stofnað 14. nóvember 1984 · fimmtudagur 30. október 2014 · 43. … · stofnað 14. nóvember...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 30. október 2014 · 43. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak „Svo urðu húfurnar mínar til og eitt leiddi af öðru. Og hér er ég í dag, með saumaverk- stæði, netverslun og hannyrðaverslun ásamt góðri vinkonu. Lífið er dásamlegt.“ Í viðtali vikunnar segir Halldóra Björk Norðdahl á Ísafirði m.a. frá því hvernig það var að verða bráðung amma eða aðeins 34 ára. Yndislegt að verða amma svona ung – sjá bls. 8-11. Bangsadagur á bókasafninu

Upload: others

Post on 02-Feb-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 30. október 2014 · 43. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

    „Svo urðu húfurnar mínar til og eitt leiddi aföðru. Og hér er ég í dag, með saumaverk-stæði, netverslun og hannyrðaverslun ásamtgóðri vinkonu. Lífið er dásamlegt.“ Í viðtalivikunnar segir Halldóra Björk Norðdahl áÍsafirði m.a. frá því hvernig það var að verðabráðung amma eða aðeins 34 ára.

    Yndislegt að verðaamma svona ung

    – sjá bls. 8-11.

    Bangsadagur á bókasafninu

  • 22222 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Skotvopn eru í bílum lögregl-unnar á Vestfjörðum. Þetta stað-festir Hlynur Snorrason yfirlög-regluþjónn. Þetta gildir um allarstarfsstöðvar í umdæminu en þæreru á Ísafirði, Hólmavík og Patr-eksfirði. Skotvopn lögreglunnarkomust í hámæli í síðustu vikuþegar DV ljóstraði upp um 150vélbyssur sem ríkislögreglustjórihefur fengið frá Noregi. Í Frétta-blaðinu segir Úlfar Lúðvíksson,sýslumaður og lögreglustjóri áVestfjörðum, vopnin séu í öllumlögreglubílum embættisins.

    Hann segir það hafa veriðákveðið að setja vopn í bílana af

    öryggissjónarmiðum þar semfjarlægðir í umdæminu séu mikl-ar og viðbragstími sérsveitarinnarlangur komi upp alvarleg atvik íumdæmnu. Lögreglumenn hér fámarkvissa og stöðuga þjálfun ínotkun skotvopna,“ segir Úlfar.

    Almenna reglan hjá lögregl-unni á Íslandi er að skotvopn séuekki í lögreglubílum heldur eruþau geymd á lögreglustöðvum.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuer t.d. ekki með skotvopn í lög-reglubílum. Lögreglustjórumhvers embættis er í sjálfsvald settað ákveða hvort lögreglubílarskuli vera búnir skotvopnum.

    Skotvopn í lögreglu-bílum á Vestfjörðum

    Orkuvinnslan ehf. áformar aðsetja upp tvær vindmyllur viðÞverfjall á Breiðadalsheiði. Fram-leiðslugeta hvorrar vindmyllu er900 kW og haf spaðanna 44 metr-ar. Aðalsteinn Bjarnason, eigandiOrkuvinnslunnar, segir að einsog er sé orkuverð ekki nógu hátttil að orkuframleiðsla með vind-myllum beri sig en hann á von áþví að orkuverð hækki í framtíð-inni og jafnvel nokkuð fljótlega.„Ég ætla að vera tilbúinn meðskipulagsmál gangi spár umhækkandi orkuverð eftir,“ segirAðalsteinn.

    Vindmyllurnar verða í skarð-inu við Þverfjall þar sem gamliþjóðvegurinn um Breiðadals-heiði liggur. Ísafjarðarbær vinnurað breytingu á aðalskipulagisveitarfélagsins og eru vindmyll-urnar meðal þeirra atriða sem áað setja inn á skipulag. Aðal-steinn segir að vindmyllur í dagþoli aftakaveður og þær gerðirsem hann hefur skoða séu meðafísingarbúnaði. Orkuvinnslanrekur virkjun í Breiðadal í Ön-undarfirði og eru tvö ár síðanhún var gangsett. Þverfjall er eittmesta veðravíti landsins.

    Áformar setja uppvindmyllur við Þverfjall

    Átján starfsmenn útgerðarfyr-irtækisins Jakobs Valgeirs í Bol-ungarvík hafa undirritað yfirlýs-ingu þess efnis, að þeir hafi ekkiorðið fyrir fjárkúgun af hálfuverkstjóra hjá fyrirtækinu. Þettakemur fram á ruv.is. Lögreglan áVestfjörðum hefur rannsakaðmálið í næstum ár. Fyrir um áribarst lögreglunni á Vestfjörðumbréf þar sem pólskur verkstjórihjá útgerðarfyrirtækinu JakobValgeir ehf. í Bolungarvík varsakaður um lögbrot. Verkstjórinn

    var sagður hafa tekið eitt þúsundevrur, um 150 þúsund íslenskrakróna, af öðrum Pólverjum semhann hafði milligöngu um að út-vega vinnu. Í bréfinu eru birtnöfn um tuttugu Pólverja semsagðir eru hafa greitt verkstjóran-um þessa fjárhæð.

    Lögreglan á Vestfjörðum hefurnú haft málið til rannsóknar íhátt í ár. Hlynur Hafberg Snorra-son, yfirlögregluþjónn á Vest-fjörðum, segir í samtali við RÚVað nokkrir hefðu verið yfirheyrðir

    vegna málsins. Rannsóknin, semsé umfangsmikil, sé í fullumgangi. Mögulega tengist fleiri eneinn aðili málinu. Meðal annarssé rannsakað hvort fjársvik eðafjárkúgun hafi átt sér stað. Hlynurvildi að öðru leyti ekkert tjá sigum málið.

    Almar Þór Möller, lögmaðurJakobs Valgeirs ehf. og verk-stjórans sem um ræðir, segistfurða sig á vinnubrögðum lög-reglu. Rannsókn málsins hafi tek-ið alltof langan tíma, og verk-

    stjórinn hafi ekki enn verið yfir-heyrður. Þá hafi hann ekki rétt-arstöðu grunaðs manns í málinu.Þá bendir Almar á að 18 pólskirstarfsmenn fyrirtækisins, semallir voru nafngreindir í bréfinuhafi undirritað yfirlýsingu þess

    efnis að þeir hafi ekki greitt verk-stjóranum í tengslum við ráðn-ingu þeirra hjá fyrirtækinu. Alm-ar segir að lögreglan hafi fengiðyfirlýsingarnar sendar fyrir umári síðan.

    [email protected]

    Neita ásökunum um fjárkúgun

    Tíðarfarið tófunni erfitt á HornströndumMargt er líkt með aðstæðum í

    friðlandinu á Hornströndum í árog aðstæðum á áttunda áratugn-um þegar refastofninn var í mik-illi lægð. Í ár hefur orðið hrun ístofninum í friðlandinu. Ester RutUnnsteinsdóttir, stofnvistfræð-ingur hjá Náttúrufræðistofnun,hefur farið á Hornstrandir í 16 árað fylgjast með refum og teljagreni og hún hefur aldrei áðurfundið eins mörg dauð dýr. „Íveiðiskýrslum frá áttunda ára-tugnum finna grenjaskyttur tvödauð dýr eitt vorið sem þóttimerkilegt, en ég fann 10 dauð

    dýr. Það er margt líkt aðstæðumnú og þá. Veturinn var mjög snjó-þungur og það leysti seint oggreni lengi að koma upp úr snjóog þau mjög blaut sem er slæmtfyrir refinn,“ segir Ester Rut.

    Hún bendir einnig á að sumariðhafi ekki verið mjög hagstætt.„En mest snýst þetta held ég umfæðu. Refurinn er heimskautadýrog ætti að þola erfiða veðráttu.Það var mikill fugl í björgunum ísjónum í vor en hann var fljóturað fara sem gefur vísbendinguum að varpárangur hafi ekki veriðmikill,“ segir hún. Ester skoðaði

    47 greni í sumar og einungisfjórðungur var í ábúð og mikillyrðlingadauði. „Ég sá mjög van-nærða yrðlinga og fá fuglahrævið grenin, mun minna en séstvenjulega og það gefur til kynnaað fæðuframboðið hafi veriðlítið,“ segir hún.

    Tvö dýr sem hún fann bárumerki þess að þau hefðu drepist ísnjóflóði. Veiðiskýrslurnar semEster Rut styðst við eru frá tófu-skyttunum Ragnari Jakobssyni,Jóni Oddssyni og Sigurjóni Hall-grímssyni. Á áttunda áratugnumáttu veiðimenn þeir óhægt um

    vik að vinna greni þar sem læðurgutu seint eða ekki og dauð dýrfundust að vorlagi. Á þeim tímafór stofninn í 1.000 dýr á landinu

    öllu sem er sögulegt lágmark.Stofninn hefur verið á uppleiðallt þar til nú.

    [email protected]

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 33333

  • 44444 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

    Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

    Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

    Auglýsingar: Gústaf Gústafsson Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

    Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

    á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

    Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

    Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

    fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

    Ritstjórnargrein

    Meira af svo góðu

    Spurning vikunnar

    Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

    Alls svöruðu 431.Já sögðu 363 eða 84%Nei sögðu 68 eða 16%

    Einhverju verður slepptúr stúdentsprófinu

    Undirbúningur á styttingu ánámi til stúdentsprófs við Menn-taskólann á Ísafirði er langt kom-in. Fyrir stuttu sendi mennta-málaráðuneytið stjórnendum íframhaldsskólum bréf þar semfram kom að skólarnir fái frest til1. mars til að skila umsóknumum námskrár til ráðuneytisinssem þarf að staðfesta þær. „Þettaer búið að vera í farvatninu í tölu-verðan tíma og ekki ný tíðindi.Einhverjir nemar við MÍ hafalokið námi á þremur árum,“ segirJón Reynir Sigurvinsson, skóla-meistari MÍ. Hann segir að breyt-ingin hafi mikil áhrif á skóla álandsbyggðinni. „Það mun fækkaí skólunum en sú fækkun kemurekki fram strax. Á höfuðborgar-svæðinu eru skólarnir yfirfullirþannig að ástandið þar er annað

    en á landsbyggðinni,“ segir hann.Námið til stúdentsprófs verðu

    stytt um fjórðung og því er eðli-legt að spyrja, hverju verðursleppt? „Einhverju verður sleppteða fært til. Það er skörun viðgrunnskólana og eitthvað er hægtað færa niður í grunnskólana. Enþað verður einhverju sleppt, þaðer alveg ljóst,“ segir Jón Reynirog bætir við að skólaárið verðurlengt um viku vegna styttingar-innar. Annað sem hefur komiðfram að er nemar eldri en 25 árafái ekki lengur aðgang að fram-haldsskólum og þeim verði beinttil fullorðinsfræðslunnar. „Égátta mig ekki á hvað er fengiðmeð því. Það þarf að gera breyt-ingu á símenntun svo hún fáistöðu framhaldsskólamenntunn-ar og ég velti því fyrir mér hvort

    menn ætli að vera með tvö fram-haldsskólakerfi. Ef það er barahorft í kostnaðinn þá myndi éghalda að það væri ódýrara aðvera með þennan litla hóp eldrinemenda í framhaldsskólunumþar sem allt er til staðar,“ segirJón Reynir.

    Hann er sammála því sem hef-ur komið fram hjá Illuga Gunn-arssyni, menntamálaráðherra, aðÍslendingar séu of lengi að kláranám. „En hvort það sé lausnin aðloka á einn hóp. Ég ætla að leyfamér að skilja þetta ekki. Við erumtil dæmis með 40 skipstjórnar-nema við MÍ sem allt eru full-orðnir menn, verður okkur þáekki heimilt að bjóða upp á þettanám,“ spyr Jón Reynir Sigurvins-son, skólameistari MÍ.

    [email protected]

    Refurinn skapar tekjurTöluverður fjöldi refa er á

    Hornströndum og mörg greni íHornvík. Þar hafa refir óðul ogeitt þeirra nær yfir tjaldsvæðið ástaðnum. Refafjölskyldan sem áóðal þar flakkar á milli fimm eðasex grenja en eitt þeirra er á miðjutjaldstæðinu. Sum refagreni erunotuð í mörg ár og kynslóð framaf kynslóð. Grenin eru venjulegarlangir gangar og stundum meiraen tugir metra á lengd. Venjulegahafa þau mörg útgönguop svoerfitt getur verið að sitja fyrirþeim. Jón Björnsson landvörðurí Hornvík náði skemmtilegrimynd af fjórum yrðlingum semgægðust í dyragættina.

    „Þegar líður á sumarið verðayrðlingarnir mannelskir og mjög

    gæfir,“ segir Jón. Hann segir enn-fremur að refirnir séu bæði for-vitnir og uppátektarsamir og ættuþað til að flandra á milli tjalda ogsníkja mat. Hinsvegar væri pass-að upp á að vera ekki að fóðra þá.„Þetta var nú bara óvænt atvik aðþeir komu á pallinn og þeir ætl-uðu kannski ekki að kíkja í kaffi.Ég rétt náði að smella af áður enþeir hlupu aftur í burtu,“ segir Jón.

    Margir eru ósáttir við tófunaenda getur hún verið skaðvaldurþar sem hún kemst í æðarvarpeða fé. Töluverður fjöldi erlendraferðamanna kemur þó gagngertá Hornstrandir til þess að sjá ref-inn og sumsstaðar er boðið upp árefaskoðunarferðir. Margir gerasér ekki grein fyrir þessu eins og

    Jón bendir á. „Hingað kemur tildæmis göngufólk sem er spenntfyrir að sjá refi og hann er einástæða þess að erlendir ljós-myndarar sækja hingað. Ég hefséð mjög margar fallegar myndiraf refum frá þeim en það er kar-akter í þessum dýrum eins ogsést á myndinni, þar sem fremstiyrðlingurinn er hér um bil tilbú-inn að stilla sér upp. Refurinnskapar tekjur hérna á svæðinumeð því að vera sýnilegur, viðreynum ekki að hæna hann aðokkur en finnst ágætt að hafahann. Þeir verða gæfir þegar líðurá sumarið og eiga það jafnvel tilað liggja fyrir framan tjöld ognjóta sín, þeir líta bara á okkursem stóra refi,“ segir Jón.

    Þessir yrðlingar kíktu í dyragættina hjá Jóni Björnssyni í Hornvík. Ljósm. Jón Björnsson.

    Lætur þú fé af hendi rakna til góðgerðarmála?

    Ástæða er til að fagna viðurkenningunni til mjólkurvinnslu-fyrirtækisins Örnu ehf. í Bolungarvík; Fjöreggi Matvæla- ognæringar-fræðafélags Íslands (MNÍ) 2014, en Arna ehf. var eittaf fimm fyrirtækjum, sem tilnefnd voru til viðurkenningar, aðþessu sinni.

    Í greinargerð fyrir forsendu valsins sagði: ,,Tilnefnt er fyrirframleiðslu á laktósafríum mjólkurafurðum og með því koma tilmóts við þarfir neytenda með mjólkuróþol eða kjósa laktósafríttmataræði. Arna er vaxandi fyrirtæki með starfsstöð sína á Vest-fjörðum og sækir hráefni úr nærumhverfi sínu. Vörur fyrirtækisinseru í smekklega hönnuðum umbúðum og fáanlegar um landallt.“ Arna ehf. er enn að slíta barnsskónum, hóf starfsemi í ágústi fyrra, eitt af fáum fyrirtækjum utan vébanda MS og hefur þásérstöðu að framleiða aðeins laktósfríar vörur; nokkuð sem lítilláhugi virtist fyrir hjá ríkjandi markaðsaðilum, fyrr en ljóst varhvert stefndi í Bolungarvík eftir lokun Mjólkurstöðvarinnar á Ísa-firði.

    Óneitanlega felst mikil viðurkenning í vali MNÍ á Örnu ehf.,fyrir dugnað og áræði allra þeirra, sem þar hafa komið að verki.En það má einnig líta viðurkenninguna öðrum augum; semábendingu til Vestfirðinga um samstöðu til sóknar góðra verkaog varðstöðu fyrir því sem áunnist hefur. Horft til baka, hvortheldur er um áratugi eða aldir, ætti Vestfirðingum öðrum frem-ur að vera ljós sannindin sem felast í, að sameinaðir stöndumvér, en sundraðir föllum vér.

    Skref sem verður að stígaÁreiðanlega hefur mörgum brugðið illilega við áhorf á Kastljós

    RUV fyrir nokkru. Framsetning sexmenninganna, sem meðeinum eða öðrum hætti tengjast heilbrigðisgeiranum, ávinnuaðstöðunni á Landspítalanum, var ógnvekjandi. Öll voruþau þó hófsöm og trúverðug í málflutningi sínum.

    Hverju getum við átt von á? Læknaverkfall, hið fyrsta,staðreynd! Bíðum við ekki öll eftir samstöðu Alþingis tilvaranlegra úrbóta: STRAX.

    Nokkur eining virðist um að bygging nýs spítala sé eitt fyrstaskrefið til endurreisnar heilbrigðiskerfinu um land allt. Eftir þvíer beðið. s.h.

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 55555

  • 66666 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Breyting á deiliskipulagi fyrirsnjóflóðavarnir við Búðargil

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 22. september2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnirvið Búðargil skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Breytingin felur í sér að skipulagsmörk hliðrast til ogsvæðið minnkar um 2000 m². Mörkin færast meðframveginum, ofan við Lönguhlíð 7-12. Bílastæði og dvalar-svæði falla niður. Stærð svæðisins eftir breytingu er 7,8ha.

    Breytingartillagan verður til sýnis á tæknideild Vestur-byggðar að Aðalstræti 75 frá og með þriðjudeginum 28. október til 10.desember 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar,www.vesturbyggd.is.

    Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur áað gera athugasemdir við breytingartillöguna til 10. desember 2014.Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti63.

    Vesturbyggð, 28. október 2014.Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar.

    Óli Reynir Ingimarsson, Sigurlaugur Baldursson og Guðmundur Haukur Sigurlaugsson fyrir framan bílinn sem flutti rafalinn.

    Heiðraði minningu afa sínsSigurlaugur Baldursson, bíl-

    stjóri á Ísafirði, flutti á föstudagrafal í nýja virkjun Orkubús

    Vestfjarða að Fossum í Engi-dal. Það væri ekki í frásögurfærandi nema fyrir það að í

    nóvember árið 1936 flutti afihans, Ingimar Ólason, rafal ínýbyggða Fossavatnsvirkjun.

    Eins og sést á meðfylgjandimynd var talsvert meira mál að

    flytja rafal frá Eyrinni inn íEngidal fyrir 78 árum. Rafall-

    inn var dreginn á snjó af belta-vél og tók ferðalagið tvo daga.

    „Ég geri nú ráð fyrir að égverði eitthvað fljótari,“ sagði

    Sigurlaugur áður en hann lagðií hann frá Hafnarstræti. Hann

    og Óli Reynir Ingimarsson,sonur Ingimars bílstjóra, stilltu

    sér upp í Hafnarstræti á samastað og myndin var tekin fyrir

    78 árum ásamt GuðmundiHauki syni Sigurlaugs. Á

    gömlu myndinni er einnig ÓliGuðmundsson, kallaður Óli

    sterki, faðir Ingimars og afi ÓlaReynis, en Óli Reynir heitir í

    höfuðið á honum. „Ég vil

    heiðra minningu afa með þessu.Hann var bílstjóri á Ísafirði í

    áratugi, bæði á vörubílum,kranabílum og leigubílum. Í þádaga voru bílstjórar alltaf með

    bílstjórahúfu og ég er meðbílstjórahúfuna hans afa í dag,“

    segir Sigurlaugur. Rafallinnsem var fluttur í dag er 1.200kW en sá sem Ingimar flutti í

    Fossavatnsvirkjun 1936 var750 kW. Gamli rafallinn er enní notkun í virkjuninni og verður

    það að teljast góð ending.– [email protected] Ingimar á situr á beltavélinni. Óli vinstra megin

    á myndinni í gráum frakka með svarta húfu.

    Frændurnir Sigurlaugur Baldursson og ÓliReynir Ingimarsson með myndina hér að ofan.

    Hvorki meira né minna en57 skemmtiferðaskip komatil Ísafjarðarbæjar næstasumar. 54 skipakomur verðaá Ísafirði og þrjú skip komatil Flateyrar. Alls rúma skip-in ríflega 56 þúsund manns.

    MSC Splendida kemurtvisvar til, en stærra skemmti-ferðaskip hefur ekki komiðáður til Ísafjarðar. Fjöldiskemmtiferðaskipa sem komatil Ísafjarðar hefur meira entvöfaldast á átta árum og far-þegafjöldinn margfaldast.Sumarið 2006 komu 22 skipog farþegafjöldi var 14 þús-und.

    57 skip komanæsta sumar

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 77777

  • 88888 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Yndislegt að verðaamma svona ung

    Halldóra Björk Norðdahlsaumakona Dórukots. Þannig erhún titluð í símaskránni. Dórasem fyrirtækið Dórukot er kenntvið býr ásamt fjölskyldu sinni íSönderborgarhúsinu svokallaðaá Ísafirði, Aðalstræti 12, skáhalltá móti Edinborgarhúsinu. Þettaer elsta húsið í Miðkaupstaðnumá Ísafirði og eitt af elstu húsumbæjarins, byggt árið 1816 ogþannig rétt að verða 200 ára.Kaupmenn frá Sønderborg á Jót-landi byggðu þetta hús, sem ermeð hinu danska formi þess tíma,lágum veggjum og háu risi.

    „Besta hús í heimi,“ segir DóraBjörk. „Það datt í hendurnar ámér og hentaði svo fullkomlegafyrir mig og börnin mín þrjú ogdaggæsluna. Það er soldið spesað búa í húsi sem hefur verið tilsvo mikið lengur en allir semmaður þekkir, og á jafnvel eftirað standa mun lengur en allirsem maður á eftir að kynnast.“

    Foreldrar Halldóru Bjarkar eruHerdís Hübner og Hrafn M.Norðdahl, sem hafa alið allansinn aldur á Ísafirði og búa viðSundstrætið. Sjálf er hún réttskriðin yfir fertugt en löngu búinað gera foreldra sína að langafaog langömmu.

    „Langt fyrir aldur fram,“ einsog hún segir.

    Eiga barnabörnin saman„Ég var ekki nema sextán ára

    þegar ég átti Herdísi mína ogreyndar ekkert mjög gömul held-ur þegar ég eignaðist strákana,tuttugu og tveggja og tuttugu ogfimm ára, en þar með var ég hættbarneignum. Kristinn minn ádóttur fyrir, sem er einu ári eldrien mín elsta. Hún gerði mig aðömmu fyrir sjö árum, en áriseinna átti mín dóttir son. ViðKristinn eigum engin börn sam-an, en við eigum barnabörnin sam-an!“

    Við Dóra Björk spjöllum að-eins um Kristin Jónsson eigin-mann hennar og hans nánustu áÍsafirði, en hann var á sínumtíma meðal skólanemenda þesssem þetta færir í letur. „Það varmikið lán fyrir mig að fá þettagóða fólk inn í mitt líf ,“ segirhún. „Ég er alveg ofboðslega rík!“

    Þau Kristinn eiga samtals fjög-ur börn og þrjú barnabörn. Elstþeirra er María Rut Kristinsdótt-ir. Hún hefur verið nokkuð áber-

    andi í fjölmiðlum, fyrst og fremstþegar hún var formaður Stúdenta-ráðs Háskóla Íslands. María Rutá soninn Þorgeir Atla, sem eralveg að verða sjö ára. Hún býr íReykjavík ásamt Ingileif unnustusinni og syninum.

    Herdís Mjöll dóttir Halldóru átvo syni, Tristan Mána, fimm ára,og Eirík Natan, tveggja ára. Húnbýr í Hafnarfirðinum ásamtdrengjunum og Grétari Þór unn-usta sínum. Á heimili Dóru ogKristins á Ísafirði eru síðan syn-irnir, þeir Þormóður, 18 ára, ogBjörn Dagur, 15 ára.

    Eiríkur faðir barna Dóru er bú-settur í Boston ásamt konu sinniog fór þangað í nám og starfar ísínu fagi þar. „Við vorum í „on-off“ sambandi frá því við vorum14 ára“, segir Halldóra.

    „Ég var í fyrsta bekk í Mennta-skólanum á Ísafirði og átti Herdísium vorið í miðjum prófum. Égnáði að taka fyrsta og síðastaprófið, fyrir og eftir fæðingu. Svotók ég annan bekkinn að mestuleyti og byrjaði þann þriðja endatt fljótt út. Stúdentsprófið klár-aði ég síðan loksins fyrir rúmumfimm árum.“

    Óhemjuduglegstrax sem barn

    Dóra Björk var að vinna einmeð barnið mestöll táningsárin.

    „Já, en í rauninni var ég lönguáður komin út á vinnumarkaðinn.Ég byrjaði þrettán ára í Norður-tanganum, þar vann maður hverjafrístund frá skólanum sem gafstog alveg þangað til ég var sextánára. Ef það var nægur fiskur ogmaður var búinn snemma í skól-anum, þá var hlaupið heim ogskipt um föt og mætt í vinnu.Líka á laugardögum, og í jólafrí-um og páskafríum og allt sumar-ið. Ég starfaði líka fyrir félags-þjónustu hér við heimilisþrif meðskólanum þegar ég var um þaðbil fjórtán til sextán ára.“

    Herdís Hübner móðir Halldórusegir að hún hafi alltaf veriðóhemjudugleg og verið það straxsem barn. „Hún var dugleg aðhjálpa til á heimilinu og passabræður sína og fór að passa börní vist líklega tíu eða ellefu ára.“

    Eftir að Dóra eignaðist Herdísilitlu vann hún fyrst hjá Óðni bak-ara með skóla, síðan á leikskólan-um Hlíðarskjóli í smátíma, ensvo fór hún í Gamla bakaríið og

    var þar nokkuð lengi.„Jafnframt vinnunni þar var

    ég að skúra og þrífa í Sjallanumog gerði það í nokkur ár. Maðurvann svolítið mikið á þessum ár-um! Alltaf í bakaríinu frá morgniog til sex á kvöldin og líka sumalaugardaga, og svo var maður aðþrífa í Sjallanum föstudaga, laug-ardaga og sunnudaga þrjá-fjóratíma í senn.“

    – Þú hefur þá unnið með RuthTryggvason í Gamla bakaríinu...

    „Já, það var yndislegt. Húnvar svo glettin og skemmtileg.“

    Kom á fót og rakskólamötuneyti

    Tvítug að aldri tók HalldóraBjörk að sér að koma á fót ogreka mötuneyti í Grunnskólanumá Ísafirði.

    – Hvernig kom það til?„Björg Baldursdóttir skóla-

    stjóri fékk mig til þess. Þetta vareitthvað í tengslum við verkefnifyrir atvinnulausar konur. Gallinnvar bara sá, að það voru eiginlegaengar atvinnulausar konur ásvæðinu á þeim tíma, þannig aðég samdi við vinnuveitanda minnum að segja mér upp svo að éggæti farið á atvinnuleysisskrá ogtekið þetta að mér.“

    Halldóra hlær og kveðst ekkivita hvort hún megi segja fráþessu þó að langt sé um liðið.

    „Þarna var um það að ræða aðkoma af stað mötuneyti fyrirunglingastigið í grunnskólanum.Mér leist vel á að vinna eitthvaðsjálfstætt, ég átti að sjá um þettaað öllu leyti, fór bara á stutt nær-ingarnámskeið áður og þurfti aðleggja fram matseðil og slíkt.

    Þetta annaðist ég í samtalsfimm ár. Það var alveg rosalegaskemmtilegur tími og svolítið erf-itt að kveðja þetta starf. Eldhúsiðvar pínulítið og sameiginlegt fyrirmötuneytið og félagsmiðstöðinasem þá var enn þarna inni og krakk-arnir borðuðu bara frammi á gangiþar sem voru bekkir og borð.“

    Fundu loksinsíbúð í sama húsi

    Haustið 1994 þegar Halldórahafði verið með mötuneytið í einnvetur flutti hún suður til ömmusinnar.

    „Amma bjó í Kópavoginumog ég hafði oft farið til hennar ásumrin. Þennan vetur var ég í

    Menntaskólanum í Kópavogiþangað til verkfallið byrjaði ávorönninni. Þá voru heils vetrarannir í MK svo það voru ekkimargar einingar sem ég uppskarþar. Ég tók saman við barnsföðurminn í jólafríinu og meðan á verk-fallinu stóð fluttum við í íbúðsem við leigðum í vesturbæKópavogs og námið fór norðurog niður. Við fluttum aftur vesturum haustið og ég tók aftur viðmötuneytinu í skólanum.

    Við eignuðumst dreng 1996og áttum von á öðrum þegar viðákváðum þrátt fyrir stormasamtsamband að gifta okkur haustið1998. Við fluttum svo suður nokkr-um vikum seinna, og af hreinnitilviljun aftur í Kópavoginn. Viðauglýstum eftir leiguíbúð ogfengum íbúð þar. Svo ákváðumvið að kaupa okkur íbúð og leit-uðum um allt höfuðborgarsvæðiðog fundum loksins íbúð sem viðkeyptum – í blokkinni í Kópavogiþar sem við bjuggum! Þarnagerðist ég svo dagmamma haust-ið 1999.“

    Þá vissi ég að égfæri aldrei aftur burt

    „Við hjónin skildum fimm ár-um seinna og ég ákvað að flytjaaftur heim. Ég fékk far með flutn-ingabíl vestur annan í jólum. Þeg-ar ég fyllti flutningabílinn daginnáður hélt bílstjórinn að ég væribiluð. Með sex barnavagna ogjafnmarga barnastóla! Honumvar heldur létt þegar ég útskýrðifyrir honum að ég væri dag-mamma.

    Það var glærahálka alla leiðvestur og í raun ekkert ferðaveð-ur. Við lögðum af stað klukkanátta um morgun og vorum kominklukkan tvö næstu nótt! Það varblint mestallt Djúpið en þegarvið komum fyrir Arnarnesið birtitil, varð stjörnubjart og Skutuls-fjörðurinn aldrei fallegri!

    Þá vissi ég að ég færi aldreiaftur burt. Húsið mitt, Sönder-borg sem ég hafði keypt fyrirhálfvirði blokkaríbúðar í Kópa-vogi, beið með jólaljósum í öllumgluggum og öllum mínum nán-ustu á svæðinu þar inni, tilbúnumað bera allt inn. Sólarhring seinnavoru allir hlutir komnir á sinnstað.“

    Húfurnar undu upp á sigJá, titill Dóru Bjarkar í síma-

    skránni er „saumakona Dóru-kots“. Saumaskapurinn er sprott-inn upp úr löngu starfi hennarsem dagmamma. Dóra Björk vardagmóðir í tólf vetur, fyrst íKópavoginum og síðan í Sönder-borgarhúsinu á Ísafirði, og hafðisaumað síðan hún var krakki.Fyrir jólin 2009 hannaði hún húf-ur og gaf daggæslubörnunum sín-um og ungum ættingjum í jóla-gjöf. Viðbrögðin voru frábær,húfurnar reyndust enn betur enhún þorði að vona.

    Síðan notaði Dóra reynslu sínaaf samveru við meira en hundraðung börn og þekkingu á þörfumþeirra við að hanna fleiri vörureins og vettlingahlífar, polla-sokka, kerrusvuntur, regnplast ogsmekki. Við hönnun á öðrum vör-um þar sem hennar eigin reynslanýtist ekki hefur hún sótt í reyn-slubanka þeirra sem hafa hana áhverju sviði.

    Daggæslan var kölluð Dóru-kot, og þar sem húfurnar eru upp-runnar í daggæslunni ber fram-leiðslan sama nafn. Markmiðiðvar strax sett á að framleiða vörursem eru úthugsaðar án þess aðverða of flóknar og dýrar í fram-leiðslu. Yfirbygging er líka höfðí lágmarki, sem og auglýsinga-kostnaður og annar kostnaður,svo að mögulegt sé að halda vöru-verði lágu þrátt fyrir að þetta séallt framleitt á Íslandi.

    Þegar vefur Dórukots er skoð-aður blasa við nánast óteljandivörutegundir, að manni finnst.

    Hannar allt ogsaumar allt sjálf

    – Ekki saumarðu þetta alltsjálf?

    „Jú, allt sem er inni á vefnumer eftir mig. Ég hanna þetta alltog sauma þetta allt. Ég byrjaðimeð þetta í hruninu. Þá var and-inn sá að kaupa sem minnst aðutan og gera sem mest hérnaheima, og það var stefnan hjámér að gera þetta sjálf. Það geriég enn og vinn við það allan dag-inn og dugir stundum ekki til.

    Svo vinn ég núna með mennt-uðum klæðskera í búðinni okkarKlæðakoti við Silfurtorg, ÖnnuJakobínu, sem gerir alls konarflotta hluti.“

    – Hvernig kom ykkar samstarftil?

    „Það var nú svolítið ævintýra-legt. Þegar ég hætti með daggæsl-

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 99999

  • 1010101010 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Sælkeri vikunnar er Eygló Jónsdóttir á Ísafirði

    Tvíréttuð neyslu viðmiðunarmáltíðTvíréttuð neyslu viðmiðunarmáltíðTvíréttuð neyslu viðmiðunarmáltíðTvíréttuð neyslu viðmiðunarmáltíðTvíréttuð neyslu viðmiðunarmáltíðÍ tilefni af umræðu síðustu

    vikna um neysluviðmiðun, uppá 248 kr. á mann, langaði migað koma með tvær uppskriftirfyrir fjóra til sex sem eru alvegörugglega töluvert undir við-miðunum auk þess að tengjastsláturtíðinni. Þetta eru hvorttveggja réttir í miklu uppáhaldií fjölskyldunni minni. Það ersamt gott ráð að halda þvíleyndu fyrir neytendum hvaðgrauturinn heitir þar til þeir erukomnir á bragðið. Ég ólst uppvið að hann væri kallaður „heit-ur súkkulaðibúðingur“ í eyruþeirra sem vissu ekki hvað þettavar og rann hann þá ljúfleganiður enda er þetta mjög bragð-

    góður grautur og hollur.

    Lifrarbuff1 lifur4 kartöflur (meðal stórar)1 laukur1 eggSalt og piparLifrin er hreinsuð vel, tekið

    utan af kartöflunum og lauknumog allt hakkað saman. Eggi bættút í hrært vel. Deigið er frekarþunnt en þykknar við steikingu.Sett á pönnu með ausu þannig aðhvert buff verði á stærð við ham-borgara. Saltað og piprað. Það ermjög gott að steikja lauksneiðarog borða með þessu ásamtkartöflumús og grænmeti.

    Blóðgrautur4 dl. vatn5 dl. mjólk1/2 bolli blóðHveitiSaltRúsínurKanelsykurVatn og mjólk soðið. Blóð og

    hveiti hrist saman og hellt varlegasaman við. Salt, rúsínur og kanel-sykur sett út í. Soðið í 10 - 15mínútur. Borið fram með mjólk(eða rjóma ef maður vill gera velvið sig).

    Ætla að skora á Sigríði InguSigurjónsdóttir dýralækni aðvera næsti sælkeri vikunnar.

    una og fór að vinna við þetta einhérna heima, þá var meira en aðsegja það að vinna einn heima ogfara aldrei neitt út. Maður varðhreinlega hálfpartinn þunglynd-ur, það komu dagar þegar égnennti ekkert að vinna. Reyndarvoru aðrir dagar þegar maður varduglegur, en það dugði bara ekkitil.“

    Mjög snöggt og svolítið bilað„Þess vegna ákvað ég einn dag-

    inn að leigja mér aðstöðu til aðsauma og fá einhvern til að notahana með mér. Svo auglýsti éghvort það væri ekki einhver semvantaði aðstöðu. Anna Jakobínahafði samband og við töluðumsvo saman daginn eftir, við þekkt-umst ekki neitt, og við ákváðumbara á korteri að kýla á þetta.Fórum seinni partinn og skoðuð-um húsnæði. Þetta var mjögsnöggt og svolítið bilað, meðmanneskju sem maður þekktiekki neitt.

    Fyrsta eitt og hálfa árið vorumvið með Klæðakot í leiguhúsnæðií Málarablokkinni hjá Sæmundi.Svo keyptum við húsnæðið þarsem við erum núna við Silfur-torgið, græjuðum það með mönn-unum okkar og fluttum inn í sept-ember í fyrra eða fyrir rétt rúmuári.“

    – Hefur saumaskapurinn ogsalan gengið samkvæmt vænting-um?

    „Burtséð frá peningum gengurþetta alveg stórkostlega! Viðverðum ekkert feitar af þessu, enþetta er skemmtilegt og þetta erað virka eins og við vildum. Þaðer mikið líf í kringum þetta, viðerum með námskeið og prjóna-klúbba og fólk er að koma innallan daginn. Manni leiðist ekkieitt augnablik.“

    Farin að kunna flestpóstnúmer landsins

    – Og svo ertu líka með póst-verslun ...

    „Já, ég er með netverslun fyrir

    Dórukot.“– Hvernig plumar hún sig?„Mjög vel, það er stöðug traff-

    ík. Eins og núna á haustin eralltaf vitlaust að gera og allt uppí tveggja vikna biðtími eftir vör-um frá mér. Svo róast þetta þegarnær dregur jólum, en síðan kemuraftur törn á vorin. Þess á millireyni ég að vinna upp lager.“

    Dóra segir að viðskiptavinirnetverslunarinnar séu að lang-mestu leyti hérlendis en líka örlít-ið í öðrum löndum, aðallega Nor-egi og Danmörku.

    „En hér á landi eru viðskipta-vinirnir alls staðar, ég er farin aðkunna flest póstnúmer landsins.“

    Hjálp að handanÚr því að hér var áður sagt

    ofurlítið frá Sönderborgarhúsinugamla í Miðkaupstað, þá mánefna til gamans, að Anna Jakob-ína samstarfskona Dóru á húsiðað Hrannargötu 1 á Ísafirði ogbýr þar. Hús þetta er nefnt Finn-björnshús, en þar bjó á sínumtíma ásamt fjölskyldu sinni Finn-björn Finnbjörnsson málari, lang-afi Halldóru.

    „Ég er svo trúuð á forfeðurnaað ég er alveg viss um að langafihefur sent mér hana Önnu Bínu.Ég er alveg viss um að fólk er aðhjálpa mér að handan.

    Eins er það með Amsterdam[Sundstræti 21], gamla húsiðhennar Þorbjargar Líkafróns, þarsem ég bjó fyrstu þrjú árin eftirað ég átti Herdísi, alveg við hlið-ina á mömmu og pabba. Mörgumárum seinna kaupir Kristinn minnþetta hús og gerir það upp. Égfékk að skoða það og þannigkynnumst við fyrst.

    Ég er alveg viss um að Þorbjörghefur átt þátt í því að meira var úrþeim kunningskap. Hún var góðvinkona mín og ég heimsótti hanaoft, sat oft hjá henni á kvöldin.“

    Já-árið 2014– Hefurðu yfirleitt einhvern

    tíma fyrir tómstundir, fyrir eitt-

    hvað sem er allt öðruvísi ensaumaskapur og þvíumlíkt?

    „Já, svo sannarlega. Þetta ár erbúið að vera já-árið mitt. Égákvað um síðustu áramót að núskyldi ég fara að gera alls konarhluti sem ég hefði aldrei þoraðeða gefið mér tíma til. Síðan erég búin að gera alveg fullt afnýjum hlutum og alveg rosagam-an, svo sem farið á gönguskíðiog bretti. Við hjónin keyptumokkur fjallahjól og búin að hjólarosamikið, erum núna með al-gjöra hjóladellu. Ég fer líka mikiðí gönguferðir með vinafólki,hvort heldur er á Hornstrandireða bara hérna í kring.

    Við reynum líka að fara tilútlanda á hverju ári og núna fór-um við Tyrklands í fyrsta sinn.Annars höfum við mest farið tilSpánar. Þess vegna er áletrun áspænsku innan í giftingarhring-unum okkar. Við keyptum þá áSpáni og þegar átti að grafa letriðvar auðvitað vandamál með þ ogð. Þess vegna ákváðum við aðhafa þetta bara á spænsku því aðSpánn á svo mikið í okkur.“

    Á erfitt með að faraeftir uppskriftum

    En ég sauma líka mikið í frí-stundum! Fatnað þá aðallega,kápur, kjóla, buxur og fleira slíkt.Ég hef líka gaman af allri annarrihandavinnu sem ég sinni fyrirframan sjónvarpið.

    Líka hef ég mjög gaman af þvíað elda og gef mér oft góðantíma í það, en í öllu þessu á égverulega erfitt með að fara eftiruppskriftum! Þarf alltaf að breytasvo mörgu að ég enda með eitt-hvað allt annað en uppskriftineða sniðið var fyrir.

    Við hjónin höfum mjög gamanaf sjónvarpsglápi, þá sérstaklegaraunveruleikaþáttum (Dóra hlærafsakandi) en líka góðum þátta-seríum.

    Í sumarfríum og jólafríum ersvo legið stíft yfir bókum. Heldsamt að Öddi bróðir [Eiríkur Örn

    Norðdahl rithöfundur] hafi feng-ið mestallan bókmenntaáhugann.“

    34 ára amma– Hvernig var að verða amma

    svona ung, aðeins 34 ára gömul?„Alveg yndislegt! Maður á

    kannski ekki að segja það hátt,en mér fannst líka yndislegt aðverða svona ung móðir. Auðvitaðvar það erfitt fjárhagslega, en aðvakna á nóttunni við barnið ogfara út á róluvöll og leika og alltþetta, það var svo lítið mál á þeimtíma og kom allt af sjálfu sér.

    Þegar ég á svo næsta barn sexárum seinna, þá var þetta allteinhvern veginn erfiðara. Ég vissiekki einu sinni hvernig ég átti aðhalda á barninu. Svo eignaðistég þriðja barnið og það var alltsaman ennþá erfiðara,“ segirHalldóra og hlær.

    „Núna koma svo barnabörniní heimsókn yfir helgi og maðurþarf vikuna til að jafna sig!“ bætirhún við og hlær ennþá meira;auðséð að henni leiðast ekki þærheimsóknir.

    „Mér finnst æðislegt að verasvona ung amma. Vildi bara aðbarnabörnin byggju aðeins nærokkur. Það er frábært að hafaorkuna og ungan aldur til að getanotið þess að vera með lítil börn.Svo er aldrei að vita nema ég eigieftir að verða ung langamma!“

    Frumkvöðullinn og Íslands-meistarinn Birna NorðdahlÞess má geta, að Birna Eggerts-

    dóttir Norðdahl, helsti frumkvöð-ull kvennaskákar hérlendis, varafasystir Halldóru. Hér undir lok-in á þessu viðtali verður tæki-færið notað og skotið inn kaflatil að minnast aðeins þeirrar stór-merku frænku Dóru Bjarkar.

    Birna sem fædd var árið 1919lærði ung mannganginn af bróðursínum, en fyrsta skákmótið semhún tefldi á var Skákþing Reykja-víkur árið 1940. Þátttaka konu áskákmóti vakti mikla athygli áþeim tíma. Mjög löngu seinna

    eða árið 1975 var Birna meðalstofnenda kvennadeildar Taflfé-lags Reykjavíkur.

    Það var svo 1978 sem íslenskarskákkonur kepptu á Ólympíu-skákmóti í fyrsta sinn. Í ítarlegrisamantekt um ævi og skákferilBirnu E. Norðdahl í TímaritinuSkák árið 2002 segir, að það hafiverið „fyrst og fremst elju ogáræði Birnu að þakka, sem gekkstfyrir fjársöfnun í því skyni. Birnamætti síðan á fund hjá stjórnSkáksambands Íslands og afhenti1.200.000 krónur sem verjaskyldi til þátttöku skáksveitarkvenna á Ólympíuskákmótinu íBuenos Aires í Argentínu. Þettavar leikur sem eingöngu var eittsvar við – kvennasveit á Ólym-píumóti var staðreynd.“

    Birna tefldi á sjö Íslandsmótumkvenna samfleytt á árunum 1975-81 og varð Íslandsmeistari 1976og 1980. Hún var þannig kominhátt á sextugsaldur og yfir sextugtþegar hún hlaut Íslandsmeistara-titlana og verður það að teljastmjög athyglisvert í keppni viðungar og öflugar skákkonur.Reykjavíkurmeistari varð húnárið 1976. Hún tefldi á Ólympíu-mótunum í Argentínu 1978 og áMöltu 1980 – og var þá ekki að-eins margföld amma heldur varhún líka orðin langamma. Spyrjamá varðandi þetta síðasta: Heims-met – sem aldrei verður slegið?

    Og hér er ég í dag ...„Eftir að ég flutti aftur vestur

    hef ég blómstrað,“ segir Dóra.„Strax fyrsta árið tókum viðKristinn maðurinn minn samanog hófum sambúð og fórumfyrstu Spánarferðina. Haustið2006 hóf ég fjarnám gegnumVerkmenntaskólann á Akureyri,tók níu einingar á önn og kláraðiþað sem ég átti eftir á þrem árumog útskrifaðist frá Menntaskól-anum á Ísafirði.

    Þegar Valur bróðir útskrifaðistá sínum tíma voru mæður þeirrasem höfðu útskrifað þrjú börn

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 1111111111

    Halldóra fyrir framan heimili sitt, Sönderborgar-húsið svokallaða á Ísafirði, Aðalstræti 12.

    heiðraðar í útskriftarveislunni íMenntaskólanum. Þá hnipptipabbi í mig og sagði að ef éghefði útskrifast væri mamma einþeirra.

    Þetta var bak við eyrað á mérþessi þrjú ár og þegar ég útskrif-aðist var því markmiði náð.Mamma var heiðruð sem einþeirra mæðra sem höfðu útskrifað

    þrjú börn frá Menntaskólanum áÍsafirði. Það skipti mig máli.

    Svo urðu húfurnar mínar til ogeitt leiddi af öðru.

    Og hér er ég í dag, með sauma-verkstæði, netverslun og hann-yrðaverslun ásamt góðri vinkonu.Lífið er dásamlegt.“

    Viðtal: Hlynur Þór Magnús-son.

    Fyrsti ostur Örnukominn í verslanir

    Vöruþróun mjólkurvörufram-leiðandans Örnu ehf., í Bolung-arvík heldur áfram og nú er kom-inn fetasostur í hillur verslana.Það tók marga mánuði að þróaostinn. Síðasta vetur hófust Örnu-menn handa við að búa til lakt-ósafrían fetaost og fyrstu osta-teningarnir litu dagsins ljós umpáskana en hann stóðst ekkivæntingar svo síðustu mánuðirhafa farið í að fínstilla framleið-sluferlið. „Við erum mjög ánægð,búin að stefna að þessu síðan ívor og fólk var farið að bíðaóþreyjufullt eftir honum,“ segirHálfdán Óskarsson, framkvæm-dastjóri Örnu. Fetaosturinn semer kominn í verslanir er í krydd-legi en fljótlega verður hann einn-ig til í ókrydduðum saltlegi.

    Hálfdán segir annar ostur séekki væntanlegur á næstu mánuð-um. Aðspurður hvort til standiað framleiða brauðosta segir hannað það sé ekki á dagskránni. „Viðætlum að halda okkur við fersk-osta og erum að velta fyrir okkurað framleiða kotasælu en þaðkemur bara í ljós,“ segir Hálfdán.Framleiðsla hjá Örnu hefur tekiðmikinn kipp undanfarnar vikur.„Eins og staðan er núna þá full-nýtum við alla mjólk á norðan-verðum Vestfjörðum og erum aðfá mjólk frá Búðardal. Patreks-fjarðarbíllinn kemur í Búðardalog við fáum mjólk þaðan, þannigað við erum að fá mjólk frá sunn-anverðum Vestfjörðum líka,“segir Hálfdán.

    [email protected]

    Ert þú búin(n) að tryggja þér pláss í 30 ára afmælisblaði BB

    sem kemur út 13. nóvember?Hafið samband við Gústaf í síma 456 4560 eða á [email protected]

  • 1212121212 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Lögregla, byssur, læknar og fréttir

    StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

    bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

    og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

    bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

    um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

    Stakkur skrifar

    Erfitt að losna við listabakteríunaDýrafjörður er um margt merki-

    legur og ekki bara fyrir það aðþangað falli öll vötn. Fjallahring-urinn um fjörðinn er ákaflegafagur og ekki skrýtið að lista-maðurinn Kári Eiríksson skulivelja sér þar búsetu. Kári á langanog merkilegan feril að baki. Hannlærði í Myndlistar- og handíða-skóla Íslands og lagði síðan leiðsína í Konunglegu listaakademí-una í Kaupmannahöfn, en þarhafa margir góðir Íslendingar

    menntað sig. Kári lærði líka íListaakademíunni í Flórens ogdvaldi svo bæði í Mexíkó og NewYork. Fyrsta myndlistarsýningKára var í húsi Dantes í Flórens1958 og árið eftir sýndi hann íListamannaskálanum í Reykjavík.

    Þegar Salthúsið á Þingeyriopnaði 3. október voru verk Kárasýnd. Sýningin bar nafnið Októ-ber 2014 og innihélt bæði yngriog eldri verk, þau yngstu frá ný-liðnu sumri. „Sýningin var í viku,

    það var verið að vígja húsið,“segir Kári. „Það er ekki önnursýning á döfinni og ég er ekki aðmála núna því það er svo lélegbirta. Ég nota dagsbirtuna svo égmála bara á vorin og sumrin oghaustin. En þetta hangir alltaf yfirmanni og er alltaf með manni.“

    Þegar BB var að spjalla viðKára barst talið um víðan völl.Meðal annars um það hvernigskriftir væru sköpun líkt og list-málun og hversu nauðsynlegt þaðer að vera skapandi í umhverfinuog sýningarstöðum, og fá fólk ílið með sér. Fólk yrði að fá valum hvað það vill sjá í stað þessað láta bara sjónvarpið matreiða

    efni ofan í sig. „Passaðu þig áþví að fá ekki listabakteríuna,“varaði Kári blaðamanninn við.„Þegar maður er einu sinni húkktþá losnar maður nefnilega aldreivið hana. Þetta hangir alltaf yfirmanni þó maður sé ekki að mála.Maður er alltaf í þessu því þettasnýst um að vera á réttum stað áréttum tíma. Og það er svo gamanað vera í þessu. Það er alltaf betraað reyna jafnvel þó útkomanverði ekki fullkomin. Það er ekk-ert fullkomið og ég er til dæmisaldrei ánægður.“

    Margir listamenn þekkja lík-lega þessa tilfinningu því það ererfitt að vita hvenær verk er til-

    búið. Það er alltaf hægt að breytaog bæta og kúnst að þekkja hve-nær lokapunktinum er náð. Þegarblaðamaður spurði hvort það værimöguleiki að heimsækja Kára hlóhann við og sagðist ekki verameð neitt gallerí eða fínt stúdíó.„Ég er nú bara í bílskúr, þetta ersvona sveitalubbastúdíó,“ sagðiþessi skemmtilegi listamaður.„Þetta er ekkert stúdíó í NewYork“ sagði hann og hló ennmeira. „Engin tónlist eins og íNew York en það er bara að opnagluggann og hlusta á fuglasöng-inn, svoleiðis fínerí bara. Vantarbara smá foss hérna fyrir utan þáer músíkin komin.“ – [email protected]

    Kári Eiríksson myndlistarmaður í Dýrafirði.

    Margt er í fréttum um þessar mundir. Umræðan um vopnaburð lög-reglu, vopnaflutning frá Noregi og að almennir lögreglumenn, semeitt sinn báru hið skemmtilega, jákvæða og lýsandi heiti lögreglu-þjónar, muni nota byssur við dagleg störf hefur farið hátt í fjölmiðlum.Fyrir fákunnandi verður vart annað skilið en að framtíðin hljóti aðverða sú að lögreglumenn gangi um götur veifandi vélbyssum og otiþeim að almennum borgurum. Helst er að skilja að þannig verði um-ferðarsektir innheimtar þegar fjölmiðlar ræða við forystumenn í sam-félaginu. Skiljanlegt er að margir hafi af þessum meinta vopnaburðialmennra lögreglumanna við dagleg störf þungar áhyggjur. Hvergihefur komið fram að ætlunin sé að breyta þeim hætti sem viðhafðurhefur verið frá upphafi að lögregla sé óvopnuð á almannafæri. Þvífrekar er fréttaflutningur fjölmiðla undarlegur. Helst mætti halda aðfréttamenn væru að leita sér að ,,bombu“ til að varpa fram og ná at-hygli. Hvers vegna það gæti verið er með öllu óskiljanlegt.

    Mætur bæjarstjóri, nú Hafnarfjarðar en áður Ísafjarðar, lét eftir sérhafa að honum hugnaðist ekki að lögreglumenn gengju um göturHafnarfjarðar sveiflandi vélbyssum. Enginn getur láð honum það.Enginn vill slíkt. Hvergi hefur heldur komið fram að slíka hegðuneigi að taka upp. Um leið og tekið er undir orð hans í þessa veruna þáverður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvað veldur þessu fári ííslensku samfélagi. Á sama tíma upplýsir yfirlögregluþjónn á Ísafirði

    að lögreglan þar geymi skotvopn í lögreglubifreiðum. Að sjálfsögðuhlýtur það að vera gert með þeim hætti að þau séu þar vel varin. Nokkurönnur lögregluembætti munu hafa skotvopn í bílum. Rökin eru þausömu og varða Ísafjarðarlögregluna, miklar fjarlægðir í umdæmi ogfáir lögreglumenn. Samt hefur ekki verið efnt til mótmæla við lögreglu-stöðina á Ísafirði líkt og í Reykjavík.

    Það sem vekur enn meiri athygli er að fréttamenn íslenskir hafa ekkisagt mikið frá því að almenningur á Íslandi muni eiga um 60 þúsundskráð skotvopn, sem aðalega munu vera geymd á heimilum fólks. Þauverða nú mörg munduð til að skjóta rjúpur og eru gjarna notuð til þessað skjóta aðra fugla og hreindýr. Mjög er rætt um af hálfu fréttamannaað nú sé að verða stílbrot á hinu friðsama Íslandi. Ekki er minnst einuorði á ofbeldið sem viðgengst í umferðinni, en bílar eru ein hættulegustuvopn sem almennir borgarar eiga aðgang að og refsingar fyrir manndrápaf svokölluðu gáleysi eru vægar þótt ofbeldismaðurinn hafi verið ölv-aður eða útúrdópaður. Ekki er minnst einu orði á hnífaeign á almennumheimilum, sem of oft eru notaðir til voðaverka og stundum manndráps.

    Eftir orðræðu undanfarinna daga er margt skynsamt fólk alveggáttað og á sama tíma forviða á því hve verkfall lækna og ástæður þessog úrlausnir hljóta litla umfjöllun.

    Það er vart furða þótt sumir greini ekki af fréttum hver þau mál erusem skipta miklu fyrir þjóðina.

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 1313131313

    Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipu-lagi Vesturbyggðar og breyting á deiliskipulagi

    Um þessar mundir er sveitarfélagið Vesturbyggð að vinnaað breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

    Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúð-arsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð ákostnað opins svæðis sem er vannýtt en einnig lagfæringá landnotkunarreit V4 á Patreksfirði en hann er stækkaðurmiðað við núverandi ástand.

    Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka við lóða-framboð innan byggðar á Bíldudal. Talsverð vöntun er á íbúð-arhúsnæði nú þegar á Bíldudal og lítið af lóðun til uppbygg-ingar. Horft er á að reyna að þétta núverandi byggð og nýtaþannig núverandi innviði betur og þar með talið komast hjáauknum kostnaði við nýja vegi og lagnir. Unnið er að deili-skipulagi fyrir svæðið sem verður auglýst samhliða aðal-skipulagsbreytingunni þegar hún verður auglýst.

    Gerð er breyting á svæði V4 á Patreksfirði. Svæðið erstækkað til austurs að íbúðarsvæði en fyrirhugað er aðreisa sjálfsafgreiðslustöð á svæðinu ásamt bættri og stærriaðkomu fyrir Aðalstræti 62. Gæta skal við hönnun svæðisinsað það falli sem best að umhverfinu undir brekkunni.Svæðið er 0,13 ha í gildandi aðalskipulagi en verður eftirstækkun 0,34 ha. Grenndarkynning mun fara fram á fyrir-huguðum breytingum og stækkun á lóðinni sem verðurauglýst á aðalskipulagsbreytingunni.

    Skipulagslýsingin mun hanga uppi á skrifstofu Vestur-byggðar, Aðalstræti 63 á Patreksfirði en einnig verður aug-lýsingin birt á heimasíðu Vesturbyggðar sem og á Face-booksíðu sveitarfélagsins.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir einnig hér tillögu aðbreytingu á deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir við Búðargilskv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Breytingin felur í sér að skipulagsmörk hliðrast til ogsvæðið minnkar um 2000 m². Mörkin færast meðfram veg-inum, ofan við Lönguhlíð 7-12. Bílastæði og dvalarsvæðifalla niður. Stærð svæðisins eftir breytingu er 7,8 ha.

    Breytingatillagan verður til sýnis á tæknideild Vestur-byggðar að Aðalstræti 75 frá og með þriðjudeginum 28.október til 10. desember 2014. Tillagan er einnig til sýnis áheimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

    Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér meðgefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögunatil 10. desember 2014. Skila skal athugasemdum á bæjar-skrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 63.

    Vesturbyggð, 24. október 2014Óskar Örn Gunnarsson,

    skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar.

    Ekki króna tilreksturs EyrarEkkert fjármagn er til reksturs hjúkrunarheimilis-ins Eyrar á Ísafirði í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.„Það var ekki króna til rekstursins þegar frum-varpið var lagt fram. Ég hef ekki fengið það stað-fest skriflega en ég spurði starfsmenn heilbrigð-isráðuneytisins og þeir sögðu nei, þannig að mérvitandi fer ekki króna til Eyrar á næsta ári,“ segirGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-bæjar. Fyrir þremur árum var undirritaður samn-ingur milli Ísafjarðarbæjar og heilbrigðisráðu-neytisins um leigu ríkisins á húsnæðinu.„Ríkið er skuldbundið til að leigja húsið þegarFramkvæmdasýsla ríkisins segir að húsið sé til-búið og við erum að vonast til að það verði í júníá næsta ári og þá þarf ríkið að greiða leigu en þaðer ekki búið að semja um rekstur á hjúkrunar-heimilinu og það er víðar en bara hér, það er ekkibúið að semja í Reykjanesbæ og Garðabæ,“ segirGísli Halldór.

    Samningur um rekstur Eyrar verður milli heil-brigðisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar. Bænumer heimilt að framselja samninginn og segir GísliHalldór að bæjaryfirvöld sjái fyrir sér að hannverði framseldur til Heilbrigðisstofnunar Vest-fjarða en hann segir að bænum sé heimilt aðframselja samninginn til einkaaðila. Gísli Halldórsegir að þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir rekstriEyrar í fjárlögum þá telji hann að ráðuneytið hafifé til umráða til að greiða húsaleigu þegar húsiðklárast á næsta ári.

    [email protected]

    Fjárheimildir eru tryggar til reksturs hjúkrunarheimilis-ins Eyrar á Ísafirði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóriÍsafjarðarbæjar, sagði í samtali við BB að ekki væri krónatil rekstursins í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mar-grét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytis-ins, segir Eyri komi til með að leysa af hólmi rými áHeilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. „Rekstrarheim-ildir vegna rýma sem þar eru verða fluttar yfir á Eyri þegarnýja heimilið verður tekið í notkun og slík tilfærsla varforsenda ákvörðunar um byggingu hjúkrunarheimilisinsEyrar,“ segir Margrét.

    Hún segir að Eyri fari í rekstur um leið og húsið verður

    tilbúið, en bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ vonast til að þaðverði um mitt næsta ár. Aðspurð um samningarviðræðurÍsafjarðarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um reksturEyrar segir hún að þær séu byrjunarstigi.

    „Ég hef ekki séð neitt um þetta ennþá. Í fjárlagavinnufyrir næsta ár var rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðaóbreyttur,“ segir Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóriHeilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir að ráðuneytiðog Ísafjarðarbær verði fyrst að semja sín á milli um rekst-ur hjúkrunarheimilisins áður en Heilbrigðisstofnunin komiað málunum. Á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru 19 hjúkrunar-rými en á Eyri verða þau 30. – [email protected]

    Eyri fer í rekstur á næsta áriFramkvæmdir við Eyri hófust fyrir ári.

  • 1414141414 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014

    Krossgátan

    Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

    Föstudagur 31. októberFöstudagur 31. októberFöstudagur 31. októberFöstudagur 31. októberFöstudagur 31. októberkl. 19:45 Norwich - Bolton WLaugardagur 1. nóvemberLaugardagur 1. nóvemberLaugardagur 1. nóvemberLaugardagur 1. nóvemberLaugardagur 1. nóvember

    kl. 12:45 Newcastle - Liverpoolkl. 15:00 Everton - Swanseakl. 15:00 Stoke - West Hamkl. 15:00 Leicester - WBA

    kl. 15:00 Arsenal - Burnleykl. 15:00 Granada - Real M.

    kl. 15:00 Chelsea - QPRkl. 15:00 Hull - Southamptonkl. 19:00 Barcelona - Celtakl. 21:00 Real S. - Malaga

    Sunnudagur 2. nóvemberSunnudagur 2. nóvemberSunnudagur 2. nóvemberSunnudagur 2. nóvemberSunnudagur 2. nóvemberkl. 13:30 Man. Citu - Man. Utd.kl. 16:00 Aston V. - Tottenham

    Mánudagur 3. nóvemberMánudagur 3. nóvemberMánudagur 3. nóvemberMánudagur 3. nóvemberMánudagur 3. nóvemberkl. 20:00 Crystal P - Sunderl.Þriðjudagur 4. nóvemberÞriðjudagur 4. nóvemberÞriðjudagur 4. nóvemberÞriðjudagur 4. nóvemberÞriðjudagur 4. nóvemberkl. 17:00 Zenit - Bayern L.

    kl. 19:45 Dortm. - Galatasaraykl. 19:45 Real M. - Liverpool

    kl. 19:45 Arsenal - Anderlechtkl. 19:45 Malmö - Athletico MMiðvikudagur 5. nóvemberMiðvikudagur 5. nóvemberMiðvikudagur 5. nóvemberMiðvikudagur 5. nóvemberMiðvikudagur 5. nóvember

    kl. 19:45 Ajax - Barcelonakl. 19:45 Bayern M. - Roma

    kl. 19:45 Man. City - CSKA M.

    Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands30. október 1985: 30. október 1985: 30. október 1985: 30. október 1985: 30. október 1985: EduardShevardnadze, þáverandiutanríkisráðherra Sovétríkj-anna kom í heimsókn til

    Íslands í fyrsta sinn.31. október 1931:31. október 1931:31. október 1931:31. október 1931:31. október 1931: Strætis-vagnar Reykjavíkur hófu

    akstur. Fyrsta leiðin var fráLæjartorgi að Kleppi.

    1. nóvember 1988:1. nóvember 1988:1. nóvember 1988:1. nóvember 1988:1. nóvember 1988: HjóninMargrét Þóra Baldursdóttir og

    Guðjón Sveinn Valgeirssoneignuðust fjórar dætur. Þærvoru skírðar Alexandra, Bryn-hildur, Diljá og Elín. Þetta varfyrsta fjórburafæðingin hér álandi þar sem öll börnin lifðu.2. nóvember 1941:2. nóvember 1941:2. nóvember 1941:2. nóvember 1941:2. nóvember 1941: Bandarískflugvél fórst á Langahrygg áReykjanesi og með henni 11manns. Þetta var mesta flug-slyst sem hafði orðið hérlendis.

    Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Hvöss austan- og NA átt meðrigningu eða slyddu, en snjó-

    komu og síðan slyddu fyrirnorðan. Hiti 0-5 stig.

    Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:NA 10-18 m/s og snjókomaeða slydda. Hiti breytist lítið.

    Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Minnkandi NA-átt meðslyddu eða rigningu.

    Kólnandi veður.

    HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

  • FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 1515151515

    Lausn á síðustu krossgátu

    Sudoku þrautir

    Þjónustuauglýsingar

    smáarTil sölu eru mjög vönduð og fall-eg peysuföt, saumuð af HildiRósenkjær árið 2009 úr úrvals-efnum. Hægt er að víka fötin ogsíkka pilsið. Mjög lítið notuð ogalveg óslitin. Upplýsingar í síma698 5314 (Hjördís).

    Jón Hálfdán Pétursson hefurverið ráðinn þjálfari BÍ/Bolung-arvíkur í 1. deildinni en hannhefur þjálfað yngri flokka félags-ins í mörg ár. Jón Hálfdán skrifaðiundir þriggja ára samning viðBÍ/Bolungarvík. Hann tekur viðaf Jörundi Áka Sveinssyni semhefur stýrt BÍ/Bolungarvík und-anfarin þrjú tímabil. Nigel Quas-hie verður Jóni til aðstoðar enhann hefur spilað með BÍ/Bol-ungarvík síðustu tvö keppnis-tímabil.

    Jón Hálfdán nýrþjálfari BÍ/Bol

    Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæj-ar hækkar um 3,4% um áramótin.Aflagjald verður óbreytt, 1,58%og það fylgir verðmæti afla semskip landa. Guðmundur M. Krist-jánsson, hafnarstjóri Ísafjarðar-bæjar, segir hækkunina leiðrétt-ingu á verðbólgu þessa árs. Hafn-arstjórn hefur falið Guðmundiað leita leiða til að einfalda gjald-skrána. Hann segir að í gjald-skránni séu ýmsir liðir sem hægter að einfalda og gera aðgengi-legri og skiljanlegri.

    „Það er langt síðan það hefurverið gert og kominn tími til.Það er ekki verið að tala um nýjagjaldaliði heldur að sameina liði.Viðskiptavinir hafnarinnar munuekki finna fyrir nýjum gjöldum,“segir Guðmundur.

    Höfnin hækkargjaldskrána

    HG kaupir NauteyriSveitarfélagið Strandabyggð

    hefur samþykkt kauptilboð Hrað-frystihússins - Gunnvarar hf. íjörðina Nauteyri í Ísafjarðar-djúpi. Tilboðið hljóðar upp á 30milljónir króna. HG á fiskeldis-stöð að Nauteyri og hefur veriðmeð starfsemi þar í 14 ár. EinarValur Kristjánsson, framkvæmda-stjóri HG, segir fyrirséð að fyrir-tækið fari í miklar og dýrar fram-kvæmdir á Nauteyri fái það fisk-eldisleyfi í Djúpinu, en umsóknHG hefur verið til umfjöllunarhjá stjórnsýslunni í þrjú ár.

    HG hefur verið með langtíma-leigu á landi á Nauteyri og segirEinar Valur að ein forsenda þessað fara út í dýrar framkvæmdirer að þær verði á eignarlandi enekki leigulandi. „En allt byggirþetta á því að við fáum eldis-leyfi,“ segir Einar Valur.

  • 1616161616 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014