skátablaðið 2012

40
1 SKÁTABLAÐIÐ Skátablaðið 1. tölublað 66. árgangur 2012 Að bjarga deginum eða bæta heiminn. Að sigrast á hindrunum, saga Sesselju á Sólheimum. Opnaðu augun fyrir einelti. Hvers konar skáti ert þú? Skáti er skapandi!

Upload: inga-audbjoerg

Post on 16-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

1. tbl Skátablaðsins árið 2012. Á meðal viðfangsefna er afmælisárið, sykurpúðakönnun, heimsmót og fleira það sem efst er á baugi í Skátahreyfingunni þessa dagana.

TRANSCRIPT

Page 1: Skátablaðið 2012

1

SKÁT

ABLAÐIÐ

Skátablaðið1. tölublað 66. árgangur 2012

• Aðbjargadeginumeðabætaheiminn.

• Aðsigrastáhindrunum,sagaSesseljuáSólheimum.

• Opnaðuaugunfyrireinelti.• Hverskonarskátiertþú?• Skátierskapandi!

Page 2: Skátablaðið 2012

2

SKÁT

ABLAÐIÐ

Skátablaðið,1.tölublað,66.árgangur2012.Útgefandi:Bandalagíslenskraskáta

Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS

Ritstjóri:Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, fræðslustjóri BÍS, [email protected]

Útlitogumbrot: Gunnar Steinþórsson. Ljósmyndir: Birgir Björnsson, Bragi Björnsson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Jakob

Guðnason og ýmsir aðrir skátar. Myndskreytingar: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir.

Prentun: Prentmet

Skátablaðið kemur að jafnaði út einu sinni á ári og er sent öllum skátum og styrktarfélögum skátahreyfingarinnar. Greinar

sem birtar eru undir nafni höfundar þurfa ekki endilega að túlka skoðanir Bandalags íslenskra skáta.

Bandalagíslenskraskáta.Aðsetur: Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, sími: 550 9800, fax: 550 9801

Netfang:[email protected] Vefsíða: www.skatar.is Skrifstofutími: 9-17 alla virka daga

Bandalagíslenskraskáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World Association

of Girl Guides and Girl Scouts.

NýumhverfisstefnaSkátablaðsins:Tilþessaðlágmarkaumhverfisáhrifinsemprentunogpóstburðurblaðsinsfelurísér

erblaðinunúaðeinsdreiftíeinueintakiáfjölskyldu.AukaeintökerhæglegahægtaðnálgastíSkátamiðstöðinnieðafásendheimaðdyrum.Hafiðsambandvið[email protected]ðaísíma5509800.

Ávarp ritstjóraÆvintýri í 100 ár Ég man það vel þegar að ég stóð inni í þvottahúsi og

aðstoðaði móður mína við að setja í þvottvél og hún

spurði mig hvort mig langaði að ganga í skátana þegar

ég hefði aldur til. Svarið var umsvifalaust jákvætt, jafnvel

þó ég ætti engin eldri systkini í skátunum og hefði í raun

aldrei haft neina beina reynslu að skátastarfi. Og það

varð úr. Ég gekk í skátana, auk þess að stunda margvísleg

önnur félagsstörf og tómstundir.

Það sem heillaði mig við skátastarf sem barn og

unglingur var umsvifalaust þessi barnslega ævintýraþrá, í

samblandi við vettvang þar sem ég fékk að vera ég sjálf,

gera mistök og heimskupör og hanga með systurparti

frábærra kvenmanna sem þá skipuðu árganginn minn í

Álftanesskóla.

Sótsvartir sykurpúðar í köldum skála við

Hvaleyrarvatn. Heimasaminn dans og heimasamdir textar

við þekkt lög Kryddpíanna. Draugasögur sem hræddu

úr manni líftóruna og styttan við Lækjabotna sem alltaf

virtist vera að stara á mann. Hópur af drengjum frá

Vestur-Virgíníu sem kenndu okkur unglingsstúlkunum

auglýsingalagið “I like bread and butter, I like toast and

jam. I like good and simple things, and that’s why I like

SPAM” í vinaleik á Landsmóti skáta 1999. Svona tínast til

minningar af skátastarfi. Þá snerist skátastarfið bara um

að hafa gaman. Leita á vit ævintýranna og bralla eitthvað

sniðugt og frumlegt.

Það var svo seinna meir sem ég gerði mér grein

fyrir því að skátastarf var ekki bara leikur einn, glens

og gleði. Að skátarnir væru í raun uppeldishreyfing þar

sem ævintýrin og verkefnin

væru leiðir til þess að kenna

skátanum að takast á við lífið,

eiga samskipti við alls kyns fólk,

bera virðingu fyrir náttúrunni

og bæta heiminn.

Í ár eru liðin hundrað ár frá

stofnun skátahreyfingarinnar á

Íslandi. Í hundrað ár hafa íslensk

börn tekist á við ævintýri og áskoranir sem hafa þroskað

þau og gert þau að sjálfstæðum, virkum, hjálpsömum

og ábyrgum einstaklingum í samfélaginu. Í hundrað ár

hafa þau tekist á við íslenskt veður, eignast erlenda vini,

leyst þrautir og barist fyrir mannréttindum. Í hundrað ár

hafa þau sofið úti undir berum himni og kynnst undrum

næturinnar.

Á þessu afmælisári verður ýmislegt gert til þess

að fagna aldarafmælinu. Skátar landsins sameinast

við Úlfljótsvatn í júní, þar sem Ævintýrið heldur áfram,

almennum borgurum gefst kostur á að kynnast skátastarfi

fyrir alvöru í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt og í

október safnast friðelskandi skátar og aðrir hugsjónamenn

saman og sýna frið í verki á Friðarþingi.

Ég er viss um að þetta ár verður góð byrjun á

næstu hundrað árum þar sem þúsundir barna fá áfram að

njóta þess góða starfs sem skátarnir bjóða upp á. Nú taka

við önnur hundrað ár þar sem ævintýrið heldur áfram!

Fræðslustýra BÍS

Page 3: Skátablaðið 2012

3

SKÁT

ABLAÐIÐ

Gleðilegt sumar

Fyrir nokkru rakst ég á eftirfarandi hugleiðingar

ónefnds skátaforingja sem mér finnast áhuga-

verðar. „Ég er ekki mjög merkilegur maður á

hefðbundinn mælikvarða. Ég er ekki ríkur af fé,

stjórna ekki stórfyrirtæki, gegni ekki mikilvægri

stöðu hjá ríkinu eða hef mikil völd.

Þrátt fyrir það gæti ég haft veruleg áhrif á framtíðina,

jafnvel meiri en nokkur annar samtíðarmaður minn.

Það er nefnilega í mínum höndum að hafa áhrif á

líf barns og í hverju barni getur búið áhrifavaldur

framtíðarinnar.

Venjulegur maður eins ég, hefði t.d. getað

verið skátaforingi óhamingjusams austurríks barns

að nafni Adolf Hitler sem hefði getað höndlað

hamingjuna í félagskap þar sem bræðralag, góðvild

og réttsýni eru höfð í hávegum.

Venjulegur maður eins ég, hefði t.d. getað

verið foringi rússneskrar skátasveitar þar sem

strákur að nafni Jósef Stalín hefði fengið fræðslu

um lýðræði. Þá væri mannkynssagan önnur og

heimurinn annar en hann er í dag.

Þessi skátaforingi hefði aldrei vitað, að

hann hefði komið í veg fyrir heimsstyrjöld og

hörmungar milljóna manna, þrátt fyrir að hann

hefði með því, verið meðal mikilvægustu manna

mannkynssögunnar.

Allt í kringum mig eru börn. Þau eru

framtíðin, þau munu skapa söguna. Ef ég get

haft þau áhrif að börnin feti skátaveginn og verði

ábyrgir og nýtir þjóðfélagsþegnar, gæti ég orðið

áhrifamesti einstaklingurinn í mínu samfélagi.

Eftir hundrað ár mun það ekki skipta máli

hvað ég átti stórt hús, glæsilegan bíl eða mörg

hlutabréf, en heimurinn gæti verið betri vegna

þeirra áhrifa sem ég hafði á eitt barn.“

Þessar hugleiðingar lýsa vel þeirri miklu ábyrgð

sem hvílir á skátaforingjum og því eðlilegt að gerðar séu

miklar kröfur til þeirra. Sú viðleitni Bandalags íslenskra

skáta að hækka aldur skátaforingja og leita til reynslumeira

fólks til foringjastarfa, er liður í því stóra verkefni að

standa undir þeim kröfum sem nútímasamfélag gerir til

þeirra er standa fyrir æskulýðsstarfi. En aldur fólks og

lífsreynsla ein og sér gerir fólk ekki hæft til að gegna

foringjastörfum, meira þarf að koma til. Þar gegnir

foringja- eða leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar

lykilhlutverki sem og aðlaðandi starfsumhverfi hjá

skátafélögunum. Þær grundvallarbreytingar sem nú hafa

verið kynntar á leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar eru

mikilvægt skref til að koma til móts við þarfir fullorðinna

sjálfboðaliða sem vilja koma að skátastarfi og tryggja

þeim viðhlítandi fræðslu og þjálfun.

Á Skátaþingi á Akureyri 1962 kom fram í máli

þáverandi skátahöfðingja, Jónasar B. Jónssonar, að

mikilvægt væri að fullorðnir sjálfboðaliðar þyrftu ekki

að eyða of miklum tíma í starfið. Höfuðatriði væri að

fá að hafa gott fólk, ekki hve miklum tíma það eyddi í

starfið. Of lengi hefði verið sagt að ef viljinn væri fyrir

hendi þá væri allt í lagi, þetta væri ekki nóg. Þess vegna

þyrftu skátar að hafa vakandi auga fyrir því að duglítið

fólk hætti, þótt viljugt væri það til starfa, það ætti við um

alla skátaforingja. „Dugi þeir ekki í starfið verða þeir að

hætta. Ég trúi ekki á máltækið: Að betra sé að veifa röngu

tré en öngu“ voru lokaorð Jónasar.

Orð þessi eiga jafn vel við í dag og fyrir hálfri

öld. Grundvöllur öflugs skátastarfs er að til foringjastarfa í

skátafélögunum fáist öflugir og reynslumiklir einstaklingar

sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun, viljinn einn dugir ekki

til. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing með skýr markmið.

Þeim markmiðum verður ekki náð nema að skátar hafi

þekkingu og reynslu til þeirra starfa sem þeir taka að sér

fyrir skátahreyfinguna. Í þessu sambandi er vert að hafa í

huga að það er ekki víst að frábær sveitarforingi sé endilega

besti einstaklingurinn til þess að vera félagsforingi, eða að

útivistarmaðurinn sé heppilegasti gjaldkerinn. Það er pláss

fyrir alla í skátahreyfingunni, en til að hún megi vaxa og

dafna þurfa fullorðnir sjálfboðaliðar að sýna þann þroska

að afla sér menntunar og finna sér þann stað þar sem

reynsla þeirra og þekking nýtist best.

Skátahöfðingi

Ávarp skátahöfðingja

Page 4: Skátablaðið 2012

4

SKÁT

ABLAÐIÐ

Í dróma hversdagsins, þegar sumarið er bara til í sögubókunum og tevurnar rykfalla ásamt landsmótsflísinni inni í skáp, vill koma fyrir að ímyndunaraflið skelli sér í hike, ef mér leyfist að taka svo til orða. Þegar gúrkutíð geisar og fátt er um fína drætti í lotteríi daganna getur verið gaman að ímynda sér hliðstæðan og safaríkari raunveruleika. Væri það til dæmis ekki frábært ef allir skátar væru í raun ofurhetjur? Skyrtan yrði að skikkju, ullarnærfötin níðþrengdust og lægju helst yst allra flíka og í stað tveggja hófsamra merkja rétt norðan við skyrtubrjóstvasana kæmi eitt flennistórt á bringuna svo ekki færi á milli mála að Gilwell-riddararnir væru á ferðinni. Það þarf víst varla að taka það fram að hjá súperhetjuskátum yrði klútur meira en klútur og hnútur meira en hnútur, því það er bæði eitursvalt og bráðnauðsynlegt að hafa litla fallhlíf í fánalitunum hangandi um hálsinn, haldinni fastri með staðsetningartæki sem líka væri talstöð og útbýtti tannstönglum þess í milli. Skátamiðstöðin væri kölluð “móðurskipið” í daglegu tali, þar sem skátar myndu leggja stund á bardagalistir og

prótínneyslu milli þess sem þeir hjálpuðu köttum niður úr trjám eða sneru illskeyttum glæpamönnum með hreim til betri vegar. Dags daglega yrði skikkjunni troðið niður í hálsmálið (eða breytt í tóga eða jafnvel smart og sumarlega slæðu, allt eftir smekk hvers og eins), sólarorkuknúnu títaníumtevunum skipt út fyrir strigaskó og ofurhetjudulnefnum á borð við Ingipingiofurhuginn, Úlfljótsvatnsundrið og Gingangúllígoðið skipt út fyrir íburðarminni skírnarnöfn hins venjulega manns. Skátar sinntu þannig starfi og skóla, lífi og leik, án þess að upplýsa nokkurn mann um þeirra annað líf, því eins og Batman, Súperman, Captain America og Stálöndin hafa sýnt fram á, þá gerirðu engin góðverk ef þú ert ekki með grímu. Í skjóli nætur eða í öruggum skugga skothelds dulargervis væru skátar á sveimi með góðverkaradarinn á lofti (dulbúinn sem áttavita), reiðubúnir að stökkva til og fylgja eldri konum yfir götur eða veita hjálp í viðlögum í fjöldasöng á þorrablótum og þjóðhátíðum. Þannig leyfði ég mér að svífa um í dagdraumaheimum um nokkurt skeið en það

Að bjarga deginum eða bæta heiminn?

Page 5: Skátablaðið 2012

5

SKÁT

ABLAÐIÐ

leið þó ekki á löngu áður en hetjugræjurnar fóru að síga í eins og illa pakkaður bakpoki og fór að verða á brattann að sækja í áframhaldandi svifi, enda skyggnið lítið þegar maður er ekki með raunsæisgleraugun á sér. Þegar niður á jörðu var komið aftur fór ég að velta því fyrir mér hvort leynimakk og lófaklapp að lokinni hetjudáð væri í raun og veru það sem skátastarf snerist um, burtséð frá því hversu tæknivæddur, dulúðugur og sjarmerandi maður væri í gervi Jamboreejókersins eða Kakóbrúsakvendisins. Það verður varla um það deilt að eitt af grundvallargildum skátastarfs er að vera ávallt viðbúinn en ekki til þess að inna einstaka góðverk af hendi áður en horfið er á brott aftur þangað til næst. Skátum ber vitaskuld að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og því sem betur mætti fara hverju sinni en það á ekki að þurfa að bregða sér inní símaklefa eða bakvið næsta strætó til að setja upp skátagrímuna til að kippa hlutunum í lag. Þó að klúturinn sé stundum settur í hreinsun og sigbeltið notað spari, eiga skátar að geta verið skátar í atferli og hugsun í öllum sínum

daglegu athöfnum og til þess þarf vonandi varla græjur og gloríur og bárujárnsmagavöðva. Með samvinnu, þekkingu, áskorunum og heimssátt um eflingu friðar stuðlar skátinn að því sem er svo miklu mikilvægara en kattalaus tré og snurðulausar söngskemmtanir. Dag hvern, skref fyrir skref en markvisst og örugglega, leggur skátinn stein í vörðurnar sem marka veginn að bættum heimi, heimi þar sem friður og sátt ríkir manna í milli og allir nota öryggisgleraugu á gamlárskvöld. Þær gjörðir kunna að láta lítið fara fyrir sér eða gagnið af þeim virðast lítið, en það er eins og bandaríska baráttukonan Helen Keller mælti forðum: “Ég er bara ég, en ég er samt ég. Ég get ekki gert allt, en ég get samt gert eitthvað. Ég leggst ekki gegn því að leggja þetta eitthvað af mörkum að svo miklu leyti sem ég get.” Það er því vert að spyrja sig hvort maður vilji heldur gera sem skáti: bjarga deginum, eða bæta heiminn?

Guðrún Björg Ingimundardóttir

Page 6: Skátablaðið 2012

6

SKÁT

ABLAÐIÐ

VISSIRÞÚ

að hagnaður Íslenskrar getspár rennur til

um 1000 starfseiningaíþrótta- og ungmennafélaga, íþróttabandalaga,

héraðsambanda og sérsambanda?

VISSIRÞÚ

að árlega kaupir Brynja Hússjóður Öryrkjabandalagsins

6–8 íbúðir fyrir hagnað frá Íslenskri getspá

og að Hússjóðurinn á í dag

rúmlega 700 íbúðir fyrir öryrkja?

WWW.LOTTO.ISÍslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,

Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Íslands.

Page 7: Skátablaðið 2012

7

SKÁT

ABLAÐIÐ

Opnaðu augunfyrir eineltiEinelti fyrifinnst hvar sem er í samfélaginu; á kaffistofunni í vinnunni, á elliheimilinu, inni á heimlinum og jafnvel í skátaflokknum þínum! Skátar vilja nú taka höndum saman og stöðva einelti með forvörnum og réttum viðbrögðum. Í mars kom út ritið Útrýmum einelti í sameiningu, sem er þýðing á eineltisriti sem bresku skátarnir hafa áður gefið út. Hér er örlítill útdráttur úr ritinu.

Hvað er einelti?Einelti er félagslegt vandamál sem fyrirfinnst á öllum þjóðfélagsstigum. Einelti er hegðun sem miðar að því að særa aðra, hvort sem er einu sinni eða oftar, í stuttan tíma eða yfir lengra tímabil. Það þarf ekki að vera endurtekin röð atvika til að vera kallað einelti. Eitt tilfelli þar sem einhver gerir lítið úr eða níðist á öðrum, nægir. Hvar er línan dregin á milli þess að leggja í einelti og þess að vera einfaldlega að skemmta sér á meinlausan hátt? Svarið er einfaldlega það að ef sá sem stríðnin beinist að sér hana ekki sem meinlausa skemmtun, ef stríðnin verður ógeðfelld, særandi eða illkvittin, þá heitir hún einelti.

Hvernig þekki ég einkenni eineltis? Það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvort um einelti er að ræða, sérstaklega þar sem það gerist oftast án

þess að aðrir taki eftir því. Það gæti bent til eineltis ef skátinn:

• minnkar fundasókn eða vill ekki taka þátt í verkefnum

• biður um að fá að fara í annan hóp eða skátaflokk

• er alltaf sá síðasti sem er valinn í hóp, án sýnilegrar ástæðu, eða er strítt þegar aðrir meðlimir halda að þú sjáir ekki til

• er oft efni brandaranna sem sagðir eru í hópnum

• vill ekki fara á tiltekna staði eða vinna með tilteknum einstaklingum

• er ítrekað að týna fötum eða öðrum persónulegum eigum

• hefur marbletti eða aðra áverka

• virðist alltaf hafa of lítinn vasapening

• er þögull, feiminn og taugaveiklaður og heldur sig til hlés frá öðrum (sérstaklega ef um er að ræða einstakling sem hefur átt vanda til að vera hress og hávær)

• neitar að tala um vandamálið

• er venjulega þögull, en hefur skyndilega tilhneigingu til að ráðast að fólki, bæði með orðum og líkamlega

Munið einnig að gerendur geta jafnvel veriðyngri en þolendur og að þolendur geta líkaveriðfullorðiðfólk.

VISSIRÞÚ

að hagnaður Íslenskrar getspár rennur til

um 1000 starfseiningaíþrótta- og ungmennafélaga, íþróttabandalaga,

héraðsambanda og sérsambanda?

VISSIRÞÚ

að árlega kaupir Brynja Hússjóður Öryrkjabandalagsins

6–8 íbúðir fyrir hagnað frá Íslenskri getspá

og að Hússjóðurinn á í dag

rúmlega 700 íbúðir fyrir öryrkja?

WWW.LOTTO.ISÍslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,

Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Íslands.

Page 8: Skátablaðið 2012

8

SKÁT

ABLAÐIÐ

Hvað á ég að gera ef ég verð var/vör við einelti?

• Viðurkennavandamálið.Einelti er til alls staðar í samfélaginu. Það er mikilvægt að allir í flokknum eða hópnum viðurkenni að það er til staðar.

• Verameðvitaðurummögulegvandamálsemeineltiðgeturskapað.

• Fylgjastmeðogreynaaðáttasigáfyrstumerkjumumþjáninguhjáþolanda.

• Hvetjabörnogunglingatilaðsegjafrá.

• Sjatlamálineinsfljóttoghægter.

• Bjóðaþolendumeineltisaðstoð.Börn og unglingar þurfa að vita að þau geta reitt sig á aðstoð frá fólki sem þau treysta. Það getur verið sveitarforingi, hjálparsími Rauða krossins eða jafnaldri þeirra, s.s. flokksforingi eða hópforingi.

• Finna„leyniorð“fyrirþolandann. Hann getur notað þau til að gera viðvart án þess að það sé of áberandi.

• Fáupplýsingarumþaðhjáþoland-anumhvorteineltiðeigisérstaðávissumstöðumeðatímadagsins.Þetta gæti gefið skátaforingjum tækifæri

til þess að „rekast á“ atburðina án þess að það sé of áberandi að þolandi hafi sagt frá.

• Aðbarniðfáisérstakanfélagasemþaðgeturtalaðviðþegarþvífinnstþurfa.

• Hjálpabarninuaðlíðavelmeðsjálftsig.

• Takaámálinuaffestuenþómeðréttlæti.Gera öllum meðlimum sveitarinnar það ljóst að einelti líðst ekki í skátunum frekar en annars staðar.

• Reynaaðfinnauppbyggjandileiðtilaðbeinagerendumíeineltiinnáaðrahegðun.

• Aðáttasigáþvíaðþaðaðrefsafyrireineltistöðvarþaðekki. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að það er eineltið sjálft sem er ekki þolað, en ekki gerandinn sjálfur.

• Aðvinnameðskátumflokksinseðahópsinsþínsaðþvíaðbúatilreglurgegneinelti.

ÚtrýmumeineltiísameiningumánálgastíSkátamiðstöðinnieðaáskatar.is/einelti

Page 9: Skátablaðið 2012

Íslenskir skátar eru þekktir fyrir ýmislegt, til dæmis fyrir að vera fjörugir og félagslyndir. En það er eitt sem fáir vita um íslensku skátana: -Þegar félagslyndum skátum af báðum kynjum er blandað í eina kássu þá verður til ástsýki! Ástsýki er eitt af einkennum íslenskra unglingsskáta. Í mörgum drótt- og rekka-skátaútilegum eða á skátamótum verður ástin mjög sýnileg. Það er vegna þess að áhuginn á hinu kyninu (eða því sama) er mestur hjá fólki á þeim aldri. Á mínum skátaferli hef ég

farið í nokkrar drótt- og rekkaskátaútilegur. Ég gleymi aldrei þessari rómantísku stemmingu og hormónabrælunni sem fylgdi henni. Þar hljómuðu setningar eins og „Allir að kúra!“ eða „Hvað með að troða okkur öllum í eina koju?“. Þegar tónlistarstemmingin tekur við í kringum kósý eldivið byrjar svo að hita í kolunum. Ég samdi eitt sinn lítið kvæði um ákveðna stund í útilegu. Það hljóðar svo:

Sólsetrið við horfðum á oft á sumarkvöldum. Stundum mátti seli sjá synda í smáum öldum.

Ást í skátum

Hrólfur Leó er meðlimur í Rs. Dímon á Álftanesi og tók þátt í fréttaritaranámskeiðinu Fréttahaukar og framapotarar sem fram fór í febrúar.

M

Page 10: Skátablaðið 2012

SKÁT

ABLAÐIÐ

Hver

s kon

ar sk

áti e

rt þ

ú?1. Þú ferð á fínasta veitingastað bæjarins. Hvað pantar þú þér? a. Gaukseggjaommelettu og innbakaða hrafnasteik. b. Þú spyrð hvort þeir bjóði upp á hike-brauð og ef svarið er neikvætt, smellir þú þér út fyrir og grillar þitt eigið. c. Siðgæðisvottaða hnetusteik með lífrænum þistilhjörtum. d. Þú þarftenga líkamlega næringu, þar eða þú elst á hugmyndafræði Sir Roberts Baden-Powell einni saman. e. Óblandað Cebe-Citronentee-ístesduft. 2. Hvaða textalína lýsir þér best? a. „Fram þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök“. b. „Ef gangan er erfið og leiðin er löng...“ c. „Nú skundum við á skátamót og skemmt- um oss við Úlfljótsfljót!“ d. „So I’m going to work my ticket if I can“. e. „Three, point, one, four, one, five, nine, two, six, five, three...“3. Hvernig átt þú helst samskipti við fólk? a. Með bergmáli fjallstindanna. b. Með morsi, skátadulmáli eða reykmerkjum. c. Með sameiginlegum excel-listum á google docs. d. Ég kalla bara á milli kojanna. e. Með bréfdúfum. Dúfur eru hinn eini sanni konungur fuglanna.4. Hvað viltu verða þegar þú ert stór? a. Skátahöfðingi. b. Félagsforingi. c. DCC. d. Skálavörður. e. Þátttastjórnandi samhliða Bear Grylls.5. Hver er þinn uppáhaldslitur? a. Beige. b. Skátaskyrtublár. c. Fjólublár. d. Everest-grár. e. Ajungilak-appelsínugulur.6. Í hópavinnu þá ert þú venjulega... a. Bestur. b. Leiðtoginn. c. Vandræðagemsinn. d. Búin(n) með verkefnið á undan öllum hinum. e. Ritarinn.7. Hvaða grein skátalaganna á best við þig? a. Skáti er glaðvær. b. Skáti er náttúruvinur. c. Skáti er réttsýnn.

d. Skáti er traustur. e. Skáti er hjálpsamur.8. Af hverju ertu skáti? a. Til þess að fá forsetamerkið! b. Til þess að gefa ungu fólki grundvöll til að þroska sjálft sig, ná markmiðum sínum og efla leiðtogann í sjálfu sér. Skátastarf á að hafa það að leiðarljósi aðgera skátann að ábyrgum og sjálfstæðum samfélagsþegni sem lætur sér annt um að bæta heiminn. c. Út af öllum þessum heillandi siðum og venjum! d. Af því að mamma mín sagði mér að ég ætti að fara í þá. e. Með skátunum fæ ég tækifæri til að finna ilminn af lynginu í Reykjadalnum, kynnast myrkrinu í Búra og finna út hvort að það sé í alvöru alltaf sólskin á Móskarðshnjúkum.9. Á hvaða skátaviðburði væri líklegast að hitta þig? a. Skátaþingi! b. Rekkarokki! c. Kvöldvöku á Gilwell-námskeiði! d. Rs. Göngunni! e. Landsmóti!10. Hvaða bók myndi ég finna á náttborðinu? a. Náttborði? Það eru engin náttborð í tjöldum! b. Smartness in Scouting; A Boy Scouts Guide to Uniforms, Assessories, Salutes, Signals & Drills. c. Skátahreyfinguna, eftir Baden-Powell. d. Kompás –Handbók um mannréttinda- fræðslu fyrir ungt fólk. e. Nýjustu Nova-söngbókina.

Teldu saman hversu mörg tákn þú hefur af hverri sort. Sú sort sem þú valdir oftast segir til um það hvernig skáti þú ert. Kannski eru fleiri skátasálir ráðandi í þér en ein.

1: a) w b) s c) l d) Q e) J2: a) J b) s c) Q d) w e) l3: a) s b) Q c) l d) J e) w

4: a) Q b) l c) w d) J e) s5: a) w b) Q c) l d) s e) J6: a) w b) Q c) J d) s e) l7: a) J b) s c) l d) w e) Q8: a) Q b) l c) w d) J e) s9: a) l b) J c) w d) s e) Q10: a) s b) w c) Q d) l e) J

Page 11: Skátablaðið 2012

11

SKÁT

ABLAÐIÐ

Flest Q -Þú ert skátanörd Þú ert súperskátinn sem alltaf

er viðbúinn hverju sem er. Með

vasahnífasett í níðþungum leður-

pungnum, skátahattinn á höfðinu,

morskóðann tattúveraðan á úlnliðinn

og kompásinn í hálsmeni sem liggur

undir skátaskyrtunni fagurbláu,

sem þú gengur í hvort sem þú

situr í stærðfræðitíma eða ferð

í fermingarveislu. Þú hefur reynt að fá

Þjóðskrá til að samþykkja Baden sem

millinafn og lifir eftir skátalögunum í

einu og öllu!

Flest w -Þú ert Gilwell-skáti „In my dreams I‘m going back to

Gilwell“ er mest spilaða lagið á

iPodinum þínum, sem skartar ígröfnu

dúfulógói, í stíl við húðflúrið sem þú

berð á kálfanum. Ekkert jafnast á

við að eyða helginni í að gera upp

gamla muni í Gilwell-skálanum og

í svefnherberginu þínu er að finna

íburðamikið altari með myndum af

goðtvíeykinu Roberti Baden-Powell og

Björgvini Magnússyni, DCC. Gilwell

breytti lífi þínu og hápunkturinn í árinu

þínu er að sjá nokkra nýja skáta vígjast

inn í flokkinn þinn og bætast þar með í

fjölskylduna samheldnu sem öllu öðru

er yfirsterkari.

Flest s -Þú ert útilífsskáti Scarpa-skórnir eru löngu grónir fastir

við fæturnar á þér, enda ferðu aldrei

úr þeim, nema rétt til þess að vippa

þér yfir í níðþrönga klifurskóna. Með

árskort í Klifurhúsið og Skálafellið

tekst þú á við lífið með því að nærast

á hreina loftinu og njóta náttúrunnar.

Króníska sólgleraugnafarið þitt fer lítið

í taugarnar á þér, þótt að móður þinni

finnist þú líta út eins og pandabjörn.

Þú lifir heilbrigðum lífsstíl og skilur

lítið í því hvað allir pappírsskátarnir

séu eiginlega að bralla, hímandi í

skátaheimilum, teljandi póst-it miða,

enda á skátalíf að vera útilíf!

Flest J --- ---Þú ert sovétskátiAð vera sovétskáti hefur lítið með

kommúnisma að gera og enn

minna með Bolsévika. Sovétskátum

lætur best að gera það sem liggur í

nafninu; sofa og éta. Þetta gera þeir

helst í skálum upp á heiði, þar sem

þeir hanga í kojunum, spila rommí,

strömma á gítarinn og framreiða sjö

hæða hamborgara með háþróuðum

útieldunargræjum. Það er alls ekki

svo slæmt að vera sovétskáti, þótt

útilífsskátarnir líti þá hornauga.

Sovétskátarnir eru stundum örlítið

latir, en vissulega hugmyndaríkir,

lagvissir og laglegir kokkar.

Flest l --Þú ert pappírsskáti Skátar eru vissulega merkjafríkur,

en öfugt við hina skátana þá liggur

hollusta þín ekki hjá Teva og North Face,

heldur færðu stjörnur í augun þegar

minnst er á vörumerki eins og 3M.

Það er rétt, póst-it miðar eru ástin í lífi

þínu og nýju foringjahandbækurnar

prýða náttborðið þitt, útkrotaðar og

útglósaðar. SVÓT-greiningar, excel-

skjöl og lýðræðisleikir eru líf þitt og

yndi, enda finnst þér lítið til skátastarfs

koma ef það er ekki almennilega

endurmetið, ígrundað og vandlega

skipulagt í þaula. Þú skilur lítið í þörf

útivistarskátanna til þess að trítla á

fjöll í tíma og ótíma, en þú átt það til

að elta sovétskátana í útilegu, þó það

gerist ekki oft.

Page 12: Skátablaðið 2012

Nýja skátaflíkin frá 66°NORÐUR

Afgreiðslustaður: Skátamiðstöðin, Hraunbær 123, 110 Reykjavík

Klæddu þig vel

VÍK peysa LOKI barnapeysa

Létt aðsniðinherra- og dömu- peysa.

Efni: Polartec®Power Stretch®Proefnið er einstak-lega létt, teygist áfjóra vegu, þornarfljótt auk þess semþað andar vel. Pey-san er merkt með merki Skátanna.

Létt aðsniðinbarnapeysa

Efni: Polartec® PowerStretch® Pro efnið er einstaklega létt,teygist á fjóra vegu,þornar fljótt auk þesssem það andar vel.Peysan er merkt með merki Skátanna.

Stærðir: 92 - 164

Handhafar skátaskírteinis: 14.480 kr.

Handhafar skátaskírteinis: 7.040 kr.

www.66north.is

Hej då Sverige!Simply skáti!Þær eru blendnar tilfinningarnar sem bærast í brjóstum hinna tæplegu þrjúhundruð íslensku skáta sem standa í hellidembu í kring um hringsviðið á Rinkaby-túninu. Miðaldra rokkarar úr hljómsveitinni Europe trylla lýðinn með sínum eina þekkta slagara og 40.000 rennblautir skátar taka undir af lífs og og sálar kröftum; I guess there is no one to blame, we‘re leaving ground! Will things ever be the same again? Verðum við einhverntíman söm eftir þessa sameiginlegu lífsreynslu? Engisprettur, ævintýri, sólbruni, ísklifur í 25°c hita, knäcke-bröd, skógurinn í næturhúminu, uppblásin moska, risastór eplakarfa...

ÞáerbaraaðbyrjaaðsafnafyrirJapan

2015!

Page 13: Skátablaðið 2012

Nýja skátaflíkin frá 66°NORÐUR

Afgreiðslustaður: Skátamiðstöðin, Hraunbær 123, 110 Reykjavík

Klæddu þig vel

VÍK peysa LOKI barnapeysa

Létt aðsniðinherra- og dömu- peysa.

Efni: Polartec®Power Stretch®Proefnið er einstak-lega létt, teygist áfjóra vegu, þornarfljótt auk þess semþað andar vel. Pey-san er merkt með merki Skátanna.

Létt aðsniðinbarnapeysa

Efni: Polartec® PowerStretch® Pro efnið er einstaklega létt,teygist á fjóra vegu,þornar fljótt auk þesssem það andar vel.Peysan er merkt með merki Skátanna.

Stærðir: 92 - 164

Handhafar skátaskírteinis: 14.480 kr.

Handhafar skátaskírteinis: 7.040 kr.

www.66north.is

Spennandi

-fjör og hópefli útilífsævintýri

Page 14: Skátablaðið 2012

14

SKÁT

ABLAÐIÐ

Að sigrast á hindrunum

Saga Sesselju áSólheimumFlestir kannast við Sólheima í Grímsnesi og þekkja þá af góðu sem gróðurvin þar sem fatlaðir og ófatlaðir búa saman í sátt og samlyndi. Göngugarpurinn Reynir Pétur átti eflaust sinn þátt í því að koma Sólheimum á kortið með Íslandsgöngu sinni árið 1985. Sennilega eru þeir færri sem þekkja sögu Sólheima og þá miklu baráttu sem það kostaði að koma upp þessari paradís á jörð.

Ung athafnakonaMaðurinn á bak við Sólheima er Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir. Sesselja fæddist í Hafnarfirði árið 1902. Það kom snemma í ljós að hún hafði ríka ábyrgðarkennd, mikinn viljastyrk og var umhyggju-söm og hafði þörf fyrir að vernda aðra. Hún var viss um að henni væri ætlað ákveðið hlutverk í lífinu þó hún vissi ekki hvert það væri. Þegar starfsmaður dönsku utanríkisþjónustunnar bauð henni að koma í vist til sín og fjölskyldu sinnar, fyrst í Danmörku og síðar í Sviss, gafst henni einstakt tækifæri til að ferðast. Á ferðum sínum kynntist hún barnaheimilum sem voru þá óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Eftir þá upplifun ákvað hún að helga líf sitt umönnun barna. Í sex ár dvaldi hún í Danmörku, Sviss og Þýskalandi og lagði meðal annars stund á nám í barnahjúkrun, rekstri barnaheimila og uppeldisfræði auk þess sem hún kynnti sér nýstárlegar aðferðir við landbúnað og ræktun. Allt þetta taldi hún nauðsynlegt til að undirbúa sig fyrir rekstur barnaheimilis á Íslandi. Þegar Sesselja var 28 ára gömul stofnaði hún Sólheima. Fyrst um sinn fór starfsemin fram í tjöldum meðan unnið var að byggingu Sólheimahússins. Tjöldin voru þó með trégólfi og hituð með hveravatni sem leitt var undir gólfin. Fyrstu börnin sem dvöldu á Sólheimum voru öll ófötluð en höfðu misst forelda eða búið við erfiðar heimilisaðstæður. Ári síðar kom fyrsta fatlaða barnið á staðinn en þeim átti eftir að fjölga jafnt og þétt. Sesselja leit aldrei á Sólheima sem stofnun heldur sem venjulegt sveitaheimili.

Umdeilt starf fyrir „fávita“ Starf Sesselju var alla tíð umdeilt þar sem ekki voru allir sammála hugmyndafræði hennar um að fatlaðir og ófatlaðir ættu samleið í leik og starfi. Raunar voru þeir til sem töldu að það væri ófötluðum börnum beinlínis skaðlegt að umgangast „fávita“, eins og þroskaheftir voru kallaðir á fyrrihluta 20. aldar. Starf Sesselju var svo umdeilt að árið 1945, þegar Sólheimar höfðu verið starfræktir í 15 ár, svipti barnaverndarnefnd hana réttindum til að veita staðnum forstöðu. Hún lét það þó ekki stoppa sig og kærði úrskurðinn sem var á endanum ógiltur af Hæstarétti árið 1948. Það var þó ekki eini mótbyrinn sem mætti Sesselju og Sólheimum. Árið 1946 setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög sem áttu að gera ríkinu kleift að taka Sólheima yfir og koma Sesselju frá störfum. Þau voru þó aldrei samþykkt því að upp komu deilur sem leystu upp Alþingi. Eftir það komst nokkur friður á um starfsemi Sólheima og Sesselja starfaði þar til dánardags, síðla árs 1974. Sesselja fékk einstök tækifæri í lífinu til að efla sjálfa sig, láta gott af sér leiða og innleiða nýja hugsun í fordómafullu samfélagi. Hún nýtti tækifærin til hins ýtrasta og lét ekkert stoppa sig. Hvort sem það var fjárskortur, óvinveitt stjórnvöld, skilnaður eða skilningsleysi í samfélaginu þá hélt hún ótrauð áfram og innleiddi hugsun sem var langt á undan hennar samtíð, hvort sem var í málefnum fatlaðra, í umhverfisvernd eða í lífrænni ræktun. Hún trúði því að ,,maðurinn fæðist í þennan heim til að öðlast aukinn þroska og allt sem fyrir hann ber hafi ákveðinn tilgang á þeirri þroskabraut“. Mótlætið var henni því ekki hindrun heldur leið til að öðlast þroska.

Sesselja á Sólheimum er ein af táknrænumfyrirmyndumdróttskáta.Stuðstvarviðheima-síðuSólheimaogbókina,,Mérleggsteitthvaðtil: sagan af Sesselju Sigmundsdóttur ogSólheimum“ eftir Jónínu Michaelsdóttur, viðskrifþessarargreinar.

Page 15: Skátablaðið 2012

15

SKÁT

ABLAÐIÐ

Skátastarf gengur út á að bregða sér í líki landkönnuða og kanna ný svið, hvort sem þau svið eru framandi heimar fjarlægra landa eða vitsmunaleg svið hugans. Til þess að geta tekist á við slíkar áskoranir er gott að hafa fyrirmyndir sem hvetja mann áfram með verkum sínum og veita manni innblástur. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir á Sólheimum er ein táknrænna fyrirmynda dróttskáta.

Sesselja í hópi glaðbeittra barna.

Sesselja við Sólheimabæinn.

Líf og fjör á Sólheimum.

InnrameðSesseljubjóvissa,fráungaaldriumaðhenniværiætlaðhlutverk.

„Við höfum öll kosti og lesti [...] -en verkin tala!”

Page 16: Skátablaðið 2012

16

SKÁT

ABLAÐIÐ

Skátalögin3. Skáti er traustur Að eiga einhvern að sem maður treystir er mjög dýrmætt og fólk ætti alls ekki að leika sér með traust hvors annars. Ef einhver treystir þér, þá gerðu það, -ekki svíkja hann! Ég er alls ekki að segja að við eigum að treysta öllum. Ég á til dæmis helling af vinum þó svo ég treysti þeim ekki öllum. Mér finnst að traust sé eitthvað sem allir ættu að eiga! Traust fyrir mér snýst um að maður geti tjáð sig án þess að hin manneskjan segi öllum. Ég kalla það traust þegar ég veit að ég er alltaf velkomin og get alltaf leitað hjálpar. Traust er líka eins konar öryggi. Mér finnst að ef ég er hjá einhverjum sem ég treysti sé ég örugg. Sannur skáti er traustur!

Andrea Dagbjört Pálsdóttir, 13 ára, Mosverjum

4. Skáti er náttúruvinurAð vera náttúruvinur þýðir að vera góður við náttúruna. Skátar ganga vel um náttúruna og kenna öðrum að gera það líka. Við þurfum öll að vera góð við blómin og hinn gróðurinn og ég læt vita ef einhver er vondur við náttúruna. Það má alls ekki eyðileggja náttúruna með rusli og að ganga illa um. Það væri rosalega sniðugt er allir myndu tína upp það rusl sem þeir sjá í náttúrunni. Þá væri ekkert rusl í náttúrunni lengur og allir myndu líka læra að henda ekki rusli í náttúruna því þá þarf að týna það upp. Mér líður vel í náttúrunni þar sem ég er náttúruvinur og vinum líður vel saman.

Júlía Sóley Björnsdóttir, 8 ára, Mosverjum

5. Skáti er tillitssamurEf við förum aftur í tímann, þá er sagt að fornmenn hafi verið miklu drenglundaðri en við, þeir hafi

heldur dáið en að bregðast trausti vina sinna. Orðin drengskapur og tillitsemi eru þó ekki til í fornsögum okkar, en ef maður var þeim kostum búinn, var hann nefndur drengur góður eða drengur hinn besti. En

Skátalögin eru í raun miklu meira en krossapróf og páfagaukalær-dómur. Þau hafa áhrif á okkur sem manneskjur og eru falleg lífsgildi sem gera veröldina að betri stað. Þessi fallegu gildi draga fram allt það besta í mannskepnunni og hafa orðið til þess að skátamót eru stærstu friðarsamkomur heims, þar sem börn og ungmenni frá öllum menningarheimum mætast og lifa í sátt og samlyndi.

Hér hafa nokkrir skátar á ýmsum aldri valið sér sína uppáhaldsgrein skátalaganna og útskýrt hvað það er við þessa tilteknu grein sem gerir hana svona mikilvæga.

1. Skáti er hjálpsamurÞað að vera hjálpsamur felur í sér að gera eitthvað til þess að öðrum líði vel, sem leiðir svo af sér að þér sjálfum líður vel. Sem skáti hef ég tileinkað mér hjálpsemi, til dæmis með því að vera virkur í hjálparsveit. Meðlimir hjálparsveita eru fólk sem leggur sitt á vogaskálarnar til þess að stuðla að bættu samfélagi. Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag!

Hermann Sigurðsson, 31 árs framkvæmdastjóri BÍS.

2. Skáti er glaðværÍ mínum huga er mikilvægt að vera glaður og ánægður með lífið. Skátar ættu einfaldlega að fara í gegnum lífið glaðir og ánægðir og að temja sér að sjá jákvæðu hliðarnar við lífið. Jákvæðni á í raun að vera ofar öllu. Þess má svo geta að jákvæðni er hugarástand, rétt eins og kuldi.

Finnbogi Jónsson, 30 ára, Klakki

Page 17: Skátablaðið 2012

17

SKÁT

ABLAÐIÐ

hvað er þá að vera drengur góður og tillitssamur? Hér er smá dæmi, sem sýnir þetta hvað best. Ingimundur gamli landnámsmaður á Hofi í Vatnsdal hafði tekið vandræðamann af Sæmundi vini sínum í Skagafirði. Hét sá Hrolla ugur. Hann var ójafnaðarmaður og kom þeim Ingimundarsonum illa saman. Eitt sinn börðust þeir yfir Vatnsdalsá út af veiðirétti og var Ingimundur sóttur til þess að stilla til friðar. Hann fór ríðandi að ánni, en er þangað kom vildi Hrollaugur ekki hlusta á velgerðarmann sinn, en skaut spjóti að honum og í gegnum hann. Ingimundur lét ekki á neinu bera en snéri hesti sínum heim á leið, lét svein sinn leiða sig til sætist og sendi hann síðan til Hrollaugs með þau skilaboð að hann skyldi flýja hið bráðasta. Það gerði Hrollaugur. Þegar Ingimundarsynir komu heim fundu þeir föður sinn dáinn í öndvegi sínu. Þetta er eitt látlausasta og fegursta dæmi Íslands-sögu okkar um drengskap og tillitssemi. Ekki einungis fyrirgefur hann banamanni sínum, heldur reynir, að bjarga honum frá því að að verða drepinn fyrir ódæðisverkið. Drengskapur og tillitsemi var Ingimundi í blóð borið. Eitt af því sem góðan skáta á að prýða er tillitsemi til annarra.

Björgvin Magnússon, 89 ára, DCC

6. Skáti er heiðarlegurÞað að vera heiðarlegur felur í sér að segja satt og rétt frá og breyta rétt. Það felur líka í sér að segja sína skoðun, jafnvel þótt hún gangi á móti einhverju sem einhverjum öðrum finnst.

Egill Erlingsson, 21 árs, Ægisbúum

7. Skáti er samvinnufúsÞegar við vinnum saman gengur starfið betur, við víkkum sjóndeildarhring okkar með því að skiptast á skoðunum, vinna með öðrum og temjum okkur öguð vinnubrögð. Með samvinnu eigum við auðveldara með að hafa jákvæð áhrif á alla í kringum okkur og starfið verður skemmtilegra. Þóra Ingibjörg Guðnadóttir, 59 ára, Kópum

8. Skáti er nýtinnNýtni er mikilvægur eiginleiki skátans. Skátinn sér ekki bara fúinn símastaur og gömul dekk; hann sér efni í þrautabraut! Hann sér ekki bara aðgerðarlaust ungmenni; hann sér efnivið í skáta! Það er hvernig við nýtum umhverfi okkar í leik og starfi sem stýrir því hvernig upp heppnast. Það er mikilvægt að kunna að nýta hin ýmsu hráefni til hinna ýmsu

hluta. Sem dæmi má nefna að ef ég fengi þrjár kaffibaunir, hálfan meter af bindigarni og blýant gæti ég vafalaust skemmt sjálfum mér í mánuð!

Sigurgeir Bjartur, 19 ára, Landnemi

9. Skáti er réttsýnnÞað þýðir að skáti leitast alltaf við að vera sanngjarn og réttlátur. Skáti líður ekki óréttlæti og ber hag allra fyrir brjósti.

Arnór Bjarki Svarfdal, 21 árs, Svönum

10. Skáti er sjálfstæðurÉg tel flest alla skáta vera mun sjálfstæðari en flestir jafnaldrar sínir. Að vera sjálfstæður hjálpar manni í gegnum margt sem kemur upp í okkar daglega lífi og hefur það hjálpað mér mikið. Það að geta tekið ákvörðun sjálfur er stór kostur, -ekki láta

einhverja aðra taka ákvörðun fyrir þig! Skátastarf hefur mótað mig mikið í gegnum tíðina og þá helst í því að vera sjálfstæð. Núna get ég sagt mínar skoðanir og hvað mér finnst, ekki bara fylgt hinum.

Tinna María Halldórsdóttir, 20 ára, Kópum

Page 18: Skátablaðið 2012

18

SKÁT

ABLAÐIÐ

„Hefur þú reynslu af stjórnunarstörfum?“

„Já, ég er skáti!“Íslendingar eru iðjusöm þjóð og flestir hafa unnið við ýmis störf frá unglingsaldri. Þegar títtnefnd kreppa sverfur að og grynnir starfalaugina sem var sneisafull af spennandi atvinnutilboðum á uppgangsárunum fyrir 2007, þá gildir það eitt að hafa eitthvað framyfir keppinauta sína á atvinnumarkaðnum.

Sterkasta tækið til þess að ná sér í draumastarfið, óháð klíkuskap og tengslum, er að búa sér til góða og yfirgripsmikla ferilskrá sem er reglulega uppfærð. Það gleymir enginn að setja stúdentsprófið sitt á ferilskránna, eða að geta þess að viðkomandi hafi slegið öllum við í túnslætti í Vinnuskóla Garðabæjar, en ótrúlega margir gleyma að geta þess hvar þeir hafi hlotið fræðslu í mannréttindum, öðlast leiðtogahæfni, kynnst náttúrunni, þjálfað sköpunargáfuna og lært að bjarga sér í hvaða aðstæðum sem er.

Skátastarf er ekki bara skemmtileg tómstund sem veitir manni ánægju og styttir stundir. Nei, skátastarf er eins konar útungunarmiðstöð fyrir leiðtoga, viðburðastjóra, kennara, leiðsögumenn, listamenn, pólitíkusa, björgunarsveitarmeðlimi, lækna og verkefnisstjóra. Því miður virðist brenna við að skátar nefni ekki skátastarf sem hluta af mikilvægri reynslu sinni á ferilskrám og í atvinnuumsóknum.

Hér er að finna nokkur dæmi um það hvað einkennir góða ferilskrá og hvernig hægt er að miðla þeirri reynslu sem skátar hafa hlotið af skátastarfi.

Góð ferilskrá

Góð ferilskrá ætti að kynna einstaklinginn, skýra í grófum dráttum frá menntun hans, reynslu og áhugamálum,auk þess að staðfesta ímynd hans.

Einkenni góðrar ferilskrár:

• Hafðu ferilskránna stutta og hnitmiðaða, 1-2 síður.

• Leggðu áherslu á þá þætti í námi og starfsreynslu sem komið gætu að gagni í því starfi sem sótt er um.

• Láttu mynd fylgja, helst svarthvíta.

• Settu helstu persónuupplýsingar, svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang á áberandi stað.

• Byrjaðu ávallt á núverandi eða síðasta starfi og nýjasta námi.

• Týndu til helstu upplýsingar um námsferil; heiti náms, skóla, útskriftarár og gráðu.

• Teldu til þau námskeið sem gætu skipt máli fyrir tiltekið starf. Þau ætti að nefna undir „Menntun” eða „Annað” eftir eðli námskeiða.

• Settu inn helstu upplýsingar um fyrri störf, svo sem; vinnustaður, ár og stöðuheiti. Einnig getur verið gott að telja til helstu verkefni og ábyrgð í starf, þannig að ráðningaraðilinn geti betur gert sér grein fyrir eðli fyrri starfa og reynslu.

Álit sérfræðingsins:Skáti -markaðssettu sjálfan þig! Þegar kemur að því að leita sér að vinnu er mikilvægt að gera góða ferilskrá og hafa ber í huga að ferilskrá er það fyrsta sem atvinnurekandi sér um þig. Ferilskrá er til þess gerð að kynna þig, skýra frá menntun, reynslu og áhugamálum ásamt því að staðfesta ímyndina. Það er því mikilvægt að ferilskrá sé vel unnin.

Með því að segja frá áhugamálum fær atvinnurekandinn betri mynd af umsækjandanum sem persónu. Það þýðir að hann man betur eftir þér og auðveldar ákvörðunina um ráðninguna.Hvað þú gerir í frístundum segir alveg ótrúlega mikið til um þig. Ekki hika við að setja orðið „skáti“ í ferilskrána, því þá ertu að segja að þú hafir öðlast reynslu og færni á mjög marga vegu. Þegar ég skoða ferilskrá vil ég sjá stutta lýsingu á námi, starfsreynslu og síðast en ekki síst áhugamáum. Ég tek alltaf eftir því þegar orðið

Page 19: Skátablaðið 2012

Skátastarf á tungumáli atvinnu- rekandans

Í skátasamfélaginnu viðgengst tungutak sem okkur skátunum er tamt en gæti virst óskiljanlegt þeim sem ekki þekkja til skátastarfs. Í töflunni hér að neðan getur þú fundið leiðir til þess að miðla reynslu þinni af skátastarfi með málfari sem atvinnurekandinn skilur. Athugið að þetta eru aðeins hugmyndir og að hver og einn þarf að velja sér þau atriði og orðfæri sem er viðeigandi fyrir hann/hana.

Hæfni Reynslaafskátastarfi Tungumáliðsematvinnurekandinnskilur

SkipulagshæfileikarÉg hef farið með skátana mína í útilegu/stjórnað skátaviðburði.

• Ég hef reynslu af því að skipuleggja viðburði.• Ég get búið til fjárhagsáætlanir fyrir verkefni og fylgt

þeim.• Ég get séð um undirbúning, framkvæmd og

endurmat á viðburðum af mismunandi stærðargráðu

SamskiptahæfileikarÉg hef stjórnað sveit ásamt fleiri foringjum.

• Ég hef reynslu af hópastarfi.• Ég get útdeilt verkefnum, deilt upplýsingum með

öðrum og tekið forystuna þegar þess er þurfi.

Ég hef haldið foreldrafundi.• Ég get talað fyrir framan fólk og stýrt umræðum.• Ég get útskýrt sama hlutinn á mismunandi vegu eftir

því hver markhópurinn er.

Ég hef sinnt leiðbeinendastörfum.

• Ég get stýrt hópi en gætt hlutleysis um leið.• Ég get komið hugmyndafræði og námsefni á

framfæri með fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Fjölmenningarlegir

hæfileikar Ég hef tekið virkan þátt í alþjóðlegum skátamótum.

• Ég er víðsýn(n) og hef skilning á hvernig ég á að hegða mér innan um fólk með mismunandi menningarbakgrunn.

• Ég hef tekið þátt í og leitt verkefni þar sem fólk með mismunandi menningarbakgrunn starfaði saman.

Hagnýtiroglistrænir

hæfileikar

Ég hef tekið þátt í kvöldvökum.

• Ég hef þroskað listræna hæfileika mína á sviði leiklistar, tónlistar og framkomu.

Ég hef búið til ýmsa skátamuni.

• Ég hef tileinkað mér gott verklag og hef hagnýta þekkingu á sviði ýmissar handavinnu.

Ég veit hvernig á að bregðast við slysum og óhöppum.

• Ég hef góða skyndihjálparkunnáttu.

Ég nýti mér tölvur í skátastarfi.• Facebook• Google• Office• Félagatal Skátanna

• Ég nýti mér samskiptavefi til þess að kynna viðburði og skátastarf og eiga samskipti við hlutaðeigandi.

• Ég kann að nýta mér veraldarvefinn til víðtækrar upplýsingaöflunar.

• Ég get nýtt forrit eins og MS Powerpoint til þess að kynna ferðasögur, hugmyndafræði eða annað.

• Ég nota ýmis forrit sem eru gagnleg til þess að halda utan um upplýsingar.

• Ég get gert einfalda fjárhagsáætlun í tölvu.

Heimildir: Vefsíða VM, Félags verkstjóra og málmtæknimanna, vm.is „How to translate your scouting skills for future employers“ –EuroScoutInfo.com

SKÁTI er nefnt í ferilskrá því þá veit ég að viðkomandi getur hafa öðlast reynslu umfram aðra sem eru með sömu menntun. Ég veit af jafningjafræðslunni, verkefnastjórnuninni, leiðtogaþjálfuninni, hjálp-seminni og svo ótal mörgu öðru sem öðlast má í skátahreyfingunni og það er ómetanleg reynsla. Ef umsækendur setja í ferilskrána sína að þeir hafi starfað í skátahreyfingunni getur það verið forskot á aðra sem eru að sækja um sömu vinnu.

Verum stoltir skátar!

Unnur Flygenring er sérfræðingur á mannauðssviði Advania og tekur í hverri viku á móti fjölda atvinnuumsókna.

Page 20: Skátablaðið 2012

20

SKÁT

ABLAÐIÐ

Page 21: Skátablaðið 2012

21

SKÁT

ABLAÐIÐ

11. grein skátalaganna:

Skáti er skapandiNafn: Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Aldur:30 ára

Úrhvaðaskátaféla

gikemurþú?

Heiðabúum í Keflavík (núna Reykjanesbær).

Hverereftirminnil

egastaminningin

úr

skátastarfi?Þær eru margar góðar, en það er

sennilega Landsmótið ‘93 í Kjarnaskógi sem

stendur uppúr.

Afhverjugekkstþ

útilliðsviðskátan

a?

Margir í fjölskyldunni höfðu verið í skátunum m.a.

afi þannig að ég ákvað snemma að vera með.

Afhverjueigaskát

arerindiviðíslens

kt

samfélag?Þeir gefa ungu fólki ákveðið frelsi

og sjálfstæði, svo er tengingin við náttúruna

ómetanleg.

Hverskonarhluti/m

unihannarþú?Ég hanna

aðalega hluti fyrir heimilið hvort sem það eru

húsgögn eða fylgihlutir en ég hef líka mjög gaman

af karaktersköpun.

Hvernighefurskát

astarfveittþérinn

blástur

viðhönnunþína?

Ég er mikið náttúrubarn

og tengi það að vissu leyti við tímann minn í

skátunum, ég nota mikið náttúruleg hráefni í

það sem ég geri eins og ull og við. Ég hef einnig

alltaf verið heilluð af skátahnútum og nota m.a.

einn þeirra (Tyrkjahnút) í púðana mína sem kallast

Notknot

Hvernigtelurþúa

ðskátastarfefli

sköpunarkraftbarn

aogunglinga?Ég tel að

skátarnir gefi manni tækifæri til að opna hugann

og upplifa nýja og óhefðbundna hluti.

Page 22: Skátablaðið 2012

22

SKÁT

ABLAÐIÐ

Page 23: Skátablaðið 2012

Nýtískuleg og skemmtileg ullarföt fyrir ævintýragjarna skáta!

Mikið úrval Fal legir l i t ir

Gæða vara, á góðu verði !

® Buff er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

Page 24: Skátablaðið 2012

24

SKÁT

ABLAÐIÐ

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is1a + 1b

5 x2 cm

2a + 2b5x35 cm

38x2 cm

410x2 cm

56.5 cm

68.5 cm

78 cm

910 cm

1010 cm

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

C80 M0 Y63 K75

C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53

R234 G185 B12

#224635

#eab90c

PANTONE 560C

PANTONE 130C

Page 25: Skátablaðið 2012

25

SKÁT

ABLAÐIÐ

Page 26: Skátablaðið 2012

26

SKÁT

ABLAÐIÐ

Allar dósir og flöskur sem við fáum breytum við í öflugan styrk við íslenska skáta og fjölbreytt skátastarf.

Móttökustaðir okkar eruvíða m.a. á öllum Sorpustöðvum og við marga stórmarkaði. Nánari upplýsingar færðu í síma 550 9800.

– við elskum dósir!

Breyttu dósunum þínum í káta skáta

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

Dýraspítalinn í Garðabæ er í viðskiptum hjá okkurHanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum

í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum

í hverjum mánuði, stórum sem smáum.

Þau eru sérfræðingar á sínu sviði og sinna

fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna. Það

gerum við líka.

Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ

í viðskiptum hjá okkur.

Page 27: Skátablaðið 2012

27

SKÁT

ABLAÐIÐ

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

Dýraspítalinn í Garðabæ er í viðskiptum hjá okkurHanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum

í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum

í hverjum mánuði, stórum sem smáum.

Þau eru sérfræðingar á sínu sviði og sinna

fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna. Það

gerum við líka.

Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ

í viðskiptum hjá okkur.

Höndlaðu heimþránna!Þrjú einföld skref til þess að tortíma heimþrá og öðlast góðan nætursvefn

Ungir skátar hafa margir hverjir sjaldan eða aldrei verið í burtu frá nánustu fjölskyldu yfir nótt. Því getur verið erfitt fyrir þau að sofna þegar pabba- og mömmuknús er langt í burtu. Þegar heimþráin sækir á standa margir foringjar á gati. Þá þýðir ekki að örvænta heldur fylgja nokkrum einföldum skrefum sem yfirleitt leiða til þess að heimþráin hverfur eins og dögg fyrir sólu.

1. VorkennduByrjaðu á örstuttri vorkunn, -helst bara einni setningu eins og „já ég veit það snúllan mín” eða eitthvað örstutt. Mikilvægt er að eyða ekki of löngum tíma í vorkunn því það getur ýtt undir frekari grát og heimþrá.

2. Rifjaðu upp daginnÞegar vorkunninni lýkur rifjar maður upp hin ótrúlega skemmtilegu ævintýri dagsins, til að mynda: „Mannstu í dag þegar við vorum í vatnasafaríinu og Jóna datt af tunnunum”. Þegar skemmtilegu ævintýri dagsins hafa kallað fram smá bros á vör er um að gera að færa sig yfir í komandi ævintýri morgundagsins.

3. Eftirvænting fyrir morgundeginumMorgundagurinn ber í skauti sér hinar ýmsu athafnir sem hægt er að gera börnin spennt yfir. Notaðu atriði úr dagskrá morgundagsins til að vekja upp eftirvæntingu hjá skátanum.Þetta svínvirkar í flestum tilfellum, en ef heimþráin

heldur áfram er um að gera að endurtaka skrefin þrjú með smá breytingum eða jafnvel tala sem lengst um þriðja skrefið og fá barnið til að tala um væntingar sínar til morgundagsins.

Guðrún HäslerHöfundur nemur sálfræði við HÍ

og er meðlimur í fræðsluráði BÍS.

Page 28: Skátablaðið 2012

28

SKÁT

ABLAÐIÐ

Kæri skáti, til hamingju

með afmælið!

Í heila öld hefur skátahreyfingin

gefið íslenskum ungmennum kost

á að halda á vit ævintýranna

og takast á við töfrandi áskoranir.

Aldarafmælinu verður fagnað á

ýmsan máta, þar á meðal með

stórkostlegu landsmóti

við Úlfljótsvatn, hátíðardagskrá

í Hljómskálagarðinum á

Menningarnótt og alþjóðlegu

friðarþingi í október.

Skátastarf –töfrum líkast!

Ævintýri í 100 ár!

Page 29: Skátablaðið 2012

29

SKÁT

ABLAÐIÐ

Þú veist þú ert á landsmóti skáta ef......þú gast ekkert sofið vegna hrotanna í næsta tjaldi.

...þú ert bæði gegnblaut(ur) og sólbrennd(ur) í einu.

...bestu vinir þínir heita Ahmed, Roderigo og Catherine.

...þú hefur ekki séð gemsann þinn síðan þér var hent í vatnasafaríið.

...þú ert í forljótri flíspeysu á almannafæri.

...þú ert með „opnast þá hamarinn allur sem höll“ á heilanum.

...þú ert löngu búin(n) með hreina sokka og gengur um berfætt(ur) í gönguskónum.

...mamma þín hefur reynt árangurslaust að ná í þig síðustu fimm sólarhringa.

...hefur ekki farið í sturtu í sjö daga og skilur ekkert í því af hverju mýflugurnar elta þig á röndum.

...að í stað hátíðarklútar um háls þér er appelsínugulur skátaklútur með hænumunstri.

...þú byrjaðir daginn á því að steypa þórshamar og endaðir hann á því að rokka af þér sokkana á sveittu balli.

...kvöldmáltíðin þín samanstendur af skosku haggis, sænsku surströmming og lettneskum táfýluosti í boði nýrra vina.

...þú hefur ekki sofið fullan nætursvefn í heila viku en ert samt svo óendanlega hress að þú gætirtekist á við viku í viðbót!

Page 30: Skátablaðið 2012

30

SKÁT

ABLAÐIÐ

Hangsa í miðbænum

Veit það ekki

Hjálpa til í Skáta-veröldinni! Verður þú

vöknuð/vaknaður fyrir hádegi?

já Nei

Þreytt(ur)?

Fáðu þér kaffi í skátaveröldinni

Hvað fékkstu þér marga

bolla?

1

Fáðu þér annan... Fáðu þér

annan...

2 3

Vertu sjálfboðaliði í Skátaveröldinni á Menningarnótt!*

Á að kíkja við í Skátaveröld?

Frábært!

Nei

kannski

Þú ert rekin(n)! -djók

Ég kem kannski... ókei?

Jú, komdu!

Við söknum þín...

...getum þetta ekki án þín!

Plís!

OK! Jibbí!

Page 31: Skátablaðið 2012

31

SKÁT

ABLAÐIÐ

Vissir þú að Ísland var í fyrsta sæti á GlobalPeaceIndexlistanumárið2011?Vissirþúaðviðhöfumveriðífyrstatilfjórðasætisíðustufjögurárin?

Það er gaman þegar maður hittir fólk á ferðum sínum um heiminn að segja því frá Íslandi og það frelsi sem við búum við hér á landi. Það er gaman að segja frá því að þegar maður gengur niður Laugarveginn sjái maður kerrur fyrir utan veitingastaði og kaffihús, þar sem litlu krílin sofa vært í hreinu og fersku loftinu, á meðan pabbi og mamma fá sér hressingu. Þegar maður gengur aðeins lengra sér maður börn á leið heim úr skóla, sjálfstæð og áhyggjulaus, með lykil í hönd, brosandi, hlæjandi og forvitin eins og börn eiga að vera, líklegast að hugsa um hvað verður í kvöldmatinn. „Vonandi ekki grænmetisbuff!” Það er líka jafngaman að minnast á sundlaugar landsins, sem eru hitaðar upp með heita vatninu úr jörðinni. Að segja erlendum vinum frá notalegum stundum, þar sem maður situr í heita pottinum og hlustar á fullorðna fólkið ræða pólitík og unglingana fara yfir málefni síðustu helgar. Þegar ég segi svo vinum mínum frá því að það séu miklar líkur á því að konan sem situr þér við hlið í pottinum geti allt eins verið ráðherra eða forsetinn, kemur oft skemmtilegur svipur á þá. Mig langar samt að fá þig til að velta fyrir þér orðinu „friður” með mér. Hvað er friður? Stórt orð, sem svo margir nota frjálslega. Er andstæðan við frið orðið „stríð“? Og hvernig eigum við, sem höfum verið svo heppin að hafa aldrei upplifað stríð, að geta skilgreint frið? Síðustu mánuði hef ég verið að velta þessu orði fyrir mér, hvað það þýði að búa í friðsömu landi og hvernig má vinna að friði á Íslandi.

Hvað er friður fyrir mér? Ég ætla að útskýra hverju ég hef komist að sjálfur. Þetta eru auðvitað bara mínar hugmyndir og ég er enn að reyna að skilgreina frið fyrir mér sjálfum, með öðrum. Friður fyrir mér er þegar að fólk getur lifað lífi sínu óttalaust. Aðstæður þar sem ofbeldi er ekki tekið í sátt, -ofbeldi í hvaða mynd sem er, s.s. einelti, heimilsofbeldi, nauðganir, stríð eða tilhugsunin um að þú munir ekki lifa daginn af. Þrátt fyrir að Ísland sé í fyrsta sæti á lista yfir friðsömustu þjóðir í heimi, þá er margt sem þarf að laga, margt sem þarf að vinna að. En hvar á maður að byrja? Ég trúi því að það byrji alltaf fyrst og fremst í sjálfinu. Að þegar

þú hefur fundið það sem sumir kalla hinn innri frið, þá getir þú farið að vinna út á við og virkilega leggja að mörkum til friðarauka í heiminum. Það þýðir þó ekki að þú getir ekki byrjað að vinna að friði í samfélaginu þó að þú sért ekki alltaf í 100% jafnvægi. Þetta þýðir bara að maður þarf að vera meðvitaður um sjáfan sig, að maður sé búinn að spyrja sig vissra spurninga og leggi jafnvel stund á hugleiðslu eða fjallgöngur í náttúrunni.

Hugsa um frið á hverjum degiÉg er svo heppinn að fá að vinna að Friðarþingi sem haldið verður 12. - 14. október; -Friðarþingi þar sem ætlunin er að sýna hvernig við, skátarnir, vinnum að friði og hvernig skátaaðferðin getur gefið af sér frið. Friðarþingið er vissulega nýjung í íslensku skátastarfi, þó markmiðið sé í sjálfu sér ekki nýtt. Síðasta sumar komu ríflega 40.000 manns saman í Svíþjóð í tíu daga. Þangað kom fólk frá nánast öllum löndum í heiminum, skemmtu sér, sungu saman, leystu ýmis verkefni og stofnuðu til vináttu. Heimsfriður á tíu dögum! Mig langar að ljúka þessum pistli mínum á tilvitnun sem mér finnst skilgreina svolítið hvernig ég hugsa um frið á hverjum degi: „Friður er ekki fjarvera hávaða, vandamála eða erfiðisvinnu. Hann gengur út á að þú sért í hringiðu þessara fyrirbæra, en samt með ró í hjarta.“

Friðarþingístuttumáli:

FriðarþingTími:12.-14. októberÞátttakendur: skátar, almenningur, útlenskir skátar, friðarsinnar, börn og allir aðrir.Staðsetning: Reykjavík

Forþing

Tími: 8.-12. októberÞátttakendur: Rekkaskátaflokkar frá öllum heiminum.Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Let‘s make Þings happen!

Unnsteinn JóhannssonHöfundur er kaffibarþjónn,

stuðbolti og hugmyndasmiður

og starfar nú sem sjálfboðaliði

við Friðarþing samhliða því

að gera lokaverkefnið sitt

í hinum alþjóðlega KaosPilot-skóla.

Hangsa í miðbænum

Veit það ekki

Hjálpa til í Skáta-veröldinni! Verður þú

vöknuð/vaknaður fyrir hádegi?

já Nei

Þreytt(ur)?

Fáðu þér kaffi í skátaveröldinni

Hvað fékkstu þér marga

bolla?

1

Fáðu þér annan... Fáðu þér

annan...

2 3

Vertu sjálfboðaliði í Skátaveröldinni á Menningarnótt!*

Á að kíkja við í Skátaveröld?

Frábært!

Nei

kannski

Þú ert rekin(n)! -djók

Ég kem kannski... ókei?

Jú, komdu!

Við söknum þín...

...getum þetta ekki án þín!

Plís!

OK! Jibbí!

Page 32: Skátablaðið 2012

32

SKÁT

ABLAÐIÐ

Page 33: Skátablaðið 2012

NeytendakönnuninKlístraðir, hvítir, sykraðir, teygjanlegir, góm-sætir! Sykurpúðar eru ómissandi í skátastarfi og geta breytt svölu sumarkvöldi í varðeldaveislu. Það eru hins vegar til ýmsar gerðir sykurpúða en til skamms tíma voru til sölu á Íslandi sykurpúðar sem alls ekki bráðnuðu yfir eldslogum og voru því ekki til skátamatargerðarlistar fallnir. Sykurpúðar eru líka miklu meira en bara míní-útgáfur af rúlluböggum og ýmsar tegundir eru á boðstólnum sem hafa mismunandi eiginleika. Drekaskátasveitin Kentárar úr Svönum smakkaði tvær mismunandi gerðir og bar þær saman. Héreruniðurstöðurneytendakönnuninnar.

SuperBarbecueMarshmallows

HariboChamallows

Athugasemdir

Verð398 kr ★★★

398 kr★★★

„ÞaðersamaverðenmiklumeiraíSuperBarbecue-pokanum.Þeireruþvíbetrikaup!“

Þyngd250 gr★★★★★

170 gr★★★

„Váhvaðþaðmunarmiklu!“

Fjöldipúðaípoka

31 27„Þaðergottaðhafamargaípokanum,þvíþágetafleirideilt!“

Umbúðir

★★ ★★★★ „LitirniráHaríbó-pokanumerumikluglaðlegri!“„ÞaðstenduráSuperBarbecue-pokanumaðsykurpúðarnirséubarafyrir9áraogeldri!

LyktLítil sem engin★★

Vanillulykt★★★★

„ÞaðermiklubetrilyktafHaríbó-púðunum“

Stærð6,4 cm★★★★

4,7 cm★★★

„Þaðergamanaðgrillastórapúða.“

BragðFínt bragð, en ekkert voða sterkt.★★★

Mjög mikið vanillubragð.★★★★★

„MérfinnastHaríbó-púðarnirmiklu,miklubetri!“

TeygjanleikiÁgæt teygja★★★

Teygist mikið ef maður bítur í það.★★★★

„Æj,égermeðsykurpúðaánefinu!“

Meðaleinkun ★★★ ★★★★

Haríbó-púðarnirkomanokkuðbeturútúrkönnuninni.Þeirþykjabragðmeiriogbetrieneruhinsvegarekkieinsgóðkaup.

Page 34: Skátablaðið 2012

34

SKÁT

ABLAÐIÐ

– með þínu merki

Framleiðum góðar hugmyndir

Bros - Gjafaver ı Norðlingabraut 14, 110 ReykjavíkSími 569 9000 ı [email protected] ı www.bros.is

Síðastliðin ár höfum við framleitt skátapeysur fyrir skátana.Það var góð hugmynd.

Page 35: Skátablaðið 2012

35

SKÁT

ABLAÐIÐ

Ættarmót · Garðveislur · Afmæli · Brúðkaupsveislur · Útisamkomur Skemmtanir · Tónleikar · Sýningar · Fermingar · Kynningar o.fl.

Risatjöld, veislutjöld og ýmsir fylgihlutir

Vonandi, en á Íslandi getur þú aldrei verið viss. Tryggðu táp og fjör með því að leigja veislutjald og tilheyrandi. -Það margborgar sig!

Tjöld af öllum stærðum frá 20-700m2. Leigjum einnig borð og stóla.

Viðrar vel til veisluhalda?

Tjaldaleiga ská taHraunbær 123 · 110 Reykjavík · Sími 550 9800 · fax 550 9801

Netfang: [email protected] - www.skatar.is

Verið velkomin!

Settu stefnuna á ÚTIVISTARSVÆÐI ekki bara tjaldsvæði!

Page 36: Skátablaðið 2012

Reykjavík

• Alþýðusamband Íslands, www.asi.is, Sætúni 1

• Austurlandahraðlestin ehf - veitingahús,

Hverfisgötu 64a

• Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115

• Árni Reynisson ehf, Skipholti 50d

• B.K.flutningar ehf, Krosshömrum 2

• Barnalæknaþjónustan ehf, Domus Medica

Egilsgötu 3

• Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf,

sími 577 4477, Gylfaflöt 24-30

• Bílamálun Halldórs Þ Nikulássonar, Funahöfða 3

• Bílasmiðurinn hf, sími 567 2330, Bíldshöfða 16

• Blómabúðin Hlíðablóm, Háaleitisbraut 68

• Bónus, Skútuvogi 13

• BSR ehf, Skógarhlíð 18

• BSRB, Grettisgötu 89

• Dental stál ehf, Hverfisgötu 105

• Drafnarfell ehf, Stórhöfða 35

• Efling stéttarfélag, Sætúni 1

• Efnalaug Árbæjar ehf, Hraunbæ 102

• Efnamóttakan hf, Gufunesi

• Eignamiðlunin Reykjavík og Mosfellsbæ,

Síðumúla 21

• Eskines ehf, Langarima 21

• Farmanna- og fiskimannasamband

Íslands,Grensásvegi 13

• Faxaflóahafnir sf, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17

• Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178

• Ferskar kjötvörur hf, Síðumúla 34

• Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25

• Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Borgartúni 33

• G.M. Einarsson, Viðarási 75

• Gallerí Fold listmunasala, Rauðarárstíg 14-16

• Gjögur hf, Kringlunni 7

• Gluggahreinsun Loga, Funafold 4

• Grandakaffi ehf, Grandagarði 101

• Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34

• Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11

• Halli gullsmiður, Bankastræti 6

• Hársnyrtistofan Höfuðlausnir, Hverafold 1-3

• Henson hf, Brautarholti 24

• Hjá Guðjónó ehf, Þverholti 13

• Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2

• Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns ehf, Hátúni 2a

• Hótel Cabin ehf, Borgartúni 32

• Hótel Flóki, Flókagötu 1

• Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45

• Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1

• Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11

• Iceland Seafood ehf, Köllunarklettsvegi 2

• Íslenska Gámafélagið ehf, Gufunesi

• Íslenskir fjallaleiðsögum ehf, Vagnhöfða 7

• Ísold ehf, Nethyl 3-3a

• Íþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6

• Kjaran ehf, Síðumúla 12-14

• Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal

• KOM almannatengsl, Höfðatorgi

• Kvika ehf, Bjargarstíg 15

• Landsnet hf, Gylfaflöt 9

• Landssamband kúabænda, Bitruhálsi 1

• Landssamtök lífeyrissjóða, Sætúni 1

• Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68

• Landvernd, Skúlatúni 6

• Logaland ehf, Tunguhálsi 8

• Logoflex ehf, Smiðshöfða 9

• Lögmannsstofa Marteins Máss ehf, Lágmúla 7

• Markaðsráð kindakjöts, Bændahöllinni við Hagatorg

• Melabúðin ehf, Hagamel 39

• Merkismenn ehf, Ármúla 36

• Múlaradíó ehf, Fellsmúla 28

• Rafstar ehf, Ármúla 19

• Raftíðni ehf, Grandagarði 16

• Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3

• Rarik ohf, Bíldshöfða 9

• Rolf Johansen & Co ehf, Skútuvogi 10a

Sendum skátum okkar bestu sumarkveðjur!

Page 37: Skátablaðið 2012

• Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35

• Samtök SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu,

Borgartúni 35

• Seljakirkja, Hagaseli 40

• Setberg, bókaútgáfa, Freyjugötu 14

• Skrifstofan ehf, Nönnugötu 16

• Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14

• Snæland Grímsson ehf, Langholtsvegi 115

• Sportbarinn ehf, Álfheimum 74

• Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga,

Fossaleyni 17

• Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13

• T. ark Teiknistofan ehf, Brautarholti 6

• Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2

• Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1

• Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33

• Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf, Vesturhlíð 2

• V.R., Kringlunni 7

• Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5

• Verkfærasalan ehf, Síðumúla 11

• Vélaverkstæðið Kistufell ehf, Tangarhöfða 13

• Vélaviðgerðir hf, Fiskislóð 81

• Vélvík ehf, Höfðabakka 1

• Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1

• VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20

Seltjarnarnes

• Seltjarnarneskirkja

Vogar

• Selhöfði ehf, Jónsvör 7

Kópavogur

• Arnarljós í Sporthúsinu, Dalsmára 9-11

• Bakkabros ehf, Hamraborg 5

• Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d

• Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14

• Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf,

• Smiðjuvegi 48d

• Bílstál ehf, Askalind 3

• Hvellur - G. Tómasson ehf, Smiðjuvegi 30

• Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11a

• Lín ehf heildverslun, Akralind 3

• Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8

• Sólbaðstofan Sælan, Bæjarlind 1

• Svansprent ehf, Auðbrekku 12

• Söluturninn Smári, Dalvegi 16c

Garðabær

• Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2

Hafnarfjörður

• Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17

• Fjarðarbakarí ehf, Dalshrauni 13

• Flúrlampar ehf, Kaplahrauni 20

• Hagstál ehf, Brekkutröð 1

• Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19

• Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullhellu 1

• Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48

• Opal Sjávarfang ehf, Grandatröð 8

• Pappír hf, Kaplahrauni 13

• Promens Tempra ehf, Íshellu 8

• Saltkaup hf, Cuxhavengötu 1

• Stálsmiðjan Málmey ehf, Helluhrauni 8

• Umbúðamiðlun efh, Fornubúðum 3

• Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

• Vörumerking ehf, Bæjarhrauni 24

Reykjanesbær

• Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11a

• Dacoda ehf, Hafnargötu 62

• DMM Lausnir ehf, Iðavöllum 9b

• Efnalaugin Vík ehf, Baldursgötu 14

• Fitjavík ehf, Fitjum

• Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Sunnubraut 36

• Grímsnes ehf, Steinási 18

• Hellusteinn ehf, Iðavöllum 5b

• Ísfoss ehf, Hafnargötu 60

• Renniverkstæði Jens Tómassonar, Fitjabakka 1c

• Reykjanesbær, Tjarnargötu 12

• Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

• Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf,

Skólavegi 10

• Toyota Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19

• Vökvatengi ehf, Fitjabraut 2

Page 38: Skátablaðið 2012

Grindavík

• Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur,

Hafnargötu 9

• Vísir hf, Hafnargötu 16

• Þorbjörn hf,

• Sandgerði

Skinnfiskur ehf, Strandgötu

Garður

• H Pétursson, Skálareykjum 12

Mosfellsbær

• Ísfugl ehf, Reykjavegi 36

• Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6

Akranes

• Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6

• Galito veitingastaður, Stillholti 16-18

• GT Tækni ehf, Grundartanga

• Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf, Einigrund 21

• Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1

• Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2

• Steðji ehf vélsmiðja, Ægisbraut 17

• Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4

Borgarnes

• Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11

• Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20

• Vélaverkstæðið Vogalæk, Vogalæk

Stykkishólmur

• Hótel Stykkishólmur ehf, Borgarbraut 8

Grundarfjörður

• Kvenfélagið Gleym-mér-ei

• Ragnar og Ásgeir ehf, Sólvöllum 7

Ólafsvík

• Steinunn ehf, Bankastræti 3

Ísafjörður

• Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum,

Aðalstræti 24

• Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

• Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26

Bolungarvík

• Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19

Súðavík

• Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3

Patreksfjörður

• Nanna ehf, við Höfnina

Tálknafjörður

• Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8

• T.V. Verk ehf, Strandgötu 37

Árneshreppur

• Hótel Djúpavík ehf, Árneshreppi

Hvammstangi

• Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Blönduós

• Glaðheimar - sumarhús á bökkum Blöndu -

opið allt árið

• Ísgel ehf, Efstubraut 2

• Sveitabakarí sf, Auðkúlu 1

Skagaströnd

• Marska ehf, Höfða

• Skagabyggð, Höfnum

• Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3

Sauðárkrókur

• Aldan - stéttarfélag, Sæmundargötu 7a

• Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1

• Sjávarleður hf, Borgarmýri 5

• Verkfræðistofan Stoð ehf, Aðalgötu 21

• Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21

Varmahlíð

• Akrahreppur Skagafirði

Siglufjörður

• Allinn sportbar, Aðalgötu 30

Akureyri

• Fasteignasalan Hvammur ehf, Hafnarstræti 99-101

• Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Skipagötu 14

• Grófargil ehf, Glerárgata 36

• Höfði, þvottahús, Hafnarstræti 34

Sendum skátum okkar bestu sumarkveðjur!

Page 39: Skátablaðið 2012

• Höldur - Bílaleiga Akureyrar, Tryggvabraut 12

• Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b

• Kælismiðjan Frost ehf, Fjölnisgötu 4b

• Lostæti ehf, veislu- og veitingaþjónusta,

• Naustatanga 1

• Malbikun KM ehf, Vörðutúni 4

• Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g

• Norðurorka hf, Rangárvöllum

• Raftákn ehf, Glerárgötu 34

• SBA Norðurleið, Hjalteyrargötu 10

• Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi

• Slippurinn Akureyri ehf, Hjalteyrargötu 20

• Sólskógar ehf, Sómatúni 3

• Sýslumaðurinn á Akureyri, Hafnarstræti 107

• Útfararþjónusta Kirkjugarða Akureyrar ehf,

• Þórunnarstræti Höfða

Ólafsfjörður

• Árni Helgason ehf, Hlíðarvegi 54

Húsavík

• Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9

• Heiðarbær, Reykjahverfi

Kópasker

• Rifós hf, laxeldistöð, Lónin Kelduhverfi

Egilsstaðir

• Egilsstaðaskóli

• Gistihúsið Egilsstöðum

• Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1

• Skrifstofuþjón Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11

• Þ.S. verktakar ehf, Miðási 8-10

Seyðisfjörður

• Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður

• Launafl ehf, Hrauni 3

Eskifjörður

• Egersund Ísland ehf, Hafnargötu 2

• Neskaupstaður

• Rafgeisli Tómas R Zoéga ehf, Hafnarbraut 10

• Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður

• Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59

• Höfn í Hornafirði

Hornabrauð ehf, Litlubrú 1

• Skinney - Þinganes hf, Krossey

Selfoss

• Bílverk BÁ ehf, bílamálun og bílaréttingar,

Gagnheiði 3

• Fossvélar ehf, Hellismýri 7

• Framsóknarfélag Árnessýslu, Björnskoti, Skeiðum

• Fræðslunet Suðurlands, Tryggvagötu 25

• Jötunn vélar ehf, Austurvegi 69

Hveragerði

• Litla kaffistofan, Svínahrauni

• Þorlákshöfn

• Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21

• Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6

• Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Flúðir

• Flúðajörfi ehf, Ljónastíg 1

Hella

• Grunnskólinn Hellu, Útskálum 6-8

• Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3

Hvolsvöllur

• Krappi ehf, byggingaverktakar, Ormsvöllum 5

Vestmannaeyjar

• Grímur kokkur ehf, Eiði 14

• Huginn ehf, Kirkjuvegi 23

• Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28

• Skýlið, Friðarhöfn

• Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23

• Tvisturinn ehf, Faxastíg 36

• Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu

• Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9

• Vöruval ehf, Vesturvegi 1

Page 40: Skátablaðið 2012

40

SKÁT

ABLAÐIÐ

Netfang:[email protected]ær123·110Reykjavík·Sími5509800·Fax5509801

ÚLFLJÓTSVATNI 20.-29. JÚLÍ 2012