reykjavík midsummer music 2015 - programme booklet

32
18 - 21 JUNE ¬ 2015 ¬ IN HARPA IMITATION Reykjavík Midsummer Music ARTISTIC DIRECTOR Víkingur Heiðar Ólafsson

Upload: reykjavik-midsummer-music

Post on 22-Jul-2016

239 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

18-21 June 2015 in Harpa. Design: Helga Gerður Magnúsdóttir. Texts: Halla Oddný Magnúsdóttir.

TRANSCRIPT

Page 1: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

18 - 21 JUNE ¬ 2015 ¬ IN HARPA

IMITATION

Reykjavík Midsummer

Music

ARTISTIC DIRECTOR

Víkingur Heiðar Ólafsson

Page 2: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga hjá TM, í 14. sinn. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur jafn oft hlotið þennan heiður. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Tryggingamiðstöðin [email protected] tm.is

ÁnægjaTM

Ánægjan er okkar aðalsmerki

tm.is/afhverju

Page 3: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

THE VOICE OF THE WHALE

18.06 / 20:00Harpa – Norðurljós

GRAY AREA #1

18.06 / 23:00 Mengi – Óðinsgötu 2 101 Reykjavík

PICTURES AT AN(OTHER) EXHIBITION

19.06 / 20:00 Harpa – Norðurljós

GRAY AREA #2

19.06 / 23:00 Mengi – Óðinsgötu 2101 Reykjavík

OBSESSION

20.06 / 12:00 Harpa – Kaldalón

HALLGRÍMSKIRKJA IMPROVISATION

20.06 / 15:00 Hallgrímskirkja

HALLELUJAH JUNCTION

20.06 / 20:00 Harpa – Norðurljós

GRAY AREA #3

20.06 / 23:00 Mengi – Óðinsgötu 2 101 Reykjavík

DANTE

21.06 / 15:00 Harpa – Norðurljós

GRAND FINALE

21.06 / 20:00 Harpa – Norðurljós

Programme 18.06-21.06 2015

Page 4: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Víkingur Heiðar ÓlafssonPíanóleikari og listrænn stjórnandi RMM /Pianist and Artistic Director of RMM

Page 5: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Kæru vinir,

Þema Reykjavík Midsummer Music 2015 er eftirlíking. Hermikrákur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá sem geymir fjölmörg óvænt stefnumót – og margar stolnar fjaðrir. Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir listinni þangað til enginn veit lengur hvort er hvað, tónskáld og flytjendur herma miskunnarlaust hverjir eftir öðrum – en líka eftir fuglum, hvölum og jafnvel moskítóflugum. Fortíð og nútíð mætast í gáskafullri hermiröddun.

Eftirherman hefur á sér vont orð – hún er stundum sögð andstæða frumleikans. Ég er ekki viss um að það sé alveg rétt. Stundum er hún þvert á móti fyrsta skrefið í átt til nýjunganna. Hún er ferðamáti góðra hugmynda á milli manna, hugmynda sem síðan stökkbreytast og verða að einhverju nýstárlegu. Og fátt er lærdómsríkara en að reyna að líkja eftir því sem vel er gert. Í efnisskrá hátíðarinnar ferðast góðar hugmyndir ekki bara í rými, heldur í tíma – stundum um margar aldir – og milli manns og náttúru.

Ég trúi því að samhengi hafi mikið um það að segja hvernig við upplifum tónlist. Þess vegna vil ég helst velja saman verk frá ólíkum tímum þannig að þau eigi í samtali, varpi ljósi hvert á annað eða segi áður ósagða sögu. Fyrir mér

er í raun öll tónlist sem enn er hlustað á samtímatónlist, hvort sem hún var samin á sautjándu öld eða er spunnin á staðnum. Þegar leiftrandi frumlegir tónlistamenn víðsvegar að úr heiminum koma saman til að spila verður alltaf til eitthvað nýtt og óvænt.

Það er von mín að efnisskrárnar sjö (og gráu stundirnar þrjár í Mengi) varpi fram verðugum spurningum, tipli áreynslulaust á milli þess þekkta og óþekkta, englasöngs og djöfulgangs.

Gleðilega hátíð!Víkingur

Dear friends,

The theme of Reykjavík Midsummer Music 2015 is Imitation. Its programme, full of emulation, parroting and pastiche, includes many unexpected encounters and a lot of borrowed feathers. Art imitates life and life imitates art until nobody knows which is which, composers and performers ruthlessly copy each other – but also birds, whales, and even mosquitoes. Past and present come together in a playful imitative counterpoint.

Imitation has a bad reputation. It is said to be the opposite of originality. I have

my doubts about this. On the contrary, imitation can be the first step toward novelty. Imitation is how good ideas travel between clever minds, where they then mutate and get transformed into something quite new. And nothing is as informative as trying to imitate excellence. In the festival programme, good ideas travel not only in space, but in time, sometimes across centuries, and between man and nature.

I believe that context is everything when it comes to enjoying music. This is why I love presenting together works from different times that can share a dialogue, shed light on each other, or tell an untold story. To me, all music that we listen to today is contemporary music, regardless of whether it was composed in the 17th century or improvised a moment ago. When imaginative musicians from all over the world come together to play, they always create something new and exciting.

My hope is that the seven concert programmes (and three gray hours at Mengi) pose some worthy questions, flow seamlessly between the known and the unknown, between the divine and the diabolical.

Enjoy the festival!Víkingur

Welcome to ReykjavíkMidsummer Music

Page 6: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu.Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári.

Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA

TvøroyriFæreyjar

KlaksvíkFæreyjar

ArgentiaNL, Kanada

BostonMA, Bandaríkin

BergenNoregur

MåloyNoregur

ÅlesundNoregur

SandnessjoenNoregur

HammerfestNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

SortlandNoregur Båts�ord

Noregur

StavangerNoregur

HalmstadSvíþjóð

FredrikstadNoregur

RigaLettland

VigoSpánn

LisbonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PetersburgRússland

SzczecinPólland

GdyniaPólland

KlaipedaLitháen

GrimsbyEngland

ImminghamEngland

ÅrhusDanmörk

VestmannaeyjarÍsland

TÓRSHAVNFæreyjar

HamburgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

NuukGrænland

AkureyriÍsland

Ísa�örðurÍsland

GrundartangiÍsland Reyðar�örður

Ísland

HalifaxNS, Kanada

REYKJAVÍKÍsland

AberdeenSkotland

ScrabsterSkotland

VelsenHolland

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNL, Kanada

TromsøNoregur

SwinoujsciePólland

Page 7: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu.Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári.

Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA

TvøroyriFæreyjar

KlaksvíkFæreyjar

ArgentiaNL, Kanada

BostonMA, Bandaríkin

BergenNoregur

MåloyNoregur

ÅlesundNoregur

SandnessjoenNoregur

HammerfestNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

SortlandNoregur Båts�ord

Noregur

StavangerNoregur

HalmstadSvíþjóð

FredrikstadNoregur

RigaLettland

VigoSpánn

LisbonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PetersburgRússland

SzczecinPólland

GdyniaPólland

KlaipedaLitháen

GrimsbyEngland

ImminghamEngland

ÅrhusDanmörk

VestmannaeyjarÍsland

TÓRSHAVNFæreyjar

HamburgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

NuukGrænland

AkureyriÍsland

Ísa�örðurÍsland

GrundartangiÍsland Reyðar�örður

Ísland

HalifaxNS, Kanada

REYKJAVÍKÍsland

AberdeenSkotland

ScrabsterSkotland

VelsenHolland

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNL, Kanada

TromsøNoregur

SwinoujsciePólland

Samtímamenn Frederics Chopin sögðu hann góðan píanista fyrir miðnætti, en frábæran eftir það. Það var í næturhúminu, á því sem Chopin sjálfur nefndi „gráa tímann“, sem þessi fínlegi og nákvæmi maður sleppti fram af sér beislinu við hljóðfærið og impróvíseraði stórkostlegar tónsmíðar, vinum sínum til mikillar gleði. Morgnana notaði hann svo til þess að fága og fullvinna það sem honum hafði dottið í hug í hita leiksins – en skáldgáfa hans tilheyrði nóttinni.

Það er með vísan til þessa – og hins óvænta sem á sér stað þegar farið er út fyrir mörk hins viðbúna – sem við nefnum frjálslega stofutónleika í Mengi Gráa svæðið. Dagskráin er óskrifuð og allt getur gerst, stemmningin er afslöppuð og heimilisleg, listamennirnir kynna sjálfir verkin sem þeir spila.

Njótið stuttra stofutónleika fyrir svefninn – lítið við í Mengi á gráa tímanum og hlýðið á tónlist í öllum regnbogans litum.

In his day, Frederic Chopin was de-scribed as a good pianist until midnight, but a great one thereafter. Fully em-bodying the idea of the romantic genius, Chopin would sit down at the piano late at night in the smoke-filled salons of Paris and improvise with otherworldly abandon, much to the delight of his friends. Some of his greatest works were conceived in this way, during the dusky evening sessions he himself referred to as ‘the gray hour’. The next morning he would, without fail, soberly refine his conceptions and discipline them into forms fit for posterity – but his inspiration was a nocturnal creature.

In the spirit of Chopin, we have organised three very special events that do not conform to the traditional recital format, and have been given the name The Gray Area. Our artists will announce each programme on the spot before performing their selected works in an intimate house concert style setting.

Come to the Gray Area at Mengi during the gray hours of the night and enjoy a full technicolor spectrum of music in a friendly and informal atmosphere. A perfect way to end an evening.

Gray Area in Mengi

GRAY AREA #1, #2, #3Óðinsgötu 2 / 101 Reykjavík

18.06 / 23:00 / Mengi19.06 / 23:00 / Mengi20.06 / 23:00 / Mengi

Listamenn hátíðarinnarThe Artists of the Festival

Page 8: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

18. 06 / 2015 / 20:00Harpa - Norðurljós

Jean-Philippe Rameau (1683-1764)Les Rappel des Oiseaux Víkingur Heiðar Ólafsson

Esa Pekka Salonen (1958) YTA III (1985) Jan-Erik Gustafsson

Nikolai Rimsky-Korsakov (1844-1908)The Golden Cockerel Fantasy Anna-Liisa Bezrodny, Víkingur Heiðar Ólafsson

George Crumb (1929)Vox Balaenae (Voice of the Whale, 1971) Vocalise Sea Theme Archeozoic Proterozoic Paleozoic Mesozoic Cenozoic Sea-Nocturne Melkorka Ólafsdóttir, Jan-Erik Gustafsson, Víkingur Heiðar Ólafsson

Hlé / Intermission George Crumb Mundus Canis (A Dog’s World, 1998) - Five Humoresques for Guitar and Percussion Tammy - elegantly, somewhat freely Fritzi - furioso Heidel - languido, un poco misterioso Emma-Jean - coquettish, poco animato, grazioso Yoda - prestissimo possibile Kristinn H. Árnason, Pétur Grétarsson

Franz Schubert (1797-1828)Piano Quintet in A major D.667 (Die Forelle) Allegro vivace Andante Scherzo: Prestissimo Andantino - Allegretto Allegro giostato Sayaka Shoji, Pauline Sachse, Jan-Erik Gustafsson, Hávarður Tryggvason, Marianna Shirinyan

The Voice of the Whale

Page 9: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Listin hermir eftir lífinu, dýralífinu nánar tiltekið, á tónleikum þar sem tegundafjölbreyti-leikinn er í fyrirrúmi. Við hlýðum fyrst á franskan fuglasöng eins og barokkmeistarinn Jean-Philippe Rameau skráði hann niður fyrir hljómborð, léttan og tregafullan í senn. Þá verðum við vitni að dauðastríði mölflugu sem hætt hefur sér of nærri eldinum í verki Esa Pekka Salonens, YTA III fyrir selló, en fáum svo kærkomna lausn frá þjáningum hennar þegar hið æsilega ævintýri Mussorgskys um Gullna hanann fær að hljóma. Þá liggur leiðin ofan í undirdjúpin. Í verki George Crumb, Vox Balaenae (Rödd hvalsins), fyrir flautu, píanó og selló leika þrír grímuklæddir hljóðfæraleikarar tónlist sem innblásin er af söng hnúfubaksins. Verkið er helgað náttúruöflum sem eru manninum stærri og máttugri og kaflar þess bera heiti jarðsögutímabila sem hvert um sig spanna svo langan tíma að saga mannlegrar siðmenningar verður ekki nema dropi í hafið. Eftir hlé kynnumst við annarri hlið á Crumb, í verki hans Mundus Canis (Heimur hundsins) fyrir gítar og slagverk. Í verkinu heiðrar Crumb þá fimm öndvegishunda sem fylgt hafa fjölskyldu hans í gegnum tíðina og fangar skapgerð þeirra og háttalag. Tónleikunum lýkur í glitrandi læk í fylgd með frægasta silungi tónlistarsögunnar, þeim sem hinn spriklandi fjörugi píanókvintett Schuberts í A-dúr er nefndur eftir.

Art imitates life - wildlife, to be exact - in an opening concert of unusual biodiversity. First, we hear birdsong from a French 18th century forest, as transcribed for the keyboard by the baroque composer Jean-Philippe Rameau - a fine balance of lightness and melancholy. Next, we listen in as a humble moth is engulfed in flames, having ventured too close to the fire in Esa-Pekka Salonen’s YTA III for cello. An antidote to the suffering moth’s dire realism is offered by Mussorgsky’s wild adventure, the Golden Cockerel Fantasy, after which we plunge into the deep. In George Crumb’s Vox Balaenae (Voice of the Whale) for flute, piano and cello, three masked instrumentalists play music inspired by the vocalisations of the majestic humpback whale. The work is devoted to forces of nature far greater and more powerful than man. Its movements are named after geolocial eons of such mind-boggling lengths that the entire history of human civilisation seems merely a drop in the ocean. After the intermission, we get to know a different side of Crumb, through Mundus Canis (A Dog’s World) for guitar and percussion. The work is a tribute to the Crumb family’s succession of canine companions throughout the years, five in all. Each dog gets a character study of his own in a colourful set of humoresques. The concert concludes in a shimmering stream, in the company of the most famous trout in musical history - that of Schubert’s ebullient Piano Quintet in A-major.

Opening night celebration with surprises of the finest kind and secret guests

joining forces with festival artists.

Opnunarhátíð. Óvæntar uppá-komur af fínustu

sort þar sem leynigestir leggja

listamönnu hátíðarinnar lið.

GRAY AREA #118.06 / 2015 / 23:00 Mengi / Óðinsgötu 2

101 Reykjavík

Page 10: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

19.06 / 2015 / 20:00 Harpa - Norðurljós

John Cage (1912-1992) Cheap Imitation (1969) Sigrún Eðvaldsdóttir

Igor Stravinsky (1882-1971)Pulcinella: Suite Italienne (arr. Dushkin) I. Introduzione: Allegro moderato II. Serenata: Larghetto III. Tarantella: Vivace IV. Gavotte con due Variazioni V. Scherzino VI. Minuetto e Finale: ModeratoSayaka Shoji, Víkingur Ólafsson

Igor Stravinsky Double Canon (“Raoul Dufy in Memoriam”)Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna-Liisa Bezrodny, Pauline Sachse, Jan-Erik Gustafsson

Alfred Schnittke (1934-1998)Canon in Memoriam Igor Stravinsky (1971) Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna-Liisa Bezrodny, Pauline Sachse, Jan-Erik Gustafsson

Alfred Schnittke Suite in the Old Style Pastorale: Moderato Ballet: Allegro Menuett: Tempo di Minuetto Fugue: Allegro Pantomime: Andante Sigrún Eðvaldsdóttir, Marianna Shirinyan

Hlé / Intermission

Modest Mussorgsky (1839-1881)Pictures at an(other) exhibition Promenade The Gnome Interlude The Old Castle Interlude Tuileries Cattle Interlude The Ballet of Unhatched Chicks in their Shells Samuel Goldenberg and Schmuÿle Promenade The market at Limoges Catacombs The Hut on the Fowl’s Legs The Great Gate of KievPétur Grétarsson, Davíð Þór Jónsson, Skúli Sverrisson, Kristinn H. Árnason, Víkingur Heiðar Ólafsson

Pictures at an(other) Exhibition

Page 11: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Neyðin kennir naktri konu að herma eftir öðrum. Þannig var það að minnsta kosti þegar John Cage samdi Cheap Imitation (Ódýra eftirlíkingu) fyrir dansverk eftir Merce Cunningham. Dansverkið hafði upprunalega verið samið við tónlist eftir Erik Satie, en þegar útgefandi hans neitaði að veita leyfi fyrir flutningnum skrifaði Cage einfaldlega nýja tónlist við nákvæmlega sama hrynmynstur.

Eftirlíkingin er einnig einlægasta form aðdáunar. Það vissi Stravinsky þegar hann lét greipar sópa um fjársjóði gömlu meistaranna og samdi sín eigin meistaraverk úr því sem hann fann. Suite Italienne, sem er umritun hans á eigin ballett, Pulcinellu, er frábært dæmi um það. Í henni tekur Stravinsky traustataki tónlist ítalska 18. aldar tónskáldsins Giovanni Battista Pergolesi og samtímamanna hans, og semur upp á nýtt svo úr verður mikil dásemd. Við hlýðum svo á tvo kanóna, en það tónsmíðaform byggir á svokölluðum hermikontrapunkti – keðjusöng – þar sem raddir mismunandi hljóðfæra bergmála sífellt hver aðra. Annar kanóninn er hið stutta en kjarnyrta minningarverk Stravinskys um franska fávistamálarann Raoul Dufy, en hinn er magnþrungið minningarverk Schnittkes um Stravinsky. Næst á dagskránni er svo annar nýklassískur gimsteinn (sem jaðrar reyndar við stælingu), Svíta í gömlum stíl eftir Schnittke. Schnittke var mikilvirkur á sviði sovéskrar kvikmyndatónlistar og svítan er byggð á tónlist hans sjálfs úr þremur bíómyndum. Flaggskip tónleikanna er þó hið frábæra verk Mussorgskys, Myndir á sýningu, endurunnið í frjálsum og djasskenndum stíl af listamönnum hátíðarinnar.

Page 12: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Sometimes, necessity is the mother of imitation. This was definitely the case when John Cage composed his Cheap Imitation to accompany a choreography by Merce Cunningham. Cunningham’s work had originally been based on music by Erik Satie, but when his publisher refused to grant the performance rights, Cage simply wrote a new piece using the same rhythms.

Imitation is also the sincerest form of flattery, as Igor Stravinsky knew all too well as he cheekily raided the treasure troves of the old masters and crafted his own masterpieces with what he found. His Suite Italienne, an arrangement of his own ballet Pulcinella, is a prime example of this. Here, Stravinsky borrows and reworks the music of Italian 18th century composer and pioneer of the classical style, Giovanni Battista Pergolesi, and several of his contemporaries, with delightful results. Next we hear two canons, a musical form based on imitative counterpoint – where two or more voices echo each other’s tunes. One is Stravinsky’s very short tribute to French Fauvist painter Raoul Dufy, the other is Schnittke’s intensely beautiful canon in the memory of Stravinsky. Schnittke’s Suite in the Old Style is yet another a neoclassical gem bordering on pastiche. Schnittke was a prolific contributor to Soviet film music and his suite is based on material from three of his own film scores. The flagship of the concert, however, is a jazzy, genre-defying and decidedly unorthodox rereading of Mussorgsky’s masterpiece, Pictures at an Exhibition.

Music Imitates Language. We hear the raw power of expression in Kodály’s Duo for violin and cello -

and more.

Tónlistin hermir eftir tungumálinu. Við hlýðum

á frumkraftinn í dúói Kodály fyrir fiðlu og selló

- meðal annars.

GRAYAREA #219.06 / 2015 / 23:00 Mengi / Óðinsgötu 2

101 Reykjavík

Page 13: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

20.06 / 2015 / 12:00 Harpa / Kaldalón

Johann Sebastian Bach (1685-1750)Violin Partita No. 3 in E major BWV 1006 Preludio Loure Gavotte en Rondeau Menuets I et II Bourrée Giga

Eugene Ysaÿe (1858-1931)Violin Sonata No. 2 ("Jacques Thibaud") I. Obsession - Prelude: Poco vivace II. Malinconia - Poco lento III. Danse des ombres - Sarabande (Lento) IV. Les Furies - Allegro furioso

Johann Sebastian BachViolin Sonata No. 2 in A minor, BWV 1003 Grave Fuga Andante Allegro

Eugene YsaÿeViolin Sonata No. 1 ("Joseph Szgeti") Grave Fugato Allegretto poco szherzoso Finale; Con brioEric Silberger

Obsession

Á þessum hádegistónleikum leiðir hinn ævintýragjarni fiðluleikari Eric Silberger (sem komst í fréttir í fyrra fyrir fiðluleik inni í Þríhnjúkagíg) okkur í gegnum fjögur af glæsilegustu verkum fiðlubókmenntanna. Verkin tengjast órjúfanlegum böndum: Belgíska tónskáldsið og fiðlusnillingurinn Eugene Ysaÿe byggði fiðlusónötur sínar sex á sónötum og partítum Jóhanns Sebastians Bachs, sem hann dáði svo mjög að það jaðraði á stundum við þráhyggju. Í sónötum sínum leikur Ysaÿe eftir Bach ýmsar aðferðir til þess að fá fiðluna til að hljóma eins og fjölradda hljóðfæri – opna henni nýja hljómræna vídd og gera undirleikinn óþarfan. Allar krefjast þessar aðferðir ótrúlegrar leikni af hendi flytjandans.

In this lunch concert, the adventurous violinist Eric Silberger (who made headlines in Iceland last year for playing his violin inside the volcanic crater Þríhnjúkagígur) takes us on a tour through some of the most virtuosic works of the violin repertoire. The compositions are inextricably linked: The Belgian composer and violinist Eugene Ysaÿe based his violin sonatas on the six sonatas and partitas of Johann Sebastian Bach, which he adored to the point of obsession. In his sonatas, Ysaÿe imitates some of Bach's ingenious techniques for giving the violin several simultaneous voices – opening up its harmonic dimension and making the traditional basso continuo accompaniment redundant. These techniques are precisely what makes the works so very demanding - and compelling.

Page 14: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet
Page 15: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

20.06 / 2015 / 15:00 Hallgrímskirkja

Skúli Sverrisson Davíð Þór Jónsson

Improvisation

Hallgrímskirkja Improvisation

Hallgrímskirkja fyllist af tónum sem aldrei fyrr hafa heyrst þegar hinn rómaði hljómburður hennar verður að leikvelli tveggja skapandi snillinga, spunameistaranna Davíðs Þórs Jónssonar og Skúla Sverrissonar. Búast má við tónlistarupplifun sem nær frá hinu fíngerða upp í hið mikilfenglega þegar rafmagnsbassi Skúla mætir stærsta hljóðfæri landsins, hinu stórkostlega Klais-orgeli kirkjunnar, sem Davíð Þór leikur á. Einstakur viðburður í einstöku rými.

The iconic Hallgrímskirkja church will be filled with sounds never heard before as its renowned acoustics become a creative playground for two masters of improvisatory music, Davíð Þór Jónsson and Skúli Sverrisson. Expect musical inventions ranging from the delicate to the magnificent as Skúli’s bass guitar meets the largest musical instrument in Iceland, the great Klais organ, played by Davíð Þór. A unique sonic experience in a unique space.

Page 16: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Relax and enjoy fine Italian cuisine complemented with a spectacular panoramic view of Reykjavík and the surrounding horizon. A dinner at the fourth floor of Harpa concert hall is a destination in itself.

For a special eveningwith a view like no other

Kolabrautin is on 4th floor Harpa

Reservations+354 519 9700

[email protected]

Page 17: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

20.06 / 2015 / 20:00 Harpa / Norðurljós

Ástor Piazzolla (1921-1992)Libertango (1974)Marianna Shirinyan, Víkingur Ólafsson

Leoš Janácek (1854-1928)Pohádka Introduction-Andante Con moto Con motoJan-Erik Gustafsson, Marianna Shirinyan

Maurice Ravel (1875-1937)Sonata for Violin and Piano in G major Allegretto Blues. Moderato Perpetuum mobile. Allegro Sayaka Shoji, Víkingur Ólafsson

Hlé / Intermission

Franz Schubert (1797-1828) / Heinrich Wilhelm Ernst (1812-1865) ErlkönigEric Silberger

Heinrich Wilhelm ErnstÉtude no. 2 in A Major from 6 Études à plusieurs partiesEric Silberger

Heinrich Wilhelm ErnstVariations de concert sur l’air irlandaise ‘The Last Rose of Summer’ in G Major from 6 Études à plusieurs partiesEric Silberger

John Adams (1947)Hallelujah Junction (1986) Víkingur Heiðar Ólafsson, Marianna Shirinyan

Hallelujah Junction

Page 18: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet
Page 19: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Til eru yfir fimmhundruð mismunandi upptökur af Libertango eftir Piazzolla í heiminum – og skyldi engan undra. Ástríðufullur glæsileiki þessa frægasta verks Tango Nuevo-stílsins er óviðjafnanlegur. Tónleikarnir hefjast á enn einni útgáfunni, æsilegum tangó fyrir tvo píanista. Þá tekur við ævintýri Janaceks, Pohádka, stormasöm ástarsaga hins unga Ivans prins og fögru prinessunnar Maríu, sem svo óheppilega vill til að er dóttir uppvakningsins Kasjeis, konungs undirheimanna.

Fiðlusónata Ravels færir okkur inn í gerólíkt andrúmsloft, en í henni mætir andi impressjónismans áhrifum frá blústónlist, sígaunamúsík og fjarlægum löndum í austri. Hún er líkust því að sitja inni á reykfylltum jazzklúbbi í París en njóta öðru hvoru bjarmans af framandi austurlenskum glitklæðum. Sónatan er frábært dæmi um þann einstaka, fágaða djöfulgang sem enginn nema Ravel var fær um. Þá tekur á ný við tónlist sem kallar fram hið dulræna og dálítið óhugnanlega í áhrifamikilli fiðluumritun Ernsts á sönglagi Schuberts við ljóð Goethes, Álfakónginum. Í ljóðinu deyr barn eina óveðursnótt í ásókn álfakóngsins – það býr yfir mörgum höfuðeinkennum þýsku rómantíkurinnar, þjóðsögum, symbólisma og hrifningu á hinu yfirnáttúrulega. Næst heyrum við tvær fiðluetýður Ernsts, byltingarkenndar sakir fjölröddunar sinnar. Sú síðari er innileg en virtúósísk umritun á frægu, írsku þjóðlagi.

Síðasta verkið á dagskránni er ættað úr manngerðu umhverfi bandarískra þjóðvega og hlýtur nafn sitt af umferðarmiðstöð á vegamótum nærri landamærum Kaliforníu og Nevada. Verkið byggist á hliðruðum endurtekningum milli tveggja píanóa sem draga fram áhrifamikið söngrænt bergmál úr vélrænum efniviði. Þessar samhangandi hliðranir eru vegamótin í verkinu, eins og Adams útskýrir sjálfur. Tónsmíðaaðferðinni má ef til vill líkja við einhvers konar mislæg gatnamót. Grunnstef hrynjandinnar í verkinu er svo takturinn í orðinu Halelúja.

Over five hundred separate versions of Piazzolla’s Libertango have been recorded and released worldwide to date. The passionate flair of this defining work of the Tango Nuevo is simply irrisistible. This concert opens with yet another reproduction – an electrifying tango for two pianists. Next up is Janacek’s charming fairy tale, Pohádka, a programmatic work presenting scenes from the epic poem The Tale of Tzar Berenyey, by Russian poet Vasily Zhukovsky. It tells the somewhat turbulent love story of young prince Ivan and his beautiful princess Maria, who, as luck would have it, happens to be the daughter of Kaschei the Undead – the King of the Underworld.

A wildly different atmosphere is offered in Ravel’s Violin sonata, where the spirit of impressionism meets the blues, gypsy music and music from the East. With flashes of oriental marvel appearing in the smokey hue of a Parisian jazz club, the sonata is a great example of Ravel’s special brand of riotous refinement. We then turn back to representations of the otherworldly and sinister in Ernst’s haunting violin transcription of Schubert’s famous lied, Der Erlkönig. The original poem by Goethe depicts the death of a child assailed by an elven king on a stormy night, bringing together some hallmarks of German romanticism – folklore, symbolism and a penchant for the supernatural. This is followed by two of Ernst’s revolutionarily polyphonic etudes for the violin, the second of which is an intimate yet virtuosic take on a famous Irish folk tune.

The last work on the programme is firmly rooted in the man-made environment of the contemporary American highway, and is named after a truck stop near the California-Nevada border. The work centers around delayed repetition between two pianos, creating an effect of echoing sonorities. As Adams himself explains, this interlocking style is the “junction” in the work, but its core beat is based on the rhythm of the word Hallelujah.

GRAY AREA #320.06 / 2015 / 23:00 / Mengi / Óðinsgötu 2 / 101 Reykjavík

Adagio in the Memory of Beethoven. We observe a magical, moonlit meeting of

Shostakovich and Beethoven.

Adagio í minningu Beethovens. Við fylgjumst með fundi Beethovens og Shostakovich í glampandi tunglskini.

Page 20: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

21.06 /2015/ 15:00 Harpa / Norðurljós

Giuseppe Tartini (1692-1770)Violin Sonata in G minor (Devil’s Trill) Larghetto affetuoso Allegro moderato Andante Allegro assai - andante - allegro assaiSigrún EðvaldsdóttirVíkingur Heiðar Ólafsson

Dante Alighieri (1265-1321)Inferno from Divina Commedia (excerpt)

Franz Liszt (1811-1886)Après une Lecture du Dante: Fantasia quasi Sonata(from Années de Pelerinage Book II - Italie S.161)Marianna Shirinyan

Davíð Þór Jónsson (1978)Improvisation after hearing the Sonata composed after the reading of Dante.Davíð Þór Jónsson

Dante

Page 21: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Giuseppe Tartini samdi sína óhemju erfiðu fiðlusónötu í G-moll, sem betur er þekkt undir gælunafninu Djöflatrillan, eftir að hafa hlýtt á fiðluleik sjálfs andskotans í draumi. Skemmst er frá því að segja að djöfullinn lék af hrífandi listfengi og með óaðfinnanlegri tækni. Um leið og hann vaknaði reyndi Tartini því líkja eftir snilld hans í tónverki. Honum þótti sér takast ágætlega upp – en þó langt í frá jafn vel og kölska.

En djöfullinn lætur sér ekki nægja trillur – hann heimtar áttundir líka. Þegar Franz Liszt samdi sónötu sína Eftir lestur á Dante (titill sem hann stal reyndar af Victor Hugo) var hann enn að ferðast um Evrópu sem mesti píanóvirtúós samtíðar sinnar (og raunar fyrsta rokkstjarnan). Það er því ekki furða að verkið geri miklar kröfur til píanistans í myndunum sem það dregur upp úr frumtexta Dantes – til dæmis í myndinni af hinum þremur höfðum andskotans, sem birtast í trylltum og ógnarhröðum áttundum. Þær áttundir verða í öruggum höndum armenska píanóvirtúóssins Mariönnu Shirinyan.

Hjálpið okkur að blása lífi í loga vítis – með upplestri á texta Dantes úr Gleðileiknum guðdómlega, píanósónötu Liszts sem á honum byggir og að lokum með spunagaldri Davíðs Þórs Jónssonar.

Giuseppe Tartini wrote his notoriously difficult Violin Sonata in G minor, better known as the Devil’s Trill Sonata, after having dreamt that he heard the devil himself playing the violin. In the dream, the devil played with flawless technique and astounding musicality, and Tartini felt compelled to try to imitate his artistry as soon as he woke up. He later conceded that the resulting sonata was his best work, but lamented that the devil’s version was much better.

But the devil will not stop at trills – he also demands octaves. When Franz Liszt composed his Après une Lecture du Dante (After a reading of Dante – a title he copied from Victor Hugo) he was still touring Europe as the greatest piano virtuoso of his time and, in effect, the world’s first rock star. Accordingly, the work requires great virtuosity from the pianist in its vivid illuminations of Dante’s original text – including a famous blizzard of octaves intended to conjure up the image of the devil’s three heads.

Join us as we fan the flames of the inferno – with Dante’s own words as they appear in the Divina Commedia, then with Liszt’s sonata they inspired, and finally, through the improvisatory sorcery of Davíð Þór Jónsson.

Page 22: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Grand Finale21.06 / 2015 / 20:00 Harpa / Norðurljós

Georg Friedrich Händel (1685-1759) / Johan Halvorsen (1864-1935)PassacagliaAnna-Liisa Bezrodny, Jan-Erik Gustafsson

Ludwig van Beethoven (1770-1827)Violin Sonata no. 5 (Frühlingssonate) Allegro Adagio molto espressivo Scherzo: allegro molto Rondo: allegro ma non troppoSayaka Shoji, Víkingur Heiðar Ólafsson

Hlé / Intermission

Philip Glass (1937)String Quartet No 2 (“Company”) 1983

I. q = 96II. q = 160III. q = 96IV. q = 160

Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna Liisa Bezrodny, Pauline Sachse, Jan-Erik Gustafsson

Robert Schumann (1810-1856)Piano Quintet in E flat major op. 44 Allegro brilliante In modo d’una marcia. Un poco largamente Scherzo: Molto vivace Allegro ma non troppoSayaka Shoji, Anna-Liisa Bezrodny, Pauline Sachse, Jan-Erik Gustafsson, Víkingur Heiðar Ólafsson

Page 23: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Lokatónleikar hátíðarinnar spanna mikla breidd mannlegra tilfinninga. Þeir hefjast á hálfgerðu einvígi fiðlu- og sellóleikara í hinni hrífandi virtúósísku Passacagliu Händels í umritun norska fiðluleikarans Halvorsens. Þvínæst fær vorsónata Beethovens að hljóma – en hún býr einmitt yfir þeirri sporléttu, vonglöðu vorstemmningu sem ef til vill er við hæfi að njóta á Íslandi um miðjan júní. Sónatan ber ást Beethovens á náttúrunni skýr merki og hana prýða sumar af fallegustu laglínum hans. Henni lýkur á gáskafullum nótum, sem er ágætt – því verkið sem þá tekur við býr yfir dekkri undirtónum. Strengjakvartett Philips Glass númer 2 var saminn fyrir leikgerð á smásögu Samuels Becketts, Company (Félagsskapur). Sagan er nokkurs konar eintal sálarinnar, þar sem gamall maður liggur einn í myrku herbergi og hlýðir á raddirnar innra með sér. Tilvistarlegt inntak sögunnar skilar sér einstaklega vel í tónverki Glass, sem hefur fyrir löngu öðlast sjálfstætt líf. Hátíðinni lýkur svo á hárómantísku snilldarverki Schumanns, píanókvintettnum í Es-dúr, tilfinningaþrungnum sigri mannsandans.

The music in the final concert of the festival spans a great breadth of human emotion. The opening work is the riveting Passacaglia of Händel, transcribed by the Norwegian violinist and composer Halvorsen for violin and cello, a veritable musical duel. Next we hear Beethoven’s Spring sonata Op. 24. Possessing some of the most beautiful melodies Beethoven ever wrote, the work is a testament to his love for nature, full of joy and hopeful anticipation. As its playful, final movement draws to a close, we move into music with darker undercurrents. Philip Glass’s string quartet no. 2 was originally composed to accompany a theatrical production of Samuel Beckett’s short story Company, in which an old man lying on his back alone in the dark listens to his own, unrelenting inner voices. Its existential core is very much present in Glass’s work, which quickly took on a life of its own. The final work of the festival is a pinnacle of romantic chamber music, Schumann’s heroic piano quintet in E-major, an impassioned triumph of the human spirit.

Page 24: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

SAYAKA SHOJI, VIOLIN Since taking First Prize at the 1999 Paganini Competition – the first Japanese and youngest artist ever to

do so – Sayaka Shoji has performed with the world’s top orchestras and

leading conductors including Vladimir Ashkenazy, Sir Colin Davis, Charles Dutoit, Mariss Jansons, Lorin Maazel, Zubin Mehta, Semyon Bychkov, Paavo Järvi and Antonio Pappano. Shoji appears regularly as a recitalist and chamber musician alongside artists such as Joshua Bell, Vadim Repin, Julian Quentin and Steven Isserlis and has recorded multiple discs for Deutsche Grammophon. Sayaka Shoji plays a 1729 Recamier Stradivarius – kindly loaned to her by Ueno Fine Chemicals Industry Ltd.

Síðan SAYAKA SHOJI vann fyrstu verðlaun í Paganini-fiðlukeppninni 1999, fyrst japanskra fiðluleikara og yngst allra sigurvegara frá upphafi, hefur hún komið fram sem einleikari með helstu sinfóníuhljómsveitum heims undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Sir Colin Davis, Vladimir Ashkenazy, Charles Dutoit, Mariss Jansons, Lorin Maazel, Zubin Mehta og Paavo Järvi. Sayaka kemur reglulega fram sem einleikari og kammermúsíkant með tónlistarmönnum á borð við Joshua Bell, Vladim Repin, Julian Quentim, Yefim Bronfman og Steven Isserlis og hefur hljóðritað fjölda geisladiska fyrir Deutsche Grammophon. Sayaka Shoji leikur á Recamier Stradivarius-fiðlu frá 1729 sem hún hefur í láni frá Ueno Fine Chemicals Industry Ltd.

ANNA-LIISA BEZRODNY, VIOLINBorn in Moscow, violinist Anna-Liisa Bezrodny studied at the Sibelius Academy in Helsinki and at the

Guildhall School of Music and Drama in London, winning their Gold Medal in

2006. Based in London, she has appeared as soloist at many British festivals and music clubs, and as a concerto soloist at the principal concert halls in London and

widely throughout Northern Europe with leading orchestras and conductors. Anna-Liisa has released recordings of Haydn, Mozart, Elgar, Prokofiev, Sibelius and Rimsky-Korsakov to great critical acclaim and won competitions including the Heifetz International Violin Competition and the Brahms International Competition. Anna-Liisa Bezrodny currently plays an Amati violin, kindly loaned by the Finnish Cultural Foundation.

Fiðluleikarinn ANNA-LIISA BEZRODNY fæddist í Moskvu og lærði við Síbelíusar-akademíuna í Helsinki og við Guildhall School of Music and Drama í London og vann til gullmedalíu skólans 2006. Hún er búsett í London og hefur komið fram á fjölda breskra tónlistarhátíða og tónlistarklúbba. Auk þess hefur hún leikið einleik í helstu tónleikasölum borgarinnar og víða um Norður-Evrópu, með hljómsveitum og hljómsveitarstjórum í hæsta gæðaflokki. Upptökur hennar á Haydn, Mozart, Elgar, Prókofíev, Síbelíusi og Rimsky-Korsakof hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og hún á að baki sigra í keppnum á borð við Alþjóðlegu Heifetz-fiðlukeppnina og Alþjóðlegu Brahmskeppnina. Anna-Liisa Bezrodny spilar á Amati-fiðlu sem hún hefur í láni frá Menningarsjóði Finnlands.

PAULINE SACHSE, VIOLAPauline Sachse is the principal violist of the Berlin Radio Symphony Orchestra. She is also a professor at the Carl Maria von Weber School of Music in

Dresden and a guest professor at the Academy of Music „Hanns Eisler“ Berlin,

where she herself studied before continuing her studies at Yale University. She has won various competitions, including the Joseph Joachim Competition. As well as playing chamber music with many leading musicians at prestigious festivals and concert venues, she has collaborated with numerous larger ensembles, including the Mahler Chamber Orchestra and the Berlin Philharmonic, under the baton of such conductors as Claudio Abbado, Daniel Barenboim and Mariss Jansons. Pauline Sachse plays a viola built by Pietro Mantegazza in 1788.

Artists

Page 25: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

PAULINE SACHSE er leiðari víóludeildar Útvarpshljómsveitar Berlínar og prófessor við Carl Maria von Weber-tónlistarháskólann í Dresden og Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Sjálf lærði hún við hinn síðarnefnda og Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Pauline hefur unnið til fyrstu verðlauna í mörgum keppnum, þar á meðal Joseph Joachim-keppninni. Auk þess að leika kammermúsík með tónlistarmönnum í fremstu röð spilar hún reglulega með mörgum stærri tónlistarhópum, til að mynda Mahler-kammersveitinni og Berlínar-Fílharmóníunni og hefur þar m.a. leikið undir stjórn Claudio Abbado, Daniels Barenboims og Mariss Jansons. Pauline Sachse leikur á víólu úr smiðju Pietro Mantegazza frá 1788.

ERIC SILBERGER, VIOLINLauded for his “astonishing” (The Guardian), “dazzling virtuoso playing” (The Washington Post), violinist Eric

Silberger won prizes at both the XIV International Tchaikovsky Competition and

the Michael Hill International Violin Competition in 2011. As well as touring the USA as a recitalist and chamber musician, he has performed as a soloist with orchestras such as the St Petersburg Philharmonia, Munich Chamber Orchestra and the Cincinnati Symphony. Silberger holds a BA in Political Science from Columbia University, and a Master of Music degree from The Juilliard School. Eric Silberger plays on a rare J.B. Guadagnini violin from 1757 on generous loan from the Sau-Wing Lam collection.

Fiðluleikaranum ERIC SILBERGER hefur verið hrósað fyrir hrífandi leik sinn og ótrúlega virtúósíska tækni í blöðum á borð við Guardian og Washington Post, en hann vann til verðlauna í bæði Tsjaíkofskí fiðlukeppninni og Michael Hill keppninni 2011. Auk þess að halda einleiks- og kammertónleika víða um heim í sölum á borð við Carnegie Hall, Lincoln Center og Louvre-safninu, hefur hann komið fram með fjölda hljómsveita á borð við Fílharmóníusveit Sankti-Pétursborgar, Kammersveitinni í München og Sinfóníuhljómsveit Cincinatti. Auk meistaragráðu í tónlist frá Juilliard er Eric með BA-próf í stjórnmálafræði

frá Columbia-háskóla. Eric Silberger leikur á fágæta J.B. Guadagnini-fiðlu frá 1757 en hana hefur hann í láni frá

Sau-Wing Lam-safninu.

JAN-ERIK GUSTAFSSON, CELLOAt the age of fifteen, cellist Jan-Erik Gustafsson’s victory in the EBU Young

Musician competition in Copenhagen launched his international career. Since

then, he has performed worldwide, both as a soloist and as a chamber musician, appearing with numerous distinguished orchestras, such as the London Synphony Orchestra, the Bournemouth Synphony Orchestra, the Berlin Radio Synphony Orchestra and many more - including nearly all Finnish orchestras in extistence. Jan-Erik Gustafsson teaches at the Sibelius Academy in Helsinki and currently plays a Stefano Scarampella cello from 1890.

Finnski sellóleikarinn JAN-ERIK GUSTAFSSON hóf alþjóðlegan tónlistarferil sinn þegar sigur hans í einleikarakeppni evrópsku útvarpsstöðvanna, EBU, kom honum á kortið. Síðan þá hefur hann komið fram á tónleikum út um allan heim og leikið með hljómsveitum á borð við London Symphony Orchestra, Bournemouth Symphony Orchestra og útvarsphljómsveitirnar í Berlín og Hollandi auk fjölmargra annarra (til dæmis nánast allra sinfóníuhljómsveita sem fyrirfinnast í Finnlandi). Jan-Erik Gustafsson kennir við Síbelíusar-akademíuna í Helsinki og leikur á Garlo Giuseppe Testore-selló frá 1718 sem er í eigu Menningarsjóðs Finnlands.

MARIANNA SHIRINYAN, PIANOWinning five prizes at the 2006 ARD International Music Competition in Munich kickstarted the Armenian pianist Marianna Shirinyan’s international

career as soloist and chamber musician. Frequently appearing at festivals such as

Schwetzinger Festspiele and Risør International

Page 26: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Chamber Music Festival, Marianna has performed with orchestras including the Danish National Symphony Orchestra, Potsdamer Kammerakademie and Oslo, Wuhan, Helsinki and Copenhagen Philharmonic Orchestra, with conductors including Hans Graf, Lawrence Foster, Zoltan Kocsis and Antonello Manacorda. Since settling in Denmark, Marianna Shirinyan has received numerous awards for her contributions to cultural life in the country. Alþjóðlegur ferill armenska píanistans MARIÖNNU SHIRINYAN hófst með hvelli þegar hún sópaði til sín fimm verðlaunum í alþjóðlegu tónlistarkeppni Þýska ríkisútvarpsins ARD 2006 og síðan hefur hróður hennar sem einleikara og kammermúsíkants borist víða. Hún er er reglulegur gestur á tónlistarhátíðum á borð við Schwetzinger Festspiele og Risør International Chamber Music Festivalog hefur m.a. leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Danmerkur, Potsdamer Kammerakademie og fílharmóníusveitum Osló, Wuhan, Helsinki og Kaupmannahafnar, með hljómsveitarstjórum á borð við Hans Graf, Lawrence Foster, Zoltan Kocsis and Antonello Manacorda. Síðan Marianna settist að í Danmörku hefur hún margoft verið verðlaunuð fyrir framlag sitt til menningarlífsins í landinu.

SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR, VIOLINDescribed by Björk as a “force of nature”, Sigrún Eðvaldsdóttir has been at the forefront of Iceland’s

musical life for decades. She was appointed consertmaster of the Icelandic

Symphony Orchestra in 1998 and has since appeared as a soloist with the orchestra on many occasions, as well as performing regularly as a soloist and chamber musician in Iceland and internationally. She has received a number of international prizes, including at the Leopold Mozart and Sibelius Competitions. Sigrún studied violin at Tónmenntaskóli Reykjavíkur, The Reykjavik College of Music and at the Curtis Institute of Music and has received the Knight s Cross of the Icelandic order of the Falcon for her achievements in music.

SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR, sem Björk hefur lýst sem “frumkrafti”, hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna í áratugi. Hún var ráðin konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1998 og hefur oft síðan komið fram sem einleikari með hljómsveitinni, auk þess að leika á fjölda einleiks- og kammertónleika hér heima og erlendis. Hún hefur unnið til margra verðlauna á alþjóðavettvangi, svo sem í Leopold Mozart-keppninni og Síbelíusarkeppninni. Sigrún lærði á fiðlu í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og við Curtis Institute of Music í Fíladelfíu. Sigrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1998 fyrir störf sín í þágu tónlistar á Íslandi.

SKÚLI SVERRISSON, BASS GUITAROver the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of

the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey)

to music icons (Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson and Hildur Guðnadóttir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Ólöf Arnalds (Innundir skinni, Við og Við), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson. Sverrisson has been awarded 5 Icelandic Music Awards, including Icelandic Album of the Year for Seria in 2006 and was nominated for the Nordic Council Music Prize in 2011.

Síðustu tvo áratugi hefur bassaleikarinn og tónskáldið SKÚLI SVERRISSON unnið með sannkölluðum stjörnulista alþjóðlegrar tilraunatónlistar. Þar á meðal eru free-jazz goðsagninarnar Wadada Leo Smith og Derek Bailey, tónlistarmennirnir Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian og Arto Lindsey og tónskáldin Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson og Hildur Guðnadóttir. Skúli hefur líka stjórnað upptökum með tónlistarmönnum á borð við Ólöfu Arnalds (á plötunum Innundir skinni og Við og við) og Blonde Readhead og hann var tónlistarstjóri performanslistakonunnar Laurie Anderson. Skúli

Page 27: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

hefur fimm sinnum hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, þar af fyrir bestu plötuna, Seria, 2006. Skúli Sverrisson var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2011.

PÉTUR GRÉTARSSON, PERCUSSION AND ELECTRONICS Pétur Grétarsson has been active on the Icelandic music scene for over 25

years and has collaborated with an impressive range of artists from all over the

world. He has given numerous solo recitals and appeared with various ensembles, performing his own and other composers’ music. He has written music for films and the theatre. Grétarsson studied percussion at Reykjavík College of Music and later jazz, percussion and composition at Berklee College of Music in Boston. He was the artistic director of Reykjavík Jazz Festival for many years, and currently hosts a popular daily radio programme on music at the Icelandic National Broadcasting Service.

PÉTUR GRÉTARSSON hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi í yfir 25 ár. Hann hefur unnið með fjölmörgum listamönnum úr ýmsum heimhornum og komið reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að spila á einleikstónleikum og með hljóðfærahópum. Pétur spilar tónlist eftir sjálfan sig og aðra jöfnum höndum og hefur skrifað mikið af tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Pétur lærði á slagverk við Tónlistarskólann í Reykjavík og svo jazz, slagverk og tónsmíðar við Berklee College of Music í Boston. Hann var listrænn stjórnandi Jazzhátíðar í Reykjavík um árabil og stýrir nú Hátalaranum, vinsælum daglegum útvarpsþætti á Rás 1.

DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON, PIANO Davíð Þór Jónsson is one of Iceland’s most impressive musical polymaths. As a pianist, multi-instrumentalist, arranger, producer and composer,

Jónsson has collaborated with a whole

spectrum of artist covering all fields of music in Iceland and internationally. Since releasing his first solo album, Rask, in 2002, Jónsson has won the Icelandic Music Award’s Performer of the Year prize, composed music for solo piano and ensembles, formed the ADHD band and composed and arranged music for theatre and films. Jónsson has collaborated extensively with visual and performance artist Ragnar Kjartansson on projects such as The Visitors (2012), The End (2009) and God (2007).

DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON er meðal fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, tónsmíðar, spuna og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Síðan hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, Rask, 2002, hefur hann unnið með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistar, stofnað kvartettinn ADHD og samið tónlist fyrir píanó, hljómsveitir, leikhús og kvikmyndir. Davíð Þór var valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2009 og hefur á undanförnum árum unnið náið með myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni, til dæmis að verkunum The Visitors (2012), The End (2009) og God (2007). Davíð Þór fæddist á Seyðisfirði 1978 og hlaut menntun sína við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarháskólann í Þrándheimi.

HÁVARÐUR TRYGGVASON, DOUBLE BASSHávarður Tryggvason studied with J. M. Rollez at the Paris Conservatory under the guidance of J. M. Rollez,

graduating with honors. He worked with the Royal Flemish Opera Orchestra in

Antwerp for 8 years before moving back to Iceland in 1995 to become the Principal Bass of Iceland Symphony Orchestra. Hávarður teaches at the Reykjavik College of Music, is a member of the CAPUT-ensemble and performs with several other chamber music ensembles.

HÁVARÐUR TRYGGVASON kontrabassaleikari stundaði nám við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarháskólann í París hjá J.M. Rollez, þaðan sem hann lauk námi frá einleiksdeild

Page 28: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

skólans árið 1988. Að námi loknu lék hann með Konunglegu Flæmsku Óperuhljómsveitinni í Antwerpen og tók við stöðu leiðandi kontrabassaleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1995. Hávarður hefur bæði komið fram sem einleikari og verið virkur í flutningi kammertónlistar hér heima og erlendis, m.a. með CAPUT og Kammersveit Reykjavíkur.

KRISTINN ÁRNASON, GUITARIcelandic guitarist Kristinn Árnason has given recitals in Iceland, Italy, USA, and the UK - at London’s Wigmore

Hall, and won numerous prizes, including the Icelandic Music Awards.

He has made recordings for the Icelandic state radio and television, and played as a soloist with the Reykjavík Chamber Orchestra. He has released five albums and his recording of the works of Sor and Ponse won the Best Album Prize at the Icelandic Music Awards. Kristinn earned a B.M. degree at Manhattan School of Music in New York in 1983 under the supervision of Nicolas Goluses, taking seminars and master-classes with Hans Werner Henze, Manuel Barrueco and Andrés Segovia.

Gítarleikarinn KRISTINN ÁRNASON hefur leikið á tónleikum víða um heim, á Ítalíu, í Bandaríkjunum og í Wigmore Hall í London, svo eitthvað sé nefnt, og unnið til fjölmargra verðlauna, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hann hefur tekið upp fyrir Ríkisútvarpið og Sjónvarpið og leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur, auk þess að koma fram með fjölda innlendra og erlendra listamanna. Nokkrir geisladiskar hafa komið út með gítarleik hans og hlotið lof gagnrýnenda. Kristinn útskrifaðist frá Manhattan School of Music í New York 1983 undir handleiðslu Noclas Goluses, þar sem hann tók þátt í námskeiðum hjá Hans Werner Henze, Manuel Barrueco og Andrés Segovia.

MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR, FLUTEA finalist at the Carl Nielsen International Flute Competition in 2010, Melkorka Ólafsdóttir studied at

the Icelandic Academy of the Arts as well as the Conservatories of Amsterdam

and the Hague, Guildhall School of Music and Drama and in Paris where she achieved the Premier Prix and Prix de Exellence with honours. Ólafsdóttir has performed solo and chamber music around Europe, in Japan and in the USA and played with a wide range of ensembles. She has appeared as a soloist with the Icelandic Symphony Orchestra, the Reykjavík Chamber Orchestra, Caput Ensemble, the Hyogo Performing Arts Center Orchestra and the Odense Symphony Orchestra, amongst others.

MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR lærði á flautu í Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Síðar nam hún við Konservatoríin í Amsterdam og í Haag, Guildhall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í París, þar sem hún lauk Premier Prix og Prix Perfectionmente með hæstu einkunn. Melkorka hlaut árið 2010 fjórða sæti í hinni alþjóðlegu Carl Nielsen flautukeppni og haustið 2013 lék hún til reynslu í London Philharmonic Orchestra. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Sinfóníuhljómsveit Odense og Hyogo Performing Arts Center Orchestra í Japan. Hún var flautuleikari Kammersveitarinnar Ísafoldar og starfar í dag með kammerhópnum Kúbus.

VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSSON, PIANIST AND ARTISTIC DIRECTOR Víkingur Ólafsson has been described as “born to play piano” (New York

Sun) and praised for his “amazing virtuosity” (Telegraph) and “perfect continuity

of thought” (Giornale della Musica). The 2015-16 season sees Ólafsson take over from Martin Fröst as the artistic director of Vinterfest, Sweden, and includes performances of Liszt’s

Page 29: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

second concerto with Vladimir Ashkenazy and Philharmonia Orchestra, Brahms’ and Tchaikovsky’s first concertos with Rafael Payare and the Ulster Orchestra, concertos by Beethoven and Daníel Bjarnason in Tampere, Basel and Zürich and a world premiere of Þórður Magnússon’s new piano concerto in Reykjavík.

Ólafsson has premiered 4 piano concertos to date and enjoys collaborating with leading artist from different fields including Philip Glass, video artist Yann Malka and Swiss visual artist Roman Signer. Outside the concert stage, Ólafsson is the driving force behind numerous innovative musical projects. These include two series of Útúrdúr (Out-of-tune), a television programme on classical music for the Icelandic National Broadcasting Service. Ólafsson founded his own record label, Dirrindí, in 2009 and has released 2 solo albums, Debut and Chopin-Bach, and a double CD/DVD release of Winterreise with bass Kristinn Sigmundsson, which won the Album of the Year award at the Icelandic Music Awards 2012.

Ólafsson holds Bachelor’s and Master’s degrees from the Juilliard School, where he studied with Jerome Lowenthal and Robert McDonald. He has won the Performer of the Year award at the Icelandic Music awards four times. Ólafsson founded Reykjavík Midsummer Music in 2012 and has been its artistic director from the start.

VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON hefur verið sagður „fæddur til að spila á píanó” (New York Sun), honum hrósað fyrir „ótrúlegt virtúósítet” (Telegraph) og „fullkomið samræmi í hugsun” (Giornale della Musica). Veturinn 2015-16 verður fjölbreyttur hjá Víkingi - hann tekur við listrænni stjórn Vinterfest í Svíþjóð af Martin Fröst, leikur annan konsert Liszts undir stjórn Vladimirs Ashkenazy með Philharmonia Orchestra í Bretlandi, fyrstu konserta Brahms og Tsjaíkofskís með Rafael Payare og Sinfóníuhljómsveitinni í Ulster og konserta Beethovens og Daníels Bjarnasonar í Tampere, Basel og Zürich. Þá frumflytur hann nýjan konsert Þórðar Magnússonar á Myrkum músíkdögum í Reykjavík auk þess að leika píanókonsert Skríabins með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Víkingur hefur þegar frumflutt fjóra nýja konserta og á í gefandi samstarfi við mörg tónskáld og listamenn úr öðrum greinum - nýlega hefur hann starfað með tónskáldum á borð við Philip Glass og listamönnum á borð við Roman Signer og Yann Malka. Víkingur kemur að fjölda skapandi verkefni utan tónleikasalarins og vann til dæmis að gerð tveggja sería af sjónvarpsþáttunum Útúrdúr, sem fjalla um klassíska tónlist, fyrir Ríkisútvarpið. Hann stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, Dirrindí, 2009 og hefur gefið út tvo einleiksdiska, Debút og Chopin-Bach, auk tvöfaldrar útgáfu á tón- og mynddiski af Vetrarferð Schuberts með Kristni Sigmundssyni Bassa, en sú útgáfa vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012.

Víkingur er með Bachelors- og Mastersgráðu frá Juilliard í New York. Þar lærði hann hjá Jerome Lowenthal og Robert McDonald. Áður lærði hann hjá Ann Schein, Peter Máté og Erlu Stefánsdóttur. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Víkingur stofnaði Reykjavík Midsummer Music 2012 og hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. www.vikingurolafsson.com

Page 30: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

BAKHJARLAR REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC 2015

STYRKTARAÐILAR REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC 2015

Vertu áhyggjulaus í útlöndummeð Euro- og USA TravellerVodafone býður viðskiptavinum sínum bæði mun lægra mínútuverð og ódýrara gagnamagn erlendis með 4G hraða*

njóttu lífsins á ferðalaginu

VodafoneVið tengjum þig

*Kynntu þér nánar hvaða lönd um ræðir á vodafone.is

Follow Reykjavík Midsummer Music online!@rvkmusic / #rvkmusic

www.reykjavikmidsummermusic.com

Víkingur Heiðar ÓlafssonFounder & Artistic Director

Nathalía Druzin HalldórsdóttirProject Manager

Halla Oddný Magnúsdóttir Editor, Writer & Translator

Helga Gerður MagnúsdóttirVisual Art Director & Designer

Karólína ThorarensenPhotographer, Video Artist

Peter HartreeWeb Developer

Sigurður KristinssonPiano Technician

Page 31: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet

Vertu áhyggjulaus í útlöndummeð Euro- og USA TravellerVodafone býður viðskiptavinum sínum bæði mun lægra mínútuverð og ódýrara gagnamagn erlendis með 4G hraða*

njóttu lífsins á ferðalaginu

VodafoneVið tengjum þig

*Kynntu þér nánar hvaða lönd um ræðir á vodafone.is

Page 32: Reykjavík Midsummer Music 2015 - Programme booklet