kirkjutÓnlist Á krossgÖtum prestsÞjÓnustan …

68
KIRKJUTÓNLIST Á KROSSGÖTUM PRESTSÞJÓNUSTAN OG SAMFÉLAGIÐ ANDLEGT LÍF OG MÓTUN BREYTINGAR Á YTRA UMHVERFI KIRKJUNNAR 1. TBL. 85. ÁRG. 2020 GEFIÐ ÚT AF PRESTAFÉLAGI ÍSLANDS

Upload: others

Post on 16-Oct-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

KIRKJUTÓNLISTÁ KROSSGÖTUM

PRESTSÞJÓNUSTANOG SAMFÉLAGIÐ

ANDLEGT LÍFOG MÓTUN

BREYTINGAR Á YTRAUMHVERFI KIRKJUNNAR

1. TBL. 85. ÁRG. 2020 GEFIÐ ÚT AF PRESTAFÉLAGI ÍSLANDS

HÖFÐATORG – HORFT AÐ KATRÍNARTÚNI 46

PK Arkitektar: Útlitshönnun í vinnslu

KIRKJUTÓNLIST Á KROSSGÖTUM

2 Lifandi kirkjutónlistarstarf og komandi sálmabók Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur Staðastaðarprestakalls.

5 Upp hef ég augu mín Jón Gunnar Biering Margeirsson, organisti.

6 „Alltaf heillast af orgelinu“ Rætt við Jón Ólaf Sigurðsson organista.

13 Davíð 51 Benni Hemm Hemm, tónlistarmaður.

14 Hvar lífs um veg þú farinn fer Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður, og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, organisti.

16 Sagan á bak við sálminn Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, og Kristján Valur Ingólfsson, prestur og fv. lektor.

PRESTSÞJÓNUSTAN OG SAMFÉLAGIÐ

18 Er sama hvaðan gott kemur? Þorgeir Arason, sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls.

27 Sálgæslan og guðsmyndin Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Egilsstaða prestakalli.

30 Listin að semja prédikun Guðrún Karls Helgudóttir, D.Min. og sóknarprestur Grafarvogskirkju.

35 Drottinn er minn leikskólakennari Cheryl Walenta Gorvie, prestur Bethany Lutheran Church í Dallas.

ANDLEGT LÍF OG MÓTUN

36 Um tileinkun trúar Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur Vallanes prestakalls.

40 Dulúðin sem dægurvilla Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum, og Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur Staðastaðarprestakalls.

BREYTINGAR Á YTRA UMHVERFI KIRKJUNNAR

44 Í ölduróti breytinga

46 Var embættið lagt af? Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju.

50 Hvað er og hvað er ekki að gerast? Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og kirkjuráðsmaður.

52 Nú er lag Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi, formaður Möðruvallaklausturssóknar og kirkjuráðsmaður.

54 Þjóðkirkja í þriðja veldi Dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

58 Framtíðarsýn og fortíðarþrá Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur.

ÚR ÝMSUM ÁTTUM

60 Ritgerðir til embættisprófs í guðfræði 2018–2020

63 Að vakna í sól Halla Rut Stefánsdóttir, sóknarprestur Hofsóss- og Hólaprestakalls.

ForsíðumyndinÁ leið í Brúnavík. Ljósmynd: Bragi J. Ingibergsson.

Kirkjuritið er gefið út af Prestafélagi Íslands

Ritnefnd Þorgeir Arason (ritstjóri) Arnaldur Máni Finnsson Hildur Inga Rúnarsdóttir Ólöf Margrét Snorradóttir

Stjórn Prestafélags Íslands Ninna Sif Svavarsdóttir (formaður) Bryndís Malla Elídóttir Óskar Hafsteinn Óskarsson Kristín Pálsdóttir Ingólfur Hartvigsson

Framkvæmdastjóri: Edda Möller

Umbrot: Brynjólfur Ólason

Allar ljósmyndir í blaðinu eru eftir sr. Braga J. Ingibergsson, sóknarprest Víðistaðaprestakalls, nema annað sé tekið fram

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

ISSN: 1021-8351

1. TBL. 85. ÁRG. 2020

K IRK JURITI Ð 1

Kirkjuritið kemur nú fyrir sjónir lesenda að nýju eftir nokkurt hlé. Sem fyrr er ritið gefið út af Prestafélagi Íslands og er

ætlað að vera í senn fagrit presta og vettvangur fyrir lifandi umræðu um kirkju og kristna trú í samtímanum. Að sumu leyti er nú horfið til fyrri ritstjórnarstefnu og veitt rými fyrir svolítið ýtar-legri greinar en síðast þegar blaðið kom út. Nú verður blaðið einnig aðgengilegt í heild sinni á PDF-sniði á nýlegum vef PÍ, prestafelag.is. Ekki er seld hefðbundin áskrift að blaðinu en biðlað til sókna um að gerast styrktaráskrifendur og leggja útgáfunni örlítið lið.

Efni þessa tölublaðs er fjölbreytt en tvö megin-stef eru þar fyrirferðarmest, bæði tengd atburðum líðandi stundar innan þjóðkirkjunnar. Hið fyrra er kirkjutónlistin, en eins og flestum lesendum mun kunnugt styttist í útgáfu nýrrar Sálmabókar. Ekki er að undra að aðdragandi þeirrar útgáfu sé orðinn langur enda um fyrstu sálmabók kirkjunnar í hálfa öld að ræða, sem unnin er frá grunni. Þrátt fyrir að fjöldi eldri og ástkærra sálma muni vita-skuld rata í nýju bókina er stórkostlegt að verða vitni að þeirri grósku sem á sér stað í kirkju- og trúartengdri tónlist þessi misserin. Hvern hefði grunað að sálmabókarnefndin fengi yfir 600 til-lögur að moða úr af bæði glænýjum sálmum og nýjum lögum við eldri sálmatexta? Til marks um þá grósku birtir Kirkjuritið tvö ný lög við sálm Valdimars Briem, Hvar lífs um veg þú farinn fer, en bæði lögin verða í komandi Sálmabók. Einnig birtast hér tveir sálmar sem ekki verða í bókinni, nýtt lag við sálm Herdísar Andrésdóttur, Upp hef ég augu mín, og lag Benna Hemm Hemm (bók-stafshljómar) við Davíðssálm 51.

Annað meginstef tölublaðsins eru þær breytingar sem áttu sér stað á fjárhagslegum tengslum ís-lenska ríkisins og þjóðkirkjunnar þann 1. janúar síðastliðinn með viðaukasamningi við kirkjujarða-samkomulagið svonefnda. Kirkjuritið fékk fjóra einstaklinga til að ræða breytingarnar og horfa til framtíðar, hvern úr sinni áttinni — það eru leik-maður og prestur í kirkjuráði, kirkjusöguprófessor og loks prestur sem nýlega varði doktorsritgerð um þátt presta í kirkjulegum umbótum.

Ýmislegt annað efni má hér einnig finna. Þeim sem stíga í stólinn ætti að vera fengur í grein sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur um undirbúning predikunar, en hún hefur nýverið sérmenntað sig á því sviði. Þá er hér ritað um fjármögnun kirkju-starfs og vandann sem felst í að leita til einkaaðila, um þátt ólíkra guðsmynda í sálgæsluvinnu, um kyrrðarbænastarf og mögulega endurkomu dul-úðar í kristnu helgihaldi. Ekki má gleyma grein sr. Vigfúsar I. Ingvarssonar um trúarmótun þriggja Íslendinga, en furðulítið hefur verið skrifað á íslensku um andlega mótun, ef frá er talin ný-lega útgefin meistararitgerð greinarhöfundar um efnið. — Áhugavert er einnig að glöggva sig á við-fangsefnum nýlega útskrifaðra kandídata frá guð-fræðideild í lokaverkefnum þeirra, en þar virðist t.d. fræðasvið Gamla testamentisins fá athyglis-verðan sess. — Hugvekju blaðsins ritar sr. Halla Rut Stefánsdóttir, sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli.

Með ósk um Guðs blessun, fyrir hönd ritnefndar.

Þorgeir Arason

Fylgt úr hlaði

2 K IRK JURITI Ð

Kirkjutónlistararfur vestrænnar menningar er rík-ur af fjölbreyttum lagasmíðum og tónverkum, sem haldast í hendur við ljóð og texta sem eru boðun kirkjunnar á hverjum tíma, áherslur hennar í guð-fræðilegum skilningi en einnig samtal hennar við samtímann. Það er því áskorun kirkjutónlistar fólks á hverjum tíma að skapa þetta samtal á nýjan leik um leið og það heldur á lofti og heiðrar það sem kalla má klassík hverrar kirkjudeildar, kjarnasálmar í sögulegu samhengi og gersemar sem tengja for-tíð og samtíð við framtíðina, með eilífum boð-skap. Og lifandi kirkja þarf á hverjum tíma á því að halda að útlegging hennar á orðinu og boðun með tónlist sem fangar vonir og trúartilfinningar fólks, gangi í takt.

Sálmabókin frá 1972, sem senn verður í grunninn hálfrar aldar gömul, hefur þjónað hefð og ramma íslensku þjóðkirkjunnar vel að því leyti að hún varð-veitir ákveðinn tónlistararf, þá sálma sem hafa talað til fólks í gegnum tíðina og eru kjarninn í trúarlífi margra. Fjölmargir hafa helgan sess, eru ómiss andi, og þannig hluti af trúararfi meginþorra fólks, en svo ná nýir sálmar líka eyrum fólks og eru hluti af hinu frjóa og lifandi kirkjutónlistarstarfi í söfnuð um landsins. Nú hefur vinna við nýja sálmabók staðið

yfir um hríð og hillir undir lok þeirrar vinnu sem hófst árið 2004, en sálmabókin frá 1997 var aðeins sú eldri ásamt viðaukum til að koma nýju efni að.

Það var frá upphafi markmið þeirrar sálma-bókarnefndar sem hóf verkið að bókin yrði hugsuð sem heildstætt verk, felldir yrðu út lítt nýttir sálmar og nýju efni komið að.

Sálmarnir eru sístætt verkefniMargrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkj unn-ar, segir að þó að starfi sálmabókarnefndarinnar við hina komandi sálmabók ljúki senn formlega þá sé það í takt við þróunina í lifandi og skapandi kirkju samtímans, sem ómi af söng og öflugu tónlistar-starfi um allt land, að það verði alltaf að störfum einhverskonar sálmabókarnefnd. „Það hefur sýnt sig að það er sístætt verkefni að meta arfinn og nýsköpunina því sálmar eru sungnir og ortir sem aldrei fyrr. Þannig er þróun tónlistar sem nýtist við tilbeiðslu og lofgjörð mjög spennandi um þessar mundir. Það sýndi sig til dæmis þegar kallað var eftir tillögum að nýjum sálmum árið 2016 að yfir 600 tillögur bárust okkur og við erum stolt af því að þær fengu allar faglega umfjöllun. Með tækni-legum framförum og gagnasafni sálmanna verður

Lifandi kirkjutónlistarstarf og komandi sálmabók

Það má vafalaust deila um hver hafi fyrstur haldið því fram að sálmabók hverrar kirkju væri mikilvægasta boðunarrit hennar, þá væntanlega og vísast á eftir Biblíunni sjálfri. Sumir vilja eigna Lúther þessa staðhæfingu. Því hefur að minnsta

kosti verið haldið á lofti í hinni lútersku kirkju að þær tvær séu mikilvægastar, Biblían og sálmabókin, enda lykilbækur að hverri guðsþjónustu, tilbeiðslu safnaðarins og lofgjörð.

KIRKJUTÓNLIST Á KROSSGÖTUM

K IRK JURITI Ð 3

hægt að sinna þessari grósku og nýsköpun með allt öðrum hætti en áður var hugsanlegt,“ segir Margrét en þar á hún við að með möguleikanum á rafrænni sálmabók, í tengslum við gagnagrunn þess efnis sem þegar er til, verður hægt að bæta við nýjum sálmum, sálmalögum og útsetningum. „Það var eitt af því sem kom kannski á óvart að umtals-vert af nýjum lögum við eldri sálma, sem sumir hafa þótt erfiðir til söngs, bárust nefndinni einnig og því er það einnig nýlunda að sumir sálmanna munu birtast í tveimur útgáfum; þeim sem hafa verið notuð í gegnum tíðina sem og nýjum lögum sem auka fjölbreytnina.“

Stöðug þörf fyrir nýjan söng„Í lifandi kirkju verða stöðugt til nýir sálmar og sálmalög sem og þörfin fyrir þá,“ bætir Jón Helgi Þórarinsson við en hann er nýr formaður sálma-bókarnefndarinnar síðan dr. Einar Sigurbjörnsson féll frá snemma á nýliðnu ári. „Nýlundan að þessu sinni ef svo má segja, miðað við þá bók sem við þekkjum best frá 1997, er að hún er flokkuð í þrjá meginkafla, sem síðan skiptast í undirflokka, en skiptingin byggir á að sálmar sem fylgja kirkjuárinu fylla einn kafla, yfirflokkurinn Guðsþjónustan er

svo annar og Trúarlífið sá þriðji. Mikilvægast er þó að hún hvílir á því kirkjusögulega grundvallarat-riði að vera bæði söngbók safnaðar, sem og les- og bænabók,“ segir Jón Helgi. Sálmabókin nýja verður í 17 liðum, með bænatextum og ýmsum skrám aftast líkt og verið hefur. Á meðal gagnlegra nýjunga í bókinni er að öll lögin verða hljómsett til að auðvelda fólki að spila sálmana hvar sem er, með ólíkum hljóðfærum, þó að undirleiksbækur séu ekki við höndina. Segir Jón Helgi að einnig sé

stefnt að því að gefa út kóralbók, en þær hafi í heila öld verið bráðabirgðaútgáfur.

Vinna nefndarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2005 og hún ávallt verið skipuð traustum hópi úr-

„Öll lögin verða hljómsett til að auðvelda fólki að spila sálmana hvar sem er, með ólíkum hljóð fær um, þó að undirleiksbækur séu ekki við höndina.“

Dr. Einar Sigurbjörnsson (1944–2019), prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, var formaður sálmabókarnefndar lengst af. Hans er minnst af djúpri virðingu, þakklæti og söknuði því fáir hafa búið yfir jafn yfirgripsmikilli þekkingu á játningum kirkjunnar, helgisiða- og sálmasögu. Sérþekking hans kom hvað gleggst í ljós þegar hann útskýrði og túlkaði boðskap kristinnar trúar í sálmum á þann hátt sem allir skildu. Dóttir Einars, Guðný Einarsdóttir organisti, er ritari sálmabókarnefndar. Hún telur það bæði mikinn heiður og ábyrgðarhlutverk að hafa fengið að taka þátt í starfinu sem faðir hennar leiddi. „Pabbi miðlaði þekkingu sinni af alúð og hvatti okkur áfram allt til dauðadags,“ segir Guðný.

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

4 K IRK JURITI Ð

vals fagfólks sem ýmist hefur setið frá upphafi eða að hluta. Vígðir þjónar eru þau Hjörtur Pálsson, Lena Rós Matthíasdóttir, Kristín Þórunn Tómas-dóttir og Kristján Valur Ingólfsson, auk Jóns Helga og fv. formanns Einars Sigurbjörnssonar. Dr. Mar-grét Eggertsdóttir hefur einnig setið í nefndinni frá upphafi en organistarnir eru þau Jón Ólafur Sigurðsson, Hörður Áskelsson, Aðalheiður Þor-steinsdóttir, Arngerður María Árnadóttir, Guðný Einarsdóttir og Gunnar Gunnarsson.

Mikil en skemmtileg vinna að bakiMikil endurskoðun hefur staðið yfir frá því útgáfa viðbætisins árið 2013 leit dagsins ljós og einnig stefnumótun sem tók mið af því hve langur tími var liðinn frá upphaflegu sálmavali. „Sálmaval bókarinnar hefur ítrekað þurft endurskoðun eftir því sem árin líða, enda sálmar og sálmasöngur sem betur fer enn þann dag í dag afar lifandi og skapandi fyrirbæri,“ segir Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju og ritari sálmabókar-nefndar. „Tilgang ur sálmabókar er á öllum tímum að vera hand hæg til notkunar í helgihaldi safnaða og trúarlífi einstaklinga, enda mest notaða trúarlífs-bók kirkjunnar.“ Nefndin telur sig hafa verið víð-sýna í endanlegu vali og tekið tillit til fjölbreytni í samfélagsgerð, tungutaki og litrófi mannlífsins. „Það er tiltekið í kirkjutónlistarstefnunni að hlut-verk sálmanna sé að styðja útleggingu og heim-færslu Ritningarinnar, og þannig heyri prédikunin og sálmarnir saman sem boðun kirkjunnar. Sálma-textarnir eru prédikun sálmaskáldanna og þegar tónlist hæfir sálmi þá lyftist inntak þeirra á æðra

plan, að mínu mati,“ segir Guðný. „Tónlistin er svo ákveðin umgjörð helgihaldsins líka og þegar úr verður falleg heild, má segja að rætist úr þeim orðum að Tvöfalt biðji sá er syngur.“

Vandað málfar en nútímalegar áherslurMargrét Bóasdóttir telur að nýja sálmabókin geti og muni fanga nútíð og framtíð kirkjunnar. „Við höfum almennt verið íhaldssöm með undantekningum þó, þegar kemur að vönduðu málfari og viljum því að bragfræðilegum reglum sé fylgt þegar samið er í hefðbundnum stíl, í tilviki textanna. Lögin sjálf þurfa svo bara að vera aðgengileg til söngs,“ bætir hún við. „En við reynum heilt yfir að mæta ákalli um aukna fjölbreytni í ljósi þróunar á formi helgi-haldsins, bæði hvað varðar litúrgíuna og tónlistar-flutninginn sjálfan“, segir Margrét.

„Við höfum séð alls konar ólíkar áherslur í kirkjutónlistinni á síðustu árum, því hún skipar enn ríkari sess í helgihaldi dagsins í dag en áður, þó að hún hafi verið stór hluti tilbeiðslu og lof-gjörðar kristinna manna á öllum tímum“, bætir Guðný við. „Kannski skilgreinir hún helgihaldið með nýjum hætti, þar sem það er ekki eins tón-list í öllum kirkjum. Fjölbreytilegt helgihald sem rúmast samt innan Þjóðkirkjunnar byggir á þeim sveigjanleika sem þróast á lifandi kirkjutónlistar-vettvangi og eflist stöðugt. Mikilvægasta verkfæri okkar sem þar störfum er sálmabók sem nærir það skapandi líf og kraft sem er fyrir hendi í söfnuð-unum, vonandi er komandi sálmabók þess eðlis.“

Arnaldur Máni Finnsson

K IRK JURITI Ð 5

Lag Jóns Gunnars Bierings Margeirssonar

Upp hef ég augu mín

Upp hef ég augu mínalvaldi Guð, til þín.Náð þinni' er ljúft að lýsa,lofa þitt nafn og prísa.

Allt er að þakka þérþað gott, sem hljótum vérum allar aldaraðir,eil’Þ lj—ssins faðir.

Vér erum gleymskugjörn,gálaus og fávís börn,en þú, sem aldrei sefur,á öllum gætur hefur.

Eg veit, að aldrei dvínástin og mildin þín,því fel ég mig og mína,minn Guð, í umsjá þína.

Upp hef ég augu mínalvaldi Guð, til þín.Náð þinni’ er ljúft að lýsa,lofa þitt nafn og prísa.

Allt er að þakka þérþað gott, sem hljótum vérum allar aldaraðir,eilífi ljóssins faðir.

Vér erum gleymskugjörn,gálaus og fávís börn,en þú, sem aldrei sefur,á öllum gætur hefur.

Eg veit, að aldrei dvínástin og mildin þín,því fel ég mig og mína,minn Guð, í umsjá þína.

Herdís Andrésdóttir

6 K IRK JURITI Ð

Jón Ólafur er fæddur og uppalinn í Reykjavík og var í sveit á sumrin austur á Héraði frá maí til september. Auk hefðbundinnar skólagöngu

stundaði hann píanónám á barnaskólaárunum, hóf svo nám í orgelleik hjá Mána Sigurjónssyni 1963 og að loknu inntökuprófi vorið 1965 hófst svo nám við Tónlistarskólann í Reykajvík og kantorsnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar en á þessum árum var þetta nám samtvinnað. Helstu kennarar þar voru dr. Páll Ísólfsson, Máni Sigurjónsson og Ragnar Björnsson á orgel, dr. Róbert Abraham Ottósson með kór- og hljómsveitarstjórn, partitúrspili ásamt fleiru m. a. lítúrgíu og sálmafræði við Guðfræði-deild Háskóla Íslands, Ásgeir Beinteinsson á píanó, Þorsteinn Hannesson og Guðrún Tómasdóttir í söng, Þorkell Sigurbjörnsson í hljómborðsfræði og tónlistarsögu, Sigurður Markússon í tónheyrn og Jón Þórarinsson með tónfræði og hljómfræði. Kennslufræðin var síðan kennd í Barnamúsik-skólanum og sálfræðin í Kennaraskólanum. Árið 1970 lauk hann kantorsnámi frá Tónskóla þjóð-kirkjunnar.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að leggja orgelleik fyrir þig? „Ég held það hafi verið hljómurinn í orgelinu sem heillaði mig alveg frá því ég var krakki. Ég fór í kirkju til að hlusta á orgelið,“ segir hann og hlær. „Það var hljóðheimur orgelsins sem heillaði mig, ekkert flóknara en það. Og kórarnir, ég hef alltaf haft gaman af því að hlusta á kóra. Góða kóra.“

Hvenær byrjaðirðu að spila í messum? „Ég byrjaði 16 ára gamall í Reykjavík og var svo ráðinn austur

„Alltaf heillast af orgelinu“

Jón Ólafur Sigurðsson organisti við orgel Valþjófsstaðarkirkju.

Jón Ólafur Sigurðsson organisti er mörgum að góðu kunnur enda hefur hann starfað í mörgum kirkjum landsins frá árinu 1964, og unnið með ófáum prestum í gegnum tíðina. Ólöf Margrét Snorradóttir ræddi við Jón Ólaf um starfsferilinn, kórastarf, sálma og nýja sálmabók en hann hefur setið í sálmabókarnefnd um nokkurt skeið.

© BJARKI JÓNSSON

K IRK JURITI Ð 7

í Odda 1964, þegar mig vantaði mánuð í að verða 17 ára, sleppti því svo 1967. Það var góður skóli að hafa eigin kór til að æfa mig á með náminu. Á námsárunum var ég organisti við Háskólakapell-una í 3 ár, Í Skálholti sumrin 1967–1969 og Krists-kirkju 1968–1970. Svo er ég bara búinn að vera í þessu síðan. Þetta er langur tími, einhver myndi segja að þetta væri orðið ágætt. Þegar ég kláraði kantorinn 1970 var ég kominn með fjölskyldu, með tvo syni. Og þá fór ég út á land að vinna sam-kvæmt beiðni söngmálastjóra. Fór á Patreksfjörð, ætlaði bara að vera þar í eitt, tvö ár, kannski þrjú en var í fimm ár.“

Hvað tók þá við? „Á árunum 1975 til 1983 var ég á Egilsstöðum. Var með fimm kirkjur hérna, vann sem gjaldkeri við Kaupfélagið og kenndi stunda-kennslu við tónlistarskólann. 1978 til 1982 var ég skólastjóri tónlistarskólans á Hallormsstað og vann með í Búnaðarbankanum. 1983 fór ég til Akraness og var þar í hlutastarfi sem organisti til að byrja með og fullu starfi við tónlistarskólann. Fór síðan 1985 í fullt starf við kirkjuna og með því hélt ég áfram að kenna við tónlistarbrautina í Fjölbraut, þar kenndi ég tónfræði, hljómfræði, tónheyrn og sögu til stúdentsprófs og var sú kennsla greidd af ríkinu.“

Varstu þá farinn að huga að framhaldsnámi? „Í svona starfi þarf maður að sækja mörg námskeið til að viðhalda kunnáttu, auka hana og fylgjast með framvindu. Ég var mjög duglegur að sækja slík nám-skeið í kórstjórn, orgelleik, orgeltúlkun og túlkun tónlistar frá mismunandi tímabilum sögunnar. Þessi námskeið voru ýmist hér innanlands eða erlendis. Maður er búinn að fara á ansi mörg nám-skeið og búinn að kynnast mörgu. Alltaf stefndi hugurinn út í framhaldsnám og loksins komst ég út 1989. Fór þá í eitt ár til Þýskalands, stundaði þar nám í orgelleik, kór- og hljómsveitarstjórn, kom svo heim aftur í tvö ár og fór svo út aftur. Til Lundar og las þar tónvísindi við háskólann og tók einnig tvær annir í trúarbragðafræði eða -sögu. Þarna var ég að sjálfsögðu í fullu og krefjandi námi og má geta þess að við byrjuðum um 100 í 1. áfanga en margir heltust úr lestinni við hvert próf

og undir lokin vorum við 12. Íslendingafélagið leigði og rak aðstöðu til félagsstarfsins og þar hafði verið rekin tónlistarkennsla fyrir íslensku börnin og tók ég við þessu þegar ég kom út og kenndi þar krökkum á ýmsum aldri til að byrja með en flutti svo kennsluna yfir í kirkjuna sem ég var ráðinn að síðar. Þarna kenndi ég um 15–20 krökkum á píanó, gítar og blokkflautu. Þetta var mjög gaman, a.m.k. tvö af þessum krökkum lögðu fyrir sig frekara tón-listarnám og ein elskuleg stúlka sem lærði á píanó er orðin óperusöngkona í dag úti í hinum stóra heimi. Fljótlega eftir komuna til Lundar fór ég að

hitta organistann við sóknarkirkjuna mína og sagði honum deili á mér. Það var ekkert annað en að ég fékk orðalaust lykil að kirkjunni og mátti æfa mig þegar ég vildi og kirkjan væri laus. Þetta hentaði mér fullkomlega. Fljótlega leit hann við þegar hann heyrði að ég var í kirkjunni og nokkrum dögum síðar hringdi hann og spurði hvort ég gæti tekið útför fyrir hann sem ég og gerði. Það er enginn kór eða forsöngvari við útfarir, aðeins almennur söngur og ekkert vandamál, bara að spila þannig að það leiði söfnuðinn og hann heyri vel í orgelinu. Mín sóknarkirkja og nágrannakirkja hennar sem er mjög stór, tekur 1.500 manns í sæti á tveimur hæðum, voru í samstarfi og skiptu organistarnir með sér aukaverkunum. Þar sem báðir voru líka að kenna við Tónlistarháskólann í Malmö komu dagar sem þeir voru báðir uppteknir og fljótlega voru þeir búnir að semja við mig að ég tæki þessa daga ef ég væri laus ásamt vikumessunum á virku dögunum í stærri kirkjunni. Þetta vatt upp á sig, ein útfararstofan fór einnig að hringja ef það vantaði

„Það var ekkert annað en að ég fékk orðalaust lykil að kirkjunni og mátti æfa mig þegar ég vildi og kirkjan væri laus. Þetta hentaði mér fullkomlega.“

8 K IRK JURITI Ð

organista og svo tók ég fulla afleysingu við stærri kirkjuna fyrsta sumarið mitt og var síðan við-loðandi hana þangað til ég fór heim. Svo vantaði organista í afleysingu við eina sóknina í Lundi og það var hringt í mig hvort ég gæti tekið 3 mánuði og það gekk eftir, alltaf gott að eiga fyrir salti í grautinn. Síðan losnaði starfið sem var rúm 60% staða á móti öðrum organista sem var í 40% starfi og vildi bara spila við útfarir og afleysingamessurnar. Ég sótti um og var valinn úr hópi 17 umsækjenda. Þarna var ég með kirkjukór og tvo barnakóra og þeir voru í samstarfi með barnastarfinu í kirkjunni. Þá var ég með Íslendingakórinn í Lundi í fjögur ár. Þetta var allt mjög gaman, stundum erfitt að koma stundatöflunni saman þannig að það bitnaði ekki á náminu, en það varð svo auðveldara þegar námið var að mestu orðin ritgerðarvinna.“

Varstu mörg ár í Lundi? „Ég var í fimm og hálft ár í Lundi og er þá hálfplataður heim, ég ætlaði ekkert heim, var að byrja í doktorsnámi og var búinn að fá mig samþykktan í það en asnaðist heim. Réði mig þar í Seljakirkju, var þar í 8–9 mánuði en það var ekki það sem ég var að leita að og sagði því starfi

lausu. Réði mig þá í Hjallakirkju í Kópavogi, var þar 1998–2015. Þar er besta vinnuaðstaða sem völ er á og þar var ég með fínan 40 manna konsertkór og mjög gott orgel og góða presta. Ekki hef ég tölu á hvað við héldum marga tónleika saman, en þeir voru aldrei færri en tveir á ári og stundum fleiri, auk þess tónlistarmessur þar sem við fluttum ýmis verk fyrir kór, gjarnan íslensk sem ekki heyrðust oft, tókum kannski tónskáld fyrir o.fl. þess háttar. Við fluttum messur eftir Dvořák, Mozart, Schu-bert og Haydn, auk þess Sálumessu eftir Gabriel Fauré, kórkafla úr sálumessu Brahms og megnið af Requiem eftir Mozart og Passíuna Jesus Christ Superstar, svo eitthvað sé nefnt. Tvennir tónleikar allar aðventur, aðventutónleikarnir á 2. sunnudag í aðventu og jólasöngva á 4. sunnudag sem færðist á 3. ef aðfangadag bar upp á 4. sunnudag. Þetta var mjög skemmtilegur tími og kór- og samstarfsfólk sem ég sakna ennþá.

Ég lenti í hálkuslysi þegar ég kom heim úr vinnu á annan í jólum 2014 og mélaði á mér hægri mjöðm-ina og lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði og reiknaði ekki með að spila meira. Sagði þá starfinu lausu frá hausti 2015 og flutti austur í Fljótsdal og ætlaði

Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkju.© ÞORGEIR ARASON

K IRK JURITI Ð 9

að hætta að spila, ætlaði að fara í skógræktina með Bjarka syni mínum sem rekur Skógarafurðir ehf. og bara að spila í Valþjófsstaðarkirkju. En í dag er ég með fjóra kóra í fimm sóknum, og spila svo á fleiri stöðum eins og á Jökuldal, Möðrudal og Loð-mundarfirði. Aftur lenti ég í slysi í nóvember 2016, hryggbrotnaði á þremur liðum og hálsbrotnaði, en reis upp aftur og er enn að. Organistinn sem ætlaði að vera hættur,“ segir hann glaðlega.

Þú situr í sálmabókarnefnd, segðu okkur frá hlutverki þínu þar. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna heimildarvinnu í tónlistinni. Í byrjun vorum við tónlistarfólkið öll í að finna lög, leita að nýjum og betri lögum við nokkra sálma. Það þarf líka í svona vinnu að finna höfunda og uppruna laganna og hvað þau heita upprunalega. Mitt starf hefur aðallega þróast í að vinna þessa vinnu. Það þarf að fá höfundarleyfi fyrir öllu áður en það er gefið út, þetta er töluverð vinna, sem og að velja sálma í bókina. Á sínum tíma var sent út til allra organista og presta hvaða sálma þeir notuðu og vildu hafa áfram og hverjir væru aldrei notaðir. Sumir svöruðu með þeim hætti að það tafði vinnuna alveg gríðarlega mikið, þeir vildu halda einhverju inni bara til að gera bókina meira að safni en að bók til að nota, sem er röng hugsun í dag, þetta er allt á netinu og hinar bækurnar til og aðgengilegar. Sálmabók á fyrst og fremst að vera bók fyrir líðandi stund sem er notuð, hún á ekki að vera punt eða safngripur, hún á að vera hagnýt til notkunar. Sálmabók sem liggur frammi í kirkju er ekki síður fyrir kirkjugesti að fletta og lesa í sér til styrkingar eða huggunar þegar svo ber undir. Við höfum reynt að fara þá leiðina. Það er mikið af nýjum sálmum, einnig nokkrir sem koma aftur eftir nokkurt hlé. Það eru margir sálmar sem hafa verið minna notaðir, jafnvel ekkert, og detta því út, sums staðar er skipt um lög þar sem eru góðir textar, en við teljum að lagið hafi kannski valdið því að þeir eru ekki notaðir. Í slíkum tilfellum má prófa að skipta um lag og þeir sem vilja nota gömlu lögin geta gert það áfram, ekkert sem bannar það, það er allt til í bókum og á netinu í dag. Við reynum að hafa helstu upplýsingar nokkuð góðar við hvern sálm, um textahöfunda og tónskáld og uppruna

laganna, hvenær þau voru samin eða hvaðan þau koma. Sum lög er erfitt að rekja, þau hafa kannski verið tekin upp hjá okkur á nítjándu öldinni en ekkert getið til um hvaðan þau koma eða hvað þau hétu eða neitt. Þá þarf að leita að þeim. Það er hægt að finna ótrúlegustu hluti en það getur tekið tíma. Það eru ekki mörg lög, tvö–þrjú úr gömlu bókinni sem ég er ekki búinn að finna. Ég veit hvaðan þau eru en mér hefur ekki tekist að finna þau. Svo eru ný lög sem kannski eru tekin niður af Youtube en ekki getið um hvað lagið heitir á frummálinu eða hver höfundur er, einnig eru til lög í slitnum ljós-ritum sem á vantar allar upplýsingar. Þá er bara að leita þar til maður finnur lagið. Stundum er ekki getið um réttan höfund, stundum ekki nógu góðar upplýsingar um hvaðan lagið kemur. Stundum er útsetjari lags titlaður sem höfundur. En þetta hefst og nú er bara lokaspretturinn eftir, hvaða sálmar eiga endanlega að vera inni. Þegar komið verður á hreint hvaða sálmar eru inni og hvaða lög verða

endanlega notuð, þá er hægt að klára þessa vinnu og senda lista ásamt uppsetningu út til Noregs. Þar er skrifstofa sem mun fara í höfundarréttar-málið og vinna þá vinnu fyrir okkur með erlendu lögin. Skálholtsútgáfan gengur í innlendu lögin. Í bókinni er lag við alla sálma og tvö með sumum og jafnvel stundum vísað í fleiri svona ef það eru lög sem hafa verið notuð annars staðar eða hafa verið notuð hingað til.“

Geturðu nefnt okkur dæmi um sálma sem fá nýtt lag? „Já, þar má t.d. nefna áramótasálminn Í Jesú nafni áfram enn sem fær sænskt lag frá 1981 sem er lifandi og gott að syngja. Sálmurinn Lærdóms-

„Sálmabók á fyrst og fremst að vera bók fyrir líðandi stund sem er notuð, hún á ekki að vera punt eða safngripur, hún á að vera hagnýt til notkunar.“

10 K IRK JURITI Ð

tími ævin er heldur sínu gamla lagi en fær einnig lag eftir Atla Heimi Sveinsson, og sálmurinn Við freistingum gæt þín missir „gamla“ lagið en heldur laginu eftir Croft og fær einnig nýtt lag eftir Jóhann Helgason svo eitthvað sé nefnt. Leitað var til nokk-urra lagahöfunda um ný lög og brugðust þau fljótt og vel við og sömdu lög við sálmana sem um var beðið og það verður gaman að sjá hvernig þeim verður tekið. Þá var leitað í smiðju þeirra Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og Sigurðar Flosasonar en þeir hafa verið duglegir að senda frá sér andleg ljóð og sálma. Í Sálmum 2013 eru mörg ný lög og mörg þeirra fara áfram en önnur eldast ekki eins vel og hverfa. Mörg lög eru sótt til Noregs og Svíþjóðar, nokkur til Dana og frá Finnlandi koma nýir textar og lög sem hlotið hafa vinsældir á Norðurlöndunum og einnig er nokkuð sótt til Iona-hreyfingarinnar í Skotlandi svo eitthvað sé nefnt. Ég hef á tilfinn-ingunni að þessi finnsku og skosku lög eigi eftir að ná góðri útbreiðslu og það hratt, svo er bara að sjá hvernig þau eldast.“

Eru fleiri nýjungar í bókinni? „Já, það sem er alveg nýtt er að allir sálmarnir eru með bókstafshljómum, gítarhljómum. Það á að vera aðgengilegt. Hver einasti sálmur er þannig og sú gríðarlega vinna tafði heildarvinnuna eins og nærri getur. Bókin hentar því ekki aðeins organistum heldur einnig þeim sem eru með gítar eða þar sem er ekki til kóralbók/spilabók, nú eða þeim sem kunna ekki

að lesa nóturnar en kunna að lesa úr hljómum, þá er upplagt að nota þetta sem grunn. Þetta er mikil framför og er að ryðja sér til rúms í dag í kringum okkur.“

Hvað með sálmasöngsbók? „Já, svo þarf að vinna kórabók eða sálmasöngsbók, komin er fram ósk um að hún verði gefin út á prenti líka. Þá þarf að velja útsetningar og vita hvaðan allar eldri útsetningar eru komnar og fá leyfi fyrir þeim. Þetta er ekkert orðið einfalt dæmi að gefa svona út. Ef ekki er aflað leyfa fyrirfram er hægt að stoppa allt ef höf-unda er ekki getið eða þeir gefa ekki samþykki sitt fyrir viðkomandi útgáfu. Það viljum við ekki, og við viljum líka vanda til verka svo það séu ekki fljótfærnisvillur í bókinni, hvorki kórabókinni né Sálmabókinni. Svona upplýsingar geta oft breyst fljótt í dag, til dæmis þegar verið er að fara í gegnum bókasöfn og tölvuskrá allt sem til er, þá er rifið úr hillunum og kannski finnst ýmislegt inn á milli og á bakvið eða í handritum og bókum, jafnvel eitt-hvað sem breytir forsendum og þá þarf að uppfæra það. Þetta er aldrei búið, hymnologia eða sálma-fræði er lifandi fag. Þetta er fyrst og fremst mitt hlutverk í nefndinni. Dr. Róbert Abraham Ottós-son, minn gamli lærifaðir, kveikti þessa bakteríu hjá mér og kenndi mér vel og þjálfaði og hvatti til kaupa á góðum bókum og ljósprentunum á sálma-bókum frá 16. öldinni. Svo kemur það líka til af því að ég er búinn að skrá alla sálma og öll lög sem hafa verið notuð í íslenskum sálmabókum frá siða-skiptum til 1997. Ég er með þetta allt í tölvutæku formi þannig að ég veit hvaða sálmur og lag, og lagboði, er í hvaða bókum og líka þegar þeir skipta um nafn, eða það kemur ný þýðing eða umþýðing og þá oft nafnbreyting um leið. Þetta var sérstak-lega 1886-bókin, hún var bylting á sínum tíma, þar eru margir sálmar umritaðir eða umortir. 1945 kom einnig ný og breytt bók. 1972 kom ný bók með nýjum sálmum og margir felldir burt og hún er með færri sálmum heldur en hinar bækurnar. Síðan hefur ekki komið ný sálmabók. 1997 er bara ’72-bókin með viðbætinum frá 1991 og nýjum sálmum 1997. Við erum alltaf með sömu bókina og það er kominn tími á nýja. Það má til gamans geta þess að sálmabækurnar 1886 og 1945 eru einu sálma-bækurnar sem ekki hafa nótur.“

Jón við orgel Egilsstaðakirkju. © ÞORGEIR ARASON

K IRK JURITI Ð 11

„Ég er búinn að skrá alla sálma og öll lög sem hafa verið notuð í íslenskum sálmabókum frá siðaskiptum til 1997. Ég er með þetta allt í tölvutæku formi …“

Hvað fleira er breytt eða nýtt í Sálmabókinni? „Formið á henni, þar er þýska sálmabókin að mestu til fyrirmyndar, hún er mjög aðgengileg. Eins og áður sagði eru nýir sálmar og ný lög, sem hafa verið samin fyrir bókina, samkvæmt beiðni. Nokkur lög sem hafa verið samin fyrir Sálmafoss í Hallgríms-kirkju. Sum lögin eru skemmtilega nýstárleg. Það koma einnig lög sem hafa verið notuð við útfarir eins og Kveðja eftir Bubba, það er bara mjög fal-legur sálmur í raun og veru. Það er ýmislegt nýtt sem kemur og ég held að allir finni eitthvað fyrir sig, einhverjir sakna einhvers sem þeir hafa verið að nota, sérstaklega þeir sem ekki hafa verið að nota nýrri partinn af ’97 bókinni eða 2013 bókina sem var hugsuð sem prufuhefti til að vinsa úr þegar nýja bókin kæmi. Það er margt sem fer áfram úr henni en ýmislegt sem dettur út og ýmislegt sem er tekið úr gömlu bókunum sem menn hafa saknað. Þá er verið að hugsa jafnvel um guðspjallstextana.

Það vantar í dag töluvert mikið af sálmum út frá mörgum guðspjallstextum og verið er að reyna að bæta úr því. Messuformið verður áfram fremst, það er stefnt að því eins og það hefur verið. Uppröðunin verður sú sama og í 2013 bókinni, Þjóðsöngurinn númer 1 og svo aðventan og aftur úr. Síðan kemur guðsþjónustan þar á eftir og svo trúarlífið sem er sitt lítið af hverju. Það verða nýir jólasálmar, nýir útfararsálmar, nýir brúðkaupssálmar og margt fjölbreytt, nýtt efni. Eiginlega ekki hægt að segja endanlega fyrr en endahnúturinn er kominn. Ein-hverjir textar hafa verið að detta út eða inn. Og sálmarnir verða nokkuð margir, um 792.“

Hvað finnst þér einkenna vel heppnaða sálma-bók? „Ef sálmarnir eru til lestrar verður hún að vera læsileg og þannig að textinn renni vel áfram,

hann sé skýr og fólk skynji hann. Og að fólk skilji textann eða alla vega að það séu skýringar eins og Danir gera, þeir eru með skýringar neðst á blað-síðunni ef það eru skrítin orð. Svo þarf að vera lag sem er hægt að syngja, það má vera erfitt en fallegt og láta vel í eyrum við nánari kynni, sum lög eru einföld og grípandi við fyrstu kynni en eldast mjög fljótt og illa. Við eigum allt of mikið af sálmum þar sem textinn passar ekki við lagið þó að hann sé saminn við ákveðið lag. Ef við tökum til dæmis Heims um ból, margir ná ekki að tengja á milli tveggja síðustu línanna, halda að þetta sé einhver djöfull sem liggur í myrkinu en átta sig ekki á að það er mannkynið sem liggur meinvillt í myrkrinu. Það kemur alltaf einhver pása þarna á milli þegar verið er að syngja sálminn, það taka allir því eins og maður sé að byrja á nýrri setningu. Þetta þyrfti að forðast en maður breytir ekki Heims um ból. Ef stuðlar og höfuðstafir eru réttir er gott að lesa textann, þá skýrist hann oft betur. Ég held að það sé nauðsynlegt. Áherslurnar í textanum þurfa að passa við áherslurnar í laginu. Ef lagið og textinn passa ekki saman, þá tekur maður bara kollhnís, það er bara svoleiðis.“

Áttu þér uppáhaldssálm? „Nei, ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra, mér finnst bara að það eigi að nota þá flesta, ekki bara einhverja 10–15 sálma aftur og aftur. Mér finnst það einnig vanta í kennsluna hjá prestum og organistum að læra sálmabókina, læra á hana og vinna með hana, vita hvað er í henni og hvernig á að leita að sálmum fyrir messuna. Það vantar atriða- eða orðaskrá eða bók sem er bara með atriðaskrá þannig að ef þú ert að leita að einhverju hugtaki í textum dagsins geturðu farið í þessa bók og séð í hvaða sálmum þetta er að finna og í hvaða versi. Til dæmis eftir prédikun, það þarf ekki að syngja heilan sálm, kórinn getur sungið ákveðin vers sem passa við það sem presturinn var að tala um, tengja þetta saman. Þetta getur bara verið kórsöngur. Það eru ekki alltaf bestu sálmarnir sem eru langir, stuttir hnitmiðaðir sálmar eru stundum bestu sálmarnir. Þetta er eins og með ræðurnar, og ræður yfirleitt, langar ræður eru ekki alltaf bestar. Lögin, þau þurfa að vera aðgengileg. Það er allt í lagi að þau séu strembin. Og það þurfa ekki alltaf að vera kórar. Í Svíþjóð eru ekki alltaf

12 K IRK JURITI Ð

kórar heldur almennur söngur, söfnuðurinn vildi líka fá að syngja flókna sálma, það vildi ekki bara syngja einföldu lögin aftur og aftur. Við þurfum að koma á hefð fyrir almennum safnaðarsöng hérna, mér finnst alveg óþarfi að vera alltaf með kór. Þegar kórarnir koma eiga þeir að koma vel undirbúnir með eitthvert grand stykki, ekki bara syngja sálma í fjórum röddum, heldur leiða safnaðarsönginn en syngja líka eitthvað krefjandi. Tökum sem dæmi Hofteig, Eiríksstaði og Möðrudal, í þessum kirkjum

eru engir kórar en kirkjan ómar af söng, eins og kirkjan sé full af stórum kór, það er enginn sem leiðir nema organistinn og kannski presturinn. Þetta er ekkert mál, bara gera það. Þetta er hræðsla að gera það ekki. Í Hjallakirkju var mikill almennur söngur, flottur kórsöngur en líka safnaðarsöngur. Maður heyrði stundum safnaðarsönginn kröftugan fyrir aftan sig, það var ægilega gaman. Þetta er hægt, það þarf bara einhver að byrja. Sumir vilja koma og hlusta bara á það sem fram fer og það er allt í lagi, sumir vilja fá að syngja með og aðrir sem vilja bland.“

Finnst þér erfitt að fá fólk til að taka þátt í kóra-starfi? „Ég hef aldrei átt erfitt með það, fólk vill syngja. Íslendingar eru söngglaðir og þeir vilja

syngja í röddum, það er bara okkar eðli og það á ekkert að vera að brjóta það niður. Kórar eru metnaðarfullir. Fólk er áhugasamt um nýjungar í sálmasöng, ef maður byrjar að kynna það fyrir því, þá hefur fólk gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Það er ekkert mál að kenna fólki nýjan einraddaðan sálm á einni æfingu ef þarf. Það þarf að leyfa fólki að takast á við nýjungar, æfa nýtt. Allt í lagi að vera með flóknari tónverk í messusvörum, miskunnar-bæn og dýrðarsöng. Mér finnst vanta meira slíkt, að vera ekki alltaf að syngja sömu miskunnarbænina. Við megum horfa meira til nágrannaþjóðanna hvað þetta varðar, þar er verið að syngja stuttar messur eftir Mozart, Schubert, Haydn, inni í messunum, miskunnarbæn og dýrðarsöng. Í Þýskalandi voru menn með credo-kaflann undir útdeilingu eða sem eftirspil, af því hann var of langur til að vera á sínum stað en passaði inn í útdeilinguna eða í lokin. Mér finnst vanta meira svona öðruvísi til hátíðabrigða. Í nýju bókinni koma margar miskunnarbænir og dýðarsöngvar, Heilagur og Guðs lamb, svo þar er hægt að breyta mikið til og jafnvel eftir tíma kirkjuársins þar sem er messað oft. Ég kynntist því í Þýskalandi og Svíþjóð að þeir eru með miklu meira úrval af guðsþjónustum, við erum alltaf með hámessu eða hámessuguðsþjónustu en þær eru alltaf eins. Það er alveg óþarfi að vera alltaf með hámessuformið, það vantar fleiri messuform. Og að vera að messa á kvöldin með hámessu finnst mér óþarfi, þá á að vera með eitthvað einfalt og huggu-legt. Það má alveg vera með einhvern breytileika.“

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? „Kannski það helst að við þurfum að vera dugleg að standa vörð um menningararfinn okkar frá fyrri kynslóðum. Það er nauðsynlegt að fá nýtt en það er ekki nauð-synlegt að kasta burt því sem fyrir er bara af því að það er „gamalt“. Sumt gamalt eldist nefnilega mjög vel og sumt nýtt eldist mjög illa og allt þar á milli. Okkur ber skylda til að koma góðum arfi óskemmdum til komandi kynslóða.“

„Við þurfum að koma á hefð fyrir almennum safnaðarsöng hérna, mér finnst alveg óþarfi að vera alltaf með kór. Þegar kórarnir koma eiga þeir að koma vel undirbúnir með eitthvert grand stykki, ekki bara syngja sálma í fjórum röddum.“

K IRK JURITI Ð 13

C C F em C C C C FSkapa í mér hreint hjarta, ó Guð, em C Cog veit mér nýjan, stöðugan anda.Es dm C CVarpa mér ekki burt frá augliti þínu Es dm C Cog tak ekki þinn heilaga anda frá mér.F F GVeit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis G C Cog styð mig með fúsleiks anda, F em Fað ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína G G C Cog syndarar megi hverfa aftur til þín.

SólóC F/em C F/em F F em em C C

F F GFrelsa mig frá dauðans háska,G C CGuð hjálpræðis míns, F em C Clát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu.F FDrottinn, opna varir mínar, G G G C Csvo að munnur minn kunngjöri lof þitt.C F GGuði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi,C F Gsundurmarið og sundurkramið hjartaF G Cmunt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.x 2

SólóC F/em C F/em F F em em F F G G

Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi,sundurmarið og sundurkramið hjartamunt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta . x 3

Textinn er fenginn úr Úrvali úr Davíðssálmum eftir Sigurbjörn Einarsson.

Davíð 51BENEDIKT H. HERMANNSSON

14 K IRK JURITI Ð

Hvar lífs um veg þú farinn fer,þú finnur ávallt marga,er eigi megna sjálfum sérúr sinni neyð að bjarga.Þótt fram hjá gangi fjöldi manns,þú fram hjá skalt ei ganga,lát þig langaað mýkja meinin hans,er mæðu líður stranga.

Hvar sem þú einhvern auman sér,hann aðstoð máttu’ ei svipta.Hvort sem hann vin eða’ óvin er,það engu lát þig skipta.Þið eruð báðir börnin hans,er báða skapað hefurvernd og vefur,og limir lausnarans,er líf hann báðum gefur.

Þú getur sífellt alveg einsí ólán ratað líka,þér getur orðið margt til meins,að miskunn þurfir slíka.Vilt þú þá ei, að aðrir mennþví úr að bæta reynimæðu meini?Þeir fara fram hjá enn,þó flýr ei burt sá eini.

Sá eini’, er hvergi fram hjá fer,er frelsarinn vor blíði.Hvert mein hann veit, hvert sár hann sér,er svellur lífs í stríði.Hann sjálfur bindur sárin öllog særðum heimför greiðir,eymdum eyðir,og loks í himnahölltil herbergis oss leiðir.

Sb. 1886 — Valdimar Briem

Hvar lífs um veg þú farinn fer

K IRK JURITI Ð 15

G G G©º7 A‹7

D7 A‹7 D7 G

G7 C A7¸Û A7 D E‹7 A7

D Bº7 C C©º7 G/D D7 G

44

Hvar

190a

lífs um veg þú far inn fer þú finn ur á vallt marg a er

Hvar lífs um veg

eig i megn a sjálf um sér úr sinn i neyð að bjarg a. Þótt

fram hjá gang i fjöld i manns, þú fram hjá skalt ei gang a, lát þig

lang a að mýkj a mein in hans er mæð u líð ur strang a.

Bm G/B Bm6 Bm7 Em7 A/C© D F©

Bm Bm/A# Bm/A Bm/G© G‹ƒ‰7 F¸Û F©7 Em Bm

E A/E E B‹ G7/B C© C©/E© F© C©‹7(b5) F©

Bm Bm/A# Bm/A Bm/G© Gmaj7 F¸Û F©7 Em B‹

44

Hvar

190b

lífs um veg þú far inn fer, þú finn ur á vallt marg a, er

Hvar lífs um veg þú farinn fer

eig i megn a sjálf um sér úr sinn i neyð að bjarg a. Þótt

fram hjá gang i fjöld i manns þú fram hjá skalt ei gang a, lát þig lang a

að mýkj a mein in hans, er mæð u líð ur strang a.

Lag Þorvaldar Halldórssonar

Lag Aðalheiðar Þorsteinsdóttur

16 K IRK JURITI Ð

MARGRÉT BÓASDÓTTIR

Kórútsetning sálmsins „Á föstudaginn langa“

Sálmur Davíðs Stefánssonar frá Fagra-skógi, Ég kveiki á kvertum mínum, við lag Guðrúnar Böð varsdóttur (1902–1936) er þeim sem til þekkja hjartfólg inn, því lag og ljóð mynda listræna og trúarlega heild. Kirkjukórar hafa sungið sálminn í gegnum áratugina og útsetningin fyrir fjórar raddir er hinn þekkti búningur sálmsins.

Það var þó fyrst á síðasta ári sem vitn-að ist hver gerði þessa góðu útsetn ingu á sálmi Guðrúnar. Jón Ásgeirsson tón skáld (f. 1918) segir svo frá að mæður þeirra Guðrúnar hafi verið góðar vinkonur. Þegar Jón var í tónfræðinámi hjá Victor Urbancic 17–18 ára gamall, hittust þær

vinkonurnar og móðir Guðrúnar spurði hvort móðir Jóns vildi nefna það við son sinn að útsetja tvö lög dóttur hennar.

Það var auðsótt og Jón sýndi kennar-an um út setningarnar. „Urbancic var ekki vanur að segja mikið og eftir að hafa spilað fyrri útsetninguna sagði hann ekk-ert, en spilaði gegnum hina. Síðan leit hann á mig og sagði: Þetta er bara gott hjá þér. Hann hafði verið að kenna okkur um útsetningar J.S. Bach á sálmalögum og ég tók mið af því,“ sagði Jón í samtali við undirritaða um þetta nýuppgötvaða höfundarverk sem hann af hógværð sinni hafði ekki látið vita af fyrr.

Sagan á bak við sálminn

Kór guðfræðinema 1. desember 2008. © ÞJÓÐKIRKJAN

K IRK JURITI Ð 17

KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON

Um jólasálm Marteins Lúthers „Af himnum ofan boðskap ber“

Jólasálm Lúthers, Vom Himmel hoch, da komm ich her, þekkjum við best í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Af himnum ofan boðskap ber. Hann er 10 vers í þýðingu Helga en er 15 vers í upphaflegri gerð. Sálmurinn endursegir frá sögn jólaguð-spjallsins í Lúkasarguðspjalli.

Nokkrar frásagnir tengjast tilurð sálms ins og eru sumar þeirra mjög í stíl helgisagna. Hvernig hin raunverulega saga er veit enginn. Engu að síður er gaman að hugleiða það sem kynslóðirnar hafa sagt um þennan sálm og tilurð hans.

Vitað er með vissu að Lúther samdi sálminn árið 1535 en lagið sem hann samdi við sálminn og mest er notað birt ist ekki fyrr en fjórum árum síðar, árið 1539.

Þau Katarína frá Bora og Marteinn Lúther gengu í hjónaband 13. júní 1525. Þau eignuðust sex börn á níu árum 1526–1534. Jóhannes var elstur, fæddur 1526. Elísabet fæddist 1527 en lifði aðeins eitt ár. Magðalena fæddist 1529 og dó þrettán ára 1542. Marteinn fæddist 1531. Páll fæddist 1533 og viku fyrir jól 1534 fædd-ist yngsta barnið Margrét.

Helgisögnin segir að Marteinn hafi samið sálm inn það ár. Miðað við þá hefð að konur skyldu „liggja á sæng“ tiltekinn tíma og enn var regla hér á landi alveg fram undir nútímann, er ekki líklegt að Katarína hafi stigið af sænginni fyrr en um það bil sem jólin gengu í garð. Þess

vegna er það ekki fráleitt í sjálfu sér að Katarína hafi vitjað Marteins í vinnu-stofu hans á aðfangadag og sagt við hann að ef hún ætti að sjá um hátíðarmatinn þá yrði hann að passa nýfædda barnið. En þessi samskipti þeirra hjóna eru lykillinn að helgisögninni. Sú saga segir að Mar-teinn Lúther hafi ekki tekið þessu vel, vegna þess að hann var í miðjum klíðum að semja predikun fyrir jóladaginn. Þó að það standist ef til vill ekki raunveru-leikann, og sálmurinn hafi ekki orðið til fyrr en ári síðar, þá er sá hluti sögunnar sem er lykilstef hennar harla góður. Þar segir að Marteinn Lúther hafi farið með ólund yfir í barnaherbergið og sest við að rugga barninu Margréti í svefn. En við það hafi hann orðið svo heillaður af sam-spili predikunar sinnar sem hann var að semja og því hlutverki að vagga barni í svefn að þá hafi hann ort sálminn í þeim tilgangi að börnin hans gætu sungið með honum auðskiljanlega útleggingu á jólaguðspjallinu. Því Lúther var ekki aðeins gott sálmaskáld heldur mjög lið-tækur lútuleikari.

Við samningu sálmsins var hann með í huga alþekkt lag sem trúbadúrar þess tíma sungu gjarn an á götum og torgum. En nokkrum árum síðar þótti honum það lag ekki henta boðskapnum og samdi það lag sem gjörvöll lúthersk kristni syngur síðan þá.

18 K IRK JURITI Ð

Í þessari grein verður fjallað um styrkveitingar einka aðila til kirkjulegrar starfsemi, nefnd dæmi um slíka styrki og litið til reynslu menn-

ingar- og íþrótta lífsins. Þó að margt megi finna já-kvætt við styrk veitingar einkageirans verður hér ekki síður litið til siðferðilegra álitamála sem upp kunna að koma í þessu sambandi.

Ljóst er að styrkveitingar frá einkafyrirtækjum til ótengdrar starfsemi geta verið vandmeðfarnar. Það gildir vissulega um fjárstuðning við annað lista-, æskulýðs- og góðgerðastarf, en ekki er fjarri lagi að við sem gegnum ábyrgðarstörfum innan kirkju Krists ættum að gera sérstakar kröfur til okkar sjálfra þegar kemur að hvers konar viðtöku, vörslu og meðferð fjármuna.1 Æskilegt kann að vera, að Þjóðkirkjan móti sér ákveðnari stefnu og viðmiðunarreglur í málaflokknum en verið hefur. Ákvarðanir um að leitast eftir og/eða þiggja styrki frá einkafyrirtækjum ættu að vera meðvituð tilraun til að efla bakland starfseminnar og vekja jákvæða athygli á henni.

Segja má að bakgrunnur greinarinnar sé sá rekstrarvandi sem margir söfnuðir Þjóðkirkjunnar glíma við þessi misserin og/eða uppsafnaða við-

1 Í Siðareglum vígðra þjóna og annars starfsfólks Þjóðkirkj-unnar, sem samþykktar voru á Kirkjuþingi 2009 og síðast breytt á Kirkjuþingi 2018, segir aðeins um málaf lokk-inn, að starfsfólk og vígðir þjónar skuli: „Sýna ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna.“ Sjá vef Þjóðkirkj-unnar: kirkjan.is/library/Files/Adrar-heimildir/Siðareglur %20vígðra%20þjóna%20og%20annars%20starfsfólks% 20kirkjunnar.pdf.

haldsþörf sem þeim reynist erfitt að standa straum af. Ástæður þessa eru einkum skerðing sóknar-gjalda og fækkun meðlima Þjóðkirkjunnar. Eðli-legt er því að horfa til fleiri þátta til að fjármagna safnaðarstarfið. Mjög lítil hefð er fyrir beinum peninga gjöfum einstaklinga til safnaðarstarfs Þjóð-kirkjunnar, svo sem með samskotum við almennar guðsþjónustur í Þjóðkirkjunni. Nokkrir söfnuðir hafa þó gengið á undan með góðu fordæmi í því efni og full ástæða fyrir aðra til að skoða þá mögu-leika frekar með opnum huga. Þá eru ýmis dæmi um að einstök verkefni á vegum kirkjunnar, t.d. tengd æskulýðs- eða menningarstarfi, hafi getað sótt styrki í opinbera sjóði, eða jafnvel í sjóði einka-fyrirtækja, eins og á eftir verður tæpt á.

Auramál í spéspegliÍ gamanþættinum Þær tvær, sem sýndur var á Stöð tvö fyrir fáeinum árum, mátti sjá bráðfyndinn skets þar sem Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og annar handritshöfunda þáttanna, kom fram í hlutverki prests, sem farið hafði nýjar leiðir í starfi og leitað til fyrirtækja um kostun helgihaldsins. Klerkur þessi stóð t.d. fyrir tattúmessu í boði Reykjavík Ink, bar fram blóð Krists í boði skemmtistaðarins B5 og upp-hafsbæn messunnar í þessari nýstárlegu „kirkju“ hófst á orðunum: „Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að heyra … með heyrnartækjunum frá Heyrnartækni …“ Sýnt var viðtal við ánægðan safnaðarmeðlim sem lýsti því fjálglega að hún hefði nú fyrir löngu sagt sig úr Þjóðkirkjunni þar sem hún „vildi ekki vera að styrkja eitthvað rugl“ en

Er sama hvaðan gott kemur?ÞORGEIR ARASON

PRESTSÞJÓNUSTAN OG SAMFÉLAGIÐ

Nokkrir þankar um fjármögnun kirkjustarfs

K IRK JURITI Ð 19

þessi kirkja væri auðvitað frábær því að þar væri „fullt af fríu stöffi!“

Í samtímanum eru það oftar en ekki háðfugl-arnir sem gegna nokkurs konar spámannlegu hlutverki, með því að stinga á kýlum og bregða spéspegli að því sem betur mætti fara í samfélag-inu. Nú kann auðvitað vel að vera að handritshöf-undar Þeirra tveggja, Vala Kristín og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, hafi ekki ætlað sér neina ádeilu, heldur einfaldlega súrrealískan húmor. Engu að síður má túlka þetta gamanatriði á ýmsa vegu. Við kirkjunnar fólk gætum þannig tekið til okkar tiltekna ádeilu, þ.e. að við séum mörkuð af efnis-

hyggju og eftirsókn eftir vindi í stað þess að lifa eftir boðskap öreigans frá Nasaret sem gagnrýndi og jafnvel hæddist að þeim sem lögðu traust sitt á veraldlegar eigur sínar og/eða nýttu þær ekki til að koma náunga í neyð til hjálpar. Þessi áhersla er hvað sýnilegust í Lúkasarguðspjalli (dæmi: Lúk 12.13–31, 16.1–13 og 19–31).2

Annar möguleiki til að túlka þennan grínskets er hins vegar sá, að broddurinn beinist almennt að vaxandi ítökum stórfyrirtækja, sem í krafti fjár muna sinna seilast inn á æ fleiri svið í hvers-dagslífinu og leitast við að koma vörumerkjunum sínum sem víðast. Hér er átt við svokallaða kostun (e. sponsor ship). Á íslensku hefur sponsor gjarnan verið þýtt með því að tala um styrktaraðila (við-burðarins, sjónvarpsþáttarins o.s.frv.), bakhjarl eða jafnvel samstarfsaðila. Í vefútgáfu Oxford-orða-

2 Gamla testamentið geymir vitaskuld einnig mörg dæmi um texta þar sem auður er litinn neikvæðum augum, t.d. Okv 28.6, 11.

„Við kirkjunnar fólk gætum þannig tekið til okkar tiltekna ádeilu, þ.e. að við séum mörkuð af efnishyggju og eftirsókn eftir vindi í stað þess að lifa eftir boðskap öreigans frá Nasaret.“

20 K IRK JURITI Ð

bókarinnar er fyrsta skilgreining enska orðsins sponsor svohljóðandi:

Einstaklingur eða samtök sem greiða fyrir eða taka þátt í kostnaði við íþrótta- eða menningar-viðburð, í skiptum fyrir auglýsingar.3

Kostun er ekki ný af nálinni í alþjóðlegu samhengi, t.d. hefur Coca-Cola verið styrktaraðili Ólympíu-

3 „A person or organization that pays for or contributes to the costs involved in staging a sporting or artistic event in return for advertising.“ Slóð: www.lexico.com/en/definition /sponsor.

leikanna allt frá árinu 1928. Hér á landi hefur kostun færst mjög í vöxt á undanförnum árum, t.d. innan íþróttahreyfingarinnar.

Litið til boltansKnattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heimi. Börnin mín hafa gaman af að sparka í bolta, eins og svo mörg önnur börn. En boltinn er líka fyrir löngu orðin verðmæt söluvara. Það gildir einnig hér á Ís-landi, þegar kemur að markaðssetningu til barna og foreldra þeirra. Áður en dóttir mín var orðin átta ára hafði hún keppt á fótboltamótum sem bera nöfn fjarskiptafyrirtækis, stóriðjuvers, verktaka-fyrirtækis og matsölustaðar. Ef krakkarnir mínir halda áfram í boltanum munu tryggingafélög, olíu-félög og ýmsir fleiri fjársterkir aðilar líklega bætast á næstu árum í hóp þeirra fyrirtækja, sem verða á vörum ungu keppendanna og foreldra þeirra. At-hygli vakti á nýlegu móti hjá dóttur minni þegar fótboltastúlkurnar, 6–7 ára gamlar, áttu að stilla sér upp við liðsmyndatöku eins og þær væru með far-síma í hönd að taka sjálfsmynd. Tilefnið reyndist,

„Áður en dóttir mín var orðin átta ára hafði hún keppt á fótboltamótum sem bera nöfn fjarskiptafyrirtækis, stóriðjuvers, verktakafyrirtækis og matsölustaðar.“

© SHUTTERSTOCK

K IRK JURITI Ð 21

að aðalstyrktaraðili mótsins var símafyrirtæki. — Til að börnin geti mætt á knattspyrnumótin (frá fimm ára aldri) er einnig gert ráð fyrir að foreldrar kaupi fyrir þau keppnisbúninga, sem vitaskuld eru kyrfilega merktir styrktaraðilum íþróttafélagsins.

Rökin fyrir slíkum auglýsingum eru í sjálfu sér mjög einföld, þ.e. móts- og búningagjöld barnanna yrðu einfaldlega enn þyngri byrði fyrir foreldra ef styrktaraðilanna nyti ekki við. Að sama skapi má velta því upp hvort hér séu ekki á ferðinni aug-lýsingar, sem beinist sérstaklega að börnum.

Ekki má gleyma að meistaraflokkar íslenskra knattspyrnuliða eru löngu hættir að keppa í „úr-valsdeild“ eða „fyrstu deild,“ heldur bera deildirnar nöfn þeirra fyrirtækja sem styrkja starfsemina. Sem vænta má er slíkur stuðningur vel ígrundaður með hliðsjón af viðskiptahagsmunum viðkomandi fyrirtækja. Nokkrar nýlegar, íslenskar rannsóknir, unnar af nemum í viðskiptafræði við HÍ og HR, benda allar til þess að fyrirtæki nái þeim mark-miðum sem þau setja sér með því að taka þátt í kostun áberandi íþróttaviðburða á borð við efstu deildir karla og kvenna í knattspyrnu. Má þar nefna að „auka meðvitund neytenda um vörumerki sín og þar með markaðshlutdeild sína“ og enn fremur að „stimpla inn nafni deildarinnar og þar af leiðandi auka tengingu við knattspyrnuna og auka vitund neytenda.“4 Sömu rannsóknir benda til að neyt-endur séu almennt jákvæðir gagnvart kostunar-starfsemi í íþróttum og telur stærstur hluti svarenda í einni viðhorfskönnun jafnvel „fyrirtæki gera góð-verk stundi það kostunarstarfsemi í íþróttum“.5

Hér er ekki ætlunin að fella neina dóma um kostun íþróttaviðburða. Slík starfsemi krefst fjárút-láta og auðvelt að færa rök fyrir að leitað sé leiða til að minnka kostnað iðkenda, foreldra, áhorfenda eða félaganna sjálfa, og auka þar með aðgengi að viðkomandi viðburði eða íþróttagrein. Sömu rök gætu því að breyttu breytanda átt við, ef kirkjan stæði í auknum mæli frammi fyrir því að leita eftir kostun á safnaðarstarfi, þ.e. að hér væri aðeins

4 Hafþór Atli Rúnarsson, 2010: Markmið fyrirtækja með kostun. Hver er árangurinn? (óprentuð BS-ritgerð við við-skiptafræðideild Háskóla Íslands), bls. 29.

5 Sama heimild, bls. 35.

verið að bjarga málum svo að fleiri gætu nýtt sér starfsemina án tillits til efnahags.

Hvað með kirkjuna?En kemur þetta nokkuð kirkjunni við? Sinna ekki Þjóðkirkjusöfnuðir sínu mikilvæga starfi óháð fjár-framlögum frá einkafyrirtækjum? Jú, í langflestum tilfellum er það eflaust svo, í það minnsta enn sem

komið er. Og á hinn bóginn má líka vafalítið segja um fjölmörg fyrirtæki, að þau sjái alls enga við-skiptahagsmuni við að tengja nafn sitt kirkjustarfi — jafnvel þvert á móti, gæti einhver sagt, enda er okkur kirkjufólki tíðrætt þessi misserin um and-streymi samtímans við trú og kirkju. Engu að síður má, ef að er gáð, finna ýmis dæmi á seinni árum um aðkomu einkageirans að kirkjulegum verkefnum.

Best er þá að greinarhöfundur líti sér nær. Í starfi mínu sem sóknarprestur og áður héraðsprest ur á Austurlandi hef ég á undanförnum ár um kynnst og jafnvel haft milligöngu um ýmiss konar styrktar-tengsl kirkjulegrar starfsemi við einkageirann. Stærsta fyrirtækið í fjórðungnum, stóriðju verið Alcoa-Fjarðaál, hefur þannig styrkt Far skóla leið toga efna Þjóðkirkjunnar á Austurlandi og við halds verkefni í Kirkjumiðstöðinni við Eiða-vatn í tengslum við sjálfboðavinnudag starfsfólks álversins. Ýmis fyrirtæki á svæðinu hafa lagt fé í kirkjulegt tónlistarlíf í prestakalli mínu, t.d. orgelhreinsunarsjóð Egilsstaðakirkju og í tón-leikahald Kammerkórs kirkjunnar. Jóla-hjálpar-sjóðurinn á svæðinu, sem kirkjan stendur að í samstarfi við Rauða krossinn og fleiri frjáls félaga-samtök hér eystra, er m.a. háður framlögum stór-verslanakeðja og annarra fyrirtækja, til að geta úthlutað inneignarkortum í sömu verslunum til

„Ekki má gleyma að kjarnastarfsemi kirkjunnar er eftir sem áður borin uppi af sóknargjaldafyrirkomulaginu og kirkjujarðasamkomulaginu.“

22 K IRK JURITI Ð

nauðstaddra. Kynningarbæklingur sumarbúða-starfsins við Eiðavatn er árlega fjármagnaður með styrktarlínum nokkurra fyrirtækja og átti undir-ritaður á sínum tíma frumkvæði að því að það fyrir-komulag komst á. Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi hefur gjarnan selt happdrættismiða til styrktar för unglinganna á Landsmót ÆSKÞ, og við prestarnir höfum tekið virkan þátt í að „herja á“ fyrirtækin í okkar sóknum um að gefa æsku-lýðsstarfinu vinninga.

Fleiri dæmi í sama dúr má nefna, og varla erum við Austfirðingar einir í heiminum um að nýta slíkar aðferðir sem hluta af okkar fjármögnun.

Þessir fjármunir hafa verið vel þegnir og skipt talsverðu máli til að kirkjan geti sinnt hlutverki sínu í menningar-, barna- og æskulýðsstarfi, að ógleymdri kærleiksþjónustunni. Við höfum líka verið stolt af að geta boðið einkafyrirtækjum að leggjast á árarnar og taka þátt í þessu dýrmæta starfi með okkur. Við viljum enn fremur að kirkjan sé hluti af sínu samfélagi og eigi í virku samstarfi og samtali við atvinnulífið á svæðinu. Það er líka hvetjandi fyrir okkur sem stöndum í stafni kirkju-starfsins að finna meðbyr og jákvæðni þegar leitað er eftir stuðningi við starfið. Enn fremur má líta á öflun styrktarfjár sem lið í því að vekja athygli fleira fólks á starfsemi kirkjunnar. Því til viðbótar má nefna að markmið fyrirtækja með slíkum styrk-veitingum geta í sjálfu sér verið göfug og vaxandi hreyfing er í þjóðfélaginu um aukna samfélags-ábyrgð fyrirtækja.6 Því má segja að jákvæðar hliðar

6 Festa — miðstöð um samfélagsábyrgð var stofnuð árið 2011 og eiga nú yfir 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög aðild að miðstöðinni. Markmið Festu er að „íslensk fyrirtæki og stofnanir séu samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni“ (sjá vefsíðuna: samfelagsabyrgd.is/festa/).

þessara styrkveitinga séu ýmsar til viðbótar við þær augljósu. Ekki má gleyma að kjarnastarfsemi kirkjunnar er eftir sem áður borin uppi af sóknar-gjaldafyrirkomulaginu og kirkjujarðasamkomu-laginu.

Ferns konar vandiÁ sama tíma þurfum við, sem störfum innan kirkj-unnar, að gera okkur grein fyrir hve vandmeðfarin þessi mál geta verið. Til einföldunar mætti hugsa sér að siðferðilegur vandi þess að þiggja styrki frá fyrirtækjum væri einkum ferns konar: a) auglýs-ingavandinn, b) aðgætni í tengslum við börn, c) valdið sem fylgir peningum og d) tengsl við grun um siðferðilega ranga háttsemi. Hugum nú nánar að hverjum þessara þátta.

a) Í fyrsta lagi liggur vandinn vitaskuld í því, að kirkjulegur aðili þiggi styrktarfé frá fyrirtæki án þess að vilja (eða geta) launa greiðann með beinum eða óbeinum auglýsingum. Hér geta dæmin að ofan úr heimi íþróttanna reynst okkur hjálpleg. Þrátt fyrir aukna meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er eðlilegt að markmið þeirra með styrkveitingum sé að bæta ímynd sína meðal almennings eða ein-faldlega að „auka meðvitund neytenda um vöru-merki sín og þar með markaðshlutdeild sína“ eins og fram kom hér á undan varðandi knattspyrnuna. Ef kirkjunni er alvara við að boða Krist Fjallræðunnar getur hún ekki „þjónað Guði og mammón“ (Matt 6.24) og verður því að fara sér afar varlega við að vekja athygli á hagnaðardrifnum rekstri.

b) Í annan stað ber sérstaklega að nefna að þörf er á aðgætni þegar kemur að hvers konar tengslum við barna- og æskulýðsstarf. Hér að ofan var því velt upp, hvort markaðssetning, sem beindist að börnum, kynni að vera orðinn viðtekinn þáttur í íslensku íþróttastarfi í samtímanum. Jafnvel innan opinbera skólakerfisins kunna að leynast slík dæmi. Sá sem hér ritar hefur áður nefnt dæmi í Morgunblaðsgrein um tiltekinn upplestur barna-bókahöfundar á skólatíma, sem virtist ekki aðeins menningarviðburður heldur líka auglýsing um söluvöru, í því tilfelli beint að börnum niður að sex ára aldri.7

Í boðun sinni lyftir Kristur barninu sérstak-

7 Þorgeir Arason: „Skólinn og jólin.“ Morgunblaðið, 30. nóv. 2018.

„Siðferðilegur vandi þess að þiggja styrki frá fyrirtækjum er einkum ferns konar: auglýsingavandinn, aðgætni í tengslum við börn, valdið sem fylgir peningum og tengsl við grun um siðferðilega ranga háttsemi.“

K IRK JURITI Ð 23

lega að ljósi, vekur athygli á aðgæslu við barnið og gerir það jafnvel að fyrirmynd trúaðra (Matt 18.1–5, sbr. Mrk 9.37 og víðar) en varar jafnframt alvarlega við því að tæla smælingjana til falls (Matt 18.6–9 og víðar). Í samræmi við þennan boðskap tók Þjóðkirkjan á árinu 2005 þátt í að ýta úr vör verkefninu „Verndum bernskuna“ í samstarfi við forsætisráðuneytið, Velferðarsjóð barna, umboðs-mann barna og samtökin Heimili og skóla. Gefinn var út bæklingur með hollráðum til uppalenda þar sem m.a. mátti finna heilræðin „Leyfum barninu að vera barn,“ og „Hlífum barninu við ónauðsyn-legu áreiti“. Allt leggur þetta þá kröfu á kirkjuna að synda gegn þeim tímans straumi sem hugsan-lega gerir barnið að skotspæni markaðssetningar.

Minna má á að lögum samkvæmt telst einstakling-ur barn til 18 ára aldurs.

c) Í þriðja lagi fer ekki hjá því að peningum getur alltaf fylgt vald. „Æ sér g jöf til g jalda.“ Sá eða sú sem leggur öðrum til fé, sérstaklega í stórum stíl, kann að telja mótaðilann skuldbundinn sér, að hann eða hún eigi inni einhvers konar fylgispekt, eða í það minnsta að þiggjandinn ætti að hika við að setja fram gagnrýni á höndina sem reiðir fram seðlabúntið. Í þessu sambandi fer ekki hjá því að hugsað sé um predikunarstólinn og nauðsyn þess að presturinn sé þar fullkomlega óháður öðrum en Kristi og fagnaðarerindinu. Við hverja prestsvígslu eru jú sungin orð Hallgríms Péturssonar: „Jesús vill að þín kenning klár / kröftug sé, hrein og opin-skár,/ lík hvellum lúðurshljómi./ Launsmjaðran öll og hræsnin hál/ hindrar Guðs dýrð, en villir sál,/ straffast með ströngum dómi“.8

Í umfjöllun sinni um birtingarmyndir þakklætis í vestrænu samfélagi færir bandaríski trúarbragða-fræðingurinn Diana Butler Bass rök fyrir því að

8 Passíusálmur 10.12. Sálmabók íslensku kirkjunnar 266.3. Skálholtsútgáfan, Reykjavík, 1997.

© UPI / BARCROFT MEDIA

Dæmi um „þvingað þakklæti“ í samtímanum getur verið samspil trúarhópa og stjórnmála í Bandaríkjunum.

„Sá eða sú sem leggur öðrum til fé, sérstaklega í stórum stíl, kann að telja mótaðilann skuldbundinn sér, að hann eða hún eigi inni einhvers konar fylgispekt.“

24 K IRK JURITI Ð

e.k. „endurgjaldskerfi“ Rómaveldis til forna hafi enn mikil áhrif í nútímanum. Efst á rómverska valdapýramídanum tróndi vitaskuld keisarinn, „fyrirmynd gjafmildi, réttlæti, forsjár og almennrar velferðar“9 í rómverska ríkinu. Samkvæmt þessari innbyggðu hugmyndafræði streymdu gæðin frá keisaranum niður stéttaröðina, til aðalsmanna, her-

manna, borgarastéttarinnar, kaupmanna, bænda, útlendinga, sigraðra þjóða og loks þræla. Hinir betur stæðu í kerfinu gátu svo lýst sem endurskin af gæsku keisarans, með því að vera velgjörðarmenn (patrónar) einhverra sem fyrir neðan þá stóðu í kerfinu. Vandinn var bara sá, að því neðar sem komið var í samfélagsstiganum, því minna var til skiptanna af gæðum og velgjörðum, en því meira var hins vegar krafist af „þakklæti“ hinna neðar settu, í formi hvers konar skatta, gjalda og kvaða-vinnu.10 — Sem athyglisvert dæmi um þvingað þakklæti af sama meiði í samtímanum nefnir Butler Bass ummæli Donalds Trump, nú Bandaríkjafor-seta, úr forkosningabaráttu Repúblikana árið 2015:

Ég gaf til margra […] ég var kaupsýslumaður. Ég gef öllum […] Og veistu hvað? Þegar ég þarfnast einhvers frá þeim, tveimur til þremur árum seinna, þá hringi ég og þeir eru til staðar fyrir mig. […] Varðandi Hillary Clinton, þá sagði ég henni að koma í brúðkaupið mitt, og hún kom í brúðkaupið mitt. Veistu hvers vegna? Hún hafði ekkert val vegna þess að ég gaf [í kosningasjóði hennar].11

9 Butler Bass, 2018: Grateful. The Transformative Power of Giving Thanks. Harper Collins, New York, bls. 143.

10 Sama heimild, bls. 144.11 Sama heimild, bls. 151.

Kirkja Krists má vitaskuld aldrei gefa færi á að „vel-gjörðarmenn“ eigi neitt inni hjá henni, annað en boðun fagnaðarerindisins og þjónustu við náung-ann á grundvelli þess. Nefna má að Butler Bass skoðar frásögnina um Sakkeus (Lúk 19.1–10) í ljósi rómverska endurgjaldskerfisins, og telur Jesú hafa snúið á hvolf viðteknum gildum kerfisins. Yfirtoll-heimtumaðurinn var jú bæði auðugri en gyðing-legi lærifaðirinn og mun ofar honum í rómverska stéttapýramídanum. Jesús gerðist hins vegar vel-gjörðarmaður Sakkeusar með því að ætla sér í heimsókn til hans, án verðskuldunar hans. Þakk-læti Sakkeusar fólst þá í yfirlýsingu um gjafmildi til fátækra og svo rausnarlegar endurgreiðslur meintra svikapeninga að hlaut að stappa nærri gjaldþroti hans! — Í stað þess að þakklæti fælist í pólitískum og fjárhagslegum skyldum endurgjalds, bauð Jesús nú til samfélags við sig, þar sem þakklæti byggðist á jafnræði í tengslum og raunverulegri gjafmildi og gestrisni.12 Hlutverk kirkjunnar á öllum öldum er sannarlega að bjóða til slíks samfélags, frjáls og óháð í boðun sinni og starfsemi.

d) Fjórði vandinn við styrkveitingar frá einkaað-ilum tengist reyndar einmitt með knýjandi hætti þessari brýnu nauðsyn kirkjunnar til að vera sjálf-stæð í starfi sínu. Sá vandi kemur upp, þegar grunur kviknar um að tiltekið fyrirtæki hafi beitt siðferði-lega vafasömum aðferðum við starfsemi sína, eða jafnvel ljóslega mölbrotið þau siðalögmál sem ríkja í samfélaginu. Ástæða er til að skoða þetta mál betur í ljósi nýlegra dæma um fjársterk fyrirtæki sem á fellur slíkur grunur.

Dæmi um siðferðilegan vandaÞann 1. júlí sl. söfnuðust mótmælendur saman fyrir framan Louvre-listasafnið í París, til að krefjast þess að nafn bandarísku Sackler-fjölskyldunnar yrði fjarlægt af göngum safnsins. Fjölskyldan hafði um árabil verið þýðingarmikill styrktaraðili safnsins og álma austrænna fornmuna í Louvre við hana kennd. Nokkrum dögum síðar urðu stjórnendur safnsins við kröfum mótmælendanna, enda endurspegluðu þær háværar raddir bæði austan hafs og vestan, sem töldu fjölskylduna hreint ekki verðuga þess að láta tengja nafn sitt við fagrar listir eða önnur,

12 Sama heimild, bls. 159.

„„Ég gef öllum … Og veistu hvað? Þegar ég þarfnast einhvers frá þeim, tveimur til þremur árum seinna, þá hringi ég og þeir eru til staðar fyrir mig.“

K IRK JURITI Ð 25

göfug málefni. Þó hafði þessi vellauðuga fjölskylda árum saman styrkt lista- og fræðageirann um víða veröld um geysiháar peningafúlgur, og nafn hennar því verið áberandi í mörgum af virtustu söfnum heims.13

En nú bar nýrra við, og aurar Sackler-fjölskyld-unnar taldir blóðpeningar. Hvers vegna? Jú, auður hennar var fyrst og fremst sprottinn af velgengni lyfjafyrirtækis í hennar eigu, Purdue Pharma. Fyrirtæki þetta framleiðir rótsterkt, ávanabindandi verkjalyf að nafni OxyContin, og tókst að markaðs-setja það grimmt á tímabili gagnvart almennum borgurum. Stjórnendur fyrirtækisins eru sak-aðir um að bera ábyrgð á ópíóðafaraldrinum svo nefnda, en milljónir manna hafa ánetjast ópíóða-

lyfjum á undanförnum áratugum, einkum í Banda-ríkjunum. Talið er að aðeins þar í landi hafi yfir 200.000 manns látið lífið í þessum faraldri. Hagn-aður fyrirtækisins á ógæfu lyfjafíklanna mun vera stjarnfræðilegur, að því er frá greinir í umfjöllun vefútgáfu British Medical Journal um dómsmál á hendur lykilfólki hjá lyfjaframleiðandanum.14 Margir telja nú Sackler-fjölskylduna hreina og klára fíkniefnasala. Og hvaða listasafn með snefil af sjálfsvirðingu vill láta tengja sig við slíkt?

Sackler-málið er hér rifjað upp sem dæmi um fjársterkan aðila sem styrkt hefur gott málefni ríflega, en er síðan talinn hafa svo óhreint mjöl í pokahorninu að þiggjendur styrkjanna vilji ekki lengur láta bendla sig við hann. Hvernig er best

13 Byggt á umfjöllun New York Times 18. júlí 2019: www .nytimes.com/2019/07/18/arts/sackler-family-museums .html.

14 Dyer, Owen: BMJ: British Medical Journal (Online); Lond-on. Vol. 364 (29. mars 2019).

að bregðast við án þess að baka sér meira fjártjón en svo að risið verði undir því?

Á meðan þessi grein var í vinnslu olli „Samherja-málið“ svokallaða miklu fjaðrafoki. Í fréttaskýr-ingaþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV þann 12. nóvember 2019, var því haldið fram að sjávarút-vegsfyrirtækið Samherji hefði árum saman greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna í mútur, og þannig náð tökum á gríðarlega verðmætum aflaheimildum hjá þessari fátæku Afríkuþjóð.15 Sem vænta mátti olli umfjöllunin mikilli reiði í íslensku samfélagi og nokkrir namibískir valdamenn misstu embætti sín í framhaldinu, en Samherji greip til varna.

Samherji, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akur-eyri, hefur undanfarinn áratug greitt tugi milljóna árlega í samfélagsstyrki til ýmissa góðra málefna, einkum til barna- og æskulýðsstarfs á Eyjafjarðar-svæðinu. Íþróttafélög eru langmest áberandi í hópi styrkþega, en meðal þeirra má einnig finna æsku-lýðsstarf kirknanna beggja á Akureyri auk sumar-búða KFUM og KFUK við Hólavatn, svo nokkuð sé nefnt.16

Skipta ásakanirnar um þátt Samherja í Nami-bíu máli í þessu samhengi? Það virðist auðvelt að færa rök fyrir því að slíta þegar í stað á öll tengsl kirkjustarfsins við Samherja.17 Viðskiptahættir af þessum toga eru ekki aðeins siðferðilega óverjandi heldur hreint og beint glæpsamlegir, og eiga sinn þátt í arðráni spilltra Vesturlandabúa á auðlindum fátækrar þjóðar í þriðja heiminum. Auðvitað eru þó fleiri hliðar á málinu. Það fær sinn farveg innan réttarkerfisins og þegar þetta er ritað virðist langt í að öll kurl komist til grafar í því. Því til viðbótar má nefna að fyrirtækið sem slíkt stendur fyrir margt

15 Fréttaskýringaþátturinn er aðgengilegur á vef RÚV: www .ruv.is/kveikur/samherjaskjolin-allur-thatturinn/.

16 Sjá upplýsingar á vef Samherja: www.samherji.is/is/frettir /styrkveiting-samherjasjods (sótt 23. nóv. 2019).

17 Slíkar raddir hafa reyndar heyrst nú þegar innan íþrótta-hreyfingarinnar. Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar og hreppsnefndarmaður á Vopnafirði, sem er mjög virkur í starfi íþróttafélagsins Einherja á Vopna-firði, ritaði fésbókarfærslu daginn eftir að Samherjaþáttur Kveiks birtist, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að ungmenna- og íþróttafélög ættu að „slíta öllu sambandi við Samherja eins og skot“. Umræður undir færslunni sýndu þó að sitt sýndist hverjum í íþróttahreyfingunni um þá af-stöðu.

„Ef norðlenskar kirkjur og íþróttafélög eiga að hætta að þiggja styrki frá Samherja, ættum við á Austurlandi þá ekki að hætta að taka við samfélagsstyrkjum frá Alcoa-Fjarðaáli?“

26 K IRK JURITI Ð

fleira en meintar mútugreiðslur og svikamyllur. Hagnaður af starfsemi Samherja verður jú til með vinnuframlagi skipverja á skipum þess, fiskvinnslu-fólks og annarra starfsmanna, sem í langflestum tilvikum hafa ekkert með þetta mál að gera.

Jesús segir hins vegar við fylgjendur sína í Fjall-ræðunni: Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn (Matt 5.49). Eftir stendur spurningin: Hve langt á leit okkar kristinna manna eftir siðferðilegri fullkomnun að ganga í síbreyti-legum og alþjóðavæddum heimi? Margvíslegum fullyrðingum er haldið á lofti um ólíka aðila og sumar þeirra er erfitt eða jafnvel ómögulegt að sannreyna. Ef norðlenskar kirkjur og íþróttafélög eiga að hætta að þiggja styrki frá Samherja, ættum við á Austurlandi þá ekki að hætta að taka við sam-félagsstyrkjum frá Alcoa-Fjarðaáli, þar sem hluti af því áli sem alþjóðasamsteypan Alcoa vinnur fer að öllum líkindum til vopnaframleiðslu? Það kynni hugsanlega að vera réttmæt ákvörðun, en það kallar á miklu dýpri og ýtarlegri stefnumótun en fram hefur farið — já, og kallar jafnvel á rann-sóknarvinnu af hálfu þess sem þiggur styrkinn!

KirkjukrónurnarFjármál hafa verið á dagskrá kirkjunnar frá dögum frumkristninnar. Páll postuli fjallar á nokkrum stöðum í bréfum sínum um samskotin sem hann stóð fyrir til safnaðarins í Jerúsalem. Hann eggjar t.d. Korintumenn til að leggja fram gjöf sem reidd yrði fram „eins og blessun en ekki eins og dregin undan nöglum ykkar“! (2Kor 9.5) Og svo minnir hann á að „Guð elskar glaðan gjafara“ (9.7)!

Hvað sem öðru líður verður að telja æskilegt að söfnuðirnir séu nógu sjálfstæðir til að geta fjármagnað starfsemi sína að mestu leyti með eigin fé, ekki hvað síst með félagsgjöldum með-lima sinna (sóknargjöldunum) og baráttunni um endurheimtu fullra skila ríkisins á þeim gjöldum er hvergi nærri lokið.

Ekki verður skilið við þessa umfjöllun öðruvísi en að nefna peningagjafir einstaklinga til kirkju-starfs. Lítil hefð er meðal Íslendinga fyrir þeim og mörgum er jafnvel illa við að sjá samskotabaukinn í kirkjunni. Þó er hann hluti af kristnu guðsþjón-ustulífi víðast hvar í heiminum. Fáeinar kirkjur hér á landi hafa tekið upp samskot við almennar guðsþjónustur og safnast t.d. vel á aðra milljón

árlega við messur í Hallgrímskirkju, en þeir fjár-munir renna einkum til líknar- og hjálparstarfs. Þó að hér að framan hafi verið getið um styrki frá fyrirtækjum í söfnun til orgelhreinsunar við Egils-staðakirkju, sem nú er að ljúka, ber þess að geta að meirihluti fjögurra milljóna söfnunarfjár kom frá einstaklingum og frjálsum félagasamtökum á svæðinu. Og ánægjulegt er að rifja upp að auð-vitað hafa einstaklingar á liðnum áratugum gefið háar fjárhæðir til bygginga, viðhalds, búnaðar og starfsemi kirknanna í landinu, kvenfélög bakað og prjónað og gefið afraksturinn og þannig mætti áfram telja. Sjaldnast eru þessar gjafir mjög sýni-legar, oftar í leynum eins og Jesús mælir fyrir um varðandi ölmusuna í Matt 6.2–4.

Að lokumStyrkveitingar einkaaðila til kirkjustarfs eru sannar-lega vandmeðfarnar. Ljóst er að þann akur, sem hér að ofan hefur verið tiplað í kringum, eigum við að mestu eftir að plægja innan Þjóðkirkj unnar. Við hljótum nefnilega flest í kirkjunni að vera sam mála um, að okkur sé hreint ekki sama um hvaðan gott komi. Þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag og hefur á undanförnum áratugum stigið hvert skrefið á fætur öðru í þá átt að starfa á sama grundvelli og önnur félög eða hagsmunasamtök. Í samræmi við það verður Þjóðkirkjusöfnuðum og tengdum hreyfingum (t.d. æskulýðssamböndun um) að vera unnt að leita fjölbreyttra leiða til að fjármagna starfsemi sína, um leið og tryggt er að hagsmunir og gildi rekist ekki á.

Hér að ofan voru nefnd dæmi um jákvæðar hliðar fjármögnunar frá einkaaðilum og ekki má gleyma að langflest fyrirtæki í landinu eru rekin á grundvelli heiðarlegra og heilbrigðra viðskipta-hátta. Að sama skapi mega viðbrögð við vanda-sömum málum ekki vera handahófskennd eða fara eftir því hvernig pendúllinn sveiflast í samfélags-umræðunni hverju sinni, heldur byggja á vönduð-um grunni guðfræðilegrar siðfræði.

Þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við kristn-ar manneskjur að líta svo á, að allar jarðneskar gjafir séu frá Guði. Auðlindir jarðar, sem ólík fyrirtæki nytja, og kraftar starfsfólks þeirra til vinnu, eru líka gjafir Guðs! Því er það eðlilegur hluti af hinu kristna lífi að gefa af sér — til þeirra sem minna mega sín, og til eflingar Guðs ríkis.

K IRK JURITI Ð 27

Í prestsstarfinu felst samfylgd með fólki á stóru stundunum í lífi þess, í gleði og sorg, að fagna með fagnendum og gráta með grátendum,

eins og Páll postuli orðar svo fallega. Margar af þessum dýrmætu stundum fara fram í sálgæslunni þar sem áherslan er á að mæta manneskjunni eins og hún er, mæta henni þar sem hún er stödd, gefa henni rými til að vaxa og finna reynslu sinni merkingu. Álengdar nær stöndum við með fólkinu í merkingarleit sinni.

Í sálgæslunni er leitast við að fá einstaklinginn til að tengja við eigin reynslu og greina tilfinn-ingar sem henni tengjast en jafnframt að skilja á milli þess að persónan er ekki reynsla sín eða áfall sem dunið hefur yfir, heldur að viðkomandi átti sig á hver hann er, fremur en að hann skilgreini sig sem það sem kom fyrir hann. Frásagan, lífs-sagan, skipar mikilvægan sess í þessu samhengi, að gera einstaklingnum kleift að segja sögu sína og þar með sjá hver hann er. Með þessari nálgun er áherslan ekki lögð á að vinna með áfallið sjálft heldur að tengja einstaklinginn við sjálfan sig, gefa honum færi á að sjá eigin bjargráð og efla eigin getu og vald. Sömuleiðis getur frásagan einnig varpað ljósi á hvaða áhrif umhverfi og samfélag hefur á eigin hegðun og viðhorf, sem og áhrif þeirra áfalla eða reynslunnar sem hvílir á viðkomandi. (Robert Schwarz 2002: Tools For Transforming Trauma.) Á þennan hátt getur saga viðkomandi fært honum nýja merkingu í lífið og jafnvel gefið reynslunni nýja merkingu. Með merkingarleitinni, sem er jú alltaf til staðar í manneskjunni, að finna merkingu í

atburðum og tilveru sinni, öðlast einstaklingurinn nýja sýn á lífið og sjálfan sig og sjálfsmynd sína og getur náð að tengja öðru vísi við reynsluna og til-finningar sínar. Frásagan gefur einstaklingnum færi á að skoða líf sitt í nýju ljósi, fá að dvelja við sig og finna merkingu í því sem lífið hefur fært viðkomandi, jafnvel sjá nýjan tilgang fyrir sig eða í því sem hent hefur. (Robert A. Neimeyer, 2010: Meaning Reconstruction & the Experience of Loss.)

Lífssagan varpar einnig ljósi á tengsl mann-eskjunnar við ástvini sína og samferðafólk sitt, hvernig eru þessi tengsl og hvernig hafa þau vaxið eða dalað, hvaða áhrif hafa þau haft á lífið, hvernig breytast þessi tengsl í gegnum sorg og missi, eða við annars konar áföll. Jafnvel sýnir sagan okkar hvers virði þessi tengsl eru í daglegu lífi. Líf án tengsla

virðist merkingarlaust og snautt og því dýrmætt að sjá hvaða tengsl við eigum við fólkið í kringum okkur og hvaða tengslum við viljum halda og efla, og hvaða tengsl við þurfum að slíta.

Sálgæslan og guðsmyndin

ÓLÖF MARGRÉT SNORRADÓTTIR

Í leit að merkingu

„Með þessari nálgun er áherslan ekki lögð á að vinna með áfallið sjálft heldur að tengja einstaklinginn við sjálfan sig, gefa honum færi á að sjá eigin bjargráð og efla eigin getu og vald.“

28 K IRK JURITI Ð

Tengsl okkar við Guð eru dýrmæt tengsl, en kannski þau tengsl sem við veltum síst fyrir okkur. Í merkingarleitinni er áhugavert er að skoða tengslin við Guð og þá um leið guðsmyndina, þá hugmynd sem viðkomandi hefur um Guð. Frásögn mann-eskjunnar af eigin lífi og reynslu gefur henni tæki-færi að sjá hvar Guð var að verki í lífi hennar og ekki síst hvaða áhrif guðsmyndin hefur í merkingar-leitinni, hvernig afstaðan til Guðs og hins and-lega getur gefið sárri reynslu nýja vídd eða breytt sýninni á lífið í heild sinni þegar henni er gefinn nægilegur gaumur.

Hugmyndir um guð eða guði hafa fylgt mann-kyninu frá upphafi og tengjast heimsmynd manns-ins sem og leit hans að merkingu og tilgangi, en einnig þörf mannsins fyrir hið andlega, fyrir eitt-hvað sem er æðra og meira en maður sjálfur. Guðs-myndir mótuðust af sögunni og reynslunni þar sem

myndlíkingar þekktar úr umhverfinu voru og eru notaðar til að lýsa Guði. Í kristinni trúarhefð er Guð skapari himins og jarðar og allt er frá honum komið og guðsmyndin mótast af hinum alvalda Guði sem öllu ræður og refsar og verðlaunar eftir verðleikum og gjörðum mannsins, sbr. þá guðsmynd sem vinir Jobs höfðu, er þeir bentu honum á að allur hans missir væri refsing Guðs, að hann hafi brotið gegn vilja Guðs fyrst þessar hörmungar dundu yfir hann. Guðsmyndir samtímans hafa þróast frá því að vera hinn strangi Guð og meira í átt að kærleiksríku for-eldri. Breyting varð innan kristinnar hefðar með siðbótinni þar sem Lúther breytti guðsmynd sinni, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að réttlæti Guðs felst ekki í því að krefjast réttlætis af okkur heldur að gefa okkur þetta réttlæti, af trú en ekki verkum. Við erum sköpun Guðs og höfum þar með

hlutverk, það hlutverk að vinna góð verk. Í seinni tíð hafa femínísk sjónarhorn einnig haft áhrif á guðsmyndina, m.a. segir Elizabeth A. Johnson það ekki aukaatriði hvernig við tölum um Guð því guðsmyndirnar hafi áhrif. Hins vegar þurfi að endurskoða guðsmyndina, ekki bara hluta af henni því guðsmyndin snúist um þjáninguna. Þjáningin felur í sér breytingu, frá einum punkti til annars. Ef Guð getur ekki þjáðst er hann óbreytanlegur, sú hugmynd er hvorki trúverðug né aðlaðandi. Það er ekki spurning hvort Guð geti þjáðst eða ekki heldur, það að Guð geti valið að þjást. Að Guð taki sér stöðu með hinum þjáðu, með hinum kúguðu, það er sú guðsmynd sem Johnson leggur áherslu á. (Elizbeth A. Johnson, 2017: She Who Is.)

Myndin af Guði sem strangur faðir, sem gjarnan reiðist og refsar þá fyrir breytni sem honum er ekki þóknanleg, hefur lengi verið við lýði. Hætta er á að einstaklingur með þessa guðsmynd sjái orsakasamhengi í einhverri hegðun og slæmum atburði sem engin eða lítil tengsl eru á milli, en að Guð hafi látið þetta koma fyrir mig vegna þess að ég gerði ekki þetta eða hitt. Hinn fjarlægi og hátt upp hafni Guð er önnur guðsmynd, þar sem Guð er skaparinn en hefur síðan lítið með aðra framvindu mála að gera og lætur sig lítt varða um manninn og þjáningar hans. Einstaklingur með slíka guðsmynd upplifir sig gjarnan sem yfirgefinn af Guði, finnur ekki að Guð er til staðar og leitar ekki skjóls hjá honum, enda lætur Guð sig ekki varða um hann. Slíkar guðsmyndir geta kallað á það að maðurinn snúi baki við Guði, hann hugsi jafnvel: ,,Þar sem Guð vill ekkert með mig hafa hef ég ekki þörf fyrir hann.‘‘ Hann upplifir að Guð hafi ekki reynst sér vel eða sér ekki þess merki að Guð sé að starfi í heiminum og lokar á trúna. Andstætt myndinni af hinum fjarlæga Guði sem lætur sig manninn lítt varða er myndin af Guði sem stýrir öllu og hefur skráð örlög mannsins fyrirfram. Þessu var ætlað að gerast, Guð vildi að þetta færi svona, þetta er það sem Guð vill, kunna að vera skýringar ein-staklingsins á því þegar eitthvað bjátar á. Sú guðs-mynd gefur lítið rými fyrir frjálsan vilja mannsins og hann fær illa séð hvernig hann sjálfur er gerandi í sínu lífi, færir sig undan ábyrgð með því að koma henni allri á Guð. Myndin af Guði sem eins konar jólasveinn eða sá sem vill veita allt getur orðið til

„Guðsmyndir samtímans hafa þróast frá því að vera hinn strangi Guð og meira í átt að kærleiksríku foreldri. Breyting varð innan kristinnar hefðar með siðbótinni þar sem Lúther breytti guðsmynd sinni.“

K IRK JURITI Ð 29

trafala þegar manni veitist ekki allt að óskum, manneskjan kann að finna sig óverðuga Guði og eiga ekki skilið að njóta náðar hans, enn ein upp-lifun af höfnun og því að vera yfirgefin.

Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um guðs-myndir sem allar geta reynst neikvæðar á álags-stundum og haft þannig áhrif á einstaklinginn að hann finni lítt til sín og upplifi sig jafnvel yfirgefinn af Guði. Slíkt hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina og hann kann að finna sig lítt verðugan í augum Guðs og jafnvel annarra. Eftir því sem farið er lengra í leit að merkingu á áföllum kemur alltaf að stóru spurningunni: ,,Hvar var Guð?“ Og þá ekki síst eftir því sem áfall er meira verður þessi spurning áleitnari. Svarið við þeirri spurningu hefur mikið að segja með hvernig til tekst að vinna sig út úr áfallinu eða reynslunni. Einstaklingur sem upplifir Guð með sér, að hann hafi verið til staðar þegar mest á reyndi er líklegri til að ná betra jafn-vægi og aðlagast betur eftir áfallið en einstaklingur sem ekki upplifir sig yfirgefinn af Guði eða að at-burðurinn sé refsing Guðs. (Schwartz.)

Gott innlegg í sálgæsluna er myndin af Guði sem kýs að taka þátt í þjáningum mannsins, Guð sem kýs að þjást með þeim sem hann elskar. Vegna þess að það felst í kærleikanum, í ástinni, að við gleðjumst með þeim sem við elskum, við syrgjum með þeim sem við elskum. Á sama hátt þjáumst við með þeim sem við elskum. Þannig getur og velur Guð að vera með manninum. Þannig birtist hann okkur í guðspjöllunum, þannig opinberar Jesús okkur Guð, á svo marga vegu með orðum sínum.

Að eiga sterka eða jákvæða guðsmynd, það er guðsmynd sem ekki vegur að virði einstaklingsins sem manneskju heldur styrkir sjálfsmyndina, getur verið valdeflandi sem og róandi þegar erfiðir at-burðir gerast. Í sálgæslunni gefst tækifæri á að ræða guðsmyndina og hvað það er sem liggur að baki henni, hvaða reynsla var það sem mótaði þessa guðsmynd. Hlutverk sálgætis er þó aldrei að búa til nýja guðsmynd eða neyða fram breytingu á þeirri sem fyrir er, heldur mun fremur að vera samferða viðkomandi í þessari skoðun á guðsmyndinni og þá kannski í leitinni að nýrri.

Hvítá.

30 K IRK JURITI Ð

Eitt af því sem veldur álagi hjá prestum tel ég vera kröfuna um að þurfa reglulega að semja góða og vekjandi prédikun, jafnvel í

hverri viku. Prédikanirnar þurfa að vera guðfræði-lega vel ígrundaðar, áhugaverðar, vel skiljanlegar og jafnvel svolítið skemmtilegar. Þetta eru miklar kröfur sem fæst okkar ná að uppfylla í hvert sinn. Þó er mikilvægt að vanda þennan hluta helgihaldsins vel og gefa prédikunarvinnunni eins mikinn tíma og við mögulega getum.

Í dag höfum við góða möguleika á að stækka þann hóp sem les eða hlustar á prédikanirnar okk-ar. Við getum birt prédikanirnar opinberlega á

heima síðu kirkjunnar, á okkar eigin heimasíðum, á Facebook og jafnvel fleiri miðlum og í hlutfalli við stækkandi söfnuð er ekki óeðlilegt að við gerum enn ríkari kröfur til okkar sjálfra sem prédikara.

Til eru óteljandi prédikunaraðferðir og ekki erum við öll sammála um hvernig prédikun á að vera enda eiga þær ekki allar að vera eins. Sama formúlan hentar ekki öllum prédikurum en ég tel mikilvægast að hver prédikari finni sína „prédik-

unarrödd“. Prédikunarraddir okkar eiga að vera ólíkar því sömu aðferðir og stílar henta ekki öllum. Sum okkar semja ljóðræna og fallega texta og hafa góð tök á myndmáli á meðan önnur koma sér beint að efninu og velta fagurfræði textans minna fyrir sér svo dæmi séu nefnd. Við þurfum báðar þessar aðferðir og margar til viðbótar.

Ég lít svo á að prédikunarskrif og -flutningur sé listform. Hægt er að líkja prédikunarvinnu við að mála málverk. Málverk verður sjaldan tilbúið eftir eina umferð heldur er málað yfir aftur og aftur í mörgum lögum. Það sama á við um prédikunar-vinnu. Vel unnin prédikun verður sjaldnast tilbúin eftir fyrstu umferðina heldur þarf að hugsa, semja, breyta, hugsa, jafnvel byrja upp á nýtt, hugsa, skrifa og breyta enn á ný áður en prédikunin er fullbúin. Þá er það með prédikunina eins og málverkið að þú sérð aðeins fullbúna mynd, efsta lagið en allt sem var málað undir er ástæða þess að þetta efsta lag varð svo fagurt. Það sem söfnuðurinn heyrir þarf alls ekki að vera flókin ræða eða boðskapur en til þess að hún verði skiljanleg og hafi dýpt þurfa nokkrar umferðir að hafa verið unnar. Þá upp-lifir áheyrandinn frekar að „kjöt sé á beinunum“, að prédikarinn viti um hvað hann/hún er að tala.

Að semja prédikun á fimm dögumÉg tel raunhæft að gefa sér fimm daga í að semja prédikun. Þá á ég ekki við að við sitjum við tölvuna eða með skrifblokkina í fimm daga og skrifum, heldur á ég við allt ferlið, frá því við lesum textann og þar til við höfum lokið við síðustu breytingarnar. Þetta er fyrirkomulag sem ætti að henta prestum vel sem eru í fullu starfi og hafa nóg að gera. Ég held

Listin að semja prédikunGUÐRÚN KARLS HELGUDÓTTIR

„Ég lít svo á að prédikunarskrif og -flutningur sé listform. Hægt er að líkja prédikunarvinnu við að mála málverk. Málverk verður sjaldan tilbúið eftir eina umferð …“

K IRK JURITI Ð 31

reyndar að mörg okkar noti þessa aðferð nú þegar, eða einhverja útgáfu af henni, án þess að velta því mikið fyrir sér, því þrátt fyrir að margir prédikarar skrifi ræðuna sína á einu kvöldi þá hefur yfirleitt farið fram mikil forvinna sem ekki er talin með.

Hér á eftir er tillaga að fimm daga prédikunar-vinnu:

Þriðjudagur. Textarnir lesnir. Gott er að lesa bæði guðspjallið, pistilinn og lexíuna og skoða mögulegt samhengi á milli þeirra. Tengingin er ekki alltaf augljós en hugmyndin er þó að pistill og lexía eigi að styðja við guðspjallið. Ég mæli með því að þú lesir textann, sem þú ætlar að prédika út frá, upphátt, jafnvel nokkrum sinnum og skoðir samhengi hans.

Gott er að gera þetta fljótlega í upphafi dags og leyfa síðan textanum að lifa með þér í önnum dags ins, t.d. þegar þú lest fréttirnar, þegar þú sinnir sál gæslu, fermingarfræðslu eða hvað það nú er sem dagurinn ber í skauti sér. Ef þú finnur tengingar við textann eða færð hugmyndir, er best

að reyna að skrifa þær niður sem allra fyrst svo þær gleymist ekki.

Miðvikudagur. Nú er textinn vonandi orðinn nokkuð fastur í huga þér og þá getur verið gott að skoða hvað aðrir guðfræðingar hafa skrifað um hann og hvernig þeir hafa unnið með hann. Þú átt mögulega þín uppáhalds ritskýringarrit en einnig er til mikið af vefsíðum og hlaðvörpum sem geta verið gagnleg. Þar má m.a. nefna vefsíðurnar www.workingpreacher.org, www.textweek.com og hlaðvörpin WorkingPreacher, Sermon Brainwave og WorkingPreacher, Narrative Lectionary og svo er oft gott efni á hlaðvarpinu Pulpit Fiction. Höf-undar efnis á þessum síðum og hlaðvörpum eru oft meðal virtustu sérfræðinga á sviði prédikunar-fræða í Bandaríkjunum og þessar síður og hlaðvörp eru opin öllum. Mikið efni er í boði um allan heim og sjálfsagt er að nýta sér tungumálakunnáttu og skoða hvernig fólk er að prédika annars staðar en á Íslandi.

Grafarvogskirkja.© JÓN BJARNASON

32 K IRK JURITI Ð

Á miðvikudeginum er einnig ráðlegt að hafa textann í huga í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur og ef þú vinnur með öðrum kollegum er ekki vitlaust að ræða prédikun sunnudagsins við þau. Mörg okkar eiga auðveldara með að hugsa um prédikunina með öðrum auk þess sem hugmyndir fæðast oft þegar við ræðum upphátt um efnið og hlustum á kollega okkar. Þá er einnig góð regla að skoða hvort þú sérð einhverja tengingu við efnið þegar þú lest fréttirnar, ferð í leikhús, horfir á bíó-myndir, sjónvarpsþætti eða lest bækur.

Fimmtudagur. Nú er gott að fara að skrifa niður. Kannski er prédikunin fullsamin í höfðinu á þér. Mögulega ertu kominn með óljósa hugmynd sem þú veist ekki enn hvert mun fara eða með hvaða hætti þú getur unnið úr henni. Þá getur einmitt verið gott að byrja að skrifa og sjá hvað gerist. Mín reynsla er að hugmyndir vaxi og stækki fyrst þegar ég byrja að skrifa. Þetta getur líka vaxið fram þegar skrifin komast upp í vana og við komum okkur upp ákveðnum aðferðum eða búum okkur til aðstæður sem opna fyrir hugarflæðið.

Góð regla er að gefa sér tíma á fimmtudegi (eða á föstudegi) til þess að semja alla prédikunina. Þá getur verið gott að skrifa allt sem þér dettur í hug og helst að ljúka henni alveg þrátt fyrir að þú sért ekki fullkomlega sátt/ur við útkomuna. Ef þú hefur tíma og orku getur þú farið aðra umferð yfir það sem þú skrifaðir, breytt og bætt og unnið betur með þá kafla sem þarfnast lagfæringar. Þessi vinna getur líka beðið til föstudags því oft fer mikil orka í þessa vinnu.

Föstudagur. Ef þú hefur skrifað alla prédikunina á fimmtudeginum, hvort sem þú er sátt/ur við hana eða ekki, er nú komið að því að lesa yfir, breyta og bæta. Þegar hér er komið sögu ert þú kannski búin/n að hugsa einhverja hluta prédikunarinnar betur og hefur jafnvel komist að því að þú þarft að fara í aðra átt með einhverja hugmynd. Hér er mikilvægt að skoða þráðinn í prédikuninni vel og ef einhverju er ofaukið, t.d. ef hliðarþræðir eru of margir, þá er oft betra að taka þá alveg í burtu. Yfirleitt bæta þeir litlu sem engu við. Áður en þú leggur prédikunina frá þér á föstudegi er gott að

miða við að hún sé fullskrifuð og þú eigir aðeins eftir að slípa til orðalag.

Ef þú hefur metnað til þess að læra prédikun ina utan að þá er gott að byrja á þeirri vinnu á föstu-deginum.

Laugardagur. Besta staðan á laugardegi er að prédikunin sé fullskrifuð og nokkuð fínpússuð. Þá átt þú aðeins eftir að lesa hana yfir og sjá fyrir þér með hvaða hætti þú munt flytja hana. Ef þú ætlar að læra hana utan að er mikilvægt að fara nokkrum sinnum yfir hana í höfðinu á laugardeginum og jafnvel flytja hana fyrir framan spegil, í sturtunni eða þegar þú ert ein/n úti að keyra eða í göngutúr. Kannski finnur þú út hvað þetta eina, sem vantaði upp á heildarmyndina, var þegar þú ert að fara yfir hana á laugardeginum og ert kominn aðeins lengra frá vinnunni við að semja sjálfan textann. Á laugardeginum á helst allt að smella.

Best er að geta sleppt allri vinnu við prédikun á laugardagskvöldi og taka hana frekar fram á

sunnudagsmorgni áður en þú mætir til kirkju og rifja hana upp.

Sunnudagur er messudagur og þá fer best á því að þú flytjir prédikunina eins og þú samdir hana og breytir henni ekki í prédikunarstólnum. Hugmynd sem virkar góð þegar þú ert í miðri ræðunni er það oft ekki þegar frá líður og þú hefur betra næði til að hugsa. Það er upplagt að nota þessa hugmynd næst eða ræða hana við fólk í kirkjukaffinu á eftir.

Heilagur andiHvað gerirðu þegar þér finnst andinn ekki koma yfir þig og þér dettur ekkert í hug að skrifa um?

„Hugmynd sem virkar góð þegar þú ert í miðri ræðunni er það oft ekki þegar frá líður og þú hefur betra næði til að hugsa.“

K IRK JURITI Ð 33

Mögu lega getur þú farið í skjalasafnið þitt og endur-unnið gamla ræðu og það er ekkert að því.

Þó er ýmislegt hægt að gera til þess að koma hugarflæðinu af stað, s.s. að biðja, að prédika það fyrsta sem þér dettur í hug upphátt fyrir sjálfa/n þig og taka það upp, gera skriftaræfingar, en þær er hægt að finna víðsvegar á netinu, og að tala við vin eða vinkonu. Í bók sinni Rehearsing Scripture, Discovering God’s Word in Community, kynnir dr. Anna Carter Florence, prófessor í prédikunar-fræðum, aðferðir til þess að vinna með ritninguna á skapandi hátt með því að skoða sagnorðin í textun-um. Þessi aðferð getur veitt okkur alveg nýjan inn-blástur í prédikunarskrifin þar sem sagnorðin eru eitthvað sem við eigum öll sameiginlega og þau brúa bilið á milli ritningarinnar og okkar. Þessi aðferð getur virkað vel þegar við upplifum okkur „andlaus“.

SPSSermon – Purpose – Statement er aðferð sem getur nýst vel við prédikunarvinnuna til þess að skerpa „fókusinn“ og koma í veg fyrir að við förum um víðan völl í prédikuninni. Þessi aðferð er hluti af prédikunarvinnunni og gengur út á að skrifa niður þessi þrjú atriði einungis í nokkrum setningum.

Hvar er prédikunin haldin? Hvað veistu um söfnuð inn? Hver er staðan í samfélaginu, í sveitinni, bæn um, á landinu eða jafnvel í heiminum? Hefur eitt hvað gerst nýlega sem hefur mikil áhrif á fólk og gott er að hafa í huga við prédikunarskrif?

Hvað viltu segja? Um hvað er prédikunin í mjög stuttu máli eða hver er boðskapurinn sem þú vilt að fólk heyri?

Ef þú getur sagt frá því í tveimur til þremur setningum um hvað prédikunin er eða hvað þú vilt að fólk heyri þá er mun líklegra að prédikunin verði einmitt um það en ekki eitthvað annað.

Hvernig ætlar þú að koma þessu á framfæri? Ætlar þú að nota sögu, vísa í atburð í samtímanum? Ætlar þú að nota myndir eða einhvern hlut? Hvar ætlarðu að standa? Hvernig er prédikunin upp-byggð?

Mesta vinnan getur verið fólgin í því að finna út hvernig þú getur komið því sem þú vilt segja á framfæri þannig að fólk virkilega heyri það sem þú vilt segja. Þarna þarftu að ákveða hvaða aðferða-

fræði þú vilt nota, hvernig þú ætlar að byggja pré-dikunina upp og jafnvel hvernig þú ætlar að flytja ræðuna. Ætlar þú að standa í stól og lesa af blaði, ætlarðu að ganga um gólf með spjaldtölvu í hönd eða ætlarðu kannski að sitja á gólfinu og tala blað-laust? Flest er hægt og ýmislegt í boði en flutningur verður þó ávallt að þjóna boðskapnum.

Fyrsta atriðið er hægt að skrifa fyrirfram en hin tvö atriðin vinnast oft samhliða prédikuninni eða í það minnsta þegar hún er komin vel á skrið. Þessi atriði geta hjálpað þér við að einbeita þér að því sem skiptir máli og sleppa því sem flækir um

of eða færir „fókusinn“ frá því sem skiptir máli. Þessi aðferð getur líka hjálpað þér að koma í veg fyrir endurtekningar.

Ef þú ætlar að flytja ræðuna án þess að vera með texta fyrir framan þig eða með því að vera með punkta þá mæli ég með því að þú semjir pré-dikunina eins og venjulega og skrifir hana niður eins og þú vilt flytja hana. Ef þú skrifar aðeins nokkra punkta og veist síðan, um það bil, um hvað þú ætlar að tala út frá hverjum punkti er nánast alveg öruggt að ræðan verður bæði of löng og ekki nógu skýr. Hún getur líka virkað eins og hún sé ekki nógu vel undirbúin og það eru ekki góð skilaboð til safnaðarins sem hefur fyrir því að koma í kirkju.

Að lokumÞrátt fyrir að ég setji hér fram tillögu að skipulagi við prédikunarvinnu þá átta ég mig á því að við getum ekki alltaf gefið okkur jafnmikinn tíma í þessa vinnu og við myndum kjósa. Þetta skipu-lag gengur þess vegna ekki út á það að þú sitjir við skrifborðið þitt marga tíma á dag í fimm daga heldur snýst þetta fyrst og fremst um að textinn

„Ef þú skrifar aðeins nokkra punkta og veist síðan, um það bil, um hvað þú ætlar að tala út frá hverjum punkti er nánast alveg öruggt að ræðan verður bæði of löng og ekki nógu skýr.“

34 K IRK JURITI Ð

fylgi þér í því sem þú tekur þér fyrir hendur þessa daga og þannig fái hugmyndirnar að vaxa fram í þeim takti sem við á hverju sinni.

Það koma þeir tímar hjá öllum prestum þegar við höfum ekki tíma til að hugsa um textann alla þessa daga og þá er mitt ráð að þú þjappir þessu saman í færri daga. Mín reynsla er sú að þegar búið er að koma sér upp góðu skipulagi og aðferðafræði við prédikunarvinnu og halda sig við það í þó nokkurn tíma þá verður auðveldara að þjappa þessu saman og vinna sömu vinnu á mun skemmri tíma.

Að lokum er gott að hafa ávallt í huga að gæði prédikunarinnar eru ekki alltaf í réttu hlutfalli við vinnuna sem lögð var í hana. Þú getur þó verið viss um að ef þú lagðir meiri vinnu í hana en minni þá er meira efni og dýpri hugsun á bakvið ræðuna þó að þú sért ekki alls kostar sátt/ur við útkomuna. Ekkert okkar semur glimrandi ræðu í hverri viku og stundum erum við einhvern veginn alls ekki

með þetta en þá er mikilvægt að hafa í huga að við erum ekki að þessu fyrir okkur sjálf, nema að litlu leyti, heldur fyrir söfnuðinn og stundum þarf söfnuðurinn einmitt að heyra ræðuna sem þú ert ekki sátt/ur við. Ég trúi því að stundum vilji Heilagur andi eitthvað annað en við og þá er nokkuð víst að það er einhver í söfnuðinum sem þurfti einmitt að heyra þessi orð í dag þó að þú hefðir viljað hafa þau öðruvísi.

Prédikunin er listform og eitt af því sem ein-kennir listaverk er að hægt er að túlka þau á fleiri en einn veg. Þegar þú ert búin/n að flytja ræðuna þá átt þú ekki túlkunarréttinn lengur og fólk mun heyra fleira en það sem þú vildir segja, en því betur sem ræðan er unnin, því líklegra er að fólk heyri það sem þú vildir segja. Það er þó góð regla að gefa möguleika á fleiri en einni túlkun og vera ekki með lokuð svör svo áheyrandinn geti farið heim og haldið áfram með prédikunina.

© JÓN BJARNASONAllraheilagramessa í Grafarvogskirkju.

K IRK JURITI Ð 35

Ein helsta áskorun okkar, sem fáumst við helgi-hald, er að leita stöðugt leiða til að tungutak

tilbeiðslunnar og útleggingar Orðsins tali til sam-tímans. Við reynum þannig að miðla hinni djúpu og auðugu mynd Biblíunnar og kristinnar hefðar af Guði, með orðfæri, líkingum og bænamáli sem nái eyrum þeirra sem við erum kölluð til að þjóna. Leiðina frá eyranu til hjartans ratar vitaskuld Heilagur andi einn. Sem dæmi um þetta má nefna viðleitni presta og leikfólks í mörgum söfnuðum í almennri kirkjubæn messunnar. Mörgum er þar gefið að miðla nálægðinni við Guð og leiða til sam-félagsins við hann.

Hér að neðan er hins vegar birt dæmi um nýstár-lega leið til að leggja út af 23. Davíðssálmi og miðla guðsmynd Sálmsins inn í samtímann. Höfundur textans er sr. Cheryl Walenta Gorvie, prestur við Bethany Lutheran Church í Dallas, Texas. Um textann ritar hún: „Skrifað undir áhrifum frá leikskólakennurunum í Bethany Lutheran Child Develop ment Center. Ég veit harla fátt um kindur eða fjárhirða, en ég þekki allnokkra leikskólakenn-ara. 23. Davíðssálmur fjallar einmitt um þess háttar, elskandi forystu.“

Drottinn er minn leikskólakennari

Drottinn er minn leikskólakennari,ég mun ekkert þurfa að gráta.Á mjúku dýnuna mína lætur hún mig leggjast í hvíldinniog fyllir reglulega á vatnsflöskuna mína.Þú hressir sál mína, Drottinn,og leiðir mig af öryggi inn ganginnog ég hef hendurnar hjá mér, fyrir sakir nafns þíns.Þótt ég fari í gönguferð í myrkrinu og hvassviðrinu,óttast ég ekki þrumurnar,því að þú ert hjá mér; venjur þínar og áminningar,þær hugga mig.Þú býður mig velkomna með fimmum og knúsi,sama hversu snúin ég er í skapinu;þú smyrð lófa mína með handáburðiog eldhúsbréfið mitt í nónhressingunnier barmafullt af kexi.Já, undrun og fyrirgefning fylgja méralla ævidaga mínaog ég gleðst á leikvelli Drottinslanga ævi.

(Lausleg þýð. ÞA)

36 K IRK JURITI Ð

Meistaraprófsritgerð greinarhöfundar í kennimannlegri guðfræði, frá árinu 2012, er komin út á bók: Náðarg jafir

andlegrar greiningar: Rannsókn á trúarlegri kjöl-festu í ljósi hlutverkakenningar Hjalmar Sundén (Lífsmótun 2019). Sundén (1908–1993) sem var prófessor í trúarlífssálfræði við Uppsalaháskóla leggur, í bók sinni Religionen och rollerna: Ett psykologiskt studium (1959), áherslu á mikilvægi fyrirmynda eða „hlutverka“ við mótun trúarlegra túlkunarmynstra. Hér verða kenningar Sundéns ekki útlistaðar nánar en vísað til bókar hans og útgefinnar ritgerðar.1

Í ritgerðinni var m.a. rannsökuð trúarleg mótun spænska 16. aldar mannsins Ignatíusar Loyola í ljósi hlutverkakenningarinnar og jafnframt trúar-mótun fjögurra Íslendinga: Ólafíu Jóhannsdóttur, séra Friðriks Friðrikssonar, dr. Sigurbjörns Einars-sonar biskups og Guðrúnar Ásmundsdóttur leik-konu. Um þau þrjú sem hér er hugað að var hins vegar ekki fjallað en áhugavert sýnist að skoða ævi þeirra í líku ljósi. Að nokkru leyti má segja að Jakob Jónsson nálgist hugmyndir Sundéns í um-fjöllun um trúarreynslu sína hér aftar, þ.e. hvernig trúarhefðin mótar framsetningu eða tjáningu trúarreynslunnar.

Guðbjörg JónsdóttirGuðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi (átti raunar heima á Broddanesi í Strandasýslu alla ævi, 1871–1952) ólst upp við nánast forna lífshætti. Bænaiðja

1 Geels og Wikström útskýra kenninguna vel, sjá heimilda-skrá.

var ríkulegur þáttur í lífi fólks. Borðbænir þóttu t.d. sjálfsagðar. „Aldrei fór faðir minn svo nokkra ferð, að ekki læsi hann áður ferðamannabæn, það var líka siður þá.“ Í segl bátanna voru saumuð bænarorð. Og „varð aldrei nokkurt slys á sjó eða landi […]“ í búskapartíð foreldranna, þrátt fyrir kappsemi föðurins. Kirkjurækni var mikil og „hafa þessar kirkjuferðir verið huga mínum skærasta vegaljós“.2

Guðbjörg naut mjög kirkjuferðanna og viður-kenndi nauðsyn bæna í bernsku, sérstaklega í sambandi við eitthvað hættulegt eða ógnvekjandi. En sem barni fannst henni ýmislegt í trúrækninni langdregið eða tormelt. Erfitt var t.d. og leiðinlegt að læra Helgakver en þá var miðað við utanbókar-lærdóm. Og erfitt var fyrir barn að festa hugann við húslestrana sem höfðu tilhneigingu til að verða fyrst og fremst siðvenja í augum Guðbjargar, en m.a. var lesið mikið eftir Jón Vídalín sem varla getur hafa talist aðgengilegt efni, hvað þá fyrir börn eða unglinga. Ýmislegt trúarlegt efni tileinkaði hún sér þó t.d. úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar sem hún kunni að meta.

Guðbjörg lýsir móður sinni sem elskulegri konu og afar gjafmildri og hjálpsamri. Eins virðist föður hennar hafa verið farið. „Heilbrigð lífsskoðun, innileg trú, bjartsýni og guðstraust höfðu jafnan verið eign hans.“ Hún segir líka frá öðru trúuðu, elskulegu og vönduðu fólki bæði á heimilinu og á öðrum bæjum.

Það er greinilega fólkið sem mótar trúarlega tilverusýn Guðbjargar. Foreldrar hennar og fleira

2 Guðbjörg Jónsdóttir, Minningar frá bernsku og æskuárum, bls. 15–19.

Um tileinkun trúarVIGFÚS INGVAR INGVARSSON

Trúarmótun þriggja Íslendinga og mikilvægi fyrirmynda

ANDLEGT LÍF OG MÓTUN

K IRK JURITI Ð 37

fólk sem hún kynntist í uppvexti. Fólk sem bar trú sinni fagurt vitni með vönduðu og gefandi líferni. Þrátt fyrir eitt og annað strítt og fornlegt í trúar-iðkuninni þá getur hún ekki efast um heilindi fólksins sem verður fyrirmyndir hennar. Og hún vinnur úr þessum trúaráhrifum þannig að úr verður heilsteypt trú, samhæfð persónunni. Það er ljómi yfir trúariðkun bernskunnar þegar hún horfir til baka síðar á ævinni. Hið einfalda jólahald er t.d. afar dýrmætt og trúarstyrkjandi í minningunni.3

Það er þroskuð trúkona sem yrkir svo:

Drottinn daga og stunda, Drottinn tíma og rúms, Drottinn dýrðar funda, Drottinn næturhúms, stýr þú hönd og huga, hjarta, lífi og sál, lát ei bölið buga, blessa allra mál.4

3 Sama, bls. 20–26.4 Guðbjörg Jónsdóttir, „Bænavers“, bls. 220.

Lykilpersóna, við að tengja saman með jákvæðum hætti helgihald, aðra trúariðkun og eftirsóknar-verða manngæsku, er sóknarpresturinn séra Hall dór Jónsson í Tröllatungu (1810–1881): „En vafa samt er það, hvort betri maður hefir verið til, en presturinn sem ég þekkti fyrst.“5 Fólk virðist líka hafa verið sammála um að hann hafi lifað boð-skap sinn með einstökum hætti. Umsögnin sem hann fær hjá Páli Eggerti Ólasyni er: „Var orðlagt valmenni.“6

Jakob JónssonSéra Jakob Jónsson (1904–1989) gerir góða grein fyrir trúartileinkun sinni og mótun bæði í bókar-kafla í Játningum og í minningabók er hann ritaði.7

Hann segir reyndar ekki aðeins frá mikilvægum, mótandi trúaráhrifum, sem hann verður fyrir í æsku, heldur greinir þau síðar á ævinni, svo sem er hann ritar um tvenns konar trúaráhrif:

5 Guðbjörg Jónsdóttir, Minningar frá bernsku og æskuárum, bls. 19–22.

6 Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár, bls. 262.7 Sjá: Jakob Jónsson, „Ég trúi á Krist og sigur hans“ og: Frá

sólarupprás til sólarlags.

38 K IRK JURITI Ð

Annað hvort verður guð að gera vilja sinn og eðli sitt sýnilegt inni í sjálfum efnisheiminum eða ég verð að eiga einhvern hæfileika til að skynja hið dulda eðli guðs út frá áhrifum, sem ekki eru háð né bundin jarðneskum skynsviðum og skilningarvitum.

Hið fyrra er það, sem kallað er opinberun guðs, revelatio Dei, — hitt er dulrænt, andlegt samband mannsins við guð, unio mystica et spiritualis.8

Séra Jakob var prestssonur og ólst upp á Hrauni við Djúpavog þar sem landbúnaður var stundaður ásamt sjávarútvegi í þorpinu og náttúrufegurð var mikil. Líf og leikir barnanna tengdust mjög umhverfinu og náttúruskynjun er mikilvægur mótunarþáttur í bernsku Jakobs ásamt bóklestri og sögum fólks. Eining við náttúruna og dýrin er augljós áhrifaþáttur. Frásagnir um dularfull fyrirbæri og glíma samtíðarfólksins við hugtakið náttúrulögmál og þá það sem virtist brot á þeim virðist einnig þáttur sem hefur áhrif á hina trúar-legu mótun. Hann greinir jafnvel frá snertingu við „okkult“ fyrirbæri eins og andaglas og einnig dulrænni sýn.

Náttúrusýnin og einingarvitundin krefjast jafn-framt túlkunarramma trúarhefðarinnar, líkt og hann útskýrir sjálfur: „Þegar trúin fær málið, gef-ur það auga leið, að orðaforðinn er tekinn úr máli hinna fullorðnu, eins og tungutak vitsmuna og til finninga.“ Ekki aðeins hið náttúrulega umhverfi mótar heldur ekki síður hið mannlega samfélag og þá fyrst og fremst við þá nánustu. Trúin er ótvírætt þáttur í lífi fólksins. Jakob lærir ungur bænir og að iðka bænina og öðlast eftirminnilega reynslu, sem stálpaður drengur, af bænheyrslu í sambandi við skipstapa. Hann verður einnig fyrir sérstakri trúar-legri reynsluskynjun við messu fyrir fermingu og aftur við ferminguna sérstakri skynjun á djúpum tengslum við kirkjugesti.

Þrátt fyrir allt þetta á Jakob í vissri trúarbaráttu vegna veikinda þegar hann er á fermingaraldri. Í framhaldi af umfjöllun um þessi veikindi segir hann sjálfur: „Líklega hefir úrslitastundin í sögu míns andlega lífs runnið upp nokkrum árum síðar, þegar heilsan var farin að batna og ég farinn að búa

8 Jakob Jónsson, „Ég trúi á Krist og sigur hans“, bls. 90.

mig undir gagnfræðaprófið.“ Þetta sem hann kallar dulræna skynjun segir hann þó ekki hafa fullnægt sér „nema af því að hún hefir fengið sína skýringu í skynjun opinberunar Guðs í Kristi.9 Þessari úr-slitastund lýsir hann svo:

Ég var staddur úti á förnum vegi síðla dags. Dimmt var í lofti og litbrigði lítil á landi eða sjó. Ekkert að sjá né heyra, sem gat valdið sér-stakri hrifningu né geðshræringu, enda var hér ekki um geðshræringu að ræða í venjulegum skilningi. Hrifningu mætti fremur nefna það, því að það var eins og sál mín yrði hrifin, þ.e.a.s. tekin á vald einhvers máttar, sem ekki væri háð-ur neinum ytri skilyrðum. […] Ég fann, að hið sama „líf“ eða „andi“, sem var í sjálfum mér, var allt í einu í öllu, sem ég horfði á utan við sjálfan mig. Meðvitund mín gerði hvort tveggja í senn, að verða að engu og að verða allt. […] Í þessu var hvort tveggja, óendanleg kyrrð og óendanlegur kraftur í „hreyfingu“. Kærleikur og samstilling, sem þó er engin geðshræring. Eilíf sæla, gleði og friður, sem þó á ekkert skylt við þau geðhrif, sem þessi orð eru oftast tengd við. Og loks undarleg þjáning, sársauki, sem virtist smjúga gegnum allt.10

Fólk sem lifir trú sína af heilindum leggur Jakobi til fyrirmyndir eða „hlutverk“ sem gerir honum kleift að túlka „einingarreynslu“ sína innan ramma krist-innar trúarhefðar. Hann lýsir foreldrum sínum sem einkar vönduðu og umhyggjusömu fólki sem m.a. kenndi honum að rækta með sér virðingu fyrir öllu fólki.11 Trúarlíf foreldrahúsanna er honum alltaf satt og ekta þótt nýir tímar leiði hann í guðfræðinámi inn á veg frjálslyndu guðfræðinnar (aldamóta guð-fræði) en faðir hans var fulltrúi eldri stefnu. Séra Jakob tekur það beinlínis fram að hann hafi stefnt að því að taka við kallinu af föður sínum (ganga inn í hlutverk hans) og hann varð reyndar aðstoðar-prestur hans að loknu námi.

Einingarreynslan og viss dulræn reynsla, and-spænis hinni köldu, þýsku, frjálslyndu guðfræði sem „varð mjög háð heimspeki naturalismans og

9 Sjá: Jakob Jónsson, Frá sólarupprás til sólarlags, bls. 14–19.10 Jakob Jónsson, „Ég trúi á Krist og sigur hans“, bls. 91–92.11 Jakob Jónsson, Frá sólarupprás til sólarlags, bls. 10–13.

K IRK JURITI Ð 39

efnishyggjunnar, og gerði sem minnst úr krafta-verkum, yfirnáttúrulegum atburðum og opinber-unum í Biblíunni“ — beindu Jakobi að þeirri grein frjálslyndu guðfræðinnar, hérlendis, sem tengdist spíritismanum.

Þess má geta að séra Jakob ritar um náin tengsl fólks á Norðfirði við náttúruna er hann var prestur þar (1929–1935) og getur sérstaklega um trú sjó-mannanna: „Ilmur moldarinnar blandaðist saman við slorlyktina úr fjörunni. […] Fólkið sem þarna hafðist við, kunni sínar gömlu bænir, en hafði lesið Njólu Björns Gunnlaugssonar […] Kirkjan var því mikils virði.“12

Emil BjörnssonNæst er leitað fanga í minningum annars prests, séra Emils Björnssonar (1915–1991).13 Hann fæddist á Felli í Breiðdal og ólst þar upp. Lífshættir voru fábreyttir og í gömlum skorðum á æskuslóðum hans. Trúin virðist hafa verið sjálfsagður hlutur í lífi fólksins og heimilisguðrækni í hávegum höfð. Efn-ið var: „Vídalínspostilla á sunnudögum og sálmar Hallgríms á föstunni, og raunar við öll tækifæri.“ Trúin er fólki greinilega inngróin en orðfærið og tjáningarmátinn tilheyrir fyrri tímum.

Í bók sinni lýsir séra Emil sterkum upplifunum af útiveru og þá oft með föður sínum sem fræddi hann um náttúruna og sýndi honum mikla um-hyggju. Föðurímyndin, að einhverju leyti tengd náttúrusýninni og vissri einingarhugsun alls sem lifir, sýnist verða grundvallandi túlkunarmynstur trúarinnar.14

Emil var greinilega mjög hændur að elskuleg-um föður sínum sem deyr þegar hann er átta ára gamall. Andlát föðurins tók hann eðlilega mjög nærri sér og kistulagning hans verður atburður sem mótar trúartúlkun séra Emils ævilangt. Það slær hann óhuggulega þegar sungið er við þessa athöfn: „blóðskuld og bölvan mína / burt tók guðs sonar pína, / dýrð sé þér, Drottinn minn.“ Séra Emil ritar: „Frá þessari stundu reis eitthvað í mér gegn allri „trú“ sem byggir á syndasekt mannsins og bölv-an Guðs.“15 Þessi sára, tilfinningalega upplifun á

12 Sama, bls. 55.13 Emil Björnsson, Á misjöfnu þrífast börnin best.14 Sama, sjá: „Faðir minn fjárbóndinn“ (bls. 41–46), einkum

„Við Selbalatótt“ og „Á Kolahjalla“, bls. 43–45.15 Sama, bls. 65.

sorgarstundu verður honum ævilangur túlkunar-rammi í trúarefnum — að kalla mætti neikvæður túlkunarrammi. Ekki gegn kristinni guðstrú held ur þeirri túlkun trúarinnar og því orðfæri sem honum finnst harðneskjulegt og forneskjulegt og ekki sam-ræmast þeirri guðsmynd sem hafði mótast með honum í fylgd föður hans á æskudögum.

Í þessum dæmum öllum virðast lifandi fyrirmyndir skipta miklu máli. Þ.e. fólk sem lifir trú sína og sem er jafnframt hræsnislausar og vandaðar mann-eskjur. Og enn fremur, sem fellur að kenningum Sundéns, virðist einnig skipta máli að fólk kynn-ist trúariðkun þannig að það fái aðgang að hinum trúarlega arfi, frásögnum Biblíunnar og bænum og sálmum sem af þeim hafa sprottið.

Í tveimur af dæmunum er einnig vísað sérstak-lega til upplifunar á náttúrunni, sem sköpun Guðs eða einhvers konar einingarupplifunar sem tengist náttúrunni. Ekki kæmi á óvart þótt náttúruskynjun reyndist fyrirferðarmikil í trúarmótun Íslendinga. Sérstaklega fólks sem mótast hefur af miklum sam-skiptum við íslenska náttúru. Það má velta því fyrir sér hvort náttúrusýnin hafi í lífi þjóðarinnar að ein-hverju leyti vegið upp á móti minni biblíulestri og jafnvel kirkjusókn en hjá ýmsum nágrannaþjóðum. Þetta hefur líklega ekki verið rannsakað sérstak-lega og er víst erfitt að höndla. Heimilisguðræknin hefur þó að líkindum vegið þyngra en dæmin sýna hve traustan sess hún átti lengi.

HeimildirEmil Björnsson. Á misjöfnu þrífast börnin best: Eigið líf og

aldarfar I. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., 1986.

Geels, Anton og Owe Wikström. Den religiösa människan: En introduktion till religionspsykologin. Ny omarbetad utgava. Stokkhólmur: Natur och kultur, 2006 (1999).

Guðbjörg Jónsdóttir (frá Broddanesi). Minningar frá bernsku og æskuárum. Reykjavík: Gutenberg, 1929.

———. „Bænavers.“ Kirkjuritið 4 (1952): 220.Jakob Jónsson. „Ég trúi á Krist og sigur hans.“ Játningar.

Ritstj. Símon Jóh. Ágústsson, bls. 86–103. Reykjavík: Hlaðbúð, 1948.

———. Frá sólarupprás til sólarlags: Minningabrot. Reykjavík: Skuggsjá, 1981.

Páll Eggert Ólason. Íslenskar æviskrár: Frá landnámstímum til ársloka 1940. II. bindi. Reykjavík: Hið íslenska bók-menntafélag, 1949.

Sundén, Hjalmar. Religionen och rollerna: Ett psykologiskt studium, Femte oförandrede upplagan. Karlskrona: Verbum, 1971 (1959).

40 K IRK JURITI Ð

Dulúð í kristnu bæna- og trúarlífi hefur löngum þótt óæskileg að því leyti að sumir tengja íhugun og innhverfa bæn fremur

guðspeki og spíritisma en kristinni trú. Rökin eiga ef til vill rétt á sér í því samhengi að segja má að iðkun dulúðar sé að einhverju marki eldri en kristnin sjálf og geti þannig falið í sér ósamræmi og þá um leið árekstra heimspekilegra hugmynda-kerfa og kenningargrundvallar kristindómsins.

Fyrst var það kirkjujóga, hvað svo?Það má spyrja sig að því í samhengi aukinnar fjöl-breytni og framboðs í andlegum efnum hvernig lútherskum sérkennum bæna- og trúarlífs er við-hald ið í starfi kirkjunnar. Og hvort að Þjóðkirkj-unni beri að leggja áherslu á slík sérkenni, þar sem það sé jú að mörgu leyti sama hvaðan gott komi. Sjálfstyrking og andleg uppbygging fer vissulega fram á breiðum sál- og félagsfræðilegum grund-velli, en ekki aðeins trúarlegum, þótt slíkt starf fari fram í kirkjum landsins. Þannig hafa söfn-uðir og prestar reynt að svara kalli tímans um að kirkjan sé vettvangur andlegrar iðkunar á breiðum grundvelli, auk þess að vera samfélagslega virkar einingar í sínu nærumhverfi. Sumum fannst nóg um að kirkjujóga haslaði sér völl. Og nú hefur um árabil sótt í sig veðrið eitthvert kaþólskt fyrirbæri, svokölluð kyrrðarbæn. Hvað er nú það?

Íhugunararfur klaustranna gengur afturInnan klausturhefða kaþólskra, hvar Lúther sjálfur tók út sinn þroska, rýni og skerf af miðaldadulúð, hafa alla tíð verið stundaðar bænir af margvíslegum toga og trúarlíf þeirra sem helguðu sig Kristi og kirkju byggt á ríkulegum arfi á biblíulegum grunni. Meinlæti og síðar samfélög meinlætafólks voru og eru arfur frumkirkjunnar sem á sér þó rætur í enn

eldri hugmyndum, bæði gyðinglegum og aust ræn-um, sem á stundum eru kallaðar mystík, dregið af latneskum rótum hugtaksins „leyndardóms“. Per-sónulegt samband eða samfélag við anda Guðs er að sumra mati kjarni þeirrar iðkunar sem kennd er við dulúð, svo ekki eru allir á eitt sáttir um að dulúðarhefðirnar samræmist í raun þeirri grein kristindómsins sem lúthersk kirkja tilheyrir.

Eiga öll bænaform rétt á sér?Í fyrirlestri sínum Guðfræðin og dulúðin í nám-skeiðinu „Dulúð og kristin íhugun“ (2006) segir dr. Einar Sigubjörnsson að í lúthersku samhengi geti ákveðin form viljadulúðar átt rétt á sér, aðferðir sem miða að því að móta og beisla vilja mannsins (Ignatius) en þær hefðir sem kenni annað geti ekki talist kristnar. „Kristin dulúð getur því ekki snúist um tilraunir til að ná samruna við guðdóminn út frá eðlisskyldleika sálarinnar við Guð … Dulúð sú … er hins vegar samsemdardulúð, þar eð hún kennir samsemd sálarinnar og Guðs.“1

Einar gengur með öðrum orðum út frá því að apophatískar bænahefðir kaþólskrar hefðar hafi, líkt og ýmsar austrænar aðferðir sem hafa haslað sér völl á Vesturlöndum síðustu áratugi, það að markmiði að iðkandinn samsami sig Guði vegna eðlisskyldleika sálarinnar við eilífa handanveru Guðs. Það er og ósamrýmanlegt kenningargrund-velli lútherskra kirkna.

Nauðsynlegt er að átta sig á því út frá hvaða mann skiln ingi er gengið þegar maður spyr sig í hverju krist in guðrækni felst. Að mörgu leyti gerir sá lúth erski mannskilningur sem Einar vísar til

1 Einar Sigurbjörnsson, „Guðfræðin og dulúðin“. Fyrirlestur í námskeiðinu „Dulúð og kristin íhugun“. Endurmenntun Háskóla Íslands, 11. mars 2006. Sótt á vef Guðfræðistofn-unar 8. ágúst 2012. Vefslóð: http://gudfraedi.is/node/55.

Dulúðin sem dægurvillaEr endurkoma kristinnar mystíkur yfirvofandi?

DAGUR FANNAR MAGNÚSSON og ARNALDUR MÁNI FINNSSON

K IRK JURITI Ð 41

ráð fyrir því að manninum sé sjálfrátt; hann þekki sjálf an sig og geti sem kristinn einstaklingur sveigt sjálf an sig í átt til þess að sammótast vilja skaparans og þannig orðið góð eða heil manneskja. Þessi hugs un byggir á þeim biblíulega skilningi að Guð sé persónulegur Guð, birtist í Jesú Kristi og sé lif-andi hugur og starfandi vilji í heiminum. Kristin trú geti því ekki snúist um heilabrot um eðli mann-eskjunnar eða kjarna hennar, heldur eigi athyglin að beinast að félagslegu hlutverki trúarsamfélagsins og vissu sem skírskotar til viljaverknaðar mannsins. Á því byggi von hans. Hinn trúaði samræmir vilja sinn við vilja Guðs en reynir ekki að samsama sig Guði með iðkun sem miðar að því að „öðlast vald“.

Engu að síður sækja íhugunaraðferðir klaustra og aust urs á, kenndar við dulúð, því þær svara ákveðnu kalli eftir kyrrð og stillingu. En einfald-leiki felst í þeim eina ásetningi að leggja af vit og vilja um stund til að hlusta bara og hlýða. Eru þetta draugar forneskju sem ber að kveða niður eins og álagasendingu; er öfugsnúin og illskiljanleg guðfræði að baki, jafnvel neikvæð og niðurbrjót-andi eins og nafngiftin gamla gefur til kynna; Via Negativa?

Bænasvar við ákalli samtímansÍ upplausnarástandi samtímans má segja að ofan-greindur skilningur á sjálfsveru og vitund hins trúaða samræmist illa þeim spurningum sem nú-tíma fólk ber fram á sinni andlegu leit; það spyr sig ekki að því hvað Guð vill, heldur miklu frekar bara „hver er ég og hvað vil ég“? Þannig byrjar það. Hvernig get ég viljað það sem Guð vill? Flestir myndu jafnvel veigra sér við því að gefa í skyn að þeir viti á annað borð nokkuð hvað Guð vill, hvort sem er í persónulegu tilliti eða hvað þá hinu stóra samhengi, þar sem heimur virðist á vonarvöl.

Því er ekki að neita að við, sem sitjum báðir í

stjórn Kyrrðarbænasamtakanna (e. Contemplative Outreach Iceland), lítum á það sem svo að Centering Prayer, eða kyrrðarbænin og tengdar aðferðir sam-takanna (fyrirgefningarbæn, Lectio Divina o.s.frv.) séu ákveðið bænasvar við ákalli samtímans og sam-ræmist að fullu klassískri kristinni guðfræði, þó að hún sé ekki hin úthverfa bæn Orðsins sem lýsi vilja, óskum eða sé „fyrir einhverjum“ (öðrum) — eins og Karl Barth lagði áherslu á.2 Þagnar- og kyrrðar-bænir, sem eru auðvitað fleiri í hefðinni heldur en aðferð Centering Prayer, eru nefnilega í eðli sínu líka virkar bænir, bænir fyrir okkur sjálfum og nærveru Guðs í lífi okkar.

Við leitum í raun frekar að skilningi okkar sjálfra á vilja Guðs með því að láta af hugsunum, við-brögðum og áætlanagerð, með aðferðum sem hjálpa okkur að sleppa tökunum á því að „þurfa að stjórna“ og „beita okkur“ til að ná árangri. Hverjir ávextir þess eru, að dvelja í nærveru heilags anda, getum við látið liggja milli hluta að sinni, en minnum á að aðferðin per se á margt sameiginlegt með vin-sælum veraldlegum sem og austrænum aðferðum sem settar hafa verið í „heilsuræktarbún ing“ hinnar vestrænu neysluhyggju. Sem heilsu sam leg afurð kristinna hefða á kyrrðarbænin, sem og önnur dulúð eða hefðir kenndar við hana, rétt á sér í flóru þess sem kirkjan býður upp á í dag. Meðal annars vegna þess að mystíkin er eins konar kjarni sem er til staðar í öllum trúarhefðum, innri afstaða sem er inntak og andleg næring, sem sumir segja að sé í grunninn að mörgu leyti eins og tófú.

Kyrrðarbænin er tófúréttur samtímansDulúðina má hæglega skýra með myndlíkingu eins og Carl McColman bendir á í bók sinni The Big Book of Christian Mysticism (2010). Mystíkin er eins og tófú. Tófú er frekar bragðlaus matur en hefur þann eiginleika að draga til sín bragð af þeim kryddum sem það er kryddað með eða þeim mat sem það er eldað með. Sama má segja um mystík, hún er krydduð og elduð í kristinni hefð og miðar að því að læra að elska, þekkja og komast í mun

2 Ítarlegri greiningu á gagnrýni nýrétttrúnaðarins á innhverfa iðkun með áherslu á samsemdardulúð má sjá í: Arnaldur Máni Finnsson, „Frelsi Krists í frjálsum manni. Um skáld-munkinn Thomas Merton“. Meistaraprófsritgerð við Há skóla Íslands, 2012 (leiðb. Pétur Pétursson), bls. 19–21. Vefslóð: http://hdl.handle.net/1946/13904.

„Kristin dulúð getur því ekki snúist um tilraunir til að ná samruna við guðdóminn út frá eðlisskyldleika sálarinnar við Guð.“

42 K IRK JURITI Ð

nánara samfélag við Guð en áður. Þrátt fyrir að kyrrðarbæn sé í sjálfu sér ágæt þýðing á hugtakinu Centering Prayer (hún kristallar þann innri frið og kyrrð sem fylgir því að iðka bænina reglulega), þá má segja að kjarnabæn eða miðjunarbæn lýsi inn-taki aðferðarinnar betur.

Því má lýsa í stuttu máli út frá eigin reynslu hverju þessi bæn skilar iðkendunum. Þegar búið er að fletta í burtu öllum hugsunum, tilfinningum og skynjunum komum við að kjarna sjálfsins, hinu allra helgasta í okkur sjálfum, þar sem Guð dvel ur. Páll postuli orðaði upplifun á þeim veru-leika í bréfi sínu til Korintumanna með orðunum „líkami ykkar er musteri heilags anda“ (1Kor 6.19). Þegar iðkandinn hefur gengið í gegnum forgarð musterisins þar sem allt iðar af hugsunum, til-finningum og skynjunum, þá liggur leiðin inn um hliðin, fram hjá altarinu, og að fortjaldinu þar sem hið allra heilagasta dvelur. Þar mátt þú dvelja og hvíla í Guði, í trausti þess að nærvera heilags anda hreinsi og helgi vegferð þína til andlegs þroska og vaxtar.

Án þess að fara djúpt í aðferð kyrrðarbænarinnar má, eins og áður kom fram, segja að hún sé keimlík öðrum aðferðum, m.a. gjörhygli (e. mindfulness) eða svokallaðri núvitund, en það eru veraldlegar aðferðir sem bæði hafa verið gagnreyndar í klínísku samhengi og kynntar í víðu samhengi andlegrar heilsuræktar, t.d. á stofnunum eins og skólum og sjúkrahúsum. Að upplagi telja sumir hana einnig skylda austrænum (trúlausum) hefðum sem nutu vinsælda á sjöunda áratug síðustu aldar, en líta fram hjá þeim ígrundaða grundvelli klausturhefðanna sem hefur verið lagður til þess að skýra samhengi hennar, t.a.m. með því að útskýra að hún sé upp-hafspunktur vegferðar sem styðst við fleiri aðferðir (fyrirgefningarbæn, Lectio Divina o.s.frv.). Það ber þó að taka mið af ólíkum sjónarmiðum til að gæta sanngirni.

Kyrrðarbænin hefur fengið þá gagnrýni að vera „bara íhugun“ en ekki bæn í eiginlegum skilningi. Það er að okkar mati í besta falli skammsýni, en stundum vísvitandi misskilningur þeirra sem telja bæn aðeins vera orðaða og byggja á Orðinu, hvort sem er í bundnu eða óbundnu máli. Að okkar mati, eins og við höfum reynt að styðja með umfjöllunum embættisritgerða okkar við Guðfræðideild Háskóla Íslands, byggir kristin íhugun, hvort sem hún styðst

við orð eða ekki, á þeim ásetningi að nálgast Guð með persónulegum og sjálfsrýnandi hætti. Þar á sér stað samtal sálar og anda huggunar, frelsunar og sköpunar, sem verður ekki endilega með orðum lýst. Ef til vill væri nær að vísa til hins eilífa sam-spils hinna þriggja „persóna“, hins þríeina Guðs, sem lýst er með hugtakinu perichoresis, en það er hugtak sem er ætlað að útskýra flæðið í kosmískum dansi Guðs föður, sonar og heilags anda.

„Samtalið“ við Guð er endurnærandi en hvílir alltaf á grunnforsendu þess „að gefa sér ekkert“ þar sem meðvitundin um virkni hugsana, ímyndunar-afls og ytri truflana er alltaf til staðar.

Hvers vegna nýtum við ekki bara klínískar aðferðir?Á meðal þeirra sem vilja greina á milli hins trúar-lega og veraldlega, innan kirkju sem utan, hefur sú spurning komið fram hvers vegna við stundum ekki bara veraldlega gjörhygli annars vegar en höldum hins vegar bara áfram ástundun hefðbundins trúarlífs? Jon Kabat-Zinn, emiritus í læknisfræði og ætlaður höfundur hinna almennu núvitundar-fræða, hefur haldið því fram að þegar fólk stundi veraldlega íhugun af krafti komi alltaf að þeim punkti að iðkandinn upplifi hið dulræna, það sé einfaldlega ekki hægt að taka mystíkina alveg út úr veraldlegri iðkun, sem útilokar ekki einhvers konar andlega nærveru sem væri handanveruleg og æðri.3 Höfundurinn, sem byggir fræði sín vissulega á grunni búddískrar dulúðar sem hann yfirfærir

3 Trousselard, M.; Steiler, D.; Claverie, D.; Canini, F., „L’his-toire de la Mindfulness à l’épreuve des données actuelles de la littérature: questions en suspens.“ L’Encéphale 40/6 (2014): 476 (474–480). DOI: 10.1016/j.encep.2014.08.006.

„Mystíkin, eða dulúðarhefðirnar, bjóða okkur ekki bara nýjan snertiflöt á upplifun og nærveru í bæn, heldur eru snertiflötur okkar eigin hefða við ólík trúarbrögð, heimspekikerfi og sjálfshjálparkenningar.“

K IRK JURITI Ð 43

á heim spekilega útfært lífsstíls- og sjálfshjálpar-kerfi, gerir sér því fyllilega grein fyrir því að iðk-endur sem hefja sína andlegu vegferð á veraldlegri íhugun eiga þó von á því að upplifa einhvers konar samfélag við Guð eða æðri veru þrátt fyrir að það sé ekki meginmarkmið þeirra í upphafi.

Almennt eru markmið núvitundarinnar skýr og iðkendur sækjast meðvitað eftir ávöxtum iðkunar-innar. Þeir geta verið t.d. lægri blóðþrýstingur, já kvæð áhrif á þunglyndi og kvíða, minna stress ásamt fleiri uppbyggilegum andlegum og líkam-legum þáttum. Í þessum grundvallandi mun liggur e.t.v. munurinn á nálgun klínískra aðferða og þeirra kristnu íhugunarhefða sem hér eru til umfjöllunar. Í bæn er markmiðið aðeins það að opna sig fyrir Guði, dvelja með og í honum og leyfa óskilgreindri náðarvinnu að eiga sér stað hið innra, í takt við vilja hans. Ávextir trúarinnar koma síðar í ljós og eru í samræmi við náðargjafir andans, ólíkir eftir því hvar hæfileikar okkar og þarfir liggja. Hinn trúaði getur vissulega hafið sína vegferð á ákveðnum guðfræðilegum forsendum, vonað að andinn veiti tilfinningu fyrir Guðsríki innra með sér og efli og styrki hann í að upplifa og umfaðma Guðsríki á jörðu, manna á meðal. En fyrirvari hinna apophatísku leiða, Via Negativa, er vissu-lega sá að við stígum inn í hið óþekkta án fullvissu og losum okkur við væntingar um upplifanir, inn-blástur og trúarhita.

Hin samfélagslega víddAnnað sjónarmið sem gagnrýnendur hafa haldið á lofti er að iðkunin verði markmið í sjálfri sér, einangri fólk í trúarlífi sínu og leiði það af braut samfélagslegrar virkni, sem sé í raun grundvallar-inntak kristinnar trúar. Kristindómurinn gangi út á samfélag, félagslega boðun, réttlæti, útdeilingu sakramenta í samhengi safnaðar og einingu hinna trúuðu í elskunni. Vissulega ber að varast ástundun sem verður að fíkn sem og þá freistingu að treysta eigin skilgreiningum á æðri vegferð sem hefur iðkandann yfir aðra á hinu andlega sviði. Vissu-lega krefst reglubundin iðkun, bæði íhugunar á borð við kyrrðarbænina sem og annarra greina dulúðar, þess að hún fari fram í einrúmi. En það eru líka fyrirmæli Krists um hvernig skuli biðja. Dæmisagan um faríseann og tollheimtumanninn í musterinu segir líka sína sögu. Bænin, orðuð sem og upplifuð, er til andlegrar næringar svo við

uppbyggjumst í því að taka þátt í samfélagi, miðla og deila gæðum og elsku, í hinu dagsdaglega lífi. Guðsþjónusta safnaðarins, tilbeiðsla og lofgjörð, verður enn jafn mikilvægur — og jafnvel mikil-vægari — hluti þess „hversdagslega“ veruleika sem hinn trúaði öðlast sífellt ríkari skilning á. Því þegar við áttum okkur á samhengi og flæði okkar innri veru í þöglum dansi með æðri veru og annarra, þá nálgast vitundin þekkingu á eðli þess Guðs-ríkis sem Kristur talaði um að væri mitt á meðal okkar. Sú hugmynd hefur guðfræðilega verið rýnd og greind með margvíslegum hætti. Tengslin milli fræðanna um endatímana og þá mikilvægu afstöðu sem birtist meðal annars í því að vonina sé að finna, ekki í „framtíð Guðs“, heldur því að Guð sé þegar til staðar í núinu, hafa verið rakin ítarlega annars staðar, en leiða á sama tíma þessa spurningu fram sem lagt var upp með í upphafi.4 Er „endurkoma“ kristinnar mystíkur yfirvofandi?

Líkt og Guðsríkið sem er í sífellu nálægt og kom-andi, þá er hin kristna mystík þegar á meðal okkar og vinnur að birtingu Guðsríkisins í elsku okkar hvers til annars. Mystíkin, eða dulúðarhefðirnar, bjóða okkur ekki bara nýjan snertiflöt á upplifun og nærveru í bæn, heldur eru snertiflötur okkar eigin hefða við ólík trúarbrögð, heimspekikerfi og sjálfshjálparkenningar. Þar með er iðkun dulúðar ekki trúvilla eða blekking sem leiðir í ógöngur, gerir okkur dægurvillt, heldur opnar hún í raun dyr kirkjunnar fyrir þá sem hafa leitað í innhverfa iðkun annarra hefða til að mæta eigin þörf fyrir andlegt líf.

Gjörum dyrnar breiðar og hliðið hátt þegar við bjóðum velkominn hinn andlega þyrsta og leitandi nútímamann sem biður um sopa af vatni á leið sinni yfir í græna grasið hinum megin.

4 Fræðin um endatímana (e. eschatology) geta einnig verið fræðin um hið æðsta og mesta, sem í hugum kristinna ein-staklinga ætti að vera Guðsríki. Ríki Guðs er talið vera í ei-lífðinni, sem er fyrir framan og aftan tímann. Það eina sem er raunverulegt í tíma og rúmi er núið, fortíðin er orðin að minningum og framtíðin er enn aðeins hugmynd. Upphaf og endir tímans mætast því í núinu og eilífðin gegnumsýrir allt núið. Þess vegna ætti það vera hverjum manni fært að upplifa hið eilífa. Sjá: Dagur Fannar Magnússon, „„Sá sem sáir í andann mun af andanum uppskera eilíft líf.“ (Gal 6.8)“. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, 2019 (leiðb. Arnfríður Guðmundsdóttir). Vefslóð: http://hdl.handle .net/1946/32648.

44 K IRK JURITI Ð

Þjóðfélag samtímans skilgreinist fyrst og síðast af hinum veraldlega ramma; hefðum sem eru félags-legar að mati hugvísindanna og siðferði og gildis-mati sem siðfræðingar háskólasamfélagsins eru kallaðir til að meta í umræðu almannarýmisins ásamt álitsgjöfum fjórða valdsins. Staða kirkjunnar og þjóna hennar á öllum stigum er önnur í félags-legu tilliti en var þegar einsleitni þjóðfélagsins var mótuð af og undir áhrifum orðræðu hins vestræna og umburðarlynda kristindóms sem þótti sjálf-sagður hluti af menningu Norðurlanda.

Allt frá því að kveðið var á um trúfrelsi í stjórnar-skránni sem þjóðinni var færð árið 1874 hefur um-ræðan um samband ríkisvalds og kirkju átt sér stað með mismunandi áherslum þó. Þrátt fyrir háværar raddir á síðustu árum, sem kveða þann dóm um almannaróminn að „tími aðskilnaðar“ sé upp runn-inn, þá kom á daginn við ráðgefandi kosningu um drög að nýrri stjórnarskrá árið 2012 að enn var meirihlutavilji fyrir því að hinnar evangelísk-lúth-ersku Þjóðkirkju væri getið sérstaklega í stjórnar-skrá framtíðar. Eftir því sem best verður að komist er það vilji þeirra stjórnmálamanna sem enn þrýsta á að ný stjórnarskrá líti dagsins ljós að vinna áfram með þá niðurstöðu, óháð eigin skoðun á málefninu. Hvað síðar verður á eftir að koma í ljós.

Eftirfarandi greinasyrpu er ætlað að opna um-ræðu með örfáum punktum, sjónarmiðum úr ólík um áttum, án þess að ætla þessum hluta Kirkju-ritsins að birta þverskurð allra sjónarmiða eða leggja mat á mikilvægi eða gildi þess sem hver höf-

undur leggur fram. Rétt er þó að skerpa á örfáum atriðum í þessum inngangi.

Alþingi fjallar um veraldlegt umhverfi þeirrar stofnunar sem í dag ber fulla ábyrgð á eigin fjár-hag á eigin kennitölu og heiti sem með einhverjum hætti lýsir stjórnsýslulegri stöðu þess aðila sem á í hinum eiginlegu fjárhagslegu tengslum við ríkis-valdið: Biskupsstofa — Þjóðkirkjan. Sú staða var áréttuð með samkomulagi sem var lögfest um ára-mót og markaði þau tímamót að prestar og aðrir þjónar kirkjunnar sem undir fjárhagslegar skuld-bindingar ríkisins við Þjóðkirkjuna heyra, eru ekki

lengur opinberir embættismenn. Í raun eru það stórmerk tímamót í sögulegu samhengi þar sem prestar, prófastar og biskupar hafa verið í beinu og lögformlegu sambandi við ríkisvaldið sjálft frá siðskiptum í landinu. Hið opinbera embætti sem hluti stjórnskipunar ríkisins hefur verið aflagt, en að mestu virðist á huldu hvaða breytingar það kallar á varðandi innra skipulag og sjálfskilning

Í ölduróti breytinga

„Eftirfarandi greinaflokkur leitast við að varpa upp mynd af ástandi eða tíðaranda, meta stöðu á þeim punkti þar sem látið er reyna á enn eitt stig í þroskaferli kirkjunnar.“

Hvaða áhrif munu breytingar á lagaumhverfi Þjóðkirkjunnar hafa?

Sumir segja það aðkallandi spurningu í upphafi árs 2020 hver staða Þjóðkirkjunnar er í íslensku samfélagi og hvaða væntingar almenningur sem og þjónar hennar gera til stofnunarinnar í fjölmenningarlegu umhverfi.

BREYTINGAR Á YTRA UMHVERFI KIRKJUNNAR

K IRK JURITI Ð 45

Þjóðkirkjunnar. Umræðan er þó nauðsynleg nú til lengri tíma litið, því Þjóðkirkjan þarf að kunna skil á veraldlegu hlutverki sínu sem stofnun í sam-félagi manna annars vegar, og hins vegar því einnig hvað hún er sem samfélag, trúfélag og söfnuður í hinu andlega samhengi. Við erum eftir sem áður hluti af kirkju Krists í heiminum.

Það er úr vöndu að ráða þegar lesa á í vilja eða áætlanir stjórnmálamanna. Þó að ljóst sé að það mætti vissulega teljast til áfanga af hálfu hins opin-bera að losa sig undan ábyrgð og skyldum gagn-vart kirkjunni, utan hinna fjárhagslegu, þá er ekki í einu höggi skorið á söguleg og félagsleg tengsl sem marka samleið kirkju og þjóðar á opinberum vettvangi. Viðaukinn frá 1. janúar breikkar hlut-verk Biskupsstofu en veltir upp spurningum um hlutverkaskipan, valdsvið Kirkjuráðs, biskups og Kirkjuþings.

Á síðustu áratugum hefur vægi leikmanna í allri ákvarðanatöku um kirkjunnar mál aukist veru-lega en á sama tíma þykir ásýnd kirkjunnar slík að biskupar og prestar eru mjög í forgrunni og starf hennar metið eða dæmt á forsendum frammistöðu þeirra sem eru í forsvari. Ábyrgð stjórnendanna var fyrir breytingarnar niðurnjörvuð af stöðu sem var skilgreind af lagalegu umhverfi opinberrar stofn-unar. Erfið starfsmannamál hafa ratað í sviðsljósið

og mannlegur breyskleiki þjóna kirkjunnar þykir stundum ekki hæfa ímynd heilagrar, flekklausrar kirkju. Ef til vill er ljósi punkturinn til framtíðar sá að það sem kirkjan boðar og stendur fyrir er að við erum öll manneskjur og okkur getur orðið á. Þannig er það áréttað að veraldleg stofnun getur aldrei orðið ímynd hins heilaga og hvorki verald-legir né trúarlegir leiðtogar eru hafnir yfir rétt-mæta gagnrýni.

Fyrir kirkjuþingi liggur að setja starfsreglur út frá einfölduðu regluverki og lögum sem afmarka aðeins ramma um starfsemi Þjóðkirkjunnar, en hin viðamiklu lög um opinbera starfsmenn, réttindi þeirra og skyldur, eiga ekki lengur við prestana. Fyrir kirkjuþingi liggur einnig það framtíðarhlut-verk að vera æðsta ákvörðunarvald í stjórnsýslu-legum skilningi varðandi málefni kirkjunnar. Kannski má velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á sjálfskilning presta og biskupa ef leikmenn sem starfa á vettvangi hennar verða hægt og bítandi meira og meira í forsvari fyrir málefni hennar, þjónustu og inntak hreyfingarinnar sem trúfélags?

Eftirfarandi greinaflokkur leitast við að varpa upp mynd af ástandi eða tíðaranda, meta stöðu á þeim punkti þar sem látið er reyna á enn eitt stig í þroskaferli kirkjunnar.

Kirkjufell.

46 K IRK JURITI Ð

Á Þorláksmessu að vetri árið 2019 voru undir rituð lög sem einnig varða skipulag kirkj unnar, starfsfólk og fjármuni. Þetta

eru lög nr. 153/2019 sem tilgreina breytingar á Þjóð-kirkjulögunum svokölluðu1 og hafa í för með sér umtalsverðar breytingar á fjárhagssambandi kirkju og ríkis en einnig á stöðu presta sem embættis-manna ríkisins.

Það fyrsta sem blasir við er að orðið „embætti“ er alls staðar gert útlægt úr Þjóðkirkjulögunum og í staðinn kemur „,þjónusta“ eða „starf“. Sem dæmi má nefna að í 2. málsl. 34. gr. Þjóðkirkju-laganna stóð: „Sóknarprestur er hirðir safnaðar og gegnir prests- og predikunarembætti samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem reglur og venjur segja til um.“ Í stað orðanna „prests- og predikunar-embætti“ kemur nú „prests- og predikunarstarfi“. Í stað orðsins „prestsembættis“ í 3. mgr. 10. gr. laganna kemur „prestsþjónustu“, í stað orðsins „embættisfærslu“ í 3. mgr. 12. gr. kemur „starf“. Og í stað þess að tala um biskupsembætti er talað um biskupsþjónustu.2

Í ljósi þessa liggur beint við að spyrja hvaða skilning þau sem stóðu að breytingunum lögðu í orðið embætti. Við höfum nefnilega hingað til setið uppi með tvenns konar skilning á orðinu embætti þegar prestshlutverkið er annars vegar; tvenns konar hlutverk sem orðið embætti nær yfir, en í gjörólíkri merkingu — hið heilaga prests- og pre-dikunarembætti annars vegar, opinbert embætti á vegum ríkisins hins vegar.

Það er alveg skýrt þegar prestar Þjóðkirkjunnar

eru vígðir að þeir eru vígðir til hins heilaga prests- og predikunarembættis, ekki til embættis ríkis-starfsmanns. Þeir eru vígðir til:

» að predika Guðs orð til iðrunar, afturhvarfs og hjálpræðis,

» að veita heilög sakramenti skírnar og kvöld-máltíðar,

» að hlýða skriftum og boða í Jesú nafni fyrir-gefningu syndanna.3

Og í vígslubréfi kemur skýrt fram að vígsluþegi er vígður til hins heilaga prests- og predikunaremb-ættis og beri að rækja það embætti af kostgæfni. Síðan eru taldir ýmsir þættir sem því tilheyra, bæði hvað varðar hegðun prestsins og hvaða störf skuli inna af hendi og hvernig.4

Vegna sögu lútherskrar kirkju og samfélagsþró-unar á Norðurlöndum hafa prestar jafnframt verið embættismenn konungs eða íslenska ríkisins. Því fylgdu ýmsar skyldur en einnig réttindi, meðal annars hvað varðar skipunartíma og starfsöryggi, þar á meðal skipunartíma til fimm ára (fram til 1996 var um að ræða æviráðningu, enda voru opin berir embættismenn æviráðnir). Umræða um prests embættið í þeim skilningi er í grunn-inn kjaraumræða.

Svo virðist sem þessi síðari skilningur á orðinu embættismaður — það er að segja einungis emb-ættismaður ríkisins — hafi ráðið för þegar ráðist var í breytingar á Þjóðkirkjulögunum. Kann að vera að skýringin sé þörfin á að kveða skýrt á um

Var embættið lagt af?Umræða um prestsembættið í ljósi breytinga á Þjóðkirkjulögum

STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR

K IRK JURITI Ð 47

að menn séu ekki lengur embættismenn ríkisins hafi ráðið mestu. Einnig er möguleiki að vilji til að undirstrika að breyting yrði á ráðningarskilyrðum hafi skipt máli — vilji til að taka af allan vafa um að þau réttindi sem fylgdu opinberum embættis-mönnum, svo sem fimm ára skipunartími, gildi ekki lengur. Sú túlkun er að minnsta kosti nærtæk í ljósi þess að breytingin fylgir í kjölfar breytinga á kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997, sem kvað á um launagreiðslur til ákveðins fjölda presta. Sam-kvæmt nýja samkomulaginu er árviss greiðsla ekki eyrnamerkt ákveðnum starfsmönnum og er óháð fjölda biskupa, prófasta, presta og annarra starfs-manna þjóðkirkjunnar.5

Í ljósi þessara breytinga er alveg skýrt að prestar eru ekki lengur opinberir embættismenn og emb-ætti þeirra skal ekki skiljast í ljósi réttinda og skyldna opinberra starfsmanna. Enda höfum við sem störfum sem prestar öll fengið bréf þess efnis að þegar núverandi skipunartíma ljúki munum við fá nýjan samning með breyttum forsendum.

En hvað með þetta heilaga?En hvað með hitt embættið? Hið heilaga prests- og predikunarembætti? Hefur það horfið eða eigum við að kalla það „prests- og predikunarstarf“ eins og gert er með nýju lögunum? Skiptir einhverju máli að það er kallað embætti? Eða er það bara orðhengilsháttur að vilja ræða slíkt?

Orðið embætti er rótskylt orðinu ambátt og því má færa rök fyrir því að það merki í grunninn þjónustuhlutverk. Því má segja að ekki sé endilega fjarri lagi að skipta út orðinu embætti fyrir orðið þjónusta. En það þarfnast þó frekari skoðunar.

Þýski guðfræðingurinn Isolde Karle bendir á að sá skilningur sem liggur að baki embættisskilningi okkar eigi rætur í stigveldissamfélagi miðalda. Ef við hugsum um prestsembættið fyrir siðbót þá var sú yfirlýsing að maður væri prestur nokkuð altæk lýsing á veru þess einstaklings. Embættið var hluti af lagskiptu samfélagi, sem útskýra má með þeim hætti að það að tilheyra einum flokki skilgreindi á sínum tíma manneskjuna alla, þær reglur sem um

Gengið til embættisverka í Álftaneskirkju.

48 K IRK JURITI Ð

hana og hennar líf giltu (t.d. aðalsmaður, bóndi, prestur, þjónn).6 Í því samfélagi sem við búum nú hefur orðið mikil hlutverkahliðrun (e. functional differentiation)7 og starf okkar eða embætti skil-greinir ekki lengur allan okkar veruleika. Karle heldur því fram að sú hliðrun gagnvart prests-embættinu hafi hafist þegar við siðbót með áherslu Lúthers á almennan prestsdóm sem var róttæk breyting á ríkjandi embættisskilningi. Prestar voru ekki lengur annars eðlis en söfnuðurinn,

„ekki nálægð Krists fyrir söfnuðinn“. Þeir urðu í trúarlegu tilliti jafnir öðru kristnu fólki en gegndu sérstökum hlutverkum innan safnaðarins. Hér er um að ræða sérhæfingu innan hins almenna prests-dóms sem gildir meðan presturinn sinnir þeim störfum sem hann er kallaður til af söfnuðinum.8 Embættisskilningur siðbreytingarinnar er þann-ig hlutverkamiðaður. Hlutverk embættisins er að boða, veita sakramentisþjónustu og sinna sálgæslu fyrir söfnuðinn. Það gerir presturinn í umboði og fyrir söfnuðinn.9

Þrátt fyrir þessa hlutverkahliðrun má segja að lengst af höfum við getað skilgreint prestsembættið á Íslandi sem meira en eitthvert ákveðið starf, það snýst ekki síður um að vera en gera. Þetta endur-speglast í vígslu og vígslubréfi. Við vígslu presta er þeim afhent Hið heilaga prests- og predikunar-embætti og í vígslubréfi segir að prestur skuli „vera sóknarbörnum sínum til góðrar fyrirmyndar í öllu og til aðstoðar í sáluhjálparefnum þeirra, einslega og opinberlega, hvenær sem þeim á liggur og þau til hennar leita.“10

Þetta undirstrikar að þrátt fyrir allt sjáum við prestsembættið sem eitthvað meira en bara af-markað starf, það snertir veru prestsins og hegðun og það einskorðast ekki við ákveðin verk og ekki virðist gert ráð fyrir föstum tímaramma heldur. Okkur er afhent þetta helga embætti og við skipu-leggjum svo starf okkar innan þess embættis, ákveðum hvernig þjónustunni skuli háttað.

Embætti, vald og breytingarÍ skoðun minni á prestsembættinu og breytingum í kirkjunni í tengslum við doktorsrannsókn skoðaði ég áhrif prestsins innan þeirrar skipulagsheildar sem starf hans markast af — bæði í sókninni, presta-kallinu og gagnvart kirkjustjórninni. Í greiningu sótti ég í kenningar í félags- og stjórnunarfræðum, bæði kenningar um breytingar og umbætur, um vald og lögmæti og til kenninga Giddens um at beina (þ.e. „agency“, einnig þýtt sem gerendahæfni eða gerenda færni). Ég nýtti meðal annars skilgrein-ingar Max Weber á kjörmyndum valds sem náðar-vald, hefðarvald og regluvald — sem allt getur í raun átt við um prestinn. Vígslan getur veitt ákveðna tegund náðarvalds, hefðbundið vald er bundið prestsembætti í gegnum guðfræði og sögu og form leg staða presta veitir þeim regluvald.11 Sænski guðfræðingurinn Per Hansson hefur greint vald presta út frá hugtökunum löglegt og lögmætt (e. legality og legitimacy). Hann bendir á að í starfi sínu eigi prestar að vinna með sóknarnefndum, öðrum prestum, leikfólki og almennum kirkjugestum. Til að slíkt gangi þurfi presturinn löglega stöðu — það er að hafa fengið ákveðið hlutverk frá rétt skipuðu yfirvaldi — en jafnframt lögmæti, það er að segja að aðrir í samstarfinu viðurkenni þennan rétt. Með því að gera greinarmun á þessu tvennu, því sem er löglegt og lögmætt bendir Hanson bæði á hinn hlutlæga þátt leiðtogans (hið löglega/legality) og hinn huglæga (hið lögmæta/legitimacy).12 Atbeina prestsins (e. pastoral agency) má skilja út frá því að presturinn starfar innan formgerðar (e. structure) og hefða sem hann bæði þekkir og hefur áhrif á. Þekkingin byggist bæði á hefðbundnum skilningi á hlutverki prestsins en jafnframt á endurtúlkun og endursköpun í viðbrögðum hans. Þannig gengur

„Þrátt fyrir þessa hlutverkahliðrun má segja að lengst af höfum við getað skilgreint prestsembættið á Íslandi sem meira en eitthvert ákveðið starf, það snýst ekki síður um að vera en gera.“

K IRK JURITI Ð 49

„Vígslan og prestsembættið eru rammi prestsþjónustunnar alveg burtséð frá stöðu presta sem opinberra embættismanna.“

prestur inn í embætti og erfir þar ákveðið umhverfi, hefðir, túlkunarsögu en hefur einnig möguleika á að breyta því.

Í örstuttu máli má segja að niðurstaða mín hafi verið að þegar komi að áhrifum prestsins í sókn-inni, til dæmis í tengslum við umbætur eða breyt-ingastjórnun, þá voru áhrif hans meiri en formlegt vald segir til um13 — vald hans eða áhrif tengdist oft frekar embættinu en einstaklingnum. Þessa ályktun dreg ég meðal annars af því að samþykkt vald prestsins nær út fyrir eiginlegt svið embættis-ins og einstaklingsins. Ég byggi þetta einnig á því að bæði mínar og aðrar rannsóknir varðandi sam-skipti presta og sóknarnefnda styðja þetta vald án

umboðs. Niðurstaðan var að vígslan sé hluti af því sem telst til áreiðanleika prestsins, þó að það útiloki ekki meira huglæga túlkun á þessum áreiðanleika í öðrum tilvikum. Önnur niðurstaða var að staða prestsins í ljósi embættis setur hann oft bæði í hlut-verk túlkanda og hliðvarðar milli kirkjustjórnar og sóknarnefndar.

Vígslan og prestsembættið eru rammi prests-þjónustunnar alveg burtséð frá stöðu presta sem opinberra embættismanna. Út frá mínum athug-unum á prestsembættinu og stöðu þess í breytinga-ferlum myndi ég leggja áherslu á að orðið embætti væri ekki lagt af án umhugsunar, hvað sem líður lögum nr. 153/2019. Þvert á móti er þetta tækifæri til að skoða nú prestsembættið. Meðal þess sem gaman væri að fá samræðu um er hvernig prestar upplifa það að vera vígðir til embættis og hvernig þeir skilgreini það með hliðsjón af verkefnum prestsins.

Við getum nú rætt hvað felst í því að vera falið hið heilaga prests- og predikunarembætti, þjónusta orðs og sakramentis, án þess að samband Þjóð-kirkjunnar við ríkið þurfi að flækjast fyrir.

Aftanmálsgreinar1 Þjóðkirkjulögin eru lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.2 www.althingi.is/altext/150/s/0817.html (sótt

25. jan. 2020).3 Handbók Þjóðkirkjunnar, bls. 188.4 Vígslubréf presta.5 www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid

=a389fd25-d0bf-11e9-9449-005056bc530c (sótt 25. jan. 2020).

6 Karle, Isolde. Der Pfarrberuf als Profession: Eine Berufs theorie im Kontext der modernene Gesellschaft. Gutersloh: Chr. Kaiser Verlagshaus, 2001.

7 Stichweh, Rudolf. „The History and Systematics of Functional Differentiaton in Sociology.“ Í: Bringing Sociology to International Relations: World Politics as Differentiation Theory, ritstj. Mathias Albert, Barry Buzan og Zum Michael, 50–70. Cambridge: Cambridge University Press, 2012/13.

8 Sjá t.d. rit Lúthers, Til hins kristna aðals, bls. 53–54: „Þess vegna ætti staða presta ekki að vera öðruvísi í kristnum dómi en staða embættismanns. Svo lengi sem hann er í embætti hefur hann forystuhlutverki að gegna. Þegar hann hefur verið settur af, er hann bóndi eða borgari eins og hver annar.“ Luther, Martin. Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar: Um siðbót þeirrar kristilegu stéttar. Íslensk þýðing eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012.

9 Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Prestsembættið að evangelísk-lútherskum skilningi.“ Studia Theologica Islandica 37/2 (2013): 152–183.

10 Vígslubréf presta.11 Askeland, Harald. „Menigheten Som Organisasjon

Og Trossamfunn. Organisasjonsteoretiske Grunn-perspektiver Og Forståelsen Av Menighet I Endring.“ Í: Menighetsutvikling I Folkekirken — Erfaringer og Muligheter, ritstj. Erling Birkedal, Harald Hegstad og Turid Skorpe Lannem. Prismet Bok, 115–136. Oslo: IKO, 2012.

12 Hansson, Per. „Legality and Legitimacy. Aspects of Church Leadership in the Church of Sweden.“ Í: Church Leader ship, ritstj. Per Hansson. Tro Och Tanke, 76–83. Uppsala: Svenska Kyrkans Forskningsråd, 1997.

13 Þegar ég tala um formlegt vald á ég við ramma laga og reglugerða. Presturinn er til dæmis ekki í sóknarnefnd og getur því ekki greitt atkvæði þar. Sóknarnefndin er líka sá aðili sem formlega ræður annað starfsfólk og þótt prestur leiði starf í söfnuði hefur hann ekki formlegt stjórnunarvald þegar kemur að starfsfólki.

50 K IRK JURITI Ð

Það kemur á daginn að margur spyr sig að þessu: Hvað gerðist í Grensáskirkju á auka-kirkjuþinginu í nóvember 2019?

Jú, kirkjunni bauðst tækifæri til að vera örugg um greiðslur eins og þær voru greiddar á fjárlögum ríkisins og þannig einnig tækifæri til að skipuleggja starfsemina upp á nýtt án þess að prestar væru embættismenn ríkisins. Eiginlega má samt segja að það sé atlaga að því að breyta kirkjuskipaninni eða opna á breytingar með þessum viðbótarsam-ingi og færa kirkjuþingi vald til að framkvæma þær þótt ekki sé búið að rýna hverjar þær yrðu.

Það sem hafði ekki tekist að koma í framkvæmd frá 1997 var nú gert í grænum hvelli á forsendum fjármuna frekar en á forsendum kirkjuskilnings, starfs kirkjunnar, samfélagslegs gildis, skyldna eða erindis.

Eitt af því sem rætt er um að hafi breyst varðar fjárstjórnarvald kirkjuþings. Því er haldið fram að kirkjuþingið geti ráðið öllu um nýtingu fjárins.

Það er rétt að því leyti að kirkjuþingi ber að setja starfsreglur um nýtingu þeirra fjármuna innan Þjóðkirkjunnar sem viðbótarsamningurinn tryggir henni næstu 15 árin. En samningurinn bindur hendur kirkjuþings um leið að flestu leyti um nýtingu fjárins. Það lítur út fyrir að 3/4 af gagn-greiðslu ríkisins sé vegna launa. Dreifingu launa-pottsins er kirkjuþings að ráða úr en það varðar þá fjölda presta, prófasta, biskupa og starfsmanna Biskupsstofu.

Þá er um milljarður króna eftir umfram laun og það er kirkjuþings að ráðstafa þeirri upphæð með nýjum starfsreglum um rekstrarkostnað prests-embætta, prófasta og Biskupsstofu. Þá er einnig um

framlag til þess sem var Kristnisjóður (15 sinnum lægstu laun presta í fámennustu prestaköllum), ásamt öðrum sérframlögum til Þjóðkirkjunnar. Í upphæðinni eru einnig faldar upphæðir sem skertur Jöfnunarsjóður geymdi og það sem skertur Kirkjumálasjóður geymdi. Er þá rétt að segja að kirkjuþing ráði hverri krónu?

Vissulega er upphæð afhent — og kirkjuþing hefur kvittað fyrir móttöku. Ábyrgð kirkjuþings er því sú að hafa hönd á því með starfsreglum að fjármunum sé veitt á réttan máta til þeirra hluta sem sjóðirnir áður sinntu.

Öðrum finnst mikilvægara atriði í þessu við-bótarsamkomulagi að á nýársnótt 2020 hættu prestar að vera embættismenn ríkisins um leið og

þeir tóku við hinu heilaga prests- og predikunar-embætti. Prestar verða þar með starfsmenn Biskups stofu—Þjóðkirkjunnar gegnandi hinu heilaga prests- og predikunarembætti. Prestar halda reyndar réttindum sínum sem þeir höfðu á gamlársdag 2019 út skipunartíma sinn að kröfu ríkisins, en það var til að tryggja að æviráðnir gætu ekki óskað eftir því að fara þá þegar á lögbundin eftirlaun í stað þess að taka tilfærslum eins og réttur

Hvað er og hvað er ekki að gerast?AXEL ÁRNASON NJARÐVÍK

„Í stefnumótun og starfsreglum liggja ótal tækifæri til að efla starf kirkjunnar í landinu. Þar er valdsvið kirkjuþings.“

K IRK JURITI Ð 51

stendur til. Hver er þá breytingin, spyr maður sig? Kannski sú að prestar reka ekki lengur embætti sín að skilningi ríkis, heldur gegna kirkjulegum embættum í umboði biskups.

En breyttust mjög margir aðrir hlutir í leiðinni?Mitt svar og skoðun er: Nei. Ekki nema að menn

dragi inn í þessi tímamót og öldurót annað og meira en efni standa til. Kirkjunni var ekki sagt að sigla sinn sjó, heldur var einungis verið að tryggja þessum nefndu starfsmönnum kjör sem gætu tekið eðlilegum breytingum og rekstri Biskupsstofu tekjur, en þar með kirkjulega þjónustu í landinu. Skipulagsbreyting af hálfu ríkisins var að öðru leyti aðeins sú að kirkjugarðar muni hætta að greiða fyrir prestsþjónustuna við útfarir. Það þarf því ekki að hugsa um of á þeim nótum.

Kirkjuþing hefur nú sem fyrr tækifæri til að setja starfsreglur sem móta kirkjustarf í landinu en þær munu taka mið af því að ný löggjöf Alþingis um Þjóðkirkjuna bíður samþykkis. Í stefnumótun og starfsreglum liggja ótal tækifæri til að efla starf kirkjunnar í landinu. Þar er valdsvið kirkjuþings.

Ábyrgð þess byggist þó á því hlutverki að tryggja prestsþjónustu í landinu öllu og tryggja að starfs-

umhverfið sé viðunandi, t.d. að endurmenntun presta og starfsmanna Biskupsstofu sé sinnt og valdeflingu sóknarnefndarfólks og annarra starfs-manna safnaða. Í því felst að safnaðarlíf og -starf styrkist.

Fyrsta klemman í núverandi stöðu er að mínu mati kirkjuþing sem stofnun. Umboð kirkjuþings og áhrifavald mætti styrkja með þeim hætti að það væri kosið af öllu þjóðkirkjufólki, allra helst samfara sveitarstjórnarkosningum og um leið ætti að vera kosið til sóknarnefnda. Því það er í raun kirkjuþing sem þarf að komast að niðurstöðu um það hvers konar kirkja íslenska Þjóðkirkjan eigi að vera næstu 15–20 árin. Því þá verða enn tímamót. Kirkjuþing þarf að vera fólksins því að til að við-halda eðlilegu kirkjulegu starfi í landinu verður að ákveða hvert sóknargjaldið má eða á að vera. Því viðbúið er að núverandi fyrirkomulag við inn-heimtu þess breytist á komandi árum. En það sem er mikilvægast: Kirkjuþing þarf að búa svo um starf safnaðanna að fólkið í landinu hafi aðgang og tækifæri til að sinna andlegri þörf og trú, að dýpka rætur sínar í Guði og tilheyra því góða samfélagi sem kirkjan er.

52 K IRK JURITI Ð

Það eru tímamót hjá Þjóðkirkjunni um þessar mundir. Annars vegar vegna samnings ríkis og kirkju um fjárhagsleg samskipti, sem

tók gildi um nýliðin áramót, og hins vegar vegna endurskoðunar þjóðkirkjulaganna sem kveðið er á um í viljayfirlýsingu með samningnum sem fyrr er nefndur. Endurskoðun þjóðkirkjulaga var verkefni kirkjuþings í hart nær áratug. Þeirri vinnu lauk af hálfu þingsins árið 2017 þegar drög að breyttum þjóðkirkjulögum voru send ráðuneyti kirkjumála til skoðunar.

Þessi tímamót gefa okkur færi á að skoða hver staða kirkjunnar er og hvert þjóðkirkjufólk vill beina henni á næstu árum og þá er ég fyrst og fremst að tala um skipulagslega og rekstrarlega.

Ásýnd kirkjunnarMargir tala um ríkiskirkjuna, sérstaklega þeir sem vilja ekki skilja þann grunn sem kirkjujarðasam-komulagið byggir á, sem er í eðli sínu fasteigna-viðskipti tveggja lögaðila.

Í augum margra hefur kirkjan verið presta- og biskupakirkja. Það helgast m.a. af því að prestar eru í forgrunni safnaðarstarfs sem og í yfirstjórn Þjóðkirkjunnar og eru því meira áberandi heldur en leikmenn. Rétt tæpur meirihluti kirkjuþings eru prestar, þ.e. starfsmenn kirkjunnar. Meiri-hluti kirkjuráðs er skipaður prestum, þ.e. tveir prestar auk biskups. Hann er síðan forseti kirkju-ráðs og talsmaður þess, auk þess að vera yfirmaður Biskupsstofu og síðan trúarlegur leiðtogi sem biskup. Biskup er þannig í forsvari og málsvari fyrir allt starf kirkjunnar, bæði trúarlegt og veraldlegt.

Þetta er ekki sú ásýnd sem kirkjan þarf á að halda. Þessu þarf að breyta þannig að áherslan

verði á það mikla og góða starf sem unnið er víðs-vegar í kirkjunni.

Nýgerður samningur er hagstæðurNýgerður samningur við ríkið er að mínu mati hag-stæður kirkjunni þrátt fyrir að þær upphæðir sem þar eru nefndar séu lægri en vonast var til. Hann gefur tækifæri til að meta stöðuna upp á nýtt, gera breytingar og hefja nýja sókn. Samningurinn er til 15 ára og með honum er fjárhagslegri óvissu eytt að því leyti að við vitum hverjar tekjurnar verða. Upp-hæðir samnings eru tryggðar með vísitölu og hækka samkvæmt henni. Nú þurfa menn ekki lengur að eyða orku og tíma í að tala um þær upphæðir sem

ríkið hefur haft af kirkjunni, heldur geta einbeitt sér að því að reka kirkjuna samkvæmt þeim fjár-munum sem verða fyrir hendi.

Í samningnum er það mikilvæga ákvæði að nú er ekki lengur hægt að breyta afgjaldi ríkisins eftir fjölgun eða fækkun í Þjóðkirkjunni enda sam-ræmist það á engan hátt eðli þeirra viðskipta sem er grunnur kirkjujarðasamkomulagsins.

Einnig er það mikilvæg breyting að prestar eru nú loksins orðnir starfsmenn Þjóðkirkjunnar eins

Nú er lag

STEFÁN MAGNÚSSON

„Þessi tímamót gefa okkur færi á að skoða hver staða kirkjunnar er og hvert þjóðkirkjufólk vill beina henni á næstu árum …“

K IRK JURITI Ð 53

og eðlilegt er og eins og þeir hefðu átt að verða strax árið 1997 þegar fyrsta kirkjujarðasamkomu-lagið var undirritað. Kirkjan er þá þar með orðin ein liðsheild og með fullu fjárhagslegu sjálfstæði.

Endurskoðun þjóðkirkjulagaEins og fyrr er getið lauk kirkjuþing drögum að endurskoðuðum þjóðkirkjulögum árið 2017. Þau drög gerðu ráð fyrir verulegri styttingu laganna. Mér þykir mjög líklegt að ríkisvaldið vilji skera lögin enn frekar niður heldur en þar var gert. Út-koman verður að líkindum sú að lögin fari úr því að vera ýtarleg, með miklum inngripum í innra skipulag kirkjunnar, í það að verða rammalög þar sem Þjóðkirkjunni verði eftirlátið að skipuleggja sig og sitt starf eins og eðlilegt er og sjálfsagt á árinu 2020. Ólíklegt er að Alþingi hafi áhuga á að tiltaka í landslögum hvernig kirkjan skipar sínum innri málum; hvort haldnir eru héraðsfundir, hvort starfandi séu prófastar eða sérþjónustuprestar eða fleiri eða færri biskupar og hvar þeir sitja. Þetta eru allt þættir sem Þjóðkirkjan á sjálf að taka ákvörðun um og setja í reglur.

Leikmenn til ábyrgðarGangi þetta eftir mun reyna á að kirkjuþing setji starfsreglur um starfsemi kirkjunnar og móti skipu-lag hennar í stóru og smáu. Ég treysti kirkjuþingi til að takast á við þetta verkefni og leysa það með sóma. Framtíð Þjóðkirkjunnar veltur á því hvort kirkjuþingi auðnist að móta skipulag hennar þannig að fótgönguliðar, 2 /3 hlutar þjóðarinnar, finni sig í hlutverki innan kirkjunnar. Finni sig hafa ábyrgð og skyldur þegar kemur að rekstri og almennri starfsemi Þjóðkirkjunnar en séu ekki áhrifa- og ábyrgðarlausir þiggjendur í fjölmennasta félagi á Íslandi. Nú er kirkjuþing þannig samansett að þar sitja 12 prestar auk þriggja biskupa sem eru án at-kvæðaréttar. Fulltrúar leikmanna eru hins vegar 17. Velta má fyrir sér hvort þessi hlutföll séu eðlileg miðað við hlutverk kirkjuþings sem er fyrst og fremst setning reglna um ytri starfsemi kirkjunnar.

Það skipulag sem er í sóknum Þjóðkirkjunnar, þar sem leikmenn fara með fjármál og rekstur í sóknarnefndum, og presturinn er ábyrgur fyrir trúarlega hlutanum, hefur reynst ágætlega. Þessir aðilar vinna síðan saman, sóknarnefnd og prestur/

prestar, en ábyrgðarsviðin eru skýr. Það þarf að yfirfæra þetta skipulag á yfirstjórn Þjóðkirkjunnar með þeim hætti að leikmenn beri ábyrgð á fjár-málum og rekstri og prestar/biskup einbeiti sér að trúarlega þættinum í starfseminni.

Nýtt skipulagÉg sé fyrir mér að stofnuð verði framkvæmda-stjórn, sem ég svo nefni, sem mun taka að sér flest verkefni núverandi kirkjuráðs auk starfsmanna-mála undir stjórn forseta framkvæmdastjórnar. Þessi stjórn, sem skipuð yrði leikmönnum, myndi hafa með að gera fjármál, rekstur og fasteignaum-sýslu líkt og sóknarnefndir gera í grunneiningum Þjóðkirkjunnar. Bæði forseti kirkjuþings og fram-kvæmda stjórnar yrðu leikmenn. Biskup, ásamt for-seta kirkjuþings og forseta framkvæmdastjórnar, myndi einskonar kirkjuráð sem er sam ræmingar-aðili milli hins trúarlega og hins veraldlega. Forseti kirkjuþings mun þá hafa svipað hlutverk og nú, auk þess að sitja í hinu nýja kirkjuráði. Með þessu fyrirkomulagi væri leikmönnum falin ábyrgð og skyldur og betri samræming viðhöfð. Ég tel að þetta fyrirkomulag yrði farsælt fyrir Þjóðkirkjuna og myndi gera það að verkum að leikmenn tækju aukna ábyrgð á starfseminni og yrðu málsvarar í þeim þáttum sem þeir hefðu ábyrgð á.

Annar angi í framtíðarsýn minni er að nýstofnuð sóknasamtök nái þeim markmiðum sem þau hafa sett sér sem m.a. felast í því að efla samstarf og sam-vinnu sókna og verða málsvari þeirra.

Það segir sig sjálft að í svona stóru félagi, eins og Þjóðkirkjan er, liggur mikill mannauður. Fram-tíðarskipulag kirkjunnar verður að nýta þennan mannauð kirkjunni til framdráttar ef Þjóðkirkjan ætlar að eiga samleið með þjóðinni til framtíðar.

„Í samningnum er það mikilvæga ákvæði að nú er ekki lengur hægt að breyta afgjaldi ríkisins eftir fjölgun eða fækkun í Þjóðkirkjunni.“

54 K IRK JURITI Ð

Við gildistöku stjórnarskrár um innanríkis-mál Íslendinga 1874 hófst aðgreining ríkis og kirkju en í 45. gr. hennar var viðurkennt

að sitt væri hvort „hin evangeliska lúterska kirkja“ og „hið opinbera“. Þangað til hafði þetta verið eitt og hið sama: samofið og ósundurgreinanlegt svo þetta sé orðað verulega guðfræðilega! Aðgreiningin hefur þó ekki verið einhlít. Á sumum sviðum lá þróunin í gagnstæða átt.

Mótsagnakennd þróunStefnu stjórnarskrárinnar var fylgt eftir með lög-gjöf á árunum 1880–1890 og 1904–1907. Niður-staðan varð að „gamla íslenska þjóðkirkjan“ kom fram. Líklega má helst líkja henni við Den danske folkekirke nú á dögum. Á þessum tíma var þjóð-kirkjan vissulega til sem samhangandi stofnun en langflest mál hennar voru leidd til lykta í stjórnar-ráðinu. Að nafninu var þetta þjóðkirkja enda fékk þjóðin nokkru ráðið innan hennar, t.a.m. um daga almennu prestskosninganna. Í stóra samhenginu var þó um ríkiskirkju að ræða. Svo gekk nýtt lög-gjafartímabil yfir skömmu fyrir síðustu aldamót og 1. janúar 1998 varð til „ný íslensk þjóðkirkja“. „Nýja þjóðkirkjan“ er stofnunarlega séð sterkari en „gamla þjóðkirkjan“. Hún er líka sjálfstæðari en sú gamla. Áhorfsmál er aftur á móti hvort hún sé ekki minni þjóðkirkja. Í alþjóðlegu samhengi hefur henni verið lýst sem „state-church light“ svipað og Camel light! „Sjálfstætt trúfélag“ er hún alla-vega ekki í samanburði við hin skráðu trúfélögin í landinu og langflestar kirkjur heims.

Á sviði fjármálanna lá þróunin í gagnstæða átt.

Þar var ekki unnið að aðgreiningu heldur þvert á móti. Fjármál kirkjunnar voru splæst saman við ríkisfjármálin. Oft hefur verið rætt um gríðarlega upptöku Danakonungs á kirkjueignum hér á sið-skiptatímanum. Þar er um að ræða yfirdrift í anda þjóðernis-rómantískrar söguskoðunar. Kirkjan lenti ekki í neinum rekstrarvanda á 16. öld. Þar er um síðari tíma vanda að ræða en á öldinni sem leið missti þjóðkirkjan bæði eignahöfuðstól sinn og helsta tekjustofn eða sóknargjöldin sem sjálfstæðan gjaldstofn. Höfuðstóllinn færðist í áföngum yfir til

ríkisins sem tók í staðinn að sér að launa presta og yfirstjórn kirkjunnar. Þannig var kirkjunni vissu-lega forðað frá gjaldþroti en fyrir vikið þurfti hún ekki að nútímavæða rekstur sinn og fjármögnun sem hefði verið heppilegra til lengri tíma litið. Á 9. áratugi liðinnar aldar hurfu sóknargjöldin svo inn í tekjuskattinn.

Við upphaf 21. aldar var Íslenska þjóðkirkjan því stofnunarlega sterk með ákveðið, lögmælt sjálf-stæði gagnvart ríkisvaldinu. Efnahagslega séð var

Þjóðkirkja í þriðja veldiHJALTI HUGASON

„Stjórnkerfi kirkjunnar útfært í starfsreglum frá Kirkjuþingi ætti að taka mið af því að hún er í raun þrískipt. Þjóðkirkjan er allt í senn samfélagskirkja, tilbeiðslukirkja og rekstrarkirkja.“

K IRK JURITI Ð 55

hún aftur á móti tjóðruð við ríkið. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort það hafi verið gott eða vont út frá „praktískum“ sjónarmiðum. Hvort skyldi kirkja t.d. hafa notið þessa eða goldið í Hruninu og í kjölfar þess? — Hvað sem því líður er þessi staða óviðunandi anno Domini 2020 trúarréttar lega séð. Nú á dögum verða kirkjur og trúfélög að vera autonom, sjálfstæð, sjálfráð og ábyrg fyrir sjálfum sér gagnvart ríkisvaldinu. Sú var einmitt stefnan sem mörkuð var fyrir tæpum 150 árum þótt jafn-framt væri slegið föstu að „hið opinbera“, ríkið, ætti að vera hliðhollt kirkjunni meðan hún væri rammi utanum trúarhefð þjóðarinnar. Það var einmitt merking hugtaksins þjóðkirkja í stjórnar-skránni 1874 og er enn.

Skref í rétta áttÁ nýafstaðinni aðventu varð heilmikil breyting í þessu efni. Þá samþykkti Alþingi lög um breytingu

á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð kirkj-unn ar, lögum um réttindi og skyldur starfs manna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfs manna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar), nr. 153/2019. Lögin með þessu þjála(!) heiti tóku svo gildi um leið og flugeldaregn-ið steyptist yfir þjóðina þótt af öðru tilefni væri.

Lögin voru sett til að nýtt kirkjujarðasamkomu-lag sem veitir kirkjunni áður óþekkt fjárhagslegt sjálfræði kæmist til framkvæmda um áramótin. Þau hafa þó ýmsar aukaverkanir á núgildandi þjóðkirkjulög sem er áhugavert að skoða. Tökum dæmi. Fyrir breytinguna var 37. gr. laganna þannig:

Biskup Íslands skipar í embætti sóknarprests sem og í önnur prestsembætti, sbr. 35., 36., 44. og 45. gr.

© ÞJÓÐKIRKJAN

56 K IRK JURITI Ð

Eftir breytingu er greinin á hinn bóginn:

Biskup Íslands ræður í starf sóknarprests og í önnur prestsstörf, sbr. 35., 44. og 45. gr.

Nýja orðalagið er vissulega einfaldara, nútíma-legra og einhver mundi segja veraldlegra. Hvorki hér né annars staðar í lögunum er lengur talað um prestsembætti heldur aðeins prestsstarf eða prestsþjónustu. Svipuðu máli gegnir um biskups-

embættið. Eigi að síður gegna prestar og biskupar eftir sem áður hvor sínum þætti í hinu þrískipta, vígða embætti kirkjunnar. Það er á hinn bóginn guðfræðileg hugsun sem ekki á heima í lögum lýð-veldisins. Þau eru veraldleg og rúma aðeins hugsun og orðalag sem eru af þessum heimi. Það sýnir svart á hvítu að þjóðkirkjulög ættu að vera sem allra, allra stytst og aðeins hluti af því sem þau eru nú.

Tímabær leiðréttingHvernig svo sem breytingarnar á þjóðkirkjulögun-um leggjast í fólk er ljóst að nýja kirkjujarðasam-komulagið leiðréttir að verulegu leyti það misgengi sem myndaðist varðandi tengsl ríkis og kirkju á öldinni sem leið. En í þriðju grein þess kveður við algerlega nýjan tón þar sem segir:

Þjóðkirkjan hefur sjálfstæðan fjárhag, ber fulla ábyrgð á eigin fjármunum og ákveður sjálf fjölda starfsmanna sinna. Árlegt framlag íslenska ríkis ins skv. kirkjujarðasamkomulaginu er eign þjóð kirkjunnar hvort sem það rennur að fullu til rekstrar hennar eða ekki. […] Þjóðkirkjan hefur sjálfstæða heimild til hvers konar tekjuöflunar umfram framlag […] Kirkjuþing setur nánari

starfsreglur um nýtingu greiðslna samkvæmt samningi þessum innan þjóðkirkjunnar.

Í viljayfirlýsingu sem fylgir samningnum er þessi stefna ítrekuð. Þar segir að með nýjum samningi sé stefnt að „fjárhagslegu sjálfstæði þjóðkirkjunnar“. Þessu hlýtur Þjóðkirkjan að fagna. Auðvitað er samt öllu sjálfstæði takmörk sett. Eftir sem áður er Þjóðkirkjan háð því að sama stefna og samnings-vilji verði til staðar 2034 en þá geta samnings-aðilarnir, ríkið og kirkjan, óskað eftir endurskoðun samkomulagsins.

Saman leiðrétta nýja kirkjujarðasamkomulag-ið og „aðventulögin“, nr. 153/2019, verstu tíma-skekkjuna í íslensku þjóðkirkjuskipaninni. Prestar Þjóðkirkjunnar og biskupar eru nú hvorki emb-ættismenn ríkisins né opinberir starfsmenn heldur þjónar Þjóðkirkjunnar. Vissulega njóta þau sem þegar eru í starfi fyrri réttinda sinna. Nú er hins vegar búið að opna upp á gátt fyrir nýja starfs-manna stefnu kirkjunnar sem Kirkjuþing hlýtur að móta á komandi misserum.

Og svo bara til að forðast misskilning: Með þess-ari breytingu var stórt skref stigið í aðgreiningu ríkis og Þjóðkirkju. Breytingin á aftur á móti ekkert skylt við aðskilnað ríkis og kirkju í trúarréttarlegu tilliti. Þessu slær oft saman í hugum fólks!

Þjóðkirkja3Kirkjuþings bíður nú það spennandi verkefni að móta „Þjóðkirkju 21. aldar“ sem líta má á sem þriðju uppfærðu útgáfuna af íslensku Þjóðkirkjunni. Hún ætti að starfa á grunni mjög fyrirferðarlítilla þjóð-kirkjulaga eða nokkurra greina í lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999. Stjórn-kerfi hennar útfært í starfsreglum frá Kirkjuþingi ætti aftur á móti að taka mið af því að hún er í raun þrískipt. Þjóðkirkjan er allt í senn samfélagskirkja, tilbeiðslukirkja og rekstrarkirkja:

Samfélagskirkjan er félag sem heldur utan um fjölbreytt kirkju- og safnaðarstarf.

Tilbeiðslukirkjan er söfnuður sem safnast saman um orðið og sakramentin. Hún er ramminn um starf hinnar biðjandi og boðandi kirkju.

Saman mynda samfélags- og tilbeiðslukirkjan svo hina þjónandi kirkju.

Þriðji þráðurinn er rekstrarkirkjan. Hún er ábyrg

„Kirkjuþings bíður nú það spennandi verkefni að móta „Þjóðkirkju 21. aldar“ sem líta má á sem þriðju uppfærðu útgáfuna af íslensku Þjóðkirkjunni.“

K IRK JURITI Ð 57

fyrir fjármálum Þjóðkirkjunnar, starfsmanna- og samningamálum — rekstrinum í einu orði sagt.

Skýr verkaskipting ríkir milli samfélags-, til-beiðslu- og rekstrarkirkjunnar. Óvígð hljóta að hafa víðtækust áhrif í samfélagskirkjunni. Vígð hljóta að veita tilbeiðslukirkjunni þjónandi for-ystu. Rekstrarkirkjan hlýtur aftur á móti að lúta lögfræðingum og rekstrarfólki. Allar þrjár verður þó að samhæfa og samþætta undir lýðræðislega valinni forystu vígðra og óvígðra.

Starf fyrir höndumÁ næstu misserum bíður Kirkjuþings mikið verk sem vanda þarf til. Fyrst verður að taka saman frumvarp að örstuttum lögum um stöðu kirkjunnar. Þar ætti ekki að kveða neitt á um stjórn og starfs-hætti. Í lögunum þarf að koma fram að kirkjunni beri að starfa á evangelísk-lútherskum grunni, lúta lýðræðislegri stjórn, viðhafa góða stjórnsýsluhætti og gagnsæi, halda úti starfi um allt land og standa öllum opin óháð aðild og trú. Eftir 15 ár skiptir sköpum að síðastnefndu atriðin séu lögbundin. Ella getur farið mjög illa þegar kallað verður eftir endurskoðun kirkjujarðasamkomulagsins.

Pólitískur vilji á Alþingi sker svo úr um hvort ákvæðin um stöðu kirkjunnar verða sjálfstæð lög eða mynda kafla í lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Ef ekki reynist vilji til að kalla kirkjuna áfram Þjóðkirkju í lögum getur hún í öllu falli heitið Íslenska kirkjan. Það hefur við gild söguleg rök að styðjast og á sér hliðstæðu í nálægum löndum. Það merkir þó ekki að hún sé álitin öll kirkja Krists á Íslandi frekar en hún er það nú. Þar með erum við aftur á móti komin út í guðfræði og hún á ekki heima í lögum.

Því næst þarf Kirkjuþing að setja fjölmargar starfsreglur um stjórn og starfshætti sem taka á mörgu því sem nú er kveðið á um í gildandi þjóð-kirkjulögum. Mestu skipir þó að kveðið sé skýrt og

greinilega á um hvernig samfélags-, tilbeiðslu- og rekstrarkirkjan hanga saman, hvernig hlutverk, umboð og stjórnkerfi þeirra skarast og hvernig þeim málum sem falla undir sérsvið þeirra hverrar um sig sé til lykta leitt. Þarna þarf rekstrarkirkjan

sérstakrar athygli við þar sem hinar eru þegar fast-mótaðar þótt margt megi færa til nútímalegri vegar.

Rekstrarkirkjuna þarf á hinn bóginn að byggja frá grunni. Á vettvangi hennar verður að þróa deili líkan til að skipta framlagi ríkisins samkvæmt kirkju jarða samkomu lag inu niður á einstök verkefni og útgjaldaliði þjónustu- og tilbeiðslukirkjunnar. Forsenda líkansins verður að vera sú að fjármunirnir nýtist best í grunnþjónustu kirkjunnar. Liður í þeirri vinnu er svo að móta starfsmanna-, kjara- og launastefnu og ákveða hver fer með umboð fyrir kirkjunnar hönd í komandi samningum við starfs-fólk hennar. Hluti af rekstrarkirkjunni verður því að vera varinn með eldveggjum frá samfélags- og tilbeiðslukirkjunni.

Væri ekki skynsamlegt að stefna að því að til-lögur að þessu regluverki verði tilbúnar fyrir næstu kirkjuþingskosningar og þær síðan samþykktar af nýju Kirkjuþingi? Næstu kosningar gætu þá aldrei þessu vant orðið spennandi og snúist um málefni.

„Í lögunum þarf að koma fram að kirkjunni beri að starfa á evangelísk-lútherskum grunni, lúta lýðræðislegri stjórn, viðhafa góða stjórnsýsluhætti og gagnsæi, halda úti starfi um allt land og standa öllum opin óháð aðild og trú.“

58 K IRK JURITI Ð

Íslenska Þjóðkirkjan hefur tekið miklum breyt-ingum á liðnum árum og áratugum og enn hefst nýr kafli með því skrefi að embættis-

mannakerfi þjóna hennar er aflagt. Kirkjan stendur á tímamótum og í þessum orðum langar mig að draga upp framtíðarsýn fyrir kirkjuna, byggðri á fortíðarþrá.

Undanfarin ár hef ég verið við nám í Danmörku við Árósarháskóla og staða kirkju og guðfræði þar er mér hugleikin. Danska „Folkekirken“ hefur í grunninn sömu uppbyggingu og Þjóðkirkjan hafði fyrir samningana 1997. Þar eru kirkjumálaráðu-neyti og kirkjumálaráðherra, prestar eru opin-berir embættismenn og hver söfnuður er sjálfstæð eining. Biskupar dönsku kirkjunnar eru 11 talsins, þau standa jafnfætis gagnvart hvert öðru og hafa látlausa umsýslu í kringum sig. Sú rödd hefur ítrekað heyrst á Íslandi að slíkt fyrirkomulag sé tímaskekkja en það ríkir nokkur sátt um hið danska kerfi. Ástæða þess er margþætt en ég vil draga fram tvö atriði, annarsvegar þjóðkirkjuhugsjón Dana og hisvegar andsvör hennar við fjölmenningu.

Hugmyndin um Þjóðkirkju er lifandi í Dan-mörku með hætti sem ég tel að íslensk umræða hafi misst sjónar á. Þjóðkirkjuhugsjónin er þar samofin hugmyndinni um „tillid“ (traust) og „velfærdsam-fund“ (velferðarsamfélag). Í samræðu guðfræði og samfélagsfræða eru þessi hugtök iðulega á borð-inu og Þjóðkirkjan er álitin ein af þeim stofnunum samfélagsins sem fólk getur leitað til án hindrana. Hugmyndafræði velferðarsamfélagsins og hinn lút-erski arfur eru samofin og almenningur jafnt sem fræðasamfélagið er meðvitað um þær rætur. Þjóð-kirkjan er opinn og víður faðmur og söfnuðurinn er grunneining hennar.

Innflytjendamál eru í Danmörku sístætt þrætu-epli og félagsmálayfirvöld hafa áratugum saman

reynt að gera gagn á svæðum þar sem innflytjendur eru í meirihluta. Í upphafi var Folkekirken haldið utan við verkefni með dönskum múslimum en í seinni tíð hafa sveitarfélög og borgaryfirvöld mark-visst leitað til kirkjunnar eftir samstarfi. Ástæðan er einföld, danskir múslimar treysta kirkjunni betur en stjórnvöldum sem sigla undir fána hlut-leysis. Kirkjan hefur ítrekað staðið með fjölmenn-ingu og það hefur sýnt sig að Folkekirken er betur í stakk búin til samtals en veraldleg yfirvöld, sem múslimar upplifa oft að fylgi jaðarsetning á þeirra menningu. Nokkur doktorsverkefni eru nú unnin við Árósarháskóla um samstarf sveitarfélaga og

kirkjunnar í fjölmenningarmálum og hið eigin-lega samtal kristni og íslams.

Íslenska þjóðkirkjan hefur á undanförnum miss-erum sýnt fram á mikilvægi sitt í fjölmenningar-samtali undir forystu prests innflytjenda og yfirvöld hérlendis eru að vakna til vitundar um mikilvægi þess að eiga samtal við trúarhópa. Með vaxandi fjölmenningu liggja tækifæri til vaxtar í þjónustu við það fólk sem hingað flytur og til að orða sam-félagssýn sem samþættar menningararfleifð í stað þess að jaðarsetja trú í nafni hlutleysis.

Þjóðkirkjuhugsjón hefur ekki fengið mikið rými í íslenskri samfélagsumræðu og það er á ábyrgð

Framtíðarsýn og fortíðarþráSIGURVIN LÁRUS JÓNSSON

„Ef ímynd ríkisstofnunar bitnaði á trausti í garð kirkjunnar á hrunárunum, þá mun ásýnd einkahlutafélags ekki síður bitna á henni í valþröng síðkapítalismans.“

K IRK JURITI Ð 59

guðfræðinga að endurvekja þá orðræðu. Þegar þróun kirkjunnar á tímum borgarmyndunar er skoðuð blasir við að ákvarðanir um kirkjubygg-ingar og þjónustueiningar voru teknar í nálægð við grasrótina. Í hverfum borgarinnar störfuðu kvenfélög og bræðrafélög, sem höfðu þá hugsjón að í sínu nærumhverfi stæði kirkja og að í gegnum kirkjuna gæti samfélagið staðið saman. Kvenfélögin bókstaflega bökuðu upp kirkjur og innviði og áttu auk þess afgang til að styðja við bakið á einstæðum mæðrum og fátækum fjölskyldum í hverfinu. Bræð-urnir gáfu vinnu sínu í þágu kirkjunnar og stóðu við bakið á hirðum safnaðanna.

Með breyttu skipulagi og nýjum lögum tók kirkjan undir lok síðustu aldar að líkjast opinberri stofnun, sem með auknum verkefnum þurfti aukna umsýslu. Kostnaðurinn við þá breytingu var tví-þættur, rætur safnaðanna voru vannærðar og van-traust almennings á ríkisrekstri endurspeglaðist í nýrri ásjónu kirkjunnar. Ekki sér fyrir endann á núverandi breytingum en nýtt húsnæði biskups-stofu minnir meira á einkafyrirtæki en ríkisstofnun og breyttar reglur benda til þróunar í ætt við það sem þekkist meðal óhagnaðardrifinna félaga. Í stað

formanns eða forstjóra fer biskup með forstjórn, mannauðsstjóri sér um að ráða og reka starfsfólk og kirkjuþing og kirkjuráð mynda framkvæmda-stjórn félagsins. Ef ímynd ríkisstofnunar bitnaði á trausti í garð kirkjunnar á hrunárunum, þá mun ásýnd einkahlutafélags ekki síður bitna á henni í valþröng síðkapítalismans.

Leiðin fram á veginn byggist á fortíðarþrá. Lát laus umsýsla, valddreifing og efling safnaðar-vitundar eru einu leiðirnar sem færar eru til að endurheimta þá þjóðkirkjuhugsjón sem við höfum misst sjónar á. Þá hugsjón þarf að móta og miðla á vettvangi guðfræði og safnaða til að hún þjóni nýjum tímum — enda ber að láta nýtt vín á nýja belgi. Sú hreyfing sem fær fólk til liðs við kirkjuna og í lið með kirkjunni verður einungis vakin upp á safnaðargrunni. Sögu safnaðanna þarf að skrá og miðla, ekki einungis afrek arkitekta og klerka, heldur samtakamátt safnaðarfólks sem lét og lætur sig hag náungans varða. Þar á valdið að liggja og þar þarf að skapa jarðveg fyrir endurnýjun á hug-sjón sem ber ávöxt í velferð þeirra er þiggja sam-félag við sína sóknarkirkju.

© JÓN BJARNASON

60 K IRK JURITI Ð

Um 90% nemenda sem luku námi 2017 hafa þegar vígst til þjónustu á akrinum og starfa víðs vegar um land, en einnig má sjá á meðfylgjandi yfirliti yfir mag. theol. ritgerðir áranna 2018–2020 að sér-sviðsverkefni þeirra sem útskrifast hafa á síðustu tveimur árum eru mjög fjölbreytileg. Meistara-prófs ritgerðir eru undanskildar í þessu yfirliti en það færist í vöxt að nemendur bæti við sig MA-gráðu að loknu embættisprófi.

Kirkjuritið varpar hér upp örmynd af þessum fríða flokki í ljósi embættisritgerða þeirra. Lesa má flestar ritgerðirnar í heild sinni á vefnum Skemm-unni (www.skemman.is).

Benjamín Hrafn Böðvarsson – f. 1986 – braut-skráður í júní 2019; vígðist til Austfjarðaprestakalls sama ár. Embættisritgerðin nefnist Um spámann-lega köllun kirkjunnar og fjallar um köllun og þjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar. Benjamín skoðar spámannahefð Gamla testamentisins og kirkju- og embættisskilning íslensku Þjóðkirkjunnar með það fyrir augum að varpa ljósi á hvernig hin spámann-lega köllun birtist í starfi hennar. Leiðbeinandi var Arnfríður Guðmundsdóttir.

Bryndís Böðvarsdóttir – f. 1972 – brautskráð 2019; starfar sem kirkjuvörður við Lágafellskirkju. Í ritgerð sinni, Hverju breytti Jesús Kristur? Rætur kristinnar trúar, heimildirnar, boðskapur Krists og

áhrif á grísk-rómverskt samfélag, rýnir Bryndís í heimildir frá fyrstu fjórum öldunum eftir Krist og styðst við félagsfræðilega skoðun á kristnum og gyðinglegum trúarritum. Markmiðið er að varpa ljósi á aðstæður minnihlutahópa hins grísk-róm-verska heims og meta áhrif kristindómsins á þau sem völdu að gerast kristin. Leiðbeinandi var Arn-fríður Guðmundsdóttir.

Dagur Fannar Magnússon – f. 1992 – braut-skráður 2019; vígðist sama ár til Austfjarðapresta-kalls og býr í Heydölum.  Ritgerð hans, „Sá sem sáir í andann mun af andanum uppskera eilíft líf.“ (Gal 6.8), fjallar um sameiginlega fleti hinnar margræðu núvitundar og andlegra hefða innan kristninnar. Dagur tengir guðfræðilegan grundvöll fræða um hina hinstu tíma og hugmyndina um Guðs ríki á jörðu, og vill meina að núvitundarfræði samtímans fáist við það verkefni að leiða manneskjurnar til upplifunar á upprisu, von og frelsunarferli krist-innar mystíkur. Leiðbeinandi var Arnfríður Guð-mundsdóttir.

Daníel Ágúst Gautason – f. 1994 – brautskráð-ur 2019; lauk einnig djáknanámi og vígðist 2019 djákni til Grensáskirkju. Mag. theol. ritgerð hans nefndist Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna. Rannsókn á orðræðu Gamla testamentisins um samkynhneigð og áhrif hennar. Höfundur gerir

Fjölbreyttar ritgerðir til embættisprófs í guðfræði 2018–2020

Það er ánægjulegt að skoða tölfræði guðfræðideildar í ljósi háværra radda um að mikill skortur verði á prestsefnum á næstu árum, þegar kynslóðaskipti munu eiga

sér stað í kirkjunni. Á síðustu þremur árum hafa útskrifast nær þrír tugir nemenda með embættisgengi til þjónustu í evangelísk-lútherskum söfnuðum á Íslandi.

ÚR ÝMSUM ÁTTUM

K IRK JURITI Ð 61

grein fyrir þeim ritningarstöðum innan Gamla testamentisins sem notaðir hafa verið í umræðu um samkynhneigð innan gyðinglegrar og krist-innar hefðar og kemst að þeirri niðurstöðu að boðskapur Biblíunnar stuðli ekki að gagnkyn-hneigðarhyggju, heldur að kærleika til alls mann-kyns óháð kynhneigð eða kyngervi. Leiðbeinandi var Gunnlaugur A. Jónsson.

Erna Kristín Stefánsdóttir – f. 1991 – braut-skráð 2018; hefur m.a. starfað við fræðslu um já-kvæða líkamsímynd. Í lokaritgerð sinni, „Ef Guð er karlmaður, þá er karlmaðurinn Guð.“ Áhrif þess að kyngera orðið Guð sem karl, dregur hún fram skrif og áherslur feminískrar guðfræði, bæði upp- tök kvenna guð fræð inn ar frá formæðrum femin-ískr ar guðfræði og nýjar áherslur, ekki síst hér á landi. Lögð er áhersla á áhrif þess að karlgera guðs-hugtakið og hvernig hægt er að móta jákvæðari guðsmynd fyrir konur og börn. Leiðbeinandi var Sól veig Anna Bóasdóttir.

Guðrún Eggertsdóttir – f. 1964 – brautskráð 2020; hefur m.a. starfað við kennslu. Heiti loka-verkefnis Guðrúnar er Siðbót, réttindi kvenna og listir. Í ritum Marteins Lúthers má greina hvaða stöðu konur höfðu á 16. öldinni en þar eru mörg merk rit sem lúta að konum og örlögum þeirra. Einnig er þar fjallað um listir og viðhorf hins tón-elska Lúthers til listaverka og skurðgoðadýrkunar. Hér er um að ræða kennsluverkefni um þessi efni sem skiptist í þrjá hluta: leshefti, guðfræðilegan rökstuðning og kennslufræðimöppu. Því er m.a. ætlað að vekja til vitundar um hve stutt er síðan konur tóku að öðlast réttindi á við karlmenn. Leið-beinandi var Arnfríður Guðmundsdóttir.

Hilmir Þór Kolbeins – f. 1975 – brautskráður 2020; hefur m.a. starfað sem lögreglumaður. Loka-verkefnið nefnist Sáttmálsörk Drottins. Hlutverk og afdrif hennar í Gamla testamentinu og síðari tíma áhrifasaga hennar. Fjallað er um sáttmálsörkina, hinn helga grip Hebrea undir boðorðatöflurnar, sem samkvæmt Mósebókum fylgdi þjóðinni í 40 ár á ferð sinni um eyðimörkina. Örkin varð stríðs-skjöldur Hebrea og tákn um nærveru Guðs meðal Ísraelsmanna og sáttmála hans við þjóð sína. Henni

var síðar fundinn staður í musteri Salómons, en hvarf úr sögunni eftir herleiðinguna til Babýloníu og hafa örlög hennar æ síðan vakið forvitni. Leið-beinandi var Gunnlaugur A. Jónsson.

Hjalti Jón Sverrisson – f. 1987 – brautskráður 2018; vígðist sama ár til Laugarneskirkju. Lokaverk-efni hans bar heitið „Líf í fyllstu gnægð.“ Skömm: Einkenni & úrvinnsla í ljósi vaxtarvídda Clinebells. Þar er fjallað um þetta tilfinningalega og líkamlega ástand, skömm, einkenni skammar og varnar-hætti, og þó einkum á hvern hátt sálgæslulíkan Howards Clinebell, vaxtarvíddirnar sjö, geti nýst við greiningu og úrvinnslu skammar með heild-stæðan mannskilning að leiðarljósi. Leiðbeinandi var Sigfinnur Þorleifsson.

Ingimar Helgason – f. 1984 – brautskráður 2018; vígðist árið eftir til Kirkjubæjarklausturspresta-kalls. Ingimar skrifaði einnig á sviði sálgæslufræða og nefnist ritgerð hans Ég heyri til að hlusta. „Vitið þetta elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala“ (Jak 1.19). Er þar fjallað um starf sálusorgarans og hvernig hann tekur syrgjandann að sér í viðtölum, en sérstök áhersla lögð á hlustunina í sálgæslunni, mismunandi að-ferðir til að hlusta, hvernig þær virka og í hvaða aðstæðum. Einnig er vikið að sálusorgaranum sjálfum og nauðsyn þess að hann setji mörk og hlúi að sjálfum sér. Leiðbeinandi var Sigfinnur Þorleifsson.

Karen Hjartardóttir – f. 1992 – brautskráð 2018. Karen ritaði lokaverkefni sitt á sviði gamlatesta-mentisfræða og nefnist það „Drottni heyrir jörðin.“ Um sköpunina í Sálmasafni Gamla testamentisins. Teknir eru til umfjöllunar sextán sálmar í Saltar-anum sem eiga það allir sameiginlegt að tengjast efni um sköpun. Kannaður er m.a. uppruni þeirra, hvaða sálmategundum þeir tilheyra, hvaða hlut-verki þeir gegndu og hvernig sköpunin kemur fyrir í þeim. Leiðbeinandi var Gunnlaugur A. Jónsson.

Kristján Ágúst Kjartansson – f. 1978 – braut-skráður 2019; starfar sem æskulýðsfulltrúi ÆSKR. Hann skrifaði lokaritgerðina Þetta er kraftaverki líkast. Um eðli og merkingu sjö tákna í Jóhannesar-

62 K IRK JURITI Ð

guðspjalli. Þar gerir hann grein fyrir áherslum í rannsóknum Karoline Lewis á Jóhannesarguð-spjalli og skoðar kraftaverkasögur guðspjallsins með aðferðafræði Önnu Carter Florence. Þá ber hann niðurstöður þessara fræðimanna saman til að varpa ljósi á markmið og guðsmynd höfundar Jóhannesarguðspjalls, merkingu táknanna sjö í frásögninni og hvaða ályktanir við getum dregið af þeim um kraftaverk. Leiðbeinandi var Arnfríður Guðmundsdóttir.

Pétur Ragnhildarson – f. 1993 – brautskráður 2019; nývígður æskulýðsprestur í Fella- og Hóla-kirkju og Guðríðarkirkju. Embættisritgerð hans ber titil inn Ráðgjafar Móse. Áhrifavaldar í Exodus og er þar fjallað um Aron og Jetró í 2. Mósebók, öðrum ritum Gamla testamentisins og gyðinglegri hefð. Samband þeirra við Móse er skoðað sérstaklega, en í Exodus birtast þeir sem nánir samstarfsmenn Móse, ráðgjafar hans og vinir. Í ritgerðinni er einnig fjallað um hvernig þeir Aron og Jetró birtast sem persónur í kvikmyndum um 2. Mósebók. Leið-beinandi var Gunnlaugur A. Jónsson.

Snævar Jón Andrésson – f. 1985 – brautskráður 2020; starfar sem kirkjuhaldari o.fl. við Vídalíns-kirkju. Lokaritgerð hans, Hvað verður um ástvin minn. Frá andláti að jarðsetningu, snýr að ýmsum þáttum sem tengjast andláti og útförum á Íslandi, allt frá heiðnum sið til okkar tíma. Markmiðið er að dýpka skilning á þessum þáttum og er það gert með því að setja þá í sögulegt samhengi en einn-ig með því að fjalla um sálgæslulega og táknræna merkingu útfararsiða og athafna sem tengjast

ástvinamissi, dauða og sorg. Leiðbeinendur voru Sólveig Anna Bóasdóttir og Sigfinnur Þorleifsson.

Þóra Björg Sigurðardóttir – f. 1989 – brautskráð 2019; nývígð til Garða- og Saurbæjarprestakalls. Lokaverkefni hennar til embættisprófs nefnist Vertu trú. Konurnar sem voru kallaðar af Guði til að stofna sumarbúðir í Vindáshlíð. Þar fjallar hún um stofnendur sumarstarfsins í Vindáshlíð m.a. út frá sögulegu samhengi og dagbókarskrifum þeirra sjálfra. Um var að ræða konur sem unnu mikið frumkvöðlastarf af djúpri hugsjón, köllun og trúarstyrk, og er sjálfsskilningur þeirra skoðaður með tilliti til guðsmyndar þeirra og til samfélags-ins sem þær störfuðu í. Leiðbeinandi var Arnfríður Guðmundsdóttir.

Ægir Örn Sveinsson – f. 1968 – brautskráður 2019; hefur m.a. starfað hjá Þjóðskrá og við af-leysingu héraðsprests á Austurlandi. Embættisrit-gerð hans er á sviði gamlatestamentisfræða og ber heitið Gyðingurinn Jónas: Gyðingaandúð í rann-sóknarsögu Jónasarbókar. Viðfangsefni Jónasar-bókar er óvenjulegt í Gamla testamentinu að því leyti að spámaðurinn er sendur til útlendinga með boðskap sinn. Í verkefninu er gerð grein fyrir áhrifum gyðingaandúðar í túlkunarsögu Jónasar-bókar, en titilpersónan hefur gjarnan orðið að skrípamynd, hlaðinni neikvæðum staðalmyndum gyðingsins, auk þess sem andspyrna Jónasar við Guð í sögunni hefur orðið tilefni til ásakana um að Gyðingar skeyti engu um aðrar þjóðir. Leið-beinandi var Gunnlaugur A. Jónsson.

K IRK JURITI Ð 63

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma,“ segir Prédikarinn í Gamla Testamentinu.

Einn dag í febrúar gekk ég út úr húsi og á leið í sund, það er búið að snjóa mikið í vetur og veðrið búið að vera hræðilegt á köflum. Nú síðustu daga hefur rignt og hlýnað. Þennan morgun þegar ég vaknaði var sól og snjórinn að mestu farinn nema skafl og skafl hér og þar. Ég opnaði útidyrnar og gekk að sundlauginni. Birtan, sólin og að mestu auð jörð veittu mér það sterka tilfinningu fyrir vorinu að mér fannst ég jafnvel finna lykt af gróðri og angan vorsins, þó svo að aðeins væri febrúar.

Sú tilfinning sem kemur yfir mann er meðal ann-ars jákvæðni og kraftur, jörðin er að vakna, hugs-aði ég. Sólin gefur jörðinni líf, þessi ljóshnöttur gefur jörðinni líf.

Mér fannst ég sjálf vera að vakna almennilega.

Það var svo gaman að vakna í sól. Birtan og radd-irnar sem vöktu mig, voru eins og lífsmark frá þér, bros til mín frá þér. Ég þakka þér skapari minn, gjafari allra góðra hluta. Láttu þá þökk og gleði lýsa mér í dag. Líka þegar sólin hverfur bak við ský og raddir dagsins hljóðna. Og láttu mig bera einhverjum bros frá þér í dag, vísbendingu þess að þú ert til, góður Guð, sem elskar sköpun þína og alla menn. Amen!

Þessi fallega bæn er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup.

Þakklæti fyrir lífið, vonina sem fylgir birtunni, sólinni. Við finnum hvað það skiptir miklu máli að við erum hér, hvert og eitt svo mikilvæg, að við skiptum máli. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,“ eins og segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson.

Að vakna í sólHALLA RUT STEFÁNSDÓTTIR

64 K IRK JURITI Ð

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Þetta skiptir miklu máli í lífinu almennt. Um-burðarlyndi, víðsýni, skilningur, kærleikur, bros og næmni og svona mætti áfram telja.

Kirkjan í samfélaginu skiptir marga miklu máli og víða er það þannig að fjölbreytni er mikil í safnaðarstarfi. Margt er að breytast, sameiningar prestakalla, fjölbreytni í safnaðarstarfi og eins sam-vinna með öðrum nágrannaprestum. Samvinna sem felur í sér að efla kirkjuna sem heild, ekki bara hvert prestakall fyrir sig. Kirkjan býður upp á fjölbreytt starf víða um land. Fjölbreytni skiptir máli og allir kunna vel að meta það. Ég hef fundið mikið fyrir þörf fólks fyrir kyrrð og bæn, bæna-stundir, að fá ró á huga og hjarta.

Í kirkjustarfi skipar barnastarf stóran og mikil-vægan sess. „Þetta er kirkjan mín“ eða „ég er að fara í kirkjuna mína“ er setning sem krakkarnir nota stundum. Alltaf finnst mér jafn gott að heyra það. Í kirkjunum sem ég starfa í eru ekki safnaðarheimili, þannig að barnastarf fer fram í kirkjunni, þar eru sett upp borð og stólar og reynt að hafa umgjörðina sem besta. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði safnaðarheimili, en svo hugsa ég einnig oft hvað það er gott að börnin séu vön að koma í kirkjuna sína og að það er allt í lagi að tala, hlæja. Þetta er kirkjan okkar og okkur á að líða vel þar. Langar mig til að segja eina sögu af fermingarbarnastarfi:

Í fermingarfræðslu setti ég börnunum fyrir eitt verkefni fyrir jólafrí, það var að líta meira upp, horfa í augun á fólki, brosa og bjóða góðan daginn. Svo áttu þau að segja mér hvort þau hefðu fundið ein-hvern mun á viðmóti fólks.

Í aftansöng á aðfangadag mættu fermingar-börn in úr sókninni, stóðu í röð og tóku á móti kirkju gestum, brostu og buðu góðan daginn. Mik ill kærleikur fylgdi þessu og börnin tóku svo sannar lega eftir því hvað fólk var ánægt með þau og þeirra hlýju.

Eins nefndi fólk þetta oft við mig eftir jólin hvað þetta hefði verið hlýlegt. Það er nefnilega svo góð upplifun þegar fleiri taka þátt í guðsþjónustunni, þetta er jú kirkjan okkar.

„Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni?“ spyr Prédikar-inn.

Hversu oft heyrum við ekki setninguna: „Tím-inn líður allt of hratt“? Með aldri, reynslu og þroska gerir maður sér hægt og rólega grein fyrir því að maður þarf að sleppa tökunum, njóta, gefa sér svig-rúm fyrir tilfinningar og aðstæður, hafa húmor fyrir sjálfum sér. Það getur verið snúið. Hlátur fyrir mitt leyti er mælikvarði á hvernig mér líður. Ef ég verð minna hláturmild þá átta ég mig á að ég hef tapað einhverju af gleðinni, næmninni. Ég þarf mögulega að hvíla mig.

Hvíld, svefn og ró haldast mjög í hendur. Þetta þarf að vera í jafnvægi eins og hægt er til að við getum vaxið og dafnað.

Að vinna í sjálfum sér, bæta, þroskast, já og bara almennt að ögra sér í lífinu. Við þurfum þetta, ekki staðna, heldur að halda áfram. Reyna að vera opin fyrir breytingum.

Sýn okkar á lífið breytist við margt. Aðallega við áföll, ástvinamissi, en einnig við gleðistundir og sigra. En svo eru ótalmörg atvik sem koma upp í lífinu sem okkur langar til að gera eitthvað í. En munum að það er aldrei of seint að reyna að vinna úr þeim vanda sem við erum að kljást við. Við erum alla ævina að læra, þroskast og taka breytingum.

Jesús skorar á okkur að nota líf okkar á kær-leikans máta.

Það er dýrmæt gjöf að þekkja sinn Guð, geta nálgast hann, geta nálgast orðið sem hann vill boða okkur, geta fundið styrk í trúnni. Það er mikil huggun, kraftur og æðruleysi sem felst í því.

Það var svo gaman að vakna í sól. Birtan og radd-irnar sem vöktu mig, voru eins og lífsmark frá þér, bros til mín frá þér. Ég þakka þér skapari minn, gjafari allra góðra hluta. Láttu þá þökk og gleði lýsa mér í dag.

Guð gefi okkur æðruleysi, styrk, trú og von til að takast á við lífið á hverjum degi. En munum þó að við erum mannleg, við eigum okkar daga, gleymum því aldrei að Guð er með þér og mér allar stundir.

Amen!

HÖFÐATORG – HORFT AÐ KATRÍNARTÚNI 46

PK Arkitektar: Útlitshönnun í vinnslu

Library Journal

BÓKIN UM FYRIRGEFNINGUNA eftir Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, og dóttur hans, Mpho Tutu, hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Þessi einstaka bók er nú komin út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups.

„Ein af bestu bókum ársins!“

Því skyldum við láta svona gamlabók skipta okkur einhverju máli?

Þýðandi: Þorvaldur Víðisson

Er hún ekki full af goðsögum og ævintýrum? Hvað með allt ofbeldið? Og hvað með mótsagnirnar? Er ekki beinlínis hættulegt að taka hana alvarlega? Er hún ekki bara fyrir kristið fólk? Getur hún hjálpað okkur? Hvað í ósköpunum er Biblían?

ROB BELL er heimsþekktur rithöfundur og þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Hann hefur oft komið fram í sjónvarpsþáttum Oprah Winfrey og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Vikuritið TIME skipaði honum á lista 100 áhrifamestu manna heims árið 2011.

Kirkjuhúsið hefur flust að

KATRÍNARTÚNI 4við Höfðatorg.

Verið velkomin! Næg bílastæði og heitt á könnunni.

Opið kl. 9–17.

skálholtsútgáfan — kirkjuhúsiðKatrínartúni 4, 105 Reykjavík

528 4200 2 www.skalholtsutgafan.is 2 www.kirkjuhusid.is www.facebook.com/kirkjuhusid