pangea ultima - deja vu all over again - pangea ultima.pdf · pangea ultima - deja vu all over...

6
Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar saman komin í einu meginlandi sem kallað hefur verið Pangea. Hlutar úr meginlandi þessu hafa síðan rekið í sundur og þjappast saman og myndað yfirborð jarðar eins og það er í dag. Með því að nota þekkingar ágiskun hefur verið búið til líkan sem spáir um hreyfingu platanna, sem mynda jarðskorpuna, næstu 250 milljón árin en á þeim tíma er gert ráð fyrir að nánast öll meginlönd jarðar verði aftur komin saman í eitt meginland, rétt eins og fyrir um 250 milljónum árum síðan. Meginland þetta hefur verið nefnt Pangea Ultima. Inngangur Í sinni einföldustu mynd er það svo í klassískri eðlisfræði að þekki menn staðsetningu agnar og hraða hennar, er hægt að spá fyrir um staðsetningu agnarinnar um alla framtíð. Þegar kerfi síðan stækka og flækjustigið hækkar, þ.e. ögnum fjölgar og fleiri breytur koma til sögunnar, verður dæmið ekki alveg jafn einfalt. Óreiða kemur til sögunnar og erfiðara verður að segja fyrir um framtíðina. Þegar kemur að því að segja fyrir um hreyfingu jarðskorpuflekanna og legu þeirra í framtíðinni er flækjustigið orðið verulega hátt og í raun er með öllu ómögulegt að segja fyrir um legu jarðskorpuflekanna, með mikilli nákvæmni, í fjarlægri framtíð. Þó geta menn spáð fyrir um áframhaldandi hreyfingu jarðskorpuflekanna og hvaða nýju atburðið geti átt sér stað og til hvers það muni leiða. Mesta óvissan er vissulega falin í hvaða nýju atburðir geti átt sér stað. Dæmi um nýjan atburð er að talið er að sökkbelti muni myndast annaðhvort austast eða vestast í Atlantshafinu. Dr Christopher Scotese, jarðfræðingur við Háskólann í Texas í Arlington hefur með þekkingar ágiskun reynt sjá fyrir sér hvernig jarskorpuflekarnir muni hreyfast næstu hundruðir milljónir árin. Hér mun ég fjalla um líkanið hans.

Upload: others

Post on 23-Aug-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson

Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar saman komin í einu meginlandi sem kallað hefur verið Pangea. Hlutar úr meginlandi þessu hafa síðan rekið í sundur og þjappast saman og myndað yfirborð jarðar eins og það er í dag. Með því að nota þekkingar ágiskun hefur verið búið til líkan sem spáir um hreyfingu platanna, sem mynda jarðskorpuna, næstu 250 milljón árin en á þeim tíma er gert ráð fyrir að nánast öll meginlönd jarðar verði aftur komin saman í eitt meginland, rétt eins og fyrir um 250 milljónum árum síðan. Meginland þetta hefur verið nefnt Pangea Ultima.

Inngangur Í sinni einföldustu mynd er það svo í

klassískri eðlisfræði að þekki menn

staðsetningu agnar og hraða hennar, er

hægt að spá fyrir um staðsetningu

agnarinnar um alla framtíð. Þegar kerfi

síðan stækka og flækjustigið hækkar,

þ.e. ögnum fjölgar og fleiri breytur koma

til sögunnar, verður dæmið ekki alveg

jafn einfalt. Óreiða kemur til sögunnar

og erfiðara verður að segja fyrir um

framtíðina.

Þegar kemur að því að segja fyrir

um hreyfingu jarðskorpuflekanna og

legu þeirra í framtíðinni er flækjustigið

orðið verulega hátt og í raun er með öllu

ómögulegt að segja fyrir um legu

jarðskorpuflekanna, með mikilli

nákvæmni, í fjarlægri framtíð. Þó geta

menn spáð fyrir um áframhaldandi

hreyfingu jarðskorpuflekanna og hvaða

nýju atburðið geti átt sér stað og til hvers

það muni leiða. Mesta óvissan er

vissulega falin í hvaða nýju atburðir geti

átt sér stað. Dæmi um nýjan atburð er að

talið er að sökkbelti muni myndast

annaðhvort austast eða vestast í

Atlantshafinu. Dr Christopher Scotese,

jarðfræðingur við Háskólann í Texas í

Arlington hefur með þekkingar ágiskun

reynt að sjá fyrir sér hvernig

jarskorpuflekarnir muni hreyfast næstu

hundruðir milljónir árin. Hér mun ég

fjalla um líkanið hans.

Page 2: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Líkan Christopher Scotese

Helstu breytingarnar sem við stöndum

frammi fyrir í náinni framtíð, eða um

það bil næstu hundruðir til þúsundir árin,

eru tengdar hlýnun jarðar. Þar sem

jákvæð afturverkun mun drífa áfram

hnattræna hlýnun. Jörðin er að yfirgefa

ísöld og að öllum líkindum að breytast

úr íshúsi í gróðurhús. Aukin losun

gróðurhúsalofttegunda ýtir undir

hnattræna hlýnun og jöklar bráðna sem

verður til þess að minna af sólarljósi

endurkastast frá yfirborði hvítra jöklanna

og sjávaryfirborð hækkar og flatarmál

sjávar eykst á kostnað yfirborðs jarðar

og þar sem sjórinn gleypir í sig töluvert

meiri varmageislun en yfirborð jarðar, þá

leiðir þetta til aukinnar hlýnunar.

Ef við lítum nú enn lengra fram í tímann

og skoðum eins og næstu 50 milljón árin

og látum jarðskorpuflekana hreyfast

áfram eins og hreyfing þeirra er í dag, þá

munum við meðal annars sjá Atlants-

hafið halda áfram að víkka, Miðjarðar-

hafið hverfa við árekstur Evrópu og

Afríku og Ástralíu rekast á SA-Asíu.

Mynd 1: Jörðin eins og hún lítur út í dag.

Page 3: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Á næstu 50 milljón árum mun Norður-

Ameríka snúast rangsælis, meðan

Evrasíu flekinn snýst réttsælis og færir

England norður á bóginn og Síberíu

sunnar í heittemprað loftslag. Afríku

rekur áfram að Evrasíuflekanum og

Miðjarðarhafið og Rauðahafið munu

lokast. Háreist fjallakeðja mun ná allt frá

Spáni, suðureftir Evrópu, gegnum Mið-

Austurlönd og inn í Asíu.

Ástralíu rekur inn á SA-Asíu og

sökkbelti mun umkringja Ástralíu og

teygja sig vestur eftir Indlandshafi.

Líkanið gerir ráð fyrir að miðað

við núverandi hreyfingar jarðskorpuflek-

anna muni Austur-Afríkurekbeltið ekki

halda áfram að gliðna og mynda haf.

Ein mikilvægasta breytingin í

jarðfræði framtíðarinnar er myndun

sökkbeltis á vesturjaðri Atlantshafsins en

með tíð og tíma mun þetta sökkbelti

eyða Atlantshafinu.

Spáin um hreyfingu jarðskorpu-

flekana næstu 50 milljón árin er talin

tiltölulega örugg, þar sem byggt er á

áframhaldandi núverandi hreyfingum.

Mynd 2: Jörðin eins og talið er að hún muni líta út eftir um 50 milljón ár. Meðal annars hefur sökkbelti myndast á vesturjaðri Atlantshafsins.

Page 4: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Þegar spá um hreyfingu jarðskorpu-

flekanna er farin að ná lengra en 50

milljón ár fram í tímann fer dæmið að

verða býsna flókið en þó má enn gera

spá með þekkingar ágiskunum.

Talið er að eftir um 100 milljón

ár hafi sökkbeltið á vesturjaðri

Atlantshafsins eytt það miklu af

hafskorpunni milli Ameríku og Afríku

að Mið-Atlantshafshryggurinn verði að

mestu leyti horfinn og meginlönd

Ameríku og Afríku eru farin að færast

nær hvort öðru.

Indlandshafið hefur einnig

minnkað þar sem hafskorpan

hefur farið norður undir sökkbeltið á

Indlandshafi.

Suðurskautslandið hefur rekið

norður að suðurströnd Ástralíu.

Þar sem borgirnar New York,

Boston og Washington stóðu áður, er nú

hár fjallgarður.

Næsta Pangea, eða Pange Ultima, mun

myndast þegar sökkbeltið við Norður-

og Suður-Ameríku hefur gleypt

hafskorpu Atlantshafsins og Norður- og

Suður-Ameríka hafa við það rekið upp

að Afríku. Þessi nýi meginlandsmassi

mun hafa lokað innhaf.

Mynd 3: Jörðin eins og talið er að hún muni líta út eftir um 150 milljón ár.

Page 5: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Þetta lokaða innhaf eru leyfar

Indlandshafsins. Suðurheimskautið er

staðsett á Suðurpólnum og Kyrrahafið

þekur nú um helming jarðarinnar.

Niðurlag Eins og fram hefur komið er líkan

Christopher Scotese byggt á þekkingar

ágiskunum og getgátum um hvaða nýju

atburðir muni koma til með að eiga sér

stað í framtíðinni. Því ber að taka spám

þessum með töluverðum fyrirvara og

eins og hann hefur sjálfur sagt að þá er

þetta að miklu leiti byggt á hugarflugi

enn sem komið er en þó sé það ágætis

æfing að ímynda sér hvað það sé sem

geti átt sér stað í framtíðinni og það sé

einungis hægt ef menn hafa góðan

skilning á núverandi hegðun jarðarinnar.

Mynd 4: Útlit jarðarinnar eftir um 250 milljón ár? Pangea Ultima hefur myndast.

Page 6: Pangea Ultima - deja vu all over again - Pangea Ultima.pdf · Pangea Ultima - deja vu all over again Jón Einar Jónsson Ágrip Fyrir um 250 milljónum ára voru öll meginlönd jarðar

Heimildir http://science.nasa.gov/headlines/y2000/ast06oct_1.htm (5.11.07)

http://www.scotese.com/Default.htm (5.11.07)