fimmtudagur 4. september 2014 · 35. tbl. - bæjarins bestastofnað 14. nóvember 1984 ·...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 4. september 2014 · 35. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak Pedal Projects á Flateyri – sjá bls. 8 og 10. Ísfirðingurinn Ásgeir Helgi Þrastarson rekur frumkvöðlafyrirtækið Pedal Projects á Flateyri ásamt Hrefnu Valdemarsdóttur kærustu sinni. Þar hannar hann og smíðar gítar- og bassa- pedala sem hann selur víða um lönd. Núna safnar hann fyrir leysigeisla svo að öll vinna geti farið fram á Flateyri. – Ásgeir Helgi er í viðtali vikunnar. Graffiti list á Ísafirði

Upload: others

Post on 17-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 4. september 2014 · 35. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

    Pedal Projects á Flateyri

    – sjá bls. 8 og 10.

    Ísfirðingurinn Ásgeir Helgi Þrastarson rekurfrumkvöðlafyrirtækið Pedal Projects á Flateyriásamt Hrefnu Valdemarsdóttur kærustu sinni.Þar hannar hann og smíðar gítar- og bassa-pedala sem hann selur víða um lönd. Núnasafnar hann fyrir leysigeisla svo að öll vinnageti farið fram á Flateyri. – Ásgeir Helgi er íviðtali vikunnar.

    Graffiti listá Ísafirði

  • 22222 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    HJÚKRUNARHEIMILIÐ EYRI, ÍSAFIRÐI– INNRÉTTINGAR

    Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið„Hjúkrunarheimilið Eyri, Ísafirði – innrétt-ingar“. Húsið er steinsteypt á einni hæðmeð 30 einstaklingsíbúðum. Íbúðakjarnareru þrír, hver með tíu íbúðum, sameigin-legri setustofu, borðstofu og eldhúsi. Hús-ið er tengt með tengigangi við Heilbrigð-isstofnun Vestfjarða.

    Helstu stærðir:Brúttóflötur byggingar 2.335m²Brúttórúmmál 10.440m³Innihurðir 93 stk.Fataskápar 30 stk.Eldhúsinnrétting 3 stk.

    Reiknað er með að verk geti hafist í októ-ber 2014 og skal vera að fullu lokið 1. maí2015.Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr.5.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1,400 Ísafirði frá og með 5. september 2014.Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ íStjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 30. september2014 kl. 13:00 að viðstöddum þeim bjóð-endum sem þess óska.

    456 4560Auglýsinga-síminn er

    Fleiri nýta sér réttinn til húsa-leigubóta að sögn Önnu Sigurð-ardóttur hjá fjölskyldusviði Ísa-fjarðarbæjar. Bæði eru fleiri semeiga rétt á húsaleigubótum vegnaefnahagsþrenginga og eins erumargir sem hafa átt rétt á húsa-leigubótum en ekki sóst eftirþeim fyrr en nú. Húsaleigubætureru tekju- og eignatengdar oghefur fjölskyldustærð áhrif á upp-hæð bótanna.

    Námsmenn sem eiga lögheim-ili á Ísafirði en stunda nám annarsstaðar á landinu eiga rétt á húsa-leigubótum og fjöldi þeirra rokk-ar frá 24 til 32 á milli ára.

    [email protected]

    Fleiri nýtasér réttinn tilhúsaleigubóta

    Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjartelur nauðsynlegt að setja fyrir-vara við tillögu Fjórðungssam-bands Vestfirðinga um að aðal-skrifstofa lögreglunnar verðistaðsett annars staðar en í fjöl-mennasta byggðakjarna Vest-fjarða. Í bókun bæjarráðs frá 10.júní síðastliðnum er gengið útfrá tillögu innanríkisráðuneytis-ins að aðalskrifstofa lögreglunnarætti að vera staðsett í Ísafjarðar-bæ, segir m.a. í bréfi sem GísliHalldór Halldórsson, bæjarstjóriÍsafjarðarbæjar hefur sent innan-ríkisráðuneytinu. Þar segir enn-fremur: „Þann 10. júní s.l. álykt-aði bæjarráð um staðsetningu em-bættis sýslumanns og taldi óeðli-legt að embættið yrði staðsett íBolungarvík í ljósi þess að stær-sta skrifstofan á norðanverðum

    Vestfjörðum yrði óhjákvæmilegaí Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

    Eðlilegast er, ef sýslumaðurVestfjarða er staðsettur á norðan-verðum Vestfjörðum, að hann séstaðsettur í Stjórnsýsluhúsinu áÍsafirði. Ef byggðasjónarmiðstanda til þess að efla byggð ásunnanverðum Vestfjörðum erðhægt að sýna því skilning að em-bætti sýslumanns verði staðsett íVesturbyggð og gerði bæjarráðþað ekki að umtalsefni. Bæjarráðtaldi hins vegar alveg víst þann10. júní, í ljósi framanlagðra til-lagna ráðuneytisins, að embættilögreglustjóra ætti að staðsetja áÍsafirði og fjallaði því ekki sér-staklega um það í bókun sinni.“

    Eins og kemur fram í bókunfrá 7. júlí hefur bæjarstjórn Ísa-fjarðarbæjar af því verulegar

    áhyggjur ef farið verður að til-lögum Fjórðungssambands Vest-firðinga og embætti lögreglu-stjóra verði staðsett annars staðaren á Ísafirði. „Fjölmennastabyggð á Vestfjörðum er á Ísafirði.Hættuástand sem kallar á athyglilögreglustjóra og almannavarna-nefndar er margfalt algengara ánorðanverðum Vestfjörðum en ásuðurfjörðunum. Talsvert óhag-ræði hlýtur einnig að felast í þvíað lögreglustjórinn verði stað-settur í Vesturbyggð ef þorristarfa hans og megin fjöldi starfs-mannanna eru í Ísafjarðarbæ ognágrenni. Á Ísafirði er einnigHéraðsdómur, sem skipt getur málií þessu samhengi. Það er vonundirritaðs að vandað verði tilþessarar ákvörðunar eins og kost-ur er og gott samráð verði haftvið lögreglu og sýslumenn umendanlega niðurstöðu mála þann-ig að farsæld hljótist af,“ segir íbréfi Gísla Halldórs til innanrík-isráðuneytisins.

    Setja fyrirvara við tillöguFjórðungssambandsins

    Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 33333

  • 44444 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

    Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

    Blaðamenn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir, 778-4063, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

    Auglýsingar: Gústaf Gústafsson, Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

    Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

    á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

    Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

    Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

    fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

    Ritstjórnargrein

    Þriðja flokks

    Spurning vikunnar

    Hefur þú svikið undan skatti?

    Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

    Alls svöruðu 408.Já sögðu 128 eða 31%Nei sögðu 280 eða 69%

    Nýtingin á Hótel Hornilangt umfram væntingar

    „Það hefur verið betri gangur ísumar á öllum gististöðunum hjáokkur heldur en var í fyrra. Þráttfyrir fjölgun herbergja í vor hefurnýtingin á þeim verið betri en ífyrra og veltan aukist mjög mik-ið,“ segir Daníel Jakobsson, fram-kvæmdastjóri Hótel Ísafjarðar hf.Fyrirtækið rekur fimm gististaðiá Ísafirði, en auk sjálfs HótelÍsafjarðar eru það hið nýja HótelHorn í gamla Kaupfélagshúsinuá horni Hafnarstrætis og Austur-vegar (sem löngum hefur veriðkallað Kaupfélagshornið), tvögistihús við Mánagötu 1 og 5,sem bera sameiginlega heitiðGamla gistihúsið, og Hótel Eddaá heimavist Menntaskólans ásumrin. Hótel Horn var opnað

    með tólf herbergjum í fyrra ogsíðan voru önnur tólf tekin í notk-un um páskana, þannig að þareru núna 24 herbergi á annarri ogþriðju hæð. Á Hótel Ísafirði eru36 herbergi.

    Aðspurður hvort nýtingin sé ísamræmi við væntingar segirDaníel, að hún sé töluvert um-fram það. „Ég get ímyndað mérað Hótel Horn sé kringum fimm-tíu prósent umfram væntingarfyrir þetta ár. Því til viðbótarhafa hinir gististaðirnir líka veriðað bæta við sig, þannig að viðhöfum hýst miklu fleiri gesti áþessu ári en í fyrra.“

    – Hver er ástæðan? Er svonamiklu meira um ferðafólk á Ísa-firði núna en áður?

    „Ég myndi ætla að ástæðurnarséu þrjár. Í fyrsta lagi eru fleiriferðamenn á ferðinni. Í öðru lagihefur það haft mikið að segja, aðnúna er boðið upp á mun betrigistingu á sunnanverðum Vest-fjörðum en áður, og þar semflestir fara Vestfjarðahringinn erhann af þessari ástæðu orðinnáhugaverðari. Í þriðja lagi ergreinilega mikil eftirspurn eftirgóðri hótelgistingu, og þá á égvið nýlegum herbergjum meðbaði. Það eru þau herbergi semer auðveldast að selja, erfiðara erað selja herbergi sem eru meðsameiginlegu baði. Það er alvegklárt mál að þörfin var fyrirherbergi með baði hérna á Vest-fjörðum,“ segir Daníel.

    Körfuboltafélag Ísafjarðar byrj-ar veturinn með látum á laugar-dag en þá verður Körfuboltadag-urinn haldinn með stæl í íþrótta-húsinu á Torfnesi, eins og það erorðað á heimasíðu félagsins. Þarer lagt til að allir áhugasamir taki

    daginn frá milli klukkan ellefuog tvö. Markmiðið með Körfu-boltadeginum er að kynna körf-una fyrir ungum jafnt sem öldn-um og marka um leið formlegtupphaf vetrarstarfs yngri flokkaKFÍ.

    Núna er unnið að úthlutun tímaí íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar ogverður ekki hægt að ganga fráæfingatöflu KFÍ fyrr en því er lok-ið. Fyrir liggur þó, að æfingataflaallra flokka hjá félaginu munitaka gildi mánudaginn 8. sept.

    Körfuboltadagurinn markar upphaf vetrarstarfsins

    Enn stefnir í nýtt met í komumskemmtiferðaskipa til Ísafjarðaren nú þegar hafa 52 skip boðaðkomu sína næsta sumar. Allsrúma skipin um 52 þúsund far-þega. Stærsta skipið MSC Splen-dida, sem rúmar tæplega 4.600manns, kemur tvisvar, en stærraskip hefur ekki sótt Ísafjörð heim.Fyrsta skipið, Saga Pearl, kemur28. maí og með því 450 farþegarog tveimur dögum síðar kemurMarco Polo með 850 farþega.Fjórtán skip hafa tilkynnt komusína í júní og er MSC Splendida

    þar stærst með 4.363 farþega. Aföðrum stórum skipum í júní mánefna AIDA Luna sem kemur16. júní með 1.339 farþega,Ryndam sem kemur 27. júní með1.627 farþega, Costa Fortuna semkemur 28. júní með 2.720 farþegaog Oriana sem kemur 30. júnímeð 2.179 farþega.

    Tuttugu skip hafa boðað komusína í júlí. AIDA Luna kemur 3.júlí og 20. júlí með 1.339 farþegaí hvort skipti. Queen Elizabethkemur einnig 20. júlí með 2.172farþega, MSC Splendida kemur

    22. júlí með 4.363 farþega ogCosta Fortuna kemur 28. júlí með2.720 farþega. Þrettán skip eruvæntanleg í ágúst. Ryndam kem-ur 8. ágúst með 1.627 farþega,Arcadia kemur 19. ágúst með2.628 farþega og Veendam kem-ur 20. ágúst með 1.266 farþega.Tvö skip eru bókuð í septemberog eru þau bæði stór. CaribbeanPrincess kemur 11. septembermeð 3.622 farþega og daginn eftirkemur Ruby Princess með 3.782farþega.

    [email protected]

    Enn fjölgar skemmti-ferðaskipum til Ísafjarðar

    MSC Splendida er stærsta skipið sem hefur tilkynnt komu sína til Ísafjarðar næsta sumar.

    Yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, þáv. iðnaðarráðherra, frá2008, um að Vestfirðingar búi við 3ja flokks raforkukerfi stenduróhögguð. Enn búa Vestfirðingar við 3ja (ef ekki 4. eða 5.) flokksvegakerfi innan fjórðungsins. Allar hugmyndir um úrbætur líkt ogfugl í skógi. Hver er staða Vestfirðinga hvað fjarskipti, nokkuð semnútíma samfélög fá ekki þrifist án þess að hafa fullnægjandi aðgangað, varðar? Er það eins og með rafmagnið og vegina, 3ja flokks?Bilunin í fjarskiptakerfinu í ágústlok sló marga óhug. Hvað ef eitt-hvað geigvænlegt hefði komið fyrir, á tímalengd eins vinnudags,meðan bilun í gömlum (úreltum?) búnaði var lagfærð?

    Björn Davíðsson hjá Snerpu á Ísafirði hefur lengi látið þessi máltil sín taka: ,,Núna eru fjórir sæstrengir sem tengja okkur við útlönd,en bara ein tenging til Vestfjarða. Þetta sýnir vel hversu afskipturþessi hluti landsins er í fjarskiptamálum. Við verðum að fá hring-tengingu með ljósleiðara. Manni sýnist að stjórnvöld hljóti að verðaað koma að því máli. Einkaaðilar eins og Míla hafa sýnt fram á aðþeir eru ekki færir um það og hafa jafnvel ekki áhuga á því.“

    Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherraheimsótti Vestfirðinga fyrir skömmu og kom víða við. Vonandiverður gagnkvæmur ávinningur heimamanna og ráðherra af heim-sókninni. Í niðurstöðu ráðuneytisins um vesturförina segir m.a.:,,Skilaboð Vestfirðinga voru skýr: ríkisvaldið þarf að tryggja aðíbúar Vestfjarða sitji við sama borð og íbúar annarra landshlutavarðandi samgöngur, orkumál og aðra innviði samfélagsins. Þámunu þeir eflast og dafna og treysta þjóðarhag.“ (Leturbr.BB)

    Þetta er mergurinn málsins. Vestfirðingar eiga rétt á að búa viðhliðstæðar aðstæður og aðrir landsmenn. Afsökun á stórslysinu ergóðra gjalda verð, en breytir engu. Krafan er hringtenging með ljós-leiðara. Þar sem sýnt er að einkaaðilar hafa ekki reynst færir um aðleysa málið, verða stjórnvöld að láta til sín taka.

    Samgöngur - raforka - fjarskipti: allt þriðja flokks (eða þaðan afverra) á Vestfjörðum! Ætla stjórnvöld Vestfirðingum að þreyjaendalausan Þorra eftir þessum frumþörfum? Allt þar til búið er aðstoppa í göt nokkurra kísilmálmverksmiðja, sem settar voru á guð oggaddinn, og koma enn einni álbræðslunni á koppinn? Að ógleymdumfyrirgreiðslumilljörðunum, sem búið er að lofa í þessu sambandi, oghagkerfið verður þar með af?

    Skilaboð Vestfirðinga eru skýr. Nú reynir á viðbrögð ráðherra,ríkisstjórnar og Alþingis. s.h.

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 55555

  • 66666 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTFJARÐA

    Háls-, nef- og eyrna-læknir á Ísafirði

    Ólafur Guðmundsson, háls-, nef- og eyrna-læknir verður með móttöku á Ísafirði dagana10.-12. september.

    Tímapantanir í síma 450 4500 á milli kl. 08:00og 16:00 alla virka daga.

    Skólarnir eru byrjaðir

    StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

    bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

    og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

    bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

    um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

    Stakkur skrifar

    AtvinnaFjarðanet óskar að ráða starfsmann í Gúmmí-

    bátaþjónustu á Ísafirði. Í gúmmíbátaþjónustuFjarðanets fara fram skoðanir og viðhald ágúmmíbjörgunarbátum og öðrum björungar-búnaði. Segladúkasaumur og útleiga á sam-komutjöldum o.fl.

    Starfið felur í sér skoðun á björgunarbúnaði,lagfæringum á slöngubátum. segldúkasaumog önnur fjölbreytt sala og þjónusta til viðskipta-vina fyrirtækisins.

    Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum ogþjónustuliprum einstaklingi sem á gott meðmannleg samskipti. Æskilegt er að viðkom-andi hafi góða almenna tölvukunnáttu ásamtgóðri enskukunnáttu.

    Upplýsingar gefur Snorri Sigurhjartarson ísíma 470 0830 og 856 0832 eða í tölvupósti,[email protected] og Þorsteinn Þráinsson ísíma 470 0836 og 856 0836 eða í tölvupósti,[email protected].

    Mjólkurvinnslan Arna ehf. íBolungarvík, sem framleiðir lakt-ósafríar mjólkurvörur, er í þannveginn að bæta við tveimur nýj-um vörutegundum í vörulínusína. Núna eru ellefu vörunúmerí framleiðslu en í næstu viku bæt-ist við laktósafrír fetaostur ogsíðan er ný skyrtegund væntanlegmjög fljótlega, að sögn HálfdánarÓskarssonar hjá Örnu. Eftir helg-ina tekur dótturfyrirtæki Sölufé-lags garðyrkjumanna við dreif-ingu á framleiðsluvörum Örnu.Laktósafríar mjólkurvörur hentaöllum, líka þeim sem eru meðmjólkuróþol.

    „Það er komið rétt tæpt ár síðanvið byrjuðum. Þetta hefur gengiðnokkuð vel, en vissulega hafaalls konar vandamál komið upp,

    bæði tæknilega og varðandi vör-urnar og dreifinguna, bara nefnaþað. Þetta fyrsta ár hefur þessvegna verið lærdómsríkt, en núnaer þetta farið að keyra nokkuðvel hjá okkur þannig að við erumbara brattir,“ segir Hálfdán.

    – Komnir fyrir vind, eins ogstundum er sagt?

    „Já, allavega tæknilega. Þettaer náttúrlega nýsköpunarfyrir-tæki og maður er alltaf í vand-ræðum með peninga. Það er eng-inn hagnaður kominn af þessuennþá, en þetta er allt í rétta átt,þetta er á áætlun eins og viðreiknuðum með,“ segir hann.

    „Við höfum fram til þessa veriðað dreifa vörum okkar sjálfir, ennúna um mánaðamótin verðurbreyting á því. Við erum að fara

    í samstarf við fyrirtæki sem heitirÍ einum grænum og er dótturfyr-irtæki Sölufélags garðyrkju-manna. Þeir munu taka að sérdreifingu á öllum okkar vörumum allt land og byrja á því núna ámánudaginn.“

    – Hafið þið orðið varir viðeinhver bolabrögð frá þeim semþið eruð í samkeppni við á mjólk-urvörumarkaðinum?

    „Nei, reyndar ekki. Við erummeð nokkuð sérstakar vörur.Mjólkursamsalan kom að vísumeð laktósafría léttmjólk, tókstað vera rétt á undan okkur. Þeirfóru á fullt að þróa hana þegarþeir vissu að við værum að faraaf stað. Að öðru leyti höfum viðekki orðið varir við neitt svo-leiðis,“ segir Hálfdán Óskarsson.

    Arna setur fetaost á markað

    Norðurljósaferðirnar vinda upp á sigStella Guðmundsdóttir hjá

    ferðaþjónustunni í Heydal íMjóafirði í Djúpi segir aðspurðum horfurnar fyrir veturinn, aðbyrjað sé að bókast inn, og þar ámeðal sé ein stór ferð bókuð ínóvember. Þarna er um að ræðasvokallaðar norðurljósaferðir, enStella hefur gert út á norðurljósinsíðustu fimm árin. „Þetta eru ein-göngu útlendingar, byrjaði smátten hefur verið að aukast jafnt ogþétt.“

    Þessar ferðir eru gegnumferðaskrifstofur bæði innanlandsog erlendis. „Þetta eru alveg fast-mótaðar ferðir, fimm dagar ogfjórar nætur. Við sækjum fólkiðsuður og skilum því aftur suður,en héðan förum við með hópanaí ferðir á hverjum degi, svo semá Ísafjörð eða inn að Kaldalóni.Það fer eftir aðstæðum og árstímahvort við förum í hestaferðir, veið-um gegnum ís eða göngum á

    snjóþrúgum, svo eitthvað sé nefnt.“Stella segir að sumarið sem nú

    er að kveðja verði líklega þaðbesta frá upphafi, en þetta erellefta árið sem hún rekur ferða-þjónustuna í Heydal. Á vetrumstarfar hún við ferðaþjónustunaásamt syni sínum og tengdadótturen yfir sumarið er starfsfólkið áannan tuginn, að miklu leyti er-lendir námsmenn. Gistiherbergin

    eru orðin sautján, auk tveggjasumarbústaða og tjaldsvæðis. Ífyrra fjölgaði herbergjum um þrjúog núna í vor um fimm. Í hlöðunnigömlu er veitingastaður og mat-seðillinn settur saman úr hráefniúr heimabyggð. Þar á meðal erbleikja úr eigin bleikjueldi ogkjöt frá bónda í sveitinni ogheimaræktað grænmeti.

    [email protected]

    Heydalur í Mjóafirði.

    Sá tími ársins er runninn upp sem kallar fram minningar hjáokkur flestum sem orðin eru fullvaxta og ef til vill kvíða hjáþeim yngstu. Skólarnir eru byrjaðir og kalla til sín stöðugtfleira fólk, ungt, gamalt og börn. Því miður er svo komið áVestfjörðum að hin almenna tilhneiging virðist vera sú að nem-endum sem byrja nám í grunnskólum fækkar ár frá ári. Er þaðmiður vegna þess að þessi staðreynd endurspeglar íbúaþróun,sem hefur því miður ýmist verið niður á við eða sýnt kyrrstöðu.En það breytir ekki þeirri mikilvægu staðreynd að skólar gegnastöðugt vaxandi hlutverki í samfélagi okkar. Hollt er að munaþegar rætt er um upphaf skólagöngu að grunnskólinn er undir-staðan að öllu því námi sem eftir fer og verður hlutverk hansvart ofmetið. En þar eru kennararnir mikilvægastir. Því betri ogfærari sem þeir reynast því betri nemendum skila þeir til frekaranáms og eftir atvikum til starfa.

    Sem betur fer fjölgar þeim sem halda áfram námi að loknumgrunnskóla. Þjóðfélagið þarf á því að halda. Menntun er undir-staða betra samfélags og því brýnt að allir eigi kost á henni semlengst. Vestfirðingar eiga Menntaskólann á Ísafirði sem er afarmikilvægur ungu fólki og reyndar eldra fólki líka. Þar er lagður

    grunnur að enn frekara námi eða eftir atvikum að starfi þeirra semþar stunda nám. En skólum fylgir fleira en bara kennslan. Þeimfylgir einnig annars konar menning í formi félagslífs. Menntaskól-inn á Ísafirði hefur sett svip sinn á bæjarlífið og menningu ánorðanverðum Vestfjörðum. Leiklist og tónlist hafa átt þar skjólog vöxt. Að auki hafa komið ágætir mælskumenn, bæði karlar ogkonur, úr MÍ. En fyrst og fremst eiga nemendur kost á menntunog geta þannig byggt undir háskólanám eða annað framhaldsnámkjósi þeir svo. Ekki má heldur gleyma möguleika til framhalds-náms á Patreksfirði, þótt með öðrum hætti sé.

    Háskólasetur Vestfjarða hefur enn aukið kosti þeirra sem viljastunda háskólanám í héraði og er það vel. Þar er vaxtarbroddur,sem ber að hlúa að. En þegar skólarnir eru að hefjast er gott aðmuna að samfélaginu er það nauðsyn að hlúa vel að þeim, nem-endum og kennurum. Hagur beggja er fólgin í góðri sambúð ogvirðingu. Stundum finnst eldra fólki full mikið fara fyrir nemend-um. Þá er hollt að muna að allir fullorðnir hafa verið ungir. Viðættum að spyrja okkur að því hvort og hvernig við sem erum utanskólanna getum lagt þeim lið.

    Og það ættum við að gera óhikað.

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 77777

  • 88888 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    Ísfirðingurinn Ásgeir HelgiÞrastarson rekur frumkvöðlafyr-irtækið Pedal Projects á Flateyriásamt Hrefnu Valdemarsdótturkærustu sinni. Þar hannar Ásgeirog smíðar gítar- og bassapedalasem hann síðan selur um allanheim. Hann annar ekki eftirspurnog er Ásgeir vongóður að getabyggt fyrirtækið upp svo að þaðskapi atvinnu í Önundarfirðinum.

    Hann hefur nú hafið söfnunfyrir leysigeisla svo öll vinna fyr-irtækisins geti farið fram á Flat-eyri. Meðal viðskiptavina PedalProjects eru The Dillinger EscapePlan, Cage the Elephant, ÓmarGuðjónsson, In Company of Menog Retro Stefson, svo eitthvað sénefnt. Þá vekur fyrirtækið athyglií öllum heimshornum á Íslandi,Vestfjörðum og Flateyri. Bæj-arins besta forvitnaðist nánar umþetta verkefni.

    „Ég byrjaði með fyrirtækið íjúlí 2011 og það er því orðiðrúmlega þriggja ára. Þá var égvið nám í London að læra aðverða hljóðmaður og í fyrstu varþetta bara áhugamál. Ég vildi baraathuga hvort ég fær um að gerasvona lagað. Síðan varð þetta aðsvo miklu áhugamáli að ég próf-aði að reyna selja eitthvað af þessuog svo vatt þetta upp á sig eins og

    snjóbolti sem sístækkaði. Nú ersvo komið að ég anna ekki eftir-spurn og alltaf er einhver á bið-lista,“ segir Ásgeir.

    Pedalarnir koma í ýmsumstærðum og gerðum, en um er aðræða tæki sem breyta og magnahljóm gítara á ýmsan hátt.

    „Það eru ýmsir möguleikarsem hægt er að gera með pedöl-unum og hægt er að nota þá íöllum tónlistarflokkum. Tildæmis er gott að nota þá þegarspilað er í stórum sölum til aðmagna og betrumbæta hljóminn,hægt að breyta þeim á ýmsanmáta eins og til dæmis að látahljóminn endurtaka sig meðanspilað er á gítarinn. Langflestirgítarleikarar nota box af þessutagi en þó eru einhverjir semtengja sig bara beint í magnarann.

    Effektarnir hafa verið notaðirí marga áratugi og markaðurinner ógnarstór. Gítarleikarar erumargir miklir sérvitringar og þeireru aldrei sáttir og vilja alltafbæta sig meira og meira. Þar afleiðandi eru þeir mjög gjarnir áað prófa sig áfram með effektanaog sífellt að bæta við safnið. Þaðer því aldrei svo að einhver kaupibara nokkra pedala og láti þarvið sitja, það er endalaus hreyfingá þessu.“

    Spyrst út á netinu– Hver er ástæðan fyrir því að

    lítið frumkvöðlafyrirtæki í sjáv-arþorpi á Íslandi vekur athyglivíða um heim?

    „Að stórum hluta er það hepp-ni, en annars er það líka spurningum að vera duglegur að vekjaathygli á fyrirtækinu og vörunumá netinu. Maður til dæmis birtirmynd á Instragram eða Facebooksem vekur athygli, og þeir semhafa áhuga segja vinum sínumfrá þessu. Svo þegar maður erkominn með annan fótinn innum dyrnar snýst þetta mikið umað orðið berist milli tónlistar-mannanna. Sem sagt, þetta snýstsvolítið um sambönd, tala nú ekkium ef maður nær samningi viðeinhvern stóran tónlistarmann íþessum geira sem þekkir margaog getur því kynnt þig fyrir fleir-um.“

    Flestir viðskiptavina PedalProjects eru erlendir en Ásgeirsendir box út um allan heim.Hann segir að 99% kúnnannaséu útlenskir en annað slagiðslæðist inn einn og einn íslenskurtónlistarmaður. En hvað er þaðsem viðskiptavinirnir eru helstað sækjast eftir í framleiðslu hans?

    „Fyrst og fremst er það hljóm-urinn, ef hann er góður vilja þeir

    kaupa vöruna. En eins hef égtekið eftir að útlit skiptir miklumáli, ef boxin eru skreytt meðletri eða myndum sem höfða tilviðskiptavinanna, þá eru meirilíkur á að þeir festi kaup á þeim.Inni í boxunum er rás sem einnigþykir nokkuð flott, en ég er ísamstarfi við náunga í Finnlandisem hannar rásirnar fyrir mig.Þetta snýst því um að hafa heilapakkann, ef svo má segja. Svovekur það áhuga að vörurnar skulivera hannaðar á Íslandi, mörgumfinnst mikið sport í því að pantaíslenska vöru. Meirihluti fram-leiðanda eru Bandaríkjamenn ogþví næst koma Bretar, en þeireru samt um allan heim, til dæmisí Brasilíu, á Spáni, í Úkraínu ogSvíþjóð, svo einhver dæmi séunefnd. En einhverra hluta vegnafinnst mörgum svalt að panta fráÍslandi. Ég hef líka verið dug-legur að birta myndir frá Flateyriá vefsíðum fyrirtækisins og þaðvekur mikla athygli fyrir náttúru-fegurð og, í margra augum, fram-andleika. Það þykir merkilegt aðsjá stórbrotið vestfirskt landslagog þykir mörgum áhugavert aðfyrirtækið sé á eins fjarlægumstað og vestfirskt sjávarþorp er íhugum margra.

    Ég reyni að vera duglegur að

    svara tölvupóstum, en það berastum hundrað slíkir alls staðar aðúr heiminum í hverri viku. Það erþví talsverð vinna að reyna aðsvara öllum, en ég tel að þaðskipti miklu máli að vera í góðumsamskiptum við viðskiptavininn.Mörgum finnst líka merkilegt aðfá svar frá aðalgæjanum í fyrir-tækinu, þar sem það nú kannskier ekki algengt meðal stærri fram-leiðenda,“ segir Ásgeir og hlær.

    Mikilvægt að geta unniðalla vinnuna á Flateyri

    Í byrjun voru boxin handmáluðaf Ásgeiri og kærustu hans enþað breyttist síðan fyrir tilviljunmeð aðstoð stafrænu smiðjunnarFab Lab á Ísafirði. Í kjölfarið hófhann fjáröflun til kaupa á leysi-geisla, sams konar og er í FabLab, sem mun spara honum mik-ið vinnutap vegna ferðalaga millibyggðakjarna.

    „Í fyrstu máluðum við öll boxinmeð akrílmálningu og pensli,sem var heilmikil vinna. Síðanfann ég aðferð til að setja ákveðnaáferð á boxin með því að blandasaman og klína málningu á þau,en það kom aldrei nein ákveðinmynd út úr því. Kærastan mínvar mun flinkari en ég við aðmála og hjálpaði mér mikið, en

    Smíðar og selurgítarpedala umallan heim

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 99999

  • 1010101010 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    hún er í fullri vinnu og gat því ein-göngu notað frítíma sinn til þess.

    Fyrir um einu og hálfu áriuppgötvaði ég Fab Lab og leiser-inn þar. Ég uppgötvaði þetta eig-inlega alveg fyrir tilviljun. Égvar að nota leiserinn í eitthvaðannað en ákvað að prófa að notahann beint á boxið. Áður en varðivar ég búinn að þróa aðferð til aðbúa til bæði myndir og texta meðleisernum. Það hefur tekið svolít-inn tíma að þróa réttu aðferðina,en leiserinn gerir myndirnar munskýrari en ella og eins í hvertskipti, og því kemur allt annarbragur á þau en þegar við hand-máluðum hvert einasta box.Flestir notast við silkiprentun tilað skreyta boxin sín og mér finnstleiserinn gefa mínum boxumsvolitla sérstöðu. Ég veit ekki tilþess að neinn annar sé að geraþetta á þennan hátt. Eini gallinner sá, að þar sem ég bý á Flateyrikostar það mig mikinn tíma aðferðast alltaf á milli, auk þesssem ég get ekki unnið neitt ámeðan ég bíð eftir að leiserinnvinni verkið.

    Þar af leiðandi hef ég ráðist ísöfnun í gegnum forritið Indie-gogo þar sem fólk getur styrktverkefnið í stað þess að fá eitt-hvað lítilræði í staðinn, eins oggítarnögl eða pedala og allt þar ámilli. Eins getur fólk gefið frjálsframlög ef það vill. Söfnuninhefur fengið nokkuð góðar undir-tektir og strax fyrstu vikuna varég búinn að ná 11% af heildar-markmiðinu, sem ég er afar þakk-látur fyrir. Þetta skiptir framtíðfyrirtækisins miklu máli, en þaðtekur mig að minnsta kostiklukkutíma að fara að heiman ogvinna nokkur box í hvert sinn ístað þess að þetta tæki kannskitíu mínútur að gera þetta heima áFlateyri. Ég var búinn að reiknaút, að ef ég fer einu sinni í vikuyfir á Ísafjörð til að merkja nokk-ur box tapa ég viku í vinnutíma áári hverju. Oft er ég búinn aðsafna saman vænum bunka afboxum og er þá í nokkra klukku-tíma að raða boxum í leiserinnog bíða eftir að hann klári og getekki unnið neitt á meðan, svoþað er talsvert vinnutap sem felstí þessu.“

    Pedalarnir komnirí erlendar verslanir

    Vörur Pedal Projects vekja at-hygli sífellt víðar og eru nú komn-ar til sölu í verslunum.

    „Núna er ég kominn með um-boðsaðila, en nokkrar verslanir íBandaríkjunum og Singapúr sjáum að selja pedala frá mér. Þaðmunar ótrúlega miklu að sleppavið sendingarkostnaðinn hverjusinni. Eins er það ákveðin kynn-ing fyrir mig líka. ég er að vinnaí því bæta við fleiri aðilum, en égvil vera á sem flestum stöðum íheiminum. Til dæmis væri afargott að vera með umboðsaðila íBrasilíu. Það er afar torsótt aðsenda vörur þangað, þær eru allt

    að mánuði að berast á áfangastaðá meðan það tekur eingöngu vikuað senda til Bandaríkjanna ogBretlands, og ekki nema um tværvikur til Ástralíu sem er þó hinummegin á hnettinum. Sömuleiðiser afar gott að vera með Singapúrog bjóða Asíubúum að panta tilsín vörur úr aðeins minni fjarlægðen frá Íslandi. Mér finnst þettaafar spennandi og er bjartsýnn áframhaldið.“

    Aðspurður um viðskiptavina-listann, sem lengist sífellt, gefurÁsgeir lítið út á það að hanninnihaldi heimsfræg nöfn úr tón-listarheiminum.

    „Þetta snýst alls ekki um aðvera með stærstu nöfnin í brans-anum heldur að vera með vörusem höfðar til allra. Það er ekkiheldur eingöngu tónlistarfólksem er að kaupa af mér, heldurleita stundum til mín vinir ogættingjar og aðrir vandamenntónlistarmanna til mín þegar ver-ið er í gjafaleit. Til mín leitarfólk í öllum tónlistargeirum ogsumir hafa áhuga á fyrirtækinuog fylgjast með því á Instragramog Facebook þó svo að það séekki að versla við mig. Mesti áhug-inn er erlendis frá en líka er ég meðnokkra fasta kúnna hér á landi.

    Svo eru sumir sem eru meðsérpantanir og þá er ég í sambandivið þá í nokkrar vikur á undanvarðandi hvernig þeir vilja hafaboxin, bæði hvað varðar útlit,hljóm og áhrif. Það er óneitanlegameiri vinna við það, en eins ermjög skemmtilegt að geta hannaðvöru eftir höfði viðskiptavinar-ins.“

    Lærði hljóð-mennsku í London

    Ásgeir Helgi og Hrefna bjugguí London um tíma meðan þaustunduðu þar nám, en fljótlegafundu þau fyrir aðdráttarafliheimahaganna og héldu heim áVestfirði. Ásgeir var í námi ívirtum skóla, Alchemea í Lon-don, sem sérhæfir sig í að kennahljóðmennsku og tónlistarvinn-slu og þykir leiðandi á því sviði.

    „Þetta er lítill skóli sem rekinner af hljóðnördum og var algjör-lega besti skóli sem ég hefði getaðhugsað mér. Námið skiptist þann-ig, að níu mánuði vorum við aðlæra allt um hljóðver og svo fórufjórir mánuðir í tónleikahald. Égvar í tíu manna bekk og við vorumnánast eins og fjölskylda þetta einaog hálfa ár sem ég varði í þetta.“

    Við þetta tilefni rifjar blaða-maður upp þegar Ásgeir hélt útihljóðveri í svefnherbergi sínumá yngri árum, sem kallaðist Stud-io Bedroom. Þá breytti hannsvefnherbergi sínu á Ísafirði íhljóðver og tók upp hjá ýmsumhljómsveitum og tónlistarmönn-um. Aðspurður segir hann þádaga fyrir löngu að baki.

    „Ég er samt opinn fyrir öllu efeinhver þarf á hljóðmanni aðhalda. Einmitt meðan ég var íLondon kynntist ég hljómsveit

    sem heitir Midas Fall, sem ég fórmeð á tónleikahald sem hljóð-maður þeirra. Við fórum um alltBretland og heimsóttum líkaBúdapest. Í næsta mánuði erumvið Hrefna einmitt á leið til Haw-aii til að hitta hljómsveitina. Gít-arleikarinn og söngkona, sem erufrábærar stelpur og kærustupar,eru að fara gifta sig og buðuokkur í brúðkaupið. Það er mjögspennandi og ætti að vera mjöggaman.

    Hrefna var sjálf í skóla þegarvið bjuggum í London, en húnvar að læra margmiðlun. Að námiloknu fór okkur að langa heim,enda er óhugnanlega dýrt að búaí London. Allur okkur framfær-slueyrir fór nánast í leigu ogdugði rétt fyrir einföldu uppi-haldi. Við fluttum því á Flateyri,en hún er einmitt þaðan og hefurbúið þar alla ævi.

    Ætlunin er að festa kaup í húsiá Flateyri og stækka fyrirtækiðog geta ráðið til mín starfsfólk.Draumurinn er að geta boðið uppá fjölbreyttari atvinnumöguleikaá Flateyri, en eins og staðan er ídag er frystihúsið aðalvinnuveit-andinn. Það væri því gaman aðgeta boðið upp á eitthvað alltannað. Ég er bjartsýnn á það, aðhaldi hlutirnir áfram að ganga

    eins og undanfarið, geti ég ráðiðtil mín starfsmann á næsta ári.Svo er bara að krossa fingur aðþað gangi eftir,“ segir Ásgeir meðstórt bros á vör, og bætir svo við:

    „Ég hef reyndar nú þegar feng-ið nokkrar fyrirspurnir um vinnufrá fólki utan úr heimi. Það eraðallega svo hrifið af umhverfinuá Flateyri sem það sér á myndun-um frá mér, og eins finnst þaðfyrirtækið spennandi. En þvímiður hef ég bara ekki enn hafttök á því að geta ráðið einhvernog verð því að útskýra það fyrirfólki, en vonandi verður það hægtseinna meir.“

    Með tónlistina í blóðinuTónlist hefur alltaf verið partur

    af lífi Ásgeirs, enda er hann afmiklu tónlistarfólki. Fyrstuskrefin í tónlistinni voru undirhandleiðslu harmónikkukennar-ans Messíönu Marsellíusdóttur,sem er amma hans.

    „Fjölskyldan mín er afar tón-listarsinnuð og því lá beint viðað maður fengi áhuga á tónlist.Ég byrjaði í tónlistarnámi hjáömmu sem kennir á harmónikkurhjá Tónlistarskóla Ísafjarðar. Síð-an fór ég yfir á píanó, en svohætti það að vera töff þegar ungl-ingsárin færðust yfir og þá skipti

    ég yfir í gítar og hef spilað á hanní um fjórtán ár. Ég var í stuttantíma við gítarnám hjá Kristni Ní-elssyni, sem var afar fær, en égflosnaði nú samt upp úr því oghef síðan kennt mér það sem égkann bara sjálfur. Svona svipaðog með pedalana, maður fikrarsig áfram og getur lært mikið afþví.“

    – En að lokum, hvernig sérðuframtíðina fyrir þér?

    „Ég ætla að gera allt sem égget til að byggja upp fyrirtækiðþannig að ég geti lifað af því, ogeins er vonin að geta verið at-vinnuskapandi á Flateyri. Frysti-húsið er um þessar mundir í góðriuppsveiflu og það væri gott aðgeta bætt við atvinnumöguleikumí þorpinu. Það er mjög þægilegtað búa á Flateyri og ég sé ekkifyrir mér að það væri betra aðvera á höfuðborgarsvæðinu eðaannars staðar. Ástæðan fyrir þvíað ég vil safna fyrir leysigeislan-um er að þá loka ég þeim hringað geta unnið þetta allt á samastað. Ég ætla mér að ná því mark-miði og ég sé ekki betur en aðþað sé útlit fyrir bjarta framtíðhjá Pedal Projects,“ segir ÁsgeirHelgi með sólskinsbros á vör.

    – Thelma Hjaltadóttir.

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 1111111111

  • 1212121212 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    Sælkeri vikunnar er Sigríður Gísladóttir á Ísafirði

    Djúpsteiktir krybbuklattar,Djúpsteiktir krybbuklattar,Djúpsteiktir krybbuklattar,Djúpsteiktir krybbuklattar,Djúpsteiktir krybbuklattar,hórupasta og Fimmbíó kakahórupasta og Fimmbíó kakahórupasta og Fimmbíó kakahórupasta og Fimmbíó kakahórupasta og Fimmbíó kaka

    Þar sem það er mér mikiðhjartans mál þessa dagana aðkoma fólki í skilning um aðþað sé fleira matur en feitt kjöt,til dæmis öll smákvikindin semeru út um allt, og út um allanheim – þ.e. skordýrin, ákvaðég að gefa eina uppskrift semég myndi vilja prófa sjálf aðelda, ef ég kæmist yfir krybbur.Allt hráefnið ber með sér aðþetta sé hinn fínasti smáréttur ísaumaklúbba eða kokteilboð.Aðalpróteingjafinn í þessumrétti er krybbur (e. crickets) semeru ræktaðar og seldar víða íEvrópu og Bandaríkjunum.Krybbur eru einstaklega pró-teinríkar (12,9 %) og heilsu-samlegar, innihalda aðeins 5,5% fitu og 5,1 % kolvetni og erustútfullar af járni, kalki og B-vítamínum. Bragðið er hnetu-kennt og milt og áferðin stökk.

    Hinir tveir réttirnir koma úrmatreiðslubanka okkar hjón-anna og hentar pastað vel t.d.ef fína gesti ber að garði ísíðustu viku fyrir mánaðamót.Hráefnið í hórupastað er nánastallt svokallaður dósamatur, enniðurstaðan er syndsamlega

    góð, og batnar bara eftir því semmeira er lagt í að velja gotthráefni, en hlutföllunum má aðsjálfsögðu breyta eftir smekk.Kökuna smakkaði ég fyrst áættarmóti Fimmbíóættarinnar(afkomendur Finnboga Bernó-dussonar) úr Bolungarvík fyrirtæpum 20 árum. Kakan er matar-mikil, góð og af amerísku bergibrotin.

    KrybbuklattarUm 20 klattar

    200 g hveiti1 bolli vatn1 bolli forsoðnar, væng- oglappahreinsaðar krybbur1 tsk chili mauk (paste)½ rauðlaukur, fínt saxaður1 rauður chili, skorinn í þunnarsneiðarNokkur strá af graslauk, skor-inn í um 2 cm bita½ bolli maísbaunir¼ bolli fínt skorinn engifer semer forsteiktur ögn á pönnu¼ bolli fínt saxaður kóríander½ tsk salt

    Hrærið saman hveiti, vatn,chilimauk og salt í deig með rétta

    áferð fyrir djúpsteikingu. Blandiðhinu hráefninu við. Hitið olíu ídjúpsteikingarpotti eða djúpripönnu og hitið upp í um 160 -200°C. Best er að hafa hitamælií olíunni. Setjið deigið í olíunameð skeið, snúið klöttunum viðog steikið alls í 3-5 mínútur. Kæl-ið á grind. Berið fram með grjón-um að eigin vali.

    HórupastaFyrir fjóra

    2 hvítlauksgeirar½ tsk chiliduft eða chiliflögur8 ansjósuflök4 msk ólífuolía2 dósir hakkaðir tómatar500 g spaghetti1 krukka (100 g) svartar ólífur

    1 msk kapers (litlar, ekki stórar)Hitið hvítlauk, chili og ansjós-

    ur varlega í olíunni í nokkrarmínútur á pönnu. Þegar ansjós-urnar fara að losna í sundur bætiðtómötum við og hækkið hitann.Eldað í um 20 mínútur. Sjóðiðspaghettíið eftir leiðbeiningum,og undir lok suðutímans bætiðólífum og kapers saman við sós-una á pönnunni. Sigtið vatnið fráspaghettíinu og blandið öllu sam-

    an. Borið fram með meðlæti aðeigin vali eftir efni og aðstæðum,eins og t.d parmesan eða svipuð-um osti, einföldu salati og brauði.

    FimmbíókakaBakað í smurðri, hveitistráðri

    ofnskúffu við 175°C í um 1 klst.7 ½ dl sykur4 egg3 ¾ dl matarolía7 ½ dl hveiti½ tsk salt1 tsk matarsódi1 tsk vanillusykur1 tsk kanilduft1 dós (400 g) ananaskurl ánsafans3 marðir bananar

    2 dl hakkaðir valhnetu-kjarnar

    1 ½ dl rúsínurEgg, sykur og olía þeytt vel

    saman, þurrefni hrærð samanvið og að lokum er restinniblandað við.Krem

    60-70 gr rjómaostur3 msk smjör5 dl flórsykur1 tsk vanillusykur1-2 msk vatnHrært vel saman og smurtofan á kalda kökuna.Ég skora á Elísabetu Gunn-

    arsdóttur arkítekt að deilameð lesendum einhverju spenn-andi úr sínu eldhúsi.

    Langadalsá og Hvannadalsá íÍsafjarðardjúpi hafa oft gefiðmeira en í sumar. Í Laugardalsáhrjáði vatnsleysi veiðimenn frameftir ágúst en þegar tók að rignafyrir stuttu, var ekki að sökum aðspyrja að laxinn lét sjá sig umalla á. Síðasta veiðiholl tók 16laxa auk þess sem veiðimennirnirmisstu töluvert af fiski. Mestafjörið var síðasta veiðidaginnþegar vatnið fór að vaxa í ánni.Að sögn veiðimannanna er fiskurum alla á og veiddu þeir m.a. 81

    cm langan fisk í Túnfljóti og fleiri80 cm fiskar voru einnig í afl-anum. Samkvæmt nýjustu tölumer veiðin í Langadalsá komin í127 laxa.

    Veiðihollið sem lauk veiðum íHvannadalsá 22. ágúst landaði10 löxum og er því heildarveiðinkomin í 67 laxa. Veiðin varnokkuð dreifð en fiskur var meðalannars að taka í Imbulfljóti, Pall-klettum, Djúpafossi og Stekkjar-fossi sem er efsti staður árinnar.

    [email protected]

    Dræm laxveiðií ám við Djúp

    Frá Langadalsá í Ísafjarðardjúpi.

    Rafvirki og vélfræðingurOrkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða rafvirkja og vélfræðing

    til starfa í starfsstöð Orkubúsins á Patreksfirði.Nánari upplýsingar um störfin veita svæðisstjóri Orkubúsins

    á Patreksfirði, Bjarni Thoroddsen á netfanginu [email protected],eða framkvæmdastjóri veitusviðs, Halldór V. Magnússon ánetfanginu [email protected].

    Umsóknarfrestur er til 15. september og skal skila umsókn-um til framkvæmdastjóra veitusviðs á netfangið [email protected].

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 1313131313

  • 1414141414 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014

    Krossgátan

    Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

    Föstudagur 5. septemberFöstudagur 5. septemberFöstudagur 5. septemberFöstudagur 5. septemberFöstudagur 5. septemberkl. 20:00 BMW ChampionshipLaugardagur 6. septemberLaugardagur 6. septemberLaugardagur 6. septemberLaugardagur 6. septemberLaugardagur 6. september

    kl. 08:55 Formúla 1 Æfing Ítalíakl. 11:50 Formúla 1 Tímataka

    kl. 16:05 RNL - Hamburgkl. 17:00 BMW ChampionshipSunnudagur 7. septemberSunnudagur 7. septemberSunnudagur 7. septemberSunnudagur 7. septemberSunnudagur 7. septemberkl. 11:30 Formúla 1 - Ítalía

    kl. 16:00 BMW Championshipkl. 18:35 Þýskaland - Skotland

    Mánudagur 8. septemberMánudagur 8. septemberMánudagur 8. septemberMánudagur 8. septemberMánudagur 8. septemberkl. 18:35 Tékkland - Holland

    Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands4. september 1969: 4. september 1969: 4. september 1969: 4. september 1969: 4. september 1969: BjörgvinHalldórsson var kosinn popp-stjarna ársins á mikilli popp-hátíð í Laugardalshöll. Hann

    var þá átján ára gamall.4. september 1984:4. september 1984:4. september 1984:4. september 1984:4. september 1984: Níundaog síðasta hrina Kröfluelda

    hófst. Þetta var öflugasta gos-ið og í því rann hraun semvar 24 ferkílómetrar. Fyrstahrinan hófst 20. des. 1975.

    5. september 1987:5. september 1987:5. september 1987:5. september 1987:5. september 1987: Háskól-inn á Akureyri var settur ífyrsta sinn við hátíðlegaathöfn í Akureyrarkirkju.

    Kennsla hófst tveimur dögumsíðar, í iðnrekstrarfræði og

    hjúkrunarfræði. Fyrsta skóla-árið voru 47 nemendur.

    6. september 1984:6. september 1984:6. september 1984:6. september 1984:6. september 1984: Aðeinsmunaði nokkrum metrum aðtvær farþegaþotur rækjust áeftir flugtak á Keflavíkurflug-velli. Alls voru 340 um borð.

    7. september 1992:7. september 1992:7. september 1992:7. september 1992:7. september 1992: Haraldurfimmti Noregskonungur og

    Sonja drottning komu íþriggja daga opinbera

    heimsókn til Íslands.8. september 1987:8. september 1987:8. september 1987:8. september 1987:8. september 1987: Fimmtíukróna mynt var sett í umferð.Á henni er mynd af boga-

    krabba. Peningurinn er 8,25gr., gerður úr eirblöndu. Frásama tíma var hætt útgáfu

    50 krónu seðla.

    Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s. Lengstaf rigning eða súld. Hiti 10-17 stig, hlýjast austanlands.

    Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Suðvestan 5-13 m/s. Lengstaf rigning eða súld. Hiti 10-17 stig, hlýjast austanlands.

    Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Suðvestan 5-13 m/s. Lengstaf rigning eða súld. Hiti 10-17 stig, hlýjast austanlands.

    HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

  • FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 1515151515

    Lausn á síðustu krossgátu

    Sudoku þrautir

    Þjónustuauglýsingar

    Reynir Íslands-meistari í pútti60 ára og eldriReynir Pétursson á Ísafirði

    sigraði á Íslandsmótinu í pútti 60ára og eldri, sem haldið var ápúttvellinum við Hlíf á Ísafirðifyrir stuttu. Hann er jafnframtfyrsti Ísfirðingurinn sem hlýturÍslandsmeistaratitilinn í þessarigrein. Íslandsmótið í pútti 60 áraog eldri hefur verið haldið árlegaí bráðum áratug, en þetta var ífyrsta sinn sem það er haldið áÍsafirði. Keppendur voru 37 tals-ins frá Ísafirði, Mosfellsbæ, Borg-arbyggð, Hveragerði og Reykja-vík, og þar af voru 17 frá Ísafirði.

    Mótshaldið var á vegum Kubba,íþróttafélags eldri borgara áÍsafirði. Formaður þess er Sig-ríður Þórðardóttir en mótsstjóriá Íslandsmótinu var eiginmaðurhennar, Jens Kristmannsson.

    „Vonandi tökum við Hótel Ís-afjörð alveg í gegn í vetur,“ segirDaníel Jakobsson, framkvæmda-stjóri Hótel Ísafjarðar hf. semrekur þar að auki Hótel Horn,Gamla gistihúsið á tveimur stöð-um við Mánagötu og Hótel Edduyfir sumarið.

    „Við ætlum að endurbyggjaalgerlega tuttugu af þeim þrjátíuog sex herbergjum sem þar eru.Þar til viðbótar erum við að skoðastækkun á hótelinu með viðbygg-ingu. Ekki yrði þar um að ræðafjölgun á herbergjum heldur bættaaðstöðu fyrir gestina,“ segir Dan-íel.

    Stefnt að við-byggingu viðHótel Ísafjörð

  • 1616161616 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014