skólaþjónusta Árborgar - selfoss2014/10/08  · skólaþjónusta Árborgar - helstu áherslur á...

26
Skólaþjónusta Árborgar - helstu áherslur á fyrsta starfsári 2014 Fundur um vináttu barna og skólaþjónustu í Fjallasal í Sunnulækjarskóla 8. október 2014 Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri

Upload: others

Post on 06-Feb-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Skólaþjónusta Árborgar - helstu áherslur á fyrsta starfsári 2014

    Fundur um vináttu barna og skólaþjónustu í Fjallasal í Sunnulækjarskóla 8. október 2014

    Þorsteinn Hjartarson,

    fræðslustjóri

  • Grunnur þjónustunnar Reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu

    sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum

    Sveitarfélög skulu mæla fyrir um það í skólastefnu sinni hvernig markmiðum þessarar reglugerðar verði náð.

    http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=49e415e2-dca6-4822-9b99-b2b6d1c326f4http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2013/06/skolastefna_arborgar_vefur.pdf

  • Ný skólastefna Árborgar fyrir leik- og grunnskóla

  • Starfsfólk skólaþjónustu og skrifstofu fræðslusviðs

    Anna Ingadóttir, skólafulltrúi

    Álfhildur E. Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur

    Ásthildur Bjarnadóttir, sérkennslufulltrúi leikskóla

    Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir, kennsluráðgjafi

    Lára Ólafsdóttir, sálfræðingur

    Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur

    Þórdís H. Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi

    Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri

    Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri Seturs, veitir ráðgjöf til skóla vegna nemenda með sérþarfir.

    Björg Norðfjörð og Wilhelm Norðfjörð starfa sem verktakar í sálfræðiþjónustu á haustönn 2014 í fæðingarorlofi Láru Ólafsdóttur

    Hólmfríður Árnadóttir, talmeinafræðingur, sinnir talþjálfun leikskóla- og grunnskólabarna sem verktaki fyrir Sveitarfélagið Árborg og Sjúkratryggingar Íslands.

    Mikilvægir samstarfsaðilar: Innri stoðþjónusta og starfsfólk hvers skóla, foreldrar, félagsþjónusta, forvarnarteymi og frístundaþjónusta Árborgar, Iðjuþjálfi frá HSu, ART teymi Suðurlands, læknar, skólahjúkrunarfræðingar og sálfræðingar hjá HSu.

  • Leiðarljós, markmið og ábyrgðarsvið

    Leiðarljós: Skólaþjónustan skal þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks.

    Markmið:

    Leggja skal áherslu á heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda, óháð starfsstéttum og hver veiti þjónustuna.

    Skólaþjónustan á að beinast að því að efla skóla sveitarfélagsins sem

    faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veiti starfsfólki skóla aðstoð, leiðbeiningar og stuðning eftir þörfum.

    Þjónustan á að einkennast af sameiginlegri lausnaleit fagfólks og

    foreldra í þeim úrlausnarefnum sem aðilar skólasamfélagsins standa frammi fyrir.

    http://www.arborg.is/

  • Markmið (frh.)

    Leggja skal áherslu á snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna náms-, félags- og sálræns vanda og inngrip þegar á þarf að halda (snemmtæk íhlutun).

    Leggja skal áherslu á stuðning við foreldra með ráðgjöf

    og fræðslu. Einnig til foreldafélaga, foreldraráða og skólaráða vegna lögbundinnar starfsemi þeirra.

    Unnið verði að auknu faglegu samstarfi innan hvers

    skóla og milli skóla. Einnig að styrkingu tengsla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með samfellu og heildarsýn að leiðarljósi.

    http://www.arborg.is/

  • Ábyrgðarsvið Skólastjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd

    skólaþjónustu hvers skóla. Einnig skal skólastjóri hafa frumkvæði að samstarfi skólaþjónustu, félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðisþjónustu innan sveitarfélagsins vegna málefna einstaka nemenda.

    Starfsfólk skólaþjónustunnar hefur samráð við

    skólastjórnendur þegar áherslur skólaþjónustunnar eru mótaðar í hverjum skóla.

    Starfsfólk skólaþjónustunnar mótar sameiginlegt verklag

    og verklagsreglur fyrir þjónustuna að höfðu samráði við skólastjórnendur og fræðslustjóra.

    Fræðsluyfirvöld (fræðslustjóri og fræðslunefnd) eru

    eftirlitsaðilar og fjalla um málefni sérfræðiþjónustunnar á fundum fræðslunefndar.

    http://www.arborg.is/

  • Skipting skólaþjónustu (sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við

    leik- og grunnskóla)

    Einstaklingsþjónusta

    Skólamiðuð ráðgjöf

    Lengi vel var megináherslan hér á landi á einstaklingsþjónustu (klínísk nálgun), þ.e. greiningar

    á börnum og leiðbeiningar til kennara í gerð einstaklings- og sérkennsluáætlana og hvernig best

    sé að vinna með barnið út frá niðurstöðum greininga.

  • Aukin áhersla á skólamiðaða ráðgjöf

    Meira horft á hvernig hægt er að styrkja starfshætti skólans

    Lítum ekki bara á þarfir og vanda barnsins sem einstaklingsvanda sem þarfnast meðferðar

    Hugum stöðugt að námsumhverfi nemandans og félagslegum aðstæðum fremur en að einblína bara á að „gera við nemandann sjálfan.“

  • Skólamiðuð ráðgjöf (frh.)

    Skólamiðuð ráðgjöf einkennist af valdalausri samræðu og sameiginlegri lausnaleit fagfólks og foreldra (við erum öll í sama liði)

    Leitumst við að efla frumkvæði og hæfni kennara svo áherslan verði ekki á að öll úrræði fyrir einstaka nemendur verði alltaf undir „handleiðslu sérfræðinga“

    Leggja þarf áherslu á stuðning, símenntun og ráðgjöf við kennara, sem eru í stóru hlutverki í skólanum, svo þeir geti eflst í starfi og gæði kennslunnar verði meiri

  • Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi Árborgar

    Námskeiðið var á vegum skólaþjónustu Árborgar í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skólaárið 2013-2014.

    Markmið námskeiðsins var að efla faglegan styrk stjórnenda til að leiða þróun skólastarfs til betri árangurs með áherslu á samvirkni bæði innan skóla og á milli þeirra. Áhersla lögð á það að stjórnendur efli tengsl sín á milli og nýti samtaka- máttinn í þróunarstarfi.

    Sameiginlegur ásetningur er bætt menntun í sveitarfélaginu sem heild. Nýleg skólastefna Árborgar var útgangspunktur í námskeiðinu.

    Mörg metnaðarfull og spennandi samstarfsverkefni þvert á skóla og skólastig urðu til á námskeiðinu. Vonandi komast þau á legg á næstu misserum.

  • Samræmd áhersla á skimun í læsi í leik- og grunnskólum Árborgar

    Sameiginlegar áherslur skólastjórnenda og starfsfólk skólaþjónustunnar

    TRAS og HLJÓM-2 í leikskólum o.fl. Verkefnið „að auka hæfni, þekkingu og leikni

    leikskólabarna í læsi“ er unnið öllu í öllum leikskólum sveitarfélagsins

    Leið til læsis (1.-3. bekk) Skimun með LOGOS (3., 6. og 9. bekkur) 3. bekkur: desember–janúar 6. bekkur: október 9. bekkur: september Stafsetning í GRP-14 (9. bekkur) – verður í nýrri

    útgáfu af LOGOS sem er væntanlegt

  • Þróunarverkefnið „að auka hæfni, þekkingu og leikni

    leikskólabarna í læsi“

    Styrkur kom úr Sprotasjóði í þróunarverkefnið Meginmarkmið: Sjálft heitið „að auka hæfni, þekkingu og leikni

    leikskólabarna í læsi Ýta undir alhliða þroska barnanna með áherslu á sögu-

    og samræðustundir, málörvun, hlustunar- og málskilning og aukinn orðaforða

    Vinna með verkefni sem tengjast daglegu lífi barnanna (dæmi: bangsi fer á milli heimila og börnin aðstoða hann með því að segja frá því sem fyrir augu ber)

    Efla læsi í öllum leikskólum sveitarfélagsins og tengja það við aðra námsþætti og námið sem tekur við í grunnskóla

    Vekja áhuga barnanna á bókum og æfa þau í að koma fram og segja frá.

  • LOGOS greiningarpróf

    LOGOS greiningarpróf er tölvutækt próf til að greina dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika.

    Þegar skimað er með LOGOS eru eftirfarandi prófhlutar notaðir: leshraði og lesskilningur,

    lestur með hljóðaaðferð

    lestur út frá rithætti

  • Verkferill í LOGOS–skimun Samstarfsverkefni milli grunnskóla og skólaþjónustu

    Kennsluráðgjafi hefur samband við deildastjóra sérkennslu/stoðþjónustu.

    Kennsluráðgjafi,deildastjóri, kennarar í íslensku og deildastjórar stigana skipuleggja hvenær best sé að leggja skimun fyrir.

    Kennsluráðgjafar og sérkennarar viðkomandi skóla leggja skimun fyrir.

  • Verkferill í LOGOS–skimun (framhald)

    Kennsluráðgjafar vinna úr niðurstöðum

    Kennsluráðgjafar kynna niðurstöður fyrir skólastjórnendum og kennurum.

    Skólastjórnendur, í samstarfi við kennsluráðgjafa og kennara, ákveða hvernig leggja á upp lestarnámskeið fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda.

    Bréf er sent út til foreldra um niðurstöður LOGOS–skimunar.

    Eftir 8 vikna lestrarnámskeið eru nemendur skimaðir aftur.

  • Foreldrabréf eftir LOGOS skimun

  • Dæmi um árangur eftir lestrarnámskeið

    0

    10

    20

    30

    40

    50

    60

    70

    80

    90

    1 2 3 4 5 6 7 8 9

    Hu

    nd

    rað

    srö

    ðu

    n

    Nemendur

    Leshraði

    Febrúar

    Maí

  • Einstaklingsþjónusta Allir starfsmenn skólaþjónustu koma að þjónustu

    við einstaka nemendur.

    Kennsluráðgjafar greina m.a. dyslexíu og veita margs konar ráðgjöf.

    Sérkennslufulltrúi leikskóla aðstoðar við mat á sérkennsluþörf, eftirfylgd, innritun o.fl.

    Sálfræðingar skima og greina, m.a. vegna tilfinninga-, samskipta- og hegðunarvanda

    Talmeinafræðingur greinir og veitir ráðgjöf vegna mál- og talvanda hjá nemendum.

    Kennsluráðgjafar og sálfræðingar veita einhverfuráðgjöf, ráðgjöf v/ADHD o.fl.

  • Hvert eiga foreldrar að leita ef upp kemur vandi hjá barninu í skólanum?

    Umsjónarkennari/deildarstjóri í leikskóla

    Svo geta fleiri komið að málinu innan skólans, veltur á eðli þess og verklagi og skipulagi hvers skóla (sérkennarar, skólastjórnendur, námsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur, lausnateymi og/eða nemendaverndarráð)

    Þegar óskað er eftir aðkomu skólaþjónustu í einstaklingsmálum þarf að fylla út þjónustu- beiðni með undirritun foreldra og skóla- stjórnanda.

  • Talmeinaþjónusta í Árborg

    Þjónusta á ábyrgð sveitarfélaga

    - Greining og ráðgjöf

    - Grunnþjónusta vegna barna með

    framburðarfrávik, málþroskafrávik

    og stam.

    Framburðarfrávik:

    - Að 3 og 4 ára börn hafi 18-23 villur á

    framburðarprófi

    - Að 5 og 6 ára börn hafi 7-17 villur á

    framburðarprófi

    - Að 7 ára börn og eldri hafi 7 eða færri

    villur á framburðarprófi

    Málþroskafrávik:

    - Miðað er við málþroskatölu 81-85.

    Stam:

    - Grunnskólabörn með stam og

    flausturmæli, vægari tilvik 1-3%

    Þjónusta á ábyrgð velferðarráðuneytis

    Sjúkratryggingar taka til kostnaðar við

    nauðsynlega talþjálfun (foreldragjald er

    samkvæmt gjaldskrá þeirra)

    Framburðarfrávik:

    - Að 3 og 4 ára börn hafi 24 villur eða

    fleiri á framburðarprófi

    - Að 5 og 6 ára börn hafi 18 villur eða

    fleiri á framburðarprófi

    - Að 7 ára börn og eldri hafi 8 eða fleiri

    villur á framburðarprófi

    Málþroskafrávik:

    - Miðað er við málþroskatölu 80 og

    undir.

    Stam:

    - Grunnskólabörn með miðlungs til

    alvarlegt stam (> 4%)

    - Öll leikskólabörn með stam.

  • Talmeinaþjónusta í Árborg (frh.)

    Umsóknir um greiningu, ráðgjöf og aðra grunnþjónustu, sbr. töflu að framan, á að skila á útfylltu eyðublaði – þjónustubeiðni.

    Umsóknareyðublað um talþjálfun, sem sjúkra- tryggingar koma að, þarf að undirrita af foreldri og skila í Ráðhús Árborgar. Skólafulltrúi og talmeinafræðingur eru tengiliðir skólaþjónustu við Hólmfríði Árnadóttur, talmeinafræðing, sem er með stofu á Austurvegi 65. Nú í vetur verður Hólmfríður einnig með talþjálfun, sem er á ábyrgð sveitarfélagsins, sbr. töflu að framan.

  • Meginverkefni ársins á fræðslusviði Sveitarfélagsins Árborgar

    Byggja upp öfluga skólaþjónustu og taka virkan þátt í að styrkja skólasamfélagið og skólana í Árborg, m.a. með stuðningi, ráðgjöf og samstarfi.

  • Öflugt og lausnamiðað samstarf - lykill að árangri!