vertu þín eigin ferðaskrifstofa - ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla...

126

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu
Page 2: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

1

Vertu þín eigin

ferðaskrifstofa

...og lækkaðu ferðakostnaðinn

Margrét Gunnarsdóttir

© 2013 | Allur réttur áskilinn | Afritun óheimil

www.ferdalangur.net

Page 3: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

2

© 2013 Margrét Gunnarsdóttir

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun,

prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í

heild, án skriflegs leyfis höfundar.

ISBN: 978-9935-9136-2-3 (pdf)

ISBN: 978-9935-9136-0-9 (ePub)

ISBN: 978-9935-9136-1-6 (Mobi)

Kápuhönnun: Margrét Gunnarsdóttir

Ljósmynd á kápu: Margrét Gunnarsdóttir: Frá Siracusa, Sikiley

Rafbókaumbrot: Margrét Gunnarsdóttir

[email protected]

Page 4: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

3

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit ..................................................................................... 3

Um bókina .................................................................................... 6

Kafli 1 - Inngangur ........................................................................ 8

Kafli 2 - Flug ............................................................................... 12

Flug til og frá Íslandi ................................................................. 14

Áfangastaðir ............................................................................. 17

Leiguflug á vegum íslenskra ferðaskrifstofa .................................... 0

Lággjaldaflugfélög í Evrópu .......................................................... 1

Lággjaldaflugfélög utan Evrópu ..................................................... 5

Flugleitarvélar og ferðabókunarvefir .............................................. 6

Gott að vita við kaup á flugmiðum .............................................. 11

Kafli 3 - Farangur ........................................................................ 15

Kafli 4 – Gisting (hefðbundin) ....................................................... 19

Hostel – farfuglaheimili .............................................................. 24

Bændagisting ........................................................................... 25

Bed & Breakfast – heimagisting/gistiheimili .................................. 26

Kafli 5 - Gisting (óhefðbundin) ...................................................... 31

Page 5: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

4

Íbúðagisting/herbergi hjá Jóni og Gunnu ...................................... 31

Gestir eða gestgjafar ................................................................. 31

Kafli 6 - Sumarhúsaleiga .............................................................. 33

Sumarhús í gegnum umboðsskrifstofur ........................................ 33

Sumarhús – Bein samskipti við eigendur ...................................... 34

Kafli 7 - Íbúðaskipti ..................................................................... 36

Kafli 8 - Bílaleigubílar ................................................................... 39

Kafli 9 - Húsbílaleiga .................................................................... 46

Kafli 10 - Lestarferðir ................................................................... 47

Kafli 11 - Jarðlestir (neðanjarðarlestir) ........................................... 53

Kafli 12 - Siglingar ....................................................................... 54

Kafli 13 - Ferjur ........................................................................... 57

Kafli 14 - Gönguferðir .................................................................. 59

Kafli 15 - Hjólaferðir .................................................................... 61

Kafli 16 – Tilboð á síðustu mínútu „sitt lítið af hverju“ ...................... 63

Kafli 17 – Nám og frí .................................................................... 64

Kafli 18 – Viltu gerast sjálfboðaliði? ............................................... 65

Kafli 19 – Gerðu ferðina persónulega ............................................. 66

Kafli 20 - Að lesa sér til fyrir ferðalagið........................................... 68

Page 6: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

5

Kafli 21 - Tungumál ..................................................................... 73

Kafli 22 – "Öpp" fyrir snjallsíma, m.a. iPhone, iPad o.fl. .................... 74

Kafli 23 - Almennar ráðleggingar til ferðalanga ................................ 77

Kafli 24 - Pakkað fyrir ferðina ........................................................ 82

Kafli 25 - Tryggingar og heilsan ..................................................... 83

Kafli 26 - Þjófnaðir ....................................................................... 88

Kafli 27 - Þjórfé ........................................................................... 92

Kafli 28 - Ýmis útgjöld á ferðalögum .............................................. 93

Kafli 29 - Gengi/peningamál ......................................................... 97

Kafli 30 - Hagnýtar upplýsingar ..................................................... 99

Kafli 31 - Myndavélin og ferðamyndirnar ...................................... 102

Kafli 32 - Tíu heilræði ................................................................. 103

Minnislisti fyrir ferðalanga ........................................................... 105

Símanúmer í ferðalagið .............................................................. 107

Page 7: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

6

Um bókina

Kæri ferðalangur.

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa kemur nú út í annað sinn

með uppfærðum upplýsingum og viðbótum. Bókin er

handbók og verkfæri til að skipuleggja ferðalög á netinu

eins og þér hentar best, á eins hagkvæman hátt og unnt

er. Ég geri ráð fyrir þú bjargir þér á ensku, því mikið er

vísað í erlendar vefsíður.

Ég hef einkum miðað við ferðalög fólks á eigin vegum innan Evrópu þó

vissulega eigi margt við um ferðalög í öðrum heimsálfum.

Á vefnum mínum, Ferdalangur.net (stofnaður 2005), hef ég frá upphafi

leitast við að benda á ódýrar og hagkvæmar lausnir fyrir íslenska

ferðalanga. Í handbókinni og á vefnum eru eingöngu tenglar sem ég

nota sjálf að staðaldri eða vefsíður sem virtir, erlendir ferðafrumkvöðlar

vitna í. Það útilokar þó ekki að þú finnir góðar lausnir annars staðar og

hjá íslenskum ferðaskrifstofum.

Handbókin er eingöngu í boði á rafrænu formi og ekki sérstaklega gert

ráð fyrir að hún sé prentuð út. Bókin getur vonandi orðið þeim

hvatning sem vilja ferðast sjálfstætt, jafnvel þeim sem vilja ferðast einir

en skortir kjarkinn — hvatning um að láta ekkert stöðva sig og njóta

þess að púsla saman skemmtilegri ferð.

Ferðalangur er á Facebook. Ég mæli með áskrift að Fréttabréfi

Ferðalangs til að fá upplýsingar um næstu rafbækur, bæklinga o.fl.

Page 8: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

7

Ég þigg með þökkum umsagnir og ábendingar á netfangið

[email protected].

Bókinni fylgir vefsíða með öllum tenglum sem nefndir eru í köflunum

hér á eftir: http://www.ferdalangur.net/ferdatenglar.html

Góða ferð!

Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur og ferðalangur

www.ferdalangur.net

[email protected]

P.S. Hefurðu kynnt þér eftirfarandi handbækur á

http://www.ferdalangur.net?

Page 9: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

8

Kafli 1 - Inngangur

Af hverju ferðumst við?

Svari nú hver fyrir sig. Ný lönd og nýjar

slóðir heilla. Það er fróðlegt að uppgötva

hvað fólk víðsvegar á jarðarkringlunni á

mikið sameiginlegt. Mörgum er það einnig

mikils virði að geta lyft sér ögn upp úr

hversdagsleikanum og horfa á sitt

daglega líf úr fjarlægð á framandi slóðum.

Sögulegar minjar frá ýmsum tímum færa

okkur heim sanninn um hvað eitt ár, tíu

ár, hundrað ár eða jafnvel þúsund ár

skipta litlu máli í stóra samhenginu og sú

uppgötvun dýpkar skilning okkar á tilverunni.

Ferðalög utan háannatíma

Þú getur ferðast á hvaða árstíma sem er. Auðvitað ráða aðstæður miklu

um þann tíma sem þú hefur til umráða, t.d. atvinna, möguleikar á að

taka frí, fjölskylda o.fl. En ef þú getur hnikað ferðatímabilinu til og

ferðast utan háannatíma aukast möguleikar þínir á betra verði, t.d. á

gistingu.

Vorin eru notalegur tími þegar allt er að lifna; blóm, tré og runnar að

springa út, a.m.k. í Evrópu. Ekki eru haustin síðri, þegar ferðamenn eru

að einhverju leyti horfnir á braut og þú getur heimsótt þekkta staði án

þess að lenda í löngum biðröðum og fólksmergð. Hafir þú einhvern

tímann heimsótt evrópskar borgir og bæi í desember, þegar

jólastemningin er í hámarki, áttu án efa eftir að koma aftur.

Mynd: Christian Fischer

Page 10: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

9

Hefðbundnar eða óhefðbundnar ferðir

Ef þú ætlar einungis að fara á einn stað og dvelja þar, er tiltölulega

einfalt að ganga frá slíku, t.d. í gegnum íslensk flugfélög og

ferðaskrifstofur. Það getur verið sólarlandaferð, hefðbundin borgarferð

eða annað. Þó finnst mér sjálfri alltaf freistandi að skoða gistingu og

flug á netinu og bera saman við þá kosti sem ferðaskrifstofurnar/

flugfélögin bjóða. Sér í lagi þar sem mér duga oft ódýrari hótel en boðið

er uppá.

Ef þú hefur áhuga á að skipuleggja ferð sem inniheldur fleiri en einn

áfangastað eða ferð sem fellur ekki alveg inn í hefðbundinn ramma,

getur handbókin komið í góðar þarfir.

Tími og skipulag

Hafðu í huga að það tekur dágóðan tíma að skipuleggja hlutina sjálfur.

Það er þess vegna gott að koma sér upp aðferðum til að halda utan um

það sem búið er að gera; vefi sem búið er að skoða, fargjöld sem búið

er að finna, staði sem gaman væri að sjá. Gott skipulag sparar þér

heilmikinn tíma.

„Username – Password“

Skrifaðu vandlega hjá þér öll notendanöfn og aðgangsorð sem þú þarft

stundum að búa til á bókunarvefjum því þó að oftast sé auðvelt að

endurheimta slík orð aftur, getur það tekið óþarfa tíma.

Fyrir hvað ertu að greiða?

Ef þú bókar í gegnum vefinn hjá erlendum aðilum, skaltu lesa vel fyrir

hvað þú ert að greiða. Ekki greiða fyrir tryggingar sem sjálfkrafa er

hakað við og þú hefur ef til vill ekkert við að gera. Flýttu þér ekki um of.

Page 11: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

10

Þeir sem eru óöruggir að vafra um bókunarsíður á netinu geta haft í

huga að greiðsla á sér ekki stað fyrr en búið er að setja inn allar

upplýsingar um kreditkort og smella á staðfesta. Í sumum tilvikum er

þó ekki um neina greiðslu að ræða heldur er einungis verið að staðfesta

pöntun á gistingu; pöntun sem oftast er ekki greidd fyrr en eftir á.

Fylgstu með tilboðum

Flest flugfélög, ferðaskrifstofur og flugleitarvélar bjóða fría áskrift að

einhvers konar fréttabréfum t.d. newsletter, e-mail alert, fare alert, o.fl.

Þetta getur einnig verið í formi RSS veita/strauma. Auk þess eru flestir

slíkir aðilar komnir með síður á Facebook og margir "tísta" á Twitter.

Loks eru margir farnir að bjóða upp á „öpp“ fyrir snjallsíma. Það kemur

þá skýrt fram á vefsíðum þeirra. Með þessu móti getur þú fylgst með

tilboðum, farmiðaútsölum og öðru á þeirra vegum.

Algengar spurningar

Í handbókinni reyni ég meðal annars að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig er hægt að lækka kostnað við flugferðir?

Hvernig er hægt að lækka gistikostnað?

Hvernig er hægt að finna bílaleigubíl á sem hagstæðustu verði?

Hvernig er hægt að finna ódýr lestarfargjöld?

...og mörgum fleiri

Nokkrar erlendar handbækur (rafbækur) um ódýran ferðamáta:

The Encyclopedia of Cheap Travel: Save Up to 90% on

Lodging, Flights, Tours, Cruises, and More! (Rafbók/prent)

Frugal Travel Guy Handbook (Rafbók/prent)

Page 12: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

11

Vagabonding: An Uncommon Guide to the Art of Long-Term

World Travel (Rafbók/prent)

Page 13: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

12

Kafli 2 - Flug

Ef þú ætlar einungis að fljúga á milli tveggja staða, þ.e. frá Íslandi og til

borgar erlendis, er nokkuð fljótlegt að gera samburð á milli flugfélaga,

sjá kaflann Flug til og frá Íslandi.

Ef þú ætlar að fljúga lengra, t.d. tvo – þrjá flugleggi, getur borgað sig

að eyða góðum tíma í samanburð og gefa sér tíma í flugleitarvélum og á

síðum einstakra flugfélaga. Sá tími getur margborgað sig. Athugaðu

einnig að stundum er hægt að fljúga á milli áfangastaða innan Evrópu

fyrir mjög hagstætt verð ef þú nýtir þér flugmiðaútsölur

lággjaldaflugfélaga eða ef þú getur pantað flug með góðum fyrirvara.

Sum flugfélög, eins og t.d. Ryanair, eru með útsölur á nokkurra vikna

fresti sem standa í nokkra daga.

Hafðu í huga að til að fá ódýrasta fargjaldið á milli staða, þarf að skoða

nokkrar vefsíður og gera samanburð. Það er engin ein síða eða

flugleitarvél sem ávallt býður ódýrasta fargjaldið til mismunandi staða.

Á því er engin "vísindaleg skýring" né aðrar gáfulegar ástæður.

Flug til fjarlægra landa

Ef þú ætlar til fjarlægra landa eða heimsálfa, er þjóðráð að kanna verð

á flugi og ferðaskipulagningu hjá innlendum eða erlendum

ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í slíkum ferðum. Það gæti komið á

daginn að þær byðu betur en hefðbundnar flugleitarvélar.

Tími/Verð

Skiptir mestu máli fyrir þig að komast sem fyrst á áfangastað? Eða

skiptir meira máli að fá gott verð og stansa jafnvel á milli áfangastaða?

Page 14: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

13

Ef þú getur nýtt þér dvöl í 1– 2 nætur á milli flugleggja, til dæmis í

London, getur það komið vel út. Þá geturðu keypt flug áfram, oft með

lággjaldaflugfélögum og hættan á að missa af tengiflugi vegna

seinkunar hverfur. Ég vil líka benda á að British Airways hefur stundum

komið á óvart með verð. Sérstaklega þegar pantað er með góðum

fyrirvara og þegar ferðir á milli flugvallar og miðborgar eru reiknaðar

inn í dæmið. Það er til að mynda ódýrast að ferðast á milli miðborgar

London og Heathrow flugvallar með jarðlest, Piccadilly Line en dýrara að

ferðast til og frá Stansted flugvelli og Gatwick.

Farangur

Ertu með mikinn farangur? Þarftu að geta innritað farangur alla leið?

Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum

eingöngu innritað farangur fyrir einn fluglegg í einu – og mörg flugfélög

hafa takmarkanir á farangri s.s. Ryanair og EasyJet. Að auki er nú í

tísku að rukka aukalega fyrir farangur annan en handfarangur og oft

mikið fyrir hvert aukakíló sem ekki er greitt strax við bókun á netinu

eða áður en ferð hefst. Skoðaðu því vel farangursupplýsingar áður en

þú bókar endanlega hjá lágfargjaldaflugfélagi.

Öryggi

Ef ferðaáætlunin þín er þannig að þú þarft að treysta á tengiflug þar

sem ekki er mikill biðtími á milli flugvéla; vilt geta bókað farangurinn

þinn alla leið; vilt geta borgað öll flug á einum stað — þá er líklegt að

Icelandair henti þér í flestum tilvikum best. Þar með ertu í einhverjum

tilvikum búinn að gefa frá þér möguleika á lækkun kostnaðar. Ekki

verður bæði haldið og sleppt. Þitt er valið.

Page 15: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

14

Réttindi flugfarþega

Kynntu þér reglur um réttindi flugfarþega á vef Flugmálastjórnar. Hver

er réttur þinn ef flugi seinkar? Flugi er aflýst? Tjón verður á farangri?

„Ef flugi seinkar um tiltekinn tíma skulu farþegar fá viðeigandi þjónustu

og skulu þeir geta hætt við flugið og fengið farmiðana endurgreidda eða

haldið ferðinni áfram við fullnægjandi skilyrði.“ (Úr reglugerð nr.

574/2005).

Af veggspjaldi um réttindi flugfarþega af vef Flugmálastjórnar Íslands

Flug til og frá Íslandi

Valmöguleikum okkar fjölgar sífellt varðandi flug til og frá Íslandi,

sérstaklega yfir sumartímann. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni

þar bæði hjá íslenskum og erlendum flugrekstraraðilum. Aldrei hafa

boðiðst jafn fjölbreyttum flugmöguleikum yfir sumartímann eins og nú.

Því fyrr sem þú bókar, því meiri líkur á að þú fáir flug á viðráðanlegu

verði og flug á þeim tíma sem þú kýst helst. Þó ber þess að geta að

Page 16: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

15

tilboð koma með af og til hjá flugfélögunum og þá er gott að geta verið

sveigjanlegur.

Athugaðu að erlend flugfélög sem bjóða flug til og frá Íslandi yfir

sumartímann, fljúga sum hver að næturlagi og því þarftu að vega og

meta kosti þess og galla, ásamt hugsanlegu tengiflugi. Ef þú ætlar að

fljúga áfram, til dæmis til landa Suður-Evrópu s.s. Ítalíu, Spánar eða

Grikklands, geta erlendu flugfélögin nýst vel því oftast er gott framboð

af tengiflugi með sömu flugfélögum í allar áttir.

Icelandair

Áfangastaðir Icelandair eru mismunandi eftir árstíðum. Skoðaðu

lista yfir áfangastaði Icelandair á vef þeirra.

Á síðunni Fargjaldaflokkar sérðu hvernig hægt er að setja saman

ferð með meiri sveigjanleika en áður og nýta þér mismunandi

fargjaldaflokka.

Reglur um farangur borgar sig að skoða vel og vera meðvitaður

um að greiða þarf fyrir veitingarnar um borð fyrir utan vatn og

óáfenga drykki.

Ódýrustu fargjöldin færðu oftast með því að bóka með góðum

fyrirvara og nýta til dæmis jólagjafabréf Icelandair. Þau hafa verið

boðin til sölu í desember og fram til jóla. Með þeim geturðu keypt

flugmiða sem nýtist frá tilteknum tíma eftir áramót og fram á

vorið. Ef þú bókar flugmiða um leið og opnað er á bókanir, er

góður möguleiki á að fá flugsæti á þeim tíma sem þú vilt og á

Page 17: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

16

betra verði en ella.

Icelandair býður aðild að Saga Club þar sem hægt er að safna

vildarpunktum með því að kaupa þjónustu af Icelandair og

nokkrum öðrum fyrirtækjum og með viðskiptum við ákveðna

banka. Punktarnir geta síðan gengið upp í kaup á farmiðum þegar

þeir eru orðnir nógu margir, eða annarri þjónustu eins og t.d.

bílaleigu og gistingu innanlands.

Þú getur sparað með því að taka með þér nesti um borð í vélar

Icelandair í stað þess að kaupa þar veitingar.

Wow Air

Skoðaðu áfangastaði sem í boði eru samkvæmt vefsíðu félagsins.

Taktu með í reikninginn farangursgjöldin sem Wow air innheimtir

og bókunargjald ef þú þarft að velja á milli flugfélaga til að hafa

allt með.

Wow býður upp á gjafabréf fyrir jól rétt eins og Icelandair.

SAS

Icelandair og SAS hafa með sér samstarf. Ef þú ætlar að fljúga til

borga á Norðurlöndum, jafnvel áfram innan þeirra, er sjálfsagt að

kanna verð á vefsíðum SAS og Icelandair. Ef þú ætlar til

fjarlægari landa, athugaðu þá kostnað við flug með

Icelandair/SAS í gegnum Kaupmannahöfn.

EasyJet

Page 18: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

17

EasyJet býður flug á milli Keflavíkur og London allt árið og að auki

til Edinborgar og Manchester hluta úr ári.

Önnur erlend flugfélög

Eftirfarandi flugfélög bjóða ýmist áætlunarflug eða leiguflug sem

að mestu fer fram yfir sumartímann.

o Air Berlin

o Air Greenland

o Austrian Airlines

o Delta

o Edelweiss Air

o Germanwings

o Lufthansa

o Niki Luftfahrt

o Norwegian

o Primera Air

o Thomas Cook Airlines

o Transavia.com

o Vueling

Áfangastaðir

Áfangastaðir sem Íslendingum bjóðast í beinu flugi á sumrin eru orðnir

býsna margir. Ógjörningur er að halda nákvæmlega utan um

möguleikana í bók sem þessari þar sem "landslagið" breytist mjög ört.

Þó verða nefndir hér í stafrófsröð áfangastaðir í boði sumarið 2013, þar

af eru margir hefðbundnir vetraráfangastaðir.

Page 19: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Alicante

Amsterdam

Anchorage

Barcelona

Basel

Bergen

Berlín

Billund

Bologna

Boston

Brüssel

Denver

Düsseldorf

Edinborg

Frankfurt am Main

Gautaborg

Glasgow

Halifax

Hamborg

Helsinki

Kaupmannahöfn

Kraká

Köln/Bonn

London (Heathrow, Gatwick,

Luton)

Lyon

Madrid

Manchester

Minneapolis

Mílanó

München

New York

Orlando

Osló (Osló, Osló Gardemoen)

París (De Gaulle, Orly)

Salzburg

Seattle

St. Pétursborg

Stavanger

Stokkhólmur

Stuttgart

Toronto

Varsjá

Vín

Washington DC

Zürich

Þrándheimur

Leiguflug á vegum íslenskra ferðaskrifstofa

Skoðaðu hvaða möguleikar bjóðast með leiguflugi íslenskra

ferðaskrifstofa yfir sumartímann. Oft eru flugsæti í boði til borga/staða

sem eru venjulega ekki á áætlunarleiðum annarra flugfélaga. Þó að þau

flug geti verið í dýrari kantinum, þarftu líka að hafa í huga að um beint

flug er að ræða. Þannig geturðu sparað dýrmætan tíma + ferðir milli

flugvalla og e.t.v. gistingu líka. Þegar upp er staðið, kemur það

hugsanlega jafnvel eða betur út og sparar tíma.

Page 20: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

1

Skoðaðu vefsíður og bæklinga ferðaskrifstofanna til að sjá hvaða

möguleikar bjóðast. Ferðaskrifstofurnar bjóða oftast upp á áskrift að

fréttabréfi í tölvupósti og eru með síðu á Facebook.

Lággjaldaflugfélög í Evrópu

Lággjaldaflugfélög hafa sína kosti og galla eins og annað í þessum

heimi. Þau geta nýst okkur Íslendingum einkar vel þegar ætlunin er að

sameina nokkra staði í einni og sömu ferðinni.

Dæmi: Fljúga til London og síðan áfram til Frakklands, Ítalíu eða

Spánar. Sjálf hef ég undanfarin ár mikið notað þann möguleika að fljúga

með á ódýrasta fargjaldi á hverjum tíma til London og áfram til Ítalíu

með Ryanair. Þann fluglegg hef ég ávallt keypt á „útsölu“ og því fengið

hann á góðu verði.

Gleymdu þó ekki að taka inn í dæmið allan kostnað, sér í lagi kostnað

við að ferðast til og frá flugvelli því oft eru flugvellir

lággjaldaflugfélaganna staðsettir utan við borgir og stundum langt frá

þeim. Það getur kostað þig töluvert aukalega að komast inn í borg.

Mörg lággjaldaflugfélög láta greiða sérstaklega fyrir innritaðan farangur

eins og áður er sagt, sem gerir það að verkum að kostnaður eykst fljótt

ef farangur er mikill.

Hér má líka nefna þann möguleika að skoða lestarferðir í bland við flug,

því vel getur verið að það komi betur út í einhverjum tilvikum.

Dæmi: Flogið til London á besta fáanlega fargjaldi og ferðast áfram til

meginlands Evrópu með Eurostar. Ef pantað er með nokkurra vikna

fyrirvara, er oft hægt að fá fargjöld með Eurostar á góðu verði.

Page 21: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

2

Mynd: Ruthann - Ryanair

Hvenær borgar sig ekki að ferðast með lággjaldaflugfélögum?

Ef farangur er mikill (innritaður farangur kostar aukalega) er

sjálfsagt að gera samanburð milli flugfélaga.

Ef flugleggir eru margir og hægt þarf að vera að innrita farangur

alla leið.

Ef hætta er á að missa af flugi vegna stutts tíma á milli lendingar

og tengi- eða framhaldsflugs.

Ef þörf er á aukagistingu þarf að vega og meta verð/kosti/galla.

Page 22: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

3

Ef fara þarf langar vegalengdir milli flugvalla til að ná næsta flugi

og það kallar á mikinn aukakostnað/tíma.

Listi yfir öll helstu lággjaldaflugfélög

Ég mæli með því að þú kynnir þér hvaða lággjaldaflugfélög fljúga til

áfangastaðanna sem þú ætlar að heimsækja. Þetta geturðu gert á

ágætis vef, Whichbudget, sem veitir upplýsingar um hvaða

lággjaldaflugfélög fljúga milli tiltekinnar borga eða landa. Þegar þetta er

skrifað eru 298 slík flugfélög talin upp á vefsíðunni í 206 löndum. Þarna

er gott að byrja til að átta sig á hvort það er yfirleitt möguleiki á að nýta

sér lággjaldaflugfélög á áfangastaðinn.

Athugaðu að stundum er hægt að nota lággjaldaflugfélög sem fljúga til

flugvalla nálægt brottfararstað/áfangastað. Þegar ferðast er um langan

veg munar ekki miklu um 100 – 200 km fjarlægð eða hvað? Svo

framarlega sem þú ert meðvitaður um fjarlægðina og hvað það kostar

að komast á milli.

Nokkur helstu lágfargjaldaflugfélög í Evrópu

Það er freistandi að nefna sérstaklega nokkur flugfélög sem hentað geta

okkur Íslendingum innan Evrópu ef við ætlum að fljúga lengra en einn

legg, sér í lagi frá borgum eins og London og Kaupmannahöfn. Það eru

mestar líkur á að þú náir hagstæðu flugi frá Íslandi til þessara borga þar

sem samkeppni er hörð og ferðir tíðar.

EasyJet – í framhaldi af flugi til London og Kaupmannahafnar

Ryanair – í framhaldi af flugi til London

Germanwings – Í framhaldi af flugi til London eða þýskra borga

Page 23: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

4

Air Berlin – í framhaldi af flugi til London eða þýskra borga

Ég lít stundum á

lággjaldaflugfélögin eins og

nokkurs konar

almenningsvagna. Það er

ekkert því til fyrirstöðu að

taka „hring“ um Evrópu með

þeim ef flugmiðar eru

keyptir á góðum tíma.

Það kemur enn betur út ef

þú ferðast eingöngu með

handfarangur. Þú getur einnig auðveldlega keypt staka flugleggi og því

„blandað saman“ flugfélögum.

Mynd: Flor!an – Flugvöllurinn í Hamborg

Page 24: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

5

Tilboð frá lággjaldaflugfélögum og farmiðaútsölur

Mörg flugfélaganna bjóða af og til mjög hagstætt verð á farmiðum, t.d.

Ryanair, EasyJet og Germanwings þó ekki sé það lengur jafn hagstætt

og það sem fékkst fyrir fáeinum árum einkum vegna

farangursgjaldanna. Ég hef oft haft þann háttinn á að kaupa snemma

farmiða með íslensku flugfélögunum til London og bíða svo átekta eftir

næstu farmiðaútsölu hjá Ryanair eða öðrum flugfélögum til að komast

ódýrt sunnar í álfuna...

Lággjaldaflugfélög utan Evrópu

Vefsíður nokkurra lággjaldaflugfélaga í USA

Þó einkum sé miðað við Evrópu í þessari handbók, er freistandi að nefna

nokkur flugfélög í Bandaríkjunum og víðar sem komið geta að góðu

gagni.

AirTran

Flug milli margra borga á austurströnd Bandaríkjanna og nokkurra

borga á vesturströndinni.

Allegiant Air

Flug á góðu verði frá t.d. Las Vegas, Phoenix og Orlando til borga

víða í Bandaríkjunum.

JetBlue

Flug á góðu verði frá New York (JFK), Boston, DC/Dulles, Fort

Lauderdale og Long Beach til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum

og Mið-Ameríku.

Page 25: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

6

Frontier Airlines

Flug á góðu verði m.a. frá Denver til áfangastaða um gjörvöll

Bandaríkin og einnig til Suður-Ameríku.

Southwest.com

Flug á góðu verði á milli áfangastaða víðs vegar um Bandaríkin.

Spirit Airlines

Flýgur m.a. frá Fort Lauderdale og Detroit til ýmissa staða í

Bandaríkjunum og einnig til Mið- og Suður-Ameríku.

Sjá einnig Wikitravel: Cheap airline travel in North-America

Lággjaldaflugfélög í Ástralíu og víðar

Jetstar

Ástralía, Asía.

Virgin Blue

Ástralía, Nýja Sjáland, Kyrrahafseyjarnar, Papúa Nýja-Gínea.

Sjá einnig Wikitravel: Australia – Discount airlines.

Lágfargjaldaflugfélög í Asíu

Sjá WikiTravel – Discount airlines in Asia.

Flugleitarvélar og ferðabókunarvefir

Page 26: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

7

Flugleitarvélar og margvíslegir ferðabókunarvefir eru vinsælir og á

margan hátt mjög þægilegir. Flestir þeirra bjóða einnig hótel,

bílaleigubíla o.fl. Það gagnast lítið að telja hér upp allar þær leitarvélar

sem völ er á, til þess eru þær of margar. Ég ætla hins vegar að nefna

þá vefi sem gagnast hafa mér best. Áhugasamir geta lesið pistil á

Wikipedia þar sem leitast er við að skilgreina tegundir ferðavefja og

flugleitarvéla og þar eru fleiri vefir nefndir til sögunnar.

Dohop

Dohop er íslensk leitarvél sem hefur haslað sér völl fljótt og vel á

örfáum árum og leitar m.a. hjá mörgum lágfargjaldaflugfélögum.

Skyscanner

Ber saman fargjöld hjá um 1000 flugfélögum út um allan heim,

bæði hefðbundnum flugfélögum og lággjaldaflugfélögum. Boðið er

upp á ýmis skemmtileg verkfæri fyrir ferðalanginn sem þarf ekki

endilega að vita nákvæmlega hvenær og hvert hann vill fara.

Hægt er að tilgreina að þú sért flexible eftir að leitarniðurstöður

Page 27: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

8

birtast. Þá eru tilgreindar niðurstöður sem spara þér einhverjar

krónur en miðast mögulega við aðrar dagsetningar. Einnig

geturðu valið að skoða fargjöld yfir heilan mánuð til

áfangastaðarins.

Með því að nota þessar tvær flugleitarvélar, Dohop og Skyscanner og

kanna annars vegar flug beint frá Íslandi á áfangastaðinn í Evrópu

(dæmi: Keflavík – Aþena) og hins vegar frá flugvöllum í London,

Kaupmannahöfn, Frankfurt, Berlín o.s.frv. (dæmi: London – Aþena) á

endanlega áfangastaðinn geturðu fengið ágæta hugmynd um

ódýrasta/besta kostinn í stöðunni.

Expedia.com

Expedia er einn af þekktastu leitarvélum í bransanum og leitar hjá

helstu flugfélögum heims. Minna fer fyrir lággjaldafélögum. Ég

mæli með að leita að flugi frá London eða Kaupmannahöfn sem

brottfararstað og áfram til fjarlægari staða eða frá öðrum borgum

sem auðvelt er að fljúga til frá Íslandi.

Athugaðu að ef þú ætlar að leita að flugi innan Evrópu á Expedia,

er snjallt að nota bresku útgáfu hennar, Expedia.co.uk eða

einhverja af öðrum evrópsku útgáfum hennar (sjá fána ýmissa

landa neðst á forsíðu Expedia.com).

Ebookers

Ebookers er bæði flugleitarvél og bókunarvefur. Lágfargjaldafélög

eru ekki ofarlega á blaði frekar en hjá Expedia. Gerðu samanburð

með því að leita ýmist að flugi frá Íslandi eða að flugi frá London,

Kaupmannahöfn og áfram til fjarlægari landa eða frá öðrum

borgum sem auðvelt er að fljúga til frá Íslandi. Ebookers hefur

Page 28: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

9

komið ágætlega út með verð í sumum tilvikum og gengið vel að

nota þar íslensk greiðslukort.

Ebookers og Expedia eru svipaðar leitarvélar og upplagt að bera

saman leitir hjá þessum tveimur þegar ferðast á til landa utan

Evrópu.

Flugmiðar eru að jafnaði greiddir beint í gegnum Ebookers og ef

eitthvað gengur ekki í gegnum vefinn, eru þeir með ágæta

símaþjónustu og aðstoð "í beinni".

Hipmunk, WeGo og Kayak heita þrjár leitarvélar sem mikið eru í

umfjöllun núna. Þær koma að gagni til að leita að flugi milli staða

utan Íslands. Mér er ekki kunnugt um hvort íslensku

greiðslukortin ganga alltaf en prófaðu þær endilega til

samanburðar og "rannsókna".

Flugleitarvélarnar eru auðvitað mun fleiri en hér eru taldar sbr. pistil á

Wikipedia sem ég minntist á hér að framan, en Dohop, Skyscanner,

Expedia og Ebookers, sem áður eru nefndar ættu í langflestum tilvikum

að duga til að fá nokkuð góða yfirsýn yfir möguleikana.

Leitarvélarnar gefa notendum sínum fyrst og fremst samanburð á verði

flugs frá mismunandi flugfélögum og sýna hvenær hægt er að fá

hagstætt flugfargjald. Þá kemur sér vel að geta verið sveigjanlegur með

brottfarir/komur. Athugaðu að leitarvélarnar hafa alls ekki allar sömu

flugfélögin í sínum gagnagrunni. Oftast er hægt að nálgast lista með

flugfélögum á vefsíðum leitarvélanna ef þörf krefur.

Page 29: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

10

Gott að prófa:

Veldu að láta leitarvélina raða ódýrustu möguleikunum efst ef það

er ekki sjálfgefið.

Opnaðu þá möguleika sem þér líst á og skoðaðu vandlega

flugáætlunina og biðtíma milli tengiflugs.

Skoðaðu vel hvernig og hvort þú lætur leitarvélina þrengja

niðurstöðurnar, t.d. beint flug (engar millilendingar), ekki að

skipta um flugvöll, ekki næturflug o.s.frv. Þitt er valið.

Ef millilendingar eru inni í myndinni, skoðaðu þá vel hversu rúman

tíma þú hefur til að skipta áður en þú kaupir miðann. Kannski

þarftu að gera ráð fyrir að farangur sé ekki innritaður alla leið, ef

um lággjaldaflugfélög er að ræða. Hugsanlega þarftu að ætla þér

tíma með farangurinn á milli flugvallarbygginga („terminals“) og

jafnvel flugvalla. Á vefsíðum flugvalla má yfirleitt fá allar

upplýsingar um völlinn og jafnvel teikningar líka.

Athugaðu, að það sem þér virðist kannski ódýrast í fyrstu, getur

reynst þér dýrara þegar upp er staðið (lengd ferðar, ferðir á milli

flugvalla, matarkostnaður, hættan á að missa af næstu vél vegna

seinkana). Hafðu þess vegna vaðið fyrir neðan þig. Ekki tefla á

tæpasta vað.

Þegar þú ferðast með lággjaldaflugfélagi frá stað A til B, ber það

ekki ábyrgð á því þó þú missir af vél fyrir næsta fluglegg með

Page 30: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

11

öðru flugfélagi.

Þegar flugleggirnir eru fleiri en einn, borgar sig að leita hjá

nokkrum flugleitarvélum og bera saman niðurstöður og

möguleika.

Taktu með í reikninginn kostnað við samgöngur á milli flugvalla,

bið, gistingu o.fl.

Láttu ekki narra þig til að kaupa “cancellation policy” –

ferðarofstryggingu nema þú ætlir markvisst að kaupa hana – slíkri

tryggingu er gjarnan bætt við sjálfkrafa og þú þarft sjálfur að taka

hakið burt. Ef til vill er slík ferðarofstrygging nú þegar innifalin í

þínum eigin tryggingum á Íslandi.

Í stað þess að prófa eingöngu að leita að flugi frá Keflavík til

áfangastaðarins, getur borgað sig að skoða flug frá t.d. London og

Kaupmannahöfn. Þetta á við þegar flugið nær yfir meira en einn

fluglegg. Síðan geturðu skoðað sérstaklega hvaða flugfélag býður

hagstæðasta fargjaldið út úr landinu; Icelandair, eða Wow Air auk

flugfélaganna sem fljúga eingöngu á sumrin.

Gott að vita við kaup á flugmiðum

Íslensk greiðslukort – ef þau gilda ekki

Stundum er ekki hægt að kaupa flugmiða með íslensku greiðslukorti á

Page 31: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

12

vefsíðum erlendra leitarvéla eða flugfélaga. Ýmist er Ísland þá ekki á

lista yfir löndin sem koma til greina eða að greiðslukortið þarf að vera

gefið út í landinu þar sem ferðin hefst (t.d. í Bretlandi ef þú leitar að

flugi frá London). Þetta getur verið til vandræða en þá skaltu skoða

hvort þú getir ekki keypt sama flugmiða í gegnum aðra

leitarvél/flugfélag.

Þegar þú ert búinn að leita í flugleitarvélum og komið er að bókunarferli,

þarftu oft að bóka hjá tveimur eða fleiri aðilum eftir því hvað

flugleggirnir eru margir. Það er misjafnt hvert leitarvélarnar senda þig.

Stundum á flugfélögin sjálf, stundum jafnvel á aðrar leitarvélar eins og

t.d. Opodo (þar hef ég reyndar lent í vandræðum með að greiða miða

með íslensku kreditkorti). Einfaldast er að fara þá á vefsíður

flugfélaganna sjálfra sem um ræðir og kaupa miðana þar eins og áður

er sagt. Þeir ættu að vera í boði ef þeir sjást hjá leitarvélunum.

Flugmiðar – pappírsmiðar eða rafrænir?

Flest ef ekki öll flugfélög bjóða upp á rafræna flugmiða, e-tickets, sem

þú getur prentað út heima.

Umsýslugjald

Sumar flugleitarvélar/flugfélög bæta við sérstöku umsýslugjaldi þegar

flugmiði er keyptur. Oftast er það óveruleg upphæð. Þetta hef ég m.a.

séð hjá Expedia og Ebookers.

Notendanöfn og aðgangsorð

Hér ætla ég að endurtaka heilræði úr inngangi handbókarinnar. Mundu

að skrifa hjá þér öll ný notendanöfn og aðgangsorð

(username/password) sem þú býrð til t.d. við bókanir – þú veist aldrei

Page 32: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

13

hvenær þú þarft á þeim að halda aftur ef miði týnist, breyta þarf bókun

o.s.frv. Sem betur fer er þó nokkuð auðvelt að endurheimta týnd

aðgangsorð í gegnum viðkomandi síður ef á þarf að halda.

Skammstafanir flugvalla

Á síðunni World Airport Codes geturðu að flett upp upplýsingum

varðandi rúmlega 9000 flugvelli í öllum heimsálfum. Hægt að leita uppi

skammstöfun flugvalla, fá upplýsingar um vegalengd milli tiltekinna

flugvalla, finna út flugbrautarlengd o.fl.

Allt um flugáætlanir

Ef þú hefur hafa gaman af að fylgjast með flugi og vilt kynna þér alls

kyns tölulegar upplýsingar um flug, flugfélög, flugvelli eða einfaldlega

hvað eina sem viðkemur flugi, ættirðu að líta á síðuna Flightstats.com.

Veldu t.d. KEF (Keflavík) og fáðu upplýsingar um brottfarir, komur,

veður, seinkanir og fleira, en einnig geturðu skráð þig. Þá færðu aðgang

að enn meiri upplýsingum. Hvaða flugfélag heldur t.d. best áætlun?

Hér er listi yfir öll flugfélög í heimi: Airlines of the World

Sætastærð, pláss og sætaskipan í flugvélum

Hversu breitt bil er á milli sætaraða hjá helstu flugfélögum Evrópu? Þú

getur forvitnast um það á vefsíðunni Skytrax. Hægt er að fletta upp

ýmsum evrópskum flugfélögum og flugfélögum í öðrum heimsálfum.

Einnig alls kyns upplýsingum um flugfélög, t.d. umsagnir farþega,

umsagnir um flugvelli og margt fleira.

Seatguru.com gefur góðar upplýsingar um sætaskipan í vélum helstu

flugfélaga. Í greininni Seat Maps eftir Arlene Fleming af vefnum

Page 33: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

14

About.com er einnig hægt að smella á tengla í kort af sætaskipan

flugvéla hjá helstu flugfélögum heims. Þar eru flugfélög á borð við

Icelandair, British Airways, Lufthansa og mörg fleiri.

Á flugvellinum

Þegar þú kemur í nýja borg, á nýjan flugvöll, lestarstöð o.s.frv. er gott

að vera búinn að kynna sér samgöngumöguleika til og frá staðnum. Það

sparar þér stress og jafnvel aurana líka. I HATE TAXIS er vefur sem

gæti hjálpað þó nafnið sé óneitanlega óvenjulegt.

Handbækur sem tengjast flugi:

Lose Your Fear of Flying – (Rafbók)

The Nervous Flyer‘s Handbook – (Rafbók/prent)

Flying? No Fear! Conquer your year of flying - (Rafbók/prent)

Decoding Air Travel: A Guide to Saving on Airfare and Flying in

Luxury

Page 34: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

15

Kafli 3 - Farangur

Nokkur ensk hugtök sem gott er að kunna skil á

Baggage allowance = Farangursheimild

Excess baggage = Yfirvigt

Cabin baggage - Hand baggage – Carry-on luggage = Handfarangur

Hold luggage - Checked luggage = Innritaður farangur

Hvað máttu hafa mikinn innritaðan farangur og handfarangur? Það er

æði misjafnt eftir flugfélögum og áfangastöðum og bráðnauðsynlegt að

lesa sér til um reglur hvers flugfélags fyrir brottför.

Hér fyrir neðan finnurðu reglur íslensku flugfélaganna Icelandair og

Wow Air.

Icelandair handfarangur - innritaður farangur - yfirvigt

Wow Air farangur (tekið er gjald fyrir innritaðan farangur)

Lággjaldaflugfélög leyfa minnstan farangur og mörg þeirra eru farin að

taka sérstakt gjald fyrir innritaðan farangur sbr. Wow Air, Ryanair og

EasyJet. Það er líka gott fyrir þig að vita að það er oft mun ódýrara að

gera ráð fyrir innrituðum farangri þegar þú bókar miðann og greiða

strax gjaldið, í stað þess að mæta með farangurinn á völlinn við brottför

og ætla að greiða þar. Kostnaður við yfirvigt er mikill.

Varðandi þyngd handfarangurs og innritaðs farangurs er ástæða til að

taka fullt mark á kílóatölum hjá lággjaldaflugfélögunum. Handfarangur

er gjarnan vigtaður nákvæmlega. Endurtek nákvæmlega, til dæmis hjá

Page 35: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

16

Ryanair. Það getur þýtt "svitabað", stress og aukakostnað ef ekki er

verið innan markanna.

Hér finnurðu reglur tveggja vinsælla lággjaldaflugfélaga.

Ryanair - farangur

EasyJet - farangur

Besta ráðið er að ferðast með eins

lítinn farangur og mögulegt er ef

hluti ferðar fer fram með

lággjaldafélögum. Athugaðu að

einungis ein taska er leyfileg í

handfarangri hjá sumum

flugfélögum.

Hjá lággjaldaflugfélögum eins og Ryanair þarf allt að rúmast í

einni tösku í handfarangri – tölva o.s.frv.

Mundu reglur um vökva í handfarangri – má ekki fara yfir 100 ml í

flösku og þarf að sýna í öryggishliðinu í þar til gerðum glærum

plastpoka.

Af hverju týnist farangur?

Hverjar eru algengustu ástæður þess að farangur týnist? Skv. grein af

mnsbc.com, 4 most common reasons airlines lose luggage, eru aðallega

fjórar ástæður fyrir týndum farangri:

Miðinn með nafni ákvörðunarstaðar (sem settur er á af

flugvallarstarfsmanni þegar töskur eru innritaðar) hefur prentast

Page 36: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

17

illa út – er ólæsilegur eða rifnar af einhvers staðar á leið í gegnum

ferlið. Ef til vill er taskan ný í þokkabót og eigandinn hefur gleymt

að merkja hana.

Eigandi töskunnar gleymir hreinlega að taka hana á

ákvörðunarstað.

Flugvallarstarfsmaður setur rangan kóða fyrir ákvörðunarstað á

töskuna í innritunarferlinu.

Taskan fer í ranga flugvél þrátt fyrir réttar merkingar.

Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir svona mistök?

Biðja um að fá að kíkja á merkimiðann sem flugvallarstarfsmaður

setur á töskuna, áður en hún fer með færibandinu til vonar og

vara – ekki síst ef þú þarft að millilenda einhvers staðar á leiðinni.

Merkja töskuna í bak og fyrir, á öllum hliðum, helst með

farsímanúmeri.

Hafa töskuna áberandi - ýmist í áberandi lit eða merkta á

áberandi hátt.

Setja ferðaplanið þitt með í töskuna þannig að auðvelt sé að koma

auga á það. Þá sjá flugvallarstarfsmenn hvert á að senda töskuna

EF hún týnist og ekki næst í þig.

Page 37: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

18

Taka myndir af innihaldi töskunnar þegar þú pakkar þannig að

ljóst sé hvað fór í töskuna ef sanna þarf hvað var í henni.

Taka allar óþarfa ólar og handföng af töskunni ef hægt er til að

minnka líkur á að hún festist á færibandinu.

Fara snemma á flugvöllinn, ekki innrita þig á síðustu mínútu.

Innrita þig á hefðbundinn hátt, ekki í sjálfsafgreiðslustöðvum.

Page 38: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

19

Kafli 4 – Gisting (hefðbundin)

Lúxus kostar sitt. Þú færð ekki lúxusgistingu fyrir lítið. Því miður . Ef

þú sættir þig við það eru þér allir vegir færir. Einnar stjörnu hótel þarf

ekki að þýða að gistingin sé slæm þó þar sé tæpast að finna lyftu,

sundlaug eða mini-bar. Hún getur eftir sem áður verið látlaus og

snyrtileg og gestgjafar notalegir.

Í hvers konar ferð ertu að fara? Í sumarfrí? Borgarferð? Ráðstefnuferð?

Vinnuferð? Rómantíska helgarferð? Fjölskylduferð með börnin?

Möguleikarnir eru margir og val á gistingu fer að sjálfsögðu eftir

tilefninu hverju sinni. Það getur hins vegar verið heilmikið mál að finna

réttu gistinguna - ekki síst ef þú ætlar að gista í margar nætur og vilt

greiða hóflega fyrir. Eftirfarandi atriði gætu skipt þig máli:

Verð gistingar

Þjónustustig (dagleg þrif o.s.frv.)

Fjarlægð frá miðbæ eða öðrum tilteknum stað

Fjör eða rólegheit

Page 39: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

20

Rómantískt andrúmsloft

Þægindi - lúxus

Te/kaffiaðstaða í herbergi

Eldunaraðstaða

Aðgangur að netinu/þráðlaust net

Líkamsræktaraðstaða

Sveitastemning

Umhverfi/útsýni

Smábæjarandrúmsloft

Stórborgarlíf

Þú getur valið úr mörgum tegundum gistingar. Þú getur líka, við vissar

aðstæður, gist ókeypis (sjá síðar).

Það er fljótlegt og þægilegt að nýta sér stórar hótelleitarvélar (milliliði)

sem skila fjölda niðurstaðna sem síðan er hægt að velja úr. Þar er hægt

að panta og afpanta á þægilegan hátt án þess að þurfa að hafa

samband við hótelið sjálft. Það gerir milliliðurinn. Fyrir það fær hann

einhver umboðslaun sem þú verður ekki var við þegar þú greiðir fyrir

hótelið.

Í einhverjum tilvikum, þó alls ekki alltaf, færðu hagstæðara verð með

því að hafa beint samband við gististað. Það getur þó verið erfitt að

finna vefsíðu tiltekins hótels í þeim aragrúa niðurstaðna sem fást í

Google og sumir veigra sér við að tala/skrifa ensku. Ef þú leitar að

hóteli, geturðu prófað að setja nafn þess í slóðina, s.s.

www.nafnhotels.com (.co.uk, .de, .it o.s.frv. eftir því í hvaða landi

hótelið er). Eða nafn hótelsins og website í Google.

Page 40: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

21

Hér á eftir verða nefndar nokkrar tegundir hefðbundinnar gistingar.

Hótelgisting

Staðsetning hótels eða

annarrar gistingar getur

skipt miklu máli. Ég legg

oft mikið á mig til að

tryggja að staðsetningin

hæfi vel erindinu í hvert

skipti. Sjálfri finnst mér

þægilegt að samgöngur

við flugvöll séu góðar og

að hótelið sé sem næst

því svæði sem ég ætla að halda mig á. Þannig er hægt að spara bæði

tíma og peninga.

Úrval hótela er mikið og það er stærð þeirra líka. Þau geta verið allt frá

litlum, fjölskyldureknum gististöðum upp í stór hótel sem eru oft hluti af

hótelkeðjum eins og Best Western, Marriott o.s.frv.

Oft er stjörnugjöf notuð til að flokka hótel. Í Evrópu eru 1 – 4ra stjörnu

hótel algengust en 1 - 5 stjörnu í Bandaríkjunum. Þó eru til dæmi um

allt upp í 7 stjörnu hótel. Gott er að vita að það er ekki til neitt sem

heitir alþjóðlegur stjörnustaðall og ósamræmi er áberandi milli landa og

jafnvel innan sama lands eða sömu borgar. Þú skalt því taka allri

stjörnugjöf með fyrirvara og hafa í huga að stærð herbergja, með eða

án lyftu og hótel með eða án sundlaugar eru dæmi um hluti sem geta

haft áhrif á stjörnugjöfina.

Mynd: OCLS Central Michigan University - Hotel Marriott

Page 41: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

22

Það eru nokkrir hlutir sem þú skalt vara þig á við val á hótelum. Hótel

auglýsa gjarnan að þau séu miðsvæðis – það getur samt verið langt frá

miðbænum á okkar mælikvarða. Auðveldlega nokkra kílómetra.

Skoðaðu staðsetningu hótelsins á korti í Google Maps, í Google Earth

eða á ViaMichelin og athugaðu vel hversu langt er í þá staði sem þú

þarft að fara á eða ætlar að heimsækja.

Fylgir morgunmatur með hótelherberginu eða þarftu að greiða hann

sér? Ef greiða þarf hann sér, getur það verið dýrt og jafnvel betra að

kaupa hann utan hótelsins á kaffihúsi eða í næstu matvöruverslun.

Eru góðar samgöngur frá hótelinu, t.d. í miðbæinn eða á flugvöllinn?

Jarðlestir eða strætisvagnar?

Ef hótelið er án lyftu (algengt á ódýrari hótelum t.d. í London) geturðu

reynt að biðja um herbergi á neðri hæðum ef það skiptir máli. Slíka

beiðni er oft hægt að setja með pöntun í athugasemdir.

Hér á eftir tek ég dæmi um hótelleitarvefi sem þægilegt er að nota til að

finna hótel á netinu. Við bókun er beðið um kreditkortanúmer eingöngu

til að staðfesta pöntun en þú greiðir ekki fyrir gistinguna fyrr en við

komu eða brottför. Skoðaðu vel reglur hótelanna um afpantanir — þær

geta verið mismunandi. Sum tilboð er ekki hægt að afpanta. Almenna

reglan er þó sú að ef afpantað er með meira en 24ra tíma fyrirvara er

allt í lagi — annars þarf að greiða fyrir fyrstu nótt.

Booking

Afar stór og vandaður hótelvefur sem býður gististaði af öllum

tegundum í um 180 löndum. Hægt er að "matreiða"

niðurstöðurnar á ýmsa vegu, t.d. eftir stjörnugjöf, verði, aðstöðu,

fjarlægð frá tilteknum stöðum o.fl. Einkunnagjöf gesta og

Page 42: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

23

umsagnir er auðvelt að sjá og mjög þægilegt er að sjá strax

staðsetningu hótelsins á korti (Google map).

Venere

Venere býður gististaði víðs vegar um heiminn. Hægt er að skoða

niðurstöðurnar t.d. eftir stjörnugjöf, staðsetningu og tegund

gistingar þ.e. Hotels, B&B, Self Catering Apartments, Guest

Houses, Studios og Other accommodation. Þægilegur og vandaður

vefur.

LateRooms

Þessi hótelleitarvefur er oft notaður af gististöðum til að setja inn

tilboð með skömmum fyrirvara og getur þá verið um

umtalsverðan afslátt að ræða. Ekkert hótel vill sitja uppi með auð

herbergi og þetta er ein leið til að losna við þau. Góð tilboð eru í

Page 43: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

24

gangi víðsvegar um heiminn og fjölbreytt úrval gistingar.

Hotel Club

Hotel Club býður hótel í 141 löndum. Oftast góð, hefðbundin

hótelgisting. Margar þekktar hótelkeðjur. Hægt er að kynna sér

umsagnir gesta, athugið að besta einkunn er 5,0.

Umsagnir um gistingu

Það er oft gagnlegt að skoða hvað aðrir hafa sagt um hótel eða

gististað. Margir hótelbókunarvefir gefa notendum sínum kost á að gefa

gististöðum umsagnir/einkunn fljótlega eftir að dvölinni lýkur sbr.

Booking og Venere. Þannig er auðvelt að sjá allar umsagnir um leið og

gististaðurinn er skoðaður á netinu. Einnig er hægt að nota Tripadvisor

til að fletta upp hótelum (efst í leitarglugga á síðunni) og skoða

umsagnir. Þó skyldi maður ekki taka umsagnir alltof bókstaflega, horfa

svolítið framhjá þeim bestu og verstu því líklega leynist sannleikurinn

einhvers staðar þar á milli.

Hostel – farfuglaheimili

Þessi tegund gistingar hentar gjarnan námsmönnum, bakpoka-

ferðalöngum og öðrum sem vilja fyrst og fremst gista ódýrt. Einnig fólki

sem er tilbúið að blanda geði við aðra ferðalanga og hefur gaman af

slíkum samskiptum. Farfuglaheimilin geta verið ólík innbyrðis, herbergin

rúma mismarga og snyrtiaðstöðu/baði verða menn oft að deila með

öðrum. Algengt er að það sé sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og

setustofu.

Page 44: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

25

Hostelbookers

Hægt er að velja um 3000 áfangastaði í öllum heimsálfum. 10%

staðfestingargjald við bókun sem er óendurkræft. Umsagnir.

Hostelworld

Hostelworld býður 27.000 gististaði í 180 löndum. Greitt er 10%

staðfestingargjald við bókun sem er óendurkræft. Umsagnir

gesta.

Hostelling International

Hostelling International er með hin „opinberu“ farfuglaheimili. Yfir

4000 gististaðir í 90 löndum. 5% staðfestingargjald og ofan á það

vægt bókunargjald. Umsagnir gesta.

Handbók um farfuglaheimili – hostels

Hostels European Cities, 5th: The Only Comprehensive, Unofficial,

Opinionated Guide (Hostels Series — Rafbók/prent)

Bændagisting

Bændagisting getur verið skemmtileg, bæði fyrir barnafjölskyldur og þá

sem vilja komast í meiri snertingu við dreifbýlið/sveitina og fólkið sjálft.

Oft er hægt að fá heimatilbúinn kvöldmat á staðnum úr fyrirtaks

hráefnum beint frá býli. Til þess að geta nýtt sér þessa tegund gistingar

er í flestum tilvikum nauðsynlegt að vera á bíl.

Ég hef mjög góða reynslu af þessari tegund gistingar og man

sérstaklega eftir bændagistingu í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Þar var

Page 45: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

26

m.a. boðið upp á skoðun og fræðslu um býflugnabú sem var til staðar á

býlinu.

Heiti yfir bændagistingu á nokkrum tungumálum:

Enska: Agritourism

Danska: Landbrugsturisme

Franska: Agrotourisme

Ítalska: Agriturismo

Þýska: Agrotourismus - Landtourismus

Þegar þú leitar að bændagistingu er einfaldast að slá inn heiti lands eða

héraðs í Google ásamt heitinu agritourism á ensku eða viðkomandi

tungumáli og skoða það sem upp kemur.

Dæmi: Agritourism Italy eða agritourism Tuscany (stór og lítill stafur

skiptir ekki máli).

Mér er ekki ennþá kunnugt um sérstakar leitarvélar eingöngu fyrir

bændagistingu sem ná að standa undir nafni.

Bed & Breakfast – heimagisting/gistiheimili

Þessa tegund gistingar geturðu bæði fengið í dreifbýli og þéttbýli. Í

þéttbýli er hún þó ekki endilega ódýrari en hótelgisting. Þjónustan er

hins vegar oft persónulegri og heimagistingin gjarnan rekin af fólki sem

hefur gaman af því að umgangast fólk af öðrum þjóðernum. Mér er

minnistæð heimagisting nálægt Fort William í hálöndum Skotlands. Þar

voru prestshjón í hlutverki gestgjafa og drýgðu tekjurnar með þessum

hætti. Herbergin voru án efa notalegri en á nokkru hóteli á staðnum.

Page 46: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

27

Ég verð líka að nefna B&B á á N-Ítalíu nálægt Pavia, þar sem ég fékk

einn eftirminnilegasta og besta kvöldverð sem ég man eftir. Í kjölfarið á

skrifum um staðinn á Ferðalangi hafa þó nokkrir Íslendingar gist þar og

sumir skrifað Ferðalangi sérstaklega og lýst ánægju sinni.

Hér fyrir neðan eru ágætir tenglar:

Bedandbreakfast.com

B&B gisting í öllum heimshlutum. Töluverð áhersla á Bandaríkin

og Kanada en einnig á gistingu í Evrópu og öðrum heimshlutum.

Einkunnagjöf og umsagnir gesta. Vefurinn hefur hlotið

margvíslegar viðurkenningar.

Bed & Breakfast World

B&B gisting í öllum heimshlutum.

Bed and breakfast in Europe

B&B í mörgum Evrópulöndum.

Venere

Mjög þægileg leitarvél varðandi gistingu þar sem meðal annars er

hægt að takmarka leit við Bed and Breakfasts, Guest Houses og

margt fleira.

Leitir í Google: B&B (eða bed & breakfast eða bed and breakfast eða

bed&breakfast) og heiti lands/héraðs/borgar/bæjar. Dæmi: B&B Berlin

eða bed and breakfast London

Page 47: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

28

Íbúðagisting

Hér er átt við gistingu í

íbúðum í borgum eða bæjum.

Það getur verið mjög

hagkvæmt að gista í íbúð ef

dvelja á nokkra daga á sama

stað. Sér í lagi fyrir stóra

fjölskyldu eða 4 – 6 sem

ferðast saman. Oft eru slíkar

íbúðir leigðar í einhvern lágmarkstíma — þrír dagar er algengt. Auðvelt

er að finna svona gistingu í stórum borgum t.d. í London. Þá fylgir að

sjálfsögðu eldunaraðstaða og auðvelt að spara í matarkostnaði ef fólk

vill. Á ensku kallast þetta self catering apartments, holiday apartments,

short term apartments eða einfaldlega short lets.

Stundum eiga leigufyrirtæki margar íbúðir í sama húsi sem leigðar eru

út á þennan hátt en einnig eru dæmi um íbúðahótel eins og t.d. Royal

Court á þægilegum stað í London.

Auðvelt er að leita í Google:

Dæmi: Sláið t.d. inn self catering apartment Copenhagen

Page 48: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

29

Nokkrir vefir sem bjóða íbúðagistingu

Venere

Mjög góð leitarvél. Þú getur takmarkað leit við self catering

apartments og einnig serviced apartments.

Booking

Önnur góð leitarvél þar sem þú getur takmarkað leitina við

apartments.

Interhome

Smelltu á City Apartment Rentals, þá finnurðu m.a. íbúðagistingu

í ítölskum, spænskum og frönskum borgum, einnig í fleiri borgum

Evrópu.

Apartment Service

Þýsk síða (hægt að smella á enska útgáfu). Íbúðir í Þýskalandi,

Evrópu og um allan heim.

Apartotels.com

Nokkur þúsund íbúðahótel víða um heim.

Rentalo.com

Á vefnum er hægt að leigja íbúðir/hús í öllum heimshlutum, þó

Bandaríkin eigi þar vinningin. Einnig er hægt að panta hótel og

B&B (heimagistingu).

Page 49: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

30

Flipkey

Vefurinn heyrir undir TripAdvisor sem margir kannast við. Í boði

eru um 160.000 íbúðir/hús á 7000 borgum um heim allan.

Page 50: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

31

Kafli 5 - Gisting (óhefðbundin)

Íbúðagisting/herbergi hjá Jóni og Gunnu

Hér er um að ræða gistingu sem boðin er í venjulegu íbúðarhúsnæði

fólks, sjaldnar á vegum fyrirtækja/hótela. Þá getur hver sem er boðið

íbúð sína (eða herbergi inni í íbúð) til leigu um lengri eða skemmri tíma.

Þetta getur verið góð leið til að fá ódýrari gistingu en ella og upplifa

hvernig fólk býr annars staðar, jafnvel kynnast því líka. Á síðunni sem

Airbnb fylgja umsagnir gesta. Í því felst ákveðin trygging og upplýsing

fyrir þá sem á eftir koma.

Airbnb

9flats.com

Campinmygarden.com

Wimdu

Homeaway

Vefurinn Rentmix sýnir leitarniðurstöður frá nokkrum vefsíðum sem

bjóða íbúðaleigu af þessu tagi (Homeaway , FlipKey o.fl.). Þar geturðu

gert leit miðað við staðsetningu, á verðbili sem þú ákveður og séð strax

á korti hvar íbúðin er.

Gestir eða gestgjafar

Hvernig líst þér á að dvelja sem gestur í 1–3 nætur hjá vinalegu fólki í

útlöndum án þess að greiða krónu fyrir? Eða hýsa útlending/a hér

heima í nokkrar nætur á sófanum í stofunni eða í ónotuðu herbergi?

Þetta er vissulega möguleiki og meira að segja skemmtilegt fyrirbæri.

Page 51: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

32

Þú spyrð kannski: „Er þetta öruggt“? Því er til að svara að síðurnar sem

hér eru nefndar hafa margvíslega „öryggisventla“, ekki síst umsagnir

þeirra sem áður hafa dvalið hafa í slíkri gistingu.

Sjálf þekki ég vefsíðuna CouchSurfing sem leiðir saman annars vegar þá

sem vilja hýsa og hins vegar þá sem vilja gista. Ég veit um Íslendinga

sem bæði hafa hýst og dvalið hjá gestgjöfum erlendis á þennan hátt og

láta mjög vel af. Fleiri vefsíður af sama toga hafa nú litið dagsins ljós:

GlobalFreeloaders

Tripping (bæði frítt og leiga)

BeWelcome

The Hospitality Club

United States Servas

Page 52: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

33

Kafli 6 - Sumarhúsaleiga

Það hefur verið afar vinsælt hin síðari ár að leigja sumarhús erlendis í

eina eða fleiri vikur enda úrvalið mikið af slíkri gistingu. Íslendingar hafa

einkum leigt sér sumarhús á meginlandi Evrópu, ekki síst í löndum eins

og Ítalíu, Frakklandi eða á Spáni.

Sumarhús í gegnum umboðsskrifstofur

Á netinu eru margir vefir sem bjóða íbúðir og hús víða um heim. Sumar

vefsíður eru milliliðir/umboðsfyrirtæki fyrir eigendur húsa og þá fer

útleigan alfarið fram í gegnum fyrirtækin.

E-domizil

Þýskt fyrirtæki, milliliður fyrir leigu sumarhúsa/íbúða í 80 löndum

þar sem hægt er að velja úr 250.000 húsum/íbúðum. Hér geturðu

leitað með fjölbreyttum leitarskilyrðum (staðsetning, fjöldi

herbergja, sjónvarp, sundlaug o.s.frv.) eða skoðað "last minute"

tilboð. Upplýsingar um eignirnar eru ítarlegar með myndum og

góðum upplýsingum. Leigt er frá laugardegi til laugardags. Hluti

leigunnar er greiddur við pöntun og afgangurinn í síðasta lagi 4

vikum fyrir upphaf dvalar. Ef um last minute bókun er að ræða og

innan við 4 vikur til upphafs dvalarinnar, greiðist leigan öll við

bókun.

Mér hefur sýnst að hægt sé að fá hús/íbúðir hjá E-domizil á mjög

góðu verði þegar pantað er tímanlega; allt frá einföldum,

látlausum húsum/íbúðum án íburðar upp í margra herbergja

Page 53: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

34

lúxuseignir með sundlaug.

Interhome

Svissneskt fyrirtæki. Milliliður fyrir hús og íbúðir í um 30 löndum.

Þú getur valið um íbúðir/hús við sjó, uppi í fjöllum, í borgum,

bæjum o.fl. en einnig borgargistingu eins og minnst var á undir

kaflanum um íbúðagistingu, þ.e. City Apartment Rentals. Gert er

ráð fyrir að 30% leigunnar greiðist við pöntun en afgangurinn í

síðasta lagi sex vikum fyrir upphaf dvalarinnar. Ef þú greiðir með

kreditkorti leggst 2,25% kostnaður ofan á upphæðina.

Sumarhús – Bein samskipti við eigendur

Margir sumarhúsavefir bjóða samskipti beint við eigendur:

Vacation Home Rentals

Hús í um 90 löndum. Hér hefurðu samskipti við eigendur

milliliðalaust. Lestu vel FAQ (Frequently asked questions =

Algengar spurningar) efst í horninu, hægra megin.

Homeaway.com

Yfir 325.000 valmöguleikar í öllum heimshlutum. Algengt að festa

þurfi húsið/íbúðina með vissum hluta af heildarverði og greiða svo

afganginn nokkrum vikum áður en leigutími hefst. Skoðaðu vel

aukagjöld t.d. fyrir þrif, netaðgang o.fl.

Page 54: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

35

Nokkur ráð varðandi leigu sumarhúsa

Skoðaðu allar myndir af húsinu/íbúðinni á vefnum með gagnrýnu

hugarfari – ljósmyndir eiga það til að fegra og stækka það sem í

boði er.

Farðu varlega í samskiptum við eigendur varðandi öll peningamál

– skoðaðu helst umsagnir annarra áður en greiðsla fer fram.

Vertu viss um hvar húsið eða íbúðin er staðsett og finndu það á

korti hjá Google Maps, Google Earth eða ViaMichelin.

Lestu vandlega smáa letrið. Hvað er innifalið? Rafmagn,

sængurfatnaður, þrif? Þarf að leggja fram tryggingu við komuna

sem síðan er endurgreidd við brottför? (Það er auðvitað ekkert

athugavert við það – bara gott að vita af því fyrirfram).

Æskilegast er að greiðsla fari fram með kreditkorti ef það er hægt

(ekki alltaf í boði). Ef þú skiptir beint við eigendur þarf að passa

að engin brögð séu í tafli.

Page 55: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

36

Kafli 7 - Íbúðaskipti

Hefur þú einhvern tímann hugleitt að skipta á íbúð við fjölskyldu

erlendis? Ef þú vilt halda kostnaði í lágmarki er vart hægt að hugsa sér

ódýrari lausn á sumarfríinu. Stundum er einnig skipt á bíl. Hjá mörgum

Íslendingum eru íbúðaskipti orðin nokkurs konar lífsmáti og sumir skipta

ár eftir ár. Skiptin geta farið fram á hvaða tíma árs sem er — jafnt yfir

helgi sem í nokkrar vikur þannig að þetta er ekki eingöngu bundið við

sumartímann.

ATH: Ókeypis bæklingur um íbúðaskipti á vef Ferðalangs

En er þetta ekki varasamt? Er ekki hætta á þjófnaði? Hvernig á ég að

þora að taka svona áhættu? Einfaldast er líklega að vísa á vefsíðuna

HomeExchange (smella á FAQ) en þar segir m.a.:

Page 56: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

37

"In 14 years and tens of thousands of exchanges,we’ve never had

a report of a theft, malicious vandalism, or a case of someone

getting to their exchange home and finding a vacant lot."

Það segir sína sögu.

Sjálf hef ég skipt á íbúð og hef góða reynslu af slíku. Í kjölfarið

mynduðust traust vináttubönd.

Vefir sem annast milligöngu um íbúðaskipti:

HomeExchange

Þessi vefur er einna stærstur og vinsælastur. Um 44.000

heimili á lista í 157 löndum. Til gamans má rifja upp að

síðunnar var getið í kvikmyndinni The Holiday þegar Cameron

Diaz and Kate Winslet voru að undirbúa íbúðaskiptin.

Intervac

Uppruna Intervac má rekja til ársins 1953. Samtökin eiga

fulltrúa í 46 löndum og eru meðlimir nú um 30.000.

International Home Exchange Network (IHEN)

Stofnað 1995. Íbúðaskipti og skammtímaleiga á

sumarhúsum/íbúðum.

Page 57: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

38

Homelink.org

Stofnað 1953. Fulltrúar í 27 löndum. 13.000 íbúðaskipti á ári í

78 löndum víðs vegar um heiminn.

Vefsíðurnar hér að ofan byggja á skráningu meðlima sem greiða

mánaðargjald eða árgjald sem þykir gefa skráningunni meira öryggi. Til

eru vefir sem eru án skráningargjalda og er auðvelt að finna þá í

Google.

Helstu kostir íbúðaskipta

Ódýrt – enginn kostnaður við gistingu

Öll þægindi við hendina, t.d. fyrir fjölskyldufólk

Farartæki oft innifalið (bíll, stundum aðgangur að reiðhjólum)

Gestgjafinn getur gefið upplýsingar um nánasta umhverfi og

skemmtilega afþreyingu/möguleika

Nánari tengsl við land og þjóð (jafnvel eftir á líka)

Nánari upplýsingar í ókeypis bæklingi um íbúðaskipti á vef Ferðalangs

Page 58: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

39

Kafli 8 - Bílaleigubílar

Bílaleiga hefur nær alfarið færst yfir á netið og þar er vissulega hægt að

eyða dágóðum tíma í að skoða það sem í boði er. Ég mæli með að þú

leitir á mismunandi vefsíðum/leitarvélum og gerir samanburð.

Nokkrir leitarvefir:

Bílaleiguvefur Ferðalangs og CarTrawler

Ferðalangur er í góðu samstarfi við Cartrawler sem auglýsir

lægstu verð frá um 800 bílaleigum á yfir 9000 stöðum víðsvegar

um heiminn (174 lönd). Þeirra á meðal eru allar þekktustu

leigurnar t.d. Hertz, Avis, Budget og Europcar.

Rentalcars.com

Bílaleigur á um 6000 stöðum í 180 löndum. Samanburður á verði.

Auto Europe

Bílaleigur á 8000 stöðum í 130 löndum. Mjög samkeppnishæft

verð. Þekktar bílaleigur eins og hér fyrir ofan.

Carrentals.co.uk

Minni leitarvefur sem ber saman verð hjá 50 þekktum bílaleigum

á yfir 15.000 stöðum um allan heim.

Reynsla mín er sú að engin ein bílaleigumiðlun býður

undantekningalaust alltaf lægsta verðið. Að því leyti gildir það sama og

með hótel og flug.

Page 59: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

40

Þú getur einnig farið á vefi einstakra bílaleiga, bæði hér heima og

erlendis. Margir flug- og hótelleitarvefir bjóða sömuleiðis bílaleigubíla

um leið og bókað er.

Gerðu einnig verðsamanburð á bílum sem bjóðast í gegnum bílaleigur

hér heima og þeirra sem bjóðast í gegnum vefina hér að ofan.

Það er fróðlegt fyrir þig sem ert í bílahugleiðingum að lesa pistilinn

Ferðalög í útlöndum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda áður en þú

leigir bíl erlendis. Athugaðu að Félagar í FÍB fá afslátt hjá mörgum

aðilum erlendis (bílaleigum, hótelum o.fl.).

Gott að vita þegar þú tekur bíl á leigu

Grunnverð bílaleigubílsins segir ekki alltaf allt. Þarftu eitthvað

aukalega? Hvað er raunverulega innifalið? Lestu smáa letrið eða

fáðu einhvern til að lesa það með þér.

Hvert máttu aka? Ef ætlunin er að heimsækja gömlu

austantjaldslöndin, þarf að vera öruggt að það megi aka þangað

(Cross Border Travel).

Ætlarðu að skila bílnum á öðrum stað? Gættu að því hvort og

hvaða aukakostnaður bætist við.

Hvað kostar aukaökumaður (Additional Driver)? Bílstóll? GPS?

(Special Equipment/Optional Extras).

Page 60: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

41

Það er þægilegt að taka bíl á flugvellinum en það er mögulega

ódýrara að taka hann inni í bæ/borg ef það skiptir ekki miklu máli.

Oft er ódýrara að fá díselbíl ef aka á langar vegalengdir. Þarna

skiptir máli almennt verð á eldsneyti.

Vertu viss um að það sé loftkæling í bílnum (að sumarlagi).

Lestu þessa ágætu grein frá Fodors.com um það sem ber að

varast varðandi bílaleigur: Rental-Car Rip-Offs.

Hvaða stærð af bíl er best að taka?

Það er stundum erfitt að panta rétta stærð af bílaleigubíl, sér í lagi ef

um er að ræða fjóra farþega, t.d. tvö pör eða hjón með 2 börn.

Samkvæmt mínum heimildum og reynslu er í slíku tilviki ágætt að panta

„Intermediate Station Wagon“, en það ku vera hagstæðast miðað við

stærð og verð. Í þeim flokki er t.d. Opel Vectra station wagon, þó hér sé

rétt að taka fram að bílaleigur eru tregar til að tryggja viðskiptavinum

fyrirfram ákveðna tegund.

Bílaleiga og tryggingar

Þegar þú tekur bíl á leigu eru lágmarkstryggingar ávallt innifaldar. Hins

vegar er sjálfsábyrgð leigutaka í mörgum tilvikum mjög há ef skemmdir

verða á bílnum. Það er frekar óskemmtilegt að aka um á bílaleigubíl og

hafa stöðugar áhyggjur af rispum og hugsanlegum skakkaföllum. Þó fer

það eftir aðstæðum. Sumum hentar að fá sér kaskótryggingu (Excess

Reimbursement Insurance – Excess Cover – Excess Waiver og ýmis

fleiri heiti) til að sálartetrið sé tiltölulega rólegt en það er auðvitað

dýrara.

Page 61: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

42

Starfsfólk bílaleiga er mjög áfjáð í að selja þér viðbótartryggingu/kaskó

á staðnum þegar þú tekur bílinn og þær eru misdýrar. Eftir því sem ég

kemst næst, eiga þessar tryggingar það flestar sameiginlegt að þær

taka ekki til glugga, dekkja, bílþaks, og undirvagns. Ýmist fellur niður

hluti sjálfsábyrgðar eða öll sjálfsábyrgðin varðandi þau atriði sem

innifalin eru.

Þú ættir að vera búinn að hugsa um þessi mál fyrirfram og taka ekki

ákvörðun undir pressu við afgreiðsluborð bílaleigunnar eftir langt flug.

Fátt er jafn stressandi og þurfa að ákveða tryggingamálin í fljótheitum,

nýkominn úr flugi og e.t.v. biðröð af fólki fyrir aftan þig. Svo spila

bílaleigurnar oft á vanþekkingu okkar og stress...

Stundum borgar sig að kaupa viðbótartryggingu strax við pöntun bíls

þar sem það er hægt (en vertu meðvitaður um hvað það kostar). Einnig

geturðu keypt árstryggingu á netinu hjá Insurance4CarHire (44.99 pund

fyrir eitt ár í Evrópu, hægt að taka bíl nokkrum sinnum á ári). Það getur

í sumum tilvikum borgað sig, allt eftir því hve lengi þú leigir bílinn því

þar nær tryggingin yfir skemmdir á bílnum, gluggum, dekkjum, bílþaki

og undirvagni. Einnig er völ á Daily Excess tryggingu hjá sama fyrirtæki

sem gildir ef leigutími er 7 dagar eða styttri. Berðu verðið saman við

það verð sem býðst þegar þú pantar bílinn á netinu.

Insurance4CarHire hefur einnig gefið út prýðisgóðan

leiðbeiningabækling sem heitir Your guide to understanding car hire. Ég

hef sjálf keypt mér þessa tryggingu en ekki lent í tjóni. Ég get því ekki

borið vitni um hvernig hlutirnir virka í reynd ef eitthvað kemur uppá.

Hins vegar hef ég hlustað á reynslusögur ferðalanga sem hafa ekki

keypt sér viðbótartryggingu og lent í miklum kostnaði (sjálfsábyrgð)

vegna smávægilegra skemmda sem ekki féllu undir

Page 62: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

43

lágmarkstrygginguna.

Ertu með nægar tryggingar nú þegar?

Athugðu vel hvort þú ert með tryggingar hér heima sem ná að einhverju

leyti yfir bílaleigu erlendis. Hvað með kreditkortatryggingar? Skoðaðu

málið vel áður en þú leggur út í óþarfa kostnað.

Áður en þú ekur af stað

Skoðaðu bílinn bæði að utan og innan áður en þú heldur af stað.

Leitaðu að rispum, dældum o.þ.h. og skrifaðu hjá þér jafnvel minnsta

atriði og láttu setja í samninginn áður en þú leggur í‘ann. Ekki láta

nægja að þjónustuaðilinn kinki kolli. Fáðu það skriflegt. Þú átt að fá

afrit. Annars áttu á hættu að vera rukkaður fyrir það eftir á.

Ég hef vanið mig á að taka myndir af bílnum í bak og fyrir áður en

haldið er af stað (við mismikla hrifningu ferðafélaganna). Sér í lagi

kemur það sér vel ef sjáanlegar eru rispur eða dældir. Þá er líka eins

gott að dagsetningin á myndavélinni sé rétt stillt...

Áður en þú skilar bílnum

Fylltu á bensíntankinn áður en þú skilar bílnum, því annars tekur

bílaleigan aukagjald. Það skiptir ekki öllu máli þó þú akir einhverja

kílómetra eftir að bensínið er tekið og þar til þú skilar bílnum.

Vertu viðstaddur lokaskoðun

Það er langöruggast að skila bílnum á þeim tíma sem einhver er við til

að skoða hann. Þannig má ræða málin ef vafi leikur á því hvenær

rispur/dældir hafa orðið til og það minnkar líkur á að fá óvæntan

reikning einhverjum vikum/mánuðum seinna. Vertu því tímanlega á

Page 63: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

44

ferðinni til að skila bílnum svo hægt sé að ganga almennilega frá

málum.

Sektirnar elta þig...

Ef þú brýtur umferðarlög, máttu búast við að vera rukkaður eftir á,

ýmist af bílaleigunni sem hefur þá greitt sektina og tekur hana af

kreditkortinu þínu eða af opinberum aðilum í viðkomandi landi. Ekki

gera ráð fyrir því að sleppa... Það skiptir þess vegna máli að þú kynnir

þér t.d. hvar má leggja bílnum svo í lagi sé á ferð þinni erlendis.

Geymdu pappírana

Mér finnst gott að geyma pappírana varðandi bílaleigubílinn í nokkra

mánuði eftir að leigu lýkur til öryggis, jafnvel síðustu bensínkvittun líka

ef þú fylltir á bílinn áður en honum var skilað. Það er aldrei of varlega

farið.

Tekurðu bílaleigubíl oftar en einu sinni á ári?

Ég nefndi hér fyrir ofan breskt tryggingafélag á netinu, Insurance

4CarHire, þar sem hægt er að kaupa viðbótartryggingar (kaskó) fyrir

bílaleigubíla sem gilda í eitt ár, óháð því hversu oft bíll er tekinn á leigu

— svo framarlega sem leigutíminn fer ekki yfir einn mánuð í senn. Ef

miðað er við leigu í Evrópu, kostar slík trygging einungis frá 44.99

pundum. Það er því einfalt reikningsdæmi fyrir hvern og einn að skoða

hvenær borgar sig e.t.v. að kaupa svona tryggingu í staðinn fyrir

viðbótartryggingu í hvert sinn. Hægt er að dagsetja trygginguna allt að

þrjá mánuði fram í tímann. Greinargóðar upplýsingar og svör við

ýmsum spurningum er að finna á vefsíðu fyrirtækisins. Þar er einnig

hægt að lesa umsagnir þekktra dagblaða um tryggingarfélagið.

Page 64: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

45

Hvað þarftu að vita um akstur í hverju landi?

Kynntu þér hraðatakmarkanir í hverju landi – ekki síst þegar þú ætlar

að aka um nokkur lönd í einni og sömu ferðinni. Gilda sömu lög í

Þýskalandi, Sviss og Austurríki? Hvaða lög gilda um áfengismagn í blóði

í hverju landi? Hvernig á að bera sig að þegar komið er að hringtorgum?

– Allt þetta og meira til á bresku vefsíðunni Drive Alive.

Handbók um bílaleigu

14 Car Rental Secrets That Saves You Money & Time (rafbók)

Page 65: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

46

Kafli 9 - Húsbílaleiga

Marga dreymir um Evrópuferð á húsbíl. Það er án efa þægilegt að

a.m.k. 2 – 4 fullorðnir séu saman til að það dæmi gangi vel upp, bæði

varðandi kostnað og skipulag. Svo er þetta mjög skemmtilegur

ferðamáti með börnum.

Ágætt er að skoða greinarnar Europe in a Campervan og Camping

European Style frá Rick Steves.

Nokkrir vefir þar sem hægt er að sem leigja húsbíla

BW Campers

Worldwide Motorhome hire

Ukmotorhomes.net

Motorhomesworldwide.com

Ukandeuropetravel.com

Húsbílastæði/tjaldstæði

Alan Rogers Campsites Guides

Eurocampings

Page 66: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

47

Kafli 10 - Lestarferðir

Lestarferðir innan Evrópu

Gera má ráð fyrir að innan Evrópu verði lestarferðir æ fýsilegri valkostur

á næstu árum í stað lággjaldaflugfélaga, sérstaklega á styttri leiðum

þar sem fjarlægðin fer ekki mikið yfir 600 - 800 kílómetra. Búið er að

taka stór skref varðandi samræmingu stærstu háhraðlestarkerfa

Evrópu. Nánar um það á Railteam.eu.

Lestarferðir hafa þann stóra kost að þar þarf ekki að greiða sérstakt

farangursgjald, engin 2ja tíma bið í fríhöfn áður en farið er út í vél,

ekkert vesen við að komast frá flugvelli og inn í borg og óneitanlega

afslappaðra að sitja í lest en að vandræðast með vegakortið á

bílaleigubíl.

Eftirfarandi tvær vefsíður eru algjört lykilatriði fyrir þig ef þú þekkir lítið

til lestarferða í Evrópu og svara flestum spurningum:

The Man in Seat 61

Ógrynni upplýsinga sem nýst geta ferðalöngum sem hyggja á

lestarferðir um Evrópu og víðar. Verðugt framtak Bretans Mark

Smith sem er sjálfur fyrrverandi starfsmaður bresku

járnbrautanna.

Bahn.de

Vefur þýsku járnbrautanna. Hér geturðu flett upp

lestaráætlunum í flestum Evrópulöndum. Skiptu yfir á ensku ef

þörf krefur efst á síðunni hægra megin við miðju.

Page 67: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

48

Íslendingar rekast stundum á hindranir þegar á að kaupa lestarmiða í

gegnum netið. Þá er ýmist ekki gert ráð fyrir Íslandi í lista yfir lönd sem

keypt geta miða, eða kreditkortið verður að vera t.d. breskt o.s.frv.

Slóðirnar sem gefnar eru upp hér neðar varðandi kaup á lestarmiðum,

eiga hins vegar að virka ágætlega.

Meira um lestaráætlanir

Skoðaðu lestaráætlanir og tímatöflur fyrir Evrópu á eftirfarandi síðum:

Bahn.de

Vefur þýsku járnbrautanna

International Train Planner

Vefur belgísku járnbrautanna

Railteam.eu

Tímatöflur og lestaráætlanir fyrir háhraðalestir í Evrópu og

tengingar

Lestarpassar eða stakir miðar?

Lestarpassar geta hentað fyrir lengri ferðir/vegalengdir en stakir miðar

fyrir einn legg eða styttri ferðir. Ég mæli með bæklingnum Guide to

Eurail Passes and your other options for getting around Europe frá

bandaríska ferðafrömuðinum Rick Steves (Íslendingar geta því miður

hvorki keypt miða né passa í gegnum síðuna). Ágætar upplýsingar um

lestarpassa má sömuleiðis finna á annarri síðu Rick Steves: Eurail

Passes.

Page 68: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

49

Annar ferðagúrú sem hefur sérhæft sig í lestarmálum er Mark Smith,

„maðurinn í 61. sæti“. Ég mæli með eftirfarandi vefsíðu hans: A

beginner‘s guide to buying cheap European train tickets.

Vertu vel á verði gagnvart skilmálum sem fylgja lestarmiðum/pössum.

Ertu bundinn af ákveðinni lest á ákveðnum tíma? Hver er

sveigjanleikinn ef þú missir af lest? Hvar þarftu að láta stimpla miðann?

Áður en farið er í lestina? Þarftu að borga viðbótargjald (supplement)

fyrir hraðlest?

Það væri vissulega kjarabót ef hægt væri að kaupa alla lestarmiða á

einum stað fyrir öll lönd Evrópu og vera viss um að fá alltaf ódýrasta

miðann... Það er þó ekki hægt, a.m.k. ekki ennþá. Á síðunni hér að

ofan segir m.a. að best sé að kaupa evrópska lestarmiða á netinu frá

því lestarfyrirtæki sem við á hverju sinni. Þannig fáist besta verðið –

engir milliliðir, engin bókunargjöld, burðargjöld o.s.frv.

Ef þú vilt spara þér ómakið við að leita uppi ódýrasta kostinn og flýta

fyrir þér með því að bóka í gegnum millilið, er hægt að kaupa bæði

lestarmiða og lestarpassa á Rail Europe (World) Svo virðist sem í

einhverjum tilvikum sé miðinn eingöngu í boði á pappír og bætist þá

sendingargjald við. Dæmi: 12 evrur (International delivery) ef keyptur

er miði milli Parísar og Berlínar.

Page 69: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

50

Bahn.de

Þýsku járnbrautirnar, netfargjöld oft í boði.

Thalys.com (háhraðalestir)

Samstarf lestarfyrirtækja í Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og

Hollandi . Hægt að kaupa miða milli margra borga í þessum

löndum.

TGV háhraðalestirnar (í eigu frönsku lestanna)

Net hraðlesta um alla Evrópu. Taktu eftir "price calendar" þar sem

sýnd eru ódýrustu fargjöldin.

Lestarpassar eru til í mýmörgum útgáfum. Þar skiptir m.a. máli:

Aldur farþega

Fjöldi landa sem ferðast á um – eitt eða fleiri

Tímalengd ferðar

Sem dæmi um áhugaverða og freistandi lestarpassa má nefna Interrail

Global Pass, European East Pass, Balkan Flexipass og BeNeLux Tourrail

Pass. Einnig eru til passar fyrir einstök lönd og allt þar á milli.

Þú getur keypt lestarpassa á Rail Europe (World) en einnig á síðunni

International Rail. Þar bætist við sendingargjald.

Loks er ástæða til að nefna ágæta slóð fyrir kaup á Interrail passa

(bæði "global" og fyrir einstök lönd): Interrailnet.com. Ath. panta í tæka

tíð fyrir Ísland. Sendingargjald.

Page 70: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

51

Tenglar á lestarfyrirtæki í nokkrum löndum Evrópu

Evrópa almennt (og fleiri heimshlutar)

RailfanEuropenet.net - Vefsíður allra lestarfyrirtækja í Evrópu og

víðar

Bretland

National Rail – skoðaðu sérstaklega Cheapest fare finder til að

finna ódýrustu miðana

Rail.co.uk

Frakkland

http://www.voyages-sncf.com/ - smelltu á franska fánann efst til

hægri til að breyta yfir á ensku.

Lestarferðir utan Evrópu

Til fróðleiks fylgja hér tenglar á vefsíður nokkurra lestarfyrirtækja í

löndum utan Evrópu.

Amtrak

Lestir í Bandaríkjunum.

VIA Rail Canada

Lestir í Kanada.

Luxury Train Online

Ferðir með Orient Express, Royal Scotsman, Blue Train, Trans-

Siberian Express, Al Andalus Express, American Orient Express,

Royal Canadian Pacific og Rovos Rail.

Page 71: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

52

RailroadData.com

Safn tengla í yfir 5000 lestarsíður. Ógrynni upplýsinga um allt

sem tengist lestum.

Handbók um lestarferðir í Evrópu

Europe by Eurail 2013: Touring Europe by Train – (Rafbók)

Page 72: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

53

Kafli 11 - Jarðlestir (neðanjarðarlestir)

Jarðlestir eru einstaklega skemmtileg fyrirbæri og gera það að verkum

að ferðalög á milli borgarhluta í stórborgum verða leikur einn. Yfirleitt er

afar einfalt að læra á leiðakerfið og þegar búið er að læra á eitt, tekur

enga stund að átta sig á kerfi í öðrum borgum. Til gamans má geta þess

að neðanjarðarlestarkerfið í London, "The tube" eða "London

underground" er elst frá árinu 1863, en því næst koma jarðlestirnar í

Búdapest árið 1896.

Frá Amadeus.net kemur handhæg og bráðnauðsynleg síða, Subway

Maps. Þar getur þú flett upp kortum af neðanjarðarlestarkerfum borga í

öllum heimsálfum. Dæmi: Búdapest, Köln, Barcelona, Berlín, London og

ótal aðrar borgir.

Page 73: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

54

Kafli 12 - Siglingar

Sífellt fleiri skoða siglingar sem ferðamáta. Gildir þá einu hvort siglt er

um öll heimsins höf eða á stórfljótum Evrópu - möguleikarnir eru

margir.

Fyrir þá sem ekki hafa komið um borð í skemmtiferðaskip er ekki

ólíklegt að umhverfi, venjur og hefðir um borð virki yfirþyrmandi í

fyrstu.

Á vefsíðu Frommers.com er góður kafli fyrir byrjendur í

„skemmtisiglingarfræðum", Everything you always wanted to know

about cruising (and then some), þar sem farið er ofan í saumana á öllu

sem viðkemur siglingu á skemmtiferðaskipi. Hvernig á að komast um

borð? Við hverju má búast á skipinu? Hvernig gæti káetan litið út? Hvað

er "port" og hvað er "starboard"? Einnig er fjallað um björgunaræfingar

um borð og margt, margt fleira. Í lok greinarinnar fylgir m.a.s. orðalisti

yfir helstu hugtök sem notuð eru.

Nokkrir tenglar fyrir leitir og bókanir á siglingum:

Viking River Cruises

Fljótasiglingar í Evrópu, Egyptalandi, Rússlandi, Úkraínu, Kína,

Víetnam og Kambódíu. Eitt af leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði.

Myndbönd og bæklingar.

Euro River Cruises

Siglingar á ám og fljótum í Evrópu. Þú getur valið um tiltekin fljót

(t.d. Dóná), svæði (t.d. Mið-Evrópu), þemu (t.d. Music) og

Page 74: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

55

sérstök tilboð.

Cruise.co.uk

Cruise.co.uk er samanburðarvefur sem leitar hjá mörgum

siglingafélögum. Einnig allsherjar samfélag áhugafólks um

siglingar með umræðuhópum og þráðum um allt sem varðar

siglingar. Vefurinn fékk verðlaun árin 2009 og 2010 sem World's

Leading Cruise Travel Agent. Margvíslegar upplýsingar og

fróðleikur.

CruiseDirect

Hjá CruiseDirect geturðu valið úr og pantað ótal tegundir ferða.

Fyrir Íslendinga gæti verið freistandi að skoða Last Minute Cruises

eða Europe Cruises. Mjög auðvelt er að bóka og hvenær sem er

hægt að fá aðstoð „í beinni“ yfir netið. CruiseDirect tekur við

bókunum í ferðir með mjög þekktum skipafélögum s.s. Carnival,

Celebrity Cruise Lines, Royal Caribbean, Viking River Cruises og

mörgum fleirum.

Siglingin getur hafist í Bandaríkjunum, frá evrópskum höfnum og

víðar. Við bókun greiðirðu staðfestingargjald og afganginn nokkru

fyrir upphaf ferðar. Miðarnir eru rafrænir sem er mjög þægilegt.

Á vefsíðu CruiseDirect geturðu skoðað stutt myndbönd til að

fræðast um siglingar, veðurkort, ljósmyndir, upplýsingar um

viðkomuhafnir og margt fleira.

CruiseCompete

CruiseCompete er skemmtilegur vefur þar sem hægt er að skoða

Page 75: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

56

ferðir með um 30 siglingafélögum. Þar með er ekki öll sagan sögð,

því viðskiptavinir geta látið "travel agents" bjóða í ferðir sem þeir

hafa áhuga á. Þannig geturðu valið tíma sem hentar, hvert þú

vilt fara og jafnvel með hvaða siglingafélagi (af þeim sem í boði

eru) og síðan beðið um tilboð í ferð. Þú eignast þitt svæði á vef

CruiseCompete og færð svo tilkynningu um að komin séu tilboð

frá sölumönnum ferðaskrifstofa. Þú ert ekki bundinn af neinu,

heldur getur skoðað tilboðin og metið þau, tekið þeim eða hafnað.

Í boði eru ferðir frá höfnum um heim allan, höfnum í Evrópu,

Bandaríkjunum og víðar. Þetta er spennandi leið og gæti þýtt

umtalsverðan sparnað fyrir þig ef tilboðin eru góð. Sérstaklega er

vert að benda á siglingar milli fegurstu borga Evrópu á stórfljótum

eins og t.d. Dóná.

AmaRiverCruises

Siglingar á þekktum fljótum í Evrópu s.s. Dóná, Mósel, Rín,

Rhone, Saone og Signu. Fyrirtækið er einnig með siglingu á ánni

Mekong í gegnum Kambódíu og Víetnam.

Vacations to go

Vacations to go er tilboðsvefur — "last minute cruises".

Aðstandendur vefsíðunnar lofa allt að 75% afslætti af upphaflegu

verði í einhverjum tilvikum.

Page 76: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

57

Kafli 13 - Ferjur

Það er af nógu að taka varðandi ferjusiglingar og í sumum tilvikum

einfaldast að slá inn í Google nafn á brottfararstað og áfangastað og

„ferry“.

Dæmi: Copenhagen Oslo ferry

Það er bæði hægt að bóka hjá fyrirtækjunum sjálfum eða í gegnum

leitar- og bókunarvefi (milliliði). Hér eru tveir slíkir vefir:

FerryCheap

Með FerryCheap geturðu bókað ferjur milli staða víðsvegar um

Evrópu með mörgum mismunandi skipafélögum.

Nokkur dæmi um ferjuferðir á vef FerryCheap:

o Calais – Dover

o Kaupmannahöfn – Osló

o Dublin – Liverpool

o Esbjerg – Harwich

o Gautaborg – Kristiansand

o Guernsey – Jersey

o Helsingborg – Osló

Hægt er að bóka á einfaldan og þægilegan hátt.

Page 77: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

58

Ferrybooker

Ferrybooker er önnur áþekk vefsíða þar sem þú getur bókað far

með ýmsum skipafélögum í Evrópu. Hún bætir t.d. við leiðum sem

FerryCheap býður ekki, s.s. frá meginlandi Bretlands til Orkneyja,

frá Frakklandi til Korsíku eða Sardiníu, frá meginlandi Ítalíu til

Sardiníu og loks bjóðast fjölmargar ferjusiglingar þar sem

upphafshöfn er á Spáni eða Ítalíu.

Page 78: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

59

Kafli 14 - Gönguferðir

Gönguferðir erlendis verða sífellt vinsælli. Ýmsar íslenskar

ferðaskrifstofur, klúbbar og fleiri bjóða slíkar ferðir, bæði með íslenskum

og þarlendum fararstjórum og má þar nefna t.d. Göngu-Hrólf,

Bændaferðir, Skotgöngu (í Skotlandi) o.fl. Um það verður ekki fjallað

nánar hér enda ætlunin að bæta við upplýsingum um fleiri valkosti.

Gönguferðir - langar og stuttar

Ef þú vilt fara á eigin vegum (og þínar eigin leiðir) er þægilegt að byrja

á netinu og skoða möguleika og leiðarlýsingar. Á upplýsingavef European

Ramblers Association geturðu skoðað kort og upplýsingar um gönguleiðir í

Evrópu, lengri sem styttri, jafnvel milli landa.

Ég hef heyrt vel látið af bresku fyrirtæki, HF Holidays (stofnað 1913)

sem býður fjölbreyttar gönguferðir um Bretlandseyjar fyrir ýmsa

aldurshópa. Hægt er að velja um ferðir í hóp eða „self-guided walking“,

Page 79: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

60

frægar gönguleiðir og gönguferðir eftir erfiðleikastigum. Gengið er á

Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum, á stöðum í Karabíska hafinu, Evrópu,

Kanada, Suður-Ameríku, Asíu og Kanada.

Fyrirtækið er mjög þekkt og virt í þessum "bransa" og hefur hlotið

margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir ferðir sínar og þjónustu.

Það vann m.a. til tveggja ferðaverðlauna árið 2011. Annars vegar hjá

dagblaðinu "The Guardian" og hins vegar hjá "The Observer". Verðið

mun vera sanngjarnt.

Handbók um gönguferðir

The Ultimate Hiker's Gear Guide: Tools and Techniques to Hit

the Trail – (Rafbók/prent)

Page 80: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

61

Kafli 15 - Hjólaferðir

Hjólreiðar og hjólaferðir verða sífellt vinsælli, ekki síst vegna vaxandi

áhuga fólks á hollri hreyfingu, breyttum viðhorfum til umhverfisins eða

einfaldlega til gamans.

Á hjóli um Evrópu

Þegar leitað er að upplýsingum á netinu um hjólaferðir í Evrópu, er úr

vöndu að ráða. Það er mikið til af síðum frá ferðaskrifstofum sem

auglýsa skipulagðar hjólaferðir, en öllu erfiðara að finna hlutlausar síður

með almennum upplýsingum fyrir áhugasama sem ætla sér að hjóla

sjálfir, ekki í skipulögðum hóp. Sem dæmi um slíka síðu má þó nefna

Trento bike pages. Láttu ekki útlit vefsins villa um fyrir þér. Hann er

ekki rekinn í gróðaskyni. Á honum eru dýrmætar upplýsingar um

hjólatúra og hjólaleiðir ásamt fróðleik um hjólreiðar í flestum löndum

Evrópu og einnig í öðrum heimsálfum.

Á síðunni Bike Tours Direct geturðu skoðað ferðir með ýmsum

evrópskum hjólreiðafyrirtækjum (einnig utan Evrópu) og valið úr yfir

200 ferðum í 40 löndum. Ferðirnar eru ýmist með eða án fararstjóra

(guided/self-guided). Úrval ferða er gott og verðið virðist vera

sanngjarnt. Ferðir eru einnig tíðar.

Margir kannast við þýska ferðaskrifstofu, Velociped, sem er staðsett í

Marburg í Þýskalandi. Hún hefur getið sér gott orð og býður hjólaferðir í

mörgum Evrópulöndum en einnig á Kúbu, Hawai og Nýja-Sjálandi.

Veldu enska fánann efst til hægri ef þörf krefur.

Page 81: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

62

Forvitnilegar hjólaleiðir

Bikely er nafn á ágætri vefsíðu þar sem saman koma áhugamenn um

hjólreiðar og deila hver með öðrum upplýsingum um góðar hjólaleiðir

um víða veröld. Meðal annars geturðu leitað eftir hjólaleiðum og

löndum. Gert er ráð fyrir að notendur skrái sig sem meðlimi síðunnar til

að geta "teiknað" upp hjólaleiðir, þ.e. sett leiðina á kort fyrir aðra.

Handbók um hjólaferðir

Bike Touring Survival Guide – (Rafbók)

Page 82: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

63

Kafli 16 – Tilboð á síðustu mínútu „sitt lítið af hverju“

Á tilboðsvefnum LastMinute.com er hægt að bóka flug, hótel, lestarmiða

(Eurostar), bílaleigubíla, málsverði á veitingastöðum, skemmtanir,

leikhúsmiða, borgarferðir og dvöl á heilsuhælum/heilsulindum. Sjálfsagt

er að gera leit á vefnum og bera saman við niðurstöður annars staðar.

Ekki síst ef fara á í leikhús, t.d. í London eða New York.

Page 83: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

64

Kafli 17 – Nám og frí

The Oxford Experience, sumarnámskeið í Christ Church háskóla í

Oxford, gæti verið skemmtilegur möguleiki fyrir ferðalanga sem hafa

góða enskukunnáttu og vilja sameina nám og frí. Ekki eru sérstakar

forkröfur fyrir námskeiðin.

Meðan á námskeiðunum stendur er dvalið er í heimavist Christ Church

skóla (frá 18. – 20. öld) og borðað sameiginlega í stórum matsal sem

notaður var svo eftirminnilega í kvikmyndunum um Harry Potter. Hægt

er að sækja um eina viku eða fleiri, allt upp í 6 vikur. Valið er úr 60

mismunandi námskeiðum sem koma af eftirfarandi sviðum:

Fornleifafræði og saga

Listir, tónlist, hús og garðar

Bókmenntir, þjóðhættir og skapandi skrif

Nútímasaga og pólitík

Náttúrufræði, félagsfræði

Sjá nánar hér: www.oxfordexperience.info

Page 84: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

65

Kafli 18 – Viltu gerast sjálfboðaliði?

Hér eru nokkrar vefsíður sem bjóða upp á störf fyrir sjálfboðaliða án

þess að til komi verulegur kostnaður. Vefsíðurnar byggja ekki eingöngu

á hugsjónastarfi heldur einnig á þörf einstaklinga/bóndabýla/lítilla

fyrirtækja fyrir aðstoð um lengri eða skemmri tíma.

Workaway

Stofnað 2009. Vinna í nokkra tíma á dag í skiptum fyrir fæði og

húsnæði. Möguleikar í öllum heimsálfum.

WWOOF - World Wide Opportunities on Organic Farms

Stofnað 1971. N.k. regnhlífarsamtök landssamtaka en einnig einstakra

bændabýla utan landa sem ekki hafa landssamtök. Hér bjóðast tækifæri

til að vinna sem sjálfboðaliði við lífrænan landbúnað. Fyrir 6 stundir á

dag, sex daga vikunnar geturðu fengið frítt fæði og húsnæði í allt að 90

löndum.

Help Exchange

Stofnað 2001. Virkar nokkuð svipað og WWOOF í 90 löndum. Vinna í

landbúnaði, heimagistingu, á farfuglaheimilum og á bátum svo eitthvað

sé nefnt.

GrowFood.org

Stofnað 2001 (non-profit). Hægt að dvelja á bændabýlum um lengri eða

skemmri tíma. Flest býlin eru í Bandaríkjunum en þó eru mörg önnur

lönd í boði.

Page 85: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

66

Kafli 19 – Gerðu ferðina persónulega

Þú getur gert þína upplifun enn skemmtilegri og persónulegri á ýmsum

stöðum. Í mörgum borgum/löndum er boðið upp á áhugaverðar leiðir til

að kynnast áfangastöðunum enn betur með aðstoð íbúa. Hér eru dæmi

um slíkt í Berlín, Moskvu og París:

Berlín

Plus One Berlin

Íbúðagisting í áhugaverðum borgarhlutum Berlínar þar sem áhersla er

lögð á að kynna ferðalanginum leyndardóma Berlínar, ýmist yfir

glasi/kaffisopa eða í stuttri skoðunarferð. Þú borgar kannski aðeins

meira fyrir gistinguna en færð leiðsögnina í kaupbæti.

Moskva

Moscow Greeter

Þrammaðu um Moskvuborg með íbúa sem gjörþekkir borgina. Frítt.

Page 86: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

67

París

Meeting the French

Á þessari síðu er hægt að bóka bæði B&B og íbúðir en einnig að bóka

stutt matreiðslunámskeið, ferðir á markaði eða kvöldverð með

frönskum gestgjöfum á heimli þeirra.

Danmörk

Meet the Danes

Skipulagning ferða/heimsókna, aðstoð og ýmis konar afþreying í boði

fyrir ferðamenn til Danmerkur.

Írland

B&B Ireland

Hér er hægt er að bóka heimagistingu með mismunandi áherslum sem

tengjast írskri menningu eða ýmsum tegundum afþreyingar.

Page 87: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

68

Kafli 20 - Að lesa sér til fyrir ferðalagið

Við getum trúlega flest verið sammála um að meira fáist út úr ferðalagi

ef undirbúningurinn er góður. Það er gott að vera búin að kynna sér

staðhætti, velta fyrir sér markverðum stöðum sem gaman væri að

heimsækja, vita svona u.þ.b. hve margir búa í bænum/borginni og geta

jafnvel slegið um sig með fáeinum orðum á tungumáli viðkomandi

lands.

Það er úr mörgu að velja. Á netinu eru gríðarlega miklar, ókeypis

upplýsingar frá aðilum sem eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Svo miklar

upplýsingar geta stundum ruglað mann í ríminu. Þess vegna langar mig

að benda þér á nokkra ágæta vefi.

Ferðaöryggi í ýmsum löndum

Ef þú ætlar að ferðast til fjarlægra slóða, er hægt að fá upplýsingar um

aðstæður í einstökum löndum á vef Foreign and Common Wealth Office

í Bretlandi undir kaflanum Travel and living abroad.

Greinar í blöðum, timaritum og á netinu

Það er auðvelt að gleyma sér við lestur ferðagreina á vefnum hjá The

Guardian, New York Times og hjá National Geographic. Hjá Lonely

Planet er heldur ekki komið að tómum kofanum og vissara að hafa

nægan tíma ef kíkt er á þann vef.

Stuttar samantekir/bæklingar

Arrival Guides

Leiðarvísar fyrir rúmlega 400 borgir/staði víðsvegar um heiminn

(ókeypis).

Page 88: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

69

Dæmi: Leiðarvísir fyrir Verona, Ítalíu (hægt að hlaða niður).

Ferðahandbækur á pdf formati (einstaka kaflar) og ferðaforrit fyrir

Iphone

Alfræði

Britannica

Alfræði (ókeypis aðgangur á Íslandi). Grunnupplýsingar og pistlar

um flesta staði sem hægt er að hugsa sér. Einnig sögulegar

upplýsingar ef það hentar.

Wikipedia

Alfræði.

Wikitravel

Óháð ferðasíða.

Ferðamálaráð ýmissa landa heims

Tourism Offices Worldwide Directory

Hér færðu lista yfir upplýsingamiðstöðvar á vegum hins opinbera í

hverju landi, sem eiga að veita ókeypis og hlutlausar upplýsingar

um ferðamál. Í mörgum tilvikum geturðu sent beiðni um

upplýsingar og/eða bæklinga á netföng ferðamálaráða viðkomandi

staða. Oft má raunar finna góða bæklinga á vefsíðum

ferðamálaráða og hægt að prenta þá út eða hlaða niður á eigin

tölvu.

Page 89: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

70

Á undanförnum árum hef ég oft skrifað ferðamálaráðum á ýmsum

stöðum í Evrópu og ávallt fengið góð svör og ábendingar. Stundum hafa

borist heilu pakkarnir með efni; bæklingar, bæjar-/borgarkort og

upplýsingar. Jafnvel geisladiskar með upplýsingaefni.

Staðreyndavefir um lönd heims

BBC Country Profiles

Þú velur þér land og færð fróðlegt yfirlit um það helsta sem er á

döfinni. Yfirlitið er uppfært um leið og dregur til tíðinda t.d. á

stjórnmálasviðinu. Á vefnum er hægt að hlusta á þjóðsöng hvers

lands og oft eru tenglar í myndbandsbúta frá BBC. Hvert yfirlit

skiptist í fjóra hluta: Overview, Facts, Leaders og Media. Einnig

geturðu smellt á sérstakt yfirlit, Timeline, þar sem helstu atburða

úr sögu landsins er getið í tímaröð.

World Factbook (frá CIA)

Afar fróðlegar upplýsingar. Þú getur á einfaldan hátt flett upp

löndum og fengið upplýsingar um ýmsar staðreyndir s.s.

fólksfjölda, landfræðileg efni, stjórnarfar og margt fleira.

Ómissandi síða fyrir þá sem vilja afla sér fjölbreyttra upplýsinga

um landið sem til stendur að heimsækja.

Heimsminjaskrá UNESCO

Hvaða staðir eru á heimsminjaskrá Unesco? Eftir að Þingvellir

komust á heimsminjaskrána árið 2004 er ekki ólíklegt að margir

hafi tekið að velta því fyrir sér hvaða aðra staði sé að finna í

skránni. Staðirnir eru flokkaðir eftir löndum.

Page 90: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

71

Íslenskir ferðavefir

Nokkuð er til af íslenskum vefsíðum sem fjalla um einstök lönd/borgir

eins og t.d. Rómarvefurinn. Ferðavefir, sem veita upplýsingar um ýmis

lönd og eru ekki eingöngu bókunarvefir, eru m.a. eftirfarandi:

Fararheill

Ferðaheimur

Ferðalangur.net

Túristi.is

Útgefendur ferðahandbóka

Á vefsíðum útgefenda ferðahandbóka er hægt að nálgast mikið af

upplýsingum án þess að kaupa endilega sjálfar handbækurnar. Líttu á

eftirfarandi vefi:

Eyewitness

Fodors.com

Frommers.com

In Your Pocket

Lonely Planet

Rick Steves'

Rough Guides

Ferðahandbækur

Stundum vill maður einfaldlega hafa góða bók með sér í ferðalagið. Þá

er gott að geta gripið í ferðahandbækur frá útgefendunum hér að ofan.

Af nógu er að taka. Bækurnar fjalla gjarnan um ákveðin lönd, borgir eða

hafa ákveðin þemu s.s. ferðalög með börnin, hjólað um Evrópu o.s.frv.

Ferðahandbækur frá Lonely Planet hafa oft reynst mér vel. Það sem

Page 91: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

72

skiptir þó mestu máli er að vera með sem nýjastar upplýsingar því

hlutirnir breytast hratt. Hægt er að kaupa úrval ferðahandbóka á

Amazon:

Ferðahandbækur — Amazon.uk (Bretland)

Ferðahandbækur — Amazon.com (Bandaríkin)

Sumum þykir freistandi að panta handbækur sem þessar að utan, sér í

lagi ef þær eru tvær eða fleiri. Þannig sparast oft nokkur upphæð.

Gerðu þó samanburð við verslanir hér heima fyrst.

Kort – Fjarlægð milli staða o.fl.

Eftirfarandi tenglar nýtast vel í að spá og spekúlera. Hvar er

gististaðurinn? Hvað er langur akstur á milli A og B? Er raunhæft að

ætla að komast yfir allt þetta á einni helgi, einni viku o.s.frv.?

Google Maps

Google Earth (þarf að hlaða niður á eigin tölvu)

ViaMichelin

Page 92: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

73

Kafli 21 - Tungumál

Það er gaman að kunna fáein orð í tungumáli þess lands sem þú ætlar

að heimsækja. Það er gulltrygg aðferð til að laða fram bros hjá

gestgjöfum, starfsfólki í verslunum og öðrum sem hafa þarf samskipti

við. Þó ekki sé til annars en að bjóða góðan daginn. Þú hefur enga

afsökun (!) því BBC er með frábæran vef, BBC languages. Þar býðst

ókeypis kennsla í mörgum tungumálum, m.a. frönsku, spænsku, grísku,

þýsku og ítölsku en einnig í tungumálum sem okkur eru fjarlægari. Á

þessum ágæta vef er m.a. að finna Quick Fix – Essential phrases in 40

languages. Þú getur prentað út efni, hlustað á hljóðskrár og horft á

kennslumyndbönd svo eitthvað sé nefnt. BBC uppfærir þennan vef ekki

lengur en hann er sneisafullur af skemmtilegu efni.

LingoWorld er skemmtilegt og ódýrt app sem

býður algenga frasa og orð á 10 tungumálum:

Íslensku, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku,

spænsku, japönsku, kínversku, kóreönsku og

tælensku. Hér er hægt að hlaða því niður fyrir Iphone. Android útgáfa

er á leiðinni.

Page 93: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

74

Kafli 22 – "Öpp" fyrir snjallsíma, m.a. iPhone, iPad o.fl.

Það er enginn skortur á smáforritum eða „öppum“ fyrir ferðalanga sem

nota snjallsíma, iPad o.fl. Ég ætla að minnast á nokkur þeirra og leggja

áherslu á öpp fyrir vinsælustu stýrikerfin Android og iOS. – Hafðu þó í

huga að notkun þeirra margra kallar á netsamband og það getur verið

dýrt í útlöndum ef þú ert að nota 3G-kerfi símafyrirtækis þíns á Íslandi

og háhraða netsamband.

1. TripIt

Forritið heldur utan um ferðagögnin þín. Það tengist tölvupóstinum

þínum og grípur alla pósta sem innihalda staðfestingarnúmer flug, hótel,

jafnvel kvöldverð á veitingastöðum og setur það inn í ferðaplanið á

skipulagðan hátt. Seinkanir á flugi og breytingar uppfærast sjálfkrafa.

Ókeypis | Fyrir: iPhone, iPod touch og iPad | Stýrikerfi: iOS 3.0 eða

nýrra

2. FlightAware

Heldur utan um flugið þitt. Settu flugnúmerið og flugfélagið inn í forritið

og Flightaware sér um afganginn. Samþykktu að þú viljir fá tilkynningar

(„push notification feature“) fyrir uppfærslur á seinkunum, breytingu á

númeri hliðs (gate) eða niðurfellingu flugs.

Ókeypis | Fyrir: iPhone, iPod touch og iPad | Stýrikerfi: iOS 4.1 eða

nýrra

Page 94: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

75

3. EveryTrail

GPS sem sýnir kort um leið og gengið er, með götuheitum, áttavita,

hljóðleiðsögn (audio guide), áhugaverðum stöðum (POI) og

upplýsingum um meðal gönguhraða, hæð yfir sjávarmáli og hversu

lengi gengið er. Ferðalangar um heim allan nota forritið til að deila

áhugaverðum stöðum.

Ókeypis | Fyrir: iPhone, iPod touch og iPad | Stýrikerfi: iOS 3.1 eða

nýrra

4. Google Translate

Þetta þarf vart að kynna – forritið þýðir á milli fjölmargra tungumála.

Gættu þín þó á „vélrænum þýðingum“ – þær eru ekki alltaf réttar né

nákvæmar...

Ókeypis | Fyrir: Android síma, iphone og iPod touch | Stýrikerfi:

Android, iOS

5. Wikitude - Location guide

Wiki fyrir ferðalanga. Upplýsingar um ýmsa áfangastaði.

Ókeypis | Fyrir: Android síma, Iphone og Ipad | Stýrikerfi: Android, iOS

6. Skype

Hringdu fyrir minna verð í útlöndum.

Ókeypis | Fyrir: Android, iphone, Ipad og margt fleira | Ýmis stýrikerfi

Page 95: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

76

7. Skype Wi-Fi

Góð viðbót við Skype. Kemur í staðinn fyrir aðra Wi-Fi "hotspots" sem

þarf að greiða fyrir, t.d. á flugvöllum. Notar "Skype Access". Aðeins er

greitt fyrir þann tíma sem notaður er.

Ókeypis að hlaða niður en þarf að setja upphæð inn á til að geta hringt.

Fyrir: iPhone, Ipad | Stýrikerfi: iOS

8. LingoWorld

Sjá lýsingu í kafla 21 – Tungumál.

Page 96: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

77

Kafli 23 - Almennar ráðleggingar til ferðalanga

Ráð frá Frommers.com

Eftirfarandi ráðleggingar hef ég þýtt og staðfært úr greininni 12 Lessons

Learned from a Life on the Road af vefsíðu Frommers.com. Þær koma

frá þaulvönum ferðamönnum.

Það getur verið töluverð vinna að ferðast og erfitt á köflum. Ferðalög

snúast ekki bara um brosandi flugfreyjur og notalegt starfsfólk í

gestamóttöku. Brosið er oft fljótt að hverfa eða getur „stirðnað“ þegar

einhver aukakostnaður kemur ferðafólki á óvart.

Ekki búast við neinu

Ekki ferðast með of miklar væntingar. Það er auðvelt að búast við alltof

miklu og verða svo fyrir vonbrigðum.

Vertu alúðlegur

Gerðu þér og þeim sem þú hefur samskipti við þann stóra greiða að

vera alúðlegur og almennilegur. Þú færð svo miklu betri þjónustu

þannig og öll samskipti verða auðveldari.

Borgaðu frekar með kreditkorti

Það eru til ýmsar sögur um ferðaauglýsingar á netinu þar sem staðfesta

þarf eitthvað með millifærslu peninga. Á þann hátt ertu algjörlega

óvarinn ef eitthvað vafasamt er á ferðinni. Ef þú borgar með kreditkorti

hefurðu a.m.k. einhverja vörn og getur farið fram á endurgreiðslu.

Ekki pakka of miklu

Þetta skiptir miklu máli. Ágætt er að spyrja sig aftur og aftur þegar

Page 97: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

78

pakkað er: "Get ég verið án þess?" Og ef svarið er já, skilja það þá eftir.

Þetta skiptir enn meira máli í ljósi þess að sum flugfélög

(lággjaldaflugfélög) eru farin að rukka sérstaklega fyrir hverja innritaða

tösku. Það kemur einnig fyrir að farangur glatast þó að hann finnist sem

betur fer oftast aftur.

"Plan B"

Hversu einföld sem ferðaáætlunin þín kann að vera, er alltaf gott að

eiga varaáætlun í farteskinu.

Vertu hæfilega varkár

Ekki treysta öllu sem þú lest og sérð. Kannaðu hlutina sjálfur til vonar

og vara. Stenst þetta verð? Er það rétt sem stendur í ferðahandbókinni?

Staðfestu bókanir

Ekki treysta bókunum í blindni. Hafðu samband fyrir brottför/komu til

vonar og vara, hvort sem um er að ræða flug- eða hótelbókun. Vertu

viss.

Ljósrit af vegabréfi

Ferðastu ávallt með ljósrit af passanum þínum og jafnvel passamyndir

til vara. Þannig gengur mun betur að fá bráðabirgðapassa ef hann

týnist. Pakkaðu þessu ekki með einhverju sem getur auðveldlega týnst

eða verið stolið. (Einnig hægt að skanna afrit og eiga í tölvupósti).

Góð hvíld

Ferðalangar eiga það til að hafa allt á hornum sér ef þeir eru þreyttir og

illa fyrir kallaðir. Þegar fólk hefur náð að hvílast, verða ýmsir hlutir að

smámunum sem áður voru stórmál.

Page 98: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

79

Nokkur "ferðaboðorð"

Þau eiga oftast vel við "ferðaboðorð" Arthurs Frommers, ferðafrömuðar:

Hringdu aldrei úr síma hótelsins, skiptu aldrei peningum þar og

láttu hótelið aldrei þvo af þér. Öll þessi atriði kosta mikið og

aðeins í boði til að hótelin geti lagt mikið á þau. Skiptu peningum í

hraðbanka/banka, notaðu farsíma eða almenningssíma og finndu

myntþvottahús í nágrenninu til að þvo af þér spjarirnar.

Ekki nota "skiptistofur" til að skipta peningum — finndu heldur

banka, því stærri því betra, því þeir eru líklegri til að bjóða

hagstæðara gengi.

Pakkaðu eins litlu og þú mögulega getur. Mikill farangur getur

verið hin mesta byrði, bæði líkamlega og peningalega — þú getur

þurft að borga dyravörðum og leigubílstjórum þjórfé og ert engan

veginn jafn frjáls að hlaupa á milli hótela til að bera saman verð.

Ef þú ætlar að spara skaltu borða eina máltíð á dag eins og þú

værir í útilegu. Keyptu þér brauð, kæfu, osta og vín í einhverju

"delicatessen" eða í stórmarkaði og njóttu matarins á bekk í

almenningsgarði, á bökkum fallegrar ár eða jafnvel uppi á

hótelherbergi. Þú sparar og borðar hollan og góðan mat í

ofanálag.

Þegar farið er á veitingastað erlendis er upplagt að skipta

réttinum á milli tveggja og deila matnum með ferðafélaganum ef

hann er til staðar. Pantaðu einn forrétt og einn aðalrétt og skiptu

á milli ykkar - oftast er þetta meira en nóg og þið hafið sparað

Page 99: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

80

50%.

Aldrei skyldi dæma hótel eftir ytra útliti þess. Stundum finnurðu

hagkvæmustu gistinguna í aldagömlum byggingum. Láttu ekki

heldur skort á glæsilegri gestamóttöku fæla frá — fáðu að skoða

herbergin.

Þegar þú heimsækir stórborgir ættirðu að læra að nota

almenningssamgöngurnar, s.s. neðanjarðarlestir, sporvagna eða

venjulega almenningsvagna. Njóttu þess að horfa út um

gluggana; þú sparar og sérð líka hvernig fólk býr.

Farðu í skoðunarferðir á tveimur jafnfljótum, ekki plana allt

fyrirfram og láttu ferðamannagildrur eins og rútuferð um borgina

eiga sig. Þú sérð svo miklu meira fótgangandi — og hefur líka

tækifæri til að skoða alla frægu staðina s.s. stytturnar og söfnin

sem ferðamannarúturnar heimsækja. Kíktu inn í húsagarða, inn á

lóðir skóla og sjúkrahúsa, heimsæktu matvöruverslanir og aðrar

verslanir og spjallaðu við íbúana.

Kauptu leikhúsmiða þar sem íbúar staðarins kaupa þá, t.d. á

sýningardegi fyrir helming verðs. Ef þú ert í stórborg skaltu spyrja

hvar leikhúsmiðar á afslætti fáist, sbr. tkts á Leicester Square í

London.

Lestu þér til um áfangastaðinn fyrirfram. Það er alltaf hægt að

finna góðar ábendingar um ódýra gistingu, veitingastaði eða

viðburði.

Page 100: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

81

Þegar hópur ferðast saman

Hvað er til ráða þegar nokkrir ferðast saman í hóp og eiga á hættu að

missa sjónar af ferðafélögunum á fjölförnum stöðum eins og á

járnbrautarstöðvum eða á fjölförnum götum? Ein lausn er að klæðast

áberandi litum. Það getur munað miklu að geta horft eftir skærgulum

bol, stakk eða öðru — nú eða öðrum áberandi lit t.d. rauðum. Þetta er

gott er að hafa í huga, ekki síst ef börn og unglingar eru með í för.

Hægt er að taka þessa hugmynd skrefi lengra og panta á ódýran hátt

samskonar boli á allan hópinn með tilheyrandi letri erlendis frá.

Nýir seðlar og mynt

Taktu þér tíma til að skoða nýja seðla og mynt, t.d. uppi á hótelherbergi

á nýjum stað. Það er afleitt að vandræðast með seðla sem þú ekki

þekkir fyrir framan afgreiðslufólk í búðum eða á útimörkuðum og eykur

líkurnar á að þú fáir ekki rétt gefið til baka.

Page 101: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

82

Kafli 24 - Pakkað fyrir ferðina

Flestir hafa sína sérvisku varðandi pökkun fyrir ferðalög. Mín sérviska

felst einkum í því að strauja hverja einastu spjör sem ofan í töskuna fer

(en strauja annars aldrei). Oft nota ég venjulega plastpoka utan um föt

sem heyra saman. Sumir nota með góðum árangri sérstaka fatapoka úr

plasti fyrir ferðatöskur, sem fá má víða á flugvöllum í ýmsum stærðum.

Mats Henricson hefur dundað við vefsíðuna The Universal Packing List

undanfarin ár. Eiginlega mætti kalla síðuna hálfgert gagnasafn. Þar er

hægt að setja inn upplýsingar og fá niðurstöður — tillögur um hvað gæti

verið hentugt að taka með í ferðina. Listann er síðan hægt að prenta út

eða fá í tölvupósti.

Allir ferðalangar ættu að líta á vefsíðuna OneBag en þar er þeim kennt

að komast af með sem minnst. Vefurinn hefur raunar hlotið sérlega

viðurkenningu PC Magazine og Britannicu.

Sjá einnig minnislista fyrir ferðalanga aftast í bókinni.

Page 102: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

83

Kafli 25 - Tryggingar og heilsan

Sjúkratryggingakort

Hafðu með þér evrópskt sjúkratryggingakort í ferðalagið sem gildir í

flestum löndum Evrópu. Það er einfalt að sækja um kortið á vef

Tryggingastofnunar. Þú fyllir út lítið eyðublað og færð kortið sent um

hæl í pósti. Á vefnum færðu einnig leiðbeiningar um hvar kortið gildir.

Mikilvægt er að átta sig á að það gildir eingöngu hjá

heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum og öðrum þjónustuaðilum

með samninga við opinbera sjúkratryggingakerfið í viðkomandi landi.

Ekki þýðir að framvísa kortinu á einkareknum læknastofum.

Ef þú þarft að leita til einkarekinna sjúkrastofnana, skaltu safna saman

öllum kvittunum fyrir útlögðum kostnaði, hvort sem

það er skoðunargjald, myndataka, lyfjakostnaður

eða ferð í leigubíl á sjúkrahús og til baka. Þetta getur

skipt máli varðandi ferðatryggingar

tryggingafélaganna.

Kynntu þér nákvæmlega hvaða bótarétt þú átt ef veikindi koma upp

erlendis þegar þú greiðir farseðil með kreditkorti (sjá vefsíður

kortafyrirtækja). Einnig, hvort ferðatrygging er innifalin í

heimilistryggingunum þínum. Ef ekki, ættirðu að kaupa hana

sérstaklega. Hér gildir gamla viðkvæðið: "Þú tryggir ekki eftirá...."

ATH: Til er “app” fyrir snjallsíma: “European Health Insurance Card"

app sem hægt er að hlaða niður hér. Það veitir almennar upplýsingar

um Evrópska sjúkratryggingakortið, neyðarnúmer, hvað er innifalið,

Page 103: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

84

kostnað, hvernig á að sækja um endurgreiðslu og hvert á að hafa

samband ef kortið týnist.

Tryggingayfirlýsing fyrir lönd utan EES svæðisins

Ef þú ert að ferðast til landa utan EES, er sjálfsagt að hafa með sér

tryggingayfirlýsingu frá Sjúkratryggingum Íslands, upplýsingar og

eyðublað hér.

Bólusetningar

Almennt þarftu ekki að hafa áhyggjur af bólusetningum vegna ferða til

Evrópulanda. Það er hins vegar gott að vita af vef

Landlæknisembættisins en þar er að finna fróðleik um bólusetningar

ferðamanna til landa utan Evrópu ásamt ýmsum hollráðum fyrir

ferðafólk.

Flugferðin, siglingin og bíllinn

Hvernig er hægt að komast hjá óþægindum á meðan flugferð stendur?

Hvernig er best að taka á sjóveiki og bílveiki? Hvað með ófrískar konur

og ferðalög?

Einn allra vandaðasti vefur fyrir almenning um þessi efni og mörg fleiri,

er upplýsingavefur MedlinePlus frá National Library of Medicine (USA).

Meðal tengla á vefnum má nefna Ears and altitude (vandamál tengd

eyrum í mikilli hæð) og Motion sickness (sjóveiki/flugveiki/ bílveiki).

Í löngu flugi (sérstaklega lengra en 8 klst.) eykst örlítið hætta á myndun

blóðtappa – þó það sé afar sjaldgæft. Þar eru stuðningssokkar besta

vörnin, öðru nafni flugsokkar, sem hægt er að fá í lyfjaverslunum. Sjá

nánar í greininni Flug og blóðtappar.

Flugnabit og "tea tree olía"

Þeir sem fengið hafa flugnabit vita að erfitt er að koma auga á flugurnar

Page 104: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

85

sem bitinu valda. Þær láta einna helst á sér kræla á kvöldin og um

nætur. Ef þú ert ofnæmisgjarn er um að gera að bera sérlega vel

flugnaáburð á ökklana því fæturnir geta bólgnað ef flugan kemst í feitt.

Einnig skaltu forðast að hafa opna glugga og ljós fyrir innan að kvöldlagi

því flugurnar dragast að ljósinu. Ef rakt er í veðri, máttu eiga von á fleiri

"árásum" en ella. Þeir sem bólgna mikið, t.d. á útlimum við minnsta bit,

þurfa mögulega að taka ofnæmistöflur eða að ráðfæra sig við lækni

áður en haldið er af stað og e.t.v. taka með sér lyf.

Ég hef komist að raun um að tea tree olía dugar vel í baráttunni við

þrota í húð eftir flugnabit og tilheyrandi kláða. Ef þú nærð að bera

olíuna á fljótlega eftir bit og endurtekur það síðan með reglulegu

millibili, verður minna úr bitinu en ella. Olían fæst m.a. í lyfjaverslunum.

Hvernig er best að haga sér í miklum hita?

Undanfarin sumur hafa komið allmiklar hitabylgjur í Evrópu. Það er því

ágætt að vera viðbúinn slíku ef þú ætlar suður á bóginn og gildir þá

einu hvort um er að ræða júní, júlí eða ágúst. Efnið hér að neðan er

byggt á grein frá Centers for Disease Control and Prevention, USA: Tips

for Preventing Heat-Related Illness (þýtt og endursagt).

Hafðu hatt á höfðinu, helst barðastóran og sólgleraugu. Notaðu

sólarvörn nr. 15 eða hærri (merkta "broad spectrum" eða

UVA/UVB protection).

Vertu í léttum, ljósum og víðum fötum.

Drekktu mikinn vökva (án alkóhóls), hvort sem um kyrrstöðu eða

hreyfingu er að ræða. Ekki bíða eftir að þorstinn sæki á. Varúð: Ef

læknirinn þinn ráðleggur takmarkað vökvamagn eða ef þú notar

Page 105: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

86

bjúgtöflur, hafðu þá samráð við hann um hversu mikið þú eigir að

drekka í hita.

Ekki drekka vökva sem inniheldur koffein, alkóhól eða vökva með

miklu sykurinnihaldi — slíkir vökvar valda meira vökvatapi.

Forðastu einnig mjög kalda drykki því þeir geta valdið

magakrampa og líkaminn kallar stöðugt á meiri vökva vegna

orkutapsins við að hita drykkinn upp í líkamshita.

Haltu þig innandyra og helst á stað með loftkælingu.

Viftur geta komið að gagni, en hjálpa lítið ef hitinn fer upp fyrir

ákveðin mörk.

Aldrei skilja neinn eftir í lokuðum, kyrrstæðum bíl.

Sumir eru í meiri hættu en aðrir varðandi óþægindi og jafnvel

veikindi af völdum hita. Fylgstu vel með þeim:

o Ungabörn og smábörn

o Fólk, 65 ára og eldra

o Fólk með geðsjúkdóma

o Fólk sem er veikt fyrir, t.d. hjartveikt eða með háan

blóðþrýsting.

Reyndu að takmarka útivist við morgnana og kvöldin þegar hiti er

minni.

Takmarkaðu líkamsrækt. Hún veldur meiri þorsta.

Hvílstu oft og í skugga.

Page 106: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

87

Niðurgangur

Hægt er að kaupa t.d. lausasölulyfið Imodeum í lyfjaverslunum

heima/erlendis. Leitaðu læknis ef þörf krefur og ástandið dregst á

langinn.

Skógarmítill

Skógarmítill er leiðindapadda sem þarf að gæta sín á. Ef þú ert á

ferðinni í skóglendi/graslendi er ástæða til að þú skoðir þig (og börn ef

þau eru með í ferðinni) á kvöldin, hátt og lágt. Paddan krækir sig við

blóðgjafa sem leið eiga hjá og það þarf að fjarlægja hana með varúð.

Örfá prósent pöddunnar bera í sér bakteríu sem veldur Lyme-sjúkdómi í

mönnum en paddan er í sjálfu sér hættulaus ef hún er fjarlægð af

húðinni innan sólarhrings eftir að hún nær að festa sig. Sjá mynd og

grein um Skógarmítil í Læknablaðinu nr. 11/2009.

Hómópatía – með í ferðalagið

Þeir sem þekkja til hómópatíu vita að hún getur komið í góðar þarfir t.d.

á ferðalögum. Til eru remedíur sem geta gangast við flugþreytu,

erfiðleikum með svefn, slappleika, flugnabitum og stungum og

meltingarvandamálum. Góðar upplýsingar er að finna í greininni Að

ferðast um heiminn með hómópatíu sem Anna Birna Ragnarsdóttir tók

saman.

Sjá einnig pistil á Ferðalangi: Flugveiki og hómópatía

Page 107: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

88

Kafli 26 - Þjófnaðir

"Ég passa mig…"

"Þetta kemur aldrei fyrir mig. Ég er aldrei rændur! Ég passa mig…"

Svona hugsa margir. Þetta stenst því miður ekki. Verst er að eiga við

suma íslenska karlmenn sem telja engan geta abbast upp á sig og

ganga um með peningaveskið í buxnavasanum...

Hvernig er hægt að minnka áhættuna á að vera rændur? Hér fyrir

neðan eru nokkrar ábendingar sem að hluta til eru byggðar á minni

eigin reynslu en einnig á ábendingum frá vefsíðunni How to Protect

Yourself from Pickpockets in Europe.

Skildu eftir heima alla skartgripi sem þér er annt um, einnig

verðmæt úr og vönduð veski/töskur sem þú vilt ógjarnan tapa. Ef

þú ferð út með eitthvað af þessu, skartaðu þessum hlutum þá

eingöngu í vinahóp, ekki á útimarkaðinum meðal ókunnugra.

Hafðu eins lítið með þér af farangri og unnt er. Því minna sem þú

hefur meðferðis, þess minni líkur á skaða auk þess sem þú hefur

betri yfirsýn yfir hlutina þína.

Reyndu að falla inn í umhverfið. Hér er ekki átt við að mála sig í

felulitunum (!) heldur að auglýsa ekki með klæðaburði og atferli

að hér sé „túristi“ á ferðinni. Láttu eins og þú vitir hvert þú ert að

fara. Ekki stansa á miðri gangstétt til að draga upp framandi

peningaseðla til að læra á þá. Þú átt að vera búinn að því. — Hér

gildir að sjálfsögðu annað um hópa sem ferðast saman og þurfa

Page 108: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

89

stundum að vera áberandi eða vel merktir svo að enginn týnist.

Taktu ljósrit af öllum skilríkjum og gögnum áður en þú ferð að

heiman, svo sem vegabréfi, farseðlum, ferðaáætlun og öðrum

gögnum sem máli skipta. Skildu eitt eintak eftir heima, skannaðu

og sendu þér annað eintak í tölvupósti og taktu loks eintak með

þér og geymdu á vísum stað — ekki þó hjá vegabréfinu. Þetta

getur bjargað miklu ef þú verður fyrir óhappi.

Taktu með þér auka vegabréfsmyndir. Það auðveldar hlutina ef

þarf að útvega nýtt vegabréf.

Vertu með "peningabelti" eða tauveski innan á þér, sem ekki er

sjáanlegt utanfrá. Mér hefur líka reynst vel lítið klemmuveski, sem

klemmt er innan á buxnastreng/pilsstreng. Í það komast

kreditkort og nokkrir seðlar.

Skiptu mikilvægum gögnum á a.m.k. tvo staði. Geymdu reiðufé í

innri vasa/belti/tauveski og kreditkortið annars staðar. Ef eitthvað

gerist, þá glatarðu ekki öllu.

Haltu þig á fjölförnum leiðum, sérstaklega í stórborgum. Ekki

stytta þér leið gegnum sund og þröng stræti og ekki vera einn á

ferð að kvöldlagi. Spurðu hvaða hverfi skuli helst varast, t.d. eftir

að dimmt er orðið.

Vertu með eins lítið reiðufé á þér og kostur er — notaðu heldur

kreditkortið til að taka út peninga við og við. Aldrei taka upp

Page 109: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

90

seðlabúnt úr veski til að borga fyrir eitthvað.

Ef þú lendir í vandræðum og ert rændur, láttu þá eigið öryggi

ganga fyrir reiðinni út í þjófana og aðhafstu ekkert. Láttu

lögregluna vita og fáðu uppáskrifað að þjófnaðurinn hafi átt sér

stað (fyrir tryggingafélagið heima). Gerðu þér engar sérstakar

vonir um að endurheimta það sem stolið var ef um er að ræða

venjulegan "vasaþjófnað".

Huggulegasta fólk getur brugðið sér í hlutverk vasaþjófa, s.s.

konur með ungabörn eða vel klæddir unglingar. Ekki láta plata þig

til að hlusta á "sorgarsögur" t.d. á flugvöllum og á lestarstöðvum,

þar sem einhver á ekki fyrir strætó, mat eða símtali. Auðvitað

getur það verið satt, en það getur líka verið að einhver sé að

dreifa athygli þinni...

Haltu fast um veskið á mannmörgum mörkuðum, lestarstöðvum, í

strætó og troðnum lestum. Reyndu að geyma ekkert verðmætt í

bakpoka, a.m.k. ekki í utanáliggjandi vösum sem auðvelt er að

opna.

Settu ekki veski/tösku/bakpoka á stólbakið á veitingastöðum/

hraðbrautarsjoppum á meðan þú borðar.

Varaðu þig á hópum sígauna (gjarnan konum og börnum) sem oft

gefa sig að ferðamönnum á stöðum eins og í Róm og öðrum

fjölsóttum ferðamannastöðum. Þetta er ekki sagt vegna fordóma,

heldur af reynslu.

Page 110: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

91

Gakktu ekki með handtösku á öxl sem snýr út að götu. Á Ítalíu

koma mótorhjólin stundum brunandi framhjá og ökumenn þeirra

hrifsa töskurnar af gangandi vegfarendum…

Eftir öll þessi varnaðarorð mætti ætla að engum væri vært utan

landsteinana. Það er öðru nær. Þú getur hins vegar valið að haga þér

skynsamlega eða ekki...

Hvernig geta konur minnkað líkurnar á að vera rændar erlendis?

Journeywoman heitir vefur sem helgaður er ferðalögum kvenna víða um

heim. Á einni síðu vefsins, An Expert's Safety Tips for Female Travellers,

eru nokkur heilræði fyrir konur sem vilja minnka líkurnar á að lenda í

klónum á vasaþjófum á ferðum sínum um ókunnar slóðir.

Á síðunni er m.a. mælt með því að konur klæðist svipuðum fötum og

aðrir þarlendir vegfarendur, að þær séu ekki í áberandi fötum, beri poka

með merki nálægrar matvörubúðar eða stórmarkaðar (og geymi jafnvel

myndavélina þar...) o.s.frv. Fróðleg lesning og eitthvað til að velta fyrir

sér.

Page 111: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

92

Kafli 27 - Þjórfé

Þjórfé eða ekki?

Það veldur oft miklum vangaveltum hjá íslenskum ferðalöngum hvort,

hvenær og hvernig eigi að gefa þjórfé. Um það eru stundum skiptar

skoðanir en þó gilda nokkur "almenn lögmál" í þessu sem öðru.

Væntanlega viltu ekki skera þig úr á ferðalögum fyrir nánasarhátt eða

hvað? Það fer hins vegar svolítið eftir löndum hvernig þú hagar þessu.

Varðandi þjórfé á góðum hótelum/gististöðum hef ég það sjálf fyrir

reglu að skilja eftir ca. 1 evru pr. dag fyrir herbergisþjónustuna ef hún

er í lagi og rúna af upphæðir í veitingasal. Varðandi leigubíla reyni ég að

rúna af upphæðir á smekklegan hátt, svo að bílstjórinn sé ekki að telja í

lófann á mér einhverja smáaura til baka. Hvort þjórfé er síðan meira

eða minna fer eftir því hversu góð þjónustan er og hversu lengi maður

hefur notið hennar.

Hvað veitingastaði varðar langar mig að benda á ferðavef Fodors.com -

þar er góð grein sem ber heitið A Foodie's Guide to Tipping in Europe.

Greinin gefur ágæta hugmynd um viðmið á veitingastöðum í mörgum

Evrópulöndum s.s. í Austurríki, Tékklandi, Englandi, Frakklandi, Ítalíu,

Þýskalandi og fleiri löndum. Hafðu í huga að á matseðlum veitingahúsa

kemur fram hvort þjónustugjald er innifalið og innheimt sjálfkrafa eða

ekki.

ATH: Til eru “öpp” sem hjálpa til við að reikna út þjórfé eftir því hvar þú

ert staddur. T.d. Frommer’s Travel Tools, en þar er m.a. Tip calculator.

Page 112: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

93

Kafli 28 - Ýmis útgjöld á ferðalögum

Hvernig er hægt að halda matarútgjöldum í lágmarki?

Flestir geta líklega tekið undir það að matarkostnaður í ferðalögum geti

orðið umtalsverður ef ekki er vel að gáð. Það er svo auðvelt að setjast

einfaldlega inn á næsta veitingastað og fá sér vel að borða. Sumir þurfa

þó að passa pyngjuna og með smá útsjónarsemi er það hægt.

Five Chances to Save on Food when Travelling heitir grein á About.com.

Greinin er fyrst og fremst skrifuð fyrir bandaríska ferðalanga en nokkur

ágæt heilræði í henni eiga þó við alla.

Gerðu ódýrustu máltíð dagsins að þeirri stærstu.

Borðaðu að jafnaði á ódýrum stöðum en leyfðu þér síðan að fara á

verulega góðan stað einu sinni.

Finndu út hvaða fæðutegundir eru algengastar og þar með oft

sérlega ódýrar á áfangastaðnum.

Kauptu inn í súpermarkaðinum.

Leitaðu ráða hjá íbúum staðarins varðandi veitingastaði sem þeir

sækja sjálfir — það er nokkuð öruggt að þeir halda ekki til á

dýrum ferðamannaveitingastöðum.

Nánari útlistanir á þessum "heilræðum" er að finna í greininni sjálfri hér

að ofan.

Page 113: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

94

Símakostnaður á ferðalögum

Það verður því miður að segjast að farsímamálin eru töluverður

frumskógur þegar ferðast skal erlendis. Þar skiptir m.a. máli hvort

ferðast er með snjallsíma eða venjulegan farsíma.

Best er að skoða sparnaðarráð og leiðbeiningar símafyrirtækisins sem

þú ert í viðskiptum við:

Vodafone – útlönd (skoðið sérstaklega sparnaðarráð þeirra)

Síminn – útlönd (skoðið sérstaklega góð ráð vegna notkunar

erlendis)

Nova

Tal - útlönd

ATH: Tvö grundvallaratriði, sama hjá hvaða símafyrirtæki þú ert:

Láttu hringja í þig frá Íslandi meðan á ferðinni stendur (mun

ódýrara, þú greiðir samt)

Slökktu á talhólfinu þínu á meðan þú ert erlendis.

How to avoid a smartphones bite heitir ágætis grein á netinu, þar sem

reynt er að flokka ferðalanga niður eftir þörf þeirra fyrir netsamband og

gefa góð ráð. Þeir sem eru langt leiddir í þörf sinni fyrir stöðugt

internetsamband á viðráðanlegu verði, ættu að kaupa símkort í

viðkomandi landi. Það er reyndar ekki alltaf auðvelt og kallar oft á

svolitla rannsóknarvinnu.

Page 114: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

95

Fartölvan, spjaldtölvan og síminn

Ef þú ætlar að ferðast með fartölvuna, spjaldtölvuna og símann þarftu

að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Kannski þarftu utanáliggjandi

aukahluti og tengi; e.t.v. þarftu að vera búinn að hlaða niður kortum af

netinu til að nota án netsambands („offline“) og huga sérstaklega að

öryggismálum.

1. Hvaða tengi þarftu? Sjá t.d. Plugsmap.

2. Gættu þess að þú sért ekki að nota rándýrt netsamband.

3. Ef þú færð þér nýtt SIM, þarf það að vera af réttri stærð.

4. Nýttu þér GPS kort sem hægt er að hlaða niður fyrirfram og nota

án netsambands síðar.

5. Vertu búinn að "bókamerkja" bestu tilboðssíðurnar og

upplýsingasíður fyrir ferðalanga. E.t.v. hlaða niður pdf bæklingum

fyrirfram til að skoða á staðnum.

6. Þarftu aukahluti eins og lyklaborð/mús?

7. Töskur/slíður fyrir tölvuna/spjaldtölvuna til að verja tækin.

8. Gerðu ráðstafanir til að verja þig fyrir þjófnaði á tækjunum.

Vertu alltaf með tækin nálægt þér.

Vertu með varann á þér þegar þú notar tækin á

almannafæri.

Fáðu þér viðeigandi tryggingar.

Vertu með tækin læst þegar þú ert ekki að nota þau.

Ekki fara inn á viðkvæmar síður þegar þú ert að nota frítt

þráðlaust netsamband t.d. á veitingahúsi.

Taktu afrit af gögnunum þínum áður en þú ferð að heiman.

Meðan á ferðinni stendur geturðu tekið afrit með því að nota

Dropbox eða Box.

Page 115: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

96

Settu forrit inn á tækin þín sem gera þér kleift að staðsetja

þau ef þau tínast - eða forrit sem gera þér kleift að eyða

gögnunum þínum þótt tækið sé hvergi nærri. (Ipad:

Virkjaðu "Find this Ipad" áður en ferðin hefst).

Meira um þessi mál hér í ágætri grein: 8 Crucial Things You Should

Know Before Travelling Abroad With Your Phone, Tablet, Or Laptop.

Page 116: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

97

Kafli 29 - Gengi/peningamál

Greiðslukortagengi

Hvernig reiknarðu út verð á því sem þú kaupir í gegnum erlendar

vefsíður s.s. flug og hótel? Til þess þarftu að skoða greiðslukortagengi

dagsins þegar kaupin fóru fram (þó er hugsanlegt að það skráist ekki

nákvæmlega sama dag) og umreikna yfir í íslenskar krónur.

Greiðslukortagengi hvers dags er hægt að skoða á vefsíðum

kortafyrirtækjanna, sjá www.valitor.is fyrir gengi VISA og

www.kreditkort.is fyrir gengi Mastercard.

Sama gildir um vörur/þjónustu sem þú kaupir erlendis með kreditkorti.

Miðað er við gengi kreditkortafyrirtækjanna sem breytist daglega rétt

eins og önnur gengisskráning.

"Gengið í veskið"

Á ferðalögum getur verið þægilegt að hafa með sér yfirlit yfir gjaldmiðil

viðkomandi lands á tossamiða í veskinu.

10 evrur = x Ikr

15 evrur = x Ikr

o.s.frv.....

Til er lítið tól á netinu, currency converter cheat sheet, sem er afar

einfalt og þægilegt að nota. Þú velur gjaldmiðilinn sem við á og í hvora

áttina á að umreikna. Með einum smelli verður til lítill tossamiði sem þú

getur prentað út og klippt til í veskið. Málið afgreitt.

Page 117: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

98

Hvar er næsti hraðbanki?

Flestir hafa trúlega lent í því að þurfa að finna hraðbanka í borgum

erlendis. Yfirleitt er allt fullt af þeim, nánast á hverju götuhorni, þar til

þarf að nota þá. Oftast leysist málið farsællega með aðstoð hjálpsamra

vegfarenda en stundum er gott að vita fyrirfram hvar hraðbankana er

að finna. Skoðaðu ATM Locator frá VISA.

Til eru allskyns „öpp“ til að finna hraðbanka.

Page 118: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

99

Kafli 30 - Hagnýtar upplýsingar

Vegabréfið klárt?

Gakktu úr skugga um að gildistími vegabréfsins sé í lagi — að það gildi

að minnsta kosti sex mánuði fram í tímann. Annars gætir þú lent í

vandræðum á leiðinni.

Símanúmer sem gott er að hafa með og „plúsinn“

Eftirfarandi númer er gott er að hafa við hendina, sér í lagi ef þú ert

einn á ferð:

Neyðarnúmer í viðkomandi landi (oftast 112 í löndum Evrópu sjá

nánari lista á Emergency telephone number á Wikipedia)

Þjónustuver kreditkortafyrirtækis/neyðarsími þess

Neyðarsími tryggingafélags eða fulltrúa þeirra erlendis

Íslenskt sendiráð/ræðismaður/staðgengill

Númer og nafn hótels/gististaðar sem þú dvelur á

Það er mjög þægilegt að setja +354 (plús) fyrir framan öll íslensk

símanúmer í farsímanum. Þá þarftu ekki að muna sérstaklega í hvaða

númer þarf að hringja til að ná út úr landinu sem þú ert staddur í hverju

sinni. Gleymdu ekki landsnúmerinu – það þarf að vera með.

Aftast í handbókinni er listi yfir nokkur mikilvæg símanúmer.

Klukkan á ýmsum stöðum

Til eru vefsíður þar sem þú sérð á þægilegan hátt hvað klukkan er í

mismunandi löndum og heimshlutum. Hér eru tvær þeirra:

Time and Date.com

Page 119: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

100

Timezonecheck.com

Á Time and Date.com er hægt að matreiða upplýsingarnar eftir eigin

höfði. Viltu sjá tímann í borgum eða löndum? Viltu búa til þína eigin

síðu, Personalized World Clock, með borgum (allt að 25 talsins) sem þú

velur og getur síðan fengið sérstaka vefslóð á? Viltu einungis sjá Evrópu

eða aðra heimsálfu? Allt þetta og fleira er hægt á þessari ágætu síðu.

Rafmagn - Klær - Innstungur

Geturðu notað rafmagnstækið þitt í tilteknu landi? Þarftu öðruvísi kló

(millistykki) eða jafnvel straumbreyti? Lestu um þetta hjá

ElectricalOutlet.org.

Meðalhiti á ýmsum stöðum

Á vefsíðunni WorldClimeate.com er hægt að fletta upp meðalhita yfir

árið á helstu stöðum í heiminum. Sláðu inn nafn borgar/bæjar, veldu

rétta staðinn ef um fleiri en einn er að ræða og smelltu loks á Average

temperature eða aðrar forvitnilegar upplýsingar um veðurfar.

Að hringja í 118 frá útlöndum

Einstaka sinnum getur komið upp sú staða að þú þurfir að hringja í

upplýsingar Símans (118) frá útlöndum. Númerið sem þú notar er

eftirfarandi: + 354 80 90 118. Settu þetta í farsímann svo fljótlegt sé

að grípa til þess.

Page 120: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

101

Hátíðisdagar víða um heim

Það getur verið bagalegt að vera búinn að skipuleggja heimsóknir í söfn,

eða jafnvel verslunarferðir og lenda svo á hátíðisdegi þar sem allt er

lokað. Þetta getur líka skipt máli varðandi umferð á hraðbrautum. Á

Earth Calendar geturðu flett upp hátíðis- og frídögum fjölda landa.

Hvað er á döfinni? Hvenær og hvar?

Eru einhverjar hátíðir í gangi þegar þú ætlar að ferðast? Eitthvað sem

gaman væri að sjá og fylgjast með? Eða forðast? Þessu má fletta upp á

eftirfarandi slóð frá Frommers:

What’s on When

Dagblöð á netinu

Þú finnur lista yfir dagblöð í ýmsum löndum heims á síðunni The

Internet Public Library. Ef til er útgáfa á ensku er það tekið skýrt fram.

Page 121: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

102

Kafli 31 - Myndavélin og ferðamyndirnar

Framundan er ferðalag, nýja stafræna myndavélin er klár og allt tilbúið.

Nú er lag að komast hjá ýmsum óskemmtilegum mistökum í

myndatökunni s.s. að myndefnið sé alltof langt í burtu, fæturnar vanti á

makann eða börnin o.s.frv. — Rosanne Pennella er ferðaljósmyndari og

í grein frá Washingtonpost.com, Snap to it, er vitnað í nokkur góð ráð

frá henni fyrir þá sem hafa gaman af myndatökum á ferðalögum.

Einföld ráð sem geta þó bætt myndirnar til muna.

Líttu einnig á vef Fodor‘s - Travel photography sem gefur góð ráð og

ábendingar fyrir myndatökur ferðalanga.

Hér má einnig benda á „öpp“ fyrir snjallsímann og spjaldtölvuna, t.d.

Instagram og fleiri sem gera ferðamyndatökurnar líflegri og

skemmtilegri.

Handbók um ferðamyndatökur

Lonely Planet's Guide to Travel Photography (How to) - (Prent)

Page 122: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

103

Kafli 32 - Tíu heilræði

Að lokum er ráð að taka saman og endurtaka nokkrar ábendingar sem

fram hafa komið í köflunum hér á undan. Þær eiga sérstaklega við ef við

viljum reyna að lækka ferðakostnaðinn.

Vertu áskrifandi að tölvufréttabréfum/póstlistum, síðum á

Facebook og Twitter hjá íslenskum flugfélögum, ferðaskrifstofum

og völdum erlendum flugfélögum (EasyJet, Ryanair, AirBerlin,

Germanwings, British Airways).

Kauptu miða með góðum fyrirvara út úr landinu og bættu svo við

tengiflugum erlendis þegar flugmiðaútsölur eru hjá

lággjaldaflugfélögum.

Gerðu samanburð á kostnaði við að komast frá flugvelli og inn í

borg ef fleiri en eitt flugfélag flýgur til borgarinnar.

Skoðaðu kaup á jólagjafabréfum íslensku flugfélaganna ef það

hentar þér að ferðast eftir áramót og fram á vor.

Skiptu á íbúð/bíl við fjölskyldu erlendis og þar með losnarðu við

gistikostnað og jafnvel kostnað við bílaleigubíl.

Vertu félagi í Couchsurfing.org og dveldu sem gestur hjá fólki

erlendis. Ekki verra að þú sért reiðubúinn að hýsa líka.

Taktu nesti með um borð í flug sem selja veitingar dýru verði.

Page 123: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

104

Kauptu ekki óþarfar eða óþarflega dýrar tryggingar með flugi og

bílaleigubílum.

Ferðastu eingöngu með handfarangur ef þú getur.

Góða ferð!

Page 124: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

105

Minnislisti fyrir ferðalanga

Töskur

Gott er að eiga léttar töskur og pakka eins litlu niður og mögulegt er.

Meðalstór taska

Flugfreyjutaska

Handtaska/bakpoki (sem hægt er að setja niður í flugfreyjutöskuna)

Taska (undir snyrtivörur – gott ef hún getur hangið)

Áður en farið er af stað

Farmiðinn (eða bókunarnúmer)

Ferðahandbækur og kort

Vegabréf

Ljósrit af vegabréfi (ekki geymt á sama stað og vegabréfið, skanna og senda

þér sjálfum/sjálfri í tölvupósti)

Gjaldeyrir

Kreditkort/Debitkort (muna PIN númer!) – Taka með bæði VISA og Mastercard

ef þú átt þau

Ferðatryggingar (veikindi, slys, farangur, afpöntun á ferð)

Ökuskírteini (einnig ljósrit af því)

Farangur

Viðeigandi föt eftir árstíma

Tvenn pör af skóm þar af a.m.k. annað sem gott er að ganga á

Nærföt sem þorna yfir nótt

Farsími/hleðslutæki

Töskulásar og merkimiðar á töskur (ekki læsa töskunum í flugi)

Myndavél/filmur

Ferðavekjaraklukka (eða nota farsímann)

Lestrarefni

Ýmsir aukahlutir eftir aðstæðum

Ferðatölva/Ipad/Netbook/hleðslutæki

Mp3 spilari/Ipod – hleðslutæki

Eyrnatappar

Rafhlöður fyrir myndavél

"Mini"-saumadót (setja í innritaðan farangur, sleppa í handfarangri)

Lítil skæri (setja í innritaðan farangur, sleppa í handfarangri)

Smá þvottaefni í plastpoka

Page 125: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

106

Poki fyrir óhreint tau

Ferðaregnhlíf

Regnslá (þunn plastslá samanbrjótanleg í ekki neitt...)

Heilsan

Lyf sem tekin eru að staðaldri

Skyndihjálpargögn og plástur

Verkjatöflur

Magatöflur (antacid)

Niðurgangstöflur (Imodium)

Flugnaáburður

Sólarvörn

Sjóveikitöflur

Snyrtivörur

Bursti/greiða

Tannbursti/tannkrem

Tannþráður

Sjampó/hárnæring

Sápa

Hárblásari

Svitakrem

Andlitskrem

Raksápa

Ilmvatn/rakspíri

Varasalvi

Pappírsþurrkur

Handklæði/þvottapoki

Dömubindi/túrtappar

Heimilið

Blómin og gæludýrin

Hafa kveikt ljós í einhverju herbergi (láta einhvern sjá um að rótera því…)

Lækka hitann á ofnum

Skilja eftir lykla og ferðaáætlun hjá vinum/ættingjum

Loka gluggum, bílskúr og hurðum

Setja þjófavörn á (ef hún er til staðar)

Page 126: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa - Ferðalangur · Þarftu að geta innritað farangur alla leið? Ef þú ferðast með lággjaldaflugfélögum geturðu í flestum tilvikum eingöngu

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa – www.ferdalangur.net

107

Símanúmer í ferðalagið

Landsnúmer: +354

Flugfélög

Icelandair - Þjónustuver s. 50 50 100

Icelandair – Söluskrifstofa Leifsstöð s. 42 50 220

Wow Air – s. 590 3000

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur s. 425 6000

Kortafyrirtæki

Valitor – VISA s. 525 2000.

Neyðarþjónusta SOS International: +45 7010 5050.

Kreditkort.is – Mastercard s. 550 1500.

Neyðarvakt: 533 1400 allan sólarhringinn.

Neyðarþjónusta SOS International: (+45) 7010 5055

Síminn – Upplýsingar

Síminn 118 frá útlöndum s. + 354 80 90 118.

Tryggingafélög

Sjóvá s. (+354) 440 2000

VÍS - Þjónustuver s. 560 5000

Neyðarþjónusta VÍS utan opnunartíma s. 560-5070

Alvarlegt slys eða sjúkdómstilfelli erlendis. Ef ekki næst samband við

VÍS og um mjög alvarlegt slys eða sjúkdómstilfelli er að ræða erlendis er

hægt að setja sig í samband við samstarfsaðila VÍS í Kaupmannahöfn,

SOS International, en þar er símaþjónusta allan sólarhringinn SOS

International A/S. S. +45 7010 5050