tímarit í heildina í pdf

12
Tbl. 01 - 10.febrúar 2014 Fornmenning - Tímrait -

Upload: salvorhd

Post on 22-Mar-2016

253 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Tímarit í heildina í pdf

Tbl. 01 - 10.febrúar 2014

Fornmenning - Tímrait -

Page 2: Tímarit í heildina í pdf

Fornmenningarheimur

Þetta fræðirit fjallar um fornemnningu og allt þar sem tilheyrir henni. Sem

dæmi má nefna myndlist og leiklist, íþróttir og tónlist ásamt bókmenntum

og ritmáli. Hinn forni menningarheimur er áhugaverður og forvitnilegur en

heimildir segja oft ekki nema hálfa söguna. Í ritinu er fjallað um það sem

hafði einna mest áhrif á menningu Grikkja, Egypta, Súmera og fleiri

samfélaga sem uppi voru um 2000-800 f.Kr.

Page 3: Tímarit í heildina í pdf

Saga menningar í Grikklandi

Fyrir um 2500 árum urðu Grikkir brautryðjendur á flestum sviðum menningar-,

félags- og stjónmála, trúmála og lista. Sagan átti sér nokkurn aðdraganda í eldri

menningarsamfélögum við Miðjarðarhaf, t.d. hjá Krítverjum, Mýkeníumönnum,

Föníkumönnum og ýmsum þjóðum Litlu-Asíu. Grikkir bjuggu til fyrstu

lýðræðissamfélögin sem komu með ótal nýjungar í margvíslegum

vísindagreinum t.d. læknisfræði, stærðfræði, og stjörnuspeki. Grikkir reistu

miklar byggingar, hof og hallir sem varðveittust misvel. Þeir unnu listaverk í

nánast öllum greinum menningar og lista t.d. höggmyndalist, ljóðlist og leiklist.

Á fornum tíma skiptist Grikkland í hundruð smáríkja þar sem íbúar áttu sér

sameiginlegt tungumál og menningu svo þeir litu á sig sem eina þjóð. Síðar

dreifðu þeir sér um ríki Miðjarðarhafs, fluttu með sér menningu og listir og

höfðu þannig gríðarleg áhrif víða. Stór hluti menningar Rómverja á fornum tíma

er byggður á þessum gríska grunni.

Saga menningar Súmera og Mínóa

Í borginni Úr voru iðnaðarmenn þekktir fyrir smíðar sínar úr bronsi. Það eru

einnnig til verk úr tígulsteini og leir. Þetta sýnir háþróaða list og verkmenningu

Súmera.

Mínóar voru miklir fagurkerar og listamenn. Fornar rústir af byggingum, skarti

og öðrum munum bera til vitnis um handverk mínóskrar menningu.

Page 4: Tímarit í heildina í pdf

Bókmenntakviður

Gilgameskviða er eitt þekktasta og elsta ritaða bókmenntaverk Súmera. Ræðimenn telja að

kviðan eigi rætur sínar að rekja þjóðsagna súmera og kvæða um goðsögnina Gilgames. Besta

eintakið er varðveitt á tóllf leirtöflum úr bókadafni frá 7. öld f.Kr. Talið er að persónan

Gilgames sé byggð á raunverulegum höfðingja á tímabili frumkeisaraveldisins II á 27. öld

f.Kr.

Kviðan er langt söguljóð sem segir frá leiðangri Gilgamesar og vinar hans,

Enkídú í leit að eilífu lífi. Í kvæðinuer sjónum beint talsvert að hugsunum

Gilgamess um missi vinar síns. Einn hluti kvæðisinns segir frá gríðarmiklu

flóði sem guðirnir ollu til að refsa mannkyninuog er það talið fyrirmyndir að

frásögninni um Nóaflóðið.

Ilíónskviða eftir kviðamanninn Hómer gerist á síðasta ári Trójustríðsins sem snérist um

baráttu Grikkja og Tróverja um yfirvöld Trójuborgar sem endaði með falli hennar. Ilíon er

annað nafn yfir borgina Tróju. Í kviðunni kemur fram ósætti milli Agamennons konungs, sem

fór fyrir liði Grikkja, og kappans Akkillesar.

Ódysseifskviða er annað tveggja sögukvæða eftir forngríska skáldið Hómer. Kvæðið er talið

vera frá síðari hluta 8.aldar f.Kr. Kvæðið fjallar um heimför gríska goðsins Ódysseifs frá

Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggjað sinnar á eynni Íþöku.

Söguritin eiga að gerast 1200 f.Kr. en voru færð í letur 750-700 f.Kr. Hvæðin eru oftast kennd

við blinda kvæðamanninn Hómer en margt bendir til að þetta séu mörg kvæði sem eru steypt

saman. Ekki er vitað hvenær Hómer var uppi né hvar hann hélt sig.

Kvíðirnur þóttu jafn mikil og merkileg listaverk í þá daga og þau eru í dag. Þær hafa haft

mikil áhrif á heimsbókmenntirnar.

Page 5: Tímarit í heildina í pdf

Ritmál

Fleygrúnir er talið elsta þekkta skriftarformið. Þa ð var notað í Persíu, Súmer og

Babýlóníu frá því um 2500 f.Kr. til um 1000 f.Kr. Hvert leturtákn var eitt

atkvæði sem hafði hljóðgildi og tölugildi. Fleygrúnir voru ritaðar á

leirtöflur með reyrstöfum sem virkaði eins og penni eða blýantur.

Förin eftir reyrstafinn var fleyglaga. Leirtöflurnar voru látnar þorna og

svo brenndar í ofnum svo þær varðveittust vel. Meirihluta fleygrúna

var ritaður á leirtöflur. Fleygrúnir ritaðar til minningar má finna á

steinum, fílabeinum, málmi og gleri. Leir var aðgengilegur í

Mesópótamíu.

Híeróglýfur er egypskt letur en nafnið er grískt og þýðir helgirúnir. Letrið er

annað tveggja ritkerfa sem var notað af Forn-Egyptum. Híeróglýfur eru að stofni

til atkvæðaskrift en innihalda einnig myndleturstákn og

tákn sem ákveða merkingarsvið þess orðs sem þau standa

með. Almennt álitu menn helgirúnirnar vera frumstæða

tegund myndleturs þar sem táknin stæðu hver fyrir eitt

orð sem ætti að lesa eins og myndasögu.

Í herferð Napóleóns til Egyptalands 1799 fundu franskir

hermenn Rósettusteininn og á honum var sami texti á þrenns konar letri.

Steininn var fluttur til Bretlands þar sem franskur málfræðingur náði að ráða

letrið á honum. Eftir það hafa sérfræðingar ekki átt í vandræðum með að lesa

egypskt letur.

Page 6: Tímarit í heildina í pdf

Ólympíuleikarnir

Saga Ólympíuleikannna hefst 776 f.Kr. Leikarnir voru haldnir fjórða hvert ár í

borginni Ólympíu allt til ársins 394 e.Kr. þegar þeir voru bannaðir.

Íbúar hinna mörgu borgríkja sendu sína fremstu íþróttamenn til Ólympíu í Elís-

héraði á vestanverðum Pelópsskaga á 7. öld f. Kr. og er

talið að hinir fyrstu eiginlegu Ólympíuleikar hafi verið

haldnir þar árið 776 f.Kr. Leikarnir snérust ekki

eingöngu um íþróttakeppnina, þeir voru einnig trúarhátíð

til heiðurs Seifi, sem var æðsti guðinn í trú Grikkja.

Í Ólympíu voru byggð glæsileg íþróttamannvirki, ásamt hofum og bústöðum

umsjónarmanna hvers konar. Í upphafi voru leikarnir einungis héraðsleikar í Elis

þar sem eingöngu var keppt í kapphlaupi (192.27 m.) Það voru aðeins

frjálsbornir karlmenn sem tóku þátt, en giftum konum var meinuð þátttaka. Eftir

því sem árin liðu fjölgaði keppnisgreinum og leikarnir urðu nk. Þjóðarleikar.

Helstu greinar voru kapphlaup, glíma, hnefaleikar, kringlukast, spjótkast,

langstökk, fimmtarþraut og kappakstur fereykisvagna. Fólk kom hvaðanæva að

úr Grikklandi, einkum framámenn hvers konar og því var kjörið tækifæri til þess

að setja niður deilur á slíkum stað, enda voru oft gerðir þar friðarsamningar.

Ljóðskáld, hljóðfæraleikarar fjölmenntu, svo og kaupsýslumenn.

Ólympíuleikarnir urðu því allt í senn trúarhátíð, markaður og íþróttaleikar.

Það voru fleiri leikar í upphafi, svipaðir Ólympíuleikum, þekktastir eru leikarnir

sem kenndir eru við borgríkið Delfí í Mið-Grikklandi. Þar var keppt í ýmsum

íþróttagreinum til heiðurs Apolon, sem var guð heilbrigðis, hreysti og

líkamsfegurðar.

Page 7: Tímarit í heildina í pdf

Íþróttir

Nautaat Grikkja

Krítverjar nutu þess að horfa á unglinga stökkva yfir mannýg naut. Þetta fór

þannig fram að nautið var æst upp og þegar það ætlaði að stanga íþróttamanninn

greip hann í hornin á því og tók mikil heljarstökk og lenti fyrir aftan það. Bæði

drengir og stúlkur stunduðu þessa íþrótt og fór hún fram á

eins konar leikvöngum sem fundust hafa hjá flestum

höllunum í Krít. Talið er að þessi leikur sé uppruni

nautaats í dag. Það má sjá ummerki um þessa íþrótt á

fjölmörgum freskum og myndastyttum.

Önnur íþróttaiðkun Grikkja

Á veggmyndum og leirkerum Mínóa sjást menn að hnefaleikum. Einnig hafa

fundist töfl sem voru fagurlega skreytt í húsum þeirra.

Karlar stunduðu líkamsrækt á hverjum degi til að halda sér hraustum og

reiðubúnum til að gegna herþjónustu. Næstum því hvert einasta borgríki átti að

minnsta kosti einn líkamsræktarsal, þar sem einnig var baðaðstaða,

fyrirlestrasalur og garður. Í flestum borgum máttu einungis karlar æfa í

líkamsræktarsölunum og menn voru naktir þegar þeir æfðu. Hátíðir á vegum

ríkisins veittu afþreyingu og skemmtun. Guðirnir voru heiðraðir með keppnum

í tónlist, leiklist og kveðskap. Stórar samgrískar hátíðir voru haldnar

í Ólympíu, Delfí, Nemeu og Isþmíu. Íþróttamenn og tónlistarmenn sem unnu

þessar keppnir gátu orðið ríkir og frægir. Dýrasta og vinsælasta keppnisgreinin

var kappreiðar.

Page 8: Tímarit í heildina í pdf

Leiklist og Tónlist

Söguljóð og lýrik

Um 600 f.Kr breyttist skáldskapurinn því menn hættu að yrkja um hetjur og

höfðingja en snéru sér þá að ljóðrænni efnum s.s náttúrunni, ástinni og örðum

mannlegum tilfinngum. Lífsgleðinni var sungið log og prís í drykkjasöngvum.

Allur grískur kveðjuskapur var ætlaður til söngs og mikið var leikið undir á

hljóðfæri. Lítið hefur þó varðveist af tónlist Grikkja.

Sapfó frá Lesbos var einn þekktasti frumkvöðll lýrikkunar og einnig frægasta

skáldkona fornaldar. Alkajos var einnig frægt skáld frá Lesbos og voru þau

bæði uppi um 600 f.Kr.

Pindar var þekktur fyrir kórsöngva og orti marga söngva til

dýrðar íþróttamönnum sem sigrað höfðu í íþróttakappleikum.

Leikritun

Leikritun Grikkja er skippt í tvennt, harmleik og gamanleik.

Upphaf leikritunarinnar er að finna í hátíðarkórsöngvum þar sem tekin var einn

söngvari út úr kórnum til að svara vínguðinum. Ævinlega voru fjögur leikrit flutt

saman, þrír harmleikir og einn gamanleikur sem kallaður var satýrleikur.

Í dag eru varðveittir um 32 harmleikir eftir höfundana Æskýlos sem er þekktur

fyrir Oresteiu-þríleikinn, Sófókles sem er þekktastur fyrir leikverk sín um

konungsættina í Þebu og Evrípídes sem er þekktastur fyrir leikverkið sitt

Medea. Þekktasta gamanleikaskáldið var Aristófanes og frægasta leikrit hans er

Lýsistrata sem fjallar um konur sem að taka höndum saman og neita að sofa hjá

körlun sínum nema þeir semji frið sín á milli.

Leikhúsið í Delfí var helsta véfrétt fornaldarinnar og þangað sóttu menn um

langan veg. Þar voru haldnar leiklistahátíðir sem kenndar voru við Díonýsos.

Page 9: Tímarit í heildina í pdf

Siðir og venjur Egypta

Egyptaland til forna var eitt þróaðasta menningarsamfélag heims í næstum 3000 ár. Egypsk

list, arkitektúr, píramídar og greftrunaraðferðir eru þekktustu menningareinkenni Egypta.

Egyptar til forna stofnuðu einn elsta friðarsáttmála sem heimildir eru um.

Í meira en tvær aldir börðust Egyptar gegn heimsveldi Hittia sem nú á dögum heitir

Sýrland. Deilan leiddi til stríðs árið 1274 f.Kr. í Kadesh. Deilan stóð enn þegar

RamesII varð Farói. Hittíar og Egyptar voru þá báðir í hættu frá öðrum ríkjum og árið

1259. f.Kr. Gerðu RamesII og Hittí konungurinn HattusiliIII samning um frið.

Samningurinn batt enda á deilurnar og mælti svo fyrir að konungsríkin tvö skyldu

verja hvort annað fyrir árásum þriðja aðila. Friðarsamningur Egypta og Hittia hefur nú

verið viðurkenndur sem sá elsti sinnar tegundar í heiminum.

Egypskar konur höfðu mikil réttindi og frelsi.

Þrátt fyrir að litið hafi verið á þær sem óæðri

karlmönnum voru egypskar konur með lagalegt og

fjárhagslegt sjálfstæði. Þær gátu keypt og selt hús,

tekið sæti í kviðdómi, gert erfðaskrár og samninga. Ef þær unnu utan heimilis fengu

þær sömu laun og karlar. Þær máttu skilja og giftast aftur.

Egypskir verkamenn fóru í verkfall.

Þótt litið hafi verið á Faraóinn sem lifandi guð voru egypskir verkamenn óhræddir við

að mótmæla lélegum vinnuskilyrðum og krefjast betri vinnuaðstöðu. Á 12.öld f.Kr.

var „Nýja Konungsveldi“ Faraósins Rames III ríkjandi. Þá byggðu verkamenn hið

konunglega greftrunarsvæði við Deir el-Medina. Er þeim var synjað um hina

venjubundnu korngreiðslu skipulögðu þeir fyrsta verkfall sögunnar. Settust þeir inn í

grafhýsin og neituðu að hreyfa sig þar til kröfum þeirra hafði verið mætt.

Page 10: Tímarit í heildina í pdf

Sumir egypskir læknar voru sérmenntaðir.

Egypskir læknar til forna höfðu vanalega almenna lækniskunnáttu. En gögn benda þó

til þess að sumir þeirra hafi beint sjónum sínum á að lækna ákveðinn hluta líkamans.

Þessi frumlæknisfræði var fyrst uppgövtuð 450 f.Kr. af sagnfræðingnum Herodotus.

Hann skrifaði: „Hver læknir sér um að lækna

einn sjúkdóm, ekki fleiri. Sumir augun, sumir

tennurnar, sumir það sem lýtur að maganum.“

Egyptar áttu gæludýr.

Egyptar litu á dýr sem holdgervinga guða og voru fyrstir siðaðra manna til þess að

halda dýr á heimilum sínum. Egyptum þótti sérstaklega vænt um ketti, sem tengdir

voru gyðjunni Bastet, en þeir báru einnig lotningu fyrir fálkum, hundum, ljónum og

bavíönum. Mörg þessara dýra voru greftruð eins og múmíur. Sum dýr voru þjálfuð til

þess að aðstoða fólk. Til dæmis voru Egypskir

lögreglumenn með hunda og apa sér til aðstoðar.

Egyptar af báðum kynjum notuðu farða.

Hégómaskapur er jafn gamall siðmenningunni og voru Egyptar engin undantekning.

Bæði karlar og konur notuðu farða reglulega. Þeir trúðu að farði gæfi þeim vernd

guðanna Ra og Horus. Þessar snyrtivörur voru gerðar með því að merja málmgrýti og

önnur jarðefni til þess að búa til augnabrúnalit. Liturinn var svo settur kringum augun

með áhaldi úr viði eða beini. Bæði kyn notuðu olíur, myrru og kanil til þess að ilma

vel.

Page 11: Tímarit í heildina í pdf

Heimildaskrá

Saga ólympíuleikana. 2000. Sótt þann 8. Febrúar 2014 af slóðinni:

http://www.isi.is/afreksithrottir/olympiuleikar/saga-olympiuleikanna/

Grikkland hið forna.2006.wikipedia. Sótt þann 7. Febrúar 2014 af slóðinni:

http://is.wikipedia.org/wiki/Grikkland_hi%C3%B0_forna

Forngrískur menningarheimur.Sótt þann 8.febrúar 2014 af slóðinni:

http://www.arbaejarskoli.is/files/Forngr%C3%ADskur%20menningarheimur%20%C3%A1%20neti%C3

%B0%20[Compatibility%20Mode]_349048854.pdf

11 staðreyndir um menningu Egypta.2013. Pressan. Sótt þann 7.febrúar 2014 af

slóðinni : http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/11-stadreyndir-um-menningu-egypta-

sagnfraedin-kemur-nutimanum-a-ovart

Híeróglýfur. 2014. Wikipedia. Sótt þann 9. febrúar 2014 af slóðinni:

http://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%ADer%C3%B3gl%C3%BDfur

Gilgameskviða. 2013. Wikipedia. Sótt þann 9. febrúar 2014 af slóðinni:

http://is.wikipedia.org/wiki/Gilgameskvi%C3%B0a

Ilíonskviða. 2014. Wikipedia. Sótt þann 9. febrúar 2014 af slóðinni:

http://is.wikipedia.org/wiki/Il%C3%ADonskvi%C3%B0a

Guðmundur J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson. Þættir úr sögu vestrænnar

menningar.Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1998.

Grikkland - heimspeki, listir og hellenismi. Sótt af námsnetinu þann 6. febrúar 2014.

Page 12: Tímarit í heildina í pdf

Glóey Þóra Eyjólfsdóttir og Salvör Halldóra Davíðsdóttir