heiman þegar hann var 14 ára. Þeir bræður voru enn nánir en hittust þó ekki eins mikið. „Þegar ég fer á Laugarvatn í skóla hitti ég hann minna en áður en við vorum mikið saman þegar ég var í

bænum. Um tvítugt fer ég svo út í fjölskyldupakkann og þá verður maður auðvitað upptekinn við það. Öll viljum við að hlutirnir gangi upp og einbeitum okkur að því.“

Davíð man ekki til þess að fjölskylda Arnar hafi tekið því illa þegar hann kom út. „Það kom ekki á óvart. Ég man að mín viðbrögð voru svolítið að hugsa: Og hvað? Ég var mikið fjarverandi þegar hann kom út en man að hlutirnir gerðust svolítið hratt. Hver viðbrögð mömmu voru man ég samt ekki alveg. Þau hljóta að hafa átt samtöl um þetta. Elsti bróðir okkar var í

Danmörku á þessum tíma og því lítið hér heima.“

Örn vann Dragkeppni Íslands sem Venus en varð fyrir áreiti og fordómum vegna samkynhneigðar og hörundslitar. „Hann varð fyrir fordómum bæði hér og í Danmörku. Við lentum tvisvar í því úti að hópur manna réðist að honum. Ég held að þar hafi húðliturinn verið aðalatriðið fremur en kynhneigð. Það eru miklir fordómar gagnvart útlendingum í Danmörku. Á Íslandi var ráðist á hann á skemmtistað. Örn átti marga góða vini sem litu eftir honum en það er samt ekki hægt að líta fram hjá því að hann lenti í óþægilegum uppákomum. Ég veit ekki hvert upphafið var að þessu atviki á Spotlight. Þegar það gerist er hann byrjaður í dragi. Ef ég man rétt þá var hann að selja rósir þetta kvöld og einhver réðst á hann.“

Bræðurnir fengu ekki beinlínis trúarlegt uppbeldi, segir Davíð.

Þeir voru mjög svipaðir þegar kom að trú og lífsskoðunum. „Báðir tókum við hring og skoðuðum mismunandi hug-myndir og trúarbrögð. Það bjó mikill fróðleiksþorsti í okkur báðum. Örn snýr sér til kristinnar trúar á ákveðnum tímapunkti. Það má segja að þetta skiptist í tvö tímabil og seinna tímabilið nær yfir síðustu mánuðina áður en hann kveður. Því miður voru merki um að þetta væri orðin hálfgerð þráhyggja og ég hafði áhyggjur af því að þetta myndi stríða gegn sjálfsmynd hans. Að

8

Hann varð fyrir fordómum bæði hér og í Danmörku.

FÓLK VERÐUR AÐ FÁ AÐ VERA ÞAÐ SEM ÞAÐ ER

DAVÍÐ TRYGGVASON

„Hann var yndislegt barn. Þegar horft er til baka sér maður að hann var alltaf mjög tilfinningaríkur og hafði marga kvenlega eiginleika strax í æsku. Örn var eins góður og hann gat verið dramatískur. Við hliðina á honum vorum við bræðurnir frekar flatir en hann var tilfinningarússíbani,“segir Davíð Tryggvason um bróður sinn, Örn Washington.

Örn fell fyrir eigin hendi 19. júlí 2005 en hann hafði orðið fyrir miklu mótlæti og kynntist fordómum á eigin skinni. Margir þekkja Örn sem dragdrottninguna Venus.

Page 9: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

ástandi til að tala við þá. Mamma fékk símtöl og sagði einfaldlega já þegar hún var spurð. Hún var ekki í standi til að svara svona erfiðum spurningum á þessum tíma. Umfjöllunin hjálpaði ef til vill einhverjum en á því stigi málsins var það mjög þrúgandi fyrir okkur. Sorgin var nóg. Það var ekki á það bætandi að sjá þetta út um allt. Mamma hefði kannski átt að segja þeim að gefa sér tíma. Ég veit bara ekki hvað fór á milli hennar og blaðamannanna.

Ég var efnislega ekki sáttur við viðtalið í DV og hvernig það var sett fram. Það er ekki hægt að setja svona mál í einn lítinn

kassa. Margt spilar inn í og það gefur aldrei almennilega mynd ef ekki er horft á allar hliðar málsins.“

Sá dagur líður ekki að Davíð hugsi ekki til bróður síns. „Svona hlutir gróa aldrei en maður lærir að lifa með þeim. Örn er partur af mér. Andlát hans er ekki einsdæmi; eftir að hann fór heyrði ég mörg dæmi um samkynhneigt fólk sem hafði framið sjálfsmorð. Þar komum við aftur að því hve mikilvægt það er að líða vel í eigin skinni.

Ábyrgð foreldra er mjög mikil. Börnum er kennt allt sitt uppeldi að þau séu hluti af ákveðinni heild og samfélagi. Ef samkynhneigt barn finnur ekki að það sé samþykkt á sínu heimili byrjar harmleikurinn strax. Við verðum öll að hafa grunnstoðir. Fjölskyldan er lítil útgáfa af samfélaginu og börnum er gerður gríðarlegur óleikur ef foreldrar útskúfa þeim frá þeirri heild.“

Davíð telur að Íslendingar séu upp til hópa skilningsríkir. „Kannski er það bara á yfirborðinu en mér finnst Ísland vera tiltölulega fordómalaust. Það sýnir sig í Gay Pride-göngunni. Þar kemur fólk alls staðar að úr samfélaginu og sýnir stuðning við málstaðinn; það er algjörlega frábært. Ég vona að fleiri vakni og efist um þær kreddur sem okkur voru kenndar í æsku og sjái að þær geta einfaldlega verið rangar og vondar.

Ég held að Íslendingar séu framarlega þegar kemur að fordómaleysi. Allavega ef ég ber saman upplifun mína af Danmörku og Íslandi. Hins vegar eru auðvitað hlutir sem þarf að líta á. Sem dæmi nefni ég að í hjúskaparlögum er hjónaband samkynhneigðra löglegt en prestar mega samt segja nei við að gifta. Þarna er verið að viðhalda réttinum til að hafa fordóma. Einstaklingur sem er samkynhneigður og kristinn en lendir svo í að vera hafnað af presti getur tekið slíkt gríðarlega nærri sér. Innra með fólki býr trúarsannfæring en stofnunin hafnar fólki. Það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“

sjálfsögðu vildi maður að hann elskaði sjálfan sig eins og hann var en ekki að hann sæi sjálfan sig sem syndaafurð.

Auðvitað veit ég ekki hvað gekk á í hausnum á Erni en ég get ímyndað mér að þetta sé nánast eins og að vera í stríði. Það er ekki á það bætandi að heyra að maður sé afleiðing syndar. Með því er verið að bæta á byrðarnar en ekki létta þær. Fólk verður að fá að vera það sem það er. Verkefni samfélagsins er að sjá til þess að menn séu ekki vondir eða komi illa fram. Það er hins vegar allt annað mál.Besti tíminn hjá Erni var þegar hann var mikið að spá í andlegum málum. Ég man að þá var hann í ákveðnu jafnvægi. Hann fór að stunda yoga og íhugun. Ég sé þetta sem gott tímabil hjá honum.“

Davíð kom heim frá Barselóna seint aðfaranótt 19. júlí. Hann hafði farið út með fjölskyldu og vinnufélögum. „Það kvöld

hugsaði ég mjög sterkt til Arnar bróður og ætlaði mér að hringja í hann. Klukkan var hins vegar um miðnætti og því ákvað ég að gera það ekki. Daginn eftir mæti ég svo í vinnuna eins og hvern annan dag. Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Það er eins og einhver þráður hafi verið til staðar. Ég ætlaði að hringja en vegna reglna gerði ég það ekki.“

Andlát Arnar tók mikið á fjölskylduna og fljótlega fóru blaðamenn að hringja í Davíð og aðra nátengda. „Blaðamenn hringdu í mig en ég vísaði þeim bara frá. Ég var ekki í neinu

9

Auðvitað veit ég ekki hvað gekk á í hausnum á Erni en ég get ímyndað mér að þetta sé nánast eins og að vera í stríði.

Örn ásamt

bróðursyni

sínum, Adam Elí

Davíðssyni

Örn Jákup Dam Washington: Stórt nafn fyrir stóran mann - enda vart hægt að lýsa Erni öðruvísi en sem algjörum risa, þó ekki væri hann hár í loftinu. Hvar sem hann kom vakti hann kátínu og gleði og laðaði til sín fólk. Hann hafði alla eiginleika sannkallaðrar stjörnu: ótrúlega sköpunargáfu, nettan skerf af athyglissýki, og litla þörf fyrir að falla inn í hópinn, svo ekki sé minnst á hið fríða andlit, fallegu söngrödd og skínandi bros.

ÚR MINNINGARGREIN

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Page 10: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

REGNBOGASALUR OPNARFimmtudaginn 15. október var Regnbogasalur Samtakanna ‘78 formlega opnaður eftir endurbætur sem þar fóru fram í sumar. Salurinn var gerður upp og hefur fengið nýjan og stílhreinan heildarsvip.

FORDÓMAR OG FÁFRÆÐI DRÁPU ÞAUSjálfsmorðsalda hinsegin ungmenna í Bandaríkjunum

Septembermánaðar 2010 verður minnst fyrir margt en það sem stendur upp úr hvað varðar hinsegin samfélagið hlýtur að vera alda sjálfsvíga meðal hinsegin ungmenna í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekki nýtt að sjálfsvíg séu algeng meðal hinsegin ungmenna en aldrei áður hefur eins mikill fjöldi sjálfsvíga náð athygli fólks á svo stuttu tímabili. Í septembermánuði einum féllu a.m.k. 12 hinsegin ungmenni fyrir eigin hendi og áttu þau öll sameiginlegt að hafa orðið fyrir einelti sökum kynhneigðar eða kynhegðunar.

Þessi mikla alda gekk yfir á aðeins þremur vikum og hófst í Greensburg í Indíana 9. september sl. þegar Billy Lucas, 15 ára, hengdi sig í hlöðu fjölskyldu sinnar. Hann hafði orðið fyrir miklu einelti og daginn áður hafði m.a. nemandi í skóla

hans hvatt hann til að hengja sig. Daginn sem Billy tók líf sitt hafði hann verið rekinn úr skólanum fyrir að svara samnemendum sínum, sem svo oft höfðu komist upp með að niðurlægja hann og úthrópa sem „fagga“. Um kvöldið kvaddi hann verðlaunahestana sem hann sá um og þótti svo vænt um, hringdi á neyðarlínuna og bað um að einhver myndi koma, því hann væri í þann mund að valda móður sinni vandræðum, tók svo beisli af einum hestinum og hengdi sig með því. Um klukkutíma síðar fann móðir hans hann hangandi úr rjáfrinu.

Fjórum dögum síðar, þann 13. september, tók Cody J. Barker, 17 ára frá Shiocton í Wisconsin, líf sitt. Hann hafði um árabil lifað við hrottaskap samnemenda sinna en hann lifði opnu lífi þegar kom að kynhneigð. Cody hafði ávallt verið mjög hjálpsamur og m.a. unnið að því að koma

10

á fót sam- og gagnkynhneigðu bandalagi (gay straight alliance) í skólanum sínum og vildi gera skólann öruggan fyrir alla.

Nær viku síðar, 19. september, hengdi hinn 13 ára gamli Seth Walsh sig í tréi í bakgarði fjölskyldu sinnar í Tehachapi í Kaliforníu. Seth hafði einnig orðið fyrir miklu einelti vegna kynhneigðar sem leiddi til afrifaríkrar ákvörðunar hans þennan dag. Seth fannst með lífsmarki og var færður á sjúkrahús þar sem hann lést níu dögum síðar.

22. september kastaði hinn 18 ára gamli Tyler Clementi sér fram af brú eftir að herbergisfélagi hans og annar skólafélagi höfðu tekið myndband af Tyler að eiga samfarir við annan karlmann í herbergi sínu í Rutgers háskólanum í New Jersey, og streymt því yfir internetið. Andlát Tylers vakti gríðarlega mikla athygli um heim allan og hafa margir tjáð sig í kjölfar þess, m.a. Ellen Degeneres sem sagði í þætti sínum að hún væri niðurbrotin vegna þessa og annarra sjálfsvíga meðal ungs hinsegin fólks. Ýmis samtök hófu einnig aðgerðir til að sporna við þessum faraldri sem varð á augabragði á allra vörum. Aldan var þó því miður ekki enn gengin yfir og mun fleiri líf áttu eftir að enda vegna eineltis í garð hinsegin ungmenna.

Strax daginn eftir gat Asher Brown ekki þolað meira af einelti samnemenda sinna og skaut sig í höfuðið. Asher var aðeins 13 ára og hafði þolað mikið einelti sökum kynhneigðar sinnar, smæðar og trúar. Eineltið hafði verið fastur liður í lífi hans í tvö ár, frá því að fjölskylda hans flutti til Cypress í Texas.

Næsta dag tók Chloe Lacy, 18 ára transstúlka, líf sitt vegna þess að hún óttaðist viðbrögð fólks ef það fréttist að hún væri í raun trans. Hún hafði sagt fjölskyldu sinni að

hún fengi martraðir um viðbrögð samnemenda sinna í Eureka í Kaliforníu. „Hvern langar að sjá ungan mann ganga niður götu í kjól?“ hafði hún sagt við móður sína. Það sem hún óttaðist mest var að fólk myndi dæma hana, kasta í hana grjóti eða berja hana. „Það var dómharka almennings sem gerði þetta,“ sagði móðir hennar.

Degi síðar fylgdi svo Harrison Chase Brown, 15 ára frá Fort Collins í Kolóradó, í kjölfarið, en hann hafði lengi mátt þola einelti vegna kynhneigðar.

28. september, daginn sem Seth Walsh lést á sjúkrahúsi, tóku þrjú önnur ungmenni líf sitt. Parið Jeanine Blanchette, 21 árs, og Chantal Dube, 17 ára, tóku báðar of stóran lyfjaskammt og létust saman á túni nálægt staðnum þar sem þær kynntust í Orangeville í Ontaríó, Kanada. Þær höfðu sent kveðjuskilaboð til fjölskyldna sinna og vina en lögreglan neitaði að leita þeirra sérstaklega og sagði að líklega væru þær bara að leita eftir athygli. Fjölskyldan fann þær þrem dögum síðar eftir að hafa leitað hjálpar utan vébanda lögreglunnar.

Sama dag var haldinn borgar-stjórnarfundur í Norman í Oklahóma þar sem rætt var um að gera októbermánuð að „hinsegin sögumánuði“ (GLBT History Month). Á umræddan fund mætti fjöldi borgarbúa sem margir hverjir spúðu óhróðri og

28. september, daginn sem Seth Walsh lést á sjúkrahúsi, tóku þrjú önnur ungmenni líf sitt

Page 11: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

11

hatri yfir hinsegin fólk og sögðu sumir að slík yfirlýsing jafngilti því að upphefja barnaníðinga. Á þessum fundi var hinn 19 ára gamli Zachary Harrington, sem hafði komið út fyrir nokkrum árum en orðið fyrir einelti vegna þess. Tillagan var samþykkt með sjö atkvæðum gegn einu en Zachary gat ekki þolað hatursfull orð borgarbúanna og tók líf sitt síðar um kvöldið.

Sjálfsvígin héldu áfram þegar Raymond Chase, 19 ára frá Monticello í New York, tók líf sitt daginn eftir og hinn 14 ára Caleb R. Nolt frá Fort Wayne í Indíana batt síðan enda á líf sitt þann 30. september. Fátt bendir til þess að Caleb hafi verið hinsegin þrátt fyrir að hafa verið kallaður hommi og faggi af samnemendum sínum.

Tólf ungmennig létu lífið vegna haturs og fordóma á aðeins þremur vikum. Þetta eru þó alls

ekki einu dæmin og sjálfsvíg hinsegin ungmenna halda áfram að vera fremur algeng í Bandaríkjunum. Til eru dæmi um börn allt niður í 11 ára aldur sem fyrirfara sér vegna eineltis út af kynhneigð eða kynhegðun, eins og þeir Carl Walker-Hoover og Jaheem Herrera sem báðir tóku líf sitt með svipuðum hætti með tíu daga millibili í apríl í fyrra.

Til allrar hamingju hefur margt gott orðið til vegna þessa harmleiks og strax í september, í kjölfar andláts Billy Lucas, stofnaði Dan Savage „It Gets Better“-verkefnið sem var upphaflega rás á Youtube. Verkefnið er nú rekið á eigin síðu og hefur fengið meira en 3000 myndbandsfærslur, m.a. frá Barack Obama Banda-ríkjaforseta og fjölda stórstjarna eins og Chris Colfer, Katy Perry o.fl.

Einnig verður að nefna Fjólubláa

daginn sem haldinn var 20. október sl. um allan heim. Hugmyndin að þeim degi kom frá kanadískri stúlku, Brittany McMillan, sem stakk upp á því að haldinn yrði dagur andans en fjólublái liturinn í regnbogafánanum táknar einmitt anda. Hugmyndin breiddist út um Kanada og um allan heim á ótrúlega stuttum tíma.

Fjólublái dagurinn náði óvænt að koma af stað jákvæðum breytingum í stjórnsýslu Banda-ríkjanna en varaformaður menntanefndarinnar í Midland í Arkansas neyddist til að segja af sér í lok október eftir að hann hafði skrifað á Facebook-síðu sína: „Það pirrar mig að við höldum upp á fjólubláan hommadag. Ég fagna því að hommar geti ekki fjölgað sér. Það vekur hjá mér gleði að stundum gefa þeir hvor öðrum alnæmi sem dregur þá til dauða.“ Auk þess hvatti hann hinsegin ungmenni til sjálfsvíga

á sömu síðu. Í kjölfarið fór í gang herferð til að fá McCain rekinn og yfir 65.000 manns skráðu sig á þá síðu. McCain sagði af sér í framhaldinu og baðst afsökunar á ummælum sínum. Stuttu síðar sagði Arne Duncan, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, að fordómar eins og McCain sýndi ættu ekki heima meðal stjórnmálamanna og þeirra sem fara með stefnumarkandi mál innan menntakerfis Bandaríkjanna. Það er mikilvægt að þessir atburðir og þessi ungmenni gleymist ekki. Fjólublái dagurinn hefur vakið mikla umræðu og „It Gets Better“-verkefnið heldur áfram að vaxa og dafna og snerta líf hinsegin ungmenna sem þjást.

Það er von okkar hjá Hýrauganu að öll ungmenni sem þjáist fái þessi einföldu og kröftugu skilaboð: Það mun batna.

- SJG

Billy Lucas 15 ára09.09.2010

Cody J. Barker 17 ára13.09.2010

Zachary Harrington 19 ára28.09.2010

Harrison Chase Brown 15 ára25.09.2010

Tyler Clementi 18 ára22.09.2010

Raymond Chase19 ára30.09.2010

Seth Walsh 13 ára28.09.2010

Asher Brown 13 ára23.09.2010

Caleb R. Nolt 14 ára30.09.2010

Jeanine Blanchette 21 ára28.09.2010

Chloe Lacy 18 ára24.09.2010

Chantal Dube 17 ára28.09.2010

Page 12: Hýraugað - Janfrétti og fordómar - Nóvember 2010

Fordómar eru hvimleiðir. Gera lífið leiðinlegra. Þess vegna eigum við að vinna að því losa okkur við fordóma. Því miður greinum við marga fordóma okkar ekki fyrr en þeir hafa verið upprættir úr samfélaginu eða eru á undanhaldi. Um daginn voru sýndir viðræðuþættir frá forsetakosningunum 1980. Vigdís Finnbogadóttir var spurð hvort hún treysti sér á Bessastaði án maka. Og í ofanálag sem einstæð móðir. Svona yrði ekki spurt í dag. Við erum alla vega laus við þessa fordóma.

Heimur batnandi ferFyrir nokkrum árum dvaldist ég í Amsterdam í Hollandi í nokkrar vikur. Mér líkaði dvölin vel. Sérstaklega hreifst ég af frjálslyndi og umburðarlyndi sem mér virtist vera borgarbúum í blóð borið. Sagan kenndi jú líka að í Amsterdam höfðu fyrr á tíð einstaklingar og hópar, sem áttu undir högg að sækja, fundið athvarf.

Síðan fóru að renna á mig tvær grímur. Söfnin í Amsterdam minntu á nýlendutímann með allri sinni kúgun og gripdeildum í fjarlægum álfum; þau minntu á manneskjuna og bresti hennar. Í samtímanum var harðneskjan einnig sýnileg. Á mig tók að sækja sú hugsun að þegar allt kæmi til alls væri meint umburðarlyndi Hollendinga ef til vill fyrst og fremst afskiptaleysi, jafnvel eigingirni í sinni verstu mynd. „Svo lengi sem þú lætur mig í friði er mér sama um þig.“ Þetta þarf svo sem ekki að vera með öllu illt viðhorf og meira að segja í anda baráttumannsins fyrir einstaklingsfrelsinu, Johns Stuarts Mills, sem í riti sínu Frelsinu frá miðri 19. öld sagði að hver maður ætti að vera frjáls svo lengi sem hann skaðaði ekki aðra.

Vandinn er sá að í mannlegu samfélagi gerum við meiri kröfur en þetta. Afskiptaleysi er nefnilega ekki ávísun á vellíðan. Það er hins vegar samkenndin. Við lifum í nálægð hvert við annað þar sem viðhorf og þar af leiðandi viðmót skiptir máli. Það skiptir okkur máli hvernig komið er fram við okkur.

Það er ágætt að vera látinn í friði og að við látum annað fólki í friði. En við viljum meira. Við viljum vera metin að verðleikum sem einstaklingar – fordómalaust. Það eigum við öll sameiginlegt.

AFSKIPTA- EÐA FORDÓMALEYSI?

AFTURENDINN

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

HÝRAUGAÐhinsegin fréttabréf

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI

Ritstjórn þakkar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í fjólubláa deginum 20. okóber síðastliðinn.

facebook.com/hyraugad

DÓMSMÁLA- OG MANNRÉTTINDARÁÐHERRA

Við lifum í nálægð hvert við annað þar sem viðhorf og þar af leiðandi viðmót skiptir máli. Það skiptir okkur máli hvernig komið er fram við okkur.

Ögmundur Jónasson

Myndir: Eva Ágústa & Grímur Ólafsson