loki laufeyjarson

32
Loki Laufeyjarson

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 07-Apr-2016

267 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Loki Laufeyjarson

Loki Laufeyjarson

Page 2: Loki Laufeyjarson

efni1 ávörp3 árshátíðarfögnuður framtíðarinnar5 árshátíðartips7 undir fjögur augu8 Salka Sól9 Sigga Kling10 lúdó13 ratatoskur og sólbjartur16 spurt og svarað17 kúrumyndir19 fagurfræði21 dagur í lífi don posei

Page 3: Loki Laufeyjarson

22 vetrarmorgunn24 sálin 25 þrautir27 tweet-hornið28 #gramtíðin

ritstjórnGuðmundur GunnarssonSveinn SigurðarsonArnar Geir GeirssonJóhann Páll EinarsonKolbeinn Ari Arnórsson

hönnun og umbrotElín Edda Þorsteinsdóttirelinedda.com

prentunLeturprent

upplag600

árshátíðarblað 2015

þakkirÁrni Beinteinn ÁrnasonLísbet SigurðardóttirAðalbjörg EgilsdóttirLeifur ÞorbjarnarsonSnærós AxelsdóttirGarðar Sigurðarson Kjartan Magnússon

Sigga KlingSalka Sól EyfeldGísli PálmiGuðjón BergmannRakel Björk BjörnsdóttirOddur SigurðarsonPerkele Már

Page 4: Loki Laufeyjarson

ávarpforseta

1

Gleðilega hátíð elsku samnemendur!

Nú er loksins komið að einni glæsilegustu árshátíð Menntaskólans í Reykjavík fyrr og síðar. Stjórn Framtíðarinnar, Skrallfélagið og öflugt árshátíðarteymi hafa unnið hörðum höndum að því vikum saman að láta þennan draum rætast. Febrúarmánuðurinn er án efa sá viðburðaríkasti og skemmtilegasti á skólaárinu og ég hvet ykkur til þess að njóta alls þess sem framundan er. Framkvæmdagleðin og drifkrafturinn í nemendum skólans er ótrúlegur og okkur eru hreinlega engin takmörk sett.

Innilegar árshátíðarkveðjur, Árni Beinteinn forseti Framtíðarinnar

Page 5: Loki Laufeyjarson

ávarpritstjórnar

2

Velkomin.Læstu þig inn í herbergi, spenntu rasskinnarnar og undirbúðu þig fyrir magnþrungið ferðalag. Blaðið mun særa blygðunarkennd þín. Það mun fá þig til að hlægja. Það mun fá þig til að fara gráta og þú munt fá flogakast.

Það freakin ískalt úti, við erum öll hætt að nenna að læra og við munum líklega smitast af ebólu í bráðri framtíð. En nú þegar Loki Laufeyjarsson er loksins kominn í hús getið og þið elsku mr-ingar tekið gleði ykkar á ný. Leggið nú pennaveskið á hilluna og lesið þessa glænýju brakandi fersku útgáfu af Loka Laufeyjarsyni.

“Come on, humans. While we’re still young!”Mr. Beaver (The Cronicles of Narnia)

AÐVÖRUN Til þess að njóta blaðsins til fulls þarftu að vera elgslakur, í smjörmjúkum fat boy grjónapoka og hafa einn vel kaldann Mtn djew á kjentinum. #straightupzeroboys.

Page 6: Loki Laufeyjarson

ÁrshátíðarfögnuðurFramtíðarinnar MMXV

Fimmtudaginn næstkomandi mun hin árlega árshátíð Framtíðarinnar fara fram. Þá er hápunkti árshátíðarvikunnar náð. Þá hefur Cösukjallari verið skreyttur hátt og látt og meðlimir Framtíðarinnar eru við það að leggja lokahönd á þessa margbrotnu viku. Þessi einstaki fimmtudagur er dagurinn þegar nemendur Menntaskólans í Reykjavík brjótast út úr skelinni og gefa dansdýrinu lausan tauminn. Spenningurinn er alltaf gríðarlegur, enda tilefni til. Erfiðar vikur eru að baki og kominn tími til að gleyma náminu í stund korn og gera gott við sig. Við eigum það öll skilið.

Árshátíð Framtíðarinnar er hátíð á heimsmælikvarða. Hún er viðburður þar sem lífsgleði, æskuljómi og lauslæti koma saman í gúrmei kokteil. Fyrst hittast ærslafull bekkjarsystkini og troða sig út af kræsingum. Þá er haldið af stað í lostafullar svallveislur þar sem ábyrgðareysi ræður ríkjum. Nú fer geðveikin brátt að hefjast. Rútur yfirfullar af ligeglad menntskælingum nálgast óðfluga dansgólfið. Andrúmsloftið er heitt, sveitt og magnþrungið. Þegar búið er að þukla á hverjum einasta sakleysingja flæða þeir út á nýbónað dansgólfið eins og fílar í leit að maka. Nú verður sko dansað.

Þetta er eitthvað sem þú mátt ekki missa af.

Á hverju ári fær stjórn Framtíðarinnar það krefjandi verkefni að velja þema fyrir komandi árshátíð. Í ár er það ekki af verri endanum. Narnía er margrómað ævintýri, yfirfullt af kynlegum kvistum og á sér stað í undurfögrum töfraheim. Saga sem dregur fram barnið í okkur öllum. Árshátíðin var alltaf að fara verða snilld en nú er ljóst að í ár verður hún enn meiri snilld.

Page 7: Loki Laufeyjarson

Clive Staplis Lewis er höfundur ævintýrabókanna um Narníu. Þær fjalla um Pevensie systkinin sem finna sig fyrir hreina tilviljun í framandi heimi. Heimurinn ber nafnið Narnía og er veröld þar sem dýr geta talað og galdrar eru daglegt brauð í lífi íbúa sem í henni búa. Þar kljást öfl góðs og ills heiftarlega og hættur leynast á hverju horni.

Bíddu nú hægur. Eitthvað er þetta nú kunnulegt. Er þetta ekki bara nákvæmlega það sem við, nemendur Menntaskólans í Reykjavík, þurfum að búa við á hverjum degi? Jú, heldur betur.

Á hverju ári álpast á þriðja hundrað ráðvilltir busar inn í Menntaskólann án þess að hafa hugmynd um út í hvað þau eru að fara. Ekki harla ólíkt því þegar Pevensie systkinin álpast inn í töfraveröld Narníu. Busarnir láta blekkjast af lævísi kennara skólans rétt eins og Snædrottningin táldró eitt Pevensie systkinana. Þar næst hefst miskunnarlaus barátta milli kennara og nemenda, milli góðs og ills. Þar sem kennararnir reyna í sífellu að klekkja á nemendum sínum með kænskubrögðum. Það má vel vera að nemendur bogni en þeir brotna aldrei. Áræðni Pevensie systkinana og nemenda Menntaskólans sigrar að lokum í baráttunni um frelsi. Allt endar þetta vel. Pevenie systkinin eru krýnd konungsfólk af Aslan hinum hárfagra líkt og við, nemendur Menntaskólans í Reykjavík, erum útskrifuð af Yngva hinum hárfagra.

Því ættum við öll að getað samsvarað okkur einhverri persónu í ævintýrinu um Narníu. Við höfum öll upplifað Narníu. Við erum öll Pevensies. Árshátíðin hefur því meira tilfinningalegt gildi fyrir okkur öll. #fact.

Men

ntas

kólin

n í N

arní

u

4

Page 8: Loki Laufeyjarson

3

árshátíðartips (fyrir pro liðið)Nokkrar leiðir til þess að segja nei við áfengi en á sama tíma halda áfram vera pro• Nei, ég er ekki áfengis-zombie• Nei, áfengi gerir þig vondan• Viltu að ég hringi á lögregluna• Ég fer eftir lögum, fyrirgefðu• Nehei, spurðu mig aftur eftir milljón ár• uuu lof mér að hugsa, NEI• nei sorry, ég elska fjölskylduna mína• takk samt ég er með ofnæmi fyrir hatri• helduruðu að ég sé hálfviti• ég sprauta mig aldrei! Áfengi sökkar• heldur betur ekki, ég fer eftir maríu björk• lít ég út eins og hippi

Hvernig á að komast í dauðherbergið edrú• Slefa óhemju mikið.• Dansa eins og þú myndir dansa við Björk í skóginum.• Sofna inni á klósetti.• Syngja Björk í skóginum.• Skvetta vatni á fólk í sleik.

Page 9: Loki Laufeyjarson

6Léttmjólk

er kominn tími á

eina kalda?

Page 10: Loki Laufeyjarson

Hann er maðurinn sem veit. Hann er maðurinn sem þorir. Hann er maðurinn með peninginn. Hver heldur að þetta sé? Bitch U guessed it. Gísli Pálmi.

Í hvaða skóla ertu? : öööööööö hvernig ætti ég að orða þetta, ég er í skóla raunveruleikans. Nýja lagið þitt er rosa fínt? Já og hvað?Áttu kærustu? í hvaða landi?Ertu trúaður? jaaaá, ég er smá búddísti í mérHvað meinarðu með setningunni ,,Ís-Ískaldur, ís ís kaldur´´: bara það sem þú tekur úr því..Varstu kannski að tala um hlýnun jarðar?: já, globar warming er alveg stórt issue fyrir mér skoHvað finnst þér um árna beintein? ég veit ekkert hver það er, á ég að vita hver það er?Hvaða bækur lastu í jólafríinu? eða nýlegast?: art of war eftir sun tsueru einhverjar bækur á náttborðinu?: lífsögur ramses, fyrir fáfróða menn eins og ykkur er það fyrsti faraó EgyptalandsEf þú værir með kosningarétt hvaða stjórnmálaflokk myndiru kjósa?ég vil rífa niður forsetisembættið og reisa húsmæðraskólaErtu með life hacks?: ef netið hættir að virka geturðu prófað að stinga ráternum í samband og úrHefur þú tekið einhver eiturlyf? NeiSýsli kálfi? …….

7

Undir fjögur augu

Page 11: Loki Laufeyjarson

8

Salka S lSalka Sól er sólargeisli sem lýsir upp skammdegi landsmanna, hún hefur slegið í gegn með reggae hljómsveitinni AmabadamA og við kíktum í kaffi og meððí’

Í hvaða skóla varstu? Ég var á listabraut við FBHvað ertu gömul? Ég er 26 áraÁttu kærasta? Já, leiklistarnemann Albert.Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er hrúturHver er þín upplifun af Menntaskólanum í Reykjavík? Mamma var í MR þannig að hún hefur dælt endalausu hrósi á skólann, þannig að mín reynsla er jákvæð.Hver er uppáhalds persónan þín í Narníu? Reyndar talsetti ég elstu systurina í þessum töfraheimi, samt sem áður er Mr. Beaver uppáhaldið mitt.Þú ert kynnir í undankeppni eurovision? jebbsHvað er mest óþolandi við Ragnhildi Steinunni?Ragnhildur er gallalaus, það væri helst hvað hún er alltaf svo glæsileg Hvað kemur í hug þegar þú hugsar um Árna Beintein? Leiklistarnemi, litli bróðir minn er mjög hrifinn af honum og Sigga BeinteinsHvert er næsta verkefni? það er fullt á döfinni, er að leika í myndinni Ófærð eftir Baltasar Kormák og ég er líka alveg á fullu í tónlist og undankeppni eurovisionHvað meinarðu með línunni ,, hossa hossa’’?ég er oft spurð að þessu, ég hugsa þetta sem dans en sumir túlka þetta öðruvísiHvað er uppáhalds lagið þitt með Gísla Pálma: Sko,í fyrra gaf ég öllum vinkonum mínum útsaum með laglínunni ,,Ertu að skynja mig?’’ svo ég held að það sé Ertu að skynja migEitthvað lifehack sem þú vilt deila með okkur? Já, ekki hita gamla pítsu í örbylgjuofni, steikjið hana frekar á pönnu Eitthvað að lokum: neeee, bara áfram framtíðin

Page 12: Loki Laufeyjarson

Hin djúpvitra Sigga Kling er mörgum góðkunn sem fremsta spákona okkar ÍslendingaSamkvæmt talnaspeki er líftala árshátíðardagsins 3, en það þykir sérlega góð tala. Því miður fyrir ykkur stelpur mínar er Árni Beinteinn ekki á lausu svo þið verðið að líta annað, til dæmis á nördana, en eins og allir vita eru nördarnir verða nördarnir flottastir í framtíðinni. Þetta er akkúrat hárréttur tími til þess að finna sér sætan, góðan og næs kærasta.Strákar, þennan dag skiptir höfuðmáli að velja á sig góða lykt en fyrst og fremst að þora. Þeir skora sem þora!Þetta verður skemmtilegasta árshátíð í langan tíma, en það mun ekkert gerast nema þið mætið. Elsku vinkona mín, hún Þóranna, og hópurinn hennar verður í sérstöku stuði á þessari árshátíð. Vatnsberar og Meyjur verða í brjáluðu stuði á árshátíðnni.Auðvitað klikkar Sálin hans Jóns míns ekki baun ogFriðrik Dór er bara amor í dulargervi.Nafnið Emma hringir einhverjum bjöllum, hún Emma mín er Naut og sterk eins og gefur til kynna. Eitthvað segir mér að hún Emma verði líka í sérstöku stuði á ballinu.Ekki hanga heima, láttu lífið gerast og mættu á árshátíð Framtíðarinnar.Ástarkveðjur, Sigga Kling

9

Sigga Kling spáir í spilin fyrir árshátíðina

Page 13: Loki Laufeyjarson

Fimm vinir, bræður, frændur og elskendur hittust í bústað fyrir tæpu ári. Í þeirri ferð var drukkið (leppin) og hlegið og stórar ákvarðanir teknar. Við félagarnir vissum af Lúdó en vissum ekki leyndardóma þess.Lúdó hafði verið stofnað af einhverjum tuskum stutt fyrr en þau höfðu ekkert gert og það þurfti einhverja Menn til að fæða Lúdó, við vorum þessir Menn. Fjórir okkar voru saman í bekk í 3. bekk, þekktumst ekki post-MR og svo var einn sjomli sem við kynntumst þegar á leið skólagönguna. Við höfðum gaman að því að hafa gaman og vera spontant, við leggjum meira uppúr því að hluta hlutina heldur en að hugsa hugsina (eins og hefur mögulega sést). Við unnum feikilegan sigur í kosningunum og fór strax í að gera grímuballsmyndband sem fékk góðar viðtökur (frá okkur sjálfum). En markmiðið var eitt og það var að gefa út FYRSTA ÞÁTT LÚDÓ, fáir höfðu trú, jafnvel við sjálfir, sérstaklega við sjálfir, ég í rauninni skil bara ekki hvernig við höfum svona litla trú á að Jordan myndi koma með

Lúdó

10

þriðju endurkomuna í NBA, en við höfðum mikla trú á okkur sjálfum. Við höfðum svo mikla trú að við héldum að hlutirnir myndu bara gerast sjálfir, svo var ekki raunin. En eftir áramót þá hittumst við á fundi, við vorum í sundi með lundi og allir útataðir í brundi (hundi). Við spíttum í lófana tókum upp brækurnar og bækurnar og skrifuðum sketsa og tókum upp annað og draumurinn er að verða að veruleika, FYRSTI LÚDÓ ÞÁTTUR VERÐUR FRUMSÝNDUR Í CÖSU ÞRIÐJUDAGINN 17. FEBRÚAR Í HÁDEGSIHLÉINU. Þetta verður legendery………….awesome cool. Í raun þá var ekkert búið að gera með Lúdó svo það var upp á okkur komið að leggja línurnar, búa til ramman, finna hestinn og taka í tauminn, stýra ferðinni, ríða geitinni, mjólka köttinn. Allur þátturinn var tekinn uppá webcam myndavél og heppnaðist það ágætlega. #lúdógram

kv. Perkele Már (Gummi, Hugi, Jóhann, Jón og Páll)

Page 14: Loki Laufeyjarson

Það vita allir að það að taka þátt í leiksýningu Herranætur er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera í félagslífinu í MR. Þar tengist hópur nemenda órjúfanlegum böndum og vinnur að stórkostlegri sýningu saman. Herranótt er eitt allra öflugasta félag skólans sem heldur utan um eitt stærsta verkefni skólaársins og er gjarnan talað um að Herranótt sé þriðja nemendafélagið í skólanum. Í ár ræðst Herranótt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur setur upp stóran rokksöngleik, en það er í fyrsta skiptið í áraraðir sem söngleikur er settur upp hjá leikfélaginu. Söngleikurinn heitir Spring Awakening eða Vorið vaknar á íslensku og mun án efa koma áhorfendum á óvart enda drepfyndinn, ótrúlega skemmtilegur og áhrifamikill allt í senn. Lögin í sýningunni eru töff, grípandi og skemmtileg og tónlistaratriðin munu ekki svíkja neinn. Aldrei í sögu Herranætur hefur verið sett upp jafn glæsileg og metnaðarfull sýning og í ár og rúmlega hundrað MR-ingar vinna nú hörðum höndum

Herranóttað því að koma meistaraverkinu á svið og skila sögunni til áhorfenda á kraftmikinn og sannfærandi hátt. Mörg stærstu nöfnin í leikhúsbransanum á Íslandi hófu feril sinn í Herranótt og má þar nefna Ólaf Darra, Tinnu Gunnlaugs, Hilmi Snæ og Baltasar Kormák. Flestir ættu að kannast við leikstjórann í ár sem er stórleikarinn Stefán Hallur Stefánsson, en ef þú hefur einhvern tímann farið á góða leiksýningu eða kíkt á íslenska bíómynd þá ættirðu að vita hver sá stórkostlegi maður er. Aðrir listrænir stjórnendur eru allt ótrúlega hæfileikaríkir og metnaðarfullir listamenn sem aðstoða nemendur við það að setja upp þennan fyndna og skemmtilega stórsöngleik! Má þar nefna hinn reynslumikla og virta tónlistarstjóra Hall Ingólfsson, aðstoðarleikstjórann Hákon Jóhannesson, útlitshönnuðinn Kristínu Berman og danshöfundana Þóreyju Birgisdóttur og Brynhildi Karlsdóttur. Komdu og sjáðu Vorið vaknar á Herranótt og þú verður ekki fyrir vonbrigðum…

11

Page 15: Loki Laufeyjarson

Katla Ómarsdóttir, 3. BHvað er skemmtilegast við Herranótt? Það er klisja ég veit, en félagsskapurinn er 10 af 10 og svo er söngleikurinn sjúklega skemmtilegur.Kaffi vs. te? Kaffið í hitabrúsanum hennar Melkorku (R.I.P).Hver er uppáhaldskarakterinn þinn í Vorið vaknar? Von Brauserpulver þegar hann er kominn á bólakaf í þýskuna.Uppáhaldslagið þitt í Vorið vaknar? Touch me, ekki spyrja mig út í lagatitilinn.Uppáhaldsatriði í Vorið vaknar? My Junk er auðvitað alltaf skemmtilega kjánalegt en Totally Fucked er örugglega uppáhaldsatriðið mitt.Raungreinar vs. tungumál? Raungreinar eru fyrir nörda.Drauma embættismannastaða? Umsjónarmaður fiskabúrs, því Guðjón Bergmann er fyrirmyndin mín.Þrjú orð sem lýsa sýningunni? Klikkun, sturlun og hellun!

Sindri Ingólfsson, 5. SHvað er skemmtilegast við Herranótt? Að fá að „experimenta“ með kynhneigð mína.Hefurðu tekið þátt í Herranótt áður? Neibb, en ég átti stórleik sem ræningjadrengur í uppsetningu Þjóðleikhússins á Oliver Twist einhverntímann fyrir langa löngu.Kaffi vs. te? Kaffi, svart eins og sálin hans Guðjóns Bergmanns.Hver er uppáhaldskarakterinn þinn í Vorið vaknar? Elsku súkkulaðirúsínan mín hann Frikki.Uppáhaldslagið þitt í Vorið vaknar? Allir í sleik. Fagna hverju tækifæri sem gefst til að afklæðast.Uppáhaldsatriði í Vorið vaknar? Atriðið þar sem við fáum að „kippa í slátrið!“Raungreinar vs. tungumál? 理科!Drauma embættismannastaða? Persónulegur aðstoðarmaður umsjónarmanns fiskabúrs.Þrjú orð sem lýsa sýningunni? Rúnk, sjálfsfróun og sláturkippingar.

Margrét Andrésdóttir, 4. YHvað er skemmtilegast við Herranótt? Anna í stjórninni (sagt af Önnu í stjórninni).Hefðurðu tekið þátt í Herranótt áður? Neibb, bara Rómeó og Júlía í 6. bekk. (Ég fékk að kalla „ó, Rómeó“ niður af stól).Kaffi vs. te? Heitt súkkulaði.Uppáhaldskarakterinn þinn í Vorið vaknar? Við það að þekkja minn eigin karakter mjög vel og það að sá hinn sami fái 3 metra langt prik sem má lemja með gefur mér aðeins eitt svar. Sonnenstich.Uppáhaldslagið þitt í Vorið vaknar? Allt í steik! (Og Trúi því, Mín víma ert þú, Hundalíf, Snertu..)Uppáhaldsatriði í Vorið vaknar? Úff, þau eru svo mörg. Ég vil halda því fram að fólk verði bara að mæta á sýninguna og finna það út sjálft.Raungreinar vs. tungumál? Heimilisfræði. Annars raungreinar.Drauma embættismannastaða? Ritstjórn MT, ekkert annað. (Hún meinar Loka)Þrjú orð sem lýsa sýningunni? „Meira hold“ – StefánHallur.

12

Page 16: Loki Laufeyjarson

Ratatoskur og SólbjarturÍ haust var lofað að Ratatoskur og Sólbjartur myndu snúa aftur. Ekki hafði verið keppt Ratatoskskeppni síðan á Opnunarkvöldi félagslífsins í ágúst 2012 og Sólbjartskeppnir hafa verið fremur stopular síðustu ár. Nemendur skólans tóku einstaklega vel í fréttirnar og var skráning í Ratatosk framar björtustu vonum þó að skráningin í Sólbjart hafi verið örlítið dræmari. Þegar þetta er skrifað hafa fimm keppnir verið í Ratatoski og tvær í Sólbjarti og enn er nóg til stefnu. Úrslit beggja keppna verða haldin hátíðleg og eitthvað sem MR-ingar munu ekki vilja missa af.Keppnirnar í Sólbjarti hafa hingað til verið æsispennandi og gríðarlega skemmtilegar. Liðin Náttúrulegu lograrnir og Lúdó tókust fyrst á en þá var rætt um gamalt fólk. Náttúrulegu lograrnir sigruðu og var Dagur Tómas ræðumaður kvöldsins. Hin keppnin var milli liðanna Af fiskum og liðs án nafns. Umræðuefnið var ofurhetjur í reykjavík en Af fiskum sigruðu og var Orri Úlfarsson ræðumaður kvöldsins. Næsta keppni verður í árshátíðarvikunni og keppa Af fiskum og Náttúrulegu lograrnir þá. Önnur keppni verður svo strax að loknu vorhléi.Lið MR í Gettu betur sér um samningu spurninga og dómgæslu auk þess sem þau sinna spyrilstarfinu. Núna eru liðin 5. Y og Geirinn, 3. D, komin áfram í átta liða úrslit en Rassálfarnir, 6. S, Sílíkon, 4. A, og Við ætluðum að nefna liðið “Einar Baldvin Brimar” en það var of langt. Ratatoskur mun halda áfram af fullum krafti þegar Gettu betur er lokið.Bæði það að taka þátt og fylgjast með Ratatoski og Sólbjarti er einskær skemmtun og hvet ég því alla til að fylgjast vel með og láta sjá sig þegar keppt er!

– Aðalbjörg Egilsdóttir

13

Page 17: Loki Laufeyjarson

ELDSMIDJAN.IS 562 3838 BRAGAGATA 38 A LAUGAVEGUR 81 SUÐURLANDSBRAUT 12

Page 18: Loki Laufeyjarson

*Rannsóknir sýna að neysla grænmetis og ávaxta er einn af lykilþáttum góðrar heilsu.

SAFAR SEM FARA ÞÉR VELAF

ÞÍNUMÁVÖXTUM

Á DAG*

FLORIDANA.IS

Page 19: Loki Laufeyjarson

Spurt og svarað?

?

Hey strákar,Ég er strákur í 3. bekk og þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti á árshátíðn framtíðarinnar og ég veit ekki í hverju ég á að vera. Hvernig er maður cool á svona árshátíð?

Til þess að vera cool á Árshátíð Framtíðarinnar þarftu að vera dáldið frumlegur Ekki vera lúðinn sem mætir í jakkafötum með bindi. Það er ástæða fyrir þemanu. Samt er eitt sem þú verður að passa þig á. Ekki mæta sem Aslan, það eru allir að fara að mæta sem Aslan. Vertu frumlegri og föndraðu þér jafnvel Mr. Tumnus búning. Svo er snilld fyrir pör að mæta saman sem Mr. og Mrs. Beaver. En hey þetta eru bara hugmyndir.

Sælor höfðingjar. Hef heyrt að þið getið hjálpað mér með flest allt. Svo ég spyr ykkur, Hvernig á ég að ná mér í gaurinn sem er efst á target listanum?

Hey, takk fyrir að hafa samband. Til allra kvennmanna þarna úti þá er þessi almenna regla að gaurinn eigi að eiga fyrsta frumkvæði, KJAFTÆÐI. Við mælum með að fara eftir gullnu skrefum Laufeyjarsona. Þau eru 4. og geta bæði nýst stelpum og strákumPoke-ar hann á facebook. Mikilvægt fyrir framtíðina, þá kannast hann við þig á ballinu.Æfir góðar pick up línur heima hjá þér, fyrir framan spegilinn verður að vera vel æfð áður en á ballið kemur. Mælum með viskubanka Mixarans en nóg er að finna á facebooksíðu hans.MIKILVÆGASTA SKREFIÐ. Þetta skref getur verið erfitt ef þú hefur sleppt öðru skrefi. Nú ertu komin á ballið, mikilvægt er að fara ekki beint að stráknum heldur að dansa í kringum hann, ekki samt of áberandi. Ef skref eitt var gert á réttum tíma gæti strákurinn verið að hugsa það sama og þú. Svo þegar þú ert farinn að nálgast targetið þarftu að hvísla picköpp línunni sem þú æfðir í eyrað á honum og lætur svo töfranna ráða rest.Dagurinn eftir ballið. Ef allt heppnaðist vel á ballinu ætti hann að poke-a þig til baka (ef hann er ekki búinn að því fyrir). Ekki hika við ð byrja samtal á Facebook og plana næsta hitting. 16

*Rannsóknir sýna að neysla grænmetis og ávaxta er einn af lykilþáttum góðrar heilsu.

SAFAR SEM FARA ÞÉR VELAF

ÞÍNUMÁVÖXTUM

Á DAG*

FLORIDANA.IS

Page 20: Loki Laufeyjarson

AvatarHrikalega löng mynd en reyndar hrikalega rómantísk. Söguhetjurnar eru Jake og Neytiri. Alla myndina er rosalegt neistaflug þeirra á milli. Þessi mynd eykur möguleikana á því að neistaflugið verði svipað á milli þín og stefnumótsins.

Trans-formers 2Ofboðslega sorgleg mynd, sérstaklega þegar Shia Lebauf þarf að kveðja ástkæra bílinn sinn, bumblebee.

Mall copMall cop er frábær mynd til þess að mynda tengsl strax á stefnamótinu. Þið munuð gráta saman Þegar Paul Blart slasar sig á segwaiinu og þið munuð fagna saman, vonandi með kossi, þegar Paul Blart fangar vondu kallanna.

17

Kúrumyndir

Page 21: Loki Laufeyjarson

Big stanStóri Stan er hin fullkomna mynd fyrir par sem vill hlæja. Hún getur verið sorgleg á köflum, líkt og þegar Stan er laminn af karate kennaranum sínum. En svo gleðstu með honum líka, líkt og þegar Stan lemur karate kennarann sinn.

NotebookVitum ekki um hvað myndin er en höfum heyrt að hún sé góð.

Broke Back MountainBroke Back mountain er mynd fyrir grátur. Hún er um mann sem finnur sitt innra sjálf. Mælum með að hafa varnir yfir þessari.

18

Page 22: Loki Laufeyjarson

Fagurfræði. Mér er einstaklega annt um hana ég hugsa nær stanslaust um hana. Ég rækta mína eigin og pæli í annarra. Fagurfræði er allt í kringum okkur. Stundum er ástin það líka. Þetta tvennt fjalla ég um í pistli þessum.Ayn Rand er, eins og ég efast ekki um að flestir

viti, einn af mínum eftirlætisheimspekingum. Hún lét það eftir sér að skrifa um ást, eins og svo margt annað:

Romantic love, in the full sense of the term, is an emotion possible only to the man (or woman) of unbreached self-esteem: it is his response to his own highest values in the person of another—an integrated response of mind and body, of love and sexual desire. Such a man (or woman) is incapable of experiencing a sexual desire divorced from spiritual values.

Fagurfræði

19

Page 23: Loki Laufeyjarson

Ég held að ég sé ósammála henni varðandi óþrjótandi sjálfstraustið, ég held raunar að óþrjótandi sjálfstraust margra einskorðist við nærveru ástar, þ.e.a.s., félaga eða maka. Aðili sem segir fátt og lítið kann, í félagsskap ástar sinnar, að vera ástríðufyllsti maður jarðarinnar, því sá félagsskapur er ólíkur öllum öðrum. Athyglisverðast þykir mér restin af tilvitnuninni: að ást sé svar æðstu gilda eins manns við sömu gildum annars. Þetta kemur ögn stafrænt fyrir sjónir; eins og formúla í excel að hleypa af stað keðjuverkun að ákveðnum forsendum uppfylltum. Kemur þetta svo heim og saman við tilhneigingu okkar mannanna til að finna ástina á ótrúlegustu stöðum.

Ég held að upplifunin ástarinnar og fegurðarinnar sé hin sanna tenging við Guð. Sé Guð til er hann/það fegurð. Guð er ekki meðvituð vera sem hugsar, Guð er fyrirbæri sem aðeins þeir upplifa sem sækja. Jafnframt er hin fullkomna ást engill. Ég á mér engil sem er holdgerving þeirrar stúlku sem ég mun vonandi einn daginn hitta og verða svo heppinn að kynnast og, leyfi Guð, verða ástfanginn af og hún af mér. Þetta megum við, homo sapiens, lifa við. Mikilvægasti þáttur tilveru okkar er okkur gjörsamlega óskiljanlegur og dulinn. Þrátt fyrir þessar leiðu líkur tekst okkur jafnan að ná í gegn um móðuna fyrrnefndu.

Ég lét stór orð falla þegar ég ritaði að ást væri mikilvægasti þáttur tilveru okkar. Rökin eru sumsé þessi: sé sönn fegurð andartaksinnlit í himnaríki, þá er ást bein lína til Guðs.

„Aðili sem segir fátt og lítið kann, í félagsskap ástar sinnar, að vera ástríðufyllsti maður jarðarinnar, því sá félagsskapur er ólíkur öllum öðrum.

„Ég á mér engil sem er holdgerving þeirrar stúlku sem ég mun vonandi einn daginn hitta og verða svo heppinn að kynnast og, leyfi Guð, verða ástfanginn af og hún af mér. Þetta megum við, homo sapiens, lifa við. Mikilvægasti þáttur tilveru okkar er okkur gjörsamlega óskiljanlegur og dulinn.

„Allar freondælur heimsins gætu ekki kælt hjartað mitt nóg til að hrífast ekki af fjandans augnablikinu eilífa.

Hollast er að geta þess að ég er trúlaus. Ég hef ekki trúað á neina guðlega eind frá 14 ára aldri. Upp að þeim punkti trúði ég einfaldlega vegna þess að ég hafði alltaf gert það og aldrei íhugað trúnna af alvöru. Þess vegna þykir mér það svo eðlilegt og fallegt að trúa á Guð í fegurð. Að sækja fegurð er sú heilnæmasta sókn sem nokkur maður getur átt. Hún göfgar mann og fyllir mann hlýju en er oft erfið, eins og stórsóknir vilja vera.

Fegurð er samt ekki trúarbragð. Fegurð er eilíft augnablik á takmarkaðri tímalínu einstaklings – augnablik sem festist án nokkurrar áreynslu – og dúkkar upp látlaust í huga fórnarlambsins. Myndir af glæpamanninum ásækja þegar síst skyldi, í matvörubúð, undir stýri, í hópi góðra vina. Samt fær fórnarlambið sig ekki til að bölva glæpnum því hann er svo yndislegur. Áfram neistar og neistar þar til kviknar bál. Takk

fyrir að lesa tilfinningatryllandi spennusöguna Ástin. Ekki reyna áhættuatriðin heima.

Þetta var dæmi um ferli ástar. Ég veit ekki hve mörg þau eru. Mennska mín er svo takmarkandi að ég get ekki leyft mér að ímynda mér fjöldann. Mennska mín er jafnframt svo takmarkandi að ég fell fyrir svona kjaftæði. Allar freondælur heimsins gætu ekki kælt hjartað mitt nóg til að hrífast ekki af fjandans augnablikinu eilífa.

Að því öllu sögðu skal athuga að lífið er í eðli sínu tilgangslaust, sem gefur okkur mönnunum ansi víðan leikvöll fyrir hugmyndaflugið til að skapa okkur tilgang (manninum er eðlislægt að skálda sér tilgang). Í stórhættulegri veröld hvar við erum aðeins sandkorn er dæmigært að það eina sem veiti okkur stundarfrið frá tóminu sé jafn óreiðukennt og ástin. Auk þess fara flestir út í hana án þekkingar, ástin er vanmetin fræðigrein sem enginn fær neina menntun eða undirbúning í nema þá frá skottulæknum Hollywood og því læra flestir með hnöppum og glöppum. Blindur maður sem gengur í fyrsta skipti mun reka sig á þónokkra veggi. En samt tekst meginþorra mannkyns alltaf að feta sig yfir jarðsprengjusvæðið og hjúfra sig í örmum ástarinnar, enn og aftur til marks um hve megnug kynið og ástin eru, en ég held jafnframt að enginn efist um að ástin sé alls þessa vesens virði.

Í lokin vitna ég í Oscar Wilde: “You don’t love someone for their looks, or their clothes, or for their fancy car, but because they sing a song only you can hear.”

Þegar við göngum í alnætti með bundið fyrir augun er fallegur söngur í fjarskanum okkar eina von – en varist sönginn samt, hann festist.

– Kjartan Magnússon20

Page 24: Loki Laufeyjarson

Dagur í lífi Don PóseiFagur fiskur erfeigur efDagur líðurán umhyggjuÞá dauður í búri bíður.

Fiskar krefjast mikillar umhyggju til að þeir geti lifað í búri, en eins og skáldið sagði: „Fiskur er dauður ef hann fær enga umhyggju í einn dag.“ Þetta veit ég. Ég er vanur að taka daginn snemma. Mér finnst gott að sitja í baðkarinu í morgunkyrrðinni og ýmynda mér hvernig það er að vera fiskur í búri. Hvernig getur maður hugsað um fiska ef maður getur ekki sett sig í þeirra spor. Eftir leguna tek ég saman fiskabúradæluhreinsiburstasettið, þríf fiskabúrahreinsiburstana og kem þeim svo öllum fyrir í skólatöskunni. Oftast skrópa ég í fyrstu 1-3 tímana (og stundum allan daginn). Þá sit ég fyrir framan fiskabúrið á Amtmannsstíg og stari á það um stund. Eftir störuna byrja ég að plana þrifin. Þá undirbý ég mig vel og hugleiði. Það geri ég til þess að róa fiskinn; hann er mjög næmur á stress og því er mikilvægt að vera pollslakur. Þegar ég hef náð fullkominni ró og ætla að byrja þrifin er klukkan orðin eitthvað um 16:30. Þá er Portner vanur að trufla slökunina, dagurinn ónýtur og ekki tekur því að byrja upp á nýtt. Það er einmitt ástæðan fyrir því að fiskabúrið er alltaf skítugt. Nú þegar dagurinn er ónýtur, græt ég í smá stund, fer heim, græt aðeins meira. Þegar ég jafna mig á ég það til að lesa greinar á fiskaspjall.is. Þar skrifa ég undir notendanafninu Gudjon B. Fiskaspjallið hjálpar mér að komast yfir erfiðleikana og ég er oftast búinn að jafna mig áður en ég fer aftur að sofa.

– Guðjón Bergmann

21

Page 25: Loki Laufeyjarson

Vetrarmorgunn

Á köldum vetrarmorgni.Þar klæðist hlýrri sumarkápu,er glæðir líf í sofandi sálog vekur bros á dapri vör.

Á köldum vetrarmorgni.Bíða mín þar vonir og draumar,en undir niðri stressið kraumarog bugun þróttinn slekkur.

Á köldum vetrarmorgni.Mæti ég þar vinum góðum,fögrum eins og sumarblómum,í faðmi þeirra hjartað býr.

Á köldum vetrarmorgni.Lífsins rós á klaka.

– Garðar Sigurðarson

Page 26: Loki Laufeyjarson

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra

Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Námsmenn

Studen t

Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app

Page 27: Loki Laufeyjarson

SÁLI

N

Skuggar í skjóli næturskjóta rótum sínum hér.

Farði og fjaðrahamur.Allt svo framandi er.

Fyrirheit enginn áaðeins von eða þrá.Svo á morgun er allt liðið hjá.

Sviti og sætur ilmursaman renna hér í eitt

Skyrta úr leðurlíkigetur lífinu breytt.

Fyrirheit enginn áaðeins von eða þrá.

Tíminn fellur í gleymskunnar dá.Fyrirheit enginn áaðeins drauma og þrá.Svo á morgun er ballt liðið hjáHérna er allt sem hugurinn gæti girnst

já og eðal guðaveigar

Nóttin er ung og hún iðar í takt við þig.Allt getur gerst og eflaust gerist það flestbara bruggið ef þú teigar.

Svo er svifið þöndum vængjum.Svo er svifið þöndum vængjum.Sódóma Yeah-yeah-yeah-yeah.Sódóma Yeah-yeah-yeah-yeah.

Holdið er hlaðið orkuhafið yfir þína sýn.Drjúpa af dimmum veggjumdreyri, vessar og vín.

F y r i r h e i t

e n g i n n á . . .

24

Fyrir löngu stofnuðu fimm ungir strákar hljómsveit í þeim tilgangi að skemmta lýðnum, engan hefði órað fyrir því hversu hátt frægðarsól þeirra

myndi rísa.Nú tæplega þrjátíu árum síðar er sálin hans jóns mín löngu orðin heimsfræg

á íslandi.Ekki er til það mannsbarn sem kann ekki textann við ‘Sódóma’ eða ‘Þú

fullkomnar mig´Við MR-ingar erum svo heppin að Sálin hefur ákveðið að blessa okkur með

nærveru sinni á einhverri glæsilegustu árshátíð sem sögur fara af.Ef þú kæri samnemandi kannt ekki textann við ‘sódóma’ þá höfum við neglt

textanum við íkoníska popplag íslandssögunnar hér fyrir neðanVið þurfum ekki að reyna að peppa þig í gang vegna þess að það er hreinlega

ómögulegt að vera ekki peppaður í ræmur yfir því að Sálin sé að koma.

Page 28: Loki Laufeyjarson

Down1. Loðinn bjargvættur og hinn eini sanni konungur

2. Stolt okkar og gleðigjafar.

6. Köld illska.

7. Gott hjarta á klaufum.

8. Fimm dagar sælu.

9. Heimili þagnarinnar.

10. Land allsnægta og heilbrigðs lífernis.

11. MR-lífið er.

15. Alfaðir vor og hirðir.

18. Það besta við Menntaskólann í Reykjavík.

Across3. Eyja.

4. Hann er hér. Hann er þar. Hann er allsstaðar.

5. Besta kvöld ársins.

12. Besti dagur ársins.

13. Knock Knock. Who's there?

14. Ekki fortíðin heldur framtíðin.

16. Besta þema árshátíðarsögunnar.

17. Hvað sagði kallinn um konuna við stelpuna.

19. Vömm allra goða og manna.

20. Hættulegasti staður til að vera á.

Erfiðasta krossgáta everReyndu bara.

1

2

3

4

5

6 7

8 9

10 11

12

13

14 15

16

17

18

19

20

Created on TheTeachersCorner.net Crossword Maker

þrautir

25

Page 29: Loki Laufeyjarson

26

© 2

014

adid

as A

G. a

dida

s, th

e Tr

efoi

l log

o an

d th

e 3-

Stri

pes

mar

k ar

e re

gist

ered

trad

emar

ks o

f the

adi

das

Gro

up.

Page 30: Loki Laufeyjarson

tweet-hornið

27

Page 31: Loki Laufeyjarson

#gramtíðin

28

Page 32: Loki Laufeyjarson