stofnað 14. nóvember 1984 · fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...stofnað 14. nóvember 1984 ·...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson er uppalinn á Þingeyri og bjó þar til 13 ára aldurs. Guðni Páll hefur aldrei verið neinn vand- ræðagemsi og hefur stundað mikið íþróttir. Hann spil- aði með BÍ/Bolungarvík í tvö ár eða þar til hann lagði skóna á hilluna. Guðni Páll hefur ný- lokið við að sigla hringinn í kringum landið á kajak og segir sögu sína í blaðinu í dag. Sigldi hringinn í kringum landið á kajak Tveggja kvik- mynda leikstjóri Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölva- son hefur nýlokið við að taka upp sína aðra bíómynd í fullri lengd. – sjá bls. 10 og 11 – sjá bls. 12 og 13. Verktakar á bekknum!

Upload: others

Post on 21-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak

Guðni Páll Viktorsson er uppalinn á Þingeyri og bjó þartil 13 ára aldurs. Guðni Páll hefur aldrei verið neinn vand-ræðagemsi og hefur stundað mikið íþróttir. Hann spil-aði með BÍ/Bolungarvík í tvö ár eða þar til hannlagði skóna á hilluna. Guðni Páll hefur ný-lokið við að sigla hringinn í kringum landiðá kajak og segir sögu sína í blaðinu í dag.

Sigldi hringinn í kringumlandið á kajak

Tveggja kvik-mynda leikstjóriBolvíkingurinnSnævar Sölvi Sölva-son hefur nýlokiðvið að taka uppsína aðra bíómyndí fullri lengd.

– sjá bls. 10 og 11 – sjá bls. 12 og 13.

Verktakar á bekknum!

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

22222 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Jón Reynir flytur ávarp við nýja gosbrunninn á Austurvelli.

Nýi gosbrunnurinn mót-aður í líkingu öðuskeljar

Jón Reynir Sigurvinsson, for-maður Lionsklúbbs Ísafjarðar,flutti ávarp og hleypti vatninu ánýja gosbrunninn á Austurvelli áÍsafirði við vígsluathöfn á föstu-dag. Endurbygging garðsins hef-ur staðið yfir í sumar en mark-miðið er að koma honum í sittupprunalega horf eða eins oghann var teiknaður á sínum tíma.„Á næsta ári á garðurinn 60 áraafmæli og þess vegna ákváðumvið að ráðast í stærstu fram-

kvæmdirnar við uppbygginguhans í ár svo sárin á grassverðin-um nái að gróa nokkuð vel oggarðurinn líti sem best út,“ segirRalf Trylla umhverfisfulltrúi.

Endurbyggingin er samstarfs-verkefni Ísafjarðarbæjar ogLionsklúbbs Ísafjarðar, en klúbb-urinn hafði veg og vanda af gerðgamla gosbrunnsins árið 1966 ítilefni af 100 ára afmæli Ísafjarð-arkaupstaðar.

Nýi brunnurinn er mótaður í

líkingu öðuskeljar og mun skartafallegum steini úr fjörum Ísa-fjarðar. Brunnurinn er með ljósa-kerfi eins og Jón H. Björnssonlandslagsarkitekt sem hannaðigarðinn árið 1954 ætlaði honumað vera. Jón var fyrstur Íslendingatil þess að afla sér menntunar ílandslagsarkitektúr og er jafn-framt einn af helstu fulltrúummóderníska garðstílsins hérlend-is.

[email protected]

Óskiljanlegur Salómonsdómur„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

mótmælir harðlega þeim ásetn-ingi sjávarútvegsráðherra að viðsetningu nýrra aflahlutdeilda íúthafsrækju verði eldri aflahlut-deildir látnar ráða að 7/10 hlutumen veiðireynsla síðustu þriggjaára að 3/10 hlutum. Nær væri aðhlutföllin væru þveröfug ef nauð-synlegt er talið að fella slíkanóskiljanlegan Salómonsdóm,“segir í ályktun sem bæjarráð Ísa-fjarðarbæjar hefur sent frá sérvegna vinnu um lagafrumvarpum stjórn veiða á úthafsrækju.

Eins og fram hefur komið eráformað að úthluta 30% afla-heimilda í úthafsrækju eftir veiði-reynslu samkvæmt lagafrum-varpi sem Sigurður Ingi Jóhanns-son atvinnuvegaráðherra hyggstmæla fyrir á haustþingi. Sjötíuprósent aflaheimilda munu þáfalla í skaut þeirra sem höfðuþær áður, en veiðar á úthafsrækjuvoru gefnar frjálsar fyrir þremurárum. Tilkynnt var á föstudag aðvinna væri að hefjast við nýttlagafrumvarp til breytinga á lög-um um stjórn fiskveiða, sem lýtursérstaklega að stjórn úthafsrækju-

veiða.Ályktun bæjarráðs hefur verið

send á ráðherrann og þingmennNorðvesturkjördæmis. Ályktunbæjarráðs í heild er eftirfarandi:„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mót-mælir harðlega þeim ásetningisjávarútvegsráðherra að við setn-ingu nýrra aflahlutdeilda í úthafs-rækju verði eldri aflahlutdeildirlátnar ráða að 7/10 hlutum enveiðireynsla síðustu þriggja áraað 3/10 hlutum. Nær væri að hlut-föllin væru þveröfug ef nauðsyn-legt er talið að fella slíkan óskilj-anlegan Salómonsdóm. Meðþessari ákvörðun er fótunumkippt undan rækjuvinnslu í Ísa-fjarðarbæ, en hún hefur veriðvaxtarbroddur undanfarin ár og

ljós punktur í þeim efnahagsörð-ugleikum sem byggðir Ísafjarð-arbæjar hafa glímt við um langahríð. Að óbreyttu getur þetta leitttil þess að 100 manns, eða meiren 1% íbúa á Vestfjörðum munimissa vinnuna.

Sú niðurrifsstefna sem þarnaer boðuð gagnvart viðkvæmuefnahagssvæði á Vestfjörðumgetur í engu talist samræmastþví sem landsbyggðarfólk taldisig lesa úr stjórnarsáttmála núver-andi rikisstjórnar. Því verður ekkitrúað að þessi fordæmalausa leiðverði farin í raun og veru ogbindum við traust okkar við ogskorum á ríkisstjórnina að fallafrá þessari ákvörðun.“

[email protected]

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega ásetningisjávarútvegsráðherra í stóra úthafsrækjumálinu.

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 33333

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

44444 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,

Sigurjón J. Sigurðsson.Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, [email protected]

Hörður A. Steingrímsson, 691-9474, [email protected]ýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Bæjarprýði

Spurning vikunnar

Hefur þú fengið svikabréf í tölvupósti?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 417.Já sögðu 277 eða 66%Nei sögðu 122 eða 29%

Veit ekki sögðu 18 eða 5%

Fyrrihluta árs 2005 komst Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt,svo að orði í grein á bb.is að líklega væri Ísafjörður það bæjarfélag semætti flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins og nefndi þartil sögu Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jónsgarð á Ísafirði, 1923,Simsonsgarð frá árunum 1920 - 1930 og Austurvöll frá 1954. Um þannsíðast nefnda sagði hann meðal annars: ,,Eflaust kann mörgum að þykjafátt um þennan garð, en ég vil benda á að Austurvöllur á Ísafirði ásamtHallargarðinum í Reykjavík eru tveir heilstæðustu og upprunalegustunútíma-(móderniski) skrúðgarðar sem við Íslendingar eigum.“ Samsonkvað það mikið menningarslys ef garðurinn eyðilegðist og hvatti Ís-firðinga eindregið til að hefja Austurvöll til vegs og virðingar, sem að-laðandi miðbæjargarð fyrir gesti og gangandi.

Á þeim áratugum sem liðið hafa frá því tímatal garðsins hófst hefursitthvað á dagana drifið. Varla er ofsagt að umgengni, viðhald og við-horf, almennt, til garðsins, hafi á flestum sviðum verið í lægri kantinum.Lionsmenn lögðu þó á sínum tíma mikla vinnu og fjármuni í að komaupp gosbrunni í garðinum. Hans naut ekki lengi við og endaði sem blóm-um skrýddur legstaður.

Þar sem BB tók á sínum tíma undir orð arkitektsins fagnar blaðiðþeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að koma Austurvelli í upprunalegt horf.Garðurinn er í hjarta bæjarins og afar mikilvægt er að útsýni til hans fráSilfurtorgi, nafla bæjarslífsins, nái að fanga augu þess fjölda fólks, semþar á leið um, einkum yfir sumartímann.

Það er rétt mat umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, að garðar eru til aðfólk nýti þá. Því einu er við að bæta, að ungir sem aldnir temji sér að beravirðingu fyrir umhverfinu og sýni í verki að Austurvöllur verði eitt afþeim djásnum sem prýða bæinn; staður þar sem fólk nýtur þess að veraá góðum degi.

Lending.isBæjarins besta hefur ekki legið á þeirri afstöðu sinni að Reykjavíkur-

flugvöllur eigi áfram að vera í Vatnsmýrinni. Allt annað er yfirlýsing umsundurslit borgar og landsbyggðar, þegar fram í sækir. Hafin er undir-skriftasöfnun á www.lending.is, áskorun á borgarstjórn og Alþingi aðtryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni. Fyrir þessu stendur hópurflugmanna, lækna og verkfræðinga, með þekkingu á flugmálum, semkallar sig Hjartað í Vatnsmýrinni.

Óskertur flugvöllur í Vatnsmýrinni er hagsmunamál landsbyggðarinnarallrar. BB skorar því á sem flesta að ljá málinu lið með undirskrift.

s.h.

Mánudaginn 26. ágústverður Guðmundur Rós-

mundsson, útgerðarmaðurí Bolungarvík, níræður. Af

því tilefni tekur hann ámóti gestum í safnaðar-heimili Bolungarvíkur,

laugardaginn 24. ágúst frákl. 15-18. Allir velkomnir,

gjafir afþakkaðar.

Gummi Rósníræður

Þórdís Sif Sigurðardóttir hef-ur verið ráðin sviðsstjóri stjórn-sýslu- og fjármálasviðs Ísafjarð-arbæjar. Staðan var auglýst í byrj-un síðasta mánaðar og sóttu tólfum starfið. Bæjarráð Ísafjarðar-bæjar var einróma í ákvörðunsinni um ráðninguna. Þórdís erlögfræðingur að mennt frá HRog starfar í dag sem sviðsstjórilögfræðisviðs Háskólans á Bif-röst. Áður starfaði hún sem lög-fræðingur hjá Landsbankanum,BNB Consulting, FL Group ogKPMG. Meistararitgerð hennarúr lögfræði frá HR fjallar umkynjakvóta í hlutafélögum, bæðilögfræðilega og út frá stjórnar-háttum félaga.

Þórdís hyggst flytja vestur meðeiginmanni sínum og tveimurbörnum. „Okkur hefur lengi lang-að til að flytja vestur. Þegar ég sástarfið auglýst, sá ég fyrir mérkrefjandi starf sem gæti orðið tilþess að draumurinn rættist. Þaðhefur verið gaman að fylgjastmeð hversu samstilltur Ísafjörður

lagi þar sem framlag hvers ein-staklings skiptir máli. Ég hlakkalíka til að mæta í brekkurnar ívetur og langar að leggja mitt afmörkum til íþróttastarfs bæjarins.Ég trúi að sá uppgangur sem hefurverið á Vestfjörðum sé bara byrj-unin. Það er fullt af spennandiverkefnum í gangi og það er fulltaf tækifærum sem bíða eftir aðvera gripin.“

Tólf einstaklingar sóttu stöðusviðstjóra stjórnsýslu- og fjár-málasviðs: Ágúst Þ. Ragnarsson,Álftanesi, Áróra Gústafsdóttir,Kópavogi, Daði Einarsson, Búl-garíu, Einar Pétursson, Ísafirði,Esther Hermannsdóttir, Fjarða-byggð, Gerður Eðvarsdóttir,Ísafirði, Halla Signý Kristjáns-dóttir, Bolungarvík, Haraldur Júl-íusson, Ísafirði, Kristinn H.Gunnarsson, Bolungarvík, ÓlínaÞorvarðardóttir, Ísafirði, StefánTorfi Sigurðsson, Reykjavík,Þórdís Sigurðardóttir, Borgar-nesi.

[email protected]

getur verið t.d. í tengslum viðAldrei fór ég suður og skíðavik-una, sem mér finnst aðdáunar-vert. Sú orka sem er til staðarvirðist vera ótrúleg. Það er ekki íhverju sveitarfélagi þar semmannlífið og menningin er einsöflugt og á Ísafirði. Ég hlakka tilað búa á Ísafirði, þar sem ég getverið virkur þátttakandi í samfé-

Þórdís Sif Sigurðardóttir.

Þórdís Sif ráðin sviðsstjóri

„Þessi ákvörðun er einfaldlegarothögg fyrir þetta byggðarlag.Væntanlega fara þeir þá að geraút á þessar heimildir sínar. Þeirhafa ekki gert það hingað til. Þaðsem vantar inn í þessar tillögurer að ef menn nýta ekki heimildirsinar eiga þeir ekki að hafa þæráfram. Við höfum atvinnu afþessu og verksmiðjan hérnabyggir á þessu. Við erum senni-lega 160 sem höfum atvinnu afþessu á svæðinu, beint og óbeint,og þetta er bara rothögg fyrir

þennan hóp,“ segir Arnar Krist-jánsson, skipstjóri og eigandirækjuskipsins Ísborgar ÍS 250.

Eins og fram hefur komið eráformað að úthluta 30% afla-heimilda í úthafsrækju eftir veiði-reynslu samkvæmt lagafrum-varpi sem Sigurður Ingi Jóhanns-son atvinnuvegaráðherra hyggstmæla fyrir á haustþingi.

Arnar Kristjánsson hefur gertÍsborg út á rækjuveiðar meðanveiðarnar voru frjálsar og hefuraflað sér töluverðrar veiðireynslu

á undanförnum árum. „Það semég vil segja er að þetta er mjögslæm niðurstaða ef rétt verður,vegna þess að það skiptir ekkimáli hvort hann tekur af þér 30,50 eða 70% aflaheimilda, þeireiga ekki eftir að nýta þær. Og þáeiga þeir ekki að vera handhafar,heldur þeir sem eru að nota þetta.Þá væri eðlilegra að hafa veiðarn-ar áfram frjálsar og leyfa mönn-um sulla í þessu,“ segir ArnarKristjánsson.

[email protected]

„Rothögg fyrir þetta byggðarlag“Rækjutogarinn Ísborg ÍS 250.

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 55555

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

66666 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Dæmdur fyrir hótanirKarlmaður hefur verið dæmd-

ur í Héraðsdómi Vestfjarða ítveggja mánaða skilorðsbundiðfangelsi í tvö ár, fyrir hótanir ogbrot gegn siglingalögum og lög-um um áhafnir íslenskra fiski-skipa, varðskipa, skemmtibáta ogannarra skipa. Jafnframt var mað-urinn dæmdur til að greiða brota-þola 300 þúsund krónur í miska-bætur og 370 þúsund krónur ímálskostnað, auk sakarkostnaðarupp á tæplega 427 þúsund krónur.

Maðurinn var ákærður fyrir aðhafa hótað konu, í júní 2010 þegarþau voru stödd á Hesteyri, því aðbeita skotvopni gegn henni kæmihún sér ekki í burtu af svæðinu.Þótti sannað, eftir vitnisburðþriggja vitni, þar á meðal þáver-andi kærustu hans og bróður, aðhann hafi hótað því að beitavopninu og mátti skýrlega ráðaað hann hafi verið reiður og ógn-andi. Með því hafi hann bakaðsér skaðabótaábyrgð. Vottorð

geðlæknis frá ágúst 2011 stað-festi að konan þjáðist þá enn afáfallastreituröskun vegna þessaog telji hann hótun mannsins hafahaft veruleg áhrif á líðan hennar.Mat læknisins var að hún þyrftilangan tíma til að vinna sig út úrþessu. Sannað var að maðurinnátti skotvopn þegar þetta gerðisten hins vegar var ekki talið sann-að að það hafi verið um borð íbáti hans og stendur þar neitunhans gegn orðum vitna.

Hann var líka ákærður fyrir aðhafa ekki verið með gild haffæris-skírteini né skipstjórnarréttindiþegar hann fór í sjóferð þann 25.júní 2012 á Hesteyri ÍS-95 ogþótti sannað að hann hafi, af gá-leysi gerst sekur um þau brot.Hann var sýknaður af einumákærulið þar sem honum hafðiverið gefið að sök að hafa sigltskipinu með farþega á þess aðhafa leyfi til farþegaflutninga. Íþví máli var aðeins um að ræða

það sem hann sjálfur hafði upp-lýst og sagði hann að í umræddrisjóferð hefðu engir borgandifarþegar verið um borð. Um hefðiverið að ræða starfsmenn ferða-skrifstofu sem hann hefði haft tilathugunar að fara í samstarf við.Neitaði hann því staðfastlega sök.Óvarlegt þótti að telja, svo ekkiyrði véfengt með skynsamlegumrökum, að hann hafi verið í far-þegaflutningum í atvinnuskyni ískilningi laganna.

Hús Ásthildar tekið eignarnámi?Ásthildur Cesil Þórðardóttir,

íbúi við Seljalandsveg 100 á Ísa-firði, fer fram á að gerð verðiundanþága frá því að kaupa afhenni húsið við Seljalandsveg,og hún fái að búa í því áfram ogeiga það gegn því að hún fari afheimili sínu ef hætta er talin áofanflóðum. Ísafjarðarbær villkaupa húseignina þar sem hún ersögð í hættu vegna ofanflóða úrEyrarhlíð en Ásthildur Cesil neit-ar að selja og vill ekki flytja burt.Þetta kemur fram í bréfi Ásthildar

til bæjarins sem tekið var fyrir ásíðasta bæjarráðsfundi en sam-kvæmt bókun bæjarráðs er bæjar-stjórn nauðugur einn kostur, aðfara í eignarnám á húsinu, séekki vilji til að semja um kaup-verð.

„Við viljum helst semja en efsamningar nást ekki verðum viðað fara þá leið. Það er hægt aðskoða allt en Veðurstofan sér umað rýma húsnæði ef þess þarf ogfram að þessu hefur fólk ekkiviljað vera með þá ábyrgð á sinni

könnu, að þurfa endalaust að rýmahús og meta hvenær það þarf oghvenær ekki. Ásthildur hefur margttil málanna að leggja og ég skilþað vel að hún sé ekki spenntfyrir að selja húsið,“ segir DaníelJakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Í bréfinu segir Ásthildur Cesil aðhún telji sig ekki vera í samn-ingaviðræðum við Ofanflóða-nefnd eða Ísafjarðarbæ um upp-kaup á húsinu. Hún hefur neitaðað selja það og þar við situr.

[email protected] Hús Ásthildar við Seljalandsveg 100.

Brenndist á líkama eftir ætihvönnHeiður Hallgrímsdóttir, sjö

ára stúlka á Ísafirði, brennd-ist nokkuð á líkama eftir aðhafa verið innan um mikinn

kerfil og ætihvönn er húndvaldi í Grunnavík í Jökul-

fjörðum undir lok síðastamánaðar. Að sögn móður

hennar, Birnu Lárusdóttur,er mikið um kerfil á svæðinuen minna um ætihvönn. Hún

segist hafa verið meðvituð umað risahvönn gæti haft skað-leg áhrif. „Ég hef alltaf verið

meðvituð um að risahvönngeti haft skaðleg áhrif en al-

drei heyrt af því að ætihvönngæti verið það líka. Fjöl-

skyldan á bústað í Grunnavíkog við erum þar flest sumur

en höfum hingað til ekki lentí eða heyrt af svona tilfellum íkringum okkur,“ segir Birna.

Þekkt er að snerting viðsafa risahvannar getur valdið

ljósertiexemi sem lýsir sérþannig að ef safinn kemst í

snertingu við húð sogasthann hratt inn í hana og

veldur ofurviðkvæmni fyrirsólarljósi. Þannig getur

minnsta birta valdið annarsstigs bruna með vessandiblöðrum og sárum. Birna

segir engar risahvannir veraá þessu svæði sem þau voru á

en einkennin lýsi sér eins.Á heimasíðu Magnúsar

Jóhannssonar læknis og pró-fessors í lyfjafræði segir með-

al annars: „Útbrotin komaoftast 5-18 klst. eftir sólbað

og eru verst eftir 1½ til 2 sól-

arhringa. Húðin er viðkvæmí nokkrar vikur og eina ráðiðer að verja viðkomandi húð-svæði fyrir ljósi en það geturverið erfitt t.d. í andliti. Þeg-

ar brunasárin hafa gróiðskilja þau oftast eftir brúna

bletti sem geta verið mörg árað hverfa. Slysin verða þegar

fólk er að klippa eða grisjaplöntur eða við leik hjá

börnum, t.d. ef þau nota holastöngla plöntunnar fyrir

blásturspípur.“ Á Vísindavef

Háskóla Íslands kemur framað í ætihvönn eru sambærilegefni og í risahvönn en í mikluminna mæli. Hún skilji samt

eftir brúna bletti ef safi úrhenni kemst í snertingu við

húð og geta myndað blöðrur.

Heiður Hallgrímsdóttir, sjö ára.

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 77777

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

88888 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

„Lauga“ í orlofi

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560456 4560456 4560456 4560456 4560

Kjósendur munu ávallt greina á um gæði ríkisstjórna ogkjörinna alþingismanna. Eftir fjögurra ára vinstri ríkisstjórnvoru margir orðnir langeygir eftir pólitískum umbótum ogendurreisn í íslensku samfélagi. Því miður munu alltof fáirgera sér grein fyrir þeim mikla vanda sem blasir við Íslendingumog íslenska ríkinu á þessu og næstu árum, en vonandi ekki ára-tugum. Vart er ofmælt að margir bundu vonir við ríkisstjórnFramsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Nú er ágúst senn áenda og lítt sést til úrlausna og úrræða ríkisstjórnarinnar. Fyrirmyndun hennar var því haldið fram á þessum vettvangi, aðhver sem hún yrði mætti við því búast að ráðherrar legðust íferðalög innanlands og til útlanda. Því miður hefur þessihrakspá ræst. Það er ekki góðs viti. Vitað er að fjárlagavandinner mikill og átak þarf til þess að ná fjárlögum saman. Það verð-ur ekki þrautalaust. Eitt af því sem þarf að skoða er hvar höggvaskal á hnúta og skera niður. Forgangsröðun verður eða ætti aðverða boðskapur dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins.Þetta veit Kristján Þór Júlíusson ráðherra, sem lét orlofið bíða.

Ríkisstjórnin hefur enn ekki hlotið sérstakt nafn, en þar semhnútar voru hnýttir á Laugarvatni er við hæfi að kenna hana

við þann stað og nefna hana Laugu. Það er algeng stytting úrmörgum góðum og gegnum íslenskum kvennöfnum, Áslaugutil dæmis. En Lauga hefur verið í orlofi í sumar, eftir því sembest verður séð. Forsætisráðherra hefur heimsótt fjarskylda ætt-ingja Íslendinga í Gimli og Dakota. Það er gott að halda tengsl-um við skyldmenni. En það lítur út fyrir að nánasta fjölskylda,Íslendingar búsettir á Íslandi hafi hálfpartinn orðið útundan ísumar. Talsmaður væntanlegra aðgerða hefur orðið VigdísHauksdóttir. Minna hefur heyrst frá forsætisráðherra ogfjármálaráðherra. Vigdís hefur orðið skotspónn margra að ósekju.Ekki þarf að undra að Rúvarar espist við allt sem hún segir. Þaðsem verra er. Þeir sem þar fara fyrir hafa leyft sér purkunarlaustað snúa út úr ummælum hennar um glópagull og ekki skirrst viðað hafa rangt eftir henni.

Ekkert er óeðlilegt við það að mörgum kunni að mislíka viðVigdísi Hauksdóttur. Hún hefur sagt að rétt sé að fresta bygginguhátæknisjúkrahúss í Reykjavík. Enda má velta því fyrir sérhvert sé gagnið meðan læknar kjósa fremur vist í útlöndum ená Íslandi. En þegar Vigdís er gagnrýnd er rétt að gera það meðrökum sönnum. Þótt Lauga sé í orlofi er Vigdís þó við störf.

smáarTil sölu er vel með farið 10 fetaFleedwood Sedona fellihýsi árg.2004. Svefnpláss fyrir sex full-orðna. Vagninn var skoðaður íjúní 2013 og er á nýjum dekkjum.Upplýsingar í síma 898 2583 og892 2759.

Til leigu er rúmgóð 76m², björtog mikið endurnýjuð 2ja herb.íbúð við Fjarðarstræti í vetur.Eitthvað af húsgögnum fylgir.Eingöngu ábyrgt og reglusamtfólk kemur til greina. Reyklausíbúð. Uppl. í síma 867 6657 og á[email protected].

„Það er skoðun forsvarsmannaHG, að heillavænlegast sé fyriralla umræðu um fiskeldi, upp-byggingu þess og áhrif að aðilar

séu lausnamiðaðir og reiðubúnirtil samtals um það sem gæti efltatvinnustarfsemi og byggð áVestfjörðum. Órökstuddar full-yrðingar í fjölmiðlum um þessimál skila engu,“ segir í fréttatil-kynningu „vegna umfjöllunar umfiskeldisáform Hraðfrystihúss-ins-Gunnvarar hf. í Ísafjarðar-djúpi“.

Fréttatilkynning HG er þannigí heild:

„Hraðfrystihúsið-Gunnvör hef-ur rekið öfluga atvinnustarfsemiá norðanverðum Vestfjörðum íyfir 70 ár, með starfsstöðvar íHnífsdal, á Ísafirði og í Súðavík.Á þriðja hundrað manns starfahjá fyrirtækinu, jafnt á sjó sem álandi, þorri starfsmanna er meðlögheimili í fjórðungnum og er

HG einn stærsti launagreiðandiá Vestfjörðum.

Í meira en áratug hefur HGunnið að uppbyggingu fiskeldis íÍsafjarðardjúpi og stundað rann-sóknir með það fyrir augum aðauka umfang eldisins. Fyrirtækiðhefur haft leyfi til framleiðslu áallt 2.000 tonnum árlega en áformþess eru að útvíkka leyfið ogframleiða allt að 7.000 tonnumsamtals af þorski og laxfiskum.Slík stækkun myndi falla vel aðnúverandi starfsemi HG og fela ísér fjölgun starfa á svæðinu. Nær-tækt er að vísa í sambærilegauppbyggingu á sunnanverðumVestfjörðum þar sem veruleguruppgangur er í atvinnulífinu ogsamfélaginu öllu, sem rekja máað stærstum hluta til uppbygging-

ar í fiskeldi.Margfeldisáhrifin af fiskeldis-

fyrirtækjum við Ísafjarðardjúperu þegar sýnileg á svæðinu ogýmis frekari þjónusta gæti sprott-ið upp í tengslum við aukin um-svif í greininni, t.a.m. í iðngrein-um. Einnig er vert að benda á, aðfiskeldi er og getur verið í góðusambýli við ýmsar aðrar atvinnu-greinar og má þar nefna ýmsaþætti ferðaþjónustu og veitinga-rekstur eins og dæmi eru um fráNoregi.

Samkvæmt auglýsingu nr. 460/2004 er Ísafjarðardjúp eitt fárrasvæða á Íslandi þar sem eldi lax-fiska er heimilað. ForsvarsmennHG leggja áherslu á að unnið séeftir íslenskum lögum og reglu-gerðum við uppbyggingu eldis-

starfsemi fyrirtækisins í Ísafjarð-ardjúpi. Til viðbótar eru erlendirstaðlar hafðir til viðmiðunar, semgera ríkari kröfur en íslensk lögog reglugerðir segja til um. Aukþess er lögð áhersla á að dragalærdóm af reynslu erlendra þjóðatil þess að fyrirbyggja hugsanlegumhverfisáhrif vegna aukinseldis í Ísafjarðardjúpi.

Það er skoðun forsvarsmannaHG, að heillavænlegast sé fyriralla umræðu um fiskeldi, upp-byggingu þess og áhrif að aðilarséu lausnamiðaðir og reiðubúnirtil samtals um það sem gæti efltatvinnustarfsemi og byggð áVestfjörðum. Órökstuddar full-yrðingar í fjölmiðlum um þessimál skila engu.“

[email protected]

Órökstuddar fullyrðingar í fjölmiðlum skila engu

Pálmi vill fá lóð æsku sinnar til baka„Ég hélt að það væri

formsatriði að fá lóðina tilbaka en það hefur ekki

gengið ennþá. Ég er ansihræddur um að þetta verðibara einskis manns land ogverði ekki hirt neitt. Ég heffarið þess á leit að fá lóðinaaftur eins og hún var í upp-

runalegri mynd. Þar erekkert nema gras, slegið af

mér, og snúrustaurarnirmínir sem hafa staðið þarnaum áratugaskeið,“ segir bol-víski leikarinn Pálmi Gests-

son, sem reynir að fá til bakalóð sem tilheyrði æskuheimili

hans við Miðstræti 3 íBolungarvík.

„Þetta var alltaf inni íþeirri lóð en pabbi vildi ekkisvona stóra lóð og fór fram áað þeir minnkuðu hana, semþeim var nú mjög illa við, en

gerðist nú víst á endanum.Svo hef ég verið að reyna aðfá hana aftur og það gengur

frekar hægt. Hún er innilok-uð milli húsa og maður veit

ekki hvernig þetta fer,“ segirPálmi. Henrý Bæringsson á

Ísafirði hefur tekið að séreinskis manns land sem ekkivar hirt um. Hann hreinsaði

það, sló njóla og smíðaðibekki og borð sem hann komfyrir á svæðinu. Nú er það til

fyrirmyndar og trekkir að sér

ferðamenn og heimamenn.„Þetta er til eftirbreytni hjáHenrý og ég er hræddur umað svona einskis manns land

verði bara að einhverjuóræktarbæli sem enginn

nennir að hugsa um. Þessvegna vil ég fá þetta aftur og

gera eitthvað fallegt þarna.Hið opinbera virðist víðast

hvar, ekki bara í Bolungar-vík, óskaplega svifaseint

apparat,“ segir Pálmi.– [email protected]

Pálmi Gestssonvið Hjara, æskuheimili

sitt í Bolungarvík.

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 99999

Silfurgötu 5, ÍsafirðiSilfurgötu 5, ÍsafirðiSilfurgötu 5, ÍsafirðiSilfurgötu 5, ÍsafirðiSilfurgötu 5, ÍsafirðiSími 450-6000Sími 450-6000Sími 450-6000Sími 450-6000Sími 450-6000

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

1010101010 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Sælkerar vikunnar eru Guðbjörg Ebba Högnadóttir og Einar Ási Guðmundsson í Bolungarvík

Ekta föstudagsmaturEkta föstudagsmaturEkta föstudagsmaturEkta föstudagsmaturEkta föstudagsmaturVið ætlum að bjóða upp á

ljúffengan hakkrétt sem ertilvalinn föstudagsmatur, ogekki skemmir fyrir hvað hanner auðveldur og fljótlegur!Elduðum hann fyrir matarboðum daginn þegar tíminn varnaumur, og hann sló í gegn. Upp-skriftin er fyrir ca 6 manns.

Mexíkósk skúffa1 poki Doritos eða Nachosflögur (ca. 3-400 gr.)1 kghakk2 bréf taco krydd1 msk nautakraftur3 dl vatn2 dósir sýrður rjómi1 askja Philadelphia ostur(má vera hreinn en gott aðvelja einhvern með bragði)4-5 tómatar, sneiddir1 ½ paprika, skorin í bita1 dós gular maísbaunir1 púrrlaukur, sneiddurrifinn osturBakarofn stilltur á 225°C.

Nautahakk steikt og Taco krydd-inu bætt út í. Því næst er vatnibætt við ásamt nautakrafti. Hakk-ið látið malla þar til vökvinn ersoðinn niður. Flögunum er svodreift á botninn á ofnskúffu oghakkinu dreift yfir flögurnar.Rjómaosti og báðum dósunumaf sýrðum rjóma hrært saman ogdreift yfir hakkið. Því næst ergrænmetinu dreift yfir og að lok-um rifna ostinum. Bakað í ofni íu.þ.b. 12 mínútur. Gott er að stillaá grill síðustu mínúturnar til aðosturinn verði stökkur. Boriðfram með fersku salati, salsasósuog ef til vill Guacamole og sýrð-um rjóma.

Í eftirrétt ætlum við að bjóðaupp á gómsæta klessuköku meðkaramellukremi. Þessi kaka hefurverið mjög vinsæl í boðum og eryfirleitt fyrsta kakan til þess aðklárast. Hægt er að baka hanameð góðum fyrirvara og setja ífrysti, en hún er einnig mjög góðdaginn eftir.

Kladdkaka meðkaramellukremi

100 g smjör2 egg3 dl sykur1 1/2 dl hveiti5 msk kakó2 tsk vanillusykurhnífsoddur saltBakarofn hitaður í 175 gráður,

stillt á undir- og yfirhita. Smjöriðbrætt í potti. Restin af hráefninusett í skál og brædda smjörinubætt út í, hrært þar til deigið hef-ur blandast vel saman. Bakað ísmurðu lausbotna formi (ca. 22– 24 cm) eða sílikonformi í 20mínútur. Kökunni leyft að kólnaí u.þ.b. 10 mínútur.

Karamellukrem2 dl rjómi1 dl síróp1 dl sykur100 g suðusúkkulaði100 g smjör, lint eða brættÖll hráefnin, fyrir utan smjörið,

sett í pott. Hrært í blöndunni ogsuðan látin koma upp. Hitinnlækkaður og blandan látin mallaþar til hún þykknar, en það geturtekur um 10 mínútur. Gott er aðhræra svolítið í á meðan. Þá erpotturinn tekinn af hellunni ogsmjörinu bætt út í. Hrært þar tilallt hefur blandast vel saman.

Kremið látið standa og kólna

um stund, svo það verði að-eins þykkara. Þá er kreminuhellt yfir kökuna og hún látinkólna í ísskáp í 2-3 tíma.Borin fram með þeyttumrjóma eða ís.

Við skorum á SteinunniDiljá systur mína og HalldórÖrn til að vera sælkera ínæsta blaði.

Markmið listamannað koma boðskapnum til sem

góðærisins sem stóð þá semhæst og þegar ég útskrifaðistfór ég að vinna hjá Seðla-banka Íslands í tæplega ár.Mér dauðleiddist þar. Leit íkringum mig og sá fólk semvar búið að vinna þarna ítugi ára og hugsaði með mér„shit, þetta get ég ekki“ ogfór að hugsa sífellt meira umhvað mig langaði til að geraí framtíðinni. Langaði migvirkilega að vinna á skrifstofueða ætti ég að taka áhættuog gera það sem mig lang-aði mest til að gera, skrifa ogleikstýra kvikmyndum? Égstalst til að skrifa handrit ogkvikmyndatengdar hugmynd-ir í vinnunni þegar lítið var aðgera og leitaði stöðugt aðefnivið sem ég gæti tæklaðupp á eigin spýtur.“

Þeir voru ekkert öðruvísiÞeir voru ekkert öðruvísiÞeir voru ekkert öðruvísiÞeir voru ekkert öðruvísiÞeir voru ekkert öðruvísiKvikmyndaáhuginn hefur

fylgt Snævari frá því hannman eftir sér. Skemmtilegastþótti honum að fara í bíó ogþar á eftir komu vídeóleig-urnar í Bolungarvík og frítím-anum eyddi hann í áhuga-málið. „Um leið og ég byrjaði

ust í fjölmiðla hérna um áriðeru einmitt hluti af því semég tók þátt í, sælla minninga.Í einni slíkri löbbuðum viðbara upp í rútu með brenni-vínsflöskurnar og bjórkass-ana í fanginu og þótti ekkerttiltökumál. Þannig að það erekkert skrítið þó allt hafi fariðúr böndunum í þeim ferðum,“segir Snævar.

Eftir MÍ lá leiðin til Reykja-víkur þar sem hann stundaðinám í efnaverkfræði við Há-skóla Íslands en hélt þá yfir íHáskólann í Reykjavík í fjár-málaverkfræði. „Í HÍ fann égfljótt að það var ekki fyrir migað vera í hvítum slopp allandaginn á tilraunastofu aðmæla og títra. Ég hef alltafhaft mikinn áhuga á vísind-um og í menntaskóla tók égtil dæmis flestalla þá efna-fræði- og stærðfræðiáfangasem ég gat og ég hef líkalesið Lifandi Vísindi frá því égman eftir mér. En þetta varekki eins gaman og ég hafðihaldið og því skipti ég yfir ífjármálaverkfræðina í HR.Það má segja að ég hafilátið glepjast af hillingum

ermi og náði að hafa hemilá okkur greyjunum enda frá-bær kennari og kjarnakona,“segir hann.

Aðspurður hvort fleiri kenn-arar séu sérstaklega eftir-minnilegir nefnir hann Ragn-ar Edvarðsson fornleifafræð-ing sem kenndi þeim mynd-mennt. „Ég var lunkinn aðteikna og við náðum vel sam-an. Svo er hann auðvitaðfornleifafræðingur og sagðiokkur til dæmis grafískar sög-ur af mannætum og viðmændum upp til hans meðopinn kjaftinn, algjörlega heill-aðir,“ segir Snævar.

„Shit, þetta get ég ekki“„Shit, þetta get ég ekki“„Shit, þetta get ég ekki“„Shit, þetta get ég ekki“„Shit, þetta get ég ekki“Eftir grunnskólann stundaði

hann nám við Menntaskól-ann á Ísafirði og útskrifaðistþaðan af náttúrufræðibraut.Hann tók virkan þátt í félagslífiskólans: „Ég var aldrei í stjórnnemendafélagsins en end-aði alltaf á því að koma aðfélagslífinu með einum eðaöðrum hætti þar sem vinirnirvoru oftar en ekki í stjórn ogég var mikil félagsvera. Hinarfrægu óvissuferðir sem kom-

þó á þolinmæði kennar-anna, að sögn Snævars.„Það var frábært að vera íGB og við krakkarnir höldumsambandi enn í dag. Ég spilatil dæmis fótbolta með strák-unum á veturna þegar ég erí Reykjavík og við erum dug-leg að hittast og höfum hald-ið nokkur árgangsmót.

Við vorum „erfiður“ bekkur,strákarnir aðallega voru al-veg kolvitlausir, og kennar-arnir og skólastjórinn vissuekki alveg hvað ætti til bragðsað taka stundum. Þeim féllusthendur til dæmis þegar viðlékum okkur að því að neglasnjóboltum í rúðurnar eðasettum tyggjó í skráargötinsvo ekki var hægt að komastinn í kennslustofurnar.

Eftirminnilegast var þóþegar nýr kennari hafði tekiðvið umsjón bekkjarins í þriðjabekk og skyndilega hættihún að mæta, gafst upp heldég. Þá sá skólastjórinn aðengin dygðu vettlingatökinog setti Dóru Línu [Kristjáns-dóttur] sem umsjónarkenn-ara okkar. Hún hafði ein-hverja galdraása uppi í sinni

Maðurinn er BolvíkingurinnSnævar Sölvi, sonur SölvaRúnars Sólbergssonar ogBirnu Guðbjartsdóttur í Bol-ungarvík. Hann er elsturþriggja bræðra en yngri eruþeir Tómas Rúnar og BergþórÖrn. Snævar gekk í Grunn-skóla Bolungarvíkur og varðstúdent frá Menntaskólanumá Ísafirði þaðan sem leiðin látil Reykjavíkur í Háskóla Ís-lands og síðan Háskólann íReykjavík. Að lokinni útskriftúr fjármálaverkfræði starfaðihann í nokkra mánuði hjáSeðlabanka Íslands en þargerði hann sér fljótt grein fyrirþví að framtíð hans lægi íkvikmyndagerð. Nú stundarhann nám í leikstjórn oghandritagerð við Kvikmynda-skóla Íslands.

Við strákarnirVið strákarnirVið strákarnirVið strákarnirVið strákarnirvorum kolvitlausirvorum kolvitlausirvorum kolvitlausirvorum kolvitlausirvorum kolvitlausir

Hann átti góða tíma íGrunnskóla Bolungarvíkur.Bekkjarfélagar hans vorusamheldnir krakkar út allaskólagönguna og halda þaumörg hver góðu sambandienn í dag. Bekkurinn reyndi

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 1111111111

nsinsm flestra

að lesa stúderaði ég alltaföftustu síðuna í Mogganumþar sem var fjallað um nýj-ustu bíómyndirnar, bíógagn-rýni, aðsóknartölur og fleira.Sama hversu spennandi hlutivið vinirnir vorum að brallautandyra varð ég að náhverjum einasta barnatíma ísjónvarpinu og fljótlegafærði ég mig yfir í leiknarkvikmyndir. Fyrst um sinnþurfti mamma alltaf að þýðasöguna ofan í mig þar semég kunni ekki að lesa fyrirgrunnskólaaldurinn. Þetta alltgreip mig algjörlega.

Síðan fór ég að stúderaævihlaup leikstjóra á borðvið Tarantino, Paul ThomasAnderson, Stanley Kubrick,Jean-Luc Godard, WoodyAllen, David Lynch og KevinSmith, en hann gerði einmittsína fyrstu kvikmynd [Clerks,1994] þegar hann var bara24 ára.

Þessir menn höfðu mikil áhrifá mig. Mér datt ekki í hug aðstrákur frá Bolungarvík gætikomist eitthvað áleiðis í kvik-myndagerð, en þegar égskoðaði þessa leikstjóra, þásá ég að þeir höfðu byrjaðalveg eins og ég, með ekkertnema sjálfan sig og draum-inn. Þeir höfðu mikil áhrif ámig því þeir voru ekkert í betriaðstöðu þegar þeir byrjuðu,óðu blint í sjóinn og lærðu afmistökunum í staðinn fyrir aðláta þau stoppa sig. Það erekki hægt að plana neitt svofullkomlega að ekkert fariúrskeiðis, maður verður baraað henda sér í djúpu lauginaog svo koma hlutirnir bara íljós“ segir hann.

Tveggja kvikTveggja kvikTveggja kvikTveggja kvikTveggja kvikmynda leikstjórimynda leikstjórimynda leikstjórimynda leikstjórimynda leikstjóri

Snævar henti sér svo sann-arlega í djúpu laugina og ernú á sinni annarri kvikmynd.Fyrstu kvikmyndina, SlayMasters, skrifaði hann og tókupp þegar hann var viðslægingu í Bolungarvík í fyrra.Segir hún frá slægingarteymií Bolungarvík sem fengið ertil að leysa af daginn fyrirsjómannadag. Snævar sjásjálfur um velflest í kringumþessa fyrstu mynd sína, svosem leikstjórn, handritsgerð,kvikmyndatöku, klippingu ogfleira. Myndin vakti mikla

dæmis eru Lethal Weaponmyndirnar um vináttu og StarWars er þroskasaga ungsmanns, en ég persónulegaverð setja mér skorður út fráþví hvað ég get gert miðaðvið aðstæður, því ég hef ekkióheftan aðgang að fjár-magni. Ég er til dæmis aldreiað fara að gera epíska ævin-týramynd þar geimskip rísupp úr Drangajökli og hand-færasjómenn þurfa að heyjablóðugar orrustur við geim-verurnar ef ég hef lítið fjár-magn á milli handanna,heldur neyðist ég til að sníðamér stakk eftir vexti.

En þegar ég hef ákveðiðsöguna og tegund myndar-innar fer ég á fullt að hendaniður á blað öllum þeim hug-myndum sem gætu passaðí myndina. Loks þegar hug-myndaskjalið er orðin smekk-fullt af góðum senum byrjaég að púsla saman í umrætttreatment sem mótar sögu-þráðinn.“

Hafa bara plan AHafa bara plan AHafa bara plan AHafa bara plan AHafa bara plan AÞegar maður hittir kvik-

myndagerðamanninn Snæ-var sleppir maður því ekki aðspyrja hver uppáhaldskvik-myndin hans er og hvorthann hafi nú hitt einhvern afþeim sem hann lítur svo mikiðupp til í þeim geira.

„Nei, ég hef ekki hitt neinnaf þeim. Tarantino er í sér-stöku uppáhaldi hjá mér enég er nokkuð viss um að efég rækist á hann myndi égkikna í hnjáliðunum, eðahreinlega falla í yfirlið,“ segirhann kíminn. Hann á erfittmeð að gera upp á millitveggja stórmynda, The Shaw-shank Redemption (1994) íleikstjórn Frank Darabont ogPulp Fiction (1994) í leikstjórnTarantinos. „Það er ekki hægtað gera upp á milli þeirra.Þær eru ólíkar, Shawshankhefur tilfinningalegt gildi fyrirmann en Pulp Fiction ermeira svona innblástur, stíll-inn og fleira,“ segir hann.

Um framtíðina segir Snæ-var hana vera „one waystreet“: „Ég ætla að haldaáfram að búa til kvikmyndir,skrifa og leikstýra þeim. Þaðekki spurning um neitt ann-að. Og ég hef ekki einu sinnineitt plan B. Ef maður gerirplan B, þá verður það aðal-planið á endanum held ég.Mig langar að geta verið íþeirri stöðu að geta gert þærmyndir sem mig langar tilhverju sinni. Hvort það rætistverður bara að koma í ljós,en ég væri auðvitað til í aðgera mynd á enskri tunguþví kvikmyndir á ensku fávíðustu dreifinguna og þaðer alltaf markmið listamanns-ins að koma boðskap sínumá framfæri til sem flestra.“

athygli og var meðal annarssýnd í Háskólabíói.

Í sumar hefur hann svo unn-ið að gerð gamanmyndar-innar Albatross. „Tökurnarfóru að mestu fram á Syðri-dalsvelli, golfmekka Bolung-arvíkur, í lok júlí og byrjunágúst, en við lukum tökumrétt fyrir verslunarmanna-helgi. Núna er ég að gróf-klippa hana, velja úr öllu efn-inu bestu klippurnar og setjasaman.

Tökurnar tókust feiknavel.Við settum niður 14 dagaskipulag sem var þétt engekk ótrúlega vel. Myndinfjallar um strák sem kemurað sunnan. Hann er að eltakærustuna sína vestur yfirsumarið, en hún er frá Ísafirði.Hún reddar honum vinnu ágolfvellinum og meginþemamyndarinnar er samskiptihans við litríka samstarfs-menn og yfirmann þeirra,vallarstjórann Kjartan (PálmiGestsson), sem er erfið týpasem krefst mikils af undir-mönnum sínum. Aukin spennafærist svo í samband strák-anna við Kjartan vallarstjóraþegar aðilar frá GSÍ [Golf-sambandi Íslands] hyggjasthalda stórmót á vellinumþeirra.

Myndin er í fullri lengd. Égvonast til að frumsýninginverði snemma á næsta áriog þá hér fyrir vestan. Égmyndi alltaf vilja frumsýnahér áður en ég færi lengrameð hana,“ segir Snævar.

Gjörbreytt vinnu-Gjörbreytt vinnu-Gjörbreytt vinnu-Gjörbreytt vinnu-Gjörbreytt vinnu-brögð við handritsgerðbrögð við handritsgerðbrögð við handritsgerðbrögð við handritsgerðbrögð við handritsgerðÍ haust heldur hann aftur til

Reykjavíkur og hefst þáannað námsárið við Kvik-myndaskóla Íslands. „Þar finnég að ég er á réttri hillu loks-ins. Námið er skemmtilegasett upp, nokkurs konar crash-kúrsar, tveggja til þriggjavikna langir, með kennurumsem koma úr kvikmyndageir-anum, og í staðinn fyrirstranga akademíska kennslufáum við að læra af mönnumsem eru að gera kvikmyndirí dag. Þannig náum við líkaað mynda tengsl við fólk semer að vinna við kvikmynda-gerð og getum leitað tilþeirra eftir ráðum, bara meðþví að hringja eða sendatölvupóst, og maður færfeedback yfirleitt um hæl.

Ég er mjög ánægður meðhvernig námið er sett uppog er að læra gríðarlegamikið. Til dæmis hvað varðarhandritsgerð, þá er algjör-lega tvennt ólíkt hvernig égskrifaði fyrir Slay Masters ogAlbatross. Fyrir Slay Mastersþróaðist sagan frá blaðsíðutil blaðsíðu, ég bara prófaðimig áfram. Það sem ég gerinúna, og þessa aðferð lærðiég af einum kennaranum ískólanum, er að skrifa svo-kallað treatment sem inni-heldur alla söguna á sirka tíublaðsíðum, þ.e. söguþráðinnog hvert einasta atriði í gróf-um dráttum. Með þessari að-ferð hefur maður mikla heild-

aryfirsýn yfir verkið og lítiðmál er að henda út atriðumeða breyta þeim ef mannihugnast svo, en að breytaeftir á er töluvert meira baslef þú ert að skrifa handritiðblaðsíðu fyrir blaðsíðu. Þaðer líka mjög þægilegt aðrenna yfir kosti og galla sög-unnar með fólki þegar saganer á tíu blaðsíðna treatment-formati.

Eftir að það var orðið þéttog gott hófst ég handa viðskrifa handritið. Það tók migekki nema eina viku, því umleið og þú veist hvernig sag-an þróast frá A til Ö er munminna mál að spæna sig ígegnum handritið. En ég vilhafa sköpunarferlið lifandisvo ég breyti alltaf einhverjuá öllum stigum þess, ekki sístí tökum ef mér dettur eitthvaðnýtt í hug eða sleppi ein-hverju sem ég fíla ekki íaugnablikinu.“

Verður að sníðaVerður að sníðaVerður að sníðaVerður að sníðaVerður að sníðasér stakk eftir vextisér stakk eftir vextisér stakk eftir vextisér stakk eftir vextisér stakk eftir vexti

Ferlinu við að skrifa handritlýsir hann svo: „Það er gróf-lega þannig að ég byrja áþví að ákveða hvaða söguég vil segja, hvað liggur mérá hjarta, því ég vil helst komaákveðnum pælingum áleiðismeð hverju verki. Síðan veltiég fyrir mér hvaða söguheim-ur, eða hvernig tegundmyndar [e. genre], passarfyrir þessa sögu.

Það er að vísu hægt aðsetja flestar sögur inn í hvaðategund myndar sem er. Til

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

1212121212 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Sigldi hringinn íkringum landið á kajak

Guðni Páll Viktorsson eruppalinn á Þingeyri og bjóþar til 13 ára aldurs. Þá fluttihann með foreldrum sínum íÁrbæinn í Reykjavík og bjóþar öll unglingsárin, stundaðinám og lék knattspyrnu meðFylki. Guðni Páll hefur aldreiverið neinn vandræðagemsieða í kringum eitthvað slíkt,hann stundaði mikið íþróttirog var mikill íþróttamaður.Eftir dvölina í Árbæ lá leiðiná Ísafjörð þar sem hann héltáfram að leika knattspyrnu,en hann spilaði með BÍ/Bol-ungarvík í fjögur ár þangaðtil hann lagði skóna á hilluna.Hann býr í Reykjavík og starf-ar þar hjá stoðtækjafyrirtæk-inu Össuri á veturna en kemurvestur á sumrin þar sem hannvinnur við sjómennsku eðaönnur störf.

inn var gríðarlega mikill. Þaðvar líkamlegur undirbúningursem fólst í mjög markvissriþjálfun, en ég þurfti að þjálfaákveðna vöðva. Andlegiundirbúningurinn var meirien ég átti von á.“

Þegar Guðni Páll fór af staðvissi hann ekki hvað hannátti að gera til að þjálfa sigandlega fyrir ferðina. Hannfékk ráð frá Vilborgu Örnupólfara og fleira góðu fólki.Það var fyrst og fremst aðsetja sig í þær aðstæður semgætu hugsanlega komiðupp á ferðalaginu.

„Maður setti þetta upp íkollinum og reri kannski allandaginn í hausnum. Þetta varmeginæfingin og svo þurftiég að koma mér í mikið and-legt jafnvægi, sem gekk vel.Ég mátti ekki hafa áhyggjuraf því sem var að gerastheima fyrir, slíkt var þurrkaðaf borðinu áður en ég fór afstað og öll vandamál voruleyst. Ef eitthvað kom upp áferðalaginu fékk ég það ekkií hausinn. Ef það gleymdistað borga reikninga eða eitt-hvað annað voru aðrir semsáu um það og ég fékk frið tilað sinna mínu verkefni, ann-ars væri þetta ekki hægt.Það væri vonlaust að hafaáhyggjur með í för.“

BaklandBaklandBaklandBaklandBaklandFólk áttar sig kannski ekki

á því hvað það eru margirsem studdu við bakið á þessuverkefni. Það er t.d. korta-vinna og það þurfti að komaöllu fyrir svo allt gengi eðli-lega þessa þrjá mánuði semég var í burtu. Þetta hefðiverið ógerlegt án þess aðhafa gott fólk með mér ogég var svo heppinn að hafaþað fólk. Kærastan mín stóðvið bakið á mér eins og klett-ur, fjölskyldan, foreldrar ogtengdaforeldrar. Afi minnreyndist mér mjög vel,“ segirGuðni Páll, en það skipti sköp-um að hafa gott baklandþegar ferðin lengdist óðumvegna aðstæðna og veðurs.

„Það hafði helling að segja.Það bættist mánuður viðferðina, sem hafði gríðarlegáhrif á kostnað og aukaþættisem skiptu máli. Það var bíll

sem fylgdi mér eftir í landimegnið af leiðinni, þaðbættist við mánuður þar.Þetta hafði mikið að segjafyrir fólk en kannski ekki einsfyrir mig. Fólkið í kringum migþurfi að breyta sínum venjumog sumarfríum. Það voru fjórirað taka veður fyrir mig ogþeirra sumarfrí fór eftir mínuplani. Það er ekki hægt aðborga fyrir svona, þetta erbara vinátta sem maðurgleymir aldrei, að menn séutil í að breyta sumarfríinu sínutil að vera mér innan handar.Ég er gríðarlega þaklátur ölluþví fólki sem sá til að þettagengi upp. Ég hefði ekki klár-að þetta verkefni einn mínsliðs, það er ekki smuga, ekkifræðilegur.“

Lagt af sLagt af sLagt af sLagt af sLagt af sGuðni Páll segir að það

hafi verið mjög þægileg til-finning að leggja af stað.„Það var mikið stress í gangisamt sem áður og einhvertilfinning sem ég þekkti ekki.Ég var gríðarlega ánægðurað vera farinn af stað ogvissi að þetta væri að verðaað raunveruleika. Ég hafðieytt miklum tíma og fjármun-um í undirbúning, það varléttir og hnútur í maganumþví ég vissi ekkert hvað varframundan. Það var óvissa íþessu sem var óþægileg enég held að það sé fullkom-lega eðlilegt þegar maðurfer í svona langt og krefjandiferðalag, bæði líkamlega ogandlega.“

Það voru mörg atvik í ferð-inni sem Guðni Páll mun al-drei gleyma og önnur semhann segist vilja gleyma semfyrst. Það sem stóð upp úr ílok ferðar var atvik sem hannlenti í á suðurströndinni semvar það alvarlegasta semhann hefur lent í á sínumkajakferli og það sem kemstnæst því að vera í lífshættu.

Erfið reynslaErfið reynslaErfið reynslaErfið reynslaErfið reynsla „Ég var að róa út af Meðal

landi og á þessu svæði ermjög þekkt straumasvæðiog erfitt yfir höfuð róðrarlega,og meira að segja stóruskipin forðast þetta svæði.Það myndast stórar öldur á

sandrifjum langt fyrir utanströndina. Ég lenti í einnisvona öldu, en þær getaorðið gríðarlega stórar. Þettaeru úthafsöldur sem eru aðkoma beinustu leið frá út-hafinu, eru gríðarlega öflug-ar og þarf lítið til að þærbrotni. Veðrið versnaði mjögskyndilega, á um klukkutíma,og ég átti 20 kílómetra leiðeftir til að komast á stað þarsem ég gæti lent. Suður-ströndin var þannig að mað-ur komst ekki í land á millivegna brims. Þetta gerðist ábesta stað sem þetta gatgerst á, ég átti helminginneftir af deginum en spáin leitmjög vel út fyrir þennan dag.En við búum á Íslandi ogveðrið hér breytist á hálftímafresti. Þetta kom mér að óvör-um og ég var ekki tilbúinn íþetta veður.

Aldan brotnaði yfir mig ogskellti mér og ég rúllaði í öld-unni í einhvern tíma. Þegarmaður er í svona aðstæðumlíður tíminn afskaplega hægt.Fyrir mér var þetta mjög lang-ur tími og þar sem ég var aðverða búinn með súrefnis-birgðirnar var þetta orðiðmjög erfitt í lokin. Ég þurfti aðhalda niðri í mér andanum íöldunni en náði að rífa migupp og halda mér í bátnum.Ég áttaði mig strax á að þettaværi eitthvað meira en venju-legt og sá fljótt að tækiðsem gefur upp staðsetningumína var farið af, GPS-tækisem ég styðst mikið við varfarið af. Báturinn var laskað-ur, stýrið aftan á bátnumhafði einnig brotnað af, semer mjög sjaldgæft að geristvið svona aðstæður á kajak.Þá áttaði ég mig á hverskonar afl þetta var, líklegafleiri tonn sem dundu þarnayfir. Ef ég hefði þurft að faraúr bátnum hefði þetta ekkifarið eins og það gerði. Éger sannfærður um það.“

Sem betur fer fór þettabetur en á horfðist og GuðniPáll segir að þessi upplifunhafi farið í reynslubankannog gert hann sterkari einstakl-ing fyrir vikið og öflugri í sínustarfi sem leiðsögumaður ogkajakræðari. Að hans sögner þetta er bara atvik sem

Vantaði nýtt áhugamálVantaði nýtt áhugamálVantaði nýtt áhugamálVantaði nýtt áhugamálVantaði nýtt áhugamálÞað voru breyttir tímar þeg-

ar Guðni Páll hætti knatt-spyrnuiðkun og hann vantaðieitthvað annað að gera enhanga heima og horfa ásjónvarpið. „Ég hafði alltafhaft áhuga á kajakróðri. Vin-ur minn átti kajak sem hannvar ekki að nota og lét mighafa hann. Þá varð ekki aftursnúið, ég fann það um leiðað þetta var eitthvað semheillaði mig mjög mikið. Égvissi það um leið og ég byrj-aði að róa að þetta var mittáhugamál, að þetta værieitthvað sem ég myndi end-ast í. Þá hafði ég sambandvið kajakakennarann HalldórSveinbjörnsson og eftir þaðvar ljóst í hvað stefndi. Égnáði fljótt góðum tökum áþessu og eftir eitt og hálft árfór draumurinn að fæðast,að fara hringinn í kringumlandið og skoða það,“ segirGuðni Páll.

Hugmyndin eins og hún varframkvæmd varð að veru-leika fyrir rúmu ári, að sögnGuðna Páls, sem hafði hugs-að um það í tvö ár að þettaværi gaman. „Þegar maðurer alltaf að hugsa um eitt-hvað á maður bara að látavaða. Láta drauminn rætast.Þannig byrjaði þetta ævin-týri, ég tók ákvörðun um þaðheima að þetta væri þaðsem væri framundan hjá mérþetta sumarið. Ég setti vísvit-andi pressu á mig með þvíað láta ákveðna aðila vitaaf þessu, þar á meðal GíslaFriðgeirsson, sem hafði áðurróið í kringum landið. Hannfékk manna fyrst að vita afþessu. Það var vísvitandi gertað segja honum frá, því hannmyndi aldrei láta mig í friðief ég bakkaði út úr því. Þaðer um að gera að láta vitasvo maður hætti ekki við.“

UndirbúningurUndirbúningurUndirbúningurUndirbúningurUndirbúningur„Ég hef ekki róið í mörg ár

en róið mikið og náð mér ímikla reynslu, bæði hérheima og erlendis. Það másegja að ég hafi farið hrattyfir á stuttum tíma. Þegar ervel er haldið utan um kenn-slustarf og annað ná mennfljótt árangri. Undirbúningur-

Page 13: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 1313131313

Þjónustuauglýsingarhjálpar honum í dag.

Jákvæð reynslaJákvæð reynslaJákvæð reynslaJákvæð reynslaJákvæð reynslaGuðni Páll segir að það sé

ekki eitt sérstakt augnabliksem standi upp úr í ferðinni,þau eru mörg. Honum þóttit.d. gríðarlega gott að komavestur á sitt heimasvæði.„Það var mjög ljúf tilfinning,og að hitta róðrarfélaganavar góð tilfinning sem stendurmjög hátt upp úr. Svo erkoma mín til Vestmannaeyjaofarlega í huga mér. GestrisniEyjabúa er mjög sérstök. Þaðer stórkostlegt fólk í Eyjum ogallt af vilja gert til að gera alltfyrir mann. Þar var vel tekið ámóti mér og ég er ótrúlegaánægður með það.

Fegurðin við landið er ótrú-leg, að sjá sólina setjast áHornströndum. Dýralífið erstórkostlegt þegar maður rærá nóttunni og getur liggurvið teygt sig í fuglinn, selinnog hnísuna. Þá breytist allt,maður verður mýkri og eigin-lega hálfklökkur.“

„Það kom mörgum á óvartað ég skyldi velja þetta mál-efni, en fjölskyldan var gríðar-lega ánægð þegar ég sagðiþeim frá því af hverju égvaldi að leggja því lið. Mérfannst svolítið hoppað yfirþetta í samfélaginu okkar,það eru hátt í hundraðmanns sem búa á götunniog mér finnst það óásættan-legt í svona litlu landi,“ segirGuðni Páll, en tilgangur ferð-arinnar var meðal annars aðvekja athygli á starfi Sam-hjálpar og safna styrkjum fyrirstarfið.

Guðni Páll segir að enginforsaga sé að ákvörðun hansað styrkja Samhjálp. Hannþekkti ekkert til samtakannaáður en hann fór út í þettaverkefni. „Þarna er fólk meðfíkniefna- og drykkjuvanda-mál og heimilislausir. Einstakl-ingar sem minna mega sín.Það er enginn grunnur hjámér á bak við þetta málefnien mér fannst það þurfa ásmá umfjöllun og umhyggjuað halda. Það var í raun eng-in ástæða fyrir því að égvaldi það frekar en annað.“

Töluverð upphæð hefursafnast í róðrinum og enn erhægt að leggja málefninulið með því að fara inn ávefsíðuna http://www.aroundiceland2013.com. „Það semtekur við er að fylgja verkefn-inu eftir og sjá til að söfnuninklárist og gangi vel. Síðan erað mæta í vinnuna og komavenjulega lífinu aftur í gang,“segir Guðni Páll, en hann villkoma þökkum til allra semsýndu verkefninu stuðning ogvoru með honum í þessu oghann hvetur alla sem getaað leggja málefninu lið.

[email protected]

Page 14: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

1414141414 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013

Krossgátan

Boltinn í beinni...Boltinn í beinni...Boltinn í beinni...Boltinn í beinni...Boltinn í beinni...

Laugardagur 24. ágústLaugardagur 24. ágústLaugardagur 24. ágústLaugardagur 24. ágústLaugardagur 24. ágústkl. 11:35 Fulham - Arsenal

kl. 14:00 Newcastle - West Hamkl. 14:00 Everton - WBA

kl. 14:00 Stoke - Crystal P.kl. 14:00 South.pton - Sunderl.

kl. 14:00 Hull - Norwichkl. 16:30 Aston Villa - Liverpool

Sunnudagur 25. ágústSunnudagur 25. ágústSunnudagur 25. ágústSunnudagur 25. ágústSunnudagur 25. ágústkl. 15:00 Cardiff - Man. City

kl. 15:00 Tottenham - Swanseakl. 19:00 Malaga - Barcelona

Mánudagur 26. ágústMánudagur 26. ágústMánudagur 26. ágústMánudagur 26. ágústMánudagur 26. ágústkl. 19:00 Man. Utd. - Chelseakl. 19:00 Granada - Real M.

kl. 19:00 KR-FH

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands22. ágúst 1943: 22. ágúst 1943: 22. ágúst 1943: 22. ágúst 1943: 22. ágúst 1943: um 800 mar-svín rak á land við Búlands-höfða á Snæfellsnesi og í

nágrenni hans.23. ágúst 1967:23. ágúst 1967:23. ágúst 1967:23. ágúst 1967:23. ágúst 1967: Íslendingar

töpuðu fyrir Dönum í landsleikí knattspyrnu á Idrætsparkení Kaupmannahöfn með fjór-tán mörkum gegn tveimur.Mörk Íslendinga skoruðu

Helgi Númason og HermannGunnarsson.

24. ágúst 1944:24. ágúst 1944:24. ágúst 1944:24. ágúst 1944:24. ágúst 1944: SveinnBjörnsson forseti Íslands

ræddi við Franklin D. Roose-velt forseta Bandaríkjanna íHvíta húsinu í Washington.Sveinn var þá í opinberri

heimsókn í Bandaríkjunum.25. ágúst 1970:25. ágúst 1970:25. ágúst 1970:25. ágúst 1970:25. ágúst 1970: Stífla í Mið-kvísl í Laxá í Suður-Þingeyjar-sýslu var sprengd til að mót-mæla stækkun Laxárvirkjun-

ar. Samkomulag tókst íLaxárdeilunni í maí.

26. ágúst 1896:26. ágúst 1896:26. ágúst 1896:26. ágúst 1896:26. ágúst 1896: Suðurlands-skjálfti (hinn fyrri). Fjöldi bæjaí Rangárvallasýslu hrundi til

grunna. Styrkur skjálftans varáætlaður 6,9 stig. Síðari stóriskjálftinn var 5. september.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Austan og SA 5-13m/s,

hvassast með suðurströnd-inni. Rigning, en þurrt að

kalla á Norðurlandi. Hiti 10-18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Fremur hæg vestlæg eða

breytileg átt með skúrum. Hiti7-15 stig, svalast á Vestfjörðum.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Norðan og NV-átt og rigningá Norður og Austurlandi, en

léttskýjað að mestu SV-lands.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 15: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 1515151515

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Eigendur fasteignanna að Aust-urvegi 7 og Aðalstræti 42 á Ísa-firði hafa lagt fram kæru vegnaframkvæmda við nýja skólalóðGrunnskólans á Ísafirði við Aust-urveg. Í kærunni kemur fram aðframkvæmdin hindri aðkeyrsluað húsi þeirra og þá sérstaklegaað bílskúr austan megin við húsiðsem stendur við Austurvöll. Þarhafa leiktæki verið sett niður semhindri aðkeyrsluna. „Í þetta skiptier mjög áberandi að við erumekki einar um þessa skoðun, þaðer greinilegt að fólk er ekki sáttvið þennan gjörning. Þarna erauðvitað verið að brjóta freklegaá okkar rétti. Ég veit ekki hvernigfólk hugsar sem gerir svona lag-að. Þetta er mjög skrítið mál,“

segir Áslaug.Í kærunni segir meðal annars

að Ísafjarðarbær hafi ekki staðiðfyrir grenndarkynningu varðandimálið, ekki hafa sést neinar aug-lýsingar eða gefinn athugasemda-frestur. Það sé í trássi við gildandideiliskipulag frá 16. október 1997þar sem kveðið er á um grennd-arkynningu og auglýsingu í blöð-um og þá athugasemdafrest efbreyta eigi deiliskipulaginu. Þráttfyrir ítrekaðar tilraunir hafi eig-endum ekki tekist að finna bókunum afgreiðslu umhverfisnefndarum málið. Þá vísa þær Helga ogÁslaug í kæru frá 2006 frá hús-eigendum við Austurvöll vegnabreytinga á skipulagi sem tengd-ist þessu sama svæði en á því

hafi verið mikill hringlandahátturí sveitarfélaginu undanfarinn einnog hálfan áratug.

Telja þær fyrirhugaðar breyt-ingar á deiliskipulaginu verahaldnar stórkostlegum annmörk-um og sætta þær sig ekki við þær.Fara þær þess á leit við sveitar-félagið að frá þeim verði horfið.„Þetta hefur verið kært áður svoþað er í raun hægt að vísa í úr-skurð því máli. Í deiliskipulaginuer ekki gert ráð fyrir að þarna séinnkeyrsla heldur sé þetta skóla-lóð,“ segir Daníel Jakobssonbæjarstjóri. Bæjarráð fól bæjar-lögmanni að skoða málið í sam-starfi við sviðsstjóra umhverfis-og eignasviðs.

[email protected]

Kæra framkvæmdir við Austurveg

Kemur Byggðastofnun aðuppbyggingu á Flateyri?„Vissulega hefur maður áhyggj-

ur af atvinnuástandinu á Flateyri.Þar bindur maður vonir við fisk-eldið, mér finnst verkefnið veraað halda uppi atvinnu þar á meðanverið er að byggja upp seiði. Viðhöfum meðal annars hlutverkvarðandi byggðakvótann ogauðvitað höfum við áhuga á aðþarna sé blómlegt atvinnulíf enþað hefur ekki verið þannig uppá síðkastið,“ segir Daníel Jakobs-son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjaren bæjarráð samþykkti á síðasta

fundi tillögu Örnu Láru Jóns-dóttur um að óska eftir samstarfivið Byggðastofnun um að komaað málefnum Flateyrar með þaðað markmiði að styrkja stoðirsamfélags og atvinnulífs.

Í bókun bæjarráðs segir að við-varandi fólksfækkun og ótryggtatvinnuástand til margra ára hafiveikt samfélagið og það er nauð-synlegt að grípa inn í þá þróun.Mikilvægt sé að tryggja virktsamráð við íbúa og hagsmuna-samtök þeirra við þá vinnu sem

framundan er.Sem kunnugt er var útgerðar-

fyrirtækið Lotna á Flateyri sviptbyggðakvóta sínum tímabundiðog mögulegt er að hann færistyfir á næsta fiskveiðiár þar semfyrirtækið er sagt hafa ekiðaflanum óunnum úr sveitarfélag-inu. Lotna fékk 100 tonna byggða-kvóta á þessu fiskveiðiári, semer þriðjungur byggðakvóta Flat-eyrar, og hefur veitt megnið afhonum.

[email protected]

Útsýnið áhættunnar virði?Fjölmargir gera sér ferð upp á

Bolafjall ofan Bolungarvíkur yfirsumartímann. Vegurinn var gerð-ur á níunda áratugnum er ratsjár-stöð var byggð á fjallinu. Magnaðútsýni er ofan af fjallinu og viðgóðar aðstæður sést inn allt Ísa-fjarðardjúp, yfir vestfirsk fjöll,inn í Jökulfirði og fyrir Rit, íStraumnes og jafnvel efstu tindaHornbjargs. Fyrir mörgum árumvar kaðall settur milli staura áfjallinu en hann gefur til kynnahvar er óhætt að vera og hvarekki, enda þverhnípið ógurlegtfram af bjargbrúninni. Margirþeirra sem á fjallið fara hunsaumrædda varnarlínu og gangaalveg fram á brún og jafnvel framá stóra syllu (stein) sem skagarút úr fjallinu. Þykir mörgum til-valið að láta taka myndir af sér ásyllunni.

Þeir sem það gera, gera sérekki grein fyrir því að syllan erað öllum líkindum á hreyfinguog því mikil hætta búin að fara útá hana. „Við höfum fréttir af því

að hann (steinninn) sé smám sam-an að síga og auðvitað spyr maðursig hvenær hann fer,“ segir Þor-leifur Eiríksson hjá NáttúrustofuVestfjarða. Óhætt er að segja að

útsýnið af syllunni er fallegt, ener það svo fallegt að áhættan semmaður tekur með því að fara út áhana sé þess virði?

[email protected]

Þessi er ansi djörf/djarfur…

Page 16: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 ...Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 22. ágúst 2013 · 33. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Guðni Páll Viktorsson

1616161616 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013